POPULARITY
Heimsókn í starfstöðvar Controlant HF í Norðurturninum í Smáralind og í Miðhrauni í Hafnarfirði en þetta íslenska fyrirtæki sem hlaut nýsköpunarverðlaunin Gulleggið árið 2009 hefur verið í gríðarlegum vexti undanfarin ár sem skýrist einna helst af því að tækni þeirra nýtist m.a. við flutning á bóluefnum. Á tveimur árum hefur starfsmönnum fjölgað úr 50 í 350 og tekjurnar tuttugufaldast milli 2019 og 2021 úr 400 milljónum í 8 milljarða króna. Þar spilar stærsta rullu samningur fyrirtækisins við Pfizer, stærsta lyfjaframleiðanda heims, og bandaríska ríkið, um eftirlit með dreifingu bóluefna við Covid. Svo kemur til okkar Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá BSRB - sérfræðingur í að spá fyrir um framtíðina - ekki með kristalskúlum, heldur gögnum - og þannig getur hann lesið í horfur á vinnumarkaði og menntamálum - til dæmis getur hann séð með sínum aðferðum nokkurn veginn hversu marga sjúkraliða þurfi til starfa árið 2035 Hvernig virka samt þessi spáfræðilíkön, hversu áreiðanleg eru þau. Karl fer yfir það með okkur hér í lok þáttar.
Heimsókn í starfstöðvar Controlant HF í Norðurturninum í Smáralind og í Miðhrauni í Hafnarfirði en þetta íslenska fyrirtæki sem hlaut nýsköpunarverðlaunin Gulleggið árið 2009 hefur verið í gríðarlegum vexti undanfarin ár sem skýrist einna helst af því að tækni þeirra nýtist m.a. við flutning á bóluefnum. Á tveimur árum hefur starfsmönnum fjölgað úr 50 í 350 og tekjurnar tuttugufaldast milli 2019 og 2021 úr 400 milljónum í 8 milljarða króna. Þar spilar stærsta rullu samningur fyrirtækisins við Pfizer, stærsta lyfjaframleiðanda heims, og bandaríska ríkið, um eftirlit með dreifingu bóluefna við Covid. Svo kemur til okkar Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá BSRB - sérfræðingur í að spá fyrir um framtíðina - ekki með kristalskúlum, heldur gögnum - og þannig getur hann lesið í horfur á vinnumarkaði og menntamálum - til dæmis getur hann séð með sínum aðferðum nokkurn veginn hversu marga sjúkraliða þurfi til starfa árið 2035 Hvernig virka samt þessi spáfræðilíkön, hversu áreiðanleg eru þau. Karl fer yfir það með okkur hér í lok þáttar.
Samdráttur í landsframleiðslu í vor er dæmalaus. Gylfi Zoëga, hagfræðiprófessor telur ástandið þó skárra en það gæti verið og miklu skipti að einkaneysla innanlands haldi áfram að örva hagkerfið. María Sigrún Hilmarsdóttir ræddi við hann og tók líka fólk tali í miðbænum um horfur í vetur. Öllum starfsmönnum Herjólfs hefur verið sagt upp; horfur eru á að halli af rekstri ferjunnar verði 400 milljónir króna í ár segir Guðjón Ellert Jónsson, forstjóri Herjólfs ohf. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sér fyrir sér að slakað verði á sóttvarnareglum næst þegar þær verða uppfærðar og býst við að senda ráðherra slíka tillögu á næstu dögum. Birgir Þór Harðarson sagði frá. Samstarfsfólk rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalnys ætlar ekki að leggja árar í bát þó leiðtogi þeirra liggi þungt haldinn á spítala. Héraðskosningar verða í Rússlandi 13. september og þar ætla þau að hvetja fólk til að kjósa eftir ákveðnu kerfi líkt og fyrir kosningar til borgarþings Moskvu í fyrra, segir Lyubov Sobol, lögfræðingur sem starfar hjá stofnun Navalnys. Dagný Hulda Erlendsdóttir sagði frá. Íbúar á Fljótsdalshéraði hafa stofnað aðgerðahóp til að setja upp varúðarskilti og bjarghringi við Eyvindará þar sem fólk sem stekkur í ána og hefur írekað lent í vandræðum. Rúnar Snær Reynisson ræðir við Sigrúnu Jónu Hauksdóttur stofnanda hópsins. Danir hyggjast fækka uppsögnum með því að stytta vinnutíma