POPULARITY
Miðvikudagur 9. apríl Stjórnarandstaða, tollastríð, reynsluboltar, dauðastríð, óþekktur þingmaður, vá og ópera Er Sjálfstæðisflokkurinn að missa það? Þannig spyr einn af þingmönnum ríkisstjórnarinnar, Sigurjón Þórðarson sem ræðir um grímulaust málþóf minnihlutans, fýlu, frekju og eignarhald í spjalli við Björn Þorláks. Már Wolfgang Mixa, dósent við viðskiptafræðideild HÍ, ræðir um tolla og efnahagsstefnu Trump við Gunnar Smára. Reynsluboltarnir koma í spjall við Sigurjón Magnús: Bolli Héðinsson, hagfræðingur Einar Kárason rithöfundur Kristín Ástgeirsdóttir sagnfræðingur og fyrrum þingkona. Mest bar á umræðunni um veiðigjöld útgerðarinnar. Og auðvitað Donald Trump. Fyrsta langreyðurin sem Hvalur hf. skaut eftir að veiðar hófust á ný, eftir tímabundna stöðvun, háði 35 mínútna dauðastríð. María Lilja fær til sín þær Rósu Líf Darradóttur, lækni og formann samtaka um dýravelferð og stjórnarkonu Hvalavina auk Valgerðar Árnadóttur, nema í stjórnmálafræði og talskonu Hvalavina sem eru á einu máli um að ekki sé mögulegt að veiða stórhveli með mannúðlegum hætti. Óþekkti þingmaðurinn í þessari viku er Guðmundur Ari Sigurjónsson. Hver er hann? Hverjar eru hans persónulegu hliðar, hvað leynist bak við yfirborðið? Hvernig fékk hann örið á andlitinu? Björn Þorláks ræðir við nýjan þingmann á Alþingi. Þorgerður María Þorbjarnardóttir, jarðfræðingur og Guðmundur Steingrímsson doktorsnemi ræða um véfengingu Frosta Sigurjónssonar og fleiri um vá sem steðjar að okkur vegna hlýnunar jarðar af manna völdum. Friðrik Margrétar-Guðmundsson tónskáld og Hanna Dóra Sturludóttir söngkona segja okkur frá Brím, nýrri íslenskri óperu sem tekur á heitri umræðu um kúltúrbörn.Er Sjálfstæðisflokkurinn að missa það? Þannig spyr einn af þingmönnum ríkisstjórnarinnar, Sigurjón Þórðarson sem ræðir um grímulaust málþóf minnihlutans, fýlu, frekju og eignarhald í spjalli við Björn Þorláks. Friðrik Margrétar-Guðmundsson tónskáld og Hanna Dóra Sturludóttir söngkona segja okkur frá Brím, nýrri íslenskri óperu sem tekur á heitri umræðu um kúltúrbörn.
Innkaupapokinn eftir leikhópinn Kriðpleir og Elísabetu Jökulsdóttur, sem nú er í sýningu í Borgarleikhúsinu, byggir á 30 ára gömlu verki Elísabetar, Mundu töfrana. Verkið hefur fylgt Elísabetu í meira en þrjá áratugi og líka skotið rótum í öðrum verkum hennar. Hún reyndi að koma verkinu á fjalirnar en fékk oftast þau svör að það væri of ljóðrænt og vantaði allan strúktúr. En nú hefur leikhópnum Kriðpleir tekist að móta um það strúktúr og afraksturinn er Innkaupapokinn. Við ræðum við tvo meðlimi Kriðpleirs í þætti dagsins, þau Ragnar Ísleif Bragason og Ragnheiði Maísól Sturludóttur. Við fáum líka til okkar í hljóðstofu þjóðfræðinginn Dagrúnu Ósk Jónsdóttur, sem hefur rannsakað birtingarmyndir kynbundins ofbeldis í íslenskum þjóðsögum og Birnir Jón Sigurðsson flytur sinn þriðja pistil sinn í örvæntingarpistlaröðinni Hvað varð um gæskuna? Pistill dagsins er tileinkaður stjórn, glundroða og mönnum sem reyna bókstaflega að sigrast á dauðanum. Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
Hennar rödd eru félagasamtök stofnuð af þeim Chanel Björk Sturludóttir og Elínborgu Kolbeinsdóttur með það að markmiði að vekja athygli á stöðu kvenna af erlendum uppruna í íslensku samfélagi. Innblástur verkefnisins kom frá Letetia B. Jonsson, móður Chanel, en hún er af jamaískum og breskum uppruna og bjó hér á landi fyrir um það bil 10 árum síðan og tók virkan þátt í samfélagi kvenna af erlendum uppruna á Íslandi og vildi miðla sögum þeirra. Samtökin Hennar rödd hafa frá árinu 2018 staðið fyrir pallborðsumræðum og ráðstefnum þar sem mál erlendra kvenna á íslandi eru í brennidepli en í ár, í samstarfi við Elinóru Guðmundsdóttur hjá bókaútgafunni Vía, gefa þær út veglega bók þar sem raktar eru sögur rúmlega þrjátíu kvenna af erlendum uppruna sem búa hér á landi. Í þættinum segja þær Elínborg og Elinóra frá bókinni; Hennar rödd: sögur kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. En þar á eftir rekja tvær konur sem koma fyrir í verkinu sínar sögur, þær Marvi og Jóhanna.
Um næstu helgi opnar á Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ sýning sem beinir kastljósinu að sambandi manna og örvera. Þrátt fyrir að þetta samband sé okkur alla jafna dulið þá er það í meira lagi margslungið, á sér til að mynda stað innan og utan líkamans, innan og utan heimilis, og innan og utan á matnum okkar. Örverur á heimilinu er ein af afurðum þverfaglega rannsóknarverkefnisins Samlífi manna og örvera í daglega lífinu undir stjórn dr. Valdimars Tr. Hafstein. Ragnheiður Maísól Sturludóttir, tók þátt í rannsókninni og er jafnframst sýningarstýra sýningarinnar. Við hittum hana og nokkrar örverur í þætti dagsins. Rithöfundurinn Atef Abu Saif hefur starfað sem menningarmálaráðherra palestínskra stjórnvalda og skrifað skáldsögur, smásögur og bók um stjórnmál. Þegar sprengjum tók að rigna yfir Gaza síðastliðið haust ákvað hann og sonur hans að halda kyrru fyrir, í stað þess að flýja, og Abu Saif tók að skrásetja lífið á Gaza. Brot úr Dagbók frá Gaza birtust reglulega í vestrænum fjölmiðlum frá upphafi árása Ísraelshers og eru meðal mikilvægustu vitnisburða sem þaðan hafa borist. Síðastliðið vor voru skrif hans frá fyrstu fjórum mánuðum árásanna gefin út á bók í 11 löndum og hér á landi kom hún út hjá Angústúru, í þýðingu Bjarna Jónssonar. Gauti Kristmannsson rýnir í Dagbók frá Gaza í þætti dagsins. En við hefjum þáttinn á innliti frá einum virkasta kammerhóp landsins, Cauda Collective. Hópurinn tekur á sig ýmsar myndir, er breytilegur að stærð og tekst á við verkefni sem tilheyra hinum ýmsu stílum og tegundum tónlistar. Listrænir stjórnendur Cauda Collective eru þær Sigrún Harðardóttir, Björk Níelsdóttir, Þórdís Gerður Jónsdóttir og Þóra Margrét Sveinsdóttir og þær Sigrún og Björk litu við í Efstaleiti til þess að segja okkur aðeins af verkefnum vetrarins. Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Þórður Gunnarsson hagfræðingur, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingkona, Helga Vala Helgadóttir lögmaður og Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi og ráða í stöðu nýrrar ríkisstjórnar, stefnu hennar og lífslíkur, persónur og leikendur. Í seinni hluta þáttarins verður endursýnt samtal við þau þrjú sem eru í biskupskjöri, en þau eru: Elínborg Sturludóttir, Guðmundur Karl Brynjarsson og Guðrún Karls Helgudóttir.
Miðbæjarsamtökin Akratorg á Akranesi safna núna undirskriftum í því skyni að fá bæjaryfirvöld til að skoða þann kost að láta breyta gamla húsi Landsbankans við Akratorg í ráðhús. Bjarnheiður Hallsdóttir er í stjórn þessara samtaka. Hún segir okkur nánar frá þessu máli. Svo tölum við aðeins um aðgengi að hleðslu fyrir rafbíla á Vestfjörðum. Hjá Bláma í Bolungarvík er unnið ýmsum verkefnum sem tengjast orkuskiptum í þeim landshluta og nýlega lagði Blámi mat á stöðu hleðsluinnviða á Vestfjörðum. Við ræðum við Þorstein Másson, framkvæmdastjóra Bláma. Við heyrum málfarsmínútu úr smiðju Önnu Sigríðar Þráinsdóttur, málfarsráðunauts, um sögnina fjölhæfu - að bera VIð kynnum okkur svo súrdeigsbrauð, fólk sem bakar það og hvernig bakararnir hugsa um og tengjast örverunum sem eiga stóran þátt í að skapa brauðið. Ragnheiður Maísól Sturludóttir, meistaranemi í þjóðfræði og forfallinn súrdeigsbakari til margra ára, er að rannsaka þetta og flutti erindi á ráðstefnu sem nú stendur yfir í Þjóðminjasafninu. Verkefni hennar er liður í stærra rannsóknarverkefni á vegum Háskóla íslands, svokölluðu öndvegisverkefni þar sem sjónum er beint að samlífi manna og örvera og hinum ýmsu birtingarmyndum þess í daglegu lífi. Tónlist: CROSBY, STILLS, NASH & YOUNG - Teach Your Children. LÓNLÍ BLÚ BOJS - Heim Í Búðardal. GRAFÍK - Bláir fuglar.
Stjórnvöld stefna að því að innan skamms verði Akureyrarbær Akureyrarborg. Í samráðsgátt stjórnvalda liggur til umsagnar borgarstefna þar sem sjónum er beint að því að efla tvö borgarsvæði á Íslandi - Reykjavík, sem heldur velli sem höfuðborg, og Akureyri, sem yrði svæðisborg. Hugmyndir um Akureyrarborg eru ekki nýjar af nálinni - en fyrir nokkrum árum sat bæjarstjórinn, Ásthildur Sturludóttir, einmitt í starfshópi sem pældi í svæðisbundnu hlutverki Akureyrar og því hvað bær þyrfti að hafa til þess að geta kallast borg. Við ræðum við Ásthildi. Svo ætlum við að kynna okkur tölvuleiki og framleiðslu þeirra hér á landi. Tölvuleikjaiðnaðurinn er gríðarstór á heimsvísu, það er talið að umfang hans sé meira en kvikmyndir og tónlist samanlagt og stærstu leikjaframleiðendur heims velta milljörðum á milljarða ofan. Samtök leikjaframleiðanda á Íslandi voru stofnuð árið 2009, fyrirtækin innan þeirra samtaka eru um 20 og starfsmenn skipta hundruðum. Formaður samtakanna, Halldór Snær Kristjánsson ætlar að ræða við okkur íslenskan tölvuleikjaiðnað. Við heyrum málfarsmínútu og svo kemur Edda Olgudóttir til okkar í vísindaspjall. Hún ætlar að fjalla um aðgerð sem sagt var frá í fjölmiðlum nýverið þar sem erfðabreytt svínsnýra var grætt í mann.
