POPULARITY
Lestin lítur við á Borgarbókasafninu og hittir þar sýrlenska sýningarstjórann, listamanninn og aðgerðasinnan, Khaled Barakeh. Hann er að opna sýninguna Absenced þar sem hann sýnir verk eftir listafólk sem hefur verið þaggað niður í vegna stuðnings þess við Palestínu. Það eru komin 18 ár frá því að söngleikurinn Leg eftir Hugleik Dagsson var frumsýndur. Í næstu viku munu útskriftarnemar á leikarabraut sýna verkið. Við spjöllum við Hugleik um ádeilu og grín, hnakka og trefla.
Um 730 unglingar í 8. til 10. bekk svöruðu því játandi að annar unglingur hefði brotið á þeim kynferðislega í Íslensku æskulýðsrannsókninni. Ekki tóku allir skólar þátt í rannsókninni og talið er að aðeins helmingur barna segi frá slíku ofbeldi, því má ætla að raunverulegar tölur séu hærri. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra ofbeldis- og kynheilbrigðismála hjá Barnaheill, kom í þáttinn og sagði okkur betur frá þessum niðurstöðum og fræðslu sem er í boði til dæmis fyrir foreldra. Sýningin Gleðin að gera og vera var opnuð í Borgarbókasafninu í Spönginni í síðustu viku og þar má sjá svipmyndir úr fjölbreyttu starfi fatlaðs fólks hjá Virknimiðstöð Reykjavíkur og verk sem fatlað fólk á öllum aldri hefur unnið. Virknimiðstöð Reykjavíkur er úrræði fyrir fólk með fötlun á öllum aldri og samanstendur af þremur starfsstöðum sem eru starfandi í Efra Breiðholti og Grafarvogi, Opus: vinna og virkni, Iðjuberg og Smiðjan. Við heimsóttum Smiðjuna í gær og töluðum við Árna Elfar Guðjónsen, en hann tekur þátt í sýningunni, og Melkorku Eddu Freysteinsdóttur deildarstjóra Listasmiðjunnar. Notkun nikótínpúða hefur verið talsvert í fréttum undanfarin ár, ekki síst notkun ungs fólks en einnig fullorðinna. Íris Þórsdóttir tannlæknir kom í þáttinn og sagði okkur frá því hvernig tannlæknar verða varir við notkun nikótínpúða í sínu starfi, en þeir geta séð, jafnvel talsvert áður en notendur átta sig, áhrif og afleiðingar slíkrar notkunar. Við fengum Írisi til að segja okkur hverjar afleiðingarnar eru og hvernig þetta lítur út frá sjónarhorni tannlækna. Tónlist í þættinum í dag Landíbus með jökri (Nú hvaða hvaða?) / Íkorni (Stefán Örn Gunnlaugsson) Svo til / Latínudeildin og Rebekka Blöndal (Ingvi Þór Kormáksson, texti Rebekka Blöndal) She's Always a Woman / Billy Joel (Billy Joel) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Í dag gerum við upp viðtalsröð okkar um framtíðir og framtíðarsýnir, sem lauk í síðustu viku og hafði staðið yfir í rúmar fjórar vikur. Í þessum viðtölum könnuðum við framtíðarvonir fólks sem tók þátt í framtíðarfestivali Borgarbókasafnsins, sem var haldið í lok janúar, en þær Dögg Sigmarsdóttir og Martyna Karólína Daniel, verkefnastjórar á Borgarbókasafninu, koma til okkar til að gera upp festivalið og viðtölin sem við tókum í kringum það. Við ætlum að fjalla um möguleika fólks með fötlun til að afla sér menntunar. Nýlega fór af stað atvinnumiðað nám ætlað fötluðum hjá öllum símenntunarmiðstöðvum á landinu. Hjá símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar, Símey, útskrifuðust sex nemendur á síðustu önn og samtals útskrifuðust 56 á landsvísu. Við spjöllum við Jennýju Gunnarsdóttur, verkefnastjóra hjá Símey, og Daníel Smára Bjarnason, sem er nýlega útskrifaður af námskeiðinu og starfar nú hjá Fagkaupum. Hátt í 60% íbúa jarðar búa í þéttbýli og útlit er fyrir að hlutfallið hækki ört á næstu árum. Þá ver fólk á Vesturlöndum nær öllum sínum tíma innandyra. Páll Líndal, umhverfissálfræðingur, fjallar um þetta í pistli dagsins.
Við byrjum á síðasta viðtalinu í viðtalsröð okkar um framtíðir og framtíðarsýnir, sem við höfum haldið úti í samvinnu við Borgarbókasafnið síðustu fjórar vikur. Í dag fáum við til okkar Venu Naskrecku, fjöllistakonu og aðgerðarsinna fyrir réttindum fatlaðs fólks. Og við ætlum einmitt að ræða réttindi fatlaðs fólks og hvernig þau komi til með að líta út eftir hundrað ár eða svo. Við ætlum að fræðast um starf safna. Söfn eru svolítið eins og ísjakar, starfsemin er mun viðameiri en það sem snýr að safngestum. Þóra Björk Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Safnaráðs kemur til okkar og ræðir um söfn á Íslandi og sérstaklega um nýjar kröfur um að söfn geri sérstakar viðbragðsáætlanir vegna náttúruvár. Edda Olgudóttir, vísindamiðlari þáttarins, kemur svo til okkar í lok þáttar, hún ætlar að fjalla um áhrif langvarandi kannabis-neyslu.
Á árunum 1948-1949 braust út veirufaraldur á Akureyri. Fjöldi fólks veiktist og sum hafa glímt við eftirköst veikinnar, sem jafnan er kölluð Akureyrarveikin, alla ævi. Ýmsum spurningum er enn ósvarað um þennan dularfulla faraldur. Óskar Þór Halldórsson, hefur undanfarin ár grúskað í sögu Akureyrarveikinnar og rætt við hátt í sjötíu manns sem annað hvort veiktust eða þekktu einhvern sem veiktist. Við höldum áfram með viðtalsröð okkar sem hverfist um framtíðir og framtíðarsýnir, í samvinnu við Borgarbókasafnið. Hvernig ímyndum við okkur heimili framtíðarinnar? Og hvernig getum við byggt hús sem hægt er að aðlaga að mismunandi fólki, mismunandi þörfum, aðstæðum og umhverfum. Marjolein Overtoom, hefur lengi velt þessum spurningum fyrir sér, og gerði þessi mál að viðfangi doktorsverkefnis sem hún kláraði nýlega. Og doktorsverkefið var einmitt grunnur að viðburði sem hún hélt á framtíðarfestivali borgarbókasafsins, þar sem þátttakendur hönnuðu hús á nýstárlegan hátt. Edda Olgudóttir, vísindamiðlari Samfélagsins, fræðir okkur um köld böð í lok þáttar. Tónlist í þættinum: IGGY POP - La Vie en rose. Guðmundur Pétursson Tónlistarm. - Samfélagið Millistef (úr laginu Tegund). Sharon Van Etten - Everytime the sun comes up
Öldrunarmálin verða okkur hugleikin í dag, við eldumst öll og það gera dýr líka. Hanna Arnórsdóttir Rodgers, dýralæknir, ætlar að ræða við okkur um aldurstengda færnisskerðingu hjá hundum og köttum og hvernig eigendur geta annast þessa ferfætlinga í ellinni þá í ellinni. Hvernig upplifa minnihlutahópar á Íslandi samskipti við lögregluna? Og getum ímyndað okkur framtíð þar sem við tryggjum öryggi fólks án valdbeitingar? Í dag höldum við áfram viðtalsröð okkar um framtíðir og framtíðarsýnir, í samvinnu við Borgarbókasafnið. Pétur Magnússon fær til sín Armando Garcia, sem hefur rannsakað samskipti minnihlutahópa og lögreglu, til að ræða um framtíð löggæslu á Íslandi. Við fáum svo pistil frá Stefáni Gíslasyni, umhverfisstjórnunarfræðingi um miðbik þáttar, hann ætlar að fjalla um markaðsbrest. Tónlist í þættinum: BOB DYLAN - If Dogs Run Free (Alternate Version, New Morning). ARETHA FRANKLIN - Freeway Of Love. Helgi Björns og Fjallabræður - 1000 sinnum segðu já (Tónaflóð 2016)
Tjaldurinn er ólíkindatól og undanfarin ár hefur líffræðingurinn Sölvi Rúnar Vignisson einbeitt sér sérstaklega að rannsóknum á honum - við ætlum að ræða við Sölva Rúnar um líf og hegðun Tjalda, sem sumir eru orðnir staðfuglar og jafnvel farnir að yfirgefa fjörurnar fyrir ánamaðka í túnum. Síðan fjöllum við um nýlendustefnu, framtíðina og matarmenningu, afnýlenduvæðingu, sundlaugar og kvikmyndir. Við ræðum við Acholu Otieno, April Dobbins, og Elizabethu Lay, sem voru með viðburð á Framtíðarfestivali Borgarbókasafnsins sem tengist nýlendulausri næringu. Viðtalið er hluti af viðtalsröð Samfélagsins um framtíðir og framtíðarsýnir.
Í dag höldum við áfram að fjalla um framtíðina. Höldum áfram með viðtalsröð okkar, þar sem við ræðum við framtíðarhugsuði sem taka þátt í framtíðarfestivali Borgarbókasafnsins næstu helgi. Við ætlum við að fræðast um bókmenntagrein, listastefnu og aðgerðastefnu sem hefur fengið heitið sólarpönk. Þetta er leið til að sjá fyrir sér framtíð þar sem fólk lifir í sátt og samlyndi við hvert annað og vistkerfið sem við búum í. Við fáum til okkar James Tomasino, sem heldur úti hlaðvarpi tileinkað sólarpönki, til að segja okkur meira um þessa áhugaverðu hugmynd. Svo ætlum við að heimsækja veröld blómanna. Jelena Bialetic leikskólakennari og hin fimm ára gamla Halldóra Móa ætla að ræða við okkur og segja okkur frá því hvernig samkennd með blómum og listsköpun barna getur hjálpað okkur að hugsa og taka ákvarðanir um framtíðina. Og að lokum flytjum við pistil frá Birgittu Björgu Guðmarsdóttur, rithöfundi og pistlahöfundi Samfélagsins.
