POPULARITY
Þann 6. desember 1982 var Kvennaathvarfið opnað og það var magnaður hópur kvenna sem stóð að baki athvarfinu. Ein þeirra var Álfheiður Ingadóttir og hún kom til okkar í dag ásamt þeim Elísabetu Sveinsdóttur og Guðnýju Pálsdóttur, en átakið Á allra vörum er hafið og nú er það átakið „Byggjum nýtt Kvennaathvarf“. Þær stöllur Guðný, Elísabet og Gróa Ásgeirsdóttir standa að baki „Á allra vörum“ og hafa styrkt mörg góðgerðarsamtök og félög. Þær hrundu átakinu af stað með því að gefa upphafskonum Kvennaathvarfsins fyrstu varasettin en átakið í þetta sinn snýst um að vekja athygli á málefni Kvennaathvarfsins með því að selja varasett frá danska merkinu Gosh, þar sem gloss, varalitur og blýantur eru saman í pakka. Svo hittum við unga drengi, sextán ára, sem eru búnir að stofna markaðsfyrirtæki, markaðsstofuna Haen, sem vinnur í stafrænum markaðsmálum þar sem þeir nýta innsýn sína í menningu og hegðun ungs fólks til að ná betri árangri til dæmis á samfélagsmiðlum og eru nú þegar komnir með nokkra viðskiptavini. Þeir eru fjórir sem standa að Haen og tveir þeirra, Dagur Jónsson og Nataníel Máni Stefánsson komu í þáttinn í dag og sögðu okkur betur frá þessu ævintýri í þættinum. Tónlist í þættinum í dag: Hér á ég heima / Fjallabræður og Sverrir Bergmann (Magnús Þór Sigmundsson, texti Tómas Jónsson) Ástrós / Bubbi Morthens og Bríet (Bubbi Morthens) Hver hefur rétt / Bergþóra Árnadóttir (Bergþóra Árnadóttir) Heimur allur hlær / Stefán Hilmarsson (Hallgrímur Óskarsson og Stefán Hilmarsson) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Við erum að nálgast miðjan Mottumars, slagorð þessa árlega átaks Krabbameinsfélagsins, gegn krabbameinum hjá körlum, þetta árið er: Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Þar er vakin athygli á óheilbrigðum og heilbrigðum lífsvenjum sem við getum haft. Guðni Gíslason, ritstjóri Fjarðarfrétta, kom til okkar í dag og deildi sögu sinni, en hann greindist með blöðruhálskrabbamein nánast fyrir tilviljun fyrir rúmu ári. Með Guðna kom Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Í Hafnarfirði hefur börnum og ungmennum með margvíslegan vanda staðið til boða að fara í músíkmeðferð hjá Ingu Björk Ingadóttur músíkmeðferðarfræðingi. En hvað er músíkmeðferð? Inga segir að hver og einn hafi sinn eigin grunntón, takt, flæði og hraða og þegar unnið sé markvisst með tónlistina sé hún ótrúlega öflug. Meðferðin hentar vel þeim sem eigi erfitt með hefðbundna tjáningu og henti einmitt þar sem samtalsmeðferð geri það ekki. Við ræddum við Ingu Björk í þættinum og sungum með henni lag, sem hún hafði sérstaklega samið texta fyrir okkur og þáttinn. Leikdeild Ungmennafélags Gnúpverja sýnir um þessar mundir í Árnesi gleðileikinn Sex í sveit í leikstjórn Bjarkar Jakobsdóttur. Fyrstu sýningum hefur verið mjög vel tekið enda fjörmikil sýning og hlutverkin eru auðvitað í höndum fólks úr sveitinni, fólk sem leggur á sig að æfa hvert einasta kvöld í margar vikur eftir fullan vinnudag. Oddrún Ýr Sigurðardóttir er ein þeirra sem leikur í sýningunni, hún er líka garðyrkjubóndi í Garðyrkjustöðinni í Hrunamannahreppi, þroskaþjálfi og reiðkennari. Við heyrðum í Oddrúnu í dag. Tónlist í þættinum í dag: Við viljum lifa / Ríó Tríó (L. Alberto, texti Helgi Pétursson) Lífið er lotterí / Þrjú á palli (höf lags ókunnur, texti Jónas Árnason) Í ró / Inga Björk Ingadóttir (Inga Björk Ingadóttir) Leikur að vonum / Mánar (Ólafur Þórarinsson, texti Jónas Friðrik Guðnason) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Miðvikudagur 5. mars Brim, reynsluboltar, auðlindir, siðareglur, rektor, hin sagan, öryrkjar, þjóðmenning Haraldur Sigurðsson prófessor og doktor í jarðefnafræði ræðir frá Bandaríkjunum við Björn Þorláksson um hækkun yfirborð sjávar sem getur valdið stórskaða í skaðabrimi eins og síðustu daga. Fyrrum þingmennirrnir Ásmundur Friðriksson, Mörður Árnason og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir eru reynsluboltarnir að þessu sinni. Kristín Vala Ragnarsdóttir, sérfræðingur í sjálfbærni við Háskóla Íslands, prófessor emerita, segir okkur frá raunverulegum kostnaði hins blóðuga auðlindastríðs sem háð er í heiminum. Friðrik Þór Guðmundsson, blaðamaður til langs tíma, kennari og fræðimaður, ræðir siðareglur Blaðamannafélags Íslands og hvort eða að hve miklu leyti starfsreglur blaðamanna hafa áhrif á efnistök og áherslur fjölmiðla. Gunnar Smári heldur áfram að ræða við frambjóðendur til rektors Háskóla Íslands. Það er komið að Ingibjörgu Gunnarsdóttur, aðstoðarrektor vísinda og samfélags og prófessor í næringarfræði. Rakel Adolphsdóttir, fagstjóri hjá Kvennasögusafni Íslands segir okkur frá afmælishátíð þessa safns, sem geymir hina söguna. Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ ræðir landsáætlun í málefnum fatlaðra, lögfestingu réttindasamnings SÞ, inngildingu og átakið "fyrir okkur öll”. Árni Björnsson, þjóðháttafræðingur fer yfir uppruna íslenskrar þjóðmenningar og ræðir hefðir á Öskudegi við Maríu Lilju.
Þriðjudagur 17. desember Þýskaland, neytendur, alþjóðakerfið, dauðinn, börn mæðra sinna og bókarspjall Ragnar Hjálmarsson, doktor í stjórnarháttum, ræðir um fall stjórnarinnar og nýtt pólitískt landslag í Þýskalandi. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna bíður spenntur eftir því hvort ný ríkisstjórn bæti hag neytenda. Þórdís Ingadóttir prófessor í lögum við Háskólann í Reykjavík ræðir hvernig alþjóðaréttarkerfið er að styrkjast á sama tíma og vettvangur alþjóðastjórnmála veikist. Vigfús Bjarni Albertsson fyrrum sjúkrahússprestur ræðir um lífið, dauðann og lífsglímuna. Egill Sæbjörnsson myndlistarmaður aðstoðaði móður sína Ágústu Oddsdóttur við bók hennar um listmeðferð Sigríðar Björnsdóttur og Oddný Eir Ævarsdóttir rtihöfundur skrifaði og ritstýrði bók um ævistarf móður sinnar, Guðrúnar Kristjánsdóttur. Þau koma öll að Rauða borðinu og ræða bækurnar, listina, tengsl barna við mæður sínar (og öfugt) og hvernig það er að vinna með fjölskyldunni sinni. Í lokin koma rithöfundarnir Valur Gunnarsson og Gunnar Theodór Eggertsson og ræða bækur og samfélag.
Miðvikudagur 6. nóvember Trump, efnahagur, stjórnarskrá, neytendur, rödd almennings, verkfallsvakt. Við Rauða borðið í kvöld verður tekið á grundvallarmálunum og nýjustu fréttum. Sigurjón Magnús Egilsson tekur á móti góðum gestum í beina útsendingu til að ræða meðal annars um úrslit kosninganna í Bandaríkjunum; Eva Bergþóra Þorbergsdóttir, samskiptastjóri Reykjavíkurborgar, Gunnnar Hólmsteinn Ársælsson, kennari, Hallfríður Þórarinsdóttir, mannfræðingur, Sigurður Gylfi Magnússon, prófessor í sagnfræði í Háskóla Íslands. Efnahagsstjórnin hér hefur gengið frekar illa, ríkissjóður er rekinn með halla ár eftir ár. Hvers vegna er það og hvað er unnt að gera til að snúa þessu við? Við fáum fjóra góða hagfræðinga til að greina stöðuna. Þeir eru: Þórólfur Matthíasson, prófessor emeritus, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur hjá BSRB, Ólafur Garðar Halldórsson, hagfræðingur hjá SA og Róbert Farestveit, hagfræðingur hjá ASÍ. Hjörtur Hjartarson og Katrín Oddsdóttir Stjórnarskrárfélaginu setja nýja stjórnarskrá á dagskrá og útskýra hvers vegna það er kosningamál sem liggur til grundvallar öllum helstu kröfum okkur og draumum um betra líf og réttlátara. Benjamín Julian fer yfir neytendafréttir og fólk á förnum vegi svarar spurningum um stjórnarskrá sem kosningamál og hvað þurfi til að gera til að bjarga ríkissjóði úr halla. Á Verkfallsvakt Rauða borðsins ræðir Haukur Hilmarsson, smíðakennari í Reykjanesbæ um kennara sem blóraböggla en hann skrifaði samninganefndunum skeyti í formi dagbókar kennara sem varpar ljósi á umfang starfsins sem er vanmetið.
Kristján Kristjánsson stýrir kröftugri umræðu um þjóðmálin. Í þessum þætti: Ingvi Hrafn Óskarsson lögmaður Neytendasamtakanna um neytendamál. Þórdís Ingadóttir prófessor við HR. um alþjóðalög vegna átaka á Gaza. Þórhallur Gunnarsson fjölmiðlamaður, Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir stundakennari og Viktor Orri Valgarðsson stjórnmálafræðingur um forsetakosningar. Hanna Katrín Friðriksson alþingismaður, Eyjólfur Ármannsson alþingismaður um einkasölu á áfengi.
Kristján Kristjánsson stýrir kröftugri umræðum um þjóðmálin. Í þessum þætti: Þórdís Ingadóttir prófessor við HR um alþjóðalög. Bryndís Haraldsdóttir og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir alþingismenn um innflytjendamál. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármála- og efnahagsráðherra og Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar um efnahagsmál. Albert Jónsson sérfræðingur í alþjóðamálum um alþjóðamál.
Hvernig setjum við heilbrigð mörk? Bæði í einkalífi og í vinnunni. Ein grunnforsenda þess að vaxa í starfi eru heilbrigð streita og samskipti. Þau hafa m.a. áhrif á starfsánægju, menningu og starfsanda. Gyða Dröfn Tryggvadóttir er lýðheilsufræðingur EMPH og sérfræðingur í áfalla-og uppeldisfræðum. Hún kom í þáttinn í dag og fræddi okkur um hvernig við getum eflst seiglu, bætt samskipti og aukið færni á ánægju í lífi og starfi. Við heyrðum svo í Snæfríði Ingadóttur fjölmiðlakonu sem er ásamt fjölskyldu sinni á Tenerife, en hún og eiginmaður hennar keyptu hús þar sem var í niðurníðslu og þau hafa verið að gera það upp. Fjölskyldan tók sig sem sagt upp í ágúst síðastliðnum og keyrði frá Akureyri suður til Tene, þ.e. með hjálp tveggja bílaferja. Það hefur margt áhugavert komið upp á hjá þeim, til dæmis var húsið sem þau keyptu hvergi til á pappírum og í því hafa þau fundið áhugaverða hluti sem fyrri eigendur höfðu skilið eftir. Snæfríður sagði okkur betur frá þessu í þættinum. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur kom svo til okkar í dag í veðurspjallið. Kuldinn verður aðalumræðuefnið, sem sagt þetta kalda veður, snjókoman í nótt og kuldinn á landinu. Hvað er heimskautaloft og hvað einkennir það? Þetta tengist all sama útbreiðslu hafíss og fleiru. Tónlist í þættinum í dag: Það styttir alltaf upp / Ragnar Bjarnason (Jón Jónsson) Brillantina Bengalese / Paulo Conte (Paulo Conte) Ástarorð / Ragnheiður Gröndal (Ragnheiður Gröndal) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Landbúnaðarmál Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamta Íslands. Gjaldþrot blasir við fjölda bænda. Kvennaverkfall 24. október Rakel Adolphsdóttir, safnvörður Kvennasögusafni Íslands og Finnborg Salóme Steinþórsdóttir, aðjúnkt við HÍ. Kvennaverkfall vekur heimsathygli. Húsnæðismál Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Seðlabankinn heldur húsnæðismarkaðinum niðri með handafli. Stríð í Ísrael/Gaza Þórdís Ingadóttir, dósent við HR og Þórir Jónsson Hraundal, lektor í Mið-Austurlandafræðum við HÍ. Enginn vafi um stríðsglæpi í átökum Ísraels og Palestínumanna.
