Podcasts about greinin

  • 12PODCASTS
  • 28EPISODES
  • 1h 38mAVG DURATION
  • ?INFREQUENT EPISODES
  • May 6, 2025LATEST

POPULARITY

20172018201920202021202220232024


Best podcasts about greinin

Latest podcast episodes about greinin

Lestin
Bernskuheimilið og Saumakallinn í Glæsibæ

Lestin

Play Episode Listen Later May 6, 2025 55:14


Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum skrifaði grein í Eimreiðina árið 1906 þar sem hún lýsti bernskuheimili sínu, en hún ólst upp við mikla fátækt. Greinin vakti athygli á sínum tíma, því hún lýsti því sem ekki mátti lýsa: nöturlegum aðstæðum í íslenskum torfbæ. Greinin er talin vera fyrsti sjálfsævisögulegur þáttur íslenskrar konu. Til stendur að gefa greinina út í bók í sumar. Við heimsækjum verslunina Klístur og saumaverkstæðið Saumakallinn sem er starfrækt í Glæsibæ. Þar er hægt að fá límmiða, fatabætur, Crocs-skrauttappa og viðgerðir á fötum. Saumakallinn Arnar Stefánsson tekur á móti okkur.

Mannlegi þátturinn
Rakarakvartettinn Barbari, skjátími og samfélagsmiðlaneysla

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Dec 15, 2022 50:00


Á landinu er starfandi rakarakvartett, kvartettinn Barbari. Sá var stofnaður af ungum menntskælingum árið 2013 og þeir segja sjálfir að þeir séu fremsti rakarakvartett landsins. Nú er Barbari komin í jólaskap og þeir komu í þáttinn og sungu þrjú lög í beinni útsendingu. Við töluðum svo við tvo þeirra, Gunnar Thor Örnólfsson og Pál Sólmund Eydal og forvitnuðumst um sögu kvartettsins, söngkeppni í Las Vegas og hvort einhver þeirra væri raunverulega rakari. Gestir í útvarpshúsinu fengu að njóta söngsins á kaffitorginu í Efstaleitinu, en hinir tveir meðlimir kvartettsins eru Karl Friðrik Hjaltason og Ragnar Pétur Jóhannsson. Hvenær leiddist þér síðast? Þessi spurning er fyrirsögn á grein sem Daðey Albertsdóttir og Silja Björk Egilsdóttir, sálfræðingar hjá Geðheilsumiðstöð barna, skrifuðu ásamt Skúla Braga Geirdal verkefnastjóra miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd. Greinin birtist til dæmis á visir.is og á akureyri.net og þar eru þau að kasta fram nokkrum tölulegum staðreyndum og spurningum til umhugsunar sem snúa að skjátíma og samfélagsmiðlaneyslu. Þessari grein, og spurningunum í henni, er beint til foreldra. Daðey og Skúli komu í þáttinn í dag og við töluðum við þau um þetta mikilvæga mál í viðtalinu. Tónlist í þættinum í dag: Leppur, Skreppur og Leiðindaskjóða / Halli og Laddi (Gunnar Þórðarson, Gísli Rúnar Jónsson, Halli og Laddi) It?s Beginning to Look a Lot Like Christmas / Kvartetinn Barbari (Meredith Wilson) Jólalalag / Kvartetinn Barbari (Vince Clarke og Bragi Valdimar Skúlason) The Christmas Song / Kvartetinn Barbari (Mel Tormé og Robert Wells) White Chirstmas / Bing Crosby (Irving Berlin) Jólin alls staðar / KK og Ellen ( Jón Sigurðsson og Jóhanna G. Erlingsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

las vegas ge lei kk fj sigur sam f hven barbari gestir egilsd hjaltason albertsd ragnar p eydal greinin
Mannlegi þátturinn
Rakarakvartettinn Barbari, skjátími og samfélagsmiðlaneysla

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Dec 15, 2022


Á landinu er starfandi rakarakvartett, kvartettinn Barbari. Sá var stofnaður af ungum menntskælingum árið 2013 og þeir segja sjálfir að þeir séu fremsti rakarakvartett landsins. Nú er Barbari komin í jólaskap og þeir komu í þáttinn og sungu þrjú lög í beinni útsendingu. Við töluðum svo við tvo þeirra, Gunnar Thor Örnólfsson og Pál Sólmund Eydal og forvitnuðumst um sögu kvartettsins, söngkeppni í Las Vegas og hvort einhver þeirra væri raunverulega rakari. Gestir í útvarpshúsinu fengu að njóta söngsins á kaffitorginu í Efstaleitinu, en hinir tveir meðlimir kvartettsins eru Karl Friðrik Hjaltason og Ragnar Pétur Jóhannsson. Hvenær leiddist þér síðast? Þessi spurning er fyrirsögn á grein sem Daðey Albertsdóttir og Silja Björk Egilsdóttir, sálfræðingar hjá Geðheilsumiðstöð barna, skrifuðu ásamt Skúla Braga Geirdal verkefnastjóra miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd. Greinin birtist til dæmis á visir.is og á akureyri.net og þar eru þau að kasta fram nokkrum tölulegum staðreyndum og spurningum til umhugsunar sem snúa að skjátíma og samfélagsmiðlaneyslu. Þessari grein, og spurningunum í henni, er beint til foreldra. Daðey og Skúli komu í þáttinn í dag og við töluðum við þau um þetta mikilvæga mál í viðtalinu. Tónlist í þættinum í dag: Leppur, Skreppur og Leiðindaskjóða / Halli og Laddi (Gunnar Þórðarson, Gísli Rúnar Jónsson, Halli og Laddi) It?s Beginning to Look a Lot Like Christmas / Kvartetinn Barbari (Meredith Wilson) Jólalalag / Kvartetinn Barbari (Vince Clarke og Bragi Valdimar Skúlason) The Christmas Song / Kvartetinn Barbari (Mel Tormé og Robert Wells) White Chirstmas / Bing Crosby (Irving Berlin) Jólin alls staðar / KK og Ellen ( Jón Sigurðsson og Jóhanna G. Erlingsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

las vegas ge lei kk fj sigur sam f hven barbari gestir egilsd hjaltason albertsd ragnar p eydal greinin
Karlmennskan
#102 Dulinn sexismi, incel og narsissismi í hópum - Bjarki Þór Grönfeldt

