Samfélagið

Follow Samfélagið
Share on
Copy link to clipboard

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Leifur Hauksson og Ragnhildur Thorlacius.

RÚV


    • May 7, 2025 LATEST EPISODE
    • weekdays NEW EPISODES
    • 55m AVG DURATION
    • 2,604 EPISODES


    More podcasts from RÚV

    Search for episodes from Samfélagið with a specific topic:

    Latest episodes from Samfélagið

    Öruggari Vestfirðir, meiri ofanflóð og vísindaspjall

    Play Episode Listen Later May 7, 2025 59:03


    Samfélagið heilsar frá Sauðfjársetrinu á Ströndum, rétt hjá Hólmavík, þar sem Ríkislögreglustjóri og lögreglustjórinn á Vestfjörðum halda fund um öryggi Vestfjarða. Hér er saman komnir fjölmargir Vestfirðingar úr hinum og þessum kimum samfélagsins til að ræða helstu ógnir sem stafa að Vestfirðingum og hvernig hægt er að takast á við þær. Við fjöllum um fundinn og heyrum hvernig hægt verður að gera Vestfirði öruggari. Og síðan heyrum við í Bergþóru Kristinsdóttur, framkvæmdarstjóra þjónustusviðs hjá Vegagerðinni, sem við hittum á málþingi um ofanflóð sem haldið var á Ísafirði við byrjun viku. Að lokum fáum við til okkar Eddu Olgudóttur, vísindamiðlara Samfélagsins í Vísindaspjall. Tónlist úr þættinum: KK - Bein Leið. THE BEATLES - Good Day Sunshine.

    Samfélagið á Ofanflóði 2025 á Ísafirði

    Play Episode Listen Later May 6, 2025 55:00


    Samfélagið heilsar frá Ísafirði, þar sem málþingið Ofanflóð 2025 er haldið - þar sem margir helstu sérfræðingar um ofanflóð og ofanflóðvarnir eru saman komnir í Edinborgarhúsinu. Við ræðum við framsögufólk og gesti hér á málþinginu og fjöllum um stöðu ofanflóðvarna hér á Vestfjörðum, sem og á landinu öllu.

    Vímuefnaröskun, rafbílarafhlöður og vorið 1974

    Play Episode Listen Later May 5, 2025 59:14


    Í dag byrjum við þáttinn á umfjöllun um vímuefnaröskun, sem er einn alvarlegasti heilbrigðisvandinn sem við glímum við – samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. Röskunin er þó meðhöndlanleg og við eigum meðferðir sem virka – en röskunin einkennist ekki síst af bakföllum og hindranirnar sem blasa við þeim sem sækja sér meðferð eru margar. Erla Björg Sigurðardóttir, lektor í félagsráðgjöf og framkvæmdastýra á áfangaheimili fyrir konur, Helena Gísladóttir, dagskrárstjóri meðferðar Krýsuvíkursamtakanna og MA-nemi í félagsráðgjöf og Sara Karlsdóttir löggiltur áfengis og vímuefnaráðgjafi og dagskrárstjóri meðferðar hjá Hlaðgerðarkoti setjast hjá okkur og ræða um félagslega stöðu einstaklinga í langtíma meðferð vegna vímuefnaröskunar. Hvað á að gera við rafhlöðuna úr rafmagnsbílnum þegar hann er hættur að ganga? Rúnar Unnþórsson, prófessor í iðnaðar- og vélaverkfræði við Háskóla Íslands, leitar nú svara við því en búast má við að innan fárra ára hafi fallið til mikið af slíkum rafhlöðum sem vel gætu átt gott og farsælt framhaldslíf. Og í lok þáttar ætlar Helga Lára Þorsteinsdóttir, safnstjóri RÚV, að kíkja við og deila með okkur gullmola úr safni Ríkisútvarpsins. Tónlist úr þættinum: Bridgers, Phoebe - Motion sickness. Fleet Foxes - Battery Kinzie. Stuðmenn - Vorið.

    Heimsókn í neyslurými og upplifun sögunnar

    Play Episode Listen Later May 2, 2025 58:29


    Í dag heimsækir Samfélagið neyslurýmið Ylju í Borgartúni. Þar getur fólk 18 ára og eldra - sem notar vímuefni í æð komið og notað lyfin sín í hreinu og öruggu umhverfi - og fengið lágþröskuldarheilsbrigðisþjónustu. Við ræðum við starfsfólk Ylju í dag um hvernig reynslan hefur verið síðan Ylja opnaði í Borgartúni síðasta sumar - og við heyrum líka í skjólstæðingi Ylju sem segir okkur frá sinni reynslu af þjónustunni. Og síðan fáum við pistil frá Esther Jónsdóttur, pistlahöfundi Samfélagsins, sem fjallar í dag um hvað það þýði að upplifa söguna. Tónlist úr þættinum: Bon Iver - Re: Stacks. K.óla - Vinátta okkar er blóm. Aretha Franklin - Somewhere

    sam f heims borgart ylja
    Sýndarsjúklingar og fitusöfnun eftir miðjan aldur

    Play Episode Listen Later Apr 30, 2025 59:07


    Í dag verður nýtt færni- og hermisetur Háskóla Íslands og Landspítala opnað formlega. Setrið er í hálfgert æfingasjúkrahús þar sem nemendur HÍ og starfsfólk spítalans geta æft sig að sinna sýndarsjúklingum sem geta farið í hjartastopp, svitnað, blánað og veikst af öllum mögulegum sjúkdómum. Við kíktum í heimsókn í HERMÍS í Eirbergi á Landspítalasvæðinu og skoðuðum setrið ásamt Þorsteini Jónssyni – forstöðumanni – og Hrund Thorsteinsson – deildarstjóra menntadeildar Landspítalans. Edda Olgudóttir vísindamiðlari fjallar um fitusöfnun eftir miðjan aldur. Tónlist í þættinum í dag: Spalding, Esperanza - Let her. Laufey - Falling Behind.

    Áhrifavaldar barna, lífið í Róm og góða veðrið

    Play Episode Listen Later Apr 29, 2025 55:00


    Í gær var haldinn fræðslufundur fyrir foreldra þar sem kafað var ofan í heim snallsíma og samfélagsmiðla. Fundurinn bar heitið þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? og snerti meðal annars á áhyggjum sem hafa vaknað nýlega um samfélagsmiðlanotkun barna – ekki síst í kjölfar Netflix-þáttanna Adolescence. Nokkur hundruð manns mættu á fundinn, og í dag fáum við til okkar tvö þeirra sem stóðu fyrir honum, Daðeyju Albertsdóttur, sálfræðing hjá Geðheilsumiðstöð barna - HH og Domus Mentis Geðheilsustöð og Skúla Braga Geirdal sviðsstjóra Saft – Netöryggismiðstöðvar Íslands. Besta leiðin til að njóta lífsins í Róm kostar ekki neitt. Þetta segir Ingólfur Níels Árnason sem býr og starfar í Róm en Samfélagið hitti hann þar fyrir skömmu, rétt áður en Frans páfi lést á annan dag páska. Hann segir að ein mesta áskorunin við að samlagast ítölsku samfélagi hafi verið skólaganga barnanna hans og segir Rómverja vera með kolsvartan húmor sem Íslendingar geti tengt vel við. Og í lok þáttar fáum við pistil frá Páli Líndal umhverfissálfræðingi og pistlahöfundi Samfélagsins. Tónlist í þættinum í dag: Jovanotti - Ciao mamma Cos´é bonetti - Lucio Dalla Il paradiso della vita - La ragazza 77