Spegillinn 23. Júní 2023 Umsjónarmaður: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokks, segir Íslandsbanka viðurkenna lögbrot með samningi um sáttagreiðslu við fjármálaeftirlitið. Arndís Anna. K. Gunnarsdóttir, varamaður Pírata í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, segir að velta verði við hverjum steini vegna bankasölunnar. Arnhildur Hálfdánardóttir talaði við þau og Benedikt Sigurðsson ræddi við Birnu Einarsdóttur bankastjóra. Stjórn bankans kveðst bera fullt traust til bankastjóra. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir skýra og ótvíræða lagaheimild vera fyrir því að takmarka hvalveiðar við ákveðinn tíma. Stefán Vagn Stefánsson, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Framsóknar, telur mikilvægt að nefndin verði upplýst um stöðu mála. Rebekka Líf Ingadóttir tók saman. Að minnsta kosti 350 Pakistanar voru í fiskibátnum sem sökk úti fyrir Grikklandi í síðustu viku. Hugsanlegt er talið að allt að 750 manns hafi verið í bátnum. Tvær listakonur fengu 30 daga skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir að nota verk annars listamanns í sköpun sína. Þær voru sakfelldar fyrir hylmingu en sýknaðar af ákæru um brot gegn höfundarrétti. Brynjólfur Þór Guðmundsson tók saman. Starfshópur matvælaráðherra um strokulaxa vill stofna sérstaka rannsóknarnefnd og veita Matvælastofnun heimild til að telja laxa upp úr kvíum, vakni grunur um strok. Arnhildur Hálfdánardóttir sagði frá og talaði við Jón Kaldal, talsmann Íslenska náttúruverndarsjóðsins, og Sigurgeir Bárðarson, lögfræðing hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Dómar yfir sakborningum í saltdreifaramálinu svonefnda voru mildaðir í Landsrétti í dag. Þeir sem þyngsta refsingu hlut fá tíu ára fangelsisdóm í stað tólf. Í uppgjöri Loftslagsráðs, sem birt var á dögunum, segir að við blasi, að aðgerðir stjórnvalda í loftslagsmálum hafi ekki skilað tilætluðum árangri, markviss loftslagsstefna með tímasettum og mælanlegum markmiðum liggi enn ekki fyrir og ljóst að Ísland muni ekki ná að uppfylla skuldbindingar sínar og fyrirheit um samdrátt á losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030, að óbreyttu. Ævar Örn Jósepsson ræddi málið við Halldór Þorgeirsson, formann Loftslagsráðs.
Spegillinn 23. Júní 2023 Umsjónarmaður: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokks, segir Íslandsbanka viðurkenna lögbrot með samningi um sáttagreiðslu við fjármálaeftirlitið. Arndís Anna. K. Gunnarsdóttir, varamaður Pírata í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, segir að velta verði við hverjum steini vegna bankasölunnar. Arnhildur Hálfdánardóttir talaði við þau og Benedikt Sigurðsson ræddi við Birnu Einarsdóttur bankastjóra. Stjórn bankans kveðst bera fullt traust til bankastjóra. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir skýra og ótvíræða lagaheimild vera fyrir því að takmarka hvalveiðar við ákveðinn tíma. Stefán Vagn Stefánsson, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Framsóknar, telur mikilvægt að nefndin verði upplýst um stöðu mála. Rebekka Líf Ingadóttir tók saman. Að minnsta kosti 350 Pakistanar voru í fiskibátnum sem sökk úti fyrir Grikklandi í síðustu viku. Hugsanlegt er talið að allt að 750 manns hafi verið í bátnum. Tvær listakonur fengu 30 daga skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir að nota verk annars listamanns í sköpun sína. Þær voru sakfelldar fyrir hylmingu en sýknaðar af ákæru um brot gegn höfundarrétti. Brynjólfur Þór Guðmundsson tók saman. Starfshópur matvælaráðherra um strokulaxa vill stofna sérstaka rannsóknarnefnd og veita Matvælastofnun heimild til að telja laxa upp úr kvíum, vakni grunur um strok. Arnhildur Hálfdánardóttir sagði frá og talaði við Jón Kaldal, talsmann Íslenska náttúruverndarsjóðsins, og Sigurgeir Bárðarson, lögfræðing hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Dómar yfir sakborningum í saltdreifaramálinu svonefnda voru mildaðir í Landsrétti í dag. Þeir sem þyngsta refsingu hlut fá tíu ára fangelsisdóm í stað tólf. Í uppgjöri Loftslagsráðs, sem birt var á dögunum, segir að við blasi, að aðgerðir stjórnvalda í loftslagsmálum hafi ekki skilað tilætluðum árangri, markviss loftslagsstefna með tímasettum og mælanlegum markmiðum liggi enn ekki fyrir og ljóst að Ísland muni ekki ná að uppfylla skuldbindingar sínar og fyrirheit um samdrátt á losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030, að óbreyttu. Ævar Örn Jósepsson ræddi málið við Halldór Þorgeirsson, formann Loftslagsráðs.
Spegillinn 22. júní 2023 Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórn fréttaútsendingar: Sandra Silfá Ragnarsdóttir Brak fannst í dag úr kafbátnum Titan, sem leitað hefur verið síðan á sunnudag. Hallgrímur Indriðason greinir leitinni. Fimmtungur félaga í Verkalýðsfélagi Vestfirðinga missir vinnuna eftir uppsagnir í rækjuvinnslunni Hólmadrangi á Hólmavík. Urður Örlygsdóttir ræddi við Finnboga Sveinbjörnsson, formann félagsins, sem segir þetta mikið högg fyrir samfélagið. Birta Flókadóttir, talsmaður samtakanna Hvalavina segir dýravelferðarsinna á Íslandi fagna löngu tímabæru banni við hvalveiðum í samtali við Ólöfu Rún Erlendsdóttur. Karlmaður um fertugt var í dag í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaður í gæsluvarðhald til nítjánda júlí, vegna rannsóknar lögreglu á andláti karlmanns í Hafnarfirði um helgina. Kortavelta erlendra ferðamanna innanlands fyrstu fimm mánuði ársins hefur aukist töluvert miðað við síðasta ár. Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason í viðtali við Rebekku Líf Ingadóttur. Forsvarsmenn Dalvíkurbyggðar ætla ekki að greiða lausnargjald fyrir gögn sem óprúttnir aðilar segjast hafa undir höndum eftir að netárás var gerð á sveitarfélagið í maí. Ólöf Rún Erlendsdóttir segir frá. ---- Í uppgjöri Loftslagsráðs kveður við kunnuglegan tón: Stefna stjórnvalda í loftslagsmálum er ómarkviss og óljóst hvernig Ísland hyggst ná skuldbindingum sínum um samdrátt á losun gróðurhúsalofttegunda, um leið og allt stefnir í metár í notkun jarðefnaeldsneytis. Þetta hefur komið fram í öllum fyrri ársyfirlitum ráðsins, og nú er bætt í frekar en hitt og sagt að færa þurfi stjórnsýslustig loftslagsmála upp á neyðarstig. Ævar Örn Jósepsson spurði Halldór Þorgeirsson, formann Loftslagsráðs, hvort þessi kunnuglegi tónn í uppgjörinu þýddi að stjórnvöld hefðu ekki farið að ráðgjöf þess hingað til. Á fjórða tug hælisleitenda drukknuðu suður af Kanaríeyjum í vikunni. Spænskir strandgæslumenn voru nálægir en aðhöfðust ekkert. Ásgeir Tómasson segir frá. Íbúar Óslóar stefna á vikulanga gleðidaga með gleðigöngu 1. júlí. Í fyrra lauk þessari hátíð með hryðjuverkaárás og morðum. Núna óttast borgarbúar að sagan endurtaki sig. Samt er undirbúningur í fullum gangi í skugga hótana og áberandi andstöðu í samfélaginu. Gísli Kristjánsson segir frá.
Spegillinn 22. júní 2023 Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórn fréttaútsendingar: Sandra Silfá Ragnarsdóttir Brak fannst í dag úr kafbátnum Titan, sem leitað hefur verið síðan á sunnudag. Hallgrímur Indriðason greinir leitinni. Fimmtungur félaga í Verkalýðsfélagi Vestfirðinga missir vinnuna eftir uppsagnir í rækjuvinnslunni Hólmadrangi á Hólmavík. Urður Örlygsdóttir ræddi við Finnboga Sveinbjörnsson, formann félagsins, sem segir þetta mikið högg fyrir samfélagið. Birta Flókadóttir, talsmaður samtakanna Hvalavina segir dýravelferðarsinna á Íslandi fagna löngu tímabæru banni við hvalveiðum í samtali við Ólöfu Rún Erlendsdóttur. Karlmaður um fertugt var í dag í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaður í gæsluvarðhald til nítjánda júlí, vegna rannsóknar lögreglu á andláti karlmanns í Hafnarfirði um helgina. Kortavelta erlendra ferðamanna innanlands fyrstu fimm mánuði ársins hefur aukist töluvert miðað við síðasta ár. Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason í viðtali við Rebekku Líf Ingadóttur. Forsvarsmenn Dalvíkurbyggðar ætla ekki að greiða lausnargjald fyrir gögn sem óprúttnir aðilar segjast hafa undir höndum eftir að netárás var gerð á sveitarfélagið í maí. Ólöf Rún Erlendsdóttir segir frá. ---- Í uppgjöri Loftslagsráðs kveður við kunnuglegan tón: Stefna stjórnvalda í loftslagsmálum er ómarkviss og óljóst hvernig Ísland hyggst ná skuldbindingum sínum um samdrátt á losun gróðurhúsalofttegunda, um leið og allt stefnir í metár í notkun jarðefnaeldsneytis. Þetta hefur komið fram í öllum fyrri ársyfirlitum ráðsins, og nú er bætt í frekar en hitt og sagt að færa þurfi stjórnsýslustig loftslagsmála upp á neyðarstig. Ævar Örn Jósepsson spurði Halldór Þorgeirsson, formann Loftslagsráðs, hvort þessi kunnuglegi tónn í uppgjörinu þýddi að stjórnvöld hefðu ekki farið að ráðgjöf þess hingað til. Á fjórða tug hælisleitenda drukknuðu suður af Kanaríeyjum í vikunni. Spænskir strandgæslumenn voru nálægir en aðhöfðust ekkert. Ásgeir Tómasson segir frá. Íbúar Óslóar stefna á vikulanga gleðidaga með gleðigöngu 1. júlí. Í fyrra lauk þessari hátíð með hryðjuverkaárás og morðum. Núna óttast borgarbúar að sagan endurtaki sig. Samt er undirbúningur í fullum gangi í skugga hótana og áberandi andstöðu í samfélaginu. Gísli Kristjánsson segir frá.
Hæstiréttur mildaði í dag dóma yfir sakborningum í Rauðagerðismálinu. Þar á meðal var dómur yfir konu styttur um ellefu ár. Valur Grettisson tók saman og talaði við Karl Georg Sigurbjörnsson, verjanda konunnar. Útlit er fyrir að aldrei hafi meira af jarðefnaeldsneyti verið brennt á vegum landsins en í ár. Loftslagsráð telur að stjórnsýsla loftslagsmála þurfi að fara á neyðarstig. Óskhyggja dugir ekki til segir Halldór Þorgeirsson, formaður ráðsins. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir talaði við hann. Hátt í þrjátíu eru slasaðir og fjórir þeirra alvarlega eftir sprengingu í húsi í fimmta hverfi í París. Ekki er vitað hvað olli henni. Rebekka Líf Ingadóttir sagði frá. Miðstjórn ASÍ harmar þá stefnu sem umræða um fólk á flótta hefur tekið undanfarna daga. Finnbjörn A. Hermannsson forseti sambandsins segir þekkingu fólksins ekki metna að verðleikum. Karitas M. Bjarkadóttir talaði við hann. Sólin var hæst á lofti, á norðurhveli jarðar, rétt fyrir þrjú í dag, á sumarsólstöðum. Sólin færist aftur suður eftir sólbaugnum og lækkar á lofti á ný. Ástrós Signýjardóttir sagði frá. ---------- Norðan við Ísland er hafið óvenju kalt og hafís mjög nálægt landi á mun stærra svæði en vant er en sunnan við landið hefur hvert hitametið fallið af öðru. Halldór Björnsson hópstjóri veðurs og loftslags hjá Veðurstofu Íslands segir ekkert vafamál að orsakavaldurinn sé hnattræn hlýnun þó að framvindan sé enn óljós. Hafdís Helga Helgadóttir talaði við hann. Stjórnvöld ætla að tvöfalda stofnframlög til íbúða fyrir eigna- og tekjulága en sú aðgerð leysir ekki vandann á húsnæðismarkaði að mati Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR - það skorti fyrst og fremst lóðir. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hann. Stýrivaxtahækkun er yfirvofandi í Bretlandi á morgun, tólfta mánuðinn í röð. Ekkert gengur að ná verðbólgunni niður. Ásgeir Tómasson tók saman. Heyrist í Jeremy Hunt fjármálaráðherra Breta, Keir Starmer leiðtoga Verkamannaflokksins og Rishi Sunak forsætisráðherra. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir
Hæstiréttur mildaði í dag dóma yfir sakborningum í Rauðagerðismálinu. Þar á meðal var dómur yfir konu styttur um ellefu ár. Valur Grettisson tók saman og talaði við Karl Georg Sigurbjörnsson, verjanda konunnar. Útlit er fyrir að aldrei hafi meira af jarðefnaeldsneyti verið brennt á vegum landsins en í ár. Loftslagsráð telur að stjórnsýsla loftslagsmála þurfi að fara á neyðarstig. Óskhyggja dugir ekki til segir Halldór Þorgeirsson, formaður ráðsins. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir talaði við hann. Hátt í þrjátíu eru slasaðir og fjórir þeirra alvarlega eftir sprengingu í húsi í fimmta hverfi í París. Ekki er vitað hvað olli henni. Rebekka Líf Ingadóttir sagði frá. Miðstjórn ASÍ harmar þá stefnu sem umræða um fólk á flótta hefur tekið undanfarna daga. Finnbjörn A. Hermannsson forseti sambandsins segir þekkingu fólksins ekki metna að verðleikum. Karitas M. Bjarkadóttir talaði við hann. Sólin var hæst á lofti, á norðurhveli jarðar, rétt fyrir þrjú í dag, á sumarsólstöðum. Sólin færist aftur suður eftir sólbaugnum og lækkar á lofti á ný. Ástrós Signýjardóttir sagði frá. ---------- Norðan við Ísland er hafið óvenju kalt og hafís mjög nálægt landi á mun stærra svæði en vant er en sunnan við landið hefur hvert hitametið fallið af öðru. Halldór Björnsson hópstjóri veðurs og loftslags hjá Veðurstofu Íslands segir ekkert vafamál að orsakavaldurinn sé hnattræn hlýnun þó að framvindan sé enn óljós. Hafdís Helga Helgadóttir talaði við hann. Stjórnvöld ætla að tvöfalda stofnframlög til íbúða fyrir eigna- og tekjulága en sú aðgerð leysir ekki vandann á húsnæðismarkaði að mati Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR - það skorti fyrst og fremst lóðir. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hann. Stýrivaxtahækkun er yfirvofandi í Bretlandi á morgun, tólfta mánuðinn í röð. Ekkert gengur að ná verðbólgunni niður. Ásgeir Tómasson tók saman. Heyrist í Jeremy Hunt fjármálaráðherra Breta, Keir Starmer leiðtoga Verkamannaflokksins og Rishi Sunak forsætisráðherra. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir
Spegillinn 16. júní 2023 Umsjónarmaður: Ásgeir Tómasson Stjórn fréttaútsendingar: Annalísa Hermannsdóttir Eggert Valur Guðmundsson, oddviti í Rangárþingi ytra, segir að framkvæmdaleyfi verði ekki veitt fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá fyrr en gilt virkjanaleyfi liggur fyrir. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir ræddi við hann og Harald Þór Jónsson, oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Stígamót hafa lagt fram tvær kærur síðustu daga vegna ofbeldis sem beinist gegn starfsfólki. Karitas M. Bjarkadóttir ræddi málið við Drífu Snædal, talskonu Stígamóta. Bjartmar Leósson, sem hefur lagt sig fram um að hafa upp á stolnum reiðhjólum segist langþreyttur á að lögreglan sinni málaflokknum ekki betur. Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að lögreglan reyni sitt besta. Ásta Hlín Magnúsdóttir tók saman. Kerfislæg vandamál innan lögreglunnar í Minneapolis gerðu dauðsfall George Floyd mögulegt. Þetta er niðurstaða rannsóknar bandaríska dómsmálaráðuneytisins. Rebekka Líf Ingadóttir sagði frá. Hitamet sumarsins féll á Hallormsstað í dag þegar hitinn fór í 27,8 stig. Sólstrandarstemning er á Egilsstöðum sagði Sólveig Edda Bjarnadóttir veitingamaður. Ásta Hlín Magnúsdóttir talaði við hana og Óla Þór Árnason veðurfræðing. Hljómskálagarðurinn verður í smærra hlutverki í þjóðhátíðarhöldunum í Reykjavík en alla jafna vegna framkvæmda. Kristín Sigurðardóttir talaði við Guðmund Birgi Halldórsson viðburðastjóra. Umræða um ráðherraskipti í ríkisstjórninni hefur verið óvenjuleg segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði; bæði vegna þess hve augljóst hefur verið að Jón Gunnarsson vill sitja áfram og eins vegna óþols Guðrúnar Hafsteinsdóttur sem tekur við. Í útlendingamálum hafi núningur milli stjórnarflokkanna kristallast. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hann. Heildarneysla ferðamanna í fyrra var hátt í 650 milljarðar króna og er því í sögulegum hæðum að því segir í frétt Hagstofu Íslands um hlut ferðaþjónustunnar í landsframleiðslu. Benedikt Sigurðsson talaði við Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar um stöðuna í greinininni. The Searchers, ein elsta bítlahljómsveit heimsins, heldur sína síðustu tónleika á morgun eftir 67 ára feril. Ásgeir Tómasson rifjaði upp feril hennar.
