POPULARITY
Viðtal við Ólöf Kristjánsdóttur í Hlaðvarpinu með Óla Jóns Um Ólöfu Kristjánsdóttur Lærði viðskiptafræði og síðar alþjóðasamskipti í Háskóla Íslands. Útskrifaðist þremur mánuðum fyrir hrunið 2008. Ég hóf störf í hugbúnaðargeiranum eftir útskrift þar sem auðveldast var að fá vinnu vegna gengisbreytinga sem tvöfölduðu tekjur fyrirtækja sem seldu á erlendum markaði. Heillaðist af tæknigeiranum, fólkinu, menningunni og verkefnunum. Hefur einbeitt sér að markaðsmálum innan tæknigeirans. Er formaður í stjórn samtakanna Women Tech Iceland. Hún hafði áhuga á stjórnmálum og langaði að „bjarga heiminum“ en praktísk atriði leiddu hana í tæknigeirann. Hann sameinaði áhuga á raungreinum og þörfina á að útskýra tæknileg mál á mannamáli. Kann að meta fjölbreytni verkefna í tæknigeiranum. Markaðsstarf Taktikal Markaðsstarfið er enn mikið söludrifið. Fyrirtækið er með viðveru á samfélagsmiðlum, með áherslu á ensku til að undirbúa útrás. Notar vefmiðla og Google auglýsingar. Heldur eigin viðburði, eins og morgunverðarfund fyrir stafræna leiðtoga í nóvember. Tekur þátt í viðburðum eins og Mannauðsdeginum og UT-messunni til að hitta fólk og fá endurgjöf. Markaðsefni er að mestu unnið innanhúss, en í samstarfi við auglýsingastofu fyrir ákveðin verkefni eins og Facebook-auglýsingar og vídeógerð. Leggur áherslu á að fá umsagnir frá viðskiptavinum. Markaðssetning erlendis er á rannsóknar- og undirbúningsstigi. Farið er á viðburði erlendis til að kanna markaðinn. Gervigreind (AI) Ólöf telur að gervigreind muni ekki koma í stað starfa, heldur í stað fólks sem kann ekki að nota hana. Markaðsmál og forritun eru meðal þeirra greina þar sem AI hefur haft mest áhrif. Hún notar AI til að flýta fyrir vinnu, t.d. við textagerð og endurvinnslu efnis fyrir mismunandi miðla. Hann vekur athygli á að gervigreind getur magnað upp hlutdrægni sem er til staðar í samfélaginu, t.d. varðandi kynjaímyndir. Tilkoma gervigreindar hefur valdið óvissu og fækkað umsóknum í tölvunarfræði. Góð ráð í markaðssetningu fyrir tæknifyrirtæki Skilja að öll markaðssetning snýst um að tala við fólk og vekja tilfinningar. Í B2B (fyrirtæki til fyrirtækis) eru söluferlar oft lengri og fleiri aðilar koma að ákvörðun. Finna jafnvægi milli hins mannlega og tæknilega. Mikilvægast er að flétta markaðsmálin inn í vöruþróun og stefnumótun frá upphafi, ekki bara sem endapunkt (t.d. auglýsing).
Heldur betur þung vika hjá okkar mönnum og tveir ákaflega ósannfærandi og pirrandi tapleikir staðreynd. Annar í London sem tapaðist á flautumarki og hinn í Istanbul þar sem boltinn var í leik 50% af leiktímanum. Chelsea bíður um næstu helgi, enn einn útileikurinn. Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
Kalli og Maggi í Bolastúdíói podkaststöðvarinnar og Matti í léttölskompunni á Egilstöðum. Takk fyrir frábært kvöld á Arena! Virkilega skemmtilegt og mættum stefna á fleiri. Leikvikan áhugaverð. Packers taka skell, Chiefs draga inn ljótan sigur, Falcons taka magalendingu og Rams tapa á ævintýralegan máta. Allt í boði Arena og Bola (léttöl)#nflisland#tiujardarnir
Oddbjørn Joensen og Tróndur Arge hugleiða um fótbólt
Ilmus elulooraamat "Heldur Karmo.