Flóð ógna nýrri skólphreinsistöð í Árborg og á Austfjörðum er fólk farið að velta fyrir sér framtíð opinna vatnsbóla vegna kólí-gerla í jarðvegi. Vaxandi öfgar í veðurfari; þurrkar, flóð og miklar rigningar hafa neikvæð áhrif á fráveitukerfi sem víða um land eru komin til ára sinna. Samorka blés í dag til fundar um þessa ógn. Samfélagið ræddi við þrjá af fyrirlesurum fundarins þá Hlöðver Stefán Þorgeirsson, ráðgjafa, Ágúst Þór Bragason, forstöðumann hjá þjónustumiðstöð Árborgar og Aðalstein Þórhallsson, framkvæmdastjóra HEF-veitna á fljótsdalshéraði. Svo fáum við til okkar Ásdísi Birnu Gylfadóttur og Maríönnu Dúfu Sævarsdóttur, meistaranema í listum og velferð við Listaháskóla Íslands. Þær ætla að segja okkur frá því hvernig þær nálgast samfélagslistir og velferð, framtíðina og táknin sem við notum fyrir framtíðina. Viðtalið er það fimmta í viðtalsröð Samfélagsins um framtíðir og framtíðarýnir, í samstarfi við framtíðarfestival Borgarbókasafnsins. Og að lokum heyrum við í Páli Líndal, pistlahöfundi Samfélagsins. Í dag fjallar hann um græna gímaldið við Álfabakka, þéttingu byggðar og almenningssamgöngur. Tónlist og stef í þættinum: OTIS REDDING - Respect. MUSIC MACHINE - Talk Talk. Guðmundur Pétursson Tónlistarm. - Samfélagið Millistef (úr laginu Tegund).
Hvernig hugsum við um dauðann og örlög jarðneskra leifa okkar eftir hann? Líklega mismikið - á meðan sum eru búin að skipuleggja jarðarförina í þaula er öðrum sléttsama - þau verða hvort eð er ekki lífs. Við ætlum að ræða útfarir og greftrunarsiði samtímans við Dagrúnu Ósk Jónsdóttir, þjóðfræðing, sem undanfarið hefur rannsakað afstöðu fólks til jarðarfararinnar og hinstu hvílu og skráð hvernig tíðarandinn verkar á dauðann og allt tilstand í kringum hann. Hvað getum við lært um framtíðina í gegnum tedrykkju? Og hvernig tengja þjóðsögur okkur við vistkerfi og menningu? Í dag ræðir Pétur Magnússon við Dariu Testo, sýningarstjóra, sem rannsakar tengsl hefðbundinna athafna eins og að drekka te og segja þjóðsögur, við náttúru og vistkerfi. Viðtalið er það fjórða í viðtalsröð Samfélagsins um framtíðir og framtíðarsýnir, í samstarfi við framtíðar-festival Borgarbókasafnsins. Við heimsækjum svo þjóðskjalasafn Íslands, þar sem Fanney Sigurgeirsdóttir, skjalavörður, fræðir okkur um rafræn skjöl. Tónlist og stef í þættinum: Margrét Eir og Páll Rósinkranz - Forever young. Kammerkór Norðurlands - Nú sefur jörðin. SUFJAN STEVENS - Death with Dignity. Guðmundur Pétursson Tónlistarm. - Samfélagið Millistef (úr laginu Tegund). SPILVERK ÞJÓÐANNA - Veðurglöggur.
Um árabil hefur írska persónuverndarstofnunin háð harða baráttu við voldugustu tæknirisa heims. Reglulega berast fréttir af stórum sektum, upp á allt að tugi milljarða evra, sem eru tilraunir til að fá risana til að fara eftir evrópskum lögum sem gilda meðal annars hér á Íslandi. Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar verður gestur okkar í dag. Við spyrjum hana út í þessa baráttu, samspil persónuverndar og taugavísinda og ýmislegt fleira úr heimi persónuverndar. Svo bregðum við vestur á firði, þar sem Gréta Sigríður Einarsdóttir, fréttamaður RÚV á Vesturlandi, ræðir við Eirík Örn Norðdahl um rithöfundastarfið, bókmenntir á landsbyggðinni, menningarmiðjur og ýmislegt fleira. Og svo höldum við áfram viðtalsröð okkar um framtíðir og framtíðarsýnir - í samstarfi við framtíðarfestival Borgarbókasafnsins. Í dag pælum við um gervigreind, myndasögur og borgir framtíðarinnar, ásamt Aroni Daða Þórissyni, forsvarsmanni hópsins myndarsögur. Tónlist úr þættinum: THE BEATLES - Norwegian Wood (This Bird Has Flown).
Hvernig hugsum við um framtíðina? Er hún línuleg? Hringur? Kannski í laginu eins og blóm? Í fyrsta viðtali í framtíðarviðtalsröð Samfélagsins og Borgarbókasafnsins ræðum við við Juan Camilo, fjölmenningarfulltrúa hjá Háskóla Íslands og fræðimann og kennara, í breiðum skilningi þeirra orða, um framtíðina, forvera, menntun og ýmislegt fleira. Síðan fáum við til okkar Eddu Olgudóttur, vísindamiðlara Samfélagsins, sem beinir í dag sjónum sínum að örveraflórunni. Og svo heyrum við viðtal Samfélagsins við Guðrúnu Dröfn Whitehead, safnafræðing, sem tekið var á síðasta ári, um víkingaímyndir, útrásarvíkinga, karlmennsku og pólitískar öfgahreygingar. Tónlist: Lenker, Adrianne - Sadness as a Gift.
Eru endurskoðendur leiðinlegir? Almenningur virðist að minnsta kosti vera þeirrar skoðunar, ef marka má nýja rannsókn Valdimars Sigurðssonar, prófessors við viðskipta- og hagfræðideild Háskólans í Reykjavík. Og þessi ímyndarkrísa endurskoðenda gæti haft alvarleg áhrif, þar sem nýliðun í faginu er lítil og of fáir endurskoðendur eru útskrifaðir til að anna eftirspurn. Við ræðum við Valdimar Sigurðsson og Unnar Friðrik Pálsson, endurskoðanda og framkvæmdastjóra félags löggiltra endurskoðenda, um ímynd endurskoðenda, hvað sé til ráða, og hvort innistæða sé fyrir því að endurskoðendur séu taldir leiðinlegir. En næstu vikur verðum við í samfélaginu með hugann við framtíðina. Í dag kynnum við viðtalsröð þar sem við fáum til okkar alls konar fólk til að ræða um þeirra sýn á framtíðina. Þetta gerum við í samvinnu við Borgarbókasafnið, sem halda svokallað framtíðarfestival í lok mánaðar. Við fáum til okkar Dögg Sigmarsdóttur og Martynu Karólínu Daniel frá Borgarbókasafninu til að ræða þetta. Um fjórðungur barna er með einhvers konar matvendi eða takmarkað fæðuval. Margir foreldrar hafa talsverðar áhyggjur af matvendni barna sinna, enda fylgir matvendni oft mikil streita og álag. En af hverju eru sum börn matvönd og hvers vegna eldist það oftast af þeim. Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Sigrúnu Þorsteinsdóttur, kínískan barna- og heilsusálfræðing og Önnu Sigríði Ólafsdóttur, prófessor í næringafræði um matvendni.
í Borgarbókasafninu í Gerðubergi er rekin fríbúð. Við heimsóttum hana í síðustu viku í tilefni af svörtum föstudegi og tilboðin voru svimandi, allt frítt. Atli Pálsson, sérfræðingur á Borgarbókasafninu segir okkur frá hugmyndafræðinni á bak við fríbúðir. Og við höldum okkur í hringrásinni - Meirihluti þess sem ratar í Góða hirðinn selst og meðalverð hluta er í kringum 500 krónur. Samfélagið kynnti sér starfsemina á bak við tjöldin í Góða hirðinum við Köllunarklettsveg í Reykjavík. Michelle Marie Morris, verkefnastjóri á lager Góða hirðisins, spjallaði við okkur um rekstur verslunarinnar, innvols gámana sem koma þangað sneisafullir af Sorpustöðvunum á höfuðborgarsvæðinu á hverjum degi, flokkun, verðmerkingu og afdrif hlutanna. Við erum að sigla inn í uppgjörstímabil, það þarf að gera upp árið 2024, velja orð ársins, manneskju ársins, þetta og hitt ársins. Við ræðum valið á orði ársins við Önnu Sigríði Þráinsdóttur, málfarsráðunaut Ríkisútvarpsins. Tónlist í þættinum: Rolling stones - Sweet Virginia. Hljómsveitin Eva - Myrkur og Mandarínur.
