Taktíkin

Follow Taktíkin
Share on
Copy link to clipboard

Í Taktíkinni fjöllum við um íþróttir á landsbyggðunum. Skúli Bragi fær til sín í settið ýmsa góða gesti úr íþróttalífinu, ýmist íþróttafólkið sjálft, þjálfarana eða spekinga með mismunandi bakgrunn. Knattspyrna, handbolti, íshokkí, körfubolti, kraftlyftingar, frjálsar, skák, ofurhlaup, júdó og margt…

Skúli Bragi Geirdal


    • Jun 29, 2021 LATEST EPISODE
    • every other week NEW EPISODES
    • 27m AVG DURATION
    • 106 EPISODES


    Search for episodes from Taktíkin with a specific topic:

    Latest episodes from Taktíkin

    #106 Íþróttir og stjórnun

    Play Episode Listen Later Jun 29, 2021 34:07


    Sveinn Margeirsson er núverandi sveitarstjóri Skútustaðahrepps. Hann var í fremstu röð frjálsíþróttamanna landsins á árum áður, meðal annars á hann íslandsmet í 3000 metra hindrunarhlaupi. En hvað er líkt með hindrunarhlaupi og stjórnsýslu? Það er víst ansi mikið!

    #105 Skólaíþróttir - Sigurlína Hrönn Einarsdóttir

    Play Episode Listen Later Jun 15, 2021 32:15


    Árangur Varmahlíðarskóla í Skólahreysti síðustu ár hefur vakið athygli. Gestur þáttarins er Sigurlína Hrönn Einarsdóttir, íþróttakennari í Varmahlíðarskóla til 17 ára.

    #104 Rafíþróttir 2

    Play Episode Listen Later Jun 3, 2021 23:03


    Hvað vilt þú vita um rafíþróttir? Hvernig er að iðka rafíþróttir? Hvernig er það fyrir foreldra að taka þátt og fylgjast með börnum sínum á veraldarvefnum í leikjasamfélaginu? Ræðum við Aron Ólafsson, framkvæmdastjóri Rafíþróttasamtaka Íslands, Viðar Valdimarsson foreldri rafíþróttamanns

    #103 Rafíþróttir og ÍSÍ

    Play Episode Listen Later May 10, 2021 28:06


    Eiga rafíþróttir að vera innan íþróttahreyfingarinnar? Mjög skiptar skoðanir eru það hvort rafíþróttir teljist til íþrótta. Margir vita einnig afskaplega lítið um það hvað rafíþróttir eru og telja það bara snúast um að spila tölvuleiki og ekki vitund meira en það. Aron Ólafsson, framkvæmdastjóri Rafíþróttasamtaka Íslands og Viðar Sigurjónsson, skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri ræða málin í þessum þætti. Umsjón: Rakel Hinriksdóttir

    #102 Andleg uppbygging

    Play Episode Listen Later May 4, 2021 28:35


    Hvað skiptir hreyfing og heilsa miklu máli fyrir andlegu hliðina? Rakel spjallar um andlega uppbyggingu við Kristján Gunnar Óskarsson sálfræðing og Guðrúnu Arngrímsdóttur og Hrafnhildi Reykjalín Vigfúsdóttur hjá Sjálfsrækt á Akureyri.

    #101 Afreksvæðing

    Play Episode Listen Later Apr 21, 2021 56:06


    Taktíkin fer af stað aftur. Rakel Hinriks stýrir þættinum, þar sem rætt verður um íþróttir, lýðheilsu og ýmislegt annað sem viðkemur líkamlegri og andlegri heilsu. Í þessum þætti verður fjallað um svokallaða afreksvæðingu. Erum við að leggja of mikið á börnin okkar í íþróttum? Eða hafa þau kannski gott af því? Hvað þarf að varast? Ræðum við sérfræðinga á sviði íþróttaþjálfunar og sálfræði.

    #100 Skapti Hallgrímsson - Íþróttafréttir og ljósmyndir

    Play Episode Listen Later Dec 22, 2020 27:45


    Taktíkin fagnar 100 þáttum! ATH í seinni hluta þáttar verður farið yfir vel valdar íþróttafréttaljósmyndir sem Skapti hefur tekið á ferlinum. Þær má sjá með að horfa á þáttinn á N4.is, Facebooksíðum - N4 Sjónvarp og Taktíkin og Youtube. Skapti Hallgrímsson, fjölmiðlamaðurinn og ljósmyndarinn margreyndi mætti í settið til Skúla Geirdal í þætti númer 100! „Þetta var nú ein af þessum tilviljunum lífsins bara. Sextán ára erum við ráðnir tveir æskufélagar til þess að skrifa um íþróttir fyrir Moggann á Akureyri sem eftir á að hyggja er frekar ótrúlegt.“ Ferill Skapta í fjölmiðlum og íþróttafréttum ásamt gullkistu af mögnuðum íþróttaljósmyndum sem hann hefur tekið í gegnum árin. „Ég ríf upp græjurnar og var sem betur fer með mjög langa og flotta linsu. Smellti af nokkrum sinnum og svo var augnablikið farið. Ódauðlegt augnablik! Þessi mynd birtist síðan stór í Mogganum daginn eftir. Mér þykir mjög vænt um hana. Alveg frábær mynd.“

    #99 Eiki Helgason - atvinnumaður í brettaíþróttum

    Play Episode Listen Later Dec 15, 2020 27:52


    Fyrsti atvinnumaður okkar Íslendinga í brettaíþróttum, Eiki Helgason, er gestur Skúla Braga að þessu sinni. Það voru fáir sem höfðu trú á því markmiði Eika að hafa atvinnu af brettaíþróttum þar sem engin fordæmi voru fyrir slíku, hann lét það þó ekki stoppa sig í að uppfylla drauminn og þar með ryðja brautina fyrir aðra. Eiki hefur nú opnað Braggaparkið sem býður uppá aðstöðu fyrir unga sem aldna til þess að stunda bretta- og hjólaíþróttir innandyra á Akureyri.

    #98 Ingibjörg Magnúsdóttir - Íþróttakennsla og jákvæð sálfræði

    Play Episode Listen Later Dec 7, 2020 27:52


    „Það þarf ekki að vera neitt að. Þú þarft ekki að vera kvíðinn eða þunglyndur heldur reynum við að byggja ofan á það sem gott er og vinna útfrá því.“ Ingibjörg Magnúsdóttir var 10 ára gömlu þegar að hana langaði til þess að verða íþróttakennari þegar að hún yrði stór. Hún stóð við þau orð og hefur í dag bætt bvið sig jákvæðri sálfræði sem hún nýtir í kennslu í Menntaskólanum á Akureyri ásamt því að kenna þar íþróttir. Ingibjörg þekkir það þá vel að kenna fólki á öllum aldri íþróttir, allt frá þeim allra yngstu í ungbarnasundi upp í þá elstu í sundleikfimi. Ingibjörg er gestur Skúla B. Geirdal að þessu sinni en hér fara þau m.a. það hvernig íþróttakennslu hefur verið háttað í Covid, ungbarnasund og sundleikfimi, mikilvægi þess að bjóða uppá fjölbreytt val þegar að kemur að íþróttum ungmenna og hvernig jákvæð sálfræði getur hjálpað bæði í íþróttum og lífinu sjálfu.

