Samfélagið

Follow Samfélagið
Share on
Copy link to clipboard

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Leifur Hauksson og Ragnhildur Thorlacius.

RÚV


    • Jun 27, 2025 LATEST EPISODE
    • weekdays NEW EPISODES
    • 55m AVG DURATION
    • 2,637 EPISODES


    More podcasts from RÚV

    Search for episodes from Samfélagið with a specific topic:

    Latest episodes from Samfélagið

    Húllumhæ í Borgarnesi: Hinseginhátíð Vesturlands og Brákarhátíð

    Play Episode Listen Later Jun 27, 2025 55:24


    Samfélagið sendi út frá hljóðveri Ríkisútvarpsins í Hjálmakletti í Borgarnesi og ræddi við forsvarsmenn hátíðanna tveggja sem setja svip sinn á bæinn um helgina, Hinseginhátíð Vesturlands og Brákarhátíð. Við skoðum úrvalið í Regnbogasjoppunni og Guðrún Steinunn Guðbrandsdóttir, forseti Hinsegin Vesturlands, og Hafþór Ingi Gunnarsson, formaður Hollvinasamtaka Borgarness, segja frá tilurð hátíðanna, mikilvægi þeirra fyrir samfélagið og helstu dagskrárliðum. Heiðrún Helga Bjarnadóttir, sóknarprestur í Borgarnesi, ræðir síðan um regnbogamessur, fræðslustarf kirkjunnar og mikilvægi þess að kirkjan og öll þau sem hafa rödd og vettvang til að láta í sér heyra standi með hinsegin samfélaginu. Tónlist í þættinum: HJÁLMAR - Áttu vinur augnablik. Franklin, Aretha - The masquerade is over. Bill Withers - Lean On Me. STJÓRNIN - Hleypum gleðinni inn. ARETHA FRANKLIN - I Say A Little Prayer.

    Meira um lífríkið við Mógilsá og endurvinnsla textíls

    Play Episode Listen Later Jun 26, 2025 55:00


    Við höldum áfram að rannsaka lífríkið við rannsóknarstöð Lands og skóga að Mógilsá í Kollafirði. Arnhildur Hálfdánardóttir slóst í maí í fyrra í för með þeim Brynju Hrafnkelsdóttur, skógfræðingi hjá Landi og skógi, og Matthíasi S. Alfreðssyni, skordýrafræðingi hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, sem vinna saman að því að rannsaka nýja landnema á borð við grenivefara og sniglanárakka. Þau skoða hvað hefur safnast í fiðrildagildrur og fallgildrur og veita okkur nýja innsýn í rannsóknir á skordýrum - sem geta svo sannarlega krafist mikillar þrautseigju og þolinmæði. Og síðan rifjum við upp heimsókn Samfélagsins í textílflokkunarmiðstöð Rauða krossins – meira um það á eftir.

    Vísindamenn flýja Bandaríkin, lífríkið við Mógilsá, DNA í lofti

    Play Episode Listen Later Jun 25, 2025 58:07


    Í gær fjölluðum við í Samfélaginu um aðför að loftslagsvísindum og vísindastofnunum í Bandaríkjunum og við höldum okkur á svipuðum nótum í dag. Umrót í vísindalandslagi Bandaríkjanna gæti haft víðtækari áhrif. Einar Mantyla, sérfræðingur í nýsköpun hjá Orkídeu – sem hefur fengist við svokallaða vísindalega nýsköpun um árabil – ætlar að setjast hjá okkur og ræða spekileka sem hefur lengi legið til Bandaríkjanna en gæti verið að snúast við. En síðan veltum við fyrir okkur lífríkinu við Mógilsá – Arnhildur Hálfdánardóttir hitti Brynju Hrafnkelsdóttur, skógfræðing, á förnum vegi og slóst í för með henni í rannsóknarleiðangur. Og að lokum kíkir Edda Olgudóttir við eins og hún gerir alla miðvikudaga. Hún er sérstakur vísindamiðlari Samfélagsins og ætlar í dag að fræða okkur um greiningar á DNA í andrúmslofti.

    Helíum og aðför að loftslagsvísindum

    Play Episode Listen Later Jun 24, 2025 58:00


    Við verðum á vísindalegum nótum í þætti dagsins og byrjum á að ræða um helín – eða helíum – lofttegund sem við þekkjum einna helst úr sautjánda-júní-blöðrum en gegnir einnig mikilvægu hlutverki í læknavísindum og vísindarannsóknum á hinu og þessu. En notkun okkar á þessari gastegund er langt umfram framleiðslu – þetta er takmörkuð auðlind sem við göngum á og erum mjög léleg í að endurnýta. Ágúst Kvaran, prófessor emeritus í eðlisefnafræði, kíkir í heimsókn hér í upphafi þáttar, segir okkur frá þessari gastegund og hvort við gætum einfaldlega klárað allt þetta helíum. Og síðan fáum við loftslagsspjall. Arnhildur Hálfdánardóttir fær til sín Halldór Björnsson, fagstjóra veðurs og loftslags hjá Veðurstofu Íslands til að ræða aðför að loftslagsvísindum og vísindastofnunum í Bandaríkjunum.

    Gervigreind og níkótínpúðar, lögregludagbók frá 1941

    Play Episode Listen Later Jun 23, 2025 59:24


    Fyrirtæki eru í auknum mæli farin að nýta gervigreind til að auka afköst, bæta sölustarf og ná betur til réttra markhópa – líka fyrirtæki sem fremleiða sígarettur. Þau veðja þó ekki lengur á retturnar heldur hafa fjárfest fyrir hundruð milljarða í níkótínpúðum og nýta tæknina til að koma þeim hraðar í hendur – og undir varir – ungra neytenda. Og síðan kíkjum við í heimsókn í Þjóðskjalasafn Íslands, þar sem Gunnar Örn Hannesson, fagstjóri skráninga hjá Þjóðskjalasafninu, skyggnist með okkur í dagbók lögreglunnar frá árinu 1941. Tónlist úr þættinum: VELVET UNDERGROUND - Pale Blue Eyes [Closet mix]. Lenker, Adrianne - Real House. Lúpína - Hvað varð um allt?.

    Vestasta grenjaskytta landsins og nýjar skordýrategundir

    Play Episode Listen Later Jun 20, 2025 59:08


    Í dag fjöllum við um refaveiðar. Samfélagið leggur leið sína til Patreksfjarðar, þar sem Gréta Sigríður Einarsdóttir, fréttamaður RÚV á Vesturlandi og Vestfjörðum, ræddi við grenjaskyttu sem starfar í gamla Rauðasandshreppi, vestasta odda landsins. Hann segir tilganginn ekki vera að útrýma refnum heldur halda fjölda þeirra í skefjum svo fuglalífið geti blómstrað. Og við höldum okkur í ríki dýranna. Undanfarin ár hefur fjöldi nýrra skordýrategunda numið hér land. Við ræðum við Matthías S. Alfreðsson, skordýrafræðing á Náttúrufræðistofnun Íslands, en hann vaktar þau smádýr sem hingað berast og er sérlegur áhugamaður um skógarmítla.

