Podcasts about efling

  • 21PODCASTS
  • 119EPISODES
  • 57mAVG DURATION
  • 1MONTHLY NEW EPISODE
  • Dec 11, 2024LATEST

POPULARITY

20172018201920202021202220232024


Best podcasts about efling

Latest podcast episodes about efling

Spegillinn
Ofbeldi gegn konum, veldi Assad-feðga, gervistéttarfélög

Spegillinn

Play Episode Listen Later Dec 11, 2024 20:00


Síðustu daga og vikur hafa birst óhugnanlega fréttir um ofbeldi karla gegn konum. Kynbundið ofbeldi gegn konum er ekkert nýtt en stundum verða frásagnirnar yfirþyrmandi, eins og þessar fréttir bera vitni um. Samkvæmt embætti ríkislögreglustjóra var í fyrra óskað eftir 97 nálgunarbönnum, í langflestum tilvikum eru þetta konur að verja sig gegn körlum sem hóta þeim líkamlegu og andlegu ofbeldi. Það þarf ekki annað en að fletta upp á vef Landsréttar og slá upp orðinu nálgunarbann til að sjá hversu langt karlar eru reiðubúnir að ganga gagnvart konum, - því kynbundið ofbeldi gegn konum er jú fyrst og fremst vandamál karla, segir María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur hjá ríkislögreglustjóra. Freyr Gígja Gunnarsson ræðir við hana. Bashar al-Assad, sem á dögunum var hrakinn frá völdum í Sýrlandi á örfáum dögum eftir nær aldarfjórðung á forsetastóli, er kominn til Rússlands, þar sem stjórnvöld veittu honum og fjölskyldu hans hæli af mannúðarástæðum, eins og það var orðað af ónafngreindum heimildarmanni Interfax-fréttastofunnar rússnesku. Bashar al-Assad, sem er augnlæknir að mennt, tók við forsetaembættinu af föður sínum, Hafez al-Assad, sem lést árið 2000, eftir nær þrjátíu ár á valdastóli. Samtals fóru þeir feðgar því með alræðisvald í Sýrlandi – og beittu því af hörku - í hartnær 55 ár, eða frá árinu 1971, þegar Hafez tókst að hrifsa til sín öll völd eftir röð valdarána áratuginn á undan. Ævar Örn Jósepsson stiklar á stóru í valdatíð al-Assads eldri. Seint í október skrifuðu fulltrúar samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT og Virðingar stéttarfélags undir kjarasamning sem felur í sér lakari kjör og minni rétt en samningur milli Samtaka atvinnulífsins og Eflingar/Starfsgreinasambandsins. Efling hefur reiknað út að þar muni um rúmlega fimmtíu þúsund krónum í meðalmánuði. Virðing varð til eftir að Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að Eflingarsamningurinn skyldi gilda. Finnbjörn A. Hermannsson forseti Alþýðusambands Íslands segir að Virðingu megi kalla gervistéttarfélag vegna þess hvernig sambandi atvinnurekendanna og þeirra sem gera samninginn er háttað. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við Finnbjörn. Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Mark Eldred

FantasyGandalf
#134 - Efling hótar, er vont að vera single of lengi & sexýtime í andlitinu

FantasyGandalf

Play Episode Listen Later Dec 11, 2024 80:11


Var Simmi handtekinn? Er Jay Z perri? Er Sólveig Anna vondi kallinn? Við fórum líka í gegnum stýrivexti, Luigi Magngione skaut víst forstjóra og andlitið á þér segir til um langanir þínar í kynlífi. Lögregludagbókin snéri aftur við mikinn fögnuð. Þetta og margt fleira. Góða skemmtun!

Spegillinn
Efling úr SGS, Heilsuvera, svelt hjúkrunarheimili, skólamál og Erdogan

Spegillinn

Play Episode Listen Later May 11, 2023 30:00


Spegillinn 11. maí 2023 Umsjónarmaður: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórnandi fréttaútsendingar: Annalísa Hermannsdóttir Félagar í Eflingu samþykktu í dag að félagið segði sig úr Starfsgreinasambandinu. Fimm prósent félagsmanna tóku þátt í atkvæðagreiðslunni og sjötíu prósent þeirra samþykktu úrsögn. Formaður Eflingar fagnar niðurstöðunni og formaður Starfsgreinasambandsins segir hana ekki koma á óvart. Faðir langveikrar stúlku gagnrýnir að hafa misst aðgang að Heilsuveru hjá dóttur sinni eftir að hún varð sextán ára. Hún er ekki fær um að sækja sjálf um rafræn skilríki og stendur þar af leiðandi réttindalaus. Fjöldi sveitarfélaga hefur gefist upp á að reka hjúkrunarheimili fyrir ríkið og hafa mörg þeirra skilað rekstrinum til að þurfa ekki að borga tugi milljóna með honum á hverju ári. Starfsfólk Landspítala er hætt að fá sérstakar viðbótargreiðslur tengdar covid faraldrinum. Starfsfólk bráðamóttöku spítalans fær þó greiðslur í maí. Lífslíkur ómenntaðra eru talsvert lægri en þeirra sem hafa háskólamenntun. Þetta kemur fram í nýlegum tölum Hagstofunnar. Lífslíkur ómenntaðra kvenna hafa lækkað mest frá heimsfaraldri. ----- Félagar í Eflingu samþykktu í dag að félagið myndi segja sig úr Starfsgreinasambandinu. Tæplega 70 prósent þeirra sem greiddu atkvæði samþykktu úrsögnina. Einungis 5 prósent félagsmanna tóku þátt í atkvæðagreiðslunni. Rætt er við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, og Vilhjálm Birgisson, formann SGS. Á vormánuðum skipaði mennta- og barnamálaráðherra stýrihóp um eflingu framhaldsskóla. Að hans frumkvæði er hafið samtal um sameiningu Verkmenntaskólans og Menntaskólans á Akureyri, Kvennaskólans í Reykjavík og Menntaskólans við Sund, Fjölbrautaskólans á Suðurnesjum og Keilis, og svo Flensborgar og Tækniskólans. Þessi vinna er í fullum gangi og skýrslu um kosti og galla á að skila fyrir lok mánaðar. Sýnist sitt hverjum eins og komið hefur fram í fréttum, gagnrýnisraddir verið nokkuð háværar. Af hálfu ráðuneytisins hefur meðal annars verið vísað til þess að efla þurfi verk- og starfsnám og auka farsæld barna og ungmenna. Hildur Ingvarsdóttir skólameistari í Tækniskólanum fagnar því sem gert er til að efla starfsnám. Áform Receps Tayyips Erdogans, forseta Tyrklands, um að lengja tuttugu ára valdatíma sinn um fimm ár að minnsta kosti virðast vera að renna út í sandinn. Samkvæmt skoðanakönnun sem tyrkneska rannsókna- og ráðgjafarfyrirtækið Konda birtir í dag mælist fylgi hans fyrir forsetakosningarnar á sunnudag 43,7 prósent. Helsti keppinautur hans, Kemal.

Spegillinn
Efling úr SGS, Heilsuvera, svelt hjúkrunarheimili, skólamál og Erdogan

Spegillinn

Play Episode Listen Later May 11, 2023


Spegillinn 11. maí 2023 Umsjónarmaður: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórnandi fréttaútsendingar: Annalísa Hermannsdóttir Félagar í Eflingu samþykktu í dag að félagið segði sig úr Starfsgreinasambandinu. Fimm prósent félagsmanna tóku þátt í atkvæðagreiðslunni og sjötíu prósent þeirra samþykktu úrsögn. Formaður Eflingar fagnar niðurstöðunni og formaður Starfsgreinasambandsins segir hana ekki koma á óvart. Faðir langveikrar stúlku gagnrýnir að hafa misst aðgang að Heilsuveru hjá dóttur sinni eftir að hún varð sextán ára. Hún er ekki fær um að sækja sjálf um rafræn skilríki og stendur þar af leiðandi réttindalaus. Fjöldi sveitarfélaga hefur gefist upp á að reka hjúkrunarheimili fyrir ríkið og hafa mörg þeirra skilað rekstrinum til að þurfa ekki að borga tugi milljóna með honum á hverju ári. Starfsfólk Landspítala er hætt að fá sérstakar viðbótargreiðslur tengdar covid faraldrinum. Starfsfólk bráðamóttöku spítalans fær þó greiðslur í maí. Lífslíkur ómenntaðra eru talsvert lægri en þeirra sem hafa háskólamenntun. Þetta kemur fram í nýlegum tölum Hagstofunnar. Lífslíkur ómenntaðra kvenna hafa lækkað mest frá heimsfaraldri. ----- Félagar í Eflingu samþykktu í dag að félagið myndi segja sig úr Starfsgreinasambandinu. Tæplega 70 prósent þeirra sem greiddu atkvæði samþykktu úrsögnina. Einungis 5 prósent félagsmanna tóku þátt í atkvæðagreiðslunni. Rætt er við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, og Vilhjálm Birgisson, formann SGS. Á vormánuðum skipaði mennta- og barnamálaráðherra stýrihóp um eflingu framhaldsskóla. Að hans frumkvæði er hafið samtal um sameiningu Verkmenntaskólans og Menntaskólans á Akureyri, Kvennaskólans í Reykjavík og Menntaskólans við Sund, Fjölbrautaskólans á Suðurnesjum og Keilis, og svo Flensborgar og Tækniskólans. Þessi vinna er í fullum gangi og skýrslu um kosti og galla á að skila fyrir lok mánaðar. Sýnist sitt hverjum eins og komið hefur fram í fréttum, gagnrýnisraddir verið nokkuð háværar. Af hálfu ráðuneytisins hefur meðal annars verið vísað til þess að efla þurfi verk- og starfsnám og auka farsæld barna og ungmenna. Hildur Ingvarsdóttir skólameistari í Tækniskólanum fagnar því sem gert er til að efla starfsnám. Áform Receps Tayyips Erdogans, forseta Tyrklands, um að lengja tuttugu ára valdatíma sinn um fimm ár að minnsta kosti virðast vera að renna út í sandinn. Samkvæmt skoðanakönnun sem tyrkneska rannsókna- og ráðgjafarfyrirtækið Konda birtir í dag mælist fylgi hans fyrir forsetakosningarnar á sunnudag 43,7 prósent. Helsti keppinautur hans, Kemal.

All Things Iceland Podcast
How Ongoing Labor Strikes Might Impact Your Iceland Adventure

All Things Iceland Podcast

Play Episode Listen Later Mar 1, 2023 13:30


I have some news to share that may or may not impact travelers to Iceland.  I've been holding off on talking about the current labor strikes because they have yet to have a big impact on the everyday lives of most people living in Reykjavik or people visiting. However, that might change in the coming days or week if the strike continues and a work ban happens. While there are a lot of drama that I could go into about what is happening behind the scenes, I decided to give an abridged yet still informative synopsis about what is happening. The Short Backstory About the Labor Strikes Efling, one of the largest labor unions in Iceland, has been fighting for higher wages for their members. Due to inflation, the cost of food and other items have gone way up and current minimum wage salaries are not cutting it as a livable wage. Many members in this union are on the lower end of the pay scale. They work in hotels, drive trucks, staff in hospitals, police officers and so on. Well, Efling and the Confederation of Icelandic Enterprises (SA) have not been able to strike a deal when it comes to companies agreeing to pay their employees more. To demonstrate their stance on demanding more pay, over 40% of Efling members voted for some kind of strike. Of the 21,000+  members in Efling about 2,000 are currently on strike. In response to the the strikes, about 94.73% of the companies that are members of  the Confederation of Icelandic Enterprises have voted in favor of a work ban or lock out. This work ban means that all of the members of Efling, regardless if they are actively taking part in the strikes, will be barred from working and will not be paid while the work ban is in effect. Originally, the work ban was scheduled for March 2nd but it has now been postponed until March 6th. What The Strikes Mean for Travelers in Iceland The truck drivers on strike are not delivering fuel to gas stations and there is concern that stations in Reykjavik, the Reykjanes Peninsula (where the airport is located), South Iceland, West Iceland, and the Westfjords will run out of fuel. Other individuals that are on strike clean hotels in the Reykjavik capital area. If you are planning to stay at the following hotels, you might experience a disruption in service or a cancellation of your accommodations: Hotel Reykjavik Saga Fosshotel Rauðará Fosshotel Lind Berjaya Reykjavík Natura Hotel Hilton Reykjavík Nordic Berjaya Reykjavík Marina Hotel If you find that your hotel accommodations have been cancelled and you can not rebook your accommodations somewhere else, there is an emergency number you can call. It is open for 12 hours a day (8 AM – 8 PM GMT. The number is +354-891-7765. One major thing to consider is if the work ban goes into effect on March 6th, then tourism and other industries in the country might grind to a halt. The Confederation of Icelandic Enterprises has stated that emergency workers like the police, hospital workers, rescue team members and so on when not take part in the work ban. That is one reassurance for all of anyone concerned about getting any type of care during all of this. There is also no current concern about stores running out of food or anything like that. List of Fuel Stations in Iceland Here is a list of websites for the largest fuel stations in the country. They are showing which stations of theirs have fuel and which have run out. Not all of the sites are in English. The word opið means the station is open and lokað means it is closed. https://www.olis.is/um-olis/frettir/275  https://www.atlantsolia.is/stadan-a-bensinstodvunum/  https://www.orkan.is/verkfall/  https://www.n1.is/opnar-daelur/ According to the Icelandic tourism board, the FlyBus that transports people to and from the airport will continue to run. Also, the public bus, Stræto, in Reykjavík will continue to run on schedule too for the time being. Random Fact of the Episode You might be wondering what the Icelandic government has to ...

Þjóðmál
#116 – Rútuslys á vinnumarkaði en Efling fær kaffi með forsætisráðherra

Þjóðmál

Play Episode Listen Later Feb 20, 2023 61:44


Hörður Ægisson og Stefán Einar Stefánsson ræða um nýjustu vendingar í vinnudeilu Eflingar við Samtök atvinnulífsins, boð um verkbann, hvort tilefni sé fyrir stjórnvöld til að grípa inn í málið, stöðu (og mistök) ríkissáttasemjara, orðræðunni um þá sem ekki lúta boðum Eflingar og margt fleira. Þá er rætt um fyrirhugaðan samruna VÍS og Fossa í samanburði við samruna Kviku og Íslandsbanka.

