POPULARITY
Við ræðum um saltfisk við Kolbrúnu Sveinsdóttur, verkefnastjóra hjá Matís - er lífið enn saltfiskur? Fiskneysla hefur dregist verulega saman svo að kannski er það ekki raunin en Kolbrúnu dreymir um að þessari afurð verði hampað í meiri mæli og að gómsætir saltfisksréttir verði á hvers manns borði, reglulega. Við ætlum að ræða fiskneyslu við Kolbrúnu og aðgerðir Matís og fleiri fyrirtækja til að auka hana. Space X skaut í gær á loft Starship geimfari sínu. Þetta er stórt og mikið ferlíki, 120 metrar að lengd og þótti skotið heppnast með ágætum þó enn þurfi að sníða af einhverja vankanta. Sævar Helgi Bragason ætlar að segja okkur betur frá þessu. Eins og stundum á föstudögum verðum við með dýraspjall. Að þessu sinni heimsækjum við Dýraþjónustu Reykjavíkur í Húsdýragarðinum, skoðum nokkra fugla sem eiga þar athvarf og tölum við Þorkel Heiðarsson, deildarstjóra. Tónlist: Bubbi Morthens & Stórsveit Reykjavíkur - Ísbjarnarblús. Allra meina bót - Mamma gefðu mér grásleppu.
Stofnun í Suður-Kóreskum fræðum hefur verið komið á fót í Háskóla Íslands. Hér er ríkur áhugi á Suður-Kóreu, tungumálinu og menningunni að sögn Geirs Sigurðssonar prófessors. Það er ekki síst ungt fólk sem hefur áhuga og er hann að öllum líkindum tilkominn vegna vinsælda popptónlistar og sjónvarpsefnis frá landinu. Himneskt stefnumót Venusar og Mánans í gærmorgun vakti athygli margra. Sævar Helgi Bragason sagði stuttlega frá Venusi. Afkoma flugfélaga og samkeppni þeirra um flugmenn og flugvélar voru m.a. til umfjöllunar í ferðaspjalli með Kristjáni Sigurjónssyni, ritstjóra Túrista. Myndir af lúsétnum laxi í kvíum í Tálknafirði hafa vakið óhug. Veiga Grétarsdóttir, kæjakræðari og náttúruunnandi, sem tók myndirnar sagði frá þeim og spjallaði vítt og breytt um afstöðu sína til laxeldis í opnum sjókvíum og íslenska náttúru. Tónlist: Hugsa til þín - Mugison, Silfurofinn - Hekla Magnúsdóttir, Shavi shashvi - Hamlet Gonashvili, Heimförin - Ásgeir Trausti og Sinfó, Maggie May - Rod Stewart. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Eyrún Magnúsdóttir.
Stofnun í Suður-Kóreskum fræðum hefur verið komið á fót í Háskóla Íslands. Hér er ríkur áhugi á Suður-Kóreu, tungumálinu og menningunni að sögn Geirs Sigurðssonar prófessors. Það er ekki síst ungt fólk sem hefur áhuga og er hann að öllum líkindum tilkominn vegna vinsælda popptónlistar og sjónvarpsefnis frá landinu. Himneskt stefnumót Venusar og Mánans í gærmorgun vakti athygli margra. Sævar Helgi Bragason sagði stuttlega frá Venusi. Afkoma flugfélaga og samkeppni þeirra um flugmenn og flugvélar voru m.a. til umfjöllunar í ferðaspjalli með Kristjáni Sigurjónssyni, ritstjóra Túrista. Myndir af lúsétnum laxi í kvíum í Tálknafirði hafa vakið óhug. Veiga Grétarsdóttir, kæjakræðari og náttúruunnandi, sem tók myndirnar sagði frá þeim og spjallaði vítt og breytt um afstöðu sína til laxeldis í opnum sjókvíum og íslenska náttúru. Tónlist: Hugsa til þín - Mugison, Silfurofinn - Hekla Magnúsdóttir, Shavi shashvi - Hamlet Gonashvili, Heimförin - Ásgeir Trausti og Sinfó, Maggie May - Rod Stewart. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Eyrún Magnúsdóttir.
Gestur minn þessa vikuna er Sævar Helgi Bragason, oft þekktur sem Stjörnu Sævar. Sævar er dagskrárgerðarmaður í sjónvarpi og útvarpi, rithöfundur, vísindamiðlari og margt fleira. Hann er gjörsamlega frábær og magnaður. Það var gott, gaman, frábært, áhugavert og fræðandi að spjalla við Sævar. Þú ert frábær! Ást og friður.
Í dag, þegar við eyðum flest öll miklum tíma, jafn vel of miklum tíma, á samfélagsmiðlum og þegar tölvupóstar og smáskilaboð eru stór hluti af samskiptum okkar þá er ein hlið á þeim samskiptum sem við gerðum tilraun til að skoða aðeins í þættinum í dag. Það eru lindistáknin, eða tjáknin, sem sagt það sem heitir Emoticons á ensku. Broskallarnir, þumalputtarnir, hjörtun og ótal fleiri. Það eru á fjórða þúsund mismunandi tjákn og ekki eru allir sammála um hvað hvert og eitt þeirra þýðir. Þar getur verið talsvert mikill munur, til dæmis á milli kynslóða. Það þýðir ekki það sama að senda hjarta eða þumalputta hjá mismunandi kynslóðum og allir þessir mismunandi broskallar þýða mismunandi hluti fyrir mismunandi fólk. Lóa Björk Björnsdóttir umsjónarkona Lestarinnar hér á Rás 1 var fulltrúi unga fólksins í þættinum í dag og fór með okkur yfir það hvort við séum jafnvel óafvitandi að senda frá okkur tákn sem tákna allt annað en við höldum. Birna G. Ásbjörnsdóttir rannsakandi við Háskóla Íslands og gestarannsakandi við Harvard Medical School, frumkvöðull og stofnandi Jörth, kom í þáttinn í dag til að tala um mikilvægi þarmaflórunnar og áhrif t.d. gervisætu af ýmsu tagi og orkudrykkju á hana. Meltingarvegurinn og þarmaflóran hafa verið þungamiðjan í menntun Birnu og rannsóknum hérlendis og erlendis í tæpa tvo áratugi. Svo kom Sævar Helgi Bragason til okkar og við ræddum sígilda spurningu sem hefur vakið ómælda forvitni frá upphafi: Er líf á öðrum hnöttum? Fjöldi sólstjarna og vetrarbrauta í alheiminum er svo mikill og með svo mörgum núllum að manni fer bókstaflega að svima. Í því samhengi er mjög ólíklegt að jörðin okkar sé eini staðurinn þar sem líf hefur myndast og þróast. Við veltum þessu fyrir okkur með Sævari Helga í þættinum, en hann hefur til dæmis skrifað bók um þetta efni. Tónlist í þættinum í dag: Í hjarta þér / Sigríður Thorlacius & Heiðurspiltar (Jón Múli Árnason og Jónas Árnason) Englishman in New York / Sting (Sting) Cecilia / Simon & Garfunkel (Paul Simon) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Í dag, þegar við eyðum flest öll miklum tíma, jafn vel of miklum tíma, á samfélagsmiðlum og þegar tölvupóstar og smáskilaboð eru stór hluti af samskiptum okkar þá er ein hlið á þeim samskiptum sem við gerðum tilraun til að skoða aðeins í þættinum í dag. Það eru lindistáknin, eða tjáknin, sem sagt það sem heitir Emoticons á ensku. Broskallarnir, þumalputtarnir, hjörtun og ótal fleiri. Það eru á fjórða þúsund mismunandi tjákn og ekki eru allir sammála um hvað hvert og eitt þeirra þýðir. Þar getur verið talsvert mikill munur, til dæmis á milli kynslóða. Það þýðir ekki það sama að senda hjarta eða þumalputta hjá mismunandi kynslóðum og allir þessir mismunandi broskallar þýða mismunandi hluti fyrir mismunandi fólk. Lóa Björk Björnsdóttir umsjónarkona Lestarinnar hér á Rás 1 var fulltrúi unga fólksins í þættinum í dag og fór með okkur yfir það hvort við séum jafnvel óafvitandi að senda frá okkur tákn sem tákna allt annað en við höldum. Birna G. Ásbjörnsdóttir rannsakandi við Háskóla Íslands og gestarannsakandi við Harvard Medical School, frumkvöðull og stofnandi Jörth, kom í þáttinn í dag til að tala um mikilvægi þarmaflórunnar og áhrif t.d. gervisætu af ýmsu tagi og orkudrykkju á hana. Meltingarvegurinn og þarmaflóran hafa verið þungamiðjan í menntun Birnu og rannsóknum hérlendis og erlendis í tæpa tvo áratugi. Svo kom Sævar Helgi Bragason til okkar og við ræddum sígilda spurningu sem hefur vakið ómælda forvitni frá upphafi: Er líf á öðrum hnöttum? Fjöldi sólstjarna og vetrarbrauta í alheiminum er svo mikill og með svo mörgum núllum að manni fer bókstaflega að svima. Í því samhengi er mjög ólíklegt að jörðin okkar sé eini staðurinn þar sem líf hefur myndast og þróast. Við veltum þessu fyrir okkur með Sævari Helga í þættinum, en hann hefur til dæmis skrifað bók um þetta efni. Tónlist í þættinum í dag: Í hjarta þér / Sigríður Thorlacius & Heiðurspiltar (Jón Múli Árnason og Jónas Árnason) Englishman in New York / Sting (Sting) Cecilia / Simon & Garfunkel (Paul Simon) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar hafðist fjöldi breskra og bandarískra hermanna við í Eyjafirði. Þar voru skotæfingasvæði, braggabyggð, flugvöllur og spítali svo dæmi séu nefnd og ótal munir og minjar frá þessum tíma grafnir í jörðu. Brynjar Karl Óttarsson, sagnfræðingur, kennari og grúskari tilheyrir hópi fólks sem grefur þessa hluti upp, gúgglar þá og skoðar og heldur úti vefsíðunni grenndargral.is. Sævar Helgi Bragason, rithöfundur með meiru, ræðir um tunglið, árekstra loftsteina við jörðina og ýmsar hamfarir. Málfarsmínúta úr smiðju Önnu Sigríðar Þráinsdóttur. Vera Illugadóttir ræðir um svín sem valda vandræðum á golfvelli í Arizona.
Á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar hafðist fjöldi breskra og bandarískra hermanna við í Eyjafirði. Þar voru skotæfingasvæði, braggabyggð, flugvöllur og spítali svo dæmi séu nefnd og ótal munir og minjar frá þessum tíma grafnir í jörðu. Brynjar Karl Óttarsson, sagnfræðingur, kennari og grúskari tilheyrir hópi fólks sem grefur þessa hluti upp, gúgglar þá og skoðar og heldur úti vefsíðunni grenndargral.is. Sævar Helgi Bragason, rithöfundur með meiru, ræðir um tunglið, árekstra loftsteina við jörðina og ýmsar hamfarir. Málfarsmínúta úr smiðju Önnu Sigríðar Þráinsdóttur. Vera Illugadóttir ræðir um svín sem valda vandræðum á golfvelli í Arizona.
Samtökin 78 bjóða fyrirtækjum og stofnunum að öðlast svokallaða Hinsegin vottun. Í því felst úttekt á menningu, fyrirlestrahald og fleira. Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna, sagði frá. Enn vöknum við (flest) í björtu en það líður að því að næturnar lengist og myrkrið nái yfirhöndinni. Sævar Helgi Bragason, jarðfræðingur og stjörnufræðikennari, rabbaði um sólarganginn og útskýrði þá krafta og lögmál sem gilda um jörðina, sólina og tunglið. Norræna þjóðbúningaþingið hefur staðið síðustu daga í Reykholti í Borgarfirði. Kristín Vala Breiðfjörð, formaður Heimilisiðnaðarfélags Íslands, sagði frá þinginu og ræddi um íslenska þjóðbúninginn. Tónlist: Swing down sweet chariot - Elvis Presley, Something?s gotten hold of my heart - Gene Pitney og Marc Almond. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Samtökin 78 bjóða fyrirtækjum og stofnunum að öðlast svokallaða Hinsegin vottun. Í því felst úttekt á menningu, fyrirlestrahald og fleira. Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna, sagði frá. Enn vöknum við (flest) í björtu en það líður að því að næturnar lengist og myrkrið nái yfirhöndinni. Sævar Helgi Bragason, jarðfræðingur og stjörnufræðikennari, rabbaði um sólarganginn og útskýrði þá krafta og lögmál sem gilda um jörðina, sólina og tunglið. Norræna þjóðbúningaþingið hefur staðið síðustu daga í Reykholti í Borgarfirði. Kristín Vala Breiðfjörð, formaður Heimilisiðnaðarfélags Íslands, sagði frá þinginu og ræddi um íslenska þjóðbúninginn. Tónlist: Swing down sweet chariot - Elvis Presley, Something?s gotten hold of my heart - Gene Pitney og Marc Almond. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Reglum um valdbeitingu lögreglu hefur verið breytt þannig að nú má lögreglan nota rafbyssur. Það mun þó ekki gerast fyrr en að lokinni þjálfun lögreglumanna og kaupum á slíkum tækjum. Þessi mögulega rafvopnavæðing mælist misvel fyrir og ýmsar gagnrýnisraddir hafa heyrst í umræðunni. Landsamband lögreglumanna fagnar hinsvegar þessari breytingu. Við ætlum að tala við formanninn, Fjölni Sæmundsson. Hús íslenskunnar verður afhent Árnastofnun í næsta mánuði og starfsfólk stofnunarinnar er byrjað að pakka niður. Nafnasamkeppni um húsið fer af stað næstu daga. Árnastofnun fær fjölmargar fyrirspurnir um íslensku handritin ekki síst frá ferðamönnum sem stundum banka upp á og vilja fá að sjá þau ekki síst Konungsbók Eddukvæða. Við heimsækjum Guðrúnu Nordal, forstöðumann Árnastofnunar í þættinum í dag. Við heyrum málfarsmínútu og svo kemur Sævar Helgi Bragason til okkar, hann ætlar að segja okkur frá halastjörnunni ZTF E3 sem nú má sjá milli stjörnumerkjanna Litla- og Stórabjarnar.
