Podcasts about steinunn sigur

  • 13PODCASTS
  • 43EPISODES
  • 1h 11mAVG DURATION
  • 1MONTHLY NEW EPISODE
  • Jan 11, 2025LATEST

POPULARITY

20172018201920202021202220232024


Best podcasts about steinunn sigur

Latest podcast episodes about steinunn sigur

Fram og til baka
Athyglisverðar fimmur árið 2024

Fram og til baka

Play Episode Listen Later Jan 11, 2025 110:00


Að vanda tekur umsjónarmaður saman brot úr nokkrum athyglisverðum fimmum frá árinu sem var að líða og að þessu sinni eru viðmælendurnir 14 talsins. Þetta eru: Rán Flygering, Kári Kristján Kristjánsson, Júlían JK Jóhannsson, Steinunn Sigurðardóttir, Ásgeir Brynjar Torfason, Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Helga Margrét Marzelíusardóttir, Andri Snær Magnason, Björn Kristjánsson, Margrét Rán, Pétur Markan, BMX brós, Bergur Þór Ingólfsson og Stella Samúelsdóttir sem öll fóru fram og til baka með hlustendum árið 2024.

Víðsjá
Steinunn Sigurðardóttir um Skálds sögu, Eyrnakonfekt Valdísar Þorkelsdóttur, Ég færi þér fjöll / rýni

Víðsjá

Play Episode Listen Later Nov 19, 2024 51:51


Steinunn Sigurðardóttir ætlaði sér aldrei að verða skáld. Kvenfyrirmyndir voru ekki margar og um tíma var hún spéhrædd við gáfumennin sem gerðu grín að kerlingabókmenntum. En svo tóku skrifin bara yfir og þegar bókunum fjölgaði, fengu viðurkenningu og fóru að ferðast til útlanda þá var hún orðin skáld, hvort sem henni líkaði betur eða verr. Við ræðum við Steinunni um Skálds sögu í þætti dagisns, en í þessu nýjasta verki hennar segir hún frá sjálfri sér, vinnuherbergjum, vinnuaðferðum og afstöðu sinni til skáldskaparins. Valdís Þorkelsdóttir, viðburðastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, verður gestur okkar í í þætti dagsins og segir frá sínu uppáhalds tónverki. Soffía Auður Birgisdóttir rýnir í Ég færi þér fjöll eftir Kristínu Marju Baldursdóttur.

vald krist sinf soff birgisd steinunni steinunn sigur
Rauða borðið
Helgi-spjall: Steinunn Sigurðardóttir

Rauða borðið

Play Episode Listen Later Feb 17, 2024 145:08


Laugardagurinn 17. febrúar Helgi-spjall: Steinunn Sigurðardóttir Í Helgi-spjalli við Rauða borðið segir Steinunn Sigurðardóttir skálf og rithöfundur okkur frá lífi sínu, uppvexti og mótun, baráttu og sigrum en líka frá okkur Íslendingum, hvernig við stöndum okkur sem hópur.

rau helgi spjall steinunn sigur
Fram og til baka
Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur

Fram og til baka

Play Episode Listen Later Feb 10, 2024 114:00


Gestur Felix í Fram og til baka var Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur og handahafi Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Steinunn kom í fimmu og fjallaði um fimm staði sem hafa haft djúp áhrif á líf hennar, enda Steinunn mikill farfugl og býr drjúgan hluta ársins erlendis. Staðirnir sem Steinunn nefndi eru Seljaland í Skaftafellssýslu, Japan, Heilsuhælið í Hveragerði, Vínarborg og sandeyjan dásamlega Porto Santo. Spjallið fór víða og verðlaunabókin Ból kom að sjálfsögðu við sögu. Í síðari hluta þáttarins kom Anna Hildur Guðmundsdóttir formaður SÁÁ í spjall í tilefni af edrú febrúar eða Edrúar eins og hann er kallaður en það er átak á vegum SÁÁ til að auka heill og hamingju þjóðarinnar.

Mannlegi þátturinn
Steinunn Sigurðard. föstudagsgestur og skólanestisspjall

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Sep 29, 2023 50:00


Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur. Hún sendi frá sér sína fyrstu ljóðabók aðeins nítján ára og hefur síðan sent frá sér tugi verka, ljóðabækur, skáldsögur, smásögur, leikverk og sannsögur. Hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir ritstörf sín, þar á meðal Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar og Íslensku bókmenntaverðlaunin. Bækur Steinunnar hafa verið gefnar út víða í Evrópu við góðar undirtektir og í Frakklandi var gerð kvikmynd eftir einni af hennar þekktustu sögum, Tímaþjófnum. Við fórum í þættinum með Steinunni aftur í upprunann, æskuna og uppvöxtinn og ferðalagið í gegnum lífið til dagsins í dag og svo sagði Steinunn okkur frá sinni nýjustu bók, Ból, sem kemur út 31. október. Matarspjallið með frú Sigurlaugu Margréti var auðvitað á sínum stað og í dag skoðuðum við gamla góða skólanestið. Og við lögðum áherslu á gamla góða því við rifjuðum upp hvað við vorum með í nesti þegar við vorum í grunnskóla. Mjólk í tómatsósuflöskum, brauð með kæfu, sítrónu Svali og fleira kom til tals. Tónlist í þættinum Franskar (sósa og salat) / Stuðmenn (Valgeir Guðjónsson, Egill Ólafsson og Gunnar B. Jónsson) Kavaljersvisan (Det gör detsamma var du stupar) / Lille Bror Söderlundh (Lille Bror Söderlundh) Its raining again / Supertramp (Roger Hodgson og Rich Davies) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON

mj evr hallgr egill steinunn frakklandi steinunni steinunn sigur valgeir gu lille bror s sigurlaugu margr
Mannlegi þátturinn
Steinunn Sigurðard. föstudagsgestur og skólanestisspjall

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Sep 29, 2023


Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur. Hún sendi frá sér sína fyrstu ljóðabók aðeins nítján ára og hefur síðan sent frá sér tugi verka, ljóðabækur, skáldsögur, smásögur, leikverk og sannsögur. Hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir ritstörf sín, þar á meðal Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar og Íslensku bókmenntaverðlaunin. Bækur Steinunnar hafa verið gefnar út víða í Evrópu við góðar undirtektir og í Frakklandi var gerð kvikmynd eftir einni af hennar þekktustu sögum, Tímaþjófnum. Við fórum í þættinum með Steinunni aftur í upprunann, æskuna og uppvöxtinn og ferðalagið í gegnum lífið til dagsins í dag og svo sagði Steinunn okkur frá sinni nýjustu bók, Ból, sem kemur út 31. október. Matarspjallið með frú Sigurlaugu Margréti var auðvitað á sínum stað og í dag skoðuðum við gamla góða skólanestið. Og við lögðum áherslu á gamla góða því við rifjuðum upp hvað við vorum með í nesti þegar við vorum í grunnskóla. Mjólk í tómatsósuflöskum, brauð með kæfu, sítrónu Svali og fleira kom til tals. Tónlist í þættinum Franskar (sósa og salat) / Stuðmenn (Valgeir Guðjónsson, Egill Ólafsson og Gunnar B. Jónsson) Kavaljersvisan (Det gör detsamma var du stupar) / Lille Bror Söderlundh (Lille Bror Söderlundh) Its raining again / Supertramp (Roger Hodgson og Rich Davies) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON

mj evr hallgr egill steinunn frakklandi steinunni steinunn sigur valgeir gu lille bror s sigurlaugu margr
Víðsjá
Svipmynd af fatahönnuði, Ekki málið

Víðsjá

Play Episode Listen Later Sep 27, 2023 55:00


Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður verður gestur okkar í svipmynd dagsins. Steinunn er fædd í Reykjavík árið 1960 en bjó um árabil í Frakklandi, Ítaliu og Bandaríkjunum. Hún stundaði nám í fatahönnun í París og við Parson School of Design í New York. Eftir útskrift starfaði hún hjá erlendum tískuhúsum á borð við Calvin Klein, Ralph Lauren, La Perla og Gucci, en ákvað árið 2000 að flytja heim til Íslands og stofna sitt eigið merki: Steinunn. Síðan þá hefur Steinunn einnig rekið verslun í verbúðunum á Granda, þar sem hún framleiðir í takt við eftirspurn vel sniðin föt úr hágæðaefnum. Hún segist lifa í núinu þökk sé fjölfötluðum syni sem hefur kennt henni meira um lífið en allt annað, hún klæðist ull frá toppi til táar alla daga, allan ársins hring og helst bara svörtu. Meira um það í þætti dagsins. En við byrjum í leikhúsinu, Eva Halldóra Guðmundsdóttir rýnir í Ekki málið eftir Marius von Meyenburg sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu.

