Podcasts about vegager

  • 14PODCASTS
  • 176EPISODES
  • 1h 3mAVG DURATION
  • 1MONTHLY NEW EPISODE
  • Jul 12, 2025LATEST

POPULARITY

20172018201920202021202220232024


Best podcasts about vegager

Latest podcast episodes about vegager

Vikulokin
Bjarki Þorsteinsson, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir og Thelma Dögg Harðardóttir

Vikulokin

Play Episode Listen Later Jul 12, 2025 58:03


Gestir Vikulokanna eru Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri í Dalabyggð, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, varaþingmaður Framsóknarflokks í Norðvesturkjördæmi, og Thelma Dögg Harðardóttir, bóndi og fulltrúi Vinstri Grænna í sveitarstjórn Borgarbyggðar. Í vikunni beitti forseti Alþingis 71. grein þingskapalaga til að stöðva lengstu umræður þingsins hingað til um veiðigjaldsfrumvarp ríkisstjórnarinnar. Það voru líka tíðindi í innviðamálum, Vegagerðin fékk loks aukafjárveitingu til að fara í nauðsynlegar framkvæmdir í sumar og átök milli virkjanasinna og umverfisverndar halda áfram.

lilja bjarki frams rannveig sigurgeirsd vegager
Spegillinn
Samskipti Víðis og snjómokstur í júní

Spegillinn

Play Episode Listen Later Jun 3, 2025 20:00


Forstjóri Útlendingastofnunar taldi sig þurfa skýr svör frá formanni allsherjar- og menntamálanefndar um hvort Alþingi ætlaði sér að veita sautján ára kólumbískum dreng íslenskan ríkisborgararétt. Til að gæta jafnræðis yrði annars að fresta brottflutningi átján annarra umsækjenda sem hafa sótt um ríkisborgararétt en á að flytja úr landi. Formaður nefndarinnar var í samskiptum við ríkislögreglustjóra um málið sem áframsendi tölvupóst frá honum til forstjóra Útlendingastofnunar Íbúar á Norður- og Austurlandi vöknuðu við hvíta jörð í morgun og norðan vonskuveður hefur gengið yfir landið í dag. Snjómokstursverktakar Vegagerðarinnar voru kallaðir út því moka þurfti snjó af mörgum fjallvegum. Einn bíll var ennþá tilbúinn í snjómokstur hjá Nesbræðrum á Akureyri og Gunnar Helgi Gunnarsson framkvæmdastjóri ætlar að hafa bílinn til taks allvega út vikuna til öryggis. Sum flugfélög telja að sér hafi ekki verið heimilt að skila farþegaupplýsingum til yfirvalda þó að lunginn geri það. Með breytingum á lögum sem hafa verið lagðar til eru líkur á að fullar heimtur fáist að mati lögreglu. Farþegaupplýsingar er safnað til að sporna við skipulagðri glæpastarfsemi þær til dæmis keyrðar saman við gagnagrunna um skráða brotamenn hjá Interpol.

Samfélagið
Öruggari Vestfirðir, meiri ofanflóð og vísindaspjall

Samfélagið

Play Episode Listen Later May 7, 2025 59:03


Samfélagið heilsar frá Sauðfjársetrinu á Ströndum, rétt hjá Hólmavík, þar sem Ríkislögreglustjóri og lögreglustjórinn á Vestfjörðum halda fund um öryggi Vestfjarða. Hér er saman komnir fjölmargir Vestfirðingar úr hinum og þessum kimum samfélagsins til að ræða helstu ógnir sem stafa að Vestfirðingum og hvernig hægt er að takast á við þær. Við fjöllum um fundinn og heyrum hvernig hægt verður að gera Vestfirði öruggari. Og síðan heyrum við í Bergþóru Kristinsdóttur, framkvæmdarstjóra þjónustusviðs hjá Vegagerðinni, sem við hittum á málþingi um ofanflóð sem haldið var á Ísafirði við byrjun viku. Að lokum fáum við til okkar Eddu Olgudóttur, vísindamiðlara Samfélagsins í Vísindaspjall. Tónlist úr þættinum: KK - Bein Leið. THE BEATLES - Good Day Sunshine.

Spegillinn
Vegakerfi Íslands og vígbúnaður Evrópu

Spegillinn

Play Episode Listen Later Mar 10, 2025 20:00


Þetta er langhlaup, segir Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, um ástandið í vegakerfinu. Komið sé að krossgötum en vandinn verði ekki leystur með einu pennastriki heldur þurfi fimm til tíu ára átak. Samgönguráðherra hefur bent ríkisstjórninni á að núverandi ástand feli í sér alvarlegan veikleika fyrir íslenskt samfélag. Freyr Gígja Gunnarsson ræðir við Bergþóru. Ráðamenn í Evrópu standa frammi fyrir gjörbreyttum veruleika í ljósi stefnubreytingar Bandaríkjastjórnar í Úkraínustríðinu og gagnvart hvorutveggja NATO-samstarfinu og stjórnvöldum í Rússlandi. Þetta hefur meðal annars leitt til þess að Evrópusambandið boðar á annað hundrað þúsunda milljarða króna útjöld til varnarmála - eða, með öðrum orðum, til þess að vígbúast. Þetta er mesti vígbúnaður í álfunni í 80 ár - og hann leggst ekki vel í alla. Ævar Örn Jósepsson rýnir í stöðuna og ræðir hana við sagnfræðinginn og hernaðarandstæðinginn Stefán Pálsson. Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Mark Eldred

Samfélagið
Hugmyndahraðhlaup fyrir heilbrigðiskerfið, Sjóvarnir og sjávarflóð, Formaður Póstfreyjufélagsins 1969

Samfélagið

Play Episode Listen Later Mar 10, 2025 59:08


Vandamál heilbrigðiskerfisins voru í forgrunni á hugmyndahraðhlaupi um helgina. Þar safnaðist saman skapandi fólk sem reyndi að finna lausnir á biðlistum, óskilvirkum tilvísunum og óeinstaklingsmiðaðri heilbrigðisþjónustu. Hugmyndahraðhlaupið var á vegum Klak – Icelandic Startups og í dag ræðum við við Atla Björgvinsson og Frey Friðfinnsson frá Klak um hugmyndahraðhlaup, nýsköpun og heilbrigðistækni. Sjóvarnargarðar eru víða laskaðir eftir sjávarflóð í síðustu viku. Á Granda í Reykjavík varð mikið tjón á atvinnuhúsnæði, alda hreif tvo menn með sér á Akraneshöfn og sumarhús í Suðurnesjabæ voru umflotin sjó. Við ræðum þennan veðurofsa, orsakir hans og aðgerðir vegna hans við Sigurð Sigurðarson, strandverkfræðing hjá Vegagerðinni. Helga Lára Þorsteinsdóttir, safnstjóri Ríkisútvarpsins kemur til okkar í lok þáttar - við skyggnumst inn í líf bréfbera á sjöunda áratugnum. Tónlist: Una Torfadóttir - Dropi í hafi. Bombay Bicycle Club - Luna.

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars
“Ég er mikill einkennisbúningamaður” -#519

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

Play Episode Listen Later Nov 4, 2024 45:11


Jólabingó Hæ Hæ verður Sunnudaginn 1. Desember í beinni útsendingu á pardus.is Helgi hélt Halloween partý um helgina sem sló rækilega í gegn. Hjálmar skemmti með Evu Ruzu á Patreksfirði um helgina en hélt svo að hann myndi enda út í sjó á leiðinni heim. Strákarnir hringdu í Vegagerðina og reyndu að flýta fyrir breytingum á vegum fyrir vestan.IG: helgijean & hjalmarorn110Takk fyrir að hlusta - og munið að subscribeá !

Spegillinn
Stýrivextir, Líbanon og ný Ölfusárbrú

Spegillinn

Play Episode Listen Later Oct 2, 2024 20:00


Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tók í dag varfærin skref í átt að lækkun stýrivaxta þegar þeir voru lækkaðir úr níu komma tuttugu og fimm prósentum í níu. Greiningardeildir bankanna höfðu flestar spáð því að stýrivextir yrðu óbreyttir. Una Jónsdóttir, aðalhagfræðingur Landsbankans, segir ákvörðun peningastefnunefndar hafa komið á óvart og það hafi mátt sjá þess merki þegar ákvörðunin var kynnt að fólk liti þróun mála ekki alveg sömu augum. Freyr Gígja Gunnarsson ræðir við Unu. Um 350.000 manns, þar af rúmlega 120.000 börn, hafa þegar flúið heimili sín í sunnaverðu Líbanon vegna harðra og viðvarandi loft- og flugskeytaárása Ísraela undanfarna daga og innrásar landhersins í kjölfarið. Staðfest er að hátt í hundrað börn hafi fallið í árásum undanfarinna daga og mörg hundruð særst. Ljóst sé að frekari stigmögnun átaka muni gera hörmulega stöðu barna í Líbanon enn verri. Birna Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir þetta einungis staðfesta það sem lengi hefur verið vitað: Að stríðsátök bitni iðulega verst á þeim sem síst skyldi og minnsta bera ábyrgðina - börnum. Ævar Örn Jósepsson ræðir við Birnu. Smíði nýrrar brúar yfir Ölfusá hefur lengi verið í undirbúningi, farið var í mat á umhverfisáhrifum og frumhönnun á árunum 2007 og 8, verkið loks boðið út í fyrra og því ferli ekki lokið segir Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri þróunar hjá Vegagerðinni. Beðið er lokaheimilda frá fjármálaráðuneytinu til að ljúka samningum við þá einu sem gerðu tilboð. Anna Kristín Jónsdóttir tók saman. Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Mark Eldred

gu sm unicef sta lj gunnarsson umsj birna unu banon landsbankans anna krist freyr g vegager
Bylgjan
Sprengisandur 21.07.2024 - Viðtöl þáttarins

Bylgjan

Play Episode Listen Later Jul 21, 2024 91:20


Kristján Kristjánsson stýrir kröftugri umræðu um þjóðmálin.   Í þessum þætti:   Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar um samgöngumál.   Sigurður Stefánsson framkvæmdastjóri Aflvaka og Ágúst Bjarni Garðarsson, alþingismaður um húsnæðismál.   Lárus Blöndal forseti ÍSÍ um veðmálastarfsemi.   Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur um Bandaríkin.    

Mannlegi þátturinn
Vaxtamál bankanna og Neytendasamtökin, Veðurspjall Einar Sveinbjörnsson

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Jun 11, 2024 52:05


MANNLEGI ÞÁTTURINN MIÐVIKUDAGUR 12.JÚNÍ UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG HELGA ARNARDÓTTIR Íslenskum bönkum er ekki heimilt að breyta vöxtum að vild og skilmálar í lánasamningum þeirra teljast ekki uppfylla skilyrði um gegnsæi og skýrleika. Þetta kemur fram í nýlegu áliti EFTA dómstólsins vegna mála sem Neytendasamtökin höfðuðu á hendur þremur bönkum í sex málum, vegna matskenndra og ógegnsærra vaxtaákvarðana. En hvað þýðir þetta fyrir neytendur? Sjálfa lántakendur og hvað geta þeir gert til að verða hreyfiafl í þessu risavaxna máli ef dómstólar dæma Neytendasamtökunum í hag eftir álit EFTA dómstólsins? Formaður Neytendasamtakanna og lögmaður þeirra ræddu þetta mál í Mannlega þættinum í dag. Við fengum svo Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing til okkar í gegnum símalínu hér á eftir, en hann er staddur í Kaupmannahöfn. Hann ætlar að segja okkur frá áhugaverðri vinnustofu sem hann sótti með Vegagerðinni, líkani með aðferðum gerfigreindar til að spá fyrir um yfirborðshita vega að vetrarlagi. Gert á grunni hitamyndavéla í bílum Vegagerrðarinnar sem taka slíkar hitamyndir í sífellu á ferðum sínum. Og svo ræddum við líka um veðurútlitið næstu daga sem telst vera gott. 17. júní og langtímaspár fyrir næstu viku fram yfir sumarsólstöður sem nálgast óðfluga.

forma sj hann efta kaupmannah vegager neytendasamtakanna einar sveinbj
Samfélagið
Brúarvinnuflokkar sameina krafta sýna í Elliðaárdal, Baskasetur og hátíð á Djúpavík, dýraspjall um sæotur

Samfélagið

Play Episode Listen Later Jun 7, 2024 58:02


Brúarvinnuflokkar Vegagerðarinnar eru tveir, annar í Vík í Mýrdal og hinn á Hvammstanga og þessa dagana sameina þeir krafta sína í Elliðaárdalnum í Reykjavík. Brúin yfir Elliðaár, neðan við Árbæjarstíflu, þurfti allsherjar yfirhalningu - vegriðið orðið slappt, steypan léleg, það þarf að skipta um legur og þensluraufar og hvaðeina. Við kíktum á framkvæmdina á dögunum og ræddum við VIlhjálm Arnórsson, yfirverkstjóra flokksins frá Hvammstanga og matráðinn Hrefnu Magnúsdóttur sem tilheyrir flokknum frá Vík - bæði hafa verið í brúarvinnuflokki í átján ár. Við heyrum svo í Ólafi J. Engilbertssyni, hann er formaður Baskavinafélagsins og er staddur á Djúpavík á ströndum. Þar á að setja á fót sérstakt Baskasetur og þessa dagana er þar hátíð þar sem menningu Baska og tengslum þeirra við Ísland er fagnað með sýningu, vinnustofum, málþingi og tónleikum. Vera Illugadóttir kemur svo til okkar í lok þáttar í dýraspjall - til umræðu er hinn frægi sæotur 841. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Lísa Pálsdóttir. Tónlist: Lónlí blú bojs - Heim í Búðardal. THE KINKS - Sunny Afternoon. Olga Guðrún Árnadóttir - Kötturinn Sem Gufaði Upp.

dj arn og h reykjav upp vilhj umsj otur vera illugad hvammstanga vegager
Samfélagið
Vannærð börn á Gaza, vegamál og upplýsingatækni, málfar og vísindaspjall

Samfélagið

Play Episode Listen Later Feb 21, 2024 58:54


Við sáum og heyrðum fréttir í gær af skelfilegu ástandi á Gaza þar sem komið hefur í ljós að hlutfall vannærðra barna hefur stóraukist undanfarið. 1 af hverjum 6 börnum undir tveggja ára í norðurhluta Gaza glímir við bráðavannæringu eins og það er orðað. Við ætlum að ræða þessi mál við Birnu Þórarinsdóttur framkvæmdastjóra UNICEF á Íslandi. Við ætlum líka að tala um eftirlit með vegum landsins, umferð, hraða og færð og hvernig tæknin hefur stórbætt aðgengi að upplýsingum. Bergþóra Kristinsdóttir framkvæmdastjóri þjónustusviðs Vegagerðarinnar ræðir við okkur. Við heyrum eina málfarsmínútu í umsjón Önnu Sigríðar Þráinsdóttur og svo kemur Edda Olgudóttir til okkar í vísindaspjall.

