Podcasts about bergur ebbi

  • 16PODCASTS
  • 31EPISODES
  • 1h 22mAVG DURATION
  • ?INFREQUENT EPISODES
  • Mar 27, 2025LATEST

POPULARITY

20172018201920202021202220232024


Best podcasts about bergur ebbi

Latest podcast episodes about bergur ebbi

Bylgjan
Bítið - fimmtudagur 27. mars 2025

Bylgjan

Play Episode Listen Later Mar 27, 2025 109:20


Bítið á Bylgjunni með Heimi, Lilju og Ómari   Arnar Hafsteinsson, ráðstefnustjóri og einn helsti sérfræðingur í vöðvavernd, ræddi við okkur um ráðstefnu sem er í HR í dag. Sigurjón Þórðarson, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Flokks fólksins og Bergþór Ólason, situr í atvinnuveganefnd og þingmaður Miðflokks, ræddu um veiðigjöldin og hækkun á þeim.   Magnús Ragnarsson, fyrrverandi sjónvarpsstjóri Sjónvarps Símans og Sigmundur Ernir Rúnarsson, fyrrverandi ritstjóri og þingmaður Samfylkingar, ræddu um hlutverk og stöðu Ríkissjónvarpsins. Símatími   Snorri Helgason og Bergur Ebbi ræddu við okkur um Fílalag. Patrik Atlason og Jóhannes Ásbjörnsson ræddu við okkur um sykurpabbahelgi í Keiluhöllinni og Shake&Pizza. Valur Freyr Einarsson leikstjóri Fjallabaks og Maríanna Clara Lúthersdóttir, þýðandi verksins ræddu við okkur um leikritið Fjallabak í Borgarleikhúsinu.

Vikulokin
Bergur Ebbi, Kristín Ólafsdóttir og Stefán Þór Helgason

Vikulokin

Play Episode Listen Later Jun 1, 2024 57:17


Vikulok á kjördegi - umræður um kosningabaráttuna, síðustu kappræður, tungutak frambjóðenda og fleira. Sakfelling Donalds Trump var einnig á dagskrá og mögulegar afleiðingar hennar á feril forsetaframbjóðandans og úrslit kosninga í nóvember. Þá var rætt um mótmæli vegna framgöngu íslenskra stjórnvalda andspænis stríðinu á Gaza. Gestir: Bergur Ebbi Benediktsson, höfundur, Kristín Ólafsdóttir fréttamaður og Stefán Þór Helgason stjórnmálafræðingur Umsjón: Guðrún Sóley Gestsdóttir.

Þjóðmál
#178 – Björn Berg og Bergur Ebbi rýna inn í framtíðina

Þjóðmál

Play Episode Listen Later Nov 27, 2023 69:00


Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi og Bergur Ebbi Benediktsson, rithöfundur og fyrirlesari, ræða framtíðina í nýjasta hlaðvarpsþætti Þjóðmála. Við vitum ekki nákvæmlega hvernig framtíðin lítur út og hvað hún beri í skauti sér en við vitum þó að hún kemur. Í þættinum ræðum við almennt um framtíðina, hvort við séum of upptekin af því að hugsa um hana, hvort það skiptir máli hvað við vitum eða vitum ekki, hvernig störf munu þróast, hvernig við metum efnahag og hagsæld, lífslíkur, tækniþróun og margt, margt fleira.

bj inns framt bergur ebbi berg gunnarsson
Heilahristingur
Tónlistarhérinn - Þriðji þáttur

Heilahristingur

Play Episode Listen Later Apr 9, 2023


Gleðilega páska! Og í tilefni dagsins bjóðum við upp á meiri Tónlistarhéra. Við sögu koma meðal annars danskar ábreiður af þekktum dægurlögum, 90's partýlög, lög sem náðu fyrsta sæti á Billboard í Bandaríkjunum og íslensk djammlög. Þeir Fílalagsbræður, Snorri Helga og Bergur Ebbi áttu að mæta liði laugardagsins á Rás 2, Helgu Margréti og Sölku Sól. Rétt fyrir fyrsta leik var liðunum skipt upp og við tók stórskemmtileg keppni.