Morgunvaktin
SA og Efling sendi nýtt fólk til viðræðna

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Feb 15, 2023 130:00


Fjallað var um möguleg áhrif verkfalls Eflingar sem hefjast á á hádegi í dag. Gestir voru Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Adventures, og Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands. Gréta María velti fyrir sér hvort Efling og SA ættu að skipta um fólk við samningaborðið til að liðka fyrir lausn. Magnús Þór sagði kennara styðja Eflingu. Borgþór Arngrímsson fór yfir það helsta í dönsku þjóðlífi og sagði meðal annars frá aðgerð sem Margrét Þórhildur drottning mun gangast undir í næstu viku. Talsverð skemmdir urðu á vegum í Dölunum í vatnavöxtunum á mánudag. Eyjólfur Ingvi Bjarnason, oddviti Dalabyggðar, fór yfir stöðuna og sagði líka frá verkefnum sem ætlað er að styrkja byggð í sveitarfélaginu. Tónlist: Sugar Hill - Dolly Parton, Lífsbókin - Bergþóra Árnadóttir, Breaking my heart - Reiley, Here I come again - Dolly Parton. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson.

Morgunvaktin
SA og Efling sendi nýtt fólk til viðræðna

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Feb 15, 2023


Fjallað var um möguleg áhrif verkfalls Eflingar sem hefjast á á hádegi í dag. Gestir voru Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Adventures, og Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands. Gréta María velti fyrir sér hvort Efling og SA ættu að skipta um fólk við samningaborðið til að liðka fyrir lausn. Magnús Þór sagði kennara styðja Eflingu. Borgþór Arngrímsson fór yfir það helsta í dönsku þjóðlífi og sagði meðal annars frá aðgerð sem Margrét Þórhildur drottning mun gangast undir í næstu viku. Talsverð skemmdir urðu á vegum í Dölunum í vatnavöxtunum á mánudag. Eyjólfur Ingvi Bjarnason, oddviti Dalabyggðar, fór yfir stöðuna og sagði líka frá verkefnum sem ætlað er að styrkja byggð í sveitarfélaginu. Tónlist: Sugar Hill - Dolly Parton, Lífsbókin - Bergþóra Árnadóttir, Breaking my heart - Reiley, Here I come again - Dolly Parton. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson.

Spegillinn
Sprengingar, njósnarar og fljúgandi furðuhlutir

Spegillinn

Play Episode Listen Later Feb 13, 2023


Ríkissáttasemjari er tilbúinn að víkja í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu í dag að Efling þyrfti ekki að skila kjörskrá vegna miðlunartillögu hans. Áfellisdómur, að mati formanns Eflingar. Allir vegir til og frá Tálknafirði eru lokaðir vegna vatnavaxta og Snæfellsnesvegur er við það að rofna. Tveir voru fluttir á slysadeild eftir að sprenging varð í metanbíl á bensínstöð í Álfheimum í Reykjavík síðdegis. Hvellur frá sprengingunni heyrðist víða. Netþrjótar stálu milljónum króna af íslenskum bankareikningum um helgina. Líklegt er að útlendir glæpamenn fái hjálp frá Íslendingum, segir framkvæmdastjóri samtaka fjármálafyrirtækja. ----- Landsréttur snéri í dag við úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur um að Efling skuli afhenda Ríkissáttasemjara kjörskrá sína. Það þýðir að ekki er hægt að leggja miðlunartillögu Ríkissáttasemjara í atkvæðagreiðslu meðal allra félagsmanna Eflingar. Landsréttur segir að ríkissáttasemjara sé ótvírætt heimilt að eiga frumkvæði að því að efna til atkvæðagreiðslu. Hvergi verði hins vegar séð í lögum að aðila í vinnudeilu (í þessu tilfelli Eflingu) sé skylt að afhenda honum kjörskrá sína áður en til atkvæðagreiðslu kemur eða veita honum aðgang að henni. Efling og ríkissáttasemjari gerði með sér samkomulag í síðustu viku um að una niðurstöðu Landsréttar. Í yfirlýsingu sem Efling sendi fjölmiðlum er þess krafist að Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, segi sig samstundis frá deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins.Sólveig Anna Jónsdóttir fagnar þessari niðurstöðu. Bjarni Rúnarsson ræddi við Aðalstein Leifsson ríkissáttasemjara. Stjórnvöld í Bandaríkjunum og Kanada virðast enn litlu nær um þrjá óþekkta hluti sem hafa sést á flugi yfir Norður-Ameríku síðustu daga. Allir hafa þeir verið skotnir niður, en leit að tveimur þeirra hefur enn ekki borið árangur, eftir því sem næst verður komist. Raunar má segja að kínverskur loftbelgur hafi þjófstartað málinu. Hans varð fyrst vart yfir Aleútaeyjum 28. janúar. Þremur sólarhringum síðar sveif hann inn á meginlandið. Nokkrum dögum síðar var hann skotinn niður undan ströndum Suður-Karólínu. Að sögn Kínverja var þetta veðurloftbelgur sem hafði villst af leið. Bandaríkjamenn segja ekkert hæft í því. Niður úr belgnum hafi hangið búnaður sem hafi verið ætlað að afla leynilegra upplýsinga. Vegna þessa ákvað Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að fresta heimsókn sinni til Kína um óákveðinn tíma. Málinu er engan veginn lokið, þar sem Kínverjar segja að Bandaríkjamenn hafi sent njósnabelgi inn yfi

Spegillinn
Sprengingar, njósnarar og fljúgandi furðuhlutir

Spegillinn

Play Episode Listen Later Feb 13, 2023 10:35


Ríkissáttasemjari er tilbúinn að víkja í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu í dag að Efling þyrfti ekki að skila kjörskrá vegna miðlunartillögu hans. Áfellisdómur, að mati formanns Eflingar. Allir vegir til og frá Tálknafirði eru lokaðir vegna vatnavaxta og Snæfellsnesvegur er við það að rofna. Tveir voru fluttir á slysadeild eftir að sprenging varð í metanbíl á bensínstöð í Álfheimum í Reykjavík síðdegis. Hvellur frá sprengingunni heyrðist víða. Netþrjótar stálu milljónum króna af íslenskum bankareikningum um helgina. Líklegt er að útlendir glæpamenn fái hjálp frá Íslendingum, segir framkvæmdastjóri samtaka fjármálafyrirtækja. ----- Landsréttur snéri í dag við úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur um að Efling skuli afhenda Ríkissáttasemjara kjörskrá sína. Það þýðir að ekki er hægt að leggja miðlunartillögu Ríkissáttasemjara í atkvæðagreiðslu meðal allra félagsmanna Eflingar. Landsréttur segir að ríkissáttasemjara sé ótvírætt heimilt að eiga frumkvæði að því að efna til atkvæðagreiðslu. Hvergi verði hins vegar séð í lögum að aðila í vinnudeilu (í þessu tilfelli Eflingu) sé skylt að afhenda honum kjörskrá sína áður en til atkvæðagreiðslu kemur eða veita honum aðgang að henni. Efling og ríkissáttasemjari gerði með sér samkomulag í síðustu viku um að una niðurstöðu Landsréttar. Í yfirlýsingu sem Efling sendi fjölmiðlum er þess krafist að Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, segi sig samstundis frá deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins.Sólveig Anna Jónsdóttir fagnar þessari niðurstöðu. Bjarni Rúnarsson ræddi við Aðalstein Leifsson ríkissáttasemjara. Stjórnvöld í Bandaríkjunum og Kanada virðast enn litlu nær um þrjá óþekkta hluti sem hafa sést á flugi yfir Norður-Ameríku síðustu daga. Allir hafa þeir verið skotnir niður, en leit að tveimur þeirra hefur enn ekki borið árangur, eftir því sem næst verður komist. Raunar má segja að kínverskur loftbelgur hafi þjófstartað málinu. Hans varð fyrst vart yfir Aleútaeyjum 28. janúar. Þremur sólarhringum síðar sveif hann inn á meginlandið. Nokkrum dögum síðar var hann skotinn niður undan ströndum Suður-Karólínu. Að sögn Kínverja var þetta veðurloftbelgur sem hafði villst af leið. Bandaríkjamenn segja ekkert hæft í því. Niður úr belgnum hafi hangið búnaður sem hafi verið ætlað að afla leynilegra upplýsinga. Vegna þessa ákvað Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að fresta heimsókn sinni til Kína um óákveðinn tíma. Málinu er engan veginn lokið, þar sem Kínverjar segja að Bandaríkjamenn hafi sent njósnabelgi inn yfi

Spegillinn
Ákærur vegna árásar í Bankastræti Club, rannsókn lokið á Blönduósi

Spegillinn

Play Episode Listen Later Feb 10, 2023


Spegillinn 10. febrúar 2023 Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Mark Eldred Stjórn Útsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir Tuttugu og fimm eru ákærðir í tengslum við hnífaárásina á skemmtiustaðnum Bankastræti Club í Reykjavík í nóvember í fyrra. Einn þeirra er ákærður fyrir tilraun til manndráps og tíu fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Héraðssaksóknari gaf í dag út ákæru í málinu. Sólveig Klara Ragnarsdóttir sagði frá. Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur lokið rannsókn á skotárásarmálinu á Blönduósi. Kona á sextugsaldri og maður sem réðst vopnaður inn á heimili hennar létust í árásinni. Eiginmaður konunnar særðist lífshættulega. Málið er komið til héraðssaksóknara sem tekur ákvörðun um framhaldið. Freyr Gígja Gunnarsson tók saman. Stéttarfélagið Efling ætlar að leita til félagsdóms vegna meintra verkfallsbrota Íslandshótela. Forsvarsmenn hótelanna þvertaka fyrir að þar séu framin verkfallsbrot og segja Eflingu heimilt að senda verkfallsverði á hótelin - en þó ekki nema tvo í einu. Alexander Kristjánsson sagði frá. Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að kínverskur loftbelgur, sem Bandaríkjaher skaut nýverið niður innan eigin lofthelgi, hafi ekki verið sérstök öryggisógn. Þingmenn hafa sumir gagnrýnt forsetann fyrir að hafa ekki brugðist fyrr við. Oddur Þórðarson sagði frá. Samlegðaráhrif af samruna Íslandsbanka og Kviku yrðu töluverð og hagræðingaraðgerðir óhjákvæmilegar, segir Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka. Stjórn Íslandsbanka samþykkti í gær að hefja viðræður um samruna við Kviku banka. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra bindur vonir við að sameiningarviðræður Íslandsbanka og Kviku leiði til aukinnar hagkvæmni á fjármálamarkaði, sem skili sér til neytenda. Sólveig Klara Ragnarsdóttir og Andri Yrkill Valsson tóku saman. Þá segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, að ekki sé tímabært að taka afstöðu til hugmyndarinnar um samruna bankanna. Bjarni Rúnarsson talaði við hann. Auður Alfa Ólafsdóttir, sérfræðingur Alþýðusambands Íslands í neytendamálum, samsinnir því í viðtali við Ævar Örn Jósepsson, að íslensk stórfyrirtæki séu ófeimin við að lýsa því á heimasíðum sínum, stefnuyfirlýsingum og ársskýrslum, að þau sýni samfélagslega ábyrgð. Reyndin sé hins vegar önnur þegar afkomutölur þeirra eru skoðaðar á tímum síhækkandi verðlags á nauðsynjavörum og sífellt hækkandi vaxta. Framþróun á sviði gervigreindar er talin stærsta ógnin við viðskiptalíkan bandaríska tæknirisans Google. Fyrirtækið ætlar að bregðast við með útgáfu eigin gervigreindarspjallmennis. Það verður áskor

Spegillinn
Ákærur vegna árásar í Bankastræti Club, rannsókn lokið á Blönduósi

Spegillinn

Play Episode Listen Later Feb 10, 2023 9:40


Spegillinn 10. febrúar 2023 Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Mark Eldred Stjórn Útsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir Tuttugu og fimm eru ákærðir í tengslum við hnífaárásina á skemmtiustaðnum Bankastræti Club í Reykjavík í nóvember í fyrra. Einn þeirra er ákærður fyrir tilraun til manndráps og tíu fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Héraðssaksóknari gaf í dag út ákæru í málinu. Sólveig Klara Ragnarsdóttir sagði frá. Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur lokið rannsókn á skotárásarmálinu á Blönduósi. Kona á sextugsaldri og maður sem réðst vopnaður inn á heimili hennar létust í árásinni. Eiginmaður konunnar særðist lífshættulega. Málið er komið til héraðssaksóknara sem tekur ákvörðun um framhaldið. Freyr Gígja Gunnarsson tók saman. Stéttarfélagið Efling ætlar að leita til félagsdóms vegna meintra verkfallsbrota Íslandshótela. Forsvarsmenn hótelanna þvertaka fyrir að þar séu framin verkfallsbrot og segja Eflingu heimilt að senda verkfallsverði á hótelin - en þó ekki nema tvo í einu. Alexander Kristjánsson sagði frá. Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að kínverskur loftbelgur, sem Bandaríkjaher skaut nýverið niður innan eigin lofthelgi, hafi ekki verið sérstök öryggisógn. Þingmenn hafa sumir gagnrýnt forsetann fyrir að hafa ekki brugðist fyrr við. Oddur Þórðarson sagði frá. Samlegðaráhrif af samruna Íslandsbanka og Kviku yrðu töluverð og hagræðingaraðgerðir óhjákvæmilegar, segir Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka. Stjórn Íslandsbanka samþykkti í gær að hefja viðræður um samruna við Kviku banka. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra bindur vonir við að sameiningarviðræður Íslandsbanka og Kviku leiði til aukinnar hagkvæmni á fjármálamarkaði, sem skili sér til neytenda. Sólveig Klara Ragnarsdóttir og Andri Yrkill Valsson tóku saman. Þá segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, að ekki sé tímabært að taka afstöðu til hugmyndarinnar um samruna bankanna. Bjarni Rúnarsson talaði við hann. Auður Alfa Ólafsdóttir, sérfræðingur Alþýðusambands Íslands í neytendamálum, samsinnir því í viðtali við Ævar Örn Jósepsson, að íslensk stórfyrirtæki séu ófeimin við að lýsa því á heimasíðum sínum, stefnuyfirlýsingum og ársskýrslum, að þau sýni samfélagslega ábyrgð. Reyndin sé hins vegar önnur þegar afkomutölur þeirra eru skoðaðar á tímum síhækkandi verðlags á nauðsynjavörum og sífellt hækkandi vaxta. Framþróun á sviði gervigreindar er talin stærsta ógnin við viðskiptalíkan bandaríska tæknirisans Google. Fyrirtækið ætlar að bregðast við með útgáfu eigin gervigreindarspjallmennis. Það verður áskor

Þjóðmál
#114 – Seðlabankinn í stríði við allt og alla – Efling ógnar allsherjarreglu - Ærfillet og lund

Þjóðmál

Play Episode Listen Later Feb 8, 2023 85:30


Hörður Ægisson og Stefán Einar Stefánsson ræða um ákvörðun Seðlabankans við hækkun stýrivaxta og harðan tón um það sem koma skal, rætt er um skemmdarverk Eflingar á vinnumarkaði og ógn við allsherjarreglu, fyrirhugaðan samruna Kviku og Íslandsbanka, um bónusa í bankakerfinu og margt fleira.

