POPULARITY
Bítið á Bylgjunni með Heimi Lilju og Ómari Símatími Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, ræddi við okkur um ástandið í fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli. Þórhildur Þorkelsdóttir, framkvæmdastjóri Brú Strategy og hlaðvarpsstjórnandi og Tómas Þór Þórðarson, starfsmaður Sjálfstæðisflokksins, fóru yfir sviðið. Sjónvarpsstjarnan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir kíkti í heimsókn. Unnur Helga hjá Bókasafni Hafnarfjarðar og Hilmir Star Wars-kall ræddu við okkur um Stjörnustríðsdaginn. Sigtryggur Baldursson, Bogomil Font kíkti í spjall.
Bítið á Bylgjunni með Heimi, Lilju og Ómari Unnur Arna Jónsdóttir, eigandi Hugarfrelsis og Kristín María Thoroddsen, formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar, ræddu við okkur um skaðsemi skjátíma. Sigríður Andersen, þingmaður Miðflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, ræddi við okkur um alvarleg kynferðisbrot og hvers vegna grunaðir eru ekki hnepptir í gæsluvarðhald. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar ræddu um fiskveiðistjórnunarkerfið. Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líffræðingur og eigandi Verkvistar og Ólafur Wallevik, prófessor við Háskólann í Reykjavík, ræddu heilnæmar byggingar. Finnbogi Þorkell og Þorsteinn frá Gleðismiðjunni komu okkur í gott skap. Sveinn Þorgeirsson, umsjónarmaður MED-námsins við íþróttafræðideild HR, ræddi við okkur um áhugavert framtak varðandi skólaíþróttir. Nöldurhornið
Við heilsum frá Íshúsinu í Hafnarfirði – þar eru vinnustofur listamanna, hönnuða, handverksmanna og fleiri og hér verðum við í dag. Íshús Hafnarfjarðarer viðeigandi staður á sjálfum Hönnunarmars, sem hófst á miðvikudag og lýkur á sunnudag. Hér í Íshúsinu við smábátahöfnina í Hafnarfirði er sannarlega nóg af hönnun og ýmsu öðru sem við ætlum að kynna okkur í dag. Tónlist úr þættinum: ARETHA FRANKLIN - Rescue Me. THE BEATLES - From Me to You. Sylvan Esso - Ferris Wheel.
Það vakti furðu og reiði þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti setti fram kröfu um að Úkraínumenn greiddu - eða endurgreiddu - Bandaríkjunum veitta og framtíðar hernaðar- og efnahagsaðstoð með aðgangi að auðlindum landsins að andvirði 500 milljarða dollara, jafnvirði um 70.000 milljarða króna, að öðrum kosti yrði allri aðstoð hætt. Þessi upphæð er miklum mun hærri en verðmæti þeirra úkraínsku auðlinda sem Bandaríkjastjórn gerði kröfu til í samningsdrögum sem þau sendu stjórnvöldum í Kænugarði, og Bresku blöðin Telegraph og Financial Times komust yfir. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í gær að kaupa knatthúsið Skessuna af Fimleikafélagi Hafnarfjarðar, FH. Bærinn ætlar að leggja auknar skyldur á stóru íþróttafélögin í bænum - bókhald þeirra á að vera opið og gagnsætt. Langvarandi kjaradeilur hafa sín áhrif í stéttinni, segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Það hefur oftar en ekki reynst þeim erfitt að ná samningum og jafnvel verið gripið til þess að setja lög á deilur þeirra en í vetur voru gerðir miðlægir samningar í fyrsta skipti í nærri tíu ár og andinn og líðanin er allt önnur, segir Guðbjörg.
Gestur minn þessa vikuna er Ágúst Bjarni Garðarsson. Ágúst er þingmaður Framsóknar, fyrrverandi formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar og margt fleira. Hann er gjörsamlega frábær og magnaður. Það var gott, gaman, yndislegt, áhugavert og fræðandi að spjalla við Ágúst. Þú ert frábær! Ást og friður. Jákastið er í boði: - Sjóvá - Pizza Popolare - Netgíró - Payday - Egils Kristall
Í dag fjöllum við um umdeilt mál í Hafnarfirði. Mikill hitafundur var haldinn í Bæjarbíói í Hafnarfirði í gær, þar sem kynntar voru breytingar á aðalskipulagi sem tengjast Coda Terminal-verkefninu, svokallaða. Verkefnið hefur mætt talsverðri andstöðu íbúa, og það kom bersýnilega í ljós á fundinum í gær Samfélagið var á fundinum í gær og ræddi við kjörna fulltrúa, talsmenn Carbfix, og íbúa Hafnarfjarðar. Króknum við eða stiknum í framtíðinni? Við fáum Halldór Björnsson, loftslagsfræðing á Veðurstofunni til okkar í loftslagsspjall. Styrkur koltvísýrings í andrúmsloftinu stendur nú í 422 milljónahlutum, er á niðurleið eftir sumar á norðurhvelinu. Það er árssveiflan - en grafið fyrir síðustu áratugi sýnir skarpa og stöðuga hækkun og samhliða hækkar meðalhiti á jörðinni. Við ræðum við Halldór um hitamet nýliðins sumars, fellibylji, veltihringrás atlantshafsins og hættuna á kólnun á Íslandi. Anna Sigríður Þráinsdóttir, málfarsráðunautur kemur svo til okkar í málfarsspjall um orðmyndanir og slettur, meðal annars. Tónlist í þættinum: Joplin, Janis - Mercedes Benz.
Árið 1999 ákvað eitt þekktasta leikskáld heims, svíinn Lars Norén, að búa til leikrit í samstarfi við þrjá fanga sem afplánuðu langa dóma í öryggisfangelsi - þar af tvo nýnasista. Leikritið 7:3 vakti mikla athygli og umtal en ferlið endaði með tveimur morðum. Þessu verkefni eru gerð skil í nýrri leikinni þáttaröð, Sársaukapunktur, Smärtpunk. Við ræðum söguna á bakvið þættina við Hlín agnarsdóttur. Daniel Roh segir okkur frá uppistandssýningunni Belonging? sem verður haldin í Salnum í Kópavogi næstkomandi föstudagskvöld. Fram munu koma 6 manns sem öll eiga það sameiginlegt að vera erlendis frá en nú búsett hér á landi, sem þekkjast úr alþjóðlegu uppstandssenunni í Reykjavík. Ratleikur Hafnarfjarðar er hafinn í 27. sinn. Markmið leiks er að leiða þátttakendur vítt og breitt um uppland Hafnarfjarðar til að njóta útivistar og náttúru. Lögð eru 27 merki vítt og breitt um uppland Hafnarfjarðar. Þemað í ár er; þjóðsögur og ævintýri.
Í dag brugðum við okkur úr húsi og sendum út Mannlega þáttinn frá Skógarhlíð 14 þar sem Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er til húsa. Slökkvilið er byggðasamlag frá árinu 2000 stofnað af Reykjavíkurborg, Garðabæ, Hafnarfjarðarbæ, Kópavogsbæ, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesbæ og Sveitarfélaginu Álftanesi. Verkefnin eru fjölbreytt eins og við komumst að í þættinum, útkallsþjónusta og forvarnir. Viðmælendur okkar voru Jón Viðar Matthíasson Slökkviliðsstjóri, Róbert Ægir Hrafnsson, bráðatæknir, en bráðatæknar eru þeir sem hafa mesta menntun í sjúkraflutningunum, og Aldís Rún Lárusdóttir, sviðsstjóri forvarnarsviðs. Tónlist í þættinum í dag: Ég er á leiðinni / Brunaliðið (Magnús Eiríksson) Eldur / Heimilistónar (Heimilistónar) Never Ever Let You Go / Rollo and King (Sören Poppe, Stefan Nielsen, Thomas Brekling) Where do you go to my lovely / Petar Sarstedt (Peter Sarstedt) UMSJÓN GUNNAR HANSSON
Að gefnu tilefni, einvígi þessarar aldar millli Heimis og Hödda, var hurðinni sparkað upp í Ellingsen studioinu. Þó kapparnir séu alla jafna perluvinir hafa þeir löngum eldað grátt silfur á reitunum 64. Þann 28 mars verður rígurinn útkljáður í eitt skipti fyrir öll. Budvar einvígið fer fram á 220 bar í Hafnarfirði en einnig verður beint streymi á Vísi. Leikar hefjast klukkan 8.Fyrsti hálftíminn gerir einvíginu góð skil. H&H eru þó ekki við eina fjölina felldir og fóru þeir vel yfir nýyfirstaðið landsliðverkefni. Fimleikafélag Hafnarfjarðar fékk góða umfjöllun ásamt Bestu deildinni í heild sinni. Við snertum á enska boltanum og settum hlutina í sögulegt samhengi. Ber þá hátt að nefna endurminningar Heimis á "Stjörnuráninu" 2014 er Kassim vaknaði af vondum draumi.
19. febrúar 2024 Lögreglustjórinn á Suðurnesjum tilkynnti í dag að Grindvíkingar mættu frá og með morgundeginum dvelja og starfa í bænum allan sólarhringinn. En þó að aðgangur hafi verið rýmkaður er varla hægt að segja að lögreglustjórinn telji fýsilegt að dvelja í bænum; segir reyndar í tilkynningu að aðstæður sé ekki boðlegar fyrir búsetu í húsum, hann býst ekki við að margir kjósi að dvelja þar næturlangt þó að það sé heimilt. Íbúar og starfsmenn fari inn í bæinn á eigin ábyrgð. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Ásrúnu Helgu Kristinsdóttur, forseta bæjarstjórnar Grindavíkur. Tveir nemendur og tveir starfsmenn Hraunavallaskóla í Hafnarfirði greindust með hettusótt á dögunum. Nemendurnir voru bólusettir en starfsmennirnir ekki.* Grunur er um fleiri smit, sem öll tengjast þessum skóla og þeim einstaklingi sem fyrst greindist. Um 200 nemendur og flestir starfsmenn skólans hafa nú verið bólusett og verið er að bólusetja starfsfólk og nemendur í öðrum skólum Hafnarfjarðar. Ævar Örn Jósepsson ræðir farsóttir og bólusetningar við Kamillu Sigríði Jósefsdóttur, yfirlækni bólusetninga við Landlæknisembættið. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins síðastliðin fimm ár, tilkynnti að hún hefði að vandlega athuguðu máli ákveðið að sækjast eftir að fá að gegna embættinu fimm ár til viðbótar. Hún hefur þegar tryggt sér stuðning flokks síns, Kristilegra demókrata og vonast til að Evrópski þjóðarflokkurinn, EPP, bandalag evrópskra mið- og hægriflokka, fallist einnig á að tefla henni fram. Ásgeir Tómasson segir frá. *Í upprunalegri færslu stóð að öll fjögur sem smituðust hafi verið óbólusett. Hið rétta er að aðeins starfsmennirnir voru óbólusettir, en börnin voru bólusett.