Spegillinn 16. júní 2023 Umsjónarmaður: Ásgeir Tómasson Stjórn fréttaútsendingar: Annalísa Hermannsdóttir Eggert Valur Guðmundsson, oddviti í Rangárþingi ytra, segir að framkvæmdaleyfi verði ekki veitt fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá fyrr en gilt virkjanaleyfi liggur fyrir. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir ræddi við hann og Harald Þór Jónsson, oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Stígamót hafa lagt fram tvær kærur síðustu daga vegna ofbeldis sem beinist gegn starfsfólki. Karitas M. Bjarkadóttir ræddi málið við Drífu Snædal, talskonu Stígamóta. Bjartmar Leósson, sem hefur lagt sig fram um að hafa upp á stolnum reiðhjólum segist langþreyttur á að lögreglan sinni málaflokknum ekki betur. Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að lögreglan reyni sitt besta. Ásta Hlín Magnúsdóttir tók saman. Kerfislæg vandamál innan lögreglunnar í Minneapolis gerðu dauðsfall George Floyd mögulegt. Þetta er niðurstaða rannsóknar bandaríska dómsmálaráðuneytisins. Rebekka Líf Ingadóttir sagði frá. Hitamet sumarsins féll á Hallormsstað í dag þegar hitinn fór í 27,8 stig. Sólstrandarstemning er á Egilsstöðum sagði Sólveig Edda Bjarnadóttir veitingamaður. Ásta Hlín Magnúsdóttir talaði við hana og Óla Þór Árnason veðurfræðing. Hljómskálagarðurinn verður í smærra hlutverki í þjóðhátíðarhöldunum í Reykjavík en alla jafna vegna framkvæmda. Kristín Sigurðardóttir talaði við Guðmund Birgi Halldórsson viðburðastjóra. Umræða um ráðherraskipti í ríkisstjórninni hefur verið óvenjuleg segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði; bæði vegna þess hve augljóst hefur verið að Jón Gunnarsson vill sitja áfram og eins vegna óþols Guðrúnar Hafsteinsdóttur sem tekur við. Í útlendingamálum hafi núningur milli stjórnarflokkanna kristallast. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hann. Heildarneysla ferðamanna í fyrra var hátt í 650 milljarðar króna og er því í sögulegum hæðum að því segir í frétt Hagstofu Íslands um hlut ferðaþjónustunnar í landsframleiðslu. Benedikt Sigurðsson talaði við Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar um stöðuna í greinininni. The Searchers, ein elsta bítlahljómsveit heimsins, heldur sína síðustu tónleika á morgun eftir 67 ára feril. Ásgeir Tómasson rifjaði upp feril hennar.
Tiltalið er hlaðvarpssería þar sem við fáum til okkar bestu leikmenn landsins úr efstu tveim deildum bæði karla og kvenna í spjall og ræðum hina hliðina og ferilinn til þessa. Þáttarstjórnendur eru Stefán Marteinn Ólafsson og Haraldur Örn Haraldsson.Viðmælandi okkar að þessu sinni var hún Jasmín Erla Ingadóttir, leikmaður Stjörnunnar úr Bestu deild kvenna og ræddum við hina hliðina og tókum létta yfirferð á ferlinum til þessa.
Viðmælandi dagsins var fjölmiðlakonan og ferðalangurinn Snæfríður Ingadóttir. Hún sagði frá uppvextinum á Akureyri, hvernig hún leiddist út í fjölmiðlun og hvernig hún loks uppgötvaði ævintýraheima óhefðbundnar ferðamennsku. Hún hefur síðan þá skrifað ótal ferðahandbækur, nú síðast um Costa Blanca ströndina á Spáni. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir
Viðmælandi dagsins var fjölmiðlakonan og ferðalangurinn Snæfríður Ingadóttir. Hún sagði frá uppvextinum á Akureyri, hvernig hún leiddist út í fjölmiðlun og hvernig hún loks uppgötvaði ævintýraheima óhefðbundnar ferðamennsku. Hún hefur síðan þá skrifað ótal ferðahandbækur, nú síðast um Costa Blanca ströndina á Spáni. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir
Spegillinn 17. febrúar 2023 Umsjónarmaður: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórn fréttaútsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir Fundi samninganefndar Eflingar og Samtaka atvinnulífsins lauk hjá ríkissáttasemjara á sjötta tímanum í dag. Honum verður fram haldið klukkan tíu í fyrramálið. Samninganefnd Eflingar frestaði í gærkvöld öllum verkföllum fram á miðnætti aðfaranætur mánudags. Stóru viðskiptabankarnir tilkynntu allir um vaxtahækkanir í dag. Óverðtryggðir vextir á lánum hjá Arion banka, Landsbankanum og Íslandsbanka hækka allir um 0,5 prósentustig, ef frá eru talin ný óverðtryggð íbúðalán í Landsbankanum. Hátt á þriðja hundrað íbúar í þremur fjölbýlishúsum í Kaupmannahöfn hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Óveðurslægðin Ottó fer yfir Danmörku og er talið óvíst að húsin standi af sér storminn.Alexander Kristjánsson sagði frá. Mikið uppbyggingarstarf er framundan eftir eldsvoða á áfangaheimilinu Betra líf í Vatnagörðum í Reykjavík í morgun. Arnar Gunnar Hjálmtýsson, forstöðumaður heimilisins, segir að allt kapp hafi verið lagt á að finna húsaskjól fyrir 27 manns sem þar bjuggu. Það tókst undir kvöld. Andri Yrkill Valsson ræddi við Arnar. Níu yfirmenn hjá embætti ríkislögreglustjóra halda stórauknum lífeyrisréttindum, sem fyrrverandi ríkislögreglustjóri færði þeim. Landsréttur staðfesti í dag að Sigríði Björk Guðjónsdóttur hafi ekki verið heimilt að vinda ofan af samkomulagi forvera síns. Alexander Kristjánsson sagði frá. Kandídatinn Kristófer Kristófersson útskrifaðist í dag með hæstu einkunn sem gefin hefur verið í BS-námi í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands á útskriftarathöfn í Háskólabíói. Rebekka Líf Ingadóttir talaði við hann. Langvarandi landris við Öskju og jarðhiti virðist valda bráðnun íss á Öskjuvatni. Eldfjallafræðingur sem flaug yfir eldstöðina í gær segir kviku liggja grunnt undir yfirborðinu. Eldgos í Öskju geta verið nokkuð stór. Bjarni Rúnarsson ræddi við Ármann Höskuldsson um stöðu mála við Öskju. Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks segir, mikið bakslag í réttindabaráttu trans fólks í Bretlandi, sem komi einnig fram sem klofningur innan hinsegin samfélagsins. Trans fólk er óttaslegið og sorgmætt eftir morðið á sextán ára trans stúlkunni Briönnu Ghey, sem var stungin til baka af jafnöldrum sínum í vikunni. Alma Ómarsdóttir talaði við Uglu. Á annað hundrað flugfélög í heiminum hafa orðið gjaldþrota síðastliðin fjögur ár. Þess er krafist að reglum verði breytt til þess að flugfélögin beri sjálf kostnaðinn af að koma farþegu
Spegillinn 17. febrúar 2023 Umsjónarmaður: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórn fréttaútsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir Fundi samninganefndar Eflingar og Samtaka atvinnulífsins lauk hjá ríkissáttasemjara á sjötta tímanum í dag. Honum verður fram haldið klukkan tíu í fyrramálið. Samninganefnd Eflingar frestaði í gærkvöld öllum verkföllum fram á miðnætti aðfaranætur mánudags. Stóru viðskiptabankarnir tilkynntu allir um vaxtahækkanir í dag. Óverðtryggðir vextir á lánum hjá Arion banka, Landsbankanum og Íslandsbanka hækka allir um 0,5 prósentustig, ef frá eru talin ný óverðtryggð íbúðalán í Landsbankanum. Hátt á þriðja hundrað íbúar í þremur fjölbýlishúsum í Kaupmannahöfn hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Óveðurslægðin Ottó fer yfir Danmörku og er talið óvíst að húsin standi af sér storminn.Alexander Kristjánsson sagði frá. Mikið uppbyggingarstarf er framundan eftir eldsvoða á áfangaheimilinu Betra líf í Vatnagörðum í Reykjavík í morgun. Arnar Gunnar Hjálmtýsson, forstöðumaður heimilisins, segir að allt kapp hafi verið lagt á að finna húsaskjól fyrir 27 manns sem þar bjuggu. Það tókst undir kvöld. Andri Yrkill Valsson ræddi við Arnar. Níu yfirmenn hjá embætti ríkislögreglustjóra halda stórauknum lífeyrisréttindum, sem fyrrverandi ríkislögreglustjóri færði þeim. Landsréttur staðfesti í dag að Sigríði Björk Guðjónsdóttur hafi ekki verið heimilt að vinda ofan af samkomulagi forvera síns. Alexander Kristjánsson sagði frá. Kandídatinn Kristófer Kristófersson útskrifaðist í dag með hæstu einkunn sem gefin hefur verið í BS-námi í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands á útskriftarathöfn í Háskólabíói. Rebekka Líf Ingadóttir talaði við hann. Langvarandi landris við Öskju og jarðhiti virðist valda bráðnun íss á Öskjuvatni. Eldfjallafræðingur sem flaug yfir eldstöðina í gær segir kviku liggja grunnt undir yfirborðinu. Eldgos í Öskju geta verið nokkuð stór. Bjarni Rúnarsson ræddi við Ármann Höskuldsson um stöðu mála við Öskju. Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks segir, mikið bakslag í réttindabaráttu trans fólks í Bretlandi, sem komi einnig fram sem klofningur innan hinsegin samfélagsins. Trans fólk er óttaslegið og sorgmætt eftir morðið á sextán ára trans stúlkunni Briönnu Ghey, sem var stungin til baka af jafnöldrum sínum í vikunni. Alma Ómarsdóttir talaði við Uglu. Á annað hundrað flugfélög í heiminum hafa orðið gjaldþrota síðastliðin fjögur ár. Þess er krafist að reglum verði breytt til þess að flugfélögin beri sjálf kostnaðinn af að koma farþegu
Spegillinn 19. janúar 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir. Kona á fertugsaldri varð úti ofarlega í Mosfellsbæ í óveðrinu sem gekk yfir rétt fyrir jól. Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra segir að heimild til lögreglu um notkun rafbyssa sem gefin var undir áramót hafi verið lengi í undirbúningi og enginn feluleikur um reglubreytingar. Ákvörðunin sé ráðherrans en hann sé ávallt reiðubúinn að ræða málin. Auknar líkur eru á flóðum vegna asahláku á morgun og færð gæti spillst. Vegagerðin rýfur Skeiða- og Hrunamannaveg við nýja brúi sem er í smíðum yfir Stóru-Laxá til að verja hana. Anna Lilja Þórisdóttir segir frá. Stjórnvöld í Úkraínu segja tímabært að vestræn ríki óttist ekki Pútín og sendi hergögn, þrátt fyrir viðvaranir Rússa. Rebekka Líf Ingadóttir tók saman. Tölvuþrjótar brutust inn í tölvukerfi Háskólans á Akureyri og komust yfir upplýsingar um alla notendur þess. Amanda Guðrún Bjarnadóttir ræddi við Óskar Þór Vilhjálmsson, skrifstofustjóra kennslumiðstöðvar skólans. Landsnet heldur um þessar mundir opna kynningar- og samráðsfundi vegna fyrirhugaðrar lagningar Blöndulínu þrjú. Álit Skipulagsstofnunar á umhverfismati línunnar er meðal annars á dagskrá. Ágúst Ólafsson sagði frá. Ólafur Darri Ólafsson leikari er einn fjögurra kvikmyndagerðarmanna sem stendur að nýstofnuðu framleiðslufyrirtæki sem hefur fengið nafnið ACT4 ( act four). Ætlunin er að þróa og fjármagna íslenskt sjónvarpsefni fyrir alþjóðamarkað. Júlía Margrét Einarsdóttir ræddi við hann. ------------ Lengi hafur verið kallað eftir að tryggja betur öryggi lögreglumanna segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Reynslan sýni að slysum á lögreglumönnum við störf fækki verulega þegar þeir búi yfir rafvarnarvopnum. Breytingar á reglum um vopnanotkun og valdbeitingu sem leyfir rafbyssur. Þær verði komnar í gagnið eftir eitt til tvö ár. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hann. Þingmenn og aðrir frammámenn Verkamannaflokksins á Nýja Sjálandi sátu sem þrumu lostnir þegar Jacinda Ardern forsætisráðherra tilkynnti óvænt á landsfundi flokksins í dag að hún hefði ákveðið að segja af sér nánast samstundis. Fréttamenn á staðnum segja að þeir hafi verið eins og í sprengjulosti eftir að hún lauk máli sínu.