Víðsjá
Svipmynd af fatahönnuði, Ekki málið

Víðsjá

Play Episode Listen Later Sep 27, 2023


Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður verður gestur okkar í svipmynd dagsins. Steinunn er fædd í Reykjavík árið 1960 en bjó um árabil í Frakklandi, Ítaliu og Bandaríkjunum. Hún stundaði nám í fatahönnun í París og við Parson School of Design í New York. Eftir útskrift starfaði hún hjá erlendum tískuhúsum á borð við Calvin Klein, Ralph Lauren, La Perla og Gucci, en ákvað árið 2000 að flytja heim til Íslands og stofna sitt eigið merki: Steinunn. Síðan þá hefur Steinunn einnig rekið verslun í verbúðunum á Granda, þar sem hún framleiðir í takt við eftirspurn vel sniðin föt úr hágæðaefnum. Hún segist lifa í núinu þökk sé fjölfötluðum syni sem hefur kennt henni meira um lífið en allt annað, hún klæðist ull frá toppi til táar alla daga, allan ársins hring og helst bara svörtu. Meira um það í þætti dagsins. En við byrjum í leikhúsinu, Eva Halldóra Guðmundsdóttir rýnir í Ekki málið eftir Marius von Meyenburg sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu.

Víðsjá
Handbendi, Tíminn á leiðinni, Björn Steinar Blumenberg

Víðsjá

Play Episode Listen Later Oct 5, 2022


"Ég hef mikla trú á getu menningarstarfsemi til þess að byggja upp og styrkja byggðarlög á landsbyggðinni. En í því samhengi tel ég mikilvægt að listafólk búi í raun og veru í þeim samfélögum þar sem þau miðla sinni sköpun. Þannig virkar jákvæð menningardrifin byggðaþróun" Þetta segir Greta Cloff, listrænn stjórnandi brúðuleikhússins Handbendi, sem staðsett er á Hvammstanga í Vestur Húnaþingi. Handbendi er eina starfandi atvinnuleikhúsið á Norðurlandi vestra og hlaut árið 2021 Eyrarrósina, viðurkenningu Listahátíðar til framúrskarandi menningarverkefnis utan höfuðborgarsvæðisins. Greta kemur í hljóðstofu og segir nánar frá brúðuleikhúsinu og brúðuleikhúshátíð sem fram fer á Hvammstanga um helgina. Vöruhönnuðurinn Björn Steinar Blumenstein uppgötvaði á ferðalagi um nýlistarsöfn Evrópu að stefnan yrði tekin á einhverskonar skapandi greinar. Að sjá gjörning þar sem kaktus var rakaður vakti með honum nýjar kenndir sem honum fannst spennandi þó hann vissi ekki hvernig. Nokkrum árum síðar útskrifaðist hann sem vöruhönnuður frá Listaháskóla Íslands með sterka sýn og mikla umhverfismeðvitund. Að leita lausna og gera ferlið á bak við framleiðslu sýnilega er rauður þráður í hans hönnun en í dag rekur hann fyrirtækið Plastplan sem meðal annars býr til nýja hluti úr gömlu plasti. Björn Steinar er gestur okkar í svipmynd dagsins, hann kemur með tónlist með sér og endar á því að svara nokkrum spurningum af Proust-spurningalistanum. Í vor sendi Steinunn Sigurðardóttir frá sér ljóðabókina Tíminn á leiðinni. Þetta er ellefta ljóðabók hennar og meginstefið er sjálfur tíminn, sem getur verið ýmist gjöfull eða grimmur; kynslóðir koma og fara, árstíðir, upphaf og endalok, eins og segir á bókakápu. Gauti Kristmannson rýnir í Tímann á leiðinni í þætti dagsins.

bj proust minn inni steinar evr blumenberg listah nokkrum hvammstanga steinunn sigur
Víðsjá
Handbendi, Tíminn á leiðinni, Björn Steinar Blumenberg

Víðsjá

Play Episode Listen Later Oct 5, 2022 55:00


"Ég hef mikla trú á getu menningarstarfsemi til þess að byggja upp og styrkja byggðarlög á landsbyggðinni. En í því samhengi tel ég mikilvægt að listafólk búi í raun og veru í þeim samfélögum þar sem þau miðla sinni sköpun. Þannig virkar jákvæð menningardrifin byggðaþróun" Þetta segir Greta Cloff, listrænn stjórnandi brúðuleikhússins Handbendi, sem staðsett er á Hvammstanga í Vestur Húnaþingi. Handbendi er eina starfandi atvinnuleikhúsið á Norðurlandi vestra og hlaut árið 2021 Eyrarrósina, viðurkenningu Listahátíðar til framúrskarandi menningarverkefnis utan höfuðborgarsvæðisins. Greta kemur í hljóðstofu og segir nánar frá brúðuleikhúsinu og brúðuleikhúshátíð sem fram fer á Hvammstanga um helgina. Vöruhönnuðurinn Björn Steinar Blumenstein uppgötvaði á ferðalagi um nýlistarsöfn Evrópu að stefnan yrði tekin á einhverskonar skapandi greinar. Að sjá gjörning þar sem kaktus var rakaður vakti með honum nýjar kenndir sem honum fannst spennandi þó hann vissi ekki hvernig. Nokkrum árum síðar útskrifaðist hann sem vöruhönnuður frá Listaháskóla Íslands með sterka sýn og mikla umhverfismeðvitund. Að leita lausna og gera ferlið á bak við framleiðslu sýnilega er rauður þráður í hans hönnun en í dag rekur hann fyrirtækið Plastplan sem meðal annars býr til nýja hluti úr gömlu plasti. Björn Steinar er gestur okkar í svipmynd dagsins, hann kemur með tónlist með sér og endar á því að svara nokkrum spurningum af Proust-spurningalistanum. Í vor sendi Steinunn Sigurðardóttir frá sér ljóðabókina Tíminn á leiðinni. Þetta er ellefta ljóðabók hennar og meginstefið er sjálfur tíminn, sem getur verið ýmist gjöfull eða grimmur; kynslóðir koma og fara, árstíðir, upphaf og endalok, eins og segir á bókakápu. Gauti Kristmannson rýnir í Tímann á leiðinni í þætti dagsins.

bj proust minn inni steinar evr blumenberg listah nokkrum hvammstanga steinunn sigur
Víðsjá
Handbendi, Tíminn á leiðinni, Björn Steinar Blumenberg

Víðsjá

Play Episode Listen Later Oct 5, 2022


"Ég hef mikla trú á getu menningarstarfsemi til þess að byggja upp og styrkja byggðarlög á landsbyggðinni. En í því samhengi tel ég mikilvægt að listafólk búi í raun og veru í þeim samfélögum þar sem þau miðla sinni sköpun. Þannig virkar jákvæð menningardrifin byggðaþróun" Þetta segir Greta Cloff, listrænn stjórnandi brúðuleikhússins Handbendi, sem staðsett er á Hvammstanga í Vestur Húnaþingi. Handbendi er eina starfandi atvinnuleikhúsið á Norðurlandi vestra og hlaut árið 2021 Eyrarrósina, viðurkenningu Listahátíðar til framúrskarandi menningarverkefnis utan höfuðborgarsvæðisins. Greta kemur í hljóðstofu og segir nánar frá brúðuleikhúsinu og brúðuleikhúshátíð sem fram fer á Hvammstanga um helgina. Vöruhönnuðurinn Björn Steinar Blumenstein uppgötvaði á ferðalagi um nýlistarsöfn Evrópu að stefnan yrði tekin á einhverskonar skapandi greinar. Að sjá gjörning þar sem kaktus var rakaður vakti með honum nýjar kenndir sem honum fannst spennandi þó hann vissi ekki hvernig. Nokkrum árum síðar útskrifaðist hann sem vöruhönnuður frá Listaháskóla Íslands með sterka sýn og mikla umhverfismeðvitund. Að leita lausna og gera ferlið á bak við framleiðslu sýnilega er rauður þráður í hans hönnun en í dag rekur hann fyrirtækið Plastplan sem meðal annars býr til nýja hluti úr gömlu plasti. Björn Steinar er gestur okkar í svipmynd dagsins, hann kemur með tónlist með sér og endar á því að svara nokkrum spurningum af Proust-spurningalistanum. Í vor sendi Steinunn Sigurðardóttir frá sér ljóðabókina Tíminn á leiðinni. Þetta er ellefta ljóðabók hennar og meginstefið er sjálfur tíminn, sem getur verið ýmist gjöfull eða grimmur; kynslóðir koma og fara, árstíðir, upphaf og endalok, eins og segir á bókakápu. Gauti Kristmannson rýnir í Tímann á leiðinni í þætti dagsins.