gle rinn bergur ebbi
Mannlegi þátturinn
Hugarafl í beinni og póstkort frá Kúbu

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Nov 23, 2022 50:00


Við sendum í dag út beint frá húsnæði Hugarafls í Síðumúla. Hugarafl eru félagasamtök fólks sem hefur upplifað persónulega krísu og vinnur að persónulegum bata sínum. Þetta eru grasrótarsamtök fólks með andlegar áskoranir á Íslandi og var stofnað árið 2003. Starfsemi Hugarafls er mótuð bæði af einstaklingum með persónulega reynslu af andlegum áskorunum og einstaklingum með fagmenntun. Þátttaka í starfsemi Hugarafls er fyrir öll, 18 ára og eldri, sem hafa áhuga á að vinna í geðheilsu sinni á eigin forsendum. Starfsemin er gjaldfrjáls, óháð búsetu og engin krafa er gerð um tilvísanir né geðsjúkdómagreiningar. Við ræddum við Auði Axelsdóttur framkvæmdastjóra Hugarafls, Grétar Björnsson kennara og félagsfræðing, sem tók fyrst þátt í starfinu árið 2006 og svo heyrðum við í Bjarna Karlssyni presti sem er með kyrrðarstund hjá Hugarafli á miðvikudögum í hádeginu. Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag og póstkortið barst að þessu sinni frá Kúbu, en Magnús hefur verið þar í heimsókn undanfarinn hálfan mánuð. Hann segir í kortinu af upplifun sinni af Havana, fólkinu, músíkinni og kúltúrnum en líka frá einræðinu og kúguninni sem ríkir í skjóli kommúnismans. Fátæktinni, matar- og lyfjaskorti sem veldur uppþotum og óeirðum af og til. En veðurfarið er dásamlegt segir Magnús og strendurnar fagrar. Tónlist í þættinum í dag: Einu sinni enn / Bergur Ebbi og Dói (Sveinn Þórir Geirsson og Bergur Ebbi Benediktsson) Our House / Crosby, Stills, Nash & Young (Graham Nash) Tiene sabor / Buena Vista Social Club (Ignacio Piniero og Rolando Valdes) Hægt en bítandi / Tómas R. Einarsson (Tómas R. Einarsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Mannlegi þátturinn
Hugarafl í beinni og póstkort frá Kúbu

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Nov 23, 2022


Við sendum í dag út beint frá húsnæði Hugarafls í Síðumúla. Hugarafl eru félagasamtök fólks sem hefur upplifað persónulega krísu og vinnur að persónulegum bata sínum. Þetta eru grasrótarsamtök fólks með andlegar áskoranir á Íslandi og var stofnað árið 2003. Starfsemi Hugarafls er mótuð bæði af einstaklingum með persónulega reynslu af andlegum áskorunum og einstaklingum með fagmenntun. Þátttaka í starfsemi Hugarafls er fyrir öll, 18 ára og eldri, sem hafa áhuga á að vinna í geðheilsu sinni á eigin forsendum. Starfsemin er gjaldfrjáls, óháð búsetu og engin krafa er gerð um tilvísanir né geðsjúkdómagreiningar. Við ræddum við Auði Axelsdóttur framkvæmdastjóra Hugarafls, Grétar Björnsson kennara og félagsfræðing, sem tók fyrst þátt í starfinu árið 2006 og svo heyrðum við í Bjarna Karlssyni presti sem er með kyrrðarstund hjá Hugarafli á miðvikudögum í hádeginu. Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag og póstkortið barst að þessu sinni frá Kúbu, en Magnús hefur verið þar í heimsókn undanfarinn hálfan mánuð. Hann segir í kortinu af upplifun sinni af Havana, fólkinu, músíkinni og kúltúrnum en líka frá einræðinu og kúguninni sem ríkir í skjóli kommúnismans. Fátæktinni, matar- og lyfjaskorti sem veldur uppþotum og óeirðum af og til. En veðurfarið er dásamlegt segir Magnús og strendurnar fagrar. Tónlist í þættinum í dag: Einu sinni enn / Bergur Ebbi og Dói (Sveinn Þórir Geirsson og Bergur Ebbi Benediktsson) Our House / Crosby, Stills, Nash & Young (Graham Nash) Tiene sabor / Buena Vista Social Club (Ignacio Piniero og Rolando Valdes) Hægt en bítandi / Tómas R. Einarsson (Tómas R. Einarsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Mannlegi þátturinn
Bergur Ebbi, að fasta og Guðjón Gunnarsson