Reglum um valdbeitingu lögreglu hefur verið breytt þannig að nú má lögreglan nota rafbyssur. Það mun þó ekki gerast fyrr en að lokinni þjálfun lögreglumanna og kaupum á slíkum tækjum. Þessi mögulega rafvopnavæðing mælist misvel fyrir og ýmsar gagnrýnisraddir hafa heyrst í umræðunni. Landsamband lögreglumanna fagnar hinsvegar þessari breytingu. Við ætlum að tala við formanninn, Fjölni Sæmundsson. Hús íslenskunnar verður afhent Árnastofnun í næsta mánuði og starfsfólk stofnunarinnar er byrjað að pakka niður. Nafnasamkeppni um húsið fer af stað næstu daga. Árnastofnun fær fjölmargar fyrirspurnir um íslensku handritin ekki síst frá ferðamönnum sem stundum banka upp á og vilja fá að sjá þau ekki síst Konungsbók Eddukvæða. Við heimsækjum Guðrúnu Nordal, forstöðumann Árnastofnunar í þættinum í dag. Við heyrum málfarsmínútu og svo kemur Sævar Helgi Bragason til okkar, hann ætlar að segja okkur frá halastjörnunni ZTF E3 sem nú má sjá milli stjörnumerkjanna Litla- og Stórabjarnar.
Þá er það þátturinn sem við höfum beðið eftir alltof lengi. Sævar Helgi Bragason, oft kallaður Stjörnu-Sævar kíkir til okkar og skólar okkur til í alheimsfræðum.
Heimsóknum á heilsugæsluna hefur fjölgað um 40% frá 2019 svo nú hefur Heilsugæslan blásið til herferðar til að auka heilsulæsi - já og hvetja fólk til að leita ekki til læknis þegar það er með umgangspestir sem ekkert bítur á nema ónæmiskerfið okkar og tíminn. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sagði okkur frá átakinu sem hefur fengið nafnið Heima er Pest. Tilkynningum peninvgaþvætti hér á landi hefur fjölgað mikið síðustu ár. Seðlabanki Íslands stóð í gær fyrir ráðstefnu um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka - og við ræddum þau mál við Unni Gunnarsdóttur, varaseðlabankastjóra, sem segir hagkerfinu stafa ógn af slíkum glæpum. Lögreglan sektaði um helgina nokkra ökumenn sem tóku myndbönd af slysavettvangi - með þeim rökum að þeir hefðu notað símann undir stýri. Við veltum því fyrir okkur hvort myndbönd af slysavettvangi og slagsmálum hafi færst í aukana og hvort ekki sé nein lagastoð til að vernda friðhelgi fólks sem lendi í slíku. Til okkar kom Vigdís Eva Líndal sviðsstjóri hjá Persónuvernd. Alþingi á að koma saman eftir viku en mögulega verður þing kallað saman fyrr ef skýrsla ríkisendurskoðunar um umdeilda sölu ríkisins á hluta sínum í Íslandsbanka berst fyrir þingsetninguna 13. september. Fram kom á Vísi í gær að skýrslan sé væntanleg innan tíðar. Við ræddum þingveturinn framundan, stöðu flokkanna og líkleg deilumál við Ólaf Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði. Liz Truss verður skipuð forsætisráðherra Bretlands í dag eftir að hafa sigrað formannskjör í Íhaldsflokknum í gær. Það er fátt vitað um það hvernig Truss ætlar að gera til að rétta úr kútnum hjá landinu - en eitt er vitað, og það er að Margaret Thatcher er átrúnaðargoð hennar. Hvað svo sem það kemur til með að þýða. Við hringdum út til Bretlands og spjöllum við Sigrúnu Sævarsdóttur Griffith um kaffistofuumræðu Breta um hinn nýja forsætisráðherra. Og í lok þáttar kom Sævar Helgi Bragason til okkar og ræðir heim vísindanna - eins og alltaf annan hvern þriðjudag.
Heimsóknum á heilsugæsluna hefur fjölgað um 40% frá 2019 svo nú hefur Heilsugæslan blásið til herferðar til að auka heilsulæsi - já og hvetja fólk til að leita ekki til læknis þegar það er með umgangspestir sem ekkert bítur á nema ónæmiskerfið okkar og tíminn. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sagði okkur frá átakinu sem hefur fengið nafnið Heima er Pest. Tilkynningum peninvgaþvætti hér á landi hefur fjölgað mikið síðustu ár. Seðlabanki Íslands stóð í gær fyrir ráðstefnu um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka - og við ræddum þau mál við Unni Gunnarsdóttur, varaseðlabankastjóra, sem segir hagkerfinu stafa ógn af slíkum glæpum. Lögreglan sektaði um helgina nokkra ökumenn sem tóku myndbönd af slysavettvangi - með þeim rökum að þeir hefðu notað símann undir stýri. Við veltum því fyrir okkur hvort myndbönd af slysavettvangi og slagsmálum hafi færst í aukana og hvort ekki sé nein lagastoð til að vernda friðhelgi fólks sem lendi í slíku. Til okkar kom Vigdís Eva Líndal sviðsstjóri hjá Persónuvernd. Alþingi á að koma saman eftir viku en mögulega verður þing kallað saman fyrr ef skýrsla ríkisendurskoðunar um umdeilda sölu ríkisins á hluta sínum í Íslandsbanka berst fyrir þingsetninguna 13. september. Fram kom á Vísi í gær að skýrslan sé væntanleg innan tíðar. Við ræddum þingveturinn framundan, stöðu flokkanna og líkleg deilumál við Ólaf Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði. Liz Truss verður skipuð forsætisráðherra Bretlands í dag eftir að hafa sigrað formannskjör í Íhaldsflokknum í gær. Það er fátt vitað um það hvernig Truss ætlar að gera til að rétta úr kútnum hjá landinu - en eitt er vitað, og það er að Margaret Thatcher er átrúnaðargoð hennar. Hvað svo sem það kemur til með að þýða. Við hringdum út til Bretlands og spjöllum við Sigrúnu Sævarsdóttur Griffith um kaffistofuumræðu Breta um hinn nýja forsætisráðherra. Og í lok þáttar kom Sævar Helgi Bragason til okkar og ræðir heim vísindanna - eins og alltaf annan hvern þriðjudag.
Heimsóknum á heilsugæsluna hefur fjölgað um 40% frá 2019 svo nú hefur Heilsugæslan blásið til herferðar til að auka heilsulæsi - já og hvetja fólk til að leita ekki til læknis þegar það er með umgangspestir sem ekkert bítur á nema ónæmiskerfið okkar og tíminn. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sagði okkur frá átakinu sem hefur fengið nafnið Heima er Pest. Tilkynningum peninvgaþvætti hér á landi hefur fjölgað mikið síðustu ár. Seðlabanki Íslands stóð í gær fyrir ráðstefnu um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka - og við ræddum þau mál við Unni Gunnarsdóttur, varaseðlabankastjóra, sem segir hagkerfinu stafa ógn af slíkum glæpum. Lögreglan sektaði um helgina nokkra ökumenn sem tóku myndbönd af slysavettvangi - með þeim rökum að þeir hefðu notað símann undir stýri. Við veltum því fyrir okkur hvort myndbönd af slysavettvangi og slagsmálum hafi færst í aukana og hvort ekki sé nein lagastoð til að vernda friðhelgi fólks sem lendi í slíku. Til okkar kom Vigdís Eva Líndal sviðsstjóri hjá Persónuvernd. Alþingi á að koma saman eftir viku en mögulega verður þing kallað saman fyrr ef skýrsla ríkisendurskoðunar um umdeilda sölu ríkisins á hluta sínum í Íslandsbanka berst fyrir þingsetninguna 13. september. Fram kom á Vísi í gær að skýrslan sé væntanleg innan tíðar. Við ræddum þingveturinn framundan, stöðu flokkanna og líkleg deilumál við Ólaf Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði. Liz Truss verður skipuð forsætisráðherra Bretlands í dag eftir að hafa sigrað formannskjör í Íhaldsflokknum í gær. Það er fátt vitað um það hvernig Truss ætlar að gera til að rétta úr kútnum hjá landinu - en eitt er vitað, og það er að Margaret Thatcher er átrúnaðargoð hennar. Hvað svo sem það kemur til með að þýða. Við hringdum út til Bretlands og spjöllum við Sigrúnu Sævarsdóttur Griffith um kaffistofuumræðu Breta um hinn nýja forsætisráðherra. Og í lok þáttar kom Sævar Helgi Bragason til okkar og ræðir heim vísindanna - eins og alltaf annan hvern þriðjudag.
Sævar Helgi Bragason er vísindamiðlari, stjörnufræðikennari, fyrirlesari og rithöfundur. Í þættinum talar Sævar um að sjá heiminn út frá augum barnsins, loftlagsbreytingar, stjarnvísindi, líf á öðrum hnöttum, ávinning þess að rannsaka geiminn, geimfara og margt margt fleira. Þátturinn er í boði: Sumac - https://sumac.is/ Sportvörur - https://sportvorur.is/ Lavazza - https://www.lavazza.is/
Makrílveiðar standa nú sem hæst - já eða kannski öllu heldur leitin að makríl, sama hvernig hún svo gengur - og við heyrðum í mönnunum á miðunum hér í upphafi þáttar. Smári Einarsson var á línunni. Kjarninn greindi frá því í gær að á þeim rúma mánuði sem liðinn er frá því að kærunefnd útlendingamála felldi út gildi niðurstöðu Útlendingastofnunar í máli einstaklings frá Venesúela hafi um 100 manns frá Venesúela verið veitt viðbótarvernd - og rúmlega 300 mál bíða enn afgreiðslu. Ekkert lát er á þeirri neyð sem ríkir í Venesúela - en við ræddum stöðuna þar við Walesko Giraldo Þorsteinsson, sem búsett er hér á landi. Í gær var greint frá því að Landlæknisembættið hefði kært fyrirtækið Köru connect, og nokkur önnur fyrirtæki sem bjóða stafrænar lausnir í heilbrigðisþjónustu - til að fá hnekkt úrskurði kærunefndar útboðsmála sem í febrúar komst að þeirri niðurstöðu að Landlækni bæri að greiða sekt fyrir að kaupa slíka þjónustu dýrum dómum án útboðs. Þó málið sé ansi tæknilegs eðlis þá getur slík kæra verið erfið fyrir lítil fyrirtæki á borð við Köru connect en við ræddum stöðu þess fyrirtækis við Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Í gær greindu stjórnendur frönsku verslunarkeðjunnar Carrefour frá því að fyrirtækið ætli að frysta vöruverð á um hundrað vörum til að bregðast við verðbólgu í landinu, sem mælist nú 6,8 prósent, og hefur sjaldan verið hærri. Ríkisstjórn Emmanuel Macrons, Frakklandsforseta, hafði þrýst á frönsk stórfyrirtæki að grípa til slíkra aðgerða, og við ræddum við Breka Karlsson, formann Neytendasamtakanna, um hvort æskilegt sé að íslensk fyrirtæki fylgi í fótspor frönsku verslunarkeðjunnar - og ábyrgð fyrirtækja í dýrtíð sem þessari. Rússneska leyniþjónustan heldur því fram að Úkraínuher beri ábyrgð á dauða Dariu Dugin, dóttur samverkamanns Vladimirs Putin Rússlandsforseta, Alexandr Dugin. Við ræddum við Jón Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, um hugmyndafræði Dugins, sem hefur haft mikil áhrif á Rússlandsforseta og stöðu stríðsins í Úkraínu. Og í lok þáttar kom Sævar Helgi Bragason til okkar og ræddi heim vísindanna, eins og alltaf annan hvern þriðjudag.
Makrílveiðar standa nú sem hæst - já eða kannski öllu heldur leitin að makríl, sama hvernig hún svo gengur - og við heyrðum í mönnunum á miðunum hér í upphafi þáttar. Smári Einarsson var á línunni. Kjarninn greindi frá því í gær að á þeim rúma mánuði sem liðinn er frá því að kærunefnd útlendingamála felldi út gildi niðurstöðu Útlendingastofnunar í máli einstaklings frá Venesúela hafi um 100 manns frá Venesúela verið veitt viðbótarvernd - og rúmlega 300 mál bíða enn afgreiðslu. Ekkert lát er á þeirri neyð sem ríkir í Venesúela - en við ræddum stöðuna þar við Walesko Giraldo Þorsteinsson, sem búsett er hér á landi. Í gær var greint frá því að Landlæknisembættið hefði kært fyrirtækið Köru connect, og nokkur önnur fyrirtæki sem bjóða stafrænar lausnir í heilbrigðisþjónustu - til að fá hnekkt úrskurði kærunefndar útboðsmála sem í febrúar komst að þeirri niðurstöðu að Landlækni bæri að greiða sekt fyrir að kaupa slíka þjónustu dýrum dómum án útboðs. Þó málið sé ansi tæknilegs eðlis þá getur slík kæra verið erfið fyrir lítil fyrirtæki á borð við Köru connect en við ræddum stöðu þess fyrirtækis við Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Í gær greindu stjórnendur frönsku verslunarkeðjunnar Carrefour frá því að fyrirtækið ætli að frysta vöruverð á um hundrað vörum til að bregðast við verðbólgu í landinu, sem mælist nú 6,8 prósent, og hefur sjaldan verið hærri. Ríkisstjórn Emmanuel Macrons, Frakklandsforseta, hafði þrýst á frönsk stórfyrirtæki að grípa til slíkra aðgerða, og við ræddum við Breka Karlsson, formann Neytendasamtakanna, um hvort æskilegt sé að íslensk fyrirtæki fylgi í fótspor frönsku verslunarkeðjunnar - og ábyrgð fyrirtækja í dýrtíð sem þessari. Rússneska leyniþjónustan heldur því fram að Úkraínuher beri ábyrgð á dauða Dariu Dugin, dóttur samverkamanns Vladimirs Putin Rússlandsforseta, Alexandr Dugin. Við ræddum við Jón Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, um hugmyndafræði Dugins, sem hefur haft mikil áhrif á Rússlandsforseta og stöðu stríðsins í Úkraínu. Og í lok þáttar kom Sævar Helgi Bragason til okkar og ræddi heim vísindanna, eins og alltaf annan hvern þriðjudag.
