Podcast appearances and mentions of anna sigr

  • 24PODCASTS
  • 447EPISODES
  • 1h 44mAVG DURATION
  • 1MONTHLY NEW EPISODE
  • Dec 17, 2024LATEST

POPULARITY

20172018201920202021202220232024


Best podcasts about anna sigr

Latest podcast episodes about anna sigr

Samfélagið
Lognmolla í ólgusjó, Meðalhitinn yfir 1,5, Jólamálfarsspjall

Samfélagið

Play Episode Listen Later Dec 17, 2024 58:33


Í síðustu viku gáfu stjórnmálafræðingar við Háskóla Íslands út bók sem byggir á íslensku kosningarannsókninni, og beinir sjónum sínum einna helst að alþingiskosningunum 2021 og íslenskum kjósendum í áranna rás. Tveir af höfundum bókarinnar, Jón Gunnar Ólafsson og Hulda Þórisdóttir, ætla að setjast hjá okkur og ræða bókina, lýðræðið, og hvort Alþingiskosningarnar 2021 hafi verið sögulega leiðinlegar. Allt útlit er fyrir að árið í ár verði það fyrsta þar sem meðalhiti á jörðinni fer yfir 1,5 gráðu markmiðið. Halldór Björnsson, fagstjóri veðurs og loftslags, kemur og ræðir það helsta sem er í loftslagsdeiglunni þessa dagana. Anna Sigríður Þráinsdóttir, málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins, fer yfir ýmis orð tengd jólunum. Tónlist og stef í þættinum: St. Vincent - Tiempos Violentos Mars Volta - Aegis Moses Hightower - Feikn

Samfélagið
Innslag frá COP29 í Bakú, loftslagsspjall við Mikael Allan Mikaelsson, málfarsspjall um stórforeldri

Samfélagið

Play Episode Listen Later Nov 19, 2024 59:06


COP29, loftslagsráðstefna Sameinuðuþjóðanna, fer nú fram í Bakú í Aserbaísjan. Meðal yfirlýstra markmiða ráðstefnunnar er að marka stefnu til að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis á heimsvísu. Gestgjafaþjóð ráðstefnunnar, Aserbaísjan, er hins vegar mikil jarðefnaeldsneytisþjóð, og erfitt gæti orðið að sannfæra stjórnvöld þar í landi, og víðar, að breyta út af venjunni. Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, er á ráðstefnunni. Hún hefur verið með regluleg innslög í Samfélaginu undanfarið og í dag segir hún okkur aðeins nánar frá jarðefnaeldsneytisþjóðinni Aserbaísjan. Og við höldum okkur við loftslagsmálin, vindum okkur í loftslagsspjallið að þessu sinni við Mikael Allan Mikaelsson, sérfræðing í loftslagsmálum og stefnumótun. Hann starfaði í tæpan áratug fyrir bresku utanríkis-, orku- og iðnaðarráðuneytin, hlaut MBE-orðu bresku krúnunnar - kannski einhvers konar hliðstæðu íslensku fálkaorðunnar, starfar nú hjá Stocholm Environment Institute og er einn af helstu höfundum nýja evrópska loftslagsáhættumatsins - en við ætlum ekki bara að ræða feril hans og afrek heldur fyrst og fremst heyra hvað honum finnst um stöðuna í loftslagsmálum, vænlegar aðgerðir og áherslur til framtíðar. Anna Sigríður Þráinsdóttir, málfarsráðunautur, mætir í málfarsspjall og ræðir meðal annars orðið stórforeldri. Tónlist: Mars Volta - Aegis.

Samfélagið
Kynjuð áhrif heimsfaraldurs, ráðstefnan í Kólumbíu gerð upp, forsetakosningar í Bandaríkjunum og málfarsspjall

Samfélagið

Play Episode Listen Later Nov 5, 2024 58:50


Heimsfaraldurinn kollvarpaði tímabundið starfi framhaldsskóla, í mars 2020, þegar samkomubann var sett á var farið að kenna allt í fjarkennslu, um haustið var hert og slakað á víxl og skólastarfið var sífellt að aðlaga sig. Hvaða áhrif hafði þetta á kennara? Nokkrir fræðimenn við Menntavísindasvið Háskóla Íslands hafa undanfarið rannsakað þetta í þaula og safnað fjölbreyttum gögnum. En stærsta ein stærsta niðurstaðan kom eins og blaut tuska í andlitið á þeim. Súsanna Margrét Gestsdóttir, kennari, sagnfræðingur,lektor við Menntavísindasvið HÍ og ein rannsakendanna kemur til okkar núna rétt á eftir og greinir meðal annars frá ólíkum áhrifum ráðstafananna sem gerðar voru vegna faraldursins á konur og karla í kennarastétt. Síðustu daga og vikur höfum við fengið að heyra innslög frá Þorgerði Maríu Þorbjarnardóttur, formanni Landverndar, þar sem hún hefur sagt frá dvöl sinni í Cali í Kólumbíu. Hún sótti þangað ráðstefnu aðildarríkja að rammasamningi Sameinuðu þjóðanna um líffræðilegan fjölbreytileika. Þetta er risastór viðburður þar sem fulltrúar ríkjanna koma saman og setja sér alls konar markmið og gera alls konar áætlanir. En hvernig er það að vera á svona ráðstefnu. Næst einhver raunverulegur árangur? Gera þessar ráðstefnur eitthvað gagn? Við fáum Þorgerði Maríu til okkar í spjall um þetta og margt fleira. Spennan vex vestanhafs. Róbert Jóhannsson, fréttamaður á erlendu deildinni ræðir við okkur um kosningarnar í Bandaríkjunum. Anna Sigríður Þráinsdóttir, málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins, spjallar við okkur um tökuorð. Tónlist í þættinum: BEAR THE ANT - Hey!. Höst, Lene, Airana, Miriam - Sanfona Sentida. BSÍ - Lily (hot dog).

gera hva lene bandar margr lumb gestsd sameinu anna sigr nokkrir menntav landverndar
Samfélagið
Hitafundur um Coda Terminal, Stiknun eða króknun? Málfarsspjall um orðmyndanir

Samfélagið

Play Episode Listen Later Oct 8, 2024 55:00


Í dag fjöllum við um umdeilt mál í Hafnarfirði. Mikill hitafundur var haldinn í Bæjarbíói í Hafnarfirði í gær, þar sem kynntar voru breytingar á aðalskipulagi sem tengjast Coda Terminal-verkefninu, svokallaða. Verkefnið hefur mætt talsverðri andstöðu íbúa, og það kom bersýnilega í ljós á fundinum í gær Samfélagið var á fundinum í gær og ræddi við kjörna fulltrúa, talsmenn Carbfix, og íbúa Hafnarfjarðar. Króknum við eða stiknum í framtíðinni? Við fáum Halldór Björnsson, loftslagsfræðing á Veðurstofunni til okkar í loftslagsspjall. Styrkur koltvísýrings í andrúmsloftinu stendur nú í 422 milljónahlutum, er á niðurleið eftir sumar á norðurhvelinu. Það er árssveiflan - en grafið fyrir síðustu áratugi sýnir skarpa og stöðuga hækkun og samhliða hækkar meðalhiti á jörðinni. Við ræðum við Halldór um hitamet nýliðins sumars, fellibylji, veltihringrás atlantshafsins og hættuna á kólnun á Íslandi. Anna Sigríður Þráinsdóttir, málfarsráðunautur kemur svo til okkar í málfarsspjall um orðmyndanir og slettur, meðal annars. Tónlist í þættinum: Joplin, Janis - Mercedes Benz.

Samfélagið
https://ruv-radio.akamaized.net/opid/5364809D0.mp3Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur velti fyrir sér hvað við eigum að kalla eiginmann forseta, þar sem í fyrsta sinn er maki karlkyns, Ýmsu var velt upp sv

Samfélagið

Play Episode Listen Later Jun 4, 2024 58:19


Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur velti fyrir sér hvað við eigum að kalla eiginmann forseta, þar sem í fyrsta sinn er maki karlkyns, Ýmsu var velt upp svo sem forsetamaki, forsetaherra o.fl. Einnig var talað um að kjósa taktískt, strategísk eða með hjartanu. Hraunið flæðir eins og engin sé morgundagurinn á Reykjanesi, verið er að nýta það sem undirlag í vegagerð, en er hægt að nýta það sem byggingarefni? Arnhildur Pálmadóttir arkitekt og sonur hennar Arnar Skarphéðinsson kynntu hugmyndir að nýtingu hrauns á Hönnunarmars fyrir nokkrum árum. Rætt var við Arnhildi um það og samstarf hennar við dönsku arkitektastofuna Lendager, sem sérhæfir sig í endurnýjanlegum byggingum í Danmörku og víðar. Verið er að byggja nokkrar byggingar eftir hönnun Arnhildar, við forvitnumst um hvernig gengur. Rætt við Björgvin Smári Jónsson o.fl. Steyptar tröppueiningar svífa yfir brekkunni fyrir neðan Akureyrarkirkju - það hefur ekki verið hægt að ganga upp kirkjutröppurnar frá því þær voru fjarlægðar í fyrra sumar - en nú styttist í að nýju tröppurnar verði allar með tölu (umdeilt hver sú tala er) komnar á sinn stað. Við tökum framkvæmdirnar út og ræðum við fólk á staðnum Tónlist: Það vantar spýtur - Ólafur Haukur Símonarson - Olga Guðrún Árnadóttir I got you under my skin - Frank Sinatra Beðið eftir skömminni - Valdimar

Samfélagið
Þróun fjarskiptaþjónustu, umhverfisvænna malbik og málfarsspjall

Samfélagið

Play Episode Listen Later May 21, 2024 59:14


Við fjöllum um fjarskiptamál - gagnamagn, stöðu heimasímans, 5G-væðingu og fleira. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Fjarskiptastofu, kemur til okkar og við ræðum nýjustu tölfræðina, gömul kerfi sem víkja fyrir nýjum, áhættu og hvernig fjarskiptum landans er háttað í dag. Svo tölum við um malbik. Fyrir ári síðan heimsóttum við Malbikstöðina á Esjumelum en þar á bæ segjast menn stefna að því að framleiða umhverfisvænasta malbik í heimi. Við ætlum að rifja upp viðtal okkar við Vilhjálm Þór Matthíasson framkvæmdastjóra og eiganda stöðvarinnar. Anna Sigríður Þráinsdóttir, málfarsráðunautur kemur svo til okkar í málfarsspjall í lok þáttar. Tónlist: MAGNÚS OG JÓHANN - Sumir dagar. Guðmundur Pétursson Tónlistarm. - Samfélagið Millistef (úr laginu Tegund).

