POPULARITY
Valsmenn í veseni í Bestu Deildinni by Hjörvar Hafliðason
Í Skagafirði er unnið að því að endurheimta skóglendi, í Brimnesskógum, en þar var blómlegur skógur á landnámsöld. Steinn Kárason garðyrkjumeistari og umhverfishagfræðingur er frumkvöðull að þessu, hann kemur í þáttinn og segir okkur allt um þetta. Í síðustu viku fjölluðum við um mót gervigreindar og tónlistar – og veltum því fyrir okkur hver væri höfundur verks sem framleitt er af gervigreind. Í dag nálgumst við svipaðar spurningar frá allt annarri átt – frá sjónarhorni lögfræðinnar. Hvaða áhrif hefur þróun gervigreindar á höfundarétt? Hafliði K. Lárusson lögmaður kíkir til okkar og spjallar við okkur um gervigreind og lögfræði. Samfélagið gluggaði í dómskjöl úr safni Þjóðskjalasafnins - um sifjaspellsmál í Dalasýslu á 18. öld - þar sem ung kona, Kristín Bjarnadóttir, var dæmd til refsingar fyrir að eignast barn með stjúpföður sínum. Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skjalavörður á Þjóðskjalasafninu segir okkur frá máli Kristínar. Tónlist í þættinum í dag: Borges, Lô, Nascimento, Milton - Cravo e canela. Silvana Estrada - Chega de Saudada/No more blues
Flestum þykir nú gott súkkulaði og sætabrauð og föstudagsgesturinn okkar í dag, hreinlega lifir af því að búa til þetta tvennt fyrir sína kúnna. Viðkomandi er bakari og hefur sérhæft sig í súkkulaðinu og ber jafnvel titilinn súkkulaðimeistari. Hafliði Ragnarsson var föstudagsgesturinn okkar en bakaríið hans er Mosfellsbakarí og var stofnað af foreldrum hans og föðurbróður 1982 og eftir að Hafliði heim frá námi í Danmörku og Frakklandi tók hann við framleiðslustjórn og hóf að framleiða eðalsúkkulaði undir eigin nafni HR konfekt. Við kynntumst Hafliða betur í þættinum, fórum með honum aftur í tímann í sveitina fyrir austan og vestur á Patreksfjörð, frægðardraumana, trommuleikinn og svo auðvitað súkkulaðið. Matarspjallið var ekki á sömu sætu nótunum því eftir að við kvöddum Hafliða tók Sigurlaug Margrét við, ströng á svip, því við flettum í gegnum litlar bækur sem okkur bárust, um þýskan mat. Schnitzel, Pretzel, Currywurst, Bratwurst og fleira í þýsku matarspjalli í dag. Tónlist í þættinum í dag: Fólkið í blokkinni / Eggert Þorleifsson (Ólafur Haukur Símonarson) Careless Memories / Duran Duran (Andy Taylor, John Taylor, Nick Rhodes, Roger Taylor og Simon le Bon) Does Your Mother Know / ABBA (Benny Andersson og Björn Ulvaeus) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Jæja við fengum til okkur Hjörvar Hafliða eða Dr. Football (eða Herra fótboltaspil eins og við viljum kalla hann) til þess koma og spill all the fótboltaspilara tea. Tune in
Doc án landamæra - Öll augu á Anfield í Meistaradeildinni by Hjörvar Hafliðason
Doc Xtra - Gylfamálið krufið til mergjar og Real grýttu City út úr deild þeirra bestu by Hjörvar Hafliðason
www.patreon.com/skodanabraedurStyrktaraðilar þáttarins: Myntkaup, Saltverk, Stjörnugrís, World Class og Silkisvefn.Skoðanabræður klassík. Óttalausi leiðtoginn og spekingurinn Hjörvar Hafliðason mætti í þáttinn október 2021. Tímalaus epík. Njótið vel kæra bræðralag.
Samtökin '78, Félag íslenskra teiknara og Miðstöð hönnunar og arkitektúrs standa nú fyrir samkeppni um tákn fyrir kynhlutlaus rými, svo sem salerni, búningsklefa, sturtuaðstöðu o.fl. Fimm ár eru liðin frá því að lög um kynrænt sjálfræði voru samþykkt og Ísland er fremst í flokki hvað varðar lög sem þessi. Hins vegar er vandað og skýrt tákn fyrir kynhlutlaus rými enn ekki til. Samtökin '78 fá margar fyrirspurnir frá fyrirtækjum og stofnunum varðandi táknnotkun, bæði hérlendis og erlendis frá. Anton Jónas Illugason, formaður Félags íslenskra teiknara og Magnús Bjarni Gröndal rekstrarstjóri samtakanna 78 komu í þáttinn í dag. Georg Lúðvíksson, sérfræðingur í heimilisfjármálum, var hjá okkur í dag eins og undanfarna mánudaga með það sem við köllum Fjármálin á mannamáli. Í þetta sinn ætlar hann að velta fyrir sér fjárhagslegu uppeldi og koma með einhver góð ráð í þeim málum. Lesandi vikunnar í þetta sinn var svo Birta Björnsdóttir fréttakona, hún setti sér markmið fyrir nokkrum árum að lesa visst margar bækur á ári, en þurfti svo aðeins að endurskoða þau markmið. Við heyrðum betur af því og svo sagði hún okkur auðvitað frá því hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Birta talaði um eftirfarandi bækur og höfunda: Líkami okkar, þeirra vígvöllur e. Christinu Lamb Sjö fermetrar með lás e. Jussi Adler Olsen Bókasafn föður míns e. Ragnar Helga Ólafsson Isabel Allende, og Hús andanna Einar Kárason, Óvinafögnuður, Killiansfólkið, Djöflaeyjan og Gulleyjan. Tónlist í þættinum í dag: Stúlkan / Todmobile (Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson og Andrea Gylfadóttir) Svarthvíta hetjan mín / Dúkkulísur (Gréta Jóna Sigurjónsdóttir) Hún ógnar mér / Flott (Ragnhildur Veigarsdóttir og Vigdís Hafliðadóttir) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Mikill munur er á því að fara í kulnun vegna streitu og of mikils vinnuálags en í kjölfar áfalls því þá hefur maður enga stjórn á atburðarás. Þetta segir Sólveig Þorbergsdóttir myndlistarkona enhún er ein þeirra Grindvíkinga sem missti heimilið sitt til næstum þrjátíu ára vegna jarðhræringa en hún hafði ásamt eiginmanni sínum unnið að miklum endurbótum á húsinu í áraraðir. Hún keypti húsið illa farið, þá einstæð móðir með tvíburadrengi. Hún segir að betur hefði mátt hlúa að andlegri heilsu og líðan Grindvíkinga en gert var og hefur sjálf þurft að leita eftir bjargráðum til að takast á við það að missa heimilið sitt varanlega. Helga Arnardóttir ræddi við Sólveigu