POPULARITY
Undarlegur dauðdagi, hænur á Nýja Sjálandi, skoðannakönnun í Frakklandi og auðvitað smá Messi er meðal þess sem rætt er í þættinum.
Skólaganga, undarleg heimsmet og hvað er hægt að gera við reiðhjól er meðal þess sem er rætt í þættinum.
Ilmur Kristjánsdóttir leikkona skrifaði færslu á Facebook í gær sem vakti mikla athygli. Þar velti hún fyrir sér prófum í leshraða hjá skólabörnum og af hverju það sé verið að leggja áherslu á að börn lesi hratt. Hún segist hafa lagt áherslu á að börnin sín skilji það sem þau lesi, en að þessi hraðapróf hafi orðið til þess að þau misstu áhuga og sjálfstraust í lestrinum. Það er óhætt að segja að þessi færsla hafi vakið mikla athygli, því henni hefur verið deilt næstum þúsund sinnum og athugasemdirnar eru næstum fimm hundruð þar sem flestir þakka henni fyrir að vekja athygli á þessu og taka undir með henni. Ilmur kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá því sem hún vildi koma á framfæri og þeim viðbrögðum sem hún hefur fengið. Það er alþjóðlegur dagur breytingaskeiðs í dag og í tilefni hans töluðum við við Sigfríð Eik Arnardóttur næringarþerapisti um þetta mikilvæga skeið í lífi kvenna. Lengi vel var lítið rætt um breytingaskeiðið og lítið vitað um það og það lítið rannsakað. Nú síðustu ár hefur þetta breyst, umræðan er orðin meiri og fleiri rannsóknir hafa verið gerðar og það hefur t.d. kom í ljós í breskri rannsókn árið 2019 að um ein milljón kvenna á það á hættu að detta út af vinnumarkaði á miðjum aldri vegna kvilla tengdum breytingaskeiðinu. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur kom svo til okkar í veðurspjall. Veðrið er okkur Íslendingum yfirleitt ofarlega í huga og Elín Björk hefur einstakt lag á að útskýra og fræða okkur um hin ýmsu fyrirbrigði í veðrinu. Hún fræddi okkur í dag um skafrenning, sandfok, háarenning, lágarenning og flæðiþröskuld. Tónlist í þættinum: Haustið 75 / Sif Ragnhildardóttir (Valgeir Guðjónsson) Haustvísa / Anna Pálína Árnadóttir (Erna Tauro, Aðalsteinn Ásberg) Sara systir / Katla Margrét Þorgeirsdóttir (Ólafur Haukur Símonarson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Ilmur Kristjánsdóttir leikkona skrifaði færslu á Facebook í gær sem vakti mikla athygli. Þar velti hún fyrir sér prófum í leshraða hjá skólabörnum og af hverju það sé verið að leggja áherslu á að börn lesi hratt. Hún segist hafa lagt áherslu á að börnin sín skilji það sem þau lesi, en að þessi hraðapróf hafi orðið til þess að þau misstu áhuga og sjálfstraust í lestrinum. Það er óhætt að segja að þessi færsla hafi vakið mikla athygli, því henni hefur verið deilt næstum þúsund sinnum og athugasemdirnar eru næstum fimm hundruð þar sem flestir þakka henni fyrir að vekja athygli á þessu og taka undir með henni. Ilmur kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá því sem hún vildi koma á framfæri og þeim viðbrögðum sem hún hefur fengið. Það er alþjóðlegur dagur breytingaskeiðs í dag og í tilefni hans töluðum við við Sigfríð Eik Arnardóttur næringarþerapisti um þetta mikilvæga skeið í lífi kvenna. Lengi vel var lítið rætt um breytingaskeiðið og lítið vitað um það og það lítið rannsakað. Nú síðustu ár hefur þetta breyst, umræðan er orðin meiri og fleiri rannsóknir hafa verið gerðar og það hefur t.d. kom í ljós í breskri rannsókn árið 2019 að um ein milljón kvenna á það á hættu að detta út af vinnumarkaði á miðjum aldri vegna kvilla tengdum breytingaskeiðinu. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur kom svo til okkar í veðurspjall. Veðrið er okkur Íslendingum yfirleitt ofarlega í huga og Elín Björk hefur einstakt lag á að útskýra og fræða okkur um hin ýmsu fyrirbrigði í veðrinu. Hún fræddi okkur í dag um skafrenning, sandfok, háarenning, lágarenning og flæðiþröskuld. Tónlist í þættinum: Haustið 75 / Sif Ragnhildardóttir (Valgeir Guðjónsson) Haustvísa / Anna Pálína Árnadóttir (Erna Tauro, Aðalsteinn Ásberg) Sara systir / Katla Margrét Þorgeirsdóttir (Ólafur Haukur Símonarson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Kristín okkar Einarsdóttir fór á hrútasýningu á bænum Heydalsá í Strandabyggð og fylgdist með ráðunautnum Stellu Ellertsdóttur dæma hrúta og bændur fylgdust spenntir með. Þetta er einn þeirra viðburða í sveitum landsins þar sem fólki gefst tækifæri til að hittast og gleðjast yfir góðum árangri í sauðfjárrækt. Auk Stellu talaði Kristín við Barböru Guðbjartsdóttur, Viðar Guðmundsson, Magnús Sigurðsson, Ragnar Bragason, Þórey Ragnarsdóttur og Karl Björnsson. Þriðja þáttaröðin af Ófærð hófst á sunnudagskvöldið. Lögreglumaðurinn Andri er mættur aftur og enn reynir á hann að rannsaka dularfullt mannslát, þar sem koma við sögu vélhjólaklíka, sértrúarsöfnuður og eldra sakamál sem tengist Andra. Ólafur Darri Ólafsson leikur auðvitað Andra eins og áður og þarna eru fleiri góðkunningjar eins og Hinrika lögreglukona, sem Ilmur Kristjánsdóttir leikur, og fleiri. Fyrstu tvær þáttaraðirnar urðu gríðarlega vinsælar, ekki bara hér á landi heldur víða um heim. Við fengum Ólaf Darra í þáttinn í dag og hann sagði okkur frá þessu ferðalagi í Ófærð undanfarin sex ár, samferðarmanninum Andra og fleiru. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Kristín okkar Einarsdóttir fór á hrútasýningu á bænum Heydalsá í Strandabyggð og fylgdist með ráðunautnum Stellu Ellertsdóttur dæma hrúta og bændur fylgdust spenntir með. Þetta er einn þeirra viðburða í sveitum landsins þar sem fólki gefst tækifæri til að hittast og gleðjast yfir góðum árangri í sauðfjárrækt. Auk Stellu talaði Kristín við Barböru Guðbjartsdóttur, Viðar Guðmundsson, Magnús Sigurðsson, Ragnar Bragason, Þórey Ragnarsdóttur og Karl Björnsson. Þriðja þáttaröðin af Ófærð hófst á sunnudagskvöldið. Lögreglumaðurinn Andri er mættur aftur og enn reynir á hann að rannsaka dularfullt mannslát, þar sem koma við sögu vélhjólaklíka, sértrúarsöfnuður og eldra sakamál sem tengist Andra. Ólafur Darri Ólafsson leikur auðvitað Andra eins og áður og þarna eru fleiri góðkunningjar eins og Hinrika lögreglukona, sem Ilmur Kristjánsdóttir leikur, og fleiri. Fyrstu tvær þáttaraðirnar urðu gríðarlega vinsælar, ekki bara hér á landi heldur víða um heim. Við fengum Ólaf Darra í þáttinn í dag og hann sagði okkur frá þessu ferðalagi í Ófærð undanfarin sex ár, samferðarmanninum Andra og fleiru. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Ein ástsælasta leikkona okkar Íslendinga, Ilmur Kristjánsdóttir, kom til okkar. Hún var ákveðin þegar hún kom að fara ekki á trúnó - en við enduðum samt á trúnó. IG: helgijean & hjalmarorn110
