POPULARITY
Við ætlum heimskautanna á milli í þættinum í dag og einnig að huga að írska tungumálinu. Í síðustu viku bárust fréttir af ásökunum gegn manni sem er í rannsóknarleiðangri þar suðurfrá ásamt öðrum. Hann er sakaður um kynferðisofbeldi og líflátshótanir gegn félögum sínum í rannsóknarleiðangrinum, sem á að standa fram í desember. Okkur langaði að skyggnast betur inn í þennan heim og skoða betur hvaða áhrif algjör einangrun í svona langan tíma getur haft á fólk. Bjarni Pétur ræddi við Ólaf Ingólfsson sem hefur farið í fimm leiðangra á Suðurskautslandið og hann segir að það verði allir pínulítið skrítnir við þessar aðstæður. Getur hip hop bjargað írska tungumálinu? Það er góð spurning og kannski er tríóið Kneecap frá Norður-Írlandi með svarið við því. Írska er að minnsta kosti að ganga í endurnýjun lífdaga í rappi hljómsveitarinnar. Hljómsveitin hefur sagt markmið sitt vera að gera tungumálið aðgengilegra fyrir ungt fólk. En hvað er það við þessa hljómsveit sem hefur vakið nýjan áhuga á tungumálinu? Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir ræddi meðal annars við Áine Mangaong tónlistarfræðing um hljómsveitina, af hverju hún er einstök og írska tungumálið. Þá heyrum við í Hallgrími Indriðasyni, fréttamanni, sem hefur dvalið á Grænlandi síðust daga. Það hafa verið viðburðaríkir dagar þar, í gær kynnti ný ríkisstjórn samstarfssáttmála sinn og varaforseti Bandaríkjanna, J.D. Vance, sótti landið heim.
Bjarni Pálsson er nýráðinn framkvæmdastjóri Vinds og jarðvarma. Í þessum þætti segir hann okkur frá ýmsum spennandi verkefnum sem framundan eru.Þátturinn á YouTube
Ótti, reiði og undrun. Einhver þessara tilfinninga, ef ekki allar samtímis, voru allsráðandi í Suður-Kóreu á þriðjudagskvöldið. Noon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu, birtist á sjónvarpsskjám landsmanna klukkan ellefu að kvöldi og lýsti þar yfir herlögum. Hundruð hermanna umkringdu þinghúsið og komu í veg fyrir að þingmenn kæmust þar inn. Bjarni Pétur Jónsson skoðar baksögu þessara óvæntu atburða og fer með okkur til Suður Kóreu. Í síðari hluta þáttarins ætlum við til Kasakstan. Þar eru umdeildar breytingar frá því fyrr á þessu ári farnar að hafa tilsegjanleg áhrif. Já, í mars fækkuðu yfirvöld í Kasakstan tímabeltum landsins úr tvö niður í eitt, og það þýðir að í fjölmennasta hluta landsins dimmir fyrr en áður. Og nú þegar vetur er skollinn á mega Kasakar ekki endilega við meira myrkri og meiri kulda. Úr sér gengið raforkukerfi landsins er síðan líka að sligast undan auknu álagi, sem klukkubreytingin hefur í för með sér. En hvað geta Kasakar gert? Harkað af sér, mótmælt stefnu stjórnvalda eða kannski tekið sér nágranna sína í vesturhluta Kína, Úígúrana, til fyrirmyndar? Oddur Þórðarson fjallar um málið.
L'Islande vit un moment historique sur la dorsale médio-atlantique, où la ville de Grindavík subit une série d'éruptions volcaniques sans précédent depuis 800 ans. Tandis que la lave ouvre des failles dans les rues et dévore des maisons, le pays voit là une opportunité énergétique. À Krafla, au nord-est de Grindavík, une équipe d'experts prépare un forage inédit : atteindre le magma pour en extraire une énergie quasi illimitée. Comparable en ambition au télescope spatial James Webb, ce projet explore les profondeurs de notre planète.Dans un reportage immersif de CNN, Klara Halldórsdóttir, une habitante de Grindavík, décrit sa ville déserte, désormais sillonnée de failles et d'édifices engloutis. Cette nouvelle série d'éruptions, commencée en décembre 2023, signe le réveil d'un volcan assoupi depuis l'ère viking. En 80 ans, l'Islande a transformé sa vulnérabilité volcanique en force : la géothermie, qui chauffe 90 % des foyers, a fait du pays autrefois le plus pauvre d'Europe un des plus prospères. Là où certains volcans renferment du lithium, ceux d'Islande fournissent de la chaleur.En 2009, un forage à Krafla percute une chambre magmatique profonde, et aujourd'hui, Bjarni Pálsson et son équipe sont de retour, bien décidés à transformer ce magma à 1 000 °C en une centrale ultra-puissante. Selon leurs calculs, cette chaleur pourrait générer une énergie dix fois plus efficace que la géothermie traditionnelle : deux puits dans le magma remplaceraient 18 puits standards. Ce projet ambitieux, espéré pour 2027, pourrait ouvrir la voie à d'autres régions volcaniques comme la Californie, le Japon ou le Kenya. Si l'Islande réussit, elle pourrait offrir à l'humanité une source d'énergie propre, renouvelable et presque infinie. Hébergé par Acast. Visitez acast.com/privacy pour plus d'informations.
Við ætlum að fjalla um stríð og frið. Það er víst nóg af því fyrrnefnda sérstaklega eins og við sjáum í fréttum alla daga, bæði í Evrópu og Mið-Austurlöndum. Við heyrum í þremur viðmælendur sem lýsa því hvernig er að búa við stríð og það þekkja þau vel. Þau eru frá Palestínu, frá Líbanon og frá Úkraínu. Ólöf Ragnarsdóttir ræddi við þau öll, og ekki bara um stríð, heldur líka frið og friðarhorfur. Karl þriðji Bretakonungur er kominn til Ástralíu. Opinber heimsókn hans og Camillu drottningar hófst í gær. Þetta er í sautjánda sinn sem Karl ferðast til Ástralíu en þetta er fyrsta heimsóknin frá því hann varð konungur. Líka í fyrsta sinn sem Bretakonungur kemur til Ástralíu og kannski líka í það síðasta, því þessar heimsóknir kóngafólksins vekja alltaf upp umræðuna í Ástralíu, hvort Ástralar þurfi yfir höfuð að vera undir bresku konungsfjölskyldunni. Bjarni Pétur Jónsson fjallar um málið.
Sjötta þáttaröðin af Heimskviðum hefst með samantekt á afar viðburðaríku sumri í Bandarískum stjórnmálum. Á einungis tæpum tveimur mánuðum hefur einum forsetaframbjóðanda verið sýnt banatilræði og tveir hafa dregið framboð sín til baka. Birta og Bjarni Pétur fara yfir atburðarásina og spá í framhaldið. Þá skoðar Arnar Björnsson umhverfisáhrif Ólympíuleikanna, kostnaðinn við að halda slíka leika og hvernig frágangi er háttað eftir stórmót sem þessi.
Það var mótmælt hressilega á Tenerife nú í vor. Íbúar eyjunnar vinsælu eru orðnir langþreyttir á áhrifum ferðamannastraumsins þangað. Dagný Hulda Erlendsdóttir fór með okkur til Tene. Annar staður sem ferðmennskan hefur haft gríðarleg áhrif á eru Feneyjar.Borgaryfirvöld í Feneyjum byrjuðu í ár að rukka ferðamenn fyrir að koma til borgarinnar. Þar hefur íbúum fækkað hratt síðustu áratugi á meðan ferðamönnum sem koma til borgarinnar bara fjölgar. En það þarf að finna milliveg því margir íbúar lifi á ferðaþjónustunni, og án hennar myndi harðna á dalnum í Feneyjum og fleiri vinsælum ferðamannastöðum um allan heim. Bjarni Pétur Jónsson skoðaði málið.
Við fylgdumst mörg með hinni sögufrægu bygginguBørsen brenna í fréttum á dögunum. Byggingin sem fæst okkar hafa líklega komið inn í nema við höfum átt erindi við viðskiptaráð Danmerkur undanfarin ár, eða þar áður lagt leið okkar í kauphöll landsins. En bygginguna hafa flest sem hafa rölt um stræti Kaupmannahafnar séð. Hún skar sig úr, ekki síst vegna drekaturnspíru sem teygði sig upp af húsþakinu, en er nú hruninn. Oddur Þórðarson segir okkur allt um Børsen. Það verða kosningar í Suður Afríku eftir tæpan mánuð. Og það er útlit fyrir að þær verði spennandi og jafnvel sögulegar. Það gæti gerst í fyrsta sinn frá afnámi aðskilnaðarstefnunnar að afríska þjóðaráðrið missi meirihluta á þingi. Í ár verða þrjátíu ár liðin frá afnámi aðskilnaðarstefnunnar þar í landi. Og þrjátíu ár frá því að Nelson Mandela tók við völdum sem forseti landsins. En af hverju er flokkur frelsishetjunnar Nelsons Mandela ekki lengur flokkur fólksins í Suður Afríku? Það eru fyrst og fremst efnahagsmálin sem þar vega þyngst. Þrátt fyrir að Suður-afrískt efnahagslíf sé nokkuð stöðugt þá mælist atvinnuleysi hvergi hærra. Hjá ungu fólki, 25 ára yngri, er það meira en 60% og sú staðreynd vegur auðvitað þungt í huga kjósenda. Bjarni Pétur fjallar um málið.
Við skoðum baksögu óaldarinnar á Haítí sem náði hámarki fyrir nokkrum vikum þegar glæpagengi náðu stjórn í höfuðborginni Port au-Prince. Bjarni Pétur segir okkur einnig sögu valdamesta glæpamanns landsins. Saga Haítí er þyrnum stráð því auk mannskæðra náttúruhamfara hafa landsmenn þurft að greiða Frökkum skuld árum saman eftir að Haítí fékk sjálfstæði. Í síðari hluta þáttarins ætlar Hallgrímur Indriðason að segja okkur frá skuggahliðum netsins. Fjölmörg dæmi eru um að börn sjái óviðeigand og jafnvel skaðlegt efni á samfélagsmiðlum án þess að þau beri sig sérstaklega eftir því. Fjöldi danskra unglinga ræddi notkun sína við danska ríkissjónvarpið nýlega, þar á meðal um efni sem vakti óhug hjá þeim. Vandinn liggur í því hvernig samfélagsmiðlarnir eru forritaðir en forsvarsmenn þeirra er tregir til að breyta því.
