Podcasts about feneyjatv

  • 5PODCASTS
  • 34EPISODES
  • 1h 4mAVG DURATION
  • 1MONTHLY NEW EPISODE
  • May 7, 2025LATEST

POPULARITY

20172018201920202021202220232024


Best podcasts about feneyjatv

Latest podcast episodes about feneyjatv

Víðsjá
Hraunmyndanir - framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum í arkitektúr

Víðsjá

Play Episode Listen Later May 7, 2025 53:54


Árið er 2150. Við erum stödd í framtíðarsamfélagi þar sem okkur hefur tekist að beisla hraunrennsli, eins og okkur tókst með gufuaflið á 20. öld. Með framsæknum lausnum nýtum við hraun sem byggingarefni og umbreytum staðbundinni ógn í auðlind. Þetta er í stuttu máli grunnhugmyndin að Hraunmyndunum, framlagi Íslands á Feneyjatvíæringnum í arkitektúr, sem opnar um helgina. Arkitektastofan s.ap arkitektar, þverfagleg rannsóknarstofa með áherslu á tilgátuverkefni framtíðarinnar, eru höfundar Hraunmyndanna. Listrænn stjórnandi verkefnisins er arkitektinn Arnhildur Pálmadóttir en auk hennar skipa teymið þau Arnar Skarphéðinsson, Björg Skarphéðinsdóttir, Sukanya Mukherjee, Jack Armitage og Andri Snær Magnason. Hópurinn er nú í óða önn við að klára uppsetningu verksins, en þetta er í fyrsta sinn sem Ísland tekur þátt í Feneyjatvíæringnum í arkitektúr. Við tileinkum svipmynd dagsins þessu stórmerkilega verkefni, Hraunmyndunum, og tökum púlsinn á teyminu á lokaprettinum fyrir foropnun íslenska skálans í Feneyjum.

Víðsjá
The Clock/Christian Marclay, ROR/Auga og hugleiðing um takt á degi dansins

Víðsjá

Play Episode Listen Later Apr 29, 2025 54:47


Nú á föstudaginn gefst áhugasömum kostur á að leggja leið sína í Listasafn Íslands og berja augum verk sem telst meðal merkustu listaverka 21. aldarinnar. The Clock (2010) eftir svissnesk-bandaríska listamanninn Christian Marclay hlaut gullna ljónið á Feneyjatvíæringnum árið 2011 og hefur síðan farið sigurför um heiminn. Vídeóverk Marclays er klippt saman úr mörg þúsund myndbrotum, sem hvert og eitt skírskotar til ákveðinnar tímasetningar og sem í réttri tímaröð spannar heilan sólarhring, mínútu fyrir mínútu. Tvær sólarhringssýningar verða á verkinu og sú fyrri hefst á föstudaginn kl 17. Víðsjá leit við í Listasafni Íslands í morgun og tók þar púlsinn á listamanninum. Við kynnum okkur líka nýlega hljómplötu úr smiðju tónlistarparsins Gyðu Valtýsdóttur og Úlfs Hanssonar, Auga, og rifjum upp hugleiðingu Aðalheiðar Halldórsdóttur um takt í tilefni af alþjóðlegum degi dansins.

Víðsjá
Ásta Fanney til Feneyja 2026, Mikilvægt rusl /rýni, Nokkur jólaleg lög, leikhús í Helsinki

Víðsjá

Play Episode Listen Later Dec 5, 2024 50:42


Í gær var tilkynnt að Ásta Fanney Sigurðardóttir verður fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum í myndlist árið 2026. Valið var tilkynnt við hátíðlega athöfn í Listasafni Íslands í gær þar sem kampavín og kaka komu við sögu. Við ræðum við Ástu Fanneyju í þætti dagsins. Fyrir skömmu sendu GDRN og Magnús Jóhann frá sér sönglagaplötuna Nokkur jólaleg lög. Á plötunni flytja þau þekkt jólalög og vetrarlög í lágstemmdum en einlægum útgáfum ásamt nokkrum góðum gestum. Tómas Ævar sest niður með þeim Magnúsi og Guðrúnu og ræðir við þau um gerð plötunnar. Við heyrum einnig rýni í nýja skáldsögu Halldórs Armand, Mikilvægt rusl, í þætti dagsins, en Sölvi Halldórsson hefur nýlokið við lesturinn. Og við fáum einnig ferðasögu frá Helsinki frá Trausta Ólafssyni, einn af leikhúsrýnum þáttar, en hann var þar í mikilli leikhúsreisu.

Víðsjá
Stólasmíði og Enzo Mari , Sjáumst í ágúst, Feneyjatvíæringur, Eyrnakonfekt

Víðsjá

Play Episode Listen Later Sep 30, 2024 49:49


Við hittum Friðrik Stein Friðriksson hönnuð og smíðakennara, en hann mun leiða smiðju í Hönnunarsafninu þar sem gestum tækifæri til að búa til sinn eigin stól. Stólarnir eru unnir að fyrirmynd Enzo Mari sem taldi að allir gætu gert sinn eigin stól. Gauti Kristmannsson rýnir í skáldsöguna Sjáumst í ágúst eftir Gabriel Garcia Marqués, sem kom nýverið út í þýðingu Jóns Halls Stefánssonar, 10 árum eftir andlát höfundarins. Einnig heyrum við Eyrnakonfekt, en að þessu sinni er það Freyja Gunnlaugsdóttir, klarinettuleikari og skólameistari Menntaskóla í tónlist, sem segir frá sínu uppáhaldsverki. Og Grétar Þór Sigurðsson flytur pistil frá Feneyjatvíæringnum.

umst sj sigur einnig menntask enzo mari gauti kristmannsson feneyjatv
Víðsjá
Tónar útlaganna, Hreinn Friðfinnsson, Palestína í Feneyjum

Víðsjá

Play Episode Listen Later Sep 19, 2024 53:44


Í vikunni gaf Hið íslenska bókmenntafélag út bókina Tónar útlaganna eftir Árna Heimi Ingólfsson. Þar er farið yfir sögu þriggja hámenntaðra tónlistarmanna sem flúðu heimalönd sín í Evrópu snemma á síðustu öld, fluttu til Íslands og höfðu veruleg áhrif á íslenskt menningarlíf, þá Róbert Abraham Ottóson, Heinz Edelstein og Victor Urbancic. Við gluggum í bókina og gröfum upp gamlar upptökur í þætti dagsins. Einnig er rætt við Markús Þór Andrésson um yfirlitssýningu á verkum Hreins Friðfinnssonar sem opnar í Hafnarhúsinu á laugardag og við heyrum pistil frá Mirru Elísabetu Valdísardóttur um viðveru Palestínu á Feneyjatvíæringnum.