Külas on Heldur Maripuu ja sild saab avatud. HELDUR MARIPUU Instagram: https://www.instagram.com/amfidacat Soundcloud: https://soundcloud.com/amfidacat Bandcamp: https://amfidacat.bandcamp.com/music Spotify: https://open.spotify.com/artist/5qbhWbxS9oNAJOwgb1ZoNR?si=9z8NN-F6REWN-hQBmNtmcA ———————————————— Taskurööking: https://www.instagram.com/da_taskurooking/ https://www.facebook.com/Sabkajamaci/ https://soundcloud.com/taskurooking https://open.spotify.com/show/1foUI6wSff9r4iAAtK2xqG?si=0ffa91ba9d93461c/ https://discord.com/invite/9u74rr9SWE/ Kui soovid meie tegevust toetada siis: https://www.patreon.com/c/taskurooking/ Kirjuta meile: taskurooking@gmail.com
OCHA er stofnun innan Sameinuðu þjóðanna, sem hefur það hlutverk að samræma hjálparstarf á átaka- og hamfarasvæðum, þar sem margar stofnanir og samtök eru að störfum samtímis, auka skilvirkni hjálparstarfsins, bæta dreifingu og forgangsröðun með það fyrir augum að hjálpargögn berist þangað sem þörfin er mest hverju sinni. Hernumdu svæðin í Palestínu; Vesturbakkinn og Gaza, eru á meðal þeirra staða sem OCHA starfar á, undir merkjum OCHA-OPT. Þessi deild stofnunarinnar birtir vikulega samantekt, um stöðu mannúðarmála og helstu atburði sem hafa áhrif þar á. Í Speglinum er rýnt í skýrslu OCHA um vikuna 9. - 16. júlí. Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Markús Hjaltason
Í Uppbótartímanum að þessu sinni var farið yfir árangur Íslands á Evrópumótinu í Sviss. Gylfi Tryggvason og Elíza Gígja Ómarsdóttir komu í heimsókn í Pepsi Max stúdíóið og fóru yfir þetta vonbrigðamót. Ísland tapaði öllum leikjum sínum og var úr leik áður en kom að síðasta leiknum á mótinu.
Þórarinn ræðir við Árna Helgason, lögmann og varaþingmann Sjálfstæðisflokksins, um stjórnmál, hugmyndafræði, mannréttindabylgjur og margt fleira. Farið er yfir mismunandi hugðarefni er varðar veiðigjöldin, ríkisstjórnarsamband Viðreisnar, Samfylkingar og Flokks fólksins, rétttrúnaðinn og hvernig samfélagið missti hausinn og útlendingamál. - Afhverju hefur útlendingaumræður breyst undanfarin ár? - Misstum við hausinn þegar við hlustuðum á Gretu Thunberg? - Eru veiðigjöldin sanngjörn? Þessum spurningum er svarað hér. Til að styðja við þetta framtak má fara inn á: www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á: Rkn. 0370-26-440408 Kt. 4404230270 Samstarfsaðilar: Poulsen Happy Hydrate Bæjarins Beztu Pylsur Ljárdalur.is Alvörubón
Við gröfum í kistu Ríkisútvarpsins eftir efni sem fjallar um YouTube, sem fagnar 20 ára afmæli um þessar mundir. Hugmynd sem kviknaði hjá þremur fyrrum starfsmönnum PayPal átti að gjörbylta stefnumótasíðum. En það gekk illa að fá stelpur til þess að hlaða upp myndböndum af sér, þó greiðslu væri lofað. Í staðinn fengum við YouTube. Og YouTube breytti heiminum. Rimmugýgur heldur utan um Víkingaþorp á Galdrafári, lista- menningar- og fræðahátíð á Hólmavík á Ströndum sem er haldin í annað sinn næstu helgi. En Rimmugýgur er áhugamannafélag um menningu, bardaga- og handverkshefðir víkínga. Una Schram ræðir við Jökul Tandra sem fer fyrir hópnum. Vinsælasta teiknimynd allra tíma er ekki Frozen, ekki Lion King, ekki Shrek og ekki Inside Out 2. Heldur er það Ne Zha 2, kínversk tölvuteiknimynd sem er að slá öll met þessa dagana. Myndin sem byggir á kínverskri goðsögu um djöfladrenginn Nezha er orðin að þjóðarstolti. Hongling Song, kennari, þýðandi, og samfélagsmiðlastjarna, segir frá myndinni.