    Pallborð á kvenréttindadaginn, skordýrapistill

    Play Episode Listen Later Jun 19, 2025 57:13


    Pallborð á kvenréttindadaginn: Í dag eru 110 ár liðin frá því konur 40 ára og eldri fengu kosningarétt - kvenréttindadagurinn 19. júní á sér langa sögu og upp á hann hefur verið haldið með margvíslegum hætti - og við látum ekki okkar eftir liggja hér í Samfélaginu á Rás 1 og blásum til pallborðsviðræðna um stöðu kvenna og kvára. Við ætlum að líta um öxl en líka reyna að bera kennsl á hin fjölmörgu baráttumál sem enn blasa við - sum eru augljós og vel þekkt, önnur kannski ný til komin eða og meira falin. Þátttakendur: Hér er Kristín Ástgeirsdóttir, sagnfræðingur, ein af stofnendum Samtaka um kvennalista og formaður þingflokks þeirra um árabil - hún er hér sem fulltrúi Kvenréttindafélags Íslands. Aleksandra Leonardsdóttir, sérfræðingur í fræðslu og inngildingu hjá Alþýðusambandi Íslands og er í miklum samskiptum við konur af erlendum uppruna. Rakel Adolphsdóttir, sagnfræðingur og fagstjóri Kvennasögusafns Íslands. Rósa Björk Einarsdóttir og Rakel Birta Ásgeirsdóttir frá Félagi ungra mæðra sem er hugsað sem stuðningsnet fyrir ungar mæður. Í lok þáttar heyrum við 395. pistil Stefáns Gíslasonar - hann fjallar í dag um skordýr. Tónlist í þættinum: SINEAD O'CONNOR - Mandinka. Beyoncé - Ameriican Requiem.

    Matseðill náttúrunnar, Murakami heiðursdoktor við HÍ, svefn unglinga

    Play Episode Listen Later Jun 18, 2025 59:02


    Í tilefni af degi sjálfbærrar matargerðarlistar verður í dag boðið upp á gönguferð og plöntusmakk fyrir utan Norræna húsið í Reykjavík. Að þessu standa meðal annars samtökin Borgarnáttúra, sem ætla að kenna fólki að bera kennsl á villtar matjurtir í grenndinni og samtökin Slow food á Íslandi. Svava Hrönn Guðmundsdóttir, stundum kennd við sinnep, verður einn fulltrúi Slow food á staðnum og hún ætlar að spjalla við okkur um matseðil náttúrunnar - hér rétt á eftir. Japanski metsöluhöfundurinn Haruki Murakami hefur verið sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við Háskóla Íslands – þeir eru orðnir ansi margir, heiðursdoktorarnir við HÍ, og tengsl þeirra við háskólann – og jafnvel Ísland eru mismikil – við fyrstu sín virðast tengsl Murakamis við Ísland frekar takmörkuð en eru þau það í raun og veru? Í dag ræðum við um heiðursdoktorsnafnbótina og komumst að því hvers vegna Haruki Murakami var sæmdur henni – við ræðum það við Kristínu Ingvarsdóttur, lektor í japönskum fræðum við Háskóla Íslands Í lok þáttar kemur Edda Olgudóttir, vísindamiðlari Samfélagsins, í heimsókn í hið vikulega vísindaspjall. Í dag fjallar hún um svefn unglinga. Tónlist í þættinum: LEONARD COHEN - Slow.

    Hugsandi kennslustofur, Ný rannsókn á maíhitabylgjunni, glæsiskipið Gullfoss

    Play Episode Listen Later Jun 16, 2025 55:00


    Um 120 kennarar í grunn- og framhaldsskólum komu saman fyrir helgi til að læra nýstárlega aðferð til að kenna stærðfræði. Aðferðin er kölluð upp á íslensku hugsandi kennslustofur og er tíunduð í samnefndri bók eftir hinn sænska Peter Liljeberg – prófessor í stærðfræðimenntun við Simon Fraser-háskólann í Kanada, og það var einmitt hann sem stóð fyrir þessu námskeiði ásamt Bjarnheiði Kristinsdóttur, lektor í stærðfræði við Háskóla Íslands - og Samfélagið kíkti við til að heyra meira. Hitabylgjan sem reið yfir Ísland og Grænland í maí var öfgafull og hefði aldrei orðið ef ekki væri fyrir loftslagsbreytingar af mannavöldum. Veðurmet féllu á langflestum veðurstöðvum hér á landi. Halldór Björnsson, fagstjóri veðurs og loftslags á Veðurstofu Íslands, segir aukna tíðni öfgaveðurs sem á einungis að geta skollið á á hundrað ára fresti benda til þess að veðurtölfræðin sé öll að breytast. Helga Lára Þorsteinsdóttir, safnstjóri Ríkisútvarpsins, kemur svo til okkar í lok þáttar - og rifjar upp glæsilegan aðbúnað í hinu sögufræga millilandaskipi Gullfossi. Tónlist í þættinum: Berry Chuck - School day (Ring Ring Goes the BellI) Reverend and the makers - Heatwave in the cold north

    Úttekt á regnhlífanotkun. Gerir Google út af við fréttamiðla? Pistill um hafið

    Play Episode Listen Later Jun 13, 2025 58:10


    Þjóðhátíðardagurinn er handan við hornið, eða helgina og viti menn - þá er spáð rigningu um mest allt land enda ekki almennilegur 17. júní nema það rigni og helst duglega. Til að búa landsmenn undir hæhó og jibbý jei ákvað Samfélagið að ráðast í rannsókn á regnhlífanotkun á Íslandi fyrr og nú - og spyrja: Eru regnhlífar gagnlegar eða ef til vill algerlega gagnslausar á Íslandi? Hvers vegna ráðum við túristum eindregið frá því að pakka regnhlífum fyrir Íslandsferðina? Nýlegar breytingar á Google-leitarvélinni sem færa notendum svör samin af gervigreind hafa orðið til þess að netumferð á fréttamiðla hefur snarminnkað. En munu tæknirisar endanlega gera út af við fréttamiðla? Í dag veltum við þessari spurningu fyrir okkur með Eyrúnu Magnúsdóttur, gervigreindarfréttaritara Samfélagsins. Pistill frá Esther Jónsdóttur, pistlahöfundi Samfélagsins - hún hefur undanfarið verið með hugann við hafið og pistill dagsins endurspeglar það. Tónlist í þættinum: SPILVERK ÞJÓÐANNA, SPILVERK ÞJÓÐANNA - Skýin. MASSIVE ATTACK - Teardrop. RIHANNA - Umbrella. THE WEATHER GIRLS - It´s Raining Men. Franklin, Aretha - My guy. O-Shen - Siasi.