    Landnámsskógur endurheimtur, gervigreind og sifjaspell á 18. öld

    Play Episode Listen Later Apr 28, 2025 59:10


    Í Skagafirði er unnið að því að endurheimta skóglendi, í Brimnesskógum, en þar var blómlegur skógur á landnámsöld. Steinn Kárason garðyrkjumeistari og umhverfishagfræðingur er frumkvöðull að þessu, hann kemur í þáttinn og segir okkur allt um þetta. Í síðustu viku fjölluðum við um mót gervigreindar og tónlistar – og veltum því fyrir okkur hver væri höfundur verks sem framleitt er af gervigreind. Í dag nálgumst við svipaðar spurningar frá allt annarri átt – frá sjónarhorni lögfræðinnar. Hvaða áhrif hefur þróun gervigreindar á höfundarétt? Hafliði K. Lárusson lögmaður kíkir til okkar og spjallar við okkur um gervigreind og lögfræði. Samfélagið gluggaði í dómskjöl úr safni Þjóðskjalasafnins - um sifjaspellsmál í Dalasýslu á 18. öld - þar sem ung kona, Kristín Bjarnadóttir, var dæmd til refsingar fyrir að eignast barn með stjúpföður sínum. Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skjalavörður á Þjóðskjalasafninu segir okkur frá máli Kristínar. Tónlist í þættinum í dag: Borges, Lô, Nascimento, Milton - Cravo e canela. Silvana Estrada - Chega de Saudada/No more blues

    Vika 17, stærðfræði og Kjötborg

    Play Episode Listen Later Apr 25, 2025 58:12


    Á bókasöfnum eru ekki bara bækur - heldur ýmislegt annað og kannski ættu þau að heita eitthvað annað en bókasöfn. Þessi vika er sú 17. á árinu, þetta er alþjóðleg vika heimsmarkmiðanna á bókasöfnum - og Hrönn Soffíu Björgvinsdóttir verkefnastjóri á Amtsbókasafninu á Akureyri kemur til okkar og segir okkur allt um það. Stærðfræði er alltumlykjandi. Nær allar tækninýjungar, sem hafa breytt lífi okkar, byggja á þessari fræðigrein - sem flestir gefa samt merkilega lítinn gaum í okkar daglega lífi. Sigurður Örn Stefánsson prófessor í stærðfræði við Háskóla Íslands sér stærðfræði í öllu og leiðir okkur í allan sannleika um undur og stórmerki stærðfræðinnar. Við Ásvallagötu í Reykjavík stendur verslunin Kjötborg. Bræðurnir Gunnar og Kristján Jónssynir standa þar vaktina alla daga vikunnar og hafa gert í áratugi. Gunnar segist hafa verið í búðarleik alla ævi en búðarstarfið í Kjötborg er meira en að bara afgreiða vörur og hefur sannarlega breyst á starfsævi bræðranna. Viktoría Hermannsdóttir kíkti í heimsókn í Kjötborg og spjallaði við Gunnar. Tónlist í þættinum í dag: Franklin, Aretha - I'm sitting on top of the world. Beyoncé - Jolene. Teitur Magnússon - Orna.

    Páfakjör, lífsgæði á efri árum og sjóveiki

    Play Episode Listen Later Apr 23, 2025 58:47


    Frans páfi lést anna páskadag eftir 12 ár á páfastóli og fljótlega hefjast kardínálar handa við að velja nýjan páfa. Þetta ævaforna embætti er sveipað dulúð og við ætlum að velta fyrir okkur hlutverki páfa og ýmsu öðru sem tengist kaþólsku kirkjunni og trúnni með Illuga Jökulssyni. Lífaldur íslensku þjóðarinnar er 80 ár – en aldur við góða heilsu er aðeins um 66 ár. Hvernig fjölgum við heilbrigðum æviárum? – það er spurningin á bak við nám sem tileinkað er fólki við starfslok og vill bæta líkamlega, félagslega, andlega og jafnvel fjárhagslega heilsu. Guðfinna Sesselja Bjarnadóttir, atferlisfræðingur og fyrrverandi rektor Háskólans í Reykjavík kíkir til okkar í dag og segir okkur meira. Og eins og jafnan á miðvikudögum kemur Edda Olgudóttir vísindamiðlari í heimsókn og hún ætlar að segja okkur allt um sjóveiki Tónlist í þætti dagsins: Lafourcade, Natalia - Hasta la Raíz. SPILVERK ÞJÓÐANNA - Plant No Trees.

    Gervigreind í tónlist, kannabis til lækninga og dagur jarðar

    Play Episode Listen Later Apr 22, 2025 55:00


    Á morgun verða mót tónlistar og gervigreindar rannsökuð í Salnum í Kópavogi, þegar Þórhallur Magnússon, rannsóknarprófessor við Háskóla Íslands og prófessor í tónlist við Háskólann í Sussex verður með erindi í viðburðarröð sem heitir Menning á miðvikudögum í Kópavogi. Á viðburðinum fer hann yfir sögu gervigreindar í tónlist og fer yfir helstu uppgötvanir og þróanir á þessu sviði – og hann ætlar að kíkja við hjá okkur í dag og spjalla um samband gervigreindar og tónlistar. Notkun kannabisefna í lækningaskyni er umræða sem skýtur upp kollinum af og til og hvort leyfa beri slíka notkun. Reyndar eru tvö lyf sem innihalda kannabis þegar í notkun hér á landi, að sögn Steinunnar Þórðardóttur formanns Læknafélags Íslands. Hún segir að efnið dugi fyrst og fremst til að minnka ýmis einkenni og verki, en síður til lækninga - en varast skuli að slá það út af borðinu. Mikil gróska er í kannabisrannsóknum, meðal annars er verið að rannsaka áhrif kannabis á fólk með alzheimer. Við ræðum þetta við Steinunni í dag. Við fáum að heyra pistil frá Esther Jónsdóttur umhverfisstjórnmálafræðingi og pistlahöfundi Samfélagsins. Og undir lok þáttar endurflytjum við viðtal við Önnu Soffíu Víkingsdóttur, doktor í félagsfræði, um rannsóknir hennar á ofbeldismenningu í íþróttum. Tónlist í þættinum í dag: LÚPÍNA - Lúpínu bossa nova. Bon Iver - S P E Y S I DE.

    sussex magn sam f dagur soff mikil steinunni reyndar salnum k
    Danadrottning, mannasiðir á páskum og erfðabreytingatækni

    Play Episode Listen Later Apr 16, 2025 59:14


    Margrét Þórhildur Danadrottning fagnar 85 árum í dag með sínum nánustu í Fredensborgarhöll - og í morgun hyllti lúðrasveit konunglegu lífvarðasveitarinnar drottningu á tröppum hallarinnar. Guðný Laxdal, sem heldur úti samfélagsmiðlum undir nafninu Royal Icelander, kemur til okkar og ræðir líf og störf þessarar merku konu, sem sat lengst í valdastóli allra þjóðhöfðingja Dana. Við ræðum líka við Albert Eiríksson matarbloggara og mannasiðafrömuð um páskamannasiði og hvernig hægt sé að borða páskaegg á smekklegan hátt. Í vísindaspjallinu leiðir Edda Olgudóttir okkur í allan sannleika um erfðabreytingatækni. Lög í þættinum í dag: Rasmus Seebach - Love song Carla Bruni - Notre Grand amour est mort.