Á sunnudagin verður haldin minningarathöfn í Hafnarfjarðarkirkju um fjögur sjóslys sem áttu sér stað árið 1959 á tuttugu daga kafla frá 30.janúar til 18.febrúar. 153, frá fimm löndum, létust í slysunum, frá, Íslandi, Danmörku, Grænlandi, Færeyjum, Nýfundnalandi og Íslandi. Auk minningarathafnarinnar verður opnuð tvíþætt sýning, þar sem annars vegar verða sýnd fjölskyldutré hvers og eins hinna íslensku sjómanna sem fórust og svo verður sýning sem Egill Þórðarson, loftskeytamaður, hefur unnið um sjóslysin og aðstæðurnar þessa örlagaríku daga. Egill kom í þáttinn í dag og rifjaði upp þessi mannskæðu sjóslys og með honum kom Jónína Ólafsdóttir sóknarprestur í Hafnarfjarðarkirkju. Í dag eru liðin 120 ár frá fæðingu Ragnars í Smára og af því tilefni verður sérstök dagskrá kl.17 í Hannesarholti þar sem afmælisbarnsins verður minnst. Ragnar rak smjörlíkisverksmiðju, sápuverksmiðju og á tímabili einnig brennisteinsvinnslu, en það sem hann hagnaðist á þar nýtti hann til að kaupa málverk, styðja íslenskt tónlistarlíf og gefa út bækur. Jón Karl Helgason prófessor við Íslensku- og menningardeild við Háskóla Íslands þekkir ævi Ragnars í Smára betur en margir og hann kom í þáttinn í dag. Tónlist í þættinum í dag: I have a Dream / ABBA (Benny Andersson & Björn Ulvaeus) Calle Schewens vals / Willy Lundin af plötunni Swedish Paintings (Evert Taube) Gettu hver hún er / Uppáhellingarnir og Sigríður Thorlacius (Jón Múli og Jónas Árnasynir) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Fjórða iðnbyltingin er hafin og gervigreindin er farin að létta undir með ýmsum starfsstéttum, taka að sér að greina gögn, flokka þau og jafnvel spá fyrir um framtíðina. Nýlega hafa fræðimenn rannsakað hvernig gervigreindin getur nýst til að styrkja starfsemi heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Niðurstöðurnar benda til þess að gervigreindin geti stórminnkað álag á heilbrigðisstarfsfólk, jafnvel dregið úr kulnun - en hvað um sjúklingana? Við ræðum þetta allt við Steindór Ellertsson, sérnámslækni og doktorsnema við HÍ, sem komið hefur að þessum rannsóknum ásamt fleirum. Hnúfubakur hefur gert sig heimakominn í Hafnarfjarðarhöfn undanfarið, mörgum til gleði og skemmtunar. Það hafa til dæmis birst ófá myndskeið og ljósmyndir á samfélagsmiðlum af hvalnum að busla í höfninni. Það sama gerðist í febrúar á síðasta ári og vakti mikla athygli. Við ætlum að rifja upp viðtal sem við tókum þá við Eddu Elísabetu Magnúsdóttur hvalasérfræðing á hafnarbakkanum. Málfarsmínúta. Edda Olgudóttir ræðir um mRNA. Tónlist: LAUFEY - Falling Behind. Una Torfadóttir - En.
Heil og sæl. Stóra HSÍ málið er til umræðu í dag. FH og Hafnarfjarðarbær eru í átökum og Arnar Grétars við KA. Við spáum í enska boltann, ítalski boltinn og körfuboltinn hér heima og dagatalið að sjálfsögðu ásamt einhverju fleiru. Takk fyrir að hlusta á okkur á Brotkast.is. Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
Hægari sala fasteigna hefur valdið því að skuldir byggingageirans við bankana hafa aukist um 68 milljarða króna síðustu tólf mánuði. Það er ekki áhyggjuefni enn sem komið er, segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Volodymyr Zelenskí forseti Úkraínu vill að Rússar verði sviptir neitunarvaldi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Þeir hafi gert ráðið gagnslaust með beitingu neitunarvaldsins. Barnahús metur öll tilvik sem barnaverndarnefndir senda til hennar vegna mögulegra kynferðisbrota barna, segir Ólöf Ásta Farestveit, forstjóri Barna- og fjölskyldustofu. Sum mál eigi ekki heima í Barnahúsi. Matvælastofnun boðar afléttingu á tímabundnu banni við hvalveiðum Hvals 8, að uppfylltum skilyrðum. Það er allt uppávið í uppsjávarfiski og gósentíð segir Hjörvar Ólafsson, skipstjóri á Berki, sem landaði 1.700 tonnum af síld í Neskaupstað í fyrrinótt eftir rúmlega sólarhrings veiðiferð. NIðurrif Íslandsbankahússins á Kirkjusandi verður boðið út á næstu vikum. Margt þarf að gera til að tryggja að myglugró berist ekki víða, það þarf að huga að vindátt og mögulega væta húsið segir Kjartan Smári Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandssjóða. -------------- Forsætisráðherra Bretlands segist ætla að milda aðgerðir til að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 og fylgja raunsærri nálgun en hingað til. Ákvörðun hans mælist misjafnlega fyrir. Þar á meðal er forseti neðri málstofu þingsins sagður ævareiður. Krakkar og klám, unglingar og kynlíf, þetta eru óþægileg umræðuefni og vandræðaleg. Við viljum eðlilega leyfa börnum að vera börn sem lengst og hlífa þeim. En við viljum kannski líka hlífa okkur við tilhugsuninni og samtalinu. Kristín Blöndal Ragnarsdóttir veitir forstöðu verkefni Hafnarfjarðarbæjar um kynja- og kynfræðslu og kennir í Lækjaskóla. Spegillinn hitti Kristínu og spurði hana hvað krakkar, bæði börn og unglingar sæju á netinu. Mikill styr hefur staðið um sameiningaráform Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra um framhaldsskólana á Akureyri. Karli Frímannssyni, skólameistara MA líst fremur illa á sameining en Sigríður Huld Jónsdóttir skólameistari í VMA telur að einn og öflgur skóli væri til bóta. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir tók saman. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Jón Þór Helgason. Stjórn útsendingar fréttahluta: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir
Hægari sala fasteigna hefur valdið því að skuldir byggingageirans við bankana hafa aukist um 68 milljarða króna síðustu tólf mánuði. Það er ekki áhyggjuefni enn sem komið er, segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Volodymyr Zelenskí forseti Úkraínu vill að Rússar verði sviptir neitunarvaldi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Þeir hafi gert ráðið gagnslaust með beitingu neitunarvaldsins. Barnahús metur öll tilvik sem barnaverndarnefndir senda til hennar vegna mögulegra kynferðisbrota barna, segir Ólöf Ásta Farestveit, forstjóri Barna- og fjölskyldustofu. Sum mál eigi ekki heima í Barnahúsi. Matvælastofnun boðar afléttingu á tímabundnu banni við hvalveiðum Hvals 8, að uppfylltum skilyrðum. Það er allt uppávið í uppsjávarfiski og gósentíð segir Hjörvar Ólafsson, skipstjóri á Berki, sem landaði 1.700 tonnum af síld í Neskaupstað í fyrrinótt eftir rúmlega sólarhrings veiðiferð. NIðurrif Íslandsbankahússins á Kirkjusandi verður boðið út á næstu vikum. Margt þarf að gera til að tryggja að myglugró berist ekki víða, það þarf að huga að vindátt og mögulega væta húsið segir Kjartan Smári Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandssjóða. -------------- Forsætisráðherra Bretlands segist ætla að milda aðgerðir til að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 og fylgja raunsærri nálgun en hingað til. Ákvörðun hans mælist misjafnlega fyrir. Þar á meðal er forseti neðri málstofu þingsins sagður ævareiður. Krakkar og klám, unglingar og kynlíf, þetta eru óþægileg umræðuefni og vandræðaleg. Við viljum eðlilega leyfa börnum að vera börn sem lengst og hlífa þeim. En við viljum kannski líka hlífa okkur við tilhugsuninni og samtalinu. Kristín Blöndal Ragnarsdóttir veitir forstöðu verkefni Hafnarfjarðarbæjar um kynja- og kynfræðslu og kennir í Lækjaskóla. Spegillinn hitti Kristínu og spurði hana hvað krakkar, bæði börn og unglingar sæju á netinu. Mikill styr hefur staðið um sameiningaráform Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra um framhaldsskólana á Akureyri. Karli Frímannssyni, skólameistara MA líst fremur illa á sameining en Sigríður Huld Jónsdóttir skólameistari í VMA telur að einn og öflgur skóli væri til bóta. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir tók saman. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Jón Þór Helgason. Stjórn útsendingar fréttahluta: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir
Þjóðaríþróttin er farin af stað og það með látum. Í lokþáttar gáfum við Nantes treyju frá Viktori Gísla til heppins hlustenda.