Þriðjudagurinn 26. mars Biskup, sjálfbærni húsa og forsetaframboð Elínborg Sturludóttir Dómkirkjuprestur, Guðmundur Karl Brynjarsson prestur í Lindakirkju og Guðrún Karls Helgudóttir prestur í Grafarvogskirkju eru í biskupskjöri. Þau koma að Rauða borðinu og ræða stöðu kirkjunnar, erindi kristninnar og hlutverk biskups. Jón Kristinsson fór ungur til náms í Hollandi og hefur starfað þar alla tíð, í meira en sextíu ár, sem arkitekt og uppfinningamaður á svið sjálfbærni og orkunýtingar. Hann kemur til okkar og segir fá lífshlaupi sínu og uppgötvunum. Halla Tómasdóttir fékk næst flest atkvæði í forsetakosningum fyrir átta árum og ætlar nú að reyna öðru sinni að verða forseti lýðveldisins. Við spyrjum hana hvers vegna.
Fimmtudagurinn 1. febrúar Kristni, MÍR, æxli og fátækt Við höldum áfram að ræða við biskupsefni um samfélagið okkar og erindi kristni og kirkju við það. Nú er komið að Elínborgu Sturludóttur dómkirkjupresti. Það er deilt um MÍR, Menningartengsl Íslands og Rússlands, fyrir héraðsdómi. Alexandra Argunova aka listakonan Kjurigej, Sigurður Þórðarson eftirlaunamaður og Hilmar Garðars Þorsteinsson lögmaður koma að Rauða borðinu og segja okkur hvers vegna stór hópur félagsmanna er ósáttur við ákvörðun stjórnar að leggja niður félagið. Hrafnkell Karlsson organisti segir okkur sjúkrasögu sína en hann fékk æxli innan hryggjarsúlunnar fyrir fáeinum árum og er að komast til fullrar heilsu. Í lokin kemur Sæmundur Þór Helgason myndlistarmaður og segir okkur frá sýningu sinni: Af hverju er Ísland svona fátækt?
Alþjóðadómstóllinn í Haag féllst í dag á að rannsaka hvort Ísraelsmenn hafi framið þjóðarmorð á Gaza. Hann krafðist þess ekki að hernaðaraðgerðum yrði hætt, heldur að Ísraelsmenn gripu til allra ráðstafana til að koma í veg fyrir þjóðarmorð og tryggja að mannúðaraðstoð berist íbúunum. Ásgeir Tómasson sagði frá. Hafrannsóknastofnun birti á dögunum skýrslu um niðurstöður viðamikillar langtímarannsóknar á næringu botnfiska við Íslandsstrendur. Í rannsókninni var skoðað í maga nær 600.000 fiska af 36 tegundum á ríflega aldarfjórðungstímabili, frá 1996 - 2023. Ævar Örn Jósepsson sagði frá og ræddi við Jónas Pál Jónasson, sviðsstjóra botnsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar. Bæjarstjórinn á Akureyri vill sjá ríkið veita meiri fjármunum til menningarmála í bænum en núverandi samningar segja til um. Sveitarfélagið standi fyrir öflugu menningarstarfi sem nýtist fólki víða um land. Sem dæmi fái Akureyri aðeins um fimm prósent af því menningarfé sem Reykjavík fái frá ríkinu. Ágúst Ólafsson sagði frá og talaði við Ásthildi Sturludóttur bæjarstjóra og Hlyn Hallsson, safnstjóra Listasafnsins á Akureyri
Lóa veltir fyrir hvort hún eigi að pósta eða sleppa því að pósta í story um stríð. Undanfarna þrjá áratugi hafa óvenjulega margir íslenskir popptónlistarmenn notið vinsælda utan landsteinana. Björk ruddi brautina og í kjölfarið komu hljómsveitir eins og Sigur Rós og Múm, seinna Of monsters and Men og Kaleo, og núna síðast Laufey. Þessum listamönnum hefur mörgum hverjum verið troðið inn í ákveðnar þjóðarklisjur en hafa líka notfært sér þær. Við spjöllum við Þorbjörg Daphne Hall og Nína Hjálmarsdóttir um þessar ímyndir Íslands og birtingarmyndir þeirra í samtímalistum. Chanel Björk Sturludóttir horfir aftur á eina af sínum uppáhaldsmyndum úr barnæsku, The Blind Side, i ljósi nýrra upplýsinga Myndin fjallar um hvíta fjölskyldu frá suðurríkjunum í Ameríku sem tekur ungan svartan mann, Michael Oher, og undir sinn verndarvæng og gera hann að yfirburðar íþróttamanni í amerískum fótbolta. Nú hefur Oher kvartað yfir því hvernig saga hans var misnotuð.
Lóa veltir fyrir hvort hún eigi að pósta eða sleppa því að pósta í story um stríð. Undanfarna þrjá áratugi hafa óvenjulega margir íslenskir popptónlistarmenn notið vinsælda utan landsteinana. Björk ruddi brautina og í kjölfarið komu hljómsveitir eins og Sigur Rós og Múm, seinna Of monsters and Men og Kaleo, og núna síðast Laufey. Þessum listamönnum hefur mörgum hverjum verið troðið inn í ákveðnar þjóðarklisjur en hafa líka notfært sér þær. Við spjöllum við Þorbjörg Daphne Hall og Nína Hjálmarsdóttir um þessar ímyndir Íslands og birtingarmyndir þeirra í samtímalistum. Chanel Björk Sturludóttir horfir aftur á eina af sínum uppáhaldsmyndum úr barnæsku, The Blind Side, i ljósi nýrra upplýsinga Myndin fjallar um hvíta fjölskyldu frá suðurríkjunum í Ameríku sem tekur ungan svartan mann, Michael Oher, og undir sinn verndarvæng og gera hann að yfirburðar íþróttamanni í amerískum fótbolta. Nú hefur Oher kvartað yfir því hvernig saga hans var misnotuð.
Við förum á fund hjá Mustang-klúbbi Íslands, kynnumst fólki sem brennur fyrir bíla, sem brenna miklu eldsneyti og hafa hátt. Hvað er það við Mustanginn sem vekur svona mikla aðdáun? Getur verið að skólakerfið brjóti sum börn niður í stað þess að byggja þau upp? Íris Friðmey Sturludóttir kynnti á dögunum lokaverkefni sitt í meistaranámi í listkennslufræði við Listaháskóla Íslands. Hún var eitt þeirra barna sem fann sig ekki í grunnskólakerfinu og vill að börn hafi meira um það að segja hvað þau læra og hvenær. Edda Olgudóttir kemur í Vísindaspjall og ræðir um ónæmismeðferð gegn heilaæxlum.
Við förum á fund hjá Mustang-klúbbi Íslands, kynnumst fólki sem brennur fyrir bíla, sem brenna miklu eldsneyti og hafa hátt. Hvað er það við Mustanginn sem vekur svona mikla aðdáun? Getur verið að skólakerfið brjóti sum börn niður í stað þess að byggja þau upp? Íris Friðmey Sturludóttir kynnti á dögunum lokaverkefni sitt í meistaranámi í listkennslufræði við Listaháskóla Íslands. Hún var eitt þeirra barna sem fann sig ekki í grunnskólakerfinu og vill að börn hafi meira um það að segja hvað þau læra og hvenær. Edda Olgudóttir kemur í Vísindaspjall og ræðir um ónæmismeðferð gegn heilaæxlum.
