POPULARITY
Gott að eldast er aðgerðaráætlun stjórnvalda um að auka samstarf varðandi málefni eldra fólks. En er gott að eldast á Íslandi og hvað er hægt að gera til þess að lifa betra lífi á efri árum? Við fáum til okkar Þórunni Huldu Sveinbjörnsdóttur, fyrrverandi formann Landssambands félags eldri borgara, til þess að ræða þessi mál og fleiri. Og svo fáum við til okkar Sigurð Jóhannesson, hagfræðing og forstöðumann Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, til að ræða um loftslagssamkomulög og hvaða máli þau skipta, sérstaklega í ljósi þess að sumir vilja ekki vera með. Að lokum fáum við pistil frá Páli Líndal umhverfissálfræðingi og pistlahöfundi Samfélagsins.
Kristján Kristjánsson stýrir kröftugri umræðu um þjóðmálin. Í þessum þætti: Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi og Sigurður Stefánsson forstjóri Aflvaka. Þau ræða húsnæðismarkaðinn á höfuðborgarsvæðinu, íbúðaskortinn og gagnrýni Sigurðar á skipulagsyfirvöld sem hann segir hafa misreiknaði sig herfilega á síðasta áratug. Gylfi Magnússon, prófessor í Hagfræði. Gylf fer yfir heimshagkerfið. Yfir stendur ársfundur Alþjóða gjaldeyrissjóðsins þar sem lykilorðið er óvissa, búið að lækka allar hagvaxtarspár og mikill órói á mörkuðum heldur áfram. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Sólveig Anna ræðir ,,vók-ismann", úrsögn sína úr Sósíalistaflokknum og fleira þessu tengt. Jón Ólafsson próf. og sérfræðingur í málefnum Rússlands og Pia Hanson, forstöðumaður Alþjóðastofnunar HÍ. Þau ræða friðarhorfur í Úkraínu, vonir og væntingar á því sviðinu.
Bítið á Bylgjunni með Heimi, Lilju og Ómari Sigrún Harðardóttir, dósent í félagsráðgjöf, ræddi við okkur um skólaforðun sem getur verið víðtækur vandi. Kristín Dögg Kristinsdóttir, þjóðfræðingur ræddi við okkur um Breiðholtið og neikvæða umfjöllun og orðræðu um hverfið. Hagfræðingarnir Ólafur Arnarson og Ólafur Ísleifsson ræddu tolla og pólitík. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, ræddi við okkur um olíuverð. Matarhornið Eldum gott með Simma Vill var á sínum stað.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra segir ekkert í varnarsamningi leyfa Bandaríkjunum að koma hingað með tuttugu þúsund manna her án þess að spyrja kóng né prest. Önnur Evrópulönd spyrji sig sömu spurningar og Ísland; erum við of háð Bandaríkjunum? Ný ríkisstjórn ætlar að tryggja fleiri daga á strandveiðum í sumar. Inga Sæland, formaður flokks fólksins sem er félags- og húsnæðismálaráðherra segir að með því sé komið til móts við blæðandi sjávarbyggðir landsins. Hagfræðingur segir málið þó ekki svo einfalt, strandveiðarnar séu ekki endilega besta kerfið til að efla brothættar byggðir.
Verðbólga hefur hjaðnað á síðustu mánuðum og vextir þokast niður á við. Viðnámsþróttur hagkerfisins virðist samt þó nokkur og segja má að hagkerfið stefni í átt að mjúkri lendingu. Óvissa í heimshagkerfinu hefur þó magnast á síðustu vikum og Ísland er í viðkvæmri stöðu gagnvart hnökrum á alþjóðaviðskiptum.Hagfræðingar greiningardeildar bankans stikla á stóru um efnahagsmál í nýjasta þætti Umræðunnar.
Stýrivextir voru lækkaðir um 0,5 prósentustig á miðvikudaginn og peningastefnunefnd hittist ekki aftur fyrr en í febrúar. Ef verðbólga hjaðnar í takt við spár má gera ráð fyrir að raunvextir hækki um heilt prósentustig á næstu þremur mánuðum. Áfram er verðbólga þó langt yfir markmiði og vextir himinháir, og ýmsir óvissþættir kunna að setja strik í reikninginn.Hagfræðingar í Greiningardeild Landsbankans stikla á stóru um stöðuna í efnahagsmálum í nýjasta hlaðvarpsþætti Umræðunnar.
Horfurnar eru nokkuð bjartar, samkvæmt nýrri hagspá Landsbankans, þrátt fyrir lítils háttar samdrátt á þessu ári. Með hjaðnandi verðbólgu og auknum slaka á vinnumarkaði skapast svigrúm til áframhaldandi vaxtalækkana sem blása lífi í hagkerfið.Hagfræðingar Greiningardeildar bankans ræða hagspána í nýjasta þætti Umræðunnar.
Verðbólga var umfram spár í maí og jókst milli mánaða. Hagkerfið dróst saman um 4% á fyrsta ársfjórðungi og þar með varð samdráttur í fyrsta sinn síðan í byrjun árs 2021.Hagfræðingarnir Hildur Margrét Jóhannsdóttir, Hjalti Óskarsson og Una Jónsdóttir ræða stöðuna í efnahagsmálum í nýjasta hlaðvarpsþætti Umræðunnar.
Hagfræðingurinn og eðlisfræðingurinn David Friedman var nýlega staddur hér á landi. Hann kom við í Þjóðmálastofunni og ræddi þar um hinn frjálsa markað, hversu mikil völd hið opinbera ætti að hafa, um loftslagsmál, stöðu háskóla í hinum vestræna heimi og margt fleira.
Hagfræðideild spáir því í nýrri hagspá að enn sé þó nokkur bið eftir fyrstu vaxtalækkun. Verðbólgan hjaðni smám saman á næstu árum og efnahagsumsvif aukist eftir því sem vextir lækka.Hagfræðingarnir Hildur Margrét Jóhannsdóttir, Hjalti Óskarsson og Una Jónsdóttir ræða hagspána í nýjasta hlaðvarpsþætti Umræðunnar.
Hvert er sambandið milli tekna og velferðar? Eða peninga og hamingju? Hvað miklar tekjur telja einstaklingar sig þurfa og hversu næmt er fólk fyrir breytingum í tekjum? Hvað þarf fólk mikið af peningum til að vera hamingjusamt og hversu mikið breytist hamingja fólks við það að fá hærri tekjur og meiri pening? Við fræddumst í dag um grein sem er fyrsti hluti af doktorsverkefnis Guðrúnar Svavarsdóttur, doktorsnema við Hagfræðideild Háskóla Íslands og rannsakanda hjá ConCIV rannsóknarhópnum. Guðrún kom í þáttinn og sagði okkur meira frá þessu, til dæmis um hið flókna samband tekna og velferðar, því þar hafa margar breytur áhrif, til dæmis ytri aðstæður, menntun, búseta og kyn. Mikil aukning hefur verið á ofbeldi nemenda og alvarlegum birtingarmyndum þess, samhliða ákveðnu úrræðaleysi og starfsfólk skóla getur upplifað sig óöruggt og vonlítið í krefjandi aðstæðum með nemendum. Við endurfluttum í dag viðtal við Soffíu Ámundadóttur, grunnskólakennara og leikskólakennara, sem var áður í þættinum 1.feb. s.l., en hún hefur haldið námskeið hjá Endurmenntun Háskóla Íslands sem ber yfirskriftina Ofbeldi nemenda og hegðunarvandi. Soffía hefur starfað í Brúarskóla, sem er sérskóli fyrir nemendur með tilfinninga- og hegðunarvanda. Áfengi, rautt kjöt og unnar kjötvörur er komið á lista með skaðvöldum á borð við reykingar og aðra krabbameinsvaldandi þætti. Nú er mælt með því að draga verulega úr neyslu áfengis og þessara matvara til að minnka líkur á krabbameini í meltingarkerfinu eða annars staðar. Þetta var umfjöllunarefni Helgu Arnardóttur í Heilsuvaktinni sem nú hóf aftur göngu sína í Mannlega þættinum. Þar ræddi hún við Huldu Maríu Einarsdóttur ristil- og endaþarmsskurðlækni hjá Landspítalanum. Hún hefur verið grænmetisæta í fjöldamörg ár og starfað í Bandaríkjunum í á annan áratug en hún segist merkja mikla neikvæða breytingu í meltingarvegi yngra fólks sem allt má rekja til lífsstíls. Tónlist í þættinum: Litli tónlistarmaðurinn / Ellý Vilhjálms og Vilhjálmur Vilhjálmsson (Freymóður Jóhannsson) Sixpence Only / Spilverk þjóðanna (Spilverk þjóðanna) Í sól og sumaryl / Hljómsveit Ingimars Eydal (Gylfi Ægisson) UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Við fáum góðan hóp til að greina atburði dagsins við Rauða borðið: Inga Sæland, Kristinn Hrafnsson, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Þóra Kristín Ásgeirsdóttir og Sigmar Guðmundsson meta nýja ríkisstjórn, framtíð hennar og heilsu. Sigurður Jóhannesson forstöðumaður Hagfræðastofnunar Háskólans kemur að borðinu og ræðir hagrænan ávinning af strandeldi og hvers virði leyfin eru í raun sem fiskeldisfyrirtækjum voru gefin. Guðmundur Felix Grétarsson hefur átt magnaða ævi og mátt þola margt. Nú ætlar hann í forsetaframboð og segir okkur við Rauða borðið hvers vegna.
Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri Vísbendingar hefur vakið athygli fyrir skýra framsetningu á hagfræðilegum málefnum og hann var gestur Felix í Fimmunni. Auðvitað valdi Ásgeir fimm hagfræðinga sem hafa haft áhrif á líf hans og umræðan fór um víðan völl um hagfræðileg og heimspekileg málefni, spádómsgáfur hagfræðinga og framtíð sauðfjárbúskapar, svo eitthvað sé nefnt Í síðari hlutanum komu þau í heimsókn Viktoría Hermannsdóttir og Sigurður Helgi Pálmason og sögðu af nýjum og spennandi þáttum úr þáttaröðinni Fyrir alla muni sem fer nú af stað í þriðja sinn. Í lok þáttar spilaði Felix svo lögin sem keppa í Söngvakeppninni í kvöld
Hagfræðideild Landsbankans spáir því að vöxtum verði haldið óbreyttum í næstu viku. Þótt verðbólguhorfur hafi batnað stígi peningastefnunefnd varlega til jarðar, ekki síst í ljósi óvissu í tengslum við náttúruhamfarir og kjaraviðræður.Hagfræðingarnir Hildur Margrét Jóhannsdóttir og Hjalti Óskarsson ræða meðal annars vaxta- og verðbólguhorfur í nýjasta hlaðvarpsþætti Umræðunnar.
Verðbólguhorfur hafa versnað lítillega á síðustu vikum. Seðlabankinn hefur haldið stýrivöxtum óbreyttum í vetur, íbúðaverð er aftur á uppleið en hagvöxtur er mun minni en í upphafi árs. Hagfræðideildin ræðir þetta og fleira í nýjasta hlaðvarpsþættinum.
Hófstilltur hagvöxtur, háir vextir og hjaðnandi verðbólga. Þetta er á meðal þess sem einkennir efnahaginn næstu ár, samkvæmt nýrri hagspá Hagfræðideildar Landsbankans. Í nýjasta þætti Umræðunnar ræða hagfræðingarnir Hildur Margrét Jóhannsdóttir og Hjalti Óskarsson efnahagshorfurnar og fara yfir það helsta úr spánni.
28. september 2023. 32 ára karlmaður var handtekinn í Rotterdam í Hollandi síðdegis eftir banvænar skotárásir í íbúð og á sjúkrahúsi. Félags- og vinnumarkaðsráðherra segir lokuð búsetuúrræði ekki geta leyst vanda sem upp sé kominn vegna fólks sem fengið hafi endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Dómsmálaráðherra er ósátt við nýjan samning ríkisins við Rauða krossinn um neyðaraðstoð fyrir þennan hóp. Verðbólga mælist átta prósent og hefur hækkað lítils háttar frá fyrri mánuði. Verðbólgan fór mest í um tíu prósent í byrjun árs. Hagfræðingur Íslandsbanka, segist gera ráð fyrir að verðbólgan mjakist hægt niður á næstu mánuðum. Ringulreið, hópþrýstingur og hefndarhugur einkenndi hnífaárás á skemmtistaðnum Bankastræti Club þann 17. nóvember í fyrra. Hópur manna sem réðst að þremenningum á staðnum sagðist fyrir dómi hafa fengið nóg af hótunum þeirra og ofbeldi. Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra segir að Samkeppniseftirlitið sé fámennt en að fjárframlög hafi aukist. Sérstök umræða um Samkeppniseftirlitið var á Alþingi í dag. Miklu skiptir að fólk hafi aðgang að áreiðanlegum fréttum en það er ekki bara fjölmiðlanna sjálfra að tryggja að fólk geti vinsað úr upplýsingaflaumnum sem á því dynur, segir Ingibjörg Þórðardóttir fyrrverandi ritstjóri hjá BBC og CNN og núverandi stjórnarmaður hjá Open Democracy og Coda story. Holskefla þjófnaða ríður yfir verslanir í Bretlandi. Vopnuð gengi sópa varningi í poka og hverfa á brott í skyndi. Tjónið nemur hátt úi milljarði sterlingspunda á ári. Námsárangur og ánægja hefur aukist meðal nemenda Háskólans á Akureyri eftir að fjarnám var bætt. Fjarkennsla við HA hófst fyrir 25 árum og situr skólinn því nokkuð framarlega á merinni í þeim málum. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir
28. september 2023. 32 ára karlmaður var handtekinn í Rotterdam í Hollandi síðdegis eftir banvænar skotárásir í íbúð og á sjúkrahúsi. Félags- og vinnumarkaðsráðherra segir lokuð búsetuúrræði ekki geta leyst vanda sem upp sé kominn vegna fólks sem fengið hafi endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Dómsmálaráðherra er ósátt við nýjan samning ríkisins við Rauða krossinn um neyðaraðstoð fyrir þennan hóp. Verðbólga mælist átta prósent og hefur hækkað lítils háttar frá fyrri mánuði. Verðbólgan fór mest í um tíu prósent í byrjun árs. Hagfræðingur Íslandsbanka, segist gera ráð fyrir að verðbólgan mjakist hægt niður á næstu mánuðum. Ringulreið, hópþrýstingur og hefndarhugur einkenndi hnífaárás á skemmtistaðnum Bankastræti Club þann 17. nóvember í fyrra. Hópur manna sem réðst að þremenningum á staðnum sagðist fyrir dómi hafa fengið nóg af hótunum þeirra og ofbeldi. Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra segir að Samkeppniseftirlitið sé fámennt en að fjárframlög hafi aukist. Sérstök umræða um Samkeppniseftirlitið var á Alþingi í dag. Miklu skiptir að fólk hafi aðgang að áreiðanlegum fréttum en það er ekki bara fjölmiðlanna sjálfra að tryggja að fólk geti vinsað úr upplýsingaflaumnum sem á því dynur, segir Ingibjörg Þórðardóttir fyrrverandi ritstjóri hjá BBC og CNN og núverandi stjórnarmaður hjá Open Democracy og Coda story. Holskefla þjófnaða ríður yfir verslanir í Bretlandi. Vopnuð gengi sópa varningi í poka og hverfa á brott í skyndi. Tjónið nemur hátt úi milljarði sterlingspunda á ári. Námsárangur og ánægja hefur aukist meðal nemenda Háskólans á Akureyri eftir að fjarnám var bætt. Fjarkennsla við HA hófst fyrir 25 árum og situr skólinn því nokkuð framarlega á merinni í þeim málum. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir
Fundað var í Vestnorræna ráðinu í Reykjavík síðustu daga, en þar sitja þingmenn frá Íslandi, Grænlandi og Færeyjum. Bogi Ágústsson settist við Heimsgluggann og ræddi við Steinunni Þóru Árnadóttur þingmann VG, sem hefur verið formaður ráðsins undanfarið. Við ræddum líka um afrísk stjórnmál. Herdís Steingrímsdóttir hagfræðingur hlaut í vor Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta. Þau hafa verið veitt frá 2008 og einkum fallið fræðimönnum og listamönnum í skaut. Herdís er dósent við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn og sérsvið hennar er vinnumarkaðshagfræði. Í rúmt ár hefur hún hefur setið í peningastefnunefnd Seðlabankans - þessari sem ákveður stýrivextina. Grunnskólarnir hófust í síðustu viku; krakkarnir streymdu í skólana og líf færðist í stofurnar, á gangana og á skólalóðirnar eftir sumarfrí. En alls ekki öll börn setja á sig skólatöskuna og fara í skólann - sum, reyndar fá, stunda sitt nám heima í gegnum tölvu. Skóli í skýjum - Ásgarðsskóli - er þannig skóli; hann býður grunnskólakrökkum upp á fjarnám. Við heyrðum af starfinu upp þegar við töluðum við Kristrúnu Lind Birgisdóttur framkvæmdastjóra. Tónlist: Hljómsveit Jörn Grauengård - Capri Catarina. Young, Neil - Harvest moon. Sigurður Flosason Tónlistarm., Rebekka Blöndal - Stjörnur stara (Extended version).
