POPULARITY
Listamenn velta fyrir sér menningarstefnu stjórnmálaflokka í aðdraganda kosninga. Lóa veltir fyrir sér nýjum íbúðum til sölu og fyrir hvernig líf sé pláss inn í þeim. Svo ímyndum við okkur persónu sem situr í hægindastól og les fréttir af spjaldtölvunni sinni um stöðuna á húsnæðismarkaðnum. Um helgina fór fram í Gamla bíó, þemapartý og danstónlistarviðburður helgaður teiknimyndapersónunni Shrek sem birtist fyrst á hvíta tjaldinu árið 2001. Árið 2020 var haldið fyrsta Shrek-reifið í Los Angeles, og síðan þá hefur fyrirbærið breiðst út um allan heim. Og nú um helgina fór fram fyrsta Shrek reifið á Íslandi: “Búðu þig undir að sleppa lausu tröllinu innra með þér í útrúlegasta teiti ársins” segir í kynningatextanum sex klukkutímar af yfirgengilegi skemmtun. Guðrún Úlfarsdóttir fór á reifið og við fengum hana til að segja frá upplifuninni. Við kíkjum á Café Catalina í Hamraborg og fræðumst um tónleikaröðina Kátt á línunni sem fer fram á staðnum þriðja fimmtudag í hverjum mánuði. Fyrstu tónleikarnir fara fram á morgun en þá koma fram BKPM, Juno Paul og Sucks to be you Nigel. Við ræðum við Pétur Eggertsson, skipuleggjanda.
Listafólkið Snorri Ásmundsson og Elísabet Jökulsdóttir eiga það sameiginlegt að hafa boðið sig fram til embættis forseta Íslands. Snorri árið 2004 og Elísabet árið 2016. Elísabet stofnaði Mæðraveldi og fór á puttanum að safna undirskriftum, Snorri lenti í fjölmiðlaskandal sem sneri að fortíð hans. Að gefnu tilefni rifjum við upp framboðstímana. Davíð Roach Gunnarsson, tónlistargagnrýnandi Lestarinnar, fjallar um bandaríska plötusnúðinn DJ Shadow, sem hefur boðað komu sína hingað til lands í sumar. Útlagar eftir Einar Jónsson þykir brautryðjendaverk í íslenskri höggmyndasögu. Verkið hefur staðið við Hólavallakirkjugarð, á horni Hringbrautar og Suðurgötu, í um sextíu ár. Í síðustu viku var styttan spreyuð með gullhúð. Við ræddum málið við Jón Proppé, listheimspeking og gagnrýnanda.
Við fáum ástsæla tónlistarkonu í heimsókn til þess að ræða aðra ástsæla tónlistarkonu. Þær hófu tónlistarferla sína á sama hátt, með kassagítar sem þær kenndu sér sjálfar á. Að troða upp á kaffihúsum og börum, ein á Íslandi en hin í Kanada. Það líður senn að Valentínusardeginum, degi elskenda, og Guðrún Úlfarsdóttir er að velta fyrir sér ástinni. Hún flytur okkur pistil um eitthvað: bréf, frímerki, minningar, og ást sem felst í orðum og hlutum. Hvað er safnplata? Tímahylki? Ljósmynd af tónlistarsenu? Við heyrum fyrsta innslag af nokkrum um íslenska grasrótarsafnplötuútgáfu frá níunda áratugnum til dagsins í dag. Lagalisti: Joni Mitchell - Both Sides Now (At Newport) David Bowie - Letter To Hermione Gia Margaret - Lakes múm - Prophecies & Reversed Memories Múzzólíní - Dýrin í Hálsaskógi Egó - Breyttir tímar (úr Rokk í Reykjavík) Sigur Rós - Hoppípolla Of Monsters And Men - Little Talks California Nestbox - Anna í Grænuhlíð Tiny Cali Girls - Friðarsúludans Dr. Gunni - Jóhann risi Vonbrigði - Mannskepnur Fan Houtens Kókó - Sundmaðurinn S.H. Draumur - Sveifluháls WAMA EMA - Let's Dancc Ást - Listamenn
Hlynur segir frá myndlistarsýningu sinni Rendur og stjörnur hjá Listamenn gallerí, en að sjálfsögðu var einnig talað um Listasafnið á Akureyri.
Hlynur segir frá myndlistarsýningu sinni Rendur og stjörnur hjá Listamenn gallerí, en að sjálfsögðu var einnig talað um Listasafnið á Akureyri.
Við heimsækjum HafnarHaus, nýtt skapandi rými í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. Gestgjafinn Arnar Sigurðsson tekur á móti okkur og sýnir okkur þetta rými sem áður hýsti ráðuneyti en er nú undirlagt skrifstofum skapandi fólks. Hvað gerist þegar óskað er eftir því að hlé verði gert á tækniþróun? Í síðustu viku sendu málsmetandi menn úr tæknigeiranum frá sér opið bréf þar sem þeir vöruðu við þeim hraða sem þróun gervigreindar er á. Er hægt að stöðva tækniþróun? Hefur það verið gert áður. Við ræðum við Stefán Pálsson, sagnfræðing. Patrekur Björgvinsson er nýfluttur til Hollands. Hann upplifði visst menningarsjokk þegar hann kom að klósettsiðum þar í landi og rifjar við tilefnið upp orð slóvenska heimspekingsins, Slavoj Zizkek.
Við heimsækjum HafnarHaus, nýtt skapandi rými í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. Gestgjafinn Arnar Sigurðsson tekur á móti okkur og sýnir okkur þetta rými sem áður hýsti ráðuneyti en er nú undirlagt skrifstofum skapandi fólks. Hvað gerist þegar óskað er eftir því að hlé verði gert á tækniþróun? Í síðustu viku sendu málsmetandi menn úr tæknigeiranum frá sér opið bréf þar sem þeir vöruðu við þeim hraða sem þróun gervigreindar er á. Er hægt að stöðva tækniþróun? Hefur það verið gert áður. Við ræðum við Stefán Pálsson, sagnfræðing. Patrekur Björgvinsson er nýfluttur til Hollands. Hann upplifði visst menningarsjokk þegar hann kom að klósettsiðum þar í landi og rifjar við tilefnið upp orð slóvenska heimspekingsins, Slavoj Zizkek.
Á sjötta áratugnum dvaldi hópur íslenskra listamanna í París og drakk í sig menningu meginlandsins. Úr varð eitt heilsteyptasta tímabil í íslenskri listasögu, þegar geómetrísk abstraktlist varð ríkjandi meðal listamanna og myndlistin hér á landi varð í fyrsta sinn í raun samstíga því sem var að gerast í norrænni og evrópskri myndlist. Listamenn hættu að skírskota til veruleikans og kusu frekar eintóna litafleti og geómetrískan strangleika í leit sinni að sannri tjáningu innri manns án utanaðkomandi áhrifa. Þessu merkilega tímabili í listasögunni eru gerð ítarleg skil í nýútkominni bók og á viðamikilli sýningu í Gerðarsafni um þessar mundir. Við lítum við í Kópavoginum hér rétt á eftir og hittum sýningastjóra Geometríu, þær Brynju Sveinsdóttur og Cecilie Gaihede. Við förum líka í heimsókn í Bogasal Þjóðminjasafns Íslands og ræðum þar við nokkra aðstandendur sýningar sem heitir Heimsins hnoss: Lúinn kistill, silfurskeið og nærbuxur (með gati). Sýningin miðlar afrakstri stórs rannsóknarverkefnis sem hefur staðið síðustu ár og var unnið af hópi fræðimanna við Háskóla Íslands í samstarfi við erlenda aðila. Á nýju sýningunni fáum við innsýn í það hvað fólk átti fyrr á tíð, hvers virði eigur þess voru og hvernig eigur fólks fyrr á öldum endurspeglast í varðveittum menningararfi þjóðarinnar. Umsjón: Melkorka Ólafsdóttir og Guðni Tómasson
Á sjötta áratugnum dvaldi hópur íslenskra listamanna í París og drakk í sig menningu meginlandsins. Úr varð eitt heilsteyptasta tímabil í íslenskri listasögu, þegar geómetrísk abstraktlist varð ríkjandi meðal listamanna og myndlistin hér á landi varð í fyrsta sinn í raun samstíga því sem var að gerast í norrænni og evrópskri myndlist. Listamenn hættu að skírskota til veruleikans og kusu frekar eintóna litafleti og geómetrískan strangleika í leit sinni að sannri tjáningu innri manns án utanaðkomandi áhrifa. Þessu merkilega tímabili í listasögunni eru gerð ítarleg skil í nýútkominni bók og á viðamikilli sýningu í Gerðarsafni um þessar mundir. Við lítum við í Kópavoginum hér rétt á eftir og hittum sýningastjóra Geometríu, þær Brynju Sveinsdóttur og Cecilie Gaihede. Við förum líka í heimsókn í Bogasal Þjóðminjasafns Íslands og ræðum þar við nokkra aðstandendur sýningar sem heitir Heimsins hnoss: Lúinn kistill, silfurskeið og nærbuxur (með gati). Sýningin miðlar afrakstri stórs rannsóknarverkefnis sem hefur staðið síðustu ár og var unnið af hópi fræðimanna við Háskóla Íslands í samstarfi við erlenda aðila. Á nýju sýningunni fáum við innsýn í það hvað fólk átti fyrr á tíð, hvers virði eigur þess voru og hvernig eigur fólks fyrr á öldum endurspeglast í varðveittum menningararfi þjóðarinnar. Umsjón: Melkorka Ólafsdóttir og Guðni Tómasson
Hæ. Listamenn hér. Súpur. Þær eru góðar. Þær eru margar. Þær eru umræðuefni þáttarins þessa vikuna.
Svavar Pétur var einstakur maður. Listamenn telja sig heppna að hafa fengið að kynnast honum. Þessi þáttur er tileinkaður honum.
HÆ! Listamenn tala hér um lög sem voru samin sérstaklega fyrir bíómyndir. Það er nú bara þannig.
S01E100 – Magnús Blöndahl er sálfræðingurinn minn. Hann hefur fylgt þættinum í anda í meira en ár og það var í gegnum hlustanda þáttarins sem ég fékk ábendingu um að senda honum línu og panta tíma. Það breytti mjög miklu. Hann las mig eins og opna bók, greindi kvíðann og hegðunina hjá mér niður í smáatriði og kom mér á brautina við að leysa úr málunum. Ég er allur annar en þó er ferlið ekki á enda og ég geng glaður til hans mánaðarlega. Magnús er afar fær í því sem hann gerir. Hann er vísindamaður fram í fingurgóma en missir þó ekki sjónar af hinu mannlega. Honum leiðist hálfkák og vill bæta geðheilsu fólks með staðfestum aðferðum og vinnubrögðum. Lengi vel vissi Magnús ekkert hvert hann ætlaði í lífinu, var ekkert endilega iðinn við nám og ákvað að lokum á tröppum háskólans að nema sálfræði. Greinin heltók hann síðan fastar eftir því sem árin liðu og nú er hann að leggja lokahönd á doktorsáfanga. Hann kennir við háskólana, sinnir fólki eins og mér og stundar rannsóknir. Magnús er venjulegur maður á aldri við mig og alls ekki hinn tvítklæddi og þurri sálrýnir sem við sjáum fyrir okkur dags daglega. Ég skulda Magnúsi margt og við þessi tímamót kom enginn til greina sem viðmælandi nema hann. Gott spjall. – Sjóvá býður upp á STVF. Líf- og sjúkdómatryggingar létta svo sannarlega undir þegar lífið tekur óvænta stefnu. Það skiptir máli að tryggja sig fyrir mögulegum áföllum og það er bæði einfaldara og ódýrara að gera það þegar maður er ungur. www.sjova.is/einstaklingar/lif-og-heilsa/lif-og-sjukdomatrygging/ – Hljóðkirkjan býður upp á 3 þætti í viku. Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.
Covid, illmenni lífs okkar allra síðustu 2 ára, olli því að Listamenn þurftu að taka sér smá pásu. Er þá ekki viðeigandi að ræða um illmenni kvikmyndasögunnar? Það höldum við.
S01E99 – Laddi. Það þarf auðvitað ekkert að hafa fleiri orð um það. Laddi er tónlistarmaður, leikari, grínisti og algert náttúrubarn. Hann hefur haft ofan af fyrir þjóðinni lengur en flestir gera sér grein fyrir og hefur sett niður fótinn ótrúlega víða. Ferillinn hófst við trommusettið, færðist inn í leikmunadeild RÚV og síðan á svið og fyrir framan myndavélarnar. Eftir margfaldan árangur á flestum sviðum listarinnar hefur hann nú sett stefnuna á myndlist og á margt eftir ógert þar. Laddi er algert náttúruafl, gríðarlega atorkusamur og á bakvið allt grínið og glensið er auðvelt að koma auga á manninn og allt það sem undir býr. Þar býr alvara og grín, gleði og sorg í bland. Og mikið óskaplega óska ég þess að við fáum grínlausa plötu í fullri lengd á glæsilegum vínyl áður en of langt um líður — svo ég segi það í eigingjarnri frekju minni og draumalandi. Gott spjall. – Sjóvá býður upp á STVF. Rétt dekk skipta öllu máli. Græið ykkur á góð sumardekk fyrir sumarið. Meðlimir í Stofni fá sérkjör af hjólbörðum. Skoðaðu dílana hér: www.sjova.is/einstaklingar/stofn/dekkjaafslaettir/samstarfsadilar – Hljóðkirkjan býður upp á 3 þætti í viku. Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.
S01E98 – Jens Ólafsson er betur þekktur sem Jenni í Brain Police. Hann er að öðrum ólöstuðum einn allra öflugasti rokksöngvari Íslandssögunnar. Hann er ógurlegur. Bæði hefur hann þennan rosalega barka, en ofan á það er hann einn mest heillandi sviðsmaður sem ég hef kynnst. Jenni er algert góðmenni og ljúfmenni, feiminn að eðlisfari og óhemju góður í því sem hann er góður í. Eins og við öll hefur hann sína djöfla að draga og það dimmir oft hjá honum. Hann hefur tekið sinn slurk af djammi og neyslu en kemur alltaf út standandi í báða fætur. Jenni hefur alltaf haft vit fyrir sér þegar virkilega á liggur, flutti á afskekktari stað til þess að stemma stigu við líferninu og gerir allt vel sem hann gerir. Ég og hann erum miklir mátar og tengjum mjög, jafnaldrar og alls ekki ólíkir í hugsun. Sem stendur er Jenni hér á landi til þess að syngja á tvennum tónleikum með hljómsveit sinni Toymachine um helgina, sem bæði eru útgáfu- og kveðjutónleikar. Miðasalan er hér: Græni hatturinn, 1. apríl: https://graenihatturinn.is/vidburdir/toy-machine/ Iðnó, 2. apríl: https://tix.is/is/event/12709/toymachine-utgafu-og-kve-jutonleikar/ Gott spjall. – Fly Over Iceland býður upp á STVF. Gestir spara 10% með afsláttarkóðanum ICELAND. Á eingöngu við um staka miða, ekki á tvöfaldar sýningar. Gildir út 31. mars 2022. ÞAÐ ER Í DAG! – Sjóvá býður upp á STVF. Sjóvá endurgreiðir viðskiptavinum sínum iðgjöld lögboðinna bílatrygginga heimilisins fyrir maímánuð. Þetta mun líka gilda fyrir þau sem koma til þeirra í mars. ÞAÐ ER Í DAG! – Hljóðkirkjan býður upp á 3 þætti í viku. Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.
Skipulagsráð Akureyrar hefur hafnað ósk ríkisins þess efnis að ekki verði gert ráð fyrir bílakjallara undir heilsugæslustöð sem á að byggja við Þingvallastræti en bílastæðum ofanjarðar þess í stað fjölgað. Framkvæmdasýsla ríkisins segir í bréfi til Akureyrarbæjar að ekki hafi verið gert ráð fyrir bílakjallara í heildarkostnaði við bygginguna. Við ræddum við Þórhall Jónsson, formann skipulagsráðs. Ársverðbólgan er komin í 6,7 prósent og hefur ekki verið hærri síðan í maí árið 2010.Við töluðum um verðbólguna og efnahagshorfurnar við Bergþóru Baldursdóttur, hagfræðing hjá Íslandsbanka. Í dag efnir viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík til málþings þar sem skyggnst verður inn í framtíðina með sérstakri áherslu á atvinnu- og menntamál. Hallur Þór Sigurðarson, lektor við Háskólann í Reykjavík, stýrir fundinum og hann kíkti við hjá okkur og sagði okkur meira af þessu. Í Kveik í gærkvöldi var sögð saga Bergþóru Birnudóttur sem örkumlaðist við barnsburð eftir atvik sem hún telur að megi rekja til raða mistaka á síðustu vikum meðgöngunnar og í fæðingunni. Í hverri viku eru tilkynnt alvarleg atvik innan heilbrigiðskerfisins sem sum hver hafa leitt til örkumlunar eða dauða. Við fengum til okkar Steinunni Þórðardóttur, formann Læknafélags Íslands. Umfangsmiklar kvikmyndatökur á bandarískri hasarmynd fara nú fram víða á höfuðborgarsvæðinu og loka hefur þurft vegum vegna þeirra. Við hringdum Árna Friðleifsson, aðalvarðstjóra Umferðadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, og heyrðum af undirbúningi og tilhögun slíkra lokana. Sænska dagblaðið Dagens Nyheder upplýsti á dögunum um fjölda allan af gervi tónlistarmönnum á Spotify. Blaðamennirnir keyrðu saman gögn frá Spotify með gögnum um eigendur höfundarréttar laga. Og komust að því að á Spotify eru hundruð tónlistarmanna sem eru bara uppspuni. Við fengum til okkar Guðrúnu Björk Bjarnadóttur framkvæmdastjóra STEFs til fara aðeins yfir þetta mál með okkur. Tónlist: Myrra Rós - Kveldúlfur. Nýdönsk - Þá kemur þú. John Mayer - Carry me away. Friðrik Dór - Bleikur og blár. Lloyd Cole and the Commotions - Lost weekend. Sigga, Beta og Elín - Með hækkandi sól. Emmsjé Gauti - Malbik. Amarosis - Dont you know. Ásgeir Trausti - Heimförin.