Gestófíll: Ilmur Kristjánsdóttir Þeir frelsuðu unglinga á Vesturströnd Bandaríkjanna, þeir frelsuðu unglinga í Bangkok á Tælandi. Þeir frelsuðu unglinga í Austurbæ Reykjavíkur. Nirvana kom sá og sónikaði sig í gegn með sinni annarri plötu. Skiptir ekki máli hét hún í lauslegri þýðingu og þar með var tónn níunnar sleginn og hann var sleginn fast. Whatever. […]
Leikhúsin segja fjölbreyttar sögur þetta leikárið þó kófið skyggi á en leikaravalið þykir mörgum til tölulega einsleitt. Við höldum áfram umræðu um litróf leikhúsanna út frá pistli Aldísar Ömuh Hamilton leikkonu en í þetta sinn er það Magnús Geir Þórðarson, Þjóðleikhússtjóri sem mætir í hljóðstofu. Marie Kondo kenndi okkur að sleppa takinu á eigum okkar, The Home Edit kennir okkur að koma þeim fyrir svo það sé pláss fyrir meira. Raunveruleikaþættirnir Get Organized sem sýndir eru á Netflix eru nýjasta æðið í heimi tiltektar og þrifa en sumum þykir nóg um. Sjónvarpsgagnrýnandi Lestarinnar Katrín Guðmundsdóttir kynnir sér alsæluna sem fylgir vel skipulögðu heimili. Davíð Roach Gunnarsson rýnir í nýja plötu bandaríska tónlistarmannsins Sufjan Stevens, The Ascension eða Uppstigningin. Og við spjöllum við Gísla Darra Halldórsson um nýja tölvuteiknaða stuttmynd hans Já-fólkið sem hlaut áhorfendaverðlaun barna á norrænu stutt og heimidlamyndahátíðinni Nordisk Panorama á dögunum. Hópur stórleikara ljáir persónum myndarinnar raddir sínar, Jón Gnarr, Helga Braga, Siggi Sigurjóns, Ilmur Kristjánsdóttir, en eina orðið sem heyrist í myndinni er já.
Kvikmyndahátíðin RIFF verður sett í dag en hátíðin stendur til 4. október nk. Hátíðin verður með öðru sniði en vanalega, í ljósi aðstæðna, og við heyrðum í Maríu Ólafsdóttur hjá RIFF og fengum að vita allt um hvernig við getum notið fjölbreyttra kvikmynda næstu daga. Anna Sigríður Þráinsdóttir leit við í sitt vikulega málfarsspjall og þar var haustið í forgrunni. Þeim fjölgar stöðugt sem hafa farið í magaminnkunaraðgerðir, ekki síst magaermina svokölluðu. Eftirfylgni eftir slíkar aðgerðir er mikilvæg en sumstaðar, ekki síst úti á landi, getur verið erfiðara að fá faglega aðstoð. Nú hefur þverfaglegt teymi ákveðið að ráðast í þetta mikilvæga verkefni á Norðurlandi og koma af stað úrræði sem hægt er að leita í eftir slíkar aðgerðir. Andrea Waage einkaþjálfari er ein þeirra sem að þessu standa og hún var á línunni að norðan. Þrjátíu og fimm býli taka þátt í tilraunaverkefni um heimaslátrun þar sem markmiðið er að auðvelda bændum að slátra sauðfé heima til markaðssetningar þannig að uppfyllt sé regluverk um matvælaöryggi og dýravelferð. Hólmfríður Sveinsdóttir doktor í lífvísindum og næringarfræðingur stýrir verkefninu fyrir Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og við heyrðum í henni. Kópavogskrónika eftir Kamillu Einarsdóttur kom út fyrir tveimur árum og vakti mikla athygli. Nú hefur þessi skemmtilega og krassandi bók verið sett upp í leikhúsbúningi og langþráð frumsýning verksins í leikstjórn Silju Hauksdóttur er á morgun. Ilmur Kristjánsdóttir fer með aðalhlutverkið og hún og höfundurinn Kamilla kíktu til okkar í morgunkaffi. Tónlist: Angurværð - Ferðalangur. Greentea Peng - Hu Man. Ingó veðurguð - Takk fyrir mig. Arlo Parks - Black dog. Svavar Knútur og Helgi Júlíus - Haustlauf. Stefán Hilmarsson - Súkkulaði og sykur. Van Morrison - Moondance. Gashi - Mama (ft. Sting). Emilíana Torrini - Me and Armini. Auður - 2020 (ft. Valdimar Guðmundsson og Clubdub).