Spegillinn
Kjaradeilur og sjókvíaeldi

Spegillinn

Play Episode Listen Later Feb 7, 2023


Spegillinn 7. febrúar 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknmaður: Jón Þór Helgason. Stjórn útsendingar fréttahluta: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir Staðfest er að á sjöunda þúsund fórst í jarðskjálftum í Tyrklandi og Sýrlandi í gær, en óttast er að þau séu miklu fleiri. Íslenskt björgunarlið flýgur til Tyrklands í kvöld. Oddur Þórðarson sagði frá. Ríkissáttasemjari segir Eflingu bera lagalega skyldu til að afhenda félagatal sitt. Hann sendi aðfararbeiðni til sýslumanns í morgun til þess að fá það í hendurnar. Róbert Jóhannsson tók saman og ræddi við Aðalstein Leifsson, ríkissáttasemjara, einnig rætt við Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann Eflingar. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra sakaði Pírata á Alþingi í dag um að beita grímulausu málþófi í umræðu um útlendingafrumvarpið. Örfáir þingmenn hafi tekið þingið í gíslingu. Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata mælti fyrir tillögu við upphaf þingfundar í dag um að taka frumvarpið af dagskrá. Höskuldur Kári Schram tók saman. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi síðdegis hjónum í vil í máli þeirra gegn Landsbankanum um lögmæti skilmála um breytilega vexti á lánum. Hjónin nutu fulltingis Neytendasamtakanna við rekstur málsins og Breki Karlsson, formaður þeirra, telur að dómurinn geti haft fordæmisgildi fyrir þúsundir annarra lána hjá íslenskum bönkum. Benedikt Sigurðsson ræddi við Breka. THC. virka efnið í kannabis fannst í hampolíu frá íslensku vörumerki. Olían hefur verið innkölluð. Amanda Guðrún Bjarnadóttir sagði frá og talaði við Óskar Ísfeld Sigurðsson, hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Illviðrin sem gengið hafa yfir landið undanfarnar vikur hafa ekki aðeins áhrif á ferðir fólks, heldur líka fugla við landið. Litli sjófuglinn haftyrðill hefur fundist langt inni á landi eftir óveðurslægðir og Náttúrufræðistofnun biður þá sem rekast á haftyrðla í vanda, að koma þeim aftur á haf út. Ólöf Erlendsdóttir talaði við Borgnýju Katrínardóttur. ------- Efling hefur krafist þess að Aðalsteinn Leifsson víki sem ríkissáttasemjari og ætlar ekki að sinna beiðni hans um að afhenda félagatal strax þrátt fyrir niðurstöðu um það í Héraðsdómi Reykjavíkur. Deila Eflingar og Samtaka atvinnulífsins virðist í síharðnandi hnút. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Kristján Þórð Snæbjarnarson forseta Alþýðusambands Íslands um stöðu ríkissáttasemjara. Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, segir að þungavopnasendingar vestrænna ríkja til Úkraínu dragi Atlantshafsbandalagið NATÓ inn í átökin í Úkraínu með beinum hætti. Þetta geti leitt til þess að þau harðni enn frekar með óf

Spegillinn
Kjaradeilur og sjókvíaeldi

Spegillinn

Play Episode Listen Later Feb 7, 2023 12:49


Spegillinn 7. febrúar 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknmaður: Jón Þór Helgason. Stjórn útsendingar fréttahluta: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir Staðfest er að á sjöunda þúsund fórst í jarðskjálftum í Tyrklandi og Sýrlandi í gær, en óttast er að þau séu miklu fleiri. Íslenskt björgunarlið flýgur til Tyrklands í kvöld. Oddur Þórðarson sagði frá. Ríkissáttasemjari segir Eflingu bera lagalega skyldu til að afhenda félagatal sitt. Hann sendi aðfararbeiðni til sýslumanns í morgun til þess að fá það í hendurnar. Róbert Jóhannsson tók saman og ræddi við Aðalstein Leifsson, ríkissáttasemjara, einnig rætt við Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann Eflingar. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra sakaði Pírata á Alþingi í dag um að beita grímulausu málþófi í umræðu um útlendingafrumvarpið. Örfáir þingmenn hafi tekið þingið í gíslingu. Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata mælti fyrir tillögu við upphaf þingfundar í dag um að taka frumvarpið af dagskrá. Höskuldur Kári Schram tók saman. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi síðdegis hjónum í vil í máli þeirra gegn Landsbankanum um lögmæti skilmála um breytilega vexti á lánum. Hjónin nutu fulltingis Neytendasamtakanna við rekstur málsins og Breki Karlsson, formaður þeirra, telur að dómurinn geti haft fordæmisgildi fyrir þúsundir annarra lána hjá íslenskum bönkum. Benedikt Sigurðsson ræddi við Breka. THC. virka efnið í kannabis fannst í hampolíu frá íslensku vörumerki. Olían hefur verið innkölluð. Amanda Guðrún Bjarnadóttir sagði frá og talaði við Óskar Ísfeld Sigurðsson, hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Illviðrin sem gengið hafa yfir landið undanfarnar vikur hafa ekki aðeins áhrif á ferðir fólks, heldur líka fugla við landið. Litli sjófuglinn haftyrðill hefur fundist langt inni á landi eftir óveðurslægðir og Náttúrufræðistofnun biður þá sem rekast á haftyrðla í vanda, að koma þeim aftur á haf út. Ólöf Erlendsdóttir talaði við Borgnýju Katrínardóttur. ------- Efling hefur krafist þess að Aðalsteinn Leifsson víki sem ríkissáttasemjari og ætlar ekki að sinna beiðni hans um að afhenda félagatal strax þrátt fyrir niðurstöðu um það í Héraðsdómi Reykjavíkur. Deila Eflingar og Samtaka atvinnulífsins virðist í síharðnandi hnút. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Kristján Þórð Snæbjarnarson forseta Alþýðusambands Íslands um stöðu ríkissáttasemjara. Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, segir að þungavopnasendingar vestrænna ríkja til Úkraínu dragi Atlantshafsbandalagið NATÓ inn í átökin í Úkraínu með beinum hætti. Þetta geti leitt til þess að þau harðni enn frekar með óf

Spegillinn
Hryðjuverkamáli vísað frá, jarðskjálftar, kjaradeilur og fiskeldi

Spegillinn

Play Episode Listen Later Feb 6, 2023


Spegillinn 06.02. 2023 Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Stjórn fréttaútsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Hryðjuverkamálinu svonefnda var í dag vísað frá dómi þar sem dómari komst að þeirri niðurstöðu að ákæran væri svo óskýr að sakborningar gætu ekki gripið til viðhlítandi varna. Minnst fimmtán hundruð manns létu lífið í jarðskjálfta í Tyrklandi í nótt og morgun. Íslendingur búsettur á skjálftasvæðinu segir eyðilegginguna afar mikla. Verkföll Eflingar, sem hefjast eiga á morgun, eru lögmæt, en félaginu ber að afhenda ríkissáttasemjara félagaskrá sína, svo hægt sé að efna til atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu hans. Ríkissáttasemjari hefur boðað deiluaðila á fund á morgun. Stjórnsýsla og eftirlit með sjókvíaeldi hafa reynst veikburða og brotakennd og vart í stakk búin til að takast á við ört vaxandi umsvif greinarinnar á síðustu árum. Þetta kemur fram í skýrslu ríkisendurskoðunar --------- Tveir dómar féllu mánudaginn 6. febrúar í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins og Eflingar, sem er sem fyrr í miklum rembihnút. Fyrst féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Efling var skikkuð til að láta af hendi félagaskrá sína svo að greiða mætti atkvæði um miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, var harðorð þegar dómur hafði fallið og sagði dóminn rangan og ósanngjarnan og hyggst áfrýja. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífisns segist þess fullviss að Eflingarfólk muni samþykkja miðlunartillöguna fyrr eða síðar. Skömmu síðar dæmdi Félagsdómur Eflingu í hag, þegar þrír af fimm dómurum komust að þeirri niðurstöðu að boðuð verkföll félagsins væru lögmæt. Yfir fimmtán hundruð dauðsföll voru staðfest í Tyrklandi, um hálfum sólarhring eftir að tveir öflugir jarðskjálftar riðu þar yfir, sá stærri 7,8 að stærð. Rúmlega 800 dauðsföll voru staðfest í Sýrlandi. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir jarðskjálftann þann öflugasta í landinu frá árinu 1939. Að hans sögn hrundu hátt í þrjú þúsund byggingar í suðausturhluta landsins. Þeirra á meðal er Gaziantep kastalinn, sögulegt mannvirki sem reist var fyrir meira en tvö þúsund árum. Óttast er að mun fleiri hafið fallið, en sífellt fleiri lík hafa fundist eftir því sem liðið hefur á daginn. Þúsundir slösuðust. Svört skýrsla um úttekt Ríkisendurskoðunar á lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirliti í sjókvíaeldi hér við land, unnin að beiðni matvælaráðuneytisins, var kynnt á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í morgun. Rætt var við ríkisendurskoðanda.

Spegillinn
Hryðjuverkamáli vísað frá, jarðskjálftar, kjaradeilur og fiskeldi

Spegillinn

Play Episode Listen Later Feb 6, 2023 9:55


Spegillinn 06.02. 2023 Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Stjórn fréttaútsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Hryðjuverkamálinu svonefnda var í dag vísað frá dómi þar sem dómari komst að þeirri niðurstöðu að ákæran væri svo óskýr að sakborningar gætu ekki gripið til viðhlítandi varna. Minnst fimmtán hundruð manns létu lífið í jarðskjálfta í Tyrklandi í nótt og morgun. Íslendingur búsettur á skjálftasvæðinu segir eyðilegginguna afar mikla. Verkföll Eflingar, sem hefjast eiga á morgun, eru lögmæt, en félaginu ber að afhenda ríkissáttasemjara félagaskrá sína, svo hægt sé að efna til atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu hans. Ríkissáttasemjari hefur boðað deiluaðila á fund á morgun. Stjórnsýsla og eftirlit með sjókvíaeldi hafa reynst veikburða og brotakennd og vart í stakk búin til að takast á við ört vaxandi umsvif greinarinnar á síðustu árum. Þetta kemur fram í skýrslu ríkisendurskoðunar --------- Tveir dómar féllu mánudaginn 6. febrúar í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins og Eflingar, sem er sem fyrr í miklum rembihnút. Fyrst féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Efling var skikkuð til að láta af hendi félagaskrá sína svo að greiða mætti atkvæði um miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, var harðorð þegar dómur hafði fallið og sagði dóminn rangan og ósanngjarnan og hyggst áfrýja. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífisns segist þess fullviss að Eflingarfólk muni samþykkja miðlunartillöguna fyrr eða síðar. Skömmu síðar dæmdi Félagsdómur Eflingu í hag, þegar þrír af fimm dómurum komust að þeirri niðurstöðu að boðuð verkföll félagsins væru lögmæt. Yfir fimmtán hundruð dauðsföll voru staðfest í Tyrklandi, um hálfum sólarhring eftir að tveir öflugir jarðskjálftar riðu þar yfir, sá stærri 7,8 að stærð. Rúmlega 800 dauðsföll voru staðfest í Sýrlandi. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir jarðskjálftann þann öflugasta í landinu frá árinu 1939. Að hans sögn hrundu hátt í þrjú þúsund byggingar í suðausturhluta landsins. Þeirra á meðal er Gaziantep kastalinn, sögulegt mannvirki sem reist var fyrir meira en tvö þúsund árum. Óttast er að mun fleiri hafið fallið, en sífellt fleiri lík hafa fundist eftir því sem liðið hefur á daginn. Þúsundir slösuðust. Svört skýrsla um úttekt Ríkisendurskoðunar á lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirliti í sjókvíaeldi hér við land, unnin að beiðni matvælaráðuneytisins, var kynnt á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í morgun. Rætt var við ríkisendurskoðanda.

Spegillinn
Deila Eflingar og SA, deilan um TF-SIF, N4 gjaldþrota.

Spegillinn

Play Episode Listen Later Feb 3, 2023 30:00


Spegillinn 2. febrúar 2023 Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórn Útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir Dómsmálaráðherra og forstjóri Landhelgisgæslunnar sátu fyrir svörum á fundum utanríkismála- og fjárlaganefnda Alþingis í dag vegna tillögu dómsmálaráðherra um að selja TF SIF flugvél Gæslunnar. Formenn nefndanna segja mörgum spurningum ósvarað. Georg Lárusson forstjóri Gæslunnar segir vélina vera eina þá allra öflugustu í heiminum til leitar, björgunar og almannavarna. Hann segir nauðsynlegt að vélin sé hér til taks tíu mánuði á ári. Haukur Holm ræddi við Georg, Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins, Bjarkeyju Olsen, formann fjárlaganefndar og Bjarna Jónsson formann utanríkismálanefndar. Ríkissáttasemjari krafðist þess fyrir héraðsdómi í morgun að stéttarfélagið Efling afhenti félagatal sitt, svo greiða megi atkvæði um miðlunartillögu hans, sem hann lagði fram í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins 26. janúar. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir sagði frá. Deila Samtaka atvinnulífsins og Eflingar var bæði fyrir héraðsdómi og Félagsdómi í dag. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, kallar málflutninginn valdaránstilraun. Halldór Benjamín Þorbergsson á von á að Félagsdómur dæmi verkföll Eflingarfélaga á Íslandshótelum ólögmæt. Hafdís Helga Helgadóttir ræddi við Sólveigu Önnu og Halldór Benjamín. Sjónvarpsstöðin N4 hefur óskað eftir gjaldþrotaskiptum hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra. Tilraunir til að tryggja framtíð fyrirtækisins báru ekki árangur. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna ,hefur frestað heimsókn sinni til Kína í næstu viku vegna loftbelgs sem svifið hefur yfir Bandaríkjunum undanfarna daga. Bandaríkin telja kínverskan njósnabelg þar á ferð en Kínverjar segja þetta veðurbelg sem villtist af leið. Róbert Jóhannsson tók saman. Með endurheimt votlendis er staðbundin losun koltvísýrings skert verulega en með ræktun skógar er koltvísýringur sem er í andrúmsloftinu fangaður og bundinn. Loftslagssjóðurinn Kolviður og Skógrækt ríkisins bjóða upp á síðari kostinn. Ævar Örn Jósepsson sagði frá og talaði við Þröst Eysteinsson skógræktarstjóra og Reyni Kristinsson, framkvæmdastjóra Kolviðar. Græn bylting stendur fyrir dyrum í Evrópusambandinu, Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, kynnti í vikunni áform um að einfalda regluverk um græna eða vistvæna atvinnustarfsemi í ESB-ríkjunum og heimila aukinn ríkisstuðning við hann. Með því móti er ætlunin að vernda evrópsk fyrirtæki fyrir aukinni samkeppni á þessu svið

Spegillinn
Deila Eflingar og SA, deilan um TF-SIF, N4 gjaldþrota.

