Þjóðmál

Follow Þjóðmál
Share on
Copy link to clipboard

Hér er rætt hispurslaust um stjórnmál, efnahagsmál, menningu og annað tengt þjóðmálum.

Þjóðmál


    • Jul 10, 2025 LATEST EPISODE
    • weekdays NEW EPISODES
    • 1h 8m AVG DURATION
    • 333 EPISODES


    Search for episodes from Þjóðmál with a specific topic:

    Latest episodes from Þjóðmál

    #333 – Helgarvaktin með Kristínu Gunnars og Stefáni Einari – Starfstitill og leiðtogahlutverk er ekki það sama

    Play Episode Listen Later Jul 10, 2025 117:29


    Kristín Gunnarsdóttir og Stefán Einar Stefánsson fara yfir dramatískan dag í stjórnmálunum á sinn einstaka og yfirvegaða hátt, hvort að leiðtogar ríkisstjórnarinnar hafi burði til að leiða mál til lykta á farsælan hátt, þá undarlegu staðreynd að fólk sé almennt upplýst um 71.gr. þingskapalaga ásamt öðrum og mikilvægum málum og atbuðum sem áttu sér stað í vikunni.

    #332 – Kristján Vilhelmsson í viðtali

    Play Episode Listen Later Jul 7, 2025 55:00


    Kristján Vilhelmsson, útgerðarstjóri Samherja, fer yfir starfsemi félagsins í góðu spjalli sem er tekið upp í Drift á Akureyri. Við ræðum um það hversu mikið stjórnendur þurfa að vera vakandi yfir rekstrinum, hvernig tæknin um borð í skipum og í fiskvinnslum hefur þróast og hvernig félagið hefur náð að hámarka virði þess sem sótt er í sjó og fleira. Þá er rætt um erlenda starfsemi félagsins liðna áratugi, hvernig hún kom til, hvernig hún hefur gengið og margt fleira.

    #331 – Helgarvaktin með Andrési og Erni – 20 ár af Páli Gunnari og áfram höldum við

    Play Episode Listen Later Jul 3, 2025 94:41


    Andrés Magnússon og Örn Arnarson fara yfir allt það helsta, stjórnarmenn Rúv sem ætla að læra að lesa ársreikninga, golfáhuga sjávarútvegsráðherra, stöðuna í þinginu sem er enn starfandi, nýtt bankaráð Seðlabankans, pantaða niðurstöðu í gjaldeyrismálum, undarlega fánahyllingu við ráðhúsið og margt fleira áhugavert. Þá ræðum við sérstaklega þann merka viðburð sem átti sér stað í vikunni þegar Páll Gunnar Pálsson fagnaði því að hafa gegnt stöðu forstjóra Samkeppniseftirlitsins í heil 20 ár. Við rifjum upp margt af því helsta sem átt sér stað á þeim tíma sem liðinn er, hvort að „reiknaður ábati“ af starfsemi eftirlitsins sé hugtak sem hægt sé að styðjast við og margt fleira.

    #330 – Áslaug Arna kveður (í bili)

    Play Episode Listen Later Jul 1, 2025 55:20


    Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tekur sér hlé frá þingmennsku og heldur til Ameríkuhrepps í nám. Í góðu kaffispjalli í Þjóðmálastofunni fer hún yfir stöðu Sjálfstæðisflokksins, landsfundinn sem fór fram fyrr í vor, hvernig það er að etja kappi við mál þeirrar vinstri stjórnar sem nú situr og ekki síður hugmyndafræðina sem þar liggur að baki, hvort að hugað sé nægilega vel að verðmætasköpun til lengri tíma hér á landi, hvort hún snúi til baka að námi loknu og margt fleira.

    #329 – Bjórkvöld Þjóðmála í Drift EA á Akureyri

    Play Episode Listen Later Jun 27, 2025 74:15


    Stefán Einar Stefánsson og Þórður Gunnarsson fara yfir stöðuna á bjórkvöldi Þjóðmála sem haldið var í Drift EA á Akureyri. Við gerum upp afdrífaríka forsætisráðherratíð Ingu Sæland sem varði í einn og hálfan sólarhring, fjöllum um vandræði ríkisstjórnarinnar sem vill hækka skatta umtalsvert á sjávarútveginn, óreiðuástandið í dómsmálaráðuneytinu og margt fleira.

    #328 – Kaffispjall – Eldur Ólafsson fer yfir starfsemi Amaroq

    Play Episode Listen Later Jun 23, 2025 104:19


    Eldur Ólafsson, forstjóri og stofnandi Amaroq, fer yfir rekstur og stefnu félagsins í ítarlegu viðtali. Við ræðum um tilgang félagsins, námugröftinn á Grænlandi, aðkomu félagsins að innviðauppbyggingu þar í landi, samskiptin við fjárfesta hér heima og erlendis, tekjumódelið sem félagið er að byggja upp, mikilvægi fágætismálma fyrir heiminn, gengi félagsins á markaði, orðræðu Bandaríkjaforseta um Grænland, það hvort að Eldur sé sjálfur rétti maðurinn til að leiða félagið á næsta stig og margt fleira.