In this episode of Icelandic Art Center's Out there podcast we speak with artists Gunnhildur Hauksdóttir and Unnar Örn, who are board members at Safnasafnið, The Icelandic Folk and Outsider Art Museum. The Icelandic Folk and Outsider Art Museum was founded in 1995 by Níels Hafstein and Magnhildur Sigurðardóttir in Svalbardseyri, in north Iceland. For 30 years the founders and board of the museum have focused their attention on collecting work, and often extensive bodies of works, by artists whose contributions to art have existed outside the cultural mainstream and collections, and have been considered folk, naïve or outsider artworks. We discuss the role of the museum, some of the language around categorizing art and artists, and the summer exhibitions, including; Dark Deeds and the Light of Hope and Aesthetics of Senses and Delights curated by Níels Hafstein, Source by Nína Óskarsdóttir and Who Came Through by Jasa Baka curated by Gunnhildur Hauksdóttir, Sale by Arnar Herbertsson curated by Unnar Örn, Domestic Spirit by Svava Skúladóttir curated by Gunnhildur Hauksdóttir, Deities by Bimala Dutta curated by Gunnhildur Hauksdóttir and Assortments by Örn Karlsson curated by Níels Hafstein. There are over 13 exhibitions and hangs on display now so to read more about the variety visit the museum's website. The Icelandic Folk and Outsider Art Museum was founded in 1995 by Níels Hafstein and Magnhildur Sigurðardóttir. For over 30 years the museum's founders have been passionately committed to collecting artworks by artists who have hitherto been seen as outside the cultural mainstream, often also called naïve or outsider artists who have a real and direct connection to an original creative spirit; true, unspoiled and free. The museum is unique in Iceland, initially collecting artworks by all major contemporary folk artists and autodidacts in Iceland, forming the core of the collection, while also gradually acquiring an excellent collection of art by professional artists, whose works cohere with exhibition and collection policies. It is of importance that all the artworks presented are on an equal footing, in exhibitions as well as the collections. The core collection consists today of thousands of artworks and sketches by over 300 artists, dating from the mid19th century to the present. https://safnasafnid.is/exhibitions-2024/ @gunnitune @unnar.orn at @safnasafnid @ninaoskarsdottir @jasa.baka // Created and produced by the Icelandic Art Center, Out There brings co-hosts Becky Forsythe @beforsythe and Þórhildur Tinna Sigurðardóttir @tindilfaetta in conversation with artists, curators and art professionals at Borgarbókasafn. #OutTherePodcast #IcelandicArtCenter #IcelandicArt #IcelandicArtist #Iceland #VisualArt #ContemporaryArt #InspiredByIceland #IcelandicArt
Hvernig birtist fatlað fólk í bíómyndum og sjónvarpsþáttaröðum - sem venjulegt fólk eða jafnvel furðuverk, hetjur, illmenni? Hvaða áhrif hafa þessar birtingarmyndir á fatlað fólk, sjálfsmynd þess og viðhorf samfélagsins? Þetta var umfjöllunarefnið á viðburði sem ÖBí réttindasamtök og Borgarbókasafnið stóðu fyrir í gær - þar var opinn hljóðnemi og fólk deildi sinni sýn. Við ræðum við Kjartan Þór Ingason, verkefnastjóra hjá Öbí. Við stingum okkur á bólakaf í undirdjúp líffræðinnar með Arnari Pálssyni, erfðafræðingi hjá Háskóla Íslands. Hann ætlar að tala við okkur um vespur sem framleiða vírusa til að vernda afkvæmi sín. Svo heyrum við pistil frá Stefáni Gíslasyni umhverfisstjórnunarfræðingi. Að þessu sinni ætlar að hann að lesa okkur pistilinn í tilefni af alþjóðlegum degi líffræðilegrar fjölbreytni, sem var í gær.
Á jarðhæð Borgarbókasafnsins í Gerðubergi standa nokkur glær borð, og á þau hefur verið raðað fjöldanum öllum af eldhúsáhöldum og borðbúnaði. Þessa dagana stendur nefnilega yfir skiptimarkaður, sem er sérstaklega tileinkaður öllu því sem viðkemur eldhúsinu. Bjarni Daníel kynnti sér málið, og græddi nýjan bolla í leiðinni. Guðrún Úlfarsdóttir, pistlahöfundur, sendir okkur hugleiðingu um kynusla í klæðaburði goða og garpa í gegnum tíðina, og framtíð kynhlutlauss þjóðbúnings. Í næstu viku kemur út ný plata frá unga tónlistarmanninum Torfa, í kvöld spilar hann á Upprásinni í Hörpu, og í dag var hann í danstímum í allan dag. Það er nóg að gera. En það kveður við ferskan tón í textum Torfa, þetta eru hinsegin ástarljóð, samin fyrir hinsegin klúbba sem fyrirfinnast varla á Íslandi. Mac DeMarco - Cooking Up Something Good Stirnir - Planta María Baldursdóttir - Eldhúsverkin Fredy Clue - Kärleksvisa Kendrick Lamar - Real David Bowie - Changes Torfi - Mánaðamót Torfi - Eiturlyf Torfi - Ofurhægt Torfi - Örmagna Torfi - Hrifnastur
Af hverju eru öll blúslög eins? Þessi spurning var yfirskrift Tónlistarkaffis sem haldið var í Borgarbókasafninu í spönginni um síðustu helgi. Á viðburðinum skoðaði Valgeir Gestsson, sérfræðingur í tónlistardeild safnsins, hljómfræðina sem mætti segja dvelji í undirmeðvitund okkar; hljómfræðina sem við finnum fyrir en kunnum kannski eða kannski ekki skil á. Við ræðum hljómfræðina við Valgeir í þætti dagsins. Nýverið gaf Angústúra út skáldsöguna Saga af svartri geit eftir Peruamal Muragan, í þýðingu Elísu Bjargar Þorsteinsdóttur. Saga af svartri geit er saga af samfélagi, stétt og kærleika frá einum frumlegasta höfundi Indlands, en Murugan er fyrsti tamíslki höfundurinn sem gefin er út á íslensku. Gréta Sigríður Einarsdóttir rýnir í verkið í þætti dagsins. Á fimmtudaginn verður blásið til málþings um Jón Kristinsson arkitekt í Veröld, húsi Vigdísar. Málþingið er haldið til að fagna 60 ára starfsafmæli Jóns og einnig til að kynna hugmyndir hans sem eru lítt þekktar hér á landi en hann er meðal annars þekktur fyrir að hafa hannað vistvænustu byggingu Hollands og fyrir uppfinningar sínar á sviði sjálfbærni. Í upphafi þessa árs hlaut hann fálkaorðu fyrir frumkvöðlastarf í vistvænni húsagerðarlist á alþjóðavettvangi. Við ræðum við Inga Rafn Ólafsson, skipuleggjanda málþingsins í þættinum.
Erum við einhvern tímann of gömul? Skilgreinir aldurinn okkur? Mótast viðhorf okkar til annarra af aldursfordómum - og hvað með viðhorfin til okkar sjálfra? Á þriðjudaginn var fór fram opið samtal um þetta á Borgarbókasafninu í Grófinni og þangað mættu tíu konur sem deildu reynslu sinni og sýn. Konur með mismunandi bakgrunn. Samfélagið fékk að taka þátt - og þátturinn í dag verður helgaður umræðum um aldur og aldursfordóma.
Í dag verður flutt dálítið óvenjulegt erindi í Fræðakaffi á Borgarbókasafninu í Spönginni en yfirskrift þess er Ímynd tengdamæðra og það er þjóðfræðingurinn og skagfirðingurinn Eiríkur Valdimarsson sem mun flytja það. Í fréttatilkynningu segir: Af einhverjum ástæðum eru til ógrynni af bröndurum og skopmyndum þar sem tengdamæður eru gjarnan hafðar að háði og spotti. Þetta skemmtiefni byggir á ímynd sem margir hafa heyrt og séð, að tengdamæður séu uppáþrengjandi, yfirgangs- og afskiptasamar – sumsé býsna erfiðar manneskjur. Eiríkur Valdimarsson keyrði frá Hólmavík til Reykjavíkur og kom í þáttinn til að segja okkur frá tengdamæðrum. Við fengum vinkil í dag frá Guðjóni Helga Ólafssyni. Í þetta sinn lagði hann vinkilinn við hinar ýmsu ástæður þess að maður gengur til liðs við allskonar félagasamtök. Hann segir frá samkomu í einum af þeim fjölmörgu félögum sem hann er í, Hið Íslenzka Fyrritíðarfjelag, en samkvæmt Guðjóni er samkoman gríðarlegt tilhlökkunarefni á hverju ári. Svo var það lesandi vikunnar, í þetta sinn var það Nanna Hlín Halldórsdóttir heimspekingur. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og svo hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Nanna talaði um eftirfarandi bækur: The Expanse, bókasería eftir James S.A. Corey (Daniel Abraham og Ty Franck) The Book of Goose eftir Yiyun Li Sick and Tired: An Intimate History of Fatigue eftir Emily K. Abel Lilith's Brood eða Xenogenesis, þríleikur (Dawn, Adulthood Rides og Imago) eftir Octaviu Butler Að lokum talaði Nanna um bókina Fátækt fólk eftir Tryggva Emilsson Tónlist í þættinum: Átján rauðar rósir / Lúdó og Stefán og Berti Möller (Bobby Darin og Iðunn Steinsdóttir) Kúst og fæjó / Heimilstónar (Elva Ósk Ólafsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Vigdís Gunnarsdóttir og Ólafía Hrönn Jónsdóttir) Aska og Gull / Sváfnir Sigurðarson (Sváfnir Sigurðarson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Dregið hefur verulega úr eldgosinu á Reykjanesskaga - en enn er heitavatnslaust og sums staðar kaldavatnslaust. Þorgils Jónsson, fréttamaður sem er búinn að vera á vaktinni á Suðurnesjum í dag verður á línunni hjá okkur. Börn verja mörg miklum tíma á netinu og þar er ýmislegt sem þarf að varast. Skúli Bragi Geirdal, fjölmiðlafræðingur og verkefnastjóri miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd, hefur undanfarið haldið fyrirlestra með yfirskriftinni - Algóriþminn sem elur mig upp. Hvernig geta foreldrar sett börnum sínum mörk og verndað þau í síbreytilegum stafrænum veruleika - veruleika sem þeir þekkja kannski ekki almennilega sjálfir? Ráða fullorðnir sjálfir við tækin? Við heimsækjum Matarsmiðju Matís sem er suðupottur þegar kemur að nýsköpun á sviði matargerðar. Ræðumvið Óla Þór Hilmarsson, kjötiðnaðarmann og verkefnastjóra og hittum einn af þeim sem nýta smiðjuna, Jón Örvar Geirsson hjá fyrirtækinu Bone and marrow. Nú fer fram fræskiptamarkaður í Borgarbókasafninu í Sólheimum. Lísbet Perla Gestsdóttir, sérfræðingur á Sólheimasafninu, segir okkur frá honum.
