Ein Pæling

Follow Ein Pæling
Share on
Copy link to clipboard

Hlaðvarp

Thorarinn Hjartarson


    • Dec 26, 2025 LATEST EPISODE
    • weekdays NEW EPISODES
    • 53m AVG DURATION
    • 509 EPISODES


    Search for episodes from Ein Pæling with a specific topic:

    Latest episodes from Ein Pæling

    #506 Jónas Már Torfason - Hversu lengi yrði Íslendingur að aðlagast í Afghanistan?

    Play Episode Listen Later Dec 26, 2025 74:19


    Þórarinn ræðir við Jónas Már Torfason, lögfræðing, sem hyggur mögulega á stjórnmálaferil. Jónas er Samfylkingarmaður með sterkar skoðanir og ófeiminn við að tjá þær.Hann telur útlendingamál vera málaflokk sem mikilvægt sé að taka á og að skiljanlegt sé að ónotatilfinning fylgi auknum innflutningi fólks með ólíkan menningabakgrunn.Hann er hrifinn af Paul Collier, hagfræðingi sem meðal annars hefur aðstoðað við útlendingastefnu danska Jafnaðarmannaflokksins. Í hlaðvarpinu er einnig tekist á um efnahagsmál, efnahagsstefnu Samfylkingarinnar, ríkisstjórnina, skattahækkanir, samfélagið og margt fleira.- Hvað tæki það Íslending langan tíma að aðlagast í Afghanistan?- Er Samfylkingin að standa við kosningaloforðin?- Var tími frjálshyggjunar framfaraskeið eða afturför?Þessum spurningum er svarað hér.Til að fá þætti hlaðvarpsins án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á: www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á:  Rkn. 0370-26-440408Kt. 4404230270  Samstarfsaðilar:  Poulsen  Happy Hydrate  Bæjarins Beztu Pylsur  Alvörubón  FiskhúsiðDrifa.isPalssonfasteignasala.isHeitirpottar.isHrafnadalur.isHarðfiskur (kynningartilboð):500g - 7.500 ISK1 kg - 14.000/kg - Heimsent2 Kg - 13.000/kg - Heimsent4 kg - 12.000/kg - HeimsentPantið með því að senda email á Hrafnadalur@proton.me

    #505 Dóri DNA - Afhverju tekst vinstrinu ekki að farma áru?

    Play Episode Listen Later Dec 23, 2025 69:51


    Þórarinn ræðir við Dóra DNA um samfélagið.Dóri hefur áhyggjur af leiðtogaleysi vinstrimanna en að timburmenn vinstrimanna eftir rétttrúnaðarárin muni leiða að lokum til góðs. Þá snúa umræðurnar einnig að kvíða, gervigreindar, samfélagsmiðla og ljótum húsum.- Afhverju á vinstrið ekki leiðtoga?- Þurfa hús alltaf að vera ljót?- Leiðir aukin notkun samfélagsmiðla til kvíða eða kvíði til aukinnar samfélagsmiðlanotkunar?Þessum spurningum er svarað hér.Til að fá þætti hlaðvarpsins án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á: www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á:  Rkn. 0370-26-440408Kt. 4404230270  Samstarfsaðilar:  Poulsen  Happy Hydrate  Bæjarins Beztu Pylsur  Alvörubón  FiskhúsiðDrifa.isPalssonfasteignasala.isHeitirpottar.isHrafnadalur.isHarðfiskur (kynningartilboð):500g - 7.500 ISK1 kg - 14.000/kg - Heimsent2 Kg - 13.000/kg - Heimsent4 kg - 12.000/kg - HeimsentPantið með því að senda email á Hrafnadalur@proton.me

    #504 Valmar Väljaots - Slaufun Glerárkirkju minni á uppvaxtarárin í Sovétríkjunum

    Play Episode Listen Later Dec 22, 2025 71:21


    Þórarinn ræðir við Valmar Väljaots, fyrrum organista Glerárkirkju um atvik sem leiddi til þess að Valmar hætti störfum í kirkjunni. Málið hófst þegar umræður áttu sér stað um kynfræðslu Siggu Daggar í Glerárkirkju þar sem mörgum blöskraði það hvernig kynfræðslan átti sér stað. - Afhverju minna slaufanir á Sovíetríkin? - Er eðlilegt að setja typpa og píkumyndir upp á vegg í kirkjum? - Afhverju fækkar í Þjóðkirkjunni? Þessar spurningar eru ræddar hér.Til að fá þætti hlaðvarpsins án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á: www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á:  Rkn. 0370-26-440408Kt. 4404230270  Samstarfsaðilar:  Poulsen  Happy Hydrate  Bæjarins Beztu Pylsur  Alvörubón  FiskhúsiðDrifa.isPalssonfasteignasala.isHeitirpottar.isHrafnadalur.isHarðfiskur (kynningartilboð):500g - 7.500 ISK1 kg - 14.000/kg - Heimsent2 Kg - 13.000/kg - Heimsent4 kg - 12.000/kg - HeimsentPantið með því að senda email á Hrafnadalur@proton.me

    #503 Bergur Ebbi - Ekkert jafn öflugt og ný kynslóð með skoðanir

    Play Episode Listen Later Dec 19, 2025 81:51


    Þórarinn ræðir við Berg Ebba Benediktsson, frumkvöðul, hugsuð og uppistandara um fjármál og framtíðina.Bergur Ebbi er í samfloti með fleirum að kynna nýjung á fjármálamarkaði sem nefnist Spesía. Hugmyndin er ný lausn sem auðveldar fólki að fjárfesta í erlendum eignasöfnum.Þar að auki er rætt um lífeyrissjóðina, bankana, tækninýjungar og áhrif þeirra á fjármála- og efnahagsmál, gervigreind og margt fleira. Að því loknu er rætt um framtíðina, hvernig gervigreind hefur áhrif á samskipti og stjórnmál, frjálslyndi, sköpun og fleira.- Hvað gerist þegar kynslóð sem þekkir bara frjálslyndi skiptir um skoðun?- Hvaða áhrif mun gervigreind hafa á fjármál framtíðarinnar?- Er andkvíðakynslóðin fædd?Þessum spurningum er svarað hér.Til að fá þætti hlaðvarpsins án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á: www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á:  Rkn. 0370-26-440408Kt. 4404230270  Samstarfsaðilar:  Poulsen  Happy Hydrate  Bæjarins Beztu Pylsur  Alvörubón  FiskhúsiðDrifa.isPalssonfasteignasala.isHeitirpottar.isHrafnadalur.isHarðfiskur (kynningartilboð):500g - 7.500 ISK1 kg - 14.000/kg - Heimsent2 Kg - 13.000/kg - Heimsent4 kg - 12.000/kg - HeimsentPantið með því að senda email á Hrafnadalur@proton.me

    #502 Árni Helgason - Aftenging

    Play Episode Listen Later Dec 17, 2025 71:55


    Þórarinn ræðir við Árna Helgason um nýja bók sem Árni skrifaði. Bókin er skáldsaga sem snertir á hinum einkennilega nútíma þar sem sítenging breytir samskiptum, tjáskiptum og öllu öðru sem við kemur samfélaginu.Auk bókarinnar er rætt um Covid, samfélagsmiðla, stjórnmálin, Sjálfstæðisflokkinn, nútímastjórnmálamanninn, fjölmiðla og RÚV.- Hvernig er hinn ideal-stjórnmálamaður?- Hvað varð um "ég trúi" átakið? - Er hægt að eiga djúpar samræður? Þessum spurningum er svarað hér.Til að fá þætti hlaðvarpsins án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á: www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á:  Rkn. 0370-26-440408Kt. 4404230270  Samstarfsaðilar:  Poulsen  Happy Hydrate  Bæjarins Beztu Pylsur  Alvörubón  FiskhúsiðDrifa.isPalssonfasteignasala.isHeitirpottar.isHrafnadalur.isHarðfiskur (kynningartilboð):500g - 7.500 ISK1 kg - 14.000/kg - Heimsent2 Kg - 13.000/kg - Heimsent4 kg - 12.000/kg - HeimsentPantið með því að senda email á Hrafnadalur@proton.me

