POPULARITY
Við ætlum að beina sjónum okkar í þættinum í dag að forsetakosningum sem fóru fram þann 5.nóvember síðastliðinnn. Þar mættust annars vegar auðkýfingur og erfingi viðskiptaveldis, og hins vegar lögræðingur með áherslu á refsirétt og bakgrunn í pólitík. Þarna erum við að sjálfsögðu að tala um nýafstaðnar forsetakosningar í kyrrahafsríkinu Palau, þar sem mágar börðust um embættið. En svo kusu Bandaríkjamenn sér líka forseta í vikunni. Donald Trump verður annar forsetinn í sögunni sem gegnir forsetaembættinu tvisvar, tvö aðskilin kjörtímabil. Við skoðum söguna og fyrstu verkefni Trumps. Heyrum í Ólafi Jóhanni Ólafssyni sem spáir með okkur í spilinn fyrir komandi stjórnartíð.
Við lítum inn í Marshallhúsið í gallerí Þulu, þar sem systurnar Ingibjörg og Lilja Birgisdætur sýna ný verk á sýningunni Hlutskipti. Litaðar ljósmyndir, skúlptúrar, vidjóverk og síðast en alls ekki síst ilmur byggður á Ajaxlykt er meðal þess sem þær systur hafa skapað upp úr umbreytingaferli sem hófst með myglufundi og búslóðaflutningum. Með verkunum umbreyta listakonurnar farganinu sem fylgir endalausum hlutum og buguninni sem getur fylgt flutningum í fegurð sem þær sækja í náttúruna. Bandaríska tónlistarkonan Adrianne Lenker gaf út plötuna Bright Future í síðustu viku. Öll lögin eru lifandi flutningur tekinn upp á hrátt segulband sem fangar áhrifarík augablik og miðla nærveru tónlistarmannanna á einstakan hátt. Við komum kynnum okkur plötuna í síðari hluta þáttar. Hildigunnur Sverrisdóttir arkitekt verður með okkur í þætti dagsins og að þessu sinni er hún með hugan við myndlist Hreins Friðfinnssonar. Einnig heyrum við brot úr þætti Jóhannesar Ólafssonar um Auði Haralds sem verður í Páskadagskrá Rásar 1. Heyrum rödd Auðar úr safni ásamt glefsum úr viðtali Jóhannesar við Dagnýju Kristjánsdóttur og Hólmfríði Helgu Sigurðardóttur. Umsjón: Tómas Ævar Ólafsson og Halla Harðardóttir
Við kynnum okkur störf slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, förum í heimsókn í björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð í Reykjavík, spjöllum við fólk og förum svo í óvissuferð í forgangsakstri. Málfarsmínúta - romhelg. Rifjum upp bruna sem varð í heitavatnsborholu í Mosfellsdal í byrjun árs, þar sem hús brann til kaldra kola. Heyrum endurflutt viðtal Guðmundar Pálssonar við Egil Maron Þorbergsson, sérfræðing hjá Veitum.
Við kynnum okkur störf slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, förum í heimsókn í björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð í Reykjavík, spjöllum við fólk og förum svo í óvissuferð í forgangsakstri. Málfarsmínúta - romhelg. Rifjum upp bruna sem varð í heitavatnsborholu í Mosfellsdal í byrjun árs, þar sem hús brann til kaldra kola. Heyrum endurflutt viðtal Guðmundar Pálssonar við Egil Maron Þorbergsson, sérfræðing hjá Veitum.
Við ræðum við Nannýju Örnu Guðmundsdóttur, eiganda ferðþjónustufyrirtækisins Borea adventures. Þau eru að undirbúa veturinn en undanfarið hafa þau tekið á móti hópum allstaðar að úr heiminum og farið með þeim á Hornstrandir til að taka myndir af refum. Heyrum meira af því á eftir, og fyrirhugaðri ferð þeirra sjálfra til Suðurskautslandsins. Í morgun fór fram ráðstefna á vegum borgarinnar sem bar yfirskriftina Léttum á umferðinni. Þar stigu ýmsir á stokk og ræddu samgöngumálin og umferðarþunga frá ýmsu hliðum. Við ræðum við tvo af fyrirlesurunum, þau Brynhildi Bolladóttur, lögfræðing og Reykvíking á hjóli og Þorstein R Hermannsson, hjá Betri Samgöngum. Dýraspjall með Veru Illugadóttir - mörgæsir.
Við ræðum við Nannýju Örnu Guðmundsdóttur, eiganda ferðþjónustufyrirtækisins Borea adventures. Þau eru að undirbúa veturinn en undanfarið hafa þau tekið á móti hópum allstaðar að úr heiminum og farið með þeim á Hornstrandir til að taka myndir af refum. Heyrum meira af því á eftir, og fyrirhugaðri ferð þeirra sjálfra til Suðurskautslandsins. Í morgun fór fram ráðstefna á vegum borgarinnar sem bar yfirskriftina Léttum á umferðinni. Þar stigu ýmsir á stokk og ræddu samgöngumálin og umferðarþunga frá ýmsu hliðum. Við ræðum við tvo af fyrirlesurunum, þau Brynhildi Bolladóttur, lögfræðing og Reykvíking á hjóli og Þorstein R Hermannsson, hjá Betri Samgöngum. Dýraspjall með Veru Illugadóttir - mörgæsir.
Tútturnar fá legendið Siggu Dögg til sín til að svara öllum spurningum sem við höfum velt fyrir okkur í fyrri þáttum. Heyrum hvað liggur henni á hjarta og margt margt fleirahttps://www.patreon.com/Klikkadarkynlifssogurhttps://www.instagram.com/klikkadarkynlifssogur/https://www.tiktok.com/@klikkadarkynlifssogur
Bandaríska hljómsveitin Wilco var stödd á íslandi um páskana og spilaði fjórum sinnum á þremur dögum. Þrisvar í eldborg í Hörpu og einu sinni rétt hjá Selfossi. Tónleikagestirnir voru mestmegnis frá útlöndum ? aðdáendur Wilco héðan og þaðan úr heiminum en flestir frá Bandaríkjunum. Rokkland tók þátt í þessu ævintýri af lífi og sál. Við heyrum í Wilco, hluta af þeim 1250 aðdáendum sveitarinnar sem komu til Íslands til að sjá hljómsveitina spila þrjú kvöld í röð í Hörpu. Þetta fólk er frá Oslo, Boston, Alaska, Texas, New York og Reykjavík t.d. Heyrum líka í Ethan Schwartz sem stóð að komu Wilco til Íslands. Svo er það gítarleikarinn Tommy Emmanuel. Hann er staddur á landinu og er með tónleika í Silfurbergi í Hörpu í kvöld og Rás 2 ætlar að taka tónleikana upp. Tommy er einn fremsti gítarleikari Heims, spilar eins og það sé spilað á 2 eða jafnvel 3 gítara í einu. Hann er Ástrali fæddur 1955 og búinn að spila síðan hann var barn. Tónleikarnir í kvöld eru lokahnykkur á Tommy Emmanuel guitar camp, gítar masterclass námskeiði sem 200 gítarleikarar allstaðar að úr heiminum hafa tekið þátt í hér á Íslandu undanfarna daga. Bjössi Thor er að spila með Tommy í kvöld og Bjössi hafði milligöngu um Tommy kæmi í heimsókn í Efstaleitið í stúdíó 12 síðasta fimmtudag og Tommy spilaði og svo spiluðu þeir saman.
Bandaríska hljómsveitin Wilco var stödd á íslandi um páskana og spilaði fjórum sinnum á þremur dögum. Þrisvar í eldborg í Hörpu og einu sinni rétt hjá Selfossi. Tónleikagestirnir voru mestmegnis frá útlöndum ? aðdáendur Wilco héðan og þaðan úr heiminum en flestir frá Bandaríkjunum. Rokkland tók þátt í þessu ævintýri af lífi og sál. Við heyrum í Wilco, hluta af þeim 1250 aðdáendum sveitarinnar sem komu til Íslands til að sjá hljómsveitina spila þrjú kvöld í röð í Hörpu. Þetta fólk er frá Oslo, Boston, Alaska, Texas, New York og Reykjavík t.d. Heyrum líka í Ethan Schwartz sem stóð að komu Wilco til Íslands. Svo er það gítarleikarinn Tommy Emmanuel. Hann er staddur á landinu og er með tónleika í Silfurbergi í Hörpu í kvöld og Rás 2 ætlar að taka tónleikana upp. Tommy er einn fremsti gítarleikari Heims, spilar eins og það sé spilað á 2 eða jafnvel 3 gítara í einu. Hann er Ástrali fæddur 1955 og búinn að spila síðan hann var barn. Tónleikarnir í kvöld eru lokahnykkur á Tommy Emmanuel guitar camp, gítar masterclass námskeiði sem 200 gítarleikarar allstaðar að úr heiminum hafa tekið þátt í hér á Íslandu undanfarna daga. Bjössi Thor er að spila með Tommy í kvöld og Bjössi hafði milligöngu um Tommy kæmi í heimsókn í Efstaleitið í stúdíó 12 síðasta fimmtudag og Tommy spilaði og svo spiluðu þeir saman.
Hingað til okkar í gær kom Guðmundur Stephensen borðtennisleikari og goðsögn, sem gerði sér lítið fyrir og vann Íslandsmeistaratitillinn aftur, eftir að hafa ekki spilað í áratug. Mögnuð endurkoma í íþrótt, og við ætlum að rýna í endurkomur í íþróttum almennt með háskólakennara í íþróttafræðideildinni í Háskólanum í Reykjavík, Sveini Þorgeirssyni. Eru endurkomur algengar, hvað hefur helst áhrif; líkamlegt atgervi eða andlegt - eða kannski bara eðli íþróttarinnar sjálfrar? Dýrfinna er félagsskapur sem sérhæfir sig í leit og björgun gæludýra. Mest er um að leitað sé að hundum sem hafa af einhverjum ástæðum sloppið frá eigendum sínum og ekki fundist. En oft finnast þeir reyndar, með hjálp sjálfboðaliða á vegum Dýrfinnu. Anna Margrét Áslaugardóttir er formaður Dýrfinnu. Heyrum í henni. Málfarsmínúta er á sinum stað, og við ætlum líka að fræðast aðeins um endurnýtingu á óvæntum hlutum sem falla til á heimilinu - en leikskólakennarar standa öðrum framar þegar kemur að því að endurnýta rusl - og við ræðum við eina á eftir, Mariu Ösp Ómarsdóttur. Svo er vísindaspjallið með Eddu Olgudóttur, hún ætlar að ræða um briseyja ígræðslu til að lækna sykursýki.