Spegillinn 19. janúar 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir. Kona á fertugsaldri varð úti ofarlega í Mosfellsbæ í óveðrinu sem gekk yfir rétt fyrir jól. Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra segir að heimild til lögreglu um notkun rafbyssa sem gefin var undir áramót hafi verið lengi í undirbúningi og enginn feluleikur um reglubreytingar. Ákvörðunin sé ráðherrans en hann sé ávallt reiðubúinn að ræða málin. Auknar líkur eru á flóðum vegna asahláku á morgun og færð gæti spillst. Vegagerðin rýfur Skeiða- og Hrunamannaveg við nýja brúi sem er í smíðum yfir Stóru-Laxá til að verja hana. Anna Lilja Þórisdóttir segir frá. Stjórnvöld í Úkraínu segja tímabært að vestræn ríki óttist ekki Pútín og sendi hergögn, þrátt fyrir viðvaranir Rússa. Rebekka Líf Ingadóttir tók saman. Tölvuþrjótar brutust inn í tölvukerfi Háskólans á Akureyri og komust yfir upplýsingar um alla notendur þess. Amanda Guðrún Bjarnadóttir ræddi við Óskar Þór Vilhjálmsson, skrifstofustjóra kennslumiðstöðvar skólans. Landsnet heldur um þessar mundir opna kynningar- og samráðsfundi vegna fyrirhugaðrar lagningar Blöndulínu þrjú. Álit Skipulagsstofnunar á umhverfismati línunnar er meðal annars á dagskrá. Ágúst Ólafsson sagði frá. Ólafur Darri Ólafsson leikari er einn fjögurra kvikmyndagerðarmanna sem stendur að nýstofnuðu framleiðslufyrirtæki sem hefur fengið nafnið ACT4 ( act four). Ætlunin er að þróa og fjármagna íslenskt sjónvarpsefni fyrir alþjóðamarkað. Júlía Margrét Einarsdóttir ræddi við hann. ------------ Lengi hafur verið kallað eftir að tryggja betur öryggi lögreglumanna segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Reynslan sýni að slysum á lögreglumönnum við störf fækki verulega þegar þeir búi yfir rafvarnarvopnum. Breytingar á reglum um vopnanotkun og valdbeitingu sem leyfir rafbyssur. Þær verði komnar í gagnið eftir eitt til tvö ár. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hann. Þingmenn og aðrir frammámenn Verkamannaflokksins á Nýja Sjálandi sátu sem þrumu lostnir þegar Jacinda Ardern forsætisráðherra tilkynnti óvænt á landsfundi flokksins í dag að hún hefði ákveðið að segja af sér nánast samstundis. Fréttamenn á staðnum segja að þeir hafi verið eins og í sprengjulosti eftir að hún lauk máli sínu.
Sunna Valgerðardóttir ræðir við Álfheiði Ingadóttur, fyrrverandi heilbrigðisráðherra VG, Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar, og Pál Matthíasson, geðlækni og fyrrverandi forstjóra Landspítalans. Í þessum fyrsta Vikulokaþætti nýs árs var rætt um hina síendurteknu alvarlegu stöðu heilbrigðiskerfisins og fjármögnun þess, mengun, vetrarfærðina, breytt fylgi flokka í nýjustu könnunum, ferðaþjónustu á völtum fótum og auðvitað Skaupið. Tæknimaður þáttarins er Kári Guðmundsson.
Sunna Valgerðardóttir ræðir við Álfheiði Ingadóttur, fyrrverandi heilbrigðisráðherra VG, Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar, og Pál Matthíasson, geðlækni og fyrrverandi forstjóra Landspítalans. Í þessum fyrsta Vikulokaþætti nýs árs var rætt um hina síendurteknu alvarlegu stöðu heilbrigðiskerfisins og fjármögnun þess, mengun, vetrarfærðina, breytt fylgi flokka í nýjustu könnunum, ferðaþjónustu á völtum fótum og auðvitað Skaupið. Tæknimaður þáttarins er Kári Guðmundsson.
Spegillinn, 14. desember 2022. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn fréttaútsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir. Jón Gunnarson, dómsmálaráðherra segir það vonbrigði að Alþingi hafi ákveðið að taka útlendingafrumvarpið af dagskrá fyrir jól. Hann sakar stjórnarandstöðuna um að beita málþófi og koma þannig í veg fyrir vilja meirihluta þingsins. Það er brunagaddur í spánni en líklega sleppur suðvesturhornið við hríð sem spáð var á sunnudag. Spáin hefur batnað en áfram verður kalt segir Daníel Þorláksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Sala á rafmagnsofnum hefur rokið upp í kuldakastinu undanfarna daga og hafa þeir víða selst upp. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir talaði við Kristján Birgisson, svæðisstjóri ljós- og rafmagns hjá BYKO. Ferðamenn virðast ekki allir taka mark á þeim hættum sem leynast í Reynisfjöru þrátt fyrir nýtt viðvörunarkerfi. Rebekka Líf Ingadóttir talaði við Björn Inga Jónsson verkefnisstjóra Almannavarna hjá Lögreglunni á Suðurlandi. Magapestir, öndunarfærasýkingar og covidsmit herja á fólk norðan heiða. Hjúkrunarheimili á Norðurlandi eystra reyna eftir fremsta megni að koma í veg fyrir að þurfa að herða sóttvarnareglur fyrir jól og biðja fólk að huga að persónulegum sóttvörnum. Amanda Guðrún Bjarnadóttir ræddi við Jón Helga Björnsson forstjóra Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. Bandarískum vísindamönnum hefur í fyrsta sinn tekist að nýta kjarnasamruna til að framleiða orku. Jennifer Granholm, orkumálráðherra Bandaríkjana tilkynnti. Alexander Kristjánsson sagði frá. --------- Hitaveitukerfi í landinu eru mörg hver komin til ára sinna. Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri segir að fólk þurfi að umgangast heita vatnið, gullnámu landsins, af virðingu. Bjarni Rúnarsson talaði við hana. Það hallar verulega á konur við samningaborðið jafnvel hjá stéttarfélögum þar sem kynjaskipting innan félags er nokkuð jöfn. En hver er reynsla kvenna sem hafa tekið þátt í kjaraviðræðum? Meistararitgerð Karitasar Marýar Bjarnadóttur í mannauðsstjórnun í haust fjallar um upplifun kvenna sem sitja í samninganefndum kvennastéttarfélaga af kjaraviðræðum. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hana. Rússar hafa vikum saman gert árásir á viðkvæma innviði í Úkraínu; milljónir landsmanna eru án rafmagns, vatns og húshitunar. Heilbrigðisráðherra Úkraínu, hefur áhyggjur af hrakandi lýðheilsu í landinu eftir því sem vetur herðir. Ásgeir Tómasson tók saman. Heyrist í Dímítri Peskóf talsmanni Kremlar og Frans páfa.
Spegillinn, 14. desember 2022. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn fréttaútsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir. Jón Gunnarson, dómsmálaráðherra segir það vonbrigði að Alþingi hafi ákveðið að taka útlendingafrumvarpið af dagskrá fyrir jól. Hann sakar stjórnarandstöðuna um að beita málþófi og koma þannig í veg fyrir vilja meirihluta þingsins. Það er brunagaddur í spánni en líklega sleppur suðvesturhornið við hríð sem spáð var á sunnudag. Spáin hefur batnað en áfram verður kalt segir Daníel Þorláksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Sala á rafmagnsofnum hefur rokið upp í kuldakastinu undanfarna daga og hafa þeir víða selst upp. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir talaði við Kristján Birgisson, svæðisstjóri ljós- og rafmagns hjá BYKO. Ferðamenn virðast ekki allir taka mark á þeim hættum sem leynast í Reynisfjöru þrátt fyrir nýtt viðvörunarkerfi. Rebekka Líf Ingadóttir talaði við Björn Inga Jónsson verkefnisstjóra Almannavarna hjá Lögreglunni á Suðurlandi. Magapestir, öndunarfærasýkingar og covidsmit herja á fólk norðan heiða. Hjúkrunarheimili á Norðurlandi eystra reyna eftir fremsta megni að koma í veg fyrir að þurfa að herða sóttvarnareglur fyrir jól og biðja fólk að huga að persónulegum sóttvörnum. Amanda Guðrún Bjarnadóttir ræddi við Jón Helga Björnsson forstjóra Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. Bandarískum vísindamönnum hefur í fyrsta sinn tekist að nýta kjarnasamruna til að framleiða orku. Jennifer Granholm, orkumálráðherra Bandaríkjana tilkynnti. Alexander Kristjánsson sagði frá. --------- Hitaveitukerfi í landinu eru mörg hver komin til ára sinna. Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri segir að fólk þurfi að umgangast heita vatnið, gullnámu landsins, af virðingu. Bjarni Rúnarsson talaði við hana. Það hallar verulega á konur við samningaborðið jafnvel hjá stéttarfélögum þar sem kynjaskipting innan félags er nokkuð jöfn. En hver er reynsla kvenna sem hafa tekið þátt í kjaraviðræðum? Meistararitgerð Karitasar Marýar Bjarnadóttur í mannauðsstjórnun í haust fjallar um upplifun kvenna sem sitja í samninganefndum kvennastéttarfélaga af kjaraviðræðum. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hana. Rússar hafa vikum saman gert árásir á viðkvæma innviði í Úkraínu; milljónir landsmanna eru án rafmagns, vatns og húshitunar. Heilbrigðisráðherra Úkraínu, hefur áhyggjur af hrakandi lýðheilsu í landinu eftir því sem vetur herðir. Ásgeir Tómasson tók saman. Heyrist í Dímítri Peskóf talsmanni Kremlar og Frans páfa.
Spegillinn 3. nóvember 2022 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra hefur óskað eftir mati á hvort lög og réttindi fatlaðra hafi verið virt við brottvísun manns í hjólastól til Grikklands í nótt. Magnús Ingvarsson skólameistari í Fjölbrautaskólanum í Ármúla segir starfsfbrottvísun tveggja stúlkna sem voru nemendur þar hafa haft mikil áhrif á starfsfólk. Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir tók saman. Brottvísunum var mótmælt á Austurvelli, Elsa María Guðlaugs Drífudóttir talaði þar við Björgvin Ægi Elísson og Nönnu Hlíf Ingadóttur. Benjamin Netanyahu verður að líkindum aftur forsætisráðherra Ísraels, eftir fjórtán mánaða setu í stjórnarandstöðu. Likud flokkur hans og aðrir hægri flokkar náðu meirihluta í þingkosningum á þriðjudaginn. Björn Malmquist sagði frá. Forseti bæjarstjórnar á Akureyri segir ekki hjá því komist að hækka gjaldskrá bæjarins. Skólamáltíðir, sorphirða og tónlistarnám barna er meðal þess sem verður dýrara. Óðinn Svan Óðinsson talaði við Heimi Örn Magnússon (D) og Hildu Jönu Gísladóttur (S). Ólöf Erlendsdóttir tók saman. Vansvefta íbúar í miðborg Reykjavíkur eru að gefast upp vegna hávaða næturlífsins og selja fasteignir sínar. Sólveig Klara Ragnarsdóttir talaði við Sigrúnu Tryggvadóttur, formann íbúasamtaka miðborgarinnar. --------------------- Loftslag hlýnar hraðar í Evrópu en í öðrum heimsálfum. Meðalhitastig hefur hækkað um hálfa gráðu í álfunni á hverjum áratug frá 1991. Bjarni Rúnarsson ræddi um nýja skýrslu Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar við Önna Huldu Ólafsdóttiu skrifstofustjóra loftslagsþjónustu og aðlögunar á Veðurstofu Íslands og Theódóru Matthíasdóttur, sérfræðing á Veðurstofu Íslands Kjarasamningar á íslenskum vinnumarkaði skipta hundruðum og nær aldrei er búið að semja áður en samningur rennur út. Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari er bjartsýnn á viðræður sem framundan eru en við öllu búinn. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við hann um horfur framundan og gagnagrunn sem opnaður var í dag. Snerting, bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar, verður að kvikmynd sem kemur út næsta haust. Við tökur myndarinnar í Gufunesi var meðal annars settur upp japanskur veitingastaður í New York-borg sjöunda áratugarins. Haukur Holm ræddi við Ólaf og Baltasar Kormák leikstjóra. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Útsending frétta: Valgerður Þorsteinsdóttir.
