POPULARITY
Þriðjudagur 8. apríl Trump, Woke, varnarsamningur, vindmyllur, Gaza, ríkisborgararéttur og Geðbrigði Hagfræðingarnir Þorsteinn Þorgeirsson og Gylfi Magnússon ræða um um tolla og efnahagsstefnu Trump. Og eru ekki á sama máli í samtali við Gunnar Smára. Þorsteinn segir þá leiða til góðs en Gylfi til ills. Brynjar Karl Sigurðsson körfuboltaþjálfari og Valgerður Þ. Pálmadóttir, kennari í Háskóla Íslands í kynjafræði og hugmyndasögu koma í spjall við Rauða borðið og fara yfir í líflegri samræðu við Oddnýju Eir og Björn Þorláks yfir átökin um kynjafræðina, wókið, umræðuna, ofbeldið, rétttrúnaðinn og samræðuna. Guttormur Þorsteinsson formaður Samtaka hernaðarandstæðinga og Elvar Ástráðsson skjalavörður samtakanna ræða um leyni-varnarsamning íslenskra stjórnvalda við Bandaríkin þar sem bandaríski herinn hefur allan rétt að leggja undir sig land og innviði. Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd og Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur í stjórn Landverndar ræða um yfirgengileg áform um vindmyllugarða á Íslandi og fórnarkostnaðinn. Hjálmtýr Heiðdal formaður félagsins Ísland Palestína segir fréttir af þjóðarmorði ásamt Maríu Lilju.Natan HK, Íslendingur í Kaleforníu, gagnasérfræðingur og forritari segir frá umsókn sinni um íslenskan ríkisborgararétt og frá ljónunum í veginum. Agnes Ósk Ægisdóttir og Ásthildur Emma Ingileifardóttir meðlimir hljómsveitarinnar Geðbrigði, sigurvegarar Músíktilrauna mæta til Maríu Lilju ásamt Esther Bíbí bassaleikara Kolrössu sem jafnframt eru fyrrum sigurvegarar keppninnar.
Þriðjudagur 10. desember Hervæðing, mannréttindi, listamannalaun, einstaklingurinn og o.k. Guttormur Þorsteinsson formaður og Soffía Sigurðardóttir ritari miðnefndar Samtaka hernaðarandstæðinga andmæla hernaðaruppbyggingu í Keflavík og breyttum áherslum fráfarandi ríkisstjórnar í öryggis- og varnarmálum. Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International og Árni Kristjánsson ungliða- og aðgerðastjóri Amnesty og Edda S. Arhúrsdóttir ungliði segja okkur frá mannréttindabaráttu á tímamótum, bíómynd, svartri skýrslu og helstu áskorunum dagsins í dag. Þórhallur Guðmundsson stjórnsýslufræðingur ræðir ágalla við núverandi kerfi listamannalauna. Lárus Ýmir Óskarsson kvikmyndagerðarmaður ræðir samband menningar og stjórnmála. Hann segir áhrif einstaklinga á söguna ofmetin. Í lokin segir séra Sigurður Ægisson frá uppruna og notkun orðsins o.k., en hann hefur skrifað heila bók um efni.
Verslunarmannahelgin er fram undan og alls ekki óhugsandi að einhverjir fái sér aðeins í tánna. Flestir kaupa sínar veigar í vínbúðunum; þeirri opinberu eða þessum einkareknu á veraldarvefnum, og þá drykki frá viðurkenndum framleiðendum. En öðru vísi háttaði til fyrir tæpri öld; á bannárunum var heimagerður landi í glösum. Við dustuðum rykið af viðtölum sem Stefán Jónsson útvarpsmaður átti við tvo ónefnda landabruggara í þætti árið 1967. Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista, talaði frá Korsíku í Miðjarðarhafi að þessu sinni og sagði frá eyjunni. Guttormur Þorsteinsson, bókavörður í Kringluútibúi Borgarbókasafnsins, var gestur þáttarins. Hann sagði frá því sem hann og aðrir bókaverðir fást við um þessar mundir, og týndi til nokkrar bækur sem tilvalið er að lesa þessa dagana. Tónlist: C'est si bon - Louis Armstrong Iwanaragh - Bombino La plage - Raphael Futura Riviera - Raphael Futura It's My Party - Lesley Gore Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Vera Illugadóttir.
