Lestin

Follow Lestin
Share on
Copy link to clipboard

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og nú og speglar frá degi til dags alla virka daga kl. 17.03.

RÚV


    • Nov 20, 2025 LATEST EPISODE
    • weekdays NEW EPISODES
    • 54m AVG DURATION
    • 2,218 EPISODES


    More podcasts from RÚV

    Search for episodes from Lestin with a specific topic:

    Latest episodes from Lestin

    Alda Music og Rás 2 í gervigreindarstorminum, Tár úr steini

    Play Episode Listen Later Nov 20, 2025 53:59


    Í lok október var tilkynnt að Universal Music Group hefði fallið frá lögsókn sinn gegn gervigreindarfyrirtækinu Udio sem hefur haldið úti einu vinsælasta spunagreindarforritinu á sviði tónlistar. Um leið og málið var látið niður falla tilkynntu fyrirtækin tvö að þau ætluðu í samstarf. Á næsta ári mun koma út forrit þar sem notendur geta búið til gervigreindartónlist, en tónlistin sem notuð til að kenna gervigreindinni verður ekki illa fengin, heldur notuð með leyfi rétthafanna og þeir munu þá fá hluta af ágóðanum. Íslenska útgáfufyrirtækið Alda Music er hluti af Universal Music Group og við spyrjum framkvæmdastjórann, Sölva Blöndal, um það hvort íslensk tónlist yrði hluti af þessu verkefni. Nú á dögunum fór inn á spilunarlista Rásar 2 lag sem var samið með spunagreind. Við ræðum við Matthías Már Magnússon, dagskrárstjóra, um áskoranirnar sem útvarpsstöðvar standa frammi fyrir á tímum gervigreindartónlistar. Svo ræðum við við leikstjóran Hilmar Oddsson um kvikmyndina Tár úr steini sem verður sýnd í Bíó Paradís um helgina. Myndin fjallar um Jón Leifs, tónskáld, og líf hans með Annie Leifs, dætrum þeirra Snót og Líf, á tímum nasismans í Þýskalandi.

    Gervigreindartónlist á vinsældarlistum, Stólafyrirtækið, andlitsmálaður afi

    Play Episode Listen Later Nov 19, 2025 55:32


    Flest fólk er hætt að greina á milli gervigreindarsmíðaðrar og manngerðrar tónlistar. Gervigreindarlög klýfa stöðugt hærra upp vinsældalista og gervilistamenn fá samninga við stór plötufyrirtæki. Við skoðum nokkur af þeim gervigreindarlögum sem hafa náð hátt á vinsældalista í Evrópu og Ameríku undanfarið. Við rýnum í gamantryllinn The Chair Company frá HBO. Það er grínistinn Tim Robinson sem skrifar þættina og leikur aðalhlutverkið, mann sem fer í örvæntingarfulla leit að aðstandendum dularfulls stólafyrirtækis sem ber ábyrgð á vandræðalegu stólaslysi sem hann lenti í. Brynja Hjálmsdóttir segir frá. Að lokum hittum við myndlistarkonuna Kristínu Helgu Ríkharðsdóttur á Gerðarsafni, hún er í hópi listamanna sem taka þátt í sýningunni Skúlptúr skúlptúr performans. Hennar verk á sýningunni eru ljósmyndir af afa hennar Boga, sem hún andlitsmálaði, í anda þeirrar andlitsmálningar sem er í boði fyrir börn á 17. júní.

    Rosalia krufin til mergjar, groddalegur Larfur Lauks

    Play Episode Listen Later Nov 18, 2025 54:27


    Á dögunum kom út fjórða breiðskífa spænsku tónlistarkonunnar Rosalia. 14 tungumál, sinfóníuhljómsveit, tólftu aldar nunna, óperusöngur, flamengó og Björk koma öll við sögu. Með plötunni LUX er Rosalia að stimpla sig rækilega inn sem einhvern merkilegasta popptónlistarmann samtímans. Friðrik Margrétar Guðmundsson mætir í Lestina til að kryfja til mergjar versta lag plötunnar (að mati Friðriks), fyrstu smáskífuna, Berghain. Við flettum svo í glænýrri íslenskri myndasögu, Larfur Lauks: lifandi og deyandi í Reykjavík. Myndasagan rekur ævintýri Larfs og vinahóps hans, sem er fjölskrúðugur hópur furðufugla og djammara. Einn þeirra er brauðsneið, enn er skjaldbaka sem selur hass og spilar Counter strike, sá þriðji missir óvart typpið í skyndikynnum á klósettinu á skemmtistað. Mennirnir á bakvið söguna eru teiknarinn og myndlistarmaðurinn Björn Heimir Önundarson og Tumi Björnsson, sem hefur gert garðinn frægan með myndböndum og stuttmyndum undir merkjum Kaupa Dót.