    #327 – Helgarvaktin með Guðmundi Fertram og Heiðari Guðjóns

    Play Episode Listen Later Jun 19, 2025 81:30


    Guðmundur Fertram Sigurjónsson og Heiðar Guðjónsson ræða um mikilvægi verðmætasköpunar, um þau áhrif sem of miklir skattar hafa á atvinnulífið, hvort það sé í verkahring stjórnvalda að móta atvinnustefnu, störfin sem verða óvænt til, hvernig íslenska hagkerfið getur litið út í framtíðinni og margt fleira í þessum innihaldsríka þætti.

    #326 – Theódór Ragnar fjallar um netöryggi fyrirtækja og einstaklinga

    Play Episode Listen Later Jun 17, 2025 63:15


    Theódór Ragnar Gíslason, stofnandi og framkvæmdastjóri Defend Iceland, ræðir um netöryggismál, hvort að fyrirtæki séu almennt værukær með þau atriði sem hafa þarf í huga og hvort að einstaklingar láti þessi mál sér í léttu rúmi liggja, hvað vaki fyrir þeim sem stunda það að brjótast inn á kerfi hjá öðrum, um mikilvægi þess að deila upplýsingum um veikleika og margt fleira sem snýr að þessum þáttum sem sífellt verða fyrirferðarmeiri í lífum okkar.

    #325 – Helgarvaktin á Heimaey um borð í Heimaey

    Play Episode Listen Later Jun 14, 2025 79:03


    Árni Helgason, varaþingmaður og lögmaður, Ólafur Jóhann Borgþórsson, fv. prestur og nú framkvæmdastjóri Herjólfs, og Sveinn Ólafur Melsted, aðstoðarritstjóri Viðskiptablaðsins mæta á helgarvakt Þjóðmála, sem í þetta sinn er tekin upp um borð í nýjasta skipi íslenska skipaflotans, Heimaey VE. Fjallað er um allt það helsta í pólitíkinni, pirringinn í stjórnarmeirihlutanum, hvort að eldhúsdagskrárumræður á þinginu skipti einhverju raunverulegu máli og fleira. Einnig er rætt um nafnabreytinguna hjá Sýn, fyrirhugaðar breytingar á eignarhaldi Play auk þess sem teknir eru ýmsir snúningar á lífinu í Vestmannaeyjum.

    #324 – Kaffispjall með Óla Birni

    Play Episode Listen Later Jun 10, 2025 90:44


    Óli Björn Kárason ræðir um stöðuna í stjórnmálunum, hvernig pólitísk umræða er að þróast, hvernig öfund keyrir áfram umræðu um skatta og smitast yfir á umræðu um atvinnulíf, um stöðu hægri manna og hvort þeir séu að einbeita sér að réttum hlutum í umræðunni – og margt fleira í góðu spjalli hér í Þjóðmálastofunni.

    #323 – Helgarvaktin með Diljá Mist og Ólöfu Skafta

    Play Episode Listen Later Jun 6, 2025 81:40


    Diljá Mist Einarsdóttir og Ólöf Skaftadóttir fara yfir allt það helsta, ekki bara stöðuna á þinginu heldur líka stemninguna, galgopaleg vinnubrögð Víðis Reynissonar, dyggðarskreytingar þingmanna, ríkisstyrktan áróður fyrir evrópusambandsaðild, fylgi Sjálfstæðisflokksins sem stendur í stað, inniskósvæðingu Ráðhússins í Reykjavík, hverjar þær myndu taka með á Suðurpólinn og margt fleira.

    #322 – Vorferð á Hótel Jökulsárlón

    Play Episode Listen Later Jun 3, 2025 94:58


    Við færum Þjóðmálastofuna austur fyrir fjall og skellum okkur á Hótel Jökulsárlón, sem er í eigu athafnamannsins Skúla Gunnars Sigfússonar. Það er nú risið glæsilegt hótel sem nú þegar er farin að hafa mikil efnahagsleg og samfélagsleg áhrif. Þeir Andrés Magnússon, Hörður Ægisson, Stefán Einar Stefánsson, Þórður Gunnarsson og Örn Arnarson skelltu sér með í vorferð Þjóðmála. Við fjöllum um þau fyrirtæki sem við heimsóttum í ferðinni og fjöllum um allt það helsta sem er að eiga sér stað í stjórnmálum og viðskiptalífinu þessa dagana.

