Podcasts about stokkh

  • 30PODCASTS
  • 160EPISODES
  • 1h 5mAVG DURATION
  • 1MONTHLY NEW EPISODE
  • Mar 31, 2025LATEST

POPULARITY

20172018201920202021202220232024


Best podcasts about stokkh

Latest podcast episodes about stokkh

Segðu mér
Hlín Helga Guðlaugsdóttir hönnuður

Segðu mér

Play Episode Listen Later Mar 31, 2025 41:46


Hlín Helga rifjar upp þegar hún ásamt fjölskyldu sinni bjó í bát í Stokkhólmi á meðan hún kenndi upplifunarhönnun. Einnig var talað um HönnunarMars sem haldin verður undir þemanu Uppsretta og hennir fylgir kynngimagnaður kraftur upphafsins, gleði og glens um alla borg.

Spegillinn
Þingið framundan og sænsk börn sem sprengja sprengjur

Spegillinn

Play Episode Listen Later Jan 31, 2025 20:00


Guðmundur Ari Sigurjónsson og Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformenn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins - tókust á um hvað er framundan. Það má kannski segja að forsmekkurinn að þingvetrinum hafi fengist í gær þegar deilt var um hver ætti að fá hvaða herbergi í þinghúsinu; skrifstofustjóri Alþingis er búinn að kveða upp sinn dóm, Sjálfstæðisflokkurinn heldur sínu herbergi en málinu virðist hvergi nærri lokið. Undanfarið hafa dunið sprengingar í Svíþjóð nær daglega. Í janúarmánuði einum hefur verið sprengt rúmlega þrjátíu sinnum við íbúðarhús og verslanir og flestar eru sprengingarnar í suðurhluta Stokkhólms. Lögreglan segir ástandið mjög alvarlegt og það takmarkist ekki aðeins við Stokkhólm.

Heimsglugginn
Fordæmalaus kúgun í Venesúela, vextir, Úkraína og Mossad

Heimsglugginn

Play Episode Listen Later Sep 19, 2024 25:33


Heimsglugginn fjallaði þessa vikuna um vaxtalækkun í Bandaríkjunum, Bromma-flugvöll í Stokkhólmi, stríðið í Úkraínu, skýrslu Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um Venesúela og Mossad, leyniþjónustu Ísraelsmanna. Mossad er almennt talin bera ábyrgð á sprengjutilræðum gegn Hisbollah-liðum í Líbanon.

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars
“Þetta er bara upphitunarfrí” -#481

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

Play Episode Listen Later Jun 24, 2024 43:47


Helgi sagði sína skoðun á vinnuskólanum sem að honum finnst mega gera betur. Strákarnir hringdu í Gest Einar, Þórunni Elvu og Ágústu Kolbrúns. Hjálmar ætlar að skella sér til Stokkhólmar á næstunni en sú ferð verður upphitunarfrí fyrir alvöru sumarfríið.Þættina má finna inni í áskrift á pardus.is!IG: helgijean & hjalmarorn110Takk fyrir að hlusta - og munið að subscribe'a!

Heimsglugginn
Óánægðir Grænlendingar, kosningabarátta í Bretlandi og Mama Cass

Heimsglugginn

Play Episode Listen Later May 30, 2024 24:01


Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson ræddu óánægju Grænlendinga með stöðu sína í norrænu samstarfi. Múte B. Egede, formanni landsstjórnar Grænlands, var ekki boðið á fund forsætisráðherra Norðurlandanna í Stokkhólmi. Grænlendingar og Færeyingar hafa óskað eftir sjálfstæðri aðild að Norðurlandaráði en það strandar á því að löndin eru ekki sjálfstæð fullvalda ríki. Einnig var rætt um kosningabaráttuna á Bretlandi og að lokum var söngkonan Mama Cass til umræðu. Hún var þekktust fyrir veru sína í The Mamas and the Papas. 50 ár eru liðin frá andláti hennar og lengi hafa verið sögusagnir um að hún hafi kafnað er hún var að borða samloku. Staðreyndin er hins vegar að hún fékk hjartaáfall.

Morgunvaktin
Forsetakosningar og áhrif á stjórnmálin, ferðamál og hugleiðsla

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Apr 5, 2024 130:00


Forsetaembættið virðist eftirsótt sem aldrei fyrr. Útlit er fyrir að fleiri verði í framboði en nokkru sinni áður þótt ólíklegt sé að allt það fólk sem nú safnar meðmælum rati á kjörseðilinn þegar þar að kemur. Stóra spurningin er auðvitað hvort forsætisráðherra gefi kost á sér en geri hún það þarf að mynda nýja ríkisstjórn. Við röbbuðum um þessi mál; forsetakosningarnar og stöðuna í stjórnmálunum, upp úr hálf átta - gestir okkar voru Magnús Skjöld, varaþingmaður Samfylkingarinnar, og Hjörtur J. Guðmundsson stjórnmálafræðingur. Við huguðum líka að ferðamálum. Hvernig koma íslensku flugfélögin undan vetri? Við ræddum líka um komu Taylor Swift til Stokkhólms, en tónleikar hennar þar í borg verða mælanlegir í sænska ríkisreikningnum. Kristján Sigurjónsson ferðablaðamaður og ritstjóri FF7 sagði frá þessu. Í síðasta hluta þáttarins huguðum við að sjálfum okkur; sálinni og huganum. Við kynntum okkur hugleiðslu. Þegar allt er á fleygiferð í kringum okkur og við farin að snúast með er gott að leita inn á við og öðlast ró. En hvernig gerum við það? Halla Margrét Jóhannesdóttir leiðir reglulega hugleiðslu í Ásmundarsafni, og hún kom til okkar í síðasta hluta þáttarins. Tónlist: The Edwin Hawkins Singers - Oh happy day. Mannakorn - Brottför kl. 8. Mannakorn - Ferjumaðurinn. Friðrik Karlsson - Fullkomin kyrrð.

Spegillinn
Málefni útlendinga, neðansjávargos við Reykjanes, herbátar til Úkraínu

Spegillinn

Play Episode Listen Later Feb 21, 2024 20:00


21. febrúar 2024 Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands fagnar mörgu í heildarsýn í málefnum útlendinga og hælisleitenda en setur spurningarmerki til dæmis við breytingar á viðmiðum um fjölskyldusameiningu, styttingu dvalarleyfa og áform um lokuð búsetuúrræði. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við hana. Mikil eldsumbrot hafa verið á Reykjanesskaga síðustu misseri og ár. Eldgos, neðansjávargos, eru líka vel þekkt á hafsbotninum á Reykjaneshrygg, út af skaganum og Reykjanesi sjálfu, og Eldey, ein stærsta súlubyggð heims, varð til í einu slíku. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur, sem hefur lengi rannsakað Reykjaneshrygginn, fræðir Ragnhildi Thorlacius og hlustendur um hann. Möguleikar Úkraínumanna til að herja á rússneska innrásarliðið frá sjó aukast talsvert þegar þeir fá í hendur tíu orrustubáta og fleiri hergögn, sem Svíar færðu þeim að gjöf. Andvirði þeirra er 7,1 milljarður sænskra króna, hátt í 95 milljarðar íslenskir. Pål Jonsson varnarmálaráðherra greindi frá gjöfinni á fundi með fréttamönnum í Stokkhólmi. Hann sagði að sænski herinn hefði séð um að velja hergögnin sem send yrðu til Úkraínu. Ásgeir Tómasson segir frá. Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Mark Eldred

Víðsjá
Svipmynd af myndlistarmanni / Ragna Róbertsdóttir

Víðsjá

Play Episode Listen Later Feb 7, 2024 48:08


Ragna Róbertsdóttir er fædd í Reykjavík 1945. Hún stundaði nám í Myndlista- og handíðaskólanum og í Konstfack listaháskólann í Stokkhólmi en hefur búið og starfað jöfnum höndum í Reykjavík, Arnarfirði og Berlín. Ragna er hjá Parsons Projects gallerý í Berlín og i8 hér heima. Ragna er einn fremsti listamaður landsins og hefur sýnt víða um heim. Hún hefur verið tilnefnd til hinna mikilsvirtu Carnegie-verðlaunanna og nýverið hlaut hún Gerðarverlaunin en þau eru veitt lista­manni fyr­ir ríku­legt fram­lag til högg­mynda- og rým­islist­ar á Íslandi. Í verkum hennar eru náttúruleg efni, þá sérstaklega jarðefni ráðandi og kannast eflaust margir við torfrúllur hennar, sagaða hraunið, þornað salt á gleri og vikurinn á veggjum. Ragna hefur einnig, ásamt eiginmanni sínum Pétri Arasyni sem nýverið féll frá, verið stórtækur listaverkasafnari í gegnum tíðina. Hún er ein af stofnendum Gallerí Langbrókar en einnig rak hún ásamt Pétri sýningarrými bæði í Reykjavík og Berlín. Safn þeirra hjóna er það stærsta í einkaeigu á Íslandi og jafnframt eitt stærsta safn erlendrar samtímamyndlistar á landinu. Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson

Lestin
Twitter ömurlegt, rekinn vegna skopmyndar um Gaza, Stop making sense

Lestin

Play Episode Listen Later Oct 17, 2023 55:00


Prófessor í blaðamennsku við Stokkhólmsháskóla er staddur á Íslandi. Tilefnið er erindi hans um kaup Elon Musk á samfélagsmiðlinum Twitter í Háskóla Íslands, 'Elon Musk, goðsagnir um málfrelsið og daður við öfga-hægrið.' Við ræðum allar þær ólíku birtingarmyndir þess hversu lélegt og ömurlegt Twitter er orðið við Christian Christensen, og hvernig það hefur mögulega áhrif á upplifun okkar af stríðinu í Ísrael og Palestínu. Steve Bell hefur starfað í rúmlega 40 ár fyrir The Guardian en hefur núna misst vinnuna eftir að hafa deilt mynd á samfélagsmiðlum sem hann fékk ekki birta í blaðinu, mynd sem ritstjórar blaðsins álitu að notaðist við and-gyðinglegar klisjur. Við fengum Halldór Baldursson, skopmyndateiknara, til að kíkja á myndina með okkur. Í desember 1983 hélt hljómsveitin Talking Heads tónleika í Hollywood?s Pantages Theater. Tónleikarnir voru teknir upp og gefnir út sem tónleikakvikmynd, Stop Making Sense. Myndinni var leikstýrt af Jonathan Demme sem átti síðar eftir að gera The Silence of the Lambs og Philadelphia en myndin er talin sem ein allra besta tónleikamynd sögunnar. Í tilefni af því að 40 ár er frá tónleikunum verður nýuppgerð útgáfa af myndinni sýnd í Bió Paradís í vikunni. Davíð Roach Gunnarsson fjallaði um hana í Lestinni árið 2020 þegar mánuður var liðinn af samkomubanni vegna heimsaraldurs og Davið farinn að sakna lifandi tónleika.