á Heilsuvaktinni í dag, um það hvernig hægt er að takast á við erfið áföll og eftirmála þeirra og líta á það sem jákvæða umbreytingu sem mögulega leiðir eitthvað gott af sér. Út er komin árlega Jólabók Blekfjelagsins, örsagnasafn meistaranema í ritlist við Háskóla Íslands. Sögurnar eru 28 og allar telja þær nákvæmlega 88 orð, auk titils og yfirskriftin þetta árið er „Ómerkt“. Blekfjelagsið hefur gefið út þess háttar jólabók samfellt í 13 ár. Sú fyrsta kom árið 2012 og þá áttu sögurnar innihalda nákvæmlega 100 orð auk titils. Á hverju ári fækkar orðunum um eitt og fyrir vikið eru þau núna 88. Við heyrðum fyrrihlutann á þriðjudaginn en í dag var seinni hlutinn fluttur í þættinum. Höfundar örsagnanna í dag voru: María Ramos, Jóhannes Árnason, Ösp Eldjárn Kristjánsdóttir, Vala Hauks, Ragnhildur Guðmundsdóttir, Daníel Daníelsson, Gígja Sara Björnsson, Ásta H. Ólafsdóttir, Margrét Eymundardóttir, Birta Svavarsdóttir, Patricia Anna Þormar, Lovísa Rut Kristjánsdóttir, Unnar Ingi Sæmundarson og Sturla Óskarsson. Tónlistin í þættinum: Hleyptu ljósi inn / Vigdís Hafliðadóttir og Villi Neto (Tasuro Yamashita, texti Vigdís Hafliðadóttir) It was a very good year / Frank Sinatra (Erwin Drake) It Came Upon a Midnight Clear / Ella Fitzgerald (Edmund Sears, Grace Price & Robert Black Willis) Hvenær koma jólin / Björt Sigfinnsdóttir (Aðalheiður L. Borgþórsdóttir) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Ný rannsókn dregur fram hvernig líkamsþyngdarstuðull, eða öllu heldur ofþyngd, hefur áhrif á hættu á ýmsum sjúkdómum og niðurstöðurnar eru áhugaverðar þegar kemur að tengslum milli erfðabreytileika og sjúkdóma og hvaða áhrif líkamsþyngd getur haft á hættuna á sjúkdómunum. Guðmundur Einarsson, vísindamaður hjá Íslenskri erfðagreiningu og Kári Stefánsson, forstjóri, komu í þáttinn og fóru með okkur yfir þessar áhugaverðu niðurstöður. Svo fræddumst við um Málæði, nýjan sjónvarpsþátt, sem sýndur verður af tilefni Dags íslenskrar tungu á laugardaginn. Í þættinum fylgjumst við með og fáum að heyra tónlist sem landsþekkt tónlistarfólk flytur og unglingar í grunnskólum landsins sömdu, sem sagt bæði lög og texta við. Þær Harpa Rut Hilmarsdóttir, verkefnastjóri Málæðis, og Elfa Lilja Gísladóttir, sem stýrir List fyrir alla, barnamenningarverkefni á vegum Menningarráðuneytissins, komu og sögðu okkur betur frá þessu verkefni í dag. Við fengum svo vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni. Í þessum vinkli talaði hann um hvernig kosningar óhjákvæmilega taka yfir sviðið þegar nær dregur, sérstaklega í fréttatengdu efni. Þá koma nýafstaðnar kosningar í Bandaríkjum Norður-Ameríku aðeins við sögu og líka fyrirliggjandi kosningar í Miðbaugs-Gíneu og örlítið er farið yfir stöðuna þar og hvernig hanski sem eitt sinn prýddi hægri hönd ástsæls tónlistarmanns tengist fyrir gráglettni örlaganna við þá sem nú ráða þar ríkjum. Tónlist í þættinum Á vígaslóð / Sléttuúlfarnir (Gunnar Þórðarsson, texti Jónas Friðrik) Hringiða / Vigdís Hafliðadóttir (Hljómsveitin Kanskekki) Sumarið ‘24 / Bubbi Morthens (Bubbi Morthens, hátt í 1000 unglingar eiga hlut í textanum) Fátt er svo með öllu illt / Ellý Vilhjálms og Vilhjálmur Vilhjálmsson (Buck Owens, texti Ómar Ragnarsson) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Magnús Már Einarsson, Maggi.net, er gestur vikunnar.Magnús byrjaði 13 ára að starfa sem blaðamaður á fotbolti.net og breytti leiknum í umfjöllunumum íslenskan fótbolta ásamt Hafliða Breiðfjörð á næstu 19 árum.Sonur hans fótbrotnaði á fyrir nokkrum árum og það fékk Magga til að hugsa um hvað hann væri að gera í lífinu. Hann hætti á .net og fór að einbeita sér að þjálfun og að vera pabbi.Árangurinn er að hann á tvö börn, það þriðja er á leiðinni og hann kom Aftureldingu í efstu deild.Við þökkum Nettó, Lengjunni, Netgíró,Fitness Sport, Tékkneskum Budvar fyrir samstarfið og bjóðum Eyjó og Hafið fiskverslun velkomin í hópinn!Það Er Alltaf Von - Njótið!
Menningarwitinn hefur sett sér það markmið að sækja einn menningarviðburð á hverjum degi, og sýnir frá því á Instagram. En hvers vegna? Við förum á menningarviðburð með Hafliða Ingasyni, menningarvita. Brynja Hjálmsdóttir, sjónvarpsgagnrýnandi Lestarinnar, horfði á þætti sem hafa verið kallaðir norska útgáfan af Succession. Fjölskyldudrama, milljarðarmæringar og laxeldi. Þættirnir heita Eyja milljarðamæringanna, og eru á Netflix. Ný mynd Loran Batti var sýnd á RIFF um helgina, G - 21 sena frá Gottsunda. Við hittum Loran, sem ólst upp í fjölmenningarlega hverfinu Gottsunda, í Uppsala, og á vini sem leiddust út í glæpi. Myndin fjallar um hverfið, sem honum þykir svo vænt um, en er líka orðið að uppsprettu kvíða.
Charli xcx gaf út plötuna BRAT síðastliðinn föstudag, og hefur hún vakið mikla lukku hlustenda sem og gagnrýnenda. Hún rammar inn þær flóknu og mótsagnakenndu tilfinningar sem fylgja því að vera 31 árs kona. Eða stelpa. Arnar Ingi Ingason, tónlistarmaður, hlustaði og dýrkaði, hann rýnir í plötuna út frá sjónarhorni pródúsentsins. Af hverju finnst okkur svona óþægilegt að tala um klám þegar allir hafa horft á það? Þessari spurningu og fleirum er varpað fram í einleiknum Þegar við erum ein eftir þær Hólmfríði Hafliðadóttur, leikkonu og Melkorku Gunborgu Brinasdóttur, sviðshöfund. Ást, kynlíf, væntingar, fantasíur, rómantík og klám, eru meðal þema sem verkið rannsakar, en það verður sett á svið í Háskólabíói í sumar. Guðrún Úlfarsdóttir, pistlahöfundur, var á faraldsfæti um helgina og ferðaðist ásamt þremur kynslóðum kvenna úr fjölskyldu sinni til Blönduóss, til að vera viðstödd árlega Prjónagleði þar í bæ.
