POPULARITY
Það hefur verið sólríkt á landinu síðustu daga og það virðist ætla að vera það áfram og af því tilefni ætlum við að ræða við tvo læknisfræðilega eðlisfræðinga hjá Geislavörnum ríkisins til að velta fyrir okkur útfjólubláum geislum og hvenær þurfi að huga að sólarvörn. Edda Lína Gunnarsdóttir og Eyjólfur Guðmundsson setjast hjá okkur í upphafi þáttar til að spjalla um þetta. En síðan ætlum við að huga að mat og mataræði. Í liðinni viku stóð Matís fyrir málþingi um neytendur framtíðarinnar – þar sem meðal annars var fjallað um upplýsingaóreiðu í tengslum við matvæli. Þóra Valsdóttir og Kolbrún Sveinsdóttir, matvælafræðingar og verkefnastjórar hjá Matís, ætla að kíkja í heimsókn á eftir og ræða aðeins við okkur.
Öll viðtölin úr þætti dagsins ásamt símatíma: Guðríður Helgadóttir staðarhaldari í garðyrkjuskólanum Reykjum um áhrif snjókomu á gróðurinn Friðrik Einarsson leigubílstjóri og Aktivisti sagði okkur sögu tveggja erlendra ferðamanna sem hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum í dag Símatími Linda Fanney Valgeirsdóttir framkvæmdastýra og meðstofnandi orkufyrirtækisins Alor um sólarorku Þóra Valsdóttir verkefnastjóri hjá Matís um upplýsingaóreiðu og áhrifavalda Garpur Ingason Elísabetarson og Tinna Miljevic um Bakgarðshlaup Náttúruhlaupa um helgina
Í dag er síðasti virki dagurinn fyrir páska, því ákváðum við að fá ekki föstudagsgest, heldur miðvikudags-föstudags-páskagest. Logi Bergmann Eiðsson hefur nú búið í Washington í um það bil 8 mánuði, en eiginkona hans, Svanhildur Hólm Valsdóttir, er sendiherra Íslands þar. Við spurðum hann út í dvölina í Washington, fórum með honum aftur í tímann og í gegnum ferilinn og lífið á handahlaupum til dagsins í dag. Það eru margir sem ætla að matreiða lambakjöt um páskana og oft verða lærin fyrir valinu. Úlfar Finnbjörnsson matreiðslumeistari kom svo til okkar og fór með okkur yfir það hvernig á að elda hið fullkomna páskalamb. Tónlist í þættinum í dag: Sjóddu frekar egg / Bogomil Font og Greiningardeildin (Bragi Valdimar Skúlason) Þá kemur þú / Nýdönsk (Björn Jörundur Friðbjörnsson) I Don't Wanna Hear About It / Maggie Antone (Maggie Antone & Carol Karpinen) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Bítið á Bylgjunni 11. apríl 2025. Með Lilju Katrínu, Þórdísi Valsdóttur og Yngva Eysteins. - Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir, markaðsstjóri indó um Dúett. Sem er paraupplifun í fjármálum sem stendur viðskiptavinum indó til boða. - Ísak Einar Rúnarsson, forstöðumaður málefnasviðs hjá SA, ræddi við okkur um efnahagsmál og veiðigjöld. - Katrín Halldóra Sigurðardóttir, leik- og söngkona, og Níels Thibaud Girerd, leikari og sviðslistamaður, ræddu við okkur um fréttir vikunnar. - Magnús Bjarni Gröndal hjá Samtökunum 78 ræddi við okkur um fjölkær hinsegin pör. - Töffararnir úr Skítamóral komu og tóku lagið fyrir okkur. Sveitin fagnar 35 ára afmæli þessi misserin. - Jói Fel kom með lágkolvetna-inspíraða tertu fyrir Heimi og Ómar - sem voru þó fjarri góðu gamni.
Þórdís Valsdóttir útvarpskona kíkti til okkar í gott spjall. Þórdís sagði frá skemmtilegu stefnumóti, en hún vill ekki spila leiki þegar kemur að fyrstu kynnum.IG: helgijean & hjalmarorn110Takk fyrir að hlusta - og munið að subscribe'a!
Besta deild kvenna hefst á morgun og það er mikil spenna fyrir deildinni sem er framundan. FH er spáð fjórða sæti í spá Fótbolta.net fyrir mótið. Við hitum upp fyrir deildina með því að spjalla við fulltrúa liðanna tíu og taka á þeim púlsinn fyrir komandi tímabil. Guðni Eiríksson, þjálfari FH, og Valgerður Ósk Valsdóttir, leikmaður liðsins, mættu í heimsókn og fóru yfir stöðuna í Kaplakrika.
Hvernig á að fá grunnskólakennara til að kenna kynfræðslu? Hvernig má styðja betur við þá og gera kennsluna markvissari? Þetta rannsakaði Íris Valsdóttir í meistaraverkefni sínu í kennslufræðum. Íris hefur sjálf kennt á miðstigi í grunnskóla og þekkir óöryggi þegar kemur að kynfræðslu og hvernig skuli bera sig að af eigin raun. Í rannsókninni tók hún viðtöl við sjö skólastarfsmenn; umsjónarkennara, náttúrufræðikennara, íþróttakennara og skólahjúkrunarfræðing og í þessum viðtölum kom fram að það skorti yfirsýn og samræmda nálgun, að það beri enginn einn ábyrgð á kynfræðslunni, hún sé oft af skornum skammti og kennarar einir á báti þegar kemur að því að útfæra hana. Nú stendur yfir reglulegt námskeið á vegum Umhverfisstofnunar fyrir landverði en þeir sinna fjölbreyttum verkefnum í þjóðgörðum og á öðrum náttúruverndarsvæðum um allt land. Kristín Ósk Jónasdóttir hefur umsjón með landvarðanámskeiðum Umhverfisstofnunar og ræðir þau við okkur. Anna Sigríður Þráinsdóttir, málfarsráðunautur, ræðir við okkur um íslenskt mál og gaurinn sem við grípum stundum til þegar við viljum lýsa einhverju sem við munum ekki hvað heitir, vitum ekki hvað heitir eða vantar einfaldlega orð á íslensku yfir.
Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, og Konráð S. Guðjónsson, fráfarandi aðalhagfræðingur Arion banka og nýráðinn aðstoðarmaður fjármálaráðherra, ræða um stöðuna í hagkerfinu, peningamálafund Viðskiptaráðs og ummæli seðlabankastjóra þar, horfur í vaxtamálum, stöðuna í Grindavík, kjaraviðræður sem eru framundan og margt fleira.
Þátturinn verður að miklu leyti tekinn undir tónlistarhátíðina Iceland Airwaves sem hefst formlega í dag. Þriggja daga tónlistarhátíð í miðborg reykjavíkur. Við fáum til okkur tvær tónlistarkonur sem spila á hátíðinni í ár, Sölku Valsdóttur úr Cyber og Neonme, og Brynhildi Karlsdóttur úr Kvikindi. Þær ræða um bransa speed-dating, að spila á tónleikum með smábarn, og það að sleikja svitann af bringunni á bassaleikaranum í Vintage Caravan. Við kíkjum lika niður i Kolaport þar sem gestir eru byrjaðir að sækja armböndin sín. Þar rekumst við á Sindra Ástmarsson, dagskrárstjóra hátíðarinnar, hollenska aðdáendur Árnýjar Margrétar og nokkra dúskhúfklædda ameríkana - flesta frá Denver í Colorado. Undir lok þáttar rýnir Kolbeinn Rastrick í nýja kvikmynd Martins Scorcese, Killers of the flower moon.
Þátturinn verður að miklu leyti tekinn undir tónlistarhátíðina Iceland Airwaves sem hefst formlega í dag. Þriggja daga tónlistarhátíð í miðborg reykjavíkur. Við fáum til okkur tvær tónlistarkonur sem spila á hátíðinni í ár, Sölku Valsdóttur úr Cyber og Neonme, og Brynhildi Karlsdóttur úr Kvikindi. Þær ræða um bransa speed-dating, að spila á tónleikum með smábarn, og það að sleikja svitann af bringunni á bassaleikaranum í Vintage Caravan. Við kíkjum lika niður i Kolaport þar sem gestir eru byrjaðir að sækja armböndin sín. Þar rekumst við á Sindra Ástmarsson, dagskrárstjóra hátíðarinnar, hollenska aðdáendur Árnýjar Margrétar og nokkra dúskhúfklædda ameríkana - flesta frá Denver í Colorado. Undir lok þáttar rýnir Kolbeinn Rastrick í nýja kvikmynd Martins Scorcese, Killers of the flower moon.
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, og Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, ræða um viðskiptafrelsi, samkeppnishæfni, samkeppni einkaaðila við ríkið, hvernig ríkið setur reglur sem reynast þröskuldar fyrir atvinnulífið, hvort einhver hafi beðið um ríkisrekstur í bögglasendingum og margt annað sem tengist útþenslu hins opinbera og það hvernig einkageirinn líður fyrir vikið.
Fjölmiðlakonan Þórdís Valsdóttir mætti til mín í virkilega einlægt og skemmtilegt spjall ásamt sínum betri helmingi alhliða markaðs manninum Hermanni Sigurðssyni.Þórdís er búin að fylgja þjóðinni heim úr vinnunni undanfarin fjögur ár en er hún einn þáttastjórnanda Reykjavík síðdegis á bylgjunni ásamt því er hún einnig að gera innslög fyrir Ísland í dag auk allskonar sjónvarps og útvarps tengdum verkefnum.Hermann sér um markaðsmálin hjá Artasan en hefur hann einmitt komið víða við í markaðsmálum og er aldeilis ekki við eina fjölina felldur þegar það kemur að þeim.Þórdís og Hermann kynntust fyrst þegar Hermann addaði henni á instagram og og fundu þau strax að þau ættu heilmarkt sameiginlegt. Þau áttuðu sig fljótt að þau væru nú alveg eitthvað smá skotin. Hermann reið svo á vaðið og bauð Þórdísi í fjallgöngu en var þó alveg harður á því að hann væri ekki að fara á stefnumót, þó Þórdís hafi vissulega verið á öðru máli.Síðan þá hafa þau verið saman en eiga þau samtals fimm börn úr öðrum samböndum.Í þættinum ræddum við meðal annars um stóra samsetta fjölskyldu og hvernig það gekk hjá þeim að sameina krakkaskarann, vikurnar þeirra saman og í sundur, hvar áhugi Þórdísar kviknaði á fjölmiðlamennsku, rómantíkina, fjallamennskuna, ferðalög og margt fleira ásamt því að heyra fullt af skemmtilegum sögum úr þeirra sambandstíð, þar á meðal þegar plan Þórdísar um að koma Hermanni á óvart með Parísarferð fór aðeins á annan hátt en planað var.Þátturinn er í boði:RÓ-CBD - https://www.rocbd.is/Dominos - https://www.dominos.is/Smitten - https://smittendating.com/Augað - https://www.augad.is/
Við kynntumst nýju meistaranámi í Listum og velferð hjá Listaháskólanum í þættinum í dag. Þar verður leitt saman fagfólk innan lista- og velferðargeirans sem hafa áhuga á að þróa leiðir til að nýta listir í þágu félags- og heilsueflingar. Kristín Valsdóttir, deildarforseti listkennsludeildar LHÍ, kom í þáttinn og sagði okkur betur frá þessu námi í dag. Bókin Hamingjugildran kom út fyrir nokkrum dögum í íslenskri þýðingu. Bókin heitir á ensku Happiness Trap. Sálfræðingurinn Hugrún Sigurjónsdóttir þýddi og hefur sjálf notað aðferðir bókarinnar í meðferðarvinnu með skjólstæðingum með góðum árangri. Í bókinni, sem selst hefur í yfir milljón eintökum um allan heim, er að finna einföld og gagnleg ráð til að takast á við erfiðar hugsanir og tilfinningar. Einnig er leitað svara í bókinni við þeirri grundvallarspurningu af hverju það sé svona erfitt að vera hamingjusamur og hvers vegna hamingjan geti ekki verið varanlegt ástand? Við töluðum við Hugrúnu í dag. Hvað er að vera Íslendingur? Þeirri spurningu var reynt að svara á fræðslufundi sem Íslensk erfðagreining stóð fyrir um helgina. 4 fyrirlesarar veltu fyrir sér þessari spurningu meðal annars út frá erfðum og nýjustu rannsóknum á uppruna okkar Íslendinga. Stangast hugmyndir þjóðarinnar, um uppruna sinn, ef til vill á við uppgötvanir á sviði mannerfðafræði? Einnig var því velt upp hvenær fólk verði Íslendingar, ef það á rætur í öðrum samfélögum. Tveir þeirra sem héldu erindi, Agnar Helgason, mannerfðafræðingur og Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, komu í þáttinn og hjálpuðu okkur að svara þessum spurningum. Tónlist í þættinum í dag: Við arineld / Erla Stefánsdóttir (Magnús Eiríksson-Kristján frá Djúpalæk) Everything is beautiful / Ray Stevens (Ray Stevens) Vor / Eyfi og Ellen (Eyjólfur Kristjánsson og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson) Chok Chok / PPCX UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Við kynntumst nýju meistaranámi í Listum og velferð hjá Listaháskólanum í þættinum í dag. Þar verður leitt saman fagfólk innan lista- og velferðargeirans sem hafa áhuga á að þróa leiðir til að nýta listir í þágu félags- og heilsueflingar. Kristín Valsdóttir, deildarforseti listkennsludeildar LHÍ, kom í þáttinn og sagði okkur betur frá þessu námi í dag. Bókin Hamingjugildran kom út fyrir nokkrum dögum í íslenskri þýðingu. Bókin heitir á ensku Happiness Trap. Sálfræðingurinn Hugrún Sigurjónsdóttir þýddi og hefur sjálf notað aðferðir bókarinnar í meðferðarvinnu með skjólstæðingum með góðum árangri. Í bókinni, sem selst hefur í yfir milljón eintökum um allan heim, er að finna einföld og gagnleg ráð til að takast á við erfiðar hugsanir og tilfinningar. Einnig er leitað svara í bókinni við þeirri grundvallarspurningu af hverju það sé svona erfitt að vera hamingjusamur og hvers vegna hamingjan geti ekki verið varanlegt ástand? Við töluðum við Hugrúnu í dag. Hvað er að vera Íslendingur? Þeirri spurningu var reynt að svara á fræðslufundi sem Íslensk erfðagreining stóð fyrir um helgina. 4 fyrirlesarar veltu fyrir sér þessari spurningu meðal annars út frá erfðum og nýjustu rannsóknum á uppruna okkar Íslendinga. Stangast hugmyndir þjóðarinnar, um uppruna sinn, ef til vill á við uppgötvanir á sviði mannerfðafræði? Einnig var því velt upp hvenær fólk verði Íslendingar, ef það á rætur í öðrum samfélögum. Tveir þeirra sem héldu erindi, Agnar Helgason, mannerfðafræðingur og Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, komu í þáttinn og hjálpuðu okkur að svara þessum spurningum. Tónlist í þættinum í dag: Við arineld / Erla Stefánsdóttir (Magnús Eiríksson-Kristján frá Djúpalæk) Everything is beautiful / Ray Stevens (Ray Stevens) Vor / Eyfi og Ellen (Eyjólfur Kristjánsson og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson) Chok Chok / PPCX UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Andrés Magnússon, fulltrúi ritstjóra á Morgunblaðinu, og Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, mæta í Þjóðmálastofuna eftir viðburðarríka viku. Rætt er um endalok Fréttablaðsins og stöðu fjölmiðla, misheppnaða vantrauststillögu á dómsmálaráðherra og kostnaðarsamt ríkisstjórnarsamstarf, fjármálaáætlun sem enginn fagnar og það hvort að við séum búin að missa tökin á ríkisútgjöldum.