Lestin
Twitter ömurlegt, rekinn vegna skopmyndar um Gaza, Stop making sense

Lestin

Play Episode Listen Later Oct 17, 2023


Prófessor í blaðamennsku við Stokkhólmsháskóla er staddur á Íslandi. Tilefnið er erindi hans um kaup Elon Musk á samfélagsmiðlinum Twitter í Háskóla Íslands, 'Elon Musk, goðsagnir um málfrelsið og daður við öfga-hægrið.' Við ræðum allar þær ólíku birtingarmyndir þess hversu lélegt og ömurlegt Twitter er orðið við Christian Christensen, og hvernig það hefur mögulega áhrif á upplifun okkar af stríðinu í Ísrael og Palestínu. Steve Bell hefur starfað í rúmlega 40 ár fyrir The Guardian en hefur núna misst vinnuna eftir að hafa deilt mynd á samfélagsmiðlum sem hann fékk ekki birta í blaðinu, mynd sem ritstjórar blaðsins álitu að notaðist við and-gyðinglegar klisjur. Við fengum Halldór Baldursson, skopmyndateiknara, til að kíkja á myndina með okkur. Í desember 1983 hélt hljómsveitin Talking Heads tónleika í Hollywood?s Pantages Theater. Tónleikarnir voru teknir upp og gefnir út sem tónleikakvikmynd, Stop Making Sense. Myndinni var leikstýrt af Jonathan Demme sem átti síðar eftir að gera The Silence of the Lambs og Philadelphia en myndin er talin sem ein allra besta tónleikamynd sögunnar. Í tilefni af því að 40 ár er frá tónleikunum verður nýuppgerð útgáfa af myndinni sýnd í Bió Paradís í vikunni. Davíð Roach Gunnarsson fjallaði um hana í Lestinni árið 2020 þegar mánuður var liðinn af samkomubanni vegna heimsaraldurs og Davið farinn að sakna lifandi tónleika.

Heimsglugginn
Pútín og Prigozhin

Heimsglugginn

Play Episode Listen Later Jun 29, 2023 22:22


Heimsgluggi vikunnar fjallaði um Vladimír Pútín Rússlandsforseta og Yevgeny Prigozhin foringja Wagner-málaliðasveitanna. Prigozhin gerði uppreisn um síðustu helgi sem mistókst. Báðir standa veikari eftir. Þetta var aðalumræðuefnið er Þórunn Elísabet Bogadóttir, Vera Illugadóttir og Bogi Ágústsson ræddu erlend málefni í Heimsglugga vikunnar á Morgunvakt Rásar-1. Þau ræddu þó í upphafi um kóran-brennu í Stokkhólmi og afleiðingar fyrir NATO-umsókn Svía.

Heimsglugginn
Pútín og Prigozhin

Heimsglugginn

Play Episode Listen Later Jun 29, 2023


Heimsgluggi vikunnar fjallaði um Vladimír Pútín Rússlandsforseta og Yevgeny Prigozhin foringja Wagner-málaliðasveitanna. Prigozhin gerði uppreisn um síðustu helgi sem mistókst. Báðir standa veikari eftir. Þetta var aðalumræðuefnið er Þórunn Elísabet Bogadóttir, Vera Illugadóttir og Bogi Ágústsson ræddu erlend málefni í Heimsglugga vikunnar á Morgunvakt Rásar-1. Þau ræddu þó í upphafi um kóran-brennu í Stokkhólmi og afleiðingar fyrir NATO-umsókn Svía.

Sifjuð
Texti:íll // Orðsifjar á HönnunarMars

Sifjuð

Play Episode Listen Later Jun 12, 2023 29:31


Í þættinum er fjallað um sýningarverk sem Sifjuð tók þátt í að setja upp á HönnunarMars í samstarfi við Elínu Örnu Ringsted (https://handverk.cargo.site/Elin-Arna-Ringsted-Halla-Hauksdottir). Um er að ræða samansafn textílverka sem, hvert og eitt, er túlkun á íslensku orði; uppruna þess, þeirri hugmynd sem liggur því að baki og þar með eiginlegri merkingu þess. Í þættinum er fjallað um orðin sem verkin byggja á (bara, hvenær, alveg, ég og þú og hljóð) og viðtal tekið við Elínu Örnu sem lýsir samstarfinu og hönnunarferlinu. Þá er stutt viðtal tekið við Höllu Helgadóttur, framkvæmdastýru Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs, sem útskýrir þá tvímerkingu sem fólgin er í nafninu HönnunarMars.    ////////////////   Ari Páll Kristinsson, Halldóra Jónsdóttir og Steinþór Steingrímsson (ritstjórar). (2016). Málið. Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Sótt af https://malid.is/ /// Ásgeir Blöndal Magnússon. (1989). Íslensk orðsifjabók. Reykjavík: Mál og menning. /// Halldóra Jónsdóttir og Þórdís Úlfarsdóttir (ritstjórar). (2013). Íslensk nútímamálsorðabók. Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Sótt af https://islenskordabok.arnastofnun.is/ /// Harper, Douglas (ritstjóri). (2001). Online Etymology Dictionary. Sótt af https://www.etymonline.com/ /// Jón Hilmar Jónsson (aðalritstjóri). (2006). Íslenskt orðanet. Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Sótt af http://ordanet.is/ /// Mattsson, Christian (aðalritstjóri). Svenska Akademiens ordbok. Stokkhólmur: Svenska Akademien. Sótt af https://www.saob.se/ /// Þórdís Úlfarsdóttir (aðalritstjóri). (2011). ISLEX. Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Sótt af https://islex.arnastofnun.is/is/ /// Elín Arna Ringsted og Halla Helgadóttir

Þjóðmál
#135 – Á heimleið frá Svíþjóð – Laun ráðherra – Vel heppnað útboð Hampiðjunnar

Þjóðmál

Play Episode Listen Later Jun 4, 2023 27:00


Við skelltum í upptöku á Arlanda flugvelli í Stokkhólmi og kveðjum Svíþjóð í bili. Hörður Ægisson og Stefán Einar Stefánsson ræða um væntanlegar aðgerðir ríkisstjórnarinnar við verðbólgu, launahækkanir æðstu ráðamanna, hlutafjárútboð Hampiðjunnar og fleira.

Þjóðmál
#134 – Í beinni frá Svíþjóð – Heimsókn á Karolinska – Reykbombur Viðreisnar um gjaldmiðlamál

Þjóðmál

Play Episode Listen Later Jun 2, 2023 62:26


Við leggjum land undir fót og kíkjum til Stokkhólms. Hörður Ægisson og Stefán Einar Stefánsson ræða um heimsókn hlaðvarpsins til Björns Zoëga, forstjóra Karolinska sjúkrahússins í Svíþjóð og það hvort – og þá hvað – megi læra af rekstri þessa stóra spítala. Þá er einnig rætt um brotthvarf ríkissáttasemjara úr starfi, undarlegum málflutningi Viðreisnar um gjaldeyrismál og margt fleira.

Spegillinn
Leiðtogafundur, Belarús, losunarheimildir, riða og SVEIT

Spegillinn

Play Episode Listen Later May 16, 2023 30:00


Spegillinn 16. maí 2023 Umsjónarmaður: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Mark Eldred Stjórn fréttaútsendingar: Annalísa Hermannsdóttir Leiðtogafundur Evrópuráðsins var settur í Hörpu fyrir nokkrum mínútum. Um fjörutíu þjóðarleiðtogar eru að koma sér fyrir í Eldborg. Volodomyr Zelensky Úkraínuforseti er ekki þeirra á meðal. Ævar Örn Jósepsson ræddi við Birtu Björnsdóttur fréttakonu sem stödd var í Hörpu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands og Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sögðust á sameiginlegum blaðamannafundi í dag hafa komist að samkomulagi um sérlausn fyrir Ísland vegna losunarheimilda í flugi. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra er ánægður með lausnina. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir tók saman. Svetlana Tikanovskaya, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Belarús, er sérstakur gestur á leiðtogafundinum. Tikanovskaya kveðst mjög þakklát fyrir boðið og segir Belarús eiga heima í Evrópuráðinu. Það hefur ekki verið mögulegt til þessa, því þar eru dauðarefsingar enn við lýði. Bændur í Miðfirði eru ekki sammála um hvort, eða hvenær, þeir vilja senda fé af bænum Syðri-Urriðaá í sláturhús, að beiðni Matvælastofnunar. Héraðsdýralæknir segir mikilvægt að aflífa dýrin sem fyrst til þess að lágmarka smithættu. Ólöf Rún Erlendsdóttir fjallar um málið og ræðir við Daníel Haraldsson héraðsdýralækni. SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, ætla að stefna Eflingu fyrir félagsdóm. Þau vilja að að samningur Eflingar við SA bindi ekki hendur veitingastaða þegar kemur að launagreiðslum. Rætt við Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóra SVEIT. ---- "Belarús hefur árum saman verið svartur blettur á Evrópu og útilokað frá aðild að Evrópuráðinu, vegna þess að þar er dauðarefsing enn við lýði," segir Svetlana Tikanovskaya, leiðtogi belarúsku stjórnarandstöðunnar. Hún berst fyrir því að Belarús, sem til skamms tíma var nefnt Hvíta-Rússland hér á landi, verði lýðræðisríki og aðili að Evrópuráðinu. Dagný Hulda Erlendsdóttir ræddi við Tikanovskayu. Katrín Jakobsdóttir og Ursula von der Leyen funduðu í Höfða og ræddu losunarheimildir, Úkraínu og leiðtogafundinn. Ragnhildur Thorlacius tók saman það helsta sem von der Leyen hafði að segja á blaðamannafundi í framhaldinu. Á Lidingö - hverfi rétt við miðborg Stokkhólms - er átta hæða íbúðarhús sem íbúarnir líta á sem rússneskt yfirráðasvæði. Eigandi húsanna er ósáttur og vill leigu fyrir húsið en rýma það ella. En það er ekki hlaupið að því. Kári Gylfaon segir frá.

