Samfélagið

Follow Samfélagið
Share on
Copy link to clipboard

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Leifur Hauksson og Ragnhildur Thorlacius.

RÚV


    • Oct 27, 2025 LATEST EPISODE
    • weekdays NEW EPISODES
    • 55m AVG DURATION
    • 2,673 EPISODES


    More podcasts from RÚV

    Search for episodes from Samfélagið with a specific topic:

    Latest episodes from Samfélagið

    Snjóflóðasetur á Ísafirði, hártogsmál í Yfirrétti á 18.öld og Dýraverndunarfélagið Villikettir

    Play Episode Listen Later Oct 27, 2025 55:00


    Í gær voru liðin þrjátíu ár frá því að mannskætt snjóflóð féll á Flateyri í Önundarfirði. Tuttugu fórust í flóðinu. Fyrr sama ár hafði annað flóð fallið í Súðavík, þar sem fjórtán fórust. Níu árum síðar opnaði Snjóflóðasetur Veðurstofu Íslands á Ísafirði, eftir ákall frá heimamönnum. Við heyrum viðtal Grétu Sigríðar Einarsdóttur við Hörpu Grímsdóttur um snjóflóðasetrið og starfsemi þess. Hártogsmál Þórodds Þórðarsonar kom fyrir Yfirrétt á Íslandi árið 1744. Í fimmta, og nýjasta, bindi Yfirréttarins segir frá málinu og hvernig það æxlaðist. Ragnhildur Hólmgeirsdóttir, skjalavörður á Þjóðskjalasafninu, hefur unnið við útgáfu Yfirréttarins, og segir okkur frá hártogsmálinu. Dýraverndunarfélagið Villikettir er þessa dagana með um 290 ketti í sinni umsjá. En sjálfboðaliðar félagsins vinna alla daga að því að sporna við fjölgun villtra katta með aðferðinni fanga - gelda - skila. Anna Jóna Ingu Ólafardóttir og Ásdís Erla Valdórsdóttir frá Villiköttum setjast niður með okkur og fræða okkur um félagið. Umsjón: Ástrós Signýjardóttir og Elsa María Guðlaugs Drífudóttir. Tónlist þáttarins: FJALLABRÆÐUR - Hafið eða fjöllin NORAH JONES - Sunrise SNORRI HELGASON - Litla kisa

    Kvennaverkfall 2025

    Play Episode Listen Later Oct 24, 2025 58:27


    Það er kvennaverkfall í dag og af því tilefni höfum við fengið til okkar þrjár konur til að ræða stöðuna í jafnréttismálum. Þetta eru Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM, Saga Davíðsdóttir frá femínistafélaginu Emblu við Menntaskólann í Hamrahlíð og Helga Haraldsdóttir, formaður Hinsegin daga. Kvennafrídagurinn var fyrst haldinn fyrir fimmtíu árum síðan, árið 1975. Þá lögðu konur niður störf til að sýna fram á mikilvægi kvenna í atvinnulífinu. Kvennaverkfall er nú haldið í áttunda sinn til að vekja athygli á stöðu kvenna og kvára innan samfélagsins. Í þættinum var ranglega farið með nafn ræðukonunnar Ásthildar Ólafsdóttur og ræðan ranglega eignuð Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur. Við biðjumst velvirðingar à því. Umsjón þáttar: Ástrós Signýjardóttir og Elsa María Guðlaugs Drífudóttir

    Skipulagsmál: Gæði í hinu byggða umhverfi og ný íbúðahverfi, og umhverfismerktar vörur.

    Play Episode Listen Later Oct 23, 2025 55:24


    Skipulagsmál verða í forgrunni í fyrri hluta þáttarins í dag. Skipulagsdagurinn stendur nú yfir á vegum skipulagsstofnunar og sambands íslenskra sveitarfélaga, þar sem umhverfið sem við sköpum okkur sjálf er til umræðu út frá ýmsum sjónarhornum. Við heyrum hugleiðingar Magneu Guðmundsdóttur arkitekts um gæði í hinu byggða umhverfi. Henni þykir vanta að umræða um skipulagsmál fari meira á dýptina, og að við áttum okkur á hvað það er sem skiptir raunverulega máli til að umhverfi okkar stuðli að vellíðan og farsæld. ÁST: Og gæði í skipulagsmálum verða enn til umfjöllunar þegar Ásdís Hlökk Theódórsdóttir skipulagsfræðingur ræðir við okkur um ný íbúðarhverfi. Ásdís Hlökk hefur tekið fyrir 23 ný íbúðahverfi um allt land og greint hvort og þá hver þeirra séu að reynast vel og uppfylli það sem þarf til að til að geta talist góð hverfi. Umhverfismerktar vörur og verðlag þeirra verður til umræðu í pistli Stefáns Gíslasonar við lok þáttar. Umsjón þáttar: Ástrós Signýjardóttir og Elsa María Guðlaugs Drífudóttir. Tónlist í þættinum: HJÁLMAR: Aðeins eitt kyn HJÁLMAR OG HELGI BJÖRNS: Húsið og ég STEVE MILLER BAND: Abracadabra KALEO: All the pretty girls

    Netöryggissveit íslenskra stjórnvalda, Happy hour kórinn og rannsóknir á þunglyndi

    Play Episode Listen Later Oct 22, 2025 58:53


    Gagnagíslatökur, álagsárásir og svikapóstar eru meðal þeirra áskoranna sem netöryggissveit íslenskra stjórnvalda, CERT-IS, þarf að eiga við í sínum störfum. Starfsmönnum þar hefur fjölgað úr tveimur í fjórtán á fimm árum, sem er til marks um aukið álag og áherslu á netöryggi hér á landi. Magni Sigurðsson, forstöðumaður CERT-IS, fræðir okkur um störf sveitarinnar í þættinum í dag. Happy Hour kórinn hefur verið starfræktur í húsnæði Domus Vox í sex ár. Sigríður Soffía Hafliðadóttir, kórstjóri, segir markmiðið með kórnum að fá konur til að hittast og njóta þess að syngja saman. Við kíktum á kóræfingu í gærkvöldi og nutum þess að hlýða á fallegan söng. Edda Olgudóttir kemur til okkar í sitt reglulega vísindaspjall. Í dag ætlar hún að segja okkur frá rannsóknum á þunglyndi. En þunglyndi er algeng geðröskun sem lýsir sér þannig að depurð eða leiði varir í lengri tíma. Umsjón: Ástrós Signýjardóttir og Elsa María Guðlaugs Drífudóttir. Tónlist þáttarins: GDRN - Af og til

    Breyttur lífsstíll, umhverfislöghyggja og ráðleggingar garðyrkjufræðinga

    Play Episode Listen Later Oct 21, 2025 58:14


    Breyttur lífsstíll er yndislegur hópur af fólki með þroskahömlun sem æfir undir leiðsögn Nönnu Guðbergsdóttur í World Class, Ögurhvarfi. Þau mæta tvisvar í viku til Nönnu og sum þeirra hafa gert það í fimmtán ár. Samfélagið fékk að kíkja með á æfingu hjá þessum dásamlega hóp. Og umhverfislöghyggja verður til umfjöllunar í vikulegum pistli Páls Líndals umhverfissálfræðings. Hún felur í sér að við séum fyrst og fremst mótuð af því umhverfi sem við búum og hrærumst í og að umhverfið hafi bein og óbreytanleg áhrif á þroska mannsins og heilsu. Hvernig höldum við garðinum fallegum í vetur? Við höldum í grasagarðinn þar sem Pálína Stefanía Sigurðardóttir og Svanhildur Björk Sigfúsdóttir garðyrkjufræðingar segja okkur allt um sígrænar plöntur og garðyrkju yfir kaldari mánuði ársins. Umsjón: Ástrós Signýjardóttir og Elsa María Guðlaugs Drífudóttir. Tónlist þáttarins: BENNI HEMM HEMM & URÐUR & KÖTT GRÁ PJÉ - Á óvart. BJÖRGVIN HALLDÓRSSON - Þó Líði Ár Og Öld. ÁRNÝ MARGRÉT - Akureyri AMABADAMA - Gróðurhúsið