    #97 Sigurbjörn Árni Arngrímsson - Hlauparinn, íþróttafréttamaðurinn og skólameistari

    Play Episode Listen Later Dec 3, 2020 27:27


    Allir sem hafa horft á útsendingar frá Ólympíuleikum eða öðrum stórmótum vita það að Sigurbjörn Árni Arngrímsson leggur mikla vinnu og ástríðu í það sem hann tekur sér fyrir hendur! „Ætli þetta séu ekki um 30 stórmót erlendis ásamt nokkrum hérna heima sem ég hef lýst af frjálsum, fyrir utan öll gullmótin sem voru sjö á sumri og demantamótin sem eru enn fleiri.“ Íþróttamaðurinn, íþróttafréttamaðurinn og skólameistari Framhaldsskólans á Laugum í Reykjadal, Sigurbjörn Árni Arngrímsson er gestur Skúla Geirdal að þessu sinni. Sigurbjörn sem er með meistaraprófi í þjálfunarlífeðlisfræði varð 42 sinnum Íslandsmeistara í karlaflokki í greinum frá 4×400 metra boðhlaupi upp í hálft maraþon. Það er því óhætt að segja að Sigurbjörn sé einn fjölhæfasta hlaupari sem við Íslendingar höfum átt!

    #96 Hólmfríður Jóhannsdóttir - Íþróttakennari

    Play Episode Listen Later Dec 3, 2020 27:11


    „Að þú kveikir þennan vilja í einstaklingnum að vilja að hlúa að sjálfum sér.“ Hólmfríður Jóhannsdóttir íþróttakennari er gestur Skúla B. Geirdal í kvöld, en „Hóffa“ eins og hún er gjarnan kölluð byggir á margra ára reynslu af fimleikum, líkamsrækt, dansi, íþróttakennslu og þjálfun.

    #95 Anna Soffía Víkingdsdóttir - Júdókona og félagsfræðingur

    Play Episode Listen Later Nov 17, 2020 28:04


    Anna Soffía Víkingsdóttir, sigursælasta júdókona íslands er gestur Skúla B. Geirdal að þessu sinni. Hér ræða þau upplifun kvenna af afreksíþróttaumhverfi og mikilvægi íþrótta bæði andlega og líkamlega fyrir lífið sjálft. „Ég man alltaf eftir þessu mómenti þegar að ég ákvað að taka náminu alvarlega. Þá var ég ný búin að slíta öxlina á mér og læknirinn sagði að ég þyrfti að hætta að æfa júdó. Ég var þarna 25 ára og upplifði að ég ætti fullt eftir. Mitt einkenni var íþróttin mín sem var búin að gleypa mig það mikið að mér fannst eins og ég gæti ekki gert neitt annað. Þrátt fyrir að ég hafi ekki hætt þá kom þarna þetta móment þar sem ég fór að hugsa um hvað myndi gerast ef ég þyrfti að hætta. Ferillinn endar á einhverjum tímapunkti og þá verður maður að finna sér eitthvað annað.“

    #94 Elín Rós Jónasdóttir - sjúkraþjálfari sem greindist með sjálfsofnæmi

    Play Episode Listen Later Nov 10, 2020 27:12


    „Ég myndi ekki æfa ef ég myndi sleppa því að æfa þegar að ég væri verkjuð“ Elín Rós Jónsdóttir sjúkraþjálfari greindist með sjálfsofnæmissjúkdóminn rauða úlfa aðeins 13 ára gömul. Hér segir hún okkur sína sögu og hvernig hreyfing og heilbrigður lífsstíll hefur hjálpað henni í baráttunni við sjúkdóminn. Íþróttir eru meira en kappleikir og úrslit. Hreyfing, þjálfun og heilbrigður lífsstíll skipta miklu máli fyrir lífsgæði okkar allra. „Ég vil frekar vera í heilbrigðu sambandi við mat heldur en að taka út allar matvörur sem hafa bólgumyndandi áhrif á mig, það finnst mér vera hluti af lífsstílnum.“

    #93 Gunnar Örn Arnórsson - Andlega hliðin í bardagaíþróttum

    Play Episode Listen Later Nov 10, 2020 27:24


    „Fyrsta sem við lærum í júdó er að detta, sem er bara eins og í lífinu.“ Gunnar Örn Arnórsson yfirþjálfari júdódeildar KA er gestur Skúla Geirdal að þessu sinni. Íþróttir eru meira en kappleikir og úrslit. Hreyfing, þjálfun og heilbrigður lífsstíll skipta miklu máli fyrir lífsgæði okkar allra. Áherslan í þessum þætti verður því ekki á tæknileg atriði í júdó heldur þá þætti í þjálfun sem geta gagnast okkur þvert á þær íþróttir sem við stundum. Við getum nefnilega öll lært eitthvað með því að hlusta á hvort annað. „Agi er ekki tilfinningaleysi. Aginn er til staðar til þess að hjálpa okkur að takast á við tilfinningar.“ Í júdó er mikil áhersla lögð á þjálfun andlegra þátta. Glíman við andstæðingin byrjar með því að líta innávið. Til þess að sigra þarf líka að kunna að tapa og það á ekki bara við inná leikvangi íþrótta. Á hverjum degi dynja á okkur áreiti úr öllum áttum sem við þurfum að takast á við og þá getur verið gott að leita í þau tæki og tól sem kennd eru í íþróttum.

    #92 Unnar Viljálmsson - Íþróttakennari og frjálsíþróttaþjálfari

    Play Episode Listen Later Oct 29, 2020 26:04


    Hinn margreyndi íþróttakennari og frjálsíþróttaþjálfari Unnar Vilhjálmsson sest hér niður með Skúla Geirdal til þess að ræða málin -> Staðan á frjálsíþróttaþjálfun á Íslandi nú og breytingar síðustu ár. -> Ávinningur af samvinnu milli mismunandi íþróttagreina -> Breyttir tímar í þjálfun barna og unglinga í íþróttum -> Mikilvægi þess að tileinka sér heilbrigðan lífsstíl fyrir lífið sjálft -> Félagslegi þátturinn í þjálfun -> að ná til fjöldans hvort sem markmiðin eru afreks miðuð eða ekki. Það eigi allir skilið athygli þjálfarans.

