Podcasts about seltjarnarnesi

  • 21PODCASTS
  • 72EPISODES
  • 1h 2mAVG DURATION
  • 1MONTHLY NEW EPISODE
  • Feb 20, 2025LATEST

POPULARITY

20172018201920202021202220232024


Best podcasts about seltjarnarnesi

Latest podcast episodes about seltjarnarnesi

Mannlegi þátturinn
Farsæld barna og áföll og áskoranir í nútímanum og Systrasamlagið

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Feb 20, 2025 51:41


Áföll af ýmsum toga geta haft alvarleg áhrif á þroska og velferð barna til framtíðar litið. Rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi þess að skólar og aðrar stofnanir mæti þörfum barna sem verða fyrir áföllum. Sigrún Harðardóttir, dósent við Félagsráðgjafardeild HÍ, kom í þáttinn í dag en hún stýrir málstofu um farsæld barna og áföll og áskoranir í nútímanum á Félagsráðgjafaþingi sem fram fer á föstudaginn. Með henni kom Ragnheiður Hergeirsdóttir, lektor við Félagsráðagjafardeild HÍ, en hún heldur erindi á þinginu um börn sem búa við erfiðar aðstæður, eða eru jaðarsett og eru því líklegri en önnur til að búa við langvarandi og alvarlegri vanda í kjölfar samfélagslegra áfalla eða hamfara. Við kíktum í heimsókn í Systrasamlagið, sem nú er til húsa við Óðinsgötu 1, en var stofnað 2013 á Seltjarnarnesi og var á þeim tíma dáldið nýtt konsept í verslunar- og kaffihúsarekstri á Íslandi. Þetta er verslun og lífrænt kaffihús og byggt á þeirri hugsjón að víkka út hugmyndina um heilsubúð og færa nær almenningi og hafa andann alltaf með í efninu. Þannig tóku þær stefnuna systurnar Jóhanna & Guðrún Kristjánsdætur strax í upphafi að bjóða ekki eingöngu upp á holla og góða fæðu, heldur einnig t.d. lífrænan jógafatnað og jógavörur. Þær æfðu handbolta í æsku sem þær segja að hafi kennt sér ákveðið úthald og seiglu sem komi sér vel í svona rekstri þar sem skiptast á skin og skúrir. Tónlist í þættinum í dag Egils appelsín / Spilverk þjóðanna (Egill Ólafsson, Valgeir Guðjónsson, Sigurður Bjóla Garðarsson, texti Egill Ólafss., Valgeir Guðjónss., Sigurður Bjóla, Kristján Jónsson og Sveinbjörn Egilsson) Ameríka / Valdimar Guðmundsson og Þorsteinn Einarsson (Bragi Valdimar Skúlason, texti Magnús Eiríksson) Með hækkandi sól / Systur (Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir / Lay Low) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Spegillinn
ESB-umsókn, árásir Ísraelshers á „örugg svæði“ á Gaza, meðferð utankjörfundaratkvæða

Spegillinn

Play Episode Listen Later Jan 15, 2025 20:00


Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir jákvætt að Evrópusambandið líti þannig á að aðildarumsókn Íslands frá 2009 sé enn virk. Talsmaður framkvæmdastjórnar ESB staðfesti þetta í dag - en Þorgerður átti síðdegis fund með Maros Sefcovic, einum af framkvæmdastjórum ESB, sem fer með viðskiptamál og samskiptin við EES ríkin, Ísland, Noreg og Lichtenstein. Þorgerður hitti einnig Kaju Kallas, utanríkismálastjóra Evrópusambandsins. Björn Malmquist fréttamaður hitti Þorgerði síðdegis. Frá því í maí í fyrra hefur Ísraelsher gert minnst níutíu og sjö árásir á svæði á Gaza, sem herinn hafði áður skilgreint sem svokölluð mannúðarsvæði og hvatt palestínskan almenning til að leita þar skjóls til að tryggja öryggi sitt og sinna. Þetta er niðurstaða rannsóknarteymis breska ríkisútvarpsins BBC, BBC Verify, sem hefur unnið að því undanfarna mánuði að sannreyna fregnir af slíkum árásum. Ævar Örn Jósepsson rýnir í skýrslu teymisins. Í þremur tilfellum sem fjallað hefur verið um síðustu daga komust utankjörfundaratkvæði í alþingiskosningunum ekki til skila. Í Kópavogi urðu 25 utankjörfundaratkvæði innlyksa á bæjarskrifstofum og var ekki komið til talningar, í Norðausturkjördæmi fékk yfirkjörstjórn kassa með atkvæðum 11 dögum eftir að kosið var og ekki er vitað hve mörg þau voru, og tvö utankjörfundaratkvæði skiluðu sér ekki frá Seltjarnarnesi á talningarstað. Í kosningum er alltaf eitthvað um að utankjörfundaratkvæði berist ekki í tæka tíð - En er hægt að horfa til einhverra sérstakra kringumstæðna og telja atkvæði sem koma of seint? Anna Kristín Jónsdóttir ræddi þetta við Bergþóru Sigmundsdóttur lögfræðing og stjórnmálafræðing, sem sá lengi um utankjörfundaratkvæðagreiðslu hjá sýslumanni. Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon

Víðsjá
Víðsjá og Lestin líta yfir farinn veg og til framtíðar - Fyrri hluti

Víðsjá

Play Episode Listen Later Jan 2, 2025 50:41


Sameiginlegur þáttur Víðsjár og Lestarinnar í upphafi ársins 2025. Í þáttum dagsins höldum við úr húsi, förum inn í lágvöruverslunina Prís í Kópavogi, verslunarmiðstöðina Eiðistorg á Seltjarnarnesi, vöðum slabbið út í strætóskýli og tökum líka upp tólið og hringjum út á land: austur, vestur, norður og suður. Hvað var fólk í Prís að hugsa rétt eftir jólin og hvað finnst unglingum á Eiðistorgi um bækur? Hvaða áhrif hefur risa myndlistarsýning á verkum Roni Horn í strætóskýlum á gangandi vegfarendur, nú eða akandi strætóbílstjóra? Hvað er low taper fade, hvað er best að gera á Benidorm og hvernig leggst þetta nýja ár í okkur? Umsjón: Kristján Guðjónsson, Halla Harðardóttir, Lóa Björk Björnsdóttir og Melkorka Ólafsdóttir

Fram og til baka
Sólveig Guðmundsdóttir, sælla er að gefa...

Fram og til baka

Play Episode Listen Later Dec 7, 2024 114:00


Þegar líður að jólum er gott að hugsa til þeirra sem eiga um sárt að binda og Sólveig Guðmundsdóttir leikkona sagði okkur af fimm góðgerðarverkefnum sem hún hvetur okkur til að skoða og taka þátt í. Við kynntumst líka Sólveigu sem ólst upp á Seltjarnarnesi og lærði til leikkonu í London og kom svo heim með skoskan leikstjóra í farteskinu. Þau eiga nú tvær dætur og búa.. já á Seltjarnarnesi! Í síðari hlutanum heyrðum við hluta úr Árið er 2020 en þar var sagt af ævintýrum Daða Freys og Think About Things lagalisti Vilhjálmur Vilhjálmsson - Jólin koma Sniglabandið - Jólahjól Katy Perry - Roar Lous Armstrong - Wonderful World Ragnheiður Gröndal - Jólin með þér Páll Óskar - Mig langar til Lón og Rakel - Hátíðarskap Laufey - Santa Baby Daði - Komdu um jólin Baggalútur - Kósýkvöld í kvöld Bríet - Takk fyrir allt Brunaliðið - Jóla jólasveinn Stefán Hilmarsson og Jón J'onsson - Jólin þau eru á hverju ári Marketa Irglova - Vegurinn heim Dolly Parton - Winter Wonderland

Hjjj
75. Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku

Hjjj

Play Episode Listen Later Nov 29, 2024 93:20


Viðmælandi þáttarins er Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku sem er þriðji stærsti raforkuframleiðandi á Íslandi og byggir á grunni Hitaveitu Suðurnesja sem var stofnuð í árslok 1974. HS Orka á og rekur fjórar virkjanir, tvær jarðvarmavirkjanir og tvær vatnsaflsvirkjanir. Það starfa um 90 manns hjá fyrirtækinu og veltir fyrirtækið um 16 ma. kr. Tómas er fæddur árið 1968 og alinn upp á Seltjarnarnesi. Hann gekk í MR og kláraði BS próf í umhverfis- og byggingaverkfræði frá Háskóla Íslands og síðar meistaragráðu í skipulagsverkfræði frá Cornell University í Bandaríkjunum.  Tómas starfaði um átta ára skeið sem framkvæmdastjóri hjá Norðuráli. En í ársbyrjun 2004 flutti hann sig til Alcoa þar sem hann starfað um sextán ára skeið, fyrst sem forstjóri Alcoa á Íslandi, svo sem forstjóri í Evrópu og Miðausturlöndum og loks aðstoðarforstjóri Alcoa á heimsvísu. Hann tók við starfi forstjóra HS Orku í ársbyrjun 2020. Tómas Már hefur einnig setið í stjórn ýmissa fyrirtækja og samtaka, m.a. sem formaður Viðskiptaráðs Íslands 2009-2012, stjórnarmaður í Samtökum iðnaðarins 2005-2011, stjórn Íslandsbanka, Cargow Thorship, DTE og Genís. Einnig var hann stjórnarmaður í samtökum evrópskra álframleiðenda og í stjórn Business Europe. Þátturinn er kostaður af Sólar, Arion og KPMG.

Víðsjá
Glerþræðirnir, Dagurinn sem Ísland stöðvaðist, Litla hryllingsbúðin-rýni, Víkingur og Wang-rýni

Víðsjá

Play Episode Listen Later Oct 24, 2024 52:15


Magnús Sigurðsson rithöfundur verður gestur okkar í dag en hann var að gefa út bókina Glerþræði, etnógrafísk brot. Í Glerþráðunum fléttar Magnús atvikum og persónum úr sögu landsins listilega saman og tengir við sögur úr nútímanum á einstakan hátt. Þetta er form sem Magnús hefur áður unnið með, en í þetta sinn vinnur hann einungis úr rammíslenskum heimildum. Heimildum sem margar hverjar komu úr bókahillunni á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi þar sem hægt er að nálgast gefins bækur. Í kvöld verður frumsýnd heimildarmyndin, Dagurinn sem Ísland stöðvaðist, en hún fjallar um aðdraganda Kvennaverkfallsins 1975. Hrafnhildur Gunnarsdóttir meðhöfundur og framleiðandi myndarinnar verður einn af gestum okkar í dag. Arndís Björk Ásgeirsdóttir rýnir í Sinfóníutónleikana sem fram fóru 17.október síðastliðinn og tónleika Yuja Wang og Víkings Heiðars og Katla Ársælsdóttir rýnir í Litlu hryllingsbúðina í uppsetningu Leikfélags Akureyrar.