Gestur dagsins er Þórdís Valsdóttir. Þórdís er útvarpskona, sjónvarpskona og margt fleira. Hún er gjörsamlega frábær og mögnuð og var skemmtilegt, gott, áhugavert, fræðandi og yndislegt að spjalla við Þórdísi. Þú ert frábær! Ást og friður.
Við byrjum á að tengja okkur stuttlega inn á Loftlagsráðstefnuna í Egyptalandi sem er nú í fullum gangi, Finnur Ricart Andrason, hjá Ungum umhverfissinum og pistlahöfundur Samfélagsins er staddur þar og fer yfir helst markvert sem þar hefur átt sér stað hingað til. Við ræðum um göngustíga og leiðir, og hönnun þeirra. Gunnar Óli Guðjónsson landlagsarkitekt hefur sérhæft sig í göngustígagerð og komið að gerð leiðarvísis fyrir öll þau sem setja slíkt upp, hvort sem er á ferðamannastöðum, sumarhúsa- eða landeigendur og stjórnvöld. Það er nefnilega ákveðin kúnst og vísinda við að leggja göngustíg - ef stígurinn er settur bara niður einhversstaðar getur hann hæglega eyðilagst eða þá að fólk einfaldlega notar hann ekki, því hann liggur bara ekki rétt. Við ræðum við Gunnar Óla. Tónmenntakennara vantar til starfa í fjöldamarga grunnskóla, tónmennt er skyldugrein samkvæmt námskrá - hvernig stendur á því að þessi staða er komin upp og hvernig á að bregðast við henni? Við ræðum við Dr Kristín Valsdóttir, deildarforseti listkennsludeildar Listaháskóla Íslands og sérfræðing í tónmenntakennslu um þetta Páll Líndal umhverfissálfræðingur verður svo með sinn pistil í lok þáttar, og fjallar þar meðal annars um listina (og spennuna) við að stytta sér leið.
Við byrjum á að tengja okkur stuttlega inn á Loftlagsráðstefnuna í Egyptalandi sem er nú í fullum gangi, Finnur Ricart Andrason, hjá Ungum umhverfissinum og pistlahöfundur Samfélagsins er staddur þar og fer yfir helst markvert sem þar hefur átt sér stað hingað til. Við ræðum um göngustíga og leiðir, og hönnun þeirra. Gunnar Óli Guðjónsson landlagsarkitekt hefur sérhæft sig í göngustígagerð og komið að gerð leiðarvísis fyrir öll þau sem setja slíkt upp, hvort sem er á ferðamannastöðum, sumarhúsa- eða landeigendur og stjórnvöld. Það er nefnilega ákveðin kúnst og vísinda við að leggja göngustíg - ef stígurinn er settur bara niður einhversstaðar getur hann hæglega eyðilagst eða þá að fólk einfaldlega notar hann ekki, því hann liggur bara ekki rétt. Við ræðum við Gunnar Óla. Tónmenntakennara vantar til starfa í fjöldamarga grunnskóla, tónmennt er skyldugrein samkvæmt námskrá - hvernig stendur á því að þessi staða er komin upp og hvernig á að bregðast við henni? Við ræðum við Dr Kristín Valsdóttir, deildarforseti listkennsludeildar Listaháskóla Íslands og sérfræðing í tónmenntakennslu um þetta Páll Líndal umhverfissálfræðingur verður svo með sinn pistil í lok þáttar, og fjallar þar meðal annars um listina (og spennuna) við að stytta sér leið.
Gestir þáttarins: Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur, Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs og Andrés Magnússon blaðamaður Þáttastjórn: Sigríður Dögg Auðunsdóttir
Gestir þáttarins: Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur, Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs og Andrés Magnússon blaðamaður Þáttastjórn: Sigríður Dögg Auðunsdóttir
Gestir þáttarins: Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur, Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs og Andrés Magnússon blaðamaður Þáttastjórn: Sigríður Dögg Auðunsdóttir
Gestir þáttarins: Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur, Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs og Andrés Magnússon blaðamaður Þáttastjórn: Sigríður Dögg Auðunsdóttir
Nemendur á unglingastigi í Vogaskóla munu í haust mæta seinna í skólann á morgnana í von um bættan svefn, og hefst kennsla í áttunda til tíunda bekk ekki fyrr en klukkan tíu mínútur yfir níu. Við ræddum verkefnið við Snædísi Valsdóttur, skólastjóra Vogaskóla. Breytingar á áfengislöggjöfinni urðu á lokametrum þingsins þegar Alþingi gerði heimilt fyrir framleiðendur áfengis, þ.e. bjórframleiðendur, að selja vörur sínar í smásölu frá framleiðslustað. Þetta þykir þeim sem vilja aukið frjálsræði á áfengismarkaði aðeins áfangi á leið í átt að lokamarkinu. Einn þeirra er Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, sem vill sjá örari breytingar á löggjöfinni og opna markaðinn frekar. Hann var gestur okkar upp úr hálf átta. Guðmundur Gunnarsson, ritstjóri Markaðar Fréttablaðsins, skrifaði leiðara á þriðjudaginn þar sem hann benti á að vinnuhóparnir, fagráðin, þingmannanefndirnar, aðgerðahóparnir, viðbragsteymin, verkefnastjórnirnar og valnefndirnar sem sinna tímabundnum verkefnum fyrir ríkisstjórnina séu nú um tvö hundruð og níu talsins. Við ræddum fjölda starfshópa hér á landi við ÓIaf Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði. Að loknum átta fréttum á föstudögum förum við yfir fréttir vikunnar með góðum gestum, í þetta skiptið fréttakonunum Kristínu Ólafsdóttur á Vísi og Stöð 2 og Magdalenu A. Torfadóttur, á Markaðinum og Fréttablaðinu. Á morgun laugardag skella veitingamenn á Laugaveg upp langborði á miðri götunni. Charlotta Rós Sigmundsdóttir partystýra á Vínstúkunni tíu sopum kom til okkar og sagði okkur frá viðburðinum. Það styttist verulega í EM kvenna í knattspyrnu en þjóðin er að sjálfsögðu búin að skrúfa væntingarnar reglulega vel upp. Þorsteinn Halldórsson þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu kom til okkar í lok þáttar til að renna yfir leikskipulagið og hvaða dýrðir við megum vænta á Evrópumótinu. Tónlist: Nýdönsk - Horfðu til himins First Aid Kit - Emmylou The Beatles - Something Una Torfadóttir - En Hjálmar og GDRN - Upp á rönd Harry Styles - Watermelon sugar Tame Impala - No Choice NERD - She wants to move Scarlet Pleasure - What a life
Nemendur á unglingastigi í Vogaskóla munu í haust mæta seinna í skólann á morgnana í von um bættan svefn, og hefst kennsla í áttunda til tíunda bekk ekki fyrr en klukkan tíu mínútur yfir níu. Við ræddum verkefnið við Snædísi Valsdóttur, skólastjóra Vogaskóla. Breytingar á áfengislöggjöfinni urðu á lokametrum þingsins þegar Alþingi gerði heimilt fyrir framleiðendur áfengis, þ.e. bjórframleiðendur, að selja vörur sínar í smásölu frá framleiðslustað. Þetta þykir þeim sem vilja aukið frjálsræði á áfengismarkaði aðeins áfangi á leið í átt að lokamarkinu. Einn þeirra er Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, sem vill sjá örari breytingar á löggjöfinni og opna markaðinn frekar. Hann var gestur okkar upp úr hálf átta. Guðmundur Gunnarsson, ritstjóri Markaðar Fréttablaðsins, skrifaði leiðara á þriðjudaginn þar sem hann benti á að vinnuhóparnir, fagráðin, þingmannanefndirnar, aðgerðahóparnir, viðbragsteymin, verkefnastjórnirnar og valnefndirnar sem sinna tímabundnum verkefnum fyrir ríkisstjórnina séu nú um tvö hundruð og níu talsins. Við ræddum fjölda starfshópa hér á landi við ÓIaf Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði. Að loknum átta fréttum á föstudögum förum við yfir fréttir vikunnar með góðum gestum, í þetta skiptið fréttakonunum Kristínu Ólafsdóttur á Vísi og Stöð 2 og Magdalenu A. Torfadóttur, á Markaðinum og Fréttablaðinu. Á morgun laugardag skella veitingamenn á Laugaveg upp langborði á miðri götunni. Charlotta Rós Sigmundsdóttir partystýra á Vínstúkunni tíu sopum kom til okkar og sagði okkur frá viðburðinum. Það styttist verulega í EM kvenna í knattspyrnu en þjóðin er að sjálfsögðu búin að skrúfa væntingarnar reglulega vel upp. Þorsteinn Halldórsson þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu kom til okkar í lok þáttar til að renna yfir leikskipulagið og hvaða dýrðir við megum vænta á Evrópumótinu. Tónlist: Nýdönsk - Horfðu til himins First Aid Kit - Emmylou The Beatles - Something Una Torfadóttir - En Hjálmar og GDRN - Upp á rönd Harry Styles - Watermelon sugar Tame Impala - No Choice NERD - She wants to move Scarlet Pleasure - What a life
