Þórarinn ræðir við Halldóru Þorsteinsdóttur héraðsdómara og háskólaprófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík um mörk tjáningarfrelsins.Nýlegar vendingar í stjórnmálunum eru ofarlega á baugi en í liðinni viku fóru af stað miklar umræður eftir Kastljósþátt þar sem Snorri Másson var til viðtals og tjáði sig um sínar eigin skoðanir á kynjamálum. Farið er um víðan völl og rætt um ýmsa þætti tjáningarfrelsisins og velt vöngum yfir því hvenær réttlætanlegt er að skerða tjáningu og hvenær það er sem við göngum of langt.- Hver er munurinn á lagalegu og félagslegu tjáningarfrelsi?- Sækjum við í persónulegan félagsauð með því að benda á hvað aðrir séu ómögulegir?- Hver er aðkoma dómsvaldsins í málefnum sem snúa að tjáningarfrelsi?- Erum við öll Bubble boy þegar það kemur að tjáningarfrelsi?Þessum spurningum er svarað hér.Til að fá þessa þætti án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á:www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á: Rkn. 0370-26-440408 Kt. 4404230270 Samstarfsaðilar: Poulsen Happy Hydrate Bæjarins Beztu Pylsur Alvörubón Fiskhúsið
Þórarinn ræðir við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, um stjórnmál, rétttrúnað, kjarabaráttu, stöðu láglaunafólks og margt fleira.Umfjöllunin snýr meðal annars að undarlegum vendingum á vinstri væng stjórnmálanna, þar sem áherslan hefur oft færst yfir í táknræn mál á borð við „píkupólitík“ og kvennafrídaga. Sólveig leggur áherslu á að barátta láglaunafólks verði að byggjast á raunverulegum hagsmunum þeirra sjálfra, ekki forskrift millitekjuhópa sem nýti sér kjör hinna tekjulægstu undir merkjum „woke“ hugmyndafræði og persónufornafna.- Hvers vegna var Hallgrímur Helgason að „manspreada“ á Rauða borðinu?- Af hverju er svo oft talað niðrandi um stráka og „eitraða karlmennsku“?- Hvað þarf vinstrið að gera til að rétta úr kútnum?Svörin við þessum spurningum má finna hér.
Þórarinn ræðir við Kolbein H. Stefánsson um akademískt frelsi, útlendingamál og Háskóla Íslands. Akademískt frelsi hefur verið sérstaklega áberandi umræðuefni undanfarið eftir að Ingólfur Gíslason, aðjúnkt við deild menntunar og margbreytileika, tók þátt í mótmælum sem urðu til þess að ísraelski prófessorinn Gil S. Epstein gat ekki haldið erindi á vegum Háskóla Íslands. Sama dag og hlaðvarpið var tekið upp, þó eftir, brást rektor Háskóla Íslands loks við með því að hvetja til aukinnar umræðu um akademískt frelsi. Sú umræða hefur einnig velt upp spurningum um tjáningarfrelsi og ritskoðun. Auk þess að ræða þessi mál er rætt um útlendingamál og breytta sviðsmynd bæði er varðar umræðu og veruleika þeirra á Íslandi. Fjallað er um aðlögun á íhaldssömum gildum frá Mið-Austurlöndum, hvort ómenntað fólk sé vitlausara en menntað fólk, vísindalegan sannleik, pólitíska slagsíðu innan HÍ, skakkt hvatakerfi HÍ, sjálfsritskoðun kennara, tjáningarfrelsi og um þá staðreynd að aukinn innflutningur fólks til Íslands auki andúð gegn samkynhneigðum á Íslandi. - Eykur innflutningur fólks til Íslands andúð gegn samkynhneigðum? - Er vísindalegur sannleikur til? - Er pólitísk slagsíða innan félagsvísindadeilda Háskóla Íslands? - Er ómenntað fólk vitlausara en menntað fólk? Þessum spurningum er svarað hér.
Þórarinn ræðir við Konráð Guðjónsson, fyrrum aðstoðarmann utanríkisráðherra og fjármálaráðherra sem og fyrrverandi efnahagsráðgjafa ríkisstjórnarinnar síðustu, um stefnu og stöðu efnahagsmála á Íslandi nú þegar lækkunarferli stýrivaxta er komin á bið.Rætt er um áhrif húsnæðismála á verðbólguna, kjaramál og krónutöluhækkanir, framleiðni, styttingu vinnuvikunnar, stefnu ríkisstjórnarinnar, kulnun og margt fleira.Konráð telur fílinn í herberginu vera launahækkanir og að of sjaldan sé rætt um þær í samhengi við stýrivexti. Hann telur launaskrið hafa kynt undir þeirri verðbólgu sem sést í dag og að ekki sé fyrirséð að hún muni koma til með að hjaðna á næstunni.- Eru launahækkanir bleiki fíllinn í herberginu?- Hvaða áhrif hefur kulnun á vinnumarkaðinn?- Hvaða áhrif hefur lóðaverð á húsnæðisverð?Þessum spurningum er svarað hér. Til að fá þætti hlaðvarpsins án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á: www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á: Rkn. 0370-26-440408 Kt. 4404230270 Samstarfsaðilar: Poulsen Happy Hydrate Bæjarins Beztu Pylsur Alvörubón Fiskhúsið
Þórarinn ræðir við Hjálmtý Heiðdal, formann Félagsins Ísland-Palestína um stríðið fyrir botni miðjarðarhafs, stjórnmálin á Íslandi, akademískt frelsi og sumarbústaðarferðir. Rætt er um stríðið ásamt því að ræða vendingar hérlendis er varðar mótmælendur sem hafa bæði ráðist gegn fjölmiðlum og akademísku frelsi á Íslandi. Hjálmtýr og Þórarinn takast á um það hvar mörk tjáningarfrelsi prófessora eigi að liggja og hvort að réttlætanlegt sé að kveða í kútinn það sem viðkomandi telur vera forkastanlegar skoðanir. Fasismi ber á góma, þjóðarmorð, afrakstur mótmæla á Íslandi og margt fleira.- Auka stuðningsmenn Palestínu við almennan stuðning með sínum mótmælum?- Hefur Ísraelsríki tilvistarrétt?- Hvort myndi Hjálmtýr fara í sumarbústað með Hannesi Hólmsteini, Stefáni Einari eða Frosta Logasyni?Þessum spurningum er svarað hérTil að fá þætti hlaðvarpsins án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á: www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á: Rkn. 0370-26-440408 Kt. 4404230270 Samstarfsaðilar: Poulsen Happy Hydrate Bæjarins Beztu Pylsur Alvörubón Fiskhúsið
Þórarinn ræðir við Magnús Árna Skjöld Magnússon, formann Evrópuhreyfingarinnar og prófessor við stjórnmálafræðideild á Bifröst, um kosti og galla þess að ganga í Evrópusambandið. Farið er um víðan völl og rætt um Draghi skýrsluna, stjórnmálin í Evrópu, stjórnmálin í Evrópu, hvað það þýðir að kíkja í pakkann, hvaða praktísku þýðingu það hefði fyrir Ísland að ganga í ESB, stöðu Evrópuríkjanna og margt fleira.- Á Ísland að ganga í ESB?- Hvaða þýðingu hefur Draghi skýrslan á ágæti þess að ganga í bandalagið?- Mun aðildarumsókn verða samþykkt? Þessum spurningum er svarað hér.