Víðsjá
Svipmynd / Linda Vilhjálmsdóttir

Víðsjá

Play Episode Listen Later Oct 16, 2024 50:14


Linda Vilhjálmsdóttir er fædd árið 1958 og ólst upp á Seltjarnarnesi. Hún fann ung að hún væri góð í að setja saman orð, hóf að skrifa ljóð í barnaskóla og las allt sem hún komst í á bókasafni Seltjarnarness. Hún var líka ung þegar hún fór að vinna fyrir sér, fyrst með barnapössun og síðar í fiski. Þegar hún hóf nám við Menntaskólann í Reykjavík upplifði hún í fyrsta sinn stéttarvitund en uppgötvaði svo síðar á lífsleiðinni að það sem hafði mótað hana mest var að alast upp sem stúlka í feðraveldi. Linda lærði til sjúkraliða og starfaði lengi við fagið og segir það einnig hafa opnað augu sín fyrir nýjum veruleika. Linda hefur hlotið mikið lof fyrir ljóð sín og ýmis verðlaun og viðurkenningar hafa fallið henni í skaut. Það er óhætt að segja að rödd Lindu sé einstök í landslagi íslenskra bókmennta og það er mikill fengur að nú sé komið út heildarsafn allra ljóðabókanna níu. Við ætlum að ræða þetta splunkunýja heildarsafn við Lindu í þætti dagsins, og auðvitað margt fleira. Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir

reykjav vilhj umsj menntask lindu seltjarnarnesi melkorka seltjarnarness
Víðsjá
Svipmynd af tónlistarmanni / Steingrímur Karl Teague

Víðsjá

Play Episode Listen Later May 8, 2024 52:04


Steingrímur Karl Teague er söngvari, djazzpíanisti, lagahöfundur og bókmenntafræðingur, sem ólst upp á Seltjarnarnesi með viðkomu í Bandaríkjunum. Hann er hvað þekktastur fyrir að vera einn af meðlimum hljómsveitarinnar Moses Hightower, sem setti alveg nýjan tón í íslenska tónlistarflóru árið 2010 með plötunni Búum til börn. Sálarskotinn fönk hljóðheimurinn í bland við hrífandi íslenska texta hefur svo þróast áfram á fjórum plötum, nú síðast Lyftutónlist sem kom út 2020. Steingrímur hefur auk þess spilað og sungið með fjöldanum öllum af tónlistarfólki í gegnum árin, þar á meðal Of Monsters and Men og Uppáhellingunum sem einmitt gáfu út plötuna Tempó Primo. Árið 2021 gaf Steingrímur út plötuna More Than You Know með söng­kon­unni Silvu Þórðardótt­ur þar sem dúóið útsetur og leikur sér með fræga djazzstandarda.

Hjjj
63. Ægir Þorsteinsson, meðstofnandi Hopp og framkvæmdastjóri Aranja

Hjjj

Play Episode Listen Later Apr 29, 2024 76:54


Viðmælandi þáttarins er Ægir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Aranja og einn stofnanda Hopp. Ægir er fæddur árið 1985 og ólst upp á Seltjarnarnesi og á Landsbyggðinni. Hann flutti að heiman eftir 10. bekk til að fara á tölvubrautina í Iðnskólanum og hélt áfram í Háskólann í Reykjavík þar sem hann kláraði B.S. í tölvunarfræði. Ægir vann að netbönkum Landsbankans eftir útskrift og síðan hjá Red Gate í Bretlandi áður en hann flutti aftur til Íslands og stofnaði Aranja árið 2014 með Eiríki Heiðari Nilssyni. Aranja er stafræn stofa og venture studio sem sérhæfir sig í stafrænum vörum og hefur Ægir verið framkvæmdastjóri þar í 10 ár. Ægir er einnig meðstofnandi Hopp, sem er samgöngulausn fyrir borgir, einna þekktust fyrir rafskúturnar og Hopp farsímalausnina, en fyrirtækið byrjaði sem verkefni innan Aranja árið 2019. Hopp hefur sótt sér fjármagn frá íslenskum og erlendum fjárfestum og eru rafskúturnar og hugbúnaðarlausnin nú í boði í nokkrum löndum. Ægir skipuleggur einnig meistaranám í framendaforritun í háskóla í Barcelona þar sem hann kennir einnig einstaka áfanga. Þátturinn er kostaður af Arion.

Samfélagið
Framtíð Náttúruminjasafns Íslands, kostnaður við fermingar, málsháttaspjall

Samfélagið

Play Episode Listen Later Mar 26, 2024 55:00


Það hefur lengi verið beðið eftir að Náttúruminjasafn Íslands komist í sómasamlegt húsnæði og ýmis áform verið uppi. Núna er sýning safnsins Vatnið í náttúru Íslands hýst í Perlunni. Undanfarið hafa svo verið lögð drög að því að safnið fái hús á Seltjarnarnesi sem var byggt undir lækningaminjasafn með möguleika á stækkun og vonast var til að húsið væri tilbúið seinna á þessu ári. Í Morgunblaðinu í gær var svo sagt frá því að í bæjarstjórn Seltjarnarness hefði komið fram að það myndi ekki gerast fyrr en vorið 2026. Hilmar Malmquist forstöðumaður Náttúruminjasafnsins virtist yfir sig hissa á þessum tíðindum í viðtali um málið. Hann ræðir við okkur. Sálmabók, salur, áletraðar servíettur, fermingarföt, fermingargreiðsla, fermingarterta, jafnvel nammibar og myndakassi til að taka sjálfur - og ekki má gleyma fermingargjöfinni. Kostnaður við fermingar hleypur á mörg hundruð þúsundum - hvernig tekst tekjulágt fólk á við það? Við ræðum ferminguna sem stöðutákn við Laufeyju Líndal Ólafsdóttur, formann Pepp sem er grasrót fólks í fátækt á Íslandi. Páskar eru handan við hornið og hillur verslana svigna undan páskaeggjum af ýmsum stærðum og gerðum. Og í flestum þeirra leynast málshættir - sem mörgum finnst reyndar vera meira spennandi en nammið í eggjunum. Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur ræðir við okkur um málshætti. Tónlist: Hljómsveit Ingimars Eydal - Bara að hann hangi þurr. MUGISON - Góðan dag.

hann pepp hlj framt morgunbla anna sigr seltjarnarnesi seltjarnarness
Selfoss Hlaðvarpið
Selfoss hlaðvarpið #061 - Forsetar og Kóngar

Selfoss Hlaðvarpið

Play Episode Listen Later Dec 11, 2023 59:39


Það var glatt á hjalla þegar Hjörtur Leó bauð þeim Hrafni Erlings, Erni Þrastar og Hannesi Höskulds inn í hlýjuna í SelfossTV stúdíóið. Þunglyndi á Seltjarnarnesi, skemmtiferð á Akureyri og sá stóri, forsetabikarinn. Allt þetta og miklu meira til. Jú og ekki má gleyma skemmtidagskrá Krumma. Selfoss Hlaðvarpið - Eins og smjör í þín eyru!

Fotbolti.net
Ungstirnin - Heimsókn af Nesinu og golf með fyrrum leikmanni Liverpool

Fotbolti.net

Play Episode Listen Later Oct 30, 2023


Eli Junior Kroupi (2006) er einn efnilegasti leikmaður Frakklands um þessar mundir og hefur verið líkt við engan annan en Kylian Mbappe. Hann hefur farið frábærlega af stað með aðalliði Lorient í Ligue 1 með frábærum mörkum. Sverre Halseth Nypan (2006) er lykilleikmaður á miðjunni í liði Rosenborg í Noregi. Manchester Utd, Manchester City, Barcelona og Real Madrid eru með augastað á þessum efnilega leikmanni. Góðir gestir koma í heimsókn en þeir Arnar Daníel og Tómas Johannessen leikmenn Gróttu komu í afar áhugavert og skemmtilegt spjall, tveir frábærir en afar ólíkir persónuleikar. Bjarni Co-host spilaði golf með fyrrum leikmanni Liverpool í Houston, þrumuræða um ömurlegt gervigras á Seltjarnarnesi, Tommi Jó á leið i Breiðablik? Kristian og Orri að gera vel og Skandinavíuhornið á sinum stað.

Fotbolti.net
Innkastið - Setið í súpunni, Parken bíður og bestir í Lengjudeildinni

Fotbolti.net

Play Episode Listen Later Jul 19, 2023


Elvar Geir, Sæbjörn Steinke og Guðmundur Aðalsteinn í Innkasti vikunnar í Thule stúdíóinu. Þorsteinn Haukur kemur með skýrslu úr Vesturbænum. Evrópuleikirnir, 15. umferðin í Bestu og úrvalslið tímabilsins til þessa í Lengjudeildinni. Parken bíður eftir Blikum, KR-ingar sátu í súpunni en unnu samt mikilvægan sigur gegn FH, Kjartan Henry vildi ekki viðurkenningu, gæðaleysi í Árbænum og Eyjum, Stjarnan var miklu betri en Valur, heil umferð í Lengjudeildinni, þjálfaraskipti í Njarðvík og læti í göngunum á Seltjarnarnesi.

Mín skoðun
801.þáttur. Mín skoðun. 19072023

Mín skoðun

Play Episode Listen Later Jul 19, 2023 92:46


Heil og sæl. Í dag heyri ég í Svanhvíti Valtýsd. og Kristni Hjartarsyni. Það er nóg um að vera og við tölum um Bestu deildina, Breiðablik í undankeppni meistaradeildarinnar, íslenska kvenna landsliðið, uppákomuna á Seltjarnarnesi í leik Gróttu og Grindavíkur og meintan rasisma hjá þjálfara í 4.deildinni. Fréttir og slúður er svo að sjálfsögðu á sínum stað ásamt fleiru. Njótið dagsins. 

FantasyGandalf
#73 - Besti þáttur sumarsins, bónus leggöng og hvað segir fullnægingin um þig?

FantasyGandalf

Play Episode Listen Later Jul 12, 2023 85:55


Við fórum "after dark" þegar á leið. Borgarlína fékk að heyra það, andskotans óþefur á Seltjarnarnesi og í vesturbænum. Sala á áfengi gefin frjáls í Svíþjóð, next up Ísland. Leggöng eiga nú að heita bónusgöt til að móðga ekki trans

Mannlegi þátturinn
Elísabet Jökulsdóttir föstudags- og matarspjallsgestur

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Jun 30, 2023 52:01


Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Elísabet Kristín Jökulsdóttir skáld og rithöfundur. Hún hefur skrifað ljóð, smásögur, örsögur, skáldsögur og leikrit. Hún hefur unnið að auki margvísleg störf, til dæmis á veitingahúsi, verið ráðskona, háseti, afleysingakennari, blaðakona og fleira. Elísabet var svo auðvitað á meðal frambjóðenda í forsetakosningunum árið 2016. Elísabet hefur hlotið Íslensku bókmenntaverðlaunin, Fjöruverðlaunin og Menningarverðlaun DV og var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Við ferðuðumst með henni aftur í tímann á æskuslóðirnar á Seltjarnarnesi og Vesturbænum og fórum svo með henni á handahlaupum í gegnum lífið til dagsins í dag og Elísabet sagði okkur frá nýju leikrit í Þjóðleikhúsinu upp úr tveimur bókum hennar, Pöddusýningunni sem opnar í bókasafninu í Hveragerði í næstu viku og svo að lokum Elísabetarstíg. Elísabet sat áfram með okkur í matarspjallinu og talaði um uppáhaldsmatinn sinn og hvað henni þykir skemmtilegast að elda og hvort henni þyki skemmtilegt yfir höfuð að elda, sem hún vildi ekki segja okkur fyrirfram, heldur fengum við að vita það í beinni útsendingu. Tónlist í þættinum: It?s raining again / Supertramp (Rick Davies & Roger Hodgson) Hvítu mávar / Helena Eyjólfsdóttir (Walter Lange og Björn Bragi Magnússon) Can?t take my Eyes Off You / Barry Manilow (Bob Crewe & Bob Gaudio) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Mannlegi þátturinn
Elísabet Jökulsdóttir föstudags- og matarspjallsgestur

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Jun 30, 2023


Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Elísabet Kristín Jökulsdóttir skáld og rithöfundur. Hún hefur skrifað ljóð, smásögur, örsögur, skáldsögur og leikrit. Hún hefur unnið að auki margvísleg störf, til dæmis á veitingahúsi, verið ráðskona, háseti, afleysingakennari, blaðakona og fleira. Elísabet var svo auðvitað á meðal frambjóðenda í forsetakosningunum árið 2016. Elísabet hefur hlotið Íslensku bókmenntaverðlaunin, Fjöruverðlaunin og Menningarverðlaun DV og var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Við ferðuðumst með henni aftur í tímann á æskuslóðirnar á Seltjarnarnesi og Vesturbænum og fórum svo með henni á handahlaupum í gegnum lífið til dagsins í dag og Elísabet sagði okkur frá nýju leikrit í Þjóðleikhúsinu upp úr tveimur bókum hennar, Pöddusýningunni sem opnar í bókasafninu í Hveragerði í næstu viku og svo að lokum Elísabetarstíg. Elísabet sat áfram með okkur í matarspjallinu og talaði um uppáhaldsmatinn sinn og hvað henni þykir skemmtilegast að elda og hvort henni þyki skemmtilegt yfir höfuð að elda, sem hún vildi ekki segja okkur fyrirfram, heldur fengum við að vita það í beinni útsendingu. Tónlist í þættinum: It?s raining again / Supertramp (Rick Davies & Roger Hodgson) Hvítu mávar / Helena Eyjólfsdóttir (Walter Lange og Björn Bragi Magnússon) Can?t take my Eyes Off You / Barry Manilow (Bob Crewe & Bob Gaudio) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Pyngjan
Föstudagskaffið: "Take-a-bow" Jón Björnsson forstjóri Origo kíkir í kaffi

Pyngjan

Play Episode Listen Later Jun 2, 2023 85:52


Já þið lásuð rétt, kæru hlustendur! "Take-a-bow" Jón Björnsson mætti til okkar í sett! Í þættinum förum við yfir allt milli himins og jarðar um hans feril, allt frá barnæskunni á Seltjarnarnesi yfir í störf hans hjá Origo. Við gleymdum samt að ræða Tempo söluna sem eru mistök sem fara með okkur í gröfina. Góða hlustun!