Spegillinn 5. maí 2023 Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Mark Eldred Stjórn fréttaútsendingar: Annalísa Hermannsdóttir og Margrét Júlía Ingimarsdóttir Setja þarf hömlur á notkun reiðufjár í atvinnurekstri til að sporna gegn skattsvikum, að mati starfshóps fjármálaráðherra. Töluvert er um að tilhæfulausir reikningar séu gefnir út í því skyni að svíkja undan skatti. Alexander Kristjánsson sagði frá. Lögregla hefur lagt hald á umtalsvert af kannabisefnum í formi sælgætis. Tveir eru með réttarstöðu sakbornings vegna málsins. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir meira af því í umferð og hvetur foreldra til að vera á varðbergi. Hafdís Helga Helgadóttir ræddi við hann. Allt bendir til þess að eldsvoðann í Hafnarfjarðarhöfn á mánudag megi rekja til opins elds. Í tilkynningu frá lögreglu segir að ekki sé hægt að fullyrða um hvort vísvitandi hafi verið kveikt í húsinu eða hvort eldurinn hafi óvart farið úr böndunum. Flugmenn Landhelgisgæslunnar samþykktu miðlunartillögu ríkissáttasemjara í deilu við samninganefnd ríkisins síðdegis. Pétur Magnússon talaði við Jón Þór Þorvaldsson, formann FÍA. Gæsluvarðhald hefur verið framlengt yfir manni vegna dauða ungrar konu á Selfossi í síðustu viku. Hvíta húsið hefur kallað saman yfirmenn þriggja stórra tæknifyrirtækja. Fyrirmæli til þeirra frá stjórnvöldum eru að fyrirtækjunum beri að vernda almenning fyrir gervigreind. Ísak Regal sagði frá. Samtök bjórbruggara og kráareigenda í Bretlandi, BBPA, áætla að drukknar verði 62 milljónir pinta eða hálfpotta af bjór á krám landsins um helgina, 17 milljónum meira en um venjulega helgi. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir í viðtali við Ævar Örn Jósepsson að viðskiptabankarnir þurfi að gæta hófs þrátt fyrir stýrivaxtahækkanir Seðlabankans. Íhaldsmenn í Bretlandi fá þungan skell í sveitarstjórnarkosningunum í gær. Ásgeir Tómasson tók saman. Um helmingur allra hitaveitna á landinu sér fram á að lenda í vandræðum með að mæta aukinni eftirspurn eftir heitu vatni sem má rekja til fólksfjölgunar, sífjölgandi ferðafólks og uppbyggingar ýmis konar iðnaðar. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir ræddi við Auði Öglu Óladóttur og Guðlaug Þór Þórðarson.
Spegillinn 5. maí 2023 Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Mark Eldred Stjórn fréttaútsendingar: Annalísa Hermannsdóttir og Margrét Júlía Ingimarsdóttir Setja þarf hömlur á notkun reiðufjár í atvinnurekstri til að sporna gegn skattsvikum, að mati starfshóps fjármálaráðherra. Töluvert er um að tilhæfulausir reikningar séu gefnir út í því skyni að svíkja undan skatti. Alexander Kristjánsson sagði frá. Lögregla hefur lagt hald á umtalsvert af kannabisefnum í formi sælgætis. Tveir eru með réttarstöðu sakbornings vegna málsins. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir meira af því í umferð og hvetur foreldra til að vera á varðbergi. Hafdís Helga Helgadóttir ræddi við hann. Allt bendir til þess að eldsvoðann í Hafnarfjarðarhöfn á mánudag megi rekja til opins elds. Í tilkynningu frá lögreglu segir að ekki sé hægt að fullyrða um hvort vísvitandi hafi verið kveikt í húsinu eða hvort eldurinn hafi óvart farið úr böndunum. Flugmenn Landhelgisgæslunnar samþykktu miðlunartillögu ríkissáttasemjara í deilu við samninganefnd ríkisins síðdegis. Pétur Magnússon talaði við Jón Þór Þorvaldsson, formann FÍA. Gæsluvarðhald hefur verið framlengt yfir manni vegna dauða ungrar konu á Selfossi í síðustu viku. Hvíta húsið hefur kallað saman yfirmenn þriggja stórra tæknifyrirtækja. Fyrirmæli til þeirra frá stjórnvöldum eru að fyrirtækjunum beri að vernda almenning fyrir gervigreind. Ísak Regal sagði frá. Samtök bjórbruggara og kráareigenda í Bretlandi, BBPA, áætla að drukknar verði 62 milljónir pinta eða hálfpotta af bjór á krám landsins um helgina, 17 milljónum meira en um venjulega helgi. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir í viðtali við Ævar Örn Jósepsson að viðskiptabankarnir þurfi að gæta hófs þrátt fyrir stýrivaxtahækkanir Seðlabankans. Íhaldsmenn í Bretlandi fá þungan skell í sveitarstjórnarkosningunum í gær. Ásgeir Tómasson tók saman. Um helmingur allra hitaveitna á landinu sér fram á að lenda í vandræðum með að mæta aukinni eftirspurn eftir heitu vatni sem má rekja til fólksfjölgunar, sífjölgandi ferðafólks og uppbyggingar ýmis konar iðnaðar. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir ræddi við Auði Öglu Óladóttur og Guðlaug Þór Þórðarson.
Við ræðum við Hallveigu Rúnarsdóttur sópransöngkonu í þætti dagsins, um eitt dáðasta tónverk barrokktímans, Stabat Mater eftir Pergolesi, sem samið var við einn þekktasta sálm kristninnnar. Hallveig mun flytja verkið ásamt Hildigunni Einarsdóttur og Kammersveit Reykjavíkur á Skírdag í Hallgrímskirkju. Hafnarborg, menningarmiðstöð Hafnarfjarðar, verður viðkomustaður okkar í þætti dagsins. Í Sverrissal, einum sýningarsalanna þar, er nú uppi sýningin Ritaðar myndir þar sem gefur að líta nokkuð dularfullar myndir Jóhanns S. Vilhjálmssonar. Þetta eru gríðarflóknar tekningar, form og órætt letur, sem minna jafnt á norrænan myndheim og skreytilist fjarlægra landa. Við hittum Jóhann í dag og ræðum líka við Jón Proppé um listhans, en Jón er sýningarstjóri ásamt Erlingi Klingenberg. Og í dag kynnum við til leiks nýjan pistlahöfund hér í Víðsjá. Tónlistarmaðurinn Teitur Magnússon mun á næstu vikum flytja okkur pistla um Glatað snillinga. Í dag fáum við að heyra um einn helsta frumkvöðul kántrí- og þjóðlagarokktónlistar, Gene Clark.
Við ræðum við Hallveigu Rúnarsdóttur sópransöngkonu í þætti dagsins, um eitt dáðasta tónverk barrokktímans, Stabat Mater eftir Pergolesi, sem samið var við einn þekktasta sálm kristninnnar. Hallveig mun flytja verkið ásamt Hildigunni Einarsdóttur og Kammersveit Reykjavíkur á Skírdag í Hallgrímskirkju. Hafnarborg, menningarmiðstöð Hafnarfjarðar, verður viðkomustaður okkar í þætti dagsins. Í Sverrissal, einum sýningarsalanna þar, er nú uppi sýningin Ritaðar myndir þar sem gefur að líta nokkuð dularfullar myndir Jóhanns S. Vilhjálmssonar. Þetta eru gríðarflóknar tekningar, form og órætt letur, sem minna jafnt á norrænan myndheim og skreytilist fjarlægra landa. Við hittum Jóhann í dag og ræðum líka við Jón Proppé um listhans, en Jón er sýningarstjóri ásamt Erlingi Klingenberg. Og í dag kynnum við til leiks nýjan pistlahöfund hér í Víðsjá. Tónlistarmaðurinn Teitur Magnússon mun á næstu vikum flytja okkur pistla um Glatað snillinga. Í dag fáum við að heyra um einn helsta frumkvöðul kántrí- og þjóðlagarokktónlistar, Gene Clark.
Við gerum tilraun til hvalaskoðunar í Samfélaginu dagsins. Fréttir og myndskeið af hnúfubökum við Hafnarfjarðarhöfn urðu til þess að við byrjuðum daginn á þeim slóðum með Eddu Elísabetu Magnúsdóttur sjávarlíffræðingi og lektor við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Störðum út á sjó í þeirri von að sjá hnúfubak blása og spjölluðum um þessar áhugaverðu skepnur. Heyrum það eftir smástund. Við ætlum svo að skoða um skaðabótaskyldu- og ábyrgð fólks sem sinnir sjálfboðaliðastörfum. Hoppukastalaslys á Akureyri og ákærur í kjölfar þess eru tilefnið þó við dveljum ekki við það einstaka mál, heldur skoðum almennt ábyrgð einstaklinga annars vegar og félagasamtaka hverskonar hinsvegar með prófessor við lagadeild HR, Guðmundi Sigurðssyni. Málfarsmínúta verður á sínum stað og Edda Olgudóttir ætlar svo að spjalla við okkur um vísindi eins og alltaf á miðvikudögum.
Við gerum tilraun til hvalaskoðunar í Samfélaginu dagsins. Fréttir og myndskeið af hnúfubökum við Hafnarfjarðarhöfn urðu til þess að við byrjuðum daginn á þeim slóðum með Eddu Elísabetu Magnúsdóttur sjávarlíffræðingi og lektor við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Störðum út á sjó í þeirri von að sjá hnúfubak blása og spjölluðum um þessar áhugaverðu skepnur. Heyrum það eftir smástund. Við ætlum svo að skoða um skaðabótaskyldu- og ábyrgð fólks sem sinnir sjálfboðaliðastörfum. Hoppukastalaslys á Akureyri og ákærur í kjölfar þess eru tilefnið þó við dveljum ekki við það einstaka mál, heldur skoðum almennt ábyrgð einstaklinga annars vegar og félagasamtaka hverskonar hinsvegar með prófessor við lagadeild HR, Guðmundi Sigurðssyni. Málfarsmínúta verður á sínum stað og Edda Olgudóttir ætlar svo að spjalla við okkur um vísindi eins og alltaf á miðvikudögum.
Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Björn Thoroddsen gítarleikari. Hans ferill er langur og glæstur, hann byrjaði í rokkinu en færði sig fljótlega líka yfir í djassinn og í dag ferðast hann, bæði sem sóló gítarleikari og með hljómsveitum, um heiminn og spilar popp, djass, rock, blús, kántrý og í rauninni bara það sem hann langar í það og það skiptið. Björn verður 65 ára í næstu viku, hann var valinn bæjarlistamaður Hafnarfjarðar í fyrra og við fórum með honum aftur í tímann og fengum hann til að segja okkur frá æskunni og uppvextinum og ferðalaginu í gegnum lífið til dagsins í dag. Auðvitað var gítarinn fyrirferðamikill á þeirri leið, hann sagði frá fyrsta gítarnum sem hann smíðaði sjálfur, náminu í rafeindavirkjun, menningarsjokkinu þegar hann flutti til L.A. og svo í lokin frá 25 ára afmælistónleikum Guitar Islancio sem verða haldnir næsta fimmtudag, 16.feb., í Hörpu. Í matarspjallinu í dag töluðum við um kartöflur. En kartöflur eru ekki bara kartöflur, það er hægt að matreiða þær á fjölbreyttan hátt og við fórum yfir eftirlætis aðferðir okkar þegar kemur að því að elda kartöflur. Tónlist í þættinum í dag Lady Madonna / Björn Thoroddsen (Lennon & McCartney) Þorraþræll / Björn Thoroddsen (Þjóðlag) Braggablús / Guitar Islancio (Magnús Eiríksson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Björn Thoroddsen gítarleikari. Hans ferill er langur og glæstur, hann byrjaði í rokkinu en færði sig fljótlega líka yfir í djassinn og í dag ferðast hann, bæði sem sóló gítarleikari og með hljómsveitum, um heiminn og spilar popp, djass, rock, blús, kántrý og í rauninni bara það sem hann langar í það og það skiptið. Björn verður 65 ára í næstu viku, hann var valinn bæjarlistamaður Hafnarfjarðar í fyrra og við fórum með honum aftur í tímann og fengum hann til að segja okkur frá æskunni og uppvextinum og ferðalaginu í gegnum lífið til dagsins í dag. Auðvitað var gítarinn fyrirferðamikill á þeirri leið, hann sagði frá fyrsta gítarnum sem hann smíðaði sjálfur, náminu í rafeindavirkjun, menningarsjokkinu þegar hann flutti til L.A. og svo í lokin frá 25 ára afmælistónleikum Guitar Islancio sem verða haldnir næsta fimmtudag, 16.feb., í Hörpu. Í matarspjallinu í dag töluðum við um kartöflur. En kartöflur eru ekki bara kartöflur, það er hægt að matreiða þær á fjölbreyttan hátt og við fórum yfir eftirlætis aðferðir okkar þegar kemur að því að elda kartöflur. Tónlist í þættinum í dag Lady Madonna / Björn Thoroddsen (Lennon & McCartney) Þorraþræll / Björn Thoroddsen (Þjóðlag) Braggablús / Guitar Islancio (Magnús Eiríksson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Gestur þáttarins er Heimir Guðjónsson þjálfari karlaliðs Fimleikafélags Hafnarfjarðar í knattspyrnu.
Spegillinn 26. 10. 2022 Formaður Fræðsluráðs Hafnarfjarðarbæjar segist ekki vilja gera lítið úr viðbrögðum í alvarlegu eineltismáli sem upp hefur komið í bænum en alltaf megi gera betur. Ráðið samþykkti á fundi í dag að láta yfirfara verkferla í eineltismálum. Móðir drengs sem gekk í Hraunavallaskóla í Hafnarfirði flúði með son sinn norður í land vegna eineltis. Flugumferð stöðvaðist á Keflavíkurflugvelli í dag vegna sprengjuhótunar. Hún reyndist tilhæfulaus. Fagráð Sjúkrahússins á Akureyri óttast að fjárskortur verði til þess að grunnþjónusta og þekking glatist á spítalanum. Óöld ríkir á Haítí vegna herskárra glæpagengja sem halda þjóðinni í heljargreipum. Kólera hefur blossað upp í landinu á ný. Lengri umfjöllun: Þó svo að í hugum margra sé covid 19 faraldurinn minningin ein þá er enn glímt við hann víða um heiminn, og einnig hér á landi. Í morgun tilkynntu heilbrigðisyfirvöld um kaup á lyfinu Paxlovid til að meðhöndla á sjúklingum sem eiga á hættu að veikjast alvarlega af Covid 19. Enn liggur fólk inni á Landspítala vegna covid 19, enginn er þó alvarlega veikur. Bjarni Rúnarsson ræddi við Guðrúnu Aspelund sóttvarnalækni. Staða erlendra kvenna á vinnumarkaði er viðkvæmari en íslenskra kvenna. Meiri líkur er á að konur af erlendu bergi brotnar lendi í atvinnuleysi og veljist í störf sem ekki þarfnast sérþekkingar eða menntunar. Jafnréttisþing fór fram í morgun og meðal þeirra sem flutti erindi þar var Berglind Hólm Ragnarsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri. Hún kynnti þar niðurstöður nýlegrar rannsóknar um stöðu og líðan kvenna. Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvernig ólíkir þættir sem tengjast atvinnuþátttöku og fjölskylduábyrgð hafa áhrif á líkamlega og andlega líðan kvenna á Íslandi og hvernig það samband birtist eftir stéttarstöðu þeirra, uppruna og búsetu. Hafdís Helga Helgadóttir ræddi við Berglindi. Íbúar Haítí í austanverðu Karíbahafi eru vanir að glíma við erfiðleika af öllu tagi. Upp á síðkastið hafa þeir þó verið meiri og þyngri en oftast áður. Glæpagengi vaða uppi án þess að yfirvöld fái neitt við ráðið. Skortur er á matvælum, eldsneyti og raunar flestu öðru. Þá hefur kólera stungið sér niður að undanförnu, fáeinum árum eftir að síðasti faraldur var kveðinn niður. Umsjón: Bjarni Rúnarsson. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn fréttaútsendingar: Júlía Margrét Ingimarsdóttir.
Spegillinn 26. 10. 2022 Formaður Fræðsluráðs Hafnarfjarðarbæjar segist ekki vilja gera lítið úr viðbrögðum í alvarlegu eineltismáli sem upp hefur komið í bænum en alltaf megi gera betur. Ráðið samþykkti á fundi í dag að láta yfirfara verkferla í eineltismálum. Móðir drengs sem gekk í Hraunavallaskóla í Hafnarfirði flúði með son sinn norður í land vegna eineltis. Flugumferð stöðvaðist á Keflavíkurflugvelli í dag vegna sprengjuhótunar. Hún reyndist tilhæfulaus. Fagráð Sjúkrahússins á Akureyri óttast að fjárskortur verði til þess að grunnþjónusta og þekking glatist á spítalanum. Óöld ríkir á Haítí vegna herskárra glæpagengja sem halda þjóðinni í heljargreipum. Kólera hefur blossað upp í landinu á ný. Lengri umfjöllun: Þó svo að í hugum margra sé covid 19 faraldurinn minningin ein þá er enn glímt við hann víða um heiminn, og einnig hér á landi. Í morgun tilkynntu heilbrigðisyfirvöld um kaup á lyfinu Paxlovid til að meðhöndla á sjúklingum sem eiga á hættu að veikjast alvarlega af Covid 19. Enn liggur fólk inni á Landspítala vegna covid 19, enginn er þó alvarlega veikur. Bjarni Rúnarsson ræddi við Guðrúnu Aspelund sóttvarnalækni. Staða erlendra kvenna á vinnumarkaði er viðkvæmari en íslenskra kvenna. Meiri líkur er á að konur af erlendu bergi brotnar lendi í atvinnuleysi og veljist í störf sem ekki þarfnast sérþekkingar eða menntunar. Jafnréttisþing fór fram í morgun og meðal þeirra sem flutti erindi þar var Berglind Hólm Ragnarsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri. Hún kynnti þar niðurstöður nýlegrar rannsóknar um stöðu og líðan kvenna. Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvernig ólíkir þættir sem tengjast atvinnuþátttöku og fjölskylduábyrgð hafa áhrif á líkamlega og andlega líðan kvenna á Íslandi og hvernig það samband birtist eftir stéttarstöðu þeirra, uppruna og búsetu. Hafdís Helga Helgadóttir ræddi við Berglindi. Íbúar Haítí í austanverðu Karíbahafi eru vanir að glíma við erfiðleika af öllu tagi. Upp á síðkastið hafa þeir þó verið meiri og þyngri en oftast áður. Glæpagengi vaða uppi án þess að yfirvöld fái neitt við ráðið. Skortur er á matvælum, eldsneyti og raunar flestu öðru. Þá hefur kólera stungið sér niður að undanförnu, fáeinum árum eftir að síðasti faraldur var kveðinn niður. Umsjón: Bjarni Rúnarsson. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn fréttaútsendingar: Júlía Margrét Ingimarsdóttir.
656.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Í dag er Viðar Halldórsson, formaður aðalstjórnar FH, í löngu viðtali. Við förum yfir opið bréf Viðars til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, stöðu FH og hvernig Viðar vildi sjá uppbyggingu hjá Haukum er varðar knatthús. Við förum yfir eignir FH og ég spyr hvort FH ætli að leggja til við bæjarstjórn að bærinn kaupi eignir FH. Þetta er aðeins það helsta sem kemur fram í þessu góða spjalli okkar. Njótið.
Um helmingi færri sjúklingar eru innlagðir á bráðamóttöku nú en þegar mest lét og því ekki þörf á jafn mikilli mönnun, segir aðstoðardeildarstjóri. Hún segir vinnu framkvæmdastjórnar spítalans við að bæta fráflæði hafa borið árangur. Ólöf Ragnarsdóttir talaði við Hildi Dís Kristjánsdóttur. Forstjóri MAST fagnar því að Ríkisendurskoðun hafi ákveðið að gera úttekt á starfseminni. Vel megi vera að til bóta verði að fá fleiri að aðgerðum í dýravelferðarmálum. Sagði Hrönn Ólína Jörundsdóttir. Ólöf Rún Skúladóttir talaði við hana. Matvælaráðherra hefur veitt undanþágu frá reglugerð um innfluttan áburð, til að bregðast við minnkuðu framboði. Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir atvinnugreinina hafa óskað eftir breytingu sem þessari. Sagði Vigdís Häsler. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir tók saman. Tugir leyniskjala fundust við húsleit bandarísku alríkislögreglunnar á heimili Donalds Trump, fyrrverandi forseta. Listi yfir gögnin sem fundust hefur verið birtur. Þórgnýr Einar Albertsson sagði frá. Og við lítum við í teiti í miðbæ Reykjavíkur þar sem UN Women á Íslandi hrindir úr vör herferð til styrktar hinsegin fólki. Ólöf Rangarsdóttir verður á staðnum. Í fyrravor tók gildi stytting vinnutíma fólks í vaktavinnu hjá því opinbera. Vinnuskylda níu þúsund starfsmanna hjá um sjö hundruð vinnustöðum gat styst í 32 klukkustundir á viku. Frá því að þetta tók gildi hefur grannt verið fylgst með innleiðingunni. Bára Hildur Jóhannsdóttir verkefnisstjóri hjá Betri vinnutíma segir að í undirbúningi hafi markvisst verið unnið að því að einfalda upplýsingar og allir farið í gegnum sama ferlið. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við Báru Hildi Jóhannsdóttur. Aldrei hafa fleiri einstaklingar á flótta leitað hingað til lands. Flestir umsækjendur fara til þriggja sveitarfélaga, Reykjavíkurborgar, Reykjanesbæjar og Hafnarfjarðarbæjar. Nú hefur bæjarstjóri Hafnarfjarðar sagt bæjarfélagið komið að þolmörkum, það geti ekki tekið við fleirum og kvartar undan því að ekki sé hlustað. Félagsmálaráðherra segir þetta vera vaxtarverki. Nichole Leigh Mosty er forstöðumaður fjölmenningarseturs. Hafdís Helga Helgadóttir talaði við hana.