Þórarinn ræðir við Snorra Másson, inngildingarsérfræðing og þingmann Miðflokksins. Samræðurnar fara um víðan völl en sérstök áhersla er lögð á þær menningarbreytingar sem viðmælandi og þáttarstjórnandi telja að séu að eiga sér stað bæði erlendis en engu að síður hér heima. Menningarbreytingarnar eru settar í samhengi við það hvenær umburðarlyndi verður að trúarsetningu og jafnvel stjórnlyndi. Í því samhengi er rætt um það hvað það þýðir að vera Íslendingur, transmál, hælisleitendakerfið, tungumálið, unga öfga-hægrimenn, inngildingu, RÚV, stjórnmálin og margt fleira.- Hver er vítahringur útlendingamála?- Eru allir þeir sem aðhyllast ekki woke-vinstristefnu öfgamenn?- Hvenær verður umburðarlyndið að trúarsetningu?Þessum spurningum er svarað hér.Til að fá þætti hlaðvarpsins án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á: www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á: Rkn. 0370-26-440408 Kt. 4404230270 Samstarfsaðilar: Poulsen Happy Hydrate Bæjarins Beztu Pylsur Alvörubón Fiskhúsið
Þórarinn ræðir við Björgvin Inga Ólafsson og Sigurð Stefánsson um það hvernig megi leysa húsnæðisvandann. Rætt er um skipulagsmál, forgangsröðun, markmið, pólitíska eftirspurn, flöskuhálsana, fæðingartíðni, lóðaskort, félagsleg vandamál og margt fleira.Björgvin og Sigurður telja báðir að staðan í dag sé afar slæm og ef fram fer sem horfir muni sífellt færri ungmennum takast að fjárfesta í þaki yfir höfuðið. Sigurður bendir á að lífshlaup þeirra sem haldast á leigumarkaði út ævina sé töluvert frábrugðnara þeirra sem tekst að kaupa sitt eigið húsnæði. Þetta geti valdið auknum vandamálum í félagslegum kerfum og að lokum umtalsvert verra samfélagi. Hann telur að teikn séu á lofti og að það hrikti í samfélagssáttamálanum.Björgvin leggur sérstaka áherslu á fæðingartíðni en hann segir að óháð fasteignamarkaðnum séu óveðurský framundan ef stjórnvöldum tekst ekki að búa til hvata fyrir fólk að eignast börn. Hann bendir á að í dag séu um fimm skattgreiðendur fyrir hvern ellilífeyrisþega en eftir fáa áratugi muni sú tala verða tveir skattgreiðendur fyrir hvern ellilífeyrisþega.Þremenningarnir leggja fram ráð í lok þáttarins sem þeir telja að geti komið til móts við ofangreind vandamál.Til að fá þætti hlaðvarpsins án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á: www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á: Rkn. 0370-26-440408 Kt. 4404230270 Samstarfsaðilar: Poulsen Happy Hydrate Bæjarins Beztu Pylsur Alvörubón Fiskhúsið
Þórarinn ræðir við Árna Árnason en hann hefur undanfarið farið mikinn á samfélagsmiðlum þar sem hann birtir satíriskar ádeilur um íslenskt stjórnkerfi og stjórnmál í dulargervi fígúrurnar Ugla Tré. Rætt er um stjórnsýsluna, grín, mannúð, velferð, hvernig maður opnar bakarí og fleira. Árni og Þórarinn deila sögum um reynslu sína og annarra af því að eiga við kerfið en þeir eru sammála um að víða sé pottur brotinn og að það kunni að sína einkenni stærra vandamáls innan stjórnsýslunnar.- Er Ugla Tré bara grín eða pólitísk ádeila?- Afhverju tekur ár að opna bakarí?- Vinnur kerfið fyrir sjálft sig?Þessum spurningum er svarað hér.Til að fá þætti hlaðvarpsins án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á: www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á: Rkn. 0370-26-440408 Kt. 4404230270 Samstarfsaðilar: Poulsen Happy Hydrate Bæjarins Beztu Pylsur Alvörubón Fiskhúsið
Þórarinn ræðir við Jakob Birgisson, aðstoðarmann dómsmálaráðherra og Diljá Mist Einarsdóttur, þingmann Sjálfstæðisflokksins.Að þessu sinni er eftirfarandi spurningum svarað:- Er swing sena í Grafarvogi?- Hvað kjósa hlustendur Hjörvars Hafliða?- Hvað hefur Jakob farið oft í Gísla Martein?- Á að setja stífari reglur hvað varðar klæðaburð kvenna?- Þarf nýja baráttu fyrir tálmuð kvár?- Er Jakob meiri femínisti en maðurinn hennar Diljáar?- Er Diljá ánægð með Skjöld Íslands?- Vill Jakob fara í ESB?- Fara karlmenn í golf til að forðast konurnar og börnin?Til að fá þætti hlaðvarpsins án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á: www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á: Rkn. 0370-26-440408 Kt. 4404230270 Samstarfsaðilar: Poulsen Happy Hydrate Bæjarins Beztu Pylsur Alvörubón Fiskhúsið
Þórarinn ræðir við Róbert Helgason, sjálfstætt starfandi sérfræðing í málefnum sem snúa að gervigreind. Í hlaðvarpinu er farið yfir mismunandi forsendur og sviðsmyndir sem munu óumflýjanlega valda breytingum á samfélaginu. Róbert telur að þetta muni koma til með að valda straumhvörfum á lífsháttum, atvinnumarkaði og öðru.- Hvernig er best að gera sit tilbúinn fyrir byltinguna sem mun fylgja auknu vægi gervigreindar?- Hvaða störf munu hverfa?- Verður Evrópa með?Þessum spurningum er svarað hér.Til að fá þætti hlaðvarpsins án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á: www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á: Rkn. 0370-26-440408 Kt. 4404230270 Samstarfsaðilar: Poulsen Happy Hydrate Bæjarins Beztu Pylsur Alvörubón Fiskhúsið
Þórarinn ræðir við Frosta Sigurjónsson, frumkvöðul og fyrrum alþingismann. Frosti hefur miklar efasemdir um ágæti loftslagsaðgerða og að loftslagsbreytingar séu yfir höfuð af mannavöldum. Hann telur að Ísland nýti tækifæri sín ekki að fullu og að margt megi bæta í því að bæta lífskjör á Íslandi.Fjallað er um loftslagsaðgerðir, faraldurinn, thorium, vindmyllur, stjórnmál á Íslandi og hvort að Ísland eigi að ganga í ESB.- Eru loftslagsbreytingar vegna áhrifa mannsins á lífríkið?- Eru vindmyllur heillvænlegt skref til orkuöflunar á Íslandi?- Á Ísland að ganga í Evrópusambandið?Þessum spurningum er svarað hér.Til að fá þætti hlaðvarpsins án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á:www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á: Rkn. 0370-26-440408 Kt. 4404230270 Samstarfsaðilar: Poulsen Happy Hydrate Bæjarins Beztu Pylsur Alvörubón Fiskhúsið