bj proust minn inni steinar evr blumenberg listah nokkrum hvammstanga steinunn sigur
Víðsjá
Handbendi, Tíminn á leiðinni, Björn Steinar Blumenberg

Víðsjá

Play Episode Listen Later Oct 5, 2022


"Ég hef mikla trú á getu menningarstarfsemi til þess að byggja upp og styrkja byggðarlög á landsbyggðinni. En í því samhengi tel ég mikilvægt að listafólk búi í raun og veru í þeim samfélögum þar sem þau miðla sinni sköpun. Þannig virkar jákvæð menningardrifin byggðaþróun" Þetta segir Greta Cloff, listrænn stjórnandi brúðuleikhússins Handbendi, sem staðsett er á Hvammstanga í Vestur Húnaþingi. Handbendi er eina starfandi atvinnuleikhúsið á Norðurlandi vestra og hlaut árið 2021 Eyrarrósina, viðurkenningu Listahátíðar til framúrskarandi menningarverkefnis utan höfuðborgarsvæðisins. Greta kemur í hljóðstofu og segir nánar frá brúðuleikhúsinu og brúðuleikhúshátíð sem fram fer á Hvammstanga um helgina. Vöruhönnuðurinn Björn Steinar Blumenstein uppgötvaði á ferðalagi um nýlistarsöfn Evrópu að stefnan yrði tekin á einhverskonar skapandi greinar. Að sjá gjörning þar sem kaktus var rakaður vakti með honum nýjar kenndir sem honum fannst spennandi þó hann vissi ekki hvernig. Nokkrum árum síðar útskrifaðist hann sem vöruhönnuður frá Listaháskóla Íslands með sterka sýn og mikla umhverfismeðvitund. Að leita lausna og gera ferlið á bak við framleiðslu sýnilega er rauður þráður í hans hönnun en í dag rekur hann fyrirtækið Plastplan sem meðal annars býr til nýja hluti úr gömlu plasti. Björn Steinar er gestur okkar í svipmynd dagsins, hann kemur með tónlist með sér og endar á því að svara nokkrum spurningum af Proust-spurningalistanum. Í vor sendi Steinunn Sigurðardóttir frá sér ljóðabókina Tíminn á leiðinni. Þetta er ellefta ljóðabók hennar og meginstefið er sjálfur tíminn, sem getur verið ýmist gjöfull eða grimmur; kynslóðir koma og fara, árstíðir, upphaf og endalok, eins og segir á bókakápu. Gauti Kristmannson rýnir í Tímann á leiðinni í þætti dagsins.

bj proust minn inni steinar evr blumenberg listah nokkrum hvammstanga steinunn sigur
The Snorri Björns Podcast Show
#136 - Steinunn Sigurðardóttir

The Snorri Björns Podcast Show

Play Episode Listen Later Sep 2, 2022 106:53


Steinunn Sigurðardóttir er fremsti fatahönnuður landsins. Eftir útskrift frá Parsons í New York starfaði hún náið með Ralph Lauren og Calvin Klein. Steinunn fluttist heim og eignaðist fatlaðan dreng en lét það ekki stoppa sig frá því að lifa sínu lífi, var ráðin inn til Gucci og flaug til og frá Ítalíu við störf sín þar með Tom Ford.

SWR2 am Samstagnachmittag
„Land von Feuer und Nichts“ und „Nachtdämmern“ von Steinunn Sigurðardóttir

SWR2 am Samstagnachmittag

Play Episode Listen Later Jul 16, 2022 4:35


Island wird die Insel aus Feuer und Eis genannt. Denn Island ist eine Vulkaninsel und besteht aus zum Teil noch aktiven Vulkanen, Lavawüste und Gletschern. Vor allem riesige weiße Eisflächen haben die Landschaft und auch die Kultur Islands geprägt. Die isländische Lyrikerin Steinunn Sigurðardóttir wurde mit Naturgedichten berühmt, in denen sie immer wieder die Gletscher ihrer Heimat thematisiert. Oft beschreibt sie deren Schönheit, doch immer häufiger widmet sie ihre Lyrik dem Schwinden der Gletscher – ihrem Sterben, wie sie es nennt. Ihr neuer Lyrikband „Nachtdämmern“ ist ein lyrisches Mahnmal der Klimakatastrophe.

Víðsjá
Heiðursdoktorar Háskóla Íslands, Rufus Wainwright og Tove Ditlevsen

Víðsjá

Play Episode Listen Later May 24, 2022


Rufus Wainwright hefur átt viðburðaríka ævi, alinn upp af þekktu listafólki í New York, lærði snemma á hljóðfæri og skar sig fljótlega úr fjöldanum með einstökum tónlistarhæfileikum sínum. Hann hefur gefið út tíu plötur af frumsömdu efni en hefur auk þess samið tvær klassískar óperur og tekið þátt í fjölmörgum samstarfsverkefnum með öðrum listamönnum, samið kvikmyndatónlist og snarað sonettum Shakepears yfir í tónlist. Síðasta plata hans kom út 2020, Unfollow the rules, sem fékk Grammy tilnefningu sem besta popp plata ársins. Rufus heldur tónleika á sunnudag í Hörpu og þar verður Jelena Ciric tónlistarpistlahöfundur Víðsjár. Hún ætlar í dag að fræða okkur um þennan merkilega tónlistarmann og spila nokkur vel valin tóndæmi. Við lifum á sjálfsævisögulegum tímum og það mætti tengja þá við skyndileg og ef til vill örlítið óvænta enduruppgötvun danska skáldsins Tove Ditlevsen, sér í lagi í hinum enskumælandi heimi. Tove Ditlevsen lést árið 1976, þá aðeins 59 ára gömul, en vinsældir verka hennar að henni látinni eru að springa út. Árið 2019 kom út í fyrsta sinn ensk þýðing sjálfsævisöguþríleiks hennar, svokallaðs Kaupmannahafnar þríleiks og sú bók rauk upp á metsölulistum þekktu dagblaða á borð við New York Times. Upp frá því hefur hálfgert Tove æði gripið um sig meðal enskumælandi bókmenntaunnenda og enskar þýðingar halda áfram að streyma úr prentsmiðjum. Við spyrjum Þórdísi Gísladóttur rithöfund og þýðanda nánar út í Tove Ditlevsen í lok þáttar. En við hefjum okkar ferðlag í Víðsjá í dag í Hátíðarsal Háskóla íslands í gær þar sem skáldin Hannes Pétursson og Steinunn Sigurðardóttir voru sæmd heiðursdoktorsnafnbót frá Íslensku- og menningardeild skólans, fyrir framlag til rannsókna á hinum ýmsu sviðum hugvísinda. Steinunn og Hannes eru meðal okkar merkustu samtímahöfunda og við athöfnina í gær voru flutt erindi um skáldin tvö auk tónlistar og ljóðalesturs. Umsjón: Jóhannes Ólafsson