    Stjórnmálaveturinn og heimsókn í Hússtjórnarskólann í Reykjavík

    Play Episode Listen Later Apr 15, 2025 55:00


    Þingveturinn hefur verið forvitnilegur - ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur tók við völdum rétt fyrir jól og þing var svo sett 4. febrúar síðastliðinn. Þetta hefur því ekki verið langur tími hjá nýrri ríkisstjórn en við fórum yfir þingveturinn með Magnúsi Geir Eyjólfssyni, þingfréttaritara RÚV. Í 103 ára gömlu 800 fermetra húsi við Sólvallagötu í Reykjavík er að finna Hússtjórnarskólann í Reykjavík en þar læra nemendur ýmislegt gagnlegt. Fyrir utan það augljósa - að matreiða og sauma, þá er líka kennd ræsting, blettahreinsun og að strauja. Nýlega hafa bæst við námskeið fyrir börn á aldrinum 6-15 ára. Samfélagið kíkti í heimsókn í skólann sem staðsettur er í einu fallega húsi landsins, að Sólvallagötu 12. Við förum í fylgd Kristínar Láru Torfadóttur kennara við skólann en ræðum einnig við kennarana Katrínu Jóhannesdóttur og Eddu Guðmundsdóttur ásamt nemendum við skólann. Tónlist frá útsendingarlogg 2025-04-15 Redman, Joshua, Cavassa, Gabrielle - Streets Of Philadelphia. Diana Ross og Marvin Gaye - Just say, just say GDRN - Vorið

    Breiðholt, endurheimt og bréf af vígvellinum

    Play Episode Listen Later Apr 14, 2025 59:09


    Sumum þykir orðræða um Breiðholtið oft vera frekar neikvæð. Kristín Dögg Kristinsdóttir, þjóðfræðingur og Breiðhyltingur, er alin upp í Fellahverfi í Breiðholtinu. Í BA ritgerð sinni í þjóðfræðináminu rannsakaði hún upplifun nokkurra einstaklinga af því að alast upp í hverfinu. Hún kallar eftir jákvæðara umtali um hverfið. 2020-2030 er áratugur endurheimtar hjá Sameinuðu þjóðunum. Endurheimt vistkerfa gengur bæði út á að vernda vistkerfi en líka að færa röskuð vistkerfi í fyrra horf. Gréta Sigríður Einarsdóttir var í Stykkishólmi og ræddi við Jakob Johan Stakowski, starfsmann Breiðafjarðarnefndarnefndar um hvort hægt sé að endurheimta fjörð á Snæfellsnesi. Slíkt hefur aldrei verið gert áður á Íslandi. Og svo heimsækir Samfélagið Þjóðskjalasafnið og þar fáum við að heyra brot úr bréfum Vestur-Íslendings sem skrifaði móður sinni af vígstöðvunum í heimstyrjöldinni fyrri. Lög í þættinum í dag: PRINS PÓLÓ - Niðri á strönd (Remix by Jack Schidt &Sexy Lazer). NELLY FURTADO - I'm Like A Bird.

    Sýndarverslanir, dýr í heimilisleit og fegurðin

    Play Episode Listen Later Apr 8, 2025 59:14


    Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur og hverfa jafnhratt, segir Brynhildur Pétursdóttir framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. Hún ræddi þetta fyrirbæri í Samfélaginu fyrir nokkrum mánuðum og er nú komin aftur í sömu erindagjörðum, en miklar áhyggjur eru víða vegna þessa verslunarmáta og sumar þessara verslana virðast vera búnar til og reknar af gervigreind. Dýrahjálp Íslands er félag sjálfboðaliða sem leitast við að sjá dýrum sem þarfnast heimilis fyrir skjóli. Félagið hefur þróað fósturkerfi þar sem fólk er tilbúið að fóstra dýr til skemmri tíma þar til það kemst á framtíðarheimili. Verkefnin eru margvísleg og oft þarf að stökkva til með stuttum fyrirvara. Við ræðum við Sonju Stefánsdóttur framkvæmdastjóra Dýrahjálpar Íslands. Og síðan fáum við að heyra pistil frá Páli Líndal, umhverfissálfræðingi og pistlahöfundi Samfélagsins. Hvar býr fegurðin og hvað er fallegt?

    hvar sam f fegur neytendasamtakanna
    Smalastúlkur, drykkjurútar og galdranornir, áhrif hamfarahlýnunar á tilfinningalífið og unga fólkið árið 1948

    Play Episode Listen Later Apr 7, 2025 59:03


    Smalastúlkur, drykkjurútar og galdranornir verða á dagskrá þáttarins í dag - en samkvæmt rannsókn Dagrúnar Óskar Jónsdóttur, aðjúnkts í þjóðfræði við Háskóla Íslands eru það helstu birtingarmyndir kvenna í íslenskum þjóðsögum. Og síðan ætlum við að velta fyrir okkur áhrifum hamfarahlýnunar á tilfinningalíf okkar. Ola Martin Sandberg er heimspekingur og nýdoktor við Háskóla Íslands sem hefur um nokkurt skeið velt fyrir sér siðferðilegu sambandi okkar við náttúruna. Og í lok þáttar fáum við að skyggnast inn í hugarheim ungs manns fyrir hátt í áttatíu árum með Helgu Láru Þorsteinsdóttur safnstjóra RÚV.

    Samfélagið í Íshúsi Hafnarfjarðar

    Play Episode Listen Later Apr 4, 2025 55:00


    Við heilsum frá Íshúsinu í Hafnarfirði – þar eru vinnustofur listamanna, hönnuða, handverksmanna og fleiri og hér verðum við í dag. Íshús Hafnarfjarðarer viðeigandi staður á sjálfum Hönnunarmars, sem hófst á miðvikudag og lýkur á sunnudag. Hér í Íshúsinu við smábátahöfnina í Hafnarfirði er sannarlega nóg af hönnun og ýmsu öðru sem við ætlum að kynna okkur í dag. Tónlist úr þættinum: ARETHA FRANKLIN - Rescue Me. THE BEATLES - From Me to You. Sylvan Esso - Ferris Wheel.