Karlmennskan

Play Episode Listen Later Sep 15, 2022


Bjarki Þór Grönfeldt er doktorsnemi í stjórnmálasálfræði við Háskólann í Kent á Englandi en hann mun í haust skila doktorsritgerð sinni um sjálfhverfu, eða narsissisma, í hópum. Bjarki hlaut á dögunum Roberta Sigel verðlaun Alþjóðasamtaka stjórnmálasálfræðinga fyrir bestu vísindagreinina skrifaða af ungum fræðimanni. Greinin bar nafnið „A Small Price to Pay: National Narcissism Predicts Readiness to Sacrifice In-Group Members to Defend the In-Group's Image”. Þar kom meðal annars í ljós að þeir Bandaríkjamenn sem eru narsissískir um sína þjóðarímynd voru tilbúnir til þess að fórna samborgurum sínum í COVID faraldrinum til þess að láta þjóðina líta betur út í samanburði við aðra, til dæmis með því að hætta að skima fyrir COVID. Við Bjarki ræddum doktorsrannsóknina hans um félagslegan narsisisma og incel, Jordan Peterson, sexisma, dulinn sexisma, þjóðernishyggju og föðurlandsást, svo fátt eitt sé nefnt. Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs) Veganbúðin, Anamma og bakhjarlar Karlmennskunnar bjóða upp á þennan þátt.

Karlmennskan
#102 Dulinn sexismi, incel og narsissismi í hópum - Bjarki Þór Grönfeldt

Karlmennskan

Play Episode Listen Later Sep 15, 2022


Bjarki Þór Grönfeldt er doktorsnemi í stjórnmálasálfræði við Háskólann í Kent á Englandi en hann mun í haust skila doktorsritgerð sinni um sjálfhverfu, eða narsissisma, í hópum. Bjarki hlaut á dögunum Roberta Sigel verðlaun Alþjóðasamtaka stjórnmálasálfræðinga fyrir bestu vísindagreinina skrifaða af ungum fræðimanni. Greinin bar nafnið „A Small Price to Pay: National Narcissism Predicts Readiness to Sacrifice In-Group Members to Defend the In-Group's Image”. Þar kom meðal annars í ljós að þeir Bandaríkjamenn sem eru narsissískir um sína þjóðarímynd voru tilbúnir til þess að fórna samborgurum sínum í COVID faraldrinum til þess að láta þjóðina líta betur út í samanburði við aðra, til dæmis með því að hætta að skima fyrir COVID. Við Bjarki ræddum doktorsrannsóknina hans um félagslegan narsisisma og incel, Jordan Peterson, sexisma, dulinn sexisma, þjóðernishyggju og föðurlandsást, svo fátt eitt sé nefnt. Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs) Veganbúðin, Anamma og bakhjarlar Karlmennskunnar bjóða upp á þennan þátt.

Morgunútvarpið
30. maí Efnahagsmál, trans börn, flóttafólk, vinnuvika, hálendi, sport

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later May 30, 2022


Milljarðamæringurinn Elon Musk sagði í síðustu viku að efnahagskreppa væri í vændum, en það væri af hinu góða því peningum hafi rignt yfir vitleysinga í of langan tíma. Ýmsar hagtölur eru áhugaverðar þessa dagana og við ræddum efnahagsmálin við Hafstein Hauksson, greinanda hjá Kvikubanka í Lundúnum, en hann hefur fylgst með þróuninni þar og annars staðar. Mikil umræða hefur skapast um grein Stundarinnar þar sem dregin eru í efa gæði þeirrar læknismeðferðar sem trans börnum og ungmennum býðst hér á landi. Greinin hefur meðal annars verið gagnrýnd fyrir vísun í óáreiðanleg vísindi og viðmælendaval sem endurspeglar ekki færustu sérfræðinga landsins í málefnum trans barna. Einn andmælenda greinarinnar er Sigríður Birna Valsdóttir ráðgjafi hjá Samtökunum 78 og hún var gestur okkar. Tæplega 200 manns eru á lista stoðdeildar ríkislögreglustjóra yfir fólk sem á að vísa úr landi. Þar af eiga 44 að fara til Grikklands, en flóttabörnum sem vísað er til Grikklands bíður líf sem er engu barni bjóðandi, samkvæmt nýrri skýrslu Rauða kross Íslands. Íris Ellenberger, sagnfræðingur og dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, hefur rannsakað fólksflutninga í gegnum tíðina, og við ræddum við hana um söguna í þessu samhengi. Vinnuvika yfir 3000 starfsmanna í 60 fyrirtækjum í Bretlandi styttist úr fimm í fjóra daga í næsta mánuði. Fyrirtækin taka þátt í tilraunaverkefni næstu sex mánuði en sambærilegar tilraunir hafa til að mynda verið gerðar hér á landi og víðar. Íslendingar hafa í gegnum tíðina unnið mun lengri vinnudag en þær þjóðir sem við berum okkur saman við, en samið var um styttingu vinnuvikunnar í mörgum kjarasamningum árið 2020. Nokkuð hefur hins vegar verið deilt um hvernig til hefur tekist að stytta vinnuvikuna hér á landi og við ræddum þau mál við Sonju Ýri Þorbergsdóttur, formann BSRB. Við höfum verið dugleg að fjalla um alls kyns göngur á hálendinu, en það er nú líka þannig að sum kjósa að ferðast um óbyggðir akandi. Nýlega kom út uppfærð útgáfa Hálendishandbókarinnar sem hefur um árabil reynst góður ferðafélagi þeirra sem ferðast um hálendið. Við fengum höfundinn Pál Ásgeir Ásgeirsson til okkarGunnar Birgisson íþróttafréttamaður leit við og fór yfir það helsta af íþróttum helgarinnar. Tónlist: Guðmundur R. - Finnum út úr því. Michael Kiwanuka - One more night. Helena Eyjólfsdóttir - Reykur. Purple Disco Machine - In the dark. Moses Hightower og Prins Póló - Maðkur í mysunni. First Aid Kit - My silver lining. Creedence Clearwater Revival - Have you ever seen the rain. John Grant - Pale Green Ghosts.

elon musk trans gu samt rau sigr einn bretlandi ellenberger fyrirt mikil sonju prins p moses hightower menntav nokku bsrb greinin michael kiwanuka one
Morgunútvarpið
30. maí Efnahagsmál, trans börn, flóttafólk, vinnuvika, hálendi, sport

