Podcasts about upptaka

  • 19PODCASTS
  • 48EPISODES
  • 1h 13mAVG DURATION
  • 1MONTHLY NEW EPISODE
  • Oct 17, 2024LATEST

POPULARITY

20172018201920202021202220232024


Best podcasts about upptaka

Latest podcast episodes about upptaka

Þjóðmál
#256 – Kosninga-Bjórkvöld Þjóðmála

Þjóðmál

Play Episode Listen Later Oct 17, 2024 116:30


Upptaka frá Kosninga-Bjórkvöldi Þjóðmála sem fram fór á Kringlukránni 16. október. Örn Arnarson, Þórður Gunnarsson, Björn Ingi Hrafnsson og Stefán Einar Stefánsson fara yfir stöðuna, hvort og þá hvaða áhrif komandi kosningar hafa á efnahagsmálin og mögulegt vaxtalækkunarferli, umræðu um skattamál, hvaða mál verða helst á dagskrá í kosningabaráttunni, stjórnarslitin og atburði síðustu daga, hvaða nýju nöfn við munum mögulega sjá á framboðslistum næstu daga og margt fleira.

Samfélagið
Staða hinsegin fólks á vinnumarkaði, líforka, rautt kjöt, sykursýki og fjármögnun á eigin tortímingu

Samfélagið

Play Episode Listen Later Sep 19, 2024 55:00


Í dag fjöllum við um stöðu hinsegin fólks á vinnumarkaði. Oft er talað um glerþakið þegar rætt er um hindranir sem konur mæta á vinnumarkaði; þá sérstaklega hvað varðar kjör og stöðuhækkanir. Hindrar glerþakið líka uppgang hinsegin fólks á atvinnumarkaði? Við ræðum þetta og fleira við Vilhjálm Hilmarsson, hagfræðing hjá stéttarfélaginu Visku. Árum saman hafa dýrahræ verið urðuð hér á landi, þvert á lög og reglur. Nú - eða í það minnsta á næstu árum stendur til bóta. Við ætlum að ræða áform um líforkuver á Dysnesi við Eyjafjörð. Kristín Helga Schiöth, framkvæmdastjóri Líforkuvers ehf. kemur til okkar og segir okkur frá stöðunni og því hvað þarf að gerast í náinni framtíð - og það er mikið í húfi - því verði ekki breytingar gætu íslensk matvæli verið stimpluð óörugg á meginlandi Evrópu. Er hið opinbera of duglegt að styrkja verkefni sem eru skaðleg fyrir umhverfið? Erum við að fjármagna okkar eigin útrýmingu? Þetta er á meðal þess sem Stefán Gíslason, umhverfisstjórnarfræðingur og pistlahöfundur Samfélagsins, fjallar um í pistli dagsins. Edda Olgudóttir, kemur svo til okkar í vísindaspjall og ræðir nýjar rannsóknir sem benda til þess að neysla á rauðu kjöti auki líkurnar á því að fólk fái sykursýki af gerð tvö. Tónlist: Otis Redding - Wonderful World. GDRN - 10 dropar (Upptaka úr Tónatal).

Samfélagið
Vasinn hennar Lísu og fleiri forvitnilegir munir, að úða garðinn eða úða ekki, málfar og upptaka úr safni RÚV

Samfélagið

Play Episode Listen Later Jun 10, 2024 55:52


Það leynast gjarnan gamlir, mögulega verðmætir hlutir á heimilum landsmanna sem forvitnilegt væri að heyra af. Þjóðminjasafnið hefur stundum boðið fólki að koma með slíka muni, sem kunnáttumenn skoða. Sjálfsagt eru margir hér á landi sem hafa séð breska þáttinn Antik roadshow, þar sem vel er mætt með alla vega hluti, sagðar sögur og fá verðmat. Við ræðum við Lilju Árnadóttur fyrrverandi sérfræðing hjá Þjóðminjasafni Íslands eftir skamma stund. Að úða eða úða ekki - það er spurning sem brennur á mörgum. Við ætlum að ræða garðaúðun við Ísak Sigurjón Bragason, sérfræðing hjá umhverfisstofnun. Svo förum við 16 ár aftur í tímann og kynnumst starfsemi verslunarinnar Brynju við laugaveg, en árið 2008 átti verslunin, sem nú er hætt, 90 ára afmæli. Elísabet Indra Ragnarsdóttir, dagskrárgerðarmaður, miðlaði stemmningunni í versluninni og ræddi við starfsfólk og fastakúnna. Tónlist: JONI MITCHELL - Big Yellow Taxi. ÁSGEIR TRAUSTI - Myndir. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Lísa Pálsdóttir.

Rauða borðið
Bein útsending af forsetafundi

Rauða borðið

Play Episode Listen Later May 29, 2024 113:36


Þriðjudagurinn 28. maí Upptaka af fundi frambjóðenda í Kolaportinu Forsetaframbjóðendurnir Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon, Helga Þórisdóttir, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Viktor Þórisson, sem kalla sig Meistaradeildina, halda sameiginlegan framboðsfund og kvöldvöku í Kolaportinu. Samstöðin sendir beint út frá fundinum á venjulegum útsendingartíma Rauða borðsins. Fundarstjóri er Margrét Örnólfsdóttir.

Samfélagið
Ný umferðarmerki, líffræðinemar á Madagaskar, málfar, upptaka úr safni útvarpsins

Samfélagið

Play Episode Listen Later May 27, 2024 59:10


Við ætlum að ræða umferðarmerki, í vor tók gildi ný reglugerð um slík merki- þetta eru tímamót enda hefur reglugerðinni ekki verið breytt í tæp 30 ár. Merkin eru nú flokkuð með nýjum hætti, sjötíu merki hverfa á braut og á fimmta tug nýrra bætist við - t.d. merki um að kanínur geti verið á ferli við veginn. Einar Pálsson, forstöðumaður Vegaþjónustudeildar vegagerðarinnar, ræðir við okkur um nýju reglugerðina. Svo símum við alla leið til Madagaskar sem er eins og margir hlustendur vita, eyja við austurströnd Afríku. Þar er Ingi Agnarsson prófessor dýrafræði við Háskóla Íslands í umfangsmikilli námsferð og rannsóknarleiðangri með um 30 líffræðinemum sem eru að kynna sér fjölbreytt lífríki eyjunnar, sem er einstakt. Við sláum á þráðinn til hans á eftir. Við heyrum líka eina málfarsmínútu og svo kemur Helga Lára Þorsteinsdóttir safnstjóri RÚV til okkar í lok þáttar með upptöku úr safni útvarpsins. Tónlist: Snorri Helgason, Friðrik Dór Jónsson - Birta. THE HOUSEMARTINS - Build. Hjálmar - Skýjaborgin.

