POPULARITY
Afríkuríkið Súdan hefur vissulega kynnst átökum áður en eftir borgarastyrjöld sem hófst 2023, ríkir þar nú slík óöld að annað eins hefur varla sést á heimsvísu í lengri tíma. Um 50 milljónir búa í þessu stóra landi. Um 13 milljónir eru nú á vergangi og án heimilis. Í nágrannalöndunum og víðar eru nú um 3-4 milljónir flóttamanna. Þeir aðilar sem berjast um völdin hafa beitt skefjalausu ofbeldi og svífast einskis. Ítrekað hefur verið ráðist á spítala og bílalestir með matvæli og lyf. Nauðgunum hefur verið beitt ítrekað sem vopni til að kúga íbúa. Erfitt er að meta mannfall því allir innviðir eru í rúst. Talið er að mannfall sé á bili 25.000 til 250.000. Herforingjastjórnin sem framdi valdarán lofaði lýðræðislegum kosningum hefur ekki staðið við það loforð. Auk þessa hefur staðið yfir þjóðarmorð á ýmsum hópum í landinu. Aðgengi að matvælum, rafmagni og hreinu drykkjarvatni er af skornum skammti. UN Women á Íslandi hefur beitt sér til að reyna að bæta kjör súdanskra kvenna sem eru sérstaklega útsettar fyrir kynferðislegu ofbeldi vegna stríðandi fylkinga. Við nutum aðstoðar þeirra við gerð þessa þáttar. Kynnið ykkur starf UN Women á Íslandi hér: https://unwomen.is/ Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
Lokavikan á leikmannamarkaðnum og Liverpool virðist loksins vera eitthvað að láta til sín taka. Federico Chiesa er heitasta nafnið í slúðrinu núna en hann er óvænt orðaður við Liverpool. Leikmaður sem verður 27 ára í haust og hefur verið á radar hjá Liverpool í nokkur ár. Hann hefur verið skugginn af sjálfum sér eftir erfið meiðsli árið 2021 og er ekki í plönum Motta hjá Juventus og á aðeins ár eftir af samningi þar. Áður er hann meiddist var hann hinsvegar besti maður ítala þegar þeir unnu EM og einn heitasti leikmaður Evrópu. Auk Chiesa er Giorgi Mamardashvili markmaður Valencia sagður hafa farið í læknisskoðun og verði staðfestur í þessari viku sem leikmaður Liverpool en fari á láni til Valencia í a.m.k. eitt tímabil. Erfitt að sjá hvernig þessir tveir væru forgangsatriði á markaði núna og eins stór spurning hvort Hughes og félagar séu að matreiða eitthvað meira og bitastæðara? Liverpool er annars með fullt hús stiga eftir góðan sigur á Brentford og handbragð Slot er strax orðið augljóst á liðinu. Næsta verk er fyrsta stóra prófið fyrir Slot, Man Utd á Old Trafford. Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Maggi Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti. Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel / Ögurverk ehf / Done
Sumarglugginn er galopinn í enska boltanum og nokkuð áhugavert í gangi þó þetta hafi nú verið frekar rólegt lengi vel. Man Utd farið að haga sér eins og fótboltafélag, læti og nýr stjóri hjá Chelsea, Arne Slot tekinn við af kóngnum hjá Liverpool, City ætlar að vinna fimmta árið í röð, Arsenal sækir hinn sjóðheita Calafiori, Tottenham fær tvo bráðefnilega og Aston Villa að gera mjög skemmtilega hluti. Guðmundur Aðalsteinn fékk þá Harald Örn Haraldsson og Sölva Haraldsson í heimsókn í dag til að taka aðeins stöðuna þegar það eru akkúrat þrjár vikur í fyrsta leik í deildinni.
Við förum yfir atburðarrásina í kringum Söngvakeppnina og þau ólíku sjónarmið sem takast á hvort sniðganga eigi keppninna eða ekki. Við ræðum líka kynþáttafordómana í kommentakerfinu í kjölfar keppninnar og upplifun tveggja kvenna af erlendu bergi af því, þeirra Miriam Petru og Kristínar. Eru kynþáttafordómar að aukast eða eru þeir einungis sýnilegri? Og yrði Bashar Murad einhverntímann nógu íslenskur til þess að sigra Söngvakeppnina? Að lokum fáum við lokapistil í Óskarsyfirferð Pálma Freys, hann fer yfir flokkinn besta myndin.
Við huguðum að Grindvíkingum í þætti dagsins. Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkur, ræddi við okkur. Hún er ein þeirra sem fór inn í bæinn í gær til að sækja eigur sínar. Hún sagði frá erfiðu ástandi á mörgum vígstöðum, mörgum finnist sem þokist of hægt í því að leysa úr málefnum bæjarbúa. Í Berlínarspjalli sagði Arthúr Björgvin Bollason okkur meðal annars frá tíðindum sem bárust út um Þýskaland um helgina, þess efnis að eftir tvö ár er von á nýjum líftæknilyfjum við krabbameini. Fyrirtækið Biontech hefur þróað þessi nýju lyf en það var í fararbroddi við þróun bóluefnis gegn covid-19 á sínum tíma. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Heimildarinnar rýndi í afkomu nokkurra fyrirtækja á síðasta ári, sagði frá nýju greiðslukerfi sem Seðlabankinn er með í smíðum og frá þróun á íbúðamarkaði. Tónlist: Melanie - Pebbles in the sand. Melanie - Brand new key. Melanie, Hawkins, Edwin Singers - Lay down (candles in the rain). Lindenberg, Udo - Wir ziehen in den Frieden.
Spegillinn 13. nóvember 2023 Landsmenn - og þá sérstaklega Grindvíkingar auðvitað - hafa fylgst náið með atburðarásinni suður með sjó, þar sem allt hefur leikið á reiðiskjálfi undanfarnar vikur og sjaldan eða aldrei meira en allra síðustu daga, þótt dagurinn í dag hafi verið með rólegria móti.Gos hefur verið talið yfirvofandi á hverri stundu síðan föstudagskvöld og enn eru taldar meiri líkur en minni á gosi í nágrenni Grindavíkur eða jafnvel í Grindavík. Erfitt reynist að segja fyrir um það með nokkurri vissu, hvort og þá hvenær eða hvar mun gjósa. Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur á Norræna eldfjallasetrinu, sem heyrir undir Jarðvísindastofnun Háskólans, kom í Spegilinn og ræddi stöðuna og horfurnar við Ævar Örn Jósepsson. David Cameron, leiðtogi Íhaldsflokksins í Bretlandi í ellefu ár og forsætisráðherra í sex, er enn á ný kominn í eldlínuna eftir að hafa haldið sig til hlés síðastliðin sjö ár, eftir að Bretar ákváðu í þjóðaratkvæðagreiðslu að segja sig úr Evrópusambandinu. Hann féllst á mánudag á að gerast utanríkisráðherra í stjórn Rishis Sunaks. 'Asgeir Tómasson segir frá. Veiðar á íslensku sumargotssíldinni hafa gengið afar vel síðustu vikur, en veiðar hófust í síðari hluta október. Aðal veiðisvæðið er djúpt vestur af landinu líkt og mörg undanfarin ár. Eftir talsverða niðursveiflu hafa komið fram vísbendingar um að stofninn sé að styrkjast á ný og nú verður til dæmis ekki vart sýkingar sem lengi herjaði á Íslandssíldina. Ísfélagið er eitt þeirra fyrirtækja sem einbeitir sér að síldveiðum og -vinnslu. Ágút Ólafsson ræddi við Björn Brimar Hákonarson, framleiðslustjóra félagsins í Vestmannaeyjum.
Spegillinn 13. nóvember 2023 Landsmenn - og þá sérstaklega Grindvíkingar auðvitað - hafa fylgst náið með atburðarásinni suður með sjó, þar sem allt hefur leikið á reiðiskjálfi undanfarnar vikur og sjaldan eða aldrei meira en allra síðustu daga, þótt dagurinn í dag hafi verið með rólegria móti.Gos hefur verið talið yfirvofandi á hverri stundu síðan föstudagskvöld og enn eru taldar meiri líkur en minni á gosi í nágrenni Grindavíkur eða jafnvel í Grindavík. Erfitt reynist að segja fyrir um það með nokkurri vissu, hvort og þá hvenær eða hvar mun gjósa. Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur á Norræna eldfjallasetrinu, sem heyrir undir Jarðvísindastofnun Háskólans, kom í Spegilinn og ræddi stöðuna og horfurnar við Ævar Örn Jósepsson. David Cameron, leiðtogi Íhaldsflokksins í Bretlandi í ellefu ár og forsætisráðherra í sex, er enn á ný kominn í eldlínuna eftir að hafa haldið sig til hlés síðastliðin sjö ár, eftir að Bretar ákváðu í þjóðaratkvæðagreiðslu að segja sig úr Evrópusambandinu. Hann féllst á mánudag á að gerast utanríkisráðherra í stjórn Rishis Sunaks. 'Asgeir Tómasson segir frá. Veiðar á íslensku sumargotssíldinni hafa gengið afar vel síðustu vikur, en veiðar hófust í síðari hluta október. Aðal veiðisvæðið er djúpt vestur af landinu líkt og mörg undanfarin ár. Eftir talsverða niðursveiflu hafa komið fram vísbendingar um að stofninn sé að styrkjast á ný og nú verður til dæmis ekki vart sýkingar sem lengi herjaði á Íslandssíldina. Ísfélagið er eitt þeirra fyrirtækja sem einbeitir sér að síldveiðum og -vinnslu. Ágút Ólafsson ræddi við Björn Brimar Hákonarson, framleiðslustjóra félagsins í Vestmannaeyjum.
Úrslitakeppni neðri hlutans í Bestu er lokið og það er ÍBV sem kveður deildina. Blikar rönkuðu við sér eftir dapurt gengi að undanförnu og eru aftur komnar í Evrópusæti. Framundan eru landsleikir og Meistaradeildarævintýri og það er margt að ræða. Elíza Gígja Ómarsdóttir og Lilja Dögg Valþórsdóttir mæta á Heimavöllinn og fara yfir málin með Mist Rúnarsdóttur. Í boði Dominos og Orku Náttúrunnar.
Enn er mótmælt í möstrum hvalveiðibáta við Reykjavíkurhöfn. Lögmaður reyndi síðdegis að koma mat og drykk til mótmælenda. Karlmaður hlaut í dag einn þyngsta dóm sem kveðinn hefur verið upp í heimilisofbeldismáli. Hann var dæmdur í átta ára fangelsisvist í héraðsdómi Reykjaness. Börn með erlendan bakgrunn eru miklu líklegri til að vera lögð í einelti en börn af íslenskum uppruna. Rússlandsforseti segir rússneskt korn á leið til sex Afríkuríkja á næstu vikum. Kornútflutningur um Svartahaf hefur legið niðri frá því samkomulag rann út í júlí. Héraðssaksóknari hefur hafið rannsókn á meintu mútubroti í sveitarfélaginu Árborg. *** Um 10-20% barna glímir við alls kyns vanda, vanlíðan, hafa orðið fyrir áfalli eða búa við erfiðar aðstæður. Þetta eru í grófum dráttum niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar sem kynnt var í dag. Rætt var við Ragnýju Þóru Guðjohnsen lektor á menntavísindasviði Háskóla Íslands. Hún er faglegur stjórnandi íslensku æskulýðsrannsóknarinnar. Hluti af áratugalöngum deilum um sjávarútveg og stjórn fiskveiða hefur snúist um ráðstafanir sem er ætlað að efla sjávarþorp. Í nýlegri skýrslu um Auðlindina okkar sem starfshópur matvælaráðherra kynnti í síðustu viku er vísað til þess að byggðakerfin, eða 5,3% leiðin, hafi verið bitbein í samfélagslegri umræðu um sjávarútveg og á Alþingi. Á ári hverju hleypur verðmæti aflaheimilida sem settar eru í í þessar ráðstafanir á milljörðum. Segir í skýrslunni að það sé talið um fimm og hálfur til sjö og hálfur milljarður á fiskveiðiárinu 2019 til 20. Erfitt hefur verið að meta árangurinn, markmiðin ekki vel skilgreind og áhrifin á byggðafestu frekar rýr. Meðal annars er lagt til að gerð verði tilraun og hluti af almenna byggðakvótanum, sem hvað mest ósætti hefur verið um, verði leigður út, afraksturinn renni beint til sveitarfélaga og línuívilnun verði aflögð. Ráðherra hefur boðað lagasetningu um sjávarútveg á komandi þingi. Rætt var við Þórodd Bjarnason, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður var Jón Þór Helgason. Fréttaútsendingu stjórnaði Annalísa Hermannsdóttir.
Enn er mótmælt í möstrum hvalveiðibáta við Reykjavíkurhöfn. Lögmaður reyndi síðdegis að koma mat og drykk til mótmælenda. Karlmaður hlaut í dag einn þyngsta dóm sem kveðinn hefur verið upp í heimilisofbeldismáli. Hann var dæmdur í átta ára fangelsisvist í héraðsdómi Reykjaness. Börn með erlendan bakgrunn eru miklu líklegri til að vera lögð í einelti en börn af íslenskum uppruna. Rússlandsforseti segir rússneskt korn á leið til sex Afríkuríkja á næstu vikum. Kornútflutningur um Svartahaf hefur legið niðri frá því samkomulag rann út í júlí. Héraðssaksóknari hefur hafið rannsókn á meintu mútubroti í sveitarfélaginu Árborg. *** Um 10-20% barna glímir við alls kyns vanda, vanlíðan, hafa orðið fyrir áfalli eða búa við erfiðar aðstæður. Þetta eru í grófum dráttum niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar sem kynnt var í dag. Rætt var við Ragnýju Þóru Guðjohnsen lektor á menntavísindasviði Háskóla Íslands. Hún er faglegur stjórnandi íslensku æskulýðsrannsóknarinnar. Hluti af áratugalöngum deilum um sjávarútveg og stjórn fiskveiða hefur snúist um ráðstafanir sem er ætlað að efla sjávarþorp. Í nýlegri skýrslu um Auðlindina okkar sem starfshópur matvælaráðherra kynnti í síðustu viku er vísað til þess að byggðakerfin, eða 5,3% leiðin, hafi verið bitbein í samfélagslegri umræðu um sjávarútveg og á Alþingi. Á ári hverju hleypur verðmæti aflaheimilida sem settar eru í í þessar ráðstafanir á milljörðum. Segir í skýrslunni að það sé talið um fimm og hálfur til sjö og hálfur milljarður á fiskveiðiárinu 2019 til 20. Erfitt hefur verið að meta árangurinn, markmiðin ekki vel skilgreind og áhrifin á byggðafestu frekar rýr. Meðal annars er lagt til að gerð verði tilraun og hluti af almenna byggðakvótanum, sem hvað mest ósætti hefur verið um, verði leigður út, afraksturinn renni beint til sveitarfélaga og línuívilnun verði aflögð. Ráðherra hefur boðað lagasetningu um sjávarútveg á komandi þingi. Rætt var við Þórodd Bjarnason, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður var Jón Þór Helgason. Fréttaútsendingu stjórnaði Annalísa Hermannsdóttir.
Rennsli eykst enn í Skaftá, en hægt hefur á aukningunni. Búið er að loka Hólaskjóli - hálendismiðstöðinni. Enn er óljóst úr hvorum Skaftárkatli hleypur. Rætt var við Áróru Bryndísi Ásgeirsdóttir sem starfar í Hólaskjóli og Þorstein Þorsteinsson, sérfræðing í jöklarannsóknum á Veðurstofunni. Vaxtamunur hefur ekki minnkað þrátt fyrir bætta afkomu og minni rekstrarkostnað bankanna. Gjaldskrár eru óskýrar og oft óljóst fyrir hvað fólk er að borga. Skógareldarnir í Grikklandi eru þeir mestu innan Evrópusambandsins frá aldamótum. Regnbogatröppur á Akureyri voru spreyjaðar svartar í nótt. Þetta er í annað skipti á þremur dögum sem skemmdarverk hafa verið unnin á regnbogaskreyttum gönguleiðum. Linda Björk Pálsdóttir forvarna- og félagsmálaráðgjafi hjá Akureyrarbæ telur hugsanlegt að innblástur af verknaðinum hafi verið fenginn af svipuðu skemmdarverki á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Svifryksmengun er alvarlegasta heilsufarsógnin sem steðjar að jarðarbúum segir í nýrri skýrslu um ástand loftslagsmála í heiminum. Ef dregið yrði úr henni sem næmi markmiðum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar lengdi það ævi þeirra um 2,3 ár að meðaltali. Viðskiptabankarnir þrír hafa heilt yfir náð fram verulegri hagræðingu í starfsemi sinni og arðsemi bankanna er núna almennt nokkuð hærri en hjá bönkum af svipaðri stærðargráðu á öðrum Norðurlöndunum. Og vaxtamunur bankanna er mun meiri hér en þar. Erfitt getur verið fyrir neytendur að átta sig á hvaða þjónustu þeir eru að kaupa. Þetta eru meginniðurstöður starfshóps sem Lilja Alferðsdóttir viðskiptaráðherra skipaði fyrir ári, til að skoða um gjaldtöku og arðsemi viðskiptabankanna. Ragnhildur Thorlacius ræddi við Breka Karlsson formann Neytendasamtakanna sem sat í starfshópinum. Fuglaflensa hefur komið hart niður á loðdýrabúum í Finnlandi. Hennar hefur orðið vart á um 25 búum og þegar er búið að lóga öllum dýrum á þeim, meira en 120 þúsund minkum og refum. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Einar Eðvald Einarsson á Syðra-Skörðugili í Skagafirði. Hann er formaður loðdýradeildar Bændasamtakanna. Einar hefur ekki miklar áhyggjur af fuglaflensa berist í loðdýr hér, aðstæður á búunum séu aðrar. Umsjónarmaður var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður var Jón Þór Helgason. Annalísa Hermannsdóttir stjórnaði fréttaútsendingu.