    Loforð Trumps og gæludýrahald

    Play Episode Listen Later Apr 3, 2025 57:36


    Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið fyrirferðamikill í umræðunni á þessum rúmlega 70 dögum sem eru liðnir frá embættistöku hans, enda hefur hann alls ekki setið auðum höndum. Síðasta umdeilda ákvörðun hans var í gær, þegar hann tilkynnti um nýja tolla á vörur sem eru fluttar inn til Bandaríkjanna – þar á meðal vörur frá Íslandi. Forsetinn lofaði ýmsu í kosningabaráttunni - er hann einfaldlega að standa við það sem hann hét að gera? Og er ekki alltaf verið að kalla eftir því að stjórnmálamenn standi við stóru orðin? Til að útskýra þetta allt saman fyrir okkur kemur Birta Björnsdóttir yfirmaður erlendra frétta á Fréttastofu RÚV í Samfélagið. Ef nýtt frumvarp félags- og húsnæðismálaráðherra verður að lögum þarf ekki lengur samþykki annarra íbúa fyrir hunda- og kattahaldi í fjölbýli. Þetta hefur fengið blendnar viðtökur - sumir fagna en aðrir benda á að þá verði ekki lengur hugað að réttindum þeirra sem þola ekki að hafa dýr nálægt sér. Hildur Viðarsdóttir formaður Húseigendafélagsins kemur og ræðir þetta og ýmislegt annað sem tengist sambýli fólks. Við höldum svo áfram í hundunum og fjöllum um samband manna og hunda, hundamenningu á Íslandi í 100 ár og 60 ára langt hundabann í Reykjavík. Ingibjörg Sædís, þjóðfræðingur hefur rannsakað þetta og kemur til okkar.

    donald trump ef reykjav bandar ingibj forsetinn donald trump bandar
    Félagsleg einangrun, Kennedy-skjölin og köld böð

    Play Episode Listen Later Apr 2, 2025 59:10


    Félagsleg einangrun er lýðheilsuvandi til jafns við reykingar, ofneyslu áfengis og fleiri stórfelldar ógnir við almenna heilsu, að mati Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Og félagsleg einangrun er frekar algeng, talið er að eitt af hverjum tíu ungmennum upplifi félagslega einangrun og um fjórðungur eldra fólks. En hverjar eru orsakirnar? Hvað er til ráða? Við ræðum við Líneyju Úlfarsdóttur, sálfræðing og sérfræðing í félagslegri einangrun um þetta lýðheilsuvandamál og hvernig hægt sé að rjúfa félagslega einangrun. Og í seinni hluta þáttarins ætlum við að ræða leyniskjöl, morð og samsæriskenningar. Nýverið lét Trump Bandaríkjaforseti birta talsvert af leynilegum gögnum sem varða morðið á John F. Kennedy Bandaríkjaforseta. Það voru margir spenntir fyrir þessu og við ræðum þetta við Huldu Þórisdóttur sem er prófessor í stjórnmálasálfræði og hefur rannsakað sálfræði samsæriskenninga. Hún heldur líka úti hlaðvarpinu Skuggavaldið með Eiríki Bergmann stjórnmálafræðingi og þar hafa þau fjallað um Kennedy-fjölskylduna, sem stundum hefur verið kölluð konungsfjölskylda Bandaríkjanna. Og síðan fáum við til okkar Eddu Olgudóttur, vísindamiðlara Samfélagsins, sem ætlar að segja okkur frá nýjustu rannsóknum um köld böð.

    Skólasóknarvandi og lýðræði á tímum tækniauðvalds

    Play Episode Listen Later Apr 1, 2025 56:34


    Skólaforðun er hugtak sem fór að heyrast fyrir nokkrum árum, en í því felst að börn forðast að mæta í skóla af ýmsum ástæðum. Þetta virðist vera nokkuð algengt, ef marka má umræðuna - en hvað veldur og hvers vegna mæta börnin ekki í skólann? Við ræðum við Sigrúnu Harðardóttur dósent í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands sem rannsakar skólaforðun barna í íslenskum grunnskólum ásamt fleirum. Og í seinni hluta þáttarins ætlum við að ræða varnarmál – mjúk varnarmál, til að vera nákvæm. Í kvöld halda Samtök um mannvæna tækni viðburð um framtíð lýðræðisins á tímum tækni-auðvalds og rafræns eftirlits. Þórlaug Borg Ágústsdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur og vefkyrja heldur þar erindi um doktorsrannsókn sína sem snýr að vörnum Íslands gegn svokölluðum mjúkum árásum og áróðursherferðum. Þórlaug sest hjá okkur á eftir og fer betur yfir þessi mál.

    Framtíð kræklingaræktar, kynhlutlaust mál og Sigfús Sigurhjartarson

    Play Episode Listen Later Mar 31, 2025 55:00


    Fyrir rúmum áratug var stunduð umfangsmikil bláskeljarækt á Íslandi - síðan hrundi þessi grein - og það sem meira er þörungar sem framleiða taugaeitur hafa gert krækling hættulegan til neyslu. Á greinin sér viðreisnar von? Og hvað er hægt að gera í þessum eiturþörungum? Sara Harðardóttir þörunga- og erfðafræðingur hjá Hafrannsóknastofnun stýrir nú stórri rannsókn á öryggi og hagkvæmni í bláskeljarækt, rannsóknin hefur hlotið tugmilljóna styrki úr ýmsum áttum. Sara ræðir við okkur um framtíð kræklingaræktar á Íslandi. Og síðan ætlum við að huga að framtíð íslenskunnar, þá sérstaklega framtíð kynhlutlausrar Íslensku. Sumir láta kynhlutleysi í íslensku máli fara í taugarnar á sér, aðrir telja það verðugt verkefni að draga úr karllægni tungumálsins. Eiríkur Rögnvaldsson kemur við og spjallar um kynhlutlaust mál og framtíð íslenskunnar. Við förum svo í heimsókn á Þjóðskjalasafnið í lok þáttar og kynnumst þar brotum úr sögu Sigfúsar Sighjartarsonar, alþingismanns, sem lést um miðbik síðustu aldar. Tónlist frá útsendingarlogg 2025-03-31 Lucy Dacus - It's Too Late. KARKWA - Marie tu pleures

    Samfélagið í Andrými

    Play Episode Listen Later Mar 28, 2025 58:18


    Í dag förum við í heimsókn í Andrými, svokallað róttækt félagsrými við Bergþórugötu í miðborg Reykjavíkur. Í gær var boðið upp á ókeypis kvöldverð í rýminu, eldaðan úr afgöngum, gefins og rusluðum mat – eins og gert er tvisvar í mánuði, og Samfélagið leit við, hitti Elí Hörpu- og Önundarbur sem sagði okkur frá starfseminni og veitti okkur innsýn í undirbúning kvöldverðarins. Og svo rifjum við upp gamalt viðtal um framtíðina. Meira um það seinna í þessum þætti. Tónlist: Iðunn Einarsdóttir - Sameinast. Gillian Welch - Scarlet Town.