Hingað til okkar í gær kom Guðmundur Stephensen borðtennisleikari og goðsögn, sem gerði sér lítið fyrir og vann Íslandsmeistaratitillinn aftur, eftir að hafa ekki spilað í áratug. Mögnuð endurkoma í íþrótt, og við ætlum að rýna í endurkomur í íþróttum almennt með háskólakennara í íþróttafræðideildinni í Háskólanum í Reykjavík, Sveini Þorgeirssyni. Eru endurkomur algengar, hvað hefur helst áhrif; líkamlegt atgervi eða andlegt - eða kannski bara eðli íþróttarinnar sjálfrar? Dýrfinna er félagsskapur sem sérhæfir sig í leit og björgun gæludýra. Mest er um að leitað sé að hundum sem hafa af einhverjum ástæðum sloppið frá eigendum sínum og ekki fundist. En oft finnast þeir reyndar, með hjálp sjálfboðaliða á vegum Dýrfinnu. Anna Margrét Áslaugardóttir er formaður Dýrfinnu. Heyrum í henni. Málfarsmínúta er á sinum stað, og við ætlum líka að fræðast aðeins um endurnýtingu á óvæntum hlutum sem falla til á heimilinu - en leikskólakennarar standa öðrum framar þegar kemur að því að endurnýta rusl - og við ræðum við eina á eftir, Mariu Ösp Ómarsdóttur. Svo er vísindaspjallið með Eddu Olgudóttur, hún ætlar að ræða um briseyja ígræðslu til að lækna sykursýki.
Við gerum tilraun til hvalaskoðunar í Samfélaginu dagsins. Fréttir og myndskeið af hnúfubökum við Hafnarfjarðarhöfn urðu til þess að við byrjuðum daginn á þeim slóðum með Eddu Elísabetu Magnúsdóttur sjávarlíffræðingi og lektor við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Störðum út á sjó í þeirri von að sjá hnúfubak blása og spjölluðum um þessar áhugaverðu skepnur. Heyrum það eftir smástund. Við ætlum svo að skoða um skaðabótaskyldu- og ábyrgð fólks sem sinnir sjálfboðaliðastörfum. Hoppukastalaslys á Akureyri og ákærur í kjölfar þess eru tilefnið þó við dveljum ekki við það einstaka mál, heldur skoðum almennt ábyrgð einstaklinga annars vegar og félagasamtaka hverskonar hinsvegar með prófessor við lagadeild HR, Guðmundi Sigurðssyni. Málfarsmínúta verður á sínum stað og Edda Olgudóttir ætlar svo að spjalla við okkur um vísindi eins og alltaf á miðvikudögum.
Við gerum tilraun til hvalaskoðunar í Samfélaginu dagsins. Fréttir og myndskeið af hnúfubökum við Hafnarfjarðarhöfn urðu til þess að við byrjuðum daginn á þeim slóðum með Eddu Elísabetu Magnúsdóttur sjávarlíffræðingi og lektor við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Störðum út á sjó í þeirri von að sjá hnúfubak blása og spjölluðum um þessar áhugaverðu skepnur. Heyrum það eftir smástund. Við ætlum svo að skoða um skaðabótaskyldu- og ábyrgð fólks sem sinnir sjálfboðaliðastörfum. Hoppukastalaslys á Akureyri og ákærur í kjölfar þess eru tilefnið þó við dveljum ekki við það einstaka mál, heldur skoðum almennt ábyrgð einstaklinga annars vegar og félagasamtaka hverskonar hinsvegar með prófessor við lagadeild HR, Guðmundi Sigurðssyni. Málfarsmínúta verður á sínum stað og Edda Olgudóttir ætlar svo að spjalla við okkur um vísindi eins og alltaf á miðvikudögum.
Við verðum að mestu á Vestfjörðum í þætti dagsins. Heyrum af framtíðarsýn ungmenna í Reykhólahreppi, það eru þau Kristján Steinn Guðmundsson fulltrúi í ungmennaráðinu og Jóhanna Ösp Einarsdóttir tómstundafulltrúi sem segja frá. Við fræðumst líka um starfsemi Edinborgarhússins á Ísafirði þegar Ingi Björn Guðnason leiðir okkur um húsið. En við byrjum hins vegar á Austurlandi. Þar fræðumst við um verkefni sem Rótarýklúbbur Héraðsbúa hefur staðið að, sem er að setja upp söguskilti nærri búsetustöðum Jóns lærða á Austurlandi, til minningar um sögu hans og verk. Það er Stefán Þórarinsson fyrrverandi læknir á Egilsstöðum sem segir frá. Efni í þáttinn unnu Gígja Hólmgeirsdóttir og Ágúst Ólafsson. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir
Þriðjudagurinn 17. janúar ASÍ, Perú, RVK, Kvóti & NHS Við byrjum á að ræða við Kristján Þórður Snæbjarnarson forseta Alþýðusambandsins um standið á verkalýðshreyfingunni. Förum síðan til Perú í fylgd Eyjólfs B. Eyvindarsonar aka Sesar A. Þar eru róstur og mótmæli eftir valdaskipti. Við tökum stöðuna á borgarmálum með Trausta Breiðfjörð Magnússyni borgarfulltrúa Sósíalista. Heyrum hvað Sigurjóni Þórðarsyni fyrrum þingmanni finnst um tillögur kvótanefndar Svandísar Svavarsdóttur. Og heyrum frá Guðmundi Auðunssyni um ástandið á breska heilbrigðiskerfinu. Sem er ekki gott. Og svo förum við yfir fréttir dagsins.
Guðjón R. Sigurðsson fæddist árið 1903 í Austur Skaftafellssýslu, en fluttist vestur um haf rúmlega tvítugur að aldri. Guðjón festi aldrei rætur heldur ferðast vítt og breitt um landið og stundaði fjölbreytt farandstörf. Þegar litla vinnu var að fá hafðist Guðjón við í óbyggðum Kanada og veiddi í sig og á. Hann kynntist ótal eftirminnilegum einstaklingum og lenti oft í lífsháska. En römm er taugin heim, og eftir ævintýralegt lífshlaup í Kanada ákvað Guðjón að flytja aftur til Íslands, og stuttu síðar hóf hann að skrifa endurminningar sínar. Þórður Sævar Jónsson tók þær saman og við heyrum í honum í þætti dagsins. Í kvöld fara fram í Hörpu tónleikar í tónleikaröð undir yfirskriftinni Feima. Nafnið Feima er samheiti orðsins kona og tilvísun í stefnu kammerklúbbsins að rétta af hlutföll kynja sem oft sjást á efnisskrám og annars staðar í tónlistarlífinu. Feima sprettur upp úr starfi kammersveitarinnar Elju og á tónleikum FEIMU slást ýmsar tónlistarkonur í hóp með klassískum hljóðfæraleikurum Elju. Á tónleikunum í kvöld leikur tónlistarkonan RAKEL eigin tónlist í útsetningum fyrir kammerhóp, ásamt því að fulltrúar úr Elju flytja verk eftir Veronique Vöku, Fanny Mendelssohn og Kaju Saariaho. Þær Rakel Sigurðardóttir og Björg Brjánsdóttir verða gestir í hljóðstofu hér á eftir og segja okkur nánar af starfi Feimu og tónleikum kvöldsins. Játningarnar eru eitt af lykilverkum heimsbókmenntanna, hreinskilin og opinská sjálfsævisaga eins helsta hugsuðar átjándu aldar, Jeans-Jacques Rousseau. Í tólf bókum rekur Rousseau ítarlega ævintýralegan feril sinn og opinberar bresti sína og tilfinningar. Pétur Gunnarsson rithöfundur hefur nú þýtt þetta gríðarmikla verk úr frönsku og Gauti Kristmannsson hefur nýlokið lestri. Heyrum meira af því í þætti dagsins. En við byrjum á því að forvitnast um íslenska myndlistarkonu í Þýskalandi. Nýlega var tilkynnt um handhafa Albert-Weisgerber heiðursverðlaunanna, sem veitt eru fyrir ævistarf myndlistarmanns sem skapað hefur sér sérstöðu, virðingu og unnið ötullega að list sinni heima og að heiman. Myndlistarkonan Sigrún Ólafsdóttir hlýtur verðlaunin að þessu sinni, en þeim fylgir yfirlitssýning á verkum hennar og bókaútgáfa um listferil hennar. Víðsjá sló á þráðinn til Þýskalands af þessu tilefni. Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
Guðjón R. Sigurðsson fæddist árið 1903 í Austur Skaftafellssýslu, en fluttist vestur um haf rúmlega tvítugur að aldri. Guðjón festi aldrei rætur heldur ferðast vítt og breitt um landið og stundaði fjölbreytt farandstörf. Þegar litla vinnu var að fá hafðist Guðjón við í óbyggðum Kanada og veiddi í sig og á. Hann kynntist ótal eftirminnilegum einstaklingum og lenti oft í lífsháska. En römm er taugin heim, og eftir ævintýralegt lífshlaup í Kanada ákvað Guðjón að flytja aftur til Íslands, og stuttu síðar hóf hann að skrifa endurminningar sínar. Þórður Sævar Jónsson tók þær saman og við heyrum í honum í þætti dagsins. Í kvöld fara fram í Hörpu tónleikar í tónleikaröð undir yfirskriftinni Feima. Nafnið Feima er samheiti orðsins kona og tilvísun í stefnu kammerklúbbsins að rétta af hlutföll kynja sem oft sjást á efnisskrám og annars staðar í tónlistarlífinu. Feima sprettur upp úr starfi kammersveitarinnar Elju og á tónleikum FEIMU slást ýmsar tónlistarkonur í hóp með klassískum hljóðfæraleikurum Elju. Á tónleikunum í kvöld leikur tónlistarkonan RAKEL eigin tónlist í útsetningum fyrir kammerhóp, ásamt því að fulltrúar úr Elju flytja verk eftir Veronique Vöku, Fanny Mendelssohn og Kaju Saariaho. Þær Rakel Sigurðardóttir og Björg Brjánsdóttir verða gestir í hljóðstofu hér á eftir og segja okkur nánar af starfi Feimu og tónleikum kvöldsins. Játningarnar eru eitt af lykilverkum heimsbókmenntanna, hreinskilin og opinská sjálfsævisaga eins helsta hugsuðar átjándu aldar, Jeans-Jacques Rousseau. Í tólf bókum rekur Rousseau ítarlega ævintýralegan feril sinn og opinberar bresti sína og tilfinningar. Pétur Gunnarsson rithöfundur hefur nú þýtt þetta gríðarmikla verk úr frönsku og Gauti Kristmannsson hefur nýlokið lestri. Heyrum meira af því í þætti dagsins. En við byrjum á því að forvitnast um íslenska myndlistarkonu í Þýskalandi. Nýlega var tilkynnt um handhafa Albert-Weisgerber heiðursverðlaunanna, sem veitt eru fyrir ævistarf myndlistarmanns sem skapað hefur sér sérstöðu, virðingu og unnið ötullega að list sinni heima og að heiman. Myndlistarkonan Sigrún Ólafsdóttir hlýtur verðlaunin að þessu sinni, en þeim fylgir yfirlitssýning á verkum hennar og bókaútgáfa um listferil hennar. Víðsjá sló á þráðinn til Þýskalands af þessu tilefni. Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
Kæru hlustendur, Endalínan kom saman þetta kvöldið og vottaði einum af sínum uppáhalds listamönnum, Prins Póló, Svavari Pétri Eysteinssyni virðingu sína. Hvíldu í friði Prinsinn okkar. Umræðuefni kvöldsins voru tengd við lög sem Svavar kom að og skapaði. Hverjir fara Niðrá strönd? Eru Draumaprinsessurnar mættar? Hvar er Maðkur í mysunni? Heyrum við Raddir efans einhverstaðar? Líf ertu að grínast? Eins og alltaf í boði Viking Lite léttöls, Cintamani og Grænn, blár og rauður!