Samfélagið
Próf og námsmat, verkefnið eitt barn - öll börn, upptaka frá 1957

Samfélagið

Play Episode Listen Later Dec 18, 2023


Próf hafa verið svolítið í umræðunni undanfarið; niðurstöður PISA-könnunar, mikilvægi samræmds námsmats og svo er prófatíð margra skóla nýlokið. Við fjöllum um próf og námsmat, eru próflausir skólar framtíðin eða eru próf nauðsynleg? Hvað er leiðsagnarmat? Við tökum púlsinn á fólki á Háskólatorgi og ræðum við Berglindi Gísladóttur, lektor á menntavísindasviði Háskóla Íslands. Benedikt Hallgrímsson, prófessor við háskólann í Calgary í Kanada, kynnti í síðustu viku rannsóknir sínar tengdar heilsu barna. Hann hefur búið þar ytra í um 40 ár og telst nú með fremstu vísindamönnum Kanada. Í fyrirlestrinum sagði hann frá verkefninu One child, every child eða Eitt barn, öll börn sem skoðar heilsu barna í víðu samhengi. Verkefnið fékk stóran, margra ára styrk frá kanadíska ríkinu, þann stærsta sem Calgary-háskóli hefur hlotið. Við ræðum við Benedikt um efni fyrirlestursins. Við bregðum okkur aftur til ársins 1957, hlustum á upptöku úr safni Ríkisútvarpsins um jólaskreytingar í kirkjugörðum.

Samfélagið
Próf og námsmat, verkefnið eitt barn - öll börn, upptaka frá 1957

Samfélagið

Play Episode Listen Later Dec 18, 2023 57:18


Próf hafa verið svolítið í umræðunni undanfarið; niðurstöður PISA-könnunar, mikilvægi samræmds námsmats og svo er prófatíð margra skóla nýlokið. Við fjöllum um próf og námsmat, eru próflausir skólar framtíðin eða eru próf nauðsynleg? Hvað er leiðsagnarmat? Við tökum púlsinn á fólki á Háskólatorgi og ræðum við Berglindi Gísladóttur, lektor á menntavísindasviði Háskóla Íslands. Benedikt Hallgrímsson, prófessor við háskólann í Calgary í Kanada, kynnti í síðustu viku rannsóknir sínar tengdar heilsu barna. Hann hefur búið þar ytra í um 40 ár og telst nú með fremstu vísindamönnum Kanada. Í fyrirlestrinum sagði hann frá verkefninu One child, every child eða Eitt barn, öll börn sem skoðar heilsu barna í víðu samhengi. Verkefnið fékk stóran, margra ára styrk frá kanadíska ríkinu, þann stærsta sem Calgary-háskóli hefur hlotið. Við ræðum við Benedikt um efni fyrirlestursins. Við bregðum okkur aftur til ársins 1957, hlustum á upptöku úr safni Ríkisútvarpsins um jólaskreytingar í kirkjugörðum.

Mannlegi þátturinn
Aflið á Akureyri,Leiklistarskóli Akureyrar og Markaðsstofa Norðurlands

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Oct 10, 2023 50:00


Aflið eru samtök sem voru stofnuð á Akureyri árið 2002 í framhaldi af tilraunastarfsemi Stígamóta þar sem í ljós kom mikil þörf fyrir samtök af þessu tagi. Starfsemin byggir á forsendum þolenda kynferðislegs ofbeldis og/eða heimilisofbeldis. Frá upphafi hefur Aflið vaxið þó nokkuð, árið 2011 voru viðtöl 685 og árið 2018 náðu viðtöl ákveðnum toppi en þá voru þau 1460 talsins. Starfandi ráðgjafar hjá Aflinu í dag eru fimm talsins og hún kom til okkar Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir verkefnisstýra Aflsins. Met var slegið í fjölda seldra gistinátta á Norðurlandi í júlí og ágúst skv. tölum frá Hagstofunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Markaðsstofu Norðurlands og fjallað um á Akureyri.net. Það virðist sem sumartímabilið sé orðið lengra og Í júlí voru gistinætur til dæmis 60% fleiri en árið 2018 og í ágúst 145% fleiri en árið 2018. Halldór Óli Kjartansson verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Norðurlands kom til okkar. Við skruppum svo í heimsókn í kennslurými Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar. Þar geta börn á grunnskólaaldri sótt sér þjálfun í grunnatriðum leiklistar. Við hittum Jenný Láru Arnórsdóttur skólastjóra leiklistarskólans sem sagði okkur nánar frá starfseminni Lögin í þættinum Það er svo skrýtið/Vilhjálmur Vilhjálmsson(Magnús Eiríksson-Vilhjálmur Vilhjálmsson) Upptaka 1977 Gone gone Gone/Alison Krauss og Robert Plant(lag eftirEverly bræður,þá Phil og Don) Von/Þorgrímur Jónsson og félagar(Þorgrímur Jónsson) Í fylgsnum hjartans/Stefán Hilmarsson(Ástvaldur Traustason-Stefán Hilmarsson)

Mannlegi þátturinn
Aflið á Akureyri,Leiklistarskóli Akureyrar og Markaðsstofa Norðurlands

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Oct 10, 2023


Aflið eru samtök sem voru stofnuð á Akureyri árið 2002 í framhaldi af tilraunastarfsemi Stígamóta þar sem í ljós kom mikil þörf fyrir samtök af þessu tagi. Starfsemin byggir á forsendum þolenda kynferðislegs ofbeldis og/eða heimilisofbeldis. Frá upphafi hefur Aflið vaxið þó nokkuð, árið 2011 voru viðtöl 685 og árið 2018 náðu viðtöl ákveðnum toppi en þá voru þau 1460 talsins. Starfandi ráðgjafar hjá Aflinu í dag eru fimm talsins og hún kom til okkar Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir verkefnisstýra Aflsins. Met var slegið í fjölda seldra gistinátta á Norðurlandi í júlí og ágúst skv. tölum frá Hagstofunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Markaðsstofu Norðurlands og fjallað um á Akureyri.net. Það virðist sem sumartímabilið sé orðið lengra og Í júlí voru gistinætur til dæmis 60% fleiri en árið 2018 og í ágúst 145% fleiri en árið 2018. Halldór Óli Kjartansson verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Norðurlands kom til okkar. Við skruppum svo í heimsókn í kennslurými Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar. Þar geta börn á grunnskólaaldri sótt sér þjálfun í grunnatriðum leiklistar. Við hittum Jenný Láru Arnórsdóttur skólastjóra leiklistarskólans sem sagði okkur nánar frá starfseminni Lögin í þættinum Það er svo skrýtið/Vilhjálmur Vilhjálmsson(Magnús Eiríksson-Vilhjálmur Vilhjálmsson) Upptaka 1977 Gone gone Gone/Alison Krauss og Robert Plant(lag eftirEverly bræður,þá Phil og Don) Von/Þorgrímur Jónsson og félagar(Þorgrímur Jónsson) Í fylgsnum hjartans/Stefán Hilmarsson(Ástvaldur Traustason-Stefán Hilmarsson)

Þjóðmál
#164 – Er fasteignamarkaðurinn kominn út í stýrivaxtahorn? – Upptaka af fundi með FVH

Þjóðmál

Play Episode Listen Later Oct 5, 2023 65:30


Félag viðskipta- og hagfræðinga, í samstarfi við Þjóðmál, stóð fyrir hádegisfundi þann 4. október sem ber yfirskriftina Er fasteignamarkaðurinn kominn út í stýrivaxtahorn. Á fundingum var rætt um nýja stýrivaxtaákvörðun Seðlabanka Íslands, sem var birt fyrr um morguninn, og hvaða áhrif stefna Seðlabankans hefur á fasteignamarkaðinn og efnahaginn. Gestir fundarins voru þau Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri Peningastefnunefndar Seðlabankans, Konráð S. Guðjónsson, aðalhagfræðingur Arion Banka, og Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins. Gísli Freyr Valdórsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og stjórnandi Þjóðamála, stýrði umræðum.

