Viðtöl og vangaveltur um vinnumarkaðsmál, réttindi og skyldur launafólks og starfsemi stéttarfélaga.
Gestur þáttarins að þessu sinni kemur að norðan, hann heitir Eiður Stefánsson og er formaður Félags verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri. Skömmu áður en Eiður hóf afskipti af verkalýðsmálum um aldamótin taldi hann stéttarfélög óþörf og að þau ætti að leggja niður.
Jakob Tryggvason er formaður Félags tæknifólks en innan Rafiðnaðarsambandsins eru átta félög og er Félag tæknifólks eitt þeirra. Jakob hefur verið formaður félagsins síðan 2007 en félagsmenn í dag erum um 1700 talsins.
Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir formaður Afls-starfsgreinafélags á Austurlandi hefur verið formaður frá stofnun félagsins 2007 en áður var hún formaður tveggja verkalýðsfélaga frá 1993. Hjördís Þóra er gestur þáttarins í dag.
Alþýðusamband Íslands hefur sett fram áherslupunkta í aðdraganda alþingiskosninga 2021. Af því tilefni kynnir ASÍ röð þátta í hlaðvarpi þar sem starfsmenn samtakanna ræða málin við einstaklinga með innsýn í málefnin og stöðuna í stjórnmálunum. Í þessum þætti ræðir Róbert Farestveit hagfræðingur hjá ASÍ við Arnar G. Hjaltalín formann Drífanda, stéttafélags í Vestmannaeyjum um atvinnu, afkomu og byggðir.
Alþýðusamband Íslands hefur sett fram áherslupunkta í aðdraganda alþingiskosninga 2021. Af því tilefni kynnir ASÍ röð þátta í hlaðvarpi þar sem starfsmenn samtakanna ræða málin við einstaklinga með innsýn í málefnin og stöðuna í stjórnmálunum. Í þessum þætti ræðir Eyrún Björk Valsdóttir, sviðsstjóri hjá ASÍ, við Ingibjörgu Elsu Guðmundsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins um menntamál.
Alþýðusamband Íslands hefur sett fram áherslupunkta í aðdraganda alþingiskosninga 2021. Af því tilefni kynnir ASÍ röð þátta í hlaðvarpi þar sem starfsmenn samtakanna ræða málin við einstaklinga með innsýn í málefnin og stöðuna í stjórnmálunum. Í þessum þætti ræðir Drífa Snædal, forseti ASÍ, við Ögmund Jónasson, fyrrverandi ráðherra, um heilbrigðismál.
Alþýðusamband Íslands hefur sett fram áherslupunkta í aðdraganda alþingiskosninga 2021. Af því tilefni kynnir ASÍ röð þátta í hlaðvarpi þar sem starfsmenn samtakanna ræða málin við einstaklinga með innsýn í málefnin og stöðuna í stjórnmálunum. Í þessum þætti ræðir Arnaldur Sölvi Kristjánsson hagfræðingur hjá ASÍ við Stefán Ólafsson sérfræðing hjá Eflingu um ójöfnuð.
Alþýðusamband Íslands hefur sett fram áherslupunkta í aðdraganda alþingiskosninga 2021. Af því tilefni kynnir ASÍ röð hlaðvarpa þar sem starfsmenn samtakanna ræða málin við einstaklinga með innsýn í málefnin og stöðuna í stjórnmálunum. Í þessu hlaðvarpi ræðir Magnús M. Norðdahl lögfræðingur og sviðsstjóri hjá ASÍ við Eygló Harðardóttur fyrrverandi félagsmálaráðherra.
Arnar Hjaltalín er aðfluttur Vestamannaeyingur sem hefur verið formaður stéttarfélagsins Drífanda síðan í lok síðustu aldar. Hér er rætt við Arnar um formennskuna, Vestmannaeyjar og margt fleira.
Umræða um svokölluð gul stéttarfélög hefur verið áberandi að undanförnu og þá einkum í tengslum við Flugfélagið Play en Íslenska flugstéttarfélagið, sem Play hefur samið við, virðist bera öll merki þess að vera „gult stéttarfélag“. Slík félög standa alla jafna utan heildarsamtaka launafólks, eins og ASÍ, og ganga jafnvel erinda atvinnurekenda og gegn hagsmunum launamanna. Sigurður Pétursson, sagnfræðingur, þekkir vel sögu verkalýðshreyfingarinnar en hann hefur sérstaklega kynnt sér svokölluð gul stéttarfélög. Í þessu viðtali segir hann frá slíkum félögum í nútíð og fortíð.