vald einnig evr palest finnsson feneyjum feneyjatv
Víðsjá
Feneyjatvíæringur í arkitektúr, uppistand innflytjenda, Sigmar Þór Matthíasson

Víðsjá

Play Episode Listen Later Sep 10, 2024 51:33


Feneyjatvíæringurinn í arkitektúr fer fram í 19. sinn á næsta ári og Ísland tekur þá þátt í fyrsta sinn. Tilkynnt var um það í síðustu viku að verkefni s.ap arkitekta, Hraunmyndanir hefur verið valið sem framlag Íslands. Það er Miðstöð hönnunar og arkitektúrs sem hefur umsjón með verkefninu og Gerður Jónsdóttir er verkefnastjóri þátttöku Íslands. Við ræðum við hana í þætti dagisns. Katla Ársælsdóttir segir frá uppistandinu Belonging þar sem fimm innflytjendur stigu á stokk og fjölluðu á kómískan hátt um reynslu sína af því að búa á íslandi. Nýlega sendi tónlistarmaðurinn Sigmar Þór Matthíasson frá sér nýja plötu sem nefnist Uneven Equator, en á henni blandar hann saman jazzi og austrænni heimstónlist. Tómas Ævar ræðir við Sigmar í þætti dagsins.

Víðsjá
Gabríela Friðriksdóttir, Líkaminn er skál, Sigurður Málari

Víðsjá

Play Episode Listen Later Sep 5, 2024 54:27


Myndlistarkonan Gabríela Friðriksdóttir hefur haldið fjölda sýninga um allan heim og var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum árið 2005. Hún hefur fyrir löngu skapað sitt einstaka tungumál, sinn eigin myndheim, þar sem ýmsar óræðar kynjaverur eiga heimili og hreyfast á milli teikninga, málverka, skúltúptúra og fleiri miðla. Víðsjá lítur inn á yfirstandandi sýningu á verkum hennar, Zúlógíu, í Listamönnum á Skúlagötu. Við höldum einnig inn í heimili sjálfstæðu sviðslistasenunnar. Leikhópurinn 10 fingur hefur um árabil sérhæft sig í listsköpun á mörkum leikhúss og myndlistar og frumsýnir í kvöld nýtt íslenskt leikverk , Líkaminn er skál. Höfundar verksins eru þau Helga Arnalds, Matteo Fargon, Valgerður Rúnarsdóttir og Eva Signý Berger en verkið byggir að stórum hluta til á persónulegri reynslu Helgu af því að verða alvarlega veik. En við hefjum þáttinn á því að líta inn á Þjóðminjasafnið, þar sem Heimilisiðnaðarfélagið, í samstarfi við safnið, hefur skipulagt hátíðardagskrá á laugardag í tilefni af 150 ára ártíð Sigurðar málara og degi íslenska þjóðbúningsins. Terry Gunnell, sem ritstýrði ásamt Karli Aspelund bókinni Málarinn og menningarsköpunin, um Sigurð Málara, segir okkur af þessum merkilega hugsjónamanni.

Víðsjá
IceCon, Cancion Ranchera og Feneyjatvíæringurinn

Víðsjá

Play Episode Listen Later May 21, 2024 52:13


Við fáum sendingu frá Feneyjum í þættinum. Starfsnemar í listfræði, myndlist og sýningastjórnun við Listaháskóla Íslands og Háskóla Íslands munu á næstu vikum flytja stutt erindi um sýningar Feneyjartvíæringsins. Í pistli dagsins tekur Auður Mist, oftast kölluð Auja Mist, myndlistakona frá Reykjavík, til máls og segir meðal annars frá því hvernig jaðarsettir hópar í myndlist hafa nýtt dulspeki sem sameiningartákn Þorleifur Sigurðsson verður einnig með í þættinum en hann hefur verið að skoða tónlistarstefnur í ólíkum heimshornum sem eiga það sameiginlegt að hafa haft gríðarleg menningarleg áhrif. Að þessu sinni mun hann segja frá Cancion Ranchera sem er mexíkósk þjóðlagahefð og er eitt helsta menningareinkenni Mexíkó. IceCon-furðusagnahátíðin hefur göngu sína í fjórða sinn núna um helgina. Hugtakið furðusögur nær yfir fantasíur, vísindaskáldskap og hrollvekjur og allt þar á milli. Heiðursgestir í ár eru rithöfundarnir Emil Hjörvar Petersen, sem er einn stofnenda hátíðarinnar, Hugo-verðlaunahafinn John Scalzi og Lambda-verðlaunahafinn Kirsty Logan. Hátíðin hefst nú um helgina og verða hinir ýmsu viðburðir á dagskrá í Veröld Húsi Vigdísar. Anna María Björnsdóttir ræðir við þá Emil Hjörvar Petersen og Júlíus Árnason Kaaber, einn skipuleggjenda hátíðarinnar í ár í þættinum.

Víðsjá
Feneyjatvíæringurinn og Alþjóðlegi plötubúðadagurinn

Víðsjá

Play Episode Listen Later Apr 18, 2024 51:38


Hildigunnur Birgisdóttir er fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum í ár og sýning hennar, Þetta er mjög stór tala / commerzbau, opnar formlega í dag. Sýningarstjóri er Dan Byers. Við hringjum til Ítalíu og og heyrum í Hildigunni og Auði Jörundsdóttur, forstöðumanni Myndlistarmiðstöðvar. Einnig hugum við óbeint að Alþjóðlega plötubúðadeginum sem haldinn verður hátíðlegur í plötubúðum um allan heim næsta laugardag. Að því tilefni veltum við fyrir okkur miðlun tónlistar en ekki vínylplötunni sem er hvað háværust þegar kemur að plötubúðardeginum heldur geisladisknum sem hefur verið að hnigna undanfarin ár. Ólöf Rún Benediktsdóttir hóf fyrir um tveimur árum síðan að safna geisladiskum og kíkir til okkar með safnið sitt.

legi einnig benediktsd dan byers feneyjatv
Víðsjá
Maístjarnan, Feneyjatvíæringurinn og svipmynd af kvikmyndargerðarkonu