    Rúnar götuljósmyndari, baráttan fyrir afglæpavæðingu heimabruggs

    Play Episode Listen Later Jun 12, 2025 59:23


    Rúnar Gunnarsson ljósmyndari er einn fárra sem stundað hefur götuljósmyndun á Íslandi - raunar hefur hann myndað mannlífið í 65 ár. Við hittum Rúnar á Lækjartorgi og ræðum við hann um götuljósmyndun, mannlífið í miðborg Reykjavíkur í áranna rás og hvort tíminn sé mögulega bara einhvers konar blekking. Félag áhugafólks um gerjun – eða FÁGUN – er stofnað utan um áhugamál sem er í raun og veru ólöglegt á Íslandi: heimabrugg. Engu að síður er starfsemi félagsins blómleg og félagarnir talsvert margir. Í dag heimsækjum við FÁGUN, fræðumst um starfsemina og heyrum meira um bjórbrugg, bjórmenningu og baráttuna fyrir afglæpavæðingu heimabruggs. Tónlist í þættinum: Sylvan Esso - Die young Júníus Meyvant og KK - Skýjaglópur

    World Pride gert upp, samfélagslöggur í sókn, mjólkurvörur og hamfarahlýnun

    Play Episode Listen Later Jun 11, 2025 58:37


    Mannréttindaráðstefna World Pride var haldin í síðustu viku í höfuðborg Bandaríkjanna – en ráðstefnan er hluti af stærstu hinsegin viðburðarröð heims og dregur að sér þátttakendur, sérfræðinga og leiðtoga alls staðar að úr heiminum til að ræða stöðu og framtíð mannréttinda hinsegin fólks. Fulltrúar Samtakanna 78 og Hinsegin daga tóku meðal annarra þátt í ráðstefnunni og í dag koma þeir í heimsókn til okkar - þær Bjarndís Helga Tómasdóttir, formaður Samtakanna 78, og Helga Haraldsdóttir, formaður Hinsegin daga – til að gera upp ráðstefnuna. Fyrstu samfélagslögreglumennirnir á Íslandi tóku til starfa fyrir rúmum sex árum síðan. Síðan hefur verkefnið vaxið hratt og nú eru starfandi samfélagslöggur á flestum lögreglustöðvum landsins. Við ræðum við Unnar Þór Bjarnason, reynda samfélagslöggu, um hvernig megi skapa traust og tengsl milli lögreglunnar og almennings og hvernig lögreglan hefur stigið inn í erfið mál tengd unglingum og ungu fólki. Edda Olgudóttir, vísindamiðlari Samfélagsins, fræðir okkur um loftslagsbreytingar og mjólkurvörur. Tónlist í þættinum: Japanese Breakfast - Slide Tackle Suki Waterhouse - Supersad

    Glæpatíðni á Íslandi og sumarstörf

    Play Episode Listen Later Jun 6, 2025 58:54


    Í dag fjöllum við um glæpi. Þegar fylgst er með almennri umræðu á Íslandi mætti stundum halda að glæpatíðnin í dag væri hærri en gengur og gerist og stundum heyrast jafnvel raddir sem segja að ástandið hér á landi sé stjórnlaust – af hinum ýmsu ástæðum. En hvað segja tölurnar okkur? Snorri Örn Árnason, verkefnastjóri hjá ríkislögreglustjóra og aðjúnkt í afbrotafræði við Háskóla Íslands kíkir í heimsókn til að segja okkur meira um það. Sumarstörf eru alls konar, við heyrum í dag nokkrar sögur frá hlustendum af eftirminnilegum sumarstörfum og ræðum við Önnu Katrínu Halldórsdóttur, framkvæmdastjóra vinnumiðlunarinnar Alfreðs, um stöðu sumarstarfa í dag. Tónlist úr þættinum: ARETHA FRANKLIN - Say a Little Prayer For Me. Kraftwerk - Taschenrechner. La Havas, Lianne - Unstoppable (bonus track mp3). King, Carole - Lay down my life (album version).

    Fann frelsi í þremur fermetrum, sumarhraðallinn Startup supernova, að eitra fyrir sínum nánustu

    Play Episode Listen Later Jun 5, 2025 59:19


    Fyrir fjórum árum stóð Loftur Guðmundsson, verkfræðingur, á krossgötum, ákvað að láta reyna á gamlan draum og flutti í húsbíl. Nýlega ákvað hann að minnka við sig og býr nú í þriggja fermetra sendiferðabíl á Sævarhöfða í Reykjavík, þar sem fleira fólk býr í húsbílum og smáhýsum með aðgang að rafmagn og hreinlætisaðstöðu. Við heimsækjum Loft sem líklega er einn nægjusamasti maður landsins og kynnumst hugmyndunum á bakvið lífsstílinn. Frumkvöðlar hætta ekki að fá hugmyndir á sumrin – þess vegna stendur Klak Icelandic Startups fyrir sumarhraðlinum Startup Supernova – þar sem markmiðið er að ný fyrirtæki lendi hlaupandi og stækki hratt. Atli Björgvinsson og Jenna Björk Guðmundsdóttir frá Klak koma í heimsókn í dag til að segja okkur frá þessum hraðli – og líka aðeins frá sögu Klak, sem fagnaði nýlega 25 ára afmæli. Stefán Gíslason flytur okkur eitraðan pistil þar sem netverslunarrisinn Temu og rithöfundurinn Agatha Christie koma við sögu. Tónlist í þættinum: Katrín Helga Ólafsdóttir - Seinasti dansinn okkar. Simon and Garfunkel - Cecilia

    Gervigreind og matarsóun, hand-, fóta- og munnsjúkdómur, verkjameðferðir

    Play Episode Listen Later Jun 4, 2025 60:10


    Tæknin hjálpar okkur við margt í daglegu lífi, en mun gervigreind hjálpa til við að leysa stór vandamál sem steðja að heiminum, eins og matarsóun. Eyrún Magnúsdóttir, gervigreindarfréttaritari Samfélagsins, ætlar að koma til okkar og fjalla um það hvernig gervigreind og matarsóun tengjast. Reglulega berast foreldrum leikskólabarna tölvupóstar um að hinn eða þessi sjúkdómur hafi skotið sér niður í skólanum. Einn þessara sjúkdóma er hand-, fóta- og munnsjúkdómur, líka kallaður blöðrumunnbólga með útbrotum. Við ætlum að ræða við Valtý Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalækni á Landspítalanum, um barnasmitsjúkdóma, hvernig sjúkdómaflóran hefur breyst í áranna rás og hvers vegna sumt eldra fólk kváir þegar barnasjúkdóma dagsins í dag ber á góma. Edda Olgudóttir, vísindamiðlari þáttarins og fastur miðvikudagsgestur, ætlar svo að spjalla við okkur um nýjar rannsóknir á verkjameðferðum.

