Podcasts about flosi

  • 23PODCASTS
  • 75EPISODES
  • 1h 30mAVG DURATION
  • 1MONTHLY NEW EPISODE
  • Mar 5, 2025LATEST

POPULARITY

20172018201920202021202220232024


Best podcasts about flosi

Latest podcast episodes about flosi

Draugar fortíðar
#234 Biblíusögur

Draugar fortíðar

Play Episode Listen Later Mar 5, 2025 171:57


Fyrsti þáttur hvers mánaðar er í opinni dagskrá. Það er því vel við hæfi að sem flest ykkar nái að heyra fagnaðarerindið. Í þessum þætti velur Flosi nokkrar sögur úr einni af hans uppáhaldsbókum: Biblíunni. Gamla textamentið er í sérstöku uppáhaldi. Enda er nóg af alls konar furðulegum og fyndnum sögum sem þar má finna. Vert er samt að benda á að atriði í þættinum geta valdið óhug. Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook

Draugar fortíðar
#LD2 Víkingar

Draugar fortíðar

Play Episode Listen Later Jan 3, 2025 159:26


Í tilefni af yfirvofandi ferðalagi Drauganna um landið síðar í mánuðinum er hér upptaka frá því að Draugarnir komu fram fyrir fullu húsi í Iðnó í október 2022. Góða skemmtun! „Hverjir voru þeir og hversvegna breyttist skoðun almennings á þeim svo rosalega? Frá víkingaöld var varla minnst á þá á annan hátt en sem algjörlega skelfilegt lið sem rændi, ruplaði, nam á brott og myrti fólk. Á 19. öld verða þeir skyndilega að hetjum og fyrirmyndir frelsiselskandi fólks. Hvað er svo satt og logið um víkinga? Voru þeir með horn á hjálmum sínum? Ef ekki, hvaðan kemur þá sú ímynd? Voru þeir allir hávaxnir og blóðþyrstir? Voru konur víkingar? Voru Íslendingar víkingar? Baldur og Flosi fylltu Iðnó af fólki og reyndu að svara þessum spurningum og mörgum fleiri.“ Miðar hér á ferðalag okkar um landið í janúar. Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook

Draugar fortíðar
#225 Fimm verstu herforingjar sögunnar

Draugar fortíðar

Play Episode Listen Later Jan 1, 2025 157:46


Margt er aðdáunarvert í sögu mannkynsins. Stórkostlegar uppgötvanir í vísindum, glæst listaverk og félagslegar umbætur. Því miður hafa átök og blóðsúthellingar einnig spilað stórt hlutverk. „Stríð er helsta hreyfiafl sögunnar“ - sagði rússneski byltingarleiðtoginn Leon Trotsky eitt sinn. Margir frægustu einstaklingar sögunnar voru herforingjar. Má nefna t.d. Napóleon og Alexander mikla. Að hafa stjórn á herjum og samræma aðgerðir á vígvelli er þó ekki hæfileiki sem öllum er gefinn. Í þessum þætti hefur Flosi tekið saman fimm einstaklinga sem hann telur langverstu herforingja sögunnar. Slakir leiðtogahæfileikar þeirra höfðu oft afdrifaríkar afleiðingar. Má telja fullvíst að þúsundir, jafnvel milljónir hafi glatað lífinu vegna vanhæfni þeirra. Miðar hér á ferðalag okkar um landið í janúar. Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook

Mannlegi þátturinn
Draugar fortíðar, Búðu til pláss og bókabúð í Grenivíkurskóla

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Dec 5, 2024 50:00


Hlaðvarpið Draugar fortíðar sem stjórnað er af þeim Baldri Ragnarssyni og Flosa Þorgeirssyni hefur vakið mikla athygli og notið mikilla vinsælda. Þeir félagar taka fyrir ýmis mál úr mannkynssögunni og nálgast það úr ýmsum áttum á skemmtilegan og lifandi en umfram allt, fræðandi máta. Ekki síst hefur umræða þeirra um geðræn vandamál og andlega heilsu stuðlað að því að þeir eiga dyggan hóp hlustenda. Draugarnir munu fara víðreist um landið í janúar og heimsækja vel valda staði í öllum landshlutum eða eins og þeir segja sjálfir: Draugar fortíðar ásækja Ísland. Baldur og Flosi komu í þáttinn í dag. Búðu til pláss er nafnið á söfnunar- og skemmtiþætti UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, sem verður annað kvöld í sameiginlegri beinni útsendingu RÚV, Stöðvar 2 og Sjónvarps Símans. UNICEF á Íslandi fagnar 20 ára afmæli í ár og tugþúsundir Íslendinga hafa búið til pláss í hjörtum sínum með því að gerast heimsforeldrar og þannig stutt réttindi og velferð milljóna barna um allan heim. Við fengum þau Fannar Sveinsson og Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur, sem eru tvö af þeim sem hafa umsjón með dagskránni annað kvöld, til að segja okkur betur frá henni í dag. Svo hringdum við í Grenivíkurskóla, en krakkarnir þar hafa unnið að sagna- og bókagerð og nú hafa þau opnað bókabúð þar sem þau selja eingöngu eigin ritverk og ýmislegt fleira sem þau hafa búið til og allur ágóði rennur til mæðrastyrksnefndar á Akureyri. Við töluðum við Pál Þóri Þorkelsson nemanda og Hólmfríði Björnsdóttur kennara í lok þáttarins í dag. Tónlist í þættinum: Snjókorn falla / Laddi (Bob Heatlie, texti Jónatan Garðarsson) Litli Trommuleikarinn / Raggi Bjarna og Ellý Vilhjálms (Harry Simeone, Henry Onorati, texti Stefán Jónsson) Jólarómantík / Stefán Hilmarsson og Ragga Gröndal (Frank Loesser, texti Kristján Hreinsson) Jól á Hafinu / Vilhjálmur Vilhjámsson (Steer & Hansen, texti Jóhanna G. Erlingsson) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Draugar fortíðar
#221 Amnesty International

Draugar fortíðar

Play Episode Listen Later Dec 4, 2024 154:04


Þessi þáttur er í óformlegu samstarfi við Amnesty International á Íslandi. Flosi hefur lengi verið stuðningsmaður samtakanna og 16 ára gamall skrifaði hann bréf til Nicolai Ceausescu, þáverandi alvalds í Rúmeníu og krafðist þess að samviskufangar yrðu látnir lausir. Íslandsdeildin fagnaði 50 ára afmæli þ. 15 september síðastliðinn. Vakin er athygli á herferð samtakanna sem ber yfirskriftina „Þitt nafn skiptir máli“. Í þættinum er saga samtakanna jafnframt rakin og sagt frá málum sem eru aðkallandi. Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook

Air Force Radio News
Air Force Radio News 11 March 2024

Air Force Radio News

Play Episode Listen Later Mar 11, 2024


Today's Story: New Enlisted Leader

Füzz
Rokk og rafmagnsleysi

Füzz

Play Episode Listen Later Feb 9, 2024 155:00


Plata þáttarins var Söngvar um helvíti mannanna með hljómsveitinni HAM, en hún mun leika fjórum sinnum í næsta mánuði, tvisvar á Græna hattinum á Akureyri og tvisvar í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Núþegar er uppselt á fyrri tónleikana í Bæjarbíói. Lagalisti: HAM - Eldur (af plötu þáttarins). Une Misère - Overlooked - Disregarded. Norn - Ég Hata Ísland. Flosi Þorgeirsson - Sólin er köld. Sonic Youth - Schizophrenia. Pat Benatar- Fire and Ice. Jimi Hendrix - Fire. Deep Purple - Into the Fire. Metallica - Jump in the fire. Loverboy - Turn Me Loose. Boston - Don't look back. Magazine - Permafrost. Deep Jimi and the Zep Creams - Illusions. Rolf Hausbentner Band - Touch our ground. The Rolling Stones - Doo Doo Doo Doo Doo (Heartbreaker). Óðmenn - It takes love. Good time - Counting Crows. AC/DC - Highway to hell (óskalag úr símatíma). Tornado of souls - Megadeth. Fu Manchu - King of the road. Xentrix - Ghostbusters (óskalag úr símatíma). HAM - Sýnir sá (af plötu þáttarins). Relay - The Who (óskalag úr símatíma). Fucked Up - No Epiphany. Jeff Rosenstock - Will U Still U. Taugadeildin - Guðir hins nýja tíma. HAM - Þú lýgur (af plötu þáttarins). Umsjón: Heiða Eiríks

Vikulokin
Flosi Eiríksson, Lára Ómarsdóttir, Ásthildur Lóa Þórsdóttir

Vikulokin

Play Episode Listen Later Jan 27, 2024 57:51


Gestir Vikulokanna eru Flosi Eiríksson ráðgjafi og fyrrverandi framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, Lára Ómarsdóttir fjölmiðlakona og Ásthildur Lóa Þórsdóttir þingmaður Flokks fólksins. Þau ræddu meðal annars aðgerðir ríkisstjórnarinnar í Grindavík, stjórnmál, tjaldbúðir á Asturvelli, kjaraviðræður og Eurovision. Stjórnandi: Höskuldur Kári Schram Tæknimaður: Kári Guðmundsson.