Preemiaga väärtustatakse Eesti ooperi- ja balletiteatrikunsti ning tunnustatakse rahvusooperi silmapaistvaid artiste, dirigente ja muusikuid.
Andri Berg og Davíð Már mættu í Dominos stúdíóið og gerðu upp 19.umferðina í Olísdeild karla. Línur eru farnar að skýrast en þó eru ennþá 3 umferðir eftir.
Dennis Holm, landsstýrismaður í fiskivinnumálum, breyt lógina, tá hann í fjørvár gjørdi ein part av svartkjaftakvotuni til felagskvotu. Tað staðfestir landsstýrismálanevndin. Men sambært landsstýrismanninum var hann óvitandi um tað. Heldur tann grundgevingin? Fær málið avleiðing fyri landsstýrismannin ella embætisfólk? Ella er niðurstøðan hjá nevndini seinasta punktum í málinum? Árni Gregersen og Eirikur Lindenskov, politiskir viðmerkjarar, vera í útvarpsstovuni. Luttakarar: Hans Jacob Thomsen, Árni Gregersen og Eirikur Lindenskov. Gjørt sendingina hava Birgit Carina Eliasen og Hallur av Rana, sum eisini var redaktørur. Tøkningur var Kári Annand Berg.
Hörður Ægisson og Þórður Gunnarsson fara yfir allt það helsta. Meirihlutinn í Reykjavíkurborg er kominn að endamörkum og mun springa, við ræðum um vaxtalækkun Seðlabankans og hvers vænta megi í framhaldinu, aukið líf á hlutabréfamarkaði og góð uppgjör í Kauphöllinni, óvænta skattgreiðslu Kerecis, sætaskipun á Alþingi og margt fleira.
Karlmaður á fertugsaldri skaut minnst níu til bana í skóla í Örebro í Svíþjóð í dag. Ódæðismaðurinn er sá tíundi sem dó, en það hefur ekki verið staðfest hvernig hann lést. Guðmundur Arnarsson hefur verið bústtur í borginni frá 2014 og er frændi Svanfríðar Birgisdóttur sem er einn skólastjóranna í Risbergska skólanum, sem er nokkurs konar símenntunarmiðstöð fyrir fullorðna. Spegillinn ræddi við Guðmund undir kvöld. Íslensk iðnfyrirtæki flytja langmest út til Evrópu en tollastríð milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins og allar hindranir í alþjóðaviðskiptum eru Sigurði Hannessyni framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins áhyggjuefni. Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins telur nauðsynlegt að halda dómsmáli um breytingar á búvörulögunum til streitu. Frumvarp atvinnuvegaráðherra breyti engu um það sem þegar hafi gerst en það geti dómur Hæstaréttar gert.
Haaland heldur bara áfram sínu striki. Robert Sanchez og Onana vörðu báðir vítaspyrnu í stöðunni 0-0 hjá sínum liðum. Fyrsti sigur Notthingham Forest á Anfield síðan 1969. Arsenal með montréttinn í Norður London eftir helgina og Ollie Watkins er vaknaður. Draumamörk í umferðinni.