Rennsli eykst enn í Skaftá, en hægt hefur á aukningunni. Búið er að loka Hólaskjóli - hálendismiðstöðinni. Enn er óljóst úr hvorum Skaftárkatli hleypur. Rætt var við Áróru Bryndísi Ásgeirsdóttir sem starfar í Hólaskjóli og Þorstein Þorsteinsson, sérfræðing í jöklarannsóknum á Veðurstofunni. Vaxtamunur hefur ekki minnkað þrátt fyrir bætta afkomu og minni rekstrarkostnað bankanna. Gjaldskrár eru óskýrar og oft óljóst fyrir hvað fólk er að borga. Skógareldarnir í Grikklandi eru þeir mestu innan Evrópusambandsins frá aldamótum. Regnbogatröppur á Akureyri voru spreyjaðar svartar í nótt. Þetta er í annað skipti á þremur dögum sem skemmdarverk hafa verið unnin á regnbogaskreyttum gönguleiðum. Linda Björk Pálsdóttir forvarna- og félagsmálaráðgjafi hjá Akureyrarbæ telur hugsanlegt að innblástur af verknaðinum hafi verið fenginn af svipuðu skemmdarverki á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Svifryksmengun er alvarlegasta heilsufarsógnin sem steðjar að jarðarbúum segir í nýrri skýrslu um ástand loftslagsmála í heiminum. Ef dregið yrði úr henni sem næmi markmiðum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar lengdi það ævi þeirra um 2,3 ár að meðaltali. Viðskiptabankarnir þrír hafa heilt yfir náð fram verulegri hagræðingu í starfsemi sinni og arðsemi bankanna er núna almennt nokkuð hærri en hjá bönkum af svipaðri stærðargráðu á öðrum Norðurlöndunum. Og vaxtamunur bankanna er mun meiri hér en þar. Erfitt getur verið fyrir neytendur að átta sig á hvaða þjónustu þeir eru að kaupa. Þetta eru meginniðurstöður starfshóps sem Lilja Alferðsdóttir viðskiptaráðherra skipaði fyrir ári, til að skoða um gjaldtöku og arðsemi viðskiptabankanna. Ragnhildur Thorlacius ræddi við Breka Karlsson formann Neytendasamtakanna sem sat í starfshópinum. Fuglaflensa hefur komið hart niður á loðdýrabúum í Finnlandi. Hennar hefur orðið vart á um 25 búum og þegar er búið að lóga öllum dýrum á þeim, meira en 120 þúsund minkum og refum. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Einar Eðvald Einarsson á Syðra-Skörðugili í Skagafirði. Hann er formaður loðdýradeildar Bændasamtakanna. Einar hefur ekki miklar áhyggjur af fuglaflensa berist í loðdýr hér, aðstæður á búunum séu aðrar. Umsjónarmaður var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður var Jón Þór Helgason. Annalísa Hermannsdóttir stjórnaði fréttaútsendingu.
Georg Lúðvíksson, meðstofnandi Meniga, kom í virkilega skemmtilegt og fróðlegt viðtal í Frumkvöðlaseríuna! Hann hefur marga frumkvöðlafjöruna sopið og hefur mikla reynslu sem við fáum öll að læra af í þessum þætti. Við ræddum meðal annars heimilisbókhaldið, peningauppeldi, fjármálahegðun og margt fleira fáránlega nytsamlegt. Ef þú ert í veseni með sambandið þitt við peninga, eða vilt bara efla góða fjármálastöðu, þá veeerður þú einfaldlega að taka þér tíma í að hlusta.
Ágúst Gylfason var í gær látinn fara sem þjálfari Stjörnunnar, aðstoðarmaður hans, Jökull Elísabetarson, var á sama tilkynntur sem aðalþjálfari. Ágúst fékk Jökul með sér í Stjörnuna þegar hann sjálfur var ráðinn til félagsins eftir tímabilið 2021. Jökull ræddi um breytinguna í viðtali í dag. Hvað hefur vantað upp á hjá Stjörnunni? Hversu miklu hefur Jökull fengið að ráða til þessa?
Charlene var aðeins 14 ára gömul þegar hún hvarf sporlaust úr heimabæ sínum árið 2003. Erfitt reyndist fyrir fjölskyldu hennar að fá aðstoð við leit þar sem lögreglan taldi að hún hafi stungið af. Það var ekki fyrr en nokkrum árum síðar sem lögreglan kom opinberlega fram með kenningu um hvað þeir töldu hafa komið fyrir Charlene og voru tveir menn handteknir. Það átti samt eftir að reynast þeim erfitt að fá réttlæti fyrir Charlene og fjölskyldu hennar. P.s. ekki borða kebab við hlustun á þessum hætti þakkið mér seinna Viltu meira efni? www.pardus.is/mordskurinn Fylgdu okkur á samfélagsmiðlum: www.facebook.com/mordskurinn www.instagram.com/mordskurinn
Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir viðvarandi álag í heilbrigðiskerfinu ýta undir hættu á alvarlegum atvikum. Hann hefur áhyggjur af brotthvarfi fagfólks úr heilbrigðisstéttum. Hafdís Helga Helgadóttir ræddi við hann. Meðalstyrkur brennisteinsvetnis mældist óvenjuhár á höfuðborgarsvæðinu í dag, á þrettánda degi jóla. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir að mengunin sé ekki hættuleg fólki, en gæti haft áhrif á raftæki. Pétur Magnússon talaði við hann. Minnihlutafulltrúar Framsóknarflokksins í bæjarstjórn á Akureyri vilja ljúka viðræðum við Landsnet um þá ákvörðun að Blöndulína þrjú verði lögð sem loftlína til bæjarins. Jarðstrengur geti komið síðar. Störukeppni um málið verði að linna. Ágúst Ólafsson sagði frá og talaði við Sunnu Hlín Jóhannesdóttur bæjarfulltrúa. Héraðsdómur Reykjavíkur breytti í dag dómi sem hafði verið birtur um gróft líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi manns gagnvart konu. Harðlega var gagnrýnt að nafn afbrotamannsins hafði verið máð burtu og var nafnið því birt í dag. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, dómstjóri við Héraðsdóm Reykjavíkur, segir vandvirkni starfsfólks dómstólsins hafa ráðið því að nafnið var upphaflega hulið. Kristín Sigurðardóttir talaði við Ingibjörgu. Dómsmálaráðuneytið hefur áfrýjað niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Husseins Husseins, íraksks innflytjanda og fjölskyldu hans til Landsréttar. Þau voru flutt nauðug til Grikklands eftir að hafa dvalið á Íslandi í tæp tvö ár. Héraðsdómur taldi brottvísunina ólöglega. Fólkið sneri aftur til Íslands þegar sú niðurstaða lá fyrir. Landsvirkjun hætti um áramót að afhenda græn vottorð til smásala raforku á Íslandi án endurgjalds. Þess í stað verða þessi vottorð seld á evrópskum markaði. Þetta þýðir að íslensk smásölufyrirtæki ? Orka náttúrunnar, HS Orka eða Straumlind til dæmis ? mega ekki markaðssetja orkuna sem keypt er af Landsvirkjun sem græna. Nema að greiða fyrir það. Alexander Kristjánsson ræddi við Val Ægisson, forstöðumann viðskiptastýringar hjá Landsvirkjun. Erfitt ástand var í heilbrigðiskerfinu á Englandi milli jóla og nýárs og dæmi um að sjúklingar þyrftu að bíða á aðra klukkustund í sjúkrabílum áður en hægt var að flytja þá inn á bráðamóttöku sjúkrahúsa. Inflúensufaraldri og fjölgun kovid-tilfella var um að kenna. Vaxtahækkarnir. Dýrari matur. Hærra raforkuverð. Hagur fólks fer versnandi í Svíþjóð líkt og víða annars staðar þessi misserin. Starfsfólk mötuneyta í sumum skólu
Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir viðvarandi álag í heilbrigðiskerfinu ýta undir hættu á alvarlegum atvikum. Hann hefur áhyggjur af brotthvarfi fagfólks úr heilbrigðisstéttum. Hafdís Helga Helgadóttir ræddi við hann. Meðalstyrkur brennisteinsvetnis mældist óvenjuhár á höfuðborgarsvæðinu í dag, á þrettánda degi jóla. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir að mengunin sé ekki hættuleg fólki, en gæti haft áhrif á raftæki. Pétur Magnússon talaði við hann. Minnihlutafulltrúar Framsóknarflokksins í bæjarstjórn á Akureyri vilja ljúka viðræðum við Landsnet um þá ákvörðun að Blöndulína þrjú verði lögð sem loftlína til bæjarins. Jarðstrengur geti komið síðar. Störukeppni um málið verði að linna. Ágúst Ólafsson sagði frá og talaði við Sunnu Hlín Jóhannesdóttur bæjarfulltrúa. Héraðsdómur Reykjavíkur breytti í dag dómi sem hafði verið birtur um gróft líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi manns gagnvart konu. Harðlega var gagnrýnt að nafn afbrotamannsins hafði verið máð burtu og var nafnið því birt í dag. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, dómstjóri við Héraðsdóm Reykjavíkur, segir vandvirkni starfsfólks dómstólsins hafa ráðið því að nafnið var upphaflega hulið. Kristín Sigurðardóttir talaði við Ingibjörgu. Dómsmálaráðuneytið hefur áfrýjað niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Husseins Husseins, íraksks innflytjanda og fjölskyldu hans til Landsréttar. Þau voru flutt nauðug til Grikklands eftir að hafa dvalið á Íslandi í tæp tvö ár. Héraðsdómur taldi brottvísunina ólöglega. Fólkið sneri aftur til Íslands þegar sú niðurstaða lá fyrir. Landsvirkjun hætti um áramót að afhenda græn vottorð til smásala raforku á Íslandi án endurgjalds. Þess í stað verða þessi vottorð seld á evrópskum markaði. Þetta þýðir að íslensk smásölufyrirtæki ? Orka náttúrunnar, HS Orka eða Straumlind til dæmis ? mega ekki markaðssetja orkuna sem keypt er af Landsvirkjun sem græna. Nema að greiða fyrir það. Alexander Kristjánsson ræddi við Val Ægisson, forstöðumann viðskiptastýringar hjá Landsvirkjun. Erfitt ástand var í heilbrigðiskerfinu á Englandi milli jóla og nýárs og dæmi um að sjúklingar þyrftu að bíða á aðra klukkustund í sjúkrabílum áður en hægt var að flytja þá inn á bráðamóttöku sjúkrahúsa. Inflúensufaraldri og fjölgun kovid-tilfella var um að kenna. Vaxtahækkarnir. Dýrari matur. Hærra raforkuverð. Hagur fólks fer versnandi í Svíþjóð líkt og víða annars staðar þessi misserin. Starfsfólk mötuneyta í sumum skólu
Árið sem er að líða var erfitt fyrir Bretland og marga Breta. Lífskjarakrísan svokallaða hefur lagst þungt á samfélagið, stjórnvöld voru líka í krísu - þrír forsætisráðherrar á árinu segja sína sögu - og svo dó drottningin. Sigrún Davíðsdóttir fór yfir það helsta. Lífskjarakrísan hefur bitið víðar en í Bretlandi. Við fórum yfir efnahagsmál í heiminum á árinu sem er að líða með Ásgeiri Brynjari Torfasyni. Fjölmiðlar víða um heim keppast við að útnefna manneskjur ársins, og sums staðar eru valin orð ársins. Vera Illugadóttir fór yfir orð ársins víða í löndunum í kringum okkur. Tónlist: Here, there and everywhere - Paul McCartney Time of the season - The Zombies The Boxer - Simon and Garfunkel
Árið sem er að líða var erfitt fyrir Bretland og marga Breta. Lífskjarakrísan svokallaða hefur lagst þungt á samfélagið, stjórnvöld voru líka í krísu - þrír forsætisráðherrar á árinu segja sína sögu - og svo dó drottningin. Sigrún Davíðsdóttir fór yfir það helsta. Lífskjarakrísan hefur bitið víðar en í Bretlandi. Við fórum yfir efnahagsmál í heiminum á árinu sem er að líða með Ásgeiri Brynjari Torfasyni. Fjölmiðlar víða um heim keppast við að útnefna manneskjur ársins, og sums staðar eru valin orð ársins. Vera Illugadóttir fór yfir orð ársins víða í löndunum í kringum okkur. Tónlist: Here, there and everywhere - Paul McCartney Time of the season - The Zombies The Boxer - Simon and Garfunkel
Þjóðarleiðtogar og ráðherrar á Vesturlöndum eru sammála um að Rússar beri ábyrgð á sprengingunni í Póllandi, hvort sem eldflaugin var rússnesk eða úkraínsk. Úkraínumenn vilja taka þátt í vettvangsrannsókninni. Forsætisráðherra segir mikilvægt að efla varnir landsins gegn hvers kyns netárásum. Málið sé í forgangi hjá þjóðaröryggisráði en töluvert verk sé enn óunnið. Sálfræðingar flýja heilsugæsluna vegna skipulagsbreytinga sem gerðar voru fyrr á árinu í óþökk þeirra. Formaður Félags sálfræðinga í heilsugæslu segir þjónustuna verri fyrir vikið. Íslensk stjórnvöld leggja á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna áherslu á, eins og hingað til, að hlýnun jarðar fari ekki yfir eina og hálfa gráðu. Matvælaráðherra segir að öllu skipti að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, en lausnin sé margþætt og flókin. Bragi Valdimar Skúlason hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu. ------ Farið er að síga á seinni hluta Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi. Henni lýkur á föstudag og tuttugu þúsund þátttakendur snúa þá heim á leið. Ætlun þeirra flestra er að vera nær því að tryggja markmið Parísarsamkomulagsins um að hlýnun jarðar verði ekki meiri en ein og hálf gráða frá því sem var við upphaf iðnbyltingar. Erfitt hefur reynst að ná samhljómi um hvernig. Í Glasgow í fyrra skrifuðu þátttakendur upp á yfirlýsingar um að dregið skyldi skarpt og verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Nú óttast sumir að reynt sé að ná málamiðlun í skjóli þess að markmiðið um eina og hálfa gráðu sé ekki raunsætt. Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands, viðraði slíkar áhyggjur við fjölmiðla nýlega, en sagði ekki hægt að sættast á slíkt. Samtök fátækari ríkja á fundinum hafa líka lýst því yfir að ekki megi þynna út markmiðin og standa verði við að draga úr losun um helming fyrir 2030. Samtöl um það sem kallað hefur verið töp og tjón í þessu samhengi snúast að nokkru um að ríkari löndin verði að hjálpa þeim fátækari með fjárframlögum að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga sem koma hvað harðast niður á þeim fátæku. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra er í Egyptlandi fyrir hönd Íslands og ávarpaði samkomuna í gær. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Svandísi. Verðbólgan er komin yfir ellefu prósent í Bretlandi. Hún hefur ekki verið meiri í rúmlega fjóra áratugi. Efnahagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar verða kynntar á morgun.Breska hagstofan ONS tilkynnti í morgun að verðbólgan í október hefði verið 11,1 prósent. Hún hefur ekki verið meiri frá árinu 1981, - í 41 ár. Ástæðan að þessu sinni er einkum aukinn
Þjóðarleiðtogar og ráðherrar á Vesturlöndum eru sammála um að Rússar beri ábyrgð á sprengingunni í Póllandi, hvort sem eldflaugin var rússnesk eða úkraínsk. Úkraínumenn vilja taka þátt í vettvangsrannsókninni. Forsætisráðherra segir mikilvægt að efla varnir landsins gegn hvers kyns netárásum. Málið sé í forgangi hjá þjóðaröryggisráði en töluvert verk sé enn óunnið. Sálfræðingar flýja heilsugæsluna vegna skipulagsbreytinga sem gerðar voru fyrr á árinu í óþökk þeirra. Formaður Félags sálfræðinga í heilsugæslu segir þjónustuna verri fyrir vikið. Íslensk stjórnvöld leggja á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna áherslu á, eins og hingað til, að hlýnun jarðar fari ekki yfir eina og hálfa gráðu. Matvælaráðherra segir að öllu skipti að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, en lausnin sé margþætt og flókin. Bragi Valdimar Skúlason hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu. ------ Farið er að síga á seinni hluta Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi. Henni lýkur á föstudag og tuttugu þúsund þátttakendur snúa þá heim á leið. Ætlun þeirra flestra er að vera nær því að tryggja markmið Parísarsamkomulagsins um að hlýnun jarðar verði ekki meiri en ein og hálf gráða frá því sem var við upphaf iðnbyltingar. Erfitt hefur reynst að ná samhljómi um hvernig. Í Glasgow í fyrra skrifuðu þátttakendur upp á yfirlýsingar um að dregið skyldi skarpt og verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Nú óttast sumir að reynt sé að ná málamiðlun í skjóli þess að markmiðið um eina og hálfa gráðu sé ekki raunsætt. Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands, viðraði slíkar áhyggjur við fjölmiðla nýlega, en sagði ekki hægt að sættast á slíkt. Samtök fátækari ríkja á fundinum hafa líka lýst því yfir að ekki megi þynna út markmiðin og standa verði við að draga úr losun um helming fyrir 2030. Samtöl um það sem kallað hefur verið töp og tjón í þessu samhengi snúast að nokkru um að ríkari löndin verði að hjálpa þeim fátækari með fjárframlögum að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga sem koma hvað harðast niður á þeim fátæku. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra er í Egyptlandi fyrir hönd Íslands og ávarpaði samkomuna í gær. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Svandísi. Verðbólgan er komin yfir ellefu prósent í Bretlandi. Hún hefur ekki verið meiri í rúmlega fjóra áratugi. Efnahagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar verða kynntar á morgun.Breska hagstofan ONS tilkynnti í morgun að verðbólgan í október hefði verið 11,1 prósent. Hún hefur ekki verið meiri frá árinu 1981, - í 41 ár. Ástæðan að þessu sinni er einkum aukinn
Rússar segjast ætla að hörfa frá Kherson héraði í Úkraínu. Ráðamenn þar taka þeim fyrirætlunum með fyrirvara. Úrslita er enn beðið í fimm ríkjum í Bandaríkjunum eftir kosningarnar í gær. Rauðu holskeflunni sem Repúblikanar spáðu hefur verið líkt við bleika skvettu. Auka þarf fjárframlög til geðheilbrigðismála til að stytta biðtíma eftir þjónustu og taka á viðvarandi manneklu. Þingmenn lýstu áhyggjum af stöðu mála á Alþingi í dag. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Belarús segir leiðina í átt að lýðræði markast af þjáningu og tárum. Erfitt sé að vera bjartsýnn þegar vinir manns eigi yfir höfði sér dauðadóm fyrir andóf. Tæpum eitthundrað þrjátíu og tvö þúsund tonnum af loðnu er úthlutað til íslenskra fiskiskipa á komandi vertíð. Tuttugu og eitt skip er skráð með loðnukvóta. ----- Rauða bylgjan eða jafnvel holskeflan sem Repúblikanar í Bandaríkjunum spáðu að myndi rísa í kosningunum í gær minnti frekar á bleika skvettu, svo vitnað sé í fyrirsögn á vef Time fréttatímaritsins. Reyndar bendir fátt til annars en að þeir tryggi sér meirihluta í fulltrúadeild þingsins en tvísýnt er um úrslit í öldungadeildinni. Undir kvöld höfðu Demókratar tryggt sér 48 þingsæti og Repúblikanar 47. Búist er við að úrslit í Nevada verði ekki kynnt fyrr en að nokkrum dögum liðnum vegna tímans sem það tekur að telja utankjörfundaratkvæði. Þá stefnir allt í bráðabana í Georgíu milli Raphaels Warnocks, þingmanns Demókrata, og Repúblikanans Herschels Walkers, sem bauð sig fram á móti honum. Þar þarf frambjóðandi að fá 50 prósent atkvæða til að ná kjöri. Bráðabaninn fer að líkindum fram fljótlega eftir mánaðamót. Ásgeir Tómasson tók saman atburði næturinnar og dagsins. Þingkosningarnar í Bandaríkjunum voru æsispennandi og margt sem kom nokkuð á óvart. Ekki er von á endanlegri niðurstöðu strax, en úrslit í öldungadeildinni eru svo gott sem ráðin, en þó getur ennþá ýmislegt gerst. En ef svo fer sem horfir þá verður sætum í öldunadeildinni skipt jafnt, aftur, og þá myndi Kamala Harris varaforseti hafa oddaatkvæði. Þessar kosningar eru merkilegar fyrir margra hluta sakir.Bjarni Rúnarsson ræddi við Silju Báru Ómarsdóttur prófessor í stjórnmálafræði og Hafstein Einarsson dósent við Stjórnmálafræðifræðideild Háskóla Íslands. Umsjónarmaður: Bjarni Rúnarsson. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn fréttaútsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir.