Nemendur á unglingastigi í Vogaskóla munu í haust mæta seinna í skólann á morgnana í von um bættan svefn, og hefst kennsla í áttunda til tíunda bekk ekki fyrr en klukkan tíu mínútur yfir níu. Við ræddum verkefnið við Snædísi Valsdóttur, skólastjóra Vogaskóla. Breytingar á áfengislöggjöfinni urðu á lokametrum þingsins þegar Alþingi gerði heimilt fyrir framleiðendur áfengis, þ.e. bjórframleiðendur, að selja vörur sínar í smásölu frá framleiðslustað. Þetta þykir þeim sem vilja aukið frjálsræði á áfengismarkaði aðeins áfangi á leið í átt að lokamarkinu. Einn þeirra er Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, sem vill sjá örari breytingar á löggjöfinni og opna markaðinn frekar. Hann var gestur okkar upp úr hálf átta. Guðmundur Gunnarsson, ritstjóri Markaðar Fréttablaðsins, skrifaði leiðara á þriðjudaginn þar sem hann benti á að vinnuhóparnir, fagráðin, þingmannanefndirnar, aðgerðahóparnir, viðbragsteymin, verkefnastjórnirnar og valnefndirnar sem sinna tímabundnum verkefnum fyrir ríkisstjórnina séu nú um tvö hundruð og níu talsins. Við ræddum fjölda starfshópa hér á landi við ÓIaf Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði. Að loknum átta fréttum á föstudögum förum við yfir fréttir vikunnar með góðum gestum, í þetta skiptið fréttakonunum Kristínu Ólafsdóttur á Vísi og Stöð 2 og Magdalenu A. Torfadóttur, á Markaðinum og Fréttablaðinu. Á morgun laugardag skella veitingamenn á Laugaveg upp langborði á miðri götunni. Charlotta Rós Sigmundsdóttir partystýra á Vínstúkunni tíu sopum kom til okkar og sagði okkur frá viðburðinum. Það styttist verulega í EM kvenna í knattspyrnu en þjóðin er að sjálfsögðu búin að skrúfa væntingarnar reglulega vel upp. Þorsteinn Halldórsson þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu kom til okkar í lok þáttar til að renna yfir leikskipulagið og hvaða dýrðir við megum vænta á Evrópumótinu. Tónlist: Nýdönsk - Horfðu til himins First Aid Kit - Emmylou The Beatles - Something Una Torfadóttir - En Hjálmar og GDRN - Upp á rönd Harry Styles - Watermelon sugar Tame Impala - No Choice NERD - She wants to move Scarlet Pleasure - What a life
Í þessum þætti ræði ég við fjölmiðladrottninguna og lögfræðinginn Þórdísi Valsdóttur. Ég kynntist Þórdísi fyrst þegar hún kom til mín í einkaþjálfun og fékk þar innsýn í hennar áhugaverðu sögu. Í þættinum spjöllum við um hvernig fortíð hennar og æskuáföll hafa mótað hana, hvernig hún hefur lært að nota hreyfingu til að umturna andlegri heilsu sinni og vegferðin hennar með kvíða- og þunglyndislyf og fleira. Komdu í áskrift á 360 Heilsa hlaðvarpinu með því að smella hér: www.360heilsa.is/hladvarp Samstarfsaðilar þáttarins: NUUN Electrolytes - fáanlegt í helstu matvöruverslunum, útibúum Lyfju og Heilsuhúsinu Pure Natura (kóði "360heilsa" f. 15% afslátt) - Fáanlegt á purenatura.is, Hagkaup, útibúum Lyfju og Heilsuhúsinu
Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, og Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, ræða um áhrif verðbólgu á efnahagslífið, möguleg áhrif á kjarasamninga, það hvort að Seðlabankinn sé á réttri braut, hvort að sveitastjórnarkosningar kunni að hafa neikvæð áhrif á hagkerfið, ákvörðun stjórnvalda um að framlengja sóttvarnarráðstöfunum – og hvaða áhrif þetta allt hefur á stjórnmálin og samstarf ríkisstjórnarflokkanna.
Alþýðusamband Íslands hefur sett fram áherslupunkta í aðdraganda alþingiskosninga 2021. Af því tilefni kynnir ASÍ röð þátta í hlaðvarpi þar sem starfsmenn samtakanna ræða málin við einstaklinga með innsýn í málefnin og stöðuna í stjórnmálunum. Í þessum þætti ræðir Eyrún Björk Valsdóttir, sviðsstjóri hjá ASÍ, við Ingibjörgu Elsu Guðmundsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins um menntamál.
Styddu frjálsa fjölmiðlun inná www.patreon.com/skodanabraedur Salka Valsdóttir tónlistarkona fær sér sæti í Egilsstofu og fer yfir stóru málin með okkur. Fyrri hluti: MeToo, sjálfskoðun, trauma og sársauki Íslendinga. Seinni hluti: Berlín, saga og þýðing Reykjavíkurdætra, leikhúsmenning þýsk og íslensk, listgagnrýni og sköpun.
We discussed: funding art project, family support, making a book, public art, art vocabulary, making a film, and being a parent. People + Places mentioned: i8 gallery - https://i8.is Long Place book - https://www.distanz.de/en/buecher/elin-hansdottir/long-place Reykjavik Arts Festival - https://www.listahatid.is Jessica Morgan - http://www.yuzmshanghai.org/about-jessica-morgan/ Harpa Concert Hall and Conference Centre - https://en.harpa.is/harpa/ Anna Rún Tryggvadóttir - https://www.annaruntryggvadottir.com Hanna Björk Valsdóttir - https://www.akkerifilms.com 3 artist she is looking at: Sinta Werner - http://www.sintawerner.net Hreinn Friðfinnsson - https://nordenhake.com/artists/hreinn-fridfinnsson Georges Perec - https://www.newyorker.com/books/page-turner/the-absolute-originality-of-georges-perec https://www.elinhansdottir.net Audio editing by Jakub Černý Music by Peat Biby Hosted by Matthew Dols http://www.matthewdols.com Supported in part by: EEA Grants from Iceland, Liechtenstein + Norway https://eeagrants.org and we appreciate the assistance of our partners in this project: Hunt Kastner - https://huntkastner.com Kunstsentrene i Norge - https://www.kunstsentrene.no
We discussed: funding art project, family support, making a book, public art, art vocabulary, making a film, and being a parent. People + Places mentioned: i8 gallery - https://i8.is Long Place book - https://www.distanz.de/en/buecher/elin-hansdottir/long-place Reykjavik Arts Festival - https://www.listahatid.is Jessica Morgan - http://www.yuzmshanghai.org/about-jessica-morgan/ Harpa Concert Hall and Conference Centre - https://en.harpa.is/harpa/ Anna Rún Tryggvadóttir - https://www.annaruntryggvadottir.com Hanna Björk Valsdóttir - https://www.akkerifilms.com 3 artist she is looking at: Sinta Werner - http://www.sintawerner.net Hreinn Friðfinnsson - https://nordenhake.com/artists/hreinn-fridfinnsson Georges Perec - https://www.newyorker.com/books/page-turner/the-absolute-originality-of-georges-perec https://www.elinhansdottir.net Hosted by Matthew Dols http://matthewdols.com Supported in part by: EEA Grants from Iceland, Liechtenstein + Norway https://eeagrants.org and we appreciate the assistance of our partners in this project: Hunt Kastner – https://huntkastner.com Kunstsentrene i Norge – https://www.kunstsentrene.no Transcript available: http://wisefoolpod.com/transcript-for-episode-183-site-specific-installation-artist-elin-hansdottir-iceland/
Kristín Valsdóttir, deildarforseti LHÍ, og Halldóra Arnardóttir, listfræðingur: segja frá nýrri námsbraut við LHÍ fyrir listamenn til að vinna með jaðarhópum. Örn Almarsson efnafræðingur hjá lyfjafyrirtækinu Moderna: segir frá þróun bóluefna með nýju mRNA-tækninni gegn krabbameinum og mörgu öðru. Bryndís Björk Ásgeirsdóttir prófessor í sálfræði og vísindamaður vikunnar: um rannsóknir á áföllum í æsku, afleiðingum og forvarnarstarfi.
Kristín Valsdóttir, deildarforseti LHÍ, og Halldóra Arnardóttir, listfræðingur: segja frá nýrri námsbraut við LHÍ fyrir listamenn til að vinna með jaðarhópum. Örn Almarsson efnafræðingur hjá lyfjafyrirtækinu Moderna: segir frá þróun bóluefna með nýju mRNA-tækninni gegn krabbameinum og mörgu öðru. Bryndís Björk Ásgeirsdóttir prófessor í sálfræði og vísindamaður vikunnar: um rannsóknir á áföllum í æsku, afleiðingum og forvarnarstarfi.
Síðastliðin tvö ár hefur listkennsludeild Listaháskólans unnið að uppbyggingu nýrrar námslínu við deildina, sniðna að listamönnum sem vilja vinna með jaðarhópum, og nýta listina til að stuðla að velferð, tengslamyndun og valdeflingu. Verkefnið verður kynnt á sérstakri málstofu á morgun en við fáum forsmekkinn í Lestinni í dag, þar sem þær Kristín Valsdóttir og Halldóra Arnardóttir segja okkur meðal annars frá vinnu sinni með Alzheimer sjúklingum. Við horfum inn í heim þar sem samfélagið hefur þurrkast út vegna banvænnar veiru, þar sem öll börn fæðast sem einvherskonar krúttlegir blendingar af mönnum og dýrum. Katrín Guðmundsdóttir rýnir í sjónvarpsþættina Sweet Tooth á Netflix. Tónlistarmaðurinn Haki heimsækir Lestina á eftir, en það styttist í aðra breiðskífu þessa 19 ára rappara, Undrabarnið, sem kemur út á næstu vikum. Við ræðum samstarf við Bubba, Hverfisgötuna og hvort ný kynslóð íslenskra rappara sé að stíga fram á sjónarsviðið um þessar mundir.
Síðastliðin tvö ár hefur listkennsludeild Listaháskólans unnið að uppbyggingu nýrrar námslínu við deildina, sniðna að listamönnum sem vilja vinna með jaðarhópum, og nýta listina til að stuðla að velferð, tengslamyndun og valdeflingu. Verkefnið verður kynnt á sérstakri málstofu á morgun en við fáum forsmekkinn í Lestinni í dag, þar sem þær Kristín Valsdóttir og Halldóra Arnardóttir segja okkur meðal annars frá vinnu sinni með Alzheimer sjúklingum. Við horfum inn í heim þar sem samfélagið hefur þurrkast út vegna banvænnar veiru, þar sem öll börn fæðast sem einvherskonar krúttlegir blendingar af mönnum og dýrum. Katrín Guðmundsdóttir rýnir í sjónvarpsþættina Sweet Tooth á Netflix. Tónlistarmaðurinn Haki heimsækir Lestina á eftir, en það styttist í aðra breiðskífu þessa 19 ára rappara, Undrabarnið, sem kemur út á næstu vikum. Við ræðum samstarf við Bubba, Hverfisgötuna og hvort ný kynslóð íslenskra rappara sé að stíga fram á sjónarsviðið um þessar mundir.
