Bylgjan

Follow Bylgjan
Share on
Copy link to clipboard

Bylgjan er fyrsta einkarekna útvarpsstöðin á Íslandi. Hún hóf útsendingar 28.ágúst árið 1986

Bylgjan


    • Sep 9, 2025 LATEST EPISODE
    • weekdays NEW EPISODES
    • 1h 4m AVG DURATION
    • 1,647 EPISODES


    Search for episodes from Bylgjan with a specific topic:

    Latest episodes from Bylgjan

    Reykjavík síðdegis - þriðjudagur 9. september 2025

    Play Episode Listen Later Sep 9, 2025 84:36


    Öll viðtölin úr þætti dagsins: Rúnar Freyr Gíslason framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra Andri Snær Magnason og vindmylluver Kristinn Már  Gunnarsson framkvæmdastjóri og stofnandi Baridi í Tansaníu um vinnslu á kopar grafit og liþíum Gummi Ben um leik Frakka og Íslendinga Anna Margrét Bjarnadóttir verkefnastjóri Guls september hjá embætti Landlæknis

    Reykjavík síðdegis - mánudagur 8. september 2025

    Play Episode Listen Later Sep 8, 2025 75:04


    Öll viðtölin úr þætti dagsins ásamt símatíma: Rakel Sveinsdóttir ritstjóri Atvinnulífsins á Vísi um vinnumaka Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra um fjárlög næsta árs Símatími Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd Alþingis um skattahækkanir í fjárlagafrumvarpinu Atli Steinn Guðmundsson blaðamaður Morgunblaðsins í Noregi um þingkosningar þar í landi Arnar Pálsson erfðafræðingur og prófessor í lífupplýsingafræði við HÍ Eru kynin tvö?

    Reykjavík síðdegis - föstudagur 5. júlí 2025

    Play Episode Listen Later Sep 8, 2025 58:08


    Öll viðtölin úr þætti dagsins ásamt símatíma: Róbert Guðfinnsson athafnamaður um aðgerðir sérsveitarinnar á Siglufirði Hjörtur J. Guðmundsson, alþjóðastjórnmálafræðingur um uppgang AfD í Þýskalandi Símatími Diljá Mist Einarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins um hlutfall erlendra ríkisborgara í íslenskum fangelsum Skúli Helgason, formaður menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkur, um íþrótta- og frístundastyrki sem ekki eru nýttir Hjónin Lilja Katrín Gunnarsdóttir og Guðmundur R. Einarsson efna til bökunarmaraþons á Karsnesi til þess að styðja Bergið headspace Ágúst Orri Arnarson, íþróttafréttamaður um landsleik Íslands og Aserbæsjan í undankeppni HM í fótbolta karla  

    Reykjavík síðdegis - fimmtudagur 4. september 2025

    Play Episode Listen Later Sep 8, 2025 80:47


    Öll viðtölin úr þætti dagsins ásamt símatíma: Alma Björk Hafsteinsdóttir, formaður samtaka áhugafólks um spilafíkn um ákvörðun eigenda Ölvers Ólafur Adolfsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar Símatími Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins um svar frá fjármálaráðherra um kostnað ríkisins vegna áfalla og hamfara Finnur Freyr Stefánsson þjálfari Vals í körfubolta og fyrrum aðstoðarþjálfari íslanska landsliðsins Sveinbjörn Finnson aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar um nýja atvinnustefnu Gunnar Hilmarsson fatahönnuður um Gi­orgio Armani Ernst Backman í Sögusafninu  

    Bítið - mánudagur 8.september 2025

    Play Episode Listen Later Sep 8, 2025 84:54


    Bítið á Bylgjunni með Heimi. Lilju og Ómari   Öll viðtölin úr þætti dagsins

    Sprengisandur 7. september 2025 - Viðtöl þáttarins

    Play Episode Listen Later Sep 7, 2025 97:36


    Kristján Kristjánsson stýrir kröftugri umræðu um þjóðmálin. Í þessum þætti: Saga/Akureyri Óskar Þór Halldórsson, rithöfundur og blaðamaður,  Óskar fjallar um nýja bók sína um Akureyrarveikina, dularfullan veirusjúkdóm sem herjaði á Akureyringa fyrir 1950, lagði fjölmarga í rúmið og olli þeim sömu ævilöngum óþægindum. Aldrei hefur fundist skýringa á þessum sjúkdómi og hann veldur mönnum heilabrotum enn í dag.    Atvinnumál Halla Gunnarsdóttir formaður VR og Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF.  Halla og Jóhannes ræða hugmyndir ríkisstjórnar um nýja atvinnustefnu, áherslur og framtíðarsýn. Hvert ber að halda, hvernig skapa Íslendingar arðbær störf um leið og réttindi fólks og kjör eru varin?   Stjórnmál/alþjóðamál Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra. Þorgerður bregst við áskorun fjöldafunda um landið þar sem þess er krafist að ríkisstjórn grípi til raunhæfra aðgerða vegna stríðsins á Gaza, hvað getur ríkisstjórn Íslands gert og hver eru áform hennar?    Stjórnmál/stjórnmálaumræða Bryndís Haraldsdóttir, alþingismaður og Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur. Bryndís og Guðmundur ræða málfrelsi og skoðanaskipti undanfarinna daga, m.a. um akademískt frelsi og tilverurétt transfólks. Er málfrelsi ógnað á Íslandi, ríkir þöggun um tiltekin mál og hvernig birtist hún? 