Samfélagið
Sorpbrennsla, frí molta í Gaju og málfarsspjall: misseri, sumarmál, hrafnahret o.fl.

Samfélagið

Play Episode Listen Later Apr 23, 2024 55:00


Við fjöllum um það sem kallað hefur verið hátækni-sorpbrennsla. Helgi Þór Ingason prófessor í verkfræði við Háskólann í Reykjavík fór fyrir hópi sem vann úttekt á fýsileika þess að reisa slíka brennslu hér á landi, enda stendur til að hætta nær allri urðun sorps. Ævar Örn Jósepsson ræddi um niðurstöður hópsins við Helga Þór. Við heyrum það á eftir. Og við ætlum að halda okkur í úrgangsmálunum því Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu, kemur til okkar og ræðir um aðra af tveimur afurðum Gas- og jarðgerðarstöðvarinnar Gaju í Álfsnesi, moltuna! Á sumardaginn fyrsta býðst öllum sem vilja að koma þangað og fá moltu til að nota í garðinn og kynna sér þann farveg sem matarleifar frá heimilum á höfuðborgarsvæðinu rata nú í. Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur kemur svo til okkar í málfarsspjall - við ætlum að ræða ýmis gömul orð tengd tíðarfari og árstíma. Einkum sumri, sem er handan við hornið. Tónlist: MANNAKORN - Óralangt Í Burt. PAUL SIMON - Still Crazy After All These Years. GRAFÍK - Komdu Út.

gas burt reykjav helgi molta ingason anna sigr mannakorn sorpu
Mannlegi þátturinn
Gengur til styrktar Píeta, Garðyrkjuskólinn á Reykjum og Heilsuvaktin

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Apr 23, 2024 50:00


Bergur Vilhjálmsson starfar sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður og björgunarkafari hjá Slökkviliði höfuðborgasvæðisins. Hann er að fara í gang með styrktarverkefni fyrir Pieta samtökin. Hann ætlar að ganga frá Akranesi, í gegnum Hvalfjörðinn og í Grafarholtið og draga á eftir sér þyngdan sleða eða ýta honum á undan sér. Sleðin er rúm 100 kíló og 100 kíló af lóðum verða á sleðanum og eftir hverja 10 km. mun hann létta af sleðanum 10 kílóum. Þau kíló tákna að hann sé á réttri leið að vinna úr erfiðleikum. Sleðinn táknar erfiðleika sem við erum flest að burðast með í gegnum lífið en það eru til hlutir/verkfæri sem geta gert þessa byrði léttari. Bergur sagði okkur frá aðdraganda göngunnar og svo göngunni sjálfri sem hann hefur á fimmtudaginn kl.14. Sumardagurinn fyrsti er núna á fimmtudaginn og þá verður að venju opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum. Gróðurinn blómstrar í garðskálanum og gróðurhúsunum og fyrsta uppskeran af fersku grænmeti er tilbúin. Hægt verður að skoða skoða verkefni nemenda, forseti Íslands veitir garðyrkjuverðlaun ársins, boðið verður upp á kaffi ræktað á Íslandi og fleira. Björgvin Örn Eggertsson, námsbrautarstjóri skógræktar í Garðyrkjuskólanum, kom í þáttinn og sagði okkur betur frá þessu í dag. Hvernig getum við komið meira af grænmeti og ávöxtum inn í fæðið okkar? Nýjustu næringarráðleggingar frá Norðurlöndunum mæla með að við borðum um 500-800 grömm af því daglega til að halda góðri heilsu. Draga ætti úr kjötáti og unnum kjötvörum og auka neyslu á fiski, baunum ásamt öðru jurtafæði. Anna Sigríður Ólafsdóttir prófessor í næringarfræði við Háskóla Íslands gefur okkur góð ráð um hvernig við breytum gömlum venjum og innleiðum nýjar. Helga Arnardóttir ræddi við Önnu Sigríði í Heilsuvaktinni í dag. Tónlist í þættinum Yakketi yak smacketty smack / Change (Jóhann Helgason) Útþrá / Kristjana Arngrímsdóttir (Kristjana Arngrímsdóttir og Elísabet Geirmundsdóttir) Sumarvísa / Þorgerður Ása og Vigdís Hafliðadóttir (Mats Poulson og Iðunn Steinsdóttir) UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Samfélagið
Fallandi fæðingartíðni, fíknsjúkdómur og meðferð og neip

Samfélagið

Play Episode Listen Later Apr 9, 2024 57:49


Fæðingartíðni lækkaði mikið á Íslandi eftir efnahagshrunið en í Covid tók hún hins vegar kipp og hækkaði töluvert. Þessi aukning í frjósemi varð á sama tíma og fæðingarorlof var lengt úr 10 mánuðum í 12. En nú er fæðingartíðnin að lækka hratt aftur. Við ætlum að tala við Ásdísi Aðalbjörgu Arnalds forstöðumann Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands og Sunnu Símonardóttur nýdoktor og aðjúnkt í félagsfræði við Háskóla Íslands. Þær hafa rannsakað þessi mál. Svo kemur Valgerður Rúnarsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ til okkar. Hún ætlar að tala við okkur um fíknsjúkdóm, einkenni hans og þá meðferð sem SÁÁ hefur umsjón með. Í lok þáttar kemur svo Anna Sigríður Þráinsdóttir til okkar í málfarsspjall. Orðið neip mun bera á góma í því spjalli.

Samfélagið
Framtíð Náttúruminjasafns Íslands, kostnaður við fermingar, málsháttaspjall

Samfélagið

Play Episode Listen Later Mar 26, 2024 55:00


Það hefur lengi verið beðið eftir að Náttúruminjasafn Íslands komist í sómasamlegt húsnæði og ýmis áform verið uppi. Núna er sýning safnsins Vatnið í náttúru Íslands hýst í Perlunni. Undanfarið hafa svo verið lögð drög að því að safnið fái hús á Seltjarnarnesi sem var byggt undir lækningaminjasafn með möguleika á stækkun og vonast var til að húsið væri tilbúið seinna á þessu ári. Í Morgunblaðinu í gær var svo sagt frá því að í bæjarstjórn Seltjarnarness hefði komið fram að það myndi ekki gerast fyrr en vorið 2026. Hilmar Malmquist forstöðumaður Náttúruminjasafnsins virtist yfir sig hissa á þessum tíðindum í viðtali um málið. Hann ræðir við okkur. Sálmabók, salur, áletraðar servíettur, fermingarföt, fermingargreiðsla, fermingarterta, jafnvel nammibar og myndakassi til að taka sjálfur - og ekki má gleyma fermingargjöfinni. Kostnaður við fermingar hleypur á mörg hundruð þúsundum - hvernig tekst tekjulágt fólk á við það? Við ræðum ferminguna sem stöðutákn við Laufeyju Líndal Ólafsdóttur, formann Pepp sem er grasrót fólks í fátækt á Íslandi. Páskar eru handan við hornið og hillur verslana svigna undan páskaeggjum af ýmsum stærðum og gerðum. Og í flestum þeirra leynast málshættir - sem mörgum finnst reyndar vera meira spennandi en nammið í eggjunum. Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur ræðir við okkur um málshætti. Tónlist: Hljómsveit Ingimars Eydal - Bara að hann hangi þurr. MUGISON - Góðan dag.

hann pepp hlj framt morgunbla anna sigr seltjarnarnesi seltjarnarness
Samfélagið
Erfið mál á Grænlandi, Læst úti - þjóðfundur ungs fólks, málfarsspjall um bændur

