Podcasts about feneyjum

  • 10PODCASTS
  • 59EPISODES
  • 1h 2mAVG DURATION
  • 1MONTHLY NEW EPISODE
  • May 7, 2025LATEST

POPULARITY

20172018201920202021202220232024


Best podcasts about feneyjum

Latest podcast episodes about feneyjum

Víðsjá
Hraunmyndanir - framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum í arkitektúr

Víðsjá

Play Episode Listen Later May 7, 2025 53:54


Árið er 2150. Við erum stödd í framtíðarsamfélagi þar sem okkur hefur tekist að beisla hraunrennsli, eins og okkur tókst með gufuaflið á 20. öld. Með framsæknum lausnum nýtum við hraun sem byggingarefni og umbreytum staðbundinni ógn í auðlind. Þetta er í stuttu máli grunnhugmyndin að Hraunmyndunum, framlagi Íslands á Feneyjatvíæringnum í arkitektúr, sem opnar um helgina. Arkitektastofan s.ap arkitektar, þverfagleg rannsóknarstofa með áherslu á tilgátuverkefni framtíðarinnar, eru höfundar Hraunmyndanna. Listrænn stjórnandi verkefnisins er arkitektinn Arnhildur Pálmadóttir en auk hennar skipa teymið þau Arnar Skarphéðinsson, Björg Skarphéðinsdóttir, Sukanya Mukherjee, Jack Armitage og Andri Snær Magnason. Hópurinn er nú í óða önn við að klára uppsetningu verksins, en þetta er í fyrsta sinn sem Ísland tekur þátt í Feneyjatvíæringnum í arkitektúr. Við tileinkum svipmynd dagsins þessu stórmerkilega verkefni, Hraunmyndunum, og tökum púlsinn á teyminu á lokaprettinum fyrir foropnun íslenska skálans í Feneyjum.

Bylgjan
Bítið - þriðjudagur 6. maí 2025

Bylgjan

Play Episode Listen Later May 6, 2025 90:01


Bítið á Bylgjunni með Heimi, Lilju og Ómari Úlf   Halldór Kristján Sigurðsson, fasteignasali og stofnandi Fjöldakaupa, ræddi við okkur um nýja leið til að kaupa fasteign. Brynjar Karl Sigurðsson, körfuboltaþjálfari tók til varna.   Hermann Austmar, faðir barna sem voru í Breiðholtsskóla, ræddi við okkur um ástandið í Breiðholtsskóla. Tannlæknirinn Marteinn Þór Pálmason sagði okkur frá Tannhjálp.   Helena Sif Þorgeirsdóttir frá Kirkjugörðum Reykjavíkur ræddi við okkur vítt og breitt um kirkjugarðana.   Arnhildur Pálmadóttir, arkitekt, stofnandi og listrænn stjórnandi Hraunmyndana, verkefnis Íslands á Feneyjartvíæringnum, var á línunni frá Feneyjum.

Steve Dagskrá
J.J. Spaun, Simon Tibbling og hvernig er að ganga í Feneyjum?

Steve Dagskrá

Play Episode Listen Later Mar 18, 2025 70:53


Í þættinum ræddum við um vonbrigðin á The Players Championship, eftirvæntinguna fyrir Gunnari Nelson, erfiðleikana hjá Hakimi, knuckle ball hjá ríðingameistaranum og vandræðin sem refaskyttan geðþekka kom sér í nú á dögunum.

players championship ganga hvernig simon tibbling feneyjum
Mannlegi þátturinn
Lyfjafræðingar aðstoða, áhugaverðir staðir að ferðast til og póstkort frá Magnúsi

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Sep 25, 2024 52:41


Lyfja­fræðing­ur­inn Sig­ríður Pálína Arn­ar­dótt­ir sem rekur Reykjanesapótek hefur ásamt sínu teymi hjálpað fólki við að venja sig af og trappa sig niður vegna neyslu á ávanabindandi lyfjum. Hún flutti til Íslands árið 2017 frá Noregi og er undir miklum áhrifum þaðan um hvernig lyfjafræðingar geta veitt fólki þessa aðstoð. Sigríður vill taka kaupmannsstimpilinn af lyfjafræðingum því þeir séu fyrst og fremst heilbrigðisstarfsfólk sem geti létt undir með heilsugæslunni sem oft sé umsetin og færri komast að en vilja. Sigríður sagði okkur frá á alþjóðadegi lyfjafræðinga sem er einmitt í dag. Flestir Íslendingar hafa afskaplega gaman af að ferðast og eru sífellt að leita að nýjum áhugaverðum áfangastöðum. Provence í Frakklandi og Gvade-lúp-eyjar og Martinique í Karíbahafinu eru landsvæði sem eiga ólíka sögu en eiga það sameiginlegt að vera rík af menningu og spennandi áfangastaðir fyrir ferðalanga. Grégory Cattaneo Miðaldasagnfræðingur og rithöfundur kom til okkar og fór yfir sögu þessara ólíku landsvæða og kafar ofan í þá menningarlegu þróun sem þar hefur átt sér stað. Við fengm póstkort frá Magnúsi R Einarssyni í dag. Póstkortið sagði af ferðalögum Magnúsar undanfarna daga, en hann hefur verið á ferð með fjölda manns um þýskar borgir. Hann segir frá fenjasvæðinu Spreevald sem er einstakt og stundum kallað sveitaútgáfan af Feneyjum. En nú er hann staddur á Möltu og sagði okkur aðeins af þeirri sólskinsríku og sögufrægu eyju. Tónlist frá útsendingarlogg 2024-09-25 Flott - Hún ógnar mér. L'amour fou - Austurstræti. Kristjana Arngrímsdóttir - Útþrá. Hljómar - Þú og ég. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG HELGA ARNARDÓTTIR

Víðsjá
Tónar útlaganna, Hreinn Friðfinnsson, Palestína í Feneyjum

Víðsjá

Play Episode Listen Later Sep 19, 2024 53:44


Í vikunni gaf Hið íslenska bókmenntafélag út bókina Tónar útlaganna eftir Árna Heimi Ingólfsson. Þar er farið yfir sögu þriggja hámenntaðra tónlistarmanna sem flúðu heimalönd sín í Evrópu snemma á síðustu öld, fluttu til Íslands og höfðu veruleg áhrif á íslenskt menningarlíf, þá Róbert Abraham Ottóson, Heinz Edelstein og Victor Urbancic. Við gluggum í bókina og gröfum upp gamlar upptökur í þætti dagsins. Einnig er rætt við Markús Þór Andrésson um yfirlitssýningu á verkum Hreins Friðfinnssonar sem opnar í Hafnarhúsinu á laugardag og við heyrum pistil frá Mirru Elísabetu Valdísardóttur um viðveru Palestínu á Feneyjatvíæringnum.

vald einnig evr palest finnsson feneyjum feneyjatv
Víðsjá
Læknar og borgarskipulag, Hallbjörg Bjarnadóttir og afmæliskort frá Hildigunni Birgisdóttur

Víðsjá

Play Episode Listen Later Jun 24, 2024 50:52


Í þættinum kíkjum við inn á Mokkakaffi við Skólavörðustíg. Þar var opnuð á dögunum sýning á pínupínu litlum vatnslitamyndum í stórum álrömmum. Og myndefnið á myndunum kemur allt úr einu og sama afmæliskortinu. Það er Hildigunnur Birgisdóttir, myndlistarmaður sem nú sýnir líka verk sín fyrir Íslands hönd á tvíæringnum í Feneyjum, sem hefur sett þessar litlu dularfullu myndir upp á veggina á Mokka í sýningu sem hún kallar Innilegar hamingjuóskir með afmælisdaginn. Hildigunnur Sverrisdóttir, arkitekt, heldur áfram umfjöllun sinni um félagsleg húsnæði hér á landi. Í dag er hún með hugan við þátt lækna í uppbyggingu Reykjavíkurborgar. Að lokum hugum við að söngkonunni og skemmtikraftinum Hallbjörgu Bjarnadóttur og kynnum okkur menningarólgu við landnám djasstónlistar á Íslandi.

Heimskviður
Sumar-Heimskviður / Ágangur ferðamanna á Tenerife og í Feneyjum

Heimskviður

Play Episode Listen Later Jun 22, 2024 39:21


Það var mótmælt hressilega á Tenerife nú í vor. Íbúar eyjunnar vinsælu eru orðnir langþreyttir á áhrifum ferðamannastraumsins þangað. Dagný Hulda Erlendsdóttir fór með okkur til Tene. Annar staður sem ferðmennskan hefur haft gríðarleg áhrif á eru Feneyjar.Borgaryfirvöld í Feneyjum byrjuðu í ár að rukka ferðamenn fyrir að koma til borgarinnar. Þar hefur íbúum fækkað hratt síðustu áratugi á meðan ferðamönnum sem koma til borgarinnar bara fjölgar. En það þarf að finna milliveg því margir íbúar lifi á ferðaþjónustunni, og án hennar myndi harðna á dalnum í Feneyjum og fleiri vinsælum ferðamannastöðum um allan heim. Bjarni Pétur Jónsson skoðaði málið.

tenerife sumar annar bjarni p feneyjum heimskvi
Víðsjá
Happy Pinoy, sending frá Feneyjum og Mahler

Víðsjá

Play Episode Listen Later Jun 6, 2024 55:34


Happy Pinoy er listhópur Filippseyinga á Íslandi, og þau ætla að taka Klúbb listahátíðar yfir í Iðnó á laugardag. Hópurinn lýsir sér sem asísku klisjunni því saman hlæja þau, elda og syngja. Á viðburðinum ætla þau að bjóða upp á filippíska menningu, meðal annars Sinulog-dansa, hlaðborð matar á bananalaufum, harana-serenöður, ljóðlist – og karókí. Við kíkjum í heimsókn til Marví Gil en íbúð hennar var full af vinum og vandamönnum, mat, blómum, kertum og skrautlegum búningum þegar Víðsjá bar að garði. Nýútskrifaðir nemar úr myndlist frá Listaháskólnum og úr listfræði frá Háskóla Íslands sem eru staddir í Feneyjum sem starfsnemar senda okkur hugleiðingu í þættinum um það sem fyrir augu ber á Feneyjartvíæringnum. Að þessu sinni er það Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir sem lætur í sér heyra. Og við kynnum okkur einnig hina feiknarstóru og mikilfenglegu Þriðju sinfóníu Mahlers, en hún fær að hljóma í Hörpu í kvöld í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands, þriggja kóra og einsöngvara, undir stjórn Evu Ollikainen.

Víðsjá
IceCon, Cancion Ranchera og Feneyjatvíæringurinn

Víðsjá

Play Episode Listen Later May 21, 2024 52:13


Við fáum sendingu frá Feneyjum í þættinum. Starfsnemar í listfræði, myndlist og sýningastjórnun við Listaháskóla Íslands og Háskóla Íslands munu á næstu vikum flytja stutt erindi um sýningar Feneyjartvíæringsins. Í pistli dagsins tekur Auður Mist, oftast kölluð Auja Mist, myndlistakona frá Reykjavík, til máls og segir meðal annars frá því hvernig jaðarsettir hópar í myndlist hafa nýtt dulspeki sem sameiningartákn Þorleifur Sigurðsson verður einnig með í þættinum en hann hefur verið að skoða tónlistarstefnur í ólíkum heimshornum sem eiga það sameiginlegt að hafa haft gríðarleg menningarleg áhrif. Að þessu sinni mun hann segja frá Cancion Ranchera sem er mexíkósk þjóðlagahefð og er eitt helsta menningareinkenni Mexíkó. IceCon-furðusagnahátíðin hefur göngu sína í fjórða sinn núna um helgina. Hugtakið furðusögur nær yfir fantasíur, vísindaskáldskap og hrollvekjur og allt þar á milli. Heiðursgestir í ár eru rithöfundarnir Emil Hjörvar Petersen, sem er einn stofnenda hátíðarinnar, Hugo-verðlaunahafinn John Scalzi og Lambda-verðlaunahafinn Kirsty Logan. Hátíðin hefst nú um helgina og verða hinir ýmsu viðburðir á dagskrá í Veröld Húsi Vigdísar. Anna María Björnsdóttir ræðir við þá Emil Hjörvar Petersen og Júlíus Árnason Kaaber, einn skipuleggjenda hátíðarinnar í ár í þættinum.