Samfélagið
Verðmætir aldraðir, svansvottun og sandlóa, málfar og skötuselur

Samfélagið

Play Episode Listen Later May 26, 2023 55:00


Í gær var kynnt heildarendurskoðun og aðgerðaráætlun vegna þjónustu við eldra fólk undir yfirskriftinni Gott að eldast. Þá var líka sagt frá greiningu sem KPMG vann fyrir stjórnvöld þar sem kemur fram að eldra fólk leggur mikið til samfélagsins og að það er mikilvægt að stuðla að auknu heilbrigði þessa hóps. Það er líka efnahagslega ábatasamt. Þetta er verðmætur hópur. Endurskoðunin og aðgerðaáætlunin voru unninn í samstarf stjórnvalda, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Landssambands eldri borgara. Helgi Pétursson er formaður Landssambandsins. Við heimsækjum svo framkvæmdasvæði á Seltjarnarnesi þar sem verið er að reisa svansvottaðar byggingar - og forvitnumst um hvað í því felst með Sigrúnu Melax gæðastjóra Já Verks - og sjáum líka húsið sem starfsfólkið þarna er búið er að reisa yfir sandlóu og hreiður hennar, það er óheppilega staðsett á svæðinu miðju við vegaslóða stórvirkra vinnuvéla - en allt er reynt til að sambýlið gangi upp. Fallegt. Málfarsmínúta í umsjón Önnu Sigríðar Þráinsdóttur. Við fáum svo dýraspjall í lok þáttar, Magnús Thorlacius sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun kemur til okkar og segir okkur allt um sitt helsta hugðarefni, skötuselinn.

gott kpmg magn sigr sandl thorlacius seltjarnarnesi sambands landssambands hafranns
Samfélagið
Verðmætir aldraðir, svansvottun og sandlóa, málfar og skötuselur

Samfélagið

Play Episode Listen Later May 26, 2023


Í gær var kynnt heildarendurskoðun og aðgerðaráætlun vegna þjónustu við eldra fólk undir yfirskriftinni Gott að eldast. Þá var líka sagt frá greiningu sem KPMG vann fyrir stjórnvöld þar sem kemur fram að eldra fólk leggur mikið til samfélagsins og að það er mikilvægt að stuðla að auknu heilbrigði þessa hóps. Það er líka efnahagslega ábatasamt. Þetta er verðmætur hópur. Endurskoðunin og aðgerðaáætlunin voru unninn í samstarf stjórnvalda, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Landssambands eldri borgara. Helgi Pétursson er formaður Landssambandsins. Við heimsækjum svo framkvæmdasvæði á Seltjarnarnesi þar sem verið er að reisa svansvottaðar byggingar - og forvitnumst um hvað í því felst með Sigrúnu Melax gæðastjóra Já Verks - og sjáum líka húsið sem starfsfólkið þarna er búið er að reisa yfir sandlóu og hreiður hennar, það er óheppilega staðsett á svæðinu miðju við vegaslóða stórvirkra vinnuvéla - en allt er reynt til að sambýlið gangi upp. Fallegt. Málfarsmínúta í umsjón Önnu Sigríðar Þráinsdóttur. Við fáum svo dýraspjall í lok þáttar, Magnús Thorlacius sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun kemur til okkar og segir okkur allt um sitt helsta hugðarefni, skötuselinn.

gott kpmg magn sigr sandl thorlacius seltjarnarnesi sambands landssambands hafranns
Samfélagið
Uppbygging í Bolungarvík, ilmur af Vestfjörðum og Náttúruhús

Samfélagið

Play Episode Listen Later Jan 16, 2023


Við hittum Jón Pál Hreinsson bæjarstjóra í Bolungarvík, en þar á að rísa nýtt hverfi á næstunni. Við bönkum líka upp á í Kertahúsinu á Ísafirði, þar er Sædís Ólöf Þórsdóttir allt í öllu en hún og maðurinn hennar reka líka ferðaþjónustufyrirtækið Fantastic Fjords. Beinagrind af íslandssléttbaki sem veiddur var við Ísland árið 1891 verður aðalsýningagripur á nýrri sýningu Náttúruminjasafns Íslands sem verður opnuð í Náttúruhúsinu á Seltjarnarnesi. Geirfuglinn verður einnig hluti af sýningunni. Nú stendur yfir samkeppni um hönnun grunnsýningarinnar og hafa þrír þátttakendur verið valdir eftir forval sem haldið var á evrópska efnahagssvæðinu. Við heimsækjum Náttúruhúsið úti á Nesi.

nesi vestfj seltjarnarnesi hreinsson bolungarv
Samfélagið
Uppbygging í Bolungarvík, ilmur af Vestfjörðum og Náttúruhús

Samfélagið

Play Episode Listen Later Jan 16, 2023 55:00


Við hittum Jón Pál Hreinsson bæjarstjóra í Bolungarvík, en þar á að rísa nýtt hverfi á næstunni. Við bönkum líka upp á í Kertahúsinu á Ísafirði, þar er Sædís Ólöf Þórsdóttir allt í öllu en hún og maðurinn hennar reka líka ferðaþjónustufyrirtækið Fantastic Fjords. Beinagrind af íslandssléttbaki sem veiddur var við Ísland árið 1891 verður aðalsýningagripur á nýrri sýningu Náttúruminjasafns Íslands sem verður opnuð í Náttúruhúsinu á Seltjarnarnesi. Geirfuglinn verður einnig hluti af sýningunni. Nú stendur yfir samkeppni um hönnun grunnsýningarinnar og hafa þrír þátttakendur verið valdir eftir forval sem haldið var á evrópska efnahagssvæðinu. Við heimsækjum Náttúruhúsið úti á Nesi.

nesi vestfj seltjarnarnesi hreinsson bolungarv
Segðu mér
Bryndís Snæbjörnsdóttir prófessor og fagstjóri myndlistar í LHÍ

Segðu mér

Play Episode Listen Later Oct 20, 2022


Bryndis talar um grásleppu, lífið á Seltjarnarnesi þar sem amma hennar smurði handa henni Smalabita. Bryndis segir frá ísbirnum á villigötum , og því hvernig myndlist getur tengst vísindum, söfunum, háskólum, dægurmenningu og fjölmiðlum.

brynd seltjarnarnesi
Segðu mér
Bryndís Snæbjörnsdóttir prófessor og fagstjóri myndlistar í LHÍ

Segðu mér

Play Episode Listen Later Oct 20, 2022


Bryndis talar um grásleppu, lífið á Seltjarnarnesi þar sem amma hennar smurði handa henni Smalabita. Bryndis segir frá ísbirnum á villigötum , og því hvernig myndlist getur tengst vísindum, söfunum, háskólum, dægurmenningu og fjölmiðlum.

brynd seltjarnarnesi
Segðu mér
Bryndís Snæbjörnsdóttir prófessor og fagstjóri myndlistar í LHÍ

Segðu mér

Play Episode Listen Later Oct 20, 2022 40:00


Bryndis talar um grásleppu, lífið á Seltjarnarnesi þar sem amma hennar smurði handa henni Smalabita. Bryndis segir frá ísbirnum á villigötum , og því hvernig myndlist getur tengst vísindum, söfunum, háskólum, dægurmenningu og fjölmiðlum.

brynd seltjarnarnesi
Víðsjá
Svipmynd af Bergi Þórissyni, UNM á Íslandi og Fransesca Woodman

Víðsjá

Play Episode Listen Later Aug 17, 2022


Ung Nordisk Musik hátíðin fer fram á höfuðborgarsvæðinu í vikunni. UNM er samstarfsvettvangur og uppskeruhátíð tónsmiða frá nyrstu löndum Evrópu, sem í ár telur líka með Eistrasaltslöndin Eistland, Lettland og Litháen. Hátíðin hófst á mánudag og klárast á sunnudagsmorgun og á dagskrá hennar er fjöldinn allur af tónleikum, innsetningum, málþingum, sýningum og vettvangsferðum. Allt þetta og meira til, afsprengi vinnu ungu kynslóðarinnar meðal tónsmiða og kollega þeirra þvert á listgreinar. Við fengum þau Sóleyju Sigurjónsdóttur og Þorkel Nordal til að segja okkur nánar frá hátíðinni. Helga Rakel Rafnsdóttir flytur okkur pistil um bandarísku listakonuna og ljósmyndarann Fransescu Woodman, sem á sinni stuttu ævi skapaði einstök ljósmyndaverk með sterkum höfundareinkennum, þar sem líkami hennar sjálfrar var oftar en ekki í forgrunni. Bergur Þórisson er tónlistarmaður og tónlistarstjóri sem byrjaði snemma að blása í básúnu og fikta við tæki og tól í hljóðverum. Hann er annar tveggja meðlima í Hugum, hljómsveit sem hann stofnaði ásamt æskuvini sínum af Seltjarnarnesi. Hann hefur hlotið Bafta verðlaun og Grammy-tilnefningu, og hefur gert mikið af því að vinna tónlist í samstarfi við aðra. Síðastliðin sex ár hefur hann verið tónlistarstjóri Bjarkar. Bergur verður gestur okkar í nýjum dagskrárlið Víðsjár, Svipmyndinni, kemur með nokkur lög, segir okkur frá ferlinum og svarar auk þess nokkrum spurningum úr Proust spurningalistanum. Umsjónarmenn: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir

Víðsjá
Svipmynd af Bergi Þórissyni, UNM á Íslandi og Fransesca Woodman

Víðsjá

Play Episode Listen Later Aug 17, 2022 55:00


Ung Nordisk Musik hátíðin fer fram á höfuðborgarsvæðinu í vikunni. UNM er samstarfsvettvangur og uppskeruhátíð tónsmiða frá nyrstu löndum Evrópu, sem í ár telur líka með Eistrasaltslöndin Eistland, Lettland og Litháen. Hátíðin hófst á mánudag og klárast á sunnudagsmorgun og á dagskrá hennar er fjöldinn allur af tónleikum, innsetningum, málþingum, sýningum og vettvangsferðum. Allt þetta og meira til, afsprengi vinnu ungu kynslóðarinnar meðal tónsmiða og kollega þeirra þvert á listgreinar. Við fengum þau Sóleyju Sigurjónsdóttur og Þorkel Nordal til að segja okkur nánar frá hátíðinni. Helga Rakel Rafnsdóttir flytur okkur pistil um bandarísku listakonuna og ljósmyndarann Fransescu Woodman, sem á sinni stuttu ævi skapaði einstök ljósmyndaverk með sterkum höfundareinkennum, þar sem líkami hennar sjálfrar var oftar en ekki í forgrunni. Bergur Þórisson er tónlistarmaður og tónlistarstjóri sem byrjaði snemma að blása í básúnu og fikta við tæki og tól í hljóðverum. Hann er annar tveggja meðlima í Hugum, hljómsveit sem hann stofnaði ásamt æskuvini sínum af Seltjarnarnesi. Hann hefur hlotið Bafta verðlaun og Grammy-tilnefningu, og hefur gert mikið af því að vinna tónlist í samstarfi við aðra. Síðastliðin sex ár hefur hann verið tónlistarstjóri Bjarkar. Bergur verður gestur okkar í nýjum dagskrárlið Víðsjár, Svipmyndinni, kemur með nokkur lög, segir okkur frá ferlinum og svarar auk þess nokkrum spurningum úr Proust spurningalistanum. Umsjónarmenn: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir

Víðsjá
Svipmynd af Bergi Þórissyni, UNM á Íslandi og Fransesca Woodman

Víðsjá

Play Episode Listen Later Aug 17, 2022


Ung Nordisk Musik hátíðin fer fram á höfuðborgarsvæðinu í vikunni. UNM er samstarfsvettvangur og uppskeruhátíð tónsmiða frá nyrstu löndum Evrópu, sem í ár telur líka með Eistrasaltslöndin Eistland, Lettland og Litháen. Hátíðin hófst á mánudag og klárast á sunnudagsmorgun og á dagskrá hennar er fjöldinn allur af tónleikum, innsetningum, málþingum, sýningum og vettvangsferðum. Allt þetta og meira til, afsprengi vinnu ungu kynslóðarinnar meðal tónsmiða og kollega þeirra þvert á listgreinar. Við fengum þau Sóleyju Sigurjónsdóttur og Þorkel Nordal til að segja okkur nánar frá hátíðinni. Helga Rakel Rafnsdóttir flytur okkur pistil um bandarísku listakonuna og ljósmyndarann Fransescu Woodman, sem á sinni stuttu ævi skapaði einstök ljósmyndaverk með sterkum höfundareinkennum, þar sem líkami hennar sjálfrar var oftar en ekki í forgrunni. Bergur Þórisson er tónlistarmaður og tónlistarstjóri sem byrjaði snemma að blása í básúnu og fikta við tæki og tól í hljóðverum. Hann er annar tveggja meðlima í Hugum, hljómsveit sem hann stofnaði ásamt æskuvini sínum af Seltjarnarnesi. Hann hefur hlotið Bafta verðlaun og Grammy-tilnefningu, og hefur gert mikið af því að vinna tónlist í samstarfi við aðra. Síðastliðin sex ár hefur hann verið tónlistarstjóri Bjarkar. Bergur verður gestur okkar í nýjum dagskrárlið Víðsjár, Svipmyndinni, kemur með nokkur lög, segir okkur frá ferlinum og svarar auk þess nokkrum spurningum úr Proust spurningalistanum. Umsjónarmenn: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir

Sunnudagssögur
Örn Marínó Arnarson

Sunnudagssögur

Play Episode Listen Later Mar 6, 2022


Felix Bergsson ræddi við kvikmyndagerðarmanninn Örn Marínó Arnarson en mynd hans og Þorkels Harðarsonar, Allra síðasta veiðiferðin, var heimsfrumsýnd í Ídölum um helgina. Saman reka þeir félagar Markell kvikmyndafyrirtækið og hafa komið að fjölmörgum kvikmyndum frá árinu 2000. Örn Marínó ræddi kvikmyndagerðina, uppvaxtarárin á Seltjarnarnesi, námið á Ítalíu, kynni af ítalskri matargerð og ítölskum borgum og framtíðina.

saman allra markell arnarson seltjarnarnesi felix bergsson
Sunnudagssögur
Örn Marínó Arnarson

Sunnudagssögur

Play Episode Listen Later Mar 6, 2022


Felix Bergsson ræddi við kvikmyndagerðarmanninn Örn Marínó Arnarson en mynd hans og Þorkels Harðarsonar, Allra síðasta veiðiferðin, var heimsfrumsýnd í Ídölum um helgina. Saman reka þeir félagar Markell kvikmyndafyrirtækið og hafa komið að fjölmörgum kvikmyndum frá árinu 2000. Örn Marínó ræddi kvikmyndagerðina, uppvaxtarárin á Seltjarnarnesi, námið á Ítalíu, kynni af ítalskri matargerð og ítölskum borgum og framtíðina.

saman allra markell arnarson seltjarnarnesi felix bergsson
Sunnudagssögur
Örn Marínó Arnarson

Sunnudagssögur

Play Episode Listen Later Mar 6, 2022 75:00


Felix Bergsson ræddi við kvikmyndagerðarmanninn Örn Marínó Arnarson en mynd hans og Þorkels Harðarsonar, Allra síðasta veiðiferðin, var heimsfrumsýnd í Ídölum um helgina. Saman reka þeir félagar Markell kvikmyndafyrirtækið og hafa komið að fjölmörgum kvikmyndum frá árinu 2000. Örn Marínó ræddi kvikmyndagerðina, uppvaxtarárin á Seltjarnarnesi, námið á Ítalíu, kynni af ítalskri matargerð og ítölskum borgum og framtíðina.

saman allra markell arnarson seltjarnarnesi felix bergsson
Mannlegi þátturinn
Föstudags- og matarspjallsgesturinn Kristín Gunnlaugsdóttir

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Dec 3, 2021 50:00


Kristín Gunnlaugsdóttir myndlistarkona var föstudagsgesturinn okkar í dag. Eftir nám í Myndlista- og handíðaskólanum fór hún í nunnuklaustur í Róm þar sem hún dvaldi í sex mánuði '87?'88 og lærði þar m.a. um íkonalist, en hún hélt t.d. eina íkonasýningu árið 1994. Eftir dvölina í klaustrinu lá leiðin í Akademíu hinnar fögru lista í Flórens þar sem hún lagði meðal annars stund á grafík, ferskumálun og lagningu blaðgulls sem hún hefur mikið notað í verkum sínum. Kristín dvaldi á Ítalíu í átta ár. Upp úr bankahruninu 2008 fór Kristín að sauma úr afgangsull og athygli vöktu myndir hennar af píkum og hafa verk hennar bæði hangið uppi í kirkju og á dekkjaverkstæði. Kristín er alin upp á Akureyri, er sænsk í móðurættina og býr nú á Seltjarnarnesi. Kristín sat svo áfram með okkur í Matarspjallinu með Sigurlaugu Margréti. Þar ræddum við um matinn sem hún fékk í dvöl sinni í nunnuklaustrinu í Róm. Svo rifjuðu þær Sigurlaug upp lasagna sem Kristín eldar gjarnan, sem í grunninn kemur úr Knorrpakka og smákökur, til dæmis blúndubuxur, sem hún segir að sé nánast ómögulegt að borða snyrtilega. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

krist upp eftir svo akureyri akadem gunnlaugsd seltjarnarnesi sigurlaugu margr
Mannlegi þátturinn
Föstudags- og matarspjallsgesturinn Kristín Gunnlaugsdóttir

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Dec 3, 2021


Kristín Gunnlaugsdóttir myndlistarkona var föstudagsgesturinn okkar í dag. Eftir nám í Myndlista- og handíðaskólanum fór hún í nunnuklaustur í Róm þar sem hún dvaldi í sex mánuði '87?'88 og lærði þar m.a. um íkonalist, en hún hélt t.d. eina íkonasýningu árið 1994. Eftir dvölina í klaustrinu lá leiðin í Akademíu hinnar fögru lista í Flórens þar sem hún lagði meðal annars stund á grafík, ferskumálun og lagningu blaðgulls sem hún hefur mikið notað í verkum sínum. Kristín dvaldi á Ítalíu í átta ár. Upp úr bankahruninu 2008 fór Kristín að sauma úr afgangsull og athygli vöktu myndir hennar af píkum og hafa verk hennar bæði hangið uppi í kirkju og á dekkjaverkstæði. Kristín er alin upp á Akureyri, er sænsk í móðurættina og býr nú á Seltjarnarnesi. Kristín sat svo áfram með okkur í Matarspjallinu með Sigurlaugu Margréti. Þar ræddum við um matinn sem hún fékk í dvöl sinni í nunnuklaustrinu í Róm. Svo rifjuðu þær Sigurlaug upp lasagna sem Kristín eldar gjarnan, sem í grunninn kemur úr Knorrpakka og smákökur, til dæmis blúndubuxur, sem hún segir að sé nánast ómögulegt að borða snyrtilega. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

krist upp eftir svo akureyri akadem gunnlaugsd seltjarnarnesi sigurlaugu margr
Deiglan
Radíó Deiglan 2021_03-Meiri loftgæði

Deiglan

Play Episode Listen Later Feb 14, 2021 39:50


Einu mennirnir með viti fjalla áfram um raka og loftgæði. Borgar Þór býður upp á nýja þjónustu sem stendur eingöngu til boða á Seltjarnarnesi. Þeir rifja upp dagana þegar veik von um bólusetningu þjóðarinnar varð að algjörri fullvissu. Að lokum er farið ýmis áhugaverð atriði í tengslum við körfuboltadómgæslu, en Þórlindur átti fyrir höndum tvo leiki síðar um daginn.

meiri einu seltjarnarnesi
Samfélagið
Náttúruminjasafnið heimsótt. Tregða kínverja til samstarfs vegna Covid

Samfélagið

Play Episode Listen Later Dec 29, 2020 55:00


Hilmar Malmquist, forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands, Ester Rut Unnsteinsdóttir formaður Hins íslenska náttúrufræðiféla og Helena Óladóttir fræðslustjóri félagsins: Húsnæði á Seltjarnarnesi heimsótt, þar átti að vera Læknaminjasafn, áform sem duttu upp fyrir og hefur húsið staðið autt síðan 2007. Svo var ákveðið að færa Náttúruminjasafnið þangað. Hilmar, Ester og Helena segja frá húsinu, umhverfinu, safnakostinum, fræðunum og fræðslunni. Friðrik Páll Jónsson með erlendan pistil um tregðu kínverska stjórnvalda til samstarfs við alþjóðaheilbrigðismálastofnunina og vísindaheimin vegna kórónaveirunnar.

Samfélagið
Náttúruminjasafnið heimsótt. Tregða kínverja til samstarfs vegna Covid

Samfélagið

Play Episode Listen Later Dec 29, 2020


Hilmar Malmquist, forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands, Ester Rut Unnsteinsdóttir formaður Hins íslenska náttúrufræðiféla og Helena Óladóttir fræðslustjóri félagsins: Húsnæði á Seltjarnarnesi heimsótt, þar átti að vera Læknaminjasafn, áform sem duttu upp fyrir og hefur húsið staðið autt síðan 2007. Svo var ákveðið að færa Náttúruminjasafnið þangað. Hilmar, Ester og Helena segja frá húsinu, umhverfinu, safnakostinum, fræðunum og fræðslunni. Friðrik Páll Jónsson með erlendan pistil um tregðu kínverska stjórnvalda til samstarfs við alþjóðaheilbrigðismálastofnunina og vísindaheimin vegna kórónaveirunnar.

Hvar erum við núna?
Höfuðborgarsvæðið

Hvar erum við núna?

Play Episode Listen Later Jun 18, 2020


Í þessum þætti ferðumst við um höfuðborgarsvæðið en þar sameinast sveitafélögin Mosfellsbær, Reykjavík, Seltjarnarnes, Kópavogur, Garðabær og Hafnarfjörður í eitt stórt svæði þar sem meirihluti þjóðarinnar býr. Þjóðsaga þáttarins gerist í Reykjavíkurtjörn en þar er sagt að gamlar kerlingar hafi rifist svo mikið að þær breyttu öllum fallega silungnum í tjörninni í......(ööhh..við segjum ekki svarið hér. Hlustið bara á söguna!). Sérfræðingar þáttarins koma víða af höfuðborgarsvæðinu en það eru þau Ómar Smári úr Grafarvogi, Anna Elísabet frá Seltjarnarnesi, Gunnar Karl frá Álftanesi og Valgerður Kristín frá Hafnarfirði. Hlustið vel á þáttinn ef þið viljið vinna spurningakeppnina í lokin!