    Bítið - föstudagurinn 5. september

    Play Episode Listen Later Sep 5, 2025 85:43


    Bítið á Bylgjunni með Heimi, Lilju og Ómari.   Öll viðtölin úr þætti dagsins.

    Bítið 4. september 2025

    Play Episode Listen Later Sep 4, 2025 85:45


    Bítið á Bylgjunni með Heimi, Lilju og Ómari.   Öll viðtölin úr þætti dagsins

    Reykjavík síðdegis - miðvikudagur 3. september 2025

    Play Episode Listen Later Sep 3, 2025 73:16


    Öll viðtölin úr þætti dagsins ásamt símatíma: Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair og sérfræðingur í flugrekstri Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra vegna hertra reglna þegar kemur að nálgunarbanni Símatími Sigmar Vilhjálmsson athafnamaður um CE vottaða glugga Erna Bjarnadóttir hagfræðingur og ritari Heimssýnar Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur um fund Pútíns XI Jiping Kim Yong UN og Modri Tobba Marinós um hvort Pamela Anderson og Liam Neeson séu hætt saman

    Bítið 3. september 2025

    Play Episode Listen Later Sep 3, 2025 87:03


    Bítið á Bylgjunni með Heimi, Lilju og Ómari   Öll viðtölin úr þætti dagsins

    Reykjavík síðdegis - þriðjudagur 2. september 2025

    Play Episode Listen Later Sep 2, 2025 77:22


    Öll viðtölin úr þætti dagsins ásamt símatíma: Ingileif Friðriksdóttir, fyrrum dagskrárgerðarmaður og núverandi aðstoðarmaður utanríkisráðherra um réttindabaráttu samkynhneigðra og bakslag í umræðunni Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra kynnti í dag ásamt umhverfis og loftslagsráðherra kerfisbreytingar þar sem fækka á eftirlitsaðilum úr ellefu í tvo. Símatími Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur - Kastljós gærdagsins Magnús Árni Skjöld Magnússon, formaður Evrópuhreyfingarinnar um nýja vefsíðu þar sem spurningum um mögulega aðild er svarað Tómas Steindórsson á Eurobasket Guðlaug María Lewis, menningarfulltrúi Reykjanesbæjar og verkefnastjóri Ljósanætur

    Bítið - þriðjudagurinn 2. september 2025

    Play Episode Listen Later Sep 2, 2025 76:44


    Bítið á Bylgjunni með Heimi, Lilju og Ómari   Öll viðtölin úr þætti dagsins

    Reykjavík síðdegis - mánudagur 1.september 2025

    Play Episode Listen Later Sep 1, 2025 76:57


    Öll viðtöl úr þætti dagsins ásamt símatíma: Steinn Jóhannsson Forstöðumaður Skóla og frístundasvið Reykjavíkurborgar - Sigrún Jónína Baldursdóttir sérfræðingur í læsi Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, Binni, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum Símatími Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður Öryrkjabandalagsins Halldór Óli Kjartansson - Almannatengsl og markaðssókn hjá Markaðsstofu Norðurlands Erna Magnúsdóttir framkvæmdastýra Ljóssins og Regína Björk Jónsdóttir sem útskrifaðist nýlega úr þjónustu Ljóssins

    Reykjavík síðegis - föstudagur 29. ágúst 2025

    Play Episode Listen Later Sep 1, 2025 63:22


    Öll viðtölin úr þætti dagsins ásamt símatíma: Viltu finna milljarð Skoðanapistill Gunnar Pétur Haraldsson viðskiptafræðingur Vésteinn Örn Pétursson um Gufunesmálið Símatími Sigríður Mogensen - sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur um veðrið Sigurjón Þórðarson þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar um uppsagnir tengdum sjávarútvegnum