Við fræddumst í dag um Ayurveda, sem eru yfir 5000 ára gömul lífvísindi, ættuð frá Indlandsskaganum og iðkuð víða um heim, til dæmis af um 80% íbúum Indlands og Nepal. En hvað er Ayurveda? Heiða Björk Sturludóttir, næringarþerapisti, jógakennari og umhverfisfræðingur hefur nú gefið út bókina Ayurveda, listin að halda jafnvægi í óstöðugri veröld. Bókinni er ætlað að vera leiðarvísir um þessi indversku lífvísindi. Heiða kom í þáttinn í dag og sagði okkur meira frá bókinni og Ayurveda. Stærðfræðin þyngist talsvert á unglingastigi grunnskólans, frá 8. - 10. bekk, og margir nemendur geta lent í verulegum vandræðum, þar sem þá skortir grunn og skilning. Ákveðinn vítahringur getur þá myndast og verið afar erfiður viðureignar. Halldór Örn Þorsteinsson, stærðfræðikennari til 14 ára, kallar sig stærðfræðihvíslarann og vinnur við að hjálpa nemendum sem eiga erfitt með að læra stærðfræði. Hann kom í þáttinn í dag. Alexander Jarl Þorsteinsson tenór mun syngja á óperutónleikunum Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands sem verða haldnir á Höfn, í Vestmannaeyjum og á Selfossi í næstu viku. Alexander Jarl sem er aðalsöngvari tónleikanna uppgötvaði ástríðu sína fyrir óperu aðeins fimm ára að aldri, þökk sé föðurafa hans sem gjarnan lét hann hlusta á helstu perlur óperuheimsins frá unga aldri. Ári síðar, þá rétt orðinn sex ára hóf hann söngnám. Árið 2016 hóf Alexander nám við the Royal College of Music í London og eftir útskrift hefur Alexander Jarl sungið víðsvegar um Evrópu í fjölmörgum virtum óperuhúsum og nýlega þreytti hann frumraun sína sem Alfredo úr La Traviata eftir Verdi í Flórens. Alexander kom í þáttinn í dag. Tónlist í þættinum Heima / Haukur Morthens og hljómsveit Jörns Grauengaards (Oddgeir Kristjánsson og Ási í bæ) Must be love / Laufey (Max Wolfgang, Freddy Wexler & Laufey) Vísa Fiðlubjörns / Snorri Helgason (Snorri Helgason, höf. texta ókunnur) Mamma / Alexander Jarl Þorsteinsson Heiðlóarkvæði / Alexander Jarl Þorsteinsson og Eva Þyri Hilmarsdóttir (Atli Heimir Sveinsson og Jónas Hallgrímsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Við fræddumst í dag um Ayurveda, sem eru yfir 5000 ára gömul lífvísindi, ættuð frá Indlandsskaganum og iðkuð víða um heim, til dæmis af um 80% íbúum Indlands og Nepal. En hvað er Ayurveda? Heiða Björk Sturludóttir, næringarþerapisti, jógakennari og umhverfisfræðingur hefur nú gefið út bókina Ayurveda, listin að halda jafnvægi í óstöðugri veröld. Bókinni er ætlað að vera leiðarvísir um þessi indversku lífvísindi. Heiða kom í þáttinn í dag og sagði okkur meira frá bókinni og Ayurveda. Stærðfræðin þyngist talsvert á unglingastigi grunnskólans, frá 8. - 10. bekk, og margir nemendur geta lent í verulegum vandræðum, þar sem þá skortir grunn og skilning. Ákveðinn vítahringur getur þá myndast og verið afar erfiður viðureignar. Halldór Örn Þorsteinsson, stærðfræðikennari til 14 ára, kallar sig stærðfræðihvíslarann og vinnur við að hjálpa nemendum sem eiga erfitt með að læra stærðfræði. Hann kom í þáttinn í dag. Alexander Jarl Þorsteinsson tenór mun syngja á óperutónleikunum Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands sem verða haldnir á Höfn, í Vestmannaeyjum og á Selfossi í næstu viku. Alexander Jarl sem er aðalsöngvari tónleikanna uppgötvaði ástríðu sína fyrir óperu aðeins fimm ára að aldri, þökk sé föðurafa hans sem gjarnan lét hann hlusta á helstu perlur óperuheimsins frá unga aldri. Ári síðar, þá rétt orðinn sex ára hóf hann söngnám. Árið 2016 hóf Alexander nám við the Royal College of Music í London og eftir útskrift hefur Alexander Jarl sungið víðsvegar um Evrópu í fjölmörgum virtum óperuhúsum og nýlega þreytti hann frumraun sína sem Alfredo úr La Traviata eftir Verdi í Flórens. Alexander kom í þáttinn í dag. Tónlist í þættinum Heima / Haukur Morthens og hljómsveit Jörns Grauengaards (Oddgeir Kristjánsson og Ási í bæ) Must be love / Laufey (Max Wolfgang, Freddy Wexler & Laufey) Vísa Fiðlubjörns / Snorri Helgason (Snorri Helgason, höf. texta ókunnur) Mamma / Alexander Jarl Þorsteinsson Heiðlóarkvæði / Alexander Jarl Þorsteinsson og Eva Þyri Hilmarsdóttir (Atli Heimir Sveinsson og Jónas Hallgrímsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Við hófum okkar árlegu yfirferð um hvað verður á sviðum leikhúsana í vetur og byrjuðum á Þjóðleikhúsinu í dag með Magnúsi Geir Þórðarsyni þjóðleikhússtjóra. Hann kom í þáttinn og stiklaði á stóru í fjölbreyttri dagskrá leikhússins í vetur og sagði frá nýjum áskriftarkortum fyrir ungmenni. Við heyrðum svo í Chanel Björk Sturludóttur, en hún gerði útvarpsþætti hér á Rás 1 og svo sjónvarpsþætti sem hétu Mannflóran. Í þáttunum fjallaði Chanel um fjölmenningu í íslensku samfélagi og varpaði ljósi á erfiðleikana sem fólk af erlendum uppruna mætir í íslensku samfélagi og svo var líka fjallað um kosti fjölmenningar. Í framhaldi af þáttunum fer Chanel í fyrirtæki og stofnanir með fræðslu um fjölmenninga og fordóma. Við fengum Chanel til að segja okkur frá þessu í þættinum í dag. Veðurspjallið með Elínu Björk Jónasdóttur var svo á sínum stað í dag og það var af nógu að taka. Við heyrðum til dæmis talað um að það væri haustlægð á næsta leyti, Elín Björk fór með okkur yfir það og fleira í þætti dagsins. Tónlist í þætti dagsins: Hjartaþrá / Sjonni Brink (Bryndís Sunna Valdimarsdóttir) From the Start / Laufey (Spencer Stewart og Laufey) Come for a Dream / Dusty Springfield (Antonio Carlos Jobim) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Við hófum okkar árlegu yfirferð um hvað verður á sviðum leikhúsana í vetur og byrjuðum á Þjóðleikhúsinu í dag með Magnúsi Geir Þórðarsyni þjóðleikhússtjóra. Hann kom í þáttinn og stiklaði á stóru í fjölbreyttri dagskrá leikhússins í vetur og sagði frá nýjum áskriftarkortum fyrir ungmenni. Við heyrðum svo í Chanel Björk Sturludóttur, en hún gerði útvarpsþætti hér á Rás 1 og svo sjónvarpsþætti sem hétu Mannflóran. Í þáttunum fjallaði Chanel um fjölmenningu í íslensku samfélagi og varpaði ljósi á erfiðleikana sem fólk af erlendum uppruna mætir í íslensku samfélagi og svo var líka fjallað um kosti fjölmenningar. Í framhaldi af þáttunum fer Chanel í fyrirtæki og stofnanir með fræðslu um fjölmenninga og fordóma. Við fengum Chanel til að segja okkur frá þessu í þættinum í dag. Veðurspjallið með Elínu Björk Jónasdóttur var svo á sínum stað í dag og það var af nógu að taka. Við heyrðum til dæmis talað um að það væri haustlægð á næsta leyti, Elín Björk fór með okkur yfir það og fleira í þætti dagsins. Tónlist í þætti dagsins: Hjartaþrá / Sjonni Brink (Bryndís Sunna Valdimarsdóttir) From the Start / Laufey (Spencer Stewart og Laufey) Come for a Dream / Dusty Springfield (Antonio Carlos Jobim) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Við skoðum fyrirbærið Girlboss og úr hvaða samhengi það sprettur. Hugtakið nær vinsældum árið 2014, sama ár og félag nokkuð er stofnað hér á landi, Ungar Athafnakonur. Chanel Björk Sturludóttir rakst á færslu á samfélagsmiðlum þar sem fjallað var um hvíld sem aktívisma. Sem er algjör andstæða við það sem við tengjum almennt við pólitískar aðgerðir. En hugmyndin hefur setið í henni. Og í pistli í dag veltir hún fyrir sér gleði og hvíld í baráttunni gegn rasisma. Við heyrum um bókina Óumbeðin ástarbréf sem kemur út á morgun. Þetta er safn ljóða um ástina eftir fimm konur, en birtast nafnlaust. Höfundar bókarinnar eru spunahópur sem kallar sig Eldklárar og eftirsóttar. Við ræðum við tvo meðlimi hópsins.
Við skoðum fyrirbærið Girlboss og úr hvaða samhengi það sprettur. Hugtakið nær vinsældum árið 2014, sama ár og félag nokkuð er stofnað hér á landi, Ungar Athafnakonur. Chanel Björk Sturludóttir rakst á færslu á samfélagsmiðlum þar sem fjallað var um hvíld sem aktívisma. Sem er algjör andstæða við það sem við tengjum almennt við pólitískar aðgerðir. En hugmyndin hefur setið í henni. Og í pistli í dag veltir hún fyrir sér gleði og hvíld í baráttunni gegn rasisma. Við heyrum um bókina Óumbeðin ástarbréf sem kemur út á morgun. Þetta er safn ljóða um ástina eftir fimm konur, en birtast nafnlaust. Höfundar bókarinnar eru spunahópur sem kallar sig Eldklárar og eftirsóttar. Við ræðum við tvo meðlimi hópsins.
Hvernig augum líta íslendingar nýlendutímann? Chanel Björk Sturludóttir flytur pisitl um fegrun nýlendutímans í íslensku menningarllífi, sem á sér ýmsar birtingarmyndir m.a. Í nafni á bar. Hvernig hefur þessi fegrun áhrif á þekkingu og kollektívar minningar okkar? Við ræðum við tónlistarmanninn Þóri Georg, sem gaf á dögunum út tvær plötur, safnplötuna Nokkur góð og blackmetal plötuna The Eternal. Og undir lok þáttar rifjum við upp umfjöllun Önnu Marsbilar Clausen um sögu titrarans, frá árinu 2019.
Hvernig augum líta íslendingar nýlendutímann? Chanel Björk Sturludóttir flytur pisitl um fegrun nýlendutímans í íslensku menningarllífi, sem á sér ýmsar birtingarmyndir m.a. Í nafni á bar. Hvernig hefur þessi fegrun áhrif á þekkingu og kollektívar minningar okkar? Við ræðum við tónlistarmanninn Þóri Georg, sem gaf á dögunum út tvær plötur, safnplötuna Nokkur góð og blackmetal plötuna The Eternal. Og undir lok þáttar rifjum við upp umfjöllun Önnu Marsbilar Clausen um sögu titrarans, frá árinu 2019.
Pálmi Freyr Hauksson heldur áfram að fjalla um sjónvarp frá ýmsum hliðum hér í Lestinni. Að þessu sinni fjallar hann um það hvernig nýstárlegir hlutir geta virst algjörlega óskiljanlegir, hvort sem það eru tónverk, menn á hestum eða grínþættir. Fóstbræður, The Office, Ali G og The Rehearsal koma meðal annars við sögu. Krakkaveldi eru samtök barna sem vilja breyta heiminum. Samtökin voru stofnuð árið 2019 og voru útskriftarverkefni Salvarar Gullbrár Þórarinsdóttur frá Listaháskóla Íslands. Síðan þá hafa krakkarnir í Krakkaveldi tekið sér margt fyrir hendur, æft sig í borgaralegri óhlýðni, tattúverað fullorðna og ögrað valdasambandi barna og fullorðinna. Þeirra nýjasta verkefni var að ritstýra apríl tölublaði Reykjavík Grapevine. Við ræðum við Brynju og Yrsu, meðlimi Krakkaveldis. Chanel Björk Sturludóttir var beðin um að lýsa íslenskri menningu þar sem hún var stödd á pöbb í London nýverið. Það fyrsta sem kom upp í huga hennar var hvít menning. En hvað er hvít menning?
Pálmi Freyr Hauksson heldur áfram að fjalla um sjónvarp frá ýmsum hliðum hér í Lestinni. Að þessu sinni fjallar hann um það hvernig nýstárlegir hlutir geta virst algjörlega óskiljanlegir, hvort sem það eru tónverk, menn á hestum eða grínþættir. Fóstbræður, The Office, Ali G og The Rehearsal koma meðal annars við sögu. Krakkaveldi eru samtök barna sem vilja breyta heiminum. Samtökin voru stofnuð árið 2019 og voru útskriftarverkefni Salvarar Gullbrár Þórarinsdóttur frá Listaháskóla Íslands. Síðan þá hafa krakkarnir í Krakkaveldi tekið sér margt fyrir hendur, æft sig í borgaralegri óhlýðni, tattúverað fullorðna og ögrað valdasambandi barna og fullorðinna. Þeirra nýjasta verkefni var að ritstýra apríl tölublaði Reykjavík Grapevine. Við ræðum við Brynju og Yrsu, meðlimi Krakkaveldis. Chanel Björk Sturludóttir var beðin um að lýsa íslenskri menningu þar sem hún var stödd á pöbb í London nýverið. Það fyrsta sem kom upp í huga hennar var hvít menning. En hvað er hvít menning?