Þarfagreining á Reykjavíkur Maraþoninu, hvar er stemningin og hvar er hún ekki? Besta deildin. Er Noni Madueke svo bara snillingur?
Þórarinn ræðir við Ágúst Bjarna, þingmann Framsóknarflokksins um húsnæðismál, útlendingamál, stöðu ríkisstjórnarinnar og stöðu skólamála. - Er eyðsla stjórnvalda áhyggjuefni ríkisstjórnarinnar? - Heldur ríkisstjórnin? - Hvað er hægt að gera í húsnæðismálum? Þessum spurningum er svarað í þættinum. Sjá þátt í heild á www.pardus.is/einpaeling
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Lísa Pálsdóttir. Fjallað um vetni sem orkugjafa en ekki bara vetni heldur líka hvernig það tengist lífsstarfi Þorsteins Inga Sigfússonar, heitins, sem var prófessor í eðlisfræði við Háskóla Íslands og forstjóri nýsköpunarmiðstöðva. Í vikunni var blásið til heiðursmálþings í minningu Þorsteins í hátíðarsal aðalbyggingar háskólans, fjallað um fjölbreyttan feril hans og ástríðu fyrir vísindunum og hvernig hann tengdist og ruddi braut vetnis sem orkugjafa. Við símum til Svíþjóðar og ræðum við son Þorsteins, Davíð Þór Þorsteinsson Læknir og Guðrún Pétursdóttir, prófessor emeríta í lífeðlisfræði, hún var fundarstjóri á málþinginu og þekkti Þorstein vel og með henni verður Egill Tómasson, nýsköpunarstjóri Landsvirkjunar. Líkami okkar er flókinn. Við pælum kannski ekki mikið í því ef allt er í lagi. En þegar fólk kemst á efri ár byrjar gjarnan eitthvað að klikka. Eyrun er lítil vél sem getur bilað á ýmsan máta, stöðusteinaflakk er eitt af því sem fólk getur lent í. Rætt við Hólmfríði Sigurðardóttur sjúkraþjálfara og sérfræðing í meðferð stöðusteinaflakks. Málfarsmínúta um góðgæti og Umhverspistill frá ungum umhverfissinnum - Esther Jónsdóttir
Hæhæ Pub-Quiz verður í Keiluhöllinni þann 16. maí.Live Show Hæhæ verður haldið í Gamla Bíó í júní.Þetta er stóri bónda-þátturinn. Helgi fræddi Hjálmar um störf bænda. Hjálmar veltir fyrir sér hvort það sé munur á rollum og lömbum. Hjálmar hringdi í nokkra vini sína til að komast að því hvort þau viti hvenær það er heyskapur.IG: helgijean & hjalmarorn110Takk fyrir að hlusta - og munið að subscribe'a!
Við á .net höldum áfram að opinbera hvar liðin eru í spá okkar fyrir Bestu deild karla. Það eru aðeins fimm dagar í fyrsta leik en KA er í sjöunda sæti. Haraldur Örn Haraldsson og Skúli Bragi Geirdal, stuðningsmenn KA, mættu í heimsókn á skrifstofu Fótbolta.net og fóru yfir stöðuna hjá Akureyrarfélaginu. Það skal tekið fram að þeirra partur var tekinn upp áður en Viðar Örn Kjartansson gengur í raðir. Svo er rætt við Ívar Örn Árnason, fyrirliða KA í seinni hlutanum.
Páll á Reynatúgvu er nýggjur stjóri í VEKS-samstarvinum. Í ein góðan mánað hevur hann verið til verka, har hann skal vera við til at mynda nýggju leiðina. Samstundis skal hann styrkja og menna eldrasamstarvið í Norðurstreymoy. - Vit miðja eftir at fáa so fá fólk sum gjørligt inn í skipanina. Heldur vilja vit royna at fáa heimatænastuna skipaða heima hjá fólki, tí tað er hóast alt har, fólk vilja vera alt lívið. Tað sigur Páll á Reynatúgvu um nakrar av teimum avbjóðingunum, sum eru á eldraøkinum.