    #91 Soffía Einarsdóttir - Sjúkraþjálfari

    Play Episode Listen Later Oct 26, 2020 28:06


    Soffía Einarsdóttir er sjúkraþjálfari sem hefur sérhæft sig í meðhöndlun á mjaðmagrind og grindarbotnsvandamálum. Hún notar sónar í sínu starfi og horfir heildrænt á líkamann sem bæði hreyfi og lífkeðju. Öndun, líkamsstaða og þarmaflóra eru allt mikilvægir þættir þegar kemur að heilsu. Hún sest hér niður með Skúla Geirdal til þess að ræða grindarbotnsheilsu og þjálfun karla og kvenna. Ásamt því verður umræðunni beint að heilsu kvenna og þjálfun sem tekur tillit til þarfa kvenlíkama.

    #90 Bryndís Rut Haraldsdóttir - Fyrirliði meistaraflokks kvenna í knattspyrnu hjá Tindastóli

    Play Episode Listen Later Oct 26, 2020 27:19


    Knattspyrnulið Tindastóls í fyrsta skipti í úrvalsdeild 2021 Kvennalið Tindastóls í knattspyrnu hefur tryggt sér efsta sæti Lengjudeildarinnar í ár, og þar með langþráð sæti meðal þeirra bestu í úrvalsdeild á næsta tímabili. Það verður í fyrsta skipti í sögu félagsins sem meistaraflokkur Tindastóls spilar í efstu deild, bæði karla og kvenna. Innilega til hamingju með árangurinn! Bryndís Rur Haraldsdóttir fyrirliði meistaraflokks kvenna í knattspyrnu hjá Tindastóli var gestur Skúla B. Geirdal í gærkvöldi. Þar fóru þau yfir tímabilið, markmiðin, liðsheildina og samfélagið á Króknum. Ásamt því ræddu þau ferilinn hennar Bryndísar, áhugann á íþróttinni og andlegu hliðina. Íþróttir eru nefnilega meira en bara úrslit og mörk!

    #89 Sonja Sif Jóhannsdóttir - Íþróttafræðingur, kennari og hlaupari

    Play Episode Listen Later Oct 26, 2020 26:36


    Sonja Sif íþróttafræðingur, kennari og hlaupari er gestur Skúla B. Geirdal. Íþróttir eru meira en kappleikir og úrslit. Íþróttir og hreyfing skipta okkur öll máli frá fæðingu og í gegnum allt lífið. Íþróttir fyrir ungabörn - Lýðheilsa unglinga - Næringarfræði - Heilsa sjómanna og margt fleira verður á boðstólnum að þessu sinni

    #88 Helgi Rúnar Bragason - Framkvæmdastjóri ÍBA

    Play Episode Listen Later Oct 5, 2020 25:17


    Á Akureyri eru 21 íþróttafélag og í kringum 40 íþróttagreinar! Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Akureyrar er gestur Skúla B. Geirdal að þessu sinni. Hlutverk Íþróttabandalags Akureyrar - Uppbygging íþróttasamfélags til framtíðar - Samvinna og sameiningar íþróttafélaga - Íþróttapólitík og margt fleira.

    #87 Aksentije Milisic og Sæbjörn Þór - Boltinn á Norðurlandi

    Play Episode Listen Later Oct 5, 2020 26:54


    Aksentije Milisic og Sæbjörn Þór Þórbergsson halda úti hlaðvarpsþættinum ,,Boltinn á Norðurlandi” sem fjallar um knattspyrnulið á Norðurlandi. Hér setjast þeir niður með Skúla Geirdal til þess að fara yfir málin. Umfjöllun um íþróttir á landsbyggðunum - staða og hlutverk fjölmiðla - hlutleysi - nálægð við umfjöllunarefnið - kostir og gallar við hlaðvarp til þess að fjalla um íþróttir og margt fleira

    #86 Ellert Örn Erlingsson - Íþróttasálfræðiráðgjafi og íþróttafulltrúi Akureyrarbæjar

    Play Episode Listen Later Sep 16, 2020 26:49


    „Að komast á Ólympíuleika getur sem dæmi verið loka markmið hjá mörgum, en það að líða vel, vera hluti af hópi og vera viðurkenndur af þeim hópi, eru líka verðug markmið.“ Íþróttasálfræðiráðgjafinn og íþróttafulltrúi Akureyrarbæjar Ellert Örn Erlingsson er gestur Skúla B. Geirdal í þessum þætti. „Markmið með íþróttastarfi barna og unglinga á alltaf að vera að búa til íþróttafólk. Þannig að þegar að þau verða eldri að þau búi þá yfir ákveðinni reynslu, þekkingu, líkamsvitund, séu með sjálfstraust í lagi og viti hvað þau vilji í lífinu.“ Þjálfun á andlegum þáttum í íþróttum - markmiðasetning - liðsheild - gildi íþrótta fyrir samfélagið o.fl.

    #85 Birna Baldursþóttir - þrjú landslið á sama tíma og Íslandsmeistari í öllum greinum

    Play Episode Listen Later Sep 16, 2020 27:48


    Birna Baldursdóttir var í þremur mismunandi landsliðum á sama tíma, blaki, íshokkí og strandblaki! Í þokkabót tókst henni að verða Íslandsmeistari í öllum greinum. Birna fer hér yfir íþróttaferilinn með Skúla Geirdal, ásamt því að gefa okkur innsýn í líf afreks íþróttakonu sem þekkir ekkert annað en að fara af fullum krafti í öll verkefni. Lífið eftir landsliðsferil - Hreyfing og útivist - matarræði íþróttafólks o.fl.

    #84 Þórhallur Guðmundsson - sjúkraþjálfari

    Play Episode Listen Later Sep 1, 2020 29:12


    „Það er engin íþrótt svo slæm að hún sé eki betri en að gera ekki neitt“ Ræðum um líkamsstöðu, hlaupagreiningu, æfingar og margt annað sem tengist sjúkraþjálfun. Gestur Skúla B. Geirdal í þessum þætti er Þórhallur Guðmundsson sjúkraþjálfari. „Ég myndi frekar vilja að þú færir í 20 mínútur í búrið með Gunnari Nelson fjórum sinnum í viku heldur en að sitja heima í sófanum að horfa á Law & Order“ ➡️ 78 ára með þrjá gerviliði í CrossFit ⬅️ „Það er kona sem var hjá mér í sjúkraþjálfun. Það var búið að skipta um annað hnéð og báðar mjaðmirnar og hún var farin að hugsa um að það þyrfti að skipta um hitt hnéð líka. Ég bauna á hana og spyr hvort þetta sé nú ekki að verða komið gott, að hún sé að verða búin með varahlutina og hvort hún sé búin að finna sér góðan stað uppí garði. Hún var búin að vera hjá mér í nokkur ár þannig að ég vissi að ég mætti bauna aðeins á hana því hún svarar mér alltaf fullum hálsi.“ „Síðan kemur hún til mín einn daginn og segir „ég er búin að vera að hugsa um þetta sem þú sagðir og auðvitað er þetta rétt. Ég er ekki nema 78 ára og ætti að vera á mikið betri stað en þetta. Ég fór því að leita af íþrótt sem að myndi henta mér og datt þá í hug að fara í CrossFit, hvernig líst þér á það?.“ Ég gat auðvitað ekki annað en sagt henni að láta slag standa með það.“ „Við tókum þá eitt ár í að undirbúa hana og gerðum æfingar í stíl við CrossFit. Síðan fórum við saman á æfingu í CrossFit til Brynjars í CrossFit Hamri og hún er búin að vera að æfa CrossFit síðan. Þetta hefur gjörbreytt hennar lífi. Í dag er það þannig þá daga sem hún kemur til mín þá vaknar hún, fer í CrossFit, leggur síðan bílnum upp við kirkju, hleypur niður tröppurnar, inn göngugötuna, upp á þriðju hæð til mín, tekur æfingu með mér, hleypur aftur niður, út göngugötuna, upp kirkjutröppurnar og síðan heim. Þetta er fyrir hádegismat.“ „Ég spurði hana síðan fyrir tveimur árum síðan hvernig staðan væri á hnénu sem ekki væri búið að skipta um. Hvort hún væri enn að stefna á að láta skipta um það. Hún svaraði því þá um leið neitandi og sagði að það hné væri í dag góði liðurinn. Það eru gerviliðirnir sem eru orðnir meira vandamál en hnéð sem var áður að verða svo slitið að það var að verða ónýtt.“