Makrílveiðar standa nú sem hæst - já eða kannski öllu heldur leitin að makríl, sama hvernig hún svo gengur - og við heyrðum í mönnunum á miðunum hér í upphafi þáttar. Smári Einarsson var á línunni. Kjarninn greindi frá því í gær að á þeim rúma mánuði sem liðinn er frá því að kærunefnd útlendingamála felldi út gildi niðurstöðu Útlendingastofnunar í máli einstaklings frá Venesúela hafi um 100 manns frá Venesúela verið veitt viðbótarvernd - og rúmlega 300 mál bíða enn afgreiðslu. Ekkert lát er á þeirri neyð sem ríkir í Venesúela - en við ræddum stöðuna þar við Walesko Giraldo Þorsteinsson, sem búsett er hér á landi. Í gær var greint frá því að Landlæknisembættið hefði kært fyrirtækið Köru connect, og nokkur önnur fyrirtæki sem bjóða stafrænar lausnir í heilbrigðisþjónustu - til að fá hnekkt úrskurði kærunefndar útboðsmála sem í febrúar komst að þeirri niðurstöðu að Landlækni bæri að greiða sekt fyrir að kaupa slíka þjónustu dýrum dómum án útboðs. Þó málið sé ansi tæknilegs eðlis þá getur slík kæra verið erfið fyrir lítil fyrirtæki á borð við Köru connect en við ræddum stöðu þess fyrirtækis við Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Í gær greindu stjórnendur frönsku verslunarkeðjunnar Carrefour frá því að fyrirtækið ætli að frysta vöruverð á um hundrað vörum til að bregðast við verðbólgu í landinu, sem mælist nú 6,8 prósent, og hefur sjaldan verið hærri. Ríkisstjórn Emmanuel Macrons, Frakklandsforseta, hafði þrýst á frönsk stórfyrirtæki að grípa til slíkra aðgerða, og við ræddum við Breka Karlsson, formann Neytendasamtakanna, um hvort æskilegt sé að íslensk fyrirtæki fylgi í fótspor frönsku verslunarkeðjunnar - og ábyrgð fyrirtækja í dýrtíð sem þessari. Rússneska leyniþjónustan heldur því fram að Úkraínuher beri ábyrgð á dauða Dariu Dugin, dóttur samverkamanns Vladimirs Putin Rússlandsforseta, Alexandr Dugin. Við ræddum við Jón Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, um hugmyndafræði Dugins, sem hefur haft mikil áhrif á Rússlandsforseta og stöðu stríðsins í Úkraínu. Og í lok þáttar kom Sævar Helgi Bragason til okkar og ræddi heim vísindanna, eins og alltaf annan hvern þriðjudag.
Valur Gunnarsson, rithöfundur og sagnfræðingur, er enn á ferð um Úkraínu og sendir okkur pistla þaðan þar sem hann lýsir upplifun sinni. Í dag talaði hann um tungumálið en úkraínska er komin í tísku og jaðrar við að vera varasamt að læra rússnesku. Við höfum fjallað um mikinn prjónaáhuga Íslendinga hér í þættinum, en minna kynnt okkur prjónahefðir annarra landa. Dagný Hermannsdóttir textílkennari hefur hins vegar farið margar ferðir til Lettlands á prjónanámskeið en Lettar eiga merkilegar hefðir, m.a. í vettlingaprjóni. Dagný kom til okkar og segir okkur frá þessu prjónaævintýri. Færeyingar sem búa á Suðurey, syðstu eyju Færeyja, hafa mótmælt því að gamli Herjólfur taki tímabundið við siglingum til og frá höfuðborginni Þórshöfn. Við ræddum þetta mál við Ebenezer Þórarinn Ásgeirsson, sem er búsettur í Færeyjum, en hann er framkvæmdastjóri Hopp þar í landi og við ræddum því einnig við hann um deilu fyrirtækisins við færeysk stjórnvöld sem hefur nú staðið yfir í um ár - enn fá Færeyingar ekki að þeytast um á rafhlaupahjólum. Tveir hagfræðingar, sem Þjóðhagsráð fékk til þess að vinna greinargerðir um stöðu og horfur á vinnumarkaði núna í aðdraganda kjarasamninga, komust að þeirri niðurstöðu að um þessar mundir sé svigrúm í hagkerfinu til nafnlaunahækkana ?takmarkað? eða jafnvel ?á þrotum?, ef tryggja eigi að kaupmáttur launanna sem landsmenn fá í vasann haldi sér. Þá varaði seðlabankastjóri fulltrúa launafólks við því að sækjast eftir miklum launahækkunum í komandi kjarasamningum á dögunum. Við ræddum kjaraveturinn framundan við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar. Við ræddum við Steinunni Þórðardóttur, formann Læknafélags Íslands, um fjármögnun heilbrigðiskerfisins en hún segir umræðu um hana í mörgum tilvikum frekar byggða á yfirlýsingum og staðhæfingum en tölulegum gögnum. Sævar Helgi Bragason kom til okkar með fréttir af vísindum. Tónlist: Ásgeir Trausti - Snowbind Laufey Lín - Everything I know about love Curtis Harding - Where is the love Amy Winehouse - Love is a losing game Todmobile - Stúlkan Ragnhildur Gísladóttir - Hvað um mig og þig? Bubbi Morthens - Ennþá er tími Olivia Newton John - Magic
Valur Gunnarsson, rithöfundur og sagnfræðingur, er enn á ferð um Úkraínu og sendir okkur pistla þaðan þar sem hann lýsir upplifun sinni. Í dag talaði hann um tungumálið en úkraínska er komin í tísku og jaðrar við að vera varasamt að læra rússnesku. Við höfum fjallað um mikinn prjónaáhuga Íslendinga hér í þættinum, en minna kynnt okkur prjónahefðir annarra landa. Dagný Hermannsdóttir textílkennari hefur hins vegar farið margar ferðir til Lettlands á prjónanámskeið en Lettar eiga merkilegar hefðir, m.a. í vettlingaprjóni. Dagný kom til okkar og segir okkur frá þessu prjónaævintýri. Færeyingar sem búa á Suðurey, syðstu eyju Færeyja, hafa mótmælt því að gamli Herjólfur taki tímabundið við siglingum til og frá höfuðborginni Þórshöfn. Við ræddum þetta mál við Ebenezer Þórarinn Ásgeirsson, sem er búsettur í Færeyjum, en hann er framkvæmdastjóri Hopp þar í landi og við ræddum því einnig við hann um deilu fyrirtækisins við færeysk stjórnvöld sem hefur nú staðið yfir í um ár - enn fá Færeyingar ekki að þeytast um á rafhlaupahjólum. Tveir hagfræðingar, sem Þjóðhagsráð fékk til þess að vinna greinargerðir um stöðu og horfur á vinnumarkaði núna í aðdraganda kjarasamninga, komust að þeirri niðurstöðu að um þessar mundir sé svigrúm í hagkerfinu til nafnlaunahækkana ?takmarkað? eða jafnvel ?á þrotum?, ef tryggja eigi að kaupmáttur launanna sem landsmenn fá í vasann haldi sér. Þá varaði seðlabankastjóri fulltrúa launafólks við því að sækjast eftir miklum launahækkunum í komandi kjarasamningum á dögunum. Við ræddum kjaraveturinn framundan við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar. Við ræddum við Steinunni Þórðardóttur, formann Læknafélags Íslands, um fjármögnun heilbrigðiskerfisins en hún segir umræðu um hana í mörgum tilvikum frekar byggða á yfirlýsingum og staðhæfingum en tölulegum gögnum. Sævar Helgi Bragason kom til okkar með fréttir af vísindum. Tónlist: Ásgeir Trausti - Snowbind Laufey Lín - Everything I know about love Curtis Harding - Where is the love Amy Winehouse - Love is a losing game Todmobile - Stúlkan Ragnhildur Gísladóttir - Hvað um mig og þig? Bubbi Morthens - Ennþá er tími Olivia Newton John - Magic
Valur Gunnarsson, rithöfundur og sagnfræðingur, er enn á ferð um Úkraínu og sendir okkur pistla þaðan þar sem hann lýsir upplifun sinni. Í dag talaði hann um tungumálið en úkraínska er komin í tísku og jaðrar við að vera varasamt að læra rússnesku. Við höfum fjallað um mikinn prjónaáhuga Íslendinga hér í þættinum, en minna kynnt okkur prjónahefðir annarra landa. Dagný Hermannsdóttir textílkennari hefur hins vegar farið margar ferðir til Lettlands á prjónanámskeið en Lettar eiga merkilegar hefðir, m.a. í vettlingaprjóni. Dagný kom til okkar og segir okkur frá þessu prjónaævintýri. Færeyingar sem búa á Suðurey, syðstu eyju Færeyja, hafa mótmælt því að gamli Herjólfur taki tímabundið við siglingum til og frá höfuðborginni Þórshöfn. Við ræddum þetta mál við Ebenezer Þórarinn Ásgeirsson, sem er búsettur í Færeyjum, en hann er framkvæmdastjóri Hopp þar í landi og við ræddum því einnig við hann um deilu fyrirtækisins við færeysk stjórnvöld sem hefur nú staðið yfir í um ár - enn fá Færeyingar ekki að þeytast um á rafhlaupahjólum. Tveir hagfræðingar, sem Þjóðhagsráð fékk til þess að vinna greinargerðir um stöðu og horfur á vinnumarkaði núna í aðdraganda kjarasamninga, komust að þeirri niðurstöðu að um þessar mundir sé svigrúm í hagkerfinu til nafnlaunahækkana ?takmarkað? eða jafnvel ?á þrotum?, ef tryggja eigi að kaupmáttur launanna sem landsmenn fá í vasann haldi sér. Þá varaði seðlabankastjóri fulltrúa launafólks við því að sækjast eftir miklum launahækkunum í komandi kjarasamningum á dögunum. Við ræddum kjaraveturinn framundan við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar. Við ræddum við Steinunni Þórðardóttur, formann Læknafélags Íslands, um fjármögnun heilbrigðiskerfisins en hún segir umræðu um hana í mörgum tilvikum frekar byggða á yfirlýsingum og staðhæfingum en tölulegum gögnum. Sævar Helgi Bragason kom til okkar með fréttir af vísindum. Tónlist: Ásgeir Trausti - Snowbind Laufey Lín - Everything I know about love Curtis Harding - Where is the love Amy Winehouse - Love is a losing game Todmobile - Stúlkan Ragnhildur Gísladóttir - Hvað um mig og þig? Bubbi Morthens - Ennþá er tími Olivia Newton John - Magic
Umsjón: Rúnar Róbertsson og Felix Bergsson Valur Gunnarsson, sagnfræðingur og rithöfundur er á ferð um Úkraínu og sendir okkur pistla þaðan þar sem hann lýsir upplifun sinni. Í þessum pistli er hann í hafnarborginni Odessa þar sem flugskeytum var skotið á hafnarmannvirki eftir að samkomulag var undirritað um að leyft yrði að skip með korn á leið úr landi fengju greiða leið. Matvælaráðherra bætti á dögunum ríflega þúsund tonnum af þorki við strandveiðipottinn og tilkynnti breytingar á fyrirkomulaginu til þess að jafna veiðar á milli landshluta hafa sætt gagnrýni. Gísli Páll Guðjónsson er í stjórn Stranveiðifélagsins og stundar strandveiðar á vestursvæði. Hann er ekki sáttur með fyrirkomulagið og segir Stranveiðifélagið líti svo á að um hópuppsögn hafi verið að ræða þar sem um 700 manns hafi misst vinnuna þegar strandveiðum lauk. Sjómenn á vestursvæði eigi erfiðara með sjósókn vegna veðurs. Gísli Páll var á línunni að vestan. Crossfit samfélagið gleðst innilega þessa dagana því heimsleikar verða haldnir í næstu viku og ná hápunkti um Verslunarmannahelgina. Það hefur gustað nokkuð um Crossfit en þær öldur hefur lægt. Heimsleikarnir fara fram eins og áður í Bandaríkjunum og enn eru nokkrir Íslendingar meðal þeirra bestu í þessari íþróttagrein og verða í eldlínunni. Evert Víglundsson hefur verið einn helsti talsmaður Crossfit á Íslandi og hann var á línunni hjá okkur Morgunútvarpið heldur áfram yfirreið sinni yfir þær uppákomur sem verða um Verslunarmannahelgina og nú er komið að pönkurunum því Norðanpaunk, ættarmót íslensku pönksenunnar verður aftur haldið á Laugabakka í Húnavatnssýslu. Við heyrðum í forsvarsmanni ættarmótsins, Árna Þorláki Guðnasyni Í lok þáttar kom Sævar Helgi Bragason til okkar og fór yfir fréttir úr vísindaheiminum.