Gunnar Birgisson kom til Dr. Football og ræddi pistil sem hann skrifaði á samfélagsmiðla um helgina um málefni yngri flokka á Íslandi. Viktor Unnar Illugason var með honum og saman skoðuðum við restina af álfunni.
2023 var risastórt ár fyrir öll. Heldur betur! Hér fara bræðurnir yfir árið sem leið, yfirvofandi vakningu, milljarðamæringshugsunarhátt, vonbrigði í aðfangadagsmessu, að vera feitur í hausnum á sér ásamt því að snerta á stemningunni í Portúgal þar sem Bergþór er staddur núna á milli jóla og nýárs. Hvað er málið með Portúgala? Gleðilegt nýtt ár kæra bræðralag!
Heil og sæl. Það er mikið bull og bull í þætti dagsins. Hláturinn lengir lífið er einhversstaðar sagt og það eru orð að sönnu. Nýr jólasveinn er kynntur til leiks. Meistaradeildin, Blikar í Evrópu. Kvennalandsliðið í handbolta, Körfuboltinn hér heima, örlítið um HSÍ og svo fréttir af karlaliðum okkar í evrópukeppni. Fréttir og slúður hér innanlands, m.a. af formannskjöri KSÍ. Dagatalið okkar er á sínum stað og margt margt fleira. Takk takk fyrir að hlusta á okkur á Brotkast.is. Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
Ásgrímur Geir Logason, eða Ási eins og við þekkjum hann flest, er frægur fyrir frábæru podcöstin sín og snillatakta á tiktok, auk þess er hann frábær leikari og yndisleg manneskja í gegn. Þú kannast eflaust við podcöstin Betri Helmingurinn og Heitt á Könnunni en Ási er stjórnandi þeirra beggja. Við fórum um víðan völl með Ása og ræddum meðal annars æskuna, leiklistina, góðmennskutakta og podcast-rekstur. Hann er líka ekkert að grínast með hlaðvarpsferilinn því hann var að gefa út nýtt og spennandi podcast með kærustunni sinni nýlega! Nú skulum við öll kynnast manninum sem tekur viðtal við alla aðra. Heldur betur kominn tími til. Þú getur fylgst með Ása og öllu brillinu sem hann framkvæmir hér.
Í afleysingum fyrir Idda stökk Jakob Birgis inn sem hefur gert það gott í uppistandi hér á landi. Addi og Jakob léku á als oddi í þætti dagsins þar sem fréttir vikunnar, kókaínfaraldur, Launþegi vikunnar, Verðbólgutips og fleira litu dagsins ljós. Gleðilega Verslunarmannahelgi kæru hlustendur og gangið hratt um gleðinnar dyr.
Í þessum þætti ætlar Fjölnir að ganga hringinn í kringum Ísland, ásamt honum Palla. En þeir eru þó ekki fyrstir til að fá þá flugu í hausinn. Heldur feta þeir í fótspor Reyni Péturs, fyrsti Íslendingurinn til að ganga hringinn í kringum Ísland.
Andrés Magnússon og Stefán Einar Stefánsson ræða um þau mál sem hæst bera í góða veðrinu, hvernig þjóðfélagsumræðan fær að þróast og hverjir móta hana, hvort að hrópræði nái yfirtökum á umræðu á vettvangi stjórnmála, flókna stöðu forsætisráðherra sem segist vera á móti Atlantshafsbandalaginu en missir helst ekki af fundi þar, einkennilega áráttu opinberra starfsmanna til að banna allt mögulegt, og margt margt fleira.