Skipulagsráð Akureyrar hefur hafnað ósk ríkisins þess efnis að ekki verði gert ráð fyrir bílakjallara undir heilsugæslustöð sem á að byggja við Þingvallastræti en bílastæðum ofanjarðar þess í stað fjölgað. Framkvæmdasýsla ríkisins segir í bréfi til Akureyrarbæjar að ekki hafi verið gert ráð fyrir bílakjallara í heildarkostnaði við bygginguna. Við ræddum við Þórhall Jónsson, formann skipulagsráðs. Ársverðbólgan er komin í 6,7 prósent og hefur ekki verið hærri síðan í maí árið 2010.Við töluðum um verðbólguna og efnahagshorfurnar við Bergþóru Baldursdóttur, hagfræðing hjá Íslandsbanka. Í dag efnir viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík til málþings þar sem skyggnst verður inn í framtíðina með sérstakri áherslu á atvinnu- og menntamál. Hallur Þór Sigurðarson, lektor við Háskólann í Reykjavík, stýrir fundinum og hann kíkti við hjá okkur og sagði okkur meira af þessu. Í Kveik í gærkvöldi var sögð saga Bergþóru Birnudóttur sem örkumlaðist við barnsburð eftir atvik sem hún telur að megi rekja til raða mistaka á síðustu vikum meðgöngunnar og í fæðingunni. Í hverri viku eru tilkynnt alvarleg atvik innan heilbrigiðskerfisins sem sum hver hafa leitt til örkumlunar eða dauða. Við fengum til okkar Steinunni Þórðardóttur, formann Læknafélags Íslands. Umfangsmiklar kvikmyndatökur á bandarískri hasarmynd fara nú fram víða á höfuðborgarsvæðinu og loka hefur þurft vegum vegna þeirra. Við hringdum Árna Friðleifsson, aðalvarðstjóra Umferðadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, og heyrðum af undirbúningi og tilhögun slíkra lokana. Sænska dagblaðið Dagens Nyheder upplýsti á dögunum um fjölda allan af gervi tónlistarmönnum á Spotify. Blaðamennirnir keyrðu saman gögn frá Spotify með gögnum um eigendur höfundarréttar laga. Og komust að því að á Spotify eru hundruð tónlistarmanna sem eru bara uppspuni. Við fengum til okkar Guðrúnu Björk Bjarnadóttur framkvæmdastjóra STEFs til fara aðeins yfir þetta mál með okkur. Tónlist: Myrra Rós - Kveldúlfur. Nýdönsk - Þá kemur þú. John Mayer - Carry me away. Friðrik Dór - Bleikur og blár. Lloyd Cole and the Commotions - Lost weekend. Sigga, Beta og Elín - Með hækkandi sól. Emmsjé Gauti - Malbik. Amarosis - Dont you know. Ásgeir Trausti - Heimförin.
Skipulagsráð Akureyrar hefur hafnað ósk ríkisins þess efnis að ekki verði gert ráð fyrir bílakjallara undir heilsugæslustöð sem á að byggja við Þingvallastræti en bílastæðum ofanjarðar þess í stað fjölgað. Framkvæmdasýsla ríkisins segir í bréfi til Akureyrarbæjar að ekki hafi verið gert ráð fyrir bílakjallara í heildarkostnaði við bygginguna. Við ræddum við Þórhall Jónsson, formann skipulagsráðs. Ársverðbólgan er komin í 6,7 prósent og hefur ekki verið hærri síðan í maí árið 2010.Við töluðum um verðbólguna og efnahagshorfurnar við Bergþóru Baldursdóttur, hagfræðing hjá Íslandsbanka. Í dag efnir viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík til málþings þar sem skyggnst verður inn í framtíðina með sérstakri áherslu á atvinnu- og menntamál. Hallur Þór Sigurðarson, lektor við Háskólann í Reykjavík, stýrir fundinum og hann kíkti við hjá okkur og sagði okkur meira af þessu. Í Kveik í gærkvöldi var sögð saga Bergþóru Birnudóttur sem örkumlaðist við barnsburð eftir atvik sem hún telur að megi rekja til raða mistaka á síðustu vikum meðgöngunnar og í fæðingunni. Í hverri viku eru tilkynnt alvarleg atvik innan heilbrigiðskerfisins sem sum hver hafa leitt til örkumlunar eða dauða. Við fengum til okkar Steinunni Þórðardóttur, formann Læknafélags Íslands. Umfangsmiklar kvikmyndatökur á bandarískri hasarmynd fara nú fram víða á höfuðborgarsvæðinu og loka hefur þurft vegum vegna þeirra. Við hringdum Árna Friðleifsson, aðalvarðstjóra Umferðadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, og heyrðum af undirbúningi og tilhögun slíkra lokana. Sænska dagblaðið Dagens Nyheder upplýsti á dögunum um fjölda allan af gervi tónlistarmönnum á Spotify. Blaðamennirnir keyrðu saman gögn frá Spotify með gögnum um eigendur höfundarréttar laga. Og komust að því að á Spotify eru hundruð tónlistarmanna sem eru bara uppspuni. Við fengum til okkar Guðrúnu Björk Bjarnadóttur framkvæmdastjóra STEFs til fara aðeins yfir þetta mál með okkur. Tónlist: Myrra Rós - Kveldúlfur. Nýdönsk - Þá kemur þú. John Mayer - Carry me away. Friðrik Dór - Bleikur og blár. Lloyd Cole and the Commotions - Lost weekend. Sigga, Beta og Elín - Með hækkandi sól. Emmsjé Gauti - Malbik. Amarosis - Dont you know. Ásgeir Trausti - Heimförin.
S01E97 – Katrín Jakobsdóttir er forsætisráðherra Íslands. Hún er ótrúlega látlaus og skrumlaus miðað við þungavigt embættisins og fas margra sem gætt hafa þess áður. Katrín er glæpasagnanörd og fjölskyldumanneskja. Hún var send margsinnis út í sjoppu sem barn til þess að sníkja gallað nammi, þá af eldri bræðrum sínum sem glöddust yfir því hversu vel það gekk — og tóku gróðann. Eftir afburðagengi í Menntaskólanum við Sund hætti hún við að gerast leðurjakkabóhem í Frakklandi og gerði að lokum lokaritgerð um Arnald Indriðason. Hún lagði stund á kennslu, skipti sér af Borgarmálunum og endaði síðan með því að játa því að pota sér áfram til Alþingis. Og hún segir oftast já. Síðan eru liðin mörg ár og með viðkomu á mörgum stöðum er hún nú forsætisráðherra. Hún hefur engin langtímaplön, felur ekki tilfinningar sínar eða skoðanir, fær leiðinlega lítið út úr því að ná árangri — en gleðst þeim mun meira yfir því að geta tekist á við næsta verk þegar einu lýkur. Katrín er snillingur, raunverulegur snillingur í heimi þar sem orðið er augljóslega ofnotað. Hafi álit mitt á henni verið hátt fyrir þetta spjall er það komið í nýjar hæðir núna. Gott spjall. – Fly Over Iceland býður upp á STVF. Gestir spara 10% með afsláttarkóðanum ICELAND. Á eingöngu við um staka miða, ekki á tvöfaldar sýningar. Gildir út 31. mars 2022. – Sjóvá býður upp á STVF. Sjóvá endurgreiðir viðskiptavinum sínum iðgjöld lögboðinna bílatrygginga heimilisins fyrir maímánuð. Þetta mun líka gilda fyrir þau sem koma til þeirra í mars. – Hljóðkirkjan býður upp á 3 þætti í viku. Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.
S01E96 – Rakel Björk er leikkona og söngkona. Hún ætlaði sér aldrei að verða neitt annað, sá ekki fyrir sér að Verzló myndi fara vel með hana en hins vegar varð MR henni mjög eðlilegt ferli, og þá spilaði Herranótt stærstu rulluna. Hún ólst upp við ljósleysi og málar veggina heima hjá sér í öllum mögulegum litum. Áður en leiklistarskóla lauk var hún komin í atvinnumennsku þegar Borgarleikhúsið fékk hana til liðs við sig. Þar er hún enn og Níu líf Bubba taka mikinn tíma þessa dagana ásamt fleiri leikhússverkefnum. Hún sinnir þó tónlistinni af afli og hljómsveitin ÞAU slítur barnskónum af kappi, dúó sem hún stofnaði með Garðari manninum sínum. (STVF bendir á tónleika í Bæjarbíói þann 6. apríl: https://tix.is/is/event/12362/-au-taka-b-jarbio). Rakel barðist árum saman við reiði og aðrar tilfinningar í kjölfar áfalla. Hún hefur spjallað við myrkrið og áfengi en er núna komin út á hinum endanum. Rakel er náttúrutalent sem fylgir hjartanu — eða mögulega heilanum. Og mikið djöfull gátum við talað saman. Gott spjall. – Síminn Pay býður upp á STVF. Léttkaupstilboð vikunnar eru litlar 35.000 krónur í afslátt þegar þú kaupir MacBook Air. Náðu þér í appið og gerðu góðan díl. – Fly Over Iceland býður upp á STVF. Ride Again er 50% afsláttur af næsta miða, fólk getur komið eftir sýninguna og keypt annan miða á 50% afslætti; www.flyovericeland.is – Sjóvá býður upp á STVF. Þeir sem lenda í pollatjónum á malbiki hafa hingað til þurft að greiða hærri eigin áhættu. Nú er þetta einfalt – sama eigin áhætta í öllum bótaskyldum kaskótjónum sama hvernig þau gerast. – Hljóðkirkjan býður upp á 3 þætti í viku. Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.
S01E95 – Aðalheiður, eða Alla, er gömul vinkona mín. Alveg síðan in the 80s. Við höfum gert allskonar hluti saman, brotið lögin og krufið lífið til mergjar. Við höfum haldið of litlu sambandi síðustu ár og áratugi og þess vegna var mjög gaman að setjast niður með henni núna og fylla í eyðurnar. Alla er lögfræðingur og fréttastjóri Fréttablaðsins. Hún er óhefluð og hávær, situr aldrei á skoðunum sínum og hefur mjög hátt. Hún hélt lengi framan af að hún væri heimsk, meira að segja löngu eftir að ég var búinn að átta mig á því að hún væri það ekki. Alla er furðuleg blanda þess að vera háklassadama og skaðræðisdóni og einmitt það gerir hana bæði einstaka og alveg sérstaklega skemmtilega. Gott spjall. – Síminn Pay býður upp á STVF. Slim Jim einn sá allra vinsælasti hjá Tasty! Ómótstæðilegur borgari hjá Tasty á 1.000 kr. Tilboðið gildir frá þriðjudegi til þriðjudags og aðeins þegar þú pantar og greiðir í gegnum Síminn Pay appið. – Fly Over Iceland býður upp á STVF. Ride Again er 50% afsláttur af næsta miða, fólk getur komið eftir sýninguna og keypt annan miða á 50% afslætti; www.flyovericeland.is – Hljóðkirkjan býður upp á 3 þætti í viku. Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.
S01E94 – Karl Ágúst Úlfsson hefur komð svo miklu í verk að mig verkjar í verkkvíðan þegar ég hugsa um það. Spaugstofan og Stöðin eru þrekvirki út af fyrir sig, Nýtt líf, Dalalíf, Löggulíf og allt hitt. En kannski er hans stærsta afrek að hafa skrifað allt það sem hann hefur skrifað. Allar þessar þýðingar, leikrit, skáldverk, handrit hverskonar og hvað sem þetta heitir nú allt. Og allt snýst þetta um heppni og hungur, vill hann í það minnsta meina. Karl Ágúst er ótrúlega skemmtilegur sögumaður og listamaður af allra guða náð. Árin fara afar vel með hann og auðvelt að trúa því að hann eigi enn eftir að skrifa sitt besta stöff. Og já, ég var svolítið starstruck. Gott spjall. – Síminn Pay býður upp á STVF. Þessa vikuna eru Kalkúnabeygla, Túnfiskbeygla, og Spicy túnfiskur hjá Bagel'n'Co, á aðeins 1.000 krónur í Pay appinu! – Fly Over Iceland býður upp á STVF. Ride Again er 50% afsláttur af næsta miða, fólk getur komið eftir sýninguna og keypt annan miða á 50% afslátt; www.flyovericeland.is – Hljóðkirkjan býður upp á 4 þætti í viku. Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.
Þar sem undankeppnin fyrir Eurovision er handan við hornið ákváðu Listamenn að taka fyrir bestu íslensku lög sem komust ekki í keppnina stóru.
S01E93 – Sandra er frá Akureyri en samt frá Chile. Hún lærði lögfræði þrátt fyrir góðan slurk af ADHD, eignaðist börnin á réttum aldri og gerði upp gamalt hús með hjálp vina og vandamanna. Hún hefur starfað við allskonar ólíka hluti og vill einfalda það sem flókið er. Hún er mjög berorð og beinskeytt. Mjög. Gott spjall. – Síminn Pay býður upp á STVF. Sæktu þér pizzu á Natalía í Borg 29, Borgartúni á aðeins 1.500 krónur! – Bónus býður upp á STVF. Ef þú þarf tösku utan um kúrekastígvélin þín meðan þú túrar með rokksveitinni þinni gerir Bónuspokinn sitt gagn. Aðalbjörn í Sólstöfum getur vitnað um það. – Hljóðkirkjan býður upp á 4 þætti í viku. Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.
S01E92 – Þetta viðtal er ekki viðtal. Þetta er bara ég að tala við konuna mína um allt og ekkert. Gott spjall. – Síminn Pay býður upp á STVF. Þessa vikuna býður Skyr Factory allar skálar og boozt á aðeins 1.000 kr. í Pay appinu! Tilboðið gildir frá þriðjudegi til þriðjudags og aðeins þegar þú pantar og greiðir í gegnum Síminn Pay appið. – Sjóvá býður upp á STVF. Ég fékk póst í vikunni. Viðskiptavinir Sjóvá borga ekki lögboðnar bílatryggingar í maí. Ókei, næææs. – Bónus býður upp á STVF. Ég vann einu sinni hjá Bónus. Í mörg ár. Það var mjög gaman. – Hljóðkirkjan býður upp á 4 þætti í viku. Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.
S01E91 – Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs, staðgengill borgarstjóra í Reykjavík og oddviti Viðreisnar í borgarstjórn Reykjavíkur. Hún hefur komið að bissness og stjórnmálum, rekið Pizza Hut á Íslandi og í Finnlandi og komið sprotafyrirtæki á laggirnar. Hún er útlærður sjónvarpsmógúll frá New Orleans en starfaði síðan hinum megin við vélarnar, sem og við hljóðnema. Þulur í Gettu betur og aldrei að pródúsera neitt. Hún er gæd og hefur sterkar tengingar við Reykjadalinn fagra. Hún er stjórnandi í eðlinu og hefur þörf fyrir útkomu og árangur. Hún kom mér fyrst fyrir sjónir sem manneskja með alla ábyrgðina á herðum sér, og kannski er hún það. En hún sagði mér líka að ein hennar stærsta gjöf væri kæruleysið. Hún er málglöð og skemmtileg, brosandi og afar heillandi og ekki einhleyp — þrátt fyrir plön um annað. Gott spjall. – Síminn Pay býður upp á STVF. Tilboð vikunnar í Mathöll Pay er Eldfjallarúlla hjá UMAMI Sushi á aðeins 1.500 krónur! UMAMI er sushi veitingastaður sem staðsettur er í Borg29 mathöll. – Rokksafn Íslands býður upp á STVF. Rokksafn Íslands er safn um sögu popp- og rokktónlistar á Íslandi. Safnið er staðsett í Hljómahöll í Reykjanesbæ. Á safninu er að finna tímalínu um sögu íslenskrar tónlistar á Íslandi allt frá árinu 1830 til dagsins í dag. – Bónus býður upp á STVF. Réttur mánaðarins í Bónus er grjónagrautur, 598 krónur pakkinn. Bónus hefur látið yfir 500.000 fjölnota poka út úr verslunum sínum frá upphafi. Það er fjölnotaleg tilhugsun. – Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.
Listamenn eru nammigrísir miklir. Nú velja þeir topp 10 „nömmin” sín í bland í poka.