Svanhildur Hólm Valsdóttir er ein reyndasta fjölmiðlakona Íslands og starfaði um árabil við þáttagerð og ritstjórn á bæði RÚV og Stöð 2. Í þættinum ræða Sölvi og Svanhildur um feril Svanhildar, stöðuna í íslenskum fjölmiðlum, störfin í stjórnmálum og margt fleira. Þátturinn er í boði: Sjónlags - www.sjonlag.is Fitness Sport - www.fitnesssport.is Fjarðarkaup / Fræið - https://fjardarkaup.is/fraeid/ Promennt - https://www.promennt.is/ Narfeyrarstofa - https://narfeyrarstofa.is/ 105 koffínvatn - https://www.olgerdin.is/ Þáttastjórnandi - Sölvi Tryggvason (@solvitrygg) Framleiðandi - KIWI (@kiwistofan) Hljóð - Eiður Steindórsson (@oathhljod)
Útvarpskonan Þórdís Valsdóttir tekur skipulagið alla leið
Við héldum áfram að tala um jóladagatöl í dag, en að þessu sinni um óhefðbundið jóladagatal sem Viðskiptaráð hefur gefið út. Þar er að finna forvitnilegan fróðleik er varðar hagtölur jólanna og við slógum á þráðinn til nýs framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs, Svanhildar Hólm Valsdóttur, og fengum að vita hvað jólin kosta. Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur ræddi íslenskt mál við okkur og að þessu sinni var kuldinn okkur hugleikinn. Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar, var á línunni hjá okkur og við spurðum hana um hvernig hún sér fyrir sér jólaverslun á matvöru núna mitt í samkomutakmörkunum. Við heyrðum í Grími Sæmundsen, forstjóra Bláa lónsins, um stöðuna hjá hans fyrirtæki en starfsemi lónsins hefur verið í skötulíki síðustu mánuði og við ræddum einnig við hann um áformaðan hálendisþjóðgarð, en hann segir að með honum skapist stórkostleg tækifæri fyrir náttúruvernd og ferðaþjónustu. Kolefnisjöfnun er hugtak sem heyrist oft, en á þessu skrítna ári hefur farið minna fyrir kolefnisjöfnun ýmissa fyrirtækja þar sem starfsemi hefur dregist mikið eða alveg saman, t.d. í fluginu. Votlendissjóðurinn og fleiri verkefni sem vinna með einstaklingum og fyrirtækjum við að kolefnisjafna starfsemi sína finna vissulega fyrir breytingum og við ræddum þetta mál aðeins við Einar Bárðarson framkvæmdastjóra sjóðsins. Tónlist: Elín Ey - Jólaljósin. Paul Simon - Me and Julio down by the schoolyard. George Michael - Faith. Rakel Björk - Nú mega jólin. Friðrik Ómar - Desember. Kiriyama Family - Every time you go. Hall and Oates - Maneater. Hreimur - Skilaboðin mín.
Við héldum áfram að tala um jóladagatöl í dag, en að þessu sinni um óhefðbundið jóladagatal sem Viðskiptaráð hefur gefið út. Þar er að finna forvitnilegan fróðleik er varðar hagtölur jólanna og við slógum á þráðinn til nýs framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs, Svanhildar Hólm Valsdóttur, og fengum að vita hvað jólin kosta. Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur ræddi íslenskt mál við okkur og að þessu sinni var kuldinn okkur hugleikinn. Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar, var á línunni hjá okkur og við spurðum hana um hvernig hún sér fyrir sér jólaverslun á matvöru núna mitt í samkomutakmörkunum. Við heyrðum í Grími Sæmundsen, forstjóra Bláa lónsins, um stöðuna hjá hans fyrirtæki en starfsemi lónsins hefur verið í skötulíki síðustu mánuði og við ræddum einnig við hann um áformaðan hálendisþjóðgarð, en hann segir að með honum skapist stórkostleg tækifæri fyrir náttúruvernd og ferðaþjónustu. Kolefnisjöfnun er hugtak sem heyrist oft, en á þessu skrítna ári hefur farið minna fyrir kolefnisjöfnun ýmissa fyrirtækja þar sem starfsemi hefur dregist mikið eða alveg saman, t.d. í fluginu. Votlendissjóðurinn og fleiri verkefni sem vinna með einstaklingum og fyrirtækjum við að kolefnisjafna starfsemi sína finna vissulega fyrir breytingum og við ræddum þetta mál aðeins við Einar Bárðarson framkvæmdastjóra sjóðsins. Tónlist: Elín Ey - Jólaljósin. Paul Simon - Me and Julio down by the schoolyard. George Michael - Faith. Rakel Björk - Nú mega jólin. Friðrik Ómar - Desember. Kiriyama Family - Every time you go. Hall and Oates - Maneater. Hreimur - Skilaboðin mín.
Í Lestarklefanum á föstudag klukkan 17:03 verður rætt um sjónvarpsþáttinn Ráðherrann, kvikmyndina His House og nýja sólóplötu Jónsa úr Sigur Rós, sem nefnist Shiver. Gestir þáttarins eru Svanhildur Hólm Valsdóttir framkvæmdastjóri, Brynhildur Bolladóttir upplýsingafulltrúi og Ásgeir H. Ingólfsson blaðamaður. Umsjónarmaður er Davíð Kjartan Gestsson.
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir um nýtt vinnulag við landamæri Breki Karlsson formaður neytendasamtakanna um vangoldin tryggingaiðgjöld Ólafur Guðmundsson umferðaröryggissérfræðingur og Ómar Ragnarsson um rafhlaupahjól og ástand vegakerfisins. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra um stafræn ökuskírteini Þórdís Kolbrún Gylfadóttir ferðamálaráðherra um ráðuneytið sitt Njáll Trausti Friðbertsson flugumferðarstjóri og þingmaður Sjálfstæðisflokksins um flugvöllinn Áslaug Valsdóttir formaður Ljósmæðrafélag Íslands um strætó
Spegillinn 16, júní 2020 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Sóttvarnalæknir segir að smit dagsins í dag sé bakslag miðað við þróun faraldursins hérlendis undanfarið. 860 eru væntanlegir til Íslands í gegnum Keflavíkurflugvöll í dag en mikilvægt sé að þau haldi sig í sóttkví þar til niðurstaða úr skimun er ljós. Dómarareynsla úr Landsrétti hafði áhrif á hæfnismat umsækjenda um stöðu landsréttardómara. Sú reynsla byggði á fyrri skipun umsækjendanna í Landsrétt sem Mannréttindadómstóll Evrópu taldi ekki standast mannréttindasáttmála Evrópu. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir að alltaf megi búast við sveiflum í nytjastofnum sjávar. Því sé það ekki áfall þó Hafrannsóknastofnun leggi til að dregið verði úr þorskveiðum. Aldrei í sögu Háskóla Íslands hafa borist fleiri umsóknir í hjúkrunar-, leikskólakennara- og tæknifræðinám. Skapandi greinar eins og tölvuleikir hafa skilað Finnum gríðarlegum verðmætum. Hnífsstunguárás í Reykjavík í gærmorgun er rannsökuð sem tilraun til manndráps. Maðurinn sem réðist á konu með hnífi hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til þrettánda júlí. Félag prófessora við ríkisháskóla mótmælir harðlega því sem það kallar pólitísk afskipti fjármála- og efnahagsráðuneytisins af ráðningu ritstjóra hagfræðitímaritsins Nordic Economic Policy Review sem norræna ráðherranefndin gefur út. Hafrannsóknarstofnun hefur hækkað ráðlagðan heildarafla grásleppu. Háskólinn á Akureyri kann að þurfa að hafna allt að helmingi þeirra sem sótt hafa um nám við skólann í haust komi ekki til aukin fjárveiting frá ríkinu. Lengri umfjöllun: Þetta er ekki áfall. Við eigum alltaf að búast við því að það geti orðið sveiflur í nytjastofnum sjávar. Þetta eru viðbrögð Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, við því að Hafrannsóknarstofnun leggur til að dregið verði úr þorskveiðum sem nemur 15 þúsund tonnum á næsta fiskveiðiári. Þetta er í fyrsta sinn í 11 ár sem stofnunin leggur til að dregið verði úr þorskveiðum. Guðmundur Þórðarson fiskifræðingur hjá Hafó segir að ástæðan fyrir sex prósenta skerðingu þorsveiða sé að vísitala milli árganga sé lélegri en talið var. 2016 árgangurinn var lélegur og gert var ráð fyrir því en ekki að fallið yrði svona mikið og raun ber vitni. Arnar Páll Hauksson talaði við Guðmund og Heiðrúnu. Helmingur ljósmæðra hættir á næstu tíu til fimmtán árum og það er farið að bera á skorti. Hugsanlega er nýliðunin þó aðeins að glæðast. Áslaug Valsdóttir formaður Ljósmæðrafélags Ísland
Spegillinn 16, júní 2020 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Sóttvarnalæknir segir að smit dagsins í dag sé bakslag miðað við þróun faraldursins hérlendis undanfarið. 860 eru væntanlegir til Íslands í gegnum Keflavíkurflugvöll í dag en mikilvægt sé að þau haldi sig í sóttkví þar til niðurstaða úr skimun er ljós. Dómarareynsla úr Landsrétti hafði áhrif á hæfnismat umsækjenda um stöðu landsréttardómara. Sú reynsla byggði á fyrri skipun umsækjendanna í Landsrétt sem Mannréttindadómstóll Evrópu taldi ekki standast mannréttindasáttmála Evrópu. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir að alltaf megi búast við sveiflum í nytjastofnum sjávar. Því sé það ekki áfall þó Hafrannsóknastofnun leggi til að dregið verði úr þorskveiðum. Aldrei í sögu Háskóla Íslands hafa borist fleiri umsóknir í hjúkrunar-, leikskólakennara- og tæknifræðinám. Skapandi greinar eins og tölvuleikir hafa skilað Finnum gríðarlegum verðmætum. Hnífsstunguárás í Reykjavík í gærmorgun er rannsökuð sem tilraun til manndráps. Maðurinn sem réðist á konu með hnífi hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til þrettánda júlí. Félag prófessora við ríkisháskóla mótmælir harðlega því sem það kallar pólitísk afskipti fjármála- og efnahagsráðuneytisins af ráðningu ritstjóra hagfræðitímaritsins Nordic Economic Policy Review sem norræna ráðherranefndin gefur út. Hafrannsóknarstofnun hefur hækkað ráðlagðan heildarafla grásleppu. Háskólinn á Akureyri kann að þurfa að hafna allt að helmingi þeirra sem sótt hafa um nám við skólann í haust komi ekki til aukin fjárveiting frá ríkinu. Lengri umfjöllun: Þetta er ekki áfall. Við eigum alltaf að búast við því að það geti orðið sveiflur í nytjastofnum sjávar. Þetta eru viðbrögð Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, við því að Hafrannsóknarstofnun leggur til að dregið verði úr þorskveiðum sem nemur 15 þúsund tonnum á næsta fiskveiðiári. Þetta er í fyrsta sinn í 11 ár sem stofnunin leggur til að dregið verði úr þorskveiðum. Guðmundur Þórðarson fiskifræðingur hjá Hafó segir að ástæðan fyrir sex prósenta skerðingu þorsveiða sé að vísitala milli árganga sé lélegri en talið var. 2016 árgangurinn var lélegur og gert var ráð fyrir því en ekki að fallið yrði svona mikið og raun ber vitni. Arnar Páll Hauksson talaði við Guðmund og Heiðrúnu. Helmingur ljósmæðra hættir á næstu tíu til fimmtán árum og það er farið að bera á skorti. Hugsanlega er nýliðunin þó aðeins að glæðast. Áslaug Valsdóttir formaður Ljósmæðrafélags Ísland
Ég kíkti í spjall til RSÍ-UNG, markmið þeirra er að virkja og fræða ungt fólk innan Rafiðnaðarsamband Íslands. Hvað ef þú treystir ekki fasteignasalanum eða heldur að hann sé að gera eitthvað rangt? Hvernig er markaðurinn í dag almennt og fyrir fyrstu kaupendur? Hvað hefur gerst á markaðnum síðan í hruninu 2007 og hvernig er ástandið örðuvísi? Hvað eiga kaupendur að hafa í huga þegar þeir skoða fasteign? Hvar eru tækifærin? Hvað gerir þú ef það kemur upp galli? Kostnaður við það að kaupa, selja og eiga fasteign? Hvað geta seljendur gert betur? Ef það er kominn tími á viðhal (kaup)? Hafa í huga við kaupsamning og afsal. Hafa í huga þegar tveir eða fleiri aðilar kaupa saman Er erfitt að bakka út úr tilboði ef þú ert með fyrirvara um skoðun? Baldur Jezorski, löggiltur fasteignasali baldur@450.is s: 776 0615 Ásdís Ósk Valsdóttir, löggiltur fasteignasali asdis@husaskjol.is s: 863 0402 Hlaðvarp / Podcast þar sem farið er yfir allt sem tengist því að kaupa, selja og eiga fasteign. Næstu þættir: - Lánamál - Kaup- og söluferli frá A til Ö - Slysahættur á heimilum - Að kaupa nýtt eða gamalt - Fjölbýli og nágrannar - Mygla og snýkjudýr - Endufjármögnun og greiðslumat
Markaðurinn í dag. Jón G. Sandholt jr., löggiltur fasteignasali og Halldór Kristján Sigurðsson, löggiltur fasteignasali hjá Stakfell fasteignasölu kíktu til mín í spjall. Það er oftast hægt að rýna í tölur og yfirleitt nokkuð skýrt hvernig staðan er og fyrirsjáanlegt hvernig markaðurinn kemur til með að þróast. Núna er hins vegar fátt um fréttir af fasteignamarkaðnum og hvað getur komið til með að gerast. Fasteignasalar eru í framlínu fasteignamarkaðar og taldi ég því tilvalið að heyra í nokkrum kollegum mínum varðandi stöðuna á markaðnum í dag. Það veit auðvitað enginn nákvæmlega hvernig efnahagurinn eða fasteignamarkaðurinn kemur til með að þróast en við ætlum aðeins að fara stöðuna í dag og spá aðeins í spilin varðandi framhaldið. Baldur Jezorski, löggiltur fasteignasali baldur@450.is s: 776 0615 Ásdís Ósk Valsdóttir, löggiltur fasteignasali asdis@husaskjol.is s: 863 0402 Hlaðvarp / Podcast þar sem farið er yfir allt sem tengist því að kaupa, selja og eiga fasteign. Næstu þættir: - Lánamál - Kaup- og söluferli frá A til Ö - Slysahættur á heimilum - Að kaupa nýtt eða gamalt - Fjölbýli og nágrannar - Mygla og snýkjudýr - Endufjármögnun og greiðslumat
Markaðurinn í dag. Ásdís Ósk Valsdóttir, löggiltur fasteignasali og framkvæmdastjóri Húsaskjól fasteignasölu kíkti til mín í spjall. Það er oftast hægt að rýna í tölur og yfirleitt nokkuð skýrt hvernig staðan er og fyrirsjáanlegt hvernig markaðurinn kemur til með að þróast. Núna er hins vegar fátt um fréttir af fasteignamarkaðnum og hvað getur komið til með að gerast. Fasteignasalar eru í framlínu fasteignamarkaðar og taldi ég því tilvalið að heyra í nokkrum kollegum mínum varðandi stöðuna á markaðnum í dag. Það veit auðvitað enginn nákvæmlega hvernig efnahagurinn eða fasteignamarkaðurinn kemur til með að þróast en við ætlum aðeins að fara stöðuna í dag og spá aðeins í spilin varðandi framhaldið. Baldur Jezorski, löggiltur fasteignasali baldur@450.is s: 776 0615 Ásdís Ósk Valsdóttir, löggiltur fasteignasali asdis@husaskjol.is s: 863 0402 Hlaðvarp / Podcast þar sem farið er yfir allt sem tengist því að kaupa, selja og eiga fasteign. Næstu þættir: - Lánamál - Kaup- og söluferli frá A til Ö - Slysahættur á heimilum - Að kaupa nýtt eða gamalt - Fjölbýli og nágrannar - Mygla og snýkjudýr - Endufjármögnun og greiðslumat
Pólitíkin 8. þáttur Umsjón: Guðfinnur Sigurvinsson Viðmælandi: Svanhildur Hólm Valsdóttir aðstoðarmaður fjármálaráðherra. Lýsing: Pólitíkin er umræðuþáttur um stjórnmál og helstu samfélagsmál á hverjum tíma. Þátturinn er á vegum Sjálfstæðisflokksins og leitar eftir sjónarmiðum sjálfstæðisfólks en við leitum líka fanga utan flokksins, eins og málefnið býður upp á hverju sinni. Þáttur frá 29. apríl 2020. Þátturinn á YouTube.