Spegillinn
Leiðtogafundur, Belarús, losunarheimildir, riða og SVEIT

Spegillinn

Play Episode Listen Later May 16, 2023


Spegillinn 16. maí 2023 Umsjónarmaður: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Mark Eldred Stjórn fréttaútsendingar: Annalísa Hermannsdóttir Leiðtogafundur Evrópuráðsins var settur í Hörpu fyrir nokkrum mínútum. Um fjörutíu þjóðarleiðtogar eru að koma sér fyrir í Eldborg. Volodomyr Zelensky Úkraínuforseti er ekki þeirra á meðal. Ævar Örn Jósepsson ræddi við Birtu Björnsdóttur fréttakonu sem stödd var í Hörpu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands og Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sögðust á sameiginlegum blaðamannafundi í dag hafa komist að samkomulagi um sérlausn fyrir Ísland vegna losunarheimilda í flugi. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra er ánægður með lausnina. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir tók saman. Svetlana Tikanovskaya, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Belarús, er sérstakur gestur á leiðtogafundinum. Tikanovskaya kveðst mjög þakklát fyrir boðið og segir Belarús eiga heima í Evrópuráðinu. Það hefur ekki verið mögulegt til þessa, því þar eru dauðarefsingar enn við lýði. Bændur í Miðfirði eru ekki sammála um hvort, eða hvenær, þeir vilja senda fé af bænum Syðri-Urriðaá í sláturhús, að beiðni Matvælastofnunar. Héraðsdýralæknir segir mikilvægt að aflífa dýrin sem fyrst til þess að lágmarka smithættu. Ólöf Rún Erlendsdóttir fjallar um málið og ræðir við Daníel Haraldsson héraðsdýralækni. SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, ætla að stefna Eflingu fyrir félagsdóm. Þau vilja að að samningur Eflingar við SA bindi ekki hendur veitingastaða þegar kemur að launagreiðslum. Rætt við Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóra SVEIT. ---- "Belarús hefur árum saman verið svartur blettur á Evrópu og útilokað frá aðild að Evrópuráðinu, vegna þess að þar er dauðarefsing enn við lýði," segir Svetlana Tikanovskaya, leiðtogi belarúsku stjórnarandstöðunnar. Hún berst fyrir því að Belarús, sem til skamms tíma var nefnt Hvíta-Rússland hér á landi, verði lýðræðisríki og aðili að Evrópuráðinu. Dagný Hulda Erlendsdóttir ræddi við Tikanovskayu. Katrín Jakobsdóttir og Ursula von der Leyen funduðu í Höfða og ræddu losunarheimildir, Úkraínu og leiðtogafundinn. Ragnhildur Thorlacius tók saman það helsta sem von der Leyen hafði að segja á blaðamannafundi í framhaldinu. Á Lidingö - hverfi rétt við miðborg Stokkhólms - er átta hæða íbúðarhús sem íbúarnir líta á sem rússneskt yfirráðasvæði. Eigandi húsanna er ósáttur og vill leigu fyrir húsið en rýma það ella. En það er ekki hlaupið að því. Kári Gylfaon segir frá.

Samfélagið
Landamæralausar loftlagsbreytingar, samningatækni, málfar og plöntur

Samfélagið

Play Episode Listen Later May 12, 2023 55:00


Við ætlum að ræða við íslenskan sérfræðing í loftlagsbreytingum þvert á landamæri, Mikael Allan Mikaelsson vinnur hjá alþjóðlegri hugveitu í Stokkhólmi á sviði umhverfismála og rannsókna. Hann skoðar meðal annars hvaða efnahagslegu áhrif loflagsbreytingar hafa á innviði landa og kemur einnig að fyrsta loftlagsáhættumatinu fyrir Evropusambandið Lið nemenda við Háskólann í Reykjavík er komið í undanúrslit alþjóðlegrar keppni í samningatækni sem fer fram í Róm síðar í mánuðinum. Við erum forvitin um þetta - hvað þarf að hafa í huga og hvernig maður æfir sig fyrir slíka keppni í samningatækni? Landsliðið í samningatækni sest hjá okkur á eftir. Liðið er skipað þeim Andra Örvari Baldvinssyni, Halldóri Ægi Halldórssyni og Soffíu Ósk Kristinsdóttur. Málfarsmínúta Endurflutt dýraspjall við Vigdísi Freyju Helmútsdóttur plöntuvistfræðing sem sinnir afar forvitnilegum rannsóknum á því hvernig plöntum líður í hlýnandi heimi.

Samfélagið
Landamæralausar loftlagsbreytingar, samningatækni, málfar og plöntur

Samfélagið

Play Episode Listen Later May 12, 2023


Við ætlum að ræða við íslenskan sérfræðing í loftlagsbreytingum þvert á landamæri, Mikael Allan Mikaelsson vinnur hjá alþjóðlegri hugveitu í Stokkhólmi á sviði umhverfismála og rannsókna. Hann skoðar meðal annars hvaða efnahagslegu áhrif loflagsbreytingar hafa á innviði landa og kemur einnig að fyrsta loftlagsáhættumatinu fyrir Evropusambandið Lið nemenda við Háskólann í Reykjavík er komið í undanúrslit alþjóðlegrar keppni í samningatækni sem fer fram í Róm síðar í mánuðinum. Við erum forvitin um þetta - hvað þarf að hafa í huga og hvernig maður æfir sig fyrir slíka keppni í samningatækni? Landsliðið í samningatækni sest hjá okkur á eftir. Liðið er skipað þeim Andra Örvari Baldvinssyni, Halldóri Ægi Halldórssyni og Soffíu Ósk Kristinsdóttur. Málfarsmínúta Endurflutt dýraspjall við Vigdísi Freyju Helmútsdóttur plöntuvistfræðing sem sinnir afar forvitnilegum rannsóknum á því hvernig plöntum líður í hlýnandi heimi.

Hlaðvarp Kjarnans
Raddir margbreytileikans – 36. þáttur: „Það þarf sterkt afl til að við breytum til“

Hlaðvarp Kjarnans

Play Episode Listen Later Apr 25, 2023 70:53


Helga Ögmundardóttir fæddist í Neskaupstað árið 1965. Hún lauk Fil.kand. prófi 1992 frá Stokkhólmsháskóla, ásamt námi í heimspeki, vísindaheimspeki og -sögu, siðfræði, rökfræði, o.fl. frá sama skóla. Einnig lagði Helga stund á nám í lífvísindum við Háskóla Íslands og í Kaupmannahöfn, sem og garðyrkjufræði við Garðyrkjuskólann í Ölfusi. Helga lauk MA prófi 2002 í mannfræði frá Háskóla Íslands og doktorsprófi í mannfræði 2011 frá Háskólanum í Uppsölum. Megin rannsóknaráherslur Helgu eru umhverfis- og orkumál, auðlindanýting og samskipti manna og náttúru almennt. Helga er dósent í mannfræði við Háskóla Íslands. Í þessum þætti mun vera spjallað um mannfræði og umhverfismál, loftslagsbreytingar og aðra þætti sem tengjast breyttum lífsskilyrðum á plánetunni bláu, og þeim sporum sem maðurinn er að marka á hana. Mögulegar afleiðingar þessara spora eru ræddar, sem og þeir möguleikar sem eru í stöðunni, ef ekki á að fara illa, nokkuð sem kallað hefur verið „djúp aðlögun“. Í því sambandi hefur komið fram nýtt hugtak, „vistmorð“, þar sem litið er á umhverfismál sem mannréttindamál, og þar sem glæpum gegn náttúrunni er stillt upp sem glæpum gegn mannkyni.

Víðsjá
Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar,Öllum hnútum kunnug, ímyndunarafl

Víðsjá

Play Episode Listen Later Mar 1, 2023 55:00


Einn af hápunktum ársins í heimi hönnunar er hönnunarvikan í Stokkhólmi fer fram í febrúar ár hvert. Íslenskir hönnuðir kynntu þar áhugaverkt verkefni í þetta sinn, sem enn er til sýnis í Stokkhólmi, verk sem kallast Knowing the Ropes , eða Öllum hnútum kunnug. Verkefnið er unnið á mörkum hönnunar og myndlistar og skoðar táknræna vídd reipisins í norrænni samtímamenningu, en grunnur þess hverfist um tvær kaðlaverksmiðjur; Hampiðjuna í Reykjavík og Aarhus Possementfabrik í Danmörku. Brynhildur Pálsdóttir hönnuður verður gestur okkar í dag og segir okkur frá verkefninu og því sem hæst bar í Stokkhólmi. Og Freyja Þórsdóttir flytur sinn þriðja pistil á heimspekilum nótum. Að þessu sinni fjallar hún um ímyndunaraflið sem okkar merkilegustu og hættulegustu gjöf og hvaða áhrif það hefur á merkingarbær tengsl okkar við heiminn. En við byrjum í leikhúsinu. Leikhópurinn Alltaf í boltanum stendur að sýningunni Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar sem frumsýnd verður í Tjarnarbíó annað kvöld. Verkið skyggnist inn í hvernig enskir knattspyrnuleikir krydda líf fjögurra íslenskra karlmanna. Tilfinningar þeirra fá lausan tauminn og spennan, innan sem utan vallar, eykst með framvindu leiksins svo úr verður óútreiknanleg atburðarás sem spannar 90 mínútur. Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir leit við á æfingu leikhópsins og ræddi við leikstjórann, Viktoríu Blöndal og einn leikaranna, Albert Halldórsson. Umsjón: Halla Harðardóttir

Víðsjá
Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar,Öllum hnútum kunnug, ímyndunarafl

Víðsjá

Play Episode Listen Later Mar 1, 2023


Einn af hápunktum ársins í heimi hönnunar er hönnunarvikan í Stokkhólmi fer fram í febrúar ár hvert. Íslenskir hönnuðir kynntu þar áhugaverkt verkefni í þetta sinn, sem enn er til sýnis í Stokkhólmi, verk sem kallast Knowing the Ropes , eða Öllum hnútum kunnug. Verkefnið er unnið á mörkum hönnunar og myndlistar og skoðar táknræna vídd reipisins í norrænni samtímamenningu, en grunnur þess hverfist um tvær kaðlaverksmiðjur; Hampiðjuna í Reykjavík og Aarhus Possementfabrik í Danmörku. Brynhildur Pálsdóttir hönnuður verður gestur okkar í dag og segir okkur frá verkefninu og því sem hæst bar í Stokkhólmi. Og Freyja Þórsdóttir flytur sinn þriðja pistil á heimspekilum nótum. Að þessu sinni fjallar hún um ímyndunaraflið sem okkar merkilegustu og hættulegustu gjöf og hvaða áhrif það hefur á merkingarbær tengsl okkar við heiminn. En við byrjum í leikhúsinu. Leikhópurinn Alltaf í boltanum stendur að sýningunni Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar sem frumsýnd verður í Tjarnarbíó annað kvöld. Verkið skyggnist inn í hvernig enskir knattspyrnuleikir krydda líf fjögurra íslenskra karlmanna. Tilfinningar þeirra fá lausan tauminn og spennan, innan sem utan vallar, eykst með framvindu leiksins svo úr verður óútreiknanleg atburðarás sem spannar 90 mínútur. Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir leit við á æfingu leikhópsins og ræddi við leikstjórann, Viktoríu Blöndal og einn leikaranna, Albert Halldórsson. Umsjón: Halla Harðardóttir