Finnbogi Sveinbjörnsson er Vestfirðingur í húð og hár en hann er formaður mánaðarins í hlaðvarpi ASÍ í maí 2021. Finnbogi hefur staðið í stafni hjá Verkalýðsfélagi Vestfirðinga frá árinu 2007 auk þess að hafa stýrt nokkrum undangengnum þingum ASÍ af mikilli röggsemi.
Georg Páll Skúlason formaður Grafíu, sem áður hét Félag bókagerðarmanna, er gestur þáttarins í dag en hann er búinn að vera formaður þessara félaga í 15 ár og starfað fyrir bókagerðamenn í 31 ár.
Hlaðvarpsviðtal við Þorstein Sveinsson, starfsmann VR, og Finnborgu Elsu Guðbjörnsdóttur, starfsmann Verkalýðsfélags Suðurlands. Þau ræða um félögin sín, störfin sín, félagsmennina og erindi verkalýðshreyfingarinnar.
Hlaðvarpsviðtal við Hjalta Tómasson, starfsmann vinnueftirlits Bárunnar á Selfossi
Guðmundur Helgi Þórarinsson var kjörinn formaður VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna árið 2018 eftir að hafa verið stjórnarmaður í sínu stéttarfélagi í 25 ár. Guðmundur Helgi er formaður mánaðarins í marsmánuði 2021.
Jóhann Rúnar Sigurðsson varð formaður Félags málmiðnaðarmanna á Akureyri árið 2012 og hefur því leitt félagið undanfarin 9 ár. Jóhann Rúnar er formaður febrúarmánaðar í hlaðvarpi ASÍ.
Þann 9. febrúar 2021 kynnti Varða, rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins sína fyrstu afurð - stórmerkilega skoðanakönnun á stöðu launafólks í Covid faraldri. Kristín Heba Gísladóttir er framkvæmdastjóri Vörðu og hún segir hér frá þessu jómfrúarverkefni rannsóknarstofnunarinnar.
Lilja Sæmundsdóttir hefur verið formaður Félags hársnyrtisveina í 9 ár. Hún var uppreisnagjörn sem unglingur og neitaði að fara hefðbundnar leiðir. Rétt rúmlega tvítug fór hún að skipta sér af verkalýðsmálum og hefur verið að síðan. Lilja er fyrsti formaður mánaðarins í Hlaðvarpi ASÍ árið 2021.
Árið 2020 hefur verið allt annað en hefðbundið og fer í sögubækurnar fyrir heimsfaraldur sem er sá versti í rúma öld og heimskreppu sem er sú dýpsta í 90 ár. Í þessum ólgusjó hefur Drífa Snædal staðið í stafni hjá ASÍ. Í þessu viðtali fer hún yfir árið 2020 og þær áskoranir sem það bauð upp á.
Aðalsteinn Árni Baldursson er formaður stéttarfélagsins Framsýnar á Húsavík og hefur verið það í 26 ár. Aðalsteinn er síðasti formaður mánaðrins í Hlaðvarpi ASÍ árið 2020.
Rætt við Kolbein Gunnarsson formann Verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnarfirði en hann hefur stýrt því félagi í 18 ár.
Formaður mánaðarins í október 2020 kom eins og stormsveipur inn í verkalýðsbaráttuna 2018 þegar hún var kjörin formaður Eflingar sem er annað stærsta stéttarfélag landsins með um 30 þúsund félagsmenn. Flestir vita fyrir hvað Sólveig Anna Jónsdóttir stendur í pólitík og verkalýðsbaráttu en hér kynnumst við konunni á bak við verkalýðsforingjann.
Hilmar Harðarson er formaður FIT, félags iðn- og tæknigreina og hefur verið það í 17 ár. Hilmar er einnig formaður Samiðnar, sem er landssamband 12 iðnfélaga og deilda með meira en 8000 félagsmenn.
VIRK - starfsendurhæfingarsjóður varð til með kjarasamningi aðildarfélaga ASÍ og SA árið 2008. Á þeim 12 árum sem liðin eru hefur VIRK sannað gildi sitt og hjálpað þúsundum Íslendinga til virkni og þátttöku á vinnumarkaði eftir slys eða langvarandi veikindi. Hér er rætt við Vigdísi Jónsdóttur, framkvæmdastjóra VIRK - starfsendurhæfingarsjóðs.
Verkalýðshreyfingin er að setja sig í stellingar fyrir vetur sem flestir eru sammála um að verði erfiður. Drífa Snædal, forseti ASÍ, ræðir hér ástandið á vinnumarkaði og verkefnin framundan.
Guðbjörg Kristmundsdóttir er formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. Hún var kjörin formaður félagsins árið 2019 þá 45 ára gömul.