Freyja Valsdóttir lífeindafræðingur og Máney Sveinsdóttir náttúrufræðingur eru gestir Hlaðvarps Landspítala að þessu sinni, en gestastjórnandi er Jón Magnús Jóhannesson sérnámslæknir. Freyja og Máney starfa báðar á sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Mikið hefur mætt á veirufræðihluta deildarinnar í COVID-19 faraldrinum og vinnudagarnir lengst með margföldu álagi við greiningar á sýnum vegna COVID-19. Starfsfólki var fjölgað í faraldrinum og mönnun við greiningarvinnu styrkt, ásamt því sem tækjabúnaður var bættur. Freyja og Máney segja okkur hér frá vinnunni á deildinni í faraldrinum, ásamt því að greina frá bakgrunni sínum og starfsferli.
Friðrik Rafn Larsen kom til okkar en fram kemur í nýrri rannsókn hans að þrátt fyrir allt tal og meðvitund um umhverfismál og sjálfbærni þá tekur ungt fólk frekar mið af verði og gæðum en umhverfisvernd í neyslu sinni. Sjálfsgagnrýni og kvíði getur verið erfiður fylgifiskur þess að stíga á svið. Það mátti heyra í upphitunarþætti fyrir Söngvakeppni sjónvarpsins síðasta laugardag. Keppendurnir, sem keppa til úrslita annað kvöld, lýstu flest kvíða og stressi fyrir því að koma fram. Einn sagðist þó hlakka til, vera spenntur. Steinunn Anna Sigurjónsdóttir, sálfræðingur og einn eigenda Litlu kvíðameðferðastöðvarinnar, fór yfir þessar tilfininningar með okkur og hvort hægt sé að breyta þessum kvíðatilfinningum í tilhlökkun. Sorphirðumenn eru í verkfalli. Ruslatunnurnar yfirfullar og sendibílastjórinn Eiður Smári Björnsson kominn í ruslið. Hann fékk mikla athygli í gær enda ekki daglegt brauð að sendibílastjórar sjái um tunnurnar. Hann er á leið eftir fleiri tunnum og var á línunni. Við fórum yfir fréttir vikunnar. Jón Örn Guðbjartsson, markaðs- og samskiptstjóri Háskóla Íslands, og Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra, fóru yfir þær með okkur. Freyr Gígja Gunnarsson og Hégómavísindahornið.
Friðrik Rafn Larsen kom til okkar en fram kemur í nýrri rannsókn hans að þrátt fyrir allt tal og meðvitund um umhverfismál og sjálfbærni þá tekur ungt fólk frekar mið af verði og gæðum en umhverfisvernd í neyslu sinni. Sjálfsgagnrýni og kvíði getur verið erfiður fylgifiskur þess að stíga á svið. Það mátti heyra í upphitunarþætti fyrir Söngvakeppni sjónvarpsins síðasta laugardag. Keppendurnir, sem keppa til úrslita annað kvöld, lýstu flest kvíða og stressi fyrir því að koma fram. Einn sagðist þó hlakka til, vera spenntur. Steinunn Anna Sigurjónsdóttir, sálfræðingur og einn eigenda Litlu kvíðameðferðastöðvarinnar, fór yfir þessar tilfininningar með okkur og hvort hægt sé að breyta þessum kvíðatilfinningum í tilhlökkun. Sorphirðumenn eru í verkfalli. Ruslatunnurnar yfirfullar og sendibílastjórinn Eiður Smári Björnsson kominn í ruslið. Hann fékk mikla athygli í gær enda ekki daglegt brauð að sendibílastjórar sjái um tunnurnar. Hann er á leið eftir fleiri tunnum og var á línunni. Við fórum yfir fréttir vikunnar. Jón Örn Guðbjartsson, markaðs- og samskiptstjóri Háskóla Íslands, og Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra, fóru yfir þær með okkur. Freyr Gígja Gunnarsson og Hégómavísindahornið.
Þórdís Valsdóttir, útvarpskona og lögfræðingur, lenti í tveimur áföllum sem mótuðu líf hennar til frambúðar þegar hún var á unglingsaldri. Þegar hún var nýbúin að missa systur sína varð hún óvænt ólétt aðeins fimmtán ára gömul. Eftir að hafa tekið nýtt hlutverk í sátt tók lífið enn og aftur óvænta stefnu.
Sigríður starfar í FLÍSS félagi um leiklist í skólastarfi og er sannfærð um að leiklistin er afl til menntunar. Sigríður hefur sett upp margar söngleiki í Hagaskóla sem hafa vakið verðskuldaða athygli. Hún hefur einnig unnið mikið starf hjá SAmtökunum 78 hvað varðar kynvitund barna og unglinga.
Sigríður starfar í FLÍSS félagi um leiklist í skólastarfi og er sannfærð um að leiklistin er afl til menntunar. Sigríður hefur sett upp margar söngleiki í Hagaskóla sem hafa vakið verðskuldaða athygli. Hún hefur einnig unnið mikið starf hjá SAmtökunum 78 hvað varðar kynvitund barna og unglinga.
Kapítalisminn, þessi gamalgróna tegund hagkerfis, er líklega að breytast, í.þ.m. hafa stjórnendur 200 helstu fyrirtækja Bandaríkjanna gefið út yfirlýsingu þar sem segir að hagsmunir hluthafa ráði ekki lengur einir för við stjórn fyrirtækja. Nú beri að taka tillit til starfsfólks, nærsamfélags og náttúru. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, ræddi þessi mál í spjalli um efnahag og samfélag. Ný aðgerðaáætlun þýskra stjórnvalda í loftlagsmálum mælist illa fyrir meðal umhverfisverndarsinna. Hún er talin ganga allt of skammt og þjóna hagsmunum bílaframleiðenda frekar en umhverfinu. Arthúr Björgvin Bollason sagði frá í Berlínarspjalli. Fimm ára bann við hækkun húsaleigu í Berlín var einnig til umfjöllunar sem og Októberhátíðin sem nú er hafin en á henni er bjór og bjórdrykkja í hávegum höfð. Íslenska heimildamyndin Síðasta haustið er meðal þeirra sem keppa um aðalverðlaun Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík, RIFF, þetta árið. Aðstandendur hennar; Yrsa Roca Fannberg leikstjóri og Hanna Björk Valsdóttir framleiðandi sögðu frá myndinni og hátíðinni. Tónlist: Hasta manana - Lena Andersson, All of me - Russ Columbo.
Kapítalisminn, þessi gamalgróna tegund hagkerfis, er líklega að breytast, í.þ.m. hafa stjórnendur 200 helstu fyrirtækja Bandaríkjanna gefið út yfirlýsingu þar sem segir að hagsmunir hluthafa ráði ekki lengur einir för við stjórn fyrirtækja. Nú beri að taka tillit til starfsfólks, nærsamfélags og náttúru. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, ræddi þessi mál í spjalli um efnahag og samfélag. Ný aðgerðaáætlun þýskra stjórnvalda í loftlagsmálum mælist illa fyrir meðal umhverfisverndarsinna. Hún er talin ganga allt of skammt og þjóna hagsmunum bílaframleiðenda frekar en umhverfinu. Arthúr Björgvin Bollason sagði frá í Berlínarspjalli. Fimm ára bann við hækkun húsaleigu í Berlín var einnig til umfjöllunar sem og Októberhátíðin sem nú er hafin en á henni er bjór og bjórdrykkja í hávegum höfð. Íslenska heimildamyndin Síðasta haustið er meðal þeirra sem keppa um aðalverðlaun Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík, RIFF, þetta árið. Aðstandendur hennar; Yrsa Roca Fannberg leikstjóri og Hanna Björk Valsdóttir framleiðandi sögðu frá myndinni og hátíðinni. Tónlist: Hasta manana - Lena Andersson, All of me - Russ Columbo.