Spegillinn
Lagasetning ekki í aðsigi, Pence og spilliefni í sjóinn

Spegillinn

Play Episode Listen Later Feb 16, 2023 10:02


Forsætisráðherra segir stjórnvöld ekki ætla að grípa inn í kjaraviðræður með lagasetningu að svo stöddu. Grannt sé þó fylgst með framvindu verkfalla. Komið er að úrslitastund um hvort formlegum kjaraviðræðum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins verður fram haldið. Stjórn og trúnaðarráð Eflingar situr nú á fundi Sænska lögreglan hefur synjað tveimur umsóknum um leyfi til að brenna Kóraninn í Stokkhólmi. Ástæðan er sögð hryðjuverkaógn sem slíkum mótmælum getur fylgt. Fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna neitar að bera vitni í rannsókn sérstaks saksóknara á þætti Donalds Trumps í áhlaupi á þinghúsið í Washington fyrir tveimur árum. ------- Í dag hófst atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna Eflingar um næstu lotu verkfalla. Þar kjósa um 600 starfsmenn hótela og gistiheimila um hvort leggja eigi niður störf. Verði það samþykkt er allt félagsfólk Eflingar sem starfar á hótelum komið í verkfall. Einnig nær það til um 400 öryggisvarða hjá Securitas og Öryggismiðstöðinni og 650 manns í ræstingum hjá Dögum og Sólar auk minni fyrirtækja, samtals um 1650 manns. Þeirri atkvæðagreiðslu lýkur á mánudag. Verði verkföllin samþykkt eiga þau að hefjast á hádegi þriðjudaginn 28. febrúar, í þarnæstu viku. Og áhrif verkfalla sem hófust í gær verða sífellt meiri. Olía og bensín fer minnkandi á nokkrum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Ferðaþjónustan óttast að ferðamenn verði á hrakhólum fljótlega í kring um helgina. Bjarni Rúnarsson tekur saman atburði dagsins. Sérstakur saksóknari sem rannsakar þátt Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í þinghúsárásinni 6. janúar 2021 stefndi á dögunum Mike Pence, varaforseta hans, til að bera vitni. Saksóknarinn starfar á vegum dómsmálaráðuneytisins. Að sögn bandarískra fjölmiðla var Pence birt stefnan eftir langar samningaviðræður stjórnvalda og lögmanna hans. Haft var eftir varaforsetanum fyrrverandi í bandarískum fjölmiðlum í gær að hann ætlaði ekki að mæta til yfirheyrslu undir neinum kringumstæðum. Hann væri jafnvel tilbúinn að fara fyrir hæstarétt til að fá stefnunni hnekkt. Það hefur lengi legið í loftinu að Mike Pence yrði stefnt til að mæta fyrir rannsóknarnefndina til að svara spurningum um atburðina sjötta janúar. Í viðtali í fréttaþætti CBS Face The Nation í nóvember sagði hann að ekki kæmi til greina að mæta. Ásgeir Tómasson segir frá. Vitað er um 160 tilvik þar sem olía og önnur spilliefni hafa farið í sjóinn utan ströndum Svíþjóðar, á síðustu þremur árum. Stundum í mjög miklu magni. Ekkert þessara mála hefur þó leitt til sakfellingar. Kári Gylfason í Gautaborg fjal

Spegillinn
Lagasetning ekki í aðsigi, Pence og spilliefni í sjóinn

Spegillinn

Play Episode Listen Later Feb 16, 2023


Forsætisráðherra segir stjórnvöld ekki ætla að grípa inn í kjaraviðræður með lagasetningu að svo stöddu. Grannt sé þó fylgst með framvindu verkfalla. Komið er að úrslitastund um hvort formlegum kjaraviðræðum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins verður fram haldið. Stjórn og trúnaðarráð Eflingar situr nú á fundi Sænska lögreglan hefur synjað tveimur umsóknum um leyfi til að brenna Kóraninn í Stokkhólmi. Ástæðan er sögð hryðjuverkaógn sem slíkum mótmælum getur fylgt. Fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna neitar að bera vitni í rannsókn sérstaks saksóknara á þætti Donalds Trumps í áhlaupi á þinghúsið í Washington fyrir tveimur árum. ------- Í dag hófst atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna Eflingar um næstu lotu verkfalla. Þar kjósa um 600 starfsmenn hótela og gistiheimila um hvort leggja eigi niður störf. Verði það samþykkt er allt félagsfólk Eflingar sem starfar á hótelum komið í verkfall. Einnig nær það til um 400 öryggisvarða hjá Securitas og Öryggismiðstöðinni og 650 manns í ræstingum hjá Dögum og Sólar auk minni fyrirtækja, samtals um 1650 manns. Þeirri atkvæðagreiðslu lýkur á mánudag. Verði verkföllin samþykkt eiga þau að hefjast á hádegi þriðjudaginn 28. febrúar, í þarnæstu viku. Og áhrif verkfalla sem hófust í gær verða sífellt meiri. Olía og bensín fer minnkandi á nokkrum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Ferðaþjónustan óttast að ferðamenn verði á hrakhólum fljótlega í kring um helgina. Bjarni Rúnarsson tekur saman atburði dagsins. Sérstakur saksóknari sem rannsakar þátt Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í þinghúsárásinni 6. janúar 2021 stefndi á dögunum Mike Pence, varaforseta hans, til að bera vitni. Saksóknarinn starfar á vegum dómsmálaráðuneytisins. Að sögn bandarískra fjölmiðla var Pence birt stefnan eftir langar samningaviðræður stjórnvalda og lögmanna hans. Haft var eftir varaforsetanum fyrrverandi í bandarískum fjölmiðlum í gær að hann ætlaði ekki að mæta til yfirheyrslu undir neinum kringumstæðum. Hann væri jafnvel tilbúinn að fara fyrir hæstarétt til að fá stefnunni hnekkt. Það hefur lengi legið í loftinu að Mike Pence yrði stefnt til að mæta fyrir rannsóknarnefndina til að svara spurningum um atburðina sjötta janúar. Í viðtali í fréttaþætti CBS Face The Nation í nóvember sagði hann að ekki kæmi til greina að mæta. Ásgeir Tómasson segir frá. Vitað er um 160 tilvik þar sem olía og önnur spilliefni hafa farið í sjóinn utan ströndum Svíþjóðar, á síðustu þremur árum. Stundum í mjög miklu magni. Ekkert þessara mála hefur þó leitt til sakfellingar. Kári Gylfason í Gautaborg fjal

Spegillinn
Verkföll, deila Pólverja og ESB, afsögn Sturgeon, vargöld í Svíþjóð

Spegillinn

Play Episode Listen Later Feb 15, 2023


Spegillinn 15.02. 2023 Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórn fréttaútsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir. Settur ríkissáttasemjari hefur fundað með samninganefndum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins síðan klukkan níu í morgun. Hann segir að setið verði fram á kvöld, svo lengi sem eitthvert gagn er af því. Formaður Samtaka atvinnulífsins segir það óhóflega bjartsýni að halda að samningar náist í kvöld en formaður Eflingar er bjartsýnni en áður. Fólk flykktist á bensínstöðvar í aðdraganda verkfallsins, til að fylla á bíla sína og jafnvel brúsa og tunnur að auki. Viðbúið er að verkfallið mikil áhrif á innanlandsflug, jafnvel þótt það vari aðeins nokra daga, fáist ekki undanþágur. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hafið málaferli gegn stjórnvöldum í Póllandi eftir að æðsti dómstóll landsins dró í efa forgangsáhrif Evrópulaga. --------------- Verkfall um 600 Eflingarfélaga hófst á hádegi í dag. Það er ótímabundið og bætist við verkföll félagsins á hótelum sem hófust 7. febrúar. Þessi lota verkfalla kemur verr við almenning en fyrsta lotan, því nú eru bæði fleiri komin í verkfall, og ekki síður, að áhrifin eru meiri í ljósi þess að olíu- og bensíndælur á vesturhluta landsins eru teknar að tæmast hver á fætur annarri, og raunar gerðist það mjög fljótlega eftir að verkfall hófst um miðjan dag. Nicola Sturgeon tilkynnti í dag um afsögn sína sem fyrsti ráðherra Skotlands, eftir átta ár í embætti. Hún segist kveðja embættið með stolt í hjarta. Lögreglan í Stokkhólmi hefur haft afskipti af börnum allt niður í þrettán ára aldur í tengslum við vargöldina sem staðið hefur yfir frá því skömmu fyrir jól. Skotárásir og sprengjutilræði hafa verið daglegt brauð. Ódæðin eru oft framin af börnum og ungmennum meðan höfuðpaurarnir sitja í skjóli ? jafnvel erlendis.

Spegillinn
Verkföll, deila Pólverja og ESB, afsögn Sturgeon, vargöld í Svíþjóð

Spegillinn

Play Episode Listen Later Feb 15, 2023 9:48


Spegillinn 15.02. 2023 Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórn fréttaútsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir. Settur ríkissáttasemjari hefur fundað með samninganefndum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins síðan klukkan níu í morgun. Hann segir að setið verði fram á kvöld, svo lengi sem eitthvert gagn er af því. Formaður Samtaka atvinnulífsins segir það óhóflega bjartsýni að halda að samningar náist í kvöld en formaður Eflingar er bjartsýnni en áður. Fólk flykktist á bensínstöðvar í aðdraganda verkfallsins, til að fylla á bíla sína og jafnvel brúsa og tunnur að auki. Viðbúið er að verkfallið mikil áhrif á innanlandsflug, jafnvel þótt það vari aðeins nokra daga, fáist ekki undanþágur. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hafið málaferli gegn stjórnvöldum í Póllandi eftir að æðsti dómstóll landsins dró í efa forgangsáhrif Evrópulaga. --------------- Verkfall um 600 Eflingarfélaga hófst á hádegi í dag. Það er ótímabundið og bætist við verkföll félagsins á hótelum sem hófust 7. febrúar. Þessi lota verkfalla kemur verr við almenning en fyrsta lotan, því nú eru bæði fleiri komin í verkfall, og ekki síður, að áhrifin eru meiri í ljósi þess að olíu- og bensíndælur á vesturhluta landsins eru teknar að tæmast hver á fætur annarri, og raunar gerðist það mjög fljótlega eftir að verkfall hófst um miðjan dag. Nicola Sturgeon tilkynnti í dag um afsögn sína sem fyrsti ráðherra Skotlands, eftir átta ár í embætti. Hún segist kveðja embættið með stolt í hjarta. Lögreglan í Stokkhólmi hefur haft afskipti af börnum allt niður í þrettán ára aldur í tengslum við vargöldina sem staðið hefur yfir frá því skömmu fyrir jól. Skotárásir og sprengjutilræði hafa verið daglegt brauð. Ódæðin eru oft framin af börnum og ungmennum meðan höfuðpaurarnir sitja í skjóli ? jafnvel erlendis.