    #321 – Helgarvaktin með Sigríði Andersen og Þórði Pálssyni

    Play Episode Listen Later May 30, 2025 93:37


    Sigríður Andersen alþingismaður og Þórður Pálsson, efnahagsráðgjafi Þjóðmála, mæta í Þjóðmálastofuna og ræða um stöðuna í þinginu, hvað raunverulega liggur að baki illa unnu frumvarpi um hækkun veiðigjalda, vandræðagang ríkisstjórnarinnar, hversu mikilvægt það er að losa fyrirtæki úr höndum ríkisins, undarlega vegferð utanríkisráðherra og utanríkisráðuneytisins, hrós vikunnar og margt fleira.

    #320 – Það skiptir máli hver stjórnar – Ásdís Kristjáns og Íris Róberts fara yfir stöðuna

    Play Episode Listen Later May 27, 2025 77:16


    Ásdís Kristjánsdóttir og Íris Róbertsdóttir, bæjarstjórar í Kópavogi og í Vestmannaeyjum, mæta í Þjóðmálastofuna nú þegar ár er í sveitastjórnarkosningar. Við ræðum um helstu áherslur í rekstri sveitarfélaga, mikilvægi þess að hafa reksturinn í lagi, menntamálin, atvinnulífið og margt fleira sem snýr að rekstri sveitarfélaganna.

    #319 – Helgarvaktin með Orra Haukssyni og Þórði Gunnarssyni

    Play Episode Listen Later May 23, 2025 81:00


    Orri Hauksson og Þórður Gunnarsson fara yfir allt það helsta, hvort að sala á ríkisfyrirtækjum eigi sér hugmyndafræðilegar rætur eða bara praktískar rætur í bókhaldi ríkisins, um það sem forsætisráðherra kallar „erfiðar aðgerðir á tekjuhliðinni“ en aðrir kalla skattahækkanir, þau áhrif sem boðaðar skattahækkanir á sjávarútveginn eru byrjuð að hafa, um uppbyggingu og framtíð fiskeldis hér á landi, seljendalán Reykjavíkur til nýrra eigenda Perlunnar, endurvinnslu frétta hjá ríkisfjölmiðlinum, um hlutverk og starfsemi eftirlitsstofnana og margt fleira.

    #318 – Mennirnir sem stóðu í lappirnar – Gunnlaugur Jónsson fjallar um komu Gad Saad til Íslands

    Play Episode Listen Later May 20, 2025 74:30


    Gunnlaugur Jónsson athafnarmaður fjallar um komu Dr. Gad Saad til Íslands, en hann mun flytja erindi hér á landi í Hörpu mánudaginn 2. júní nk. Gunnlaugur stóð einnig fyrir komu Dr. Jordan Peterson hingað til lands. Í þættinum ræðum við um það hvernig þessir tveir menn hafa haft áhrif á umræðu um þjóðfélagsmál á Vesturlöndum, hvaðan hugmyndir stjórnlynda fólksins eru sprottnar, um slagina sem kapítalistarnir taka – og taka ekki, um opin landamæri og margt fleira.

    #317 – Helgarvaktin með Herði og Þorbirni Atla

    Play Episode Listen Later May 16, 2025 87:40


    Hörður Ægisson og Þorbjörn Atli Sveinsson hjá Acro verðbréfum ræða um nýafstaðið hlutafjárútboð í Íslandsbanka, hvort rétt hafi verið að stækka útboðið, hvort það sé jafnvel heppnað og stjórnvöld halda fram, hvernig eftirmarkaðurinn kann að líta út, um ummæli fjármálaráðherra kosti þess að fjárfesta í banka á meðan útboðið stóð yfir, hvernig Íslandsbanki mun starfa í framhaldinu og margt fleira. Þá er rætt um stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans í næstu viku, skráningu Alvotech í Svíþjóð og fleira.

    #316 – Sigurður G. fer yfir vandræðaganginn hjá sérstökum saksóknara

    Play Episode Listen Later May 13, 2025 54:56


    Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður fjallar um þau vandræði sem embætti sérstaks saksóknara, nú héraðssaksóknara, hefur komið sér í með tilhæfulausum hlerunum á fjölda manna - hlerunum sem nú hafa ratað frá embættinu í hendur óviðkomandi aðila. Við ræðum um starfsaðferðir embættisins eftir hrun, hvernig réttarkerfið brást í mörgum atriðum, hvort einhverjar breytingar hafi átt sér stað, um starfsemi erlendra njósnafyrirtækja hér á landi og margt fleira. Þá ræðir Sigurður G. einnig um tilvonandi skattahækkanir á sjávarútveginn og mýtuna um blómlegar útgerðir í byggðum landsins hér á áðum áður.

    #315 – Helgarvaktin með Sigmundi Davíð og Bergþóri - Á endanum klárast Sobrilið hjá ríkisstjórninni

    Play Episode Listen Later May 9, 2025 75:40


    Bergþór Ólason og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson mæta gallvaskir á helgarvakt Þjóðmála. Við ræðum um stöðuna í pólitíkinni, vandræði ríkisstjórnarinnar sem halda áfram að hrannast upp, stöðu stjórnarandstöðunnar, umbúðir og innihald stjórnmálaumræðunnar, léttar spurningar yfir grillinu og margt fleira.