Mannlegi þátturinn
Róbert Arnfinnsson, Ástarsögufélagið og póstkort frá Magnúsi

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Aug 16, 2023 50:00


Í dag hefði stórleikarinn Róbert Arnfinnsson orðið 100 ára og í tilefni þess fengum við Sigríði Jónsdóttur, sérfræðing í leikminjasafni Landsbókasafnsins, til þess að koma til okkar en bókasafnið varðveitir einkaskjalasafn Róberts sem er stórmerkilegt og eitt af stærstu einkaskjalasöfnum safnsins. Sigríður rifjaði upp með okkur feril Róberts, en hann lék ríflega 200 hlutverk á leiksviði og ennþá fleiri í útvarpi og við fengum að heyra stutt brot úr ferli hans úr uppsetningu Þjóðleikhússins á Grikkjanum Zorba frá árinu 1971 og svo heyrðum við hann syngja lagið Herra Sellófan úr söngleiknum Chicago, upptöku frá vetrinum 1984-85 úr Þjóðleikhúsinu. Hið nýstofnaða Ástarsögufélag vill standa að eflingu ástarsögunnar í sinni fjölbreyttustu mynd og koma til móts við þá fjölmörgu lesendur sem þrá að lesa meira um ástina. Félagið verður með örástargjörning á Menningarnótt þar sem nokkrir meðlimir félagsins munu aðstoða gesti og gangandi á Óðinstorgi við að skrifa ástarskilaboð. Brynja Sif Skúladóttir er formaður félagsins og við töluðum við hana í dag. Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Þjóðhátíðin fór vel fram segir Magnús í póstkortinu að þessu sinni, en finnst hann vera orðinn aðeins of gamall og of mikill morgunhani fyrir hátíð sem er haldin að mestu fyrir og eftir miðnætti í þrjá daga. En hann hlakkar til haustsins þegar fer að dimma því þá getur hann farið að sinna einu áhugamáli sínu sem er stjörnuskoðun. Í seinni hluta póstkortsins fer hann í smá ferðalag með hlustendur um óravíddir geimsins. Tónlist í þættinum: Ég fann ást / KK (Kristján Kristjánsson) Sellófan / Róbert Arnfinnsson (John Kander og Flosi Ólafsson) Love me tender / Elvis Presley (George R. Poulton, Ken Darby, Vera Matson & Elvis Presley) Love is in the air / Robin Williams og Cristine Baranski (Stephen Sondheim) I Say A Little Prayer / Aretha Franklin (Burt Bacharach & Hal David) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Mannlegi þátturinn
Róbert Arnfinnsson, Ástarsögufélagið og póstkort frá Magnúsi

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Aug 16, 2023


Í dag hefði stórleikarinn Róbert Arnfinnsson orðið 100 ára og í tilefni þess fengum við Sigríði Jónsdóttur, sérfræðing í leikminjasafni Landsbókasafnsins, til þess að koma til okkar en bókasafnið varðveitir einkaskjalasafn Róberts sem er stórmerkilegt og eitt af stærstu einkaskjalasöfnum safnsins. Sigríður rifjaði upp með okkur feril Róberts, en hann lék ríflega 200 hlutverk á leiksviði og ennþá fleiri í útvarpi og við fengum að heyra stutt brot úr ferli hans úr uppsetningu Þjóðleikhússins á Grikkjanum Zorba frá árinu 1971 og svo heyrðum við hann syngja lagið Herra Sellófan úr söngleiknum Chicago, upptöku frá vetrinum 1984-85 úr Þjóðleikhúsinu. Hið nýstofnaða Ástarsögufélag vill standa að eflingu ástarsögunnar í sinni fjölbreyttustu mynd og koma til móts við þá fjölmörgu lesendur sem þrá að lesa meira um ástina. Félagið verður með örástargjörning á Menningarnótt þar sem nokkrir meðlimir félagsins munu aðstoða gesti og gangandi á Óðinstorgi við að skrifa ástarskilaboð. Brynja Sif Skúladóttir er formaður félagsins og við töluðum við hana í dag. Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Þjóðhátíðin fór vel fram segir Magnús í póstkortinu að þessu sinni, en finnst hann vera orðinn aðeins of gamall og of mikill morgunhani fyrir hátíð sem er haldin að mestu fyrir og eftir miðnætti í þrjá daga. En hann hlakkar til haustsins þegar fer að dimma því þá getur hann farið að sinna einu áhugamáli sínu sem er stjörnuskoðun. Í seinni hluta póstkortsins fer hann í smá ferðalag með hlustendur um óravíddir geimsins. Tónlist í þættinum: Ég fann ást / KK (Kristján Kristjánsson) Sellófan / Róbert Arnfinnsson (John Kander og Flosi Ólafsson) Love me tender / Elvis Presley (George R. Poulton, Ken Darby, Vera Matson & Elvis Presley) Love is in the air / Robin Williams og Cristine Baranski (Stephen Sondheim) I Say A Little Prayer / Aretha Franklin (Burt Bacharach & Hal David) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Draugar fortíðar
#151 Landbúnaður í Albaníu

Draugar fortíðar

Play Episode Listen Later Aug 2, 2023 116:21


Flosi hefur oft sagt að hægt sé að gera nær allt áhugavert, nema mögulega landbúnaðarsögu Albaníu. Þetta er svona göngugrína (e. running gag) sem hlustendur þekkja ágætlega. Í hverjum þætti fá styrktaraðilar á Patreon að velja um þrjú umfjöllunarefni. Hið hlutskarpasta verður svo tekið fyrir í einum þætti. Það er Flosi sem sér um að koma með tillögur að þætti. Hins vegar er frestunarárátta hans stundum svo alvarleg að Baldur þarf rækilega að minna hann á. Síðast er þetta átti sér stað setti Baldur honum þá afarkosti að vera tilbúinn á tíma með efnið, ellegar myndi Baldur velja þrjú efni og yrði Flosi að hlíta niðurstöðunni. Flosi brást og því gátu hlustendur valið um eftirtalin þrjú atriði: 1. Saga vatnshelds klæðnaðar. 2. Gláka. 3. Landbúnaðarsaga Albaníu. Er skemmst frá því að segja að númer þrjú vann með yfirburðum. Hægt er að saka Flosa um margt, enda breyskur maður með afbrigðum en hugleysi býr hann þó ekki yfir. Því brást hann vel við þessari áskorun og þátturinn fjallar um sögu Albaníu með fókus á landbúnað. Tókst Flosa að gera efnið áhugavert? Dæmið sjálf. Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook

Ormstungur
7. Njáls saga - Uppgjör

Ormstungur

Play Episode Listen Later May 18, 2023 71:14


Sælir kælir hitamæli… komið með slökkvitækið, þetta er búið! Erfiðasta verki Ormstungna lokið. Ekkert á að vera fullkomið og þessi þáttaröð um Njálu er dæmi um það. En þá er gott að eiga í handraðanum nokkra sérfræðinga sem geta dregið okkur að landi og það er á bullandi tali hjá Tungunum í þættinum. Vala Garðars um fornleifar, Einar Kára um höfundinn, Ragnhildur Elísabet um að alast upp með Njálu og Flosi Þorgeirsson um að heita Flosi. Svo er bara spurning hvað Ormstungur taka fyrir næst?! Hlustið og hlýðið. Viltu styrkja okkur styðja við lestur Íslendingasagnanna? Hérna getur þú nálgast Patreon síðu Ormstungna: https://www.patreon.com/ormstungur

Füzz
AC/DC veisla - Flosi Þorgeirsson

Füzz

Play Episode Listen Later Apr 28, 2023 155:00


Flosi Þorgeirsson valdi 8 lög eftir AC/DC í tilefni af AC/DC rokkmessu á Húrra á morgun. Vonbrigði - Skítseyði The Human Beinz - Nobody but me The Sparkles - No friend of mine Extreme - Rise AC/DC - Shoot to thrill (Flosi 1) Smashing Pumpkins - Beguiled UFO - Doctor doctor Dr. Feelgood - Milk and alcohol SÍMATÍMI Bachman Tuner Overdrive - Taking care of business AC/DC - Highway to hell (Flosi 2) Slade - Cum on feel the noize (óskalag - Kiddi vídeó) Quiet Riot - Cum on feel the noise AC/DC - Live wire (Flosi 3) Iron Maiden - Aces high (óskalag - Björn Akureyri) The Raven Age - Fluer de lis AC/DC - Back in black (Flosi 4) Protomartyr - (Don?t you) Call out my name (óskalag - málarinn í miðbænum) Ted Nugent & The Amboy Dukes - Baby please don?t go Thor?s Hammer - I don?t care Oasis - Roll with it AC/DC - Touch too much (Flosi 5) Neil Young & Crazy Horse - Love and only love AC/DC - If you want blood (Flosi 6) Black sabbath - The shining (óskalag - Jón Ingi) Ian Hunter - Angel AC/DC - For those bout to rock (Flosi 7) AC/DC - Riff raff (Flosi 8)