Spegillinn 3. nóvember 2022 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra hefur óskað eftir mati á hvort lög og réttindi fatlaðra hafi verið virt við brottvísun manns í hjólastól til Grikklands í nótt. Magnús Ingvarsson skólameistari í Fjölbrautaskólanum í Ármúla segir starfsfbrottvísun tveggja stúlkna sem voru nemendur þar hafa haft mikil áhrif á starfsfólk. Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir tók saman. Brottvísunum var mótmælt á Austurvelli, Elsa María Guðlaugs Drífudóttir talaði þar við Björgvin Ægi Elísson og Nönnu Hlíf Ingadóttur. Benjamin Netanyahu verður að líkindum aftur forsætisráðherra Ísraels, eftir fjórtán mánaða setu í stjórnarandstöðu. Likud flokkur hans og aðrir hægri flokkar náðu meirihluta í þingkosningum á þriðjudaginn. Björn Malmquist sagði frá. Forseti bæjarstjórnar á Akureyri segir ekki hjá því komist að hækka gjaldskrá bæjarins. Skólamáltíðir, sorphirða og tónlistarnám barna er meðal þess sem verður dýrara. Óðinn Svan Óðinsson talaði við Heimi Örn Magnússon (D) og Hildu Jönu Gísladóttur (S). Ólöf Erlendsdóttir tók saman. Vansvefta íbúar í miðborg Reykjavíkur eru að gefast upp vegna hávaða næturlífsins og selja fasteignir sínar. Sólveig Klara Ragnarsdóttir talaði við Sigrúnu Tryggvadóttur, formann íbúasamtaka miðborgarinnar. --------------------- Loftslag hlýnar hraðar í Evrópu en í öðrum heimsálfum. Meðalhitastig hefur hækkað um hálfa gráðu í álfunni á hverjum áratug frá 1991. Bjarni Rúnarsson ræddi um nýja skýrslu Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar við Önna Huldu Ólafsdóttiu skrifstofustjóra loftslagsþjónustu og aðlögunar á Veðurstofu Íslands og Theódóru Matthíasdóttur, sérfræðing á Veðurstofu Íslands Kjarasamningar á íslenskum vinnumarkaði skipta hundruðum og nær aldrei er búið að semja áður en samningur rennur út. Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari er bjartsýnn á viðræður sem framundan eru en við öllu búinn. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við hann um horfur framundan og gagnagrunn sem opnaður var í dag. Snerting, bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar, verður að kvikmynd sem kemur út næsta haust. Við tökur myndarinnar í Gufunesi var meðal annars settur upp japanskur veitingastaður í New York-borg sjöunda áratugarins. Haukur Holm ræddi við Ólaf og Baltasar Kormák leikstjóra. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Útsending frétta: Valgerður Þorsteinsdóttir.
Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Ríkislögreglustjóri hefur sagt sig frá rannsókn á meintum undirbúningi hryðjuverka vegna fjölskyldutengsla. Rannsókn lögreglu er afar viðamikil. Bandaríkjaforseti varar við að fellibylurinn Ian eigi eftir að skilja eftir sig sögulega mikla eyðileggingu í Flórída. Íslendingur á svæðinu óttaðist að brak myndi fjúka á hús sitt. Rætt var við Brynju Dröfn Ingadóttur. Rússneskir hermenn greindu ástvinum sínum frá ringulreið og miklu mannfalli í innrásinni í Úkraínu á fyrstu vikum stríðsins. Einn þeirra segir innrásina heimskulegustu ákvörðun sem rússnesk stjórnvöld hafi gert. Róbert Jóhannsson tók saman. Breska lögreglan rannsakar árekstur á þotu Icelandair á Heathrow-flugvelli í Lundúnum í gærkvöld. Farangur farþega er enn um borð í vélinni. Urður Örlygsdóttir tók saman og talaði við Guðna Sigurðsson. Utanríkisráðherra Þýskalands þrýstir á Evrópusambandið að beita Írani viðskiptaþvingunum vegna viðbragða ríkisins við mótmælum undanfarinna daga. Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, á undir högg að sækja þegar aðeins tveir dagar eru til forsetakosninga í landinu. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum munar þrettán prósentustigum á honum og höfuðandstæðingi hans, vinstrimanninum Lula da Silva. Bolsonaro segist ekki ætla að fallast á niðurstöðuna, verði hún ekki sér í vil. Ásgeir Tómasson tók saman. Lögregla segir að rannsókn á undirbúningi ætlaðra hryðjuverka sem greint var frá í síðustu viku miði vel en sé mjög umfangsmikil. Tveir menn, sem voru handteknir fyrir viku, eru í gæsluvarðhaldi og verða til 6. október. Fleiri hafa verið handteknir.Í upphafi fréttamannafundar sem haldinn var síðdegis, greindi Sveinn Ingiberg Magnússon yfirlögregluþjónn hjá Héraðssaksóknara frá því að ríkislögreglustjóri hefði í gær óskað þess að segja sig frá rannsókninni. Anna Kristín Jónsdóttir tók saman. Við fáum Sunnu Karen Sigurþórsdóttur fréttamann til að fara betur yfir stöðuna og það sem vitað er um málið.
Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Ríkislögreglustjóri hefur sagt sig frá rannsókn á meintum undirbúningi hryðjuverka vegna fjölskyldutengsla. Rannsókn lögreglu er afar viðamikil. Bandaríkjaforseti varar við að fellibylurinn Ian eigi eftir að skilja eftir sig sögulega mikla eyðileggingu í Flórída. Íslendingur á svæðinu óttaðist að brak myndi fjúka á hús sitt. Rætt var við Brynju Dröfn Ingadóttur. Rússneskir hermenn greindu ástvinum sínum frá ringulreið og miklu mannfalli í innrásinni í Úkraínu á fyrstu vikum stríðsins. Einn þeirra segir innrásina heimskulegustu ákvörðun sem rússnesk stjórnvöld hafi gert. Róbert Jóhannsson tók saman. Breska lögreglan rannsakar árekstur á þotu Icelandair á Heathrow-flugvelli í Lundúnum í gærkvöld. Farangur farþega er enn um borð í vélinni. Urður Örlygsdóttir tók saman og talaði við Guðna Sigurðsson. Utanríkisráðherra Þýskalands þrýstir á Evrópusambandið að beita Írani viðskiptaþvingunum vegna viðbragða ríkisins við mótmælum undanfarinna daga. Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, á undir högg að sækja þegar aðeins tveir dagar eru til forsetakosninga í landinu. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum munar þrettán prósentustigum á honum og höfuðandstæðingi hans, vinstrimanninum Lula da Silva. Bolsonaro segist ekki ætla að fallast á niðurstöðuna, verði hún ekki sér í vil. Ásgeir Tómasson tók saman. Lögregla segir að rannsókn á undirbúningi ætlaðra hryðjuverka sem greint var frá í síðustu viku miði vel en sé mjög umfangsmikil. Tveir menn, sem voru handteknir fyrir viku, eru í gæsluvarðhaldi og verða til 6. október. Fleiri hafa verið handteknir.Í upphafi fréttamannafundar sem haldinn var síðdegis, greindi Sveinn Ingiberg Magnússon yfirlögregluþjónn hjá Héraðssaksóknara frá því að ríkislögreglustjóri hefði í gær óskað þess að segja sig frá rannsókninni. Anna Kristín Jónsdóttir tók saman. Við fáum Sunnu Karen Sigurþórsdóttur fréttamann til að fara betur yfir stöðuna og það sem vitað er um málið.
Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Ríkislögreglustjóri hefur sagt sig frá rannsókn á meintum undirbúningi hryðjuverka vegna fjölskyldutengsla. Rannsókn lögreglu er afar viðamikil. Bandaríkjaforseti varar við að fellibylurinn Ian eigi eftir að skilja eftir sig sögulega mikla eyðileggingu í Flórída. Íslendingur á svæðinu óttaðist að brak myndi fjúka á hús sitt. Rætt var við Brynju Dröfn Ingadóttur. Rússneskir hermenn greindu ástvinum sínum frá ringulreið og miklu mannfalli í innrásinni í Úkraínu á fyrstu vikum stríðsins. Einn þeirra segir innrásina heimskulegustu ákvörðun sem rússnesk stjórnvöld hafi gert. Róbert Jóhannsson tók saman. Breska lögreglan rannsakar árekstur á þotu Icelandair á Heathrow-flugvelli í Lundúnum í gærkvöld. Farangur farþega er enn um borð í vélinni. Urður Örlygsdóttir tók saman og talaði við Guðna Sigurðsson. Utanríkisráðherra Þýskalands þrýstir á Evrópusambandið að beita Írani viðskiptaþvingunum vegna viðbragða ríkisins við mótmælum undanfarinna daga. Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, á undir högg að sækja þegar aðeins tveir dagar eru til forsetakosninga í landinu. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum munar þrettán prósentustigum á honum og höfuðandstæðingi hans, vinstrimanninum Lula da Silva. Bolsonaro segist ekki ætla að fallast á niðurstöðuna, verði hún ekki sér í vil. Ásgeir Tómasson tók saman. Lögregla segir að rannsókn á undirbúningi ætlaðra hryðjuverka sem greint var frá í síðustu viku miði vel en sé mjög umfangsmikil. Tveir menn, sem voru handteknir fyrir viku, eru í gæsluvarðhaldi og verða til 6. október. Fleiri hafa verið handteknir.Í upphafi fréttamannafundar sem haldinn var síðdegis, greindi Sveinn Ingiberg Magnússon yfirlögregluþjónn hjá Héraðssaksóknara frá því að ríkislögreglustjóri hefði í gær óskað þess að segja sig frá rannsókninni. Anna Kristín Jónsdóttir tók saman. Við fáum Sunnu Karen Sigurþórsdóttur fréttamann til að fara betur yfir stöðuna og það sem vitað er um málið.
Bændablaðið fjallaði um það í gær að skæður dýrbítur hafi drepið að minnsta kosti fjögur lömb í Kelduhverfi í sumar en að sögn heimamanna hefur talsvert sést af tófu við byggð - greinilega í ætisleit - og heyrst hefur af fleiri dýrbítum víðar um land undanfarna daga. Við ræddum við Ólaf Jónsson, bónda á Fjöllum í Kelduhverfi. Þjóðleikhúsið er um þessar mundir að kynna nýtt leikár sem fer að hefjast hvað úr hverju. Við fengum Þjóðleikhússtjórann, Magnús Geir Þórðarson, til okkar að segja okkur frá hápunktum ársins sem framundan er. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra var gestur okkar í dag. Við ræddum fyrirhugaða þungaflutninga fyrirtækisins EP Power Minerals um Suðurland - en fyrirtækið hyggst vinna vikur úr Hafursey á Mýrdalssandi og keyra með efnið alla leið til Þorlákshafnar á fimmtán mínútna fresti, allan sólarhringinn næstu eitthundrað árin. Forstjóri Vegagerðarinnar var hjá okkur í síðustu viku og ræddi meðal annars álagið sem þessu myndi fylgja á íslenska vegakerfið en þungaflutningar myndu aukast um 30 prósent á svæðinu og áætlað er að hver vörubíll af þessari stærðargráðu spæni upp malbik eins og tíu þúsund smábílar. Þessar áætlanir hafa mætt mikilli mótstöðu í kjördæmi Sigurðar Inga og því full ástæða til að heyra hvað hann hefur að segja um málið. Eins og venja er á föstudögum rennum við yfir fréttir vikunnar með góðu fólki. Að þessu sinni komu til okkar Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hagfræðingur og fyrrverandi þingmaður. Verðbólga er í um tíu prósentum og vöruverð hefur hækkað talsvert síðan Rússar réðust inn í Úkraínu fyrir sex mánuðum síðan. Krónan tilkynnti í fyrradag að hún hygðist frysta verð á 240 vörutegundum en framkvæmdastjóri Hagkaupa, sagði í gær Haga, sem á Hagkaup og Bónus, vera í þröngri stöðu þar sem félagið væri skilgreint sem markaðsráðandi - og framkvæmdastjóri Bónuss, sagðist ekki telja það ábyrgt að frysta vöruverð fyrirtækisins. Við ræddum við Láru Jóhannsdóttur, prófessor við Háskóla Íslands, um neytendahegðun og samfélagábyrgð fyrirtækja í dýrtíð sem þessari. Björn Steinbekk drónatökumaður og tónleikahaldari skrifaði grein á Vísi í gær þar sem hann fór yfir atburðarrás sem átti sér stað eftir að hann var þjófkenndur í hlaðvarpsþætti sem fjallar um knattspyrnu. Rúm sex ár eru síðan Björn komst í fréttirnar vegna miðasölumálsins á EM karla í knattspyrnu, mál þar sem Björn segist sjálfur hafa brugðist, en varla líður sá dagur að hann sé ekki minntur á málið sem hann segir að muni marka líf hans það sem eftir er.