Víðsjá
Svipmynd af rithöfundi / Guðrún Eva Mínervudóttir

Víðsjá

Play Episode Listen Later Dec 13, 2023 49:26


Guðrún Eva Mínervudóttir byrjaði að skrifa sögur eftir að hafa lent á vergangi í Feneyjum sem unglingur. Eftir ævintýralega leit að gistingu endaði hún óvænt í risherbergi með fögru útsýni þökk sé gæsku húsfrúarinnar. Upplifunin leiddi hana á slóðir skáldskaparins sem hún hefur ekki yfirgefið síðan. Guðrún Eva gaf út sína fyrstu skáldsögu Sóley sólu fegri í aðeins 10 eintökum, 1998, og þá síðustu í fyrra, Útsýni, sem líklega kom út í aðeins fleiri eintökum. Hún hefur hlotið og verið tilnefnd til fjölda verðlauna, meðal annars til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2021 fyrir skáldsöguna Aðferðir til að lifa af. Guðrún Eva býr í Reykjavík og fer flestra sinna ferða gangandi, í strætó eða á rafhjóli. Hún fékk far til okkar í Efstaleitið og verður gestur okkar í Svipmynd í dag. Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson

Víðsjá
Svipmynd af rithöfundi / Guðrún Eva Mínervudóttir

Víðsjá

Play Episode Listen Later Dec 13, 2023


Guðrún Eva Mínervudóttir byrjaði að skrifa sögur eftir að hafa lent á vergangi í Feneyjum sem unglingur. Eftir ævintýralega leit að gistingu endaði hún óvænt í risherbergi með fögru útsýni þökk sé gæsku húsfrúarinnar. Upplifunin leiddi hana á slóðir skáldskaparins sem hún hefur ekki yfirgefið síðan. Guðrún Eva gaf út sína fyrstu skáldsögu Sóley sólu fegri í aðeins 10 eintökum, 1998, og þá síðustu í fyrra, Útsýni, sem líklega kom út í aðeins fleiri eintökum. Hún hefur hlotið og verið tilnefnd til fjölda verðlauna, meðal annars til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2021 fyrir skáldsöguna Aðferðir til að lifa af. Guðrún Eva býr í Reykjavík og fer flestra sinna ferða gangandi, í strætó eða á rafhjóli. Hún fékk far til okkar í Efstaleitið og verður gestur okkar í Svipmynd í dag. Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson

Heimskviður
155| Líf í geimnum og ólíft á ferðamannastöðum

Heimskviður

Play Episode Listen Later Sep 23, 2023


Við reynum að svara erfiðum spurningum í Heimskviðum í dag, um líf á öðrum hnöttum og hvers vegna við hópumst öll á sömu örfáu ferðamannastaðina. Geimrannsóknarstofnun Bandaríkjanna - NASA - vill breyta umræðu um fljúgandi furðuhluti og færa á hærra plan. Nær vísindum og frá æsingu og samsæriskenningum. Og liður í því er einmitt að hætta að kalla þessi óþekktu fyrirbæri fljúgandi furðuhluti. NASA birti nýverið skýrslu um þessi óútskýrðu fyrirbæri, Ólöf Ragnarsdóttir kafaði ofan í hana og við spyrjum; Er sannleikurinn þarna úti. Svo fjöllum við afleiðingar massatúrisma og hvaða leiðir yfirvöld á vinsælustu ferðamannastöðunum eru að skoða til að bregðast við honum. Borgaryfirvöld í Feneyjum ætla á næsta ári að byrja að rukka ferðamenn fyrir að koma. Þar hefur íbúum fækkað hratt síðustu áratugi á meðan ferðamönnum sem koma til borgarinnar bara fjölgar. Viðkomustaðirnir eru fleiri en Feneyjar, meðal annars alpaþorpið Hallstatt. Þar búa átta hundruð manns en þangað koma stundum rúmlega tíu þúsund ferðamenn á dag yfir sumarið. Heimamenn hafa haft horn í síðu ferðamanna lengi, því þorpið er lítið og þolir illa þennan mikla áhuga og áganginn sem honum fylgir. Og þar er líka verið að grípa til aðgerða. En það þarf að finna milliveg því margir íbúar lifi á ferðaþjónustunni, og án hennar myndi harðna á dalnum í Hallstatt og í Feneyjum og fleiri vinsælum ferðamannastöðum um allan heim. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.

er nasa bandar svo umsj ragnarsd bjarni p feneyjum heimskvi
Heimskviður
155| Líf í geimnum og ólíft á ferðamannastöðum

Heimskviður

Play Episode Listen Later Sep 23, 2023 40:00


Við reynum að svara erfiðum spurningum í Heimskviðum í dag, um líf á öðrum hnöttum og hvers vegna við hópumst öll á sömu örfáu ferðamannastaðina. Geimrannsóknarstofnun Bandaríkjanna - NASA - vill breyta umræðu um fljúgandi furðuhluti og færa á hærra plan. Nær vísindum og frá æsingu og samsæriskenningum. Og liður í því er einmitt að hætta að kalla þessi óþekktu fyrirbæri fljúgandi furðuhluti. NASA birti nýverið skýrslu um þessi óútskýrðu fyrirbæri, Ólöf Ragnarsdóttir kafaði ofan í hana og við spyrjum; Er sannleikurinn þarna úti. Svo fjöllum við afleiðingar massatúrisma og hvaða leiðir yfirvöld á vinsælustu ferðamannastöðunum eru að skoða til að bregðast við honum. Borgaryfirvöld í Feneyjum ætla á næsta ári að byrja að rukka ferðamenn fyrir að koma. Þar hefur íbúum fækkað hratt síðustu áratugi á meðan ferðamönnum sem koma til borgarinnar bara fjölgar. Viðkomustaðirnir eru fleiri en Feneyjar, meðal annars alpaþorpið Hallstatt. Þar búa átta hundruð manns en þangað koma stundum rúmlega tíu þúsund ferðamenn á dag yfir sumarið. Heimamenn hafa haft horn í síðu ferðamanna lengi, því þorpið er lítið og þolir illa þennan mikla áhuga og áganginn sem honum fylgir. Og þar er líka verið að grípa til aðgerða. En það þarf að finna milliveg því margir íbúar lifi á ferðaþjónustunni, og án hennar myndi harðna á dalnum í Hallstatt og í Feneyjum og fleiri vinsælum ferðamannastöðum um allan heim. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.

er nasa bandar svo umsj ragnarsd bjarni p feneyjum heimskvi
Víðsjá
Marius von Mayenburg, tæknikapítalismi og Eros,Lucrezia Orsina Vizzana

Víðsjá

Play Episode Listen Later Jan 26, 2023 54:04


Leikritið Ex eftir leikskáldið Marius von Mayenburg verður frumsýnt á stóra sviði þjóðleikhússins um helgina. Þetta er annar hluti í þríleik eftir þetta þýska leikskáld en um jólin var fyrsti hlutinn Ellen B frumsýndur þar á bæ og svo verður loka hnykkurinn, Egal, frumsýndur í haust í leikstjórn leikskáldsins sjálfs. Við ræðum við þýðanda allra þessara verka, Bjarna Jónsson, um Meyenburg og glímuna við að koma textanum yfir á íslensku í þætti dagsins. Og í dag kynnir Víðsjá til leiks nýjan pistlahöfund, Freyju Þórsdóttur. Freyja, sem er menntuð í heimspeki, verður með okkur næstu vikurnar á heimspekilegum nótum, og í sínu fyrsta pistli í dag fjallar hún um töfrabrögð tæknikapítalismans og frumkraftinn Eros. Og við veltum fyrir okkur 400 ára gamalli tónlist eftir ítölsku nunnuna Lucreziu Orsina Vizzana. þann 1.janúar 1623 var gefið út í Feneyjum mótettusafn eftir hana sem er einstakt því það er það eina sem hefur varðveist af tónlist eftir konur sem störfuðu innan klaustra í Bologna á 17.öld. Næstkomandi laugardag, flytur Kammerhópurinn ReykjavíkBarokk mótettusafn Lucreziu í Breiðholtskirkju í samvinnu við einsöngvara og tónleikaröðina 15:15. Þær Diljá Sigursveinsdóttir og Anna Hugadóttir verða gestir okkar í dag og segja okkur frá lífi og störfum Lucreziu Orsina Vizzana. Umsjón: Halla Harðardóttir

Víðsjá
Marius von Mayenburg, tæknikapítalismi og Eros,Lucrezia Orsina Vizzana

Víðsjá

Play Episode Listen Later Jan 26, 2023


Leikritið Ex eftir leikskáldið Marius von Mayenburg verður frumsýnt á stóra sviði þjóðleikhússins um helgina. Þetta er annar hluti í þríleik eftir þetta þýska leikskáld en um jólin var fyrsti hlutinn Ellen B frumsýndur þar á bæ og svo verður loka hnykkurinn, Egal, frumsýndur í haust í leikstjórn leikskáldsins sjálfs. Við ræðum við þýðanda allra þessara verka, Bjarna Jónsson, um Meyenburg og glímuna við að koma textanum yfir á íslensku í þætti dagsins. Og í dag kynnir Víðsjá til leiks nýjan pistlahöfund, Freyju Þórsdóttur. Freyja, sem er menntuð í heimspeki, verður með okkur næstu vikurnar á heimspekilegum nótum, og í sínu fyrsta pistli í dag fjallar hún um töfrabrögð tæknikapítalismans og frumkraftinn Eros. Og við veltum fyrir okkur 400 ára gamalli tónlist eftir ítölsku nunnuna Lucreziu Orsina Vizzana. þann 1.janúar 1623 var gefið út í Feneyjum mótettusafn eftir hana sem er einstakt því það er það eina sem hefur varðveist af tónlist eftir konur sem störfuðu innan klaustra í Bologna á 17.öld. Næstkomandi laugardag, flytur Kammerhópurinn ReykjavíkBarokk mótettusafn Lucreziu í Breiðholtskirkju í samvinnu við einsöngvara og tónleikaröðina 15:15. Þær Diljá Sigursveinsdóttir og Anna Hugadóttir verða gestir okkar í dag og segja okkur frá lífi og störfum Lucreziu Orsina Vizzana. Umsjón: Halla Harðardóttir

Lestin
Svar við bréfi Helgu, Blár markaður í Buenos Aires, Brendan Fraser

Lestin

Play Episode Listen Later Sep 5, 2022 55:00


Ástarþríhyrningur meðal bænda á Ströndum á stríðsárunum. Þannig væri hægt að lýsa efni nýrrar íslenskrar kvikmyndar sem var frumsýnd á föstudag, Svar við bréfi Helgu, í leikstjórn Ásu Helgu Hjörleifsdóttur. Myndin er byggð á vinsælli skáldsögu Bergsveins Birgissonar sem kom út árið 2010. Við settumst niður með Bergsveini og Ásu Helgu til að ræða það hvernig bók verður að kvikmynd, um hvort kotbændur hafi verið jafn snoppufríðir og hollywood-leikarar, og af hverju ákveðið var að klippa út úr sögunni alræmt atriði þar sem aðalpersónan leggst með kind Heiða Vigdís Sigfúsdóttir er stödd í Argentínu, á bláa markaðnum , þar sem hún þarf að kaupa sér peninga, gjaldeyrismarkaðir eru lokaðir um helgar. Næstu fjórar vikur flytur Heiða pistla um suður-ameríska menningu og ómenningu hér í Lestinni. Og við kynnum okkur það helsta sem er í boði á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Standandi lófaklapp og endurkoma leikarans Brendans Fraiser er með þess sem hæst bar á opnunarhelgi hátíðarinnar.

Lestin
Svar við bréfi Helgu, Blár markaður í Buenos Aires, Brendan Fraser

Lestin

Play Episode Listen Later Sep 5, 2022


Ástarþríhyrningur meðal bænda á Ströndum á stríðsárunum. Þannig væri hægt að lýsa efni nýrrar íslenskrar kvikmyndar sem var frumsýnd á föstudag, Svar við bréfi Helgu, í leikstjórn Ásu Helgu Hjörleifsdóttur. Myndin er byggð á vinsælli skáldsögu Bergsveins Birgissonar sem kom út árið 2010. Við settumst niður með Bergsveini og Ásu Helgu til að ræða það hvernig bók verður að kvikmynd, um hvort kotbændur hafi verið jafn snoppufríðir og hollywood-leikarar, og af hverju ákveðið var að klippa út úr sögunni alræmt atriði þar sem aðalpersónan leggst með kind Heiða Vigdís Sigfúsdóttir er stödd í Argentínu, á bláa markaðnum , þar sem hún þarf að kaupa sér peninga, gjaldeyrismarkaðir eru lokaðir um helgar. Næstu fjórar vikur flytur Heiða pistla um suður-ameríska menningu og ómenningu hér í Lestinni. Og við kynnum okkur það helsta sem er í boði á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Standandi lófaklapp og endurkoma leikarans Brendans Fraiser er með þess sem hæst bar á opnunarhelgi hátíðarinnar.

Lestin
Svar við bréfi Helgu, Blár markaður í Buenos Aires, Brendan Fraser

Lestin

Play Episode Listen Later Sep 5, 2022


Ástarþríhyrningur meðal bænda á Ströndum á stríðsárunum. Þannig væri hægt að lýsa efni nýrrar íslenskrar kvikmyndar sem var frumsýnd á föstudag, Svar við bréfi Helgu, í leikstjórn Ásu Helgu Hjörleifsdóttur. Myndin er byggð á vinsælli skáldsögu Bergsveins Birgissonar sem kom út árið 2010. Við settumst niður með Bergsveini og Ásu Helgu til að ræða það hvernig bók verður að kvikmynd, um hvort kotbændur hafi verið jafn snoppufríðir og hollywood-leikarar, og af hverju ákveðið var að klippa út úr sögunni alræmt atriði þar sem aðalpersónan leggst með kind Heiða Vigdís Sigfúsdóttir er stödd í Argentínu, á bláa markaðnum , þar sem hún þarf að kaupa sér peninga, gjaldeyrismarkaðir eru lokaðir um helgar. Næstu fjórar vikur flytur Heiða pistla um suður-ameríska menningu og ómenningu hér í Lestinni. Og við kynnum okkur það helsta sem er í boði á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Standandi lófaklapp og endurkoma leikarans Brendans Fraiser er með þess sem hæst bar á opnunarhelgi hátíðarinnar.