    Staða flóttamanna, Dulminjasafn og gervigreindarkapphlaup

    Play Episode Listen Later Oct 20, 2025 56:37


    Af hverju er fólk á flótta og hvernig erum við sem samfélag að taka á móti fjölskyldum á flótta? Nína Helgadóttir, teymisstjóri í málefnum flóttafólks hjá Rauða krossinum, ætlar að segja okkur frá aðstæðum flóttafólks, stöðuna í málefnum þeirra á Íslandi og hvernig er best að búa um þennan viðkvæma málaflokk til framtíðar. Í reglulegum pistli sínum ætlar Helga Lára Þorsteinsdóttir, safnstjóri RÚV, að spila fyrir okkur viðtalsbút við Sigfús Elíasson. Sigfús fæddist í Selárdal og opnaði síðar Dulminjasafn. Viðtalið við Sigfús er frá árinu 1957 og við fáum að heyra það á eftir. Í kapphlaupum er yfirleitt rásmark og endamark. Gervigreindarkapphlaupið er þess eðlis að enginn getur spáð fyrir um hvar það endar. Eyrún Magnúsdóttir, gervigreindarsérfræðingur, kemur til okkar í lok þáttar og ræðir um kapphlaupið um að þróa vélar sem eru jafn greindar eða ennþá greindari en mannkynið. Umsjón: Ástrós Signýjardóttir og Elsa María Guðlaugs Drífudóttir Tónlist þáttarins: Bubbi Morthens - Velkomin Sting - All this time Mannakorn - Á meðan sumar framhjá fer

    Spartan hlaup, mengun Tjarnarinnar í Reykjavík og nakin moldvörpu rotta

    Play Episode Listen Later Oct 17, 2025 58:11


    Ólafía Kvaran er nýkomin heim frá Hvar, í Króatíu, þangað sem hún fór með hóp hlaupara til að taka þátt í Spartan hlaupi. Í hlaupinu, sem var um 25 kílómetrar, þurftu hlauparar að leysa hinar ýmsu hindranir og þrautir. Ólafía sem er margfaldur meistari í sínum aldursflokki, ætlar að segja okkur allt um Spartan. Tjörnin í Reykjavík er menguð og þarf á hjálp að halda. Hjá Reykjavíkurborg eru nú uppi áætlanir um að komast að því hversu menguð Tjörnin er og grípa til aðgerða til að hjálpa lífríki hennar. Við hittum Benedikt Traustason frá Reykjavíkurborg við Tjörnina og fáum að heyra meira af þessu og aðeins um sögu Tjarnarinnar. Vera Illugadóttir ætlar svo að koma til okkar í dýraspjall. Í dag ætlar hún að fræða okkur um nöktu moldvörpurottuna. Umsjón: Ástrós Signýjardóttir og Elsa María Guðlaugs Drífudóttir Tónlist þáttarins: Gladys Knight and The Pips - Midnight Train To Georgia. Björgvin Halldórsson og Ragnhildur Gísladóttir - Dagar og nætur Kiriyama Family - About you

    Hringborð norðurslóða, 40 ára afmæli Nordjobb og götuheiti í Reykjavík

    Play Episode Listen Later Oct 16, 2025 58:47


    Aðalfundur þings Arctic Circle hófst nú í hádeginu á stóra sviðinu í Silfurbergi í Hörpu. Yfir 2.000 þátttakendur frá nær 70 löndum taka þátt og ræða þar málefni norðurslóða. Meðal þátttakenda eru ráðherrar og leiðtogar frá fjölmörgum löndum, stjórnendur vísindastofnana og alþjóðlegra fyrirtækja, auk fulltrúa loftslagssamtaka og frumbyggja á Norðurslóðum. Matthildur María Rafnsdóttir, samskiptastjóri Arctic Circle, ræðir við okkur um viðhorf stórvelda til norðurslóða. Nordjobb hefur í fjóra áratugi aðstoðað ungt fólk á Norðurlöndunum við að finna sér starf, sækja sér nýja reynslu og upplifa það að búa í öðru Norrænu landi. Elva Dögg Sigurðardóttir, verkefnastjóri Nordjobb á Íslandi, ætar að koma til okkar og segja okkur allt um Nordjobb. Umhverfis- og skipulagsráð hefur fallið frá götuheitinu Fífilsgata í Reykjavík og samþykkt tillögu götunafnanefndar um að hún verði framlenging af götunni Hlíðarfæti. Sagnfræðingurinn Stefán Pálsson vakti athygli á ákvörðuninni á Facebook-reikningi sínum og kallaði hana örnefnaklám. Stefán ætlar að kíkja til okkar og spjalla við okkur um götuheiti í Reykjavík. Umsjón: Ástrós Signýjardóttir og Elsa María Guðlaugs Drífudóttir. Tónlist þáttarins: YLJA - Á rauðum sandi R.E.M - All they Way to Reno Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir - Dalvísa

    Ákall félagsráðgjafa, opnun norður Íshafs og lyf við MS sjúkdómnum

    Play Episode Listen Later Oct 15, 2025 59:15


    Félagsráðgjafar eru ómissandi hlekkur í geðheilbrigðisþjónustu. Með fagþekkingu, teymisvinnu og heildrænni nálgun styðja þeir fólk til aukins styrks, betri lífsgæða og samfélagslegrar þátttöku. Steinunn Bergmann, formaður Félagsráðgjafafélags Íslands, verður gestur okkar í þætti dagsins. Félagsráðgjafar kalla eftir því að fjármagni verði ráðstafað í niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu. Og við höldum áfram með umfjöllun um málefni Norðurslóða. Yfir 2.000 þátttakendur frá nær 70 löndum munu taka þátt í þingi Hringborðs Norðurslóða, sem hefst á morgun í Hörpu og stendur dagana 16.-18. október. Meðal þátttakenda eru ráðherrar og leiðtogar frá fjölmörgum löndum, stjórnendur vísindastofnana og alþjóðlegra fyrirtækja, auk fulltrúa loftslagssamtaka og frumbyggja á Norðurslóðum. Matthildur María Rafnsdóttir, samskiptastjóri Arctic Circle, ræðir við okkur um opnun siglingaleiðarinnar um norður íshaf. Í sínu vikulega vísindaspjalli ætlar Edda Olgudóttir að segja okkur frá lyfjarannsóknum fyrir MS sjúkdóminn. Umsjón: Ástrós Signýjardóttir og Elsa María Guðlaugs Drífudóttir Tónlist í þættinum: MOSES HIGHTOWER - Suma daga AMABADAMA - Týnda Kynslóðin EIVÖR PÁLSDÓTTIR - Ég veit

    Stúlkur í knattspyrnu, hringborð norðurslóða og læsi kvenna

    Play Episode Listen Later Oct 14, 2025 59:23


    144 stúlkur frá tíu knattspyrnufélögum á höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í rannsókninni SKORA sem Sigurður Skúli Benediktsson, aðjúnkt á Menntavísindasviði Háskóla Íslands, stóð fyrir ásamt fleirum. Markmið rannsóknarinnar var meðal annars að kanna tengsl á milli getuskiptingar og ánægju á meðal íslenskra 12 ára stúlkna í knattspyrnu. Við ræðum niðurstöður rannsóknarinnar við Sigurð Skúla. Hringborð Norðurslóða, Arctic Circle, er haldið í Hörpu 16-18 október. Innrás Rússa í Úkraínu hefur haft mikil áhrif á starf Heimskautsráðsins og hefur gert það að verkum að Arctic Circle er orðinn mikilvægur alþjóðlegur vettvangur til að ræða framtíð Norðurslóða. Matthildur María Rafnsdóttir, samskiptastjóri Arctic Circle, ætlar að segja okkur frá starfi Arctic Circle í síbreytilegum heimi. Almenningsbókasöfn um land allt sameina krafta sína undir merkjum verkefnisins Læsi á stöðu og baráttu kvenna í tilefni af Kvennaári 2025. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá með lestur, samveru og bókmenntir í forgrunni. Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands og Hólmfríður María Bjarnadóttir, sérfræðingur á Borgarbókasafninu settust niður með Ástrós Signýjardóttur og ræddu við hana um stöðu jafnréttisbaráttunnar og fjölbreytta dagskrá á bókasöfnum landsins á næstu vikum. Tónlist í þætti: Álfablokkin - KK Band A Little Grim - Ólöf Arnalds Umsjón: Elsa María Guðlaugs Drífudóttir