Víðsjá

Play Episode Listen Later Apr 17, 2024 52:09


Í Víðsjá dagsins hugum við að þeim fregnum frá Feneyjartvíæringnum að Ruth Patir, fulltrúi Ísraels, hafi ásamt sýningarstjórum sínum, ákveðið að loka dyrum að ísraelska skálanum þar til vopnahlé á Gaza og endurheimt gísla hefur átt sér stað. Einnig heyrum við hvaða ljóðskáld eru tilnefnd til Maístjörnunnar fyrir árið 2023 og drögum upp svipmynd af kvikmyndagerðarkonu: Anna Karín Lárusdóttir er kvikmyndargerðarmaður uppalin í breiðholti og á Egilsstöðum. Hún heillaðist snemma af kvikmyndaforminu þá í gegnum föstudagskvikmyndir Rúv og á vídeóleigu Kidda Videoflugu á Egilsstöðum. Hún skráði sig í Kvikmyndaskóla Íslands eftir að mamma hennar ráðlagði henni að leggja fyrir sig fagið en í kvikmyndaskólanum framleiddi hún stuttmyndina XY, kvikmynd sem kannar upplifanir unglingsins Lísu af því að vera intersex. XY vakti þónokkra athygli þegar hún kom út og hlaut shortfish verðlaunin á Sprettfiskshátíðinni árið 2019. Næsta stuttmynd Önnu Karínar Felt Cute eða sætur kom út á síðasta ári og fjallar hún um Breka, ellefu ára dreng sem prófar sig áfram með farða systur sinnar og föt þegar hann er einn heima - en Felt Cute hlaut einnig shortfishverðlaunin 2024 og tvö Edduverðlaun, ein í flokki stuttmynda og önnur í flokki barna og unglingamynda. Anna Karín stefnir á útgáfu lengri kvikmyndar á næstu árum og langar henni að halda áfram að rannsaka veröld barna og unglinga sem og þá undarlegu stemningu sem skapast getur í tónlistarskólum landsins.

Víðsjá
Sjónrænn aktivismi, skáldatal, Útsýni

Víðsjá

Play Episode Listen Later Nov 21, 2022


Skáldin og rithöfundarnir Elísabet Jökulsdóttir og Linda Vilhjálmsdóttir hafa þekkst frá því í barnaskóla og lesið yfir hvor fyrir aðra frá því að þær gáfu út sín fyrstu ljóð. Báðar hafa þær nýlega gefið út bækur, Linda ljóðabókina Humm, og Elísabet skáldsöguna Saknaðarilmur. Á milli þeirra er dýrmætur og hreinskilinn vinskapur, sem hlustendur fá innsýn í hér rétt á eftir, þegar þær setjast niður og spjalla um skáldskapinn, mjóar raddir og hummandi konur. Við heimsækjum líka Listasafn Íslands þar sem nú stendur yfir yfirlitssýning á verkum Suður-Afríska ljósmyndarans og aðgerðasinnans Zaneli Muholi. Zanele Muholi er einn virtasti ljósmyndari samtímans, var fulltrúi Suður-Afríku á Feneyjatvíæringnum árið 2019, en Muholi vill frekar nefnast sjónrænn aktívisti en listamaður. Hán ólst upp við aðskilnaðarstefnuna fram að 20 ára aldri og má segja að öll list háns mótist af þessu tvennu; kynja- og kynþáttapólitík. Síðan Muholi útskrifaðist úr námi fyrir rúmum 20 árum síðan hefur hán einbeitt sér að því að skrásetja og miðla tilveru og sögu hinsegin fólks og kynsegin fólks í heimalandinu. Sölvi Halldórsson rýnir einnig í nýja skáldsögu Guðrúnar Evu Mínervudóttur, Útsýni. Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir

Víðsjá
Sjónrænn aktivismi, skáldatal, Útsýni

Víðsjá

Play Episode Listen Later Nov 21, 2022 55:00


Skáldin og rithöfundarnir Elísabet Jökulsdóttir og Linda Vilhjálmsdóttir hafa þekkst frá því í barnaskóla og lesið yfir hvor fyrir aðra frá því að þær gáfu út sín fyrstu ljóð. Báðar hafa þær nýlega gefið út bækur, Linda ljóðabókina Humm, og Elísabet skáldsöguna Saknaðarilmur. Á milli þeirra er dýrmætur og hreinskilinn vinskapur, sem hlustendur fá innsýn í hér rétt á eftir, þegar þær setjast niður og spjalla um skáldskapinn, mjóar raddir og hummandi konur. Við heimsækjum líka Listasafn Íslands þar sem nú stendur yfir yfirlitssýning á verkum Suður-Afríska ljósmyndarans og aðgerðasinnans Zaneli Muholi. Zanele Muholi er einn virtasti ljósmyndari samtímans, var fulltrúi Suður-Afríku á Feneyjatvíæringnum árið 2019, en Muholi vill frekar nefnast sjónrænn aktívisti en listamaður. Hán ólst upp við aðskilnaðarstefnuna fram að 20 ára aldri og má segja að öll list háns mótist af þessu tvennu; kynja- og kynþáttapólitík. Síðan Muholi útskrifaðist úr námi fyrir rúmum 20 árum síðan hefur hán einbeitt sér að því að skrásetja og miðla tilveru og sögu hinsegin fólks og kynsegin fólks í heimalandinu. Sölvi Halldórsson rýnir einnig í nýja skáldsögu Guðrúnar Evu Mínervudóttur, Útsýni. Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir

Víðsjá
Heimferð, sending frá Feneyjum, Draumarústir, Persian Path

Víðsjá

Play Episode Listen Later Jun 15, 2022


Á plötunni Persian Path frá árinu 2020 renna saman íslensk og írönsk þjóðlagatónlist í útsetningum tónlistarmannsins Ásgeirs Ásgeirssonar. Undanfarin ár hefur Ásgeir sótt sinn tónlistarlega innblástur austur til Balkansskaga og Mið-Austurlanda. En bakgrunnurinn er öllu hefðbundnari vestrænt popp og rokk hér heima. Við ræðum við Ásgeir Ásgeirsson um tónlist þessara ólíku menningarheima í lok þáttar. Aðdráttarafl Verksmiðjunnar á Hjalteyri á listamenn er óumdeilanlegt. Staðsetning hennar á jaðrinum, hvort sem miðað er við íslenskan eða alþjóðlegarn listheim, í rústum gamals síldarævintýris, sveipar hana ákveðnum ljóma. Hún á þátt í að skapa ímynd sem hið fullkomna listamannarekna rými þar sem starfsemin er óháð stigveldi, stofnunum og pólitískum áformum um uppbyggingu. Svo segir í texta listfræðingsins Margrétar Elísabetar Ólafsdóttur í bók sem er nýkomin út; Draumarústir. Útgáfan fagnar 10 ára afmæli Verksmiðjunnar á Hjalteyri, við ræðum við Margréti Elísabetu í þætti dagsins . Einnig fáum við sendingu frá Feneyjum. Hópur nýtúrskrifaðra listfræðinga, listamanna, kvikmyndafræðinga, listheimspekinga og menningarmiðlara dvelja nú í Feneyjum og sjá um íslenska skálann á Feneyjatvíæringnum. Næstu vikur munu Víðsjá berast pistlar frá þessum hópi þar sem þau segja okkur frá tvíæringum og því sem hæst ber í listheiminum um þessar mundir. Fyrsti pistillinn berst frá Eyju Orradóttur kvikmyndafræðingi. Eyja veltir fyrir sér myndbandsverkum á hátíðinni, framsetningu verkanna og miðlinum sjálfum. Á myndbandsmiðillin vel við á hátið þar sem gestir ráfa um og skoða verk tilviljunarkennt og í stutta stund? Heyrum þær vangaveltur hér á eftir. En við byrjum í leikhúsinu. Eva Halldóra Guðmundsdóttir fór að sjá Heimferð, brúðuleikhús sem fer fram í húsbíl sem ferðast um landið. Það er brúðuleikhúshópurinn Handbendi, sem skapar þessa sýningu, en hópurinn hefur aðsetur á Hvammstanga er er handhafi Eyrarrósarinnar. Umsjón: Halla Harðardóttir og Jóhannes Ólafsson

gu persian stir sta svo einnig fyrsti margr umsj eyja undanfarin heyrum hvammstanga feneyjum feneyjatv
Víðsjá
Heimferð, sending frá Feneyjum, Draumarústir, Persian Path

Víðsjá

Play Episode Listen Later Jun 15, 2022


Á plötunni Persian Path frá árinu 2020 renna saman íslensk og írönsk þjóðlagatónlist í útsetningum tónlistarmannsins Ásgeirs Ásgeirssonar. Undanfarin ár hefur Ásgeir sótt sinn tónlistarlega innblástur austur til Balkansskaga og Mið-Austurlanda. En bakgrunnurinn er öllu hefðbundnari vestrænt popp og rokk hér heima. Við ræðum við Ásgeir Ásgeirsson um tónlist þessara ólíku menningarheima í lok þáttar. Aðdráttarafl Verksmiðjunnar á Hjalteyri á listamenn er óumdeilanlegt. Staðsetning hennar á jaðrinum, hvort sem miðað er við íslenskan eða alþjóðlegarn listheim, í rústum gamals síldarævintýris, sveipar hana ákveðnum ljóma. Hún á þátt í að skapa ímynd sem hið fullkomna listamannarekna rými þar sem starfsemin er óháð stigveldi, stofnunum og pólitískum áformum um uppbyggingu. Svo segir í texta listfræðingsins Margrétar Elísabetar Ólafsdóttur í bók sem er nýkomin út; Draumarústir. Útgáfan fagnar 10 ára afmæli Verksmiðjunnar á Hjalteyri, við ræðum við Margréti Elísabetu í þætti dagsins . Einnig fáum við sendingu frá Feneyjum. Hópur nýtúrskrifaðra listfræðinga, listamanna, kvikmyndafræðinga, listheimspekinga og menningarmiðlara dvelja nú í Feneyjum og sjá um íslenska skálann á Feneyjatvíæringnum. Næstu vikur munu Víðsjá berast pistlar frá þessum hópi þar sem þau segja okkur frá tvíæringum og því sem hæst ber í listheiminum um þessar mundir. Fyrsti pistillinn berst frá Eyju Orradóttur kvikmyndafræðingi. Eyja veltir fyrir sér myndbandsverkum á hátíðinni, framsetningu verkanna og miðlinum sjálfum. Á myndbandsmiðillin vel við á hátið þar sem gestir ráfa um og skoða verk tilviljunarkennt og í stutta stund? Heyrum þær vangaveltur hér á eftir. En við byrjum í leikhúsinu. Eva Halldóra Guðmundsdóttir fór að sjá Heimferð, brúðuleikhús sem fer fram í húsbíl sem ferðast um landið. Það er brúðuleikhúshópurinn Handbendi, sem skapar þessa sýningu, en hópurinn hefur aðsetur á Hvammstanga er er handhafi Eyrarrósarinnar. Umsjón: Halla Harðardóttir og Jóhannes Ólafsson

gu persian stir sta svo einnig fyrsti margr umsj eyja undanfarin heyrum hvammstanga feneyjum feneyjatv
Víðsjá
Heimferð, sending frá Feneyjum, Draumarústir, Persian Path

Víðsjá

Play Episode Listen Later Jun 15, 2022 55:00


Á plötunni Persian Path frá árinu 2020 renna saman íslensk og írönsk þjóðlagatónlist í útsetningum tónlistarmannsins Ásgeirs Ásgeirssonar. Undanfarin ár hefur Ásgeir sótt sinn tónlistarlega innblástur austur til Balkansskaga og Mið-Austurlanda. En bakgrunnurinn er öllu hefðbundnari vestrænt popp og rokk hér heima. Við ræðum við Ásgeir Ásgeirsson um tónlist þessara ólíku menningarheima í lok þáttar. Aðdráttarafl Verksmiðjunnar á Hjalteyri á listamenn er óumdeilanlegt. Staðsetning hennar á jaðrinum, hvort sem miðað er við íslenskan eða alþjóðlegarn listheim, í rústum gamals síldarævintýris, sveipar hana ákveðnum ljóma. Hún á þátt í að skapa ímynd sem hið fullkomna listamannarekna rými þar sem starfsemin er óháð stigveldi, stofnunum og pólitískum áformum um uppbyggingu. Svo segir í texta listfræðingsins Margrétar Elísabetar Ólafsdóttur í bók sem er nýkomin út; Draumarústir. Útgáfan fagnar 10 ára afmæli Verksmiðjunnar á Hjalteyri, við ræðum við Margréti Elísabetu í þætti dagsins . Einnig fáum við sendingu frá Feneyjum. Hópur nýtúrskrifaðra listfræðinga, listamanna, kvikmyndafræðinga, listheimspekinga og menningarmiðlara dvelja nú í Feneyjum og sjá um íslenska skálann á Feneyjatvíæringnum. Næstu vikur munu Víðsjá berast pistlar frá þessum hópi þar sem þau segja okkur frá tvíæringum og því sem hæst ber í listheiminum um þessar mundir. Fyrsti pistillinn berst frá Eyju Orradóttur kvikmyndafræðingi. Eyja veltir fyrir sér myndbandsverkum á hátíðinni, framsetningu verkanna og miðlinum sjálfum. Á myndbandsmiðillin vel við á hátið þar sem gestir ráfa um og skoða verk tilviljunarkennt og í stutta stund? Heyrum þær vangaveltur hér á eftir. En við byrjum í leikhúsinu. Eva Halldóra Guðmundsdóttir fór að sjá Heimferð, brúðuleikhús sem fer fram í húsbíl sem ferðast um landið. Það er brúðuleikhúshópurinn Handbendi, sem skapar þessa sýningu, en hópurinn hefur aðsetur á Hvammstanga er er handhafi Eyrarrósarinnar. Umsjón: Halla Harðardóttir og Jóhannes Ólafsson

gu persian stir sta svo einnig fyrsti margr umsj eyja undanfarin heyrum hvammstanga feneyjum feneyjatv
Víðsjá
Sýndarsund, Feneyjatvíæringur og Ball