    #83 Sesselja Sigurðardóttir - Sports Therapist

    Play Episode Listen Later Aug 25, 2020 27:48


    Hvað tekur við þegar að við lendum í meiðslum? Sesselja Sigurðardóttir, Sports Therapist er gestur Skúla Geirdal að þessu sinni. Hún æfði sund í mörg ár áður en meiðsli settu strik í reikninginn. Þá tóku við æfingar, keppnir og þjálfun í CrossFit þar sem meiðslin héldu áfram að gera vart við sig. Henni fannst vanta ákveðin úrræði frá útskrift úr sjúkraþjálfun og þar til hægt væri að æfa aftur af fullum krafti. Nú hefur hún sérhæft sig í einmitt þeim hluta og sjálf náð að endurhæfa sig sjálfa eftir meiðsli með þeim aðferðum. ➡️ Fyrirbyggjandi meðferðir ➡️ Greining og ástandsmat ➡️ Viðeigandi meðferð ➡️ Enduruppbygging og endurhæfing Hluti af náminu hjá Sesselju fólst í því að vera á hliðarlínunni í kappleik. Hér segir hún okkur frá sinni upplifun af því að hlaupa inná þegar að einhver meiðist

    #82 Guðrún Arngrímsdóttir - Einkaþjálfari og jákvæð sálfræði

    Play Episode Listen Later Aug 18, 2020 27:33


    Að finna sína leið í þjálfun og matarræði - Heildræn nálgun hugar og líkama - Líkamsímynd sem hluti af þjálfun Guðrún Arngrímsdóttir einkaþjálfari er gestur Skúla B. Geirdal að þessu sinni. Hún hefur starfað við þjálfun sl. 10 ár og jógakennslu sl. 4 ár. Í þjálfuninni leggur hún áherslu á heildræna nálgun hugar og líkama. Að styrkja og efla líkamann, auka líkamsmeðvitund og bæta líkamsímynd. Skapa jákvæðar heilsueflandi venjur sem auka vellíðan. Þar að auki leggur hún mikla áherslu á að hver og einn finni sína nálgun í hreyfingu og að hún sé sem fjölbreyttust og skemmtilegust.

    #81 Hafdís Sigurðardóttir - Frjálsíþróttakona

    Play Episode Listen Later Aug 18, 2020 27:18


    Hafdís Sigurðardóttir frjálsíþróttakona frá Tjarnarlandi í Ljósavatnsskarði hefur verið í fremstu röð í frjálsum íþróttum á Íslandi um ára bil. Það hefur þó ekki alltaf verið dans á rósum og hún þurft að yfirstíga margar hindranir til þess að komast á þann stað sem hún er á í dag. -> Erfitt að vera ein af landsbyggðunum í landsliðinu -> Gullverðlaun og mótsmet á Smáþjóðleikum með rifin liðþófa -> Íslandsmeistari 7 mánuðum eftir barnsburð -> Keppti á EM innanhúss 17 mánuðum eftir barnsburð -> Skortur á viðunandi aðstöðu í frjálsum íþróttum -> Aðeins 8 cm frá Ólympíuleikum Það væri lengi hægt að telja upp hennar afrek í frjálsum íþróttum í gegnum árin. Hún hefur orðið vel yfir fjörtíu sinnum Íslandsmeistari í fullorðinsflokki á árunum 2007-2020 og margfaldur bikarmeistari í fjölda greina. Hafdís hefur keppt fyrir landsliðið í 100m, 200m, 400m, langstökki, þrístökki, 4x100m og 4x400m boðhlaupum. Hennar aðal grein er þó langstökk þar sem hún á Íslandsmet bæði innan- og utanhúss (6,54m og 6,62m). Hafdís er sannarlega frábær fyrirmynd ekki bara í sinni grein heldur í íþróttum almennt!

    #80 Auður Inga Þorsteinsdóttir - Framkvæmdastjóri UMFÍ

    Play Episode Listen Later Jul 29, 2020 26:20


    Auður Inga Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri UMFÍ er gestur Skúla Geirdal í þessum síðasta þætti fyrir sumarfrí. Ungmennafélag Íslands - UMFÍ er landssamband ungmennafélaga og var stofnað í ágúst árið 1907. Sambandsaðilar UMFÍ eru 28 talsins sem skiptast í 21 íþróttahérað og 7 ungmennafélög með beina aðild. Alls eru um 460 félög innan UMFÍ með rúmlega 300 þúsund félagsmenn.

    #79 Akureyrardætur - Hjólreiðar

    Play Episode Listen Later Jul 29, 2020 27:05


    Akureyrardæturnar Hafdís Sigurðardóttir og Freydís Heba Konráðsdóttir mæta í settið til Skúla B. Geirdal. Þær keppa báðar í hjólreiðum og eru kennarar á hjólanámskeiðum og þekkja því vel þá gífurlegu uppsveiflu sem hefur orðið í hjólreiðum á Íslandi síðustu ár. Hvað þarf til þess að að keppa og ná langt í hjólreiðum? Hvaða reglur gilda um hjólreiðar á vegum og gangstéttum? Hvernig er þjálfun í hjólreiðum háttað? Hafíds og Freyja gefa hér innsýn í líf keppnishjólreiða á Íslandi og koma með ýmis góð ráð fyrir þá sem hafa hug á að hjóla af krafti inn í sumarið!