Füzz
AC/DC veisla - Flosi Þorgeirsson

Füzz

Play Episode Listen Later Apr 28, 2023


Flosi Þorgeirsson valdi 8 lög eftir AC/DC í tilefni af AC/DC rokkmessu á Húrra á morgun. Vonbrigði - Skítseyði The Human Beinz - Nobody but me The Sparkles - No friend of mine Extreme - Rise AC/DC - Shoot to thrill (Flosi 1) Smashing Pumpkins - Beguiled UFO - Doctor doctor Dr. Feelgood - Milk and alcohol SÍMATÍMI Bachman Tuner Overdrive - Taking care of business AC/DC - Highway to hell (Flosi 2) Slade - Cum on feel the noize (óskalag - Kiddi vídeó) Quiet Riot - Cum on feel the noise AC/DC - Live wire (Flosi 3) Iron Maiden - Aces high (óskalag - Björn Akureyri) The Raven Age - Fluer de lis AC/DC - Back in black (Flosi 4) Protomartyr - (Don?t you) Call out my name (óskalag - málarinn í miðbænum) Ted Nugent & The Amboy Dukes - Baby please don?t go Thor?s Hammer - I don?t care Oasis - Roll with it AC/DC - Touch too much (Flosi 5) Neil Young & Crazy Horse - Love and only love AC/DC - If you want blood (Flosi 6) Black sabbath - The shining (óskalag - Jón Ingi) Ian Hunter - Angel AC/DC - For those bout to rock (Flosi 7) AC/DC - Riff raff (Flosi 8)

Vikulokin
Ásdís Kristjánsdóttir, Flosi Eiríksson og Matthías Tryggvi Haraldsson

Vikulokin

Play Episode Listen Later Mar 4, 2023 55:00


Sunna Valgerðardóttir ræðir við Ásdísi Kristjánsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóra í Kópavogi og fyrrverandi aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Flosa Eiríksson, ráðgjafa og fyrrverandi framkvæmdastjóra Starfsgreinasambands Íslands, og Matthías Tryggva Haraldsson, textasmið, skáld og Hatara. Þau ræða verðbólguna, átökin í samfélaginu, kjaramálin, fyllerí í leikhúsinu og sameiningarmátt listarinnar. Tæknimaður þáttarins er Þorbjörn Gísla Kolbrúnarson.

Vikulokin
Ásdís Kristjánsdóttir, Flosi Eiríksson og Matthías Tryggvi Haraldsson

Vikulokin

Play Episode Listen Later Mar 4, 2023


Sunna Valgerðardóttir ræðir við Ásdísi Kristjánsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóra í Kópavogi og fyrrverandi aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Flosa Eiríksson, ráðgjafa og fyrrverandi framkvæmdastjóra Starfsgreinasambands Íslands, og Matthías Tryggva Haraldsson, textasmið, skáld og Hatara. Þau ræða verðbólguna, átökin í samfélaginu, kjaramálin, fyllerí í leikhúsinu og sameiningarmátt listarinnar. Tæknimaður þáttarins er Þorbjörn Gísla Kolbrúnarson.

Morgunvaktin
Tískubylgjur í heilsu, áhrif kulda og ólík fjölskylduform

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Jan 16, 2023


Fjölmargir heimilislæknar hafa íhugað að fara í veikindaleyfi eða minnka við sig vinnuna vegna mikils álags. Margrét Ólafía Tómasdóttir er formaður félags heimilislækna. Hún ræddi þessi mál og líka um tískubylgjurnar sem koma úr fjölmiðlum og af samfélagsmiðlum og inn til heimilislækna. Kuldinn hefur aldeilis áhrif á okkur en við hækkum bara í ofnunum og klæðum okkur vel - en hvað gera dýrin? Eða öllu heldur hvernig fer kuldinn í dýrin stór og smá? Við spurðum Helgu Gunnarsdóttur dýralækni í Eyjafirði. Við fjölluðum líka um fjölskyldu- og sambúðarform landsmanna. Með grófri alhæfingu má segja að áður fyrr hafi fjölskylda samanstaðið af konu karli og börnum þeirra og þau búið saman þar til börnin fluttu út og stofnuðu sína eigin fjölskyldu. Nú er fjölskyldan fjölbreytt og allavega. hjónabönd eru samkynja, börn eiga tvö heimili, fólk kýs að búa eitt, börnin eru lengur heima, vinir búa saman og svo framvegis. við skoðuðum hvernig fjölskyldumynstrið hefur breyst og þróast í gögnum Hagstofunnar. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir. Tónlist: The look of love - Nina Simone Rainy days and Mondays - The Carpenters Close to you - The Carpenters Ljúfa líf - Ellen Kristjánsdóttir Ó, ljúfa líf - Flosi Ólafsson

bj fj margr sigbj umsj flosi eyjafir hagstofunnar helgu gunnarsd
Morgunvaktin
Tískubylgjur í heilsu, áhrif kulda og ólík fjölskylduform

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Jan 16, 2023 130:00


Fjölmargir heimilislæknar hafa íhugað að fara í veikindaleyfi eða minnka við sig vinnuna vegna mikils álags. Margrét Ólafía Tómasdóttir er formaður félags heimilislækna. Hún ræddi þessi mál og líka um tískubylgjurnar sem koma úr fjölmiðlum og af samfélagsmiðlum og inn til heimilislækna. Kuldinn hefur aldeilis áhrif á okkur en við hækkum bara í ofnunum og klæðum okkur vel - en hvað gera dýrin? Eða öllu heldur hvernig fer kuldinn í dýrin stór og smá? Við spurðum Helgu Gunnarsdóttur dýralækni í Eyjafirði. Við fjölluðum líka um fjölskyldu- og sambúðarform landsmanna. Með grófri alhæfingu má segja að áður fyrr hafi fjölskylda samanstaðið af konu karli og börnum þeirra og þau búið saman þar til börnin fluttu út og stofnuðu sína eigin fjölskyldu. Nú er fjölskyldan fjölbreytt og allavega. hjónabönd eru samkynja, börn eiga tvö heimili, fólk kýs að búa eitt, börnin eru lengur heima, vinir búa saman og svo framvegis. við skoðuðum hvernig fjölskyldumynstrið hefur breyst og þróast í gögnum Hagstofunnar. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir. Tónlist: The look of love - Nina Simone Rainy days and Mondays - The Carpenters Close to you - The Carpenters Ljúfa líf - Ellen Kristjánsdóttir Ó, ljúfa líf - Flosi Ólafsson

bj fj margr sigbj umsj flosi eyjafir hagstofunnar helgu gunnarsd
Draugar fortíðar
#LD3 Hernámið á Austfjörðum

Draugar fortíðar

Play Episode Listen Later Dec 7, 2022 135:13


Baldur og Flosi fóru til Reyðarfjarðar í boði Fjarðabyggðar og Menningarstofu Fjarðabyggðar og fylltu þar gamlan hermannabragga af fólki. Síðan var farið að ræða hernámið í seinni heimsstyrjöld og sérstaklega var sjónum beint að Austfjörðum. Hvaða hlutverki gegndu Reyðarfjörður og Seyðisfjörður? Hvernig voru samskipti heimamanna og þessara ungu drengja sem voru langt frá heimkynnum sínum í harðbýlu og hrjóstrugu landi? Höfðu Þjóðverjar einhvern áhuga á Íslandi? Hvað olli því að Lenín minntist sérstaklega á Ísland í ræðu árið 1920, mörgum árum áður en styrjöldin braust út? Hví sagði þýski hershöfðinginn Karl Haushofer að sá sem réði Íslandi héldi á byssu sem væri miðað beint á Evrópu? Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook

Lestin
Umdeildir þættir um Sex Pistols, sorglegt bíó, söngur hnúfubaka

Lestin

Play Episode Listen Later Oct 3, 2022 55:00


RIFF hófst á fimmtudaginn, við kíktum í bíó og veltum fyrir okkur þeim sorglegu kvikmyndum sem við sáum þar. Fróði Jónsson, dýraatferlisfræðingur, mun næstu mánudaga flytja pistla hér í Lestinni um menningarheim dýra, fyrst fáum við að heyra um hvalasöng. SJónvarpsþættirnir Pistol, leiknir þættir um sögu pönksveitarinnar Sex Pistols, hafa víða verið til umræðu að undanförnu og sitt sýnist hverjum. Algjört flopp segir The Guardian og 'breitt yfir kjarna byltingar pönksins' er skrifað á Roger Ebert.com. En margir aðrir eru hrifnir af þáttunum. Flosi Þorgeirsson, mikill aðdáandi Sex Pistols, kom og spjallaði við okkur um þættina.