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later May 30, 2022 130:00


Milljarðamæringurinn Elon Musk sagði í síðustu viku að efnahagskreppa væri í vændum, en það væri af hinu góða því peningum hafi rignt yfir vitleysinga í of langan tíma. Ýmsar hagtölur eru áhugaverðar þessa dagana og við ræddum efnahagsmálin við Hafstein Hauksson, greinanda hjá Kvikubanka í Lundúnum, en hann hefur fylgst með þróuninni þar og annars staðar. Mikil umræða hefur skapast um grein Stundarinnar þar sem dregin eru í efa gæði þeirrar læknismeðferðar sem trans börnum og ungmennum býðst hér á landi. Greinin hefur meðal annars verið gagnrýnd fyrir vísun í óáreiðanleg vísindi og viðmælendaval sem endurspeglar ekki færustu sérfræðinga landsins í málefnum trans barna. Einn andmælenda greinarinnar er Sigríður Birna Valsdóttir ráðgjafi hjá Samtökunum 78 og hún var gestur okkar. Tæplega 200 manns eru á lista stoðdeildar ríkislögreglustjóra yfir fólk sem á að vísa úr landi. Þar af eiga 44 að fara til Grikklands, en flóttabörnum sem vísað er til Grikklands bíður líf sem er engu barni bjóðandi, samkvæmt nýrri skýrslu Rauða kross Íslands. Íris Ellenberger, sagnfræðingur og dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, hefur rannsakað fólksflutninga í gegnum tíðina, og við ræddum við hana um söguna í þessu samhengi. Vinnuvika yfir 3000 starfsmanna í 60 fyrirtækjum í Bretlandi styttist úr fimm í fjóra daga í næsta mánuði. Fyrirtækin taka þátt í tilraunaverkefni næstu sex mánuði en sambærilegar tilraunir hafa til að mynda verið gerðar hér á landi og víðar. Íslendingar hafa í gegnum tíðina unnið mun lengri vinnudag en þær þjóðir sem við berum okkur saman við, en samið var um styttingu vinnuvikunnar í mörgum kjarasamningum árið 2020. Nokkuð hefur hins vegar verið deilt um hvernig til hefur tekist að stytta vinnuvikuna hér á landi og við ræddum þau mál við Sonju Ýri Þorbergsdóttur, formann BSRB. Við höfum verið dugleg að fjalla um alls kyns göngur á hálendinu, en það er nú líka þannig að sum kjósa að ferðast um óbyggðir akandi. Nýlega kom út uppfærð útgáfa Hálendishandbókarinnar sem hefur um árabil reynst góður ferðafélagi þeirra sem ferðast um hálendið. Við fengum höfundinn Pál Ásgeir Ásgeirsson til okkarGunnar Birgisson íþróttafréttamaður leit við og fór yfir það helsta af íþróttum helgarinnar. Tónlist: Guðmundur R. - Finnum út úr því. Michael Kiwanuka - One more night. Helena Eyjólfsdóttir - Reykur. Purple Disco Machine - In the dark. Moses Hightower og Prins Póló - Maðkur í mysunni. First Aid Kit - My silver lining. Creedence Clearwater Revival - Have you ever seen the rain. John Grant - Pale Green Ghosts.

elon musk trans gu samt rau sigr einn bretlandi ellenberger fyrirt mikil sonju prins p moses hightower menntav nokku bsrb greinin michael kiwanuka one
Morgunútvarpið
30. maí Efnahagsmál, trans börn, flóttafólk, vinnuvika, hálendi, sport

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later May 30, 2022


Milljarðamæringurinn Elon Musk sagði í síðustu viku að efnahagskreppa væri í vændum, en það væri af hinu góða því peningum hafi rignt yfir vitleysinga í of langan tíma. Ýmsar hagtölur eru áhugaverðar þessa dagana og við ræddum efnahagsmálin við Hafstein Hauksson, greinanda hjá Kvikubanka í Lundúnum, en hann hefur fylgst með þróuninni þar og annars staðar. Mikil umræða hefur skapast um grein Stundarinnar þar sem dregin eru í efa gæði þeirrar læknismeðferðar sem trans börnum og ungmennum býðst hér á landi. Greinin hefur meðal annars verið gagnrýnd fyrir vísun í óáreiðanleg vísindi og viðmælendaval sem endurspeglar ekki færustu sérfræðinga landsins í málefnum trans barna. Einn andmælenda greinarinnar er Sigríður Birna Valsdóttir ráðgjafi hjá Samtökunum 78 og hún var gestur okkar. Tæplega 200 manns eru á lista stoðdeildar ríkislögreglustjóra yfir fólk sem á að vísa úr landi. Þar af eiga 44 að fara til Grikklands, en flóttabörnum sem vísað er til Grikklands bíður líf sem er engu barni bjóðandi, samkvæmt nýrri skýrslu Rauða kross Íslands. Íris Ellenberger, sagnfræðingur og dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, hefur rannsakað fólksflutninga í gegnum tíðina, og við ræddum við hana um söguna í þessu samhengi. Vinnuvika yfir 3000 starfsmanna í 60 fyrirtækjum í Bretlandi styttist úr fimm í fjóra daga í næsta mánuði. Fyrirtækin taka þátt í tilraunaverkefni næstu sex mánuði en sambærilegar tilraunir hafa til að mynda verið gerðar hér á landi og víðar. Íslendingar hafa í gegnum tíðina unnið mun lengri vinnudag en þær þjóðir sem við berum okkur saman við, en samið var um styttingu vinnuvikunnar í mörgum kjarasamningum árið 2020. Nokkuð hefur hins vegar verið deilt um hvernig til hefur tekist að stytta vinnuvikuna hér á landi og við ræddum þau mál við Sonju Ýri Þorbergsdóttur, formann BSRB. Við höfum verið dugleg að fjalla um alls kyns göngur á hálendinu, en það er nú líka þannig að sum kjósa að ferðast um óbyggðir akandi. Nýlega kom út uppfærð útgáfa Hálendishandbókarinnar sem hefur um árabil reynst góður ferðafélagi þeirra sem ferðast um hálendið. Við fengum höfundinn Pál Ásgeir Ásgeirsson til okkarGunnar Birgisson íþróttafréttamaður leit við og fór yfir það helsta af íþróttum helgarinnar. Tónlist: Guðmundur R. - Finnum út úr því. Michael Kiwanuka - One more night. Helena Eyjólfsdóttir - Reykur. Purple Disco Machine - In the dark. Moses Hightower og Prins Póló - Maðkur í mysunni. First Aid Kit - My silver lining. Creedence Clearwater Revival - Have you ever seen the rain. John Grant - Pale Green Ghosts.