    #78 Blaine McConnell og Björk Óðinsdóttir - Norður

    Play Episode Listen Later May 25, 2020 28:08


    Björk Óðinsdóttir og Blaine McConnell eru gestir Skúla B. Geirdal að þessu sinni en þau eru að opna nýja æfingastöð á Akureyri sem nefnist Norður, ásamt Helgu Sigrúnu og Erlingi Óðingssyni. Blaine er með yfir 10 ára reynslu af þjálfun, bæði sem hóp/einkaþjálfari og kemur því með miklu reynslu inn í þjálfunina. Hann hefur verið íþróttamaður frá unga aldri, verið í amerískum fótbolta, keppt á Crossfit Games og í dag er hann í bandaríska landsliðinu í Bobsleða. Björk á langan íþróttaferli að baki í fimleikum, ólympískum lyftingum og Crossfit. Keppt fyrir Íslandshönd á stórmótum um allan heim og þar á meðal unnið tvenn gullverðlaun og ein silfurverðlaun á Evrópuleikum, einnig keppt tvisvar á heimsleikum í Crossfit.

    #77 Gunnar Eyjólfsson - Sjöþrautakappi

    Play Episode Listen Later May 19, 2020 28:05


    Gunnar Eyjólfsson sjöþrautakappi er nýliði ársins hjá Háskólanum í Guelph í Kanada. Hann nýtti sína íþróttaiðkun til að komast í háskólanám erlendis. Gunnar mætti í settið til Skúla B. Geirdal til þess að segja sína sögu.

    #76 Bjarni Sigurðsson - Rafíþróttir og píla

    Play Episode Listen Later May 19, 2020 26:27


    Rafíþróttir og píla „Menn voru ekkert að kaupa þetta alveg strax. Þetta tók smá tíma en þegar að menn áttuðu sig á conceptinu þá voru allir klárir.“ Bjarni Sigurðsson formaður rafíþróttadeildar og píludeildar Þórs er gestur Skúla B. Geirdal að þessu sinni. „Það eru líka mikilr möguleikar í boði fyrir spilarar sem eru ekkert endilega bestir því þeir geta búið til Youtube rásir, spilað þar og orðið mjög vinsælir.“

    #75 Jónas Stefánsson „Jonni“

    Play Episode Listen Later May 7, 2020 26:56


    Landið sjálft er minn íþróttavöllur Bretti, hjól, skíði og sleðar það skiptir ekki máli hvað það heitir ef það er hægt að nota það til íþróttaiðkunar utandyra þá eru allar líkur á því að Jónas Stefánsson „Jonni“ hafi prófa það. Fyrir honum eru íþróttir lífsstíll og landið sjálft og náttúran íþróttavöllurinn. „Það er mikil ævintýramennska í fjölskyldunni, þannig að maður er með þetta alveg í blóðinu að ferðast og vera úti í náttúrinni,“ segir Jonni. Magnað hvað landið hefur uppá mikið að bjóða „Ég elska að sýna fólki hvað landið hefur uppá að bjóða. Sem krakki þá leið ekki sú helgi sem fjölskyldan fór ekki út úr bænum og ef það var frí þá fórum við í ferðalög. Íþróttabúnaður var þá oft tekið með. Í dag er þessi ferðamennska og ferðaþrá mjög sterk í mér og ég tvinna það saman við íþróttaiðkun. Þótt ég eyði miklum tíma úti í náttúrunni er ég enn þann dag í dag að uppgötva nýja staði. Það er magnað hvað þetta land hefur uppá mikið að bjóða,“ segir Jonni sem er duglegur að sýna frá sínum ferðalögum á samfélagsmiðlum. Fólk á óteljandi margt inni Í ljósi stöðu mála í heiminum vegna Covid-19 munu margir landsmenn horfa til ferðalaga innanlands í sumar og einhverjir nú þegar farnir að skipuleggja hvert skal haldið. „Við fjölskyldan höfum alltaf nýtt sumrin vel til ferðalaga, rétt eins og aðrar árshluta. Ég hef verið að fá miklar og stórar spurninga frá fólki hvað það eigi að gera og hvert það eigi að ferðast. Ég hef alveg lent í því að búa til heilu ritgerðirnar fyrir fólk þar sem ég hef listað upp staði sem vert er að kíkja á. Ég er sjálfur alltaf að uppgötva eitthvað nýtt þannig að fólk sem hefur ekki ferðast mikið um landið á alveg óteljandi margt inni. Það þarf oft ekkert endilega að fara langt eftir því, það er margt í kringum mann þegar að maður fer að skoða það betur.“ Fjölskyldan saman á ferðalagi „Við eignuðumst strák, Benóný Þór, árið 2016 og hann er því ný orðinn fjögurra ára. Ég held að ég sé ekki að ljúga neinu þegar að ég segi að stopparinn hafi ekkert breyst við það. Ég hef alltaf verið ferkar passívur og ekki týpan sem að fer fram úr mér í þessu sportum. Ég held þó að flest tengi við að horfa öðruvísi á lífð þegar að barn er komið inn í myndina,“ segir Jonni sem hefur ásamt konu sinni verið duglegur að innvinkla drenginn öll ferðalögin og íþróttirnar sem þeim fylgja. „Í uppeldinu mínu var ég alltaf tekinn með og fékk að upplifa allt með foreldum mínum. Auðvitað þarf oft að fara aðeins öðruvísi að hlutunum en hann er tekin með í nánast öll sport sem að við stundum. Mér finnst ekkert meira viðri en að geta sýnt honum allt sem að við foreldrar hans elskum að gera. Ég er sjálfur mjög þakklátur mínum foreldrum fyrir að hafa alltaf tekið mig og leyft mér að upplifa öll ævintýrin með þeim.“