Lestin
Umdeildir þættir um Sex Pistols, sorglegt bíó, söngur hnúfubaka

Lestin

Play Episode Listen Later Oct 3, 2022


RIFF hófst á fimmtudaginn, við kíktum í bíó og veltum fyrir okkur þeim sorglegu kvikmyndum sem við sáum þar. Fróði Jónsson, dýraatferlisfræðingur, mun næstu mánudaga flytja pistla hér í Lestinni um menningarheim dýra, fyrst fáum við að heyra um hvalasöng. SJónvarpsþættirnir Pistol, leiknir þættir um sögu pönksveitarinnar Sex Pistols, hafa víða verið til umræðu að undanförnu og sitt sýnist hverjum. Algjört flopp segir The Guardian og 'breitt yfir kjarna byltingar pönksins' er skrifað á Roger Ebert.com. En margir aðrir eru hrifnir af þáttunum. Flosi Þorgeirsson, mikill aðdáandi Sex Pistols, kom og spjallaði við okkur um þættina.

Lestin
Umdeildir þættir um Sex Pistols, sorglegt bíó, söngur hnúfubaka

Lestin

Play Episode Listen Later Oct 3, 2022


RIFF hófst á fimmtudaginn, við kíktum í bíó og veltum fyrir okkur þeim sorglegu kvikmyndum sem við sáum þar. Fróði Jónsson, dýraatferlisfræðingur, mun næstu mánudaga flytja pistla hér í Lestinni um menningarheim dýra, fyrst fáum við að heyra um hvalasöng. SJónvarpsþættirnir Pistol, leiknir þættir um sögu pönksveitarinnar Sex Pistols, hafa víða verið til umræðu að undanförnu og sitt sýnist hverjum. Algjört flopp segir The Guardian og 'breitt yfir kjarna byltingar pönksins' er skrifað á Roger Ebert.com. En margir aðrir eru hrifnir af þáttunum. Flosi Þorgeirsson, mikill aðdáandi Sex Pistols, kom og spjallaði við okkur um þættina.

Ormstungur
x Flosi Þorgeirsson

Ormstungur

Play Episode Listen Later Jul 16, 2021 59:16


Flosi Þorgeirsson er sagnfræðingur, tónlistarmaður og sérlegur áhugamaður um Íslendingasögurnar. Flosi og félagi hans, Baldur Ragnarsson, halda úti hlaðvarpsþáttunum Draugar Fortíðar sem er eitt vinsælasta íslenska hlaðvarp sem boði er í dag. Í þáttunum fjalla þeir um alls kyns söguleg viðfangsefni allt frá mönnum sem skjóta sér út í geim í garðstól yfir í aðra sem festa sig í holu neðanjarðar. Það vakti athygli Ormstungna þegar Flosi og Baldur gerðu atburði Njáls sögu einstaklega lifandi fyrir hlustendum sínum og gátum við ekki annað en fengið Flosa í smá spjall. Farið var um víðan völl; sannleiksgildi sagnanna, formið sem Íslendingasögurnar eru og kennslu þeirra í skólum. Flosi Þorgeirsson - gjörið þið svo vel!

Draugar fortíðar
#61 Skálmöld

Draugar fortíðar

Play Episode Listen Later Jul 14, 2021 144:00


Oft er talað um hinar „myrku“ miðaldir. Það hlýtur því að vekja upp þá spurningu hvort eitthvað ljós hafi kviknað sem hrakti þetta myrkur á brott? Svarið við því er já. Ljósið kallast í daglegu tali Upplýsingin. Það er ein magnaðasta hugarfarsbylting í sögu mannkyns. Allt var endurskoðað, t.d. vísindi, heimspeki, trúarbrögð og lögfræði. Fólk fór að velta fyrir sér hlutverki og ekki síst: Hlutskipti mannfólksins. Völd konunga og kirkjunnar minnkuðu. Einnig komu fram nýjar hugmyndir um afbrot, refsingar og réttlæti. Ýmsir vildu sýna mildi en aðrir halda fast í gömlu refsigleðina, því annars myndi glæpum fjölga. Í byrjun 19. aldar hugsuðu margir að eitthvað gæti verið til í þessu því öldin hófst með morðum og ránum í mörgum landshlutum. Fólk talaði um „spillt aldarfar“. Í þessum þætti ræðum við þetta allt. Flosi fær svo tækifæri til að segja Baldri frá sínu uppáhalds íslenska sakamáli: Morðunum á Sjöundá, á Rauðasandi.

Draugar fortíðar
#60 Að vera í ham

Draugar fortíðar

Play Episode Listen Later Jul 7, 2021 100:33


Hvaðan kemur þetta orðatiltæki? Hvað er þetta „ham“? Í þessum þætti skoðum við sögu og uppruna þekktrar þjóðsagnaveru. Flosi segir Baldri frá sinni uppáhalds ófreskju. Það er fullt tungl á kaldri vetrarnóttu, í fjarska heyrast ógnvænleg ýlfur og öskur. Varúlfurinn er mættur.   Draugarnir eru á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum

var hva flosi
Paladar Distinto
# 64 - Arthur Flosi | Beg Gin / "Primeiro Gin Boutique do Brasil"

Paladar Distinto

Play Episode Listen Later Jun 7, 2021 42:50


Entrevista com Arthur Flosi, Master Distiller e sócio da BEG - o Gin Nacional mais premiado do Mundo. 0 "BEG Gin" é um gin de raízes brasileiras com o mais puro espírito britânico. Devido ao seu modo de produção, o BEG é considerado o primeiro Gin Boutique do Brasil, originado a partir de pequenas destilações lentamente conduzidas em alambique exclusivo de cobre. A equipe é composta pelos sócios Arthur Flosi (Master Distiller), Felipe Santoro (Gerente de Qualidade) e Thiago Luz (Relações Públicas). São três amigos de infância que costumavam se encontrar aos finais de semana para testar botânicos e métodos de destilação desenvolvidos pelo Master Distiller em um pequena alambique de cobre que adquirimos em 2012 para produzir gin artesanal. Com o tempo, o gin que era produzido para consumo próprio foi fazendo sucesso entre seus amigos mais próximos. Em 2015, resolveram transformar a paixão pelo Gin em negócio e fundar uma microdestilaria onde os principais objetivos seriam: produzir um gin de qualidade superior, em pequenos lotes, través de um processo genuinamente artesanal (handcraft). A BEG Destillery surgiu com o conceito de "Destilaria "Boutique", e seu diferencial está na qualidade sensorial proporcionada pelos cuidados e perfeição em cada etapa do processo de produção. Assim como sua receita exclusiva, o alambique BEG foi desenvolvido especialmente pelo seu Master Distiller para selecionar e preservar os mais delicados aromas na bebida. 0 processo de produção ocorre a partir da destilação de álcool de cereais extra neutro sob maceração e infusão à vapor de um blend de botânicos nacionais e importados, cuidadosamente selecionados para concentrar o máximo de aromas e a suavidade em sabores. Suave mas ainda sim poderoso, seu gin aguça bem o olfato e também os paladares sofisticados, e é uma base perfeita para os melhores drinks e claro para o clássico Gin Tônica. @beg_gin https://beggin.com.br

Draugar fortíðar
#52 Gaur var kallaður Möddi fiðla

Draugar fortíðar

Play Episode Listen Later May 12, 2021 133:21


Titill þáttarins eru upphafsorð Njáls sögu, löguð harkalega að nútímanum. Tungumál Íslendingasagna er töluvert ólíkt því sem tíðkast í dag, enda er um að ræða bókmenntir sem eru mörg hundruð ára. Við veltum því fyrir okkur hvort það hindri ungt fólk í að njóta þeirra. Flosi segir Baldri frá sinni uppáhalds Ísl.sögu sem er Njáls saga. Sérstaklega er ein sögupersóna þar honum hugleikin... Draugar fortíðar eru nú á Patreon: https://www.patreon.com/draugarfortidar Vefverslun: https://bit.ly/3aeV0ma

kalla gaur flosi titill
Draugar fortíðar
#47 Í klóm keisarans af Róm

Draugar fortíðar

Play Episode Listen Later Apr 7, 2021 139:40


Rómaveldi hafa flestir væntanlega heyrt um. Það hafði gífurleg menningarleg áhrif og átti mjög stóran þátt í því að móta þá Evrópu sem við nú þekkjum. Rómverjar notuðust oft við nokkurs konar lýðræði en æðstur var keisarinn. Margir keisarar stóðu sig afar vel en aðrir alls ekki. Flosi segir Baldri hér frá þeim sem hann telur verstu Rómarkeisara sögunnar. Segja má að þema þáttarins sé um það að setja ekki fólk í aðstæður sem það höndlar engan veginn og vill jafnvel ekkert vera í.

Draugar fortíðar
#42 Fátækt fólk

Draugar fortíðar

Play Episode Listen Later Mar 3, 2021 138:09


Flosi fékk nett áfall við að heyra að Baldur les ekkert „nema texta á Netflix“. Því fékk hann þá hugmynd að segja Baldri frá einni af sínum uppáhalds bókum og hví hann telur hana mikilvæga. Bókin lýsir ástandi á bæjum á Norðurlandi upp úr aldamótunum 1900. Sérstaklega er sjónum beint að þeim sem voru föst í fátæktargildru og þurftu að láta börn sín frá sér. Tryggvi Emilsson, höfundur bókarinnar, var „niðursetningur“ en svo voru þeir kallaðir sem hreppsyfirvöld settu á ýmsa bæi og borguðu með. „Sveitarómagi“ er annað orð yfir þetta. Misgóð var þessi vist og kemur það vel fram í bókinni.