Vikulokin
Aðalsteinn Kjartansson, G. Pétur Matthíasson og Rakel Þorbergsdóttir

Vikulokin

Play Episode Listen Later Feb 17, 2024 57:48


Gestir þáttarins eru ýmist fyrrverandi eða núverandi fjölmiðlafólk. Aðalsteinn Kjartansson, varaformaður Blaðamannafélags Íslands og blaðamaður á Heimildinni, G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar og fyrrverandi fréttamaður, og Rakel Þorbergsdóttir, samskiptaráðgjafi hjá NATÓ í Vilníus, og fyrrverandi fréttastjóri RÚV. Rætt er um aðgengismál fjölmiðla að Grindavík og hvernig málum hefur verið háttað í gegn um tíðina, upplýsingaóreiðu í heimsmálunum, stríð og gervigreind. Sunna Valgerðardóttir stýrir þættinum og tæknimaður er Jón Þór Helgason.

Samfélagið
Brú yfir Fossvog, söguhópur Ský, málfar og heimsókn frá Safni RÚV

Samfélagið

Play Episode Listen Later Feb 12, 2024 58:34


Við kynnum okkur stöðuna á nýrri brú sem á að leggja yfir Fossvog innan fárra ára. Hönnunarsamkeppni fór fram árið 2021 og það stefnir í að útboð vegna landfyllinga fari fram innan skamms. Ásdís Kristinsdóttir, forstöðumaður verkefnastofu Borgarlínu, og Bryndís Friðriksdóttir, svæðisstjóri Höfuðborgarsvæðisins hjá Vegagerðinni, fara yfir þessi mál með okkur. Nokkur vörubretti af skriftvélum, gataspjöldum og ýmsum gömlum vélbúnaði og hugbúnaði sem ekki telst lengur brúklegur hjá íslenskum fyrirtækjum eru nú varðveitt í rúmgóðum kössum. Það er alltaf að koma fram einhver ný tæki sem leysir aðra af hólmi og þessi tæki geyma merkilega sögu. Við ætlum að fjalla um gömul tæki og varðveislu þeirra en hjá Ský, áður skýrslutæknifélagi Íslands, er starfandi söguhópur. Tveir meðlimir hans, Þorsteinn Hallgrímsson og Guðmundur Hannesson, ræða sögu tölvubúnaðar við Samfélagið. Við heyrum svo málfarsmínútu og fáum bolludagsglaðning frá Safni RÚV.

Spegillinn
Úkraínu boðið í viðræður, hryðjuverkaárás afstýrt, landsbyggðarstrætó

Spegillinn

Play Episode Listen Later Dec 14, 2023 20:00


Leiðtogaráð Evrópusambandsins ákvað undir kvöld að bjóða Úkraínu og Moldóvu að hefja viðræður um aðild að sambandinu. Þetta var tilkynnt á fundi leiðtoganna sem nú stendur yfir í Brussel. Fyrirfram hafði verið búist við að Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands myndi standa í vegi fyrir þessari ákvörðun. Rætt var við Björn Malmquist sem hefur fylgst með fundinum. Danska lögreglan telur sig hafa komið í veg fyrir hryðjuverkaárás með umfangsmiklum aðgerðum víða um landið í rauðabítið í morgun. Þrír eru í haldi í Danmörku og einn í Hollandi. Notkun Strætó utan höfuðborgarinnar minnkaði um tæpan helming í heimsfaraldrinum og hefur gengið erfiðlega að fjölga farþegum síðan. Framkvæmdastjóri Vegagerðarinnar segist þó vongóð, þar sem þau sjái hægan vöxt milli ára. Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður var Mark Eldred.

Spegillinn
Úkraínu boðið í viðræður, hryðjuverkaárás afstýrt, landsbyggðarstrætó

Spegillinn

Play Episode Listen Later Dec 14, 2023


Leiðtogaráð Evrópusambandsins ákvað undir kvöld að bjóða Úkraínu og Moldóvu að hefja viðræður um aðild að sambandinu. Þetta var tilkynnt á fundi leiðtoganna sem nú stendur yfir í Brussel. Fyrirfram hafði verið búist við að Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands myndi standa í vegi fyrir þessari ákvörðun. Rætt var við Björn Malmquist sem hefur fylgst með fundinum. Danska lögreglan telur sig hafa komið í veg fyrir hryðjuverkaárás með umfangsmiklum aðgerðum víða um landið í rauðabítið í morgun. Þrír eru í haldi í Danmörku og einn í Hollandi. Notkun Strætó utan höfuðborgarinnar minnkaði um tæpan helming í heimsfaraldrinum og hefur gengið erfiðlega að fjölga farþegum síðan. Framkvæmdastjóri Vegagerðarinnar segist þó vongóð, þar sem þau sjái hægan vöxt milli ára. Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður var Mark Eldred.

Samfélagið
Loftslagsaðlögun, Sundabraut, málfar og Guð blessi Ísland

Samfélagið

Play Episode Listen Later Oct 6, 2023


Loftslagsbreytingar ógna innviðum, náttúru og mannslífum á Íslandi og við því þarf að bregðast. Stjórnvöld kynntu á dögunum tillögur að aðlögunaráætlun, Loftslagsþolið Ísland. Hlutverk sveitarfélaganna er stórt í því samhengi. Við ræðum það við Hrönn Hrafnsdóttur, sérfræðing í loftslagsmálum hjá Reykjavíkurborg. Við tölum um Sundabraut. Vegagerðin heldur þessa dagana opna kynningarfundi um þá risastóru framkvæmd. Helga Jóna Jónasdóttir verkefnisstjóri Sundabrautar hjá Vegagerðinni fer yfir áætlanir, stöðuna og framkvæmdirnar. Við heyrum málfarsmínútu frá Önnu Sigríði Þráinsdóttur og í lok þáttar ræðum við ákveðin tímamót, afmæli fyrirbæris sem komið er á unglingsaldur og rótum aðeins í sameiginlegum minningasjóði vegfarenda sem við rákumst á í grennd við Efstaleiti 1 í Reykjavík. Það eru nefnilega 15 ár frá frægu ávarpi Geirs H. Haarde sem lauk með orðunum Guð blessi Ísland.

guns gu stj reykjav sigr helga j efstaleiti vegager
Samfélagið
Loftslagsaðlögun, Sundabraut, málfar og Guð blessi Ísland

Samfélagið

Play Episode Listen Later Oct 6, 2023 55:00


Loftslagsbreytingar ógna innviðum, náttúru og mannslífum á Íslandi og við því þarf að bregðast. Stjórnvöld kynntu á dögunum tillögur að aðlögunaráætlun, Loftslagsþolið Ísland. Hlutverk sveitarfélaganna er stórt í því samhengi. Við ræðum það við Hrönn Hrafnsdóttur, sérfræðing í loftslagsmálum hjá Reykjavíkurborg. Við tölum um Sundabraut. Vegagerðin heldur þessa dagana opna kynningarfundi um þá risastóru framkvæmd. Helga Jóna Jónasdóttir verkefnisstjóri Sundabrautar hjá Vegagerðinni fer yfir áætlanir, stöðuna og framkvæmdirnar. Við heyrum málfarsmínútu frá Önnu Sigríði Þráinsdóttur og í lok þáttar ræðum við ákveðin tímamót, afmæli fyrirbæris sem komið er á unglingsaldur og rótum aðeins í sameiginlegum minningasjóði vegfarenda sem við rákumst á í grennd við Efstaleiti 1 í Reykjavík. Það eru nefnilega 15 ár frá frægu ávarpi Geirs H. Haarde sem lauk með orðunum Guð blessi Ísland.

guns gu stj reykjav sigr helga j efstaleiti vegager
Spegillinn
Venesúelabúum vísað úr landi. Færanlegt sjúkrahús til Úkraínu.

Spegillinn

Play Episode Listen Later Sep 29, 2023 9:36


29.09.2023 Útlendingastofnun mátti synja Venesúelabúum um alþjóðlega vernd, að mati kærunefndar útlendingamála. Á annað þúsund manns frá Venesúela geta búist við að vera send úr landi á næstunni. Ari Páll Karlsson sagði frá. Sænska hernum verður falið að aðstoða lögregluna við að ráða niðurlögum glæpagengja sem hafa orðið ellefu manns að bana í þessum mánuði. Vísbendingar eru um tengsl íslenskra glæpahópa við sænsk glæpasamtök sem staðið hafa í grimmilegum hjaðningavígum síðustu misseri. Ævar Örn Jósepsson og Ásgeir Tómasson sögðu frá. Rætt var við Runólf Þórhallsson aðstoðaryfirlögregluþjón. Færanlegt sjúkrahús sem Íslendingar fjármagna verður afhent Úkraínumönnum á næstunni. Bjarni Pétur Jónsson talaði við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra. Áratugum saman hefur verið rætt og stundum rifist um Sundabraut. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjiist 2026 og kynningarfundir um umhverfisáhrif og breytingar á skipulagi verða í næstu viku. Á löngum tíma hefur verkefnið þróast og breyst segir Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni. Til dæmis er ekki lengur í forgangi að tengja umferðina við miðborgina. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við Guðmund. Alberto Núñez Feijóo, leiðtoga Lýðflokksins PP á Spáni, mistókst í dag að tryggja sér stuðning meirihluta þingmanna til að mynda nýja ríkisstjórn. Pedro Sanchez, forsætisráðherra og formaður Sósíalistaflokksins, fær stjórnarmyndunarumboðið. Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn Dianne Feinstein er látin, níræð að aldri. Hún var elst þingmanna í deildinni. Meðalaldur þeirra er 65 ár. Umsjón með Speglinum hafði Ásgeir Tómasson. Magnús Þorsteinn Magnússon var tæknimaður og Annalísa Hermannsdóttir stýrði fréttaútsendingu.

Spegillinn
Venesúelabúum vísað úr landi. Færanlegt sjúkrahús til Úkraínu.

Spegillinn

Play Episode Listen Later Sep 29, 2023


29.09.2023 Útlendingastofnun mátti synja Venesúelabúum um alþjóðlega vernd, að mati kærunefndar útlendingamála. Á annað þúsund manns frá Venesúela geta búist við að vera send úr landi á næstunni. Ari Páll Karlsson sagði frá. Sænska hernum verður falið að aðstoða lögregluna við að ráða niðurlögum glæpagengja sem hafa orðið ellefu manns að bana í þessum mánuði. Vísbendingar eru um tengsl íslenskra glæpahópa við sænsk glæpasamtök sem staðið hafa í grimmilegum hjaðningavígum síðustu misseri. Ævar Örn Jósepsson og Ásgeir Tómasson sögðu frá. Rætt var við Runólf Þórhallsson aðstoðaryfirlögregluþjón. Færanlegt sjúkrahús sem Íslendingar fjármagna verður afhent Úkraínumönnum á næstunni. Bjarni Pétur Jónsson talaði við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra. Áratugum saman hefur verið rætt og stundum rifist um Sundabraut. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjiist 2026 og kynningarfundir um umhverfisáhrif og breytingar á skipulagi verða í næstu viku. Á löngum tíma hefur verkefnið þróast og breyst segir Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni. Til dæmis er ekki lengur í forgangi að tengja umferðina við miðborgina. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við Guðmund. Alberto Núñez Feijóo, leiðtoga Lýðflokksins PP á Spáni, mistókst í dag að tryggja sér stuðning meirihluta þingmanna til að mynda nýja ríkisstjórn. Pedro Sanchez, forsætisráðherra og formaður Sósíalistaflokksins, fær stjórnarmyndunarumboðið. Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn Dianne Feinstein er látin, níræð að aldri. Hún var elst þingmanna í deildinni. Meðalaldur þeirra er 65 ár. Umsjón með Speglinum hafði Ásgeir Tómasson. Magnús Þorsteinn Magnússon var tæknimaður og Annalísa Hermannsdóttir stýrði fréttaútsendingu.