Gestur þáttarins að þessu sinni er Svanhildur Hólm Valsdóttir aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Hún mætir með uppáhalds ROKKplötuna sína í Füzz kl. 21.00. Plata þáttarins er svo platan Sonic Temple með The Cult sem kom út í apríl fyrir aldarfjórðungi, 25 árum! Sonic Temple er fjórða plata The Cult og þeirra vinsælasta plata. Hún hefur að geymna smelli á borð við Sun King, Edie, Fire Woman og Sweet Soul Sister. Sonic Temple er síðasta plata Cult sem bassaleikairnn Jamie Stewart spilar á, hann hætti 1990, og fyrsta plata sveitarinnar sem fyrrum trommari Hall & Oates og Bryan Ferry, Mickey Curry spilar á. Velgengnin sem Cult öðlaðist í kjölfar útgáfu Sonic Temple slátraði bandinu næstum því. Hún kom út á þeim tíma þegar Guns´n Roses var stærsta rokkband í heimi og á vissan hátt var Cult stærra um tíma. Sveitin fylgdi plötunni eftir um allan heim, tapaði bassaleikaranum á leiðinni og í kjölfarið varð Cult að tveggja manna bandinu sem það hefur verið til dagsins í dag. Ian Atsbury syngur og Billy Duffy sem er mynd af framan á plötunni að spila á Gibson les Paul, spilar á gítar. Þeim buðust tveir upphitunartúrar þegar Sonic Temple kom út, annarsvegar með ozzy Osbourne, sem þeim fannst of óldskúl á þeim tíma, og Metallica. Þeir fóru með Metallica. Þetta var áður en Metallica varð orfur vinsæ með svörtu plötunni og aðdáendurnir voru næsgtum allir karlkyns. Þeir djókuðu með það sín á milli að ef það voru einhverjar stelpur eða konur í aðhorfendaskaranum þá væru þær komnar til að sjá Cult. Þeim gekk ágætlega í þessum túr. Við vorum amk. ekki grýttir með bjórflöskum sögðu þeir síðar í viðtölum. Það var Billy Duffy sem vildi gera hreinræktaða ROKKplötu og það var hann sem haðfi uppi á upptökustjóranum Bob Rock sem var á þeim tíma lítt þekktur ungur upptökustjóri. Hann átti síðar eftir að gera svörtu plötuna með Metallica og Dr. Feelgood með Mötley Crüe. Í dag kom út 30 ára afmæliusútgáfa af Sonic Temple sem kostar handlegg og fót eða þar um bil samkvæmt bestu heimildum Füzz. Við heyrum nokkur lög af Sonic Temple í Füzz í kvöld. Óskalagasíminn verður opnaður (5687-123) um kl. 20 og A+B er svo að þessu sinni með Nirvana 200.000 Naglbítar - Bless kex CCR - Bootleg (af Woodstock) Oasis - I hope i think i know Molly Hatchet - It´s all over now (lagið sem vinur þáttarins valdi) AC/DC - Hard as a rock Tool - Fear Incolum SÆIMATÍMI Volbeat - For evight (óskalag) The Cult - Fire woman (plata þáttarins) Kiss - Love it loud (óskalag) Rammstein - Deutchland (óskalag) Great Van Fleet - Always there Amyl & the Sniffers
Gestur þáttarins að þessu sinni er Svanhildur Hólm Valsdóttir aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Hún mætir með uppáhalds ROKKplötuna sína í Füzz kl. 21.00. Plata þáttarins er svo platan Sonic Temple með The Cult sem kom út í apríl fyrir aldarfjórðungi, 25 árum! Sonic Temple er fjórða plata The Cult og þeirra vinsælasta plata. Hún hefur að geymna smelli á borð við Sun King, Edie, Fire Woman og Sweet Soul Sister. Sonic Temple er síðasta plata Cult sem bassaleikairnn Jamie Stewart spilar á, hann hætti 1990, og fyrsta plata sveitarinnar sem fyrrum trommari Hall & Oates og Bryan Ferry, Mickey Curry spilar á. Velgengnin sem Cult öðlaðist í kjölfar útgáfu Sonic Temple slátraði bandinu næstum því. Hún kom út á þeim tíma þegar Guns´n Roses var stærsta rokkband í heimi og á vissan hátt var Cult stærra um tíma. Sveitin fylgdi plötunni eftir um allan heim, tapaði bassaleikaranum á leiðinni og í kjölfarið varð Cult að tveggja manna bandinu sem það hefur verið til dagsins í dag. Ian Atsbury syngur og Billy Duffy sem er mynd af framan á plötunni að spila á Gibson les Paul, spilar á gítar. Þeim buðust tveir upphitunartúrar þegar Sonic Temple kom út, annarsvegar með ozzy Osbourne, sem þeim fannst of óldskúl á þeim tíma, og Metallica. Þeir fóru með Metallica. Þetta var áður en Metallica varð orfur vinsæ með svörtu plötunni og aðdáendurnir voru næsgtum allir karlkyns. Þeir djókuðu með það sín á milli að ef það voru einhverjar stelpur eða konur í aðhorfendaskaranum þá væru þær komnar til að sjá Cult. Þeim gekk ágætlega í þessum túr. Við vorum amk. ekki grýttir með bjórflöskum sögðu þeir síðar í viðtölum. Það var Billy Duffy sem vildi gera hreinræktaða ROKKplötu og það var hann sem haðfi uppi á upptökustjóranum Bob Rock sem var á þeim tíma lítt þekktur ungur upptökustjóri. Hann átti síðar eftir að gera svörtu plötuna með Metallica og Dr. Feelgood með Mötley Crüe. Í dag kom út 30 ára afmæliusútgáfa af Sonic Temple sem kostar handlegg og fót eða þar um bil samkvæmt bestu heimildum Füzz. Við heyrum nokkur lög af Sonic Temple í Füzz í kvöld. Óskalagasíminn verður opnaður (5687-123) um kl. 20 og A+B er svo að þessu sinni með Nirvana 200.000 Naglbítar - Bless kex CCR - Bootleg (af Woodstock) Oasis - I hope i think i know Molly Hatchet - It´s all over now (lagið sem vinur þáttarins valdi) AC/DC - Hard as a rock Tool - Fear Incolum SÆIMATÍMI Volbeat - For evight (óskalag) The Cult - Fire woman (plata þáttarins) Kiss - Love it loud (óskalag) Rammstein - Deutchland (óskalag) Great Van Fleet - Always there Amyl & the Sniffers
Gestur þáttarins að þessu sinni er Svanhildur Hólm Valsdóttir aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Hún mætir með uppáhalds ROKKplötuna sína í Füzz kl. 21.00. Plata þáttarins er svo platan Sonic Temple með The Cult sem kom út í apríl fyrir aldarfjórðungi, 25 árum! Sonic Temple er fjórða plata The Cult og þeirra vinsælasta plata. Hún hefur að geymna smelli á borð við Sun King, Edie, Fire Woman og Sweet Soul Sister. Sonic Temple er síðasta plata Cult sem bassaleikairnn Jamie Stewart spilar á, hann hætti 1990, og fyrsta plata sveitarinnar sem fyrrum trommari Hall & Oates og Bryan Ferry, Mickey Curry spilar á. Velgengnin sem Cult öðlaðist í kjölfar útgáfu Sonic Temple slátraði bandinu næstum því. Hún kom út á þeim tíma þegar Guns´n Roses var stærsta rokkband í heimi og á vissan hátt var Cult stærra um tíma. Sveitin fylgdi plötunni eftir um allan heim, tapaði bassaleikaranum á leiðinni og í kjölfarið varð Cult að tveggja manna bandinu sem það hefur verið til dagsins í dag. Ian Atsbury syngur og Billy Duffy sem er mynd af framan á plötunni að spila á Gibson les Paul, spilar á gítar. Þeim buðust tveir upphitunartúrar þegar Sonic Temple kom út, annarsvegar með ozzy Osbourne, sem þeim fannst of óldskúl á þeim tíma, og Metallica. Þeir fóru með Metallica. Þetta var áður en Metallica varð orfur vinsæ með svörtu plötunni og aðdáendurnir voru næsgtum allir karlkyns. Þeir djókuðu með það sín á milli að ef það voru einhverjar stelpur eða konur í aðhorfendaskaranum þá væru þær komnar til að sjá Cult. Þeim gekk ágætlega í þessum túr. Við vorum amk. ekki grýttir með bjórflöskum sögðu þeir síðar í viðtölum. Það var Billy Duffy sem vildi gera hreinræktaða ROKKplötu og það var hann sem haðfi uppi á upptökustjóranum Bob Rock sem var á þeim tíma lítt þekktur ungur upptökustjóri. Hann átti síðar eftir að gera svörtu plötuna með Metallica og Dr. Feelgood með Mötley Crüe. Í dag kom út 30 ára afmæliusútgáfa af Sonic Temple sem kostar handlegg og fót eða þar um bil samkvæmt bestu heimildum Füzz. Við heyrum nokkur lög af Sonic Temple í Füzz í kvöld. Óskalagasíminn verður opnaður (5687-123) um kl. 20 og A+B er svo að þessu sinni með Nirvana 200.000 Naglbítar - Bless kex CCR - Bootleg (af Woodstock) Oasis - I hope i think i know Molly Hatchet - It´s all over now (lagið sem vinur þáttarins valdi) AC/DC - Hard as a rock Tool - Fear Incolum SÆIMATÍMI Volbeat - For evight (óskalag) The Cult - Fire woman (plata þáttarins) Kiss - Love it loud (óskalag) Rammstein - Deutchland (óskalag) Great Van Fleet - Always there Amyl & the Sniffers
Jóhannes Árnason, Maríanna Clara Lúthersdóttir og Vala Björg Valsdóttir ræða um bækurnar sem framhaldsskólanemum er gert að lesa. Leslistarnir eru að einhverju leyti fjölbreyttir, eins og reynsla þáttastjórnenda. Á meðan þau yngri gerðu stuttmyndir byggðar á Galdra-Lofti lærði fulltrúi eldri kynslóða á ritvél.
Guðrún Baldvinsdóttir, Maríanna Clara Lúthersdóttir og Vala Björg Valsdóttir hittust í Kompunni og ræddu hvaða bækur þær lásu í sumarfríinu, en einnig um rósaræktun, vatnsræktun og sjálfsrækt(un).
Í byrjun október mun Gaflaraleikhúsið frumsýna Mömmu klikk! eftir Gunnar Helgason í leikgerð og leikstjórn Bjarkar Jakobsdóttur. Leikkonan og söngkonan Valgerður Guðnadóttir fer með hlutverk mömmu klikk og hún var föstudagsgesturinn Mannlega þáttarins í dag. 1.september er núna á sunnudaginn og af því tilefni fjallaði Sigurlaug Margrét Jónasdóttir, besti vinur bragðlaukanna, um fiskisúpur, lúðusúpu og svo hringdi hún í Svanhildi Hólm Valsdóttur sem lumar á frægri súpuuppskrift sem hún deildi með okkur. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Delta Kappa Gamma eru alþjóðleg samtök kvenna í fræðslustörfum. Þau halda nú öðru sinni alþjóðlega ráðstefnu á Íslandi og viðfangsefnin eru fjölbreytt, þar sem lögð er áhersla á faglegar nýjungar í menntun bæði varðandi rannsóknir og kennslu á sviði menntamála. Ingibjörg Elsa Guðmundsdóttir forseti landssambands Íslands og ráðstefnustjóri og Kolbrún Pálsdóttir forseti Menntavísindasviðs HÍ kíktu við og sögðu okkur meira. Í kjölfar frétta af bæði E.coli smiti og listeríu á Íslandi undanfarin misseri veltum við fyrir okkur hvernig tekið er á slíkum málum, hvernig eru sýni greind og hversu langan tíma tekur að greina þau? Þær Anna Kristín Daníelsdóttir, sviðsstjóri Rannsókna og nýsköpunar og Hrönn Ólína Jörundsdóttir, sviðsstjóri Mæliþjónustu og innviða hjá Matís komu til okkar og sögðu okkur allt um þessa tækni. Hugarfarið Ég get þetta ekki, ég vil þetta ekki og mig langar ekki að gera þetta,réði ríkjum hjá Ásdísi Ósk Valsdóttur, fasteignasala og pistlahöfundi á mbl.is, þar til fyrir rúmu ári að hún sneri blaðinu og horfir nú öðrum augum á viðfangsefnin í lífinu. Nú hugsar hún: Ég get þetta örugglega og hún arkaði Fimmvörðuhálsinn á dögunum en í fyrra vor hljóp hún rétt milli ljósastaura. Ásdís mætti eldhress í Morgunútvarpið. Liður í að fjölga ferðamönnum á landsbyggðinni er að tryggja alþjóðaflug til Akureyrar og Egilsstaðar. Þetta segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Circle Air, sem hefur byggt upp þyrlu- og flugþjónustu fyrir ferðamenn á Akureyri. Nýjar þyrlur sem fljúga með fjallahjólreiðamenn í óbyggðir bættust nýverið í hópinn og hefur félagið einnig fengið vélar í stað þeirra tveggja ssem kyrrsettar voru eftir flugslys í Svíþjóð þar sem fallhlífastökkvarar létu lífið. Við heyrðum í Þorvaldi. Guðmundur Jóhannsson fór yfir tæknitíðindi með okkur og að þessu sinni voru hlaðvörp í brennidepli. Tónlist: Helgi Björns - Miði aðra leið. Thin Jim and the Castaways - Brotnar myndir. Prefab Sprout - Bonny. Geirfuglarnir - Fulla frænka mín. Monotown - Peacemaker. Pulp - Disco 2000. Cake - Never there. J. Lo - On the floor
Elín Oddný Sigurðardóttir, formaður stýrihóps: Helstu niðurstöður tilraunaverkefnis Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar. Verkefninu lýkur í ágúst. Kristín Valsdóttir forseti listkennsludeildar LHÍ: Fjölgun í listkennslunám við Listaháskólann. Guðrún Líndal Guðjónsdóttir: Málfarsmínútan: Öræfi Ingibjörg Jónsdóttir dósent við jarðvísindadeild HÍ: Hafís nálgast landið og fjarkönnunartækni sem nýtt er til að fylgjast með komu hafís og öðrum breytingum í náttúrunni.