Samfélagið

Play Episode Listen Later Mar 5, 2024 56:16


Við hringjum til Nuuk í Grænlandi og tölum við Ingu Dóru Guðmundsdóttur eins og við gerum nokkuð reglulega. Að þessu sinni ætlum við að fjalla um tvö alvarleg mál. Um 150 grænlenskar konur hafa stefnt danska ríkinu vegna lykkjuherferðarinnar sem svo er kölluð en á sjöunda áratugnum var þúsundum stúlkna og ungra kvenna gert að fá lykkjuna - oft án þess að vera upplýstar um það. Við ræðum þetta við Ingu Dóru og sömuleiðis snjóflóð sem féll fyrir nokkrum dögum nálægt Nuuk þar sem tveir rúmlega tvítugir menn létust. Á föstudaginn blésu Öryrkjabandalag íslands, Landssamband ungmennafélaga og Landssamtök stúdenta til málþings í hugmyndahúsinu Grósku undir yfirskriftinni Læst úti: Gerum eitthvað í því. Á málþinginu fjallaði ungt fólk um hindranir sem hamla þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu, fötlunarfordóma og hvernig megi hugsa hlutina upp á nýtt svo öll geti tekið jafnan þátt. Við ræðum við tvo þátttakendur á málþinginu þau Eið Welding og Evu Brá Önnudóttur. Anna Sigríður Þráinsdótir, málfarsráðunautur kemur svo til okkar í spjall um íslenskt mál - og við ræðum orðaforða tengdan bændum.

gu nuuk erfi anna sigr
Rauða borðið
Úkraína, bíó, biskupskjör og Gaza

Rauða borðið

Play Episode Listen Later Feb 26, 2024 268:54


Mánudagurinn 26. febrúar Úkraína, bíó, biskupskjör og Gaza Við byrjum á að slá á þráðinn til Erlings Erlingssonar hernaðarsagnfræðings í tilefni af því að tvö ár eru liðin frá innrás rússneska hersins í Úkraínu. Er einhver að vinna þetta stríð? Eða allir að tapa? The Zone of Interest er sterk mynd um hversdagsleika illskunnar. Anna Sigrún Baldursdóttir hjúkrunarfræðingur og feðgarnir Árni Óskarsson þýðandi og Bergur Árnason kvikmyndagerðarmaður koma að rauða borðinu og segja okkur frá myndinni og hvers vegna hún hafði svo sterk áhrif á þau. Við höldum kirkjuþing um biskupskjör með þeim Skúli S. Ólafsson presti í Neskirkju og Sigurvin Lárus Jónsson presti í Fríkirkjunni í Reykjavík, spyrjum um stöðuna á kirkjunni og frammistöðu biskupsefna í viðtölum við Rauða borðið. Í lokin kemur Hilmar Þór Hilmarsson prófessor á Akureyri og metur stöðuna á Gaza og áhrif ástandsins á Mið-Austurlönd og heimspólitíkina.

Samfélagið
Fagfélag um mengum, markaðssigur nikótínpúða og málfarsspjall

Samfélagið

Play Episode Listen Later Feb 20, 2024 55:00


Við fáum að heyra allt um nýstofnað fagfélag um mengun á Íslandi - FUMÍS. Félagið einbeitir sér að mengun í jarðvegi og vatni og vill stuðla að aukinni þekkingu á góðum og vönduðum vinnubrögðum í þeim málum. Formaður félagsins Erla Guðrún Hafsteinsdóttir ætlar að ræða við okkur á eftir. Nikótínpúðar hafa á örfáum árum náð mikilli útbreiðslu og nú er svo komið að stór hluti ungs fólks notar þá að staðaldri - hafa gömlu tóbaksrisarnir aftur náð traustataki á almenningi? Við ræðum við Auði Hermannsdóttur, aðjúnkt við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, um markaðssigur nikótínpúðanna. Svo kemur Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur RÚV til okkar í málfarsspjall.

Samfélagið
Kynfræðsla í grunnskólum, landvarðanámskeið og málfarsspjall með Önnu Sigríði

Samfélagið

Play Episode Listen Later Feb 6, 2024 59:11


Hvernig á að fá grunnskólakennara til að kenna kynfræðslu? Hvernig má styðja betur við þá og gera kennsluna markvissari? Þetta rannsakaði Íris Valsdóttir í meistaraverkefni sínu í kennslufræðum. Íris hefur sjálf kennt á miðstigi í grunnskóla og þekkir óöryggi þegar kemur að kynfræðslu og hvernig skuli bera sig að af eigin raun. Í rannsókninni tók hún viðtöl við sjö skólastarfsmenn; umsjónarkennara, náttúrufræðikennara, íþróttakennara og skólahjúkrunarfræðing og í þessum viðtölum kom fram að það skorti yfirsýn og samræmda nálgun, að það beri enginn einn ábyrgð á kynfræðslunni, hún sé oft af skornum skammti og kennarar einir á báti þegar kemur að því að útfæra hana. Nú stendur yfir reglulegt námskeið á vegum Umhverfisstofnunar fyrir landverði en þeir sinna fjölbreyttum verkefnum í þjóðgörðum og á öðrum náttúruverndarsvæðum um allt land. Kristín Ósk Jónasdóttir hefur umsjón með landvarðanámskeiðum Umhverfisstofnunar og ræðir þau við okkur. Anna Sigríður Þráinsdóttir, málfarsráðunautur, ræðir við okkur um íslenskt mál og gaurinn sem við grípum stundum til þegar við viljum lýsa einhverju sem við munum ekki hvað heitir, vitum ekki hvað heitir eða vantar einfaldlega orð á íslensku yfir.

krist hvernig sigr valsd grunnsk anna sigr umhverfisstofnunar
Samfélagið
Smáfuglar, uglur og fjármálalæsi í aðalnámskrá

Samfélagið

Play Episode Listen Later Jan 23, 2024 59:14


Samtök fjármálafyrirtækja berjast fyrir því að fjármálalæsi verði gert að skyldufagi í grunnskólum landsins, en nýleg Gallup-könnun sýnir að fjármálalæsi Íslendinga er verulega ábótavant og grunnhugtök vefjast fyrir fólki. Við ræddum við framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja í Samfélaginu í gær en samtökin halda úti fræðsluvefnum Fjármálavit.is og hafa séð áhugasömum kennurum fyrir námsefni. En hvernig er þessari fræðslu háttað í skólunum í dag? Hvað segir aðalnámskráin? Hvað er mögulegt að gera? Við ræðum þetta við verkefnastjóra hjá Menntamálastofnun. Við ætlum að tala um fugla í Samfélaginu í dag. Fyrst um uglur. Gunnar Þór Hallgrímsson, prófessor í dýrafræði við Háskóla Íslands rannsakar þá tiltölulega sjaldgæfu fuglategund, að manni finnst - að minnsta kosti sjáum við sjaldan uglur. Gunnar fræðir okkur um þær á eftir. Smáfuglarnir eru mörgum ofarlega í huga þegar frost og snjór einkenna veðrið og eflaust margir hlustendur Samfélagsins sem gefa þeim eitthvað gott í gogginn þessa dagana. Um næstu helgi efnir Fuglavernd til garðfuglatalningar og hvetur alla til að taka þátt. Guðni Sighvatsson fuglavinur ætlar að vera á línunni hjá okkur. Alþingi kom saman í gær að loknu hléi. Við ætlum ekkert að kafa í pólitíkina í dag heldur velta fyrir okkur þeim orðum og hugtökum sem einkenna starfið þar. Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur ses hjá okkur í lok þáttar.

Samfélagið
Grýla og jólafólin, möndlugrautur og jólablót

Samfélagið

Play Episode Listen Later Dec 22, 2023


Við ætlum að fjalla um heiðin jól. Jólablót Ásatrúarfélagsins fara fram víða um land í dag, við ræðum þessa hefð og heiðnina almennt við Ragnar Elías Ólafsson Þveræingagoða. Ævar Örn Jósepsson fjallar um Grýlu og hennar hyski, öll jólafólin sem eru víst hátt í tvö hundruð talsins þegar allt er talið. Grýla hefur fylgt Íslendingum um aldir og er sennilega alræmdasta mannæta Íslandssögunnar. Í dag er hún þó líklega þekktust sem móðir jólasveinanna þrettán sem nú tínast til byggða, einn af öðrum. Þeir eru þó aðeins lítið brot af öllum þeim aragrúa afkvæma sem Grýla hefur eignast á langri ævi og með mörgum tröllkörlum, enda sérlega frjósöm og fönguleg skessa. Dagrún Ósk Jónsdóttir segir frá Grýlu og jólafólaskaranum öllum. Jórunn Sigurðardóttir þylur nöfn fólanna og Atli Sigþórsson les brot úr Grýlukvæði Stefáns Ólafssonar frá Vallanesi. Við heyrum líka eina málfarsmínútu þar sem Anna Sigríður Þráinsdóttir fjallar um möndlugraut.

Samfélagið
Grýla og jólafólin, möndlugrautur og jólablót

Samfélagið

Play Episode Listen Later Dec 22, 2023 54:30


Við ætlum að fjalla um heiðin jól. Jólablót Ásatrúarfélagsins fara fram víða um land í dag, við ræðum þessa hefð og heiðnina almennt við Ragnar Elías Ólafsson Þveræingagoða. Ævar Örn Jósepsson fjallar um Grýlu og hennar hyski, öll jólafólin sem eru víst hátt í tvö hundruð talsins þegar allt er talið. Grýla hefur fylgt Íslendingum um aldir og er sennilega alræmdasta mannæta Íslandssögunnar. Í dag er hún þó líklega þekktust sem móðir jólasveinanna þrettán sem nú tínast til byggða, einn af öðrum. Þeir eru þó aðeins lítið brot af öllum þeim aragrúa afkvæma sem Grýla hefur eignast á langri ævi og með mörgum tröllkörlum, enda sérlega frjósöm og fönguleg skessa. Dagrún Ósk Jónsdóttir segir frá Grýlu og jólafólaskaranum öllum. Jórunn Sigurðardóttir þylur nöfn fólanna og Atli Sigþórsson les brot úr Grýlukvæði Stefáns Ólafssonar frá Vallanesi. Við heyrum líka eina málfarsmínútu þar sem Anna Sigríður Þráinsdóttir fjallar um möndlugraut.