Morgunvaktin
15.09.2023

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Sep 15, 2023


Alþingi var sett á þriðjudag eftir sumarleyfi og framhaldið var með hefðbundnum hætti; stefnuræðan og fjárlagafrumvarpið og framlagning þingmála. Tveir þingmenn voru með okkur í dag; Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Viðreisn og Þórarinn Ingi Pétursson Framsóknarflokki. Við spjölluðum við þau um störfin fram undan. Þau voru sammála um að verðbólgan og efnahagsástandið væru stóru mál vetrarins. Á níunda tímanum voru svo ferðalög, matur og eldamennska til umfjöllunar. Kristján Sigurjónssonir sagði okkur fréttir af ferðaþjónustunni, Dóra Svavarsdóttir sagði okkur frá því sem skilgreint er sem góður, hreinn og sanngjarn matur og svo var það Hrefna Magnúsdóttir sem í áratugi hefur eldað ofan í vegavinnumenn og er að öllum líkindum síðasti matráðurinn hjá Vegagerðinni. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir Tónlist: Moses Hightower - Tíu dropar. Abba - Dancing queen.

Morgunvaktin

Alþingi var sett á þriðjudag eftir sumarleyfi og framhaldið var með hefðbundnum hætti; stefnuræðan og fjárlagafrumvarpið og framlagning þingmála. Tveir þingmenn voru með okkur í dag; Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Viðreisn og Þórarinn Ingi Pétursson Framsóknarflokki. Við spjölluðum við þau um störfin fram undan. Þau voru sammála um að verðbólgan og efnahagsástandið væru stóru mál vetrarins. Á níunda tímanum voru svo ferðalög, matur og eldamennska til umfjöllunar. Kristján Sigurjónssonir sagði okkur fréttir af ferðaþjónustunni, Dóra Svavarsdóttir sagði okkur frá því sem skilgreint er sem góður, hreinn og sanngjarn matur og svo var það Hrefna Magnúsdóttir sem í áratugi hefur eldað ofan í vegavinnumenn og er að öllum líkindum síðasti matráðurinn hjá Vegagerðinni. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir Tónlist: Moses Hightower - Tíu dropar. Abba - Dancing queen.

Samfélagið
Hamfarir í Marokkó, tækjakostur Vegagerðarinnar og gömul óskalög

Samfélagið

Play Episode Listen Later Sep 11, 2023


Það er ljóst að jarðskjálftinn stóri sem varð í Marokkó fyrir helgi olli miklu tjóni. Meira en 2000 eru látin og þúsundir slösuðust. Byggingar hrundu, vegir fóru í sundur, skriður féllu og nú er allt kapp lagt á að bjarga fólki. Við ætlum að ræða við Kristínu Jónsdóttur jarðskjálftafræðing um þá krafta sem voru þarna að verki. Vegagerðin hefur líklega aldrei verið betur tækjum búin en nú. Í sumar kom ný sending af alls konar afar sérhæfðum tækjum sem eiga að gera stofnuninni betur kleift að meta ástand vega og viðhaldsþörf. Þar á meðal er nýtt falllóð, jarðsjárdróni og kúlnakvörn. Birkir Hrafn Jóakimsson, forstöðumaður stoðdeildar Vegagerðarinnar, segir okkur frá tækjakosti í skemmu og á rannsóknarstofu Vegagerðarinnar í Suðurhraunin í Garðabæ. Við heyrum málfarsmínútu og svo kemur Helga Lára Þorsteinsdóttir safnstjóri RÚV til okkar. Hún ætlar að dusta rykið af 70 ára gamalli upptöku úr óskalagaþættinum ?Þetta vil ég heyra? þar sem Gunnar Thoroddsen var gestur.

Samfélagið
Hamfarir í Marokkó, tækjakostur Vegagerðarinnar og gömul óskalög

Samfélagið

Play Episode Listen Later Sep 11, 2023 57:37


Það er ljóst að jarðskjálftinn stóri sem varð í Marokkó fyrir helgi olli miklu tjóni. Meira en 2000 eru látin og þúsundir slösuðust. Byggingar hrundu, vegir fóru í sundur, skriður féllu og nú er allt kapp lagt á að bjarga fólki. Við ætlum að ræða við Kristínu Jónsdóttur jarðskjálftafræðing um þá krafta sem voru þarna að verki. Vegagerðin hefur líklega aldrei verið betur tækjum búin en nú. Í sumar kom ný sending af alls konar afar sérhæfðum tækjum sem eiga að gera stofnuninni betur kleift að meta ástand vega og viðhaldsþörf. Þar á meðal er nýtt falllóð, jarðsjárdróni og kúlnakvörn. Birkir Hrafn Jóakimsson, forstöðumaður stoðdeildar Vegagerðarinnar, segir okkur frá tækjakosti í skemmu og á rannsóknarstofu Vegagerðarinnar í Suðurhraunin í Garðabæ. Við heyrum málfarsmínútu og svo kemur Helga Lára Þorsteinsdóttir safnstjóri RÚV til okkar. Hún ætlar að dusta rykið af 70 ára gamalli upptöku úr óskalagaþættinum ?Þetta vil ég heyra? þar sem Gunnar Thoroddsen var gestur.

Spegillinn
Hagræðingarkröfur, Trump, Grímseyjarferjan, Dolly Parton

Spegillinn

Play Episode Listen Later Aug 25, 2023


Spegillinn 25. ágúst 2023 Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Mark Eldred Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir Helga Þórisdóttir, formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnanna, segir að það sé viðvarandi krafa frá almenningi að stofnanir geri sífellt meira og betur. Stefnt er að því að lækka launakostnað ríkisins um fimm milljarða króna. Benedikt Sigurðsson talaði við hana. Formenn þriggja stjórnarandstöðuflokka, þau Sigmundur Davíð Gunnlugsson, Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, gefa lítið fyrir þær áætlanir sem fjármálaráðherra kynnti í dag. Stjórnvöld hyggjast fara í 17 milljarða hagræðingu í ríkisrekstri eftir bætta afkomu ríkissjóðs. Ísak Regal tók saman. Sarah Palin, fyrrverandi ríkisstjóri og varaforsetaefni Repúblikanaflokksins, segir borgarastyrjöld yfirvofandi í Bandaríkjunum verði ákærum á hendur Donald Trump, fyrrverandi forseta, haldið til streitu. Ásta Hlín Magnúsdóttir sagði frá. Fulltrúar Indó Sparisjóðs funduðu í vikunni með Samkeppniseftirlitinu vegna mögulegra samkeppnisbrota stóru viðskiptabankanna. Íslandsbanki krefst þess að fólk eigi launareikning í bankanum ef það vill kaupa gjaldeyri. Valgerður Gréta Gröndal sagði frá og talaði við Hauk Skúlason, annan stofnenda Indó. Vegagerðin hefur varið yfir 300 milljónum króna í viðgerðir og viðhald á Grímseyjarferjunni Sæfara, undanfarin fjögur ár. 250 milljónir hafa farið í viðgerðir það sem af er þessu ári. Ólöf Erlendsdóttir sagði frá. Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, neitaði í dag að segja af sér fyrir að hafa kysst fyrirliða kvennalandsliðsins á munninn. Bjartsýnismenn í Noregi spá því að friðarviðræður milli Úkraínumanna og Rússa hefjist í haust. Gísli Kristjánsson sagði frá. Björn Gunnarsson, yfirlæknir sjúkraflugs á Akureyri, óttast að vankantar á útboði sjúkraflugs verði til þess að þjónustunni fari aftur. Hann kysi að þyrlur Landhelgisgæslunnar væru nýttar meira í sjúkraflug. Amanda Guðrún Bjarnadóttir tók saman. Afkoma ríkissjóðs er langt umfram væntingar og spár frá því undir áramót, fá ríki hafa vaxið hraðar úr faraldrinum. Urður Örlygsdóttir ræddi við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra um stöðuna. Bandaríska kántrístjarnan Dolly Parton vinnur að rokkplötu sem á að koma út í haust. Fjöldi þekktra tónlistarmanna tekur lagið með henni, þar á meðal Paul McCartney, Ringo Starr, Sting, Elton John og Debbie Harry. Ásgeir Tómasson tók saman.

Spegillinn
Hagræðingarkröfur, Trump, Grímseyjarferjan, Dolly Parton

Spegillinn

Play Episode Listen Later Aug 25, 2023 9:27


Spegillinn 25. ágúst 2023 Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Mark Eldred Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir Helga Þórisdóttir, formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnanna, segir að það sé viðvarandi krafa frá almenningi að stofnanir geri sífellt meira og betur. Stefnt er að því að lækka launakostnað ríkisins um fimm milljarða króna. Benedikt Sigurðsson talaði við hana. Formenn þriggja stjórnarandstöðuflokka, þau Sigmundur Davíð Gunnlugsson, Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, gefa lítið fyrir þær áætlanir sem fjármálaráðherra kynnti í dag. Stjórnvöld hyggjast fara í 17 milljarða hagræðingu í ríkisrekstri eftir bætta afkomu ríkissjóðs. Ísak Regal tók saman. Sarah Palin, fyrrverandi ríkisstjóri og varaforsetaefni Repúblikanaflokksins, segir borgarastyrjöld yfirvofandi í Bandaríkjunum verði ákærum á hendur Donald Trump, fyrrverandi forseta, haldið til streitu. Ásta Hlín Magnúsdóttir sagði frá. Fulltrúar Indó Sparisjóðs funduðu í vikunni með Samkeppniseftirlitinu vegna mögulegra samkeppnisbrota stóru viðskiptabankanna. Íslandsbanki krefst þess að fólk eigi launareikning í bankanum ef það vill kaupa gjaldeyri. Valgerður Gréta Gröndal sagði frá og talaði við Hauk Skúlason, annan stofnenda Indó. Vegagerðin hefur varið yfir 300 milljónum króna í viðgerðir og viðhald á Grímseyjarferjunni Sæfara, undanfarin fjögur ár. 250 milljónir hafa farið í viðgerðir það sem af er þessu ári. Ólöf Erlendsdóttir sagði frá. Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, neitaði í dag að segja af sér fyrir að hafa kysst fyrirliða kvennalandsliðsins á munninn. Bjartsýnismenn í Noregi spá því að friðarviðræður milli Úkraínumanna og Rússa hefjist í haust. Gísli Kristjánsson sagði frá. Björn Gunnarsson, yfirlæknir sjúkraflugs á Akureyri, óttast að vankantar á útboði sjúkraflugs verði til þess að þjónustunni fari aftur. Hann kysi að þyrlur Landhelgisgæslunnar væru nýttar meira í sjúkraflug. Amanda Guðrún Bjarnadóttir tók saman. Afkoma ríkissjóðs er langt umfram væntingar og spár frá því undir áramót, fá ríki hafa vaxið hraðar úr faraldrinum. Urður Örlygsdóttir ræddi við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra um stöðuna. Bandaríska kántrístjarnan Dolly Parton vinnur að rokkplötu sem á að koma út í haust. Fjöldi þekktra tónlistarmanna tekur lagið með henni, þar á meðal Paul McCartney, Ringo Starr, Sting, Elton John og Debbie Harry. Ásgeir Tómasson tók saman.

Spegillinn
Hækkanir til forstjóra og innviðaráðherra um Vegagerðina

Spegillinn

Play Episode Listen Later Mar 7, 2023


Spegillinn 7. mars 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Kormákur Marðarson. Stjórn útsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir. Seðlabankastjóri hvetur til þjóðarsáttar til að kveða niður verðbólgu en laun forstjóra fyrirtækja í Kauphöllinni hækkuðu ríflega í fyrra. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir það vont að laun forstjóra hækki umfram önnur, ekki síst í núverandi umhverfi verðbólgu og kjarasamninga. Stjórn Landsvirkjunar ætlar að leggja til að greiða út 20 milljarða arð í ríkissjóð fyrir seinasta ár. Þar að auki greiðir Landsvirkjun 30 milljarða í tekjuskatt, svo heildargreiðslan nemur 50 milljörðum. Skuldastaða fyrirtækisins hefur aldrei verið betri segir Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar. Bjarni Rúnarsson ræddi við hann. Tífalt meiri olía fór í fjarvarmaveitur á Vestfjörðum árið tvö þúsund tuttugu og tvö en árið áður. Þá varð Orkubú Vestfjarða að keyra varaafl vegna skerðingar á raforku frá Landsvirkjun, í fimmtíu og fjóra daga. Ólöf Rún Erlendsdóttir talaði við Elías Jónatansson forstjóra Orkubús Vestfjarða. Meirihluti þings Sama í Noregi krefst þess að óháð rannsóknarnefnd verði skipuð vegna vindorkuversins í Fosen í Þrændalögum. Ríkið geti ekki sjálft rannsakað málið þar sem orkuverið sé rekið í gegnum ríkisfyrirtækið Statkraft. Róbert Jóhannsson sagði frá. Matvælastofnun er uggandi yfir komu farfugla til landsins vegna mikillar útbreiðslu fuglaflensu á vetrarstöðvum þeirra. Brigitte Brugger, sérgreinadýralæknir alifugla segir veiruna hafa aðlagast og því sé alifuglum hættara við að smitast. Kristín Sigurðardóttir talaði við hana. -------------- Ríkisendurskoðun gerir meðal annars athugasemdir við reikningsskil Vegagerðarinnar og telur að efla þurfi þar öryggisstjórnun. Í gær voru kynntar tvær skýrslur ríkisendurskoðunar um Vegagerðina, Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra. Æðstu ráðamenn Kína hafa ekki sparað stóru orðin í garð Bandaríkjanna á ársfundi fastanefndar Alþýðuþings landsins sem hófst á sunnudag. Ásgeir Tómasson sagði frá, heyrist í Qin Gang, utanríkisráðherra Kína og Celiu Hatton, yfirmanni fréttaþjónustu breska ríkisútvarpsins BBC í Kyrrahafsasíuríkjum. Katrín Kristjana Hjartardóttir framkvæmdastjóri Sambands íslenskra framhaldsskólanema segir nema hafa mætt afgangi í menntamálum. Sambandið kallar eftir úttekt á árangri og áhrifum styttingar framhaldsnámsins. Hafdís Helga Helgadóttir tók saman.