    Kalkþörungar í málningarframleiðslu, eldri konur í Kvennaathvarfinu og leyndarskjalavörður

    Play Episode Listen Later Oct 13, 2025 58:48


    Kalkþörungar eru notaðir meðal annars sem fæðubótarefni og í snyrtivörur. Kalkþörungar eru basískir, með hátt PH-gildi, og því lifa ekki bakteríur eða mygla í þeim. Því hefur það reynst vel að nota þá í málningu á húsum til að vinna gegn myglumyndun. Sirrý Ágústsdóttir, frumkvöðull, kom til okkar í upphafi þáttar og sagði okkur frá því hvernig hún vinnur efni úr kalkþörungum. Landssamband eldri borgara hefur boðað til málþings 16.október sem ber yfirskriftina Ofbeldi gegn eldra fólki. Meðal þeirra sem flytja erindi þar er Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Erindi hennar ber heitið Eldri konur í Kvennaathvarfinu. Í lok þáttar kíkjum við svo í heimsókn í Þjóðskjalasafnið. Í dag ætlum við að heyra af leyndarskjalaverðinum Grími Jónssyni Thorkelín, sem gegndi embættinu frá 1791-1829. Leyndarskjalavörður var embættistitill yfirmanns Leyndarskjalasafnsins í Kaupmannahöfn og var bæði virðulegt og ábyrgðarmikið embætti. Umsjón: Ástrós Signýjardóttir. Tónlist þáttarins: VALDIMAR - Yfir borgina. ÁSGEIR TRAUSTI - Hringsól. THE BEATLES - I'll Follow The Sun.

    Jólakötturinn og dularfulla kistan, smáríki í alþjóðasamfélaginu og Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins

    Play Episode Listen Later Oct 10, 2025 55:00


    Barnaleikhús hefur alltaf verið ástríða Inga Hrafns Hilmarssonar, leikara. Hann hefur nú í nokkur ár farið með leiksýningar inn í leikskóla til að leyfa öllum börnum að upplifa töfra leikhússins. Ingi Hrafn sest hjá okkur á eftir og ætlar að segja okkur frá mikilvægi leikhússins og frá jólaleiksýningu þar sem börnin fá að taka þátt. Þótt stór ríki hafi yfirburði á flestum sviðum í alþjóðasamfélaginu geta smáríki eigi að síður haft áhrif. Smáríki verða hins vegar að beita öðrum leiðum en stór ríki til áhrifa. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, ætlar að rýna í stöðuna í alþjóðamálunum með okkur. Við heyrum viðtal við Sigurð Torfa Sigurðsson og Þóreyju Gylfadóttur frá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins. Þau ætla að segja okkur frá fræðslustarfi á vegum miðstöðvarinnar; jafningjafræðslu bænda og loftslagsvænum landbúnaði, og við fáum aðeins að heyra af því hvað grænlenskur, færeyskur og íslenskur landbúnaður eiga sameiginlegt. Tónlist þáttarins: Ég er jólakötturinn Elín Ey - Always a reason

    Undirróðursherferðir erlendra ríkja, innihaldslýsing á M&M og staða leiðsöguhunda

    Play Episode Listen Later Oct 9, 2025 58:15


    Upplýsingaóreiða, ógagnsæir algóritmar samfélagsmiðla og djúpfalsanir, sem og áskoranir í aðdraganda kosninga eru meðal þess sem erlend ríki notfæra sér í undirróðursherferðum sínum hér á Íslandi og annars staðar. Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar ætlar að fræða okkur um þetta og segja okkur frá því hvernig við Íslendingar og löndin í kringum okkur eru að bregðast við. Hvað er matur? Spyr Stefán Gíslason, umhverfisfræðingur, í pistli vikunnar. Hann rýnir í innihaldslýsingu á vinsælu sælgæti sem flest okkar þekkjum. Sextán leiðsöguhundar blindra eru starfandi á Íslandi í dag. Þeir bæta lífsgæði notenda sinna og auðvelda þeim að fara ferða sinna og njóta öryggis í daglegu lífi. Blindrafélag Íslands vinnur stöðugt að því að fjölga leiðsöguhundum í notkun, en þjálfun hvers hunds er bæði dýr og tímafrek. Kristinn Halldór Einarsson, framkvæmdastjóri Blindrafélagsins, kemur til okkar í lok þáttar til að fræða okkur um þetta starf og hvernig miðar áfram, en í dag er líka alþjóðlegi sjónverndardagurinn. Umsjón: Ástrós Signýjardóttir Tónlist þáttarins: Hörður Torfason - Ég leitaði blárra blóma Leonard Cohen - Bird on the wire Hildur Vala - Komin alltof lang GÓSS - Eitt lag enn

    Þegar mamma mín dó, Kriðpleir og Herv-K prótínið

    Play Episode Listen Later Oct 8, 2025 55:00


    Þegar mamma mín dó er nýútkomin bók rithöfundarins og doktorsnemans Sigrúnar Ölbu Sigurðardóttur. Í bókinni lýsir hún þeirri reynslu að fylgja dauðvona móður sinni gegnum veikindi og sitja við hlið hennar við andlátið. Við heyrum viðtal við Sigrúnu Ölbu og fáum að vita meira um missinn og skrifin um hann. Við rifjum upp eldra viðtal úr safni Samfélagsins, þar sem fjallað var um vinnustofu leikhópsins Kriðpleir undir yfirskriftinni Efsta hillan, þar sem þátttakendur voru beðnir um að mæta með krukkur eða sósutúpur sem höfðu dagað upp í ísskápnum. Þá kemur að vísindaspjalli Samfélagsins. Edda Olgudóttir ætlar að fræða okkur um rannsókn á byggingu á prótíni sem heitir Herv-K, í vísindaspjalli vikunnar. Hún kemur til okkar í lok þáttar. Umsjón: Elsa María Guðlaugs Drífudóttir Tónlist: Moon River - Frank Sinatra Andalúsía - JÓNFRÍ

    Þjóðsögukistan, umhverfissálfræði og Grænn dagur

    Play Episode Listen Later Oct 7, 2025 57:33


    Þjóðsögukista heimsins er opnuð í hlaðvarpsþáttum í umsjón Ingibjargar Fríðu Helgadóttur. Sögurnar eru alls konar, sumar fyndnar, aðrar fróðlegar, sumar alveg út í hött og enn aðrar svolítið hræðilegar eða draugalegar. Þjóðsögurnar eru frá ýmsum heimshornum og Ingibjörg Fríða ætlar að setjast hjá okkur og segja okkur allt um Þjóðsögukistuna. Páll Líndal, umhverfissálfræðingur, fjallar um rannsóknir í umhverfissálfræði og hvernig fólk skynjar og túlkar umhverfi sitt í sínum vikulega pistli. Í lok þáttar heyrum við viðtal við Daníel Sæberg. Daníel missti son sinn, Jökul Frosta, af slysförum þegar hann var fjögurra ára. Daníel hefur heiðrað minningu Jökuls Frosta með því að halda Grænan dag og tilgangurinn er að safna fjármagni fyrir börn og unglinga í sorg. Tónlist þáttarins: Ævilangt / GDRN A Horse With No Name / America High heels / Júníus Meyvant Umsjón: Elsa María Guðlaugs Drífudóttir