S01E90 – Við höfum sennilega öll kallað hann Ævar vísindamann, en svo einföld er sagan nú ekki. Ævar Þór er gríðarlega afkastamikill rithöfundur og grúskari en aðspurður segist hann vera leikari fyrst og allt annað á eftir. Hann er mikill talsmaður barnamenningar sem og fræðslu- og afþreyingarefnis fyrir börn og sér tækifæri í hverju horni. Hann virðist óþreytandi þegar kemur að því að koma þekkingu og gáska á framfæri en játar þó að hann sé farinn að velja tilefnin aðeins betur en hann gerði áður. Einhvern veginn kemur hann því við að eiga daglegt líf og fjölskyldu meðfram öllu saman og hefur glaður slakað aðeins á eftir að barneiginir urðu staðreynd. Hann kom mér svolítið á óvart verð ég að segja, og virðist vera náttúrulega duglegur frekar en útpældur og útsjónarsamur. Hann brosir mikið, segir sögur og skammast sín alls ekki fyrir að hafa svolítið hátt. Afar skemmtilegur maður. Gott spjall. – Síminn Pay býður upp á STVF. Vængirnir hjá Mossley eru algjörlega ógleymanlegir! Nú á tilboði vikunnar í Mathöll Pay appsins á aðeins 1.000 krónur! – Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.
S01E89 – Broddi Kristjánsson er goðsögn. Hann hefur unnið yfir 40 íslenska titla, hefur farið á fleiri heimsmeistaramót en hann hefur tölu á og keppti á ólympíuleiknum í Barcelona árið 1992. Hann er sagnakista og ljúfmenni, lítillátur og góðlegur. Það er þó ekki erfitt að sjá keppnisskapið í gegnum þetta allt enda kemst enginn á þennan stað nema með vinnu og ákveðni. Hann vann ekki fyrsta titilinn fyrr en furðuseint, en eftir það fékk ekkert stoppað hann. Hann lærði til íþróttakennara á Laugarvatni á sama tíma og hann var að spila sig inn á ólympíuleika, fann einhvers staðar tíma til þess að næla sér í lífsförunaut og til þess að sjá Bubba spila á Borginni. Honum bregður fyrir í Rokk í Reykjavík og er ekki alveg hættur að spila þótt mjöðm og hné séu búin og golfið að taka við. Gott spjall. – Síminn Pay býður upp á STVF. Þessa vikuna býður Kore í samstarfi við Símann Pay upp á allar vefjur á aðeins 1.000 krónur. Tilboðið gildir frá þriðjudegi fram á þriðjudag og aðeins þegar þú pantar og greiðir gegnum Símann Pay appið. – FlyOver Iceland býður upp á STVF. The Real Wild West er nýjasta sýning FlyOver Attractions. Í henni er flogið yfir Vesturríki Bandaríkjanna, t.d. Utah, Kaliforníu, Arizona og Montana. Hægt er að bóka tíma á vefnum: www.flyovericeland.is – Bónus býður upp á STVF. Í Bónus er hægt að fá allt í þorramatinn. Harðfisk. Sviðasultu. Rófustöppu. Hákarl. Og miklu fleira auðvitað. Þessu raðar þú svo saman í þitt trog og blótar þorrann af afli. – Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.
S01E88 – Vigdís Jóhannsdóttir er trukkur. Hún er vinkona mín og við unnum saman á auglýsingastofunni PiparTBWA í mörg ár. Hún er markaðsstjóri hjá Stafrænu Íslandi í dag og sinnir ytri og innri markaðsmálum. Hún er alin upp í Keflavík, miklu yngri en bræður hennar tveir, tók þátt í fegurðarsamkeppnum, lærði á hljóðfæri og lék með leikfélaginu. Hún ætlaði að verða leikkona, veðurfræðingur og allskonar fleira áður en hún lenti í kjafti fjölmiðlabransans þar sem hún ílengdist í mörg ár. Hún á börn og mann, er í mastersnámi með vinnunni og langar fyrst og fremst að gera samfélaginu gagn. Og það gengur vel. Hún gerir matseðil fyrir alla vikuna. Það er stórkostlegt. Dísa er snillingur. Gott spjall. – Síminn Pay býður upp á STVF. Þessa vikuna býður Chikin í samstarfi við Símann Pay upp á kjúklingaborgara á aðeins 1.000 krónur. Tilboðið gildir frá þriðjudegi fram á þriðjudag og aðeins þegar þú pantar og greiðir gegnum Símann Pay appið. – FlyOver Iceland býður upp á STVF. The Real Wild West er nýjasta sýning FlyOver Attractions. Í henni er flogið yfir Vesturríki Bandaríkjanna, t.d. Utah, Kaliforníu, Arizona og Montana. Hægt er að bóka tíma á vefnum: www.flyovericeland.is – Sjóvá býður upp á STVF. Nákvæmlega þegar ég skrifa þetta sitjum við Agnes og maulum súkkulaði sem Sjóvá sendi okkur inn um lúguna. Súkkulaðið sem kom með kvittuninni sem fylgdi því að Sjóvá bætti henni gleraugun sem brotnuðu um daginn. – Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.
S01E87 – Arnar Þór Gíslason er einn af mest áberandi trymblum landsins. Bæði er hann afskaplega afkastamikill, spilar og hefur spilað með fjölda hljómsveita og tónlistarfólks, en þar á meðal eru Dr. Spock, Pollapönk, Mugison, Jónas Sig, Lára Rúnars, Írafár og miklu fleiri, en að auki hefur hann áberandi og heillandi stíl. Addi er þó ekki tónlistarmaður að aðalatvinnu því hann er framkvæmdastjóri þeirrar stórkoslegur búðar sem Hljóðfærahúsið kallast og stendur þar vaktina dags daglega. Hann er Hafnfirðingur, á konu og tvö börn, ekki maður mikilla framtíðarplana og reynir að gera það vel sem hann gerir. Morgunrútínan er gufa, kaldur pottur, hugleiðsla, endurtekning — öfga- og látlaust. Hann er ótrúlega skemmtilegur maður sem setur þarfir annarra yfirleitt framfyrir sínar eigin. Og hann er óóógeðslega góður á trommur. Gott spjall. – Síminn Pay býður upp á STVF. Vinsælustu beyglurnar hjá Bagel'n'Co, Skeifunni 15 á aðeins 1.000 krónur! Tilboðið gildir frá þriðjudegi til þriðjudags og þegar þú pantar og greiðir í gegnum Síminn Pay appið. – FlyOver Iceland býður upp á STVF. The Real Wild West er nýjasta sýning FlyOver Attractions. Í henni er flogið yfir Vesturríki Bandaríkjanna, t.d. Utah, Kaliforníu, Arizona og Montana. Hægt er að bóka tíma á vefnum: www.flyovericeland.is – Rokksafn Íslands býður upp á STVF. Rokksafn Íslands er safn um sögu popp- og rokktónlistar á Íslandi. Safnið er staðsett í Hljómahöll í Reykjanesbæ. Á safninu er að finna tímalínu um sögu íslenskrar tónlistar á Íslandi allt frá árinu 1830 til dagsins í dag. – Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.
S01E86 – Esther Talía Casey er leikkona og söngkona, tveggja bara móðir og tískuáhugamanneskja. Hún er hálfur Íri en leiðir hennar og föður hennar skildu þegar hún var tveggja ára. Siðan þá hefur hún hitt hann afar óreglulega og ekki hægt að segja að hann sé hluti af lífi hennar. En það er allt í lagi og allir sáttir. Esther var söngkona hljómsveitarinnar Bang Gang en þurfti að velja á milli hljómsveitarinnar og leiklistarferilsins, vegna þess að einhverjar leiklistarfrekjur fóru fram á það. Hún hefur þurft að berjast fyrir sínu, hefur tvennar sögur að segja af farsæld þess að vinna með sínum nánustu, hefur verið með manninum sínum síðan þau voru í 10. bekk og farið gegnum súrt og sætt með honum. Hún leikur í sýningunni um Bubba Morthens, Níu lífum, sem Borgarleihúsið myndast við að sýna milli heimsfaraldurshrina. Esther finnst gaman að hafa fínt í kringum sinn og rækta garðinn sinn. Hún ferðast mikið utanlands og finnst gaman að væna og dæna. Gott spjall. – Síminn Pay býður upp á STVF. Pay Mathöll hefur nýja árið á sjóðheitu 1.000 króna tilboði. Oumph! grænmetisvefja hjá KORE á aðeins 1.000 krónur! Tilboðið gildir frá þriðjudegi til þriðjudags og þegar þú pantar og greiðir í gegnum Síminn Pay appið. Þú velur svo hvort þú vilt sækja hjá Kore Granda eða Kringlunni. – FlyOver Iceland býður upp á STVF. The Real Wild West er nýjasta sýning FlyOver Attractions. Í henni er flogið yfir Vesturríki Bandaríkjanna, t.d. Utah, Kaliforníu, Arizona og Montana. Hægt er að bóka tíma á vefnum: www.flyovericeland.is – Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.
S01E85 – Sigga Beinteins er þjóðargersemi og í mínum veruleika hefur hún alltaf verið til. Hún hóf ferilinn í bandi með dr. Gunna, en hafði áður búið í pínulitlu asbesthúsi. Hún er ekki eins og allar stelpurnar sem hoppa upp í bíla með hverjum sem er og það eitt og sér skaut henni upp á vinsældahimininn með tilþrifum árið 1984. Hún hefur farið þrisvar í Eurovision, rekið söngskóla í tveimur löndum, fengið blóðtappa sökum álags og alið upp tvíbura. Hún er hljóðfæraleikari í dvala, rokkhundur inn við beinið, að sjálfsögðu Stjórnarliði og jólatónleikadrottning Íslands. Við áttum afar góða dagsstund og kjöftuðum frá okkur tímann. Fullkominn þáttur svona milli hátíða. Og þar með er 2021 búið. Takk fyrir og eigið gleðileg áramót. Gott spjall. – Síminn Pay býður upp á STVF. Með Pay Léttkaup greiðir þú fyrir vörur með öruggum hætti og hefur 14 daga til að dreifa greiðslum í allt að 36 mánuði. Þú getur sótt um Léttkaupskortið, óháð því hvar þú ert með síma- og bankaviðskipti. Á hverjum fimmtudegi birtast ný Léttkaupstilboð í appinu. – Omnom býður upp á STVF. Vondandi slepptuð þið því að gera jólaísinn eins og Agnes og eigið þess vegna marga poka af LAKKRÍS + SEA SALT OMNOM KRUNCH til þess að mönsa á yfir á nýja árið. – Sjóvá býður upp á STVF. Keyrðu yfir símann þinn eins og Snæbjörn um árið og leyfðu Sjóvá að mýkja fallið. – Bríó býður upp á STVF. Þið þurfið að láta ykkur hinn óskaplega vel heppnaða og áfengislausa Bríó duga á áramótunum, en fljótlega á nýju ári kemur LÓÐASTÓLALARRY frá Borg, í samstarfi við Drauga fortíðar, í búðirnar. – Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.
S01E84 – Ég og Jóhannes Haukur þekkjumst alveg ljómandi vel og mig langaði bara til þess að hafa jó(l)a(guðs)spjallið hressandi og algerlega inni á mínu eigin þægindasvæði. Það breytir því ekki að ég komst að ógeðslega mörgu um hann sem ég vissi ekki fyrir. Þetta varð á löngum köflum algerlega gagnvirkt spjall frekar en viðtal af nokkru tagi og hann spurði jafnvel meira en hann svaraði. Jóhannes er ótrúlegur hæfileikamaður og virðist aldrei efast um neitt. Það er samt ekki alveg svona einfalt og hann hugsar alveg djöfull mikið. Hann kenndi mér helstu trikkin sem hann notar sem leikari og útskýrði fyrir mér hvernig hann skar niður hluta úr loftinu hjá sér daginn áður en hann mætti í viðtalið. Ég held að þetta sé fullkomin hlustun svona rétt fyrir jól. Gleðilega hátíð. Gott spjall. – Síminn Pay býður upp á STVF. Léttu þér jólin með ostborgara frá Plan B! Þú átt það svo sannarlega skilið í jólaösinni. Smassaður ostborgari frá Plan B á aðeins 550 kr! Þú velur hvort þú vilt sækja á Suðurlandsbraut 4 eða Bæjarhraun 16 Hafnarfirði. – Omnom býður upp á STVF. Það er opið alla daga í verslun/ísbúð Omnom á Grandanum frá 11 til 22, lokað aðfangadag, jóladag og annan í jólum, en opið á Þorláksmessu. Farðu í dag og náðu þér í súkkulaði fyrir það heilagasta, eða aukagjöf í pakkann. – Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.
S01E83 – Aldís Amah Hamilton er mjög berorð manneskja. Hún liggur ekki á neinum skoðunum og tók mig svona allt að því á teppið með suma hluti. Það er gott, hún gerði það vel og var mjög til í samtalið. Og hey, hún hefur líka rétt fyrir sér. Aldís Amah er fædd í Þýskalandi, er af íslenskum og bandarískum ættum en eins framandi og það kann að hljóma er hún á flestan hátt alveg ofurvenjulegur Íslendingur, í besta skilningi. Hún fór í Verzló á röngum forsendum en lærði að lokum leiklist, okkur öllum til happs. Hún hefur fetað sig hratt upp stigann og leikur nú aðalhlutverk í sjónvarpsseríu sem hún skrifar í slagtogi við aðrar kanónur og sýnd verður á Stöð 2 um hátíðirnar. Þátturinn er glæpasería í leikstjórn Baldvins Z, nefnist Svörtu sandar og af spjallinu við Aldísi að dæma gætum við fengið að sjá eitthvað afar nýtt og ferskt. Aldís Amah er rétt að byrja, það finnst á öllu, og framtíðin hefst núna. Gott spjall. – Síminn Pay býður upp á STVF. Brauðkaup í samstarfi við Símann Pay býður þér gómsæta vængi á aðeins 1.000 kr. í stað 1.590 kr. Tilboðið gildir frá þriðjudegi til þriðjudags og aðeins þegar þú pantar og greiðir í gegnum Síminn Pay appið. – Omnom býður upp á STVF. Við Aldís ræddum Omnom í þættinum, aðventugjöfina hennar og svoleiðis. Hún er vegan og sagðist ekki geta fengið súkkulaði við sitt hæfi. Það er auðvitað alrangt. Sjáið þetta til dæmis: https://omnom.is/products/superchocoberrybarleynibblynuttylicious – Bónus býður upp á STVF. Lengdur opnunartími fyrir jólin og til dæmis opið til 23:00 á Þorláksmessu í Smáratorgi, Skeifunni og Spöng — og opið í öllum búðum til 14:00 á aðfangadag. Matur og jólagjafir, strax eða á síðustu stundu. – Rokksafn Íslands býður upp á STVF. Rokksafnið er staður sem allt áhugafólk um tónlist og/eða íslenska menningu á að heimsækja. Mig langar þó sérstaklega til þess að benda á hina árlegu tónleika sem hljómsveitin Valdimar heldur í Hljómahöll þann 30. desember. Það eru enn til miðar: https://tix.is/is/event/12479/valdimar/ – Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.
S01E82 – Elíza Geirsdóttir Newman er söngkona, fiðluleikari og forsprakki Kolrössu Krókríðandi, sem síðar nefndist Bellatrix. Kolrassa var stofnuð laust fyrir Músíktilraunir Tónabæjar 1992 og vann keppnina með afar sannfærandi hætti. Þá strax fór allt af stað sem leiddi bandið og Elízu til útlanda þar sem reynt var á meikdraumana. Allt var það keyrt til enda og síðan þá hefur Elíza búið til og gefið út tónlist, bæði sem sóló en líka í slagtogi við aðra. Fyrir utan tónlistina hefur Elíza gert margt, hún á fjölskyldu, áhugamál og hefur nýlega sigrast á krabbameini. Hún hefur skýra stefnu og treystir eigin innsæi og aðferðum og er merkileg blanda af introvert og átróvert. Elíza og Kolrössur breyttu íslensku tónlistarlífi svo sannarlega til hins betra en þar var ekki látið staðar numið. Þannig er Elíza enn á fullu og er að vinna að nýrri plötu sem kemur út fljótlega. Ég mæli með því að þið hlustið á Drápu á meðan við bíðum eftir þeirri útgáfu. Gott spjall. – Síminn Pay býður upp á STVF. KORE í samstarfi við Símann Pay býður þér kjúklingaborgara máltíð á aðeins 1.500 kr. í stað 2.790 kr. Tilboðið gildir frá þriðjudegi til þriðjudags og aðeins þegar þú pantar og greiðir í gegnum Síminn Pay appið. ATH! Tilboðið er eingöngu aðgengilegt hjá KORE Granda. – Omnom býður upp á STVF. Íslenski veturinn einkennist af snævi þöktu, ísköldu vetrarhúminu og endalausu myrkri. Í aðventuöskjunni má finna fjögur hólf með girnilegu handgerðu aðventunammi sem opna á í aðdraganda jólanna. Núna á þriðju viku aðventu er ekkert betra en að opna þrjú hólf í einu — og skófla í sig. – FlyOver Iceland býður upp á STVF. Nú er hægt að fljúga yfir Ísland eða villta vestrið, nú eða Ísland OG villta vestrið. Gjafabréfin fást á www.flyovericeland.is og þau henta afar vel í alla jólapakka. Fljúgum heima um jólin. – Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.