Um helmingi færri sjúklingar eru innlagðir á bráðamóttöku nú en þegar mest lét og því ekki þörf á jafn mikilli mönnun, segir aðstoðardeildarstjóri. Hún segir vinnu framkvæmdastjórnar spítalans við að bæta fráflæði hafa borið árangur. Ólöf Ragnarsdóttir talaði við Hildi Dís Kristjánsdóttur. Forstjóri MAST fagnar því að Ríkisendurskoðun hafi ákveðið að gera úttekt á starfseminni. Vel megi vera að til bóta verði að fá fleiri að aðgerðum í dýravelferðarmálum. Sagði Hrönn Ólína Jörundsdóttir. Ólöf Rún Skúladóttir talaði við hana. Matvælaráðherra hefur veitt undanþágu frá reglugerð um innfluttan áburð, til að bregðast við minnkuðu framboði. Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir atvinnugreinina hafa óskað eftir breytingu sem þessari. Sagði Vigdís Häsler. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir tók saman. Tugir leyniskjala fundust við húsleit bandarísku alríkislögreglunnar á heimili Donalds Trump, fyrrverandi forseta. Listi yfir gögnin sem fundust hefur verið birtur. Þórgnýr Einar Albertsson sagði frá. Og við lítum við í teiti í miðbæ Reykjavíkur þar sem UN Women á Íslandi hrindir úr vör herferð til styrktar hinsegin fólki. Ólöf Rangarsdóttir verður á staðnum. Í fyrravor tók gildi stytting vinnutíma fólks í vaktavinnu hjá því opinbera. Vinnuskylda níu þúsund starfsmanna hjá um sjö hundruð vinnustöðum gat styst í 32 klukkustundir á viku. Frá því að þetta tók gildi hefur grannt verið fylgst með innleiðingunni. Bára Hildur Jóhannsdóttir verkefnisstjóri hjá Betri vinnutíma segir að í undirbúningi hafi markvisst verið unnið að því að einfalda upplýsingar og allir farið í gegnum sama ferlið. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við Báru Hildi Jóhannsdóttur. Aldrei hafa fleiri einstaklingar á flótta leitað hingað til lands. Flestir umsækjendur fara til þriggja sveitarfélaga, Reykjavíkurborgar, Reykjanesbæjar og Hafnarfjarðarbæjar. Nú hefur bæjarstjóri Hafnarfjarðar sagt bæjarfélagið komið að þolmörkum, það geti ekki tekið við fleirum og kvartar undan því að ekki sé hlustað. Félagsmálaráðherra segir þetta vera vaxtarverki. Nichole Leigh Mosty er forstöðumaður fjölmenningarseturs. Hafdís Helga Helgadóttir talaði við hana.
Um helmingi færri sjúklingar eru innlagðir á bráðamóttöku nú en þegar mest lét og því ekki þörf á jafn mikilli mönnun, segir aðstoðardeildarstjóri. Hún segir vinnu framkvæmdastjórnar spítalans við að bæta fráflæði hafa borið árangur. Ólöf Ragnarsdóttir talaði við Hildi Dís Kristjánsdóttur. Forstjóri MAST fagnar því að Ríkisendurskoðun hafi ákveðið að gera úttekt á starfseminni. Vel megi vera að til bóta verði að fá fleiri að aðgerðum í dýravelferðarmálum. Sagði Hrönn Ólína Jörundsdóttir. Ólöf Rún Skúladóttir talaði við hana. Matvælaráðherra hefur veitt undanþágu frá reglugerð um innfluttan áburð, til að bregðast við minnkuðu framboði. Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir atvinnugreinina hafa óskað eftir breytingu sem þessari. Sagði Vigdís Häsler. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir tók saman. Tugir leyniskjala fundust við húsleit bandarísku alríkislögreglunnar á heimili Donalds Trump, fyrrverandi forseta. Listi yfir gögnin sem fundust hefur verið birtur. Þórgnýr Einar Albertsson sagði frá. Og við lítum við í teiti í miðbæ Reykjavíkur þar sem UN Women á Íslandi hrindir úr vör herferð til styrktar hinsegin fólki. Ólöf Rangarsdóttir verður á staðnum. Í fyrravor tók gildi stytting vinnutíma fólks í vaktavinnu hjá því opinbera. Vinnuskylda níu þúsund starfsmanna hjá um sjö hundruð vinnustöðum gat styst í 32 klukkustundir á viku. Frá því að þetta tók gildi hefur grannt verið fylgst með innleiðingunni. Bára Hildur Jóhannsdóttir verkefnisstjóri hjá Betri vinnutíma segir að í undirbúningi hafi markvisst verið unnið að því að einfalda upplýsingar og allir farið í gegnum sama ferlið. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við Báru Hildi Jóhannsdóttur. Aldrei hafa fleiri einstaklingar á flótta leitað hingað til lands. Flestir umsækjendur fara til þriggja sveitarfélaga, Reykjavíkurborgar, Reykjanesbæjar og Hafnarfjarðarbæjar. Nú hefur bæjarstjóri Hafnarfjarðar sagt bæjarfélagið komið að þolmörkum, það geti ekki tekið við fleirum og kvartar undan því að ekki sé hlustað. Félagsmálaráðherra segir þetta vera vaxtarverki. Nichole Leigh Mosty er forstöðumaður fjölmenningarseturs. Hafdís Helga Helgadóttir talaði við hana.
Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir Tæknimaður: Magnús Þ. Magnússon Innviðir Hafnarfjarðarbæjar þola ekki frekari fjölgun flóttafólks og sveitarfélagið óskar eftir því að stjórnvöld hætti að senda fólk þangað. Bæjarfélagið geti ekki sinnt þeim. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir talaði við Rósu Guðbjartsdóttur. Afurðastöðvar eru þessa dagana að ákveða verð til viðskiptavina og víða eru miklar hækkanir fram undan. Kjarnafæði-Norðlenska hefur tilkynnt um tuttugu og sjö prósenta verðhækkun á lambakjöti til verslana í haust. Ágúst Ólafsson talaði við Ágúst Torfa Hauksson. Fyrsta tilfelli fuglaflensu í hnísu greindist í Svíþjóð í dag. Matvælastofnun ítrekar beiðni sína til almennings um að tilkynna dauðsföll fugla. Sunna Karen Sigurþórsdóttir talaði við Vigdísi Tryggvadóttur. Rússneska ríkisfyrirtækið Gazprom skrúfaði í morgun fyrir Nord Stream 1-gasleiðsluna á nýjan leik. Bandaríkjastjórn sakar Rússa um að beita gasbirgðum sínum sem vopni. Þórngnýr Albert Einarsson tók saman. ----------------------------------------------------------------- "Gorbachevs verður minnst á vesturlöndum fyrir að hafa leitt kalda stríðið til lykta á friðsamari hátt en fólk hafði þorað að vona. Hann sýndi svo ekki var um villst að þarna var kominn ný tegund af leiðtoga í Sovétríkjunum." Þetta segir forseti Íslands. Mikhaíl Gorbachev síðasti leiðtogi Sovétríkjanna, lést í gærkvöldi, 91 árs að aldri eftir báráttu við langvinn veikindi. Sunna Karen Sigurþórsdóttir talaði við Guðna Th. Jóhannesson. Skiptar skoðanir eru um arfleifð Mikhails Gorbachevs. Leiðtogar á Vesturlöndum fara fögrum orðum um hann en almenningur í Rússlandi kennir honum um að Sovétríkin liðu undir lok og efnahagsástandið er bágborið. Ásgeir Tómasson tók saman. Loftslagsmál hafa lítið verið rædd í aðdraganda sænsku kosinganna, þrátt fyrir hitabylgjur, þurrka og aðrar hamfarir af völdum loftslagsbreytinga. Hátt í tvö þúsund sænskir vísindamenn birtu nýlega áskorun til stjórnmálamanna um að taka á málinu af alvöru og spurðu ?Hvað er það sem þið skiljið ekki?? Kári Gylfason í Gautaborg tók saman.
Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir Tæknimaður: Magnús Þ. Magnússon Innviðir Hafnarfjarðarbæjar þola ekki frekari fjölgun flóttafólks og sveitarfélagið óskar eftir því að stjórnvöld hætti að senda fólk þangað. Bæjarfélagið geti ekki sinnt þeim. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir talaði við Rósu Guðbjartsdóttur. Afurðastöðvar eru þessa dagana að ákveða verð til viðskiptavina og víða eru miklar hækkanir fram undan. Kjarnafæði-Norðlenska hefur tilkynnt um tuttugu og sjö prósenta verðhækkun á lambakjöti til verslana í haust. Ágúst Ólafsson talaði við Ágúst Torfa Hauksson. Fyrsta tilfelli fuglaflensu í hnísu greindist í Svíþjóð í dag. Matvælastofnun ítrekar beiðni sína til almennings um að tilkynna dauðsföll fugla. Sunna Karen Sigurþórsdóttir talaði við Vigdísi Tryggvadóttur. Rússneska ríkisfyrirtækið Gazprom skrúfaði í morgun fyrir Nord Stream 1-gasleiðsluna á nýjan leik. Bandaríkjastjórn sakar Rússa um að beita gasbirgðum sínum sem vopni. Þórngnýr Albert Einarsson tók saman. ----------------------------------------------------------------- "Gorbachevs verður minnst á vesturlöndum fyrir að hafa leitt kalda stríðið til lykta á friðsamari hátt en fólk hafði þorað að vona. Hann sýndi svo ekki var um villst að þarna var kominn ný tegund af leiðtoga í Sovétríkjunum." Þetta segir forseti Íslands. Mikhaíl Gorbachev síðasti leiðtogi Sovétríkjanna, lést í gærkvöldi, 91 árs að aldri eftir báráttu við langvinn veikindi. Sunna Karen Sigurþórsdóttir talaði við Guðna Th. Jóhannesson. Skiptar skoðanir eru um arfleifð Mikhails Gorbachevs. Leiðtogar á Vesturlöndum fara fögrum orðum um hann en almenningur í Rússlandi kennir honum um að Sovétríkin liðu undir lok og efnahagsástandið er bágborið. Ásgeir Tómasson tók saman. Loftslagsmál hafa lítið verið rædd í aðdraganda sænsku kosinganna, þrátt fyrir hitabylgjur, þurrka og aðrar hamfarir af völdum loftslagsbreytinga. Hátt í tvö þúsund sænskir vísindamenn birtu nýlega áskorun til stjórnmálamanna um að taka á málinu af alvöru og spurðu ?Hvað er það sem þið skiljið ekki?? Kári Gylfason í Gautaborg tók saman.
Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir Tæknimaður: Magnús Þ. Magnússon Innviðir Hafnarfjarðarbæjar þola ekki frekari fjölgun flóttafólks og sveitarfélagið óskar eftir því að stjórnvöld hætti að senda fólk þangað. Bæjarfélagið geti ekki sinnt þeim. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir talaði við Rósu Guðbjartsdóttur. Afurðastöðvar eru þessa dagana að ákveða verð til viðskiptavina og víða eru miklar hækkanir fram undan. Kjarnafæði-Norðlenska hefur tilkynnt um tuttugu og sjö prósenta verðhækkun á lambakjöti til verslana í haust. Ágúst Ólafsson talaði við Ágúst Torfa Hauksson. Fyrsta tilfelli fuglaflensu í hnísu greindist í Svíþjóð í dag. Matvælastofnun ítrekar beiðni sína til almennings um að tilkynna dauðsföll fugla. Sunna Karen Sigurþórsdóttir talaði við Vigdísi Tryggvadóttur. Rússneska ríkisfyrirtækið Gazprom skrúfaði í morgun fyrir Nord Stream 1-gasleiðsluna á nýjan leik. Bandaríkjastjórn sakar Rússa um að beita gasbirgðum sínum sem vopni. Þórngnýr Albert Einarsson tók saman. ----------------------------------------------------------------- "Gorbachevs verður minnst á vesturlöndum fyrir að hafa leitt kalda stríðið til lykta á friðsamari hátt en fólk hafði þorað að vona. Hann sýndi svo ekki var um villst að þarna var kominn ný tegund af leiðtoga í Sovétríkjunum." Þetta segir forseti Íslands. Mikhaíl Gorbachev síðasti leiðtogi Sovétríkjanna, lést í gærkvöldi, 91 árs að aldri eftir báráttu við langvinn veikindi. Sunna Karen Sigurþórsdóttir talaði við Guðna Th. Jóhannesson. Skiptar skoðanir eru um arfleifð Mikhails Gorbachevs. Leiðtogar á Vesturlöndum fara fögrum orðum um hann en almenningur í Rússlandi kennir honum um að Sovétríkin liðu undir lok og efnahagsástandið er bágborið. Ásgeir Tómasson tók saman. Loftslagsmál hafa lítið verið rædd í aðdraganda sænsku kosinganna, þrátt fyrir hitabylgjur, þurrka og aðrar hamfarir af völdum loftslagsbreytinga. Hátt í tvö þúsund sænskir vísindamenn birtu nýlega áskorun til stjórnmálamanna um að taka á málinu af alvöru og spurðu ?Hvað er það sem þið skiljið ekki?? Kári Gylfason í Gautaborg tók saman.
Við ræðum aðeins um rafvæðingu hafna á eftir. Nýtt háspennu-landtengingarkerfi var tekið í notkun á tveimur stærstu hafnarbökkunum í Hafnarfjarðarhöfn á sjómannadaginn og fyrsta farþegaskipið landtengt. Áður hafði togarinn Baldvin Njálsson verið tengdur við þetta nýja kerfi. Þau skip sem geta tengst með þessum hætt sleppa við að brenna olíu, með tilheyrandi útblæstri, mengun og hávaða. Í ræðum þetta við Lúðvík Geirsson hafnarstjóra - á hafnarbakkanum. VIð ætlum svo að ræða við Önnu Þóru kristinsdóttur sálfræðing og ráðgjafa hjá stígamótum en hún leiðir þar hóp fólks sem eru þolendur vændis - en nývereið kom ??ut bókin venjulegar konur í vændi á íslnadi sem veitir einstaka innsýn í þeirra upplifanir Óhætt er að segja að ungir umhverfissinnar séu verulega óánægðir með íslensk stjórnvöld, ekki aðeins tóku þau í gær þátt ásamt fleiri náttúruverndarhópum að mótmæla rammaáætlun og færslu náttúrugersema úr verndarflokki í biðflokk - heldur gefa þau stjórnvöldum algera falleinkun þegar kemur að loftlagsmálunum og segja þau blekkja og beita villandi aðferðum tengdum loftlagsmarkmiðum Íslands - við fáum að vita meira af því í þætti dagsins þegar rætt verður við Finn Ricart Andrason. Málfarsmínútan verður á sínum stað og Edda Olgudóttir kemur í lok þáttar - hún ætlar að tala um D-vítamín.
Við ræðum aðeins um rafvæðingu hafna á eftir. Nýtt háspennu-landtengingarkerfi var tekið í notkun á tveimur stærstu hafnarbökkunum í Hafnarfjarðarhöfn á sjómannadaginn og fyrsta farþegaskipið landtengt. Áður hafði togarinn Baldvin Njálsson verið tengdur við þetta nýja kerfi. Þau skip sem geta tengst með þessum hætt sleppa við að brenna olíu, með tilheyrandi útblæstri, mengun og hávaða. Í ræðum þetta við Lúðvík Geirsson hafnarstjóra - á hafnarbakkanum. VIð ætlum svo að ræða við Önnu Þóru kristinsdóttur sálfræðing og ráðgjafa hjá stígamótum en hún leiðir þar hóp fólks sem eru þolendur vændis - en nývereið kom ??ut bókin venjulegar konur í vændi á íslnadi sem veitir einstaka innsýn í þeirra upplifanir Óhætt er að segja að ungir umhverfissinnar séu verulega óánægðir með íslensk stjórnvöld, ekki aðeins tóku þau í gær þátt ásamt fleiri náttúruverndarhópum að mótmæla rammaáætlun og færslu náttúrugersema úr verndarflokki í biðflokk - heldur gefa þau stjórnvöldum algera falleinkun þegar kemur að loftlagsmálunum og segja þau blekkja og beita villandi aðferðum tengdum loftlagsmarkmiðum Íslands - við fáum að vita meira af því í þætti dagsins þegar rætt verður við Finn Ricart Andrason. Málfarsmínútan verður á sínum stað og Edda Olgudóttir kemur í lok þáttar - hún ætlar að tala um D-vítamín.
Við ræðum aðeins um rafvæðingu hafna á eftir. Nýtt háspennu-landtengingarkerfi var tekið í notkun á tveimur stærstu hafnarbökkunum í Hafnarfjarðarhöfn á sjómannadaginn og fyrsta farþegaskipið landtengt. Áður hafði togarinn Baldvin Njálsson verið tengdur við þetta nýja kerfi. Þau skip sem geta tengst með þessum hætt sleppa við að brenna olíu, með tilheyrandi útblæstri, mengun og hávaða. Í ræðum þetta við Lúðvík Geirsson hafnarstjóra - á hafnarbakkanum. VIð ætlum svo að ræða við Önnu Þóru kristinsdóttur sálfræðing og ráðgjafa hjá stígamótum en hún leiðir þar hóp fólks sem eru þolendur vændis - en nývereið kom ??ut bókin venjulegar konur í vændi á íslnadi sem veitir einstaka innsýn í þeirra upplifanir Óhætt er að segja að ungir umhverfissinnar séu verulega óánægðir með íslensk stjórnvöld, ekki aðeins tóku þau í gær þátt ásamt fleiri náttúruverndarhópum að mótmæla rammaáætlun og færslu náttúrugersema úr verndarflokki í biðflokk - heldur gefa þau stjórnvöldum algera falleinkun þegar kemur að loftlagsmálunum og segja þau blekkja og beita villandi aðferðum tengdum loftlagsmarkmiðum Íslands - við fáum að vita meira af því í þætti dagsins þegar rætt verður við Finn Ricart Andrason. Málfarsmínútan verður á sínum stað og Edda Olgudóttir kemur í lok þáttar - hún ætlar að tala um D-vítamín.
Gestir Rokklands í dag eru feðgarnir Björgvin Halldórsson og Krummi Bjorgvinsson sem hafa á síðustu árum næstum runnið saman í eitt í músíkinni. Báðir byrjuðu þeir í rokkinu en kántrímúsík og kántrírokk er staðurinn sem þeir mætast á. Þeir er báðir Hafnfirðingar og í Hafnarfirði fer fram dagana 9.-11. júní, tónlistarhátíðin Kántrí-hjarta Hafnarfjarðar og þar verður spilum kántrímúsík í 3 daga ? 3 kvöld. Þar spila hljómsveit Axels Ó og Stefanía Svavars. Milo Deering sem er mikil session hetja á heimavelli kántrítónlistarinnar í Nashville, og Sarah Hobbs sem er margverðlaunuð kántrísöngkona frá Jefferson í Texas, og svo íslenska kántríhljómsveitin Klaufar. Við ræðum um kántrímúsík út og suður og spilum lög með Krumma og Bo Halldorson, Brimkló, Eagles, The Band, Little Feat ofl.