    #314 – Kaffispjall með Eyjólfi Árna

    Play Episode Listen Later May 6, 2025 63:30


    Eyjólfur Árni Rafnsson hefur verið formaður Samtaka atvinnulífsins (SA) í átta ár Hann mun láta af störfum á aðalfundi samtakanna í næstu viku. Í nýjum þætti Þjóðmála fer Eyjólfur Árni yfir þessi ár sem hafa að margra mati þótt róstursöm, kosti og galla vinnumarkaðsmódelsins hér á landi og hvort raunhæft sé að færa sig nær skandinavíska módelinu, samskiptin við verkalýðshreyfinguna, hvort að þeir kjarasamningar sem hafa verði undirritaðir á liðnum árum styðjist við raunhæfa framleiðni, um umræðu um frjálst markaðshagkerfi, hlutverk hins opinbera og margt fleira.

    #313 – Verkalýðsdags-helgarvakt með sextugum Andrési og síungum Stefáni Einari

    Play Episode Listen Later May 1, 2025 89:30


    Andrés Magnússon og Stefán Einar Stefánsson mæta í Þjóðmálastofuna að loknum löngum vinnudegi og fara yfir allt það helsta. Rætt er um hneykslunarbylgju vegna norskra auglýsinga, skort á efnislegri umræðu um aðför að atvinnulífinu, flótta nýs formanns Sjálfstæðisflokksins, skrýtnar ráðningar í Valhöll, njósnamál, yfirlæti héraðssaksóknara og margt fleira.

    #312 – Birna Ósk fjallar um stöðuna í alþjóðaflutningum

    Play Episode Listen Later Apr 28, 2025 48:37


    Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri hjá APM Terminals, ræðir um starfsemi félagsins sem rekur hafnir út um allan heim, stöðuna í alþjóðlega flutningakerfinu og alþjóðaviðskiptum, hvaða áhrif mögulegt tollastríð getur haft til skemmri og lengri tíma, hvaða áhrif truflum á siglingaleiðum getur haft og fleira þessu tengt. Þá er einnig rætt um stöðuna á Mílu og Skel, en Birna Ósk situr í stjórn beggja fyrirtækja. Rætt er um aðkomu franska innviðafjárfestingasjóðsins að Mílu og uppbyggingu hér á landi, mikilvægi þess að laða að erlenda fjárfestingu, hvernig starfsemi Skeljar gæti þróast með ólíkum fjárfestingum og margt fleira.

    #311 – Helgarvaktin með Þórði og Erni – Kristrúnu hlýtur að svíða í prófgráðuna

    Play Episode Listen Later Apr 25, 2025 53:31


    Þórður Gunnarsson og Örn Arnarson mæta á helgarvaktina og fjalla um allt það helsta sem er að eiga sér stað í þjóðfélaginu, aðför ríkisstarfsmanna og stjórnmálamanna gegn verðmætasköpun, illa undirbúin stjórnarfrumvörp, máttlausa gagnrýni á máttlausar hagræðingaraðgerðir, áhugaleysi stjórnmálanna á því að tala máli fyrirtækja á erlendum vettvangi og margt annað skemmtilegt.

    #310 – Skítamix stjórnvalda á skökkum fasteignarmarkaði

    Play Episode Listen Later Apr 23, 2025 79:00


    Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi, og Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, fjalla um nýja skýrslu Viðskiptaráðs um húsnæðisstefnu stjórnvalda, um óeðlileg afskipti hins opinbera sem skekkt hafa fasteignamarkaðinn, um hringrásina sem þarf að vera til staðar á markaðnum og fleira í þeim dúr. Þá er einnig rætt um áætlun ríkisstjórnarinnar að neyða sveitarfélög til að hækka skatta og fyrirhugaðar skattahækkanir á okkar helstu útflutningsgreinar á sama tíma og þær verða fyrir áhrifum yfirvofandi tollastríðs og óvissu í alþjóðaviðskiptum.

    #309 – Páskaþáttur – Andrés og Stefán Einar koma beint af Jómfrúnni

    Play Episode Listen Later Apr 19, 2025 113:55


    Eftir að hafa snætt á Jómfrúnni mættu þeir Andrés Magnússon og Stefán Einar Stefánsson beint í Þjóðmálastofuna til að fara yfir allt það helsta um og fyrir páska. Við ræðum um andverðugleikasamfélagið sem sumir vilja skapa, það hvernig sumir líta á alla verðmætasköpun sem eign hins opinbera, pólitíska stöðu forsætisráðherra og framgöngu húskarla Samfylkingarinnar og margt, margt fleira.