Kvikmyndahátíðin RIFF verður sett í dag en hátíðin stendur til 4. október nk. Hátíðin verður með öðru sniði en vanalega, í ljósi aðstæðna, og við heyrðum í Maríu Ólafsdóttur hjá RIFF og fengum að vita allt um hvernig við getum notið fjölbreyttra kvikmynda næstu daga. Anna Sigríður Þráinsdóttir leit við í sitt vikulega málfarsspjall og þar var haustið í forgrunni. Þeim fjölgar stöðugt sem hafa farið í magaminnkunaraðgerðir, ekki síst magaermina svokölluðu. Eftirfylgni eftir slíkar aðgerðir er mikilvæg en sumstaðar, ekki síst úti á landi, getur verið erfiðara að fá faglega aðstoð. Nú hefur þverfaglegt teymi ákveðið að ráðast í þetta mikilvæga verkefni á Norðurlandi og koma af stað úrræði sem hægt er að leita í eftir slíkar aðgerðir. Andrea Waage einkaþjálfari er ein þeirra sem að þessu standa og hún var á línunni að norðan. Þrjátíu og fimm býli taka þátt í tilraunaverkefni um heimaslátrun þar sem markmiðið er að auðvelda bændum að slátra sauðfé heima til markaðssetningar þannig að uppfyllt sé regluverk um matvælaöryggi og dýravelferð. Hólmfríður Sveinsdóttir doktor í lífvísindum og næringarfræðingur stýrir verkefninu fyrir Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og við heyrðum í henni. Kópavogskrónika eftir Kamillu Einarsdóttur kom út fyrir tveimur árum og vakti mikla athygli. Nú hefur þessi skemmtilega og krassandi bók verið sett upp í leikhúsbúningi og langþráð frumsýning verksins í leikstjórn Silju Hauksdóttur er á morgun. Ilmur Kristjánsdóttir fer með aðalhlutverkið og hún og höfundurinn Kamilla kíktu til okkar í morgunkaffi. Tónlist: Angurværð - Ferðalangur. Greentea Peng - Hu Man. Ingó veðurguð - Takk fyrir mig. Arlo Parks - Black dog. Svavar Knútur og Helgi Júlíus - Haustlauf. Stefán Hilmarsson - Súkkulaði og sykur. Van Morrison - Moondance. Gashi - Mama (ft. Sting). Emilíana Torrini - Me and Armini. Auður - 2020 (ft. Valdimar Guðmundsson og Clubdub).
S01E02 – Ilmur Kristjánsdóttir er ein af bestu leikkonum þjóðarinnar. Stelpurnar, Ástríður, Ófærð, stjórnmálin, leiklistarskólinn og hvar sannleikurinn liggur. Óvænt rant um Red Hot Chili Peppers í upphafi þáttar og að lokum hvernig leika skal manneskju sem sest á teiknibólu. – Fáðu 15% afslátt af öllum hljóðnemum í vefverslun Hljóðfærahússins með afsláttarkóðanum STVF og byrjaðu þitt eigið hlaðvarp.
Súrdeig, Ekvador, síðustu geirfuglarnir og mikið te og margt fleira kemur fyrir í þættinum.
Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Jón Ólaf Ísberg sagnfræðing um sögu veirufræðinnar og það hvernig forfeður okkar lærðu um það allra smæsta í lífríkinu, veirur og bakteríur. Farið verður í heimsókn í galtóma Þjóðarbókhlöðu en Handritasafn Landsbókasafnsins hvetur nú fólk til að skrásetja og halda utan um minningar og persónulegar heimildir um COVID-19 og senda safninu. Rætt verður við Braga Þorgrím Ólafsson sem er fagstjóri handritasafns Landsbókasafnsins. Hermann Stefánsson rithöfundur fjallar í dag að gefnu tilefni um skáldsöguna Pláguna eftir franska rithöfundinn Albert Camus. Bókin kom út árið 1947 og segir frá farsótt sem leggst á alsírsku borgina Oran snemma á síðustu öld, fjallar um það hvernig samfélag glímir við farsóttir, segir frá hugrekki einstaklinga, ofsatrú, uppgjöf, múgæsingu og endurlausn. Og hlustendur fá að heyra ljóð fyrir þjóð, Ilmur Kristjánsdóttir les Sólstöðuþulu eftir Ólöfu Sigurðardóttur frá Hlöðum. Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson
Gestir Lestarklefans eru Ilmur Kristjánsdóttir, Margrét Áskelsdóttir og Þorsteinn Surmeli. Rætt er um leiksýninguna Teenage Songbook of Love and Sex, sýninguna Þögult vor í Hafnarborg og kvikmyndina Jojo Rabbit. Umsjón hefur Davíð Kjartan Gestsson.