    #501 Þórður Pálsson - Blómaskeið Evrópu var ekki undir ESB

    Play Episode Listen Later Dec 15, 2025 76:36


    Þórarinn ræðir við Þórð Pálsson um stöðuna í efnahagskerfinu og ESB.Þórður telur að líkur séu á því að húsnæðisverð muni lækka og að blikur séu almennt á lofti á ýmsum sviðum, eins og hættumerkjum í tölum um atvinnuleysi.Þórður hefur miklar efasemdir gagnvart Evrópusambandinu og telur ófýsilegt að Ísland gangi þar inn. Hann segir blómaskeið Evrópu ekki hafa verið á tímum Evrópusambandsins og að mjög erfitt sé að ganga þaðan út eftir að þjóðir ganga þar inn.Hann segir einnig að Evran sé mesta sorgarsaga Evrópusambandsins og að ríkari þjóðir greiði fyrir tilvist annarra þjóða sem ekki hafa úr jafn miklu að moða.Rætt er sérstaklega um Draghi skýrsluna og tekist á um gildi þeirrar skýrslu.- Er Trump eða Evrópusambandið að grafa undan alþjóðakerfinu?- Myndi Evrópusambandið aðlaga sig að Íslandi eða öfugt?- Var blómaskeið Evrópu á undan tímum Evrópusambandsins?Þessum spurningum er svarað hér.Til að fá þætti hlaðvarpsins án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á: www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á:  Rkn. 0370-26-440408Kt. 4404230270  Samstarfsaðilar:  Poulsen  Happy Hydrate  Bæjarins Beztu Pylsur  Alvörubón  FiskhúsiðDrifa.isPalssonfasteignasala.isHeitirpottar.isHrafnadalur.isHarðfiskur (kynningartilboð):500g - 7.500 ISK1 kg - 14.000/kg - Heimsent2 Kg - 13.000/kg - Heimsent4 kg - 12.000/kg - HeimsentPantið með því að senda email á Hrafnadalur@proton.me

    #500 Heiðar Guðjónsson - Að útfasa jarðefnaeldsneyti í dag myndi færa lífskjör hundrað ár aftur í tímann

    Play Episode Listen Later Dec 13, 2025 80:53


    Þáttur 500 skákar fram Heiðari Guðjónssyni, frumkvöðli sem nú hyggur á olíuævnitýri á Drekasvæðinu. Rætt er um sögulegt samhengi þess að sækja olíu á þessu svæði og hvernig vegferðin hefur litið út hingað til. Einnig er fjallað um pólitískar takmarkanir, orkuskiptin, öryggismál, menningarleg áhrif, hugarfarsbreytingu, lýðræðið, orkumál Evrópu og margt fleira.Eftir drjúgar samræður um þessi mál færast umræðurnar í átt að rétttrúnaðinum, háskólasamfélaginu, ungu fólki, útlendingamálum, Íslam, landamærunum og afhverju faraldursárin hafi aldrei verið gerð upp að fullu hér á landi.- Rýra loftslagsaðgerðir lífskjör?- Afhverju er það alltaf sama fólkið sem er brjálað yfir öllu?- Er tryggt að Íslendingar munu njóta góðs af olíuævintýri Heiðars?Þessum spurningum er svarað hér.Til að fá þætti hlaðvarpsins án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á: www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á:  Rkn. 0370-26-440408Kt. 4404230270  Samstarfsaðilar:  Poulsen  Happy Hydrate  Bæjarins Beztu Pylsur  Alvörubón  FiskhúsiðDrifa.isPalssonfasteignasala.isHeitirpottar.isHrafnadalur.isHarðfiskur (kynningartilboð):500g - 7.500 ISK1 kg - 14.000/kg - Heimsent2 Kg - 13.000/kg - Heimsent4 kg - 12.000/kg - HeimsentPantið með því að senda email á Hrafnadalur@proton.me

    #499 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - Við verðum að opna augun

    Play Episode Listen Later Dec 11, 2025 69:55


    Þórarinn ræðir við Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur um útlendingamál, stjórnmálin á Íslandi, jafnrétti kynjanna, heiðursmorð, hælisleitendur, myndir af árásarrifflum, Helga Magnús, Úlfar Lúðvíksson, vopnaburð unglinga og ESB.Þorbjörg segir að gagnrýni um útlendingastefnu ríkisstjórnarinnar sé vanstillt og að þau skref sem tekin hafa verið hafi alltaf verið á stefnu ríkisstjórnarflokkanna. - Á að spyrja þjóðina um ákvarðanir í útlendingamálum?- Erum við að læra af mistökum hinna Norðurlandanna í útlendingamálum?- Á að loka hælisleitendakerfinu?Þessum spurningum er svarað hér.Til að fá þætti hlaðvarpsins án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á: www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á:  Rkn. 0370-26-440408Kt. 4404230270  Samstarfsaðilar:  Poulsen  Happy Hydrate  Bæjarins Beztu Pylsur  Alvörubón  FiskhúsiðDrifa.isPalssonfasteignasala.isHeitirpottar.isHrafnadalur.isHarðfiskur (kynningartilboð):500g - 7.500 ISK1 kg - 14.000/kg - Heimsent2 Kg - 13.000/kg - Heimsent4 kg - 12.000/kg - HeimsentPantið á Hrafnadalur@proton.me

    #498 Arndís Anna K. Gunnarsdóttir - Orðræða dómsmálaráðherra ástæða hræðslu við flóttafólk

    Play Episode Listen Later Dec 9, 2025 82:19


    Þórarinn ræðir við Arndísi Önnu Kristínar- Gunnarsdóttur um flóttafólk, landamærin og skipulagða afbrotahópa. Arndís telur að alið sé á ótta með því að blanda þessum atriðum saman og að dómsmálaráðherra hafi aukið tortryggni gagnvart erlendu fólki með sinni orðræðu. Hún segir að fleiri stjórnmálamenn á borð við Snorra Másson hafi skaðað stöðu flóttafólks og að í praktík sé hann að tala fyrir dauðarefsingum þegar hann segir að flytja eigi flóttafólk til síns heima. Arndís segir að til þess að takast á við óumflýjanlegan vanda sem öll landsbyggðin sé að glíma við þurfi að taka á þessum málaflokki með mannúð. Ellegar verði staðan verri og enn ólíklegra að fólk aðlagist.- Hefðu ISIS liðinn og Kourani átt að vera fjarlægðir úr landi?- Elur dómsmálaráðherra á hatri gegn útlendingum?- Hvaða áhrif mun fangelsisvistun brottvísaðra einstaklinga hafa?Þessum spurningum er svarað hér.

    #497 Kolbeinn H. Stefánsson - Vinstrið flutti inn menningarstríðið

    Play Episode Listen Later Dec 7, 2025 71:57


    Þórarinn ræðir við Kolbein H. Stefánsson, kennara við félagsfræðadeild Háskóla Íslands um stefnu, menningu og áhrif akademíunnar á Íslandi.Fjallað er um hvernig akademísk umræða hefur tekið breytingum undanfarin ár í kjölfar mikillar bómullarvæðingar þar sem beinskeyttar umræður voru kveðnar í kútinn til þess að þóknast þeim sem telja slík orðaskipti vera of hvöss. Kolbeinn segir þetta hafa verið óheillabreyting og fráhvarf frá því umhverfi sem hann var í við Oxford háskóla þar sem gagnrýni var fagnað. Slíkt er ekki upp á teningnum víða í dag að hans mati. - Síðan hvenær má engum líða illa?- Hver flutti inn menningarstríðið?- Þurfum við hugmyndafræðilegan fjölbreytileika?Þessum spurningum er svarað hér.Til að fá þætti hlaðvarpsins án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á: www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á:  Rkn. 0370-26-440408Kt. 4404230270  Samstarfsaðilar:  Poulsen  Happy Hydrate  Bæjarins Beztu Pylsur  Alvörubón  FiskhúsiðDrifa.isPalssonfasteignasala.isHeitirpottar.isHrafnadalur.isHarðfiskur (kynningartilboð):500g - 7.500 ISK1 kg - 14.000/kg - Heimsent2 Kg - 13.000/kg - Heimsent4 kg - 12.000/kg - HeimsentPantið á Hrafnadalur@proton.me

    #496 Jóhann Páll Jóhannsson - Mun ekki standa í vegi fyrir rannsóknum á olíuleit á Drekasvæðinu

    Play Episode Listen Later Dec 6, 2025 69:31


    Þórarinn ræðir við Jóhann Pál Jóhannsson, orku-, umhverfis- og loftslagsráðherra um orkumál, Drekasvæðið og útlendingamál.Í upphafi er rætt um efnahagsmál og hvernig ríkisstjórnin hyggst takast á við kólnandi hagkerfi. Rætt er um virkjanakosti og hvernig Jóhann sér fyrir sér að takast á við flókið regluverk í virkjanakostum.Í kjölfarið er rætt um loftslagsaðgerðir og fyrirhugaða olíuleit Heiðars Guðjónssonar á Drekasvæðinu. Rætt er um samkeppnisstöðu Evrópu vegna loftslagsaðgerða, hagvaxtarýrnun á Íslandi, raunhæfi loftslagsaðgerða og margt fleira.Í seinni hluta hlaðvarpsins er svo rætt um stjórnmálin, vinnumarkaðinn og útlendingamál.- Hver er afstaða Jóhanns Páls til olíuleitar á Drekasvæðinu?- Afhverju breyttist afstaða Jóhanns Páls í útlendingamálum?- Hvað verður um samkeppnisstöðu Íslands ef haldið verður áfram með loftslagsaðgerðir?Þessum spurningum er svarað hér.Til að fá þætti hlaðvarpsins án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á: www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á:  Rkn. 0370-26-440408Kt. 4404230270  Samstarfsaðilar:  Poulsen  Happy Hydrate  Bæjarins Beztu Pylsur  Alvörubón  FiskhúsiðDrifa.isPalssonfasteignasala.isHeitirpottar.isHrafnadalur.isHarðfiskur (kynningartilboð):500g - 7.500 ISK1 kg - 14.000/kg - Heimsent2 Kg - 13.000/kg - Heimsent4 kg - 12.000/kg - HeimsentPantið á Hrafnadalur@proton.me