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later May 3, 2022


Bergur Ebbi Benediktsson er líklega best þekktur sem grínari, en hann hefur skemmt þjóðinni bæði sem hluti af Mið-Íslandi og bara sjálfur með sitt uppistand. Eins og segir í kynningu fyrir nýja uppistandssýningu hans: Bergur Ebbi er einn reyndasti uppistandari landsins með yfir þrettán ára reynslu af uppistandi, fyrirlestrahaldi og alvarlegum jafnt sem gamansömum greiningum á samfélaginu í bókum, pistlum, sjónvarps- og útvarpsefni. Við fengum Berg Ebba í þáttinn í dag og ræddum við hann um grín; hvernig hann semur efnið sitt, hvað er honum innblástur, hver eru efnistökin og hvernig hann vinnur hann úr efninu? Fasta - Heilsuefling eða öfgar? var heiti á málþingi sem Náttúrulækningafélagið hélt í síðustu viku. Hvað gerist í líkamanum við föstu? Er hún fyrir alla og hver er áhrifaríkasta fastan? Jóhanna Eyrún Torfadóttir næringarfræðingur og doktor í lýðheilsuvísindum var ein þeirra sem flutti erindi á málþinginu þar sem hún velti fyrir sér hversu algengt það er að fólk fasti reglubundið á Íslandi? Jóhanna kom í þáttinn í dag. Glæðir er lífrænn og bætaefnaríkur blómaáburður úr fersku þangi, hreinu vatni og sóda og framleiddur í litlum skúr á Reykhólum af Guðjóni Gunnarssyni sem jafnan er kallaður Dalli. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, brá sér yfir að Reykhólum og fékka að fræðast um framleiðsluna og að glæðir græðir ekki bara gróður af ýmsu tagi heldur hefur líka reynst fólki vel við t.d. exemi. Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson

Mannlegi þátturinn
Bergur Ebbi, að fasta og Guðjón Gunnarsson

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later May 3, 2022 50:00


Bergur Ebbi Benediktsson er líklega best þekktur sem grínari, en hann hefur skemmt þjóðinni bæði sem hluti af Mið-Íslandi og bara sjálfur með sitt uppistand. Eins og segir í kynningu fyrir nýja uppistandssýningu hans: Bergur Ebbi er einn reyndasti uppistandari landsins með yfir þrettán ára reynslu af uppistandi, fyrirlestrahaldi og alvarlegum jafnt sem gamansömum greiningum á samfélaginu í bókum, pistlum, sjónvarps- og útvarpsefni. Við fengum Berg Ebba í þáttinn í dag og ræddum við hann um grín; hvernig hann semur efnið sitt, hvað er honum innblástur, hver eru efnistökin og hvernig hann vinnur hann úr efninu? Fasta - Heilsuefling eða öfgar? var heiti á málþingi sem Náttúrulækningafélagið hélt í síðustu viku. Hvað gerist í líkamanum við föstu? Er hún fyrir alla og hver er áhrifaríkasta fastan? Jóhanna Eyrún Torfadóttir næringarfræðingur og doktor í lýðheilsuvísindum var ein þeirra sem flutti erindi á málþinginu þar sem hún velti fyrir sér hversu algengt það er að fólk fasti reglubundið á Íslandi? Jóhanna kom í þáttinn í dag. Glæðir er lífrænn og bætaefnaríkur blómaáburður úr fersku þangi, hreinu vatni og sóda og framleiddur í litlum skúr á Reykhólum af Guðjóni Gunnarssyni sem jafnan er kallaður Dalli. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, brá sér yfir að Reykhólum og fékka að fræðast um framleiðsluna og að glæðir græðir ekki bara gróður af ýmsu tagi heldur hefur líka reynst fólki vel við t.d. exemi. Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson

Mannlegi þátturinn
Bergur Ebbi, að fasta og Guðjón Gunnarsson

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later May 3, 2022


Bergur Ebbi Benediktsson er líklega best þekktur sem grínari, en hann hefur skemmt þjóðinni bæði sem hluti af Mið-Íslandi og bara sjálfur með sitt uppistand. Eins og segir í kynningu fyrir nýja uppistandssýningu hans: Bergur Ebbi er einn reyndasti uppistandari landsins með yfir þrettán ára reynslu af uppistandi, fyrirlestrahaldi og alvarlegum jafnt sem gamansömum greiningum á samfélaginu í bókum, pistlum, sjónvarps- og útvarpsefni. Við fengum Berg Ebba í þáttinn í dag og ræddum við hann um grín; hvernig hann semur efnið sitt, hvað er honum innblástur, hver eru efnistökin og hvernig hann vinnur hann úr efninu? Fasta - Heilsuefling eða öfgar? var heiti á málþingi sem Náttúrulækningafélagið hélt í síðustu viku. Hvað gerist í líkamanum við föstu? Er hún fyrir alla og hver er áhrifaríkasta fastan? Jóhanna Eyrún Torfadóttir næringarfræðingur og doktor í lýðheilsuvísindum var ein þeirra sem flutti erindi á málþinginu þar sem hún velti fyrir sér hversu algengt það er að fólk fasti reglubundið á Íslandi? Jóhanna kom í þáttinn í dag. Glæðir er lífrænn og bætaefnaríkur blómaáburður úr fersku þangi, hreinu vatni og sóda og framleiddur í litlum skúr á Reykhólum af Guðjóni Gunnarssyni sem jafnan er kallaður Dalli. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, brá sér yfir að Reykhólum og fékka að fræðast um framleiðsluna og að glæðir græðir ekki bara gróður af ýmsu tagi heldur hefur líka reynst fólki vel við t.d. exemi. Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson

Skoðanabræður
#141 Skoðanir Bergs Ebba Benediktssonar

Skoðanabræður

Play Episode Listen Later May 7, 2021 125:03


Styddu frjálsa fjölmiðlun inná www.patreon.com/skodanabraedur Karlmaður vikunnar er Bergur Ebbi grínisti, rithöfundur, fyrirlesari og podcastari! Umræðuefni þáttarins eru meðal annars; staða íslenskra hlaðvarpa, Norðurslóðir, líkamsstaða, jakkar, að klæða sig eftir aldri, ógnarvald Facebook, customer service tæknifyrirtækja, áhrifavaldar & stjórnmálamenn, Áslaug Arna, Guðmundur umhverfisráðherra, árshátíðir, íslenskir fjölmiðlar og Morgunblaðið '95.

Tveir Fellar
#29 Bergur Ebbi

Tveir Fellar

Play Episode Listen Later Mar 24, 2021 96:26


Skemmtilegt viðtal við Berg Ebba Við minnum á þættina hans sem koma út á fimmtudaginn 25.03.21 Lag: Protofunk by Kevin MacLeod Link: https://incompetech.filmmusic.io/song/4247-protofunk License: https://filmmusic.io/standard-license Endilega kíkjið á Instagramið okkar: tveirfellar

kevin macleod endilega skemmtilegt bergur ebbi
The Snorri Björns Podcast Show
Hringt og svarað 04 - Bergur Ebbi, Tryggvi Hjaltason

The Snorri Björns Podcast Show

Play Episode Listen Later May 1, 2020 113:09


00:00 - Inngangur og hringt í vin 13:58 - Bergur Ebbi/Dimitri Martin Kournikov (???), tennis, fótbolti, misþröngir búningar, Woody Harrelson vs. David Beckham og vídjóið sem eyðileggur mannorð Bergs en skýtur syni hans upp á stjörnuhimininn. 1:16:35 - Tryggvi Hjaltason, nýsköpun og sóknartækifæri, ofurheilsa og jákvæð áhrif öldrunar.