Það var tilkynnt í gær að Sædís Sævarsdóttir var verðlaunahafinn í ár þegar veitt var úr Verðlaunasjóði Árna Kristinssonar og Þórðar Harðarsonar. Sædís er prófessor og varadeildarforseti Læknadeildar H.Í., gigtarlæknir á Landspítalanum og vísindamaður hjá Íslenskri Erfðagreiningu. Hún á einkar glæstan feril sem læknir og vísindakona, hennar störf við gigtarlækningar, erfðafræði, sniðlækningar, rannsóknir, bæði hér á landi og í Svíþjóð, auk rétt um hundrað ritrýndar vísindagreinar í virtum vísindaritum bera vitni um að verðlaunin eru verðskulduð, þó er ekki næstum allt upp talið. Sædís kom í þáttinn í dag og segja okkur aðeins frá sér og sínum störfum og með henni kom Þórður Harðarson, prófessor emiritus, en hann fræddi okkur um þessi merkilegu verðlaun og valið á vinningshafanum í ár. Fyrirtækið Vinnuhjálp vill auka þekkingu og áhuga einstaklinga á mannauðsmálum, til að vera sjálfstæðari og skilvirkari er kemur að úrvinnslu og úrlausnum á eigin málum. Sunna Arnardóttir sérfræðingur í mannauðsmálum er manneskjan á bak við Vinnuhjálp en hún hefur einnig skrifað pistla um mannauðsmál hjá visi.is og nú hjá mbl.is. Nýlega skrifaði hún pistil um ofbeldi stjórnenda gagnvart starfsfólki og við ræddum efni pistilsins við hana í dag. Svo forvitnuðumst við um viðburðinn Hlaupið um arkitektúr. Arkitektafélag Íslands stendur fyrir hlaupi sem er hluti af HönnunarMars og er það svokallað upplifunarhlaup þar sem hlauparar munu skoða borgarlandslagið út frá sjónarhorni arkitektúrs, gamals og nýs. Þær Gerður Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Arkitektafélags Íslands og Ragnheiður Maísól Sturludóttir, verkefnastjóri kynningarmála hjá HönnunarMars, komu í þáttinn og sögðu okkur betur frá. TÓNLIST Í ÞÆTTINUM: Kramið hjarta/Valgeir Guðjónsson(Valgeir Guðjónsson) Húsin í bænum/Egill Ólafsson(Gunnar Þórðarsson-Tómas Guðmundsson) Young americans/David Bowie(David Bowie) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Það var tilkynnt í gær að Sædís Sævarsdóttir var verðlaunahafinn í ár þegar veitt var úr Verðlaunasjóði Árna Kristinssonar og Þórðar Harðarsonar. Sædís er prófessor og varadeildarforseti Læknadeildar H.Í., gigtarlæknir á Landspítalanum og vísindamaður hjá Íslenskri Erfðagreiningu. Hún á einkar glæstan feril sem læknir og vísindakona, hennar störf við gigtarlækningar, erfðafræði, sniðlækningar, rannsóknir, bæði hér á landi og í Svíþjóð, auk rétt um hundrað ritrýndar vísindagreinar í virtum vísindaritum bera vitni um að verðlaunin eru verðskulduð, þó er ekki næstum allt upp talið. Sædís kom í þáttinn í dag og segja okkur aðeins frá sér og sínum störfum og með henni kom Þórður Harðarson, prófessor emiritus, en hann fræddi okkur um þessi merkilegu verðlaun og valið á vinningshafanum í ár. Fyrirtækið Vinnuhjálp vill auka þekkingu og áhuga einstaklinga á mannauðsmálum, til að vera sjálfstæðari og skilvirkari er kemur að úrvinnslu og úrlausnum á eigin málum. Sunna Arnardóttir sérfræðingur í mannauðsmálum er manneskjan á bak við Vinnuhjálp en hún hefur einnig skrifað pistla um mannauðsmál hjá visi.is og nú hjá mbl.is. Nýlega skrifaði hún pistil um ofbeldi stjórnenda gagnvart starfsfólki og við ræddum efni pistilsins við hana í dag. Svo forvitnuðumst við um viðburðinn Hlaupið um arkitektúr. Arkitektafélag Íslands stendur fyrir hlaupi sem er hluti af HönnunarMars og er það svokallað upplifunarhlaup þar sem hlauparar munu skoða borgarlandslagið út frá sjónarhorni arkitektúrs, gamals og nýs. Þær Gerður Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Arkitektafélags Íslands og Ragnheiður Maísól Sturludóttir, verkefnastjóri kynningarmála hjá HönnunarMars, komu í þáttinn og sögðu okkur betur frá. TÓNLIST Í ÞÆTTINUM: Kramið hjarta/Valgeir Guðjónsson(Valgeir Guðjónsson) Húsin í bænum/Egill Ólafsson(Gunnar Þórðarsson-Tómas Guðmundsson) Young americans/David Bowie(David Bowie) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Hver má nota hvaða hárvörur? Eiga svartar konur einkarétt á hárvörum sem henta þeirra hári? Chanel Björk Sturludóttir verður með pistla hér í Lestinni næstu vikurnar og hún ætlar að byrja á því að fjalla um hárvörur svartra kvenna sem hafa orðið vinsælar eftir að hvítir áhrifavaldar uppgötvuðu þær. Ný aðferðafræði er að ryðja sér rúms í íslensku tónleikalíf. Þekktir erlendir tónlistarmenn koma og spila á tónleikum í Hörpu, en tónleikarnir eru ekki fyrst og fremst hugsaðir fyrir heimamenn heldur harða aðdáendur sem vilja gera sér ferð til Íslands og fá að sjá uppáhaldshljómsveitina sína nokkur kvöld í röð. Wilco, Pavement, Elvis Costello og svo hljómsveitir sem fáir Íslendingar þekkja. Við hringjum í tónleikahaldarana Ethan Schwarz og Larry Siegel sem hafa flutt inn nokkrar hljómsveitir og nokkur þúsund tónleikagesti með þeim. Tucker Carlson er langvinsælastur bandarískra þáttastjórnenda, en samt var hann rekinn á dögunum frá Fox news. Við veltum fyrir okkur mögulegum ástæðum þess og hvaða áhrif þetta hefur á bandarískt fjölmiðlalandslag og stjórnmál. Hallgrímur Indriðason, fréttamaður RÚV, hefur sett sig inn í málið.
Hver má nota hvaða hárvörur? Eiga svartar konur einkarétt á hárvörum sem henta þeirra hári? Chanel Björk Sturludóttir verður með pistla hér í Lestinni næstu vikurnar og hún ætlar að byrja á því að fjalla um hárvörur svartra kvenna sem hafa orðið vinsælar eftir að hvítir áhrifavaldar uppgötvuðu þær. Ný aðferðafræði er að ryðja sér rúms í íslensku tónleikalíf. Þekktir erlendir tónlistarmenn koma og spila á tónleikum í Hörpu, en tónleikarnir eru ekki fyrst og fremst hugsaðir fyrir heimamenn heldur harða aðdáendur sem vilja gera sér ferð til Íslands og fá að sjá uppáhaldshljómsveitina sína nokkur kvöld í röð. Wilco, Pavement, Elvis Costello og svo hljómsveitir sem fáir Íslendingar þekkja. Við hringjum í tónleikahaldarana Ethan Schwarz og Larry Siegel sem hafa flutt inn nokkrar hljómsveitir og nokkur þúsund tónleikagesti með þeim. Tucker Carlson er langvinsælastur bandarískra þáttastjórnenda, en samt var hann rekinn á dögunum frá Fox news. Við veltum fyrir okkur mögulegum ástæðum þess og hvaða áhrif þetta hefur á bandarískt fjölmiðlalandslag og stjórnmál. Hallgrímur Indriðason, fréttamaður RÚV, hefur sett sig inn í málið.