Hvar erum við núna?
Höfuðborgarsvæðið

Hvar erum við núna?

Play Episode Listen Later Jun 18, 2020


Í þessum þætti ferðumst við um höfuðborgarsvæðið en þar sameinast sveitafélögin Mosfellsbær, Reykjavík, Seltjarnarnes, Kópavogur, Garðabær og Hafnarfjörður í eitt stórt svæði þar sem meirihluti þjóðarinnar býr. Þjóðsaga þáttarins gerist í Reykjavíkurtjörn en þar er sagt að gamlar kerlingar hafi rifist svo mikið að þær breyttu öllum fallega silungnum í tjörninni í......(ööhh..við segjum ekki svarið hér. Hlustið bara á söguna!). Sérfræðingar þáttarins koma víða af höfuðborgarsvæðinu en það eru þau Ómar Smári úr Grafarvogi, Anna Elísabet frá Seltjarnarnesi, Gunnar Karl frá Álftanesi og Valgerður Kristín frá Hafnarfirði. Hlustið vel á þáttinn ef þið viljið vinna spurningakeppnina í lokin!

Spegillinn
Verkfall Eflingar á morgun

Spegillinn

Play Episode Listen Later May 4, 2020 30:00


Verkfall Eflingar hefst í fjórum sveitarfélögum á morgun, samkvæmt upplýsingum framkvæmdastjóra Eflingar. Loka þarf þremur leikskólum og fjórum grunnskólum. Þá verður röskun á þessari starfsemi í þeim sveitarfélögum sem verkfall tekur til, í Kópavogi, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ og Ölfusi. Árangurslaus sáttafundur var haldinn í dag. Tæplega sjötíu prósent fleiri kvartanir hafa borist til Neytendasamtakanna nú en á sama tíma í fyrra. Formaður samtakanna segir að svo virðist sem ráðist sé að rétti neytenda úr öllum áttum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir tveggja metra regluna gilda að minnsta kosti til áramóta með nokkrum undantekningum Stefnt er að því að opna sundlaugar fyrir almenning, með ákveðnum takmörkunum, þann 18. maí. Trampólín eru víðast hvar uppseld og garðhúsgögn hafa aldrei selst jafn vel. Rekstrarstjóri Húsasmiðjunnar segir að sala á sumarvörum síðustu vikur sé sú langmesta sem hann man eftir. Flugfélagið Norwegian mun næsta árið eða fram að páskum reka aðeins 7 flugvélar og fjöldi starfsmanna verður 200. Arnar Páll Hauksson talar við Gísla Kristjánsson um endurskipulagningu flugfélagsins. Vegfarendur í miðbæ Reykjavíkur drukku kaffi á kaffihúsum eða snæddu á veitingastöðum. Tónlist barst frá opnum verslunum. Starfsmenn borgarinnar hirtu sorp. Hárskerar tóku á móti kúnnum eftir langt hlé, söfn borgarinnar opnuðu dyr sínar á ný og víða voru iðnaðarmenn að störfum. Arnhildur Hálfdánardóttir fór í miðbæinn sem var að vaka til lífsins eftir að slakað var á ýmsum COVID kröfum. Hún ræddi við Hrafnhildi Egilsdóttur, Guðbrand Benediktsson, Önnu Kristínu Magnúsdóttur og Murat Özkan veitingamann. Ágreiningur er á milli samninganefndar ríkisins og Félags íslenskra náttúrufræðinga um hvort nýgerður kjarasamningur hafi verið samþykktur eða felldur. Samninganefndin lítur svo á að samningurinn hafa verið felldur. Ekki er ólíklegt að málið fari fyrir félagsdóm. Arnar Páll Hauksson talar við Maríönnu Helgadóttur.

Spegillinn
Verkfall Eflingar á morgun

Spegillinn

Play Episode Listen Later May 4, 2020


Verkfall Eflingar hefst í fjórum sveitarfélögum á morgun, samkvæmt upplýsingum framkvæmdastjóra Eflingar. Loka þarf þremur leikskólum og fjórum grunnskólum. Þá verður röskun á þessari starfsemi í þeim sveitarfélögum sem verkfall tekur til, í Kópavogi, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ og Ölfusi. Árangurslaus sáttafundur var haldinn í dag. Tæplega sjötíu prósent fleiri kvartanir hafa borist til Neytendasamtakanna nú en á sama tíma í fyrra. Formaður samtakanna segir að svo virðist sem ráðist sé að rétti neytenda úr öllum áttum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir tveggja metra regluna gilda að minnsta kosti til áramóta með nokkrum undantekningum Stefnt er að því að opna sundlaugar fyrir almenning, með ákveðnum takmörkunum, þann 18. maí. Trampólín eru víðast hvar uppseld og garðhúsgögn hafa aldrei selst jafn vel. Rekstrarstjóri Húsasmiðjunnar segir að sala á sumarvörum síðustu vikur sé sú langmesta sem hann man eftir. Flugfélagið Norwegian mun næsta árið eða fram að páskum reka aðeins 7 flugvélar og fjöldi starfsmanna verður 200. Arnar Páll Hauksson talar við Gísla Kristjánsson um endurskipulagningu flugfélagsins. Vegfarendur í miðbæ Reykjavíkur drukku kaffi á kaffihúsum eða snæddu á veitingastöðum. Tónlist barst frá opnum verslunum. Starfsmenn borgarinnar hirtu sorp. Hárskerar tóku á móti kúnnum eftir langt hlé, söfn borgarinnar opnuðu dyr sínar á ný og víða voru iðnaðarmenn að störfum. Arnhildur Hálfdánardóttir fór í miðbæinn sem var að vaka til lífsins eftir að slakað var á ýmsum COVID kröfum. Hún ræddi við Hrafnhildi Egilsdóttur, Guðbrand Benediktsson, Önnu Kristínu Magnúsdóttur og Murat Özkan veitingamann. Ágreiningur er á milli samninganefndar ríkisins og Félags íslenskra náttúrufræðinga um hvort nýgerður kjarasamningur hafi verið samþykktur eða felldur. Samninganefndin lítur svo á að samningurinn hafa verið felldur. Ekki er ólíklegt að málið fari fyrir félagsdóm. Arnar Páll Hauksson talar við Maríönnu Helgadóttur.

Spegillinn
Spegillinn 21. april 2020

Spegillinn

Play Episode Listen Later Apr 21, 2020 30:00


Spegillinn 21.apríl 2020 Umsjón: Arnar Páll Hauksson og Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Mark Eldred Átta til tíu þúsund lítil og meðalstór fyrirtæki geta fengið allt að 6 milljóna króna lán á lágum vöxtum, lítil fyrirtæki, sem gert var að loka í sóttvarnaraðgerðum, fá að allt tveggja komma fjögurra milljóna króna styrk og hugað verður að geðheilbrigði, tómstundum og íþróttum barna og verndun viðkvæmra hópa í aðgerðum ríkisstjórnarinnar sem kynntar voru í dag. Um 60 milljarðar króna fara í aðgerðirnar. Heilbrigðisstarfsmenn sem starfa í framlínunni vegna COVID-19 fá sérstaka umbun. Hún gæti í heild numið einum milljarði og náð til á þriðja þúsund starfsmanna. Efling hefur ákveðið að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall sem á að hefjast 5. maí. Það næði meðal annars til félagsmann sem starfa hjá sveitarfélögunum Kópavogi, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi. Kórónuveirutilfellum fjölgar svo hratt í Mexíkó að viðbúnaðarstig hefur verið hækkað. Forseti landsins er sakaður um að hafa brugðist seint og illa við farsóttinni. Lögreglan hefur til rannsóknar þrjú meint brot á samkomubanni. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns, á upplýsingafundi almannavarna í dag. Lengri umfjöllun: Leitað eftir viðbrögðum vegna aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar sem kynntur var í dag. Í beinni útsendingu var rætt við Jóhannes Þór Skúlason. famkvæmdastjóra Samtaka Ferðaþjónustunnnar, Drífu Snædal forseta Alþýðusambands Íslands, Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og Katrínu Ólafsdóttir hagfræðingur og lektor við Háskólann í Reykjavík.

Spegillinn
Spegillinn 21. april 2020

Spegillinn

Play Episode Listen Later Apr 21, 2020


Spegillinn 21.apríl 2020 Umsjón: Arnar Páll Hauksson og Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Mark Eldred Átta til tíu þúsund lítil og meðalstór fyrirtæki geta fengið allt að 6 milljóna króna lán á lágum vöxtum, lítil fyrirtæki, sem gert var að loka í sóttvarnaraðgerðum, fá að allt tveggja komma fjögurra milljóna króna styrk og hugað verður að geðheilbrigði, tómstundum og íþróttum barna og verndun viðkvæmra hópa í aðgerðum ríkisstjórnarinnar sem kynntar voru í dag. Um 60 milljarðar króna fara í aðgerðirnar. Heilbrigðisstarfsmenn sem starfa í framlínunni vegna COVID-19 fá sérstaka umbun. Hún gæti í heild numið einum milljarði og náð til á þriðja þúsund starfsmanna. Efling hefur ákveðið að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall sem á að hefjast 5. maí. Það næði meðal annars til félagsmann sem starfa hjá sveitarfélögunum Kópavogi, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi. Kórónuveirutilfellum fjölgar svo hratt í Mexíkó að viðbúnaðarstig hefur verið hækkað. Forseti landsins er sakaður um að hafa brugðist seint og illa við farsóttinni. Lögreglan hefur til rannsóknar þrjú meint brot á samkomubanni. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns, á upplýsingafundi almannavarna í dag. Lengri umfjöllun: Leitað eftir viðbrögðum vegna aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar sem kynntur var í dag. Í beinni útsendingu var rætt við Jóhannes Þór Skúlason. famkvæmdastjóra Samtaka Ferðaþjónustunnnar, Drífu Snædal forseta Alþýðusambands Íslands, Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og Katrínu Ólafsdóttir hagfræðingur og lektor við Háskólann í Reykjavík.