Víðsjá
Dætur, Ómar fortíðar, Ævarandi hreyfing

Víðsjá

Play Episode Listen Later Aug 29, 2022


Við hugum að nýrri myndlistarbók sem heitir Ævarandi hreyfing og er sýningarskrá fyrir sýningu Sigurðar Guðjónssonar myndlistarmanns á tvíæringnum í Feneyjum. Auður Jörundsdóttir forstöðumaður Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar verður gestur þáttarins. Ómar fortíðar er ný plata sem Ómar Guðjónsson gaf út á dögunum, og frumflutti á nýafstaðinni djazzhátíð í Reykjavík. Ómar og félagar hans, Matthías Hemstock og Tómas Jónsson, leika á plötunni þekkt lög úr þjóðarsál Íslendinga, í nýjum og óvæntum útsetningum, þar sem fetilgítar leikur aðalhlutverk. Við heyrum af sköpunarferlinu undir lok þáttar. Um helgina fór fram, í annað sinn, Hamraborgarfestival. Opnunarverk hátíðarinnar var gjörningurinn Dætur, eftir þær Önnu Kolfinnu Kuran og Elísabetu Birtu Sveinsdóttur. Nína Hjálmarsdóttir segir okkur frá gjörningnum í pistli dagsins. Umsjón: Halla Harðardóttir

Víðsjá
Dætur, Ómar fortíðar, Ævarandi hreyfing

Víðsjá

Play Episode Listen Later Aug 29, 2022 55:00


Við hugum að nýrri myndlistarbók sem heitir Ævarandi hreyfing og er sýningarskrá fyrir sýningu Sigurðar Guðjónssonar myndlistarmanns á tvíæringnum í Feneyjum. Auður Jörundsdóttir forstöðumaður Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar verður gestur þáttarins. Ómar fortíðar er ný plata sem Ómar Guðjónsson gaf út á dögunum, og frumflutti á nýafstaðinni djazzhátíð í Reykjavík. Ómar og félagar hans, Matthías Hemstock og Tómas Jónsson, leika á plötunni þekkt lög úr þjóðarsál Íslendinga, í nýjum og óvæntum útsetningum, þar sem fetilgítar leikur aðalhlutverk. Við heyrum af sköpunarferlinu undir lok þáttar. Um helgina fór fram, í annað sinn, Hamraborgarfestival. Opnunarverk hátíðarinnar var gjörningurinn Dætur, eftir þær Önnu Kolfinnu Kuran og Elísabetu Birtu Sveinsdóttur. Nína Hjálmarsdóttir segir okkur frá gjörningnum í pistli dagsins. Umsjón: Halla Harðardóttir

Víðsjá
Dætur, Ómar fortíðar, Ævarandi hreyfing

Víðsjá

Play Episode Listen Later Aug 29, 2022


Við hugum að nýrri myndlistarbók sem heitir Ævarandi hreyfing og er sýningarskrá fyrir sýningu Sigurðar Guðjónssonar myndlistarmanns á tvíæringnum í Feneyjum. Auður Jörundsdóttir forstöðumaður Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar verður gestur þáttarins. Ómar fortíðar er ný plata sem Ómar Guðjónsson gaf út á dögunum, og frumflutti á nýafstaðinni djazzhátíð í Reykjavík. Ómar og félagar hans, Matthías Hemstock og Tómas Jónsson, leika á plötunni þekkt lög úr þjóðarsál Íslendinga, í nýjum og óvæntum útsetningum, þar sem fetilgítar leikur aðalhlutverk. Við heyrum af sköpunarferlinu undir lok þáttar. Um helgina fór fram, í annað sinn, Hamraborgarfestival. Opnunarverk hátíðarinnar var gjörningurinn Dætur, eftir þær Önnu Kolfinnu Kuran og Elísabetu Birtu Sveinsdóttur. Nína Hjálmarsdóttir segir okkur frá gjörningnum í pistli dagsins. Umsjón: Halla Harðardóttir

Víðsjá
Heimferð, sending frá Feneyjum, Draumarústir, Persian Path

Víðsjá

Play Episode Listen Later Jun 15, 2022 55:00


Á plötunni Persian Path frá árinu 2020 renna saman íslensk og írönsk þjóðlagatónlist í útsetningum tónlistarmannsins Ásgeirs Ásgeirssonar. Undanfarin ár hefur Ásgeir sótt sinn tónlistarlega innblástur austur til Balkansskaga og Mið-Austurlanda. En bakgrunnurinn er öllu hefðbundnari vestrænt popp og rokk hér heima. Við ræðum við Ásgeir Ásgeirsson um tónlist þessara ólíku menningarheima í lok þáttar. Aðdráttarafl Verksmiðjunnar á Hjalteyri á listamenn er óumdeilanlegt. Staðsetning hennar á jaðrinum, hvort sem miðað er við íslenskan eða alþjóðlegarn listheim, í rústum gamals síldarævintýris, sveipar hana ákveðnum ljóma. Hún á þátt í að skapa ímynd sem hið fullkomna listamannarekna rými þar sem starfsemin er óháð stigveldi, stofnunum og pólitískum áformum um uppbyggingu. Svo segir í texta listfræðingsins Margrétar Elísabetar Ólafsdóttur í bók sem er nýkomin út; Draumarústir. Útgáfan fagnar 10 ára afmæli Verksmiðjunnar á Hjalteyri, við ræðum við Margréti Elísabetu í þætti dagsins . Einnig fáum við sendingu frá Feneyjum. Hópur nýtúrskrifaðra listfræðinga, listamanna, kvikmyndafræðinga, listheimspekinga og menningarmiðlara dvelja nú í Feneyjum og sjá um íslenska skálann á Feneyjatvíæringnum. Næstu vikur munu Víðsjá berast pistlar frá þessum hópi þar sem þau segja okkur frá tvíæringum og því sem hæst ber í listheiminum um þessar mundir. Fyrsti pistillinn berst frá Eyju Orradóttur kvikmyndafræðingi. Eyja veltir fyrir sér myndbandsverkum á hátíðinni, framsetningu verkanna og miðlinum sjálfum. Á myndbandsmiðillin vel við á hátið þar sem gestir ráfa um og skoða verk tilviljunarkennt og í stutta stund? Heyrum þær vangaveltur hér á eftir. En við byrjum í leikhúsinu. Eva Halldóra Guðmundsdóttir fór að sjá Heimferð, brúðuleikhús sem fer fram í húsbíl sem ferðast um landið. Það er brúðuleikhúshópurinn Handbendi, sem skapar þessa sýningu, en hópurinn hefur aðsetur á Hvammstanga er er handhafi Eyrarrósarinnar. Umsjón: Halla Harðardóttir og Jóhannes Ólafsson

gu persian stir sta svo einnig fyrsti margr umsj eyja undanfarin heyrum hvammstanga feneyjum feneyjatv
Víðsjá
Heimferð, sending frá Feneyjum, Draumarústir, Persian Path

Víðsjá

Play Episode Listen Later Jun 15, 2022


Á plötunni Persian Path frá árinu 2020 renna saman íslensk og írönsk þjóðlagatónlist í útsetningum tónlistarmannsins Ásgeirs Ásgeirssonar. Undanfarin ár hefur Ásgeir sótt sinn tónlistarlega innblástur austur til Balkansskaga og Mið-Austurlanda. En bakgrunnurinn er öllu hefðbundnari vestrænt popp og rokk hér heima. Við ræðum við Ásgeir Ásgeirsson um tónlist þessara ólíku menningarheima í lok þáttar. Aðdráttarafl Verksmiðjunnar á Hjalteyri á listamenn er óumdeilanlegt. Staðsetning hennar á jaðrinum, hvort sem miðað er við íslenskan eða alþjóðlegarn listheim, í rústum gamals síldarævintýris, sveipar hana ákveðnum ljóma. Hún á þátt í að skapa ímynd sem hið fullkomna listamannarekna rými þar sem starfsemin er óháð stigveldi, stofnunum og pólitískum áformum um uppbyggingu. Svo segir í texta listfræðingsins Margrétar Elísabetar Ólafsdóttur í bók sem er nýkomin út; Draumarústir. Útgáfan fagnar 10 ára afmæli Verksmiðjunnar á Hjalteyri, við ræðum við Margréti Elísabetu í þætti dagsins . Einnig fáum við sendingu frá Feneyjum. Hópur nýtúrskrifaðra listfræðinga, listamanna, kvikmyndafræðinga, listheimspekinga og menningarmiðlara dvelja nú í Feneyjum og sjá um íslenska skálann á Feneyjatvíæringnum. Næstu vikur munu Víðsjá berast pistlar frá þessum hópi þar sem þau segja okkur frá tvíæringum og því sem hæst ber í listheiminum um þessar mundir. Fyrsti pistillinn berst frá Eyju Orradóttur kvikmyndafræðingi. Eyja veltir fyrir sér myndbandsverkum á hátíðinni, framsetningu verkanna og miðlinum sjálfum. Á myndbandsmiðillin vel við á hátið þar sem gestir ráfa um og skoða verk tilviljunarkennt og í stutta stund? Heyrum þær vangaveltur hér á eftir. En við byrjum í leikhúsinu. Eva Halldóra Guðmundsdóttir fór að sjá Heimferð, brúðuleikhús sem fer fram í húsbíl sem ferðast um landið. Það er brúðuleikhúshópurinn Handbendi, sem skapar þessa sýningu, en hópurinn hefur aðsetur á Hvammstanga er er handhafi Eyrarrósarinnar. Umsjón: Halla Harðardóttir og Jóhannes Ólafsson

gu persian stir sta svo einnig fyrsti margr umsj eyja undanfarin heyrum hvammstanga feneyjum feneyjatv
Víðsjá
Heimferð, sending frá Feneyjum, Draumarústir, Persian Path

Víðsjá

Play Episode Listen Later Jun 15, 2022


Á plötunni Persian Path frá árinu 2020 renna saman íslensk og írönsk þjóðlagatónlist í útsetningum tónlistarmannsins Ásgeirs Ásgeirssonar. Undanfarin ár hefur Ásgeir sótt sinn tónlistarlega innblástur austur til Balkansskaga og Mið-Austurlanda. En bakgrunnurinn er öllu hefðbundnari vestrænt popp og rokk hér heima. Við ræðum við Ásgeir Ásgeirsson um tónlist þessara ólíku menningarheima í lok þáttar. Aðdráttarafl Verksmiðjunnar á Hjalteyri á listamenn er óumdeilanlegt. Staðsetning hennar á jaðrinum, hvort sem miðað er við íslenskan eða alþjóðlegarn listheim, í rústum gamals síldarævintýris, sveipar hana ákveðnum ljóma. Hún á þátt í að skapa ímynd sem hið fullkomna listamannarekna rými þar sem starfsemin er óháð stigveldi, stofnunum og pólitískum áformum um uppbyggingu. Svo segir í texta listfræðingsins Margrétar Elísabetar Ólafsdóttur í bók sem er nýkomin út; Draumarústir. Útgáfan fagnar 10 ára afmæli Verksmiðjunnar á Hjalteyri, við ræðum við Margréti Elísabetu í þætti dagsins . Einnig fáum við sendingu frá Feneyjum. Hópur nýtúrskrifaðra listfræðinga, listamanna, kvikmyndafræðinga, listheimspekinga og menningarmiðlara dvelja nú í Feneyjum og sjá um íslenska skálann á Feneyjatvíæringnum. Næstu vikur munu Víðsjá berast pistlar frá þessum hópi þar sem þau segja okkur frá tvíæringum og því sem hæst ber í listheiminum um þessar mundir. Fyrsti pistillinn berst frá Eyju Orradóttur kvikmyndafræðingi. Eyja veltir fyrir sér myndbandsverkum á hátíðinni, framsetningu verkanna og miðlinum sjálfum. Á myndbandsmiðillin vel við á hátið þar sem gestir ráfa um og skoða verk tilviljunarkennt og í stutta stund? Heyrum þær vangaveltur hér á eftir. En við byrjum í leikhúsinu. Eva Halldóra Guðmundsdóttir fór að sjá Heimferð, brúðuleikhús sem fer fram í húsbíl sem ferðast um landið. Það er brúðuleikhúshópurinn Handbendi, sem skapar þessa sýningu, en hópurinn hefur aðsetur á Hvammstanga er er handhafi Eyrarrósarinnar. Umsjón: Halla Harðardóttir og Jóhannes Ólafsson

gu persian stir sta svo einnig fyrsti margr umsj eyja undanfarin heyrum hvammstanga feneyjum feneyjatv
Víðsjá
Myndatökubann, Sun & Sea, Hannes Pétursson og Sjáið mig