Dordingull
535 - C.R.O.W.N., Cabal, Æð, L'Esprit Du Clan og hellingur af klassísk

Dordingull

Play Episode Listen Later Feb 15, 2021


Þáttur 535 - 15. febrúar 2021 Í þætti dagsins heyrum við nýtt efni með frönsku sveitinni C.R.O.W.N. en sveitin sendir frá sér plötuna The End of All Things 16. apríl næstkomandi. Einnig heyrum við í nýrri útgáfu hljómsveitarinnar Æð, en í sveitinni má finna þá Björn Gunnlaugs - sem söngvara, Flosi Þorgeirs á gítar, Dylan Kincla á bassa og Kristján Ásvaldsson á trommum. Einnig heyrum við nýtt með Every Time I die, Cabal og August Burns red. Franska hljómsveitin C.R.O.W.N. hefur lengi verið í uppáhaldi hjá þáttarstjórnenda og bendir allt til þess að ný skífa sveitarinnar verði ofarlega á lista yfir útgáfur ársins þetta árið. Platan, sem ber nafnið The End of All Things, mun væntanlega hljóma allt öðruvísi en fyrri plötur sveitarinnar, þar sem búast má við að það verði meira um söng og minna um öskur, ef marka má kynningartexta um nýju plötuna. Lagalisti: Suicidal Tendencies - Pop Songs C.R.O.W.N. - Illumination Life Of Agony - Love To Let You Down Æð - Aðgerðapakki L'Esprit Du Clan - Nouvelle Drogue Every Time I Die - AWOL Kickback - New Sadist Æð - 33c Devine Defilement - Chernobog ft. Stillbirth & Defeated Sanity Cabal - Innocent Blood (feat. Jason Evans) Evergreen Terrace - Enjoy the Silence (Depeche Mode Cover) August Burns Red - Extinct By Instinct (Reprise) Floorpunch - Not For Me Jerry's Kids - Need Some Killswitch Engage - Numbered Days Liferuiner - Americant Jaws - Crumble S.O.B. - Look Like Devil Length Of Time - Thought Of The Enslaved Good Clean Fun - Last Night I Dreamt An Emo Kid Loved Me Kickback - Against the world Kickback - Like The Worms Kickback - Still On The Prowl

Dordingull
535 - C.R.O.W.N., Cabal, Æð, L'Esprit Du Clan og hellingur af klassísk

Dordingull

Play Episode Listen Later Feb 15, 2021


Þáttur 535 - 15. febrúar 2021 Í þætti dagsins heyrum við nýtt efni með frönsku sveitinni C.R.O.W.N. en sveitin sendir frá sér plötuna The End of All Things 16. apríl næstkomandi. Einnig heyrum við í nýrri útgáfu hljómsveitarinnar Æð, en í sveitinni má finna þá Björn Gunnlaugs - sem söngvara, Flosi Þorgeirs á gítar, Dylan Kincla á bassa og Kristján Ásvaldsson á trommum. Einnig heyrum við nýtt með Every Time I die, Cabal og August Burns red. Franska hljómsveitin C.R.O.W.N. hefur lengi verið í uppáhaldi hjá þáttarstjórnenda og bendir allt til þess að ný skífa sveitarinnar verði ofarlega á lista yfir útgáfur ársins þetta árið. Platan, sem ber nafnið The End of All Things, mun væntanlega hljóma allt öðruvísi en fyrri plötur sveitarinnar, þar sem búast má við að það verði meira um söng og minna um öskur, ef marka má kynningartexta um nýju plötuna. Lagalisti: Suicidal Tendencies - Pop Songs C.R.O.W.N. - Illumination Life Of Agony - Love To Let You Down Æð - Aðgerðapakki L'Esprit Du Clan - Nouvelle Drogue Every Time I Die - AWOL Kickback - New Sadist Æð - 33c Devine Defilement - Chernobog ft. Stillbirth & Defeated Sanity Cabal - Innocent Blood (feat. Jason Evans) Evergreen Terrace - Enjoy the Silence (Depeche Mode Cover) August Burns Red - Extinct By Instinct (Reprise) Floorpunch - Not For Me Jerry's Kids - Need Some Killswitch Engage - Numbered Days Liferuiner - Americant Jaws - Crumble S.O.B. - Look Like Devil Length Of Time - Thought Of The Enslaved Good Clean Fun - Last Night I Dreamt An Emo Kid Loved Me Kickback - Against the world Kickback - Like The Worms Kickback - Still On The Prowl

Draugar fortíðar
#25 Drephlægilegur dauðdagi?

Draugar fortíðar

Play Episode Listen Later Nov 4, 2020 92:52


Stundum er sem sorgin og gleðin séu systur því svo hárfín lína virðist milli hláturs og gráturs. Í þessum þætti ræða Baldur og Flosi hvort hlæja megi að dauðanum eða ekki. Við skoðum sérstaklega ákveðin verðlaun, kenndan við heimsþekktan náttúrufræðing. Ólíkt öðrum verðlaunum þá vill enginn hljóta þessi.

Uppbrot
Uppbrot 17 Flosi Einarsson

Uppbrot

Play Episode Listen Later Oct 21, 2020 30:12


Þriðji þátturinn um leiklist í skólum. Nú er rætt við Flosa Einarsson aðstoðarskólastjóra Grundaskóla á Akranesi. Flosi er potturinn og pannan í söngleikjum skólans en þeir hafa verið settir upp síðan 2003. Ekki nóg með það þá semja Flosi og kennarar við skólann handrit og tónlist söngleikjanna. Þátturinn var tekinn upp í miðju covid í gegnum Teams og því eru hljóðgæðin ekki alveg nógu góð. Vonandi verður það fyrirgefið þar sem að það heyrist mjög vel í Flosa en aðeins verr í Guðna og Guðmundi (sem er þá kannski bara kostur?). Á heimasíðu Grundaskóla má finna bort úr söngleikjunum og tónlistina ásamt útvarpsþáttum nemenda sem að rætt er um í þáttunum. https://www.youtube.com/user/Grundaskoli https://soundcloud.com/grundaskoli https://www.grundaskoli.is/is/nemendur/utvarp-grundaskola Njótið vel!

Dómsdagur
#108 Flollarinn verður pirripú

Dómsdagur

Play Episode Listen Later Oct 19, 2020 79:49


Flosi, AKA The Flossmeister, situr enn sem fastast í sæti Birnu. Sjomlinn verður þó eilítið argur eftir því sem á líður. Meira um það í Dómsdegi vikunnar.

meira flosi
Snæbjörn talar við fólk
#0022 Flosi Þorgeirsson

Snæbjörn talar við fólk

Play Episode Listen Later Oct 15, 2020 248:38


S01E22 – Flosi Þorgeirsson er vinur minn. Hann er gítarleikari í hljómsveitinni HAM, sagnfræðingur að mennt, faðir, leiðsögumaður, rokkstjarna og annar af stjórnendum hlaðvarpsþáttar sem kallast Draugar fortíðar sem Hljóðkirkjan framleiðir. Hann hefur lifað allskonar tíma og ekki alltaf góða. Faðir hans lést af slysförum þegar Flosi var 8 ára gamall sem markaði líf hans allt. Hann berst daglega við kvíða og þynglyndi en heldur því í skefjum með skynsemi og aðferðum sem hann hefur lært á lífsleiðinni. Hann er framúrskarandi greindur og vel gefinn, skemmtilegur með afbrigðum, opinn og æðrulaus. Gott spjall. – Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum og Besta platan á föstudögum.

Draugar fortíðar
#22 Paraskavedekatriaphobia

Draugar fortíðar

Play Episode Listen Later Oct 14, 2020 90:06


Í þessum þætti ræða Baldur og Flosi viðburð sem ber upp u.þ.b tvisvar á ári. Hví hræðast hann svo margir? Hver er saga hans? Ef þú þjáist af þeirri fóbíu sem þátturinn er nefndur eftir, ja...þá gætir þú fundið fyrir kvíða eða hreinlega ofsahræðslu!

Draugar fortíðar
#19 Útlagar á eyðilandi

Draugar fortíðar

Play Episode Listen Later Sep 23, 2020 107:55


Baldur og Flosi skoða í þessum þætti það fólk sem einhverra hluta vegna gat ekki lifað í sátt við samfélagið á öldum áður og leitaði til fjalla. Sérstaklega er sjónum beint að frægasta útlaga Íslandssögunnar.

baldur flosi
Draugar fortíðar
#A3 Georg stórnefur

Draugar fortíðar

Play Episode Listen Later Sep 19, 2020 84:58


Í aukaþætti dagsins ræða Baldur og Flosi þjóðvegaræningjann Georg stórnef, undarleg örlög hans og þá sérstaklega toppstykkisins.