Þórarinn ræðir við Albert Jónsson um loftslagsmál. Albert hefur víðtæka reynslu af því að vinna á sviði alþjóðamála og hefur skrifað mikið um aðgerðir Íslands í loftslagsaðgerðum sem hann telur ekki byggja á forsendum raunveruleikans. Hann telur að almenningur á Vesturlöndum hafi ekki verið nægilega vel upplýstur um kostnaðinn sem loftslagsaðgerðum fylgir og að stuðningur við slíkar aðgerðir myndi hverfa væri kostnaðurinn gerður opinber.Í þessu samhengi er rætt um Parísarsáttmálann, Kyoto bókunina, afhverju ekki sé tekið mark á því að 85% orkunotkunar Íslands sé með endurnýjanlegum hætti, hvort að stórnmálastéttina skorti tengingu við almenning, gervigreind,lífsgæði, Ísrael, Gaza, Trump, tolla og margt fleira.- Afhverju fá Íslendingar ekki að njóta góðs af því að vera með 85% endurnýjanlega orku?- Myndi stuðningur við loftslagsaðgerðir hverfa ef almenningur væri upplýstur um kostnaðinn?- Skortir stjórnmálamenn tenginu við almenning?Þessum spurningum er svarað hér.Til að fá þessa þætti án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á:www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á: Rkn. 0370-26-440408 Kt. 4404230270 Samstarfsaðilar: Poulsen Happy Hydrate Bæjarins Beztu Pylsur Alvörubón Fiskhúsið
Þórarinn ræðir við Margréti Valdimarsdóttur, afbrotafræðing og kennara við Háskóla Íslands. Í þættinum er rætt um afbrot innflytjenda og hælisleitenda sérstaklega og breytta sviðsmynd á Íslandi í þeim efnum. Sérstök áhersla er lögð á áhrif umræðunnar og hvernig óþol hefur aukist á Íslandi gagnvart menningartengdum breytingum. Fjallað er um spurningar sem vakna þegar hópar taka sig saman á borð við Skjöld Íslands en Margrét nefnir í viðtalinu að þetta sé keimlík þeirri þróun sem hefur átt sér á stað á Norðurlöndunum þar sem sífellt harkalegar er tekist á um umrædd mál.Margrét telur að tölulegar upplýsingar sem birtast þurfi að setja í samhengi við aðra tölfræði og að varhugavert sé þegar upplýsingum er beitt til þess að koma óorði á ákveðna hópa og mála upp dekkri mynd heldur en raunverulega er fyrir hendi.- Afhverju notaði Skjöldur Íslands járnkrossinn sem sitt merki?- Verður sænski veruleikinn eiga sér stað hér á landi?- Eru hægri hlaðvörp að ýta undir hræðsluáróður?Hér er þessum spurningum svarað.Til að fá þessa þætti án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á:www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á: Rkn. 0370-26-440408 Kt. 4404230270 Samstarfsaðilar: Poulsen Happy Hydrate Bæjarins Beztu Pylsur Alvörubón Fiskhúsið
Þórarinn ræðir við Jón Pétur Zimsen, skólamann og þingmann Sjálfstæðisflokksins. Rætt er um veiðigjöldin, umræðuna í kringum þau á Alþingi Íslendinga og áhrif þess á stjórnmál framtíðarinnar. Að því loknu er vikið að bágri stöðu skólakerfisins og afhverju foreldrum er haldið í myrkrinu hvað varðar árangri barnanna.Fjallað er sérstaklega um áhrif skjánotkunar og afhverju erfitt virðist vera að útiloka slík tæki í skólunum. Jón Pétur telur hagsmunaöfl hafa hagsmuni af því að skjánotkun barna minnki ekki. Þetta segir hann vera gríðarlega slæmt vegna þess að framtíð barnanna og velferð þeirra til framtíðar verður verri ef ekki er gripið í taumana strax. Hann vísar máli sínu til stuðnings til rannsókna eins og PISA þar sem niðurstöður íslenskra barna verður verri og verri.- Hvernig verða börn heimskari vegna skjánotkunar?- Hvaða öfl halda skólakerfinuí gíslingu?- Gerði Sjálfstæðisflokkurinn sér óleik í veiðigjaldamálinu?Þessum spurningum er svarað hér.Til að fá þessa þætti án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á:www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á: Rkn. 0370-26-440408 Kt. 4404230270 Samstarfsaðilar: Poulsen Happy Hydrate Bæjarins Beztu Pylsur Alvörubón Fiskhúsið
Þórarinn ræðir við Guðjón Heiðar Valgarðsson, sjálftitlaðan samsæriskenningamann, um stjórnmál, innflytjendamál, alþjóðapólitík, skjánotkun, heimspeki og margt fleira. Guðjón telur að innflytjendastraumur til Vesturlanda sé hluti af stærri stefnu fólks sem vill koma á heimsstjórnvöldum með auknu vægi stofnanna bandalagsríkja. Hann telur þetta ólýðræðislegt en hælisleitendastraumurinn sé til þess gerður til að sundra samfélögum. Hann fjallar um sýna vegferð í því hvernig samverkamenn í því að gagnrýna stjórnvöld hafi snúið við honum bakinu eftir að hann neitaði að ganga rétttrúnaðinum á hönd en hann telur mikiklvægara að standa keikur með sinni afstöðu.Hann er stuðningsmaður Trump en Guðjón telur hann vinna fyrir litla manninn með mikilli kænsku og snillibrögðum.- Hvernig er straumur hælisleitenda hluti af stærra plani?- Hversu mikið eiga börn að eyða tíma sínum í spjaldtölvum?- Afhverju er Trump mikilvægur fyrir Bandaríkin? Þessum spurningum er svarað hér.Til að fá þessa þætti án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á:www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á: Rkn. 0370-26-440408 Kt. 4404230270 Samstarfsaðilar: Poulsen Happy Hydrate Bæjarins Beztu Pylsur Alvörubón Fiskhúsið
Þórarinn ræðir við Jónas Atla Gunnarsson, hagfræðing hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, um uppbyggingu húsnæðis. Fjallað er um þau áhrif á fasteignamarkaðinn sem kunna að eiga sér stað vegna dræmrar sölu á nýbyggingum. Rætt er um ýmsa þætti sem kunna að hafa áhrif á þessa stöðu líkt og hlutdeildarlán, lækkun stofnkostnaðar fyrir óhagnaðardrifna úrræða, stjórnmálin, hvort að HMS sé pólitísk stofnun, fjölskyldumynstur, þróun í Vesturlöndum og margt fleira.- Afhverju seljast ekki nýjar byggingar?- Hvað gerist ef fasteignasala minnkar?- Hvaða áhrif hafa áherslur í íbúðauppbyggingu á fjölskyldumynstur framtíðarinnar?Þessum spurningum er svarað hér.Til að fá þessa þætti án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á:www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á: Rkn. 0370-26-440408 Kt. 4404230270 Samstarfsaðilar: Poulsen Happy Hydrate Bæjarins Beztu Pylsur Alvörubón Fiskhúsið