Spegillinn
Hækkanir til forstjóra og innviðaráðherra um Vegagerðina

Spegillinn

Play Episode Listen Later Mar 7, 2023 9:28


Spegillinn 7. mars 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Kormákur Marðarson. Stjórn útsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir. Seðlabankastjóri hvetur til þjóðarsáttar til að kveða niður verðbólgu en laun forstjóra fyrirtækja í Kauphöllinni hækkuðu ríflega í fyrra. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir það vont að laun forstjóra hækki umfram önnur, ekki síst í núverandi umhverfi verðbólgu og kjarasamninga. Stjórn Landsvirkjunar ætlar að leggja til að greiða út 20 milljarða arð í ríkissjóð fyrir seinasta ár. Þar að auki greiðir Landsvirkjun 30 milljarða í tekjuskatt, svo heildargreiðslan nemur 50 milljörðum. Skuldastaða fyrirtækisins hefur aldrei verið betri segir Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar. Bjarni Rúnarsson ræddi við hann. Tífalt meiri olía fór í fjarvarmaveitur á Vestfjörðum árið tvö þúsund tuttugu og tvö en árið áður. Þá varð Orkubú Vestfjarða að keyra varaafl vegna skerðingar á raforku frá Landsvirkjun, í fimmtíu og fjóra daga. Ólöf Rún Erlendsdóttir talaði við Elías Jónatansson forstjóra Orkubús Vestfjarða. Meirihluti þings Sama í Noregi krefst þess að óháð rannsóknarnefnd verði skipuð vegna vindorkuversins í Fosen í Þrændalögum. Ríkið geti ekki sjálft rannsakað málið þar sem orkuverið sé rekið í gegnum ríkisfyrirtækið Statkraft. Róbert Jóhannsson sagði frá. Matvælastofnun er uggandi yfir komu farfugla til landsins vegna mikillar útbreiðslu fuglaflensu á vetrarstöðvum þeirra. Brigitte Brugger, sérgreinadýralæknir alifugla segir veiruna hafa aðlagast og því sé alifuglum hættara við að smitast. Kristín Sigurðardóttir talaði við hana. -------------- Ríkisendurskoðun gerir meðal annars athugasemdir við reikningsskil Vegagerðarinnar og telur að efla þurfi þar öryggisstjórnun. Í gær voru kynntar tvær skýrslur ríkisendurskoðunar um Vegagerðina, Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra. Æðstu ráðamenn Kína hafa ekki sparað stóru orðin í garð Bandaríkjanna á ársfundi fastanefndar Alþýðuþings landsins sem hófst á sunnudag. Ásgeir Tómasson sagði frá, heyrist í Qin Gang, utanríkisráðherra Kína og Celiu Hatton, yfirmanni fréttaþjónustu breska ríkisútvarpsins BBC í Kyrrahafsasíuríkjum. Katrín Kristjana Hjartardóttir framkvæmdastjóri Sambands íslenskra framhaldsskólanema segir nema hafa mætt afgangi í menntamálum. Sambandið kallar eftir úttekt á árangri og áhrifum styttingar framhaldsnámsins. Hafdís Helga Helgadóttir tók saman.

Spegillinn
Eitrað fyrir stúlkum í Íran, rammaáætlun og löglegt verkbann

Spegillinn

Play Episode Listen Later Mar 6, 2023


Kröfur um gæði og öryggi eiga að vera í öndvegi hjá Vegagerðinni og taka þarf stefnumörkun stofnunarinnar fastari tökum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um Vegagerðina. Kostnaður vegna sálfræðiþjónustu starfsfólks barna- og menntamálaráðuneytisins meira en tífaldaðist á síðustu fimm árum. Kostnaður annarra ráðuneyta var mun lægri. Verkbannsboðun Samtaka atvinnulífsins var löglega boðuð. Félagsdómur komst að þessarri niðurstöðu í dag. Niðurstaða úr atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu ríkissáttasemjara ræður því hvort að til verkbanns kemur eða ekki . Um þúsund stúlkur hafa verið fluttar á sjúkrahús seinustu mánuði vegna gruns um eitrun í írönskum skólum. Erkiklerkur landsins segir að taka þurfi málið alvarlega. Þeir sem beri ábyrgð eigi ekkert annað skilið en dauðarefsingu. ---- Stúlkur í Íran óttast að það sé eitrað fyrir þeim í skólanum. Grunur leikur á að frá því í nóvember hafi verið eitrað fyrir stúlkum í yfir 50 skólum í 21 af 30 héruðum landsins. Gasi sé með einhverjum hætti dælt inn í skólana. Engin stúlka hefur enn látist en yfir þúsund hafa verið fluttar veikar á spítala. Einkennin eru yfirleitt höfuðverkur, ör hjartsláttur, sljóleiki, og vanmáttur. Sumar stúlknanna sögðust hafa fundið lykt af sítrus, klór eða ilmefnum. Almenningur óttast að það séu annað hvort öfl sem leggjast gegn menntun kvenna sem standa að ódæðunum eða þá að eitranirnir séu hefnd, því konur voru í fararbroddi mikillar mótmælaöldu gegn stjórnvöldum í haust eftir að Masha Amini lést í haldi siðgæðislögreglu. Bjarni Rúnarsson fjallar um málið. Til margs er að líta þegar hinir ólíku virkjunarkostir eru vegnir og metnir og eitt af því er óhjákvæmilega arðsemi þeirra. Við mat á henni eru bornir saman ýmsir þættir á borð við vænt afköst eða orkugetu, stofn- og rekstrarkostnað og væntanlegar tekjur. Einnig er leitast við að meta önnur bein hagræn áhrif, svo sem vegna tengikostnaðar og áhrifa á uppbyggingu meginflutningskerfis raforku, og einnig vegna tekna af öðru en beinni orkusölu. Íslendingar búa að mikilli og langri reynslu af byggingu og rekstri vatnsafls- og jarðvarmavirkjana, sem nýtist vel við þessa vinnu. Lítil reynsla er hins vegar af vindorkuverum, sem ætla mætti að torveldi matið á arðsemi þeirra. Páll Jensson, rekstrarverkfræðingur og fyrrverandi prófessor fer fyrir sérfræðingahópi rammaáætlunar, sem hefur það á sinni könnu. Ævar Örn Jósefsson talar við hann. Það er ástand hjá yfirstjórn sænsku lögreglunnar. Einn af æðstu yfirmönnum hennar fannst látinn nýlega , sama dag og mælt v

Spegillinn
Eitrað fyrir stúlkum í Íran, rammaáætlun og löglegt verkbann

Spegillinn

Play Episode Listen Later Mar 6, 2023 9:44


Kröfur um gæði og öryggi eiga að vera í öndvegi hjá Vegagerðinni og taka þarf stefnumörkun stofnunarinnar fastari tökum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um Vegagerðina. Kostnaður vegna sálfræðiþjónustu starfsfólks barna- og menntamálaráðuneytisins meira en tífaldaðist á síðustu fimm árum. Kostnaður annarra ráðuneyta var mun lægri. Verkbannsboðun Samtaka atvinnulífsins var löglega boðuð. Félagsdómur komst að þessarri niðurstöðu í dag. Niðurstaða úr atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu ríkissáttasemjara ræður því hvort að til verkbanns kemur eða ekki . Um þúsund stúlkur hafa verið fluttar á sjúkrahús seinustu mánuði vegna gruns um eitrun í írönskum skólum. Erkiklerkur landsins segir að taka þurfi málið alvarlega. Þeir sem beri ábyrgð eigi ekkert annað skilið en dauðarefsingu. ---- Stúlkur í Íran óttast að það sé eitrað fyrir þeim í skólanum. Grunur leikur á að frá því í nóvember hafi verið eitrað fyrir stúlkum í yfir 50 skólum í 21 af 30 héruðum landsins. Gasi sé með einhverjum hætti dælt inn í skólana. Engin stúlka hefur enn látist en yfir þúsund hafa verið fluttar veikar á spítala. Einkennin eru yfirleitt höfuðverkur, ör hjartsláttur, sljóleiki, og vanmáttur. Sumar stúlknanna sögðust hafa fundið lykt af sítrus, klór eða ilmefnum. Almenningur óttast að það séu annað hvort öfl sem leggjast gegn menntun kvenna sem standa að ódæðunum eða þá að eitranirnir séu hefnd, því konur voru í fararbroddi mikillar mótmælaöldu gegn stjórnvöldum í haust eftir að Masha Amini lést í haldi siðgæðislögreglu. Bjarni Rúnarsson fjallar um málið. Til margs er að líta þegar hinir ólíku virkjunarkostir eru vegnir og metnir og eitt af því er óhjákvæmilega arðsemi þeirra. Við mat á henni eru bornir saman ýmsir þættir á borð við vænt afköst eða orkugetu, stofn- og rekstrarkostnað og væntanlegar tekjur. Einnig er leitast við að meta önnur bein hagræn áhrif, svo sem vegna tengikostnaðar og áhrifa á uppbyggingu meginflutningskerfis raforku, og einnig vegna tekna af öðru en beinni orkusölu. Íslendingar búa að mikilli og langri reynslu af byggingu og rekstri vatnsafls- og jarðvarmavirkjana, sem nýtist vel við þessa vinnu. Lítil reynsla er hins vegar af vindorkuverum, sem ætla mætti að torveldi matið á arðsemi þeirra. Páll Jensson, rekstrarverkfræðingur og fyrrverandi prófessor fer fyrir sérfræðingahópi rammaáætlunar, sem hefur það á sinni könnu. Ævar Örn Jósefsson talar við hann. Það er ástand hjá yfirstjórn sænsku lögreglunnar. Einn af æðstu yfirmönnum hennar fannst látinn nýlega , sama dag og mælt v

Spegillinn
Borgarskjalasafn lagt niður, Samfylkingin eykur fylgi og vindorkuver

Spegillinn

Play Episode Listen Later Mar 2, 2023


Spegillinn 02.03. 2023 Borgarráð samþykkti í dag að leggja niður Borgarskjalasafn og hefja viðræður við Þjóðskjalasafn um sameiginlega vörslu gagna. Borgarstjóri telur að breytingin eigi eftir að auka aðgengi að skjölum. Samfylkingin mælist með mest fylgi í nýjum þjóðarpúlsi Gallup, annan mánuðinn í röð. Stuðningur við ríkisstjórnina dvínar og hefur ekki mælst minni. Nýsamþykkt endurskoðuð þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland er stefnulaust plagg. Þetta segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra. Starfsmenn grísku járnbrautanna segja að vanræksla stjórnvalda hafi átt þátt í lestarslysinu í Grikklandi í gærmorgun þar sem 47 manns fórust. Þeir lögðu niður störf í dag í mótmælaskyni. Færð á vegum er óvenjugóð miðað við árstíma segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur Vegagerðarinnar og nær allir vegir færir. ----------------------------------------------------------- TIKTOK, - kínverska samskiptaforritið sem hefur fengið ungt fólk um allan heim til að stíga samhæfð dansspor á víðavangi og gera upphlaup í matvöruverslunum hefur átt undir högg að sækja síðustu daga. En á sama tíma og bandarísk og evrópsk stjórnvöld og fjölmiðlar banna starfsfólki sínu að nota forritið á vinnusímum verður tiktok opinber samfélagsmiðill Eurovision-keppninnar. Á þriðja tug vindorkuvera eru til skoðunar hjá Orkustofnun, verkefnissstjórn rammaáætlunar og fjórum faghópum sem undir hana heyra. Jón Ásgeir Kalmansson siðfræðingur og aðjúnkt við Háskóla Íslands fer fyrir hópnum sem hefur það hlutverk að meta virkjunarkosti með tilliti til áhrifa þeirra á samfélagið, félagslega velferð íbúa, samfélagslega fjölbreytni, samskipti, samstöðu, virkni og margt fleira. Á Vestfjörðum mætti spara raforku sem nemur tíu til tólf megavöttum ef þar fyndist heitt vatn í jörðu sem dygði til að leysa af hólmi rafkyntar hitaveitur. Orkubústjóri Orkubús Vestfjarða segir þetta fljótteknustu raforkuvirkjun sem völ er á í fjórðungnum. Með vorinu hefst jarðhitaleit á Ísafirði og Patreksfirði. Umsjónarmaður Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður Jón Þór Helgason Stjórnandi fréttaútsendingar Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir

tiktok eurovision gallup lagt umsj ingibj vestfj grikklandi borgarstj vestfjar patreksfir vegager einar sveinbj
Spegillinn
Borgarskjalasafn lagt niður, Samfylkingin eykur fylgi og vindorkuver