Rússar segjast ætla að hörfa frá Kherson héraði í Úkraínu. Ráðamenn þar taka þeim fyrirætlunum með fyrirvara. Úrslita er enn beðið í fimm ríkjum í Bandaríkjunum eftir kosningarnar í gær. Rauðu holskeflunni sem Repúblikanar spáðu hefur verið líkt við bleika skvettu. Auka þarf fjárframlög til geðheilbrigðismála til að stytta biðtíma eftir þjónustu og taka á viðvarandi manneklu. Þingmenn lýstu áhyggjum af stöðu mála á Alþingi í dag. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Belarús segir leiðina í átt að lýðræði markast af þjáningu og tárum. Erfitt sé að vera bjartsýnn þegar vinir manns eigi yfir höfði sér dauðadóm fyrir andóf. Tæpum eitthundrað þrjátíu og tvö þúsund tonnum af loðnu er úthlutað til íslenskra fiskiskipa á komandi vertíð. Tuttugu og eitt skip er skráð með loðnukvóta. ----- Rauða bylgjan eða jafnvel holskeflan sem Repúblikanar í Bandaríkjunum spáðu að myndi rísa í kosningunum í gær minnti frekar á bleika skvettu, svo vitnað sé í fyrirsögn á vef Time fréttatímaritsins. Reyndar bendir fátt til annars en að þeir tryggi sér meirihluta í fulltrúadeild þingsins en tvísýnt er um úrslit í öldungadeildinni. Undir kvöld höfðu Demókratar tryggt sér 48 þingsæti og Repúblikanar 47. Búist er við að úrslit í Nevada verði ekki kynnt fyrr en að nokkrum dögum liðnum vegna tímans sem það tekur að telja utankjörfundaratkvæði. Þá stefnir allt í bráðabana í Georgíu milli Raphaels Warnocks, þingmanns Demókrata, og Repúblikanans Herschels Walkers, sem bauð sig fram á móti honum. Þar þarf frambjóðandi að fá 50 prósent atkvæða til að ná kjöri. Bráðabaninn fer að líkindum fram fljótlega eftir mánaðamót. Ásgeir Tómasson tók saman atburði næturinnar og dagsins. Þingkosningarnar í Bandaríkjunum voru æsispennandi og margt sem kom nokkuð á óvart. Ekki er von á endanlegri niðurstöðu strax, en úrslit í öldungadeildinni eru svo gott sem ráðin, en þó getur ennþá ýmislegt gerst. En ef svo fer sem horfir þá verður sætum í öldunadeildinni skipt jafnt, aftur, og þá myndi Kamala Harris varaforseti hafa oddaatkvæði. Þessar kosningar eru merkilegar fyrir margra hluta sakir.Bjarni Rúnarsson ræddi við Silju Báru Ómarsdóttur prófessor í stjórnmálafræði og Hafstein Einarsson dósent við Stjórnmálafræðifræðideild Háskóla Íslands. Umsjónarmaður: Bjarni Rúnarsson. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn fréttaútsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir.
Spegillinn 8. nóvember 2022 Þingkosningar í Bandaríkjunum standa nú yfir. Repúblikönum er spáð góðu gengi í kosningum til fulltrúadeildar en spennan er mikil í kosningum til öldungadeildar. Óvíst er hvort fatlaður maður sem vísað var úr landi í síðustu viku kemur aftur til landsins til að gefa skýrslu. Lögmaður hans fór fram á það í dag að hann verði kallaður fyrir héraðsdóm. Erfitt er að nálgast málefni flóttafólks af yfirvegun, segir lektor í lögfræði við Háskóla Íslands. Fólk má auðvitað sýna tilfinningar, en gera verði þá kröfu að talað sé út frá staðreyndum og bestu þekkingu. Ekkert bendir til þess að efnahagsástandið í löndunum í kringum okkur hafi áhrif á jólaverslunina hér á landi. Hún er ekki hafin en viðbúið að hún fari í gang tuttugasta og fimmta nóvember, en þá er svokallaður svartur föstudagur. Er Ísland að drukkna í flóttafólki? Þetta var yfirskrift hádegisfundar sem Alþjóðamálstofnun Háskóla Íslands og fleiri boðuðu til í í dag. Kári Hólmar Ragnarsson lektor við lagadeild Háskóla Íslands fór þar yfir ýmis atriði í innlendu og alþjóðlegu regluverki í málefnum flóttafólks, málaflokki sem vekur tíðum upp heitar og tilfinningaríkar umræður. Spegillinn ræddi við Kára Hólmar eftir fundinn í dag. Margir kaupa föt langt umfram þarfir, og fjöldaframleiðsla á fatnaði er stórt umhverfisvandamál. Fyrir skemmstu tók Rauði Krossinn föt frá kínverska fataframleiðandanum SHEIN úr umferð vegna mögulegra eiturefna í fötunum. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir fréttamaður ræddi við Magneu Einarsdóttur fatahönnuð um fjöldaframleiðslu á fatnaði. Þær skoðuðu kápu sem kostar í vefverslun 35 evrur, eða um fimm þúsund íslenskar krónur. Hvernig er kápa sem þessi framleidd? Stjórnvöld á Ítalíu meina nokkur hundruð hælisleitendum að stíga í land úr björgunarskipum sem komu til hafnar í Sikiley um síðustu helgi. Þriðja skipið bættist við í dag og nokkur eru á leið til eyjarinnar. Umsjón: Bjarni Rúnarsson Tæknimaður: Kormákur Marðarson Stjórn fréttaútsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir
Spegillinn 8. nóvember 2022 Þingkosningar í Bandaríkjunum standa nú yfir. Repúblikönum er spáð góðu gengi í kosningum til fulltrúadeildar en spennan er mikil í kosningum til öldungadeildar. Óvíst er hvort fatlaður maður sem vísað var úr landi í síðustu viku kemur aftur til landsins til að gefa skýrslu. Lögmaður hans fór fram á það í dag að hann verði kallaður fyrir héraðsdóm. Erfitt er að nálgast málefni flóttafólks af yfirvegun, segir lektor í lögfræði við Háskóla Íslands. Fólk má auðvitað sýna tilfinningar, en gera verði þá kröfu að talað sé út frá staðreyndum og bestu þekkingu. Ekkert bendir til þess að efnahagsástandið í löndunum í kringum okkur hafi áhrif á jólaverslunina hér á landi. Hún er ekki hafin en viðbúið að hún fari í gang tuttugasta og fimmta nóvember, en þá er svokallaður svartur föstudagur. Er Ísland að drukkna í flóttafólki? Þetta var yfirskrift hádegisfundar sem Alþjóðamálstofnun Háskóla Íslands og fleiri boðuðu til í í dag. Kári Hólmar Ragnarsson lektor við lagadeild Háskóla Íslands fór þar yfir ýmis atriði í innlendu og alþjóðlegu regluverki í málefnum flóttafólks, málaflokki sem vekur tíðum upp heitar og tilfinningaríkar umræður. Spegillinn ræddi við Kára Hólmar eftir fundinn í dag. Margir kaupa föt langt umfram þarfir, og fjöldaframleiðsla á fatnaði er stórt umhverfisvandamál. Fyrir skemmstu tók Rauði Krossinn föt frá kínverska fataframleiðandanum SHEIN úr umferð vegna mögulegra eiturefna í fötunum. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir fréttamaður ræddi við Magneu Einarsdóttur fatahönnuð um fjöldaframleiðslu á fatnaði. Þær skoðuðu kápu sem kostar í vefverslun 35 evrur, eða um fimm þúsund íslenskar krónur. Hvernig er kápa sem þessi framleidd? Stjórnvöld á Ítalíu meina nokkur hundruð hælisleitendum að stíga í land úr björgunarskipum sem komu til hafnar í Sikiley um síðustu helgi. Þriðja skipið bættist við í dag og nokkur eru á leið til eyjarinnar. Umsjón: Bjarni Rúnarsson Tæknimaður: Kormákur Marðarson Stjórn fréttaútsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar fréttahluta: Margrét Júlía Ingimarsdóttir. Stórbruni varð á Egilsstöðum í dag þegar kviknaði í þvottahúsinu Vaski, lítið varð ráðið við eldinn fyrr en liðsauki barst frá flugvallarslökkviliðinu. Íbúar eru beðnir að loka gluggum og kynda til að varna því að reyk leggi inn. Rúnar Snær Reynisson fréttamaður var á vettvangi og ræddi við Harald Geir Eðvarðsson slökkviliðsstjóra Múlaþings. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ræðir á föstudag um skemmdir á rússneskum gasleiðslum í Eystrasalti. Rússar bera af sér sök um skemmdarverk og óskuðu eftir fundinum. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir að grannt verði fylgst með framvindu mála. Það væri fínt að geta fengið að vera í almennilegum skóla segir Arna Sif Jóhannssdóttir, nemandi í níunda bekk Hagaskóla. Bæta þarf við útistigum og breyta gluggum til að tryggja brunavarnir í húsi skólans í Ármúla segir Björn Kjartansson, sviðsstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir tók saman. Fjárhagsstaða sveitarfélaga hefur aldrei verið jafn bág og nú að mati nýkjörins Heiðu Bjargar Hilmisdóttur formanns sambands þeirra. Erfitt sé að gera áætlanir fyrir næsta ár þegar óvíst sé um tekjustofna. Ágúst Ólafsson ræddi við hana. Saksóknari fer fram á fimm ára dóm yfir þremur einstaklingum fyrir aðild að morði í Rauðagerði í febrúar í fyrra. Karlmaður var dæmdur í sextán ára fangelsi í héraðsdómi fyrir að hafa játað á sig manndrápið, en þremenningarnir voru sýknaðir. Alexander Kristjánsson sagði frá málflutningi í Landsrétti. ------------- Eyjarskeggjum á dönsku eyjunum Borgundarhólmi og Kristjánsey er órótt yfir að vera allt í einu í miðjum hráskinnaleik á heimssviðinu. Flestum að Danmörk að hún sé ekki svo fjarri og stríð og átök hafi færst nær við fréttir af sprengingum og skemmdarverkum í Eystrasalti. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra um viðbragð Íslands og NATO. Næstu tveir sólarhringar verða andstyggilegir, segir Ron DeSantis, ríkisstjóri í Flórída í Bandaríkjunum. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í ríkinu vegna fellibylsins Ians sem nær landi í kvöld eða nótt. Ásgeir Tómasson tók saman. Hvaða máli skiptir hamingjan? Embætti landlæknis hefur mælt og skráð hamingju Íslendinga staðfastlega í nær tvo áratugi. Hafdís Helga Helgadóttir ræddi við Dóru Guðrúnu Guðmundsdóttur sviðsstjóra lýðheilsu hjá Landlækni um hamingjumælingar og versnandi líðan íslenskra ungmenna eftir C
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar fréttahluta: Margrét Júlía Ingimarsdóttir. Stórbruni varð á Egilsstöðum í dag þegar kviknaði í þvottahúsinu Vaski, lítið varð ráðið við eldinn fyrr en liðsauki barst frá flugvallarslökkviliðinu. Íbúar eru beðnir að loka gluggum og kynda til að varna því að reyk leggi inn. Rúnar Snær Reynisson fréttamaður var á vettvangi og ræddi við Harald Geir Eðvarðsson slökkviliðsstjóra Múlaþings. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ræðir á föstudag um skemmdir á rússneskum gasleiðslum í Eystrasalti. Rússar bera af sér sök um skemmdarverk og óskuðu eftir fundinum. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir að grannt verði fylgst með framvindu mála. Það væri fínt að geta fengið að vera í almennilegum skóla segir Arna Sif Jóhannssdóttir, nemandi í níunda bekk Hagaskóla. Bæta þarf við útistigum og breyta gluggum til að tryggja brunavarnir í húsi skólans í Ármúla segir Björn Kjartansson, sviðsstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir tók saman. Fjárhagsstaða sveitarfélaga hefur aldrei verið jafn bág og nú að mati nýkjörins Heiðu Bjargar Hilmisdóttur formanns sambands þeirra. Erfitt sé að gera áætlanir fyrir næsta ár þegar óvíst sé um tekjustofna. Ágúst Ólafsson ræddi við hana. Saksóknari fer fram á fimm ára dóm yfir þremur einstaklingum fyrir aðild að morði í Rauðagerði í febrúar í fyrra. Karlmaður var dæmdur í sextán ára fangelsi í héraðsdómi fyrir að hafa játað á sig manndrápið, en þremenningarnir voru sýknaðir. Alexander Kristjánsson sagði frá málflutningi í Landsrétti. ------------- Eyjarskeggjum á dönsku eyjunum Borgundarhólmi og Kristjánsey er órótt yfir að vera allt í einu í miðjum hráskinnaleik á heimssviðinu. Flestum að Danmörk að hún sé ekki svo fjarri og stríð og átök hafi færst nær við fréttir af sprengingum og skemmdarverkum í Eystrasalti. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra um viðbragð Íslands og NATO. Næstu tveir sólarhringar verða andstyggilegir, segir Ron DeSantis, ríkisstjóri í Flórída í Bandaríkjunum. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í ríkinu vegna fellibylsins Ians sem nær landi í kvöld eða nótt. Ásgeir Tómasson tók saman. Hvaða máli skiptir hamingjan? Embætti landlæknis hefur mælt og skráð hamingju Íslendinga staðfastlega í nær tvo áratugi. Hafdís Helga Helgadóttir ræddi við Dóru Guðrúnu Guðmundsdóttur sviðsstjóra lýðheilsu hjá Landlækni um hamingjumælingar og versnandi líðan íslenskra ungmenna eftir C
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar fréttahluta: Margrét Júlía Ingimarsdóttir. Stórbruni varð á Egilsstöðum í dag þegar kviknaði í þvottahúsinu Vaski, lítið varð ráðið við eldinn fyrr en liðsauki barst frá flugvallarslökkviliðinu. Íbúar eru beðnir að loka gluggum og kynda til að varna því að reyk leggi inn. Rúnar Snær Reynisson fréttamaður var á vettvangi og ræddi við Harald Geir Eðvarðsson slökkviliðsstjóra Múlaþings. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ræðir á föstudag um skemmdir á rússneskum gasleiðslum í Eystrasalti. Rússar bera af sér sök um skemmdarverk og óskuðu eftir fundinum. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir að grannt verði fylgst með framvindu mála. Það væri fínt að geta fengið að vera í almennilegum skóla segir Arna Sif Jóhannssdóttir, nemandi í níunda bekk Hagaskóla. Bæta þarf við útistigum og breyta gluggum til að tryggja brunavarnir í húsi skólans í Ármúla segir Björn Kjartansson, sviðsstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir tók saman. Fjárhagsstaða sveitarfélaga hefur aldrei verið jafn bág og nú að mati nýkjörins Heiðu Bjargar Hilmisdóttur formanns sambands þeirra. Erfitt sé að gera áætlanir fyrir næsta ár þegar óvíst sé um tekjustofna. Ágúst Ólafsson ræddi við hana. Saksóknari fer fram á fimm ára dóm yfir þremur einstaklingum fyrir aðild að morði í Rauðagerði í febrúar í fyrra. Karlmaður var dæmdur í sextán ára fangelsi í héraðsdómi fyrir að hafa játað á sig manndrápið, en þremenningarnir voru sýknaðir. Alexander Kristjánsson sagði frá málflutningi í Landsrétti. ------------- Eyjarskeggjum á dönsku eyjunum Borgundarhólmi og Kristjánsey er órótt yfir að vera allt í einu í miðjum hráskinnaleik á heimssviðinu. Flestum að Danmörk að hún sé ekki svo fjarri og stríð og átök hafi færst nær við fréttir af sprengingum og skemmdarverkum í Eystrasalti. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra um viðbragð Íslands og NATO. Næstu tveir sólarhringar verða andstyggilegir, segir Ron DeSantis, ríkisstjóri í Flórída í Bandaríkjunum. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í ríkinu vegna fellibylsins Ians sem nær landi í kvöld eða nótt. Ásgeir Tómasson tók saman. Hvaða máli skiptir hamingjan? Embætti landlæknis hefur mælt og skráð hamingju Íslendinga staðfastlega í nær tvo áratugi. Hafdís Helga Helgadóttir ræddi við Dóru Guðrúnu Guðmundsdóttur sviðsstjóra lýðheilsu hjá Landlækni um hamingjumælingar og versnandi líðan íslenskra ungmenna eftir C
Við höfum verið að taka eftir því uppá síðakastið hvað við erum að verða ógeðslega frægir svo við ákváðum að segja frá okkar reynslu af frægðinni. Tómas læddist inn og fékk að vera með. Í stuttu máli þá er mjög pirrandi að kaupa kex sem frægur perónuleiki.