Fundað var í Vestnorræna ráðinu í Reykjavík síðustu daga, en þar sitja þingmenn frá Íslandi, Grænlandi og Færeyjum. Bogi Ágústsson settist við Heimsgluggann og ræddi við Steinunni Þóru Árnadóttur þingmann VG, sem hefur verið formaður ráðsins undanfarið. Við ræddum líka um afrísk stjórnmál. Herdís Steingrímsdóttir hagfræðingur hlaut í vor Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta. Þau hafa verið veitt frá 2008 og einkum fallið fræðimönnum og listamönnum í skaut. Herdís er dósent við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn og sérsvið hennar er vinnumarkaðshagfræði. Í rúmt ár hefur hún hefur setið í peningastefnunefnd Seðlabankans - þessari sem ákveður stýrivextina. Grunnskólarnir hófust í síðustu viku; krakkarnir streymdu í skólana og líf færðist í stofurnar, á gangana og á skólalóðirnar eftir sumarfrí. En alls ekki öll börn setja á sig skólatöskuna og fara í skólann - sum, reyndar fá, stunda sitt nám heima í gegnum tölvu. Skóli í skýjum - Ásgarðsskóli - er þannig skóli; hann býður grunnskólakrökkum upp á fjarnám. Við heyrðum af starfinu upp þegar við töluðum við Kristrúnu Lind Birgisdóttur framkvæmdastjóra. Tónlist: Hljómsveit Jörn Grauengård - Capri Catarina. Young, Neil - Harvest moon. Sigurður Flosason Tónlistarm., Rebekka Blöndal - Stjörnur stara (Extended version).
Hagfræði og myndlist, fagurfræði og fjármál - þetta eru heimar sem sjaldan mætast þannig að úr verði listaverk. En á fimmtudag opnaði í Ásmundarsal einkasýning Geirþrúðar F. Hjörvar sem kallast Vísitala. Þar eru listaverk sem sprottin eru upp úr persónulegri hrifningu Geirþrúðar á tölfræðilegum breytum settum fram á sjónrænan máta sem einföld tölfræðirit. Vísitala sækir innblástur í skýringarmyndir fjármálakerfisins og einnig þá hugmynd að hægt sé að formgera efnahagsstefnur í haldbæra hluti. Við hittum Geirþrúði F. Hjörvar í Ásmundarsal í þættinum. ?Getum við tamið okkur að hugsa minna eins og einstaklingar og meira eins og ein heild? Reynt að sjá hvernig allur lífsvefurinn er samfelldur þráður með uppruna í sama punktinum.? Freyja Þórsdóttir ætlar að kafa ofan í djúpið, alla leið til uppruna lífsins. í lokapistli sínum hér í Víðsjá. Þar fjallar um sköpunarkraftinn sem býr í náttúrunni og okkur sjálfum (og hvernig við tökum hann stundum út úr hringrásinni og beitum honum á hátt sem er á skjön við heilbrigði jarðarinnar og lífsins). Sumartónleikar í Skálholti hefjast á morgun og standa yfir til 9.júlí. Benedikt Kristjánsson tenórsöngvari er listrænn stjórnandi og framkvæmdastjóri þetta árið, en hann flutti aftur heim til Íslands fyrir tveimur árum, eftir margra ára dvöl erlendis. Benedikt hefur verið önnum kafinn sem sjálfstætt starfandi söngvari síðan hann flutti til Berlínar 2008, og hefur hlotið fjölda viðurkenninga og verðlaun frá því hann útskrifaðist frá Hanns Eisler-tónlistarháskólanum í Berlín 2015. Hann hefur komið fram í mörgum stærstu tónleika- og óperuhúsum heims, er stöðugt á ferðinni og bókaður langt fram í tímann, en hann hefur gefið sér tíma til að stýra hinni rótgrónu tónlistarhátíð Sumartónleika í Skálholti.
Hagfræði og myndlist, fagurfræði og fjármál - þetta eru heimar sem sjaldan mætast þannig að úr verði listaverk. En á fimmtudag opnaði í Ásmundarsal einkasýning Geirþrúðar F. Hjörvar sem kallast Vísitala. Þar eru listaverk sem sprottin eru upp úr persónulegri hrifningu Geirþrúðar á tölfræðilegum breytum settum fram á sjónrænan máta sem einföld tölfræðirit. Vísitala sækir innblástur í skýringarmyndir fjármálakerfisins og einnig þá hugmynd að hægt sé að formgera efnahagsstefnur í haldbæra hluti. Við hittum Geirþrúði F. Hjörvar í Ásmundarsal í þættinum. ?Getum við tamið okkur að hugsa minna eins og einstaklingar og meira eins og ein heild? Reynt að sjá hvernig allur lífsvefurinn er samfelldur þráður með uppruna í sama punktinum.? Freyja Þórsdóttir ætlar að kafa ofan í djúpið, alla leið til uppruna lífsins. í lokapistli sínum hér í Víðsjá. Þar fjallar um sköpunarkraftinn sem býr í náttúrunni og okkur sjálfum (og hvernig við tökum hann stundum út úr hringrásinni og beitum honum á hátt sem er á skjön við heilbrigði jarðarinnar og lífsins). Sumartónleikar í Skálholti hefjast á morgun og standa yfir til 9.júlí. Benedikt Kristjánsson tenórsöngvari er listrænn stjórnandi og framkvæmdastjóri þetta árið, en hann flutti aftur heim til Íslands fyrir tveimur árum, eftir margra ára dvöl erlendis. Benedikt hefur verið önnum kafinn sem sjálfstætt starfandi söngvari síðan hann flutti til Berlínar 2008, og hefur hlotið fjölda viðurkenninga og verðlaun frá því hann útskrifaðist frá Hanns Eisler-tónlistarháskólanum í Berlín 2015. Hann hefur komið fram í mörgum stærstu tónleika- og óperuhúsum heims, er stöðugt á ferðinni og bókaður langt fram í tímann, en hann hefur gefið sér tíma til að stýra hinni rótgrónu tónlistarhátíð Sumartónleika í Skálholti.
Það er sprengfullt í dag föstudagskaffið. Nóg af fréttum, fróðleik og fastir liðir eins og venjulega. Svo fær milljarðarmæringur vikunnar sitt pláss en þar var enginn minni maður en Silvio Berlusconi sem á merkilegan en umdeildan feril að baki. Missið ekki af sekúndu í dag. Góða helgi.