Mannlegi þátturinn
Menntaverðlaunin, Konungur fjallanna og geðheilbrigðisdagurinn

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Oct 5, 2023


Í dag er Kennaradagurinn haldinn hátíðlegur um allan heim og þá verður tilkynnt um hverjir eru tilnefndir til Íslensku menntaverðlaunanna í ár. Árlega er óskað eftir hugmyndum að tilnefningum frá almenningi og er verðlaunað fyrir fjóra flokka: Framúrskarandi skólastarf eða menntaumbætur, framúrskarandi kennari, framúrskarandi þróunarverkefni og framúrskarandi iðn- eða verkmenntun. Gerður Kristný rihöfundur og ljóðskáld er formaður nefndar um Íslensku menntaverðlaunin og hún kom í þáttinn í dag og greindi frá því í beinni útsendingu hverjar tilnefningarnar í ár eru. Nýja íslenska heimildamyndin Konungur fjallanna var sýnd í kvikmyndahúsum í september og svo hér á RÚV í sjónvarpinu 24. september þar sem hún fékk mikið áhorf. Í myndinni er fylgst með Kristni Guðnasyni fjallkóngi og gangnamönnum í leitum á Landmannaafrétti. Í myndinni er gefin raunsönn mynd af leitum og samspili manna, dýra og náttúru. Fjallkóngurinn sjálfur, Kristinn kom í spjall í þáttinn í dag. Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn er haldinn 10. október ár hvert, hér á landi var fyrst haldið upp á hann árið 1996. Í ár verður dagskrá í Bíó Paradís, sem sagt næsta þriðjudag kl.14 , þar sem haldin verða ávörp, fyrirlestrar og skemmtiatriði. Við fengum Orra Hilmarsson, formann dagsins hér á landi í viðtal í dag. Tónlist í þættinum í dag: Fly Me to the Moon / Hljómar (Hljóðritað í Útvarpssal Skúlagötu 4, þann 9. október 1963. Upptaka gerð fyrir óskalagaþáttinn Lög unga fólksins, fyrst heyrist Einar Júlíusson, þáverandi söngvari, kynna alla hljómsveitina.) Hey love / Marína Ósk (Marína Ósk Þórólfsdóttir) Snert hörpu mína /Edda Heiðrún (Atli Heimir Sveinsson og Davíð Stefánsson frá Fagraskógi) Miss Chatelaine / KD Lang (KD Lang og Ben Mink) Mississippi / The Cactus Blossoms (Torrey) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Mannlegi þátturinn
Menntaverðlaunin, Konungur fjallanna og geðheilbrigðisdagurinn

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Oct 5, 2023 50:00


Í dag er Kennaradagurinn haldinn hátíðlegur um allan heim og þá verður tilkynnt um hverjir eru tilnefndir til Íslensku menntaverðlaunanna í ár. Árlega er óskað eftir hugmyndum að tilnefningum frá almenningi og er verðlaunað fyrir fjóra flokka: Framúrskarandi skólastarf eða menntaumbætur, framúrskarandi kennari, framúrskarandi þróunarverkefni og framúrskarandi iðn- eða verkmenntun. Gerður Kristný rihöfundur og ljóðskáld er formaður nefndar um Íslensku menntaverðlaunin og hún kom í þáttinn í dag og greindi frá því í beinni útsendingu hverjar tilnefningarnar í ár eru. Nýja íslenska heimildamyndin Konungur fjallanna var sýnd í kvikmyndahúsum í september og svo hér á RÚV í sjónvarpinu 24. september þar sem hún fékk mikið áhorf. Í myndinni er fylgst með Kristni Guðnasyni fjallkóngi og gangnamönnum í leitum á Landmannaafrétti. Í myndinni er gefin raunsönn mynd af leitum og samspili manna, dýra og náttúru. Fjallkóngurinn sjálfur, Kristinn kom í spjall í þáttinn í dag. Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn er haldinn 10. október ár hvert, hér á landi var fyrst haldið upp á hann árið 1996. Í ár verður dagskrá í Bíó Paradís, sem sagt næsta þriðjudag kl.14 , þar sem haldin verða ávörp, fyrirlestrar og skemmtiatriði. Við fengum Orra Hilmarsson, formann dagsins hér á landi í viðtal í dag. Tónlist í þættinum í dag: Fly Me to the Moon / Hljómar (Hljóðritað í Útvarpssal Skúlagötu 4, þann 9. október 1963. Upptaka gerð fyrir óskalagaþáttinn Lög unga fólksins, fyrst heyrist Einar Júlíusson, þáverandi söngvari, kynna alla hljómsveitina.) Hey love / Marína Ósk (Marína Ósk Þórólfsdóttir) Snert hörpu mína /Edda Heiðrún (Atli Heimir Sveinsson og Davíð Stefánsson frá Fagraskógi) Miss Chatelaine / KD Lang (KD Lang og Ben Mink) Mississippi / The Cactus Blossoms (Torrey) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Leikjavarpið
Leikjavarpið #47 - Summer Game Fest, Xbox Games Showcase og Nintendo Direct

Leikjavarpið

Play Episode Listen Later Jul 19, 2023 100:04


Daníel Rósinskrans og Bjarki Þór fjalla um þrjár stórar leikjakynningar - Summer Game Fest, Xbox Games Showcase og Nintendo Direct. Til umfjöllunar eru leikir á borð við Starfield, Super Mario Bros. Wonder, Mortal Kombat 1 og fjöldi annara leikja sem margir hverjir eru væntanlegir á komandi mánuðum.   Upptaka frá 4. júlí 2023.   Tónlist: "Overworld" Kevin MacLeod (incompetech.com) Licensed under Creative Commons: By Attribution 4.0 License http://creativecommons.org/licenses/by/4.0/

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars
"Samband eða Single?" -#346

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

Play Episode Listen Later Jan 19, 2023 9:14


Upptaka af live sýningu þar sem Helgi og Hjálmar spyrja spurninga og grínast með salnum.Þættina má finna inni í áskrift á pardus.is!IG: helgijean & hjalmarorn110 Takk fyrir að hlusta - og munið að subscribe'a!