Víðsjá

Play Episode Listen Later May 3, 2022


Sviðslistafólkið Alexander Roberts og Ásrún Magnúdsóttir hafa í áratug unnið saman að verkefnum þar sem þau færa dansinn nær hversdeginum og hversdaginn nær dansinum. Þau hafa unnið með röddum og líkömum sem vanalega stíga ekki fram í sviðsljósið og fært til mörkin sem skilgreina vanalega atvinnudansara og áhugadansara. Á föstudag frumsýna þau nýtt verk í samstarfi við Íslenska dansflokkinn og níu gesta dansara. Verkið kallast Ball og þar stíga á svið Íslandsmeistari í breikdansi frá níunda áratugnum, ballerína á eftirlaunum, dansarar Íslenska dansflokksins og gó-gó dansari, svo eitthvað sé nefnt, en öll eiga þau sameiginlegt að elska dansinn .Höfundarnir segja dansinn ekki bara eiga að snúast um afburðartækni eða ómælda hæfileika hvers og eins heldur einnig um upplifunina á því að dansa ólíka dansa saman. Við kíkjum á ball í þætti dagsins. Þegar við stingum okkur á kaf ferðumst við að inn í aðra vídd, skynjun okkar breytist og við lokum okkur frá umheiminum. Í sundi upplifa einhverjir sig berskjaldaða; í kafi erum við súrefnislaus og á bakkanum klæðalítil. Í dag 3 maí opnar í Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ sýndarveruleika verk eftir Hrund Atladóttur. Verkið er hluti af HönnunarMars og er gert í tengslum við sýninguna Sund sem nú stendur yfir í safninu . Við heimsækjum Hrund Atladóttur á Hönnunarsafninu og ræðum um sýndarveruleika, sundlaugar, nft og vatnadísir. Nína Hjálmarsdóttir leikhúsrýnir okkar hér í Víðsjá er nýkomin heim frá Feneyjum þar sem hún drakk í sig stemninguna á tvíæringnum, fegurð borgarinnar, fjölskrúðugt mannlífið og listaverkin sem hafa yfirtekið borgina. Hún hefur tekið saman það sem stóð upp úr á hátíðinni að hennar mati. Umsjón: Halla Harðardóttir og Jóhannes Ólafsson

Víðsjá
Sýndarsund, Feneyjatvíæringur og Ball

Víðsjá

Play Episode Listen Later May 3, 2022


Sviðslistafólkið Alexander Roberts og Ásrún Magnúdsóttir hafa í áratug unnið saman að verkefnum þar sem þau færa dansinn nær hversdeginum og hversdaginn nær dansinum. Þau hafa unnið með röddum og líkömum sem vanalega stíga ekki fram í sviðsljósið og fært til mörkin sem skilgreina vanalega atvinnudansara og áhugadansara. Á föstudag frumsýna þau nýtt verk í samstarfi við Íslenska dansflokkinn og níu gesta dansara. Verkið kallast Ball og þar stíga á svið Íslandsmeistari í breikdansi frá níunda áratugnum, ballerína á eftirlaunum, dansarar Íslenska dansflokksins og gó-gó dansari, svo eitthvað sé nefnt, en öll eiga þau sameiginlegt að elska dansinn .Höfundarnir segja dansinn ekki bara eiga að snúast um afburðartækni eða ómælda hæfileika hvers og eins heldur einnig um upplifunina á því að dansa ólíka dansa saman. Við kíkjum á ball í þætti dagsins. Þegar við stingum okkur á kaf ferðumst við að inn í aðra vídd, skynjun okkar breytist og við lokum okkur frá umheiminum. Í sundi upplifa einhverjir sig berskjaldaða; í kafi erum við súrefnislaus og á bakkanum klæðalítil. Í dag 3 maí opnar í Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ sýndarveruleika verk eftir Hrund Atladóttur. Verkið er hluti af HönnunarMars og er gert í tengslum við sýninguna Sund sem nú stendur yfir í safninu . Við heimsækjum Hrund Atladóttur á Hönnunarsafninu og ræðum um sýndarveruleika, sundlaugar, nft og vatnadísir. Nína Hjálmarsdóttir leikhúsrýnir okkar hér í Víðsjá er nýkomin heim frá Feneyjum þar sem hún drakk í sig stemninguna á tvíæringnum, fegurð borgarinnar, fjölskrúðugt mannlífið og listaverkin sem hafa yfirtekið borgina. Hún hefur tekið saman það sem stóð upp úr á hátíðinni að hennar mati. Umsjón: Halla Harðardóttir og Jóhannes Ólafsson