Samfélagið
Fuglar.Borgaraþjónustan. Niger

Samfélagið

Play Episode Listen Later Apr 8, 2020 55:00


Kristinn Haukur Skarphéðinsson vistfræðingur: Fuglalífið við Bakkatjörn á Seltjarnarnesi. Þurý BjörkBjörgvinsdóttir, sendiráði Íslands í London, María Mjöll Jónsdóttir,utanríkisráðuneyti og Guðbjörg Lára Másdóttir: Það hefur verið í nógu að snúast hjá Borgaraþjónnustu utanríkisráðuneytisins við að aðstoða Íslendinga erlendis að komast heim. Geir Konráð Theódórsson: Pistill Geirs frá Niger um samveru og fjarveru.

mj gu niger seltjarnarnesi
Samfélagið
Fuglar.Borgaraþjónustan. Niger

Samfélagið

Play Episode Listen Later Apr 8, 2020


Kristinn Haukur Skarphéðinsson vistfræðingur: Fuglalífið við Bakkatjörn á Seltjarnarnesi. Þurý BjörkBjörgvinsdóttir, sendiráði Íslands í London, María Mjöll Jónsdóttir,utanríkisráðuneyti og Guðbjörg Lára Másdóttir: Það hefur verið í nógu að snúast hjá Borgaraþjónnustu utanríkisráðuneytisins við að aðstoða Íslendinga erlendis að komast heim. Geir Konráð Theódórsson: Pistill Geirs frá Niger um samveru og fjarveru.

mj gu niger seltjarnarnesi
Samfélagið
Fuglar.Borgaraþjónustan. Niger

Samfélagið

Play Episode Listen Later Apr 8, 2020


Kristinn Haukur Skarphéðinsson vistfræðingur: Fuglalífið við Bakkatjörn á Seltjarnarnesi. Þurý BjörkBjörgvinsdóttir, sendiráði Íslands í London, María Mjöll Jónsdóttir,utanríkisráðuneyti og Guðbjörg Lára Másdóttir: Það hefur verið í nógu að snúast hjá Borgaraþjónnustu utanríkisráðuneytisins við að aðstoða Íslendinga erlendis að komast heim. Geir Konráð Theódórsson: Pistill Geirs frá Niger um samveru og fjarveru.

mj gu niger seltjarnarnesi
Flakk
22022020 - Flakk - Flakk um Arkitektúr - líkama og skynjun - síðari þá

Flakk

Play Episode Listen Later Feb 22, 2020


málþing sem bar yfirskriftina Arkitektúr - Líkami og skynjun og var haldið í Veröld hús Vigdísar þann 6. febrúar. Þar var sagt frá nýjum áherslum í arkitektúr við hönnun og byggingar heilbrigðisstofnana. Við höldum áfram í dag, og heimsækjum Hjúkrunarheimilið Seltjörn sem er nýopnað, sjúkrahótelið við Landspítalann og heyrum af einbýlishúsi, sem er sérstaklega hannað fyrir fjölskyldu sem á dreng á einhverfurófinu. Hvernig getur bygging haft hvetjandi áhrif, spurningin er hvernig getur arkitektúr stutt við meðferðir, haft áhrif á velferð einstaklinga og styrkt klíníska ferla heilbrigðisstarfsfólks. Rætt er við Halldóru Arnardóttur listfræðing sem starfar með eiginmanni sínum Javier Sánches Merina arkitekt, þau búa í Murcia á Spáni. Halldóra segir frá einstöku húsi sem styður við ungan einhverfan dreng. Þá er litið í heimsókn á nýja Sjúkrahótelið við Landspítalann, en arkitektarnir Jóhannes Þórðarson hjá Glámu Kím og Sólveig Berg Emilsdóttir eru aðalhönnuðir byggingarinnar, sem bætir verulega aðstöðu sjúklinga af landsbyggðinni og þeirra sem ekki njóta aðstoðar á heimili sínu. Að lokum er litið í heimsókn á hjúkrunurheimilið Seltjörn á Seltjarnarnesi í fylgd arkiteksins Björns Guðbrandssonar, hann segir frá áherslum í byggingu hússins, sem reynt er að gera sem heimilislegast með litlum einingum.

Flakk
22022020 - Flakk - Flakk um Arkitektúr - líkama og skynjun - síðari þá

Flakk

Play Episode Listen Later Feb 22, 2020


málþing sem bar yfirskriftina Arkitektúr - Líkami og skynjun og var haldið í Veröld hús Vigdísar þann 6. febrúar. Þar var sagt frá nýjum áherslum í arkitektúr við hönnun og byggingar heilbrigðisstofnana. Við höldum áfram í dag, og heimsækjum Hjúkrunarheimilið Seltjörn sem er nýopnað, sjúkrahótelið við Landspítalann og heyrum af einbýlishúsi, sem er sérstaklega hannað fyrir fjölskyldu sem á dreng á einhverfurófinu. Hvernig getur bygging haft hvetjandi áhrif, spurningin er hvernig getur arkitektúr stutt við meðferðir, haft áhrif á velferð einstaklinga og styrkt klíníska ferla heilbrigðisstarfsfólks. Rætt er við Halldóru Arnardóttur listfræðing sem starfar með eiginmanni sínum Javier Sánches Merina arkitekt, þau búa í Murcia á Spáni. Halldóra segir frá einstöku húsi sem styður við ungan einhverfan dreng. Þá er litið í heimsókn á nýja Sjúkrahótelið við Landspítalann, en arkitektarnir Jóhannes Þórðarson hjá Glámu Kím og Sólveig Berg Emilsdóttir eru aðalhönnuðir byggingarinnar, sem bætir verulega aðstöðu sjúklinga af landsbyggðinni og þeirra sem ekki njóta aðstoðar á heimili sínu. Að lokum er litið í heimsókn á hjúkrunurheimilið Seltjörn á Seltjarnarnesi í fylgd arkiteksins Björns Guðbrandssonar, hann segir frá áherslum í byggingu hússins, sem reynt er að gera sem heimilislegast með litlum einingum.

Flakk
22022020 - Flakk - Flakk um Arkitektúr - líkama og skynjun - síðari þá

Flakk

Play Episode Listen Later Feb 22, 2020


málþing sem bar yfirskriftina Arkitektúr - Líkami og skynjun og var haldið í Veröld hús Vigdísar þann 6. febrúar. Þar var sagt frá nýjum áherslum í arkitektúr við hönnun og byggingar heilbrigðisstofnana. Við höldum áfram í dag, og heimsækjum Hjúkrunarheimilið Seltjörn sem er nýopnað, sjúkrahótelið við Landspítalann og heyrum af einbýlishúsi, sem er sérstaklega hannað fyrir fjölskyldu sem á dreng á einhverfurófinu. Hvernig getur bygging haft hvetjandi áhrif, spurningin er hvernig getur arkitektúr stutt við meðferðir, haft áhrif á velferð einstaklinga og styrkt klíníska ferla heilbrigðisstarfsfólks. Rætt er við Halldóru Arnardóttur listfræðing sem starfar með eiginmanni sínum Javier Sánches Merina arkitekt, þau búa í Murcia á Spáni. Halldóra segir frá einstöku húsi sem styður við ungan einhverfan dreng. Þá er litið í heimsókn á nýja Sjúkrahótelið við Landspítalann, en arkitektarnir Jóhannes Þórðarson hjá Glámu Kím og Sólveig Berg Emilsdóttir eru aðalhönnuðir byggingarinnar, sem bætir verulega aðstöðu sjúklinga af landsbyggðinni og þeirra sem ekki njóta aðstoðar á heimili sínu. Að lokum er litið í heimsókn á hjúkrunurheimilið Seltjörn á Seltjarnarnesi í fylgd arkiteksins Björns Guðbrandssonar, hann segir frá áherslum í byggingu hússins, sem reynt er að gera sem heimilislegast með litlum einingum.

Flakk
22022020 - Flakk - Flakk um Arkitektúr - líkama og skynjun - síðari þá

Flakk

Play Episode Listen Later Feb 22, 2020


málþing sem bar yfirskriftina Arkitektúr - Líkami og skynjun og var haldið í Veröld hús Vigdísar þann 6. febrúar. Þar var sagt frá nýjum áherslum í arkitektúr við hönnun og byggingar heilbrigðisstofnana. Við höldum áfram í dag, og heimsækjum Hjúkrunarheimilið Seltjörn sem er nýopnað, sjúkrahótelið við Landspítalann og heyrum af einbýlishúsi, sem er sérstaklega hannað fyrir fjölskyldu sem á dreng á einhverfurófinu. Hvernig getur bygging haft hvetjandi áhrif, spurningin er hvernig getur arkitektúr stutt við meðferðir, haft áhrif á velferð einstaklinga og styrkt klíníska ferla heilbrigðisstarfsfólks. Rætt er við Halldóru Arnardóttur listfræðing sem starfar með eiginmanni sínum Javier Sánches Merina arkitekt, þau búa í Murcia á Spáni. Halldóra segir frá einstöku húsi sem styður við ungan einhverfan dreng. Þá er litið í heimsókn á nýja Sjúkrahótelið við Landspítalann, en arkitektarnir Jóhannes Þórðarson hjá Glámu Kím og Sólveig Berg Emilsdóttir eru aðalhönnuðir byggingarinnar, sem bætir verulega aðstöðu sjúklinga af landsbyggðinni og þeirra sem ekki njóta aðstoðar á heimili sínu. Að lokum er litið í heimsókn á hjúkrunurheimilið Seltjörn á Seltjarnarnesi í fylgd arkiteksins Björns Guðbrandssonar, hann segir frá áherslum í byggingu hússins, sem reynt er að gera sem heimilislegast með litlum einingum.

Sunnudagssögur
Ólafur Haukur Ólafsson í Draumasetri og Þóra Jóhanna Jónasdóttir dýral

Sunnudagssögur

Play Episode Listen Later Jan 5, 2020 135:00


Ólafur Haukur Ólafsson framkvæmdastjóri Draumasetursins sagði frá uppvexti sínum á Seltjarnarnesi, námi í matreiðslu, störum á hinum ýmsu veitingastöðum bæði hérlendis og í Svíþjóð. Hann sagði frá glímunni við Bakkus, fjölskyldunni og starfi sínu í Draumasmiðjunni sem hann lítur á sem mikið ævintýri. Þóra Jóhanna Jónasdóttir dýralæknir og björgunarsveitarkona sagði frá lífi sínu og starfi, ævintýrum þegar hún starfaði sem dýralæknir á Vestfjörðum en þar glímdi hún oft við mikið fannfergi, hálku og annað tengt vondu veðri. Hún ræddi björgunarsveitarstörfin, fjölskylduna og hundana og hestana og ýmislegt fleira.

Sunnudagssögur
Ólafur Haukur Ólafsson í Draumasetri og Þóra Jóhanna Jónasdóttir dýral

Sunnudagssögur

Play Episode Listen Later Jan 5, 2020


Ólafur Haukur Ólafsson framkvæmdastjóri Draumasetursins sagði frá uppvexti sínum á Seltjarnarnesi, námi í matreiðslu, störum á hinum ýmsu veitingastöðum bæði hérlendis og í Svíþjóð. Hann sagði frá glímunni við Bakkus, fjölskyldunni og starfi sínu í Draumasmiðjunni sem hann lítur á sem mikið ævintýri. Þóra Jóhanna Jónasdóttir dýralæknir og björgunarsveitarkona sagði frá lífi sínu og starfi, ævintýrum þegar hún starfaði sem dýralæknir á Vestfjörðum en þar glímdi hún oft við mikið fannfergi, hálku og annað tengt vondu veðri. Hún ræddi björgunarsveitarstörfin, fjölskylduna og hundana og hestana og ýmislegt fleira.

Sunnudagssögur
Ólafur Haukur Ólafsson í Draumasetri og Þóra Jóhanna Jónasdóttir dýral

Sunnudagssögur

Play Episode Listen Later Jan 5, 2020


Ólafur Haukur Ólafsson framkvæmdastjóri Draumasetursins sagði frá uppvexti sínum á Seltjarnarnesi, námi í matreiðslu, störum á hinum ýmsu veitingastöðum bæði hérlendis og í Svíþjóð. Hann sagði frá glímunni við Bakkus, fjölskyldunni og starfi sínu í Draumasmiðjunni sem hann lítur á sem mikið ævintýri. Þóra Jóhanna Jónasdóttir dýralæknir og björgunarsveitarkona sagði frá lífi sínu og starfi, ævintýrum þegar hún starfaði sem dýralæknir á Vestfjörðum en þar glímdi hún oft við mikið fannfergi, hálku og annað tengt vondu veðri. Hún ræddi björgunarsveitarstörfin, fjölskylduna og hundana og hestana og ýmislegt fleira.

