Podcasts about leikh

  • 37PODCASTS
  • 215EPISODES
  • 1h 14mAVG DURATION
  • 1EPISODE EVERY OTHER WEEK
  • Oct 15, 2025LATEST

POPULARITY

20172018201920202021202220232024


Best podcasts about leikh

Latest podcast episodes about leikh

Lestin
Snorri Másson og leikhús grimmdarinnar

Lestin

Play Episode Listen Later Oct 15, 2025 57:38


Í Lestinni undanfarna mánuði höfum verið að reyna að átta okkur á pólitískum breytingum á hægri væng stjórnmálanna bæði í Bandaríkjunum og hér á Íslandi. Nýja hægrinu svokallaða - sem leggur minni áherslu á frjálsan markað og meiri áherslu á íhaldssöm gildi. Hér á landi er mest áberandi andlit þessa nýja hægris líklega Snorri Másson, fyrrum blaðamaður, hlaðvarpari, og nýkjörinn varaformaður Miðflokksins. Við spjöllum við Snorra um þessa meintu íhaldsbylgju Z-kynslóðarinnar og hvernig hægristjórnmál líta út árið 2025. Leikhúsið og tvívera þess eftir Antonin Artaud kemur út á morgun í íslenskri þýðingu Trausta Ólafssonar. Við spjöllum við Trausta um leikhús grimmdarinnar - leikhús sem hefur þó ekkert með ofbeldi að gera.

Rauða borðið
Rauða borðið 2. okt - Kynjafræði, leikhús. fjölmiðlaógn, Kína og klassíkin

Rauða borðið

Play Episode Listen Later Oct 2, 2025 293:26


Fimmtudagur 2. október Kynjafræði, leikhús. fjölmiðlaógn, Kína og klassíkin Hanna Björg Viljhjálmsdóttir, kynjafræðingur og Þorsteinn V. Einarsson, kynjafræðingur ræða um bakslag og kynjafræði í skólum. Brynhildur Guðjónsdóttir leikstjóri og leikararnir Hildur Vala Baldursdóttir, Mikael Kaaber, Margrét Eir Hönnudóttir og Ernesto Camilo Valdes segja Gunnari Smára frá ást og sorg fólksins í Rauðu myllunni í París fyrir rúmri öld og hvers vegna sú saga á erindi við okkur í dag. Elva Ýr Gylfadóttir hjá Fjölmiðlanefnd ræðir ógnir og undirróður erlendra ríkja og hvers ber að gæta í heimi fjölmiðlanna í þeim efnum. Björn Þorláks ræðir við hana. Ragnar Baldursson stjórnmálafræðingur heldur áfram að segja okkur frá Kína í samtali við Gunnar Smára. Nú horfir hann á áhrif Konfúsíusar á kínverska menningu, stjórnmál og stöðu Kína í heiminum. Guðni Tómasson framkvæmdastjóri Sinfóníunnar og Elísabet Indra Ragnarsdóttir verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu ræða meðal annars Víking Heiðar og áhrif hans og fleiri frumkvöðla á tónlistina í spjalli við Gunnar Smára og tónlistarnemann Sól Björnsdóttur.

Steve Dagskrá
Heimir hættir, Davíð hættir, Paddy McAloon og einleikur í Þjóðleikhúsinu.

Steve Dagskrá

Play Episode Listen Later Sep 30, 2025 87:17


Hvað er planið hjá FH? Er deildin slakari en í fyrra? Hvað þarf að hafa í huga þegar Slf. félag er annarsvegar? Indican staðreyndin endurvakin en skinny jeans ekki.

Lestin
Jón Atli Jónasson um leikhús, Alien: Earth

Lestin

Play Episode Listen Later Sep 24, 2025 55:08


Jón Atli Jónasson er höfundur fjölda leiksýninga en fæst nú aðallega við bóka- og sjónvarpsþáttaskrif. En hvers vegna gerir hann ekki leikrit lengur? Brynja Hjálmsdóttir spjallar við okkur um nýja sjónvarpsþætti sem eru með íslandstengingu. Ugla Hauksdóttir leikstýrir nokkrum þáttum af Alien: Earth.

Lestin
The Studio og Rúnar Guðbrandsson um leikhúsið

Lestin

Play Episode Listen Later Sep 17, 2025 55:39


Við rýnum í grínþættina The Studio eftir Seth Rogen sem rökuðu til sín verðlaunum á Emmy-sjónvarpsverðlaunahátíðinni í byrjun vikunnar. Brynja Hjálmsdóttir, sjónvarpsgagnrýnandi, tekur sér far með Lestinni. Lóa fær svo til sín Rúnar Guðbrandsson, sem hefur áratugum saman verið einn afkastamesti leikstjórinn í grasrót íslenskra sviðslista. Þau ræða framtíð leikhússins, jaðarsenuna og hvort það hafi einhvern tímann verið hægt að lifa vel af leiklist.

Mannlegi þátturinn
Leikárið í Þjóðleikhúsinu, Bára og Kvæðamannafélagið og Sváfnir lesandi vikunnar

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Sep 15, 2025 51:18


Við héldum áfram yfirferð okkar um það sem verður á fjölum leikhúsanna í vetur, í síðustu viku var það Borgarleikhúsið, nú er komið að Þjóðleikhúsinu. Magnús Geir Þórðarson, Þjóðleikhússtjóri, kom í þáttinn og sagði okkur frá því sem er á döfinni á nýhöfnu leikári, en Þjóðleikhúsið á einmitt 75 ára afmæli um þessar mundir. Dagur rímnalagsins er í dag og við fengum formann Kvæðamannafélagsins Iðunnar Báru Grímsdóttur til okkar en í dag verður sérstök hátíðardagskrá í Salnum í Kópavogi, þar sem barnahópar kveða og Rímnafögnuður í kvöld þar sem frumfluttir verða tveir nýjir rímnaflokkar og annar sérstaklega saminn við þetta tækifæri, Kópavogsbragur hinn síðari. Bára Grímsdóttir leyfði okkur að heyra brot úr honum í þættinum. Svo var það lesandi vikunnar, í þetta sinn er það Sváfnir Sigurðarson, tónskáld, textahöfundur, markaðs- og kynningafulltrúi, en hann er einmitt að gefa út nýja barnabók sem kallast Brandara bíllinn. Við fengum hann til að segja okkur aðeins frá henni og svo auðvitað líka frá því hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Sváfnir sagði frá eftirfarandi bókum og höfundum: Guð leitar að Salóme e. Júlía Margrét Einarsdóttir Óvæntur ferðafélagi e. Eiríkur Bergmann Sextíu kíló af kjaftshöggum e. Hallgrímur Helgason Stundarfró e. Orri Harðar Hundrað ára einsemd e. Gabriel Garcia Marquez Punktur punktur komma strik e. Pétur Gunnarsson Bjargvætturinn í grasinu e. J.D Salinger Tónlist í þættinum í dag: Þjóðsaga / Þrjú á palli (þjóðlag, texti Jónas Árnason) Létt / Ríó tríó (Gunnar Þórðarson, texti Jónas Friðrik Guðnason) Flóð og fjara / Sváfnir Sigurðarson (Sváfnir Sigurðarson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Lestin
IceGuys og Þorleifur Örn um leikhúsið

Lestin

Play Episode Listen Later Sep 10, 2025 56:48


Þorleifur Örn villist þegar hann heimsækir ný leikhús. Það er vegna þess að þau eru hönnuð í kringum tóm. Þorleifur Örn Arnarsson er einn reynslumesti leikstjóri landsins. Hann hefur leikstýrt víða um Evrópu, aðallega Þýskalandi, verið yfirmaður leikhúsmála hjá Volksbühne í Berlín, og svo sett upp fjölda sýninga á Íslandi, Njálu, Íslandsklukkuna og Engla Alheimsins svo fátt eitt sé nefnt. Við ræðum við hann um leikhúsið og spyrjum í lokin, hvers vegna ætti ungt fólk að stefna á leikstjórn í dag? Súkkulaðistrákarnir í strákahljómsveitinni IceGuys hafa gert þrjár sjónvarpsþáttaseríur sem sýndar eru á Sjónvarpi Símans. Brynja Hjálmsdóttir, sjónvarpsgagnrýnandi, fellir dóm um þá þriðju og nýjustu.

