Podcasts about breska

  • 23PODCASTS
  • 172EPISODES
  • 51mAVG DURATION
  • ?INFREQUENT EPISODES
  • Nov 6, 2025LATEST

POPULARITY

20172018201920202021202220232024


Best podcasts about breska

Latest podcast episodes about breska

Samfélagið
Rannsókn á heimilisleysi kvenna, innkauparáð og gervigreind í fréttamennsku

Samfélagið

Play Episode Listen Later Nov 6, 2025 55:00


Nýlega voru birt fyrstu áfangagögn verkefnisins, Landsskýrsla INTERACT. Hún veitir innsýn í það hvernig sex Evrópuríki, Þýskaland, Grikkland, Ítalía, Portúgal og Rúmenía, auk Íslands, nálgast málefni heimilislausra kvenna. Niðurstöðurnar sýna að víða skortir á samþættingu jafnréttis- og kynjasjónarmiða, þjónusta við heimilislausar konur er að stórum hluta brotakennd og ósamþætt og tekur of lítið mið af áhrifum áfalla á líf kvenna. Íslensku samstarfaðilarnir RIKK, rannsóknarstofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands og Rótin félagasamtök bera ábyrgð á því að niðurstöðurnar nýtist til að innleiða nýja nálgun. Þær Kristín Hjálmarsdóttir frá RIKK og Kristín Pálsdóttir frá Rótinni kíkja til okkar. Stefán Gíslason, umhverfisfræðingur, flytur okkur hugvekju um kauphegðun, nú þegar margir afsláttardagar eru framundan. Hann veltir því upp hvað séu góð kaup og gefur góð ráð. Í lok þáttar kemur Eyrún Magnúsdóttir, gervigreindarsérfræðingur, svo til okkar og segir okkur allt um hvernig gervigreind færir sig sífellt meira yfir í hlutverk blaða- og fréttamanna. En ný rannsókn Breska ríkisútvarpsins, BBC, bendir til þess að gervigreindinni sé ekki treystandi til að segja okkur fréttir. Umsjón: Ástrós Signýjardóttir og Pétur Magnússon. Tónlist þáttar: BON IVER - There's is a rhythmn ELLEN KRISTJÁNSDÓTTIR - Lilju rós THE NEW EVES - Red brick

Heimsglugginn
Leiðtogafundur NATO og vandræði breska Verkamannaflokksins

Heimsglugginn

Play Episode Listen Later Jun 26, 2025 24:27


Bogi Ágústsson og Davíð Stefánsson, formaður Varðbergs, ræddu niðurstöður leiðtogafundar NATO í Haag í gær. Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu svo við Boga um vandræði breska Verkamannaflokksins. Stór hluti þingflokksins hefur lagst gegn frumvarpi stjórnarinnar um breytingar á velferðarkerfinu og niðurskurð um milljarða punda. Undir lokin sagði Björn frá því að Morgunvaktin er að fara í sumarfrí og Heimsglugginn sömuleiðis. Umsjónarmaður Heimsgluggans snýr sér að undirbúningi sjónvarpsþátta um „sögumisskilning“ Íslendinga þar sem leitast verður við að skoða sögu landsins í öðru ljósi en venja er.

Heimsglugginn
Sænska þjóðin í sorg, kosningar á Grænlandi, ný norsk stjórn og fjör í breska þinginu

Heimsglugginn

Play Episode Listen Later Feb 6, 2025 22:50


Í Heimsglugganum var sjónum beint að norrænum málum. Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddi við Boga Ágústsson um sorgina sem ríkir í Svíþjóð eftir fjöldamorð í skóla í Örebro, kosningar sem hafa verið boðaðar á Grænlandi 11. mars og minnihlutastjórn norska Verkamannaflokksins. Þá heyrðum við Keir Starmer í breska þinginu úthúða fyrri stjórn fyrir veisluhöld á COVID-tímanum.

Lestin
Nýja platan frá Kendrick, Kneecap knésetja breska ríkið

Lestin

Play Episode Listen Later Dec 3, 2024 54:39


Það er bara rapp í Lestinni í dag, Norður-Írskt og Norður-Amerískt rapp. Nýjasta plata Kendricks Lamar, GNX, mætti óvænt á streymisveitur 22. nóvember síðastliðinn. Lög af plötunni hafa raðað sér á topp vinsældalista en viðtökurnar eru þó blendnar. Pitchfork gaf plötunni meðal annars lægstu einkunn sem nokkur plata frá K.Dot hefur fengið frá miðlinum. Við kíkjum á Prikið og rýnum í gripinn með Geoffrey Þ. Huntingdon-Williams. Við kynnumst írsku rappsveitinni Kneecap, sem unnu fyrir helgi mál gegn breska ráðherranum fyrrverandi, Kemi Badenoch, sem hafði reynt að stöðva styrkveitingu til þeirra. Ástæðan sem var gefin upp var sú að þeir hefðu óheppilegar pólitískar skoðanir, nánar tiltekið, styðja þeir sameinað Írland.

Heimsglugginn
Af 214 ára færeyskri peysu og sjóráni breska flotans

Heimsglugginn

Play Episode Listen Later Mar 7, 2024 23:39


Spjall Þórunnar Elísabetar Bogadóttur og Eyrúnar Magnúsdóttur við Boga Ágústsson hófst á sagnfræðilegum nótum. Fyrir nokkrum dögum var opnuð póstsending í þjóðskjalasafni Breta 214 árum eftir að pósturinn var sendur frá Færeyjum til Kaupmannahafnar. Pósturinn komst ekki alla leið því Anne-Marie, skipið sem flutti póstinn, var hertekið af breska flotanum. Farmur Anne-Marie hefur líklega verið boðinn upp og áhöfn herskipsins fengið andvirðið en póstsendingin var eftir í Lundúnum. Þegar pósturinn var lok opnaður kom í ljós handprjónuð peysa sem var stíluð á viðtakanda í Kaupmannahöfn, ýmislegt annað var í póstinum þar á meðal seðlar og mynt. Kosið verður í Portúgal um helgina og Bogi ræddi við Einar Loga Vignisson um stjórnmálastöðuna í landinu. Að lokum ræddi Bogi andstöðu margra í Austur-Evrópu við að Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, verði næsti framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins.

Morgunvaktin
Bretland ríki í upplausn síðustu árin

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Sep 28, 2023 130:00


Bretar hafa haft fimm forsætisráðherra frá því að þeir kusu að ganga út úr Evrópusambandinu fyrir sjö árum. Ný þriggja þátta sería Breska ríkisútvarpsins um þetta tímabil fer á bak við tjöldin og birtir viðtöl og frásagnir fjölda fólks sem aldrei hefur tjáð sig áður. Bresk stjórnmál voru á dagskránni þegar Bogi Ágústsson settist við Heimsgluggann. Haustið var viðfangsefnið í ráðlögðum dagskammti vikunnar. Anna Sigríður Ólafsdóttir prófessor í næringarfræði ræddi um haustmataræði, uppskeru og d-vítamín. Í vor var komið á laggirnar Rannsóknarsetri skapandi greina. Það á að efla rannsóknir á atvinnulífi menningar og skapandi greina á Íslandi. Í vikunni var tilkynnt að Erla Rún Guðmundsdóttir kemur til með að leiða þetta rannsóknarsetur, eftir að hafa í nokkurn tíma unnið við það sem kallað er menningartölfræði. Erla Rún var gestur í síðasta hluta þáttarins. Umsjón hafði Þórunn Elísabet Bogadóttir. Tónlist: Árný Margrét - They only talk about the weather. King, Ben E. - Stand by me. Árný Margrét - Cold aired breeze. Laufey - Lovesick.

Morgunvaktin
Bretland ríki í upplausn síðustu árin

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Sep 28, 2023


Bretar hafa haft fimm forsætisráðherra frá því að þeir kusu að ganga út úr Evrópusambandinu fyrir sjö árum. Ný þriggja þátta sería Breska ríkisútvarpsins um þetta tímabil fer á bak við tjöldin og birtir viðtöl og frásagnir fjölda fólks sem aldrei hefur tjáð sig áður. Bresk stjórnmál voru á dagskránni þegar Bogi Ágústsson settist við Heimsgluggann. Haustið var viðfangsefnið í ráðlögðum dagskammti vikunnar. Anna Sigríður Ólafsdóttir prófessor í næringarfræði ræddi um haustmataræði, uppskeru og d-vítamín. Í vor var komið á laggirnar Rannsóknarsetri skapandi greina. Það á að efla rannsóknir á atvinnulífi menningar og skapandi greina á Íslandi. Í vikunni var tilkynnt að Erla Rún Guðmundsdóttir kemur til með að leiða þetta rannsóknarsetur, eftir að hafa í nokkurn tíma unnið við það sem kallað er menningartölfræði. Erla Rún var gestur í síðasta hluta þáttarins. Umsjón hafði Þórunn Elísabet Bogadóttir. Tónlist: Árný Margrét - They only talk about the weather. King, Ben E. - Stand by me. Árný Margrét - Cold aired breeze. Laufey - Lovesick.

Heimsglugginn
Efnahagsmál og breska samveldið

Heimsglugginn

Play Episode Listen Later Sep 14, 2023 24:56


Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu að þessu sinni við Boga Ágústsson um stöðu efnahagsmála í Evrópu, verðbólga fer minnkandi, litlum hagvexti er spáð og vextir eru enn háir. Í mörgum Evrópulöndum er skortur á vinnuafli og jafnvel ríkisstjórn Ítalíu undir forsæti Giorgiu Meloni hefur rætt við Afríkuríki að fólk til starfa. Meloni og stjórn hennar eru annars afar andvíg innflutningi fólks. Í Danmörku hefur vinnuveitendasambandið beðið stjórnvöld um að fá 50 þúsund útlendinga til starfa. Meginumræðuefni Heimsgluggans var þó staða Samveldis þjóða, sem áður var þekkt sem breska samveldið. Ástralskur prófessor í breskri sögu við Kaupmannahafnarháskóla segir að samveldið sé í vanda, það sé eiginlega ekki til neins og langt sé síðan að það hafi haft einhverja pólitíska eða efnahagslega þýðingu. Sennilega lifi það þó áfram af því enginn vilji verða til þess að leggja það niður.

bj meloni boga afr danm evr sigbj breska kaupmannahafnarh
Heimsglugginn
Efnahagsmál og breska samveldið

Heimsglugginn

Play Episode Listen Later Sep 14, 2023


Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu að þessu sinni við Boga Ágústsson um stöðu efnahagsmála í Evrópu, verðbólga fer minnkandi, litlum hagvexti er spáð og vextir eru enn háir. Í mörgum Evrópulöndum er skortur á vinnuafli og jafnvel ríkisstjórn Ítalíu undir forsæti Giorgiu Meloni hefur rætt við Afríkuríki að fólk til starfa. Meloni og stjórn hennar eru annars afar andvíg innflutningi fólks. Í Danmörku hefur vinnuveitendasambandið beðið stjórnvöld um að fá 50 þúsund útlendinga til starfa. Meginumræðuefni Heimsgluggans var þó staða Samveldis þjóða, sem áður var þekkt sem breska samveldið. Ástralskur prófessor í breskri sögu við Kaupmannahafnarháskóla segir að samveldið sé í vanda, það sé eiginlega ekki til neins og langt sé síðan að það hafi haft einhverja pólitíska eða efnahagslega þýðingu. Sennilega lifi það þó áfram af því enginn vilji verða til þess að leggja það niður.

bj meloni boga afr danm evr sigbj breska kaupmannahafnarh
Spegillinn
Landris við Torfajökul og aukin tíðni skorpulifrar.