Þórarinn ræðir við hagfræðinginn Þórð Gunnarsson um ýmis málefni. Rætt er um stjórnmálin á Íslandi, breytta stöðu í útlendingamálum og orkumálum, vindorku, orkutilraunir á Spáni, stöðu vinstrisins, Sjálfstæðisflokkinn og margt fleira.- Afhverju vill enginn hlusta lengur á Landvernd?- Hversu lengi þolir Flokkur fólksins að fá ekkert í gegn?- Er Kristrún Frostadóttir besti leiðtogi Íslandssögunnar?Þessum spurningum er svarað hér.Til að fá þessa þætti án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á:www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á: Rkn. 0370-26-440408 Kt. 4404230270 Samstarfsaðilar: Poulsen Happy Hydrate Bæjarins Beztu Pylsur Alvörubón Fiskhúsið
Þórarinn ræðir við Jasmínu Crnac sem hefur bæði reynslu af því að vera flóttamaður og starfa með flóttafólki hér á landi. Fjallað er um hinar ýmsu áskoranir sem mæta löndum sem taka á móti flóttafólki og hvaða áhrif almenningsumræður hafa á málaflokkinn. Rætt er um menningu, stjórnmálin, lýðræði, MENAPT löndin, hvort að endurkomubann eigi að vera á afbrotamenn, öfgaöfl á Íslandi, ofþjónustu og fyrirmyndir á Alþingi.- Eru öfgastjórnmálaöfl á Íslandi?- Á að leyfa lýðræðinu að stýra hælisleitendamálunum?- Hvað erum við að gera öðruvísi heldur en á NorðurlöndunumTil að fá þessa þætti án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á:www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á: Rkn. 0370-26-440408 Kt. 4404230270 Samstarfsaðilar: Poulsen Happy Hydrate Bæjarins Beztu Pylsur Alvörubón Fiskhúsið
Þórarinn ræðir við Jóhönnu Jakobsdóttur, skjalaþýðanda, um tungumálið, rétttrúnaðinn, stjórnmálin, triggerwarning, transmál og áhrif skoðunarkúgunar. Rætt er sérstaklega um stjórnlyndi latra einstaklinga sem að vilja ekki verja eigin skoðanir.Uppeldismál koma einnig upp og rætt hvaða áhrif það hefur ef börn öðlast ekki skráp áður en komið er á fullorðinsár og hvernig þau verða ósjálfbjarga.Trigger-warning er rifjað upp í samhengi við einkennileg stjórnmál undanfarinna ára og afhverju þingið varð woke.- Afhverju er enginn woke á þingi lengur?- Skapar trigger-warning ofurviðkvæma einstaklinga?- Hver má segja þér hvað þú mátt segja og ekki segja?Þessum spurningum er svarað hér.Til að fá þessa þætti án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á:www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á: Rkn. 0370-26-440408 Kt. 4404230270 Samstarfsaðilar: Poulsen Happy Hydrate Bæjarins Beztu Pylsur Alvörubón Fiskhúsið
Þórarinn ræðir við Daníel Jakobsson, forstjóra Arctic Fish, á Ísafirði um fiskeldi, samfélagslega ábyrgð, Þingeyri, veiðigjöldin, stjórnmálin og margt annað. Rætt er sérstaklega um áhrif veiðigjaldsins á Ísafjörð, ákvörðun Arctic Fish að leggja niður fóðurstöðina á Þingeyri, áhrif fiskelda á nærumhverfi og sjávarbotn fjarðanna þar sem þau eru starfrækt, dýraníð og áhrif á laxveiðiár. Einnig er rætt um áhrif skattahækkunar ríkisstjórnarinnar á skemmtiferðaskip á brothættar byggðir á Vestfjörðum.- Eru fiskeldi dýraníð sem eyðileggja firðina og eyðileggja laxastofna?- Hvaða áhrif munu veiðigjöldin hafa á stöðu landsbyggðarþingmanna?- Eiga nærliggjandi svæði að hafa lýðræðislegt umboð til að leggja niður fiskeldi?Þessum spurningum er svarað hér.Til að fá þessa þætti án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á:www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á: Rkn. 0370-26-440408 Kt. 4404230270 Samstarfsaðilar: Poulsen Happy Hydrate Bæjarins Beztu Pylsur Alvörubón Fiskhúsið
Páll Heiðar er fasteignasali og eigandi stofunnar pallpalsson.is. Í þessum þætti er rætt um fasteignamál og rýnt í virðiskeðju húsnæðisuppbyggingar. Fjallað er um lóðaskort, stjórnmálin, stöðu verktaka, afhverju fólk kýs að nýta þjónustu fasteignasala, hver er munurinn á að selja nýbyggingu og annað húsnæði og hvaða áhrif kulnun á markaði muni koma til með að hafa til lengri tíma og verðbil nýrra bygginga og annars húsnæðis. - Afhverju eru nýbyggingar ekki að seljast? - Hvaða áhrif hefur lóðaskortur sveitarfélaga? - Mun húsnæðisverð hækka á næstu árum? Þessum spurningum er svarað hér.Til að fá þessa þætti án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á:www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á: Rkn. 0370-26-440408 Kt. 4404230270 Samstarfsaðilar: Poulsen Happy Hydrate Bæjarins Beztu Pylsur Alvörubón Fiskhúsið
Þórarinn ræðir við Björn Jón Bragason og Agnar Tómas Möller um tengsl þekkingar, efnahagslegs frelsis og pólitísks frelsis. Sérstök áhersla er lögð á menningu og menntakerfið sem undirstöður framfara í nútímasamfélagi. Þremenningarnir vara við að óveðurský séu farin að hrannast upp og að verði ekki gripið í taumana muni þróunin leiða til minni velsældar fyrir komandi kynslóðir.Hugleiðingarnar eru settar í sögulegt samhengi með hliðsjón af Vestur-Evrópu, Bandaríkjunum og Kína. Fjallað er um breytingar á arfleifð ólíkra pólitískra leiðtoga og þá óvissu sem ríkir þegar reynt er að spá um þróun mála í síbreytilegum heimi.- Hvaða áhrif hefur agaleysi innan skólakerfisins?- Hver eru tengsl hugmyndafræði og efnahags?- Mun Íslandi takast að útrýma delluhugmyndum innan skólakerfisins?- Hver er ábyrgð einstaklingsins á eigin vörnum?Þessum spurningum er svarað hér.Til að fá þessa þætti án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á:www.pardus.is/einpaelingeðaLeggja málstaðnum lið með því að greiða inn á:Rkn. 0370-26-440408 Kt. 4404230270 Samstarfsaðilar: PoulsenHappy HydrateBæjarins Beztu PylsurAlvörubónFiskhúsið
Þórarinn ræðir við Ævar Svein Sveinsson, húsasmiðameistara og verktaka um húsnæðisuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. Fjallað er sérstaklega um þau atriði sem að viðhalda skorti á húsnæði og hvað veldur því að ákveðnar íbúðir seljast ekki. Ævar Sveinn telur að afköst þeirra sem starfa við húsnæðisuppbyggingu sé ekki nálægt því sem hún gæti verið. Ástæðan sé einföld; ákvarðanir stjórnvalda. Þétting byggðar, hagsmunaárekstrar er varðar úthlutun lóða, félagsleg úrræði og annað veldur því að verktakar veigra sér við að fara í verkefni. Sífelld bjögun og ófyrirsjáanleikinn veldur flöskuhálsi sem mun valda enn meiri húsnæðisskorti til lengri tíma. Þetta veldur því að lokum að verðbólga helst áfram hærri hér en annarstaðar.- Er eitthvað til sem heitir óhagnaðardrifið húsnæði?- Afhverju telur Ævar vinstristjórnina í Reykjavík viðhalda Verðbólgu?- Hvernig lýsir lóðaúthlutun Reykjavíkurborgar sér, skref fyrir skref?- Hvaða áhrif hefur kulnun á opinberum markaði?Þessum spurningum er svarað hér.Til að fá þessa þætti án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á: www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á:Rkn. 0370-26-440408 Kt. 4404230270Samstarfsaðilar: PoulsenHappy HydrateBæjarins Beztu PylsurAlvörubónFiskhúsið.is