Víðsjá
Heiðursdoktorar Háskóla Íslands, Rufus Wainwright og Tove Ditlevsen

Víðsjá

Play Episode Listen Later May 24, 2022 55:00


Rufus Wainwright hefur átt viðburðaríka ævi, alinn upp af þekktu listafólki í New York, lærði snemma á hljóðfæri og skar sig fljótlega úr fjöldanum með einstökum tónlistarhæfileikum sínum. Hann hefur gefið út tíu plötur af frumsömdu efni en hefur auk þess samið tvær klassískar óperur og tekið þátt í fjölmörgum samstarfsverkefnum með öðrum listamönnum, samið kvikmyndatónlist og snarað sonettum Shakepears yfir í tónlist. Síðasta plata hans kom út 2020, Unfollow the rules, sem fékk Grammy tilnefningu sem besta popp plata ársins. Rufus heldur tónleika á sunnudag í Hörpu og þar verður Jelena Ciric tónlistarpistlahöfundur Víðsjár. Hún ætlar í dag að fræða okkur um þennan merkilega tónlistarmann og spila nokkur vel valin tóndæmi. Við lifum á sjálfsævisögulegum tímum og það mætti tengja þá við skyndileg og ef til vill örlítið óvænta enduruppgötvun danska skáldsins Tove Ditlevsen, sér í lagi í hinum enskumælandi heimi. Tove Ditlevsen lést árið 1976, þá aðeins 59 ára gömul, en vinsældir verka hennar að henni látinni eru að springa út. Árið 2019 kom út í fyrsta sinn ensk þýðing sjálfsævisöguþríleiks hennar, svokallaðs Kaupmannahafnar þríleiks og sú bók rauk upp á metsölulistum þekktu dagblaða á borð við New York Times. Upp frá því hefur hálfgert Tove æði gripið um sig meðal enskumælandi bókmenntaunnenda og enskar þýðingar halda áfram að streyma úr prentsmiðjum. Við spyrjum Þórdísi Gísladóttur rithöfund og þýðanda nánar út í Tove Ditlevsen í lok þáttar. En við hefjum okkar ferðlag í Víðsjá í dag í Hátíðarsal Háskóla íslands í gær þar sem skáldin Hannes Pétursson og Steinunn Sigurðardóttir voru sæmd heiðursdoktorsnafnbót frá Íslensku- og menningardeild skólans, fyrir framlag til rannsókna á hinum ýmsu sviðum hugvísinda. Steinunn og Hannes eru meðal okkar merkustu samtímahöfunda og við athöfnina í gær voru flutt erindi um skáldin tvö auk tónlistar og ljóðalesturs. Umsjón: Jóhannes Ólafsson

Víðsjá
Heiðursdoktorar Háskóla Íslands, Rufus Wainwright og Tove Ditlevsen

Víðsjá

Play Episode Listen Later May 24, 2022


Rufus Wainwright hefur átt viðburðaríka ævi, alinn upp af þekktu listafólki í New York, lærði snemma á hljóðfæri og skar sig fljótlega úr fjöldanum með einstökum tónlistarhæfileikum sínum. Hann hefur gefið út tíu plötur af frumsömdu efni en hefur auk þess samið tvær klassískar óperur og tekið þátt í fjölmörgum samstarfsverkefnum með öðrum listamönnum, samið kvikmyndatónlist og snarað sonettum Shakepears yfir í tónlist. Síðasta plata hans kom út 2020, Unfollow the rules, sem fékk Grammy tilnefningu sem besta popp plata ársins. Rufus heldur tónleika á sunnudag í Hörpu og þar verður Jelena Ciric tónlistarpistlahöfundur Víðsjár. Hún ætlar í dag að fræða okkur um þennan merkilega tónlistarmann og spila nokkur vel valin tóndæmi. Við lifum á sjálfsævisögulegum tímum og það mætti tengja þá við skyndileg og ef til vill örlítið óvænta enduruppgötvun danska skáldsins Tove Ditlevsen, sér í lagi í hinum enskumælandi heimi. Tove Ditlevsen lést árið 1976, þá aðeins 59 ára gömul, en vinsældir verka hennar að henni látinni eru að springa út. Árið 2019 kom út í fyrsta sinn ensk þýðing sjálfsævisöguþríleiks hennar, svokallaðs Kaupmannahafnar þríleiks og sú bók rauk upp á metsölulistum þekktu dagblaða á borð við New York Times. Upp frá því hefur hálfgert Tove æði gripið um sig meðal enskumælandi bókmenntaunnenda og enskar þýðingar halda áfram að streyma úr prentsmiðjum. Við spyrjum Þórdísi Gísladóttur rithöfund og þýðanda nánar út í Tove Ditlevsen í lok þáttar. En við hefjum okkar ferðlag í Víðsjá í dag í Hátíðarsal Háskóla íslands í gær þar sem skáldin Hannes Pétursson og Steinunn Sigurðardóttir voru sæmd heiðursdoktorsnafnbót frá Íslensku- og menningardeild skólans, fyrir framlag til rannsókna á hinum ýmsu sviðum hugvísinda. Steinunn og Hannes eru meðal okkar merkustu samtímahöfunda og við athöfnina í gær voru flutt erindi um skáldin tvö auk tónlistar og ljóðalesturs. Umsjón: Jóhannes Ólafsson

Morgunvaktin
Húsnæðismál, Þýskaland og heiðursdoktor

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later May 24, 2022 130:00


Húsnæðismál voru til umfjöllunar í spjalli um efnahag og samfélag. Bankarnir hafa allir hækkað vexti á lánum sínum, og nú er því spáð að stýrivextir fari yfir fimm prósent og verðbólgan í 8,4 prósent. Starfshópur stjórnvalda skilaði af sér skýrslu í síðustu viku um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði hér á landi. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, fór yfir stöðuna. Miklar breytingar eru að verða á pólitísku landslagi Þýskalands, eins og Arthur Björgvin Bollason ræddi í Berlínarspjallinu að loknum morgunfréttum. Og þar í landi, eins og víðast hvar í löndunum í kringum okkur, er líka verið að velta því fyrir sér hvernig hægt er að takast á við verðbólguna. Þar hefur meðal annars verið gripið til þess að auðvelda almenningi að ferðast með almenningssamgöngum. Steinunn Sigurðardóttir skáld var í gær sæmd heiðursdoktorsnafnbót við íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands, við hátíðlega athöfn. Og í dag kemur út hennar nýjasta bók, sem mér telst svo til að sé um það bil sú þrítugasta sem hún skrifar. Steinunn var gestur Morgunvaktarinnar. Umsjónarmenn Morgunvaktarinnar eru Vera Illugadóttir og Þórunn Elísabet Bogadóttir. Tónlist: Man who loves women - Tom Petty Crawling back to you - Tom Petty

man tom petty berl sn umsj steinunn vera illugad kjarnans steinunn sigur bollason starfsh
Morgunvaktin
Húsnæðismál, Þýskaland og heiðursdoktor

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later May 24, 2022


Húsnæðismál voru til umfjöllunar í spjalli um efnahag og samfélag. Bankarnir hafa allir hækkað vexti á lánum sínum, og nú er því spáð að stýrivextir fari yfir fimm prósent og verðbólgan í 8,4 prósent. Starfshópur stjórnvalda skilaði af sér skýrslu í síðustu viku um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði hér á landi. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, fór yfir stöðuna. Miklar breytingar eru að verða á pólitísku landslagi Þýskalands, eins og Arthur Björgvin Bollason ræddi í Berlínarspjallinu að loknum morgunfréttum. Og þar í landi, eins og víðast hvar í löndunum í kringum okkur, er líka verið að velta því fyrir sér hvernig hægt er að takast á við verðbólguna. Þar hefur meðal annars verið gripið til þess að auðvelda almenningi að ferðast með almenningssamgöngum. Steinunn Sigurðardóttir skáld var í gær sæmd heiðursdoktorsnafnbót við íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands, við hátíðlega athöfn. Og í dag kemur út hennar nýjasta bók, sem mér telst svo til að sé um það bil sú þrítugasta sem hún skrifar. Steinunn var gestur Morgunvaktarinnar. Umsjónarmenn Morgunvaktarinnar eru Vera Illugadóttir og Þórunn Elísabet Bogadóttir. Tónlist: Man who loves women - Tom Petty Crawling back to you - Tom Petty

man tom petty berl sn umsj steinunn vera illugad kjarnans steinunn sigur bollason starfsh
Morgunvaktin
Húsnæðismál, Þýskaland og heiðursdoktor