    Gagnrýni á gagnrýni (endurfluttur þáttur)

    Play Episode Listen Later Nov 17, 2025 57:49


    Við endurflytjum pallborðsumræður frá því í byrjun september um gagnrýni. Listgagnrýni hefur verið mikilvægur þáttur í menningarumræðunni svo öldum skiptir. En fjölmiðlalandslagið, umræðuvettvangurinn og menningin öll hefur breyst mikið á 21. öldinni. Internetið og samfélagsmiðlar áttu að lýðræðisvæða menningarumræðuna, en eru kannski að ganga að henni dauðri. Á pallborðið mættu þrír gestir sem hafa allir setið beggja vegna borðsins, verið gagnrýndir og starfað sem gagnrýnendur: Atli Bollason, Auður Jónsdóttir og Magnús Jochum Pálsson.

    Grínþættirnir Vesen, Bugonia, fídbakk á Airwaves

    Play Episode Listen Later Nov 13, 2025 53:31


    Misheppnaði helgarpabbinn Hrólfur er viðfangsefni nýrra íslenskra grínþátta, Vesen, á Sjónvarpi Símans. Mið-íslenska landsliðið í gríni er í aukahlutverkum en það er Jóhann Alfreð túlkar Hrólf. Leikstjóri þáttanna og handritshöfundar heimsækja Lestina, þau Gaukur Úlfarsson og Anna Hafþórsdóttir. Bugonia nefnist nýjasta kvikmynd gríska leikstjórans Yorgos Lanthimos, sem hefur áður vakið athygli fyrir skringimyndar sínar eins og The Favorite, Poor things, The Lobster og Dogtooth. Emma Stone, Jesse Plemons og Aiden Delbis eru í burðarhlutverkum í þessari mynd sem fjallar um sannfærða samsæriskenningasmiði sem ræna forstjóra stórfyrirtækis, sem þeir telja vera geimveru í dulargervi. Við bindum svo lokahnútinn á Iceland Airwaves umfjöllun Lestarinnar þetta árið með pistli frá þáttakanda í Fídbakk, tónlistarpennaverkefni Tónlistarmiðstöðvar og Reykjavík Grapevine. Francis Laufkvist Kristinsbur segir frá sinni upplifun af hátíðinni í ár.

    Borgartún Snorra Helgasonar, Fjölskyldusaga, ekki slá í gegn!

    Play Episode Listen Later Nov 12, 2025 54:45


    Snorri Helgason veltir fyrir sér fólkinu sem lifir og starfar í Borgartúni á nýútkominni samnefndri plötu. Á tímapunkti sá hann lögin fyrir sér sem söngleikjalög, Borgartún: The Musical. Og hvað finnst Snorra um fólkið á íslenska Wall Street? Fríða Þorkelsdóttir gaf út pínulitla bók í sumar sem heitir Fjölskyldusaga, bókin er nógu smá til að passa í lófa. Kristján Guðjónsson hitti hana í sumar og var viðtalið fyrst flutt í Tengivagninum. Atli Bollason bindur hnút á pistlaröðina sína Ekki slá í gegn! Hvað snýst list og listsköpun um? Listin sem Atli sækir í gerir kröfu um að áhorfandinn staldri við.

    Z-kynslóðin mótmælir, Marmarabörn

    Play Episode Listen Later Nov 11, 2025 55:42


    Undanfarnar vikur hafa verið mótmæli nokkuð víða um heim sem hafa steypt nokkrum þjóðarleiðtogum eða allavega hrist upp í og ógnað valdakerfi sinna landa, mótmæli sem eru drifin áfram af ungu fólki og hafa þess vegna verið kölluð Z kynslóðar mótmælin. Ástæðurnar eru ólíkar og staðbundnar en mótmælin eiga ýmislegt sameiginlegt í Nepal, Marokkó, Madagascar, Perú og víðar. Dischord, rapptónlist og japönsk anime-sería koma meðal annars við sögu í yfirferð okkar um mótmæli Z-kynslóðarinnar. Við spjöllum við tvo meðlimi sviðslistahópsins Marmarabörn (eða Marble Crowd) um dans, Árið án sumars, samsköpun og hvað þeim finnst mest spennandi í leikhúsi.

    Iceland Airwaves og tvíhleypa á Reykjavík Dance Festival

    Play Episode Listen Later Nov 10, 2025 55:46


    Tónlistarblaðamenn Lestarinnar lögðu leið sína á Airwaves um nýliðna helgi. Katrín Helga Ólafsdóttir hefur þáttinn á pistli sínum um hátíðina. Davíð Roach fer því næst yfir sína hápunkta í samtali, að hans mati stóð hljómsveitin Mermaid Chunky upp úr. Á miðvikudag hefst svo næsta hátíð, danshátíðin Reykjavík Dance Festival. Þau Bertine og Leevi útskrifuðust af alþjóðlegu samtímadansbrautinni í Listaháskólanum í vor og sýna útskriftaverkin sín í tvíhleypu á Dansverkstæðinu á hátíðinni.

    Digital Ísland, Víkin, Felix og Klara

    Play Episode Listen Later Nov 6, 2025 55:38


    Hver er munurinn á því að gera rapp og danstónlist? Þórir Már (mistersir), Arnar Ingi (Young Nazareth) og Tatjana Dís (ex.girls) eru hljómsveitin Digital Ísland. Þau troða upp á Lemmy á laugardaginn á Iceland Airwaves sem hefst í dag. Kolbeinn Rastrick fór á Víkina í bíó, en það er nýr íslenskur spennutryllir í leikstjórn Braga Þórs Hinrikssonar. Og Brynja Hjálmsdóttir fer í saumana á þáttunum Felix og Klara sem eru sýndir í Ríkissjónvarpinu.