Steingrímur Eyfjörð sýnir þessa dagana ný verk Í Hverfisgalleríi við Hverfisgötuna. ?Syninign kallast Wittgenstein? & Félag um lifandi þjóðtrrú, en þetta er þriðja einkasýning Steingríms hjá galleríinu. Í verkum sýningarinnar á listamaðurinn í samtali við Wittgenstein um listina sjálfa sem fyrirbæri og um skynjun lita. Hann veltir fyirr sér ímyndunaraflinu, þjóðtrúnni og menningararfi sem mögulega er að hverfa. ?Í þessum samræðum öllum leggur listamaðurinn sjálfur línurnar og heilmikla þekkingu til, sem hann safnar að sér á afar opinn máta, laus við allt stigveldi og línulega formfestu,? segir í texta sýningarskrár eftir Birtu Guðjónsdóttur listfræðing. Við lítum inn í Hverfisgallerí með Steingrími Eyfjörð í þætti dagsins. Sjónvarpsþættirnir Orkestret, sem framleiddir eru af Danmarks Radio og áhugasamir geta nálgast í gegnum spilara RÚV, hafa vakið kátínu áhorfenda undanfarið. Þættirnir eru tragikómískir gamanþættir og karakterarnir eftir því ýktir, en þrátt fyrir þann safaríka efnivið sem hin sérstæða félagseining, sinfóníuhljómsveitin, getur talist hefur hingað til lítið verið framleitt af álíka efni. Við skoðum sjónvarpsþættina Orkestret og spáum í samfélag sinfóníuhljómsveita hér á eftir. Jazzsaxófónleikarinn Pharoah Sanders, sem lést 81 árs gamall um síðustu helgi, var goðsögn í jazzheiminum. Hann spilaði stóra rullu í þróun fríjazz og trúarlegrar jazztónlistar frá og með sjöunda áratug síðustu aldar og hafði einkennandi og sérstæða nálgun í saxófónleik sínum. Sanders var þekktur fyrir notkun yfirtóna og hljómtóna, eða multiphonics, ásamt fleiri nýstárlegum aðferðum í spunalist. Hann lék í hljómsveit Johns Coltrane á sjöunda áratugnum og var að sögn Ornette Coleman, ?líklega besti tenórsaxófónleikari heims?. Eftir Sanders liggja yfir 30 plötur þar sem hann leikur leiðandi hlutverk, ásamt fjölmörgum öðrum samstarfsverkefnum. Heyrum annað brot af síðustu hljómplötunni þar sem snilli Pharoah Sanders fær að njóta sín, Promises. Platan var vínyll vikunnar hér á Rás 1 í lok janúar síðastliðins, svo áhugasamir geta hlustað á hana í heild sinni í spilara RÚV. En við hefjum leikinn á leikhúsrýni. Nína Hjálmarsdóttir fór á gamanleikinn Bara smástund, sem frumsýndur var í Borgarleikhúsinu um síðustu helgi. Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
Steingrímur Eyfjörð sýnir þessa dagana ný verk Í Hverfisgalleríi við Hverfisgötuna. ?Syninign kallast Wittgenstein? & Félag um lifandi þjóðtrrú, en þetta er þriðja einkasýning Steingríms hjá galleríinu. Í verkum sýningarinnar á listamaðurinn í samtali við Wittgenstein um listina sjálfa sem fyrirbæri og um skynjun lita. Hann veltir fyirr sér ímyndunaraflinu, þjóðtrúnni og menningararfi sem mögulega er að hverfa. ?Í þessum samræðum öllum leggur listamaðurinn sjálfur línurnar og heilmikla þekkingu til, sem hann safnar að sér á afar opinn máta, laus við allt stigveldi og línulega formfestu,? segir í texta sýningarskrár eftir Birtu Guðjónsdóttur listfræðing. Við lítum inn í Hverfisgallerí með Steingrími Eyfjörð í þætti dagsins. Sjónvarpsþættirnir Orkestret, sem framleiddir eru af Danmarks Radio og áhugasamir geta nálgast í gegnum spilara RÚV, hafa vakið kátínu áhorfenda undanfarið. Þættirnir eru tragikómískir gamanþættir og karakterarnir eftir því ýktir, en þrátt fyrir þann safaríka efnivið sem hin sérstæða félagseining, sinfóníuhljómsveitin, getur talist hefur hingað til lítið verið framleitt af álíka efni. Við skoðum sjónvarpsþættina Orkestret og spáum í samfélag sinfóníuhljómsveita hér á eftir. Jazzsaxófónleikarinn Pharoah Sanders, sem lést 81 árs gamall um síðustu helgi, var goðsögn í jazzheiminum. Hann spilaði stóra rullu í þróun fríjazz og trúarlegrar jazztónlistar frá og með sjöunda áratug síðustu aldar og hafði einkennandi og sérstæða nálgun í saxófónleik sínum. Sanders var þekktur fyrir notkun yfirtóna og hljómtóna, eða multiphonics, ásamt fleiri nýstárlegum aðferðum í spunalist. Hann lék í hljómsveit Johns Coltrane á sjöunda áratugnum og var að sögn Ornette Coleman, ?líklega besti tenórsaxófónleikari heims?. Eftir Sanders liggja yfir 30 plötur þar sem hann leikur leiðandi hlutverk, ásamt fjölmörgum öðrum samstarfsverkefnum. Heyrum annað brot af síðustu hljómplötunni þar sem snilli Pharoah Sanders fær að njóta sín, Promises. Platan var vínyll vikunnar hér á Rás 1 í lok janúar síðastliðins, svo áhugasamir geta hlustað á hana í heild sinni í spilara RÚV. En við hefjum leikinn á leikhúsrýni. Nína Hjálmarsdóttir fór á gamanleikinn Bara smástund, sem frumsýndur var í Borgarleikhúsinu um síðustu helgi. Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
Steingrímur Eyfjörð sýnir þessa dagana ný verk Í Hverfisgalleríi við Hverfisgötuna. ?Syninign kallast Wittgenstein? & Félag um lifandi þjóðtrrú, en þetta er þriðja einkasýning Steingríms hjá galleríinu. Í verkum sýningarinnar á listamaðurinn í samtali við Wittgenstein um listina sjálfa sem fyrirbæri og um skynjun lita. Hann veltir fyirr sér ímyndunaraflinu, þjóðtrúnni og menningararfi sem mögulega er að hverfa. ?Í þessum samræðum öllum leggur listamaðurinn sjálfur línurnar og heilmikla þekkingu til, sem hann safnar að sér á afar opinn máta, laus við allt stigveldi og línulega formfestu,? segir í texta sýningarskrár eftir Birtu Guðjónsdóttur listfræðing. Við lítum inn í Hverfisgallerí með Steingrími Eyfjörð í þætti dagsins. Sjónvarpsþættirnir Orkestret, sem framleiddir eru af Danmarks Radio og áhugasamir geta nálgast í gegnum spilara RÚV, hafa vakið kátínu áhorfenda undanfarið. Þættirnir eru tragikómískir gamanþættir og karakterarnir eftir því ýktir, en þrátt fyrir þann safaríka efnivið sem hin sérstæða félagseining, sinfóníuhljómsveitin, getur talist hefur hingað til lítið verið framleitt af álíka efni. Við skoðum sjónvarpsþættina Orkestret og spáum í samfélag sinfóníuhljómsveita hér á eftir. Jazzsaxófónleikarinn Pharoah Sanders, sem lést 81 árs gamall um síðustu helgi, var goðsögn í jazzheiminum. Hann spilaði stóra rullu í þróun fríjazz og trúarlegrar jazztónlistar frá og með sjöunda áratug síðustu aldar og hafði einkennandi og sérstæða nálgun í saxófónleik sínum. Sanders var þekktur fyrir notkun yfirtóna og hljómtóna, eða multiphonics, ásamt fleiri nýstárlegum aðferðum í spunalist. Hann lék í hljómsveit Johns Coltrane á sjöunda áratugnum og var að sögn Ornette Coleman, ?líklega besti tenórsaxófónleikari heims?. Eftir Sanders liggja yfir 30 plötur þar sem hann leikur leiðandi hlutverk, ásamt fjölmörgum öðrum samstarfsverkefnum. Heyrum annað brot af síðustu hljómplötunni þar sem snilli Pharoah Sanders fær að njóta sín, Promises. Platan var vínyll vikunnar hér á Rás 1 í lok janúar síðastliðins, svo áhugasamir geta hlustað á hana í heild sinni í spilara RÚV. En við hefjum leikinn á leikhúsrýni. Nína Hjálmarsdóttir fór á gamanleikinn Bara smástund, sem frumsýndur var í Borgarleikhúsinu um síðustu helgi. Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