Fjölgun ferðamanna og aukin einkaneysla eru á meðal þeirra þátta sem halda uppi hagvexti. Laun hafa hækkað, enda spenna á vinnumarkaði og skortur á starfsfólki. Þrátt fyrir háa vexti kyndir kröftug eftirspurn undir verðbólgu, sem þó vonandi er á niðurleið.Hagfræðingarnir Hildur Margrét Jóhannsdóttir og Hjalti Óskarsson spjalla um þetta og ýmislegt fleira í nýjasta þætti Umræðunnar.
Útlit er fyrir ágætis hagvöxt næstu ár þótt hægi á hagkerfinu, samkvæmt nýrri hagspá Hagfræðideildar. Ferðamönnum fjölgar og einkaneysla eykst áfram, en allt í skugga þrálátrar verðbólgu. Vextir hækka áfram og byrja ekki að lækka fyrr en á næsta ári.Hagspáin er til umræðu í nýjasta hlaðvarpsþættinum þar sem Una Jónsdóttir, Hildur Margrét Jóhannsdóttir og Hjalti Óskarsson fara yfir helstu atriðin.
Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,75 prósentustiga hækkun stýrivaxta í næstu viku. Verðbólguhorfur versnuðu í febrúar, verðbólgan er almennari en áður og verðbólguálag á skuldabréfamarkaði hefur aukist. Þrátt fyrir að meginvextir bankans hafi hækkað úr 0,75% í 6,5% á tæpum tveimur árum virðast þeir síður en svo hafa dregið allan þrótt úr hagkerfinu.Í þættinum ræða hagfræðingarnir Una Jónsdóttir og Hildur Margrét Jóhannsdóttir stýrivaxtaspána og stikla á stóru um stöðuna í hagkerfinu.
Við kíkjum í heimsókn til Gunnars Árnasonar, hljóðmanns, og ræðum við hann um þróun hljóðmynda í kvikmyndagerð og hvers vegna fólk þarf í auknum mæli að styðjast við texta í bíó og sjónvarpi. Guðrún Svavarsdóttir, doktorsnemi við Hagfræðideild Háskóla Íslands flytur okkur seinni pistil sinn af tveimur um hvernig hagfræðin sér hamingjuna. Að lokum sökkvum við okkur í heim spunaspila með Ólafi Birni Tómassyni, bóksala.
Við kíkjum í heimsókn til Gunnars Árnasonar, hljóðmanns, og ræðum við hann um þróun hljóðmynda í kvikmyndagerð og hvers vegna fólk þarf í auknum mæli að styðjast við texta í bíó og sjónvarpi. Guðrún Svavarsdóttir, doktorsnemi við Hagfræðideild Háskóla Íslands flytur okkur seinni pistil sinn af tveimur um hvernig hagfræðin sér hamingjuna. Að lokum sökkvum við okkur í heim spunaspila með Ólafi Birni Tómassyni, bóksala.
Við hefjum þáttinn á að rýna í BAFTA verðlaunin sem veitt voru um helgina. Ótvíræður sigurvegari hátíðarinnar, All Quiet on the Western Front átti litlu fylgi að fagna á heimaslóðunum í Þýskalandi en sópaði að sér verðlaunum í London. Guðrún Svavarsdóttir, doktorsnemi við Hagfræðideild Háskóla Íslands flytur okkur nú fyrsta pistil af tveimur um hvernig hagfræðin sér hamingjuna. Stone Maidens eftir Lloyd Devereux Richards trónir nú á toppi metstölulista Amazon. Þetta er 11 ára gömul bók sem rauk upp í sölu eftir að dóttir Richards, setti myndband um skrif pabba síns á TikTok. Stella Soffía Jóhannesdóttir verkefnastjóri útgáfu hjá Storytel og framkvæmdastjóri Bókmenntahátíðar í Reykjavík sem kíkir við hjá okkur og ræðir þetta athyglisverða svæði þar sem samfélagsmiðlar mæta bókmenntum.
Við hefjum þáttinn á að rýna í BAFTA verðlaunin sem veitt voru um helgina. Ótvíræður sigurvegari hátíðarinnar, All Quiet on the Western Front átti litlu fylgi að fagna á heimaslóðunum í Þýskalandi en sópaði að sér verðlaunum í London. Guðrún Svavarsdóttir, doktorsnemi við Hagfræðideild Háskóla Íslands flytur okkur nú fyrsta pistil af tveimur um hvernig hagfræðin sér hamingjuna. Stone Maidens eftir Lloyd Devereux Richards trónir nú á toppi metstölulista Amazon. Þetta er 11 ára gömul bók sem rauk upp í sölu eftir að dóttir Richards, setti myndband um skrif pabba síns á TikTok. Stella Soffía Jóhannesdóttir verkefnastjóri útgáfu hjá Storytel og framkvæmdastjóri Bókmenntahátíðar í Reykjavík sem kíkir við hjá okkur og ræðir þetta athyglisverða svæði þar sem samfélagsmiðlar mæta bókmenntum.
Viðræður um sameiningu Íslandsbanka og Kviku um sameiningu eru að hefjast. Samruninn myndi stækka efnahagsreikning Íslandsbanka um 20 prósent. Um tuttugu þúsund manns hafa fundist látin í Tyrklandi og Sýrlandi vegna jarðskjálftana á mánudag. Mikil eyðilegging blasir við íslenskum björgunarsveitarmönnum sem eru í Tyrklandi. Enn finnst fólk á lífi í rústunum Síðasta vaxtahækkun Seðlabankans er í boði ríkisstjórnarinnar og kyndir undir verðbólgubálinu, segir miðstjórn ASÍ. Hagfræðingur samtakanna segir það pólitíska ákvörðun að láta aðgerðir gegn verðbólgu bitna á alþýðu manna frekar en stöndugum stórfyrirtækjum. Sviðsstjórar hjá Hafrannsóknarstofnun fagna skýrslu Ríkisendurskoðunar. Bæta þurfi í fé til rannsókna og eftirlits með sjókvíaeldi Eitt fremsta og afkastamesta popptónskáld heims, Burt Bacharach er látinn, 94 ára að aldri. ------ Þúsundir hafa látist vegna jarðskjálfta í Tyrklandi á mánudaginn. Enn fleiri töpuðu öllu sínu - björgunarstarf stendur yfir og er hvergi nærri lokið. Fjöldi hjálparsamtaka sendi liðsauka til landsins í þeirri von að bjarga fólki úr rústum húsa sem hrundu. Meðal þeirra er níu manna hópur frá Íslandi sem vinnur að samhæfingu aðgerða. Þau lögðu af stað fyrr í vikunni og eru nú komin til Hatay Expo. Sólveig Þorvaldsdóttir fer fyrir hópnum. Við skulum heyra lýsingu hennar á störfum hópsins. Eftir síðustu hækkun eru stýrivextir Seðlabankans 6,5 prósent og hafa ekki verið hærri síðan 2010. Stýrivextir voru í lágmarki í apríl 2021, 0,75 prósent, - hafa því hækkað um 5,75 prósentustig og þannig nær sexfaldast á innan við tveimur árum. Þessi síðasta hækkun, sem nam 0,5 prósentustigum, hefur verið harðlega gagnrýnd, jafnt af stjórnvöldum og aðilum vinnumarkaðarins, og þótt yfirlýstur tilgangur stýrivaxtahækkana sé að hamla gegn verðbólgu er hækkunin nú sögð virka sem olía á verðbólgubálið sem brennur þó glatt fyrir, en verðbólga mælist nú 9,9 prósent. Og matarkarfan hækkar og hækkar. Auður Alfa Ólafsdóttir er sérfræðingur ASÍ í neytendamálum. Ríkisendurskoðun fer hörðum orðum um stjórnsýslu, eftirlit og umsjón með sjókvíaeldi hér á landi í skýrslu sem gefin var út í vikunni. Gagnrýni hefur komið úr ýmsum áttum, bæði frá veiðifélögum, siðfræðingum, náttúruverndarsamtökum og fleirum og er hún yfirleitt á þá lund að stjórnkerfið sé veikburða og jafnvel að pólitísk spilling hafi sett mark sitt á greinina. Landvernd og Landssamband veiðifélaga hafa kallað eftir að sjókvíaeldi verði hætt án tafar. Bjarni Rúnarsson ræddi við Guðna Guðbergsson sviðstjóra ferskvatns og eldissviðs Hafrann