    Ár með Trump: Íslendingar í Ameríku, Haukur Már og Staðreyndirnar

    Play Episode Listen Later Nov 5, 2025 54:39


    Við tökum stöðuna á Íslendingum sem búsettir eru í Bandaríkjunum og spyrjum þá hvað hefur breyst síðan Trump var kjörinn? Að hvað miklu leiti finna þau breytingar á eigin skinni? Hvaða áhrif hefur þetta haft á nærumhverfi þeirra? Svo ræðum við við rithöfundinn og heimspekingin Hauk Má Helgason um nýútkomina bók hans Staðreyndirnar. Upplýsingaóreiða og vitvélar koma við sögu í skáldsögu sem fjallar um flokksgæðingin Stein, sem hefur fengið vinnu á nýrri stofnun, Upplýsingastofu, sem hefur það hlutverk að þróa opinberan staðreyndagrunn sem á að vera aðalvopn stjórnvalda í baráttunni gegn upplýsingaóreiðu.

    Umhverfisvernd án Gretu, Sell-out list, Dead Air

    Play Episode Listen Later Nov 4, 2025 56:10


    Hvaða áhrif hefur það á umhverfisbaráttuna að Greta Thunberg beini sjónum sínum frekar í aðrar áttir, og hvaða áhrif hefur endurkjör Donalds Trump á stöðuna í málaflokknum. Við pælum í umhverfispólitík með Þorgerði Maríu Þorbjarnardóttur, formanni Landverndar. Atli Bollason flytur okkur pistil þar sem hann veltir fyrir sér hugtakinu Sell-out sem þótti mikið skammaryrði í listakreðsum á árum áður. Atli vill að fleiri listamenn hundsi kröfuna um að slá í gegn. Er hægt að halda í látna ástvini með því að gera gervigreindarklón af þeim? Í einleiknum Dead Air, sem Álfrún Rós Gísladóttir sýndi á Edinburgh Fringe hátíðinni og verður sett upp í Tjarnarbíó um helgina, tekst hún á við sorgina að missa pabba sinn. Við ræðum dauðann og gervigreindarspjallmenni við Álfrúnu

    Bergmál fasismans

    Play Episode Listen Later Nov 3, 2025 56:04


    Við í Lestinni erum að velta fyrir okkur stöðu lýðræðisins á Vesturlöndum. Það eru ýmsar blikur á lofti. Leiðtogar sem tala gegn og grafa undan ýmsum stofnunum hefðbundins frjálslynds lýðræðis eiga upp á pallborðið í dag, bæði í Evrópu og auðvitað Bandaríkjunum. Gestur þáttarins er Valur Ingimyndarson, prófessor í sagnfræði. Hann þekkir vel til sögu fasismans, nasismans og þeirrar valdboðshyggju sem varð til fyrir um hundrað árum. Við ætlum að pæla í stöðunni í dag og spegla í sögunni. Er fasisminn að snúa aftur? Hvað er eiginlega fasismi? Er þetta gamla hugtak kannski bara fyrir okkur þegar við reynum að skilja and-lýðræðislega strauma og valdboðshyggju í stjórnmálum nútímans.

    Kumbiavík, Geese, 30 ára Rokkland

    Play Episode Listen Later Oct 30, 2025 55:02


    Raphael úr hljómsveitinni La Dimension mætir og segir okkur frá suðuramerískri cumbia-tónlist og hátíðarhöldum á degi hinna dauðu. Við hringjum á Akranes í útvarpsmanninn Óla Palla og heyrum um afmælisbarn mánaðarins, Rokkland, sem fagnar 30 árum. Davíð Roach Gunnarsson segir frá bjargvættum indírokksins, Geese, og nýjustu plötu þeirra Getting killed.

    MC Myasnoi, Rakel, Ekki slá í gegn!

    Play Episode Listen Later Oct 29, 2025 60:34


    Það verður tónlistarfókus í Lestinni þennan miðvikudaginn. Orðið Myasnoi þýðir kjöt á rússnesku. Þegar Yulia var 14 ára ákvað hún að þetta væri fullkomið hljómsveitarnafn. Seinna flutti hún til Íslands og byrjaði að gera tónlist með reykvísku listafólki. Nú er MC Myasnoi ein virkasta og hættulegasta sveitin í grasrótarsenunni. Sex af sjö meðlimum sveitarinnar koma í kaotískt viðtal. Rakel Sigurðardóttir gaf nýlega út sína fyrstu plötu, A place to be - en staðurinn sem titillinn vísar í eru æskuslóðir hennar Stað í Hrútafirði. Lóa spjallar við tónlistarkonuna. Og svo flytur Atli Bollason okkur annað innslag í pistlaröðinni Ekki slá í gegn.