    Bítið - mánudagurinn 1. september 2025

    Play Episode Listen Later Sep 1, 2025 69:24


    Bítið á Bylgjunni með Heimi, Lilju og Ómari   Öll viðtölin úr þætti dagsins

    Sprengisandur 31.08.2025 - Viðtöl þáttarins

    Play Episode Listen Later Aug 31, 2025 92:13


    Kristján Kristjánsson stýrir kröftugri umræðu um þjóðmálin. Í þessum þætti: Loftslagsmál Halldór Björnsson, fagstjóri loftslagsmála á Veðurstofu Íslands Halldór ræðir loftslagsmál, bakslag í umræðu um þau, um nýjar rannsóknir á hafstraumum sem benda til mun skjótari breytinga á veltihringrás Atlanshafsins sem haft getur afdrifaríkar afleiðingar á Íslandi.  Menntamál Jón Pétur Zimsen alþingismaður og Ragnar Þór Pétursson kennari  Jón og Ragnar ræða menntamál, matsferil, samræmdar mælingar á árangri nemenda og skóla og fleiri þau atriði sem deilt hefur verið um síðustu vikur.  Borgarmál Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi  Kjartan Magnússon borgarfulltrúi  Borgarfulltrúarnir æða hækkun á gatnagerðar- og innviðagjöldum og áhrif þessara hækkana á byggingarkostnað á tímum þar sem stöðugt er kvartað undan síhækkandi húsnæðisverði og ófullnægjandi framboði.  Stjórnmál Ólafur Adolfsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins  Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingar  Þeir ræða stöðuna í stjórnmálunum, haustið og veturinn framundan, þing sett 9. sept, hver verða helstu viðfangsefni þess og helstu átakafletir stjórnar- og stjórnarandstöðu? 

    Reykjavík síðdegis - fimmtudagur 28. ágúst 2025

    Play Episode Listen Later Aug 28, 2025 76:14


    Öll viðtölin úr þætti dagsins ásamt símatíma: Ögmundur um Guðmundar og Geirfinns málið Guðmundur Arnar Sigmundsson forstöðumaður netöryggissveitar cert-is er Ísland skjól fyrir netglæpamenn og vafasama netstarfsemi Símatími Eyjólfur Ármannsson samgönguráðherra um nýtt leigubílafrumvarp og innviðaskuld í vegakerfinu Jóhannes Rúnarsson - framkvæmdarstjóri Strætó Ólafur Arnar Jónsson forstöðumaður nærsamfélags og náttúru hjá Landsvirkjun Páll Þorsteinsson fyrsti dagskrárstjóri Bylgjunnar á 39 ára afmælisdeginum

    gu str reykjav fimmtudagur
    Reykjavík síðdegis - miðvikudagur 27. ágúst 2025

    Play Episode Listen Later Aug 27, 2025 82:53


    Öll viðtölin úr þætti dagsins ásamt símatíma: Ingrid Kuhlman ráðgjafi hjá Þekkingamiðlun um einveru Kári Stefánsson læknir og fyrrverandi forstjóri og stofnandi ÍE um persónusniðna heilbrigðisþjónustu Símatími Daníel O Einarsson leigubílstjóri og formaður bifreiðastjórafélagsins Frama Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulagsráðs Reykjavíkur Ingi Þór Steinþórsson aðstoðarþjálfari körfuboltaliðs Stjörnunnar um EM

    Reykjavík síðdegis - þriðjudagur 26. ágúst 2025

    Play Episode Listen Later Aug 26, 2025 78:37


    Öll viðtölin úr þætti dagsins ásamt símatíma: Vésteinn Örn Pétursson og Jón Þór Stefánsson um Gufunesmálið Sigurður Örn Hilmarsson lögmaður um dóm Mannréttindadómstólsins Símatími Sigurður Ingi um leigubílamarkaðinn Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni Hugi Halldórsson um bragðefni í nikótín vörum Thelma Christel Kristjánsdóttir lögmaður og einn stofnenda Jónsbókar punktur ie

    Reykjavík síðdegis - mánudagur 25. ágúst 2025

    Play Episode Listen Later Aug 25, 2025 61:58


    Öll viðtölin úr þætti dagsins ásamt símatíma: Þórhildur Ólöf Helgadóttir forstjóri Póstsins Kolbeinn Tumi Daðason fréttastjóri um Gufunesmálið Símatími Aldís Rún Lárusdóttir sviðsstjóri forvarnarsviðs Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari um rektor HÍ  Stefán Þorri Helgason sálfræðingur hjá Litlu Kvíðameðferðarstöðinni Friðrik Larsen lektor í HÍ með doktorsgráðu vörumerkasérfræðingur

    Reykjavík síðdegis - föstudagur 22. ágúst 2025

    Play Episode Listen Later Aug 25, 2025 71:05


    Öll viðtölin úr þætti dagsins ásamt símatíma: Helgi Hrafn Gunnarsson fyrrverandi þingmaður Pírata um íslenskt mál Björn Ingi Hrafnsson ritstjóri og aðstoðarmaður fomanns Miðflokksins Símatími Helga Þórisdóttir forstjóri persónuverndar Hvað mega fyrirtæki ganga langt í Jón Ármann Steinsson bókaútgefandi um Geirfinnsmálið Leitin að Geirfinni Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir sveppasérfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun um sveppi