    #308 – Grímur Sæmundsen í kaffispjalli

    Play Episode Listen Later Apr 15, 2025 83:30


    Bláa lónið hefur fyrir margt löngu fest sig í sessi sem sterkt alþjóðlegt vörumerki og einstakt aðdráttarafl fyrir íslenskra ferðaþjónustu. Grímur Sæmundsen, forstjóri og einn stærsti eigandi fyrirtækisins, ræðir í ítarlegu viðtali um þær áskoranir sem félagið hefur farið í gegnum á liðnum árum, sú uppbygging sem er framundan í Svartsengi og annars staðar á landinu, fyrirhugaða skráningu á markað og fleira. Þá er rætt um langa sögu félagsins, uppbygginguna sem átti sér stað áður en hér varð ferðamannasprengja, ferðaþjónustuna og uppvöxt hennar, áætlanir ríkisstjórnarinnar um aukna skattheimtu og margt fleira.

    #307 – Helgarvaktin með Herði og Daða í Visku – Ringulreið á mörkuðum heimsins

    Play Episode Listen Later Apr 11, 2025 99:06


    Hörður Ægisson, ritstjóri Innherja og yfirmaður greiningardeildar Þjóðmála, og Daði Kristjánsson, framkvæmdastjóri Visku, ræða um áhrifin af tollastefnu Bandaríkjaforseta, almennt um stöðuna á mörkuðum og alþjóðaviðskiptum, hvernig næstu misseri kunna að líta út og þar fram eftir götunum. Þá ræðum við um inngrip Seðlabankans á gjaldeyrismarkaðinn, hvers vænta megi við næstu vaxtaákvörðun, þögn lífeyrissjóðanna vegna skattahækkana á sjávarútvegfyrirtækin, hvort að ríkið klári söluna á hlut sínum í Íslandsbanka og hvort að bankinn sé líklegur til að kaupa VÍS, fyrirhugaða skráningu Stoða á markað og margt fleira.

    #306 – Einar Örn ræðir um breytingar á rekstri Play

    Play Episode Listen Later Apr 7, 2025 48:00


    Einar Örn Ólafsson, forstjóri og einn stærsti eigandi Play, fer yfir rekstur flugfélagsins, þær breytingar sem verið er að gera á rekstrarmódelinu, stofnun dótturfélagsins á Möltu og tilgang þess, stöðuna í ferðaþjónustunni, þau áhrif sem tollastríðið getur haft og margt fleira.

    #305 - Helgarvaktin með Þórði og Ingva Þór - Hvar eru gögnin?

    Play Episode Listen Later Apr 4, 2025 59:34


    Þórður Gunnarsson, aðalhagfræðingur Þjóðmála, og Ingvi Þór Georgsson, framkvæmdastjóri Aflamiðlunar og fyrrum stjórnandi Pyngjunnar, fara yfir allt það helsta í vikunni. Við ræðum um veiðigjöldin og undarlega herferð ríkisstjórnarinnar við að hindra verðmætasköpun í sjávarútvegi, stöðuna eftir fyrstu 100 daga ríkisstjórnarinnar, nýjan Þjóðarpúls og litla fylgisaukningu Sjálfstæðisflokksins, ákvörðun Bandaríkjaforseta um að leggja tolla á flestar þjóðir heims, nýja formenn í SA og SFS, um hlutabréfamarkaðinn og margt fleira.

    #304 - Upplýst umræða um sjávarútveg í miðri upplýsingaóreiðubrælu

    Play Episode Listen Later Mar 31, 2025 100:52


    Einar Sigurðsson, stjórnarformaður Ísfélagsins, fer yfir stöðuna í sjávarútvegi, starfsemi Ísfélagsins, skráningu félagsins á markað, samþjöppunina sem þurfti nauðsynlega að eiga sér stað, staðreyndalausa umræðu um greinina, samanburðinn á íslenskum og norskum sjávarútvegi, fyrirhugaða skattahækkun ríkisstjórnarinnar, miklar fjárfestingar í greininni, fjárfestingar í „ótengdum” greinum og margt fleira.

    #303 - Afmælis-björkvöld Þjóðmála á Kringlukránni

    Play Episode Listen Later Mar 27, 2025 93:22


    Andrés Magnússon og Stefán Einar Stefánsson ræða um hrakfarir ríkisstjórnarinnar frá þvi að hún tók við völdum fyrir þremur mánuðum, almennt um stöðuna í stjórnmálum, hvort að Stefán Einar sé að stefna að því að verða bæjarstjóri í Garðabæ, hvort að það sé nýtt vandamál fyrir ríkisstjórnina í vændum, hvernig stjórnarandstaðan mun standa sig, um óviðeigandi spjallgrúbbur og margt annað sem vert er að fjalla um á afmælis-bjórkvöldi Þjóðmála. Hlaðvarp Þjóðmála fagnar nú fjögurra ára afmæli og það er af nægu að taka.