Spegillinn

Play Episode Listen Later Feb 3, 2023


Spegillinn 2. febrúar 2023 Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórn Útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir Dómsmálaráðherra og forstjóri Landhelgisgæslunnar sátu fyrir svörum á fundum utanríkismála- og fjárlaganefnda Alþingis í dag vegna tillögu dómsmálaráðherra um að selja TF SIF flugvél Gæslunnar. Formenn nefndanna segja mörgum spurningum ósvarað. Georg Lárusson forstjóri Gæslunnar segir vélina vera eina þá allra öflugustu í heiminum til leitar, björgunar og almannavarna. Hann segir nauðsynlegt að vélin sé hér til taks tíu mánuði á ári. Haukur Holm ræddi við Georg, Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins, Bjarkeyju Olsen, formann fjárlaganefndar og Bjarna Jónsson formann utanríkismálanefndar. Ríkissáttasemjari krafðist þess fyrir héraðsdómi í morgun að stéttarfélagið Efling afhenti félagatal sitt, svo greiða megi atkvæði um miðlunartillögu hans, sem hann lagði fram í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins 26. janúar. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir sagði frá. Deila Samtaka atvinnulífsins og Eflingar var bæði fyrir héraðsdómi og Félagsdómi í dag. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, kallar málflutninginn valdaránstilraun. Halldór Benjamín Þorbergsson á von á að Félagsdómur dæmi verkföll Eflingarfélaga á Íslandshótelum ólögmæt. Hafdís Helga Helgadóttir ræddi við Sólveigu Önnu og Halldór Benjamín. Sjónvarpsstöðin N4 hefur óskað eftir gjaldþrotaskiptum hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra. Tilraunir til að tryggja framtíð fyrirtækisins báru ekki árangur. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna ,hefur frestað heimsókn sinni til Kína í næstu viku vegna loftbelgs sem svifið hefur yfir Bandaríkjunum undanfarna daga. Bandaríkin telja kínverskan njósnabelg þar á ferð en Kínverjar segja þetta veðurbelg sem villtist af leið. Róbert Jóhannsson tók saman. Með endurheimt votlendis er staðbundin losun koltvísýrings skert verulega en með ræktun skógar er koltvísýringur sem er í andrúmsloftinu fangaður og bundinn. Loftslagssjóðurinn Kolviður og Skógrækt ríkisins bjóða upp á síðari kostinn. Ævar Örn Jósepsson sagði frá og talaði við Þröst Eysteinsson skógræktarstjóra og Reyni Kristinsson, framkvæmdastjóra Kolviðar. Græn bylting stendur fyrir dyrum í Evrópusambandinu, Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, kynnti í vikunni áform um að einfalda regluverk um græna eða vistvæna atvinnustarfsemi í ESB-ríkjunum og heimila aukinn ríkisstuðning við hann. Með því móti er ætlunin að vernda evrópsk fyrirtæki fyrir aukinni samkeppni á þessu svið

Spegillinn
Óveður og miðlunartillaga ríkissáttasemjara

Spegillinn

Play Episode Listen Later Jan 30, 2023 9:26


Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar fréttahluta: Valgerður Þorsteinsdóttir Austan stormur með snjókomu er skollinn á landinu sunnan- og vestanverðu. Appelsínugul viðvörun er í gildi fá Vestfjörðum suður og austur með landinu allt að Djúpavogi að höfuðborgarsvæðinu undanskildu. Þar er gul viðvörun fram á nótt en víða er bæði blint og hált. Magnús Geir Eyjólfsson fréttamaður hefur verið á ferðinni á Suðurlandi Rafmagn fór af í Vík, Landeyjum og Vestmannaeyjum um tíma síðdegis en ætti að vera komið á. Rimakotslína 1 er komin í lag, samkvæmt upplýsingum frá Landsneti. Varaafl var sett í gang í Vestmannaeyjum. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir sagði frá. Efling hefur lagt fram stjórnsýslukæru til félagsmálaráðuneytis vegna framgöngu ríkissáttasemjara í kjaradeilu félagsins og SA. Krafa ríkissáttasemjara um að Efling afhendi félagatal sitt, var tekin fyrir í héraðsdómi í dag. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar segir mjög ríkan vilja vilji til þess að fá úr því skorið hvernig fara á með þessa miðlunartillögu. Alexander Kristjánsson tók saman. Minnst 59 létust í sprengjuárás á mosku í Peshawar-borg í Pakistan í dag. Enginn hefur lýst ódæðinu á hendur sér. Forsætisráðherra landsins segir sprengjutilræðið vera árás á Pakistan. Oddur Þórðarson sagði frá. Vinna er hafin við úttekt á stöðu fjarskiptamála á Vesturlandi til að tryggja betur öryggi íbúa og ferðamanna á svæðinu. Páll Brynjarsson framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi segir víða gloppur í sambandi og úr því verði að bæta. Amanda Guðrún Bjarnadóttir talaði við hann. ---------- Í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur er ríkissáttasemjara heimilað að leggja fram miðlunartillögu er samningaumleitanir bera ekki árangur, honum beri að ráðgast við samninganefndir áður en hann ber fram miðlunartillögu. Gísli Tryggvason lögmaður segir engan vafa leika á því að ríkissáttasemjari sé bær til þess að setja fram miðlunartillögu en deila megi um hve mikið samráð felist í því að ráðgast, það kalli á meira samráð en að tilkynna bara um hana. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hann. Stjórnvöld í Tyrklandi hafa opnað á þann möguleika að Finnar geti sótt um aðild að Atlantshafsbandalaginu, NATÓ, en að Svíar verði úti í kuldanum. Ásgeir Tómasson sagði frá. Heyrist í Recep Tayip Erdogan, forseta Tyrklands, Magnus Christiansson, lektor í herfræðum við sænska varnarmálaháskólann, Bitte Hammargren, sérfræðingur í málefnum Tyrklands og Miðausturlanda. Pekka Haavisto utanríkisráðherra Finnlands og John Bolton, fyrrverandi

Spegillinn
Óveður og miðlunartillaga ríkissáttasemjara

Spegillinn

Play Episode Listen Later Jan 30, 2023


Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar fréttahluta: Valgerður Þorsteinsdóttir Austan stormur með snjókomu er skollinn á landinu sunnan- og vestanverðu. Appelsínugul viðvörun er í gildi fá Vestfjörðum suður og austur með landinu allt að Djúpavogi að höfuðborgarsvæðinu undanskildu. Þar er gul viðvörun fram á nótt en víða er bæði blint og hált. Magnús Geir Eyjólfsson fréttamaður hefur verið á ferðinni á Suðurlandi Rafmagn fór af í Vík, Landeyjum og Vestmannaeyjum um tíma síðdegis en ætti að vera komið á. Rimakotslína 1 er komin í lag, samkvæmt upplýsingum frá Landsneti. Varaafl var sett í gang í Vestmannaeyjum. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir sagði frá. Efling hefur lagt fram stjórnsýslukæru til félagsmálaráðuneytis vegna framgöngu ríkissáttasemjara í kjaradeilu félagsins og SA. Krafa ríkissáttasemjara um að Efling afhendi félagatal sitt, var tekin fyrir í héraðsdómi í dag. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar segir mjög ríkan vilja vilji til þess að fá úr því skorið hvernig fara á með þessa miðlunartillögu. Alexander Kristjánsson tók saman. Minnst 59 létust í sprengjuárás á mosku í Peshawar-borg í Pakistan í dag. Enginn hefur lýst ódæðinu á hendur sér. Forsætisráðherra landsins segir sprengjutilræðið vera árás á Pakistan. Oddur Þórðarson sagði frá. Vinna er hafin við úttekt á stöðu fjarskiptamála á Vesturlandi til að tryggja betur öryggi íbúa og ferðamanna á svæðinu. Páll Brynjarsson framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi segir víða gloppur í sambandi og úr því verði að bæta. Amanda Guðrún Bjarnadóttir talaði við hann. ---------- Í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur er ríkissáttasemjara heimilað að leggja fram miðlunartillögu er samningaumleitanir bera ekki árangur, honum beri að ráðgast við samninganefndir áður en hann ber fram miðlunartillögu. Gísli Tryggvason lögmaður segir engan vafa leika á því að ríkissáttasemjari sé bær til þess að setja fram miðlunartillögu en deila megi um hve mikið samráð felist í því að ráðgast, það kalli á meira samráð en að tilkynna bara um hana. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hann. Stjórnvöld í Tyrklandi hafa opnað á þann möguleika að Finnar geti sótt um aðild að Atlantshafsbandalaginu, NATÓ, en að Svíar verði úti í kuldanum. Ásgeir Tómasson sagði frá. Heyrist í Recep Tayip Erdogan, forseta Tyrklands, Magnus Christiansson, lektor í herfræðum við sænska varnarmálaháskólann, Bitte Hammargren, sérfræðingur í málefnum Tyrklands og Miðausturlanda. Pekka Haavisto utanríkisráðherra Finnlands og John Bolton, fyrrverandi

Spegillinn
Miðlunartillaga og skriðdrekar

Spegillinn

Play Episode Listen Later Jan 26, 2023


Miðstjórn ASÍ ræðir nú um ákvörðun ríkissáttasemjara að leggja fram miðlunartillögu í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Stjórn Eflingar lýsir vantrausti á ríkissáttasemjara. Hættustigi Almannavarna var lýst yfir á Patreksfirði í dag eftir að krapaflóð féll inn í bæinn. Enginn slasaðist í flóðinu, sem kom úr sama farvegi og mannskætt flóð sem varð fyrir fjörutíu árum. Níu Palestínubúar létust í aðgerðum Ísraelshers á Vesturbakkanum í dag. Heilbrigðisyfirvöld í Palestínu saka Ísraelsmenn um að hindra för hinna særðu á sjúkrahús. Halastjarna sem ekki hefur komið nærri jörðu í rúm 50 þúsund ár sést frá Íslandi næstu daga. Tugir manna sem mótmæltu ströngum Covid nítján reglum í Kína í nóvember eru enn í haldi lögreglu. Ekki er vitað hvar sumir þeirra eru niðurkomnir. ---- Það dró til tíðinda í kjaraviðræðum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins í dag. Deilurnar hafa verið í algjörum hnút og Efling sleit viðræðum fyrir rúmum hálfum mánuði. Boðað hafði verið til verkfalls sem beina átti gegn hótelum í Reykjavík, en atkvæðagreiðslu um aðgerðirnar er ekki lokið. Í dag lagði Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari fram miðlunartillögu til að reyna að höggva á hnútinn. Í grunninn felur tillagan í sér það sama og Starfsgreinasambandið samdi um í lok seinasta árs. Það er afturvirkni til 1. nóvember og sömu prósentuhækkanir og í öðrum samningum. Bæði Eflingu og SA ber skylda til að leggja samninginn fram til atkvæðagreiðslu og allir félagsmenn Eflingar eru á kjörskrá, ekki aðeins þeir sem kusu um boðað verkfall, sem voru um 300 manns. Skiptar skoðanir eru meðal almennings í Þýskalandi um þá ákvörðun Olafs Scholz kanslara að senda Úkraínumönnum fullkomna Leopard-2 árásarskriðdreka. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Forsa stofnunarinnar telja 53 af hundraði að ákvörðun kanslarans hafi verið rétt. 39 prósent eru alfarið á móti. Umsjón: Bjarni Rúnarsson. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn fréttaútsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir.

Spegillinn
Miðlunartillaga og skriðdrekar

Spegillinn

Play Episode Listen Later Jan 26, 2023 10:03


Miðstjórn ASÍ ræðir nú um ákvörðun ríkissáttasemjara að leggja fram miðlunartillögu í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Stjórn Eflingar lýsir vantrausti á ríkissáttasemjara. Hættustigi Almannavarna var lýst yfir á Patreksfirði í dag eftir að krapaflóð féll inn í bæinn. Enginn slasaðist í flóðinu, sem kom úr sama farvegi og mannskætt flóð sem varð fyrir fjörutíu árum. Níu Palestínubúar létust í aðgerðum Ísraelshers á Vesturbakkanum í dag. Heilbrigðisyfirvöld í Palestínu saka Ísraelsmenn um að hindra för hinna særðu á sjúkrahús. Halastjarna sem ekki hefur komið nærri jörðu í rúm 50 þúsund ár sést frá Íslandi næstu daga. Tugir manna sem mótmæltu ströngum Covid nítján reglum í Kína í nóvember eru enn í haldi lögreglu. Ekki er vitað hvar sumir þeirra eru niðurkomnir. ---- Það dró til tíðinda í kjaraviðræðum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins í dag. Deilurnar hafa verið í algjörum hnút og Efling sleit viðræðum fyrir rúmum hálfum mánuði. Boðað hafði verið til verkfalls sem beina átti gegn hótelum í Reykjavík, en atkvæðagreiðslu um aðgerðirnar er ekki lokið. Í dag lagði Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari fram miðlunartillögu til að reyna að höggva á hnútinn. Í grunninn felur tillagan í sér það sama og Starfsgreinasambandið samdi um í lok seinasta árs. Það er afturvirkni til 1. nóvember og sömu prósentuhækkanir og í öðrum samningum. Bæði Eflingu og SA ber skylda til að leggja samninginn fram til atkvæðagreiðslu og allir félagsmenn Eflingar eru á kjörskrá, ekki aðeins þeir sem kusu um boðað verkfall, sem voru um 300 manns. Skiptar skoðanir eru meðal almennings í Þýskalandi um þá ákvörðun Olafs Scholz kanslara að senda Úkraínumönnum fullkomna Leopard-2 árásarskriðdreka. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Forsa stofnunarinnar telja 53 af hundraði að ákvörðun kanslarans hafi verið rétt. 39 prósent eru alfarið á móti. Umsjón: Bjarni Rúnarsson. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn fréttaútsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir.