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later May 24, 2022


Húsnæðismál voru til umfjöllunar í spjalli um efnahag og samfélag. Bankarnir hafa allir hækkað vexti á lánum sínum, og nú er því spáð að stýrivextir fari yfir fimm prósent og verðbólgan í 8,4 prósent. Starfshópur stjórnvalda skilaði af sér skýrslu í síðustu viku um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði hér á landi. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, fór yfir stöðuna. Miklar breytingar eru að verða á pólitísku landslagi Þýskalands, eins og Arthur Björgvin Bollason ræddi í Berlínarspjallinu að loknum morgunfréttum. Og þar í landi, eins og víðast hvar í löndunum í kringum okkur, er líka verið að velta því fyrir sér hvernig hægt er að takast á við verðbólguna. Þar hefur meðal annars verið gripið til þess að auðvelda almenningi að ferðast með almenningssamgöngum. Steinunn Sigurðardóttir skáld var í gær sæmd heiðursdoktorsnafnbót við íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands, við hátíðlega athöfn. Og í dag kemur út hennar nýjasta bók, sem mér telst svo til að sé um það bil sú þrítugasta sem hún skrifar. Steinunn var gestur Morgunvaktarinnar. Umsjónarmenn Morgunvaktarinnar eru Vera Illugadóttir og Þórunn Elísabet Bogadóttir. Tónlist: Man who loves women - Tom Petty Crawling back to you - Tom Petty

man tom petty berl sn umsj steinunn vera illugad kjarnans steinunn sigur bollason starfsh
Pravidelná dávka
228. Iris Murdoch: Dobro musíme najprv vidieť

Pravidelná dávka

Play Episode Listen Later Nov 16, 2021 21:01


Iris Murdoch je pôvodom síce írsko-britská filozofka, ale dnes sa pokúsim jej život a filozofiu priblížiť spôsobom, aby sa stala bližšia aj slovenskému publiku; a možno si ju obľúbite rovnako ako ja.----more---- Je vzácnou kombináciou mysliteľky, ktorá je na jednej strane akademická filozofka a na druhej úspešná spisovateľka a autorka viac ako 20 románov. A i keď odmietala označenie, že píše filozofické romány, jej diela sú plné filozofického premýšľania a ich postavy nútia čitateľa filozofovať spolu s nimi. Prečítajte si túto dávku ako aj článok na SME.   Súvisiace dávky:   PD#226: Rozhovor s M. Luteránom o prirodzenom zákone, http://bit.ly/davka226 PD#224: Rozhovor s M. Patarákom o egu, http://bit.ly/davka224 PD#36: J. R. R. Tolkien o rozprávkach, http://bit.ly/davka36 PD#26: Platónova jaskyňa, http://bit.ly/davka26 PD#18: Emotivizmus, http://bit.ly/davka18 PD#10: Úvod do filozofie Pán prsteňov, http://bit.ly/davka10   PD#7: Elizabeth Anscombe a dilema s jaskyniarom, http://bit.ly/davka07 PD#6: Philippa Foot a dilema s električkou, http://bit.ly/davka06     Použitá a odporúčaná literatúra: Murdoch, The Sovereignty of Good (Routledge, 2001) Murdoch, Existentialists and Mystics: Writings on Philosophy and Literature (Penguin Books, 1997) podcast In Our Time o Iris Murdochovej (2021), https://bbc.in/3b5C8G6 podcast In Parenthesis o filozofkách oxfordského kvartetu, https://bit.ly/30vvuXS  Rozhovor s Bryan Mageem (1977), https://bit.ly/3wPdQKC Rozhovor s Steinunn Sigurðardóttirom (1985), https://bit.ly/3CqiSym Iris Murdoch (wiki), https://bit.ly/3CfQuis *** Baví ťa s nami rozmýšľať? Podpor našu tvorbu ľubovoľným darom, https://bit.ly/PDdar, alebo cez Patreon, https://bit.ly/PDtreon, a čo tak štýlový merch, https://bit.ly/mercPD? Ďakujeme za podporu!

Skúffuskáld
Steinunn Sigurðardóttir

Skúffuskáld

Play Episode Listen Later Jul 29, 2020 65:26


Fyrsta bók Steinunnar Sigurðardóttur kom út árið 1969, ljóðabókin Sífellur. Hún fagnaði því 50 ára rithöfundaafmæli árið 2019 en hún er einn ástsælasti rithöfundur Íslendinga. Hún bauð mér í kaffi á heimili hennar og Þorsteins Hauksonar, eiginmanns hennar. Við ræddum um upphafið að ferlinum, óvægna gagnrýni, hvernig hún vinnur eftir eigin stuði og svo margt fleira.Munið að gerast áskrifendur og 5 stjörnur eru auðvitað vel þegnar :-)InstagramSendið póst á netfangið skuffuskald@lubbipeace.com með ábendingar og pælingar.

muni fyrsta skrif steinunn sigur
Morgunvaktin
Getur haft áhrif á uppbyggingarsjóð EFTA

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Jul 24, 2020 130:00


Tímamótasamkomulag leiðtoga Evrópusambandsríkjanna hefur vakið góð viðbrögð víða um Evrópu. Svo virðist sem allir hafi komið út úr málinu sem sigurvegarar, segir Dóra Sif Tynes lögmaður og sérfræðingur um Evrópusambandið. Hún kom á Morgunvaktina í morgun til að ræða um samkomulagið og áhrif þess. Meðal þess sem hún sagði var að mögulega gæti málið haft þau áhrif á Ísland og EFTA ríkin að gerðar verði meiri kröfur til framlaga í uppbyggingarsjóð EFTA. Samkeppniseftirlitið hefur sett út á hvernig Isavia hefur staðið að gjaldtöku við rútustæði við Leifsstöð. Fyrirkomulagið hafði i för með sér verulegar hækkanir á rútumiðum frá Keflavík og vísbendingar eru um að Íslendingar nýti sér þessar ferðir illa og því hafa langtímabílastæði við Leifsstöð fyllst þegar landinn fjölmennir til útlanda. Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista, ræddi þetta og stöðu Icelandair. Í sumar eru svo 45 ár liðin frá því að platan Sumar á Sýrlandi með Stuðmönnum kom út. Platan þótti marka mikil tímamót í íslenskri tónlistarsögu, og eins og Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur skrifaði í Morgunblaðið sumarið 1975 hafði loksins einhver fengið sig í það að vera skemmtilegur. Tónlist: Dagur að rísa - Stuðmenn, Fljúgðu - Stuðmenn, Út á stoppistöð - Stuðmenn, Strax í dag - Stuðmenn, Tætum og tryllum - Stuðmenn, Í bláum skugga - Stuðmenn

Morgunvaktin
Getur haft áhrif á uppbyggingarsjóð EFTA

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Jul 24, 2020


Tímamótasamkomulag leiðtoga Evrópusambandsríkjanna hefur vakið góð viðbrögð víða um Evrópu. Svo virðist sem allir hafi komið út úr málinu sem sigurvegarar, segir Dóra Sif Tynes lögmaður og sérfræðingur um Evrópusambandið. Hún kom á Morgunvaktina í morgun til að ræða um samkomulagið og áhrif þess. Meðal þess sem hún sagði var að mögulega gæti málið haft þau áhrif á Ísland og EFTA ríkin að gerðar verði meiri kröfur til framlaga í uppbyggingarsjóð EFTA. Samkeppniseftirlitið hefur sett út á hvernig Isavia hefur staðið að gjaldtöku við rútustæði við Leifsstöð. Fyrirkomulagið hafði i för með sér verulegar hækkanir á rútumiðum frá Keflavík og vísbendingar eru um að Íslendingar nýti sér þessar ferðir illa og því hafa langtímabílastæði við Leifsstöð fyllst þegar landinn fjölmennir til útlanda. Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista, ræddi þetta og stöðu Icelandair. Í sumar eru svo 45 ár liðin frá því að platan Sumar á Sýrlandi með Stuðmönnum kom út. Platan þótti marka mikil tímamót í íslenskri tónlistarsögu, og eins og Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur skrifaði í Morgunblaðið sumarið 1975 hafði loksins einhver fengið sig í það að vera skemmtilegur. Tónlist: Dagur að rísa - Stuðmenn, Fljúgðu - Stuðmenn, Út á stoppistöð - Stuðmenn, Strax í dag - Stuðmenn, Tætum og tryllum - Stuðmenn, Í bláum skugga - Stuðmenn