Spegillinn

Play Episode Listen Later Aug 16, 2023


Spegillinn 16. ágúst 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Kormákur Marðarson. Stjórn útsendingar: Annalísa Hermannsdóttir. Það er brýnt að bæta tækjakost og mælingar við Torfajökul að dómi Kristínar Jónsdóttur, deildarstjóra eldvirkni á Veðurstofunni. Líklegra sé að gjósi fyrr í Öskju en Torfajökli. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir tók saman. Kórónuveirusmitum hefur fjölgað síðustu vikur. Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir segir að aftur verði tekið til við örvunarbólusetningar gegn covid í haust. Ásta Hlín Magnúsdóttir talaði við hana. Trans-fólk fær ekki líf- og sjúkdómatryggingu ef það hyggur á kynstaðfestingaraðgerð, Áralöng bið getur verið eftir aðgerð segir Ólöf Bjarki Antons formaður Trans-Íslands. Alma Ómarsdóttir ræddi við hán. Tilraunaverkefni Landhelgisgæslunnar, að gera aðra þyrlu sína út frá Akureyri um helgina, gekk vonum framar segir Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi gæslunnar. Ari Páll Karlsson talaði við hann . ASÍ skorar á stjórnvöld að standa undir þeirri ábyrgð sem þau beri á lífi og velferð flóttafólks, undan henni geti ríkisvaldið ekki hlaupist. Breska Þjóðminjasafnið hefur rekið starfsmann vegna gruns um þjófnað og skemmdarverk á safnmunum. Meðal munanna eru skartgripir úr gulli og eðalsteinar. Ástrós Signýjardóttir sagði frá. Gröfumaður slapp með minni háttar áverka þegar grafa hans valt tuttugu til þrjátíu metra fram af stalli í fjallshlíð Fremri-Kárahnjúks í júlí. Vinna lá niðri um tíma eftir slysið en verkið er aftur komið á áætlun. Bandaríkjaforseti heldur til hamfarasvæðanna á Havaí í næstu viku, skógareldar hafa orðið rúmlega hundrað manns að bana. Ari Páll Karlsson sagði frá. --------- Tíðni skorpulifrar hefur margfaldast á síðustu áratugum og heildarneysla áfengis aukist mjög á sama tíma. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Einar Stefán Björnsson yfirlækni og forstöðumann fræðasviðs lyflækninga við Háskóla Íslands Verðbólgan í Bretlandi lækkaði um rúmlega eitt prósent í júlí frá mánuðinum á undan. Stjórnvöld segja þó enga ástæðu til að fagna. Framfærslukostnaður verði hár enn um sinn. Ásgeir Tómasson sagði frá. Erfið staða er í velferðar- og heilbrigðisþjónustu á Akureyri vegna fækkunar hjúkrunarrýma og erfiðleika við að ráða fólk í umönnunarstörf. Hulda Elma Eysteinsdóttir, formaður velferðarráðs hjá Akureyrarbæ segir ástandið óviðunandi. Ólöf Rún Erlendsdóttir tók saman og ræddi við Teit Guðmundsson, forstjóra Heilsuverndar.

Spegillinn
Landris við Torfajökul og aukin tíðni skorpulifrar.

Spegillinn

Play Episode Listen Later Aug 16, 2023 11:02


Spegillinn 16. ágúst 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Kormákur Marðarson. Stjórn útsendingar: Annalísa Hermannsdóttir. Það er brýnt að bæta tækjakost og mælingar við Torfajökul að dómi Kristínar Jónsdóttur, deildarstjóra eldvirkni á Veðurstofunni. Líklegra sé að gjósi fyrr í Öskju en Torfajökli. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir tók saman. Kórónuveirusmitum hefur fjölgað síðustu vikur. Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir segir að aftur verði tekið til við örvunarbólusetningar gegn covid í haust. Ásta Hlín Magnúsdóttir talaði við hana. Trans-fólk fær ekki líf- og sjúkdómatryggingu ef það hyggur á kynstaðfestingaraðgerð, Áralöng bið getur verið eftir aðgerð segir Ólöf Bjarki Antons formaður Trans-Íslands. Alma Ómarsdóttir ræddi við hán. Tilraunaverkefni Landhelgisgæslunnar, að gera aðra þyrlu sína út frá Akureyri um helgina, gekk vonum framar segir Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi gæslunnar. Ari Páll Karlsson talaði við hann . ASÍ skorar á stjórnvöld að standa undir þeirri ábyrgð sem þau beri á lífi og velferð flóttafólks, undan henni geti ríkisvaldið ekki hlaupist. Breska Þjóðminjasafnið hefur rekið starfsmann vegna gruns um þjófnað og skemmdarverk á safnmunum. Meðal munanna eru skartgripir úr gulli og eðalsteinar. Ástrós Signýjardóttir sagði frá. Gröfumaður slapp með minni háttar áverka þegar grafa hans valt tuttugu til þrjátíu metra fram af stalli í fjallshlíð Fremri-Kárahnjúks í júlí. Vinna lá niðri um tíma eftir slysið en verkið er aftur komið á áætlun. Bandaríkjaforseti heldur til hamfarasvæðanna á Havaí í næstu viku, skógareldar hafa orðið rúmlega hundrað manns að bana. Ari Páll Karlsson sagði frá. --------- Tíðni skorpulifrar hefur margfaldast á síðustu áratugum og heildarneysla áfengis aukist mjög á sama tíma. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Einar Stefán Björnsson yfirlækni og forstöðumann fræðasviðs lyflækninga við Háskóla Íslands Verðbólgan í Bretlandi lækkaði um rúmlega eitt prósent í júlí frá mánuðinum á undan. Stjórnvöld segja þó enga ástæðu til að fagna. Framfærslukostnaður verði hár enn um sinn. Ásgeir Tómasson sagði frá. Erfið staða er í velferðar- og heilbrigðisþjónustu á Akureyri vegna fækkunar hjúkrunarrýma og erfiðleika við að ráða fólk í umönnunarstörf. Hulda Elma Eysteinsdóttir, formaður velferðarráðs hjá Akureyrarbæ segir ástandið óviðunandi. Ólöf Rún Erlendsdóttir tók saman og ræddi við Teit Guðmundsson, forstjóra Heilsuverndar.

Besta platan
#0169 Suede - Suede

Besta platan

Play Episode Listen Later Apr 14, 2023 86:51


Breska sveitin Suede tekin til kostana og hún skoðuð í krók og kima. Stóra samhengið, lagasmíðahápunktar, drama og allur pakkinn!!

suede breska
Rokkland
Michael Head, Björk 2003, Árný Margrét og Rihanna

Rokkland

Play Episode Listen Later Feb 19, 2023


Plata ársins 2022 hjá Breska tónlistartímaritinu Mojo heitir Dear Scott og tónlistarmaður heitir Michael head ? Michael Head & The Red Elastic Band. Hann er 61 árs fyrrum heróínfíkill. Við kynnumst honum og plötunni í þættinum. Við heyrum líka í Árný Margréti á Eurosonic Festival sem fór fram í janúar. Rifjum upp viðtal við Björk frá 2003 heyrum í Rihönnu á Superbowl.

Rokkland
Michael Head, Björk 2003, Árný Margrét og Rihanna

Rokkland

Play Episode Listen Later Feb 19, 2023 115:00


Plata ársins 2022 hjá Breska tónlistartímaritinu Mojo heitir Dear Scott og tónlistarmaður heitir Michael head ? Michael Head & The Red Elastic Band. Hann er 61 árs fyrrum heróínfíkill. Við kynnumst honum og plötunni í þættinum. Við heyrum líka í Árný Margréti á Eurosonic Festival sem fór fram í janúar. Rifjum upp viðtal við Björk frá 2003 heyrum í Rihönnu á Superbowl.

Heimsglugginn
Arden hættir, þungavopn til Úkraínu og deila Breta og Skota

Heimsglugginn

Play Episode Listen Later Jan 19, 2023


Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson fjölluðu um erlend málefni að venju á fimmtudagsmorgni í Heimsglugganum. Fyrst ræddu þeir óvænta tilkynningu Jacindu Ardern um að hún ætlaði að láta af embætti forsætisráðherra Nýja-Sjálands. Þá ræddu þeir fund sem verður á morgun í Þýskalandi meðal fulltrúa þeirra ríkja sem hafa sent vopn eða aðstoð til Úkraínu. Búist er við að tilkynnt verði að Úkraínumenn fái þungavopn eins og fullkomna skriðdreka frá vestrænum ríkjum. Björn Þór og Bogi ræddu einnig deilu sem komin er upp á milli stjórnanna í Lundúnum og Edinborg eftir að breska stjórnin tilkynnti að skosk lög um kynrænt sjálfræði fengju ekki staðfestingu konungs. Breska stjórnin segir lögin ganga í berhögg við bresk jafnréttislög, skoska stjórnin segir það fyrirslátt og að Lundúnastjórnin sé að efna til ?menningarstríðs?. Skoska stjórnin bendir á að Lundúnastjórnin hafi haft ótal tækifæri til að koma á framfæri athugasemdum þegar málið var til meðferðar í skoska þinginu, leitað hafi verið eftir umsögnum mjög margra en ekkert heyrst frá Westminster fyrr en nú. Í lokin var rætt um mögulegan titil væntanlegrar minningarbókar Borisar Johnsons um forsætisráðherratíð hans. Blaðamaðurinn Henri Mance á Financial Times bað um tillögur í tísti og þúsundir hafa brugðist við og flestar tillögurnar hæðast að Johnson fyrir lygar og óheiðarleika.

Heimsglugginn
Arden hættir, þungavopn til Úkraínu og deila Breta og Skota

Heimsglugginn

Play Episode Listen Later Jan 19, 2023 23:59


Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson fjölluðu um erlend málefni að venju á fimmtudagsmorgni í Heimsglugganum. Fyrst ræddu þeir óvænta tilkynningu Jacindu Ardern um að hún ætlaði að láta af embætti forsætisráðherra Nýja-Sjálands. Þá ræddu þeir fund sem verður á morgun í Þýskalandi meðal fulltrúa þeirra ríkja sem hafa sent vopn eða aðstoð til Úkraínu. Búist er við að tilkynnt verði að Úkraínumenn fái þungavopn eins og fullkomna skriðdreka frá vestrænum ríkjum. Björn Þór og Bogi ræddu einnig deilu sem komin er upp á milli stjórnanna í Lundúnum og Edinborg eftir að breska stjórnin tilkynnti að skosk lög um kynrænt sjálfræði fengju ekki staðfestingu konungs. Breska stjórnin segir lögin ganga í berhögg við bresk jafnréttislög, skoska stjórnin segir það fyrirslátt og að Lundúnastjórnin sé að efna til ?menningarstríðs?. Skoska stjórnin bendir á að Lundúnastjórnin hafi haft ótal tækifæri til að koma á framfæri athugasemdum þegar málið var til meðferðar í skoska þinginu, leitað hafi verið eftir umsögnum mjög margra en ekkert heyrst frá Westminster fyrr en nú. Í lokin var rætt um mögulegan titil væntanlegrar minningarbókar Borisar Johnsons um forsætisráðherratíð hans. Blaðamaðurinn Henri Mance á Financial Times bað um tillögur í tísti og þúsundir hafa brugðist við og flestar tillögurnar hæðast að Johnson fyrir lygar og óheiðarleika.