For this episode of Folklore Friday we're diving into the chilling tales and explosive history of Iceland's very own Mount Hekla, often dubbed as the "Gateway to Hell"! Hekla Volcano's Eruption Patterns & Destructive Past Our story begins in the year 1104, when Hekla made its grand entrance into the annals of volcanic history with a bang!Since the 1970s, this fiery beauty has been quite punctual, gracing us with a spectacle roughly every decade. However, she's been holding back since her last performance in February 2000, leaving us all on the edge of our seats, waiting for her next big show.But why the ominous nickname, you ask? Well, Hekla's notoriety isn't just smoke and mirrors. Picture this: the year 1300, a massive eruption tears through the mountain, the colossal roar echoing to the far reaches of the north. The skies darken with ash, casting a shadow so dense, the brave souls who once sailed for their daily catch dare not venture into the blackened seas.The aftermath? A trail of destruction, earthquakes that shook the land, farms crumbling to dust, and a devastating famine claiming around 500 lives. This wasn't a one-off event; Hekla's wrath has been felt through the ages, leaving behind tales of despair and devastation. Why Hekla Was Dubbed “The Gateway to Hell” During the dark and mystic times of the Middle Ages, the European clergy painted Hekla as the very doorstep to the netherworld. Perhaps their imagination wasn't too far off, even if it was a tad dramatic! Rumors swirled of Satan's abode lying within its fiery depths, witches convening in its shadow to pay homage to their infernal master, and the damned being whisked away by avian carriers to the volcano's gaping maws.Such were the tales that shrouded Hekla in an impenetrable veil of superstition and dread. For centuries, its slopes remained untouched by human footsteps, its peak a forbidden realm, believed to house the entrance to hell itself. The whispers of the clergy echoed across Europe, casting Icelandic volcanoes, Hekla in particular, as undeniable proof of the devil's dwelling beneath our very feet. Is Hekla a Safe Place Now? It wasn't until the bold year of 1750 that curiosity (or perhaps foolhardiness) led the first climbers to defy the myths and scale Hekla's heights. Contrary to the fearsome legends, they found no gateway to the underworld but instead unveiled the rugged beauty of this majestic volcano.Today, Hekla stands not as a feared specter but as a beacon for hikers, its slopes a testament to the courage that overcomes fear. Please note that it is still an active volcano and an eruption can still happen. If you plan to visit please check to see if there is any increased activity in the area, like earthquakes.The tale of Hekla, a volcano shrouded in myth yet bursting with natural wonder. Whether you're drawn by its dark folklore or the call of adventure, Hekla remains a captivating chapter in Iceland's rich tapestry of legends and landscapes. Who knows, maybe your next trek will be along the legendary slopes of the so-called "Gateway to Hell" – just don't expect to bump into any witches or find a stairway to the underworld! Books About Icelandic Folklore The Guardians of Iceland and other Icelandic Folk TalesIcelandic Folk Legends: Tales of Apparitions, Outlaws, and Things UnseenThe Little Book of the Hidden People: Twenty Stories of Elves from Icelandic FolkloreIcelandic Folk Tales Random Fact of the Episode Eggert Ólafsson and Bjarni Pálsson are the names of the two people that summited the mountain in 1750. After dispelling the taboo that climbing Hekla meant going to hell, meeting the devil or some witches, the mountain has become a popular place for hikers and climbers. The Icelandic Word of the Episode The name Hekla can mean a comb for linen or a cloak, such as a cloak of mist. It's believed that Hekla mountain might have looked like a comb for linen back in the day but after many ...
Það er talið að um tvær milljónir íbúa á Gasa reiði sig á UNRWA, Palestínuflóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna. Það eru hátt í níutíu prósent þeirra sem þar búa. En nú er óvissa með fjármögnum samtakanna, eftir að fram komu ásakanir um að nokkrir starfsmenn þeirra hefði tekið þátt í árás Hamas á Ísrael í haust. Bjarni Pétur Jónsson fjallar um málið. Í vikunni hófust réttarhöld yfir foreldrum drengs sem skaut tíu til bana í grunnskóla í Belgrad í Serbíu í fyrra. Hann var aðeins þrettán ára þegar hann framdi voðaverkið og foreldrar hans eru sakaðir um að útvega honum vopn og kenna honum að fara með þau. Birta Björnsdóttir segir frá. Lítið hefur spurst til velsku söngkonunnar Duffy undanfarin ár. Duffy, sem þekktust er fyrir lag sitt Mercy, virtist hafa horfið nær alveg úr sviðsljósinu aðeins örfáum árum eftir að ferill hennar sprakk út fyrir um fimmtán árum. Það sem enginn vissi, og hún opinberaði mörgum árum síðar, var að hún varð fyrir grimmilegri frelsisviptingu og kynferðisofbeldi um nokkurra vikna skeið af. Þessi ömurlega lífsreynsla hafði þau áhrif á Duffy að hún lokaði sig af og það tók hana um áratug að ná bata. Oddur Þórðarson segir okkur frá örlögum Duffy.
Árásir Húta á Rauðahafi og árásir Bandaríkjamanna og Breta á Húta á móti hafa verið talsvert í fréttum það sem af er þessu ári og enginn friður í augsýn þar frekar en annars staðar í þessum heimshluta núna. Tilgangur þeirra árása, að sögn Húta er að hamla hefbundnum vöruflutningum til Ísraels þar til íbúum Gaza verði tryggðar alllar nauðsynjar á borð við mat, drykk og lyf. Hútar nota þessar aðferðir sömuleiðis til að mótmæla aðgerðum Ísraelshers og bandamanna þeirra gegn Palestínumönnum á Gasa. Við vildum kynna okkur betur sögu Hútanna og ástæður þess að þeir blanda sér með jafn afgerandi hætti í átökin. Birta Björnsdóttir fjallar um sögu Hútanna og ástandið í Jemen og ræðir við Þóri Jónsson Hraundal, lektor í Mið-austurlandafræðum við Háskóla Íslands. Það er víðar en á Íslandi sem fólk hefur áhyggjur af áhrifum aukinnar snjalltækjanotkunar barna á móðurmálskunnáttu þeirra. Við ætlum að kynna okkur stöðu mála á Grænlandi. Þar þrengir ekki aðeins að grænlensku vegna áhrifa frá ensku, heldur líka dönsku. Þrátt fyrir að grænlenska hafi í nokkur ár verið opinbert tungumál þar, er danskan enn fyrirferðamikil. Dagný Hulda Erlendsdóttir ræðir við formann mannréttindaráðs Grænlands sem týndi niður grænlenskukunnáttu sinni á fyrstu árunum í grunnskóla. Ritstjórar þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
Í þessum síðasta þætti ársins 2023 horfa Heimskviður til framtíðar, nánar tiltekið til ársins 2024 sem er handan við hornið. Við förum yfir sviðið með góðkunningjum þáttarins, Birni Malmquist, Dagnýju Huldu Erlendsdóttur, Hallgrími Indriðasyni, Oddi Þórðarsyni og Ólöfu Ragnarsdóttur og skoðum flestar heimsálfurnar. Hvernig þróast átökin sem geisa í heiminum og hvaða áhrif hafa þau utan átakasvæða? Hvað verður efst á baugi á Norðurlöndunum og í Afríku? Verður tekist á um þátttöku Ísrael í Eurovision og á Ólympíuleikunum, eins og var með Rússland í fyrra? Hvernig lítur árið 2024 út utan Íslands? Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
Í þessum síðasta þætti ársins 2023 horfa Heimskviður til framtíðar, nánar tiltekið til ársins 2024 sem er handan við hornið. Við förum yfir sviðið með góðkunningjum þáttarins, Birni Malmquist, Dagnýju Huldu Erlendsdóttur, Hallgrími Indriðasyni, Oddi Þórðarsyni og Ólöfu Ragnarsdóttur og skoðum flestar heimsálfurnar. Hvernig þróast átökin sem geisa í heiminum og hvaða áhrif hafa þau utan átakasvæða? Hvað verður efst á baugi á Norðurlöndunum og í Afríku? Verður tekist á um þátttöku Ísrael í Eurovision og á Ólympíuleikunum, eins og var með Rússland í fyrra? Hvernig lítur árið 2024 út utan Íslands? Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