Samfélagið
TF-Sif skoðuð, útrýming mannskyns, málfar og safnaspjall

Samfélagið

Play Episode Listen Later Feb 6, 2023 55:00


Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF hefur mikið verið í fréttum undanfarið vegna fyrirætlana um að selja hana. Þær hugmyndir mættu mikilli andstöðu úr ýmsum áttum og nú virðast þær hafa verið settar á ís - eða hætt við þær. Við heimsækjum flugskýli Gæslunnar á eftir og skoðum þessa umtöluðu flugvél. Rætt við VIggó Sigurðsson stýrimaður hjá Gæslunni. Við ræðum líka útrýmingu mannkyns. Er hún yfirvofandi? Hvernig þá og getum við komið í veg fyrir slíkt? Stórt er spurt. Við ræðum við Hlyn Orra Stefánsson heimspeking við Stokkhólmsháskóla sem vinnur innan nýrrar rannsóknarstofnanar í Svíþjóð sem skoðar hamfaraáhættur og kynnir stjórnvöldum heimsins hvernig þau geti brugðist við. Minnir þau á þörf þess að hætta að hugsa í kjörtímabilum og fara að spá í árhundruðum. Það eru tæknimilljarðarmæringar sem fjármagna þessar rannsóknir, hvers vegna? Málfarsmínuta um skrípi. Safnaspjall með safnstjóra RÚV, Helgu Láru Þorsteinsdóttur: Viðtal sem Margrét Indriðadóttir tók við dr. Sigurð Þórarinsson jarðfræðing í apríl árið 1949 um Náttúrugripasafnið í Reykjavík.

Samfélagið
TF-Sif skoðuð, útrýming mannskyns, málfar og safnaspjall

Samfélagið

Play Episode Listen Later Feb 6, 2023


Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF hefur mikið verið í fréttum undanfarið vegna fyrirætlana um að selja hana. Þær hugmyndir mættu mikilli andstöðu úr ýmsum áttum og nú virðast þær hafa verið settar á ís - eða hætt við þær. Við heimsækjum flugskýli Gæslunnar á eftir og skoðum þessa umtöluðu flugvél. Rætt við VIggó Sigurðsson stýrimaður hjá Gæslunni. Við ræðum líka útrýmingu mannkyns. Er hún yfirvofandi? Hvernig þá og getum við komið í veg fyrir slíkt? Stórt er spurt. Við ræðum við Hlyn Orra Stefánsson heimspeking við Stokkhólmsháskóla sem vinnur innan nýrrar rannsóknarstofnanar í Svíþjóð sem skoðar hamfaraáhættur og kynnir stjórnvöldum heimsins hvernig þau geti brugðist við. Minnir þau á þörf þess að hætta að hugsa í kjörtímabilum og fara að spá í árhundruðum. Það eru tæknimilljarðarmæringar sem fjármagna þessar rannsóknir, hvers vegna? Málfarsmínuta um skrípi. Safnaspjall með safnstjóra RÚV, Helgu Láru Þorsteinsdóttur: Viðtal sem Margrét Indriðadóttir tók við dr. Sigurð Þórarinsson jarðfræðing í apríl árið 1949 um Náttúrugripasafnið í Reykjavík.

Morgunvaktin
Mataræði, kosningar í Bandaríkjunum og Heimsglugginn

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Nov 3, 2022 130:00


Mataræði okkar flestra fylgir talsverð losun gróðurhúsalofttegunda sem hlýst af framleiðslu matvæla. Það er umhverfisvænna að borða grænmeti heldur en kjöt. Þurfum við að breyta um mataræði umhverfisins vegna, og getum við það? Auður Viðarsdóttir þjóðfræðingur vinnur að rannsókn um málið við Háskóla Íslands. Hún ræddi þessi mál við okkur. Kosið verður til þings í Bandaríkjunum á þriðjudag. Eins og staðan er núna er útlit fyrir að demókrötum farnist ekki sérlega vel. Joe Biden Bandaríkjaforseti ávarpaði þjóðina í gær, og sagði meðal annars að lýðræðið í landinu sé í hættu. Silja Bára Ómarsdóttir prófessor í stjórnmálafræði fór yfir stöðu mála. Bogi Ágústsson talaði frá Stokkhólmi að þessu sinni og sænsk málefni á dagskrá; aðalefnið var hins vegar Grænland og öryggis- og varnarmál á Norður-Atlantshafi. Við heyrðum í Múte B. Egede, formanni grænlensku landsstjórnarinnar. Umsjónarmenn Morgunvaktarinnar eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir. Tónlist: Funnel of love - Wanda Jackson Meet me in Stockholm - Wanda Jackson Fritiof i Akadien - Evert Taube Don't try to fool me - Jóhann G. Jóhannsson

Morgunvaktin
Mataræði, kosningar í Bandaríkjunum og Heimsglugginn

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Nov 3, 2022


Mataræði okkar flestra fylgir talsverð losun gróðurhúsalofttegunda sem hlýst af framleiðslu matvæla. Það er umhverfisvænna að borða grænmeti heldur en kjöt. Þurfum við að breyta um mataræði umhverfisins vegna, og getum við það? Auður Viðarsdóttir þjóðfræðingur vinnur að rannsókn um málið við Háskóla Íslands. Hún ræddi þessi mál við okkur. Kosið verður til þings í Bandaríkjunum á þriðjudag. Eins og staðan er núna er útlit fyrir að demókrötum farnist ekki sérlega vel. Joe Biden Bandaríkjaforseti ávarpaði þjóðina í gær, og sagði meðal annars að lýðræðið í landinu sé í hættu. Silja Bára Ómarsdóttir prófessor í stjórnmálafræði fór yfir stöðu mála. Bogi Ágústsson talaði frá Stokkhólmi að þessu sinni og sænsk málefni á dagskrá; aðalefnið var hins vegar Grænland og öryggis- og varnarmál á Norður-Atlantshafi. Við heyrðum í Múte B. Egede, formanni grænlensku landsstjórnarinnar. Umsjónarmenn Morgunvaktarinnar eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir. Tónlist: Funnel of love - Wanda Jackson Meet me in Stockholm - Wanda Jackson Fritiof i Akadien - Evert Taube Don't try to fool me - Jóhann G. Jóhannsson

Hlaðvarp Kjarnans
Raddir margbreytileikans – 30. þáttur – Jónína Einarsdóttir

Hlaðvarp Kjarnans

Play Episode Listen Later Oct 5, 2022 65:48


Jónína Einarsdóttir fæddist 1954 í Reykjavík og ólst upp í Dölunum. Hún lauk BA prófi í mannfræði 1988 frá Stokkhólmsháskóla og doktorsprófi í mannfræði frá sama skóla árið 2000. Auk þess lærði hún spænsku, kennslufræði og efnafræði. Jónína er prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands. Helstu rannsóknarsvið Jónínu hafa verið mannfræði barna og ungmenna, heilsumannfræði og rannsóknir á þróunarsamvinnu. Hún var lengi á vettvangi í Gíneu Bissá, í Vestur Afríku, þar sem hún rannsakaði margbreytilega þætti sem snéru að heilsu barna, barnadauða og sorgarviðbrögðum mæðra, brjóstagjöf og mansali á börnum. Hún hefur einnig rannsakað sögu og veruleika íslenskra barna sem voru „send í sveit“ á síðustu öld og velt fyrir sér ýmsum siðferðislegum spurningum því tengdu, t.d. hvort hægt sé að skilgreina það sem mansal. Þetta viðtal snýst einkum um söguleg og pólitísk samskipti, sem og valdaójöfnuð á milli ríkra landa og fátækra, það sem stundum er kallað tengsl Norðurs og Suðurs. Einn þáttur þessara samskipta er þróunarhjálp, sem hefur verið umdeilt fyrirbæri meðal margra mannfræðinga.

Spegillinn
Skjálftar fyrir Norðurlandi, spennandi kosningar í Svíþjóð, Karl III.

Spegillinn

Play Episode Listen Later Sep 9, 2022


Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimður: Mark Eldred Lýst hefur verið yfir óvissustigi almannavarna vegna skjálftahrinunnar úti fyrir Norðurlandi. Hægri og vinstri blokkirnar í Svíþjóð eru nánast jafn stórar fyrir þingkosningarnar á sunnudag. Hallgrímur Indriðson talaði frá Stokkhólmi og Anna Kistín Jónsdóttir ræddi við Kára Gylfason í Gautaborg. Karl konungur þriðji heitir því að fylgja fordæmi móður sinnar og þjóna breska samveldinu til æviloka. Hann flutti síðdegis sitt fyrsta ávarp til þjóðarinnar eftir að hann varð konungur í gær. Freyr Gígja Gunnarsson sagði frá. Hafdís Helga Helgadóttir ræddi við Ragnheiði Kristjánsdóttur prófessor í sagnfæði og Arnór Gunnar Gunnarsson um feril Elísabetar II drottningar og mögulega tilvist konunungsdæmisins eftir að tíu daga sorgarferli lýkur í Bretlandi. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra segir ekki inni í myndinni að selja orku til Evrópu. Samkvæmt Landsvirkjun hefur þeim fjölgað mjög sem sækjast eftir að koma með framleiðslu sína hingað, vegna síhækkandi orkuverðs í Evrópu. Auka þurfi framleiðslu rafmagns með því að virkja meira. Guðlaugur Þór segir að Íslendingar þurfi alla þá raforku sem til er hér - og meira til - svo hægt sé að klára orkuskiptin. Alma Ómarsdóttir ræddi við hann. Langanesbyggð býr sig nú undir móttöku á fulltrúum skoska eldflaugafélagsins Skyrora sem hyggjast skjóta upp tilraunaeldflaug í sveitarfélaginu. Félagið fékk nýlega leyfi samgönguyfirvalda til að skjóta upp einni tilraunaeldflaug frá Íslandi. Ágúst Ólafsson tók saman. Rætt var við Björn S. Lárusson í Morgunútvarpi Rásar 2.

Spegillinn
Skjálftar fyrir Norðurlandi, spennandi kosningar í Svíþjóð, Karl III.