    Hertar umbúðakröfur, kynjuð raddbeiting og árfarvegur Túría-ár

    Play Episode Listen Later Jun 3, 2025 55:00


    Ýmsar umbúðir sem fyrirtæki hér á landi nota verða ólöglegar ef og þegar ný umbúðareglugerð Evrópusambandsins verður innleidd í íslenskt regluverk í gegnum EES-samninginn. Reglurnar lúta að hönnun, samsetningu og stærð umbúða og koma til með að snerta marga framleiðendur hér. Til dæmis verður bannað að pakka gúrkum og tómötum í plast, litlar smjöröskjur og pokarnir með tómatsósu, sem oft fylgja frönskum á veitingastöðum heyra líka sögunni til og sums staðar eiga einnota umbúðir að víkja alfarið fyrir umbúðum sem hægt er að nota aftur og aftur. Sigurður Helgi Birgisson, viðskiptastjóri matvælaiðnaðar hjá Samtökum iðnaðarins, hefur verið fyrirtækjum innan handar við að búa sig undir þessar breytingar og hann ætlar að koma til okkar og ræða stöðuna í dag og framtíðina í umbúðamálum. Við fjöllum líka aðeins um röddina. Við heimsækjum Lindu Markúsardóttur, talmeina- og raddfræðing, á Grensásdeild Landspítalans – meðal annars til að ræða kynjaða eiginleika raddarinnar, sem eru flóknari en þeir hljóma við fyrstu hlustun. Spænska borgin Valencia varð illa úti í miklum flóðum í fyrra. Flóð hafa öldum saman valdið usla í borginni og svo fór að um miðja síðustu öld var árfarvegur árinnar Túría, sem oft flæddi yfir bakka sína, fluttur út fyrir borgina - Páll Líndal, umhverfissálfræðingur, segir frá því hvað varð um gamla árfarveginn og hvernig þessi tilfærsla eltist í pistli dagsins. Tónlist í þættinum: BOB DYLAN - One More Cup Of Coffee. JET BLACK JOE - Summer is gone. Bravo, Nino - Un beso y una flor.

    Reykjavík Fringe Festival og hitamótmæli á Austurvelli

    Play Episode Listen Later Jun 2, 2025 57:38


    Hátíðin Reykjavík Fringe Festival fer fram í áttunda sinn þessa vikuna, þar verða margs konar listform og gjörningar ráðandi; uppistand, ljóð, ljósmynda- og leiksýningar - meira að segja burlesque-danssýning þar sem kettir koma við sögu. Við fáum tæknistjóra hátíðarinnar, Juliette Louste, til að ræða við okkur um þessa hátíð sem á rætur sínar að rekja til grasrótarhreyfingar listamanna í Skotlandi fyrir hartnær áttatíu árum síðan. Um helgina var boðað til tveggja mótmæla í miðborg Reykjavíkur – önnur voru á Austurvelli vegum hóps sem heitir Ísland, þvert á flokka, þar sem stefnu stjórnvalda í útlendingamálum var mótmælt – og hin voru eiginleg gagnmótmæli á Ingólfstorgi, þar sem hópur kom saman til að taka afstöðu gegn mótmælunum á Austurvelli og með jaðarsettum hópum. Samfélagið mætti á þau bæði – ræddi við fólkið sem þar var og fylgdist með því sem fór fram. Tónlist í þættinum: AIR - All I Need.

    Ósanngjarnar kröfur um samskiptahæfileika og hafið

    Play Episode Listen Later May 30, 2025 58:34


    Oft eru gerðar miklar kröfur um samskiptahæfileika í atvinnuauglýsingum, jafnvel í störfum þar sem þeirra er ekki þörf. Þetta getur haft útilokandi áhrif fyrir einhverfa sem búa oft yfir öðrum styrkleikum sem nýtast vel í starfi. Eru gáfur jafnvel að fara til spillis vegna þess að vinnumarkaðurinn er of einsleitur? Í meistararitgerð með yfirskriftinni: Allir eiga að vera mega hressir og með brennandi áhuga, rannsakar Bjarney L. Bjarnadóttir þessi mál. Við ræðum við hana um rannsóknina hér á eftir. Og í dag flytjum við líka sérstakan pistil úr smiðju Estherar Jónsdóttur, pistlahöfundar Samfélagsins. Pistill dagsins fjallar um hafið og í honum komum við meðal annars við á eyjunni Maui, í kvikmyndahúsi í Reykjavík á frumsýningu merkilegrar kvikmyndar, í Háskólasetri Vestfjarða og á stöndinni við Hólmavík.

    Framtíð Heiðmerkur, níkótínpúðafíkn. strákahljómsveitir, AFÉS og Alzheimer

    Play Episode Listen Later May 28, 2025 56:42


    Aðgengi almennings að Heiðmörk kann að verða takmarkað í framtíðinni. Veitur stefna að því að loka grannsvæði vatnsverndar fyrir almennri bílaumferð. Í dag verður haldið málþing á vegum Skógræktarfélags Reykjavíkur þar sem framtíð Heiðmerkur verður rædd. Auður Kjartansdóttir, framkvæmdarstjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, kemur og ræðir við okkur um framtíð Heiðmerkur. Síðan fáum við síðasta pakkann af umfjöllunum frá nemendum í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands. Stefanía Silfá Sigurðardóttir fjallar um tónlistarhátíðina Aldrei fór ég suður á Ísafirði. Theódóra Guðný Vilhjálmsdóttir fjallar um strákahljómsveitir. Þórður Ari Sigurðsson fjallar um níkótínpúðanotkun ungmenna. Og að lokum kíkir Edda Olgudóttir til okkar í vísindaspjall og segir okkur frá áhrifum Alzheimers á aðra vefi líkamans.

    Ættleiðingar, nýja maraþonið, íslenska sumarið og kreppupopp

    Play Episode Listen Later May 27, 2025 59:37


    Íslensk ættleiðing er eina ættleiðingarfélagið á Íslandi sem hefur löggildingu frá Dómsmálaráðuneytinu til þess að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Við ætlum að ræða við formann félagsins, Ástu Sól Kristjánsdóttur, um ættleiðingar til Íslands og helstu störf félagsins en margir ættleiddir leita til þess í leit að uppruna sínum. Og við höldum áfram að flytja umfjallanir nemenda í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands. Við byrjuðum í gær og fáum þrjú innslög í þætti dagsins: Ísabella Sól Ingvarsdóttir fjallar um hlaup og hvort 100 kílómetrar séu nýja maraþonið. Kári Snorrason ræðir við Sigga Storm um íslenska sumarið. Malín Eyfjörð fjallar um fyrirbærið kreppupopp og hvað popptónlist getur sagt okkur um efnahagsástandið.