    #74 Stefán Ólafsson og Tinna Stefánsdóttir - Sjúkraþjálfun

    Play Episode Listen Later Apr 29, 2020 28:11


    Tinna Stefánsdóttir sjúkraþjálfari lennti í því eftir 14 ára starf að geta takmarkað unnið við bekkinn sem sjúkraþjálfari. Hún var þó ekki tilbúin til þess að segja skilið við vinnuna sem hún elskar og fór því að leita annarra leiða. „Ég byrjaði að pæla í því hvernig ég gæti hitt mína skjólstæðinga, gefið þeim ráð og leiðbeint án þess að ég væri að nudda þá eða standa yfir þeim allan daginn. Þarna var leið,“ segir Tinna í viðtali í íþróttaþættinum Taktíkin á N4. Loksins kominn með tól sem hentaði „Ég hitti Stebba [Stefán Ólafsson] út í búð, við fórum að ræða þetta og ég ákvað að prófa þessa leið. Ég hafði áður sent frá mér æfingaáætlanir á einhverjum Word skjölum með misgóðum myndböndum af Youtube og öðrum stöðum og aldrei almennilega ánægð með það. Þarna var ég loksins komin með tól með öllum þessum sjúkraþjálfaraæfingum til þess að senda frá mér.“ Afrakstur margra ára vinnu Undanfarin ár hefur Stefán Ólafsson unnið að gerð æfingamyndbanda og æfingaáætlana með það að markmiði að gera sjúkraþjálfun aðgengilegri og notendavænni fyrir bæði þjálfara og skjólstæðinga. Vinnan hefur tekið mörg ár í þróun en er nú komin á það stig að vera aðgengileg inná vefnum fjarmedferd.is. „Þetta er verkefni sem mun þróast áfram og má sífellt bæta en loks erum við kominn á þann stað að við getum boðið þessa lausn, til aðila sem sinna þjálfun,“ segir Stefán. Hefur sagt skilið við gamlar aðferðir Í dag hefur Stefán því sagt skilið við Word og Excel skjöl og sinnir þess í stað fjarmeðferð í sjúkaþjálfun gegnum vefinn. Þetta er þó ekki einungis ætlað fyrir hans skjólstæðinga heldur geta aðrir þjálfara nýtt sér fjarmedferd.is í sinni þjáfun. „Þó að mitt hlutverk hafi verið að sinna æfingavali og myndbandagerð, þá er að baki verkefninu hópur sjúkraþjálfara og hefur Andri Marteinsson verið verkstjórinn yfir okkur. Höfum við átt afar gott samstarf við tölvufyrirtækin Learncove og Karaconnect og fagaðila við tökur og klippingar.“ Kallað eftir stafrænum lausnum „Ég hef sjálfur notað vefinn frá því í haust í tengslum við æfingáætlanir, en nú eru aðstæður í þjóðfélaginu þannig, að kallað er eftir lausn sem þessari, þegar sjúkraþjálfarar erum að mestu bundnir heima sem og okkar skjólstæðingar.“

    #73 Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir - Yoga

    Play Episode Listen Later Apr 28, 2020 13:36


    Hvernig getur Jóga hjálpað íþróttafólki að verða betra í sinni grein? Núna er tíminn til þess að hugsa út fyrir boxið og prófa nýjar nálganir. Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir rekur Jógasetrið Óm á Akureyri. Hún þurfti að hugsa starfsemina algjörlega upp á nýtt í ljósi samkomubanns. Hún hefur nýtt tímann til þess að hugsa í stafrænum lausnum og býður nú upp á kennslu og fleira á vefnum. Í seinni hluta þáttar fara Arnbjörg og Skúli í gegnum 15 min heimajógaæfingu sem má finna hér: https://www.n4.is/player?v=2kGk3rMnZKc

    #72 - Heimaæfingar með TFW í samkomubanni

    Play Episode Listen Later Apr 7, 2020 12:15


    Á meðan sumir finna sig vel í heimaæfingum í samkomubanninu þá eru aðrir sem að eiga erfiðara með að búa sér til rútínu og halda dampi. „Ég vil meina að þú þurfir að hafa plan. Það þýðir ekki að fara stefnulaust í gegnum það sem þú ert að gera. Með plani þá er ég ekkert endilega bara að tala um æfingaplan heldur líka hvað þú ætlar að láta krakkana gera í dag og hvað ætlar þú að gera í dag. Annars er hætt við að það verði laugardagur sjö sinnum í viku.“ Egill Ármann Kristinsson eigandi Training for Warriors á Akureyri var gestur Skúla Geirdal að þessu sinni. Það mikilvægasta á þessum tímum er ekki endilega að hlaupa til og koma sér upp heimalíkamsræktaraðstöðu með öllum græjum heldur passa uppá að finna sér einhversskonar hreyfingu við hæfi á hverjum degi. Í síðara hluta þáttar tóku Egill og Skúli styrktaræfingu í anda Training for Warriors og má finna þá æfingu á Facebooksíðu N4sjonvarp og Taktíkin, heimasíðu N4.is og Youtube. „Við erum að fara í styrktaræfingu sem er sú æfing sem er hvað mest ýtt til hliðar í þessu ástandi sem nú er. Margir átta sig kannski ekki á því að það er hægt að þjálfa styrk heima án þess að eiga tæki og tól. Við ætlum að fara í gegnum tvo mismunandi hringi þar sem að við erum með þrjár æfingar í einu og fimm endurtekningar. Við hægjum verulega á tempóinu í æfingunum og förum rólega í gegnum hringina. Hvor hringur er settur upp sem 15 mínútna æfing. Þetta er æfing sem að gefur alveg helling, pumpan fer ekkert rosalega hátt upp en við erum að taka vel á vöðvunum.“ Hringur 1 - 15 min 5x armbeygjur 5x hnébeygjur 5x knee grab Hringur 2 - 15 min 5x dýfur/kickback 5x hnébeygju á öðrum fæti (5 á hvorn fót) 5x Split hopp (5 á hvorn fót)

    #71 Sævar Pétursson - framkvæmdastjóri KA

    Play Episode Listen Later Apr 3, 2020 30:54


    „Í dag erum við öll að glíma við þann sameignlega óvin sem veiran er, en ekki hvort annað.“ Hvaða áhrif hefur Covid-19 á starf og rekstur íþróttafélags? Sævar Pétursson framkvæmdastjóri KA er gestur Skúla B. Geirdal að þessu sinni. „Hjá KA höfðum við gert ráð fyrir heildartekjum í mars og apríl uppá 70-75 milljónir og af því eru 47 milljónir í óvissu eða um 65%.“ „Við erum með ákveðna styrktarsamninga í gangi, en munu fyrirtækin geta staðið við þá þegar að á reynir í sumar og næsta haust? Eða erum við að fara að hefja rekstur íþróttafélaga upp á nýtt?“

    #70 Hannes Jónsson - Formaður KKÍ

    Play Episode Listen Later Mar 17, 2020 26:47


    Hannes Jónsson hefur verið formaður Körfuknattleikssambands Íslands frá árinu 2006. Hann er gestur Skúla Braga Geirdal að þessu sinni. Íþróttasambönd standa oft frami fyrir því að þurfa að taka óvinsælar ákvarðanir. Að fresta leik getur verið jafn mikil ákvörðun og að fresta ekki leik. Hér fáum við innsýn í starf KKÍ, kynnumst Hannesi og hvernig hann komst í stöðu formanns sambandsins.

    #69 Sarah Smiley og Ólöf Björk - Heimsmeistaramót kvenna í íshokkí

    Play Episode Listen Later Mar 12, 2020 27:41


    Förum yfir heimsmeistaramót kvenna í íshokkí sem haldið var í Skautahöllinni á Akureyri. Sarah Smiley fyrirliði íslenska landsliðsins í íshokkí og Ólöf Björk Sigurðardóttir formaður íshokkídeildar Skautafélags Akureyrar eru gestir þáttarinns. „Þjálfarinn tók pressuna af okkur og sagði það ekki skipta öllu hvort við myndum vinna alla leiki á þessu móti svo lengi sem við myndum bæta okkar eigin frammistöðu. Það er það sem við gerðum þannig að það eru allir stoltir og ánægðir með árangurinn. Auðvitað stefnum við samt upp um deild,“ sagði Sarah Smiley.

    bj sigur akureyri akureyrar sarah smiley
    #68 Atli Fannar Írisarson - Knattspyrnuþjálfari

    Play Episode Listen Later Mar 5, 2020 28:30


    Ákveðin spenna getur myndast milli foreldra og þjálfara þegar að það skortir innsýn og skilningi á starfi þjálfarans. Oft eru þetta sömu hlutirnir: Skipting í lið/hópa eftir getu, stuðningur af hliðarlínu, óraunhæf pressa og væntingar, mörkin milli afreksstarfs og félagsstarfs, mæting á réttum tíma, samskiptaflæði og fleira. Atli Fannar Írisarson knattspyrnuþjálfari var gestur Skúla B. Geirdal í síðasta þætti. Þar sem markmiðið var að veita innsýn í starf knattspyrnuþjálfarans, en sannarlega er margt líkt með störfum þjálfara í öðrum greinum. Hér er á ferðinni þáttur sem á erindi við alla foreldra barna og unglinga í íþróttum.