    Gréta Kristín leikstjóri, Bræðralag Satúrnusar

    Play Episode Listen Later Oct 28, 2025 54:50


    Gréta Kristín Ómarsdóttir, leikstjóri og dósent í Listaháskóla Íslands, ræðir sviðslistir, samsköpun, bakslagið og verkið Skammarþríhyrninginn sem nú er á fjölum Borgarleikhússins. Og hvernig 1 plús 1 verður 3. Við byrjum á sama stað og vanalega, hvaða sviðslistaverk hreyfði síðast við þér. Þórður Ingi Jónsson er með pistil í tilefni Hrekkjavökunnar, hann hefur verið að sökkva sér ofan söguna um dularfullt leynifélag, Bræðralag Satúrnusar, Fraternas Saturni, sem hafði nokkur áhrif í Þýskalandi á millistríðsárunum.

    Leigumarkaðurinn, Sentimental Value eftir Joachim Trier

    Play Episode Listen Later Oct 27, 2025 55:04


    Við rifjum upp hluta þáttar sem við gerðum í október 2023 sem fjallaði um stöðuna á leigumarkaði. Hvers vegna er svona erfitt að óska eftir meðleigjanda? var sennilega rannsóknarspurningin. Hvers vegna er það talið betra að eiga en að leigja á Íslandi og af hverju er það þannig? Við berum saman stöðu íslendinga og aðfluttra á leigumarkaðnum og ræðum við sérfræðinga. Og svo förum við inn í nútímann, er þetta jafn slæm staða, betri eða verri en fyrir tveimur árum? Við ræðum við Jónas Atla Gunnarsson hagfræðing hjá HMS. Kolbeinn Rastrick hefur þó leika á rýni í nýjustu mynd norska leikstjórans Joachim Trier, Sentimental Value.

    Dracula með Tame Impala, Er kvennaverkfall tímaskekkja?

    Play Episode Listen Later Oct 23, 2025 55:30


    Á tveggja vikna fresti kryfjum við popplag með Friðriki Margrétar Guðmundssyni, tónskáldi og tónlistarmanni. Að þessu sinni er það hrekkjavökuslagarinn Dracula með áströlsku sýrupoppsveitinni Tame Impala. Á morgun fer fram kvennaverkfall. Nokkrar konur hafa stigið fram undanfarna daga og gagnrýnt framtakið. Við fáum nokkrar konur til að velta fyrir sér tilganginum með kvennaverkfalli árið 2025.

    Myndlist Mouhameds Lo, Reykjavík Fusion, Taormina

    Play Episode Listen Later Oct 22, 2025 54:34


    Á morgun opnar myndlistarsýningin Tveir heimar í Iðu Zimsen. Þar verða sýnd verk sem Mouhamed hefur unnið að undanfarin 5 ár. Hann kemur frá Mauritaníu og hefur búið á Íslandi síðan 2010/11. Við ræðum við Mouhamed Lo og Láru Jónu Þorsteinsdóttur. Brynja Hjálmsdóttir, sjónvarpsrýnir Lestarinnar, rýnir í nýja íslenska sjónvarpsþætti sem koma úr smiðju Birkis Blæs Ingólfssonar og Harðar Rúnarssonar. Að lokum fáum við pistil frá Atla Bollasyni sem er með hugann við ferðamannastaðinn Taormina á Sikiley.

    Ljóðabækur á kvittun, Ragnar Bragason um Felix og Klöru

    Play Episode Listen Later Oct 21, 2025 57:02


    Ragnar Bragason heimsækir Lestina og spjallar um sjónvarpsþættina Felix og Klara sem eru sýndir á RÚV um þessar mundir. Jón Gnarr og Edda Björgvinsdóttir leika eldri hjón sem flytja í þjónustuíbúð fyrir aldraða. Við ræðum um óþolandi aðalpersónur, transendentalíska kvikmyndagerð og besta öldrunargervi í sjónvarpssögunni. Svo heyrum við um gjörninginn Viltu kvittun? þar sem skáldin Elín Edda og Guðrún Brjánsdóttir prenta ljóðabækur sínar, Gakk og Tími til neins, á pappírsrúllur sem eru yfirleitt notaðar fyrir kvittanir.

    rv gu edda svo gnarr brj edda bj ragnar bragason lestina
    Lækkandi fæðingartíðni, State of the Art rýni

    Play Episode Listen Later Oct 20, 2025 55:59


    Lækkandi fæðingartíðni er reglulega í umræðunni þessa dagana, bæði hér á Íslandi og reyndar víða erlendis, og er að verða eitt af stóru menningarpólitísku deilumálunum í samtímanum. Prónatalismi, eða fólksfjölgunarhyggja, er orðin að stjórnmálalegu afli í Bandaríkjunum með Elon Musk, JD Vance og fleiri sem leggja áherslu á að bandarikjamenn eignist fleiri börn. Stjórnvöld í Ungverjalandi hafa orðið að leiðarljósi fólksfjölgunarsinna víðar með stefnum sem hampa barnmörgum hefðbundnum fjölskyldum. Í síðustu viku hér í Lestinni talaði varaformaður Miðflokksins um vonleysi og deyfð sem einkenndi Íslendinga í dag og hefði þau áhrif að þeir fjölguðu sér ekki. Við ræðum þessi mál við Sunnu Kristínu Símonardóttur, lektor í Háskólanum á Akureyri sem hefur rannsakað lækkandi fæðingartíðni og ástæður hennar. Katrín Helga Ólafsdóttir fór fyrir hönd Lestarinnar á listahátíðina State of the Art. Við fáum umfjöllun frá henni um hátíðina.