Umsjón: Rúnar Róbertsson og Felix Bergsson Valur Gunnarsson, sagnfræðingur og rithöfundur er á ferð um Úkraínu og sendir okkur pistla þaðan þar sem hann lýsir upplifun sinni. Í þessum pistli er hann í hafnarborginni Odessa þar sem flugskeytum var skotið á hafnarmannvirki eftir að samkomulag var undirritað um að leyft yrði að skip með korn á leið úr landi fengju greiða leið. Matvælaráðherra bætti á dögunum ríflega þúsund tonnum af þorki við strandveiðipottinn og tilkynnti breytingar á fyrirkomulaginu til þess að jafna veiðar á milli landshluta hafa sætt gagnrýni. Gísli Páll Guðjónsson er í stjórn Stranveiðifélagsins og stundar strandveiðar á vestursvæði. Hann er ekki sáttur með fyrirkomulagið og segir Stranveiðifélagið líti svo á að um hópuppsögn hafi verið að ræða þar sem um 700 manns hafi misst vinnuna þegar strandveiðum lauk. Sjómenn á vestursvæði eigi erfiðara með sjósókn vegna veðurs. Gísli Páll var á línunni að vestan. Crossfit samfélagið gleðst innilega þessa dagana því heimsleikar verða haldnir í næstu viku og ná hápunkti um Verslunarmannahelgina. Það hefur gustað nokkuð um Crossfit en þær öldur hefur lægt. Heimsleikarnir fara fram eins og áður í Bandaríkjunum og enn eru nokkrir Íslendingar meðal þeirra bestu í þessari íþróttagrein og verða í eldlínunni. Evert Víglundsson hefur verið einn helsti talsmaður Crossfit á Íslandi og hann var á línunni hjá okkur Morgunútvarpið heldur áfram yfirreið sinni yfir þær uppákomur sem verða um Verslunarmannahelgina og nú er komið að pönkurunum því Norðanpaunk, ættarmót íslensku pönksenunnar verður aftur haldið á Laugabakka í Húnavatnssýslu. Við heyrðum í forsvarsmanni ættarmótsins, Árna Þorláki Guðnasyni Í lok þáttar kom Sævar Helgi Bragason til okkar og fór yfir fréttir úr vísindaheiminum.
Umsjón: Rúnar Róbertsson og Felix Bergsson Valur Gunnarsson, sagnfræðingur og rithöfundur er á ferð um Úkraínu og sendir okkur pistla þaðan þar sem hann lýsir upplifun sinni. Í þessum pistli er hann í hafnarborginni Odessa þar sem flugskeytum var skotið á hafnarmannvirki eftir að samkomulag var undirritað um að leyft yrði að skip með korn á leið úr landi fengju greiða leið. Matvælaráðherra bætti á dögunum ríflega þúsund tonnum af þorki við strandveiðipottinn og tilkynnti breytingar á fyrirkomulaginu til þess að jafna veiðar á milli landshluta hafa sætt gagnrýni. Gísli Páll Guðjónsson er í stjórn Stranveiðifélagsins og stundar strandveiðar á vestursvæði. Hann er ekki sáttur með fyrirkomulagið og segir Stranveiðifélagið líti svo á að um hópuppsögn hafi verið að ræða þar sem um 700 manns hafi misst vinnuna þegar strandveiðum lauk. Sjómenn á vestursvæði eigi erfiðara með sjósókn vegna veðurs. Gísli Páll var á línunni að vestan. Crossfit samfélagið gleðst innilega þessa dagana því heimsleikar verða haldnir í næstu viku og ná hápunkti um Verslunarmannahelgina. Það hefur gustað nokkuð um Crossfit en þær öldur hefur lægt. Heimsleikarnir fara fram eins og áður í Bandaríkjunum og enn eru nokkrir Íslendingar meðal þeirra bestu í þessari íþróttagrein og verða í eldlínunni. Evert Víglundsson hefur verið einn helsti talsmaður Crossfit á Íslandi og hann var á línunni hjá okkur Morgunútvarpið heldur áfram yfirreið sinni yfir þær uppákomur sem verða um Verslunarmannahelgina og nú er komið að pönkurunum því Norðanpaunk, ættarmót íslensku pönksenunnar verður aftur haldið á Laugabakka í Húnavatnssýslu. Við heyrðum í forsvarsmanni ættarmótsins, Árna Þorláki Guðnasyni Í lok þáttar kom Sævar Helgi Bragason til okkar og fór yfir fréttir úr vísindaheiminum.
Umsjón: Rúnar Róbertsson og Hulda Geirsdóttir Ásmundur Friðriksson alþingismaður er ekki óvanur að grípa í pennann og nýverið kom út hans nýjasta bók, Strand í gini gígsins þar sem brugðið er upp mynd af mannlífinu í Eyjum á tímum Surtseyjargossins og sagt frá ýmsum svaðilförum er því tengjast. Ásmundur kom til okkar í morgunkaffi og sagði okkur frá bókinni og við spyrjum hann í leiðinni út í árlega Skötumessu að sumri sem hann skipuleggur í júlí til styrktar góðu málefni ásamt því að spyrja hann útí nýjustu vendingar vegna kaupa Síðdarvinnslunar á Vísi í Grindavík. En Ásmundur er þingmaður Suðurkjördæmis. Óskar Hallgrímsson, íbúi í Kænugarði og ljósmyndari, hefur fylgst vel með atburðarrásinni í Úkraínu og fjölmiðlar hringt reglulega í hann. Hann er nú staddur á Íslandi og var í símanum hjá okkur. Hann hefur séð og upplifað margt sem venjulegur íslendingur er ekki vanur að upplifa og sagði okkur frá sinni upplifun. Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 24% undanfarna tólf mánuði en það hækkaði um 3,0% í maí. Síðan þá hefur Seðlabankinn gripið í taumana, ef svo má að orði komast. Dregið hefur úr aðgengi að lánsfé og vextir hafa hækkað. En hvernig stendur fasteignamarkaðurinn núna? T.d. miðað við annars staðar, í löndum sem við berum okkur saman við. Páll Heiðar Pálsson, fasteignasali, kom með greiningu. Við heyrðum vikulegan pistil frá sagnfræðingnum og rithöfundinum Vali Gunnarssyni en hann var í síðustu viku í borginni Lviv en segir nú frá um 10 tíma lestarferðalagi sínu til höfuðborgarinnar Kiev, Kænugarðs. Hann kemur nú til borgarinnar eftir tveggja ára fjarveru. Hvernig hefur hún breyst? Í lok þáttar kom Sævar Helgi Bragason til okkar, eins og hann gerir hálfsmánaðarlega, og fer yfir fréttir úr vísindaheiminum. Í dag er nefnilega stór dagur. Fyrstu myndir frá Webb geimsjónaukanum verða birtar í dag og Sævar Helgi sagði okkur meira af því. Tónlist: Stuðmenn - Popplag í G-dúr Tame impala - Turn up the sunshine Hjaltalín - Stay by you Queen - Somebody to love Dua Lipa & Elton John - Cold heart Sam Ryder - Space man
Umsjón: Rúnar Róbertsson og Hulda Geirsdóttir Ásmundur Friðriksson alþingismaður er ekki óvanur að grípa í pennann og nýverið kom út hans nýjasta bók, Strand í gini gígsins þar sem brugðið er upp mynd af mannlífinu í Eyjum á tímum Surtseyjargossins og sagt frá ýmsum svaðilförum er því tengjast. Ásmundur kom til okkar í morgunkaffi og sagði okkur frá bókinni og við spyrjum hann í leiðinni út í árlega Skötumessu að sumri sem hann skipuleggur í júlí til styrktar góðu málefni ásamt því að spyrja hann útí nýjustu vendingar vegna kaupa Síðdarvinnslunar á Vísi í Grindavík. En Ásmundur er þingmaður Suðurkjördæmis. Óskar Hallgrímsson, íbúi í Kænugarði og ljósmyndari, hefur fylgst vel með atburðarrásinni í Úkraínu og fjölmiðlar hringt reglulega í hann. Hann er nú staddur á Íslandi og var í símanum hjá okkur. Hann hefur séð og upplifað margt sem venjulegur íslendingur er ekki vanur að upplifa og sagði okkur frá sinni upplifun. Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 24% undanfarna tólf mánuði en það hækkaði um 3,0% í maí. Síðan þá hefur Seðlabankinn gripið í taumana, ef svo má að orði komast. Dregið hefur úr aðgengi að lánsfé og vextir hafa hækkað. En hvernig stendur fasteignamarkaðurinn núna? T.d. miðað við annars staðar, í löndum sem við berum okkur saman við. Páll Heiðar Pálsson, fasteignasali, kom með greiningu. Við heyrðum vikulegan pistil frá sagnfræðingnum og rithöfundinum Vali Gunnarssyni en hann var í síðustu viku í borginni Lviv en segir nú frá um 10 tíma lestarferðalagi sínu til höfuðborgarinnar Kiev, Kænugarðs. Hann kemur nú til borgarinnar eftir tveggja ára fjarveru. Hvernig hefur hún breyst? Í lok þáttar kom Sævar Helgi Bragason til okkar, eins og hann gerir hálfsmánaðarlega, og fer yfir fréttir úr vísindaheiminum. Í dag er nefnilega stór dagur. Fyrstu myndir frá Webb geimsjónaukanum verða birtar í dag og Sævar Helgi sagði okkur meira af því. Tónlist: Stuðmenn - Popplag í G-dúr Tame impala - Turn up the sunshine Hjaltalín - Stay by you Queen - Somebody to love Dua Lipa & Elton John - Cold heart Sam Ryder - Space man
Umsjón: Rúnar Róbertsson og Hulda Geirsdóttir Ásmundur Friðriksson alþingismaður er ekki óvanur að grípa í pennann og nýverið kom út hans nýjasta bók, Strand í gini gígsins þar sem brugðið er upp mynd af mannlífinu í Eyjum á tímum Surtseyjargossins og sagt frá ýmsum svaðilförum er því tengjast. Ásmundur kom til okkar í morgunkaffi og sagði okkur frá bókinni og við spyrjum hann í leiðinni út í árlega Skötumessu að sumri sem hann skipuleggur í júlí til styrktar góðu málefni ásamt því að spyrja hann útí nýjustu vendingar vegna kaupa Síðdarvinnslunar á Vísi í Grindavík. En Ásmundur er þingmaður Suðurkjördæmis. Óskar Hallgrímsson, íbúi í Kænugarði og ljósmyndari, hefur fylgst vel með atburðarrásinni í Úkraínu og fjölmiðlar hringt reglulega í hann. Hann er nú staddur á Íslandi og var í símanum hjá okkur. Hann hefur séð og upplifað margt sem venjulegur íslendingur er ekki vanur að upplifa og sagði okkur frá sinni upplifun. Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 24% undanfarna tólf mánuði en það hækkaði um 3,0% í maí. Síðan þá hefur Seðlabankinn gripið í taumana, ef svo má að orði komast. Dregið hefur úr aðgengi að lánsfé og vextir hafa hækkað. En hvernig stendur fasteignamarkaðurinn núna? T.d. miðað við annars staðar, í löndum sem við berum okkur saman við. Páll Heiðar Pálsson, fasteignasali, kom með greiningu. Við heyrðum vikulegan pistil frá sagnfræðingnum og rithöfundinum Vali Gunnarssyni en hann var í síðustu viku í borginni Lviv en segir nú frá um 10 tíma lestarferðalagi sínu til höfuðborgarinnar Kiev, Kænugarðs. Hann kemur nú til borgarinnar eftir tveggja ára fjarveru. Hvernig hefur hún breyst? Í lok þáttar kom Sævar Helgi Bragason til okkar, eins og hann gerir hálfsmánaðarlega, og fer yfir fréttir úr vísindaheiminum. Í dag er nefnilega stór dagur. Fyrstu myndir frá Webb geimsjónaukanum verða birtar í dag og Sævar Helgi sagði okkur meira af því. Tónlist: Stuðmenn - Popplag í G-dúr Tame impala - Turn up the sunshine Hjaltalín - Stay by you Queen - Somebody to love Dua Lipa & Elton John - Cold heart Sam Ryder - Space man
Sveitarstjórn Tálknafjarðar samþykkti samhljóða á fundi sínum fyrir helgi að taka upp óformlegar viðræður við bæjarstjórn Vesturbyggðar um sameiningu sveitarfélaganna tveggja. Við ræddum mögulega sameiningu við Rebekku Hilmarsdóttur, bæjarstjóra Vesturbyggðar. Sagnfræðingurinn og rithöfundurinn Valur Gunnarsson er nú í Úkraínu og á næstu vikum heyrum við innslög frá honum um stöðuna í landinu. Það fyrsta í dag fjallaði um förina yfir landamæri Póllands. Töluverðar raskanir hafa orðið á starfsemi flugvalla og flugfélaga víða að undanförnu vegna manneklu og verkfalla - og gera má ráð fyrir áframhaldandi truflunum nú í sumar. Við ræddum við Breka Karlsson, formann Neytendasamtakanna, um hver réttindi farþega eru þegar flugi er aflýst eða seinkað. Þeir sem spáðu dauða línulegrar dagskrár í sjónvarpi hafa þurft að éta hatt sinn þegar stórar efnisveitur á borð við Netflix og Disney+ hófu að bjóða upp á valið efni í reglulegri birtingu í stað hámhorfsins sem þessi bransi byggði grundvöll sinn á í upphafi. Við fengum þá Pálma Guðmundsson dagskrárstjóra Sjónvarps Símans og Valgeir Vilhjálmsson markaðs- og rannsóknarstjóra RÚV til að pæla með okkur í framtíð sjónvarpsins. Líklega ein fjölmennasta og víðfeðmasta myndlistarsýning sem haldin hefur verið hér á landi opnar á laugardag. Sýningin breiðir sig yfir Dalabyggð, Vestfirði og Strandir en alls taka 126 myndlistarmenn þátt og birta verk sín bæði innan og utandyra en verkin má finna með GPS hnitum. Mæðgurnar Ragnhildur Stefánsdóttir og Ragnhildur Weisshappel eru á meðal skipuleggjenda og komu til okkar upp úr hálf níu. Það er þriðjudagur sem þýðir bara eitt; við spáðum í heimi tækni og vísinda í lok þáttar. Að þessu sinni sest Sævar Helgi Bragason í settið og eys úr viskubrunni sínum.