Fyrirmæli í pósti frá Budapest, kvenfyrirmyndir í listum og 700 ára gamalt handrit á Indlandsskaga er meðal þess sem verður boðið upp á í Víðsjá dagsins. Í Listasafni Árnesinga stendur nú yfir sýning undir sýningarstjórn listfræðingsins Zsoku Leposu. Zsoka hefur síðustu ár rannsakað list og samskipti ungverskra og íslenskra myndlistarmanna á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar, þegar strangar hömlur voru á ferða- og tjáningarfrelsi í Austur-Evrópu. Listamenn í Ungverjalandi tóku upp á ýmsum hugvitsömum aðferðum til þess að brjóta sér leið til vesturs, og fengu til þess meðal annars dygga aðstoð ungra íslenskra myndlistarnema. Í Tengivagninum þann 27. júlí síðastliðinn spjölluðu þau Melkorka og Gunnar Hansson við bandarísk hjón sem eru nýflutt til Akureyrar. Þau sögðu okkur frá leiksýningu sem þá var í undirbúningi, og fór fram í Tjarnarbíói um helgina. Eva Halldóra Guðmundsdóttir fór á sýninguna The Women who rode away og fjallar um hana í leikhúspistli dagsins. Við hugum líka að fornu indversku, eða pakistönsku handriti, en á miðnætti voru 75 ár liðin frá að þessi tvö nútímaríki, Indland og Pakistan, urðu til við uppskiptingu breska heimsveldisins sem áður réð ríkjum á Indlandsskaga. En við byrjum á að heiðra eina ástsælustu óperusöngkonu þjóðarinnar, Þuríði Pálsdóttur, sem lést fyrir helgi, 95 ára að aldri. Þuríður var af miklu tónlistarfólki komin, dóttir Kristínar Norðmann píanókennara og Páls Ísólfssonar tónskálds og orgelleikara. Þuríður stundaði söng- og tónlistarnám á Ítalíu á sjötta áratugnum og söng fjölmörg óperuhlutverk, bæði hér heima og erlendis. Hún var líka yfirkennari Söngskólans frá stofnun hans árið 1973 og vann ötullega að söng- og tónmenntun í áratugi, meðal annars með því að halda utan um þætti hér í Ríkisútvarpinu seint á sjöunda áratugnum. Heyrum tvö brot úr þættinum Tónlistartími barnanna, í umsjón Þuríðar Pálsdóttur, frá árinu 1969. Umsjónarmaður: Melkorka Ólafsdóttir
Fyrirmæli í pósti frá Budapest, kvenfyrirmyndir í listum og 700 ára gamalt handrit á Indlandsskaga er meðal þess sem verður boðið upp á í Víðsjá dagsins. Í Listasafni Árnesinga stendur nú yfir sýning undir sýningarstjórn listfræðingsins Zsoku Leposu. Zsoka hefur síðustu ár rannsakað list og samskipti ungverskra og íslenskra myndlistarmanna á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar, þegar strangar hömlur voru á ferða- og tjáningarfrelsi í Austur-Evrópu. Listamenn í Ungverjalandi tóku upp á ýmsum hugvitsömum aðferðum til þess að brjóta sér leið til vesturs, og fengu til þess meðal annars dygga aðstoð ungra íslenskra myndlistarnema. Í Tengivagninum þann 27. júlí síðastliðinn spjölluðu þau Melkorka og Gunnar Hansson við bandarísk hjón sem eru nýflutt til Akureyrar. Þau sögðu okkur frá leiksýningu sem þá var í undirbúningi, og fór fram í Tjarnarbíói um helgina. Eva Halldóra Guðmundsdóttir fór á sýninguna The Women who rode away og fjallar um hana í leikhúspistli dagsins. Við hugum líka að fornu indversku, eða pakistönsku handriti, en á miðnætti voru 75 ár liðin frá að þessi tvö nútímaríki, Indland og Pakistan, urðu til við uppskiptingu breska heimsveldisins sem áður réð ríkjum á Indlandsskaga. En við byrjum á að heiðra eina ástsælustu óperusöngkonu þjóðarinnar, Þuríði Pálsdóttur, sem lést fyrir helgi, 95 ára að aldri. Þuríður var af miklu tónlistarfólki komin, dóttir Kristínar Norðmann píanókennara og Páls Ísólfssonar tónskálds og orgelleikara. Þuríður stundaði söng- og tónlistarnám á Ítalíu á sjötta áratugnum og söng fjölmörg óperuhlutverk, bæði hér heima og erlendis. Hún var líka yfirkennari Söngskólans frá stofnun hans árið 1973 og vann ötullega að söng- og tónmenntun í áratugi, meðal annars með því að halda utan um þætti hér í Ríkisútvarpinu seint á sjöunda áratugnum. Heyrum tvö brot úr þættinum Tónlistartími barnanna, í umsjón Þuríðar Pálsdóttur, frá árinu 1969. Umsjónarmaður: Melkorka Ólafsdóttir
Fyrirmæli í pósti frá Budapest, kvenfyrirmyndir í listum og 700 ára gamalt handrit á Indlandsskaga er meðal þess sem verður boðið upp á í Víðsjá dagsins. Í Listasafni Árnesinga stendur nú yfir sýning undir sýningarstjórn listfræðingsins Zsoku Leposu. Zsoka hefur síðustu ár rannsakað list og samskipti ungverskra og íslenskra myndlistarmanna á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar, þegar strangar hömlur voru á ferða- og tjáningarfrelsi í Austur-Evrópu. Listamenn í Ungverjalandi tóku upp á ýmsum hugvitsömum aðferðum til þess að brjóta sér leið til vesturs, og fengu til þess meðal annars dygga aðstoð ungra íslenskra myndlistarnema. Í Tengivagninum þann 27. júlí síðastliðinn spjölluðu þau Melkorka og Gunnar Hansson við bandarísk hjón sem eru nýflutt til Akureyrar. Þau sögðu okkur frá leiksýningu sem þá var í undirbúningi, og fór fram í Tjarnarbíói um helgina. Eva Halldóra Guðmundsdóttir fór á sýninguna The Women who rode away og fjallar um hana í leikhúspistli dagsins. Við hugum líka að fornu indversku, eða pakistönsku handriti, en á miðnætti voru 75 ár liðin frá að þessi tvö nútímaríki, Indland og Pakistan, urðu til við uppskiptingu breska heimsveldisins sem áður réð ríkjum á Indlandsskaga. En við byrjum á að heiðra eina ástsælustu óperusöngkonu þjóðarinnar, Þuríði Pálsdóttur, sem lést fyrir helgi, 95 ára að aldri. Þuríður var af miklu tónlistarfólki komin, dóttir Kristínar Norðmann píanókennara og Páls Ísólfssonar tónskálds og orgelleikara. Þuríður stundaði söng- og tónlistarnám á Ítalíu á sjötta áratugnum og söng fjölmörg óperuhlutverk, bæði hér heima og erlendis. Hún var líka yfirkennari Söngskólans frá stofnun hans árið 1973 og vann ötullega að söng- og tónmenntun í áratugi, meðal annars með því að halda utan um þætti hér í Ríkisútvarpinu seint á sjöunda áratugnum. Heyrum tvö brot úr þættinum Tónlistartími barnanna, í umsjón Þuríðar Pálsdóttur, frá árinu 1969. Umsjónarmaður: Melkorka Ólafsdóttir
Á plötunni Persian Path frá árinu 2020 renna saman íslensk og írönsk þjóðlagatónlist í útsetningum tónlistarmannsins Ásgeirs Ásgeirssonar. Undanfarin ár hefur Ásgeir sótt sinn tónlistarlega innblástur austur til Balkansskaga og Mið-Austurlanda. En bakgrunnurinn er öllu hefðbundnari vestrænt popp og rokk hér heima. Við ræðum við Ásgeir Ásgeirsson um tónlist þessara ólíku menningarheima í lok þáttar. Aðdráttarafl Verksmiðjunnar á Hjalteyri á listamenn er óumdeilanlegt. Staðsetning hennar á jaðrinum, hvort sem miðað er við íslenskan eða alþjóðlegarn listheim, í rústum gamals síldarævintýris, sveipar hana ákveðnum ljóma. Hún á þátt í að skapa ímynd sem hið fullkomna listamannarekna rými þar sem starfsemin er óháð stigveldi, stofnunum og pólitískum áformum um uppbyggingu. Svo segir í texta listfræðingsins Margrétar Elísabetar Ólafsdóttur í bók sem er nýkomin út; Draumarústir. Útgáfan fagnar 10 ára afmæli Verksmiðjunnar á Hjalteyri, við ræðum við Margréti Elísabetu í þætti dagsins . Einnig fáum við sendingu frá Feneyjum. Hópur nýtúrskrifaðra listfræðinga, listamanna, kvikmyndafræðinga, listheimspekinga og menningarmiðlara dvelja nú í Feneyjum og sjá um íslenska skálann á Feneyjatvíæringnum. Næstu vikur munu Víðsjá berast pistlar frá þessum hópi þar sem þau segja okkur frá tvíæringum og því sem hæst ber í listheiminum um þessar mundir. Fyrsti pistillinn berst frá Eyju Orradóttur kvikmyndafræðingi. Eyja veltir fyrir sér myndbandsverkum á hátíðinni, framsetningu verkanna og miðlinum sjálfum. Á myndbandsmiðillin vel við á hátið þar sem gestir ráfa um og skoða verk tilviljunarkennt og í stutta stund? Heyrum þær vangaveltur hér á eftir. En við byrjum í leikhúsinu. Eva Halldóra Guðmundsdóttir fór að sjá Heimferð, brúðuleikhús sem fer fram í húsbíl sem ferðast um landið. Það er brúðuleikhúshópurinn Handbendi, sem skapar þessa sýningu, en hópurinn hefur aðsetur á Hvammstanga er er handhafi Eyrarrósarinnar. Umsjón: Halla Harðardóttir og Jóhannes Ólafsson