Spegillinn

Play Episode Listen Later Sep 9, 2022 8:41


Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimður: Mark Eldred Lýst hefur verið yfir óvissustigi almannavarna vegna skjálftahrinunnar úti fyrir Norðurlandi. Hægri og vinstri blokkirnar í Svíþjóð eru nánast jafn stórar fyrir þingkosningarnar á sunnudag. Hallgrímur Indriðson talaði frá Stokkhólmi og Anna Kistín Jónsdóttir ræddi við Kára Gylfason í Gautaborg. Karl konungur þriðji heitir því að fylgja fordæmi móður sinnar og þjóna breska samveldinu til æviloka. Hann flutti síðdegis sitt fyrsta ávarp til þjóðarinnar eftir að hann varð konungur í gær. Freyr Gígja Gunnarsson sagði frá. Hafdís Helga Helgadóttir ræddi við Ragnheiði Kristjánsdóttur prófessor í sagnfæði og Arnór Gunnar Gunnarsson um feril Elísabetar II drottningar og mögulega tilvist konunungsdæmisins eftir að tíu daga sorgarferli lýkur í Bretlandi. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra segir ekki inni í myndinni að selja orku til Evrópu. Samkvæmt Landsvirkjun hefur þeim fjölgað mjög sem sækjast eftir að koma með framleiðslu sína hingað, vegna síhækkandi orkuverðs í Evrópu. Auka þurfi framleiðslu rafmagns með því að virkja meira. Guðlaugur Þór segir að Íslendingar þurfi alla þá raforku sem til er hér - og meira til - svo hægt sé að klára orkuskiptin. Alma Ómarsdóttir ræddi við hann. Langanesbyggð býr sig nú undir móttöku á fulltrúum skoska eldflaugafélagsins Skyrora sem hyggjast skjóta upp tilraunaeldflaug í sveitarfélaginu. Félagið fékk nýlega leyfi samgönguyfirvalda til að skjóta upp einni tilraunaeldflaug frá Íslandi. Ágúst Ólafsson tók saman. Rætt var við Björn S. Lárusson í Morgunútvarpi Rásar 2.

Spegillinn
Skjálftar fyrir Norðurlandi, spennandi kosningar í Svíþjóð, Karl III.

Spegillinn

Play Episode Listen Later Sep 9, 2022


Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimður: Mark Eldred Lýst hefur verið yfir óvissustigi almannavarna vegna skjálftahrinunnar úti fyrir Norðurlandi. Hægri og vinstri blokkirnar í Svíþjóð eru nánast jafn stórar fyrir þingkosningarnar á sunnudag. Hallgrímur Indriðson talaði frá Stokkhólmi og Anna Kistín Jónsdóttir ræddi við Kára Gylfason í Gautaborg. Karl konungur þriðji heitir því að fylgja fordæmi móður sinnar og þjóna breska samveldinu til æviloka. Hann flutti síðdegis sitt fyrsta ávarp til þjóðarinnar eftir að hann varð konungur í gær. Freyr Gígja Gunnarsson sagði frá. Hafdís Helga Helgadóttir ræddi við Ragnheiði Kristjánsdóttur prófessor í sagnfæði og Arnór Gunnar Gunnarsson um feril Elísabetar II drottningar og mögulega tilvist konunungsdæmisins eftir að tíu daga sorgarferli lýkur í Bretlandi. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra segir ekki inni í myndinni að selja orku til Evrópu. Samkvæmt Landsvirkjun hefur þeim fjölgað mjög sem sækjast eftir að koma með framleiðslu sína hingað, vegna síhækkandi orkuverðs í Evrópu. Auka þurfi framleiðslu rafmagns með því að virkja meira. Guðlaugur Þór segir að Íslendingar þurfi alla þá raforku sem til er hér - og meira til - svo hægt sé að klára orkuskiptin. Alma Ómarsdóttir ræddi við hann. Langanesbyggð býr sig nú undir móttöku á fulltrúum skoska eldflaugafélagsins Skyrora sem hyggjast skjóta upp tilraunaeldflaug í sveitarfélaginu. Félagið fékk nýlega leyfi samgönguyfirvalda til að skjóta upp einni tilraunaeldflaug frá Íslandi. Ágúst Ólafsson tók saman. Rætt var við Björn S. Lárusson í Morgunútvarpi Rásar 2.

Spegillinn
Skjálftar fyrir Norðurlandi, spennandi kosningar í Svíþjóð, Karl III.

Spegillinn

Play Episode Listen Later Sep 9, 2022


Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimður: Mark Eldred Lýst hefur verið yfir óvissustigi almannavarna vegna skjálftahrinunnar úti fyrir Norðurlandi. Hægri og vinstri blokkirnar í Svíþjóð eru nánast jafn stórar fyrir þingkosningarnar á sunnudag. Hallgrímur Indriðson talaði frá Stokkhólmi og Anna Kistín Jónsdóttir ræddi við Kára Gylfason í Gautaborg. Karl konungur þriðji heitir því að fylgja fordæmi móður sinnar og þjóna breska samveldinu til æviloka. Hann flutti síðdegis sitt fyrsta ávarp til þjóðarinnar eftir að hann varð konungur í gær. Freyr Gígja Gunnarsson sagði frá. Hafdís Helga Helgadóttir ræddi við Ragnheiði Kristjánsdóttur prófessor í sagnfæði og Arnór Gunnar Gunnarsson um feril Elísabetar II drottningar og mögulega tilvist konunungsdæmisins eftir að tíu daga sorgarferli lýkur í Bretlandi. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra segir ekki inni í myndinni að selja orku til Evrópu. Samkvæmt Landsvirkjun hefur þeim fjölgað mjög sem sækjast eftir að koma með framleiðslu sína hingað, vegna síhækkandi orkuverðs í Evrópu. Auka þurfi framleiðslu rafmagns með því að virkja meira. Guðlaugur Þór segir að Íslendingar þurfi alla þá raforku sem til er hér - og meira til - svo hægt sé að klára orkuskiptin. Alma Ómarsdóttir ræddi við hann. Langanesbyggð býr sig nú undir móttöku á fulltrúum skoska eldflaugafélagsins Skyrora sem hyggjast skjóta upp tilraunaeldflaug í sveitarfélaginu. Félagið fékk nýlega leyfi samgönguyfirvalda til að skjóta upp einni tilraunaeldflaug frá Íslandi. Ágúst Ólafsson tók saman. Rætt var við Björn S. Lárusson í Morgunútvarpi Rásar 2.

Í ljósi sögunnar
Bankaránið á Norrmalmstorgi

Í ljósi sögunnar

Play Episode Listen Later Jul 22, 2022


Í þættinum er fjallað um alræmt rán og gíslatöku í banka við Norrmalmstorg í miðborg Stokkhólms 1973, sem varð til þess að hugtakið ?Stokkhólms-heilkenni? var fundið upp.

Í ljósi sögunnar
Bankaránið á Norrmalmstorgi

Í ljósi sögunnar

Play Episode Listen Later Jul 22, 2022


Í þættinum er fjallað um alræmt rán og gíslatöku í banka við Norrmalmstorg í miðborg Stokkhólms 1973, sem varð til þess að hugtakið ?Stokkhólms-heilkenni? var fundið upp.

Rokkland
ABBA - Benny Anderson á línunni

Rokkland

Play Episode Listen Later May 22, 2022


Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum að hljómsveitin ABBA, ein stærsta og vinsælasta hljómsveit sögunnar sendi frá sér plötu í fyrra, plötuna Voyage sem er fyrsta plötuna í heil 40 ár. Hún fór alla leið á toppinn á vinsældalistum víða um heim og fékk líka ágæta dóma. Núna um næstu hlegi verður svo ABBA Arena, nýja Abba-tónleikahöllin í London opnuð með viðhöfn, og ABBA tónleika sjóið hefur göngu sína þar. Af þessu tilefni bauðst Rokklandi stutt viðtal við Benny Anderson úr ABBA núna í Eurovision vikunni. Við ræddum um Eurovision, ABBA höllina, sjóið, hljómsveitina, þjóðlagatónlist, hvers vegna höllin væri ekki í Stokkhólmi, nýju plötuna og ýmislegt fleira. En við heyrum líka brot úr viðtali frá september í fyrra við Svönu Gísladóttur (Svana Gisla) frá Akranesi sem er búin að vera að vinna náið með þeim Björn, Benny, Agnetu og Önnu Frid að þessu risastóra Abba verkefni í bráðum 5 ár. Hún er einskonar framkvæmdastjóri verkefnisins. Við heyrum líka brot úr viðtali Rokklands við Rufus Wainwright sem heldur tónleika í Silfurbergi í Hörpu sunnudaginn eftir viku, en viðtalið verður í heild sinni næsta sunnudag.

Rokkland
ABBA - Benny Anderson á línunni

Rokkland

Play Episode Listen Later May 22, 2022 115:00


Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum að hljómsveitin ABBA, ein stærsta og vinsælasta hljómsveit sögunnar sendi frá sér plötu í fyrra, plötuna Voyage sem er fyrsta plötuna í heil 40 ár. Hún fór alla leið á toppinn á vinsældalistum víða um heim og fékk líka ágæta dóma. Núna um næstu hlegi verður svo ABBA Arena, nýja Abba-tónleikahöllin í London opnuð með viðhöfn, og ABBA tónleika sjóið hefur göngu sína þar. Af þessu tilefni bauðst Rokklandi stutt viðtal við Benny Anderson úr ABBA núna í Eurovision vikunni. Við ræddum um Eurovision, ABBA höllina, sjóið, hljómsveitina, þjóðlagatónlist, hvers vegna höllin væri ekki í Stokkhólmi, nýju plötuna og ýmislegt fleira. En við heyrum líka brot úr viðtali frá september í fyrra við Svönu Gísladóttur (Svana Gisla) frá Akranesi sem er búin að vera að vinna náið með þeim Björn, Benny, Agnetu og Önnu Frid að þessu risastóra Abba verkefni í bráðum 5 ár. Hún er einskonar framkvæmdastjóri verkefnisins. Við heyrum líka brot úr viðtali Rokklands við Rufus Wainwright sem heldur tónleika í Silfurbergi í Hörpu sunnudaginn eftir viku, en viðtalið verður í heild sinni næsta sunnudag.

Rokkland
ABBA - Benny Anderson á línunni

Rokkland

Play Episode Listen Later May 22, 2022


Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum að hljómsveitin ABBA, ein stærsta og vinsælasta hljómsveit sögunnar sendi frá sér plötu í fyrra, plötuna Voyage sem er fyrsta plötuna í heil 40 ár. Hún fór alla leið á toppinn á vinsældalistum víða um heim og fékk líka ágæta dóma. Núna um næstu hlegi verður svo ABBA Arena, nýja Abba-tónleikahöllin í London opnuð með viðhöfn, og ABBA tónleika sjóið hefur göngu sína þar. Af þessu tilefni bauðst Rokklandi stutt viðtal við Benny Anderson úr ABBA núna í Eurovision vikunni. Við ræddum um Eurovision, ABBA höllina, sjóið, hljómsveitina, þjóðlagatónlist, hvers vegna höllin væri ekki í Stokkhólmi, nýju plötuna og ýmislegt fleira. En við heyrum líka brot úr viðtali frá september í fyrra við Svönu Gísladóttur (Svana Gisla) frá Akranesi sem er búin að vera að vinna náið með þeim Björn, Benny, Agnetu og Önnu Frid að þessu risastóra Abba verkefni í bráðum 5 ár. Hún er einskonar framkvæmdastjóri verkefnisins. Við heyrum líka brot úr viðtali Rokklands við Rufus Wainwright sem heldur tónleika í Silfurbergi í Hörpu sunnudaginn eftir viku, en viðtalið verður í heild sinni næsta sunnudag.