Morgunvaktin
Stubb líklega næsti forseti Finnlands

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Dec 14, 2023 130:00


Í Heimsglugganum ræddi Bogi Ágústsson m.a. um leiðtogafund ESB sem hefst í Brussel í dag. Búist er við að samþykkt verði að hefja aðildarviðræður við Úkraínu. Einnig var fjallað um þingkosningar í Serbíu á sunnudaginn og forsetakosningarnar í Finnlandi í Janúar. Alexander Stubb, fyrrverandi forsætis- og fjármálaráðherra, nýtur mests fylgis í skoðanakönnunum. Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor í næringarfræði, ræddi um jólamat og hollostu. Ráð dagsins er að gæta hófs í allri neyslu á aðventunni og um hátíðarnar. Kristín Davíðsdóttir hjúkrunarfræðingur talaði um málefni og aðstæður fólks sem glímir við fíkn. Hún vinnur eftir hugmyndafræði um skaðaminnkun en miklir fordómar eru í samfélaginu í garð fólks með fíkn. Tónlist: Ég ræð ekki við mig - Sálgæslan, Ég kveð þig ást - Stína Ágústsdóttir, El condor pasa - Simon og Garfunkel, Jólasveinar 1 og 8 - Stórsveit Reykjavíkur, Bye bye blakcbird - Miles Davis. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Eyrún Magnúsdóttir.

Morgunvaktin
Stubb líklega næsti forseti Finnlands

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Dec 14, 2023


Í Heimsglugganum ræddi Bogi Ágústsson m.a. um leiðtogafund ESB sem hefst í Brussel í dag. Búist er við að samþykkt verði að hefja aðildarviðræður við Úkraínu. Einnig var fjallað um þingkosningar í Serbíu á sunnudaginn og forsetakosningarnar í Finnlandi í Janúar. Alexander Stubb, fyrrverandi forsætis- og fjármálaráðherra, nýtur mests fylgis í skoðanakönnunum. Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor í næringarfræði, ræddi um jólamat og hollostu. Ráð dagsins er að gæta hófs í allri neyslu á aðventunni og um hátíðarnar. Kristín Davíðsdóttir hjúkrunarfræðingur talaði um málefni og aðstæður fólks sem glímir við fíkn. Hún vinnur eftir hugmyndafræði um skaðaminnkun en miklir fordómar eru í samfélaginu í garð fólks með fíkn. Tónlist: Ég ræð ekki við mig - Sálgæslan, Ég kveð þig ást - Stína Ágústsdóttir, El condor pasa - Simon og Garfunkel, Jólasveinar 1 og 8 - Stórsveit Reykjavíkur, Bye bye blakcbird - Miles Davis. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Eyrún Magnúsdóttir.

Samfélagið
COP28, matseðillinn 2050 og orð ársins

Samfélagið

Play Episode Listen Later Dec 12, 2023


Síðasti dagur loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum er runninn upp - eða hvað? Í dag átti allt að vera klárt, lokayfirlýsingin undirrituð af hátt í 200 þjóðum en eins og svo oft áður virðist ráðstefnan ætla að dragast á langinn, fundað fram á nótt og þreyttir samningamenn rýna í tyrfinn texta. Utan við fundarherbergin mótmæla svo langþreyttir fulltrúar félagasamtaka og bauka ýmislegt annað. Við tökum púlsinn á einum slíkum, Finni Ricart Andrasyni, forseta Ungra umhverfissinna, sem hefur verið í Dúbaí í tvær vikur. Hvað verður í matinn á þriðjudegi árið 2050? Þannig spurði Birgir Örn Smárason fagstjóri hjá Matís í fyrirlestri á Matvælaþingi á dögunum. Hann lagði þessa spurningu meðal annars fyrir gervigreind og fékk bara býsna trúverðug svör. Við förum yfir matseðil framtíðarinnar með Birgi. Anna Sigríður Þráinsdóttir, málfarsráðunautur Ríkisútvarpið kemur svo til okkar - við ætlum að ræða um orð ársins 2023.

Samfélagið
COP28, matseðillinn 2050 og orð ársins

Samfélagið

Play Episode Listen Later Dec 12, 2023 59:29


Síðasti dagur loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum er runninn upp - eða hvað? Í dag átti allt að vera klárt, lokayfirlýsingin undirrituð af hátt í 200 þjóðum en eins og svo oft áður virðist ráðstefnan ætla að dragast á langinn, fundað fram á nótt og þreyttir samningamenn rýna í tyrfinn texta. Utan við fundarherbergin mótmæla svo langþreyttir fulltrúar félagasamtaka og bauka ýmislegt annað. Við tökum púlsinn á einum slíkum, Finni Ricart Andrasyni, forseta Ungra umhverfissinna, sem hefur verið í Dúbaí í tvær vikur. Hvað verður í matinn á þriðjudegi árið 2050? Þannig spurði Birgir Örn Smárason fagstjóri hjá Matís í fyrirlestri á Matvælaþingi á dögunum. Hann lagði þessa spurningu meðal annars fyrir gervigreind og fékk bara býsna trúverðug svör. Við förum yfir matseðil framtíðarinnar með Birgi. Anna Sigríður Þráinsdóttir, málfarsráðunautur Ríkisútvarpið kemur svo til okkar - við ætlum að ræða um orð ársins 2023.

Morgunvaktin
Heimsglugginn, ráðlagður dagskammtur og sálumessa Mozarts

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Nov 30, 2023 130:00


Bogi Ágústsson ræddi við dr. Sigurð Emil Pálsson, sérfræðing í netöryggi og fjölþáttaógnum, í Heimsglugganum í dag. Sigurður Emil starfar á vegum utanríkisráðuneytisins hjá Öndvegissetri NATO í Eistlandi. Þeir rættu öryggismál, netöryggi og Öndvegissetrið, ógnina af Rússum og ýmislegt fleira. Bogi minntist Henry Kissinger í upphafi, en hann er látinn 100 ára að aldri. Kissinger var áhrifamaður í alþjóðamálum á seinni hluta síðustu aldar. Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor í næringarfræði við Háskóla Íslands, kom til okkar með ráðlagðan dagskammt af mjólkurvörum og plöntumjólk. Í síðasta hluta þáttarins var rætt um Mozart og sálumessu hans, sem og tónleika sem haldnir verða á dánarstundu hans, þann 5. desember eftir miðnætti. Það er Óperukórinn sem heldur þessa tónleika, og það er gert í minningu Garðars Cortes, en tónleikarnir eru hans hugarfóstur. Aron Axel Cortes mun stjórna einsöngvurum, kór og hljómsveit og Soffía Smith verður í kórnum en þau komu bæði á Morgunvaktina. Tónlist: Beneke, Tex, Miller, Glenn and his Orchestra - The lady's in love with you. Karl orgeltríó, Rebekka Blöndal - Því ég sakna þín. Óperukórinn - Sálumessa Mozarts Trio Con Fuse, Garðar Cortes - Undir stórasteini. Sund, Robert, Garðar Cortes - It might as well be spring.

Morgunvaktin
Heimsglugginn, ráðlagður dagskammtur og sálumessa Mozarts

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Nov 30, 2023


Bogi Ágústsson ræddi við dr. Sigurð Emil Pálsson, sérfræðing í netöryggi og fjölþáttaógnum, í Heimsglugganum í dag. Sigurður Emil starfar á vegum utanríkisráðuneytisins hjá Öndvegissetri NATO í Eistlandi. Þeir rættu öryggismál, netöryggi og Öndvegissetrið, ógnina af Rússum og ýmislegt fleira. Bogi minntist Henry Kissinger í upphafi, en hann er látinn 100 ára að aldri. Kissinger var áhrifamaður í alþjóðamálum á seinni hluta síðustu aldar. Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor í næringarfræði við Háskóla Íslands, kom til okkar með ráðlagðan dagskammt af mjólkurvörum og plöntumjólk. Í síðasta hluta þáttarins var rætt um Mozart og sálumessu hans, sem og tónleika sem haldnir verða á dánarstundu hans, þann 5. desember eftir miðnætti. Það er Óperukórinn sem heldur þessa tónleika, og það er gert í minningu Garðars Cortes, en tónleikarnir eru hans hugarfóstur. Aron Axel Cortes mun stjórna einsöngvurum, kór og hljómsveit og Soffía Smith verður í kórnum en þau komu bæði á Morgunvaktina. Tónlist: Beneke, Tex, Miller, Glenn and his Orchestra - The lady's in love with you. Karl orgeltríó, Rebekka Blöndal - Því ég sakna þín. Óperukórinn - Sálumessa Mozarts Trio Con Fuse, Garðar Cortes - Undir stórasteini. Sund, Robert, Garðar Cortes - It might as well be spring.