    Sprengisandur 24.08.2025 - Viðtöl þáttarins

    Play Episode Listen Later Aug 24, 2025 93:04


    Kristján Kristjánsson stýrir kröftugri umræðu um þjóðmálin. Í þessum þætti: Stjórnmál Davíð Þór Björgvinsson, prófessor í lögum við HA Davíð ræðir um fullveldishugtakið í tengslum við hugsanlega aðildarumsókn að ESB og fer m.a. yfir nauðsynlegar breytingar á stjórnarskrá sem verða að eiga sér stað í slíku ferli.  Menntamál Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri í Kópavogi og  Þórdís Sigurðardóttir, forstjóri Miðstöðvar um menntun og skólaþjónustu  Ásdís og Þórdís ræða útspil Kópavogsbæjar sem lagt hefur fram 16 umbótatillögur í skólamálum og hyggst takast á við áratuga vanrækslu í menntakerfinu.  Stjórnmál Vilhjálmur Árnason alþ.maður  Ragnar Þór Ingólfsson alþingismaður formaður fjárlaganefndar Alþingis.  Vilhjálmur og Ragnar ræða nýjustu þróun á fjármálamarkaði, vaxandi svartsýni um að hægt verði að lækka vexti og um stóru sleggjuna sem forsætisráðherra ætlað að beita gegn verðbólgu, en ekki er búið að draga fram enn.  Alþjóðamál Erlingur Erlingsson, sagnfræðingur: Erlingur sem er sérfræðingur í alþjóðamálum ræðir stöðuna á Gasa og fleiri alþjóðleg málefni í lok þáttar. Æ fleiri málsmetandi ríki virðast nú ætla sér að viðurkenna ríki Palestínumanna en á sama tíma vinna Ísraelsmenn að því - að best verður séð - að skipuleggja brottflutning fólks á Gasa, þvert á öll alþjóðalög og viðmið. 

    Reykjavík síðdegis - fimmtudagur 21. ágúst 2025

    Play Episode Listen Later Aug 21, 2025 71:45


    Öll viðtölin úr þætti dagsins ásamt símatíma: Herdís Stargaard hjá Miðstöð slysavarna barna Frú Halla Tómasdóttir um gervigreindina Símatími Benjamín Julian verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri samtaka iðnaðarins um fasteignamarkaðinn Björg Jónsdóttir verkefnastjóri Menningarnætur í Reykjavík Bjarki Gunnlaugsson um stöðu Alexanders Ísak leikmanns Newcastle

    Bítið 21. ágúst 2025

    Play Episode Listen Later Aug 21, 2025 87:14


    Bítið á Bylgjunni með Heimi, Lilju og Ómari    Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Kjósarhrepps, ræddi við okkur um skráningu á lögheimili í frístundahúsum.   Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, ræddi við okkur vítt og breitt um menntakerfið.   Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka, ræddi við okkur um Reykjavíkurmaraþonið, efnahaginn og krónuna.   Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, ræddi við okkur um umferðina.   Katrín Þórarinsdóttir, yfirlæknir gigtarlækninga á göngudeild Landspítala, ræddi við okkur um gigt og Reykjavíkurmaraþonið.   Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Beint frá býli og smáframleiðenda

    Bítið 20. ágúst 2025

    Play Episode Listen Later Aug 20, 2025 98:44


    Öll viðtölin úr þætti dagsins

    Reykjavík síðdegis - þriðjudagur 19. ágúst 2025

    Play Episode Listen Later Aug 19, 2025 73:59


    Öll viðtölin úr þætti dagsins ásamt símatíma: Ólafur Ingi Heiðarsson teymisstjóri hjá Dýraþjónustu Reykjavíkurborgar Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins Símatími Trausti Hafliðason ritstjóri Viðskiptablaðsins og Frjálsrar verslunar Einar Hugi Bjarnason hæstaréttarlögmaður um umgengnistálmanir Guðni Ágústsson um Njáluvöku Svava Sól Matthíasdóttir lögfræðingur hjá LEX lögmannsstofu svava.sol@gmail.com

    Reykjavík síðdegis - mánudagur 18. ágúst 2025

    Play Episode Listen Later Aug 19, 2025 71:51


    Öll viðtölin úr þætti dagsins ásamt símatíma: Freyr Ólafsson framkvæmdastjóri Parka Albert Jónsson fyrrum sendiherra Íslands í Rússlandi og Bandaríkjunum og sérfræðingur í alþjóðamálum Símatími Theodór Carl Steindórsson framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og stafrænna lausna Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulagsráðs Reykjavíkur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins hefur fjallað um skipulagsmál í 30 ár Björn Rúnar Lúðvíksson er prófessor í ónæmisfræði og framkvæmdastjóri