Spegillinn

Vilhjálmur Birgisson var kjörinn formaður Starfsgreinasambandsins í morgun. Hann hlaut 70 atkvæði af 130 sem greidd voru í formannskjörinu, það eru tæp 54 prósent. Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags, hlaut 60 atkvæði, sem eru rúm 46 prósent. Vilhjálmur tekur við formennsku af Birni Snæbjörnssyni sem tilkynnti í upphafi þessa kjörtímabils að það yrði hans síðasta. Ágúst Ólafsson, fréttamaður á Akureyri ræddi við Vilhjálm skömmu eftir kjörið í dag. Kaup rússneskra auðmanna á fasteignum, sem gætu verið hernaðarlega mikilvægar, hafa aftur komist í sviðsljósið í Finnlandi og Svíþjóð eftir innrás Rússa. Illa heppnað hótel eða vel heppnað hernaðarmannvirki? Íbúðarhús í niðurníðslu eða herskálar, tilbúnir til notkunar? Þetta eru þær undarlegu spurningar sem spurt er í umræðunni um fasteignir rússneska olígarka í Finnlandi og Svíþjóð. Kári Gylfason talar frá Stokkhólmi. Helstu atriði frétta: Rússnesk yfirvöld segja um 1.300 hermenn hafa fallið í Úkraínu. Evrópusambandið og Bandaríkin hafa náð samkomulagi sem miðar að því að draga verulega úr kaupum Evrópuríkja á rússnesku jarðgasi. Eftir innrás Rússa í Úkraínu hefur orðið fimmföldun í kortlagningu á íslenska netkerfinu, segir sviðsstjóri CERT-IS. Netþrjótar geti þannig aflað sér upplýsinga sem hægt sé að nýta til netárása eða innbrota. Rannsókn á máli læknis hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur undið upp á sig. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir málið eiga sér engin fordæmi í íslenskri réttarsögu Þriðja hvert ungmenni hér á landi notar nikótínpúða. Þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu gagnrýna frumvarp heilbrigðisráðherra um bann við slíkum púðum. Spegillinn 25. mars 2022 Umsjónarmaður: Bjarni Rúnarsson Tæknimaður var Mark Eldred Fréttaútsendingu stjórnaði Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir

Spegillinn
25.03.2022

Spegillinn

Play Episode Listen Later Mar 25, 2022


Vilhjálmur Birgisson var kjörinn formaður Starfsgreinasambandsins í morgun. Hann hlaut 70 atkvæði af 130 sem greidd voru í formannskjörinu, það eru tæp 54 prósent. Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags, hlaut 60 atkvæði, sem eru rúm 46 prósent. Vilhjálmur tekur við formennsku af Birni Snæbjörnssyni sem tilkynnti í upphafi þessa kjörtímabils að það yrði hans síðasta. Ágúst Ólafsson, fréttamaður á Akureyri ræddi við Vilhjálm skömmu eftir kjörið í dag. Kaup rússneskra auðmanna á fasteignum, sem gætu verið hernaðarlega mikilvægar, hafa aftur komist í sviðsljósið í Finnlandi og Svíþjóð eftir innrás Rússa. Illa heppnað hótel eða vel heppnað hernaðarmannvirki? Íbúðarhús í niðurníðslu eða herskálar, tilbúnir til notkunar? Þetta eru þær undarlegu spurningar sem spurt er í umræðunni um fasteignir rússneska olígarka í Finnlandi og Svíþjóð. Kári Gylfason talar frá Stokkhólmi. Helstu atriði frétta: Rússnesk yfirvöld segja um 1.300 hermenn hafa fallið í Úkraínu. Evrópusambandið og Bandaríkin hafa náð samkomulagi sem miðar að því að draga verulega úr kaupum Evrópuríkja á rússnesku jarðgasi. Eftir innrás Rússa í Úkraínu hefur orðið fimmföldun í kortlagningu á íslenska netkerfinu, segir sviðsstjóri CERT-IS. Netþrjótar geti þannig aflað sér upplýsinga sem hægt sé að nýta til netárása eða innbrota. Rannsókn á máli læknis hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur undið upp á sig. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir málið eiga sér engin fordæmi í íslenskri réttarsögu Þriðja hvert ungmenni hér á landi notar nikótínpúða. Þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu gagnrýna frumvarp heilbrigðisráðherra um bann við slíkum púðum. Spegillinn 25. mars 2022 Umsjónarmaður: Bjarni Rúnarsson Tæknimaður var Mark Eldred Fréttaútsendingu stjórnaði Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir

Spegillinn
25.03.2022

Spegillinn

Play Episode Listen Later Mar 25, 2022


Vilhjálmur Birgisson var kjörinn formaður Starfsgreinasambandsins í morgun. Hann hlaut 70 atkvæði af 130 sem greidd voru í formannskjörinu, það eru tæp 54 prósent. Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags, hlaut 60 atkvæði, sem eru rúm 46 prósent. Vilhjálmur tekur við formennsku af Birni Snæbjörnssyni sem tilkynnti í upphafi þessa kjörtímabils að það yrði hans síðasta. Ágúst Ólafsson, fréttamaður á Akureyri ræddi við Vilhjálm skömmu eftir kjörið í dag. Kaup rússneskra auðmanna á fasteignum, sem gætu verið hernaðarlega mikilvægar, hafa aftur komist í sviðsljósið í Finnlandi og Svíþjóð eftir innrás Rússa. Illa heppnað hótel eða vel heppnað hernaðarmannvirki? Íbúðarhús í niðurníðslu eða herskálar, tilbúnir til notkunar? Þetta eru þær undarlegu spurningar sem spurt er í umræðunni um fasteignir rússneska olígarka í Finnlandi og Svíþjóð. Kári Gylfason talar frá Stokkhólmi. Helstu atriði frétta: Rússnesk yfirvöld segja um 1.300 hermenn hafa fallið í Úkraínu. Evrópusambandið og Bandaríkin hafa náð samkomulagi sem miðar að því að draga verulega úr kaupum Evrópuríkja á rússnesku jarðgasi. Eftir innrás Rússa í Úkraínu hefur orðið fimmföldun í kortlagningu á íslenska netkerfinu, segir sviðsstjóri CERT-IS. Netþrjótar geti þannig aflað sér upplýsinga sem hægt sé að nýta til netárása eða innbrota. Rannsókn á máli læknis hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur undið upp á sig. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir málið eiga sér engin fordæmi í íslenskri réttarsögu Þriðja hvert ungmenni hér á landi notar nikótínpúða. Þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu gagnrýna frumvarp heilbrigðisráðherra um bann við slíkum púðum. Spegillinn 25. mars 2022 Umsjónarmaður: Bjarni Rúnarsson Tæknimaður var Mark Eldred Fréttaútsendingu stjórnaði Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir

Rokkland
Stína Ágústsdóttir, Gudrid Hansdóttir, Iggy Pop ofl.

Rokkland

Play Episode Listen Later Feb 13, 2022


Í Rokklandi dagsins eru konur í aðalhutverki ? ein íslensk og ein færeysk. Stina Missnasti Agustsdottir er íslensk tónlistarkona sem býr í Svíþjóð og ég spjalla við í þættinum en hún sendi í vikunni frá sér lag sem heitir Body af væntanlegri plötu sinni; Drown to die a little. Svo er það Guðrið Hansdóttir frá Færeyjum. Hún bjó um árabil á Íslandi - var t.d. í FÍH skólanum. Hún sendi í vikunni frá sér tvö lög ? fyrstu lögin í nokkur ár, og annað lagið syngur Eivør Pálsdóttir með henni. Margrét Eir segir okkur svo frá nýja laginu sínu, Days of Roses, sem hljómsveitin hennar Thin Jim var að gefa út í vikunni. Svo kemur Iggy Pop líka við sögu, en það var tilkynnt í vikunni að hann hlyti í ár sænsku Polar-tónlistarverðlaunin sem verða afhent í Stokkhólmi í maí. Meðal þeirra sem hafa hlotið þessi eftirsóttu verðlaun eru; Paul McCartney, Elton John, Bruce Springsteen, Joni Mitchell, Led Zeppelin, Metallica, Patti Smith og Björk. Og í dag, 13. febrúar, er alþjóðadagur útvarps. Útvarpsnotkun er mikil á Íslandi, meirihluti Íslendinga hlustar á útvarp á hverjum degi og 87% landsmanna hlustar í hverjum mánuði. Unga fólkið hlustar líka, í um klukkustund á dag (12-24 ára) ? samkvæmt nýjustu könnunum. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri sendir hlustendum Rásar 2 stutta kveðju í tilefni dagsins.

Rokkland
Stína Ágústsdóttir, Gudrid Hansdóttir, Iggy Pop ofl.

Rokkland

Play Episode Listen Later Feb 13, 2022 115:00


Í Rokklandi dagsins eru konur í aðalhutverki ? ein íslensk og ein færeysk. Stina Missnasti Agustsdottir er íslensk tónlistarkona sem býr í Svíþjóð og ég spjalla við í þættinum en hún sendi í vikunni frá sér lag sem heitir Body af væntanlegri plötu sinni; Drown to die a little. Svo er það Guðrið Hansdóttir frá Færeyjum. Hún bjó um árabil á Íslandi - var t.d. í FÍH skólanum. Hún sendi í vikunni frá sér tvö lög ? fyrstu lögin í nokkur ár, og annað lagið syngur Eivør Pálsdóttir með henni. Margrét Eir segir okkur svo frá nýja laginu sínu, Days of Roses, sem hljómsveitin hennar Thin Jim var að gefa út í vikunni. Svo kemur Iggy Pop líka við sögu, en það var tilkynnt í vikunni að hann hlyti í ár sænsku Polar-tónlistarverðlaunin sem verða afhent í Stokkhólmi í maí. Meðal þeirra sem hafa hlotið þessi eftirsóttu verðlaun eru; Paul McCartney, Elton John, Bruce Springsteen, Joni Mitchell, Led Zeppelin, Metallica, Patti Smith og Björk. Og í dag, 13. febrúar, er alþjóðadagur útvarps. Útvarpsnotkun er mikil á Íslandi, meirihluti Íslendinga hlustar á útvarp á hverjum degi og 87% landsmanna hlustar í hverjum mánuði. Unga fólkið hlustar líka, í um klukkustund á dag (12-24 ára) ? samkvæmt nýjustu könnunum. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri sendir hlustendum Rásar 2 stutta kveðju í tilefni dagsins.