starfsfólks. Það fái atvinnuleysisbætur sem nemi lækkuðu starfshlutfalli. Nikolai Wammen, fjármálaráðherra, sagði að danskt efnahagslíf væri á margan hátt veikara en nokkru sinni frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Bogi Ágústsson tók saman. ---------- Einkaneysla dregst saman, vinnustundum fækkar, og samdráttur landsframleiðslu var sá mesti á öðrum ársfjórðungi sem mælst hefur frá því farið var að mæla hann hér segir Hagstofan. Þessi samdráttur er rúmlega níu prósent og er sprottinn af áhrifum heimsfaraldurs COVID-19 og aðgerðum sem gripið hefur verið til til að sporna gegn útbreiðslu farsóttarinnar. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Karínu Ólafsfdóttur hagfræðing og lektor við Háskólann í Reykjavík. Um 8000 manns hefur á síðustu sex mánuðum verið sagt upp í yfir 110 hópuppsögum. Vinnumálastofnun hefur aldrei tekið við svo mörgum tilkynningum segir Karl Sigurðsson sérfræðingur hjá stofnuninni. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson. Stjórn útsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir.
Samdráttur í landsframleiðslu í vor er dæmalaus. Gylfi Zoëga, hagfræðiprófessor telur ástandið þó skárra en það gæti verið og miklu skipti að einkaneysla innanlands haldi áfram að örva hagkerfið. María Sigrún Hilmarsdóttir ræddi við hann og tók líka fólk tali í miðbænum um horfur í vetur. Öllum starfsmönnum Herjólfs hefur verið sagt upp; horfur eru á að halli af rekstri ferjunnar verði 400 milljónir króna í ár segir Guðjón Ellert Jónsson, forstjóri Herjólfs ohf. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sér fyrir sér að slakað verði á sóttvarnareglum næst þegar þær verða uppfærðar og býst við að senda ráðherra slíka tillögu á næstu dögum. Birgir Þór Harðarson sagði frá. Samstarfsfólk rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalnys ætlar ekki að leggja árar í bát þó leiðtogi þeirra liggi þungt haldinn á spítala. Héraðskosningar verða í Rússlandi 13. september og þar ætla þau að hvetja fólk til að kjósa eftir ákveðnu kerfi líkt og fyrir kosningar til borgarþings Moskvu í fyrra, segir Lyubov Sobol, lögfræðingur sem starfar hjá stofnun Navalnys. Dagný Hulda Erlendsdóttir sagði frá. Íbúar á Fljótsdalshéraði hafa stofnað aðgerðahóp til að setja upp varúðarskilti og bjarghringi við Eyvindará þar sem fólk sem stekkur í ána og hefur írekað lent í vandræðum. Rúnar Snær Reynisson ræðir við Sigrúnu Jónu Hauksdóttur stofnanda hópsins. Danir hyggjast fækka uppsögnum með því að stytta vinnutíma starfsfólks. Það fái atvinnuleysisbætur sem nemi lækkuðu starfshlutfalli. Nikolai Wammen, fjármálaráðherra, sagði að danskt efnahagslíf væri á margan hátt veikara en nokkru sinni frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Bogi Ágústsson tók saman. ---------- Einkaneysla dregst saman, vinnustundum fækkar, og samdráttur landsframleiðslu var sá mesti á öðrum ársfjórðungi sem mælst hefur frá því farið var að mæla hann hér segir Hagstofan. Þessi samdráttur er rúmlega níu prósent og er sprottinn af áhrifum heimsfaraldurs COVID-19 og aðgerðum sem gripið hefur verið til til að sporna gegn útbreiðslu farsóttarinnar. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Karínu Ólafsfdóttur hagfræðing og lektor við Háskólann í Reykjavík. Um 8000 manns hefur á síðustu sex mánuðum verið sagt upp í yfir 110 hópuppsögum. Vinnumálastofnun hefur aldrei tekið við svo mörgum tilkynningum segir Karl Sigurðsson sérfræðingur hjá stofnuninni. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson. Stjórn útsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir.