    #302 – Þriggja mánaða busavígsla ríkisstjórnarinnar að baki – Björn Bjarnason fer yfir stöðuna

    Play Episode Listen Later Mar 24, 2025 68:45


    Björn Bjarnason, fv. ráðherra, ræðir um stöðu ríkisstjórnarinnar eftir afsögn menntamálaráðherra, þau ósköp sem hafa gengið yfir á fyrstu þremur mánuðum ríkisstjórnarinnar, ummæli sem hann lét falla um Flokk fólksins í hlaðvarpi Þjóðmála í byrjun ársins og fleira. Þá er rætt um stefnu og orðræðu Bandaríkjaforseta í garð vestrænna ríkja, stöðu mála í Úkraínu, hvort að vestræn ríki þurfi að friðþægjast við Rússa á einhverjum tímapunkti og fleira úr alþjóðamálunum - en einnig um öryggis- og varnarmál hér heima fyrir og hvernig þau mál eru líkleg til að þróast næstu misseri.

    #301 - Helgarvaktin með Herði og Erni - Þegar þú leggst með hundum færðu flær

    Play Episode Listen Later Mar 21, 2025 80:11


    Hörður Ægisson og Örn Arnarson fara yfir helstu tíðindi úr pólitíkinni, afsögn mennta- og barnamálaráðherra og vandræði ríkisstjórnarinnar í kringum það mál, nýja borgarstjórann sem hrökklaðist úr formannsstól í Sambandi íslenskra sveitarfélaga, upptakt forsætisráðherra fyrir skattahækkunum og fleira. Þá er rætt um nýlega stýrivaxtalækkun Seðlabankans og hvers megi vænta um frekari vaxtalækkanir, stöðuna á hlutabréfamarkaði, og margt fleira.

    #300 - Bubbi Morthens í ítarlegu viðtali

    Play Episode Listen Later Mar 18, 2025 131:59


    Bubbi Morthens, einn áhrifa- og afkastamesti tónlistarmaður Íslands í áratugi, er gestur í 300. þættinum í hlaðvarpi Þjóðmála. Rætt er við Bubba um ferilinn sem nú spannar rúm 45 ár, hvort að líf Bubba sé eins og opin bók sem öll þjóðin má lesa, um viðskiptahliðna á því að vera tónlistarmaður, hvort að pólitískar skoðanir hans séu tilviljunum háðar eða hvort að þær endurspegli samfélagið á einhvern hátt, hvort og þá hvernig tónlist hans og textar hafa áhrif á líf fólks og margt fleira.

    #299 – Helgarvaktin með Andrési og Þórði – Mun Ásthildur Lóa kaupa páskaegg? – Hvað gerir Ásgeir í næstu viku?

    Play Episode Listen Later Mar 14, 2025 74:28


    Andrés Magnússon og Þórður Gunnarsson fjalla um allt það helsta sem á daga okkar hefur drifið síðustu daga, áherslu ríkisstjórnarinnar á strandveiðar gegn betri vitund, hvernig alið er á tortryggni í garð sjávarútvegsins, ummæli menntamálaráðherra um dómskerfið, átök meðal sósíalista, komandi stýrivaxtaákvörðun, verðhækkanir á kaffi og kakó sem hafa áhrif hér á landi – og margt fleira.

    #298 – Borgarstjóri á ofurlaunum – Síðasta fréttin um styrkjamálið enn óskrifuð

    Play Episode Listen Later Mar 11, 2025 53:00


    Andrea Sigurðardóttir og Sandra Ocares fjalla um ofurlaun borgarstjóra, um það hvernig Reykjavíkurborg hefur fegrað fjárhagsstöðu sína með reikningi Félagsbústaða, hvaða væntingar (ef einhverjar) má hafa til nýs borgarstjórnarmeirihluta, um það hvort að nýr formaður Sjálfstæðisflokksins sé líklegur til að auka fylgi flokksins, um málefni ÍL-sjóðs í samhengi við kröfuna um ríkisrekinn samfélagsbanka og fleira.

    #297 – Helgarvaktin með Sigríði Andersen og Þórði Pálssyni

    Play Episode Listen Later Mar 6, 2025 91:16


    Sigríður Andersen og Þórður Pálsson ræða um yfirvofandi tollastríð og þau áhrif sem það kann að hafa á vestræn hagkerfi, um viðskiptahindranir Evrópusambandsins og þann skaða sem þær valda íbúum innan sambandsins, um friðarhorfur í Úkraínu, um hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar sem ríkisstjórnin vill ekkert kannast við þegar á reynir, stöðu fjölmiðla og ægivald ríkisfjölmiðilsins á þeim markaði, horfur á lækkun stýrivaxta og margt fleira.

    #296 – Landsfundarþynnkan – Var framtíðinni frestað?