Verslunarmannahelgin er fram undan og alls ekki óhugsandi að einhverjir fái sér aðeins í tánna. Flestir kaupa sínar veigar í vínbúðunum; þeirri opinberu eða þessum einkareknu á veraldarvefnum, og þá drykki frá viðurkenndum framleiðendum. En öðru vísi háttaði til fyrir tæpri öld; á bannárunum var heimagerður landi í glösum. Við dustuðum rykið af viðtölum sem Stefán Jónsson útvarpsmaður átti við tvo ónefnda landabruggara í þætti árið 1967. Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista, talaði frá Korsíku í Miðjarðarhafi að þessu sinni og sagði frá eyjunni. Guttormur Þorsteinsson, bókavörður í Kringluútibúi Borgarbókasafnsins, var gestur þáttarins. Hann sagði frá því sem hann og aðrir bókaverðir fást við um þessar mundir, og týndi til nokkrar bækur sem tilvalið er að lesa þessa dagana. Tónlist: C'est si bon - Louis Armstrong Iwanaragh - Bombino La plage - Raphael Futura Riviera - Raphael Futura It's My Party - Lesley Gore Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Vera Illugadóttir.
Í tilefni af þjóðhátíðardegi Frakka spjallaði Torfi Tulinius, prófessor við HÍ, um ýmislegt er varðar land og þjóð. Einkum var rætt um stöðu Frakklands í alþjóðasamfélaginu og sambúð ólíkra þjóðfélagshópa í Frakklandi. HM kvenna í fótbolta hefst í næstu viku. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, talaði um mótið, íslenska kvennalandsliðsins og konur og fótbolta. Guttormur Þorsteinsson, bókavörður á Kringlusafni Borgarbókasafnsins, gaf hlustendum hugmyndir að lesefni yfir sumarmánuðina. Tónlist: Guð gaf mér eyra - Engel Lund, La vie en rose - Zaz, Leggjabrjótur - Spaðar, Obb bobb bobb - Spaðar. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson.
Í tilefni af þjóðhátíðardegi Frakka spjallaði Torfi Tulinius, prófessor við HÍ, um ýmislegt er varðar land og þjóð. Einkum var rætt um stöðu Frakklands í alþjóðasamfélaginu og sambúð ólíkra þjóðfélagshópa í Frakklandi. HM kvenna í fótbolta hefst í næstu viku. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, talaði um mótið, íslenska kvennalandsliðsins og konur og fótbolta. Guttormur Þorsteinsson, bókavörður á Kringlusafni Borgarbókasafnsins, gaf hlustendum hugmyndir að lesefni yfir sumarmánuðina. Tónlist: Guð gaf mér eyra - Engel Lund, La vie en rose - Zaz, Leggjabrjótur - Spaðar, Obb bobb bobb - Spaðar. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson.
Í tilefni af þjóðhátíðardegi Frakka spjallaði Torfi Tulinius, prófessor við HÍ, um ýmislegt er varðar land og þjóð. Einkum var rætt um stöðu Frakklands í alþjóðasamfélaginu og sambúð ólíkra þjóðfélagshópa í Frakklandi. HM kvenna í fótbolta hefst í næstu viku. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, talaði um mótið, íslenska kvennalandsliðsins og konur og fótbolta. Guttormur Þorsteinsson, bókavörður á Kringlusafni Borgarbókasafnsins, gaf hlustendum hugmyndir að lesefni yfir sumarmánuðina. Tónlist: Guð gaf mér eyra - Engel Lund, La vie en rose - Zaz, Leggjabrjótur - Spaðar, Obb bobb bobb - Spaðar. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson.