Á plötunni Persian Path frá árinu 2020 renna saman íslensk og írönsk þjóðlagatónlist í útsetningum tónlistarmannsins Ásgeirs Ásgeirssonar. Undanfarin ár hefur Ásgeir sótt sinn tónlistarlega innblástur austur til Balkansskaga og Mið-Austurlanda. En bakgrunnurinn er öllu hefðbundnari vestrænt popp og rokk hér heima. Við ræðum við Ásgeir Ásgeirsson um tónlist þessara ólíku menningarheima í lok þáttar. Aðdráttarafl Verksmiðjunnar á Hjalteyri á listamenn er óumdeilanlegt. Staðsetning hennar á jaðrinum, hvort sem miðað er við íslenskan eða alþjóðlegarn listheim, í rústum gamals síldarævintýris, sveipar hana ákveðnum ljóma. Hún á þátt í að skapa ímynd sem hið fullkomna listamannarekna rými þar sem starfsemin er óháð stigveldi, stofnunum og pólitískum áformum um uppbyggingu. Svo segir í texta listfræðingsins Margrétar Elísabetar Ólafsdóttur í bók sem er nýkomin út; Draumarústir. Útgáfan fagnar 10 ára afmæli Verksmiðjunnar á Hjalteyri, við ræðum við Margréti Elísabetu í þætti dagsins . Einnig fáum við sendingu frá Feneyjum. Hópur nýtúrskrifaðra listfræðinga, listamanna, kvikmyndafræðinga, listheimspekinga og menningarmiðlara dvelja nú í Feneyjum og sjá um íslenska skálann á Feneyjatvíæringnum. Næstu vikur munu Víðsjá berast pistlar frá þessum hópi þar sem þau segja okkur frá tvíæringum og því sem hæst ber í listheiminum um þessar mundir. Fyrsti pistillinn berst frá Eyju Orradóttur kvikmyndafræðingi. Eyja veltir fyrir sér myndbandsverkum á hátíðinni, framsetningu verkanna og miðlinum sjálfum. Á myndbandsmiðillin vel við á hátið þar sem gestir ráfa um og skoða verk tilviljunarkennt og í stutta stund? Heyrum þær vangaveltur hér á eftir. En við byrjum í leikhúsinu. Eva Halldóra Guðmundsdóttir fór að sjá Heimferð, brúðuleikhús sem fer fram í húsbíl sem ferðast um landið. Það er brúðuleikhúshópurinn Handbendi, sem skapar þessa sýningu, en hópurinn hefur aðsetur á Hvammstanga er er handhafi Eyrarrósarinnar. Umsjón: Halla Harðardóttir og Jóhannes Ólafsson
Á plötunni Persian Path frá árinu 2020 renna saman íslensk og írönsk þjóðlagatónlist í útsetningum tónlistarmannsins Ásgeirs Ásgeirssonar. Undanfarin ár hefur Ásgeir sótt sinn tónlistarlega innblástur austur til Balkansskaga og Mið-Austurlanda. En bakgrunnurinn er öllu hefðbundnari vestrænt popp og rokk hér heima. Við ræðum við Ásgeir Ásgeirsson um tónlist þessara ólíku menningarheima í lok þáttar. Aðdráttarafl Verksmiðjunnar á Hjalteyri á listamenn er óumdeilanlegt. Staðsetning hennar á jaðrinum, hvort sem miðað er við íslenskan eða alþjóðlegarn listheim, í rústum gamals síldarævintýris, sveipar hana ákveðnum ljóma. Hún á þátt í að skapa ímynd sem hið fullkomna listamannarekna rými þar sem starfsemin er óháð stigveldi, stofnunum og pólitískum áformum um uppbyggingu. Svo segir í texta listfræðingsins Margrétar Elísabetar Ólafsdóttur í bók sem er nýkomin út; Draumarústir. Útgáfan fagnar 10 ára afmæli Verksmiðjunnar á Hjalteyri, við ræðum við Margréti Elísabetu í þætti dagsins . Einnig fáum við sendingu frá Feneyjum. Hópur nýtúrskrifaðra listfræðinga, listamanna, kvikmyndafræðinga, listheimspekinga og menningarmiðlara dvelja nú í Feneyjum og sjá um íslenska skálann á Feneyjatvíæringnum. Næstu vikur munu Víðsjá berast pistlar frá þessum hópi þar sem þau segja okkur frá tvíæringum og því sem hæst ber í listheiminum um þessar mundir. Fyrsti pistillinn berst frá Eyju Orradóttur kvikmyndafræðingi. Eyja veltir fyrir sér myndbandsverkum á hátíðinni, framsetningu verkanna og miðlinum sjálfum. Á myndbandsmiðillin vel við á hátið þar sem gestir ráfa um og skoða verk tilviljunarkennt og í stutta stund? Heyrum þær vangaveltur hér á eftir. En við byrjum í leikhúsinu. Eva Halldóra Guðmundsdóttir fór að sjá Heimferð, brúðuleikhús sem fer fram í húsbíl sem ferðast um landið. Það er brúðuleikhúshópurinn Handbendi, sem skapar þessa sýningu, en hópurinn hefur aðsetur á Hvammstanga er er handhafi Eyrarrósarinnar. Umsjón: Halla Harðardóttir og Jóhannes Ólafsson
Skömmin hefur lengi verið hugðarefni heimspekinga. Þannig segir Platón í Lögunum að skömmin sé óttinn við slæmt orðspor. Hún kenni okkur háttvísi, virðingu fyrir öðrum og geti leitt okkur á rétta braut. Snorri Rafn Hallson, pistlahöfundur í Vín, veltir í dag fyrir sér hlutverki skammarinnar í samfélaginu og heimspeki skammarinnar, eftir að hafa lesið nýja bók um efnið, The Shame Machine - Skammarvélin - eftir gagnasérfræðingin Cathy O'Neil. Heyrum nánar af því hér rétt á eftir. Sovéski kvikmyndagerðamaðurinn sagði kvikmyndina vera skúlptúr af tímanum. Dalrún Kaldakvísl fjallar í dag um slíka skúlptúra, kvikmyndað líf einsetufólks á Íslandi á síðari hluta 20. aldar, nefnilega heimildarþáttarröð Ómars Ragnarssonar, Stiklur. Í aldanna rás hafa Íslendingar skráð sögur af einsetufólki, þær sögur einkennast oftar en ekki af vangaveltum sögumanna um ævi og kjör einbúa sem oftast voru látnir þegar saga þeirra var sett á blað. Stiklur breyttu þessu með kvikmyndaformið að vopni og Dalrún rýnir í þessa merkilegu þætti Þetta er eiginlega samfélagsmiðlasaga síns tíma. Elísa Björg Þorsteinsdóttir segir okkur frá þýsku skáldsögunni Farþeginn eftir Ulrich Alexander Boschwitz sem kom út á dögunum undir merkjum Dimmu útgáfu. Sagan var skrifuð skömmu eftir Kristalsnóttina í nóvember 1938 og segir frá gyðingi í Berlín, kaupsýslumanninum Otto Silbermann, sem hefur flúið heimili sitt og reynir eftir bestu getu að sleppa frá heimalandi sínu. Þótt Farþeginn væri skrifaður á þýsku fékkst bókin á sínum tíma ekki útgefin í Þýskalandi. En eftir að upprunalegt handrit kom í leitirnar árið 2018 var ekki eftir neinu að bíða og bókin hefur nú hlotið endurnýjun lífdaga. Elísa Björg Þorsteinsdóttir þýðandi verður gestur okkar í lok þáttar og segir frá Farþeganum. Umsjón: Jóhannes Ólafsson
Skömmin hefur lengi verið hugðarefni heimspekinga. Þannig segir Platón í Lögunum að skömmin sé óttinn við slæmt orðspor. Hún kenni okkur háttvísi, virðingu fyrir öðrum og geti leitt okkur á rétta braut. Snorri Rafn Hallson, pistlahöfundur í Vín, veltir í dag fyrir sér hlutverki skammarinnar í samfélaginu og heimspeki skammarinnar, eftir að hafa lesið nýja bók um efnið, The Shame Machine - Skammarvélin - eftir gagnasérfræðingin Cathy O'Neil. Heyrum nánar af því hér rétt á eftir. Sovéski kvikmyndagerðamaðurinn sagði kvikmyndina vera skúlptúr af tímanum. Dalrún Kaldakvísl fjallar í dag um slíka skúlptúra, kvikmyndað líf einsetufólks á Íslandi á síðari hluta 20. aldar, nefnilega heimildarþáttarröð Ómars Ragnarssonar, Stiklur. Í aldanna rás hafa Íslendingar skráð sögur af einsetufólki, þær sögur einkennast oftar en ekki af vangaveltum sögumanna um ævi og kjör einbúa sem oftast voru látnir þegar saga þeirra var sett á blað. Stiklur breyttu þessu með kvikmyndaformið að vopni og Dalrún rýnir í þessa merkilegu þætti Þetta er eiginlega samfélagsmiðlasaga síns tíma. Elísa Björg Þorsteinsdóttir segir okkur frá þýsku skáldsögunni Farþeginn eftir Ulrich Alexander Boschwitz sem kom út á dögunum undir merkjum Dimmu útgáfu. Sagan var skrifuð skömmu eftir Kristalsnóttina í nóvember 1938 og segir frá gyðingi í Berlín, kaupsýslumanninum Otto Silbermann, sem hefur flúið heimili sitt og reynir eftir bestu getu að sleppa frá heimalandi sínu. Þótt Farþeginn væri skrifaður á þýsku fékkst bókin á sínum tíma ekki útgefin í Þýskalandi. En eftir að upprunalegt handrit kom í leitirnar árið 2018 var ekki eftir neinu að bíða og bókin hefur nú hlotið endurnýjun lífdaga. Elísa Björg Þorsteinsdóttir þýðandi verður gestur okkar í lok þáttar og segir frá Farþeganum. Umsjón: Jóhannes Ólafsson