    Play Episode Listen Later Mar 3, 2025 65:30


    Andrés Magnússon og Þórður Gunnarsson fara yfir nýafstaðna kosningu um formann Sjálfstæðisflokksins, hvað bar á milli frambjóðenda, hvort að baráttan hafi verið háð á fundinum sjálfum eða fyrir hann, stöðu nýs formanns og hvernig næstu misseri geta litið út og fleira. Auk þess er fjallað um stöðu ríkisstjórnarinnar, undarlegt útspil Dags B. Eggertssonar í umræðu um Evrópumál og margt fleira.

    #295 – Landsfundarkokteill með Andrési og Stefáni Einari

    Play Episode Listen Later Feb 28, 2025 96:00


    Andrés Magnússon og Stefán Einar Stefánsson ræða um kveðjuræðu Bjarna Benediktssonar á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, formannskjör í flokknum sem fram fer um helgina, um neyðarsjóð Ragnars Þórs Ingólfssonar, um borgarstjóra sem veit ekki hvað samningur við kennara mun kosta, vandræði ríkisstjórnarinnar og margt fleira.

    #294 – Gunnar í Almenna og Ólafur í Birtu fara yfir stöðu lífeyrissjóðanna í hagkerfinu

    Play Episode Listen Later Feb 25, 2025 75:59


    Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins, og Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs, ræða um stöðu lífeyrissjóðanna, eignarhald þeirra á skráðum fyrirtækjum og samskiptum við einkafjárfesta, tilnefningarnefndir og áhrif sjóðanna á stjórnarkjör, hvort að lífeyrissjóðirnir eigi að hafa skoðun á starfskjaramálum og kaupréttasamningum, um sjálfbærni stefnu þeirra og ákvörðun um útilokun á fjárfestingum, um samskiptin við Seðlabankann, iðgjöldin, félagafrelsið og margt fleira sem tengist miklum umsvifum sjóðanna í íslensku hagkerfi.

    #293 – Helgarvaktin með Jóni Sigurðssyni í Stoðum

    Play Episode Listen Later Feb 21, 2025 107:23


    Jón Sigurðsson, forstjóri Stoða, ræðir um bréf sín til hluthafa félagsins sem vakið hafa athygli á liðnum árum, um rekstur og fjárfestingar Stoða, um fjármálamarkaðinn, mögulegar sameiningar banka, hvernig reglur og skattar bitna helst á viðskiptavinum bankanna, mýtuna um að ríkið þurfi að eiga banka, gagnrýni hans og fleiri á vaxtastefnu Seðlabankans, stöðuna á hagkerfinu og framtíðarhorfur, hlutabréfamarkaðinn, fjárfestingar í ferðaþjónustu og uppbyggingu greinarinnar og margt fleira í efnismiklu viðtali.

    #292 – Guðrún Hafsteinsdóttir í viðtali fyrir formannsframboð

    Play Episode Listen Later Feb 19, 2025 59:00


    Guðrún Hafsteinsdóttir ræðir um formannsframboð sitt í Sjálfstæðisflokknum, um endalok síðustu ríkisstjórnar, um erindi Sjálfstæðisflokksins, um meintar fylkingar innan flokksins, hvernig stjórnmálamenn líta á atvinnulífið og margt fleira.

    #291 – Valentínusardagur með Stefáni Einar og Andrési

    Play Episode Listen Later Feb 14, 2025 108:00


    Andrés Magnússon og Stefán Einar Stefánsson mæta í rólegt og rómantískt í Þjóðmálastofunni fyrir þessa helgi. Það er allt undir í þætti dagsins, listamenn sem gera kröfu á aðra, skrýtin aðför að sjávarútvegi, byrlunarmálið sem Rúv vill helst gleyma, formannskosning í Sjálfstæðisflokknum og innanflokksátök sem fáir vilja kannast við, málefni Grænlands og margt fleira.

    #290 – Hver þarf sjónvarp þegar við fáum allt okkar drama í stjórnmálunum?

    Play Episode Listen Later Feb 11, 2025 61:58


    Björn Ingi Hrafnsson og Ólöf Skaftadóttir ræða um krísustjórnina á stjórnarheimilinu, það sem helst kom fram – og kom ekki fram – í stefnuræðu forsætisráðherra og umræðum um hana í gærkvöldi, um formannskjör í Sjálfstæðisflokknum og loks stöðuna í Reykjavíkurborg og hvernig framhaldið kann að líta út eftir að borgarstjóri rauf meirihlutasamstarf vinstri flokkanna.