Daglega heyrum við fréttir af innrás Rússa í Úkraínu. Ef ekki af árásum og átökum og eyðileggingu þá af vopnasendingum, efnahagsþvingunum og öðru sem snertir eða tengist þessu stríði. En það eru fleiri stríð í heiminum. Guttormur Þorsteinsson, formaður Miðnefndar Samtaka hernaðarandstæðinga kom til okkar, við ræddum stríð og fjölluðum um störf friðarhreyfinga. Í Austurbæjarskóla í miðborg Reykjavíkur koma saman á hverjum degi börn af ólíkum þjóðernum, og sem tala fjöldann allan af ólíkum tungumálum. Kristín Jóhannesdóttir skólastjóri Austurbæjarskóla sagði okkur frá skólastarfinu. Svo rifjuðum við upp stórviðburð í Reykjavík fyrir fimmtíu árum. Hér hittust forsetar Bandaríkjanna og Frakklands; þeir höfðu um margt að ræða. Við fjöllum um fundinn sjálfan og forsetana í fyrramálið en heyrum í dag lýsingu frá komu þeirra til Keflavíkurflugvallar. Þar var mikill viðbúnaður. Öflug öryggisgæsla, sérinnfluttir bílar, einkaþotur - bara alveg eins í síðustu viku. Tónlist: Everly Brothers, The - All I have to do is dream. Turner, Tina - Private dancer. Arnar Ingi Ingason, Fannar Ingi Friðþjófsson, Hipsumhaps, Jökull Breki Arnarson, Magnús Jóhann Ragnarsson, Eiríkur Rafn Björnsson - LSMLÍ (Lífið sem mig langar í ).
Daglega heyrum við fréttir af innrás Rússa í Úkraínu. Ef ekki af árásum og átökum og eyðileggingu þá af vopnasendingum, efnahagsþvingunum og öðru sem snertir eða tengist þessu stríði. En það eru fleiri stríð í heiminum. Guttormur Þorsteinsson, formaður Miðnefndar Samtaka hernaðarandstæðinga kom til okkar, við ræddum stríð og fjölluðum um störf friðarhreyfinga. Í Austurbæjarskóla í miðborg Reykjavíkur koma saman á hverjum degi börn af ólíkum þjóðernum, og sem tala fjöldann allan af ólíkum tungumálum. Kristín Jóhannesdóttir skólastjóri Austurbæjarskóla sagði okkur frá skólastarfinu. Svo rifjuðum við upp stórviðburð í Reykjavík fyrir fimmtíu árum. Hér hittust forsetar Bandaríkjanna og Frakklands; þeir höfðu um margt að ræða. Við fjöllum um fundinn sjálfan og forsetana í fyrramálið en heyrum í dag lýsingu frá komu þeirra til Keflavíkurflugvallar. Þar var mikill viðbúnaður. Öflug öryggisgæsla, sérinnfluttir bílar, einkaþotur - bara alveg eins í síðustu viku. Tónlist: Everly Brothers, The - All I have to do is dream. Turner, Tina - Private dancer. Arnar Ingi Ingason, Fannar Ingi Friðþjófsson, Hipsumhaps, Jökull Breki Arnarson, Magnús Jóhann Ragnarsson, Eiríkur Rafn Björnsson - LSMLÍ (Lífið sem mig langar í ).
Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Helga Óskarsdóttir, Bogi Reynisson, Margrét Lilja Aðalsteinsdóttir, Guttormur Þorsteinsson og Steinunn Rögnvaldsdóttir og ræða fréttir vikunnar sem einkenndist af komu kjarnorkukafbáta, gervigreind og ömurlegs ástands á húsnæðismarkaði.