Fríhöfnin
Árin 1998-2010

Fríhöfnin

Play Episode Listen Later Apr 6, 2020


Umfjöllunarefni annars þáttar eru fréttir áratugarins 1998 - 2010. Hugað er sérstaklega að fréttum af virkjaframkvæmdum við Kárahnjúka og hryðjuverkaárásunum á New York og Washington, 11. september 2001. Ennfremur er litið almennt til þróunar fréttaflutnings og miðlunar frétta á þessu tímabili. Gestir þáttarins eru Bergur Ebbi, Björn Malmquist, Fríða Björk Ingvarsdóttir og Þóra Arnórsdóttir. Umsjón hefur Marteinn Sindri Jónsson.

Fríhöfnin
Árin 1998-2010

Fríhöfnin

Play Episode Listen Later Apr 6, 2020


Umfjöllunarefni annars þáttar eru fréttir áratugarins 1998 - 2010. Hugað er sérstaklega að fréttum af virkjaframkvæmdum við Kárahnjúka og hryðjuverkaárásunum á New York og Washington, 11. september 2001. Ennfremur er litið almennt til þróunar fréttaflutnings og miðlunar frétta á þessu tímabili. Gestir þáttarins eru Bergur Ebbi, Björn Malmquist, Fríða Björk Ingvarsdóttir og Þóra Arnórsdóttir. Umsjón hefur Marteinn Sindri Jónsson.

Steve Dagskrá
x Bergur Ebbi

Steve Dagskrá

Play Episode Listen Later Dec 9, 2019 78:12


Bergur Ebbi kom til okkar og við vitum eiginlega ekkert hvað við töluðum um.

bergur ebbi
Tala saman
Þriðjudagur 19.11.2019

Tala saman

Play Episode Listen Later Nov 19, 2019 120:50


Ísak Hinriksson og Birna María Másdóttir stýra þessum þætti af Tala saman. Þau rifja upp gamalt lag sem Birna hafði verið með á heilanum í nokkra daga og gat ómögulega munað hvað héti. Ísak veltir samfélagsmiðlastjörnum fyrir sér og spyr spurningar um bossamyndir á Instagram. Bergur Ebbi segir frá sýningu sinni Skjáskot sem hann frumsýndi sama dag. Bergur Ebbi aðstoðaði svo hlustendur við að leysa vandamál sem tengist hinu daglega heimilislífi.

tala skj birna hinriksson bergur ebbi
Morgunútvarpið
31. okt. - Kynjafræðsla, auglýsingar, siðrof, loftslagsmál og verslun