Gestir Lestarklefans eru Ilmur Kristjánsdóttir, Margrét Áskelsdóttir og Þorsteinn Surmeli. Rætt er um leiksýninguna Teenage Songbook of Love and Sex, sýninguna Þögult vor í Hafnarborg og kvikmyndina Jojo Rabbit. Umsjón hefur Davíð Kjartan Gestsson.
Mæðgur berjast í Hljómboxinu í dag. Áslaug Guðrúnardóttir og Lana Sóley Magnúsdóttir keppa á móti Ilmi Kristjánsdóttur og Auði Aradóttur. Æsispennandi keppni í dag. Alla þætti Hljómboxins má finna á Krakkaruv.is og í KrakkaRÚV appinu. Kveikið á kuðungi og keppið með okkur í hlustun. Umsjón: Sigyn Blöndal Framleiðsla og spurningahöfundar: Sigyn Blöndal og Sindri Bergmann Þórarinsson Hugmynd: Sindri Bergmann Þórarinsson Leikarar: Hera Ólafsdóttir, Karl Pálsson og Rúnar Freyr Gíslason Hljóðvinnsla: Einar Sigurðsson Keppendur: Áslaug Guðrúnardóttir Lana Sóley Magnúsdóttir Ilmur Kristjánsdóttir Auður Aradóttir
Ilmi Kristjánsdóttur er margt til lista lagt. Gríðarlega hæfileikarík leikkona og handritshöfundur og lætur auk þess til sín taka í þjóð- og velferðarmálum. Það er engin ófærð þegar Ilmur tekur að sér hlutina. Við hvetjum hlustendur til að læka og sub´skræba Podcaststöðina í hlaðvarpsforritum og á Facebook og Instagram (ZuckerbergsMiðlarnir).
Leikararnir og vinirnir Ilmur Kristjánsdóttir og Ólafur Darri Ólafsson rifja upp þegar þau kynntust, þau ræða listagyðjuna, vináttuna og samstarfið í Ófærð . Önnur sería Ófærðar er núna í sýningu í sjónvarpinu og þau segja frá hvernig þeim líður að hitta aftur þessa tvo karaktera, Andra og Hinriku sem þeim er farið að þykja vænt um.
País Islandia Dirección Dagur Kári Guion Dagur Kári Fotografía Rasmus Videbæk Reparto Gunnar Jónsson, Ilmur Kristjánsdóttir, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Sigurjón Kjartansson, Arnar Jónsson, Franziska Una Dagsdóttir, Sigurður Karlsson Sinopsis A sus 43 años, Fúsi es un inadaptado, con sobrepeso, que nunca tuvo novia y cuyo único interés son las batallas de la Segunda Guerra Mundial, que reproduce en miniatura en el apartamento en el que vive con su madre. Un día recibe un cupón para acudir a una escuela de baile, donde conoce a Sjöfn, una mujer solitaria, como él, y con profundas heridas psicológicas.
Tvær af ástsælustu leikkonum íslensku þjóðarinnar komu í morgunkaffi þennan laugardaginn, þær Unnur Ösp Stefánsdóttir og Ilmur Kristjánsdóttir. Ræddum leiklist, fjölskyldulíf, sjónvarpsseríurnar Fanga og Ófærð og ýmislegt fleira. Svo leit Bubbi Morthens við með gítarinn og sagði okkur frá nýju ljóðabókinni sinni og minntist Kim Larsen. Barnahornið var á sínum stað sem og söngleikjalagið og pínu Hruns-upprifjun en á þessum degi eru nákvæmlega 10 ár síðan Geir Haarde þáverandi forsætisráðherra bað Guð að blessa Ísland.