Skömmin hefur lengi verið hugðarefni heimspekinga. Þannig segir Platón í Lögunum að skömmin sé óttinn við slæmt orðspor. Hún kenni okkur háttvísi, virðingu fyrir öðrum og geti leitt okkur á rétta braut. Snorri Rafn Hallson, pistlahöfundur í Vín, veltir í dag fyrir sér hlutverki skammarinnar í samfélaginu og heimspeki skammarinnar, eftir að hafa lesið nýja bók um efnið, The Shame Machine - Skammarvélin - eftir gagnasérfræðingin Cathy O'Neil. Heyrum nánar af því hér rétt á eftir. Sovéski kvikmyndagerðamaðurinn sagði kvikmyndina vera skúlptúr af tímanum. Dalrún Kaldakvísl fjallar í dag um slíka skúlptúra, kvikmyndað líf einsetufólks á Íslandi á síðari hluta 20. aldar, nefnilega heimildarþáttarröð Ómars Ragnarssonar, Stiklur. Í aldanna rás hafa Íslendingar skráð sögur af einsetufólki, þær sögur einkennast oftar en ekki af vangaveltum sögumanna um ævi og kjör einbúa sem oftast voru látnir þegar saga þeirra var sett á blað. Stiklur breyttu þessu með kvikmyndaformið að vopni og Dalrún rýnir í þessa merkilegu þætti Þetta er eiginlega samfélagsmiðlasaga síns tíma. Elísa Björg Þorsteinsdóttir segir okkur frá þýsku skáldsögunni Farþeginn eftir Ulrich Alexander Boschwitz sem kom út á dögunum undir merkjum Dimmu útgáfu. Sagan var skrifuð skömmu eftir Kristalsnóttina í nóvember 1938 og segir frá gyðingi í Berlín, kaupsýslumanninum Otto Silbermann, sem hefur flúið heimili sitt og reynir eftir bestu getu að sleppa frá heimalandi sínu. Þótt Farþeginn væri skrifaður á þýsku fékkst bókin á sínum tíma ekki útgefin í Þýskalandi. En eftir að upprunalegt handrit kom í leitirnar árið 2018 var ekki eftir neinu að bíða og bókin hefur nú hlotið endurnýjun lífdaga. Elísa Björg Þorsteinsdóttir þýðandi verður gestur okkar í lok þáttar og segir frá Farþeganum. Umsjón: Jóhannes Ólafsson
Fyrir gamla súrrealista var covid-tíminn áhugaverður, sagði Sjón þegar Víðsjá mælti sér mót við hann í Hólavallakrikjugarði í nótt. Við hittumst til að ræða Næturverk, þrettándu ljóðabók skáldsins, marglaga og draumkennda bók sem hefur verið nokkurn tíma í smíðum eins og margar aðrar ljóðabækur Sjóns. Ljóðin takast á við hið innra og hið ytra, ljós og myrkur. Eftir stórkostlegar breytingar á heimsmyndinni, tvö ár af heimsplágu hefur það meðal annars leitt til þess að fólk dreymir meira. Við erum verur sem höfum innri og ytri sýn segir skáldið, og í þessari bók mætast þessar sýnir einhversstaðar í nóttinni. Og það var ekkert annað í stöðunni en að ræða Næturverk við Sjón um miðja nótt. Smárit Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum er ný ritröð sem gefin er út af Háskólaútgáfunni, en ritstjórar hennar eru Ásdís Rósa Magnúsdóttir og Kristín Guðrún Jónsdóttir. Í fyrstu þremur smáritunum er að finna þýddar ritgerðir eftir þrjá höfunda. Fyrsta ritið er eftir Kínafræðinginn Simon Leys, annað ritið er eftir danska heimspekinginn og guðfræðinginn Dorthe Jørgensen og það þriðja eftir fransk-marokkóska rithöfundinn og blaðakonuna Leïlu Slimani. Hér er á ferðinni einstaklega áhugaverð ritröð sem miðlar til okkar ólíkum menningarheimum á aðgengilegan hátt. Við ætlum að kynna okkur fyrsta ritið í þætti dagsins, greinasafn SImon Leys, The hall of Uselessness, eða Úr Gagnleysisskálanum í þýðingu Kínafræðingsins Geirs Sigurðssonar. Geir verður gestur okkar í þætti dagsins. En við byrjum í leikhúsinu. Barnasýningin Þoka var frumsýnd á Litla sviði Borgarleihússins um helgina. Þoka er íslensk/færeysk leiksýning fyrir börn sem leikur á mörkum vísinda og þjóðsagna. Heyrum hvað Nínu Hjálmarsdóttur fannst um verkið. Umsjón: Halla Harðardóttir og Jóhannes Ólafsson
Fyrir gamla súrrealista var covid-tíminn áhugaverður, sagði Sjón þegar Víðsjá mælti sér mót við hann í Hólavallakrikjugarði í nótt. Við hittumst til að ræða Næturverk, þrettándu ljóðabók skáldsins, marglaga og draumkennda bók sem hefur verið nokkurn tíma í smíðum eins og margar aðrar ljóðabækur Sjóns. Ljóðin takast á við hið innra og hið ytra, ljós og myrkur. Eftir stórkostlegar breytingar á heimsmyndinni, tvö ár af heimsplágu hefur það meðal annars leitt til þess að fólk dreymir meira. Við erum verur sem höfum innri og ytri sýn segir skáldið, og í þessari bók mætast þessar sýnir einhversstaðar í nóttinni. Og það var ekkert annað í stöðunni en að ræða Næturverk við Sjón um miðja nótt. Smárit Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum er ný ritröð sem gefin er út af Háskólaútgáfunni, en ritstjórar hennar eru Ásdís Rósa Magnúsdóttir og Kristín Guðrún Jónsdóttir. Í fyrstu þremur smáritunum er að finna þýddar ritgerðir eftir þrjá höfunda. Fyrsta ritið er eftir Kínafræðinginn Simon Leys, annað ritið er eftir danska heimspekinginn og guðfræðinginn Dorthe Jørgensen og það þriðja eftir fransk-marokkóska rithöfundinn og blaðakonuna Leïlu Slimani. Hér er á ferðinni einstaklega áhugaverð ritröð sem miðlar til okkar ólíkum menningarheimum á aðgengilegan hátt. Við ætlum að kynna okkur fyrsta ritið í þætti dagsins, greinasafn SImon Leys, The hall of Uselessness, eða Úr Gagnleysisskálanum í þýðingu Kínafræðingsins Geirs Sigurðssonar. Geir verður gestur okkar í þætti dagsins. En við byrjum í leikhúsinu. Barnasýningin Þoka var frumsýnd á Litla sviði Borgarleihússins um helgina. Þoka er íslensk/færeysk leiksýning fyrir börn sem leikur á mörkum vísinda og þjóðsagna. Heyrum hvað Nínu Hjálmarsdóttur fannst um verkið. Umsjón: Halla Harðardóttir og Jóhannes Ólafsson
Fyrir gamla súrrealista var covid-tíminn áhugaverður, sagði Sjón þegar Víðsjá mælti sér mót við hann í Hólavallakrikjugarði í nótt. Við hittumst til að ræða Næturverk, þrettándu ljóðabók skáldsins, marglaga og draumkennda bók sem hefur verið nokkurn tíma í smíðum eins og margar aðrar ljóðabækur Sjóns. Ljóðin takast á við hið innra og hið ytra, ljós og myrkur. Eftir stórkostlegar breytingar á heimsmyndinni, tvö ár af heimsplágu hefur það meðal annars leitt til þess að fólk dreymir meira. Við erum verur sem höfum innri og ytri sýn segir skáldið, og í þessari bók mætast þessar sýnir einhversstaðar í nóttinni. Og það var ekkert annað í stöðunni en að ræða Næturverk við Sjón um miðja nótt. Smárit Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum er ný ritröð sem gefin er út af Háskólaútgáfunni, en ritstjórar hennar eru Ásdís Rósa Magnúsdóttir og Kristín Guðrún Jónsdóttir. Í fyrstu þremur smáritunum er að finna þýddar ritgerðir eftir þrjá höfunda. Fyrsta ritið er eftir Kínafræðinginn Simon Leys, annað ritið er eftir danska heimspekinginn og guðfræðinginn Dorthe Jørgensen og það þriðja eftir fransk-marokkóska rithöfundinn og blaðakonuna Leïlu Slimani. Hér er á ferðinni einstaklega áhugaverð ritröð sem miðlar til okkar ólíkum menningarheimum á aðgengilegan hátt. Við ætlum að kynna okkur fyrsta ritið í þætti dagsins, greinasafn SImon Leys, The hall of Uselessness, eða Úr Gagnleysisskálanum í þýðingu Kínafræðingsins Geirs Sigurðssonar. Geir verður gestur okkar í þætti dagsins. En við byrjum í leikhúsinu. Barnasýningin Þoka var frumsýnd á Litla sviði Borgarleihússins um helgina. Þoka er íslensk/færeysk leiksýning fyrir börn sem leikur á mörkum vísinda og þjóðsagna. Heyrum hvað Nínu Hjálmarsdóttur fannst um verkið. Umsjón: Halla Harðardóttir og Jóhannes Ólafsson
Í Rokklandi í dag ætla ég aðeins að fjalla um tónlistarfrett vikunnar; Joni Mitchell, Neil Young og fleiri haf ákveðið að taka tónlistina sína út af Spotify í þeim tilgangi að mótmæla því að Spotify sé með podcast-stjörnuna Joe Rogan á sínum snærum, en Neil og Joni og margir fleiri vilja meina að hann sé að dreyfa fölskum og hættulegum skilaboðum um Covid, bólusetningar ofl. Til hlustenda sinna sem skipta milljónum í hverri viku. Hvað er rétt í þessu? Hver hefur rétt fyrir þér ? það hafa mrgir skoðun á því og ekki allir þær sömu. Heyrum um þetta undir lok þáttarins og Arnar Eggert Thoroddsen kemur með smá innlegg. En stærstan hluta þáttarins færi stóri maðurinn - Meatloaf sem lést núna um daginn. Og það var einmitt Covid sem tók hann. Mér skilst að hann hafi ekki viljað láta bólusetja sig. Ég minnist Meatloaf með hlýju ? hann á hluta í mínu músikuppeldi frá því ég var 8 ára gamall og platan hans Bat Out Of Hell hefur síðan hún kom út verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Mér finnst hún frábær!