    D'Angelo minnst, Elvar, Ryksugudraugurinn

    Play Episode Listen Later Oct 16, 2025 55:34


    Steingrímur Teague er í hópi aðdáenda sem nú syrgja merkan listamann. D'Angelo féll frá í vikunni eftir baráttu við krabbamein aðeins 51 árs að aldri, en áhrif hans eru ómæld. Við ræðum við tónlistarmanninn Elvar sem átt eitt laga sumarsins, Miklu betri einn. Hann er í listakollektívunni flysouth og vinnur nú að sinni annari plötu í samstarfi við Loga Pedro. Kolbeinn Rastrick rýnir í taílensku kvikmyndina A Useful Ghost eða Ryksugudraugurinn sem nú er í sýningu í Bíó Paradís.

    Snorri Másson og leikhús grimmdarinnar

    Play Episode Listen Later Oct 15, 2025 57:38


    Í Lestinni undanfarna mánuði höfum verið að reyna að átta okkur á pólitískum breytingum á hægri væng stjórnmálanna bæði í Bandaríkjunum og hér á Íslandi. Nýja hægrinu svokallaða - sem leggur minni áherslu á frjálsan markað og meiri áherslu á íhaldssöm gildi. Hér á landi er mest áberandi andlit þessa nýja hægris líklega Snorri Másson, fyrrum blaðamaður, hlaðvarpari, og nýkjörinn varaformaður Miðflokksins. Við spjöllum við Snorra um þessa meintu íhaldsbylgju Z-kynslóðarinnar og hvernig hægristjórnmál líta út árið 2025. Leikhúsið og tvívera þess eftir Antonin Artaud kemur út á morgun í íslenskri þýðingu Trausta Ólafssonar. Við spjöllum við Trausta um leikhús grimmdarinnar - leikhús sem hefur þó ekkert með ofbeldi að gera.

    Endalok amerísks lýðræðis? Paradís amatörsins, Big Lebowski

    Play Episode Listen Later Oct 14, 2025 56:29


    Á næsta ári fagna Bandaríkjamenn því að 250 ár eru frá því að lýðveldi þeirra var stofnað. Margir sérfræðingar segja þó að staða réttarríkisins og lýðræðisins í þessu valdamesta lýðræðisríkis sögunnar hafi sjaldan ef aldrei verið í jafn mikilli hættu. Í þáttaröðinni okkar Konungssinnar í Kísildal kom Sveinn Máni Jóhannesson sagnfræðingur og talaði um stofnun Bandaríkjanna, en okkur langaði að fá hann til okkar aftur og nú til að greina stöðuna í dag, hvort amerískt lýðræði sé raunverulega í hættu. Við fjöllum svo um heimildarmyndina Paradís amatörsins sem var frumsýnd á Skjaldborgarhátíðinni í vor. Myndin notast meðal annars við mikið magn heimamyndbanda sem fjórir ólíkir menn birtu af hversdagslífi sínu á Youtube. Atli Bollason heldur svo áfram að velta fyrir sér frama og fegurð í pistlaröðinni Ekki slá í gegn! Nú finnur hann hetju í kvikmyndapersónunni Dude úr The Big Lebowski.

    Nýkjörinn formaður SUS vill sækja til hægri, menntskælingar og Laxness

    Play Episode Listen Later Oct 13, 2025 54:43


    Það er tímabært að sækja til hægri sagði nýkjörinn formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna. En hvað þýðir það? Hvernig lítur það hægri út? Júlíus Viggó var á dögunum kjörinn formaður SUS og við ræddum hægrið, þjóðleg gildi, frjálslyndi og íhald. Og hvort það sé hægri sveifla hjá ungu fólki. Una Ragnarsdóttir er tiltölulega nýbúin að vera í menntaskóla hvar hún var látin lesa Laxness. Í kjölfar frétta um að bækur hans væru svo að segja að hverfa af námskrá framhaldsskóla hafði hún áhuga á því að ræða við nemendur skóla sem lesa og lesa ekki Halldór Laxness. Hvers vegna ættum við að lesa Sjálfstætt fólk? Vilja unglingar lesa Sjálfstætt fólk?

    Performative male, Jörðin undir fótum okkar, læknishugvísindi

    Play Episode Listen Later Oct 9, 2025 54:46


    Lóa Björk og Hanna Sigþrúður Birgisdóttir kryfja internetfyrirbærið performative male, sem er allt í senn brandari, steríótýpa og fatastíll. Við rýnum í heimildarmyndina Jörðin undir fótum okkar eftir Yrsu Roca Fannberg þar sem fylgst er með lífi og dauða á hjúkrunarheimilinu Grund. Kolbeinn Rastrick segir frá myndinni. Og við ræðum af hverju læknanemar ættu að lesa skáldsögur og ljóðlist til að verða betri í starfi sínu. Guðrún Steinþórsdóttir bókmenntafræðingur kemur og ræðir læknahugvísindi.