Sverrir Mar, Óskar Smári og Gylfi Tryggva settust niður þrátt fyrir allt og fóru yfir fimmtu umferðina í 2. og 3. deild karla.Meðal umræðuefnis:Pollið á Twitter sagði að Gylfi bullaði mest en hann var með svör við því. Erfitt að lesa í nokkur lið og aðeins tvö lið eru eftir stigalaus. Vanmat hjá Víði? Hvort eru Dalvík eða Sindri besta liðið í 3.deild? Stígandi fyrir austanÞátturinn er í boði Bola, Jako, Ice og Acan.is.Hægt er að hlusta á í spilaranum hér að ofan, í gegnum Podcast forrit eða á Spotify.
Þáttur dagsins fjallar um samband mannkynsins við efni. Nánar tiltekið ákveðinn málm. Erfitt er að ímynda sér heiminn og allt það sem mannkynið hefur áorkað ef fólk hefði aldrei náð að höndla þetta efni sem forfeður okkar og mæður trúðu að væri gjöf frá guðunum. Hér er ekki um að ræða glitrandi gull, skínandi silfur eða krúttlegan kopar. Málmurinn sem mótaði mannkynið er hið gráa og harða STÁL. Það eru Borg Brugghús/Bríó og Omnom sem bjóða upp á Drauga fortíðar.
Landspítalinn leysir ekki einn og sér úr því alvarlega vandamáli að starfsfólk hættir þar vegna álags segir Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á spítalanum. Anna Lilja Þórisdóttir talaði við hana. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra er bjartsýn á að ný ríkisstjórn verði mynduð, stjórnarsáttmáli kynntur og fjárlagafrumvarp lagt fram fyrir mánaðamót og gefur lítið fyrir tal stjórnarandstöðu um seinagang. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir ræddi við Katrínu. Börnum yngri en 12 ára verður boðin kórónuveirubólusetning hér á landi ef það verður samþykkt af Evrópsku sóttvarnastofnuninni. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Anna Lilja Þórisdóttir tók saman. Stjórnvöld í Bresku Kólumbíu í Kanada hafa lýst yfir neyðarástandi vegna óveðurs sem gekk þar yfir um síðustu helgi. Erfitt er að koma aðstoð til fólks sem einangraðist í illviðrinu. Ásgeir Tómasson sagði frá. Ríflega helmingur þeirra sem hafa sótt um aðstoð á þessu ári hjá umboðsmanni skuldara býr í leiguhúsnæði. Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður segir að þessi hópur hafi farið stækkandi á undanförnum árum. Höskuldur Kári Schram ræddi við hana. ------------ Leigjendum hefur fækkað og leiga hélst nokkuð stöðug í fyrra en hún hefur hækkað síðustu mánuði. Anna Kristin Jónsdóttir ræddi við Karlottu Halldórsdóttur, hagfræðing hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Mikill meirihluti aldraðra á hjúkrunarheimilum þjáist vegna tannvandamála sem ekki eru meðhöndluð. Arnhildur Hálfdánardóttir tók saman. Viðæmælendur: Eva Guðrún Sveinsdóttir, tannlæknir. Hólmfríður Guðmundsdóttir, tannlæknir hjá Embætti landlæknis og Aðalheiður Svana Sigurðardóttir, doktorsnemi í tannsmíði, Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar fréttahluta: Ingibjörg Sara Guðmunsdóttir.
Landspítalinn leysir ekki einn og sér úr því alvarlega vandamáli að starfsfólk hættir þar vegna álags segir Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á spítalanum. Anna Lilja Þórisdóttir talaði við hana. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra er bjartsýn á að ný ríkisstjórn verði mynduð, stjórnarsáttmáli kynntur og fjárlagafrumvarp lagt fram fyrir mánaðamót og gefur lítið fyrir tal stjórnarandstöðu um seinagang. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir ræddi við Katrínu. Börnum yngri en 12 ára verður boðin kórónuveirubólusetning hér á landi ef það verður samþykkt af Evrópsku sóttvarnastofnuninni. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Anna Lilja Þórisdóttir tók saman. Stjórnvöld í Bresku Kólumbíu í Kanada hafa lýst yfir neyðarástandi vegna óveðurs sem gekk þar yfir um síðustu helgi. Erfitt er að koma aðstoð til fólks sem einangraðist í illviðrinu. Ásgeir Tómasson sagði frá. Ríflega helmingur þeirra sem hafa sótt um aðstoð á þessu ári hjá umboðsmanni skuldara býr í leiguhúsnæði. Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður segir að þessi hópur hafi farið stækkandi á undanförnum árum. Höskuldur Kári Schram ræddi við hana. ------------ Leigjendum hefur fækkað og leiga hélst nokkuð stöðug í fyrra en hún hefur hækkað síðustu mánuði. Anna Kristin Jónsdóttir ræddi við Karlottu Halldórsdóttur, hagfræðing hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Mikill meirihluti aldraðra á hjúkrunarheimilum þjáist vegna tannvandamála sem ekki eru meðhöndluð. Arnhildur Hálfdánardóttir tók saman. Viðæmælendur: Eva Guðrún Sveinsdóttir, tannlæknir. Hólmfríður Guðmundsdóttir, tannlæknir hjá Embætti landlæknis og Aðalheiður Svana Sigurðardóttir, doktorsnemi í tannsmíði, Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar fréttahluta: Ingibjörg Sara Guðmunsdóttir.
Erfitt er að ímynda sér hvernig heimurinn var áður en plast var fundið upp. Matarílát voru iðulega úr postulíni, viði og jafnvel málmi. Auk þess voru alls kyns dýraafurðir notaðar í miklum mæli. Plastið er ótrúlegt efni, svo endingargott að það tekur margar aldir að brotna fullkomlega niður. Það þýðir að nær allt plast sem hefur verið framleitt er enn á plánetunni í einhverjum mæli. En þessi kostur plastsins er einnig þess stóri ókostur. Auk þess er framleiðsla á því að aukast, ekki minnka. Mest af því notum við aðeins einu sinni og svo er því hent. Ekki sérlega gáfuleg notkun á efni sem endist í 500 ár. Í þessum þætti skoðum við sérstaklega áhrif þess á nokkuð sem er báðum þáttastjórnendum kært: Hafið. Það eru Borg Brugghús/Bríó og Bónus sem bjóða upp á Drauga fortíðar.
Erfitt er að lýsa kalda stríðinu og því ástandi sem var í Evrópu á þeim tíma, fyrir þeim er ekki upplifðu þetta. Annar þáttastjórnenda man eftir þessum tíma og kannski sérstaklega eftir ákveðnu landi í Austurblokkinni sem ekki er lengur til en það var Alþýðulýðveldið Austur-Þýskaland. Þar var afar illræmd leynilögregla sem sá um öryggi ríkisins. Hún hét Staatssicherheitsdienst en var iðulega kölluð Stasi. Flestum ber saman um að þetta sé ein skipulagðasta leyniþjónusta sögunnar en einnig sú illræmdasta. Stasi njósnuðu um óvini ríkisins en virtust telja að mesta hættan væri innan frá. Því voru það aðallega íbúar Austur-Þýskalands sem urðu fyrir barðinu á þeim. Stasi var ekkert óviðkomandi. Hún skipti sér jafnvel af fótbolta og Berlínarliðið BFC Dynamo, almennt kallað Dynamo Berlín, varð óopinbert lið leyniþjónustunnar og þeirra sem studdu hið kommúníska kerfi. Þangað fóru bestu leikmennirnir og dómarar áttu ekki von á góðu ef þeir dæmdu ekki Dynamo í vil. Hitt liðið í Austur-Berlín var Union Berlín. Vegna þessarar gríðarlegu misskiptingar varð Union lið þeirra sem hötuðu Stasi og hin kommúnísku stjórnvöld. Það eru Borg Brugghús/Bríó og Bónus sem bjóða upp á Drauga fortíðar.
Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir að stór hluti skýringar á hækkun vísitölu neysluverðs milli september og október skýrist af húsnæðisliðnum. Fasteignaverð hefur hækkað um 15% það sem af er ári og útlit fyrir að það hækki áfram. Eitt af stjórntækjum Seðlabanka Íslands í baráttunni við verðbólgu er að hækka vexti og spá greiningardeildir því að bankinn haldi áfram að hækka stýrivexti næstu misseri. Að stýrivextir verði 3,5% árið 2023 sem þýðir að afborganir á lánum sem eru á breytilegum vöxtum hækka til muna. Eitt af því sem fólk getur gert er að festa vaxtaprósentuna með því að nýta sér hversu auðvelt það er að breyta lánum í dag. Að lánamarkaðurinn er neytendavænni en hann var áður. Jón Bjarki telur að verðbólgan haldi áfram að aukast til skemmri tíma litið en síðan hjaðni verðbólga á komandi ári. Ólíklegt sé að 2,5% verðbólgumarkmiði Seðlabankans verði náð fyrr en á fjórða ársfjórðungi 2022 en verðbólga mæld á 12 mánaða tímabili er nú 4,5%. Bogi Ágústsson fréttamaður settist við Heimsgluggann og fjallaði um bága stöðu SAS flugfélagsins. Það glímir við alvarlegan fjárhagsvanda, ekki síst vegna þess hve hefur dregið úr viðskiptaferðalögum fólks. SAS skilaði hagnaði áður en kórónuveirufaraldurinn braust út en félagið hefur neyðst til þess að segja upp starfsfólki vegna fækkunnar farþega undanfarið eitt og hálft ár. Launaliðurinn vegur þungt en aldur starfsfólks SAS fer hækkandi. Bogi ræddi einnig um valdarán í Súdan og skort á lýðræði í Austur-Evrópu. Valur Gunnarsson rithöfundur er nýkominn heim frá Moskvu en þar var hann að kynna íslenska menningu á vegum ODRÍ, vinafélagi Rússlands, Færeyja og Íslands. Talsvert er þýtt af íslenskum bókmenntum yfir á rússnesku en lítið hefur verið fjallað um rússneska menningu á Íslandi. Það er samtímabókmenntir og aðrar listgreinar. Erfitt er að ferðast til Rússlands og ekki hægt nema þú getir sýnt fram á boð til landsins. Tónlist: Apache með The Shadows, Oft spurði ég mömmu með Ingibjörg Smith og KK sextett. Russian sailors dance, Golden ring. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir.
Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir að stór hluti skýringar á hækkun vísitölu neysluverðs milli september og október skýrist af húsnæðisliðnum. Fasteignaverð hefur hækkað um 15% það sem af er ári og útlit fyrir að það hækki áfram. Eitt af stjórntækjum Seðlabanka Íslands í baráttunni við verðbólgu er að hækka vexti og spá greiningardeildir því að bankinn haldi áfram að hækka stýrivexti næstu misseri. Að stýrivextir verði 3,5% árið 2023 sem þýðir að afborganir á lánum sem eru á breytilegum vöxtum hækka til muna. Eitt af því sem fólk getur gert er að festa vaxtaprósentuna með því að nýta sér hversu auðvelt það er að breyta lánum í dag. Að lánamarkaðurinn er neytendavænni en hann var áður. Jón Bjarki telur að verðbólgan haldi áfram að aukast til skemmri tíma litið en síðan hjaðni verðbólga á komandi ári. Ólíklegt sé að 2,5% verðbólgumarkmiði Seðlabankans verði náð fyrr en á fjórða ársfjórðungi 2022 en verðbólga mæld á 12 mánaða tímabili er nú 4,5%. Bogi Ágústsson fréttamaður settist við Heimsgluggann og fjallaði um bága stöðu SAS flugfélagsins. Það glímir við alvarlegan fjárhagsvanda, ekki síst vegna þess hve hefur dregið úr viðskiptaferðalögum fólks. SAS skilaði hagnaði áður en kórónuveirufaraldurinn braust út en félagið hefur neyðst til þess að segja upp starfsfólki vegna fækkunnar farþega undanfarið eitt og hálft ár. Launaliðurinn vegur þungt en aldur starfsfólks SAS fer hækkandi. Bogi ræddi einnig um valdarán í Súdan og skort á lýðræði í Austur-Evrópu. Valur Gunnarsson rithöfundur er nýkominn heim frá Moskvu en þar var hann að kynna íslenska menningu á vegum ODRÍ, vinafélagi Rússlands, Færeyja og Íslands. Talsvert er þýtt af íslenskum bókmenntum yfir á rússnesku en lítið hefur verið fjallað um rússneska menningu á Íslandi. Það er samtímabókmenntir og aðrar listgreinar. Erfitt er að ferðast til Rússlands og ekki hægt nema þú getir sýnt fram á boð til landsins. Tónlist: Apache með The Shadows, Oft spurði ég mömmu með Ingibjörg Smith og KK sextett. Russian sailors dance, Golden ring. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir.
Spegillinn 11.október 2021 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Mark Eldred Rýmingu hefur verið aflétt að hluta vegna skriðuhættu á Seyðisfirði. Hættustig er þó enn í gildi og íbúar fimm húsa mega ekki snúa aftur heim. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir hafa komið sér á óvart að Birgir Þórarinsson sem kosinn var á þing fyrir Miðflokkinn hafi boðið þingflokki sjálfstæðismanna krafta sína. Skipt verður um forystusveit Kristilegra demókrata í Þýskalandi á næstu vikum. Flaggað er í hálfa stöng í Borgartúni í Reykjavík í dag til að vekja athygli á að miklu fleiri karlar en konur stýra fyrirtækjum. Um 320 þúsund manns hafa nú gengið að gosstöðvunum frá því að gos hófst 19. mars. Kvikmyndin Dýrið er orðin tekjuhæsta íslenska myndin sem sýnd hefur verið í bandarískum kvikmyndahúsum. Tekjur af miðasölu í Bandaríkjunum um helgina námu yfir milljón Bandaríkjadala. Ekki er lengur talin þörf á að takmarka æskulýðs-, íþrótta- og félagsstarf barna og unglinga á grunnskólaaldri á Akureyri. Erfitt hefur reynst undanfarið að halda hita á sundlaug, heitum pottum, gufubaði og sturtum í sundlaug Hvergerðinga í Laugaskarði. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Liechtenstein á Laugardalsvelli í kvöld í undankeppni heimsmeistaramótsins Lengri umfjöllun: Um 320 þúsund manns hafa nú gengið að gosstöðvunum á Reykjanesskaga frá því að teljarar voru settir upp við gönguleiðir skömmu eftir að gos hófst 19. mars. Heimamenn settu sig þá strax í stellingar. Þuríði Aradóttur forstöðukona Markaðsskrifstofu Reykjaness var í viðtali í Speglinum á fjórða degi í gosi og lýsti sinni sýn á hvernig bregðast skyldi við væntanlegum áhuga íslendinga og erlendra ferðamanna á gosinu. Nú eru tæpir sjö mánuðir frá því gosið hófst. Hvernig hefur til tekist? Kristján Sigurjónsson ræðir við Þuríði. Þegar Bretar gengu úr Evrópusambandinu í ársbyrjun í fyrra var gerð sérstök bókun um Norður-Írland til að tryggja opin landamæri milli Írlands og Norður-Írlands í anda friðarsamningsins frá 1998. En blekið var varla þornað á gjörningnum þegar breska stjórnin fór að kvarta yfir að það væri ekki hægt að framfylgja bókuninni. Brexit er því ekki búið og nú er að hefjast ein atrennan til að leysa Norður-Írlandsvandann. Sigrún Davíðsdóttir segir frá. Gríðarlegt úrhelli sem veldur flóðum, hækkandi sjávarmál og hverskyns veðuröfgar. Þessara afleiðinga loftslagsbreytinga er þegar farið að gæta víða um heim. Í Svíþjóð ber sveitarfélögum skylda til að undirbúa varnir gagnvart komandi hamförum. En það er afar misjafnt hve vel það gengur. Kári Gy
Spegillinn 11.október 2021 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Mark Eldred Rýmingu hefur verið aflétt að hluta vegna skriðuhættu á Seyðisfirði. Hættustig er þó enn í gildi og íbúar fimm húsa mega ekki snúa aftur heim. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir hafa komið sér á óvart að Birgir Þórarinsson sem kosinn var á þing fyrir Miðflokkinn hafi boðið þingflokki sjálfstæðismanna krafta sína. Skipt verður um forystusveit Kristilegra demókrata í Þýskalandi á næstu vikum. Flaggað er í hálfa stöng í Borgartúni í Reykjavík í dag til að vekja athygli á að miklu fleiri karlar en konur stýra fyrirtækjum. Um 320 þúsund manns hafa nú gengið að gosstöðvunum frá því að gos hófst 19. mars. Kvikmyndin Dýrið er orðin tekjuhæsta íslenska myndin sem sýnd hefur verið í bandarískum kvikmyndahúsum. Tekjur af miðasölu í Bandaríkjunum um helgina námu yfir milljón Bandaríkjadala. Ekki er lengur talin þörf á að takmarka æskulýðs-, íþrótta- og félagsstarf barna og unglinga á grunnskólaaldri á Akureyri. Erfitt hefur reynst undanfarið að halda hita á sundlaug, heitum pottum, gufubaði og sturtum í sundlaug Hvergerðinga í Laugaskarði. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Liechtenstein á Laugardalsvelli í kvöld í undankeppni heimsmeistaramótsins Lengri umfjöllun: Um 320 þúsund manns hafa nú gengið að gosstöðvunum á Reykjanesskaga frá því að teljarar voru settir upp við gönguleiðir skömmu eftir að gos hófst 19. mars. Heimamenn settu sig þá strax í stellingar. Þuríði Aradóttur forstöðukona Markaðsskrifstofu Reykjaness var í viðtali í Speglinum á fjórða degi í gosi og lýsti sinni sýn á hvernig bregðast skyldi við væntanlegum áhuga íslendinga og erlendra ferðamanna á gosinu. Nú eru tæpir sjö mánuðir frá því gosið hófst. Hvernig hefur til tekist? Kristján Sigurjónsson ræðir við Þuríði. Þegar Bretar gengu úr Evrópusambandinu í ársbyrjun í fyrra var gerð sérstök bókun um Norður-Írland til að tryggja opin landamæri milli Írlands og Norður-Írlands í anda friðarsamningsins frá 1998. En blekið var varla þornað á gjörningnum þegar breska stjórnin fór að kvarta yfir að það væri ekki hægt að framfylgja bókuninni. Brexit er því ekki búið og nú er að hefjast ein atrennan til að leysa Norður-Írlandsvandann. Sigrún Davíðsdóttir segir frá. Gríðarlegt úrhelli sem veldur flóðum, hækkandi sjávarmál og hverskyns veðuröfgar. Þessara afleiðinga loftslagsbreytinga er þegar farið að gæta víða um heim. Í Svíþjóð ber sveitarfélögum skylda til að undirbúa varnir gagnvart komandi hamförum. En það er afar misjafnt hve vel það gengur. Kári Gy
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir óvissu í kringum niðurstöðu alþingiskosninga óviðunandi. Leiðtogar stjórnarflokkanna þriggja gefa sér nokkra daga til að ræða grundvöll fyrir áframhaldandi stjórnarsamstarfi. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra telur þau taka sér vikuna til þess. Ólöf Rún Skúladóttir ræddi við þau. Atkvæði í Suðurkjördæmi verða talin aftur í kvöld og hægt að fylgjast með talningunni í beinni útssendingu á vefnum. Mjög mjótt var á munum milli Miðflokksmanns sem var kjördæmakjörinn og frambjóðenda VG. Þórdís Arnljótsdóttir fréttamaður er á Selfossi og ræddi við Valgeir Bjarnason, formann kjördæmisráðs VG í Suðurkjördæmi. Óvissustigi almannavarna vegna vondra veðurhorfa hefur verið lýst yfir á morgun á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Vesturlandi og á Vestfjörðum. Jafnaðarmenn í Þýskalandi segjast hafa umboð til að mynda stjórn en Kristilegir demókratar segja að enginn hafi umboð til þess. Hallgrímur Indriðason fréttamaður segir frá frá Berlín. Skoðanakannanir fyrir kosningar sýndu að talsverð hreyfing var á fylgi flokkanna fram á síðustu stundu segir Eva H. Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ. Erfitt sé að segja til um, út frá könnunum, hvaða þingmenn ná kjöri líkt og kom í ljós í gær, segir Þóra Ásgeirsdóttir framkvæmdastjóri Maskínu. Arnar Björnsson tók saman. ----- Fyrrverandi þingmenn Jón Þór Ólafsson og Silja Dögg Gunnarsdóttir segja bæði óþolandi að ekki sé full ljóst hver var niðurstaða kosninganna á laugardaginn og hverjir voru kosnir á þing. Rætt var við þau um endurtalningar, utankjörfundaratkvæði, kosingalög og horfur á að ríkisstjórnarsamstarf haldi. Umsjónarmenn: Anna Kristín Jónsdóttir og Arnar Páll Hauksson. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar fréttahluta: Björg Guðlaugsdóttir
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir óvissu í kringum niðurstöðu alþingiskosninga óviðunandi. Leiðtogar stjórnarflokkanna þriggja gefa sér nokkra daga til að ræða grundvöll fyrir áframhaldandi stjórnarsamstarfi. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra telur þau taka sér vikuna til þess. Ólöf Rún Skúladóttir ræddi við þau. Atkvæði í Suðurkjördæmi verða talin aftur í kvöld og hægt að fylgjast með talningunni í beinni útssendingu á vefnum. Mjög mjótt var á munum milli Miðflokksmanns sem var kjördæmakjörinn og frambjóðenda VG. Þórdís Arnljótsdóttir fréttamaður er á Selfossi og ræddi við Valgeir Bjarnason, formann kjördæmisráðs VG í Suðurkjördæmi. Óvissustigi almannavarna vegna vondra veðurhorfa hefur verið lýst yfir á morgun á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Vesturlandi og á Vestfjörðum. Jafnaðarmenn í Þýskalandi segjast hafa umboð til að mynda stjórn en Kristilegir demókratar segja að enginn hafi umboð til þess. Hallgrímur Indriðason fréttamaður segir frá frá Berlín. Skoðanakannanir fyrir kosningar sýndu að talsverð hreyfing var á fylgi flokkanna fram á síðustu stundu segir Eva H. Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ. Erfitt sé að segja til um, út frá könnunum, hvaða þingmenn ná kjöri líkt og kom í ljós í gær, segir Þóra Ásgeirsdóttir framkvæmdastjóri Maskínu. Arnar Björnsson tók saman. ----- Fyrrverandi þingmenn Jón Þór Ólafsson og Silja Dögg Gunnarsdóttir segja bæði óþolandi að ekki sé full ljóst hver var niðurstaða kosninganna á laugardaginn og hverjir voru kosnir á þing. Rætt var við þau um endurtalningar, utankjörfundaratkvæði, kosingalög og horfur á að ríkisstjórnarsamstarf haldi. Umsjónarmenn: Anna Kristín Jónsdóttir og Arnar Páll Hauksson. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar fréttahluta: Björg Guðlaugsdóttir
Nú ætla Valdi og Össi að tækla tónlistina í núllunni. Erfitt verkefni.