    #493 Unnar Stefán Sigurðsson - Skólastjóri Háaleitisskóla við Ásbrú

    Play Episode Listen Later Dec 4, 2025 74:38


    Þórarinn ræðir við Unnar Stefán Sigurðsson, skólastjóra Háaleitisskóla í Reykjanesbæ.Unnar hefur getið sér gott orðspor fyrir sérstaklega góðan árangur við skólann sem staðsettur er á Ásbrú.Í þættinum ræðir hann áskoranir sem fylgir því að taka á móti fólki með ólíkan menningarbakgrunn og hvaða undirstöður þurfa að vera fyrir hendi til þess að taka vel á móti fólki sem hingað leitar.Unnar segir að móttökuskólinn Friðheimar hafi verið grunnur þeirrar velgengni sem skólinn hefur notið. Hann segir stofnun hans hafi komið ró á skólann og að heilt yfir hafi það verið betra fyrir kennara, foreldra og ekki síst nemendur.Unnar Stefán hyggst nú fara í sveitarstjórnmálin fyrir Sjálfstæðisflokkinn en hann vill koma skóla- og íþróttamálum betur á dagskrá. Hann segir að Reykjanesbær hafi áður verið íþróttabær en að það starf hafi á undanförnum árum dalað. Einnig er rætt um samskipti við foreldra, skólaforðun, hindranir stjórnvalda, virðingu fyrir skoðunum, skoðanamunur kynslóðanna og margt fleira.- Hvernig er best að taka á móti börnum með ólíkan menningarbakgrunn?- Afhverju draga stjórnvöld lappirnar í því að auka íþróttastarf?- Eru foreldrarnir vandamálið?Þessum spurningum er svarað hér.Til að fá þætti hlaðvarpsins án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á: www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á:  Rkn. 0370-26-440408Kt. 4404230270  Samstarfsaðilar:  Poulsen  Happy Hydrate  Bæjarins Beztu Pylsur  Alvörubón  FiskhúsiðDrifa.isPalssonfasteignasala.isHeitirpottar.isHrafnadalur.isHarðfiskur (kynningartilboð):500g - 7.500 ISK1 kg - 14.000/kg - Heimsent2 Kg - 13.000/kg - Heimsent4 kg - 12.000/kg - HeimsentPantið á Hrafnadalur@proton.me

    #495 Einar Þorsteinsson - "Ég vil mynda borgarstjórn til hægri"

    Play Episode Listen Later Dec 2, 2025 67:50


    Þórarinn ræðir við Einar Þorsteinsson, fyrrum borgarstjóra og borgarfulltrúa Framsóknarflokksins.Einar ætlar sér að leiða Framsókn aftur í næstu borgarstjórnarkosningum og segist vilja leiða borgarstjórn til hægri. Í þættinum er rætt um samning sameinuðu þjóðanna við þjónustu við fatlað fólk, stjórnmálin á Íslandi, kulnun, fjármál borgarinnar, menntamál, móttökudeildir fyirr börn með erlendan bakgrunn, samgöngumál og Snorra Másson.Til að fá þætti hlaðvarpsins án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á: www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á:  Rkn. 0370-26-440408Kt. 4404230270  Samstarfsaðilar:  Poulsen  Happy Hydrate  Bæjarins Beztu Pylsur  Alvörubón  FiskhúsiðDrifa.isPalssonfasteignasala.isHeitirpottar.isHrafnadalur.isHarðfiskur (kynningartilboð):500g - 7.500 ISK1 kg - 14.000/kg - Heimsent2 Kg - 13.000/kg - Heimsent4 kg - 12.000/kg - HeimsentPantið á Hrafnadalur@proton.me

    einar frams borgarstj
    #494 Arna Lára Jónsdóttir - Tilefni til bjartsýni í efnhagslífinu

    Play Episode Listen Later Dec 1, 2025 60:26


    Þórarinn ræðir við Örnu Láru Jónsdóttur sem er alþingismaður Samfylkingarinnar og formaður viðskipta- og efnahagsnefndar. Í upphafi þáttar er rætt um stöðu Íslands og efnahagskerfið. Arna Lára telur of mikla svartsýni einkenna umræðuna og að hægt sé að horfa björtum augum til framtíðar þrátt fyrir áskoranir sem hún segir vera tímabundnar.Fjallað er um húsnæðispakkkann, kólnun hagkerfisins, hlutdeildarlán, atvinnuleysi, útlendingamál, laxeldi, stjórnmálin, sveitarstjórnarkosningar og margt fleira.- Mun Samfylkingin styðja við laxeldi í sjó?- Styður Samfylkingin að reka afbrotamenn úr landi?- Hver verður oddviti Samfylkingarinnar í borginni?Þessum spurningum er svarað hér.Til að fá þætti hlaðvarpsins án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á: www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á:  Rkn. 0370-26-440408Kt. 4404230270  Samstarfsaðilar:  Poulsen  Happy Hydrate  Bæjarins Beztu Pylsur  Alvörubón  FiskhúsiðDrifa.isPalssonfasteignasala.isHeitirpottar.isHrafnadalur.isHarðfiskur (kynningartilboð):500g - 7.500 ISK1 kg - 14.000/kg - Heimsent2 Kg - 13.000/kg - Heimsent4 kg - 12.000/kg - HeimsentPantið á Hrafnadalur@proton.me

    #492 Stefán Atli Rúnarsson - Gervigreind - Útópía eða dystópía?

    Play Episode Listen Later Nov 29, 2025 64:46


    Þórarinn ræðir við Stefán Atla Rúnarsson en hann heldur námskeið um hvernig best megi aðlaga persónulegt líf að gervigreind og hámarka afköst.Rætt er um ýmis mál er varðar gervigreind, þar á meðal hvernig maður gefur gervigreind fyrirmæli, dómsdagsspár, börn og gervigreind, hvort að Ísland geti orðið leiðandi á sviði gervigreindar og hvort að hún muni koma til með að taka yfir.Til að fá þætti hlaðvarpsins án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á: www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á:  Rkn. 0370-26-440408Kt. 4404230270  Samstarfsaðilar:  Poulsen  Happy Hydrate  Bæjarins Beztu Pylsur  Alvörubón  FiskhúsiðDrifa.isPalssonfasteignasala.isHeitirpottar.isHrafnadalur.isHarðfiskur (kynningartilboð):500g - 7.500 ISK1 kg - 14.000/kg - Heimsent2 Kg - 13.000/kg - Heimsent4 kg - 12.000/kg - HeimsentPantið á Hrafnadalur@proton.me

    #491 Þorsteinn Víglundsson - Ríkisafskipti á húsnæðismarkaði eru of mikil

    Play Episode Listen Later Nov 29, 2025 71:27


    Þórarinn ræðir við Þorstein Víglundsson, fyrrum ráðherra og núverandi forstjóri eignarhaldsfélagsins Hornsteins ehf.Rætt er um húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar en Þorsteinn hefur verið opinberlega gagnrýninn á þá stefnubreytingu sem ríkisstjórnin hefur tekið með honum. Hann telur það óeðlilegt hvernig forgangsröðun sveitarfélaga hefur verið gagnvart úthlutunum lóða og segir að opinber afskipti letji almennt húsnæðismarkaðinn.Einnig er rætt um gjaldeyrismál, Evrópusambandið og samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.- Afhverju fá óhagnaðardrifin félög forgang að lóðum?- Myndi evran bjarga húsnæðismarkaðnum?- Mun leiga hækka á Íslandi?Til að fá þætti hlaðvarpsins án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á: www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á:  Rkn. 0370-26-440408Kt. 4404230270  Samstarfsaðilar:  Poulsen  Happy Hydrate  Bæjarins Beztu Pylsur  Alvörubón  FiskhúsiðDrifa.isPalssonfasteignasala.isHeitirpottar.isHrafnadalur.isHarðfiskur (kynningartilboð):500g - 7.500 ISK1 kg - 14.000/kg - Heimsent2 Kg - 13.000/kg - Heimsent4 kg - 12.000/kg - HeimsentPantið á Hrafnadalur@proton.me

    #490 Iva Adrichem og Jóhanna Jakobsdóttir - Fjölmiðlar, háskólinn og kvennaklefar