Orð um bækur
Orð um ljóð í núinu

Orð um bækur

Play Episode Listen Later Jul 18, 2020


Í þættinum er rætt við tvær ungar skáldkonur sem nýverið hafa sent frá sér nýjar ljóðabækur. Sjöfn Hauksdóttir sendi í síðasta mánuði frá sér aðra ljóðabók sína Úthverfablús en fyrir tveimur árum hafði hún sent frá sér bókin Ceci n´est pas une ljóðabók. Sjöfn les nokkur ljóð úr báðum bókum og segir frá tilurð bókanna, skrifum og áhrifavöldum. Í þættinum er einnig rætt við Viktoríu Blöndal sem sendi 10. júlí frá sér ljóðabókina 1,5/10,5 sem er fyrsta bók Viktoríu. Í tilefni útgáfunnar var hóf í Gröndalshúsi og í þættinum má heyra brot úr upptöku þaðan auk þess sem rætt er við Viktoríu um ljóðagerð, fágun og bersögli í ljóðum ungra kvenna. Í byrjun þáttar er hins vegar litið inn í ljóðakaffi í Bókakaffinu á Selfossi þar sem sem verðlaunaskáld frá fyrra þari þau Brynjólfur Þorsteinsson og Harpa Rún Kristjánsdóttir lásu óbirt ljóð og skáldnöfnurnar Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir og Steinunn Sigurðardóttir lásu upp úr bókum sínum. Steinunn Arnbjörg úr Fugl/Bupl og Steinunn Sigurðardóttir úr Dimmumót auk þess sem Steinunn las óbirt ljóð sitt Femme fatale

Orð um bækur
Orð um ljóð í núinu

Orð um bækur

Play Episode Listen Later Jul 18, 2020


Í þættinum er rætt við tvær ungar skáldkonur sem nýverið hafa sent frá sér nýjar ljóðabækur. Sjöfn Hauksdóttir sendi í síðasta mánuði frá sér aðra ljóðabók sína Úthverfablús en fyrir tveimur árum hafði hún sent frá sér bókin Ceci n´est pas une ljóðabók. Sjöfn les nokkur ljóð úr báðum bókum og segir frá tilurð bókanna, skrifum og áhrifavöldum. Í þættinum er einnig rætt við Viktoríu Blöndal sem sendi 10. júlí frá sér ljóðabókina 1,5/10,5 sem er fyrsta bók Viktoríu. Í tilefni útgáfunnar var hóf í Gröndalshúsi og í þættinum má heyra brot úr upptöku þaðan auk þess sem rætt er við Viktoríu um ljóðagerð, fágun og bersögli í ljóðum ungra kvenna. Í byrjun þáttar er hins vegar litið inn í ljóðakaffi í Bókakaffinu á Selfossi þar sem sem verðlaunaskáld frá fyrra þari þau Brynjólfur Þorsteinsson og Harpa Rún Kristjánsdóttir lásu óbirt ljóð og skáldnöfnurnar Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir og Steinunn Sigurðardóttir lásu upp úr bókum sínum. Steinunn Arnbjörg úr Fugl/Bupl og Steinunn Sigurðardóttir úr Dimmumót auk þess sem Steinunn las óbirt ljóð sitt Femme fatale

Orð um bækur
Orð um ljóð í núinu

Orð um bækur

Play Episode Listen Later Jul 18, 2020 57:12


Í þættinum er rætt við tvær ungar skáldkonur sem nýverið hafa sent frá sér nýjar ljóðabækur. Sjöfn Hauksdóttir sendi í síðasta mánuði frá sér aðra ljóðabók sína Úthverfablús en fyrir tveimur árum hafði hún sent frá sér bókin Ceci n´est pas une ljóðabók. Sjöfn les nokkur ljóð úr báðum bókum og segir frá tilurð bókanna, skrifum og áhrifavöldum. Í þættinum er einnig rætt við Viktoríu Blöndal sem sendi 10. júlí frá sér ljóðabókina 1,5/10,5 sem er fyrsta bók Viktoríu. Í tilefni útgáfunnar var hóf í Gröndalshúsi og í þættinum má heyra brot úr upptöku þaðan auk þess sem rætt er við Viktoríu um ljóðagerð, fágun og bersögli í ljóðum ungra kvenna. Í byrjun þáttar er hins vegar litið inn í ljóðakaffi í Bókakaffinu á Selfossi þar sem sem verðlaunaskáld frá fyrra þari þau Brynjólfur Þorsteinsson og Harpa Rún Kristjánsdóttir lásu óbirt ljóð og skáldnöfnurnar Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir og Steinunn Sigurðardóttir lásu upp úr bókum sínum. Steinunn Arnbjörg úr Fugl/Bupl og Steinunn Sigurðardóttir úr Dimmumót auk þess sem Steinunn las óbirt ljóð sitt Femme fatale

Víðsjá
Forseti Íslands, Sjón, Steinunn Sigurðardóttir

Víðsjá

Play Episode Listen Later Apr 15, 2020 55:00


Vigdís Finnbogadóttir fagnar níræðisafmæli sínu í dag, 15. apríl. Af því tilefni verður í þættinum rætt við Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands auk þess sem brugðið verður upp svipmyndum frá löngum ferli Vigdísar. Í dag er alþjóðlegur dagur listarinnar haldinn hátíðlegur víða um heim með tilheyrandi vandkvæðum vegna stöðu heimsfaraldursins. Bandalag íslenskra listamanna sendir frá sér ávarp sem rithöfundurinn Sjón flytur. Hlustendur Víðsjár heyra erindið í þætti dagsins. Og hlustendur heyra ljóð fyrir þjóð. Í dag flytur Ebba Katrín Finnsdóttir ljóðið Brotnar borgir eftir Steinunni Sigurðardóttur í stóra sal Þjóðleikhússins.

af gu sj vigd finnbogad forseti steinunn sigur steinunni sigur
Orð um bækur
Orð um bækur ársins 2019

Orð um bækur

Play Episode Listen Later Jan 18, 2020


Í þættinum er litið yfir síðasta bókaár á Íslandi og einkum hugað að frumsömdum, íslenskum bókum. Sjaldan erða aldrei hafa komi út jafnmargar bækur á einu ári, nýjar íslenskar skáldsögur og smásagnasöfn voru á sjöunda tuginn og og fjöldi nýrra ljóðabóka slagaði hátt um þann fjölda. Ti að ræða hvort einhver verk hefðu óumdeilanlega staðið upp úr og þá hver og hvort eitthvað sérstakt hafi einkennt umfjöllunarefni og aðferðir íslenskra rithöfunda árið 2019 mættu í hljóðstofu þau Einar Falur Ingólfsson ljósmyndari, rithöfundur og blaðamaður, Katrín Lilja Jónsdóttir sagnfræðingur, bóksali og umsjónarmaður vefsins Lestrarklefinn og Sverrir Norland skáld og útgefandi sem í vetur hefur einnig verið einn af gagnrýnendum Kiljunnar. Í þættinum heyrist líka Steinunn Sigurðardóttir lesa ljóð sitt Sjónarsviptir 1 úr ljóðabókinni Dimmumót sem kom út árið 2019.

sj katr steinunn sigur
Orð um bækur
Orð um bækur ársins 2019

Orð um bækur

Play Episode Listen Later Jan 18, 2020 53:47


Í þættinum er litið yfir síðasta bókaár á Íslandi og einkum hugað að frumsömdum, íslenskum bókum. Sjaldan erða aldrei hafa komi út jafnmargar bækur á einu ári, nýjar íslenskar skáldsögur og smásagnasöfn voru á sjöunda tuginn og og fjöldi nýrra ljóðabóka slagaði hátt um þann fjölda. Ti að ræða hvort einhver verk hefðu óumdeilanlega staðið upp úr og þá hver og hvort eitthvað sérstakt hafi einkennt umfjöllunarefni og aðferðir íslenskra rithöfunda árið 2019 mættu í hljóðstofu þau Einar Falur Ingólfsson ljósmyndari, rithöfundur og blaðamaður, Katrín Lilja Jónsdóttir sagnfræðingur, bóksali og umsjónarmaður vefsins Lestrarklefinn og Sverrir Norland skáld og útgefandi sem í vetur hefur einnig verið einn af gagnrýnendum Kiljunnar. Í þættinum heyrist líka Steinunn Sigurðardóttir lesa ljóð sitt Sjónarsviptir 1 úr ljóðabókinni Dimmumót sem kom út árið 2019.