    Líðan íslenskra ungmenna, óæskilegir kælimiðlar, eiturefni

    Play Episode Listen Later Mar 27, 2025 59:16


    Í dag fjöllum við um líðan íslenskra ungmenna, eitt af stóru málunum í samfélagsumræðunni þessi misseri. Því er stundum haldið fram að geðheilsu íslenskra ungmenna fari hrakandi, lyfjanotkun sé of mikil – og að staða þessara mála sé mjög slæm. Á morgun verður haldinn fundur undir yfirskriftinni Heilsan okkar – þar sem geðheilsa og líðan ungmenna verður til umfjöllunar. Og í dag fáum við til okkar tvo fræðimenn sem verða með erindi á þessum fundi: Urði Njarðvík prófessor við sálfræðideild HÍ og Bertrand Lót, dósent við læknadeild Háskóla Íslands, til að varpa ljósi á þessi mál. Við ætlum að fjalla um F-gös. Fyrir nokkrum árum voru ísskápar og kælikerfi full af freoni og öðrum óæskilegum kælimiðlum. Þetta eru gróðurhúsalofttegundir sem eru mörg þúsund sinnum öflugri en koldíoxíð. Alþjóðlegir samningar sem tóku á ósoneyðandi kælimiðlum skiluðu miklum árangri - og seinna var ákveðið að ráðast líka á þessa sem geta með hnatthlýnunarmætti sínum haft skelfileg áhrif á loftslagið. Hér á landi var ráðist í skattlagningu og kvóta á innflutning og segja má að ástandið í kælibransanum hafi í kjölfarið gjörbreyst. Við rifjum upp ástandið árið 2019, þegar fyrst var reynt að koma böndum á innflutninginn, leitum svara frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu og kíkjum upp á Járnháls og ræðum stöðuna í dag við Elís H. Sigurjónsson, tæknistjóri fyrirtækisins Kælitækni. Við fáum svo, eitraðan pistil frá Stefáni Gíslasyni, umhverfisstjórnunarfræðingi og pistlahöfundi Samfélagsins.

    Gervi og ekta ferðamennska, Gervigreindarhæp, minningar ungbarna

    Play Episode Listen Later Mar 26, 2025 59:16


    Fyrir tæpum tíu árum gerði kanadíski popparinn Justin Bieber flak gamallar varnarliðsvélar sem nauðlenti á Sólheimasandi fyrir tæpum fimmtíu árum heimsfrægt. Enn sér ekki fyrir endann á vinsældum þess. Landeigendur hafa gripið gæsina og rukkað fyrir bílastæði en nú standa þeir á ákveðnum tímamótum. Flakið er orðið ansi veðrað og það vakti athygli í vikunni þegar fréttastofa stöðvar 2 greindi frá því að landeigendur hefðu fjárfest í nýrri flugvél, keypt gamlan Flugfélagsþrist af Þristavinafélaginu. Út frá þessu hafa spunnist líflegar umræður innan ferðaþjónustunnar - stendur til að skipta flakinu út? Væri það eðlilegt viðhald ferðamannastaðar eða disney-væðing? Bjarnheiður Hallsdóttir framkvæmdastjóri Katla DMI og fyrrverandi formaður Samtaka ferðaþjónustunnar ræðir við okkur um þetta. Og síðan ætlum við að fjalla um gervigreind. Í síðustu viku fórum við á ráðstefnu um gervigreind og lögfræði. Við sögðum frá því síðasta fimmtudag, en þar fengum við í viðtal til okkar Doktor Katie Nolan, sem er fræðimaður við Tækniháskólann í Dublin. Hún gerði svokallað gervigreindarhæp að umfjöllunarefni sínu (gervigreindarskrum, gervigreindaræði), og við vildum vita meira. Heyrum í Katie Nolan við miðbik þáttar. Edda Olgudóttir, vísindamiðlari þáttarins, kemur í heimsókn, eins og venjulega á miðvikudögum. Við ræðum við hana um hvernig ungbörn mynda minningar. Tónlist og stef: JUSTIN BIEBER - Peaches. JAMES VINCENT MCMORROW - I Should Go (ft. Kenny Beats). EMILÍANA TORRINI - Today I Sing The Blues.

    Lífríki Breiðafjarðar, borgir sem breytast með tímanum

    Play Episode Listen Later Mar 25, 2025 59:15


    Í dag umvefjum við okkur lífríki Breiðafjarðar. Í síðustu viku kíkti Samfélagið í heimsókn á Snæfellsnes og kom við á náttúrustofu Vesturlands í Stykkishólmi, sem sinnir vöktunum og rannsóknum á lífríkinu í Breiðafirði og víðar á Vesturlandi. Við ræðum við Róbert Stefánsson, forstöðumann náttúrustofu Vesturlands, meðal annars um haferni, háhyrninga, og ágengar tegundir í íslenskri náttúru. Og síðan heyrum við pistil frá Páli Líndal, umhverfissálfræðingi og pistlahöfundi Samfélagsins í seinni hluta þáttar. Tónlist úr þættinum: Laura Marling - I Was an Eagle. JAPANESE BREAKFAST - Be Sweet. boygenius - True Blue.

    Gróðureldar ógna vatnsverndarsvæði, Stéttaskipting á Íslandi, Mikilvægasta starfið árið 1971

    Play Episode Listen Later Mar 24, 2025 55:00


    Þann 4. apríl 2021 logaði stórt svæði í Heiðmörk, gróðureldarnir voru erfiðir viðureignar enda allt skraufaþurrt. Vatnsverndarsvæðið í Heiðmörk þjónar meginþorra þjóðarinnar - og eftir eldana greindust í vatninu krabbameinsvaldandi efni sem ekki höfðu fundist þar áður. Við ætlum að ræða við Maríu J. Gunnarsdóttur, sérfræðing hjá Vatnaverkfræðistofu Háskóla Íslands, en hún rannsakaði áhrif gróðurelda á vatnsból höfuðborgarbúa ásamt Sigrúnu Tómasdóttur, Olgeiri Örlygssyni, Hrund Andradóttur og Sigurði Garðarssyni. Íslendingasögur eru fullar af frásögnum af höfðingjum og öðrum foringjum í íslensku samfélagi og varpa ljósi á samfélag þar sem ójöfnuður ríkir og stéttskipting er mikil. En hefur íslenskt samfélag nokkurn tímann verið stéttlaust? Þetta er spurning sem Axel Kristinsson sagnfræðingur hefur verið að velta fyrir sér. Við ræðum við Axel um stéttaskiptingu og stéttleysi á Íslandi og þróun ójöfnuðar í aldanna rás. Helga Lára Þorsteinsdóttir, safnstjóri Ríkisútvarpsins, kemur í heimsókn með brot úr safninu. Kjaramál og virðismat starfa verða þar í brennidepli Tónlist: Beirut - Nantes. Marianne Faithful - Working Class Hero

    Jöklar á Íslandi, Framkvæmdir í Grundarfjarðarbæ, Æðarsetur Íslands

    Play Episode Listen Later Mar 21, 2025 55:18


    Við tökum stöðuna á íslenskum jöklum og framtíð þeirra í tilefni af alþjóðlegum degi jökla, Andri Gunnarsson, verkefnisstjóri vatnafars hjá Landsvirkjun og formaður Jöklarannsóknarfélags Íslands, JÖRFÍ, hefur verið úti um allar trissur að tala á málþingum af þessu tilefni - en gefur sér tíma til að stoppa stutt við hjá okkur og spjalla um jökla á Íslandi. Heimsókn á bæjarskrifstofu Grundarfjarðarbæjar. Þær Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri, og Nanna Vilborg Harðardóttir, verkefnastjóri skipulags og umhverfismála, hjá bænum spjalla um stór verkefni sem eru í farvatninu hjá bænum, meðal annars orkuskipti og innleiðingu blágrænna ofanvatnslausna. Erla Friðriksdóttir, stofnandi Æðarseturs Íslands í Stykkishólmi, fræðir okkur um setrið og fræðslustarfsemi þess, æðardún og samband æðarfugla og æðarbænda. Tónlist í þættinum: 1860 - Snæfellsnes. ARETHA FRANKLIN - Think.

    bj klar sn heims framkv aretha franklin think stykkish landsvirkjun
    Lögfræði og gervigreind, Hvað er stríð og hvað er þjóðarmorð?