    Skátamerki, brúnkukremsfíkn, rappkúltúr, gervigreind og incel-menning

    Play Episode Listen Later May 26, 2025 59:29


    Í þessari viku flytjum við hér í Samfélaginu ellefu umfjallanir úr smiðjum nemenda í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands. Í dag flytjum við fimm umfjallanir: Alma Sól Pétursdóttir fjallar um óhefðbundin, óformleg og krefjandi skátamerki. Ásrún Aldís Hreinsdóttir fjallar um brúnkukremsnotkun íslenskra ungmenna og brúnkukremsfíkn. Baldvin Þór Hannesson fjallar um nýja kynslóð íslenskra rappara og listahópinn FlySouth. Birta María Hallsteinsdóttir fjallar um tónlist og gervigreind. Halldór Ingi Óskarsson fjallar um incel-menningu. Við kíkjum líka í heimsókn í Þjóðskalasafn Íslands og veltum okkur upp úr einkaskjalasöfnum með Þórunni Marel Þorsteinsdóttur, verkefnastjóra hjá Þjóðskjalasafni Íslands.

    Hafvernd, Ræktunarstöð Reykjavíkurborgar og íslensk bjórmenning

    Play Episode Listen Later May 23, 2025 59:18


    Á dögunum var nýjasta heimildarmynd Davids Attenborough – Hafið – frumsýnd á Íslandi og viðbrögðin hafa verið sterk og jákvæð. Að því tilefni ætla framleiðendur myndarinnar og hópur íslenskra félagssamtaka, í samvinnu við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið og Háskólann í Reykjavík, að halda fund um hafvernd á Íslandi á mánudaginn. Hér rétt á eftir fáum við til okkar Katrínu Oddsdóttur og Andrés Inga Jónsson, tvo af skipuleggjendum fundarins, til að segja okkur meira. Hlustendur í höfuðborginni hafa líklega tekið eftir því að sumarblóm eru byrjuð að birtast hér og þar í borgarlandinu. Þessi sumarblóm – sem og allmörg tré, runnar og annar gróður – eru langflest ræktuð í Ræktunarstöð Reykjavíkurborgar í Fossvogi. Við heimsóttum ræktunarstöðina í vikunni og fengum að heyra hvernig gengur á þessum miklu annatímum hjá stöðinni við byrjun sumars. Og í lok þáttar setjumst við niður með félögum í Bjórmenningafélagi Íslands.

    Meira um nýyrðasmíð gervigreindar, F.L.Í.S. og dagur líffræðilegrar fjölbreytni

    Play Episode Listen Later May 22, 2025 58:48


    Við fjölluðum um nýyrðasmíð gervigreindar í síðustu viku og Eyrún Magnúsdóttir, gervigreindarfréttaritari Samfélagsins, heldur áfram þeirri umfjöllun í dag. Hún ræðir við Huldu Ólafsdóttur og Svanhvíti Lilju Ingólfsdóttur, sérfræðinga í máltækni hjá Miðeind, um nýyrðasmíð gervigreindar og færni hennar í íslensku. Seinna í þættinum fáum við til okkar stofnendur mótmælahreyfingarinnar F.L.Í.S. – eða Fokk Laxeldi í Sjókvíum – sem standa fyrir mótmælum á Austurvelli á morgun. Stofnendurnir eru þrjár stúlkur í tíunda bekk í Laugalækjaskóla. Við setjumst niður með tveimur þeirra, sem og fulltrúa Ungra umhverfissinna til að ræða um loftslagsaktívisma hjá ungu fólki. En í dag er dagur líffræðilegrar fjölbreytni og Stefán Gíslason, pistlahöfundur Samfélagsins, fjallar um það í pistli sínum í dag, sem við fáum að heyra undir lok þáttar.

    Skyndimótmæli við utanríkisráðuneytið, hlaup og erfðasjúkdómar

    Play Episode Listen Later May 21, 2025 58:32


    Stór hópur fólks kom saman við utanríkisráðuneytið í dag og krafðist aðgerða í ljósi ólýsanlegra hörmunga á Gaza. Það er í sjálfu sér ekki nýtt – þessi mótmælahreyfing hefur verið öflug í rúmt eitt og hálft ár, en óhætt er að segja að ákveðinn vendipunktur hafi orðið þegar Sameinuðu þjóðirnar sögðu í gær að allt að 14 þúsund börn myndu svelta á Gaza ef neyðaraðstoð er ekki hleypt inn á svæðið. Þrýstingurinn á aðgerðir er að aukast og við fjöllum um það í dag – sem og mótmælin sem haldin voru í morgun. Hlaup eru vinsæl íþrótt og sumarið er tíminn þar sem fleiri og fleiri hlauparar fara á stjá. En hvernig á maður að byrja? Ósk Gunnarsdóttir hlaupari byrjaði að hlaupa fyrir þremur árum síðan og gat þá ekki hlaupið einn kílómeter án þess að stoppa. Á dögunum tók hún þátt í Bakgarðshlaupinu og hljóp þar rúma 240 kílómetra. Hún segir hlaupin hafa bjargað geðheilsu sinni og ætlar að gefa þeim sem vilja byrja að hlaupa nokkur góð hlauparáð. Að lokum kemur Edda Olgudóttir í heimsókn til okkar til að segja okkur frá því nýjasta úr heimi vísindanna. Tónlist í þættinum: FONTAINES D.C. - Skinty Fia. BRUCE SPRINGSTEEN - Born to run. Góss - Vor við flóann.

