Podcasts about brynhildur

  • 29PODCASTS
  • 86EPISODES
  • 1h 5mAVG DURATION
  • ?INFREQUENT EPISODES
  • Jan 13, 2025LATEST

POPULARITY

20172018201920202021202220232024


Best podcasts about brynhildur

Latest podcast episodes about brynhildur

Mannlegi þátturinn
Sjálfsdáleiðsla, tilfinningar tengdar peningum og Bjarni lesandi vikunnar

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Jan 13, 2025 50:00


Það er talið að í dáleiðsluástandi getum við leyst úr ýmsum vandamálum og heilað okkur. Dáleiðararnir og mæðgurnar Ásdís Olsen og Brynhildur Karlsdóttir kenna einfalda sjálfsdáleiðsluaðferð, Simpson Protocol. Á námskeiði hjá þeim læra þátttakendur að komast í dáleiðsluástand þegar þeim hentar, hvort sem er hjá tannlækninum eða á sófanum heima. Ásdís og Brynhildur sögðu okkur meira frá þessu í þættinum í dag. Georg Lúðvíksson, sérfræðingur í heimilisfjármálum, var í annað sinn hjá okkur í dag með það sem við köllum fjármálin á mannamáli. Á mánudögum mun Georg fræða okkur um ýmsar hliðar á fjármálunum og í dag talaði hann um tilfinningar okkar tengdar peningum og samband okkar við peninga. Svo var það lesandi vikunnar, sem í þetta sinn var Bjarni Fritzson rithöfundur og eigandi Út fyrir kassann. Bækur Bjarna um Orra óstöðvandi hafa verið gríðarlega vinsælar og nýjasta bókin um Orra var mest selda barnabókin á landinu á síðasta ári. Við fengum að vita hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Bjarni talaði um eftirfarandi bækur og höfunda: Dauðinn einn var vitni e. Stefán Mána Marrið í stiganum, Strákar sem meiða og Stelpur sem ljúga e. Evu Björgu Ægisdóttur Ég læt sem ég sofi e. Yrsu Sigurðardóttur Kvíðakynslóðin e. Jonathan Haidt Grafarþögn og Mýrin e. Arnald Indriðason Show Dog e. Phil Knight Paulo Coelho (The Zahír, Veronika verður að deyja, Alkemistinn) Why we sleep e. Matthew Walker Raunvitund e. Hans Rosling Villtir svanir e. Jung Chang. Tónlist í þættinum í dag: Gullvagninn / Björgvin Halldórsson (lagahöfundur ókunnur, texti Jónas Friðrik Guðnason) Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig / Ragnar Bjarnason (Monaco, McCarthy & Johnson, texti Jón Sigurðsson) Litla flugan / Sigfús Halldórsson (Sigfús Halldórsson, texti Sigurður Elíasson) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Víðsjá
Brynhildur Þorgeirsdóttir myndhöggvari / svipmynd

Víðsjá

Play Episode Listen Later Nov 27, 2024 55:02


„Lífið er ekkert nema viðhorf og tímasetning,“ segir Brynhildur Þorgeirsdóttir myndhöggvari. Hjá henni er allt flæði og spuni, bæði í lífinu og listinni. „Það þarf að skynfinna myndlist, skynja frekar en að skilja.“ Það má segja að náttúran sé helsti innblástur Brynhildar og rekur hún það til æskustöðvanna en einnig til sterkrar náttúruupplifunar á hálendinu, þar sem hún starfaði sem landvörður meðfram myndlistarnáminu. Steypa og gler eru helsti efniviður Brynhildar. Hún hóf að vinna með gler í framhaldsnámi í Amsterdam en það var í Kaliforníu sem hún segist hafa uppgötvað eðli og tungumál efnisins. Efnið ræður alltaf för í hennar verkum og glerið er oftar en ekki útgangspukturinn. Svo tekur við leikur á milli kraftanna í efninu og kraftanna í Brynhildi sjálfri.

Mannlegi þátturinn
Saga Brynhildar, sytkinin á Húðvaktinni og Ingibjörg Smith

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later May 23, 2024 50:00


Fyrir nokkrum árum fór Brynhildur Pétursdóttir að finna fyrir einkennum á mjaðmasvæði sem voru sakleysisleg í fyrstu en fóru versnandi og tveimur árum síðar var hún orðin svo slæm að hún þurfti að nota hækjur til að geta gengið. Eftir að hafa hitt ótal sjúkraþjálfara, lækna, osteopata, kírópraktora og nuddara í leit að svari, neyddist hún að leggjast sjálf í rannsóknir og seint og um síðir bárust böndin að spjaldliðum, sem því miður virðist vera lítil þekking á. Brynhildur hefur deilt sögu sinni ítarlega á síðunni www.konaikerfi.com og hún sagði okkur sína sögu í þættinum í dag. Nýlega rákum við augun í þjónustu sem kallast Húðvaktin. Þau sem standa á bak við vaktina eru systkinin Jenna Huld, húð- og kynsjúkdómalæknir og Bjarni Eysteinsbörn framkvæmdastjóri. Þau segja mikilvægt að geta sinnt læknisþjónustu í gegnum netið og með því bætt þjónustu við landsbyggðina og hraðað ferlinu ef mikið er í húfi. Jenna Huld hefur einnig starfaði í Svíþjóð en Svíar standa framarlega í þróun fjarlækninga og er það fyrirmyndin að Húðvaktinni. Jenna og Bjarni sögðu okkur meira frá þessu í þættinum. Svo kom Jónatan Garðarsson til okkar í dag og hélt áfram að fræða okkur um okkar frábæra tónlistarfólk. Nú var röðin komin að Ingibjörgu Smith, sem lést nýlega, en hún var ein af okkar fyrstu dægurlagasöngkonum og söng nokkur gríðarlega vinsæl lög, til dæmis Við gengum tvö og Nú liggur vel á mér, sem við heyrðu í þættinum. Jónatan sagði okkur meira frá þessari merku tónlistarkonu í þættinum. Tónlist í þættinum í dag: Egils appelsín / Spilverk þjóðanna (Spilverk þjóðanna) Heitt toddý / Ellen Kristjánsdótir (erlent lag, texti Friðrik Erlingsson) Við gengum tvö / Ingibjörg Smith (Valdimar Hólm Hallstað og Friðrik Jónsson) Nú liggur vel á mér / Ingibjörg Smith (Óðinn G. Þórarinsson og Númi Þorbergsson) UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Teboðið
Say it or Shot it x Gellukast [áskrift]

Teboðið

Play Episode Listen Later Mar 1, 2024 5:01


Loksins komið að því!! Fengum mestu skvísur landsins í ALVÖRU djúsí Say it or Shot it! Bjóðið GELLUKAST velkomnar í teboðsbestie heiminn okkar!  Tune in to get the teaaaa xoxo

Morgunvaktin
Traust, ferðamál og PISA

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Dec 8, 2023 130:00


Síðasti örþáttur Árna Snævarr um Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna fór í loftið í þættinum í dag. Rætt var við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, um yfirlýsinguna. Traust til stofnana og stjórnmála var til umræðu á Morgunvaktinni í dag. Er fólk hætt að treysta stjórnvöldum, og ef svo er, hvað hefur það í för með sér? Viktor Orri Valgarðsson er nýdoktor í stjórnmálafræði við Háskólann í Southampton og hefur rannsakað traust. Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista, sem síðar í dag fær heitið FF7, var með okkur. Meðal þess sem við ræddum var boðað verkfall flugumferðarstjóra og áhrif þess, og áform um að hefta heimagistingu. Niðurstöður PISA könnunarinnar voru áfram til umræðu. Brynhildur Þórarinsdóttir, dósent við Háskólann á Akureyri og rithöfundur, og Þorvar Hafsteinsson, formaður Heimilis og skóla, ræddu við okkur. Umsjón: Eyrún Magnúsdóttir og Þórunn Elísabet Bogadóttir. Tónlist: Bee Gees - To love somebody. Ylja - Dansaðu vindur. Una Torfadóttir - Stundum.

Morgunvaktin
Traust, ferðamál og PISA

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Dec 8, 2023


Síðasti örþáttur Árna Snævarr um Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna fór í loftið í þættinum í dag. Rætt var við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, um yfirlýsinguna. Traust til stofnana og stjórnmála var til umræðu á Morgunvaktinni í dag. Er fólk hætt að treysta stjórnvöldum, og ef svo er, hvað hefur það í för með sér? Viktor Orri Valgarðsson er nýdoktor í stjórnmálafræði við Háskólann í Southampton og hefur rannsakað traust. Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista, sem síðar í dag fær heitið FF7, var með okkur. Meðal þess sem við ræddum var boðað verkfall flugumferðarstjóra og áhrif þess, og áform um að hefta heimagistingu. Niðurstöður PISA könnunarinnar voru áfram til umræðu. Brynhildur Þórarinsdóttir, dósent við Háskólann á Akureyri og rithöfundur, og Þorvar Hafsteinsson, formaður Heimilis og skóla, ræddu við okkur. Umsjón: Eyrún Magnúsdóttir og Þórunn Elísabet Bogadóttir. Tónlist: Bee Gees - To love somebody. Ylja - Dansaðu vindur. Una Torfadóttir - Stundum.

Samfélagið
Vindmyllur og fuglar, nýjar skrifstofur á Alþingi, rusl og afmæli

Samfélagið

Play Episode Listen Later Mar 21, 2023 55:00


Það er litið sífellt meira til vindorkuvera, vindmyllugarða, þegar kemur að rafmagnsframsleiðslu á Íslandi og mikið rætt um að þarna sé á ferðinni umhverfisvænni raforkukostur. Í dag verður haldið málþing á vegum Fuglaverndar þar sem þetta er skoðað, hvaða áhrif hafa vindorkuver á fuglalíf á Íslandi? Eru vindorkuver áhættunar virði? Við ræðum við Aðalstein Örn Snæþórsson og Kristinn Hauk Skarphéðinsson fuglafræðinga um rannsóknir á þessum málum. Við klæðum okkur í sýnileikavesti og setjum á okkur hjálm í Samfélaginu því við ætlum að heimsækja nýtt skrifstofuhús Alþingis í þættinum. Þar er verið að slípa gólf og reisa milliveggi - og auðvitað allt þar á millli. Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis ætlar að leiða okkur um húsið. Ruslarabb um gluggaumslög Neytendaspjall við Brynhildi Pétursdóttur ritstjóra Neytendablaðsins um 70 ára afmæli samtakanna. Þau hafa mæðst í mörgu í gegnum tíðina og unnið mál sem hafa verið til mikilla bóta fyrir neytendur á Íslandi. Brynhildur rifjar nokkur upp.

Samfélagið
Vindmyllur og fuglar, nýjar skrifstofur á Alþingi, rusl og afmæli

Samfélagið

Play Episode Listen Later Mar 21, 2023


Það er litið sífellt meira til vindorkuvera, vindmyllugarða, þegar kemur að rafmagnsframsleiðslu á Íslandi og mikið rætt um að þarna sé á ferðinni umhverfisvænni raforkukostur. Í dag verður haldið málþing á vegum Fuglaverndar þar sem þetta er skoðað, hvaða áhrif hafa vindorkuver á fuglalíf á Íslandi? Eru vindorkuver áhættunar virði? Við ræðum við Aðalstein Örn Snæþórsson og Kristinn Hauk Skarphéðinsson fuglafræðinga um rannsóknir á þessum málum. Við klæðum okkur í sýnileikavesti og setjum á okkur hjálm í Samfélaginu því við ætlum að heimsækja nýtt skrifstofuhús Alþingis í þættinum. Þar er verið að slípa gólf og reisa milliveggi - og auðvitað allt þar á millli. Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis ætlar að leiða okkur um húsið. Ruslarabb um gluggaumslög Neytendaspjall við Brynhildi Pétursdóttur ritstjóra Neytendablaðsins um 70 ára afmæli samtakanna. Þau hafa mæðst í mörgu í gegnum tíðina og unnið mál sem hafa verið til mikilla bóta fyrir neytendur á Íslandi. Brynhildur rifjar nokkur upp.

Já elskan
108. Brynhildur rænd á Tene

Já elskan

Play Episode Listen Later Jan 5, 2023 83:06


Brynhildur Karlsdóttir er höfundur af Já elskan intro laginu, tónlistarkona, sviðslistahöfundur, kjánaprik og reglulegur gestur Já elskan. Þið munið kannski eftir henni í 93 þætti af Já elskan "Flo appið virkar ekki" en þar misstókst henni að nota Flo appið sem getnaðavörn, eins og fleirum reyndar.. Í dag mætir hún til leiks, nú nýbökuð móðir með brjóstaþoku. Brynhildur ræðir jólabrasið (eða skortinn því á) og leggur línurnar fyrir komandi ár. 