Mikið hefur verið fjallað um húsnæðiskostnað undanfarið, sem er kannski ekki skrýtið nú á tímum verðbólgu, hárra vaxta og hækkandi leigu. Við fræddumst um samtökin Búsetufrelsi, sem eru sem sagt hagsmunasamtök fólks með búsetu í heilsárshúsi í frístundabyggðum Grímsnes- og Grafningshrepps. Sem sagt fólk sem býr í heilsárshúsi eða frístundahúsi og hefur þar sitt aðal heimili. Stofnfélagar samtakanna voru 10 þegar félagið stofnuð fyrir tæpu ári, en í dag eru félagar orðnir 70. Heiða Björk Sturludóttir, formaður Búsetufrelsis, kom í þáttinn í dag og fræddi okkur um félagið. Nú er í garð genginn tíma aðalfunda í húsfélögum í fjölbýlishúsum. Þá ber að halda einu sinni á ári, fyrir lok apríl. Þar eru teknar ákvarðanir um hagsmuni og mál sem geta haft í för með sér mikla skuldbindingar og fjárútlát. Því er eins gott að vanda til verka og Tinna Andrésdóttir, lögfræðingur hjá Húseigendafélaginu, kom í þáttinn og fór með okkur yfir það helsta sem hafa ber í huga og hvað er gott að varast í aðdraganda og framkvæmd á slíkum húsfundum. Næst síðustu tónleikar í verkefninu Ár íslenska einsöngslagsins, þeir sjöundu í röðinni í vetur fara fram að sunnudeginum 19. Mars. Á tónleikunum er bæði þekktum og minna þekktum íslenskum einsöngslögum gert hátt undir höfði. Ein forsenda þessarar tónleikaraðar er hátíðarútgáfa á Íslenskum einsöngslögum, alls 289 lög eftir 66 tónskáld, samin á árunum 1918?2018, sem kom út í tilefni fullveldisafmælis þjóðarinnar 1. desember 2018. Það var forlagið Ísalög og eigandi þess, Jón Kristinn Cortez, sem annaðist útgáfuna og hlaut hann íslensku fálkaorðuna fyrir verkið. Jón Kristinn kom í þáttinn í dag. Tónlist í þættinum í dag Perlur og svín / Emilíana Torrini (Ólafur Gaukur Þórhallsson og Hallgrímur Helgason) Litlir kassar / Þokkabót (Pete Seeger og Þórarinn Guðnason) Augun þín blá / Katrín Halldóra Sigurðardóttir (Jón Múli og Jónas Árnasynir) Íslenskt vögguljóð á Hörpu / Garðar Cortez (Jón Þórarinsson og Halldór Laxness) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Mikið hefur verið fjallað um húsnæðiskostnað undanfarið, sem er kannski ekki skrýtið nú á tímum verðbólgu, hárra vaxta og hækkandi leigu. Við fræddumst um samtökin Búsetufrelsi, sem eru sem sagt hagsmunasamtök fólks með búsetu í heilsárshúsi í frístundabyggðum Grímsnes- og Grafningshrepps. Sem sagt fólk sem býr í heilsárshúsi eða frístundahúsi og hefur þar sitt aðal heimili. Stofnfélagar samtakanna voru 10 þegar félagið stofnuð fyrir tæpu ári, en í dag eru félagar orðnir 70. Heiða Björk Sturludóttir, formaður Búsetufrelsis, kom í þáttinn í dag og fræddi okkur um félagið. Nú er í garð genginn tíma aðalfunda í húsfélögum í fjölbýlishúsum. Þá ber að halda einu sinni á ári, fyrir lok apríl. Þar eru teknar ákvarðanir um hagsmuni og mál sem geta haft í för með sér mikla skuldbindingar og fjárútlát. Því er eins gott að vanda til verka og Tinna Andrésdóttir, lögfræðingur hjá Húseigendafélaginu, kom í þáttinn og fór með okkur yfir það helsta sem hafa ber í huga og hvað er gott að varast í aðdraganda og framkvæmd á slíkum húsfundum. Næst síðustu tónleikar í verkefninu Ár íslenska einsöngslagsins, þeir sjöundu í röðinni í vetur fara fram að sunnudeginum 19. Mars. Á tónleikunum er bæði þekktum og minna þekktum íslenskum einsöngslögum gert hátt undir höfði. Ein forsenda þessarar tónleikaraðar er hátíðarútgáfa á Íslenskum einsöngslögum, alls 289 lög eftir 66 tónskáld, samin á árunum 1918?2018, sem kom út í tilefni fullveldisafmælis þjóðarinnar 1. desember 2018. Það var forlagið Ísalög og eigandi þess, Jón Kristinn Cortez, sem annaðist útgáfuna og hlaut hann íslensku fálkaorðuna fyrir verkið. Jón Kristinn kom í þáttinn í dag. Tónlist í þættinum í dag Perlur og svín / Emilíana Torrini (Ólafur Gaukur Þórhallsson og Hallgrímur Helgason) Litlir kassar / Þokkabót (Pete Seeger og Þórarinn Guðnason) Augun þín blá / Katrín Halldóra Sigurðardóttir (Jón Múli og Jónas Árnasynir) Íslenskt vögguljóð á Hörpu / Garðar Cortez (Jón Þórarinsson og Halldór Laxness) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Í þættinum ræða Dagrún og Vilhelmína við Ragnheiði Maísól Sturludóttur, meistaranema í þjóðfræði. Ragnheiður Maísól er menntuð í myndlist en stundar nú meistaranám í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Rannsókn hennar snýr að súrdeigsbakstri á Íslandi. Ragnheiður bakar sjálf súrdeigsbrauð og hefur verið virk í samfélagi súrdeigsbakara en hún stjórnar stórum Facebook-hópi um bakstur af þessu tagi og heldur úti bloggsíðu. Það má því segja að hún hafi gert áhugamál sitt og ástríðu að rannsóknarverkefni. Súrdeigsbakstur varð sérstaklega vinsæll þegar Covid gekk yfir enda var fólk þá meira heima við en áður. Ragnheiður Maísól segir frá því að súrinn fái oft mannleg einkenni. Til dæmis sé oft hægt að rekja ættir hans langt aftur og margir bera sérstök nöfn, en samkvæmt Ragnheiði er nafnið Gísli Súrsson líklega það vinsælasta á Íslandi. Það þarf líka að hugsa um súrinn en hann hagar sér á ólíkan hátt. Þá segir Ragnheiður frá tengslum súrdeigsbakara við súrinn og baksturinn og hvernig hann verður hluti af sjálfsmynd þeirra sem baka. Rannsókn Ragnheiðar Maísól er hluti af þverfaglega rannsóknarverkefninu Samlífi/SYMBIOSIS sem hlaut öndvegisstyrk frá Rannís. Í verkefninu leiða saman hesta sína matvælafræðingar, næringarfræðingar, örverufræðingar, mannfræðingar og þjóðfræðingar og skoða samlífi manna og örvera. Þjóðhættir er hlaðvarp sem fjallar um nýjar rannsóknir og fjölbreytta miðlun í þjóðfræði. Umsjón hafa dr. Dagrún Ósk Jónsdóttir og Vilhelmína Jónsdóttir kennarar í þjóðfræði við Háskóla Íslands.
Sorg er sammannleg tilfinning sem tekur á sig ýmsar myndir. Enginn kemst í gegnum lífið án þess að upplifa sorg. Sorgarmiðstöð er staður sem styður við syrgjendur. Þau Karólína Helga Símonardóttir stjórnarformaður Sorgarmiðstöðvar og Gísli Álfgeirsson stjórnarmeðlimur ræða sorgina og það starf sem fram fer í Sorgarmiðstöðinni. Hennar rödd eru félagasamtök sem starf með það að markmiði að auka vitund meðal almennings á stöðu kvenna af erlendum uppruna í íslensku samfélagi. Samtökin hlutu í vikunni jafnréttisviðurkenningu á jafnréttisþingi. Þær Chanel Björk Sturludóttir og Elínborg Kolbeinsdóttir segja okkur meira frá Hennar rödd. Málfarsmínútan er svo á sínum stað. Í lok þáttar fáum við dýraspjallið svokallaða, dagskrárliður sem fjallar ekkert endilega alltaf um dýr, heldur eru vistkerfin öll jafnan undir og við fáum þá gjarnan til okkar náttúruvísindafólk og forvitnumst um þeirra störf og sérfræðiþekkingu - að þessu sinni er það Rakel Guðmundsdóttir líffræðingur hjá Hafró sem kom til okkar, hún sérhæfir sig meðal annars í útreikningum á burðarþoli íslenskra fjarða - getur þá reiknað út hvort og hversu mikið af sjókvíaeldi þeir þola - en eldisræktun er umdeilt hitamál á Íslandi og því eflaust fróðlegt að heyra af störfum Rakelar.
Nýlega tilkynnti Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar um val á listamanni sem hlýtur árs vinnustofudvöl í Kunstlerhaus Bethanien í Berlín. Vinnustofudvölin veitir aðgengi að öflugu, alþjóðlegu tengslaneti, auk utanumhalds um sýningarhald, útgáfu og ýmsa viðburði fyrir listamennina sem þar dvelja. Í þetta sinn valdist myndlistarkonan Una Björg Magnúsdóttir til dvalarinnar og hún verður gestur í svipmynd dagsins hér í seinni hluta þáttar. ?Halló! Við erum þrjár konur af íröskum uppruna, búsettar á Íslandi, sem ætlum að fagna persneskri menningu saman í Open sunnudaginn 23. október! Við ætlum að smakka perneskan mat, hlusta á tónlistina sem er bönnuð og gægjast í sögu listarinnar. Með þessu viljum við sýna samstöðu með fólkinu í Íran og sýna að rödd þeirra heyrist víða." Svona hljómaði auglýsing fyrir viðburð sem fór fram í listrýminu Open um liðna helgi. Ein þeirra þriggja myndlistarkvenna af írönskum uppruna sem stóðu að viðburðinum mun flytja okkur pistil í þætti dagsins. En við hefjum þáttinn á söng og ítalskri menningu. Syngjandi í Salnum er yfirskrift tónleikaraðar sem hófst síðasta vor í Salnum í Kópavogi. Í röðina raðast portrettónleikar af íslenskum söngvurum eins og perlur á band, en meðal þeirra sem koma þar fram eru Benedikt Kristjánsson, Hallveig Rúnarsdóttir, Hanna Dóra Sturludóttir, Andri Björn Róbertsson og Oddur Arnþór Jónsson. Í kvöld stígur Gissur Páll Gissurarson á svið, ásamt píanóleikaranum Matthildi Önnu Gísladóttur, og þau bera á borð ítalskt eyrnakonfekt. Gissur Páll leit við hér í Efstaleiti og sagði okkur aðeins af tónleikunum og tengslum sínum við Ítalíu. og til þess að koma okkur í réttu stemninguna heyrum við fyrst smá tóndæmi. Gissur Páll syngur Nessun Dorma úr óperunni Turandot eftir Puccini, með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Umsjónarkona: Melkorka Ólafsdóttir
Nýlega tilkynnti Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar um val á listamanni sem hlýtur árs vinnustofudvöl í Kunstlerhaus Bethanien í Berlín. Vinnustofudvölin veitir aðgengi að öflugu, alþjóðlegu tengslaneti, auk utanumhalds um sýningarhald, útgáfu og ýmsa viðburði fyrir listamennina sem þar dvelja. Í þetta sinn valdist myndlistarkonan Una Björg Magnúsdóttir til dvalarinnar og hún verður gestur í svipmynd dagsins hér í seinni hluta þáttar. ?Halló! Við erum þrjár konur af íröskum uppruna, búsettar á Íslandi, sem ætlum að fagna persneskri menningu saman í Open sunnudaginn 23. október! Við ætlum að smakka perneskan mat, hlusta á tónlistina sem er bönnuð og gægjast í sögu listarinnar. Með þessu viljum við sýna samstöðu með fólkinu í Íran og sýna að rödd þeirra heyrist víða." Svona hljómaði auglýsing fyrir viðburð sem fór fram í listrýminu Open um liðna helgi. Ein þeirra þriggja myndlistarkvenna af írönskum uppruna sem stóðu að viðburðinum mun flytja okkur pistil í þætti dagsins. En við hefjum þáttinn á söng og ítalskri menningu. Syngjandi í Salnum er yfirskrift tónleikaraðar sem hófst síðasta vor í Salnum í Kópavogi. Í röðina raðast portrettónleikar af íslenskum söngvurum eins og perlur á band, en meðal þeirra sem koma þar fram eru Benedikt Kristjánsson, Hallveig Rúnarsdóttir, Hanna Dóra Sturludóttir, Andri Björn Róbertsson og Oddur Arnþór Jónsson. Í kvöld stígur Gissur Páll Gissurarson á svið, ásamt píanóleikaranum Matthildi Önnu Gísladóttur, og þau bera á borð ítalskt eyrnakonfekt. Gissur Páll leit við hér í Efstaleiti og sagði okkur aðeins af tónleikunum og tengslum sínum við Ítalíu. og til þess að koma okkur í réttu stemninguna heyrum við fyrst smá tóndæmi. Gissur Páll syngur Nessun Dorma úr óperunni Turandot eftir Puccini, með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Umsjónarkona: Melkorka Ólafsdóttir
Ásthildur er alin upp á heimilii stjórnmálamanns sem mótaði hana að einhverju leiti og það gagnast henni í starfi því jú það hafa allir skoðanir á bæjarstjóranum. Hún segir frá dóttur sinni, en hún og eiginmaður hennar fóru í gegnum 12 meðferðir áður en þeim tókst að eignast barn. Hún segir brosandi að hún sé á pappírum köllum „öldruð frumbyrja".