    Gott að eldast, loftslagssamkomulög liðast í sundur

    Play Episode Listen Later May 20, 2025 55:00


    Gott að eldast er aðgerðaráætlun stjórnvalda um að auka samstarf varðandi málefni eldra fólks. En er gott að eldast á Íslandi og hvað er hægt að gera til þess að lifa betra lífi á efri árum? Við fáum til okkar Þórunni Huldu Sveinbjörnsdóttur, fyrrverandi formann Landssambands félags eldri borgara, til þess að ræða þessi mál og fleiri. Og svo fáum við til okkar Sigurð Jóhannesson, hagfræðing og forstöðumann Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, til að ræða um loftslagssamkomulög og hvaða máli þau skipta, sérstaklega í ljósi þess að sumir vilja ekki vera með. Að lokum fáum við pistil frá Páli Líndal umhverfissálfræðingi og pistlahöfundi Samfélagsins.

    gott sam f hagfr landssambands
    Gervigreind fyrir lögfræðinga, sagan í Fossvogskirkjugarði, hnitmiðað viðtal um sveitina

    Play Episode Listen Later May 19, 2025 59:12


    Síðustu mánuði höfum við í Samfélaginu fjallað talsvert um mót lögfræði og gervigreindar og þá helst heyrt hvað lögfræðingar segja um gervigreind og gervigreindarlöggjöf. Í dag nálgumst við þessi viðfangsefni úr aðeins annarri átt – og kynnum okkur gervigreindartól fyrir lögfræðinga. Jónsbók er nýtt tól sem gæti haft talsverð áhrif á störf lögfræðinga og nám lögfræðinema. Við fáum til okkar Thelmu Christel Kristjánsdóttur frá gervigreindarfyrirtækinu Jónsbók til að segja okkur meira. Í Fossvogskirkjugarði er að finna einn stærsta skóg borgarinnar en þar er líka sagan á hverju strái. Bryndís Björgvinsdóttir þjóðfræðingur byrjaði að vinna þar fyrir um ári síðan við garðrækt en fór fljótlega að komast að ýmsum sögum um þau sem þar hvíla. Við röltum um garðinn með Bryndísi. Og í lok þáttar kíkir Helga Lára Þorsteinsdóttir, safnstjóri Ríkisútvarpsins, í heimsókn og segir okkur frá áhugaverðu og gríðarlega hnitmiðuðu viðtali úr safni RÚV. Tónlist út þættinum: Mitchell, Joni - This Flight Tonight. Bjarni Björnsson - Bílavísur. Bryan, Zach, Bon Iver - Boys Of Faith (Explicit).

    Útfjólubláir geislar og upplýsingaóreiða í tengslum við matvæli

    Play Episode Listen Later May 16, 2025 59:16


    Það hefur verið sólríkt á landinu síðustu daga og það virðist ætla að vera það áfram og af því tilefni ætlum við að ræða við tvo læknisfræðilega eðlisfræðinga hjá Geislavörnum ríkisins til að velta fyrir okkur útfjólubláum geislum og hvenær þurfi að huga að sólarvörn. Edda Lína Gunnarsdóttir og Eyjólfur Guðmundsson setjast hjá okkur í upphafi þáttar til að spjalla um þetta. En síðan ætlum við að huga að mat og mataræði. Í liðinni viku stóð Matís fyrir málþingi um neytendur framtíðarinnar – þar sem meðal annars var fjallað um upplýsingaóreiðu í tengslum við matvæli. Þóra Valsdóttir og Kolbrún Sveinsdóttir, matvælafræðingar og verkefnastjórar hjá Matís, ætla að kíkja í heimsókn á eftir og ræða aðeins við okkur.

    Nýyrðasmíð gervigreindar, Afstaða í 20 ár, ofanflóð og loftslagsbreytingar

    Play Episode Listen Later May 15, 2025 59:07


    Afstaða, félag fanga, fagnar 20 ára afmæli í ár. Félagið berst fyrir réttindum fanga og við ætlum að ræða formann félagsins, Guðmund Inga Þóroddsson, um fangelsismál almennt. Refilskór, óðlega, tónfæri. Spjallmenni á borð við ChatGPT búa stundum til ný orð þar sem þau vantar og nota oft orð eins og þessi, sem enginn kannast við. Er gervigreindin þannig eins og barn á máltökuskeiði? Eyrún Magnúsdóttir, gervigreindarfréttaritari Samfélagsins, kemur til okkar í dag og ræðir við okkur og Önnu Sigríði Þráinsdóttur, málfarsráðunaut Ríkisútvarpsins, um nýyrðasmíði gervigreindarinnar. Og að lokum fáum við tvö viðtöl sem Samfélagið tók á Ísafirði í síðustu viku - um hagræn áhrif ofanflóða, og áhrif loftslagsbreytinga á ofanflóðaáhættu. Tónlist úr þættinum: Weyes Blood - Andromeda (Radio Edit) (bonus track mp3). Ólafur Kram - Blúndustelpan.

    Starfsemi SÁÁ, menning á Vestfjörðum og sýklalyf í ferskvatni

    Play Episode Listen Later May 14, 2025 58:49


    Fjölmargir sækja sér árlega meðferð vegna áfengis og vímuefnavanda hjá SÁÁ - samtökum áhugafólks um áfengis og vímuefnavanda. En það hefur margt breyst á undanförnum árum í nálgun á því hvernig er unnið með vímuefnavanda. Við ræðum við Önnu Hildi Guðmundsdóttur, formann samtakanna, um starf þeirra. Í dag fjöllum við líka um vestfirska menningu - á dögunum hittum við Skúla Gautason, menningarfulltrúa Vestfjarða, á Hólmavík, sem fræddi okkur um þróunarstyrk Vestfjarða - og við ræddum líka við fólkið á bakvið Menningarmiðstöðina Norðurfjöru á Hólmavík, sem fékk einmitt styrk úr sjóðnum. Og að lokum kíkir Edda Olgudóttir, vísindamiðlari Samfélagsins, í heimsókn og segir okkur hitt og þetta um sýklalyf í ferskvatni.

    Á slóðum sjaldgæfs svepps, Netagerðin á Ísafirði og matvendni

    Play Episode Listen Later May 13, 2025 59:32


    Í dag heimsækir Samfélagið Netagerðina á Ísafirði, skapandi rými fyrir arkítekta, klæðskera, blómaskreitingar- og leirlistarfólk og annað sjálfstætt starfandi listafólk á Vestfjörðum. Við skoðum rýmið í fylgd með Heiðrúnu Björk netagerðastjóra og kíkjum í litla verslun sem listafólkið heldur úti. Og síðan fáum við til okkar tvo sérfræðinga í matvendni barna - þær Berglindi Lilju Guðlaugsdóttur dorktorsnema og Önnu Sigríði Ólafsdóttur prófessor við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Að lokum fáum við pistil frá Esther Jónsdóttur, sem elti uppi sjaldgæfan svepp í Grímsnesi ásamt sveppasérfræðingi.

    Kynjaþing, þungunarrof í Færeyjum og ræðismaður Nasista í Reykjavík

    Play Episode Listen Later May 12, 2025 58:49


    Um helgina hélt Kvenréttindafélag Íslands kynjaþing í sjöunda skipti. Í ár var þingið haldið í Fjölbrautaskólanum við Ármúla og ýmislegt var rætt – meðal annars hin svokallaða anti-gender-hreyfing, vesturnorræn jafnréttisbarátta og þungunarrofslöggjöf í Færeyjum. Samfélagið kíkti við á þinginu á laugardag til að ræða við þau sem þarna voru saman komin, og við heyrum af því í þættinum í dag. Og samkvæmt venju annan hvern mánudag heimsækjum við Þjóðskjalasafn Íslands, þar sem Njörður Sigursson aðstoðarþjóðskjalavörður tekur á móti okkur og segir okkur frá vægast sagt athyglisverðum þýskum ræðismanni á Íslandi árið 1939.