    Hrognkelsi gegn laxalús, 60 ára gömul verðlaunaritgerð og vellíðan í starfi

    Play Episode Listen Later Oct 6, 2025 59:17


    Hrognkelsi hafa nýst vel í baráttunni við laxalúsina en lúsin er eitt stærsta vandamál laxeldis. Nýverið fór fram stór fiskeldisráðstefna í Hörpu þar sem laxeldisbændur, bæði á Íslandi og í Færeyjum, sögðu frá reynslu sinni af laxalús. Andri Rúnar Sigurðsson, frá Benchmark Genetics Iceland ætlar að segja okkur allt um þetta. Helga Lára Þorsteinsdóttir, safnastjóri RÚV, ætlar að rifja upp með okkur 60 ára gamalt barnaefni sem hét “börnin skrifa.” Þátturinn var í umsjón séra Bjarna Sigurðssonar prests og við fáum að heyra hann lesa upp úr verðlaunaritgerð 9 ára stúlku. Við verjum stórum hluta ævinnar á vinnustaðnum og áhrif vinnunnar ná langt út fyrir skrifborðið. Dagana 6.–10. október 2025 verður haldin alþjóðleg vika tileinkuð hamingju og vellíðan í starfi. Ingrid Kuhlman, leiðbeinandi hjá Þekkingarmiðlun, kom til okkar og gaf okkur hugmyndir til að bæta vellíðan í starfi. Umsjónarmenn þáttarins: Ástrós Signýjardóttir og Elsa María Guðlaugs Drífudóttir. Tónlist þáttarins: PRINS POLO - Líf ertu að grínast. BJÖRGVIN & HJARTAGOSARNIR - Þetta reddast allt.

    Kenna haflæsi í gegnum leiklist, áhrif samfélagsmiðla á stráka og fjárhættuspilahegðun ungmenna

    Play Episode Listen Later Oct 3, 2025 56:48


    Þáttur dagsins var allur tileinkaður Menntakviku sem fer fram í Háskóla Íslands 2-4.október. Sjávarsögur til að stuðla að haflæsi í gegnum leiklist er málstofa sem Jóna Guðrún Jónsdóttir og Rannveig Björk Þorkelsdóttir leiða. Verkefnið snýst um haflæsi og vaxandi þörf til að auka vitund og fræðslu um hafið innan skólasamfélagsins. Jóna Guðrún og Rannveig Björk ætla að segja okkur allt um það hvernig þær nýta leiklist til að auka þekkingu á hafinu. Hvernig nota börn samfélagsmiðla og hvaða áhrif hafa samfélagsmiðlar? Þórður Kristinsson, doktorsnemi á menntavísindasviði, er einn þeirra sem er með erindi á Menntakvikunni. Erindi hans fjallar um stráka og samfélagsmiðla, en strákar fá annan veruleika inn á sína miðla en stelpur og önnur skilaboð um hlutverk kynjanna. Þórður ætlar að segja okkur frá þessu. Fjárhættuspilahegðun hjá ungmennum á Íslandi hefur aukist mikið samkvæmt niðurstöðum alþjóðlegu ESPAD rannsóknarinnar. Ragný Þóra Guðjohnsen er með erindi á Menntakviku um niðurstöðurnar, hvað útskýrir þessa aukningu og hvað við getum gert, sem samfélag, til að sporna við aukinni fjárhættuspilahegðun.

    Endurheimt votlendis, ný löggjöf um gervigreind og sjálfboðaliðar kenna íslensku

    Play Episode Listen Later Oct 2, 2025 59:08


    Verkefnið Peatland lifeline snýr að endurheimt votlendis og stuðningi við líffræðilegan fjölbreytileika. Verkefnið er styrkt af LIFE sjóðnum og Landbúnaðarháskóli Íslands leiðir það. Verkefnið hófst formlega fyrir mánuði síðan og er eitt umfangsmesta verkefni sem Landbúnaðarháskólinn hefur stýrt. Jóhanna Gísladóttir, lektor, kom til okkar og sagði okkur frá þessu áhugaverða verkefni. Hver ætlar að stýra gervigreindinni? Þessi spurning hefur oft ratað á borð löggjafa um heim allan, en nú hefur Kalifornía samþykkt lagafrumvarp um aukið gagnsæi og ábyrgð hjá stórum tæknifyrirtækjum sem þróa gervigreind. Eyrún Magnúsdóttir, gervigreindarfréttaritari Samfélagsins, kom og ræddi þessa löggjöf. Rauði krossinn býður flóttafólki upp á ýmis verkefni til stuðnings íslenskunámi þeirra víða um land. Í Árskógum hefur í fjögur ár verið boðið upp á hópkennslustundir sem leiddar eru af reyndum kennurum í sjálfboðaliðastarfi. Samfélagið fékk að fylgjast með kennslustund og fá að heyra meira um starfið. Tónlist þáttarins: VILHJÁLMUR VILHJÁLMSSON - Lítill Fugl. EDDIE VEDDER - Society. SIGURÐUR GUÐMUNDSSON - Orðin mín

    Netsamskipti ungmenna, vika einmanaleika og Aldin loftslagsvá

    Play Episode Listen Later Oct 1, 2025 59:22


    Óttar Guðbjörn Birgisson varði doktorsritgerð sína, í íþrótta-og heilsufræði við Háskóla Íslands, á dögunum. Rannsókn hans snéri að netsamskipum og heilsu ungmenna. Óttar Guðbjörn sagði okkur frá helstu niðurstöðum. Margir upplifa sig einmana í nútíma samfélagi. Vika einmanaleikans er vitundarvakning Kvenfélagasambands Íslands gegn einsemd og einmanaleika. Hvað getum við gert til þess að draga úr einmanaleika og þarf mikið til? Þær Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir hjúkrunarfræðingur og Jenný Jóakimsdóttir frá Kvenfélagssambandi Íslands komu til okkar á til þess að ræða um þetta. Aldin, gegn loftslagsvá, er hreyfing fólks sem er komið á þriðja aldursskeiðið. Á fáeinum árum hefur hópurinn orðið áberandi meðal umhverfishreyfinga í landinu. Aldin er tilnefnt til umhverfisverðlauna Norðurlandarás í ár og þau ætla að deila með okkur hugleiðingum sínum og markmiðum.

    Aðstoð eftir afplánun, smáforrit fyrir heilsuna og vísindaspjall

    Play Episode Listen Later Sep 30, 2025 59:27


    Aðstoð eftir afplánun er verkefni á vegum Rauða krossins og er ætlað að hjálpa föngum við ýmislegt er varðar daglegt líf og þær breytingar sem verða við það að ljúka afplánun. Pétur Kristófersson er sjálfboðaliði í verkefninu og ætlar að deila með okkur sinni reynslu. Mikilvægi mataræðis og svefns þegar kemur að bættri líðan verður varla ofmetið. Life Track er íslenskt smáforrit sem hefur náð mikilli útbreiðslu meðal fjölbreytts hóps fólks á stuttum tíma. Ingi Torfi Sverrisson, eigandi Life Track, ætlar að segja okkur frá forritinu og hvernig það varð til. Í lok þáttar er svo komið að vísindahorninu - vísindamiðlari Samfélagsins, hún Edda Olgudóttir kemur til okkar og ætlar að tala um lífplast og möguleikana í kringum það. Tónlist þáttarins: Helgi Björnsson - Það bera sig allir vel Lightouse Family - High Vilhjálmur og Ellý Vilhjálms - Ramóna Gréta Mjöll - Ó María

    Íslenskir frumkvöðlar, falin skýrsla í Þjóðskjalasafninu og dans fyrir alla í Danslistarskóla JSB