Rokkland
Stína Ágústsdóttir, Gudrid Hansdóttir, Iggy Pop ofl.

Rokkland

Play Episode Listen Later Feb 13, 2022


Í Rokklandi dagsins eru konur í aðalhutverki ? ein íslensk og ein færeysk. Stina Missnasti Agustsdottir er íslensk tónlistarkona sem býr í Svíþjóð og ég spjalla við í þættinum en hún sendi í vikunni frá sér lag sem heitir Body af væntanlegri plötu sinni; Drown to die a little. Svo er það Guðrið Hansdóttir frá Færeyjum. Hún bjó um árabil á Íslandi - var t.d. í FÍH skólanum. Hún sendi í vikunni frá sér tvö lög ? fyrstu lögin í nokkur ár, og annað lagið syngur Eivør Pálsdóttir með henni. Margrét Eir segir okkur svo frá nýja laginu sínu, Days of Roses, sem hljómsveitin hennar Thin Jim var að gefa út í vikunni. Svo kemur Iggy Pop líka við sögu, en það var tilkynnt í vikunni að hann hlyti í ár sænsku Polar-tónlistarverðlaunin sem verða afhent í Stokkhólmi í maí. Meðal þeirra sem hafa hlotið þessi eftirsóttu verðlaun eru; Paul McCartney, Elton John, Bruce Springsteen, Joni Mitchell, Led Zeppelin, Metallica, Patti Smith og Björk. Og í dag, 13. febrúar, er alþjóðadagur útvarps. Útvarpsnotkun er mikil á Íslandi, meirihluti Íslendinga hlustar á útvarp á hverjum degi og 87% landsmanna hlustar í hverjum mánuði. Unga fólkið hlustar líka, í um klukkustund á dag (12-24 ára) ? samkvæmt nýjustu könnunum. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri sendir hlustendum Rásar 2 stutta kveðju í tilefni dagsins.

Víðsjá
Santiago Moystyn, Ab-ra-ka-da-bra og Ísak

Víðsjá

Play Episode Listen Later Jan 17, 2022 55:00


Í Víðsjá í dag verður rætt við myndlistarmanninn Santiago Mostyn, hann býr og starfar í Stokkhólmi en verk hans má nú sjá á sýningu sem opnuð var í Gerðarsafn um helgina. Santiago fæddist í San Francisco en hefur búið bæði í Afríku og í Karabíahafinu og er innblásin í verkum sínum af menningarstraumum beggja vegna hins svarta Atlantshafs. Forvitnast verður um nýja vefþætti sem Listasafn Reykjavíkur hefur látið gera en þeir heita Ab-ra-ka-da-bra og fjalla um samtímamyndlist. Fyrsti slíki þátturinn kemur fyrir almenningssjónir á morgun en það er tónlistarmaðurinn og hönnuðurinn KrassaSig sem hefur umsjón með þáttunum sem sérstaklega er hugsaðir fyrir unga fólkið. Við ræðum við Ingunni Fjólu Ingþórsdóttur verkefnisstjóra þessa verkefnis um þættina en þeir tengjast sýningu í Listasafni Reykjavíkur sem hugsuð er sértaklega fyrir ungt fólk. Og Gauti Kristmannsson flytur hlustendum Víðsjár einnig bókmenntapistil og fjallar í honum um nýtt smásagnasafn Ísaks Harðarsonar sem kom út fyrir jólin og heitir Sjö nútíma kraftaverkasögur.

Víðsjá
Santiago Moystyn, Ab-ra-ka-da-bra og Ísak

Víðsjá

Play Episode Listen Later Jan 17, 2022


Í Víðsjá í dag verður rætt við myndlistarmanninn Santiago Mostyn, hann býr og starfar í Stokkhólmi en verk hans má nú sjá á sýningu sem opnuð var í Gerðarsafn um helgina. Santiago fæddist í San Francisco en hefur búið bæði í Afríku og í Karabíahafinu og er innblásin í verkum sínum af menningarstraumum beggja vegna hins svarta Atlantshafs. Forvitnast verður um nýja vefþætti sem Listasafn Reykjavíkur hefur látið gera en þeir heita Ab-ra-ka-da-bra og fjalla um samtímamyndlist. Fyrsti slíki þátturinn kemur fyrir almenningssjónir á morgun en það er tónlistarmaðurinn og hönnuðurinn KrassaSig sem hefur umsjón með þáttunum sem sérstaklega er hugsaðir fyrir unga fólkið. Við ræðum við Ingunni Fjólu Ingþórsdóttur verkefnisstjóra þessa verkefnis um þættina en þeir tengjast sýningu í Listasafni Reykjavíkur sem hugsuð er sértaklega fyrir ungt fólk. Og Gauti Kristmannsson flytur hlustendum Víðsjár einnig bókmenntapistil og fjallar í honum um nýtt smásagnasafn Ísaks Harðarsonar sem kom út fyrir jólin og heitir Sjö nútíma kraftaverkasögur.

Spegillinn
1. nóvember 2021, Loftfslagsráðstefna, afsögn formanns Eflingar

Spegillinn

Play Episode Listen Later Nov 1, 2021 10:55


António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að heimsbyggðin gangi um náttúruna eins og klósett, knúin áfram af kolefnisfíkn. Ekki sé seinna vænna að stinga niður fæti. Ásgeir Tómasson sagði frá. Það segir sitt að margir leiðtogar heims mæta ekki á loftlagsráðstefnuna í Skotlandi. En það er skýr krafa ungu kynslóðarinnar að ná árangri, segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Arnar Björnsson talaði við hana. Átök í verkalýðshreyfingunni eru ekki ný af nálinni en afsögn formanns Eflingar er einsdæmi í sögu íslenskrar verkalýðshreyfingar, segir Sumarliði Ísleifsson sagnfræðingur sem ritað hefur sögu Alþýðusambands Íslands. Hjördís Rut Sigurjónsdóttir talaði við hann. Á um þriðjungi sveitabæja á Norðurlandi vestra er farsímasamband lélegt. Unnur Valborg Hilmarsdóttir er framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, sem skorar á stjórnvöld að aftengja ekki síma í gegnum koparlínur fyrr en ráðin hefur verið bót á farsímasambandinu. Ágúst?Ólafsson talaði við hana. Enn liggur ekki fyrir niðurstaða undirbúningsnefndar Alþingis um hvort vafaatriði við talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi kalli á breytingar. Þingmenn fengu greidd laun í dag og halda þeim hver sem niðurstaðan verður. Brynjólfur Þór Guðmundsson sagði frá. --- Loftslagsráðstefnan í Glasgow er formlega farin af stað. Óreiða einkenndi ráðstefnuvettvanginn í morgun og eftir hádegi fóru ráðamenn að viðra stefnumálin. Arnhildur Hálfdánardóttir rýndi í hina margslungnu COP-ráðstefnu og ræddi við Tinnu Hallgrímsdóttur, umhverfissinna sem er á ráðstefnunni. Morðið á sænska rapparanum Einár hefur vakið hörð viðbrögð í Svíþjóð en það er þó enda tónlistarmaðurinn rétt nýlega orðinn nítján ára gamall. Morðið er þó aðeins eitt af tuttugu og einu morði í skotárásum í Stokkhólmi það sem af er ári. Kári Gylfason segir frá. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Útsending fréttahluta: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir

Spegillinn
Spegillinn 23. september 2021

Spegillinn

Play Episode Listen Later Sep 23, 2021 9:42


Klínísk starfsemi Landspítala verður frá næstu áramótum fjármögnuð í samræmi við umfang þjónustunnar. Önnur verkefni spítalans verða fjármögnuð með föstum fjárveitingum eins og áður. Páll Matthíasson, forstjóri spítalans segir framundan miklar breytingar á hluta af rekstri spítalands. Jón Agnar Ólason talaði við hann. Veldisvöxtur er í netárásum á fyrirtæki að sögn Antons Más Egilssonar aðstoðarforstjóra netöryggisfyrirtækisins Syndis, Haukur Holm ræddi við hann. Munnlegum málflutningi í Rauðagerðismálinu lauk síðdegis. Miðflokkurinn, Flokkur fólksins og Sjálfstæðisflokkurinn hafi varið mestu í auglýsingar á samfélagsmiðlum fyrir alþingiskosningarnar á laugardag. Sigurður Svansson eigandi auglýsingastofunnar Sahara hefur tekið saman auglýsingar flokkana á samfélagsmiðlum. Hafdís Helga Helgadóttir ræddi við hann í Síðdegisútvarpinu á rás2. Ástand og lega Siglufjarðarvegar veldur vegfarendum kvíða og vegurinn er oft ófær á köflum. Elías Pétursson bæjarstjóri Fjallabyggðar segir að jarðgöng séu eina lausnin en þau séu þó ekki á dagskrá stjórnvalda. Anna Þorbjörg Jónasdóttir ræddi við hann. Húsaleiga á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,9 prósent í ágúst frá fyrri mánuði og leiguvísitalan er hærri en nokkru sinni fyrr. Hildur Margrét Jóhannsdóttir sagði frá. ----------- Tugir þúsunda hafa þegar greitt atkvæði utan kjörfundar í alþingiskosningunum og stefnir í að fleiri en nokkru sinni kjósi með þeim hætti. Sigríður Kristinsdóttir sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu segir að miðað við kosningar fyrir fjórum árum hafi fjöldinn nærri tvöfaldast. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hana. Mikið hvílir á sveitarfélögum vegna loftslagsbreytinga og í nýrri stefnu ríkisins um aðlögun að breytingunum eru sveitarfélögin þungamiðjan. Þetta segir loftslagsfræðingur á Veðurstofu Íslands. Ragnhildur Thorlacius tók saman. Þrjátíu þúsund krónur á dag, hvern einasta dag, síðustu tíu árin. Svo mikið hafa íbúar í fínustu úthverfum Stokkhólm grætt á því einu að búa í einbýlishúsunum sínum. Gríðarlega hækkanir á húsnæðisverði í Svíþjóð undanfarinn áratug hafa skapað mikil auðæfi. En um leið ýtt undir misskiptingu og margskonar samfélagslegan vanda. Kári Gylfason í Svíþjóð segir frá. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar fréttahluta: Björg Guðlaugsdóttir