    Lýðskólinn á Flateyri fer í sumarfrí

    Play Episode Listen Later May 9, 2025 59:45


    Samfélagið heilsar frá Flateyri. Í dag kynnum við okkur starfsemi Lýðskólans á Flateyri, ræðum við fólkið sem í honum starfar og fræðumst um nám og nemendur við Önundarfjörð. Við heimsækjum líka Náttúrustofu Vestfjarða í Bolungavík og heyrum ýmislegt um náttúrurannsóknir á Vestfjörðum. Tónlist úr þættinum: Simon and Garfunkel - Keep the customer satisfied. Larkin Poe - Kick the blues. K.ÓLA - Keyrum úr borginni.

    sam f vestfj flateyri vestfjar
    Svipmynd af Háskólasetri Vestfjarða

    Play Episode Listen Later May 8, 2025 57:49


    Samfélagið heilsar frá Háskólasetri Vestfjarða á Ísafirði. Í dag verjum við þættinum með Peter Weiss, forstöðumanni setursins til tuttugu ára, ræðum starfsemina, námið og rannsóknirnar, spjöllum við fólkið sem starfar í setrinu og hugleiðum framtíð háskólasetursins í ljósi þess að Weiss hefur tilkynnt að hann ætli að hætta sem forstöðumaður í sumar. Og við heyrum líka pistil frá Stefáni Gíslasyni, umhverfisstjórnunarfræðingi og pistlahöfundi Samfélagsins um raftannbursta og ýmislegt fleira.

    Öruggari Vestfirðir, meiri ofanflóð og vísindaspjall

    Play Episode Listen Later May 7, 2025 59:03


    Samfélagið heilsar frá Sauðfjársetrinu á Ströndum, rétt hjá Hólmavík, þar sem Ríkislögreglustjóri og lögreglustjórinn á Vestfjörðum halda fund um öryggi Vestfjarða. Hér er saman komnir fjölmargir Vestfirðingar úr hinum og þessum kimum samfélagsins til að ræða helstu ógnir sem stafa að Vestfirðingum og hvernig hægt er að takast á við þær. Við fjöllum um fundinn og heyrum hvernig hægt verður að gera Vestfirði öruggari. Og síðan heyrum við í Bergþóru Kristinsdóttur, framkvæmdarstjóra þjónustusviðs hjá Vegagerðinni, sem við hittum á málþingi um ofanflóð sem haldið var á Ísafirði við byrjun viku. Að lokum fáum við til okkar Eddu Olgudóttur, vísindamiðlara Samfélagsins í Vísindaspjall. Tónlist úr þættinum: KK - Bein Leið. THE BEATLES - Good Day Sunshine.

    Samfélagið á Ofanflóði 2025 á Ísafirði

    Play Episode Listen Later May 6, 2025 55:00


    Samfélagið heilsar frá Ísafirði, þar sem málþingið Ofanflóð 2025 er haldið - þar sem margir helstu sérfræðingar um ofanflóð og ofanflóðvarnir eru saman komnir í Edinborgarhúsinu. Við ræðum við framsögufólk og gesti hér á málþinginu og fjöllum um stöðu ofanflóðvarna hér á Vestfjörðum, sem og á landinu öllu.

    Vímuefnaröskun, rafbílarafhlöður og vorið 1974

    Play Episode Listen Later May 5, 2025 59:14


    Í dag byrjum við þáttinn á umfjöllun um vímuefnaröskun, sem er einn alvarlegasti heilbrigðisvandinn sem við glímum við – samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. Röskunin er þó meðhöndlanleg og við eigum meðferðir sem virka – en röskunin einkennist ekki síst af bakföllum og hindranirnar sem blasa við þeim sem sækja sér meðferð eru margar. Erla Björg Sigurðardóttir, lektor í félagsráðgjöf og framkvæmdastýra á áfangaheimili fyrir konur, Helena Gísladóttir, dagskrárstjóri meðferðar Krýsuvíkursamtakanna og MA-nemi í félagsráðgjöf og Sara Karlsdóttir löggiltur áfengis og vímuefnaráðgjafi og dagskrárstjóri meðferðar hjá Hlaðgerðarkoti setjast hjá okkur og ræða um félagslega stöðu einstaklinga í langtíma meðferð vegna vímuefnaröskunar. Hvað á að gera við rafhlöðuna úr rafmagnsbílnum þegar hann er hættur að ganga? Rúnar Unnþórsson, prófessor í iðnaðar- og vélaverkfræði við Háskóla Íslands, leitar nú svara við því en búast má við að innan fárra ára hafi fallið til mikið af slíkum rafhlöðum sem vel gætu átt gott og farsælt framhaldslíf. Og í lok þáttar ætlar Helga Lára Þorsteinsdóttir, safnstjóri RÚV, að kíkja við og deila með okkur gullmola úr safni Ríkisútvarpsins. Tónlist úr þættinum: Bridgers, Phoebe - Motion sickness. Fleet Foxes - Battery Kinzie. Stuðmenn - Vorið.

    Heimsókn í neyslurými og upplifun sögunnar

    Play Episode Listen Later May 2, 2025 58:29


    Í dag heimsækir Samfélagið neyslurýmið Ylju í Borgartúni. Þar getur fólk 18 ára og eldra - sem notar vímuefni í æð komið og notað lyfin sín í hreinu og öruggu umhverfi - og fengið lágþröskuldarheilsbrigðisþjónustu. Við ræðum við starfsfólk Ylju í dag um hvernig reynslan hefur verið síðan Ylja opnaði í Borgartúni síðasta sumar - og við heyrum líka í skjólstæðingi Ylju sem segir okkur frá sinni reynslu af þjónustunni. Og síðan fáum við pistil frá Esther Jónsdóttur, pistlahöfundi Samfélagsins, sem fjallar í dag um hvað það þýði að upplifa söguna. Tónlist úr þættinum: Bon Iver - Re: Stacks. K.óla - Vinátta okkar er blóm. Aretha Franklin - Somewhere

    sam f heims borgart ylja
    Sýndarsjúklingar og fitusöfnun eftir miðjan aldur

    Play Episode Listen Later Apr 30, 2025 59:07


    Í dag verður nýtt færni- og hermisetur Háskóla Íslands og Landspítala opnað formlega. Setrið er í hálfgert æfingasjúkrahús þar sem nemendur HÍ og starfsfólk spítalans geta æft sig að sinna sýndarsjúklingum sem geta farið í hjartastopp, svitnað, blánað og veikst af öllum mögulegum sjúkdómum. Við kíktum í heimsókn í HERMÍS í Eirbergi á Landspítalasvæðinu og skoðuðum setrið ásamt Þorsteini Jónssyni – forstöðumanni – og Hrund Thorsteinsson – deildarstjóra menntadeildar Landspítalans. Edda Olgudóttir vísindamiðlari fjallar um fitusöfnun eftir miðjan aldur. Tónlist í þættinum í dag: Spalding, Esperanza - Let her. Laufey - Falling Behind.