Ég er oft spurður af ungu fólki sem þyrstir í upplýsingar um hugmyndafræði frelsis, hvar þeirra sé helst að leita. Við sem höfum skipað okkur undir fána frjálshyggjunnar, - trúnna á mátt og getu einstaklingsins og að frumréttur hans sé frelsið, andlegt og efnahagslegt frelsi – erum gæfusöm. Hundruð bóka standa okkur til boða eftir íslenska og erlenda hugsuði. Hayek, Friedman, Sowell, Mill, Popper og Nozicks, svo fáeinir séu nefndir. Ólafur Björnsson, Birgir Kjaran, Jón Þorláksson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson hafa hver með sínum hætti lagt mikilvægan skerf inn í íslenska hugmyndabaráttu. Þá er ónefndur Matthías Johannessen, ritstjóri og skáld, en í kistur hans hef ég alltaf leitað – sífellt meira eftir því sem árin líða.
Þær sorglegu fréttir bárust til tölvuleikjaáhugafólks um daginn að E3 væri slaufað enn eitt árið - líklegast að eilífu. Arnór Steinn og Gunnar fara í saumana á þessari ágætu hátíð. Á tímabili voru þetta "jólin" fyrir tölvuleikjasamfélagið en síðustu ár hefur mikilvægi hennar dalað. Hvers vegna ætli það sé? Heldur þú að E3 muni snúa aftur? Ef ekki, muntu sakna þess? Tjékkaðu á fréttaskýringunni sem Arnór Steinn skrifaði um E3! https://heimildin.is/grein/17312/ Þátturinn er í boði Elko Gaming og Serrano. --- Tjékkaðu á Tölvuleikjaspjallinu! Facebook: https://www.facebook.com/tolvuleikjaspjallid/ Instagram: https://www.instagram.com/tolvuleikjaspjallid/
Við fórum yfir klósettferðir í Hörpu. Dali Lama var bara að grínast með því að biðja barn að sjúga á sér tunguna. Yfir helmingur karlmanna halda framhjá. Við könnuðum aðeins hver er Sveddi Tönn og Bjarni Ben fékk þá flugu í hausinn að lækka skatta á bílaleigur til að flýta orkuskiptum. Lögrelgudagbókin og margt fleira í þætti vikunar. Góða skemmtun !
Við ætlum að færa okkur örlítið út fyrir okkar venjulega þema í þessum þætti en langt út fyrir landsteinna, eða hvað ?Því sjáiði til, öll lönd eiga sínar þjóðsögur, og erum við íslendingar ekkert undanskilin þar.En hinum megin á hnettinum. Nánar tiltekið í Japan er ein þekktasta þjóðsagan ekki endilega bara saga!Því nýleg dæmi gefa sterklega til kynna að þarna sé ekki um ræða veru sem á bara á heima í sögubókum. Heldur eitthvað sem er raunverulega er talin bera mikil hætta af.Í þessum þætti munum við segja ykkur hina hrollvekjandi sögu um veruna sem engir foreldrar í Japan vilja nálægt börnum sínum.Þetta er sagan um HachishakusamaÞessi þáttur er hluti af Áskriftarleið Patreon - hlustaðu og horfðu á yfir 400 þætti til viðbótar í Appinu ! Náðu í appið frítt á:App StoreGoogle Store
Doc, A.I og Hrafnkell eftir Ísland - Bosníu. Júlli rekinn frá Bayern og auðvitað allir hinir leikirnir.
Helgi Sig og Hörður Snævar mættu til Dr. Football í morgun að ræða boltann um allan heim.