S01E81 – Lára Sóley er framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands og er fullkomin í djobbið. Hún er Húsvíkingur í grunninn, var fyrirmyndarbarn og -unglingur, lærði á fiðlu og fór snemma að skipuleggja viðburði. Allt sem hún lærði lærði hún vel, og mögulega stundum aðeins of vel. Árum saman var hún stór hluti af tónlistarlífi Akureyrar, kom að uppbyggingu Hofs og þjónaði starfi framkvæmdastjóra þar um tíma. Fram og til baka hefur hún numið tónlist og tónlistarstjórnun erlendis og lauk meistaranámi í listastjórnun í þann veginn sem hún settist í sætið sitt í Hörpu. Hún hefur starfað mikið sjálfstætt og er manneskja sem lætur hlutina gerast. Hún lætur ferilinn ekki stoppa sig í að halda fjölskyldu og á sálfræðing fyrir mann og þrjú börn. Þegar róast aðeins um hjá okkur báðum ætla ég að spyrja hvort hún vilji vera með mér í hljómsveit — en bara þegar við verðum búin að koma upp menningarhúsi á Húsavík. Gott spjall. – Síminn Pay býður upp á STVF. Sæktu þér vinsælustu pizzu Natalía í Borg 29, Borgartúni á aðeins 1.500 krónur! Tilboðið gildir frá þriðjudegi til þriðjudags og aðeins þegar þú pantar og greiðir í gegnum Síminn Pay appið. – Omnom býður upp á STVF. Íslenski veturinn einkennist af snævi þöktu, ísköldu vetrarhúminu og endalausu myrkri. Í aðventuöskjunni má finna fjögur hólf með girnilegu handgerðu aðventunammi sem opna á í aðdraganda jólanna. – Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.
S01E80 – Hinrik Þór er alls ekki venjulegur maður. Hann á stórfurðulega ævi að baki og lifir í dag lífi sem myndi sjálfsagt ekki henta öllum. Hann hefur aldrei haft skýra stefnu en þó hefur hann verið viss í sinni sök og vitað hvar áhuginn liggur. Neysla og óregla kom þó í veg fyrir að hann næði takmörkum sínum, ástand sem knúið var af kvíða og rótleysi. Hann var mjög týndur um tíma og lét sig hverfa til útlanda. Á þessum 40 árum hefur hann unnið afar mikið en stundum afar lítið, eignast tvö börn, annað á fremur hefðbundinn máta en hitt við ólíklegri aðstæður. Hann hefur komið reglu á líf sitt og horfir mjög gagnrýnið yfir fortíðina með húmor og hreinskilni að vopni. Það er nákvæmlega enginn eins og Hinrik og hann er næstum óraunverulega skemmtilegur. Gott spjall. Og langt. – Síminn Pay býður upp á STVF. Tjúllað tilboð hjá The Skyr Factory, Höfðatorgi og Katrínartúni. Allar skálar og boozt á 1.000 kr í Pay appinu! Tilboðið gildir frá þriðjudegi til þriðjudags og aðeins þegar þú pantar og greiðir í gegnum Síminn Pay appið. – Omnom býður upp á STVF. Vetrarlína Omnom sækir, líkt og fyrri ár, innblástur sinn í íslenskar jólahefðir sem ylja landsmönnum um hjartarætur með minningum liðinna jóla. Dark Nibs + Raspberries, Milk + Cookies & Spiced White + Caramel. – Bónus býður upp á STVF. Nýr grís og lengri opnunartími. Ég vann einu sinni í Bónus. Það var í kringum aldamótin og síðan hefur auðvitað margt breyst. Sumt breytist samt ekki því Bónus selur þér ennþá nauðsynlegar vörur á dísent verði. – Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.
S01E79 – Sigurlína Valgerður er oftast kölluð Lína. Hún er súpernörd sem hefur haft áþreifanleg áhrif á tölvuleikjaspilun heimsins, og þá einna helst með aðkomu sinn að FIFA-fótboltaleikjunum frá EA þar sem hún setti fjölbreytileikann í forgang. Hún stjórnaði einnig gerð Star Wars Battlefront og að þessu vann hún, ásamt fleiru, á nokkurra ára flakki sínu með fjölskylduna um Svíþjóð, Kanada og Bandaríkin. Nú er hún komin heim og vinnur sitt lítið af hverju og hefur miklu að miðla, enda mikið gerst síðan hún hóf ferilinn hjá CCP á sínum tíma. Hún á tvö börn og mann, hefur ótrúlega skemmtileg áhugamál, spilar D&D á nóttunni ef þess þarf, les bækur og horfir á sjónvarpsþætti og kvikmyndir. Gott spjall. – Síminn Pay býður upp á STVF. Tilboð vikunnar í Mathöll Pay er Spider rúlla og Kristall hjá UMAMI Sushi á aðeins 1.490 krónur! UMAMI er sushi veitingastaður sem staðsettur er í Borg29 mathöll. – Omnom býður upp á STVF. Vetrarlína Omnom sækir, líkt og fyrri ár, innblástur sinn í íslenskar jólahefðir sem ylja landsmönnum um hjartarætur með minningum liðinna jóla. Dark Nibs + Raspberries, Milk + Cookies & Spiced White + Caramel. – Sjóvá býður upp á STVF. Vertu meðlimur í Stofni og fáðu barnabílstóla með 20% afslætti. Almennilega stóla sem auðvelt er að taka úr og setja í og klemma ekki alla fingurna af sér. Ég keypti mína í Nine Kids. – Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.
S01E78 – Örn Eldjárn er að norðan, úr Svarfaðardal nánar tiltekið. Hann er sveitastrákur að upplagi, hóf sína heimavistarvist aðeins sjö ára gamall og leið oftast vel í skólanum, þrátt fyrir margvíslega námserfiðleika. Hann fékk heyrnina fimm ára gamall og varð strax óskaplega góður gítarleikari. Hefðbundið nám lá ekki fyrir honum og þá tókst elítunni næstum því að eyðileggja fyrri honum gítarferilinn. Næstum því, en sem betur fer tókst það ekki vegna þess að í dag er hann einn uppteknasti gítarleikari landsins, hefur spilað í afar vinsælum leiksýningum á borð við Ellý og 9 líf, verið í fjölda hljómsveita og spilað inn á ótal upptökur. Hann á skrautlegan hjónabandaferil að baki og fór tvisvar í lýðháskóla til Danmerkur. Hann á 13 líf að baki og nákvæmlega núna er hann að hefja uppgjörið á þeim öllum. Gott spjall. – Síminn Pay býður upp á STVF. Tilboð vikunnar í Mathöll Pay er sjúklega góður smassborgari og gos hjá Plan B á aðeins 1.000 krónur! Tilboðið gildir frá þriðjudegi til þriðjudags og aðeins þegar þú pantar og greiðir í gegnum Síminn Pay appið. – Omnom býður upp á STVF. Vetrarlína Omnom sækir, líkt og fyrri ár, innblástur sinn í íslenskar jólahefðir sem ylja landsmönnum um hjartarætur með minningum liðinna jóla. Dark Nibs + Raspberries, Milk + Cookies & Spiced White + Caramel. – Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.
S01E77 – Margrét Stefánsdóttir fluttist úr villingaskóla í Versló og lærði að lokum hagnýta fjölmiðlun. Hún stytti Frakklandsdrauminn til þess að koma öðru í lífinu að og var fastagestur á sjónvarpsskjám landsmanna sem fréttakona í mörg ár. Hún hefur síðan komið að PR-mennsku, kynningarmálum og fyrirtækjastússi ýmiskonar, hefur stofnað sinn eigin rekstur, eignast þrjár dætur og leitast við að gera það sem henni finnst skemmtilegt og breyta því leiðinlega til hins betra. Um þessar mundir sýnir Sjónvarp Símans þáttaröð undan hennar rifjum, þátturinn nefnist Heil og sæl? og fjallar um andlegt og líkamlegt heilbrigði íslenskra kvenna. Gott spjall. – Síminn Pay býður upp á STVF. Tilboð vikunnar í Mathöll Pay er hamborgari og franskar hjá Brauðkaup á aðeins 1.000 krónur. Brauðkaup er heitasta búllan á Kársnesinu en þar er auk brauðs og bakkelsis boðið upp á virkilega bragðgóðan skyndibita! – Omnom býður upp á STVF. Vetrarlína Omnom sækir, líkt og fyrri ár, innblástur sinn í íslenskar jólahefðir sem ylja landsmönnum um hjartarætur með minningum liðinna jóla. Dark Nibs + Raspberries, Milk + Cookies & Spiced White + Caramel. – Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.
S01E76 – Auðunn Blöndal, einnig þekktur sem Auddi Blö, er fjölmiðlamaður, vel athyglissjúkur og skemmtikraftur inni að beini. Hann veit ekkert skemmtilegra en augnablikin stuttu áður en að nýtt verkefni sem hann hefur unnið hörðum höndum er opinberað í fyrsta sinn. Um þetta leyti eru slétt 20 ár frá því hann hóf feril sinn í fjölmiðlum í þáttunum 70 mínútur og segist Auddi hafa dýrkað hverja mínútu. Frá unga aldri langaði Auðunn að vera þjóðþekktur og lifði þann draum langt fyrir efni fram, keypti sér rándýran sportbíl sem unglingur og laug því að hann væri kominn með vinnu í sjónvarpi löngu áður en hann landaði henni. En kannski er það einmitt þessi fífldirfska sem hefur skilað Auðunni þangað sem hann er í dag. Gott spjall. – Síminn Pay býður upp á STVF. Þessa vikuna færðu plötu af Omnom súkkulaði á litlar 500,- krónur ef þú pantar í Síminn Pay appinu! Frábær afsökun til að prófa þær plötur sem þú hefur ekki lagt í að prófa áður. – Omnom býður upp á STVF. Í tilefni af hrekkjavöku hefur Omnom smellt í nýjan ísrétt: Varúlfinn í Svartaskógi. Innblástur af réttinum kemur frá franskri súkkulaðitertu frá Svartaskógi í Frakklandi og inniheldur browni, kirsuberjabalsamiksultu og mjúkís. Prófaðu Varúlfinn frá Svartaskógi í Omnom ísbúðinni á Hólmaslóð 4. – Bónus býður upp á STVF. Kíló af lambakjöti í karríi kostar 2.198,- kr í Bónus – gott fyrir köld vetrarkvöld. – Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.
S01E75 – Einar Þór Jóhannsson er gítarmeistari og tónlistarmaður í húð og hár. Hann hefur skemmt landsmönnum í tugi ára, einna lengst með hljómsveitunum Dúndurfréttum og Buffi og er að eigin sögn alveg ómögulegur ef hann er ekki að gera músík. Tónlistin hefur átt hug Einars alla tíð og hefur hann aldrei fundið aðra vinnu sem honum líkar við. Einnig er hann mikill einfari, veit ekki hvað það er að vera einmana og nýtir mikinn tíma í að vera einn með sjálfum sér. Þó á Einar oft við kvíða að etja en ögrar sjálfum sér reglulega; núna síðast með að gefa út sína eigin tónlist á glænýrri plötu sem ber titilinn Tracks sem hann vill endilega að þið hlustið á – en ef ykkur líkar hún ekki megið þið bara halda því fyrir ykkur sjálf. En einna helst tekur Einar lífinu eins og það er, bara einn dag í einu. Gott spjall. – Síminn Pay býður upp á STVF. 1000,- kr matartilboðin gilda frá þriðjudegi til þriðjudags. Kíktu inn í appið og finndu hvaða þrusutilboð þú getur nýtt þér í dag! – Omnom býður upp á STVF. Fólki sem er saltmegin í lífinu, líkt og Snæbjörn, bendum við á að prófa nýja Black n' burnt barley súkkulaðið frá Omnom. – Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.
S01E74 – Hörður Ágústsson er stofnandi Maclands, tveggja dætra faðir og mikill græjukarl. Hann er sannur viðgerðarmaður, gerir við græjur og vill einnig gera við vandamálin í lífinu. Nú reynir hann þó að venja sig af því að gera alltaf við og leyfa sér frekar að vera bara ekki góður öðru hvoru. Hörður hefur unnið mikið í sjálfum sér og talar hér umbúðalaust um ýmsa bresti í sínu eigin fari í gegnum árin og hvernig hann reynir í dag að forðast að verða þrothringnum að bráð. Til dæmis safnar hann körfuboltamyndum og dreymir um að flytja aftur til útlanda þar sem hann hefur næði til að vera einungis eitt lítið sandkorn á stórri strönd. Gott spjall. – Síminn Pay býður upp á STVF. Þessa vikuna eru allar skálar frá kóreska kjúklingastaðnum KORE á einungis 1.000,- kr! Hvort sem þú vilt kjúkling, Oumph eða blómkálsskál finnur þú Bop skál við hæfi á KORE í Síminn Pay appinu. – Sjóvá býður upp á STVF. Fáðu tilboð í tryggingarnar sem þú þarft á heimasíðunni sjova.is og settu allar tryggingarnar þínar á einn stað. – Omnom býður upp á STVF. Snæbjörn heldur að möndluplatan sé jafnvel betri en lakkrísinn. Omminomminomm. – Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.
S01E73 – Brynhildur Guðjónsdóttir er leikkona og leikstjóri með meiru, og hefur í dag sinnt starfi leikhússtjóra Borgarleikhússins í rúmt eitt og hálft ár. Því hafa vissulega fylgt ýmsar áskoranir á borð við örsmáan heimsfaraldur, fjöldatakmarkanir og leikhússlokanir, en hún er þó hvergi af baki dottin. Í dag nýtur hún að fá að taka almennilega á því stóra verkefni að setja saman leikhúsprógram fyrir listasoltna þjóð. Leiklistin á huga Brynhildar að mestu, en hún er þó einnig frönskumælandi, Aerosmith aðdáandi og andlegt ígulker í bata. Brynhildur elskar að læra nýja hluti, helst erfiða, og hefur alla sína tíð getað fundið sögur í hverju skúmaskoti, sem hún svo nærist á að segja öðrum. Hún segist ekki vita hvar sagan sín muni enda, enda sér lífið ekki áfangastaður heldur ferðalag. Gott spjall. – Síminn Pay býður upp á STVF. Leggðu bílnum í Síminn Pay appinu á sama tíma og þú ákveður hvað verður í matinn í kvöld. Kíktu í appið og finndu þér máltíð á einungis 1.000 krónur! – Omnom býður upp á STVF. Hefur þú prófað vegan súkkulaðiplötuna SUPERCHOCOBERRYBARLEY NIBBLYNUTTYLICIOUS, með söltuðum möndlum, byggi og berjum? Mmmm... – Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.
Í síðustu viku fjölluðum við um mál Elham Fakouri, íranskrar tónlistarkonu sem sem sótti um tímabundið atvinnuleyfi hér á landi en var hafnað, á grundvelli þess að starfið sem henni bauðst - við stjórnun viðburðaraðar um miðausturlenska menningu - sé ekki nógu sérhæft. Við fáum til okkar Fríðu Björk Ingvarsdóttur, rektor listaháskóla íslands, og ræðum stöðu alþjóðlegra listamanna á Íslandi, starfsumhverfi listanna, hugmyndina um sérhæfingu og hver eigi að dæma um hana. Stjörnulögfræðingurinn Stella Blómkvist er einhver dularfyllsta persóna íslenskrar bókmenntasögu - eða öllu heldur, hefur ráðgátan um hver það sé sem skrifi bækurnar um ævintýri Stellu heillað íslenska lesendur í meira en tvo áratugi. Og vinsældir Stellu hafa ekki minnkað með sjónvarpsþáttum um hana. Önnur þáttaröðin er nú komin á Sjónvarp Símans og Katrín Guðmundsdóttir hefur verið að horfa. Við fræðumst um sýndarveruleikakvikmyndir sem sýndar verða á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF um helgina sem hluti af nýjum flokki á hátíðinni, Nýjasta tækni og kvikmyndir. Nanna Gunnars sest um borð í Lestina og spjallar um bíó í sýndarveruleika.
Í síðustu viku fjölluðum við um mál Elham Fakouri, íranskrar tónlistarkonu sem sem sótti um tímabundið atvinnuleyfi hér á landi en var hafnað, á grundvelli þess að starfið sem henni bauðst - við stjórnun viðburðaraðar um miðausturlenska menningu - sé ekki nógu sérhæft. Við fáum til okkar Fríðu Björk Ingvarsdóttur, rektor listaháskóla íslands, og ræðum stöðu alþjóðlegra listamanna á Íslandi, starfsumhverfi listanna, hugmyndina um sérhæfingu og hver eigi að dæma um hana. Stjörnulögfræðingurinn Stella Blómkvist er einhver dularfyllsta persóna íslenskrar bókmenntasögu - eða öllu heldur, hefur ráðgátan um hver það sé sem skrifi bækurnar um ævintýri Stellu heillað íslenska lesendur í meira en tvo áratugi. Og vinsældir Stellu hafa ekki minnkað með sjónvarpsþáttum um hana. Önnur þáttaröðin er nú komin á Sjónvarp Símans og Katrín Guðmundsdóttir hefur verið að horfa. Við fræðumst um sýndarveruleikakvikmyndir sem sýndar verða á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF um helgina sem hluti af nýjum flokki á hátíðinni, Nýjasta tækni og kvikmyndir. Nanna Gunnars sest um borð í Lestina og spjallar um bíó í sýndarveruleika.