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Oct 31, 2019 130:00


Í sögunum sem Kolbrún Lára Kjartansdóttir les fyrir leikskólabörn er staða kvenna styrkt. Rauðhetta bjargar sér sjálf úr maga úlfsins og prinsessa kyssir Þyrnirós og bjargar henni úr álögum. Kolbrún sem er leikskólakennaranemi vill sjá meiri jafnréttisfræðslu í leikskólafræðum svo kennarar séu meðvitaðir um viðhorfin sem börnum er innprentað. Kolbrún ræddi þetta við okkur. Markhópagreiningar eru ekki eini drifkraftur fyrirtækja þegar þau kaupa auglýsingar. Pólitík getur einnig haft áhrif, fagurfræði og skoðanir fyrirtækjaeigenda á miðlunum. Samfélagslegar áherslur fyrirtækja spila sífellt stærri rullu í ákvarðanatöku um auglýsingar. Þetta segir Viggó Örn Jónsson, ráðgjafi og einn eigenda Aton JL. Viggó var gestur Morgunútvarpsins. Orð biskups um að hratt þverrandi traust til kirkjunnar megi rekja til siðrofs sem varð þegar hætt var að kenna kristnifræði sem sérstakt fag í skólum, hafa víða verið gagnrýnd. Inga Auðbjörg K. Straumland, formaður Siðmenntar, segir að orðið siðrof sé engan veginn viðeigandi í þessu samhengi og að vandi kirkjunnar sé annar og dýpri. Hin kristnu gildi sem kirkjan notar séu sammannleg og finnist í öllum trúarbrögðum og reyndar líka í Harry Potter bókunum ef út í það er farið. Inga Auðbjörg ræddi þetta við okkur. Sænski loftslagsaktivistinn Greta Thunberg afþakkaði umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs sem hefði skilað henni 6,4 milljónum króna. Hún segir lítið á bakvið orðagjálfur Norðurlandanna í umhverfismálum. Rithöfundurinn Bergur Ebbi segir hana benda með afgerandi hætti á að fólk þurfi að umbylta háttum sínum. Ekki aðeins verksmiðjur mengi heldur jafnvel menning okkar, lífstíll og listir. Við ræddum þetta við Berg Ebba. Fólk getur nú vafrað um Kringluna á öllum tímum sólarhringsins - reyndar ekki á staðnum nema hluta sólarhringsin, en á vefnum hvenær sem er. Kringlan er nú orðin stafræn ef svo mætti að orði komast og finna má vöruúrval 70 verslana á vefsíðunni kringlan.is. Forsvarsmenn Kringlunnar segja þetta í takt við nýja tíma og nýja kynslóð sem er vön að geta verslað á netinu. Baldvina Snælaugsdóttir markaðsstjóri Kringlunnar kíkti til okkar í spjall um stafræna verslun og framtíðina í þeim efnum. Tónlist: Eivör - Við gengum tvö. The Police - Every breath you take. Freya Ridings - Castles. Coldplay - Orphans. Travis - Coming around. OMAM - Alligator. Jónas Sig - Höldum áfram. Fun og Janelle Monáe - We are young. Cake - Never there.

Morgunútvarpið
31. okt. - Kynjafræðsla, auglýsingar, siðrof, loftslagsmál og verslun

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Oct 31, 2019


Í sögunum sem Kolbrún Lára Kjartansdóttir les fyrir leikskólabörn er staða kvenna styrkt. Rauðhetta bjargar sér sjálf úr maga úlfsins og prinsessa kyssir Þyrnirós og bjargar henni úr álögum. Kolbrún sem er leikskólakennaranemi vill sjá meiri jafnréttisfræðslu í leikskólafræðum svo kennarar séu meðvitaðir um viðhorfin sem börnum er innprentað. Kolbrún ræddi þetta við okkur. Markhópagreiningar eru ekki eini drifkraftur fyrirtækja þegar þau kaupa auglýsingar. Pólitík getur einnig haft áhrif, fagurfræði og skoðanir fyrirtækjaeigenda á miðlunum. Samfélagslegar áherslur fyrirtækja spila sífellt stærri rullu í ákvarðanatöku um auglýsingar. Þetta segir Viggó Örn Jónsson, ráðgjafi og einn eigenda Aton JL. Viggó var gestur Morgunútvarpsins. Orð biskups um að hratt þverrandi traust til kirkjunnar megi rekja til siðrofs sem varð þegar hætt var að kenna kristnifræði sem sérstakt fag í skólum, hafa víða verið gagnrýnd. Inga Auðbjörg K. Straumland, formaður Siðmenntar, segir að orðið siðrof sé engan veginn viðeigandi í þessu samhengi og að vandi kirkjunnar sé annar og dýpri. Hin kristnu gildi sem kirkjan notar séu sammannleg og finnist í öllum trúarbrögðum og reyndar líka í Harry Potter bókunum ef út í það er farið. Inga Auðbjörg ræddi þetta við okkur. Sænski loftslagsaktivistinn Greta Thunberg afþakkaði umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs sem hefði skilað henni 6,4 milljónum króna. Hún segir lítið á bakvið orðagjálfur Norðurlandanna í umhverfismálum. Rithöfundurinn Bergur Ebbi segir hana benda með afgerandi hætti á að fólk þurfi að umbylta háttum sínum. Ekki aðeins verksmiðjur mengi heldur jafnvel menning okkar, lífstíll og listir. Við ræddum þetta við Berg Ebba. Fólk getur nú vafrað um Kringluna á öllum tímum sólarhringsins - reyndar ekki á staðnum nema hluta sólarhringsin, en á vefnum hvenær sem er. Kringlan er nú orðin stafræn ef svo mætti að orði komast og finna má vöruúrval 70 verslana á vefsíðunni kringlan.is. Forsvarsmenn Kringlunnar segja þetta í takt við nýja tíma og nýja kynslóð sem er vön að geta verslað á netinu. Baldvina Snælaugsdóttir markaðsstjóri Kringlunnar kíkti til okkar í spjall um stafræna verslun og framtíðina í þeim efnum. Tónlist: Eivör - Við gengum tvö. The Police - Every breath you take. Freya Ridings - Castles. Coldplay - Orphans. Travis - Coming around. OMAM - Alligator. Jónas Sig - Höldum áfram. Fun og Janelle Monáe - We are young. Cake - Never there.