Hvernig lítur hin fullkomna móðir út? Er hún hvít, ófötluð, gagnkynhneigð? Tilheyrir hún millistétt? Efri millistétt? Sendir hún öll börnin sín í Hjallastefnuna og fiðlunám? Heldur hún alltaf augnsambandi? Við ræðum við fræðikonurnar Auði Magndísi Auðardóttur og Önnudís Gretu Rúdólfsdóttur fræðikonur á menntavísindasviði Háskóla Íslands um hugtakið áköf mæðrun. Það sem þú þráir er ný skáldsaga eftir Sjöfn Asare sem kom út á hljóð- og rafbók hjá Storytel á dögunum. Sagan fjallar um unga konu á krossgötum, ástina, ranghugmyndir og þráhyggju en líka ljót leyndarmál og hið ósagða. Í upphafi er þetta saga af Gunnlöðu sem gerist au-pair á heimili Perlu og Sölva í London. Út á við eru þau farsæl, rík og hamingjusöm, eiga dásamleg börn og búa við vellystingar. Gunnlöð er leitandi, forvitin manneskja, hrifnæm - hún á flókið samband við sína fjölskyldu heima á Íslandi og byrja upp á nýtt en samt svona ung - held bara að flest rétt rúmlega tvítug tengi við það að vilja stöðugt endurnýja og prófa. En að sjálfsögðu er ekki allt sem sýnist. Við segjum líka frá nýju lagi Lönu Del Rey, A&W en söng- og tónlistarkonan gefur út nýja plötu í lok mars.
Hvernig lítur hin fullkomna móðir út? Er hún hvít, ófötluð, gagnkynhneigð? Tilheyrir hún millistétt? Efri millistétt? Sendir hún öll börnin sín í Hjallastefnuna og fiðlunám? Heldur hún alltaf augnsambandi? Við ræðum við fræðikonurnar Auði Magndísi Auðardóttur og Önnudís Gretu Rúdólfsdóttur fræðikonur á menntavísindasviði Háskóla Íslands um hugtakið áköf mæðrun. Það sem þú þráir er ný skáldsaga eftir Sjöfn Asare sem kom út á hljóð- og rafbók hjá Storytel á dögunum. Sagan fjallar um unga konu á krossgötum, ástina, ranghugmyndir og þráhyggju en líka ljót leyndarmál og hið ósagða. Í upphafi er þetta saga af Gunnlöðu sem gerist au-pair á heimili Perlu og Sölva í London. Út á við eru þau farsæl, rík og hamingjusöm, eiga dásamleg börn og búa við vellystingar. Gunnlöð er leitandi, forvitin manneskja, hrifnæm - hún á flókið samband við sína fjölskyldu heima á Íslandi og byrja upp á nýtt en samt svona ung - held bara að flest rétt rúmlega tvítug tengi við það að vilja stöðugt endurnýja og prófa. En að sjálfsögðu er ekki allt sem sýnist. Við segjum líka frá nýju lagi Lönu Del Rey, A&W en söng- og tónlistarkonan gefur út nýja plötu í lok mars.
"Svona heldur maður retro afmæli!" -#354Er Helgi kominn með libídó aftur?Hjálmar vildi að Helgi horfði á Eurovision en hann gerði það ekki.Barnaafmæli í gamladaga, gaurinn sem borðaði 13 pylsur.Þættina má finna inni í áskrift á pardus.is!IG: helgijean & hjalmarorn110 Takk fyrir að hlusta - og munið að subscribe'a!
Það er frábær fótboltavika að baki þar sem hæst stóð stórleikur Arsenal og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Titilbaráttan er galopin en Guðmundur Aðalsteinn og Sæbjörn Þór Steinke fengu Jón Kaldal, stuðningsmann Arsenal, til að fara yfir stórleikinn. Jón er á þeirri skoðun að titilbaráttan sé ekki tveggja hesta kapphlaup, heldur sé um þrjá hesta að ræða. Í þættinum var jafnframt farið yfir leiki vikunnar í Meistaradeildinni og Evrópudeildinni.
Árni Guðnason sem hefur þjálfað yngri flokka í 20 ár og Ingólfur Siguðrsson þjálfari 5. flokks KR ræða hvað það er sem fær menn til að þjálfa nánast í sjálfboðavinnu.