Sveitarstjórn Tálknafjarðar samþykkti samhljóða á fundi sínum fyrir helgi að taka upp óformlegar viðræður við bæjarstjórn Vesturbyggðar um sameiningu sveitarfélaganna tveggja. Við ræddum mögulega sameiningu við Rebekku Hilmarsdóttur, bæjarstjóra Vesturbyggðar. Sagnfræðingurinn og rithöfundurinn Valur Gunnarsson er nú í Úkraínu og á næstu vikum heyrum við innslög frá honum um stöðuna í landinu. Það fyrsta í dag fjallaði um förina yfir landamæri Póllands. Töluverðar raskanir hafa orðið á starfsemi flugvalla og flugfélaga víða að undanförnu vegna manneklu og verkfalla - og gera má ráð fyrir áframhaldandi truflunum nú í sumar. Við ræddum við Breka Karlsson, formann Neytendasamtakanna, um hver réttindi farþega eru þegar flugi er aflýst eða seinkað. Þeir sem spáðu dauða línulegrar dagskrár í sjónvarpi hafa þurft að éta hatt sinn þegar stórar efnisveitur á borð við Netflix og Disney+ hófu að bjóða upp á valið efni í reglulegri birtingu í stað hámhorfsins sem þessi bransi byggði grundvöll sinn á í upphafi. Við fengum þá Pálma Guðmundsson dagskrárstjóra Sjónvarps Símans og Valgeir Vilhjálmsson markaðs- og rannsóknarstjóra RÚV til að pæla með okkur í framtíð sjónvarpsins. Líklega ein fjölmennasta og víðfeðmasta myndlistarsýning sem haldin hefur verið hér á landi opnar á laugardag. Sýningin breiðir sig yfir Dalabyggð, Vestfirði og Strandir en alls taka 126 myndlistarmenn þátt og birta verk sín bæði innan og utandyra en verkin má finna með GPS hnitum. Mæðgurnar Ragnhildur Stefánsdóttir og Ragnhildur Weisshappel eru á meðal skipuleggjenda og komu til okkar upp úr hálf níu. Það er þriðjudagur sem þýðir bara eitt; við spáðum í heimi tækni og vísinda í lok þáttar. Að þessu sinni sest Sævar Helgi Bragason í settið og eys úr viskubrunni sínum.
Sveitarstjórn Tálknafjarðar samþykkti samhljóða á fundi sínum fyrir helgi að taka upp óformlegar viðræður við bæjarstjórn Vesturbyggðar um sameiningu sveitarfélaganna tveggja. Við ræddum mögulega sameiningu við Rebekku Hilmarsdóttur, bæjarstjóra Vesturbyggðar. Sagnfræðingurinn og rithöfundurinn Valur Gunnarsson er nú í Úkraínu og á næstu vikum heyrum við innslög frá honum um stöðuna í landinu. Það fyrsta í dag fjallaði um förina yfir landamæri Póllands. Töluverðar raskanir hafa orðið á starfsemi flugvalla og flugfélaga víða að undanförnu vegna manneklu og verkfalla - og gera má ráð fyrir áframhaldandi truflunum nú í sumar. Við ræddum við Breka Karlsson, formann Neytendasamtakanna, um hver réttindi farþega eru þegar flugi er aflýst eða seinkað. Þeir sem spáðu dauða línulegrar dagskrár í sjónvarpi hafa þurft að éta hatt sinn þegar stórar efnisveitur á borð við Netflix og Disney+ hófu að bjóða upp á valið efni í reglulegri birtingu í stað hámhorfsins sem þessi bransi byggði grundvöll sinn á í upphafi. Við fengum þá Pálma Guðmundsson dagskrárstjóra Sjónvarps Símans og Valgeir Vilhjálmsson markaðs- og rannsóknarstjóra RÚV til að pæla með okkur í framtíð sjónvarpsins. Líklega ein fjölmennasta og víðfeðmasta myndlistarsýning sem haldin hefur verið hér á landi opnar á laugardag. Sýningin breiðir sig yfir Dalabyggð, Vestfirði og Strandir en alls taka 126 myndlistarmenn þátt og birta verk sín bæði innan og utandyra en verkin má finna með GPS hnitum. Mæðgurnar Ragnhildur Stefánsdóttir og Ragnhildur Weisshappel eru á meðal skipuleggjenda og komu til okkar upp úr hálf níu. Það er þriðjudagur sem þýðir bara eitt; við spáðum í heimi tækni og vísinda í lok þáttar. Að þessu sinni sest Sævar Helgi Bragason í settið og eys úr viskubrunni sínum.
Hreyfing er mikilvæg öllum, það vitum við, ekki síður eldra fólki. Brúkum bekki er samfélagsverkefni sem miðar að því að auðvelda eldra fólki að stunda útivist og göngur. Gunnlaugur Briem formaður Félags sjúkraþjálfara kíkti til okkar og sagði okkur meira. Málefni öryrkja hafa setið á hakanum frá hruni. Þeir tóku á sig byrðar í kjölfar hrunsins en nutu ekki uppgangs efnahagslífsins á árunum fyrir COVID-19 í sama mæli og íbúar landsins almennt. Þetta er meðal niðurstaðna í skýrslu Kolbeins Hólmars Stefánssonar, dósents við félagsvísindasvið Háskóla Ísland, um 69. grein laga um almannatryggingar. Þar kemur jafnframt fram að enn séu vinnuletjandi hvatar í örorkulífeyriskerfinu. Við ræddum niðurstöður skýrslunnar við Kolbein og Þuríði Hörpu Sigurðardóttur, formann Öryrkjabandalags Íslands. Við forvitnuðumst líka um bókina Raunvitund sem Gunnar Dofri Ólafsson hefur þýtt. Bókinni er ætlað að hjálpa okkur að sjá kerfisbundnar ranghugmyndir sem blinda okkur á þær framfarir sem hafa orðið undanfarin ár, áratugi og árhundruð og að í raun sé heimurinn mun betri en við teljum. Við fengum Gunnar Dofra til að útskýra þetta frekar fyrir okkur. Það hefur heldur betur dregið til tíðinda í heimspólitíkinni undanfarið en í gær var tilkynnt að Ísland styddi umsóknir Svíþjóðar og Finnlands í Atlantshafsbandalagið en löndin hyggjast sækja um inngöngu vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Erdogan, forseti Tyrklands, fór hins vegar mikinn í vikunni og segist ætla að hafna umsókninni þar sem löndin styðji viðskiptaþvinganir gegn landinu. Brynja Huld Óskarsdóttir öryggis- og varnarmálasérfræðingur kom til okkar um miðbik þáttar og ræddi hvaða þýðingu innganga þessara Norðurlanda hefði og hvort Tyrkir geti komið í veg fyrir inngönguna einir og óstuddir. Aðeins 35 prósent stúlkna í framhaldsskóla hér á landi meta andlega heilsu sína góða en þær virðast jafnframt neyta meira áfengis en drengir. Þetta eru niðurstöður nýrrar samantektar sem Rannsóknir og greining gerðu og á að beina sjónum að líðan ungmenna í heimsfaraldrinum. Margrét Lilja Guðmundsdóttir sérfræðingur hjá greiningarfyrirtækinu sagði okkur frá helstu niðurstöðum þessarar rannsóknar. Sævar Helgi Bragason kom við í vísindahorni vikunnar og ræddi m.a. sólarvörn og svarthol. Tónlist: Júníus Meyvant og KK - Skýjaglópur. A-ha - Take on me. Helena Eyjólfsdóttir - Reykur. Madness - Must be love. Friðrik Dór - Hvílíkur dagur. Chris Rea - The road to hell. Björk - Big time sensuality. Elton John - Rocket Man. JóiPé og Króli - Í átt að tunglinu.
Hreyfing er mikilvæg öllum, það vitum við, ekki síður eldra fólki. Brúkum bekki er samfélagsverkefni sem miðar að því að auðvelda eldra fólki að stunda útivist og göngur. Gunnlaugur Briem formaður Félags sjúkraþjálfara kíkti til okkar og sagði okkur meira. Málefni öryrkja hafa setið á hakanum frá hruni. Þeir tóku á sig byrðar í kjölfar hrunsins en nutu ekki uppgangs efnahagslífsins á árunum fyrir COVID-19 í sama mæli og íbúar landsins almennt. Þetta er meðal niðurstaðna í skýrslu Kolbeins Hólmars Stefánssonar, dósents við félagsvísindasvið Háskóla Ísland, um 69. grein laga um almannatryggingar. Þar kemur jafnframt fram að enn séu vinnuletjandi hvatar í örorkulífeyriskerfinu. Við ræddum niðurstöður skýrslunnar við Kolbein og Þuríði Hörpu Sigurðardóttur, formann Öryrkjabandalags Íslands. Við forvitnuðumst líka um bókina Raunvitund sem Gunnar Dofri Ólafsson hefur þýtt. Bókinni er ætlað að hjálpa okkur að sjá kerfisbundnar ranghugmyndir sem blinda okkur á þær framfarir sem hafa orðið undanfarin ár, áratugi og árhundruð og að í raun sé heimurinn mun betri en við teljum. Við fengum Gunnar Dofra til að útskýra þetta frekar fyrir okkur. Það hefur heldur betur dregið til tíðinda í heimspólitíkinni undanfarið en í gær var tilkynnt að Ísland styddi umsóknir Svíþjóðar og Finnlands í Atlantshafsbandalagið en löndin hyggjast sækja um inngöngu vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Erdogan, forseti Tyrklands, fór hins vegar mikinn í vikunni og segist ætla að hafna umsókninni þar sem löndin styðji viðskiptaþvinganir gegn landinu. Brynja Huld Óskarsdóttir öryggis- og varnarmálasérfræðingur kom til okkar um miðbik þáttar og ræddi hvaða þýðingu innganga þessara Norðurlanda hefði og hvort Tyrkir geti komið í veg fyrir inngönguna einir og óstuddir. Aðeins 35 prósent stúlkna í framhaldsskóla hér á landi meta andlega heilsu sína góða en þær virðast jafnframt neyta meira áfengis en drengir. Þetta eru niðurstöður nýrrar samantektar sem Rannsóknir og greining gerðu og á að beina sjónum að líðan ungmenna í heimsfaraldrinum. Margrét Lilja Guðmundsdóttir sérfræðingur hjá greiningarfyrirtækinu sagði okkur frá helstu niðurstöðum þessarar rannsóknar. Sævar Helgi Bragason kom við í vísindahorni vikunnar og ræddi m.a. sólarvörn og svarthol. Tónlist: Júníus Meyvant og KK - Skýjaglópur. A-ha - Take on me. Helena Eyjólfsdóttir - Reykur. Madness - Must be love. Friðrik Dór - Hvílíkur dagur. Chris Rea - The road to hell. Björk - Big time sensuality. Elton John - Rocket Man. JóiPé og Króli - Í átt að tunglinu.
Hreyfing er mikilvæg öllum, það vitum við, ekki síður eldra fólki. Brúkum bekki er samfélagsverkefni sem miðar að því að auðvelda eldra fólki að stunda útivist og göngur. Gunnlaugur Briem formaður Félags sjúkraþjálfara kíkti til okkar og sagði okkur meira. Málefni öryrkja hafa setið á hakanum frá hruni. Þeir tóku á sig byrðar í kjölfar hrunsins en nutu ekki uppgangs efnahagslífsins á árunum fyrir COVID-19 í sama mæli og íbúar landsins almennt. Þetta er meðal niðurstaðna í skýrslu Kolbeins Hólmars Stefánssonar, dósents við félagsvísindasvið Háskóla Ísland, um 69. grein laga um almannatryggingar. Þar kemur jafnframt fram að enn séu vinnuletjandi hvatar í örorkulífeyriskerfinu. Við ræddum niðurstöður skýrslunnar við Kolbein og Þuríði Hörpu Sigurðardóttur, formann Öryrkjabandalags Íslands. Við forvitnuðumst líka um bókina Raunvitund sem Gunnar Dofri Ólafsson hefur þýtt. Bókinni er ætlað að hjálpa okkur að sjá kerfisbundnar ranghugmyndir sem blinda okkur á þær framfarir sem hafa orðið undanfarin ár, áratugi og árhundruð og að í raun sé heimurinn mun betri en við teljum. Við fengum Gunnar Dofra til að útskýra þetta frekar fyrir okkur. Það hefur heldur betur dregið til tíðinda í heimspólitíkinni undanfarið en í gær var tilkynnt að Ísland styddi umsóknir Svíþjóðar og Finnlands í Atlantshafsbandalagið en löndin hyggjast sækja um inngöngu vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Erdogan, forseti Tyrklands, fór hins vegar mikinn í vikunni og segist ætla að hafna umsókninni þar sem löndin styðji viðskiptaþvinganir gegn landinu. Brynja Huld Óskarsdóttir öryggis- og varnarmálasérfræðingur kom til okkar um miðbik þáttar og ræddi hvaða þýðingu innganga þessara Norðurlanda hefði og hvort Tyrkir geti komið í veg fyrir inngönguna einir og óstuddir. Aðeins 35 prósent stúlkna í framhaldsskóla hér á landi meta andlega heilsu sína góða en þær virðast jafnframt neyta meira áfengis en drengir. Þetta eru niðurstöður nýrrar samantektar sem Rannsóknir og greining gerðu og á að beina sjónum að líðan ungmenna í heimsfaraldrinum. Margrét Lilja Guðmundsdóttir sérfræðingur hjá greiningarfyrirtækinu sagði okkur frá helstu niðurstöðum þessarar rannsóknar. Sævar Helgi Bragason kom við í vísindahorni vikunnar og ræddi m.a. sólarvörn og svarthol. Tónlist: Júníus Meyvant og KK - Skýjaglópur. A-ha - Take on me. Helena Eyjólfsdóttir - Reykur. Madness - Must be love. Friðrik Dór - Hvílíkur dagur. Chris Rea - The road to hell. Björk - Big time sensuality. Elton John - Rocket Man. JóiPé og Króli - Í átt að tunglinu.
