Stymmi Klippari, Davíð Már og Geiri Gunn mættu í Handkast stúdíóið í kvöld og gerðu upp 5.umferðina í efstu deild karla í kvöld. Þór og Stjarnan skildu jöfn í háspennu leik fyrir Norðan meðan KA og ÍR voru með markaveislu í kvöld. ÍBV tapaði gegn Selfoss og Erlingur Richardsson nennti ekki að ræða við Handkastið eftir leik. Afturelding eru einir á toppi deildinnar með fullt hús stiga eftir að hafa unnið meiðslahrjáð lið Fammara í kvöld. Hvað er í gangi hjá FH? HK tóku vel á móti Skólphreinsun Ásgeirs og unnu fyrsta leikinn síðan 21.febrúar. Eru Haukar farnir að hóta því að taka deildarmeistaratitilinn? Þetta og miklu meira í Handkast þætti kvöldsins.
Sérfræðingurinn, Stymmi Klippari og Gaupi mættu í stúdíó Handkastsins og gerðu upp helgina í boltanum. Gaupi fór yfir brottrekstur Gumma Gumm í Danmörku og Janus Daði Smárason varð fyrir skelfilegum meiðslum í gær. Haukar og Fram gerðu jafntefli um helgina en Haukar verða án Rutar í vetur þar sem hún er ólétt. Valskonur unnu fyrri viðureign sína í Evrópukeppninni í Hollandi meðan Selfoss tapaði með 6 mörkum í Aþenu. HK hafa ekki unnið leik í deildinni síðan 21.febrúar og frábær varnarleikur Stjörnunnar í síðari hálfleik skóp sigurinn gegn FH. Heimkomu Kára Kristjáns til Vestmannaeyja lauk með 6 marka sigri ÍBV og við heyrðum í Tedda Ponzu í lok þáttar og spáðum í rosalega umferð sem fram fer á fimmtudaginn. Þetta og miklu meira í nýjasta þætti Handkastsins.
Sérfræðingurinn, Stymmi Klippari og Andri Berg mættu í stúdíó Handkastsins og gerðu upp vikuna í handboltanum, bæði hér heima og erlendis. Frammarar eru að glíma við gífurlega mikil meiðsli í leikmannahóp sínum og evrópukeppnin er handan við hornið. Darri Aronsson er mættur aftur á parketið eftir rúmlega 1.000 daga fjarveru frá handbolta. ÍR-ingar verða að fara að byrja leikina ef þetta á ekki að enda illa hjá þeim. Valskonur jarðtengdu ÍR stelpur eftir góða byrjun á tímabilinu og nýliðar KA/Þór eru á toppi deildinnar með fullt hús stiga. Nóg af handbolta um helgina bæði hérlendis og erlendis. Séffinn setti strákana í próf um hversu vel þeir þekktu leikmennina í Olís deildinni. Þetta og miklu meira í nýjasta þætti Handkastsins.
Stymmi Klippari fékk til sín Gunnar Val og Sigurjón Friðbjörn til að ræða síðustu daga í handboltanum. Stelpurnar Okkar fór til Danmerkur og fengu skell gegn Dönum. Breytingarnar sem hafa orðið á landsliðinu undanfarin ár voru ræddar og þær áskoranir sem Arnar Pétursson landsliðsþjálfari stendur frammi fyrir. Óvænt úrslit voru í Olís deildinni á föstudaginn og allir þrír leikirnir enduðu með 1 marks sigrum. Hefur deildin aldrei verið jafnari? Cell-Tech Lið 3.umferðar í Olís-deild karla á sínum stað, Skólhreinsun Ásgeirs á ferðinni og heil umferð í karla og kvenna í vikunni. Hlustið á nýjasta þátt Handkastsins.
Sérfræðingurinn, Stymmi Klippari og Kiddi Bjé mættur í stúdíó Handkastsins og fóru yfir annasama viku. Róbert Geir hættir um áramótin hjá HSÍ eftir 22 ára starfsferil. Ásgeir Snær dæmdur í þriggja leikja bann eftir myndbandsupptöku. Erum við búin að opna pandórubox þar? Hitamálið í Eyjum sem allir eru að tala um. Klúðraði ÍBV framkvæmd leiksins algjörlega? 3.umferðin er komin af stað og klárast í kvöld. Þetta og miklu meira í nýjasta þætti Handkastsins.
Aukakastið er ný hliðarþáttarröð frá Handkastinu sem er stýrt af Stymma Klippara og Kidda Björgúlfss. Í Aukakastinu munum við fá góða gesti sem allir eiga það sameiginlegt að tengjast handbolta. Hvort sem um er að ræða leikmenn, þjálfara, stjórnamenn eða sjálfboðaliða. Markmið þáttarins er að kynnast viðmælandanum betur, allt frá fyrstu kynnum þeirra að íþróttinni, hápunkta ferilsins og hvernig lífið eftir handboltann er. Gestur þáttarins er Rúnar Kárason.