Víðsjá

Play Episode Listen Later May 25, 2022


?Ég hef oftar en einu sinni orðið vitni að því hve fólk verður hvumsa þegar því er sagt að það megi ekki taka myndir þar inni. Það er greinilega alls óvant því að vera í rými þar sem slíkt er ekki leyft. Sumir bregðast jafnvel við eins og það sé hálfgert mannréttindabrot að eiga sér stað.? Björn Halldórsson rifjar upp feril sinn sem dyravörður á skemmtistað í Reykjavík, í grárri fornöld þegar hluti starfsins sneri að því að áminna fólk fyrir að virða ekki myndatökubann staðarins, og veltir fyrir sér hvort að slíkar reglur séu marklausar núna þegar myndavélarnar á símunum okkar eru orðnar órjúfanlegur hluti af því hvernig við upplifum heiminn. Við heyrum líka af einu forvitnilegasta verkefni Listahátíðar í Reykjavík sem standa mun dagana 1. til 19. júní næstkomandi, en helgina fjórða og fimmta júní verður sýnt í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur litháíska listaverkið Sun & Sea. Þar er á ferðinni óperugjörningur, gestir á sýningunni horfa ofan frá og niður á strandgesti sem liggja á handklæðum á ströndinni og sóla sig, en ekki bara það heldur syngja þau líka. Í söngvunum segja þau sögur úr eigin lífi en á bakvið alltsaman býr stærri og þyngri sannleikur. Í sérstökum þætti hér á Rás 1 sem verður á dagskrá á morgun kl. 13 mun Guðni Tómasson velta fyrir sér þessu listaverki sem hlaut Gullna ljónið á myndlistartvíæringnum í Feneyjum árið 2019 og hefur farið víða síðan og mun fara enn víðar. Við heyrum textahöfund verksins lýsa nokkrum einstaklingunum sem liggja á ströndinni í þætti dagsins. Nýtt leikverk verður frumsýnt í Miðbæjarskólanum við Tjörnina á morgun. Það er leikhópurinn Slembilukka sem þar sýnir verkið ?Sjáið mig?. Þetta er þátttökusýning, þar sem sviðslistir sameinast eiginleikum borðspila og keppnisíþróttum. Þar fá áhorfendur að sýna hvað í þeim býr, þau fá úthlutað verkefnum sem þarf að leysa - allt í leit að svari við hinum ýmsum spurningum tilverunnar, er þetta allt bara einhver keppni? Einkunnirnar, atvinnuviðtölin og fasteignakaupin. Er loddaralíðan að plaga okkur öll innst inni? Höfundar verksins, Bryndís Ósk Þ. Ingvarsdóttir og Laufey Haraldsdóttir, kíkja til mín í lok þáttar og útskýra þetta og við heyrum smá brot úr tónlist sýningarinnar sem er í umsjá Eyglóar Höskuldsdótturr Viborg tónskálds sem kemur einnig fram í verkinu. Umsjón: Jóhannes Ólafsson

Víðsjá
Myndatökubann, Sun & Sea, Hannes Pétursson og Sjáið mig

Víðsjá

Play Episode Listen Later May 25, 2022


?Ég hef oftar en einu sinni orðið vitni að því hve fólk verður hvumsa þegar því er sagt að það megi ekki taka myndir þar inni. Það er greinilega alls óvant því að vera í rými þar sem slíkt er ekki leyft. Sumir bregðast jafnvel við eins og það sé hálfgert mannréttindabrot að eiga sér stað.? Björn Halldórsson rifjar upp feril sinn sem dyravörður á skemmtistað í Reykjavík, í grárri fornöld þegar hluti starfsins sneri að því að áminna fólk fyrir að virða ekki myndatökubann staðarins, og veltir fyrir sér hvort að slíkar reglur séu marklausar núna þegar myndavélarnar á símunum okkar eru orðnar órjúfanlegur hluti af því hvernig við upplifum heiminn. Við heyrum líka af einu forvitnilegasta verkefni Listahátíðar í Reykjavík sem standa mun dagana 1. til 19. júní næstkomandi, en helgina fjórða og fimmta júní verður sýnt í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur litháíska listaverkið Sun & Sea. Þar er á ferðinni óperugjörningur, gestir á sýningunni horfa ofan frá og niður á strandgesti sem liggja á handklæðum á ströndinni og sóla sig, en ekki bara það heldur syngja þau líka. Í söngvunum segja þau sögur úr eigin lífi en á bakvið alltsaman býr stærri og þyngri sannleikur. Í sérstökum þætti hér á Rás 1 sem verður á dagskrá á morgun kl. 13 mun Guðni Tómasson velta fyrir sér þessu listaverki sem hlaut Gullna ljónið á myndlistartvíæringnum í Feneyjum árið 2019 og hefur farið víða síðan og mun fara enn víðar. Við heyrum textahöfund verksins lýsa nokkrum einstaklingunum sem liggja á ströndinni í þætti dagsins. Nýtt leikverk verður frumsýnt í Miðbæjarskólanum við Tjörnina á morgun. Það er leikhópurinn Slembilukka sem þar sýnir verkið ?Sjáið mig?. Þetta er þátttökusýning, þar sem sviðslistir sameinast eiginleikum borðspila og keppnisíþróttum. Þar fá áhorfendur að sýna hvað í þeim býr, þau fá úthlutað verkefnum sem þarf að leysa - allt í leit að svari við hinum ýmsum spurningum tilverunnar, er þetta allt bara einhver keppni? Einkunnirnar, atvinnuviðtölin og fasteignakaupin. Er loddaralíðan að plaga okkur öll innst inni? Höfundar verksins, Bryndís Ósk Þ. Ingvarsdóttir og Laufey Haraldsdóttir, kíkja til mín í lok þáttar og útskýra þetta og við heyrum smá brot úr tónlist sýningarinnar sem er í umsjá Eyglóar Höskuldsdótturr Viborg tónskálds sem kemur einnig fram í verkinu. Umsjón: Jóhannes Ólafsson

Víðsjá
Myndatökubann, Sun & Sea, Hannes Pétursson og Sjáið mig

Víðsjá

Play Episode Listen Later May 25, 2022 55:00


?Ég hef oftar en einu sinni orðið vitni að því hve fólk verður hvumsa þegar því er sagt að það megi ekki taka myndir þar inni. Það er greinilega alls óvant því að vera í rými þar sem slíkt er ekki leyft. Sumir bregðast jafnvel við eins og það sé hálfgert mannréttindabrot að eiga sér stað.? Björn Halldórsson rifjar upp feril sinn sem dyravörður á skemmtistað í Reykjavík, í grárri fornöld þegar hluti starfsins sneri að því að áminna fólk fyrir að virða ekki myndatökubann staðarins, og veltir fyrir sér hvort að slíkar reglur séu marklausar núna þegar myndavélarnar á símunum okkar eru orðnar órjúfanlegur hluti af því hvernig við upplifum heiminn. Við heyrum líka af einu forvitnilegasta verkefni Listahátíðar í Reykjavík sem standa mun dagana 1. til 19. júní næstkomandi, en helgina fjórða og fimmta júní verður sýnt í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur litháíska listaverkið Sun & Sea. Þar er á ferðinni óperugjörningur, gestir á sýningunni horfa ofan frá og niður á strandgesti sem liggja á handklæðum á ströndinni og sóla sig, en ekki bara það heldur syngja þau líka. Í söngvunum segja þau sögur úr eigin lífi en á bakvið alltsaman býr stærri og þyngri sannleikur. Í sérstökum þætti hér á Rás 1 sem verður á dagskrá á morgun kl. 13 mun Guðni Tómasson velta fyrir sér þessu listaverki sem hlaut Gullna ljónið á myndlistartvíæringnum í Feneyjum árið 2019 og hefur farið víða síðan og mun fara enn víðar. Við heyrum textahöfund verksins lýsa nokkrum einstaklingunum sem liggja á ströndinni í þætti dagsins. Nýtt leikverk verður frumsýnt í Miðbæjarskólanum við Tjörnina á morgun. Það er leikhópurinn Slembilukka sem þar sýnir verkið ?Sjáið mig?. Þetta er þátttökusýning, þar sem sviðslistir sameinast eiginleikum borðspila og keppnisíþróttum. Þar fá áhorfendur að sýna hvað í þeim býr, þau fá úthlutað verkefnum sem þarf að leysa - allt í leit að svari við hinum ýmsum spurningum tilverunnar, er þetta allt bara einhver keppni? Einkunnirnar, atvinnuviðtölin og fasteignakaupin. Er loddaralíðan að plaga okkur öll innst inni? Höfundar verksins, Bryndís Ósk Þ. Ingvarsdóttir og Laufey Haraldsdóttir, kíkja til mín í lok þáttar og útskýra þetta og við heyrum smá brot úr tónlist sýningarinnar sem er í umsjá Eyglóar Höskuldsdótturr Viborg tónskálds sem kemur einnig fram í verkinu. Umsjón: Jóhannes Ólafsson

Víðsjá
Harmonikkutónlist, Feneyjar, Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir

Víðsjá

Play Episode Listen Later May 9, 2022 55:00


?Leikurinn blundar í okkur öllum,? segir nýr handhafi Guðmunduverðlaunanna í myndlist sem afhent voru fyrir nokkrum vikum, myndlistarverðlaun sem stofnuð voru af Erró árið 1997 til minningar um móðursystur sína, Guðmundu S. Kristinsdóttur frá Miðengi. Þetta er í 22. sinn sem þau eru veitt og í ár var það Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir myndlistarkona sem tók við þeim. Í listsköpun sinni fæst Ingunn við ýmsa miðla eins og málverk, vefnað og innsetningar þar sem þátttaka áhorfanda leikur gjarnan hlutverk. Framundan er einkasýning í Listasafni Íslands nú í maí og samstarfssýning með Þórdísi Jóhannesdóttur í Sláturhúsinu, Menningarmiðstöð Fljótdalshéraðs á Egilsstöðum sem opnar í júlí, svo eitthvað sé nefnt. Við förum í göngutúr með Ingunni Fjólu hér síðar og röbbum um myndlist. Ásta Soffía Þorgeirsdóttir harmonikkuleikari og Ásbjörg Jónsdóttir tónskáld kynntust í listaháskólanum fyrir áratug síðan og fengu strax áhuga á því að starfa saman. Nokkrum árum, meira tónlistarnámi og hellingi af ljóðalestri síðar, hafa tónlistarkonurnar leitt saman krafta sína í samstarfi við Sölva Kolbeinsson saxafónleikara og Heiðu Árnadóttur sönkonu. Hópurinn heldur tónleika og gefur út nýja plötu laugardaginn næstkomandi sem er innblásinn af ljóðum Gerðar Kristnýjar og Ingibjargar Haraldsdóttur. Þær Ásta og Ásbjörg verða gestir Víðsjár í dag. En við byrjum í Feneyjum. Nína Hjálmarsdóttir fjallar um þau verk sem stóðu upp úr að hennar mati á Feneyjartvíæringnum. Umsjón: Jóhannes Ólafsson og Halla Harðardóttir

Víðsjá
Harmonikkutónlist, Feneyjar, Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir

Víðsjá

Play Episode Listen Later May 9, 2022


?Leikurinn blundar í okkur öllum,? segir nýr handhafi Guðmunduverðlaunanna í myndlist sem afhent voru fyrir nokkrum vikum, myndlistarverðlaun sem stofnuð voru af Erró árið 1997 til minningar um móðursystur sína, Guðmundu S. Kristinsdóttur frá Miðengi. Þetta er í 22. sinn sem þau eru veitt og í ár var það Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir myndlistarkona sem tók við þeim. Í listsköpun sinni fæst Ingunn við ýmsa miðla eins og málverk, vefnað og innsetningar þar sem þátttaka áhorfanda leikur gjarnan hlutverk. Framundan er einkasýning í Listasafni Íslands nú í maí og samstarfssýning með Þórdísi Jóhannesdóttur í Sláturhúsinu, Menningarmiðstöð Fljótdalshéraðs á Egilsstöðum sem opnar í júlí, svo eitthvað sé nefnt. Við förum í göngutúr með Ingunni Fjólu hér síðar og röbbum um myndlist. Ásta Soffía Þorgeirsdóttir harmonikkuleikari og Ásbjörg Jónsdóttir tónskáld kynntust í listaháskólanum fyrir áratug síðan og fengu strax áhuga á því að starfa saman. Nokkrum árum, meira tónlistarnámi og hellingi af ljóðalestri síðar, hafa tónlistarkonurnar leitt saman krafta sína í samstarfi við Sölva Kolbeinsson saxafónleikara og Heiðu Árnadóttur sönkonu. Hópurinn heldur tónleika og gefur út nýja plötu laugardaginn næstkomandi sem er innblásinn af ljóðum Gerðar Kristnýjar og Ingibjargar Haraldsdóttur. Þær Ásta og Ásbjörg verða gestir Víðsjár í dag. En við byrjum í Feneyjum. Nína Hjálmarsdóttir fjallar um þau verk sem stóðu upp úr að hennar mati á Feneyjartvíæringnum. Umsjón: Jóhannes Ólafsson og Halla Harðardóttir