Umsjón: Ingvar Þór Björnsson og Snærós Sindradóttir Það er langt síðan við höfum rætt kórónuveirufaraldurinn í þessum þætti og mörg eflaust fegin því - en nú þegar frá líður faraldri er spurningum velt upp, þar á meðal siðferðilegum, sem snúa að því hvernig tókst til að bregðast við og hvort gera hefði mátt breytingar til batnaðar. Í dag hefst tveggja daga málþing í Bergen í Noregi um siðferði í faröldrum. Þar heldur Vilhjálmur Árnason, prófessor í heimspeki, erindi og við ræddum við hann í byrjun þáttar. Aukin kvikusöfnun hefur verið skammt norðvestan Þorbjarnar og þar mælist nú töluvert meiri þensla en um mánaðamót. Við ræddum þessi mál við Kristínu Jónsdóttur, hópstjóra náttúruvár hjá Veðurstofunni. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að engin samkeppni væri meðal íslenskra banka varðandi notkun kreditkorta erlendis - og að fákeppni bankanna bitni á korthöfum. Við ræddum um fákeppni á íslenskum bankamarkaði við Þórólf Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. Húsnæðismálin voru efst á blaði í nánast öllum sveitarfélögum fyrir nýliðnar sveitastjórnarkosningar. Framsókn gekk afar vel í kosningunum og eru víða að mynda nýja meirihluta í sveitarstjórnum landsins. Húsnæðismálin eru jafnframt á forræði Framsóknarflokksins á landsvísu en það er Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra sem heldur á þeim spilum. Hann var gestur okkar upp úr klukkan átta. Fyrr í þessari viku fjölluðum við á fræðilegu nótunum um hvaða þýðingu það hefði að Svíar og Finnar hafi nú sótt um inngöngu í Atlantshafsbandalagið, eða Nató. Með umsókninni lýkur áratugalöngu hlutleysi þessara landa í heimsdeilunum en formaður Samtaka hernaðarandstæðinga er afskaplega mótfallinn því að slík ákvörðun, stór sem hún er, hafi verið tekin án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu í löndunum. Við Íslendingar þekkjum þetta enda var innganga Íslands í Nató með svipuðum hætti, þ.e. ákvörðuð af stjórnmálamönnum árið 1949. Guttormur Þorsteinsson formaður Samtaka hernaðarandstæðinga ræddi þessi mál við okkur í þætti dagsins. Sviðslistahópurinn Fullorðið fólk setur um þessar mundir upp verkið Stelpur og strákar. Leikstjóri verksins, Annalísa Hermannsdóttir og leikkona þess, Björk Guðmundsdóttir, komu til okkar og sögðu frá tilurð þessa spennandi leikverks. Tónlist: Björk - Venus as a Boy Robyn - Dancing on my own Cornelia Jakobs - Hold me Closer Erlend Oye & Hjálmar - Fence Me In Retro Stefson - Qween Fleetwood Mac - Rhiannon
Umsjón: Ingvar Þór Björnsson og Snærós Sindradóttir Það er langt síðan við höfum rætt kórónuveirufaraldurinn í þessum þætti og mörg eflaust fegin því - en nú þegar frá líður faraldri er spurningum velt upp, þar á meðal siðferðilegum, sem snúa að því hvernig tókst til að bregðast við og hvort gera hefði mátt breytingar til batnaðar. Í dag hefst tveggja daga málþing í Bergen í Noregi um siðferði í faröldrum. Þar heldur Vilhjálmur Árnason, prófessor í heimspeki, erindi og við ræddum við hann í byrjun þáttar. Aukin kvikusöfnun hefur verið skammt norðvestan Þorbjarnar og þar mælist nú töluvert meiri þensla en um mánaðamót. Við ræddum þessi mál við Kristínu Jónsdóttur, hópstjóra náttúruvár hjá Veðurstofunni. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að engin samkeppni væri meðal íslenskra banka varðandi notkun kreditkorta erlendis - og að fákeppni bankanna bitni á korthöfum. Við ræddum um fákeppni á íslenskum bankamarkaði við Þórólf Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. Húsnæðismálin voru efst á blaði í nánast öllum sveitarfélögum fyrir nýliðnar sveitastjórnarkosningar. Framsókn gekk afar vel í kosningunum og eru víða að mynda nýja meirihluta í sveitarstjórnum landsins. Húsnæðismálin eru jafnframt á forræði Framsóknarflokksins á landsvísu en það er Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra sem heldur á þeim spilum. Hann var gestur okkar upp úr klukkan átta. Fyrr í þessari viku fjölluðum við á fræðilegu nótunum um hvaða þýðingu það hefði að Svíar og Finnar hafi nú sótt um inngöngu í