Um liðna helgi fór fram árleg ljóðaslammkeppni Borgarbókasafnsins þar sem Þór Wiium bar sigur út býtum með ljóðið Merktur. Ljóðið fjallar um upplifun Þórs á því að vera trans karlmanður og viðbrögð samfélagsins. Í ljóðaslammi er það ekki síst flutningurinn sjálfur og tenging við áhorfendur sem skiptir máli og óhætt er að segja að flutningur Þórs hafi hitt alla viðstadda í hjartastað. Þór verður gestur okkar í þætti dagsins. Egill Sæbjörnsson og óendanlegir vinir alheimsins nefnist stórsýning sem stendur yfir í Listasafni Íslands um þessar mundir. En þar má bera augum ný og eldri verk eftir Egil í þremur sölum safnsins þar sem áhersla er lögð á þá mörgu karaktera sem birtast í verkum hans. Við gerum okkur ferð niður í Listasafn og ræðum við Arnbjörgu Maríu Danielsen, sýningarstjóra. Og Eva Halldóra Guðmundsdóttir rýnir að þessu sinni í leiksýninguna Vaðlaheiðagöng sem frumsýnt var í Borgarleikhúsinu um liðna helgi.
Gestur Felix var Júlían JK Jóhannsson afreksmaður í kraftlyftingum. Hann varð íþróttamaður ársins 2019 og þá á hátindi ferils síns en upplifði mikla breytingu á covid árunum, eignaðist tvö börn og hætti í sagnfræðinámi. Júlían talar um fimm ákvarðanir sem breyttu lífi hans. Í síðari hluta þáttarins hringdi Felix í Dögg Sigmarsdóttur, verkefnastjóra í borgaralegri þátttöku hjá Borgarbókasafninu og frétti af skemmtilegu verkefni í Gerðubergi en þar á að fara í lautarferð með skemmtilegu fólki
Við ætlum að ræða um lýðræði, umræðuhefð og samtöl. Borgarbókasafnið hefur í nokkur ár boðað til Opins samtals um ýmis málefni, fólk getur þá komið og speglað sig í samborgurum sínum og rætt málin. Dögg Sigmarsdóttir, verkefnastjóri Borgaralegrar þátttöku á Borgarbókasafninu, ætlar að ræða þetta fyrirbæri, opið samtal, við okkur hér rétt á eftir. Við kynnum okkur Íðorðbanka Árnastofnunar en hlutverk hans er meðal annars að safna fræðiheitum og sameina þau þannig að ekki séu á kreiki mörg heiti um sama fyrirbærið. Og í bankanum eru um áttatíu orðasöfn, þar á meðal nýjasta safnið, sem er íðorðasafn í efnafræði. Við ræðum íðorð við Ágústu Þorbergsdóttur ritstjóra íðorðabankans. Við heyrum málfarsmínútu og svo skellum við okkur á Þorrablót, og það ekkert venjulegt þorrablót. Helga Lára Þorsteinsdóttir, safnstjóri RÚV rifjar upp sögulegt þorrablót sem fór fram á óvenjulegum stað,í heita pottinum í Laugardalslaug.
Sorpa hefur sent út fyrstu gámana með rusli til Svíþjóðar þar sem það verður nýtt til orkuframleiðslu. Þetta er rusl sem annars hefði farið í urðun er hluti af áætlunum Sorpu um að hætta nær allri urðun á Álfsnesi á næstunni og alveg árið 2030. Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri, Sorpu ætlar að segja okkur allt um þetta. Við bregðum okkur á jólamarkað Virknimiðstöðvar Reykjavíkur á Borgarbókasafninu í Spönginni, þar stendur Árni Elvar H. Guðjohnsen við afgreiðsluborð sem hann smíðaði sjálfur. Við ræðum við Árna og fleiri um markaðinn og starf Virknimiðstöðvarinnar. Við fáum svo glóðvolgar fréttir úr heimi vísindanna. Nýjar rannsóknir á krossfiskum hafa leitt í ljós stórmerkilegar og æsispennandi uppgötvanir á líffræði þeirra og þróun. Arnar Pálsson erfðafræðingur gerir grein fyrir þessum nýju uppgötvunum.
Sorpa hefur sent út fyrstu gámana með rusli til Svíþjóðar þar sem það verður nýtt til orkuframleiðslu. Þetta er rusl sem annars hefði farið í urðun er hluti af áætlunum Sorpu um að hætta nær allri urðun á Álfsnesi á næstunni og alveg árið 2030. Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri, Sorpu ætlar að segja okkur allt um þetta. Við bregðum okkur á jólamarkað Virknimiðstöðvar Reykjavíkur á Borgarbókasafninu í Spönginni, þar stendur Árni Elvar H. Guðjohnsen við afgreiðsluborð sem hann smíðaði sjálfur. Við ræðum við Árna og fleiri um markaðinn og starf Virknimiðstöðvarinnar. Við fáum svo glóðvolgar fréttir úr heimi vísindanna. Nýjar rannsóknir á krossfiskum hafa leitt í ljós stórmerkilegar og æsispennandi uppgötvanir á líffræði þeirra og þróun. Arnar Pálsson erfðafræðingur gerir grein fyrir þessum nýju uppgötvunum.
Við byrjum þáttinn á því að spjalla við Birtu Árdal Bergsveinsdóttur, hún hefur búið í Marokkó í um áratug, er hluti af samfélaginu þar og hún og fjölskylda hennar leggja nú allt kapp á að koma fólkinu sem missti allt sitt í jarðskjálftanum fyrir viku til hjálpar. Sólheimasafn er stundum kallað litla vinalega safnið og þar hafa grænar áherslur lengi ráðið ríkjum. Við förum á skrautmunaskiptimarkað á safninu og ræðum við Guðríði Sigurbjörnsdóttur, deildarstjóra Borgarbókasafnsins í Sólheimum, um ýmislegt fleira sem þar er á döfinni. Málfarsmínúta úr smiðju Önnu Sigríðar Þráinsdóttur, málfarsráðunauts. Neytendaspjall. PFAS efni eru skaðleg og að finna víða, svo sem í ýmsum gerðum af pönnum, tannþræði, regnfötum og matvælaumbúðum. Brynhildur Pétursdóttir frá Neytendasamtökunum ræddi við við okkur um þau.
Við byrjum þáttinn á því að spjalla við Birtu Árdal Bergsveinsdóttur, hún hefur búið í Marokkó í um áratug, er hluti af samfélaginu þar og hún og fjölskylda hennar leggja nú allt kapp á að koma fólkinu sem missti allt sitt í jarðskjálftanum fyrir viku til hjálpar. Sólheimasafn er stundum kallað litla vinalega safnið og þar hafa grænar áherslur lengi ráðið ríkjum. Við förum á skrautmunaskiptimarkað á safninu og ræðum við Guðríði Sigurbjörnsdóttur, deildarstjóra Borgarbókasafnsins í Sólheimum, um ýmislegt fleira sem þar er á döfinni. Málfarsmínúta úr smiðju Önnu Sigríðar Þráinsdóttur, málfarsráðunauts. Neytendaspjall. PFAS efni eru skaðleg og að finna víða, svo sem í ýmsum gerðum af pönnum, tannþræði, regnfötum og matvælaumbúðum. Brynhildur Pétursdóttir frá Neytendasamtökunum ræddi við við okkur um þau.
Verslunarmannahelgin er fram undan og alls ekki óhugsandi að einhverjir fái sér aðeins í tánna. Flestir kaupa sínar veigar í vínbúðunum; þeirri opinberu eða þessum einkareknu á veraldarvefnum, og þá drykki frá viðurkenndum framleiðendum. En öðru vísi háttaði til fyrir tæpri öld; á bannárunum var heimagerður landi í glösum. Við dustuðum rykið af viðtölum sem Stefán Jónsson útvarpsmaður átti við tvo ónefnda landabruggara í þætti árið 1967. Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista, talaði frá Korsíku í Miðjarðarhafi að þessu sinni og sagði frá eyjunni. Guttormur Þorsteinsson, bókavörður í Kringluútibúi Borgarbókasafnsins, var gestur þáttarins. Hann sagði frá því sem hann og aðrir bókaverðir fást við um þessar mundir, og týndi til nokkrar bækur sem tilvalið er að lesa þessa dagana. Tónlist: C'est si bon - Louis Armstrong Iwanaragh - Bombino La plage - Raphael Futura Riviera - Raphael Futura It's My Party - Lesley Gore Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Vera Illugadóttir.
Verslunarmannahelgin er fram undan og alls ekki óhugsandi að einhverjir fái sér aðeins í tánna. Flestir kaupa sínar veigar í vínbúðunum; þeirri opinberu eða þessum einkareknu á veraldarvefnum, og þá drykki frá viðurkenndum framleiðendum. En öðru vísi háttaði til fyrir tæpri öld; á bannárunum var heimagerður landi í glösum. Við dustuðum rykið af viðtölum sem Stefán Jónsson útvarpsmaður átti við tvo ónefnda landabruggara í þætti árið 1967. Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista, talaði frá Korsíku í Miðjarðarhafi að þessu sinni og sagði frá eyjunni. Guttormur Þorsteinsson, bókavörður í Kringluútibúi Borgarbókasafnsins, var gestur þáttarins. Hann sagði frá því sem hann og aðrir bókaverðir fást við um þessar mundir, og týndi til nokkrar bækur sem tilvalið er að lesa þessa dagana. Tónlist: C'est si bon - Louis Armstrong Iwanaragh - Bombino La plage - Raphael Futura Riviera - Raphael Futura It's My Party - Lesley Gore Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Vera Illugadóttir.