    #67 Dýrleif Skjóldal „Dilla“ - Sundþjálfari

    Play Episode Listen Later Mar 5, 2020 29:15


    Dýrleif Skjóldal, betur þekkt sem Dilla, fór á sína fyrstu sundæfingu fyrir 50 árum síðan og féll algjörlega fyrir greininni. Hún hefur verið sundþjálfari í vel yfir 20 ár við góðan orðstýr enda fjölgar alltaf hjá henni iðkendum en tímafjöldanum til æfinga fjölgar hinsvegar ekki. Hún er í dag með 10 á hópa og 10 klst á viku til þess að þjálfa þá og biðlistinn er lengist. Hver hópur hefur því verulega skertan æfingatíma til að vinna með. Æfingatíma sem er með þeim minnsta sem íþróttafélag á Íslandi býr við. Dýrleif hefur því gripið til þess ráðs að skila inn heiðursviðurkenningu íþróttaráðs sem hún var sæmd fyrir nokkrum árum fyrir sín störf í mótmælaskyni við það ástand sem henni er boðið uppá fyrir sína iðkendur. „Í mínum augum er staðan svona, foreldrar vilja að fjögurra og fimm ára börn þeirra séu búin að tileinka sér öryggi og hæfileika til að koma sér áfram í sundi áður en þau fara í grunnskóla. Þau sækja það stíft að koma þeim að en Glerárlaug er eina laugin á Akureyri sem hentar til þessa. Akureyrarbær hefur ekki sýnt neinn vilja til þess að koma á móts við þá kröfu,“ segir Dýrleif Skjóldal

    #66 Andri Freyr Björgvinsson - Skákmeistari

    Play Episode Listen Later Feb 18, 2020 28:11


    „Það þarf mistök til að vinna. Það þarf mistök til þess að vinna fótboltaleik eða handboltaleik og það er alveg eins í skák. Sem áhorfandi er maður að fylgjast með þessum mistökum og hvernig brugðist er við þeim.“ Skákmeistarinn Andri Feryr Björgvinsson ræðir hér við Skúla B. Geirdal um skákíþróttina. Ef þú ert í einhverjum vafa um hvort skák sé íþrótt eða ekki þá er þetta viðtalið sem að þú þarft að hlusta á! „Þú ferð ekki endilega í ræktina til þess að æfa upphandleggina sérstaklega. Þetta er mikið meira andlegt sport og þessvegna er áherslan mest á að æfa andlegan styrk. Þú þarft samt líka einbeitingu og úthald og þar kemur sér vel að vera í góðu líkamlegu formi.“ Skák er einstaklega taktísk íþrótt sem byggir að stórum hluta á hæfni í að lesa andstæðinginn og hugsa sína leiki fram í tímann. En það er ekki bara í íþróttum sem að slík hæfni kemur sér vel heldur einnig í lífinu sjálfu. „Þegar að ég er að tefla þá man ég ekkert eftir símanum. Tíminn bara líður áfram. Ég byrja kannski að tefla klukkan eitt og svo er klukkan allt í einu orðin hálf fjögur en mér líður samt bara eins og ég hafi byrjað fyrir 5 mínútum.“

    #65 Siguróli Sigurðsson - íþróttafulltrúi KA

    Play Episode Listen Later Feb 12, 2020 28:29


    Siguróli Sigurðsson íþróttafulltrúi KA er gestur Skúla B. Geirdal að þessu sinni. Umræðuefnið er gildi íþróttafélaga fyrir samfélagi útfrá hinum ýmsu vinklum. Hafa íþróttafélög áhrif á ferðaþjónustu, rekstur fyrirtækja, verslanna o.fl.? Hvaða máli skiptir forvarnargildi og heilsuefling íþrótta fyrir samfélagið? Hverju skilar uppbygging á íþróttamannvirkjum til baka til samfélagsins og hver ber ábyrgð á þeirri uppbyggingu? Þessum ásamt mörgum öðrum spurningum er varða starf íþróttafélaga verður velt upp í þessum þætti.

    #64 Brynjar Helgi Ásgeirsson - CrossFit Hamar

    Play Episode Listen Later Jan 2, 2020 27:08


    Brynjar stofnaði CrossFit Hamar árið 2010. Hann er fæddur og uppalinn á Akureyri. Hann byrjaði snemma að stunda íþróttir, æfði og keppti í júdó frá því hann var fimm ára gamall fram að tvítugsaldri og er þrettánfaldur íslandsmeistari í greininni. Árið 2008 kynntist hann CrossFit og hefur sú þjálfun verið hans aðal starf síðan. Brynjar er gríðarlega metnaðarfullur þjálfari og leitast í sífellu við að efla þekkingu sína á öllu sem viðkemur þjálfun, næringu, teygjum og tækni.

    #63 Halldór Kristinn Harðarson „KÁ-AKÁ“ - Hnefaleikar, handbolti og lífið

    Play Episode Listen Later Dec 9, 2019 27:06


    Tónlistar- og „altmúligt“ maðurinn Halldór Kristinn Harðarsson „KÁ-AKÁ“ er gestur Skúla Braga Geirdal að þessu sinni. „Ein af ástæðunum fyrir því að ég sæki í hnefaleika og þessar íþróttir, er til þess að koma mér beint aftur í jafnvægi. Inní hringnum ertu ekkert að hugsa um hvað þú sért að fara að gera á morgun eða hvað þú varst að gera í gær. Þarna er öll athyglin á einstaklingnum sem þú ert að boxa við og þitt markmið er að verða ekki kýldur. Þetta er í raun mitt jóga og ég dett í ákveðið hugarástand.“ Halldór æfir hnefaleika með Hnefaleikafélagi Akureyrar. Hér segir hann okkur hvernig íþróttir hafa hjálpað sér í þeim verkefnum sem hann hefur verið að taka að sér í lífinu. „Það er rosaleg pressa á þér og endalaust verið að segja þér hvernig þú átt að vera inná samfélagsmiðlum og annarsstaðar í samfélaginu. Hvað þú átt að afreka o.s.frv. En ef þú ert stöðugt að þjálfa þig í að takast á við svona aðstæður og reynir að vera sama um hvað fólki finnst um þig og hver þú ert, þá kemstu ekki aðeins lengra, heldur á þér líka eftir að líða betur.“ Halldór tók þá einnig handboltaskónnna aftur fram af hillunni fyrir ekki svo löngu til þess að spila handbolta með Þór. Hann hætti fyrir 5 árum síðan eftir að hafa æft íþróttina í 15 ár. Þór leikur nú á ný undir eign merkjum í handboltanum. „Það er held ég ein stærsta ástæðan fyrir því að maður ákvað að byrja aftur,“ sagði Halldór