Víðsjá
Harmonikkutónlist, Feneyjar, Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir

Víðsjá

Play Episode Listen Later May 9, 2022


?Leikurinn blundar í okkur öllum,? segir nýr handhafi Guðmunduverðlaunanna í myndlist sem afhent voru fyrir nokkrum vikum, myndlistarverðlaun sem stofnuð voru af Erró árið 1997 til minningar um móðursystur sína, Guðmundu S. Kristinsdóttur frá Miðengi. Þetta er í 22. sinn sem þau eru veitt og í ár var það Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir myndlistarkona sem tók við þeim. Í listsköpun sinni fæst Ingunn við ýmsa miðla eins og málverk, vefnað og innsetningar þar sem þátttaka áhorfanda leikur gjarnan hlutverk. Framundan er einkasýning í Listasafni Íslands nú í maí og samstarfssýning með Þórdísi Jóhannesdóttur í Sláturhúsinu, Menningarmiðstöð Fljótdalshéraðs á Egilsstöðum sem opnar í júlí, svo eitthvað sé nefnt. Við förum í göngutúr með Ingunni Fjólu hér síðar og röbbum um myndlist. Ásta Soffía Þorgeirsdóttir harmonikkuleikari og Ásbjörg Jónsdóttir tónskáld kynntust í listaháskólanum fyrir áratug síðan og fengu strax áhuga á því að starfa saman. Nokkrum árum, meira tónlistarnámi og hellingi af ljóðalestri síðar, hafa tónlistarkonurnar leitt saman krafta sína í samstarfi við Sölva Kolbeinsson saxafónleikara og Heiðu Árnadóttur sönkonu. Hópurinn heldur tónleika og gefur út nýja plötu laugardaginn næstkomandi sem er innblásinn af ljóðum Gerðar Kristnýjar og Ingibjargar Haraldsdóttur. Þær Ásta og Ásbjörg verða gestir Víðsjár í dag. En við byrjum í Feneyjum. Nína Hjálmarsdóttir fjallar um þau verk sem stóðu upp úr að hennar mati á Feneyjartvíæringnum. Umsjón: Jóhannes Ólafsson og Halla Harðardóttir

Víðsjá
Sýndarsund, Feneyjatvíæringur og Ball

Víðsjá

Play Episode Listen Later May 3, 2022


Sviðslistafólkið Alexander Roberts og Ásrún Magnúdsóttir hafa í áratug unnið saman að verkefnum þar sem þau færa dansinn nær hversdeginum og hversdaginn nær dansinum. Þau hafa unnið með röddum og líkömum sem vanalega stíga ekki fram í sviðsljósið og fært til mörkin sem skilgreina vanalega atvinnudansara og áhugadansara. Á föstudag frumsýna þau nýtt verk í samstarfi við Íslenska dansflokkinn og níu gesta dansara. Verkið kallast Ball og þar stíga á svið Íslandsmeistari í breikdansi frá níunda áratugnum, ballerína á eftirlaunum, dansarar Íslenska dansflokksins og gó-gó dansari, svo eitthvað sé nefnt, en öll eiga þau sameiginlegt að elska dansinn .Höfundarnir segja dansinn ekki bara eiga að snúast um afburðartækni eða ómælda hæfileika hvers og eins heldur einnig um upplifunina á því að dansa ólíka dansa saman. Við kíkjum á ball í þætti dagsins. Þegar við stingum okkur á kaf ferðumst við að inn í aðra vídd, skynjun okkar breytist og við lokum okkur frá umheiminum. Í sundi upplifa einhverjir sig berskjaldaða; í kafi erum við súrefnislaus og á bakkanum klæðalítil. Í dag 3 maí opnar í Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ sýndarveruleika verk eftir Hrund Atladóttur. Verkið er hluti af HönnunarMars og er gert í tengslum við sýninguna Sund sem nú stendur yfir í safninu . Við heimsækjum Hrund Atladóttur á Hönnunarsafninu og ræðum um sýndarveruleika, sundlaugar, nft og vatnadísir. Nína Hjálmarsdóttir leikhúsrýnir okkar hér í Víðsjá er nýkomin heim frá Feneyjum þar sem hún drakk í sig stemninguna á tvíæringnum, fegurð borgarinnar, fjölskrúðugt mannlífið og listaverkin sem hafa yfirtekið borgina. Hún hefur tekið saman það sem stóð upp úr á hátíðinni að hennar mati. Umsjón: Halla Harðardóttir og Jóhannes Ólafsson

Víðsjá
Sýndarsund, Feneyjatvíæringur og Ball

Víðsjá

Play Episode Listen Later May 3, 2022 51:52


Sviðslistafólkið Alexander Roberts og Ásrún Magnúdsóttir hafa í áratug unnið saman að verkefnum þar sem þau færa dansinn nær hversdeginum og hversdaginn nær dansinum. Þau hafa unnið með röddum og líkömum sem vanalega stíga ekki fram í sviðsljósið og fært til mörkin sem skilgreina vanalega atvinnudansara og áhugadansara. Á föstudag frumsýna þau nýtt verk í samstarfi við Íslenska dansflokkinn og níu gesta dansara. Verkið kallast Ball og þar stíga á svið Íslandsmeistari í breikdansi frá níunda áratugnum, ballerína á eftirlaunum, dansarar Íslenska dansflokksins og gó-gó dansari, svo eitthvað sé nefnt, en öll eiga þau sameiginlegt að elska dansinn .Höfundarnir segja dansinn ekki bara eiga að snúast um afburðartækni eða ómælda hæfileika hvers og eins heldur einnig um upplifunina á því að dansa ólíka dansa saman. Við kíkjum á ball í þætti dagsins. Þegar við stingum okkur á kaf ferðumst við að inn í aðra vídd, skynjun okkar breytist og við lokum okkur frá umheiminum. Í sundi upplifa einhverjir sig berskjaldaða; í kafi erum við súrefnislaus og á bakkanum klæðalítil. Í dag 3 maí opnar í Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ sýndarveruleika verk eftir Hrund Atladóttur. Verkið er hluti af HönnunarMars og er gert í tengslum við sýninguna Sund sem nú stendur yfir í safninu . Við heimsækjum Hrund Atladóttur á Hönnunarsafninu og ræðum um sýndarveruleika, sundlaugar, nft og vatnadísir. Nína Hjálmarsdóttir leikhúsrýnir okkar hér í Víðsjá er nýkomin heim frá Feneyjum þar sem hún drakk í sig stemninguna á tvíæringnum, fegurð borgarinnar, fjölskrúðugt mannlífið og listaverkin sem hafa yfirtekið borgina. Hún hefur tekið saman það sem stóð upp úr á hátíðinni að hennar mati. Umsjón: Halla Harðardóttir og Jóhannes Ólafsson

Víðsjá
Sýndarsund, Feneyjatvíæringur og Ball

Víðsjá

Play Episode Listen Later May 3, 2022


Sviðslistafólkið Alexander Roberts og Ásrún Magnúdsóttir hafa í áratug unnið saman að verkefnum þar sem þau færa dansinn nær hversdeginum og hversdaginn nær dansinum. Þau hafa unnið með röddum og líkömum sem vanalega stíga ekki fram í sviðsljósið og fært til mörkin sem skilgreina vanalega atvinnudansara og áhugadansara. Á föstudag frumsýna þau nýtt verk í samstarfi við Íslenska dansflokkinn og níu gesta dansara. Verkið kallast Ball og þar stíga á svið Íslandsmeistari í breikdansi frá níunda áratugnum, ballerína á eftirlaunum, dansarar Íslenska dansflokksins og gó-gó dansari, svo eitthvað sé nefnt, en öll eiga þau sameiginlegt að elska dansinn .Höfundarnir segja dansinn ekki bara eiga að snúast um afburðartækni eða ómælda hæfileika hvers og eins heldur einnig um upplifunina á því að dansa ólíka dansa saman. Við kíkjum á ball í þætti dagsins. Þegar við stingum okkur á kaf ferðumst við að inn í aðra vídd, skynjun okkar breytist og við lokum okkur frá umheiminum. Í sundi upplifa einhverjir sig berskjaldaða; í kafi erum við súrefnislaus og á bakkanum klæðalítil. Í dag 3 maí opnar í Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ sýndarveruleika verk eftir Hrund Atladóttur. Verkið er hluti af HönnunarMars og er gert í tengslum við sýninguna Sund sem nú stendur yfir í safninu . Við heimsækjum Hrund Atladóttur á Hönnunarsafninu og ræðum um sýndarveruleika, sundlaugar, nft og vatnadísir. Nína Hjálmarsdóttir leikhúsrýnir okkar hér í Víðsjá er nýkomin heim frá Feneyjum þar sem hún drakk í sig stemninguna á tvíæringnum, fegurð borgarinnar, fjölskrúðugt mannlífið og listaverkin sem hafa yfirtekið borgina. Hún hefur tekið saman það sem stóð upp úr á hátíðinni að hennar mati. Umsjón: Halla Harðardóttir og Jóhannes Ólafsson

Morgunvaktin
Úkraína, Feneyjatvíæringurinn, ferðamál og kúrdískar konur

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Apr 22, 2022


Átta vikur eru síðan Rússar réðust inn í Úkraínu og hörmungarnar halda áfram. Þúsundir eru fallnar og milljónir á flótta. Við fjölluðum um stöðu og horfur; Davíð Stefánsson, stjórnmálafræðingur og ráðgjafi, fylgist grannt með gangi mála og kom til okkar. Dyr sýningaskálanna á Feneyjatvíæringnum verða opnaðar almenningi á morgun. Foropnanir voru í gær og þá gafst boðsgestum færi á að berja augum verk Sigurðar Guðjónssonar fulltrúa Íslands en það er fjölskynjunarskúlptúr og nefnist Ævarandi hreyfing. Bergsteinn Sigurðsson sjónvarpsmaður er í Feneyjum og spjallaði þaðan við okkur. Ferðamál voru til umfjöllunar venju samkvæmt á föstudögum, Kristján Sigurjónsson ritstjóri Túrista fjallaði meðal annars um stóraukið framboð flugferða til Ítalíu og um verð á innrituðum farangri í flugi. Á dögunum kom út bókin Líkþvottakonan eftir kúrdísk/danska rithöfundinn Söru Ómar. Þetta er saga um sektarkenndina, heiðurinn og skömmina sem þjakar milljónir stúlkna og kvenna um allan heim, dag eftir dag, ár eftir ár, svo vitnað sé í texta á bókarkápu. Þýðandinn, Katrín Fjeldsted læknir, sagði okkur frá bókinni og fleiru. Umsjónarmenn Morgunvaktarinnar eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir. Blackbird - Bítlarnir Bang Bang - Dalida Jeg ringer pa fredag - Sven Ingvars Luka - Susan Vega

Morgunvaktin
Úkraína, Feneyjatvíæringurinn, ferðamál og kúrdískar konur

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Apr 22, 2022 130:00


Átta vikur eru síðan Rússar réðust inn í Úkraínu og hörmungarnar halda áfram. Þúsundir eru fallnar og milljónir á flótta. Við fjölluðum um stöðu og horfur; Davíð Stefánsson, stjórnmálafræðingur og ráðgjafi, fylgist grannt með gangi mála og kom til okkar. Dyr sýningaskálanna á Feneyjatvíæringnum verða opnaðar almenningi á morgun. Foropnanir voru í gær og þá gafst boðsgestum færi á að berja augum verk Sigurðar Guðjónssonar fulltrúa Íslands en það er fjölskynjunarskúlptúr og nefnist Ævarandi hreyfing. Bergsteinn Sigurðsson sjónvarpsmaður er í Feneyjum og spjallaði þaðan við okkur. Ferðamál voru til umfjöllunar venju samkvæmt á föstudögum, Kristján Sigurjónsson ritstjóri Túrista fjallaði meðal annars um stóraukið framboð flugferða til Ítalíu og um verð á innrituðum farangri í flugi. Á dögunum kom út bókin Líkþvottakonan eftir kúrdísk/danska rithöfundinn Söru Ómar. Þetta er saga um sektarkenndina, heiðurinn og skömmina sem þjakar milljónir stúlkna og kvenna um allan heim, dag eftir dag, ár eftir ár, svo vitnað sé í texta á bókarkápu. Þýðandinn, Katrín Fjeldsted læknir, sagði okkur frá bókinni og fleiru. Umsjónarmenn Morgunvaktarinnar eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir. Blackbird - Bítlarnir Bang Bang - Dalida Jeg ringer pa fredag - Sven Ingvars Luka - Susan Vega

Víðsjá
Ru, Sigurður Guðjónsson og Feneyjartvíæringurinn

Víðsjá

Play Episode Listen Later Apr 19, 2022


Orðið Ru þýðir á frönsku lítill lækur, eða í óeiginlegri merkingu eitthvað sem rennur á borð við tár eða blóð. Á víetnömsku þýðir orðið vögguvísa eða sú sem svæfir og huggar. Ru er skáldlega innblásin sjálfsævisaga eftir Kim Thúy sem fædd er í Víetnam árið 1968, sama ár og sagan hefst. Thúy, ásamt fjölskyldu sinni, flúði hörmungar hins langa stríðs í Víetnam alla leið til Kanada með viðkomu í flóttamannabúðum í Malasíu. Mikill fjöldi fólks freistaði þess að flýja land í von um betra líf og Ru segir sögu ellefu ára stúlka sem flýr yfirstéttarlíf í Saigon. Þar verður hún bátaflóttamaður sem svo var nefnt í smábæ í Kanada og þarf að laga sig að nýjum lifnaðarháttum og nýju tungumáli. Íslensk þýðing bókarinnar er nú nýkomin út, þýdd úr frönsku af Arndísi Lóu Magnúsdóttur. Víðsjá kom sér í skriflegt samband við Arndísi og fékk að vita meira um þessa merkilegu bók. Feneyjartvíæringurinn opnar með pompi og prakt dyr sínar fyrir almennum gestum laugardaginn næstkomandi, 23.apríl. Mikið er um dýrðir í borginni fögru sem er yfirfull af myndlistarmönnum, fjölmiðlafólki og áhugasömum gestum sem fá að berja dýrðina augum í allskyns foropnunum þessa vikuna. Hópur Íslendinga er auðvitað þegar mættur til að setja upp verk Sigurðar Guðjónssonar, sem sýnir þetta árið fyrir hönd Íslands. Við hér í Víðjsá tókum smá forskot á sæluna í síðustu viku þegar við sóttum Sigurð heim, áður en hann hélt út til Feneyja. Þar sagði hann okkur frá fyrri verkum sínum og hvernig þau hafa þróast og svo auðvitað af Perpetual Motion, verkinu sem hann hefur gert sérstaklega fyrir íslenska skálann á Arsenale svæðinu í Feneyjum, verk sem hann kallar fjölskynjandi skúlptúr.