Mannlegi þátturinn
Ljósavinasöfnun og Borgarleikúsveturinn

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Sep 7, 2022 50:00


Í gær hófst Ljósavinasöfnun hjá Ljósinu, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda. Markmið söfnunarinnar er að eignast fleiri mánaðarlega vini til að styðja við starfið. Þörfin er sannarlega til staðar enda húsakostur Ljóssins orðinn þétt setinn, en mikill er fjöldi fólks fær þjónustu hjá Ljósinu daglega. Með herferðinni er sjónum beint að hversdagslegu athöfnunum sem margir sakna þegar óviðráðanlegar aðstæður eins og krabbamein banka upp á. Yfirskrift herferðarinnar er Lífið í nýju Ljósi . Róbert Jóhannsson kom í þáttinn og sagði frá sinni reynslusögu og sinni reynslu af starfi Ljóssins. Með honum kom Sólveig Kolbrún Pálsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri Ljóssins. Við hófum í gær hringferð um íslensku leikhúsin til þess að forvitnast um komandi leikvetur. Í dag var hjá okkur Brynhildur Guðjónsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins. Brynhildur sagði okkur frá sýningunum sem verða á fjölunum í vetur, allt frá Shakespeare til glænýrra leikskálda og allt þar á milli. Tónlist í þættinum í. dag: Mannshjörtu / Ragnheiður Gröndal (Ragnheiður Gröndal) En / Una Torfadóttir (Una Torfadóttir) Peggy Sue / Buddy Holly (Petty og Holly) What a Life / Scarlet Pleasure UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Mannlegi þátturinn
Ljósavinasöfnun og Borgarleikúsveturinn

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Sep 7, 2022


Í gær hófst Ljósavinasöfnun hjá Ljósinu, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda. Markmið söfnunarinnar er að eignast fleiri mánaðarlega vini til að styðja við starfið. Þörfin er sannarlega til staðar enda húsakostur Ljóssins orðinn þétt setinn, en mikill er fjöldi fólks fær þjónustu hjá Ljósinu daglega. Með herferðinni er sjónum beint að hversdagslegu athöfnunum sem margir sakna þegar óviðráðanlegar aðstæður eins og krabbamein banka upp á. Yfirskrift herferðarinnar er Lífið í nýju Ljósi . Róbert Jóhannsson kom í þáttinn og sagði frá sinni reynslusögu og sinni reynslu af starfi Ljóssins. Með honum kom Sólveig Kolbrún Pálsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri Ljóssins. Við hófum í gær hringferð um íslensku leikhúsin til þess að forvitnast um komandi leikvetur. Í dag var hjá okkur Brynhildur Guðjónsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins. Brynhildur sagði okkur frá sýningunum sem verða á fjölunum í vetur, allt frá Shakespeare til glænýrra leikskálda og allt þar á milli. Tónlist í þættinum í. dag: Mannshjörtu / Ragnheiður Gröndal (Ragnheiður Gröndal) En / Una Torfadóttir (Una Torfadóttir) Peggy Sue / Buddy Holly (Petty og Holly) What a Life / Scarlet Pleasure UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Mannlegi þátturinn
Ljósavinasöfnun og Borgarleikúsveturinn

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Sep 7, 2022


Í gær hófst Ljósavinasöfnun hjá Ljósinu, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda. Markmið söfnunarinnar er að eignast fleiri mánaðarlega vini til að styðja við starfið. Þörfin er sannarlega til staðar enda húsakostur Ljóssins orðinn þétt setinn, en mikill er fjöldi fólks fær þjónustu hjá Ljósinu daglega. Með herferðinni er sjónum beint að hversdagslegu athöfnunum sem margir sakna þegar óviðráðanlegar aðstæður eins og krabbamein banka upp á. Yfirskrift herferðarinnar er Lífið í nýju Ljósi . Róbert Jóhannsson kom í þáttinn og sagði frá sinni reynslusögu og sinni reynslu af starfi Ljóssins. Með honum kom Sólveig Kolbrún Pálsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri Ljóssins. Við hófum í gær hringferð um íslensku leikhúsin til þess að forvitnast um komandi leikvetur. Í dag var hjá okkur Brynhildur Guðjónsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins. Brynhildur sagði okkur frá sýningunum sem verða á fjölunum í vetur, allt frá Shakespeare til glænýrra leikskálda og allt þar á milli. Tónlist í þættinum í. dag: Mannshjörtu / Ragnheiður Gröndal (Ragnheiður Gröndal) En / Una Torfadóttir (Una Torfadóttir) Peggy Sue / Buddy Holly (Petty og Holly) What a Life / Scarlet Pleasure UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Karlmennskan
#97 Vændi og Venjulegar konur - Brynhildur og Eva Dís

Karlmennskan

Play Episode Listen Later Jul 14, 2022


Venjulegar konur, vændi á Íslandi heitir nýlega útkomin bók eftir Brynhildi Björnsdóttur þar sem sex íslenskar konur lýsa sárri reynslu sinni af því að hafa verið í vændi. Í bókinni er auk þess fjallað um hugmyndafræðileg átök í tengslum við lagasetningar en kastljósinu er ekki síður beint að kaupendum, þeim sem bera uppi eftirspurnina sem er í langmestum meirihluta karlmenn. Frumkvæðið að bókinni á Eva Dís Þórðardóttir sem hefur áður stigið fram og lýst reynslu sinni sem þolandi vændis. Eva og Brynhildur vilja vekja athygli á stöðu þolenda vændis með þá von að leiðarljósi að styðja þau sem vilja komast út úr vændi. Þá vilja þau einnig höfða til prufaranna, en þær segja að karlar sem prufa í 1-3 skipti beri uppi megin eftirspurnina eftir vændi. Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs) Dominos og Veganbúðin ásamt bakhjörlum Karlmennskunnar bjóða upp á þennan þátt.

Karlmennskan
#97 Vændi og Venjulegar konur - Brynhildur og Eva Dís

Karlmennskan

Play Episode Listen Later Jul 14, 2022


Venjulegar konur, vændi á Íslandi heitir nýlega útkomin bók eftir Brynhildi Björnsdóttur þar sem sex íslenskar konur lýsa sárri reynslu sinni af því að hafa verið í vændi. Í bókinni er auk þess fjallað um hugmyndafræðileg átök í tengslum við lagasetningar en kastljósinu er ekki síður beint að kaupendum, þeim sem bera uppi eftirspurnina sem er í langmestum meirihluta karlmenn. Frumkvæðið að bókinni á Eva Dís Þórðardóttir sem hefur áður stigið fram og lýst reynslu sinni sem þolandi vændis. Eva og Brynhildur vilja vekja athygli á stöðu þolenda vændis með þá von að leiðarljósi að styðja þau sem vilja komast út úr vændi. Þá vilja þau einnig höfða til prufaranna, en þær segja að karlar sem prufa í 1-3 skipti beri uppi megin eftirspurnina eftir vændi. Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs) Dominos og Veganbúðin ásamt bakhjörlum Karlmennskunnar bjóða upp á þennan þátt.

Segðu mér
Brynhildur Björnsdóttir og Eva Dís Þórðardóttir

Segðu mér

Play Episode Listen Later May 30, 2022 40:01


Brynhildur er rithöfundur og femisti og Eva Dís aktavisti. Þær segja frá bókinni Venjulegar konur vændi á Íslandi sem Bryndhildur skrifaði.

eva d brynhildur brynhildur bj
Segðu mér
Brynhildur Björnsdóttir og Eva Dís Þórðardóttir

Segðu mér

Play Episode Listen Later May 30, 2022


Brynhildur er rithöfundur og femisti og Eva Dís aktavisti. Þær segja frá bókinni Venjulegar konur vændi á Íslandi sem Bryndhildur skrifaði.

eva d brynhildur brynhildur bj
Segðu mér
Brynhildur Björnsdóttir og Eva Dís Þórðardóttir

Segðu mér

Play Episode Listen Later May 30, 2022


Brynhildur er rithöfundur og femisti og Eva Dís aktavisti. Þær segja frá bókinni Venjulegar konur vændi á Íslandi sem Bryndhildur skrifaði.

eva d brynhildur brynhildur bj
Segðu mér
Brynhildur Björnsdóttir og Eva Dís Þórðardóttir

Segðu mér

Play Episode Listen Later May 30, 2022


Brynhildur er rithöfundur og femisti og Eva Dís aktavisti. Þær segja frá bókinni Venjulegar konur vændi á Íslandi sem Bryndhildur skrifaði.

eva d brynhildur brynhildur bj
Sunnudagssögur
Brynhildur Ólafsdóttir

Sunnudagssögur

Play Episode Listen Later May 29, 2022


Brynhildur Ólafsdóttir þveraði Grænlandsjökul frá vestur til austurs á 31 degi. Hún segir okkur frá þessu stórbrotna afreki og talar um sannleikann sem hún komst að á leiðinni og hvernig hún var aldrei hrædd þrátt fyrir vonskuveður og hættulegar aðstæður á jöklinum.

Sunnudagssögur
Brynhildur Ólafsdóttir

Sunnudagssögur

Play Episode Listen Later May 29, 2022 75:00


Brynhildur Ólafsdóttir þveraði Grænlandsjökul frá vestur til austurs á 31 degi. Hún segir okkur frá þessu stórbrotna afreki og talar um sannleikann sem hún komst að á leiðinni og hvernig hún var aldrei hrædd þrátt fyrir vonskuveður og hættulegar aðstæður á jöklinum.

Sunnudagssögur
Brynhildur Ólafsdóttir

Sunnudagssögur

Play Episode Listen Later May 29, 2022


Brynhildur Ólafsdóttir þveraði Grænlandsjökul frá vestur til austurs á 31 degi. Hún segir okkur frá þessu stórbrotna afreki og talar um sannleikann sem hún komst að á leiðinni og hvernig hún var aldrei hrædd þrátt fyrir vonskuveður og hættulegar aðstæður á jöklinum.

Eigin Konur
,,Þeir eru að kaupa sér vald"

Eigin Konur

Play Episode Listen Later May 19, 2022 67:39


Patreon hlekkur: https://www.patreon.com/eiginkonur Brynhildur Björnsdóttir og Eva Dís Þórðardóttir segja í þættinum frá bókinni Venjulegar konur sem fjallar um vændi á Íslandi. Í bókinni sem Brynhildur skrifar er rætt við sex konur sem hafa verið í vændi á Íslandi og einn karl sem hefur keypt vændi. Eva Dís fékk hugmyndina að því að setja reynslusögur kvenna sem hafa verið í vændi í bók. Eva Dís og Brynhildur segjast vilja sýna að vændi jafnvel þótt það sé óþvingað, geti haft miklar og slæmar afleiðingar. Eva Dís segir lang flestar konur sem hafa verið í vændi séu ekki reiðubúnar að stíga opinberlega fram og á meðan svo sé hafi hún tekið að sér að tala fyrir þeirra hönd en Eva Dís var sjálf í vændi í Kaupmannahöfn um skeið. ,,Ég þurfti að vera búin að taka fjóra kúnna yfir daginn áður en ég fór að fá pening til þess að eiga fyrir auglýsingunum, til þess að borga fyrir leiguna á herberginu sem ég notaði á vændishúsinu, ég þurfi að borga símadömu og ákveðin verndargjöld inní skipulagða glæparstarfsemi. Það er fyrir utan, fatnað, smokka, sleipiefni og allt draslið sem maður þarf til að stunda þetta, segir Eva Dís. Hún segir að í Þýskalandi kosti vændi svipað og hamborgari á skyndibitastað og það sé líka mjög ódýrt að kaupa aðgang að líkama kvenna í vændi í Danmörku. ,,Fyrir mér er kynlífsvinna ekki orð,” segir Eva Dís og Brynhildur segir að þeir sem kaupi aðgang að líkama kvenna séu alls ekki að kaupa kynlíf. ,,Þeir eru að kaupa sér vald. Þeir eru að kaupa sér réttinn á því að ganga yfir mörk” segir Brynhildur. “Við verðum að berjast gegn því að normalisera vændi, af því að það er bara ekkert normal við vændi” segir Brynhildur og bætir við að 90 prósent þeirra sem hafa verið í vændi upplifi það sem ofbeldi. Eva Dís og Brynhildur fara einnig yfir það í þættinum hvaðan hugmyndir okkar um vændi eru komnar og þá staðalímynd sem við höfum af konum í vændi. ,,Fólk heldur að þetta séu konur sem finnst kynlíf bara geggjað og þetta séu bara einhverjar kynlífsvélar” segir Brynhildur. Þátturinn er í boði: The Body Shop - https://www.thebodyshop.is/is Macland - https://macland.is/