    Bítið 19. ágúst 2025

    Play Episode Listen Later Aug 19, 2025 109:22


    Öll viðtölin úr þætti dagsins

    Reykjavík síðdegis - föstudagur 15. ágúst 2025

    Play Episode Listen Later Aug 18, 2025 57:36


    Öll viðtölin úr þætti dagsins ásamt símatíma: Sigurður Sigurbjörnsson ökukennari um kerrupróf Eyjólfur Ármannsson samgönguráðherra um stöðuna á leigubílamarkaðnum Símatími Jóhann Páll Jóhannsson Umhverfisráðherra Eldislax Atvinnuvegaráðherra Hanna Katrín Friðriksson um bílastæðamál, leigubílamál og Eldislaxinn Gummi Ben um tímabilið í enska boltanum

    Bítið - mánudagur 18. ágúst 2025

    Play Episode Listen Later Aug 18, 2025 93:38


    Öll viðtölin úr þætti dagsins.

    Bítið - fimmtudagurinn 14. ágúst 2025

    Play Episode Listen Later Aug 18, 2025 65:02


    Öll viðtölin úr þætti dagsins

    Sprengisandur 17.08.2025 - Viðtöl þáttarins

    Play Episode Listen Later Aug 17, 2025 95:04


    Kristján Kristjánsson stýrir kröftugri umræðu um þjóðmálin. Í þessum þætti: Innflytjendamál Sabine Leskopf borgarfulltrúi  Sabine fjallar um innflytjendamál, sjálf innflytjandi og hefur unnið mikið í þessum málaflokki í gegnum tíðina. Hún telur sig verða vara við aukna andúð í garð innflytjenda hér á landi, bæði opinberlega og óopinberlega, hvaðan svo sem þeir koma.  Alþjóðamál Albert Jónsson fyrrverandi sendiherra í Moskvu og Washington og Jón Ólafsson, prófessor, Albert og Jón fjalla um fund Trumps og Pútíns í Alaska, áhrif hans og spá i framhaldið.  Sjókvíaeldi Elvar Friðriksson, framkvæmdastjóri Verndarsjóðs villtra laxa og  Daníel Jakobsson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Elvar og Daníel ræða sjókvíaeldi í ljósi nýrra frétta af eldislaxi sem fundist hefur í Haukadalsá. Laxarnir hafa reynst mun færri en ætlað var í fyrstu en veiðimenn telja engu að síður sjókvíaeldið stórkostlega varasamt fyrir lífríkið.  Innviðauppbygging Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra  Eyjólfur ræðir uppbyggingu Innviðasjóðs sem ætlað er að fjármagna stórar framkvæmdir á Íslandi og borga þannig inná margrædda innviðaskuld. Hann ræðir líka stöðuna á leigubílamarkaði. 

    Bítið - miðvikudagur 13. ágúst 2025

    Play Episode Listen Later Aug 13, 2025 90:18


    Öll viðtölin úr þætti dagsins

    Reykjavík síðdegis - mánudagur 11. ágúst 2025

    Play Episode Listen Later Aug 12, 2025 70:09


    Öll viðtölin úr þætti dagsins ásamt símatíma: Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hjá Bliku og Veðurvaktinni Hanna Birna Valdimarsdóttir formaður og Hugrún Vignisdóttir varaformaður Samtaka um Pots á Íslandi Símatími Freyr Ólafsson framkvæmdastjóri Parka Fjölnir Sæmundsson formaður Landssambands lögreglumanna Magnús Rannver Rafnsson verkfræðingur um Reynisfjöru út frá verkfræði Hólmfríður Kristjánsdóttir íbúi í Breiðholti

    reykjav brei kristj samtaka landssambands einar sveinbj
    Sprengisandur 10.08.2025 - Viðtöl þáttarins

    Play Episode Listen Later Aug 10, 2025 94:31


    Kristján Kristjánsson stýrir kröftugri umræðu um þjóðmálin. Í þessum þætti: Þjóðernishyggja/alþjóðamál Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði  Guðmundur ræðir um þjóðir og þjóðerni, hvað er það sem myndar þjóð, ógna fólksflutningar hugmyndum um samstöðu og samkennd og hvaða áhrif hefur vaxandi þjóðernishyggja, m.a. hér á landi.  Evrópumál Helga Vala Helgadóttir, varaformaður Evrópuhreyfingarinnar  Hjörtur J. Guðmundsson, blaðamaður  Helga Vala er einlægur Evrópusinni en Hjörtur er einn talsmanna Heimssýnar sem berst gegn aðild að ESB, þau rökræða aðild að Evrópusambandinu.  Stjórnmál/tollamál Diljá Mist Einarsdóttir alþingismaður Dagur B. Eggertsson alþingismaður Þau Diljá og Dagur ræða tollamál í kjölfar þess að bæði ESB og USA hafa lagt eða hyggjast leggja tolla á vörur framleiddar á Íslandi, hagsmunagæslu okkar og stöðu í framhaldinu.  Vinnumarkaður Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar,  Sólveig Anna bregst við hugmyndum dómsmálaráðherra um þrengri reglur fyrir veitingu dvalarleyfa fólks sem hingað vill koma til starfa. 