Gestir Rokklands í dag eru feðgarnir Björgvin Halldórsson og Krummi Bjorgvinsson sem hafa á síðustu árum næstum runnið saman í eitt í músíkinni. Báðir byrjuðu þeir í rokkinu en kántrímúsík og kántrírokk er staðurinn sem þeir mætast á. Þeir er báðir Hafnfirðingar og í Hafnarfirði fer fram dagana 9.-11. júní, tónlistarhátíðin Kántrí-hjarta Hafnarfjarðar og þar verður spilum kántrímúsík í 3 daga ? 3 kvöld. Þar spila hljómsveit Axels Ó og Stefanía Svavars. Milo Deering sem er mikil session hetja á heimavelli kántrítónlistarinnar í Nashville, og Sarah Hobbs sem er margverðlaunuð kántrísöngkona frá Jefferson í Texas, og svo íslenska kántríhljómsveitin Klaufar. Við ræðum um kántrímúsík út og suður og spilum lög með Krumma og Bo Halldorson, Brimkló, Eagles, The Band, Little Feat ofl.
Tíu ástæður fyrir því að við sjáum heiminn í röngu ljósi. Heimurinn er betri en þú heldur og höfundur sýnir fram á það með tölfræðilegum staðreyndum. Hans Rosling ásamt Ola Rosling og Önnu Rosling Rönnlund telja upp þau atriði sem helst valda því að við sjáum heiminn í oft verra ljósi en hann er. Þátturinn er tekinn upp í Rabbrýminu, Bókasafni Hafnarfjarðar.
Your road map to financial independence and a rich, free life. Einfaldur leiðavísir á mannamáli inn í fjármálaheiminn sem allir geta fylgt. Hvar á að fjárfesta, hvers vegna, hvaða áætlun er hagkvæmust og hvaða kostir og gallar eru við hinar ýmsu fjárfestingarleiðir. Þetta og margt fleira byggir höfundurinn á áratuga reynslu í fjármálaheiminum sem honum tekst að miðla á mjög aðgengilegan máta. Hvort sem þú ert með reynslu eða að stíga þín fyrstu skref, þá er þessi bók góður leiðavísir að fjárhagslegu sjálfstæði og hvernig þú getur komið þér upp "F-You Money". Tekið upp í Rabbrýminu, upptökuveri Bókasafns Hafnarfjarðar.
Tónlistarhátíðin WindWorks fer fram dagana 13.-20. mars í Byggðasafni Hafnarfjarðar en það er tónlistarhátíð helguð blásturshljóðfærum. Flytjendur verða m.a. Hafdís Vigfúsdóttir flautuleikari, Ármann Helgason, Helga Björg Arnardóttir og Grímur Helgason klarinettleikarar en hjarta hátíðarinnar verður Aulos Flute Ensemble. Rætt verður við þær Karen Karólínudóttur, flautuleikara og Pamelu De Sensi listrænan stjórnanda Windworks hátíðarinnar. Í Ásmundarsal þenja um þessar mundir þrjár listakonur út hugtökin myndlist, handverk og hönnun. Þær Guðlaugar Míu Eyþórsdóttur, Hönnu Dísar Whitehead og Steinunnar Önnudóttur, kalla samsýningu sína Í öðru húsi. Við lítum inn í Ásmundarsal og ræðum við þær Guðlaugu Míu, Steinunni og Hönnu. Sögur af mönnum dýrum og öðrum þáttum náttúrunnar vitna um það að Íslendingar fyrri alda báru skynbragð á það að gjörðir þeirra höfðu áhrif á umhverfi þeirra. Þetta segir Dalrún Kaldakvísl sagnfræðingur, sem heldur áfram pistlaröð sinni um samband Íslendinga fyrri alda við náttúruna. Í dag fjallar Dalrún um viðhorf manna til náttúrunnar, eins og þau koma fyrir í þjóðsögum Jóns Árnasonar. En við byrjum þáttinn á ljóðalestri. Það er ekki á hverjum degi sem þættinum berast ný ljóð á upptöku en það er einmitt tilfellið í dag. Ljóðið var frumflutt síðastliðinn sunnudag í Veröld húsi Vigdísar á fjörutíu ára afmæli Kvennaframboðsins. Ljóðið kallast Víðátta og er eftir Gerði Kristnýju. Með þessu ljóði þakkaði hún Kvennalistakonum fyrir atlætið og uppeldið, kraftinn og kynngin. Umsjón: Halla Harðardóttir og Jóhannes Ólafsson.
Tónlistarhátíðin WindWorks fer fram dagana 13.-20. mars í Byggðasafni Hafnarfjarðar en það er tónlistarhátíð helguð blásturshljóðfærum. Flytjendur verða m.a. Hafdís Vigfúsdóttir flautuleikari, Ármann Helgason, Helga Björg Arnardóttir og Grímur Helgason klarinettleikarar en hjarta hátíðarinnar verður Aulos Flute Ensemble. Rætt verður við þær Karen Karólínudóttur, flautuleikara og Pamelu De Sensi listrænan stjórnanda Windworks hátíðarinnar. Í Ásmundarsal þenja um þessar mundir þrjár listakonur út hugtökin myndlist, handverk og hönnun. Þær Guðlaugar Míu Eyþórsdóttur, Hönnu Dísar Whitehead og Steinunnar Önnudóttur, kalla samsýningu sína Í öðru húsi. Við lítum inn í Ásmundarsal og ræðum við þær Guðlaugu Míu, Steinunni og Hönnu. Sögur af mönnum dýrum og öðrum þáttum náttúrunnar vitna um það að Íslendingar fyrri alda báru skynbragð á það að gjörðir þeirra höfðu áhrif á umhverfi þeirra. Þetta segir Dalrún Kaldakvísl sagnfræðingur, sem heldur áfram pistlaröð sinni um samband Íslendinga fyrri alda við náttúruna. Í dag fjallar Dalrún um viðhorf manna til náttúrunnar, eins og þau koma fyrir í þjóðsögum Jóns Árnasonar. En við byrjum þáttinn á ljóðalestri. Það er ekki á hverjum degi sem þættinum berast ný ljóð á upptöku en það er einmitt tilfellið í dag. Ljóðið var frumflutt síðastliðinn sunnudag í Veröld húsi Vigdísar á fjörutíu ára afmæli Kvennaframboðsins. Ljóðið kallast Víðátta og er eftir Gerði Kristnýju. Með þessu ljóði þakkaði hún Kvennalistakonum fyrir atlætið og uppeldið, kraftinn og kynngin. Umsjón: Halla Harðardóttir og Jóhannes Ólafsson.
Tónlistarhátíðin WindWorks fer fram dagana 13.-20. mars í Byggðasafni Hafnarfjarðar en það er tónlistarhátíð helguð blásturshljóðfærum. Flytjendur verða m.a. Hafdís Vigfúsdóttir flautuleikari, Ármann Helgason, Helga Björg Arnardóttir og Grímur Helgason klarinettleikarar en hjarta hátíðarinnar verður Aulos Flute Ensemble. Rætt verður við þær Karen Karólínudóttur, flautuleikara og Pamelu De Sensi listrænan stjórnanda Windworks hátíðarinnar. Í Ásmundarsal þenja um þessar mundir þrjár listakonur út hugtökin myndlist, handverk og hönnun. Þær Guðlaugar Míu Eyþórsdóttur, Hönnu Dísar Whitehead og Steinunnar Önnudóttur, kalla samsýningu sína Í öðru húsi. Við lítum inn í Ásmundarsal og ræðum við þær Guðlaugu Míu, Steinunni og Hönnu. Sögur af mönnum dýrum og öðrum þáttum náttúrunnar vitna um það að Íslendingar fyrri alda báru skynbragð á það að gjörðir þeirra höfðu áhrif á umhverfi þeirra. Þetta segir Dalrún Kaldakvísl sagnfræðingur, sem heldur áfram pistlaröð sinni um samband Íslendinga fyrri alda við náttúruna. Í dag fjallar Dalrún um viðhorf manna til náttúrunnar, eins og þau koma fyrir í þjóðsögum Jóns Árnasonar. En við byrjum þáttinn á ljóðalestri. Það er ekki á hverjum degi sem þættinum berast ný ljóð á upptöku en það er einmitt tilfellið í dag. Ljóðið var frumflutt síðastliðinn sunnudag í Veröld húsi Vigdísar á fjörutíu ára afmæli Kvennaframboðsins. Ljóðið kallast Víðátta og er eftir Gerði Kristnýju. Með þessu ljóði þakkaði hún Kvennalistakonum fyrir atlætið og uppeldið, kraftinn og kynngin. Umsjón: Halla Harðardóttir og Jóhannes Ólafsson.
Draumaborgin ætti að vera ríkulega gædd náttúru, með byggingum úr lífrænum efnum sem eru umkringdar almenningsgörðum, með götum sem þjóna fótgangandi og hjólandi og með svæðum þar sem villt náttúra fær notið sín. Þetta mun kanadíski arkitektinn Michael Green hafa sagt, sem Hildigunnur Sverrisdóttir deildarforseti arkitektúrs í Listaháskóla Íslands, vitnaði í, í sínu erindi á Skipulagsdeginum 12. Nóvember síðast liðinn. Yfirskrift ráðstefnu sem haldin var í tilefni dagsins á vegum Skipulagsstofnunar Íslands var. ?Skipulag fyrir nýja tíma?. Í þessum síðari þætti skoðum við nýtt skipulag í miðbæ Hafnarfjarðar, sem Þorsteinn Helgason arkitekt hjá Ask arkitektum segir okkur frá og skipulag umhverfis í nýjum og vistvænum Skerjafirði, sem Rebekka Guðmundsdóttir borgarhönnuður segir okkur frá. En við byrjum hjá Hildigunni Sverrisdóttur arkitekt og deildarforseti í Listaháskólanum.