Morgunútvarpið
26. apríl - Grænland, hafís, Hopp, Íslandsbanki, BAFTA, tækni

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Apr 26, 2022


Átta Íslendingar eru nú stödd á göngu yfir Grænlandsjökul en ferðin tekur margar vikur, ekkert símasamband er hjá hópnum og hætturnar eru margar. Það eru þær Brynhildur Ólafsdóttir og VIlborg Arna Gissurardóttir sem fara fyrir hópnum en af því ekkert samband er við hópinn fáum við til okkar mann Brynhildar, hann Róbert Marshall, til að segja okkur frá þessu æsispennandi ferðalagi. Gert er ráð fyrir að hækkun sjávarmáls hafi áhrif á lífsskilyrði að minnsta kosti 300 milljón manna fyrir árið 2050 en brottflutningur þeirra myndi aftur hafa áhrif á það hvort einstakar eyjur teljist byggilegar og geti þar með réttlætt tilkall til hafsvæða. Þetta hefur Snjólaug Árnadóttir, lektor við lögfræðideild Háskólans í Reykjavík, rannsakað og skrifað um í bók sem kynnt var á dögunum: Climate Change and Maritime Boundaries. Við ræddum við hana um hafrétt og loftslagsbreytingar, en hún situr einnig í nefnd á vegum alþjóðlegra samtaka lögfræðinga sem hefur verið skipuð til að fara yfir álitamál tengd þjóðarrétti og hækkun sjávarmáls. Í síðustu viku ákvað færeyska lögreglan að það væri ólöglegt að aka rafhlaupahjólum á þeim svæðum í Færeyjum sem umferðalög ná yfir. Því hafa öll slík farartæki verið fjarlægð af götum höfuðstaðsins Þórshafnar - og ekki í fyrsta skipi. Íslenska fyrirtækið Hopp hefur þurft að berjast fyrir því að hafa hjól sín á götum Færeyja. Við ræddum við Ebenezer Þórarinn Ásgeirsson, framkvæmdastjóra Hopp í Færeyjum, um stöðu mála og hvort Færeyingar fái einhvern tímann að þeytast um Þórshöfn á hjólunum. Alþingi kom saman í gær eftir páskahlé en á þessum fyrsta degi þings varð uppi fótur og fit þegar í ljós kom að forsvarsmenn Bankasýslu ríkisins væru ekki reiðubúnir að svara spurningum fjárlaganefndar um söluna á Íslandsbanka. Við fengum til okkar tvær þingkonur að ræða málin, þær Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttir þingkonu VG og formann fjárlaganefndar, og Kristrúnu Frostadóttur, þingkonu Samfylkingar sem einnig á sæti í nefndinni. Daði Einarsson hlaut á sunnudaginn BAFTA verðlaun fyrir tæknibrellur í Netflix-þáttunum The Witcher. Bafta verðlaunin eru verðlaun sem Breska akademían veitir fyrir framúrskarandi sjónvarps- og kvikmyndagerð - en Daði hefur einnig gert tæknibrellur í stórmyndunum Gravity og Everest og í þáttum á borð við Ófærð og Hunters. Og okkar allra besti Guðmundur Jóhannsson kom til okkar með einn og annan fróðleiksmolann úr heimi tækninnar. Tónlist: Lose Control - Vök Love is the drug - Roxy Music Flugdreki - Bríet Here They come - Tómas Welding Lengi lifum við - Jón Jónsson Á annan stað - Nöttaði

Morgunútvarpið
26. apríl - Grænland, hafís, Hopp, Íslandsbanki, BAFTA, tækni

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Apr 26, 2022 130:00


Átta Íslendingar eru nú stödd á göngu yfir Grænlandsjökul en ferðin tekur margar vikur, ekkert símasamband er hjá hópnum og hætturnar eru margar. Það eru þær Brynhildur Ólafsdóttir og VIlborg Arna Gissurardóttir sem fara fyrir hópnum en af því ekkert samband er við hópinn fáum við til okkar mann Brynhildar, hann Róbert Marshall, til að segja okkur frá þessu æsispennandi ferðalagi. Gert er ráð fyrir að hækkun sjávarmáls hafi áhrif á lífsskilyrði að minnsta kosti 300 milljón manna fyrir árið 2050 en brottflutningur þeirra myndi aftur hafa áhrif á það hvort einstakar eyjur teljist byggilegar og geti þar með réttlætt tilkall til hafsvæða. Þetta hefur Snjólaug Árnadóttir, lektor við lögfræðideild Háskólans í Reykjavík, rannsakað og skrifað um í bók sem kynnt var á dögunum: Climate Change and Maritime Boundaries. Við ræddum við hana um hafrétt og loftslagsbreytingar, en hún situr einnig í nefnd á vegum alþjóðlegra samtaka lögfræðinga sem hefur verið skipuð til að fara yfir álitamál tengd þjóðarrétti og hækkun sjávarmáls. Í síðustu viku ákvað færeyska lögreglan að það væri ólöglegt að aka rafhlaupahjólum á þeim svæðum í Færeyjum sem umferðalög ná yfir. Því hafa öll slík farartæki verið fjarlægð af götum höfuðstaðsins Þórshafnar - og ekki í fyrsta skipi. Íslenska fyrirtækið Hopp hefur þurft að berjast fyrir því að hafa hjól sín á götum Færeyja. Við ræddum við Ebenezer Þórarinn Ásgeirsson, framkvæmdastjóra Hopp í Færeyjum, um stöðu mála og hvort Færeyingar fái einhvern tímann að þeytast um Þórshöfn á hjólunum. Alþingi kom saman í gær eftir páskahlé en á þessum fyrsta degi þings varð uppi fótur og fit þegar í ljós kom að forsvarsmenn Bankasýslu ríkisins væru ekki reiðubúnir að svara spurningum fjárlaganefndar um söluna á Íslandsbanka. Við fengum til okkar tvær þingkonur að ræða málin, þær Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttir þingkonu VG og formann fjárlaganefndar, og Kristrúnu Frostadóttur, þingkonu Samfylkingar sem einnig á sæti í nefndinni. Daði Einarsson hlaut á sunnudaginn BAFTA verðlaun fyrir tæknibrellur í Netflix-þáttunum The Witcher. Bafta verðlaunin eru verðlaun sem Breska akademían veitir fyrir framúrskarandi sjónvarps- og kvikmyndagerð - en Daði hefur einnig gert tæknibrellur í stórmyndunum Gravity og Everest og í þáttum á borð við Ófærð og Hunters. Og okkar allra besti Guðmundur Jóhannsson kom til okkar með einn og annan fróðleiksmolann úr heimi tækninnar. Tónlist: Lose Control - Vök Love is the drug - Roxy Music Flugdreki - Bríet Here They come - Tómas Welding Lengi lifum við - Jón Jónsson Á annan stað - Nöttaði

Morgunútvarpið
26. apríl - Grænland, hafís, Hopp, Íslandsbanki, BAFTA, tækni

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Apr 26, 2022


Átta Íslendingar eru nú stödd á göngu yfir Grænlandsjökul en ferðin tekur margar vikur, ekkert símasamband er hjá hópnum og hætturnar eru margar. Það eru þær Brynhildur Ólafsdóttir og VIlborg Arna Gissurardóttir sem fara fyrir hópnum en af því ekkert samband er við hópinn fáum við til okkar mann Brynhildar, hann Róbert Marshall, til að segja okkur frá þessu æsispennandi ferðalagi. Gert er ráð fyrir að hækkun sjávarmáls hafi áhrif á lífsskilyrði að minnsta kosti 300 milljón manna fyrir árið 2050 en brottflutningur þeirra myndi aftur hafa áhrif á það hvort einstakar eyjur teljist byggilegar og geti þar með réttlætt tilkall til hafsvæða. Þetta hefur Snjólaug Árnadóttir, lektor við lögfræðideild Háskólans í Reykjavík, rannsakað og skrifað um í bók sem kynnt var á dögunum: Climate Change and Maritime Boundaries. Við ræddum við hana um hafrétt og loftslagsbreytingar, en hún situr einnig í nefnd á vegum alþjóðlegra samtaka lögfræðinga sem hefur verið skipuð til að fara yfir álitamál tengd þjóðarrétti og hækkun sjávarmáls. Í síðustu viku ákvað færeyska lögreglan að það væri ólöglegt að aka rafhlaupahjólum á þeim svæðum í Færeyjum sem umferðalög ná yfir. Því hafa öll slík farartæki verið fjarlægð af götum höfuðstaðsins Þórshafnar - og ekki í fyrsta skipi. Íslenska fyrirtækið Hopp hefur þurft að berjast fyrir því að hafa hjól sín á götum Færeyja. Við ræddum við Ebenezer Þórarinn Ásgeirsson, framkvæmdastjóra Hopp í Færeyjum, um stöðu mála og hvort Færeyingar fái einhvern tímann að þeytast um Þórshöfn á hjólunum. Alþingi kom saman í gær eftir páskahlé en á þessum fyrsta degi þings varð uppi fótur og fit þegar í ljós kom að forsvarsmenn Bankasýslu ríkisins væru ekki reiðubúnir að svara spurningum fjárlaganefndar um söluna á Íslandsbanka. Við fengum til okkar tvær þingkonur að ræða málin, þær Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttir þingkonu VG og formann fjárlaganefndar, og Kristrúnu Frostadóttur, þingkonu Samfylkingar sem einnig á sæti í nefndinni. Daði Einarsson hlaut á sunnudaginn BAFTA verðlaun fyrir tæknibrellur í Netflix-þáttunum The Witcher. Bafta verðlaunin eru verðlaun sem Breska akademían veitir fyrir framúrskarandi sjónvarps- og kvikmyndagerð - en Daði hefur einnig gert tæknibrellur í stórmyndunum Gravity og Everest og í þáttum á borð við Ófærð og Hunters. Og okkar allra besti Guðmundur Jóhannsson kom til okkar með einn og annan fróðleiksmolann úr heimi tækninnar. Tónlist: Lose Control - Vök Love is the drug - Roxy Music Flugdreki - Bríet Here They come - Tómas Welding Lengi lifum við - Jón Jónsson Á annan stað - Nöttaði

Já elskan
93. Flo appið virkar ekki

Já elskan

Play Episode Listen Later Apr 14, 2022 57:58


Brynhildur Karlsdóttir mætir til leiks með okkur þessa vikuna með stærri vömb en vanalega. Kristjana og Brynhildur treystu á Flo appið með þeim afleiðingum að þær ganga nú um götur Reykjavíkur eins og mörgæsir. 

Betri helmingurinn með Ása
#49 - Brynhildur & Heimir

Betri helmingurinn með Ása

Play Episode Listen Later Mar 23, 2022 93:32


Í þessum þætti átti ég einlægt og virkilega gott spjall við eina af okkar ástsælustu leikkonum síðustu áratuga og núverandi Borgarleikhússtjóra, Brynhildi Guðjónsdóttur, og hennar betri helming, sviðsmyndahönnuðinn Heimi Sverrisson.Það er óhætt að segja að Brynhildur og Heimir hafi kynnst á aðeins öðruvísi hátt en gengur og gerist en segja þau skemmtilega frá því í þættinum og eins og Brynhildur orðar sjálf einstaklega vel - þá keypti Heimir svo sannarlega ekki köttinn í sekknum.Brynhildur og Heimir stukku fljótlega rækilega í djúpu laugina  en eftir einungis nokkurra mánaða samband fluttu þau saman til Ameríku þar sem Brynhildur var við nám í leikritun við Yale University en Heimir gat ekki hugsað sér fjarbúð og tók því ákvörðun um að flytja út með Brynhildi og tíu ára gamalli dóttur hennar.Í þættinum fórum við um víðan völl og ræddum við meðal annars hvernig það er að vera leikhússtjóri á fordæmalausum Covid tímum, Ameríku ævintýrið, sameiningu fjölskyldunar en áttu þau bæði börn úr fyrri samböndum, mikilvægi vináttunnar ásamt fullt af frábærum sögum úr þeirra sambandstíð. Aha.is -  https://aha.isBlush.is -     https://blush.is/Bagel 'n' Co -   https://https://www.bagelnco.is/

Intervju - Radio
Brynhildur Heidar og Omarsdottir

Intervju - Radio

Play Episode Listen Later Mar 9, 2022 37:00


Gostja tokratne oddaje Intervju je izvršna direktorica Islandskega Združenja za pravice žensk, Brynhildur Heidar og Omarsdottir. Ob mednarodnem dnevu žensk je v pogovoru z voditeljico Tito Mayer povedala, kako je živeti na Islandiji, kjer je stopnja enakosti spolov najvišja na svetu, v državi, ki jo že drugič zapored vodi mlada ženska in kjer vsako leto sprejmejo tudi do pet zakonov s področja enakosti spolov, v družbi, kjer se otroci v šolah učijo o feminizmu in enakosti.