Atlantshafsbandalagið, eða Nató. Með umsókninni lýkur áratugalöngu hlutleysi þessara landa í heimsdeilunum en formaður Samtaka hernaðarandstæðinga er afskaplega mótfallinn því að slík ákvörðun, stór sem hún er, hafi verið tekin án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu í löndunum. Við Íslendingar þekkjum þetta enda var innganga Íslands í Nató með svipuðum hætti, þ.e. ákvörðuð af stjórnmálamönnum árið 1949. Guttormur Þorsteinsson formaður Samtaka hernaðarandstæðinga ræddi þessi mál við okkur í þætti dagsins. Sviðslistahópurinn Fullorðið fólk setur um þessar mundir upp verkið Stelpur og strákar. Leikstjóri verksins, Annalísa Hermannsdóttir og leikkona þess, Björk Guðmundsdóttir, komu til okkar og sögðu frá tilurð þessa spennandi leikverks. Tónlist: Björk - Venus as a Boy Robyn - Dancing on my own Cornelia Jakobs - Hold me Closer Erlend Oye & Hjálmar - Fence Me In Retro Stefson - Qween Fleetwood Mac - Rhiannon
Umsjón: Ingvar Þór Björnsson og Snærós Sindradóttir Það er langt síðan við höfum rætt kórónuveirufaraldurinn í þessum þætti og mörg eflaust fegin því - en nú þegar frá líður faraldri er spurningum velt upp, þar á meðal siðferðilegum, sem snúa að því hvernig tókst til að bregðast við og hvort gera hefði mátt breytingar til batnaðar. Í dag hefst tveggja daga málþing í Bergen í Noregi um siðferði í faröldrum. Þar heldur Vilhjálmur Árnason, prófessor í heimspeki, erindi og við ræddum við hann í byrjun þáttar. Aukin kvikusöfnun hefur verið skammt norðvestan Þorbjarnar og þar mælist nú töluvert meiri þensla en um mánaðamót. Við ræddum þessi mál við Kristínu Jónsdóttur, hópstjóra náttúruvár hjá Veðurstofunni. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að engin samkeppni væri meðal íslenskra banka varðandi notkun kreditkorta erlendis - og að fákeppni bankanna bitni á korthöfum. Við ræddum um fákeppni á íslenskum bankamarkaði við Þórólf Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. Húsnæðismálin voru efst á blaði í nánast öllum sveitarfélögum fyrir nýliðnar sveitastjórnarkosningar. Framsókn gekk afar vel í kosningunum og eru víða að mynda nýja meirihluta í sveitarstjórnum landsins. Húsnæðismálin eru jafnframt á forræði Framsóknarflokksins á landsvísu en það er Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra sem heldur á þeim spilum. Hann var gestur okkar upp úr klukkan átta. Fyrr í þessari viku fjölluðum við á fræðilegu nótunum um hvaða þýðingu það hefði að Svíar og Finnar hafi nú sótt um inngöngu í Atlantshafsbandalagið, eða Nató. Með umsókninni lýkur áratugalöngu hlutleysi þessara landa í heimsdeilunum en formaður Samtaka hernaðarandstæðinga er afskaplega mótfallinn því að slík ákvörðun, stór sem hún er, hafi verið tekin án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu í löndunum. Við Íslendingar þekkjum þetta enda var innganga Íslands í Nató með svipuðum hætti, þ.e. ákvörðuð af stjórnmálamönnum árið 1949. Guttormur Þorsteinsson formaður Samtaka hernaðarandstæðinga ræddi þessi mál við okkur í þætti dagsins. Sviðslistahópurinn Fullorðið fólk setur um þessar mundir upp verkið Stelpur og strákar. Leikstjóri verksins, Annalísa Hermannsdóttir og leikkona þess, Björk Guðmundsdóttir, komu til okkar og sögðu frá tilurð þessa spennandi leikverks. Tónlist: Björk - Venus as a Boy Robyn - Dancing on my own Cornelia Jakobs - Hold me Closer Erlend Oye & Hjálmar - Fence Me In Retro Stefson - Qween Fleetwood Mac - Rhiannon
Við ræðum innrás rússneska hersins í Úkraínu, orsök og afleiðingar. Getur eitthvað komið út þessu annað en botnlausar hörmungar? Munu átökin stigmagnast, refsiaðgerðir og hefndir? Mun þetta ástand breyta heimsmyndinni, valdahlutföllum í heiminum? Til að ræða þetta koma að Rauða borðinu Hilmar Þór Hilmarsson prófessor við Háskólann á Akureyri, Helgi Steinar Gunnlaugsson stjórnmálafræðingur menntaður í Kína, Valur Gunnarsson rithöfundur sem búið hefur í Úkraínu, Victoria Bakshina, málvísindafræðingur og kennari og Guttormur Þorsteinsson, formaður hernaðarandstæðinga.Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn!