Ein Pæling
#466 Halldóra Þorsteinsdóttir - Múgæsingur og leikhús samskiptanna

Ein Pæling

Play Episode Listen Later Sep 10, 2025 65:19


Þórarinn ræðir við Halldóru Þorsteinsdóttur héraðsdómara og háskólaprófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík um mörk tjáningarfrelsins.Nýlegar vendingar í stjórnmálunum eru ofarlega á baugi en í liðinni viku fóru af stað miklar umræður eftir Kastljósþátt þar sem Snorri Másson var til viðtals og tjáði sig um sínar eigin skoðanir á kynjamálum. Farið er um víðan völl og rætt um ýmsa þætti tjáningarfrelsisins og velt vöngum yfir því hvenær réttlætanlegt er að skerða tjáningu og hvenær það er sem við göngum of langt.- Hver er munurinn á lagalegu og félagslegu tjáningarfrelsi?- Sækjum við í persónulegan félagsauð með því að benda á hvað aðrir séu ómögulegir?- Hver er aðkoma dómsvaldsins í málefnum sem snúa að tjáningarfrelsi?- Erum við öll Bubble boy þegar það kemur að tjáningarfrelsi?Þessum spurningum er svarað hér.Til að fá þessa þætti án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á:www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á: Rkn. 0370-26-440408 Kt. 4404230270 Samstarfsaðilar: Poulsen Happy Hydrate Bæjarins Beztu Pylsur Alvörubón Fiskhúsið

Ekkert að frétta
206 - Leikhúsmenn í lostafullum dansi

Ekkert að frétta

Play Episode Listen Later Jul 27, 2025 67:39


Ég held Grísunum þremur föstum lengur. Þeir fara ekki fet áður en þeir útskýra fyrir mér hvað leikhús er.

Ekkert að frétta
202 - Stórmyndir og íslenskt leikhús

Ekkert að frétta

Play Episode Listen Later Jun 30, 2025 95:50


Við höfum farið á fullt af alls konar sýningum undanfarnar vikur, við eyðum þættinum í að tala um þær og vangaveltur okkar tengdar þeim.

Lestin
Jóhann Kristófer og leikhúsið, The Brutalist, hvalir

Lestin

Play Episode Listen Later Mar 10, 2025 54:31


Jóhann Kristófer Stefánsson lærði sviðslistir í Listaháskóla Íslands. Ásamt því að gera tónlist gerir hann meðal annars sjónvarpsþætti og sá nýjasti heitir Sviðið og fjallar hann um íslensku sviðslistasenuna. Við höldum áfram að velta fyrir okkur framtíð leikhússins og stöðuna í leikhúsunum í dag. Kolbeinn Rastrick segir frá The Brutalist úr smiðju Brady Corbet, sem Adrien Brody hlaut Óskarinn fyrir á dögunum. Katrín Helga Ólafsdóttir flytur pistil í pistlaröð sinni um hvali.

Mannlegi þátturinn
Tölum um endó, ljóð í þágu friðar og Skáldasuð í Reykjanesbæ

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Mar 6, 2025 53:53


Endósamtökin hafa farið af stað með vitundarvakningarátak undir yfirskriftinni - Þetta er allt í hausnum á þér - þar sem vakin er athygli á þeim hindrunum sem konur og fólk með endó, eða endómetríósu, lendir í heilbrigðiskerfinu og krefjast úrbóta. Næstkomandi þriðjudag verður heimildarmynd samtakanna, Tölum um ENDÓ - ekki bara slæmir túrverkir, sýnd á RÚV. Ásdís Elín Jónsdóttir, einn af viðmælendum í myndinni, kom í þáttinn og deildi sinni reynslusögu. 8. mars næstkomandi er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Af því tilefni munu konur í félagsskapnum Leikhúslistakonur 50+ standa fyrir viðburði í Fríkirkjunni í þágu friðar. Maraþonlestur á ljóðum um stríð og frið. Og þær segja sjálfar „Við erum mæður og ömmur sem höfum áhyggjur af stöðu heimsmálanna og framtíð afkomenda okkar og viljum vekja athygli á því sem skáldin hafa sagt um þetta efni.“ Skipulagið verður í líkingu við lestur Passíusálmanna á föstudeginum langa, ljóðalestur sem fléttaður er saman með fallegri tónlist. Leikkonurnar Ragnheiður Steindórsdóttir og Rósa Guðný Þórsdóttir sögðu okkur frá viðburðinum í þættinum í dag og lásu hvor um sig eitt ljóð í beinni útsendingu. Og talandi um ljóð, Skáldasuð er ný ljóða– og listahátíð sem haldin er nú í annað sinn, en hún fór fyrst fram í fyrra suður með sjó. Þessi litla listahátíð er hugarfóstur Gunnhildar Þórðardóttur myndlistarkonu, ljóðskálds og kennara. Ljóðin eru í aðalhlutverki á hátíðinni og verða til dæmis til flutt í Sundlaug Keflavíkur, það verða ljósaljóð í strætóskýlum bæjarins og hægt verður að fara í ljóðalabb, þ.e.a.s. hefur ljóðum verið komið fyrir á ýmsum gönguleiðum um bæinn. Við heyrðum í Gunnhildi í þættinum Tónlist í þættinum í dag: Eingetið ljóð / Bjartmar Guðlaugsson (Bjartmar Guðlaugsson) Lítið ljóð / Rebekka Blöndal (Ásgeir Ásgeirsson og Rebekka Blöndal, texti Rebekka Blöndal og Stefán Örn Gunnlaugsson) Ljóð um ástina / Sigrún Hjálmtýsdóttir og Spilverk Þjóðanna (Valgeir Guðjónsson og Sigurður Bjóla) Svefnljóð / Vilhjálmur Vilhjálmsson (Magnús Kjartansson, texti Kristján frá Djúpalæk) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Rauða borðið
Rauða borðið 6. mars - Fjármálastríð, Gaza, bakarí, friðarvaka, rektor, bókaspjall, sögur

Rauða borðið

Play Episode Listen Later Mar 6, 2025 337:23


Fimmtudagur 6. mars Fjármálastríð, Gaza, bakarí, friðarvaka, rektor, bókaspjall, sögur Guðrún Johnsen, hagfræðingur og deildarforseti viðskiptadeildar Háskólans á Bifröst, ræðir við Oddnýju Eir um efnahagslegt ástand heimsins, afleiðingar Trömpismans og fjármálastríð heimsins. Sema Erla Serdarouglu, stjórnarformaður Solaris og Magnea Marinósdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur setjast til borðs með Maríu Lilju og ræða ástandið á Gaza nú þegar vopnahlé er í uppnámi. Þá ræða Maria Lilja og Sema sérstaklega og í fyrsta sinn, frægt kærumál sem hefur verið i gangi gegn þeim persónulega og Solaris. Sigurður Már Guðjónsson, bakara- og kökugerðarmeistari í Bernhöftsbakarí, segir Gunnari Smára frá vanda þeirra sem eru í smárekstri, skilningsleysi stjórnvalda og stjórnmálafólks. Ragnheiður Steindórsdóttir, Sólveig Hauksdóttir og Júlía Hannam tilheyra hópi Leikhúslistakvenna 50+ þær senda út ákall um frið með ljóðalestri og tónlist í fríkirkjunni á laugardaginn eftir Kvennagönguna og öllum er boðið. Gunnar Smári heldur áfram að ræða þau sem vilja verða rektor Háskóla Íslands. Röðin er komin að Birni Þorsteinssyni prófessor í heimspeki sem leggur áherslu á samfélagslegt hlutverk Háskólans. Kristín Helga Gunnarsdóttir kemur í bókaspjall með Vigdísi Grímsdóttur og fer yfir feril sinn, en hún er einn helsti og vinsælasti fjölskyldubókahöfundur Íslands. Sögur kvenna af erlendum uppruna á Íslandi er nýtt íslenskt ritverk sem kemur formlega út um helgina, á laugardag – á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Elinóra Guðmundsdóttir, ein af ritstjórum bókarinnar, ræðir verkið í samtali við Björn Þorláks.