Olga Maggý Winther og Cristina Agueda eru dansnemar á þriðja ári við Listaháskóla Íslands. Seinna í þessari viku munu þær, ásamt bekkjarfélögum sínum, flytja tvö dansverk á útskriftarsýningu í Laugarnesinu. Þær segja okkur betur frá. Katrín Helga Ólafsdóttir, tónlistarkona, flytur pistil um tónlistarkeppnina Pan-Arctic Vision. Keppnin er svipuð Eurovision í sniði en ólík að því leyti til að hún er yfirlýst pólitísk og hafnar hugmyndum um þjóðríkið og landamæri, en miðjusetur jaðarett þjóðbrot á norðurslóðum. Gerir vera á Instagram okkur hamingjusamari? Er hægt að vera til án þess að eiga Instagram aðgang? Vigdís Hafliðadóttir, grínisti og söngkona hljómsveitarinnar Flott var að skrá sig inn á miðilinn í fyrsta skipti, langt á eftir flestum öðrum. Við leitum svara við þessum stóru spurningum hjá henni.
Bergur Vilhjálmsson starfar sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður og björgunarkafari hjá Slökkviliði höfuðborgasvæðisins. Hann er að fara í gang með styrktarverkefni fyrir Pieta samtökin. Hann ætlar að ganga frá Akranesi, í gegnum Hvalfjörðinn og í Grafarholtið og draga á eftir sér þyngdan sleða eða ýta honum á undan sér. Sleðin er rúm 100 kíló og 100 kíló af lóðum verða á sleðanum og eftir hverja 10 km. mun hann létta af sleðanum 10 kílóum. Þau kíló tákna að hann sé á réttri leið að vinna úr erfiðleikum. Sleðinn táknar erfiðleika sem við erum flest að burðast með í gegnum lífið en það eru til hlutir/verkfæri sem geta gert þessa byrði léttari. Bergur sagði okkur frá aðdraganda göngunnar og svo göngunni sjálfri sem hann hefur á fimmtudaginn kl.14. Sumardagurinn fyrsti er núna á fimmtudaginn og þá verður að venju opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum. Gróðurinn blómstrar í garðskálanum og gróðurhúsunum og fyrsta uppskeran af fersku grænmeti er tilbúin. Hægt verður að skoða skoða verkefni nemenda, forseti Íslands veitir garðyrkjuverðlaun ársins, boðið verður upp á kaffi ræktað á Íslandi og fleira. Björgvin Örn Eggertsson, námsbrautarstjóri skógræktar í Garðyrkjuskólanum, kom í þáttinn og sagði okkur betur frá þessu í dag. Hvernig getum við komið meira af grænmeti og ávöxtum inn í fæðið okkar? Nýjustu næringarráðleggingar frá Norðurlöndunum mæla með að við borðum um 500-800 grömm af því daglega til að halda góðri heilsu. Draga ætti úr kjötáti og unnum kjötvörum og auka neyslu á fiski, baunum ásamt öðru jurtafæði. Anna Sigríður Ólafsdóttir prófessor í næringarfræði við Háskóla Íslands gefur okkur góð ráð um hvernig við breytum gömlum venjum og innleiðum nýjar. Helga Arnardóttir ræddi við Önnu Sigríði í Heilsuvaktinni í dag. Tónlist í þættinum Yakketi yak smacketty smack / Change (Jóhann Helgason) Útþrá / Kristjana Arngrímsdóttir (Kristjana Arngrímsdóttir og Elísabet Geirmundsdóttir) Sumarvísa / Þorgerður Ása og Vigdís Hafliðadóttir (Mats Poulson og Iðunn Steinsdóttir) UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Gestur dagsins er Vigdís Hafliðadóttir. Vigdís er söngkona hljómsveitarinnar FLOTT, tónlistarkona, uppistandari, leikkona, handritshöfundur og margt fleira. Hún er gjörsamlega frábær og mögnuð. Það var gott, gaman, yndislegt, áhugavert og fræðandi að spjalla við Vigdísi. Þú ert frábær! Ást og friður.
Doc án landamæra - Vilja íslenskir leikmenn frí um mitt sumar? by Hjörvar Hafliðason
Það styttist í aldamót og þjóðin fer að taka sénsa. Þorfinnur Ómarsson og lærisveinar hans í Kvikmyndasjóði byrja að veita Edduverðlaun og leikmenn keppast við að hætta að leika fyrir íslenska landsliðið. Fórum yfir það þegar DV hrútskýrði fyrir þjóðinni hverjir væru gáfuðustu Íslendingarnar og svo var nóg að gera hjá Ingólfi Hannessyni. Á meðan er Guðjón að smíða eitthvað skrímsli og nei þá erum við ekki að meina stúkurnar sem settar voru fyrir aftan mörkin fyrir leikinn á móti Frökkum, enda voru þær leigðar frá Svíþjóð #ÞærSænsku. Tvö stig skilin eftir í Jerevan, barningur við Barthez, rýtingur frá Rebrov, eitt stykki Ingólfur kampakátur Karpin og give it Kio Briggsy til the end of the season. "Þetta er liðið okkar". Svona var Ísland '98-'00 Viðmælendur: Pétur Hafliði Marteinsson aka Social Pete Steinar Dagur Adolfsson, sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs Akraness og tengiliður gerður að hafsent. Rikki Daða og Rúnar Kristins (viðtal fengið frá www.fótbolti.net), sérfræðingar í málefnum Íslands og Frakklands Þórður Guðjónsson, áhugamaður um ferðatilhaganir Negliði á Thule og félaga sögum og leiðréttingum, ekki veitir af.
EM í Þjóðaríþróttinni hefst í dag og það var því tilvalið að fá sjálfan Dr. Football, Hjörvar Hafliðason, til okkar í stúdíó og fórum yfir hans uppáhalds stórmót, draumalið og fleira. Hituðum upp fyrir fyrsta leik strákanna okkar gegn Serbíu á föstudaginn, Stymmi Klippari henti í veðmál. Björgvin Páll er að gefa út nýtt Podcast og eru "Strákarnir Okkar" vannýtt vörumerki?