Breytingaskeið kvenna er ekki lengur tabú og um allan heim er umræðan um þetta mikilvæga skeið í lífi kvenna, að færast í aukana. Það er því miður ekki mikil fræðsla um breytingaskeið kvenna í læknisfræðikennslunni segir Hanna Lilja Oddgeirsdóttir læknir en í vor mun hún opna lækninga- og heilsumiðstöð sem býður uppá heildræna nálgun fyrir konur á breytingaskeiðinu, Gínamedica. Hanna Lilja kom í þáttinn í dag. Janúar sem veganúar er búinn að festa sig nokkuð í sessi og þeir sem eru vel með á nótunum vita að framundan er Edrúar. Sem sagt febrúarmánuður þar sem margir ákveða að sleppa áfengi eða minnka neysluna að minnsta kosti. Nú stendur til að opna vínbúð í vesturbænum þar sem eingöngu eru til sölu óáfengir drykkir. Sífellt fleiri kjósa áfengislausan lífstíl og eigandi búðarinnar segir að sá hópur sem vilji eiga þennan valkost í bland við að áfenga drykki sé sífellt stækkandi. Hún segir að ungt fólk sé upp til hópa mjög heilsumeðvitað og meðvitað um skaðsemi áfengis. Við ræddum við Sólrúnu Maríu Reginsdóttur eiganda vínbúðarinnar Akkúrat í þættinum í dag. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Guttormur Þorsteinsson bókavörður og formaður hernaðarandstæðinga. Við fengum að vita hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Breytingaskeið kvenna er ekki lengur tabú og um allan heim er umræðan um þetta mikilvæga skeið í lífi kvenna, að færast í aukana. Það er því miður ekki mikil fræðsla um breytingaskeið kvenna í læknisfræðikennslunni segir Hanna Lilja Oddgeirsdóttir læknir en í vor mun hún opna lækninga- og heilsumiðstöð sem býður uppá heildræna nálgun fyrir konur á breytingaskeiðinu, Gínamedica. Hanna Lilja kom í þáttinn í dag. Janúar sem veganúar er búinn að festa sig nokkuð í sessi og þeir sem eru vel með á nótunum vita að framundan er Edrúar. Sem sagt febrúarmánuður þar sem margir ákveða að sleppa áfengi eða minnka neysluna að minnsta kosti. Nú stendur til að opna vínbúð í vesturbænum þar sem eingöngu eru til sölu óáfengir drykkir. Sífellt fleiri kjósa áfengislausan lífstíl og eigandi búðarinnar segir að sá hópur sem vilji eiga þennan valkost í bland við að áfenga drykki sé sífellt stækkandi. Hún segir að ungt fólk sé upp til hópa mjög heilsumeðvitað og meðvitað um skaðsemi áfengis. Við ræddum við Sólrúnu Maríu Reginsdóttur eiganda vínbúðarinnar Akkúrat í þættinum í dag. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Guttormur Þorsteinsson bókavörður og formaður hernaðarandstæðinga. Við fengum að vita hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Hefurðu velt fyrir þér hvernig sé best að ræða fjármál við maka? Hvort sameiginleg fjármál henti eða ekki? Hvernig sé best að setja sér sameiginleg markmið? Eða ef þú átt ekki maka, hvort það séu engar pælingar fyrir þig í þessum þætti? Svarið er jú.Við fengum frábæran gest til okkar, hann heitir Guttormur og er vörustjóri hjá Meniga. Guttormur er með meistaragráðu í að ræða við maka sinn um fjármál - grín. Hann er samt reynslubolti í sameiginlegum fjármálum og stórskemmtilegur. Hér fáið þið enn einn þáttinn sem er stútfullur af fróðleik en á sama tíma mjög skemmtilegur (hlutlaust mat). Njótið!
Fjallað um bókina Bókasafn föður míns eftir Ragnar Helga Ólafsson. Viðmælendur eru Sigríður Harðardóttir ritstjóri og Guttormur Þorsteinsson bókavörður. Umsjón: Auður Aðalsteinsdóttir.