    Play Episode Listen Later Sep 29, 2025 57:44


    Hlutverk KLAK er að stækka og styðja við samfélag frumkvöðla á Íslandi með það að markmiði að fjölga sprotafyrirtækjum. Nýverið lauk Startup Supernova verkefninu, sem leitast við að byggja upp viðskiptalausnir fyrir alþjóðamarkað. Haraldur Bergvinsson og Freyr Friðfinnsson, starfsmenn KLAK, kíkja til okkar. Svo bregðum við okkur í heimsókn í Þjóðskjalasafnið. Í dag ætlum við að heyra um skýrslu sem var afhent forsætisráðherra í október 1939. Efni skýrslunnar er kynnisferð þáverandi flugmálaráðunauts til Danmerkur og Þýskalands það sama ár, og tillögur hans varðandi lögreglumál. Skýrslunni var hinsvegar stungið undir stól og við fáum að heyra allt um hvers vegna hér á eftir. Jassballett fyrir fötluð börn er nám sem er kennt í Danslistarskóla JSB í Lágmúlanum. Tímarnir hafa verið í boði í á þriðja vetur og hafa gefist vel. Dansgleði og hreyfifærni barnanna er virkjuð í gegnum leik og dans og nemendurnir taka þátt í stórum sýningum í Borgarleikhúsinu í lok skólaársins. Lilja Helgadóttir, danskennari, segir okkur frá náminu. Tónlist þáttarins: SIGURÐUR GUÐMUNDSSON & MEMFISMAFÍAN - Þú ert þar (ásamt Sigríði Thorlacius). NÝDÖNSK - Flugvélar. THE MAMAS AND THE PAPAS - California Dreamin.

    Dauðakaffi, hvað býr að baki gervigreind? og það nýjasta úr heimi konungsfjölskyldna

    Play Episode Listen Later Sep 26, 2025 58:42


    Er dauðinn tabú sem umræðuefni í nútímasamfélagi? Vikulega hittist fólk í Langholtskirkju í grafarspjalli þar sem dauðinn er ræddur á ýmsan hátt. Alda Lóa Leifsdóttir kom til okkar og sagði okkur frá dauðakaffi - þar sem má ræða allt sem tengist dauðanum. Með aukinni notkun á gervigreind eru margir að velta fyrir sér hvernig hún virkar? Hvaða stærðfræði er það sem gervigreindin byggir á? Hafsteinn Einarsson, dósent í tölvunarfræði við HÍ, svaraði nýverið spurningu þessu tengdu á Vísindavefnum og hann ætlar að útskýra þetta allt fyrir okkur. Konungsfjölskyldur eru merkilegt menningarfyrirbæri sem eru stöðugt í sviðsljósinu og vekja sífellt áhuga. Guðný Ósk Laxdal kom til okkar og segja okkur það nýjasta úr heimi konungsfjölskyldna. Tónlist þáttarins: NÝDÖNSK - Ég ætla að brosa. Hipsumhaps - Lífið sem langar í

    Mikilvægi geðræktar, villt náttúra og 40 ára afmæli Alzheimersamtakanna

    Play Episode Listen Later Sep 25, 2025 55:00


    Af hverju ættum við að stunda geðrækt eins og við stundum líkamsrækt? Er hægt að rækta eða styrkja geðið? Við ræðum við Sigrúnu Þóru Sveinsdóttur sérfræðing í geðrækt hjá Embætti landlæknis um geðrækt og fimm leiðir að vellíðan. Stefán Gíslason, umhverfisfræðingur, líkir villtri náttúru við spægipylsu í pistli vikunnar. Alzheimersamtökin fagna fjörutíu ára afmæli í ár og af því tilefni var haldin ráðstefna um liðna helgi. Samfélagið hitti Guðlaug Eyjólfsson, framkvæmdastjóra samtakanna, sem fór yfir sögu samtakanna, og hvað hefur áunnist í baráttunni við Alzheimer í þau 40 ár sem samtökin hafa verið starfandi.

    Raddheyrarar, börn foreldra með geðræn vandamál og koffínneysla unglinga

    Play Episode Listen Later Sep 24, 2025 55:51


    Hearing Voices eru Landssamtök fyrir öll sem heyra raddir, sjá sýnir eða hafa aðrar óhefðbundar upplifanir og áhugafólk. Grétar Björnsson félagsfræðingur og starfsmaður hjá Hugarafli og Rakel Björk Haraldsdóttir sem hefur reynslu af því að heyra raddir - koma til okkar og segja okkur nánar frá samtökunum. og hvað það er að heyra raddir? Eitt af hverjum fimm börnum elst upp hjá foreldri með geðrænan vanda og það skiptir miklu máli fyrir barn, sem á foreldri með geðsjúkdóm, að hafa einhvern í nærumhverfi sem styður við það. Samfélagið hitti Sigríði Gísladóttur, framkvæmdastjóra samtakanna Okkar heimur, og fékk að fræðast um samtökin og stöðu þeirra barna sem alast upp við þessar aðstæður. Matarvenjur sem myndast í æsku fylgja oft einstaklingum út lífið og geta haft á langtímaheilsu. Hvað vitum við t.d. um áhrif koffíns á heilsu ungmenna? Fyrsti fundur í fundaröðinni Heilsan okkar fer fram í fundarsal Þjóðminjasafnsins á föstudaginn klukkan hálf tólf. Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor í næringarfræði við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands ætlar að segja okkur frá Koffín neyslu, fæðuvali og svefni unglinga. Tónlist þáttarins: LAUFEY - Street by street. KK OG MAGNÚS EIRÍKSSON - Sestu Hérna Hjá Mér Ástin Mín.

    Vináttutengsl barna, notkun sýndarveruleika í rannsóknum og umhverfisáhrif íslenskra fæðukerfa

    Play Episode Listen Later Sep 23, 2025 59:12


    Sýn og reynsla barna af vináttu og lausn ágreiningsmála er efni nýrrar rannsóknar Maritar Davíðsdóttur, aðjúnkts við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og annars eiganda Gleðiskruddunnar, og Eyrúnar Maríu Rúnarsdóttur dósents. Styðjandi og traust vinatengsl barna draga úr einmanaleika og ýta undir félagsfærni. Aðstoð foreldra, og eldri systkina, við að leysa úr ágreiningsmálum er mikilvæg. Samfélagið hitti þær Marit og Eyrúnu og fékk að heyra um þessa áhugaverðu rannsókn og niðurstöður hennar. Páll Líndal sagði okkur frá því hvernig sýndarveruleiki nýtist í rannsóknum á tengslum fólks við umhverfi sitt. Í lok þáttar ræddi Samfélagið við Ólaf Ögmundarson, dósent við matvæla-og næringafræðideild Háskóla Íslands, um stóra rannsókn á umhverfisáhrifum íslenskra fæðukerfa. Íslensk fæðukerfi og íslensk neyslumynstur voru skoðuð út frá umhverfislegri, efnahagslegri og samfélagslegri sjálfbærni. Tónlist þáttarins: LAY LOW - Gleðileg blóm

    Mönnunarvandi í heilbrigðiskerfinu, opnun Vesturbæjarlaugar 1961 og agnir í straumiðu

    Play Episode Listen Later Sep 22, 2025 58:31


    Launasetning háskólamenntaðra á opinberum vinnumarkaði er hvað lægst hjá heilbrigðisstéttum. Hvaða áhrif hefur langtíma undirmönnun á gæði heilbrigðisþjónustu? Steinunn Bergmann formaður Félagsráðgjafafélags Íslands og Laufey Elísabet Gissurardóttir, formaður Þroskaþjálfafélags Íslands komu til okkar í spjall og rýndu í stöðuna. Helga Lára Þorsteinsdóttir, safnstjóri RÚV, fræðir okkur um sögu Vesturbæjarlaugar í Reykjavík. Laugin hefur nokkuð oft verið lokuð undanfarið vegna viðhalds og viðgerða. Í safni RÚV er að finna upptökur frá því að sagt var frá opnun laugarinnar í fréttum árið 1961. Allt í kringum okkur eru agnir; ryk, veirur, frjókorn, sót. Þessar agnir hreyfast í lofti eða vatni - en hvernig? Björn Birnir, stærðfræðiprófessor og vísindamaður við Santa Barbara-háskóla í Kaliforníu, varpar í nýrri rannsókn ljósi á hvernig þessar agnir hreyfast í straumiðu. Sú þekking getur haft mikla praktíska þýðingu, svo sem fyrir flugöryggi, gerð veðurspáa eða viðbrögð við smitsjúkdómum. Tónlist þáttarins: ELLEN KRISTJÁNSDÓTTIR - Íslenskt vögguljóð á hörpu. STING - Fragile