Október er alþjóðlegur vitundarmánuður fólks með ADHD og ADHD samtökin eiga að auki 35 ára afmæli í ár. Samtökin hafa minnst tímamótanna undir yfirskriftinni Betra líf með ADHD í 35 ár sem er einmitt yfirskrift alþjóðlegrar ráðstefnu á Grand Hótel 26. og 27. október sem haldin verður á vegum samtakanna. Gera má ráð fyrir að um það bil 20 þúsund Íslendingar séu með ADHD greint eða ógreint, börn og fullorðnir. Þeir Hrannar Björn Arnarsson, framkvæmdastjóri samtakanna, og Vilhjálmur Hjálmarsson formaður samtakanna komu í þáttinn í dag. Á fimmtudaginn efna Samtök ungra bænda til baráttufundar fyrir lífi sínu og sveitanna, eins og þau orða það. Ungir bændur segjast standa flestir frammi fyrir fjárhagslegum ómöguleika og að ungt fólk sem hefja vill hefðbundinn búskap eigi enga möguleika. Mikil ógn steðji að nauðsynlegri nýliðun í stétt bænda, sem setji um leið fæðuöryggi þjóðarinnar í uppnám. Ísak Jökulsson, bóndi og stjórnarmeðlimur í samtökunum, kom í þáttinn og fór yfir stöðuna og sagði frá fundinum sem fer fram í Salnum í Kópavogi. Við forvitnuðumst svo um fugla með fuglaáhugamanninum Árna Árnasyni. Hann er grunnskólakennari á eftirlaunum og myndar fugla um allt land við hvert tækifæri. Hann hefur áður gefið út bókina Stafróf fuglanna og nú er komin út ný bók eftir hann sem heitir Lesum um fugla, smekkfull af fallegum ljósmyndum. Árni kom í þáttinn með ljósmyndavél með gríðarstórri linsu og lítinn hátalara sem hann notar til að kalla í hinar ýmsu fuglategundir. Hann sagði okkur í þættinum frá þessum mikla fuglaáhuga sínum og nýju bókinni. Tónlist í þættinum í dag: Í löngu máli / Una Torfadóttir (Una Torfadóttir) Hún ógnar mér / Flott (Ragnhildur Veigarsdóttir og Vigdís Hafliðadóttir) Veldu stjörnu / Ellen Kristjánsdóttir og John Grant (Ellen Kristjánsdóttir og Bragi Valdimar Skúlason) From the Start / Laufey (Laufey & Spencer Stewart) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON
Október er alþjóðlegur vitundarmánuður fólks með ADHD og ADHD samtökin eiga að auki 35 ára afmæli í ár. Samtökin hafa minnst tímamótanna undir yfirskriftinni Betra líf með ADHD í 35 ár sem er einmitt yfirskrift alþjóðlegrar ráðstefnu á Grand Hótel 26. og 27. október sem haldin verður á vegum samtakanna. Gera má ráð fyrir að um það bil 20 þúsund Íslendingar séu með ADHD greint eða ógreint, börn og fullorðnir. Þeir Hrannar Björn Arnarsson, framkvæmdastjóri samtakanna, og Vilhjálmur Hjálmarsson formaður samtakanna komu í þáttinn í dag. Á fimmtudaginn efna Samtök ungra bænda til baráttufundar fyrir lífi sínu og sveitanna, eins og þau orða það. Ungir bændur segjast standa flestir frammi fyrir fjárhagslegum ómöguleika og að ungt fólk sem hefja vill hefðbundinn búskap eigi enga möguleika. Mikil ógn steðji að nauðsynlegri nýliðun í stétt bænda, sem setji um leið fæðuöryggi þjóðarinnar í uppnám. Ísak Jökulsson, bóndi og stjórnarmeðlimur í samtökunum, kom í þáttinn og fór yfir stöðuna og sagði frá fundinum sem fer fram í Salnum í Kópavogi. Við forvitnuðumst svo um fugla með fuglaáhugamanninum Árna Árnasyni. Hann er grunnskólakennari á eftirlaunum og myndar fugla um allt land við hvert tækifæri. Hann hefur áður gefið út bókina Stafróf fuglanna og nú er komin út ný bók eftir hann sem heitir Lesum um fugla, smekkfull af fallegum ljósmyndum. Árni kom í þáttinn með ljósmyndavél með gríðarstórri linsu og lítinn hátalara sem hann notar til að kalla í hinar ýmsu fuglategundir. Hann sagði okkur í þættinum frá þessum mikla fuglaáhuga sínum og nýju bókinni. Tónlist í þættinum í dag: Í löngu máli / Una Torfadóttir (Una Torfadóttir) Hún ógnar mér / Flott (Ragnhildur Veigarsdóttir og Vigdís Hafliðadóttir) Veldu stjörnu / Ellen Kristjánsdóttir og John Grant (Ellen Kristjánsdóttir og Bragi Valdimar Skúlason) From the Start / Laufey (Laufey & Spencer Stewart) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON
Vikulok Dr. Footall - Blikar kinda seðilinn og nú hefst Premier League by Hjörvar Hafliðason
Innkastið á mánudegi eftir að 12. umferð Bestu deildarinnar kláraðist um helgina. Farið yfir leikina og Lengjudeildin einnig skoðuð. Elvar Geir, Sæbjörn Steinke og Guðmundur Aðalsteinn í Thule stúdíóinu og Hafliði Breiðfjörð kemur með ferðasögu frá Vestmannaeyjum þar sem hann sá Val vinna 3-0 sigur um helgina. KR vann KA og Víkingur er enn í góðum málum á toppnum eftir sigur gegn Stjörnunni.
Hólmfríður Hafliðadóttir vann í unglingavinnunni og elskaði vinnuna sína, allt þar til hún breyttist í martröð. Hún starfaði eins og flestir unglingar við almenn garðyrkjustörf og vann sig svo upp í flokkstjórastöðu sem hún gegndi í tvö ár. Með tímanum fór hún að upplifa eitraða stemningu, þar sem meðal annars jaðarsettir hópar voru niðurlægðir og hún sjálf lögð í einelti. Komandi úr réttrúnaðarumhverfi framsækinna og fjölmenningarsinnaðra menntskælinga, eins og hún segir sjálf frá, kom henni gjörsamlega í opna skjöldu að vera skyndilega föst í ómenningu einstaklinga sem virtust ekki þurfa að bera nokkra ábyrgð á hegðun sinni. Hólmfríður er í dag sviðshöfundur og leiklistarnemi sem hefur samið ásamt félaga sínum, sviðshöfundinum Magnúsi Thorlacius, einleik sem byggir á þessari reynslu, sem sýndur verður í útileikhúsi í Kópavogi. Framtíðin er ekki óskrifað blað segir aftan á kápu sannsagnasafnsins Best fyrir sem kom út í lok maí. Þar ferðast 7 höfundar, allt nemar í ritlist, um tímann í gegnum heimaslátrun, átök við íslenska veðrið, skíðakennslu á Ítalíu, ómögulegar ástir, eftirpartí, undarlegt háttalag konu um nótt og súran kvíða samtímans. Hvenær kemur framtíðin? Hvenær er hún horfin og orðin að fortíð, útrunninn eins og mjólk í tetra pak fernu á leið í brennslu. Oft góð lengur. Við heyrum lestur úr bókinni í þættinum. Freyja Þórsdóttir verður að vanda í sínu heimspekilega landslagi í pistli dagsins. Freyja fjallar í dag um gildi sannleikans í mannlegum samskiptum og hvernig það má nota tungumálið til að bæði rýra og auðga tengsl. Leikverkið Hulið eftir Sigríði Ástu Olgeirsdóttur var frumsýnt um liðna helgi í Tjarnarbíói. Eva Halldóra Guðmundsdóttir sviðslistarrýnir segir frá sinni upplifun af uppfærslunni.