    One Battle After Another, And Just Like That...

    Play Episode Listen Later Oct 8, 2025 54:32


    Við kryfjum myndina One Battle After Another með Birni Þór VIlhjálmssyni. Myndin er í leikstjórn Paul Thomas Anderson og er byggð á skáldsögu Thomas Pynchon, Vineland. Leonardo DiCaprio fer með aðalhlutverkið í myndinni, leikur jónureykjandi pabba í náttslopp, sem er örvæntingafullur að leita að dóttur sinni, Willu. Brynja Hjálmsdóttir horfði á And Just Like That... sjálfstætt framhald af Sex And The City, en hve mikið tekst þessum nýju þáttum að halda í kjarna upprunalegu þáttanna, sem mótuðu nánast heila kynslóð kvenna.

    Kristín Eysteinsdóttir, Piff, heppni eða hæfileikar

    Play Episode Listen Later Oct 7, 2025 56:31


    Kristín Eysteinsdóttir er rektor Listaháskóla Íslands, leikstjóri og fyrrverandi Borgarleikhússtjóri. Lóa Björk fær Kristínu í samtal um framtíð sviðslista. Við hringjum á Ísafjörð og forvitnumst um kvikmyndahátíðina PIFF sem fer fram í fimmta sinn í dag. Atli Bollason heldur áfram að setja purningamerki við þrá nútímamannsins eftir viðurkenningu og ríkidæmi, í pistlaröð sinni Ekki slá í gegn.

    Taylor veldur vonbrigðum, M Can og götudans-einvígi

    Play Episode Listen Later Oct 6, 2025 56:03


    Í síðustu viku kom út nýjasta plata Taylor Swift, Life of a Showgirl. Að venju var mikil eftirvænting eftir nýrri tónlist frá þessari skærustu poppstjörnu samtímans. Viðbrögðin hafa hins vegar ekki verið á einn veg, dómar frekar neikvæðir og sumir Swifties - sem eru þekktir fyrir að standa við bakið á sinni konu í blíðu og stríðu - hafa orðið fyrir vonbrigðum. Nína Hjálmarsdóttir, Swiftie og sviðslistakona, er ein þeirra sem er svekkt með sýningarstúlkuna. Við ræðum við Nínu. Rapparinn M Can hefur verið hálfgerður huldumaður í íslenskri rappsenu undanfarin fimm ár, en hann hefur gert tónlist með Birgi Hákoni og Yung Nigo Drippin svo einhverjir séu nefndir. Hann hefur tengingu við Tyrkland, Bretland og Ísland og rappar á ensku. Þórður Ingi Jónsson hitti á M Can og forvitnaðist um ferilinn og fyrstu plötuna hans, Paint a Picture.

    RIFF-rýni, er Metoo búið, lag um Friðrik Margrétar

    Play Episode Listen Later Oct 2, 2025 55:01


    Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, lýkur um helgina. Gunnar Theodór Eggertsson rýnir í þrjár myndir: Sorry Baby, White Snail og All That's Left Of You. Stundum heyrist að #MeToo-hreyfingin heyri sögunni til, sé orðin úrelt og eigi ekki erindi við nútímann. Er þetta rétt? Á þriðjudag standa þátttakendur í rannsóknarverkefninu Flæðandi siðfræði: Femínísk siðfræði og #MeToo fyrir umræðufundi þar sem þessi mál verða rædd. Við forvitnuðumst um málið. Við höldum áfram umræðum sem hófust í síðasta þætti um lagið Elli Egils með Herra Hnetusmjör. Við förum yfir nokkur góð rapplög sem eru nefnd eftir raunverulegum lifandi Íslendingum. Og við frumflytjum nýtt lag sem er nefnt eftir tónskáldinu og poppkrufningarmanni Lestarinnar, Friðriki Margrétar Guðmundssyni. Það er Drengurinn Fengurinn sem samdi lagið og sendi okkur eftir þátt gærdagsins.

    Brjánn, Elli Egils með Herra Hnetusmjöri

    Play Episode Listen Later Oct 1, 2025 56:00


    Bankareikingur með tuttugu og sjö og ég er bara tuttugu og sjö syngur Herra Hnetusmjör. Friðrik Margrétar Guðmundsson, poppsérfræðingur og tónskáld, kryfur lagið Elli Egils til mergjar. Brynja Hjálmsdóttir sjónvarpsgagnrýnandi rýnir í nýja þætti sem eru nú í sýningu á streymisveitu Sýnar, þættirnir Brjánn í leikstjórn Sigurjóns Kjartanssonar.

    gu margr sigurj egils brj herra hnetusmj brynja hj
    Bad Bunny á Superbowl, State of the Art, Ekki slá í gegn

    Play Episode Listen Later Sep 30, 2025 54:35


    Hvers vegna er það strax orðið umdeilt val að Bad Bunny skuli hafi verið bókaður til að spila í hálfleiknum á Superbowl? Við kynnum okkur þennan Puerto Ríkanska tónlistarmann sem sló fyrst í gegn árið 2016 og hefur síðan orðið einn sá frægasti í heimi, þó hann sé ekki endilega öllum íslendingum kunnugur, en hann rappar einvörðungu á spænsku. Magnús Jóhann og Sverrir Páll segja frá State of the Art hátíðinni sem hefst eftir viku. Þar eru ólíkum tónlistarstefnum og tónlistarfólki stefnt saman og list sýnd í óhefðbundnum rýmum. Útkoman er eitthvað alveg nýtt og spennandi. Atli Bollason flytur pistil undir yfirskriftinni 'Ekki slá í gegn'.