FantasyGandalf
#51 - Þvottaklemma í kynlífi, Sólveig skák og mát með Eflingu og Brotkast.is

FantasyGandalf

Play Episode Listen Later Jan 26, 2023 85:49


Er Efling búin að skemma Eflingu. Það er víst samráð á verkalýðsfélagamarkaðnum, Simmi mátti ekki skrá starfsfólkið sitt hjá VR því Efling á veitingamarkaðinn. Ef þú vilt láta einhvern hverfa þá er besta leiðin til þess að vinna Idol. Fórum yfir handboltan, Lögregludagbók og vitaskuld kynlíf. Góða skemmtun

vr idol ef simmi kynl efling eflingu
Þjóðmál
#108 – Þegar fíflunum fjölgar – starfsmaður á plani í egótrippi – ríkisbankinn sópar upp gjaldeyri

Þjóðmál

Play Episode Listen Later Jan 13, 2023 89:29


Hörður Ægisson og Stefán Einar Stefánsson ræða um stöðuna á vinnumarkaði og þann skaða sem Efling kann að valda með fyrirhuguðum aðgerðum, lélegt val RÚV á álitsgjöfum um viðskipti og efnahagsmál, hvaða þýðingu það hefur að gera sátt við yfirvöld, um skrýtinn fréttaflutning af mengun í Reykjavík, uppsagnir forstjóra og loks stöðuna á gjaldeyrismarkaði. Það er því komið víða við í þætti dagsins .

FantasyGandalf
#49 - Edda Flak í Eyjum, Efling vill vesen og sjálfsfróun í neyð !

FantasyGandalf

Play Episode Listen Later Jan 12, 2023 76:09


Edda Flak eða Edda Falak. Eru Eyjamenn í ruglinu ? Efling hefur engan áhuga á samningum, elska vesen og vilja verkföll. Hvenær ertu í sjálfsfróunarneyð, Lögregludagbókin og Harry Prins er alveg að missa coolið. Þetta og margt annað í þætti vikunar sem er mættur í eyrun á þér, þér að kostnaðarlausu. Góða skemmtun !

edda flak hven eyjum efling edda falak
Spegillinn
Verkbann mögulegt, frestun verkfalls, hjúkrunarrými og sérsveit Nato

Spegillinn

Play Episode Listen Later Jan 11, 2023


Spegillinn 11. janúar 2023 Umsjónamaður: Hafdís Helga Helgadóttir Tæknimaður: Mark Eldred Atvinnurekendur geta gripið til verkbanns, að senda launalaust fólk heim, til að bregðast við verkföllum. Framkvæmdastjóri Kynnisferða segist styðja verkbann ákveði Samtök atvinnulífsins að fara þá leið. Flóttafólk hefur nú þegar komið sér fyrir í húsi sem Grindarvíkurbær segir Vinnumálastofnun hafa leigt undir fólkið í leyfisleysi. Grindavíkurbær og Vinnumálastofnun greinir á um heimild stofnunarinnar að hýsa flóttamenn á hóteli í bænum. Loftmengun í Reykjavík er nú yfir heilsuverndarmörkum. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að áfram sé gert ráð fyrir slæmum loftgæðum. Pakkaferðir á heimsmeistaramótið í handbolta hafa rokselst. Gríðarlegur áhugi er á íslenska karlalandsliðinu, sem leikur sinn fyrsta leik á mótinu gegn Portúgal á morgun. 120 ferðamenn voru lagðir inn á sjúkrahúsið á akureyri á síðasta ári. Sjúkrahúsið hefur aldrei sinnt eins mörgum erlendum ferðamönnum og á nýliðnu ári. Snjóflóðaratsjá Veðurstofunnar á Flateyri nam allstórt flóð sem féll í Miðhryggsgili, innan við Flateyri, í gærkvöld. Flóðið stöðvaðist um fjörutíu metra ofan við veg. Lögregla í Brasilíu hefur aukið viðbúnað eftir að fylgismenn Jairs Bolsonaro Brasilíuforseta boðuðu til mótmæla í helstu borgum landsins á morgun. ------------------------------------------------------- Staðan í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins er þröng eftir að Efling sleit viðræðum í gær. Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, vinnumarkaðsfræðingur og dósent við Háskóla Íslands veltir fyrir sér hvort æskilegt væri að sáttasemjari hefði heimild til að fresta verkfalli í stað þess að Alþingi gripi inn í vinnudeilur með lagasetningu. Reglur um verkfallsboðun eru skýrar. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Gylfa Dalmann Aðalsteinsson. Vandi Landspítalans og bráðamóttökunnar hefur varla farið fram hjá nokkrum manni. Hvorki að undanförnu né undanfarin ár, jafnvel áratugi. Líkt og vandamálið sjálft, er lausnin auðsjáanleg. Nokkuð sem tíðrætt hefur verið um í áraraðir. Það er yfirfull nýting á leguplássum spítalans vegna fráflæðisvanda eða útskriftarvanda aldraðra. Eldra fólk sem kemur til aðhlynningar á spítalann en kemst ekki þaðan út, jafnvel svo mánuðum skiptir, vegna skorts á úrræðum fyrir þau. Öldruðum kemur til með að fjölga hratt á næstu áratugum. Hafdís Helga Helgadóttir talaði við Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra um stöðuna. Evrópusambandið og Atlantshafsbandalagið ætla að stofna sérsveit sem ætlað er að koma í veg fyrir að skemmdir verði unnar

Spegillinn
Verkbann mögulegt, frestun verkfalls, hjúkrunarrými og sérsveit Nato

Spegillinn

Play Episode Listen Later Jan 11, 2023 11:27


Spegillinn 11. janúar 2023 Umsjónamaður: Hafdís Helga Helgadóttir Tæknimaður: Mark Eldred Atvinnurekendur geta gripið til verkbanns, að senda launalaust fólk heim, til að bregðast við verkföllum. Framkvæmdastjóri Kynnisferða segist styðja verkbann ákveði Samtök atvinnulífsins að fara þá leið. Flóttafólk hefur nú þegar komið sér fyrir í húsi sem Grindarvíkurbær segir Vinnumálastofnun hafa leigt undir fólkið í leyfisleysi. Grindavíkurbær og Vinnumálastofnun greinir á um heimild stofnunarinnar að hýsa flóttamenn á hóteli í bænum. Loftmengun í Reykjavík er nú yfir heilsuverndarmörkum. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að áfram sé gert ráð fyrir slæmum loftgæðum. Pakkaferðir á heimsmeistaramótið í handbolta hafa rokselst. Gríðarlegur áhugi er á íslenska karlalandsliðinu, sem leikur sinn fyrsta leik á mótinu gegn Portúgal á morgun. 120 ferðamenn voru lagðir inn á sjúkrahúsið á akureyri á síðasta ári. Sjúkrahúsið hefur aldrei sinnt eins mörgum erlendum ferðamönnum og á nýliðnu ári. Snjóflóðaratsjá Veðurstofunnar á Flateyri nam allstórt flóð sem féll í Miðhryggsgili, innan við Flateyri, í gærkvöld. Flóðið stöðvaðist um fjörutíu metra ofan við veg. Lögregla í Brasilíu hefur aukið viðbúnað eftir að fylgismenn Jairs Bolsonaro Brasilíuforseta boðuðu til mótmæla í helstu borgum landsins á morgun. ------------------------------------------------------- Staðan í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins er þröng eftir að Efling sleit viðræðum í gær. Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, vinnumarkaðsfræðingur og dósent við Háskóla Íslands veltir fyrir sér hvort æskilegt væri að sáttasemjari hefði heimild til að fresta verkfalli í stað þess að Alþingi gripi inn í vinnudeilur með lagasetningu. Reglur um verkfallsboðun eru skýrar. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Gylfa Dalmann Aðalsteinsson. Vandi Landspítalans og bráðamóttökunnar hefur varla farið fram hjá nokkrum manni. Hvorki að undanförnu né undanfarin ár, jafnvel áratugi. Líkt og vandamálið sjálft, er lausnin auðsjáanleg. Nokkuð sem tíðrætt hefur verið um í áraraðir. Það er yfirfull nýting á leguplássum spítalans vegna fráflæðisvanda eða útskriftarvanda aldraðra. Eldra fólk sem kemur til aðhlynningar á spítalann en kemst ekki þaðan út, jafnvel svo mánuðum skiptir, vegna skorts á úrræðum fyrir þau. Öldruðum kemur til með að fjölga hratt á næstu áratugum. Hafdís Helga Helgadóttir talaði við Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra um stöðuna. Evrópusambandið og Atlantshafsbandalagið ætla að stofna sérsveit sem ætlað er að koma í veg fyrir að skemmdir verði unnar

Spegillinn
Efling slítur kjaraviðræðum og forsetakosningar í Tyrklandi

Spegillinn

Play Episode Listen Later Jan 10, 2023 9:51


Spegillinn 10. janúar 2023. Efling sleit í dag kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Formaður Eflingar segir baklandið reiðubúið til harðra aðgerða, en ekki er samhljómur innan stjórnar um ágæti verkfalla. Formaður SA segist efast um að vilji félagsmanna sé að fara í verkfall og að forysta Eflingar hafi viljað grípa til verkfalla frá því að viðræður hófust. Ríkissáttasemjari hefur þungar áhyggjur af stöðunni sem upp er komin í verkalýðshreyfingunni. Innviðaráðuneytið er ósammála bæði heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar og Sambandi íslenskra sveitarfélaga um hvort grípa megi til sérstakra aðgerða til að takmarka umferð í því skyni að draga úr loftmengun. Ráðuneytið segir sveitarfélögin í fullum rétti til að grípa til aðgerða. Stjórnvöld í Íran hafa hótað hörðum refsingum gegn þeim konum sem brjóta strangar reglur ríkisins um klæðaburð. Enn einn mótmælandinn hefur verið dæmdur til dauða í landinu. Enn á ný fer flórgoðum landsins fækkandi. Líffræðingur á Náttúrustofu Norðausturlands telur stofninn ekki í hættu en mikilvægt sé að fylgjast grannt með framvindu mála. ------ Samningaviðræðum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins var slitið í dag. Nú fer í hönd undirbúningur og kosning um verkfallsaðgerðir meðal félaga í stéttarfélaginu. Formaður Eflingar segir baklandið reiðubúið til harðra aðgerða, en ekki er samhljómur innan stjórnar um ágæti verkfalla. Formaður SA segist efast um að vilji félagsmanna sé að fara í verkfall og að forysta Eflingar hafi viljað grípa til verkfalla frá því að viðræður hófust. Ríkissáttasemjari hefur þungar áhyggjur af þeirri stöðu sem upp er komin í verkalýðshreyfingunni. Spegillinn ræddi við Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann Eflingar, Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóra SA og Aðalstein Leifsson ríkissáttasemjara. Forsetakosningar verða í Tyrklandi í júní. Recep Tayyip Erdogan hefur löngu lýst því yfir að hann sækist eftir endurkjöri. Óvíst er um mótframbjóðendur. Sá sem helst var búist við að myndi veita honum samkeppni er kominn í fangelsi og hefur verið bannað að taka þátt í stjórnmálum. Umsjón: Bjarni Rúnarsson Tæknimaður: Markús Hjaltason Stjórn fréttaútsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir.

Spegillinn
Efling slítur kjaraviðræðum og forsetakosningar í Tyrklandi

Spegillinn

Play Episode Listen Later Jan 10, 2023


Spegillinn 10. janúar 2023. Efling sleit í dag kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Formaður Eflingar segir baklandið reiðubúið til harðra aðgerða, en ekki er samhljómur innan stjórnar um ágæti verkfalla. Formaður SA segist efast um að vilji félagsmanna sé að fara í verkfall og að forysta Eflingar hafi viljað grípa til verkfalla frá því að viðræður hófust. Ríkissáttasemjari hefur þungar áhyggjur af stöðunni sem upp er komin í verkalýðshreyfingunni. Innviðaráðuneytið er ósammála bæði heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar og Sambandi íslenskra sveitarfélaga um hvort grípa megi til sérstakra aðgerða til að takmarka umferð í því skyni að draga úr loftmengun. Ráðuneytið segir sveitarfélögin í fullum rétti til að grípa til aðgerða. Stjórnvöld í Íran hafa hótað hörðum refsingum gegn þeim konum sem brjóta strangar reglur ríkisins um klæðaburð. Enn einn mótmælandinn hefur verið dæmdur til dauða í landinu. Enn á ný fer flórgoðum landsins fækkandi. Líffræðingur á Náttúrustofu Norðausturlands telur stofninn ekki í hættu en mikilvægt sé að fylgjast grannt með framvindu mála. ------ Samningaviðræðum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins var slitið í dag. Nú fer í hönd undirbúningur og kosning um verkfallsaðgerðir meðal félaga í stéttarfélaginu. Formaður Eflingar segir baklandið reiðubúið til harðra aðgerða, en ekki er samhljómur innan stjórnar um ágæti verkfalla. Formaður SA segist efast um að vilji félagsmanna sé að fara í verkfall og að forysta Eflingar hafi viljað grípa til verkfalla frá því að viðræður hófust. Ríkissáttasemjari hefur þungar áhyggjur af þeirri stöðu sem upp er komin í verkalýðshreyfingunni. Spegillinn ræddi við Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann Eflingar, Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóra SA og Aðalstein Leifsson ríkissáttasemjara. Forsetakosningar verða í Tyrklandi í júní. Recep Tayyip Erdogan hefur löngu lýst því yfir að hann sækist eftir endurkjöri. Óvíst er um mótframbjóðendur. Sá sem helst var búist við að myndi veita honum samkeppni er kominn í fangelsi og hefur verið bannað að taka þátt í stjórnmálum. Umsjón: Bjarni Rúnarsson Tæknimaður: Markús Hjaltason Stjórn fréttaútsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir.