Hólmfríður Hafliðadóttir vann í unglingavinnunni og elskaði vinnuna sína, allt þar til hún breyttist í martröð. Hún starfaði eins og flestir unglingar við almenn garðyrkjustörf og vann sig svo upp í flokkstjórastöðu sem hún gegndi í tvö ár. Með tímanum fór hún að upplifa eitraða stemningu, þar sem meðal annars jaðarsettir hópar voru niðurlægðir og hún sjálf lögð í einelti. Komandi úr réttrúnaðarumhverfi framsækinna og fjölmenningarsinnaðra menntskælinga, eins og hún segir sjálf frá, kom henni gjörsamlega í opna skjöldu að vera skyndilega föst í ómenningu einstaklinga sem virtust ekki þurfa að bera nokkra ábyrgð á hegðun sinni. Hólmfríður er í dag sviðshöfundur og leiklistarnemi sem hefur samið ásamt félaga sínum, sviðshöfundinum Magnúsi Thorlacius, einleik sem byggir á þessari reynslu, sem sýndur verður í útileikhúsi í Kópavogi. Framtíðin er ekki óskrifað blað segir aftan á kápu sannsagnasafnsins Best fyrir sem kom út í lok maí. Þar ferðast 7 höfundar, allt nemar í ritlist, um tímann í gegnum heimaslátrun, átök við íslenska veðrið, skíðakennslu á Ítalíu, ómögulegar ástir, eftirpartí, undarlegt háttalag konu um nótt og súran kvíða samtímans. Hvenær kemur framtíðin? Hvenær er hún horfin og orðin að fortíð, útrunninn eins og mjólk í tetra pak fernu á leið í brennslu. Oft góð lengur. Við heyrum lestur úr bókinni í þættinum. Freyja Þórsdóttir verður að vanda í sínu heimspekilega landslagi í pistli dagsins. Freyja fjallar í dag um gildi sannleikans í mannlegum samskiptum og hvernig það má nota tungumálið til að bæði rýra og auðga tengsl. Leikverkið Hulið eftir Sigríði Ástu Olgeirsdóttur var frumsýnt um liðna helgi í Tjarnarbíói. Eva Halldóra Guðmundsdóttir sviðslistarrýnir segir frá sinni upplifun af uppfærslunni.
Föstudagsgestirnir okkar að þessu sinni eiga margt sameiginlegt, þau eru bæði í skemmtanabransanum, koma fram saman, til dæmis í uppistandi, og þau eru bæði Eurovision áhugafólk, Vigdís Hafliðadóttir, uppistandari, söngkona í hljómsveitinni Flott og handritshöfundur og Vilhelm Neto, leikari og uppistandari. Þau eru einnig saman með þáttinn Villi og Vigdís ferðast um heiminn sem sýndir eru hjá Sjónvarpi Símanum. Við spjölluðum við þau i dag meðal annars um Eurovision keppnina, mögleikann á því að þau taki þátt í henni og væntanlega grínplötu frá Villa. Það var óvenjulegt matarspjall í dag. Í fjarveru okkar konu, Sigurlaugar Margrétar, sem dvelur á Spáni um þessar mundir við rannsóknarstörf, þá var samt spænsk stemmning svífandi yfir vötnum í matarspjallinu. Sassa Eyþórsdóttir kom til okkar og fræddi okkur um paellur, spænska hrísgrjónaréttinn sem rekur sögu sína til Valencia. Það þarf að ýmsu að huga þegar góð paella er löguð. Tónlist í þættinum í dag: Calm After the Storm / The Common Linnets (Ilse Delange, JB Meijers, Rob Crosby, Matthew Crosby, Jake Etheridge) Siren / Malcolm Linhcon (Robin Juhkental) Det star et billede av dig pa mit bord / Rollo og King(Sören Poppe,Thomas Brekling og Stefan Nielsen) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Föstudagsgestirnir okkar að þessu sinni eiga margt sameiginlegt, þau eru bæði í skemmtanabransanum, koma fram saman, til dæmis í uppistandi, og þau eru bæði Eurovision áhugafólk, Vigdís Hafliðadóttir, uppistandari, söngkona í hljómsveitinni Flott og handritshöfundur og Vilhelm Neto, leikari og uppistandari. Þau eru einnig saman með þáttinn Villi og Vigdís ferðast um heiminn sem sýndir eru hjá Sjónvarpi Símanum. Við spjölluðum við þau i dag meðal annars um Eurovision keppnina, mögleikann á því að þau taki þátt í henni og væntanlega grínplötu frá Villa. Það var óvenjulegt matarspjall í dag. Í fjarveru okkar konu, Sigurlaugar Margrétar, sem dvelur á Spáni um þessar mundir við rannsóknarstörf, þá var samt spænsk stemmning svífandi yfir vötnum í matarspjallinu. Sassa Eyþórsdóttir kom til okkar og fræddi okkur um paellur, spænska hrísgrjónaréttinn sem rekur sögu sína til Valencia. Það þarf að ýmsu að huga þegar góð paella er löguð. Tónlist í þættinum í dag: Calm After the Storm / The Common Linnets (Ilse Delange, JB Meijers, Rob Crosby, Matthew Crosby, Jake Etheridge) Siren / Malcolm Linhcon (Robin Juhkental) Det star et billede av dig pa mit bord / Rollo og King(Sören Poppe,Thomas Brekling og Stefan Nielsen) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Hjörvar Hafliða kíkir á VEISLU drengina Gústa B og Big Income Pally.
Tónlistarhérinn heldur áfram í dag, föstudaginn langa og nú eru mætt tvö ný eldspræk lið. Við sögu í keppni dagsins koma meðal annars Karaeoke-neglur, Íslenskir ,,nineties" hittarar, Bob Dylan, Taylor Swift og þá reyna liðin að bregða fæti fyrir hvort annað með því að velja svínslegan lagalista fyrir andstæðinga sína. Það eru lið Tvöfalda vaffsins, þeirra Vigdísar Hafliðadóttur og Villa Netó sem mæta liði KVals þeim Einari Erni Jónssyni og Kjartani Guðmundssyni í fjörlegri og spennandi keppni.
Við kíkjum á Grammy-verðlaunahátíðina sem fram fór um helgina og rifjum upp viðtal við plötusnúðinn Natalie Gunnarsdóttur um house tónlist og Renaissance, nýjustu plötu Beyoncé. Beyoncé hefur nú hlotið flest Grammy-verðlaun allra listamanna. Hallgrímur Árnason myndlistarmaður sem búsettur er í Vín opnar sína fyrstu einkasýningu um helgina þar sem hann sýnir abstrakt verk á óhefðbundinn hátt þar sem bakhlið málverkanna leikur jafnstórt hlutverk og framhliðin. Við sláum á þráðinn til Vinar til að forvitnast um sýninguna, sem hann kallar fehlerhaft [k?tl?ð]. Að lokum leit Vigdís Hafliðadóttir við í Lestinni, hún er söngkona hljómsveitarinnar FLOTT sem sendi frá sér lagið Hún ógnar mér á dögunum. Þura Stína Kristleifsdóttir, Reykjavíkurdóttir og leikstjóri tónlistarmyndbandsins við lagið var á línunni frá Mílan.
Við kíkjum á Grammy-verðlaunahátíðina sem fram fór um helgina og rifjum upp viðtal við plötusnúðinn Natalie Gunnarsdóttur um house tónlist og Renaissance, nýjustu plötu Beyoncé. Beyoncé hefur nú hlotið flest Grammy-verðlaun allra listamanna. Hallgrímur Árnason myndlistarmaður sem búsettur er í Vín opnar sína fyrstu einkasýningu um helgina þar sem hann sýnir abstrakt verk á óhefðbundinn hátt þar sem bakhlið málverkanna leikur jafnstórt hlutverk og framhliðin. Við sláum á þráðinn til Vinar til að forvitnast um sýninguna, sem hann kallar fehlerhaft [k?tl?ð]. Að lokum leit Vigdís Hafliðadóttir við í Lestinni, hún er söngkona hljómsveitarinnar FLOTT sem sendi frá sér lagið Hún ógnar mér á dögunum. Þura Stína Kristleifsdóttir, Reykjavíkurdóttir og leikstjóri tónlistarmyndbandsins við lagið var á línunni frá Mílan.