    Play Episode Listen Later Mar 20, 2025 58:50


    Hvernig finnum við jafnvægi milli réttinda og gervigreindar – milli lagasetningar og samkeppnishæfni Evrópu í þróun tækninnar. Þetta var meginstef á ráðstefnu um gervigreind og lögfræði sem fór fram í Hörpu í gær á vegum Háskólans í Reykjavík. Á henni voru saman komnir nokkur hundruð lögfræðingar og aðrir sérfræðingar til að velta sér upp úr þessum málum, og við mættum líka til að taka púlsinn þar sem gervigreindin mætir lögfræðinni. Er hægt að tala um stríð þegar grundvallarmunur er á hernaðarlegum styrk og getu stríðandi fylkinga? Þegar annar aðilinn hefur hernumið hinn og drepið margfalt fleiri úr hans röðum? Við ræðum hugtakanotkun í hernaði og átökin fyrir botni Miðjarðarhafs við Erling Erlingsson, hernaðarsagnfræðing. Tónlist: ÁSGEIR TRAUSTI - Nýfallið regn. SHARON VAN ETTEN - Every time the sun comes up

    Reynslusaga: Long Covid er eins og spennitreyja, ME-félagið um börn og Long Covid, Vísindaspjall um plastmengun

    Play Episode Listen Later Mar 19, 2025 59:06


    Atli Þór Kristinsson, sagnfræðinemi, var í vinnu, námi og stundaði félagslífið af krafti en eftir að hafa smitast af COVID-19 er hann óvinnufær. Sjúkdómur Atla Þórs heitir Long Covid og hann líkir honum við spennitreyju. Atli Þór segir okkur frá upplifun sinni af sjúkdómnum. Hann hefur í rannsóknum sínum kafað ofan í veruleika ungs fólks sem dvaldi á elliheimilum á síðustu öld, og segja má að hann hafi sjálfur fengið smjörþefinn af veruleika rannsóknarviðfanga sinna þegar hann innritaði sig á heilsustofnunina í Hveragerði, langtum yngri en aðrir sjúklingar. Við fjöllum nánar um þennan sjúkdóm, Long Covid, sem hrjáir hátt í 3000 manns hér á landi. Hrönn Stefánsdóttir situr í stjórn ME-félagsins og er fulltrúi þess í vinnuhópi um Long Covid hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni í Evrópu. Samtökin stóðu um síðustu helgi fyrir herferð til að auka meðvitund um sjúkdóminn og þá sérstaklega á veruleika barna sem glíma við hann hér á landi. Edda Olgudóttir kemur svo til okkar í vísindaspjall í lok þáttar. Við ræðum plastmengun í lungum fugla. Tónlist: DIRE STRAITS - Walk Of Life. VALDIMAR - Stimpla mig út.

    Vísindaleg nýsköpun og heimsókn í háleynilegt seðlaver

    Play Episode Listen Later Mar 18, 2025 55:00


    Í dag pælum við í hugtakinu „vísindaleg nýsköpun“. Hvað er það? Hvernig fer svoleiðis nýsköpun fram? Og hvernig stöndum við okkur hér á landi í að hagnýta vísindi? Einar Mantyla, sem hefur starfað á þessu sviði um árabil, segir að Ísland sé tuttugu árum eftir á. En hvers vegna? Hvað er til ráða? Við ræðum við Einar hér á eftir um vísindalega nýsköpun. Bankarnir reka saman seðlaver á háleynilegum stað á höfuðborgarsvæðinu. Þar er höndlað með háar fjárhæðir og sérhæfðan vélbúnað, peningar taldir og þeir svo sendir aftur út í hringrásina. Við undirrituðum trúnaðaryfirlýsingu og fengum að taka út starfsemina á þessum leyndardómsfulla vinnustað sem minnir örlítið á peningahirslur Jóakims aðalandar. Þetta er endurflutt innslag frá því í september 2023.

    Hvað varð um umhverfismálin? Nýjar veforðabækur og staða vinnuhjúa.

    Play Episode Listen Later Mar 17, 2025 55:00


    Eru umhverfismálin horfin úr umræðunni? Hvað varð um þau? Um helgina komu hundrað manns saman á opnum fundi í Háskólanum í Reykjavík til þess að ræða stöðu umhverfismála og horfa til framtíðar. Þetta var fólk úr grasrótinni en líka úr atvinnulífinu og pólitíkinni. Skipuleggjendur fundarins, þær Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir, Valgerður Árnadóttir og Kamma Thordarson, segja okkur frá fundinum og afrakstri hans, sem verður kynntur stjórnvöldum. Sífellt bætist við fjölda veforðabóka með íslenskum grunni. Pólsk-íslensk veforðabók fer í loftið í vikunni, og innan skamms verður loksins birt ensk-íslensk veforðabók, sem hefur verið lengi í vinnslu. Halldóra Jónsdóttir, orðabókarritstjóri á íslenskusviði Árnastofnunar, ræðir við okkur um þessi tímamót og fyrirbærið veforðabók - sem er á ýmsan hátt ólíkt hefðbundnum orðabókum. Við fræðumst um kjör vinnuhjúa á öldum áður - ræðum við Kolbein Sturlu G. Heiðuson, skjalavörð á Þjóðskjalasafni Íslands. Þetta er endurflutt viðtal frá 3. júní 2024. Tónlist: Doobie Brothers - Listen to the music.

    Rasismi í garð Grænlendinga, umdeildar herstöðvar, loftslagsbreytingar á norðurslóðum

    Play Episode Listen Later Mar 14, 2025 56:04


    Kerfisbundinn rasismi Dana í garð Grænlendinga er ekki nýr af nálinni enda teygir nýlendusagan sig 300 ár aftur í tímann. Nýlega, mitt í Trump-fárinu og hneykslinu í kringum heimildamyndina um hvíta kreólít-gullið, birti danska ríkissjónvarpið grínþátt sem var kornið sem fyllti mælinn og fjöldi fólks mótmælti í Nuuk, forsætisráðherra landsins þar á meðal. Við fjöllum um rasisma í garð Grænlendinga og ræðum við Ingu Dóru Guðmundsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Vestnorræna ráðsins og núverandi framkvæmdastjóra sjálfbærni- og samskiptamála hjá Air Greenland. Og svo lítum aðeins aftur í tímann og rifjum upp eldri umfjallanir Samfélagsins um Grænland. Loftslagsbreytingar og hreindýrabúskapur, deilur Grænlendinga og Bandaríkjamanna um herstöðina Thule, og ýmislegt fleira hefur verið til umfjöllunar á þessum vettvangi, og í dag fáum við að heyra brot af því.