Heimskviður hefja leika í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, í Dubai þar sem COP28 stendur nú sem hæst. Og hún á að verða ráðstefna aðgerða, svo að þau markmið sem sett hafa verið í loftslagsmálum síðustu ár náist. En er það yfir höfuð hægt? Erum við ef til vill orðin of sein að grípa í taumana? Þau sem eru við samningaborðið í Dubai telja að svo sé ekki. Og eru reyndar mörg hver á því að lokasamþykktin gæti orðið söguleg, takist að koma inn ákvæði um framtíð jarðefnaeldsneytis - olíu og gass. Þar til fyrir aðeins örfáaum árum þögðu samningamenn þunnu hljóði á COP-ráðstefnum um áhrif jarðefnaeldsneytis. En er hægt að taka nokkuð mark á því sem þarna gerist? Loftslagsráðstefna í olíuríkinu Sameinuðu arabísku furstadæmunum hljómar eins og grín. Mörgum er reyndar ekki hlátur í huga og segja grafalvarlegt að svo mikilvæg ráðstefna sé haldin á viðlíka stað. Svo ekki sé nú minnst á manninn sem fer fyrir öllu klabbinu: Soldán sem gegnir framkvæmdastjórastöðu í ríkisolíufyrirtæki Abu Dhabi. Gagnaleki skömmu fyrir ráðstefnuna þótti sýna að gestgjafarnir hefðu aðrar meiningar með gestgjafahlutverkinu en að berjast gegn loftslagsvánni. Oddur Þórðarson ætlar með okkur að samningaborðinu í Dubai. Svo hugum við að jólahaldi í Úkraínu. Það hefur eðli málsins samkvæmt ótalmargt breyst í Úkraínu eftir innrás Rússa og þar á meðal jólin. Úkraínumenn vilja losa sig við allar hefðir sem tengjast Rússlandi og því verða jólin í ár og framvegis haldin 25. desember en ekki 7. janúar líkt og tíðkast í Rússlandi og hafði lengi tíðkast í Úkraínu. Dagný Hulda Erlendsdóttir kynnti sér málin og ræddi við Úkraínumenn í Kyiv og hér á Íslandi. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta BJörnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
Heimskviður hefja leika í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, í Dubai þar sem COP28 stendur nú sem hæst. Og hún á að verða ráðstefna aðgerða, svo að þau markmið sem sett hafa verið í loftslagsmálum síðustu ár náist. En er það yfir höfuð hægt? Erum við ef til vill orðin of sein að grípa í taumana? Þau sem eru við samningaborðið í Dubai telja að svo sé ekki. Og eru reyndar mörg hver á því að lokasamþykktin gæti orðið söguleg, takist að koma inn ákvæði um framtíð jarðefnaeldsneytis - olíu og gass. Þar til fyrir aðeins örfáaum árum þögðu samningamenn þunnu hljóði á COP-ráðstefnum um áhrif jarðefnaeldsneytis. En er hægt að taka nokkuð mark á því sem þarna gerist? Loftslagsráðstefna í olíuríkinu Sameinuðu arabísku furstadæmunum hljómar eins og grín. Mörgum er reyndar ekki hlátur í huga og segja grafalvarlegt að svo mikilvæg ráðstefna sé haldin á viðlíka stað. Svo ekki sé nú minnst á manninn sem fer fyrir öllu klabbinu: Soldán sem gegnir framkvæmdastjórastöðu í ríkisolíufyrirtæki Abu Dhabi. Gagnaleki skömmu fyrir ráðstefnuna þótti sýna að gestgjafarnir hefðu aðrar meiningar með gestgjafahlutverkinu en að berjast gegn loftslagsvánni. Oddur Þórðarson ætlar með okkur að samningaborðinu í Dubai. Svo hugum við að jólahaldi í Úkraínu. Það hefur eðli málsins samkvæmt ótalmargt breyst í Úkraínu eftir innrás Rússa og þar á meðal jólin. Úkraínumenn vilja losa sig við allar hefðir sem tengjast Rússlandi og því verða jólin í ár og framvegis haldin 25. desember en ekki 7. janúar líkt og tíðkast í Rússlandi og hafði lengi tíðkast í Úkraínu. Dagný Hulda Erlendsdóttir kynnti sér málin og ræddi við Úkraínumenn í Kyiv og hér á Íslandi. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta BJörnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
Ein helsta sérstaða fríríkisins Kristjaníu í Kaupmannahöfn er gatan Pusherstræti, þar sem lengi fór fram sala á hassi fyrir opnum tjöldum án verulegra afskipta yfirvalda. Undanfarin ár hafa yfirvöld haft sífellt meiri afskipti af Pusherstræti og nú bendir allt til þess að þessi kannbissala hætti alfarið. Hallgrímur Indriðason skoðar hvað skýrir þessa breytingu og hvaða áhrif hún hefur á þróun og tilvist fríríkisins. Eins og staðan er núna er líklegast að tvö afar kunnugleg nöfn standi á kjörseðli Bandaríkjamanna á næsta ári þegar velja á nýjan forseta.En nýr verður forsetinn kannski ekki því flest bendir til þess að þeir Joe Biden og Donald Trump berjist aftur um búsetu í Hvíta húsinu næstu fjögur árin. En hvernig má það vera að í þessu fjölmenna og stóra landi standi valið aftur á milli núverandi forsetans, sem er nú þegar orðinn sá elsti til að gegna embættinu og þrír af hverjum fjórum Bandaríkjamönnum vilja ekki að bjóði sig aftur fram. Hinn valkosturinn er svo fyrrum forsetinn sem hefur verið í fullri vinnu síðan hann lét af embætti að svara fyrir ýmsar sakir í dómssölum. Eða eru þeir tveir kannski bara best til þess fallnir að stýra landinu? Birta og Bjarni Pétur spá í spilin nú þegar ár er til kosninga þar vestra. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
Ein helsta sérstaða fríríkisins Kristjaníu í Kaupmannahöfn er gatan Pusherstræti, þar sem lengi fór fram sala á hassi fyrir opnum tjöldum án verulegra afskipta yfirvalda. Undanfarin ár hafa yfirvöld haft sífellt meiri afskipti af Pusherstræti og nú bendir allt til þess að þessi kannbissala hætti alfarið. Hallgrímur Indriðason skoðar hvað skýrir þessa breytingu og hvaða áhrif hún hefur á þróun og tilvist fríríkisins. Eins og staðan er núna er líklegast að tvö afar kunnugleg nöfn standi á kjörseðli Bandaríkjamanna á næsta ári þegar velja á nýjan forseta.En nýr verður forsetinn kannski ekki því flest bendir til þess að þeir Joe Biden og Donald Trump berjist aftur um búsetu í Hvíta húsinu næstu fjögur árin. En hvernig má það vera að í þessu fjölmenna og stóra landi standi valið aftur á milli núverandi forsetans, sem er nú þegar orðinn sá elsti til að gegna embættinu og þrír af hverjum fjórum Bandaríkjamönnum vilja ekki að bjóði sig aftur fram. Hinn valkosturinn er svo fyrrum forsetinn sem hefur verið í fullri vinnu síðan hann lét af embætti að svara fyrir ýmsar sakir í dómssölum. Eða eru þeir tveir kannski bara best til þess fallnir að stýra landinu? Birta og Bjarni Pétur spá í spilin nú þegar ár er til kosninga þar vestra. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
Svíar vonast til að glæpahrina haustsins sé á enda. Dregið hefur úr skot- og sprengjuárásum nærri sænsku höfuðborginni frá því mest var í september og október. Aðferðir glæpagengjanna sænsku og árásir eru óvenju hrottalegar. Börn og ungmenni eru fengin til að fremja voðaverkin og æðstu kónarnir hundelta hver annan um alla Evrópu eins og í mafíumyndum eða glæpasögum frá Hollywood. Sænsk yfirvöld eiga erfitt með að bregðast við og stjórnmálamenn að koma sér saman um leiðir. En hvers vegna er svona komið fyrir fyrirmyndarríkinu Svíþjóð? Hvernig gengur yfirvöldum að bregðast við og hvers vegna gerist þetta núna? Sváfu yfirvöld og Svíar á verðinum eða eru evrópsk glæpa- og eiturlyfjagengi að styrkjast og orðin ófeimnari við að heyja undirheimastríð sín fyrir augum almennings. Indverjar náðu þeim merka áfanga fyrr á þessu ári að verða fjölmennasta þjóð heims og mörg af efnuðustu löndum heims keppast við að koma á viðskiptum við Indland enda hvergi í heiminum jafn mikill hagvöxtur og þar. Það er ekki hægt að fullyrða eitt eða neitt varðandi Indland því þar er hægt að finna allt það besta og um leið það versta í einu og sama ríkinu. Land þar sem upplýsingaóreiða og um leið hatursorðræða í garð minnihlutahópa fær að blómstra og dafna í skugga þjóðernisflokks hindúa. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
Svíar vonast til að glæpahrina haustsins sé á enda. Dregið hefur úr skot- og sprengjuárásum nærri sænsku höfuðborginni frá því mest var í september og október. Aðferðir glæpagengjanna sænsku og árásir eru óvenju hrottalegar. Börn og ungmenni eru fengin til að fremja voðaverkin og æðstu kónarnir hundelta hver annan um alla Evrópu eins og í mafíumyndum eða glæpasögum frá Hollywood. Sænsk yfirvöld eiga erfitt með að bregðast við og stjórnmálamenn að koma sér saman um leiðir. En hvers vegna er svona komið fyrir fyrirmyndarríkinu Svíþjóð? Hvernig gengur yfirvöldum að bregðast við og hvers vegna gerist þetta núna? Sváfu yfirvöld og Svíar á verðinum eða eru evrópsk glæpa- og eiturlyfjagengi að styrkjast og orðin ófeimnari við að heyja undirheimastríð sín fyrir augum almennings. Indverjar náðu þeim merka áfanga fyrr á þessu ári að verða fjölmennasta þjóð heims og mörg af efnuðustu löndum heims keppast við að koma á viðskiptum við Indland enda hvergi í heiminum jafn mikill hagvöxtur og þar. Það er ekki hægt að fullyrða eitt eða neitt varðandi Indland því þar er hægt að finna allt það besta og um leið það versta í einu og sama ríkinu. Land þar sem upplýsingaóreiða og um leið hatursorðræða í garð minnihlutahópa fær að blómstra og dafna í skugga þjóðernisflokks hindúa. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