29 sjúklingar með covid eru nú á Landspítalanum. Ekki hafa fleiri verið inniliggjandi í einu frá því í þriðju bylgju faraldursins. Þrír eru í öndunarvél. Yfirlæknir segir að álagið aukist hratt. Erfitt er að ráða í stöður lækna og hjúkrunarfræðinga í símaveri covid-göngudeildar. Sumir starfsmanna vinna til ellefu eða tólf á kvöldin. Forseti ASÍ óttast langtímaatvinnuleysi. Í júlí höfðu um 5.400 verði án vinnu lengur en í 12 mánuði. Hún segir mikilvægt að finna þetta fólk og koma því í virkni. Smitrakningarteymi almannavarna vinnur nú hörðum höndum að því að rekja hvert einasta smit á sama hátt og gert hefur verið í fyrri bylgjum. Sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum aðstoða við rakninguna. Talibanar hafa sölsað undir sig níu héraðshöfuðborgir í Afganistan. Stríðsherra í norðurhluta landsins hótar að ganga milli bols og höfuðs á talibönum eftir fund með forseta landsins. Hátt í sjötíu hafa farist í miklum skógareldum í Túnis. Forseti landsins hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg en grunur leikur á að eldarnir hafi kviknað af mannavöldum. Forseti Alþýðusambands Íslands fagnar því að dregið hefur úr atvinnuleysi en óttast langtímaatvinnuleysi eins og gerðist eftir hrunið 2008. Verkefnið fram undan sé að finna þetta fólk og koma því í virkni, nám eða störf sem henta. Arnar Páll Hauksson talar við Drífu Snædal. Það er mjög margt óljóst um skólastarf í vetur. Skólastjórnendur bíða eftir nýrri reglugerð um skólahald á covidtímum. Skólastjóri Hvassaleitisskóla í Reykjavík segir að mikil vinna sé framundan í næstu viku við að skipuleggja skólastarfið. Hún gerir ráð fyrir að reglurnar verði óljósari en síðasta skólavetur og að hver og einn skólastjóri þurfi að taka ákvarðanir út frá aðstæðum í sínum skóla. Ragnhildur Thorlacius ræddi við Dagnýju Kristinsdóttur skólastjóra Hvassaleitisskóla.
29 sjúklingar með covid eru nú á Landspítalanum. Ekki hafa fleiri verið inniliggjandi í einu frá því í þriðju bylgju faraldursins. Þrír eru í öndunarvél. Yfirlæknir segir að álagið aukist hratt. Erfitt er að ráða í stöður lækna og hjúkrunarfræðinga í símaveri covid-göngudeildar. Sumir starfsmanna vinna til ellefu eða tólf á kvöldin. Forseti ASÍ óttast langtímaatvinnuleysi. Í júlí höfðu um 5.400 verði án vinnu lengur en í 12 mánuði. Hún segir mikilvægt að finna þetta fólk og koma því í virkni. Smitrakningarteymi almannavarna vinnur nú hörðum höndum að því að rekja hvert einasta smit á sama hátt og gert hefur verið í fyrri bylgjum. Sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum aðstoða við rakninguna. Talibanar hafa sölsað undir sig níu héraðshöfuðborgir í Afganistan. Stríðsherra í norðurhluta landsins hótar að ganga milli bols og höfuðs á talibönum eftir fund með forseta landsins. Hátt í sjötíu hafa farist í miklum skógareldum í Túnis. Forseti landsins hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg en grunur leikur á að eldarnir hafi kviknað af mannavöldum. Forseti Alþýðusambands Íslands fagnar því að dregið hefur úr atvinnuleysi en óttast langtímaatvinnuleysi eins og gerðist eftir hrunið 2008. Verkefnið fram undan sé að finna þetta fólk og koma því í virkni, nám eða störf sem henta. Arnar Páll Hauksson talar við Drífu Snædal. Það er mjög margt óljóst um skólastarf í vetur. Skólastjórnendur bíða eftir nýrri reglugerð um skólahald á covidtímum. Skólastjóri Hvassaleitisskóla í Reykjavík segir að mikil vinna sé framundan í næstu viku við að skipuleggja skólastarfið. Hún gerir ráð fyrir að reglurnar verði óljósari en síðasta skólavetur og að hver og einn skólastjóri þurfi að taka ákvarðanir út frá aðstæðum í sínum skóla. Ragnhildur Thorlacius ræddi við Dagnýju Kristinsdóttur skólastjóra Hvassaleitisskóla.
Seðlabankinn gæti brugðist við hækkun heimsmarkaðsverðs á hrávöru með vaxtahækkun. Slík hækkun kæmi á versta tíma fyrir fyrirtæki og heimili að mati aðalhagfræðings Samtaka iðnaðarins. Fjármálaráðherra segir útilokað að hægt verði að afgreiða frumvarp umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð í núverandi mynd. Sóttvarnalæknir mælir gegn því að fólk fari í mótefnamælingu eftir bólusetningu gegn COVID án samráðs við lækni. Erfitt geti verið að túlka niðurstöðuna og slíkt geti valdið meiri óvissu og óþægindum en átti að leysa. Níu af hverjum tíu Íslendingum ætla að ferðast innanlands í sumar samkvæmt nýrri könnun Ferðamálastofu. Vladimír Pútín Rússlandsforseti vonast til þess að fundur hans með Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, leiði til bættra samskipta landanna. Þeir sem eru fullbólusettir geta í næstu viku sótt græna passann eða strikamerkt vottorð upp á að þeir séu fullbólusetningar. Passinn auðveldar ferðalög til að minnsta kosti 14 landa á evrópska efnahagssvæðinu. Arnar Páll Hauksson talar við Inga Steinar Ingason. Heilbrigðiskerfið er fast í vítahring þess að ekki er hægt að fjölga hjúkrunarfæðinemum, þar sem spítalarnir geta ekki tekið við fleirum í verknám. Undanfarið hefur tekist að fjölga nemum, en það tekur mörg ár að útskrifa nægilega marga hjúkrunarfræðinga til að hægt sé að manna heilbrigðiskerfið eins og æskilegt er segir Herdís Sveinsdóttir deildarforseti hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands. Ragnhildur Thorlacius segir frá og ræðir við Herdísi Sveinsdóttur prófessor í hjúkrunarfræðideild og starfandi deildarforseta.
Seðlabankinn gæti brugðist við hækkun heimsmarkaðsverðs á hrávöru með vaxtahækkun. Slík hækkun kæmi á versta tíma fyrir fyrirtæki og heimili að mati aðalhagfræðings Samtaka iðnaðarins. Fjármálaráðherra segir útilokað að hægt verði að afgreiða frumvarp umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð í núverandi mynd. Sóttvarnalæknir mælir gegn því að fólk fari í mótefnamælingu eftir bólusetningu gegn COVID án samráðs við lækni. Erfitt geti verið að túlka niðurstöðuna og slíkt geti valdið meiri óvissu og óþægindum en átti að leysa. Níu af hverjum tíu Íslendingum ætla að ferðast innanlands í sumar samkvæmt nýrri könnun Ferðamálastofu. Vladimír Pútín Rússlandsforseti vonast til þess að fundur hans með Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, leiði til bættra samskipta landanna. Þeir sem eru fullbólusettir geta í næstu viku sótt græna passann eða strikamerkt vottorð upp á að þeir séu fullbólusetningar. Passinn auðveldar ferðalög til að minnsta kosti 14 landa á evrópska efnahagssvæðinu. Arnar Páll Hauksson talar við Inga Steinar Ingason. Heilbrigðiskerfið er fast í vítahring þess að ekki er hægt að fjölga hjúkrunarfæðinemum, þar sem spítalarnir geta ekki tekið við fleirum í verknám. Undanfarið hefur tekist að fjölga nemum, en það tekur mörg ár að útskrifa nægilega marga hjúkrunarfræðinga til að hægt sé að manna heilbrigðiskerfið eins og æskilegt er segir Herdís Sveinsdóttir deildarforseti hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands. Ragnhildur Thorlacius segir frá og ræðir við Herdísi Sveinsdóttur prófessor í hjúkrunarfræðideild og starfandi deildarforseta.
Gerður er ein mesta frumkvöðlanegla sem finnst á þessu landi – og að sjálfsögðu tóku við spjall við hana um hugarfarið, drifkraftinn og hindranir. Við ræddum líka fjármál og allskonar sem tengist þeim málum – ekki missa af þessum þætti
Eina slökkviskjólan sem Landhelgisgæslan hefur til umráða og hefur nýst vel í baráttu við gróðurelda, er ónýt og slökkvigeta úr lofti er því engin. Almannavarnir hafa miklar áhyggjur af stöðunni, en vonast er til að hægt sé að fá aðra skjólu lánaða frá Svíþjóð. Erfitt er að segja til um hvenær óvissuástandi vegna gróðurelda lýkur. Slökkviliðsstjóri hvetur landsmenn til að hafa varann á í kringum gróður. Atvinnuleysi dróst saman í apríl og var 10,4 prósent. Langtímaatvinnulausum heldur þó áfram að fjölga. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin lýsir yfir áhyggjum af afbrigði kórónuveirunnar sem geisað hefur á Indlandi síðustu mánuði. Það er talið mun meira smitandi en fyrri athuganir gáfu til kynna. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag vinnuveitanda til að greiða transmanni laun sem hann átti inni vegna veikinda eftir aðgerð, sem væri óaðskiljanlegur hluti transferils hans. Formaður Samtakanna 78 fagnar niðurstöðunni. Örfá leiðangursskip með nokkur hundruð farþega sigla við Íslandsstrendur í sumar. Ekki er von á stórum mörg þúsund manna skemmtiferðaskipum, það verður í fyrsta lagi í haust. Eigandi ferðaskrifstofunnar Atlantik býst við að hafa í ár 5-7 prósent af þeim tekjum sem fyrirtækið hafði árið 2019, en er þó þakklátur fyrir eitthvað, eftir tekjuleysi í rúmt ár. Ragnhildur Thorlacius ræðir við Gunnar Rafn Birgisson einanda ferðaskirfstofunnar Atlantik. Kafbátaeftirlit bandaríska sjóhersins á Norður- Atlantshafi sem stjórnað er frá Keflavík hefur aukist talsvert á síðustu árum. Í fyrra voru P-8 vélar hersins við kafbátaleit í 173 daga, miðað við 21 dag árið 2014 þegar kafbátaeftirlit hófst hér á nýjan leik. Athygli hefur vakið að talsvert umferð herflugvéla hefur verið síðustu daga um Keflavíkurflugvöll. Eftir bæjar- og sveitastjórnarkosningar og aðrar svæðisbundnar kosningar hefur Íhaldsflokkurinn styrkt stöðu sína en þá blasir við glíma við skosku stjórnina um sjálfstætt Skotland. Verkamannaflokknum vegnaði ekki vel og er nú í gamalkunnri stöðu: leiðtoginn umdeildur og heiftug átök innan flokksins. Nema í Wales, þar sem gamalreyndur leiðtogi Verkamannaflokksins sýnir að það er hægt að ná árangri án þess að vera það sem kallast ?heillandi leiðtogi.? Sigrún Davíðsdóttir segir frá.
Eina slökkviskjólan sem Landhelgisgæslan hefur til umráða og hefur nýst vel í baráttu við gróðurelda, er ónýt og slökkvigeta úr lofti er því engin. Almannavarnir hafa miklar áhyggjur af stöðunni, en vonast er til að hægt sé að fá aðra skjólu lánaða frá Svíþjóð. Erfitt er að segja til um hvenær óvissuástandi vegna gróðurelda lýkur. Slökkviliðsstjóri hvetur landsmenn til að hafa varann á í kringum gróður. Atvinnuleysi dróst saman í apríl og var 10,4 prósent. Langtímaatvinnulausum heldur þó áfram að fjölga. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin lýsir yfir áhyggjum af afbrigði kórónuveirunnar sem geisað hefur á Indlandi síðustu mánuði. Það er talið mun meira smitandi en fyrri athuganir gáfu til kynna. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag vinnuveitanda til að greiða transmanni laun sem hann átti inni vegna veikinda eftir aðgerð, sem væri óaðskiljanlegur hluti transferils hans. Formaður Samtakanna 78 fagnar niðurstöðunni. Örfá leiðangursskip með nokkur hundruð farþega sigla við Íslandsstrendur í sumar. Ekki er von á stórum mörg þúsund manna skemmtiferðaskipum, það verður í fyrsta lagi í haust. Eigandi ferðaskrifstofunnar Atlantik býst við að hafa í ár 5-7 prósent af þeim tekjum sem fyrirtækið hafði árið 2019, en er þó þakklátur fyrir eitthvað, eftir tekjuleysi í rúmt ár. Ragnhildur Thorlacius ræðir við Gunnar Rafn Birgisson einanda ferðaskirfstofunnar Atlantik. Kafbátaeftirlit bandaríska sjóhersins á Norður- Atlantshafi sem stjórnað er frá Keflavík hefur aukist talsvert á síðustu árum. Í fyrra voru P-8 vélar hersins við kafbátaleit í 173 daga, miðað við 21 dag árið 2014 þegar kafbátaeftirlit hófst hér á nýjan leik. Athygli hefur vakið að talsvert umferð herflugvéla hefur verið síðustu daga um Keflavíkurflugvöll. Eftir bæjar- og sveitastjórnarkosningar og aðrar svæðisbundnar kosningar hefur Íhaldsflokkurinn styrkt stöðu sína en þá blasir við glíma við skosku stjórnina um sjálfstætt Skotland. Verkamannaflokknum vegnaði ekki vel og er nú í gamalkunnri stöðu: leiðtoginn umdeildur og heiftug átök innan flokksins. Nema í Wales, þar sem gamalreyndur leiðtogi Verkamannaflokksins sýnir að það er hægt að ná árangri án þess að vera það sem kallast ?heillandi leiðtogi.? Sigrún Davíðsdóttir segir frá.