sj katr steinunn sigur
Orð um bækur
Orð um bækur ársins 2019

Orð um bækur

Play Episode Listen Later Jan 18, 2020


Í þættinum er litið yfir síðasta bókaár á Íslandi og einkum hugað að frumsömdum, íslenskum bókum. Sjaldan erða aldrei hafa komi út jafnmargar bækur á einu ári, nýjar íslenskar skáldsögur og smásagnasöfn voru á sjöunda tuginn og og fjöldi nýrra ljóðabóka slagaði hátt um þann fjölda. Ti að ræða hvort einhver verk hefðu óumdeilanlega staðið upp úr og þá hver og hvort eitthvað sérstakt hafi einkennt umfjöllunarefni og aðferðir íslenskra rithöfunda árið 2019 mættu í hljóðstofu þau Einar Falur Ingólfsson ljósmyndari, rithöfundur og blaðamaður, Katrín Lilja Jónsdóttir sagnfræðingur, bóksali og umsjónarmaður vefsins Lestrarklefinn og Sverrir Norland skáld og útgefandi sem í vetur hefur einnig verið einn af gagnrýnendum Kiljunnar. Í þættinum heyrist líka Steinunn Sigurðardóttir lesa ljóð sitt Sjónarsviptir 1 úr ljóðabókinni Dimmumót sem kom út árið 2019.

sj katr steinunn sigur
Orð um bækur
Orð um bækur ársins 2019

Orð um bækur

Play Episode Listen Later Jan 18, 2020


Í þættinum er litið yfir síðasta bókaár á Íslandi og einkum hugað að frumsömdum, íslenskum bókum. Sjaldan erða aldrei hafa komi út jafnmargar bækur á einu ári, nýjar íslenskar skáldsögur og smásagnasöfn voru á sjöunda tuginn og og fjöldi nýrra ljóðabóka slagaði hátt um þann fjölda. Ti að ræða hvort einhver verk hefðu óumdeilanlega staðið upp úr og þá hver og hvort eitthvað sérstakt hafi einkennt umfjöllunarefni og aðferðir íslenskra rithöfunda árið 2019 mættu í hljóðstofu þau Einar Falur Ingólfsson ljósmyndari, rithöfundur og blaðamaður, Katrín Lilja Jónsdóttir sagnfræðingur, bóksali og umsjónarmaður vefsins Lestrarklefinn og Sverrir Norland skáld og útgefandi sem í vetur hefur einnig verið einn af gagnrýnendum Kiljunnar. Í þættinum heyrist líka Steinunn Sigurðardóttir lesa ljóð sitt Sjónarsviptir 1 úr ljóðabókinni Dimmumót sem kom út árið 2019.

sj katr steinunn sigur
Morgunkaffið
Morgunkaffið - Steinunn Sigurðardóttir

Morgunkaffið

Play Episode Listen Later Nov 2, 2019


Gísli Marteinn Baldursson og Björg Magnúsdóttir leiða hlustendur inn í nýjan dag með góðri tónlist og spjalli um daginn og veginn. Steinunn Sigurðardóttir skáld kemur í heimsókn og ræðir um Listaskáldin vondu, hlutskipti skáldkvenna á áttunda áratugnum og síðast en ekki síst nýja bók Steinunnar Dimmumót sem fjallar um breytingarnar á jöklunum, hamfarahlýnun og ábyrgð mannfólksins. Bókin er líka með sjálfsævisögulegu ívafi og Steinunn talar um æsku sína og unglingsár.

bj magn steinunn steinunn sigur
Morgunkaffið
Morgunkaffið - Steinunn Sigurðardóttir

Morgunkaffið

Play Episode Listen Later Nov 2, 2019


Gísli Marteinn Baldursson og Björg Magnúsdóttir leiða hlustendur inn í nýjan dag með góðri tónlist og spjalli um daginn og veginn. Steinunn Sigurðardóttir skáld kemur í heimsókn og ræðir um Listaskáldin vondu, hlutskipti skáldkvenna á áttunda áratugnum og síðast en ekki síst nýja bók Steinunnar Dimmumót sem fjallar um breytingarnar á jöklunum, hamfarahlýnun og ábyrgð mannfólksins. Bókin er líka með sjálfsævisögulegu ívafi og Steinunn talar um æsku sína og unglingsár.

bj magn steinunn steinunn sigur
Hugvarp - hlaðvarp Hugvísindasviðs
Steinunn Sigurðardóttir fjallar um nýyrði í ljóðmáli íslenskra skálda

Hugvarp - hlaðvarp Hugvísindasviðs

Play Episode Listen Later Oct 25, 2019 43:13


Í dag hlýðum við á Steinunni Sigurðardóttur skáld flytja hátíðarfyrirlestur Jónasar Hallgrímssonar í tilefni af því að hún gegnir nú starfi Jónasar Hallgrímssonar í ritlist við Háskóla Íslands. Í fyrirlestrinum, sem hefur yfirskriftina „Klárlega gríðarlegur birkiþrastasveimur“, veltir Steinunn fyrir sér nýyrðum í ljóðmáli nokkurra íslenskra skálda, frá Jónasi Hallgrímssyni til Sigfúsar Daðasonar og um leið beinir hún sjónum að ofnotkun valinkunnra orða.

sigf hallgr steinunn steinunn sigur steinunni sigur
Víðsjá
Magnús Pálsson, Steinnunn Sigurðardóttir og Einmunatíð

Víðsjá

Play Episode Listen Later Sep 26, 2019 55:00


Víðsjá 26.9.2019 Víðsjá heimsækir í dag Hafnarhús Listasafns Reykjavíkur en þar verður opnuð á laugardag ný sýning á verkum Magnúsar Pálssonar. Sýningin heitir Eitthvað úr engu en sýningarstjórar hennar eru Sigurður Trausti Traustason og Markús Þór Andrésson. Rætt verður við Markús og listamanninn Magnús Pálsson í Víðsjá dagsins. Steinunn Sigurðardóttir, skáld og rithöfundur, gegnir starfi Jónasar Hallgrímssonar í ritlist við Háskóla Íslands í vetur. Steinunn fagnar 50 ára rithöfundarafmæli á þessu ári, en fyrsta ljóðabók hennar, Sífellur, kom út árið 1969 og væntanleg er ný ljóðabók eftir Steinunni, sem ber heitið Dimmumót. Rætt verður við Steinunni í Víðsjá í dag. Gauti Kristmannsson fjallar í dag um sagnasafnið Einmunatíð eftir Orkneyjaskáldið George Mackay Brown en bókin kom nýverið út hjá bókaforlaginu Dimmu, í íslenskri þýðingu Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar. Einnig verður hugað að tónleikahaldi um komandi helgi, nýju starfsári Kammermúsíkklúbbsins, tónleikaröðinni 15/15 hjá Caput hópnum og einleikstónleikum bandaríska píanistans Jeremy Denck í Hörpu. Umsjón: Eiríkur Guðmundsson og Guðni Tómasson.

gu magn eir sigur einnig caput umsj hallgr steinunn eitthva dimmu steinunni steinunn sigur gauti kristmannsson
Víðsjá
Gerilaugur, Heiða, meiri hönnun og pólitísk

Víðsjá

Play Episode Listen Later Sep 3, 2019 55:00


Í vikunni kemur út bókin 100 ljóð en hún hefur að geyma úrval ljóða eftir Geirlaug Magnússon. Geirlaugur var fæddur árið 1944 og var eitt helsta ljóðskáld þjóðarinnar af sinni kynslóð. Hann sendi frá sér 17 ljóðabækur sem allar hafa verið ófáanlegar um nokkurt skeið. Í Víðsjá í dag verður rætt af þessu tilefni við dóttur skáldsins, Móheiði Hlíf Geirlaugsdóttur, og Einar Ólafsson sem skrifar ítarlegan eftirmála um feril og ljóðlist Geirlaugs. Sigrún Alba Sigurðardóttir, deildarstjóri arkitektúr- og hönnunardeildar Listaháskóla Íslands, verður einnig tekin tali en hún bregst við gagnrýni sem kom fram í Tengivagninum í síðustu viku og iðnhönnuðurinn Sigga Heims setti fram um að skólinn væri í litum tengslum við atvinnulíf og þar þætti framleiðsluvæn hönnun jafnvel hallærisleg. Steinunn Sigurðardóttir segir stuttlega frá bók sinni Heiða fjalladalabóndi en hún er bók vikunnar á Rás 1 þessa vikuna og verður rædd í þættinum á sunnudagsmorgun. Loks flytur María Kristjánsdóttir pistil um pólitískt leikhús og íslenskt leikhúsfólk í Mið-Evrópu. Umsjón með víðsjá hafa Eiríkur Guðmundsson og Guðni Tómasson.