Í öngum mínum erlendis.. yrki ég skemmsta daginn.. Hingað hafa vestrænir menn komið og sótt pokann. Heldur betur. Það versta og það besta í heimi er sagt. Belee dat. Hlutirnir fara upp og hlutirnir fara niður. Þvílíkt land og þvílíkt líf. Ekkert er eilíft osfrv. 9. jan - 26. jan. Delhi, Rishikesh, jóga retreat & Bollywood. 9. jan, 10. jan, 12. jan, 17. jan, 20. jan, 22. jan, 24. jan, 26. jan.
Doc, AI og Jói Már á sunnudagskvöldi.
Úkraínumaðurinn Kravténko heldur áfram að segja frá ævi sinni um 1930. Hann er orðinn sanntrúaður kommúnisti og ætlar að taka til hendinni í þágu alþýðunnar en verður þá allt í einu ástfanginn og það ekki einu sinni, heldur tvisvar. Ástin í skugga kommúnismans? Það fer eins og það fer. Og skuggi hungursins mikla er að færast yfir Úkraínu. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Úkraínumaðurinn Kravténko heldur áfram að segja frá ævi sinni um 1930. Hann er orðinn sanntrúaður kommúnisti og ætlar að taka til hendinni í þágu alþýðunnar en verður þá allt í einu ástfanginn og það ekki einu sinni, heldur tvisvar. Ástin í skugga kommúnismans? Það fer eins og það fer. Og skuggi hungursins mikla er að færast yfir Úkraínu. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Dr. Football með þeim Jóa Má og Kela á föstudegi.
Dominos
Um daginn tókum við þátt sem heitir "Ég er ekki aumingi" og þessi þáttur hér er aldeilis yndislegt framhald af þeirri snilld. Deepdive-um ofan í þessi mál og náum góðu jafnvægi í lífinu.
ATH! Þessi áskriftarþáttur er aðeins aðgengilegur í 48 klst! Fyrirmyndir okkar tengdu málefninu eru margar en eins og hlustendur vita, standa þó Warren hjónin þar uppúr. Mál þeirra sem við ætlum að taka fyrir í dag hefur þó ekki verið Hollwood-vædd eins og Conjuring myndirnar. Heldur verið gleymt og grafið í meira en 30 ár. En í þessum þætti gröfum við upp gamlar lögregluskýrslur, dustum rykið af bókum og fléttum í gegnum tugi blaðagreina. Þetta er risastórt mál svo setjið ykkur í stellingar og verið velkomin í Syndir Feðranna Skoðaðu myndirnar sem fylgja þættinum hér: https://www.patreon.com/posts/61039174 (https://www.patreon.com/posts/61039174)
Hér er gerð frekari tilraun til þess að kryfja þá sviðnu jörð sem fréttaskýringaþátturinn Kveikur skildi eftir í kjölfar þáttarins „Hreinunareldur Þóris Sæmundssonar“. Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir kynjafræðingur og doktorsnemi sem er að rannsaka gerendur og Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson heimspekingur og doktorsnemi sem er að rannsaka hvernig samskipti milli ólíkra reynsluheima eiga sér stað settust í stúdíóið. Leitum við svara við af-skautun umræðunnar um ofbeldi, hvernig við getum nálgast vini og vinnufélaga sem eru gerendur eða meintir gerendur ofbeldis. Hvað þurfi til svo gerendur megi axla ábyrgð og hvernig spurningin „hvenær eiga gerendur afturkvæmt“ sé í sjálfu sér entitled og taki því sem gefnu að það sé bara spurning um tíma, en ekki hvort eða hvernig gerendur geti átt afturkvæmt. Spjallið fer á stöku stundum í hyldýpi hugsana doktorsnemanna en við reyndum að halda umræðunni aðgengilegri og gagnlegri fyrir samtalið out there. Eftirvinnsla: Unnur Gísladóttir Tónlist: Mr. Silla - Naruto (instrumental) Þátturinn er tekinn upp í stúdíó Macland og er í boði Dominos, Veganbúðarinnar og The Body Shop og bakhjarla Karlmennskunnar (karlmennskan.is/styrkja).