Spegillinn
Rafmagnsleysi, þjóðarhöll og mafíuforingi handtekinn

Spegillinn

Play Episode Listen Later Jan 16, 2023


Rafmagnslaust var á öllum Suðurnesjum í rúma tvo klukkutíma í dag. Rafmagn er komið á að nýju en enn er bið á að heitt og kalt vatns streymi í öll hús. . Hjúkrunarfræðingur sem ákærð er fyrir að verða sjúklingi á geðdeild að bana neitar sök. Hún er ákærð fyrir að þvinga næringardrykk ofan í sjúklinginn. Breska ríkisstjórnin hefur beitt neitunarvaldi til að koma í veg fyrir að frumvarp um kynrænt sjálfræði verði að lögum. Þetta er í fyrsta skipti sem valdinu er beitt í sögu skoska þingsins. Áætlun um að hér verð risin þjóðarhöll haustið 2025 á að geta haldið ef ekki koma upp óvæntar tafir segir formaður framkvæmdanefndar. Barna og menntamálaráðherra bendir á að hingað til hafi tímalína sem kynnt var í fyrra haldið. Skipting fimmtán milljarða byggingarkostnaður milli ríkis og borgar er þó enn ekki afráðin. Einn alræmdasti glæpaforingi ítölsku mafíunnar var handtekinn í morgun. Lögregla hefur elst við hann í þrjá áratugi. Hann er sagður hafa drepið um 50 manns. Ísland leikur sem stendur við Suður Kóreumenn á heimsmeistaramótinu í handbolta. Útlitið er gott fyrir íslenska liðið þegar stutt er til leiksloka. ------ Hátt í tuttugu þúsund fermetra þjóðarhöll á að rísa á næstu árum í Laugardal, ofan við Laugardalshöllina gömlu og aðkoman snýr að Suðurlandsbraut. Hún á að taka allt að 8.600 í sæti og 12 þúsund á tónleikum. Húsinu ætlað að stórbæta aðstöðu fyrir fjölmargar íþróttagreinar og vera fjölnota hús fyrir þjóðina alla, segir í tillögum framkvæmdanefndar. Í morgun kynntu forsætisráðherra, mennta- og barnamálaráðherra, borgarstjóri og formaður framkvæmdanefndar stöðuna og næstu skref. Kostnaður við bygginguna er talinn verða um 15 milljarðar króna og enn ekki að fullu afráðið hvernig sá kostnaður skiptist milli ríkis og borgar. Forsætisráðherra vísar til þess að kostnaður við byggingu Hörpu hafi skipst nokkrun veginn til helminga millli ríkis og borgar og á svipuðum nótum talar formaður framkvæmdanefndarinnar. Borgarstjóri segir of snemmt að tala um það hvernig skipta eigi útgjöldunum. Burtséð frá fjármögnuninni eru miklar vonir bundnar við þjóðarhöll. Anna Kristín Jónsdóttir tók saman. Ofbeldi kærasta, maka eða fyrrverandi maka hefur kostað kostað fimmtán til tuttugu konur lífið á hverju ári, undanfarna tvo áratugi, í Svíþjóð. Lögregla hefur leitast við að koma í veg fyrir ofbeldi með fyrirbyggjandi starfi; og styðja við konur sem fyrir ofbeldinu verða. En óttast nú að þær aðgerðir sitji á hakanum vegna ofuráherslu á baráttuna við glæpagengi. Kári Gylfason talar frá Gautaborg. Eftir þriggja áratuga el

Spegillinn
Rafmagnsleysi, þjóðarhöll og mafíuforingi handtekinn

Spegillinn

Play Episode Listen Later Jan 16, 2023 9:43


Rafmagnslaust var á öllum Suðurnesjum í rúma tvo klukkutíma í dag. Rafmagn er komið á að nýju en enn er bið á að heitt og kalt vatns streymi í öll hús. . Hjúkrunarfræðingur sem ákærð er fyrir að verða sjúklingi á geðdeild að bana neitar sök. Hún er ákærð fyrir að þvinga næringardrykk ofan í sjúklinginn. Breska ríkisstjórnin hefur beitt neitunarvaldi til að koma í veg fyrir að frumvarp um kynrænt sjálfræði verði að lögum. Þetta er í fyrsta skipti sem valdinu er beitt í sögu skoska þingsins. Áætlun um að hér verð risin þjóðarhöll haustið 2025 á að geta haldið ef ekki koma upp óvæntar tafir segir formaður framkvæmdanefndar. Barna og menntamálaráðherra bendir á að hingað til hafi tímalína sem kynnt var í fyrra haldið. Skipting fimmtán milljarða byggingarkostnaður milli ríkis og borgar er þó enn ekki afráðin. Einn alræmdasti glæpaforingi ítölsku mafíunnar var handtekinn í morgun. Lögregla hefur elst við hann í þrjá áratugi. Hann er sagður hafa drepið um 50 manns. Ísland leikur sem stendur við Suður Kóreumenn á heimsmeistaramótinu í handbolta. Útlitið er gott fyrir íslenska liðið þegar stutt er til leiksloka. ------ Hátt í tuttugu þúsund fermetra þjóðarhöll á að rísa á næstu árum í Laugardal, ofan við Laugardalshöllina gömlu og aðkoman snýr að Suðurlandsbraut. Hún á að taka allt að 8.600 í sæti og 12 þúsund á tónleikum. Húsinu ætlað að stórbæta aðstöðu fyrir fjölmargar íþróttagreinar og vera fjölnota hús fyrir þjóðina alla, segir í tillögum framkvæmdanefndar. Í morgun kynntu forsætisráðherra, mennta- og barnamálaráðherra, borgarstjóri og formaður framkvæmdanefndar stöðuna og næstu skref. Kostnaður við bygginguna er talinn verða um 15 milljarðar króna og enn ekki að fullu afráðið hvernig sá kostnaður skiptist milli ríkis og borgar. Forsætisráðherra vísar til þess að kostnaður við byggingu Hörpu hafi skipst nokkrun veginn til helminga millli ríkis og borgar og á svipuðum nótum talar formaður framkvæmdanefndarinnar. Borgarstjóri segir of snemmt að tala um það hvernig skipta eigi útgjöldunum. Burtséð frá fjármögnuninni eru miklar vonir bundnar við þjóðarhöll. Anna Kristín Jónsdóttir tók saman. Ofbeldi kærasta, maka eða fyrrverandi maka hefur kostað kostað fimmtán til tuttugu konur lífið á hverju ári, undanfarna tvo áratugi, í Svíþjóð. Lögregla hefur leitast við að koma í veg fyrir ofbeldi með fyrirbyggjandi starfi; og styðja við konur sem fyrir ofbeldinu verða. En óttast nú að þær aðgerðir sitji á hakanum vegna ofuráherslu á baráttuna við glæpagengi. Kári Gylfason talar frá Gautaborg. Eftir þriggja áratuga el

Heimskviður
128| Afskipti af fjölmiðlum í Rússlandi og ástandið í Suður Súdan

Heimskviður

Play Episode Listen Later Dec 10, 2022 40:00


Við byrjum þáttinn á því að skoða rússneska fjölmiðla og hvernig þarlendir miðlar hafa fjallað um innrás Rússa í Úkraínu. BBC, Breska ríkisútvarpið rekur sérstaka deild sem fylgist með fjölmiðlum í ýmsum löndum, þar á meðal í Rússlandi - Heimskviður ræddu á dögunum við einn af sérfræðingum þessarar deildar, Francis Scarr. Hann bjó í Rússlandi og horfir á hverjum degi á sjónvarpsfréttir þar og greinir umræðuna - hann segir okkur meðal annars frá því hvernig fréttastjórar stóru sjónvarpsstöðvanna taka við leiðbeiningum frá Kreml um hvernig á að segja fréttir. Björn Malmquist fjallar um málið. Stjórnvöld í Suður Súdan nota svelti og hungur sem vopn í átökum við uppreisnarhópa í landinu, samkvæmt nýrri skýrslu. Þessi skýrsla fer í bunkann með annarri samantekt Sameinuðu þjóðanna þar sem skorað er á stjórnvöld í Suður Súdan að bregðast við úbreiddu kynferðisofbeldi í innalandshernaði sem einkennt hefur stutta sögu landsins. Saga þessa yngsta sjálfstæða ríkis heims er að mörgu leyti harmsaga átaka og ofbeldis, sem bitnar mest á almennum borgurum. Íslenskur barnalæknir er nú stödd í Suður Súdan á vegum Lækna án landamæra og segir að okkur hætti til að gleyma svæðum þar sem átök hafi staðið yfir í langan tíma. Birta fer með okkur til Suður Súdan. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.

bbc saga bj stj hann kreml umsj malmquist birta sameinu breska francis scarr bjarni p sunna valger heimskvi
Heimskviður
128| Afskipti af fjölmiðlum í Rússlandi og ástandið í Suður Súdan

Heimskviður

Play Episode Listen Later Dec 10, 2022


Við byrjum þáttinn á því að skoða rússneska fjölmiðla og hvernig þarlendir miðlar hafa fjallað um innrás Rússa í Úkraínu. BBC, Breska ríkisútvarpið rekur sérstaka deild sem fylgist með fjölmiðlum í ýmsum löndum, þar á meðal í Rússlandi - Heimskviður ræddu á dögunum við einn af sérfræðingum þessarar deildar, Francis Scarr. Hann bjó í Rússlandi og horfir á hverjum degi á sjónvarpsfréttir þar og greinir umræðuna - hann segir okkur meðal annars frá því hvernig fréttastjórar stóru sjónvarpsstöðvanna taka við leiðbeiningum frá Kreml um hvernig á að segja fréttir. Björn Malmquist fjallar um málið. Stjórnvöld í Suður Súdan nota svelti og hungur sem vopn í átökum við uppreisnarhópa í landinu, samkvæmt nýrri skýrslu. Þessi skýrsla fer í bunkann með annarri samantekt Sameinuðu þjóðanna þar sem skorað er á stjórnvöld í Suður Súdan að bregðast við úbreiddu kynferðisofbeldi í innalandshernaði sem einkennt hefur stutta sögu landsins. Saga þessa yngsta sjálfstæða ríkis heims er að mörgu leyti harmsaga átaka og ofbeldis, sem bitnar mest á almennum borgurum. Íslenskur barnalæknir er nú stödd í Suður Súdan á vegum Lækna án landamæra og segir að okkur hætti til að gleyma svæðum þar sem átök hafi staðið yfir í langan tíma. Birta fer með okkur til Suður Súdan. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.

bbc saga bj stj hann kreml umsj malmquist birta sameinu breska francis scarr bjarni p sunna valger heimskvi
Heimskviður
128| Afskipti af fjölmiðlum í Rússlandi og ástandið í Suður Súdan

Heimskviður

Play Episode Listen Later Dec 10, 2022


Við byrjum þáttinn á því að skoða rússneska fjölmiðla og hvernig þarlendir miðlar hafa fjallað um innrás Rússa í Úkraínu. BBC, Breska ríkisútvarpið rekur sérstaka deild sem fylgist með fjölmiðlum í ýmsum löndum, þar á meðal í Rússlandi - Heimskviður ræddu á dögunum við einn af sérfræðingum þessarar deildar, Francis Scarr. Hann bjó í Rússlandi og horfir á hverjum degi á sjónvarpsfréttir þar og greinir umræðuna - hann segir okkur meðal annars frá því hvernig fréttastjórar stóru sjónvarpsstöðvanna taka við leiðbeiningum frá Kreml um hvernig á að segja fréttir. Björn Malmquist fjallar um málið. Stjórnvöld í Suður Súdan nota svelti og hungur sem vopn í átökum við uppreisnarhópa í landinu, samkvæmt nýrri skýrslu. Þessi skýrsla fer í bunkann með annarri samantekt Sameinuðu þjóðanna þar sem skorað er á stjórnvöld í Suður Súdan að bregðast við úbreiddu kynferðisofbeldi í innalandshernaði sem einkennt hefur stutta sögu landsins. Saga þessa yngsta sjálfstæða ríkis heims er að mörgu leyti harmsaga átaka og ofbeldis, sem bitnar mest á almennum borgurum. Íslenskur barnalæknir er nú stödd í Suður Súdan á vegum Lækna án landamæra og segir að okkur hætti til að gleyma svæðum þar sem átök hafi staðið yfir í langan tíma. Birta fer með okkur til Suður Súdan. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.

bbc saga bj stj hann kreml umsj malmquist birta sameinu breska francis scarr bjarni p sunna valger heimskvi
Heimskviður
128| Afskipti af fjölmiðlum í Rússlandi og ástandið í Suður Súdan