Poppland
Gleði í upphafi nýrrar viku

Poppland

Play Episode Listen Later Feb 24, 2025 195:00


Siggi Gunnars stýrði Popplandi dagsins í góðu geimi. Tónlist frá útsendingarlogg 2025-02-25 Daniil, Frumburður - Bráðna. CHAKA KHAN - Ain't nobody. BOB MARLEY AND THE WAILERS - Get Up Stand Up. Cooke, Sam - A change is gonna come. EDWIN STARR - War. Salka Sól Eyfeld - Tímaglas. EDDIE VEDDER - Society. Hjálmar - Vor. Mumford and Sons - Rushmere. Bjarni Arason - Aðeins lengur. Björgvin Halldórsson, Edda Borg - Í tangó. MODEL - Lífið er lag. PET SHOP BOYS - Love etc.. SISTER SLEDGE - He's the greatest dancer. Fender, Sam - People Watching. Katla Yamagata - Ókunnuga ástin mín. Young, Lola - Messy. RED HOT CHILI PEPPERS - Breaking the girl. SIGURÐUR GUÐMUNDSSON & MEMFISMAFÍAN - Síðasti móhítóinn. Wallen, Morgan - Love Somebody. PALMI GUNNARSSON - Íslenska Konan. STEVIE WONDER - Sir Duke. HARRY STYLES - Watermelon Sugar. John, Elton - Who Believes In Angels?. Una Torfadóttir, Leikhópur úr sýningunni Stormur - Málum miðbæinn rauðan. David, Damiano - Born With A Broken Heart. STEELY DAN - Reelin' in the Years. Kári Egilsson - In The Morning. Paramore - Ain't it fun. Stóru börnin, Andrea Gylfadóttir - Ég heyri svo vel. Carpenter, Sabrina - Bed Chem. VÆB - Róa. Rednex, Ericson, J. - Cotton eyed Joe. Áhöfnin á Halastjörnunni - Stolt Siglir fleyið mitt. pale moon - I confess. Sigríður Beinteinsdóttir, Celebs - Þokan. HUMAN LEAGUE - Love Action. Michael, George - Flawless - Go to the city. Thee Sacred Souls - Live for You. Nýdönsk - Raunheimar. MANNAKORN - Sölvi Helgason. Isadóra Bjarkardóttir Barney, Örn Gauti Jóhannsson, Matthews, Tom Hannay, Vilberg Andri Pálsson - Stærra. Supersport! - Gráta smá. Júlí Heiðar Halldórsson, Þórdís Björk Þorfinnsdóttir - Eldur. Snorri Helgason - Borgartún.

Poppland
Dúettar, Elon Musk, brasilískt popp og allt hitt líka

Poppland

Play Episode Listen Later Feb 18, 2025 195:00


Siggi og Lovísa á sínum stað í Popplandi. Árni Matt fór með hlustendur undir yfirborðið eins og alltaf á þriðjudögum. Allskonar nýtt íslenskt efni og eitthvað utan úr heimi, plata vikunnar á sínum stað: Hlið A, Hlið B sem Hreimur var að senda frá sér. BERNDSEN - Supertime. Baltimora - Tarzan boy. Collins, Phil - You'll be in my heart. BILLIE EILISH - What Was I Made For. Carlile, Brandi, John, Elton - Never Too Late [Clean]. PRINCE - 1999. NÝDÖNSK - Nostradamus. Una Torfadóttir, Leikhópur úr sýningunni Stormur - Málum miðbæinn rauðan. Fontaines D.C. - Favourite. CORNELIA JAKOBS - Hold Me Closer (Svíþjóð). Tinna Óðinsdóttir - Words. Snorri Helgason - Borgartún. 10CC - The Wall Street shuffle. Teddy Swims - Guilty. FIRST AID KIT - My Silver Lining. Mendes, Shawn - Heart of Gold. Hildur Vala Einarsdóttir - Þú hittir. Perez, Gigi - Sailor Song. BARAFLOKKURINN - I don't like your style. Viagra Boys - Man Made of Meat. Sigríður Beinteinsdóttir, Celebs - Þokan. Bjarni Arason - Aðeins lengur. THE EMOTIONS - Best Of My Love. Helgi Björnsson - E?g stoppa hno?ttinn með puttanum. Jón Jónsson Tónlistarm., Una Torfadóttir - Vertu hjá mér. Moses Hightower - Nýfallið regn. GEORGE EZRA - Blame It On Me. Páll Óskar Hjálmtýsson, Benni Hemm Hemm - Allt í lagi. Thee Sacred Souls - Live for You. NINA SIMONE - My Baby Just Cares For Me. FRIÐRIK DÓR - Í síðasta skipti (Söngvakeppnin 2015). CHRIS STAPELTON - Tennessee whiskey (radio edit). Mumford and Sons - Rushmere. Jungle - Let's Go Back. VÆB - Róa. John, Elton - Who Believes In Angels?. NICK CAVE - Into my Arms. ELÍN HALL - barnahóstasaft. STEREOPHONICS - Have a Nice Day. HREIMUR - Hinum megin við. FLEETWOOD MAC - Hold Me. KAKTUS EINARSSON & DAMON ALBARN - Gumbri. GDRN - Áður en dagur rís (feat. Birnir)

Poppland
Fjölbreytt og fræðandi

Poppland

Play Episode Listen Later Feb 12, 2025 195:00


Siggi og Lovísa fóru um víðan völl í Popplandi dagsins, póstkassinn var opnaður, plata vikunnar á sínum stað og rjúkandi upphitun fyrir seinni undanúrslit Söngvakeppninnar á laugardaginn. Nýtt efni frá Ásgeiri Helga, Helgu Rún Guðmundsdóttur, Self Esteem og fleirum. PÁLL ÓSKAR - Líttu upp í ljós. VALDIMAR GUÐMUNDSSON & MEMFISMAFÍAN - Það styttir alltaf upp. PAUL SIMON - Me And Julio Down By The Schoolyard. Getz, Stan - Stefnumót - One Note Samba - Magga. Fender, Sam - People Watching. Spice girls - Who do you think you are?. Dasha - Austin. Snorri Helgason - Borgartún. Young, Lola - Messy. Beloved, The - Sweet harmony. Bára Katrín Jóhanndóttir - Rísum upp. Men without Hats - The Safety Dance. Greiningardeildin, Bogomil Font - Bíttu í það súra. Mumford and Sons - Rushmere. Elín Hall - föðurlandssól (Live). MGMT - Time To Pretend. Snorri Helgason - Borgartún. Ásgeir Helgi Ásgeirsson - Jimmy House. Herra Hnetusmjör - Ómótstæðileg. Jean, Wyclef, Shakira - Hips don't lie. Chappell Roan - Pink Pony Club. Sigríður Beinteinsdóttir, Celebs - Þokan. Dagur Sigurðsson - Flugdrekar. ARCADE FIRE - Everything Now. Birnir, Margrét Rán Magnúsdóttir - Fallegur dagur. DAÐI FREYR - Whole Again. Guðmundur Pétursson Tónlistarm. - Battery Brain. David, Damiano - Born With A Broken Heart. THE DOORS - People are strange. HáRún, HáRún - Enda alltaf hér. Retro Stefson - Fram á nótt. Fontaines D.C. - Favourite. Árný Margrét - Day Old Thoughts. Júníus Meyvant - When you touch the sky. KATE BUSH - Running Up That Hill. Una Torfadóttir, Leikhópur úr sýningunni Stormur - Málum miðbæinn rauðan. HARRY STYLES - Satellite. Self Esteem - Focus Is Power. Franklin, Aretha, Michael, George - I knew you were waiting (for me). Tinna Óðinsdóttir - Þrá. JIM CROCE - I Got A Name. Elín Hall - gaddavír (Live). Strings, Billy - Gild the Lily. HJÁLMAR - Gakktu alla leið. PULP - Common People '96.

Lestin
Kendrick á Superbowl, leikhús tapar fyrir Netflix

Lestin

Play Episode Listen Later Feb 10, 2025 55:35


Í gær tróð rapparinn Kendrick Lamar upp á einum stærsta sjónvarpsviðburði ársins, hálfleikssýningu Superbowl, úrslitaleiks ameríska fótboltans. Spenna ríkti fyrir sýningunni, hvort þetta yrði einhver pólitískur gjörningur eða hvort hann myndi dauðrota kanadíska kollega sinn Drake sem hann hefur átt í átökum við undanfarin ár. Þórdís Nadía Semichat rýnir í hálfleikssýningu Superbowl. Leikhús getur ekki keppt við Netflix, leikhúsið tapar því það er dýrara og leiðinlegra. Pétur Ármannsson, sviðslistamaður fer lítið í leikhús á Íslandi því það er fátt sem vekur áhuga hans þar, enda lítið hrifinn af dramatísku leikhúsi sem er það sem er mesta framboðið af í íslenskum leikhúsum. Við höldum áfram að pæla í leikhúsi og sviðslistum, og framtíð þessa listforms.

Lestin
Lífvana leikhús? Ásgeir H. Ingólfsson kvaddur, Masaya Ozaki

Lestin

Play Episode Listen Later Feb 4, 2025 57:23


Við kveðjum skáldið, gagnrýnandann og menningarblaðamanninn Ásgeir H. Ingólfsson sem lést eftir snörp veikindi 25. janúar síðastliðinn, aðeins 48 ára gamall. Ásgeir var reglulegur gestur í Lestinni með pistla um kvikmyndir og kvikmyndahátíðir. Við heyrum brot úr nokkrum pistlum og ljóðalestri Ásgeirs. Við veltum fyrir okkur stöðu leikhússins á Íslandi árið 2025. Á næstu vikum ætlar Lóa að ræða við viðmælendur sem koma sviðslistum við - um framtíð sviðslista - Hvernig lítur framtíð leikhússins út? Hvernig getur leikhús farið inn í þá framtíð? Hvað er listrænt spennandi? Hvert er hlutverk gagnrýnenda? Hvernig náum við ungu fólki í leikhús? Og af hverju ætti ungt fólk að fara í leikhús? Af hverju að fara í leikhús yfirhöfuð? Rannsóknin hefst á samtali við sviðslistamann sem hætti í sviðslistum, Karl Ágúst Þorbergsson. Við ræðum svo við japanska tónlistarmanninn Masaya Ozaki sem býr og starfar í Reykjavík. Þórður Ingi Jónsson spjallaði við hann eftir tónleika í kjallara Hörpu á Myrkum músíkdögum.