Stjórnarkreppan sem hefur verið á Spáni síðan í júlí leystist á fimmtudaginn þegar 179 þingmenn á spænska þinginu greiddu atkvæði með tillögu Pedros Sanchez, leiðtoga sósíalista, um meirihlutastjórn. Sanchez er þannig búinn að púsla saman átta flokka meirihluta og verður áfram forsætisráðherra Spánar - eftir umdeilt samkomulag við flokka aðskilnaðarsinna í Katalóníu. Það samkomulag snýst meðal annars um sakaruppgjöf fyrir þrjú til fjögur hundruð manns sem komu að atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu. En hvernig lítur þetta samkomulag út, um hvað er deilt og hver er forsagan? Björn Malmquist ræddi spænsk stjórnmál við Jóhann Hlíðar Harðarson sem hefur búið á Spáni síðustu ár og Montserrat Riba Cunill, sem er yfirmaður sendinefndar Katalóníu fyrir Norðurlönd og Eystrasaltslöndin. Þann 22.nóvember verða 60 ár liðin frá því að John F. Kennedy, þá forseti Bandaríkjanna, var skotinn til bana í Dallas í Texas í Bandaríkjunum. Í síðasta mánuði fjölluðu flestir stærstu bandarísku fjölmiðlanna um nýja bók leyniþjónustumanns sem var á staðnum þegar Bandaríkjaforsetinn var myrtur. Hann ákvað að gefa út endurminningar sínar sex áratugum eftir atburðinn, en frásögnin hefur enn og aftur þyrlað upp umræðu og kenningum um hver eða hverjir voru að verki þennan örlagaríka dag í Dallas. En af hverju er enn verið að skrifa fréttir um sannarlega sviplegt andlát Kennedys? Alls konar kenningar og samsæriskenningar hafa í gegnum tíðina verið viðloðandi umfjöllun um málið, sem sextíu árum síðar virðist enn tilefni til að fjalla um. Og það gerir Birta Björnsdóttir í þættinum með aðstoð Magnúsar Sveins Helgasonar, sagnfræðings og sérfræðings í bandarískri sögu. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
Stjórnarkreppan sem hefur verið á Spáni síðan í júlí leystist á fimmtudaginn þegar 179 þingmenn á spænska þinginu greiddu atkvæði með tillögu Pedros Sanchez, leiðtoga sósíalista, um meirihlutastjórn. Sanchez er þannig búinn að púsla saman átta flokka meirihluta og verður áfram forsætisráðherra Spánar - eftir umdeilt samkomulag við flokka aðskilnaðarsinna í Katalóníu. Það samkomulag snýst meðal annars um sakaruppgjöf fyrir þrjú til fjögur hundruð manns sem komu að atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu. En hvernig lítur þetta samkomulag út, um hvað er deilt og hver er forsagan? Björn Malmquist ræddi spænsk stjórnmál við Jóhann Hlíðar Harðarson sem hefur búið á Spáni síðustu ár og Montserrat Riba Cunill, sem er yfirmaður sendinefndar Katalóníu fyrir Norðurlönd og Eystrasaltslöndin. Þann 22.nóvember verða 60 ár liðin frá því að John F. Kennedy, þá forseti Bandaríkjanna, var skotinn til bana í Dallas í Texas í Bandaríkjunum. Í síðasta mánuði fjölluðu flestir stærstu bandarísku fjölmiðlanna um nýja bók leyniþjónustumanns sem var á staðnum þegar Bandaríkjaforsetinn var myrtur. Hann ákvað að gefa út endurminningar sínar sex áratugum eftir atburðinn, en frásögnin hefur enn og aftur þyrlað upp umræðu og kenningum um hver eða hverjir voru að verki þennan örlagaríka dag í Dallas. En af hverju er enn verið að skrifa fréttir um sannarlega sviplegt andlát Kennedys? Alls konar kenningar og samsæriskenningar hafa í gegnum tíðina verið viðloðandi umfjöllun um málið, sem sextíu árum síðar virðist enn tilefni til að fjalla um. Og það gerir Birta Björnsdóttir í þættinum með aðstoð Magnúsar Sveins Helgasonar, sagnfræðings og sérfræðings í bandarískri sögu. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
Fyrir fáeinum dögum loguðu fjölmiðlar á Spáni, vegna skýrslu sem leiddi í ljós umfang kynferðisbrota kaþólsku kirkjunnar þar í landi. Þolendur kirkjunnar manna frá því um miðbik síðustu aldra skipta hundruðum þúsunda. Kaþólska kirkjan hefur um áratugaskeið varist ásökunum um að hafa leyft ofbeldinu að þrífast innan veggja hennar, jafnvel þótt stöðugt væri kvartað. Hagur gerendanna, var nær alltaf tekinn framfyrir hag þolenda. Það er ljóst af þessari skýrslu og fleiri slíkum sem gefnar hafa verið út víða um heim. Alls staðar þar sem kaþólska kirkjan er, þar virðist ofbeldi gegn börnum hafa fengið að viðgangast. En hvers vegna loðir þetta svona við þessa aldagömlu og valdamiklu stofnun? Er kirkjunni fært að gera upp við þessa dökku fortíð sína? Svo kynnumst við betur nýjustu stjörnunni í NBA körfuboltanum í Bandaríkjunum. Hann heitir Victor Wembanyama, er nítján ára og 2,24 metrar á hæð. Hann er hæsti leikmaðurinn í deildinni og aldrei áður komið fram leikmaður sem er svona hávaxinn og getur hreyft sig eins og hann. Victor spilar fyrir San Antonio Spurs í Texas í Bandaríkjunum og þar eru miklar væntingar gerðar til hans, en Spurs er gamalt stórveldi sem ætlar aftur að komast á toppinn eins og eftir aldamótin. En Frakkar og franska landsliðið bindur líka miklar vonir við táninginn hávaxna sem hreyfir sig eins og ballerína, því Frakkar stefna að því að breyta silfrinu sem þeir unnu á Ólympíuleikunum í Tokyo í gull á leikunum í París næsta sumar. En það er spurning hvort að of miklar væntingar séu gerðar til franska táningsins. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
Fyrir fáeinum dögum loguðu fjölmiðlar á Spáni, vegna skýrslu sem leiddi í ljós umfang kynferðisbrota kaþólsku kirkjunnar þar í landi. Þolendur kirkjunnar manna frá því um miðbik síðustu aldra skipta hundruðum þúsunda. Kaþólska kirkjan hefur um áratugaskeið varist ásökunum um að hafa leyft ofbeldinu að þrífast innan veggja hennar, jafnvel þótt stöðugt væri kvartað. Hagur gerendanna, var nær alltaf tekinn framfyrir hag þolenda. Það er ljóst af þessari skýrslu og fleiri slíkum sem gefnar hafa verið út víða um heim. Alls staðar þar sem kaþólska kirkjan er, þar virðist ofbeldi gegn börnum hafa fengið að viðgangast. En hvers vegna loðir þetta svona við þessa aldagömlu og valdamiklu stofnun? Er kirkjunni fært að gera upp við þessa dökku fortíð sína? Svo kynnumst við betur nýjustu stjörnunni í NBA körfuboltanum í Bandaríkjunum. Hann heitir Victor Wembanyama, er nítján ára og 2,24 metrar á hæð. Hann er hæsti leikmaðurinn í deildinni og aldrei áður komið fram leikmaður sem er svona hávaxinn og getur hreyft sig eins og hann. Victor spilar fyrir San Antonio Spurs í Texas í Bandaríkjunum og þar eru miklar væntingar gerðar til hans, en Spurs er gamalt stórveldi sem ætlar aftur að komast á toppinn eins og eftir aldamótin. En Frakkar og franska landsliðið bindur líka miklar vonir við táninginn hávaxna sem hreyfir sig eins og ballerína, því Frakkar stefna að því að breyta silfrinu sem þeir unnu á Ólympíuleikunum í Tokyo í gull á leikunum í París næsta sumar. En það er spurning hvort að of miklar væntingar séu gerðar til franska táningsins. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
Sama hvort fylgst er með fréttum af menningu, viðskiptum eða öðru, nafn Taylor Swift kemur mjög víða við. Heimskviður gera hér tilraun til að kortleggja þessar um margt ótrúlegu fréttir af velgengni hennar og vinsældum. Það duga ekkert minna en þrír viðmælendur til að hjálpa til við að meta áhrif og stöðu stórstjörnunnar. Sérfræðingarnir í líkja henni við Lionel Messi eða við rúllandi snjóbolta sem sífellt hleður utan á sig. Segja hana venjulega stelpu sem mörg geti samsvarað sér við, stelpu sem átti alltaf þennan draum að verða kántrístjarna en er nú skærasta stjarnan af þeim öllum. Tónleikaferðalagið sem hún er nú á hafði merkjanleg áhrif á hagkerfi Bandaríkjanna, hvorki meira né minna. Þing Norðurlandaráðs fór fram í Ósló í vikunni og er óhætt að segja að öryggis- og varnarmál hafi aldrei haft meira vægi á þinginu en núna. En það voru þó fleiri mál rædd, sem ekki fóru eins hátt í umræðunni en geta þó reynst fyrirferðamikil á næstunni. Til að mynda eru ekki allar þjóðir jafn sáttar í norræna samstarfinu. Við ræðum við Hallgrím Indriðason sem fylgdist með þinginu í Ósló. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
Sama hvort fylgst er með fréttum af menningu, viðskiptum eða öðru, nafn Taylor Swift kemur mjög víða við. Heimskviður gera hér tilraun til að kortleggja þessar um margt ótrúlegu fréttir af velgengni hennar og vinsældum. Það duga ekkert minna en þrír viðmælendur til að hjálpa til við að meta áhrif og stöðu stórstjörnunnar. Sérfræðingarnir í líkja henni við Lionel Messi eða við rúllandi snjóbolta sem sífellt hleður utan á sig. Segja hana venjulega stelpu sem mörg geti samsvarað sér við, stelpu sem átti alltaf þennan draum að verða kántrístjarna en er nú skærasta stjarnan af þeim öllum. Tónleikaferðalagið sem hún er nú á hafði merkjanleg áhrif á hagkerfi Bandaríkjanna, hvorki meira né minna. Þing Norðurlandaráðs fór fram í Ósló í vikunni og er óhætt að segja að öryggis- og varnarmál hafi aldrei haft meira vægi á þinginu en núna. En það voru þó fleiri mál rædd, sem ekki fóru eins hátt í umræðunni en geta þó reynst fyrirferðamikil á næstunni. Til að mynda eru ekki allar þjóðir jafn sáttar í norræna samstarfinu. Við ræðum við Hallgrím Indriðason sem fylgdist með þinginu í Ósló. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