Helgi and David met up at the Kompan studio in Borgarbókasafn with a new guest, Jeanne Sicat, to finally wrap up the season and get straight into the silly season. Lots has changed and the trio discuss where teams stand now that they've started to form their new squads for next season. Enjoy!Hosts: Helgi Hrafn Ólafsson and David PatchellGuest: Jeanne SicatThe Uncoachables is brought to you by Lykill, Subway and Kristall
Helgi and David met up at the Kompan studio in Borgarbókasafn for a well overdue podcast about the Playoffs. The 1st division champions and clubs being promoted are celebrated before discussions about the Subway league playoff rounds are kicked off. Afterwards some stories, such as personnel changes, are gone over and finally KKÍ's newest plan to fund their youth national teams is mentioned. Enjoy!Hosts: Helgi Hrafn Ólafsson and David PatchellThe Uncoachables is brought to you by Lykill, Subway and Kristall
Verðmætasta bókasafn landsins hefur átt heimili víða í borginni - nú hyllir undir nýtt heimili, því Hús Íslenskunnar er risið við Suðurgötu og verður opnað í vor ef allt gengur eftir. Við fengum að kíkja í heimsókn með arkitektinum Ögmundi Skarphéðinssyni hjá Hornsteinum. Nýlokið er samkeppni um endurbyggingu Borgarbókasafnsins í Grófinni, við heimsækjum safnið og ræðum við Hildi Gunnlaugsdóttur arkitekt hjá JVST og Huldu Aðalsteinsdóttur innanhúsarkitekt. Athyglisvert að heimsækja Hús Íslenskunnar - byggingin er sporyskjulaga og því engin horn víða í húsinu. Vel er vandað til verka og skemmtilegir inni og útigarðar á hæðunum. Alls staðar gluggar bæði inni og úti. Hægt er að skoða verðlaunatillögu endurbyggingar Borgarbókasafnsins í Grófinni, og þar eru einnig hinar fjórar til sýnis til loka desember. Farið er yfir vinningstillögnuna með tveimur úr teyminu.
Verðmætasta bókasafn landsins hefur átt heimili víða í borginni - nú hyllir undir nýtt heimili, því Hús Íslenskunnar er risið við Suðurgötu og verður opnað í vor ef allt gengur eftir. Við fengum að kíkja í heimsókn með arkitektinum Ögmundi Skarphéðinssyni hjá Hornsteinum. Nýlokið er samkeppni um endurbyggingu Borgarbókasafnsins í Grófinni, við heimsækjum safnið og ræðum við Hildi Gunnlaugsdóttur arkitekt hjá JVST og Huldu Aðalsteinsdóttur innanhúsarkitekt. Athyglisvert að heimsækja Hús Íslenskunnar - byggingin er sporyskjulaga og því engin horn víða í húsinu. Vel er vandað til verka og skemmtilegir inni og útigarðar á hæðunum. Alls staðar gluggar bæði inni og úti. Hægt er að skoða verðlaunatillögu endurbyggingar Borgarbókasafnsins í Grófinni, og þar eru einnig hinar fjórar til sýnis til loka desember. Farið er yfir vinningstillögnuna með tveimur úr teyminu.
Spegillinn 24.11.2022 Fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar og samtaka atvinnulífsins sitja enn á fundi Ríkissáttasemjara. Kjarasamningur með stuttan gildistíma er sagður til skoðunar. Sterkur grunur er um að skjöl barna sem voru ættleidd til Íslands frá Sri Lanka hafi verið fölsuð. Ólöglegar ættleiðingar eru sagðar hafa verið stundaðar í stórum stíl í landinu. Ályktun Íslands og Þýskalands var samþykkt á fundi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna síðdegis. Ráðið fordæmir framgöngu íranskra stjórnvalda gegn mótmælendum. Skriðuhætta er enn á Seyðisfirði eftir úrkomu þar í dag. Ekkert lát er á vætutíð þar eystra næstu daga. Fasteignum á sölu hefur fjölgað að undanförnu en eftirspurn hefur minnkað. Portúgalinn Christiano Ronaldo varð í dag fyrstur til að skora á fimm heimsmeistaramótum, þegar Portúgalar lögðu Ganverja á HM í Katar. ----- Stýrivaxtahækkun Seðlabankans hleypti illu blóði í yfirstandandi kjaraviðræður. Forystumenn verkalýðsfélaganna lýstu því yfir í gær að hækkunin hefði breytt öllum forsendum viðræðnanna og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gagnrýndi einnig tímasetningu hækkunarinnar. Í morgun boðaði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fylkingarnar á sinn fund í Stjórnarráðið við Lækjargötu í Reykjavík. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins ræddi við fréttamenn fyrir fundinn. Hann segir að Seðlabankinn hefði átt að bíða með stýrivaxtahækkun gærdagsins. Bjarni Rúnarsson fór yfir málið. Þoka grúfði yfir Kænugarði, höfuðborg Úkraínu í dag. Það rigndi og hitinn var rétt yfir frostmarki. Útlit er fyrir að hann hangi nálægt núllinu í nótt. Borgarbúum er kalt, enda eru sjö tíundu hlutar borgarinnar án rafmagns eftir árásir rússneska innrásarliðsins á lífæðar samfélagsins undanfarnar vikur, þar á meðal raforkuver og vatnsveitur.Hans Kluge, svæðisstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í Evrópu, kom í heimsókn til Kænugarðs fyrr í vikunni. Þá var hitinn við frostmark. Flaggskip breska flotans kom óvænt til Óslóar í Noregi áður en lengra er haldið norður á bóginn. Þetta er talið dæmi um að einnig Bretar beini nú sjónum sínum í norður til að mæta vaxandi ógn frá Rússum. Gísli Kristjánsson, fréttaritari í Osló, leit á skipið og spáir hér í hvað Bretum gangi til með heimsókn sinni. Stytting stúdentsbrauta í framhaldsskólum landsins úr fjórum árum í þrjú hefur leitt til þess að sumar námsgreinar hafa ýmist verið gerðar að valgreinum, eða dottið alveg út. Margt bendir til þess að nemendur komi verr undirbúnir í háskólanám í sumum greinum eftir breytingarn
Spegillinn 24.11.2022 Fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar og samtaka atvinnulífsins sitja enn á fundi Ríkissáttasemjara. Kjarasamningur með stuttan gildistíma er sagður til skoðunar. Sterkur grunur er um að skjöl barna sem voru ættleidd til Íslands frá Sri Lanka hafi verið fölsuð. Ólöglegar ættleiðingar eru sagðar hafa verið stundaðar í stórum stíl í landinu. Ályktun Íslands og Þýskalands var samþykkt á fundi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna síðdegis. Ráðið fordæmir framgöngu íranskra stjórnvalda gegn mótmælendum. Skriðuhætta er enn á Seyðisfirði eftir úrkomu þar í dag. Ekkert lát er á vætutíð þar eystra næstu daga. Fasteignum á sölu hefur fjölgað að undanförnu en eftirspurn hefur minnkað. Portúgalinn Christiano Ronaldo varð í dag fyrstur til að skora á fimm heimsmeistaramótum, þegar Portúgalar lögðu Ganverja á HM í Katar. ----- Stýrivaxtahækkun Seðlabankans hleypti illu blóði í yfirstandandi kjaraviðræður. Forystumenn verkalýðsfélaganna lýstu því yfir í gær að hækkunin hefði breytt öllum forsendum viðræðnanna og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gagnrýndi einnig tímasetningu hækkunarinnar. Í morgun boðaði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fylkingarnar á sinn fund í Stjórnarráðið við Lækjargötu í Reykjavík. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins ræddi við fréttamenn fyrir fundinn. Hann segir að Seðlabankinn hefði átt að bíða með stýrivaxtahækkun gærdagsins. Bjarni Rúnarsson fór yfir málið. Þoka grúfði yfir Kænugarði, höfuðborg Úkraínu í dag. Það rigndi og hitinn var rétt yfir frostmarki. Útlit er fyrir að hann hangi nálægt núllinu í nótt. Borgarbúum er kalt, enda eru sjö tíundu hlutar borgarinnar án rafmagns eftir árásir rússneska innrásarliðsins á lífæðar samfélagsins undanfarnar vikur, þar á meðal raforkuver og vatnsveitur.Hans Kluge, svæðisstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í Evrópu, kom í heimsókn til Kænugarðs fyrr í vikunni. Þá var hitinn við frostmark. Flaggskip breska flotans kom óvænt til Óslóar í Noregi áður en lengra er haldið norður á bóginn. Þetta er talið dæmi um að einnig Bretar beini nú sjónum sínum í norður til að mæta vaxandi ógn frá Rússum. Gísli Kristjánsson, fréttaritari í Osló, leit á skipið og spáir hér í hvað Bretum gangi til með heimsókn sinni. Stytting stúdentsbrauta í framhaldsskólum landsins úr fjórum árum í þrjú hefur leitt til þess að sumar námsgreinar hafa ýmist verið gerðar að valgreinum, eða dottið alveg út. Margt bendir til þess að nemendur komi verr undirbúnir í háskólanám í sumum greinum eftir breytingarn