Poppland
Grammy verðlaun, Söngvakeppnin, Ízleifur, Ringo Starr og pizzur

Poppland

Play Episode Listen Later Feb 3, 2025 195:00


Siggi og Lovísa fylgdu hlustendum úr hádegisfréttum í síðdegisfréttir og það var nóg um að vera. Siggi velti sér uppúr matarvenjum Ringo Starr, Lovísa kynnti sér Grammy-verðlaunin sem voru afhent í gærkvöld, plata vikunnar var kynnt til leiks, Ég á móti mér með tónlistarmanninum Ízleifi, upphitun fyrir Söngvakeppnina og allskonar ný tónlist. SKÍTAMÓRALL - Þú (ert ein af þeim). NÝDÖNSK - Umboðsmenn Drottins. HELGI JÚLÍUS & VALDIMAR GUÐMUNDSSON - Stöndum saman. PHANTOM PLANET - California. Womack, Bobby - California dreamin'. ROLLING STONES - Let's Spend The Night Together. Young, Lola - Messy. Wallen, Morgan - Love Somebody. Oyama hljómsveit - Silhouettes. Taylor Swift - Blank Space. Beatles, The - Now and Then. STUÐMENN - Hringur og Bítlagæslumennirnir. Starr, Ringo - Time On My Hands. VÆB - Róa. Árný Margrét - Day Old Thoughts. Thee Sacred Souls - Live for You. SCISSOR SISTERS - Take your mama. Una Torfadóttir, Leikhópur úr sýningunni Stormur - Málum miðbæinn rauðan. Sam Fender - People Watching. Auður - Peningar, peningar, peningar. WHITE TOWN - Your Woman. MAHMOOD - Soldi (Eurovisíon 2019 - Ítalía). Stebbi JAK - Frelsið mitt. TAME IMPALA - The Less I Know The Better. Night Tapes - To be free. Rúnar Þórisson - Þær klingja. Jungle - Keep Me Satisfied. KK BAND - Besti vinur. Rogers, Maggie - In The Living Room. Miley Cyrus & Beyoncé - II MOST WANTED. Beyoncé - Ya Ya (Explicit). Chappell Roan - Good Luck, Babe!. Chappell Roan - Pink Pony Club. Carpenter, Sabrina - Espresso. Charli XCX - Von Dutch (Explicit). SZA - Saturn. Lamar, Kendrick - Not Like Us. Beatles, The - Now and Then. Doechii - Denial is a River (Clean). Shaboozey - A Bar Song (Tipsy). KATE BUSH - Wuthering Heights. Bía - Norðurljós. THE CLASH - Train in Vain. LUCY DACUS - Ankles. FONTAINES D.C. - Favorite.

Poppland
Söngvakeppnin, Nýdönsk og hip hop

Poppland

Play Episode Listen Later Jan 27, 2025 195:00


Siggi og Lovísa á sínum stað í Popplandi þennan mánudaginn. Ný plata vikunnar kynnt til leiks, Í Raunheimum, ný plata frá hljómsveitinni Nýdönsk. Upphitun fyrir Söngvakeppnina sem fer að rúlla af stað, allskonar tónlist, nýtt og gamalt í bland. NÝDÖNSK - Verðbólgin augu. BILLY PAUL - Let the Dollar Circulate. SANTANA & ROB THOMAS - Smooth. Matchbox 20 - Unwell. CHICAGO, CHICAGO - 25 Or 6 To 4. TRÚBROT - Hlustaðu á regnið. Fender, Sam - People Watching. Fontaines D.C. - Favourite. Una Torfadóttir, Leikhópur úr sýningunni Stormur - Málum miðbæinn rauðan. Nýdönsk, Nýdönsk - Málum bæinn rauðan. Nýdönsk - Ég veit hvað kemur næst. RADIOHEAD - Fake Plastic Trees. BIRGO - Ég flýg í storminn. JUNGLE - Busy earnin'. Lumineers, The, Bay, James, Kahan, Noah - Up All Night. Karl Olgeirsson - Janúar. VELVET UNDERGROUND - Rock & Roll (Full-length Version). Amor Vincit Omnia - 100.000 km/klst. ÁSDÍS - Angel Eyes. Ágúst Þór Brynjarsson - Með þig á heilanum. Ágúst Þór Brynjarsson - Eins og þú. Logi Pedro Stefánsson, Unnsteinn Manuel Stefánsson, Bríet - Íslenski draumurinn. Gladys Knight and The Pips - Midnight Train To Georgia. Salka Sól Eyfeld - Tímaglas. Rogers, Maggie - In The Living Room. Crockett, Charley - Solitary Road. ARCADE FIRE - The Suburbs. Iðunn Einarsdóttir - Sameinast. GDRN - Hvað er ástin. Herra Hnetusmjör - Elli Egils. Saint Pete, Herra Hnetusmjör - Tala minn skít. Geto Boys - Mind playing tricks on me [radio]. Thee Sacred Souls - Live for You. DINA ÖGON - Mellam slagen. PAUL MCCARTNEY & WINGS - Silly Love Songs. THE STROKES - Last Nite. NÝDÖNSK - Raunheimar. GRACIE ABRAMS - That's So True. HAPPY MONDAYS - Step On. LANA DEL REY - Take Me Home, Country Roads. MORGAN WALLEN - Love Somebody.

Rauða borðið
Rauða borðið 6. jan - Bjarni, veður, leikhús, þrettándinn, Carter

Rauða borðið

Play Episode Listen Later Jan 6, 2025 257:52


Mánudagur 6. janúar Bjarni, veður, leikhús, þrettándinn, Carter Við byrjum á að ræða frétt dagsins, afsögn Bjarna Benediktssonar. Og ræðum síðan veðrið við Trausta Jónsson veðurfræðing. Förum á Köttur á heitu blikkþaki og ræðum sýninguna við aðstandendur: Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri og leikararnir Sigurður Ingvarsson, Hilmir Snær Guðnason og Ásthildur Úa Sigurðardóttir ræða grimm samskipti og leyndarmál. Eru jólasveinar byltingarmenn? Þjóðfræðingarnir Jón Jónsson, Dagrún Ósk Jónsdóttir og Kristinn Schram ræða þjóðfræði þrettándans og ýmsa forna og samtíma galdra. Í lokin segir Tjörvi Schiöth okkur frá Jimmy Carter, fyrrum Bandaríkjaforseta, sem lést nýverið í hárri elli.

Samfélagið
Gjörningur á Austurvelli, Stefnir í hafísárið 2025? Fyrstu ár Þjóðleikhússins

Samfélagið

Play Episode Listen Later Dec 9, 2024 59:21


Við ætlum að bjóða upp á ís í samfélaginu í dag, eða samtal um ís; hafís, klakastíflur, freðna jörð jafnvel hláku. Ingibjörg Jónsdóttir, dósent í landfræði við Jarðvísindadeild Háskóla Íslands, þekkir vel til þessarar höfuðskepnu, vatns á föstu formi og hún kemur til okkar hér rétt á eftir. Mannréttindasamtökin Amnesty International komast í nýrri rannsóknarskýrslu að þeirri niðurstöðu að nægilegur grundvöllur sé til þess að halda því fram að Ísraelsríki hafi framið og haldi áfram að fremja þjóðarmorð á Gaza. Ungliðadeild Íslandsdeildar samtakanna stóð fyrir mótmælum á Austurvelli nú í hádeginu. Við heyrum hljóðið í viðstöddum. Við förum svo í okkar reglulegu heimsókn á Þjóðaskjalasafninu. Bára Stefánsdóttir, skjalavörður rýnir með okkur skjöl tengd Þjóðleikhúsinu. Tónlist og stef í þættinum: Beatles, The - Here comes the sun. JÓNAS SIG & ÓMAR GUÐJÓNS - Baráttusöngur uppreisnarklansins (Tónatal 2021). Guðmundur Pétursson Tónlistarm. - Samfélagið Millistef (úr laginu Tegund). PAUL SIMON - 50 Ways To Leave Your Lover.