Þórarinn ræðir við Gunnar Smára Egilsson um stöðu sósíalisma á Íslandi í samhengi við yfirtöku nokkurra aðila á Sósíalistaflokknum nýverið.Rætt er um hugmyndafræðina, pólitíkina, hvort að Gunnar sér sár yfir því að hafa verið bolað út, hvort að byltingin éti alltaf börnin sín, staða Samfylkingarinnar, stöðu vinstrisins, peninga Sósíalistaflokksins og hvort að Gunnar Smári sé hættur í stjórnmálum. - Étur byltingin alltaf börnin sín? - Hver á peninga Sósíalistaflokksins? - Tekst þeim sem drápu kónginn að leiða áfram baráttuna? - Afhverju kallar Gunnar Smári andstæðinga sína innan Sósíalistaflokksins hýenuhvolpa? - Mun Samstöðin lifa? - Er Gunnar Smári hættur í stjórnmálum? Þessum spurningum er svarað hér. Til að fá þessa þætti án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á: www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á:Rkn. 0370-26-440408 Kt. 4404230270Samstarfsaðilar: PoulsenHappy HydrateBæjarins Beztu PylsurAlvörubón
Þórarinn ræðir við Frosta Logason, fjölmiðlamann með meiru sem stýrir þáttum ða Brotkast.is. Fjallað er um hvernig rétttrúnaðurinn náði tökum á akademíu í Vestrænum háskólum og leikhúsinu, uppruna woke-sins í samhengi við Frankfurtar Háskólann, Ísrael, Íran og Írak, #MeToo, innflytjendamál og Vestræn gildi.- Afhverju kemur straumur fólks til Evrópu sem hatar Evrópsk gildi?- Hver er afrakstur #MeToo?- Afhverju styður fólk Íran?Þessum spurningum er svarað hér.Til að fá þessa þætti án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á: www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á: Rkn. 0370-26-440408Kt. 4404230270Samstarfsaðilar: PoulsenHappy HydrateBæjarins Beztu PylsurAlvörubón
Þórarinn ræðir við Sigríði Á Andersen, þingmann Miðflokksins um stjórnmálin á Íslandi, veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar og bókun 35. Rætt er sérstaklega um áhrif veiðigjaldafrumvarpsins á byggðir út á landi og hvort að það muni koma til með að skila árangri þegar allt kemur til alls. Einnig er rætt um réttaráhrif Bókunar 35 á dómskerfið á Íslandi, hvort að aðrar reglur þurfi að lúta í lægra haldi og fleira.- Fengjum við legusár við borðið hjá ESB? - Afhverju vill ríkisstjórnin innleiða veiðigjaldafrumvarp sitt jafn hratt og raun ber vitni? - Myndi bókun 35 hafa áhrif á fullveldi Íslands? Þessum spurningum er svarað hér.Til að fá þessa þætti án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á:www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á:Rkn. 0370-26-440408Kt. 4404230270Samstarfsaðilar: PoulsenHappy HydrateBæjarins Beztu PylsurAlvörubón
Þórarinn og Teitur Atlason ræða hreinskilningslega um hælisleitendamál á Ísland og í Evrópu. Fjallað er um flóttafólk í samhengi við velferðarkerfið og vakiðathygli á ýmsum málum er varðar sumarfrí flóttafólks til heimalands sem það er að flýja, atvinnuþátttöku í Evrópulöndum, öfgahreyfingar og vinstrið, hópinn Ísland þvert á flokka og margt fleira. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur hefur þurft að þola mikla gagnrýni fyrir sína útlendingastefnu en Þórarinn og Teitur halda báðir fram að hún hafi margt til síns máls. - Afhverju sækir fólk á flótta í sumarfrí til heimalandsins? - Gæti rasistastimpill vinstrmanna tortímt Samfylkingunni? - Ætti að loka landamærunum? - Hefur Mette Frederiksen rétt fyrir sér? Þessum spurningum er svarað hér. Til að fá þessa þætti án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á: www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á: Rkn. 0370-26-440408Kt. 4404230270 Samstarfsaðilar:Poulsen Happy Hydrate Bæjarins Beztu Pylsur Alvörubón
Diljá Mist Einarsdóttir er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Í þessum þætti er rætt um ýmsa hluti. Meðal annars Facebook, stjórnmál á Íslandi, stöðu kvenna í Mið-Austurlöndum, tvískinnung femínista og margt fleira.- Eigum við að koma til móts við ómenningu?- Afhverju eru femínistar tilbúnar að styðja íhaldssöm gildi er varðar klæðaburð kvenna?- Er ný ríkisstjórn að gera allt sem síðasta ríkisstjórn gat ekki gert?Þessum spurningum er svarað hér.Til að fá þessa þætti án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á: www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á: Rkn. 0370-26-440408 Kt. 4404230270Samstarfsaðilar:PoulsenHappy Hydrate Bæjarins Beztu Pylsur Alvörubón
Þórarinn ræðir við Gunnar Úlfarsson, hagfræðing hjá Viðskiptaráði um svarta sauði á opinberum vinnumarkaði og húsnæðismál. Fjallað erum áhrif þess á vinnustaðamenningu að yfirmenn hafi fá sem engin bjargráð til þess að losa sig við lélega starfsmenn. Rætt er um afleiddar afleiðingar á vinnuþrek annarra starfsmanna og hvernig til langs tíma þetta fyrirkomulag mun koma til með að rýra þjónustu hjá hinu opinbera. Í síðari hluta hlaðvarpsins er rætt um húsnæðismarkaðinn með tilliti til þess hversu mikið af framboði húsnæðis fer utan almenns markaðs. Þetta hefur áhrif á fasteignaverð og framboðskosti þar sem bjögun hins opinbera minnkar fyrirsjáanleika sem hefur áhrif á vilja verktaka til þess að ráðast í verkefni. - Afhverju eru svartir sauðir ekki reknir hjá hinu opinbera? - Minnkar Reykjavíkurborg húsnæðisframboð með niðurgreiddu húsnæði?- Hvaða áhrif hefur bjögun á húsnæðismarkaði á fjölskyldumynstur? Þessum spurningum er svarað hér. Til að fá þessa þætti án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á: www.pardus.is/einpaelingeða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á: Rkn. 0370-26-440408Kt. 4404230270 Samstarfsaðilar:Poulsen Happy Hydrate Bæjarins Beztu Pylsur Alvörubón