Samfélagið
Steypireyður, Jæja og nýyrði

Samfélagið

Play Episode Listen Later Nov 28, 2023 55:00


Við ætlum að tala um stærsta dýr jarðar í Samfélaginu í dag, það er vitaskuld steypireyður. Nú er ýmislegt sem bendir til þess að sú tegund sé sumstaðar að ná sér á nokkurt strik eftir djúpa lægð vegna ofveiði á árum áður. Ný rannsókn á Steypireyðum við Seychelles eyjar í Indlandshafi bendir til þess að þar sé þeim að fjölga. Edda Elísabet Magnúsdóttir hvalasérfræðingur ætlar að segja okkur allt um steypireyðar. Svo kemur til okkar doktorsnemi í umhverfisfræði, Guðmundur Steingrímsson en í dag birtist í spilara RÚV þáttaröðin Jæja, sem hann hefur gert um umhverfismál. Guðmundur er líka að pakka fyrir ferð á loftslagsþing Sameinuðu þjóðanna - COP28 í Dubai. Hann segir okkur frá öllu þessu. Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur kemur svo til okkar í lok þáttar í málfarsspjall. Við ætlum að velta fyrir okkur spurningunni um hver, ef einhver, ákveður hvaða orð við notum - í framhaldi af samkeppni um hýryrði sem Samtökin ?78 stóðu fyrir en niðurstöðurnar voru kynntar á degi íslenskrar tungu, þann 16. nóvember síðastliðinn.

Samfélagið
Steypireyður, Jæja og nýyrði

Samfélagið

Play Episode Listen Later Nov 28, 2023


Við ætlum að tala um stærsta dýr jarðar í Samfélaginu í dag, það er vitaskuld steypireyður. Nú er ýmislegt sem bendir til þess að sú tegund sé sumstaðar að ná sér á nokkurt strik eftir djúpa lægð vegna ofveiði á árum áður. Ný rannsókn á Steypireyðum við Seychelles eyjar í Indlandshafi bendir til þess að þar sé þeim að fjölga. Edda Elísabet Magnúsdóttir hvalasérfræðingur ætlar að segja okkur allt um steypireyðar. Svo kemur til okkar doktorsnemi í umhverfisfræði, Guðmundur Steingrímsson en í dag birtist í spilara RÚV þáttaröðin Jæja, sem hann hefur gert um umhverfismál. Guðmundur er líka að pakka fyrir ferð á loftslagsþing Sameinuðu þjóðanna - COP28 í Dubai. Hann segir okkur frá öllu þessu. Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur kemur svo til okkar í lok þáttar í málfarsspjall. Við ætlum að velta fyrir okkur spurningunni um hver, ef einhver, ákveður hvaða orð við notum - í framhaldi af samkeppni um hýryrði sem Samtökin ?78 stóðu fyrir en niðurstöðurnar voru kynntar á degi íslenskrar tungu, þann 16. nóvember síðastliðinn.

Samfélagið
Pallborðsumræður á degi íslenskrar tungu

Samfélagið

Play Episode Listen Later Nov 16, 2023 59:00


Samfélagið helgar þáttinn degi íslenskrar tungu. Anna Sigríður Þráinsdóttir, málfarsráðunautur á Ríkisútvarpinu, er gestaumsjónarmaður og auk hennar eru í pallborði góðir gestir þau; Grace Ochieng, íslenskunemi, fatahönnuður og eigandi tískuvörumerkisins Gracelandic, Sóley Anna Jónsdóttir, forseti Mímis, félags stúdenta í íslensku, almennum málvísindum og táknmálsfræði og Jón Oddur Guðmundsson, yfirtexta og hugmyndasmiður hjá auglýsingastofunni Brandenburg. Við ræðum það sem á þeim brennur; hreintungustefnu og enskuslettur, aðgengi innflytjenda að íslensku málsamfélagi, mikilvægi þess að samfélagið ákveði hvaða tungumál skuli talað í landinu, börn sem leika sér á ensku og hvort íslenskan eigi sér framtíð. Í lok þáttar heyrum við umhverfispistil frá Stefáni Gíslasyni - hann er farinn að hugsa um jólin.

Samfélagið
Pallborðsumræður á degi íslenskrar tungu

Samfélagið

Play Episode Listen Later Nov 16, 2023


Samfélagið helgar þáttinn degi íslenskrar tungu. Anna Sigríður Þráinsdóttir, málfarsráðunautur á Ríkisútvarpinu, er gestaumsjónarmaður og auk hennar eru í pallborði góðir gestir þau; Grace Ochieng, íslenskunemi, fatahönnuður og eigandi tískuvörumerkisins Gracelandic, Sóley Anna Jónsdóttir, forseti Mímis, félags stúdenta í íslensku, almennum málvísindum og táknmálsfræði og Jón Oddur Guðmundsson, yfirtexta og hugmyndasmiður hjá auglýsingastofunni Brandenburg. Við ræðum það sem á þeim brennur; hreintungustefnu og enskuslettur, aðgengi innflytjenda að íslensku málsamfélagi, mikilvægi þess að samfélagið ákveði hvaða tungumál skuli talað í landinu, börn sem leika sér á ensku og hvort íslenskan eigi sér framtíð. Í lok þáttar heyrum við umhverfispistil frá Stefáni Gíslasyni - hann er farinn að hugsa um jólin.

Mannlegi þátturinn
Tónlist og heilabilun, upphrópunarmerkið og og póstkort

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Nov 8, 2023


Magnea Tómasdóttir söngkona hefur um árabil helgað sig tónlistarstörfum með eldra fólki og fólki sem er með heilabilunarsjúkdóm. Hún kennir námskeiðið Tónlist og heilabilun og býður upp á tónlistarnámskeið í Seiglunni hjá Alzheimersamtökunum og heldur námskeið hjá Mími fyrir starfsfólk hjúkrunarheimila og aðstandendur heilabilaðra um það hvernig hægt er að nota tónlist í umönnun fólks. Anna Sigríður Þráinsdóttir, málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins, kom til okkar í dag og við ræddum við hana um upphrópunarmerkið. Nú á tímum samfélagsmiðla, þar sem fólk skrifar færslur um allt milli himins og jarðar, allt frá því að auglýsa fjáröflun fyrir skólaferð barna sinna til alls þess sem helst brennur á þeim og stærstu hitamála samtímans. Það er mjög áhugavert að skoða mismunandi notkun fólks á upphrópunarmerkinu. Sum nota það óspart, jafnvel mörg í einu, eftir nánast hverja einustu setningu, á meðan önnur nota það talsvert minna og jafnvel ekki. Anna ræddi við okkur um upphrópunarmerkið, merkingu þess, notkun og sögu í þættinum. Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Það hefur verið erfiður tími undanfarið í Eyjum, samgöngur strjálar, ÍBV fallið um deild og veiðibann á lundanum blasir við. Magnús segir frá þessu og æðruleysi eyjaskeggja gagnvart mótlætinu. Hann segir líka frá heimsóknum sínum til Liverpool til að fara á slóðir Bítlanna. Fyrst 1978 og svo aftur 2015. Tónlist í þættinum í dag: Herra Reykjavík / Stuðmenn (Sigurður Bjóla Garðarsson og Valgeir Guðjónsson) Violently Happy / Björk (Björk Guðmundsdóttir & N. Hooper) Þú komst við hjartað í mér / Hjaltalín (Páll Óskar Hjálmtýsson og Toggi) Alelda / Nýdönsk (Daníel Ágúst Haraldsson og Jón Ólafsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Mannlegi þátturinn
Tónlist og heilabilun, upphrópunarmerkið og og póstkort

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Nov 8, 2023 54:01


Magnea Tómasdóttir söngkona hefur um árabil helgað sig tónlistarstörfum með eldra fólki og fólki sem er með heilabilunarsjúkdóm. Hún kennir námskeiðið Tónlist og heilabilun og býður upp á tónlistarnámskeið í Seiglunni hjá Alzheimersamtökunum og heldur námskeið hjá Mími fyrir starfsfólk hjúkrunarheimila og aðstandendur heilabilaðra um það hvernig hægt er að nota tónlist í umönnun fólks. Anna Sigríður Þráinsdóttir, málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins, kom til okkar í dag og við ræddum við hana um upphrópunarmerkið. Nú á tímum samfélagsmiðla, þar sem fólk skrifar færslur um allt milli himins og jarðar, allt frá því að auglýsa fjáröflun fyrir skólaferð barna sinna til alls þess sem helst brennur á þeim og stærstu hitamála samtímans. Það er mjög áhugavert að skoða mismunandi notkun fólks á upphrópunarmerkinu. Sum nota það óspart, jafnvel mörg í einu, eftir nánast hverja einustu setningu, á meðan önnur nota það talsvert minna og jafnvel ekki. Anna ræddi við okkur um upphrópunarmerkið, merkingu þess, notkun og sögu í þættinum. Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Það hefur verið erfiður tími undanfarið í Eyjum, samgöngur strjálar, ÍBV fallið um deild og veiðibann á lundanum blasir við. Magnús segir frá þessu og æðruleysi eyjaskeggja gagnvart mótlætinu. Hann segir líka frá heimsóknum sínum til Liverpool til að fara á slóðir Bítlanna. Fyrst 1978 og svo aftur 2015. Tónlist í þættinum í dag: Herra Reykjavík / Stuðmenn (Sigurður Bjóla Garðarsson og Valgeir Guðjónsson) Violently Happy / Björk (Björk Guðmundsdóttir & N. Hooper) Þú komst við hjartað í mér / Hjaltalín (Páll Óskar Hjálmtýsson og Toggi) Alelda / Nýdönsk (Daníel Ágúst Haraldsson og Jón Ólafsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Morgunvaktin
Pólitískir skandalar, ávaxtaneysla á niðurleið og sjónskynjun

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Nov 2, 2023


Bogi Ágústsson spjallaði um erlend málefni þegar hann settist við Heimsgluggann. Hneykslismál í pólitík í Bretlandi og Danmörku voru til umræðu; rannsókn á viðbrögðum breskra stjórnvalda við Covid-19 og njósnamálið svokallaða í Danmörku. Við forvitnuðumst líka um mannsheilann og hæfileika hans til að greina og vinna úr því sem augun sjá. Við erum nefnilega ólík að því leitinu til. Á meðan sumt fólk man nánast allt sem það sér getur annað átt í mestu vandræðum með að þekkja andlit nákominna. Heiða María Sigurðardóttir prófessor við Sálfræðideild Háskóla Íslands hefur rannsakað sjónskynjun og sagði okkur frá. Og svo eru það melónur og vínber fín. Já og aðrar krásir trjánna. Það hefur víst dregið úr ávaxtaneyslu landsmanna. Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor í næringarfræði, ráðlagði um dagskammtinn Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir. Tónlist: Baez, Joan - Silver dagger. Al Jolson - The Spaniard that Blighted my life Campos, Lucila - Samba malato.