Vikulok Dr. Football - Hvað segir sá danski um strákana okkar? by Hjörvar Hafliðason
Ebba Guðný hefur verið vinkona Oscars Pistorius spretthlaupara sem dæmdur var fyrir að drepa unnustu sína árið 2013 og hefur heimsótt hann í fangelsið. Hún og fjölskylda hennar kynntist Oscari þegar Hafliði sonur hennar fæddist fótalaus fyrir neðan hné á báðum fótum. Ebba Guðný segir það hafa verið gjöf fyrir fjölskylduna að kynnast Oscari.
Ebba Guðný hefur verið vinkona Oscars Pistorius spretthlaupara sem dæmdur var fyrir að drepa unnustu sína árið 2013 og hefur heimsótt hann í fangelsið. Hún og fjölskylda hennar kynntist Oscari þegar Hafliði sonur hennar fæddist fótalaus fyrir neðan hné á báðum fótum. Ebba Guðný segir það hafa verið gjöf fyrir fjölskylduna að kynnast Oscari.
Ebba Guðný hefur verið vinkona Oscars Pistorius spretthlaupara sem dæmdur var fyrir að drepa unnustu sína árið 2013 og hefur heimsótt hann í fangelsið. Hún og fjölskylda hennar kynntist Oscari þegar Hafliði sonur hennar fæddist fótalaus fyrir neðan hné á báðum fótum. Ebba Guðný segir það hafa verið gjöf fyrir fjölskylduna að kynnast Oscari.
Miðvikudagskvöldið 19. október, mun kammerkórinn Aurora frumflytja 10 ný sönglög við ljóð þjóðskáldsins Huldu á tónleikum í Fríkirkjunni í Reykjavík. Lögin samdi jazzsöngkonan og tónskáldið Una Stefánsdóttir, sem vildi með þessum nýju tónsmíðum gefa ljóðum Huldu nýtt líf. Þær Una Stefánsdóttir og Sigríður Soffía Hafliðadóttir, kórstjóri kammerkórsins Aurora verða gestir Víðsjár í dag. Á sýningunni No pretending í Gallerí Þulu sýnir Rakel McMahon 70 ný verk sem, alveg óvart, röðuðust upp á vegg eins og Tarot spil. Útgangspunkturinn var þó aldrei að vísa í heim spádómsspila, heldur einmitt að vísa ekki í neitt, heldur leyfa teikningunum að koma ósjálfráðu flæði, án ritskoðunar og efasemda. Verkin eru þó, kannski líka óvart, full af vísunum, í listasöguna, heim trúarbragða og tákna og einnig líf listakonunnar. Verkin eru smágerð því þau eru ekki unnin á vinnustofu, heldur hér og þar, í Reykjavík og á Grikklandi, uppí rúmi eða við eldhúsborðið. Við ræðum við Rakel Mcmahon í þætti dagsins. Á föstudagskvöldum í vetur verður slegið upp kabarettveislu í Þjóðleikhúskjallaranum, þar sem ýmsir hópar munu taka yfir sviðið. Nína Hjálmarsdóttir fór á kjallarakabarett um liðna helgi og segir frá þeirri reynslu í þætti dagsins. En við byrjum á bókmenntunum. Í Gær hlaut Natasha S. Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir ljóðabókina Máltaka á stríðstímum. Hún flytur þakkarræðuna í þætti dagsins.
Miðvikudagskvöldið 19. október, mun kammerkórinn Aurora frumflytja 10 ný sönglög við ljóð þjóðskáldsins Huldu á tónleikum í Fríkirkjunni í Reykjavík. Lögin samdi jazzsöngkonan og tónskáldið Una Stefánsdóttir, sem vildi með þessum nýju tónsmíðum gefa ljóðum Huldu nýtt líf. Þær Una Stefánsdóttir og Sigríður Soffía Hafliðadóttir, kórstjóri kammerkórsins Aurora verða gestir Víðsjár í dag. Á sýningunni No pretending í Gallerí Þulu sýnir Rakel McMahon 70 ný verk sem, alveg óvart, röðuðust upp á vegg eins og Tarot spil. Útgangspunkturinn var þó aldrei að vísa í heim spádómsspila, heldur einmitt að vísa ekki í neitt, heldur leyfa teikningunum að koma ósjálfráðu flæði, án ritskoðunar og efasemda. Verkin eru þó, kannski líka óvart, full af vísunum, í listasöguna, heim trúarbragða og tákna og einnig líf listakonunnar. Verkin eru smágerð því þau eru ekki unnin á vinnustofu, heldur hér og þar, í Reykjavík og á Grikklandi, uppí rúmi eða við eldhúsborðið. Við ræðum við Rakel Mcmahon í þætti dagsins. Á föstudagskvöldum í vetur verður slegið upp kabarettveislu í Þjóðleikhúskjallaranum, þar sem ýmsir hópar munu taka yfir sviðið. Nína Hjálmarsdóttir fór á kjallarakabarett um liðna helgi og segir frá þeirri reynslu í þætti dagsins. En við byrjum á bókmenntunum. Í Gær hlaut Natasha S. Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir ljóðabókina Máltaka á stríðstímum. Hún flytur þakkarræðuna í þætti dagsins.
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net 28. maí. Umsjón: Elvar Geir og Tómas Þór. Í fyrri hlutanum er rætt um íslenska boltann, Mjólkurbikarinn og landsliðið. Í seinni hlutanum velur Kristján Atli lið tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni og heyrt er í Hafliða Breiðfjörð sem verður á úrslitaleik Meistaradeildarinnar.
Streymisveitan Viaplay er eitthvað sem margir Íslendingar hafa kynnst í vetur, flestir lesendur eflaust í kringum Meistaradeildina í fótbolta. Framundan er úrslitastund í Meistaradeildinni því á laugardagskvöld fer fram sjálfur úrslitaleikurinn. Þeir Hörður Magnússon og Heimir Hallgrímsson munu lýsa úrslitaleiknum frá Stade de France. Hjörvar Hafliðason er íþróttastjóri Viaplay og ræddi við Sæbjörn Steinke um Viaplay og það sem framundan er þar. Eftir úrslitaleikinn er komið að Þjóðadeildinni þar sem íslenska landsliðið spilar í B-deildinni. Leikir landsliðsins í júní verða í opinni dagskrá.
Gestur þáttarins er Hafsteinn Hafliðason, garðyrkjumaður, sem var að senda frá sér nýja bók. Garðyrkja og grasafræði hafa alla tíð verið hans ær og kýr. Hafsteinn segir að blóm veiti gleði og viðurkennir fúslega að hann talar við þau.