Heimskviður

Play Episode Listen Later Dec 10, 2022


Við byrjum þáttinn á því að skoða rússneska fjölmiðla og hvernig þarlendir miðlar hafa fjallað um innrás Rússa í Úkraínu. BBC, Breska ríkisútvarpið rekur sérstaka deild sem fylgist með fjölmiðlum í ýmsum löndum, þar á meðal í Rússlandi - Heimskviður ræddu á dögunum við einn af sérfræðingum þessarar deildar, Francis Scarr. Hann bjó í Rússlandi og horfir á hverjum degi á sjónvarpsfréttir þar og greinir umræðuna - hann segir okkur meðal annars frá því hvernig fréttastjórar stóru sjónvarpsstöðvanna taka við leiðbeiningum frá Kreml um hvernig á að segja fréttir. Björn Malmquist fjallar um málið. Stjórnvöld í Suður Súdan nota svelti og hungur sem vopn í átökum við uppreisnarhópa í landinu, samkvæmt nýrri skýrslu. Þessi skýrsla fer í bunkann með annarri samantekt Sameinuðu þjóðanna þar sem skorað er á stjórnvöld í Suður Súdan að bregðast við úbreiddu kynferðisofbeldi í innalandshernaði sem einkennt hefur stutta sögu landsins. Saga þessa yngsta sjálfstæða ríkis heims er að mörgu leyti harmsaga átaka og ofbeldis, sem bitnar mest á almennum borgurum. Íslenskur barnalæknir er nú stödd í Suður Súdan á vegum Lækna án landamæra og segir að okkur hætti til að gleyma svæðum þar sem átök hafi staðið yfir í langan tíma. Birta fer með okkur til Suður Súdan. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.

bbc saga bj stj hann kreml umsj malmquist birta sameinu breska francis scarr bjarni p sunna valger heimskvi
Spegillinn
Cop-27, verðbólga í Bretlandi og krufningar á Íslandi

Spegillinn

Play Episode Listen Later Nov 16, 2022


Þjóðarleiðtogar og ráðherrar á Vesturlöndum eru sammála um að Rússar beri ábyrgð á sprengingunni í Póllandi, hvort sem eldflaugin var rússnesk eða úkraínsk. Úkraínumenn vilja taka þátt í vettvangsrannsókninni. Forsætisráðherra segir mikilvægt að efla varnir landsins gegn hvers kyns netárásum. Málið sé í forgangi hjá þjóðaröryggisráði en töluvert verk sé enn óunnið. Sálfræðingar flýja heilsugæsluna vegna skipulagsbreytinga sem gerðar voru fyrr á árinu í óþökk þeirra. Formaður Félags sálfræðinga í heilsugæslu segir þjónustuna verri fyrir vikið. Íslensk stjórnvöld leggja á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna áherslu á, eins og hingað til, að hlýnun jarðar fari ekki yfir eina og hálfa gráðu. Matvælaráðherra segir að öllu skipti að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, en lausnin sé margþætt og flókin. Bragi Valdimar Skúlason hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu. ------ Farið er að síga á seinni hluta Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi. Henni lýkur á föstudag og tuttugu þúsund þátttakendur snúa þá heim á leið. Ætlun þeirra flestra er að vera nær því að tryggja markmið Parísarsamkomulagsins um að hlýnun jarðar verði ekki meiri en ein og hálf gráða frá því sem var við upphaf iðnbyltingar. Erfitt hefur reynst að ná samhljómi um hvernig. Í Glasgow í fyrra skrifuðu þátttakendur upp á yfirlýsingar um að dregið skyldi skarpt og verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Nú óttast sumir að reynt sé að ná málamiðlun í skjóli þess að markmiðið um eina og hálfa gráðu sé ekki raunsætt. Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands, viðraði slíkar áhyggjur við fjölmiðla nýlega, en sagði ekki hægt að sættast á slíkt. Samtök fátækari ríkja á fundinum hafa líka lýst því yfir að ekki megi þynna út markmiðin og standa verði við að draga úr losun um helming fyrir 2030. Samtöl um það sem kallað hefur verið töp og tjón í þessu samhengi snúast að nokkru um að ríkari löndin verði að hjálpa þeim fátækari með fjárframlögum að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga sem koma hvað harðast niður á þeim fátæku. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra er í Egyptlandi fyrir hönd Íslands og ávarpaði samkomuna í gær. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Svandísi. Verðbólgan er komin yfir ellefu prósent í Bretlandi. Hún hefur ekki verið meiri í rúmlega fjóra áratugi. Efnahagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar verða kynntar á morgun.Breska hagstofan ONS tilkynnti í morgun að verðbólgan í október hefði verið 11,1 prósent. Hún hefur ekki verið meiri frá árinu 1981, - í 41 ár. Ástæðan að þessu sinni er einkum aukinn

Spegillinn
Cop-27, verðbólga í Bretlandi og krufningar á Íslandi

Spegillinn

Play Episode Listen Later Nov 16, 2022 30:00


Þjóðarleiðtogar og ráðherrar á Vesturlöndum eru sammála um að Rússar beri ábyrgð á sprengingunni í Póllandi, hvort sem eldflaugin var rússnesk eða úkraínsk. Úkraínumenn vilja taka þátt í vettvangsrannsókninni. Forsætisráðherra segir mikilvægt að efla varnir landsins gegn hvers kyns netárásum. Málið sé í forgangi hjá þjóðaröryggisráði en töluvert verk sé enn óunnið. Sálfræðingar flýja heilsugæsluna vegna skipulagsbreytinga sem gerðar voru fyrr á árinu í óþökk þeirra. Formaður Félags sálfræðinga í heilsugæslu segir þjónustuna verri fyrir vikið. Íslensk stjórnvöld leggja á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna áherslu á, eins og hingað til, að hlýnun jarðar fari ekki yfir eina og hálfa gráðu. Matvælaráðherra segir að öllu skipti að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, en lausnin sé margþætt og flókin. Bragi Valdimar Skúlason hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu. ------ Farið er að síga á seinni hluta Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi. Henni lýkur á föstudag og tuttugu þúsund þátttakendur snúa þá heim á leið. Ætlun þeirra flestra er að vera nær því að tryggja markmið Parísarsamkomulagsins um að hlýnun jarðar verði ekki meiri en ein og hálf gráða frá því sem var við upphaf iðnbyltingar. Erfitt hefur reynst að ná samhljómi um hvernig. Í Glasgow í fyrra skrifuðu þátttakendur upp á yfirlýsingar um að dregið skyldi skarpt og verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Nú óttast sumir að reynt sé að ná málamiðlun í skjóli þess að markmiðið um eina og hálfa gráðu sé ekki raunsætt. Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands, viðraði slíkar áhyggjur við fjölmiðla nýlega, en sagði ekki hægt að sættast á slíkt. Samtök fátækari ríkja á fundinum hafa líka lýst því yfir að ekki megi þynna út markmiðin og standa verði við að draga úr losun um helming fyrir 2030. Samtöl um það sem kallað hefur verið töp og tjón í þessu samhengi snúast að nokkru um að ríkari löndin verði að hjálpa þeim fátækari með fjárframlögum að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga sem koma hvað harðast niður á þeim fátæku. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra er í Egyptlandi fyrir hönd Íslands og ávarpaði samkomuna í gær. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Svandísi. Verðbólgan er komin yfir ellefu prósent í Bretlandi. Hún hefur ekki verið meiri í rúmlega fjóra áratugi. Efnahagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar verða kynntar á morgun.Breska hagstofan ONS tilkynnti í morgun að verðbólgan í október hefði verið 11,1 prósent. Hún hefur ekki verið meiri frá árinu 1981, - í 41 ár. Ástæðan að þessu sinni er einkum aukinn

Heimsglugginn
Sjálfstæði Skotlands fyrir hæstarétti Bretlands

Heimsglugginn

Play Episode Listen Later Oct 13, 2022


Hæstiréttur Breta hefur til meðferðar kröfu skosku stjórnarinnar að fá að halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands í trássi við vilja bresku stjórnarinnar. Meirihluti skoska þingsins vill halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu en breska stjórnin harðneitar, segir að allir hafi skilið málið svo að langur tími yrði að líða frá síðustu atkvæðagreiðslu uns efnt yrði til nýrrar. Skotar felldu tillögu um að lýsa yfir sjálfstæði 2014, 55% vildu halda sambandinu óbreyttu. Sjálfstæðissinnar segja að allar forsendur hafi breyst við útgöngu Bretlands úr ESB í trássi við skýran vilja meirihluta Skota. Dorothy Bain, aðallögmaður skosku stjórnarinnar segir að lög séu ekki skýr. Skoska stjórnin segir að hún þurfi ekki að fá leyfi bresku stjórnarinnar vegna þess að þjóðaratkvæðagreiðslan yrði ekki bindandi heldur ráðgefandi og skosku stjórninni eigi að vera heimilt að leita ráða hjá skosku þjóðinni. Það sé mál þingsins í Holyrood í Edinborg að ákveða. Breska stjórnin segir að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði um samband Bretlands og Skotlands og gildandi lög séu skýr um að það sé málefni stjórnarinnar og þingsins í Westminster. Þar að auki sé ekki hægt að biðja Hæstarétt um að taka afstöðu til gildis laga um þjóðaratkvæðagreiðslu sem ekki hafa verið samþykkt. Breska stjórnin krefst þess að málinu verði vísað frá. Ekki er búist við niðurstöðu hæstaréttar Bretlands á næstunni. Þetta ræddu Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson í Heimsglugganum á Morgunvaktinni á Rás 1 og einnig erfiða stjórnarmyndun í Svíþjóð og kosningabaráttuna í Danmörku þar sem kosið verður til þings 1. nóvember.

Heimsglugginn
Sjálfstæði Skotlands fyrir hæstarétti Bretlands

Heimsglugginn

Play Episode Listen Later Oct 13, 2022 19:58


Hæstiréttur Breta hefur til meðferðar kröfu skosku stjórnarinnar að fá að halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands í trássi við vilja bresku stjórnarinnar. Meirihluti skoska þingsins vill halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu en breska stjórnin harðneitar, segir að allir hafi skilið málið svo að langur tími yrði að líða frá síðustu atkvæðagreiðslu uns efnt yrði til nýrrar. Skotar felldu tillögu um að lýsa yfir sjálfstæði 2014, 55% vildu halda sambandinu óbreyttu. Sjálfstæðissinnar segja að allar forsendur hafi breyst við útgöngu Bretlands úr ESB í trássi við skýran vilja meirihluta Skota. Dorothy Bain, aðallögmaður skosku stjórnarinnar segir að lög séu ekki skýr. Skoska stjórnin segir að hún þurfi ekki að fá leyfi bresku stjórnarinnar vegna þess að þjóðaratkvæðagreiðslan yrði ekki bindandi heldur ráðgefandi og skosku stjórninni eigi að vera heimilt að leita ráða hjá skosku þjóðinni. Það sé mál þingsins í Holyrood í Edinborg að ákveða. Breska stjórnin segir að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði um samband Bretlands og Skotlands og gildandi lög séu skýr um að það sé málefni stjórnarinnar og þingsins í Westminster. Þar að auki sé ekki hægt að biðja Hæstarétt um að taka afstöðu til gildis laga um þjóðaratkvæðagreiðslu sem ekki hafa verið samþykkt. Breska stjórnin krefst þess að málinu verði vísað frá. Ekki er búist við niðurstöðu hæstaréttar Bretlands á næstunni. Þetta ræddu Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson í Heimsglugganum á Morgunvaktinni á Rás 1 og einnig erfiða stjórnarmyndun í Svíþjóð og kosningabaráttuna í Danmörku þar sem kosið verður til þings 1. nóvember.