Ein Pæling
Fyrsta live-hlaðvarpið með Brynjari Níelssyni - Forvirkar rannsóknarheimildir og hælisleitendur

Ein Pæling

Play Episode Listen Later Nov 30, 2022 93:22


Upptaka af fyrsta live-hlaðvarpi Einnar Pælingar en gesturinn var Brynjar Níelsson og rætt var um forvirkar rannsóknarheimildir og hælisleitendur.

Karfan
Þristurinn í Amsterdam: Farið yfir fréttir sumarsins úr Subway deildinni

Karfan

Play Episode Listen Later Aug 21, 2022 82:03


Þristurinn fer yfir nýlegar fréttir úr Subway deildinni í sínu fyrsta vefvarpi. Þáttarstjórnendur voru á ferðalagi í Hollandi þar sem að þátturinn var tekinn upp.Upptaka af þættinum er aðgengileg á YouTube síðu Körfunnar hérÞristurinn er í boði Leanbody, Lykils, Subway og Kristalls.

Samfélagið
Ójöfnuður og heilsa, hundaæði, happdrætti, málfar og ruslarabb

Samfélagið

Play Episode Listen Later Apr 11, 2022


Hver eru áhrif félagslegrar stöðu og ójöfnuðar á heilsufar? Margrét Ólafía Tómasdóttir formaður félags íslenskra heimilislækna. Refur beit fólk við þinghúsið í Washington á dögunum en sá reyndist smitaður af hundaæði. Hvað er það? Anna Karen Sigurðardóttir dýralæknir. Happdrætti Fjáreigendafélags Reykjavíkur 1956. Upptaka úr safni RÚV. Helga Lára Þorsteinsdóttir safnstjóri. Málfarsmínútan. Guðrún Línberg. Ruslarabb. Eiríkur Örn Þorsteinsson sérfræðingur hjá Sorpu.

Samfélagið
Ójöfnuður og heilsa, hundaæði, happdrætti, málfar og ruslarabb

Samfélagið

Play Episode Listen Later Apr 11, 2022


Hver eru áhrif félagslegrar stöðu og ójöfnuðar á heilsufar? Margrét Ólafía Tómasdóttir formaður félags íslenskra heimilislækna. Refur beit fólk við þinghúsið í Washington á dögunum en sá reyndist smitaður af hundaæði. Hvað er það? Anna Karen Sigurðardóttir dýralæknir. Happdrætti Fjáreigendafélags Reykjavíkur 1956. Upptaka úr safni RÚV. Helga Lára Þorsteinsdóttir safnstjóri. Málfarsmínútan. Guðrún Línberg. Ruslarabb. Eiríkur Örn Þorsteinsson sérfræðingur hjá Sorpu.

Samfélagið
Ójöfnuður og heilsa, hundaæði, happdrætti, málfar og ruslarabb

Samfélagið

Play Episode Listen Later Apr 11, 2022 55:00


Hver eru áhrif félagslegrar stöðu og ójöfnuðar á heilsufar? Margrét Ólafía Tómasdóttir formaður félags íslenskra heimilislækna. Refur beit fólk við þinghúsið í Washington á dögunum en sá reyndist smitaður af hundaæði. Hvað er það? Anna Karen Sigurðardóttir dýralæknir. Happdrætti Fjáreigendafélags Reykjavíkur 1956. Upptaka úr safni RÚV. Helga Lára Þorsteinsdóttir safnstjóri. Málfarsmínútan. Guðrún Línberg. Ruslarabb. Eiríkur Örn Þorsteinsson sérfræðingur hjá Sorpu.

Orð um bækur
Orð um lljóð og sögur, heima og heiman og nóbelsskáld, lífs og liðin

Orð um bækur

Play Episode Listen Later Feb 7, 2022 50:00


Í þættinum er að þessu sinni rætt við Reyni Eggertsson sendikennara í íslensku við Háskólann í Helsinki um hreysti - og lestrarátak íslenskrar sendikennara erlendis og Gljúfrasteins í tilefni 120 fæðingarafmælis Halldórs Laxness 23. apríl næstkomandi. Átakið felst í áskorun um að hlaupa, ganga eða stunda einhvers konar líkamsrækt og tengja við töluna 120 en einnig að lesa og/eða hlusta á eins mikið af verkum Nóbelsskáldsins. Átakið hefst á dánardegi skáldsinsi 8. febrúar og stendur til fæðingardags hans 23. apríl næstkomandi. Þá segir Tómas Ævar Ólafsson frá nýjasta handhafa Bókmenntaverðlauna Nóbels Abduhlrazak Gurnah og nýjustu skáldsögu hans Afterlives sem kom út árið 2020. Að lokum er rætt við Þórdísi Richardsdóttur um nýja ljóðabók hennar Eins og í kviksjá. Þetta er þriðja ljóðabók Þórdísar en fyrsta ljóðabók hennar Ljóð í lausaleik kom út árið 1976, 25 árum síðar svo bókin Úr bláu tjaldi og nú loks sú þriðja. Í þættinum heyrist Þórdís leika og syngja lag sitt og ljóð Hvar ertu félagi kona. Upptaka frá Kvennafrídeginum 24. október 1976. Umsjónarmaður þáttarins er Jórunn Sigurðardóttir

Hlaðvarp Borgarbókasafnsins
Fræðakaffi | Að vera biskupsfrú (Hildur Hákonardóttir)

Hlaðvarp Borgarbókasafnsins

Play Episode Listen Later Feb 7, 2022 43:57


Upptaka frá Fræðakaffi í Spönginni, maí 2021. Hildur Hákonardóttir listakona og rithöfundur segir frá rannsóknum sínum á sögu löngu horfinna biskupsfrúa og fyrirkvenna, en árið 2020 kom út bók hennar "Hvað er svona merkilegt við það að vera biskupsfrú?" hjá bókaútgáfunni Sæmundi.Bókin kom út í framhaldi af rannsóknum Hildar á níu biskupsfrúm í Skálholti á árunum 1510-1623. Fáar beinar heimildir eru til um þær sjálfar, en Hildur hefur kafað ofan í texta sem varðveist hafa m.a. um eiginmenn þeirra, feður og syni og fundið þaðr ýmsan fróðleik. Saga kvennanna er dregin fram „úr myrkviði horfinna alda, enda er oftlega fjallað um konur fortíðar nánast eins og um væri að ræða vel þekkta, meinlausa dýrategund sem deilir landinu með körlum.“ (H.H.)