Spegillinn
Bætur til Erlu Bollasdóttur, samningar SA og Eflingar og óveður

Spegillinn

Play Episode Listen Later Dec 22, 2022 9:41


Spegillinn 22. desember 2022. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar fréttahluta: Margrét Júlía Ingimarsdóttir. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir mikilvægt að sátt hafi náðst við Erlu Bolladóttur og greiða henni bætur vegna gæsluvarðhalds í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Erla segist loksins vera laus úr málinu. Andri Yrkill Valsson tók saman. Jóhannes Gissurarson, oddviti Skaftárhrepps hefur áhyggjur af að gengið sé of langt í tillögu umhverfisstofnunar um friðlýsingu vatnasviðs Skaftár vegna Búlandsvirkjunnar. Ásta Hlín Magnúsdóttir talaði við hann og Heiðu Guðnýju Ásgeirsdóttur landeiganda í Skaftárhreppi. Fimm konur voru handteknar í Kabúl í Afganistan í dag fyrir að taka þátt í mótmælum vegna banns talibana við að konur fái að læra í háskólum landsins. Róbert Jóhannsson sagði frá. RÚV og Matvælastofnun voru sýknuð af skaðabótakröfu Brúneggja í dag. Eigendum Brúneggja var gert að greiða háan málskostnað beggja aðila, sem fá fordæmi eru fyrir. Oddur Þórðarson sagði frá. Hamborgarhryggurinn er langvinsælastur á matborðum landsmanna á aðfangadagskvöld. Lambakjöt, annað en hangikjöt, kalkúnn, rjúpur og nautakjöt koma þar á eftir. Jólaverslunin gengur vel og ösin afar mikil en faraldurinn setti svip sinn á síðustu jól. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir tók saman og talaði við Alexander Þórsson verslunarstjóri Bónuss á Smáratorgi. ------------ Samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hittast á fundi milli jóla og nýárs. SA hafnaði nýrri kröfugerð Eflingar í morgun og ítrekar að SGS samningurinn sé viðmiðið en það getur Efling ekki fallist á. Það er brostið á með óveðri í vesturhluta Bandaríkjanna. Aðstæður eru sagðar geta orðið lífshættulegar, einkum í mið- og austurríkjunum, þar sem vindkælingin getur farið niður í fjörutíu stiga frost og jafnvel sextíu á einstaka stöðum. Við slíkar aðstæður kelur fólk á innan við fimm mínútum. Veðrið gæti raskað ferðum milljóna manna. Ásgeir Tómasson sagði frá. Rætt við Veronicu Wyman flugfarþega, og eiganda byggingarvöruverslunar í Portland í Oregon. Á hverjum sólarhring leita tugir fólks skjóls í neyðarskýlum í Reykjavík, ekki síst nú þegar veturinn er brostinn á af fullum þunga. Í síðustu úttekt Reykjavíkurborgar á fjölda heimilislausra, sem gerð var í október í fyrra, voru 87 konur heimilislausar og 214 karlmenn. Í sumar jókst aðsókn í gistiskýlin til muna svo ætla má að þessar tölur séu hærri núna. Bjarni Rúnarsson talaði við Heiðu Björg Hilmisdóttur, borgarfulltrúa (S) sem situr í velferðarráði.

Spegillinn
Bætur til Erlu Bollasdóttur, samningar SA og Eflingar og óveður

Spegillinn

Play Episode Listen Later Dec 22, 2022


Spegillinn 22. desember 2022. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar fréttahluta: Margrét Júlía Ingimarsdóttir. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir mikilvægt að sátt hafi náðst við Erlu Bolladóttur og greiða henni bætur vegna gæsluvarðhalds í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Erla segist loksins vera laus úr málinu. Andri Yrkill Valsson tók saman. Jóhannes Gissurarson, oddviti Skaftárhrepps hefur áhyggjur af að gengið sé of langt í tillögu umhverfisstofnunar um friðlýsingu vatnasviðs Skaftár vegna Búlandsvirkjunnar. Ásta Hlín Magnúsdóttir talaði við hann og Heiðu Guðnýju Ásgeirsdóttur landeiganda í Skaftárhreppi. Fimm konur voru handteknar í Kabúl í Afganistan í dag fyrir að taka þátt í mótmælum vegna banns talibana við að konur fái að læra í háskólum landsins. Róbert Jóhannsson sagði frá. RÚV og Matvælastofnun voru sýknuð af skaðabótakröfu Brúneggja í dag. Eigendum Brúneggja var gert að greiða háan málskostnað beggja aðila, sem fá fordæmi eru fyrir. Oddur Þórðarson sagði frá. Hamborgarhryggurinn er langvinsælastur á matborðum landsmanna á aðfangadagskvöld. Lambakjöt, annað en hangikjöt, kalkúnn, rjúpur og nautakjöt koma þar á eftir. Jólaverslunin gengur vel og ösin afar mikil en faraldurinn setti svip sinn á síðustu jól. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir tók saman og talaði við Alexander Þórsson verslunarstjóri Bónuss á Smáratorgi. ------------ Samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hittast á fundi milli jóla og nýárs. SA hafnaði nýrri kröfugerð Eflingar í morgun og ítrekar að SGS samningurinn sé viðmiðið en það getur Efling ekki fallist á. Það er brostið á með óveðri í vesturhluta Bandaríkjanna. Aðstæður eru sagðar geta orðið lífshættulegar, einkum í mið- og austurríkjunum, þar sem vindkælingin getur farið niður í fjörutíu stiga frost og jafnvel sextíu á einstaka stöðum. Við slíkar aðstæður kelur fólk á innan við fimm mínútum. Veðrið gæti raskað ferðum milljóna manna. Ásgeir Tómasson sagði frá. Rætt við Veronicu Wyman flugfarþega, og eiganda byggingarvöruverslunar í Portland í Oregon. Á hverjum sólarhring leita tugir fólks skjóls í neyðarskýlum í Reykjavík, ekki síst nú þegar veturinn er brostinn á af fullum þunga. Í síðustu úttekt Reykjavíkurborgar á fjölda heimilislausra, sem gerð var í október í fyrra, voru 87 konur heimilislausar og 214 karlmenn. Í sumar jókst aðsókn í gistiskýlin til muna svo ætla má að þessar tölur séu hærri núna. Bjarni Rúnarsson talaði við Heiðu Björg Hilmisdóttur, borgarfulltrúa (S) sem situr í velferðarráði.

Spegillinn
Kjaraviðræður, fjárhagsáætlun Reykjavíkur og öryggismál í Evrópu

Spegillinn

Play Episode Listen Later Dec 7, 2022


Spegillinn 7. desember 2022 Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir. Samninganefnd Eflingar hefur vísað viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir sagði frá. Rætt var við Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR og Kristján Þórður Snæbjarnarson, formann Rafiðnaðarsambands Íslands. Efling var í dag dæmd til greiðslu bóta í úrskurðum þriggja dóma sem fyrrverandi starfsmenn félagsins höfðuðu í kjölfar uppsagna. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir sagði frá. Dagur B Eggertsson borgarstjóri segir að málaflokkur fatlaðs fólks vegi þungt í 15 milljarða hallarekstri borgarinnar. Viðræðum á milli ríkis og sveitarfélaga um málaflokkinn verði að ljúka sem fyrst. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segist vita til þess að ríkisstjórnin sé með lausnir á teikniborðinu. Bjarni Rúnarsson ræddi við þau um nýgerða fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2023. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að innrás Rússa í Úkraínu hafi haft mikil áhrif á þróun öryggismála í Evrópu. Hernaðarlegt mikilvægi Íslands hefur aukist samkvæmt nýrri skýrslu þjóðaröryggisráðs. Höskuldur Kári Schram ræddi við hana. Íbúafjölgun í Norðurþingi hefur verið talsvert hraðari en sveitarstjórn gerði ráð fyrir og húsnæði skortir, þá helst á Húsavík. Katrín Sigurjónsdóttir veitarstjóri segist binda vonir við að á næstu árum náist að anna eftirspurn. Velt sé við öllum steinum til þess að anna eftirspurn eftir húsnæði. Ólöf Rún Erlendsdóttir talaði við Katrínu. Kviðdómur í New York-ríki sakfelldi í gær The Trump Organization, fasteignafyrirtæki Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, fyrir skattsvik. Sjálfur var hann ekki ákærður í málinu. Ásgeir Tómasson sagði frá.

Spegillinn
Kjaraviðræður, fjárhagsáætlun Reykjavíkur og öryggismál í Evrópu

Spegillinn

Play Episode Listen Later Dec 7, 2022 8:39


Spegillinn 7. desember 2022 Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir. Samninganefnd Eflingar hefur vísað viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir sagði frá. Rætt var við Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR og Kristján Þórður Snæbjarnarson, formann Rafiðnaðarsambands Íslands. Efling var í dag dæmd til greiðslu bóta í úrskurðum þriggja dóma sem fyrrverandi starfsmenn félagsins höfðuðu í kjölfar uppsagna. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir sagði frá. Dagur B Eggertsson borgarstjóri segir að málaflokkur fatlaðs fólks vegi þungt í 15 milljarða hallarekstri borgarinnar. Viðræðum á milli ríkis og sveitarfélaga um málaflokkinn verði að ljúka sem fyrst. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segist vita til þess að ríkisstjórnin sé með lausnir á teikniborðinu. Bjarni Rúnarsson ræddi við þau um nýgerða fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2023. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að innrás Rússa í Úkraínu hafi haft mikil áhrif á þróun öryggismála í Evrópu. Hernaðarlegt mikilvægi Íslands hefur aukist samkvæmt nýrri skýrslu þjóðaröryggisráðs. Höskuldur Kári Schram ræddi við hana. Íbúafjölgun í Norðurþingi hefur verið talsvert hraðari en sveitarstjórn gerði ráð fyrir og húsnæði skortir, þá helst á Húsavík. Katrín Sigurjónsdóttir veitarstjóri segist binda vonir við að á næstu árum náist að anna eftirspurn. Velt sé við öllum steinum til þess að anna eftirspurn eftir húsnæði. Ólöf Rún Erlendsdóttir talaði við Katrínu. Kviðdómur í New York-ríki sakfelldi í gær The Trump Organization, fasteignafyrirtæki Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, fyrir skattsvik. Sjálfur var hann ekki ákærður í málinu. Ásgeir Tómasson sagði frá.

Pyngjan
Föstudagskaffið: META hendir í uppsögn ala Efling

Pyngjan

Play Episode Listen Later Nov 11, 2022 44:49


Það var drekkhlaðið föstudagskaffið þennan morguninn. Mikið af fréttum og mikið fjör. Auðæfi Scam Bankfraud þurrkuðust út á einum sólarhring, allir brjálaðir út af Svala, Bubbi Morthens prentar peninga, Bláa Lónið á markað og fl. fréttir. Svo hafa fjöldauppsagnir verið í tísku á árinu og fer Iddi yfir stærstu hópuppsagnir sögunnar og fleira til. Góða helgi!

Mannlegi þátturinn
Foreldrafærni, Edda Erlends, Halldór Laxness og Ása Baldurs

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Mar 23, 2022 50:00


Alexía Margrét Jakobsdóttir hlaut viðurkenningu Sálfræðingafélags Íslands fyrir framúrskarandi lokaverkefni fyrir meistararitgerð sína í klínískri sálfræði. Ritgerðin ber heitið Efling foreldrafærni meðal flóttafólks: Er það fýsileg meðferðarnálgun við íslenskar aðstæður? Flóttafólk er sístækkandi hópur í Evrópu og víðar sem glímir við mikið álag og áföll, það var því fróðlegt að fá Alexíu Margréti til að segja okkur frá efni ritgerðarinnar og því hverju hún komst að í þættinum í dag. Ævintýrið Hver vill hugga krílið? er tónverk sem segir frá litlum dreng sem er mjög feiminn og þorir ekki að vingast við nokkurn fyrr en hann hittir litla stúlku sem er enn hræddari við lífið en hann. Þá finnur hann kjarkinn. Tónverkið er fyrir barnakór, hljómsveit og sögumann. Verkið er eftir Olivier Manoury og er samið við sögu Tove Jansson í þýðingu Þórarins Eldjárn. Edda Erlendsdóttir píanóleikari kom í þáttinn og sagði frá. Í gær voru liðin 74 ár frá því að Atómstöðin eftir Halldór Laxness kom út. Þór Fjalar Hallgrímsson, nemi í hagnýtri menningarmiðlun hjá Háskóla Íslands, er þessa dagana í starfsnámi hér á Rás 1 og hann fann í safni útvarpsins viðtal sem Matthías Johannessen tók við skáldið árið 1964. Við fengum Þór til að klippa fyrir okkur bút úr viðtalinu, þar sem Halldór ræðir meðal annars um æskuminningar, ömmu sína og föður sinn og við fluttum þennan bút í þættinum. Ása Baldursdóttir kom til okkar í dag og sagði okkur frá áhugaverðum hlaðvarpsþætti og heimildarmynd og hún var ekkert að spara stóru orðin þegar hún sendi okkur upplýsingar um efni dagsins: Hún sem sagt sagðist ætla að segja frá einu svakalegasta glæpahlaðvarpi sem hún hefur hlustað á og einni bestu tónlistarheimildarmynd sem hún hefur séð á ævinni, og þó er af nógu að taka. Ása réttlætir þessi stóru orð í þættinum, en hlaðvarpsþáttaröðin heitir The Thing About Pam og tónlistarheimildamyndin heitir Homecoming eftir Beyonce Knowles. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

The Week in Iceland
The Week in Iceland, 21 February 2022

The Week in Iceland

Play Episode Listen Later Feb 21, 2022


Alex Elliott is joined this week by the broadcast journalist and chair of the Icelandic journalists' association, Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Topics of discussion this week include: the storms battering Iceland, the police investigation against investigative journalists, the leadership election within the Efling union, and more. Today's closing song is Shum, by Go_A.