Tvær af ástsælustu leikkonum íslensku þjóðarinnar komu í morgunkaffi þennan laugardaginn, þær Unnur Ösp Stefánsdóttir og Ilmur Kristjánsdóttir. Ræddum leiklist, fjölskyldulíf, sjónvarpsseríurnar Fanga og Ófærð og ýmislegt fleira. Svo leit Bubbi Morthens við með gítarinn og sagði okkur frá nýju ljóðabókinni sinni og minntist Kim Larsen. Barnahornið var á sínum stað sem og söngleikjalagið og pínu Hruns-upprifjun en á þessum degi eru nákvæmlega 10 ár síðan Geir Haarde þáverandi forsætisráðherra bað Guð að blessa Ísland.
Frumvarp til nýrra umferðalaga liggur nú fyrir og býðst fólki að senda inn athugasemdir vegna þeirra. Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri strætó er einn þeirra sem hefur sent inn athugasemdir vegna frumvarpsins en hann segir að ef komi að þessum nýju breytingum verði strætó bannað að keyra á götum með 90 km hraða. Það myndi t.d þýða að strætó gæti ekki sinnt Kjalarnesinu eins og gert hefur verið. Við heyrðum í Jóhannesi. Reykjavíkurmaraþonið fer fram um helgina og því miður gerist það stundum að hlauparar þjálfa sig ekki nægjanlega vel, eða nærast ekki rétt, og örmagnast. Trausti Valdimarsson, læknir og hlaupari, sem er að hlaupa sitt 80. maraþon, kom til okkar og fór yfir þetta með okkur. Poppdrottningin Madonna varð sextug í gær en það þarf ekki að fara mörgum orðum um áhrif hennar á tónlistarheiminn um áratugaskeið. Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndaframleiðandi, kom til okkar en hann, ásamt fleirum, gerði fræga heimildarmynd um Madonnu, Truth or Dare, árið 1991 og vann líka náið með Madonnu í öðrum verkefnum. Í fréttir vikunnar að þessu sinni komu Ilmur Kristjánsdóttir leikkona og Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu. Freyr Gígja Gunnarsson heimsótti okkur í dag líkt og alla föstudaga og fór yfir það helsta úr heimi ríka og fræga fólksins. Tónlist: Madonna - Live to tell. Megas og senuþjófarnir - Lengi skal manninn reyna. The Cure - Friday I'm in love. Moses Hightower - Bílalest út úr bænum. Coldplay - In my place. Emilíana Torrini - Me and Armini. Lenny Kravitz - Low. Aretha Franklin - (You make me feel like) A natural woman. Grýlurnar - Sísí.
Atrapados: Temporada 1, Capitulo 10 Director:Baltasar Kormákur Reparto:Ólafur Darri Ólafsson,Hans Tórgarð,Ilmur Kristjánsdóttir,Ingvar Eggert Sigurðsson Sinopsis Después de una búsqueda traumática y agotadora, Andri comienza a atar cabos en torno al asesinato que puso patas arriba los cimientos del pueblo.
Atrapados: Temporada 1, Capitulo 9 Director:Baltasar Kormákur Reparto:Ólafur Darri Ólafsson,Hans Tórgarð,Ilmur Kristjánsdóttir,Ingvar Eggert Sigurðsson Sinopsis Tras encontrar la llave del candado del cobertizo de Hrafn, Andri consigue una pista definitiva sobre la identidad del asesino, pero no es lo que él esperaba. El descubrimiento coge por sorpresa a los habitantes y Andri afronta decisiones complicadas.
Atrapados: Temporada 1, Capitulo 8 Director:Baltasar Kormákur Reparto:Ólafur Darri Ólafsson,Hans Tórgarð,Ilmur Kristjánsdóttir,Ingvar Eggert Sigurðsson Sinopsis El capitán Carlsen accede a colaborar con la policía y es interrogado. En el ferri, todo apunta a que un miembro de la tripulación esconde algo.
Atrapados: Temporada 1, Capitulo 7 Director:Baltasar Kormákur Reparto:Ólafur Darri Ólafsson,Hans Tórgarð,Ilmur Kristjánsdóttir,Ingvar Eggert Sigurðsson Sinopsis El tiempo por fin empieza a mejorar y el equipo de investigación de Reikiavik llega al pueblo para ayudar a Andri e interrogar a Sigurður. Pero los métodos del jefe de policía no convencen a Andri y hacen mella en el acusado.