Kristján Þórður Snæbjarnarson var kjörinn formaður Félags rafeindavirkja aðeins 28 ára að aldri árið 2008 og þremur árum síðar, árið 2011, varð hann formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Kristján Þórður er 1. varaforseti ASÍ og hann er formaður maí mánaðar í hlaðvarpi ASÍ.
Ragnar Þór Ingólfsson var kjörinn formaður VR, stærsta stéttarfélags landsins árið 2017, og hefur hann því gegnt formannsstarfinu í 3 ár og verið afar áberandi í því starfi á þeim tíma. Hér er hins vegar birtu brugðið á hina hliðina á Ragnari – þessari sem almenningur sér sjaldnast.
Alþýðusamband Íslands og Isavia hafa gert með sér samstarfssamning um miðlun upplýsinga til erlends launafólks um íslenskan vinnumarkað, kjarasamninga og réttindi og skyldur. María Lóa Friðjónsdóttir og Halldór Grönvold sem halda utan um verkefnið Einn réttur - ekkert svindl! og vinnustaðaeftirlit ASÍ segja frá samstarfinu og mikilvægi þess.
Guðrún Elín Pálsdóttir formaður Verkalýðsfélags Suðurlands er einn af nýju formönnunum innan ASÍ ef svo má segja. Hún tók við formannsstarfinu fyrir tæpum 4 árum eftir að hafa verið starfsmaður á skrifstofu stéttarfélagsins í 14 ár.
Í þessum þáttum er rætt á persónulegum nótum við formann stéttarfélags innan Alþýðusambandsins í tilraun til að kynnast manneskjunni sjálfri. Finnbjörn A. Hermannsson formaður Byggiðn – félags byggingamanna er fyrsti formaður mánaðarins á nýju ári.
Sautján aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands skrifuðu undir kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga 16. janúar 2020. Hér fjallar Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri SGS, um helstu atriði samninganna.
Í dag kynnum við til sögunnar fjórða þáttinn í seríunni Formaður mánaðarins, en í þessum þáttum er rætt á persónulegum nótum við formann stéttarfélags innan Alþýðusambandsins í tilraun til að kynnast manneskjunni sjálfri. Berglind Hafsteinsdóttir er formaður Flugfreyjufélags Íslands og hún er gestur þáttarins í desember 2019.
Í þessum þáttum er rætt á persónulegum nótum við formann stéttarfélags eða landssambands innan Alþýðusambandsins. Valmundur Valmundsson er formaður Sjómannasambands Íslands og hann er gestur þáttarins að þessu sinni.
Guðbjörg Kristmundsdóttir frá Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og Bryngeir Bryngeirsson frá BSRB voru fulltrúar Íslands í Genfarskólanum í sumar. Skólinn er ætlaður virkum félagsmönnum í stéttarfélögunum sem hafa áhuga á alþjóðamálum verkalýðshreyfingarinnar og þekkja til starfsemi stéttarfélaga og samtaka þeirra hér á landi. Hér er rætt við þau um reynslu þeirra af skólanum.
Í lok október 2019 fór hópur frá Alþýðusambandinu í stutta ferð til Palestínu til að kynnast af eigin raun aðstæðum vinnandi fólks á svæðinu. Í ferðinni voru haldnir fjölmargir fundir m.a. með verkalýðsfélögum, fulltrúum úr atvinnuvegaráðuneyti Palestínu, góðgerðarfélögum og læknum auk þess sem farið var inn í Balata flóttamannabúðirnar í Nablus. Hér er rætt við Drífu Snædal forseta ASÍ og Halldór Oddsson lögfræðing um ferðina.
Kristján Bragason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins hefur undanfarin 6 ár starfað sem framkvæmdastjóri Norænna samtaka starfsfólks í ferðaþjónustugeirum. En það eru breytingar framundan hjá Kristjáni því hann er að taka við sem framkvæmdastjóri Evrópskra samtaka starfsfólks í matvælaiðnaði, landbúnaði og ferðaþjónustu.
Í þáttunum Formaður mánaðarins er rætt á persónulegum nótum við formann stéttarfélags innan ASÍ. Í þessum öðrum þætti í seríunni er rætt við Halldóru Sigríði Sveinsdóttur, en hún er formaður Bárunnar á Selfossi.
Hagfræðingarnir Henný Hinz og Róbert Farestveit fara yfir helstu atriði nýrrar hagspár ASÍ. Stóru fréttirnar eru þær að landsframleiðsla dregst saman í fyrsta skipti í 8 ár en góðu fréttirnar eru þær að samdráttarskeiðið verður stutt.
ASÍ og BSRB hafa ákveðið að setja á fót rannsóknarstofnun í vinnumarkaðsfræðum til að efla rannsóknir á sviði vinnumarkaðar, félags- og efnahagsmála. Rætt við Drífu Snædal, forseta ASÍ og Sonju Ýr Þorbergsdóttur, formann BSRB.