Gæludýr eiga sérstakan stað í hjarta okkar og eru oft og tíðum skemmtilegir persónuleikar sem setja mark sitt á heimilislífið. Stundum lenda dýrin í óhöppum eða veikjast. Erfitt er að standa frammi fyrir þeirri ákvörðun að kostnaður geti haft áhrif eða jafnvel staðið í vegi fyrir að dýr fái viðeigandi aðstoð og meðhöndlun. Þá skiptir máli að vera vel tryggður. Í þessum þætti spjallar Hrefna Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri forvarna, við Lindu Maríu Vilhjálmsdóttur, sölu- og þjónusturáðgjafa, um gæludýratryggingar.
Kórónuveirufaraldurinn hóf að breiðast út á Ítalíu fyrst Evrópulanda, fyrir ári síðan. Nú hefur á ný verið gripið til útgöngubanns sem nær til meirihluta landsins. Fólk má ekki fara út úr húsi nema brýn nauðsyn krefji. Ingólfur Árnason leikstjóri býr og starfar í Róm á Ítalíu og hann ræddi stöðu mála við okkur eftir morgunfréttirnar. Tilraunaverkefni um heimaslátrun í haust gekk vel, og svo vel raunar að líkur eru á að heimaslátrun verði viðtekin frá og með næstu sláturtíð. Það er í það minnsta von Þrastar Heiðars Erlingssonar bónda í Birkihlíð í Skagafirði sem er í hópi forvígismanna heimaslátrunar. Ágúst Ólafsson fréttamaður ræddi við Þröst. Tónlist: Hnoð - Sigurður Flosason Undir kvöldhimni - Sigurður Flosason Bátarnir á firðinum - Hreindís Ylfa Garðarsdóttir Holm La cosa mas bella - Eroz Ramazotti
Kórónuveirufaraldurinn hóf að breiðast út á Ítalíu fyrst Evrópulanda, fyrir ári síðan. Nú hefur á ný verið gripið til útgöngubanns sem nær til meirihluta landsins. Fólk má ekki fara út úr húsi nema brýn nauðsyn krefji. Ingólfur Árnason leikstjóri býr og starfar í Róm á Ítalíu og hann ræddi stöðu mála við okkur eftir morgunfréttirnar. Tilraunaverkefni um heimaslátrun í haust gekk vel, og svo vel raunar að líkur eru á að heimaslátrun verði viðtekin frá og með næstu sláturtíð. Það er í það minnsta von Þrastar Heiðars Erlingssonar bónda í Birkihlíð í Skagafirði sem er í hópi forvígismanna heimaslátrunar. Ágúst Ólafsson fréttamaður ræddi við Þröst. Tónlist: Hnoð - Sigurður Flosason Undir kvöldhimni - Sigurður Flosason Bátarnir á firðinum - Hreindís Ylfa Garðarsdóttir Holm La cosa mas bella - Eroz Ramazotti
Við upphaf valdatíðar sinnar setti Donald Trump sér háleit markmið um endurreisn bandarísks efnahags. “Ég ætla að örva hagvöxt og skapa störf,“ sagði hann. En hvernig tókst honum upp? Við fórum yfir helstu hagstærðir í stærsta efnahagskerfi heims með Þórði Snæ Júlíussyni, ritstjóra Kjarnans. Hann ræddi líka um áætlaða sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Kristilegir demókratar í Þýskalandi völdu Armin Laschet nýjan leiðtoga flokksins um síðustu helgi. Hann er líklegur arftaki Angelu Merkel í embætti kanslara Þýskalands en þingkosningar verða í haust. Arthúr Björgvin Bollason sagði okkur frá Laschet í Berlínarspjalli. Og eftir umræður um efnahag í Bandaríkjunum og líklegan næsta kanslara Þýskalands komum við heim og fjölluðum um veruleika íslenskra kúabænda. Við snarfjölgun ferðamanna hér þurfti að framleiða miklu meira kjöt og mjólk en áður. Ferðamennirnir koma ekki lengur - í bili - en afurðaframleiðslan er enn mikil. Það tekur tíma að stilla þetta af. Við slógum á þráðinn til Guðnýjar Helgu Björnsdóttur, bónda í Hrútafirði, og spjölluðum um starfsskilyrðin í kúabúskapnum nú um stundir. Tónlist: Johnny, wenn du Geburtstag hast - Ute Lemper Coat of many colors - Dolly Parton
Við upphaf valdatíðar sinnar setti Donald Trump sér háleit markmið um endurreisn bandarísks efnahags. “Ég ætla að örva hagvöxt og skapa störf,“ sagði hann. En hvernig tókst honum upp? Við fórum yfir helstu hagstærðir í stærsta efnahagskerfi heims með Þórði Snæ Júlíussyni, ritstjóra Kjarnans. Hann ræddi líka um áætlaða sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Kristilegir demókratar í Þýskalandi völdu Armin Laschet nýjan leiðtoga flokksins um síðustu helgi. Hann er líklegur arftaki Angelu Merkel í embætti kanslara Þýskalands en þingkosningar verða í haust. Arthúr Björgvin Bollason sagði okkur frá Laschet í Berlínarspjalli. Og eftir umræður um efnahag í Bandaríkjunum og líklegan næsta kanslara Þýskalands komum við heim og fjölluðum um veruleika íslenskra kúabænda. Við snarfjölgun ferðamanna hér þurfti að framleiða miklu meira kjöt og mjólk en áður. Ferðamennirnir koma ekki lengur - í bili - en afurðaframleiðslan er enn mikil. Það tekur tíma að stilla þetta af. Við slógum á þráðinn til Guðnýjar Helgu Björnsdóttur, bónda í Hrútafirði, og spjölluðum um starfsskilyrðin í kúabúskapnum nú um stundir. Tónlist: Johnny, wenn du Geburtstag hast - Ute Lemper Coat of many colors - Dolly Parton
Þetta tímabil stefnir í að verða eitt það versta í sögu félagsins er kemur að meiðslum lykilmanna og vondufréttirnar héldu heldur betur áfram að koma í þessari viku. Ef menn eru ekki meiddir eru þeir veikir af Covid. Það er stórleikur um næstu helgi gegn toppliði deildarinnar og gríðarlegt leikjaálag fram að áramótum. Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Maggi
Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu við Boga Ágústsson um minkamálið í Danmörku og stöðu kórónuveirufaraldursins í heiminum. Hart er sótt að dönsku stjórninni og aðallega Mogens Jensen, landbúnaðarráðherra, vegna þess að lög heimiluðu ráðherrum ekki að fyrirskipa að öllum minkum í landinu skyldi lógað. Þetta var vegna hættu af stökkbreyttri kórónaveiru í minkum. Stjórnmálaskýrendur í Danmörku segja hins vegar að margt bendi til þess að hinn raunverulegi skúrkur í málinu sé Mette Frederiksen. Hún hafi keyrt málið í gegn. Hennar staða er ekki talin í hættu, stuðningsflokkar stjórnarinnar á þingi vilji ekki hætta á að hún þurfi að hrökklast úr embætti því þar með félli stjórnin. Enginn hafi áhuga á þingrofi og nýjum kosningum Faraldurinn er enn í vexti í mörgum löndum heims en sums staðar virðist sem tekist hafi að ná böndum á kórónuveirunni. Ástandið heldur þó áfram að versna í Bandaríkjunum þar sem þeim fjölgar dag frá degi sem greinast og eru lagðir inn á sjúkrahús. Í Svíþjóð var Stefan Löfven, forsætisráðherra, svartsýnn í tali á fundi með fréttamönnum í gær.
Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu við Boga Ágústsson um minkamálið í Danmörku og stöðu kórónuveirufaraldursins í heiminum. Hart er sótt að dönsku stjórninni og aðallega Mogens Jensen, landbúnaðarráðherra, vegna þess að lög heimiluðu ráðherrum ekki að fyrirskipa að öllum minkum í landinu skyldi lógað. Þetta var vegna hættu af stökkbreyttri kórónaveiru í minkum. Stjórnmálaskýrendur í Danmörku segja hins vegar að margt bendi til þess að hinn raunverulegi skúrkur í málinu sé Mette Frederiksen. Hún hafi keyrt málið í gegn. Hennar staða er ekki talin í hættu, stuðningsflokkar stjórnarinnar á þingi vilji ekki hætta á að hún þurfi að hrökklast úr embætti því þar með félli stjórnin. Enginn hafi áhuga á þingrofi og nýjum kosningum Faraldurinn er enn í vexti í mörgum löndum heims en sums staðar virðist sem tekist hafi að ná böndum á kórónuveirunni. Ástandið heldur þó áfram að versna í Bandaríkjunum þar sem þeim fjölgar dag frá degi sem greinast og eru lagðir inn á sjúkrahús. Í Svíþjóð var Stefan Löfven, forsætisráðherra, svartsýnn í tali á fundi með fréttamönnum í gær.
Sóttvarnalæknir býst við metingi milli starfsstétta um hver fær forgang að bóluefni. Ekki er víst að valkvæðar aðgerðir geti hafist strax á Landspítala þó að hann hafi verið færður af neyðarstigi á hættustig. Formaður Framsóknarflokksins styður frumvörp forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskránni. Leiðtogi Demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings sakar Repúblikana um að dreifa samsæriskenningum, neita að horfast í augu við raunveruleikann og eitra uppsprettu lýðræðisins. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Ungverjum í kvöld. Pabbi fyrirliðans spáir Íslandi tvö eitt sigri en það sé þó hrein og klár óskhyggja. Prófessor í líftölfræði segir að nýtt spálíkan um þróun faraldursins bendi til þess að við séum á réttri leið. Mikið flökt sé þó á smittölum og ekki þurfi nema nokkur smit yfir landamærin til að breyta stöðunni. Arnrar Páll Hauksson talar við Thor Aspelund. Skoskir sjálfstæðissinnar töpuðu þjóðaratkvæðagreiðslu 2014 um sjálfstætt Skotland og það átti að útkljá allt sjálfstæðistal um ókomin ár. En nú blómstra sjálfstæðisvonirnar meir en nokkru sinni í krafti vinsælda Nicolu Sturgeon fyrsta ráðherra Skota og að Boris Johnson forsætisráðherra Breta er óvinsæll í Skotland. Brexit og svo glíman við Covid-19 efla sjálfstæðishugmyndirnar enn frekar. Sigrún Davíðsdóttir segir frá. Óvissa um námslok er ein af ástæðum þess að iðnnám freistar ekki eins og bóknám segir Hildur Ingvarsdóttir skólastjóri Tækniskólans. Erfitt getur reynst að komast á samning hjá meistara og kynning á iðnnámi í lok grunnskóla mætti vera betri. OECD hefur ráðlagt íslenskum stjórnvöldum að einfalda regluverk í kringum iðnnám og tekur Hildur undir að endurskoða mætti margt, en gæta þess jafnframt að ekki verði slegið af kröfum. Kristján Sigurjónsson talaði við Hildi Ingvarsdóttur.
Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu við Boga Ágústsson um minkamálið í Danmörku og stöðu kórónuveirufaraldursins í heiminum. Hart er sótt að dönsku stjórninni og aðallega Mogens Jensen, landbúnaðarráðherra, vegna þess að lög heimiluðu ráðherrum ekki að fyrirskipa að öllum minkum í landinu skyldi lógað. Þetta var vegna hættu af stökkbreyttri kórónaveiru í minkum. Stjórnmálaskýrendur í Danmörku segja hins vegar að margt bendi til þess að hinn raunverulegi skúrkur í málinu sé Mette Frederiksen. Hún hafi keyrt málið í gegn. Hennar staða er ekki talin í hættu, stuðningsflokkar stjórnarinnar á þingi vilji ekki hætta á að hún þurfi að hrökklast úr embætti því þar með félli stjórnin. Enginn hafi áhuga á þingrofi og nýjum kosningum Faraldurinn er enn í vexti í mörgum löndum heims en sums staðar virðist sem tekist hafi að ná böndum á kórónuveirunni. Ástandið heldur þó áfram að versna í Bandaríkjunum þar sem þeim fjölgar dag frá degi sem greinast og eru lagðir inn á sjúkrahús. Í Svíþjóð var Stefan Löfven, forsætisráðherra, svartsýnn í tali á fundi með fréttamönnum í gær.
Sóttvarnalæknir býst við metingi milli starfsstétta um hver fær forgang að bóluefni. Ekki er víst að valkvæðar aðgerðir geti hafist strax á Landspítala þó að hann hafi verið færður af neyðarstigi á hættustig. Formaður Framsóknarflokksins styður frumvörp forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskránni. Leiðtogi Demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings sakar Repúblikana um að dreifa samsæriskenningum, neita að horfast í augu við raunveruleikann og eitra uppsprettu lýðræðisins. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Ungverjum í kvöld. Pabbi fyrirliðans spáir Íslandi tvö eitt sigri en það sé þó hrein og klár óskhyggja. Prófessor í líftölfræði segir að nýtt spálíkan um þróun faraldursins bendi til þess að við séum á réttri leið. Mikið flökt sé þó á smittölum og ekki þurfi nema nokkur smit yfir landamærin til að breyta stöðunni. Arnrar Páll Hauksson talar við Thor Aspelund. Skoskir sjálfstæðissinnar töpuðu þjóðaratkvæðagreiðslu 2014 um sjálfstætt Skotland og það átti að útkljá allt sjálfstæðistal um ókomin ár. En nú blómstra sjálfstæðisvonirnar meir en nokkru sinni í krafti vinsælda Nicolu Sturgeon fyrsta ráðherra Skota og að Boris Johnson forsætisráðherra Breta er óvinsæll í Skotland. Brexit og svo glíman við Covid-19 efla sjálfstæðishugmyndirnar enn frekar. Sigrún Davíðsdóttir segir frá. Óvissa um námslok er ein af ástæðum þess að iðnnám freistar ekki eins og bóknám segir Hildur Ingvarsdóttir skólastjóri Tækniskólans. Erfitt getur reynst að komast á samning hjá meistara og kynning á iðnnámi í lok grunnskóla mætti vera betri. OECD hefur ráðlagt íslenskum stjórnvöldum að einfalda regluverk í kringum iðnnám og tekur Hildur undir að endurskoða mætti margt, en gæta þess jafnframt að ekki verði slegið af kröfum. Kristján Sigurjónsson talaði við Hildi Ingvarsdóttur.
Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:- Að gefast upp á að hjálpa:„Í flestum fjölskyldum þykir sjálfsagt að fólk hjálpi og styðji hvert annað. Mín fjölskylda er engin undantekning þar frá en nýlega tókum við hjónin ákvörðun um að hætta alveg að aðstoða systur hans, enda okkur báðum orðið ljóst að það væri eins og að moka í botnlausa tunnu. “- Sjúkleg lygaþörf:„Þegar ég var barn las ég mér til ánægju sögur Munchausens baróns. Mér fannst öfgar hans og lygi bráðskemmtileg. Hið sama gilti raunar um frásagnir vinar foreldra minna sem allir vissu að var gjarn á að ýkja og bæta við. Ég komst hins vegar nýlega að raun um að lygar eru sannarlega ekki gamanmál og sjúkleg lygaþörf andstyggileg grimmd.“- Sonur minn er ekki veikur:„Þegar ég fékk litla son minn í hendurnar í fyrsta sinn fann ég fyrir alsælu. Ég hafði aldrei áður fundið jafnsterkar tilfinningar og ég sór þess eið að vernda og styrkja þetta barn alla ævi. Eftir að heim kom fékk ég samt fljótlega eitthvert hugboð um að drengurinn minn væri ekki alveg eins og önnur börn. Í ljós kom að það var rétt hjá mér en sonur minn er ekki veikur, hann fellur einfaldlega ekki fullkomlega í normalformið.“- Fangi minninganna: „Ég varð ástfangin fimmtán ára gömul af strák sem var tveimur árum eldri. Við vorum saman í þrjú ár og hluta þess tíma bjó ég heima hjá honum. Ég sleit sambandinu vegna þess að mér fannst ég þurfa að reyna eitthvað nýtt og vera of ung til að gifta mig. Þetta voru stærstu mistök lífs míns og ef ég gæti snúið klukkunni við myndi ég halda sem fastast í hann.“- Erfitt að skipta sér milli tveggja:„Við Stebbi kynntumst á þrítugsafmælinu mínu. Ég varð strax yfir mig ástfangin af honum. Hann hafði verið giftur áður og átti eitt barn en ég var barnlaus. Þegar við fórum að búa saman var ég ákveðin í að reynast honum og drengnum hans vel en það er hægt að gera of mikið.“ See acast.com/privacy for privacy and opt-out information.
Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir: - Ætlað að vera saman: Hannes var fyrsta ástin mín og eftir að leiðir skildi hugsaði ég alltaf fallega til hans. Við hittumst ekki aftur, ótrúlegt en satt, fyrr en tuttugu árum síðar. - Skrímslið, faðir minn: Æska mín var afar erfið, svo vægt sé til orða tekið, en þegar ég var sjö ára breyttist líf mitt fyrst í sannkallað helvíti. Það olli því að ég hætti alfarið að treysta fólki. Ég leitaði í fíkniefni frá tólf ára aldri og endaði sem útigangsmaður. Síðustu tíu árin hef ég verið edrú og ég vinn að því að verða hamingjusamur. - Erfitt val: Gamall skólabróðir minn átti í mikilli sálarkreppu. Hann naut þess að lifa venjulegu lífi með okkur vinum sínum en þurfti líka að hlíta ströngum reglum safnaðarins sem hann tilheyrði. Löngu seinna eignaðist ég stjúpföður sem hafði verið í þessum sama söfnuði en í öðru landi. - Skrautleg tengdamamma: Elskuleg vinkona mín frá barnæsku giftist ung kærastanum sínum og hefði eflaust lifað fullkomnu lífi með honum ef hann hefði ekki átt erfiða móður sem gerði þeim lífið leitt alla tíð. - Óheppið tryggðatröll: Bróðir minn hefur verið óheppinn í ástamálum í gegnum árin. Hann getur eflaust kennt sjálfum sér og drykkju sinni um eitthvað en þegar hann fann aftur æskuástina sína varð ég fullviss um að allt ætti eftir að verða gott hjá honum. See acast.com/privacy for privacy and opt-out information.