elon musk trans gu samt rau sigr einn bretlandi ellenberger fyrirt mikil sonju prins p moses hightower menntav nokku bsrb greinin michael kiwanuka one
Snæbjörn talar við fólk
#0100 Magnús Blöndahl

Snæbjörn talar við fólk

Play Episode Listen Later Apr 14, 2022 236:16


S01E100  – Magnús Blöndahl er sálfræðingurinn minn. Hann hefur fylgt þættinum í anda í meira en ár og það var í gegnum hlustanda þáttarins sem ég fékk ábendingu um að senda honum línu og panta tíma. Það breytti mjög miklu. Hann las mig eins og opna bók, greindi kvíðann og hegðunina hjá mér niður í smáatriði og kom mér á brautina við að leysa úr málunum. Ég er allur annar en þó er ferlið ekki á enda og ég geng glaður til hans mánaðarlega. Magnús er afar fær í því sem hann gerir. Hann er vísindamaður fram í fingurgóma en missir þó ekki sjónar af hinu mannlega. Honum leiðist hálfkák og vill bæta geðheilsu fólks með staðfestum aðferðum og vinnubrögðum. Lengi vel vissi Magnús ekkert hvert hann ætlaði í lífinu, var ekkert endilega iðinn við nám og ákvað að lokum á tröppum háskólans að nema sálfræði. Greinin heltók hann síðan fastar eftir því sem árin liðu og nú er hann að leggja lokahönd á doktorsáfanga. Hann kennir við háskólana, sinnir fólki eins og mér og stundar rannsóknir. Magnús er venjulegur maður á aldri við mig og alls ekki hinn tvítklæddi og þurri sálrýnir sem við sjáum fyrir okkur dags daglega. Ég skulda Magnúsi margt og við þessi tímamót kom enginn til greina sem viðmælandi nema hann. Gott spjall.  – Sjóvá býður upp á STVF. Líf- og sjúkdómatryggingar létta svo sannarlega undir þegar lífið tekur óvænta stefnu. Það skipt­ir máli að tryggja sig fyr­ir mögu­leg­um áföll­um og það er bæði ein­fald­ara og ódýr­ara að gera það þeg­ar mað­ur er ung­ur. www.sjova.is/einstaklingar/lif-og-heilsa/lif-og-sjukdomatrygging/  – Hljóðkirkjan býður upp á 3 þætti í viku. Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.

Morgunútvarpið
1.feb - Portúgal, Spotify, dýravernd, offita, Bændablaðið og tæknin

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Feb 1, 2022


Sósíalistaflokkur Antonios Costa forsætisráðherra Portúgals vann nokkuð óvæntan sigur í þingkosningum sem fóru í landinu í gær. Sósíalistaflokkurinn hefur eftir kosningarnar 117 af 230 sætum portúgalska þingsins. Við ræddum við Gretti Gautason, sem er búsettur í Porto í Portúgal, um kosningarnar og lífið þar í landi þessa dagana. Stjórnendur tónlistarveitunnar Spotify hafa ákveðið að bregðast við gagnrýni tónlistarfólks og benda þeim sem hlusta á hlaðvörp sem fjalla um COVID-19 á frekari upplýsingar tengdar faraldrinum. Ákvörðunin er tekin í kjölfar þess að tónlistarmenn á borð við Neil Young og Joni Mitchell ákváðu að fjarlægja tónlist sína af veitunni. Listamennirnir vildu með því lýsa andstöðu sinni við hlaðvarp Joes Rogen, sem er eitt það vinsælasta í heimi. Við spjölluðum við Arnar Eggert Thoroddsen, aðjúnkt í félagsfræði við Háskóla Íslands. Í gær birtist harðorð grein á Vísi þar sem það er fullyrt að Dýraverndarsamtök Íslands hafi brugðist hlutverki sínu, standi með hagsmunahöflum í blóðmerarmálinu, stjórn þess hafi ekki endurnýjað umboð sitt í fjögur ár og að fjármál félagsins séu í algjörum ólestri. Greinin er skrifuð af þeim Lindu Karen Gunnarsdóttur hestfræðingi og Rósu Líf Darradóttur lækni sem komu til okkar. Fréttaflutningur um helgina þess efnis að Sjúkratryggingum þyki nóg um kostnað við lyf sem gefin eru fólki sem glímir við offitu - og frekari fréttir af nýjum læknismeðferðum sem gera jafnvel ráð fyrir að of þungt fólk neyti aðeins 6-800 hitaeininga á dag í 12-20 vikur, hafa sannarlega vakið athygli og jafnvel reiði einhverra. Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir, doktorsnemi í næringarfræði og stjórnarkona í Samtökum um líkamsvirðingu kom til okkar að ræða þessi mál. Bændablaðið, eitt vinsælasta dagblað landsins, leitar nú nýs ritstjóra. Hörður Kristjánsson, ritstjóri blaðsins til margra ára er að hætta sökum aldurs og er tilbúinn að færa keflið nýjum arftaka sem fær það verðuga verkefni að halda vinsældum blaðsins áfram og skrifa forvitnilegar og skemmtilegar fréttir úr íslenskum landbúnaði. Í lok þáttar fórum við yfir helstu tíðindi úr heimi tækninnar með Guðmundi Jóhannssyni. Í þetta skiptið ætlum við að ræða hvernig tæknin er í auknum mæli að ryðja sér til rúms í heilbrigðisþjónustu. Tónlist: Vegir liggja til allra átta - Lay Low Dansarinn - Daníel Ágúst Hope and Fortune - Svavar Knútur ft. Irish Mythen Stadium - Vök Big Time Sensuality - Björk Take on me - A-ha Rocky Trail - Kings of Convenience

Morgunútvarpið
1.feb - Portúgal, Spotify, dýravernd, offita, Bændablaðið og tæknin