    Evrópskar sjálfsmyndir, Umhverfisráðherra um vernd hafsins, Dýraspjall með Veru

    Play Episode Listen Later Sep 19, 2025 55:00


    Málþing um mikilvægi og áhrif evrópsks menningarsamstarfs er haldið í dag og þar er meðal annars verið að kynna verkefni um framleiðslu tíu stuttmynda frá jaðri Evrópu. Meðal umfjöllunarefna eru skynsegin sjálfsmyndir í íslensku landslagi. Dögg Sigmarsdóttir segir okkur frá þessu. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis- orku og loftslagsráðherra, segir Ísland ekki hafa staðið sig nógu vel í að vernda hafið. Hann vill byrja á að vernda ónýtt svæði utarlega í efnahagslögsögunni. Ísland hefur skuldbundið sig til að vernda 30% hafsvæða við landið fyrir árið 2030 - stökkið er ansi hátt, því í dag nýtur einungis um 0,07% lögsögunnar formlegrar verndar. Vera Illugadóttir kemur í dýraspjall í lok þáttar og segir okkur frá hinum háðsku Ignóbelsverðlaunum, sebrahestar koma þar eitthvað við sögu. Tónlist í þættinum: Norah Jones - Those Sweets Words. Ríó Tríó - Dýrið gengur laust. Nýdönsk - Fullkomið farartæki.

    Guðmundur í Brim um botnvörpuveiðar, staða skákkennslu og virkni eldra fólks

    Play Episode Listen Later Sep 18, 2025 56:15


    Við höldum áfram að fjalla um botnvörpuveiðar og áhrif þeirra, ástand hafsins við Ísland og áform stjórnvalda um að ná verndarsvæðum í hafi úr 1,6% lögsögunnar í 30% fyrir árið 2030. Liður í slíkri umfjöllun hlýtur að vera að heyra í forsvarsmönnum sjávarútvegsins - við ræðum hafið við Guðmund Kristjánsson, forstjóra Brims sem ætlaði aldrei að koma nálægt trollum - enda alinn upp af línufólki. Hann gagnrýnir aukið sérfræðingaveldi, vill að stjórnvöld treysti sjómönnum og sjávarútvegsfyrirtækjum og þau fái aukna aðkomu að ákvörðunum um greinina og umhverfi hennar. Skák hefur heltekið marga í gegnum árin og fegurð íþróttarinnar ekki síst fólgin í því hve vel hún hentar öllum. Með tækniþróun hafa orðið breytingar á skákkennslu og eftir Covid varð aukning meðal þeirra sem sækja sér kennslu og mæta á skákmót. Samfélagið hitti Gauta Pál Jónsson, ritstjóra og skákkennara og fræddist um stöðu skákíþróttarinnar. Harpa Þorsteinsdóttir, lýðheilsufulltrúi Reykjavíkurborgar, ætlar að koma til okkar í lok þáttar og segja okkur allt um virkniþing fyrir eldra fólk sem fer fram í Ráðhúsinu á morgun. Á þinginu verður kynnt fjölbreytt heilsueflandi þjónusta og afþreying. Tónlist í þættinum: Ásgeir Trausti - Stardust. Ljótu hálfvitarnir - Sonur hafsins. Eivör Pálsdóttir - Við gengum tvö.

    Áhrif botnvörpuveiða, börn með matvendni og nýjar rannsóknir á krabbameinsstofnfrumum

    Play Episode Listen Later Sep 17, 2025 55:00


    Í heimildarmynd Davids Attenboroughs um hafið er mikið fjallað um möguleika þess til að milda áhrif loftslagsvandans - en slæm meðferð á hafinu og einkum hafsbotninum getur aukið á vandann. Botnvörpuveiðar valda raski á hafsbotni og þetta rask veldur losun gróðurhúsalofttegunda. En hversu mikil er þessi losun? Er fiskur kannski ekki jafn loftslagsvæn fæða og talið var? Þessu eiga vísindamenn erfitt með að svara. Matarvenjur fólks eru margbreytilegar eftir heimsálfum, menningu og siðum í landi hverju. Mismunandi er hvaða matar kröfur eru gerðar til barna eftir því hvar þau búa í heiminum og hvað foreldrar ætlast til að þau borði. Margir uppalendur hafa áhyggjur af matarvenjum barna sinna, hvort einhverjar fæðutegundir skorti í mataræðið eða ef börnin eiga erfitt með að samþykkja nýjar fæðutegundir. Samfélagið kíkti í heimsókn til Sigrúnar Þorsteinsdóttur, barnasálfræðings og fræddist um matvendni. Í lok þáttar kom Edda Olgudóttir til okkar og segja okkur frá nýrri rannsókn á krabbameinsstofnfrumum. Tónlist í þættinum: EYÞÓR INGI & LAY LOW - Aftur Heim Til Þín. THE RONETTES - Be My Baby. SÍÐAN SKEIN SÓL - Ég Stend Á Skýi.

    Geðlestin, þróun og áhrif veiðarfæra og hvenær lærðu Íslendingar að skrifa?

    Play Episode Listen Later Sep 16, 2025 59:31


    Í gulum september, sem nú stendur yfir, er lögð áhersla á að auka meðvitund fólks um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna með kærleika, aðgát og umhyggju að leiðarljósi. Í tilefni af gulum september ætla landssamtökin Geðhjálp að ferðast um landið með geðlestina. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, kom í spjall. Stór hluti þess afla sem er sóttur í hafið við Ísland er veiddur með botnvörpu, veiðarfærum sem hafa sætt gagnrýni undanfarið, eftir mynd breska fjölmiðlamannsins Davids Attenborough um hafið. Haraldur Arnar Einarsson, fiskifræðingur hjá Hafró og sérfræðingur hjá Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, hefur rannsakað þróun veiðarfæra og áhrif þeirra á náttúruna. Öll veiðarfæri valda skaða, enda hönnuð til að drepa og öll geta þau valdið viðbótarskaða á lífríkinu. Skaðinn af völdum botnvarpa á Íslandi er víða löngu skeður. Hvenær lærðu Íslendingar að skrifa og jafngildir það að geta párað eða klórað því að vera skrifandi? Erla Hulda Halldórsdóttir, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, svaraði þessum spurningum nýlega á Vísindavefnum. Hún ræðir við okkur um skriffærni almennings á öldum áður og mótlæti sem fátækar stúlkur sem vildu læra að draga til stafs mættu - langamma hennar þar á meðal. Tónlist í þættinum: Ómar Ragnarsson - Kossar, sætari en vín. Una Torfadóttir - Það sýnir sig (Studio RUV). Helga Möller - Ort í sandinn.