Heimsglugginn
Sjálfstæði Skotlands fyrir hæstarétti Bretlands

Heimsglugginn

Play Episode Listen Later Oct 13, 2022


Hæstiréttur Breta hefur til meðferðar kröfu skosku stjórnarinnar að fá að halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands í trássi við vilja bresku stjórnarinnar. Meirihluti skoska þingsins vill halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu en breska stjórnin harðneitar, segir að allir hafi skilið málið svo að langur tími yrði að líða frá síðustu atkvæðagreiðslu uns efnt yrði til nýrrar. Skotar felldu tillögu um að lýsa yfir sjálfstæði 2014, 55% vildu halda sambandinu óbreyttu. Sjálfstæðissinnar segja að allar forsendur hafi breyst við útgöngu Bretlands úr ESB í trássi við skýran vilja meirihluta Skota. Dorothy Bain, aðallögmaður skosku stjórnarinnar segir að lög séu ekki skýr. Skoska stjórnin segir að hún þurfi ekki að fá leyfi bresku stjórnarinnar vegna þess að þjóðaratkvæðagreiðslan yrði ekki bindandi heldur ráðgefandi og skosku stjórninni eigi að vera heimilt að leita ráða hjá skosku þjóðinni. Það sé mál þingsins í Holyrood í Edinborg að ákveða. Breska stjórnin segir að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði um samband Bretlands og Skotlands og gildandi lög séu skýr um að það sé málefni stjórnarinnar og þingsins í Westminster. Þar að auki sé ekki hægt að biðja Hæstarétt um að taka afstöðu til gildis laga um þjóðaratkvæðagreiðslu sem ekki hafa verið samþykkt. Breska stjórnin krefst þess að málinu verði vísað frá. Ekki er búist við niðurstöðu hæstaréttar Bretlands á næstunni. Þetta ræddu Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson í Heimsglugganum á Morgunvaktinni á Rás 1 og einnig erfiða stjórnarmyndun í Svíþjóð og kosningabaráttuna í Danmörku þar sem kosið verður til þings 1. nóvember.

Heimsglugginn
Mótmæli í Íran, vandræði breska Íhaldsflokksins og kosningar í Danmörk

Heimsglugginn

Play Episode Listen Later Oct 6, 2022


Tugir, ef ekki hundruð, liggja í valnum eftir mótmæli í Íran síðustu vikur. Mótmælin beinast meðal annars að hörðum reglum klerkastjórnarinnar um klæðaburð kvenna. Kveikjan að mótmælunum er andlát Mahsa Amini, ungrar kúrdískar konu í höndum siðgæðislögreglu, sem þótti hún ekki bera höfuðslæðu sína rétt. Þetta ræddu Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson í Heimsglugga vikunnar. Þeir ræddu einnig stöðuna í breskum stjórnmálum eftir landsfund Íhaldsflokksins og kosningabaráttu í Danmörku sem er hafin fyrir þingkosningar sem Mette Frederiksen forsætisráðherra boðaði 1. nóvember.

Heimsglugginn
Mótmæli í Íran, vandræði breska Íhaldsflokksins og kosningar í Danmörk

Heimsglugginn

Play Episode Listen Later Oct 6, 2022 19:56


Tugir, ef ekki hundruð, liggja í valnum eftir mótmæli í Íran síðustu vikur. Mótmælin beinast meðal annars að hörðum reglum klerkastjórnarinnar um klæðaburð kvenna. Kveikjan að mótmælunum er andlát Mahsa Amini, ungrar kúrdískar konu í höndum siðgæðislögreglu, sem þótti hún ekki bera höfuðslæðu sína rétt. Þetta ræddu Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson í Heimsglugga vikunnar. Þeir ræddu einnig stöðuna í breskum stjórnmálum eftir landsfund Íhaldsflokksins og kosningabaráttu í Danmörku sem er hafin fyrir þingkosningar sem Mette Frederiksen forsætisráðherra boðaði 1. nóvember.

Heimsglugginn
Mótmæli í Íran, vandræði breska Íhaldsflokksins og kosningar í Danmörk

Heimsglugginn

Play Episode Listen Later Oct 6, 2022


Tugir, ef ekki hundruð, liggja í valnum eftir mótmæli í Íran síðustu vikur. Mótmælin beinast meðal annars að hörðum reglum klerkastjórnarinnar um klæðaburð kvenna. Kveikjan að mótmælunum er andlát Mahsa Amini, ungrar kúrdískar konu í höndum siðgæðislögreglu, sem þótti hún ekki bera höfuðslæðu sína rétt. Þetta ræddu Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson í Heimsglugga vikunnar. Þeir ræddu einnig stöðuna í breskum stjórnmálum eftir landsfund Íhaldsflokksins og kosningabaráttu í Danmörku sem er hafin fyrir þingkosningar sem Mette Frederiksen forsætisráðherra boðaði 1. nóvember.

Spegillinn
Ríkislögreglustjóri vanhæfur, fellibylurinn Ian og heimskulegt stríð

Spegillinn

Play Episode Listen Later Sep 29, 2022


Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Ríkislögreglustjóri hefur sagt sig frá rannsókn á meintum undirbúningi hryðjuverka vegna fjölskyldutengsla. Rannsókn lögreglu er afar viðamikil. Bandaríkjaforseti varar við að fellibylurinn Ian eigi eftir að skilja eftir sig sögulega mikla eyðileggingu í Flórída. Íslendingur á svæðinu óttaðist að brak myndi fjúka á hús sitt. Rætt var við Brynju Dröfn Ingadóttur. Rússneskir hermenn greindu ástvinum sínum frá ringulreið og miklu mannfalli í innrásinni í Úkraínu á fyrstu vikum stríðsins. Einn þeirra segir innrásina heimskulegustu ákvörðun sem rússnesk stjórnvöld hafi gert. Róbert Jóhannsson tók saman. Breska lögreglan rannsakar árekstur á þotu Icelandair á Heathrow-flugvelli í Lundúnum í gærkvöld. Farangur farþega er enn um borð í vélinni. Urður Örlygsdóttir tók saman og talaði við Guðna Sigurðsson. Utanríkisráðherra Þýskalands þrýstir á Evrópusambandið að beita Írani viðskiptaþvingunum vegna viðbragða ríkisins við mótmælum undanfarinna daga. Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, á undir högg að sækja þegar aðeins tveir dagar eru til forsetakosninga í landinu. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum munar þrettán prósentustigum á honum og höfuðandstæðingi hans, vinstrimanninum Lula da Silva. Bolsonaro segist ekki ætla að fallast á niðurstöðuna, verði hún ekki sér í vil. Ásgeir Tómasson tók saman. Lögregla segir að rannsókn á undirbúningi ætlaðra hryðjuverka sem greint var frá í síðustu viku miði vel en sé mjög umfangsmikil. Tveir menn, sem voru handteknir fyrir viku, eru í gæsluvarðhaldi og verða til 6. október. Fleiri hafa verið handteknir.Í upphafi fréttamannafundar sem haldinn var síðdegis, greindi Sveinn Ingiberg Magnússon yfirlögregluþjónn hjá Héraðssaksóknara frá því að ríkislögreglustjóri hefði í gær óskað þess að segja sig frá rannsókninni. Anna Kristín Jónsdóttir tók saman. Við fáum Sunnu Karen Sigurþórsdóttur fréttamann til að fara betur yfir stöðuna og það sem vitað er um málið.

Spegillinn
Ríkislögreglustjóri vanhæfur, fellibylurinn Ian og heimskulegt stríð

Spegillinn

Play Episode Listen Later Sep 29, 2022


Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Ríkislögreglustjóri hefur sagt sig frá rannsókn á meintum undirbúningi hryðjuverka vegna fjölskyldutengsla. Rannsókn lögreglu er afar viðamikil. Bandaríkjaforseti varar við að fellibylurinn Ian eigi eftir að skilja eftir sig sögulega mikla eyðileggingu í Flórída. Íslendingur á svæðinu óttaðist að brak myndi fjúka á hús sitt. Rætt var við Brynju Dröfn Ingadóttur. Rússneskir hermenn greindu ástvinum sínum frá ringulreið og miklu mannfalli í innrásinni í Úkraínu á fyrstu vikum stríðsins. Einn þeirra segir innrásina heimskulegustu ákvörðun sem rússnesk stjórnvöld hafi gert. Róbert Jóhannsson tók saman. Breska lögreglan rannsakar árekstur á þotu Icelandair á Heathrow-flugvelli í Lundúnum í gærkvöld. Farangur farþega er enn um borð í vélinni. Urður Örlygsdóttir tók saman og talaði við Guðna Sigurðsson. Utanríkisráðherra Þýskalands þrýstir á Evrópusambandið að beita Írani viðskiptaþvingunum vegna viðbragða ríkisins við mótmælum undanfarinna daga. Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, á undir högg að sækja þegar aðeins tveir dagar eru til forsetakosninga í landinu. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum munar þrettán prósentustigum á honum og höfuðandstæðingi hans, vinstrimanninum Lula da Silva. Bolsonaro segist ekki ætla að fallast á niðurstöðuna, verði hún ekki sér í vil. Ásgeir Tómasson tók saman. Lögregla segir að rannsókn á undirbúningi ætlaðra hryðjuverka sem greint var frá í síðustu viku miði vel en sé mjög umfangsmikil. Tveir menn, sem voru handteknir fyrir viku, eru í gæsluvarðhaldi og verða til 6. október. Fleiri hafa verið handteknir.Í upphafi fréttamannafundar sem haldinn var síðdegis, greindi Sveinn Ingiberg Magnússon yfirlögregluþjónn hjá Héraðssaksóknara frá því að ríkislögreglustjóri hefði í gær óskað þess að segja sig frá rannsókninni. Anna Kristín Jónsdóttir tók saman. Við fáum Sunnu Karen Sigurþórsdóttur fréttamann til að fara betur yfir stöðuna og það sem vitað er um málið.

Spegillinn
Ríkislögreglustjóri vanhæfur, fellibylurinn Ian og heimskulegt stríð

Spegillinn

Play Episode Listen Later Sep 29, 2022 9:43


Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Ríkislögreglustjóri hefur sagt sig frá rannsókn á meintum undirbúningi hryðjuverka vegna fjölskyldutengsla. Rannsókn lögreglu er afar viðamikil. Bandaríkjaforseti varar við að fellibylurinn Ian eigi eftir að skilja eftir sig sögulega mikla eyðileggingu í Flórída. Íslendingur á svæðinu óttaðist að brak myndi fjúka á hús sitt. Rætt var við Brynju Dröfn Ingadóttur. Rússneskir hermenn greindu ástvinum sínum frá ringulreið og miklu mannfalli í innrásinni í Úkraínu á fyrstu vikum stríðsins. Einn þeirra segir innrásina heimskulegustu ákvörðun sem rússnesk stjórnvöld hafi gert. Róbert Jóhannsson tók saman. Breska lögreglan rannsakar árekstur á þotu Icelandair á Heathrow-flugvelli í Lundúnum í gærkvöld. Farangur farþega er enn um borð í vélinni. Urður Örlygsdóttir tók saman og talaði við Guðna Sigurðsson. Utanríkisráðherra Þýskalands þrýstir á Evrópusambandið að beita Írani viðskiptaþvingunum vegna viðbragða ríkisins við mótmælum undanfarinna daga. Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, á undir högg að sækja þegar aðeins tveir dagar eru til forsetakosninga í landinu. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum munar þrettán prósentustigum á honum og höfuðandstæðingi hans, vinstrimanninum Lula da Silva. Bolsonaro segist ekki ætla að fallast á niðurstöðuna, verði hún ekki sér í vil. Ásgeir Tómasson tók saman. Lögregla segir að rannsókn á undirbúningi ætlaðra hryðjuverka sem greint var frá í síðustu viku miði vel en sé mjög umfangsmikil. Tveir menn, sem voru handteknir fyrir viku, eru í gæsluvarðhaldi og verða til 6. október. Fleiri hafa verið handteknir.Í upphafi fréttamannafundar sem haldinn var síðdegis, greindi Sveinn Ingiberg Magnússon yfirlögregluþjónn hjá Héraðssaksóknara frá því að ríkislögreglustjóri hefði í gær óskað þess að segja sig frá rannsókninni. Anna Kristín Jónsdóttir tók saman. Við fáum Sunnu Karen Sigurþórsdóttur fréttamann til að fara betur yfir stöðuna og það sem vitað er um málið.