Morgunvaktin
Pólitískir skandalar, ávaxtaneysla á niðurleið og sjónskynjun

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Nov 2, 2023 130:00


Bogi Ágústsson spjallaði um erlend málefni þegar hann settist við Heimsgluggann. Hneykslismál í pólitík í Bretlandi og Danmörku voru til umræðu; rannsókn á viðbrögðum breskra stjórnvalda við Covid-19 og njósnamálið svokallaða í Danmörku. Við forvitnuðumst líka um mannsheilann og hæfileika hans til að greina og vinna úr því sem augun sjá. Við erum nefnilega ólík að því leitinu til. Á meðan sumt fólk man nánast allt sem það sér getur annað átt í mestu vandræðum með að þekkja andlit nákominna. Heiða María Sigurðardóttir prófessor við Sálfræðideild Háskóla Íslands hefur rannsakað sjónskynjun og sagði okkur frá. Og svo eru það melónur og vínber fín. Já og aðrar krásir trjánna. Það hefur víst dregið úr ávaxtaneyslu landsmanna. Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor í næringarfræði, ráðlagði um dagskammtinn Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir. Tónlist: Baez, Joan - Silver dagger. Al Jolson - The Spaniard that Blighted my life Campos, Lucila - Samba malato.

Samfélagið
Rannsóknir á bólusetningum, þriðja vaktin og feðraveldi

Samfélagið

Play Episode Listen Later Oct 31, 2023 55:00


Við fjöllum um nýjar rannsóknir á bólusetningum á Íslandi. Íris Kristinsdóttir læknir varði á dögunum doktorsritgerð þar sem þrjár rannsóknir lágu til grundvallar. Á hagkvæmni og ávinningi bólusetninga gegn rótaveiru, útbreiðslu og bólusetningum gegn meningókokkum og bólusetningum barnshafandi kvenna gegn inflúensu. Íris segir okkur frá þessum rannsóknum og með henni er Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir og lektor, sem var leiðbeinandi Írisar. Þriðja vaktin hefur verið mikið milli tannanna á fólki í framhaldi af Kvennaverkfallinu í síðustu viku. Talað er um fyrstu vaktina, aðra vaktina, þriðju og jafnvel fjórðu. Hvernig birtist þessi þriðja vakt? Hvaða áhrif hefur hún á þann sem ber hitann og þungann af henni og hvernig má deila henni jafnar á heimilismeðlimi? Alma Dóra Ríkarðsdóttir, telur að hægt sé að útvista þriðju vaktinni til tækninnar, í það minnsta að einhverju leyti og hefur ásamt fleiri konum hannað app til þess. Svo kemur Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur til okkar í málfarsspjall. Hún fjallar um hugtakið feðraveldi.

Samfélagið
Rannsóknir á bólusetningum, þriðja vaktin og feðraveldi

Samfélagið

Play Episode Listen Later Oct 31, 2023


Við fjöllum um nýjar rannsóknir á bólusetningum á Íslandi. Íris Kristinsdóttir læknir varði á dögunum doktorsritgerð þar sem þrjár rannsóknir lágu til grundvallar. Á hagkvæmni og ávinningi bólusetninga gegn rótaveiru, útbreiðslu og bólusetningum gegn meningókokkum og bólusetningum barnshafandi kvenna gegn inflúensu. Íris segir okkur frá þessum rannsóknum og með henni er Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir og lektor, sem var leiðbeinandi Írisar. Þriðja vaktin hefur verið mikið milli tannanna á fólki í framhaldi af Kvennaverkfallinu í síðustu viku. Talað er um fyrstu vaktina, aðra vaktina, þriðju og jafnvel fjórðu. Hvernig birtist þessi þriðja vakt? Hvaða áhrif hefur hún á þann sem ber hitann og þungann af henni og hvernig má deila henni jafnar á heimilismeðlimi? Alma Dóra Ríkarðsdóttir, telur að hægt sé að útvista þriðju vaktinni til tækninnar, í það minnsta að einhverju leyti og hefur ásamt fleiri konum hannað app til þess. Svo kemur Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur til okkar í málfarsspjall. Hún fjallar um hugtakið feðraveldi.

Morgunvaktin
Hörmungar fyrir botni Miðjarðarhafs, kvennafæði og friðlýsingar

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Oct 19, 2023


Við fórum út í heim með Boga Ágústssyni. Ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs var til umfjöllunar - skelfingarnar þar - og við minntumst líka Martti Attisari sem lést á mánudaginn. Hann var forseti Finnlands í sex ár en er ekki síst minnst fyrir framlag sitt til friðar í heiminum. Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor í næringarfræði, var líka með okkur. Konur og matur voru efst á matseðlinum hjá okkur í dag - tilefnið er kvennafríið eða kvennaverkfallið á þriðjudaginn. Mataræði og matarvenjur, og ekki síst þörf fyrir tiltekin næringarefni er ekki eins hjá kynjunum. Undir lok þáttar fórum við í söguna; við forvitnuðumst um Skrúð við Núp í Dýrafirði og elstu byggðina á Ísafirði, í Neðstakaupstað, - tilefnið er nýleg friðlýsing Skrúðs og sérstök vernd Neðstakaupstaðar. Jóna Símonía Bjarnadóttir, forstöðumaður Byggðasafns Vestfjarða sagði okkur frá þessum perlum tveim. Tónlist: Skúli Sverrisson - Without memory. Miller, Glenn and his Orchestra, Nelson, Skip, Modernaires, The - That old black magic. Ingibjörg Elsa Turchi - Epta.

Morgunvaktin
Hörmungar fyrir botni Miðjarðarhafs, kvennafæði og friðlýsingar

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Oct 19, 2023 130:00


Við fórum út í heim með Boga Ágústssyni. Ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs var til umfjöllunar - skelfingarnar þar - og við minntumst líka Martti Attisari sem lést á mánudaginn. Hann var forseti Finnlands í sex ár en er ekki síst minnst fyrir framlag sitt til friðar í heiminum. Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor í næringarfræði, var líka með okkur. Konur og matur voru efst á matseðlinum hjá okkur í dag - tilefnið er kvennafríið eða kvennaverkfallið á þriðjudaginn. Mataræði og matarvenjur, og ekki síst þörf fyrir tiltekin næringarefni er ekki eins hjá kynjunum. Undir lok þáttar fórum við í söguna; við forvitnuðumst um Skrúð við Núp í Dýrafirði og elstu byggðina á Ísafirði, í Neðstakaupstað, - tilefnið er nýleg friðlýsing Skrúðs og sérstök vernd Neðstakaupstaðar. Jóna Símonía Bjarnadóttir, forstöðumaður Byggðasafns Vestfjarða sagði okkur frá þessum perlum tveim. Tónlist: Skúli Sverrisson - Without memory. Miller, Glenn and his Orchestra, Nelson, Skip, Modernaires, The - That old black magic. Ingibjörg Elsa Turchi - Epta.