Draumaborgin ætti að vera ríkulega gædd náttúru, með byggingum úr lífrænum efnum sem eru umkringdar almenningsgörðum, með götum sem þjóna fótgangandi og hjólandi og með svæðum þar sem villt náttúra fær notið sín. Þetta mun kanadíski arkitektinn Michael Green hafa sagt, sem Hildigunnur Sverrisdóttir deildarforseti arkitektúrs í Listaháskóla Íslands, vitnaði í, í sínu erindi á Skipulagsdeginum 12. Nóvember síðast liðinn. Yfirskrift ráðstefnu sem haldin var í tilefni dagsins á vegum Skipulagsstofnunar Íslands var. ?Skipulag fyrir nýja tíma?. Í þessum síðari þætti skoðum við nýtt skipulag í miðbæ Hafnarfjarðar, sem Þorsteinn Helgason arkitekt hjá Ask arkitektum segir okkur frá og skipulag umhverfis í nýjum og vistvænum Skerjafirði, sem Rebekka Guðmundsdóttir borgarhönnuður segir okkur frá. En við byrjum hjá Hildigunni Sverrisdóttur arkitekt og deildarforseti í Listaháskólanum.
Draumaborgin ætti að vera ríkulega gædd náttúru, með byggingum úr lífrænum efnum sem eru umkringdar almenningsgörðum, með götum sem þjóna fótgangandi og hjólandi og með svæðum þar sem villt náttúra fær notið sín. Þetta mun kanadíski arkitektinn Michael Green hafa sagt, sem Hildigunnur Sverrisdóttir deildarforseti arkitektúrs í Listaháskóla Íslands, vitnaði í, í sínu erindi á Skipulagsdeginum 12. Nóvember síðast liðinn. Yfirskrift ráðstefnu sem haldin var í tilefni dagsins á vegum Skipulagsstofnunar Íslands var. ?Skipulag fyrir nýja tíma?. Í þessum síðari þætti skoðum við nýtt skipulag í miðbæ Hafnarfjarðar, sem Þorsteinn Helgason arkitekt hjá Ask arkitektum segir okkur frá og skipulag umhverfis í nýjum og vistvænum Skerjafirði, sem Rebekka Guðmundsdóttir borgarhönnuður segir okkur frá. En við byrjum hjá Hildigunni Sverrisdóttur arkitekt og deildarforseti í Listaháskólanum.
Spegillinn 29.nóvember Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Gert er ráð fyrir áframhaldandi hallarekstri ríkissjóðs en ekki verður gripið til niðurskurðar og skattahækkana í nýjum fjárlögum segir fjármálaráðherra. Staða ríkissjóðs sé miklu betri en horfur voru á fyrir rúmu ári. 110 af 212 markmiðum ríkisstjórnarinnar í stjórnarsáttmálanum eru bæði óskilgreind og ótímasett. 81 markmið má flokka sem skilgreint en hvorki tímasetning né útfærsla liggur fyrir Íshellan í Grímsvötnum hefur nú sigið um tæpa fimm metra, en hún sígur hægt. Rennsli Gígjukvíslar er um 240 rúmmetrar á sekúndu. Miðað við mælingar á vatnsstöðunni í Grímsvötnum gæti hámarksrennsli hlaupsins orðið um 5.000 rúmmetrar á sekúndu. Stjórnarandstaðan fær aðeins formennsku í einni fastanefnd Alþingis. Verðbólga í Þýskalandi er komin yfir fimm prósent og hefur ekki verið meiri í tæpa þrjá áratugi. Seðlabanki Evrópu telur ekki rétt að grípa til aðgerða að sinni. Grunur leikur á að tveir einstaklingar sem komu nýverið frá Suður-Afríku til Svíþjóðar séu smitaðir af omikron afbrigði kórónuveirunnar. Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar kemur fram að mótuð verði stefna um að skilgreina frekar svæðisbundið hlutverk Akureyrar sem stærsta þéttbýliskjarnans á landsbyggðinni. Formaður Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra segir þetta viðurkenningu stjórnvalda á að byggja upp annað borgarsvæði á Íslandi. Síðdegisumferðin á höfuðborgarsvæðinu hefur gengið mjög hægt í dag vegna hálku og éljagangs. Þá varð árekstur á á Hafnarfjarðarvegi við Arnarnesbrú, á milli Kópavogs og Garðabæjar rétt fyrir klukkan fimm sem olli keðjuverkandi töfum á helstu umferðaræðum. Lengri umfjöllun: Rykið er enn að setjast eftir að ríkisstjórnarsáttmálinn var kynntur í gær og starfsfólk stofnana ríkisins reynir að átta sig á nýjum veruleika. Þetta á sérstaklega við um þær stofnanir sem nú heyra undir nýtt eða verulega breytt ráðuneyti. Mennta- og menningarmálaráðuneytið er þrí- ef ekki fjórklofið, háskólinn færist yfir í nýtt ráðuneyti vísinda, iðnaðar og nýsköpunar sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, fyrrum dómsmálaráðherra stýrir. Hin skólastigin verða hjá Ásmundi Einari Daðasyni, skóla- og barnamálaráðherra og Lilja Dögg Alfreðsdóttir, flokksystir hans og fyrrum menntamálaráðherra, heldur í menningarmálin en fær viðskipta- og ferðamál að auki í fangið. Minjasafn Íslands og ýmis menningarverðmæti heyra loks undir umhverfis- og orkumálaráðherra. Guðlaug Þór Þórðarson. Arnhldur Hálfdánardóttir ræðir við Jón Atla Bene
Í gærkvöldi, 1. júlí, var tilkynnt að Eva Björg Ægisdóttir hlyti rýting Samtaka breskra glæpasagnahöfunda árið 2021 í flokkinum frumraun ársins fyrir Marrið í stiganum. Þessi verðlaun hafa verið veitt frá árinu 1973 og hafa höfundar sem hlotið hafa þessi verðlaun orðið heimsfrægir í kjölfarið. Arnaldur Indriðason er eini íslenski höfundurinn sem hlotið hefur verðlaun Samtaka breskra glæpasagnahöfunda en hann fékk hinn virta Gullrýting fyrir Grafarþögn árið 2005. Við hringdum í Evu Björg. Á miðvikudaginn kom Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdarstjóri fjölmiðilsins fótbolta.net til okkar til að ræða kvörtun sem hann hefur sent til Umboðsmanns Alþingis vegna hlaðvarpsþátta sem Fjölmiðlanefnd býður uppá. Hann segir nefndina ekki eiga að vera fjölmiðill og að enginn hafi eftirlit með henni. Til að bregðast við þessu kom Skúli Bragi Geirdal, verkefnastjóri hjá Fjölmiðlanefnd en hann heldur úti fyrrnefndu hlaðvarpi. Í dag hefst menningarhátíðin Listasumar á Akureyri með uppákomum og upplifunum út allan júlímánuð fyrir gesti og bæjarbúa. Meðal þeirra sem koma fram á Listasumri er bassaleikarinn og tónskáldið Ingibjörg Elsa Turchi sem heldur tónleika ásamt hljómsveit sinni í Menningarhúsinu Hofi annað kvöld. Ingibjörg kemur til okkar og segir okkur nánar frá tónleikunum. Við fórum yfir fréttir vikunnar með góðum gestum eins og vanalega á föstudögum. Í dag komu til okkar þau Hulda Sif Hermannsdóttir, aðstoðarmaður bæjarstjóra Akureyrarbæjar, og Davíð Rúnar Gunnarsson, viðburðastjóri og Þórsari, og fóru yfir hvað þeim þótti standa upp úr í fréttum vikunnar. Freyr Gígja Gunnarsson, fréttamaður, kom til okkar í Hégómavísindahornið með fréttir af fræga fólkinu. Og tónlistarhátíðin Hjarta Hafnarfjarðar hefur á örfáum árum unnið sér inn fastan sess í hugum bæjarbúa Hafnarfjarðar og þó víðar væri leitað. Hún er orðin hluti af sumardagskrá bæði íbúa og nágranna Hafnarfjarðar. Hátíðin hefst þann 7. júli og stendur í 3 vikur. Páll Eyjólfsson hefur veg og vanda að skipulagningu hátíðarinnar. Hann kom til okkar. Tónlist: Nýdönsk - Apaspil Tómas R. Einarsson og Ragnhildur Gísladóttir - Ávarp undan sænginni Lady Gaga og Bradley Cooper - Shallow Ingibjörg Elsa Turchi - Elefþería Egó - Mescalín
Framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Hafnarfjarðar segir erfitt að horfa upp á sviðna jörð eftir gróðurelda. Gróður hefur logað á þremur stöður á sunnan- og vestanverðu landinu í dag. Hamas-samtökin hóta að skjóta eldflaugum á háhýsi í Tel Aviv ef Ísraelsher hættir ekki árásum á Gaza-svæðið. Félagsmálaráðherra segir að tryggt verði að allir námsmenn sem vilji sumarstarf fái vinnu í sumar. 2.500 sumarstörf verða í boði fyrir námsmenn, 18 ára og eldri, í tengslum við átakið Hefjum störf. Átta skipasmíðastöðvar vilja bjóða í smíði nýs rannsóknaskips fyrir Hafrannsóknastofnun. Þetta varð ljóst þegar forútboð í smíðina var opnað hjá Ríkiskaupum Þó liðin sé rúm vika frá því að gosið í Geldingadölum byrjað að gjósa með stuttum hléum er ekkert lát á hraunflæðinu, sjálf hraunáin hefur heldur færst í aukana. Þorvaldur Þórðarson, prófessorí eldfjallafræði segir að framan af hafi flæðið verði á bilinu 5-10 rúmmetrar á sekúndu en sé nú á bilinu 10-15 rúmmetrar. Hann segir að hraunáin og gosvirknin í gígnum sé í raun að haga sér sjálfstætt. Hann segir líka að það hljóti að liggja hraunrás úr gígnum í Geldingadölum sem við sjáum ekki. Um hana renni hraun auk kvikunnar sem gýs upp úr gígnum. Arnar Páll Hauksson talaði við Þorvald Þórðarson. Líklegt er að noktun Pfizer-bóluefnisins á börn allt niður í 12 ára aldur verði leyfð hér líkt og í Bandaríkjunum, að mati Valtýs Stefánssonar Thors barnasmitsjúkdómalæknis. Hann gerir þó ekki ráð fyrir að ungmenni verði bólusett hér fyrr en í haust í fyrsta lagi. Ragnhildur Thorlacius talaði við Valtý.