Highbury Ísland
Episode 38: #38 - x Manchester United (a), FC Zurich (a), Everton (h), VAR, Breska Dómskerfið

Highbury Ísland

Play Episode Listen Later Sep 5, 2022 56:37


Hittumst eftir óþolandi leik á móti United og fórum yfir málin.

Heimsglugginn
Norður-Írland, Skotland og Hans-eyja

Heimsglugginn

Play Episode Listen Later Jun 16, 2022


Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu erlend málefni í Heimsglugganum við Boga Ágústsson. Umræðuefni dagsins voru deilur um viðauka við Brexit-samning um Norður-Írland, tilraunir skosku stjórnarinnar til að efna til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu um Skotland og friðarsamningar Dana og Grænlendinga við Kanadamenn um Hans-eyju, sem liggur milli Grænlands og Kanada. Breska stjórnin kynnti á mánudaginn frumvarp um einhliða breytingar á Norður-Írlandsákvæði útgöngusamnings Breta úr Evrópusambandinu. Ráðamenn ESB segja ákvæði frumvarpsins brot á samningnum og þar með alþjóðalögum. Sambandið hefur því ákveðið að draga Breta fyrir dóm. Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, hefur hrundið af stað nýrri tilraun til að efna til annarrar þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands. Skotar samþykktu með 55-45 atkvæðum árið 2014 að vera áfram hluti af Stóra-Bretlandi, United Kingdom. Verulegur meirihluti Skota var andvígur Brexit og Skoski þjóðarflokkurinn, SNP, segir að með útgöngunni úr ESB hafi forsendur breyst og því sé réttlætanlegt að kjósa að nýju um sjálfstæði. Ian Blackford, leiðtogi SNP í breska þinginu, tók þetta mál upp í gær og sagði: ?Ef þið horfið á lönd eins og Ísland, Írland, Noreg og Danmörku sjáið þið að þau standa sig mun betur en Bretland, þar er meiri jöfnuður, minni fátækt, meiri framleiðni, félagsleg tækifæri, meiri fjárfesting. Listinn er miklu lengri, það er óyggjandi að Bretland heldur aftur af Skotlandi, þessi lönd geta í krafti sjálfstæðis búið til ríkari, jafnari og grænni samfélög, af hverju mega Skotar það ekki líka?? Í vikunni var skrifað undir samning á milli Kanada og Dana og Grænlendinga um landamæri en áratugadeilur höfðu verið um hvar þau eiga að liggja um Hans-eyju, sem heitir Tartupaluk á máli ínúíta. Eyjan er óbyggð og óbyggileg, aðeins 1,2 ferkílómetrar að flatarmáli. Deilurnar, sem sumir nefndu kumpánlegt stríð, höfðu staðið áratugum saman, eins og segir í frétt sem Ævar Örn Jósepsson skrifaði á vef RÚV: ?Það byrjaði þegar þáverandi Grænlandsmálaráðherra Dana gaf fyrirmæli um að reisa danska fánann á eyjunni árið 1984, ellefu árum eftir að deila ríkjanna hófst og ?bardagarnir? sem fylgdu voru alltaf eins: Kanadískir dátar stigu á land, fjarlægðu danska fánann, reistu þann kanadíska í staðinn og skildu eftir flösku af kanadísku viskíi. Nokkru síðar stigu danskir dátar á land, fjarlægðu kanadíska fánann, reistu þann danska, og skildu eftir flösku af dönsku ákavíti. Og svo koll af kolli.?

Heimsglugginn
Norður-Írland, Skotland og Hans-eyja

Heimsglugginn

Play Episode Listen Later Jun 16, 2022 20:24


Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu erlend málefni í Heimsglugganum við Boga Ágústsson. Umræðuefni dagsins voru deilur um viðauka við Brexit-samning um Norður-Írland, tilraunir skosku stjórnarinnar til að efna til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu um Skotland og friðarsamningar Dana og Grænlendinga við Kanadamenn um Hans-eyju, sem liggur milli Grænlands og Kanada. Breska stjórnin kynnti á mánudaginn frumvarp um einhliða breytingar á Norður-Írlandsákvæði útgöngusamnings Breta úr Evrópusambandinu. Ráðamenn ESB segja ákvæði frumvarpsins brot á samningnum og þar með alþjóðalögum. Sambandið hefur því ákveðið að draga Breta fyrir dóm. Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, hefur hrundið af stað nýrri tilraun til að efna til annarrar þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands. Skotar samþykktu með 55-45 atkvæðum árið 2014 að vera áfram hluti af Stóra-Bretlandi, United Kingdom. Verulegur meirihluti Skota var andvígur Brexit og Skoski þjóðarflokkurinn, SNP, segir að með útgöngunni úr ESB hafi forsendur breyst og því sé réttlætanlegt að kjósa að nýju um sjálfstæði. Ian Blackford, leiðtogi SNP í breska þinginu, tók þetta mál upp í gær og sagði: ?Ef þið horfið á lönd eins og Ísland, Írland, Noreg og Danmörku sjáið þið að þau standa sig mun betur en Bretland, þar er meiri jöfnuður, minni fátækt, meiri framleiðni, félagsleg tækifæri, meiri fjárfesting. Listinn er miklu lengri, það er óyggjandi að Bretland heldur aftur af Skotlandi, þessi lönd geta í krafti sjálfstæðis búið til ríkari, jafnari og grænni samfélög, af hverju mega Skotar það ekki líka?? Í vikunni var skrifað undir samning á milli Kanada og Dana og Grænlendinga um landamæri en áratugadeilur höfðu verið um hvar þau eiga að liggja um Hans-eyju, sem heitir Tartupaluk á máli ínúíta. Eyjan er óbyggð og óbyggileg, aðeins 1,2 ferkílómetrar að flatarmáli. Deilurnar, sem sumir nefndu kumpánlegt stríð, höfðu staðið áratugum saman, eins og segir í frétt sem Ævar Örn Jósepsson skrifaði á vef RÚV: ?Það byrjaði þegar þáverandi Grænlandsmálaráðherra Dana gaf fyrirmæli um að reisa danska fánann á eyjunni árið 1984, ellefu árum eftir að deila ríkjanna hófst og ?bardagarnir? sem fylgdu voru alltaf eins: Kanadískir dátar stigu á land, fjarlægðu danska fánann, reistu þann kanadíska í staðinn og skildu eftir flösku af kanadísku viskíi. Nokkru síðar stigu danskir dátar á land, fjarlægðu kanadíska fánann, reistu þann danska, og skildu eftir flösku af dönsku ákavíti. Og svo koll af kolli.?

Heimsglugginn
Norður-Írland, Skotland og Hans-eyja

Heimsglugginn

Play Episode Listen Later Jun 16, 2022


Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu erlend málefni í Heimsglugganum við Boga Ágústsson. Umræðuefni dagsins voru deilur um viðauka við Brexit-samning um Norður-Írland, tilraunir skosku stjórnarinnar til að efna til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu um Skotland og friðarsamningar Dana og Grænlendinga við Kanadamenn um Hans-eyju, sem liggur milli Grænlands og Kanada. Breska stjórnin kynnti á mánudaginn frumvarp um einhliða breytingar á Norður-Írlandsákvæði útgöngusamnings Breta úr Evrópusambandinu. Ráðamenn ESB segja ákvæði frumvarpsins brot á samningnum og þar með alþjóðalögum. Sambandið hefur því ákveðið að draga Breta fyrir dóm. Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, hefur hrundið af stað nýrri tilraun til að efna til annarrar þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands. Skotar samþykktu með 55-45 atkvæðum árið 2014 að vera áfram hluti af Stóra-Bretlandi, United Kingdom. Verulegur meirihluti Skota var andvígur Brexit og Skoski þjóðarflokkurinn, SNP, segir að með útgöngunni úr ESB hafi forsendur breyst og því sé réttlætanlegt að kjósa að nýju um sjálfstæði. Ian Blackford, leiðtogi SNP í breska þinginu, tók þetta mál upp í gær og sagði: ?Ef þið horfið á lönd eins og Ísland, Írland, Noreg og Danmörku sjáið þið að þau standa sig mun betur en Bretland, þar er meiri jöfnuður, minni fátækt, meiri framleiðni, félagsleg tækifæri, meiri fjárfesting. Listinn er miklu lengri, það er óyggjandi að Bretland heldur aftur af Skotlandi, þessi lönd geta í krafti sjálfstæðis búið til ríkari, jafnari og grænni samfélög, af hverju mega Skotar það ekki líka?? Í vikunni var skrifað undir samning á milli Kanada og Dana og Grænlendinga um landamæri en áratugadeilur höfðu verið um hvar þau eiga að liggja um Hans-eyju, sem heitir Tartupaluk á máli ínúíta. Eyjan er óbyggð og óbyggileg, aðeins 1,2 ferkílómetrar að flatarmáli. Deilurnar, sem sumir nefndu kumpánlegt stríð, höfðu staðið áratugum saman, eins og segir í frétt sem Ævar Örn Jósepsson skrifaði á vef RÚV: ?Það byrjaði þegar þáverandi Grænlandsmálaráðherra Dana gaf fyrirmæli um að reisa danska fánann á eyjunni árið 1984, ellefu árum eftir að deila ríkjanna hófst og ?bardagarnir? sem fylgdu voru alltaf eins: Kanadískir dátar stigu á land, fjarlægðu danska fánann, reistu þann kanadíska í staðinn og skildu eftir flösku af kanadísku viskíi. Nokkru síðar stigu danskir dátar á land, fjarlægðu kanadíska fánann, reistu þann danska, og skildu eftir flösku af dönsku ákavíti. Og svo koll af kolli.?

Morgunútvarpið
26. apríl - Grænland, hafís, Hopp, Íslandsbanki, BAFTA, tækni

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Apr 26, 2022


Átta Íslendingar eru nú stödd á göngu yfir Grænlandsjökul en ferðin tekur margar vikur, ekkert símasamband er hjá hópnum og hætturnar eru margar. Það eru þær Brynhildur Ólafsdóttir og VIlborg Arna Gissurardóttir sem fara fyrir hópnum en af því ekkert samband er við hópinn fáum við til okkar mann Brynhildar, hann Róbert Marshall, til að segja okkur frá þessu æsispennandi ferðalagi. Gert er ráð fyrir að hækkun sjávarmáls hafi áhrif á lífsskilyrði að minnsta kosti 300 milljón manna fyrir árið 2050 en brottflutningur þeirra myndi aftur hafa áhrif á það hvort einstakar eyjur teljist byggilegar og geti þar með réttlætt tilkall til hafsvæða. Þetta hefur Snjólaug Árnadóttir, lektor við lögfræðideild Háskólans í Reykjavík, rannsakað og skrifað um í bók sem kynnt var á dögunum: Climate Change and Maritime Boundaries. Við ræddum við hana um hafrétt og loftslagsbreytingar, en hún situr einnig í nefnd á vegum alþjóðlegra samtaka lögfræðinga sem hefur verið skipuð til að fara yfir álitamál tengd þjóðarrétti og hækkun sjávarmáls. Í síðustu viku ákvað færeyska lögreglan að það væri ólöglegt að aka rafhlaupahjólum á þeim svæðum í Færeyjum sem umferðalög ná yfir. Því hafa öll slík farartæki verið fjarlægð af götum höfuðstaðsins Þórshafnar - og ekki í fyrsta skipi. Íslenska fyrirtækið Hopp hefur þurft að berjast fyrir því að hafa hjól sín á götum Færeyja. Við ræddum við Ebenezer Þórarinn Ásgeirsson, framkvæmdastjóra Hopp í Færeyjum, um stöðu mála og hvort Færeyingar fái einhvern tímann að þeytast um Þórshöfn á hjólunum. Alþingi kom saman í gær eftir páskahlé en á þessum fyrsta degi þings varð uppi fótur og fit þegar í ljós kom að forsvarsmenn Bankasýslu ríkisins væru ekki reiðubúnir að svara spurningum fjárlaganefndar um söluna á Íslandsbanka. Við fengum til okkar tvær þingkonur að ræða málin, þær Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttir þingkonu VG og formann fjárlaganefndar, og Kristrúnu Frostadóttur, þingkonu Samfylkingar sem einnig á sæti í nefndinni. Daði Einarsson hlaut á sunnudaginn BAFTA verðlaun fyrir tæknibrellur í Netflix-þáttunum The Witcher. Bafta verðlaunin eru verðlaun sem Breska akademían veitir fyrir framúrskarandi sjónvarps- og kvikmyndagerð - en Daði hefur einnig gert tæknibrellur í stórmyndunum Gravity og Everest og í þáttum á borð við Ófærð og Hunters. Og okkar allra besti Guðmundur Jóhannsson kom til okkar með einn og annan fróðleiksmolann úr heimi tækninnar. Tónlist: Lose Control - Vök Love is the drug - Roxy Music Flugdreki - Bríet Here They come - Tómas Welding Lengi lifum við - Jón Jónsson Á annan stað - Nöttaði