Sérfræðingurinn, Stymmi Klippari og Einar Ingi gerðu upp helgina í handboltanum hér heima og erlendis. Hefði Arnar Pétursson ekki mátt velja stærri æfingarhóp fyrir landsliðsvikuna? Olís deild kvenna er komin í landsleikjahlé eftir 2.umferðir. Skytturnar eru byrjaðar að láta vaða á markið. Haukar unnu Val á þeirra heimavelli og nýliðar KA/Þór eru með fullt hús stiga. Hvorki gengur né rekur hjá Stjörnunni í karla og kvennaflokki. Andri Snær er að smíða eitthvað fyrir norðan og Fram þurfti bara góðar 30 mínútur til að rúlla yfir Þór. Þetta og svo miklu fleira í nýjasta þætti Handkastsins.
Sérfræðingurinn, Stymmi Klippari og Geiri Sly fóru yfir vikuna í handboltanum og spáðu í spilin fyrir helgina. Olís deildirnar hafa aldrei verið jafnari og ærið verkefni að spá í spilin fyrir leikina. FH-ingar pökkuðu Valsmönnum saman í gær. Selfyssingar naga sig í handarbökin að vera ekki komnir með fleiri stig og frábær endurkomusigur hjá Mosfellingum. Nóg af handbolta um helgina og allt saman í þráðbeinni á handboltapassanum.
Sérfræðingurinn, Stymmi Klippari og Gaupi fóru yfir 1.umferðina í Olís deildum karla og kvenna. Sigmundur Steinarsson gefur ekki mikið fyrir nýja logo-ið hjá HSÍ og sendi væna pillu á þá. Stjörnumenn misstu af sæti í Evrópudeildinni eftir vítakastkeppni í Hekluhöllinni. Strákarnir okkar í Magdeburg buðu Krickau velkominn til starfa í Berlín og settu upp sýningu. Nýliðarnir í Olís deildunum byrja tímabilið af krafti. Cell Tech lið karla og kvenna fyrir 1.umferðina opinberað og margt fleira í þætti dagsins.
Sérfræðingurinn, Stymmi Klippari og Andri Berg mættu og gerðu upp byrjun tímabilsins í Olís deild karla og helstu fréttir erlendis. Valsmenn byrjuðu tímabilið á sigri í Garðabænum, Fram sóttu 2 stig í Karpakrika og ekkert virðist hafa breyst hjá Haukum með tilkomu nýs þjálfara. Strákarnir voru einstaklega jákvæðir með allt í kringum handboltann á þessum fyrstu dögum en fundu þá einn til tvo mínusa til að ræða. Er Mathias Gidsel að stýra öllu bakvið tjöldin hjá Fusche Berlin? Þetta og svo miklu meira í nýjsta þætti Handkastsins.
Stymmi Klippari og Benni Gré mættu í stúdíóið á sunnudagsmorgni og fóru yfir allt það helsta í Handboltanum undanfarna daga. HSÍ kynnti nýja ásýnd, nýtt logo og metnaðarfullt prógram fyrir veturinn á kynningarfundi í gær og ríkir mikil bjartsýni fyrir tímabilinu. Valskonur héldu uppteknum hætti og unnu enn einn titilinn í gær þegar þær unnu Meistarar Meistaranna í leik gegnum Haukum á Hlíðarenda. Við ræddum spá Handkastins fyrir komandi átök í karla og kvennaflokki í vetur. Stjarnan gerði frábæra ferð til Rúmeníu í gær og er í góðum séns fyrir heimaleikinn að taka þátt í Evrópudeildinni í vetur.
Sérfræðingurinn, Stymmi Klippari og Kiddi Bjé mættu í stúdíó Handkastsins og tóku fyrir helstu mál líðandi stundar í handboltanum á Íslandi. Er of lítið að gera hjá Óla Víði á skrifstofu HSÍ? Er bannað að gefa skemmtileg viðtöl í vetur? Æfingarmótin á fullu og spennadi vetur framundan hjá stelpunum.
Einar Ingi og Davíð Már kíktu í stúdíóið með Stymma og gerðu sumarið upp og komandi átök í deildinni. Hvaða lið eru líklegust og hvernig hafa sumargluggarnir verið?