    Play Episode Listen Later Nov 22, 2025 105:28


    Þórarinn ræðir við Ivu Adrichem og Jóhönnu Jakobsdóttur, hugsuði. Rætt er um stöðu fjölmiðla, fjölmiðlanefnd, breytt viðhorf, RÚV, stöðu hins opinbera, kynjafræði, inngildingu, íslamisma, háskólasamfélagið, vísindi og fötlunarfræði.- Er Reykjavík örugg fyrir hinseginfólk?- Eru fatlaðir einsleitur hópur með sameiginlegar langanir?- Hver eru tengsl inngildingar við vinstrimenn?Þessum spurningum er svarað hér.Til að fá þætti hlaðvarpsins án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á: www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á:  Rkn. 0370-26-440408Kt. 4404230270  Samstarfsaðilar:  Poulsen  Happy Hydrate  Bæjarins Beztu Pylsur  Alvörubón  FiskhúsiðDrifa.isPalssonfasteignasala.isHeitirpottar.is

    #489 Vilhjálmur Birgisson - Það er kjaftæði að það halli á opinbera starfsmenn

    Play Episode Listen Later Nov 18, 2025 82:28


    Þórarinn ræðir við Vilhjálm Birgisson, formann Starfsgreinasamband Ísland, um kjaramál, efnahagsástandið og stjórnmál á Íslandi.Vilhjálmur er gagnrýninn á það hvernig útfærsla styttingu vinnuvikunnar átti sér stað og segir að verkafólk fái enn ekki að njóta góðs af þeim samningum líkt og fólk sem starfar hjá hinu opinbera. Það sem þurfi fyrst og fremst að gera er að bæta kjör verkafólks á Íslandi.Einnig er rætt um bankakerfið, lífeyrissjóðina, söguna um Litlu gulu hænuna, verðmætasköpun, embættismannakerfið, Akranes, Elkem og Norðurál, Seðlabankann, húsnæðismál og margt fleira.Til að fá þætti hlaðvarpsins án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á: www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á:  Rkn. 0370-26-440408Kt. 4404230270  Samstarfsaðilar:  Poulsen  Happy Hydrate  Bæjarins Beztu Pylsur  Alvörubón  FiskhúsiðDrifa.isPalssonfasteignasala.isHeitirpottar.is

    #488 Björn Berg Gunnarsson - Öll heimili þurfa að undirbúa sig undir veturinn

    Play Episode Listen Later Nov 14, 2025 65:08


    Þórarinn ræðir við Björn Berg Gunnarsson, fjármálaráðgjafa og frumkvöðul, um stöðu efnahagsmála á Íslandi.Rætt er um hvort að seðlabankinn sé í þeirri stöðu að geta lækkað vexti, húsnæðismarkaðinn, hlutdeildarlán, opinber afskipti, ungt fólk, óhagnaðardrifin leigufélög, lífeyrismál og það hvernig heimilin þurfa að undirbúa sig fyrir veturinn.- Eru efnahagsmálin að fara að versna?- Eru óhagnaðardrifin leigufélög skynsamleg?- Er hægt að lækka vexti?Þessum spurningum er svarað hér.Til að fá þætti hlaðvarpsins án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á: www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á:  Rkn. 0370-26-440408Kt. 4404230270  Samstarfsaðilar:  Poulsen  Happy Hydrate  Bæjarins Beztu Pylsur  Alvörubón  FiskhúsiðDrifa.isPalssonfasteignasala.isHeitirpottar.is

    er bj eru urfa undirb berg gunnarsson
    #487 Diljá Mist - Kulnun, Reykjavíkurborg og kvenfrelsi

    Play Episode Listen Later Nov 11, 2025 66:40


    Þórarinn ræðir við Diljá Mist Einarsdóttur um hið ýmsa. Í upphafi þáttar er fjallað um kulnun, áhrif þess fyrirbæris á samfélagið og hvaða undirliggjandi þættir kunna að liggja að baki því að fólk fer í kulnun. Nú er stutt í sveitarstjórnarkosningar og því er rætt um stöðu Reykjavíkurborgar, samgöngur og hvort að Guðlaugur Þór Þórðarson sé að fara í borgina til að leiða Sjálfstæðisflokkinn. Að því loknu er rætt um kvenréttindi, útlendingamál, bakslagið og velferðarkerfið.- Ætlar Gulli í borgina?- Hafa stjórnmálamenn gengið of langt í umræðum um útlendinga?- Er til læknisfræðileg skilgreining á kulnun?Þessum spurningum er svarað hér.Til að fá þætti hlaðvarpsins án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á: www.pardus.is/einpaelingeðaLeggja málstaðnum lið með því að greiða inn á:Rkn. 0370-26-440408 Kt. 4404230270Samstarfsaðilar:PoulsenHappy HydrateBæjarins Beztu PylsurDrifa.isPalssonfasteignasala.isHeitirpottar.isFiskhúsið.isAlvörubón

    #486 Jónas Atli Gunnarsson - Óvissa og húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar

    Play Episode Listen Later Nov 10, 2025 68:12


    Þórarinn ræðir við Jónas Atla Gunnarsson, hagfræðing og teymisstjóra Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar og framtíðarhorfur á fasteignamarkaði.Rætt er um hvaða áhrif húsnæðispakkinn kann að hafa á næstunni og hvernig það mun koma til með að birtast í efnahagskerfinu og á hinum pólitíska vettvangi.Fjallað er um leiguverð, fasteignaverð, óhagnaðardrifin úrræði, eftirlit og óháðar byggingarúttektir, hvort að fasteignir munu leita á kennitölur lögaðila, hlutdeildarlán, vaxtadóm hæstaréttar og stýrivexti.- Mun fasteigna- og leiguverð hækka á næstunni?- Hvaða pólitísku áhrif mun húsnæðispakkinn koma til með að hafa?- Er pólitískur vilji fyrir niðurgreiddu húsnæði óhagnaðardrifna leigufélaga?- Hvaða áhrif mun vaxtadómur hæstaréttar hafa á framtíðina?Þessum spurningum er svarað hér.Til að fá þætti hlaðvarpsins án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á: www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á:  Rkn. 0370-26-440408Kt. 4404230270  Samstarfsaðilar:  Poulsen  Happy Hydrate  Bæjarins Beztu Pylsur  Alvörubón  FiskhúsiðDrifa.isPalssonfasteignasala.isHeitirpottar.is

    #485 Jökull Sólberg - Núans er nýja n-orðið

    Play Episode Listen Later Nov 9, 2025 62:46


    Þórarinn ræðir við Jökul Sólberg, frumkvöðul og sósíalista, um heimspekileg og hugmyndafræðileg ágreiningsefni.Fjallað er um samþykktan kúltúr, afhverju stjórnmál eru horfin úr tónlist og öðrum listgreinum, Kína, woke-ið, Gísla Martein og margt fleira.- Er Kína með lausnirnar?- Er Gísli Marteinn þverskurður þjóðarinnar?- Afhverju er pólitík horfin úr tónlist?Til að fá þætti hlaðvarpsins án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á: www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á:  Rkn. 0370-26-440408Kt. 4404230270  Samstarfsaðilar:  Poulsen  Happy Hydrate  Bæjarins Beztu Pylsur  Alvörubón  FiskhúsiðDrifa.isPalssonfasteignasala.isHeitirpottar.is

    #484 Sverrir Helgason - Þessir ungu strákar þola ykkur ekki

    Play Episode Listen Later Nov 4, 2025 95:13


    Þórarinn ræðir við Sverra Helgason um ýmis mál. Hann hefur verið sagður vera öfgamaður en hann lætur fram sín sjónarmið á hvassan hátt á samfélagsmiðlinum X. Rætt er um skólakerfið, ungu strákana, öfgahægrið, leikreglur leyfilegrar umræðu, skautun, kynjastríðið, að sundra og drottna. RÚV, stöðu kirkjunnar og margt fleira.- Er allt hægramegin við miðju öfgahægri?- Hvernig sér Sverrir fyrir sér framtíðina? - Hvað vilja ungir strákar í pólitísku samhengi?Til að fá þætti hlaðvarpsins án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á: www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á:  Rkn. 0370-26-440408Kt. 4404230270  Samstarfsaðilar:  Poulsen  Happy Hydrate  Bæjarins Beztu Pylsur  Alvörubón  FiskhúsiðDrifa.isPalssonfasteignasala.isHeitirpottar.is

    #483 Hlédís Maren Guðmundsdóttir - Konur eiga ekki að þurfa að þjóna hugmyndafræðinni

    Play Episode Listen Later Oct 26, 2025 81:51


    Þórarinn ræðir við Hlédísi Maren Guðmundsdóttir, félagsfræðing, um bakslag í femíniskri baráttu. Hlédís er gagnrýnin á framgöngu kvenréttindabaráttunnar undanfarin ár og telur að innflutt orðræða sé beggja megin á hinum pólitíska ás.Rætt er um félagslegt taumhald, athugasemdakerfin, femínisma, stalíníska skoðanakúgun, útlendingamál og útlendingastofnun, móðurhlutverkið, faraldursárin, háskólasamfélagið, gildi og viðmið, fjölmenningu og tilgang lífsins.- Afhverju er Hlédís hrædd við að labba ein heim úr bænum?- Afhverju hafa hlutverk kvenna breyst?- Er bakslag?Þessum spurningum er svarað hér.Til að fá þætti hlaðvarpsins án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á: www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á:  Rkn. 0370-26-440408Kt. 4404230270  Samstarfsaðilar:  Poulsen  Happy Hydrate  Bæjarins Beztu Pylsur  Alvörubón  FiskhúsiðDrifa.isPalssonfasteignasala.isHeitirpottar.is