Víðsjá
Ásta Fanney til Feneyja 2026, Mikilvægt rusl /rýni, Nokkur jólaleg lög, leikhús í Helsinki

Víðsjá

Play Episode Listen Later Dec 5, 2024 50:42


Í gær var tilkynnt að Ásta Fanney Sigurðardóttir verður fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum í myndlist árið 2026. Valið var tilkynnt við hátíðlega athöfn í Listasafni Íslands í gær þar sem kampavín og kaka komu við sögu. Við ræðum við Ástu Fanneyju í þætti dagsins. Fyrir skömmu sendu GDRN og Magnús Jóhann frá sér sönglagaplötuna Nokkur jólaleg lög. Á plötunni flytja þau þekkt jólalög og vetrarlög í lágstemmdum en einlægum útgáfum ásamt nokkrum góðum gestum. Tómas Ævar sest niður með þeim Magnúsi og Guðrúnu og ræðir við þau um gerð plötunnar. Við heyrum einnig rýni í nýja skáldsögu Halldórs Armand, Mikilvægt rusl, í þætti dagsins, en Sölvi Halldórsson hefur nýlokið við lesturinn. Og við fáum einnig ferðasögu frá Helsinki frá Trausta Ólafssyni, einn af leikhúsrýnum þáttar, en hann var þar í mikilli leikhúsreisu.

Samfélagið
Krakkar rannsaka tilfinningar í Þjóðleikhúsinu

Samfélagið

Play Episode Listen Later Nov 8, 2024 59:04


Rauða borðið
Rauða borðið 23. okt - Pallborð ungliða, pólitíkin, flokkur innflytjenda, leikhús, búverkabyltingin

Rauða borðið

Play Episode Listen Later Oct 24, 2024 218:59


Miðvikudagur 23. október Pallborð ungliða, pólitíkin, stjórnmálaafl innflytjenda, leikhús og forn vinnumenning Við hefjum leik á umræðu ungs fólks, heyrum hvað þeim finnst að stjórnmálaflokkar ættu að setja á oddinn nú fyrir kosningarnar. Þau Jósúa Gabríel Davíðsson, Valgerður Birna, Karl Héðinn Kristjánsson og Viktor Pétur Finnsson ræða málin með Birni Þorláks umsjónarmanni í beinni útsendingu. Að þeirri umræðu lokinni koma þau Oddný G. Harðardóttir þingmaður, Vigdís Hauksdóttir fyrrum þingmaður, Björg Eva Erlendsdóttir fyrrum fréttamaður og Sigmundur Ernir, sem er bæði fyrrum ritstjóri og fyrrum þingmaður og ræða ýmsa anga stjórnmálanana og bregðast að einhverju leyti við orðum unga fólksins. Jasmina Vajzovic ætlar svo að segja okkur frá höfnun og útilokun sem hún upplifði eftir röðun á lista Viðreisnar. Hún upplýsir um hugmyndir um stofnun nýs stjórnmálaflokks, sem aðeins yrði skipaður innflytjendum. Gunnar Smári fjallar um Óskalandið, gamandrama í Borgarleikhúsinu, og ræðir við leikstjórann Hilmi Snæ Guðnason og leikarana Esther Talíu Casay og Vilhelm Neto. Einnig kynnum við nýlega bók um forna búskaparhætti, Bjarni Guðmundsson kennari er höfundur hennar og segir hann okkur frá bókinni og efni hennar.

Mannlegi þátturinn
Leikárið í Þjóðleikhúsinu, vinkill um forystufé og Signý lesandinn

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Sep 16, 2024 50:55


Við héldum áfram yfirferð okkar um leik- og sviðslistahúsin, hvað verður á fjölum þeirra í vetur. Í dag var það Þjóðleikhúsið, Magnús Geir Þórðarson, Þjóðleikhússtjóri, kom og sagði okkur allt um það hvernig leikveturinn verður þar á bæ. Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag. Að þessu sinni fjallaði vinkillinn um forystufé. Það mun vera sérstakur fjárstofn, með sérstaka eiginleika sem útlistaðir verða. Auk þess verður gluggað í bók sem skrifuð var um miðja síðustu öld með það fyrir augum að varðveita sögur af forystufé, auk þess sem eins slík fær að fljóta með. Svo var það lesandi vikunnar, í þetta sinn var það Signý Pálsdóttir, fyrrverandi skrifstofustjóri menningarmála Reykjavíkurborgar, Signý sagði okkur frá því hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Signý talaði um eftirfarandi bækur og höfunda: The Covenant of Water e. Abraham Verghese Fátækt fólk, Baráttan um brauðið og Fyrir sunnan, allar e. Tryggva Emilsson Þetta rauða það er ástin, e. Rögnu Sigurðardóttur Biblían Salka Valka e. Halldór Laxness Laxdæla og Íslendingasögurnar Tónlist í þættinum: Út í kvöld / Stuðmenn (Jakob Frímann Magnússon) One of these days / Solveig Slettahjell (Sjur Miljeteig) The Girl from Ipanema / Frank Sinatra (Antonio Carlos Jobim, Vinicius Demoraes, Norman Gimbel) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Mannlegi þátturinn
Ný bók um kúk, piss og prump, Hafrót á Eyrabakka og leikhússkóli

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Sep 10, 2024 52:27


Sævar Helgi Bragason kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá nýrri bók sinni sem heitir Kúkur, piss og prump. Eins og segir aftan á bókinni, „Allt í náttúrunni er hluti af hringrás. Þú líka! Þar leikur meltingin algjört lykilhlutverk. Heimurinn verður svo fallegur og forvitnilegur þegar við uppgötvum hvernig allt er tengt. Meira að segja kúkur, piss og prump verður bara... spennandi!“ Sævar Helgi fræddi okkur um þessa bók og þessa mikilvægu starfsemi líkama okkar í dag. Í gær hófst alþjóðleg listahátíð og vinnustofa á Eyrarbakka í þriðja sinn, Oceanus/ Hafsjór. Listsýningar, gjörningar og tónlistarflutningur munu fara fram í Kartöflugeymslunni, verksmiðjuhúsnæði ásamt fleiri óhefðbundnum sýningarrýmum víðs vegar um Eyrarbakka. Hafrót er yfirskrift hátíðarinnar að þessu sinni og listamenn erlendir og innlendir taka þátt í sköpuninni næstu vikur. Gestum og gangandi gefst kostur á að skoða ferlið á vinnustofunum meðan á hátíðinni stendur. Við skruppum á Eyrarbakka og tókum tali listakonuna Ástu Guðmundsdóttur sem stendur á bak við þetta. Við fræddumst svo að lokum um nýjan Leikhússkóla Þjóðleikhússins. Þar munu nemendur læra um allar hliðar á starfsemi leikhússins í þverfaglegu námi, til dæmis hönnun leikmynda, búninga, lýsingar og hljóðs, sýningarstjórn, leikritun og leiklist. Vala Fannell, skólastjóri skólans, kom í þáttinn og sagði frá. Tónlist í þættinum: Flottur jakki / Ragnar Bjarnason (J.K.Thomas, texti Kristján Hreinsson) Waterloo sunset / The Kinks (Ray Davies) For once in my life / Frank Sinatra (Ron Miller og Orlando Murden) Ameríka / Valdimar Guðmundsson og Þorsteinn Einarsson (Bragi Valdimar Skúlason, texti Magnús Eiríksson) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Víðsjá
Gabríela Friðriksdóttir, Líkaminn er skál, Sigurður Málari

Víðsjá

Play Episode Listen Later Sep 5, 2024 54:27


Myndlistarkonan Gabríela Friðriksdóttir hefur haldið fjölda sýninga um allan heim og var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum árið 2005. Hún hefur fyrir löngu skapað sitt einstaka tungumál, sinn eigin myndheim, þar sem ýmsar óræðar kynjaverur eiga heimili og hreyfast á milli teikninga, málverka, skúltúptúra og fleiri miðla. Víðsjá lítur inn á yfirstandandi sýningu á verkum hennar, Zúlógíu, í Listamönnum á Skúlagötu. Við höldum einnig inn í heimili sjálfstæðu sviðslistasenunnar. Leikhópurinn 10 fingur hefur um árabil sérhæft sig í listsköpun á mörkum leikhúss og myndlistar og frumsýnir í kvöld nýtt íslenskt leikverk , Líkaminn er skál. Höfundar verksins eru þau Helga Arnalds, Matteo Fargon, Valgerður Rúnarsdóttir og Eva Signý Berger en verkið byggir að stórum hluta til á persónulegri reynslu Helgu af því að verða alvarlega veik. En við hefjum þáttinn á því að líta inn á Þjóðminjasafnið, þar sem Heimilisiðnaðarfélagið, í samstarfi við safnið, hefur skipulagt hátíðardagskrá á laugardag í tilefni af 150 ára ártíð Sigurðar málara og degi íslenska þjóðbúningsins. Terry Gunnell, sem ritstýrði ásamt Karli Aspelund bókinni Málarinn og menningarsköpunin, um Sigurð Málara, segir okkur af þessum merkilega hugsjónamanni.