S01E72 – Það eru kannski heil 11 ár síðan Eva María Jónsdóttir kvaddi skjái landsmanna en hún er þó hvergi nærri af baki dottin. Líf hennar hefur einkennst af heilmikilli vinnu, barnaláni og nýjum áskorunum, en þessa dagana hefur hún vent sínu kvæði í kross, tekið sér frí frá vinnu sinni í Árnagarði, lært jógakennslu og reynir að gera hluti af áhugahvöt, ekki í blindni hins hraða nútíma. Evu Maríu finnst æðislegt að eiga lífsförunaut og trúir því að öll séum við að gera okkar allra besta sem við getum gefið af okkur á þeim stað sem við erum á. Þið heyrðuð það líka fyrst hér að jólagjafir eru líklega á síðasta snúningi. Gott spjall. – Síminn Pay býður upp á STVF. Í þessari viku eru allir réttir hjá Pronto Pasta eru á litlar 1.000 kr þessa vikuna! Aðeins í Síminn Pay appinu. – Sjóvá býður upp á STVF. Munið að viðskiptavinir Sjóvár geta fengið afslátt af ýmsum vörum samstarfsaðila Sjóvár, til að mynda barnabílstólum og bíldekkjum. Skoðaðu fríðindin þín á https://www.sjova.is/einstaklingar/stofn/afslaettir-og-fridindi/. – Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.
S01E71 – Ásmundur Einar Daðason er fyrsti félags- og barnamálaráðherra Íslands, enda sá sem átti hugmyndina að stöðunni. Mikið af vinnu hans er drifið áfram af eigin reynslu af flókinni æsku, en sem barn gekk Ásmundur í sjö grunnskóla á átta árum, í tveimur löndum. Ásmundur hefur unnið ötult starf í þágu barnaheillar á Íslandi en leiðin lá þó ekki alltaf á þing; hann er menntaður búfræðingur og stefndi lengi á að reka sitt eigið bú. Hann á átta hunda, nýtur kosningabaráttunnar og leitar sér að áhugamáli til að deila með konunni þegar ungarnir fljúga úr hreiðrinu. Um þessar mundir spila þau golf. En mest hlakkar Ásmundur til að sjá hvert leið hans liggur í slönguspili lífsins. Gott spjall. – Síminn Pay býður upp á STVF. Kauptu þér skál eða búst á Skyr Factory á einungis 1.000 kr þessa vikuna í Síminn Pay appinu! – Sjóvá býður upp á STVF. Láttu sérfræðingana ráðleggja þér um tryggingarnar þínar, þannig færðu besta dílinn! Þú getur auðveldlega spjallað við ráðgjafa Sjóvár á netspjallinu á sjova.is. – Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.
S01E70 – Guðmundur Ingi Guðbrandsson er umhverfisráðherra Íslands, með mikla ástríðu fyrir landvernd og umhverfinu. Líf hans hefði þó hæglega getað farið á annan veg, en Guðmundur gældi bæði við þá hugmynd um að verða leikari og að helga sig guði. Hann er fjárglöggur mjög og lofthræddur, hlustar nær ekkert á tónlist og lýsir sér sjálfum sem lokaðri týpu, þótt hlustendur fái í þessu viðtali að kynnast ráðherranum mun nánar en oftast er völ á í starfi hans í ríkisstjórninni. Guðmundur lætur sig mannréttindi einnig varða og hefur skrifað páfanum tvö bréf varðandi réttindi samkynhneigða; geri aðrir betur. Svo mætti hann líka með vínarbrauð í viðtalið, fyrstur viðmælenda til að koma með veitingar! Gott spjall. – Síminn Pay býður upp á STVF. Nú hefur fjölgað hressilega í Mathöllinni í Síminn Pay appinu. Af hverju ekki að skella sér á kjúklingaborgara, meðlæti og drykk frá Chikin á 40% afslætti á litlar 1.500 kr? – Sjóvá býður upp á STVF. Þú getur náð sambandi við þjónustuaðila Sjóvár í gegnum netspjallið á sjova.is! Fullkomin lausn fyrir símafælna. – Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.
S01E69 – Helga Vala Helgadóttir hefur setið á Alþingi Íslendinga frá árinu 2017, verið umboðsmaður hljómsveitarinnar Mammút og leikið í farandleiksýningum á Bretlandseyjum. Þar er ekki næstum því allt upp talið enda er Helga Vala mjög iðin manneskja. Sjálf lýsir hún sér barnungri sem glöðum brjálæðingi og virðist orkan hvergi nærri þrotin síðan þá. Þótt hún sé ekki með stúdentspróf hefur Helga Vala lokið þremur háskólagráðum, einni í leiklist og tveimur í lögfræði þar sem hún uppgötvaði óvæntan áhuga á skattarétti, og í dag er hún staðráðin í að læra húsasmíði um leið og tóm gefst meðfram stjórnmálunum. Gífurlega víðfeðm reynsla á ekki fleiri árum. Gott spjall. – Síminn Pay býður upp á STVF. Njóttu þess að horfa á sjónvarpið. Þú getur fengið nýja Apple TV í Síminn Pay appinu á litlar 34.990,- krónur! – Sjóvá býður upp á STVF. Hlaupum saman í Sjóvá Kvennahlaupi ÍSÍ 11. september 2021! Skráningu og allar helstu upplýsingar má finna á heimasíðunni kvennahlaup.is. – Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.
S01E62 – Þorsteinn Snævar Benediktsson er maður mikilla ástríðna. Þorsteinn rekur brugghúsið Húsavík Öl sem er eins og nafnið gefur til kynna með höfuðstöðvar á Húsavík. Þorsteinn er mikill kappsmaður og vill ávallt skila af sér topp vinnu, til dæmis hafi komið fyrir að hella hafi þurft niður tanki af bjór því hann var hreinlega ekki nógu góður, fái hann hugmynd af nýjum bjór festi hann vart svefn þar til búið sé að brugga hann og ef honum detti í hug að hægt sé að gera bjór betri hiki hann ekki við að breyta uppskriftinni! Húsavík Öl er í miklum vexti þessa dagana og í viðtalinu leiðir Þorsteinn okkur í gegnum söguna af því hvernig fyrirtækið varð til, hugmyndafræðina bakvið bjórinn og lífið hans sem bruggari. Gott spjall. – Síminn Pay býður upp á STVF. Vantar þig grill? Verkfæri í garðinn? Gleymdirðu að borga í stæði eða áttu eftir að kaupa tækifærisgjöf? Sama hvað þú ert að bardúsa finnur þú svarið á hagstæðu verði í Síminn Pay appinu. – Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku í sumar. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.
S01E61 – Unnur Ösp Stefánsdóttir er leikkona fram í fingurgóma en fullyrðir þó að hún hafi verið alveg ömurleg sem slík lengi framan af ferlinum. Hún fékk nýlega aragrúa af Grímuverðlaunum fyrir sýninguna Vertu úlfur sem leikin er af manninum hennar, Birni Thors. STVF vekur athygli á að sýningar á því verki hefjast aftur í ágúst. Þar fyrir utan þekkjum við hana fyrir allt hið góða sem Vesturport hefur sett upp, kvennafangelsisþáttaröðin Fangar var ekkert nema listaverk, en þar kom hún að svo að segja öllu. Hún er trukkur, fjögurra barna móðir og hefur fengið að bragða á flestum útgáfum lífsins. Hún er rétt að byrja og handa við hornið bíða næstu meistaraverk. Hún á auðvelt með að gefa af sér og gerir það svo sannarlega í þessu viðtali. Gott spjall. – Síminn Pay býður upp á STVF. Pantaðu mat í appinu og fylgstu sérstaklega með tilboðum á þriðjudögum. Vertu eins og Snæbjörn og pantaðu borgara frá Smass þegar þú nennir ekki að elda. – Sjóvá býður upp á STVF. Brjóttu iPaddinn þinn og láttu Sjóvá beinlínis hvetja þig til að fara með hann í viðgerð. Ef þú ert svo eins og Snæbjörn frestar þú því um margar vikur. Sjóvá > Snæbjörn – Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.
S01E60 – Hallgrímur Ólafsson er að eigin sögn frábær í að veiða í soðið og selja alls konar dót. Hann er einni fínasti tónlistarmaður en það tók hann þónokkurn tíma að treysta á færni sína á leiksviðinu, þótt það síðarnefnda sé atvinnan hans. Hann er Skagamaður í húð og hár, alinn upp á Bubba og finnst best að vinna í hóp, þar sem hann fær ekki margar hugmyndir sjálfur. Einnig finnst honum mikilvægt að gera hlutina af sannfæringu og taka þá alla leið, ekki vinna í hálfkáki. Til að mynda hefur hann enga þolinmæði fyrir hollustuútgáfum á mat sem á að vera óhollur! Í dag nýtur hann að geta valið sjálfur verkefnin sem hann tekur að sér – þó hann finni gleðina á sviðinu í hverju hlutverki. Gott spjall. – Síminn Pay býður upp á STVF. Vertu eins og Snæbjörn og pantaðu þér gúrme veislu frá Duck and Rose – allt í Síminn Pay appinu. – Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum, Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum og Listamenn á laugardögum.
S01E59 – Sigmar Guðmundsson er fimmtíu og tveggja ára faðir í vísitölufjölskyldu. Þar er þó ekki öll sagan sögð. Andlit hans hefur verið tíður gestur á heimilum landsmanna, þar sem Sigmar hefur unnið í mörg ár í sjónvarpi sem fréttaritari, þáttastjórnandi og ritstjóri þótt fátt eitt sé nefnt. Nú í ár hefur Sigmar undið kvæði sínu rækilega í kross, sagt skilið við fjölmiðla og stefnir á framboð til þings á framboðslista Viðreisnar haustið 2021. Lífið hefur fært Sigmari mörg stórkostleg tækifæri en hefur þó ekki ávallt verið dans á rósum; hann er óvirkur alkóhólisti og hefur þurft að sigrast á sínum djöflum til að komast á þann stað sem hann er í í dag. Þessa dagana er hann spenntur fyrir nýrri áskorun, þakklátur fyrir lífið sem hann hefur byggt sér, heltekinn af náttúruhlaupum og að eigin sögn mjög lánsamur maður. Gott spjall. – Síminn Pay býður upp á STVF. Í appi Símans Pay getur þú pantað girnilegan mat í Mathallarflipanum. Fagnaðu mánaðamótunum með rjúkandi Flateyjarpizzu eða borgara af Fabrikkunni. Namm namm. – Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum, Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum og Listamenn á laugardögum.
S01E58 – Þótt hann sé aðeins tuttugu og eins árs gamall hefur Kristinn Óli Haraldsson sett mark sitt á íslenskt tónlistarlíf. Króli, eins og hann er betur þekktur, hefur ásamt samstarfsmanni sínum JóaPé átt söluhæstu plötu ársins tvö ár í röð en allir Íslendingar kannast við lagið þeirra B.O.B.A. skaut þeim félögum upp á stjörnuhimininn árið 2017. Auk þess á Kristinn að baki leikferil sem hófst þegar hann var einungis tíu ára. En þrátt fyrir öll þessi afrek á Kristinn erfitt með að lýsa sjálfum sér sem hæfileikaríkum og kallar sig frekar mislyndan geðhnoðra. Þessi snögga landsfrægð hafði einnig slæm áhrif á geðheilsu Kristins en í viðtalinu deilir hann með Snæbirni ferli sínu í hringiðu frægðarinnar, depurð og sjálfsskaðahugsunum og hvernig hann viðheldur geðheilbrigði sínu dags daglega meðfram öllum ævintýrunum. Gott spjall. – Síminn Pay býður upp á STVF. Í léttkaupinu þessa vikuna er Galaxy Tab A7 4G spjaldtölvan á 40% afslætti fyrir einungis 35.994,- krónur! Stökktu á þessa nettu búbót í Síminn Pay appinu. https://www.siminn.is/siminn-pay – Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum, Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum og Listamenn á laugardögum.
Listamenn stunda það mikið að spila coverlög. Nú velja þeir coverútgáfur af lögum sem þeim finnst vera betri en hjá upprunalegum flytjendum lagsins.
S01E57 – Ólafur Þór Jóelsson er tölvuleikjanörd að atvinnu. Hann hefur verið þáttastjórnandi GameTíví frá því hann hóf göngu sína og nýtur þess enn í dag að spila tölvuleiki með vinum sínum, nú orðinn um fimmtugur. Á sínum yngri árum lét Ólafur sig dreyma um að verða leikari eða uppistandari en lét aldrei verða af því að taka stökkið af alvöru. Í dag er hann þó nokkuð viss um að draumurinn hafi alltaf verið sá að geta glatt fólk og sent það frá sér brosandi út í daginn. Ólafur nýtur þess að bæta sjálfan sig, var virkur í Dale Carnagie þar sem hann lærði margt sem hjálpað hefur honum í gegnum lífið og telur að hann hafi val um að vera hamingjusamur. Til þess þurfi að slökkva á fullkomnunarsinnanum og vera bara ánægður með að vera bara með sex í öllu. Þessari innsýn á lífið og heilmiklu um tölvuleiki deilir Ólafur með okkur í þessu viðtali. Gott spjall. – Síminn Pay býður upp á STVF. Í Síminn Pay appinu getur þú keypt inneign hjá Play Air fyrir næstu utanlandsferð og út þessa viku er 20% afsláttur af öllum mat hjá Umami Sushi Bar! https://www.siminn.is/siminn-pay – Bónus býður upp á STVF. Bónus biður okkur vinsamlegast um að hjálpa þeim að skila öllum Bónuskerrunum heim! Kerrurnar eru auðlind og gera engum gagn á vergangi. Hér að neðan má finna hlekk á nýútgefna samfélagsskýrslu Bónuss fyrir árið 2020. https://bonus.is/samfelagsskyrsla-bonus-2020/ – Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum, Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum og Listamenn á laugardögum.
S01E56 – María Heba er manneskja sem er ekki að flækja hlutina fyrir sér heldur veður beint á garðinn þar sem hún kemur að honum. Sem sjálfstætt starfandi listamaður hefur hún unnið mikið í nýjum íslenskum leikverkum í gegnum tíðin og kom nýlega inná skjái margra landsmanna í hlutverki sínu sem Rut í þáttaröðinni Systrabönd. Hún er borgarbarn, flugfreyja, móðir, leikkona og útgefið ljóðskáld sem trúir ekki á tilviljanir. Líf Maríu hefur ekki fylgt markvissu fimm ára plani heldur líður henni best í flæði, í þeirri trú að hlutirnir komi til okkar nákvæmlega þegar þeir eiga að gera það. Þessa dagana er hægt að sjá Maríu Hebu í leikritinu Mæður í Borgarleikhúsinu og í sumar liggur leiðin í upptökur á nýrri seríu. Í viðtalinu fáum við nasasjón af því hvernig María leyfir ákvörðunum lífsins að koma til sín og fagnar því að fá að takast á við nýjar áskoranir. Gott spjall. – Síminn Pay býður upp á STVF. Í appinu geturðu nýtt þér ótal tilboð frá hinum ýmsu fyrirtækjum. Einnig getur þú látið gott af þér leiða með að styrkja gott málefni um upphæð að eigin vali. https://www.siminn.is/siminn-pay – Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum, Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum og Listamenn á laugardögum.
Listamenn eru staddir á hótelherbergi í Neskaupstað eftir vel heppnað gigg á Beituskúrnum. Með bjór og smá viskí í glösum ræða þeir um tónlistarfólk sem dó of ungt. Þessi þáttur er svolítið dökkur, biðjumst velvirðingar á því.
S01E55 – Anna Hildur Hildibrandsdóttir er ekki þjóðþekkt andlit en áhrif vinnu hennar á íslenskt menningarlíf eru gífurleg. Hún tók þátt í að koma ÚTÓN, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar, á legg sem opnaði fyrir gífurlega verðmætasköpun í íslenskum tónlistariðnaði, hún var lengi fréttaritari í London og nú nýlega var frumsýnd hennar fyrsta heimildarmynd „A Song Called Hate“ sem fjallar um ferð hljómsveitarinnar Hatara í Eurovision í Ísrael árið 2019. Nú í vetur flutti hún heim til Íslands eftir langa búveru í Bretlandi og hóf kennslu við Háskólann á Bifröst, stofnaði listþróunarfyrirtækið Glimrandi ásamt eiginmanni sínum og er í stjórn sumarnámskeiðsins Tungumálatöfra, en þar fá fjöltyngd börn og unglingar tækifæri til að rækta íslenskuna sína í gegnum listsköpun á Ísafirði. Anna Hildur er hvergi nærri hætt og nýtur þess að takast á við nýjar áskoranir, en nú þegar hún nálgast sextugsaldurinn er hún loksins búin að læra að segja nei. Gott spjall. – Síminn Pay býður upp á STVF. Sumartilboðið er komið í Síminn Pay appið! Galaxy Tab A7 4G á 35.994,- kr. staðgreitt, lækkað verð frá 59.990,- kr.! Eftir hverju ertu að bíða? https://www.siminn.is/siminn-pay – Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum, Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum og Listamenn á laugardögum.