Tala saman
Miðvikudagur 16.10.2019

Tala saman

Play Episode Listen Later Oct 16, 2019 119:12


1. Tommi á Búllunni. Tommi, stofnandi Tommaborgara, Hamborgarabúllu Tómasar og fleiri staða sem sett hafa mark sitt á íslenskan veitingaiðnað og skemmtanalíf, var viðmælandi Jóa og Lóu. Þau spyrja hann út í ræktina, dansinn og veitingabransann. 2. Húsið hans Skúla á Seltjarnarnesi er til sölu en þar leynast alls konar fyndnir hlutir, eins og skrifborðsstóll sem er það óþægilegur að það er með engu móti hægt að bjarga flugfélagi í honum. 3. Birna María fór á vettvang í Hörpu og sjá hvað var að frétta í vegan heilsumálum á ráðstefnu. Hún komst að því að það er myth að vegan fólki vanti prótein. 4. Ísak Hinriksson var í Tala saman að leysa vandamál hlustenda þáttarins. Glöggt er gests augað. Vandamálin eru tvö að þessu sinni: Vinkonumál og rifrildi á netinu. Algeng vandamál sem margir glíma við.

tala van dam seltjarnarnesi hinriksson
Víðsjá
Nóbelsverðlaun, Snæbjörn, geisladiskar og Um tímann og vatnið

Víðsjá

Play Episode Listen Later Oct 10, 2019 52:59


Í Víðsjá í dag verður meðal annars sagt frá væntanlegum Nóbelsverðlaunahöfum í bókmenntum en tilkynnt var í Stokkhólmi í morgun að verðlaunin hlytu að þessu sinni pólski rithöfundurinn Olga Tokarczuk og austuríski rithöfundurinn Peter Handke. Gauti Kristmannsson bókmenntagagnrýnandi fjallar í dag um nýja bók Andra Snæs Magnasonar, Um tímann og vatnið. Rætt verður við Snæbjörn Arngrímsson, fyrrverandi bókaútgefanda, sem í morgun tók við Íslensku barnabókaverðlaununum í bókasafni Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi. Og Berglind María Tómasdóttir tónlistarmaður og dósent við Listaháskóla Íslands flytur fyrsta pistil af þremur þar sem hún fer í gegnum geisladiskasafnið sitt, og grisjar. Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson,

Vikulokin
Dóra, Grímur, Magnús og Vigdís

Vikulokin

Play Episode Listen Later Jun 22, 2019 55:00


Gestir Vikulokanna voru Dóra Björk Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, Magnús Örn Guðmundsson, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi, og Grímur Atlason, verkefna- og viðburðastjóri. Rætt var um frestun þriðja orkupakkans fram í ágúst, samþykkt laga um kynrænt sjálfræði og frumvarp um mannanafnalög sem var fellt, undirbúning að fjármögnun borgarlínu og ásakanir skrifstofustjóra á skrifstofu borgarstjóri á hendur Vigdísar Hauksdóttur um einelti. Umsjón: Bergsteinn Sigurðsson Tæknimaður: Davíð Berndsen

bj gu magn umsj vigd hauksd atlason seltjarnarnesi dav berndsen
Vikulokin
Dóra, Grímur, Magnús og Vigdís

Vikulokin

Play Episode Listen Later Jun 22, 2019


Gestir Vikulokanna voru Dóra Björk Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, Magnús Örn Guðmundsson, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi, og Grímur Atlason, verkefna- og viðburðastjóri. Rætt var um frestun þriðja orkupakkans fram í ágúst, samþykkt laga um kynrænt sjálfræði og frumvarp um mannanafnalög sem var fellt, undirbúning að fjármögnun borgarlínu og ásakanir skrifstofustjóra á skrifstofu borgarstjóri á hendur Vigdísar Hauksdóttur um einelti. Umsjón: Bergsteinn Sigurðsson Tæknimaður: Davíð Berndsen

bj gu magn umsj vigd hauksd atlason seltjarnarnesi dav berndsen
Morgunútvarpið
Fornleifar, fjölmiðlar, umferð, ófrjósemi og Boris Johnson

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Jun 20, 2019 130:00


Börn í Rangárþingi hafa fengið tækifæri til að kynna sér fornleifar í Odda í svokölluðum Fornleifaskóla barnanna. Verkefnið er að festa sig í sessi og við heyrðum í Kristborgu Þórsdóttur sem veit allt um málið og sagði okkur frá ævintýrum ungra fornleifafræðinga sem og öðrum rannsóknum í Odda. Við heyrðum í Jakobi Bjarnari Grétarssyni, blaðamanni á Vísi, sem er ákaflega óhress út í fjölmiðlanefnd sem komst að þeirri niðurstöðu nýverið að frétt sem hann skrifaði bryti í bága við fjölmiðlalög. Fréttin er um mann sem fær það óþvegið í umræðum á Facebook hóp, meðal annars sagður táldraga fórnarlömb sín með lygum og fagurgala, og fjölmiðlanefnd þótti Jakob hafa birt viðkvæmar persónugreinanlegar persónuupplýsingar um manninn. Það stefnir í áhugaverða deilu á milli Seltjarnarnesbæjar og Reykjavíkur um umferðarljós. Forseti bæjarstjórnar Seltjarnarness, Magnús Örn Guðmundsson, segir sum ljós í borginni stillt þannig að þau tefji umferð Seltirninga og annara á leið heim úr vinnu. Magnús var á línunni hjá okkur en hann í líka eini bæjarfulltrúinn á Seltjarnarnesi sem greiddi atkvæði gegn borgarlínu á dögunum. Við ræddum við Snorra Einarsson yfirlækni hjá Livio Reykjavík um stöðu ófrjósemislækninga á Íslandi og forvitnilega grein sem birtist á dögunum í New York Times, þar sem fjallað var um vöntun á löggjöf og eftirliti vegna kynfrumugjafa. Útlit er fyrir að Boris Johnson verði næsti formaður breska Íhaldsflokksins en hann hefur þó fengið samkeppni úr óvæntri átt. Ólafur Harðarson prófessor í stjórnmálafræði kom til okkar og spáði í spilin. Tónlist: Helgi Björnsson - Kókos og engifer. R.E.M. - Leaving New York. Passenger - Hell or high water. Sváfnir Sig. - Fólk breytist. Vilhjálmur Vilhjálmsson - Einbúinn. Toto - Rosanna. The Black Crows - Hard to handle. Maroon 5 og Christina Aguilera - Moves like Jagger.

Hismið hlaðvarp
Hismið - Er Þórólfur Gíslason umhverfisvænasti Íslendingurinn?

Hismið hlaðvarp

Play Episode Listen Later May 2, 2019 53:05


Í Hismi dagsins er farið yfir hvernig annar hver maður er að reyna að stofna alþjóðlegt flugfélag, flugviskubitið og hvað sé hægt að gera við því og hvort Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri sé umhverfisvænasti Íslendingurinn. Rætt er um hvað nýr kælir í vínbúðinni á Seltjarnarnesi muni gera fyrir menningarstofnunina sem Eiðistorgið er. Þá gera umsjónarmenn þáttarins upp páskahelgina á Sigló og tónleika Stebba og Eyfa sem sameinuðu fólk úr öllum þjóðfélagshópum. Þá er upplýst um samstarf Hismisins og Fréttablaðsins, sem mun taka að sér að dreifa þættinum á vef sínum.

ei nasti sigl seltjarnarnesi
Vikulokin
Bjarkey, Gunnar, Oddný og Karl Pétur

Vikulokin

Play Episode Listen Later Mar 9, 2019 55:00


Gestir þáttarins voru Bjarkey Olsen, þinglokksformaður Vinstri grænna, Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, og Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Viðreisnar á Seltjarnarnesi.

gar gestir samfylkingarinnar oddn vinstri seltjarnarnesi gunnar einarsson
Vikulokin
Bjarkey, Gunnar, Oddný og Karl Pétur

Vikulokin

Play Episode Listen Later Mar 9, 2019


Gestir þáttarins voru Bjarkey Olsen, þinglokksformaður Vinstri grænna, Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, og Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Viðreisnar á Seltjarnarnesi.

gar gestir samfylkingarinnar oddn vinstri seltjarnarnesi gunnar einarsson
Spegillinn
Spegillinn 10. janúr 2019

Spegillinn

Play Episode Listen Later Jan 10, 2019 30:00


Borgarfulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins vilja að skýrslu um braggamálið verði vísað til héraðssaksóknara. Lögð verður fram tillaga frá þeim á næsta borgarstjórnarfundi. Félagið Vígdísarholt tekur að sér rekstur nýja hjúkrunarheimilisins á Seltjarnarnesi. Viljayfirlýsing um það var undirrituð í dag. Gert er ráð fyrir að tekið verði á móti fyrstu heimilismönnum í byrjun apríl. Nicolas Maduro sór í dag embættiseið sem forseti Venesúela til næstu sex ára. Bandaríkjastjórn ætlar ekki að viðurkenna hann sem leiðtoga þjóðarinnar. Starfshópur um kjör aldraðra leggur til að heimilt verði að veita viðbótarstuðning þeim einstaklingum sem ekki hafa búið nægilega lengi á Íslandi til að hafa öðlast full réttindi til ellilífeyris. Dæmi eru um að heildartekjur ellilífeyrisþega séu undir 80 þúsund krónum á mánuði. Arnar Páll Hauksson talar við Þorbjörn Guðmundsson og Þórunni Sveinbjörnsdóttur. Skuldabréfaeigendur í flugfélaginu Wow skoða sína stöðu núna og fá þar hjálp frá óvenjulegu bréfi frá forstjóranum. Flugfélagið hefur verið að fella niður flug en vill ekki upplýsa umfangið. Í viðbót við fleira ýtir þetta enn frekar undir vangaveltur um framtíð Wow. Á meðan skelfur krónan. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.

Spegillinn
Spegillinn 8. október 2018

Spegillinn

Play Episode Listen Later Nov 20, 2018 30:00


Áætlaður kostnaður við úrbætur á kísilveri United Silicon er nú rúmum milljarði hærri en áður var talið. Ástæðan er meðal annars sú að íbúum í grenndinni þóttu hráefnisgeymslur svo ljótar. Stígur Helgason ræðir við Þórð Ólaf Þórðarson, stjórnarformaður Stakkbergs. Fyrrverandi framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar ætlar ekki að höfða meiðyrðamál vegna ásakana um kynferðislega áreitni. Jóhann Bjarni Kolbeinsson ræðir við Bjarna Má Júlíusson. Það er mat innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar að Orkuveitan hafi orðið fyrir opinberri smánun á samfélagsmiðlum. Valgerður Anna Jóhannsdóttir, aðjúnkt við Háskóla Íslands segir eðlilegt að mál fyrirtækisins hafi átt erindi við almenning og veltir því upp hvort hægt sé að tala um opinbera smánun fyrirtækis. Arnhildur Hálfdánardóttir segir frá og ræðir við Valgerði Önnu. Skólastjóri stærsta sérskóla fyrir nemendur með fatlanir og þroskahamlanir á Íslandi á erfitt með að fá sérkennara til starfa. Endurnýjun sérkennara er nánast engin. Birgir Þór Harðarson segir frá og ræðir við Sædísi Harðardóttur, formann Félags íslenskra sérkennara og Árna Einarsson, skólastjóra Klettaskóla. Erik Solheim, forstjóri Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, sagði af sér í dag vegna mikillar óánægju innan Sameinuðu þjóðanna með ferðalög hans. Á alþjóðadegi barna brá Alex Lúðvík Kristinsson fimmtán ára liðsmaður Krakkafrétta sér í Laugarnesskóla og spjallaði við börn þar um barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og réttindi barna. ----- Ásakanir um óheilbrigða vinnustaðamenningu urðu til þess að innri endurskoðun borgarinnar var fengin til að gera útttekt á Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfélögum. Uppsagnir tveggja starfsmanna sem styr hefur staðið um voru þar taldar réttmætar. Gyða Margrét Pétursdóttir er dósent í kynjafræði við Háskóla Íslands, Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Gyðu Margréti um Orkuveitumálið og Metoo-hreyfinguna. Húsið sem hýsa átti Lækningaminjasafnið á Seltjarnarnesi liggur undir skemmdum. Átta ár eru síðan það var gert fokhelt en Seltjarnarnesbær hætti við að nota það fyrir lækningaminjar. Arkitektarnir sem hönnuðu það segja sárt að sjá húsið drabbast niður. Bergljót Baldursdóttir gekk um húsið með arkitektunum Ásdísi Helgu Ágústsdóttur og Sólveigu Berg. Ef árangur næst ekki í kjaraviðræðum VR og Starfsgreinasambandsins á næstu vikum er líklegt að deilunni verði vísað til sáttasemjara og byrjað að undirbúa aðgerðir. Arnar Páll Hauksson segir frá stöðunni. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórn útsendingar: Gunnlaug Birta Þorgr