994 titlar eru ræddir í þaula í nýjasta hlaðvarpsþætti Borgarbókasafnsins. Sunna Dís, Guttormur og Guðrún ræða gamlan föstudagsfésbókarpóst þar sem fólk gat fengið titilinn á óútgefna ævisögu sína út frá upphafstöfum nafn síns!
Flest erum við nú farin að tengja 4. maí við einn frægasta vísindaskáldskap heims, Star Wars. Í tilefni af þessum merkisdegi ákváðu Esther, Guttormur og Ingi að setjast niður í Kompuna og spjalla um Star Wars í bland við föstudagsstuðið þar sem fylgendur okkur á Facebook voru spurðir út í þær vísindaskáldsögubækur og -bíómyndir sem væru í uppáhaldi hjá þeim. Þátturinn var tekinn upp 2. maí en daginn eftir bárust fregnir af andláti leikarans Peter Mayhew sem var hvað helst þekktur fyrir túlkun sína á Chewbacca, eina ástsælustu persónu kvikmyndaseríunnar. Því var tekinn upp formáli á þáttinn og hann tileinkaður Mayhew.
Í fjórða og síðasta þætti Sumarlestursins (því við erum með sól í hjarta þótt það sé löngu komið haust!) bregðum við okkur til Írlands, höldum upp í Mosfellsdal og höfum svo langa viðkomu í Rússlandi. Þau Guðrún Baldvinsdóttir, Guttormur Þorsteinsson og Ólöf Sverrisdóttir spjalla um eftirtaldar bækur: Okkar á milli – Sally Rooney Hundshjarta – Mikhaíl Búlgakov Eftir að þú fórst – Jojo MoyesFyrir fallið – Noah Hawley We – Jevgeníj Ívanovítsj ZamjatínElsku Drauma mín – Sigríður Halldórsdóttir og Vigdís GrímsdóttirEnn fremur er talað um: Meistarinn og Margaríta – Mikhaíl Búlgakov Ég fremur en þú – Jojo Moyes
Bókabíllinn Höfðingi hefur ekið um götur borgarinnar síðan árið 1969 og Bjarni Björnsson bókabílstjóri hefur keyrt hann frá upphafi. Guttormur Þorsteinson bókavörður fékk hann til að ljóstra upp leyndarmálum bílsins áður en hann sest í helgan stein.
Í hlaðvarpi Borgarbókasafnsins skrafar starfsfólk safnsins um sínar hjartans bækur. Í öðrum þætti Sumarlestursins 2018 höfum við viðkomu á anarkísku tungli, í Plymouth og á fótboltavellinum. Þau Guttormur Þorsteinsson, Ólöf Sverrisdóttir og Sunna Dís Másdóttir spjalla um eftirfarandi bækur: Ancilliary þríleikurinn eftir Ann Leckie The Dispossessed eftir Ursulu Le GuinUnfinished Tales eftir Tolkien Litla bakaríið við Strandgötuna eftir Jenny ColganSlepptu mér aldrei eftir Kazuo IshiguroSummerhill-skólinn eftir A.S. NeillMálavextir eftir Kate AtkinsonCall Me By Your Name eftir André AcimanFótboltasögur (tala saman strákar) eftir Elísabetu JökulsdótturHljóðmaður: Ingi ÞórissonGóða hlustun og góðan sumarlestur!
This episode, Mouse talks with her friend Ormur, from Rekyavic Iceland about roleplaying as a character with ambitions that might run contrary to one's perceived values in real life. They also talk about players working collaboratively with GMs for a mutually beneficial play experience and being a legacy survivor in a long campaign.
CBS recently announced a new Trek TV show going into production, so Kris and Mouse got in touch with a few past guests to see what they're hoping for in the new series. Max, Guttormur, Iris and Nero all drop in to give us a little piece of their fan fiction that they hope becomes fan fact.
This week we talk about Star Trek's post-scarcity society with Guttormur, a friend from Iceland. How close are we to that type of utopian economic system? How do we get there? If everyone's needs are met and money isn't necessary, does authenticity become the new currency? And how do you deal with civilizations that still use money?