Þórarinn ræðir við Hermann Nökkva Gunnarsson, blaðamann á Morgunblaðinu, um stjórnmálin á Íslandi, hægrisveifluna, Trump, leikskólamál, og margt fleira. Sérstök áhersla er lögð á Suðurnesin en Þórarinn og Hermann telja báðir að Reykjanesskaginn í heild sinni fái minni athygli en hann á skilið í opinberri umræðu. Rætt er um jarðshræringar og Grindavík, hælisleitendamálin á Ásbrú, álit embættismanna í Reykjavík og margt fleira. - Afhverju ákváðu embættismenn í Reykjavík að lítið hverfi á Ásbrú gæti tekið við 1400 hælisleitendum? - Standa Keflvíkingar verst er varðar aðgengi að leikskóla fyrir börn? - Hverjar eru fyrirætlanir Donald Trump í Bandaríkjunum? Þessum spurningum er svarað hér. Til að fá þessa þætti án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á: www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á: Rkn. 0370-26-440408 Kt. 4404230270 Samstarfsaðilar: Poulsen Happy Hydrate Bæjarins Beztu Pylsur Alvörubón
Þórarinn ræðir við Líf Magneudóttur, eina borgarfulltrúa Vinstri grænna í Reykjavík, um stjórnmálin. Rætt er um framtíð Vinstri grænna, borgarmeirihlutann, pólitíkina, hægribylgjuna, útlendingamál, húsnæðismál, leikskólamálin og borgarlínuna. - Afhverju telur Líf no borders hugmyndafræðina vera ómögulega?- Hver er framtíð Vinstri grænna?- Hvenær verður borgarlínan kláruð?Þessum spurningum er svarað hér.Til að fá þessa þætti án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á:www.pardus.is/einpaelingeðaLeggja málstaðnum lið með því að greiða inn á:Rkn. 0370-26-440408 Kt. 4404230270 Samstarfsaðilar:Poulsen Happy Hydrate Bæjarins Beztu PylsurAlvörubón
Þórarinn ræðir við Brynjar Karl enn á ný þar sem að þessu sinni er rætt sérstaklega um aðkomu borgarinnar og samskipti hennar við Aþenu, körfuknattleikliðs sem hefur verið undir stjórns Brynjars frá upphafi. Fjallað er sérstaklega um málefni Breiðholtsins sem hafa verið mikið í deiglunni undanfarin misseri. Farið er yfir þær félagslegu áskoranir sem hafa farið síversnandi, menningarlegar áskoranir, aukna glæpahneigð og fleira, sem Brynjar segir að hægt sé að bæta með auknu íþróttastarfi. Þrátt fyrir þá sýn virðist Reykjavíkurborg ekki deila þeirri hugsjón og ætlar Reykjavíkurborg að hætta stuðningi við Aþenu, sem Brynjar segir að muni leiða til þess að íþróttafélagið verði lagt niður. - Hvað þýðir það fyrir Breiðholtið að Aþena verði lögð niður? - Afhverju virðist Reykjavíkurborg ekki hafa áhuga á því að takast á við félagsleg vandamál í Breiðholti? - Hvernig betiri Þorsteinn V. eigin hlaðvörpum í kennslu í kynjafræði?Þessum spurningum svarar Brynjar hér. Til að styðja við þetta framtak má fara inn á:www.pardus.is/einpaelingeðaLeggja málstaðnum lið með því að greiða inn á: Rkn. 0370-26-440408 Kt. 4404230270 Samstarfsaðilar:PoulsenHappy HydrateBæjarins BeztuPylsurAlvörubón
Þórarinn ræðir enn á ný við Heiðar Guðjónsson sem er hlustendum þáttarins vel kunnugur. Í þættinum er rætt um fjölbreytt og djúpstæð málefni sem varða íslenskt samfélag og þróun þess til framtíðar.Fjallað er um hægri bylgju meðal ungs fólks og hvernig Ísland gæti litið út eftir hálfa öld, um átakamál á borð við Queers for Palestine og tengsl gyðinga við fjármálakerfið, auk þess sem saga mótmælendatrúar og íslam kemur við sögu.Þátturinn dregur fram þversagnir fjölmenningarstefnunnar og rýnir í áhrif hennar í sögulegu og menningarlegu samhengi, meðal annars í tengslum við útbreiðslu fjölmenningar síðastliðna áratugi í Evrópu og hvernig hægrimenn leita sér menningarlegs skjóls í viðskiptalífinu, sem er skammgóður vermir.Í þættinum er einnig fjallað um gagnrýni á woke-hreyfinguna, hæfileika, raunsæi og jákvæða mismunun og skólastofuna. Heiðar lýsir afstöðu sinni til verkefnis PCC á Bakka, þátttöku lífeyrissjóða í niðurgreiðslu húsnæði, möguleika breytingu um mynt á Íslandi. - Er fjölmenningarstefna þvæla? - Hver eru afleidd áhrif woke-sins á vinstrimenn? - Hvernig verður Ísland eftir 50 ár? Þessum spurningum er svarað hér. Til að styðja við þetta framtak má fara inn á: www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á: Rkn. 0370-26-440408 Kt. 4404230270 Samstarfsaðilar: Poulsen Happy Hydrate Bæjarins Beztu Pylsur Alvörubón
Lil Binni, eða Brynjar Barkarson, er tónlistarmaður sem er frægastur fyrir aðkomu sína í hinni sívinsælu hljómsveit ClubDub. Brynjar hefur miklar áhyggjur af því hvert samfélagið virðist stefna og fyrir skömmu tjáði hann sig um fjölmenningarstefnu Vesturlanda og lét orð falla um múslima sem eru ekki til eftirbreytni. Í þessum þætti er rætt um þessi ummæli og sýn Brynjars á heiminum.Hann er spurður hvort að hann sjái eftir ummælunum, djúpríkið, bólusetningar, Kristna trú, menningartengsl og félagsauð, Íslam, hvort leyfa eigi Moskur á Íslandi og hvort að menningarelítan á Íslandi séu föðurlandssvikarar. - Sér Brynjar eftir ummælum sínum um múslima? - Er hluti listaelítunnar föðurlandssvikarar? - Hver eru hlutverk karla og kvenna að mati Brynjars? Þessum spurningum er svarað hér.Lag: ClubDub - Deyja fyrir stelpurnar mínar Notað með leyfi höfundar.Til að styðja við þetta framtak má fara inn á:www.pardus.is/einpaelingeðaLeggja málstaðnum lið með því að greiða inn á: Rkn. 0370-26-440408 Kt. 4404230270 Samstarfsaðilar:PoulsenHappy HydrateBæjarins Beztu PylsurLjárdalur.isAlvörubón