Orð um bækur
Orð um lljóð og sögur, heima og heiman og nóbelsskáld, lífs og liðin

Orð um bækur

Play Episode Listen Later Feb 7, 2022


Í þættinum er að þessu sinni rætt við Reyni Eggertsson sendikennara í íslensku við Háskólann í Helsinki um hreysti - og lestrarátak íslenskrar sendikennara erlendis og Gljúfrasteins í tilefni 120 fæðingarafmælis Halldórs Laxness 23. apríl næstkomandi. Átakið felst í áskorun um að hlaupa, ganga eða stunda einhvers konar líkamsrækt og tengja við töluna 120 en einnig að lesa og/eða hlusta á eins mikið af verkum Nóbelsskáldsins. Átakið hefst á dánardegi skáldsinsi 8. febrúar og stendur til fæðingardags hans 23. apríl næstkomandi. Þá segir Tómas Ævar Ólafsson frá nýjasta handhafa Bókmenntaverðlauna Nóbels Abduhlrazak Gurnah og nýjustu skáldsögu hans Afterlives sem kom út árið 2020. Að lokum er rætt við Þórdísi Richardsdóttur um nýja ljóðabók hennar Eins og í kviksjá. Þetta er þriðja ljóðabók Þórdísar en fyrsta ljóðabók hennar Ljóð í lausaleik kom út árið 1976, 25 árum síðar svo bókin Úr bláu tjaldi og nú loks sú þriðja. Í þættinum heyrist Þórdís leika og syngja lag sitt og ljóð Hvar ertu félagi kona. Upptaka frá Kvennafrídeginum 24. október 1976. Umsjónarmaður þáttarins er Jórunn Sigurðardóttir

Orð um bækur
Orð um lljóð og sögur, heima og heiman og nóbelsskáld, lífs og liðin

Orð um bækur

Play Episode Listen Later Feb 7, 2022


Í þættinum er að þessu sinni rætt við Reyni Eggertsson sendikennara í íslensku við Háskólann í Helsinki um hreysti - og lestrarátak íslenskrar sendikennara erlendis og Gljúfrasteins í tilefni 120 fæðingarafmælis Halldórs Laxness 23. apríl næstkomandi. Átakið felst í áskorun um að hlaupa, ganga eða stunda einhvers konar líkamsrækt og tengja við töluna 120 en einnig að lesa og/eða hlusta á eins mikið af verkum Nóbelsskáldsins. Átakið hefst á dánardegi skáldsinsi 8. febrúar og stendur til fæðingardags hans 23. apríl næstkomandi. Þá segir Tómas Ævar Ólafsson frá nýjasta handhafa Bókmenntaverðlauna Nóbels Abduhlrazak Gurnah og nýjustu skáldsögu hans Afterlives sem kom út árið 2020. Að lokum er rætt við Þórdísi Richardsdóttur um nýja ljóðabók hennar Eins og í kviksjá. Þetta er þriðja ljóðabók Þórdísar en fyrsta ljóðabók hennar Ljóð í lausaleik kom út árið 1976, 25 árum síðar svo bókin Úr bláu tjaldi og nú loks sú þriðja. Í þættinum heyrist Þórdís leika og syngja lag sitt og ljóð Hvar ertu félagi kona. Upptaka frá Kvennafrídeginum 24. október 1976. Umsjónarmaður þáttarins er Jórunn Sigurðardóttir

Heilsumál
Heilbrigðiskerfi í háska - Jón Magnús, Theodór Skúli, Ragnar Freyr, Eggert

Heilsumál

Play Episode Listen Later Nov 23, 2021 73:14


Íslenska heilbrigðiskerfið er í háska. Það er víða pottur brotinn í kerfinu og munum við tæpa á nokkrum hlutum þess hér í þessum þætti. Fækkun sjúkrarúma er eitt af þeim málum. Sjúkrarúmum á Landspítalanum, og reyndar landinu öllu, hefur markvisst fækkað á síðustu 20 árum. Fækkun sjúkrarúma er umtalsverð, úr um 1600 sjúkrarúmum á landinu öllu í aðeins um 1000 sjúkrarúm á landinu öllu. Þessi fækkun er gengur þvert á við fjölgun í landinu og gífurlega aukningu erlendra ferðamanna. Í þessum þætti eru mættir fjórir læknar, þeir Eggert Eyjólfsson sérfræðingur í bráðalækningum, Jón Magnús Kristjánsson fram­kvæmda­stjóri lækn­inga hjá Heilsu­vernd og fyrrv. yfirlæknir bráðamóttökunnar, Ragnar Freyr Ingvarsson sérfræðingur í lyf- og gigtarlækningum og fyrrum yfirlæknir Covid-19 göngudeildarinnar, Theodór Skúli Sigurðsson - svæfinga- og gjörgæslulæknir.Umsjón með þættinum er Bent Marinósson.Upptaka, hljóðvinnsla, tónlist og framleiðsla: Pixelmedia.isEftirtaldir aðilar styrktu þennan þátt:RB RúmRB Rúm í Hafnarfirði hefur hjálpað landsmönnum að ná sem bestum svefni allt frá árinu 1943, RB Rúm hannar og framleiðir rúm í öllum stærðum og með fimm gerðir springdýna. RB rúm hefur nú hannað nýja springdýnu með íslenskri ull, dýnan er 100% náttúruleg og í henni engin kemísk efni. Við mælum með að kíkja á þau í Dalshraun 8 hafnarfirði eða á heimasíðu þerirra, rbrum.isÖryggismiðstöðinÖryggismiðstöðin styrkir þessa þáttagerð og þökkum við þeim stuðninginn. Hjá öryggismiðstöðinni fást meðal annars snjallhnappar sem eru ný kynslóð öryggishnappa fyrir eldri borgara og þá sem þurfa heilsu sinnar vegna að getað kalla eftir tafalausri aðstoð. Auk hefðbundins öryggishnapps, sem hægt er að ýta á í neyð, býður kerfið upp á snjallar nýjungar, meðal annars fallhnapp sem greinir ef notandi dettur. Hafið endilega samband við Öryggismiðstöðina og kynnið ykkur þessar lausnir eða kíkið á vefinn þeirra á oryggi.is.

Ein Pæling
#67 Er samfélagið safnhaugur einstaklinga? (Viðtal við Gunnar Smára Egilsson)

Ein Pæling

Play Episode Listen Later Jun 26, 2021 107:31


*Upptaka frá 12.06.21Þórarinn og Gunnar Smári Egilsson ræða um dauða nýfrjálshyggjunnar, húsnæðismarkaðinn, stjórnmál, félagslegan Darwinisma og margt fleira.•00:06:20 Dauði nýfrjálshyggjunnar•00:20:00 Afrek sósíalískrar hugsunar á 20. öldinni•00:26:00 Aporophobia og húsnæðismarkaðurinn•00:31:00 Að hata vandamálin •00:34:00 Magnús Scheving og innantómar tilfinningar og væl stjórnmálamanna•00:43:00 Talaru Elitísku?•00:52:00 Sala Íslandsbanka•00:57:15 Ég ætla ekki að pakka málflutningnum þannig að elítan geti kyngt þessu•01:01:40 Engar byltingar enda með því að stjórnvöld fengu meiri völd.•01:12:30 Félagslegur Darwinismi og hvatastjórnun•01:32:30 Erum við bara homo economicus?•01:34:30 Kosningar og stefnumál sósíalista

Orð um bækur
Orð um hetjur á ólíkum tímum og um bestu bækurnar á ensku árið 2020

Orð um bækur

Play Episode Listen Later Nov 16, 2020


Þar sem frumflutningur þáttarins ber upp á 16. nóvember 2020 hefst þátturinn á ljóði eftir afmælisbarn dagsins, Jónas Hallgrímsson. Sigurður Skúlason leikari les ljóðið Einbúinn. Upptaka úr safni frá árinu 2016. Þá er í þættinum rætt við Kristínu Svövu Tómasdóttur um nýja ljóðabók hennar Hetjusögur og les Kristín nokkur ljóð úr bókinni. Einnig er rætt við Yrsu Þöll Gylfadóttur um nýútkomna skáldsögu hennar Strendingar; Fjölskyldulíf í 7 töktum og Yrsa les 2 brot úr texta bókarinnar. Að lokum flytur Fríða Ísberg annan pistil sinn af þremur um Man Booker verðlaunin árið 2020.