Viðræður um sameiningu Íslandsbanka og Kviku um sameiningu eru að hefjast. Samruninn myndi stækka efnahagsreikning Íslandsbanka um 20 prósent. Um tuttugu þúsund manns hafa fundist látin í Tyrklandi og Sýrlandi vegna jarðskjálftana á mánudag. Mikil eyðilegging blasir við íslenskum björgunarsveitarmönnum sem eru í Tyrklandi. Enn finnst fólk á lífi í rústunum Síðasta vaxtahækkun Seðlabankans er í boði ríkisstjórnarinnar og kyndir undir verðbólgubálinu, segir miðstjórn ASÍ. Hagfræðingur samtakanna segir það pólitíska ákvörðun að láta aðgerðir gegn verðbólgu bitna á alþýðu manna frekar en stöndugum stórfyrirtækjum. Sviðsstjórar hjá Hafrannsóknarstofnun fagna skýrslu Ríkisendurskoðunar. Bæta þurfi í fé til rannsókna og eftirlits með sjókvíaeldi Eitt fremsta og afkastamesta popptónskáld heims, Burt Bacharach er látinn, 94 ára að aldri. ------ Þúsundir hafa látist vegna jarðskjálfta í Tyrklandi á mánudaginn. Enn fleiri töpuðu öllu sínu - björgunarstarf stendur yfir og er hvergi nærri lokið. Fjöldi hjálparsamtaka sendi liðsauka til landsins í þeirri von að bjarga fólki úr rústum húsa sem hrundu. Meðal þeirra er níu manna hópur frá Íslandi sem vinnur að samhæfingu aðgerða. Þau lögðu af stað fyrr í vikunni og eru nú komin til Hatay Expo. Sólveig Þorvaldsdóttir fer fyrir hópnum. Við skulum heyra lýsingu hennar á störfum hópsins. Eftir síðustu hækkun eru stýrivextir Seðlabankans 6,5 prósent og hafa ekki verið hærri síðan 2010. Stýrivextir voru í lágmarki í apríl 2021, 0,75 prósent, - hafa því hækkað um 5,75 prósentustig og þannig nær sexfaldast á innan við tveimur árum. Þessi síðasta hækkun, sem nam 0,5 prósentustigum, hefur verið harðlega gagnrýnd, jafnt af stjórnvöldum og aðilum vinnumarkaðarins, og þótt yfirlýstur tilgangur stýrivaxtahækkana sé að hamla gegn verðbólgu er hækkunin nú sögð virka sem olía á verðbólgubálið sem brennur þó glatt fyrir, en verðbólga mælist nú 9,9 prósent. Og matarkarfan hækkar og hækkar. Auður Alfa Ólafsdóttir er sérfræðingur ASÍ í neytendamálum. Ríkisendurskoðun fer hörðum orðum um stjórnsýslu, eftirlit og umsjón með sjókvíaeldi hér á landi í skýrslu sem gefin var út í vikunni. Gagnrýni hefur komið úr ýmsum áttum, bæði frá veiðifélögum, siðfræðingum, náttúruverndarsamtökum og fleirum og er hún yfirleitt á þá lund að stjórnkerfið sé veikburða og jafnvel að pólitísk spilling hafi sett mark sitt á greinina. Landvernd og Landssamband veiðifélaga hafa kallað eftir að sjókvíaeldi verði hætt án tafar. Bjarni Rúnarsson ræddi við Guðna Guðbergsson sviðstjóra ferskvatns og eldissviðs Hafrann
Íbúðamarkaður fer kólnandi, eftirspurnin hefur róast og margt bendir til kröftugrar íbúðauppbyggingar. Vextir hafa hækkað, greiðslubyrði eykst og verðtryggð íbúðalán ryðja sér til rúms á ný. Þetta er á meðal viðfangsefna nýjasta hlaðvarpsþáttarins. Una Jónsdóttir, forstöðumaður Hagfræðideildarinnar, Hildur Margrét Jóhannsdóttir hagfræðingur og Jónas R. Stefánsson, sérfræðingur á Einstaklingssviði bankans, taka stöðuna á íbúðamarkaði.
Spegillinn 24.okt. 2022 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Mark Eldred Töluverð fækkun millistjórnenda Landspítalans er boðuð í breytingatillögum sem forstjórinn hyggst kynna heilbrigðisráðherra í næstu viku. Hagfræðingur í Landsbankanum telur nánast ómögulegt að lífeyrissjóðirnir geti gefið eftir kröfur í ÍL-sjóð vegna bágrar stöðu hans og ríkið geti ekki einfaldlega breytt forsendum allt í einu. Sprenging varð um borð í flutningaskipi skammt suður af landinu í dag. Enginn slasaðist en gert er ráð fyrir að varðskipið Þór dragi skipið til hafnar. Rishi Sunak verður næsti forsætisráðherra Bretlands. Hann var á endanum sá eini sem gaf kost á sér sem næsti leiðtogi flokksins. Gangi allt að óskum við heitavatnsleit austan við Lagarfljót gætu HEF-veitur átt nægt vatn til að kynda öll hús á Seyðisfirði. Nokkrir vaskir menn fóru um helgina í leiðangur inn í Glerárdal, ofan Akureyrar til þess að sækja rúmlega 20 eftirlegukindur. Nýr upplýsingavefur um baráttu rauðsokkuhreyfingarinnar var opnaður í dag á kvennafrídaginn. Lengri umfjöllun: Nýr forsætisráðherra er við sjónarrönd í Bretlandi, sá þriðji á sjö vikum. Ljóst varð í hádeginu að Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra, hafði tryggt sér embætti leiðtoga Íhaldsflokksins og tekur þar af leiðandi við af Liz Truss á morgun eftir að hafa haldið á fund Karls konungs í Buckinghamhöll. Ásgeir Tómasson sagði frá. Ari Skúlason hagfræðingur í Landsbankanum telur nánast ómögulegt að lífeyrissjóðirnir geti gefið eftir kröfur í ÍL-sjóð vegna bágrar stöðu hans og ríkið geti ekki einfaldlega breytt forsendum allt í einu. ÍL sjóður tapar einum og hálfum milljarði á mánuði og fyrirsjáanlegt að verði ekkert að gert þá verði skuldin orðin 450 milljarðar 2044. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í síðustu viku að nauðsynlegt væri að horfast í augu við vandann strax og láta hann ekki halda áfram að vaxa. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Ara Skúlason. Ört hækkandi vextir leika nú sænska húsnæðiseigendur grátt. Skuldir landsmanna eru með því mesta sem þekkist í Evrópu, enda voru vextir lengi afar lágir. Haldi þeir áfram að hækka gæti um hálf milljón landsmanna neyðst til að flytja. Kári Gylfason í Gautaborg segir frá.