    Vernd íslenskra hafsvæða, dulúðlegar fjalir á Þjóðskjalsafninu og rannsókn á fjölmiðlanotkun

    Play Episode Listen Later Sep 15, 2025 56:39


    Fyrir árið 2030 hyggjast íslensk stjórnvöld tryggja vernd 30% hafsvæða við Ísland. Þetta er stórt stökk því í dag er bara örlítið brot af hafinu við Ísland verndað. Snjólaug Árnadóttir, dósent við Lagadeild HR og forstöðumaður Sjálfbærni- og loftslagsréttarstofnunar Háskólans í Reykjavík, ætlar að ræða við okkur um hafréttarmál en það er allur gangur á því hvort alþjóðasáttmálar um vernd hafsins eru bindandi eða ekki og misjafnt hversu skýrar kröfur þeir gera til aðildarlanda. Þjóðskjalasafn Íslands varðveitir heimildir um sögu landsins og þróun byggðar og mannlífs. Þar má meðal annars finna heimildir um fjalir sem varðveittar eru á Þjóðminjasafni Íslands. Fjalirnar komu til safnsins 1924 og voru lengi sveipaðar dulúð vegna myndefnisins sem var á þeim. Fjórir af hverjum tíu í heiminum segjast forðast að neyta frétta, stundum eða oft, samkvæmt árlegri könnun á fjölmiðlanotkun sem nær til 48 landa. Þetta hlutfall hefur hækkað um ellefu prósentustig frá árinu 2017. Þátttakendur í könnuninni segjast jafnvel úrvinda yfir miklu magni frétta og umfjöllun oft of neikvæð. Við ræddum þessar niðurstöður við Skúla Braga Geirdal fjölmiðlafræðing.

    Iðnaðarúrgangi breytt í hönnun, ný barkarbjöllutegund ógnar ungplöntum, dökkar hliðar gervigreindarinnar

    Play Episode Listen Later Sep 12, 2025 57:47


    Árið 2024 umbreytti hönnunarfyrirtækið FÓLK Reykjavík 14,5 tonnum af iðnaðar- og neytendaúrgangi í verðmætar hönnunarvörur. Blómavasar, veggljós, bakkar og púðar voru búin til úr afgangssteini-, gleri og textíl sem annars hefði farið til spillis, endað í landfyllingu eða verið brennt með tilheyrandi umhverfiskostnaði. Við ræðum við Rögnu Söru Jónsdóttur, stofnanda og framkvæmdastjóra Fólk Reykjavík. Ný skordýr eru stöðugt að skjóta upp kollinum hér á landi. Samfélagið hefur áður heimsótt skordýrafræðingana Brynju Hrafnkelsdóttur og Matthías Alfreðsson á Mógilsá - þar sem þau leggja gildrur og rannsaka landnám nýrra skordýra. Birkitré víða um land eru til dæmis í betra ástandi núna vegna landnáms sníkjuvespu sem er óvinur birkiþélunnar sem hefur leikið birkið grátt síðustu ár. Þau Matthías og Brynja hafa svo undanfarið ár fylgst með landnámi barkarbjöllutegundar, sem þau töldu saklausa í fyrstu - en annað hefur nú komið á daginn. Við heyrum allt það nýjasta úr heimi skordýranna. Djúpfalsanir eru ein af dökku hliðum gervigreindar. Með aðstoð tækninnar er hægt að falsa myndir og myndbönd á afar sannfærandi hátt. Stærstur hluti djúpfalsana er klám og helstu fórnarlömb djúpfalsana eru konur, ekki bara frægar konur heldur hver sem er sem á mynd af sér á netinu. Eyrún Magnúsdóttir, blaðamaður og gervigreindarfréttaritari Samfélagsins, kemur til okkar á eftir og ræðir um gervigreind og kvenfyrirlitningu sem birtist í djúpfölsunum. Tónlist í þættinum: DOLLY PARTON - Coat Of Many Colours. PRINS PÓLÓ - París Norðursins.

    Minnkandi arðsemi menntunar, ástríða fyrir íþróttakennslu og uppfinning sem eyðir plastrusli

    Play Episode Listen Later Sep 11, 2025 58:21


    Borgar sig að vanmeta menntun? var yfirskrift málþings sem fór fram í Grósku í byrjun vikunnar. Arðsemi háskólanáms á Íslandi hefur dregist saman um helming frá árinu 2008, samkvæmt nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands sem unnin var fyrir BHM. Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM, segir okkur frá helstu niðurstöðum. Íþróttakennsla barna í grunnskólum hefur tekið breytingum þau fjörutíu ár sem Erla Gunnarsdóttir hefur sinnt kennslu. Erla hóf störf sem íþróttakennari í Seljaskóla í Breiðholti á níunda áratug síðustu aldar en flutti sig yfir í Hamraskóla í Grafarvogi þegar sá skóli opnaði árið 1991. Samfélagið hitti Erlu í Hamraskóla á dögunum og hún segir okkur frá upplifun sinni af því að kenna börnum íþróttir og sund í gegnum árin og sínu hlutverki sem kennara, sem hún segir best lýst sem heilsuþjálfara. Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur og pistlahöfundur Samfélagsins, greinir frá nýrri uppgötvun sem getur reynst vel, bæði í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og í baráttunni gegn plastmengun. Tónlist í þættinum: JOHNNY CASH - I Walk The Line. KATRINA AND THE WAVES - Walking On Sunshine.

    Skólar farnir á fullt eftir sumarfrí, hafsbotninn við Ísland kortlagður og rannsókn á Parkinson sjúkdómi

    Play Episode Listen Later Sep 10, 2025 57:10


    Hvað vitum við um lífríkið á hafsbotninum umhverfis Ísland? Þekking vísindamanna er gloppótt og sömuleiðis vitneskja um áhrif botnvörpuveiða á þetta lífríki. Í sumar hitti Samfélagið Steinunni Hilmu Ólafsdóttur, sjávarlíffræðing, um borð í nýja hafrannsóknaskipinu, Þórunni Þórðardóttur. Steinunn Hilma var á leið í nokkurra vikna siglingu til að rannsaka lífríki hafsbotnsins við Ísland og sagði okkur frá rannsóknaraðferðunum, stöðu þekkingar og hvað henni finnst um þá útreið sem botnvörpuveiðar fá í nýjustu mynd Davids Attenborough, Ocean. Skólar landsins eru fullir af lífi á ný eftir sumarfrí og í þættinum ætlum við að fá innsýn inn í vinnudag kennara. Atli Rafnsson er umsjónarkennari við Setbergsskóla í Hafnarfirði. Við fylgdum honum eftir einn vinnudag, frá því hann mætti hjólandi til vinnu að morgni og þar til hann gekk inn í síðustu kennslustund dagsins. Edda Olgudóttir, vísindamiðlari Samfélagsins, kom í þáttinn og sagði okkur frá nýrri rannsókn á Parkinson sjúkdómnum. RÚNAR JÚLÍUSSON - Hamingjulagið. Mitchell, Joni - Little Green. FRIÐRIK DÓR - Ekki stinga mig af.

    Framlag atvinnulífsins til loftslagsmála og staðleysa í borgum

    Play Episode Listen Later Sep 9, 2025 27:40


    Grænvangur er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda í loftslagsmálum. Ársfundur samtakanna fór fram á dögunum. Við ræðum við Nótt Thorberg, forstöðumann Grænvangs, um getu atvinnulífsins til að leggja sitt af mörkum í loftslagsmálum, helstu hindranir og sóknarfæri og samstarfið við stjórnvöld. Páll Líndal veltir í pistli dagsins fyrir sér staðaranda, staðleysu og Disney-væðingu og setur í samhengi við fyrirhugaða uppbyggingu gamla Slippssvæðisins í Vesturbugt í Reykjavík.