    Námsmenn gagnrýna námslánakerfið, tilraunabúið á Hesti, gangverk náttúrunnar

    Play Episode Listen Later Mar 13, 2025 58:12


    Í dag tökum við snúning á hagsmunabaráttu stúdenta. Á dögunum birtist frumvarp um breytingu á lögum um menntasjóð námsmanna. Markmið frumvarpsins er að skýra lögin, þá sérstaklega fyrirkomulag um námsstyrki og endurgreiðslur, en hagsmunasamtök stúdenta hafa gagnrýnt hluta frumvarpsins og segja að breytingarnar geti, í einhverjum tilfellum, gert illt verra fyrir stúdenta. Lísa Margrét Gunnarsdóttir, forseti Landssambands íslenskra stúdenta, kíkir við og ræðir þessi mál við okkur. Og síðan fáum við umfjöllun frá Grétu Sigríði Einarsdóttur, fréttamanni RÚV á Vesturlandi. Hún kom við á Tilraunabúinu Hesti á dögunum og við fáum að heyra allt um það um miðbik þáttar. Og að lokum fáum við pistil frá Stefáni Gíslasyni umhverfisstjórnunarfræðingi og pistlahöfundi Samfélagsins. Tónlist úr þættinum: TOM PETTY - Learning To Fly. ROBERT PLANT & STRANGE SENSATION - All The Kings Horses. LOLA YOUNG - Messy.

    Grænlenskt sjálfstæði og auðlindir, elítuskólar, kannabis

    Play Episode Listen Later Mar 12, 2025 55:00


    Grænland er í brennidepli hér á Rás 1 þessa vikuna - og reyndar um allan heim, að því er virðist. Við ræðum sjálfstæði Grænlands og auðlindir við Rachael Lorna Johnstone, prófessor í lögfræði og sérfræðing í þjóðarrétti við Háskólann á Akureyri og Illisimatusarfik-háskóla á Grænlandi. Og við fjöllum líka um birtingarmyndir stéttaskiptingar í íslensku samfélagi við Berglindi Rós Magnúsdóttur, prófessor í menntavísindum við Háskóla Íslands. Við ætlum sérstaklega að velta fyrir okkur elítuskólum og hlutverki framhaldsskóla og menntunar í að viðhalda ójöfnuði í samfélaginu. Og síðan fáum við til okkar Eddu Olgudóttur vísindamiðlara Samfélagsins.

    Slys á hafi úti, hvítleiki og sjúkdómar

    Play Episode Listen Later Mar 11, 2025 59:05


    Við ætlum að fjalla um það hvernig Landhelgisgæsla Íslands bregst við skipsbrunum, árekstrum skipa á hafi úti og alvarlegum umhverfisslysum. Í gær sigldi portúgalska flutningaskipið Solong á bandaríska olíuskipið Stena Immaculate, sem lá fyrir akkeri í Norðursjó, 16 kílómetra úti fyrir höfninni í Hull. Bæði skipin standa í ljósum lögum. Mikið magn flugvélaeldsneytis lekur í sjóinn og til að bæta gráu ofan á svart er óttast að þangað berist líka baneitrað natríumblásýrusalt. Þetta hefði allt eins getað gerst innan björgunar- og leitarsvæðis Landhelgisgæslu Íslands og hvað þá? Auðunn F. Kristinsson, framkvæmdastjóri Aðgerðarsviðs Landhelgisgæslu Íslands, kemur til okkar og ræðir þessi mál. Síðan ætlum við að flytja tvö viðtöl sem við tókum á hugvísindaþingi í Háskóla Íslands síðasta föstudag, við Toby Erik Wikström og Svövu Sigurðardóttur. Og að lokum fáum við pistil frá Páli Líndal, umhverfissálfræðingi og pistlahöfundi. Tónlist úr þættinum. PAUL SIMON - Graceland. Tutu - Qulliit. GDRN - Vorið.

    Hugmyndahraðhlaup fyrir heilbrigðiskerfið, Sjóvarnir og sjávarflóð, Formaður Póstfreyjufélagsins 1969

    Play Episode Listen Later Mar 10, 2025 59:08


    Vandamál heilbrigðiskerfisins voru í forgrunni á hugmyndahraðhlaupi um helgina. Þar safnaðist saman skapandi fólk sem reyndi að finna lausnir á biðlistum, óskilvirkum tilvísunum og óeinstaklingsmiðaðri heilbrigðisþjónustu. Hugmyndahraðhlaupið var á vegum Klak – Icelandic Startups og í dag ræðum við við Atla Björgvinsson og Frey Friðfinnsson frá Klak um hugmyndahraðhlaup, nýsköpun og heilbrigðistækni. Sjóvarnargarðar eru víða laskaðir eftir sjávarflóð í síðustu viku. Á Granda í Reykjavík varð mikið tjón á atvinnuhúsnæði, alda hreif tvo menn með sér á Akraneshöfn og sumarhús í Suðurnesjabæ voru umflotin sjó. Við ræðum þennan veðurofsa, orsakir hans og aðgerðir vegna hans við Sigurð Sigurðarson, strandverkfræðing hjá Vegagerðinni. Helga Lára Þorsteinsdóttir, safnstjóri Ríkisútvarpsins kemur til okkar í lok þáttar - við skyggnumst inn í líf bréfbera á sjöunda áratugnum. Tónlist: Una Torfadóttir - Dropi í hafi. Bombay Bicycle Club - Luna.

    Samfélagið á hugvísindaþingi

    Play Episode Listen Later Mar 7, 2025 58:15


    Samfélagið heilsar af hugvísindaþingi í Háskóla Íslands. Í dag ætlum við meðal annars að hamra járnið á meðan það er heitt, eða eins og sagt er á þýsku - Das Eisen muss man schmieden solange es heiß ist. Við ræðum orðatiltæki, sem tengjast fornu handverki eða iðnaði og eru oft til í mörgum tungumálum við Oddnýju G. Sverrisdóttur, prófessor í þýsku. Og við ræðum við fleiri fræðimenn um fleira spennandi, til dæmis um Fjalla-Eyvind og göngu Jóhanns Sigurjónssonar yfir Vatnahjallaveg árið 1908, jötunmeyjar, goðsagnaljóðlist og vistskáldskap 21. aldar, nýjar og hátæknilegar rannsóknaraðferðir í fornleifafræði og iðhorf fólks til íslensks táknmáls og þeirra sem kenna íslensku sem annað mál.

    Kæfir gervigreindarreglugerðin nýsköpun? og gagnrýnar nálganir að fötlunarfræði

    Play Episode Listen Later Mar 6, 2025 58:58


    Gervigreindarreglugerð Evrópusambandsins tók gildi í ágúst, en enn á eftir að taka hana upp á Íslandi að fullu þótt innleiðing hennar sé í gangi. Borið hefur á gagnrýni á þessa reglugerð að hún kæfi nýsköpun og uppbyggingu gervigreindarfyrirtækja í Evrópu, og skekki þar með samkeppnishæfni álfunnar í gervigreindarkapphlaupinu við Bandaríkin og Kína. En er eitthvað til í þessari gagnrýni? Við ræðum við Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar, í dag um gervigreindina, reglugerðina og ýmislegt fleira. Í dag verður haldið útgáfuhóf fyrir fræðirit í fötlunarfræði sem ber titilinn Fötlun, sjálf og samfélag. Í ritinu er meðal annars fjallað um þróun fötlunarfræðinnar síðustu áratugi og ljósi varpað á gagnrýnar nálganir í faginu, sem snúa meðal annars að ableisma (eða fötlunarfordómum), aðgengi, hugarfari og ýmsu fleiru. Við fáum til okkar Snæfríði Þóru Egilson, prófessor í fötlunarfræði og ritstjóra bókarinnar, til að segja okkur frá þessu áhugaverða verki.