Landssamtökin Þroskahjálp hafa undanfarið unnið að spennandi verkefni á sviði sýndarveruleika þar sem markmiðið er að þjálfa fólk með þroskahömlun í athöfnum til sjálfstæðara lífs. Nú stendur m.a. til að bjóða upp á opið hús þar sem hægt verður að æfa sig í að kjósa. Anna Lára Steindal verkefnisstjóri hjá Þroskahjálp kom til okkar og sagði okkur meira af þessu áhugaverða verkefni. Sveitarstjórnarkosningar fara fram eftir 11 daga en við spáðum aðeins í kosningabaráttunni hér í Reykjavík. Hversu vel gengur framboðunum að koma skilaboðum sínum á framfæri, hver eru kosningaloforðin og hvaða auglýsingar eru bestar? Til okkar kom Eydís Blöndal, textasmiður og greinandi af Aton JL og við rýndum í stöðuna. Í dag er Loftslagsdagurinn og þá munu helstu sérfræðingar þjóðarinnar í loftslagsmálum koma saman á viðburði í Hörpu og reyna að útskýra stöðu Íslands í loftslagsmálum. Loftslagsmálin eru stóru málin okkar allra og við fengum þær Sigrúnu Ágústsdóttur forstjóra Umhverfistofnunnar og Elvu Rakel Jónsdóttur, sviðstjóra á sviði loftslags- og hringrásarhagkerfis, til okkar í spjall um mál málanna og hver staðan er. Hönnunarmars hefst á morgun og stendur fram yfir helgi en stærsti viðburður hátíðarinnar er ráðstefnan Design Talks en leikgleði og forvitni eru einkennandi á dagskránni í ár en viðfangsefnin eru m.a. samskipti, framtíðarsýn, örverur, fuglar, sjálfbærni, heilsa og náttúra. Hlín Helga Guðlaugsdóttir er listrænn stjórnandi DesignTalks og Þórey Einarsdóttir, stjórnandi HönnunarMars kíktu til okkar. Sævar Helgi Bragason er okkar maður þegar kemur að vísindafróðleik en hann var á línunni frá Frakklandi og spjallaði m.a. um vísindin á bak við vínrækt. Tónlist: Rúnar Júlíusson - Það þarf fólk eins og þig. Lloyd Cole and the Commotions - Brand new friend. Aldous Harding - Fever. Stjórnin - Allt sem ég þrái. Jói P og Króli - Þriggja tíma brúðkaup. Macy Gray - I try. Manic Street Preachers - A design for life. The Beatles - Dont let me down.
Landssamtökin Þroskahjálp hafa undanfarið unnið að spennandi verkefni á sviði sýndarveruleika þar sem markmiðið er að þjálfa fólk með þroskahömlun í athöfnum til sjálfstæðara lífs. Nú stendur m.a. til að bjóða upp á opið hús þar sem hægt verður að æfa sig í að kjósa. Anna Lára Steindal verkefnisstjóri hjá Þroskahjálp kom til okkar og sagði okkur meira af þessu áhugaverða verkefni. Sveitarstjórnarkosningar fara fram eftir 11 daga en við spáðum aðeins í kosningabaráttunni hér í Reykjavík. Hversu vel gengur framboðunum að koma skilaboðum sínum á framfæri, hver eru kosningaloforðin og hvaða auglýsingar eru bestar? Til okkar kom Eydís Blöndal, textasmiður og greinandi af Aton JL og við rýndum í stöðuna. Í dag er Loftslagsdagurinn og þá munu helstu sérfræðingar þjóðarinnar í loftslagsmálum koma saman á viðburði í Hörpu og reyna að útskýra stöðu Íslands í loftslagsmálum. Loftslagsmálin eru stóru málin okkar allra og við fengum þær Sigrúnu Ágústsdóttur forstjóra Umhverfistofnunnar og Elvu Rakel Jónsdóttur, sviðstjóra á sviði loftslags- og hringrásarhagkerfis, til okkar í spjall um mál málanna og hver staðan er. Hönnunarmars hefst á morgun og stendur fram yfir helgi en stærsti viðburður hátíðarinnar er ráðstefnan Design Talks en leikgleði og forvitni eru einkennandi á dagskránni í ár en viðfangsefnin eru m.a. samskipti, framtíðarsýn, örverur, fuglar, sjálfbærni, heilsa og náttúra. Hlín Helga Guðlaugsdóttir er listrænn stjórnandi DesignTalks og Þórey Einarsdóttir, stjórnandi HönnunarMars kíktu til okkar. Sævar Helgi Bragason er okkar maður þegar kemur að vísindafróðleik en hann var á línunni frá Frakklandi og spjallaði m.a. um vísindin á bak við vínrækt. Tónlist: Rúnar Júlíusson - Það þarf fólk eins og þig. Lloyd Cole and the Commotions - Brand new friend. Aldous Harding - Fever. Stjórnin - Allt sem ég þrái. Jói P og Króli - Þriggja tíma brúðkaup. Macy Gray - I try. Manic Street Preachers - A design for life. The Beatles - Dont let me down.
Landssamtökin Þroskahjálp hafa undanfarið unnið að spennandi verkefni á sviði sýndarveruleika þar sem markmiðið er að þjálfa fólk með þroskahömlun í athöfnum til sjálfstæðara lífs. Nú stendur m.a. til að bjóða upp á opið hús þar sem hægt verður að æfa sig í að kjósa. Anna Lára Steindal verkefnisstjóri hjá Þroskahjálp kom til okkar og sagði okkur meira af þessu áhugaverða verkefni. Sveitarstjórnarkosningar fara fram eftir 11 daga en við spáðum aðeins í kosningabaráttunni hér í Reykjavík. Hversu vel gengur framboðunum að koma skilaboðum sínum á framfæri, hver eru kosningaloforðin og hvaða auglýsingar eru bestar? Til okkar kom Eydís Blöndal, textasmiður og greinandi af Aton JL og við rýndum í stöðuna. Í dag er Loftslagsdagurinn og þá munu helstu sérfræðingar þjóðarinnar í loftslagsmálum koma saman á viðburði í Hörpu og reyna að útskýra stöðu Íslands í loftslagsmálum. Loftslagsmálin eru stóru málin okkar allra og við fengum þær Sigrúnu Ágústsdóttur forstjóra Umhverfistofnunnar og Elvu Rakel Jónsdóttur, sviðstjóra á sviði loftslags- og hringrásarhagkerfis, til okkar í spjall um mál málanna og hver staðan er. Hönnunarmars hefst á morgun og stendur fram yfir helgi en stærsti viðburður hátíðarinnar er ráðstefnan Design Talks en leikgleði og forvitni eru einkennandi á dagskránni í ár en viðfangsefnin eru m.a. samskipti, framtíðarsýn, örverur, fuglar, sjálfbærni, heilsa og náttúra. Hlín Helga Guðlaugsdóttir er listrænn stjórnandi DesignTalks og Þórey Einarsdóttir, stjórnandi HönnunarMars kíktu til okkar. Sævar Helgi Bragason er okkar maður þegar kemur að vísindafróðleik en hann var á línunni frá Frakklandi og spjallaði m.a. um vísindin á bak við vínrækt. Tónlist: Rúnar Júlíusson - Það þarf fólk eins og þig. Lloyd Cole and the Commotions - Brand new friend. Aldous Harding - Fever. Stjórnin - Allt sem ég þrái. Jói P og Króli - Þriggja tíma brúðkaup. Macy Gray - I try. Manic Street Preachers - A design for life. The Beatles - Dont let me down.
Eldgos á eða við Reykjanes á þessu ári er raunhæfur möguleiki að mati Þorvalds Þórðarsonar eldfjallafræðings, eins og við heyrðum í kvöldfréttum sjónvarps í gær. Hann telur helmingslíkur á að gos hefjist áður en árið er úti. Jarðskjálftahrina hófst suðvestur af Reykjanestá á Sunnudaginn en það hefur verið nokkuð rólegt yfir Reykjaneshryggnum síðast og fáir stærri jarðskjálftar mælst. Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðing á Veðurstofu íslands, kom til okkar í byrjun þáttar. Krabbameinsfélag Íslands hefur gengið til liðs við samtök í eigu Ameríska krabbameinsfélagsins, til þess að geta haldið viðburðinn Relay for Life hér á landi en viðburðurinn hefur fengið íslenska nafnið Styrkleikarnir. Markmiðið er að fjölskyldur, fyrirtæki/starfsmannafélög, íþróttafélög, félagasamtök eða aðrir skrá sig sem lið og vinni saman að því að hafa fulltrúa á hreyfingu með boðhlaupskefli allan sólarhringinn sem er táknrænt fyrir þá litlu hvíld sem fólk sem glímir við krabbamein fær. Þau Eva Íris Eyjólfsdóttir og Herbert Bjarnason frá Styrkleikunum kíktu til okkar. Minnst sjö létust og ellefu særðust í flugskeytaárásum á úkraínsku borgina Lviv í gær. Borgin er skammt frá landamærunum að Póllandi og hefur verið helsti viðkomustaður Úkraínumanna á flótta á leiðinni yfir landamærin í vestri. Við heyrðum í Margeiri Péturssyni, sem rekur Bank Lviv í samnefndri borg þar sem hann er búsettur, um þessar árásir og hvort íbúar í borginni hafi nú auknar áhyggjur af stöðu mála. Og talandi um landamæri Póllands og Úkraínu. Hinn rúmlegi tvítugi Elvar Orri Brynjarsson hefur verið sjálfboðaliði þar undanfarnar vikur, aðstoðar Úkraínumenn að komast úr landi og flytur nauðsynjar á milli landamæranna. Við heyrðum einnig í honum - en hann segir ástandið versna dag frá degi. Á miðvikudag fer fram ráðstefna á vegum Alþjóðamálastofnunnar Háskóla Íslands þar sem spurt er Hvert stefnir Ísland? Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra ætlar þar að ræða hvort brestir séu í alþjóðakerfinu og hvort hið frjálslynda heimsskipulag sé í uppnámi. Hún var gestur okkar. Íþróttasumarið hófst formlega í gær. Við ræddum íþróttir helgarinnar við Kristjönu Arnarsdóttur. Sævar Helgi Bragason kom til okkar í lok þáttar og spjallaði um vísindin eins og annan hvern þriðjudag.
Eldgos á eða við Reykjanes á þessu ári er raunhæfur möguleiki að mati Þorvalds Þórðarsonar eldfjallafræðings, eins og við heyrðum í kvöldfréttum sjónvarps í gær. Hann telur helmingslíkur á að gos hefjist áður en árið er úti. Jarðskjálftahrina hófst suðvestur af Reykjanestá á Sunnudaginn en það hefur verið nokkuð rólegt yfir Reykjaneshryggnum síðast og fáir stærri jarðskjálftar mælst. Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðing á Veðurstofu íslands, kom til okkar í byrjun þáttar. Krabbameinsfélag Íslands hefur gengið til liðs við samtök í eigu Ameríska krabbameinsfélagsins, til þess að geta haldið viðburðinn Relay for Life hér á landi en viðburðurinn hefur fengið íslenska nafnið Styrkleikarnir. Markmiðið er að fjölskyldur, fyrirtæki/starfsmannafélög, íþróttafélög, félagasamtök eða aðrir skrá sig sem lið og vinni saman að því að hafa fulltrúa á hreyfingu með boðhlaupskefli allan sólarhringinn sem er táknrænt fyrir þá litlu hvíld sem fólk sem glímir við krabbamein fær. Þau Eva Íris Eyjólfsdóttir og Herbert Bjarnason frá Styrkleikunum kíktu til okkar. Minnst sjö létust og ellefu særðust í flugskeytaárásum á úkraínsku borgina Lviv í gær. Borgin er skammt frá landamærunum að Póllandi og hefur verið helsti viðkomustaður Úkraínumanna á flótta á leiðinni yfir landamærin í vestri. Við heyrðum í Margeiri Péturssyni, sem rekur Bank Lviv í samnefndri borg þar sem hann er búsettur, um þessar árásir og hvort íbúar í borginni hafi nú auknar áhyggjur af stöðu mála. Og talandi um landamæri Póllands og Úkraínu. Hinn rúmlegi tvítugi Elvar Orri Brynjarsson hefur verið sjálfboðaliði þar undanfarnar vikur, aðstoðar Úkraínumenn að komast úr landi og flytur nauðsynjar á milli landamæranna. Við heyrðum einnig í honum - en hann segir ástandið versna dag frá degi. Á miðvikudag fer fram ráðstefna á vegum Alþjóðamálastofnunnar Háskóla Íslands þar sem spurt er Hvert stefnir Ísland? Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra ætlar þar að ræða hvort brestir séu í alþjóðakerfinu og hvort hið frjálslynda heimsskipulag sé í uppnámi. Hún var gestur okkar. Íþróttasumarið hófst formlega í gær. Við ræddum íþróttir helgarinnar við Kristjönu Arnarsdóttur. Sævar Helgi Bragason kom til okkar í lok þáttar og spjallaði um vísindin eins og annan hvern þriðjudag.