    #62 Ana Markovic og Kristjana Huld - Fitness

    Play Episode Listen Later Nov 28, 2019 28:23


    Ana Markovic og Kristjana Huld Kristinsdóttir fitnesskeppendur eru gestir þáttarinns að þessu sinni. „Ég var í mjög slæmu ástandi. Síðan byrjaði ég að lyfta lóðum. Mér var sagt að ég yrði komin í hjólastól fyrir 35 ára aldur og að ég myndi deyja áður en ég næði 45 ára aldri. “ Ana Markovic stóð uppi sem sigurvegari í módelfitness bæði í hæðarflokki +168 cm og flokki 35 ára og eldri á Bikarmóti IFBB sem fram fór í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Ana leitaði í íþróttir til þess að hjálpa sér gegnum mikil og erfið veikindi. Hennar persónulegi sigur að standa á fitensssviðinu er því stærsti sigurinn af öllum! „Ég fór nokkuð nýlega í eftirlit til læknisins míns. Þar kom allt eðlilega út og ég tek engin lyf í dag. Það er mikill sigur. Ég er 35 ára í dag og ætti því að vera komin í hjólastól.“ „Að hafa trú á sjálfum sér og vita að maður sé að gera flotta hluti. Maður á aldrei að brjóta sig niður heldur vinna frekar í hlutunum sem að þarf að laga. Það er enginn fullkominn.“ Kristjana Huld Kristinsdóttir var heildarsigurvegari í módelfitness á 25 ára afmælis Bikarmóti IFBB á Íslandi, eftir að hafa sigraði sinn hæðarflokk -168. Hún fór þá einnig út fyrir hönd Íslands og keppti á Demantamótinu í Prag í þessum mánuði. „Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri. Það er svo gaman að fá þetta extra og prófa að fara aðeins út fyrir þægindaramman.“

    #61 Magnús Bess Júlíusson - Vaxtarækt

    Play Episode Listen Later Nov 18, 2019 25:13


    Þeir gerast ekki mikið stærri og skornari gestir þáttarins! Magnús Bess Júlíusson er nafn sem þarf ekki að kynna fyrir neinum vaxtarræktar áhugamanni enda einn reynslumesti keppandi sem við Íslendingar höfum átt á því sviði. Hann á að baki 30 ár ára keppnisferil sem er hreint út sagt magnaður árangur! Hann var mættur norður á Akureyri til þess að stíga á svið á 25 ára afmælis bikarmóti IFBB í fitness og að sjálfsögðu fór hann ekki tómhentur heim

    #60 Aldís Kara og Marta María - Listskautar

    Play Episode Listen Later Nov 15, 2019 26:38


    LISTSKAUTAR Aldís Kara Bergsdóttir og Marta María Jóhannsdóttir, tvær af bestu listskauturum landsins eru gestir Skúla B. Geirdal í þætti kvöldsins. Í byrjun nóvember börðust þær um gullverðlaun á Vetrarmóti ÍSS þar sem nýtt Íslandsmet þurfti til þess að skera úr um sigurvegarann. Báðar eru landsliðskonur í íþróttinni og hafa verið á mikilli siglingu á þessu ári. Þær hafa báðar kskautað á Grand Prix í vetur og slá stigamet á nánast hverju móti.

    #59 Eymundur Eymundsson - Andleg líðan í íþróttum

    Play Episode Listen Later Nov 4, 2019 25:46


    Andleg veikindi og íþróttir verða umfjöllunarefni þáttarins. Eymundur Eymundsson þekkir það vel hversu íþyngjandi það er að burðast með andleg veikindi samhliða íþróttaiðkun. Hann þekkir það að treysta sér ekki til þess að hitta liðsfélagana fyrir utan æfingar vegna félagskvíða. Hann þekkir það að geta ekki sagt frá andlegum veikindum sínum af ótta við að sína veikleikamerki. Hvernig er að takast á við félagsfælni í hópíþrótt? Hvernig er að þurfa að hætta að stunda íþróttina sem maður elskar vegna veikinda? Hvað er til ráða og hvert er hægt að leita? Hvernig bregst maður við því þegar að liðsfélagi opnar sig varðandi andleg veikindi? Eymundur á mikið hrós skilið fyrir það hugrekki sem hann sýnir með því að stíga fram og segja sína sögu í sjónvarpsviðtali. Það er vonandi að hans saga geti hjálpað einhverjum sem eru að burðast með andleg veikindi í sínu lífi.

    #58 Sigfús Fossdal - Aflraunamaður

    Play Episode Listen Later Nov 4, 2019 25:46


    Gestur Skúla Geirdal að þessu sinni er aflraunamaðurinn Sigfús Fossdal sem keppti á þessu ári í fyrsta skipti í keppninni „Sterkasti maður heims“ en við Íslendingar höfum í gegnum árin verið einstaklega sigursæl í þeirri keppni. Hér er Sigfús í einlægu viðtali um líf aflraunamannsins sem býr á landsbyggðunum. Lífið - Æfingar - Markmið - Sterkasti maður heims - Sportið

    #57 Lárus Jónsson - Þjálfari mfl. karla hjá Þór Ak. í körfubolta

    Play Episode Listen Later Oct 23, 2019 27:41


    Lárus Jónsson, þjálfari Meistaraflokks karla hjá Þór Akureyri í körfubolta er gestur Skúla Geirdal að þessu sinni. Þór Akureyri eru nýliðar í Dominos deild karla í körfubolta með marga unga og efnilega leikmenn í sínum röðum. Það er því alveg ljóst að verkefnið framundan er gríðarlega krefjandi.

    #56 Pálmar Ragnarsson - fyrirlesari og körfuboltaþjálfari

    Play Episode Listen Later Oct 18, 2019 27:26


    Pálmar Ragnarsson fyrirlesari og körfuknattleiksþjálfari er gestur Skúla Geirdal að þessu sinni. Hann var kominn norður á Akureyri til þess að halda fyrirlestur á vegum ÍBA fyrir íþróttaiðkendur, foreldra og þjálfara.

    Claim Taktíkin

    In order to claim this podcast we'll send an email to with a verification link. Simply click the link and you will be able to edit tags, request a refresh, and other features to take control of your podcast page!

    Claim Cancel