    #482 Sölvi Tryggvason og Gunnar Dan - Samsæri, slaufanir og ábyrg umræða

    Play Episode Listen Later Oct 23, 2025 94:16


    Þórarinn ræðir við Sölva Tryggvason, hlaðvarpsstjórnanda og Gunnar Dan sem einnig er hlaðvarpsstjóri og margt fleira.Farið er um víðan völl og rætt um samsæriskenningar, lyfjanotkun, skjánotkun barna, samfélagsmiðla, geimverur, stjórnmálin, almenningsumræðu, slaufanir og margt fleira.- Afhverju var Sölvi Tryggva valinn til þess að vera slaufaður?- Er lyfjanotkun barna í dag skynsamleg?- Hvernig má takast á við skjánotkun ungs fólks?Þessum spurningum er svarað hér.Til að fá þætti hlaðvarpsins án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á: www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á:  Rkn. 0370-26-440408Kt. 4404230270  Samstarfsaðilar:  Poulsen  Happy Hydrate  Bæjarins Beztu Pylsur  Alvörubón  FiskhúsiðDrifa.isPalssonfasteignasala.isHeitirpottar.is

    #481 Gale Pooley - Superabundance, Iceland, and the European Union

    Play Episode Listen Later Oct 21, 2025 58:15


    Þórarinn talks with Gale Pooley, co-author of the book Superabundance, written together with Marian Tupy.They discuss the ideas in the book and how they challenge conventional views about scarcity, economic growth, and the future. The conversation also touches on Iceland, the European Union, and the United States' perspective on Europe, as well as topics like ideology, politics, knowledge, and innovation.Gale explains how the Simon Abundance Index and Time Prices demonstrate that when people have the freedom to create and use knowledge, abundance and quality of life increase—no matter where they are in the world.In the context of Europe, the discussion covers issues such as energy, fertility, migration, freedom of expression, defense, and the influence of tech giants like Elon Musk on innovation and the future—among many other topics.Could Iceland be entering a new era of progress in closer alignment with the United States?How can Europe address its fertility challenges?How can Gale's ideas be applied to boost economic growth in Iceland?These questions are explored here.

    #479 Sambandsþing ungra sjálfstæðismanna

    Play Episode Listen Later Oct 18, 2025 63:48


    Þórarinn tekur hús á ungum sjálftæðismönnum á sambandsþingi SUS. Rætt er um stöðu flokksins, hlutverk ungra sjálfstæðismanna, húsnæðismál, væl ungmenna, Miðflokkinn og margt annað.Rætt er við, í þessari röð, Hermann Nökkva Gunnarsson, Höllu Margréti, Júlíus Viggó, Steinar Inga, Tómas Orra, Unni Elínu og Viktor Pétur. Til að fá þætti hlaðvarpsins án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á: www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á: Rkn. 0370-26-440408 Kt. 4404230270 Samstarfsaðilar: Poulsen Happy Hydrate Bæjarins Beztu Pylsur AlvörubónFiskhúsið Drifa.is Palssonfasteignasala.is

    #477 Kristján Ra Kristjánsson - Kerfið letur rekstur á Íslandi

    Play Episode Listen Later Oct 14, 2025 67:55


    Kristján Ra hefur marga fjöruna sopið á Íslandi, Svíþjóð og Bandaríkjunum. Hann hefur 30 ára reynslu í viðskiptum, kom að stofnun Skjás eins sem nú er Sjóncarp Símans, fjölmörgum leikhúsverkefnum, veitingarekstri og öðrum rekstri.Kristján hefur hins vegar áhyggjur af rekstrarumhverfi á Íslandi. Hann segir að það séu óveðurský er varðar fjölmiðlaumhverfi á Íslandi og að fjölmiðlar reki sig að miklu leiti eins og samfélagsmiðlar.Rætt er um virkjanamál, menntamál og margt fleira í þessu samhengi.

    #480 Landsþing Miðflokksins

    Play Episode Listen Later Oct 11, 2025 82:59


    Þórarinn mætir á landsþing Miðflokksins og ræðir þar við Sigmund Davíð, Björn Inga Hrafnsson, Kjartan Magnússon, Snorra Másson, Bergþór Ólason og Sigríði á Andersen í þessari röð.

    #478 Ugla Stefanía Kristjönu- Jónsdóttir - "Er Snorri að segja að ég sé bara karlmaður?"

    Play Episode Listen Later Oct 10, 2025 92:44


    Þórarinn ræðir við Uglu Stefaníu Kristjönu- Jónsdóttur um transmálin á Íslandi.Fjallað er um hvernig umræðan hefur breyst, bakslagið, trans börn, hversu mörg kyn það séu, leikjafræði umræðunnar, afhverju transfólk er alltaf vinstrisinnað, hatursorðræðu, búningsklefamálin, hvort að trans konur eigi að vera í kvennaklefa í sundi, hormónameðferðir, stöðuna í Bandaríkjunum og Bretlandi og margt fleira.Ugla segir að á Íslandi sé umræðan almennt betri en gengur og gerist erlendis þrátt fyrir að hafa versnað. Hún telur mikilvægt að viðhalda þeirri stöðu og til þess að gera það þurfi að eiga heilbrigðar samræður. Hún segir internetið valda því að varhugaverðir aðilar nái tökum á umræðunni sem að í kjölfarið auki skautun hjá báðum fylkingum.- Telur Snorri Másson Uglu vera karlmann?- Eru hormónameðferðir afturkræfar?- Er hægt að sannfæra börn um að þau séu trans?- Hvað er hatursorðræða?Þessum spurningum er svarað hér.

    #476 Júlíus Viggó Ólafsson - Villta vinstrið er horfið

    Play Episode Listen Later Oct 7, 2025 63:09


    Þórarinn ræðir við Júlíus Viggó Ólafsson en hann er nýr formaður Samtaka ungra sjálfstæðismanna. Farið er um víðan völl og rætt um stöðu Sjálfstæðisflokksins, Charlie Kirk, tjáningarfrelsi, villta vinstrið, útlendingamál, viðhorfsbreytingar ungs fólks og margt fleira.- Ætti Sjálfstæðisflokkurinn að hætta að hafa áhyggjur af villta vinstrinu?- Hvernig mun Sjálfstæðisflokkurinn takast á við vinsældir Miðflokksins?- Á að verja tjáningarfrelsi Charlie Kirk?Þessum spurningum er svarað hér.Til að fá þætti hlaðvarpsins án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á: www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á:  Rkn. 0370-26-440408Kt. 4404230270  Samstarfsaðilar:  Poulsen  Happy Hydrate  Bæjarins Beztu Pylsur  Alvörubón  FiskhúsiðDrifa.isPalssonfasteignasala.isHeitirpottar.is

    #475 Lilja D. Alfreðsdóttir -Hagsmunir Íslands í öndvegi verði Lilja formaður Framsóknar

    Play Episode Listen Later Oct 3, 2025 78:36


    Þórarinn ræðir við Lilju Dögg Alfreðsdóttir um stöðu Framsóknar, stjórnmálin á Íslandi, hælisleitendamál, verðbólgu á Íslandi, fæðingartíðni, gildi, menningu og menntamál og menntamálaráðherra.Lilja segir að Framsóknarflokkurinn myndi breytast töluvert undir hennar stjórn. Flokkurinn yrði bæði meira hugmyndafræðilegur en einnig myndi Lilja vilja að flokkurinn myndi einbeita sér að hagsmunu Íslands og Íslendinga.Hún hefur áhyggjur af fæðingartíðni og segir hælisleitendakerfið í þeirri mynd sem það er í dag algerlega ónýtt. Hún segir að Íslendingar hafi þurft að hafa fyrir því að móta þau gildi sem hér eru við lýði og að hún sé ekki tilbúin að gefa neinn afslátt í þeim efnum.Menntamálin eru einnig rædd en Lilija segir að þar þurfi augljóslega að gera breytingar. Hún telur að auka þurfi við verkefni á borð við Kveikjum neistann undir leiðsögn Hermundar Sigmundssonar.- Hvað vill Lilja gera í hælisleitendamálum?- Hver verður næsti formaður Framsóknar?- Hvað finnst Lilju um nýjan menntamálaráðherra?Þessum spurningum er svarað hér.