Í Rokklandi í dag ætla ég aðeins að fjalla um tónlistarfrett vikunnar; Joni Mitchell, Neil Young og fleiri haf ákveðið að taka tónlistina sína út af Spotify í þeim tilgangi að mótmæla því að Spotify sé með podcast-stjörnuna Joe Rogan á sínum snærum, en Neil og Joni og margir fleiri vilja meina að hann sé að dreyfa fölskum og hættulegum skilaboðum um Covid, bólusetningar ofl. Til hlustenda sinna sem skipta milljónum í hverri viku. Hvað er rétt í þessu? Hver hefur rétt fyrir þér ? það hafa mrgir skoðun á því og ekki allir þær sömu. Heyrum um þetta undir lok þáttarins og Arnar Eggert Thoroddsen kemur með smá innlegg. En stærstan hluta þáttarins færi stóri maðurinn - Meatloaf sem lést núna um daginn. Og það var einmitt Covid sem tók hann. Mér skilst að hann hafi ekki viljað láta bólusetja sig. Ég minnist Meatloaf með hlýju ? hann á hluta í mínu músikuppeldi frá því ég var 8 ára gamall og platan hans Bat Out Of Hell hefur síðan hún kom út verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Mér finnst hún frábær!
Í Rokklandi í dag ætla ég aðeins að fjalla um tónlistarfrett vikunnar; Joni Mitchell, Neil Young og fleiri haf ákveðið að taka tónlistina sína út af Spotify í þeim tilgangi að mótmæla því að Spotify sé með podcast-stjörnuna Joe Rogan á sínum snærum, en Neil og Joni og margir fleiri vilja meina að hann sé að dreyfa fölskum og hættulegum skilaboðum um Covid, bólusetningar ofl. Til hlustenda sinna sem skipta milljónum í hverri viku. Hvað er rétt í þessu? Hver hefur rétt fyrir þér ? það hafa mrgir skoðun á því og ekki allir þær sömu. Heyrum um þetta undir lok þáttarins og Arnar Eggert Thoroddsen kemur með smá innlegg. En stærstan hluta þáttarins færi stóri maðurinn - Meatloaf sem lést núna um daginn. Og það var einmitt Covid sem tók hann. Mér skilst að hann hafi ekki viljað láta bólusetja sig. Ég minnist Meatloaf með hlýju ? hann á hluta í mínu músikuppeldi frá því ég var 8 ára gamall og platan hans Bat Out Of Hell hefur síðan hún kom út verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Mér finnst hún frábær!
Mánudagur til mæðu og þriðjudagur til þrautar, en við lok vinnuvikunnar munum við uppskera með lukku og sælu, eða hvað? Snorri Rafn Hallsson, heimspekingur staðsettur í Vínarborg, fjallaði hér í pistlaseríu á haustmánuðum um áhrif tæknivæddrar veraldar á líf okkar. Nú á vormánuðum mun hann taka fyrir fyrirbærið ATVINNU. Hvenær varð þetta hugtak til og hvernig hefur fyrirbærið þróast í gegnum tíðina. Það má segja að í dag sé vinnan ekki aðeins nauðsyn heldur líka umbun í sjálfu sér, miðpunktur lífisins og mögulega sjálfsins. En til hvers erum við að þessu og viljum við hafa þetta svona? Heyrum hugleiðingar Snorra Rafns um vinnu hér á eftir. Við tökum okkur líka merkilega bók í hönd, hún heitir Sögur Belkíns og er þekkt safn smásagna eftir Alexander Pushkin sem nú er komið út í nýrri íslenskri þýðingu Rebekku Þráinsdóttur. Sögurnar komu út fyrst árið 1831, á látlausan en meitlaðan máta er þar sagt frá einvígum, draugasamkomu, misskilningi í ástum og óvæntum endalokum. Við ræðum við Rebekku um Puskin og sögur Belkíns í síðari hluta víðsjár. Bréfalúgan, er hún á hverfandi hveli? Hver veit, hún er allavega uppspretta skemmtilegra pælinga sem urðu að lágmyndum í bronsi í höndum listamannsins Baldvins Einarssonar. Við kíkjum niður í bæ.
Mánudagur til mæðu og þriðjudagur til þrautar, en við lok vinnuvikunnar munum við uppskera með lukku og sælu, eða hvað? Snorri Rafn Hallsson, heimspekingur staðsettur í Vínarborg, fjallaði hér í pistlaseríu á haustmánuðum um áhrif tæknivæddrar veraldar á líf okkar. Nú á vormánuðum mun hann taka fyrir fyrirbærið ATVINNU. Hvenær varð þetta hugtak til og hvernig hefur fyrirbærið þróast í gegnum tíðina. Það má segja að í dag sé vinnan ekki aðeins nauðsyn heldur líka umbun í sjálfu sér, miðpunktur lífisins og mögulega sjálfsins. En til hvers erum við að þessu og viljum við hafa þetta svona? Heyrum hugleiðingar Snorra Rafns um vinnu hér á eftir. Við tökum okkur líka merkilega bók í hönd, hún heitir Sögur Belkíns og er þekkt safn smásagna eftir Alexander Pushkin sem nú er komið út í nýrri íslenskri þýðingu Rebekku Þráinsdóttur. Sögurnar komu út fyrst árið 1831, á látlausan en meitlaðan máta er þar sagt frá einvígum, draugasamkomu, misskilningi í ástum og óvæntum endalokum. Við ræðum við Rebekku um Puskin og sögur Belkíns í síðari hluta víðsjár. Bréfalúgan, er hún á hverfandi hveli? Hver veit, hún er allavega uppspretta skemmtilegra pælinga sem urðu að lágmyndum í bronsi í höndum listamannsins Baldvins Einarssonar. Við kíkjum niður í bæ.
Ein bókanna sem streyma á markað þessa dagana kallast Ævintýri frá Kóreu og Japan, en hún er gefin út af nýstofnuðu forlagi sem kallast Bókaútgáfan Asía. Unnur Bjarnadóttir, japönsku-og menningarfærðingur ákvað að stofna forlagið stuttu eftir nám til að færa þennan menningarheim nær Íslendingum. Heyrum af ævintýrum Unnar hér undir lok þáttar. Snorri Rafn Hallsson, pistlahöfundur í Vín, sendir okkur í dag sinn síðasta pistil um möguleika og ómöguleika tækninnar. Að þessu sinni veltir Snorri Rafn því fyrir sér hvers konar mannsmynd blasir við okkur þegar við speglum okkur í tækninni. En við hefjum þáttinn í dag með því að huga að nýrri tónlistarútgáfu. Guðni fór í göngutúr og hitti Herdísi Önnu Jónasdóttur í Hólavallakirkjugarði í morgun, en Herdís Anna og Bjarni Frímann Bjarnason voru að gefa út plötu með íslensku sönglögum, Nýir vængir kallast hún. Og svo endum við þáttinn á að huga að jóladagskrá Rásar1.