Víðsjá
Sýndarsund, Feneyjatvíæringur og Ball

Víðsjá

Play Episode Listen Later May 3, 2022 51:52


Sviðslistafólkið Alexander Roberts og Ásrún Magnúdsóttir hafa í áratug unnið saman að verkefnum þar sem þau færa dansinn nær hversdeginum og hversdaginn nær dansinum. Þau hafa unnið með röddum og líkömum sem vanalega stíga ekki fram í sviðsljósið og fært til mörkin sem skilgreina vanalega atvinnudansara og áhugadansara. Á föstudag frumsýna þau nýtt verk í samstarfi við Íslenska dansflokkinn og níu gesta dansara. Verkið kallast Ball og þar stíga á svið Íslandsmeistari í breikdansi frá níunda áratugnum, ballerína á eftirlaunum, dansarar Íslenska dansflokksins og gó-gó dansari, svo eitthvað sé nefnt, en öll eiga þau sameiginlegt að elska dansinn .Höfundarnir segja dansinn ekki bara eiga að snúast um afburðartækni eða ómælda hæfileika hvers og eins heldur einnig um upplifunina á því að dansa ólíka dansa saman. Við kíkjum á ball í þætti dagsins. Þegar við stingum okkur á kaf ferðumst við að inn í aðra vídd, skynjun okkar breytist og við lokum okkur frá umheiminum. Í sundi upplifa einhverjir sig berskjaldaða; í kafi erum við súrefnislaus og á bakkanum klæðalítil. Í dag 3 maí opnar í Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ sýndarveruleika verk eftir Hrund Atladóttur. Verkið er hluti af HönnunarMars og er gert í tengslum við sýninguna Sund sem nú stendur yfir í safninu . Við heimsækjum Hrund Atladóttur á Hönnunarsafninu og ræðum um sýndarveruleika, sundlaugar, nft og vatnadísir. Nína Hjálmarsdóttir leikhúsrýnir okkar hér í Víðsjá er nýkomin heim frá Feneyjum þar sem hún drakk í sig stemninguna á tvíæringnum, fegurð borgarinnar, fjölskrúðugt mannlífið og listaverkin sem hafa yfirtekið borgina. Hún hefur tekið saman það sem stóð upp úr á hátíðinni að hennar mati. Umsjón: Halla Harðardóttir og Jóhannes Ólafsson

Morgunvaktin
Úkraína, Feneyjatvíæringurinn, ferðamál og kúrdískar konur

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Apr 22, 2022


Átta vikur eru síðan Rússar réðust inn í Úkraínu og hörmungarnar halda áfram. Þúsundir eru fallnar og milljónir á flótta. Við fjölluðum um stöðu og horfur; Davíð Stefánsson, stjórnmálafræðingur og ráðgjafi, fylgist grannt með gangi mála og kom til okkar. Dyr sýningaskálanna á Feneyjatvíæringnum verða opnaðar almenningi á morgun. Foropnanir voru í gær og þá gafst boðsgestum færi á að berja augum verk Sigurðar Guðjónssonar fulltrúa Íslands en það er fjölskynjunarskúlptúr og nefnist Ævarandi hreyfing. Bergsteinn Sigurðsson sjónvarpsmaður er í Feneyjum og spjallaði þaðan við okkur. Ferðamál voru til umfjöllunar venju samkvæmt á föstudögum, Kristján Sigurjónsson ritstjóri Túrista fjallaði meðal annars um stóraukið framboð flugferða til Ítalíu og um verð á innrituðum farangri í flugi. Á dögunum kom út bókin Líkþvottakonan eftir kúrdísk/danska rithöfundinn Söru Ómar. Þetta er saga um sektarkenndina, heiðurinn og skömmina sem þjakar milljónir stúlkna og kvenna um allan heim, dag eftir dag, ár eftir ár, svo vitnað sé í texta á bókarkápu. Þýðandinn, Katrín Fjeldsted læknir, sagði okkur frá bókinni og fleiru. Umsjónarmenn Morgunvaktarinnar eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir. Blackbird - Bítlarnir Bang Bang - Dalida Jeg ringer pa fredag - Sven Ingvars Luka - Susan Vega

Morgunvaktin
Úkraína, Feneyjatvíæringurinn, ferðamál og kúrdískar konur

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Apr 22, 2022 130:00


Átta vikur eru síðan Rússar réðust inn í Úkraínu og hörmungarnar halda áfram. Þúsundir eru fallnar og milljónir á flótta. Við fjölluðum um stöðu og horfur; Davíð Stefánsson, stjórnmálafræðingur og ráðgjafi, fylgist grannt með gangi mála og kom til okkar. Dyr sýningaskálanna á Feneyjatvíæringnum verða opnaðar almenningi á morgun. Foropnanir voru í gær og þá gafst boðsgestum færi á að berja augum verk Sigurðar Guðjónssonar fulltrúa Íslands en það er fjölskynjunarskúlptúr og nefnist Ævarandi hreyfing. Bergsteinn Sigurðsson sjónvarpsmaður er í Feneyjum og spjallaði þaðan við okkur. Ferðamál voru til umfjöllunar venju samkvæmt á föstudögum, Kristján Sigurjónsson ritstjóri Túrista fjallaði meðal annars um stóraukið framboð flugferða til Ítalíu og um verð á innrituðum farangri í flugi. Á dögunum kom út bókin Líkþvottakonan eftir kúrdísk/danska rithöfundinn Söru Ómar. Þetta er saga um sektarkenndina, heiðurinn og skömmina sem þjakar milljónir stúlkna og kvenna um allan heim, dag eftir dag, ár eftir ár, svo vitnað sé í texta á bókarkápu. Þýðandinn, Katrín Fjeldsted læknir, sagði okkur frá bókinni og fleiru. Umsjónarmenn Morgunvaktarinnar eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir. Blackbird - Bítlarnir Bang Bang - Dalida Jeg ringer pa fredag - Sven Ingvars Luka - Susan Vega

Víðsjá
Birgir Andrésson: Eins langt og augað eygir

Víðsjá

Play Episode Listen Later Feb 3, 2022


Eins langt og augað eygir kallast umfangsmikil yfirlitssýning á verkum Birgis Andréssonar sem tekur yfir nær alla Kjarvalstaði. Birgir var leiðandi afl í myndlistarsenu Reykjavíkur í áratugi og skapar stóran sess í listasögu Íslands, en hann lést langt fyrir aldur fram, árið 2007. Birgir hélt fjölda sýninga hérlendis og erlendis á litríkum ferli sínum og var valinn til að taka þátt í Feneyjatvíæringnum árið 1995 fyrir hönd Íslands. Í Víðsjá dagsins verður rætt við aðstandendur yfirlitssýningarinnar; sýningarstjórann Robert Hobbs, hönnuðinn Ásmund Hrafn Sturluson, Aldísi Snorradóttur verkefnastjóra sýninga hjá Listasafni Reykjavíkur og Börk Arnarsson eiganda i8 gallerí. Þar að auki verða viðtöl við Birgi sjálfan sótt í safn Ríkisútvarpsins. Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir.

Víðsjá
Birgir Andrésson: Eins langt og augað eygir

Víðsjá

Play Episode Listen Later Feb 3, 2022


Eins langt og augað eygir kallast umfangsmikil yfirlitssýning á verkum Birgis Andréssonar sem tekur yfir nær alla Kjarvalstaði. Birgir var leiðandi afl í myndlistarsenu Reykjavíkur í áratugi og skapar stóran sess í listasögu Íslands, en hann lést langt fyrir aldur fram, árið 2007. Birgir hélt fjölda sýninga hérlendis og erlendis á litríkum ferli sínum og var valinn til að taka þátt í Feneyjatvíæringnum árið 1995 fyrir hönd Íslands. Í Víðsjá dagsins verður rætt við aðstandendur yfirlitssýningarinnar; sýningarstjórann Robert Hobbs, hönnuðinn Ásmund Hrafn Sturluson, Aldísi Snorradóttur verkefnastjóra sýninga hjá Listasafni Reykjavíkur og Börk Arnarsson eiganda i8 gallerí. Þar að auki verða viðtöl við Birgi sjálfan sótt í safn Ríkisútvarpsins. Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir.