Intervju - Radio
Brynhildur Heidar Og Omarsdottir

Intervju - Radio

Play Episode Listen Later Mar 9, 2022 35:22


Gostja tokratne oddaje Intervju je izvršna direktorica Islandskega Združenja za pravice žensk, Brynhildur Heidar og Omarsdottir. Ob mednarodnem dnevu žensk je, v pogovoru z voditeljico Tito Mayer, povedala kako je živeti na Islandiji, kjer je stopnja enakosti spolov najvišja na svetu, v državi, ki jo že drugič zapored vodi mlada ženska in kjer vsako leto sprejmejo tudi do pet zakonov s področja enakosti spolov, v družbi, kjer se otroci v šolah učijo o feminizmu in enakosti.

Samfélagið
Fjarskiptastríð, matseðillinn á Grænlandsjökli og umhverfissálfræði

Samfélagið

Play Episode Listen Later Mar 8, 2022


Stór hluti af aðgerðum Rússa eftir innrásina í Úkraínu snýst um að taka yfir fjarskipti í landinu - Guðmundur Arnar Sigmundsson forstöðumaður netöryggissveitar Póst- og fjarskiptastofnunar. Hvernig undirbýr maður fjögurra vikna ferð gangandi á skíðum yfir Grænlandsjökul og hvernig lítur matseðillinn út? - Brynhildur Ólafsdóttir og Steinn Hrútur Eiríksson. Pistill frá Páli Líndal umhverssálfræðingi.

Samfélagið
Fjarskiptastríð, matseðillinn á Grænlandsjökli og umhverfissálfræði

Samfélagið

Play Episode Listen Later Mar 8, 2022 55:00


Stór hluti af aðgerðum Rússa eftir innrásina í Úkraínu snýst um að taka yfir fjarskipti í landinu - Guðmundur Arnar Sigmundsson forstöðumaður netöryggissveitar Póst- og fjarskiptastofnunar. Hvernig undirbýr maður fjögurra vikna ferð gangandi á skíðum yfir Grænlandsjökul og hvernig lítur matseðillinn út? - Brynhildur Ólafsdóttir og Steinn Hrútur Eiríksson. Pistill frá Páli Líndal umhverssálfræðingi.

Samfélagið
Fjarskiptastríð, matseðillinn á Grænlandsjökli og umhverfissálfræði

Samfélagið

Play Episode Listen Later Mar 8, 2022


Stór hluti af aðgerðum Rússa eftir innrásina í Úkraínu snýst um að taka yfir fjarskipti í landinu - Guðmundur Arnar Sigmundsson forstöðumaður netöryggissveitar Póst- og fjarskiptastofnunar. Hvernig undirbýr maður fjögurra vikna ferð gangandi á skíðum yfir Grænlandsjökul og hvernig lítur matseðillinn út? - Brynhildur Ólafsdóttir og Steinn Hrútur Eiríksson. Pistill frá Páli Líndal umhverssálfræðingi.

Morgunvaktin
Ástin, samúðarsátt, dönsk málefni og SÁÁ

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Feb 16, 2022


Brynhildur Björnsdóttir, fjölmiðlakona og söngkona, fjallaði um ástina og ólíkar hliðar hennar. Í hádeginu í dag ætlar Brynhildur að flytja fyrirlestur um ástina og ýmislegt henni tengt í Bókasafni Kópavogs. Um jólin var hún með þáttaröð, Ef þú giftist, um hjónabandið og ástina en þættina er hægt að nálgast í spilara RÚV. Ingibjörg Isaksen þingkona Framsóknarflokksins og Sandra B. Frank formaður Sjúkraliðafélags Íslands, ræddu um samúðarþreytu meðal fólks sem vinnur við að hjálpa öðrum. Hvernig hægt er að komast að sátt um hvernig hægt er að bæta líðan fólks og koma í veg fyrir kulnun í starfi. Tilefnið er þingsályktunartillaga Ingibjargar um stofnun starfshóps á vegum heilbrigðisráðuneytisins sem verði falið að koma með hugmyndir að slíkri þjónustu fyrir þessar starfsstéttir. Borgþór Arngrímsson sagði frá skelfilegu morði á ungri konu í Danmörku nýverið. Hann sagði einnig frá sögulegum viðræðum danskra stjórnvalda og bandarískra um að bandarískur her nemi land í Danmörku. Inger Støjberg og Borgen bar einnig á góma. Anna Hildur Guðmundsdóttir var fyrr í vikunni kjörin formaður stjórnar SÁÁ og situr fram að aðalfundi í vor. Óðinn Svan Óðinsson, fréttamaður á Akureyri, ræddi við Önnu Hildi um starfsemi samtakanna og hvað sé framundan. SÁÁ er meðal annars að taka upp fjarþjónustu í gegnum Kara Connect. Tónlist: Leyndarmál - Dátar Hold heart - Emilíana Torrini Ástin - Björgvin Halldórsson Bláu augun þín - Hljómar Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir.

Morgunvaktin
Ástin, samúðarsátt, dönsk málefni og SÁÁ

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Feb 16, 2022 130:00


Brynhildur Björnsdóttir, fjölmiðlakona og söngkona, fjallaði um ástina og ólíkar hliðar hennar. Í hádeginu í dag ætlar Brynhildur að flytja fyrirlestur um ástina og ýmislegt henni tengt í Bókasafni Kópavogs. Um jólin var hún með þáttaröð, Ef þú giftist, um hjónabandið og ástina en þættina er hægt að nálgast í spilara RÚV. Ingibjörg Isaksen þingkona Framsóknarflokksins og Sandra B. Frank formaður Sjúkraliðafélags Íslands, ræddu um samúðarþreytu meðal fólks sem vinnur við að hjálpa öðrum. Hvernig hægt er að komast að sátt um hvernig hægt er að bæta líðan fólks og koma í veg fyrir kulnun í starfi. Tilefnið er þingsályktunartillaga Ingibjargar um stofnun starfshóps á vegum heilbrigðisráðuneytisins sem verði falið að koma með hugmyndir að slíkri þjónustu fyrir þessar starfsstéttir. Borgþór Arngrímsson sagði frá skelfilegu morði á ungri konu í Danmörku nýverið. Hann sagði einnig frá sögulegum viðræðum danskra stjórnvalda og bandarískra um að bandarískur her nemi land í Danmörku. Inger Støjberg og Borgen bar einnig á góma. Anna Hildur Guðmundsdóttir var fyrr í vikunni kjörin formaður stjórnar SÁÁ og situr fram að aðalfundi í vor. Óðinn Svan Óðinsson, fréttamaður á Akureyri, ræddi við Önnu Hildi um starfsemi samtakanna og hvað sé framundan. SÁÁ er meðal annars að taka upp fjarþjónustu í gegnum Kara Connect. Tónlist: Leyndarmál - Dátar Hold heart - Emilíana Torrini Ástin - Björgvin Halldórsson Bláu augun þín - Hljómar Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir.

Mannlegi þátturinn
Alexandra fjórburi, María Loftsdóttir og Brynhildur lesandi

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Nov 1, 2021 56:09


María Loftsdóttir er alþýðulistakona og heimshornaflakkari, á ferðum sínum er hún gjarnan með pappír og liti í farteskinu og fangar það sem fyrir augu ber. Á Covid-tímum tóku innanlandsferðir og göngutúrar við, heimaslóðirnar í Grafarvogi urðu innblástur þessarar sýningar. Akrýlmyndirnar eru átta og í hverri þeirra leynist vísbending um hvaða hverfi er um að ræða. María hefur haft brennandi áhuga á myndlist frá barnæsku og sótt námskeið hjá myndlistarmönnum hérlendis og erlendis og er félagi í Litku, Litagleði, Norrænu vatnslitasamtökunum og Vatnslitafélagi Íslands. Við keyrðum uppí Grafarvog og hittum Maríu í Borgarbókasafninu þar sem menningin blómstrar. Eins og við sögðum frá í upphafi þáttarins þá fæddust fyrstu íslensku fjórburarnir, þar sem öll börnin lifðu, á þessum degi árið 1988, fjórar stúlkur. Alexandra, Brynhildur, Diljá og Elín Guðjónsdætur og þær eiga sem sagt afmæli í dag, eru þrjátíu og þriggja ára. Við hringdum í eina þeirra, Alexöndru og óskuðum henni til hamingju með afmælið. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Brynhildur Bolladóttir upplýsingafulltrúi Rauða krossins. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

covid-19 gu rau norr brynhildur akr borgarb loftsd grafarvogi
Mannlegi þátturinn
Alexandra fjórburi, María Loftsdóttir og Brynhildur lesandi

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Nov 1, 2021


María Loftsdóttir er alþýðulistakona og heimshornaflakkari, á ferðum sínum er hún gjarnan með pappír og liti í farteskinu og fangar það sem fyrir augu ber. Á Covid-tímum tóku innanlandsferðir og göngutúrar við, heimaslóðirnar í Grafarvogi urðu innblástur þessarar sýningar. Akrýlmyndirnar eru átta og í hverri þeirra leynist vísbending um hvaða hverfi er um að ræða. María hefur haft brennandi áhuga á myndlist frá barnæsku og sótt námskeið hjá myndlistarmönnum hérlendis og erlendis og er félagi í Litku, Litagleði, Norrænu vatnslitasamtökunum og Vatnslitafélagi Íslands. Við keyrðum uppí Grafarvog og hittum Maríu í Borgarbókasafninu þar sem menningin blómstrar. Eins og við sögðum frá í upphafi þáttarins þá fæddust fyrstu íslensku fjórburarnir, þar sem öll börnin lifðu, á þessum degi árið 1988, fjórar stúlkur. Alexandra, Brynhildur, Diljá og Elín Guðjónsdætur og þær eiga sem sagt afmæli í dag, eru þrjátíu og þriggja ára. Við hringdum í eina þeirra, Alexöndru og óskuðum henni til hamingju með afmælið. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Brynhildur Bolladóttir upplýsingafulltrúi Rauða krossins. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

covid-19 gu rau norr brynhildur akr borgarb loftsd grafarvogi
Snæbjörn talar við fólk
#0073 Brynhildur Guðjónsdóttir

Snæbjörn talar við fólk

Play Episode Listen Later Oct 7, 2021 154:42


S01E73  – Brynhildur Guðjónsdóttir er leikkona og leikstjóri með meiru, og hefur í dag sinnt starfi leikhússtjóra Borgarleikhússins í rúmt eitt og hálft ár. Því hafa vissulega fylgt ýmsar áskoranir á borð við örsmáan heimsfaraldur, fjöldatakmarkanir og leikhússlokanir, en hún er þó hvergi af baki dottin. Í dag nýtur hún að fá að taka almennilega á því stóra verkefni að setja saman leikhúsprógram fyrir listasoltna þjóð. Leiklistin á huga Brynhildar að mestu, en hún er þó einnig frönskumælandi, Aerosmith aðdáandi og andlegt ígulker í bata. Brynhildur elskar að læra nýja hluti, helst erfiða, og hefur alla sína tíð getað fundið sögur í hverju skúmaskoti, sem hún svo nærist á að segja öðrum. Hún segist ekki vita hvar sagan sín muni enda, enda sér lífið ekki áfangastaður heldur ferðalag. Gott spjall.    – Síminn Pay býður upp á STVF. Leggðu bílnum í Síminn Pay appinu á sama tíma og þú ákveður hvað verður í matinn í kvöld. Kíktu í appið og finndu þér máltíð á einungis 1.000 krónur!    – Omnom býður upp á STVF. Hefur þú prófað vegan súkkulaðiplötuna SUPERCHOCOBERRYBARLEY NIBBLYNUTTYLICIOUS, með söltuðum möndlum, byggi og berjum? Mmmm...    – Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.