    Áhrifavaldar barna, lífið í Róm og góða veðrið

    Play Episode Listen Later Apr 29, 2025 55:00


    Í gær var haldinn fræðslufundur fyrir foreldra þar sem kafað var ofan í heim snallsíma og samfélagsmiðla. Fundurinn bar heitið þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? og snerti meðal annars á áhyggjum sem hafa vaknað nýlega um samfélagsmiðlanotkun barna – ekki síst í kjölfar Netflix-þáttanna Adolescence. Nokkur hundruð manns mættu á fundinn, og í dag fáum við til okkar tvö þeirra sem stóðu fyrir honum, Daðeyju Albertsdóttur, sálfræðing hjá Geðheilsumiðstöð barna - HH og Domus Mentis Geðheilsustöð og Skúla Braga Geirdal sviðsstjóra Saft – Netöryggismiðstöðvar Íslands. Besta leiðin til að njóta lífsins í Róm kostar ekki neitt. Þetta segir Ingólfur Níels Árnason sem býr og starfar í Róm en Samfélagið hitti hann þar fyrir skömmu, rétt áður en Frans páfi lést á annan dag páska. Hann segir að ein mesta áskorunin við að samlagast ítölsku samfélagi hafi verið skólaganga barnanna hans og segir Rómverja vera með kolsvartan húmor sem Íslendingar geti tengt vel við. Og í lok þáttar fáum við pistil frá Páli Líndal umhverfissálfræðingi og pistlahöfundi Samfélagsins. Tónlist í þættinum í dag: Jovanotti - Ciao mamma Cos´é bonetti - Lucio Dalla Il paradiso della vita - La ragazza 77

    Landnámsskógur endurheimtur, gervigreind og sifjaspell á 18. öld

    Play Episode Listen Later Apr 28, 2025 59:10


    Í Skagafirði er unnið að því að endurheimta skóglendi, í Brimnesskógum, en þar var blómlegur skógur á landnámsöld. Steinn Kárason garðyrkjumeistari og umhverfishagfræðingur er frumkvöðull að þessu, hann kemur í þáttinn og segir okkur allt um þetta. Í síðustu viku fjölluðum við um mót gervigreindar og tónlistar – og veltum því fyrir okkur hver væri höfundur verks sem framleitt er af gervigreind. Í dag nálgumst við svipaðar spurningar frá allt annarri átt – frá sjónarhorni lögfræðinnar. Hvaða áhrif hefur þróun gervigreindar á höfundarétt? Hafliði K. Lárusson lögmaður kíkir til okkar og spjallar við okkur um gervigreind og lögfræði. Samfélagið gluggaði í dómskjöl úr safni Þjóðskjalasafnins - um sifjaspellsmál í Dalasýslu á 18. öld - þar sem ung kona, Kristín Bjarnadóttir, var dæmd til refsingar fyrir að eignast barn með stjúpföður sínum. Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skjalavörður á Þjóðskjalasafninu segir okkur frá máli Kristínar. Tónlist í þættinum í dag: Borges, Lô, Nascimento, Milton - Cravo e canela. Silvana Estrada - Chega de Saudada/No more blues

    Vika 17, stærðfræði og Kjötborg

    Play Episode Listen Later Apr 25, 2025 58:12


    Á bókasöfnum eru ekki bara bækur - heldur ýmislegt annað og kannski ættu þau að heita eitthvað annað en bókasöfn. Þessi vika er sú 17. á árinu, þetta er alþjóðleg vika heimsmarkmiðanna á bókasöfnum - og Hrönn Soffíu Björgvinsdóttir verkefnastjóri á Amtsbókasafninu á Akureyri kemur til okkar og segir okkur allt um það. Stærðfræði er alltumlykjandi. Nær allar tækninýjungar, sem hafa breytt lífi okkar, byggja á þessari fræðigrein - sem flestir gefa samt merkilega lítinn gaum í okkar daglega lífi. Sigurður Örn Stefánsson prófessor í stærðfræði við Háskóla Íslands sér stærðfræði í öllu og leiðir okkur í allan sannleika um undur og stórmerki stærðfræðinnar. Við Ásvallagötu í Reykjavík stendur verslunin Kjötborg. Bræðurnir Gunnar og Kristján Jónssynir standa þar vaktina alla daga vikunnar og hafa gert í áratugi. Gunnar segist hafa verið í búðarleik alla ævi en búðarstarfið í Kjötborg er meira en að bara afgreiða vörur og hefur sannarlega breyst á starfsævi bræðranna. Viktoría Hermannsdóttir kíkti í heimsókn í Kjötborg og spjallaði við Gunnar. Tónlist í þættinum í dag: Franklin, Aretha - I'm sitting on top of the world. Beyoncé - Jolene. Teitur Magnússon - Orna.

    Páfakjör, lífsgæði á efri árum og sjóveiki

    Play Episode Listen Later Apr 23, 2025 58:47


    Frans páfi lést anna páskadag eftir 12 ár á páfastóli og fljótlega hefjast kardínálar handa við að velja nýjan páfa. Þetta ævaforna embætti er sveipað dulúð og við ætlum að velta fyrir okkur hlutverki páfa og ýmsu öðru sem tengist kaþólsku kirkjunni og trúnni með Illuga Jökulssyni. Lífaldur íslensku þjóðarinnar er 80 ár – en aldur við góða heilsu er aðeins um 66 ár. Hvernig fjölgum við heilbrigðum æviárum? – það er spurningin á bak við nám sem tileinkað er fólki við starfslok og vill bæta líkamlega, félagslega, andlega og jafnvel fjárhagslega heilsu. Guðfinna Sesselja Bjarnadóttir, atferlisfræðingur og fyrrverandi rektor Háskólans í Reykjavík kíkir til okkar í dag og segir okkur meira. Og eins og jafnan á miðvikudögum kemur Edda Olgudóttir vísindamiðlari í heimsókn og hún ætlar að segja okkur allt um sjóveiki Tónlist í þætti dagsins: Lafourcade, Natalia - Hasta la Raíz. SPILVERK ÞJÓÐANNA - Plant No Trees.

    Claim Samfélagið

    In order to claim this podcast we'll send an email to with a verification link. Simply click the link and you will be able to edit tags, request a refresh, and other features to take control of your podcast page!

    Claim Cancel