Spegillinn

Play Episode Listen Later Mar 2, 2023 9:15


Spegillinn 02.03. 2023 Borgarráð samþykkti í dag að leggja niður Borgarskjalasafn og hefja viðræður við Þjóðskjalasafn um sameiginlega vörslu gagna. Borgarstjóri telur að breytingin eigi eftir að auka aðgengi að skjölum. Samfylkingin mælist með mest fylgi í nýjum þjóðarpúlsi Gallup, annan mánuðinn í röð. Stuðningur við ríkisstjórnina dvínar og hefur ekki mælst minni. Nýsamþykkt endurskoðuð þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland er stefnulaust plagg. Þetta segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra. Starfsmenn grísku járnbrautanna segja að vanræksla stjórnvalda hafi átt þátt í lestarslysinu í Grikklandi í gærmorgun þar sem 47 manns fórust. Þeir lögðu niður störf í dag í mótmælaskyni. Færð á vegum er óvenjugóð miðað við árstíma segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur Vegagerðarinnar og nær allir vegir færir. ----------------------------------------------------------- TIKTOK, - kínverska samskiptaforritið sem hefur fengið ungt fólk um allan heim til að stíga samhæfð dansspor á víðavangi og gera upphlaup í matvöruverslunum hefur átt undir högg að sækja síðustu daga. En á sama tíma og bandarísk og evrópsk stjórnvöld og fjölmiðlar banna starfsfólki sínu að nota forritið á vinnusímum verður tiktok opinber samfélagsmiðill Eurovision-keppninnar. Á þriðja tug vindorkuvera eru til skoðunar hjá Orkustofnun, verkefnissstjórn rammaáætlunar og fjórum faghópum sem undir hana heyra. Jón Ásgeir Kalmansson siðfræðingur og aðjúnkt við Háskóla Íslands fer fyrir hópnum sem hefur það hlutverk að meta virkjunarkosti með tilliti til áhrifa þeirra á samfélagið, félagslega velferð íbúa, samfélagslega fjölbreytni, samskipti, samstöðu, virkni og margt fleira. Á Vestfjörðum mætti spara raforku sem nemur tíu til tólf megavöttum ef þar fyndist heitt vatn í jörðu sem dygði til að leysa af hólmi rafkyntar hitaveitur. Orkubústjóri Orkubús Vestfjarða segir þetta fljótteknustu raforkuvirkjun sem völ er á í fjórðungnum. Með vorinu hefst jarðhitaleit á Ísafirði og Patreksfirði. Umsjónarmaður Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður Jón Þór Helgason Stjórnandi fréttaútsendingar Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir

tiktok eurovision gallup lagt umsj ingibj vestfj grikklandi borgarstj vestfjar patreksfir vegager einar sveinbj
Sögur af landi
Hvernig útsýnisskífa verður til

Sögur af landi

Play Episode Listen Later Feb 10, 2023


Þáttur dagsins er helgaður útsýnisskífum, eða hringsjám eins og þær eru líka kallaðar, og gerð þeirra. Í byrjun september fóru nokkrir félagar í Ferðafélagi Borgarfjarðarhéraðs í leiðangur upp á topp Hafnarfjalls. Tilgangurinn var að gera mælingar og skyssur fyrir útsýnisskífu sem stendur til að koma fyrir efst á fjallinu. Með í leiðangrinum var Jakob Hálfdanarson og aðstoðarmaður hans en Jakob hefur komið að gerð ótal útsýnisskífa sem finna má um allt land. Í þættinum er rætt við Jakob um þá vinnu sem liggur að baki einni útsýnisskífu. Einnig segir Jakob frá áratugalöngum ferli sínum hjá Vegagerðinni. Þátturinn var frumfluttur 25. nóvember 2022. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir

Spegillinn
Dómsmálaráðherra um rafbyssur og vegur rofinn vegna asahláku

Spegillinn

Play Episode Listen Later Jan 19, 2023


Spegillinn 19. janúar 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir. Kona á fertugsaldri varð úti ofarlega í Mosfellsbæ í óveðrinu sem gekk yfir rétt fyrir jól. Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra segir að heimild til lögreglu um notkun rafbyssa sem gefin var undir áramót hafi verið lengi í undirbúningi og enginn feluleikur um reglubreytingar. Ákvörðunin sé ráðherrans en hann sé ávallt reiðubúinn að ræða málin. Auknar líkur eru á flóðum vegna asahláku á morgun og færð gæti spillst. Vegagerðin rýfur Skeiða- og Hrunamannaveg við nýja brúi sem er í smíðum yfir Stóru-Laxá til að verja hana. Anna Lilja Þórisdóttir segir frá. Stjórnvöld í Úkraínu segja tímabært að vestræn ríki óttist ekki Pútín og sendi hergögn, þrátt fyrir viðvaranir Rússa. Rebekka Líf Ingadóttir tók saman. Tölvuþrjótar brutust inn í tölvukerfi Háskólans á Akureyri og komust yfir upplýsingar um alla notendur þess. Amanda Guðrún Bjarnadóttir ræddi við Óskar Þór Vilhjálmsson, skrifstofustjóra kennslumiðstöðvar skólans. Landsnet heldur um þessar mundir opna kynningar- og samráðsfundi vegna fyrirhugaðrar lagningar Blöndulínu þrjú. Álit Skipulagsstofnunar á umhverfismati línunnar er meðal annars á dagskrá. Ágúst Ólafsson sagði frá. Ólafur Darri Ólafsson leikari er einn fjögurra kvikmyndagerðarmanna sem stendur að nýstofnuðu framleiðslufyrirtæki sem hefur fengið nafnið ACT4 ( act four). Ætlunin er að þróa og fjármagna íslenskt sjónvarpsefni fyrir alþjóðamarkað. Júlía Margrét Einarsdóttir ræddi við hann. ------------ Lengi hafur verið kallað eftir að tryggja betur öryggi lögreglumanna segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Reynslan sýni að slysum á lögreglumönnum við störf fækki verulega þegar þeir búi yfir rafvarnarvopnum. Breytingar á reglum um vopnanotkun og valdbeitingu sem leyfir rafbyssur. Þær verði komnar í gagnið eftir eitt til tvö ár. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hann. Þingmenn og aðrir frammámenn Verkamannaflokksins á Nýja Sjálandi sátu sem þrumu lostnir þegar Jacinda Ardern forsætisráðherra tilkynnti óvænt á landsfundi flokksins í dag að hún hefði ákveðið að segja af sér nánast samstundis. Fréttamenn á staðnum segja að þeir hafi verið eins og í sprengjulosti eftir að hún lauk máli sínu.

Spegillinn
Dómsmálaráðherra um rafbyssur og vegur rofinn vegna asahláku

Spegillinn

Play Episode Listen Later Jan 19, 2023 10:02


Spegillinn 19. janúar 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir. Kona á fertugsaldri varð úti ofarlega í Mosfellsbæ í óveðrinu sem gekk yfir rétt fyrir jól. Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra segir að heimild til lögreglu um notkun rafbyssa sem gefin var undir áramót hafi verið lengi í undirbúningi og enginn feluleikur um reglubreytingar. Ákvörðunin sé ráðherrans en hann sé ávallt reiðubúinn að ræða málin. Auknar líkur eru á flóðum vegna asahláku á morgun og færð gæti spillst. Vegagerðin rýfur Skeiða- og Hrunamannaveg við nýja brúi sem er í smíðum yfir Stóru-Laxá til að verja hana. Anna Lilja Þórisdóttir segir frá. Stjórnvöld í Úkraínu segja tímabært að vestræn ríki óttist ekki Pútín og sendi hergögn, þrátt fyrir viðvaranir Rússa. Rebekka Líf Ingadóttir tók saman. Tölvuþrjótar brutust inn í tölvukerfi Háskólans á Akureyri og komust yfir upplýsingar um alla notendur þess. Amanda Guðrún Bjarnadóttir ræddi við Óskar Þór Vilhjálmsson, skrifstofustjóra kennslumiðstöðvar skólans. Landsnet heldur um þessar mundir opna kynningar- og samráðsfundi vegna fyrirhugaðrar lagningar Blöndulínu þrjú. Álit Skipulagsstofnunar á umhverfismati línunnar er meðal annars á dagskrá. Ágúst Ólafsson sagði frá. Ólafur Darri Ólafsson leikari er einn fjögurra kvikmyndagerðarmanna sem stendur að nýstofnuðu framleiðslufyrirtæki sem hefur fengið nafnið ACT4 ( act four). Ætlunin er að þróa og fjármagna íslenskt sjónvarpsefni fyrir alþjóðamarkað. Júlía Margrét Einarsdóttir ræddi við hann. ------------ Lengi hafur verið kallað eftir að tryggja betur öryggi lögreglumanna segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Reynslan sýni að slysum á lögreglumönnum við störf fækki verulega þegar þeir búi yfir rafvarnarvopnum. Breytingar á reglum um vopnanotkun og valdbeitingu sem leyfir rafbyssur. Þær verði komnar í gagnið eftir eitt til tvö ár. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hann. Þingmenn og aðrir frammámenn Verkamannaflokksins á Nýja Sjálandi sátu sem þrumu lostnir þegar Jacinda Ardern forsætisráðherra tilkynnti óvænt á landsfundi flokksins í dag að hún hefði ákveðið að segja af sér nánast samstundis. Fréttamenn á staðnum segja að þeir hafi verið eins og í sprengjulosti eftir að hún lauk máli sínu.

Spegillinn
Neyðarkall vegna Landspítala og ósannindi bandarísks þingmanns

Spegillinn

Play Episode Listen Later Dec 28, 2022 10:15


Ríkislögreglustjóri hækkaði viðbúnaðarstig sitt eftir að sakborningum í hryðjuverkamálinu var sleppt lausum. Verjandi annars þeirra segir tilkynningu ríkislögreglustjóra bera vott um sýndarmennsku. Forsætisráðherra telur að gagnrýni um andvaraleysi stjórnvalda í varnarmálum eigi ekki við rök að styðjast. Hún segir að það kæmi á óvart ef landsmenn vildu hafa her hér á landi. Forstjóri Vegagerðarinnar segir að stofnunin þurfi meira fjármagn ef auka eigi vetrarþjónustu. Hringvegurinn hefur einhvers staðar verið lokaður á níu af síðustu tólf dögum. Formaður Læknafélags Íslands segir að neyðarástand ríki á Landspítalanum. . Neyðarkall starfsfólks sé hærra en nokkru sinni. Staðan sé þyngri en tárum taki. Nýkjörinn þingmaður á Bandaríkjaþingi er sakaður um að hafa fegrað ferilskrána sína ótæpilega. Hann viðurkennir það en segir að flestir geri eitthvað heimskulegt um ævina. ---- Þung staða á Landspítalanum er oft kveðin vísa. Þó svo að almennum samfélagstakmörkunum hafi verið aflétt á fyrri hluta þessa árs þá glímir spítalinn enn við mikið álag. Spítalinn hóf þetta ár á neyðarstigi vegna covid bylgju sem þá gekk yfir, og var svo færður niður á hættustig í byrjun febrúar, en í lok þess mánaðar var hann færður aftur upp á neyðarstig vegna álags, þá vegna covid. Og neyðarstiginu var ekki aflétt fyrr en í lok mars og seinni hluta apríl var hann svo færður niður á óvissustig. Mikil mannekla, álag og fráflæðisvandi hefur sett strik í reikninginn í starfseminni á árinu. Nýtt skipurit tekur gildi um áramótin þar sem til að mynda á að færa aukna ábyrgð til klínískra stjórnenda í framlínu spítalans. Opna á ný rými á Landspítalanum vegna mikils álags. Már Kristjánsson forstöðumaður lyflækninga- og bráðaþjónustu sagði í fréttum okkar í gær að það yrði erfitt fyrir bráðamóttökuna að takast á við stórslys ef til þess kæmi - sem væri afar vond staða í þeirri færð sem nú er. Þess er krafist vestanhafs að nýkjörinn þingmaður, George Santos að nafni, taki ekki sæti á Bandaríkjaþingi þegar það kemur saman eftir áramót. Upplýst hefur verið að í ferilskrá sagði hann meðal annars ósatt um menntun sína og fyrri störf. Hvað vilja frændur okkar Norðmenn sjá um jólin í kvikmyndahúsunum og hvað vilja þeir lesa milli jólaboðanna? Jú, svarið er einfalt: Norskar stríðsmyndir og norskar stríðsbókmenntir. Aldrei hefur verið svo mikið líf í stríðinu sem nú meira en áttatíu árum eftir að þetta umtalaða stríð hófst. Það er í það minnsta álit Gísla Kristjánssonar fréttaritara í Osló. Umsjón: Bjarni Rúnarsson. Tæknimaður: Kormákur Marðarson. Stjórn f