Víðsjá
Ru, Sigurður Guðjónsson og Feneyjartvíæringurinn

Víðsjá

Play Episode Listen Later Apr 19, 2022


Orðið Ru þýðir á frönsku lítill lækur, eða í óeiginlegri merkingu eitthvað sem rennur á borð við tár eða blóð. Á víetnömsku þýðir orðið vögguvísa eða sú sem svæfir og huggar. Ru er skáldlega innblásin sjálfsævisaga eftir Kim Thúy sem fædd er í Víetnam árið 1968, sama ár og sagan hefst. Thúy, ásamt fjölskyldu sinni, flúði hörmungar hins langa stríðs í Víetnam alla leið til Kanada með viðkomu í flóttamannabúðum í Malasíu. Mikill fjöldi fólks freistaði þess að flýja land í von um betra líf og Ru segir sögu ellefu ára stúlka sem flýr yfirstéttarlíf í Saigon. Þar verður hún bátaflóttamaður sem svo var nefnt í smábæ í Kanada og þarf að laga sig að nýjum lifnaðarháttum og nýju tungumáli. Íslensk þýðing bókarinnar er nú nýkomin út, þýdd úr frönsku af Arndísi Lóu Magnúsdóttur. Víðsjá kom sér í skriflegt samband við Arndísi og fékk að vita meira um þessa merkilegu bók. Feneyjartvíæringurinn opnar með pompi og prakt dyr sínar fyrir almennum gestum laugardaginn næstkomandi, 23.apríl. Mikið er um dýrðir í borginni fögru sem er yfirfull af myndlistarmönnum, fjölmiðlafólki og áhugasömum gestum sem fá að berja dýrðina augum í allskyns foropnunum þessa vikuna. Hópur Íslendinga er auðvitað þegar mættur til að setja upp verk Sigurðar Guðjónssonar, sem sýnir þetta árið fyrir hönd Íslands. Við hér í Víðjsá tókum smá forskot á sæluna í síðustu viku þegar við sóttum Sigurð heim, áður en hann hélt út til Feneyja. Þar sagði hann okkur frá fyrri verkum sínum og hvernig þau hafa þróast og svo auðvitað af Perpetual Motion, verkinu sem hann hefur gert sérstaklega fyrir íslenska skálann á Arsenale svæðinu í Feneyjum, verk sem hann kallar fjölskynjandi skúlptúr.

Víðsjá
Ru, Sigurður Guðjónsson og Feneyjartvíæringurinn

Víðsjá

Play Episode Listen Later Apr 19, 2022 55:00


Orðið Ru þýðir á frönsku lítill lækur, eða í óeiginlegri merkingu eitthvað sem rennur á borð við tár eða blóð. Á víetnömsku þýðir orðið vögguvísa eða sú sem svæfir og huggar. Ru er skáldlega innblásin sjálfsævisaga eftir Kim Thúy sem fædd er í Víetnam árið 1968, sama ár og sagan hefst. Thúy, ásamt fjölskyldu sinni, flúði hörmungar hins langa stríðs í Víetnam alla leið til Kanada með viðkomu í flóttamannabúðum í Malasíu. Mikill fjöldi fólks freistaði þess að flýja land í von um betra líf og Ru segir sögu ellefu ára stúlka sem flýr yfirstéttarlíf í Saigon. Þar verður hún bátaflóttamaður sem svo var nefnt í smábæ í Kanada og þarf að laga sig að nýjum lifnaðarháttum og nýju tungumáli. Íslensk þýðing bókarinnar er nú nýkomin út, þýdd úr frönsku af Arndísi Lóu Magnúsdóttur. Víðsjá kom sér í skriflegt samband við Arndísi og fékk að vita meira um þessa merkilegu bók. Feneyjartvíæringurinn opnar með pompi og prakt dyr sínar fyrir almennum gestum laugardaginn næstkomandi, 23.apríl. Mikið er um dýrðir í borginni fögru sem er yfirfull af myndlistarmönnum, fjölmiðlafólki og áhugasömum gestum sem fá að berja dýrðina augum í allskyns foropnunum þessa vikuna. Hópur Íslendinga er auðvitað þegar mættur til að setja upp verk Sigurðar Guðjónssonar, sem sýnir þetta árið fyrir hönd Íslands. Við hér í Víðjsá tókum smá forskot á sæluna í síðustu viku þegar við sóttum Sigurð heim, áður en hann hélt út til Feneyja. Þar sagði hann okkur frá fyrri verkum sínum og hvernig þau hafa þróast og svo auðvitað af Perpetual Motion, verkinu sem hann hefur gert sérstaklega fyrir íslenska skálann á Arsenale svæðinu í Feneyjum, verk sem hann kallar fjölskynjandi skúlptúr.

Sunnudagssögur
Þóra Valný Yngvadóttir

Sunnudagssögur

Play Episode Listen Later Jan 16, 2022


Hrafnhildur Halldórsdóttir ræðir við Þóru Valnýju Yngvadóttur stjórnenda- og fjármálamarkþjálfa. Þóra segir frá uppvextinum í Bárðardal, því þegar hún flutti í Garðabæinn og breytingunum sem urðu við að flytja á mölina. Hún segir frá vistinni á heimavistarskóla á Laugarvatni, bílslysi sem hún lenti í þar sem einn vinurinn lést og hvernig það mótaði hana til lífstíðar. Hún segir frá ævintýraþránni, árunum í Versló, búsetu sinni á Englandi, vinnunni hjá Kaupþingi og Landsbankanum. Hún segir frá ferðaþránni og atvikum sem hún hefur lent, m.a. í í Feneyjum á Ítalíu og í Víetnam. Loks segir hún frá starfi sínu sem fjármálamarkþjálfi og detox-meðferðum sem hún stendur fyrir í Hveragerði.

Sunnudagssögur
Þóra Valný Yngvadóttir

Sunnudagssögur

Play Episode Listen Later Jan 16, 2022


Hrafnhildur Halldórsdóttir ræðir við Þóru Valnýju Yngvadóttur stjórnenda- og fjármálamarkþjálfa. Þóra segir frá uppvextinum í Bárðardal, því þegar hún flutti í Garðabæinn og breytingunum sem urðu við að flytja á mölina. Hún segir frá vistinni á heimavistarskóla á Laugarvatni, bílslysi sem hún lenti í þar sem einn vinurinn lést og hvernig það mótaði hana til lífstíðar. Hún segir frá ævintýraþránni, árunum í Versló, búsetu sinni á Englandi, vinnunni hjá Kaupþingi og Landsbankanum. Hún segir frá ferðaþránni og atvikum sem hún hefur lent, m.a. í í Feneyjum á Ítalíu og í Víetnam. Loks segir hún frá starfi sínu sem fjármálamarkþjálfi og detox-meðferðum sem hún stendur fyrir í Hveragerði.

Sunnudagssögur
Þóra Valný Yngvadóttir

Sunnudagssögur

Play Episode Listen Later Jan 16, 2022 75:00


Hrafnhildur Halldórsdóttir ræðir við Þóru Valnýju Yngvadóttur stjórnenda- og fjármálamarkþjálfa. Þóra segir frá uppvextinum í Bárðardal, því þegar hún flutti í Garðabæinn og breytingunum sem urðu við að flytja á mölina. Hún segir frá vistinni á heimavistarskóla á Laugarvatni, bílslysi sem hún lenti í þar sem einn vinurinn lést og hvernig það mótaði hana til lífstíðar. Hún segir frá ævintýraþránni, árunum í Versló, búsetu sinni á Englandi, vinnunni hjá Kaupþingi og Landsbankanum. Hún segir frá ferðaþránni og atvikum sem hún hefur lent, m.a. í í Feneyjum á Ítalíu og í Víetnam. Loks segir hún frá starfi sínu sem fjármálamarkþjálfi og detox-meðferðum sem hún stendur fyrir í Hveragerði.

Víðsjá
María Huld, Finnbogi, Gunnar, Kristín Marja

Víðsjá

Play Episode Listen Later Dec 22, 2020 55:00


Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur úr hljómsveitinni Amiinu um jólalagaútgáfu og nýja útgáfuröð sem kennd er við háaloft. Einnig verður rætt við tónlistarmanninn Gunnar Þórðarson um plötuna Í hátíðarskapi sem kom út fyrir nákvæmlega fjörutíu árum og er einhver vinsælasta jólaplata íslenskrar tónlistarsögu. Lög af henni hljóma oft í aðdraganda jóla og margir hafa á henni miklar mætur. Finnbogi Pétursson hefur alla tíð verið heillaður af ljóðrænni veröld hljóðsins. Hann hefur myndgert hljóð og sett fram í innsetningum sem dansa á mörkum tónlistar, sviðslistar og arkitektúrs, hvort sem það er í formi eðlisfræðilegra tilrauna í sýningarsölum, með skúlptúrum á hálendi Íslands eða með risastórri orgelpípu í Feneyjum. Þetta árið slæst Finnbogi í hóp þeirra listamanna sem hafa skapað verk til styrktar sumarbúðanna í Reykjadal, sem styrktarfélag lamaðra og fatlaða á og rekur. Kærleikskúlan þetta árið kallast ÞÖGN og kallast það verk á við verkin sem Finnbogi sýnir um þessar mundir í Neskirkju, eitt nýtt verk og tvö eldri verk. Rætt verður við Finnboga í Víðsjá í dag. Og Björn Þór Vilhjálmsson bókmenntagagnrýnandi Víðsjár fjallar í dag um skáldsöguna Götu mæðranna eftir Kristínu Marju Baldursdóttur.

Víðsjá
María Huld, Finnbogi, Gunnar, Kristín Marja

Víðsjá

Play Episode Listen Later Dec 22, 2020


Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur úr hljómsveitinni Amiinu um jólalagaútgáfu og nýja útgáfuröð sem kennd er við háaloft. Einnig verður rætt við tónlistarmanninn Gunnar Þórðarson um plötuna Í hátíðarskapi sem kom út fyrir nákvæmlega fjörutíu árum og er einhver vinsælasta jólaplata íslenskrar tónlistarsögu. Lög af henni hljóma oft í aðdraganda jóla og margir hafa á henni miklar mætur. Finnbogi Pétursson hefur alla tíð verið heillaður af ljóðrænni veröld hljóðsins. Hann hefur myndgert hljóð og sett fram í innsetningum sem dansa á mörkum tónlistar, sviðslistar og arkitektúrs, hvort sem það er í formi eðlisfræðilegra tilrauna í sýningarsölum, með skúlptúrum á hálendi Íslands eða með risastórri orgelpípu í Feneyjum. Þetta árið slæst Finnbogi í hóp þeirra listamanna sem hafa skapað verk til styrktar sumarbúðanna í Reykjadal, sem styrktarfélag lamaðra og fatlaða á og rekur. Kærleikskúlan þetta árið kallast ÞÖGN og kallast það verk á við verkin sem Finnbogi sýnir um þessar mundir í Neskirkju, eitt nýtt verk og tvö eldri verk. Rætt verður við Finnboga í Víðsjá í dag. Og Björn Þór Vilhjálmsson bókmenntagagnrýnandi Víðsjár fjallar í dag um skáldsöguna Götu mæðranna eftir Kristínu Marju Baldursdóttur.