Gestir Vikulokanna voru Gylfi Ólafsson, forstöðumaður Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður fjármálaráðherra og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Rætt var um málþóf á Alþingi í umræðum um þriðja orkupakkann, úrskurð Persónuverndar um að upptökur Báru Halldórsdóttur á Klaustri hafi verið ólöglegar, kröfu um afdráttalausara orðalag í loftslagsmálum, horfur í efnahagsmálum og ferðaþjónustu. Umsjón: Bergsteinn Sigurðsson Tæknimaður: Davíð Berndsen
Gestir Vikulokanna voru Gylfi Ólafsson, forstöðumaður Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður fjármálaráðherra og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Rætt var um málþóf á Alþingi í umræðum um þriðja orkupakkann, úrskurð Persónuverndar um að upptökur Báru Halldórsdóttur á Klaustri hafi verið ólöglegar, kröfu um afdráttalausara orðalag í loftslagsmálum, horfur í efnahagsmálum og ferðaþjónustu. Umsjón: Bergsteinn Sigurðsson Tæknimaður: Davíð Berndsen
Undir áhrifum er nýr liður í umsjón Katrínar Helgu Andrésdóttur þar sem íslenskar tónlistarkonur fjalla um áhrifavalda sína. Að þessu sinni ræðir hún við Sölku Valsdóttur, rappara og pródúsent, um tónlistarkonuna Sevdalizu. Salka heillaðist af því hvernig hún blandar saman hinu óþægilega og fallega.
Undir áhrifum er nýr liður í umsjón Katrínar Helgu Andrésdóttur þar sem íslenskar tónlistarkonur fjalla um áhrifavalda sína. Að þessu sinni ræðir hún við Sölku Valsdóttur, rappara og pródúsent, um tónlistarkonuna Sevdalizu. Salka heillaðist af því hvernig hún blandar saman hinu óþægilega og fallega.
Undir áhrifum er nýr liður í umsjón Katrínar Helgu Andrésdóttur þar sem íslenskar tónlistarkonur fjalla um áhrifavalda sína. Að þessu sinni ræðir hún við Sölku Valsdóttur, rappara og pródúsent, um tónlistarkonuna Sevdalizu. Salka heillaðist af því hvernig hún blandar saman hinu óþægilega og fallega.
Want to learn how to book over 150 appointments per month? What if I told you it was super easy and everything you need to do is on this video? Be sure to comment your questions below!
Gestir þáttarins voru Kristján Guy Burgess, Sonja Ýr Þorbergsdóttir, Svanhildur Hólm Valsdóttir, Jóhannes Þór Skúlason. Umræðuefni voru kjaradeila, traust til Alþingis og borgarstjórnar Reykjavíkur og Eurovision. Umsjónarmaður: Milla Ósk Magnúsdóttir.
Gestir þáttarins voru Kristján Guy Burgess, Sonja Ýr Þorbergsdóttir, Svanhildur Hólm Valsdóttir, Jóhannes Þór Skúlason. Umræðuefni voru kjaradeila, traust til Alþingis og borgarstjórnar Reykjavíkur og Eurovision. Umsjónarmaður: Milla Ósk Magnúsdóttir.
Við ræddum evrópsk stjórnmál dálítið með Boga Ágústssyni, í síðasta spjalli fyrir jól. Flækjustigið í útgöngumálum Breta verður sífellt meira - hvernig þeir ætli að kveðja Evrópusambandið, eða ekki! Þá var svolítið fjallað um fögnuð Norðmanna vegna ráðningar einnar helstu fótboltagoðsagnar þeirra, Ole Gunnars Solskjær, í sjóðheitt starf þjálfara stórliðsins Manchester United. - Fátt er betra en góð bók. Fjöldi spennandi bóka kom út fyrir þessi jólin; allskonar bækur; skáldsögur, ævisögur, barnabækur, ungmennabækur, ljóðabækur, fræðirit, listaverkabækur og matreiðslubækur - íslenskt og þýtt. En hvernig ætli bóksalan gangi? Hvað er vinsælast? Við slógum á þráðinn til Heiðrúnar Höskuldsdóttur, bóksala í Bókaverzlun Breiðafjarðar í Stykkishólmi, og spjölluðum um bækur og bóksölu og lífið og tilveruna í Hólminum. - Ættum við að virkja sköpunarmátt nemenda í skólakerfinu með aðferðum lista við kennslu? Það er spurning sem við beindum til Kristínar Valsdóttur, forseta Listkennsludeildar Listaháskóla Íslands, sem næsta haust býður fólki sem lokið námi á almennum fræðasviðum að hefja meistaranám í kennslufræðum við skólann - læra að nota aðferðir listanna við kennslu. Kristín ræddi gildi listnáms - fyrir listina og lífið. - Tónlist: Lionel Hampton - Merry Christmas baby; Ray Charles - Rudolph the red-nosed reindeer; Chet Baker - Winter Wonderland.
Dodo and the Dodos, Aphrodite's Child, Emilíana Torrini o.fl. fluttu lög fyrir hlustendur þáttarins. Það lá vel á umsjónarmanni þáttarins sem lagði sig allan fram.
Dodo and the Dodos, Aphrodite's Child, Emilíana Torrini o.fl. fluttu lög fyrir hlustendur þáttarins. Það lá vel á umsjónarmanni þáttarins sem lagði sig allan fram.
Úlfhildur Dagsdóttur bókmenntafræðingur er annar tveggja heiðursgesta á furðusagnaráðstefnunni IceCon sem hefst í dag hér í Reykjavík. Hún hefur um nokkurt skeið rannsakað og stúderað furðusögur, skrifað bækur um vísindaskáldsögur og myndasögur - ásamt því að lesa þær flestar, ef ekki allar. Við kíkjum inná kontór til hennar rétt á eftir. Við fjölluðum í gær um úrskurð Neytendastofu þar sem bloggurum, samfélagsmiðlastofu og fyrirtæki er bannað að birta duldar auglýsingar eins og það er kallað. Við höldum áfram með málið í dag og fáum til okkar Þórdísi Valsdóttur sem skrifaði meistararitgerð í lögfræði um málið. Hún blandaði sér einnig í þetta tiltekna mál og sendir Neytendastofu reglulega ábendingar um duldar auglýsingar á samfélagsmiðlum. Svo eru það alíslenskir hafrar en Örn Karlsson bóndi Í Skaftárhreppi og hans fólk hafa reynt að rækta þá síðustu 9 ár. Nú hefur það loks tekist og það er verið að keyra hafrana út í verslanir hér á landi. Örn kemur til okkar á eftir og segir okkur frá þessu ævintýri. Fréttavikan er á sínum stað. Kristján Kristjánsson umsjónarmaður Sprengisands á Bylgjunni kemur ásamt Þóru Arnórsdóttur ritstjóra Kveiks. Hégómavísindahorn Freys Gígju Gunnarssonar lokar svo þættinum í dag eins og alltaf á föstudögum.
Styttri fréttir: Gerðardómur í ljósmæðradeilunni skilaði ríkissáttasemjara úrskurði sínum síðdegis. Dómurinn ákvað að meta eigi kandídatsgráðu ljósmæðra til jafns við hjúkrunarfræðing með sérnám. Þá á að greiða ljósmóðurnemum laun. Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélag Íslands, segir erfitt að segja til um hvort niðurstaða gerðardóms verði til þess að sátt náist meðal ljósmæðra. Formaður Tannlæknafélags Íslands telur að nýr samningur félagsins og Sjúkratrygginga komi til með fækka ferðum lífeyrisþega til tannlækninga erlendis. Það sem af er þessu ári hafa á annað hundrað þeirra farið til Evrópulanda til tannlæknis. Sveitarstjórn Skaftárhrepps vill að tryggingar úr Náttúruhamfaratryggingum Íslands nái líka yfir skýstróka. Yfirvöld í Suður-Kóreu ætla að banna sölu á kaffi í grunn- og framhaldsskólum landsins. Þar eru dæmi um að nemendur finni fyrir hjartsláttartruflunum vegna neyslu kaffis eða orkudrykkja. Lengri umfjallanir: „Fyrir nokkrum árum fannst okkur mörgum svolítið eins og við værum ekki nógu góð og landið ekki nógu stórt en nú erum við stolt af því að vera Færeyingar,“ segir forstjóri Hugskotsins, frumkvöðlaseturs í Þórshöfn. Íbúar Færeyja hafa aldrei verið fleiri. Fæðingartíðnin hækkar og fleiri flytja heim. Það er uppgangur í efnahagslífinu og stjórnvöld hafa gripið tækifærið, ráðist í aðgerðir til að halda í unga fólkið og lokka brottflutta aftur til eyjanna. Arnhildur Hálfdánardóttir ræddi við Sóleyju Heradóttur Hammer. Í haust verður kosinn nýr forseti Alþýðusambands Íslands og fyrirsjáanlegar eru miklar breytingar í forystusveit sambandsins. Anna Kristín Jónsdóttir fjallaði um málið. Það þyrfti að planta minnst 19 milljónum trjáa til að vega upp á móti losun koldíoxíðs, sem hlaust af flugi til og frá Íslandi árið 2016. Og síðan þá, hefur flugumferð aukist. Ragnhildur Thorlacius tók saman. Umsjón með Speglinum hafði Ragnhildur Thorlacius Tæknimaður var Kolbeinn Soffíuson
Grímseyingar ætla að halda sína fyrstu bæjarhátíð um helgina og fagna saman sumarsólstöðum. Fjöldi viðburða verður á dagskrá alla helgina og er búist við því að íbúafjöldi þrefaldist á meðan á hátíðinni stendur. Við heyrum í Guðrúnu Ingu Hannesdóttur, eins af forsprökkum hátíðarinnar. Það er nokkuð víst að hátt spennustig verður á landanum í dag því kl. 15 mætum við Nígeríu í öðrum leik okkar á heimsmeistaramótinu á HM. Í gær tryggðu Króatar sér sæti í 16 liða úrslitum með öruggum sigri á Argentínu og verður því hart barist um það hvert hitt liðið verður sem fer einnig upp úr riðlinum. Við heyrum í Einari Erni Jónssyni íþróttafréttamanni sem er í Volgograd. Pétur Guðmundsson frá Ófeigsfirð hefur gripið til óvenjulegra ráða í deilunni um Hvalárvirkun á ströndum. Hann hefur lokað veginu að Hvalá með því að leggja dráttarvél þvert yfir veginn sem liggur yfir tún um landareign hans. Í viðtali við Fréttablaðið sagðist hann vilja sortera hverjir fara þarna um, hyskið, sem hann kallar svo, fær ekki að fara um túnið, bara þeir sem eru honum Þóknanlegir. Pétur kemur til okkar í þáttinn. Ætli það verði ekki fjallað dálítið um fótbolta þegar við förum yfir fréttir vikunnar í þetta skiptið. Til okkar koma Bergur Ebbi Benediktsson, sem skemmti strákunum okkar ásamt öðrum liðsmönnum uppistandshópsins Mið-Íslands, og Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður fjármálaráðherra og fótboltaáhugakona. Hégómavísindahornið verður á sínum stað í vikulokin og því fáum við heimsókn frá Frey Gígju Gunnarssyni.