Guðrún Ingólfsdóttir doktor í íslenskum bókmenntum hefur í rannsóknum sínum beint sjónum að bókmenntum fyrri alda, einkum frá miðöldum og 18. öld. Það var ekki fyrr en á 19. öld að konur á Íslandi fengu sumar að setjast á formlega skólabekki. Áður fór menntun þeirra einkum fram heima eða þær voru sendar í læri hjá konum, aðallega prestfrúm sem ráku heimaskóla. Handrit í eigu kvenna hafa lengi verið Guðrúnu hugleikin og í bókinni Skáldkona gengur laus (2021) beinir hún sjónum að fjórum skáldkonum frá 19. öld, en í kveðskap þeirra má sjá skýra sjálfsmynd og skýran menningarlegan bakgrunn og merkilega afstöðu til náttúrunnar og ímyndunaraflsins. Guðrún kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá því sem hún ætlar að ræða á Borgarbókasafninu í Menningarhúsinu í Spönginni í dag undir yfirskriftinni Guðhræðslan, náttúran, greddan. Við fengum í dag nýjan vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni, nýjum pistlahöfundi þáttarins. Hann er að eigin sögn skúffuskáld og þjóðfræðiáhugamaður úr Flóanum sem hefur stundað í nokkur ár að búa til pistla og birta á samfélagsmiðlum. Guðjón býr með fjölskyldu sinni á bænum Sviðugörðum í gamla Gaulverjabæjarhreppi en stundar ekki hefðbundinn búskap, heldur nokkrar hænur, ræktar tré og svolítið af kartöflum til heimilis- og einkanota. Pistlana kallar hann vinkla og í vinkli dagsins fjallaði hann um hljóð og óhljóð, jafnvel hávaða. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Guðrún Óla Jónsdóttir, blaða- og söngkona. Við fengum að vita hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Tónlist í þættinum í dag: Átján rauðar rósir / Lúdó og Stefán (Bobby Darin, Iðunn Steinsdóttir) Ég vil fara upp í sveit / Ellý Vilhjálms (Bonagura, Sciorilli, Danpa og Jón Sigurðsson) Gestir út um allt / Hrekkjusvín (Valgeir Guðjónsson og Pétur Gunnarsson) Ég leitaði blárra blóma / Hörður Torfason (Hörður Torfason og Tómas Guðmundsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Guðrún Ingólfsdóttir doktor í íslenskum bókmenntum hefur í rannsóknum sínum beint sjónum að bókmenntum fyrri alda, einkum frá miðöldum og 18. öld. Það var ekki fyrr en á 19. öld að konur á Íslandi fengu sumar að setjast á formlega skólabekki. Áður fór menntun þeirra einkum fram heima eða þær voru sendar í læri hjá konum, aðallega prestfrúm sem ráku heimaskóla. Handrit í eigu kvenna hafa lengi verið Guðrúnu hugleikin og í bókinni Skáldkona gengur laus (2021) beinir hún sjónum að fjórum skáldkonum frá 19. öld, en í kveðskap þeirra má sjá skýra sjálfsmynd og skýran menningarlegan bakgrunn og merkilega afstöðu til náttúrunnar og ímyndunaraflsins. Guðrún kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá því sem hún ætlar að ræða á Borgarbókasafninu í Menningarhúsinu í Spönginni í dag undir yfirskriftinni Guðhræðslan, náttúran, greddan. Við fengum í dag nýjan vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni, nýjum pistlahöfundi þáttarins. Hann er að eigin sögn skúffuskáld og þjóðfræðiáhugamaður úr Flóanum sem hefur stundað í nokkur ár að búa til pistla og birta á samfélagsmiðlum. Guðjón býr með fjölskyldu sinni á bænum Sviðugörðum í gamla Gaulverjabæjarhreppi en stundar ekki hefðbundinn búskap, heldur nokkrar hænur, ræktar tré og svolítið af kartöflum til heimilis- og einkanota. Pistlana kallar hann vinkla og í vinkli dagsins fjallaði hann um hljóð og óhljóð, jafnvel hávaða. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Guðrún Óla Jónsdóttir, blaða- og söngkona. Við fengum að vita hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Tónlist í þættinum í dag: Átján rauðar rósir / Lúdó og Stefán (Bobby Darin, Iðunn Steinsdóttir) Ég vil fara upp í sveit / Ellý Vilhjálms (Bonagura, Sciorilli, Danpa og Jón Sigurðsson) Gestir út um allt / Hrekkjusvín (Valgeir Guðjónsson og Pétur Gunnarsson) Ég leitaði blárra blóma / Hörður Torfason (Hörður Torfason og Tómas Guðmundsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Guðrún Ingólfsdóttir doktor í íslenskum bókmenntum hefur í rannsóknum sínum beint sjónum að bókmenntum fyrri alda, einkum frá miðöldum og 18. öld. Það var ekki fyrr en á 19. öld að konur á Íslandi fengu sumar að setjast á formlega skólabekki. Áður fór menntun þeirra einkum fram heima eða þær voru sendar í læri hjá konum, aðallega prestfrúm sem ráku heimaskóla. Handrit í eigu kvenna hafa lengi verið Guðrúnu hugleikin og í bókinni Skáldkona gengur laus (2021) beinir hún sjónum að fjórum skáldkonum frá 19. öld, en í kveðskap þeirra má sjá skýra sjálfsmynd og skýran menningarlegan bakgrunn og merkilega afstöðu til náttúrunnar og ímyndunaraflsins. Guðrún kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá því sem hún ætlar að ræða á Borgarbókasafninu í Menningarhúsinu í Spönginni í dag undir yfirskriftinni Guðhræðslan, náttúran, greddan. Við fengum í dag nýjan vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni, nýjum pistlahöfundi þáttarins. Hann er að eigin sögn skúffuskáld og þjóðfræðiáhugamaður úr Flóanum sem hefur stundað í nokkur ár að búa til pistla og birta á samfélagsmiðlum. Guðjón býr með fjölskyldu sinni á bænum Sviðugörðum í gamla Gaulverjabæjarhreppi en stundar ekki hefðbundinn búskap, heldur nokkrar hænur, ræktar tré og svolítið af kartöflum til heimilis- og einkanota. Pistlana kallar hann vinkla og í vinkli dagsins fjallaði hann um hljóð og óhljóð, jafnvel hávaða. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Guðrún Óla Jónsdóttir, blaða- og söngkona. Við fengum að vita hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Tónlist í þættinum í dag: Átján rauðar rósir / Lúdó og Stefán (Bobby Darin, Iðunn Steinsdóttir) Ég vil fara upp í sveit / Ellý Vilhjálms (Bonagura, Sciorilli, Danpa og Jón Sigurðsson) Gestir út um allt / Hrekkjusvín (Valgeir Guðjónsson og Pétur Gunnarsson) Ég leitaði blárra blóma / Hörður Torfason (Hörður Torfason og Tómas Guðmundsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Diljá Ámundadóttir, sálgætir: Mörg finna sig í mikill klemmu þegar einhver þeim tengdur er ásakaður um ofbeldi, eða þegar einhver nákominn verður fyrir ofbeldi. Það myndast togstreita, á að taka afstöðu, sýna hlutekningu og hvernig þá? Er kannski betra að segja ekkert, þagga niður og þegja, láta eins ekkert hafi gerst? Hvað er meðvirkni og hvað er stuðningur? Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir deildarstjóri: Heimsókn í Borgarbókasafnið í Grófarhúsinu í Reykjavík þar sem komið hefur verið upp Hringrásarsafni - en þar má t.d. fá lánaðan myndvarpa, heftibyssu, háþrýstidælu, borvél, garðverkfæri, útilegudót? ísvél. Hringrásarsafnið er tilraunaverkefni í samstarfi við Munasafnið RVK Tool Library. Við skoðum þetta á eftir og forvitnumst líka um fyrirhugaðar breytingar á Grófarhúsinu. Málfarsmínúta úr smiðju Guðrúnar Línberg Guðjónsdóttur. Helga Lára Þorsteinsdóttir safnstjóri RÚV: litið aftur til ársins 1968, til H dagsins svokallaða - þegar umferð á Íslandi var færð af vinstri akgrein yfir á þá hægri og fréttafólk útvarpsins fylgdist vel með þessum sögulega atburði.
Bjargey Kristjánsdóttir, sem vanalega gekk undir nafninu Bíbí í Berlín,var fædd á kotbýlinu Berlín rétt fyrir utan Hofsós árið 1927 og var úrskurðuð fljótlega á fyrsta ári ?fáviti? eins og það var nefnt á fyrri hluta 20. aldar. Eftir lát móður sinnar, þegar Bíbí var um þrítugt, var hún flutt gegn vilja sínum á elliheimilið á Blöndósi. Þar dvaldi hún í tæp 20 ár eða þar til að hún flutti inn í þorpið þar sem hún bjó í skjóli vina um hríð en endaði ævi sína á elliheimilinu þar sem hún lést árið 1999. Bíbí lét eftir sig sjálfsævisöguhandrit, handrit sem þær Guðrún Valgerður Stefánsdóttir prófessor í fötlunarfræði og Sólveig Ólafsdóttir sagnfræðingur, hafa ásamt öðrum stúderað síðustu misseri, en handritið verður gefið út í vor, í ritröðinni Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar Þær Sólveig og Guðrún verða gestir okkar hér á eftir. Borgarbókasafnið Spönginni í Grafarvogi sýnir nú þennan mánuðinn myndlistarsýninguna Endurkast. Í litlum sal og um allt bókasafnið hanga olíumyndir af mannslíkömum, draumkenndar myndir sem bjóða fólki á stefnumót við fjölbreytta flóru fólks. Listamaðurinn er Camilla Reuter, hún á rætur sínar að rekja til Finnlands. Hún hefur verið búsett hér í mörg ár, útskrifaðist frá myndlistardeild LHÍ árið 2017. Camilla vinnur tilfinningaleg verk út frá persónulegu lífi sínu og notar gjarnan vini og fjölskyldu sem myndrænan innblástur fyrir verkin. Víðsjá lítur inn á sýninguna Endurkast og ræðir við listamanninn. Og Selma Reynisdóttir flytur okkur þriðja pistilinn af fjórum um Dans á tímum dansbanns. Pistlarnir skoða dans þegar ekki má dansa og hafa meðal annars skoðað hliðstæður samkomutakmarkana og óbeit kirkjunnar á dansi í kringum siðbót Íslendinga á 16.öld. Í þessum pistli snýr Selma sér að stöðu danslistar og kjarabaráttu dansara síðastliðin tvö ár.