The Snorri Björns Podcast Show
#45 - Bergur Ebbi

The Snorri Björns Podcast Show

Play Episode Listen Later Oct 4, 2019 155:17


Maður hlustaði á hann í Sprengjuhöllinni, fór á Mið-Ísland uppistand með honum, followaði á Snapchat, las pistlana hans í blaðinu, hlustaði á hann fíla lög í hlaðvarpsformi og nú les maður bækur um gervigreind og samfélagsrýni eftir hann. Ég ætla ekki að bregða frá þeirri staðreynd að það er þokkalega yfirþyrmandi tilfinning að fá til sín gest sem er bráðgreindur, lögfræðimenntaður og hefur hæfileikann til að standa fyrir framan fullan sal af fólki og láta það hlæja, og ætla sér að ræða við hann um nýskrifaða bók sem kafar í málefni á borð við gervigreind, samfélagsmiðla, merkingu alls og nútímann almennt.

snapchat bergur ebbi
Tala saman
Þriðjudagur 17.09.2019

Tala saman

Play Episode Listen Later Sep 17, 2019 119:18


Bergur Ebbi í löngu spjalli um viðfangsefni nýútkominnar bókar sinnar, Skjáskot Hugleikur Dagsson, seinasta uppistandið hans á Íslandi áður en hann flytur til Berlínar Vandmálið

bergur ebbi
Morgunkaffið
Morgunkaffið - Snorri Helga og Bergur Ebbi

Morgunkaffið

Play Episode Listen Later Jan 12, 2019


Í dag var 20. þáttur Morgunkaffisins hér á Rás 2. Gísli Marteinn og Björg fengu sér kaffibolla í tilefni dagsins, fóru yfir fréttir vikunnar í tónum og tali og fengu síðan góða gesti í Efstaleitið. Bergur Ebbi Benediktsson, ritgerðasmiður, uppistandari og tónlistarmaður og Snorri Helgason, tónlistarmaður komu til okkar. Þeir eru einnig ábyrgir fyrir vinsælum og skemmtilegum hlaðvarpsþætti sem heitir Fílalag. Björk Guðmundsdóttir okkar eina sanna var í Barnatímanum og ýmislegt annað á dagskrá.

bj gu snorri bergur ebbi snorri helgason efstaleiti
Morgunkaffið
Morgunkaffið - Snorri Helga og Bergur Ebbi

Morgunkaffið

Play Episode Listen Later Jan 12, 2019


Í dag var 20. þáttur Morgunkaffisins hér á Rás 2. Gísli Marteinn og Björg fengu sér kaffibolla í tilefni dagsins, fóru yfir fréttir vikunnar í tónum og tali og fengu síðan góða gesti í Efstaleitið. Bergur Ebbi Benediktsson, ritgerðasmiður, uppistandari og tónlistarmaður og Snorri Helgason, tónlistarmaður komu til okkar. Þeir eru einnig ábyrgir fyrir vinsælum og skemmtilegum hlaðvarpsþætti sem heitir Fílalag. Björk Guðmundsdóttir okkar eina sanna var í Barnatímanum og ýmislegt annað á dagskrá.