Spegillinn
Neyðarkall vegna Landspítala og ósannindi bandarísks þingmanns

Spegillinn

Play Episode Listen Later Dec 28, 2022


Ríkislögreglustjóri hækkaði viðbúnaðarstig sitt eftir að sakborningum í hryðjuverkamálinu var sleppt lausum. Verjandi annars þeirra segir tilkynningu ríkislögreglustjóra bera vott um sýndarmennsku. Forsætisráðherra telur að gagnrýni um andvaraleysi stjórnvalda í varnarmálum eigi ekki við rök að styðjast. Hún segir að það kæmi á óvart ef landsmenn vildu hafa her hér á landi. Forstjóri Vegagerðarinnar segir að stofnunin þurfi meira fjármagn ef auka eigi vetrarþjónustu. Hringvegurinn hefur einhvers staðar verið lokaður á níu af síðustu tólf dögum. Formaður Læknafélags Íslands segir að neyðarástand ríki á Landspítalanum. . Neyðarkall starfsfólks sé hærra en nokkru sinni. Staðan sé þyngri en tárum taki. Nýkjörinn þingmaður á Bandaríkjaþingi er sakaður um að hafa fegrað ferilskrána sína ótæpilega. Hann viðurkennir það en segir að flestir geri eitthvað heimskulegt um ævina. ---- Þung staða á Landspítalanum er oft kveðin vísa. Þó svo að almennum samfélagstakmörkunum hafi verið aflétt á fyrri hluta þessa árs þá glímir spítalinn enn við mikið álag. Spítalinn hóf þetta ár á neyðarstigi vegna covid bylgju sem þá gekk yfir, og var svo færður niður á hættustig í byrjun febrúar, en í lok þess mánaðar var hann færður aftur upp á neyðarstig vegna álags, þá vegna covid. Og neyðarstiginu var ekki aflétt fyrr en í lok mars og seinni hluta apríl var hann svo færður niður á óvissustig. Mikil mannekla, álag og fráflæðisvandi hefur sett strik í reikninginn í starfseminni á árinu. Nýtt skipurit tekur gildi um áramótin þar sem til að mynda á að færa aukna ábyrgð til klínískra stjórnenda í framlínu spítalans. Opna á ný rými á Landspítalanum vegna mikils álags. Már Kristjánsson forstöðumaður lyflækninga- og bráðaþjónustu sagði í fréttum okkar í gær að það yrði erfitt fyrir bráðamóttökuna að takast á við stórslys ef til þess kæmi - sem væri afar vond staða í þeirri færð sem nú er. Þess er krafist vestanhafs að nýkjörinn þingmaður, George Santos að nafni, taki ekki sæti á Bandaríkjaþingi þegar það kemur saman eftir áramót. Upplýst hefur verið að í ferilskrá sagði hann meðal annars ósatt um menntun sína og fyrri störf. Hvað vilja frændur okkar Norðmenn sjá um jólin í kvikmyndahúsunum og hvað vilja þeir lesa milli jólaboðanna? Jú, svarið er einfalt: Norskar stríðsmyndir og norskar stríðsbókmenntir. Aldrei hefur verið svo mikið líf í stríðinu sem nú meira en áttatíu árum eftir að þetta umtalaða stríð hófst. Það er í það minnsta álit Gísla Kristjánssonar fréttaritara í Osló. Umsjón: Bjarni Rúnarsson. Tæknimaður: Kormákur Marðarson. Stjórn f

Spegillinn
Landspítali yfirfullur, Ófærð vítt og breitt og málefni fatlaðs fólks

Spegillinn

Play Episode Listen Later Dec 27, 2022 11:32


Landspítalinn ætti erfitt með að takast á við stórslys, ef til þess kæmi, að sögn forstöðumanns bráðaþjónustu. Spítalinn er troðfullur og álag á bráðamóttöku hættulega mikið vegna alvarlegra öndunarfærasýkinga. 56 hafa látist í óveðri sem gengið hefur yfir Bandaríkin seinustu daga. Á næstu dögum er spáð hlýnandi veðri vestanhafs. Sorphirða er á eftir áætlun víða um land vegna fannfergis og fólk ergir sig á yfirfullum tunnum. Forstjóri Íslenska gámafélagsins biður fólk að sýna biðlund og huga að mokstri. Sorphirðumenn dragi ekki fullar tunnur yfir skafla. Um 800 björgunarsveitarmenn hafa sinnt verkefnum sem tengjast veðri og færð í desember. Formaður Landsbjargar segir þreytu farið að gæta en blessunarlega hafi þetta dreifst. Þó að hann telji ekki koma til greina að björgunarsveitirnar rukki fólk fyrir aðstoð telur hann til umhugsunar að herða viðurlög við að hunsa lokanir. Björgunarsveitarmenn lendi oft á milli steins og sleggju. Ákveðið hefur verið hvað kemur í stað umdeildrar styttu í smábæ í Virginíuríki, sem eyðilögð var í mótmælum árið 2020. Fyrirmynd nýrrar styttu hefur verið kölluð móðir nútíma læknavísinda. Í morgun blasti hvít jörð við mörgum landsmönnum og ef litið var á færðarkort Vegagerðarinnar þá var rauði liturinn sem táknar lokun áberandi. Hann dofnaði þegar leið á daginn og vegir voru opnaðir en enn er víða þungfært og hált og hringvegurinn var lokaður milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs en opnaði á sjötta tímanum. Undanfarnar vikur hafa verið björgunarsveitarmönnum annasamar og Landsbjörg ráðleggur ferðamönnum að huga vel að búnaði bíla sinna. Vanbúinn bíll getur orðið fleirum til vandræða en þeim sem í honum er. Það sé gott að vera með skóflu, hlý föt og vera vel klæddur ef moka þarf út bílinn eða aðstoða aðra. Þá er fólk hvatt til að láta vita af ferðum sínum og skilja jafnvel eftir ferðaáætlun á safetravel.is. Þar er líka að finna upplýsingar um veður og færð. Otti Rafn Sigmarsson, formaður Landsbjargar, býr í Grindavík þar sem snjó kyngdi niður í nótt og mikið var fyrir þannig að færðin varð fljótlega mjög þung og mikið að gera. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Otta. Störukeppni ríkisins og sveitarfélaganna í málefnum fatlaðs fólks er orðin ansi langvinn. Nú virðast augnlokin aðeins vera farin að nötra. Um miðjan mánuðinn var gert samkomulag á milli þriggja ráðuneyta og Sambands íslenskra sveitarfélaga um breytingu á fjármögnun lögbundinnar þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk. Færa á fimm milljaðar frá ríki til sveitarfélaga í málaflokknum. Gert er ráð fyrir að útsvarsálagning sve

bj forma virgin tali hann bandar otta grindav landsp forstj sambands anna krist vegager landsbjargar
Spegillinn
Landspítali yfirfullur, Ófærð vítt og breitt og málefni fatlaðs fólks

Spegillinn

Play Episode Listen Later Dec 27, 2022


Landspítalinn ætti erfitt með að takast á við stórslys, ef til þess kæmi, að sögn forstöðumanns bráðaþjónustu. Spítalinn er troðfullur og álag á bráðamóttöku hættulega mikið vegna alvarlegra öndunarfærasýkinga. 56 hafa látist í óveðri sem gengið hefur yfir Bandaríkin seinustu daga. Á næstu dögum er spáð hlýnandi veðri vestanhafs. Sorphirða er á eftir áætlun víða um land vegna fannfergis og fólk ergir sig á yfirfullum tunnum. Forstjóri Íslenska gámafélagsins biður fólk að sýna biðlund og huga að mokstri. Sorphirðumenn dragi ekki fullar tunnur yfir skafla. Um 800 björgunarsveitarmenn hafa sinnt verkefnum sem tengjast veðri og færð í desember. Formaður Landsbjargar segir þreytu farið að gæta en blessunarlega hafi þetta dreifst. Þó að hann telji ekki koma til greina að björgunarsveitirnar rukki fólk fyrir aðstoð telur hann til umhugsunar að herða viðurlög við að hunsa lokanir. Björgunarsveitarmenn lendi oft á milli steins og sleggju. Ákveðið hefur verið hvað kemur í stað umdeildrar styttu í smábæ í Virginíuríki, sem eyðilögð var í mótmælum árið 2020. Fyrirmynd nýrrar styttu hefur verið kölluð móðir nútíma læknavísinda. Í morgun blasti hvít jörð við mörgum landsmönnum og ef litið var á færðarkort Vegagerðarinnar þá var rauði liturinn sem táknar lokun áberandi. Hann dofnaði þegar leið á daginn og vegir voru opnaðir en enn er víða þungfært og hált og hringvegurinn var lokaður milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs en opnaði á sjötta tímanum. Undanfarnar vikur hafa verið björgunarsveitarmönnum annasamar og Landsbjörg ráðleggur ferðamönnum að huga vel að búnaði bíla sinna. Vanbúinn bíll getur orðið fleirum til vandræða en þeim sem í honum er. Það sé gott að vera með skóflu, hlý föt og vera vel klæddur ef moka þarf út bílinn eða aðstoða aðra. Þá er fólk hvatt til að láta vita af ferðum sínum og skilja jafnvel eftir ferðaáætlun á safetravel.is. Þar er líka að finna upplýsingar um veður og færð. Otti Rafn Sigmarsson, formaður Landsbjargar, býr í Grindavík þar sem snjó kyngdi niður í nótt og mikið var fyrir þannig að færðin varð fljótlega mjög þung og mikið að gera. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Otta. Störukeppni ríkisins og sveitarfélaganna í málefnum fatlaðs fólks er orðin ansi langvinn. Nú virðast augnlokin aðeins vera farin að nötra. Um miðjan mánuðinn var gert samkomulag á milli þriggja ráðuneyta og Sambands íslenskra sveitarfélaga um breytingu á fjármögnun lögbundinnar þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk. Færa á fimm milljaðar frá ríki til sveitarfélaga í málaflokknum. Gert er ráð fyrir að útsvarsálagning sve

bj forma virgin tali hann bandar otta grindav landsp forstj sambands anna krist vegager landsbjargar
Hlaðvarp Kjarnans
Nýjar spjaldtölvur frá Apple og þráðlaus símtöl

Hlaðvarp Kjarnans

Play Episode Listen Later Oct 20, 2022 72:01


Apple kynnti nýjan iPad (10), uppfærða iPad Pro (M2) og uppfært AppleTV (USB-C fjarstýring!!) með látlausri fréttatilkynningu og myndböndum. Miðeind samhæfir raddgreiningartólin sín við snjallheimilið þannig nú getur Embla slökkt ljósin. Síminn Sjónvarp býður nú upp á prófíla og vefviðmót. Gulli heldur því einnig fram að myndgæðum hafi farið fram, en það er enn óstaðfest. Vegagerðin opnaði nýjan færðarvef, en Gulli vill bara hringja í þau. Nova sendi okkur tæknimann (Aron Heiðar Steinsson) eftir vandræðalegt spjall okkar um Voice of Wifi eða þráðlaus símtöl, sem fræddi okkur um VoLTE, VoWiFi og 5G. Þessi þáttur er í KFC sem er að selja BOSS BACON sem er kjúklingaborgari með svínasíðusneiðum. Þessi þáttur er einnig í boði Origo, sem er að halda opinn fyrirlestur um netöryggi í skýjalausnum þann 26. október. Skráið ykkur inn á https://www.origo.is/vidburdir/netoryggi-vidburdarod-origo2 Stjórnendur eru Atli Stefán og Gunnlaugur Reynir

Spegillinn
Vonskuveður, náttúruhamfaratrygging og rafmagnsleysi á hálfu landinu

Spegillinn

Play Episode Listen Later Sep 26, 2022


Enn er vonskuveður á Austfjörðum og Suðausturlandi þar sem mikið tjón hefur orðið vegna lægðar sem gengur yfir landið. Við heyrum í Hólmfríði Dagnýju Friðjónsdóttur fréttamanni sem er á svæðinu. Orkumálaráðherra segir ófært ef rafmagnsöryggi er ekki tryggt í landinu. Orkuöryggi sé ekki sjálfgefið. Tryggja verði að allir búi við öruggt rafmagn. Ólöf Rún Skúladóttir talaði við Guðlaug Þór Þórðarson. Rúður sprungu í tugum bíla á Möðrudalsöræfum í gær. Nokkrir ferðamenn hlutu minniháttar meiðsl en enginn slasaðist alvarlega. Talsmaður Vegagerðarinnar segir að veginum hafi verið lokað of seint. Ólöf Rún Erlendsdóttir tók saman. Írönsk stjórnvöld verða að sæta ábyrgð á harkalegri framgöngu sinni gegn mótmælendum, segir forsætisráðherra Kanada. Hann boðaði í dag efnahafsþvinganir gegn Íran. Byssumaður sem myrti sjö börn, fjóra kennara og tvo öryggisverði í rússneskum skóla í morgun, var í bol með hakakrossi. Pútín Rússlandsforseti segir árásina vera hryðjuverk. Oddur Þórðarson sagði frá. -------------------------------------------------------------------- Ljóst er að tjón sem orðið hefur af völdum veðurofsans sem gengið hefur yfir landið austan- og norðanvert er mikið. Heilu húsin eru skemmd og fjöldinn allur af bílum ónýtur. Hversu mikið tjónið er og hver situr uppi með hvað á eftir að skýrast. Fólk hefur ekki í öllum tilfellum komist út að meta stöðuna almennilega því veðrinu er sums staðar rétt að slota núna. Eitt er þó skýrt, náttúruhamfaratrygging nær ekki yfir foktjón. Sú trygging nær samt sem áður yfir flóð eins og það sem varð vegna sömu lægðar á Akureyri. Hulda Ragnheiður Árnadóttir er forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands. Hafdís Helga Helgadóttir tók saman. Í gær brá mönnum ekki síst við rafmagnsleysið sem var á næstum hálfu landinu frá Höfn í Hornafirði allt að Blöndu um tíma. Ekki er fullljóst hvað olli en líklegast að foktjón hafi orðið til þess að lína fór út og mikið álag var á byggðalínu. Björn Ingimarsson sveitarstjóri í Múlaþingi segir að finna verði skýringar á hvað gerðist; ekki síst sé það alvarlegt ef og þegar fjarskipti bregðast og menn ná ekki tengingu. Anna Kristín Jónsdóttir tók saman. Allar líkur eru á að Giorgia Meloni, leiðtogi Bræðralags Ítalíu og sigurvegari þingkosninganna í gær, verði næsti forsætisráðherra landsins og myndi ríkisstjórn sem stöðugt hefur verið hamrað á að verði sú hægrisinnaðasta frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Hún verður fyrst kvenna á Ítalíu til að gegna embættinu. Ásgeir Tómasson tók saman.