Bjargey Kristjánsdóttir, sem vanalega gekk undir nafninu Bíbí í Berlín,var fædd á kotbýlinu Berlín rétt fyrir utan Hofsós árið 1927 og var úrskurðuð fljótlega á fyrsta ári ?fáviti? eins og það var nefnt á fyrri hluta 20. aldar. Eftir lát móður sinnar, þegar Bíbí var um þrítugt, var hún flutt gegn vilja sínum á elliheimilið á Blöndósi. Þar dvaldi hún í tæp 20 ár eða þar til að hún flutti inn í þorpið þar sem hún bjó í skjóli vina um hríð en endaði ævi sína á elliheimilinu þar sem hún lést árið 1999. Bíbí lét eftir sig sjálfsævisöguhandrit, handrit sem þær Guðrún Valgerður Stefánsdóttir prófessor í fötlunarfræði og Sólveig Ólafsdóttir sagnfræðingur, hafa ásamt öðrum stúderað síðustu misseri, en handritið verður gefið út í vor, í ritröðinni Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar Þær Sólveig og Guðrún verða gestir okkar hér á eftir. Borgarbókasafnið Spönginni í Grafarvogi sýnir nú þennan mánuðinn myndlistarsýninguna Endurkast. Í litlum sal og um allt bókasafnið hanga olíumyndir af mannslíkömum, draumkenndar myndir sem bjóða fólki á stefnumót við fjölbreytta flóru fólks. Listamaðurinn er Camilla Reuter, hún á rætur sínar að rekja til Finnlands. Hún hefur verið búsett hér í mörg ár, útskrifaðist frá myndlistardeild LHÍ árið 2017. Camilla vinnur tilfinningaleg verk út frá persónulegu lífi sínu og notar gjarnan vini og fjölskyldu sem myndrænan innblástur fyrir verkin. Víðsjá lítur inn á sýninguna Endurkast og ræðir við listamanninn. Og Selma Reynisdóttir flytur okkur þriðja pistilinn af fjórum um Dans á tímum dansbanns. Pistlarnir skoða dans þegar ekki má dansa og hafa meðal annars skoðað hliðstæður samkomutakmarkana og óbeit kirkjunnar á dansi í kringum siðbót Íslendinga á 16.öld. Í þessum pistli snýr Selma sér að stöðu danslistar og kjarabaráttu dansara síðastliðin tvö ár.
Bjargey Kristjánsdóttir, sem vanalega gekk undir nafninu Bíbí í Berlín,var fædd á kotbýlinu Berlín rétt fyrir utan Hofsós árið 1927 og var úrskurðuð fljótlega á fyrsta ári ?fáviti? eins og það var nefnt á fyrri hluta 20. aldar. Eftir lát móður sinnar, þegar Bíbí var um þrítugt, var hún flutt gegn vilja sínum á elliheimilið á Blöndósi. Þar dvaldi hún í tæp 20 ár eða þar til að hún flutti inn í þorpið þar sem hún bjó í skjóli vina um hríð en endaði ævi sína á elliheimilinu þar sem hún lést árið 1999. Bíbí lét eftir sig sjálfsævisöguhandrit, handrit sem þær Guðrún Valgerður Stefánsdóttir prófessor í fötlunarfræði og Sólveig Ólafsdóttir sagnfræðingur, hafa ásamt öðrum stúderað síðustu misseri, en handritið verður gefið út í vor, í ritröðinni Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar Þær Sólveig og Guðrún verða gestir okkar hér á eftir. Borgarbókasafnið Spönginni í Grafarvogi sýnir nú þennan mánuðinn myndlistarsýninguna Endurkast. Í litlum sal og um allt bókasafnið hanga olíumyndir af mannslíkömum, draumkenndar myndir sem bjóða fólki á stefnumót við fjölbreytta flóru fólks. Listamaðurinn er Camilla Reuter, hún á rætur sínar að rekja til Finnlands. Hún hefur verið búsett hér í mörg ár, útskrifaðist frá myndlistardeild LHÍ árið 2017. Camilla vinnur tilfinningaleg verk út frá persónulegu lífi sínu og notar gjarnan vini og fjölskyldu sem myndrænan innblástur fyrir verkin. Víðsjá lítur inn á sýninguna Endurkast og ræðir við listamanninn. Og Selma Reynisdóttir flytur okkur þriðja pistilinn af fjórum um Dans á tímum dansbanns. Pistlarnir skoða dans þegar ekki má dansa og hafa meðal annars skoðað hliðstæður samkomutakmarkana og óbeit kirkjunnar á dansi í kringum siðbót Íslendinga á 16.öld. Í þessum pistli snýr Selma sér að stöðu danslistar og kjarabaráttu dansara síðastliðin tvö ár.
Hvar áttir þú síðast í óvæntu samtali við manneskju sem þú hittir fyrir einskæra tilviljun? Hefur þú gaman af slíkum samtölum? Ef svo er þá ættir þú að skella þér í Borgarbókasafnið í Grófinni, setjast niður við borðstofuborð sem þar hefur verið komið fyrir, og ræða við myndlistarkonuna Guðnýju Söru Birgisdóttur. Guðný Sara hefur verið valin til að taka þátt í Stofunni þennan mánuðinn, en stofan er tímabundið og tilraunakennt samfélagsrými þar sem velt er upp spurningum um hlutverk og tilgang safnsins. Við förum í Grófina í þætti dagsins og fáum okkur sæti í stofunni með Guðný Söru og Dögg Sigmanrsdóttur, vekrefnastjóra borgaralegrar þátttöku hjá Borgarbóksafninu. Við rifjum upp millilendingu í þætti dagsins. Eftir þátttöku sína á friðarráðstefnu á Waldorf Astoria hótelinu fræga í New York, millilenti sovéska tónskáldið Dimitri Shostakovich á Keflavíkurflugvelli í byrjun apríl árið 1949. Við rifjum upp sérstætt viðtal sem tekið var við tónskáldið á vellinum, tilefnið er flutningur á níundu sinfóníu tónskáldsins á tónleikum sinfóníuhljómsveitar Íslands annað kvöld, en tónleikahald sveitarinnar er hægt og rólega að leita í eðlilegan farveg. Leikskáldið Birnir Jón Sigurðsson sendir okkur pistil í þætti dagsins frá Helsinki þar sem hann er staddur. Næstu vikurnar ætlar Birnir Jón að fjalla í nokkrum pistlum um loftslagsbreytingar og þá jafnvel út frá nokkuð stærra samhengi en því samhengi úrlausna og hindrana sem þær birtast oftast í. Og Birnir byrjar þessar hugleiðingar sínar á nokkuð stórum skala enda hafa loftslagsbreytingar meiri áhrif og afleiðingar í samhengi jarðarinnar en nokkuð annað sem mannkyn hefur reynt, þó þær gerist nú á ótrúlega skömmum tíma út frá jarðsögulegu samhengi. Hann spyr: getum við sem einstaklingar náð utan um loftslagsbreytingar? Og þurfum við þess? Ólöf Gerður Sigfúsdóttir sjónmenningar-rýnir Víðsjár skoðaði sýninguna Ad Infinitum, sem nú stendur yfir í Gerðarsafni og er hluti af Ljósmyndahátíð í Reykjavík. Gúmmíteygjur, fimmblaðasmári og seiðandi hljóðskúlptur vöktu forvitni Ólafar, sem segir frá upplifun sinni í safninu. Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir
Hvar áttir þú síðast í óvæntu samtali við manneskju sem þú hittir fyrir einskæra tilviljun? Hefur þú gaman af slíkum samtölum? Ef svo er þá ættir þú að skella þér í Borgarbókasafnið í Grófinni, setjast niður við borðstofuborð sem þar hefur verið komið fyrir, og ræða við myndlistarkonuna Guðnýju Söru Birgisdóttur. Guðný Sara hefur verið valin til að taka þátt í Stofunni þennan mánuðinn, en stofan er tímabundið og tilraunakennt samfélagsrými þar sem velt er upp spurningum um hlutverk og tilgang safnsins. Við förum í Grófina í þætti dagsins og fáum okkur sæti í stofunni með Guðný Söru og Dögg Sigmanrsdóttur, vekrefnastjóra borgaralegrar þátttöku hjá Borgarbóksafninu. Við rifjum upp millilendingu í þætti dagsins. Eftir þátttöku sína á friðarráðstefnu á Waldorf Astoria hótelinu fræga í New York, millilenti sovéska tónskáldið Dimitri Shostakovich á Keflavíkurflugvelli í byrjun apríl árið 1949. Við rifjum upp sérstætt viðtal sem tekið var við tónskáldið á vellinum, tilefnið er flutningur á níundu sinfóníu tónskáldsins á tónleikum sinfóníuhljómsveitar Íslands annað kvöld, en tónleikahald sveitarinnar er hægt og rólega að leita í eðlilegan farveg. Leikskáldið Birnir Jón Sigurðsson sendir okkur pistil í þætti dagsins frá Helsinki þar sem hann er staddur. Næstu vikurnar ætlar Birnir Jón að fjalla í nokkrum pistlum um loftslagsbreytingar og þá jafnvel út frá nokkuð stærra samhengi en því samhengi úrlausna og hindrana sem þær birtast oftast í. Og Birnir byrjar þessar hugleiðingar sínar á nokkuð stórum skala enda hafa loftslagsbreytingar meiri áhrif og afleiðingar í samhengi jarðarinnar en nokkuð annað sem mannkyn hefur reynt, þó þær gerist nú á ótrúlega skömmum tíma út frá jarðsögulegu samhengi. Hann spyr: getum við sem einstaklingar náð utan um loftslagsbreytingar? Og þurfum við þess? Ólöf Gerður Sigfúsdóttir sjónmenningar-rýnir Víðsjár skoðaði sýninguna Ad Infinitum, sem nú stendur yfir í Gerðarsafni og er hluti af Ljósmyndahátíð í Reykjavík. Gúmmíteygjur, fimmblaðasmári og seiðandi hljóðskúlptur vöktu forvitni Ólafar, sem segir frá upplifun sinni í safninu. Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir
Hvar áttir þú síðast í óvæntu samtali við manneskju sem þú hittir fyrir einskæra tilviljun? Hefur þú gaman af slíkum samtölum? Ef svo er þá ættir þú að skella þér í Borgarbókasafnið í Grófinni, setjast niður við borðstofuborð sem þar hefur verið komið fyrir, og ræða við myndlistarkonuna Guðnýju Söru Birgisdóttur. Guðný Sara hefur verið valin til að taka þátt í Stofunni þennan mánuðinn, en stofan er tímabundið og tilraunakennt samfélagsrými þar sem velt er upp spurningum um hlutverk og tilgang safnsins. Við förum í Grófina í þætti dagsins og fáum okkur sæti í stofunni með Guðný Söru og Dögg Sigmanrsdóttur, vekrefnastjóra borgaralegrar þátttöku hjá Borgarbóksafninu. Við rifjum upp millilendingu í þætti dagsins. Eftir þátttöku sína á friðarráðstefnu á Waldorf Astoria hótelinu fræga í New York, millilenti sovéska tónskáldið Dimitri Shostakovich á Keflavíkurflugvelli í byrjun apríl árið 1949. Við rifjum upp sérstætt viðtal sem tekið var við tónskáldið á vellinum, tilefnið er flutningur á níundu sinfóníu tónskáldsins á tónleikum sinfóníuhljómsveitar Íslands annað kvöld, en tónleikahald sveitarinnar er hægt og rólega að leita í eðlilegan farveg. Leikskáldið Birnir Jón Sigurðsson sendir okkur pistil í þætti dagsins frá Helsinki þar sem hann er staddur. Næstu vikurnar ætlar Birnir Jón að fjalla í nokkrum pistlum um loftslagsbreytingar og þá jafnvel út frá nokkuð stærra samhengi en því samhengi úrlausna og hindrana sem þær birtast oftast í. Og Birnir byrjar þessar hugleiðingar sínar á nokkuð stórum skala enda hafa loftslagsbreytingar meiri áhrif og afleiðingar í samhengi jarðarinnar en nokkuð annað sem mannkyn hefur reynt, þó þær gerist nú á ótrúlega skömmum tíma út frá jarðsögulegu samhengi. Hann spyr: getum við sem einstaklingar náð utan um loftslagsbreytingar? Og þurfum við þess? Ólöf Gerður Sigfúsdóttir sjónmenningar-rýnir Víðsjár skoðaði sýninguna Ad Infinitum, sem nú stendur yfir í Gerðarsafni og er hluti af Ljósmyndahátíð í Reykjavík. Gúmmíteygjur, fimmblaðasmári og seiðandi hljóðskúlptur vöktu forvitni Ólafar, sem segir frá upplifun sinni í safninu. Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir
Nokkrar lykilbyggingar í Reykjavík eru að skipta um hlutverk, breyta starfseminni og stækka við sig. Við ætlum að skoða þrjár þeirra í þætti dagsins og ræða við nokkra aðila sem málið varðar. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að leysa þurfi húsnæðisvanda Listaháskóla Íslands og heyrst hefur að Tollhúsið í Tryggvagötu komi til greina fyrir Listaháskólann. Borgarbókasafnið í Grófinni er löngu komið á tíma hvað viðhald varðar og starfsemin er að breytast. Svo er það Herkastalinn við enda Aðalstrætis sem nýlega var seldur kaupendum sem vilja endurgera bygginguna. Og þar hefjum við vegferð dagsins. Rætt er við Pétur Ármannsson arkitekt um Herkastalann. Pálínu Magnúsdóttur borgarbókavörð og Fríðu Björk Ingvarsdóttur rektor Háskóla Íslands.
Nokkrar lykilbyggingar í Reykjavík eru að skipta um hlutverk, breyta starfseminni og stækka við sig. Við ætlum að skoða þrjár þeirra í þætti dagsins og ræða við nokkra aðila sem málið varðar. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að leysa þurfi húsnæðisvanda Listaháskóla Íslands og heyrst hefur að Tollhúsið í Tryggvagötu komi til greina fyrir Listaháskólann. Borgarbókasafnið í Grófinni er löngu komið á tíma hvað viðhald varðar og starfsemin er að breytast. Svo er það Herkastalinn við enda Aðalstrætis sem nýlega var seldur kaupendum sem vilja endurgera bygginguna. Og þar hefjum við vegferð dagsins. Rætt er við Pétur Ármannsson arkitekt um Herkastalann. Pálínu Magnúsdóttur borgarbókavörð og Fríðu Björk Ingvarsdóttur rektor Háskóla Íslands.
Við kynnum okkur nýja ljóðabók í dag, Í svartnættinu miðju skín ljós - Ljóðaviðtöl, eftir Eyrúnu Ósk Jónsdóttur. Eyrún Ósk hefur gefið út alls 14 ljóðabækur, auk barna og ungmennabóka, og hún vann bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2016 fyrir ljóðabók sína Góðfúslegt leyfi til sígarettukaupa. Nýju bókina byggir hún upp á ljóðum sem eru afsprengi viðtala við ólíkt fólk sem eiga það öll sameiginlegt að eiga sér margbrotnar sögur. Á heimasíðu Borgarbókasafnsins er nú að finna skemmtilegt jóladagatal þar sem á hverjum degi fram að jólum er hægt að lesa eða hlusta á brot úr sögu eftir Heiðu Vigdísi Sigfúsdóttur. Stúlkan sem skemmdi (næstum því) jólin heitir jóladagatalið en í því koma ýmsar kunnuglegar persónur við sögu. Heiðurinn af myndaþættinum á Joav Gomez Valdez sem fæddur er og uppalinn í Mexíkóborg en hefur verið búsettur í Reykjavík síðan 2019. Og við höldum norður til Akureyrar, þar sem Guðni heldur áfram að rölta á milli menningarstofnana. Að þessu fylgjum við honum inn í Hof, menningarhús Norðlendinga, þar sem Guðni ræddi við Þorvald Bjarna Þorvaldsson, tónlistarmann og tónlistarstjóra Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands.
Margt hefur breyst í starfsemi bókasafna undanfarna áratugi og nú er þar margt fleira í boði en bara að taka bækur að láni. Hulda gerði sér ferð í Borgarbókasafnið í Grófarhúsi og fékk að kynnast starfseminni þar sem allt iðar af lífi og unglingar flykkjast á bókasöfnin, jafnvel á tímum snjallvæðingarinnar. Við heyrðum viðtal Huldu við Hólmfríði Ólöfu Ólafsdóttur verkefnisstjóra. Þrátt fyrir að Reykjavíkurmaraþonið hafi ekki farið fram með hefðbundnum hætti hefur verið hægt að styðja við þau fjölmörgu góðu málefni sem hlauparar höfðu valið sér og ýmsir hlaupið sitt hlaup þó ekki sé undir formlegum formerkjum maraþonsins. Um næstu helgi ætlar vestfirskur hópur að hlaupa til stuðnings Ljónshjarta sem eru samtök til stuðnings yngra fólki sem misst hefur maka og börnum þeirra. Margrét Brynjólfsdóttir á Patreksfirði þekkir samtökin af eigin raun og hún ætlar að hlaupa ásamt fleirum um helgina. Við slógum á þráðinn vestur og heyrðum í henni. Reglulega berast fréttir af myglu og rakaskemmdum í skólahúsnæði og fleiri stofnunum. Málefni Fossvogsskóla hafa væntanlega ekki farið framhjá neinum og enn sér ekki fyrir endann þar á. Af þessu tilefni hefur Reykjavíkurborg nú ákveðið að ráðast í undirbúning nýrra verkferla um hvernig eigi að bregðast við þegar slík mál koma upp. Með þessu er verið að skerpa á því sem betur má fara varðandi skipulag, verkstjórn, undirbúning og upplýsingagjöf um framkvæmdir sem tengjast myglu og rakaskemmdu húsnæði í eigu borgarinnar. Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi, kom til okkar og sagði okkur nánar af þessu. Kosið verður um sameiningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi samhliða Alþingiskosningum síðar í mánuðinum. Sveitarfélögin eru Skaftárhreppur, Mýrdalshreppur, Rangárþing eystra, Rangárþing ytra og Ásahreppur og ef af sameiningu yrði myndi sameinað sveitarfélag verða það víðfeðmasta á landinu. Róbert Ragnarsson ráðgjafi hjá RR ráðgjöf hefur unnið að undirbúningi þessa verkefnis, m.a. íbúafundum, og hann kom við hjá okkur og fór aðeins yfir málið. Við fórum svo suður á bóginn og heyrðum í Jóhanni Hlíðar Harðarsyni sem færði okkur fjölbreyttar og forvitnilegar fréttir utan úr heimi. Tónlist: Mannakorn - Óralangt í burt. Wings - Another day. The Cardigans - Youre the storm. Lay Low - Please dont hate me. Vök - No coffee at the funeral. Tómas Welding - Here they come. Baccara - Yes sir I can boogie. Sigrid - Mirror. Dua Lipa - Love again.