    Texas Jesús, RIFF, leiðinlegur AI-vinur

    Play Episode Listen Later Sep 29, 2025 56:05


    Við rýnum í Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík sem hófst á fimmtudag. Gunnar Theodór Eggertsson, RIFF-rýnir, segir frá þremur myndum sem hann sá um helgina: Mömmusóló, Þríleikur um skipbrot, og Kim Novak's vertigo. Texas Jesús er snúin aftur. Þessi keflvíska sveit starfaði frá 1993 til 1996 og hljómar ekki eins og nein önnur hljómsveit: þetta er teiknimyndatónlist úr helvíti, krúttlegur mikki refur á sveppum. Við fáum til okkar tvo meðlimi þessarar költsveitar. Og við fylgjumst með gervigreindarbólunni springa smám saman. Lóa segir frá fúski fyrirtækisins Friend.com sem framleiðir óþolandi gervigreindarvin.

    Riff, menningarvefur Morgunblaðsins

    Play Episode Listen Later Sep 25, 2025 55:57


    Við flettum í Riff-bæklingnum og förum yfir þær myndir sem við erum spennt að sjá. Kristján heimsækir Morgunblaðið í Hádeigismóum og skoðar nýjasta menningarvef landsins. Þau koma svo þrjú til okkar, Harpa Hjartardóttir, Brynjar Leó Hreiðarsson og Bergur Árnason, kvikmyndagerðarfólk ungt og upprennandi sem eru öll að sýna stuttmynd á Riff í ár.

    Jón Atli Jónasson um leikhús, Alien: Earth

    Play Episode Listen Later Sep 24, 2025 55:08


    Jón Atli Jónasson er höfundur fjölda leiksýninga en fæst nú aðallega við bóka- og sjónvarpsþáttaskrif. En hvers vegna gerir hann ekki leikrit lengur? Brynja Hjálmsdóttir spjallar við okkur um nýja sjónvarpsþætti sem eru með íslandstengingu. Ugla Hauksdóttir leikstýrir nokkrum þáttum af Alien: Earth.

    Intervision, Birnir í höllinni, Ekki slá í gegn!

    Play Episode Listen Later Sep 23, 2025 54:41


    Alþjóðlega söngvakeppnin Intervision fór fram um helgina og bar framlag Víetnama sigur úr bítum. Keppnin er andsvar Rússlands við Eurovision, keppni sem á að vera ópólitísk og hampa hefðbundnum fjölskyldugildum. Við kynnum okkur keppnina. Við spjöllum um stórtónleika Birnis í Laugardalshöllinni þar sem hljóð, mynd og ljós fóru fullkomlega saman í mögnuðu sjónarspil. Í dag hefst ný pistlaröð sem nefnist „Ekki slá í gegn.“ Atli Bollason setur spurningamerki við þrá nútímamannsins eftir viðurkenningu og ríkidæmi, hann veltir því fyrir sér hvernig áhersla á frama hefur áhrif á líðan okkar og sjálfsvirðingu, hann pælir í tilgangi sköpunarinnar, tilburðum markaðarins til að fletja allt út, og hvers vegna vinsældir og gæði fari svo sjaldan saman.

    Vinstri- og hægriöfgamaður ræða saman

    Play Episode Listen Later Sep 22, 2025 52:33


    Undanfarið hefur mikið verið rætt um þöggun og skort á samræðu milli fólks með ólíkar skoðanir. Lestin ætlar að bregaðst við ákallinu um aukið samtal. Internetið og samfélagsmiðlar eru slæmur vettvangur fyrir pólitískt samtal, en í þætti dagsins mætast augliti til auglitis tvær manneskjur sem hafa gert sig gildandi í umræðum á samfélagsmiðlinum X - og hafa mjög ólíkar pólitískar skoðanir. Fríða Þorkelsdóttir, sem segist vera sósíalisti, og Sverrir Helgason, sem kallar sjálfan sig hægri-öfgamann, setjast saman inn í hljóðver og ræða saman um skoðanir sínar.

    Þaggað niður í Kimmel, ástarstelpan Laufey, Leonard Cohen

    Play Episode Listen Later Sep 18, 2025 60:07


    Gísli Marteinn Baldursson ræðir brotthvarf Jimmy Kimmel í kjölfar ummæla hans um morðið á Charlie Kirk. Valur Gunnarsson segir frá Leonard Cohen, en á sunnudag stendur hann fyrir tónleika og sagnakvöldi í Tjarnarbíó sem fjallar um Cohen. Friðrik Margrétar Guðmundsson tónlistarspekúlant þáttarins kryfur lagið Lover Girl, af nýútkominni plötu Laufeyjar, A Matter of Time.