Morgunútvarpið
4. feb - Jarðgöng, leitin, Efling, dauðinn og Birgitta Birgisdóttir

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Feb 4, 2022


Morgunblaðið greindi frá því í gær að undirbúningsvinna sem sveitarfélög á Vestfjörðum og samtök þeirra hafa verið í hafi skilað sér í því að líkur eru á að tvö jarðgangaverkefni verði efst á dagskrá. Annars vegar eru það tvenn göng á Suðurfjörðum, undir Mikladal og Hálfdán, og hins vegar Súðavíkurgöng. Við ræddum við Hrein Haraldsson, fyrrverandi Vegamálastjóra sem vann skýrslu fyrir KPMG um jarðgöng á svæðinu. Við ræddum einnig við Davíð Má Bjarnason, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, um leitina að lítilli fjögurra sæta flugvél. Í úttekt sálfræði- og ráðgjafastofunnar Líf og sál sem greint var frá í gær er stjórnunarháttum Sólveigar Önnu Jónsdóttur, fyrrverandi formanns stéttarfélagsins sem nú býður sig fram á ný, og Viðar Þorsteinssonar fyrrverandi framkvæmdastjóra Eflingar lýst sem einelti og Viðar sakaður um kvenfyrirlitningu. Viðar Þorsteinsson var gestur okkar um miðbik þáttar. Upp úr klukkan átta förum við yfir fréttir vikunnar með góðum gestum, í þetta skiptið Kolbeini Tuma Daðasyni, fréttastjóra Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis, og Önnu Lilju Þórisdóttur, fréttakonu hér á Ríkisútvarpinu. Nokkur fjöldi fólks vinnur nálægt dauðanum dag hvern, til dæmis læknar og hjúkrunarfræðingar, lögreglufólk, prestar og starfsfólk kirkjugarða. Og oft beita þau húmor til að komast í gegnum daginn. Það er allavega niðurstaða rannsóknar Grétu Karenar Friðriksdóttur, þjóðfræðings sem við ræddum við upp úr klukkan hálf níu. Leikkonan Birgitta Birgisdóttir bregður sér von bráðar aftur í líki skáldkonunnar Ástu Sigurðardóttur á fjölum Þjóðleikhússins en að þessu sinni er sýningin komin á Stóra sviðið. Hún kom til okkar í lok þáttar að tala um lífið og leikinn. Tónlist: Sycamore Tree - La flamme Sam Fender - Seventeen going under Moses Hightower - Allt í góðu lagi Stuðmenn - Sigurjón Digri Cease Tone - Ég var að spá Aerosmith - I dont want to miss a thing

Morgunútvarpið
4. feb - Jarðgöng, leitin, Efling, dauðinn og Birgitta Birgisdóttir

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Feb 4, 2022


Morgunblaðið greindi frá því í gær að undirbúningsvinna sem sveitarfélög á Vestfjörðum og samtök þeirra hafa verið í hafi skilað sér í því að líkur eru á að tvö jarðgangaverkefni verði efst á dagskrá. Annars vegar eru það tvenn göng á Suðurfjörðum, undir Mikladal og Hálfdán, og hins vegar Súðavíkurgöng. Við ræddum við Hrein Haraldsson, fyrrverandi Vegamálastjóra sem vann skýrslu fyrir KPMG um jarðgöng á svæðinu. Við ræddum einnig við Davíð Má Bjarnason, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, um leitina að lítilli fjögurra sæta flugvél. Í úttekt sálfræði- og ráðgjafastofunnar Líf og sál sem greint var frá í gær er stjórnunarháttum Sólveigar Önnu Jónsdóttur, fyrrverandi formanns stéttarfélagsins sem nú býður sig fram á ný, og Viðar Þorsteinssonar fyrrverandi framkvæmdastjóra Eflingar lýst sem einelti og Viðar sakaður um kvenfyrirlitningu. Viðar Þorsteinsson var gestur okkar um miðbik þáttar. Upp úr klukkan átta förum við yfir fréttir vikunnar með góðum gestum, í þetta skiptið Kolbeini Tuma Daðasyni, fréttastjóra Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis, og Önnu Lilju Þórisdóttur, fréttakonu hér á Ríkisútvarpinu. Nokkur fjöldi fólks vinnur nálægt dauðanum dag hvern, til dæmis læknar og hjúkrunarfræðingar, lögreglufólk, prestar og starfsfólk kirkjugarða. Og oft beita þau húmor til að komast í gegnum daginn. Það er allavega niðurstaða rannsóknar Grétu Karenar Friðriksdóttur, þjóðfræðings sem við ræddum við upp úr klukkan hálf níu. Leikkonan Birgitta Birgisdóttir bregður sér von bráðar aftur í líki skáldkonunnar Ástu Sigurðardóttur á fjölum Þjóðleikhússins en að þessu sinni er sýningin komin á Stóra sviðið. Hún kom til okkar í lok þáttar að tala um lífið og leikinn. Tónlist: Sycamore Tree - La flamme Sam Fender - Seventeen going under Moses Hightower - Allt í góðu lagi Stuðmenn - Sigurjón Digri Cease Tone - Ég var að spá Aerosmith - I dont want to miss a thing

Morgunútvarpið
4. feb - Jarðgöng, leitin, Efling, dauðinn og Birgitta Birgisdóttir

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Feb 4, 2022 130:00


Morgunblaðið greindi frá því í gær að undirbúningsvinna sem sveitarfélög á Vestfjörðum og samtök þeirra hafa verið í hafi skilað sér í því að líkur eru á að tvö jarðgangaverkefni verði efst á dagskrá. Annars vegar eru það tvenn göng á Suðurfjörðum, undir Mikladal og Hálfdán, og hins vegar Súðavíkurgöng. Við ræddum við Hrein Haraldsson, fyrrverandi Vegamálastjóra sem vann skýrslu fyrir KPMG um jarðgöng á svæðinu. Við ræddum einnig við Davíð Má Bjarnason, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, um leitina að lítilli fjögurra sæta flugvél. Í úttekt sálfræði- og ráðgjafastofunnar Líf og sál sem greint var frá í gær er stjórnunarháttum Sólveigar Önnu Jónsdóttur, fyrrverandi formanns stéttarfélagsins sem nú býður sig fram á ný, og Viðar Þorsteinssonar fyrrverandi framkvæmdastjóra Eflingar lýst sem einelti og Viðar sakaður um kvenfyrirlitningu. Viðar Þorsteinsson var gestur okkar um miðbik þáttar. Upp úr klukkan átta förum við yfir fréttir vikunnar með góðum gestum, í þetta skiptið Kolbeini Tuma Daðasyni, fréttastjóra Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis, og Önnu Lilju Þórisdóttur, fréttakonu hér á Ríkisútvarpinu. Nokkur fjöldi fólks vinnur nálægt dauðanum dag hvern, til dæmis læknar og hjúkrunarfræðingar, lögreglufólk, prestar og starfsfólk kirkjugarða. Og oft beita þau húmor til að komast í gegnum daginn. Það er allavega niðurstaða rannsóknar Grétu Karenar Friðriksdóttur, þjóðfræðings sem við ræddum við upp úr klukkan hálf níu. Leikkonan Birgitta Birgisdóttir bregður sér von bráðar aftur í líki skáldkonunnar Ástu Sigurðardóttur á fjölum Þjóðleikhússins en að þessu sinni er sýningin komin á Stóra sviðið. Hún kom til okkar í lok þáttar að tala um lífið og leikinn. Tónlist: Sycamore Tree - La flamme Sam Fender - Seventeen going under Moses Hightower - Allt í góðu lagi Stuðmenn - Sigurjón Digri Cease Tone - Ég var að spá Aerosmith - I dont want to miss a thing

Morgunútvarpið
6. jan - Veður, efnahagslíf, Efling, Trump og tölvuleikir

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Jan 6, 2022 130:00


Umsjón: Ingvar Þór Björnsson & Snærós Sindradóttir Við byrjuðum þáttinn á að heyra í Teit Arasyni veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands en hann var á vaktinni þar í alla nótt og veit hvar veðrið skall verst á og hvernig þetta allt saman fór framan. Við ræddum við Sigurjón Hendriksson, varðstjóra hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, um útköll á höfuðborgarsvæðinu vegna veðurs. Kórónuveirufaraldurinn hefur litað efnahagslífið hér á landi og annars staðar í um tvö ár núna. Við ræddum við Jón Bjarka Bentsson, aðalhagfræðing Íslandsbanka, um efnahagsárið framundan. Björgunarsveitir hafa staðið í ströngu víða í nótt vegna veðurofsans. Við ræddum við Örnu Margréti Arnardóttur, sem er í björgunarsveitinni Blakk á Patreksfirði. Nú líður að því að félagsmenn Eflingar velji sér nýjan formann en það blés heldur betur um félagið þegar Sólveig Anna Jónsdóttir sagði af sér formennsku fyrr í vetur. Í gær kom til okkar Ólöf Helga Adolfsdóttir, sem býður sig fram til formanns Eflingar en í dag fengum við til okkar Guðmund Jónatan Baldursson, sem einnig býður sig fram til formanns. Ár er síðan hundruð stuðningsmanna Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, réðust að þinghúsinu í Washington-borg, inn í þingsali og skrifstofur þingmanna. Við ræddum við Silju Báru Ómarsdóttur, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, um afleiðingar árásarinnar og hverju hún breytti. Í lok þáttar kom Davíð Kjartan Gestsson, blaðamaður og vefritstjóri, til okkar og ræddi heim tölvuleikjanna. Tónlist: Teitur Magnússon - Monika Lana Del Rey - Tulsa Jesus Freak Sting - Rushing water Þórunn Antonía - Too late Aron Can - Blindar götur Gusgus - Ladyshave Árstíðir - Hvenær kemur sól? Billy Joel - Piano Man The Weeknd - Moth to a flame Kristín Sesselja - WAISTD

Morgunútvarpið
6. jan - Veður, efnahagslíf, Efling, Trump og tölvuleikir

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Jan 6, 2022


Umsjón: Ingvar Þór Björnsson & Snærós Sindradóttir Við byrjuðum þáttinn á að heyra í Teit Arasyni veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands en hann var á vaktinni þar í alla nótt og veit hvar veðrið skall verst á og hvernig þetta allt saman fór framan. Við ræddum við Sigurjón Hendriksson, varðstjóra hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, um útköll á höfuðborgarsvæðinu vegna veðurs. Kórónuveirufaraldurinn hefur litað efnahagslífið hér á landi og annars staðar í um tvö ár núna. Við ræddum við Jón Bjarka Bentsson, aðalhagfræðing Íslandsbanka, um efnahagsárið framundan. Björgunarsveitir hafa staðið í ströngu víða í nótt vegna veðurofsans. Við ræddum við Örnu Margréti Arnardóttur, sem er í björgunarsveitinni Blakk á Patreksfirði. Nú líður að því að félagsmenn Eflingar velji sér nýjan formann en það blés heldur betur um félagið þegar Sólveig Anna Jónsdóttir sagði af sér formennsku fyrr í vetur. Í gær kom til okkar Ólöf Helga Adolfsdóttir, sem býður sig fram til formanns Eflingar en í dag fengum við til okkar Guðmund Jónatan Baldursson, sem einnig býður sig fram til formanns. Ár er síðan hundruð stuðningsmanna Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, réðust að þinghúsinu í Washington-borg, inn í þingsali og skrifstofur þingmanna. Við ræddum við Silju Báru Ómarsdóttur, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, um afleiðingar árásarinnar og hverju hún breytti. Í lok þáttar kom Davíð Kjartan Gestsson, blaðamaður og vefritstjóri, til okkar og ræddi heim tölvuleikjanna. Tónlist: Teitur Magnússon - Monika Lana Del Rey - Tulsa Jesus Freak Sting - Rushing water Þórunn Antonía - Too late Aron Can - Blindar götur Gusgus - Ladyshave Árstíðir - Hvenær kemur sól? Billy Joel - Piano Man The Weeknd - Moth to a flame Kristín Sesselja - WAISTD

Morgunútvarpið
5. jan. - Kvennakraftur, handrit, staðnám HÍ, Efling, rafmagn, tónlist

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Jan 5, 2022 130:00


Kolbrún Björnsdóttir reis upp úr sófanum fyrir nokkrum árum og stundar nú útivist af kappi, m.a. með því að leiða verkefnið Kvennakraft sem fer af stað að nýju nú í byrjun árs. Kolla kíkti til okkar og sagði okkur frá. Í gær var athyglisverð frétt í Fréttablaðinu um að Danir hyggist lána fimm íslensk fornhandrit til Noregs en vilji þó ekki setja fordæmi um að láta fleiri slík af hendi rakna meðal annars af ótta við að Íslendingar krefjist þess þá að fá handritin heim í vörslu hér á landi. Starfandi er nefnd á milli landanna um framtíð íslensku handritanna sem verið hafa í Danmörku frá 17. öld. Til okkar kom Haraldur Bernharðsson, forstöðumaður Miðaldastofu Háskóla Íslands. Kennsla hófst aftur í Háskóla Íslands í vikunni en þar er stefnt að staðkennslu þrátt fyrir fjölda kórónuveirusmita. Við heyrðum í Jóni Atla Benediktssyni, rektor Háskólans, um önnina fram undan og áhrif faraldursins á nemendur og starfsfólk. Í gær tilkynnti Ólöf Helga Adolfsdóttir, varaformaður Eflingar, um framboð sitt til formanns. Það hefur gustað um Eflingu í vetur en Sólveig Anna Jónsdóttir sagði af sér embætti formanns í blálok október síðastliðins. Ólöf Helga var gestur okkar. Bændurnir Gróa Jóhannsdóttir og Arnaldur Sigurðsson á bænum Hlíðarenda í Breiðdal á Austurlandi þurftu að þola 14 klukkustunda rafmagnsleysi á mánudag og eru fyrir löngu orðin þreytt á því sem þau kalla diskórafmagn, en þau þurfa oft að glíma við skyndilegt rafmagnsleysi á bænum sem er slæmt, því hjónin stóla á rafmagn til að gefa sauðfénu og bærinn er kyntur með rafmagni og því verður afskaplega kalt í kotinu þegar lengi er rafmagnslaust. Við hringdum austur í Breiðdal og heyrðum í Gróu um aðstæður þeirra hjóna. Opnað hefur verið fyrir innsendingar til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem að öllu óbreyttu verða afhent í mars. Gerðar hafa verið breytingar á verðlaunaflokkum söngvara, sem ekki eru lengur kyngreindir enda kynin ekki bara í steríó, eins og segir í tilkynningu frá verðlaunahátíðinni. Kristján Freyr Halldórsson framkvæmdastjóri Íslensku tónlistarverðlaunanna kíkti til okkar og sagði okkur allt um fyrirkomulag verðlaunanna í ár. Tónlist: Erla og Gréta - Ég á heiminn með þér. Corinne Bailey Rae - Put your records on. Ásgeir Trausti - Sunday drive. Júníus Meyvant - Ástarsæla. Pink og Nate Ruess - Just give me a reason. Mammút - The moon will never turn on me. Hjálmar og Prins Póló - Grillið inn. Stebbi og Eyfi - Helga. Post Malone - Only wanna be with you. Bríet - Sólblóm. Moses Hightower - Stundum.