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Feb 1, 2022 130:00


Sósíalistaflokkur Antonios Costa forsætisráðherra Portúgals vann nokkuð óvæntan sigur í þingkosningum sem fóru í landinu í gær. Sósíalistaflokkurinn hefur eftir kosningarnar 117 af 230 sætum portúgalska þingsins. Við ræddum við Gretti Gautason, sem er búsettur í Porto í Portúgal, um kosningarnar og lífið þar í landi þessa dagana. Stjórnendur tónlistarveitunnar Spotify hafa ákveðið að bregðast við gagnrýni tónlistarfólks og benda þeim sem hlusta á hlaðvörp sem fjalla um COVID-19 á frekari upplýsingar tengdar faraldrinum. Ákvörðunin er tekin í kjölfar þess að tónlistarmenn á borð við Neil Young og Joni Mitchell ákváðu að fjarlægja tónlist sína af veitunni. Listamennirnir vildu með því lýsa andstöðu sinni við hlaðvarp Joes Rogen, sem er eitt það vinsælasta í heimi. Við spjölluðum við Arnar Eggert Thoroddsen, aðjúnkt í félagsfræði við Háskóla Íslands. Í gær birtist harðorð grein á Vísi þar sem það er fullyrt að Dýraverndarsamtök Íslands hafi brugðist hlutverki sínu, standi með hagsmunahöflum í blóðmerarmálinu, stjórn þess hafi ekki endurnýjað umboð sitt í fjögur ár og að fjármál félagsins séu í algjörum ólestri. Greinin er skrifuð af þeim Lindu Karen Gunnarsdóttur hestfræðingi og Rósu Líf Darradóttur lækni sem komu til okkar. Fréttaflutningur um helgina þess efnis að Sjúkratryggingum þyki nóg um kostnað við lyf sem gefin eru fólki sem glímir við offitu - og frekari fréttir af nýjum læknismeðferðum sem gera jafnvel ráð fyrir að of þungt fólk neyti aðeins 6-800 hitaeininga á dag í 12-20 vikur, hafa sannarlega vakið athygli og jafnvel reiði einhverra. Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir, doktorsnemi í næringarfræði og stjórnarkona í Samtökum um líkamsvirðingu kom til okkar að ræða þessi mál. Bændablaðið, eitt vinsælasta dagblað landsins, leitar nú nýs ritstjóra. Hörður Kristjánsson, ritstjóri blaðsins til margra ára er að hætta sökum aldurs og er tilbúinn að færa keflið nýjum arftaka sem fær það verðuga verkefni að halda vinsældum blaðsins áfram og skrifa forvitnilegar og skemmtilegar fréttir úr íslenskum landbúnaði. Í lok þáttar fórum við yfir helstu tíðindi úr heimi tækninnar með Guðmundi Jóhannssyni. Í þetta skiptið ætlum við að ræða hvernig tæknin er í auknum mæli að ryðja sér til rúms í heilbrigðisþjónustu. Tónlist: Vegir liggja til allra átta - Lay Low Dansarinn - Daníel Ágúst Hope and Fortune - Svavar Knútur ft. Irish Mythen Stadium - Vök Big Time Sensuality - Björk Take on me - A-ha Rocky Trail - Kings of Convenience

Vestmannaeyjar - mannlíf og saga
#18 Gísli Helgason - Matföng og matarhæfi fyrr á öldum

Vestmannaeyjar - mannlíf og saga

Play Episode Listen Later Jul 1, 2021 58:10


Í átjánda þætti er rætt við Gísla Helgason um líf hans og störf. Gísli ræðir við okkur um hvernig það var að alast upp í eyjum og Reykjavík, fjölskylduna, eyjapistil, tónlist, hljóðbókasafnið og ýmislegt fleira. Í seinni hluta þáttarins fáum við að heyra lestur á grein úr Sögu Vestmannaeyja sem Sigfús M Johnsen skrifað 1946. Greinin sem lesin verður ber nafnið Matföng og matarhæfi. Þar er farið yfir hvaða matur var á borðum í Vestmannaeyjum fyrr á öldum.

Vestmannaeyjar - mannlíf og saga
#17 Eiður Arnarsson - Brúðkaupssiðir í Vestmannaeyjum fyrr á öldum

Vestmannaeyjar - mannlíf og saga

Play Episode Listen Later Jun 24, 2021 56:48


Í sautjánda þætti er rætt við Eið Arnarsson um líf hans og störf. Eiður ræðir við okkur um hvernig er að alast upp í eyjum, fjölskylduna, tónlist og ýmislegt fleira.Í seinni hluta þáttarins fáum við að heyra upplestur á grein úr Gamalt og nýtt, mánaðarriti síðan júní 1950, sem Einar Sigurðsson var ritstjóri af.Greinin sem lesin er ber nafnið Brúðkaupsveizlur í Kumbaldanum og er Heimildarmaður Ólöf Jónsdóttir, Byggðarholti, Vestmannaeyjum. Síðar er lesin kaflinn Brúðkaupsveizlur, brúðargangur og fleira úr fyrsta bindi Sögu Vestmannaeyja sem Sigfús M Johnsen skrifaði.

Vestmannaeyjar - mannlíf og saga
#16 Hafþór Elí Hafsteinsson - Hljómlistarlíf í Vestmannaeyjum um aldamót

Vestmannaeyjar - mannlíf og saga

Play Episode Listen Later Jun 17, 2021 32:26


Í sextánda þætti er rætt við Hafþór Elí Hafsteinsson um líf hans og störf. Hafþór ræðir við okkur um hvernig er að alast upp í eyjum, sjómennsku, tónlist og ýmislegt fleira.Í seinni hluta þáttarins fáum við að heyra upplestur á grein úr Gamalt og nýtt, mánaðarriti síðan Desember 1949, sem Einar Sigurðsson var ritstjóri af.Greinin sem lesin er ber nafnið Hljómlistarlíf í Vestmannaeyjum um aldamót og er eftir Einar Sigurðsson.Þetta sögubrot er í boði Bókasafn Vestmannaeyja.