Morgunvaktin
Skoða samfélagslegar breytingar í Evrópu

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Feb 24, 2020 130:00


Tvær vísindakonur við Háskóla Íslands eru meðal þeirra sem standa að Evrópsku samfélagskönnuninni, sem er ætlað að leggja mat á samfélagsþróunina í Evrópu - til dæmis hvernig félagsleg, stjórnmálaleg og siðferðisleg umgjörð er að breytast. Verkefnið hlaut á dögunum um 700 milljóna króna styrk frá Evrópusambandinu. Sigrún Ólafsdóttir prófessor í félagsfræði sagði frá evrópsku samfélagskönnuninni og því hvernig hún getur nýst við alls konar rannsóknir og stefnumótun. Covid 19 veiran hefur náð til Ítalíu, þar sem gripið hefur verið til mikilla ráðstafana til að hefta útbreiðslu hennar. Fjölmörgum samkomum verið aflýst á Norður-Ítalíu, meðal annars karnivalinu fræga í Feneyjum, og um helgina hélt Giorgio Armani tískusýningu fyrir tómum sal í Mílanó. Sigrún Davíðsdóttir er í Napólí og sagði frá því helsta sem þar er á seyði. Yfir hundrað manns sem höfðu ætlað sér að mótmæla stjórnvöldum í Kasakstan á laugardaginn voru handtekin áður en þau komust á mótmælin. Kasakar fengu nýjan leiðtoga í fyrra eftir óvænta afsögn Nursultan Nazarbaev, sem hafði stýrt ríkinu frá því það tilheyrði Sovétríkjunum. Vera Illugadóttir sagði frá þessu níunda stærsta landi í heimi og stjórnarháttunum þar. Tónlist: Little things mean a lot - Guðrún Á. Símonar, Ekki þjóðlag, ekki jazz - Ingi Bjarni Skúlason, Altari - Lára Rúnarsdóttir

Morgunvaktin
Skoða samfélagslegar breytingar í Evrópu

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Feb 24, 2020


Tvær vísindakonur við Háskóla Íslands eru meðal þeirra sem standa að Evrópsku samfélagskönnuninni, sem er ætlað að leggja mat á samfélagsþróunina í Evrópu - til dæmis hvernig félagsleg, stjórnmálaleg og siðferðisleg umgjörð er að breytast. Verkefnið hlaut á dögunum um 700 milljóna króna styrk frá Evrópusambandinu. Sigrún Ólafsdóttir prófessor í félagsfræði sagði frá evrópsku samfélagskönnuninni og því hvernig hún getur nýst við alls konar rannsóknir og stefnumótun. Covid 19 veiran hefur náð til Ítalíu, þar sem gripið hefur verið til mikilla ráðstafana til að hefta útbreiðslu hennar. Fjölmörgum samkomum verið aflýst á Norður-Ítalíu, meðal annars karnivalinu fræga í Feneyjum, og um helgina hélt Giorgio Armani tískusýningu fyrir tómum sal í Mílanó. Sigrún Davíðsdóttir er í Napólí og sagði frá því helsta sem þar er á seyði. Yfir hundrað manns sem höfðu ætlað sér að mótmæla stjórnvöldum í Kasakstan á laugardaginn voru handtekin áður en þau komust á mótmælin. Kasakar fengu nýjan leiðtoga í fyrra eftir óvænta afsögn Nursultan Nazarbaev, sem hafði stýrt ríkinu frá því það tilheyrði Sovétríkjunum. Vera Illugadóttir sagði frá þessu níunda stærsta landi í heimi og stjórnarháttunum þar. Tónlist: Little things mean a lot - Guðrún Á. Símonar, Ekki þjóðlag, ekki jazz - Ingi Bjarni Skúlason, Altari - Lára Rúnarsdóttir

Víðsjá
Eilífðarnón, Ljósabasar, Vetrargulrætur

Víðsjá

Play Episode Listen Later Dec 4, 2019 55:00


Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Ástu Fanneyju Sigurðardóttur ljóðskáld um nýútkomna ljóðabók hennar, Eilífðarnón. Nýlistasafnið verður heimsótt en þar er svokallaður Ljósabasar starfræktur nú á aðventu. Ennfremur verður gripið niður í viðtal frá því á síðasta ári sem tekið var við Sigurð Guðjónsson myndlistarmann í tilefni þess að hann var þá valinn myndlistarmaður ársins á Íslandi, en í gær var tilkynnt um það að Sigurður yrði næsti fulltrúi Íslands á myndlistartvíæringnum í Feneyjum árið 2021. Og Maríanna Clara Lúthersdóttir bókmenntagagnrýnandi rýnir í sagnasafnið Vetrargulrætur eftir Rögnu Sigurðardóttur. Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson.

Lestin
Fæðing internetsins, Kaupmaðurinn í Feneyjum, Jesus is King og starfsm

Lestin

Play Episode Listen Later Oct 29, 2019 53:03


Þann 29. október 1969, fyrir nákvæmlega 50 árum síðan, voru fyrstu skilaboðin send milli tveggja tölva á vesturströnd Bandaríkjanna yfir hið svokallaða ARPAnet. Þetta tölvunet á vegum Bandaríkjahers var forveri og fyrsti vísirinn að því interneti sem við þekkjum í dag. Í Lestinni í dag kynnum við okkur söguna af upphafi internetsins. Sæmundur Þorsteinsson, lektor við rafmagns- og tölvuverkfræðideild Háskóla Íslands, hjálpar okkur að skilja þessa áhugaverðu sögu. Lestin heldur áfram að rifja upp ris og fall McDonald's í örseríunni Mc' blessi Ísland. Tilefnið er sá áratugur sem liðinn er frá því að skyndibitarisinn yfirgaf landið en að þessu sinni verður litið til tímabilsins inn á milli upphafs og endis, þar sem reksturinn gekk sinn vanagang. Við beinum kastljósinu að starfsfólkinu. Ný plata Kanye West, Jesus is King, er komin út eftir langa bið. Platan tók óvænta stefnu, átti upprunalega að heita Yhandi en þegar trúarhiti tók að færast í rapparann breyttist hún í óð til almættisins. Og Halldór Armand Ásgeirsson flytur að venju pistil á þriðjudegi, og að þessu sinni fjallar hann um 400 ára gamalt skáldverk, grátklökkann forsætisráðherra og tekur til varna fyrir depurðina.

Lestin
Fæðing internetsins, Kaupmaðurinn í Feneyjum, Jesus is King og starfsm

Lestin

Play Episode Listen Later Oct 29, 2019


Þann 29. október 1969, fyrir nákvæmlega 50 árum síðan, voru fyrstu skilaboðin send milli tveggja tölva á vesturströnd Bandaríkjanna yfir hið svokallaða ARPAnet. Þetta tölvunet á vegum Bandaríkjahers var forveri og fyrsti vísirinn að því interneti sem við þekkjum í dag. Í Lestinni í dag kynnum við okkur söguna af upphafi internetsins. Sæmundur Þorsteinsson, lektor við rafmagns- og tölvuverkfræðideild Háskóla Íslands, hjálpar okkur að skilja þessa áhugaverðu sögu. Lestin heldur áfram að rifja upp ris og fall McDonald's í örseríunni Mc' blessi Ísland. Tilefnið er sá áratugur sem liðinn er frá því að skyndibitarisinn yfirgaf landið en að þessu sinni verður litið til tímabilsins inn á milli upphafs og endis, þar sem reksturinn gekk sinn vanagang. Við beinum kastljósinu að starfsfólkinu. Ný plata Kanye West, Jesus is King, er komin út eftir langa bið. Platan tók óvænta stefnu, átti upprunalega að heita Yhandi en þegar trúarhiti tók að færast í rapparann breyttist hún í óð til almættisins. Og Halldór Armand Ásgeirsson flytur að venju pistil á þriðjudegi, og að þessu sinni fjallar hann um 400 ára gamalt skáldverk, grátklökkann forsætisráðherra og tekur til varna fyrir depurðina.

Lestin
Fæðing internetsins, Kaupmaðurinn í Feneyjum, Jesus is King og starfsm

Lestin

Play Episode Listen Later Oct 29, 2019


Þann 29. október 1969, fyrir nákvæmlega 50 árum síðan, voru fyrstu skilaboðin send milli tveggja tölva á vesturströnd Bandaríkjanna yfir hið svokallaða ARPAnet. Þetta tölvunet á vegum Bandaríkjahers var forveri og fyrsti vísirinn að því interneti sem við þekkjum í dag. Í Lestinni í dag kynnum við okkur söguna af upphafi internetsins. Sæmundur Þorsteinsson, lektor við rafmagns- og tölvuverkfræðideild Háskóla Íslands, hjálpar okkur að skilja þessa áhugaverðu sögu. Lestin heldur áfram að rifja upp ris og fall McDonald's í örseríunni Mc' blessi Ísland. Tilefnið er sá áratugur sem liðinn er frá því að skyndibitarisinn yfirgaf landið en að þessu sinni verður litið til tímabilsins inn á milli upphafs og endis, þar sem reksturinn gekk sinn vanagang. Við beinum kastljósinu að starfsfólkinu. Ný plata Kanye West, Jesus is King, er komin út eftir langa bið. Platan tók óvænta stefnu, átti upprunalega að heita Yhandi en þegar trúarhiti tók að færast í rapparann breyttist hún í óð til almættisins. Og Halldór Armand Ásgeirsson flytur að venju pistil á þriðjudegi, og að þessu sinni fjallar hann um 400 ára gamalt skáldverk, grátklökkann forsætisráðherra og tekur til varna fyrir depurðina.

Lestin
Hljómur framtíðarinnar, Jókerinn, Veronica Mars og Timothy Morton

Lestin

Play Episode Listen Later Sep 9, 2019 52:59


Hvernig hljómar framtíðin á Íslandi? Hvernig hljómar hnattræn hlýnun og yfirgefnar og sokknar borgir? Þetta eru þær spurningar sem Sveinbjörn Thorarensen, betur þekktur sem Hermigervill, veltir fyrir sér á nýtti plötu, The Future Sound of Iceland sem kom út í sumar. Hermigervill tekur sér far með Lestinni í dag. Dauðinn er kósý en kraftmikill, lífið hráslagalegt og brothætt skrifar breski heimspekingurinn Timothy Morton í nýlegri bók sinni Being Ecological. Tómas Ævar Ólafsson skoðar bókina og pælir í kenningu Mortons um vist-veruna. Framleiðslu samnefndrar þáttaraðar um táningsspæjarann Veronicu Mars var hætt árið 2007 en árið 2014 var gerð kvikmynd um kvenhetjuna. Sú hlaut heldur dræma dóma en aðdáendur þyrsti í meira og nú hefur fjórða serían litið dagsins ljós. Áslaug Torfadóttir rýnir í Veronicu fyrr og nú. The Joker, Jókerinn, upprunasaga illmennisins síglottandi úr sagnaheimi Leðurblökumannsins, Batman, hlaut um helgina gullljónið, aðalverðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Þetta er í fyrsta skipti sem kvikmynd byggð á sagnaheimi ofurhetjanna hlýtur aðalverðlaun á A-lista kvikmyndahátíð - einni af virtustu kvikmyndahátíðum heims. Við heyrum fréttir frá Feneyjum.

Lestin
Hljómur framtíðarinnar, Jókerinn, Veronica Mars og Timothy Morton

Lestin

Play Episode Listen Later Sep 9, 2019


Hvernig hljómar framtíðin á Íslandi? Hvernig hljómar hnattræn hlýnun og yfirgefnar og sokknar borgir? Þetta eru þær spurningar sem Sveinbjörn Thorarensen, betur þekktur sem Hermigervill, veltir fyrir sér á nýtti plötu, The Future Sound of Iceland sem kom út í sumar. Hermigervill tekur sér far með Lestinni í dag. Dauðinn er kósý en kraftmikill, lífið hráslagalegt og brothætt skrifar breski heimspekingurinn Timothy Morton í nýlegri bók sinni Being Ecological. Tómas Ævar Ólafsson skoðar bókina og pælir í kenningu Mortons um vist-veruna. Framleiðslu samnefndrar þáttaraðar um táningsspæjarann Veronicu Mars var hætt árið 2007 en árið 2014 var gerð kvikmynd um kvenhetjuna. Sú hlaut heldur dræma dóma en aðdáendur þyrsti í meira og nú hefur fjórða serían litið dagsins ljós. Áslaug Torfadóttir rýnir í Veronicu fyrr og nú. The Joker, Jókerinn, upprunasaga illmennisins síglottandi úr sagnaheimi Leðurblökumannsins, Batman, hlaut um helgina gullljónið, aðalverðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Þetta er í fyrsta skipti sem kvikmynd byggð á sagnaheimi ofurhetjanna hlýtur aðalverðlaun á A-lista kvikmyndahátíð - einni af virtustu kvikmyndahátíðum heims. Við heyrum fréttir frá Feneyjum.