Ásthildur er alin upp á heimilii stjórnmálamanns sem mótaði hana að einhverju leiti og það gagnast henni í starfi því jú það hafa allir skoðanir á bæjarstjóranum. Hún segir frá dóttur sinni, en hún og eiginmaður hennar fóru í gegnum 12 meðferðir áður en þeim tókst að eignast barn. Hún segir brosandi að hún sé á pappírum köllum „öldruð frumbyrja".
Ásthildur er alin upp á heimilii stjórnmálamanns sem mótaði hana að einhverju leiti og það gagnast henni í starfi því jú það hafa allir skoðanir á bæjarstjóranum. Hún segir frá dóttur sinni, en hún og eiginmaður hennar fóru í gegnum 12 meðferðir áður en þeim tókst að eignast barn. Hún segir brosandi að hún sé á pappírum köllum „öldruð frumbyrja".
Ásthildur er alin upp á heimilii stjórnmálamanns sem mótaði hana að einhverju leiti og það gagnast henni í starfi því jú það hafa allir skoðanir á bæjarstjóranum. Hún segir frá dóttur sinni, en hún og eiginmaður hennar fóru í gegnum 12 meðferðir áður en þeim tókst að eignast barn. Hún segir brosandi að hún sé á pappírum köllum „öldruð frumbyrja".
Björn Þorfinnsson alþjóðlegur skákmeistari spjallar við okkur um skandalinn sem skekur skákheiminn en Magnus Carlsen heimsmeistari hefur gefið í skyn að mótherji hans hafi svindlað í móti í Bandaríkjunum. Laufey nærþjónusta er teymi í þróun á Landspítalanum sem ætlað er að þjónusta fólk með alvarlegan geð- og fíknivanda á vettvangi. Við ræddum við Birnu Óskarsdóttur, hjúkrunarfræðing og teymisstjóra, og Sunnu Siggeirsdóttur, verkefnastýru Laufeyjar, um þessa þjónustu og helstu verkefni. Íbúðaverð á Akureyri er í hæstu hæðum og nálgast nú fermetraverðið í Hafnarfirði - en húsnæðisverð fyrir norðan hefur hækkað meira en víða annarsstaðar á þessu ári. Hluti af sökinni er rakinn til þess að fólk sem ekki er búsett í bænum eigi fjölda eigna þar og því sé eftirspurn eftir húsnæði mun meiri en íbúafjöldinn segi til um. Við heyrðum í Ásthildi Sturludóttur bæjarstýru um ástandið. Í gær tókum við viðtal við Sigrúnu Sævarsdóttur Griffith, sem búsett er í Bretlandi, og hún sagði okkur upp og ofan af viðbrögðum Breta við nýjum forsætisráðherra Liz Truss en einnig því hversu mikil ólga sé almennt í samfélaginu eftir erfið Covid ár og áhrif Brexit sem nú eru að fullu að koma fram. Það er með öðrum orðum hart í ári og fólk er víst búið að fá sig fullsatt. Við spáðum í spilin með þeim Jóni Bjarka Bentssyni aðalhagfræðingi Íslandsbanka og Eiríki Bergmann stjórnmálafræðiprófessor og skoðuðum hvaða áhrif það kynni að hafa hér á landi ef allt fer á versta veg í Bretlandi. Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, skrifaði í gær grein um evrusvæðið, sem að hans mati hefur ekki fengið mikla umræðu undanfarið. Hann segir að evrusvæðið sé í alvarlegri skuldakreppu og ljóst að endurhugsa þurfi reglurnar um bæði hámarks halla á ríkissjóði og hámarks skuldir hins opinbera. Það komi að skuldadögum og aðgerðum sem verða ekki auðveldar. Við ræddum við Hilmar um stöðu evruna, skuldir og aðgerðir á evrusvæðinu. Upphæðirnar sem ensk knattspyrnufélög settu í að kaupa nokkra tugi leikmanna í sumar slá öll fyrri met - en heildareyðsla félaganna í úrvalsdeildinni var til að mynda meiri en árleg útgjöld íslenska ríkisins til heilbrigðismála. Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður á Kjarnanum, fjallaði á dögunum um félagaskiptagluggann í enska boltanum og setti hann í efnahagslegt samhengi - við ræddum við Arnar í lok þáttar.
Björn Þorfinnsson alþjóðlegur skákmeistari spjallar við okkur um skandalinn sem skekur skákheiminn en Magnus Carlsen heimsmeistari hefur gefið í skyn að mótherji hans hafi svindlað í móti í Bandaríkjunum. Laufey nærþjónusta er teymi í þróun á Landspítalanum sem ætlað er að þjónusta fólk með alvarlegan geð- og fíknivanda á vettvangi. Við ræddum við Birnu Óskarsdóttur, hjúkrunarfræðing og teymisstjóra, og Sunnu Siggeirsdóttur, verkefnastýru Laufeyjar, um þessa þjónustu og helstu verkefni. Íbúðaverð á Akureyri er í hæstu hæðum og nálgast nú fermetraverðið í Hafnarfirði - en húsnæðisverð fyrir norðan hefur hækkað meira en víða annarsstaðar á þessu ári. Hluti af sökinni er rakinn til þess að fólk sem ekki er búsett í bænum eigi fjölda eigna þar og því sé eftirspurn eftir húsnæði mun meiri en íbúafjöldinn segi til um. Við heyrðum í Ásthildi Sturludóttur bæjarstýru um ástandið. Í gær tókum við viðtal við Sigrúnu Sævarsdóttur Griffith, sem búsett er í Bretlandi, og hún sagði okkur upp og ofan af viðbrögðum Breta við nýjum forsætisráðherra Liz Truss en einnig því hversu mikil ólga sé almennt í samfélaginu eftir erfið Covid ár og áhrif Brexit sem nú eru að fullu að koma fram. Það er með öðrum orðum hart í ári og fólk er víst búið að fá sig fullsatt. Við spáðum í spilin með þeim Jóni Bjarka Bentssyni aðalhagfræðingi Íslandsbanka og Eiríki Bergmann stjórnmálafræðiprófessor og skoðuðum hvaða áhrif það kynni að hafa hér á landi ef allt fer á versta veg í Bretlandi. Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, skrifaði í gær grein um evrusvæðið, sem að hans mati hefur ekki fengið mikla umræðu undanfarið. Hann segir að evrusvæðið sé í alvarlegri skuldakreppu og ljóst að endurhugsa þurfi reglurnar um bæði hámarks halla á ríkissjóði og hámarks skuldir hins opinbera. Það komi að skuldadögum og aðgerðum sem verða ekki auðveldar. Við ræddum við Hilmar um stöðu evruna, skuldir og aðgerðir á evrusvæðinu. Upphæðirnar sem ensk knattspyrnufélög settu í að kaupa nokkra tugi leikmanna í sumar slá öll fyrri met - en heildareyðsla félaganna í úrvalsdeildinni var til að mynda meiri en árleg útgjöld íslenska ríkisins til heilbrigðismála. Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður á Kjarnanum, fjallaði á dögunum um félagaskiptagluggann í enska boltanum og setti hann í efnahagslegt samhengi - við ræddum við Arnar í lok þáttar.
Björn Þorfinnsson alþjóðlegur skákmeistari spjallar við okkur um skandalinn sem skekur skákheiminn en Magnus Carlsen heimsmeistari hefur gefið í skyn að mótherji hans hafi svindlað í móti í Bandaríkjunum. Laufey nærþjónusta er teymi í þróun á Landspítalanum sem ætlað er að þjónusta fólk með alvarlegan geð- og fíknivanda á vettvangi. Við ræddum við Birnu Óskarsdóttur, hjúkrunarfræðing og teymisstjóra, og Sunnu Siggeirsdóttur, verkefnastýru Laufeyjar, um þessa þjónustu og helstu verkefni. Íbúðaverð á Akureyri er í hæstu hæðum og nálgast nú fermetraverðið í Hafnarfirði - en húsnæðisverð fyrir norðan hefur hækkað meira en víða annarsstaðar á þessu ári. Hluti af sökinni er rakinn til þess að fólk sem ekki er búsett í bænum eigi fjölda eigna þar og því sé eftirspurn eftir húsnæði mun meiri en íbúafjöldinn segi til um. Við heyrðum í Ásthildi Sturludóttur bæjarstýru um ástandið. Í gær tókum við viðtal við Sigrúnu Sævarsdóttur Griffith, sem búsett er í Bretlandi, og hún sagði okkur upp og ofan af viðbrögðum Breta við nýjum forsætisráðherra Liz Truss en einnig því hversu mikil ólga sé almennt í samfélaginu eftir erfið Covid ár og áhrif Brexit sem nú eru að fullu að koma fram. Það er með öðrum orðum hart í ári og fólk er víst búið að fá sig fullsatt. Við spáðum í spilin með þeim Jóni Bjarka Bentssyni aðalhagfræðingi Íslandsbanka og Eiríki Bergmann stjórnmálafræðiprófessor og skoðuðum hvaða áhrif það kynni að hafa hér á landi ef allt fer á versta veg í Bretlandi. Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, skrifaði í gær grein um evrusvæðið, sem að hans mati hefur ekki fengið mikla umræðu undanfarið. Hann segir að evrusvæðið sé í alvarlegri skuldakreppu og ljóst að endurhugsa þurfi reglurnar um bæði hámarks halla á ríkissjóði og hámarks skuldir hins opinbera. Það komi að skuldadögum og aðgerðum sem verða ekki auðveldar. Við ræddum við Hilmar um stöðu evruna, skuldir og aðgerðir á evrusvæðinu. Upphæðirnar sem ensk knattspyrnufélög settu í að kaupa nokkra tugi leikmanna í sumar slá öll fyrri met - en heildareyðsla félaganna í úrvalsdeildinni var til að mynda meiri en árleg útgjöld íslenska ríkisins til heilbrigðismála. Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður á Kjarnanum, fjallaði á dögunum um félagaskiptagluggann í enska boltanum og setti hann í efnahagslegt samhengi - við ræddum við Arnar í lok þáttar.