Bændablaðið fjallaði um það í gær að skæður dýrbítur hafi drepið að minnsta kosti fjögur lömb í Kelduhverfi í sumar en að sögn heimamanna hefur talsvert sést af tófu við byggð - greinilega í ætisleit - og heyrst hefur af fleiri dýrbítum víðar um land undanfarna daga. Við ræddum við Ólaf Jónsson, bónda á Fjöllum í Kelduhverfi. Þjóðleikhúsið er um þessar mundir að kynna nýtt leikár sem fer að hefjast hvað úr hverju. Við fengum Þjóðleikhússtjórann, Magnús Geir Þórðarson, til okkar að segja okkur frá hápunktum ársins sem framundan er. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra var gestur okkar í dag. Við ræddum fyrirhugaða þungaflutninga fyrirtækisins EP Power Minerals um Suðurland - en fyrirtækið hyggst vinna vikur úr Hafursey á Mýrdalssandi og keyra með efnið alla leið til Þorlákshafnar á fimmtán mínútna fresti, allan sólarhringinn næstu eitthundrað árin. Forstjóri Vegagerðarinnar var hjá okkur í síðustu viku og ræddi meðal annars álagið sem þessu myndi fylgja á íslenska vegakerfið en þungaflutningar myndu aukast um 30 prósent á svæðinu og áætlað er að hver vörubíll af þessari stærðargráðu spæni upp malbik eins og tíu þúsund smábílar. Þessar áætlanir hafa mætt mikilli mótstöðu í kjördæmi Sigurðar Inga og því full ástæða til að heyra hvað hann hefur að segja um málið. Eins og venja er á föstudögum rennum við yfir fréttir vikunnar með góðu fólki. Að þessu sinni komu til okkar Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hagfræðingur og fyrrverandi þingmaður. Verðbólga er í um tíu prósentum og vöruverð hefur hækkað talsvert síðan Rússar réðust inn í Úkraínu fyrir sex mánuðum síðan. Krónan tilkynnti í fyrradag að hún hygðist frysta verð á 240 vörutegundum en framkvæmdastjóri Hagkaupa, sagði í gær Haga, sem á Hagkaup og Bónus, vera í þröngri stöðu þar sem félagið væri skilgreint sem markaðsráðandi - og framkvæmdastjóri Bónuss, sagðist ekki telja það ábyrgt að frysta vöruverð fyrirtækisins. Við ræddum við Láru Jóhannsdóttur, prófessor við Háskóla Íslands, um neytendahegðun og samfélagábyrgð fyrirtækja í dýrtíð sem þessari. Björn Steinbekk drónatökumaður og tónleikahaldari skrifaði grein á Vísi í gær þar sem hann fór yfir atburðarrás sem átti sér stað eftir að hann var þjófkenndur í hlaðvarpsþætti sem fjallar um knattspyrnu. Rúm sex ár eru síðan Björn komst í fréttirnar vegna miðasölumálsins á EM karla í knattspyrnu, mál þar sem Björn segist sjálfur hafa brugðist, en varla líður sá dagur að hann sé ekki minntur á málið sem hann segir að muni marka líf hans það sem eftir er.
Bændablaðið fjallaði um það í gær að skæður dýrbítur hafi drepið að minnsta kosti fjögur lömb í Kelduhverfi í sumar en að sögn heimamanna hefur talsvert sést af tófu við byggð - greinilega í ætisleit - og heyrst hefur af fleiri dýrbítum víðar um land undanfarna daga. Við ræddum við Ólaf Jónsson, bónda á Fjöllum í Kelduhverfi. Þjóðleikhúsið er um þessar mundir að kynna nýtt leikár sem fer að hefjast hvað úr hverju. Við fengum Þjóðleikhússtjórann, Magnús Geir Þórðarson, til okkar að segja okkur frá hápunktum ársins sem framundan er. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra var gestur okkar í dag. Við ræddum fyrirhugaða þungaflutninga fyrirtækisins EP Power Minerals um Suðurland - en fyrirtækið hyggst vinna vikur úr Hafursey á Mýrdalssandi og keyra með efnið alla leið til Þorlákshafnar á fimmtán mínútna fresti, allan sólarhringinn næstu eitthundrað árin. Forstjóri Vegagerðarinnar var hjá okkur í síðustu viku og ræddi meðal annars álagið sem þessu myndi fylgja á íslenska vegakerfið en þungaflutningar myndu aukast um 30 prósent á svæðinu og áætlað er að hver vörubíll af þessari stærðargráðu spæni upp malbik eins og tíu þúsund smábílar. Þessar áætlanir hafa mætt mikilli mótstöðu í kjördæmi Sigurðar Inga og því full ástæða til að heyra hvað hann hefur að segja um málið. Eins og venja er á föstudögum rennum við yfir fréttir vikunnar með góðu fólki. Að þessu sinni komu til okkar Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hagfræðingur og fyrrverandi þingmaður. Verðbólga er í um tíu prósentum og vöruverð hefur hækkað talsvert síðan Rússar réðust inn í Úkraínu fyrir sex mánuðum síðan. Krónan tilkynnti í fyrradag að hún hygðist frysta verð á 240 vörutegundum en framkvæmdastjóri Hagkaupa, sagði í gær Haga, sem á Hagkaup og Bónus, vera í þröngri stöðu þar sem félagið væri skilgreint sem markaðsráðandi - og framkvæmdastjóri Bónuss, sagðist ekki telja það ábyrgt að frysta vöruverð fyrirtækisins. Við ræddum við Láru Jóhannsdóttur, prófessor við Háskóla Íslands, um neytendahegðun og samfélagábyrgð fyrirtækja í dýrtíð sem þessari. Björn Steinbekk drónatökumaður og tónleikahaldari skrifaði grein á Vísi í gær þar sem hann fór yfir atburðarrás sem átti sér stað eftir að hann var þjófkenndur í hlaðvarpsþætti sem fjallar um knattspyrnu. Rúm sex ár eru síðan Björn komst í fréttirnar vegna miðasölumálsins á EM karla í knattspyrnu, mál þar sem Björn segist sjálfur hafa brugðist, en varla líður sá dagur að hann sé ekki minntur á málið sem hann segir að muni marka líf hans það sem eftir er.
Bráð úr gosinu frá því í fyrra hefur runnið undan nýja hrauninu. Þó yfirborðið sé storknað getur hraunkvika leynst undir og því stórhættulegt að ganga á hrauninu. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir tók saman og talaði við Hjördísi Guðmundsdóttir. Hópur flóttafólks frá Sýrlandi fannst á lítilli eyju við landamæri Tyrklands og Grikklands. Fólkið hafði verið þar síðan í júlí. Rebekka Líf Ingadóttir tók saman. Menningarnótt verður haldin í Reykjavík á laugardag í 27. sinn, eftir tveggja ára hlé vegna heimsfaraldurs. Guðmundur Birgir Halldórsson, verkefnisstjóri hátíðarinnar segir að hún byrji snemma til að koma í veg fyrir ómenningu fram eftir morgni. Oddur Þórðarson tók saman. Pysjutímabilið er hafið í Vestmannaeyjum og þá eru börnin á vaktinni, sem og fullorðnir sem breytast í börn, samkvæmt Margréti Lilju Magnúsdóttur hjá Pysjueftirlitinu. Haukur Holm talaði við hana. Hraunflóð, brauðterta Önnu Margrétar Magnúsdóttur, bar sigur úr býtum í Brauðtertukeppninni Eldgosið 2022. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir ræddi við Erlu Hlynsdóttur annan forsprakka keppninnar. ------------------ Samfélagslegt átak þarf til að sinna þörfum yngstu leikskólabarnanna svo vel sé segir Hrönn Pálmadóttir, doktor í menntunarfræði ungra barna sem óttast að þarfir þeirra séu ekki í forgrunni við úrlausn leikskólavandans. Hafdís Helga Helgadóttir talaði við hana. Dregið hefur úr hraunflæði í Meradölum og er það nú um þriðjungur þess sem var fyrstu daga gossins Ekki er þó hægt að skera úr um hvort því lýkur senn eða hvort þetta er tímabundin lægð. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Magnús Tuma Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við HÍ. Hungursneyð blasir við milljónum Sómala vegna þurrka og verðhækkana á korni. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður Kormákur Marðarson. Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir.
Bráð úr gosinu frá því í fyrra hefur runnið undan nýja hrauninu. Þó yfirborðið sé storknað getur hraunkvika leynst undir og því stórhættulegt að ganga á hrauninu. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir tók saman og talaði við Hjördísi Guðmundsdóttir. Hópur flóttafólks frá Sýrlandi fannst á lítilli eyju við landamæri Tyrklands og Grikklands. Fólkið hafði verið þar síðan í júlí. Rebekka Líf Ingadóttir tók saman. Menningarnótt verður haldin í Reykjavík á laugardag í 27. sinn, eftir tveggja ára hlé vegna heimsfaraldurs. Guðmundur Birgir Halldórsson, verkefnisstjóri hátíðarinnar segir að hún byrji snemma til að koma í veg fyrir ómenningu fram eftir morgni. Oddur Þórðarson tók saman. Pysjutímabilið er hafið í Vestmannaeyjum og þá eru börnin á vaktinni, sem og fullorðnir sem breytast í börn, samkvæmt Margréti Lilju Magnúsdóttur hjá Pysjueftirlitinu. Haukur Holm talaði við hana. Hraunflóð, brauðterta Önnu Margrétar Magnúsdóttur, bar sigur úr býtum í Brauðtertukeppninni Eldgosið 2022. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir ræddi við Erlu Hlynsdóttur annan forsprakka keppninnar. ------------------ Samfélagslegt átak þarf til að sinna þörfum yngstu leikskólabarnanna svo vel sé segir Hrönn Pálmadóttir, doktor í menntunarfræði ungra barna sem óttast að þarfir þeirra séu ekki í forgrunni við úrlausn leikskólavandans. Hafdís Helga Helgadóttir talaði við hana. Dregið hefur úr hraunflæði í Meradölum og er það nú um þriðjungur þess sem var fyrstu daga gossins Ekki er þó hægt að skera úr um hvort því lýkur senn eða hvort þetta er tímabundin lægð. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Magnús Tuma Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við HÍ. Hungursneyð blasir við milljónum Sómala vegna þurrka og verðhækkana á korni. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður Kormákur Marðarson. Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir.
Bráð úr gosinu frá því í fyrra hefur runnið undan nýja hrauninu. Þó yfirborðið sé storknað getur hraunkvika leynst undir og því stórhættulegt að ganga á hrauninu. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir tók saman og talaði við Hjördísi Guðmundsdóttir. Hópur flóttafólks frá Sýrlandi fannst á lítilli eyju við landamæri Tyrklands og Grikklands. Fólkið hafði verið þar síðan í júlí. Rebekka Líf Ingadóttir tók saman. Menningarnótt verður haldin í Reykjavík á laugardag í 27. sinn, eftir tveggja ára hlé vegna heimsfaraldurs. Guðmundur Birgir Halldórsson, verkefnisstjóri hátíðarinnar segir að hún byrji snemma til að koma í veg fyrir ómenningu fram eftir morgni. Oddur Þórðarson tók saman. Pysjutímabilið er hafið í Vestmannaeyjum og þá eru börnin á vaktinni, sem og fullorðnir sem breytast í börn, samkvæmt Margréti Lilju Magnúsdóttur hjá Pysjueftirlitinu. Haukur Holm talaði við hana. Hraunflóð, brauðterta Önnu Margrétar Magnúsdóttur, bar sigur úr býtum í Brauðtertukeppninni Eldgosið 2022. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir ræddi við Erlu Hlynsdóttur annan forsprakka keppninnar. ------------------ Samfélagslegt átak þarf til að sinna þörfum yngstu leikskólabarnanna svo vel sé segir Hrönn Pálmadóttir, doktor í menntunarfræði ungra barna sem óttast að þarfir þeirra séu ekki í forgrunni við úrlausn leikskólavandans. Hafdís Helga Helgadóttir talaði við hana. Dregið hefur úr hraunflæði í Meradölum og er það nú um þriðjungur þess sem var fyrstu daga gossins Ekki er þó hægt að skera úr um hvort því lýkur senn eða hvort þetta er tímabundin lægð. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Magnús Tuma Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við HÍ. Hungursneyð blasir við milljónum Sómala vegna þurrka og verðhækkana á korni. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður Kormákur Marðarson. Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir.
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Feðgar sluppu ómeiddir þegar skotið var á bíl sem þeir voru í við leikskóla í Hafnarfirði í morgun. Karlmaður á sjötugsaldri var handtekinn grunaður um að hafa skotið þar á tvo bíla. Ásta Hlín Magnúsdóttir tók saman, rætt við íbúa; Berglindi Bjarneyju Ásgeirsdóttur og Sigurlaugu Jakobínu Vilhjálmsdóttur. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra furðar sig á að aðeins þrjár umsóknir hafi borist um stöðu dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Hún vonar að fleiri umsóknir berist um stöðuna nú þegar auglýst er að nýju. Urður Örlygsdóttir ræddi við Katrínu. Hátt í nítján hundrað flóttamenn hafa komið til landsins það sem af er ári og hafa aldrei verið fleiri. Nærri tveir þriðju þeirra eru frá Úkraínu. Rebekka Líf Ingadóttir tók saman og talaði við Gylfa Þór Þorsteinsson, aðgerðastjóra vegna komu flóttamanna frá Úkraínu. Þrír ráðherrar í ríkisstjórn Emmanuels Macron hafa verið sakaðir um kynferðisbrot. Ráðherra þróunaraðstoðar er sakaður um að hafa beitt tvo skjólstæðinga ofbeldi þegar hann starfaði sem læknir. Þórgnýr Einar Albertsson sagði frá. Laun áheyrnarfulltrúa í nefndum og ráðum Akureyrarbæjar voru hundrað milljónir á síðasta kjörtímabili, það finnst Hlyni Jóhannssyni (M) bæjarfulltrúa meirihlutans of mikið. Anna Þorbjörg Jónasdóttir talaði við Hlyn og Sunnu Hlín Jóhannsdóttur, bæjarfulltrúa (B). -------- Stýrivextir voru enn hækkaðir í morgun í sjöunda sinn á rúmu ári til að reyna að hemja verðbólgu. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Jón Þór Sturluson, hagfræðing og deildarstjóra Viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík. Þórunn Wolfram, doktor í umhverfisfræðum segir að beita þurfi aðferðum móður jarðar til að hjálpa íslenskri náttúru að græða sig sjálf. Lúpínan sé komin til að vera en of mikill asi hafi einkennt sáningu hennar til að byrja með. Hafdís Helga Helgadóttir ræddi við Þórunni um áhrif lúpínu á náttúruna.