Spegillinn 24.okt. 2022 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Mark Eldred Töluverð fækkun millistjórnenda Landspítalans er boðuð í breytingatillögum sem forstjórinn hyggst kynna heilbrigðisráðherra í næstu viku. Hagfræðingur í Landsbankanum telur nánast ómögulegt að lífeyrissjóðirnir geti gefið eftir kröfur í ÍL-sjóð vegna bágrar stöðu hans og ríkið geti ekki einfaldlega breytt forsendum allt í einu. Sprenging varð um borð í flutningaskipi skammt suður af landinu í dag. Enginn slasaðist en gert er ráð fyrir að varðskipið Þór dragi skipið til hafnar. Rishi Sunak verður næsti forsætisráðherra Bretlands. Hann var á endanum sá eini sem gaf kost á sér sem næsti leiðtogi flokksins. Gangi allt að óskum við heitavatnsleit austan við Lagarfljót gætu HEF-veitur átt nægt vatn til að kynda öll hús á Seyðisfirði. Nokkrir vaskir menn fóru um helgina í leiðangur inn í Glerárdal, ofan Akureyrar til þess að sækja rúmlega 20 eftirlegukindur. Nýr upplýsingavefur um baráttu rauðsokkuhreyfingarinnar var opnaður í dag á kvennafrídaginn. Lengri umfjöllun: Nýr forsætisráðherra er við sjónarrönd í Bretlandi, sá þriðji á sjö vikum. Ljóst varð í hádeginu að Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra, hafði tryggt sér embætti leiðtoga Íhaldsflokksins og tekur þar af leiðandi við af Liz Truss á morgun eftir að hafa haldið á fund Karls konungs í Buckinghamhöll. Ásgeir Tómasson sagði frá. Ari Skúlason hagfræðingur í Landsbankanum telur nánast ómögulegt að lífeyrissjóðirnir geti gefið eftir kröfur í ÍL-sjóð vegna bágrar stöðu hans og ríkið geti ekki einfaldlega breytt forsendum allt í einu. ÍL sjóður tapar einum og hálfum milljarði á mánuði og fyrirsjáanlegt að verði ekkert að gert þá verði skuldin orðin 450 milljarðar 2044. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í síðustu viku að nauðsynlegt væri að horfast í augu við vandann strax og láta hann ekki halda áfram að vaxa. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Ara Skúlason. Ört hækkandi vextir leika nú sænska húsnæðiseigendur grátt. Skuldir landsmanna eru með því mesta sem þekkist í Evrópu, enda voru vextir lengi afar lágir. Haldi þeir áfram að hækka gæti um hálf milljón landsmanna neyðst til að flytja. Kári Gylfason í Gautaborg segir frá.
Hagfræðideildin kynnti nýja þjóðhags- og verðbólguspá í Hörpu 19. október sl. og hlaðvarpið er að þessu sinni tileinkað henni.Una Jónsdóttir, Ari Skúlason, Gústaf Steingrímsson og Hildur Margrét Jóhannsdóttir fara yfir það helsta úr spánni; hagvöxtinn, verðbólguna, ferðamenn, kaupmátt, óvissuna og fleira. Þau ræða það hvað hefur gerst á síðustu mánuðum og hvernig má búast við að hagkerfið þróist á næstu árum.
Erla Bolladóttir fær mál sitt vegna sakfellingar fyrir rangar sakargiftir ekki endurupptekið. Dómstóll sem fjallaði um málið segir að engin ný gögn hafi komið fram og ekkert sýni fram á að brotið hafi verið á henni eða sönnunargögn ranglega metin. Brynjólfur Þór Guðmundsson sagði frá. Rússneskir embættismenn á hernumdum svæðum í fjórum héruðum Úkraínu hafa boðað til atkvæðagreiðslna um hvort héruðin verði hluti af Rússlandi. Þórgnýr Einar Albertsson sagði frá. Innheimta veggjalda á höfuðborgarsvæðinu á að hefjast eftir tvö ár. Gjaldtakan mun skila um fimm til sex milljörðum á ári og fjármagna samgönguframkvæmdir á svæðinu. Útfærslan liggur enn ekki fyrir. Davíð Þorláksson er framkvæmdastjóri Betri samgangna. Alexander Kristjánsson talaði við hann. Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður á Stundinni hefur óskað eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu leggi mat á hvort aðgerðir lögreglu gagnvart honum og þremur öðrum blaðamönnum standist lög. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkar milli mánaða, í fyrsta sinn frá því í maí 2019. Hagfræðingur segir vaxtahækkanir Seðlabankans hafa dregið úr eftirspurn. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir ræddi við Unu Jónsdóttur, forstöðumann hagfræðideildar Landsbankans. Þorpið vistfélag hefur keypt JL húsið við Hringbraut af Myndlistarskólanum í Reykjavík og Íslandsbanka. Til stendur að útbúa um fjörutíu íbúðir í húsnæðinu og gert er ráð fyrir að þær verði tilbúnar eftir þrjú ár. Urður Örlygsdóttir ræddi við Áslaugu Guðrúnardóttur, hjá Þorpinu vistfélagi. Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, og ríkisstjórn hennar ætla að leggja fram sína fyrstu skattastefnu á föstudaginn. Með henni vill hún styrkja samkeppnisstöðu Bretlands og gera landið að álitlegri stað fyrir alþjóðlega fjárfesta. Pétur Magnússon sagði frá. Sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun kallar eftir umhverfisvænni veiðarfærum í íslenskan sjávarútveg. 94% rusls sem fannst á hafsbotni við ísland yfir 15 ára tímabil var veiðafærarusl. Hafdís Helga Helgadóttir ræddi við Petrúnu Sigurðardóttur. Mikill uppgangur er í Norður-Svíþjóð vegna nýs, loftslagsvænni iðnaðar. Erfiðlega hefur þó gengið að manna störf. Kári Gylfason í Gautaborg segir frá atvinnuástandinu í norðurhluta landsins. Umsjónarmaður: Alexander Kristjánsson Tæknimaður: Kormákur Marðarson Stjórn útsendingar fréttahluta: Margrét Júlía Ingimarsdóttir
Erla Bolladóttir fær mál sitt vegna sakfellingar fyrir rangar sakargiftir ekki endurupptekið. Dómstóll sem fjallaði um málið segir að engin ný gögn hafi komið fram og ekkert sýni fram á að brotið hafi verið á henni eða sönnunargögn ranglega metin. Brynjólfur Þór Guðmundsson sagði frá. Rússneskir embættismenn á hernumdum svæðum í fjórum héruðum Úkraínu hafa boðað til atkvæðagreiðslna um hvort héruðin verði hluti af Rússlandi. Þórgnýr Einar Albertsson sagði frá. Innheimta veggjalda á höfuðborgarsvæðinu á að hefjast eftir tvö ár. Gjaldtakan mun skila um fimm til sex milljörðum á ári og fjármagna samgönguframkvæmdir á svæðinu. Útfærslan liggur enn ekki fyrir. Davíð Þorláksson er framkvæmdastjóri Betri samgangna. Alexander Kristjánsson talaði við hann. Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður á Stundinni hefur óskað eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu leggi mat á hvort aðgerðir lögreglu gagnvart honum og þremur öðrum blaðamönnum standist lög. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkar milli mánaða, í fyrsta sinn frá því í maí 2019. Hagfræðingur segir vaxtahækkanir Seðlabankans hafa dregið úr eftirspurn. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir ræddi við Unu Jónsdóttur, forstöðumann hagfræðideildar Landsbankans. Þorpið vistfélag hefur keypt JL húsið við Hringbraut af Myndlistarskólanum í Reykjavík og Íslandsbanka. Til stendur að útbúa um fjörutíu íbúðir í húsnæðinu og gert er ráð fyrir að þær verði tilbúnar eftir þrjú ár. Urður Örlygsdóttir ræddi við Áslaugu Guðrúnardóttur, hjá Þorpinu vistfélagi. Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, og ríkisstjórn hennar ætla að leggja fram sína fyrstu skattastefnu á föstudaginn. Með henni vill hún styrkja samkeppnisstöðu Bretlands og gera landið að álitlegri stað fyrir alþjóðlega fjárfesta. Pétur Magnússon sagði frá. Sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun kallar eftir umhverfisvænni veiðarfærum í íslenskan sjávarútveg. 94% rusls sem fannst á hafsbotni við ísland yfir 15 ára tímabil var veiðafærarusl. Hafdís Helga Helgadóttir ræddi við Petrúnu Sigurðardóttur. Mikill uppgangur er í Norður-Svíþjóð vegna nýs, loftslagsvænni iðnaðar. Erfiðlega hefur þó gengið að manna störf. Kári Gylfason í Gautaborg segir frá atvinnuástandinu í norðurhluta landsins. Umsjónarmaður: Alexander Kristjánsson Tæknimaður: Kormákur Marðarson Stjórn útsendingar fréttahluta: Margrét Júlía Ingimarsdóttir