    #474 Hannes Hólmsteinn Gissurarson - Skraufþurrir pappírspokar í blekjuðu bákni ríkisins þola ekki átök

    Play Episode Listen Later Oct 2, 2025 87:35


    Þórarinn ræðir við Hannes Hólmstein Gissurarson prófessor emeritus við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Í þættinum er farið um víðan völl og rætt um menningarstríðið, sveitarstjórnarkosningar, stöðu Sjálfstæðisflokksins, lýðsrkum, slaufun Hannesar úr háskólanum, kynjafræði, átökin fyrir botni Miðjarðarhafs, vinstrimenn og margt fleira.Hannes segir kynjafræði vera gagnslausa námsgrein sem geti einvörðungu skapað störf sem sérstaklega eru búin til fyrir þá sem úr greininni útskrifast og sé þá greidd af skattgreiðendum. Rætt er mikið um háskólasamfélagið og meðal annars gerð upp sú atburðarrás þegar Hannes Hólmsteinn hætti kennslu en hann átti sér marga andstæðinga innan veggja Háskólans sem þráðu ekkert heitar en að hann myndi ljúka kennslustörfum.Hannes telur samfélagið vera að sumu leiti á rangri leið og nefnir í því samhengi þá meinsemd að fólk geti skilgreint sig sjálft og að margir kjósi að gera það. Þá telur hann ólýðandi að fólk geti skilgreint sig sjálft sem öryrkja og að karlmenn eigi ekki að geta skilgreint sig sem konur og farið inn í búningsherbergi kvenna.- Hvað gerist þegar fólk fær að skilgreina sig sjálft?- Var Hannesi Hólmsteini slaufað úr HÍ?- Er kynjafræðin gagnslaus?Þessum spurningum er svarað hér.Til að fá þætti hlaðvarpsins án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á: www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á:  Rkn. 0370-26-440408Kt. 4404230270  Samstarfsaðilar:  Poulsen  Happy Hydrate  Bæjarins Beztu Pylsur  Alvörubón  Fiskhúsið

    #473 Björn Jón Bragason - Aukin umsvif hins opinbera minnka félagslegt auðmagn

    Play Episode Listen Later Sep 30, 2025 62:07


    Björn Jón Bragason er sagnfræðingur, bókahöfundur og kennari en hann er einnig hlustendum hlaðvarpsins kunnugur. Í þessum þætti er rætt um stöðu íslensk samfélags frá heimspekilegu sjónarmiði.Útlendingamál hafa verið mikið til umræðu undanfarin misseri en Björn Jón telur stöðuna vera bæði ósjálfbæra og óviðunandi. Hann gerir félagslegu taumhaldi og auðmagni góð skil og ræðir um það hvort að fjölbreytni sé í eðli sýnu styrkur.Einnig er rætt um þau letjandi áhrif sem aukin umsvif hins opinbera hafa á félagsstarf, eldra fólk, Bandaríkin, menntamálin, sýn hinna útvöldu og það hvort að menntamálaráðherra sé starfi sýnu vaxinn.- Er menntamálaráðherra starfi sínu vaxinn?- Minnka umsvif hins opinbera félagslegt auðmagn?- Afhverju komum við jafn illa fram við eldra fólk og raun ber vitni?Þessum spurningum er svarað hér.Til að fá þætti hlaðvarpsins án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á: www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á:  Rkn. 0370-26-440408Kt. 4404230270  Samstarfsaðilar:  Poulsen  Happy Hydrate  Bæjarins Beztu Pylsur  Alvörubón  Fiskhúsið

    #472 Sæþór Benjamín Randalsson - Nýr leiðtogi Sósíalistaflokksins ekki token útlendingur

    Play Episode Listen Later Sep 28, 2025 55:12


    Þórarinn ræðir við Sæþór Benjamín Randalsson, nýjan leiðtoga Sósíalistaflokksins, um stjórnmálin, woke-ið, húsnæðismál, mannréttindi, yfirtöku í Sósíalistaflokknum, peningamál Sósíalista, hvort að Sæþór sé Íslendingur og margt fleira.Sæþór Benjamín segist hafa lært mikið af Sólveigu Önnu undanfarin misseri en hann hefur einnig setið í stjórn Eflingar stéttarfélags undanfarin ár. Hann telur að auka þurfi grasrótarstarf innan Sósíalistaflokksins en hann vandar gömlu forystunni ekki kveðjurnar í þessu hlaðvarpi. Hann segir mikla leynd hafa ríkt yfir peningamálum Sósíalistaflokksins sem enn eigi eftir að greiða úr og að mikilvægt sé að flokkurinn hreinsi af sér allt sem við kemur woke-inu sem hann telur vera "dauðaköltsvinstri" sem sé engum til bóta. Þar að auki er rætt um mannréttindi og Kína en hann telur að Ísland geti lært margt af Kína sem hann segir að standi mun framar sínu upprunalandi sem eru Bandaríkin.- Afhverju vill Sanna Magdalena ekki tala við nýja forystu Sósíalista?- Afhverju er woke-ið dauðakölt?- Mun Sólveig Anna stíga inn á svið sveitarstjórnarmálanna?- Munu peningamál gömlu forystu Sósíalistaflokksins skýrast?Þessar spurningar eru ræddar í þessum þætti.Til að fá þætti hlaðvarpsins án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á: www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á:  Rkn. 0370-26-440408Kt. 4404230270  Samstarfsaðilar:  Poulsen  Happy Hydrate  Bæjarins Beztu Pylsur  Alvörubón  Fiskhúsið

    #471 Dóri DNA - Kokkálar sem sækja testosterone-ið sitt í gegnum áttræðan karlmann

    Play Episode Listen Later Sep 25, 2025 52:17


    Þórarinn ræðir við Dóra DNA, þúsundþjalasmið með meiru, um heima og geima. Í upphafi er rætt um reynslu Dóra af þyngdarstjórnunarlyfjum og hvaða áhrif þau gætu haft til framtíðar. Sú umræða er sett í samhengi við áhrif samfélagsmiðla á allt sem við kemur hinu mannlega og hversu erfitt er að eiga samskipti í því fuglabjargi sem að samfélagsmiðlar sannarlega eru.Þar að auki er rætt um nútímatrend, útlendingamál, leiðtogaleysi í heiminum, endurkomu Kristni meðal ungs fólks, kvikmyndasjóð, Trump og testasterone, golf, slaufunarmenningu hægrimanna, og margt fleira.- Afhverju sækja kokkálar og ungir menn sitt testasterone í áttræðan karlmann?- Afhverju er leiðtogaleysi í síkvikari heimi?- Afhverju er ungt fólk að verða Kristið?- Hvað gerist þegar myndarlegar konur verða hægrisinnaðar?Þessum spurningum er svarað hér.Til að fá þætti hlaðvarpsins án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á: www.pardus.is/einpaeling  eða  Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á:  Rkn. 0370-26-440408 Kt. 4404230270 Samstarfsaðilar: Poulsen Happy Hydrate Bæjarins Beztu Pylsur Alvörubón FiskhúsiðHeitirpottar.isDrifa.is

    #470 Bergþór Ólason - Hatursherinn er töluvert betur skipulagður á vinstrivæng stjórnmálanna

    Play Episode Listen Later Sep 22, 2025 64:24


    Þórarinn ræðir við Bergþór Ólason um stjórn- og samfélagsmál nútímans og snert á ýmsu.Fjallað er um útlendingamál, transmál, fjárlögin, Charlie Kirk, Snorra Másson, ungt fólk sem færir sig í auknum mæli til hægri, tjáningarfrelsi, erlenda glæpahópa, og margt fleira. Bergþór telur að hatursöflin séu betur skipulögð á vinstri væng stjórnmálanna þrátt fyrir það að umræður um þessi mál bendi til hins gagnstæða.- Er munur á líffræðilegu og félagslegu kyni?- Er hatur vinstrivængsins betur skipulagt en á hægrivængnum?- Hvernig vill Miðflokkurinn tækla erlenda glæpahópa?Þessum spurningum er svarað hér.Til að fá þætti hlaðvarpsins án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á: www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á:  Rkn. 0370-26-440408Kt. 4404230270  Samstarfsaðilar:  Poulsen  Happy Hydrate  Bæjarins Beztu Pylsur  Alvörubón  Fiskhúsið

    #469 Páll Jakob Líndal - Þráhyggja í skipulagsmálum

    Play Episode Listen Later Sep 21, 2025 61:42


    Þórarinn ræðir við Pál Jakob Líndal, doktor í umhverfissálfræði, um skipulag Reykjavíkur, stjórnmálin, fæðingartíðni, hvort fólk eigi að búa á byggingarreitum, hvaða byggingarreitir hafa verið slæmir og borgarlínuna og fleira.Jakob er verulega gagnrýninn á stefnu skipulagsmála hjá Reykjavíkurborg og telur hann að það skapi ýmis fyrirsjáanleg vandamál. - Er hægt að yfirfæra skipulagsmál í Danmörku á Ísland?- Á lækkun fæðingartíðni rætur að rekja til skipulagsmála?- Er borgarlínan orðin þráhyggja?Þessum spurningum er svarað hér.