    Bítið - föstudagurinn 8. ágúst 2025

    Play Episode Listen Later Aug 8, 2025 95:47


    Öll viðtölin úr þætti dagsins.

    Bítið - þriðjudagurinn 6. ágúst 2025

    Play Episode Listen Later Aug 6, 2025 112:15


    Viðtöl dagsins úr Bítinu

    Reykjavík síðdegis - þriðjudagur 5. ágúst 2025

    Play Episode Listen Later Aug 5, 2025 76:47


    Öll viðtölin úr þætti dagsins ásamt símatíma: Guðmundur Arnar Sigmundsson forstöðumaður netöryggissveitar cert-is um hrinu svikapósta á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir um hugmyndir um leyniþjónustu og varnir Íslands Símatími Kári S Friðriksson hagfræðingur hjá greiningu Arion Banka um vöru- og bensínverð Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra um norsku leiðina í útlendingamálum Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur um goslok og gagnrýni Þorsteinn Ólafsson sölustjóri hjá Vatt sem er umboðsaðili BYD bíla

    Sprengisandur 27.07.2025 - Viðtöl þáttarins

    Play Episode Listen Later Jul 27, 2025 94:05


    Kristján Kristjánsson stýrir kröftugri umræðu um þjóðmálin. Í þessum þæti: Orkumál Ríkarður Örn Ragnarsson verkefnastjóri Vindorkuvers í Garpsdal  Ríkarður segir frá verkefninu sem nýlega var flutt í nýtingarflokk, fyrst einkarekinna verkefna á Íslandi.    Stjórnmál Guðlaugur Þór Þórðarson, fyrrverandi utanríkisráðherra og Dagbjört Hákonardóttir alþingismaður  Þau Guðlaugur og Dagbjört rökræða Evrópumálin, fyrirhugaða umsókn Íslands um aðild að ESB sem þegar hefur kallað á kunnuglega og kröftuga andstöðu.    Heilbrigðismál Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans  Runólfur ræðir heilbrigðiskerfið í ljósi nýrra skýrsla Ríkisendurskoðunar um Sjúkratryggingar og mönnun og þjónustu Landspítalans. Runólfur lýsir stefnuleysi í kerfinu og segir róttækra breytinga þörf ef það á geta annað eftirspurn.  Nýsköpun  Ásgeir Brynjar Torfason, ritstjóri Vísbendingar Ásgeir ræðir um nýsköpun, skapandi greinar og hlutverk smáfyrirtækja í framtíðinni en Vísbending hefur nýverið helgað tvö viðamikil blöð þessum greinum. 

    Reykjavík síðdegis - miðvikudagurinn 23. júlí 2025

    Play Episode Listen Later Jul 23, 2025 81:20


    Öll viðtölin úr þætti dagsins ásamt símatíma: Guðmundur Björnsson framkvæmdastjóri upplifunar viðskiptavina Sýnar um enska boltann Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður Blaðamannafélags Íslands um upplýsingaóreiðu og árás á blaðaljósmyndara Símatími Guðbjörg Inga Aradóttir skordýrafræðingur um skógarmítla á Íslandi Atli Stefán Yngvason hjá Tæknivarpinu um nýjustu rafbílana og lofkælingu sem vinnur gegn lúsmýi Anna Gunndís Guðmundsson leikkona um smekklausa hönnun í borginni Garpur Ingason Elísabetarson göngugarpur um fjallgöngur með börnum

    Reykjavík síðdegis - þriðjudagur 22. júlí 2025

    Play Episode Listen Later Jul 22, 2025 70:35


    Öll viðtölin úr þætti dagsins ásamt símatíma: Stefán Valmundarson útvarpsstjóri og Valdimar Óskarsson netöryggisfræðingur og framkv.stj. Keystrike Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna um Skjöld Íslands Símatími Gunnar Alexander Ólafsson heilsuhagfræðingur um smákonga á Íslandi Sigurjón Ernir Sturluson fjar- og einkaþjálfari og hlaupari um æfingar á sokkaleistunum Rakel Sveinsdóttir ritstjóri Atvinnulífsins á Vísi um að 9-5 vinnur eru á undanhaldi