Erla Bolladóttir fær mál sitt vegna sakfellingar fyrir rangar sakargiftir ekki endurupptekið. Dómstóll sem fjallaði um málið segir að engin ný gögn hafi komið fram og ekkert sýni fram á að brotið hafi verið á henni eða sönnunargögn ranglega metin. Brynjólfur Þór Guðmundsson sagði frá. Rússneskir embættismenn á hernumdum svæðum í fjórum héruðum Úkraínu hafa boðað til atkvæðagreiðslna um hvort héruðin verði hluti af Rússlandi. Þórgnýr Einar Albertsson sagði frá. Innheimta veggjalda á höfuðborgarsvæðinu á að hefjast eftir tvö ár. Gjaldtakan mun skila um fimm til sex milljörðum á ári og fjármagna samgönguframkvæmdir á svæðinu. Útfærslan liggur enn ekki fyrir. Davíð Þorláksson er framkvæmdastjóri Betri samgangna. Alexander Kristjánsson talaði við hann. Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður á Stundinni hefur óskað eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu leggi mat á hvort aðgerðir lögreglu gagnvart honum og þremur öðrum blaðamönnum standist lög. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkar milli mánaða, í fyrsta sinn frá því í maí 2019. Hagfræðingur segir vaxtahækkanir Seðlabankans hafa dregið úr eftirspurn. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir ræddi við Unu Jónsdóttur, forstöðumann hagfræðideildar Landsbankans. Þorpið vistfélag hefur keypt JL húsið við Hringbraut af Myndlistarskólanum í Reykjavík og Íslandsbanka. Til stendur að útbúa um fjörutíu íbúðir í húsnæðinu og gert er ráð fyrir að þær verði tilbúnar eftir þrjú ár. Urður Örlygsdóttir ræddi við Áslaugu Guðrúnardóttur, hjá Þorpinu vistfélagi. Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, og ríkisstjórn hennar ætla að leggja fram sína fyrstu skattastefnu á föstudaginn. Með henni vill hún styrkja samkeppnisstöðu Bretlands og gera landið að álitlegri stað fyrir alþjóðlega fjárfesta. Pétur Magnússon sagði frá. Sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun kallar eftir umhverfisvænni veiðarfærum í íslenskan sjávarútveg. 94% rusls sem fannst á hafsbotni við ísland yfir 15 ára tímabil var veiðafærarusl. Hafdís Helga Helgadóttir ræddi við Petrúnu Sigurðardóttur. Mikill uppgangur er í Norður-Svíþjóð vegna nýs, loftslagsvænni iðnaðar. Erfiðlega hefur þó gengið að manna störf. Kári Gylfason í Gautaborg segir frá atvinnuástandinu í norðurhluta landsins. Umsjónarmaður: Alexander Kristjánsson Tæknimaður: Kormákur Marðarson Stjórn útsendingar fréttahluta: Margrét Júlía Ingimarsdóttir
Í hlaðvarpinu ræðum við um nýja hagspá Hagfræðideildar Landsbankans. Almennt má segja að útlitið sé bjart og gert er ráð fyrir 5,1% hagvexti í ár sem er drifinn áfram af fjölgun ferðamanna. Búist er við metfjölda ferðamanna í lok spátímabilsins. Gert er ráð fyrir að Seðlabankinn muni bregðast við meiri og þrálátari verðbólgu með því að hækka vexti verulega, áður en hægt verður að lækka vexti á nýjan leik. Það flækir stöðuna talsvert að kjarasamningar eru lausir, á sama tíma og verðbólgudraugurinn herjar á landann.
Í hlaðvarpinu er rætt um þróunina á fjármálamörkuðum erlendis og hér heima, söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka, hækkandi fasteignaverð og fleira. Ægir Örn Gunnarsson, sérfræðingur í verðbréfaviðskiptum hjá Landsbankanum og Una Jónsdóttir forstöðumaður Hagfræðideildar taka þátt í umræðunum ásamt Rún Ingvarsdóttur, sérfræðingi í samskiptamálum hjá bankanum.
“Ég hafði ekki áhuga á að vera í þessu lífi eina sekúndu í viðbót. Ég ætlaði aldrei að snerta kjuðana aftur og það var svo góð tilfinning. Það er besta tilfinning sem ég hef fengið að hætta í Quarashi.” Sölvi Blöndal einsetti sér að verða besti trommari í heimi og nýstofnuð hljómsveit hans, Quarashi, var fínasti vettvangur til þess. Quarashi sló í gegn á heimsvísu, komu Jinx á Billborad listann, hituðu upp fyrir Eminiem og Prodigy, túruðu fyrir ofuraðdáendur í Japan en hljómsveitarmeðlimir gátu ekki meir. Með sína maníu-nálgun á lífið settist Sölvi, þá 30 ára, á skólabekk með íslenskum aðdáendum sínum. Eftir útskrift er hann ráðinn inn í Kaupþing af Ásgeiri Jónssyni, þaðan yfir til Gamma og árið 2017 er hann kjörinn hagfræðingur ársins.
Spegillinn 14.janúar 2022 Umsjónarmaður: Bjarni Rúnarsson Tæknimaður: Mark Eldred. Víðtækar lokanir voru meðal þeirra þriggja leiða sem sóttvarnalæknir tiltók í minnisblaði til heilbrigðisráðherra. Stjórnvöld völdu millileið með herðingum frá því sem nú er en slepptu nokkrum atriðum sem Þórólfur tiltók. Veitingamenn og viðburðarhaldarar furða sig á hertum aðgerðum. Lokunarstyrkir og viðspyrnustyrkir standa aftur til boða í kjölfar hertra aðgerða. Þá verður einnig komið til móts við veitingamenn og greiðslu opinberra gjalda slegið á frest. Starfandi fjármálaráðherra segir það mikil vonbrigði að grípa hafi þurft til hertra aðgerða. Vegabréfsáritun serbneska tenniskappans Novak Djokovic til Ástralíu hefur verið ógilt í annað sinn og óvissa ríkir um þátttöku hans á Opna ástralska meistamótinu í tennis. Verðbólga er aftur orðin vandamál í efnahagslífi í heiminum, hún var sjö prósent í Bandaríkjunum í desember, meiri en verið hefur í 40 ár. Hagfræðingar búast margir við vaxtahækkunum. Rætt verður við Gylfa Magnússon prófessor í Speglinum. Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að taka á móti allt að sjötíu afgöngskum flóttamönnum til viðbótar við þá sem fengu hér hæli fyrir jól, í ljósi þeirrar ólgu og upplausnar sem ríkir í Afganistan. Lengri umfjöllun: Ríkisstjórnin ákvað í morgun og herða samkomutakmarkanir úr 20 manns í 10.Aðgerðirnar taka gildi á miðnætti. Skólastarf verður óbreytt og skemmtistöðum, krám og spilasölum verður gert að loka en veitingastaðir mega hafa opið til klukkan 21. Líkamsræktarstöðvar og sundstaðir mega áfram taka á móti helmingi leyfilegs fjölda gesta. Viðburðahald með hraðprófum fellur úr gildi en sviðslistaviðburðir, svo sem leikhús og kvikmyndahús mega taka á móti 50 manns í rými með meter á milli ótengdra með grímu fyrir vitum sér. Það gildir einnig um útfarir og kórastarf og menningarviðburði. Íþróttaæfingar mega áfram fara fram, en án áhorfenda. Hertar samkomutakmarkanir taka gildi á miðnætti. Efnahagslegar aðgerðir eru í smíðum til að bregðast við vegna þessa. Spegillinn ræddi við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra, sem gegnir skyldum fjármálaráðherra þessi dægrin, en hann er í tímabundnu fríi frá störfum. Þórdís hefur verið talsmaður þess að hér séu ekki harðar samfélagslegar aðgerðir við lýði. Bjarni Rúnarsson ræddi við hana. Verðbólga hefur farið vaxandi á síðustu misserum um allan heim. Bogi Ágústsson leitaði skýringa á fyrirbrigðinu hjá Gylfa Magnússyni prófessor við Háskóla Íslands.