Lestin
Nýnasistar gera leikhús, innflytjendur með uppistand, ratleikur

Lestin

Play Episode Listen Later Sep 4, 2024 55:19


Árið 1999 ákvað eitt þekktasta leikskáld heims, svíinn Lars Norén, að búa til leikrit í samstarfi við þrjá fanga sem afplánuðu langa dóma í öryggisfangelsi - þar af tvo nýnasista. Leikritið 7:3 vakti mikla athygli og umtal en ferlið endaði með tveimur morðum. Þessu verkefni eru gerð skil í nýrri leikinni þáttaröð, Sársaukapunktur, Smärtpunk. Við ræðum söguna á bakvið þættina við Hlín agnarsdóttur. Daniel Roh segir okkur frá uppistandssýningunni Belonging? sem verður haldin í Salnum í Kópavogi næstkomandi föstudagskvöld. Fram munu koma 6 manns sem öll eiga það sameiginlegt að vera erlendis frá en nú búsett hér á landi, sem þekkjast úr alþjóðlegu uppstandssenunni í Reykjavík. Ratleikur Hafnarfjarðar er hafinn í 27. sinn. Markmið leiks er að leiða þátttakendur vítt og breitt um uppland Hafnarfjarðar til að njóta útivistar og náttúru. Lögð eru 27 merki vítt og breitt um uppland Hafnarfjarðar. Þemað í ár er; þjóðsögur og ævintýri.

Gullkastið á Kop.is
Gullkastið – Leikhúsveisla

Gullkastið á Kop.is

Play Episode Listen Later Sep 2, 2024 74:40


Liverpool leiðrétti pirrandi viðureignir síðasta tímabils gegn Man Utd um helgina með alvöru afgreiðslu. Arne Slot gat ekki staðist fyrsta stóra prófið mikið betur og Liverpool fer inn í landsleikjahlé í kjörstöðu. Leikmannaglugganum var lokað fyrir helgi með nokkrum áhugaverðum leikmannaviðskiptum. Skoðum það, Ögverk lið aldarinnar og leiki helgarinnar á Englandi. Gegguð helgi og þrumustuð í Gullkasti Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Maggi Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti. Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel / Ögurverk ehf / Done

Segðu mér
Magnús Geir Þórðarson Þjóðleikhússtjóri

Segðu mér

Play Episode Listen Later Aug 28, 2024 39:28


Víðsjá
Púls, félagslegt húsnæði og nýr leikhússkóli

Víðsjá

Play Episode Listen Later May 28, 2024 51:23


Um liðna helgi opnuðu tvær sýningar í Listval við Hverfisgötu, á bak við þær eru listamennirnir Helga Páley Friðþjófsdóttir og Hólmfríður Sunna Guðmundsdóttur. Sýning Hólmfríðar Sunnu kallast Púls og sýnir málverk þar sem efnið sjálft ræður för á ferð um hringrás náttúrunnar; himinn, jörð, plöntur, hold og kynjaverur og allskyns óvænt form birtast þar í mjúkum tónum og lífrænum formum. Hólmfríður er með bakgrunn í heimspeki og segir þau fræði vera samofin hennar myndlistarpælingum. Við lítum inn í Listval í þætti dagsins. Hildigunnur Sverrisdóttir, arkitekt, verður einnig með okkur í dag og að þessu sinni fjallar hún um hnignun félagslegs húsnæðis á Íslandi. Og við hugum líka að menntun í þættinum. Þjóðleikhúsið hefur sett á laggirnar nýjan leikhússkóla fyrir fólk á aldrinum 18-22 ára. Skólinn tekur til starfa í haust og inntökuferli hefst nú í maí. Við ræðum við skólastjórann og aðalkennara námsins, Völu Fannell, í þættinum.

leikh hverfisg sunnu
Lestin
Tannlæknastofan, upphaf ræflarokksins, leikhúsfólk framtíðar

Lestin

Play Episode Listen Later Mar 19, 2024 56:40


Í úthverfi í Kópavogi er lítil tannlæknastofa, sem Bjarni Daníel hefur heimsótt reglulega frá þriggja ára aldri. Við heimsækjum tannlæknastofunna í Lestinni í dag. Þessa daganna stendur sviðslistahátíðin Reykjavík Cringe Festival yfir. Hún fer fram í Listaháskóla Íslands og á henni eru útskriftarverk Sviðshöfunda sýnd. Við ræðum við þrjá nemendur sem eiga öll eftir að frumsýna, leikhúsfólk framtíðarinnar, og ræðum leikhús, er það í krísu? Sævar Andri Sigurðarson, tónlistarmaður og einn af pistlahöfundum Lestarinnar, segir frá áhrifamiklum tónleikum bresku nýbylgjusveitarinnar The Stranglers hér á landi seint á áttunda áratugnum. Lagalisti: DRINKS - Blue From The Dark A.C. Marias - Just Talk

Víðsjá
Vaðlaheiðagöng, berskjöldun og Dúnstúlkan í þokunni

Víðsjá

Play Episode Listen Later Jan 30, 2024 56:04


Einkenni kulnunar og einnig hin súrrealíska veröld belgíska listmálarans Magritte voru mikill innblástur við gerð leikverksins Vaðlaheiðagöng sem frumsýnt verður á næstunni í Borgarleikhúsinu. Leikhópurinn Verkfræðingarnir standa að uppfærslunni. Við ræðum við tvo meðlimi hópsins þau Karl Ágúst Þorbergsson og Júlíönnu Láru Steingrímsdóttur í þætti dagsins. Við hugum einnig að berskjöldun og náum tali af Nönnu Hlín Halldórsdóttur, heimspekingi, um grein sem hún skrifaði um hugtakið og birti í tímaritinu Hug nú á dögunum og svo fáum við að heyra hvað Soffíu Auði Birgisdóttur fannst um bókina Dúnstúlkan í Þokunni eftir Bjarna Bjarnasson. Umsjón: Tómas Ævar Ólafsson og Halla Harðardóttir

Samfélagið
Efsta hillan í ísskápnum, plastmengun í norðri, umhverfispistill

Samfélagið

Play Episode Listen Later Nov 23, 2023 55:00


Leikhópurinn Kriðpleir stóð fyrir áhugaverðri vinnustofu um síðustu helgi undir yfirskriftinni Efsta hillan. Þátttakendur vinnustofunnar voru beðnir um að taka með sér fjórar krukkur eða sósutúbur sem hefðu dagað uppi í ísskápnum. Fortíð og uppruni krukknanna voru rannsökuð, og leitast við að skapa kringumstæður sem miðla sögu þeirra. Ragnar Ísleifur Bragason ætlar að kafa í krukkurnar með okkur á eftir. Nú stendur yfir alþjóðleg ráðstefna í Hörpu um plastmengun á norðurslóðum á vegum utanríkisráðuneytisins í samvinnu við matvælaráðuneytið og umhverfis- orku og loftlagsráðuneytið. Ein þeirra sem þar talaði er Ásta Margrét Ásmundsdóttir, efnafræðingur og aðjúnkt við Háskólann á Akureyri. Hennar erindi fjallaði um örplast í kræklingi. Hún sest hjá okkur á eftir og ræðir við okkur um örplast. Umhverfispistill frá ungum umhverfissinna; Báru Örk Melsted.

Samfélagið
Efsta hillan í ísskápnum, plastmengun í norðri, umhverfispistill

Samfélagið

Play Episode Listen Later Nov 23, 2023


Leikhópurinn Kriðpleir stóð fyrir áhugaverðri vinnustofu um síðustu helgi undir yfirskriftinni Efsta hillan. Þátttakendur vinnustofunnar voru beðnir um að taka með sér fjórar krukkur eða sósutúbur sem hefðu dagað uppi í ísskápnum. Fortíð og uppruni krukknanna voru rannsökuð, og leitast við að skapa kringumstæður sem miðla sögu þeirra. Ragnar Ísleifur Bragason ætlar að kafa í krukkurnar með okkur á eftir. Nú stendur yfir alþjóðleg ráðstefna í Hörpu um plastmengun á norðurslóðum á vegum utanríkisráðuneytisins í samvinnu við matvælaráðuneytið og umhverfis- orku og loftlagsráðuneytið. Ein þeirra sem þar talaði er Ásta Margrét Ásmundsdóttir, efnafræðingur og aðjúnkt við Háskólann á Akureyri. Hennar erindi fjallaði um örplast í kræklingi. Hún sest hjá okkur á eftir og ræðir við okkur um örplast. Umhverfispistill frá ungum umhverfissinna; Báru Örk Melsted.

Mannlegi þátturinn
Þjóðleikhúsið, fræðsla Mannflórunnar og haustlægð

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Aug 29, 2023 50:00


Við hófum okkar árlegu yfirferð um hvað verður á sviðum leikhúsana í vetur og byrjuðum á Þjóðleikhúsinu í dag með Magnúsi Geir Þórðarsyni þjóðleikhússtjóra. Hann kom í þáttinn og stiklaði á stóru í fjölbreyttri dagskrá leikhússins í vetur og sagði frá nýjum áskriftarkortum fyrir ungmenni. Við heyrðum svo í Chanel Björk Sturludóttur, en hún gerði útvarpsþætti hér á Rás 1 og svo sjónvarpsþætti sem hétu Mannflóran. Í þáttunum fjallaði Chanel um fjölmenningu í íslensku samfélagi og varpaði ljósi á erfiðleikana sem fólk af erlendum uppruna mætir í íslensku samfélagi og svo var líka fjallað um kosti fjölmenningar. Í framhaldi af þáttunum fer Chanel í fyrirtæki og stofnanir með fræðslu um fjölmenninga og fordóma. Við fengum Chanel til að segja okkur frá þessu í þættinum í dag. Veðurspjallið með Elínu Björk Jónasdóttur var svo á sínum stað í dag og það var af nógu að taka. Við heyrðum til dæmis talað um að það væri haustlægð á næsta leyti, Elín Björk fór með okkur yfir það og fleira í þætti dagsins. Tónlist í þætti dagsins: Hjartaþrá / Sjonni Brink (Bryndís Sunna Valdimarsdóttir) From the Start / Laufey (Spencer Stewart og Laufey) Come for a Dream / Dusty Springfield (Antonio Carlos Jobim) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Víðsjá
Biðin eftir Godot, köttur mús og greind, og tónlistarlegt samhengi

Víðsjá

Play Episode Listen Later Apr 13, 2023


Sveinn Einarsson, leikstjóri, rithöfundur og fyrrverandi leikhússtjóri, var einn þeirra heppnu sem fengu að upplifa umbyltingu leikhússins í París um miðja síðustu öld. Leikhús fáránleikans hitti hann beint í hjartastað og verk Samuel Beckets gáfu hans kynslóð rödd sem enn talar til okkar. Á sunnudag flytur Leiklestrarfélagið Beðið eftir Godot í Borgarleikhúsinu og það er Sveinn sem stýrir þar einvala liði leikara. Sveinn verður gestur okkar í þætti dagsins, segir okkur frá uppákomu Leiklestrarfélagsins og reyndar frá ýmsu fleiru, árunum í París og leikhúsástríðunni sem er hvergi nærri farin að kulna. Og svo fáum við heimspekivangaveltur frá Freyju Þórsdóttur, sem í dag fjallar um tilhneigingu mannsins til að gleyma því sem skiptir hann mestu. Og skoðar í því samhengi ólík hlutverk greindar og visku. Við sögu kemur líka Kafka, köttur og mús. En við hefjum þáttinn á því að tengja aðeins, erlenda tónlist sem bar á góma hér í þættinum fyrr í vikunni við íslenska. Magnús Kjartansson tónlistarmaður segir frá því þegar hann fór í hljóðver á áttunda áratugnum í London og Sandy Denny og Linda Thompson sungu fyrir hann bakraddir.

Víðsjá
Biðin eftir Godot, köttur mús og greind, og tónlistarlegt samhengi

Víðsjá

Play Episode Listen Later Apr 13, 2023 55:00


Sveinn Einarsson, leikstjóri, rithöfundur og fyrrverandi leikhússtjóri, var einn þeirra heppnu sem fengu að upplifa umbyltingu leikhússins í París um miðja síðustu öld. Leikhús fáránleikans hitti hann beint í hjartastað og verk Samuel Beckets gáfu hans kynslóð rödd sem enn talar til okkar. Á sunnudag flytur Leiklestrarfélagið Beðið eftir Godot í Borgarleikhúsinu og það er Sveinn sem stýrir þar einvala liði leikara. Sveinn verður gestur okkar í þætti dagsins, segir okkur frá uppákomu Leiklestrarfélagsins og reyndar frá ýmsu fleiru, árunum í París og leikhúsástríðunni sem er hvergi nærri farin að kulna. Og svo fáum við heimspekivangaveltur frá Freyju Þórsdóttur, sem í dag fjallar um tilhneigingu mannsins til að gleyma því sem skiptir hann mestu. Og skoðar í því samhengi ólík hlutverk greindar og visku. Við sögu kemur líka Kafka, köttur og mús. En við hefjum þáttinn á því að tengja aðeins, erlenda tónlist sem bar á góma hér í þættinum fyrr í vikunni við íslenska. Magnús Kjartansson tónlistarmaður segir frá því þegar hann fór í hljóðver á áttunda áratugnum í London og Sandy Denny og Linda Thompson sungu fyrir hann bakraddir.

Víðsjá
Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar,Öllum hnútum kunnug, ímyndunarafl

Víðsjá

Play Episode Listen Later Mar 1, 2023


Einn af hápunktum ársins í heimi hönnunar er hönnunarvikan í Stokkhólmi fer fram í febrúar ár hvert. Íslenskir hönnuðir kynntu þar áhugaverkt verkefni í þetta sinn, sem enn er til sýnis í Stokkhólmi, verk sem kallast Knowing the Ropes , eða Öllum hnútum kunnug. Verkefnið er unnið á mörkum hönnunar og myndlistar og skoðar táknræna vídd reipisins í norrænni samtímamenningu, en grunnur þess hverfist um tvær kaðlaverksmiðjur; Hampiðjuna í Reykjavík og Aarhus Possementfabrik í Danmörku. Brynhildur Pálsdóttir hönnuður verður gestur okkar í dag og segir okkur frá verkefninu og því sem hæst bar í Stokkhólmi. Og Freyja Þórsdóttir flytur sinn þriðja pistil á heimspekilum nótum. Að þessu sinni fjallar hún um ímyndunaraflið sem okkar merkilegustu og hættulegustu gjöf og hvaða áhrif það hefur á merkingarbær tengsl okkar við heiminn. En við byrjum í leikhúsinu. Leikhópurinn Alltaf í boltanum stendur að sýningunni Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar sem frumsýnd verður í Tjarnarbíó annað kvöld. Verkið skyggnist inn í hvernig enskir knattspyrnuleikir krydda líf fjögurra íslenskra karlmanna. Tilfinningar þeirra fá lausan tauminn og spennan, innan sem utan vallar, eykst með framvindu leiksins svo úr verður óútreiknanleg atburðarás sem spannar 90 mínútur. Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir leit við á æfingu leikhópsins og ræddi við leikstjórann, Viktoríu Blöndal og einn leikaranna, Albert Halldórsson. Umsjón: Halla Harðardóttir

Víðsjá
Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar,Öllum hnútum kunnug, ímyndunarafl

Víðsjá

Play Episode Listen Later Mar 1, 2023 55:00


Einn af hápunktum ársins í heimi hönnunar er hönnunarvikan í Stokkhólmi fer fram í febrúar ár hvert. Íslenskir hönnuðir kynntu þar áhugaverkt verkefni í þetta sinn, sem enn er til sýnis í Stokkhólmi, verk sem kallast Knowing the Ropes , eða Öllum hnútum kunnug. Verkefnið er unnið á mörkum hönnunar og myndlistar og skoðar táknræna vídd reipisins í norrænni samtímamenningu, en grunnur þess hverfist um tvær kaðlaverksmiðjur; Hampiðjuna í Reykjavík og Aarhus Possementfabrik í Danmörku. Brynhildur Pálsdóttir hönnuður verður gestur okkar í dag og segir okkur frá verkefninu og því sem hæst bar í Stokkhólmi. Og Freyja Þórsdóttir flytur sinn þriðja pistil á heimspekilum nótum. Að þessu sinni fjallar hún um ímyndunaraflið sem okkar merkilegustu og hættulegustu gjöf og hvaða áhrif það hefur á merkingarbær tengsl okkar við heiminn. En við byrjum í leikhúsinu. Leikhópurinn Alltaf í boltanum stendur að sýningunni Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar sem frumsýnd verður í Tjarnarbíó annað kvöld. Verkið skyggnist inn í hvernig enskir knattspyrnuleikir krydda líf fjögurra íslenskra karlmanna. Tilfinningar þeirra fá lausan tauminn og spennan, innan sem utan vallar, eykst með framvindu leiksins svo úr verður óútreiknanleg atburðarás sem spannar 90 mínútur. Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir leit við á æfingu leikhópsins og ræddi við leikstjórann, Viktoríu Blöndal og einn leikaranna, Albert Halldórsson. Umsjón: Halla Harðardóttir

FantasyGandalf
#55 - Ölvun í leikhúsum, hvað hata Íslendingar mest og sex ráð í svefnherberginu

FantasyGandalf

Play Episode Listen Later Feb 28, 2023 80:56


Sorry hvað við erum seint á ferðinni en í staðinn þá töluðum við ekkert um stjórnmál, verkföll eða sáttasemjara. Við fórum yfir ölvun í leikhúsum, hvað hata Íslendingar mest og er Banksy mættur í Vestubæinn? Lögregludagbókin og öryggisorð í rúminu köveraði seinni hálfleik þáttarinns. Þetta og margt fleira. Góða skemmtun !