Orð um bækur
Orð um hetjur á ólíkum tímum og um bestu bækurnar á ensku árið 2020

Orð um bækur

Play Episode Listen Later Nov 16, 2020


Þar sem frumflutningur þáttarins ber upp á 16. nóvember 2020 hefst þátturinn á ljóði eftir afmælisbarn dagsins, Jónas Hallgrímsson. Sigurður Skúlason leikari les ljóðið Einbúinn. Upptaka úr safni frá árinu 2016. Þá er í þættinum rætt við Kristínu Svövu Tómasdóttur um nýja ljóðabók hennar Hetjusögur og les Kristín nokkur ljóð úr bókinni. Einnig er rætt við Yrsu Þöll Gylfadóttur um nýútkomna skáldsögu hennar Strendingar; Fjölskyldulíf í 7 töktum og Yrsa les 2 brot úr texta bókarinnar. Að lokum flytur Fríða Ísberg annan pistil sinn af þremur um Man Booker verðlaunin árið 2020.

Orð um bækur
Orð um hetjur á ólíkum tímum og um bestu bækurnar á ensku árið 2020

Orð um bækur

Play Episode Listen Later Nov 16, 2020 53:29


Þar sem frumflutningur þáttarins ber upp á 16. nóvember 2020 hefst þátturinn á ljóði eftir afmælisbarn dagsins, Jónas Hallgrímsson. Sigurður Skúlason leikari les ljóðið Einbúinn. Upptaka úr safni frá árinu 2016. Þá er í þættinum rætt við Kristínu Svövu Tómasdóttur um nýja ljóðabók hennar Hetjusögur og les Kristín nokkur ljóð úr bókinni. Einnig er rætt við Yrsu Þöll Gylfadóttur um nýútkomna skáldsögu hennar Strendingar; Fjölskyldulíf í 7 töktum og Yrsa les 2 brot úr texta bókarinnar. Að lokum flytur Fríða Ísberg annan pistil sinn af þremur um Man Booker verðlaunin árið 2020.

Orð um bækur
Orð um hetjur á ólíkum tímum og um bestu bækurnar á ensku árið 2020

Orð um bækur

Play Episode Listen Later Nov 16, 2020


Þar sem frumflutningur þáttarins ber upp á 16. nóvember 2020 hefst þátturinn á ljóði eftir afmælisbarn dagsins, Jónas Hallgrímsson. Sigurður Skúlason leikari les ljóðið Einbúinn. Upptaka úr safni frá árinu 2016. Þá er í þættinum rætt við Kristínu Svövu Tómasdóttur um nýja ljóðabók hennar Hetjusögur og les Kristín nokkur ljóð úr bókinni. Einnig er rætt við Yrsu Þöll Gylfadóttur um nýútkomna skáldsögu hennar Strendingar; Fjölskyldulíf í 7 töktum og Yrsa les 2 brot úr texta bókarinnar. Að lokum flytur Fríða Ísberg annan pistil sinn af þremur um Man Booker verðlaunin árið 2020.

Fotbolti.net
Útvarpsþátturinn - Íslenski, landsliðið og Eggert Gunnþór

Fotbolti.net

Play Episode Listen Later Sep 12, 2020


Upptaka af útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 þann 12. september. Elvar Geir og Tómas Þór voru á sínum stað. Í upphafi: Íslenski boltinn. Mjólkurbikarleikir vikunnar og ofursunnudagur framundan í Pepsi Max. 32:00 Landsliðsuppgjör. Freyr Alexandersson aðstoðarlandslandsliðsþjálfari á línunni. 67:30 Gestur þáttarins. Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður FH.

Orð um bækur
Orð um bækur og höfunda á jaðrinum

Orð um bækur

Play Episode Listen Later Aug 29, 2020 53:46


Í þættinum Orð um bækur er að þessu sinni sagt frá skáldsögunn Girl, Woman, Other eftir breska rithöfundinn Bernadine Evaristo sem ættir að rekja til Nígeríu. En Bernadine Evaristo fékk ásamt kandíska rithöfundinum Margaret Atwood bresku Bookerverðlaunin haustið 2019. Bókin segir sögu tólf svartra kvenna af ólíkum stéttum, menningarlegum uppruna, kynhneigð og svo framvegis. Sagt er frá höfundinum og innhald bókarinnar, sem orðið hefur ægivinsæl í kjölfar eflingar Black Lives Matter hreyfingarinnar á síðustu mánuðum. Þá er í þættinum byrjað að kynna bókmenntaverkin sem tilnefnd eru til Bóikmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Á dagskrá þáttarins að þessu sinni eru tilnefningar Dana, ljóðabókin Yahya Hassan2 eftir Yahya Hassan og skáldsagan HHV FRSHWN - Dödsknaldet í Amazonas eftir Hanne Höjgaard Viemose. Sagt er frá báðum þessum bókum. Nokkur ljóð Yahya Hassans í snörun umsjónarmanns eru lesin og einnig brot úr bók Hanne Höjgaard Viemose. Þá er leikið bort úr viðtali sem þáttastjórnandi átti við rithöfundinn Hanne Höjgaard Viemose árið 2016 í tengslum við skáldsögu hennar Mado. Einnig heyrist í Eiríki Erni Norðdahl sem Eiríkur Guðmundsson ræddi við í Víðsjá í apríl árið 2020 þegar frést hafði að Yahya Hassan hefði fundist látinn á heimili sínu. Í upphafi þáttar heyrist Kristin Ómarsdóttir flytja ljóð sitt Ullarhjarta úr ljóðabókinni ... lokaðu augunum og hugsaðu um mig frá árinu 1998. Upptaka úr rafrænu útgáfuboði í tilefni útgáfu á ljóðasafni Kristínar Ómarsdóttur KÓ í ritstjórn Valgerðar Þórodssdóttur, útgefandi Partus. Lesarar Eva Rún Þorgeirsdóttir og Jóhannes Ólafsson