The Week in Iceland
The Week in Iceland, 08 November 2021

The Week in Iceland

Play Episode Listen Later Nov 8, 2021


Alex Elliott is joined this week by the entertainer and radio & television presenter Felix Bergsson. Highlights this week include: the final week of COP26, the return of covid restrictions, the crisis within the Efling union, the future of Akureyri's cats, and much more. Today's closing song is Öldurótið, by Ásgeir Trausti.

iceland akureyri trausti efling felix bergsson
Morgunútvarpið
2. nóv - Guðni Ágústsson, Lögreglustjóri, Efling, CCP og Árborg

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Nov 2, 2021 130:00


Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, gaf í dag út bókina Guðni á ferð og flugi. Þar fer Guðni með lesandann í ferðalag um hinar dreiðu byggðir Íslands og heimsækir fólk af öllu tagi. Við ræddum við þennan sagnamann um bókina, en einnig um stöðu stjórnmálanna og Framsóknarflokksins í kjölfar Alþingiskosninga. Fjölmiðar undanfarið hafa fjallað um meintan byrlunarfaraldur í miðbæ Reykjavíkur sem og á Akureyri. Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, kom til okkar og ræddi um þetta mál en einnig um samfélagsmiðlareglur lögreglumanna. Mikið hefur gengið á í Eflingu undanfarna sólarhringa. Við ræddum við Kolbein Marteinsson, almannatengil, og Sumarliða Ísleifsson, lektor í sagnfræði við Háskóla Íslands, um þessa fordæmalausu stöðu, orðræðuna og möguleg áhrif á kjarabaráttu. Hverjum hefði grunað að tölvuleikjaspilarar gætu hjálpað vísindamönnum um allan heim að leysa flókin rannsóknarefni? Að minnsta kosti starfsfólki CCP en innan leiksins Eve Online má finna verkefnið Project Discovery þar sem spilarar hjálpa vísindamönnum að finna exóplánetur og flokka prótein sem meðal annars aðstoða við rannsóknir gegn Covid-19. Við ræddum við Berg Finnbogason, creative director hjá CCP. Íbúðaverð hefur víða hækkað meira en á höfuðborgarsvæðinu undanfarið. Í þéttbýliskjörnum umhverfis höfuðborgarsvæðið hækkaði íbúðaverð mest í Árborg á þriðja ársfjórðungi eða um 36 prósent. Íbúðasala eykst einmitt einna mest á Suðurlandi þar sem nú seljast hátt í 40% fleiri íbúðir en fyrir ári síðan. Við ræðum við Gísla Halldór Halldórsson, bæjarstjóra Árborgar, um þessa þróun í byggða- og íbúðamálum. Sævar Helgi Bragason var hjá okkur með stútfullt farteski af vísindum, eins og vanalega. Tónlist: Sváfnir Sig - Stund milli stríða Hákon - Barcelona Vök - Running Wild Ske - Juliette 2 Snorri Helgason - Haustið 97 Ed Sheeran - Bad habits GDRN - Næsta líf

covid-19 bj gu sv ccp miki fj reykjav eve online halld akureyri frams sumarli project discovery efling helgi bragason eflingu
The Snorri Björns Podcast Show
#106 Einar Vilhjálmsson - Efling hins megnuga sjálfs

The Snorri Björns Podcast Show

Play Episode Listen Later Oct 20, 2021 122:13


Einar Vilhjálmsson er einn mesti íþróttamaður sem Íslendingar hafa átt. Hann var íþróttamaður ársins árið '83 '85 og '88 og árið 1985 var hann stigahæsti frjálsíþróttamaður heims þvert á allar frjálsíþróttagreinar. Keppnisferill Einars spannar um 220 mót í 22 löndum og hafnaði hann á verðlaunapalli á 200 þeirra. Við fáum góðar sögur af ferlinum og einnig heimspekilega sýn Einars á lífið um eflingu hins megnuga sjálfs, að spyrja sig og aðra af hverju, hvers vegna er ég að þessu, hvernig er hægt að bæta sig, hvernig hann byggði upp eldmóð fyrir hvert kast (undir gríðarlegri pressu) og að sjálfsöðu hvernig það er að vera eldri bróðir Simma Vill.

Morgunútvarpið
25. feb. - Erlent verkafólk, jarðhræringar, Bokashi, VR og Hatari

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Feb 25, 2021 130:00


Þessa vikuna standa Efling, ASÍ og Starfsgreinasambandið fyrir ráðstefnu eða fyrirlestraröð um aðstæður erlends verkafólks á Íslandi undir yfirskriftinni Mannamunur á vinnumarkaði. Farið er ofan í mismunandi greinar og í dag er ferðaþjónustan á dagskrá. Við fengum til okkar þau Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóra Eflingar og Arndísi Ósk Magnúsdóttur sem gerði rannsókn á upplifun erlends starfsfólks í ferðaþjónustu á COVID 19 tímum, til að ræða þessi mál og fengum einnig viðbrögð Viðars við dómi í máli fjögurra félagsmanna Eflingar gegn fyrirtækjunum Eldum rétt og Menn í vinnu. Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðingur, kom til okkar og ræddi við okkur um jarðskjálftahrinuna sem hófst í gær og hvers sé að vænta með framhaldið. Við fræddumst líka um Bokashi jarðgerð, en sl. sumar hóf Jarðgerðarfélagið í samstarfi með Sorpstöð Rangárvallasýslu bs. og Landgræðsluna tilraunaverkefni á Strönd til að meta nýtni bokashi-jarðgerðar til meðhöndlunar á lífrænum heimilisúrgangi í Rangárvallasýslu. Björk Brynjarsdóttir verkefnisstjóri var á línunni og sagði okkur hvað Bokashi jarðgerð er og hvernig hún nýtist. Helga Guðrún Jónasdóttir og Ragnar Þór Ingólfsson eru bæði í framboði til formanns VR en kosið verður í þessu stærsta stéttarfélagi landsins dagana 8. -12. mars. Þau komu til okkar og ræddu sín framboðsmál. Heimildamyndin A song called hate þar sem fylgst er með för Hatara í Eurovison var frumsýnd á RIFF sl. haust og hefur síðan farið á nokkrar kvikmyndahátíðir. Nú er hún á leið í bíó hér heima á Íslandi og kvikmyndagerðarkonan Anna Hildur Hildibrandsdóttir sem er konan að baki myndinni kíkti til okkar í spjall af því tilefni. Tónlist: Snorri Helgason - Einsemd. Baggalútur - Hlægifíflin. Emilíana Torrini - Big jumps. Bubbi Morthens - Agnes og Friðrik. Hatari - Hatrið mun sigra. Margrét Rán - A song called hate. Hjálmar - Tjörnin. Birnir og Páll Óskar - Spurningar.

Morgunútvarpið
29. jan - Reykjavíkurleikar, útsölur, launaþjófnaður og klukkan sex

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Jan 29, 2021 130:00


Reykjavíkurleikarnir hefjast núna um helgina en þetta eru þrettándu leikarnir og skiptist dagsráin á tvær næstu helgar. Silja Úlfarsdóttir kemur til okkar til að fara yfir dagskránna með okkur. Baldur Björnsson, iðnaðarmaður, skrifaði grein á Vísi í vikunni þar sem hann kvartar yfir því að margar verslanir séu með útsölur og tilboð alla daga ársins. Samkvæmt reglugerð má ekki auglýsa vöru á útsölu nema að hafa selt hana áður á fullu verði. Eftir sex vikur á útsölu eða á tilboðið telst útsöluverðið fulla verðið. Við fáum Breka Karlsson, formann Neytendasamtaka til okkar og spyrjum hvort Baldur hafi lög að mæla og hvort Neytendasamtökin hafi tekið eftir þessu líka. Þórarinn Ævarsson, fyrrum framkvæmdastjóri IKEA og eigandi pizzastaðarins Spaðans, mætir til okkar ásamt Viðari Þorsteinssyni, framkvæmdastjóra Eflingar. Þórarinn segir engu líkara en stéttarfélagið sé að reyna að efna til ófriðar með því að senda frá sér villandi upplýsingar um launaþjófnað. Hann segir að vandinn sé mun minni en Efling heldur fram og að í raun séu sáralitlar líkur á að launþegar verði fyrir því að fá ekki laun sín greidd. Hlaðvarpið Klukkan sex, á vegum UngRÚV , er liður í átaki sem er að fara af stað. Kynfræðslu í skólum er ábótavant og margir krakkar, bæði strákar og stelpur, leita í klám af forvitni. Hlaðvarpið mun bjóða uppá fræðsluefni fyrir ungt fólk. Tala opinskátt um hlutina. Þær Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir verkefnistjóri hjá RÚV og Indíana Rós kynfræðingur koma til okkar til að segja okkur meira. Tónlist: Brimkló - Skólaball Madness - My girl Coldplay - Flags Babybird - You're georgous Hjálmar - Tjörnin Whitney Houston - My love is your love Stereophonics - Handbags and gladrags Nýdönsk - Ég ætla að brosa Elísabet Ormslev - Sugar Johnny Nash - I can see clearly now Ed Sheeran - Afterglow

Morgunútvarpið
20. jan. - G vítamín, launaþjófnaður, nýsköpun, heilsa og Spánn

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Jan 20, 2021 130:00


Þessa dagana er að detta inn um lúguna hjá landsmönnum 30 daga dagatal frá Geðhjálp. Þar er að finna ráðleggingar sem ætlað er að bæta geðheilsu. Markmiðið er að styrkja geðheilsu landsmanna en um leið að fyrirbyggja mögulega bresti og verja okkur í mótbyr. Með daglegri inntöku G-vítamíns myndum við sterkara ónæmi segir þar. G-vítamínið er byggt á Geðorðunum 10 og 14 Lífsorðum Héðins Unnsteinssonar og Þórdísar Rúnarsdóttur. Grímur Atlason framkvæmdarstjóri Geðhjálpar var á línunni. Ársfjórðungsskýrsla kjaramálasviðs Eflingar kom út í vikunni. Hjá trúnaðarráði Eflingar var til umfjöllunar launaþjófnaður gegn verka- og láglaunafólki og sendi fundurinn forsætisráðherra og félagsmálaráðherra bréf þar sem minnt var á að loforð um að taka á brotastarfsemi á vinnumarkaði hafi ekki enn verið efnt. Efling segir að launagreiðslur sem stolið er af Eflingafélögum skipti hundruðum milljóna á ári. Við fengum til okkar Ingólf B. Jónsson aðstoðarsviðstjóra kjaramála hjá Eflingu sem fór aðeins yfir þetta með okkur. Á morgun standa opinberir aðilar að Nýsköpunardegi hins opinbera í annað sinn. Fókus dagsins er hverjir séu jákvæðir lærdómar af verkefnum síðastliðins árs þar sem Covid-19 hefur verið stærsta úrlausnarefnið. Sjónum er m.a. beint að stafrænum byltingum sem segja má að hafi gert kraftaverk á síðasta ári. Þau Íris Huld Christersdóttir, sérfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Þröstur Sigurðsson hjá þjónustu- og nýsköpunarsviði borgarinnar komu til okkar. Ólöf Rún Tryggvadóttir er konan að baki vörumerkinu Eylíf sem er frumkvöðlafyrirtæki í framleiðslu fæðubótarefna úr íslensku hráefni. Hún fór í háskólanám fertug og stofnaði eigin fyrirtæki að viðskiptafræðinámi loknu. Hún hefur mikinn áhuga á heilsu og hefur gert miklar breytingar á sínu eigin lífi eftir að hafa greinst ung með krabbamein. Ólöf Rún kom til okkar í morgunkaffi og ræddi frumkvöðlastarf, heilsutengd mál og hvernig við getum sjálf haft jákvæð áhrif á heilsuna. Við heyrðum í Jóhanni Hlíðar Harðarsyni á Spáni sem fór yfir stöðuna þar hvað Covid og vetrarveðrið varðar, auk þess að segja okkur frá máli sem varðar falsað prófskírteini og áhrif leiðtogaskiptanna í Bandaríkjunum í dag. Tónlist: Helgi Björns, Salka Sól og Reiðmenn vindanna - Saman (höldum út). Leonard Cohen - Darkness. The Cardigans - Live and learn. Blondie - Hangin on the telephone. Cyndi Lauper - Time after time. Stefán Hilmarsson - Heimur allur hlær. Jóhann Helgason - Take your time. Gugusar og Auður - Frosið sólarlag. Ed Sheeran - Afterglow. Jónas Sig. - Dansiði.

Spegillinn
Spegillinn 13. október 2020

Spegillinn

Play Episode Listen Later Oct 13, 2020 30:00


Breytingar á stjórnarskrá nást ekki nema með stuðningi meirihluta þingmanna. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir að þingið skuldi samfélaginu efnislega umræðu um inntak stjórnarskrárákvæða. Höskuldur Kári Schram talaði við hana. Ákall um nýja stjórnarskrá var þvegið af vegg við Sjávarútvegshúsið í gær, það sagði Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata á Alþingi vera táknrænt um afstöðu stjórnvalda sem hefðu háþrýstiþvegið í burtu sannleikann um vanvirðingu þeirra gagnvart þjóðarvilja. Verulega þarfa að bæta úr svo jarðgöng í Fjallabyggð uppfylli öryggiskröfur að fullu. Þetta er mat Samgöngustofu sem hefur kallað eftir úrbótum frá Vegagerðinni. Ágúst Ólafsson ræddi um þetta við Elías Pétursson, bæjarstjóra í Fjallabyggð. Svokallaður launaþjófnaður er vaxandi vandamál á íslenskum vinnumarkaði. Verkalýðsfélagið Efling vill að vanefndir launagreiðslu sæti sekt eða refsingu. Markús Þórhallson sagði frá. Norðmenn saka Rússa um að hafa staðið að árás á tölvukerfi Stórþingsins síðastliðið sumar. Rússar bera af sér sakir. Ine Eriksen Söreide, utanríkisráðherra segir að formlegum mótmælum hafi verið komið til rússneskra stjórnvalda. Ásgeir Tómasson tók saman. Vegna skorts á húsnæði hefur Heilbrigðisstofnun Norðurlands neyðst til að fella niður leghálsskimun á Akureyri um óákveðinn tíma. Jón Helgi Björnsson forstjóri stofnunarinnar vonast til þess að ný aðstaða finnist hratt og örugglega. Óðinn Svan Óðinsson talaði við hann. Það er mikilvægt að fólk gaufi ekki í sífellu í grímunum sínum, enda geta þær verið sóttmengaðar, segir Ása Steinunn Atladóttir verkefnisstjóri sýkingarvarna hjá Landlæknisembættinu. ---- Heildaratvinnuleysi í september mældist tæplega 10%. Atvinnuleysi meðal kvenna á Suðurnesjum er nú vel yfir 22%. Arnar Páll Hauksson sagði frá. Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands segir uggvænlegt hve atvinnuleysi er mikið hjá erlendum starfsmönnum og sérstaklega hefur hún áhyggjur af ungu fólki sem er hvorki í skóla né vinnu. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hana. Á þriðja tug sænskra hægriöfgamanna hefur fengið þjálfun í vopnaburði erlendis eða tekið þátt í vopnuðum átökum. Sænska öryggislögreglan hefur virkt eftirlit með um fimm hundruð hægriöfgamönnum og nasistum. Kári Gylfason segir frá. Markmið verkefnisins Máltíðar sem er er að rannsaka hvað börn eru að borða og hvaðan maturinn þeirra kemur og hversu mikil matarsóun er í skólamötuneytum landsins. Málttíð var valin ein af tíu bestu hugmyndunum sem keppa um frumkvöðlaverðlaunin Gulleggið. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir Tæknimaður: R