Draugar fortíðar
#17 Blekkingarmeistarinn frá Barcelona

Draugar fortíðar

Play Episode Listen Later Sep 9, 2020 91:49


Hann vildi koma að gagni í baráttunni gegn alræðisöflunum en enginn vildi aðstoð hans. Því ákvað hann að gera þetta sjálfur. Baldur og Flosi ræða hér um einstakan mann sem kenndi sjálfum sér og varð einn besti njósnari sögunnar.

Fram og til baka
Fram og til baka 6. september 2020

Fram og til baka

Play Episode Listen Later Sep 6, 2020


Fram og til baka 06.09.2020 umsjón Felix Bergsson lag dagsins - Ský í buxum, Flosi Ólafsson Fimman - Árný Fjóla Ásmundsdóttir talar um fimm dýr í lífi sínu viðtal - Jóhanna Vilhjálmsdóttir umfjöllun - ABBA The Visitors

fram fj baka vilhj flosi felix bergsson
Fram og til baka
Fram og til baka 6. september 2020

Fram og til baka

Play Episode Listen Later Sep 6, 2020


Fram og til baka 06.09.2020 umsjón Felix Bergsson lag dagsins - Ský í buxum, Flosi Ólafsson Fimman - Árný Fjóla Ásmundsdóttir talar um fimm dýr í lífi sínu viðtal - Jóhanna Vilhjálmsdóttir umfjöllun - ABBA The Visitors

fram fj baka vilhj flosi felix bergsson
Lestarklefinn
Solastalgia, Tenet og Folklore með Taylor Swift

Lestarklefinn

Play Episode Listen Later Sep 4, 2020


Umræður um menningu og listir. Fjallað er um Solastalgia, Tenet og Folklore. Gestir þáttarins eru Erlingur Óttar Thoroddsen, handritshöfundur og leikstjóri, Hallfríður Þóra Tryggvadóttir, leikhúsframleiðandi og markaðsstjóri og Flosi Þorgeirsson, tónlistarmaður og hlaðvarpsstjórnandi. Umsjón: Anna Marsibil Clausen.

Lestarklefinn
Solastalgia, Tenet og Folklore með Taylor Swift

Lestarklefinn

Play Episode Listen Later Sep 4, 2020


Umræður um menningu og listir. Fjallað er um Solastalgia, Tenet og Folklore. Gestir þáttarins eru Erlingur Óttar Thoroddsen, handritshöfundur og leikstjóri, Hallfríður Þóra Tryggvadóttir, leikhúsframleiðandi og markaðsstjóri og Flosi Þorgeirsson, tónlistarmaður og hlaðvarpsstjórnandi. Umsjón: Anna Marsibil Clausen.

Draugar fortíðar
#16 Hinn svarti satansseyður

Draugar fortíðar

Play Episode Listen Later Sep 2, 2020 95:57


Fyrir óralöngu tók geitahirðir í Eþíópíu eftir því að geitur hans hegðuðu sér undarlega. Baldur og Flosi ræða hér um nokkuð sem fór sigurför um heiminn, vakti gleði en einnig deilur og var jafnvel bannað á ýmsum stöðum.

Draugar fortíðar
#15 Vargar í Vestmannaeyjum

Draugar fortíðar

Play Episode Listen Later Aug 26, 2020 91:52


Hverjir voru þeir, hvers vegna komu þeir og hvaðan? Baldur og Flosi ræða einn þekktasta atburð Íslandssögunnar. Við vörum við óhugnaði.

Draugar fortíðar
#14 Blöðruhlauparinn mikli frá Persíu

Draugar fortíðar

Play Episode Listen Later Aug 19, 2020 71:38


Hér ræða Baldur og Flosi ótrúlegar áætlanir afar undarlegs manns. Spurningin er: Er rétt að hindra draum einhvers í að verða að veruleika, ef allir aðrir sjá að þetta er algjört feigðarflan og óðs manns æði?

Draugar fortíðar
#13 Einvígið mikla 1917

Draugar fortíðar

Play Episode Listen Later Aug 12, 2020 73:11


Loftorrustur fyrri heimsstyrjaldar hafa verið litaðar miklum ljóma og flugmenn þóttu arftakar hinna gömlu riddara. Raunveruleikinn var þó grimmur og blóðugur. Í þessum þætti ræða þeir Baldur og Flosi lýsingu á loftorrustu frá manni sem sjálfur tók þátt í henni.

baldur flosi einv
Draugar fortíðar
#A1 Berfætti bandítinn

Draugar fortíðar

Play Episode Listen Later Jul 26, 2020 97:30


Í dag fer fyrsti óvænti aukaþáttur Drauga fortíðar í loftið. Hann er með aðeins öðru sniði en þættirnir hingað til en er engu að síður í fullri lengd, já og vel það. Í dag ræða Baldur og Flosi hann Colton Harris Moore sem er betur þekktur sem Berfætti bandítinn. 

band baldur hann tinn colton harris moore flosi
Draugar fortíðar
#8 Ísland: Helvíti á jörðu

Draugar fortíðar

Play Episode Listen Later Jul 8, 2020 71:42


Í þessum þætti ræða Baldur og Flosi svakalegustu náttúruhamfarir Íslandssögunnar og hnattræn áhrif þeirra.

Draugar fortíðar
#5 Hin eitraða Gloria

Draugar fortíðar

Play Episode Listen Later Jun 17, 2020 47:40


Í næsta þætti halda þeir Baldur og Flosi áfram að ræða um hverfulleika lífsins og hvort landbúnaður í Albaníu á sjötta áratug síðustu aldar geti mögulega verið efni í hlaðvarp. Aðal umræðuefnið verður þó afar dularfullt mál sem enn veldur mörgum heilabrotum: Hví fór skyndilega allt í bál og brand á bráðamóttöku í Bandaríkjunum eitt febrúarkvöld árið 1994?

Draugar fortíðar
#3 Larry fer á flug

Draugar fortíðar

Play Episode Listen Later Jun 3, 2020 45:38


Í dag fjalla Baldur og Flosi um daginn sem Larry Walters lét sinn stærsta draum rætast eftir 20 ára þrotlausa bið. Þann 2. júlí árið 1982 tókst Larry loks á flug.

Draugar fortíðar
#1 Hvað gerðist í Dyatlov-skarði 1959?

Draugar fortíðar

Play Episode Listen Later May 27, 2020 43:04


Í fyrsta þætti af Draugum fortíðar skoða Baldur og Flosi eitt óhugnanlegasta, sorglegasta og dularfyllsta mál síðustu aldar. Óþekktir náttúrukraftar? Rauði herinn? Geimverur? Hvað gerðist eiginlega eina kalda febrúarnótt í Rússlandi árið 1959?

Draugar fortíðar
#2 Hinn dularfulli D. B. Cooper

Draugar fortíðar

Play Episode Listen Later May 27, 2020 48:13


Baldur og Flosi spjalla um eitt furðulegasta og djarfasta flugrán sögunnar. Hver var hann og hvað gekk honum til?

Frjálsar hendur
Æskuminningar Flosa Ólafssonar

Frjálsar hendur

Play Episode Listen Later Apr 12, 2020


Illugi Jökulsson les valda kafla úr fjörlegum æskuminningum Flosa Ólafssonar leikara. Meðal annars segir frá því þegar Flosi gekk ungur að árum til liðs við ungliðafylkingu íslenskra nasista.

flosi
Frjálsar hendur
Æskuminningar Flosa Ólafssonar

Frjálsar hendur

Play Episode Listen Later Apr 12, 2020 52:00


Illugi Jökulsson les valda kafla úr fjörlegum æskuminningum Flosa Ólafssonar leikara. Meðal annars segir frá því þegar Flosi gekk ungur að árum til liðs við ungliðafylkingu íslenskra nasista.

flosi
Frjálsar hendur
Æskuminningar Flosa Ólafssonar

Frjálsar hendur

Play Episode Listen Later Apr 12, 2020


Illugi Jökulsson les valda kafla úr fjörlegum æskuminningum Flosa Ólafssonar leikara. Meðal annars segir frá því þegar Flosi gekk ungur að árum til liðs við ungliðafylkingu íslenskra nasista.

flosi
Gangland Wire
Pizza Connection Episode 3 – FBI Retired Agent Leon Flosi

Gangland Wire

Play Episode Listen Later Apr 3, 2020 46:55


Agent Leon Flosi and Giovanni Falcone In this third episode of the Pizza Connection story, I interviewed retired FBI agent Leon Flosi about Judge Giovanni Falcone and the Sicilian mafia. Agent Flosi was originally assigned... The post Pizza Connection Episode 3 – FBI Retired Agent Leon Flosi appeared first on Gangland Wire.

fbi agent retired sicilian pizza connection flosi gangland wire
Broken Drift Productions
Ep 05 - 99 Roommates: Repeat Offender (Tony Flosi)

Broken Drift Productions

Play Episode Listen Later Mar 31, 2020 47:21


Jack and Hillary hang out with one of the few people who has "lived" with them both, Tony Flosi. Tony lets us make fun of him, more than we probably should, and we talk about roommate "squatters", stripper poles, wiping with McDonald's napkins, and what happens when you desert Hillary at a bar. Gentlemen, here's a tip, if you plan on having a lady over ... invest in some toilet paper!