bj gu snorri bergur ebbi snorri helgason efstaleiti
Grínland
Bergur Ebbi

Grínland

Play Episode Listen Later Mar 20, 2018


Bergur Ebbi segir ekkert endilega fallegustu sögurnar af sjálfum sér og dregur ekki upp glansmynd af sér. Hann rifjar upp bernskubrek og önnur brek á lífsleiðinni, aðallega til þess að skemmta hlustendum.

hann bergur ebbi
Grínland
Bergur Ebbi

Grínland

Play Episode Listen Later Mar 20, 2018


Bergur Ebbi segir ekkert endilega fallegustu sögurnar af sjálfum sér og dregur ekki upp glansmynd af sér. Hann rifjar upp bernskubrek og önnur brek á lífsleiðinni, aðallega til þess að skemmta hlustendum.

hann bergur ebbi
Fílalag
Bullet With Butterfly Wings (Gestófíll: Octavio Juarez, arkítekt) – Mexíkóskur arkítekt. Guðshatari frá Chicago

Fílalag

Play Episode Listen Later Aug 4, 2017 62:38


Fílalag sendir frá sér sérstakan þátt í dag. Snorri var fastur utan símasambands í afskekktum firði fyrir Vestan og Bergur Ebbi fékk mexíkóskan arkítekt til að fylla í skarðið til að fíla lagið Bullet With Butterfly Wings. The Smashing Pumpkins var mikilvæg hljómsveit. Hún var (og er) miklu meira en nokkrir slagarar úr níunni. Hún […]

Laugardagskvöld með Matta

Gestur Matta er rithöfundurinn Bergur Ebbi.

bergur ebbi
Fílalag
In The Air Tonight – Farið í ullarsokka og fyllið munninn af húbba búbba

Fílalag

Play Episode Listen Later Oct 2, 2015 34:00


„Við höfum margoft verið beðnir um að fíla „In the Air Tonight“ með Phil Collins,“ segir Bergur Ebbi í nýjasta þætti Fílalags þar sem orðið var við þeirri beiðni. „Það er soldið eins og að biðja mann um að draga andann. Það er eiginlega of sjálfsagt til að maður geti einbeitt sér að því,“ segir […]

Fílalag
Síðan hittumst við aftur – Helgi Björns og vatnstankurinn

Fílalag

Play Episode Listen Later Sep 18, 2015 42:36


Bergur Ebbi og Snorri Helgason taka fyrir lagið Síðan hittumst við aftur í nýjasta þætti Fílalags. Sveitaballapopp var nafn á íslenskri tónlistarstefnu sem nú hefur að mestu liðið undir lok. Hún náði hámarki um síðustu aldamót þegar hljómsveitir eins og Á móti Sól, SSSól, Í svörtum fötum og Írafár sendu frá sér metnaðarfull lög og myndbönd. […]

sss aftur helgi bj bergur ebbi snorri helgason
Fílalag
You’re So Vain – Kona lætur karlana heyra það

Fílalag

Play Episode Listen Later Aug 14, 2015 31:09


Carly Simon gaf út lag sitt, You’re So Vain, árið 1972. „Hún er 27 ára þegar þetta lag kemur út en samt er þetta rosalegt uppgjör við fortíðina. Það er eins og hún hafi lifað margar ævir þó hún sé ekki eldri en þetta,“ segir Bergur Ebbi í þessum nýjasta þætti Fílalags þar sem þessi […]

Fílalag
Too Much Monkey Bussiness – „John Lennon var með berjasósuna á heilanum“

Fílalag

Play Episode Listen Later Apr 17, 2015 38:48


„Við erum að fíla „Too Much Monkey Business“ hérna. Þarna er þetta að hefjast. Holden Caulfield er búinn að marinerast í nokkur ár þarna og Rebel Without a Cause með James Dean er ennþá heit í kvikmyndasýningavélunum. Það þurfti bara smá push til að klára málið og Chuck Berry sá um það,“ segir Bergur Ebbi […]

Fílalag
Racing In The Streets

Fílalag

Play Episode Listen Later Mar 1, 2014 77:14


Snorri og Bergur Ebbi ræða um Racing in the streets með Bruce Springsteen.