Handkastið hefur hafið enn eitt tímabilið og það er óhætt að segja að það byrji á sprengju. Kári Kristján Kristjánsson mætti í stúdíóið hjá Handkastinu í kvöld og fór yfir alla tímalínuna í samningaviðræðum við ÍBV sem silgdu í strand í síðustu viku. Kári Kristján vandar sínu uppeldisfélagi ekki kveðjurnar
Það var þéttsetið í Handkastinu að þessu sinni. Sérrfæðingurinn, Stymmi klippari, Einar Andri Einarsson og Einar Örn Jónsson fóru yfir sviðið. Ræddum úrslitakeppnirnar karla og kvennamegin og fórum yfir ótrúlegan feril Arons Pálmarssonar sem leggur skónna á hilluna eftir tímabilið.
Klipparinn, Andri Berg og Geiri Gunn gerðu upp úrslitaleik Vals og Fram. Fram eru Íslandsmeistarar árið 2025. Úrslitaeinvígið hjá Val og Haukum er komið af stað og þar leiða Valsstelpur 1-0. Tókum rúnt um Evrópu og FH-ingar styrkja sig í karla og kvenna.
Farið var yfir leik tvö í úrslitaeinvígi Vals og Fram. Farið var yfir Evrópubikarmeistaratitil Vals kvenna og hitað var upp fyrir úrslitaeinvígið hjá konunum sem hefst 20.maí.
Klipparinn og Andri Berg fóru í Dominos Stúdíóið og gerðu upp fyrsta leik í úrslitaeinvígi Vals og Fram. Kvennalið Vals getur brotið blað í sögur kvennaboltans á laugardaginn, allir að mæta! Dregið í riðla fyrir EM26 og aftur datt Ísland í lukkupottinn!
Séffinn, Klipparinn og Einar Ingi gerðu landsleikinn upp. Úrslitaeinvígin í Olísdeildunum eru að byrja og Valskonur geta brotið blað í sögu kvennahandboltans.
Séffinn og Klipparinn gerðu upp landsleik Íslands við Bosníu. Haukar eru komnar í úrslit gegn Val í Olís kvenna og Viran Morros var á línunni og ræddi Meistaradeildina með okkur.
Dómarastéttin dílar við skjáfíkn og UMFA féllu á prófinu by Handkastið
Séffinn, Klipparinn og DMK mættu í stúdíó og gerðu upp úrslitakeppni karla og kvenna. Selfoss er komið aftur í deild þeirra bestu og Grótta situr eftir með sárt ennið.
Séffinn, Klipparinn og Einar Ingi gerðu upp 3.leiki í undanúrslitum í Olísdeild karla. Selfoss eru komnir yfir í umspilinu um sæti í deild þeirra bestu. Stelpurnar fara af stað á morgun og Viran Morros rýndi í meistaradeildina með Klipparanum.
Séffinn, Klipparinn og Andri Berg gerðu upp leiki 2 í undanúrslitum Íslandsmótsins. Meistaradeildin er að fara aftur af stað og íslendingar voru í eldlínunni í Evrópudeildinni. ÍR er komið í undanúrslit Olísdeildar kvenna og Séffaumspilið er að ná nýjum hæðum!
Sérfræðingurinn, Klipparinn og Geiri Sly mættu og gerðu upp 1 leiki í undanúrslitaeinvígum í Olísdeild karla. Átti Reynir Þór að fá bann fyrir sparkið? Grótta er skrefi nær að vera áfram í Olísdeildinni á næsta ári. 6 liða úrslit í kvennadeildinni eru byrjuð og Stjarnan og UMFA leika um sæti í Olísdeild kvenna á næsta ári!
Sérfræðingurinn og Klipparinn fengu nýkjörinn formann HSÍ, Jón Halldórsson til sín og fóru yfir viðburðarríku viku sem var hans fyrsta í embættinu. Eins var Jón spurður út í framtíðina og áherslur nýrrar stjórnar. Stelpurnar okkar tryggðu sér á enn eitt stórmótið en gætu hafa kostað HSÍ stóran styrktaraðila í kjölfarið. Í lokin var hitað upp fyrir úrslitakeppnina sem er í fullum gangi.
Gaupi, Einar Ingi og Klipparinn gerður upp 8 liða úrslitin í Olísdeildinni. Kvennalandsliðið spilar fyrir luktum dyrum gegn Ísrael og Grill 66 umspilið er í fullum gangi.
Klipparinn, Andri Berg og Davíð Már mættu og gerðu upp fyrstu umferð í úrslitakeppni Olísdeildar karla. Grill 66 umspilið er einnig hafið og ættum við að fjölga leikjum í fyrstu umferð í úrslitakeppninni.
Valskonur eru komnar í úrslit Evrópu, Haukar skiluðu sér allir á endanum til Bosníu en fóru tómhentir heim, úrslitakeppnin á næsta leiti og Viran Morros var á línunni.
Benni Gré, Bergur Elí og Klipparinn mættu til að gera upp lokaumferðina í Olísdeild karla. FH-ingar standa uppi sem deildarmeistarar eftir 22 umferðir og svakaleg úrslitakeppni framundan.