Hlaðvarp ASÍ
Nýir kjarasamningar SGS við sveitarfélögin - Flosi Eiríksson

Hlaðvarp ASÍ

Play Episode Listen Later Jan 17, 2020 16:18


Sautján aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands skrifuðu undir kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga 16. janúar 2020. Hér fjallar Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri SGS, um helstu atriði samninganna.

sgs samband flosi sveitarf kjarasamningar
Vikulokin
Flosi, Jón, Sóley, Þorbjörg

Vikulokin

Play Episode Listen Later Sep 21, 2019 55:00


Gestir þáttarins voru Sóley Tómasdóttir, ráðgjafi í jafnréttismálum, Jón Gunnarsson, þingmaður og ritari Sjálfstæðisflokksins, Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar. Rætt var um alþjóðlega ráðstefnu um #metoo og áhrif hreyfingarinnar, samkomulag ríkis og sveitarfélaga um samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu sem verði að hluta greidd með veggjöldum og synjun ríkislögmanns á kröfu Guðjóns Skarphéðinssonar, sem sýknaður var í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Umsjón: Bergsteinn Sigurðsson Tæknimaður: Mark Eldred

Vikulokin
Flosi, Jón, Sóley, Þorbjörg

Vikulokin

Play Episode Listen Later Sep 21, 2019


Gestir þáttarins voru Sóley Tómasdóttir, ráðgjafi í jafnréttismálum, Jón Gunnarsson, þingmaður og ritari Sjálfstæðisflokksins, Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar. Rætt var um alþjóðlega ráðstefnu um #metoo og áhrif hreyfingarinnar, samkomulag ríkis og sveitarfélaga um samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu sem verði að hluta greidd með veggjöldum og synjun ríkislögmanns á kröfu Guðjóns Skarphéðinssonar, sem sýknaður var í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Umsjón: Bergsteinn Sigurðsson Tæknimaður: Mark Eldred

BBN Brasil Podcast
Liderança Feminina, Adriana Flosi, Presidente ACICampinas

BBN Brasil Podcast

Play Episode Listen Later Aug 7, 2019 34:25


Liderança Feminina, Predisposição á Mudança, Orientação ás Pessoas, Liderança Horizontal. www.acicampinas.com.br

Eitt lag enn
Ellefti þáttur

Eitt lag enn

Play Episode Listen Later Feb 22, 2019


Umsjón: Karitas Harpa Davíðsdóttir. Hin svokallaða Eurovision Búbbla er oft nefnd á nafn í sambandi við Söngvakeppnina hérna heima sem og erlendis, en hvað er þessi Búbbla? Hver er í þessari búbblu? Hvað þýðir þetta allt og hvernig verður maður partur af búbblunni? Í þennan þátt þótti mér viðeigandi að fá einstaklinga, ekki bara úr búbblunni heldur fólk í stjórn búbblunnar hér heima. Flosi og Laufey eru í stjórn Fáses, hvað er fáses gætirðu spurt þig og hvað gerir maður þar? Þau segja okkur frá því og meiru ásamt þeim fékk ég Andrés Jakob Guðjónsson, Admin á Facebook hópnum "Júróvisjón 2019"

Vikulokin
Ásthildur, Flosi, Guðmundur Rúnar og Þórunn

Vikulokin

Play Episode Listen Later Jan 5, 2019 55:00


Gestir Vikulokanna voru þau Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, Guðmundur Rúnar Svansson ráðgjafi og Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður Bandalags háskólamanna. Rætt var um kjaraviðræður en 82 kjarasamningar urðu lausir um áramóti og fleiri losna á næstu mánuðum. Einnig var fjallað um vinnuumhverfi almennt, kulnun í starfi, opnun Vaðlaheiðarganga, uppsafnaðar vegaframkvæmdir og fjármögnun þeirra. Umsjón: Bergsteinn Sigurðsson Tæknimaður: Davíð Berndsen

va gu einnig akureyri umsj runn sturlud flosi bandalags dav berndsen
Vikulokin
Ásthildur, Flosi, Guðmundur Rúnar og Þórunn

Vikulokin

Play Episode Listen Later Jan 5, 2019


Gestir Vikulokanna voru þau Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, Guðmundur Rúnar Svansson ráðgjafi og Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður Bandalags háskólamanna. Rætt var um kjaraviðræður en 82 kjarasamningar urðu lausir um áramóti og fleiri losna á næstu mánuðum. Einnig var fjallað um vinnuumhverfi almennt, kulnun í starfi, opnun Vaðlaheiðarganga, uppsafnaðar vegaframkvæmdir og fjármögnun þeirra. Umsjón: Bergsteinn Sigurðsson Tæknimaður: Davíð Berndsen

va gu einnig akureyri umsj runn sturlud flosi bandalags dav berndsen
Füzz
Margrét Mussila - Yoko - Rolling Stones og U2

Füzz

Play Episode Listen Later Jun 1, 2018


Margrét Júlíana Sigurðardóttir framkvæmdastjóri töluleikafyrirtækisins Rosamosi sem gerir tónlistar-leikina Mussila er gestur Füzz í kvöld og kemur með uppáhalds ROKKplötuna sína kl. 21. Margrét er tónlistarkona og söng með Megasi og NýDönsk í eina tíða lög eins og Fegurðardrottningar fiskiðjuversins. Plata þáttarins er Black and Blue með Rolling Stones frá 1976. Hún var valin sérstaklega vegna þess að nýji strákurinn í Rolling Stones, Ron Wood á afmæli í dag. Wood er 71 árs í dag og Black and Blue er fyrsta platan þar sem hann er í lykilhlutverki. Flosi úr HAM kemur í óvænta heimsókn en HAM er að spila „kveðjutónleika“ á Húrra í kvöld. A+B í kvöld er með U2 Óskalagasíminn verður opnaður um kl. 20 (5687-123) Hér er lagalisti kvöldsins: Kontinuum - Shivers Adam & The Ants - Antmusic Ted Nugent - Cat scrats fever Rolling Stones - Hand of fate Soul Asylum - Runaway train FLOSI Í HAM Í HEIMSÓKN HAM - Þú lýgur Boston - More than a feeling SÍMATÍMI Ace Frehley - Bronx boy Dio - Holy diver (óskalag) Deftones - Lifter (óskalag) Metallica - The day that never comes Them Crooked Vultures - Bandoliers (óskalag) Queen - Don´t stop me now (live) (óskalag) Ozzy Osbourne - crazy train (óskalag) MARGRÉT MUSSILA GESTUR ÞÁTTARINS Megas og Nýdönsk -Fegurðardrottningar fiskiðjuversins MARGRÉT MUSSILA II Yoko Ono - Kiss kiss kiss MARGRÉT MUSSILA III Yoko Ono - Every man has a woman who loves him A+B U2 - Another day (A) U2 - Twilight (B) Judas Priest - Lightning strike Rolling Stones - Crazy mama Neil Young & Crazy Horse - I wanna walk like a giant

Füzz
Margrét Mussila - Yoko - Rolling Stones og U2

Füzz

Play Episode Listen Later Jun 1, 2018 155:00


Margrét Júlíana Sigurðardóttir framkvæmdastjóri töluleikafyrirtækisins Rosamosi sem gerir tónlistar-leikina Mussila er gestur Füzz í kvöld og kemur með uppáhalds ROKKplötuna sína kl. 21. Margrét er tónlistarkona og söng með Megasi og NýDönsk í eina tíða lög eins og Fegurðardrottningar fiskiðjuversins. Plata þáttarins er Black and Blue með Rolling Stones frá 1976. Hún var valin sérstaklega vegna þess að nýji strákurinn í Rolling Stones, Ron Wood á afmæli í dag. Wood er 71 árs í dag og Black and Blue er fyrsta platan þar sem hann er í lykilhlutverki. Flosi úr HAM kemur í óvænta heimsókn en HAM er að spila „kveðjutónleika“ á Húrra í kvöld. A+B í kvöld er með U2 Óskalagasíminn verður opnaður um kl. 20 (5687-123) Hér er lagalisti kvöldsins: Kontinuum - Shivers Adam & The Ants - Antmusic Ted Nugent - Cat scrats fever Rolling Stones - Hand of fate Soul Asylum - Runaway train FLOSI Í HAM Í HEIMSÓKN HAM - Þú lýgur Boston - More than a feeling SÍMATÍMI Ace Frehley - Bronx boy Dio - Holy diver (óskalag) Deftones - Lifter (óskalag) Metallica - The day that never comes Them Crooked Vultures - Bandoliers (óskalag) Queen - Don´t stop me now (live) (óskalag) Ozzy Osbourne - crazy train (óskalag) MARGRÉT MUSSILA GESTUR ÞÁTTARINS Megas og Nýdönsk -Fegurðardrottningar fiskiðjuversins MARGRÉT MUSSILA II Yoko Ono - Kiss kiss kiss MARGRÉT MUSSILA III Yoko Ono - Every man has a woman who loves him A+B U2 - Another day (A) U2 - Twilight (B) Judas Priest - Lightning strike Rolling Stones - Crazy mama Neil Young & Crazy Horse - I wanna walk like a giant