    Bókasafnsdagurinn og 60 ára gömul frægðarför körfuboltalandliðsins til Bandaríkjanna

    Play Episode Listen Later Sep 8, 2025 58:00


    Bókasafnsdagurinn er haldinn í borgarbókasafninu í Kringlunni í dag. Þema dagsins er lestur er bestur - fyrir sálina. Guttormur Þorsteinsson, bókavörður, segir okkur allt um dagskrána á bóksafninu í dag. Við heyrum söguna af því þegar íslenska körfuboltalandsliðið fór næstum því á fund Bandaríkjaforseta, á sjöunda áratug síðustu aldar. En Evrópumótið í körfubolta fer nú fram í Kýpur, Finnlandi, Póllandi og Lettlandi. Íslenska landsliðið hefur lokið sinni keppni á mótinu en það var í árslok 1964 sem íslenskt körfuboltalandslið hélt til Bandaríkjanna og Kanada í sína fyrstu keppnisferð erlendis. Í skjalasafni íslenska sendiráðsins í Washington, sem varðveitt er í Þjóðskjalasafni, er að finna bréf sem voru send í aðdraganda þessarar ferðar. Heiðar Lind Hansson, safnvörður á Þjóðskjalasafninu, segir okkur frá þessum skjölum. Einar Gunnar Bollason var einn þeirra leikmanna landsliðsins sem fór í þessa ferð. Einar varð síðar landsliðsþjálfari, formaður Körfuknattleikssambands Íslands og hefur starfað víða tengt körfuboltanum. Hann deilir endurminningum sínum tengdum ferðinni, meðal annars kynnum sínum af stórstjörnunni Diana Ross. Tónlist í þættinum: ELVIS PRESLEY - Only Fools Rush In. MUGISON - Haustdansinn. DIANA ROSS & THE SUPREMES - Stop in the name of love

    Húllumhæ í Borgarnesi: Hinseginhátíð Vesturlands og Brákarhátíð

    Play Episode Listen Later Jun 27, 2025 55:24


    Samfélagið sendi út frá hljóðveri Ríkisútvarpsins í Hjálmakletti í Borgarnesi og ræddi við forsvarsmenn hátíðanna tveggja sem setja svip sinn á bæinn um helgina, Hinseginhátíð Vesturlands og Brákarhátíð. Við skoðum úrvalið í Regnbogasjoppunni og Guðrún Steinunn Guðbrandsdóttir, forseti Hinsegin Vesturlands, og Hafþór Ingi Gunnarsson, formaður Hollvinasamtaka Borgarness, segja frá tilurð hátíðanna, mikilvægi þeirra fyrir samfélagið og helstu dagskrárliðum. Heiðrún Helga Bjarnadóttir, sóknarprestur í Borgarnesi, ræðir síðan um regnbogamessur, fræðslustarf kirkjunnar og mikilvægi þess að kirkjan og öll þau sem hafa rödd og vettvang til að láta í sér heyra standi með hinsegin samfélaginu. Tónlist í þættinum: HJÁLMAR - Áttu vinur augnablik. Franklin, Aretha - The masquerade is over. Bill Withers - Lean On Me. STJÓRNIN - Hleypum gleðinni inn. ARETHA FRANKLIN - I Say A Little Prayer.

    Meira um lífríkið við Mógilsá og endurvinnsla textíls

    Play Episode Listen Later Jun 26, 2025 55:00


    Við höldum áfram að rannsaka lífríkið við rannsóknarstöð Lands og skóga að Mógilsá í Kollafirði. Arnhildur Hálfdánardóttir slóst í maí í fyrra í för með þeim Brynju Hrafnkelsdóttur, skógfræðingi hjá Landi og skógi, og Matthíasi S. Alfreðssyni, skordýrafræðingi hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, sem vinna saman að því að rannsaka nýja landnema á borð við grenivefara og sniglanárakka. Þau skoða hvað hefur safnast í fiðrildagildrur og fallgildrur og veita okkur nýja innsýn í rannsóknir á skordýrum - sem geta svo sannarlega krafist mikillar þrautseigju og þolinmæði. Og síðan rifjum við upp heimsókn Samfélagsins í textílflokkunarmiðstöð Rauða krossins – meira um það á eftir.

    Vísindamenn flýja Bandaríkin, lífríkið við Mógilsá, DNA í lofti

    Play Episode Listen Later Jun 25, 2025 58:07


    Í gær fjölluðum við í Samfélaginu um aðför að loftslagsvísindum og vísindastofnunum í Bandaríkjunum og við höldum okkur á svipuðum nótum í dag. Umrót í vísindalandslagi Bandaríkjanna gæti haft víðtækari áhrif. Einar Mantyla, sérfræðingur í nýsköpun hjá Orkídeu – sem hefur fengist við svokallaða vísindalega nýsköpun um árabil – ætlar að setjast hjá okkur og ræða spekileka sem hefur lengi legið til Bandaríkjanna en gæti verið að snúast við. En síðan veltum við fyrir okkur lífríkinu við Mógilsá – Arnhildur Hálfdánardóttir hitti Brynju Hrafnkelsdóttur, skógfræðing, á förnum vegi og slóst í för með henni í rannsóknarleiðangur. Og að lokum kíkir Edda Olgudóttir við eins og hún gerir alla miðvikudaga. Hún er sérstakur vísindamiðlari Samfélagsins og ætlar í dag að fræða okkur um greiningar á DNA í andrúmslofti.

    Helíum og aðför að loftslagsvísindum

    Play Episode Listen Later Jun 24, 2025 58:00


    Við verðum á vísindalegum nótum í þætti dagsins og byrjum á að ræða um helín – eða helíum – lofttegund sem við þekkjum einna helst úr sautjánda-júní-blöðrum en gegnir einnig mikilvægu hlutverki í læknavísindum og vísindarannsóknum á hinu og þessu. En notkun okkar á þessari gastegund er langt umfram framleiðslu – þetta er takmörkuð auðlind sem við göngum á og erum mjög léleg í að endurnýta. Ágúst Kvaran, prófessor emeritus í eðlisefnafræði, kíkir í heimsókn hér í upphafi þáttar, segir okkur frá þessari gastegund og hvort við gætum einfaldlega klárað allt þetta helíum. Og síðan fáum við loftslagsspjall. Arnhildur Hálfdánardóttir fær til sín Halldór Björnsson, fagstjóra veðurs og loftslags hjá Veðurstofu Íslands til að ræða aðför að loftslagsvísindum og vísindastofnunum í Bandaríkjunum.

    Gervigreind og níkótínpúðar, lögregludagbók frá 1941

    Play Episode Listen Later Jun 23, 2025 59:24


    Fyrirtæki eru í auknum mæli farin að nýta gervigreind til að auka afköst, bæta sölustarf og ná betur til réttra markhópa – líka fyrirtæki sem fremleiða sígarettur. Þau veðja þó ekki lengur á retturnar heldur hafa fjárfest fyrir hundruð milljarða í níkótínpúðum og nýta tæknina til að koma þeim hraðar í hendur – og undir varir – ungra neytenda. Og síðan kíkjum við í heimsókn í Þjóðskjalasafn Íslands, þar sem Gunnar Örn Hannesson, fagstjóri skráninga hjá Þjóðskjalasafninu, skyggnist með okkur í dagbók lögreglunnar frá árinu 1941. Tónlist úr þættinum: VELVET UNDERGROUND - Pale Blue Eyes [Closet mix]. Lenker, Adrianne - Real House. Lúpína - Hvað varð um allt?.

    Vestasta grenjaskytta landsins og nýjar skordýrategundir

    Play Episode Listen Later Jun 20, 2025 59:08


    Í dag fjöllum við um refaveiðar. Samfélagið leggur leið sína til Patreksfjarðar, þar sem Gréta Sigríður Einarsdóttir, fréttamaður RÚV á Vesturlandi og Vestfjörðum, ræddi við grenjaskyttu sem starfar í gamla Rauðasandshreppi, vestasta odda landsins. Hann segir tilganginn ekki vera að útrýma refnum heldur halda fjölda þeirra í skefjum svo fuglalífið geti blómstrað. Og við höldum okkur í ríki dýranna. Undanfarin ár hefur fjöldi nýrra skordýrategunda numið hér land. Við ræðum við Matthías S. Alfreðsson, skordýrafræðing á Náttúrufræðistofnun Íslands, en hann vaktar þau smádýr sem hingað berast og er sérlegur áhugamaður um skógarmítla.

    Claim Samfélagið

    In order to claim this podcast we'll send an email to with a verification link. Simply click the link and you will be able to edit tags, request a refresh, and other features to take control of your podcast page!

    Claim Cancel