    #468 Sigurjón Þórðarson - Strandveiðar, stríð, hælisleitendur og kulnun

    Play Episode Listen Later Sep 15, 2025 65:01


    Þórarinn ræðir við Sigurjón Þórðarson, alþingismann Flokks fólksins, um ýmis mál sem snúa að stjórnmálum á Íslandi Fyrst er rætt um strandveiðar en Sigurjón hefur oft verið nefndur í samræðum um þau mál vegna báts sem hann á og hann hefur nýtt til strandveiða. Þórarinn spyr hvort að hann sé ekki að ganga eigin erinda með því að auka strandveiðikvótann og tekist er á um það. Sigurjóni þykir vegið að tungumálinu í íslensku samfélagi í dag og segir hann nauðsynlegt að þeir sem sinni þjónustu á Íslandi tali íslensku. Hann segir að leigubílamálin séu komin út í óefni og að einn angi þeirra sé tungumálið en ekki síður ofbeldismál sem myndbönd hafa náðst af undanfarið þar sem erlendir leigubílstjórar hafa hagað sér misjafnlega. Þar að auki er rætt um hælisleitendamálin, stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs, hvort að Ísland eigi að taka á móti fleiri Palestínumönnum, kulnun, menntamál og margt fleira. - Var Sigurjón að moka undir eigin rass í strandveiðimálinu? - Á að banna leigubílstjóra sem tala ekki íslensku? - Á Ísland að taka á móti flóttafólki frá Palestínu? - Hvað er kulnun í starfi? - Eigum við að breyta okkar gildum til að komast til móts við fólk sem hingar leitar?Þessum spurningum er svarað hér.Til að fá þætti hlaðvarpsins án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á: www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á:  Rkn. 0370-26-440408Kt. 4404230270  Samstarfsaðilar:  Poulsen  Happy Hydrate  Bæjarins Beztu Pylsur  Alvörubón  Fiskhúsið

    #467 Noorina Khalikyar - Feminism, honor culture and muslim assimilation in Europe

    Play Episode Listen Later Sep 12, 2025 70:55


    Þórarinn speaks with Noorina Khalikyar about her experience coming to Iceland from Afghanistan as a refugee. Noorina is a doctor and an outspoken advocate for the liberation of Afghan women.In this episode, she discusses differing opinions among muslims in Iceland on whether women should be allowed to work, whether muslim women can be unveiled in Iceland, the concept of honor culture, views on homosexuality, and the impatience some inhabitants show toward differing cultural standards.What are the views of muslim men in Iceland toward homosexuality?Why don't Western feminists support muslim women?Are Icelanders normalizing honor culture?How do muslim men perceive unveiled muslim women in Iceland?These questions and more are answered in this episode.

    #466 Halldóra Þorsteinsdóttir - Múgæsingur og leikhús samskiptanna

    Play Episode Listen Later Sep 10, 2025 65:19


    Þórarinn ræðir við Halldóru Þorsteinsdóttur héraðsdómara og háskólaprófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík um mörk tjáningarfrelsins.Nýlegar vendingar í stjórnmálunum eru ofarlega á baugi en í liðinni viku fóru af stað miklar umræður eftir Kastljósþátt þar sem Snorri Másson var til viðtals og tjáði sig um sínar eigin skoðanir á kynjamálum. Farið er um víðan völl og rætt um ýmsa þætti tjáningarfrelsisins og velt vöngum yfir því hvenær réttlætanlegt er að skerða tjáningu og hvenær það er sem við göngum of langt.- Hver er munurinn á lagalegu og félagslegu tjáningarfrelsi?- Sækjum við í persónulegan félagsauð með því að benda á hvað aðrir séu ómögulegir?- Hver er aðkoma dómsvaldsins í málefnum sem snúa að tjáningarfrelsi?- Erum við öll Bubble boy þegar það kemur að tjáningarfrelsi?Þessum spurningum er svarað hér.Til að fá þessa þætti án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á:www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á: Rkn. 0370-26-440408 Kt. 4404230270 Samstarfsaðilar: Poulsen Happy Hydrate Bæjarins Beztu Pylsur Alvörubón Fiskhúsið

    #465 Sólveig Anna Jónsdóttir - Vinstrið verður að kljúfa sig frá woke-inu

    Play Episode Listen Later Sep 7, 2025 72:58


    Þórarinn ræðir við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, um stjórnmál, rétttrúnað, kjarabaráttu, stöðu láglaunafólks og margt fleira.Umfjöllunin snýr meðal annars að undarlegum vendingum á vinstri væng stjórnmálanna, þar sem áherslan hefur oft færst yfir í táknræn mál á borð við „píkupólitík“ og kvennafrídaga. Sólveig leggur áherslu á að barátta láglaunafólks verði að byggjast á raunverulegum hagsmunum þeirra sjálfra, ekki forskrift millitekjuhópa sem nýti sér kjör hinna tekjulægstu undir merkjum „woke“ hugmyndafræði og persónufornafna.- Hvers vegna var Hallgrímur Helgason að „manspreada“ á Rauða borðinu?- Af hverju er svo oft talað niðrandi um stráka og „eitraða karlmennsku“?- Hvað þarf vinstrið að gera til að rétta úr kútnum?Svörin við þessum spurningum má finna hér.

    #464 Kolbeinn H. Stefánsson - Frelsi og sjálfsritskoðun akademíunnar

    Play Episode Listen Later Sep 5, 2025 68:26


    Þórarinn ræðir við Kolbein H. Stefánsson um akademískt frelsi, útlendingamál og Háskóla Íslands. Akademískt frelsi hefur verið sérstaklega áberandi umræðuefni undanfarið eftir að Ingólfur Gíslason, aðjúnkt við deild menntunar og margbreytileika, tók þátt í mótmælum sem urðu til þess að ísraelski prófessorinn Gil S. Epstein gat ekki haldið erindi á vegum Háskóla Íslands. Sama dag og hlaðvarpið var tekið upp, þó eftir, brást rektor Háskóla Íslands loks við með því að hvetja til aukinnar umræðu um akademískt frelsi. Sú umræða hefur einnig velt upp spurningum um tjáningarfrelsi og ritskoðun. Auk þess að ræða þessi mál er rætt um útlendingamál og breytta sviðsmynd bæði er varðar umræðu og veruleika þeirra á Íslandi. Fjallað er um aðlögun á íhaldssömum gildum frá Mið-Austurlöndum, hvort ómenntað fólk sé vitlausara en menntað fólk, vísindalegan sannleik, pólitíska slagsíðu innan HÍ, skakkt hvatakerfi HÍ, sjálfsritskoðun kennara, tjáningarfrelsi og um þá staðreynd að aukinn innflutningur fólks til Íslands auki andúð gegn samkynhneigðum á Íslandi. - Eykur innflutningur fólks til Íslands andúð gegn samkynhneigðum? - Er vísindalegur sannleikur til? - Er pólitísk slagsíða innan félagsvísindadeilda Háskóla Íslands? - Er ómenntað fólk vitlausara en menntað fólk? Þessum spurningum er svarað hér.

    #463 Konráð Guðjónsson - Lækkunarferli stýrivaxta lokið í bili

    Play Episode Listen Later Sep 3, 2025 64:35


    Þórarinn ræðir við Konráð Guðjónsson, fyrrum aðstoðarmann utanríkisráðherra og fjármálaráðherra sem og fyrrverandi efnahagsráðgjafa ríkisstjórnarinnar síðustu, um stefnu og stöðu efnahagsmála á Íslandi nú þegar lækkunarferli stýrivaxta er komin á bið.Rætt er um áhrif húsnæðismála á verðbólguna, kjaramál og krónutöluhækkanir, framleiðni, styttingu vinnuvikunnar, stefnu ríkisstjórnarinnar, kulnun og margt fleira.Konráð telur fílinn í herberginu vera launahækkanir og að of sjaldan sé rætt um þær í samhengi við stýrivexti. Hann telur launaskrið hafa kynt undir þeirri verðbólgu sem sést í dag og að ekki sé fyrirséð að hún muni koma til með að hjaðna á næstunni.- Eru launahækkanir bleiki fíllinn í herberginu?- Hvaða áhrif hefur kulnun á vinnumarkaðinn?- Hvaða áhrif hefur lóðaverð á húsnæðisverð?Þessum spurningum er svarað hér. Til að fá þætti hlaðvarpsins án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á: www.pardus.is/einpaeling  eða  Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á:  Rkn. 0370-26-440408 Kt. 4404230270  Samstarfsaðilar: Poulsen Happy Hydrate Bæjarins Beztu Pylsur Alvörubón Fiskhúsið

    #462 Hjálmtýr Heiðdal - Akademískt frelsi, prinsip og þjóðarmorð

    Play Episode Listen Later Aug 30, 2025 71:58


    Þórarinn ræðir við Hjálmtý Heiðdal, formann Félagsins Ísland-Palestína um stríðið fyrir botni miðjarðarhafs, stjórnmálin á Íslandi, akademískt frelsi og sumarbústaðarferðir. Rætt er um stríðið ásamt því að ræða vendingar hérlendis er varðar mótmælendur sem hafa bæði ráðist gegn fjölmiðlum og akademísku frelsi á Íslandi. Hjálmtýr og Þórarinn takast á um það hvar mörk tjáningarfrelsi prófessora eigi að liggja og hvort að réttlætanlegt sé að kveða í kútinn það sem viðkomandi telur vera forkastanlegar skoðanir. Fasismi ber á góma, þjóðarmorð, afrakstur mótmæla á Íslandi og margt fleira.- Auka stuðningsmenn Palestínu við almennan stuðning með sínum mótmælum?- Hefur Ísraelsríki tilvistarrétt?- Hvort myndi Hjálmtýr fara í sumarbústað með Hannesi Hólmsteini, Stefáni Einari eða Frosta Logasyni?Þessum spurningum er svarað hérTil að fá þætti hlaðvarpsins án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á: www.pardus.is/einpaeling  eða  Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á:  Rkn. 0370-26-440408 Kt. 4404230270  Samstarfsaðilar: Poulsen Happy Hydrate Bæjarins Beztu Pylsur Alvörubón Fiskhúsið

    #461 Magnús Árni Skjöld Magnússon - Á Ísland að ganga í ESB?