Gamlárskvöld, 300, kynslóðabilið og árstíðirnar og margt fleira kemur fyrir í þættinum.
Atvinnuleysi er hér í hæstu hæðum; aldrei hafa jafnmargir verið án vinnu eða í skertu starfshlutfalli og nú. Vinnumálastofnun óttast að haustið verði þungt, þá klárast margir uppsagnarfrestir og hlutabótaleiðinni verður hætt. Karl Sigurðsson, vinnumarkaðssérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, kom á Morgunvaktina og ræddi stöðuna. Þingkosningar fóru fram í Súrínam á mánudaginn, en þingið velur svo forseta. Niðurstöður eru ekki ljósar enn, en líkur á því að sitjandi forseti, Desi Bouterse, haldi völdum. Hann fór í framboð í þriðja sinn þrátt fyrir að hafa í fyrra verið dæmdur fyrir 15 morð, sem framin voru meðan hann stýrði herforingjastjórn í landinu á níunda áratug síðustu aldar. Bouterse er líka með þungan fíkniefnadóm á bakinu. Vera Illugadóttir fór yfir sögu Súrinam og Bouterse forseta. Vor er álagstími hjá bændum og vinnudagarnir langir og strangir. Til þess að ræða komu vorsins kom Sigurgeir Hreinsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar, í hljóðstofu á Akureyri og ræddi þar við Bjarna Rúnarsson fréttamann. Þeir ræddu þó líka um veturinn, sem var óvenjulega þungur, og um skemmdir og tjón sem varð vegna óveðurs og snjóþunga. Tónlist: Don?t Think Twice, It?s All Right - Bob Dylan, Blowin?in the wind - Bob Dylan, Girl from the North Country - Bob Dylan
Atvinnuleysi er hér í hæstu hæðum; aldrei hafa jafnmargir verið án vinnu eða í skertu starfshlutfalli og nú. Vinnumálastofnun óttast að haustið verði þungt, þá klárast margir uppsagnarfrestir og hlutabótaleiðinni verður hætt. Karl Sigurðsson, vinnumarkaðssérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, kom á Morgunvaktina og ræddi stöðuna. Þingkosningar fóru fram í Súrínam á mánudaginn, en þingið velur svo forseta. Niðurstöður eru ekki ljósar enn, en líkur á því að sitjandi forseti, Desi Bouterse, haldi völdum. Hann fór í framboð í þriðja sinn þrátt fyrir að hafa í fyrra verið dæmdur fyrir 15 morð, sem framin voru meðan hann stýrði herforingjastjórn í landinu á níunda áratug síðustu aldar. Bouterse er líka með þungan fíkniefnadóm á bakinu. Vera Illugadóttir fór yfir sögu Súrinam og Bouterse forseta. Vor er álagstími hjá bændum og vinnudagarnir langir og strangir. Til þess að ræða komu vorsins kom Sigurgeir Hreinsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar, í hljóðstofu á Akureyri og ræddi þar við Bjarna Rúnarsson fréttamann. Þeir ræddu þó líka um veturinn, sem var óvenjulega þungur, og um skemmdir og tjón sem varð vegna óveðurs og snjóþunga. Tónlist: Don?t Think Twice, It?s All Right - Bob Dylan, Blowin?in the wind - Bob Dylan, Girl from the North Country - Bob Dylan
Atvinnuleysi næstu tvo mánuði verður það mesta sem mælst hefur hér á landi samkvæmt spá Vinnumálastofnunar. Í apríl verður það tæp 11% segir Karl Sigurðsson sérfærðingur á Vinnumálastofnun. Fjárhagur Reykjavíkur verður fyrir margra milljarða króna höggi vegna kórónuveirufaraldursins. Borgin kynnti í dag fyrstu aðgerðir sínar til að bregðast við þessu. Brot úr ávarpi Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra við kynningu þeirra í dag. Innlagnir hafa verið bannaðar á Landakotsspítala eftir að COVID-19 smit greindist þar. Þá hefur þurft