Kína er að verða öflugasta heimsveldið og átök þeirra við Bandaríkin um völd eiga sér margar birtingarmyndir, stríðsátökin á Gaza og spennan þar í kring gæti hæglega verið ein þeirra. Margir óttast líka sókn Kínverja á Norðurslóðum, sérstaklega Bandaríkjamenn. Við ræðum þær ógnir við Lisu Murkowski, öldungadeildarþingmann frá Alaska, og skoðum fleiri birtingarmyndir átaka Bandaríkjanna og Kína með Hilmari Hilmarssyni, prófessor við háskólann á Akureyri. Og hvort það sé ástæða til að óttast uppgang Kínverja eins og Bandaríkjamenn gera. Kína hefur vaxið á ógnarhraða og er eitt mesta, ef ekki mesta efnahagsveldi heims. Vöxturinn hefur verið hraður síðustu ár og teygt sig til margra heimsálfa og ekkert lát virðist á vextinum. Bjarni Pétur fer með okkur til Kína. Dönsk stjórnvöld komu getnaðarvarnarlykkjunni fyrir í líkömum kvenna og stúlkna á Grænlandi, án vitundar þeirra, til að hægja á fólksfjölgun og var tilrauninni lýst sem vel heppnaðri. Formaður mannréttindaráðs Grænlands segir mikilvægt að rannsaka málið ofan í kjölinn og skera úr um hvort þessi mannréttindabrot beri að skilgreina sem þjóðarmorð. Sumar stúlknanna hafi aðeins verið ellefu ára gamlar. Dagný Hulda Erlendsdóttir kynnti sér málið og ræddi meðal annars við formann mannréttindaráðs Grænlands. Umsjónarmenn Heimskviða eru Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
Kína er að verða öflugasta heimsveldið og átök þeirra við Bandaríkin um völd eiga sér margar birtingarmyndir, stríðsátökin á Gaza og spennan þar í kring gæti hæglega verið ein þeirra. Margir óttast líka sókn Kínverja á Norðurslóðum, sérstaklega Bandaríkjamenn. Við ræðum þær ógnir við Lisu Murkowski, öldungadeildarþingmann frá Alaska, og skoðum fleiri birtingarmyndir átaka Bandaríkjanna og Kína með Hilmari Hilmarssyni, prófessor við háskólann á Akureyri. Og hvort það sé ástæða til að óttast uppgang Kínverja eins og Bandaríkjamenn gera. Kína hefur vaxið á ógnarhraða og er eitt mesta, ef ekki mesta efnahagsveldi heims. Vöxturinn hefur verið hraður síðustu ár og teygt sig til margra heimsálfa og ekkert lát virðist á vextinum. Bjarni Pétur fer með okkur til Kína. Dönsk stjórnvöld komu getnaðarvarnarlykkjunni fyrir í líkömum kvenna og stúlkna á Grænlandi, án vitundar þeirra, til að hægja á fólksfjölgun og var tilrauninni lýst sem vel heppnaðri. Formaður mannréttindaráðs Grænlands segir mikilvægt að rannsaka málið ofan í kjölinn og skera úr um hvort þessi mannréttindabrot beri að skilgreina sem þjóðarmorð. Sumar stúlknanna hafi aðeins verið ellefu ára gamlar. Dagný Hulda Erlendsdóttir kynnti sér málið og ræddi meðal annars við formann mannréttindaráðs Grænlands. Umsjónarmenn Heimskviða eru Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
Meðferð flóttafólks á landamærum Póllands og Belarús er eins og andstyggilegur borðtennisleikur, segir aðgerðarsinni sem hefur veitt mannúðaraðstoð á svæðinu. Við ætlum að fjalla um þetta ástand og nýafstaðnar kosningar í Póllandi sem fara líklega í sögubækurnar, ekki síst fyrir metkosningaþátttöku. Ólöf Ragnarsdóttir fór til Varsjár síðustu helgi og segir okkur frá. Stjórnvöld í velflestum ríkjum Evrópu hafa sameinast, undir hatti Evrópusambandsins og Atlantshafsbandalagsins, um að styðja úkraínsk stjórnvöld og milljónir flóttafólks frá Úkraínu hafa fengið skjól í öðrum ríkjum. Innrásin hefur líka haft víðtæk áhrif á hvernig íbúar og stjórnvöld í Evrópuríkjum líta á öryggismál, Finnland lét af áratugalangri stefnu um hlutleysi og fékk aðild að NATO, og Svíþjóð er á sömu vegferð þangað. Háværar raddir innan Evrópusambandsins þrýsta nú á um bjóða fleiri þjóðum, þar á meðal Úkraínu, í þennan klúbb sem upphaflega var stofnaður til að tryggja friðsamleg samskipti þjóða sem iðulega höfðu borist á banaspjótum, síðast fyrir um áttatíu árum. Að þeim tímapunkti ætlum við að beina sjónum okkar í þættinum í dag, nánar tiltekið til Belgíu, á vetrarmánuðum ársins 1944. Okkar maður í Brussel, Björn Malmquist, fór á söguslóðir einnar stærstu einstöku orystu Bandamanna í Evrópu, sem háð var í suðurhluta Belgíu, um það leyti sem jólin voru að ganga í garð fyrir sjötíu og níu árum. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
Meðferð flóttafólks á landamærum Póllands og Belarús er eins og andstyggilegur borðtennisleikur, segir aðgerðarsinni sem hefur veitt mannúðaraðstoð á svæðinu. Við ætlum að fjalla um þetta ástand og nýafstaðnar kosningar í Póllandi sem fara líklega í sögubækurnar, ekki síst fyrir metkosningaþátttöku. Ólöf Ragnarsdóttir fór til Varsjár síðustu helgi og segir okkur frá. Stjórnvöld í velflestum ríkjum Evrópu hafa sameinast, undir hatti Evrópusambandsins og Atlantshafsbandalagsins, um að styðja úkraínsk stjórnvöld og milljónir flóttafólks frá Úkraínu hafa fengið skjól í öðrum ríkjum. Innrásin hefur líka haft víðtæk áhrif á hvernig íbúar og stjórnvöld í Evrópuríkjum líta á öryggismál, Finnland lét af áratugalangri stefnu um hlutleysi og fékk aðild að NATO, og Svíþjóð er á sömu vegferð þangað. Háværar raddir innan Evrópusambandsins þrýsta nú á um bjóða fleiri þjóðum, þar á meðal Úkraínu, í þennan klúbb sem upphaflega var stofnaður til að tryggja friðsamleg samskipti þjóða sem iðulega höfðu borist á banaspjótum, síðast fyrir um áttatíu árum. Að þeim tímapunkti ætlum við að beina sjónum okkar í þættinum í dag, nánar tiltekið til Belgíu, á vetrarmánuðum ársins 1944. Okkar maður í Brussel, Björn Malmquist, fór á söguslóðir einnar stærstu einstöku orystu Bandamanna í Evrópu, sem háð var í suðurhluta Belgíu, um það leyti sem jólin voru að ganga í garð fyrir sjötíu og níu árum. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
Heimskviður í dag verða helgaðar stríðsátökunum í Ísrael og Palestínu. Við ætlum að fara yfir atburðarás síðastliðinnar viku, alveg frá árásinni hrottafengnu á Ísrael að morgni laugardagsins síðasta, stríðsyfirlýsingu Ísraelsmanna og blóðbaðið sem fylgdi á Gaza. Við heyrum sögur fólks sem hefur orðið fyrir árásum, unnið á vígvellinum, þá sem hafa misst ættingja og vini og þá sem sérhæfa sig í að ráða í þessa fornu og flóknu deilu. Þá rýnum við sömuleiðis í sögubækurnar og skoðum bakgrunn átakanna. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
Heimskviður í dag verða helgaðar stríðsátökunum í Ísrael og Palestínu. Við ætlum að fara yfir atburðarás síðastliðinnar viku, alveg frá árásinni hrottafengnu á Ísrael að morgni laugardagsins síðasta, stríðsyfirlýsingu Ísraelsmanna og blóðbaðið sem fylgdi á Gaza. Við heyrum sögur fólks sem hefur orðið fyrir árásum, unnið á vígvellinum, þá sem hafa misst ættingja og vini og þá sem sérhæfa sig í að ráða í þessa fornu og flóknu deilu. Þá rýnum við sömuleiðis í sögubækurnar og skoðum bakgrunn átakanna. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
Eftir innrásina í Úkraínu hefur verið hert enn frekar að fjölmiðlafrelsi í Rússlandi og í sérstakri hættu eru þeir sem fjalla um hernað Rússlandshers í Úkraínu. Allir stærstu sjálfstætt starfandi fjölmiðlarnir hafa flutt starfsemi sína úr landi. Dagný Hulda ræddi við rússnesku fréttakonuna Sofiu Rusova, sem einnig er formaður stéttarfélags blaðamanna og starfsmanna fjölmiðla. Hún leiðir okkur í allan sannleika um fjölmiðlalandslagið þarna, sem er ekki nýtt af nálinni. Það var til tæmis tekið hart á þeim blaðamönnum sem fjölluðu um hernað Rússa í Tétsníu um síðustu aldamót. Sex blaðamenn eins stærsta dagblaðs landsins hafa verið myrtir. Og ein þeirra var Anna Politkovskaya sem var skotin til bana við heimili sitt í Moskvu þennan dag, 7. október, fyrir sautján árum. Dagurinn sem er einnig afmælisdagur Vladimírs Pútíns. Næstum fimm mánaða verkfalli handritshöfunda í kvikmyndum og sjónvarpið er nýlokið og náðu þeir ýmsum umbótum fram. Umbæturnar voru til að bregðast við breytingum sem hafa átt sér stað í dreifingu efnisins. En samningurinn er líklegur til að hafa mun víðtækari áhrif og jafnvel umbylta því umhverfi sem kvikmyndir og sjónvarpsefni eru framleidd í núna. Hallgrímur Indriðason skoðar þetta með aðstoð Sigurjóns Sighvatssonar, sem lengi var framleiðandi í Hollywood. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