    Sprengisandur 20.07.2025 - Viðtöl þáttarins

    Play Episode Listen Later Jul 20, 2025 88:23


    Kristján Kristjánsson stýrir kröftugri umræðu um þjóðmálin. Í þessum þætti: Stjórnmál Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis  Þórunn ræðir þinglokin þar sem mikið mæddi á henni, ákvörðun um að ljúka viðræðum um veiðigjaldafrumvarp og stöðu sína sem forseti þingsins, nú þegar minnihlutinn hefur lýst yfir tortryggni í hennar garð og jafnvel vantrausti.  Efnahagsmál  Agnar Tómas Möller, sérfræðingur á fjármálamarkaði  Agnar ræðir efnahagsmál og bendir á þá staðreynd að bæði langtíma- og skammtímavextir á skuldabréfamarkaði bendi til þess að hvorki verðbólga né almennir vextir muni lækka á næstunni. Hann gagnrýnir ómarkvissa fjármögnun ríkissjóðs sem hann segir vinna gegn lækkun vaxta og verðbólgu.  Stjórnmál Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Sigmundur gagnrýnir ríkisstjórnina vegna heimsóknar Ulriku Von Leyen nýverið og boðar harða andstöðu við hverskyns áform um frekari nálgun við ESB.  Sjávarútvegur/strandveiðar   Sigurjón Þórðarson, formaður Atvinnuveganefndar Alþingis og Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssamband. Þeir rökræða þá stöðu sem upp er komin í strandveiðum. Lofað hafði verið veiðidögum í júlí og ágúst en ljóst að það loforð verður ekki efnt og að veiðunum er lokið. Mikil vonbrigði segja smábátasjómenn. 

    Reykjavík síðdegis - fimmtudagur 17. júlí 2025

    Play Episode Listen Later Jul 17, 2025 75:51


    Öll viðtölin úr þættinum ásamt símatíma: Oddur Ævar Gunnarsson fréttamaður Sýnar um stöðuna í Grindavík Páll Pálsson fasteignasali um ódýrustu og dýrustu hverfin á höfuðborgarsvæðinu Símatími Örn Pálsson framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda Logi Bergmann annar umsjónarmanna golf hlaðvarpsins Seinni níu um Opna breska meistaramótið í golfi Bjarni Óskarsson bóndi og berjaræktandi á Völlum í Svarfaðardal Róbert Aron Magnússon framkvæmdastjóri Götubitahátíðar Íslands sem hefst á morgun

    reykjav gunnarsson seinni oddur opna landssambands fimmtudagur
    Sprengisandur 13.07.2025 - Viðtöl þáttarins

    Play Episode Listen Later Jul 13, 2025 95:10


    Kristján Kristjánsson stýrir kröftugri umræðu um þjóðmálin. Í þessum þætt: Heilbrigðismál Alma Möller, heilbrigðisráðherra,  Ráðherra mun bregðast við nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um Landspítala fyrsta sinni - skýrslan gerir glögga grein fyrir mönnunarvanda og álagi á spítalanum sem síðan smitar út í allt kerfið. Hvernig er hægt að bregðast við því sem þar er lýst?  Stjórnmál Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur  Haukur ræðir ástandið á þinginu, kjarnorkuákvæðið og beitingu þess, málþóf og stöðu þingsins eftir þessa hörðu hríð að undanförnu.  Stjórnmál Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra  Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins  Forystukonur ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu takast á um stjórnmál dagsins og þá einkum veiðgjöldin og afgreiðslu þingsins á því máli.  Alþjóðamál Hilmar Þór Hilmarsson prófessor við HA  Hilmar ræðir stöðuna í Úkraínu. Stríð hefur nú geisað í 40 mánuði og hægt og bítandi er Rússland að bæta stöðu sína - er fall Úkraínu orðið óumflýjanlegt, ef ekki, hvað þarf til að snúa stöðunni við?

    Reykjavík síðdegis - föstudagur 11. júlí 2025

    Play Episode Listen Later Jul 11, 2025 46:47


    Öll viðtölin úr þætti dagsins ásamt símatíma: Logi Sigurjónsson aðalvarðstjóri hjá umferðardeild Lögreglunnar Guðlaugur Þór Þórðarson um stöðuna á Alþingi Símatími Breki Karlsson ræddi við okkur um bílastæðamál borgarinnar Einar Björnsson framkvæmdastjóri Kótilettunnar um bæjarhátíðina á Selfossi sem verður um helgina

    Reykjavík síðdegis - fimmtudagur 10. júlí 2025

    Play Episode Listen Later Jul 10, 2025 77:00


    Öll viðtölin úr þætti dagsins ásamt símatíma: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra um stöðuna á Alþingi Freyr Eyjólfsson um Góða hirðinn Símatími Eiríkur Bergmann stjórnmálaprófessor og stjórnandi hlaðvarpsins Skuggavaldið um fréttir dagsins af Alþingi Arnar Pétursson hlaupari um brottvísun sína Aron Guðmundsson íþróttafréttamaður hjá Sýn um leik Íslands og Noregs á EM kvenna Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hjá Blika.is um helgarveðrið