Atrapados: Temporada 1, Capitulo 6 Director:Baltasar Kormákur Reparto:Ólafur Darri Ólafsson,Hans Tórgarð,Ilmur Kristjánsdóttir,Ingvar Eggert Sigurðsson Sinopsis Ante la intranquilidad generalizada, los habitantes del pueblo se reúnen en la iglesia y reclaman respuestas. Andri se encuentra con la tarea de hablar con ellos y decirles la verdad.
Atrapados: Temporada 1, Capitulo 5 Director:Baltasar Kormákur Reparto:Ólafur Darri Ólafsson,Hans Tórgarð,Ilmur Kristjánsdóttir,Ingvar Eggert Sigurðsson Sinopsis La avalancha ha provocado un apagón general. Sumidos en la oscuridad, los habitantes de la población están ansiosos y tienen miedo. Mientras tanto, el alcalde recibe una visita sorpresa.
Atrapados: Temporada 1, Capitulo 4 Director:Baltasar Kormákur Reparto:Ólafur Darri Ólafsson,Hans Tórgarð,Ilmur Kristjánsdóttir,Ingvar Eggert Sigurðsson Sinopsis Con el asesinato aún sin resolver, la incertidumbre crece entre los habitantes y los turistas. La lista de sospechosos aumenta y la amenaza de una avalancha lo complica todo
Atrapados: Temporada 1, Capitulo 3 Director:Baltasar Kormákur Reparto:Ólafur Darri Ólafsson,Hans Tórgarð,Ilmur Kristjánsdóttir,Ingvar Eggert Sigurðsson Sinopsis El pueblo sigue sin poder recibir ayuda de fuera y la policía local ha perdido el cuerpo de la víctima y el único sospechoso que tenían. Incapaz de probar sus sospechas del capitán del ferri, Andri se centra en una nueva pista a raíz de que la gente comparta fotos del torso en la red.
País Islandia Dirección Baltasar Kormákur (Creator), Baltasar Kormákur, Óskar Thór Axelsson, Baldvin Zophoníasson, Börkur Sigþórsson Guion Baltasar Kormákur, Ólafur Egilsson, Jóhann Ævar Grímsson, Clive Bradley, Sigurjón Kjartansson, Sonia Moyersoen, Klaus Zimmermann Música Hildur Guðnadóttir, Rutger Hoedemaekers, Jóhann Jóhannsson Fotografía Bergsteinn Björgúlfsson Reparto Ólafur Darri Ólafsson, Ilmur Kristjánsdóttir, Ingvar Eggert Sigurðsson, Lilja Nótt Þórarinsdóttir, Hans Tórgarð, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Jóel Sæmundsson, Nína Dögg Filippusdóttir, Baltasar Breki Samper, Bjarne Henriksen, Þorstein Bachmann, Pálmi Gestsson, Björn Hlynur Haraldsson, Þorsteinn Gunnarsson, Hanna María Karlsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Jóhann Sigurðarson, Magnús Ragnarsson, Kristján Franklin Magnúss, Eysteinn Sigurðarson, Rúnar Freyr Gíslason, Sigurður Karlsson, Arnar Jónsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Guðrún Gísladóttir, Sigurður Skúlason, Halldóra Geirharðsdóttir Sinopsis Serie de TV de 10 episodios (2015). Un ferry con trescientos pasajeros procedente de Dinamarca atraca en el puerto de un pequeño pueblo islandés cuando arrecia en la zona una fuerte tormenta de nieve. El barco no puede abandonar el puerto hasta que pase la tormenta y las principales carreteras están intransitables. Un cuerpo mutilado y sin identificar aparece en el agua, asesinado hace tan sólo unas horas. El jefe de la policía local, Andri Olafssun, cuya vida privada se está desmoronando, se percata de que el asesino ha desembarcado en su pueblo. Mientras los rumores se propagan, la tranquilidad se convierte en caos y tanto los pasajeros del ferry como los habitantes del pueblo entienden que todos son posibles sospechosos y que hay un asesino atrapado entre ellos.