Hlaðvarp Kjarnans
Í austurvegi – Ættleiðingar, námsdvöl í Ningbo og jarðfræði Kína

Hlaðvarp Kjarnans

Play Episode Listen Later Oct 6, 2021 57:45


Í þætti vikunnar er rætt við Brynhildi Magnúsdóttur, jarð- og Kínafræðing. Brynhildur tengdist Kína fyrst í gegnum ættleiðingu á syni sínum og er í þættinum farið yfir allt það flókna ferli. Einnig ræddum við um námsdvöl hennar í Ningbo-borg í Kína og að lokum áttum við áhugavert spjall um jarðfræði Kína. Í aust­­­­­ur­­­­­vegi er hlað­varps­þáttur sem fjallar um Kína og menn­ingu lands­ins. Í þátt­unum eru helstu sér­­­­­fræð­ingar lands­ins þegar það kemur að mál­efnum Kína og Íslands fengnir til við­tals. Einnig birt­­­­­ast pistlar um sagn­fræði, menn­ingu Kína og hina ýmsu áhuga­verðu ein­stak­l­inga sem koma það­­­­­an. Umsjón með hlað­varp­inu hafa Magnús Björns­­­­­son og Dan­íel Berg­­­­­mann.

Mannlegi þátturinn
Brynhildur og Borgarleikhúsið og hernámsæskan

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Sep 16, 2021 50:00


Fimmtudagar í september eru helgaðir sviðslistum og í dag var komið að Borgarleikhúsinu. Brynhildur Guðjónsdóttir Borgarleikhússtjóri kom í þáttinn og við spurðum hana út í starfsemina, hvernig þau koma útúr kófinu, hvernig var að taka við rekstrinum korter í Covid og hvernig leikveturinn sem var að hefjast lítur út, smekkfullt leikár framundan. Hernámsæska í tröllahöndum er yfirskrift fléttu Borgarsögusafns sem fram fer á Ljósmyndasafni Reykjavíkur í kl. 16:30. Að þessu sinni mun Leifur Reynisson sagnfræðingur fjalla um æskuna um og upp úr stríðsárunum. Íslenskt samfélag tók stakkaskiptum þegar erlendir herir námu hér land og unga fólkið fór svo sannarlega ekki varhluta af því. Leifur gerir grein fyrir því hvernig æskan varð til sem sjálfstæður þjóðfélagshópur með eigin menningareinkenni, en tímabilið sem um ræðir nær frá hernámi til rokks og hefur hann sér til fulltingis ljósmyndir úr safni Sigurhans Vignir. Við hringdum í Leif í þættinum. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Mannlegi þátturinn
Brynhildur og Borgarleikhúsið og hernámsæskan

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Sep 16, 2021


Fimmtudagar í september eru helgaðir sviðslistum og í dag var komið að Borgarleikhúsinu. Brynhildur Guðjónsdóttir Borgarleikhússtjóri kom í þáttinn og við spurðum hana út í starfsemina, hvernig þau koma útúr kófinu, hvernig var að taka við rekstrinum korter í Covid og hvernig leikveturinn sem var að hefjast lítur út, smekkfullt leikár framundan. Hernámsæska í tröllahöndum er yfirskrift fléttu Borgarsögusafns sem fram fer á Ljósmyndasafni Reykjavíkur í kl. 16:30. Að þessu sinni mun Leifur Reynisson sagnfræðingur fjalla um æskuna um og upp úr stríðsárunum. Íslenskt samfélag tók stakkaskiptum þegar erlendir herir námu hér land og unga fólkið fór svo sannarlega ekki varhluta af því. Leifur gerir grein fyrir því hvernig æskan varð til sem sjálfstæður þjóðfélagshópur með eigin menningareinkenni, en tímabilið sem um ræðir nær frá hernámi til rokks og hefur hann sér til fulltingis ljósmyndir úr safni Sigurhans Vignir. Við hringdum í Leif í þættinum. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Já elskan
53. Bankaránið í Banco Rio

Já elskan

Play Episode Listen Later May 6, 2021 41:39


Brynhildur okkar eina sanna er með okkur aftur þegar við förum yfir bankarán aldarinnar. 

Mannlegi þátturinn
Konur gengu á hnúkinn, glötuðu lögin og endurhleðslusetrið

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later May 4, 2021 55:00


Um síðastliðna helgi gengu 126 konur á Kvennadalshnúk eins og þær nefndu Hvannadalshnúk í þessari göngu. Flestar gengu þær í minningu konu eða kvenna sem hafa fengið krabbamein og þær söfnuðu fé fyrir Lífskraft styrktarfélag Kvennadeildar Landsspítalans. Þetta var mögnuð ganga segja þær og afar tilfinningarík og allar komust þær niður aftur en það er ekki svo sjálfsagt þegar gengið er þessa leið sem er ein erfiðasta dagleið í Evrópu. Brynhildur Ólafsdóttir og Þórey Vilhjálmsdóttir, sem voru meðal þessara 126 kvenna, komu í þáttinn og sögðu frá þessari mögnuðu reynslu. Breiðfirðingurinn og æðarbóndinn, Eggert Thorberg Kjartansson samdi og sendi inn fimm lög í danslagakeppni SKT árið 1953. Svo illa vildi til að nóturnar að lögunum glötuðust en nú, tæpum 70 árum síðar, hafa þau verið útsett og nýr texti saminn við þrjú þeirra. Dóttir Eggerts, Lilja, hefur útsett lögin og hljómsett og bróðir hennar Snorri samdi textana. Þau systkinin komu í þáttinn og sögðu okkur þessa fallegu sögu. Nýlega var stofnað fyrirtæki í Strandabyggð sem hlaut nafnið Kyrrðarkraftur. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti forsprakkann, Esther Ösp Valdimarsdóttur sem útskýrir markmið og áherslur þessa merkilega fyrirtækis sem er að hennar sögn endurhleðslusetur. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Mannlegi þátturinn
Konur gengu á hnúkinn, glötuðu lögin og endurhleðslusetrið

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later May 4, 2021


Um síðastliðna helgi gengu 126 konur á Kvennadalshnúk eins og þær nefndu Hvannadalshnúk í þessari göngu. Flestar gengu þær í minningu konu eða kvenna sem hafa fengið krabbamein og þær söfnuðu fé fyrir Lífskraft styrktarfélag Kvennadeildar Landsspítalans. Þetta var mögnuð ganga segja þær og afar tilfinningarík og allar komust þær niður aftur en það er ekki svo sjálfsagt þegar gengið er þessa leið sem er ein erfiðasta dagleið í Evrópu. Brynhildur Ólafsdóttir og Þórey Vilhjálmsdóttir, sem voru meðal þessara 126 kvenna, komu í þáttinn og sögðu frá þessari mögnuðu reynslu. Breiðfirðingurinn og æðarbóndinn, Eggert Thorberg Kjartansson samdi og sendi inn fimm lög í danslagakeppni SKT árið 1953. Svo illa vildi til að nóturnar að lögunum glötuðust en nú, tæpum 70 árum síðar, hafa þau verið útsett og nýr texti saminn við þrjú þeirra. Dóttir Eggerts, Lilja, hefur útsett lögin og hljómsett og bróðir hennar Snorri samdi textana. Þau systkinin komu í þáttinn og sögðu okkur þessa fallegu sögu. Nýlega var stofnað fyrirtæki í Strandabyggð sem hlaut nafnið Kyrrðarkraftur. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti forsprakkann, Esther Ösp Valdimarsdóttur sem útskýrir markmið og áherslur þessa merkilega fyrirtækis sem er að hennar sögn endurhleðslusetur. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Já elskan
52. Afmælisþáttur

Já elskan

Play Episode Listen Later Apr 28, 2021 78:39


1 ár af Já elskan og Brynhildur er að fagna með okkur! Extra spice

Hvað ætli sé að?
Brynhildur Pálsdóttir

Hvað ætli sé að?

Play Episode Listen Later Mar 17, 2021 50:37


Í þessum vel einbeitta þætti tökum við fyrir málið hennar Brynhild Paulsdatter ásamt instagram áskorunum um ljótar myndir og fleira

Já elskan
33. Illska

Já elskan

Play Episode Listen Later Dec 14, 2020 65:31


Brynhildur okkar eina sanna Karlsdóttir settist niður með okkur í miðbænum á þessu svalaríka samt ljósglaða mánudagskvöldi og ræddi við okkur um illsku. Hvaðan kemur hún? Er hún alltaf afleiðing tráma? Hvenær á hún rétt á sér? og búum við öll að henni? Afhverju hlaupum við heim á kvöldin með lykla á milli fingranna og bíðum eftir því að unglingurinn hinum megin við götuna myrði okkur? Eru allir unglingar vondir?

Vikulokin
Brynhildur, Kristján Guy og Pétur Már

Vikulokin

Play Episode Listen Later Dec 12, 2020


Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, Kristján Guy Burgess, alþjóðastjórnmálafræðingur og Pétur Már Ólafsson útgefandi hjá Bjarti - Veröld ræddu um bólusetningar gegn COVID-19, sóttvarnir um jól, hælisleitendur, Brexit, bókajól og aðventu. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson

Vikulokin
Brynhildur, Kristján Guy og Pétur Már

Vikulokin

Play Episode Listen Later Dec 12, 2020 55:00


Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, Kristján Guy Burgess, alþjóðastjórnmálafræðingur og Pétur Már Ólafsson útgefandi hjá Bjarti - Veröld ræddu um bólusetningar gegn COVID-19, sóttvarnir um jól, hælisleitendur, Brexit, bókajól og aðventu. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson

Vikulokin
Brynhildur, Kristján Guy og Pétur Már

Vikulokin

Play Episode Listen Later Dec 12, 2020


Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, Kristján Guy Burgess, alþjóðastjórnmálafræðingur og Pétur Már Ólafsson útgefandi hjá Bjarti - Veröld ræddu um bólusetningar gegn COVID-19, sóttvarnir um jól, hælisleitendur, Brexit, bókajól og aðventu. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson

Uppbrot
Uppbrot 19 - Brynhildur Sigurðardóttir og Ingimar Ólafsson Waage

Uppbrot

Play Episode Listen Later Nov 30, 2020 65:18


Brynhildur og Ingimar kenndu heimspeki á unglingastigi saman. Þau þróuðu frábæra kennslu og ræða við Guðna og Guðmund um heimspeki í grunnskólum út frá fjölbreyttu sjónarhorni. Bæði praktískum áherslum en ekki síður hugmyndafræðinni að baki og hvernig heimspekin getur opnað dyr fyrir dýpri kennslu í öllum greinum. Spennandi og áhugaverður þáttur fyrir alla kennara.