    Play Episode Listen Later Aug 28, 2025 67:37


    Þórarinn ræðir við Magnús Árna Skjöld Magnússon, formann Evrópuhreyfingarinnar og prófessor við stjórnmálafræðideild á Bifröst, um kosti og galla þess að ganga í Evrópusambandið. Farið er um víðan völl og rætt um Draghi skýrsluna, stjórnmálin í Evrópu, stjórnmálin í Evrópu, hvað það þýðir að kíkja í pakkann, hvaða praktísku þýðingu það hefði fyrir Ísland að ganga í ESB, stöðu Evrópuríkjanna og margt fleira.- Á Ísland að ganga í ESB?- Hvaða þýðingu hefur Draghi skýrslan á ágæti þess að ganga í bandalagið?- Mun aðildarumsókn verða samþykkt? Þessum spurningum er svarað hér.

    #460 Snorri Másson - Annaðhvort segir þú hug þinn eða lætur kúga þig

    Play Episode Listen Later Aug 26, 2025 115:51


    Þórarinn ræðir við Snorra Másson, inngildingarsérfræðing og þingmann Miðflokksins. Samræðurnar fara um víðan völl en sérstök áhersla er lögð á þær menningarbreytingar sem viðmælandi og þáttarstjórnandi telja að séu að eiga sér stað bæði erlendis en engu að síður hér heima. Menningarbreytingarnar eru settar í samhengi við það hvenær umburðarlyndi verður að trúarsetningu og jafnvel stjórnlyndi. Í því samhengi er rætt um það hvað það þýðir að vera Íslendingur, transmál, hælisleitendakerfið, tungumálið, unga öfga-hægrimenn, inngildingu, RÚV, stjórnmálin og margt fleira.- Hver er vítahringur útlendingamála?- Eru allir þeir sem aðhyllast ekki woke-vinstristefnu öfgamenn?- Hvenær verður umburðarlyndið að trúarsetningu?Þessum spurningum er svarað hér.Til að fá þætti hlaðvarpsins án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á: www.pardus.is/einpaeling  eða  Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á:  Rkn. 0370-26-440408 Kt. 4404230270  Samstarfsaðilar: Poulsen Happy Hydrate Bæjarins Beztu Pylsur Alvörubón Fiskhúsið

    #459 Björgvin Ingi Ólafsson og Sigurður Stefánsson - Hvernig hægt er að leysa húsnæðisvandann

    Play Episode Listen Later Aug 24, 2025 84:41


    Þórarinn ræðir við Björgvin Inga Ólafsson og Sigurð Stefánsson um það hvernig megi leysa húsnæðisvandann. Rætt er um skipulagsmál, forgangsröðun, markmið, pólitíska eftirspurn, flöskuhálsana, fæðingartíðni, lóðaskort, félagsleg vandamál og margt fleira.Björgvin og Sigurður telja báðir að staðan í dag sé afar slæm og ef fram fer sem horfir muni sífellt færri ungmennum takast að fjárfesta í þaki yfir höfuðið. Sigurður bendir á að lífshlaup þeirra sem haldast á leigumarkaði út ævina sé töluvert frábrugðnara þeirra sem tekst að kaupa sitt eigið húsnæði. Þetta geti valdið auknum vandamálum í félagslegum kerfum og að lokum umtalsvert verra samfélagi. Hann telur að teikn séu á lofti og að það hrikti í samfélagssáttamálanum.Björgvin leggur sérstaka áherslu á fæðingartíðni en hann segir að óháð fasteignamarkaðnum séu óveðurský framundan ef stjórnvöldum tekst ekki að búa til hvata fyrir fólk að eignast börn. Hann bendir á að í dag séu um fimm skattgreiðendur fyrir hvern ellilífeyrisþega en eftir fáa áratugi muni sú tala verða tveir skattgreiðendur fyrir hvern ellilífeyrisþega.Þremenningarnir leggja fram ráð í lok þáttarins sem þeir telja að geti komið til móts við ofangreind vandamál.Til að fá þætti hlaðvarpsins án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á: www.pardus.is/einpaeling  eða  Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á:  Rkn. 0370-26-440408 Kt. 4404230270  Samstarfsaðilar: Poulsen Happy Hydrate Bæjarins Beztu Pylsur Alvörubón Fiskhúsið

    #458 Árni Árnason - Er Ugla Tré pólitísk ádeila?

    Play Episode Listen Later Aug 22, 2025 61:41


    Þórarinn ræðir við Árna Árnason en hann hefur undanfarið farið mikinn á samfélagsmiðlum þar sem hann birtir satíriskar ádeilur um íslenskt stjórnkerfi og stjórnmál í dulargervi fígúrurnar Ugla Tré. Rætt er um stjórnsýsluna, grín, mannúð, velferð, hvernig maður opnar bakarí og fleira. Árni og Þórarinn deila sögum um reynslu sína og annarra af því að eiga við kerfið en þeir eru sammála um að víða sé pottur brotinn og að það kunni að sína einkenni stærra vandamáls innan stjórnsýslunnar.- Er Ugla Tré bara grín eða pólitísk ádeila?- Afhverju tekur ár að opna bakarí?- Vinnur kerfið fyrir sjálft sig?Þessum spurningum er svarað hér.Til að fá þætti hlaðvarpsins án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á: www.pardus.is/einpaeling  eða  Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á:  Rkn. 0370-26-440408 Kt. 4404230270  Samstarfsaðilar: Poulsen Happy Hydrate Bæjarins Beztu Pylsur Alvörubón Fiskhúsið

    #457 Jakob Birgisson og Diljá Mist Einarsdóttir - Valkyrjuelskendur: Þáttur 3

    Play Episode Listen Later Aug 20, 2025 78:08


    Þórarinn ræðir við Jakob Birgisson, aðstoðarmann dómsmálaráðherra og Diljá Mist Einarsdóttur, þingmann Sjálfstæðisflokksins.Að þessu sinni er eftirfarandi spurningum svarað:- Er swing sena í Grafarvogi?- Hvað kjósa hlustendur Hjörvars Hafliða?- Hvað hefur Jakob farið oft í Gísla Martein?- Á að setja stífari reglur hvað varðar klæðaburð kvenna?- Þarf nýja baráttu fyrir tálmuð kvár?- Er Jakob meiri femínisti en maðurinn hennar Diljáar?- Er Diljá ánægð með Skjöld Íslands?- Vill Jakob fara í ESB?- Fara karlmenn í golf til að forðast konurnar og börnin?Til að fá þætti hlaðvarpsins án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á: www.pardus.is/einpaeling  eða  Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á:  Rkn. 0370-26-440408 Kt. 4404230270  Samstarfsaðilar: Poulsen Happy Hydrate Bæjarins Beztu Pylsur Alvörubón Fiskhúsið

    #456 Róbert Helgason - Hlutir sem kostuðu þúsundir munu kosta örfáar krónur

    Play Episode Listen Later Aug 19, 2025 52:50


    Þórarinn ræðir við Róbert Helgason, sjálfstætt starfandi sérfræðing í málefnum sem snúa að gervigreind. Í hlaðvarpinu er farið yfir mismunandi forsendur og sviðsmyndir sem munu óumflýjanlega valda breytingum á samfélaginu. Róbert telur að þetta muni koma til með að valda straumhvörfum á lífsháttum, atvinnumarkaði og öðru.- Hvernig er best að gera sit tilbúinn fyrir byltinguna sem mun fylgja auknu vægi gervigreindar?- Hvaða störf munu hverfa?- Verður Evrópa með?Þessum spurningum er svarað hér.Til að fá þætti hlaðvarpsins án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á: www.pardus.is/einpaeling  eða  Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á:  Rkn. 0370-26-440408 Kt. 4404230270  Samstarfsaðilar: Poulsen Happy Hydrate Bæjarins Beztu Pylsur Alvörubón Fiskhúsið

    Claim Ein Pæling

    In order to claim this podcast we'll send an email to with a verification link. Simply click the link and you will be able to edit tags, request a refresh, and other features to take control of your podcast page!

    Claim Cancel