Frjálsar hendur
Jón Aðils og blaðið Elding

Frjálsar hendur

Play Episode Listen Later Nov 4, 2018 50:00


Jón Jónsson frá Mýrarhúsum á Seltjarnarnesi tók sér ættarnafnið Aðils. Hann varð dáður sagnfræðingur í byrjun 20. aldar og virtur vel, þótt nú þyki verk hans full gegnsýrð af þröngsýni sjálfstæðisbaráttunnar um göfuga Íslendinga og vonda Dani. En Jón var maður fyrir sinn hatt og árið 1901 gaf hann út merkilegt blað, Eldingu, þar sem hann skrifaði m.a. um þjóðernisstefnuna og varaði við öfgum á því sviði, hann hélt fram rétti kvenna, skammaði óþekka unglinga og annan „skríl“ og skrifaði um hraklega meðferð Reykvíkinga á kirkjugarði þeim í miðbænum sem okkur er nú sagt að sé einn helgasti staður landsins. Illugi les og tekur saman ýmislegt skemmtilegt úr skrifum Jóns. Þátturinn endar svo á ritdeilu Jóns og Benedikts Gröndal um það hvort vændiskonur væru í Reykjavík og hvort Bríet Bjarnhéðinsdóttir hleypti manni sínum Valdimar Ásmundssyni út á kvöldin.

hann reykjav valdimar seltjarnarnesi reykv elding
Frjálsar hendur
Jón Aðils og blaðið Elding

Frjálsar hendur

Play Episode Listen Later Nov 4, 2018


Jón Jónsson frá Mýrarhúsum á Seltjarnarnesi tók sér ættarnafnið Aðils. Hann varð dáður sagnfræðingur í byrjun 20. aldar og virtur vel, þótt nú þyki verk hans full gegnsýrð af þröngsýni sjálfstæðisbaráttunnar um göfuga Íslendinga og vonda Dani. En Jón var maður fyrir sinn hatt og árið 1901 gaf hann út merkilegt blað, Eldingu, þar sem hann skrifaði m.a. um þjóðernisstefnuna og varaði við öfgum á því sviði, hann hélt fram rétti kvenna, skammaði óþekka unglinga og annan „skríl“ og skrifaði um hraklega meðferð Reykvíkinga á kirkjugarði þeim í miðbænum sem okkur er nú sagt að sé einn helgasti staður landsins. Illugi les og tekur saman ýmislegt skemmtilegt úr skrifum Jóns. Þátturinn endar svo á ritdeilu Jóns og Benedikts Gröndal um það hvort vændiskonur væru í Reykjavík og hvort Bríet Bjarnhéðinsdóttir hleypti manni sínum Valdimar Ásmundssyni út á kvöldin.

hann reykjav valdimar seltjarnarnesi reykv elding
Frjálsar hendur
Jón Aðils og blaðið Elding

Frjálsar hendur

Play Episode Listen Later Nov 4, 2018


Jón Jónsson frá Mýrarhúsum á Seltjarnarnesi tók sér ættarnafnið Aðils. Hann varð dáður sagnfræðingur í byrjun 20. aldar og virtur vel, þótt nú þyki verk hans full gegnsýrð af þröngsýni sjálfstæðisbaráttunnar um göfuga Íslendinga og vonda Dani. En Jón var maður fyrir sinn hatt og árið 1901 gaf hann út merkilegt blað, Eldingu, þar sem hann skrifaði m.a. um þjóðernisstefnuna og varaði við öfgum á því sviði, hann hélt fram rétti kvenna, skammaði óþekka unglinga og annan „skríl“ og skrifaði um hraklega meðferð Reykvíkinga á kirkjugarði þeim í miðbænum sem okkur er nú sagt að sé einn helgasti staður landsins. Illugi les og tekur saman ýmislegt skemmtilegt úr skrifum Jóns. Þátturinn endar svo á ritdeilu Jóns og Benedikts Gröndal um það hvort vændiskonur væru í Reykjavík og hvort Bríet Bjarnhéðinsdóttir hleypti manni sínum Valdimar Ásmundssyni út á kvöldin.

hann reykjav valdimar seltjarnarnesi reykv elding
Flakk
Flakk - Flakkað um Eiðistorg á Seltjarnarnesi

Flakk

Play Episode Listen Later Sep 8, 2018


Í kjölfar Flakks um verslunarkjarna í Breiðholti verður farið á Eiðistorg á Seltjarnarnesi. Eins og flestir verslunarkjarnar í borginni hefur það líka farið í gegnum niðurlægingar tímabil, en nú er öflug starfsemi í byggingunni. Rætt við Sunnevu Hafsteinsdóttir framkvæmdatjóra Handverks og hönnunar, sem nýkomin á Eiðistorg, og er Seltirningur í húð og hár, hún segir frá uppbyggingu Eiðistorgs og frá Handverki og hönnun. Rætt við Maríu Þorgeirsdóttur framkvæmdastjóra Vivaldi sem er frumkvöðlasetur á þriðju hæð hússins, þar er fjöldi frumkvöðla að störfum, Rætt við þrjá frumkvöðla í Innovasion house um þeirra fyrirtæki Rætt við Bryndísi Ploder annan rekstaraðila Örnu kaffi- og ísbar sem er rekið í samstarfi við Örnu mjólkurbú á Ísafirði. Rætt við Guðmund Ara Sigurjónsson forst.mann æskulýðs- og tómstundamiðstöðvar í Nesinu og býr á Eiðistorgi. Rætt við Hafstein Egilsson eiganda Rauða ljónsins, sem er bar á Eiðistorgi.

Flakk
Flakk - Flakkað um Eiðistorg á Seltjarnarnesi

Flakk

Play Episode Listen Later Sep 8, 2018


Í kjölfar Flakks um verslunarkjarna í Breiðholti verður farið á Eiðistorg á Seltjarnarnesi. Eins og flestir verslunarkjarnar í borginni hefur það líka farið í gegnum niðurlægingar tímabil, en nú er öflug starfsemi í byggingunni. Rætt við Sunnevu Hafsteinsdóttir framkvæmdatjóra Handverks og hönnunar, sem nýkomin á Eiðistorg, og er Seltirningur í húð og hár, hún segir frá uppbyggingu Eiðistorgs og frá Handverki og hönnun. Rætt við Maríu Þorgeirsdóttur framkvæmdastjóra Vivaldi sem er frumkvöðlasetur á þriðju hæð hússins, þar er fjöldi frumkvöðla að störfum, Rætt við þrjá frumkvöðla í Innovasion house um þeirra fyrirtæki Rætt við Bryndísi Ploder annan rekstaraðila Örnu kaffi- og ísbar sem er rekið í samstarfi við Örnu mjólkurbú á Ísafirði. Rætt við Guðmund Ara Sigurjónsson forst.mann æskulýðs- og tómstundamiðstöðvar í Nesinu og býr á Eiðistorgi. Rætt við Hafstein Egilsson eiganda Rauða ljónsins, sem er bar á Eiðistorgi.

Mannlegi þátturinn
Bráðadagurinn 2018, Íslandsklukkan og fimmtug hljómsveit spilar enn

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Mar 1, 2018 57:00


Á morgun standa Háskóli Íslands og Landspítalinn fyrir ráðstefnunni Bráðadagurinn 2018, fjölbreytileiki í bráðaþjónustu. Á ráðstefnunni verður fjölbreytt dagskrá fyrirlestra og er hún í rauninni árleg uppskeruhátíð rannsókna og þróunarverkefna á flæðisviði og Rannsóknastofu LSH og HÍ í bráðafræðum. Áskoranir og verkefni bráðaþjónustunnar verður sífellt fjölbreyttari, þær Þórdís Katrínu Þorsteinsdóttur lektor við hjúkrunarfræðideild og verkefnastjóri, formaður undirbúningsnefndar Bráðadagsins og Guðrún Lísbet Níelsdóttir, hjúkrunarfræðingur með meistarapróf í hamfarastjórnun og verkefnastjóri viðbragðsáætlana Landspítala komu í þáttinn. Íslandsklukkan er hugarsmíði Björns Ágústs Magnússonar frá Eystri-Leirárgörðum í Hvalfjarðarsveit. Eins og nafnið gefur til kynna er um klukku að ræða, en enga venjulega klukku þó. Hún sýnir ekki aðeins hvað klukkan er, heldur segir hún það einnig upphátt og á íslensku. Er henni ætlað að gera blindum og sjónskertum kleift að fylgjast með tímanum með auðveldum hætti. Björn Ágúst kom í þáttinn í dag. Eftir um það bil 50 ár frá stofnun ætlar hljómsveitin Sóló að troða upp í Bókasafninu á Seltjarnarnesi, þessi merki viðburður á sér stað seinni partinn í dag. Lísa Páls leit inná æfingu hjá strákunum í gær og hitti þá Ólaf Má Ásgeirsson hljómborðsleikara, Sturlu Má Jónsson gítarleikara, Guðmar Marelsson trommara og Þorkel Snævar Árnason gítarleikara. Umsjón í dag Hrafnhildur Halldórsdóttir og Gunnar Hansson

er bj gu sn magn katr eftir umsj ranns landsp lsh seltjarnarnesi gunnar hansson hvalfjar
Flakk
Flakkað um Valhúsahæð - síðari þáttur

Flakk

Play Episode Listen Later Dec 19, 2015


Flakkað um Valhúsahæð á Seltjarnarnesi öðru sinni í fylgd Stefáns Bergmann líffræðings. Gengið að Valhúsabraut, rætt um byggingar, náttúruminjar, fólk og fleira. Farið í heimsókn að Valhúsabraut 2 þar sem Vilhjálmur Lúðvíksson efnaverkfræðingur og Áslaug Sverrisdóttir sagnfræðingur og tógvinnusérfræðingur búa. Rætt um búsetu, ullarþvott, ræktun, námsár og heilmikið meira. Farið í heimsókn til Ólafs Egilssonar lögmanns og fyrrverandi sendiherra í Peking, París og Moskvu og fl. Rætt um byltinguna í Rússlandi, sendiráðslífið, búsetu á Nesinu og fl.

Flakk
Flakkað um Valhúsahæð - síðari þáttur

Flakk

Play Episode Listen Later Dec 19, 2015


Flakkað um Valhúsahæð á Seltjarnarnesi öðru sinni í fylgd Stefáns Bergmann líffræðings. Gengið að Valhúsabraut, rætt um byggingar, náttúruminjar, fólk og fleira. Farið í heimsókn að Valhúsabraut 2 þar sem Vilhjálmur Lúðvíksson efnaverkfræðingur og Áslaug Sverrisdóttir sagnfræðingur og tógvinnusérfræðingur búa. Rætt um búsetu, ullarþvott, ræktun, námsár og heilmikið meira. Farið í heimsókn til Ólafs Egilssonar lögmanns og fyrrverandi sendiherra í Peking, París og Moskvu og fl. Rætt um byltinguna í Rússlandi, sendiráðslífið, búsetu á Nesinu og fl.

Flakk
Flakkað um Valhúsahæð á Seltjarnarnesi - fyrri þáttur

Flakk

Play Episode Listen Later Dec 12, 2015


Gengið um Valhúsahæð í fylgd Stefáns Bergmann líffræðings, rætt um náttúrfar, jarðlög, fólk og sögu. Farið í heimsókn í Mýrarhúsaskóla og rætt við starfandi skólastjóra Ólínu Thoroddsen um skólastarfið sögu og fleira en Mýrarhúsaskóli er einn elsti skóli landsins, en hann var stofnaður árið 1874 og fyrsta veturinn voru 18 nemendur í skólanum. Farið í heimsókn til Kristjáns Steingríms Jónssonar myndlistarmanns og deildarforsta myndlistar í Listaháskóla Íslands, en han býr að Krikjubraut 7 sem liggur utan í Valhúsahæðinni, rætt um búsetu, sérstakt heimili og vinnustofa hans heimsótt og rætt um listina og fl.