Morgunútvarpið
26. apríl - Grænland, hafís, Hopp, Íslandsbanki, BAFTA, tækni

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Apr 26, 2022 130:00


Átta Íslendingar eru nú stödd á göngu yfir Grænlandsjökul en ferðin tekur margar vikur, ekkert símasamband er hjá hópnum og hætturnar eru margar. Það eru þær Brynhildur Ólafsdóttir og VIlborg Arna Gissurardóttir sem fara fyrir hópnum en af því ekkert samband er við hópinn fáum við til okkar mann Brynhildar, hann Róbert Marshall, til að segja okkur frá þessu æsispennandi ferðalagi. Gert er ráð fyrir að hækkun sjávarmáls hafi áhrif á lífsskilyrði að minnsta kosti 300 milljón manna fyrir árið 2050 en brottflutningur þeirra myndi aftur hafa áhrif á það hvort einstakar eyjur teljist byggilegar og geti þar með réttlætt tilkall til hafsvæða. Þetta hefur Snjólaug Árnadóttir, lektor við lögfræðideild Háskólans í Reykjavík, rannsakað og skrifað um í bók sem kynnt var á dögunum: Climate Change and Maritime Boundaries. Við ræddum við hana um hafrétt og loftslagsbreytingar, en hún situr einnig í nefnd á vegum alþjóðlegra samtaka lögfræðinga sem hefur verið skipuð til að fara yfir álitamál tengd þjóðarrétti og hækkun sjávarmáls. Í síðustu viku ákvað færeyska lögreglan að það væri ólöglegt að aka rafhlaupahjólum á þeim svæðum í Færeyjum sem umferðalög ná yfir. Því hafa öll slík farartæki verið fjarlægð af götum höfuðstaðsins Þórshafnar - og ekki í fyrsta skipi. Íslenska fyrirtækið Hopp hefur þurft að berjast fyrir því að hafa hjól sín á götum Færeyja. Við ræddum við Ebenezer Þórarinn Ásgeirsson, framkvæmdastjóra Hopp í Færeyjum, um stöðu mála og hvort Færeyingar fái einhvern tímann að þeytast um Þórshöfn á hjólunum. Alþingi kom saman í gær eftir páskahlé en á þessum fyrsta degi þings varð uppi fótur og fit þegar í ljós kom að forsvarsmenn Bankasýslu ríkisins væru ekki reiðubúnir að svara spurningum fjárlaganefndar um söluna á Íslandsbanka. Við fengum til okkar tvær þingkonur að ræða málin, þær Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttir þingkonu VG og formann fjárlaganefndar, og Kristrúnu Frostadóttur, þingkonu Samfylkingar sem einnig á sæti í nefndinni. Daði Einarsson hlaut á sunnudaginn BAFTA verðlaun fyrir tæknibrellur í Netflix-þáttunum The Witcher. Bafta verðlaunin eru verðlaun sem Breska akademían veitir fyrir framúrskarandi sjónvarps- og kvikmyndagerð - en Daði hefur einnig gert tæknibrellur í stórmyndunum Gravity og Everest og í þáttum á borð við Ófærð og Hunters. Og okkar allra besti Guðmundur Jóhannsson kom til okkar með einn og annan fróðleiksmolann úr heimi tækninnar. Tónlist: Lose Control - Vök Love is the drug - Roxy Music Flugdreki - Bríet Here They come - Tómas Welding Lengi lifum við - Jón Jónsson Á annan stað - Nöttaði

Morgunútvarpið
26. apríl - Grænland, hafís, Hopp, Íslandsbanki, BAFTA, tækni

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Apr 26, 2022


Átta Íslendingar eru nú stödd á göngu yfir Grænlandsjökul en ferðin tekur margar vikur, ekkert símasamband er hjá hópnum og hætturnar eru margar. Það eru þær Brynhildur Ólafsdóttir og VIlborg Arna Gissurardóttir sem fara fyrir hópnum en af því ekkert samband er við hópinn fáum við til okkar mann Brynhildar, hann Róbert Marshall, til að segja okkur frá þessu æsispennandi ferðalagi. Gert er ráð fyrir að hækkun sjávarmáls hafi áhrif á lífsskilyrði að minnsta kosti 300 milljón manna fyrir árið 2050 en brottflutningur þeirra myndi aftur hafa áhrif á það hvort einstakar eyjur teljist byggilegar og geti þar með réttlætt tilkall til hafsvæða. Þetta hefur Snjólaug Árnadóttir, lektor við lögfræðideild Háskólans í Reykjavík, rannsakað og skrifað um í bók sem kynnt var á dögunum: Climate Change and Maritime Boundaries. Við ræddum við hana um hafrétt og loftslagsbreytingar, en hún situr einnig í nefnd á vegum alþjóðlegra samtaka lögfræðinga sem hefur verið skipuð til að fara yfir álitamál tengd þjóðarrétti og hækkun sjávarmáls. Í síðustu viku ákvað færeyska lögreglan að það væri ólöglegt að aka rafhlaupahjólum á þeim svæðum í Færeyjum sem umferðalög ná yfir. Því hafa öll slík farartæki verið fjarlægð af götum höfuðstaðsins Þórshafnar - og ekki í fyrsta skipi. Íslenska fyrirtækið Hopp hefur þurft að berjast fyrir því að hafa hjól sín á götum Færeyja. Við ræddum við Ebenezer Þórarinn Ásgeirsson, framkvæmdastjóra Hopp í Færeyjum, um stöðu mála og hvort Færeyingar fái einhvern tímann að þeytast um Þórshöfn á hjólunum. Alþingi kom saman í gær eftir páskahlé en á þessum fyrsta degi þings varð uppi fótur og fit þegar í ljós kom að forsvarsmenn Bankasýslu ríkisins væru ekki reiðubúnir að svara spurningum fjárlaganefndar um söluna á Íslandsbanka. Við fengum til okkar tvær þingkonur að ræða málin, þær Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttir þingkonu VG og formann fjárlaganefndar, og Kristrúnu Frostadóttur, þingkonu Samfylkingar sem einnig á sæti í nefndinni. Daði Einarsson hlaut á sunnudaginn BAFTA verðlaun fyrir tæknibrellur í Netflix-þáttunum The Witcher. Bafta verðlaunin eru verðlaun sem Breska akademían veitir fyrir framúrskarandi sjónvarps- og kvikmyndagerð - en Daði hefur einnig gert tæknibrellur í stórmyndunum Gravity og Everest og í þáttum á borð við Ófærð og Hunters. Og okkar allra besti Guðmundur Jóhannsson kom til okkar með einn og annan fróðleiksmolann úr heimi tækninnar. Tónlist: Lose Control - Vök Love is the drug - Roxy Music Flugdreki - Bríet Here They come - Tómas Welding Lengi lifum við - Jón Jónsson Á annan stað - Nöttaði

Spegillinn
Staða Kína í Úkraínustríðinu og andlát vegna covid

Spegillinn

Play Episode Listen Later Mar 17, 2022 9:33


Rússar hafa að sögn falast eftir stuðningi og vopnum frá Kínverjum vegna innrásarinnar í Úkraínu. Er líklegt að við því verði orðið? Kínverjar hafa hvorki stutt né fordæmt innrásina opinberlega og sama á við aðra risaþjóð í austri Indverja. Afstaða Kínverja til Tævans kann nokkru að ráða um fordæmingarleysið. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Guðbjörgu Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir. Og við höfum ekki alveg sagt skilið við kórónuveirufaraldurinn. Andlát eldra fólks eru nokkuð tíð. Bjarni Rúnarsson ræðir við Kristjönu Ásbjörnsdóttur, lektor í faraldsfræði við Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands lektor í faraldsfræði í seinni hluta þáttarins. Helstu atriði frétta: Um þrjátíu þúsund íbúum úkraínsku borgarinnar Mariupol tókst að komast út úr borginni í dag. Enn er unnið að því að koma fólki úr rústum leikhúss í borginni sem Rússar sprengdu í gær. Tæplega þrjú hundruð manns með tengsl við Úkraínu hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi frá því innrásin hófst Aukning andláta vegna covid undanfarna daga og vikur má fyrst og fremst rekja til mikillar samfélagslegrar útbreiðslu. Þetta segir lektor í faraldsfræði. Lyfjastofnun hefur veitt Lyfjafræðingum tímabundna heimild til þess að selja covid-smituðum Parkódín verkjalyf án lyfseðils. Stofnunin ítrekar þó að veikir fari ekki sjálfir í Apótek, heldur veiti öðrum umboð til að nálgast lyfið. Guðmundur Guðmundsson verður áfram þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta næstu tvö ár. Breska ríkisútvarpið hefur borgað fyrrum aðstoðarmanni Díönu prinsessu vegna vinnubragða fréttamanns sem tók viðtal við Díönu árið 1995. Umsjónarmaður: Bjarni Rúnarsson Tæknimaður: Mark Eldred Stjórn fréttaútsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir.

Spegillinn
Staða Kína í Úkraínustríðinu og andlát vegna covid

Spegillinn

Play Episode Listen Later Mar 17, 2022


Rússar hafa að sögn falast eftir stuðningi og vopnum frá Kínverjum vegna innrásarinnar í Úkraínu. Er líklegt að við því verði orðið? Kínverjar hafa hvorki stutt né fordæmt innrásina opinberlega og sama á við aðra risaþjóð í austri Indverja. Afstaða Kínverja til Tævans kann nokkru að ráða um fordæmingarleysið. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Guðbjörgu Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir. Og við höfum ekki alveg sagt skilið við kórónuveirufaraldurinn. Andlát eldra fólks eru nokkuð tíð. Bjarni Rúnarsson ræðir við Kristjönu Ásbjörnsdóttur, lektor í faraldsfræði við Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands lektor í faraldsfræði í seinni hluta þáttarins. Helstu atriði frétta: Um þrjátíu þúsund íbúum úkraínsku borgarinnar Mariupol tókst að komast út úr borginni í dag. Enn er unnið að því að koma fólki úr rústum leikhúss í borginni sem Rússar sprengdu í gær. Tæplega þrjú hundruð manns með tengsl við Úkraínu hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi frá því innrásin hófst Aukning andláta vegna covid undanfarna daga og vikur má fyrst og fremst rekja til mikillar samfélagslegrar útbreiðslu. Þetta segir lektor í faraldsfræði. Lyfjastofnun hefur veitt Lyfjafræðingum tímabundna heimild til þess að selja covid-smituðum Parkódín verkjalyf án lyfseðils. Stofnunin ítrekar þó að veikir fari ekki sjálfir í Apótek, heldur veiti öðrum umboð til að nálgast lyfið. Guðmundur Guðmundsson verður áfram þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta næstu tvö ár. Breska ríkisútvarpið hefur borgað fyrrum aðstoðarmanni Díönu prinsessu vegna vinnubragða fréttamanns sem tók viðtal við Díönu árið 1995. Umsjónarmaður: Bjarni Rúnarsson Tæknimaður: Mark Eldred Stjórn fréttaútsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir.