Þórarinn talar við Friðrik Einarsson en hann hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum undir nafninu Taxý hönter þar sem hann birtir myndbönd af breyttu ástandi á leigubílamarkaði. Hann telur ástandið vera óviðnunandi og er það vegna erlendra aðila sem hafa komið inn á markaðinn sem eru ekki tilbúnir að lúta sömu reglum og viðmiðum sem tíðkast hafa á leigubílamarkaði hérlendis.Friðrik segir þetta vera sérstaklega slæmt hjá ákveðnum hópum og tengir hann það við stórmoskuna í Skógarhlíð sem hann segir stjórnendur standa í útgerð á leigubílamarkaði og að þeir séu upp til hópa að eyðileggja stéttina innan frá.Þá er einnig rætt um þau kynferðisafbrotarmál sem komið hafa upp undanfarin misseri og þá hræðslu sem konur virðast hafa gagnvart því að tilkynna hverskyns afbrot. Komið hafa upp mál sem hafa að gera með ferðir frá Leifstöð sem Friðrik segir að tengist þessu beint. Þá hafi jafnvel komið upp mál þar sem leigubílstjórar hóta að koma heim til fólks og að "eiginkonur starfsmanna læsi hurðum og gluggum extra vel".Einnig er rætt um hræðslu lögreglumanna á Keflavíkurflugvelli en Friðrik segir lögregluna veigra sér við að skerast í leikinn vegna hræðslu um ásakanir um rasisma. - Er hræðsla við að tilkynna afbrot leigubílstjóra vegna vitneskju þeirra um heimilisfang viðkomandi? - Afhverju er lögreglan hrædd við að ná tökum á ástandinu á Keflavíkurflugvelli? - Hvernig tengist stórmoskan í Skógarhlíð ástandinu? Þessum spurningum er svarað hér. Til að styðja við þetta framtak má fara inn á: www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á: Rkn. 0370-26-440408 Kt. 4404230270 Samstarfsaðilar: PoulsenHappy HydrateBæjarins Beztu PylsurLjárdalur.isAlvörubón
Þórarinn ræðir við tvíeykið Brynjar Níelsson og Jón Gunnarsson. Farið er um víðan völl og rætt um stjórnmálin heima fyrir, ESB, veiðigjöldin, Dag B. Eggertsson, þéttingarstefnu Reykjavíkurborgar, Grafarvoginn, Útlendingamál, félagslegt húsnæði, rétttrúnaðinn, Gretu Thunberg, borgarlínuna og Úlfar Lúðvíksson. - Var það rétt hjá Þorbjörgu Sigríði að reka Úlfar Lúðvíksson úr embætti? - Er woke-ið bara nýji fasisminn? - Er staðan í útlendingamálum komin í lag? Þessum spurningum er svarað hér.Til að styðja við þetta framtak má fara inn á:www.pardus.is/einpaelingeðaLeggja málstaðnum lið með því að greiða inn á: Rkn. 0370-26-440408 Kt. 4404230270 Samstarfsaðilar: PoulsenHappy HydrateBæjarins Beztu PylsurLjárdalur.isAlvörubón
Þórarinn ræðir við Árna Helgason, lögmann og varaþingmann Sjálfstæðisflokksins, um stjórnmál, hugmyndafræði, mannréttindabylgjur og margt fleira. Farið er yfir mismunandi hugðarefni er varðar veiðigjöldin, ríkisstjórnarsamband Viðreisnar, Samfylkingar og Flokks fólksins, rétttrúnaðinn og hvernig samfélagið missti hausinn og útlendingamál. - Afhverju hefur útlendingaumræður breyst undanfarin ár? - Misstum við hausinn þegar við hlustuðum á Gretu Thunberg? - Eru veiðigjöldin sanngjörn? Þessum spurningum er svarað hér. Til að styðja við þetta framtak má fara inn á: www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á: Rkn. 0370-26-440408 Kt. 4404230270 Samstarfsaðilar: Poulsen Happy Hydrate Bæjarins Beztu Pylsur Ljárdalur.is Alvörubón
Þórarinn ræðir við Sigurð Stefánsson, framkvæmdarstjóra og stofnanda Aflvaka, þróunarfélags sem starfar í Kópavogi að yfir 5000 íbúðum. Í þættinum er rætt um stöðuna á húsnæðismarkaðnum, hvað sé að, skilyrði til uppbyggingar, stjórnmálin og fleira. Sigurður telur gagnadrifna nálgun vera lykil þess að tryggja fólki séreign en það skorti sárlega hjá stjórnvöldum sem stefni samfélaginu í óefni.- Munu núverandi stjórnvöld slá Íslandsmet í fjölda þeirra sem eignast ekki þak yfir höfuðið? - Afhverju vill Reykjavíkurborg ekki leysa vandann? - Hver eru lýðheilsuvandamálin sem fylgja núverandi ástandi á húsnæðismarkaðnum? Þessum spurningum er svarað hér. Til að styðja við þetta framtak má fara inn á: www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á: Rkn. 0370-26-440408 Kt. 4404230270 Samstarfsaðilar: Poulsen Happy Hydrate Bæjarins Beztu Pylsur Ljárdalur.is Alvörubón
Þórarinn ræðir við Albert Jónsson, sérfræðing í öllu er varðar utanríkismál. Að þessu sinni er rætt um þær miklu vendingar sem nú eiga sér stað í alþjóðakerfinu, hverjar þær eru, hvað þær þýða, og hvaða áhrif þær kunna að hafa á Vesturlönd. Þar að auki er rætt um loftslagsmál í víðum skilningi og stöðu Íslands sérstaklega í þeim efnum.- Er þriðja heimsstyrjöldin hafin? - Afhverju ætti Ísland að taka þátt í loftslagsaðgerðum? - Hvaða þýðingu myndi stríð Indlands og Pakistan hafa á heimsvísu? Þessum spurningum er svarað hér. Til að styðja við þetta framtak má fara inn á:www.pardus.is/einpaelingeða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á: Rkn. 0370-26-440408 Kt. 4404230270 Samstarfsaðilar: Poulsen Happy Hydrate Bæjarins Beztu Pylsur Ljárdalur.is Alvörubón
Þórarinn ræðir við leikmenn kvennaliðs körfuknattleiksdeildar Aþenu, sem hafa æft og keppt undir stjórn Brynjars Karls Sigurðssonar. Þetta eru þær Eybjört Ísól Torfadóttir, Gréta Björg Melsted, og Tanja Brynjarsdóttir, dóttir Brynjars Karls. Starfsemi félagsins hefur vakið talsverða athygli undanfarið, einkum vegna umræðu um þjálfunaraðferðir Brynjars, sem ýmsir innan íþróttahreyfingarinnar hafa gagnrýnt sem ómannúðlegar og ósamrýmanlegar þeim viðmiðum og siðferðislegu ramma sem gilda um íþróttaiðkun á Íslandi.Brynjar er nú í framboði til embættis forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ), og hafa aðferðir hans og stefna sem þjálfari orðið tilefni til umræðu og ágreinings. Í þessum þætti er sjónum beint að sjónarhorni leikmannanna sjálfra – hvernig þær upplifa þjálfun Brynjars, mat þeirra á honum sem þjálfara og viðhorf þeirra til þeirrar gagnrýni sem íþróttafélagið Aþena hefur sætt.- Eru stelpurnar í Aþenu fórnarlömb?- Hvaða áhrif hefur þjálfun Brynjars Karls á lífshlaup stelpnanna?- Hvernig hefur aðkoma íþróttahreyfingarinnar og Reykjavíkurborgar verið í garð stelpnanna í Aþenu?Þessum spurningum er svarað hér.Til þess að nálgast miða á kvöldstundina með Gad Saad má fylgja þessum hlekk: https://www.harpa.is/vidburdir/19369Til að styðja við þetta framtak má fara inn á: www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á: Rkn. 0370-26-440408 Kt. 4404230270 Samstarfsaðilar: Poulsen Happy Hydrate Bæjarins Beztu Pylsur Ljárdalur.is Alvörubón