Víðsjá
Birgir Andrésson: Eins langt og augað eygir

Víðsjá

Play Episode Listen Later Feb 3, 2022 53:53


Eins langt og augað eygir kallast umfangsmikil yfirlitssýning á verkum Birgis Andréssonar sem tekur yfir nær alla Kjarvalstaði. Birgir var leiðandi afl í myndlistarsenu Reykjavíkur í áratugi og skapar stóran sess í listasögu Íslands, en hann lést langt fyrir aldur fram, árið 2007. Birgir hélt fjölda sýninga hérlendis og erlendis á litríkum ferli sínum og var valinn til að taka þátt í Feneyjatvíæringnum árið 1995 fyrir hönd Íslands. Í Víðsjá dagsins verður rætt við aðstandendur yfirlitssýningarinnar; sýningarstjórann Robert Hobbs, hönnuðinn Ásmund Hrafn Sturluson, Aldísi Snorradóttur verkefnastjóra sýninga hjá Listasafni Reykjavíkur og Börk Arnarsson eiganda i8 gallerí. Þar að auki verða viðtöl við Birgi sjálfan sótt í safn Ríkisútvarpsins. Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir.

Víðsjá
Chromo Sapiens, tónlist í þjóðkirkju, vinátta og einkahúmor

Víðsjá

Play Episode Listen Later May 12, 2021 52:46


Í Víðsjá í dag verður meðal annars farið í heimsókn í kartöflugeymslurnar við Ártúnsbrekku en þar vinnur myndlistarkonan Hrafnhildur Arnardóttir - Shoplifter - að því að koma upp sýningu sinni Chromo Sapiens til frambúðar. Sýningin var framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum árið 2019 og er ein sú allra vinsælasta sem sett hefur verið upp í sögu Listasafns Reykjavíkur. Hún verður nú hluti af nýju menningarhúsi sem opnað verður í sumar. Hrafnhildur segir frá í Víðsjá í dag. Margrét Bóasdóttir, söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, verður sérstakur gestur Víðsjár í dag að gefnu tilefni, en deilur varðandi starfslok Harðar Áskellssonar, kantors og organista við Hallgrímskirkju, hafa verið í umræðunni undanfarna daga. Margrét verður spurð út í stöðu tónlistarinnar innan þjóðkirkjunnar. Og Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur ávarpar hlustendur og talar um mótsagnir í sögu og samtíð. Í dag er Halldór með hugann við vináttu og einkahúmor.

Víðsjá
Chromo Sapiens, tónlist í þjóðkirkju, vinátta og einkahúmor

Víðsjá

Play Episode Listen Later May 12, 2021


Í Víðsjá í dag verður meðal annars farið í heimsókn í kartöflugeymslurnar við Ártúnsbrekku en þar vinnur myndlistarkonan Hrafnhildur Arnardóttir - Shoplifter - að því að koma upp sýningu sinni Chromo Sapiens til frambúðar. Sýningin var framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum árið 2019 og er ein sú allra vinsælasta sem sett hefur verið upp í sögu Listasafns Reykjavíkur. Hún verður nú hluti af nýju menningarhúsi sem opnað verður í sumar. Hrafnhildur segir frá í Víðsjá í dag. Margrét Bóasdóttir, söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, verður sérstakur gestur Víðsjár í dag að gefnu tilefni, en deilur varðandi starfslok Harðar Áskellssonar, kantors og organista við Hallgrímskirkju, hafa verið í umræðunni undanfarna daga. Margrét verður spurð út í stöðu tónlistarinnar innan þjóðkirkjunnar. Og Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur ávarpar hlustendur og talar um mótsagnir í sögu og samtíð. Í dag er Halldór með hugann við vináttu og einkahúmor.

Radio J'a­dora
Ágústa Ýr aka Iceicebabyspice

Radio J'a­dora

Play Episode Listen Later Aug 1, 2019 57:48


Hún er fjöllistakona, instagram legend og meme queen sem hefur vakið athygli á einkennandi og áberandi stíl bæði sem artisti og einstaklingur. Í vor var hún með sýningu á Feneyjatvíæringnum þar sem hún söng karaoke lög klædd sem trúður. Hún er Ágústa Ýr, betur þekkt sem Ice ice baby spice og var viðmælandi minn í Radio J'adora þessa vikuna. Við ræddum svo margt skemmtilegt, um instagram og samfélagsmiðla, alter ego, list og kúltúr okkar samtíma, ljósmyndanámið hennar í New York, daglegt líf í London þar sem hún er búsett og fleira litness! Tune in! Xoxo, DJ Dóra Júlía

Hátalarinn
Megir þú lifa á áhugaverðum tímum

Hátalarinn

Play Episode Listen Later Jun 24, 2019


Brugðið er upp hljóðmynd af ferðalagi til Ítalíu. Þar kemur meðal annars við sögu japanski raftónlistarmaðurinn Ryoji Ikeda og innsetning hans á Feneyjatvíæringnum. Óskar Guðjónsson ræðir við umsjónarmann um áheyrendur og væntingar þeirra til tónlistarfólks. Einnig fer Hátalarinn í Frúin í Hamborg með Arnljóti Sigurðssyni sem kemur í heimsókn með skemmtilega tónlist.

Hátalarinn
Megir þú lifa á áhugaverðum tímum

Hátalarinn

Play Episode Listen Later Jun 24, 2019


Brugðið er upp hljóðmynd af ferðalagi til Ítalíu. Þar kemur meðal annars við sögu japanski raftónlistarmaðurinn Ryoji Ikeda og innsetning hans á Feneyjatvíæringnum. Óskar Guðjónsson ræðir við umsjónarmann um áheyrendur og væntingar þeirra til tónlistarfólks. Einnig fer Hátalarinn í Frúin í Hamborg með Arnljóti Sigurðssyni sem kemur í heimsókn með skemmtilega tónlist.