Spegillinn
Vonskuveður, náttúruhamfaratrygging og rafmagnsleysi á hálfu landinu

Spegillinn

Play Episode Listen Later Sep 26, 2022 9:36


Enn er vonskuveður á Austfjörðum og Suðausturlandi þar sem mikið tjón hefur orðið vegna lægðar sem gengur yfir landið. Við heyrum í Hólmfríði Dagnýju Friðjónsdóttur fréttamanni sem er á svæðinu. Orkumálaráðherra segir ófært ef rafmagnsöryggi er ekki tryggt í landinu. Orkuöryggi sé ekki sjálfgefið. Tryggja verði að allir búi við öruggt rafmagn. Ólöf Rún Skúladóttir talaði við Guðlaug Þór Þórðarson. Rúður sprungu í tugum bíla á Möðrudalsöræfum í gær. Nokkrir ferðamenn hlutu minniháttar meiðsl en enginn slasaðist alvarlega. Talsmaður Vegagerðarinnar segir að veginum hafi verið lokað of seint. Ólöf Rún Erlendsdóttir tók saman. Írönsk stjórnvöld verða að sæta ábyrgð á harkalegri framgöngu sinni gegn mótmælendum, segir forsætisráðherra Kanada. Hann boðaði í dag efnahafsþvinganir gegn Íran. Byssumaður sem myrti sjö börn, fjóra kennara og tvo öryggisverði í rússneskum skóla í morgun, var í bol með hakakrossi. Pútín Rússlandsforseti segir árásina vera hryðjuverk. Oddur Þórðarson sagði frá. -------------------------------------------------------------------- Ljóst er að tjón sem orðið hefur af völdum veðurofsans sem gengið hefur yfir landið austan- og norðanvert er mikið. Heilu húsin eru skemmd og fjöldinn allur af bílum ónýtur. Hversu mikið tjónið er og hver situr uppi með hvað á eftir að skýrast. Fólk hefur ekki í öllum tilfellum komist út að meta stöðuna almennilega því veðrinu er sums staðar rétt að slota núna. Eitt er þó skýrt, náttúruhamfaratrygging nær ekki yfir foktjón. Sú trygging nær samt sem áður yfir flóð eins og það sem varð vegna sömu lægðar á Akureyri. Hulda Ragnheiður Árnadóttir er forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands. Hafdís Helga Helgadóttir tók saman. Í gær brá mönnum ekki síst við rafmagnsleysið sem var á næstum hálfu landinu frá Höfn í Hornafirði allt að Blöndu um tíma. Ekki er fullljóst hvað olli en líklegast að foktjón hafi orðið til þess að lína fór út og mikið álag var á byggðalínu. Björn Ingimarsson sveitarstjóri í Múlaþingi segir að finna verði skýringar á hvað gerðist; ekki síst sé það alvarlegt ef og þegar fjarskipti bregðast og menn ná ekki tengingu. Anna Kristín Jónsdóttir tók saman. Allar líkur eru á að Giorgia Meloni, leiðtogi Bræðralags Ítalíu og sigurvegari þingkosninganna í gær, verði næsti forsætisráðherra landsins og myndi ríkisstjórn sem stöðugt hefur verið hamrað á að verði sú hægrisinnaðasta frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Hún verður fyrst kvenna á Ítalíu til að gegna embættinu. Ásgeir Tómasson tók saman.

Spegillinn
Vonskuveður, náttúruhamfaratrygging og rafmagnsleysi á hálfu landinu

Spegillinn

Play Episode Listen Later Sep 26, 2022


Enn er vonskuveður á Austfjörðum og Suðausturlandi þar sem mikið tjón hefur orðið vegna lægðar sem gengur yfir landið. Við heyrum í Hólmfríði Dagnýju Friðjónsdóttur fréttamanni sem er á svæðinu. Orkumálaráðherra segir ófært ef rafmagnsöryggi er ekki tryggt í landinu. Orkuöryggi sé ekki sjálfgefið. Tryggja verði að allir búi við öruggt rafmagn. Ólöf Rún Skúladóttir talaði við Guðlaug Þór Þórðarson. Rúður sprungu í tugum bíla á Möðrudalsöræfum í gær. Nokkrir ferðamenn hlutu minniháttar meiðsl en enginn slasaðist alvarlega. Talsmaður Vegagerðarinnar segir að veginum hafi verið lokað of seint. Ólöf Rún Erlendsdóttir tók saman. Írönsk stjórnvöld verða að sæta ábyrgð á harkalegri framgöngu sinni gegn mótmælendum, segir forsætisráðherra Kanada. Hann boðaði í dag efnahafsþvinganir gegn Íran. Byssumaður sem myrti sjö börn, fjóra kennara og tvo öryggisverði í rússneskum skóla í morgun, var í bol með hakakrossi. Pútín Rússlandsforseti segir árásina vera hryðjuverk. Oddur Þórðarson sagði frá. -------------------------------------------------------------------- Ljóst er að tjón sem orðið hefur af völdum veðurofsans sem gengið hefur yfir landið austan- og norðanvert er mikið. Heilu húsin eru skemmd og fjöldinn allur af bílum ónýtur. Hversu mikið tjónið er og hver situr uppi með hvað á eftir að skýrast. Fólk hefur ekki í öllum tilfellum komist út að meta stöðuna almennilega því veðrinu er sums staðar rétt að slota núna. Eitt er þó skýrt, náttúruhamfaratrygging nær ekki yfir foktjón. Sú trygging nær samt sem áður yfir flóð eins og það sem varð vegna sömu lægðar á Akureyri. Hulda Ragnheiður Árnadóttir er forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands. Hafdís Helga Helgadóttir tók saman. Í gær brá mönnum ekki síst við rafmagnsleysið sem var á næstum hálfu landinu frá Höfn í Hornafirði allt að Blöndu um tíma. Ekki er fullljóst hvað olli en líklegast að foktjón hafi orðið til þess að lína fór út og mikið álag var á byggðalínu. Björn Ingimarsson sveitarstjóri í Múlaþingi segir að finna verði skýringar á hvað gerðist; ekki síst sé það alvarlegt ef og þegar fjarskipti bregðast og menn ná ekki tengingu. Anna Kristín Jónsdóttir tók saman. Allar líkur eru á að Giorgia Meloni, leiðtogi Bræðralags Ítalíu og sigurvegari þingkosninganna í gær, verði næsti forsætisráðherra landsins og myndi ríkisstjórn sem stöðugt hefur verið hamrað á að verði sú hægrisinnaðasta frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Hún verður fyrst kvenna á Ítalíu til að gegna embættinu. Ásgeir Tómasson tók saman.

Morgunútvarpið
26. ágúst - dýrbítar, innviðir og fryst vöruverð

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Aug 26, 2022


Bændablaðið fjallaði um það í gær að skæður dýrbítur hafi drepið að minnsta kosti fjögur lömb í Kelduhverfi í sumar en að sögn heimamanna hefur talsvert sést af tófu við byggð - greinilega í ætisleit - og heyrst hefur af fleiri dýrbítum víðar um land undanfarna daga. Við ræddum við Ólaf Jónsson, bónda á Fjöllum í Kelduhverfi. Þjóðleikhúsið er um þessar mundir að kynna nýtt leikár sem fer að hefjast hvað úr hverju. Við fengum Þjóðleikhússtjórann, Magnús Geir Þórðarson, til okkar að segja okkur frá hápunktum ársins sem framundan er. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra var gestur okkar í dag. Við ræddum fyrirhugaða þungaflutninga fyrirtækisins EP Power Minerals um Suðurland - en fyrirtækið hyggst vinna vikur úr Hafursey á Mýrdalssandi og keyra með efnið alla leið til Þorlákshafnar á fimmtán mínútna fresti, allan sólarhringinn næstu eitthundrað árin. Forstjóri Vegagerðarinnar var hjá okkur í síðustu viku og ræddi meðal annars álagið sem þessu myndi fylgja á íslenska vegakerfið en þungaflutningar myndu aukast um 30 prósent á svæðinu og áætlað er að hver vörubíll af þessari stærðargráðu spæni upp malbik eins og tíu þúsund smábílar. Þessar áætlanir hafa mætt mikilli mótstöðu í kjördæmi Sigurðar Inga og því full ástæða til að heyra hvað hann hefur að segja um málið. Eins og venja er á föstudögum rennum við yfir fréttir vikunnar með góðu fólki. Að þessu sinni komu til okkar Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hagfræðingur og fyrrverandi þingmaður. Verðbólga er í um tíu prósentum og vöruverð hefur hækkað talsvert síðan Rússar réðust inn í Úkraínu fyrir sex mánuðum síðan. Krónan tilkynnti í fyrradag að hún hygðist frysta verð á 240 vörutegundum en framkvæmdastjóri Hagkaupa, sagði í gær Haga, sem á Hagkaup og Bónus, vera í þröngri stöðu þar sem félagið væri skilgreint sem markaðsráðandi - og framkvæmdastjóri Bónuss, sagðist ekki telja það ábyrgt að frysta vöruverð fyrirtækisins. Við ræddum við Láru Jóhannsdóttur, prófessor við Háskóla Íslands, um neytendahegðun og samfélagábyrgð fyrirtækja í dýrtíð sem þessari. Björn Steinbekk drónatökumaður og tónleikahaldari skrifaði grein á Vísi í gær þar sem hann fór yfir atburðarrás sem átti sér stað eftir að hann var þjófkenndur í hlaðvarpsþætti sem fjallar um knattspyrnu. Rúm sex ár eru síðan Björn komst í fréttirnar vegna miðasölumálsins á EM karla í knattspyrnu, mál þar sem Björn segist sjálfur hafa brugðist, en varla líður sá dagur að hann sé ekki minntur á málið sem hann segir að muni marka líf hans það sem eftir er.

Morgunútvarpið
26. ágúst - dýrbítar, innviðir og fryst vöruverð

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Aug 26, 2022


Bændablaðið fjallaði um það í gær að skæður dýrbítur hafi drepið að minnsta kosti fjögur lömb í Kelduhverfi í sumar en að sögn heimamanna hefur talsvert sést af tófu við byggð - greinilega í ætisleit - og heyrst hefur af fleiri dýrbítum víðar um land undanfarna daga. Við ræddum við Ólaf Jónsson, bónda á Fjöllum í Kelduhverfi. Þjóðleikhúsið er um þessar mundir að kynna nýtt leikár sem fer að hefjast hvað úr hverju. Við fengum Þjóðleikhússtjórann, Magnús Geir Þórðarson, til okkar að segja okkur frá hápunktum ársins sem framundan er. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra var gestur okkar í dag. Við ræddum fyrirhugaða þungaflutninga fyrirtækisins EP Power Minerals um Suðurland - en fyrirtækið hyggst vinna vikur úr Hafursey á Mýrdalssandi og keyra með efnið alla leið til Þorlákshafnar á fimmtán mínútna fresti, allan sólarhringinn næstu eitthundrað árin. Forstjóri Vegagerðarinnar var hjá okkur í síðustu viku og ræddi meðal annars álagið sem þessu myndi fylgja á íslenska vegakerfið en þungaflutningar myndu aukast um 30 prósent á svæðinu og áætlað er að hver vörubíll af þessari stærðargráðu spæni upp malbik eins og tíu þúsund smábílar. Þessar áætlanir hafa mætt mikilli mótstöðu í kjördæmi Sigurðar Inga og því full ástæða til að heyra hvað hann hefur að segja um málið. Eins og venja er á föstudögum rennum við yfir fréttir vikunnar með góðu fólki. Að þessu sinni komu til okkar Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hagfræðingur og fyrrverandi þingmaður. Verðbólga er í um tíu prósentum og vöruverð hefur hækkað talsvert síðan Rússar réðust inn í Úkraínu fyrir sex mánuðum síðan. Krónan tilkynnti í fyrradag að hún hygðist frysta verð á 240 vörutegundum en framkvæmdastjóri Hagkaupa, sagði í gær Haga, sem á Hagkaup og Bónus, vera í þröngri stöðu þar sem félagið væri skilgreint sem markaðsráðandi - og framkvæmdastjóri Bónuss, sagðist ekki telja það ábyrgt að frysta vöruverð fyrirtækisins. Við ræddum við Láru Jóhannsdóttur, prófessor við Háskóla Íslands, um neytendahegðun og samfélagábyrgð fyrirtækja í dýrtíð sem þessari. Björn Steinbekk drónatökumaður og tónleikahaldari skrifaði grein á Vísi í gær þar sem hann fór yfir atburðarrás sem átti sér stað eftir að hann var þjófkenndur í hlaðvarpsþætti sem fjallar um knattspyrnu. Rúm sex ár eru síðan Björn komst í fréttirnar vegna miðasölumálsins á EM karla í knattspyrnu, mál þar sem Björn segist sjálfur hafa brugðist, en varla líður sá dagur að hann sé ekki minntur á málið sem hann segir að muni marka líf hans það sem eftir er.