Umsjón: Ingvar Þór Björnsson & Snærós Sindradóttir Um helgina gengu íbúar í Stykkishólmsbæ og Helgafellssveit á Snæfellsnesi til kosninga og samþykktu sameiningu sveitarfélaganna. Við ræddum við Guðmund Helga Hjartarson, sveitarstjórnarfulltrúa í Helgafellssveit, um áhrif sameiningarinnar á íbúa og hvað tekur nú við. Samtökin Trans Ísland gagnrýndu um helgina fjölmiðla fyrir að birta ítrekað pistla þar sem minnihlutahópar eru smánaðir, undir því yfirskini að um sé að ræða skoðanir fólks. Við ræddum við Andie Sophia Fontaine, gjaldkera samtakanna, en lítið hefur reynt á löggjöf um birtingu slíkra greina. Hjalti Már Björnsson bráðalæknir, hefur áhyggjur af mikilli notkun Parkódín lyfsins og segir meðal annars að kódein sé tiltölulega lélegt verkjastillandi lyf en hafi miklar aukaverkanir. Hann kom til okkar um miðbik þáttar. Ríkislögreglustjóri mun í dag gefa út nýja skýrslu sem sýnir að síðastliðin tvö ár hefur lögregla fengið algjöran metfjölda tilkynninga um heimilisofbeldi og voru tilvik síðasta árs til dæmis þriðjungi hærri en árið 2015. Þá kemur einnig fram í skýrslunni að í manndrápsmálum eru tengsl gerenda og hins látna í yfir helmingi tilfella fjölskyldutengsl eða náin tengsl. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri kom til okkar og segir frá efni skýrslunnar. Óskarsverðlaunin voru afhent í nótt. Við renndum yfir helstu tíðindi hátíðarinnar með Chanel Björk Sturludóttur, einum umsjónarmanna Kastljóss. Já og svo renndum við yfir íþróttir helgarinnar með Evu Björk Benediktsdóttur eins og alla mánudaga. Tónlist: Jet Black Joe - Starlight Jennylee - Stop Speaking Bloodgroup - Hips Again EYJAA - Ultraviolet Kings of Convenience - Rocky Trail Bríet - Flugdreki Rihanna - Stop the music Billie Eilish - No time to Die Valgeir Guðjónsson - Ástin vex á trjánum Flott - Flott
Umsjón: Ingvar Þór Björnsson & Snærós Sindradóttir Um helgina gengu íbúar í Stykkishólmsbæ og Helgafellssveit á Snæfellsnesi til kosninga og samþykktu sameiningu sveitarfélaganna. Við ræddum við Guðmund Helga Hjartarson, sveitarstjórnarfulltrúa í Helgafellssveit, um áhrif sameiningarinnar á íbúa og hvað tekur nú við. Samtökin Trans Ísland gagnrýndu um helgina fjölmiðla fyrir að birta ítrekað pistla þar sem minnihlutahópar eru smánaðir, undir því yfirskini að um sé að ræða skoðanir fólks. Við ræddum við Andie Sophia Fontaine, gjaldkera samtakanna, en lítið hefur reynt á löggjöf um birtingu slíkra greina. Hjalti Már Björnsson bráðalæknir, hefur áhyggjur af mikilli notkun Parkódín lyfsins og segir meðal annars að kódein sé tiltölulega lélegt verkjastillandi lyf en hafi miklar aukaverkanir. Hann kom til okkar um miðbik þáttar. Ríkislögreglustjóri mun í dag gefa út nýja skýrslu sem sýnir að síðastliðin tvö ár hefur lögregla fengið algjöran metfjölda tilkynninga um heimilisofbeldi og voru tilvik síðasta árs til dæmis þriðjungi hærri en árið 2015. Þá kemur einnig fram í skýrslunni að í manndrápsmálum eru tengsl gerenda og hins látna í yfir helmingi tilfella fjölskyldutengsl eða náin tengsl. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri kom til okkar og segir frá efni skýrslunnar. Óskarsverðlaunin voru afhent í nótt. Við renndum yfir helstu tíðindi hátíðarinnar með Chanel Björk Sturludóttur, einum umsjónarmanna Kastljóss. Já og svo renndum við yfir íþróttir helgarinnar með Evu Björk Benediktsdóttur eins og alla mánudaga. Tónlist: Jet Black Joe - Starlight Jennylee - Stop Speaking Bloodgroup - Hips Again EYJAA - Ultraviolet Kings of Convenience - Rocky Trail Bríet - Flugdreki Rihanna - Stop the music Billie Eilish - No time to Die Valgeir Guðjónsson - Ástin vex á trjánum Flott - Flott
Umsjón: Ingvar Þór Björnsson & Snærós Sindradóttir Um helgina gengu íbúar í Stykkishólmsbæ og Helgafellssveit á Snæfellsnesi til kosninga og samþykktu sameiningu sveitarfélaganna. Við ræddum við Guðmund Helga Hjartarson, sveitarstjórnarfulltrúa í Helgafellssveit, um áhrif sameiningarinnar á íbúa og hvað tekur nú við. Samtökin Trans Ísland gagnrýndu um helgina fjölmiðla fyrir að birta ítrekað pistla þar sem minnihlutahópar eru smánaðir, undir því yfirskini að um sé að ræða skoðanir fólks. Við ræddum við Andie Sophia Fontaine, gjaldkera samtakanna, en lítið hefur reynt á löggjöf um birtingu slíkra greina. Hjalti Már Björnsson bráðalæknir, hefur áhyggjur af mikilli notkun Parkódín lyfsins og segir meðal annars að kódein sé tiltölulega lélegt verkjastillandi lyf en hafi miklar aukaverkanir. Hann kom til okkar um miðbik þáttar. Ríkislögreglustjóri mun í dag gefa út nýja skýrslu sem sýnir að síðastliðin tvö ár hefur lögregla fengið algjöran metfjölda tilkynninga um heimilisofbeldi og voru tilvik síðasta árs til dæmis þriðjungi hærri en árið 2015. Þá kemur einnig fram í skýrslunni að í manndrápsmálum eru tengsl gerenda og hins látna í yfir helmingi tilfella fjölskyldutengsl eða náin tengsl. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri kom til okkar og segir frá efni skýrslunnar. Óskarsverðlaunin voru afhent í nótt. Við renndum yfir helstu tíðindi hátíðarinnar með Chanel Björk Sturludóttur, einum umsjónarmanna Kastljóss. Já og svo renndum við yfir íþróttir helgarinnar með Evu Björk Benediktsdóttur eins og alla mánudaga. Tónlist: Jet Black Joe - Starlight Jennylee - Stop Speaking Bloodgroup - Hips Again EYJAA - Ultraviolet Kings of Convenience - Rocky Trail Bríet - Flugdreki Rihanna - Stop the music Billie Eilish - No time to Die Valgeir Guðjónsson - Ástin vex á trjánum Flott - Flott
Það viðrar ekki beinlínis vel til garðyrkju þessa dagana en mikilvægt að sýna fyrirhyggju í þeim efnum þrátt fyrir það. Um þessar mundir er rétti tíminn til að fara að sá fyrir sumarið svo garðurinn verði fallegur á réttum tíma. Vilmundur Hansen garðyrkjumaður kíkti til okkar með fullt farteski af sínum mikla fróðleik um garðyrkjuna. Bæjarstjóri Akureyrar, Ásthildur Sturludóttir, hefur leitast eftir því að svokölluð þjóðarópera verði staðsett í tónleikahúsinu Hofi á Akureyri. Töluverð vinna hefur farið fram í tengslum við hugmyndir um þjóðaróperu en í apríl síðastliðnum var lögð fram skýrsla um þetta fyrirbæri þar sem sagt var að þjóðarópera fæli í sér gríðarleg menningarleg tækifæri. Lilja Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að bankarnir ættu, í ljósi mikils hagnaðar, að létta undir með heimilum og fyrirtækjum sem horfa fram á hærri vaxtabyrði vegna vaxtahækkana Seðlabankans. Lilja sagði að ef bankarnir finndu ekki einhverja lausn í þeim málum teldi hún að endurvekja ætti bankaskattinn. Við ræddum þessar hugmyndir við Þórólf Geir Matthíasson, prófessor í hagfræði. Upp úr klukkan átta fórum við yfir fréttir vikunnar, í þetta skiptið með Þóru Arnórsdóttur, fréttakonu hér á Ríkisútvarpinu, og Hallgrími Helgasyni, rithöfundi. Samtök atvinnulífsins eru stór eins og allir vita og með töluverð ítök í íslensku samfélagi en ríflega 2000 fyrirtæki eru hluti af samtökunum sem hafa um 70% launafólks á almennum markaði í sinni vinnu. Sum þessara fyrirtækja eru stór fyrirtæki í opinberri eigu og þau greiða rentu af veltu sinni til Samtaka atvinnulífsins. Þingmaður Samfylkingarinnar, Jóhann Páll Jóhannsson, hefur lagt fram fyrirspurn á þingi um það hvaða opinberu fyrirtæki eru þátttakendur í SA og hversu háar fjárhæðir renni til samtakanna frá þeim á ári hverju. Ofurskálin, eða Super Bowl, nýtur sívaxandi vinsælda hér á landi en þessi úrslitakeppni NFL deildarinnar í bandaríkjunum fer fram aðfaranótt mánudagsins næsta. Andri Ólafsson, einn helsti NFL sérfræðingur landsins og þáttastjórnandi hjá Stöð 2 Sport kom til okkar í lok þáttar. Tónlist: Ólgusjór - Lights of the highway Redbone - Childish Gambino Fast Car - Tracy Chapman Can't stop the feeling - Justin Timberlake Gimme Gemmér - Popparoft Segðu mér - Friðrik Dór Ironic - Alanis Morrisette Upp til hópa - Herra Hnetusmjör