að loka Rjóðrinu á Barnaspítala Hringsins vegna smits sem kom upp hjá starfsmanni á spítalanum sagði Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Faraldurinn kann að valda dauða meira en áttatíu þúsunda í Bandaríkjunum og yfirfylla sjúkrahús landsins, jafnvel strax í næsta mánuði, að mati rannsóknarstofnunar sem hefur kannað útbreiðslu sjúkdómsins. Ásgeir Tómasson sagði frá. Íslenska ríkið hefur verið sýknað af bótakröfu Guðjóns Skarphéðinssonar vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála. Hátt í 30 hótelum hefur verið lokað eða verður lokað innan skamms vegna COVID-19 faraldursins. Brynjólfur Þór Guðmundsson segir frá. Pinnar frá Össuri duga til sýnatöku, þetta sýna prófanir Íslenskrar erfðagreiningar sem getur aftur prófað af krafti í Turninum. Svartþrösturinn syngur inn vorið. --- Reykjavíkurborg kynnti í dag þær aðgerðir sem gripið skal til vegna kórónuveirupestarinnar, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Viðreisn er formaður Borgarráðs. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við hana. Vinnumálastofnun spáir því að aðvinnuleysi næstu tvo mánuði verði það mesta sem mælst hefur á Íslandi. Það verði 10,8% í apríl og um 10% í maí en fari svo lækkandi. Atvinnuleysi yfir árið verði um 7,4% og á næsta ári geti þar verið 6,4%. Áætlað er að allt að 20 þúsund umsóknir berist um hlutabætur. Arnar Páll Hauksson ræðir við Karl Sigurðsson, sérfræðing hjá Vinnumálastofnun. Í Bretlandi hafa veiruaðgerðir stjórnarinnar komið í hikandi en stigharðnandi skrefum. Nú er allt að því útgöngubann um leið og miklu er lofað, jafnt um efnahagsaðgerðir og aðstoð við heilbrigðiskerfið. Sigrún Davíðsdóttir segir frá, á Trafalgartorgi í kyrrlátri miðborg Lundúna þar sem holskefla veirufaraldursins virðist nú ríða yfir sjúkrahús borgarinnar. Eftirlaunaþegar í Moskvu láta fyrirmæli rússneskra stjórnvalda um að halda sig heima nánast sem vind um eyrun þjóta. Þeir telja að kynslóð sem hefur lifað af þrengingar síðustu 60 ára sé ekki í hættu vegna kórónaveiru. Jóhann Hlíðar Harðarson segir frá. Umsjón: Anna Kris
Atvinnuleysi næstu tvo mánuði verður það mesta sem mælst hefur hér á landi samkvæmt spá Vinnumálastofnunar. Í apríl verður það tæp 11% segir Karl Sigurðsson sérfærðingur á Vinnumálastofnun. Fjárhagur Reykjavíkur verður fyrir margra milljarða króna höggi vegna kórónuveirufaraldursins. Borgin kynnti í dag fyrstu aðgerðir sínar til að bregðast við þessu. Brot úr ávarpi Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra við kynningu þeirra í dag. Innlagnir hafa verið bannaðar á Landakotsspítala eftir að COVID-19 smit greindist þar. Þá hefur þurft að loka Rjóðrinu á Barnaspítala Hringsins vegna smits sem kom upp hjá starfsmanni á spítalanum sagði Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Faraldurinn kann að valda dauða meira en áttatíu þúsunda í Bandaríkjunum og yfirfylla sjúkrahús landsins, jafnvel strax í næsta mánuði, að mati rannsóknarstofnunar sem hefur kannað útbreiðslu sjúkdómsins. Ásgeir Tómasson sagði frá. Íslenska ríkið hefur verið sýknað af bótakröfu Guðjóns Skarphéðinssonar vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála. Hátt í 30 hótelum hefur verið lokað eða verður lokað innan skamms vegna COVID-19 faraldursins. Brynjólfur Þór Guðmundsson segir frá. Pinnar frá Össuri duga til sýnatöku, þetta sýna prófanir Íslenskrar erfðagreiningar sem getur aftur prófað af krafti í Turninum. Svartþrösturinn syngur inn vorið. --- Reykjavíkurborg kynnti í dag þær aðgerðir sem gripið skal til vegna kórónuveirupestarinnar, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Viðreisn er formaður Borgarráðs. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við hana. Vinnumálastofnun spáir því að aðvinnuleysi næstu tvo mánuði verði það mesta sem mælst hefur á Íslandi. Það verði 10,8% í apríl og um 10% í maí en fari svo lækkandi. Atvinnuleysi yfir árið verði um 7,4% og á næsta ári geti þar verið 6,4%. Áætlað er að allt að 20 þúsund umsóknir berist um hlutabætur. Arnar Páll Hauksson ræðir við Karl Sigurðsson, sérfræðing hjá Vinnumálastofnun. Í Bretlandi hafa veiruaðgerðir stjórnarinnar komið í hikandi en stigharðnandi skrefum. Nú er allt að því útgöngubann um leið og miklu er lofað, jafnt um efnahagsaðgerðir og aðstoð við heilbrigðiskerfið. Sigrún Davíðsdóttir segir frá, á Trafalgartorgi í kyrrlátri miðborg Lundúna þar sem holskefla veirufaraldursins virðist nú ríða yfir sjúkrahús borgarinnar. Eftirlaunaþegar í Moskvu láta fyrirmæli rússneskra stjórnvalda um að halda sig heima nánast sem vind um eyrun þjóta. Þeir telja að kynslóð sem hefur lifað af þrengingar síðustu 60 ára sé ekki í hættu vegna kórónaveiru. Jóhann Hlíðar Harðarson segir frá. Umsjón: Anna Kris
Atvinnuástandið í landinu hefur versnað að undanförnu í takti við minnkandi umsvif í samfélaginu. Mest er atvinnuleysið á Suðurnesjum og meðal erlendra ríkisborgara, og tengist meðal annars falli Wow Air og samdrætti í ferðaþjónustu. Ástand og horfur á vinnumarkaði voru á dagskrá í spjalli við Karl Sigurðsson, vinnumálasérfræðing hjá Vinnumálastofnun. Sigrún Davíðsdóttir fjallaði um það í Lundúnaspjalli dagsins að nú hefur verið mynduð stjórn á Norður-Írlandi, þar sem þing hefur ekki starfað í um þrjú ár. Þá hefur breska þingið tekið til starfa eftir jólafrí, enda nóg að gera þegar Bretar hyggja á útgöngu úr ESB eftir þrjár vikur. Að lokum ræddi hún um bresku konungsfjölskylduna, sem stendur í stórræðum, eftir að Harry prins og Meghan Markle tilkynntu að þau vildu stíga til hliðar og breyta hlutverkum sínum innan fjölskyldunnar. Fjölskyldan sem er ekki bara fjölskylda, heldur stofnun, kemur saman í Sandringham í Englandi í dag. Íranski herinn viðurkenndi á laugardag að hafa fyrir mistök skotið niður úkraínsku farþegaþotuna sem hrapaði rétt fyrir utan Teheran í síðustu viku. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að farþegaþotu er grandað fyrir mistök. Vera Illugadóttir rifjaði upp önnur slík atvik. Tónlist: Mistur - Agnar Már Magnússon, The name of the game - ABBA
Atvinnuástandið í landinu hefur versnað að undanförnu í takti við minnkandi umsvif í samfélaginu. Mest er atvinnuleysið á Suðurnesjum og meðal erlendra ríkisborgara, og tengist meðal annars falli Wow Air og samdrætti í ferðaþjónustu. Ástand og horfur á vinnumarkaði voru á dagskrá í spjalli við Karl Sigurðsson, vinnumálasérfræðing hjá Vinnumálastofnun. Sigrún Davíðsdóttir fjallaði um það í Lundúnaspjalli dagsins að nú hefur verið mynduð stjórn á Norður-Írlandi, þar sem þing hefur ekki starfað í um þrjú ár. Þá hefur breska þingið