Segðu mér
Brynhildur Guðjónsdóttir leikhússtjóri Borgarleikhússins

Segðu mér

Play Episode Listen Later Sep 30, 2020 40:00


Ég var 38 ára gömul og hugsaði nei, þetta er búið. Nú fer ég í leshring og stafagöngu með konum á mínum aldri,“ segir Brynhildur Guðjónsdóttir leikhússtjóri sem kynntist kærastanum Heimi Sverrissyni fyrir tíu árum, þá nýskilin. Nýtt leikár er loksins hafið í Borgarleikhúsinu og kveðst Brynhildur óþreyjufull að fá að bjóða áhorfendum á sýningar í stóra salnum eftir margra mánaða lokun. Brynhildur Guðjónsdóttir ákvað eftir BA-nám í frönsku að hætta við öll áform um að verða læknir og flugmaður og læra frekar leiklist úti í London enda hefur henni aldrei leiðst athyglin og hún nýtur sín jafnan best þegar hún hefur sjálf orðið. „Ég talaði út í eitt sem krakki og geri það enn. Það er mjög heppilegt fyrir leikkonuna en leikhússtjórinn þarf stundum að passa sig. Listamaðurinn hefur meira frelsi en leikhússtjórinn sem tekur ríkari ábyrgð og á að gera það,“ segir Brynhildur í samtali við Sigurlaugu Margréti Jónasdóttur í Segðu mér á Rás 1.

borgarleikh brynhildur brynhildur gu sigurlaugu margr
Segðu mér
Brynhildur Guðjónsdóttir leikhússtjóri Borgarleikhússins

Segðu mér

Play Episode Listen Later Sep 30, 2020


Ég var 38 ára gömul og hugsaði nei, þetta er búið. Nú fer ég í leshring og stafagöngu með konum á mínum aldri,“ segir Brynhildur Guðjónsdóttir leikhússtjóri sem kynntist kærastanum Heimi Sverrissyni fyrir tíu árum, þá nýskilin. Nýtt leikár er loksins hafið í Borgarleikhúsinu og kveðst Brynhildur óþreyjufull að fá að bjóða áhorfendum á sýningar í stóra salnum eftir margra mánaða lokun. Brynhildur Guðjónsdóttir ákvað eftir BA-nám í frönsku að hætta við öll áform um að verða læknir og flugmaður og læra frekar leiklist úti í London enda hefur henni aldrei leiðst athyglin og hún nýtur sín jafnan best þegar hún hefur sjálf orðið. „Ég talaði út í eitt sem krakki og geri það enn. Það er mjög heppilegt fyrir leikkonuna en leikhússtjórinn þarf stundum að passa sig. Listamaðurinn hefur meira frelsi en leikhússtjórinn sem tekur ríkari ábyrgð og á að gera það,“ segir Brynhildur í samtali við Sigurlaugu Margréti Jónasdóttur í Segðu mér á Rás 1.

borgarleikh brynhildur brynhildur gu sigurlaugu margr
Góðvild
Spjallið með Góðvild #1 Brynhildur Ýr

Góðvild

Play Episode Listen Later Sep 23, 2020 15:03


Veikindaréttur á Íslandi hefur tekið litlum breytingum undanfarin ár og er mjög misjafnt hvar fólk stendur eftir stéttarfélögum. Brynhildur Ýr er móðir langveiks drengs og fer hún yfir þessi mál í fyrsta þættinum af Spjallið með Góðvild. Sjá frekari umfjöllun hér í grein á Vísir.is https://www.visir.is/g/20202014994d

Spekingar Spjalla
#95 Brynhildur Guðjónsdóttir

Spekingar Spjalla

Play Episode Listen Later Sep 3, 2020 95:02


Sviðslistakonan Brynhildur Guðjónsdóttir stjórnar nú Borgarleikhúsinu eftir að hafa átt sviðið í islensku leiklistarlífi í yfir tvo áratugi. Leikkona, leikskáld og leikstýra sem hefur auðgað listina á Íslandi og stýrir skútu Borgarleikhússins á krefjandi tímum. Brynhildur er einstakur listamaður og fáum við íslendingar að njóta góðs af því. Spekingar Spjalla er tekinn upp í Nóa Siríus stúdíóinu og er í boði Áberandi.

Ormstungur
x Brynhildur Þórarinsdóttir

Ormstungur

Play Episode Listen Later Aug 31, 2020 28:43


Hinn margverðlaunaði rithöfundur Brynhildur Þórarinsdóttir hefur legið yfir Íslendingasögunum í gegnum tíðina og miðlað þeim til barna. Hún fór yfir af hverju þessar sagnir eiga erindi enn þann dag í dag, jafnt við unga sem aldna.

Já elskan
17. Brynhildur - "Ég er ástar- og kynlífsfíkill"

Já elskan

Play Episode Listen Later Aug 17, 2020 65:00


Brynhildur talar um reynslu sína af ástar- og kynlífsfíkn, tinder, eitruðum ástarsamböndum, greddu og hræsni. Þessi þáttur er orkumikill, krassandi og einstaklega tæpitungulaus.

Samtal
Brynhildur Davíðsdóttir

Samtal

Play Episode Listen Later Feb 16, 2020


Uppruni hugmynda um gróðurhúsaáhrif má rekja a.m.k. um 340 ár aftur í tímann, og um 200 ár eru síðan grunnhugmyndinni var fyrst lýst í sambandi við varmajafnvægi jarðar. Hugmyndir um að bruni jarðefnaeldsneytis gæti aukið styrk gróðurhúsalofttegunda og leitt til hlýnunar komu fram seint á 19. öld og meira en 50 ár eru síðan vísindamenn fóru að vara stefnumótendur við því hlýnun jarðar væri yfirvofandi. Samfara ákafri losun gróðurhúsalofttegunda og hlýnunar jarðar á síðustu áratugum hafa loftslagsmál fengið aukið vægi og í kjölfar Parísarsamkomulagsins 2015 hefur umræðan mikið snúist um mögulegar lausnir og aðgerðir til að draga úr losun annarsvegar, og hinsvegar hugsanlegar hamfarir takist það ekki. Fjallað er um loftslagsmál í víðu samhengi en þó reynt að fjalla ítarlega um lykilþætti og mögulegar lausnir á vandanum. Meðal þess sem tekið er fyrir er stóra myndin, þ.e. hver sé grundvöllur vísindalegrar þekkingar um gróðurhúsaárhif og þann vanda sem fylgir bruna jarðefnaeldsneytis og annarri losun gróðurhúsalofttegunda. Fjallað er um vísindalegan grundvöll þekkingar á loftslagsbreytingum og afleiðingum þeirra, bæði á landi og í hafi, auk áhrifa á samfélög manna. Hugað verður sérstaklega að lausnum á vandanum, aðgerðum sem þegar hefur verið gripið auk aðgerða sem mögulegar eru. Einnig verður rætt um siðferðileg álitamál tengd loftslagsbreytingum og þróun umræðu á liðnum áratugum. Viðmælendur eru frá vísindasamfélaginu, frá atvinnulífi auk stefnumótenda.

Samtal
Brynhildur Davíðsdóttir

Samtal

Play Episode Listen Later Feb 16, 2020


Uppruni hugmynda um gróðurhúsaáhrif má rekja a.m.k. um 340 ár aftur í tímann, og um 200 ár eru síðan grunnhugmyndinni var fyrst lýst í sambandi við varmajafnvægi jarðar. Hugmyndir um að bruni jarðefnaeldsneytis gæti aukið styrk gróðurhúsalofttegunda og leitt til hlýnunar komu fram seint á 19. öld og meira en 50 ár eru síðan vísindamenn fóru að vara stefnumótendur við því hlýnun jarðar væri yfirvofandi. Samfara ákafri losun gróðurhúsalofttegunda og hlýnunar jarðar á síðustu áratugum hafa loftslagsmál fengið aukið vægi og í kjölfar Parísarsamkomulagsins 2015 hefur umræðan mikið snúist um mögulegar lausnir og aðgerðir til að draga úr losun annarsvegar, og hinsvegar hugsanlegar hamfarir takist það ekki. Fjallað er um loftslagsmál í víðu samhengi en þó reynt að fjalla ítarlega um lykilþætti og mögulegar lausnir á vandanum. Meðal þess sem tekið er fyrir er stóra myndin, þ.e. hver sé grundvöllur vísindalegrar þekkingar um gróðurhúsaárhif og þann vanda sem fylgir bruna jarðefnaeldsneytis og annarri losun gróðurhúsalofttegunda. Fjallað er um vísindalegan grundvöll þekkingar á loftslagsbreytingum og afleiðingum þeirra, bæði á landi og í hafi, auk áhrifa á samfélög manna. Hugað verður sérstaklega að lausnum á vandanum, aðgerðum sem þegar hefur verið gripið auk aðgerða sem mögulegar eru. Einnig verður rætt um siðferðileg álitamál tengd loftslagsbreytingum og þróun umræðu á liðnum áratugum. Viðmælendur eru frá vísindasamfélaginu, frá atvinnulífi auk stefnumótenda.

Segðu mér
Brynhildur Guðjónsdóttir leikkona og leikstjóri

Segðu mér

Play Episode Listen Later Jan 13, 2020 40:00


Gestur þáttarins er Brynhildur Guðjónsdóttir leikkona og leikstjóri. Umsjón: Viðar Eggertsson. Brynhildur segir m.a. frá þremur sterkum konum sem varða feril hennar sem leikkonu, brothætti spörfuglinn franski Edith Piaf, ambáttin sem fóstraði mesta skáld Íslands Egil Skallagrímsson, Brák, og listakonuna mexikósku sem föst var í járngrind, Fridu Khalo. Einnig frá leikstjórnarferli sínum. Inní fléttast viðhorf hennar til lífsins og listarinnar.

Segðu mér
Brynhildur Guðjónsdóttir leikkona og leikstjóri

Segðu mér

Play Episode Listen Later Jan 13, 2020


Gestur þáttarins er Brynhildur Guðjónsdóttir leikkona og leikstjóri. Umsjón: Viðar Eggertsson. Brynhildur segir m.a. frá þremur sterkum konum sem varða feril hennar sem leikkonu, brothætti spörfuglinn franski Edith Piaf, ambáttin sem fóstraði mesta skáld Íslands Egil Skallagrímsson, Brák, og listakonuna mexikósku sem föst var í járngrind, Fridu Khalo. Einnig frá leikstjórnarferli sínum. Inní fléttast viðhorf hennar til lífsins og listarinnar.

Poppland
19.12.2019

Poppland

Play Episode Listen Later Dec 19, 2019


Umsjón: Lovísa Rut Kristjánsdóttir Jólabragur yfir Popplandi í bland við alls kyns tónlist. Brynhildur Oddsdóttir og Dagný Halla Björnsdóttir mættu í hljóðver og tóku lagið. Plata vikunnar á sínum stað, Hótel Borg með hljómsveitinni Melchior. Bogomil Font - Hinsegin Jólatré Haukur Heiðar - Okkar Jól Hjálmar - Hvað Viltu Gera? Krassasig - Hlýtt í Hjartanu (ft. JóiPé) Dagur Sigurðarsson - Jólin Eru Ekkert Án Þín Melchior - Gamli Dansarinn Erla & Gréta - Ég Er Að Bíða Magnús Þór Sigmundsson - Stóri Pakkinn Stefán Hilmarsson - Jólin Lov & Ljón - Kaflaskil Tame Impala - It Might Be Time Sniglabandið - Jólahjól Herra Hnetusmjör & Bó - Þegar Þú Blikkar Caribou - Home Bergsveinn Arilíusson - Þar Sem Jólin Bíða Þín Jófríður Ákadóttir - Draumaprinsinn Valdimar Guðmundsson - Ég Þarf Enga Gjöf Í Ár Stebbi & Eyfi - Jólagleði Borgardætur - Amma Engill Frank Sinatra - Have Yourself A Merry Christmas Eivor Pálsdóttir - Dansaðu Vindur Krummi - Lonely Mistletoe Michael Bublé - The Christmas Song Kristjana Stefánsdóttir - Hversu Fagurt Væri Það Góss - Kossar Án Vara Neil Diamond - You Make It Feel Like Christmas Ellý Vilhjálms - Jólasveinninn Minn Prumenn - Fyrir Jól Ísold & Már - Jólaósk Brynhildur & Guðný Halla - Lifandi Flutningur Hipsumhaps - LSMLÍ Aron Can & Friðrik Dór - Hingað Þangað Melchior - Konan í Turninum Michael Bublé - White Christmas Svala & Friðrik Ómar - Annríki í Desember

Vikulokin
Brynhildur, Halldór, Guðrún, Heiðar Ingi

Vikulokin

Play Episode Listen Later Nov 23, 2019 55:00


Gestir þáttarins voru Brynhildur Þórarinsdóttir, dósent við Háskólann á Akureyri og rithöfundur, Guðrún Hálfdánardóttir, blaðamaður á Mbl.is, Halldór Halldórsson, forstjóri Kalkþörungafélagsins á Bíldudal, og Heiðar Ingi Svansson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda. Rætt var um Samherjamálið og samfélagsleg ítök stórfyrirtækja, íbúalýðræði og hverfakosningar, jólabókaflóðið og kjaradeilu blaðamanna.

Vikulokin
Brynhildur, Halldór, Guðrún, Heiðar Ingi

Vikulokin

Play Episode Listen Later Nov 23, 2019


Gestir þáttarins voru Brynhildur Þórarinsdóttir, dósent við Háskólann á Akureyri og rithöfundur, Guðrún Hálfdánardóttir, blaðamaður á Mbl.is, Halldór Halldórsson, forstjóri Kalkþörungafélagsins á Bíldudal, og Heiðar Ingi Svansson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda. Rætt var um Samherjamálið og samfélagsleg ítök stórfyrirtækja, íbúalýðræði og hverfakosningar, jólabókaflóðið og kjaradeilu blaðamanna.