Morgunvaktin
Mörg tækifæri í því að bæta heilbrigðisþjónustuna

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Oct 12, 2023


Claudia Goldin hagfræðingur hlaut Nóbelsverðlaunin í hagfræði í ár. Hún er aðeins þriðja konan sem hlýtur þessi verðlaun, sem eru veitt í minningu Alfreds Nobels en eru í raun hagfræðiverðlaun seðlabanka Svíþjóðar. Herdís Steingrímsdóttir, dósent í hagfræði við Copenhagen Business School, sagði frá Goldin og rannsóknum hennar. Bogi Ágústsson ræddi við Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, í Heimsglugganum. Staða heimsmálanna og ný bók Hilmars voru til umfjöllunar. Ráðlagður dagskammtur var á dagskránni, Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, talaði um orkudrykki og glúten í dag. Davíð O. Arnar, yfirlæknir á hjartadeild Landspítalans og prófessor við Háskóla Íslands, sér ýmis tækifæri í heilbrigðisþjónustu hér á landi. Hann ræddi við okkur um betra skipulag í heilbrigðisþjónustu, fjarheilbrigðisþjónustu, notkun erfðaupplýsinga og um það sem honum þykir hafa verið vanmetið meðal heilbrigðisstarfsmanna - hlutverk almennrar heilsueflingar. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir. Tónlist: Oh lady be good! - Benny Goodman

Morgunvaktin
Mörg tækifæri í því að bæta heilbrigðisþjónustuna

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Oct 12, 2023 130:00


Claudia Goldin hagfræðingur hlaut Nóbelsverðlaunin í hagfræði í ár. Hún er aðeins þriðja konan sem hlýtur þessi verðlaun, sem eru veitt í minningu Alfreds Nobels en eru í raun hagfræðiverðlaun seðlabanka Svíþjóðar. Herdís Steingrímsdóttir, dósent í hagfræði við Copenhagen Business School, sagði frá Goldin og rannsóknum hennar. Bogi Ágústsson ræddi við Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, í Heimsglugganum. Staða heimsmálanna og ný bók Hilmars voru til umfjöllunar. Ráðlagður dagskammtur var á dagskránni, Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, talaði um orkudrykki og glúten í dag. Davíð O. Arnar, yfirlæknir á hjartadeild Landspítalans og prófessor við Háskóla Íslands, sér ýmis tækifæri í heilbrigðisþjónustu hér á landi. Hann ræddi við okkur um betra skipulag í heilbrigðisþjónustu, fjarheilbrigðisþjónustu, notkun erfðaupplýsinga og um það sem honum þykir hafa verið vanmetið meðal heilbrigðisstarfsmanna - hlutverk almennrar heilsueflingar. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir. Tónlist: Oh lady be good! - Benny Goodman

Morgunvaktin
Áttatíu ár frá flótta danskra gyðinga til Svíþjóðar

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Oct 5, 2023 130:00


Bogi Ágústsson settist við Heimsgluggann og fletti sögubókunum. Áttatíu ár eru um þessar mundir frá því að fjölda gyðinga í Danmörku tókst að sleppa undan Nasistum, yfir til Svíþjóðar. Við rifjuðum þetta upp og heyrðum brot úr dönskum þætti um flóttann og úr viðtali við mann sem var í hópnum. Konur sinna meirihluta heimilisverka samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Þar á meðal er ábyrgðin á því að kaupa í matinn, elda hann og ganga frá. Anna Sigríður Ólafsdóttir prófessor í næringarfræði kom til okkar með ráðlagðan dagskammt af jafnari skiptingu heimilisverka. Hjónin Auður Vala Gunnarsdóttir íþróttakennari og Helgi Sigurðsson tannlæknir hafa undanfarin ár tekið þátt í uppbyggingu á Borgarfirði eystri, og stofnað þar fyrirtæki. Þau tóku þátt í verkefninu Brothættar byggðir þar, og síðar í dag segja þau frá reynslu sinni á tíu ára afmælismálþingi þess verkefnis. Við heyrðum af uppbyggingu þeirra og reynslunni af Brothættum byggðum. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir. Tónlist: Parton, Dolly - Joleen. Hljómar - Bláu augun þín. Hljómar - Fyrsti kossinn. Þórir Úlfarsson, Hljómar - Mývatnssveitin er æði.

Morgunvaktin
Áttatíu ár frá flótta danskra gyðinga til Svíþjóðar

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Oct 5, 2023


Bogi Ágústsson settist við Heimsgluggann og fletti sögubókunum. Áttatíu ár eru um þessar mundir frá því að fjölda gyðinga í Danmörku tókst að sleppa undan Nasistum, yfir til Svíþjóðar. Við rifjuðum þetta upp og heyrðum brot úr dönskum þætti um flóttann og úr viðtali við mann sem var í hópnum. Konur sinna meirihluta heimilisverka samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Þar á meðal er ábyrgðin á því að kaupa í matinn, elda hann og ganga frá. Anna Sigríður Ólafsdóttir prófessor í næringarfræði kom til okkar með ráðlagðan dagskammt af jafnari skiptingu heimilisverka. Hjónin Auður Vala Gunnarsdóttir íþróttakennari og Helgi Sigurðsson tannlæknir hafa undanfarin ár tekið þátt í uppbyggingu á Borgarfirði eystri, og stofnað þar fyrirtæki. Þau tóku þátt í verkefninu Brothættar byggðir þar, og síðar í dag segja þau frá reynslu sinni á tíu ára afmælismálþingi þess verkefnis. Við heyrðum af uppbyggingu þeirra og reynslunni af Brothættum byggðum. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir. Tónlist: Parton, Dolly - Joleen. Hljómar - Bláu augun þín. Hljómar - Fyrsti kossinn. Þórir Úlfarsson, Hljómar - Mývatnssveitin er æði.

Morgunvaktin
Bretland ríki í upplausn síðustu árin

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Sep 28, 2023 130:00


Bretar hafa haft fimm forsætisráðherra frá því að þeir kusu að ganga út úr Evrópusambandinu fyrir sjö árum. Ný þriggja þátta sería Breska ríkisútvarpsins um þetta tímabil fer á bak við tjöldin og birtir viðtöl og frásagnir fjölda fólks sem aldrei hefur tjáð sig áður. Bresk stjórnmál voru á dagskránni þegar Bogi Ágústsson settist við Heimsgluggann. Haustið var viðfangsefnið í ráðlögðum dagskammti vikunnar. Anna Sigríður Ólafsdóttir prófessor í næringarfræði ræddi um haustmataræði, uppskeru og d-vítamín. Í vor var komið á laggirnar Rannsóknarsetri skapandi greina. Það á að efla rannsóknir á atvinnulífi menningar og skapandi greina á Íslandi. Í vikunni var tilkynnt að Erla Rún Guðmundsdóttir kemur til með að leiða þetta rannsóknarsetur, eftir að hafa í nokkurn tíma unnið við það sem kallað er menningartölfræði. Erla Rún var gestur í síðasta hluta þáttarins. Umsjón hafði Þórunn Elísabet Bogadóttir. Tónlist: Árný Margrét - They only talk about the weather. King, Ben E. - Stand by me. Árný Margrét - Cold aired breeze. Laufey - Lovesick.

Morgunvaktin
Bretland ríki í upplausn síðustu árin

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Sep 28, 2023


Bretar hafa haft fimm forsætisráðherra frá því að þeir kusu að ganga út úr Evrópusambandinu fyrir sjö árum. Ný þriggja þátta sería Breska ríkisútvarpsins um þetta tímabil fer á bak við tjöldin og birtir viðtöl og frásagnir fjölda fólks sem aldrei hefur tjáð sig áður. Bresk stjórnmál voru á dagskránni þegar Bogi Ágústsson settist við Heimsgluggann. Haustið var viðfangsefnið í ráðlögðum dagskammti vikunnar. Anna Sigríður Ólafsdóttir prófessor í næringarfræði ræddi um haustmataræði, uppskeru og d-vítamín. Í vor var komið á laggirnar Rannsóknarsetri skapandi greina. Það á að efla rannsóknir á atvinnulífi menningar og skapandi greina á Íslandi. Í vikunni var tilkynnt að Erla Rún Guðmundsdóttir kemur til með að leiða þetta rannsóknarsetur, eftir að hafa í nokkurn tíma unnið við það sem kallað er menningartölfræði. Erla Rún var gestur í síðasta hluta þáttarins. Umsjón hafði Þórunn Elísabet Bogadóttir. Tónlist: Árný Margrét - They only talk about the weather. King, Ben E. - Stand by me. Árný Margrét - Cold aired breeze. Laufey - Lovesick.

Samfélagið
Minnihlutatungumál, reiðufé og málfarsspjall

Samfélagið

Play Episode Listen Later Sep 19, 2023 55:00


Samíska og fleiri minnihlutatungumál eru í brennidepli á ráðstefnu sem nú stendur yfir í Hveragerði. Eydís Inga Valsdóttir verkefnastjóri Nordplus á Íslandi veit meira um málið. Við fjöllum um reiðufé og hvort það borgi sig að nota seðla í dag, þetta er seinni hluti af viðtali við Gunnar Jakobsson, seðlabankastjóra. Anna Sigríður Þráinsdóttir kemur svo til okkar í málfarsspjall um nýyrði og tökuorð.

eyd hverager anna sigr
Samfélagið
Minnihlutatungumál, reiðufé og málfarsspjall

Samfélagið

Play Episode Listen Later Sep 19, 2023


Samíska og fleiri minnihlutatungumál eru í brennidepli á ráðstefnu sem nú stendur yfir í Hveragerði. Eydís Inga Valsdóttir verkefnastjóri Nordplus á Íslandi veit meira um málið. Við fjöllum um reiðufé og hvort það borgi sig að nota seðla í dag, þetta er seinni hluti af viðtali við Gunnar Jakobsson, seðlabankastjóra. Anna Sigríður Þráinsdóttir kemur svo til okkar í málfarsspjall um nýyrði og tökuorð.

eyd hverager anna sigr
Morgunvaktin
Söfn í hættu, gjörunnin matvæli og samveldi af gömlum vana