    #289 – Helgarvaktin með Herði og Þórði – Meirihlutinn í borginni á lokametrunum – Kerecis heldur áfram að gefa og gefa

    Play Episode Listen Later Feb 7, 2025 76:45


    Hörður Ægisson og Þórður Gunnarsson fara yfir allt það helsta. Meirihlutinn í Reykjavíkurborg er kominn að endamörkum og mun springa, við ræðum um vaxtalækkun Seðlabankans og hvers vænta megi í framhaldinu, aukið líf á hlutabréfamarkaði og góð uppgjör í Kauphöllinni, óvænta skattgreiðslu Kerecis, sætaskipun á Alþingi og margt fleira.

    #288 – Af hverju lækka þau ekki bara skatta? – Björt Ólafs og Jens Garðar taka kvöldvaktina

    Play Episode Listen Later Feb 4, 2025 77:01


    Björt Ólafsdóttir, fv. ráðherra og þingmaður, og Jens Garðar Helgason, nýkjörinn þingmaður, ræða um stöðuna í stjórnmálunum, hverjar helstu áherslurnar og hvaða áherslur vantar, þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar og margt fleira. Þá er rætt um komandi formannskjör í Sjálfstæðisflokknum, hvernig það er að reka fyrirtæki hér á landi, stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans og margt fleira.

    #287 – Helgarvaktin með Andrési og Stefáni Einari – Bundinn er bátlaus maður – Formsatriði var ekki fullnægt

    Play Episode Listen Later Jan 31, 2025 104:05


    Andrés Magnússon og Stefán Einar Stefánsson fara yfir fyrsta mánuðinn í lífi ríkisstjórnarinnar, hið nýja styrkjamál, hvernig halda þarf Flokki fólksins í gjörgæslu, um ónot í garð Morgunblaðsins, ráðningu á flokksgæðingum í ráðuneyti menntamála, slaginn um þingflokksherbergin, formannskjör í Sjálfstæðisflokknum og mögulega í Framsóknarflokknum og margt fleira.

    #286 – Áslaug Arna í formannsframboð

    Play Episode Listen Later Jan 27, 2025 66:55


    Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ræðir um formannsframboð sitt í Sjálfstæðisflokknum, hvert flokkurinn á að stefna að hennar mati, hvað hefur misfarist á liðnum árum, hvað hún á við þegar hún segist vilja breyta flokknum, hvernig stjórnarandstöðunni verður háttað og margt fleira.

    #285 – Við erum komnir til að sjá og hirða (peningana frá) Sigurjón digra

    Play Episode Listen Later Jan 24, 2025 76:25


    Hörður Ægisson og Örn Arnarson ræða um titring í Húsi atvinnulífsins vegna gagnrýni á kjarasamninga, það hvernig íslenska vinnumarkaðsmódelið heftir samkeppnishæfni og lífskjör í landinu, furðulegan fréttaflutning Ríkisútvarpsins um umsvif sjávarútvegsfyrirtækja í atvinnulífinu – sem eru sáralítil þegar nánar er að gáð, um þá miklu styrki sem Flokkur Ingu Sælands hefur fengið án þess þó að vera stjórnmálaflokkur, um samstarf Vís og Íslandsbanka og frekari þreifingar á fjármálamarkaði, væntanlega vaxtaákvörðun Seðlabankans og fleira. Þá er einnig fjallað um nýja könnun sem Þjóðmál lét framkvæma um afstöðu til formannskjörs í Sjálfstæðisflokknum í lok febrúar.

    #284 – Gisli Freyr og Stefán Einar í Washington

    Play Episode Listen Later Jan 21, 2025 81:30


    Gísli Freyr og Stefán Einar voru staddir í Washington D.C. þegar innsetningarathöfn nýs forseta fór fram. Við fjöllum um það sem helst vakti athygli okkar í borginni þessa daga, hvers vænta megi af nýjum forseta, um ofsafengin viðbrögð við litlum hlutum og annað sem helst hefur borið á góma á liðnum dögum – sumt í samhengi við það sem er að eiga sér stað heima fyrir og annað ekki.

    #283 – Helgavaktin með Heiðari Guðjóns og Heiðrúnu Lind

    Play Episode Listen Later Jan 17, 2025 83:10


    Heiðar Guðjónsson og Heiðrún Lind Marteinsdóttir ræða um það sem hefur helst borið á góma hjá nýrri ríkisstjórn, hvort að líklegt sé að hagræðingartillögum verði fylgt eftir, hvort að rétt sé að leggja áherslu á umsókn að Evrópusambandinu, snúna stöðu stjórnarflokkanna vegna strandveiða og fleira. Þá er rætt um líkurnar á lægri vöxtum á árinu, leyfisveitingar í atvinnulífinu, hvaða áhrif áhugi Trump á Grænlandi hefur í för með sér fyrir Ísland, hver sé líklegastur til að verða formaður Sjálfstæðisflokksins og margt fleira.

    Claim Þjóðmál

    In order to claim this podcast we'll send an email to with a verification link. Simply click the link and you will be able to edit tags, request a refresh, and other features to take control of your podcast page!

    Claim Cancel