    Reykjavík síðdegis - miðvikudagur 9. júlí 2025

    Play Episode Listen Later Jul 9, 2025 78:57


    Öll viðtölin úr þætti dagsins ásamt símatíma: Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi hjá bjornberg.is um sumarútgjöldin Haraldur Þór Jónsson Oddviti Skeiða og Gnúpverja um Hvammsvirkjun Símatími Birgir Guðmundsson stjórnmálafræðingur og prófessor við Háskólann á Akureyri um launað frí þingmanna og íslandsmet í málþófi Erla Gerður Sveinsdóttir heimilislæknir og einn fremsti sérfræðingur okkar í meðferð offitu ræddi aukna notkun á þyngdarstjórnunarlyfjum Tómas G. Gíslason, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur Hvert er þitt uppáhalds nammi - við heyrðum í hlustendum

    Reykjavík síðdegis - þriðjudagur 8. júlí 2025

    Play Episode Listen Later Jul 9, 2025 86:46


    Öll viðtölin úr þætti dagsins ásamt símatíma: Einar Bárðarson framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði um óánægju veitingamanna með heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur Gunnar Bjarni Ragnarsson krabbameinslæknir um mataræði og krabbamein Símatími Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands um brjósklos og Úlfarsfell endurhæfingarstöð Þórhildur Elín Elínardóttir samskiptastjóri Samgöngustofu um bílprófið Hilmar Valur Gunnarsson Húsvíkingur og einn að aðstandendum Jökulsárhlaupsins Hvað getur maður gert skemmtilegt þegar það rignir?

    Reykjavík síðdegis - mánudagur 7. júlí 2025

    Play Episode Listen Later Jul 9, 2025 76:10


    Öll viðtölin úr þætti dagsins ásamt símatíma: Steinar Smári Guðbergsson meindýraeyðir um veggjalúsafaraldur Árni Guðmundsson formaður Foreldrafélags gegn áfengisauglýsingum um ungmenni og áfengisnetverslanir og afhendingu Símatími Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra um veiðigjaldafrumvarpið og málþóf Viðar Halldórsson prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands Ása Jónsdóttir málfræðingur um orðræðuögnina „heyrðu“ Hafsteinn Níelsson sviðshöfundur og Ólíver Þorsteinsson rithöfundur um Þorskasögu og Ormstungu

    Sprengisandur 06.07.2025 - Viðtöl þáttarins

    Play Episode Listen Later Jul 6, 2025 90:30


    Kristján Kristjánsson stýrir kröftugri umræðu um þjóðmálin. Í þessum þætti: Orkumál Ásgeir Margeirsson formaður stjórnar Qair Ísland ehf. Ásgeir sem er margreyndur á orkumarkaði, ræðir orkumál og þróun þeirra á landinu. Ásgeir gagnrýnir harkalega yfirgang hins opinbera á þessum markaði og spáir síhækkandi orkuverði til almennings og fyrirtækja enda sé framboðið ófullnægjandi.  Efnahagsmál Marinó G. Njálsson ráðgjafi. Marinó ræðir efnahagsmál, verðbólgu og vexti og gagnrýnir Seðlabankann fyrir aðgerðir í vaxtamálum. Hann segir dökk ský á lofti í íslenskum efnahagsmálum, m.a. vegna styrkingar krónu og lækkun vaxta og verðbólgu sé ekki í spilunum sem stendur, þvert á væntingar.  Stjórnmál Pawel Bartoszek og Diljá Mist Einarsdóttir, alþingismenn. Pawel og Diljá ræða stöðuna á þinginu og mál sem þar eru að gerjast. Hefur þingið tapað allri virðingu og ættu menn að einbeita sér að öðru þar en að halda endalausar ræður um örfá mál í þeim tilgangi að tefja framgang þeirra. Hvaða pólitík liggur þar að baki? Alþjóðamál/Evrópumál Haraldur Ólafsson formaður Heimssýnar. Haraldur Ólafsson prófessor í veðurfræði við HÍ og formaður Heimssýnar - félags fólk sem undir engum kringumstæðum vill ganga í ESB - ræðir alþjóðamál - engin ástæða til að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um jafn fráleitt mál og inngöngu í Evrópusambandið að mati félagsmanna Heimssýnar. 

    Reykjavík síðdegis - föstudagur 4. júlí 2025

    Play Episode Listen Later Jul 4, 2025 41:59


    Öll viðtölin úr þætti dagsins ásamt símatíma: Gísli Már Gíslason prófessor emeritus í líffræði um muninn á lýsmýi og bitmýi Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra um uppbyggingu hjúkrunarheimila Símatími Sigurdís Haraldsdóttir krabbameinslæknir og yfirlæknir á Landspítala og Hulda María Einarsdóttir ristilskurðlæknir um nýja rannsókn sem gefur vísbendingar um að markviss hreyfing geti bætt lífshorfur fólks sem fengið hefur ristilkrabbamein Sævar Pétursson framkvæmdastjóri KA um N1 mótið og stemninguna á Akureyri

    Claim Bylgjan

    In order to claim this podcast we'll send an email to with a verification link. Simply click the link and you will be able to edit tags, request a refresh, and other features to take control of your podcast page!

    Claim Cancel