Eftir innrásina í Úkraínu hefur verið hert enn frekar að fjölmiðlafrelsi í Rússlandi og í sérstakri hættu eru þeir sem fjalla um hernað Rússlandshers í Úkraínu. Allir stærstu sjálfstætt starfandi fjölmiðlarnir hafa flutt starfsemi sína úr landi. Dagný Hulda ræddi við rússnesku fréttakonuna Sofiu Rusova, sem einnig er formaður stéttarfélags blaðamanna og starfsmanna fjölmiðla. Hún leiðir okkur í allan sannleika um fjölmiðlalandslagið þarna, sem er ekki nýtt af nálinni. Það var til tæmis tekið hart á þeim blaðamönnum sem fjölluðu um hernað Rússa í Tétsníu um síðustu aldamót. Sex blaðamenn eins stærsta dagblaðs landsins hafa verið myrtir. Og ein þeirra var Anna Politkovskaya sem var skotin til bana við heimili sitt í Moskvu þennan dag, 7. október, fyrir sautján árum. Dagurinn sem er einnig afmælisdagur Vladimírs Pútíns. Næstum fimm mánaða verkfalli handritshöfunda í kvikmyndum og sjónvarpið er nýlokið og náðu þeir ýmsum umbótum fram. Umbæturnar voru til að bregðast við breytingum sem hafa átt sér stað í dreifingu efnisins. En samningurinn er líklegur til að hafa mun víðtækari áhrif og jafnvel umbylta því umhverfi sem kvikmyndir og sjónvarpsefni eru framleidd í núna. Hallgrímur Indriðason skoðar þetta með aðstoð Sigurjóns Sighvatssonar, sem lengi var framleiðandi í Hollywood. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
Af öllum þeim kosningum sem fara fram í Evrópu í ár - og þær eru þó nokkrar - eru kosningarnar í Slóvakíu í dag með þeim áhugaverðustu. Skoðanakannanir benda til þess að fyrrverandi forsætisráðherra landsins, Robert Fico sem hrökklaðist úr embætti fyrir fimm árum, geti núna komist aftur til valda, og jafnvel tekið með sér öfgahægriflokka í samsteypustjórn. Í kosningabaráttunni hefur Fico ítrekað tekið upp málstað Rússa gagnvart Úkraínu og margt bendir til þess að utanríkisstefna Slóvaíku gæti tekið afdrifaríkum breytingum og jafnvel rofið skarð í samstöðu aðildarríkja Evrópusambandsins gagnvart innrás Rússa í Úkraínu. Kosningabaráttan í Slóvakíu hefur einnig markast af því sem kallað hefur verið upplýsingaóreiða - hundruð netmiðla í landinu pumpa út fölskum upplýsingum, og upplognum sögum og samsæriskenningum sem til dæmis styðja málstað Rússa. Margir leiðtogar stjórnmálaflokka hafa gripið þessar sögur á lofti og blásið þær upp - ekki síst vegna þess að stór hluti kjósenda er móttækilegur. Björn Malmquist hefur verið að fylgjast með kosningabaráttunni í Slóvakíu. Í vikunni voru frumsýndir í Bretlandi nýjir þættir sem fjalla um leit af raðmorðingja á áttunda áratugnum, leit sem er ein sú tímafrekasta og dýrasta í sögu lögreglunnar í Bretlandi. Þrátt fyrir ómælda vinnu lögreglunnar hefur hún verið harðlega gagnrýnd fyrir framgöngu sína í þessu máli, að hafa ekki tekið raðmorðingjann úr umferð fyrr. Hann var kallaður til yfirheyrslu níu sinnum á þeim fimm árum sem rannsóknin stóð yfir. Og það er ekki það eina sem lögreglan hefur verið gagnrýnd fyrir í þessu máli eins og við heyrum hér á eftir og rannsóknaraðferðum í Bretlandi var breytt eftir niðurstöðu skýrslu sem rannsakaði vinnubrögð lögreglu í þessu máli. Birta kynnti sér málið. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
Af öllum þeim kosningum sem fara fram í Evrópu í ár - og þær eru þó nokkrar - eru kosningarnar í Slóvakíu í dag með þeim áhugaverðustu. Skoðanakannanir benda til þess að fyrrverandi forsætisráðherra landsins, Robert Fico sem hrökklaðist úr embætti fyrir fimm árum, geti núna komist aftur til valda, og jafnvel tekið með sér öfgahægriflokka í samsteypustjórn. Í kosningabaráttunni hefur Fico ítrekað tekið upp málstað Rússa gagnvart Úkraínu og margt bendir til þess að utanríkisstefna Slóvaíku gæti tekið afdrifaríkum breytingum og jafnvel rofið skarð í samstöðu aðildarríkja Evrópusambandsins gagnvart innrás Rússa í Úkraínu. Kosningabaráttan í Slóvakíu hefur einnig markast af því sem kallað hefur verið upplýsingaóreiða - hundruð netmiðla í landinu pumpa út fölskum upplýsingum, og upplognum sögum og samsæriskenningum sem til dæmis styðja málstað Rússa. Margir leiðtogar stjórnmálaflokka hafa gripið þessar sögur á lofti og blásið þær upp - ekki síst vegna þess að stór hluti kjósenda er móttækilegur. Björn Malmquist hefur verið að fylgjast með kosningabaráttunni í Slóvakíu. Í vikunni voru frumsýndir í Bretlandi nýjir þættir sem fjalla um leit af raðmorðingja á áttunda áratugnum, leit sem er ein sú tímafrekasta og dýrasta í sögu lögreglunnar í Bretlandi. Þrátt fyrir ómælda vinnu lögreglunnar hefur hún verið harðlega gagnrýnd fyrir framgöngu sína í þessu máli, að hafa ekki tekið raðmorðingjann úr umferð fyrr. Hann var kallaður til yfirheyrslu níu sinnum á þeim fimm árum sem rannsóknin stóð yfir. Og það er ekki það eina sem lögreglan hefur verið gagnrýnd fyrir í þessu máli eins og við heyrum hér á eftir og rannsóknaraðferðum í Bretlandi var breytt eftir niðurstöðu skýrslu sem rannsakaði vinnubrögð lögreglu í þessu máli. Birta kynnti sér málið. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
29.09.2023 Útlendingastofnun mátti synja Venesúelabúum um alþjóðlega vernd, að mati kærunefndar útlendingamála. Á annað þúsund manns frá Venesúela geta búist við að vera send úr landi á næstunni. Ari Páll Karlsson sagði frá. Sænska hernum verður falið að aðstoða lögregluna við að ráða niðurlögum glæpagengja sem hafa orðið ellefu manns að bana í þessum mánuði. Vísbendingar eru um tengsl íslenskra glæpahópa við sænsk glæpasamtök sem staðið hafa í grimmilegum hjaðningavígum síðustu misseri. Ævar Örn Jósepsson og Ásgeir Tómasson sögðu frá. Rætt var við Runólf Þórhallsson aðstoðaryfirlögregluþjón. Færanlegt sjúkrahús sem Íslendingar fjármagna verður afhent Úkraínumönnum á næstunni. Bjarni Pétur Jónsson talaði við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra. Áratugum saman hefur verið rætt og stundum rifist um Sundabraut. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjiist 2026 og kynningarfundir um umhverfisáhrif og breytingar á skipulagi verða í næstu viku. Á löngum tíma hefur verkefnið þróast og breyst segir Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni. Til dæmis er ekki lengur í forgangi að tengja umferðina við miðborgina. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við Guðmund. Alberto Núñez Feijóo, leiðtoga Lýðflokksins PP á Spáni, mistókst í dag að tryggja sér stuðning meirihluta þingmanna til að mynda nýja ríkisstjórn. Pedro Sanchez, forsætisráðherra og formaður Sósíalistaflokksins, fær stjórnarmyndunarumboðið. Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn Dianne Feinstein er látin, níræð að aldri. Hún var elst þingmanna í deildinni. Meðalaldur þeirra er 65 ár. Umsjón með Speglinum hafði Ásgeir Tómasson. Magnús Þorsteinn Magnússon var tæknimaður og Annalísa Hermannsdóttir stýrði fréttaútsendingu.
29.09.2023 Útlendingastofnun mátti synja Venesúelabúum um alþjóðlega vernd, að mati kærunefndar útlendingamála. Á annað þúsund manns frá Venesúela geta búist við að vera send úr landi á næstunni. Ari Páll Karlsson sagði frá. Sænska hernum verður falið að aðstoða lögregluna við að ráða niðurlögum glæpagengja sem hafa orðið ellefu manns að bana í þessum mánuði. Vísbendingar eru um tengsl íslenskra glæpahópa við sænsk glæpasamtök sem staðið hafa í grimmilegum hjaðningavígum síðustu misseri. Ævar Örn Jósepsson og Ásgeir Tómasson sögðu frá. Rætt var við Runólf Þórhallsson aðstoðaryfirlögregluþjón. Færanlegt sjúkrahús sem Íslendingar fjármagna verður afhent Úkraínumönnum á næstunni. Bjarni Pétur Jónsson talaði við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra. Áratugum saman hefur verið rætt og stundum rifist um Sundabraut. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjiist 2026 og kynningarfundir um umhverfisáhrif og breytingar á skipulagi verða í næstu viku. Á löngum tíma hefur verkefnið þróast og breyst segir Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni. Til dæmis er ekki lengur í forgangi að tengja umferðina við miðborgina. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við Guðmund. Alberto Núñez Feijóo, leiðtoga Lýðflokksins PP á Spáni, mistókst í dag að tryggja sér stuðning meirihluta þingmanna til að mynda nýja ríkisstjórn. Pedro Sanchez, forsætisráðherra og formaður Sósíalistaflokksins, fær stjórnarmyndunarumboðið. Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn Dianne Feinstein er látin, níræð að aldri. Hún var elst þingmanna í deildinni. Meðalaldur þeirra er 65 ár. Umsjón með Speglinum hafði Ásgeir Tómasson. Magnús Þorsteinn Magnússon var tæknimaður og Annalísa Hermannsdóttir stýrði fréttaútsendingu.