tekið til starfa eftir jólafrí, enda nóg að gera þegar Bretar hyggja á útgöngu úr ESB eftir þrjár vikur. Að lokum ræddi hún um bresku konungsfjölskylduna, sem stendur í stórræðum, eftir að Harry prins og Meghan Markle tilkynntu að þau vildu stíga til hliðar og breyta hlutverkum sínum innan fjölskyldunnar. Fjölskyldan sem er ekki bara fjölskylda, heldur stofnun, kemur saman í Sandringham í Englandi í dag. Íranski herinn viðurkenndi á laugardag að hafa fyrir mistök skotið niður úkraínsku farþegaþotuna sem hrapaði rétt fyrir utan Teheran í síðustu viku. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að farþegaþotu er grandað fyrir mistök. Vera Illugadóttir rifjaði upp önnur slík atvik. Tónlist: Mistur - Agnar Már Magnússon, The name of the game - ABBA
Fyrsti þáttur sumarsins, formlega séð allavega, var í dag 1. júní. Gísli Marteinn og Björg voru í sólskinsskapi enda veður gott og landsmenn komnir í góðan gír almennt séð. Sumarsmellir, gamlir og nýir, voru settir á fóninn. Gestir dagsins voru þau Sigyn Blöndal fjölmiðlakona og Karl Sigurðsson forritari og Baggalútur. Þau ræddu um heima geima og voru hin hressustu.
Fyrsti þáttur sumarsins, formlega séð allavega, var í dag 1. júní. Gísli Marteinn og Björg voru í sólskinsskapi enda veður gott og landsmenn komnir í góðan gír almennt séð. Sumarsmellir, gamlir og nýir, voru settir á fóninn. Gestir dagsins voru þau Sigyn Blöndal fjölmiðlakona og Karl Sigurðsson forritari og Baggalútur. Þau ræddu um heima geima og voru hin hressustu.
Spegillinn 2. apríl 2019 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Mark Eldred Ríkisstjórnin og aðilar vinnumaraðarins ætla að kynna meginlínur kjarasamnings og aðgerðir ríkisstjórnar vegna væntanælegs nýs kjarasamnings nú seint á sjöunda tímanum. Fundahöld hafa staðið yfir hjá ríkissáttasemjara í allan dag. Búist er við að skrifað verði undir kjarasamning í kvöld eða á morgun. Theresa May ætlar að óska eftir því að Bretar fái lengri frest til að segja skilið við Evrópusambandið. Hún biðlar til formanns Verkamannaflokksins að taka þátt í að greiða úr flækjunni sem Brexit er komið í. Greina þarf þörf fyrir vinnuafl og menntun til framtíðar hér á landi því misræmi hefur verið á milli menntunar og framboðs starfa, segir sviðsstjóri hjá Vinnumálastofnun. Búast megi við auknu atvinnuleysi vegna falls WOW air en ekki verði allsherjarsamdráttur. Samtals var 473 starfsmönnum sagt upp í sex hópuppsögnum sem tilkynntar voru til Vinnumálastofnunar í mars. Kaupþing hefur ákveðið að bjóða til sölu 10 prósenta hlut í Arion banka. Miðað við markaðsvirði hlutabréfa bankans í dag nemur verðmæti hlutarins sem til stendur að selja um 15 milljörðum króna. Landbúnaðarráðherra segir að frumvarp sem heimilar innflutning á hráu kjöti tryggi vernd búfjárstofna og bæti samkeppnisstöðu innlendrar matvælaframleiðslu. Heiða Björg Pálmadóttir hefur verið skipuð í embætti forstjóra Barnaverndarstofu. Hún hefur starfað sem settur forstjóri í rúmt ár og var yfirlögfræðingur stofnunarinnar frá árinu 2009. Sex sóttu um embættið þegar það var auglýst. Hrafnhildur Markúsdóttir, ellefu ára nemandi í Hvassaleitisskóla í Reykjavík hefur lesið 83 bækur það sem af er ári. Kennarinn hennar segir lesturinn hjálpa henni í öðrum greinum í skólanum. Hrafnhildur