Gestur þáttarins er Hafsteinn Hafliðason, garðyrkjumaður, sem var að senda frá sér nýja bók. Garðyrkja og grasafræði hafa alla tíð verið hans ær og kýr. Hafsteinn segir að blóm veiti gleði og viðurkennir fúslega að hann talar við þau.
Gestur þáttarins er Hafsteinn Hafliðason, garðyrkjumaður, sem var að senda frá sér nýja bók. Garðyrkja og grasafræði hafa alla tíð verið hans ær og kýr. Hafsteinn segir að blóm veiti gleði og viðurkennir fúslega að hann talar við þau.
Gestur þáttarins er Hafsteinn Hafliðason, garðyrkjumaður, sem var að senda frá sér nýja bók. Garðyrkja og grasafræði hafa alla tíð verið hans ær og kýr. Hafsteinn segir að blóm veiti gleði og viðurkennir fúslega að hann talar við þau.
VIAPLAY - OLÍS - BOÐLEIÐ - VERKFÆRASALAN Hinn eini sanni Doctor Football mætti í spjall um Formúlu 1. Hjöbbi hefur aðeins verið að fylgjast með F1 í gegnum tíðina en er núna all-in í bestu íþrótt í heimi!
Skáldkonan Ásta Sigurðardóttir vakti athygli og umtal í lifanda lífi, bæði fyrir listaverk sín og útlit. En eftir stutta og harmræna ævi hefur hún haldið áfram að vekja aðdáun. Í Lestinni dag veltum við fyrir okkur stöðu Ástu í íslenskri menningarsögu og hvernig hún heldur áfram að hafa áhrif á nýjar kynslóðir ungra listakvenna. Lóa ræðir við Viktoríu Blöndal og Steinunni Ólínu Hafliðadóttur. Við heyrum um nýjustu Pixar-teiknimyndina Turning Red, Rauða breytingin, sem er fyrsta mynd fyrirtækisins sem er leikstýrt af konu. Myndin tekst á við upplifun kínverskra innflytjenda í Kanada, yfirþyrmandi pressu frá foreldrum, og breytingarnar sem eiga sér stað á kynþroskaskeiðinu. En líkami aðalpersónunnar fer skyndilega að taka miklum og vandræðalegum breytingum, í hvert sinn sem hún missir stjórn á tilfinningum sínum breytist hún í risastóra rauða pöndu. Snærós Sindradóttir, útvarpskona á Rás 2 spjallar við Kristján um myndina. Sölvi Halldórsson flytur pistil um það að opna mjöðmina og spenna rassinn. Hann er með hugann við líkamann og þær hreyfingar sem er manninum frumlægar, eftir að hann skellti sér á námskeið í Primal Movement.
Í þessum þætti átti ég virkilega skemmtilegt og áhugavert spjall við listahjónin Arnar Dan Kristjánsson og Sigríði Soffíu Hafliðadóttur, eða Siggu Soffíu eins og hún er yfirleitt kölluð.Arnar útskrifaðist frá Leiklistadeild LHÍ árið 2013 og hefur leikið í hinum ýmsu verkum á fjölum leikhúsanna, í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Honum er margt til lista lagt en ásamt því að vera leikari stofnaði hann á sínum tíma veitingastaðinn Reykjavík Chips ásamt æskuvinunum og nú síðast bjó hann til og framleiddi spilið “Hvað í pabbanum ertu að gera” sem fór í sölu á síðasta ári.Sigga Soffía er söngkona með BA gráðu í skapandi tónlistarmiðlun en hún útskrifaðist árið 2015 frá LHÍ og er hún í dag kórstjóri fjölda kóra á Íslandi, meðal annars hjá tónlistaskólanum Domus vox.Arnar og Sigga kynntust í listaháskólanum þar sem þau voru bæði í námi en segja þau skemmtilega frá því í þættinum þegar Arnar náði að heilla hana í Halloweenpartýi á vegum skólans. Margt vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og eiga þau í dag saman tvo stráka og er lítil dama væntanleg núna í mars. Í þættinum ræddum við um allt milli himins og jarðar, þar á meðal ræddum við heilsu & hamfarakvíða, ófáar bónorðstilraunir Arnars, hvatvísi sem getur þó oft skilað sér í góðum hugmyndum, mannvagninn, ásamt því að þau sögðu mér margar skemmtilegar sögur úr þeirra sambandstíð þar á meðal eina geggjaða sögu af því þegar Arnar ruglaðist aðeins á herbergjum á deit tímabili þeirra.Aha.is - https://aha.isBlush.is - https://blush.is/Bagel 'n' Co - https://https://www.bagelnco.is/
Umsjón: Rúnar Róbertsson og Rúnar Freyr Gíslason Fimmtudaginn 18. nóvember, ætlar Örninn, minningar- og styrktarsjóður, að taka þátt í alþjóðlegum degi barna í sorg og standa fyrir málþingi í hádeginu um sorg barna. Til að segja okkur nánar frá þessu kom til okkar Séra Matthildur Bjarnadóttir, æskulýðsprestur í Vídalínskirkju og verkefnastjóri hjá Erninum. Með breyttum fjöleignarhúsalögum frá maí 2020, sem skylda húsfélög til að bregðast við óskum um að koma upp rafhleðslustengingum, er ljóst skýra þarf fyrirkomulag hleðslu rafbíla í fjöleignarhúsum með áherslu á framtíðarlausnir og réttláta skiptingu kostnaðar milli húsfélaga og einstakra rafbílaeiganda. Þetta segir Bjarni G. Hjarðar, byggingar- og umhverfisverkfræðingur, sem er sérfræðingur og ráðgjafi á fasteignasviði Eignaumsjónar. Bjarni kom til okkar til að fara yfir þessi mál. Aðeins einn frambjóðandi er í boði í embætti forseta Golfsambands Íslands og er því sjálfkjörin. Kjörið er þó sögulegt þar sem Hulda Bjarnadóttir, sem tekur við embættinu, er fyrsta konan til að gegna því hjá Golfsambandinu. En hvað ætlar Hulda að gera sem forseti? Hún mætti til okkar. Á fimmtudagskvöldið hefst viðtalsþáttröðin Okkar á milli á ný í sjónvarpinu hér á RÚV. Í þetta skiptið er það Sigurlaug Jónasdóttir sem sest í sæti spyrilsins en hún tekur við af Sigmari Guðmundssyni sem skellti sér á þing nýlega. Sigurlaug er ekki óvön viðtalsforminu, en hún hefur stjórnað þáttunum Segðu mér á Rás1 um árabil. Við spjölluðum við Sigurlaugu um komandi þætti. Nú er þátttöku íslenska A-landsliðsins í knattspyrnu karla í undankeppni fyrir HM sem fram fer á næsta ári lokið, þar sem liðið lenti í næstneðsta sæti í sínum riðli. Liðið tapaði m.a. fyrir N-Makedoniu og Armeníu og ekki mikil ánægja með gengi liðsins eftir ansi sigursælt tímabil fyrir nokkrum árum, en nægir þar að nefna HM í Rússlandi 2018 og frábært gengi liðsins á EM í Frakklandi 2016. Við ræddum framtíð landsliðsins við fótboltasérfræðingana Hjörvar Hafliðason og Hörð Magnússon hjá Viaplay. Tónlist: Ragnar Bjarnason og Lay Low - Þannig týnist tíminn Fleetwood Mac - Gypsy Bríet - Sólblóm Magni og Ágústa Eva - Við gætum reynt Freddie Mercury - Time waits for no one Abba - Don't shut me down Hreimur - Gegnum tárin