Vikulokin
Friðjón Friðjónsson, Flosi Eiríksson og Björt Ólafsdóttir

Vikulokin

Play Episode Listen Later Apr 14, 2018 58:00


Gestir Helga Seljan eru Friðjón Friðjónsson almannatengil, Flosi Eiríksson, fyrrverandi bæjarfulltrúi í Kópavogi, og Björt Ólafsdóttir, formaður Bjartrar framtíðar.

bj flosi
Vikulokin
Friðjón Friðjónsson, Flosi Eiríksson og Björt Ólafsdóttir

Vikulokin

Play Episode Listen Later Apr 14, 2018


Gestir Helga Seljan eru Friðjón Friðjónsson almannatengil, Flosi Eiríksson, fyrrverandi bæjarfulltrúi í Kópavogi, og Björt Ólafsdóttir, formaður Bjartrar framtíðar.

bj flosi
Mannlegi þátturinn
Áfallasaga kvenna, Flosi Ólafsson og Stríðið gegn Sýrlandi

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Mar 8, 2018 57:00


Rannsóknin Áfallasaga kvenna - Vísindarannsókn Háskóla Íslands er hafin. Rannsóknin er stærsta vísindarannsókn sem framkvæmd hefur verið á íslenskum konum og jafnframt ein stærsta vísindarannsókn á þessu sviði á heimsvísu. Áfallasaga kvenna miðar að því að rannsaka áhrif áfalla, þ.á.m. ofbeldis, á heilsufar kvenna. Arna Hauksdóttir prófessor í lýðheilsuvísindum við HÍ kom í þáttinn og sagði frekar frá rannsókninni. Við heyrðum í dag brot úr þætti sem var á dagskrá Útvarpsins árið 1976 og fjallaði um kímni/Húmor. Titill þáttarins var „Að vera í stuði“ með undirtitilinn „Að vera skemmtilegur.“ Þátturinn var byggður upp á viðtölum við nokkra landsfræga menn sem unnu við að skemmta fólki og við heyrum þann hluta sem Flosi Ólafsson kemur við sögu en umsjónarmenn þáttarins þeir, Árni Þórarinsson og Björn Vignir Sigurpálsson forvitnuðust um viðhorf til kímni, hvers konar jarðvegur íslenskt þjóðfélag er fyrir húmor, sérkennum íslenskrar kímni o.fl. Stríðið gegn Sýrlandi er titill á væntanlegri bók eftir Dr. Ted Anderson sem er prófessor í stjórnmálahagfræði við háskólann í Sidney. Hann hefur rannsakað Sýrlandsstríðið í þaula, og telur miklar ranghugmyndir ríkja í hinum vestræna heimi um átökin, sérstaklega gagnrýnir hann fréttaflutning. Hópur Íslendinga hafa skipt með sér köflum í bókinni og þýtt og kemur hún út innan skamms. Við ræddum við þau Stefán Þorgrímsson, Bertu Finnbogadóttur og Jón Karl Stefánsson í þættinum í dag. Umsjón í dag, Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson

Saga Thing
Episode 20k - Njal's Saga (Part 11)

Saga Thing

Play Episode Listen Later Mar 19, 2017 108:06


The epic journey through Njal's Saga finally comes to an end.  In this episode, we follow Kari Solmundarson on his quest to avenge the deaths of everyone he was forced to leave behind in the burning house.  His targets are Flosi and the Burners.  With so many against him, the odds aren't in his favor.  But Kari is known throughout Iceland for his unmatched bravery and fearlessness.  His pursuit of the burners carries him from Iceland to the British Isles and then on to Rome.  Along the way, we'll take a brief detour to Ireland for a glimpse at the historic Battle of Clontarf.  Though this may be the end for our little summer saga, there's plenty here for everyone to enjoy.  In addition to the revenge, the battles, and the blood, you'll want to keep listening for the world's strangest mathematics word problem and a brief discussion on Entish naming practices.  Enjoy! Promised References from this episode: The Icelandic Saga Map The Irish History Podcast - Episode 11: Brian Boru, The Battle of Clontarf, and the Aftermath William Ian Miller's Why Is Your Axe Bloody? Music Credits: Intro Music - "Prelude and Action" by Kevin MacLeod (incompetech.com) Previous Episode Review - "Whispering" by Paul Whiteman Episode Summary - "Satiate - Percussion" by Kevin MacLeod (incompetech.com) Hrafn's Clontarf Report Poem - "Teller of Tales" by Kevin MacLeod (incompetech.com) Outro Music - "Stormfront" by Kevin MacLeod (incompetech.com) Selections from music by Kevin MacLeod licensed under Creative Commons: By Attribution 3.0 License http://creativecommons.org/licenses/by/3.0/

Saga Thing
Episode 20j - Njal's Saga (Part 10)

Saga Thing

Play Episode Listen Later Mar 3, 2017 100:36


  In this, the penultimate episode in the Njal's Saga summary, we follow Flosi and the Burners as they bounce around the region seeking support for the inevitable legal case against them.  Meanwhile, a slightly singed, but recovered Kari Salmundarson prepares his own case against the burners.  And who better to help him than Thorhall Asgrimsson, the young protégé of Njal himself.  Unfortunately, Thorhall’s got a nasty infection in his leg and the case falls to Morð Valgardsson.  The threat of violence permeates the proceedings as Morð and Eyjolf trade legal barbs and try to out maneuver one another.  Will justice be served as cooler heads prevail?  Or will the hallowed site of the Alþing be desecrated with the blood of those too slow to dodge an incoming spear?  Find out as Saga Thing takes on Njal’s Saga, chapters 133-145. This episode is full of interesting scholarly tidbits and legal minutiae.  We've also got the usual nonsense, like old movie references and bad jokes.   Thanks to George Hook for the picture of the Althing from his trip to Iceland. This image is on the information sign for Snorri's Booth. Music Credits: Intro Music - "Prelude and Action" by Kevin MacLeod (incompetech.com) Previous Episode Review - "My Sin" by Ben Selvin and his Orchestra Episode Summary -  Drums of the Deep Kevin MacLeod (incompetech.com) Outro Music - "Stormfront" by Kevin MacLeod (incompetech.com) Selections from music by Kevin MacLeod licensed under Creative Commons: By Attribution 3.0 License http://creativecommons.org/licenses/by/3.0/  Links: Check out The Viking Answer Lady Website for lots of fun facts about medieval Scandinavia.   Here's her page on measurements that John references. We've also got a select bibliography for Njal's Saga for all the books and articles we reference.

Flugur
Flosi og Pops, Tilvera og Icecross

Flugur

Play Episode Listen Later Jan 30, 2017 45:00


Leikin eru tvö lög sem Flosi Ólafsson söng með Pops: Það er svo geggjað og Ó, ljúfa líf. Síðan hljóma þrjú lög með Tilveru: Kalli sæti, Lífið og Hell Road. Þvínæst þrjú lög með Icecross: Wandering Around, A Sad Man's Story og 1999. Að síðustu flytur Pelican lagið Jenny Darling.

Flugur
Flosi og Pops, Tilvera og Icecross

Flugur

Play Episode Listen Later Jan 30, 2017


Leikin eru tvö lög sem Flosi Ólafsson söng með Pops: Það er svo geggjað og Ó, ljúfa líf. Síðan hljóma þrjú lög með Tilveru: Kalli sæti, Lífið og Hell Road. Þvínæst þrjú lög með Icecross: Wandering Around, A Sad Man's Story og 1999. Að síðustu flytur Pelican lagið Jenny Darling.

Saga Thing
Episode 20i - Njal's Saga (Part 9)

Saga Thing

Play Episode Listen Later Jan 13, 2017 88:33


Saga Thing returns after a not so brief holiday hiatus.  When last we left you, the settlement for the slaying of Hoskuld Thrainsson had been disrupted by insults and threats of violence.  We pick the story up as Flosi gathers his forces to surprise the Njalssons at home.  When the surprise attack is spoiled by a wishy-washy conspirator, Flosi is left with the difficult task of finishing what he started regardless of the consequences.  In this episode, we finally discover how the Saga of Burnt Njal got its name. For an interesting read about the burning of Bergþórshváll, check out Emily Lethbridge's account of her visit to the site. Music Credits: Intro Music - "Prelude and Action" by Kevin MacLeod (incompetech.com) Previous Episode Review - Fletcher Henderson's "Down South Camp Meeting Episode Summary -  “Despair and Triumph” by Kevin MacLeod (incompetech.com) Poems - "Bittersweet" by Kevin MacLeod (incompetech.com) Outro Music - "Stormfront" by Kevin MacLeod (incompetech.com) Selections from music by Kevin MacLeod licensed under Creative Commons: By Attribution 3.0 License http://creativecommons.org/licenses/by/3.0/