Víðsjá
Dillonshús, Chaminade, hljóðbókavæðing, Fjöruverðlaun

Víðsjá

Play Episode Listen Later Mar 9, 2021 53:25


Í Víðsjá í dag verður meðal annars hugað að efnisskrá tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fimmtudag og sagt frá frönsku tónlistarkonunni og tónsmiðnum Cécile Chaminade en Emilía Rós Sigfúsdóttir leikur einleik í verki hennar, Concertino, á tónleikunum. Á föstudag birtist í Fréttablaðinu grein undir yfirskriftinni ,,Musteri ástarinnar þarf að komast aftur heim." Greinin fjallar um hið sögufræga Dillons-hús sem eitt sinn stóð á horni Suðurgötu og Túngötu en var flutt í Árbæjarsafn fyrir rúmlega hálfri öld, árið 1960. Höfundar greinarinnar vilja að húsið verði flutt á sinn upprunalega stað, og nota nokkuð stór orð í sínum málflutningi, tala meðal annars um útlegðardóm, fórn á altari blikkbeljunnar og Árbæjar-Gúlagið, svo nokkuð sé nefnt, auk þess sem þeir rekja merka sögu hússins. Í Víðsjá í dag verður hugað að gömlum húsum og staðsetningum þeirra, viðmælendur í þættinum verða Magnús Skúlason, arkitekt, og Óðinn Jónsson, fyrrverandi fréttastjóri og útvarpsmaður. Gréta Sigríður Einarsdóttir fjallar í pistli dagsins um hljóðbækur og streymisvæðingu menningar. Og Fjöruverðlaunin koma við sögu í Víðsjá í dag, en þau voru afhent í Höfða í gær við hátíðlega athöfn á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Hlustendur heyra brot úr viðtölum við þá höfunda sem hlutu verðlaunin fyrir bækur sínar í gær.

Víðsjá
Dillonshús, Chaminade, hljóðbókavæðing, Fjöruverðlaun

Víðsjá

Play Episode Listen Later Mar 9, 2021


Í Víðsjá í dag verður meðal annars hugað að efnisskrá tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fimmtudag og sagt frá frönsku tónlistarkonunni og tónsmiðnum Cécile Chaminade en Emilía Rós Sigfúsdóttir leikur einleik í verki hennar, Concertino, á tónleikunum. Á föstudag birtist í Fréttablaðinu grein undir yfirskriftinni ,,Musteri ástarinnar þarf að komast aftur heim." Greinin fjallar um hið sögufræga Dillons-hús sem eitt sinn stóð á horni Suðurgötu og Túngötu en var flutt í Árbæjarsafn fyrir rúmlega hálfri öld, árið 1960. Höfundar greinarinnar vilja að húsið verði flutt á sinn upprunalega stað, og nota nokkuð stór orð í sínum málflutningi, tala meðal annars um útlegðardóm, fórn á altari blikkbeljunnar og Árbæjar-Gúlagið, svo nokkuð sé nefnt, auk þess sem þeir rekja merka sögu hússins. Í Víðsjá í dag verður hugað að gömlum húsum og staðsetningum þeirra, viðmælendur í þættinum verða Magnús Skúlason, arkitekt, og Óðinn Jónsson, fyrrverandi fréttastjóri og útvarpsmaður. Gréta Sigríður Einarsdóttir fjallar í pistli dagsins um hljóðbækur og streymisvæðingu menningar. Og Fjöruverðlaunin koma við sögu í Víðsjá í dag, en þau voru afhent í Höfða í gær við hátíðlega athöfn á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Hlustendur heyra brot úr viðtölum við þá höfunda sem hlutu verðlaunin fyrir bækur sínar í gær.

Ein Pæling
#37 Ekki-party í Ásmundarsal (Viðtal við Þórð Snæ Júlíusson)

Ein Pæling

Play Episode Listen Later Dec 29, 2020 53:07


Eyþór og Þórarinn ræða við Þórð Snæ Júlíusson um grein Þórðar sem ber heitið 'Bjarni Sigurvegari'. Greinin fjallar um athæfi Bjarna Benediktssonar á Þorláksmessu þegar honum var boðið í samkvæmi sem lögreglan stöðvaði vegna brots á sóttvarnarreglum. Þremenningarnir ræða kosningagengi Sjálfstæðisflokksins í sögulegu samhengi og hvaða áhrif Þorláksmessuævintýrið muni koma til með að hafa í komandi kosningum.

Morgunvaktin
Æ fleiri eru haldnir "flugskömm".

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Apr 12, 2019 130:00


Umhverfismál eru í brennidepli á ársfundi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sem haldinn er í Hörpu í dag. Jens Garðar Helgason, formaður samtakanna, kom á Morgunvaktina og spjallaði um málefnið. Hann sagði olíunotkun sjávarútvegsins hafa minnkað um 100 þúsund tonn á ári á u.þ.b. 25 árum, einkum með raforkuvæðingu fiskimjölsverksmiðja og færri og sparneytnari skipum. Greinin leiti sífellt leiða til að gera betur enda mikið í húfi. Áfram var fjallað um umhverfismálin í ferðaspjallinu eftir átta fréttir. Kristján Sigurjónsson ræddi um "flugskömmina" sem er þekkt hugtak í Svíþjóð og stækkandi hópur Svía þjáist af. Þeim fjölgar sem fljúga sem sjaldnast vegna kolefnislosunar frá flugvélum. Rætt var um losunarkvóta flugfélaga, loftlagsstefnu íslenska stjórnarráðsins og fleira tengt. Janus Guðlaugsson íþróttakennari hefur skipulagt og hleypt af stokkunum viðamiklu rannsóknarverkefni sem snýr að heilsueflingu eldra fólks. Niðurstöðurnar eru góðar: Hreyfi fólk sig í um 30 mínútur á dag aukast lífslíkur og lífsgæði og fyrir vikið sparast háar fjárhæðir í heilbrigðiskerfinu. Tónlist: Simon og Garfunkel - The Boxer Við gengum tvö - Sigurður Guðmundsson og Memphismafían.