Íslensku kjötsúpunni verður gert hátt undir höfði með árlegum Kjötsúpudegi fyrsta vetrardag, þar sem kjötsúpur í mismunandi búningi verða í boði fyrir gesti og gangandi á Skólavörðustígnum í Reykjavík. Flestir Íslendingar elska kjötsúpu, enda eiga margar íslenskar fjölskyldur sína uppáhalds uppskrift af kjötsúpunni sinni. Kjötsúpudagurinn er haldinn af veitinga- og verslunarmönnum á Skólavörðustíg með stuðningi bænda. Til okkar kom Hafliði Halldórsson verkefnastjóri á markaðssviði Bændasamtakana til að segja okkur nánar frá viðburðinum. Marta Goðadóttir, kynningarstýra hjá UN Women á Íslandi, kom til okkar og kynnti fyrir okkur sölu á glænýjum Fokk ofbeldi bol frá samtökunumi en salan hefst í dag. Lögfræðingurinn Magnús Davíð Norðdahl bauð sig fram fyrir Pírata í Norðvesturkjördæmi en náði ekki kjöri. Hann hefur kært talninguna til kjörbréfanefndar. Hann vill að kosningin verði endurtekin í kjördæminu í ljósi ákvörðunar lögreglustjórans á Vesturlandi um sektir á yfirkjörstjórn og vegna upplýsinga um að starfsfólks hótelsins þar sem kjörgögn voru geymd óinnsigluð hafi ítrekað farið inn í salinn. Magnús kom til okkar til að ræða þetta fordæmalausa mál. Við höldum áfram umfjöllun okkar um Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem hefst nú í lok október í Glasgow. Að þessu sinni er ætlunin að rýna í skipulagið á ráðstefnunni, velta fyrir okkur andrúmsloftinu og því sem gerist bak við tjöldin. Til að segja okkur allt um þetta kom hingað Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs, en hann hefur persónulega reynslu af því hvernig hlutirnir virka bak við tjöldin á svona viðburði. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, gaf nýverið út bók um alþjóðasamskipti Íslands frá landnámi til stofnunar lýðveldisins. Baldur mætti í morgunkaffi og sagði nánar frá efni bókarinnar og setur í samhengi við nýjustu fréttir um aukin umsvif Rússa í grennd við Ísland og á Norðurslóðum. Tónlist: Ellen Kristjánsdóttir og John Grant - Veldu stjörnu The Beatles - Something Íslensk kjötsúpa - Íslensk kjötsúpa Friðrik Dór - Segðu mér Bubbi Morthens ásamt Bríeti - Ástrós Snorri Helgason - Ingileif Duran Duran - Anniversary Tal Bachman - She's so high
Spegillinn 8. Sept. 2021 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður mark Eldred Hættustigi vegna Covid-19 á Landspítala var aflétt í dag. Forstjóri spítalans segir að spítalinn geti vel brugðist við þó eitthvað verði um sýkingar í samfélaginu áfram. Skaftárhlaup er í rénun og virðist hafa náð hámarki. Þó gæti enn flætt yfir þjóðveginn í Eldhrauni. Sæðisfrumur hjá karlmönnum verða nær alveg horfnar eftir rúm tuttugu ár ef fram heldur sem horfir. Þetta er vegna skaðlegra efna sem leynast víða í neysluvörum. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir að hægt sé að snúa þróuninni við með því að velja umhverfisvottaðar vörur. Fjórar sýrlenskar fjölskyldur komu til landsins síðdegis í dag, fólkið er hluti af stærri hóp sýrlenskra kvótaflóttamanna sem áttu að koma til landsins í fyrra. Fólkið kom í gegnum Amsterdam frá Líbanon og lenti á Keflavíkurflugvelli síðdegis. Tveir nefndarmenn peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands, Gunnar Jakobsson og Gylfi Zoëga, vildu hækka stýrivexti um 0,5 prósent í stað 0,25 eins og gert var á síðasta fundi nefndarinnar. 15 félagasamtök, þar á meðal Amnesty International og Reporters Without Borders, lýsa vanþóknun sinni á réttarhöldum yfir Julian Hessenthaler sem hófust í Austurríki í dag. Upplýsingar frá honum leiddu til þess að austurríska ríkisstjórnin sprakk haustið 2019. Innflytjendamál eru jaðarmál í íslenskum stjórnmálum segir sérfræðingur í málaflokknum. Lítið beri á þeim fyrir kosningar Og Ísland mætir Þýskalandi í undankeppni HM karla í fótbolta á Laugadalsvelli í kvöld. Lengri umfjöllun: Nýtt námsefni, Landneminn, samfélagsfræðsla fyrir fullorðna flóttamenn og/eða innflytjendur hér á landi verður tekið í gagnið á næstunni. Vinnumálastofnun hefur haft umsjón með íslenskukennslu og ráðgjöf í atvinnumálum fyrir innflytjendur, en fyrir tveimur árum fékk stofnunin það verkefni frá félagsmálaráðuneytinu að hafa umsjón með að vinna heildstætt samfélagsfræðsluefni fyrir sama hóp. Gerð námsefnis var boðin út og hefur Mímir símenntun unnið efnið. Víðtækt samráð var haft við fjölmarga eins og Rauða krossinn , Velferðarsvið Reykjavíkurborgar, Fjölmenningarsetur, ASÍ og fleiri. Miðað er við að kennsla efnisins taki 60 kennslustundir og er stefnt að því að nemendur fái kennsluna á sínu móðurmáli. Kennsluefnið er nú þegar aðgengilegt á sjö tungumálum. Hafliði Skúlason ráðgjafi flóttamanna hjá Vinnumálastofnun hefur haldið um þræðina í þessari vinnu síðastliðin tvö ár. Kristján Sigurjónsson ræðir við hann. Hvenær er í lagi að svíkja kosningaloforð? Þessi spurning heyrist ákaf
Það kom líklega keppendum, dómurum og viðstöddum á óvart þegar það kom í ljós að 2. sætið á heimsmeistaramóti í súkkulaðigerð fór til ungs bakara frá litlu bakaríi í Mosfellsbæ á Íslandi og var 0,1% stiga frá sigursætinu - en ekki uppaldra belgískra súkkulaðigerðarmanna. Hafliði kemur af ættum bakara og ákvað að sérhæfa sig í desert- og súkkulaðigerð. Leiðin til að skara fram úr fólst í því að lesa um fagið í gömlum uppskriftabókum og banka upp á hjá Jóa Fel og fá hann til að kenna sér. Á umfangsmiklum og stórskemmtilegum ferli fékk Hafliði alvarlegt heilablóðfall og var sendur til Svíþjóðar í 8 klukkustunda aðgerð. Þrátt fyrir annað tækifæri til að snúa blaðinu við gerði Hafliði ekki mikið í sínum málum fyrr en nú, áratug síðar.