    Strandlengja Íslands, barátta gegn ofbeldi og tilvistarkrísa kóalabjarna

    Play Episode Listen Later Mar 5, 2025 59:49


    Strandlengja Íslands er 5000 kílómetrar að lengd og stjórnvöld hafa síðastliðin fjögur ár unnið að því að hreinsa hana með markvissum hætti. Fyrirtækjum og félagasamtökum býðst að sækja um styrk til þess að taka að sér ákveðinn hluta strandlengjunnar, ganga fjörur og tína netadræsur og annað plastrusl. Átakið er liður í aðgerðaáætlun stjórnvalda í plastmálefnum og nú er lokaár þess runnið upp. Hvernig hefur gengið? Við ætlum að ræða það við Sóleyju Bjarnadóttur, sérfræðing í Teymi hafs og vatns hjá Umhverfis- og orkustofnun. Í dag halda Stígamót upp á 35 ára afmæli, og af því tilefni er ýmislegt spennandi á döfinni: málþing, bíósýningar og ýmislegt fleira. Í dag förum við aðeins yfir þriggja og hálfs áratuga baráttu Stígamóta gegn ofbeldi, hugum jafnvel að framtíðinni í þeim málum, og fáum til okkar Drífu Snædal, talskonu Stígamóta, og Parísi Önnu Bergmann, unga baráttukonu gegn ofbeldi. Edda Olgudóttir kemur svo til okkar í vísindaspjall í lok þáttar. Þar verða krúttleg dýr í fyrirrúmi, krúttleg dýr í krísu.

    Framtíð lyfjafræði og nýfundin bréf frá berklahælinu

    Play Episode Listen Later Mar 4, 2025 59:31


    Lyfjafræðingar eru þreyttir á vantrausti frá heilbrigðiskerfinu og vilja gera meira til að aðstoða sjúklinga. Í dag fáum við til okkar Sigurbjörgu Sæunni Guðmundsdóttur, formann lyfjafræðingafélags Íslands, og Sigríði Pálínu Arnardóttur, lyfjafræðing í Reykjanesapóteki, til að ræða framtíð lyfjafræðinnar og apóteka á Íslandi. Ingunn Sigurjónsdóttir var veik af berklum stóran hluta sinnar barnæsku og var einungis 25 ára þegar hún lést. Sem barn horfði Úlfar Bragason, bróðursonur hennar, og í dag prófessor emerítus í miðaldafræðum, oft á mynd af henni, sem hékk upp á vegg - og spurningum hans um hver þessi kona hefði verið var svarað fálega, um hana átti ekki að tala. Seinna fékk Úlfar að kynnast henni í gegnum bréf sem hún skrifaði ættingjum og vinum af berklahælinu. Í fyrra gaf hann bréfin út á bók - en bréfin frá Ingunni heldur samt áfram að reka á fjörur hans. Tónlist í þættinum: NORAH JONES - Happy Pills. Kavakos, Leonidas, Nagy, Péter, - Suite Italienne for violin and piano. Kavakos, Leonidas, Nagy, Péter - Duo concertant for violin and piano. Katrín Halldóra Sigurðardóttir - Frá liðnu vori.

    Þrotabússkjöl Utangarðsmanna og kynjatvíhyggja í vísindum

    Play Episode Listen Later Mar 3, 2025 38:07


    Þrotabú utangarðsmanna er eitt af því sem geymt er í hefðbundinni skjalaöskju á Þjóðaskjalasafninu. Lítil dagbók, nokkuð pönkaraleg og kvittanir með heimspekilegu kroti eru meðal þess sem í því leynast. Við skoðuðum þrotabússafn Utangarðsmanna með Ragnhildi Önnu Kjartansdóttur, skjalaverði. Hversu mörg eru kynin? Eru þau bara tvö, eða er tvíhyggjan einföldun á vísindunum. Arnar Pálsson, erfðafræðingur og prófessor í lífupplýsingafræði hjá Háskóla Íslands, kemur til okkar og ræðir um kyn og kyneinkenni. Tónlist í þættinum: UTANGARÐSMENN - Rækju-reggae (Ha Ha Ha) UTANGARÐSMENN - Kyrrlátt kvöld við fjörðinn UTANGARÐSMENN - Fuglinn er floginn MANIC STREET PREACHERS - If you tolerate this your children will be next.

    eru hversu kjartansd arnar p utangar
    Á vaktinni með innlagnastjórum á Landspítala

    Play Episode Listen Later Feb 28, 2025 55:00


    Í Samfélaginu í dag förum við á vakt á Flæðisdeild Landspítalans og köfum ofan í flæðið sem er forsenda þess að spítalinn virki - og hefur sjaldan verið þyngra en nú. Hvað er að frétta af þessum títtnefnda fráflæðisvanda? Hvað gerir starfsfólkið þegar þetta mennska flæði er nánast stopp og hvað gerist þegar stíflurnar bresta? Við fylgjumst sérstaklega með Kristinu Kötlu Swan og Þórdísi Friðsteinsdóttur, innlagnastjórum sem eru reyndir hjúkrunarfræðingar en líka eins konar lagerstjórar. Þær standa í ströngu allan daginn við að reyna að finna pláss fyrir veikt fólk - með misjöfnum árangri. Frá þessum sjónarhóli fær spítalinn á sig svolítið verksmiðjukenndan blæ - en samt snýst þetta alltaf um fólk.

    Hallar á konur í hæliskerfinu? Textíllinn sem við viljum ekki

    Play Episode Listen Later Feb 27, 2025 59:18


    Þegar Valgerður Guðmundsdóttir, lektor við Lagadeild Háskólans á Akureyri, starfaði hjá Útlendingastofnun rak hún sig á það að henni fannst erfiðara að heimfæra frásagnir kvenna sem sóttu um alþjóðlega vernd upp á flóttamannshugtakið, eins og það er skilgreint í lögum, en frásagnir karla. Þetta varð kveikjan að doktorsrannsókn sem hún lauk við nýverið. Við ræðum við Valgerði um stöðu kvenkyns hælisleitenda, það hvernig lögfræðingar sem fara yfir umsóknir þeirra nálgast sannleikann og hvað sé til ráða til að uppræta skekkjur í kerfinu. Við fáum pistil frá Stefáni Gíslasyni, umhverfisstjórnunarfræðingi - hann er með hugann við textílpokafjöll við söfnunargáma já og bara textíl almennt. Tónlist og stef í þættinum: PRINSPÓLÓ - Hamstra sjarma. Guðmundur Pétursson Tónlistarm. - Samfélagið Millistef (úr laginu Tegund). UB40 - Many rivers to cross (80). Emilíana Torrini - Let?s keep dancing.

    Claim Samfélagið

    In order to claim this podcast we'll send an email to with a verification link. Simply click the link and you will be able to edit tags, request a refresh, and other features to take control of your podcast page!

    Claim Cancel