Vikulokin
Brynhildur, Halldór, Guðrún, Heiðar Ingi

Vikulokin

Play Episode Listen Later Nov 23, 2019


Gestir þáttarins voru Brynhildur Þórarinsdóttir, dósent við Háskólann á Akureyri og rithöfundur, Guðrún Hálfdánardóttir, blaðamaður á Mbl.is, Halldór Halldórsson, forstjóri Kalkþörungafélagsins á Bíldudal, og Heiðar Ingi Svansson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda. Rætt var um Samherjamálið og samfélagsleg ítök stórfyrirtækja, íbúalýðræði og hverfakosningar, jólabókaflóðið og kjaradeilu blaðamanna.

Mannlegi þátturinn
Íslenska þorpið, Kynjaþing 2019 og Björn lesandi vikunnar

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Nov 4, 2019 56:29


Hvað veldur því að kvikmyndagerðarmenn, meira að segja þeir sem búa hinum megin á hnettinum, líta til Vestfjarðakjálkans í leit að erki-þorpinu, þorpinu sem heldur fólki föngnu í klóm örvæntingar? Er skýringarinnar ef til vill að leita í þeirri mynd sem íslenskir kvikmyndagerðarmenn hafa dregið upp af íslenskum þorpum í gegnum tíðina? Hvernig hafa sveit, þorp, bæir og borg(ir) birst á hvíta tjaldinu og hvaða breytingum hefur birtingarmynd slíkra byggða hefur tekið í gegnum tíðina. Brynhildur Þórarinsdóttir rithöfundur á Akureyri staldrar við þorpið sem sögusvið í verkefni sem hún nefnir: Sami gamli þorparinn. Brynhildur kom í þáttinn. Kynjaþing 2019 fór fram á laugardaginn í Norræna húsinu. Á þinginu komu saman félög og fólk sem starfa að jafnrétti, kvenréttindum, hinsegin réttindum, mannréttindum og stjórnmálum. Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands og Sigrún Bragadóttir hannyrðapönkari komu í þáttinn og sögðu frá því sem þar fór fram. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Björn Halldórsson rithöfundur og bóksali. Við fengum að vita hvaða bækur eru á náttborðinu hjá honum, hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina. UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Mannlegi þátturinn
Íslenska þorpið, Kynjaþing 2019 og Björn lesandi vikunnar

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Nov 4, 2019


Hvað veldur því að kvikmyndagerðarmenn, meira að segja þeir sem búa hinum megin á hnettinum, líta til Vestfjarðakjálkans í leit að erki-þorpinu, þorpinu sem heldur fólki föngnu í klóm örvæntingar? Er skýringarinnar ef til vill að leita í þeirri mynd sem íslenskir kvikmyndagerðarmenn hafa dregið upp af íslenskum þorpum í gegnum tíðina? Hvernig hafa sveit, þorp, bæir og borg(ir) birst á hvíta tjaldinu og hvaða breytingum hefur birtingarmynd slíkra byggða hefur tekið í gegnum tíðina. Brynhildur Þórarinsdóttir rithöfundur á Akureyri staldrar við þorpið sem sögusvið í verkefni sem hún nefnir: Sami gamli þorparinn. Brynhildur kom í þáttinn. Kynjaþing 2019 fór fram á laugardaginn í Norræna húsinu. Á þinginu komu saman félög og fólk sem starfa að jafnrétti, kvenréttindum, hinsegin réttindum, mannréttindum og stjórnmálum. Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands og Sigrún Bragadóttir hannyrðapönkari komu í þáttinn og sögðu frá því sem þar fór fram. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Björn Halldórsson rithöfundur og bóksali. Við fengum að vita hvaða bækur eru á náttborðinu hjá honum, hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina. UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Feminism on the roads
Episode 3 : Icelandic feminism history from generation to generation

Feminism on the roads

Play Episode Listen Later Nov 1, 2019 23:25


In this episode you will learn more about what happened in the Icelandic feminist history between 1975 and the beginning of 2000. From a generation to another the fight evolves but the objectif for equality is still the same.  With the histories of Hildur, Maria, Brynhildur, Hanna, Eva and Anna Soffia you will see how the movement went from going into politics to beeing part of all decision and places of power.  Women of Iceland the film in which you can hear Vigdís Finnbogadóttir :  https://www.youtube.com/watch?v=Pa3O0DNgqSw  To learn more about this podcast don't forget to follow me on social medias ! "Feminism on the roads" is a podcast recorded, edited and produced by Aziliz Peaudecerf a young journalist and high schooler with the financial support of Zellidja's grant. 

Feminism on the roads
Episode 2 : Icelandic feminism history : from Briet to the seventies

Feminism on the roads

Play Episode Listen Later Oct 4, 2019 33:21


 To dive into Icelandic feminism I wanted to share with you the history of it starting with the story of an increadible women named Briet Bjarnhéðinsdótti. She paved the way for many women by starting this fight for equality and giving the first icelandic feminist lecture. In this episode you will learn more about her by the point of view of Dalrun an  oral historian and Brynhildur the head of the Icelandic women's right association.  Briet was the first but the struggle continued from generation to generation, mostly popularies in the seventies by the Red socks and they first Icelandic women's strike in 1975. Maria who was part of this movement shared with me her memories of it has well has Helena who was very young at that time. With those voices from all around Iceland you will learn about the beginning of this crazy movement. «Feminism on the roads» is a podcast created by Aziliz Peaudecerf an high school student and young journalist.  

Orð um bækur
Orð um ljóð Svikaskálda og norrænar bækur frá jaðrinum, einkum í norðr

Orð um bækur

Play Episode Listen Later Sep 21, 2019


Í þættinum er farið í útgáfuhóf hjá Svikaskáldum sem í vikunnu sendu frá sér sína þriðju ljóðabók Ég sker netin mín. Í þættinum er rætt við þrjú skvikaskáldanna, þær Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur, Melkorku Ólafsdóttur og Þóru Hjörleifsdóttur auk þess sem leikið er brot úr upptöku á ljóðalestri þeirra sem og hinna þriggja svikaskáldanna, sem eru Sunna Dís Másdóttir, Þórdís Helgadóttir og Fríða Ísberg. Þá er í þættinum sagt frá bókunum sem samíska málsvæðið tilnefnir til bæði til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og Barna - og unglingabókmenntaverðlauna ráðsins. Brynhildur Heiðar og Ómarsdóttir segir frá barnabókinni Siellaspeajal, verndargripaspegillinn eftir Karen Anne Buljo og Jórunn Sigurðardóttir frá Dette er ikke den Jorda eftir Inge Ravne Eira. Þá segir Brynhildur líka frá TuttuarannguaQ (Hreindýrskálfurinn) efti Camille Sommer & Pernille Kreutzmann sem Grænlendinga tilnefna til barna - og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og Jórunn segir frá Där finns inga monstrer eftir Lieselott Willen sem Álendiingar tinefna til Norrænu verðlaunanna og ætluð er fullorðnum. Lesarar eru Eva Rún Þórgeirsdóttir og Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir

Orð um bækur
Orð um ljóð Svikaskálda og norrænar bækur frá jaðrinum, einkum í norðr

Orð um bækur

Play Episode Listen Later Sep 21, 2019


Í þættinum er farið í útgáfuhóf hjá Svikaskáldum sem í vikunnu sendu frá sér sína þriðju ljóðabók Ég sker netin mín. Í þættinum er rætt við þrjú skvikaskáldanna, þær Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur, Melkorku Ólafsdóttur og Þóru Hjörleifsdóttur auk þess sem leikið er brot úr upptöku á ljóðalestri þeirra sem og hinna þriggja svikaskáldanna, sem eru Sunna Dís Másdóttir, Þórdís Helgadóttir og Fríða Ísberg. Þá er í þættinum sagt frá bókunum sem samíska málsvæðið tilnefnir til bæði til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og Barna - og unglingabókmenntaverðlauna ráðsins. Brynhildur Heiðar og Ómarsdóttir segir frá barnabókinni Siellaspeajal, verndargripaspegillinn eftir Karen Anne Buljo og Jórunn Sigurðardóttir frá Dette er ikke den Jorda eftir Inge Ravne Eira. Þá segir Brynhildur líka frá TuttuarannguaQ (Hreindýrskálfurinn) efti Camille Sommer & Pernille Kreutzmann sem Grænlendinga tilnefna til barna - og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og Jórunn segir frá Där finns inga monstrer eftir Lieselott Willen sem Álendiingar tinefna til Norrænu verðlaunanna og ætluð er fullorðnum. Lesarar eru Eva Rún Þórgeirsdóttir og Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir

Orð um bækur
Orð um ljóð Svikaskálda og norrænar bækur frá jaðrinum, einkum í norðr

Orð um bækur

Play Episode Listen Later Sep 21, 2019 52:53


Í þættinum er farið í útgáfuhóf hjá Svikaskáldum sem í vikunnu sendu frá sér sína þriðju ljóðabók Ég sker netin mín. Í þættinum er rætt við þrjú skvikaskáldanna, þær Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur, Melkorku Ólafsdóttur og Þóru Hjörleifsdóttur auk þess sem leikið er brot úr upptöku á ljóðalestri þeirra sem og hinna þriggja svikaskáldanna, sem eru Sunna Dís Másdóttir, Þórdís Helgadóttir og Fríða Ísberg. Þá er í þættinum sagt frá bókunum sem samíska málsvæðið tilnefnir til bæði til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og Barna - og unglingabókmenntaverðlauna ráðsins. Brynhildur Heiðar og Ómarsdóttir segir frá barnabókinni Siellaspeajal, verndargripaspegillinn eftir Karen Anne Buljo og Jórunn Sigurðardóttir frá Dette er ikke den Jorda eftir Inge Ravne Eira. Þá segir Brynhildur líka frá TuttuarannguaQ (Hreindýrskálfurinn) efti Camille Sommer & Pernille Kreutzmann sem Grænlendinga tilnefna til barna - og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og Jórunn segir frá Där finns inga monstrer eftir Lieselott Willen sem Álendiingar tinefna til Norrænu verðlaunanna og ætluð er fullorðnum. Lesarar eru Eva Rún Þórgeirsdóttir og Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir

Orð um bækur
Orð um ljóð Svikaskálda og norrænar bækur frá jaðrinum, einkum í norðr

Orð um bækur

Play Episode Listen Later Sep 21, 2019


Í þættinum er farið í útgáfuhóf hjá Svikaskáldum sem í vikunnu sendu frá sér sína þriðju ljóðabók Ég sker netin mín. Í þættinum er rætt við þrjú skvikaskáldanna, þær Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur, Melkorku Ólafsdóttur og Þóru Hjörleifsdóttur auk þess sem leikið er brot úr upptöku á ljóðalestri þeirra sem og hinna þriggja svikaskáldanna, sem eru Sunna Dís Másdóttir, Þórdís Helgadóttir og Fríða Ísberg. Þá er í þættinum sagt frá bókunum sem samíska málsvæðið tilnefnir til bæði til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og Barna - og unglingabókmenntaverðlauna ráðsins. Brynhildur Heiðar og Ómarsdóttir segir frá barnabókinni Siellaspeajal, verndargripaspegillinn eftir Karen Anne Buljo og Jórunn Sigurðardóttir frá Dette er ikke den Jorda eftir Inge Ravne Eira. Þá segir Brynhildur líka frá TuttuarannguaQ (Hreindýrskálfurinn) efti Camille Sommer & Pernille Kreutzmann sem Grænlendinga tilnefna til barna - og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og Jórunn segir frá Där finns inga monstrer eftir Lieselott Willen sem Álendiingar tinefna til Norrænu verðlaunanna og ætluð er fullorðnum. Lesarar eru Eva Rún Þórgeirsdóttir og Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir

Poppland

Umsjón: Lovísa Rut Kristjánsdóttir. Það var eitt og annað um að vera í Popplandi dagsins, farið var yfir helstu fréttir úr tónlistarheiminum. Fannar Ingi og Jökull Breki sem mynda dúóið Hipsumhaps kíktu í viðtal og sögðu okkur frá nýju lagi. Brynhildur úr hljómsveitinni Bebee & The Blue Birds kíkti líka við og sagði okkur á því hvað er framundan hjá þeim. Heyrum lög af plötu vikunnar, Sirkus sem er í höndum hljómsveitarinnar South River Band og ýmislegt annað skemmtilegt. Valdimar - Þú Ert Mín Björk - Big Time Sensuality The Specials - Vote For Me Hipsumhaps - LSMLÍ A Tribe Called Quest - Electric Relaxation Bruce Springsteen - There Goes My Miracle The Dandy Warhols - Bohemian Like You Beyoncé - Spirit South River Band - Á Mallorca Phil Collins - Two Hearts Whitney Houston - Higher Love (Kygo) Dúkkulísur - Pamela Jónsi - Go Do Mungo Jerry - In The Summertime Stormzy - Crown Toto - Hold The Line Fríða Dís - Baristublús Kaleo - I Walk On Water Of Monsters And Men - Wild Roses Roger Miller - King Of The Road Raven - Half Of Me Írafár - Stórir Hringir Coldplay - Trouble Michael Kiwanuka - Money (Tom Misch) Bebee & The Bluebirds - Dance With Me Mumford & Sons - Lover Of The Light Megas Lóa Lóa Góss - Eitt Lag Enn Baggalútur - Appelsínugul Viðvörun FM Belfast - Par Avion Taylor Swift - You Need To Calm Down Emilíana Torrini - Unemployed Summertime Sprengjuhöllin - Glúmur Mahmood - Soldi South River Band - Mér Er Sagt Að Ég Eigi Séns The Smiths - Panic Edward Sharpe - Home London - Wasabi Stevie Wonder - A Place In The Sun Laddi - Austurstræti Fools Garden - Lemon Tree

The Asgard Podcast
The Asgard Podcast - The story of Brynhildur

The Asgard Podcast

Play Episode Listen Later Jun 21, 2019 11:50


Hello everybody! Happy Friday :) Sorry for the late episode this week, still not living in the same living situation as normally but I will probably be by next week or the week after that! This episode I tell the story of Brynhildur, a Valkyrie. Patreon - https://www.patreon.com/asgardpodcast Facebook - facebook.com/asgardpodcast

Gund Institute Podcasts
Brynhildur Davidsdottir: Towards a Sustainable Energy Future

Gund Institute Podcasts

Play Episode Listen Later Apr 4, 2019 30:36


Currently 86% of primary energy use in Iceland is derived from renewable and domestic energy resources. Two sectors still rely on imported fossil fuels: the fishing industry and transportation. Transitioning to a low-carbon, close to fossil fuel free economy is therefore a possibility in Iceland in the near future and the Icelandic government has proposed to reach carbon neutrality by 2040. Multiple different development pathways are possible towards a low-carbon and a more sustainable energy system in Iceland as the Icelandic energy resources can be developed and the energy used in diverse ways. Given the capital intensity and longevity of energy infrastructure and technologies it is important that decision-makers realize the multifaceted implications of energy development choices as these will influence the Icelandic society and government budgets for years to come. This presentation will provide insights to these issues, and present an integrated decision-making framework, based on system dynamics, multi-criteria decision-analysis and sustainability indicators that has been developed to assist decision-makers in Iceland make robust decisions.

Vikulokin
Brynhildur Pétursdóttir, Jóhannes Þór Skúlason, Hjálmar Gíslason og S

Vikulokin

Play Episode Listen Later Nov 10, 2018 55:00


Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, Hjálmar Gíslason, framkvæmdastjóri Grid og Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins ræddu kaup Icelandair á Wow, hækkun stýrivaxta, stöðu seðlabankastjóra eftir að Hæstiréttur ógilti stjórnvaldssektir sem Seðlabankinn lagði á Samherja, þingkosningar í Bandaríkjunum og hugmyndir um Miðhálendisþjóðgarð.

Vikulokin
Brynhildur Pétursdóttir, Jóhannes Þór Skúlason, Hjálmar Gíslason og S

Vikulokin

Play Episode Listen Later Nov 10, 2018


Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, Hjálmar Gíslason, framkvæmdastjóri Grid og Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins ræddu kaup Icelandair á Wow, hækkun stýrivaxta, stöðu seðlabankastjóra eftir að Hæstiréttur ógilti stjórnvaldssektir sem Seðlabankinn lagði á Samherja, þingkosningar í Bandaríkjunum og hugmyndir um Miðhálendisþjóðgarð.

Vikulokin
Svandís Svavarsdóttir, Birta Björnsdóttir og Brynhildur Pérursdóttir

Vikulokin

Play Episode Listen Later Sep 22, 2018 60:00


Gestir þáttarins voru þær Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, Birta Björnsdóttir fréttamaður og Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna.

Vikulokin
Svandís Svavarsdóttir, Birta Björnsdóttir og Brynhildur Pérursdóttir

Vikulokin

Play Episode Listen Later Sep 22, 2018


Gestir þáttarins voru þær Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, Birta Björnsdóttir fréttamaður og Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna.

Hvað Klikkaði?
8. þáttur - Brynhildur Oddsdóttir

Hvað Klikkaði?

Play Episode Listen Later Jun 21, 2018 54:52


Bíbí sagði mér frá kúvendingunni úr því að temja hesta yfir í að temja gítarinn.

Morgunútvarpið
Svifflug, myndlist, samgönguráðherra, fréttaspjall og fræga fólkið

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later May 4, 2018 130:00


Þeir eru til sem vita ekkert stórkostlegra en að svífa hljóðlaust um loftin blá og gera það ýmist með svifvængjum eða svifdrekum. En hvað er það sem fær fólk í að stökkva fram af klettabrún með segldúk einan að vopni? Við heyrðum í svifflugsáhugakonunni Anitu Hafdísi Björnsdóttur. Þorgrímur Andri Einarsson er sjálfmenntaður myndlistarmaður sem slegið hefur í gegn ekki síst í gegnum samfélagsmiðla og nú er hann á leið til Toskana á Ítalíu þar sem hann mun kenna á myndlistarnámskeiði í sumar og þar komust færri að en vildu. Við slógum á þráðinn til Þorgríms Andra. Hafnfirðingar kalla eftir tafarlausum úrbótum á vegkaflanum frá Kaldárselslvegi að Krýsuvíkurvegi. Bæjarstjórinn hefur skrifað þingmönnum kjördæmisins og samgönguráðherra bréf, í framhaldi af alvarlegu umferðarslysi á dögunum, þar sem hann bendir á að þarna hafi orðið um 100 umferðarslys á árinu 2015 sem geri um 28 slys á hvern kílómetra á þessum 3,5 kílómetra vegkafla. Við spurðum Sigurð Inga Jóhannsson, samgönguráðherra, um þetta í þættinum. Hjónin Brynhildur Ólafsdóttir og Róbert Marshall fóru yfir fréttir vikunnar með okkur að þessu sinni. Freyr Gígja Gunnarsson ræddi við okkur um fréttir úr heimi fræga fólksins eins og alltaf á föstudögum og í dag kom bandaríska kvikmyndaakademían við sögu ásamt fleiru. Tónlist: OMAM - King and Lionheart. Johnny Logan - Hold me now. Friðrik Dór - Fyrir fáeinum sumrum. The Beautiful South - You keep it all in. Simon & Garfunkel - Cecilia. Liam Gallagher - Paper crown. Nýdönsk - Uppvakningar. Lay Low - By and by. Elton John - Rocket man.

Segðu mér
Róbert Marshall og Brynhildur Ólafsdóttir

Segðu mér

Play Episode Listen Later Mar 22, 2018 40:00


Gestir þáttarins eru hjónin Róbert Marshall og Brynhildur Ólafsdóttir. Umsjón: Sigurlaug Margrét Jónasdóttir.

umsj gestir brynhildur sigurlaug margr
Samfélagið
Svalbarði.Jarðefnavísindi.Lestur.Mörgæsir

Samfélagið

Play Episode Listen Later Mar 8, 2018 55:00


Sólveig Anna Þorvaldsdóttir tannlæknir: Sólveig býr á Svalbarða og í dag, 8.mars, sést þar aftur til sólar eftir margra mánaða vetrarmyrkur. Sigurður Reynir Gíslason vísindamaður HÍ : Rætt við Sigurð Reyni Gíslason vísindamann um bindingu koltvíoxíðs í bergi og áhrif gosösku á umhverfi og samfélag manna. Sigurður fær í ár ein virtustu verðlaun sem veitt eru á sviði jarðefnafræði í heiminum fyrir rannsóknir sínar á því sviði. Brynhildur Þórarinsdóttir dósent HA: Að lesa fyrir börn. Hafdís Hanna Ægisdóttir: Í pistli sínum í dag fjallar Hafdís um mörgæsir, sögu þeirra og nýuppgötvaða mörgæsabyggð við Suðurskautið.

Málið er
Unga fólkið og bókmenntirnar

Málið er

Play Episode Listen Later Feb 16, 2018


Í sjötta þætti af Málið er rýnum við í lestur ungmenna. Er ungt fólk hætt að lesa eða er þessum lesendahópi kannski ekki sinnt nægilega vel? Viðmælendur eru Brynhildur Þórarinsdóttir, Melkorka Gunborg Briansdóttir, Egill Örn Jóhannsson og Lilja Alfreðsdóttir. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir.

Málið er
Unga fólkið og bókmenntirnar

Málið er

Play Episode Listen Later Feb 16, 2018


Í sjötta þætti af Málið er rýnum við í lestur ungmenna. Er ungt fólk hætt að lesa eða er þessum lesendahópi kannski ekki sinnt nægilega vel? Viðmælendur eru Brynhildur Þórarinsdóttir, Melkorka Gunborg Briansdóttir, Egill Örn Jóhannsson og Lilja Alfreðsdóttir. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir.

Morgunútvarpið
Morgunútvarpið 15.janúar

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Jan 15, 2018 190:00


Um helgina staðfesti norska lögreglan hún hefði fundið lík Janne Jemtland, 36 ára konu sem leitað hafði verið að frá því milli jóla og nýárs. Nú hefur eiginmaður hennar verið handtekinn og ákærður fyrir manndráp. Málið hefur vakið mikla athygli í Noregi og víðar og er samfélagið í smábænum Brumunddal, rétt hjá Lillehammer, slegið yfir málinu. Við heyrum í Salvari Geir Guðgeirssyni, presti í Brumunddal. Þýska dagblaðið Die Welt birti fyrir Helgi fréttaskýringu sem sýnir Ísland dýrasta ferðamannaland í heimi og mun dýrara en Noreg sem er í öðru sæti á eftir Íslandi. Um helgina bárust svo fréttir af því að vinsæll viðkomustaður ferðamanna selji íslenskt vatn á 750 kr fyrir 750 millilítra. Skarphéðinn Berg Steinarsson, nýskipaður Ferðamálastjóri, kemur til okkar og ræðir meint okur í ferðaþjónustu og hvaða áhrif það hefur á ímynd Íslands sem áfangastað. Myndin af mér er hálftíma löng, leikin stuttmynd um stafrænt kynferðisofbeldi. Hún segir sögur nokkurra unglinga í framhaldsskóla sem öll hafa kynni af stafrænu kynferðisofbeldi með einum eða öðrum hætti og sýnir áhrifin sem það hefur á líf þeirra. Sögurnar eru byggðar á raunverulegum frásögnum íslenskra ungmenna en höfundur myndarinnar eru Brynhildur Björnsdóttir og Þórdís Elva Þorvaldsdóttir. Brynhildur kemur til okkar ásamt tveimur ungum konum sem leika í myndinni, Þuríði Birnu og Ernu Kanema. Tveir ungir menn hafa látið lífið á árinu í umferðarslysi á tveimur af fjölförnustu vegum landsins, Kjalarnesi og Suðurlandsvegi. Bæjarráð Akraness hefur skorað á yfirvöld að bregðast nú þegar við ástandi vegarins á Kjalarnesi og veita frekari fjármunum til nauðsynlegra úrbóta til tvöföldunar vegkaflans. Þá hafa á fimmnta þúsund skrifað undir áskorun til samgönguráðherra um að ráðast tafarlaust í tvöföldun á þessum kafla. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra ræðir þetta við okkur. Helena Jónsdóttir er sálfræðingur og hefur undanfarin þrjú ár unnið í hjálparstarfi á vegum samtakanna Læknum án landamæra, síðast í Suður-Súdan. Hún hefur nú verið ráðin sem framkvæmdastjóri Lýðháskólans á Flateyri sem verið er að stofna. Hún segir okkur frá Læknum án landamæra, sem nú eru að leita að fólki á Íslandi, og Lýðháskólanum. Evrópumótið í handbolta stendur nú yfir í Króatíu og hafa strákarnir okkar leikið tvo leiki. Þeir unnu Svía á föstudaginn en töpuðu gegn ógnarsterkum Króötum í gærkvöldi. Við eigum einn leik eftir í riðlinum, gegn Serbíu á þriðjudaginn. Við heyrum í Einari Erni Jónssyni íþróttafréttamanni sem staddur er í Split í Króatíu. Háskólinn í Arizona gaf nýverið