Pyngjan
Ársreikningar: Ammóníakfnykur almennings (2/2) - Þjóðkirkjan, Þjóðleikhúsið & Háskóli Íslands

Pyngjan

Play Episode Listen Later Feb 14, 2023 66:34


Þá er komið að seinni þættinum í seríunni sem enginn bað um. Þær voru nokkuð heitar umræðurnar að þessu sinni en Addi og Iddi sjá gríðarlega eftir því að hafa framleitt þessa seríu. Þjóðkirkjan, Þjóðleikhúsið og Háskóli Íslands eru stofnanir dagsins. Góða hlustun

iddi leikh kirkjan
Lestin
Marat/Sade, Drullumall 4, tannlæknaótti

Lestin

Play Episode Listen Later Jan 19, 2023 54:00


Á morgun frumsýnir Lab Loki, leikritið Marat/Sade í leiksjtórn Rúnars Guðbrandssonar. Leikhópurinn er skipaður leikurum á aldrinum 70-90 ára. Við ræðum við leikstjórann og leikkonu í verkinu, Júlíu Hannan, um ferlið, verkið og erindi þess í samtímanum. Brynja Hjálmsdóttir, skáld, flytur hugleiðingu um tanntöku, tanntúrisma og tannlæknaótta. Post-dreifing er listahópur eða hreyfing, sem skipuð er ungu listafólki, úr ólíkum áttum grasrótarlistastarfs Reykjavíkur. Samkvæmt aðstandendum Post-dreifingar er markmiðið að tryggja sýnileika og sjálfsnægtir listamanna með samstarfinu. Á morgun kemur út fjórða safnplata undir merkjum Postdreifingar sem kallast drullumall, síðasta Drullumall plata kom út fyrir tæpum þremur árum þar sem haldið er áfram þar sem frá var horfið; að safna saman grasrótartónlistarfólki á einn stað og gefa pláss og sýna með því fjölbreytni tónlistarinnar sem ómar undir yfirborðinu. Rætt er við Einar Karl Pétursson og Simon Hirt.

Lestin
Marat/Sade, Drullumall 4, tannlæknaótti

Lestin

Play Episode Listen Later Jan 19, 2023


Á morgun frumsýnir Lab Loki, leikritið Marat/Sade í leiksjtórn Rúnars Guðbrandssonar. Leikhópurinn er skipaður leikurum á aldrinum 70-90 ára. Við ræðum við leikstjórann og leikkonu í verkinu, Júlíu Hannan, um ferlið, verkið og erindi þess í samtímanum. Brynja Hjálmsdóttir, skáld, flytur hugleiðingu um tanntöku, tanntúrisma og tannlæknaótta. Post-dreifing er listahópur eða hreyfing, sem skipuð er ungu listafólki, úr ólíkum áttum grasrótarlistastarfs Reykjavíkur. Samkvæmt aðstandendum Post-dreifingar er markmiðið að tryggja sýnileika og sjálfsnægtir listamanna með samstarfinu. Á morgun kemur út fjórða safnplata undir merkjum Postdreifingar sem kallast drullumall, síðasta Drullumall plata kom út fyrir tæpum þremur árum þar sem haldið er áfram þar sem frá var horfið; að safna saman grasrótartónlistarfólki á einn stað og gefa pláss og sýna með því fjölbreytni tónlistarinnar sem ómar undir yfirborðinu. Rætt er við Einar Karl Pétursson og Simon Hirt.

Lestin
Leikhús á táknmáli og fullmótaðar hugmyndir Gugusar

Lestin

Play Episode Listen Later Jan 5, 2023 56:04


Leikritið Eyja var frumsýnt í Þóðleikhúsinu í nóvember sem sett er upp af sviðslistahópnum O.N. Hópurinn setur upp tvítyngdar sýningar, á íslensku og íslensku táknmáli. Þetta er fyrsta verk hópsins og jafnframt fyrsta sýning af þessu tagi sem sett er upp í þjóðleikhúsinu, sýning sem flutt er á íslenskri tungu til jafns við táknmál. Þetta er verk um tengsl og tengslaleysi, sorgarferli, samskipti og löngunina eftir því að öðlast hlutverk í lífi sinna nánustu. Tveir af aðstandendum sýningarinnar, Adda Rut Jónsdóttir og Hjördís Anna Haraldsdóttir eru gestir Lestarinnar. Davíð Roach Gunnarsson rýnir í nýjustu plötu tónlistarkonunnar Gugusar sem kom út í nóvember síðastliðinn, 12:48. Davíð segir hana eina allra bestu íslensku plötu síðasta árs og með henni hafi Gugusar farið úr því að vera stórkostlega hæfileikaríkt og efnilegt ungstirni yfir í að vera fullskapaður listamaður með sína eigin sýn, á alþjóðlegan mælikvarða.

Lestin
Leikhús á táknmáli og fullmótaðar hugmyndir Gugusar

Lestin

Play Episode Listen Later Jan 5, 2023


Leikritið Eyja var frumsýnt í Þóðleikhúsinu í nóvember sem sett er upp af sviðslistahópnum O.N. Hópurinn setur upp tvítyngdar sýningar, á íslensku og íslensku táknmáli. Þetta er fyrsta verk hópsins og jafnframt fyrsta sýning af þessu tagi sem sett er upp í þjóðleikhúsinu, sýning sem flutt er á íslenskri tungu til jafns við táknmál. Þetta er verk um tengsl og tengslaleysi, sorgarferli, samskipti og löngunina eftir því að öðlast hlutverk í lífi sinna nánustu. Tveir af aðstandendum sýningarinnar, Adda Rut Jónsdóttir og Hjördís Anna Haraldsdóttir eru gestir Lestarinnar. Davíð Roach Gunnarsson rýnir í nýjustu plötu tónlistarkonunnar Gugusar sem kom út í nóvember síðastliðinn, 12:48. Davíð segir hana eina allra bestu íslensku plötu síðasta árs og með henni hafi Gugusar farið úr því að vera stórkostlega hæfileikaríkt og efnilegt ungstirni yfir í að vera fullskapaður listamaður með sína eigin sýn, á alþjóðlegan mælikvarða.

Skoðanabræður
#350 Skoðanir Mikaels Torfasonar

Skoðanabræður

Play Episode Listen Later Oct 14, 2022 131:44


Styddu frjálsa fjölmiðlun inni á www.patreon.com/skodanabraedur Rithöfundurinn Mikael Torfason er loksins mættur í Egilsstofu, beint frá Berlín - þar sem hann starfar við skriftir. Leikhúsið, sjónvarpið, bækurnar! Þetta er allt rætt. Farið djúpt í málin. Epískur þáttur. Godspeed kæra bræðralag.

Heimsendir
#51 Lífið í Tokyo - Kína, Taiwan og frumraun í japönsku leikhúsi

Heimsendir

Play Episode Listen Later Aug 16, 2022 54:37


Kína og Taiwan, hvað er nú það? Mörg okkar hafa heyrt fréttaflutning síðustu vikna um mögulega innrás Kína í Taiwan, um heimsókn Nancy Pelosi og heræfingar, jafnvel um mögulega þriðju heimsstyrjöldina, en hvar og hvernig byrjaði samband Kína og Taiwan? Af hverju er það samband nú stirrt? Verður stríð eða status quo?Í þessum þætti skoðum við sögu Taiwan og samband þess við meginlandið. Önnur umræðuefni eru frumraun þáttastjórnanda í japönsku leikhúsi og litlar körfur í japönskum matvöruverslunum. Kæri hlustandi, takk fyrir að hlusta. Ég minni á Instagram reikninginn heimsendir_podcast fyrir myndir og myndbönd tengd efni þáttanna. Yoroshiku onegai shimasu! 

Fotbolti.net
Heimavöllurinn á EM: Troðfullt í leikhúsi draumanna og veislan loks hafin

Fotbolti.net

Play Episode Listen Later Jul 8, 2022


Það er enskt þema á Heimavellinum í dag. EM í Englandi er hafið og leitað var til tveggja enskra sérfræðinga til að fara yfir málin. Þeir Nik Chamberlain og Jamie Brassington, aðal- og markmannsþjálfari Þróttar, mættu og ræddu EM, England, Ísland og í raun allt milli himins og jarðar. Gáfu meðal annars nokkur góð ferðaráð enda fjölmargir stuðningsmenn íslenska landsliðsins á leið til Englands að styðja við stelpurnar okkar. Þátturinn er sem fyrr í boði Dominos, Heklu, Orku Náttúrunnar og Landsbankans og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir að styðja við umfjöllun um knattspyrnu kvenna.