Listamenn rifja upp sín vandræðalegustu augnablik. Mjög vandró þáttur.
S01E54 – Sigríður Björk Guðjónsdóttir sinnir starfi ríkislögreglustjóra; starfi sem fæst okkar myndum nokkurn tímann vilja taka að okkur. Hún hefur þó aldrei farið í lögreglunám heldur kemur að starfinu í gegnum lögfræðinám og starf skattastjóra. Sigríður er fyrrum Evrópusambandssinni og sýslumaður á Ísafirði sem nýtur þess að rýna í erfið mál í samfélaginu og leita leiða til að bæta það sem betur má fara. Það er þó ekki einfalt að vera ríkislögreglustjóri á tímum heimsfaraldurs og á Sigríður ekki auðvelt með hvers konar athygli sem starfi hennar fylgir. En drifkrafturinn er ávallt að reyna að finna betri leiðir innan réttarkerfisins, sérstaklega hvað við kemur ofbeldi. Þegar vinnudeginum lýkur er hún svo bara miðaldra kona á hjóli í Reykjavík sem trúir því að allir séu að gera sitt besta. – Síminn Pay býður upp á STVF. Þessa vikuna er hægt að fá iPhone 12 Pro Max 256GB – Silfur á léttkaupstilboði á 203.992,- krónur, eða á 36.000,- króna afslætti! https://www.siminn.is/siminn-pay – Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum, Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum og Listamenn á laugardögum.
S01E53 – Aðalbjörn Tryggvason er betur þekktur sem Addi í Sólstöfum. Addi er ein stærsta þungarokkstjarna Íslendinga en í sínu daglega lífi er hann andlega þenkjandi snyrtipinni með áhuga á edrúlífi. Það hefur þó ekki alltaf verið svo; áður en hann varð edrú var hann til að mynda 'sponsaður' af Jim Beam viskíi og gat ekki ímyndað sér að koma fram allsgáður. Addi leyfir okkur að fá innsýn í hin ótrúlegustu ævintýri sem hann hefur upplifað í gegnum árin, það góða og það slæma, sögu Sólstafa og erfiðar breytingar innan hljómsveitarinnar í gegnum árin. Í dag á Addi dóttur, vinnur sem hljóðmaður og nýtur þess að vera í tengingu við lífið í kringum sig, meðfram því að vera áfram hrein og tær rokkstjarna. Gott spjall. – Síminn Pay býður upp á STVF. Þessa vikuna er hægt að kaupa úr á 15% afslætti frá Garmin Búðinni, panta mat og leggja bílnum. https://www.siminn.is/siminn-pay – Bónus býður upp á STVF. Bónusréttur mánaðarins er spagettí bolognese sem fæst á tilboði út maímánuð: einungis 1.098,- krónur! Gott fyrir fólk sem er eitt heima og kann ekki að elda. https://bonus.is/um-bonus/vorumerkinokkar/tilbunirrettir/ – Hljóðkirkjan býður upp á 7 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum, Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum, Listamenn á laugardögum og Alveg Dagsatt á sunnudögum.
S01E52 – Flest þekkja andlitið þótt þau viti ekki endilega hvað hann heitir. Þorsteinn V. Einarsson er maðurinn á bakvið samfélagsmiðlana Karlmennskan, sem miðla upplýsingum um málefni tengd kynjahyggju samfélagsins og hinum ýmsu birtingarmyndum karlmennskunnar. Sjálfur er hann óvirkur alki, fyrrverandi fótboltastrákur og karlremba, pabbi og eiginmaður. Á daginn flytur hann fyrirlestra, heldur úti hlaðvarpi og vinnur sem jafnréttis- og karlmennskusérfræðingur hjá ráðgjafafyrirtækinu Empower. Í þessu viðtali gefur Þorsteinn okkur innsýn í sitt starf, sína vegferð frá íhaldsamri karlrembu yfir í virkan femínista og hvernig við getum öll átt þýðingarmikil samtöl í okkar nærumhverfi. En þó svo að það líti út fyrir að málefnin þrjóti aldrei sem brýn nauðsyn er að ræða hefur Þorsteinn ekki áhyggjur af framtíðinni og heldur að þetta verði, að lokum, bara allt í lagi. Gott spjall. – Síminn Pay býður upp á STVF. Þú getur borgað í stöðumælinn, pantað matinn og nælt þér í ýmis tilboð – allt á einum stað í Síminn Pay appinu. https://www.siminn.is/siminn-pay – Hljóðkirkjan býður upp á 7 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum, Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum, Listamenn á laugardögum og Alveg Dagsatt á sunnudögum.
S01E51 – Berglind Guðmundsdóttir er konan á bak við hina geysivinsælu uppskriftasíðu GulurRauðurGrænn&salt. Síðuna hefur hún rekið í nær 10 ár og virðist ekkert lát á þeim kræsingum sem Berglind getur hjálpað okkur að búa til. Áður en hún lagði matreiðslu fyrir sig lærði Berglind sálfræði og hjúkrunarfræði, vann lengi á BUGL og í dag vinnur hún einnig við að bólusetja landsmenn gegn COVID-19. Berglind var ekki alltaf frábær kokkur, en ástríða og drifkrafturinn hafa gert henni kleift að gera GulurRauðurGrænn&salt að sinni aðalatvinnu. Þrátt fyrir það er hún ekki matarsnobbari og er alltaf til í nýjar áskoranir. Árið 2019 komst Berglind svo í blöðin fyrir að hafa gifst sjálfri sér – ákvörðun sem varð kveikjan að þáttum hennar „Aldrei ein“ sem sýndir eru í Sjónvarpi Símans um þessar mundir. Gott spjall. – Síminn Pay býður upp á STVF. Nú er hægt að panta mat beint í gegnum Síminn Pay appið! Þessa vikuna er hægt að kaupa espressovélar á 20% afslætti á léttkaupstilboði. Tilboðið gildir til 12. maí. https://www.siminn.is/siminn-pay – Hljóðkirkjan býður upp á 7 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum, Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum, Listamenn á laugardögum og Alveg Dagsatt á sunnudögum.
S01E50 – Sölku Sól Eyfeld þarf ekki að kynna – enda hefur hún ekki þurft að segja til nafns á Íslandi í mörg ár. Einn af hennar helstu styrkleikjum er að geta brugðið sér í hina ýmsu búninga; hún er Ronja Ræningjadóttir heillar kynslóðar, rappari, prjónakona og forvarnafyrirlesari svo fátt eitt sé nefnt. Sjálf segir Salka rótleysi hafa haft áhrif á ákvarðanir hennar í lífinu, sem feli í sér bæði styrkleika og flækjur. Í dag er hún mjög þakklát fyrir það líf sem hún hefur byggt sér, þar sem henni finnst bæði æðislegt að láta klappa fyrir sér og fá að taka í nýjum verkefnum með reglulegu millibili. Þá skemmir ekki fyrir að hún er góð í öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur. Þessa dagana er Salka að vinna í sinni fyrstu sólóplötu og finnst enn mikilvægt að storka kerfinu með að gera ekki alltaf það sem til er ætlast. Gott spjall. – Reykjavík Roasters býður upp á STVF. Á könnunni er Dona Darko: https://reykjavikroasters.is/en/shop/dona-darko/ Afsláttarkóðinn ‘STVF’ gefur hlustendum 10% afslátt á kaffi í pokum út apríl 2021 á https://www.reykjavikroasters.is/vefverslun – Síminn Pay býður upp á STVF. Kauptu þér Roborock S6 ryksugu- og skúringaróbóta á 20% afslætti með léttkaupum í Síminn Pay appinu. Tilboðið gildir til 5. maí 2021. https://www.siminn.is/siminn-pay – Þykkvabæjar býður upp á STVF. Í matinn er beikongratín. https://www.thykkvabaejar.is/vorur/beikongratin-600-gr/ – Hljóðkirkjan býður upp á 8 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum, Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum, Listamenn á laugardögum og Alveg Dagsatt á sunnudögum.
S01E49 – Anna Fríða Gísladóttir er markaðsstjóri af guðs náð. Metnaðarfull, lífsglöð, ákveðin og skelegg; hún vill veita góða þjónustu og hikar ekki við að taka þátt í öllu starfi sinnar deildar. Suma daga þýðir það að rífa upp tommustokkinn og mæla pizzustærð af natni, þann næsta er það lífefnafræði. Anna Fríða er reynslumeiri en flestir á hennar aldri í geiranum, en hún stökk í djúpu laugina þegar hún varð markaðsstjóri hjá Dominos einungis 24 ára að aldri. Þá kom sér vel að hafa óbilandi trú á sjálfri sér. Enn þann dag í dag veit Anna ekki hvað hún ætlar að verða þegar hún verður stór og nýtur þess að sjá hvað lífið, þessi stóra röð tilviljana, færir henni næst. Gott spjall. – Reykjavík Roasters býður upp á STVF. Á könnunni er Dona Nenem: https://reykjavikroasters.is/en/shop/dona-nenem/ Afsláttarkóðinn ‘STVF’ gefur hlustendum 10% afslátt á kaffi út apríl 2021 á https://www.reykjavikroasters.is/vefverslun – Bónus býður upp á STVF. Verslaðu allskonar gúrmet í matinn með nýsótthreinsaða körfu í öllum verslunum Bónuss. – Síminn Pay býður upp á STVF. Kauptu þér Samsung Buds í eyrun á 25% afslætti í Síminn Pay appinu fram til 28. apríl 2021. https://www.siminn.is/siminn-pay – Þykkvabæjar býður upp á STVF. Í matinn er kartöflugratín. https://thykkvabaejar.is/en/products/potatoes-au-gratin-with-mushrooms-600-gr/ – Hljóðkirkjan býður upp á 8 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum, Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum, Listamenn á laugardögum og Alveg Dagsatt á sunnudögum.
S01E48 – Valdimar Guðmundsson er söngvari, básúnuleikari og tónskáld úr Keflavík. Sjálfur segir hann að lítið hafi farið fyrir sér í skóla en í dag eru líklega fáir Íslendingar sem ekki þekkja hann í sjón, sem Maraþonmann Íslandsbanka eða þá fyrir silkimjúka röddina sem berst landsmönnum reglulega á öldum ljósvakans. Valdimar er algjörlega sjálflærður söngvari, að undanskildum þeim hæfileikum sem hægt er að yfirfæra af básúninni yfir á söng. Í dag á Valdimar von á barni með kærustunni sinni og getur ekki beðið eftir að kynnast litla gaurnum sem koma á í heiminn í sumar. Gott spjall. – Reykjavík Roasters býður upp á STVF. Á könnunni er Dona Nenem: https://reykjavikroasters.is/shop/dona-nenem/ Afsláttarkóðinn ‘STVF’ gefur hlustendum 10% afslátt á kaffi út apríl 2021 á https://www.reykjavikroasters.is/vefverslun – Sjóvá býður upp á STVF. Tilkynntu brotna iPadinn á https://www.sjova.is – Þykkvabæjar býður upp á STVF. Á brauðinu er kalt brokkolísalat með beikoni og trönuberjum. Mmmm já. https://thykkvabaejar.is/vorur/brokkolisalat-m-beikoni-og-tronuberjum-400-gr/ – Hljóðkirkjan býður upp á 8 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum, Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum, Listamenn á laugardögum og Alveg Dagsatt á sunnudögum.
S01E47 – Birna Pétursdóttir fer ekki endilega troðnar slóðir. Hún er leikari, leikskáld, dagskrárgerðarmaður og einn stofnanda Flugu hugmyndahúss. Bernskudraumurinn var ávallt að verða leikkona og fór hún beint til London í leiklistarnám að loknu stúdentsprófi við MA. Það er þó ekki alltaf tekið út með sældinni að vera leikari og á köflum hefur neyðin kennt Birnu að spinna: hún hefur meðal annars komið að stofnun leikhópsins Umskiptinga, unnið í dagskrárgerð hjá N4 og RÚV, skrifað leikrit og er í dag í fullri vinnu við leiklist. Það reynist henni þó ekki nóg og er hún í mastersnámi í hagnýtri þjóðfræði í hjáverkum, þegar tími leyfir. Birna hefur þurft að etja við lágt sjálfsmat og í þessu viðtali heyrum við hennar reynslu af því að vinna sig út úr þeim þrálátu hugsunum – og hvernig hún breytti þeim í verkfæri í leiklistarkistunni sinni. Gott spjall. – Reykjavík Roasters býður upp á STVF. Á könnunni er Dona Nenem: https://reykjavikroasters.is/en/portfolio-posts/el-libano/ Afsláttarkóðinn ‘STVF’ gefur hlustendum 10% afslátt á kaffi út apríl 2021 á https://www.reykjavikroasters.is/vefverslun – Sómi býður upp á STVF. Í glasinu er safinn Veg – spínat, sellerí, engifer og límóna. Nammi namm. https://somi.is/safar/ – Þykkvabæjar býður upp á STVF. Í kvöldmat er þríréttað í kartöflugratíni. https://thykkvabaejar.is/vorur/beikongratin-600-gr/ – Hljóðkirkjan býður upp á 8 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum, Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum, Listamenn á laugardögum og Alveg Dagsatt á sunnudögum.
S01E46 – Víkingur Kristjánsson er landsþekktur leikari í dag en saga hans var ekki bein braut. Hann lýsir sjálfum sér sem A manni, sem sefur því hann þarf þess og kann ekki á snooze takkann, en einnig sem kvíðasjúklingi. Auk leiklistar hefur hann starfað við ýmsa hluti; keyrt lyftara, skrifað texta fyrir fyrirtæki og unnið á leikskóla, í kringum leiklistarverkefnin sem komu stundum í rikkjum. Nú um páskana verður frumsýnd ný þáttaröð eftir Víking titluð „Vegferðin“, en með aðalhlutverk þar fara Víkingur sjálfur og Ólafur Darri Ólafsson í leikstjórn Baldvins Z. Víkingur er driftugur maður, var meðal stofnenda leikhópsins Vesturports, hvaðan sem hann á margar frábærar sögur að segja. Til að mynda eru fáir sem geta sagst hafa dottið í fangið á Ólafi Ragnari Grímssyni þáverandi forseta – á launum. Gott spjall. – Reykjavík Roasters býður upp á STVF. Á könnunni er Dona Nenem: https://reykjavikroasters.is/en/portfolio-posts/el-libano/ Afsláttarkóðinn ‘STVF’ gefur hlustendum 10% afslátt á kaffi út apríl 2021 á https://www.reykjavikroasters.is/vefverslun – Sómi býður upp á STVF. Í glasinu er safinn Veg – spínat, sellerí, engifer & límóna. Nammi namm. https://somi.is/safar/ – Hljóðkirkjan býður upp á 8 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum, Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum, Listamenn á laugardögum og Alveg Dagsatt á sunnudögum.
S01E45 Silja Hauksdóttir er leikstjóri og handritshöfundur með meiru. Hún er fædd í Reykjavík en hefur nokkuð dálæti á því að rífa sig upp með rótum og henda sér í hið ókunna, og hefur því búið víða erlendis og þá oft í tengslum við nám. Silja er með blæti fyrir því að segja sögur, rýna í manneskjuna og finna leiðina til að tengja áhorfandann við persónurnar á skjánum. Ný sería í leikstjórn Silju, „Systrabönd“, verður frumsýnd um páskana en þar þarf Silja að finna leiðir til að láta okkur áhorfendur kenna til með einstaklingum með myrka fortíð. Þetta sögublæti Silju hefði vissulega getað leitt hana á aðrar slóðir í lífinu en í dag er hún mjög ánægð með sitt fag og titil sem leikstjóri og höfundur. Loddaralíðanin lætur vissulega stundum á sér kræla, þótt hún eigi engan veginn rétt á sér, og þá þykir Silju mikilvægt að taka henni opnum örmum og tala opinskátt um hana – þannig verði henni haldið í skefjum. Gott spjall. – Reykjavík Roasters býður upp á STVF. Á könnunni er Dona Nenem: https://reykjavikroasters.is/en/portfolio-posts/el-libano/ Afslóttarkóðinn ‘STVF’gefur hlustendum 10% afslátt á kaffi út mars 2021 á https://www.reykjavikroasters.is/vefverslun – Bónus býður upp á STVF. Þar fáið þið til að mynda allt það góða frá Sóma. – Sómi býður upp á STVF. Í glasinu er safinn Veg – spínat, sellerí, engifer & límóna. Nammi namm. : https://somi.is/safar/ – Hljóðkirkjan býður upp á 8 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum, Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum, Listamenn á laugardögum og Alveg Dagsatt á sunnudögum.