Við reynum að svara erfiðum spurningum í Heimskviðum í dag, um líf á öðrum hnöttum og hvers vegna við hópumst öll á sömu örfáu ferðamannastaðina. Geimrannsóknarstofnun Bandaríkjanna - NASA - vill breyta umræðu um fljúgandi furðuhluti og færa á hærra plan. Nær vísindum og frá æsingu og samsæriskenningum. Og liður í því er einmitt að hætta að kalla þessi óþekktu fyrirbæri fljúgandi furðuhluti. NASA birti nýverið skýrslu um þessi óútskýrðu fyrirbæri, Ólöf Ragnarsdóttir kafaði ofan í hana og við spyrjum; Er sannleikurinn þarna úti. Svo fjöllum við afleiðingar massatúrisma og hvaða leiðir yfirvöld á vinsælustu ferðamannastöðunum eru að skoða til að bregðast við honum. Borgaryfirvöld í Feneyjum ætla á næsta ári að byrja að rukka ferðamenn fyrir að koma. Þar hefur íbúum fækkað hratt síðustu áratugi á meðan ferðamönnum sem koma til borgarinnar bara fjölgar. Viðkomustaðirnir eru fleiri en Feneyjar, meðal annars alpaþorpið Hallstatt. Þar búa átta hundruð manns en þangað koma stundum rúmlega tíu þúsund ferðamenn á dag yfir sumarið. Heimamenn hafa haft horn í síðu ferðamanna lengi, því þorpið er lítið og þolir illa þennan mikla áhuga og áganginn sem honum fylgir. Og þar er líka verið að grípa til aðgerða. En það þarf að finna milliveg því margir íbúar lifi á ferðaþjónustunni, og án hennar myndi harðna á dalnum í Hallstatt og í Feneyjum og fleiri vinsælum ferðamannastöðum um allan heim. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
Við reynum að svara erfiðum spurningum í Heimskviðum í dag, um líf á öðrum hnöttum og hvers vegna við hópumst öll á sömu örfáu ferðamannastaðina. Geimrannsóknarstofnun Bandaríkjanna - NASA - vill breyta umræðu um fljúgandi furðuhluti og færa á hærra plan. Nær vísindum og frá æsingu og samsæriskenningum. Og liður í því er einmitt að hætta að kalla þessi óþekktu fyrirbæri fljúgandi furðuhluti. NASA birti nýverið skýrslu um þessi óútskýrðu fyrirbæri, Ólöf Ragnarsdóttir kafaði ofan í hana og við spyrjum; Er sannleikurinn þarna úti. Svo fjöllum við afleiðingar massatúrisma og hvaða leiðir yfirvöld á vinsælustu ferðamannastöðunum eru að skoða til að bregðast við honum. Borgaryfirvöld í Feneyjum ætla á næsta ári að byrja að rukka ferðamenn fyrir að koma. Þar hefur íbúum fækkað hratt síðustu áratugi á meðan ferðamönnum sem koma til borgarinnar bara fjölgar. Viðkomustaðirnir eru fleiri en Feneyjar, meðal annars alpaþorpið Hallstatt. Þar búa átta hundruð manns en þangað koma stundum rúmlega tíu þúsund ferðamenn á dag yfir sumarið. Heimamenn hafa haft horn í síðu ferðamanna lengi, því þorpið er lítið og þolir illa þennan mikla áhuga og áganginn sem honum fylgir. Og þar er líka verið að grípa til aðgerða. En það þarf að finna milliveg því margir íbúar lifi á ferðaþjónustunni, og án hennar myndi harðna á dalnum í Hallstatt og í Feneyjum og fleiri vinsælum ferðamannastöðum um allan heim. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
Í Heimskviðum í dag förum við víða eins og venjulega, náttúruhamfarir í Afríku, pólitík í Póllandi og fjöllum svo um verðmætasta fyrirtæki Evrópu. Íbúar Norður-Afríku máttu þola tvenns konar náttúruhamfarir á þremur dögum um síðustu helgi. Mikið manntjón varð eftir jarðskjálfta í Marokkó og flóð í Líbíu og íbúar kvarta undan því að neyðaraðstoð berist ekki nógu hratt. Bjarni Pétur ræddi við Jóhann Thoroddsen sálfræðing sem fór á vettvang jarðskjálftanna í Bam í Íran í byrjun aldarinnar og svo aftur á Haítí. Og hann þekkir vel þessa vinnu sem fer af stað þegar svona hamfarir verða, hvernig unnið er úr áföllunum og hvernig líðan fólks við þessar aðstæður. Við fjöllum um verðmætasta fyrirtækið í Evrópu. Það er danskt en er þó hvorki LEGO né Carlsberg. Það heitir Novo Nordisk og hagvöxtur danska ríkisins var á fyrri helmingi ársins keyrður áfram á þessu eina fyrirtæki. Fyrirtæki sem er metið með hærra markaðsvirði en heildarvirði danska hagkerfisins. Birta kynnti sér sögu Novo Nordisk. Svo förum við til Póllands. Vaxandi skautun og óvægin umræða um pólitíska andstæðinga einkennir kosningabaráttuna í Póllandi, þar sem þingkosningar verða haldnar fimmtánda október. Stjórnarflokkurinn, sem á pólsku kallast Lög og réttlæti, hefur verið við völd frá 2015. Nái flokkurinn aftur meirihluta, yrði það í fyrsta skipti síðan 1989, þegar kommúnistar létu af völdum í Póllandi, að sami flokkur haldi um stjórnartaumana þrjú kjörtímabil í röð. Það verður spennandi að sjá hvort það takist því skoðanakannanir benda til þess að stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Borgaravettvangur - gæti unnið nauman sigur og mögulega púslað saman meirihlutastjórn með smærri flokkum. Björn Malmquist, fréttaritari RÚV í Brussel, var í Póllandi á dögunum. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
Í Heimskviðum í dag förum við víða eins og venjulega, náttúruhamfarir í Afríku, pólitík í Póllandi og fjöllum svo um verðmætasta fyrirtæki Evrópu. Íbúar Norður-Afríku máttu þola tvenns konar náttúruhamfarir á þremur dögum um síðustu helgi. Mikið manntjón varð eftir jarðskjálfta í Marokkó og flóð í Líbíu og íbúar kvarta undan því að neyðaraðstoð berist ekki nógu hratt. Bjarni Pétur ræddi við Jóhann Thoroddsen sálfræðing sem fór á vettvang jarðskjálftanna í Bam í Íran í byrjun aldarinnar og svo aftur á Haítí. Og hann þekkir vel þessa vinnu sem fer af stað þegar svona hamfarir verða, hvernig unnið er úr áföllunum og hvernig líðan fólks við þessar aðstæður. Við fjöllum um verðmætasta fyrirtækið í Evrópu. Það er danskt en er þó hvorki LEGO né Carlsberg. Það heitir Novo Nordisk og hagvöxtur danska ríkisins var á fyrri helmingi ársins keyrður áfram á þessu eina fyrirtæki. Fyrirtæki sem er metið með hærra markaðsvirði en heildarvirði danska hagkerfisins. Birta kynnti sér sögu Novo Nordisk. Svo förum við til Póllands. Vaxandi skautun og óvægin umræða um pólitíska andstæðinga einkennir kosningabaráttuna í Póllandi, þar sem þingkosningar verða haldnar fimmtánda október. Stjórnarflokkurinn, sem á pólsku kallast Lög og réttlæti, hefur verið við völd frá 2015. Nái flokkurinn aftur meirihluta, yrði það í fyrsta skipti síðan 1989, þegar kommúnistar létu af völdum í Póllandi, að sami flokkur haldi um stjórnartaumana þrjú kjörtímabil í röð. Það verður spennandi að sjá hvort það takist því skoðanakannanir benda til þess að stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Borgaravettvangur - gæti unnið nauman sigur og mögulega púslað saman meirihlutastjórn með smærri flokkum. Björn Malmquist, fréttaritari RÚV í Brussel, var í Póllandi á dögunum. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
?Yfir 13 þúsund manns hafa hjólað Tour de France. Fleiri en sex þúsund sem hafa komist á tind Everest. Yfir 550 hafa komist út í geim. En það innan við 300 manns hafa heimsótt öll lönd heimsins. Þau eru fjögur sem hafa heimsótt öll lönd í heiminum tvisvar. Tveir hafa komið til allra landa í heiminum í einni og sömu ferðinni, það er án þess að fara heim á milli. Daninn Torbjørn Pedersen er annar þeirra og hann er jafnframt sá eini sem hef farið til allra landa í heiminum án þess að fara með flugi. Ókunnugir eru vinir sem þú átt eftir að kynnast, var yfirskrift tíu ára heimsreisu Pedersens. Við heyrum ferðasögun Pedersens í þættinum. Á síðustu þremur árum hefur valdarán verið framið í sex löndum í Vestur-Afríku, þar af í tveimur löndum á síðustu tveimur mánuðum. Oftast er það herinn sem rænir völdum. Valdarán höfðu verið algeng í þessum heimshluta á seinni hluta síðustu aldar en ekkert slíkt átti sér stað á fyrstu tuttugu árum þessarar aldar. Þessi skyndilega fjölgun valdarána á sér margvíslegar skýringar, sem Hallgrímur Indriðason fer yfir með aðstoð sérfræðings hjá norrænu Afríkustofnuninni. Umsjónarmenn Heimskviða eru Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
?Yfir 13 þúsund manns hafa hjólað Tour de France. Fleiri en sex þúsund sem hafa komist á tind Everest. Yfir 550 hafa komist út í geim. En það innan við 300 manns hafa heimsótt öll lönd heimsins. Þau eru fjögur sem hafa heimsótt öll lönd í heiminum tvisvar. Tveir hafa komið til allra landa í heiminum í einni og sömu ferðinni, það er án þess að fara heim á milli. Daninn Torbjørn Pedersen er annar þeirra og hann er jafnframt sá eini sem hef farið til allra landa í heiminum án þess að fara með flugi. Ókunnugir eru vinir sem þú átt eftir að kynnast, var yfirskrift tíu ára heimsreisu Pedersens. Við heyrum ferðasögun Pedersens í þættinum. Á síðustu þremur árum hefur valdarán verið framið í sex löndum í Vestur-Afríku, þar af í tveimur löndum á síðustu tveimur mánuðum. Oftast er það herinn sem rænir völdum. Valdarán höfðu verið algeng í þessum heimshluta á seinni hluta síðustu aldar en ekkert slíkt átti sér stað á fyrstu tuttugu árum þessarar aldar. Þessi skyndilega fjölgun valdarána á sér margvíslegar skýringar, sem Hallgrímur Indriðason fer yfir með aðstoð sérfræðings hjá norrænu Afríkustofnuninni. Umsjónarmenn Heimskviða eru Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