Þórarinn ræðir við Gunnlaug Jónsson, frumkvöðul og forstjóra Fjártækniklasans. Í þessum þætti er fjallað um stöðu samfélagsins út frá hugmyndafræðilegum forsendum. Lögð er sérstök áhersla á þá hvata og hagkerfi sem liggja að baki fórnarlambsvæðingar. Það fyrirbæri er Gunnlaugi ofarlega í huga en til þess að takast á við þann vanda hér á landi hefur hann fengið Gad Saad til þess að koma til Íslands til að halda fyrirlestur.Gad Saad er kanadískur prófessor sem er upphaflega frá Líbanon. Hann fjallar um hegðunar- og kaupmynstur fólks út frá þróunarkenningum og skýrir þannig ákvarðanir fólks. Líkt og Gunnlaugi er honum fórnarlambsmenning Vesturlanda ofarlega í huga. Til þess að nálgast miða á kvöldstundina með Gad Saad má fylgja þessum hlekk: https://www.harpa.is/vidburdir/19369Til að styðja við þetta framtak má fara inn á: www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á: Rkn. 0370-26-440408 Kt. 4404230270 Samstarfsaðilar: Poulsen Happy Hydrate Bæjarins Beztu Pylsur Ljárdalur.is Alvörubón
Þórarinn ræðir við Grím Grímsson, fyrrum yfirlögregluþjón og núverandi Alþingismann Viðreisnar. Í þættinum er farið yfir hin ýmsu mál og rætt um veiðigjöldin, Evrópusambandið, stjórnmálin á Íslandi, gjaldmiðilinn, útlendingamál, forvirkar rannsóknarheimildir, sænsk glæpahneigð, brottvísunarúrræði, skipulagða brotastarfsemi og hvort að þróun sem hefur raungerst í hinum Norðurlöndunum er varðar slík mál muni leita hingað. - Er óumflýjanlegt að hinn sænski raunveruleiki skipulagðrar brotastarfsemi muni leita til Íslands? - Á Ísland að ganga í Evrópusambandið? - Hver er hinn lýðræðislegi vilji í útlendingamálum? Til að styðja við þetta framtak má fara inn á: www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á:Rkn. 0370-26-440408 Kt. 4404230270 Samstarfsaðilar: Poulsen Happy Hydrate Bæjarins Beztu Pylsur Ljárdalur.is Alvörubón
Þórarinn ræði við Ivu Adrichem um hatursorðræðu, stjórnmálin, tjáningarfrelsi, hinseginsamfélagið, bakslagið, forréttindafyrringu og margt fleira.Til að styðja við þetta framtak má fara inn á: www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á: Rkn. 0370-26-440408 Kt. 4404230270 Samstarfsaðilar: Poulsen Happy Hydrate Bæjarins Beztu Pylsur Ljárdalur.is Alvörubón
Þórarinn ræðir við Heiðar Smith, formann félags fangavarða, um breytta stöðu í fangelsum á Íslandi. Rætt er um það hvaða áhrif aukinn fjöldi erlendra afbrotamanna hafi haft á fangelsin, hvort að Heiðar telji fýsilegt að erlendir aðilar afpláni sinn dóm erlendis, geðheilbrigði fanga, stjórnmálin, nýja fangelsið, hvort að Íslendingar fái öðruvísi meðferð, afbrot við landamærin, burðardýr og afhverju börn hafi sætt einangrun í íslenskum fangelsum.Til að styðja við þetta framtak má fara inn á: www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á: Rkn. 0370-26-440408 Kt. 4404230270 Samstarfsaðilar: Poulsen Happy Hydrate Bæjarins Beztu Pylsur Ljárdalur.is Alvörubón
Þórarinn ræðir við Stefán Einar Stefánsson, blaðamann og þáttarstjórnanda Spursmála hjá Morgunblaðinu. Í þættinum er rætt um stjórnmálin á Íslandi, innflytjendastefnu, menningarmál, stríðið á Gaza, Ísrael, Trump, menntamál og menntamálaráðherra.- Er öllum sama um börnin í Breiðholti?- Þarf barna- og menntamálaráðherra að víkja?- Er Viðreisn flokkur atvinnulífsins?Þessum spurningum er svarað hér.Til að styðja við þetta framtak má fara inn á: www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á: Rkn. 0370-26-440408 Kt. 4404230270 Samstarfsaðilar: Poulsen Happy Hydrate Bæjarins Beztu Pylsur Ljárdalur.is Alvörubón
Þórarinn ræðir við Erp Eyvindarsson eða Blaz Roca. Erpur hefur gert garðinn frægan ásamt hljómsveit sinni XXX Rottweiler hundar en hún hefur sett svip sinn á íslenska tónlistarmenningu í áratugi. Í þessum þætti er fjallað um stjórnmálin á Íslandi, vókið, vinstrið, kapítalismann, nýfrjálshyggju, Marxisma, alþjóðapólitík, kúgun, ágreining fjöldans og margt fleira.- Er nýfrjálshyggjan afl alls ills?- Hefði Erpur kosið Trump?- Afhverju myndu Sjálfstæðismenn krossfesta Jesú?Þessum spurningum er svarað hér.Til að styðja við þetta framtak má fara inn á: www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á: Rkn. 0370-26-440408 Kt. 4404230270 Samstarfsaðilar: Poulsen Happy Hydrate Bæjarins Beztu Pylsur Ljárdalur.is Alvörubón
Þórarinn, Jakob Birgisson og Diljá Mist Einarsdóttir fara um víðan völl og ræða stjórnmálin, bakslagið, vókið, uppeldismál, stemninguna í samfélaginu, fjármál og margt fleira.Til að styðja við þetta framtak má fara inn á:www.pardus.is/einpaelingeðaLeggja málstaðnum lið með því að greiða inn á:Rkn. 0370-26-440408 Kt. 4404230270Samstarfsaðilar:PoulsenHappy HydrateBæjarins Beztu PylsurLjárdalur.isAlvörubón
Þórarinn ræðir við Jóhannes Þór um tjáningarfrelsi, eðlilegar takmarkanir, trans börn, hormónaaðgerðir, stjórnmálin, bakslagið, hatur og margt fleira. - Eru hormónaaðgerðir framkvæmdar á börnum? - Hversu langt má tjáning ganga áður en hún telst vera ofbeldi? - Á hvaða vegferð er Miðflokkurinn? Þessum spurningum er svarað hér. Til að styðja við þetta framtak má fara inn á: www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á: Rkn. 0370-26-440408 Kt. 4404230270 Samstarfsaðilar: - Poulsen - Happy Hydrate - Bæjarins Beztu Pylsur - Ljárdalur.is - Alvörubón
Þórarinn sits down with Naomi Wolf for a frank and unflinching conversation about the pandemic and its aftermath. Currently on a global tour, Naomi is raising alarm bells about what she views as unprecedented overreach by governments and institutions during the crisis of 2020-2022. She speaks candidly about the deep concerns that arose during that period — from the erosion of civil liberties and the silencing of dissenting voices to the long-term consequences of lockdowns, mandates, and media censorship. In an era marked by uncertainty and a troubling lack of accountability, Naomi is determined to expose what she sees as the uncomfortable truths behind the official narrative.
Þórarinn ræðir við fjölhæfu listamennina Halldór Armand og Dóra DNA. Farið er um vítt svið og rætt um stjórnmálin á Íslandi, borgarmálin, hvort að woke-ið sé Kristið, stjórnlyndi og grín, símanotkun barna, frið, ófyndið fólk og margt fleira.Er Ísland opið fangelsi?Afhverju elska vinstrimenn ekki lengur frið?Afhverju vilja hægrimenn ekki gott líf?Þessum spurningum er svarað hér. Til að styrkja þetta framtak má fara inn á : www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á: Rkn. 0370-26-440408 Kt. 4404230270