Eldgos á eða við Reykjanes á þessu ári er raunhæfur möguleiki að mati Þorvalds Þórðarsonar eldfjallafræðings, eins og við heyrðum í kvöldfréttum sjónvarps í gær. Hann telur helmingslíkur á að gos hefjist áður en árið er úti. Jarðskjálftahrina hófst suðvestur af Reykjanestá á Sunnudaginn en það hefur verið nokkuð rólegt yfir Reykjaneshryggnum síðast og fáir stærri jarðskjálftar mælst. Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðing á Veðurstofu íslands, kom til okkar í byrjun þáttar. Krabbameinsfélag Íslands hefur gengið til liðs við samtök í eigu Ameríska krabbameinsfélagsins, til þess að geta haldið viðburðinn Relay for Life hér á landi en viðburðurinn hefur fengið íslenska nafnið Styrkleikarnir. Markmiðið er að fjölskyldur, fyrirtæki/starfsmannafélög, íþróttafélög, félagasamtök eða aðrir skrá sig sem lið og vinni saman að því að hafa fulltrúa á hreyfingu með boðhlaupskefli allan sólarhringinn sem er táknrænt fyrir þá litlu hvíld sem fólk sem glímir við krabbamein fær. Þau Eva Íris Eyjólfsdóttir og Herbert Bjarnason frá Styrkleikunum kíktu til okkar. Minnst sjö létust og ellefu særðust í flugskeytaárásum á úkraínsku borgina Lviv í gær. Borgin er skammt frá landamærunum að Póllandi og hefur verið helsti viðkomustaður Úkraínumanna á flótta á leiðinni yfir landamærin í vestri. Við heyrðum í Margeiri Péturssyni, sem rekur Bank Lviv í samnefndri borg þar sem hann er búsettur, um þessar árásir og hvort íbúar í borginni hafi nú auknar áhyggjur af stöðu mála. Og talandi um landamæri Póllands og Úkraínu. Hinn rúmlegi tvítugi Elvar Orri Brynjarsson hefur verið sjálfboðaliði þar undanfarnar vikur, aðstoðar Úkraínumenn að komast úr landi og flytur nauðsynjar á milli landamæranna. Við heyrðum einnig í honum - en hann segir ástandið versna dag frá degi. Á miðvikudag fer fram ráðstefna á vegum Alþjóðamálastofnunnar Háskóla Íslands þar sem spurt er Hvert stefnir Ísland? Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra ætlar þar að ræða hvort brestir séu í alþjóðakerfinu og hvort hið frjálslynda heimsskipulag sé í uppnámi. Hún var gestur okkar. Íþróttasumarið hófst formlega í gær. Við ræddum íþróttir helgarinnar við Kristjönu Arnarsdóttur. Sævar Helgi Bragason kom til okkar í lok þáttar og spjallaði um vísindin eins og annan hvern þriðjudag.
Nýsköpunar- og frumkvöðlahátíðin Iceland Innovation Week fer fram í þriðja sinn í næsta mánuði. Hátíðin er markaðsgluggi íslenskrar nýsköpunar ætlaður frumkvöðlum, stofnunum og fyrirtækjum. Við fengum til okkar Eddu Konráðsdóttur frá Nýsköpunarvikunni og Andra Heiðar Kristinsson framkvæmdastjóra hjá Stafrænu Íslandi. Til stendur að skerða þjónustu Strætó vegna aðhaldsaðgerða í rekstri félagsins en tekjur þess hafa minnkað um allt að einn og hálfan milljarð króna á síðustu tveimur árum. Við ræddum við Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóra Strætó. Við vorum rétt búnar að ákveða að fjalla um vorverkin í garðinum þegar fór að snjóa í gær - en við gefum það ekki eftir og ætlum að forvitnast um hvað, ef eitthvað, er hægt að byrja að gera til að undirbúa garðinn og gróðurinn fyrir sumarið. Vilmundur Hansen leit við hjá okkur og fræddi okkur um vorverk í íslenskri veðráttu. Við höfum fjallað svolítið um nýtt útlendingafrumvarp sem hefur verið í bígerð frá Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra á kjörtímabilinu. Um tíma var í því heimild til að skikka hælisleitendur í læknisskoðun hér á landi, með það að augnamiði að senda það svo úr landi að henni lokinni, og eitt og annað fleira hefur verið mjög gagnrýnt. Nú er búið að snikka frumvarpið til og á Jón von á því að það verði samþykkt á vorþinginu. Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata var harðorður á Alþingi í gær og lýsti frumvarpinu meðal annars sem ógeðslegu. Hann kom til okkar. Gleðskapur Framsóknarflokksins á Búnaðarþingi á fimmtudag fór heldur betur úr böndunum en eitt umdeildasta atvikið var sannarlega þegar Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra gerði húðlit framkvæmdastjóra Bændasamtakanna að umfjöllunarefni og virðist hafa kallaði hana "þá svörtu". Við ræddum þetta mál við Brynju Dan Gunnarsdóttur varaþingkonu Framsóknarflokksins og Kristínu Loftsdóttur prófessor við Háskóla Íslands en hún hefur rannsakað kynþáttafordóma á Íslandi, og birtingarmynd þeirra, um langa hríð. Sævar Helgi Bragason kom til okkar með sinn hálfsmánaðarlega vísindafróðleik, þar sem hann kom við í Egyptalandi m.a. Tónlist: Hljómar - Ástarsæla. Hildur Vala - Hard to be alone. The Cure - Just like heaven. Bríet - Flugdreki. Stefán Hilmarsson - Þú ferð mér svo ósköp vel. Gus Gus og Vök - Is it true. Emilíana Torrini - To be free. Aldous Harding - The barrel.
Nýsköpunar- og frumkvöðlahátíðin Iceland Innovation Week fer fram í þriðja sinn í næsta mánuði. Hátíðin er markaðsgluggi íslenskrar nýsköpunar ætlaður frumkvöðlum, stofnunum og fyrirtækjum. Við fengum til okkar Eddu Konráðsdóttur frá Nýsköpunarvikunni og Andra Heiðar Kristinsson framkvæmdastjóra hjá Stafrænu Íslandi. Til stendur að skerða þjónustu Strætó vegna aðhaldsaðgerða í rekstri félagsins en tekjur þess hafa minnkað um allt að einn og hálfan milljarð króna á síðustu tveimur árum. Við ræddum við Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóra Strætó. Við vorum rétt búnar að ákveða að fjalla um vorverkin í garðinum þegar fór að snjóa í gær - en við gefum það ekki eftir og ætlum að forvitnast um hvað, ef eitthvað, er hægt að byrja að gera til að undirbúa garðinn og gróðurinn fyrir sumarið. Vilmundur Hansen leit við hjá okkur og fræddi okkur um vorverk í íslenskri veðráttu. Við höfum fjallað svolítið um nýtt útlendingafrumvarp sem hefur verið í bígerð frá Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra á kjörtímabilinu. Um tíma var í því heimild til að skikka hælisleitendur í læknisskoðun hér á landi, með það að augnamiði að senda það svo úr landi að henni lokinni, og eitt og annað fleira hefur verið mjög gagnrýnt. Nú er búið að snikka frumvarpið til og á Jón von á því að það verði samþykkt á vorþinginu. Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata var harðorður á Alþingi í gær og lýsti frumvarpinu meðal annars sem ógeðslegu. Hann kom til okkar. Gleðskapur Framsóknarflokksins á Búnaðarþingi á fimmtudag fór heldur betur úr böndunum en eitt umdeildasta atvikið var sannarlega þegar Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra gerði húðlit framkvæmdastjóra Bændasamtakanna að umfjöllunarefni og virðist hafa kallaði hana "þá svörtu". Við ræddum þetta mál við Brynju Dan Gunnarsdóttur varaþingkonu Framsóknarflokksins og Kristínu Loftsdóttur prófessor við Háskóla Íslands en hún hefur rannsakað kynþáttafordóma á Íslandi, og birtingarmynd þeirra, um langa hríð. Sævar Helgi Bragason kom til okkar með sinn hálfsmánaðarlega vísindafróðleik, þar sem hann kom við í Egyptalandi m.a. Tónlist: Hljómar - Ástarsæla. Hildur Vala - Hard to be alone. The Cure - Just like heaven. Bríet - Flugdreki. Stefán Hilmarsson - Þú ferð mér svo ósköp vel. Gus Gus og Vök - Is it true. Emilíana Torrini - To be free. Aldous Harding - The barrel.
Nýsköpunar- og frumkvöðlahátíðin Iceland Innovation Week fer fram í þriðja sinn í næsta mánuði. Hátíðin er markaðsgluggi íslenskrar nýsköpunar ætlaður frumkvöðlum, stofnunum og fyrirtækjum. Við fengum til okkar Eddu Konráðsdóttur frá Nýsköpunarvikunni og Andra Heiðar Kristinsson framkvæmdastjóra hjá Stafrænu Íslandi. Til stendur að skerða þjónustu Strætó vegna aðhaldsaðgerða í rekstri félagsins en tekjur þess hafa minnkað um allt að einn og hálfan milljarð króna á síðustu tveimur árum. Við ræddum við Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóra Strætó. Við vorum rétt búnar að ákveða að fjalla um vorverkin í garðinum þegar fór að snjóa í gær - en við gefum það ekki eftir og ætlum að forvitnast um hvað, ef eitthvað, er hægt að byrja að gera til að undirbúa garðinn og gróðurinn fyrir sumarið. Vilmundur Hansen leit við hjá okkur og fræddi okkur um vorverk í íslenskri veðráttu. Við höfum fjallað svolítið um nýtt útlendingafrumvarp sem hefur verið í bígerð frá Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra á kjörtímabilinu. Um tíma var í því heimild til að skikka hælisleitendur í læknisskoðun hér á landi, með það að augnamiði að senda það svo úr landi að henni lokinni, og eitt og annað fleira hefur verið mjög gagnrýnt. Nú er búið að snikka frumvarpið til og á Jón von á því að það verði samþykkt á vorþinginu. Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata var harðorður á Alþingi í gær og lýsti frumvarpinu meðal annars sem ógeðslegu. Hann kom til okkar. Gleðskapur Framsóknarflokksins á Búnaðarþingi á fimmtudag fór heldur betur úr böndunum en eitt umdeildasta atvikið var sannarlega þegar Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra gerði húðlit framkvæmdastjóra Bændasamtakanna að umfjöllunarefni og virðist hafa kallaði hana "þá svörtu". Við ræddum þetta mál við Brynju Dan Gunnarsdóttur varaþingkonu Framsóknarflokksins og Kristínu Loftsdóttur prófessor við Háskóla Íslands en hún hefur rannsakað kynþáttafordóma á Íslandi, og birtingarmynd þeirra, um langa hríð. Sævar Helgi Bragason kom til okkar með sinn hálfsmánaðarlega vísindafróðleik, þar sem hann kom við í Egyptalandi m.a. Tónlist: Hljómar - Ástarsæla. Hildur Vala - Hard to be alone. The Cure - Just like heaven. Bríet - Flugdreki. Stefán Hilmarsson - Þú ferð mér svo ósköp vel. Gus Gus og Vök - Is it true. Emilíana Torrini - To be free. Aldous Harding - The barrel.
Við höfum rætt húsnæðimálin og lóðaskort undanfarið en staðan er aldeilis ekki þannig alls staðar. Það vakti athygli okkar að á vefsíðu Rangárþings ytra eru auglýstar íbúða-, hesthúsa- og atvinnuhúsalóðir. Við slógum á þráðinn til Ágústar Sigurðssonar sveitarstjóra og heyrðum af uppgangi í Rangárþingi. Páll Þórðarson hefði getað orðið bóndi á Austurlandi en er þess í stað vísindamaður í Ástralíu og þar að auki í forsvari fyrir nýja rannsóknarstofu sem rannsakar RNA kjarnsýrur og hlutverk þeirra í líkamanum. Við hringdum til Sydney og heyrðum í Páli. Í gær varð uppi fótur og fit á Alþingi þegar ljóst var að frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna væri ekki lengur á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar. Nokkrir starfsmenn Rauða krossins og í þjónustu sem miðar að skaðaminnkun lýstu sömuleiðis vonbrigðum sínum með þessa breytingu á áætlun. Til okkar kom Kristín Davíðsdóttir teymisstjóri skaðaminnkunar hjá Rauða krossinum. Við ræddum viðgerðir á svokölluðum tjónabílum að loknum áttafréttir, en viðgerðir á bílum sem hafa lent í tjóni geta verið dauðans alvara eins og Ingþór Ásgeirsson framkvæmdastjóri þjónustusviðs BL hefur komist að orði. Stál hefur í mörgum tilfellum vikið fyrir áli og koltrefjum og eigi bifreiðin að vera eins örugg og áður að lokinni viðgerð verða þær að uppfylla ítrustu kröfur. Ingþór fór yfir þetta með okkur. Veðurfar undanfarnar vikur og mánuði hefur haft töluverð áhrif á siglingatíðni til og frá Vestmannaeyjum. Fleiri ferðir hafa verið farnar í Þorlákshöfn og þó nokkur hluti ferða felldar niður vegna veðurs. Innviðaráðherra hefur nú ákveðið að bregðast við og fjölga daglegum flugferðum til og frá Vestmannaeyjum úr þremur í fjórar. Við ræddum við Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra, um erfiðar aðstæður sem hafa verið upp í samgöngum undanfarnar vikur. Sævar Helgi Bragason kom til okkar og spjallaði um dag vatnsins, hitabylgju á Suðurskautslandinu og springandi smástirni. Tónlist: KK og Júníus Meyvant - Skýjaglópur. Elton John - Daniel. Friðrik Dór - Bleikur og blár. Men at work - Down under. Patti Smith - Because the night. Sigga, Beta og Elín - Með hækkandi sól. Adele - Set fire to the rain. Bjartmar Guðlaugsson - Eyjarós. U2 - Even better than the real thing.