S01E44 – Birgir Jónsson skorast ekki undan áskorunum. Í gegnum tíðina hefur hann verið forstjóri ýmissa fyrirtækja á borð við Iceland Express og Póstinn, trommað í hljómsveitinni DIMMU og um þessar mundir rekur hann Madison Ilmhús með konu sinni Lísu Ólafsdóttur. Líf Birgis er ekki bundið við heimabæinn Kópavog, en hann hefur búið í Hong Kong þar sem hann upplifði SARS-faraldurinn, í Rúmeníu og London. Líf Birgis er samansett af mörgum verkefnum, en bútasaumurinn miðast af því að hafa ætíð ástríðu fyrir þeim verkefnum sem hann tekur að sér; mikilvægast sé að vera alltaf spenntari fyrir því sem koma skal en því sem á undan er gengið. Gott spjall. – Reykjavík Roasters býður upp á STVF. Á könnunni er El Libano: https://reykjavikroasters.is/en/portfolio-posts/el-libano Afslóttarkóðinn ‘STVF’ gefur hlustendum 10% afslátt á kaffi út mars 2021 á https://www.reykjavikroasters.is/vefverslun – Sómi býður upp á STVF. Á brauðinu er þykkt lag af jalapeno hummus: https://somi.is/vorur/hummus-med-jalapeno/ – FlyOver Iceland býður upp á STVF. Fáið 20% afslátt af stökum ferðum með kóðanum HLJÓÐKIRKJAN á https://www.flyovericeland.is – Hljóðkirkjan býður upp á 8 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum, Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum, Listamenn á laugardögum og Alveg Dagsatt á sunnudögum.
S01E43 – Hjörtur Jóhann Jónsson er leikari í dag, en hefði auðveldlega getað orðið heimspekingur á fjöllum. Þó svo að leiklistin sé ein vinsælasta atvinnugreinin í fjölskyldunni var það þónokkur ákvörðun fyrir hann að leggja hana fyrir sig, en á leiðinni kom hann við í björgunarsveitinni og í heimspeki í Háskóla Íslands. Á endanum var leiklistin þó það eina sem hann fékk ekki leið á og í þessu viðtali fáum við að skyggnast inn í hug hans leikara meðfram nokkrum öðrum áningarstöðum. Ferill Hjartar er fjölbreyttur, en þjóðin hefur fengið að njóta hans í mörgum sýningum á borð við Ríkharð III, Ellý og Bláa hnettinum. Í dag er hann fastráðinn hjá Borgarleikhúsinu, tveggja barna faðir, gengur ekki (á fjöll) í legghlífum, og elskar það! Gott spjall. – Reykjavík Roasters býður upp á STVF. Á könnunni er El Libano: https://reykjavikroasters.is/en/portfolio-posts/el-libano/ Afslóttarkóðinn ‘STVF’ gefur hlustendum 10% afslátt á kaffi út mars 2021 á https://www.reykjavikroasters.is/vefverslun – Sómi býður upp á STVF. Á brauðinu er þykkt lag af jalapeno hummus: https://somi.is/vorur/hummus-med-jalapeno/ – Hljóðkirkjan býður upp á 8 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum, Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum, Listamenn á laugardögum og Alveg Dagsatt á sunnudögum.
Listamenn er nýtt hlaðvarp frá tónlistarmönnunum Valdimari Guðmundssyni og Erni Eldjárn í samstarfi við Hljóðkirkjuna. Frá því að Valdimar var ungur spekúlant hefur honum þótt ofboðslega gaman að búa til lista. Listarnir gátu verið af ýmsum toga, meðal annars uppáhalds plötur frá ákveðinni hljómsveit, verstu illmenni bíómyndasögunnar eða jafnvel bara bestu tómatsósutegundirnar. Örn og Valdimar hafa ferðast mikið saman um landið í gegnum tíðina og hafa þeir því eytt löngum stundum með hvor öðrum í bíl. Á þessum ferðalögum hefur Valdimari tekist að smita Örn af þessu áhugamáli sínu og varð þetta að þeirra uppáhalds leik þegar bílferðirnar urðu langar. Nú ætla þeir félagar að gera þennan leik að hlaðvarpi og fyrir hvern þátt munu þeir búa til sitt hvorn topp 10 listann yfir alls konar hluti, hugtök og fyrirbæri og ræða um þá sín á milli.
S01E42 – Gísla Martein þarf vart að kynna. Hann hefur lengi verið á sjónvarpsskjám landsmanna í einni mynd eða annarri og flestir hafa líklega einhverja skoðun á honum. En hver er Gísli raunverulega? Hann bjó í Breiðholtinu í 27 ár, er Edduverðlaunahafi, fyrrum flugfreyja og með háskólamenntun í borgum. Margir tengja Gísla við bíllausan lífsstíl, en hann taldi þó niður dagana í það að hann fengi bílpróf eins og svo margir aðrir. Í dag er hann hluthafi í Kaffi Vest, þáttastjórnandi í Vikunni með Gísla Marteini á RÚV og mikill áhugamaður um fólk af öllum stærðum og gerðum. En jafnvel eftir að hafa farið í árs nám við Harvard og að stjórna einum vinsælasta þætti Íslands í dag er Gísli alltaf að leita leiða til að gera eitthvað stærra og betra, af sinni einstöku ástríðu og gleði sem skín í gegn í þessu kaffiboði. Gott spjall. – Reykjavík Roasters býður upp á STVF. Á könnunni er Dona Darko: https://reykjavikroasters.is/shop/dona-darko – Sómi býður upp á STVF. Á brauðinu er þykkt lag af jalapeno hummus: https://somi.is/vorur/hummus-med-jalapeno/ – Hljóðkirkjan býður upp á 8 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum, Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum, Listamenn á laugardögum og Alveg Dagsatt á sunnudögum.
Listamenn eru meðal þeirra sem hafa orðið fyrir hvað mestum búsifjum vegna kórónuveirunnar. Leikhús hafa verið lokuð í hálft ár, stórar hátíðir sumarsins urðu ekki og raunar hafa fæstir viðburðir, stórir eða smáir, verið haldnir með hefðbundnum hætti síðustu mánuði. Erling Jóhannesson, forseti Bandalags íslenskra listamanna, kom á Morgunvaktina til að ræða stöðu listamanna, og hvernig þeir líta á haustið. Í dag eru 40 ár síðan Víkurfréttir komu fyrst út. Það var sem sagt 14. ágúst 1980 sem þetta fréttablað Suðurnesjamanna hóf göngu sína og þar með eru Víkurfréttir með elstu starfandi fréttamiðlum landsins. Páll Ketilsson hefur ritstýrt blaðinu síðan 1983; hann stiklaði á stóru í sögu Víkurfrétta og ræddi um héraðs- eða bæjamiðla og fleira. Mikilvægur áfangi í fjárhagslegri endurskipulagningu Icelandair náðist í vikunni þegar samkomulag tókst milli félagsins og lánveitenda þess, og líka við Boeing flugvélaframleiðandann. Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista, fór yfir málefni félagsins í ferðaspjalli eftir Morgunfréttirnar klukkan átta. Hann skoðar líka flugáætlun haustsins og farmiðaverð. Tónlist: Cardigan - Taylor Swift, Ég veit þú kemur - Elly Vilhjálms, Stolt siglir fleyið mitt - Áhöfnin á Halastjörnunni
Listamenn eru meðal þeirra sem hafa orðið fyrir hvað mestum búsifjum vegna kórónuveirunnar. Leikhús hafa verið lokuð í hálft ár, stórar hátíðir sumarsins urðu ekki og raunar hafa fæstir viðburðir, stórir eða smáir, verið haldnir með hefðbundnum hætti síðustu mánuði. Erling Jóhannesson, forseti Bandalags íslenskra listamanna, kom á Morgunvaktina til að ræða stöðu listamanna, og hvernig þeir líta á haustið. Í dag eru 40 ár síðan Víkurfréttir komu fyrst út. Það var sem sagt 14. ágúst 1980 sem þetta fréttablað Suðurnesjamanna hóf göngu sína og þar með eru Víkurfréttir með elstu starfandi fréttamiðlum landsins. Páll Ketilsson hefur ritstýrt blaðinu síðan 1983; hann stiklaði á stóru í sögu Víkurfrétta og ræddi um héraðs- eða bæjamiðla og fleira. Mikilvægur áfangi í fjárhagslegri endurskipulagningu Icelandair náðist í vikunni þegar samkomulag tókst milli félagsins og lánveitenda þess, og líka við Boeing flugvélaframleiðandann. Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista, fór yfir málefni félagsins í ferðaspjalli eftir Morgunfréttirnar klukkan átta. Hann skoðar líka flugáætlun haustsins og farmiðaverð. Tónlist: Cardigan - Taylor Swift, Ég veit þú kemur - Elly Vilhjálms, Stolt siglir fleyið mitt - Áhöfnin á Halastjörnunni
Logi Pedro hefur svo viðbjóðslega mikið af skoðunum að Skoðanabræður héldu varla í við hann. Maðurinn mætir og skellir fyrirvaralaust nokkrum kílóum af gæðaskoðunum á borðið. Hann vinnur vinnuna fyrir bræðurna. –Honum veitir ekki af að fá að læra að vinna, enda vinnur hann vart nokkuð sjálfur, hann er listamaður. –Listamenn! –Í ljós kemur að þessi skoðun stenst ekki alveg, því listamenn þurfa að vinna ansi mikið, og ekki aðeins það, heldur þurfa þeir að færa fórnir á öðrum sviðum til þess að yfir höfuð mega vinna vinnuna sína. Þeir mega til dæmis ekki dissa árshátíð Orator á Twitter. Fyrir nokkrum árum varð Loga á og hjó aðeins í þann knérunn. Nýlega var hann svo beðinn um að gigga á umræddri árshátíð. Og þá hófst atburðarás sem er efniviður í fyndna sögu sem er að sjálfsögðu sögð í Skoðanabræðrum, helsta vettvangi íslenskra nútímafrásagna. (Innskot: Lögfræðingar eru viðbjóðsleg stétt). –Er verið að ganga of langt með lýsingunum á þessum þáttum, spyr höfundur sig á meðan hann hripar þessa hér niður. Og ríkir ekki örugglega sáttmáli á meðal manna um að lögfræði sé fyrirlitlegur starfi? –„Er Logi á Twitter?“ spurði enginn aldrei. Það hlýtur að vera 50% af frægð Loga, Twitterið hans, hann er orðinn að talsmanni góða fólksins, hann tekur slaginn, hann stingur á kýlin, hann tjáir skoðanir sínar. „Twitter er skemmtilegt“, segir Logi um þetta tiltekna efni. Hann elst upp á internetinu eins og Skoðanabræður. –Þetta eru menn sem þekkja myrkravíddir spjallborðanna og Logi hefur samt þessa skoðun? Twitter skemmtilegt? Ekki líður á löngu uns málið er útskýrt: „Mér finnst gaman að talk shit,“ segir Logi. –Enskuskotið, jú, að tala shit, en orðalagið samræmist málvitund fróðra manna. Að tala skít! Það leggja bestu menn í vana sinn, ekki síst í kringum Eurovision þetta árið, og Logi lætur hér kné fylgja kviði: „Þessar dómnefndir eru bara úti að aka. Þetta er fólk sem heldur að það viti hvað fólk vill en það veit bara ekki rassgat,“ lætur Logi út úr sér við þetta tilefni. Ísland fékk sem sagt 48 stig frá dómnefndum Evrópu. Og Logi talar ekki vitleysu þó hann tali skít, maðurinn var dómari fyrir hönd Íslands í alþjóðlegri dómnefnd Eurovision. „Þetta eru bara einhverjir gaurar eins og ég, nema þeir eru bara ekki jafnsmekklegir og ég,“ fullyrðir hann. –Ef ykkur svo dettur í hug að eina teik Loga á Eurovision sé bara um þessa stigagjöf sem öllum er drullusama um þá misskilduð eitthvað. Farið er út í pólitíkina í kringum Hatara, út í yfirlýsingarnar, út í viðbrögðin öll. Og þaðan yfir í reynslu Loga sjálfs af því að alast upp svartur á Íslandi. –Djúsinn er á vegum Útvarps 101. Sem sagt Loga sjálfs. Við sögðum aldrei að hann væri ekki sjálfhverfur.
Óöf og Ása segja frá norrænu danstvíæringnum Ísheit Reykjavík sem haldin verður í Reykjavík í næstu viku. Listamenn hátíðarinnar eiga það sammerkt að tala skýrri listrænni röddu og býður dagskráin upp á firnasterk verk sem fanga líkamann, hugann og hjarta.
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson og Karitas Harpa Davíðsdóttir Poppland með hliðardagskrá í beinni útsendingu frá Petersen svítunni! Listamenn koma í spjall og spila í beinni. Lagalisti: 12.43 - 14.00 Í svörtum fötum - Dag sem dimma nátt Mumford & Sons - Guiding Light Dalí - CHange you Madonna - La Isla Bonita Sycamore Tree - Don't let go **CYBER í viðtali á Petersen Svítunni + lagið HOLD JóiPé & Króli - 08:16 Magni & Svartfell - Á augabragði Dusty SPringfield - Son of a Preacher Man Hjálmar - Leiðin okkar allra Hildur - Picture Perfect Árni Ehmann - Night Caller Car Seat Headrest - Nervous Young Inhumans Nýdönsk - Hversdagsprins 14.03 - 15.00 1860 - Íðilfögur ** BETWEEN MOUNTAINS í viðtal beint frá Petersen svítunni Between Mountains - Into the dark James Vincent McMorrow - Me and my friends Dua Lipa - New Rules Weezer - Can't knock the hustle Lauren Daigle - Still Rolling Stones Axel Flóvent - Close to you Warmland - Nicest Bruce Springsteen - Just like fire would Helgi Hrafn Jónsson - Lofa mér Elli Grill - Allir eru crazy ** ELLI GRILL í viðtali frá Petersen svítunni ROBYN - Honey 15.03 - 16.00 Elli Grill flytur lagið í beinni Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson - Vindar að hausti Harry Styles - Two Ghosts Sigurður Ingi Einarsson - Along the creek Gladys Knight and the pips - Midnight train to georgia Baggalútur - Sorrí með mig ***AUÐUD LIVE FRÁ PETERSEN Death Cab for Cutie - Northern Lights Benny Crespo's Gang - Another little storm September - Like heaven ft. Jón Jónsson
Samtal um þjóð, frelsi og forræðishyggju. Tuttugusta öldin er tími breytinga og átaka á Íslandi. Þjóðin öðlaðist frelsi og sjálfræði í sínum málum. Þjóðernisstefnan var mótandi afl í þessum breytingum sem ýmisr aðilar og hagsmunahópar tóku þátt í að móta. Átök urðu um hver ætti að leiða umræðuna. Kirkjunnar menn töldu að kirkjan ætti að gera það og kölluðu nú kirkjuna þjóðkirkju, en því var hafnað. Listamenn og skáld töldu sig einfæra um að miðla menningararfinum áfram og móta nýtt samfélag. Þetta reyndist tálsýn. Í þessum átökum, baráttu fyrir frelsinu varð skrefið yfir í forræðishyggju stundum stutt. Hverjir leiða þessa umræðu í dag, eru það íslenskir menntamenn, fulltrúar efnahagslífsins, erlendir hagsmunaaðilar? Hvaða hlutverk hefur pólitískur rétttrúnaður í þessu samhengi? Umsjónarmenn Sigurjón Árni Eyjólfsson og Ævar Kjartansson.
Samtal um þjóð, frelsi og forræðishyggju. Tuttugusta öldin er tími breytinga og átaka á Íslandi. Þjóðin öðlaðist frelsi og sjálfræði í sínum málum. Þjóðernisstefnan var mótandi afl í þessum breytingum sem ýmisr aðilar og hagsmunahópar tóku þátt í að móta. Átök urðu um hver ætti að leiða umræðuna. Kirkjunnar menn töldu að kirkjan ætti að gera það og kölluðu nú kirkjuna þjóðkirkju, en því var hafnað. Listamenn og skáld töldu sig einfæra um að miðla menningararfinum áfram og móta nýtt samfélag. Þetta reyndist tálsýn. Í þessum átökum, baráttu fyrir frelsinu varð skrefið yfir í forræðishyggju stundum stutt. Hverjir leiða þessa umræðu í dag, eru það íslenskir menntamenn, fulltrúar efnahagslífsins, erlendir hagsmunaaðilar? Hvaða hlutverk hefur pólitískur rétttrúnaður í þessu samhengi? Umsjónarmenn Sigurjón Árni Eyjólfsson og Ævar Kjartansson.
Samtal um þjóð, frelsi og forræðishyggju. Tuttugusta öldin er tími breytinga og átaka á Íslandi. Þjóðin öðlaðist frelsi og sjálfræði í sínum málum. Þjóðernisstefnan var mótandi afl í þessum breytingum sem ýmisr aðilar og hagsmunahópar tóku þátt í að móta. Átök urðu um hver ætti að leiða umræðuna. Kirkjunnar menn töldu að kirkjan ætti að gera það og kölluðu nú kirkjuna þjóðkirkju, en því var hafnað. Listamenn og skáld töldu sig einfæra um að miðla menningararfinum áfram og móta nýtt samfélag. Þetta reyndist tálsýn. Í þessum átökum, baráttu fyrir frelsinu varð skrefið yfir í forræðishyggju stundum stutt. Hverjir leiða þessa umræðu í dag, eru það íslenskir menntamenn, fulltrúar efnahagslífsins, erlendir hagsmunaaðilar? Hvaða hlutverk hefur pólitískur rétttrúnaður í þessu samhengi? Umsjónarmenn Sigurjón Árni Eyjólfsson og Ævar Kjartansson.