Heimskviður
4 | Lífið í landinu helga, forsetakrísa í Venesúela, og Jókerinn

Heimskviður

Play Episode Listen Later Sep 6, 2019


Í fjórða þætti Heimskviðna er fjallað um komandi þingkosningar í Ísrael, aðrar kosningarnar á þessu ári. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra, mistókst að mynda ríkisstjórn eftir að hafa fengið umboð til þess eftir kosningarnar í vor, og því þarf að kjósa að nýju. En staðan er snúin fyrir Netanyahu, þar sem allt bendir til þess að niðurstöður kosninganna verði þær sömu. Björn Malmquist ferðaðist til landsins helga fyrr á þessu ári og ræddi við heimamenn um hið flókna samlífi Ísraela og Palestínumanna í landinu helga. Um síðustu helgi var mynd Todd Phillips, Jókerinn, frumsýnd á kvikmyndahátíð í Feneyjum. Flest okkar kannast við þennan vansæla karakter, Jókerinn, sem felur sig á bakvið breitt brosið. Birta Björnsdóttir segir okkur frá merkilegri sögu Jókersins, illmennisins sem leikarinn Joaquin Phoenix þykir hafa gert góð skil á hvíta tjaldinu. Landið Venesúela var eitt sinn það ríkasta í Suður-Ameríku. Alvarleg kreppa síðustu ára hefur breytt því en í landinu er hungursneyð, þar er óðaverðbólga, og milljónir hafa flúið til nágrannaríkja síðustu ár. Önnur kreppa hefur fylgt í kjölfarið, nokkurs konar forsetakreppa. Í landinu sitja nú tveir forsetar, sem ekki viðurkenna hvorn annan. Fjallað er um þessa flóknu stöðu í Venesúela - fátækasta landi Suður-Ameríku. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.

Heimskviður
4 | Lífið í landinu helga, forsetakrísa í Venesúela, og Jókerinn

Heimskviður

Play Episode Listen Later Sep 6, 2019 48:48


Í fjórða þætti Heimskviðna er fjallað um komandi þingkosningar í Ísrael, aðrar kosningarnar á þessu ári. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra, mistókst að mynda ríkisstjórn eftir að hafa fengið umboð til þess eftir kosningarnar í vor, og því þarf að kjósa að nýju. En staðan er snúin fyrir Netanyahu, þar sem allt bendir til þess að niðurstöður kosninganna verði þær sömu. Björn Malmquist ferðaðist til landsins helga fyrr á þessu ári og ræddi við heimamenn um hið flókna samlífi Ísraela og Palestínumanna í landinu helga. Um síðustu helgi var mynd Todd Phillips, Jókerinn, frumsýnd á kvikmyndahátíð í Feneyjum. Flest okkar kannast við þennan vansæla karakter, Jókerinn, sem felur sig á bakvið breitt brosið. Birta Björnsdóttir segir okkur frá merkilegri sögu Jókersins, illmennisins sem leikarinn Joaquin Phoenix þykir hafa gert góð skil á hvíta tjaldinu. Landið Venesúela var eitt sinn það ríkasta í Suður-Ameríku. Alvarleg kreppa síðustu ára hefur breytt því en í landinu er hungursneyð, þar er óðaverðbólga, og milljónir hafa flúið til nágrannaríkja síðustu ár. Önnur kreppa hefur fylgt í kjölfarið, nokkurs konar forsetakreppa. Í landinu sitja nú tveir forsetar, sem ekki viðurkenna hvorn annan. Fjallað er um þessa flóknu stöðu í Venesúela - fátækasta landi Suður-Ameríku. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.

Heimskviður
4 | Lífið í landinu helga, forsetakrísa í Venesúela, og Jókerinn

Heimskviður

Play Episode Listen Later Sep 6, 2019


Í fjórða þætti Heimskviðna er fjallað um komandi þingkosningar í Ísrael, aðrar kosningarnar á þessu ári. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra, mistókst að mynda ríkisstjórn eftir að hafa fengið umboð til þess eftir kosningarnar í vor, og því þarf að kjósa að nýju. En staðan er snúin fyrir Netanyahu, þar sem allt bendir til þess að niðurstöður kosninganna verði þær sömu. Björn Malmquist ferðaðist til landsins helga fyrr á þessu ári og ræddi við heimamenn um hið flókna samlífi Ísraela og Palestínumanna í landinu helga. Um síðustu helgi var mynd Todd Phillips, Jókerinn, frumsýnd á kvikmyndahátíð í Feneyjum. Flest okkar kannast við þennan vansæla karakter, Jókerinn, sem felur sig á bakvið breitt brosið. Birta Björnsdóttir segir okkur frá merkilegri sögu Jókersins, illmennisins sem leikarinn Joaquin Phoenix þykir hafa gert góð skil á hvíta tjaldinu. Landið Venesúela var eitt sinn það ríkasta í Suður-Ameríku. Alvarleg kreppa síðustu ára hefur breytt því en í landinu er hungursneyð, þar er óðaverðbólga, og milljónir hafa flúið til nágrannaríkja síðustu ár. Önnur kreppa hefur fylgt í kjölfarið, nokkurs konar forsetakreppa. Í landinu sitja nú tveir forsetar, sem ekki viðurkenna hvorn annan. Fjallað er um þessa flóknu stöðu í Venesúela - fátækasta landi Suður-Ameríku. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.

Morgunvaktin
Opinberir hvatar nauðsynlegir við orkuskipti

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later May 13, 2019 130:00


Íslensk nýorka hefur í 20 ár unnið að orkuskiptum í landinu. Jón Björn Skúlason framkvæmdastjóri ræddi um verkefni félagsins og stöðu mála en yfirskrift 20 ára afmælisþings er: Verður Ísland kolefnislaust árið 2040? Í dag er hlutfall vistvæns eldsneytis í bílaflotanum 9% svo herða þarf róðurinn ef það markmið á að nást. Jón Björn sagði m.a. að hvatar af hálfu hins opinbera, svo sem skattaafsláttur á umhverfisvænum bílum, séu nauðsynlegir svo verulegur árangur í orkuskiptum náist. Sigrún Davíðsdóttir fjallaði um bresk og ítölsk málfni en hún var í Feneyjum á dögunum. Sagði hún bæði frá Feneyjatvíæringnum og stöðunni í ítalskri pólitík og svo frá skoðanakönnunum í Bretlandi í aðdraganda Evrópuþingskosninganna síðar í mánuðinum. Flokkur Nigel Farage, Brexit-flokkurinn, nýtur mest fylgis. Þá sagði hún frá nýjum lista Sunday Times yfir efnamesta fólk Bretlands en Björgólfur Thor Björgólfsson er í 91. sæti á listanum og Bakkavararbræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir eru í 247. sæti. Bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ vinna nú að því að fá Gamla Þingvallaveginn, sem var lagður milli Geitháls og Almannagjár á árunum 1890-1896 verði friðlýstur. Vegurinn var í notkun til 1930 en nýr vegur var þá tekinn í gagnið í tengslum við Alþingishátíðina á Þingvöllum það ár. Bjarki Bjarnason, forseti bæjarstjórnar Mosfellsbæjar, sagði frá Gamla Þingvallaveginum. Tónlist: Sir Duke - Stevie Wonder Óbyggðirnar kalla - Magnús Eiríksson og KK

Morgunvaktin
Ferðamönnum fækkar á fyrsta ársþriðjungi ársins

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later May 10, 2019 130:00


Morgunvaktin hóf leik í Feneyjum. Þar er Bergsteinn Sigurðsson, umsjónarmaður Menningar á RÚV. Hann er að fylgjast með Feneyjatvíæringnum, en sýning Hrafnhildar Arnardóttur, sem er fulltrúi Íslands í ár, hófst í gær. Bergsteinn segir að sýning Hrafnhildar hafi nú þegar vakið talsverða athygli. Frumvarp um þungunarrof og 3. orkupakkinn eru nú eins og á síðustu vikum, fyrirferðamestu málin á Alþingi, en nú eru tæpar 4 vikur þar til þingið fer í sumarfrí. Engir þingfundir hafa verið haldnir síðari hluta vikunnar, það hafa verið nefndadagar og viðbúið að eftir helgi komi mörg mál aftur til þings eftir að hafa verið til meðferðar og afgreiðslu í nefndum. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir þingfréttamaður fór yfir störf þingsins. Það komu færri ferðamenn til landsins fyrstu fjóra mánuði ársins en í fyrra. Fjöldinn var þó mun meiri en 2016 og tvöfalt meiri en 2015. Og ef við viljum leika okkur að tölum: Á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2019 komu til landsins fleiri ferðamenn en samanlagt á sama tíma árin 2003 til 2009. Kristján Sigurjónsson, ritstjóri turisti.is fór yfir þessa tölfræði á Morgunvaktinni. Hann ræddi einnig boðuð umsvif malasíska milljarðamæringsins Vincents Tans á íslenska hótelamarkaðnum. Ennfremur varaði hann fólk við svindlurum sem bjóða íbúðir til leigu sem Airbnb-íbúðir en biður fólk um að leggja milliliðalaust á sína reikninga. Þetta eru undantekningalaust svindlarar, segir Kristján. Loks komu tvær hressar konur í kaffi á Morgunvaktina; Sólveig Unnur Ragnarsdóttir og Valentína Björnsdóttir úr kvennakórnum Vocalist. Kórinn stendur fyrir Eurovision Sing-A-Long partýi í kvöld í safnaðarheimili Laugarneskirkju þar sem konur á öllum aldri eru velkomnar. Þær sögðu okkur frá kórnum, söngskólanum Vocalist og því hvernig hægt er að kenna nánast öllum að syngja.

Hlaðvarp Kjarnans
Aðförin – Arkitektar í Feneyjum

Hlaðvarp Kjarnans

Play Episode Listen Later Sep 11, 2018 44:25


Aðförin er alþjóðleg að þessu sinni og fær til sín gesti til að ræða Feneyjartvíæringinn í arkitektúr þetta árið. Þessi mikilvæga hátíð fyrir arkitektaheiminn og skipulagsumræðu kynnti þemað “Freespace” í ár og er stýrt af arkitektunum Yvonne Farrell og Shelley McNamara sem mynda stofuna Grafton architects. Í þáttinn mættu Sigrún Birgisdóttir og Kristján Örn Kjartansson arkitektar og veltu fyrir sér mikilvægi hátíðarinnar, þemanu og einstaka sýningarskálum á hátíðinni. Þau segja okkur líka frá mögulegri þátttöku Íslands á hátíðinni. Aðförin er hlaðvarpsþáttur um skipulagsmál. Umsjón með þættinum annast Magnea Guðmundsdóttir arkitekt og Birkir Ingibjartsson arkitekt. Kjarn­inn í sam­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­starfi við Storytel bíður þér að hlusta frítt á þús­undir hljóð­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­bóka í sím­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­anum þínum í 30 daga. Það eina sem þú þarft að gera er að skrá þig á www.­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­storyt­el.is/kjarn­inn og byrja að njóta. Storyt­el.is, þús­undir hljóð­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­bóka í sím­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­anum þín­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­um.

Lestin
Kvikmyndir um Útey, JFDR, loftslagsganga, Guðmundar- og Geirfinnsmálið

Lestin

Play Episode Listen Later Sep 6, 2018 57:00


Á morgun verður frumsýnd í Bíó Paradís norsk kvikmynd byggð á fjöldamorðunum í Útey þann 22. júlí 2011. Þetta er þó ekki eina leikna kvikmyndin um atburðina sem kemur út um þessar mundir, því breski leikstjórinn Paul Greengrass, frumsýnir mynd um fjöldamorðin á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum sem stendur nú yfir. Þóra Tómasdóttir, blaðamaður, tekur sér far með Lestinni í dag og ræðir um viðbrögð við þessum eldfimu kvikmyndum í norsku samfélagi. End­urupp­taka í Guðmund­ar- og Geirfinns­málinu verður tek­in fyr­ir í Hæsta­rétti í næstu viku. Málin heltóku íslenskt samfélag á áttunda áratugnum og hafa áhrif þess verið mikil og birtingarmyndur verið mýmargar í íslenskri menningu. Í fjórum pistlum í septembermánuði fjallar Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson um þetta alræmdasta sakamál Íslandssögunnar í skáldskap, og sem skáldskap. Rætt verður við tónlistarkonuna Jófríði Ákadóttur en hún kemur fram ásamt strengjasveit í Iðnó í kvöld í tilefni af útkomu EP-plötunnar, White Sun Live, Part I: Strings. Og Magnús Örn Sigurðsson flytur pistil í Lestinni í dag í tilefni af Loftslagsgöngunni sem fram fer í Reykjavík á laugardag. Umsjón: Kristján Guðjónsson og Eiríkur Guðmundsson

Fred Icelandic Channel » FRED Iceland Podcast

Andrea Segre skrifaði handritið og leikstýrði myndinni Io Sono Li, sem var frumsýnd á Fenyjadögum (Venice Days) á 68. Kvikmyndahátíðinni í Feneyjum árið 2011. Myndin... More The post Io Sono Li (2011) appeared first on Fred Icelandic Channel » FRED Iceland Podcast. Io Sono Li (2011) was first posted on May 8, 2015 at 8:49 pm.©2015 "Fred Icelandic Channel". Use of this feed is for personal non-commercial use only. If you are not reading this article in your feed reader, then the site is guilty of copyright infringement. Please contact me at radio@fred.fm

sono andrea segre myndin kvikmyndah feneyjum