Spegillinn 14.janúar 2022 Umsjónarmaður: Bjarni Rúnarsson Tæknimaður: Mark Eldred. Víðtækar lokanir voru meðal þeirra þriggja leiða sem sóttvarnalæknir tiltók í minnisblaði til heilbrigðisráðherra. Stjórnvöld völdu millileið með herðingum frá því sem nú er en slepptu nokkrum atriðum sem Þórólfur tiltók. Veitingamenn og viðburðarhaldarar furða sig á hertum aðgerðum. Lokunarstyrkir og viðspyrnustyrkir standa aftur til boða í kjölfar hertra aðgerða. Þá verður einnig komið til móts við veitingamenn og greiðslu opinberra gjalda slegið á frest. Starfandi fjármálaráðherra segir það mikil vonbrigði að grípa hafi þurft til hertra aðgerða. Vegabréfsáritun serbneska tenniskappans Novak Djokovic til Ástralíu hefur verið ógilt í annað sinn og óvissa ríkir um þátttöku hans á Opna ástralska meistamótinu í tennis. Verðbólga er aftur orðin vandamál í efnahagslífi í heiminum, hún var sjö prósent í Bandaríkjunum í desember, meiri en verið hefur í 40 ár. Hagfræðingar búast margir við vaxtahækkunum. Rætt verður við Gylfa Magnússon prófessor í Speglinum. Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að taka á móti allt að sjötíu afgöngskum flóttamönnum til viðbótar við þá sem fengu hér hæli fyrir jól, í ljósi þeirrar ólgu og upplausnar sem ríkir í Afganistan. Lengri umfjöllun: Ríkisstjórnin ákvað í morgun og herða samkomutakmarkanir úr 20 manns í 10.Aðgerðirnar taka gildi á miðnætti. Skólastarf verður óbreytt og skemmtistöðum, krám og spilasölum verður gert að loka en veitingastaðir mega hafa opið til klukkan 21. Líkamsræktarstöðvar og sundstaðir mega áfram taka á móti helmingi leyfilegs fjölda gesta. Viðburðahald með hraðprófum fellur úr gildi en sviðslistaviðburðir, svo sem leikhús og kvikmyndahús mega taka á móti 50 manns í rými með meter á milli ótengdra með grímu fyrir vitum sér. Það gildir einnig um útfarir og kórastarf og menningarviðburði. Íþróttaæfingar mega áfram fara fram, en án áhorfenda. Hertar samkomutakmarkanir taka gildi á miðnætti. Efnahagslegar aðgerðir eru í smíðum til að bregðast við vegna þessa. Spegillinn ræddi við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra, sem gegnir skyldum fjármálaráðherra þessi dægrin, en hann er í tímabundnu fríi frá störfum. Þórdís hefur verið talsmaður þess að hér séu ekki harðar samfélagslegar aðgerðir við lýði. Bjarni Rúnarsson ræddi við hana. Verðbólga hefur farið vaxandi á síðustu misserum um allan heim. Bogi Ágústsson leitaði skýringa á fyrirbrigðinu hjá Gylfa Magnússyni prófessor við Háskóla Íslands.
Skemmtilegt spjall við hagfræðing á mannamáli. Létt og þægileg umræða sem allir ættu að geta skilið, eða svona mest megnis :D
Þrír hafa greinst með omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. Einn þeirra er á sjúkrahúsi, karlmaður á áttræðisaldri sem er fullbólusettur. Rennsli í Gígjukvísl er orðið tífalt meira en í venjulega árferði. Það kæmi vísindamönnum ekki á óvart ef gos yrði í Grímsvötnum á næstunni. Óljóst er hvað þeim gekk til sem fjarlægði sjö hraðaskilti við Sauðárkrók. Hámarkshraði við bæinn var nýlega lækkaður. Sebastian Kurz, fyrrverandi kanslari Austurríkis, tilkynnti óvænt í dag að hann væri hættur í stjórnmálum. Hann lét af embætti fyrir nokkrum vikum vegna ásakana um fjármálaspillingu. Lengri umfjallanir: Fyrsta umræða um fjárlagafrumvarpið stóð á Alþingi í allan dag. Fjármálaráðherra gerir ráð fyrir kröftugum hagvexti en stjórnarandstöðuþingmanni finnst að ríkisstjórnin segi pass í fjárlagafrumvarpinu. Hagfræðingur saknar útfærslna á hvernig eigi að ná niður hallanum á ríkissjóði. Anna Kristín Jónsdóttir talar við Katrínu Ólafsdóttur, hagfræðing. Umræðan um Omíkron er í algleymingi í Bretlandi, hvað eigi að gera, í landi þar sem ríkisstjórnin hefur verið áberandi óviljug til að grípa til hamlandi veiruráðstafana. Enn frekar stórmál þegar jólin eru fyrir dyrum. Jólaboðin eru ákaft rædd, ekki aðeins jólaboðin í ár heldur líka jólaboð í Downing stræti í fyrra. Pólitíska spurningin er hvort Covid reglurnar þá hafi verið brotnar, sem væri stjórnarandstöðunni kærkomið dæmi um að forsætisráðherra telji sig yfir aðra hafinn. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.
Alþingi kemur saman á þriðjudag í næstu viku. Landspítalinn hefur þurft að fresta hundruðum aðgerða frá því spítalinn var færður á hættustig fyrir hálfum mánuði. Kvikusöfnun á miklu dýpi veldur nú landrisi á Reykjanesi. Óljóst er hvort, og þá hvenær, hún brýtur sér leið upp á yfirborðið. Skólum hefur verið lokað og slökkt á nokkrum kolakyntum raforkuverum í höfuðborg Indlands. Loftmengun í borginni er langt yfir hættumörkum. Lengri umfjallanir (frá mín 10) Fasteignamarkaðurinn verður hættur að búa til verðbólgu næsta vor að mati seðlabankastjóra. Bankanum beri að hemja verðbólguna og hann segir það öfugmæli að verkalýðshreyfingin mótmæli stýrivaxtahækkunum sem eigi að tryggja kaupmátt. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Ásgeir Jónsson. Hagfræðiprófessor segir að líklega þurfi að endurskipuleggja hvernig vörur eru framleiddar og fluttar heimshorna á milli. Krísan í aðfangakeðjunni skýrist að hluta til af því að fyrirtæki hafi spáð rangt fyrir um hegðun neytenda. Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Þórólf Matthíasson, hagfræðiprófessor og Magnús Óla Ólafsson, forstjóra Innness. Breskir háskólar eru háðir gjöfum og styrkjum. Það ýtir til dæmis undir kínversk áhrif á háskólana og getur grafið undan akademísku frelsi. Sigrún Davíðsdóttir rýnir í þetta mál.
Heiðrún er deildarstjóri í vísitölum á Hagstofunni og á kvöldin er hún að læra húsasmíði.
Haraldur Þorleifsson menntaði sig í viðskiptafræði, hagfræði, heimspeki og þróunarfræði en fór svo út til New York til að starfa sem hönnuður. Drykkjuvandamál leiddi til þess að hann var rekinn úr starfi svo hann kom heim til þess eins að drekka meira. Þrátt fyrir drykkjuna tókst Halla að fá vinnu hjá DeCode og CCP og landa erlendum kúnnum á borð við Google. Hann ákvað að sjá hversu miklu hann kæmi í verk ef hann sleppti áfenginu og þénaði í kjölfarið milljón dollara á einu ári meðan hann ferðaðist um heiminn og hannaði fyrir tæknirisana í Kísildal. Þetta var grunnurinn að vefhönnunarfyrirtækinu Ueno sem hefur náð ævintýralegum vexti síðustu árin og þénað meira en 2 milljarða. Halli hefur á sama tíma þurft að takast á við persónuleg áföll gegnum allt sitt líf. 11 ára gamall missti hann móður sína í bílslysi og 25 ára gamall byrjaði hann að nota hjólastól vegna vöðvarýrnunarsjúkdóms. Hann talar opinskátt um reynslu sína af áfengi, þunglyndislyfjum, sigrunum og ósigrunum í áttina að því að vinna fyrir fyrirtæki eins og Apple, Facebook, Twitter, PayPal, Google, WalMart og uppbyggingu Ueno.