Spegillinn
Spegillinn 7. september 2018. Greinin um Trump, Brexit og óskýr mörk m

Spegillinn

Play Episode Listen Later Sep 7, 2018 30:00


Fréttir: Bandarísk stjórnvöld óttast að efnavopnum verði beitt í yfirvofandi árás sýrlenska stjórnarhersins á uppreisnarmenn í Idlib í Sýrlandi. Forsetar Tyrklands, Rússlands og Írans komu sér ekki saman um viðbrögð við árásinni á fundi í dag. Barnaverndarnefndir vinna ekki í samræmi við lög og reglur og það getur valdið því að málin taka of langan tíma. Þetta er niðurstaða úr rannsókn á stjórnsýslu barnaverndarnefnda. Í Vestmannaeyjum eru álíka margar lundapysjur og í fyrra, segir líffræðingur hjá Náttúrustofu Suðurlands. Stór hluti pysjanna drapst í sumar en þær sem lifðu eru nú að komast á legg. Of snemmt er að segja til um hvort sandsílastofninn, helsta fæða lundans, er að rétta úr kútnum. Lengri umfjallanir: New York Times mun aldrei gefa upp hver skrifaði nafnlausa grein gegn Trump Bandaríkjaforseta, segir ritstjóri hjá blaðinu. Höfundur greinarinnar kveðst vera liðsmaður andspyrnuhreyfingar embættismanna í Hvíta húsinu. Spegillinn fjallar um málið. Theresa May, forsætisráðherra Breta, vonast eftir stuðningi Evrópusambandsins við Brexit. Hún gæti rekið sig á að sameiginlegir hagsmunir ESB skipta aðildarlöndin meira máli en breskir hagsmunir. Sítenging við vinnustað um snjalltæki getur valdið kvíða og streitu bæði hjá starfsfólki og stjórnendum. Þetta sýna nýlegar rannsóknir. Ráðgjafi í tímastjórnun segir að fólk þurfi að læra að virða mörkin milli vinnu og einkalífs. Nánar um þetta síðar í Speglinum. Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius Tæknimaður var Magnús Þorsteinn Magnússon

Morgunútvarpið
Tungumálatöfrar, GróLind, loftslagskvíði og Sævar Helgi

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Aug 7, 2018 130:00


Tungumálatöfrar er námskeið fyrir fjöltyngd börn á Ísafirði sem stendur yfir þessa vikuna. Anna Hildur Hildibrandsdóttir er einn skipuleggjenda og hún var á línunni hjá okkur. GróLind er heiti á verkefni sem ætlað er að skila með reglubundnum hætti heildarmati á ástandi gróður- og jarðvegsauðlinda landsins, og þróa sjálfbærnivísa fyrir nýtingu auðlindanna. Bryndís Marteinsdóttir er verkefnisstjóri GróLindar og hún kíkti til okkar í spjall. Til er fólk sem er illla haldið af loftslagskvíða og er með krónískt samviskubit yfir vistspori sínu segir Gró Einarsdóttir, doktor í félags og umhverfissálfræði í grein á Kjarnanum. Greinin kallast stóri ljóti loftslagsúlfurinn og í henni veltir hún því upp að kannski sé ekki heppilegast að hræða folk til aðgerða í baráttunni gegn lofslagsbreytingum heldur reyna frekar aðrar aðgerðir. Gró var hjá okkur í þættinum. Sævar Helgi Bragason snýr aftur eftir frí og spjallaði við okkur um forvitnileg fyrirbæri, t.d. silfurský. Tónlist: Paul McCartney & Wings - My love. Ásgeir Trausti - Myndir. Valdimar - Blokkin. Red Hot Chilli Peppers - Road 'trippin. Emilíana Torrini - Perlur og svín. No doubt - Don't speak. Magnús Þór - Jörðin sem ég ann. Sálin hans Jóns míns - Lestin er að fara. Amabadama - Ein í nótt. Nýdönsk - Horfðu til himins. Supergrass - Alright. Sigrid - Strangers.

paul mccartney emil magn helgi brynd lestin marteinsd helgi bragason greinin anna hildur hildibrandsd sigrid strangers
Frjálsar hendur
Uppreisn Gyðinganna í Varsjá

Frjálsar hendur

Play Episode Listen Later Apr 22, 2018 50:00


Í þessum þætti var þess minnst að 75 voru liðin frá uppreisn Gyðinga í gettóinu í Varsjá, einhverri hugdjörfustu en um leið vonlausustu hernaðaraðgerð sögunnar. Uppreisninni lauk eins og allir vissu með því að þýskir nasistar brutu hana grimmilega á bak aftur en Gyðingum var mikils virði að „deyja með sæmd“. Að lokum var svo lesið úr grein sem rússneski rithöfundurinn og blaðamaðurinn Konstantín Simonov skrifaði eftir að Rauði herinn hafði lagt undir sig útrýmingarbúðir í grennd við Lublin í Póllandi sumarið 1944. Greinin sýndi mjög fram á hvernig „lokalausn“ nasista gegn Gyðingum fór fram og afsannar algjörlega að fólk hafi ekki vitað hvað fram fór í búðunum. Greinin birtist meðal annars í Þjóðviljanum í september 1944.

Frjálsar hendur
Uppreisn Gyðinganna í Varsjá

Frjálsar hendur

Play Episode Listen Later Apr 22, 2018


Í þessum þætti var þess minnst að 75 voru liðin frá uppreisn Gyðinga í gettóinu í Varsjá, einhverri hugdjörfustu en um leið vonlausustu hernaðaraðgerð sögunnar. Uppreisninni lauk eins og allir vissu með því að þýskir nasistar brutu hana grimmilega á bak aftur en Gyðingum var mikils virði að „deyja með sæmd“. Að lokum var svo lesið úr grein sem rússneski rithöfundurinn og blaðamaðurinn Konstantín Simonov skrifaði eftir að Rauði herinn hafði lagt undir sig útrýmingarbúðir í grennd við Lublin í Póllandi sumarið 1944. Greinin sýndi mjög fram á hvernig „lokalausn“ nasista gegn Gyðingum fór fram og afsannar algjörlega að fólk hafi ekki vitað hvað fram fór í búðunum. Greinin birtist meðal annars í Þjóðviljanum í september 1944.

Frjálsar hendur
Uppreisn Gyðinganna í Varsjá

Frjálsar hendur

Play Episode Listen Later Apr 22, 2018


Í þessum þætti var þess minnst að 75 voru liðin frá uppreisn Gyðinga í gettóinu í Varsjá, einhverri hugdjörfustu en um leið vonlausustu hernaðaraðgerð sögunnar. Uppreisninni lauk eins og allir vissu með því að þýskir nasistar brutu hana grimmilega á bak aftur en Gyðingum var mikils virði að „deyja með sæmd“. Að lokum var svo lesið úr grein sem rússneski rithöfundurinn og blaðamaðurinn Konstantín Simonov skrifaði eftir að Rauði herinn hafði lagt undir sig útrýmingarbúðir í grennd við Lublin í Póllandi sumarið 1944. Greinin sýndi mjög fram á hvernig „lokalausn“ nasista gegn Gyðingum fór fram og afsannar algjörlega að fólk hafi ekki vitað hvað fram fór í búðunum. Greinin birtist meðal annars í Þjóðviljanum í september 1944.