heldur skipulagt bókhald yfir bækur sem hún les. Lengri umfjöllun: Karl Sigurðsson sviðstjóri hjá Vinnumálastofnun segir að misræmi sé milli menntunar og starfa hér á landi og þörf sé fyrir að nýta gögn Hagstofunnar til að greina vinnumarkaðinn til framtíðar. Hann segir að gera megi ráð fyrir því að atvinnuleysi aukist hér á landi um eitt til eitt og hálft prósentustig milli ára vegna falls WOW og tengdra fyrirtækja. Fari úr 2,3 prósentum 2018 í yfir þrjú prósent á þessu ári. Bergljót Baldursdóttir talar við Karl Sigurðsson. Hvort á maður að velja plast- eða pappírspoka undir vörurnar þegar farið er út í búð að kaupa í matinn? Hvort er betra fyrir umhverfið? Eða er best að fara með margnota pokann? Það eru ekki til nein einföld svör við þessum spurningum. Plastpokar og pappírs
Atvinnuleysi í landinu jókst lítillega á síðasta ári frá árinu á undan. Það mældist 2,4% en var 2,2% 2017. Mest jókst atvinnuleysið á Suðurnesjum en víða á landsbyggðinni batnaði atvinnuástandið, mest á Vestfjörðum. Minnst atvinnuleysi var á Norðurlandi vestra, 1,2%. Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, ræddi um ástand og horfur á vinnumarkaði. Hægst hefur á uppgangi í ferðaþjónustu sem mun setja mark á ástandið en miklar framkvæmdir eru fyrirhugaðar. Þá er, að mati Karls, líklegt að störfum í opinberri þjónustu muni fjölga. Enn reynir Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, að ná nýjum og hagstæðari samningi um útgöngu landsins úr Evrópusambandinu. Hún vonast eftir að nágrannarnir Írar verði hjálpegir við að ýta á sambandið um hagfelldari niðurstöðu hvað varðar landamærin við Írland. Sigrún Davíðsdóttir fór yfir stöðuna í Lundúnaspjalli dagsins. Hún rakti líka áhrif Brexit á helstu hagvísa. Þar er helst að nefna að gengi pundsins hefur lækkað gagnvart evru. Sigrún sagði líka frá umræðum í Bretlandi um efni um sjálfsvíg og sjálfsskaða sem finnst á samfélagsmiðlum. Í ljós hefur komið að stúlka sem framdi sjálfsvíg 2017 hafði skoðað ógrynni slíks efnis á Instagram. Heilbrigðisráðherra Bretlands hittir í vikunni yfirmenn Instagram í því augnamiði að efni af þessu tagi verði fjarlægt og bannað á miðlinum. Fordæmi er fyrir slíku banni, t.d. er varðar efni er tengist hryðjuverkum. Vera Illugadóttir sagði frá réttarhöldunum yfir mexíkóska fíkniefnabaróninum Joaquin Guzman, það hafa staðið í New York í þrjá mánuði. Hugsanlegt er dómur verði kveðinn upp í vikunni. Tónlist: The long and winding road - Beatles Across the Universe - Beatles Sól, mín sól - Jón Rafnsson og Gunnar Gunnarsson.
Tónlistarfólkið sem syngur lögin í þættinum: Sólmundur Friðriksson, Hildur Sólmundsdóttir, Rúnar Þór Pétursson, Anna Lára Pétursdóttir, Halla Vilhjálmsdóttir, Símon Karl Sigurðarson og Salsakommúnan, Unnur Sara Eldjárn og Sigrún Harðardóttir.
Tónlistarfólkið sem syngur lögin í þættinum: Sólmundur Friðriksson, Hildur Sólmundsdóttir, Rúnar Þór Pétursson, Anna Lára Pétursdóttir, Halla Vilhjálmsdóttir, Símon Karl Sigurðarson og Salsakommúnan, Unnur Sara Eldjárn og Sigrún Harðardóttir.
Tónlistarfólkið sem syngur lögin í þættinum: Sólmundur Friðriksson, Hildur Sólmundsdóttir, Rúnar Þór Pétursson, Anna Lára Pétursdóttir, Halla Vilhjálmsdóttir, Símon Karl Sigurðarson og Salsakommúnan, Unnur Sara Eldjárn og Sigrún Harðardóttir.