Hafdís Sigurðardóttir frjálsíþróttakona frá Tjarnarlandi í Ljósavatnsskarði hefur verið í fremstu röð í frjálsum íþróttum á Íslandi um ára bil. Það hefur þó ekki alltaf verið dans á rósum og hún þurft að yfirstíga margar hindranir til þess að komast á þann stað sem hún er á í dag. -> Erfitt að vera ein af landsbyggðunum í landsliðinu -> Gullverðlaun og mótsmet á Smáþjóðleikum með rifin liðþófa -> Íslandsmeistari 7 mánuðum eftir barnsburð -> Keppti á EM innanhúss 17 mánuðum eftir barnsburð -> Skortur á viðunandi aðstöðu í frjálsum íþróttum -> Aðeins 8 cm frá Ólympíuleikum Það væri lengi hægt að telja upp hennar afrek í frjálsum íþróttum í gegnum árin. Hún hefur orðið vel yfir fjörtíu sinnum Íslandsmeistari í fullorðinsflokki á árunum 2007-2020 og margfaldur bikarmeistari í fjölda greina. Hafdís hefur keppt fyrir landsliðið í 100m, 200m, 400m, langstökki, þrístökki, 4x100m og 4x400m boðhlaupum. Hennar aðal grein er þó langstökk þar sem hún á Íslandsmet bæði innan- og utanhúss (6,54m og 6,62m). Hafdís er sannarlega frábær fyrirmynd ekki bara í sinni grein heldur í íþróttum almennt!
Doc, Mike og Höfðinginn hittust og fögnðu fertugsafmæli Höfðingjans.
Úr útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977. Atli Sigurjónsson, leikmaður Íslandsmeistara KR, kom í hljóðver í skemmtilegt spjall. Atli var hreinskilinn þegar hann horfði til baka á ferilinn og viðurkennir að metnaður sinn fyrir íslenska fótboltanum hafi ekki verið nægilega mikill þegar hann sá drauma um atvinnumennsku erlendis hverfa. Honum líður gríðarlega vel hjá KR og sér sig ekki snúa aftur til Akureyrar.
Ólíklegt er talið að ástralskur ferðamaður, sem lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík í gær, hafi dáið úr COVID-19 sjúkdómnum, þó að komið hafi í ljós að bæði hann og kona hans voru smituð af veirunni. Þetta sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir á upplýsingafundi Almannavarna. Alma Ómarsdóttir segir frá. Loftbrú verður næstu daga frá Kanaríeyjum til Íslands. Þar er útgöngubann og verið að loka hótelum. Á þriðja þúsund Íslendingar, hið minnsta, eru á eyjunum. Dagný Hulda Erlendsdóttir ræddi við Þráin Vigfússon framkvæmdastjóra VITA. Utanríkisráðherra lýsti vonbrigðum sínum vegna ferðabanns yfirvalda í Bandaríkjunum á símafundi með utanríkisráðherra Bandaríkjanna í dag. Jóhann Bjarni Kolbeinsson sagði frá. Prestar rétttrúnaðarkirkjunnar í Tbilisi, höfuðborg Georgíu hafa gengið til liðs við heilbrigðisyfirvöld í baráttu við veiruna og stökktu vígðu vatni á allt sem fyrir þeim varð. Jóhann Hlíðar Harðarson segir frá. ---- Í síðustu viku og í dag mótmæltu íslensk stjórnvöld aðgerðum bandarískra stjórnvalda sem settu þá komu bann á ferðamenn frá Schengen ríkjum. Í gær var greint frá tilmælum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að loka ytri landamærum Schengensvæðisins og þeim tilmælum var líka mótmælt af íslenskum stjórnvöldum. Danir og Norðmenn hafa nánast lokað landmærum sínum og það hafa fleiri Evrópuþjóðir gert. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir um landamæralokanir við Sigríði Á. Andersen, Sjálfstæðisflokki, sem er formaður utanríkismálanefndar Alþingis og Loga Einarsson formann Samfylkingarinnar sem líka situr í utanríkismálanefnd. Misskilnings hefur gætt bæði á Íslandi og í Bretlandi um hvort stjórnvöld vilji að meginþorri fólks sýkist af COVID-19. Erfitt er að segja til um hvort það sé gott fyrir samfélagið að ungt og hraust fólk veikist. Arnhildur Hálfdánardóttir tók saman. Heyrist í Boris Johnson, forsætisráðherra Breta og Patrick Wallance, vísindaráðgjafa bresku stjórnarinnar og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnarlækni. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson. Stjórn útsendingar: Björg Guðlaugsdóttir.
Ólíklegt er talið að ástralskur ferðamaður, sem lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík í gær, hafi dáið úr COVID-19 sjúkdómnum, þó að komið hafi í ljós að bæði hann og kona hans voru smituð af veirunni. Þetta sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir á upplýsingafundi Almannavarna. Alma Ómarsdóttir segir frá. Loftbrú verður næstu daga frá Kanaríeyjum til Íslands. Þar er útgöngubann og verið að loka hótelum. Á þriðja þúsund Íslendingar, hið minnsta, eru á eyjunum. Dagný Hulda Erlendsdóttir ræddi við Þráin Vigfússon framkvæmdastjóra VITA. Utanríkisráðherra lýsti vonbrigðum sínum vegna ferðabanns yfirvalda í Bandaríkjunum á símafundi með utanríkisráðherra Bandaríkjanna í dag. Jóhann Bjarni Kolbeinsson sagði frá. Prestar rétttrúnaðarkirkjunnar í Tbilisi, höfuðborg Georgíu hafa gengið til liðs við heilbrigðisyfirvöld í baráttu við veiruna og stökktu vígðu vatni á allt sem fyrir þeim varð. Jóhann Hlíðar Harðarson segir frá. ---- Í síðustu viku og í dag mótmæltu íslensk stjórnvöld aðgerðum bandarískra stjórnvalda sem settu þá komu bann á ferðamenn frá Schengen ríkjum. Í gær var greint frá tilmælum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að loka ytri landamærum Schengensvæðisins og þeim tilmælum var líka mótmælt af íslenskum stjórnvöldum. Danir og Norðmenn hafa nánast lokað landmærum sínum og það hafa fleiri Evrópuþjóðir gert. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir um landamæralokanir við Sigríði Á. Andersen, Sjálfstæðisflokki, sem er formaður utanríkismálanefndar Alþingis og Loga Einarsson formann Samfylkingarinnar sem líka situr í utanríkismálanefnd. Misskilnings hefur gætt bæði á Íslandi og í Bretlandi um hvort stjórnvöld vilji að meginþorri fólks sýkist af COVID-19. Erfitt er að segja til um hvort það sé gott fyrir samfélagið að ungt og hraust fólk veikist. Arnhildur Hálfdánardóttir tók saman. Heyrist í Boris Johnson, forsætisráðherra Breta og Patrick Wallance, vísindaráðgjafa bresku stjórnarinnar og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnarlækni. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson. Stjórn útsendingar: Björg Guðlaugsdóttir.
Ólíklegt er talið að ástralskur ferðamaður, sem lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík í gær, hafi dáið úr COVID-19 sjúkdómnum, þó að komið hafi í ljós að bæði hann og kona hans voru smituð af veirunni. Þetta sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir á upplýsingafundi Almannavarna. Alma Ómarsdóttir segir frá. Loftbrú verður næstu daga frá Kanaríeyjum til Íslands. Þar er útgöngubann og verið að loka hótelum. Á þriðja þúsund Íslendingar, hið minnsta, eru á eyjunum. Dagný Hulda Erlendsdóttir ræddi við Þráin Vigfússon framkvæmdastjóra VITA. Utanríkisráðherra lýsti vonbrigðum sínum vegna ferðabanns yfirvalda í Bandaríkjunum á símafundi með utanríkisráðherra Bandaríkjanna í dag. Jóhann Bjarni Kolbeinsson sagði frá. Prestar rétttrúnaðarkirkjunnar í Tbilisi, höfuðborg Georgíu hafa gengið til liðs við heilbrigðisyfirvöld í baráttu við veiruna og stökktu vígðu vatni á allt sem fyrir þeim varð. Jóhann Hlíðar Harðarson segir frá. ---- Í síðustu viku og í dag mótmæltu íslensk stjórnvöld aðgerðum bandarískra stjórnvalda sem settu þá komu bann á ferðamenn frá Schengen ríkjum. Í gær var greint frá tilmælum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að loka ytri landamærum Schengensvæðisins og þeim tilmælum var líka mótmælt af íslenskum stjórnvöldum. Danir og Norðmenn hafa nánast lokað landmærum sínum og það hafa fleiri Evrópuþjóðir gert. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir um landamæralokanir við Sigríði Á. Andersen, Sjálfstæðisflokki, sem er formaður utanríkismálanefndar Alþingis og Loga Einarsson formann Samfylkingarinnar sem líka situr í utanríkismálanefnd. Misskilnings hefur gætt bæði á Íslandi og í Bretlandi um hvort stjórnvöld vilji að meginþorri fólks sýkist af COVID-19. Erfitt er að segja til um hvort það sé gott fyrir samfélagið að ungt og hraust fólk veikist. Arnhildur Hálfdánardóttir tók saman. Heyrist í Boris Johnson, forsætisráðherra Breta og Patrick Wallance, vísindaráðgjafa bresku stjórnarinnar og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnarlækni. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson. Stjórn útsendingar: Björg Guðlaugsdóttir.
Óttast er að hundruð hrossa hafi drepist í fárviðrinu sem geisaði um stóran hluta landsins í síðustu viku. Þetta segir Ingunn Reynisdóttir, dýralæknir í í Vestur- og Austur-Húnavatnssýslum. Hún segir að mörg hross séu aðframkomin og örmagna, geti ekki dregið inn skaufann, eða migið og skitið eðlilega. Þá hafi margir kúabændur orðið fyrir miklu tjóni þar sem ekki var hægt að mjólka kýrnar dögum saman. Erfitt geti reynst að ná nytinni í kúnum upp í samt lag og því verði bændur fyrir miklum fjárhagslegum skaða. Það líður að áramótum og tími til kominn að fara yfir sumt af því helsta sem gerðist á árinu 2019. Í spjalli um efnahag og samfélag beindi Þórður Snær Júlíusson sjónum að því sem hæst bar í þeim efnum; við töluðum um þróun og stöðu efnahagsmála: lok uppsveiflunnar, vaxtalækkanirnar, lífskjarasamningana og horfurnar fram undan, einnig gjaldþrot Wowair og vandræði Arionbanka. Forsvarsmenn almenningssamgangna í Berlín segja að samgöngukerfi borgarinnar eigi fullt erindi á heimsminjaskrá UNESCO. Það sé vitnisburður um einstakt samspil tækni og mannlegra verðmæta og hafi að auki gegnt mikilvægu sögulegu hlutverki fyrir íbúana. Arthúr Björgvin Bollason sagði frá í Berlínarspjalli dagsins. Hann fjallaði líka um hóp þýskra arkitekta sem vilja hætta að nota mengandi byggingarefni á borð við steinsteypu, ál og stál og segir að lokum frá glæstum frama Þorleifs Arnarsonar í þýska leikhúsheiminum. Tónlist: Petit Papa Noël - Tino Rossi
Óttast er að hundruð hrossa hafi drepist í fárviðrinu sem geisaði um stóran hluta landsins í síðustu viku. Þetta segir Ingunn Reynisdóttir, dýralæknir í í Vestur- og Austur-Húnavatnssýslum. Hún segir að mörg hross séu aðframkomin og örmagna, geti ekki dregið inn skaufann, eða migið og skitið eðlilega. Þá hafi margir kúabændur orðið fyrir miklu tjóni þar sem ekki var hægt að mjólka kýrnar dögum saman. Erfitt geti reynst að ná nytinni í kúnum upp í samt lag og því verði bændur fyrir miklum fjárhagslegum skaða. Það líður að áramótum og tími til kominn að fara yfir sumt af því helsta sem gerðist á árinu 2019. Í spjalli um efnahag og samfélag beindi Þórður Snær Júlíusson sjónum að því sem hæst bar í þeim efnum; við töluðum um þróun og stöðu efnahagsmála: lok uppsveiflunnar, vaxtalækkanirnar, lífskjarasamningana og horfurnar fram undan, einnig gjaldþrot Wowair og vandræði Arionbanka. Forsvarsmenn almenningssamgangna í Berlín segja að samgöngukerfi borgarinnar eigi fullt erindi á heimsminjaskrá UNESCO. Það sé vitnisburður um einstakt samspil tækni og mannlegra verðmæta og hafi að auki gegnt mikilvægu sögulegu hlutverki fyrir íbúana. Arthúr Björgvin Bollason sagði frá í Berlínarspjalli dagsins. Hann fjallaði líka um hóp þýskra arkitekta sem vilja hætta að nota mengandi byggingarefni á borð við steinsteypu, ál og stál og segir að lokum frá glæstum frama Þorleifs Arnarsonar í þýska leikhúsheiminum. Tónlist: Petit Papa Noël - Tino Rossi
Það sem er bannað, erfitt og freistandi.... by Rögnvaldur Hreiðarsson
Molarnir 5 sem eru til umfjöllunar í þessari viku, eru tengdir hagvexti, nýjum dómsmálaráðherra og Bahama eyjum, svo eitthvað sé nefnt. Hagstofa Íslands birti leiðréttingu á fyrri yfirlýsingum um hagvöxt á öðrum ársfjórðungi, þar sem miklu skeikaði. Þetta er óheppilegt, svo ekki sé meira sagt. En hvað er æskilegur hagvöxtur? Hvernig á hagvöxturinn að vera samsettur? Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, fær það vandasama verkefni í hendurnar að skipa dómara við Hæstarétt innan tíðar. Þetta er áhugavert, ekki síst í ljósi þess að pólitíkin er samofin dómaraskipunum og oft eru um þær miklar deilur. Fellibylurinn Dorian hefur skilið eftir sig eyðileggingu á Bahamaeyjum, sem er gríðarleg að umfangi. Breska ríkisútvarpið BBC birti í gær frétt þar sem sagt var frá því, að líklega væri mannfall miklu meira en talið var og eyðileggingin umfangsmeiri. Oft gleymist, í umfjöllunum um veðurofsa sem skilur eftir sig eyðileggingu, að fylgjast með því hvernig gengur að byggja upp samfélögin á nýjan leik.
Fimm af sex leikjum 16. umferðar Pepsi Max-deildarinnar fóru fram í dag og voru úrslitin það áhugaverð að ekki var annað hægt en að blása samstundis í upptöku á Innkastinu. Elvar Geir, Gunni Birgis og Magnús Már sátu við hljóðnemana. Meðal efnis: Erfitt að fara inn í Kórinn, Brynjar Björn þjálfari ársins, vítaspyrnukeppni á Hlíðarenda, FH-ingar sýna karakter, Euro-Vikes, Miðjumaðurinn Kári, Eyjamenn mæta af skyldurækni í leiki, Skagamenn nálgast fallsæti, Jói Kalli viðurkennir mistök, Gústi finnur liðið sitt, vont veður á Akureyri, Gunni giskar á bikarúrslitin og Inkasso-hornið.
Erfitt er að njörva niður nákvæmlega hvað rætt er í þættinum án þess að telja upp svona 300 mismunandi umræðuefni en fyrir utan tuð og taut kynnir Hemmi nýjan dagskrárlið sem fjallar um að borða mat og spjalla á sama tíma. Að þessu sinni snæddu Hemmarnir KFC máltíð. Varað er við smjatthljóðum í þættinum.
Hitabylgja hefur verið í Evrópu sl. daga og hitinn víða farið í 40 gráður og yfir og hitamet slegin. Okkar maður Sigmar Guðmundsson er staddur í Frakklandi og við slógum á þráðinn til hans og heyrðum hvernig aðstæður eru þar um slóðir. Systurnar Litla-Grá og Litla-Hvít, mjaldrarnir sem komu til Vestmannaeyja fyrir rúmum mánuði, komu úr sóttkví á föstudag. Beðið er með að flytja þá í kvíarnar í Klettsvík þar til þeir hafa jafnað sig betur eftir ferðalagið frá Kína. Páll Marvin Jónsson, framkvæmdastjóri Þekkingaseturs Vestmannaeyja, var á línunni. Barnahátíðin Kátt á Klambra er framundan næsta sunnudag en þetta er í fjórða sinn sem hátíðin fer fram. Þær Valdís Helga Þorgeirsdóttir og Hildur Soffía Vignisdóttir kíktu til okkar og sögðu okkur meira af gleðinni. Facebook má ekki nota upplýsingarnar sem notendur hafa sett á samfélagsmiðilinn kjósi þeir að hætta. Erfitt getur þó verið fyrir miðilinn að hlýta því. Við ræddum breyttan veruleika fyrirtækja eftir að nýju persónuverndarlögin tóku gildi við Hólmar Örn Finnson, ráðgjafa og kennara í persónarverndarrétti við Háskólann á Bifröst. Anna Sigríður Þráinsdóttir mætti í málfarshornið og ræddi íslenskt mál, m.a. beygingu nafnanna Litla-Grá og Litla-Hvít. Tónlist: Spilverk þjóðanna - Lazy Daisy. Macy Gray - I try. Asia - Heat of the moment. Taylor Swift - You need to calm down. Amy Winehouse - Tears dry on their own. Góði úlfurinn - Græða peninginn. Gísli - Tidal wave. Birgir Steinn - Alive. Jónas Sig - Af ávöxtunum skuluð þið þekkja þá. Michael Kiwanuka - Money (ft. Tom Misch).
Íslenska landsliðið leikur á laugardaginn leik gegn Albaníu í undankeppni EM 2020. Hafnfirðingurinn, Emil Hallfreðsson leikmaður Udinese í Serie A á Ítalíu er í hópnum en hann er kominn til baka eftir erfið meiðsli. Emil settist niður með Arnari Daða Arnarssyni og fór yfir landsleikinn á laugardaginn og síðustu mánuði með landsliðinu. Auk þess fóru þeir yfir nýafstaðið tímabil Emils á Ítalíu þar sem hann gekk undir aðgerð í desember og skipti um félag í miðri endurhæfingu. Einnig var rætt um uppeldisfélag Emils, næstu skref á ferlinum og hvað Emil ætlar að gera að ferlinum loknum.