R1918
Það vantar tilfinnanlega mæður og annað kvenfólk

R1918

Play Episode Listen Later Mar 14, 2018


Reykvíkingar dagsins í dag ljá Reykvíkingum frá árinu 1918 rödd sína og lesa valda texta frá því ári. Í þessum þætti les Sólveig Gabriela Brodman, 10 ára nemandi í Laugarnesskóla, úr grein sem birtist í Morgunblaðinu 20. nóvember 1918. Greinin fjallar um börnin sem dvöldu á Barnahælinu sem var sett upp í Spænsku veikinni í Barnaskóla Reykjavíkur og er jafnframt beiðni um aðstoð við þau. Enginn er skrifaður fyrir greininni en Vilhjálmur Finsen var ritstjóri Morgunblaðsins á þessum tíma. R1918 er samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík, Landsbókasafnsins og RÚV. Textavinna: Landsbókasafn Íslands-Háskólabókasafn og Bjarni Jónsson. Tónlist: Úlfur Eldjárn. Samsetning: Þorgerður E. Sigurðardóttir.

rv reykjav sigur vilhj eldj enginn morgunbla listah vantar finsen reykv landsb greinin barnah
R1918
Látið ekki bregðast að gleðja litlu Barnahælisbörnin

R1918

Play Episode Listen Later Mar 7, 2018


Reykvíkingar dagsins í dag ljá Reykvíkingum frá árinu 1918 rödd sína og lesa valda texta frá því ári. Í þessum þætti les Ásdís Gunnarsdóttir, 10 ára nemandi í Varmárskóla, úr grein sem birtist í Morgunblaðinu 19. nóvember 1918. Greinin fjallar um Barnahælið sem var sett upp í Spænsku veikinni í Barnaskóla Reykjavíkur en samkvæmt fréttinni voru börnin þar sextán talsins, níu drengir og sjö stúlkur, það yngsta þriggja daga gamalt en það elsta níu ára. Samkvæmt fréttum náðu vel flest barnanna sem dvöldu á Barnahælinu aftur heilsu. Enginn er skrifaður fyrir greininni en Vilhjálmur Finsen var ritstjóri Morgunblaðsins á þessum tíma. R1918 er samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík, Landsbókasafnsins og RÚV. Textavinna: Landsbókasafn Íslands-Háskólabókasafn og Bjarni Jónsson. Tónlist: Úlfur Eldjárn. Samsetning: Þorgerður E. Sigurðardóttir.

Morgunútvarpið
Morgunútvarpið 6.mars

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Mar 6, 2018 190:00


Grein um íslenskuna í breska blaðinu The Guardian vakti mikla athygli í síðustu viku og varð mest lesna fréttin á netsíðu blaðsins um hríð. Greinin fjallaði um það að íslenskan sé í sífelldri baráttu gegn stafrænni útrýmingarhættu. Einn þeirra sem rætt var við í fréttinni er Eiríkur Rögnvaldsson íslenskufræðingur. Við spyrjum hann hvers vegna þessi grein hafi vakið svona mikla athygli. Ríkarður Óskarsson var í göngutúr með hundinn sinn Dimmu í gær þegar hún féll í gegnum ís eftir að hafa hlaupið út á hann eftir fjúkandi plastflösku. Hann skreið á maganum til Dimmu en féll sjálfur í gegnum ísinn á sama stað og hundurinn. Honum tókst að ná Dimmu upp úr en komst ekki sjálfur fyrr en eftir þó nokkurn tíma í ísköldu vatninu. Við heyrum í Ríkarði. Óskarsverðlaunin voru afhent í nótt og var kvikmyndin Lögun vatns valin sem besta kvikmyndin, og leikstjórinn Guillermo del Toro, fékk einnig verðlaun sem besti leikstjórinn. Við heyrum í Nínu Richter kvikmyndagagnrýnanda. Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri kemur til okkar og segir okkur frá því hvernig hann telur að þessi atvinnugrein muni þróast á næstunni núna þegar allt stefnir í að það hægi á hagkerfinu. Getum við gengið að því sem vísu að fá hingað milljónir ferðamanna á ári, eða mun það breytast? Við förum yfir íþróttaviðburði helgarinnar með íþróttafréttamanni RÚV. Anna Sigríður Þráinsdóttir, málfarsráðunautur RÚV, kemur í sína vikulegu heimsókn og ræðir íslenskt mál.

Morgunútvarpið
Morgunútvarpið 5.mars

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Mar 5, 2018 190:00


Grein um íslenskuna í breska blaðinu The Guardian vakti mikla athygli í síðustu viku og varð mest lesna fréttin á netsíðu blaðsins um hríð. Greinin fjallaði um það að íslenskan sé í sífelldri baráttu gegn stafrænni útrýmingarhættu. Einn þeirra sem rætt var við í fréttinni er Eiríkur Rögnvaldsson íslenskufræðingur. Við spyrjum hann hvers vegna þessi grein hafi vakið svona mikla athygli. Ríkarður Óskarsson var í göngutúr með hundinn sinn Dimmu í gær þegar hún féll í gegnum ís eftir að hafa hlaupið út á hann eftir fjúkandi plastflösku. Hann skreið á maganum til Dimmu en féll sjálfur í gegnum ísinn á sama stað og hundurinn. Honum tókst að ná Dimmu upp úr en komst ekki sjálfur fyrr en eftir þó nokkurn tíma í ísköldu vatninu. Við heyrum í Ríkarði. Óskarsverðlaunin voru afhent í nótt og var kvikmyndin Lögun vatns valin sem besta kvikmyndin, og leikstjórinn Guillermo del Toro, fékk einnig verðlaun sem besti leikstjórinn. Við heyrum í Nínu Richter kvikmyndagagnrýnanda. Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri kemur til okkar og segir okkur frá því hvernig hann telur að þessi atvinnugrein muni þróast á næstunni núna þegar allt stefnir í að það hægi á hagkerfinu. Getum við gengið að því sem vísu að fá hingað milljónir ferðamanna á ári, eða mun það breytast? Við förum yfir íþróttaviðburði helgarinnar með íþróttafréttamanni RÚV. Anna Sigríður Þráinsdóttir, málfarsráðunautur RÚV, kemur í sína vikulegu heimsókn og ræðir íslenskt mál.