Orð um bækur
Orð um bækur og höfunda á jaðrinum

Orð um bækur

Play Episode Listen Later Aug 29, 2020


Í þættinum Orð um bækur er að þessu sinni sagt frá skáldsögunn Girl, Woman, Other eftir breska rithöfundinn Bernadine Evaristo sem ættir að rekja til Nígeríu. En Bernadine Evaristo fékk ásamt kandíska rithöfundinum Margaret Atwood bresku Bookerverðlaunin haustið 2019. Bókin segir sögu tólf svartra kvenna af ólíkum stéttum, menningarlegum uppruna, kynhneigð og svo framvegis. Sagt er frá höfundinum og innhald bókarinnar, sem orðið hefur ægivinsæl í kjölfar eflingar Black Lives Matter hreyfingarinnar á síðustu mánuðum. Þá er í þættinum byrjað að kynna bókmenntaverkin sem tilnefnd eru til Bóikmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Á dagskrá þáttarins að þessu sinni eru tilnefningar Dana, ljóðabókin Yahya Hassan2 eftir Yahya Hassan og skáldsagan HHV FRSHWN - Dödsknaldet í Amazonas eftir Hanne Höjgaard Viemose. Sagt er frá báðum þessum bókum. Nokkur ljóð Yahya Hassans í snörun umsjónarmanns eru lesin og einnig brot úr bók Hanne Höjgaard Viemose. Þá er leikið bort úr viðtali sem þáttastjórnandi átti við rithöfundinn Hanne Höjgaard Viemose árið 2016 í tengslum við skáldsögu hennar Mado. Einnig heyrist í Eiríki Erni Norðdahl sem Eiríkur Guðmundsson ræddi við í Víðsjá í apríl árið 2020 þegar frést hafði að Yahya Hassan hefði fundist látinn á heimili sínu. Í upphafi þáttar heyrist Kristin Ómarsdóttir flytja ljóð sitt Ullarhjarta úr ljóðabókinni ... lokaðu augunum og hugsaðu um mig frá árinu 1998. Upptaka úr rafrænu útgáfuboði í tilefni útgáfu á ljóðasafni Kristínar Ómarsdóttur KÓ í ritstjórn Valgerðar Þórodssdóttur, útgefandi Partus. Lesarar Eva Rún Þorgeirsdóttir og Jóhannes Ólafsson

Orð um bækur
Orð um bækur og höfunda á jaðrinum

Orð um bækur

Play Episode Listen Later Aug 29, 2020


Í þættinum Orð um bækur er að þessu sinni sagt frá skáldsögunn Girl, Woman, Other eftir breska rithöfundinn Bernadine Evaristo sem ættir að rekja til Nígeríu. En Bernadine Evaristo fékk ásamt kandíska rithöfundinum Margaret Atwood bresku Bookerverðlaunin haustið 2019. Bókin segir sögu tólf svartra kvenna af ólíkum stéttum, menningarlegum uppruna, kynhneigð og svo framvegis. Sagt er frá höfundinum og innhald bókarinnar, sem orðið hefur ægivinsæl í kjölfar eflingar Black Lives Matter hreyfingarinnar á síðustu mánuðum. Þá er í þættinum byrjað að kynna bókmenntaverkin sem tilnefnd eru til Bóikmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Á dagskrá þáttarins að þessu sinni eru tilnefningar Dana, ljóðabókin Yahya Hassan2 eftir Yahya Hassan og skáldsagan HHV FRSHWN - Dödsknaldet í Amazonas eftir Hanne Höjgaard Viemose. Sagt er frá báðum þessum bókum. Nokkur ljóð Yahya Hassans í snörun umsjónarmanns eru lesin og einnig brot úr bók Hanne Höjgaard Viemose. Þá er leikið bort úr viðtali sem þáttastjórnandi átti við rithöfundinn Hanne Höjgaard Viemose árið 2016 í tengslum við skáldsögu hennar Mado. Einnig heyrist í Eiríki Erni Norðdahl sem Eiríkur Guðmundsson ræddi við í Víðsjá í apríl árið 2020 þegar frést hafði að Yahya Hassan hefði fundist látinn á heimili sínu. Í upphafi þáttar heyrist Kristin Ómarsdóttir flytja ljóð sitt Ullarhjarta úr ljóðabókinni ... lokaðu augunum og hugsaðu um mig frá árinu 1998. Upptaka úr rafrænu útgáfuboði í tilefni útgáfu á ljóðasafni Kristínar Ómarsdóttur KÓ í ritstjórn Valgerðar Þórodssdóttur, útgefandi Partus. Lesarar Eva Rún Þorgeirsdóttir og Jóhannes Ólafsson

Fotbolti.net
Útvarpsþátturinn - Óvissan hjá íslenskum félögum og landsliðinu

Fotbolti.net

Play Episode Listen Later Aug 8, 2020


Upptaka af útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 þann 8. ágúst. Elvar Geir og Tómas Þór fjölluðu um óvissuástandið í íslenska boltanum við Pál Kristjánsson, formann KR, og Frey Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfara. Einnig var rætt um Meistaradeild Evrópu. Dagskráin: 04:30 Meistaradeild Evrópu 18:45 Umræða um veiruástandið í íslenska boltanum 33:30 Viðtal við Pál Kristjánsson 59:30 Viðtal við Frey Alexandersson

Fotbolti.net
Útvarpsþátturinn í heild - 22. febrúar

Fotbolti.net

Play Episode Listen Later Feb 22, 2020


Upptaka af útvarpsþættinum Fótbolti.net 22. febrúar 2020. Tómas Þór og Benedikt Bóas stóðu vaktina. Þeir ræddu um helstu fótboltafréttir vikunnar og spjölluðu við umboðsmanninn Cesare Marchetti um málefni Harðar Inga Gunnarssonar. Gestur þáttarins var Kári Árnason.

Samfélagið
Þvinguð hjónabönd. Lögmenn. Réttvísin gegn RÚV.

Samfélagið

Play Episode Listen Later Feb 5, 2020 55:00


Stella Samúelsdóttir framkvæmdastýra UNWomen á Íslandi: Hjón sem vísa átti úr landi til Pakistan óskuðu alþjóðlegrar verndar hér óttuðust um líf sitt því þau höfðu gifst þrátt fyrir að fjölskylda konunnar hefði samið um brúðkaup hennar og annars manns. Rætt er við Stellu um þvínguð hjónabönd og stöðu Íslands í þeim efnum. Berlind Svavarsdóttir formaður Lögmannafélags Íslands: Berglind ræðir um endurskoðun á siðareglum lögmanna og breytt umhverfi eftir mikla fjölgun í stéttinni undanfarin ár og áratugi. Árni Hjartarson jarðfræðingur: Réttvísin gegn Rúv nefnist leikþáttur sem saminn var og leiklesinn í kjölfar Tangenmálsins svokallaða árið 1989. Upptaka af honum verður sýnd á Safnanótt.

Samfélagið
Þvinguð hjónabönd. Lögmenn. Réttvísin gegn RÚV.