Sérfræðingurinn og Klipparinn fóru um víðan völl í þætti dagsins. Tvö íslensk lið eru í eldlinunni í Evrópu þátt lítið fari fyrir því. Fórum yfir sigurræðu nýkjörins formanns KKÍ, Kristins Albertssonar. Ein umferð eftir í Olís-deild karla og mikil spenna í Olís-deild kvenna.
Einar Ingi og Gunnar Valur gerðu upp 21.umferð Olísdeildarinnar var gerð upp í Dominos stúdíóinu ásamt Stymma Klippara. Línur heldur betur farnar að skýrast en deildarmeistaratitilinn er ekki ennþá klár. Dagur Árni á leiðinni til Esbjerg?
Sérfræðingurinn, Klipparinn og Einar Örn Jónsson fóru yfir landsliðsvikuna, Olís-deild karla og Olís-deild kvenna.
Skyldusigur í Grikklandi og meintur föðurlandssvikari að taka við Haukum! by Handkastið
Geiri Sly og Nabblinn mættu til að gera upp 20.umferð Olísdeildar karla með Klipparanum.
Andri Berg og Davíð Már mættu í Dominos stúdíóið og gerðu upp 19.umferðina í Olísdeild karla. Línur eru farnar að skýrast en þó eru ennþá 3 umferðir eftir.
Vignir Stefánsson og Ásgeir Gunnarsson mættu í Dominos studíóið og gerðu upp vel heppnað Final 4 á Ásvöllum í vikunni sem er að líða. Fram og Haukar stóðu uppi sem sigurvegarar. Kíktum einnig á næstu umferð í Olísdeildinni, fréttir úr handboltanum og hvað er að gerast í Meistaradeildinni.
Farið var yfir undanúrslitin í Powerade-bikar karla og kvenna og rýnt í úrslitaleikina sem framundan eru á laugardaginn.
Uppgjörsþáttur 18.umferðar Olís-deildar karla. Rætt var um stóra þjálfarakapalinn sem gæti orðið í sumar og hver tekur við Gróttu í sumar?
Valslestin farin að malla og Frammarar komnir á toppinn by Handkastið
Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari settist niður með Sérfræðingnum og fór yfir HM og miklu meira til.
Formannsskipti hjá HSÍ og Fram farnir að trúa því að þeir getu unnið þann stóra by Handkastið
Ásgeir x2 mættu í stúdíó með Stymma Klippara og gerðu upp 15.umferð Olísdeildar karla sem er komin aftur af stað eftir HM pásu. 8 liða úrslit í bikarkeppni kvenna fara fram í vikunni.
Guðjón Valur Sigurðsson og Kristján Andrésson gera upp HM hjá íslenska landsliðinu í símaviðtali við Sérfræðinginn í beinni frá Þýskalandi og Noregi.
Stymmi Klippari, Alli Eyjólfs og Einar Ingi gerðu upp milliriðil Íslands og leik þeirra gegn Argentínu. Núna leggjumst við á bæn að Slóvenar geri kraftaverk og tryggi Íslandi áfram í 8 liða úrslit.
Stymmi Klippari og Geiri Sly kíktu í studíóið á þessum laugardagsmorgni til að gera upp vonbrigðin gegn Króatíu. Arnar Daði var á línunni og gerði leikinn upp frá Zagreb. Hverir eru möguleikar Íslands í framhaldinu? Er Ísland á leiðinni heim??
PBT og Mike kíktu til okkar í Dominos stúdíóið og gerðu upp leik Íslands og Egyptalands. Það er óhætt að segja að Snorri Steinn sé búinn að smíða vél og handboltaæði á Íslandi er farið að gera vart við sig.
Sérfræðingurinn, Tómas Þór Þórðarson og Gunnar Steinn Jónsson gerðu upp frábæran sigur Íslands á Slóveníu. Spáð var í spilin fyrir komandi leiki Íslands í milliriðli.
Stymmi Klippari, Sérfræðingurinn og Ási kíktu í Dominos studio-ið og gerðu upp leik Íslands og Kúbu. Til hamingju Valur og Haukar með að vera komnar í 8 liða úrslit í evrópukeppninni. Æfingarleikirnir eru búnir og alvaran hefst á mánudaginn!
Sérfræðingurinn fékk besta handboltamann sögunnar til sín og farið var yfir boltann. Stöðu íslenska landsliðsins, hvað þarf að gerast til að landsliðið nái árangri og allt þar á milli. Í lok þáttar fengu hlustendur að spyrja Óla misáhugaverðar spurningar.
Stymmi Klippari, Andri Geir og Stefán Rafn mættu í stúdíó og gerðu upp landsleikinn gegn Grænhöfðaeyjum. Vegferðin á HM er hafin og leiðin hefur aldrei verið greiðari!