Er hægt að gera þoku að heimili? Heldur þú að bylgjur farandsfólks hætti einn daginn? Hver er munurinn á lífi og tilvist? Hefur þú einhvertíman hugsað: ég verð aldrei flóttamaður? þetta eru meðal þeirra spurninga sem velt er upp á sýningunni Skráp sem nú stendur yfir í Listasafni Reykjanesbæjar. Sýningin fjallar um eitt mest aðkallandi mál samtímans; fólksflutninga og flóttamannastraum. Ólöf Gerður Sigfúsdóttir kynnti sér hvernig listamennirnir tveir, Ráðhildur Ingadóttir og Igor Anti?, nálgast þetta aðkallandi málefni í list sinni. Ein af bókunum í jólaflóðinu þetta árið er ungmennabókin Akam, ég og Annika. Þessi fyrsta bók höfundar, Þórunnar Rakelar Gylfadóttur, hefur vakið mikla athygli og verið tilnefnd bæði til íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki barna og ungmennabóka og Fjöruverðlauna í sama flokki. Þetta er fyrsta bók höfundar en hún hefur u márabil starfað sem gagnfræðaskólakennari og þjálfari í frjálsum íþróttum. Heyrum af því hvernig þessi saga braust fram eins og hraunkvika inn í líf Þórunnar og líka af áhyggjum hennar af stöðu bókasafna, sem hún segir vera föst í fátæktarskömm. Guðni veltir fyrir sér dansbanni og Gréta Sigríður Einarsdóttir fjallar um Skáldlega afbrotafræði eftir Einar Má Guðmundsson
Í gallerí Þulu við Hjartatorg, er vanalega að finna íslenska samtímalist, en í dag hanga þar uppi teikningar eftir nemendur heimavistaskóla í litlu fjallaþorpi í Kína. Ástæða þess að myndirnar rötuðu alla leið til Reykjavíkur skrifast að einhverju leyti á ævintýraþrá eiganda gallerísins, Ásdísar Þulu Þorláksdóttur. Heyrum betur af ferðum Ásdísar í þætti dagsins. Snorri Rafn Hallsson, pistalhöfundur okkar í Vín, heldur áfram pistlaröð sinni um möguleika og ómöguleika tækninnar. Í þetta skiptið beinir hann sjónum sínum að því sem gleymist og því sem lifir áfram á internetinu. Til að mynda er talið að á bilinu 10 til 30 milljónir aðganga á Facebook séu í eigu látinna einstaklinga og bætist í hópinn á hverjum degi. Ef fram fer sem horfir verða látnir fleiri en lifandi á samfélagsmiðlinum mikla í kringum árið 2110. Facebook verður þá að stærsta kirkjugarði heims. Og við kynnum okkur nýútkomna ljóðabók, Laus blöð eftir Ragnar Helga Ólafsson. Í bókinni býður Ragnar Helgi upp á þverskurð af verkum sínum þar sem hann fer um víðan völl bæði í yrkisefnum og uppsetningu bókarinnar sjálfrar. Við heyrum ljóðalestur og ræðum við Ragnar Helga í þætti dagsins.
Við sláum á þráðinn til Önnu Grétu Sigurðardóttur, en hún hefur verið búsett í Stokkhólmi síðustu 7 ár og gert garðinn frægan sem djasspíanisti. Anna hlaut meðal annars hin virtu Fasching verðlaun árið 2018, var valin bjartasta vonin á íslensku tónlistarverðlaununum árið 2015 og lék á Nóbelsverðlaunahátíðinni í fyrra. Nú kemur hún fram sem söngkona í fyrsta sinn með sólóplötu sinni ?Nightjar in the northern sky?. Snorri Rafn Hallsson, dagskrárgerðarmaður og textasmiður í Vín heldur áfram pistlaröð sinni um möguleika og ómöguleika tækninnar. Dómsdagsklukkan tifar og endalokin nálgast, segir Snorri. En er leiðin út, sú sem Kísildalurinn boðar, að fara hratt og skemma hluti, sú eina rétta? Heyrum meira af því hér á eftir. Og svo skoðum við eitt orð (orðið estrano, eða skrítið) innan úr einni óperu. La Traviata eftir Verdi verður tekin aftur til sýninga hjá Íslensku óperunni um helgina í Hörpu og um þar næstu helgi í Hofi á Akureyri. Við skoðum að þessu tilefni hvernig eitt orð getur táknað það þegar gæfan í lífi persóna getur snúist um 180 gráður. Og við lítum líka inn í geymslur Ljósmyndasafns Íslands, þar sem Kristín Halla Baldvinsdóttir hefur starfað sem sérfræðingur í yfir áratug. Kristín Halla hefur sérstakan áhuga á ljósmyndum sem teknar voru í híbýlum fólks á fyrri hluta síðustu aldar, ljósmyndum sem sýna hvað prýddi veggi heimila Íslendinga. Kristín hélt fyrirlestur í hádeginu í dag þar sem hún deildi þessum myndum og áhuga sínum á efninu en ég leit til hennar í gær og við heyrum það spjall hér á eftir.
Þá er komið að níunda og síðasta þættinum í sumarþáttaröð Sagna af landi, þar sem flutt hafa verið valin innslög frá liðnum vetri fyrir ykkur hlustendur að njóta í sumar. Við rifjum fyrst upp frásögn Óskars Þráins Finnssonar á Ólafsfirði þegar hann segir frá slysi sem hann varð fyrir þegar hann starfaði sem vitavörður. Heyrum einnig sagnfræðinginn Jón Hjaltason segja frá akureyríska kímniskáldinu Káinn. Að lokum er rætt við Ólafíu Herborgu Jóhannsdóttur um merkilega sögu strandaða togarans Clyne Castle. Viðmælendur í þættinum voru Óskar Þráinn Finnsson, Jón Hjaltason og Ólafía Herborg Jóhannsdóttir. Efni í þáttinn unnu Gígja Hólmgeirsdóttir og Rúnar Snær Reynisson. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir.
Einar Snorri Magnússon forstjóri Coca Cola á Íslandi: fyrirtæið stefnir að því að hafa allar plastumbúðir um gos og drykki úr hundrað prósent endurunni plasti. Rætt við Einar um grænu skrefin, áskoranirnar og framtíðina. Jón Gunnar Bernburg: Við höldum áfram að kynna rannsóknarstarfið í Háskóla Íslands í samstarfi við Vísindavefinn. Að þessu sinni er Jón Gunnar Bernburg vísindamaður vikunnar hér í Samfélaginu. Jón Gunnar er prófessor í félagsfræði sem hefur hann komið víða við í rannsóknum sínum, en síðustu ár hefur hann beint sjónum sínum að fjöldamótmælum á Íslandi. Afhverju mótmælir fólk, hvað kenndi búsáhaldabyltingin og Panama-hneykslið okkur og hvað segja viðbrögð okkar við sóttvarnarreglum um okkur sem samfélag? Heyrum af því hér á eftir. Sigríður Lára Guðmundsdóttir íþrótta- og heilsufræðingur: Sigríður er ein af sex sérfræðingum sem skrifa í nýjasta tölublað Læknablaðsins og lýsa yfir áhyggjum sínum af því að fólk sem er að hreyfa sig taki út heilu fæðuflokkana eins og þegar fólk kýs háfitu-lágkolvetna fæði. Það geti haft slæm áhrif á heilsufar fólks og nýjar rannsóknir bendi til þess að háfitu-lágkolvetna mataræði geti dregið úr árangri í íþróttum.
Eins og oft áður verður víða komið við í Rokklandi dagsins. Við heyrum nokkur lög af nýrri plötu frá Travis, plötunni 10 songs. kynnumst hljómsveitinni Garcia Peoples frá New Jersey sem heitir eftir Jerry Garcia úr Grateful Dead. Heyrum líka nokkur lög af nýrri plötu frá Flaming Lips (American Head) og Ane Brun, Songhoy Blues, Stevie Nicks, Stevie Wonder, Diana Jones og Celeste koma líka við sögu.
Eins og oft áður verður víða komið við í Rokklandi dagsins. Við heyrum nokkur lög af nýrri plötu frá Travis, plötunni 10 songs. kynnumst hljómsveitinni Garcia Peoples frá New Jersey sem heitir eftir Jerry Garcia úr Grateful Dead. Heyrum líka nokkur lög af nýrri plötu frá Flaming Lips (American Head) og Ane Brun, Songhoy Blues, Stevie Nicks, Stevie Wonder, Diana Jones og Celeste koma líka við sögu.
Sjöundi þáttur sérútgáfu Lestarinnar: Fordæmalausir tímar. Í þessum þáttum höfum við verið við skrásetja hina undarlegu tíma sem við erum að upplifa, það hvernig fólk er að takast á við lífið í miðjum Covid-19 heimsfaraldri. Persónulegar sögur úr faraldrinum, heimsóknir í framlínuna og vangaveltur um framtíðina. Í þættinum í dag fáum við innsýn í störf framlínustarfsfólks á Landspítalanum. Við heyrum í hjúkrunarfræðingi, geislafræðingi, lækni og sjúkraliða svo eitthvað sé nefnt. Heyrum um hlífðarbúninga og handþvott, ótta, samstöðu, andlát og bata. Og undir lok þáttar verður rætt við Örnu Hauksdóttur, prófessor við læknadeild háskóla íslands, um heilsufarsleg áhrif samfélagslegra áfalla.
Í þessum þætti af Sögum af landi verður farið í heimsókn á vinnustofu leirlistakonunnar Margrétar Jónsdóttur. Heyrum einnig af undirbúningi sýningarinnar Sköpun bernskunnar á Listasafninu á Akureyri. Kíkjum á framkvæmdir Eiríks Helgasonar sem vinnur núna hörðum höndum að því að koma upp innanhúsaðstöðu fyrir hjólabretti í heimabæ sínum Akureyri. Efni í þáttinn unnu Gígja Hólmgeirsdóttir og Óðinn Svan Óðinsson. Umsjónarmaður: Gígja Hólmgeirsdóttir.
Í Sögum af landi verður farið til Þórshafnar á Langanesi, þar sem spjallað verður við bændur sem reka litla sápu- og kertagerð í bílskúrnum. Heyrum einnig af hverju hjón á Akureyri ákváðu að kaupa ekki inn mat í 40 daga heldur borða frekar það sem þau eiga í hillum, skápum og frystikistu. Í þættinum verður auk þess rifjaður upp örlagaríkur dagur í Fljótsdal fyrir næstum 40 árum þegar þrír menn þurftu að berjast fyrir lífi sínu í miklum vatnavöxtum. Efni í þáttinn unnu Rúnar Snær Reynisson, Gígja Hólmgeirsdóttir og Ágúst Ólafsson. Umsjónarmaður: Gígja Hólmgeirsdóttir.
Við förum í heimsókn í Sigurhæðir, hús sem hefur verið mikið til umfjöllunar að undanförnu. Þar fræðumst við um líf Matthíasar Jochumsonar sem þar bjó ásamt fjölskyldu sinni. Heyrum einnig af rjúpnaskyttu sem undirbýr sig fyrir komandi veiðiferð. Að lokum fræðumst við um minkastofninn á Íslandi og heyrum frá rannsókn Náttúrustofu Vesturlands á þessu smávaxna dýri af marðarætt. Efni í þáttinn unnu Ágúst Ólafsson, Elsa María Guðlaugs Drífudóttir og Gígja Hólmgeirsdóttir. Umsjónarmaður: Gígja Hólmgeirsdóttir