Samfélagið

Play Episode Listen Later Feb 5, 2020


Stella Samúelsdóttir framkvæmdastýra UNWomen á Íslandi: Hjón sem vísa átti úr landi til Pakistan óskuðu alþjóðlegrar verndar hér óttuðust um líf sitt því þau höfðu gifst þrátt fyrir að fjölskylda konunnar hefði samið um brúðkaup hennar og annars manns. Rætt er við Stellu um þvínguð hjónabönd og stöðu Íslands í þeim efnum. Berlind Svavarsdóttir formaður Lögmannafélags Íslands: Berglind ræðir um endurskoðun á siðareglum lögmanna og breytt umhverfi eftir mikla fjölgun í stéttinni undanfarin ár og áratugi. Árni Hjartarson jarðfræðingur: Réttvísin gegn Rúv nefnist leikþáttur sem saminn var og leiklesinn í kjölfar Tangenmálsins svokallaða árið 1989. Upptaka af honum verður sýnd á Safnanótt.

DJ STJANI
Upptaka af Gummi Ben Bar 26.okt 2019 (Hluti af setti)

DJ STJANI

Play Episode Listen Later Oct 28, 2019 75:40


Skellti á upptöku loksins, gleymdi því ekki i þetta skiptið þegar ég er að spila. Settið er í tveim hlutum

setti upptaka gummi ben
Atli & Elías
Reykjavík Creative Hub: Baldvin Z & Silja Hauksdóttir

Atli & Elías

Play Episode Listen Later Sep 2, 2019 98:28


Upptaka frá IÐNÓ, þann 18.Ágúst 2019, pallborðsumræður með kvikmyndaleikstjórum.

Menntavarp – Ingvi Hrannar
3 ráð og 3 sögur af notkun Google í skólastarfi – Upptaka af fyrirlestri 13.08.19

Menntavarp – Ingvi Hrannar

Play Episode Listen Later Aug 13, 2019


Upptaka af fyrirlestri mínum þann 13.ágúst 2019 fyrir SFS vegna innleiðingar á Google í skólastarf grunnskóla borgarinnar.  

google sfs upptaka
Sumargjöf Rásar 2
Tvíhöfði Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson

Sumargjöf Rásar 2

Play Episode Listen Later Jun 20, 2019


Upptaka frá sérstöku uppistandi Tvíhöfða í Ísafjarðarbíói á vegum aldrei fór ég suður hátíðarinnar. Þeir Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson fara hér með gamanmál bæði í söng og töluðu máli. Þátturinn var á dagskrá rásar 2 2019

Sumargjöf Rásar 2
Tvíhöfði Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson

Sumargjöf Rásar 2

Play Episode Listen Later Jun 20, 2019


Upptaka frá sérstöku uppistandi Tvíhöfða í Ísafjarðarbíói á vegum aldrei fór ég suður hátíðarinnar. Þeir Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson fara hér með gamanmál bæði í söng og töluðu máli. Þátturinn var á dagskrá rásar 2 2019

Fotbolti.net
Útvarpsþátturinn 19. janúar - Orri gestur

Fotbolti.net

Play Episode Listen Later Jan 19, 2019


Upptaka af útvarpsþættinum Fótbolti.net 19. janúar. Elvar Geir Magnússon var einn í hljóðverinu að þessu sinni en hann hringdi í Tómas Þór Þórðarson sem er í Þýskalandi að fylgjast með strákunum okkar í handboltalandsliðinu. Enski boltinn var til umfjöllunar og valdir voru fimm bestu markverðir heims í dag. Gestur þáttarins var Orri Sigurður Ómarsson sem er kominn aftur í herbúðir Vals.

Poppland

Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson og Karitas Harpa Davíðsdóttir Poppland verður með venjulegu sniði í dag og bara hressleiki í umsjónarmönnum eftir yfirferðina yfir árið 2018 í gær, það verður boðið upp á fasta liði eins og venjulega auk allra helstu poppslagar dagsins innlenda og erlenda. Lagalistinn Hjaltalín - Baronesse Jónas Sig - Milda hjartað St Vincent - Fast Slow Disco Michael Jackson - Rock With You Svavar Knútur - Haustvindar GDRN - Lætur mig Rihanna - Diamonds Smashing Pumpkins - Silvery Sometimes Dandy Warholes - Get Off Hjálmar - Fyrir þig Althea & Donna - Uptown Top Ranking Death Cab For Cutie - Northern Lights The 1975 - Its Not Living Mark Ronson ft Miley Cyrus - Nothing Brakes Like A Heart Foreigner - Urgent JóiP x Króli - 00:26 Childish Gambino - Summertime Magic Los Unidades ft Pharrel - E-Lo Basement Jaxx - Red Alert Ásgeir Trausti - Lifandi Vatnið Between Mountains - Little Sunny Flower Bastille - Happier ft. Marshmello Lady Gaga - Born this way The Knocks - Sun comes up ft. Will Butler **Morgunn - Svavar Knútur (Upptaka frá þætti gærdagsins) Kaleo - Way down we go Leon Bridges - Beyond Á móti sól - Spenntur Auður - Freðinn Vök - Spend the love Jói P x Króli - Næsta ft. GDRN og fleiri Panic! At the disco - High Hopes Moby - Porcelain Máni Orrason - Picture I recall Mark Ronson ft. Amy Winewhouse - Valerie GDRN - Hvað ef ft. Auður Svavar Knútur - Lady winter Post Malone - Sunflower Silk City - Electricity ft. Dua Lipa Ellen Kristjánsdóttir - The Beach Coldplay - A sky full of stars Stjórnin - Allt eða ekkert Little Dragon - Lover Chanting

kr allt umsj gdrn upptaka hreggvi
Fotbolti.net
Útvarpsþátturinn - Rýnt í alla riðla HM í Rússlandi

Fotbolti.net

Play Episode Listen Later Jun 9, 2018


Upptaka af útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 þann 9. júní. Elvar Geir, Tómas Þór og Magnús Már skoðuðu alla riðla HM í Rússlandi og spáðu fyrir um hvaða lið munu komast upp úr þeim. Riðill Íslands fékk að sjálfsögðu gott pláss í þættinum!

ri magn hmr upptaka x977
Fallöxin
Fallöxin #9 - Helga Tryggvadóttir

Fallöxin

Play Episode Listen Later Jan 8, 2018 84:55


Fallöxin #9. Gestur þáttarins var Helga Tryggvadóttir. Upptaka fór fram 4. janúar 2018.

Fotbolti.net
Upptaka - Tryggvi skoðar aðra umferðina í Pepsi

Fotbolti.net

Play Episode Listen Later May 7, 2017


Tryggvi Guðmundsson var á línunni í útvarpsþætti Fótbolta.net á X-inu 97,7 í gær. Tryggvi skoðaði þar aðra umferðina í Pepsi-deildinni sem er framundan.

Hefnendurnir
Hefnendurnir 52 - They live! (upptaka af live þætti Hefnenda)

Hefnendurnir

Play Episode Listen Later Feb 22, 2015 59:07


Hulkleikur og Ævorman þurfa að gera upp sakirnar eftir dramatískar vendingar í síðasta þætti og gera það með stæl í fyrstu live upptöku á hefnendaþætti. Að auki koma góðir gestir eins og jarðarbúinn Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir og lífskúnstnerinn Jón Mýrdal sem og skemmtiatriði frá Uglu og Sögu úr Ástinni og leigumarkaðinum.

hj hl upptaka hefnendurnir