Valdbeiting á vinnustað – rannsókn á algengi og eðli áreitni á íslenskum vinnumarkaði, er heiti nýrrar skýrslu sem félagsmálaráðuneytið lét vinna en innihald hennar var m.a. til umfjöllunar á stóru alþjóðlegu Metoo ráðstefnunni í Hörpu í september 2019. Ásta Snorradóttir lektor í félagsráðgjöf við HÍ, ræðir hér innihald skýrslunnar.
Í þessum þáttum er rætt á persónulegum nótum við formann stéttarfélags og áhersla lögð á að kynnanst manneskjunni frekar en pólitíkusnum. Björn Snæbjörnsson er formaður verkalýðsfélagsins Einingar-Iðju á Akureyri og formaður Starfsgreinasambandins sem er stærsta landssambandið innan ASÍ.
Til að setja andlit á þær tölulegu upplýsingar sem komu fram í nýlegri skýrslu ASÍ um brot á vinnumarkaði, setti Alþýðusambandið í gang aðra rannsókn í sumar sem samanstóð af djúpviðtölum við útlendinga sem hafa þurft að þola að á þeim sé brotið. Þessi rannsókn var unnin með styrk frá Velferðarráðuneytinu og það var ungur hagfræðinemi, Nanna Hermannsdóttir sem vann rannsóknina. Hér er rætt við Nönnu um niðurstöður hennar vinnu. Afurðina er hægt að finna á vef ASÍ en skýrslan ber heitið Hvað mætir útlendingum á íslenskum vinnumarkaði? Launaþjófnaður og fautaskapur.
Lýsa – rokkhátíð samtalsins fer fram í Hofi á Akureyri dagana 6. og 7. september 2019. Rætt við Þuríði Helgu Kristjánsdóttur, framkvæmdastjóra Lýsu.
Ný rannsókn ASÍ bendir til að jaðarsetning og brotastarfsemi sé umtalverð á íslenskum vinnumarkaði og bitni helst á þeim sem lakast standa. Mest er brotið á erlendu launfólki og ungu fólki – hæstu kröfurnar í ferðaþjónustu og mannvirkjagerð. Henný Hinz deildarstjóri hagdeildar ASÍ, Róbert Farestveit hagfræðingur og Drífa Snædal forseti ASÍ í viðtali um skýrsluna.
Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Magnús Norðdahl, lögfræðingur ASÍ og stjórnarmaður í Alþjóðavinnumálastofnuninni, segja frá nýafstöðnu afmælisþingi stofnunarinnar og merkilegri samþykkt sem náðist um bann við ofbeldi og áreitni í heimi vinnunnar.
Rætt við Gundega Jaunlinina, varaformann ASÍ-UNG, um heimsátak Alþjóðasambands verkalýðsfélaga (ITUC) sem hvetur til vitundarvakningar í loftslagsmálum miðvikudaginn 26. júní 2019. Orð eru til alls fyrst! Nýttu samfélagsmiðla, innra net, tölvupósta og kaffistofuspjall til að deila efni með samstarfsfólki og vekja umræður um umhverfismál.
Þann 20. júní afhenti Bjarg íbúðafélag fyrsta leigjandanum lykla að nýrri íbúð félagsins. Alls verða 140 íbúðir afhentar á þessu ári og um 1000 íbúðir eru nú annað hvort í byggingu eða hönnunarferli. Björn Traustason framkvæmdastjóri Bjargs segir frá félaginu, hugmyndafræðinni og nýstárlegum vinnubrögðum til að ná niður kostnaði.
Bergþóra Hrönn Guðjónsdóttir, sérfræðingur hjá ASÍ í fræðslumálum og Halldór Oddsson lögfræðingur hjá ASÍ fara í þessu spjalli yfir það sem helst ber á góma þegar unglingar eru upplýstir um réttindi og skyldur á vinnumarkaði.
Skipulögð glæpastarfsemi, þar á meðal skipulögð brot á vinnumarkaði, er ein hættulegasta ógn við íslenskt samfélag í dag. Þetta sýnir ný skýrsla greiningadeildar Ríkislögreglustjóra. ASÍ hefur í mörg ár bent á þetta, ekki síst Halldór Grönvold og María Lóa Friðjónsdóttir sem vinna að þessum málum hjá ASÍ og eru hér í viðtali.
Viðtal á persónulegum nótum við Drífu Snædal forseta ASÍ þar sem viljandi er sneitt framhjá umræðu um verkalýðspólitík. Hér er rætt um brauðtertur, fótboltaferð, róttækni unglingsins, lækna, samsetningar á Ikea húsgögnum og föndurbúð svo fátt eitt sé nefnt.