Spegillinn 19.06.2018 Bandarísk yfirvöld tilkynna um úrsögn landsins úr Mannréttindamálaráði Sameinuðu þjóðanna síðar í kvöld. Fjórar deildir á geðsviði Landspítalans verða lokaðar í sumar, vegna manneklu. Maður með geðklofa hefur áhyggjur af þessum lokunum. Erlendir ríkisborgarar leita í auknum mæli á bráðamóttöku vegna langt gengins alkóhólisma og vandamála sem honum tengjast. Yfirlæknir segir erfitt að mæta þessum hópi, sumir séu nýkomnir til landsins, réttindalausir og á götunni. Ef ljósmæður boða til verkfalls verður það í þriðja sinn á 10 árum. Samningafundur er boðaður á morgun hjá sáttasemjara. Lögbann sem sett var á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media síðasta haust hefur nú verið í gildi lengur en lögbann sem sett var á fréttaflutning Fréttablaðsins árið 2005. Bjór rann nánast til þurrðar í borginni Nizhny Novgorod í Rússlandi í gær þegar Svíar lögðu Suður-Kóreumenn með einu marki gegn engu á HM. Erlendir ríkisborgarar leita í auknum mæli á bráðamóttöku vegna langt gengins alkóhólisma og vandamála sem honum tengjast. Arnhildur Hálfdánardóttir fjallar í Speglinum um málið og ræðir við Önnu Sigrúnu Baldursdóttur og Jón Magnús Kristjánsson. Það skýrist á morgun hvort ljósmæður boða til verkfalls. Fyrsti samningafundur, eftir að félagsmenn felldu samning sem náðist við ríkið um dagin, verður á morgun hjá sáttasemjara. Ef boðað verður verkfall verður það þriðja verkfallsboðun ljósmæðra frá 2008. Arnar Páll Hauksson fjallar um málið í Speglinum og ræðir við Áslaug Valsdóttir og heyrist í fleiri ljóðsmæðrum. Það er ekkert nýtt að breska stjórnin sé aðþrengd í Brexit-málum. Nú þrýsta aðstæður á um skýrari boðskap og það dregur upp á yfirborðið átökin í Íhaldsflokknum. Sigrún Davíðsdóttir fer yfir málið í Speglinum. Umsjónarmaður: Pálmi Jónasson.
Ný plata með hljómsveitinni Johnny Blaze & Hakki Brakes og svo heyrum við ný lög með Future Lion & Antoni, Ingvari Valgeirs, AFK, Gunnari Ragnarsson og Milkywhale, Hjalta og Láru, Aldísi Fjólu, Vilhjálmi Guðjónssyni, Írisi G, Darth Coyote, Bríeti, Máni Orrason,G Hinrikssyni, SURU, Maríu Ólafsdóttur, Einari Erni og Sigrúnu Dóru, Hyowlp, Indriða og Soffíu Björg. Það er heilmikið að gerast í grasrótinni og gróskan þokkaleg, þrátt fyrir að betri tíð láti bíða eftir sér. Mikið kemur út af nýrri tónlist í hverri viku og í kvöld heyrum við ný lög með Future Lion & Antoni, Ingvari Valgeirs, AFK, Gunnari Ragnarsson og Milkywhale, Hjalta og Láru, Aldísi Fjólu, Vilhjálmi Guðjónssyni, Írisi G, Darth Coyote, Bríeti, Máni Orrason,G Hinrikssyni, SURU, Maríu Ólafsdóttur, Einari Erni og Sigrúnu Dóru, Hyowlp, Indriða og Soffíu Björg. Einnig kíkjum við á nýja plötu frá Johnny Blaze & Hakka Brakes. Lagalisti Langspils 205: 1. Aldrei meir - Ingvar Valgeirs 2. Distant Shoreline - Vilhjálmur Guðjónsson 3. We used to love - Future Lion & Anton 4. Why - AFK 5. Allt í megagóðu - Gunnar Ragnarsson og Milkywhale 6. Divine - ÍrisG 7. Bensínljós - Johnny Blaze & Hakki Brakes 8. Hvalfjarðargöng - Johnny Blaze & Hakki Brakes 9. Vegkantur 2 - Johnny Blaze & Hakki Brakes ásamt Sölku Valsdóttur 10. Monkfish - Darth Coyote 11. This is my life - G Hinriksson 12. Hækka í botn - María Ólafsdóttir 13. Komast upp - SURA 14. Bláminn - Einar Örn og Sigrún Dóra 15. Twin - Bríet 16. Hamskipti - Hjalti og Lára 17. Slip away - Aldís Fjóla 18. Afterglow - Hyowlp 19. Þeir vaka yfir þér - Soffía Björg 20. December - Indriði 21. Acting like a fool - Máni Orrason 22. Vestur Berlín - HAM Hefurðu samið ótrúlega gott lag, sem þér finnst að eigi að spila í útvarpi? Sendu inn lag í þáttinn og hver veit... Langspil er á dagskrá Rásar 2 á sunnudagskvöldum frá 19.20-21.00. Umsjón: Heiða Eiríksdóttir
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, varaði Rússa við því í dag að flugskeytaárásir á Sýrland væru yfirvofandi, sem svar við efnavopnaárás á bæinn Douma. Rússar segja að árásum verði svarað. Fjármálaráðherra segir að ef gengið yrði að kröfum ljósmæðra myndi það setja aðrar kjaraviðræður í uppnám. Í miðjum viðræðum hefðu þær lagt fram nýjar kröfur sem séu algerlega óaðgengilegar. Dæmi er um að aðgerð á sjúklingi á Landspítalanum hafi verið frestað sex sinnum. Læknaráð spítalans lýsir yfir miklum áhyggjum af viðvarandi skorti á legurýmum á gjörgæsludeildum. Ekki hefur verið upplýst hvað varð til þess að 257 manns fórust í Alsír þegar herflugvél hrapaði skömmu eftir flugtak. Hvers vegna nást samningar ekki við ljósmæður? Arnar Páll Hauksson talar við Áslaugu Valsdóttur, formann Ljósmæðrafélags Íslands. Frambjóðendur í Mexikó drepnir. Kristján Sigurjónsson segir frá. Myglan herjar á dönskum söfnum. Borgþór Arngrímsson í Kaupmannahöfn segir frá.
Pattstaða í deilu ljósmæðra og ríkisins, Bergljót Baldursdóttir ræðir við Áslaugu Valsdóttur formann Ljósmæðrafélagsins. Bilun í flugumsjónarkerfi. Ásrún Brynja Ingvarsdóttir sagði frá. Grunur um manndráp á Gýgjarhóli II Hundar sem bíta eru í aðstæðum sem þeir ráða ekki við og það er eigendum að kenna segir Björn Ólafsson, hundaatferlisfræðingur. Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir tók saman úr Síðdegisútvarpinu á rás 2. Umskurðarfrumvarp er mörgum áhyggjuefni að því fram kemur í umsögn utanríkisráðuneytisins. 40 ár síðan fyrsti Dallas-þátturinn var sýndur.Birta Björnsdóttir segir frá og talar við Hinrik Bjarnason, fyrrverandi dagskrárstjóra. -Skólaforðun er nýtt hugtak yfir gamalt vandamál. Una Björg Bjarnadóttir og Hulda Björk Finnsdóttir, félagsráðgjafar hjá Reykjavíkurborg, segja hegðunina algengari en flestir geri sér grein fyrir og að svo virðist sem þröskuldurinn hér á landi sé of hár þegar kemur að fjarveru barna frá skóla. Þær sitja í starfshópi velferðarsviðs um vandann sem fagfólki í borginni finnst vera að aukast. Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við þær. -Tilvist helvítis er umdeild en það er til segir Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju þó að það sé ekki ákveðinn staður. Í Biblíunni sjálfri fer lítið fyrir sögum af helvíti sem bústað andskotans. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Davíð Þór. Spegillinn 3. apríl 2018 Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir
Gestur þáttarins er Hlín Jóhannesdóttir kvikmyndaframleiðandi sem er ein af konunum á bakvið kvikmyndina Svanurinn sem var frumsýnd núna á dögunum. Svanurinn er byggð á samnefndir sögu Guðbergs Bergssonar og er fyrsta kvikmyndin sem Ása Hlega Hjörleifsdóttir leikstýrir. Með helstu hlutverk í myndinni fer hin 13 ára gamla Gríma Valsdóttir, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Ingvar E. Sigurðsson og Katla Margrét Þorgeirsdóttir. Það er mikið af konum á bakvið Svaninn og Hlíns segir okkur hvers vegna, en hún mætir með uppáhalds rokkplötuna sína um kl. 21, en hún er með Sonic Youth! Plata þáttarins er Led Zeppelin, fyrsta plata Led Zeppelin sem kom út í Bretlandi þennan dag árið 1969 fyrir 49 árum. Platan var tekin upp í Olympic Studios í Barnes í London á 36 kukkustundum og kostaði ekki nema £1.782 £ sem þótti ekki sérlega mikið eða dýrt. Hún var að mestu tekin upp „live“ í hljóðverinu og litlu bætt við eftirá. Platan kom út nokkru síðar í Bandaríkjunum, eða 31. mars ´69. Þessi plata fékk enga glimrandi gagnrýnenda þegar hún kom út en það kom ekki í veg fyrir að hún seldist vel og þessi nýja hljómsveit sló í gegn með plötunni. Hljómsveitin var reyndar byggð á gruni annarar vinsællar hljómsveitar; The Yardbirds sem hafði nýlega liðast í sundur og breyst í „The New Yardbirds“ sem gítarleikarinn Jimmy Page leiddi. Það var hann sem safnaði saman mannskapnum sem myndaði The New Yardbirds sem breyttist svo í Led Zeppelin sem varð ein af stærstu, þekktustu og virtistu hljómsveitum rokksögunnar. Með Jimmy Page þar voru söngvarinn Robert Plant, bassaleikarinn John Paul Jones og trommarinn John Bonham. Allt séní! Þegar Rolling Stone gerði lista yfir bestu plötur sögunnar árið 2003 lenti Led Zeppelin í 29. Sæti. Þegar listinn var uppfærður 2012 hélt hún sama sæti. Platan var vígð inn í frægðarhöll rokksins 2004. Á þessari plötu eru lög eins og Babe i´m gonna leave you, Good times, bad times, Communication breakdown og Dazed and confused. Við heyrum amk. 3 lög af þessari plötu í þættinum.
Gestur þáttarins er Hlín Jóhannesdóttir kvikmyndaframleiðandi sem er ein af konunum á bakvið kvikmyndina Svanurinn sem var frumsýnd núna á dögunum. Svanurinn er byggð á samnefndir sögu Guðbergs Bergssonar og er fyrsta kvikmyndin sem Ása Hlega Hjörleifsdóttir leikstýrir. Með helstu hlutverk í myndinni fer hin 13 ára gamla Gríma Valsdóttir, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Ingvar E. Sigurðsson og Katla Margrét Þorgeirsdóttir. Það er mikið af konum á bakvið Svaninn og Hlíns segir okkur hvers vegna, en hún mætir með uppáhalds rokkplötuna sína um kl. 21, en hún er með Sonic Youth! Plata þáttarins er Led Zeppelin, fyrsta plata Led Zeppelin sem kom út í Bretlandi þennan dag árið 1969 fyrir 49 árum. Platan var tekin upp í Olympic Studios í Barnes í London á 36 kukkustundum og kostaði ekki nema £1.782 £ sem þótti ekki sérlega mikið eða dýrt. Hún var að mestu tekin upp „live“ í hljóðverinu og litlu bætt við eftirá. Platan kom út nokkru síðar í Bandaríkjunum, eða 31. mars ´69. Þessi plata fékk enga glimrandi gagnrýnenda þegar hún kom út en það kom ekki í veg fyrir að hún seldist vel og þessi nýja hljómsveit sló í gegn með plötunni. Hljómsveitin var reyndar byggð á gruni annarar vinsællar hljómsveitar; The Yardbirds sem hafði nýlega liðast í sundur og breyst í „The New Yardbirds“ sem gítarleikarinn Jimmy Page leiddi. Það var hann sem safnaði saman mannskapnum sem myndaði The New Yardbirds sem breyttist svo í Led Zeppelin sem varð ein af stærstu, þekktustu og virtistu hljómsveitum rokksögunnar. Með Jimmy Page þar voru söngvarinn Robert Plant, bassaleikarinn John Paul Jones og trommarinn John Bonham. Allt séní! Þegar Rolling Stone gerði lista yfir bestu plötur sögunnar árið 2003 lenti Led Zeppelin í 29. Sæti. Þegar listinn var uppfærður 2012 hélt hún sama sæti. Platan var vígð inn í frægðarhöll rokksins 2004. Á þessari plötu eru lög eins og Babe i´m gonna leave you, Good times, bad times, Communication breakdown og Dazed and confused. Við heyrum amk. 3 lög af þessari plötu í þættinum.
Erindi sem Bryndís Valsdóttir flutti á ráðstefnunni "Ríkir gott siðfræði í íþróttum?" sem fór fram á vegum Siðfræðistofnunar laugardaginn 4. nóvember 2017.
Svör Vilhjálms Árnasonar við þeim spurningum sem Bryndís Valsdóttir beinti til hans í fyrirlesti sínum á málþinginu "Hugsmíðar: lýðræði, frelsi og jafnrétti" mánudaginn 26. janúar 2015
Fyrirlestur sem Bryndís Valsdóttir flutti á málþinginu "Hugsmíðar: lýðræði, frelsi og jafnrétti" mánudaginn 26. janúar 2015