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Feðgar sluppu ómeiddir þegar skotið var á bíl sem þeir voru í við leikskóla í Hafnarfirði í morgun. Karlmaður á sjötugsaldri var handtekinn grunaður um að hafa skotið þar á tvo bíla. Ásta Hlín Magnúsdóttir tók saman, rætt við íbúa; Berglindi Bjarneyju Ásgeirsdóttur og Sigurlaugu Jakobínu Vilhjálmsdóttur. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra furðar sig á að aðeins þrjár umsóknir hafi borist um stöðu dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Hún vonar að fleiri umsóknir berist um stöðuna nú þegar auglýst er að nýju. Urður Örlygsdóttir ræddi við Katrínu. Hátt í nítján hundrað flóttamenn hafa komið til landsins það sem af er ári og hafa aldrei verið fleiri. Nærri tveir þriðju þeirra eru frá Úkraínu. Rebekka Líf Ingadóttir tók saman og talaði við Gylfa Þór Þorsteinsson, aðgerðastjóra vegna komu flóttamanna frá Úkraínu. Þrír ráðherrar í ríkisstjórn Emmanuels Macron hafa verið sakaðir um kynferðisbrot. Ráðherra þróunaraðstoðar er sakaður um að hafa beitt tvo skjólstæðinga ofbeldi þegar hann starfaði sem læknir. Þórgnýr Einar Albertsson sagði frá. Laun áheyrnarfulltrúa í nefndum og ráðum Akureyrarbæjar voru hundrað milljónir á síðasta kjörtímabili, það finnst Hlyni Jóhannssyni (M) bæjarfulltrúa meirihlutans of mikið. Anna Þorbjörg Jónasdóttir talaði við Hlyn og Sunnu Hlín Jóhannsdóttur, bæjarfulltrúa (B). -------- Stýrivextir voru enn hækkaðir í morgun í sjöunda sinn á rúmu ári til að reyna að hemja verðbólgu. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Jón Þór Sturluson, hagfræðing og deildarstjóra Viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík. Þórunn Wolfram, doktor í umhverfisfræðum segir að beita þurfi aðferðum móður jarðar til að hjálpa íslenskri náttúru að græða sig sjálf. Lúpínan sé komin til að vera en of mikill asi hafi einkennt sáningu hennar til að byrja með. Hafdís Helga Helgadóttir ræddi við Þórunni um áhrif lúpínu á náttúruna.
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Feðgar sluppu ómeiddir þegar skotið var á bíl sem þeir voru í við leikskóla í Hafnarfirði í morgun. Karlmaður á sjötugsaldri var handtekinn grunaður um að hafa skotið þar á tvo bíla. Ásta Hlín Magnúsdóttir tók saman, rætt við íbúa; Berglindi Bjarneyju Ásgeirsdóttur og Sigurlaugu Jakobínu Vilhjálmsdóttur. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra furðar sig á að aðeins þrjár umsóknir hafi borist um stöðu dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Hún vonar að fleiri umsóknir berist um stöðuna nú þegar auglýst er að nýju. Urður Örlygsdóttir ræddi við Katrínu. Hátt í nítján hundrað flóttamenn hafa komið til landsins það sem af er ári og hafa aldrei verið fleiri. Nærri tveir þriðju þeirra eru frá Úkraínu. Rebekka Líf Ingadóttir tók saman og talaði við Gylfa Þór Þorsteinsson, aðgerðastjóra vegna komu flóttamanna frá Úkraínu. Þrír ráðherrar í ríkisstjórn Emmanuels Macron hafa verið sakaðir um kynferðisbrot. Ráðherra þróunaraðstoðar er sakaður um að hafa beitt tvo skjólstæðinga ofbeldi þegar hann starfaði sem læknir. Þórgnýr Einar Albertsson sagði frá. Laun áheyrnarfulltrúa í nefndum og ráðum Akureyrarbæjar voru hundrað milljónir á síðasta kjörtímabili, það finnst Hlyni Jóhannssyni (M) bæjarfulltrúa meirihlutans of mikið. Anna Þorbjörg Jónasdóttir talaði við Hlyn og Sunnu Hlín Jóhannsdóttur, bæjarfulltrúa (B). -------- Stýrivextir voru enn hækkaðir í morgun í sjöunda sinn á rúmu ári til að reyna að hemja verðbólgu. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Jón Þór Sturluson, hagfræðing og deildarstjóra Viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík. Þórunn Wolfram, doktor í umhverfisfræðum segir að beita þurfi aðferðum móður jarðar til að hjálpa íslenskri náttúru að græða sig sjálf. Lúpínan sé komin til að vera en of mikill asi hafi einkennt sáningu hennar til að byrja með. Hafdís Helga Helgadóttir ræddi við Þórunni um áhrif lúpínu á náttúruna.
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Markús Hjaltason. Stjórn útsendingar fréttahluta: Margrét Júlía Ingimarsdóttir. Fara á yfir hvernig bæta má öryggi í Reynisfjöru á fundi í Vík í kvöld og ræða hvernig landeigendur og stjórnvöld geta stuðlað að því. Magnús Geir Eyjólfsson fréttamaður segir frá. Viljayfirlýsing um heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk var undirrituð í dag á Kjarvalsstöðum. Urður Örlygsdóttir tók saman, rætt við Guðmund Inga Guðbrandsson, félagsmálaráðherra, Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og Helga Pétursson, formann Landssambands eldri borgara. Landsmenn straujuðu kortin sín erlendis í síðasta mánuði sem aldrei fyrr. Kortanotkun erlendis rúmlega tvöfaldaðist milli ára og nýtt met var sett. Brynjólfur Þór Guðmundsson sagði frá. Byrjað var að framfylgja banni við innflutningi á vörum frá Xinjiang-héraði Kína í Bandaríkjunum í dag. Bandaríkjastjórn sakar Kínverja um þjóðarmorð í héraðinu og segir fólk þar vinna nauðungarvinnu. Þórgnýr Einar Albertsson segir frá. Lúsmýið er farið að herja á landsmenn og færri þeirra útbitnu komast að hjá ofnæmislækni en vilja. Rebekka Líf Ingadóttir talaði við Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlækni á ónæmisfræðideild Landspítalans. ---------- Mikil röskun er þegar orðin á flugi í Noregi eftir að flugvirkjar hófu verkfall fyrir helgi og reiknað er með að um komandi helgi falli flug meira og minna niður nema samningar náist. Sumarfrí í Noregi hefjast almennt með Jónsmessunni og margir óttast að sitja eftir heima með verðlausa flugmiða. Gísli Kristjánsson segir frá. Það eru ekki horfur á að spilling hverfi úr stjórnmálum rómönsku Ameríku á næstu árum segir Hólmfríður Garðarsdóttir prófessor í spænsku við Háskóla Íslands þar virðist oft stutt milli greiða og múta. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við hana. Undirbúningur er hafinn að því að gera dómskerfið stafrænt og vonir standa til að verkefnið verði langt komið árið 2026. Hafdís Helga Helgadóttir spurði Sigurð Tómas Magnússon stjórnarformann dómstólasýslunnar hvað það þýddi.
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Markús Hjaltason. Stjórn útsendingar fréttahluta: Margrét Júlía Ingimarsdóttir. Fara á yfir hvernig bæta má öryggi í Reynisfjöru á fundi í Vík í kvöld og ræða hvernig landeigendur og stjórnvöld geta stuðlað að því. Magnús Geir Eyjólfsson fréttamaður segir frá. Viljayfirlýsing um heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk var undirrituð í dag á Kjarvalsstöðum. Urður Örlygsdóttir tók saman, rætt við Guðmund Inga Guðbrandsson, félagsmálaráðherra, Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og Helga Pétursson, formann Landssambands eldri borgara. Landsmenn straujuðu kortin sín erlendis í síðasta mánuði sem aldrei fyrr. Kortanotkun erlendis rúmlega tvöfaldaðist milli ára og nýtt met var sett. Brynjólfur Þór Guðmundsson sagði frá. Byrjað var að framfylgja banni við innflutningi á vörum frá Xinjiang-héraði Kína í Bandaríkjunum í dag. Bandaríkjastjórn sakar Kínverja um þjóðarmorð í héraðinu og segir fólk þar vinna nauðungarvinnu. Þórgnýr Einar Albertsson segir frá. Lúsmýið er farið að herja á landsmenn og færri þeirra útbitnu komast að hjá ofnæmislækni en vilja. Rebekka Líf Ingadóttir talaði við Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlækni á ónæmisfræðideild Landspítalans. ---------- Mikil röskun er þegar orðin á flugi í Noregi eftir að flugvirkjar hófu verkfall fyrir helgi og reiknað er með að um komandi helgi falli flug meira og minna niður nema samningar náist. Sumarfrí í Noregi hefjast almennt með Jónsmessunni og margir óttast að sitja eftir heima með verðlausa flugmiða. Gísli Kristjánsson segir frá. Það eru ekki horfur á að spilling hverfi úr stjórnmálum rómönsku Ameríku á næstu árum segir Hólmfríður Garðarsdóttir prófessor í spænsku við Háskóla Íslands þar virðist oft stutt milli greiða og múta. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við hana. Undirbúningur er hafinn að því að gera dómskerfið stafrænt og vonir standa til að verkefnið verði langt komið árið 2026. Hafdís Helga Helgadóttir spurði Sigurð Tómas Magnússon stjórnarformann dómstólasýslunnar hvað það þýddi.
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Markús Hjaltason. Stjórn útsendingar fréttahluta: Margrét Júlía Ingimarsdóttir. Fara á yfir hvernig bæta má öryggi í Reynisfjöru á fundi í Vík í kvöld og ræða hvernig landeigendur og stjórnvöld geta stuðlað að því. Magnús Geir Eyjólfsson fréttamaður segir frá. Viljayfirlýsing um heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk var undirrituð í dag á Kjarvalsstöðum. Urður Örlygsdóttir tók saman, rætt við Guðmund Inga Guðbrandsson, félagsmálaráðherra, Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og Helga Pétursson, formann Landssambands eldri borgara. Landsmenn straujuðu kortin sín erlendis í síðasta mánuði sem aldrei fyrr. Kortanotkun erlendis rúmlega tvöfaldaðist milli ára og nýtt met var sett. Brynjólfur Þór Guðmundsson sagði frá. Byrjað var að framfylgja banni við innflutningi á vörum frá Xinjiang-héraði Kína í Bandaríkjunum í dag. Bandaríkjastjórn sakar Kínverja um þjóðarmorð í héraðinu og segir fólk þar vinna nauðungarvinnu. Þórgnýr Einar Albertsson segir frá. Lúsmýið er farið að herja á landsmenn og færri þeirra útbitnu komast að hjá ofnæmislækni en vilja. Rebekka Líf Ingadóttir talaði við Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlækni á ónæmisfræðideild Landspítalans. ---------- Mikil röskun er þegar orðin á flugi í Noregi eftir að flugvirkjar hófu verkfall fyrir helgi og reiknað er með að um komandi helgi falli flug meira og minna niður nema samningar náist. Sumarfrí í Noregi hefjast almennt með Jónsmessunni og margir óttast að sitja eftir heima með verðlausa flugmiða. Gísli Kristjánsson segir frá. Það eru ekki horfur á að spilling hverfi úr stjórnmálum rómönsku Ameríku á næstu árum segir Hólmfríður Garðarsdóttir prófessor í spænsku við Háskóla Íslands þar virðist oft stutt milli greiða og múta. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við hana. Undirbúningur er hafinn að því að gera dómskerfið stafrænt og vonir standa til að verkefnið verði langt komið árið 2026. Hafdís Helga Helgadóttir spurði Sigurð Tómas Magnússon stjórnarformann dómstólasýslunnar hvað það þýddi.
Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 19,9% frá yfirstandandi ári samkvæmt fasteignamati Þjóðskrár fyrir næsta ár, en samanlagt mat íbúða hækkar um 23,6%. Fyrir ári var hækkunin um 7,4% á landinu öllu. Utanríkisráðherra lagði fram tillögu á Alþingi um heimild til ríkisstjórnar að staðfesta fyrir Íslands hönd fyrirhugaða viðbótarsamninga við Norður-Atlantshafssamninginn um aðild Finnlands og Svíþjóðar að bandalaginu. Danska ríkið beitti grænlenskar unglingsstúlkur hreinu ofbeldi þegar lykkjan var sett í þær án þeirra vitundar á árunum 1966 til 1975. Þetta segir Inga Dóra Guðmundsdóttir Markussen, ritari Siumut stjórnmálaflokksins á Grænlandi. Hagsjá Landsbankans segir hagkerfið á réttri leið. Landsframleiðsla jókst um 8,6 prósent á fyrsta ársfjórðungi, borið saman við sama tímabil í fyrra. Rebekka Líf Ingadóttir talaði við Gústaf Steingrímsson. Grunnskólakennari segir að stórefla þurfi hinseginfræðslu í skólum, hinsegin nemendum líði oft illa í skólanum. Tveggja mánaða útgöngubanni vegna covidfaraldursins hefur verið aflétt í Shanghai, stærstu borg Kína. Ýmsar takmarkanir verða þó í gildi enn um sinn. Ásgeir Tómasson sagði frá. --------------------- Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 19,9% frá yfirstandandi ári samkvæmt fasteignamati Þjóðskrár fyrir árið 2023, samanlagt mat íbúða hækkar um 23,6%. Þetta er umtalsvert meiri hækkun en tilkynnt var um fyrir ári síðan þegar fasteignamat hækkaði um 7,4% á landinu öllu. Fólk virðist hafa hlaupið til að athuga með nýja fasteignamatið því áhuginn var slíkur að vefur þjóðskrár réði hreinlega ekki við álagið. Hafdís Helga Helgadóttir talaði við Kára S Friðriksson, hagfræðing hjá Húsnæðis og mannvirkjastofnun. Lykkjunni var komið fyrir í 4.500 grænlenskum unglingsstúlkum á árunum 1966 til 1970. Þetta var gert með samþykki danskra yfirvalda en án vitundar stúlknanna og foreldra þeirra. Aðgerðin var liður í átaki danskra stjórnvalda til að hægja á fólksfjölgun á Grænlandi. Málið hefur legið í þagnargildi þar til nú. Kristján Sigurjónsson talaði við ingU DórU GuðmundsdóttUr Markussen í Nuuk á Grænlandi. og tók pistilinn saman. Á tímum pestarinnar var boðið uppá örvunarsprautur fyrir mannfólkið og örvunarpakka fyrir atvinnulífið. Örvunarsprauturnar þóttu góðar en í Noregi hallast ráðamenn nú að því að örvunarpakkarnir hafi verið of örvandi. Hagkerfið er farið á fyllerí, hagvöxtur óstöðvandi, vextir leika lausum hala og leitun að ráðum til að hemja ölvunina. Gísli Kristjánsson tók saman.
Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 19,9% frá yfirstandandi ári samkvæmt fasteignamati Þjóðskrár fyrir næsta ár, en samanlagt mat íbúða hækkar um 23,6%. Fyrir ári var hækkunin um 7,4% á landinu öllu. Utanríkisráðherra lagði fram tillögu á Alþingi um heimild til ríkisstjórnar að staðfesta fyrir Íslands hönd fyrirhugaða viðbótarsamninga við Norður-Atlantshafssamninginn um aðild Finnlands og Svíþjóðar að bandalaginu. Danska ríkið beitti grænlenskar unglingsstúlkur hreinu ofbeldi þegar lykkjan var sett í þær án þeirra vitundar á árunum 1966 til 1975. Þetta segir Inga Dóra Guðmundsdóttir Markussen, ritari Siumut stjórnmálaflokksins á Grænlandi. Hagsjá Landsbankans segir hagkerfið á réttri leið. Landsframleiðsla jókst um 8,6 prósent á fyrsta ársfjórðungi, borið saman við sama tímabil í fyrra. Rebekka Líf Ingadóttir talaði við Gústaf Steingrímsson. Grunnskólakennari segir að stórefla þurfi hinseginfræðslu í skólum, hinsegin nemendum líði oft illa í skólanum. Tveggja mánaða útgöngubanni vegna covidfaraldursins hefur verið aflétt í Shanghai, stærstu borg Kína. Ýmsar takmarkanir verða þó í gildi enn um sinn. Ásgeir Tómasson sagði frá. --------------------- Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 19,9% frá yfirstandandi ári samkvæmt fasteignamati Þjóðskrár fyrir árið 2023, samanlagt mat íbúða hækkar um 23,6%. Þetta er umtalsvert meiri hækkun en tilkynnt var um fyrir ári síðan þegar fasteignamat hækkaði um 7,4% á landinu öllu. Fólk virðist hafa hlaupið til að athuga með nýja fasteignamatið því áhuginn var slíkur að vefur þjóðskrár réði hreinlega ekki við álagið. Hafdís Helga Helgadóttir talaði við Kára S Friðriksson, hagfræðing hjá Húsnæðis og mannvirkjastofnun. Lykkjunni var komið fyrir í 4.500 grænlenskum unglingsstúlkum á árunum 1966 til 1970. Þetta var gert með samþykki danskra yfirvalda en án vitundar stúlknanna og foreldra þeirra. Aðgerðin var liður í átaki danskra stjórnvalda til að hægja á fólksfjölgun á Grænlandi. Málið hefur legið í þagnargildi þar til nú. Kristján Sigurjónsson talaði við ingU DórU GuðmundsdóttUr Markussen í Nuuk á Grænlandi. og tók pistilinn saman. Á tímum pestarinnar var boðið uppá örvunarsprautur fyrir mannfólkið og örvunarpakka fyrir atvinnulífið. Örvunarsprauturnar þóttu góðar en í Noregi hallast ráðamenn nú að því að örvunarpakkarnir hafi verið of örvandi. Hagkerfið er farið á fyllerí, hagvöxtur óstöðvandi, vextir leika lausum hala og leitun að ráðum til að hemja ölvunina. Gísli Kristjánsson tók saman.
Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 19,9% frá yfirstandandi ári samkvæmt fasteignamati Þjóðskrár fyrir næsta ár, en samanlagt mat íbúða hækkar um 23,6%. Fyrir ári var hækkunin um 7,4% á landinu öllu. Utanríkisráðherra lagði fram tillögu á Alþingi um heimild til ríkisstjórnar að staðfesta fyrir Íslands hönd fyrirhugaða viðbótarsamninga við Norður-Atlantshafssamninginn um aðild Finnlands og Svíþjóðar að bandalaginu. Danska ríkið beitti grænlenskar unglingsstúlkur hreinu ofbeldi þegar lykkjan var sett í þær án þeirra vitundar á árunum 1966 til 1975. Þetta segir Inga Dóra Guðmundsdóttir Markussen, ritari Siumut stjórnmálaflokksins á Grænlandi. Hagsjá Landsbankans segir hagkerfið á réttri leið. Landsframleiðsla jókst um 8,6 prósent á fyrsta ársfjórðungi, borið saman við sama tímabil í fyrra. Rebekka Líf Ingadóttir talaði við Gústaf Steingrímsson. Grunnskólakennari segir að stórefla þurfi hinseginfræðslu í skólum, hinsegin nemendum líði oft illa í skólanum. Tveggja mánaða útgöngubanni vegna covidfaraldursins hefur verið aflétt í Shanghai, stærstu borg Kína. Ýmsar takmarkanir verða þó í gildi enn um sinn. Ásgeir Tómasson sagði frá. --------------------- Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 19,9% frá yfirstandandi ári samkvæmt fasteignamati Þjóðskrár fyrir árið 2023, samanlagt mat íbúða hækkar um 23,6%. Þetta er umtalsvert meiri hækkun en tilkynnt var um fyrir ári síðan þegar fasteignamat hækkaði um 7,4% á landinu öllu. Fólk virðist hafa hlaupið til að athuga með nýja fasteignamatið því áhuginn var slíkur að vefur þjóðskrár réði hreinlega ekki við álagið. Hafdís Helga Helgadóttir talaði við Kára S Friðriksson, hagfræðing hjá Húsnæðis og mannvirkjastofnun. Lykkjunni var komið fyrir í 4.500 grænlenskum unglingsstúlkum á árunum 1966 til 1970. Þetta var gert með samþykki danskra yfirvalda en án vitundar stúlknanna og foreldra þeirra. Aðgerðin var liður í átaki danskra stjórnvalda til að hægja á fólksfjölgun á Grænlandi. Málið hefur legið í þagnargildi þar til nú. Kristján Sigurjónsson talaði við ingU DórU GuðmundsdóttUr Markussen í Nuuk á Grænlandi. og tók pistilinn saman. Á tímum pestarinnar var boðið uppá örvunarsprautur fyrir mannfólkið og örvunarpakka fyrir atvinnulífið. Örvunarsprauturnar þóttu góðar en í Noregi hallast ráðamenn nú að því að örvunarpakkarnir hafi verið of örvandi. Hagkerfið er farið á fyllerí, hagvöxtur óstöðvandi, vextir leika lausum hala og leitun að ráðum til að hemja ölvunina. Gísli Kristjánsson tók saman.
Setja þarf uppbyggingu á innviðum í algeran forgang fari að gjósa nálægt Svartsengi. Þetta segir ráðherra almannavarna og telur að mögulega þurfi að ýta regluverki til hliðar. Þórdís Arnljótsdóttir sagði frá. Rætt var við Jón Gunnarsson og Katrínu Jakobsdóttur. Fyrrverandi lögreglustjóri í Austin og Houston í Texas segir mörgum spurningum ósvarað um sein viðbrögð lögreglunnar þegar nítján börn og tveir kennarar voru skotin til bana í bænum Uvalde í ríkinu. Ásgeir Tómasson tók saman. Sóttvarnarlæknir hefur kannað hvort mögulegt sé að fá bóluefnið Imvanex til að nota gegn apabólu hér á landi. Nú liggur fyrir að ísland fái aðkomu að sameiginlegum innkaupum Evrópusambandsins á bóluefninu. Rebekka Líf Ingadóttir sagði frá. Svo virðist sem Norðlendingar hafi nýtt tímann í faraldrinum vel því fæðingum fjölgaði um tæp 26 prósent milli ára á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Forstjóri sjúkrahússins fagnar fjölguninni sem er sú næst mesta frá upphafi mælinga. Óðinn Svan Óðinsson ræddi við Hildigunni Svavarsdóttur. Nýjasta kvikmynd leikstjórans Hlyns Pálmasonar, Volaða land var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes á miðvikudagskvöld. Í kvöld kemur í ljós hvort myndin fær verðlaun í flokknum Un Certain Regard. Sigurður Kaiser tók saman. ---------------------------------- Lögbundinn réttur kvenna til að velja hvort og hvenær þær ganga með börn á víða undir högg að sækja. 41% kvenna á frjósemisaldri í heiminum búa við lög sem takmarka aðgang þeirra að öruggu þungunarrofi. Fiona Bloomer er dósent í velferðarstefnu við Ulster-háskóla í Norður Írlandi og hefur einblínt á margvíslegar hliðar þungunarrofs í rannsóknum sínum. Hafdís Helga Helgadóttir talaði við hana. Líkur eru á að vinstrisinnaður stjórnmálamaður verði í fyrsta sinn kosinn forseti Kólumbíu á sunnudag, 29. maí. Gustavo Petro er 62 ára hagfræðingur og þingmaður á kólumbíska þinginu og fyrrverandi borgarstjóri í Bógota, höfuðborg landsins. Kristján Sigurjónsson sagði frá. Yfir sjö þúsund manns hafa nýtt sér svokallað raunfærnimat til að fá færni og þekkingu sem það hefur öðlast í starfi, metna til náms. Hildur Betty Kristjánsdóttir er framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Hafdís Helga Helgadóttir talaði við hana.
Setja þarf uppbyggingu á innviðum í algeran forgang fari að gjósa nálægt Svartsengi. Þetta segir ráðherra almannavarna og telur að mögulega þurfi að ýta regluverki til hliðar. Þórdís Arnljótsdóttir sagði frá. Rætt var við Jón Gunnarsson og Katrínu Jakobsdóttur. Fyrrverandi lögreglustjóri í Austin og Houston í Texas segir mörgum spurningum ósvarað um sein viðbrögð lögreglunnar þegar nítján börn og tveir kennarar voru skotin til bana í bænum Uvalde í ríkinu. Ásgeir Tómasson tók saman. Sóttvarnarlæknir hefur kannað hvort mögulegt sé að fá bóluefnið Imvanex til að nota gegn apabólu hér á landi. Nú liggur fyrir að ísland fái aðkomu að sameiginlegum innkaupum Evrópusambandsins á bóluefninu. Rebekka Líf Ingadóttir sagði frá. Svo virðist sem Norðlendingar hafi nýtt tímann í faraldrinum vel því fæðingum fjölgaði um tæp 26 prósent milli ára á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Forstjóri sjúkrahússins fagnar fjölguninni sem er sú næst mesta frá upphafi mælinga. Óðinn Svan Óðinsson ræddi við Hildigunni Svavarsdóttur. Nýjasta kvikmynd leikstjórans Hlyns Pálmasonar, Volaða land var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes á miðvikudagskvöld. Í kvöld kemur í ljós hvort myndin fær verðlaun í flokknum Un Certain Regard. Sigurður Kaiser tók saman. ---------------------------------- Lögbundinn réttur kvenna til að velja hvort og hvenær þær ganga með börn á víða undir högg að sækja. 41% kvenna á frjósemisaldri í heiminum búa við lög sem takmarka aðgang þeirra að öruggu þungunarrofi. Fiona Bloomer er dósent í velferðarstefnu við Ulster-háskóla í Norður Írlandi og hefur einblínt á margvíslegar hliðar þungunarrofs í rannsóknum sínum. Hafdís Helga Helgadóttir talaði við hana. Líkur eru á að vinstrisinnaður stjórnmálamaður verði í fyrsta sinn kosinn forseti Kólumbíu á sunnudag, 29. maí. Gustavo Petro er 62 ára hagfræðingur og þingmaður á kólumbíska þinginu og fyrrverandi borgarstjóri í Bógota, höfuðborg landsins. Kristján Sigurjónsson sagði frá. Yfir sjö þúsund manns hafa nýtt sér svokallað raunfærnimat til að fá færni og þekkingu sem það hefur öðlast í starfi, metna til náms. Hildur Betty Kristjánsdóttir er framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Hafdís Helga Helgadóttir talaði við hana.