Freedom, Books, Flowers & the Moon

Anna Katharina Schaffner on the cultural history of fat and fat phobia; the TLS's travel editor Catharine Morris on why Paris will always be disappointing, the solitude of open spaces, and the problem with "Victor" the archetypal travel writer; an extract from the 2019 Man Booker International prize-winning Celestial Bodies by Jokha al-Harthi, read by the novel's translator Marilyn Booth BooksFat: A cultural history of the stuff of life by Christopher E. ForthThe Truth About Fat by Anthony WarnerFearing the Black Body: The racial origins of fat phobia by Sabrina StringsWe’ll Never Have Paris, edited by Andrew GallixThe Solace of Open Spaces by Gretel EhrlichHeida: A shepherd at the edge of the world by Steinunn Sigurðardóttir and Heiða Ásgeirsdóttír, translated by Philip RoughtonWhere the Hornbeam Grows: A journey in search of a garden by Beth LynchThe Cambridge History of Travel Writing, edited by Nandini Das and Tim YoungsCelestial Bodies by Jokha al-Harthi, translated by Marilyn Booth See acast.com/privacy for privacy and opt-out information.

hei open space tls weighty travel writing celestial bodies man booker international steinunn sigur
Orð um bækur
Orð um glæstan feril og almennan bóklestur

Orð um bækur

Play Episode Listen Later Apr 13, 2019 54:52


Steinunn Sigurðardóttir fagnar því að á þessu ári eru liðin fimmtíu ár frá því að hún sendi frá sér sina fyrstu bók, ljóðabókina Sífellur, sem sannarlega var upphaf glæsts ferils. Rætt er við Steinunni í þættinum um upphafið, um tilveru rithöfundarins, skáldun persóna og annarra aðstæðna í skáldsögum og ljóðin sem stöðugt leita á hana. Steinunn les í þættinum ljóðið „Vandræða“ úr ljóðabókinni Að ljóði munt þú verða og og fyrstu tvo hluta ljóðabálksins „Árstíðasöngl“ úr Kúaskítur og norðurljós. Í síðari hluta þáttarins er svo rætt við Helgu Birgisdóttur íslenskukennara í Tækniskóla Íslands, sem hefur brennandi áhuga á bóklestri unglinga og á íslenskri tungu.

vandr steinunn steinunni steinunn sigur
Orð um bækur
Orð um glæstan feril og almennan bóklestur

Orð um bækur

Play Episode Listen Later Apr 13, 2019


Steinunn Sigurðardóttir fagnar því að á þessu ári eru liðin fimmtíu ár frá því að hún sendi frá sér sina fyrstu bók, ljóðabókina Sífellur, sem sannarlega var upphaf glæsts ferils. Rætt er við Steinunni í þættinum um upphafið, um tilveru rithöfundarins, skáldun persóna og annarra aðstæðna í skáldsögum og ljóðin sem stöðugt leita á hana. Steinunn les í þættinum ljóðið „Vandræða“ úr ljóðabókinni Að ljóði munt þú verða og og fyrstu tvo hluta ljóðabálksins „Árstíðasöngl“ úr Kúaskítur og norðurljós. Í síðari hluta þáttarins er svo rætt við Helgu Birgisdóttur íslenskukennara í Tækniskóla Íslands, sem hefur brennandi áhuga á bóklestri unglinga og á íslenskri tungu.

vandr steinunn steinunni steinunn sigur
Orð um bækur
Orð um glæstan feril og almennan bóklestur

Orð um bækur

Play Episode Listen Later Apr 13, 2019


Steinunn Sigurðardóttir fagnar því að á þessu ári eru liðin fimmtíu ár frá því að hún sendi frá sér sina fyrstu bók, ljóðabókina Sífellur, sem sannarlega var upphaf glæsts ferils. Rætt er við Steinunni í þættinum um upphafið, um tilveru rithöfundarins, skáldun persóna og annarra aðstæðna í skáldsögum og ljóðin sem stöðugt leita á hana. Steinunn les í þættinum ljóðið „Vandræða“ úr ljóðabókinni Að ljóði munt þú verða og og fyrstu tvo hluta ljóðabálksins „Árstíðasöngl“ úr Kúaskítur og norðurljós. Í síðari hluta þáttarins er svo rætt við Helgu Birgisdóttur íslenskukennara í Tækniskóla Íslands, sem hefur brennandi áhuga á bóklestri unglinga og á íslenskri tungu.

vandr steinunn steinunni steinunn sigur
Orð um bækur
Orð um glæstan feril og almennan bóklestur

Orð um bækur

Play Episode Listen Later Apr 13, 2019


Steinunn Sigurðardóttir fagnar því að á þessu ári eru liðin fimmtíu ár frá því að hún sendi frá sér sina fyrstu bók, ljóðabókina Sífellur, sem sannarlega var upphaf glæsts ferils. Rætt er við Steinunni í þættinum um upphafið, um tilveru rithöfundarins, skáldun persóna og annarra aðstæðna í skáldsögum og ljóðin sem stöðugt leita á hana. Steinunn les í þættinum ljóðið „Vandræða“ úr ljóðabókinni Að ljóði munt þú verða og og fyrstu tvo hluta ljóðabálksins „Árstíðasöngl“ úr Kúaskítur og norðurljós. Í síðari hluta þáttarins er svo rætt við Helgu Birgisdóttur íslenskukennara í Tækniskóla Íslands, sem hefur brennandi áhuga á bóklestri unglinga og á íslenskri tungu.

vandr steinunn steinunni steinunn sigur
Morgunvaktin
Saga Heiðu fjalladalabónda kemur út í Þýskalandi

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Jul 23, 2018 130:00


Morgunvaktin hófst á Lundúnaspjalli Sigrúnar Davíðsdóttur. Hún fjallaði m.a. um Brexit, sumarlesningu Breta og hneykslismál innan rannsóknarlögreglunnar Scotland Yard. Ragnhildur Helga Jónsdóttir, safnstjóri Landbúnaðarsafnsins á Hvanneyri, sagði frá sýningunni Konur í landbúnaði í 100 ár. Hún sagði hlut kvenna í greininni mun meiri og merkilegri en almennt er talið. Þuríður Helga Kristjánsdóttir sagði frá fundi fólksins sem fram fer á Akureyri í byrjun september. Viðburðurinn hefur verið haldinn í nokkur ár og hefur nú hlotið nýtt nafn: Lýsa, rokkhátíð samtalsins. Þuríður Helga sagði að bæta megi íslenska umræðuhefð og að taka megi nágrannaþjóðirnar, ekki síst Norðmenn, til fyrirmyndar í þeim efnum. Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur spjallaði um heima og geima. Hún sagði frá útkomu bókar sinnar um Heiðu fjalldalabónda í Þýskalandi og víðar og spáði heimsvinsældum Heiðu. Von er á ljóðabók eftir Steinunni og flutti hún áður óbirt ljóð. Tónlist: J'aime les filles - Jacques Dutronc. Joya - Guilia Valle Trio.