Morgunútvarpið
26. ágúst - dýrbítar, innviðir og fryst vöruverð

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Aug 26, 2022 130:00


Bændablaðið fjallaði um það í gær að skæður dýrbítur hafi drepið að minnsta kosti fjögur lömb í Kelduhverfi í sumar en að sögn heimamanna hefur talsvert sést af tófu við byggð - greinilega í ætisleit - og heyrst hefur af fleiri dýrbítum víðar um land undanfarna daga. Við ræddum við Ólaf Jónsson, bónda á Fjöllum í Kelduhverfi. Þjóðleikhúsið er um þessar mundir að kynna nýtt leikár sem fer að hefjast hvað úr hverju. Við fengum Þjóðleikhússtjórann, Magnús Geir Þórðarson, til okkar að segja okkur frá hápunktum ársins sem framundan er. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra var gestur okkar í dag. Við ræddum fyrirhugaða þungaflutninga fyrirtækisins EP Power Minerals um Suðurland - en fyrirtækið hyggst vinna vikur úr Hafursey á Mýrdalssandi og keyra með efnið alla leið til Þorlákshafnar á fimmtán mínútna fresti, allan sólarhringinn næstu eitthundrað árin. Forstjóri Vegagerðarinnar var hjá okkur í síðustu viku og ræddi meðal annars álagið sem þessu myndi fylgja á íslenska vegakerfið en þungaflutningar myndu aukast um 30 prósent á svæðinu og áætlað er að hver vörubíll af þessari stærðargráðu spæni upp malbik eins og tíu þúsund smábílar. Þessar áætlanir hafa mætt mikilli mótstöðu í kjördæmi Sigurðar Inga og því full ástæða til að heyra hvað hann hefur að segja um málið. Eins og venja er á föstudögum rennum við yfir fréttir vikunnar með góðu fólki. Að þessu sinni komu til okkar Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hagfræðingur og fyrrverandi þingmaður. Verðbólga er í um tíu prósentum og vöruverð hefur hækkað talsvert síðan Rússar réðust inn í Úkraínu fyrir sex mánuðum síðan. Krónan tilkynnti í fyrradag að hún hygðist frysta verð á 240 vörutegundum en framkvæmdastjóri Hagkaupa, sagði í gær Haga, sem á Hagkaup og Bónus, vera í þröngri stöðu þar sem félagið væri skilgreint sem markaðsráðandi - og framkvæmdastjóri Bónuss, sagðist ekki telja það ábyrgt að frysta vöruverð fyrirtækisins. Við ræddum við Láru Jóhannsdóttur, prófessor við Háskóla Íslands, um neytendahegðun og samfélagábyrgð fyrirtækja í dýrtíð sem þessari. Björn Steinbekk drónatökumaður og tónleikahaldari skrifaði grein á Vísi í gær þar sem hann fór yfir atburðarrás sem átti sér stað eftir að hann var þjófkenndur í hlaðvarpsþætti sem fjallar um knattspyrnu. Rúm sex ár eru síðan Björn komst í fréttirnar vegna miðasölumálsins á EM karla í knattspyrnu, mál þar sem Björn segist sjálfur hafa brugðist, en varla líður sá dagur að hann sé ekki minntur á málið sem hann segir að muni marka líf hans það sem eftir er.

Morgunútvarpið
17. ágúst - Úthöfin, orkumál og vegakerfið

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Aug 17, 2022 130:00


Pysjueftirlitið greindi frá því í gær að fyrsta pysja þessa árs hefði fundist við Kertaverksmiðjuna í Vestmannaeyjum í gær - og að nú megi reikna með að fleiri pysjur fari að finnast í bænum. Við ræddum við Margréti Lilju Magnúsdóttur, sem komið hefur að þessum skráningum, og spyrja út í tímabilið framundan. Leiðtogar heims reyna nú enn á ný að komast að samkomulagi til að draga úr ofnýtingu úthafanna - en áratugur er liðinn síðan Sameinuðu þjóðirnar reyndu fyrst að fá sérstakan samning um verndun úthafanna samþykktan. Ísland er sagt í vegi slíks samnings en stjórnvöld á Íslandi og í Rússlandi vilja að fiskveiðar verði ekki settar inn í samning þjóðríkja um verndun hafsins. Við ræddum við Snjólaugu Árnadóttur, lektor í lögfræði við Háskólann í Reykjavík og sérfræðing í hafrétti, um samningaviðræðurnar og afstöðu Íslands. Höfuðið á Þorsteini Valdimarssyni skáldi hvarf úr Hallormsstaðaskógi fyrir helgi, en styttan hafði staðið þar í áratugi. Ekkert miðar áfram í rannsókn á hvarfinu en Margrét María Sigurðardóttir lögreglustjóri á Austurlandi var á línunni hjá okkur um málið. Forsætisráðherrar Norðurlandanna hittust á árlegum sumarfundi sínum á mánudag og samþykktu meðal annars þá ályktun að stefna að algjöru sjálfstæði frá viðskipum við Rússland þegar kemur að orkumálum. Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri kom til okkar til að gera þetta upp. Sveitarstjórar á Suðurlandi leggjast gegn áformum um vikurflutninga frá Mýrdalssandi um þjóðveginn eins og áætlanir fyrirtækisins EP Powers Minerals gera ráð fyrir - en þar er stefnt að því að keyra, næstu hundrað árin, með fulla vörubíla af vikri frá Mýrdalssandi til Þorlákshafnar á fimmtán mínútna fresti. Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar er búin að skoða málið undanfarna daga með sínu fólki, og kom til okkar. Á mánudaginn var ár liðið frá því að Talibanar náðu aftur völdum í Afganistan. Síðan þá hafa íbúar landsins þurft að glíma við skert réttindi og mikla efnahagskreppu. Við ræddum stöðu Afganistan í dag við Brynju Huld Óskarsdóttur, öryggis- og varnarmálafræðing og fyrrum starfsmann Atlantshafsbandalagsins í Afganistan.

Spegillinn
Ástand í leikskólamálum, átök í ASÍ og hatursorðræða á Tiktok

Spegillinn

Play Episode Listen Later Aug 12, 2022 9:13


Ástand leikskólamála í borginni er óþolandi að dómi Árelíu, Eydísar Guðmundsdóttur, formanns skóla- og frístundaráðs, sem segist skilja reiði foreldra. Pétur Magnússon talaði við hana. Vegagerðin býr sig undir að Suðurstrandarvegur gæti farið undir hraun úr gosinu í Meradölum. Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar segir þar og hjá Almannavörnum sé líka rætt um mögulegar skemmdir á Reykjanesbrautinni. Rithöfundurinn Salman Rushdie var stunginn og lífshættulega særður á ráðstefnu í New York í dag. Ólöf Rún Erlendsdóttir tók saman. Rúmlega hundrað viðskiptavinir Landsbankans skráðu sig inn á svikasíður netþrjóta í júlí. Neytendasamtökin hafa undanfarið fengið fjölda ábendinga um netsvindl segir Breki Karlsson, formaður þeirra. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir tók saman. Bronshöfði ljóðskálds var stolið af stalli í Hallormsstaðarskógi. Höfuðsins er leitað í skóginum segir Þór Þorfinnsson skógarvörður. Óðinn Svan Óðinsson ræddi við hann. Átökin og umræðan í kringum Alþýðusambandið og verkalýðshreyfinguna hafa verið harðari og umræðan heiftugri en tíðkast hefur undanfarna áratugi en er þó ekki einsdæmi segir sagnfræðingur. Eistnesk stjórnvöld hafa ákveðið að banna komur rússneskra ríkisborgara með Schengen-vegabréfsáritun til landsins. Markús Þórhallsson sagði frá. -------------------------------- Átökin og umræðan í kringum Alþýðusambandið og verkalýðshreyfinguna hafa verið harðari og umræðan heiftugri en tíðkast hefur undanfarna áratugi segir Sumarliði Ísleifsson, sagnfræðingur. Heiftin í umræðunni geti valdið skaða. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hann. Áhrifavaldur sem boðar ofbeldi og hatursræðu hefur hratt náð miklum vinsældum á Tiktok. Gyða Margrét Pétursdóttir, prófessor í kynjafræði segir mikilvægt að taka þróunina alvarlega. Hafdís Helga Helgadóttir tók saman og talaði við Gyðu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir að lýðheilsu hafi hrakað í Úkraínu frá innrás rússneska hersins í febrúar. Margt kemur til, svo sem árásir á heilbrigðisstofnanir og útkeyrt starfsfólk. Ásgeir Tómasson tók saman. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar fréttahluta: Margrét Júlía Ingimarsdóttir

Spegillinn
Ástand í leikskólamálum, átök í ASÍ og hatursorðræða á Tiktok

Spegillinn

Play Episode Listen Later Aug 12, 2022


Ástand leikskólamála í borginni er óþolandi að dómi Árelíu, Eydísar Guðmundsdóttur, formanns skóla- og frístundaráðs, sem segist skilja reiði foreldra. Pétur Magnússon talaði við hana. Vegagerðin býr sig undir að Suðurstrandarvegur gæti farið undir hraun úr gosinu í Meradölum. Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar segir þar og hjá Almannavörnum sé líka rætt um mögulegar skemmdir á Reykjanesbrautinni. Rithöfundurinn Salman Rushdie var stunginn og lífshættulega særður á ráðstefnu í New York í dag. Ólöf Rún Erlendsdóttir tók saman. Rúmlega hundrað viðskiptavinir Landsbankans skráðu sig inn á svikasíður netþrjóta í júlí. Neytendasamtökin hafa undanfarið fengið fjölda ábendinga um netsvindl segir Breki Karlsson, formaður þeirra. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir tók saman. Bronshöfði ljóðskálds var stolið af stalli í Hallormsstaðarskógi. Höfuðsins er leitað í skóginum segir Þór Þorfinnsson skógarvörður. Óðinn Svan Óðinsson ræddi við hann. Átökin og umræðan í kringum Alþýðusambandið og verkalýðshreyfinguna hafa verið harðari og umræðan heiftugri en tíðkast hefur undanfarna áratugi en er þó ekki einsdæmi segir sagnfræðingur. Eistnesk stjórnvöld hafa ákveðið að banna komur rússneskra ríkisborgara með Schengen-vegabréfsáritun til landsins. Markús Þórhallsson sagði frá. -------------------------------- Átökin og umræðan í kringum Alþýðusambandið og verkalýðshreyfinguna hafa verið harðari og umræðan heiftugri en tíðkast hefur undanfarna áratugi segir Sumarliði Ísleifsson, sagnfræðingur. Heiftin í umræðunni geti valdið skaða. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hann. Áhrifavaldur sem boðar ofbeldi og hatursræðu hefur hratt náð miklum vinsældum á Tiktok. Gyða Margrét Pétursdóttir, prófessor í kynjafræði segir mikilvægt að taka þróunina alvarlega. Hafdís Helga Helgadóttir tók saman og talaði við Gyðu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir að lýðheilsu hafi hrakað í Úkraínu frá innrás rússneska hersins í febrúar. Margt kemur til, svo sem árásir á heilbrigðisstofnanir og útkeyrt starfsfólk. Ásgeir Tómasson tók saman. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar fréttahluta: Margrét Júlía Ingimarsdóttir

Spegillinn
Ástand í leikskólamálum, átök í ASÍ og hatursorðræða á Tiktok

Spegillinn

Play Episode Listen Later Aug 12, 2022


Ástand leikskólamála í borginni er óþolandi að dómi Árelíu, Eydísar Guðmundsdóttur, formanns skóla- og frístundaráðs, sem segist skilja reiði foreldra. Pétur Magnússon talaði við hana. Vegagerðin býr sig undir að Suðurstrandarvegur gæti farið undir hraun úr gosinu í Meradölum. Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar segir þar og hjá Almannavörnum sé líka rætt um mögulegar skemmdir á Reykjanesbrautinni. Rithöfundurinn Salman Rushdie var stunginn og lífshættulega særður á ráðstefnu í New York í dag. Ólöf Rún Erlendsdóttir tók saman. Rúmlega hundrað viðskiptavinir Landsbankans skráðu sig inn á svikasíður netþrjóta í júlí. Neytendasamtökin hafa undanfarið fengið fjölda ábendinga um netsvindl segir Breki Karlsson, formaður þeirra. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir tók saman. Bronshöfði ljóðskálds var stolið af stalli í Hallormsstaðarskógi. Höfuðsins er leitað í skóginum segir Þór Þorfinnsson skógarvörður. Óðinn Svan Óðinsson ræddi við hann. Átökin og umræðan í kringum Alþýðusambandið og verkalýðshreyfinguna hafa verið harðari og umræðan heiftugri en tíðkast hefur undanfarna áratugi en er þó ekki einsdæmi segir sagnfræðingur. Eistnesk stjórnvöld hafa ákveðið að banna komur rússneskra ríkisborgara með Schengen-vegabréfsáritun til landsins. Markús Þórhallsson sagði frá. -------------------------------- Átökin og umræðan í kringum Alþýðusambandið og verkalýðshreyfinguna hafa verið harðari og umræðan heiftugri en tíðkast hefur undanfarna áratugi segir Sumarliði Ísleifsson, sagnfræðingur. Heiftin í umræðunni geti valdið skaða. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hann. Áhrifavaldur sem boðar ofbeldi og hatursræðu hefur hratt náð miklum vinsældum á Tiktok. Gyða Margrét Pétursdóttir, prófessor í kynjafræði segir mikilvægt að taka þróunina alvarlega. Hafdís Helga Helgadóttir tók saman og talaði við Gyðu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir að lýðheilsu hafi hrakað í Úkraínu frá innrás rússneska hersins í febrúar. Margt kemur til, svo sem árásir á heilbrigðisstofnanir og útkeyrt starfsfólk. Ásgeir Tómasson tók saman. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar fréttahluta: Margrét Júlía Ingimarsdóttir

Beint í bílinn
Beint í Bílinn - 106. Þáttur

Beint í bílinn

Play Episode Listen Later Aug 11, 2022 62:24


Allt í gangi, Pippi á píanóinu, Smið skutlað, Veðrið, Like, Trúnó, Tvíhöfði, Vegagerðin, Segðu mér eitthvað sem ég veit ekki og glænýr dagskrárliður og kaffi. Endjoj