    The Studio og Rúnar Guðbrandsson um leikhúsið

    Play Episode Listen Later Sep 17, 2025 55:39


    Við rýnum í grínþættina The Studio eftir Seth Rogen sem rökuðu til sín verðlaunum á Emmy-sjónvarpsverðlaunahátíðinni í byrjun vikunnar. Brynja Hjálmsdóttir, sjónvarpsgagnrýnandi, tekur sér far með Lestinni. Lóa fær svo til sín Rúnar Guðbrandsson, sem hefur áratugum saman verið einn afkastamesti leikstjórinn í grasrót íslenskra sviðslista. Þau ræða framtíð leikhússins, jaðarsenuna og hvort það hafi einhvern tímann verið hægt að lifa vel af leiklist.

    Samtal, Eldarnir, gerenda-gervigreind

    Play Episode Listen Later Sep 16, 2025 57:13


    Erum við orðin ófær um að eiga í samtali við fólk sem við erum ósammála? Morðið á Charlie Kirk og umtalað Kastljósviðtal í byrjun mánaðarins hafa orðið kveikjan að umræðu um þöggun, rökræður og samfélagslegt samtal. Við ætlum að halda áfram að ræða um samtalið eða skortinn á því. Við spjöllum við Vilhjálm Árnason, prófessor emiritus í heimspeki, sem hefur í gegnum árin velt fyrir sér samtalinu, lýðræðinu og samræðusiðferði. Kolbeinn Rastrick flytur rýni um Eldana, nýja íslenska bíómynd í leikstjórn Uglu Hauksdóttur. Einar Hugi Böðvarsson ræðir gervigreind og agentíska-gervigreind við okkur.

    Pólitískt morð í beini streymi, Brjánn

    Play Episode Listen Later Sep 15, 2025 54:36


    Í Lestinni í dag veltum við fyrir okkur hvað launmorðið á bandaríska áhrifavaldinum Charlie Kirk í síðustu viku og viðbrögðin við því segja okkur um stjórnmálaumræðuna og pólitísk átök á tímum samfélagsmiðla. Við kynnum okkur líka nýja íslenska grínþætti um Brján sem er frábær í Football Manager en fær óvænt starf aðallþjálfara Þróttara í meistaraflokki karla. Sigurjón Kjartansson, Sólmundur Hólm, Karen Björg og Halldór Gylfason koma öll að þáttunum. En hugmyndin kviknaði hjá knattspyrnumanninum Erlingi Jack Guðmundssyni fyrir meira en 15 árum síðan.

    Charlie Kirk, Ásta blokkarbarn, Gonster

    Play Episode Listen Later Sep 11, 2025 53:52


    Charlie Kirk var íhaldsmaður og aktivisti, stonfandi samtakanna Turning Point sem voru stofnuð í þeim tilgangi að breiða út íhaldsöm gildi í Bandarískum háskólum. Hann var myrtur í háskóla í Utah í Bandaríkjunum í gær og er morðingja hans enn leitað. Kirk var afar vinsæll og náinn bandamaður Trump bandaríkjaforseta. Hermann Nökkvi Gunnarsson, blaðamaður á Morgunblaði, hefur fylgst með Kirk undanfarin ár. Síðastliðinn föstudag kom út platan Blokkarbarn sem tónlistarkonunni Ástu. Platan er búin að bíða tilbúin í meira en tvö ár, en óttinn við berskjöldun varð til þess að hún beið tilbúin ofan í skúffu í allan þennan tíma. Hvað er heilafúi? Hvað er Gonster? Og er Gonster heilafúi? Hanna Sigþrúður Birgisdóttir er háskólanemi og hlaðvarpsstjórnandi Lof mér að tala. Hún hefur smakkað Gonster.

    IceGuys og Þorleifur Örn um leikhúsið

    Play Episode Listen Later Sep 10, 2025 56:48


    Þorleifur Örn villist þegar hann heimsækir ný leikhús. Það er vegna þess að þau eru hönnuð í kringum tóm. Þorleifur Örn Arnarsson er einn reynslumesti leikstjóri landsins. Hann hefur leikstýrt víða um Evrópu, aðallega Þýskalandi, verið yfirmaður leikhúsmála hjá Volksbühne í Berlín, og svo sett upp fjölda sýninga á Íslandi, Njálu, Íslandsklukkuna og Engla Alheimsins svo fátt eitt sé nefnt. Við ræðum við hann um leikhúsið og spyrjum í lokin, hvers vegna ætti ungt fólk að stefna á leikstjórn í dag? Súkkulaðistrákarnir í strákahljómsveitinni IceGuys hafa gert þrjár sjónvarpsþáttaseríur sem sýndar eru á Sjónvarpi Símans. Brynja Hjálmsdóttir, sjónvarpsgagnrýnandi, fellir dóm um þá þriðju og nýjustu.

    Claim Lestin

    In order to claim this podcast we'll send an email to with a verification link. Simply click the link and you will be able to edit tags, request a refresh, and other features to take control of your podcast page!

    Claim Cancel