Það viðrar ekki beinlínis vel til garðyrkju þessa dagana en mikilvægt að sýna fyrirhyggju í þeim efnum þrátt fyrir það. Um þessar mundir er rétti tíminn til að fara að sá fyrir sumarið svo garðurinn verði fallegur á réttum tíma. Vilmundur Hansen garðyrkjumaður kíkti til okkar með fullt farteski af sínum mikla fróðleik um garðyrkjuna. Bæjarstjóri Akureyrar, Ásthildur Sturludóttir, hefur leitast eftir því að svokölluð þjóðarópera verði staðsett í tónleikahúsinu Hofi á Akureyri. Töluverð vinna hefur farið fram í tengslum við hugmyndir um þjóðaróperu en í apríl síðastliðnum var lögð fram skýrsla um þetta fyrirbæri þar sem sagt var að þjóðarópera fæli í sér gríðarleg menningarleg tækifæri. Lilja Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að bankarnir ættu, í ljósi mikils hagnaðar, að létta undir með heimilum og fyrirtækjum sem horfa fram á hærri vaxtabyrði vegna vaxtahækkana Seðlabankans. Lilja sagði að ef bankarnir finndu ekki einhverja lausn í þeim málum teldi hún að endurvekja ætti bankaskattinn. Við ræddum þessar hugmyndir við Þórólf Geir Matthíasson, prófessor í hagfræði. Upp úr klukkan átta fórum við yfir fréttir vikunnar, í þetta skiptið með Þóru Arnórsdóttur, fréttakonu hér á Ríkisútvarpinu, og Hallgrími Helgasyni, rithöfundi. Samtök atvinnulífsins eru stór eins og allir vita og með töluverð ítök í íslensku samfélagi en ríflega 2000 fyrirtæki eru hluti af samtökunum sem hafa um 70% launafólks á almennum markaði í sinni vinnu. Sum þessara fyrirtækja eru stór fyrirtæki í opinberri eigu og þau greiða rentu af veltu sinni til Samtaka atvinnulífsins. Þingmaður Samfylkingarinnar, Jóhann Páll Jóhannsson, hefur lagt fram fyrirspurn á þingi um það hvaða opinberu fyrirtæki eru þátttakendur í SA og hversu háar fjárhæðir renni til samtakanna frá þeim á ári hverju. Ofurskálin, eða Super Bowl, nýtur sívaxandi vinsælda hér á landi en þessi úrslitakeppni NFL deildarinnar í bandaríkjunum fer fram aðfaranótt mánudagsins næsta. Andri Ólafsson, einn helsti NFL sérfræðingur landsins og þáttastjórnandi hjá Stöð 2 Sport kom til okkar í lok þáttar. Tónlist: Ólgusjór - Lights of the highway Redbone - Childish Gambino Fast Car - Tracy Chapman Can't stop the feeling - Justin Timberlake Gimme Gemmér - Popparoft Segðu mér - Friðrik Dór Ironic - Alanis Morrisette Upp til hópa - Herra Hnetusmjör
Það viðrar ekki beinlínis vel til garðyrkju þessa dagana en mikilvægt að sýna fyrirhyggju í þeim efnum þrátt fyrir það. Um þessar mundir er rétti tíminn til að fara að sá fyrir sumarið svo garðurinn verði fallegur á réttum tíma. Vilmundur Hansen garðyrkjumaður kíkti til okkar með fullt farteski af sínum mikla fróðleik um garðyrkjuna. Bæjarstjóri Akureyrar, Ásthildur Sturludóttir, hefur leitast eftir því að svokölluð þjóðarópera verði staðsett í tónleikahúsinu Hofi á Akureyri. Töluverð vinna hefur farið fram í tengslum við hugmyndir um þjóðaróperu en í apríl síðastliðnum var lögð fram skýrsla um þetta fyrirbæri þar sem sagt var að þjóðarópera fæli í sér gríðarleg menningarleg tækifæri. Lilja Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að bankarnir ættu, í ljósi mikils hagnaðar, að létta undir með heimilum og fyrirtækjum sem horfa fram á hærri vaxtabyrði vegna vaxtahækkana Seðlabankans. Lilja sagði að ef bankarnir finndu ekki einhverja lausn í þeim málum teldi hún að endurvekja ætti bankaskattinn. Við ræddum þessar hugmyndir við Þórólf Geir Matthíasson, prófessor í hagfræði. Upp úr klukkan átta fórum við yfir fréttir vikunnar, í þetta skiptið með Þóru Arnórsdóttur, fréttakonu hér á Ríkisútvarpinu, og Hallgrími Helgasyni, rithöfundi. Samtök atvinnulífsins eru stór eins og allir vita og með töluverð ítök í íslensku samfélagi en ríflega 2000 fyrirtæki eru hluti af samtökunum sem hafa um 70% launafólks á almennum markaði í sinni vinnu. Sum þessara fyrirtækja eru stór fyrirtæki í opinberri eigu og þau greiða rentu af veltu sinni til Samtaka atvinnulífsins. Þingmaður Samfylkingarinnar, Jóhann Páll Jóhannsson, hefur lagt fram fyrirspurn á þingi um það hvaða opinberu fyrirtæki eru þátttakendur í SA og hversu háar fjárhæðir renni til samtakanna frá þeim á ári hverju. Ofurskálin, eða Super Bowl, nýtur sívaxandi vinsælda hér á landi en þessi úrslitakeppni NFL deildarinnar í bandaríkjunum fer fram aðfaranótt mánudagsins næsta. Andri Ólafsson, einn helsti NFL sérfræðingur landsins og þáttastjórnandi hjá Stöð 2 Sport kom til okkar í lok þáttar. Tónlist: Ólgusjór - Lights of the highway Redbone - Childish Gambino Fast Car - Tracy Chapman Can't stop the feeling - Justin Timberlake Gimme Gemmér - Popparoft Segðu mér - Friðrik Dór Ironic - Alanis Morrisette Upp til hópa - Herra Hnetusmjör
Umsjón: Ingvar Þór Björnsson og Snærós Sindradóttir Nokkuð hefur dregið úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga síðustu daga en skjálftahrinan, sem hófst 21. desember, er dempaðari en sú sem varð fyrir gosið í mars. Við ræddum við Fannar Jónasson, bæjarstjóra í Grindavík, um stöðu mála. Alls leituðu sjö fullorðnir karlmenn á bráðamóttöku Landspítalans með áverka eftir að hafa skotið flugeld úr hendinni á sér á gamlárskvöld. Við heyrðum í Hjalta Má Björnssyni, yfirlækni á bráðamóttöku Landspítalans, um gamlárskvöld og álagið á deildinni. Veganúar hófst í dag en þá prófa margir að vera grænkerar í janúar. Við ræddum við Elínu Söndru Skúladóttur, stjórnarformann hjá Krafti, félagi ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein, um heilsufarslegan ávinning grænkerafæðis. Sóttvarnalæknir lagði til í síðasta minnisblaði sínu að fresta skólabyrjun til 10. janúar en ríkisstjórnin var ekki hlynnt því. Grunnskólakennarar eru sérstaklega áhyggjufullir vegna stöðunnar enda eru langflest grunnskólabörn, yngri en tólf ára, með öllu óbólusett fyrir Covid-19 faraldrinum. Hún kom til okkar, Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður grunnskólakennara, og ræddi þessi mál og einnig nýjan kjarasamning kennara. Við heyrðum í Heiðu Björk Sturludóttur en hún býr, ásamt manni sínum, í húsi í Grímsnesi sem skilgreint er sem sumarhús. Það hafði verið draumur hjónanna um langa hríð að flytja í sveit, vera nálægt náttúrunni og anda að sér ferska loftinu, en þau hafa heldur betur rekist á hindranir í kerfinu því samkvæmt lögum og reglum er bannað að hafa fasta búsetu - og þar með lögheimili - í sumarhúsabyggð. Svo voru það íþróttirnar eins og alla mánudaga. Að þessu sinni með Evu Björk Benediktsdóttur. Unnsteinn - Er þetta ást? Japanese breakfast - Be Sweet Svavar Knútur - Hope and Fortune Adele - Hometown Glory Bríet - Sólblóm Supergrass - Alright Laufey Lín - Like the Movies Blur - Girls and Boys Whitney Houston - My love is your love Sváfnir Sig - Stund milli stríða
„Í staðinn fyrir að fara í vörn að fólk sé bara tilbúið til að hlusta, læra og aflæra þessar hugmyndir.“ segir Chanel Björk Sturludóttir umsjónarkona Mannflórunnar sem er útvarps- og hlaðvarpsþáttur á Rúv og Instagram, þar sem hún leitast við að svara djúpstæðum spurningum um fjölmenningu í íslensku samfélagi. Chanel er blandaður Íslendingur og kannast við á eigin skinni hvernig við flokkum fólk eftir ríkjandi hugmyndakerfi. Þótt enginn munur sé á fólki eftir uppruna og kynþætti þá verðum við að taka inn í myndina hvernig nýrasismi hefur félagsleg áhrif á fólk. Chanel gagnrýnir gerendafókus í umræðu um menningarnám og rasisma og telur fólk ekki nægjanlega meðvitað um eigin fordóma. Jafnvel upplýst róttækt fólk eigi til að nota orðfæri úr poppmenningunni án þess að tengja það við yfirtöku ráðandi hóps á menningareinkennum undirokaðra hópa. Chanel, ásamt Miriam Petru, bjóða skólum, félagsmiðstöðvum og vinnustöðum upp á fræðslu um kynþáttahyggju og menningarfodóma á Íslandi. Í 51. hlaðvarpsþætti Karlmennskunnar fræðumst við um rasisma, nýrasisma, öráreitni, fordóma, menningarnám, AAVE og kynþáttahyggju í íslensku samfélagi. Intro: Futuregrapher Outro: Jói P. og Króli - ON (instrumental) Þátturinn er tekinn upp í stúdíó Macland og er í boði Veganbúðarinnar og The Body Shop.
„Í staðinn fyrir að fara í vörn að fólk sé bara tilbúið til að hlusta, læra og aflæra þessar hugmyndir.“ segir Chanel Björk Sturludóttir umsjónarkona Mannflórunnar sem er útvarps- og hlaðvarpsþáttur á Rúv og Instagram, þar sem hún leitast við að svara djúpstæðum spurningum um fjölmenningu í íslensku samfélagi. Chanel er blandaður Íslendingur og kannast við á eigin skinni hvernig við flokkum fólk eftir ríkjandi hugmyndakerfi. Þótt enginn munur sé á fólki eftir uppruna og kynþætti þá verðum við að taka inn í myndina hvernig nýrasismi hefur félagsleg áhrif á fólk. Chanel gagnrýnir gerendafókus í umræðu um menningarnám og rasisma og telur fólk ekki nægjanlega meðvitað um eigin fordóma. Jafnvel upplýst róttækt fólk eigi til að nota orðfæri úr poppmenningunni án þess að tengja það við yfirtöku ráðandi hóps á menningareinkennum undirokaðra hópa. Chanel, ásamt Miriam Petru, bjóða skólum, félagsmiðstöðvum og vinnustöðum upp á fræðslu um kynþáttahyggju og menningarfodóma á Íslandi. Í 51. hlaðvarpsþætti Karlmennskunnar fræðumst við um rasisma, nýrasisma, öráreitni, fordóma, menningarnám, AAVE og kynþáttahyggju í íslensku samfélagi. Intro: Futuregrapher Outro: Jói P. og Króli - ON (instrumental) Þátturinn er tekinn upp í stúdíó Macland og er í boði Veganbúðarinnar og The Body Shop.