Líkt og fjallað hefur verið töluvert um í fréttum verða forsetakosningar í Bandaríkjunum eftir rúmt ár. Bandaríkin eru þó ekki eina stórveldið sem heldur slíkar kosningar á næsta ári því að í mars verða forsetakosningar í Rússlandi. Það er óhætt að segja að það ríki ekki mikil spenna varðandi það hver hljóti flest atkvæði í Rússlandi. Það eru ekki aðeins við fréttamenn sem fylgjumst spennt með því hvernig kosningarnar í Bandaríkjunum fara. Sérfræðingar telja að það geri Rússlandsforseti líka. Fari svo að Trump hafi betur, þá er mögulegt að hann dragi úr stuðningi við Úkraínu - og það er það sem stjórnvöld í Rússlandi vona að gerist. Dagný Hulda Erlendsdóttir tekur nú við og ræðir við prófessor í stjórnmálafræði frá Rússlandi um klæki Pútíns og elítunnar í kringum hann sem hefur verið við völd í Rússlandi alla þessa öld. Á miðvikudaginn hófu stjórnvöld í Síle stórt og sögulegt verkefni. Að komast að því hvað varð um þúsundir manna sem hurfu í stjórnartíð einræðisherrans Augustos Pinochet. Hingað til hafa fjölskyldur, ættingjar og vinir enga aðstoð fengið frá yfirvöldum í þessari leit, þrátt fyrir að rétt tæp 50 ár séu frá valdaráninu. Fjölskyldur fórnarlambanna vonast eftir bótum frá ríkinu og nýr forseti, einn af þeim yngstu sem gegna því embætti á heimsvísu, segir að réttlætið sé loksins í augsýn - fjölskyldurnar eigi rétt á að vita um afdrif ástvina. En hvers vegna er það fyrst núna, hálfri öld síðar, sem stjórnvöld í Síle eru tilbúin til að horfast í augu við fortíðina. Bjarni Pétur Jónsson skoðaði málið. Umsjónarmenn Heimskviða eru Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
Líkt og fjallað hefur verið töluvert um í fréttum verða forsetakosningar í Bandaríkjunum eftir rúmt ár. Bandaríkin eru þó ekki eina stórveldið sem heldur slíkar kosningar á næsta ári því að í mars verða forsetakosningar í Rússlandi. Það er óhætt að segja að það ríki ekki mikil spenna varðandi það hver hljóti flest atkvæði í Rússlandi. Það eru ekki aðeins við fréttamenn sem fylgjumst spennt með því hvernig kosningarnar í Bandaríkjunum fara. Sérfræðingar telja að það geri Rússlandsforseti líka. Fari svo að Trump hafi betur, þá er mögulegt að hann dragi úr stuðningi við Úkraínu - og það er það sem stjórnvöld í Rússlandi vona að gerist. Dagný Hulda Erlendsdóttir tekur nú við og ræðir við prófessor í stjórnmálafræði frá Rússlandi um klæki Pútíns og elítunnar í kringum hann sem hefur verið við völd í Rússlandi alla þessa öld. Á miðvikudaginn hófu stjórnvöld í Síle stórt og sögulegt verkefni. Að komast að því hvað varð um þúsundir manna sem hurfu í stjórnartíð einræðisherrans Augustos Pinochet. Hingað til hafa fjölskyldur, ættingjar og vinir enga aðstoð fengið frá yfirvöldum í þessari leit, þrátt fyrir að rétt tæp 50 ár séu frá valdaráninu. Fjölskyldur fórnarlambanna vonast eftir bótum frá ríkinu og nýr forseti, einn af þeim yngstu sem gegna því embætti á heimsvísu, segir að réttlætið sé loksins í augsýn - fjölskyldurnar eigi rétt á að vita um afdrif ástvina. En hvers vegna er það fyrst núna, hálfri öld síðar, sem stjórnvöld í Síle eru tilbúin til að horfast í augu við fortíðina. Bjarni Pétur Jónsson skoðaði málið. Umsjónarmenn Heimskviða eru Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
Bíóaðsókn fór fram úr björtustu vonum í sumar þegar fólk víða um heim flykktist í kvikmyndahús til að sjá bæði Barbie, sem við heyrðum í áðan og svo myndina um ævi og uppfinningar Oppenheimers, föður kjarnorkusprengjunnar. Myndin hverfist um eðlisfræðinginn J. Robert Oppenheimer, sem fór fyrir Manhattan-verkefni Bandaríkjastjórnar. Myndinni verður ekki spillt þó að hér sé sagt, að ætlunarverkið tókst ? kjarnorkusprengjan leit dagsins ljós. Og við erum ekki að skemma fyrir neinum þó rakinn sé sá hryllingur sem beið íbúa Hiroshima og Nagasaki, skömmu síðar. Það er vegna þess, að það er alls ekkert rakið í myndinni. Sennilega er það ástæðan fyrir því að stórmyndin Oppenheimer hefur ekki enn verið frumsýnd í Japan og verður það mögulega aldrei. Japanar eru margir óánægðir með hve lítið myndin fjallar um þær hörmungar sem Bandaríkjamenn ollu með kjarnorkuvopnum sínum. Það fór líka fyrir brjóstið á þeim þegar Oppenheimer var auglýst samhliða Barbie, þá af miklum gáska og húmor. Frásagnir eftirlifenda frá Hiroshima og Nagasaki, þeirra einu sem þekkja áhrif kjarnavopna á eigin skinni, eru enda ekkert til að hlæja að eins og við heyrum í þessari umfjöllun Odds Þórðarsonar. Heimsmeistaramótið í knattspyrnu kláraðist síðastliðinn sunnudag þegar Spánverjar unnu Englendinga. Þær spænsku tóku við keflinu af bandaríska liðinu sem vann mótið í síðustu tvö skipti þar á undan. Þótt bandaríska liðið hafi ekki riðið eins feitum hesti frá þessu heimsmeistaramóti var athyglin, eðli málsins samkvæmt, á þeim framan af móti, bæði vegna gengis á síðustu tveimur heimsmeistaramótum og vegna þess að þeirra skærasta stjarna undanfarin ár, Megan Rapinoe, boðaði fyrir mótið að það yrði hennar síðasta. Birta kynnti sér afrek og arfleifð Megan Rapinoe. Umsjónarmenn Heimskviða eru Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
Bíóaðsókn fór fram úr björtustu vonum í sumar þegar fólk víða um heim flykktist í kvikmyndahús til að sjá bæði Barbie, sem við heyrðum í áðan og svo myndina um ævi og uppfinningar Oppenheimers, föður kjarnorkusprengjunnar. Myndin hverfist um eðlisfræðinginn J. Robert Oppenheimer, sem fór fyrir Manhattan-verkefni Bandaríkjastjórnar. Myndinni verður ekki spillt þó að hér sé sagt, að ætlunarverkið tókst ? kjarnorkusprengjan leit dagsins ljós. Og við erum ekki að skemma fyrir neinum þó rakinn sé sá hryllingur sem beið íbúa Hiroshima og Nagasaki, skömmu síðar. Það er vegna þess, að það er alls ekkert rakið í myndinni. Sennilega er það ástæðan fyrir því að stórmyndin Oppenheimer hefur ekki enn verið frumsýnd í Japan og verður það mögulega aldrei. Japanar eru margir óánægðir með hve lítið myndin fjallar um þær hörmungar sem Bandaríkjamenn ollu með kjarnorkuvopnum sínum. Það fór líka fyrir brjóstið á þeim þegar Oppenheimer var auglýst samhliða Barbie, þá af miklum gáska og húmor. Frásagnir eftirlifenda frá Hiroshima og Nagasaki, þeirra einu sem þekkja áhrif kjarnavopna á eigin skinni, eru enda ekkert til að hlæja að eins og við heyrum í þessari umfjöllun Odds Þórðarsonar. Heimsmeistaramótið í knattspyrnu kláraðist síðastliðinn sunnudag þegar Spánverjar unnu Englendinga. Þær spænsku tóku við keflinu af bandaríska liðinu sem vann mótið í síðustu tvö skipti þar á undan. Þótt bandaríska liðið hafi ekki riðið eins feitum hesti frá þessu heimsmeistaramóti var athyglin, eðli málsins samkvæmt, á þeim framan af móti, bæði vegna gengis á síðustu tveimur heimsmeistaramótum og vegna þess að þeirra skærasta stjarna undanfarin ár, Megan Rapinoe, boðaði fyrir mótið að það yrði hennar síðasta. Birta kynnti sér afrek og arfleifð Megan Rapinoe. Umsjónarmenn Heimskviða eru Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
Mansal og söngleikir eiga fátt ef nokkuð sameiginlegt, kannski annað en það en að vera umfjöllunarefni þáttarins í dag. Evrópulögreglan, Europol, greindi frá því í fyrradag að rúmlega 200 hafi verið handtekin í aðgerð gegn skipulögðum glæpahópum sem tengjast mansali. Um 13 þúsund lögreglumenn leituðu í fjörutíu og fjórum löndum, í íbúðarhúsum, lestarstöðvum, flugvöllum og víðar. Rúmlega 14 hundruð mögulegum fórnarlömbum mansals var bjargað. Flest þeirra voru börn. Ólögráða börn eru þolendur mansals. Þau eru seld mansali til kynlífsmisnotkunar og neydd til að betla eða fremja margskonar glæpi. Arnar Björnsson fjallar um málið. Þegar ellefu hljóðfæraleikarar tóku að sér hlutverk í hljómsveitinni fyrir söngleikinn um óperudrauginn á Broadway árið 1988 grunaði þá líklega fæsta að þarna væri ævistarfið komið. Þrjátíu og fimm árum, og hátt í fjórtán þúsund sýningum síðar, var komið að lokasýningunni. Þetta var í apríl. Vinsældir söngleikja eru stundum samofnar því sem er að gerast í samfélaginu. Til dæmis þótti söngleikurinn Mamma Mia kærkominn þegar hann var frumsýndur í New York stuttu eftir hryðjuverkaárásirnar þar í borg. Birta skoðaði sögu söngleikja, ástæður vinsælda þeirra og framtíðarhorfur. Umsjónarmenn þáttarins eru: Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.
Mansal og söngleikir eiga fátt ef nokkuð sameiginlegt, kannski annað en það en að vera umfjöllunarefni þáttarins í dag. Evrópulögreglan, Europol, greindi frá því í fyrradag að rúmlega 200 hafi verið handtekin í aðgerð gegn skipulögðum glæpahópum sem tengjast mansali. Um 13 þúsund lögreglumenn leituðu í fjörutíu og fjórum löndum, í íbúðarhúsum, lestarstöðvum, flugvöllum og víðar. Rúmlega 14 hundruð mögulegum fórnarlömbum mansals var bjargað. Flest þeirra voru börn. Ólögráða börn eru þolendur mansals. Þau eru seld mansali til kynlífsmisnotkunar og neydd til að betla eða fremja margskonar glæpi. Arnar Björnsson fjallar um málið. Þegar ellefu hljóðfæraleikarar tóku að sér hlutverk í hljómsveitinni fyrir söngleikinn um óperudrauginn á Broadway árið 1988 grunaði þá líklega fæsta að þarna væri ævistarfið komið. Þrjátíu og fimm árum, og hátt í fjórtán þúsund sýningum síðar, var komið að lokasýningunni. Þetta var í apríl. Vinsældir söngleikja eru stundum samofnar því sem er að gerast í samfélaginu. Til dæmis þótti söngleikurinn Mamma Mia kærkominn þegar hann var frumsýndur í New York stuttu eftir hryðjuverkaárásirnar þar í borg. Birta skoðaði sögu söngleikja, ástæður vinsælda þeirra og framtíðarhorfur. Umsjónarmenn þáttarins eru: Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.