Við heyrðum í Þorsteini Sæmundssyni, þingmanni Miðflokksins, en Þorsteinn hefur nú um nokkurt skeið beðið upplýsinga um það hver eða hverjir keyptu talsvert magn íbúða sem Íbúðalánasjóður hafði yfirtekið, af sjóðnum. Við spurðum hvers vegna gengur Þorsteini ekki að fá svar og hvað, ef eitthvað, telur hann að upplýsingarnar geti leitt í ljós? Ráðstefna undir heitinu Eru íþróttir vettvangur ofbeldis? fer fram á miðvikudaginn kemur í tengslum við Reykjavíkurleikana. Fræðimenn, bæði erlendir og innlendir koma fram, auk þess sem þolendur segja sögu sína, m.a. Colin Harris fyrrverandi leikmaður Chelsea þolandi kynferðisofbeldis af hálfu þjálfara síns. Þær Birta Björnsdóttir landsliðskona í blaki og verkefnisstjóri hjá ÍBR og Þorbjörg Inga Jónsdóttir hæstaréttarlögmaður og einn fyrirlesara, komu til okkar. Árneshreppur hefur verið töluvert í fréttum undanfarin misseri varðandi ýmis mál, s.s. samgöngur og þjónustu. Erfitt reynist að halda úti þjónustu á svo fámennu svæði, s.s. verslun en nú stendur fyrir dyrum stofnfundur hlutafélags um rekstur verslunar í Norðurfirði, en sem stendur er engin verslun opin á svæðinu. Skúli Gautason sem stýrir verkefninu Áfram Árneshreppur var á línunni og sagði okkur meira. Björn Teitsson, sem stundar nám í borgarfræðum í Þýskalandi og hefur lengi talað fyrir bíllausum lífstíl, segir að það væri vel hægt að loka Miiklubraut fyrir umferð einkabílsins án þess að gera aðrar ráðstafanir. Umferðin myndi finna sér annan farveg og vísar Björn til lokunar hraðbrautar í Seattle nýlega. Við heyrðum í Birni. Einar Örn Jónsson íþróttafréttamaður kom í heimsókn og við fórum yfir helstu tíðindi af íþróttum helgarinnar. Tónlist: Dagur Sigurðsson - Aldrei eitt. Prefab Sprout - Bonny. ABC - The look of love. 2Pac - California love. The 1975 - Its not living (If its not with you). Ásgeir Trausti - Heimförin. Charlotte Gainsburgh - Deadly Valentine. Jónas Sig. - Milda hjartað. Specials - Vote for me. Stuðmenn - Staldraðu við. Halsey - Without me.
Gestur þáttarins í Handkastinu að þessu sinni var hinn þrautreyndi fjölmiðlamaður og gleðigjafi Benedikt Grétarsson. Í þættinum fórum við yfir fyrstu fjóra leikina í 9. umferð Olís-deildar karla, spáðum í spilin fyrir Evrópuleik Selfyssinga næstkomandi laugardag og næstu tvo leiki í Olís-deild karla. Auk þess ræddum við áhrifin sem það hefur haft á Olís-deildina að Stöð2Sport hafi fengið sýningarréttinn. - VAR í aðalhlutverki í ótrúlegum leik í Origohöllinni - Klikkaði besta vítaskytta landsins á ögurstundu? - Umdeilt leikhlé Bjarna Fritz í öruggum sigri gegn Gróttunni - Gróttan ekki heillað Benna sem spáir þeim falli - Létt og laggott hjá Stjörnunni í hálftómum kofa - Haukar með góðan útisigur gegn löskuðum kjúklingabændum - Erfitt verkefni sem bíður Selfyssinga á heimavelli - Benni svaraði nokkrum hraðaspurningum í lokin
Gestur þáttarins að þessu sinni var Ingvar Örn Ákason (Byssan) aðstoðarþjálfari Fram í Olís-deild karla. Farið var yfir fyrstu þrjá leikina í 5. umferð Olís-deild karla og síðustu tvo leikina í 4. umferð Olís-deildar kvenna ásamt umræða um leiki íslensku liðanna í Evrópukeppninni. - Fram eru taplausir á heimavelli eftir hörkuleik gegn Akureyri. - Haukasigur í Hertz-kofanum. - Bjóðum Stjörnumenn velkomna til leiks í Olís-deildina. - Alexander Már Eurogan skein skært í Evrópuævintýri Selfyssinga. - Er 1. deildin í ár sú slakasta í áraraðir? - Erfitt heimilslíf hjá þjálfara Selfoss í Olís-deild kvenna? - Ponzan þaggaði loksins niður í Sérfræðingnum. - Byssan valdi lið húmorista. - Farið yfir næstu leiki og stuðlana á Coolbet.
Mannveran býr yfir fimm skilningarvitum sem gera henni kleift að vera í tengslum við heiminn í kringum sig, upplifa og skynja veruleikann sem hún er hluti af. Hún snertir, horfir, lyktar, bragðar, heyrir. Öll skilningarvitin verða virkjuð í skynjunarveislu sem stendur nú yfir í hinni óvenjulegu verslun, Fischer í Reykjavík. Í Lestinni í dag verður farið niður í Fischersund, og skynjað með Lilju Birgisdóttur, myndlistarkonu. Tónlistarmaðurinn Davíð Berndsen sendi á dögunum frá sér nýja plötu sem nefnist Alter Ego, Davíð verður gestur þáttarins í dag. Í skáldsögu bandaríska rithöfundarins Jacks Kerouacs, Á vegum úti, birtist einkennilegt fyrirbæri sem persónur sögunnar nefna einfaldlega ÞAÐ. Erfitt er að koma orðum að því hvað þetta ÞAÐ er en hægt er að laumast í kringum það með dæmum og tónlist. Tómas Ævar Ólafsson kannar málið í þætti dagsins. Og Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur flytur pistil í Lestinni á þriðjudegi. Umsjón: Kristján Guðjónsson og Eiríkur Guðmundsson
Styttri fréttir: Heilbrigðisráðherra hafnar því að hafa brotið lög með því að neita að gera rammasamning við taugalækni. Hún segist ekki vera að ýta undir tvöfalt heilbrigðiskerfi með ákvörðun sinni. Setja þarf siðareglur fyrir aðstoðamenn ráðherra, og skýrari reglur um hagsmunaskráningu ráðherra og æðstu embættismanna, samkvæmt tillögum starfshóps forsætisráðherra um eflingu á tausti í stjórnmálum. Þeir sem tala fyrir hönd hagsmunaaðila, þurfa að skrá sig sem slíka, verði tillögur hópsins að veruleika. Karlmaður sem ákærður er fyrir árás á konu í Vestmannaeyjum fyrir tveimur árum er ekki ákærður fyrir nauðgun, heldur sérlega hættulega líkamsárás samkvæmt upplýsingum frá Héraðsdómi Suðurlands. Sterkustu orkudrykkirnir hér á landi innhalda mun meira koffein nú - en fyrir áratug. Verkefnisstjóri næringar hjá embætti landlæknis segir að mikil neysla meðal ungmenna sé áhyggjuefni. Lengri umfjallanir: Traust á stjórnmálum og stjórnmálamönnum snarminnkaði eftir hrunið fyrir áratug. Stjórnvöld vilja bregðast við þessu og skipuðu í ársbyrjun starfshóp um eflingu trausts í stjórnmálum og stjórnsýslu. Í dag voru tillögurnar kynntar. Hópurinn, sem Jón Ólafsson heimspekiprófessor fer fyrir, telur að það hafi ekki verið hugað nægilega vel að stefnumótun í þessum efnum hérlendis, af því stafi þetta litla traust að hluta. Stjórnvöld séu ekki nægilega vel búin til að bregðast við gagnrýni, taka henni og læra. Stjórnvöld þurfi því að móta heildarstefnu um heilindi í stjórnmálum og stjórnsýslu og fylgja eftir með aðgerðaáætlun. Ragnhildur Thorlacius fjallaði um tillögur nefndarinnar og ræddi við Jón Ólafsson. Útgerðarfyrirtæki verja hundruðum milljóna, ef ekki milljörðum, í styrki til samfélagsmála á ári hverju. Erfitt er að segja til um nákvæmar upphæðir. Án framlaga fyrirtækjanna væri menningar- og íþróttalíf í sjávarþorpum líklega fátæklegra og heilbrigðisstofnanir verr tækjum búnar. Vopnfirðingar færu ekki frítt í ræktina og flugvöllurinn á Norðfirði væri kannski ekki með spánnýtt slitlag. Sums staðar gleðja styrkirnir, annars staðar veldur meintur skortur á þeim gremju. Arnhildur Hálfdánardóttir kannaði styrkveitingar nokkurra útgerðarfyrirtækja. Umsjónaðarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður var Jón Þór Helgason.
Í fyrra Innkasti dagsins er enski boltinn í aðalhlutverki en einnig er rætt um helstu tíðindi frá Spáni og Ítalíu. Elvar Geir, Magnús Már og Egill Sigfússon, starfsmenn Fótbolta.net, fóru yfir 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar og ræddu helstu mál. Meðal efnis: Erfitt að finna veikan blett á Liverpool, Mourinho með miðverði í B-flokki, Murray æfði sig á Tenerife, Kante fær meira frjálsræði, erfið byrjun Emery, City betra en á síðasta tímabili, Kane aflétti ágústbölvuninni, Everton lærir loks að nota Gylfa, Kenedy klúðrar, tóm sæti hjá Real Madrid og ekkert getur stöðvað Juventus.
Íslandsmeistaramót í hrútadómum fór fram í gær á Sauðfjársetrinu á Ströndum. Okkur lék forvitni á að vita hvernig slík keppni fer fram og heyrðum í Sigríði Ólafsdóttur bónda, sem var einn dómara. Séra Þórhallur Heimisson hefur árum saman haldið vinsæl námskeið fyrir hjón og sambúðarfólk þar sem hann hjálpar fólki að styrkja sambönd sín. Þúsundir hafa sótt námskeiðin og nú er Þórhallur, sem er búsettur í Svíþjóð, kominn til landsins á ný til að halda námskeið og hann kíkti til okkar í morgunkaffi. Flestir skólar hefjast í þessari viku og því fylgja gjarna ýmis konar útgjöld. Erfitt getur reynst efnaminni fjölskyldum að mæta kostnaði sem fylgir skólagöngu og frístundum. Hjálparstarf kirkjunnar rekur verkefnið Ekkert barn útundan og býður fjölskyldum sem á þurfa að halda stuðning. Þær Sædís Arnardóttir félagsráðgjafi og Kristín Ólafsdóttir fræðslufulltrúi komu til okkar og sögðu frá þessu verkefni. Pála Marie Einarsdóttir, fótboltakona, hefur nú ákveðið að leggja skóna á hilluna. Ástæðan er höfuðhögg og einkenni Post concussion syndrome sem hún hefur þurft að kljást við. Pála vildi halda áfram en segir í pistil á FB síðu sinni að líkaminn hafi tekið málin í sínar hendur og hún hafi átt engra kosta völ. Pála Marie var gestur okkar í dag. Við fórum yfir íþróttir helgarinnar með Kristjönu Arnarsdóttur íþróttafréttamanni RÚV. Hið sívinsæla málfarshorn var á sínum stað, en Anna Sigríður Þráinsdóttir mætti til okkar og ræddi íslenskt mál, m.a. orðið sæng. Tónlist: Kenny Rogers - Coward of the county. The Beatles - Blackbird. Ragnar Árni - Á öðrum stað. Gus Gus - Polyesterday. Adele - Set fire to the rain. Robert Plant & Alison Krauss - Gone gone gone. KK- Ég vil fá að sjá þig. Elín Sif - Make you feel better. Felix Bergsson - Komdu langan veg. Grace Jones - Pull up to the bumper.
Er Svíþjóð að breytast, var spurt eftir að ljóst varð að kveikt hafði verið í um 100 bílum í landinu. Ólgan í þessu gróna lýðræðis- og velferðarríki vekur undrun. Bílabrennurnar skekja Svíþjóð þegar tæpar 4 vikur eru til þingkosninga. Kosið verður til þings í Svíþjóð sunnudaginn 9. september. Samkvæmt skoðanakönnunum missa Jafnaðarmenn mikið fylgi en hinir þjóðernissinnuðu hægrimenn, Svíþjóðardemókratar, bæta verulega við sig. Gunnhildur Lily Magnúsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskólann í Malmö, ræddi sænsk stjórnmál og þjóðfélagsástand í aðdraganda kosninga. - Talað er um grænar lausnir í umræðum um umhverfismál. Grænlendingar hafa sett sér háleit markmið í sjálfbærum byggingariðnaði. Ragnar Ómarsson, byggingafræðingur, hefur unnið að þessu síðustu misserin og sagði frá á Morgunvaktinni. - Tugir eða hundruð þúsunda hafa flúið styrjöldina í Jemen til annarra landa. Þar af hafa um 550 Jemenar komist alla leið á eyjuna Jeju við strönd Suður-Kóreu. Þar hefur þeim almennt verið illa tekið af innfæddum, og meðferðin á flóttafólkinu sagt afhjúpa kynþátta- og trúarfordóma í suðurkóresku samfélagi. Vera Illugadóttir sagði frá. - Nýtt og endurbætt Listasafn á Akureyri verður opnað um aðra helgi. Talið er að stækkun safnsins gjörbreyti aðstöðu til listasýninga. Framkvæmdirnar hafa staðið á annað ár og verið afar kostnaðarsamar. Raunar hafa sumir Akureyringar gagnrýnt að svo miklum peningum sé varið í Listasafnið. Jón Þór Kristjánsson ræddi málin við Hlyn Hallsson, safnstjóru Myndlistasafnsins, og Hilda Jönu Gísladóttur, bæjarfulltrúa og formann stjórnar Akureyrarstofu. - Tónlist: Aretha Franklin - Try a little tenderness - (You make me feel like) A Natural Woman.
Ný evrópsk persónuverndarlöggjöf tekur gildi hér á landi 6. júlí nk.. Sumir skólastjórnendur hafa túlkað lögin sem svo að þeim sé ekki lengur heimilt að deila myndum af börnum í skólastarfi í lokuðum foreldrahópum á samfélagsmiðlum. Hjallastefnan hefur til að mynda ákveðið að hætta alfarið notkun samfélagsmiðla í upplýsingaskyni því sektirnar við broti á þessum lögum eru mjög háar. Við heyrðum í Þórdísi Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra Hjallastefnunnar. Það gengur mikið á í pólitíkinni í Kópavogi en þrír bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins af fimm vilja ekki áframhaldandi samstarf við Theódóru Þorsteinsdóttur sem er oddviti sameiginlegs framboðs Bjartrar framtíðar og Viðreisnar. Erfitt er að lesa í stöðuna því bæjarfulltrúarnir þrír segjast bera fullt traust til Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra og sjálfstæðismanns, sem svo aftur virðist helst vilja vinna með Bjartri framtíð og Viðreisn. Theódóra Þorsteinsdóttir fór yfir þetta með okkur. Nú er að fara í gang vinna við gerð sviðsmynda í landbúnaði sem ætlað er að svara spurningunni: Hver er framtíð landbúnaðar til ársins 2040? Þessi vinna er hluti af endurskoðun búvörusamninga sem Haraldur Benediktsson þingmaður stýrir. Hann kom til okkar ásamt Sævari Kristinssyni sérfræðingi í sviðsmyndagerð hjá KPMG til að ræða hvernig horfurnar séu í landbúnaði í ljósi tæknibyltingar, aukinnar áherslu á umhverfismál, byggðaþróun og fleira. Einar Örn Jónsson íþróttafréttamaður RÚV fór yfir helstu viðburði helgarinnar með okkur, landsleikinn o.fl. Tónlist: Beck - Morning. Páll Óskar - Söngur um lífið. Cesar Sampson - Nobody but you. Eric Clapton - Call me the breeze. Bonnie Raitt - Something to talk about. Mannakorn - Óralangt í burt. The Pretenders - Middle of the road. Made in sveitin - Lýstu leiðina. Madness - Must be love.
Málþing á vegum Intersex Íslands, Samtakanna '78, Íslandsdeildar Amnesty International og Mannréttindaskrifstofu Íslands var haldið í háskólabyggingunni Öskju á laugardaginn undir yfirskriftinni Mannréttindi intersex fólks: Ný nálgun til framtíðar. Þar töluðu þrír erlendir sérfræðingar í málefnum intersex fólks, sem hafa reynslu af þessum málefnum víða í Evrópu. Til að koma í veg fyrir misskilning þá er ekki verið að tala um kynvitund þegar rætt er um intersex fólk, hér er um að ræða börn sem fæðast með ódæmigerð kyneinkeinni og gangast mörg hver undir stórar skurðaðgerðir fljótlega eftir fæðingu, sem geta oft haft miklar afleiðingar i för með sér. Erfitt er að fá upplýsingar um fjölda aðgerða, ástæður þeirra o.s.frv. Þær Kitty Anderson, formaður Intersex Íslands og María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna '78 sögðu okkur frá því sem þar kom fram, m.a. hvað erlendu fyrirlesararnir höfðu fram að færa. Í nýlegri könnun Umhverfisstofnunar kom í ljós að 32% aðspurðra þekktu hættumerki á neytendavörum en um 45% töldu að úreldar, eldri merkingar væru þær réttu. Þá kom í ljós að konur fara frekar en karlar eftir leiðbeiningum um notkun á vörum sem bera hættumerkingar og eru ólíklegri til að kaupa slíkar vörur. Björn Gunnlaugsson teymisstjóri hjá Umhverfirsstofnun kom í þáttinn og fræddi hlustendur hættumerkin. Lesandi vikunnar var í þetta sinn Ragna Sigurðardóttir fráfarandi formaður stúdentaráðs. Hún sagði okkur frá stúdentapólítíkinni og baráttumálum stúdentaráðs og svo sagði hún frá því hvaða bækur er á náttborðinu hjá henni, sem voru mest megnis ljóðabækur og svo sagði hún frá því hvað hún hefur lesið í gegnum tíðina sem hefur haft áhrif á hana, m.a. Halldór Laxness og Simone de Beauvoir. Umsjón í dag Lísa Pálsdóttir og Gunnar Hansson
Oooooo! Spúkí hrekkjavökuþáttur, fyrir utan að við gleymdum að þetta væri hrekkjavökuþátturinn um leið og við byrjuðum, svo við gerum ekki neitt af því sem við plönuðum. Fáum til okkar gaurinn bakvið Mjólkurbræðra fan account á twitter og svörum spurningum frá "hlustendum", eins og við höfum þannig.