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Sep 14, 2023 130:00


Staða og framtíð breska samveldisins voru til umfjöllunar í Heimsglugganum í dag. Elísabetu drottningu var mjög umhugað um samveldið en Karl konungur er víst ekki jafn áfram um þetta lausbeislaða samband ríkjanna sem áður heyrðu til breska heimsveldisins. Bogi Ágústsson ræddi þetta og efnahagsmál í Evrópu í Heimsglugganum. Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor í næringarfræði, verður með okkur í haust og ræðir um mat. Í dag voru það gjörunnin matvæli sem voru til umfjöllunar, þessi mikið unni matur sem verið hefur í umræðu síðustu daga. Og í lok þáttarins ræddum við um safnamál. Sigurður Gylfi Magnússon, prófessor í menningarsögu, hefur skipulagt fyrirlestraröð undir yfirskriftinni: Eru söfn einhvers virði? Hann og fleiri telja vegið að söfnum og safnastarfi í landinu. Kveikjan að fyrirlestraröðinni var niðurlagning Borgarskjalasafns. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir. Tónlist: Haustdansinn - Mugison Segðu mér satt - Stuðmenn Sunshine on my shoulders - John Denver Sun shine on me - Arthur Nicholson

Morgunvaktin
Söfn í hættu, gjörunnin matvæli og samveldi af gömlum vana

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Sep 14, 2023


Staða og framtíð breska samveldisins voru til umfjöllunar í Heimsglugganum í dag. Elísabetu drottningu var mjög umhugað um samveldið en Karl konungur er víst ekki jafn áfram um þetta lausbeislaða samband ríkjanna sem áður heyrðu til breska heimsveldisins. Bogi Ágústsson ræddi þetta og efnahagsmál í Evrópu í Heimsglugganum. Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor í næringarfræði, verður með okkur í haust og ræðir um mat. Í dag voru það gjörunnin matvæli sem voru til umfjöllunar, þessi mikið unni matur sem verið hefur í umræðu síðustu daga. Og í lok þáttarins ræddum við um safnamál. Sigurður Gylfi Magnússon, prófessor í menningarsögu, hefur skipulagt fyrirlestraröð undir yfirskriftinni: Eru söfn einhvers virði? Hann og fleiri telja vegið að söfnum og safnastarfi í landinu. Kveikjan að fyrirlestraröðinni var niðurlagning Borgarskjalasafns. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir. Tónlist: Haustdansinn - Mugison Segðu mér satt - Stuðmenn Sunshine on my shoulders - John Denver Sun shine on me - Arthur Nicholson

Samfélagið
Landspítali rís, náttúrulæsi og málstefna RÚV

Samfélagið

Play Episode Listen Later May 2, 2023 58:11


Við tökum stöðuna á byggingu nýs Landspítala. Það er risastórt verkefni sem hefur lengi verið í gangi og framkvæmdir eru nú á fullu. Það sem er núna mest áberandi er svokallaður meðferðarkjarni sem hefur risið nokkuð hratt undanfarið en nýlega var sagt frá því að magn þeirrar steypu sem notuð er í hann væri komið yfir 40 þúsund rúmmetra. Sem okkur skilst að sé dágott. Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóri verkefnisins um Nýjan Landspítala fer yfir málið með okkur. Við ætlum svo að ræða um náttúrlæsi Íslendinga. Það er líklega fáum öðrum þjóðum eins mikilvægt að vera læs á náttúru sína og umhverfi, í landi hættulegra veðra, eldgosa, jarðskjálfta og skriðufalla. En mögulega hefur náttúrulæsi og skilningi farið aftur. Hvernig birtist það og hvað er hægt að gera við því? Við ræðum við tvo sérfræðinga, annars vegar Hauk Arason dósent í eðlisfræði og náttúrufræðimenntun við Háskóla íslands og hins vegar Hauk Hauksson samskiptastjóra Veðurstofunnar. Svo kemur Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins til okkar í lok þáttar. Hún segir okkur frá málstefnu RÚV sem er verið að endurskoða.

Samfélagið
Landspítali rís, náttúrulæsi og málstefna RÚV

Samfélagið

Play Episode Listen Later May 2, 2023


Við tökum stöðuna á byggingu nýs Landspítala. Það er risastórt verkefni sem hefur lengi verið í gangi og framkvæmdir eru nú á fullu. Það sem er núna mest áberandi er svokallaður meðferðarkjarni sem hefur risið nokkuð hratt undanfarið en nýlega var sagt frá því að magn þeirrar steypu sem notuð er í hann væri komið yfir 40 þúsund rúmmetra. Sem okkur skilst að sé dágott. Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóri verkefnisins um Nýjan Landspítala fer yfir málið með okkur. Við ætlum svo að ræða um náttúrlæsi Íslendinga. Það er líklega fáum öðrum þjóðum eins mikilvægt að vera læs á náttúru sína og umhverfi, í landi hættulegra veðra, eldgosa, jarðskjálfta og skriðufalla. En mögulega hefur náttúrulæsi og skilningi farið aftur. Hvernig birtist það og hvað er hægt að gera við því? Við ræðum við tvo sérfræðinga, annars vegar Hauk Arason dósent í eðlisfræði og náttúrufræðimenntun við Háskóla íslands og hins vegar Hauk Hauksson samskiptastjóra Veðurstofunnar. Svo kemur Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins til okkar í lok þáttar. Hún segir okkur frá málstefnu RÚV sem er verið að endurskoða.

Samfélagið
Fuglavöktun, stafræn heilbrigðistækni, málfar og hagamýs nema land

Samfélagið

Play Episode Listen Later Mar 31, 2023 55:00


Við röltum um friðland fugla í Vatnsmýri, með Ólafi Karli Nielsen fuglafræðingi, sem hefur ásamt fleirum í áratugi vaktað bæði þar sem og í kringum Reykjavíkurtjörn. Það hafa orðið töluverðar breytingar í gegnum tíðina, fuglategundir sem áður flykktust að þessum svæðum í miðbæ höfuðborgarinnar sjást þar ekki lengur - hvað veldur? Við ætlum að velta fyrir okkur nýjungum í heilbrigðistækni. Háskólinn í Reykjavík mun næsta haust bjóða upp á nýtt nám í stafrænni heilbrigðistækni þar sem leitast verður við að að mennta sérfræðinga með þekkingu í að nýta gögn úr heilbrigðiskerfinu til góðs eins og það er orðað. Til okkar kemur Anna Sigríður Islind dósent við tölvunarfræðideild skólans og forstöðukona nýja meistaranámsins. Málfarsmínúta er á sínum stað og við fáum líka dýraspjall, sem er í formi pistils í dag, en Ester Rut Unnsteinsdóttir dýravistfræðingur segir okkur stórfréttir úr heimi músanna - en hagamýs eru víst að nema land í Vestmannaeyjum. Missið ekki af því.

Samfélagið
Fuglavöktun, stafræn heilbrigðistækni, málfar og hagamýs nema land

Samfélagið

Play Episode Listen Later Mar 31, 2023


Við röltum um friðland fugla í Vatnsmýri, með Ólafi Karli Nielsen fuglafræðingi, sem hefur ásamt fleirum í áratugi vaktað bæði þar sem og í kringum Reykjavíkurtjörn. Það hafa orðið töluverðar breytingar í gegnum tíðina, fuglategundir sem áður flykktust að þessum svæðum í miðbæ höfuðborgarinnar sjást þar ekki lengur - hvað veldur? Við ætlum að velta fyrir okkur nýjungum í heilbrigðistækni. Háskólinn í Reykjavík mun næsta haust bjóða upp á nýtt nám í stafrænni heilbrigðistækni þar sem leitast verður við að að mennta sérfræðinga með þekkingu í að nýta gögn úr heilbrigðiskerfinu til góðs eins og það er orðað. Til okkar kemur Anna Sigríður Islind dósent við tölvunarfræðideild skólans og forstöðukona nýja meistaranámsins. Málfarsmínúta er á sínum stað og við fáum líka dýraspjall, sem er í formi pistils í dag, en Ester Rut Unnsteinsdóttir dýravistfræðingur segir okkur stórfréttir úr heimi músanna - en hagamýs eru víst að nema land í Vestmannaeyjum. Missið ekki af því.

Hlaðvarp Kjarnans
Þjóðhættir – Menning og saga í Stykkishólmi

Hlaðvarp Kjarnans

Play Episode Listen Later Apr 12, 2022 47:16


Í þættinum ræða Dagrún og Vilhelmína við Önnu Sigríði Melsteð sem lauk grunnnámi í þjóðfræði árið 2021 og stundar nú framhaldsnám í þjóðfræði. Anna Sigríður er búsett í Stykkishólmi og hefur stundað námið í fjarnámi og samhliða vinnu. Anna Sigríður segir frá áhugaverðri BA-rannsókn sinni. Þar gerði hún heimabæ sinn, Stykkishólm, að viðfangsefni. Stykkishólmur er þekktur fyrir gömul og vel við haldin timburhús en nýjum húsum hefur einnig verið bætt við bæjarmyndina og stundum greina áhorfendur ekki á milli gamalla og nýrra húsa. Anna segir frá vinnu við nýja grunnsýningu fyrir byggðasafnið í Norska húsinu. Grunnsýning safnsins er orðin 20 ára gömul og nú stendur yfir vinna við að gera nýja sýningu. Anna segir einnig frá Skotthúfunni sem haldin verður 2. júlí í sumar. Á Skotthúfunni er íslenska þjóðbúningnum gert hátt undir höfði en einnig er ýmislegt annað til skemmtunar á hátíðinni. Að lokum segir Anna frá þjóðtrú tengdri göngu á Helgafell í Helgafellssveit á norðanverðu Snæfellsnesi. Þjóðhættir er hlaðvarp sem fjallar um nýjar rannsóknir og fjölbreytta miðlun í þjóðfræði. Umsjón hafa Dagrún Ósk Jónsdóttir og Vilhelmína Jónsdóttir doktorsnemar í þjóðfræði.