Lestarklefinn
Feneyjatvíæringurinn

Lestarklefinn

Play Episode Listen Later May 17, 2019


Í Lestarklefanum fóru fram ítarlegar umræður um Feneyjatvíæringinn. Gestir voru Njörður Sigurjónsson dósent við Háskólann á bifröst, Sigrún Inga Hrólfsdóttir myndlistarmaður og deildarforseti myndlistardeildar LHÍ og Hanna Styrmisdóttir sýningarstjóri og ráðgjafi.

Lestarklefinn
Feneyjatvíæringurinn

Lestarklefinn

Play Episode Listen Later May 17, 2019


Í Lestarklefanum fóru fram ítarlegar umræður um Feneyjatvíæringinn. Gestir voru Njörður Sigurjónsson dósent við Háskólann á bifröst, Sigrún Inga Hrólfsdóttir myndlistarmaður og deildarforseti myndlistardeildar LHÍ og Hanna Styrmisdóttir sýningarstjóri og ráðgjafi.

Lestarklefinn
Feneyjatvíæringurinn

Lestarklefinn

Play Episode Listen Later May 17, 2019


Í Lestarklefanum fóru fram ítarlegar umræður um Feneyjatvíæringinn. Gestir voru Njörður Sigurjónsson dósent við Háskólann á bifröst, Sigrún Inga Hrólfsdóttir myndlistarmaður og deildarforseti myndlistardeildar LHÍ og Hanna Styrmisdóttir sýningarstjóri og ráðgjafi.

Morgunvaktin
Opinberir hvatar nauðsynlegir við orkuskipti

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later May 13, 2019 130:00


Íslensk nýorka hefur í 20 ár unnið að orkuskiptum í landinu. Jón Björn Skúlason framkvæmdastjóri ræddi um verkefni félagsins og stöðu mála en yfirskrift 20 ára afmælisþings er: Verður Ísland kolefnislaust árið 2040? Í dag er hlutfall vistvæns eldsneytis í bílaflotanum 9% svo herða þarf róðurinn ef það markmið á að nást. Jón Björn sagði m.a. að hvatar af hálfu hins opinbera, svo sem skattaafsláttur á umhverfisvænum bílum, séu nauðsynlegir svo verulegur árangur í orkuskiptum náist. Sigrún Davíðsdóttir fjallaði um bresk og ítölsk málfni en hún var í Feneyjum á dögunum. Sagði hún bæði frá Feneyjatvíæringnum og stöðunni í ítalskri pólitík og svo frá skoðanakönnunum í Bretlandi í aðdraganda Evrópuþingskosninganna síðar í mánuðinum. Flokkur Nigel Farage, Brexit-flokkurinn, nýtur mest fylgis. Þá sagði hún frá nýjum lista Sunday Times yfir efnamesta fólk Bretlands en Björgólfur Thor Björgólfsson er í 91. sæti á listanum og Bakkavararbræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir eru í 247. sæti. Bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ vinna nú að því að fá Gamla Þingvallaveginn, sem var lagður milli Geitháls og Almannagjár á árunum 1890-1896 verði friðlýstur. Vegurinn var í notkun til 1930 en nýr vegur var þá tekinn í gagnið í tengslum við Alþingishátíðina á Þingvöllum það ár. Bjarki Bjarnason, forseti bæjarstjórnar Mosfellsbæjar, sagði frá Gamla Þingvallaveginum. Tónlist: Sir Duke - Stevie Wonder Óbyggðirnar kalla - Magnús Eiríksson og KK

Morgunvaktin
Ferðamönnum fækkar á fyrsta ársþriðjungi ársins

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later May 10, 2019 130:00


Morgunvaktin hóf leik í Feneyjum. Þar er Bergsteinn Sigurðsson, umsjónarmaður Menningar á RÚV. Hann er að fylgjast með Feneyjatvíæringnum, en sýning Hrafnhildar Arnardóttur, sem er fulltrúi Íslands í ár, hófst í gær. Bergsteinn segir að sýning Hrafnhildar hafi nú þegar vakið talsverða athygli. Frumvarp um þungunarrof og 3. orkupakkinn eru nú eins og á síðustu vikum, fyrirferðamestu málin á Alþingi, en nú eru tæpar 4 vikur þar til þingið fer í sumarfrí. Engir þingfundir hafa verið haldnir síðari hluta vikunnar, það hafa verið nefndadagar og viðbúið að eftir helgi komi mörg mál aftur til þings eftir að hafa verið til meðferðar og afgreiðslu í nefndum. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir þingfréttamaður fór yfir störf þingsins. Það komu færri ferðamenn til landsins fyrstu fjóra mánuði ársins en í fyrra. Fjöldinn var þó mun meiri en 2016 og tvöfalt meiri en 2015. Og ef við viljum leika okkur að tölum: Á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2019 komu til landsins fleiri ferðamenn en samanlagt á sama tíma árin 2003 til 2009. Kristján Sigurjónsson, ritstjóri turisti.is fór yfir þessa tölfræði á Morgunvaktinni. Hann ræddi einnig boðuð umsvif malasíska milljarðamæringsins Vincents Tans á íslenska hótelamarkaðnum. Ennfremur varaði hann fólk við svindlurum sem bjóða íbúðir til leigu sem Airbnb-íbúðir en biður fólk um að leggja milliliðalaust á sína reikninga. Þetta eru undantekningalaust svindlarar, segir Kristján. Loks komu tvær hressar konur í kaffi á Morgunvaktina; Sólveig Unnur Ragnarsdóttir og Valentína Björnsdóttir úr kvennakórnum Vocalist. Kórinn stendur fyrir Eurovision Sing-A-Long partýi í kvöld í safnaðarheimili Laugarneskirkju þar sem konur á öllum aldri eru velkomnar. Þær sögðu okkur frá kórnum, söngskólanum Vocalist og því hvernig hægt er að kenna nánast öllum að syngja.

Víðsjá
Hrafnhildur til Feneyja, Leikárið, Robert Kennedy og safnaverðlaunin.

Víðsjá

Play Episode Listen Later Jun 5, 2018 55:00


Víðsjá 5.6.2018 Rætt við Maríu Kristjánsdóttur og Snæbjörn Byrnjarsson um leikárið vegna grímunnar. Gripið fréttaauka frá 1968 um morðið á Robert Kennedy Skilaboð frá Nýló : Dorothea Kirch flytur pistil um safnið, myndlist og Ísland. Sagt frá því að Listasafn Árnesinga fékk Safnaverðlaunin 2018. LAG: Puro Teatro með Flor de Toloache Hrafnhildur Arnardóttir (Shoplifter) var valin í gær til að vera fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum næsta ár. Hún er gestur Víðsjár. Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Þórlaug Óskarsdóttir