Anton Örn Karlsson, Hagstofa Íslands og Karl Sigurðsson, Vinnumálastofnun: Um mannafla og færniþörf á íslenskum vinnumarkaði. Hvernig eru slíkar spár gerðar og hverjum gagnast þær? Halldór Sigurðsson eigandi hjá ráðgjafafyrirtækinu McKinsey Company í Danmörku: um internet hlutanna og 5G og hvort Ísland sé tilbúið fyrir þessa tæknibyltingu. Stefán Friðrik Páll Jónsson: kosningar í Bandaríkjunum og innflytjendamál
Þátturinn hófst á spjalli við Sigrúnu Davíðsdóttur í Lundúnum sem sagði heldur haustlegt um að litast í borginni. Hún fjallaði m.a. um heimsókn Frans páfa til Írlands og Brexit en í því máli er nýjasta nýtt að bresk vísindastarfsemi muni finna illilega fyrir úrgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Háskólar og stór rannsóknarverkefni njóta evrópskra styrkja og óttast sumir að þeir verði úr sögunni við úrgöngu. Karl Sigurðsson, sérfræðingur og sviðsstjóri hjá Vinnumálastofnun, ræddi um ástand og horfur á vinnumarkaði. Atvinnuleysi í júlí mældist 2,2% og hefur aukist lítillega að undanförnu. Atvinnuástandið í landinu er þó gott, bæði í samanburði við fyrri tíma og útlönd. Karl reiknar með að atvinnuástand verði áfram gott. Á bilinu 20-30 þúsund ný störf hafa orðið til á síðustu sex árum. Vera Illugadóttir fjallaði um kröfu um afsögn Frans páfa en hana setti fyrrverandi valdamaður innan Páfagarðs fram í bréfi sem birtist um helgina. Í því segir að páfi hafi vitað um, og hylmt yfir, kynferðisbrot bandarísks kardínála. Senn hefjast framkvæmdir við nýjan miðbæ á Selfossi en íbúar Árborgar samþykktu breytt miðbæjarskipulag í íbúakosningu á dögunum. Leó Árnason, sem fer fyrir félaginu Sigtúni sem stendur að nýjum miðbæ, sagði frá áformunum. Reist verða ný hús í gömlum stíl og er áætlað að framkvæmdir kosti á fimmta milljarð króna. Tónlist: I´ve senn it all - Björk og Tom York Leikur að vonum - Karlakór Selfoss
Hátalarinn rifjar upp heimsókn í Birdland klúbbinn í New York og pílagrímsför yfir Williamsburg brúnna á slóðir merks saxófónleikara. Gestir þáttarins eru Baldvins Snær Hlynsson og Símon Karl Sigurðarson Melsted, meðlimir Salsakommúnunnar, sem var að senda frá sér plötuna Rok í Reykjavík.
Hátalarinn rifjar upp heimsókn í Birdland klúbbinn í New York og pílagrímsför yfir Williamsburg brúnna á slóðir merks saxófónleikara. Gestir þáttarins eru Baldvins Snær Hlynsson og Símon Karl Sigurðarson Melsted, meðlimir Salsakommúnunnar, sem var að senda frá sér plötuna Rok í Reykjavík.
Áslaug Friðriksdóttir, fv borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, Ása Richardsdóttir, fv bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi og Karl Sigurðsson, fv borgarfulltrúi Besta flokksins í Reykjavík: Sveitarstjórnarkosningar eru afstaðnar og meirihlutar hafa verið myndaðir eða eru í burðarliðnum. Fjöldi manns tekur sæti í sveitarstjórn, sumir reynslumiklir aðrir alveg nýjir. Í Samfélaginu var rýnt í þetta starf, að vera fulltrúi í stjórn sinnar heimabyggðar og rætt við þrjár manneskjur sem hafa sinnt þessari vinnu. Rætt var um eðli starfsins, áskoaranir, væntingar og vonbrigði og góð ráð og veganesti fengin. Birna Sigrún Hallsdóttir umhverfisverkfræðingur: Kolefnisjöfnun landsliðsins Vera Illugadóttir ræðir um hvað ber að varast á opinberum fundum þjóðarleiðtoga.