Við höfum rætt húsnæðimálin og lóðaskort undanfarið en staðan er aldeilis ekki þannig alls staðar. Það vakti athygli okkar að á vefsíðu Rangárþings ytra eru auglýstar íbúða-, hesthúsa- og atvinnuhúsalóðir. Við slógum á þráðinn til Ágústar Sigurðssonar sveitarstjóra og heyrðum af uppgangi í Rangárþingi. Páll Þórðarson hefði getað orðið bóndi á Austurlandi en er þess í stað vísindamaður í Ástralíu og þar að auki í forsvari fyrir nýja rannsóknarstofu sem rannsakar RNA kjarnsýrur og hlutverk þeirra í líkamanum. Við hringdum til Sydney og heyrðum í Páli. Í gær varð uppi fótur og fit á Alþingi þegar ljóst var að frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna væri ekki lengur á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar. Nokkrir starfsmenn Rauða krossins og í þjónustu sem miðar að skaðaminnkun lýstu sömuleiðis vonbrigðum sínum með þessa breytingu á áætlun. Til okkar kom Kristín Davíðsdóttir teymisstjóri skaðaminnkunar hjá Rauða krossinum. Við ræddum viðgerðir á svokölluðum tjónabílum að loknum áttafréttir, en viðgerðir á bílum sem hafa lent í tjóni geta verið dauðans alvara eins og Ingþór Ásgeirsson framkvæmdastjóri þjónustusviðs BL hefur komist að orði. Stál hefur í mörgum tilfellum vikið fyrir áli og koltrefjum og eigi bifreiðin að vera eins örugg og áður að lokinni viðgerð verða þær að uppfylla ítrustu kröfur. Ingþór fór yfir þetta með okkur. Veðurfar undanfarnar vikur og mánuði hefur haft töluverð áhrif á siglingatíðni til og frá Vestmannaeyjum. Fleiri ferðir hafa verið farnar í Þorlákshöfn og þó nokkur hluti ferða felldar niður vegna veðurs. Innviðaráðherra hefur nú ákveðið að bregðast við og fjölga daglegum flugferðum til og frá Vestmannaeyjum úr þremur í fjórar. Við ræddum við Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra, um erfiðar aðstæður sem hafa verið upp í samgöngum undanfarnar vikur. Sævar Helgi Bragason kom til okkar og spjallaði um dag vatnsins, hitabylgju á Suðurskautslandinu og springandi smástirni. Tónlist: KK og Júníus Meyvant - Skýjaglópur. Elton John - Daniel. Friðrik Dór - Bleikur og blár. Men at work - Down under. Patti Smith - Because the night. Sigga, Beta og Elín - Með hækkandi sól. Adele - Set fire to the rain. Bjartmar Guðlaugsson - Eyjarós. U2 - Even better than the real thing.
Við höfum rætt húsnæðimálin og lóðaskort undanfarið en staðan er aldeilis ekki þannig alls staðar. Það vakti athygli okkar að á vefsíðu Rangárþings ytra eru auglýstar íbúða-, hesthúsa- og atvinnuhúsalóðir. Við slógum á þráðinn til Ágústar Sigurðssonar sveitarstjóra og heyrðum af uppgangi í Rangárþingi. Páll Þórðarson hefði getað orðið bóndi á Austurlandi en er þess í stað vísindamaður í Ástralíu og þar að auki í forsvari fyrir nýja rannsóknarstofu sem rannsakar RNA kjarnsýrur og hlutverk þeirra í líkamanum. Við hringdum til Sydney og heyrðum í Páli. Í gær varð uppi fótur og fit á Alþingi þegar ljóst var að frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna væri ekki lengur á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar. Nokkrir starfsmenn Rauða krossins og í þjónustu sem miðar að skaðaminnkun lýstu sömuleiðis vonbrigðum sínum með þessa breytingu á áætlun. Til okkar kom Kristín Davíðsdóttir teymisstjóri skaðaminnkunar hjá Rauða krossinum. Við ræddum viðgerðir á svokölluðum tjónabílum að loknum áttafréttir, en viðgerðir á bílum sem hafa lent í tjóni geta verið dauðans alvara eins og Ingþór Ásgeirsson framkvæmdastjóri þjónustusviðs BL hefur komist að orði. Stál hefur í mörgum tilfellum vikið fyrir áli og koltrefjum og eigi bifreiðin að vera eins örugg og áður að lokinni viðgerð verða þær að uppfylla ítrustu kröfur. Ingþór fór yfir þetta með okkur. Veðurfar undanfarnar vikur og mánuði hefur haft töluverð áhrif á siglingatíðni til og frá Vestmannaeyjum. Fleiri ferðir hafa verið farnar í Þorlákshöfn og þó nokkur hluti ferða felldar niður vegna veðurs. Innviðaráðherra hefur nú ákveðið að bregðast við og fjölga daglegum flugferðum til og frá Vestmannaeyjum úr þremur í fjórar. Við ræddum við Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra, um erfiðar aðstæður sem hafa verið upp í samgöngum undanfarnar vikur. Sævar Helgi Bragason kom til okkar og spjallaði um dag vatnsins, hitabylgju á Suðurskautslandinu og springandi smástirni. Tónlist: KK og Júníus Meyvant - Skýjaglópur. Elton John - Daniel. Friðrik Dór - Bleikur og blár. Men at work - Down under. Patti Smith - Because the night. Sigga, Beta og Elín - Með hækkandi sól. Adele - Set fire to the rain. Bjartmar Guðlaugsson - Eyjarós. U2 - Even better than the real thing.
Barnaheill hefur komið á fót nýrri fræðslu fyrir foreldra og aðstandendur barna sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi, en að sögn félagsins eru fjöldi aðstandenda algjörlega ráðalausir þegar kemur að því hvernig eigi að styðja börn þegar þau hafa orðið fyrir slíkum brotum. Til okkar kom Sigríður Björnsdóttir sálfræðingur og verkefnastjóri hjá Barnaheillum til að segja okkur frá þessari nýju þjónustu Teymið á bakvið Tvík, tæknivædda íslenskukennarann, vann Gulleggið um helgina, frumkvöðlakepnni á hugmyndastigi sem haldin hefur verið af Icelandic Startups síðan 2008. Tvík er gagnvirkur kennsluvettvangur sem styðst við nýjustu máltækniaðferðir til að hjálpa þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í að læra íslensku. Við ræddum við tvo af frumkvöðlunum á bakvið Tvík, þeim Gamithra Marga og Safa Jemai. Ásgeir Brynjar Torfason, sérfræðingur í fjármálum, kom til okkar um korter í átta. Hann skrifaði áhugaverða grein í Vísbendingu þar sem hann ræðir um mikla eignaverðbólgu, sem birtist meðal annar í verði á rafmyntum. Hann segir rafmynt ekki vera gjaldmiðil heldur séu þær miklu frekar áhættusama fjárfesting í óefnislegum fjármálagjörningi. Og við höldum áfram að fylgja eftir umfjöllun okkar um stéttarfélagið Eflingu. Að þessu sinni kom til okkar Sólveig Anna Jónsdóttir, sem sagði af sér sem formaður Eflingar í nóvember síðastliðnum en er nú snúin aftur í formannsframboð í félaginu. Sævar Helgi Bragason var á línunni og sagði okkur allt um vísindin á bakvið vetrarólympíuleikana. Aktívistinn Edda Falak setti á dögunum inn afar umdeilda færslu í Facebook-hóp sem berst gegn ofbeldi þar sem hún lýsti manni sem hefði, að hennar sögn, gerst sekur um kaup á vændi. Nokkrir þjóðþekktir menn þóttust kannast við sig í lýsingum Eddu og síðan þá hefur hún verið stödd í miðjum stormi á samfélagsmiðlum og í kommentakerfi vefmiðlana. Tónlist: Háflóð - Bubbi Morthens Oh My God - Adele Woman - Doja Cat Feels Like Sugar - Hjaltalín Spurningar - Birnir (ft. Páll Óskar) Justified - Kacey Musgraves Hell n Back - Bakar Skál fyrir þér - Friðrik Dór Ain't Nobody - Chaka khan
Barnaheill hefur komið á fót nýrri fræðslu fyrir foreldra og aðstandendur barna sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi, en að sögn félagsins eru fjöldi aðstandenda algjörlega ráðalausir þegar kemur að því hvernig eigi að styðja börn þegar þau hafa orðið fyrir slíkum brotum. Til okkar kom Sigríður Björnsdóttir sálfræðingur og verkefnastjóri hjá Barnaheillum til að segja okkur frá þessari nýju þjónustu Teymið á bakvið Tvík, tæknivædda íslenskukennarann, vann Gulleggið um helgina, frumkvöðlakepnni á hugmyndastigi sem haldin hefur verið af Icelandic Startups síðan 2008. Tvík er gagnvirkur kennsluvettvangur sem styðst við nýjustu máltækniaðferðir til að hjálpa þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í að læra íslensku. Við ræddum við tvo af frumkvöðlunum á bakvið Tvík, þeim Gamithra Marga og Safa Jemai. Ásgeir Brynjar Torfason, sérfræðingur í fjármálum, kom til okkar um korter í átta. Hann skrifaði áhugaverða grein í Vísbendingu þar sem hann ræðir um mikla eignaverðbólgu, sem birtist meðal annar í verði á rafmyntum. Hann segir rafmynt ekki vera gjaldmiðil heldur séu þær miklu frekar áhættusama fjárfesting í óefnislegum fjármálagjörningi. Og við höldum áfram að fylgja eftir umfjöllun okkar um stéttarfélagið Eflingu. Að þessu sinni kom til okkar Sólveig Anna Jónsdóttir, sem sagði af sér sem formaður Eflingar í nóvember síðastliðnum en er nú snúin aftur í formannsframboð í félaginu. Sævar Helgi Bragason var á línunni og sagði okkur allt um vísindin á bakvið vetrarólympíuleikana. Aktívistinn Edda Falak setti á dögunum inn afar umdeilda færslu í Facebook-hóp sem berst gegn ofbeldi þar sem hún lýsti manni sem hefði, að hennar sögn, gerst sekur um kaup á vændi. Nokkrir þjóðþekktir menn þóttust kannast við sig í lýsingum Eddu og síðan þá hefur hún verið stödd í miðjum stormi á samfélagsmiðlum og í kommentakerfi vefmiðlana. Tónlist: Háflóð - Bubbi Morthens Oh My God - Adele Woman - Doja Cat Feels Like Sugar - Hjaltalín Spurningar - Birnir (ft. Páll Óskar) Justified - Kacey Musgraves Hell n Back - Bakar Skál fyrir þér - Friðrik Dór Ain't Nobody - Chaka khan
Barnaheill hefur komið á fót nýrri fræðslu fyrir foreldra og aðstandendur barna sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi, en að sögn félagsins eru fjöldi aðstandenda algjörlega ráðalausir þegar kemur að því hvernig eigi að styðja börn þegar þau hafa orðið fyrir slíkum brotum. Til okkar kom Sigríður Björnsdóttir sálfræðingur og verkefnastjóri hjá Barnaheillum til að segja okkur frá þessari nýju þjónustu Teymið á bakvið Tvík, tæknivædda íslenskukennarann, vann Gulleggið um helgina, frumkvöðlakepnni á hugmyndastigi sem haldin hefur verið af Icelandic Startups síðan 2008. Tvík er gagnvirkur kennsluvettvangur sem styðst við nýjustu máltækniaðferðir til að hjálpa þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í að læra íslensku. Við ræddum við tvo af frumkvöðlunum á bakvið Tvík, þeim Gamithra Marga og Safa Jemai. Ásgeir Brynjar Torfason, sérfræðingur í fjármálum, kom til okkar um korter í átta. Hann skrifaði áhugaverða grein í Vísbendingu þar sem hann ræðir um mikla eignaverðbólgu, sem birtist meðal annar í verði á rafmyntum. Hann segir rafmynt ekki vera gjaldmiðil heldur séu þær miklu frekar áhættusama fjárfesting í óefnislegum fjármálagjörningi. Og við höldum áfram að fylgja eftir umfjöllun okkar um stéttarfélagið Eflingu. Að þessu sinni kom til okkar Sólveig Anna Jónsdóttir, sem sagði af sér sem formaður Eflingar í nóvember síðastliðnum en er nú snúin aftur í formannsframboð í félaginu. Sævar Helgi Bragason var á línunni og sagði okkur allt um vísindin á bakvið vetrarólympíuleikana. Aktívistinn Edda Falak setti á dögunum inn afar umdeilda færslu í Facebook-hóp sem berst gegn ofbeldi þar sem hún lýsti manni sem hefði, að hennar sögn, gerst sekur um kaup á vændi. Nokkrir þjóðþekktir menn þóttust kannast við sig í lýsingum Eddu og síðan þá hefur hún verið stödd í miðjum stormi á samfélagsmiðlum og í kommentakerfi vefmiðlana. Tónlist: Háflóð - Bubbi Morthens Oh My God - Adele Woman - Doja Cat Feels Like Sugar - Hjaltalín Spurningar - Birnir (ft. Páll Óskar) Justified - Kacey Musgraves Hell n Back - Bakar Skál fyrir þér - Friðrik Dór Ain't Nobody - Chaka khan