Samtal um þjóð, frelsi og forræðishyggju. Tuttugusta öldin er tími breytinga og átaka á Íslandi. Þjóðin öðlaðist frelsi og sjálfræði í sínum málum. Þjóðernisstefnan var mótandi afl í þessum breytingum sem ýmisr aðilar og hagsmunahópar tóku þátt í að móta. Átök urðu um hver ætti að leiða umræðuna. Kirkjunnar menn töldu að kirkjan ætti að gera það og kölluðu nú kirkjuna þjóðkirkju, en því var hafnað. Listamenn og skáld töldu sig einfæra um að miðla menningararfinum áfram og móta nýtt samfélag. Þetta reyndist tálsýn. Í þessum átökum, baráttu fyrir frelsinu varð skrefið yfir í forræðishyggju stundum stutt. Hverjir leiða þessa umræðu í dag, eru það íslenskir menntamenn, fulltrúar efnahagslífsins, erlendir hagsmunaaðilar? Hvaða hlutverk hefur pólitískur rétttrúnaður í þessu samhengi? Umsjónarmenn Sigurjón Árni Eyjólfsson og Ævar Kjartansson.
Samtal um þjóð, frelsi og forræðishyggju. Tuttugusta öldin er tími breytinga og átaka á Íslandi. Þjóðin öðlaðist frelsi og sjálfræði í sínum málum. Þjóðernisstefnan var mótandi afl í þessum breytingum sem ýmisr aðilar og hagsmunahópar tóku þátt í að móta. Átök urðu um hver ætti að leiða umræðuna. Kirkjunnar menn töldu að kirkjan ætti að gera það og kölluðu nú kirkjuna þjóðkirkju, en því var hafnað. Listamenn og skáld töldu sig einfæra um að miðla menningararfinum áfram og móta nýtt samfélag. Þetta reyndist tálsýn. Í þessum átökum, baráttu fyrir frelsinu varð skrefið yfir í forræðishyggju stundum stutt. Hverjir leiða þessa umræðu í dag, eru það íslenskir menntamenn, fulltrúar efnahagslífsins, erlendir hagsmunaaðilar? Hvaða hlutverk hefur pólitískur rétttrúnaður í þessu samhengi? Umsjónarmenn Sigurjón Árni Eyjólfsson og Ævar Kjartansson.
Samtal um þjóð, frelsi og forræðishyggju. Tuttugusta öldin er tími breytinga og átaka á Íslandi. Þjóðin öðlaðist frelsi og sjálfræði í sínum málum. Þjóðernisstefnan var mótandi afl í þessum breytingum sem ýmisr aðilar og hagsmunahópar tóku þátt í að móta. Átök urðu um hver ætti að leiða umræðuna. Kirkjunnar menn töldu að kirkjan ætti að gera það og kölluðu nú kirkjuna þjóðkirkju, en því var hafnað. Listamenn og skáld töldu sig einfæra um að miðla menningararfinum áfram og móta nýtt samfélag. Þetta reyndist tálsýn. Í þessum átökum, baráttu fyrir frelsinu varð skrefið yfir í forræðishyggju stundum stutt. Hverjir leiða þessa umræðu í dag, eru það íslenskir menntamenn, fulltrúar efnahagslífsins, erlendir hagsmunaaðilar? Hvaða hlutverk hefur pólitískur rétttrúnaður í þessu samhengi? Umsjónarmenn Sigurjón Árni Eyjólfsson og Ævar Kjartansson.
Samtal um þjóð, frelsi og forræðishyggju. Tuttugusta öldin er tími breytinga og átaka á Íslandi. Þjóðin öðlaðist frelsi og sjálfræði í sínum málum. Þjóðernisstefnan var mótandi afl í þessum breytingum sem ýmisr aðilar og hagsmunahópar tóku þátt í að móta. Átök urðu um hver ætti að leiða umræðuna. Kirkjunnar menn töldu að kirkjan ætti að gera það og kölluðu nú kirkjuna þjóðkirkju, en því var hafnað. Listamenn og skáld töldu sig einfæra um að miðla menningararfinum áfram og móta nýtt samfélag. Þetta reyndist tálsýn. Í þessum átökum, baráttu fyrir frelsinu varð skrefið yfir í forræðishyggju stundum stutt. Hverjir leiða þessa umræðu í dag, eru það íslenskir menntamenn, fulltrúar efnahagslífsins, erlendir hagsmunaaðilar? Hvaða hlutverk hefur pólitískur rétttrúnaður í þessu samhengi? Umsjónarmenn Sigurjón Árni Eyjólfsson og Ævar Kjartansson.
Samtal um þjóð, frelsi og forræðishyggju. Tuttugusta öldin er tími breytinga og átaka á Íslandi. Þjóðin öðlaðist frelsi og sjálfræði í sínum málum. Þjóðernisstefnan var mótandi afl í þessum breytingum sem ýmisr aðilar og hagsmunahópar tóku þátt í að móta. Átök urðu um hver ætti að leiða umræðuna. Kirkjunnar menn töldu að kirkjan ætti að gera það og kölluðu nú kirkjuna þjóðkirkju, en því var hafnað. Listamenn og skáld töldu sig einfæra um að miðla menningararfinum áfram og móta nýtt samfélag. Þetta reyndist tálsýn. Í þessum átökum, baráttu fyrir frelsinu varð skrefið yfir í forræðishyggju stundum stutt. Hverjir leiða þessa umræðu í dag, eru það íslenskir menntamenn, fulltrúar efnahagslífsins, erlendir hagsmunaaðilar? Hvaða hlutverk hefur pólitískur rétttrúnaður í þessu samhengi? Umsjónarmenn Sigurjón Árni Eyjólfsson og Ævar Kjartansson.
Samtal um þjóð, frelsi og forræðishyggju. Tuttugusta öldin er tími breytinga og átaka á Íslandi. Þjóðin öðlaðist frelsi og sjálfræði í sínum málum. Þjóðernisstefnan var mótandi afl í þessum breytingum sem ýmisr aðilar og hagsmunahópar tóku þátt í að móta. Átök urðu um hver ætti að leiða umræðuna. Kirkjunnar menn töldu að kirkjan ætti að gera það og kölluðu nú kirkjuna þjóðkirkju, en því var hafnað. Listamenn og skáld töldu sig einfæra um að miðla menningararfinum áfram og móta nýtt samfélag. Þetta reyndist tálsýn. Í þessum átökum, baráttu fyrir frelsinu varð skrefið yfir í forræðishyggju stundum stutt. Hverjir leiða þessa umræðu í dag, eru það íslenskir menntamenn, fulltrúar efnahagslífsins, erlendir hagsmunaaðilar? Hvaða hlutverk hefur pólitískur rétttrúnaður í þessu samhengi? Umsjónarmenn Sigurjón Árni Eyjólfsson og Ævar Kjartansson. Gestur í þættinum er Guðni Elísson, prófessor í bókmenntafræði.
Samtal um þjóð, frelsi og forræðishyggju. Tuttugusta öldin er tími breytinga og átaka á Íslandi. Þjóðin öðlaðist frelsi og sjálfræði í sínum málum. Þjóðernisstefnan var mótandi afl í þessum breytingum sem ýmisr aðilar og hagsmunahópar tóku þátt í að móta. Átök urðu um hver ætti að leiða umræðuna. Kirkjunnar menn töldu að kirkjan ætti að gera það og kölluðu nú kirkjuna þjóðkirkju, en því var hafnað. Listamenn og skáld töldu sig einfæra um að miðla menningararfinum áfram og móta nýtt samfélag. Þetta reyndist tálsýn. Í þessum átökum, baráttu fyrir frelsinu varð skrefið yfir í forræðishyggju stundum stutt. Hverjir leiða þessa umræðu í dag, eru það íslenskir menntamenn, fulltrúar efnahagslífsins, erlendir hagsmunaaðilar? Hvaða hlutverk hefur pólitískur rétttrúnaður í þessu samhengi? Umsjónarmenn Sigurjón Árni Eyjólfsson og Ævar Kjartansson ræða í þessum þætti við Róbert Haraldsson, heimspeking um pólitíska rétthugsun í amerískum háskólum.
Samtal um þjóð, frelsi og forræðishyggju. Tuttugusta öldin er tími breytinga og átaka á Íslandi. Þjóðin öðlaðist frelsi og sjálfræði í sínum málum. Þjóðernisstefnan var mótandi afl í þessum breytingum sem ýmisr aðilar og hagsmunahópar tóku þátt í að móta. Átök urðu um hver ætti að leiða umræðuna. Kirkjunnar menn töldu að kirkjan ætti að gera það og kölluðu nú kirkjuna þjóðkirkju, en því var hafnað. Listamenn og skáld töldu sig einfæra um að miðla menningararfinum áfram og móta nýtt samfélag. Þetta reyndist tálsýn. Í þessum átökum, baráttu fyrir frelsinu varð skrefið yfir í forræðishyggju stundum stutt. Hverjir leiða þessa umræðu í dag, eru það íslenskir menntamenn, fulltrúar efnahagslífsins, erlendir hagsmunaaðilar? Hvaða hlutverk hefur pólitískur rétttrúnaður í þessu samhengi? Umsjónarmenn Sigurjón Árni Eyjólfsson og Ævar Kjartansson ræða í þessum þætti við Róbert Haraldsson, heimspeking um pólitíska rétthugsun í amerískum háskólum.
Samtal um þjóð, frelsi og forræðishyggju. Tuttugusta öldin er tími breytinga og átaka á Íslandi. Þjóðin öðlaðist frelsi og sjálfræði í sínum málum. Þjóðernisstefnan var mótandi afl í þessum breytingum sem ýmisr aðilar og hagsmunahópar tóku þátt í að móta. Átök urðu um hver ætti að leiða umræðuna. Kirkjunnar menn töldu að kirkjan ætti að gera það og kölluðu nú kirkjuna þjóðkirkju, en því var hafnað. Listamenn og skáld töldu sig einfæra um að miðla menningararfinum áfram og móta nýtt samfélag. Þetta reyndist tálsýn. Í þessum átökum, baráttu fyrir frelsinu varð skrefið yfir í forræðishyggju stundum stutt. Hverjir leiða þessa umræðu í dag, eru það íslenskir menntamenn, fulltrúar efnahagslífsins, erlendir hagsmunaaðilar? Hvaða hlutverk hefur pólitískur rétttrúnaður í þessu samhengi? Umsjónarmenn Sigurjón Árni Eyjólfsson og Ævar Kjartansson ræða við Soffíu Auði Birgisdóttur í þessum þætti m.a. um Þórberg Þórðarson.
Samtal um þjóð, frelsi og forræðishyggju. Tuttugusta öldin er tími breytinga og átaka á Íslandi. Þjóðin öðlaðist frelsi og sjálfræði í sínum málum. Þjóðernisstefnan var mótandi afl í þessum breytingum sem ýmisr aðilar og hagsmunahópar tóku þátt í að móta. Átök urðu um hver ætti að leiða umræðuna. Kirkjunnar menn töldu að kirkjan ætti að gera það og kölluðu nú kirkjuna þjóðkirkju, en því var hafnað. Listamenn og skáld töldu sig einfæra um að miðla menningararfinum áfram og móta nýtt samfélag. Þetta reyndist tálsýn. Í þessum átökum, baráttu fyrir frelsinu varð skrefið yfir í forræðishyggju stundum stutt. Hverjir leiða þessa umræðu í dag, eru það íslenskir menntamenn, fulltrúar efnahagslífsins, erlendir hagsmunaaðilar? Hvaða hlutverk hefur pólitískur rétttrúnaður í þessu samhengi? Umsjónarmenn Sigurjón Árni Eyjólfsson og Ævar Kjartansson. Gestur þeirra í þessum þætti er Sigríður Matthíasdóttir, sagnfræðingur.
Samtal um þjóð, frelsi og forræðishyggju. Tuttugusta öldin er tími breytinga og átaka á Íslandi. Þjóðin öðlaðist frelsi og sjálfræði í sínum málum. Þjóðernisstefnan var mótandi afl í þessum breytingum sem ýmisr aðilar og hagsmunahópar tóku þátt í að móta. Átök urðu um hver ætti að leiða umræðuna. Kirkjunnar menn töldu að kirkjan ætti að gera það og kölluðu nú kirkjuna þjóðkirkju, en því var hafnað. Listamenn og skáld töldu sig einfæra um að miðla menningararfinum áfram og móta nýtt samfélag. Þetta reyndist tálsýn. Í þessum átökum, baráttu fyrir frelsinu varð skrefið yfir í forræðishyggju stundum stutt. Hverjir leiða þessa umræðu í dag, eru það íslenskir menntamenn, fulltrúar efnahagslífsins, erlendir hagsmunaaðilar? Hvaða hlutverk hefur pólitískur rétttrúnaður í þessu samhengi? Umsjónarmenn Sigurjón Árni Eyjólfsson og Ævar Kjartansson. Gestur þeirra í þessum þætti er Sigríður Matthíasdóttir, sagnfræðingur.
Samtal um þjóð, frelsi og forræðishyggju. Tuttugusta öldin er tími breytinga og átaka á Íslandi. Þjóðin öðlaðist frelsi og sjálfræði í sínum málum. Þjóðernisstefnan var mótandi afl í þessum breytingum sem ýmisr aðilar og hagsmunahópar tóku þátt í að móta. Átök urðu um hver ætti að leiða umræðuna. Kirkjunnar menn töldu að kirkjan ætti að gera það og kölluðu nú kirkjuna þjóðkirkju, en því var hafnað. Listamenn og skáld töldu sig einfæra um að miðla menningararfinum áfram og móta nýtt samfélag. Þetta reyndist tálsýn. Í þessum átökum, baráttu fyrir frelsinu varð skrefið yfir í forræðishyggju stundum stutt. Hverjir leiða þessa umræðu í dag, eru það íslenskir menntamenn, fulltrúar efnahagslífsins, erlendir hagsmunaaðilar? Hvaða hlutverk hefur pólitískur rétttrúnaður í þessu samhengi? Umsjónarmenn Sigurjón Árni Eyjólfsson og Ævar Kjartansson. Gestur í þessum þætti er Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði við HÍ.
Samtal um þjóð, frelsi og forræðishyggju. Tuttugusta öldin er tími breytinga og átaka á Íslandi. Þjóðin öðlaðist frelsi og sjálfræði í sínum málum. Þjóðernisstefnan var mótandi afl í þessum breytingum sem ýmisr aðilar og hagsmunahópar tóku þátt í að móta. Átök urðu um hver ætti að leiða umræðuna. Kirkjunnar menn töldu að kirkjan ætti að gera það og kölluðu nú kirkjuna þjóðkirkju, en því var hafnað. Listamenn og skáld töldu sig einfæra um að miðla menningararfinum áfram og móta nýtt samfélag. Þetta reyndist tálsýn. Í þessum átökum, baráttu fyrir frelsinu varð skrefið yfir í forræðishyggju stundum stutt. Hverjir leiða þessa umræðu í dag, eru það íslenskir menntamenn, fulltrúar efnahagslífsins, erlendir hagsmunaaðilar? Hvaða hlutverk hefur pólitískur rétttrúnaður í þessu samhengi? Umsjónarmenn Sigurjón Árni Eyjólfsson og Ævar Kjartansson. Gestur í þessum þætti er Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði við HÍ.
Samtal um þjóð, frelsi og forræðishyggju. Tuttugusta öldin er tími breytinga og átaka á Íslandi. Þjóðin öðlaðist frelsi og sjálfræði í sínum málum. Þjóðernisstefnan var mótandi afl í þessum breytingum sem ýmisr aðilar og hagsmunahópar tóku þátt í að móta. Átök urðu um hver ætti að leiða umræðuna. Kirkjunnar menn töldu að kirkjan ætti að gera það og kölluðu nú kirkjuna þjóðkirkju, en því var hafnað. Listamenn og skáld töldu sig einfæra um að miðla menningararfinum áfram og móta nýtt samfélag. Þetta reyndist tálsýn. Í þessum átökum, baráttu fyrir frelsinu varð skrefið yfir í forræðishyggju stundum stutt. Hverjir leiða þessa umræðu í dag, eru það íslenskir menntamenn, fulltrúar efnahagslífsins, erlendir hagsmunaaðilar? Hvaða hlutverk hefur pólitískur rétttrúnaður í þessu samhengi? Umsjónarmenn Sigurjón Árni Eyjólfsson og Ævar Kjartansson.
Samtal um þjóð, frelsi og forræðishyggju. Tuttugusta öldin er tími breytinga og átaka á Íslandi. Þjóðin öðlaðist frelsi og sjálfræði í sínum málum. Þjóðernisstefnan var mótandi afl í þessum breytingum sem ýmisr aðilar og hagsmunahópar tóku þátt í að móta. Átök urðu um hver ætti að leiða umræðuna. Kirkjunnar menn töldu að kirkjan ætti að gera það og kölluðu nú kirkjuna þjóðkirkju, en því var hafnað. Listamenn og skáld töldu sig einfæra um að miðla menningararfinum áfram og móta nýtt samfélag. Þetta reyndist tálsýn. Í þessum átökum, baráttu fyrir frelsinu varð skrefið yfir í forræðishyggju stundum stutt. Hverjir leiða þessa umræðu í dag, eru það íslenskir menntamenn, fulltrúar efnahagslífsins, erlendir hagsmunaaðilar? Hvaða hlutverk hefur pólitískur rétttrúnaður í þessu samhengi? Umsjónarmenn Sigurjón Árni Eyjólfsson og Ævar Kjartansson.