Spegillinn
Staða Kína í Úkraínustríðinu og andlát vegna covid

Spegillinn

Play Episode Listen Later Mar 17, 2022


Rússar hafa að sögn falast eftir stuðningi og vopnum frá Kínverjum vegna innrásarinnar í Úkraínu. Er líklegt að við því verði orðið? Kínverjar hafa hvorki stutt né fordæmt innrásina opinberlega og sama á við aðra risaþjóð í austri Indverja. Afstaða Kínverja til Tævans kann nokkru að ráða um fordæmingarleysið. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Guðbjörgu Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir. Og við höfum ekki alveg sagt skilið við kórónuveirufaraldurinn. Andlát eldra fólks eru nokkuð tíð. Bjarni Rúnarsson ræðir við Kristjönu Ásbjörnsdóttur, lektor í faraldsfræði við Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands lektor í faraldsfræði í seinni hluta þáttarins. Helstu atriði frétta: Um þrjátíu þúsund íbúum úkraínsku borgarinnar Mariupol tókst að komast út úr borginni í dag. Enn er unnið að því að koma fólki úr rústum leikhúss í borginni sem Rússar sprengdu í gær. Tæplega þrjú hundruð manns með tengsl við Úkraínu hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi frá því innrásin hófst Aukning andláta vegna covid undanfarna daga og vikur má fyrst og fremst rekja til mikillar samfélagslegrar útbreiðslu. Þetta segir lektor í faraldsfræði. Lyfjastofnun hefur veitt Lyfjafræðingum tímabundna heimild til þess að selja covid-smituðum Parkódín verkjalyf án lyfseðils. Stofnunin ítrekar þó að veikir fari ekki sjálfir í Apótek, heldur veiti öðrum umboð til að nálgast lyfið. Guðmundur Guðmundsson verður áfram þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta næstu tvö ár. Breska ríkisútvarpið hefur borgað fyrrum aðstoðarmanni Díönu prinsessu vegna vinnubragða fréttamanns sem tók viðtal við Díönu árið 1995. Umsjónarmaður: Bjarni Rúnarsson Tæknimaður: Mark Eldred Stjórn fréttaútsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir.

Frjálsar hendur
Sjóorrusta í Norðurhöfum

Frjálsar hendur

Play Episode Listen Later Jan 2, 2022 52:00


Þetta er þriðja frásögn Illuga Jökulssonar sem tengist orrustu á sjó sem átti sér stað í Norðurhöfum á annan dag jóla 1943. Breska herskipið Duke of York sigldi frá Akureyri á Þorláksmessu og var komið norður fyrir Noreg á annan í jólum. Þar var ráðist til atlögu við þýska orrustuskipið Scharnhorst í miklu illviðri. Barist var til þrautar og komst aðeins annar flotaforinginn af.

Frjálsar hendur
Sjóorrusta í Norðurhöfum

Frjálsar hendur

Play Episode Listen Later Jan 2, 2022


Þetta er þriðja frásögn Illuga Jökulssonar sem tengist orrustu á sjó sem átti sér stað í Norðurhöfum á annan dag jóla 1943. Breska herskipið Duke of York sigldi frá Akureyri á Þorláksmessu og var komið norður fyrir Noreg á annan í jólum. Þar var ráðist til atlögu við þýska orrustuskipið Scharnhorst í miklu illviðri. Barist var til þrautar og komst aðeins annar flotaforinginn af.

Heimsglugginn
Vopnaskak á Svartahafi

Heimsglugginn

Play Episode Listen Later Jun 24, 2021


Breska tundurspillinum HMS Defender var í gær siglt vísvitandi í gegnum hafsvæði sem Rússar telja sína lögsögu. Vestræn ríki viðurkenna ekki rússneska lögsögu því hafsvæðið er undan ströndum Krímskaga sem Rússar innlimuðu í trássi við alþjóðalög og -samninga 2014. Auk þess var fjallað um stöðu mála á Norður-Írlandi þar sem hart er deilt um framkvæmd viðauka við Brexit-samninginn. Stjórnarkreppan í Svíþjóð var einnig rædd. Þingið lýsti vantrausti á stjórn Stefans Lofvens á mánudag.

brexit kr sv stj auk hms defender breska
Heimsglugginn
Vopnaskak á Svartahafi

Heimsglugginn

Play Episode Listen Later Jun 24, 2021 19:50


Breska tundurspillinum HMS Defender var í gær siglt vísvitandi í gegnum hafsvæði sem Rússar telja sína lögsögu. Vestræn ríki viðurkenna ekki rússneska lögsögu því hafsvæðið er undan ströndum Krímskaga sem Rússar innlimuðu í trássi við alþjóðalög og -samninga 2014. Auk þess var fjallað um stöðu mála á Norður-Írlandi þar sem hart er deilt um framkvæmd viðauka við Brexit-samninginn. Stjórnarkreppan í Svíþjóð var einnig rædd. Þingið lýsti vantrausti á stjórn Stefans Lofvens á mánudag.

brexit kr sv stj auk hms defender breska
Heimsglugginn
,,Pylsustríð" Breta og ESB

Heimsglugginn

Play Episode Listen Later Jun 10, 2021


Deila Breta og Evrópusambandsins um framkvæmd Brexit-samkomulagsins á Norður-Írlandi virðist komin í harðan hnút. Fundur í Lundúnum í gær var árangurslaus, Frost lávarður, samningamaður Breta, sagði engan árangur hafa orðið en viðræðum hefði ekki verið slitið. Maros Sefcovic, formaður saminganefndar ESB, sagði að þolinmæði sambandsins gagnvart Bretum væri orðin ansi lítil. Þetta ræddu Björn Þór Sigbjörnsson og Þórhildur Þorkelsdóttir við Boga Ágústsson í Heimsglugganum á Morgunvaktinni á Rás 1. Frost segir ESB vilja túlka Brexit-samninginn afar bókstaflega, fulltrúar ESB segja Breta brjóta alþjóðalög með einhliða aðgerðum meðal annars með því að framlengja aðlögunartíma Norður-Íra. Samkvæmt Brexit-samningnum er Norður-Írland hluti af innri markaði Evrópusambandsins og þar eiga að gilda matvælareglur ESB. Þar með ættu matvæli framleidd í Bretlandi að sæta innflutningseftirliti, þar á meðal unnar kjötvörur eins og pylsur. Breska stjórnin segir að hún vilji tryggja að Norður-Írar hafi sama úrval í verslunum og aðrir Bretar. Fyrir meira en 30 árum gerði BBC firnavinsæla og góða seríu, Yes minister eða Já, ráðherra, sem var beitt satíra á pólitík, embættismenn og stjórnsýsluna. Þarna eru aðalhetjurnar ráðherrann Jim Hacker, ráðuneytisstjórinn sir Humphrey Appleby og Bernard Woolley, sérlegur aðstoðarmaður ráðherrans. Eitt ýktasta atriði seríunnar er þegar Hacker slær sig til riddara með því að fara í slag við ESB vegna meintrar tilraunar býrókratanna í Brussel til að banna bresku pylsuna. Ýmsum þykir sem veruleikinn sé líkur 30 ára gamalli gamanþáttaröð.

Heimsglugginn
,,Pylsustríð" Breta og ESB

Heimsglugginn

Play Episode Listen Later Jun 10, 2021 19:32


Deila Breta og Evrópusambandsins um framkvæmd Brexit-samkomulagsins á Norður-Írlandi virðist komin í harðan hnút. Fundur í Lundúnum í gær var árangurslaus, Frost lávarður, samningamaður Breta, sagði engan árangur hafa orðið en viðræðum hefði ekki verið slitið. Maros Sefcovic, formaður saminganefndar ESB, sagði að þolinmæði sambandsins gagnvart Bretum væri orðin ansi lítil. Þetta ræddu Björn Þór Sigbjörnsson og Þórhildur Þorkelsdóttir við Boga Ágústsson í Heimsglugganum á Morgunvaktinni á Rás 1. Frost segir ESB vilja túlka Brexit-samninginn afar bókstaflega, fulltrúar ESB segja Breta brjóta alþjóðalög með einhliða aðgerðum meðal annars með því að framlengja aðlögunartíma Norður-Íra. Samkvæmt Brexit-samningnum er Norður-Írland hluti af innri markaði Evrópusambandsins og þar eiga að gilda matvælareglur ESB. Þar með ættu matvæli framleidd í Bretlandi að sæta innflutningseftirliti, þar á meðal unnar kjötvörur eins og pylsur. Breska stjórnin segir að hún vilji tryggja að Norður-Írar hafi sama úrval í verslunum og aðrir Bretar. Fyrir meira en 30 árum gerði BBC firnavinsæla og góða seríu, Yes minister eða Já, ráðherra, sem var beitt satíra á pólitík, embættismenn og stjórnsýsluna. Þarna eru aðalhetjurnar ráðherrann Jim Hacker, ráðuneytisstjórinn sir Humphrey Appleby og Bernard Woolley, sérlegur aðstoðarmaður ráðherrans. Eitt ýktasta atriði seríunnar er þegar Hacker slær sig til riddara með því að fara í slag við ESB vegna meintrar tilraunar býrókratanna í Brussel til að banna bresku pylsuna. Ýmsum þykir sem veruleikinn sé líkur 30 ára gamalli gamanþáttaröð.

Spegillinn
Bólefnið ekki komið til landsins

Spegillinn

Play Episode Listen Later Jun 7, 2021 30:00


Nokkuð hefur verið um að fólk sem boðað var í bólusetningu með bóluefni Janssen á fimmtudag, afþakki boðið. Skammtarnir sem á að nota verða gefnir með þeim fyrirvara að efnið skili sér til landsins í tæka tíð. Stjórnendur Landspítala vinna nú með hraði að lausn á fyrirsjáanlegum vanda á bráðadeild spítalans. Marktækur munur er á andlegri heilsu innflytjenda og innfæddra Íslendinga í kórónuveirufaraldrinum. Þetta sýnir rannsókn Vörðu, rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins. Slakað hefur verið á smitvörnum í stærstu borgum Indlands. Kórónuveirusmitum hefur fækkað þar að undanförnu. Refapörum á Hornströndum og í Snæfellsjökulsþjóðgarði hefur ekki fjölgað eftir friðun þótt refum annars staðar á landinu hafi fjölgað umtalsvert á tuttugu árum. Það er gott líf í vaxtajöðrunum í hrauninu í Nátthaga segir Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði. Hraun rennur enn ofan í dalinn, þó að rennsli hafi stöðvast í sumum hraunánum og storknað yfir aðrar. Hann segir að framleiðni í gosinu sé svipuð, hraunið renni úr rás sem ekki sést, út í hraunár og á um 10 mínútna fresti komi gusur upp úr gígnum. Ragnhildur Thorlacius talar við Þorvald Þórðarson eldfjallafræðing. Frumvarp um brotastarfsemi á vinnumarkaði sem átti að leggja fram í tengslum við lífskjarasamninginn verður ekki lagt fram fyrir þinglok. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir að leggja fram frumvarp hefur ekki náðst sátt um það innan verkalýðshreyfingarinnar. Líklegt er að tekist verði á um málið í næstu kjaraviðræðum. Arnar Páll Hauksson sagði frá. Breska stjórnin hefur haft mörg orð um nauðsyn þess að bæta skólakrökkum upp námstíma sem glataðist vegna lokaðra skóla í veirufaraldrinum. Ráðinn sérstakur umsjónarmaður aðgerða en nú, um fjórum mánuðum síðar, hefur hann sagt af sér því stjórnin vilji ekki reiða fram það fé sem þurfi til að aðgerðir skili árangri. Þetta þykir dæmi um vanefndir fyrri loforða og bætist við önnur slík mál sem valda urgi í Íhaldsflokknum. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá.