Þrír miðaldra karlmenn fjalla um allt á milli himins og jarðar.....bara svo lengi sem það er um hljómsveitina KISS. Heiðar Aðaldal Jónsson (forseti KISS ARMY ICELAND), Atli Hergeirsson og Páll Jakob Líndal eru allir forfallnir aðdáendur hljómsveitarinnar KISS og taka hér fyrir hin ýmsu málefni tengd bandinu. See acast.com/privacy for privacy and opt-out information.
Við sáum okkur knúna til að henda í einn neyðarþátt þar sem margt er að grasserast í KISS heimum þessa dagana. Okkar menn eru að koma saman á ný og halda þannig upp á 50 ára afmæli KISS ARMY í Vegas síðar á þessu ári, 2025. Við höfum nú slegið á þráðinn til Bill Starkey af minna tilefni. Við förum hér yfir stöðuna og heyrum í okkar besta manni í lok þáttar. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
Við höldum hér yfirferð okkar áfram um sögu KISS þar sem við skellum henni að venju í takt við tíðaranda þess tíma sem fjallað er um hverju sinni. Þegar Dessarinn og Kramerinn trufluðu okkur vorum við rétt búnir að klára fyrri part ársins 1979. Eins og við komum inn á í þeim þætti (og við vissum reyndar fyrir) þá var þetta ár okkar mönnum afar erfitt. Það kemur þó eiginlega alltaf betur og betur í ljós þegar við förum hér yfir síðari hluta þessa annars frábæra árs hversu svakalega erfitt þetta hefur verið fyrir þá, og reyndar sérstaklega fyrir þá Gene og Paul. Í þættinum kemur ýmislegt fyrir, bæði fróðlegt og alls ekki bara. Sem dæmi má nefna "double bridd", hinn fræga Amsterdam vinsældarlista, Karnabæ vs. Kjarnabæ, kjarnorkusprengjur og hvar Davíð keypti ölið. Já og svo auðvitað skoðum við KISSTORY í bland við þetta allt og fleira til. Við kíkjum sérstaklega á gengi "I Was Made For Lovin´ You" ásamt því að skoða hvernig restin af túrnum "The Return Of KISS" fór fram. Þáttastjórnendur voru þó sammála um í lokin að um hálfgerða magalendingu var að ræða hjá meðlimum KISS árið 1979, eftir hátt flug þeirra síðustu ára. En víst er að allt sem fer upp kemur niður á ný. Góða skemmtun........vonandi. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
Eddie Kramer er nafn sem allir KISS aðdáendur þekkja, og reyndar mun fleiri til enda á hann alveg ótrúlegan feril að baki. Burt séð frá störfum hans með Led Zeppelin, The Beatles, Jimi Hendrix og þeirri staðreynd að hann var sá sem hljóðritaði Woodstock hátíðina árið 1969 þá gerði þessi maður meira en margur fyrir okkar menn í KISS. Hann tók upp fyrstu demoin í Electric Lady Studios, hann tók upp ALIVE!, ALIVE II, ALIVE III, Rock And Roll Over og Love Gun með okkar mönnum og fleiru til með Ace (s.s Ace solo album 1978). Hér er Eddie "Fokking" Kramer í einkaviðtali við KISS ARMY ICELAND PODCAST. Ótrúlega skemmtilegt viðtal við þennan áhrifamann af blaðsíðu eitt í rokksögu heimsins. Það snerti okkur afar djúpt að fá að tala við þennan mæta og merka mann, njótið vel. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
Jóla-Special í ár er ansi stór biti krakkar mínir. Einkaviðtal við sjálfan Desmond Child. Allir KISS aðdáendur þekkja þetta nafn. Hann samdi "I was made for loving you" með Paul, hann samdi "Heaven´s on fire" með Paul og sirka 14 lög í viðbót. Svo auðvitað samdi hann "Poison" með Alice Cooper og reyndar stjórnaði hann upptökum á plötunni hans "Trash" líka og samdi fleiri lög á einmitt þeirri plötu. En þetta er ekki allt. Hann samdi líka "You give love a bad name" og "Livin´ on a prayer" ásamt fleirum til með Jon Bon Jovi og svo auðvitað "Livin la vida loca" fyrir Ricky Martin, sælla minninga. En svo bara svo miklu, miklu meira, enda er hann í Songwriters Hall Of Fame sem og Grammy verðlaunahafi. Hér er Desmond Child fyrir hlustendur KISS ARMY ICELAND PODCAST, ásamt svo óvæntum glaðningi frá tæknimanninum og reyndar miklu meira stöffi. Gleðileg jól ! Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
Árið 1978 mokaði KISS samsteypan inn seðlum eins og enginn væri morgundagurinn. Það var því nóg til þegar árið 1979 gekk loks í garð. En þegar hér er komið sögu var farið að hrikta verulega í stoðunum og samstarfið gekk ekkert frábærlega hjá okkar mönnum. Frægð og frami hafði verið draumurinn sem nú hafði raungerst en samt kom mönnum ekki nægilega vel saman. 1978 hafði líka verið nokkuð skrítið ár og engin KISS plata kom út það árið fyrir utan auðvitað safnplötuna góðu, Double Platinum. Í viðbót við það voru sólóplöturnar fjórar það sem fyrra ár gaf af sér ásamt auðvitað sjónvarpsmyndinni frægu. Nú varð að leggja allt í þetta og koma með alvöru plötu. Ákveðið var að tjalda öllu til og færa aðdáendum nýtt og ferskt efni sem myndi gefa þeim ástæðu til að láta sjá sig á tónleikum á ný, en þær voru einmitt farnar að þynnast hressilega áhorfendatölurnar, engum af okkar mönnum til ánægju. En í bland við þetta allt þurfti að halda bandinu saman og vélinni gangandi, sem var hægara sagt en gert. Ace var farinn að finna fyrir leiða og enginn gat hamið Peter svo gott væri. Þrátt fyrir það leit þó SUPER KISS dagsins ljós þetta frábæra ár og túrinn "The Return Of KISS" varð að veruleika auk plötunnar DYNASTY. Við förum yfir þessi mál ásamt sögustund frá bæði Forsetanum og StarPower þar sem mjög víða er komið við líkt og vanalega. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
Loks var komið að því óumflýjanlega. Við vissum að þessi dagur kæmi. Þetta var erfitt á marga vegu en við teljum okkur hafa komist nokkuð vel frá þessu, annað en herra Stanley reyndar. Það þurfti nánast að draga forsetann okkar inn í Stúdíó Sannleikans fyrir þessar upptökur. En þegar hann loks mætti þá var hann í sínu fínasta pússi og með plötuna "Now And Then" undir arminum, en það er einmitt platan sem við tökum fyrir að þessu sinni. Paul Stanley notaði COVID stoppið til að skríða inn í hljóðverið ásamt öllum og ömmu þeirra til að hljóðrita þessa plötu undir nafninu "Paul Stanley´s Soul Station". Platan er s.s ekki alslæm, en þáttastjórnendur voru sammála um að hún kemst þó ansi nálægt því. Paul vildi heiðra tónlistarlegar rætur sínar með því að gefa út þessa 14 laga plötu sem inniheldur 5 ný frumsamin lög og 9 gömul tökulög. Kannski var þetta þetta bara eitthvað sem hann varð að koma úr systeminu sínu? Vonum að hann sé búinn að tappa vel af því systemi og að hann geti haldið upp og áfram með þetta að baki sér. Við greinum þessa plötu í þessum þætti sem er númer 92 í röðinni. Góða skemmtun?? Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
Hér tökum við fyrir seinni hluta ársins 1978. Þetta var ekki fjörugasta árið í KISSögunni, en þó gerðist nú nokkuð hjá okkar mönnum. Sólóplöturnar fjórar litu dagsins ljós ásamt auðvitað sjónvarpsmyndinni KISS: Meets The Phantom Of The Park sem frumsýnd var á NBC sjónvarpsstöðinni þar sem nánast öll Ameríka poppaði, kom sér fyrir í sófanum og horfði. Okkar menn fengu frekar furðulegar Platinum plötur eftir smá fiff hjá hæstvirtum Neil Bogart og glanstímaritin elskuðu að birta myndir og fjalla um nýja ofurparið, Gene & Cher. Við kíkjum einnig örlítið út í geim að vanda með hjálp StarPower, en einnig fer hann yfir málin í páfagarði þess tíma ásamt miklu fleiru fróðlegu stöffi. Forsetinn segir okkur frá skemmtiferð fjölskyldunnar nú í sumar en kynnir líka fyrir okkur hvað annað var að gerast í tónlistinni í heiminum árið 1978 og kemur pönkið nokk mikið við sögu. Þetta allt, en bara svo miklu, miklu meira til. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
Við erum komnir að árinu 1978. Í þessum þætti tökum við fyrir fyrri hluta þessa ágæta árs í KISSSögunni sem við svo berum auðvitað saman við hina almennu sögu. Á þessu ári var lítið um túralíf hjá okkar mönnm svona miðað við fyrri ár hið minnsta, en aðeins var um leyfar af ALIVE II túrnum að ræða. En okkar menn gáfu út sína fyrstu safnplötu á þessum fyrri helmingi ársins 1978 ásamt því að hefja tökur á bæði bíómynd og auðvtað sólóplötunum fjórum fræknu. Þetta var þungur þáttur í undirbúningi en léttari í upptökum sem þó slaga áleiðis upp í 4 klst. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
Ace Frehley gaf út sína tíundu sólóplötu á dögunum. Þar sem hann er orðinn 73 ára gæti vel farið svo að um svanasöng Ása sé að ræða, hver veit? Er þessi plata nægilega góð til að vera hans síðasta? Hér förum við yfir það allt saman og hendum meira að segja í stigagjöf upp á gamla mátann. Við skemmtum okkur konunglega við greininguna á þessari plötu sem kallinn nefndi svo 10,000 Volts og vonum við að áhlustun á þáttinn sé með svipað skemmtanagildi. Rokk & Ról ! Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
Hér tökum við fyrir seinni hluta ársins 1977 hjá okkar mönnum. Þetta er árið sem þeir toppuðu og áttu heiminn, enda á yfirborðinu var ekkert nema bjart framundan. Yfirferð okkar í hinu sögulega ljósi heldur hér áfram. Forsetinn kemur með sláandi "fréttir" og Starpower gluggar í Tímann og segir okkur helstu fréttir af Enterprise áætlunum Bandaríkjamanna ásamt öðru afar krassandi stöffi. Þá skoðum við óborganlegan tónleikadóm frá þessu ári og heyrum líka viðtal við Bon heitinn Scott frá 1.nóvember 1977 þar sem hann talar um væntanlegt upphitunargigg AC-DC fyrir KISS. Þetta allt og svo miklu, miklu meira í þættinum að þessu sinni. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
Við erum komin að árinu 1977 í þessari sögulegu yfirferð okkar um KISSÖGUNA. Sennilega er þetta ár það ár sem okkar menn eru algerlega á toppnum á sínum ferli. En þetta er líka árið þar sem maskínan fer að liðast í sundur. KISS fá sín fyrstu verðlaun á ferlinum og það fyrir lagið Beth. Spurning hvort að sú staðreynd hafi ekki gillað egóið hans Peter ansi vel? Okkar menn gáfu út eina hljóðversplötu á þessu ári og eina tónleikaplötu en þetta er einmitt árið þar sem Ace þorði að byrja syngja. Tónleikaferðirnar voru hins vegar þrjár þetta árið, alveg ótrúlega viðburðaríkt ár hjá okkar mönnum svo ekki sé meira sagt. Hér förum við yfir það allra helsta eins og okkur er lagið og berum það saman við söguna í þessum fyrri hluta á árinu 1977. Þá skoðum við auðvitað líka hvað "KISS heimar" bjóða okkur upp á um þessi misserin. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
KISS hafa lagt árar í bát eftir 50 farsæl ár. Á lokatónleikum sínum í MSG, NY þann 2.desember 2023 kynntu þeir þó nýtt upphaf með orðunum "A New Era Begins" þar sem þeir ætla sér að notast við gervigreindina á komandi árum. Í þessum þætti förum við yfir það allt saman og reynum að koma okkar skoðun á því öllu í orð. Við heyrum fréttir af Brúsa okkar en mikið hefur borið á honum upp á síðkastið. Við kíkjum aðeins á Ásinn og heyrum hvað er að frétta af honum, við gægjumst örlítið ofan í veskið hjá okkar mönnum og svo margt, margt fleira. Að lokum sláum við í annað sinn á þráðinn til Bill Starkey, Forseta Forsetanna. Hann er auðvitað stórvinur þáttarins og annar af stofnendum KISS ARMY. Við fáum hans álit á því sem helst er í KISS fréttum þessa tíðina ásamt léttu spjalli. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
Seinni hluti þessa stóra og mikilvæga árs í KISSÖGUNNI, 1976. Okkar menn halda áfram túrnum sem nú breyttist í "Spirit of ´76 tour". Þeir drita frá sér smáskífum og fara í Star Theatre ásamt Eddie "effing" Kramer til að taka upp næstu plötu. Vélin er farin af stað og verður að fá olíu. Endalausa olíu. "KISS: The Originals" kemur út á fæðingardegi Forseta vors, þeir koma fram í hinum fræga "Paul Lynde Halloween Special", Ace Frehley fær raflost á sviði og spilað er á sögufrægum og einkar vel heppnuðum tónleikum bæði á Anaheim Stadium sem og á Roosevelt Stadium svona svo eitthvað sé nefnt. Beth slær í gegn eftir óvænt útspil útvarpsstöðvar nokkurrar í Kanada og Peter er þá skyndilega orðinn aðal kallinn. Svo fer jólamyndatakan í hundana sökum ástands Ace Frehley sem var í afar sérkennilegu jólaskapi þegar hún fór fram. Á sama tíma fagnar Tommy Thayer sínu 16 ára afmæli og Bubbi Morthens kemur fram opinberlega á tónleikum í fyrsta skiptið hér upp á Ísa-landi. Þetta og svo margt og mikið meira í þessum seinni hluta yfirferðar okkar um KISS-árið 1976. Endilega munið að gefa þættinum svo stjörnur í spilaranum sem notaður er við hlustun og þá minnum við á umræðuhóp þáttarins á Facebook. (KISS ARMY ICELAND hlaðvarpið - Umræðuhópur.) Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
Við gerðum heiðarlega tilraun til að koma árinu 1976 fyrir í einum þætti. Það var bara ekki hægt, þannig að við skiptum upp þessu ári í tvo þætti. Seinni hlutinn er svo væntanlegur um viku síðar. Það gekk nefnilega ofboðslega mikið á hjá KISS á árinu 1976. Við erum að tala um að á árinu komu þrír túrar við sögu, tvær hljóðversplötur og ein safnplata ásamt svo mörgu öðru, en þar má nefna fyrstu Evrópuför okkar manna, brúðkaupi Ace Frehley og að ógleymdri keppni er bar heitið “The School Spirit Contest” og var í boði Mars Candy Co og ákveðinnar útvarpsstöðvar. Og hvað var að gerast upp á Íslandi á meðan öllu þessu stóð sem dæmi? Þetta allt og svo miklu meira til bæði í bland og í takt við tíðaranda þessa tíma; The Spirit Of ´76! Við tökum þetta allt fyrir hér. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
Í þessum fyrsta þætti eftir sumarfrí ætlum við að hita upp fyrir veturinn. Það hefur margt gerst í KISS heimum á meðan við vorum í fríinu þannig að við tökum sér þátt um það í þetta skiptið áður en lengra er haldið með ártölin góðu. Við tvískiptum þættinum og í fyrri hlutanum skoðum við hvað okkar menn eru búnir að vera brasa í sumar og kemur þar margt við sögu. Allt frá Taylor Swift til Rock & Brews en með viðkomu í mökk-ölvuðum Starpower.....eða hvað? Þá hömpum við aðeins Gene sérstaklega en hann á afmæli örfáum dögum eftir að þessi þáttur kemur út og er hann 74 ára, drengurinn sá arna. Í seinni hlutanum skoðum við svo tónleika okkar manna í Berlín þann 22.júní 2023 sérstaklega vel, en þar voru allir þáttastjórnendur mættir á dansgólfið. Í viðbót við þetta heyrum við skemmtilegar tónleikasögur í innslagi frá nokkrum af okkar frábæru hlustendum. Við fögnum því að vera mættir á ný, endurnærðir og til í slaginn í vetur. Það er sko nóg framundan. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
Við erum komin að árinu 1975. KISS senda frá sér tvær plötur þetta ágæta ár. Dressed to kill kemur í mars en síðar á árinu mætir fyrsta tónleikaplatan þeirra, platan sem öllu breytti. ALIVE! Þetta og svo mikið og miklu meira í þessum þætti þar sem við höldum einnig áfram að gera tilraun til að setja allt í eitthvert samhengi við þá tímans tönn. Góða skemmtun. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
Við höldum áfram að fara yfir KISSÖGUNA. Við erum komin á fyrsta heila KISS-árið, 1974. Okkar menn senda frá sér tvær breiðskífur þetta ár en hvorugar seldust sérlega vel. Bill Aucoin og Neil Bogart höfðu þó sterka trú á verkefninu og lögðu allt undir, sér í lagi umboðsmaðurinn Bill ásamt auðvitað meðlimum bandsins. KISS fóru strax á þessu ári í fyrsta skiptið út fyrir Bandaríkin að spila og komust tvisvar í sjónvarpið. Hér skoðum við þetta ágæta ár í stóra samhenginu sem fyrr. Hvað var að gerast í heiminum á meðan KISS voru að stíga sín fyrstu spor? Hafði eitthvað af því áhrif á þá? Hvernig var þeim tekið? Hvað vorum við hér upp á Íslandi að gera í tónlistinni og öðru á sama tíma? Þetta allt og miklu meira til í þessum þætti sem er númer 81 í röðinni. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
Í þessum fyrsta þætti í nýju fyrirkomulagi þáttarins tökum við fyrir árið sem bandið var stofnað. Upphafið. Árið er 1973. Ace kemur til liðs við tríóið sem skipað var Gene, Paul & Peter og bandið varð fullmótað. Við skoðum hvað var að gerast í tónlistarsenunni á þessum tíma? Voru augljósir áhrifavaldar þar á ferð fyrir okkar menn? En hvað gekk á í Bandaríkjunum, Íslandi og bara heiminum öllum á sama tíma og KISS eru að fæðast? Þá tölum við um bæði lokatónleika KISS sem fyrirhugaðir eru í Madison Square Garden, NY, í desember 2023 og kryfjum aðeins hvað Ási er að vilja upp á dekk með nýlegar hótanir sínar gagnvart sínum gömlu félögum. Þetta allt og meira til. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
Fyrsta „læf“ plata okkar manna, KISS ALIVE! bjargaði ferli þeirra. Önnur „læf“ platan, ALIVE II, festi þá í sessi sem stórstjörnur á heimsvísu og sú þriðja sannaði að þeir gætu náð árangri og gert gott mót án tveggja upprunalegra meðlima og án frægu andlitsmálningar sinnar. Svo hvað gæti KISS mögulega gert til að gera fjórðu „læf“ plötuna sína, ALIVE IV, öðruvísi? Jú, þeir tóku seinni lestina og frömdu plötuna ásamt sinfóníuhljómsveitinni The Melbourne Symphony í Ástralíu þann 28.febrúar 2003, fyrir sléttum 20 árum síðan. Í þessum þætti kíkjum við nánar á þessa plötu og dæmum hana. Ekki eru allir á eitt sáttir við lagavalið en ljóst má vera að okkar menn voru í hörku spilaformi. Það var þarna sem Tommy vinur okkar Thayer var kynntur umheiminum sem The Spaceman. En hvernig skilaði hann sínu í þessari eldskírn sinni? Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
Við ákváðum að skella í einn aukaþátt sem við getum kallað "örþátt" (enda ekki nema rétt yfir klukkustund að lengd), og ekki að ástæðulausu góðir hálsar. Því daginn sem þátturinn kemur út (þann 30. janúar) eru einmitt 50 ár upp á dag síðan KISS spiluðu á sínum fyrstu tónleikum á Coventry klúbbnum (áður Popcorn pub). Þátturinn er óhefðbundinn. Starpower mætti með stórskemmtilegan og fræðandi pistil í tilefni dagsins, þá ræddum við örlítið komandi útgáfu í "Off The Soundboard" seríunni, þar sem Poughkeepsie, New York frá árinu 1984 er næst í röðinni með engan annan en Mark St. John haldandi um sólógítarinn, verulega spennandi stöff þar á ferð. Að lokum tilkynnum við um áframhaldið. Við kynnum nýtt concept til að hrista upp í hlaðvarpinu sem allir elska að elska, og opinberum það í þættinum ásamt fleiru til. Við erum alveg eins og KISS......bara getum ekki hætt! Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
Herra Paul Stanley fagnaði 71 árs afmæli sínu nýverið og því fögnum við öll, meðal annars í þessum fyrsta þætti ársins 2023. Það er af nægu að taka enda heillangt síðan síðast. Mál málanna í þættinum að þessu sinni eru þó störf okkar manna með öðrum listamönnum, en sem meðlimir KISS á sama tíma. Við erum að tala um sem lagahöfundar, hljóðfæraleikarar, söngvarar, umboðsmenn, útgefendur nú eða upptökustjórar og annað slíkt. Við tökum hér fyrir 10 vel valin lög með ólíkum listamönnum sem eiga það þó öll sameiginlegt að falla undir þessa skilgreiningu, við gefum þeim einkunn að hætti hússins og skoðum nánar hvert lag. Góða skemmtun og gleðilegt nýtt KISS ár ! Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
Við lofuðum JÓLA-SPECIAL og við stöndum við það. Og ekki bara það, við tjöldum öllu til í þetta skiptið enda komnir í hátíðarskap. Við áttum stórkostlegt spjall við hinn eina sanna Jean Beauvoir þar sem við fórum um víðan völl en þó að sjálfsögðu með áhersluna á KISS. Eins og hlustendur vita þá spilaði Jean bassann inn á nokkur lög á bæði Animalize og Asylum ásamt því að semja þau flest í slagtogi með Paul Stanley. Hver man ekki eftir lögum eins og „UH! All night“, „Thrills in the night“ eða „Who wants to be lonely“? Þeir Paul hafa verið miklir vinir síðan snemma á níunda áratugnum og eru reyndar enn, og lofaði því þessi nýjasti besti vinur þáttarins að leggja inn gott orð fyrir okkur hjá herra Stanley. Jean Beauvoir var annars hrikalega hress og skemmtilegur og með húmorinn á réttum stað þannig að þátturinn ætti að vera hin besta skemmtun fyrir nördana ykkur, enda nördaskapur 2,0 hér á ferð. Njótið vel og gleðilega hátíð kæru vinir. Við þökkum fyrir hlustunina á árinu sem er að líða og að sama skapi þökkum við einnig innilega fyrir ánægjulegar samverustundir á hinum feykivinsælu LIVE upptökum okkar. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
Í þessum síðasta þætti KISS ARMY ICELAND PODCAST (the touring band) sem er númer 75 í röðinni tökum við fyrir KISS ALIVE! síðan 1975. Platan sem breytti öllu fyrir Gene, Paul, Ace og Peter. Þátturinn sem tekinn var upp ALIVE með gesti í sal laugardagskvöldið 8.október 2022 er með örlítið breyttu sniði í þetta skiptið þar sem við fengum til okkar gesti í settið ásamt óvæntu atriði. Við þökkum öllum sem komu kærlega fyrir ánægjulega kvöldstund, og við þökkum ykkur öllum fyrir hlustunina. Þetta hlaðvarp hefur gefið okkur mikið og við munum sakna þess að hittast ekki á vikulegum fundum okkar og negla saman þátt. Við þökkum einnig fyrir fjölda áskoranna sem okkur barst þar sem okkur var réttilega bent á að okkar menn hafa nú sjálfir hætt við að hætta. Við setjum allt í nefnd og leggjumst nú undir feld, það er ekkert víst að þetta sé aaaalveg attbú. En hvað sem gerist er vikulegum þáttum lokið að sinni, the tour is over. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
Þessi misserin eru 49 ár síðan fjórir ungir piltar skröltu saman inn í BELL SOUND hljóðverið í New York til að taka upp sína fyrstu plötu. Kannski sína einu? Því enginn vissi þá hvað næstu 50 árin myndu gefa af sér. Í febrúar árið eftir kom þessi frumburður þeirra út og síðar það sama ár leit svo önnur platan þeirra dagsins ljós. Glöggir lesendur hafa þegar kveikt á perunni um hverja er talað hér. Jú, KISS. Síðan þarna hafa komið frá þeim 18 plötur í viðbót sem innihéldu nýtt efni í hvert skipti, samtals 20 hljóðversplötur + 4 sólóplötur undir nafni hvers og eins meðlima bandsins. Við höfum farið yfir allar þessar 24 plötur í þessum þáttum og vel rúmlega það. Í þessum síðasta þætti úr stúdíó sannleikans röðum við þessum plötum og setjum upp í okkar hefðbundnu stigagjöf og freistum þess að finna bestu KISS plötuna. Einnig stöldruðum við aðeins við og litum um öxl, fullir þakklæti og gleði með dassi af stolti yfir því sem við höfum áorkað í hlaðvarpinu okkar góða. ÁFRAM KISS !! VIÐ NEFNILEGA HÖLDUM MEÐ ÞEIM !! Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
Þann 15.september árið 2009 sendi sjálfur Ace Frehley frá sér plötuna Anomaly, sem var hans fyrsta plata í 20 ár! Alveg frá því að Trouble Walkin´ kom út þarna árið 1989 var lítið að frétta nefnilega af kallinum fyrir utan að KISS komu jú auðvitað saman á ný þarna árið 1996. Eftir að því ævintýri lauk þurfti Ásinn aldeilis að taka á honum stóra sínum og kannski aðeins að taka sig einnig á í neyslunni (þ.e EKKI neyslunni) og koma lífi sínu í réttar skorður. Þetta tókst okkar manni á þessu tímabili o.þ.l. tókst honum að koma ferli sínum á réttan kjöl. Anomaly er hörku þungarokksplata en með einhverjum göllum þó, en góð er hún. Þátturinn fullyrðir að hún er betri en platan "One for all" sem Pétur henti frá sér tveimur árum fyrr. En þáttastjórnendur voru þó ekki sammála í einu og öllu og má minnast hér á að lagið sem fékk "tómt hús" frá StarPower fékk fullt hús frá Forsetanum okkar, sem er eiginlega nýjung. Anomaly er plata þessa þáttar. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
WARNING! AÐEINS FYRIR GEGNHEILA KISS AÐDÁENDUR !!! Fimmta sólóplata Peter Criss ber heitið "One for all" og er hún að öllum líkindnum svanasöngur Kattarins hvað sólóplötur varðar. Hún kom út sumarið 2007 og geymir hún 12 lög. TÓLF! Þættinum bar skylda til að fara yfir þessa plötu og reyndist það þáttastjórnendum þrautinni þyngra svo ekki sé meira sagt. Hvað gekk Peter til með þessum gjörning eiginlega? Sjálfur stýrði hann upptökunum en með honum var algjört stórskotalið í bransanum, en enginn virðist hafa sagt neitt? Góðir hlustendur, við biðjumst afsökunnar á þessum annars áhugaverða þætti. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
Space-Ace og Kötturinn hafa verið duglegir að gefa út sólóplötur eftir sína bestu KISS daga. En hefur "Hundurinn" gert slíkt hið sama? Eeeehhhhh.....já! Bruce Kulick hefur sent frá sér þrjár sólóplötur eftir sína KISS daga. En er eitthvað varið í þær? Eeeehhhhhh......við skulum sjá. Það var löngu orðið tímabært að gera þessum manni góð skil í hlaðvarpinu okkar. Bjargaði hann KISS? Nei, sennilega alls ekki. En eyðilagði hann KISS? Tjah...þið verðið að spyrja StarPower að því, það er jú hann sem er "boðberi sannleikans". En Brúsi gekk til liðs við KISS árið 1984 og stóð sína plikt þar með gítarinn í hönd allt til ársins 1996, eða í 12 ár. Sennilega og eiginlega pottþétt toppurinn á hans ferli. En hér kynnum við okkur þennan góða Íslandsvin (sem tróð upp með MEIK á SPOT forðum daga og sælla minninga) og rennum yfir sólóplöturnar hans þrjár. Allt þetta og meira til í einum lengsta þætti sem við höfum framleitt, enda var "hundur" í okkur við upptökurnar svo ekki sé meira sagt. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
Í þessum tímamótaþætti sem er númer 70 í röðinni lítum við örlítið um öxl. Við ákváðum nefnilega í tilefni dagsins að gera eins og í "gamla daga" og koma með tvö málefni og svo gamla góða jókerinn að borðinu í þetta skiptið, það tókst skítsæmilega að við höldum. Þá kynntum við okkur aðeins sjálfan Doc McGhee umboðsmann KISS til næstum því 30 ára og skoðuðum hans bakgrunn nánar. Að lokum hentum við vangaveltum okkar út í kosmósið þar sem ýmislegt kemur fram. Góða skemmtun! Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
Árið er 2014 og KISS eru á miðjum 40 ára afmælistúr sínum um heiminn. Tvö ár eru þarna síðan okkar menn gáfu út hljóðversplötu síðast sem einnig var mjög sennilega sú síðasta í röðinni. En gítarguðinn Ace Frehley var hins vegar ekki hættur að senda frá sér nýtt efni því þetta ár sendi Space-Ace frá sér plötuna „Space Invader“. Sá gripur fagnaði svo einmmitt 8 ára afmæli sínu þann 18.ágúst s.l. „Space Invader“ inniheldur 12 lög sem öll eru eftir Ásinn fyrir utan eitt. Hann fékk með sér þá Matt Starr sem sá um trommuleik og Chris Wyse setti hann á bassann. „Space Invader“ seldist nokkuð vel og náði hún til að mynda alla leið í 9.sætið á Bandaríska Billboard listanum sem verður að teljast ansi vel gert. Sjálfur stýrði Ace upptökum sem fóru fram í nokkrum hljóðverum og sennilega yfir nokkuð langan tíma. Lögin eru auðvitað misgóð en sjaldan hafa „sumir“ þáttastjórnendur verið eins langt frá hvorum öðrum í stigagjöfinni sem fór fram á suðupunkti í þetta skiptið. Ace Frehley sólóplatan „Space Invader“ er plata þáttarins að þessu sinni. Our GDPR privacy policy was updated on August 8, 2022. Visit acast.com/privacy for more information.
Okkar menn hafa gefið út fjölmargar safnplötur í gegnum árin og þá oft til að halda lífi í glóðinni þegar engin er breiðskífan sem fylgja skal eftir. Þá hafa nokkrum sinnum verið sett ný lög inn á þessar plötur eða jafnvel nýjar upptökur af eldri lögum. Væntanlega hefur það verið gert til að auka söluna eða þá til að freista þess að koma nýjum afurðum á vinsældalistana víðsvegar um heiminn. Hér má nefna plöturnar „Double Platinum“ sem kom út árið 1978 á milli „Love Gun“ og „Dynasty“, „KILLERS“ frá árinu 1982 sem kom út á milli „Music From The Elder“ og „Creatures Of The Night“ og loks „Smashes, Trashes & Hits“ sem kom út þarna á milli „Crazy Nights“ og „Hot In The Shade“ árið 1988, bara rétt rúmlega tveimur mánuðum á eftir tónleikum okkar manna í Reiðhöllinni í Víðidal, og sléttum 10 árum eftir fyrrnefnda plötu „Double Platinum“. Í þessum þætti kíkjum við á þau lög sem ekki komu út á eiginlegum breiðskífum og gefum þeim einkunn að vanda. Við getum ímyndað okkur plötu þáttarins að þessu sinni, hún gæti allt eins borið heitið „Killers, Platinum & Hits“. Góða skemmtun! Our GDPR privacy policy was updated on August 8, 2022. Visit acast.com/privacy for more information.
KISS voru í þokkalegri lægð þarna um miðjan tíunda áratug síðustu aldar, þ.e áður en allt fór af stað á ný í kjölfarið á MTV Unplugged tónleikum þeirra sem fram fóru sumarið 1995. Ári fyrr, eða sumarið 1994 stóðu okkar menn í útgáfu á plötunni KISS MY ASS sem innihélt hina ýmsu KISS slagara í flutningi annara listamanna. S.s ekki mikið að frétta frá okkar mönnum hvað varðar nýtt efni, en þó voru þeir allir samt í fanta formi, veruleg synd. En þetta sama sumar var fyrrum trommari KISS og einn af stofnmeðlimum bandsins einnig í fanta formi. Sjálfur Peter Criss var búinn að setja saman afar vel spilandi band er bar nafnið CRISS. Ekki KISS, heldur CRISS! Það var svo þann 16.ágúst (á útgáfudegi þessa þáttar) sem Peterinn sendi frá sér sína fjórðu sólóplötu sem hann nefndi CAT 1. Platan flaug ekki hátt og vakti einfaldlega litla athygli. Við tökum meira að segja það djúpt í árinni og höldum því fram að margir hlustendur þáttarins hafi hreinlega ekki einu sinni hlustað á þessa plötu eða gefið henni einhvern séns að ráði........þar til nú. CAT 1 er nefnilega þrusuplata og kom hún þáttastjórnendum því sem næst í opna skjöldu. Hlustið og sannfærist um það er við tökum fyrir afmælisbarn dagsins. CAT 1 með Peter Criss síðan 16.ágúst 1994 er plata þáttarins að þessu sinni. Our GDPR privacy policy was updated on August 8, 2022. Visit acast.com/privacy for more information.
Fyrsti þáttur eftir gott sumarfrí er mættur! Þátturinn fór í vettvangsferð á dögunum til Amsterdam. Um var að ræða lokatónleika okkar manna í Evrópu sem fram fóru í Ziggo Dome á sjálfan afmælisdag forsetans, 21.júlí 2022. Ekki er hægt að segja að þáttastjórnendum hafi leiðst mikið í þeirri för, svo mikið er víst. KISS stóðu klárlega undir væntingum og sýndu þar viðstöddum svo sannarlega hvernig stóru strákarnir gera þetta. StarPower tók samviskusamlega upp alla tónleikana fyrir þáttinn, Atli missti röddina og forsetinn kom út með marbletti. Hér förum við yfir þessa frægðarför okkar og kryfjum til mergjar það sem þar fór fram. Hver var heimsmeistarinn? Skiluðu Eric og Tommy sínu vel? Hélt röddin hans Paul?KISS á „The End Of The Road“ í ZIGGO DOME, Amsterdam í þessum annars ágæta þætti bara, að við höldum. Our GDPR privacy policy was updated on August 8, 2022. Visit acast.com/privacy for more information.
Síðasti þátturinn okkar fyrir sumarfrí var settur á uppboð og seldist hann á skrilljón trilljónir. Kaupandinn var "Númason Group" með Jóhannes Geir Númason í forsvari en hann hefur verið dyggur hlustandi frá upphafi. Jóhannes mætti því í stúdíóið og var sérstakur heiðursgestur og gestastjórnandi þáttarins og valdi því einnig málefnið. Útkoman var bara skrambi góð og við skemmtum okkur allir vel. Allir bjuggumst við innilega við því að verða skammaðir eins og hundar af gesti okkar en það má segja að miðað við væntingarnar fór hann silkihönskum um okkur félagana. Við þökkum Jóhannesi fyrir komuna. Góða skemmtun See acast.com/privacy for privacy and opt-out information.
Tuttugasta hljóðversplata KISS geymir 12 lög og kom hún út þann 9.október 2012. Gott fólk, hún er 10 ára gömul í ár. Það er ansi líklegt að hér sé einnig um að ræða þeirra síðustu plötu, eða okkur er farið að gruna það sterklega hið minnsta, sem er allt í lagi bara. Plata númer 20 varð auðvitað að koma, það hefði nefnilega verið bagalegt að stoppa í 19. Fyrirfram vorum við hálf hræddir við þennan þátt, en við skemmtum okkur hins vegar konunglega við upptökurnar og útkoman er óvenju líflegur þáttur. MONSTER er plata þáttarins. Hell or Hallelujah? Tjah…..ef þú varst ekki aðdáandi plötunnar fyrir þáttinn, þá gæti það hugsanlega breyst við þessa hlustun. Sko hugsanlega. See acast.com/privacy for privacy and opt-out information.
Þegar árið 1980 gekk í garð fóru okkar menn að vinna sína næstu plötu sem yrði þá fyrsta platan án allra fjögurra meðlima sveitarinnar. Þarna var Peter hættur í KISS og sló því ekki högg á plötunni og söng ekki eitt einasta lag. Meðlimir voru hér nokkuð hræddir við hvað aðdáendur myndu segja ef þeir vissu að einn af þeim væri hættur og fóru þeir því með þetta eins og mannsmorð, enginn mátti vita að fjarveru Peters. Þetta var jú í fyrsta skiptið sem mannabreytingar voru að eiga sér stað í KISS, en svo sannarlega ekki það síðasta. Anton Fig (eða Figgarinn frægi) fékk það starf að tromma plötuna en Peter var þó skráður fyrir trommuleiknum og prýddi framhlið plötunnar ásamt öðrum meðlimum sveitarinnar. Reyndar var það þó vel ljóst að endirinn var í aðsigi hjá Ace líka, en hann hékk þó aðeins lengur á vagninum. Þó kom hann ekki að öllum lögum þessarar næstu plötu þeirra og var þá restin af gítarleiknum í höndum Paul, Gene og Bob Kulick. Upptökustjórinn Vini Poncia sem þótti skila fínu starfi á plötunni Dynasty ári áður var fenginn aftur til að taka þá upp. Aftur tóku okkar menn upp plötu sem fikrast meira í átt að poppinu fremur en rokkinu en í takt við ákveðin tíðaranda þessa tíma. Að einhverjum ástæðum héldu KISS að poppið væri eitthvað sem þeir þyrftu að halla sér að á meðan bönd eins og AC/DC og Van Halen tættu í sig vinsældarlistana. Kannski voru það mikil mistök en þessi plata varð fyrsta platan síðan „Dressed to Kill“ kom út sem ekki fór í platínum-sölu, heldur náði hún „aðeins“ í gull þann 30.júlí 1980. Engu að síður þá kom þessi plata út þann 20. maí 1980 og náði hún bara í 35. sæti Billboard vinsældarlistans í Bandaríkjunum. KISS voru opinberlega ekki lengur konungar Bandaríska tónlistarmarkaðarins. Þó er það ekki þar með sagt platan Unmasked, sem hér um ræðir, hafi verið hafnað út um allan heim. Hreint alls ekki, því sem dæmi þá elskuðu Ástralskir aðdáendur hreinlega þessa plötu og var þetta sennilegast platan sem gerðu KISS endanlega að guðum þar í landi með brjálæði sem samsvaraði Bítlaæðinu. Sem dæmi varð lagið Shandi mikill hittari þar í landi á sama tíma og ekkert lag af plötunni varð að hittara í heimalandinu. Túrinn sem farið var á var fyrsti túrinn hans Eika Carr með KISS og fór hann allur fram í Evrópu, Ástralíu og Nýja-Sjálandi ef frá er talið einir tónleikar í New York, sem voru þeir fyrstu á Unmasked túrnum. Í þessum þætti sem margir hafa beðið spenntir eftir kíkjum við betur á Unmasked. See acast.com/privacy for privacy and opt-out information.
Þann 13.október árið 1989 aðeins 4 dögum áður en KISS gáfu út sína 15.hljóðversplötu (Hot in the shade) sendi Ace Frehley frá sér sína fjórðu sólóplötu sem var í raun sú þriðja í röðinni eftir daga hans innan KISS. Hér var okkar maður búinn að leggja Frehley´s Comet nafninu og gaf núna út undir sínu nafni og platan sem þarna kom er hin tíu laga Trouble walkin´. Platan tæmir fjöldan allan af vönduðum rokkslögurum sem flest virðast ganga vel upp. Ace ætlaði sér nefnilega að gera geggjaða rokkplötu og syngja hana líka sjálfur núna, kokhraustur með kassann fram, hökuna upp og loks með gítarinn sinn og sína sérstæðu rödd að vopni auk auðvitað síns goðsagnakennda nafns. Platan Trouble Walkin´ náði í 102 sætið á Billboard Topp 200 listanum þegar hún kom út og fékk nokkuð góða dóma og náði meira að segja að lyfta nokkrum augabrúnum einhverra gagnrýnenda. Trouble Walkin´, sem er þriðja sólóplata Ace á aðeins 2 árum er plata þáttarins þetta sinnið. See acast.com/privacy for privacy and opt-out information.
Í yfir 50 ár hefur Eddie Kramer sett fingraför sín á sögu rokksins sem um munar, enda unnið með nokkrum af stærstu nöfnum þessarar sögu. Má þar nefna; The Rolling Stones, Eric Clapton, David Bowie, Bad Company, The Beatles og svo miklu, miklu fleiri. Kramer er þó hvað þekktastur fyrir þrjú langtímasambönd sín hvað upptökur varðar. Langtímasambönd við Jimi Hendrix, Led Zeppelin og okkar menn í KISS. Eddie Kramer fæddist í Cape Town í Suður-Afríku þann 19.apríl árið 1942 og er hann því nýorðinn 80 ára gamall. Eftir að Eddie flutti til London frá heimalandinu snemma á sjöunda áratugnum hóf hann sinn afar farsæla upptökuferil og starfaði hann fljótlega í nokkrum af þekktustu hljóðverum borgarinnar þar sem hann tók upp fjöldan allan af hljómsveitum sem við þekkjum svo vel, eins og t.d Jimi Hendrix. Það var svo árið 1968 að Kramer færði sig vestur um haf og til Bandaríkjanna þar sem hann hóf störf hjá Record Plant hljóðverinu í New York og hélt áfram að vinna með Jimi Hendrix o.fl. Árið 1969 tók Eddie svo að sér að velja inn tækjabúnað í hljóðverinu sem Hendrix vinur hans var að setja upp, Electric Lady, og starfaði hann þar sem upptöku og tæknistjóri næstu árin, en það var einmitt þar sem okkar menn í KISS koma inn í myndina. Eddie hefur tekið upp mikið af lifandi tónlist á ferlinum og ber þar helst að nefna ALIVE plötur KISS auk sjálfrar Woodstock hátíðina, en hana tók hann nánast alla upp, grunlaus um söguna sem hann var þá að hljóðrita. Við fögnum afmælinu með Eddie f#$%ing Kramer í þessum þætti og kíkjum saman á viðburðaríkan og frekar flottan feril hans. See acast.com/privacy for privacy and opt-out information.
Sumarið 1982, eða á sama tíma og okkar menn í KISS stóðu í upptökum á plötunni „Creatures of the night“ gaf fyrrum trommari þeirra, sjálfur Peter Criss, út sína þriðju sólóplötu. Það má eiginlega segja að framboðið hafi alltaf verið talsvert meira en eftirspurnin þegar kemur að sólóefni frá herra Criss. Það sýndi sig ekki bara þegar sólóplöturnar fjórar frægu komu út árið 1978, heldur einnig árið 1980 þegar hann sendi frá sér tímamótaverkið „Out of control“ og við fórum yfir í þætti okkar númer 52. Peter endurnýjaði kynnin við uppáhalds upptökustjórann sinn, Vini Ponzia, sem tók auðvitað upp ´78 sólóplötuna hans og fóru upptökur nú fram í Los Angeles. Peter fékk helling af fólki með sér í lið á þessari þriðju plötu sinni, og þá bæði við spilamennskuna sem og lagasmíðarnar, meira að segja Gene samdi eitt laganna. Útkoman er........tjah... Annað hvort elskar þú þessa plötu eða bara hreint alls ekki. Hulduplatan „Let me rock you“ sem kom út þann 25.júní 1982 og er þriðja sólóplata Peter Criss er sumsé plata þessa þáttar og kíktum við félagar á hana með gagnrýnum augum....vægast sagt. See acast.com/privacy for privacy and opt-out information.
KISS fóru í hljóðverið enn á ný í lok árs 1995 til að hljóðrita sína næstu plötu sem yrði sú 17. í röðinni, og stóðu þær upptökur fram í febrúar 1996. Gene vildi að allar KISS reglurnar yrðu brotnar í þessum upptökum í tilraun bandsins til að gera þá meira „current“ en eins og við vitum var þessi áratugur ekki sá sverasti hjá okkar mönnum og voru þeir því í mikilli lægð. Paul var þó ekki eins hrifinn og sannfærður og félagi sinn Gene. Það var svo sjálfur Bob Ezrin sem mælti með upptökustjóranum Toby Wright og fengu KISS hann því til að stýra upptökunum í þetta skiptið enda þá einn fremsti upptökustjóri grugg senunnar í Bandaríkjunum og hafði hann unnið þó nokkuð með Alice in chains, en einnig Slayer og Metallica ásamt mun fleirum. En Toby var ekki alveg nýr fyrir KISS því hann aðstoðaði Ron Nevison líka við upptökur á Crazy Nights plötunni þarna nokkrum árum fyrr. Þegar platan var tilbúin var komin upp ný staða. Bandið fór lóðbeint í að gera MTV Unplugged tónleikana og Reunion túrinn fylgdi þá fast á eftir þar sem þeir Ace og Peter leystu Bruce og Eric af, og voru þeir tveir síðastnefndu því settir á ís ásamt þessari nýuppteknu plötu. Platan Carnival of souls; The Final Sessions kom svo ekki út fyrr en í lok október 1997 og þá reyndar eingöngu vegna þess að henni hafði verið lekið á hið nýja internet. Og þar sem hún var hvort sem er komin þangað var lítið annað hægt að gera en að senda hana bara frá sér svo Gene fengi aurinn sinn. Um er að ræða dekkstu og þyngstu KISS plötu allra tíma og einnig þá lengstu. Þú annað hvort elskar hana eða hatar. KISS í dropdown tjúni er ekki allra. Í þessum þætti förum við yfir þessa merkilegu plötu sem kom út þegar lestin var auðvitað farin. En ekki hvað? See acast.com/privacy for privacy and opt-out information.
Árið er 1985 og Paul situr í bílstjórasætinu eins og nokkur fyrri árin og stýrir rútunni. Uppstillingin á KISS virðist vera tiltölulega laus við allt rugl og drama fyrir utan það að Gene hefur ekki mikinn tíma fyrir hljómsveitina, enda á fullu að reyna fyrir sér við kvikmyndaleik. En tilkoma Bruce Kulick í bandið gefur þessu ákveðna ró enda hafa verið vandræði á gítarleikarastöðunni allt frá brotthvarfi Ace Frehley. Ekki dugði Vinnie Vincent lengi eða hvað þá Mark St. John. En KISS mættu í hljóðverið þarna um sumarið til að taka upp sína 13. breiðskífu. Þetta var jafnframt fyrsta plata þeirra með þessum nýja gítarleikara sem lét svo vel af stjórn og gerði bara það sem honum var sagt og mætti þar sem hann átti að mæta. Glysrokkið er þarna auðvitað allsráðandi á þessum árum og það smitaðist vel inn á þessar upptökur okkar manna, eðlilega. Platan ASYLUM kom svo út þann 16.september þetta ár, 1985. Í þættinum gerum við henni skil og förum yfir lögin eins og okkur er einmitt lagið. See acast.com/privacy for privacy and opt-out information.
Bob Ezrin hefur verið maðurinn á bak við tjöldin við upptökur margra sígildra platna, þar á meðal og bara svo við nefnum eitthvað þá sat hann við mixerinn og stýrði REC takkanum þegar plöturnar „Billion Dollar Babies“ með Alice Cooper, „The Wall“ með Pink Floyd og auðvitað „Destroyer“ með KISS voru hljóðritaðar. Ferill hans er ótrúlega fjölbreyttur og spannar allt frá Andrea Bocelli til Deftones, í gegnum Deep Purple, Peter Gabriel, Rod Stewart og Lou Reed svo eitthvað sé nefnt. Þá er Ezrin mikill mannvinur og hefur beitt sér mikið í gegnum tíðina fyrir ýmislegu góðgerðastarfi víðs vegar um heiminn. Bob Ezrin heitir fullu nafni Robert Allan Ezrin og fæddist í Toronto, Kanada þann 25.mars 1949, hann er því nokkuð nýorðinn 73 ára og því ætlum við að fagna hér. Hins vegar spannar hinn fjölbreytti ferill hans yfir 50 ár og í þessum þætti kíkjum við s.s aðeins á það sem hann hefur brallað í gegnum árin og af nógu er að taka þar. See acast.com/privacy for privacy and opt-out information.
Í janúar 1979 eða um fjórum mánuðum eftir útkomu þeirra margumtöluðu sólóplatna í september 1978, hentu KISS sér aftur í stúdíóið til að hefja upptökur á sinni sjöundu hljóðversplötu. Sú plata átti að marka „ENDURKOMU KISS“ eða „THE RETURN OF KISS“ enda hafði ekki komið breiðskífa frá bandinu sem slíku síðan Love Gun kom út árið 1977. KISS áttu hér í alvarlegum vandræðum með Peter Criss en til að reyna að létta lundina hjá trommaranum sínum og jafnvel freista þess að heyra hann ekki hóta því að hætta í hljómsveitinni, réðu þeir Vini Poncia sem upptökustjóra í þetta skiptið, það var jú hann sem stýrði upptökunum á hinni frægu sólóplötu Peters þarna ári fyrr. Gene, Paul og Ace héldu að þar með væru þeir að gera hlutina eitthvað auðveldari...en svo var bara alls ekki! Blessaður kallinn. Ace hins vegar var fullur sjálfstrausts þegar hér er komið sögu. Gene og Paul voru líka meðvitaðir um að Ásinn væri í einhverskonar uppáhaldi meðal KISS aðdáenda og því létu þeir honum eftir ekki bara 1, og ekki 2, heldur 3 lög til að syngja á plötunni. Hallelujah! Í þessum þætti kíkjum við nánar á plötuna DYNASTY sem kom út í mai árið 1979. See acast.com/privacy for privacy and opt-out information.
Tíundi áratugurinn var ekki sá farsælasti fyrir okkar menn sem er í raun algjör synd, því það var þá sem liðsmenn KISS voru í einu sínu besta formi, ef ekki bara því besta. Sveitin hugsaði út fyrir kassann árið 1995 þegar bandið fór svokallaðan „Convention Tour“ um Bandaríkin og Ástralíu auk Kanada. Á þessum túr hittu þeir aðdáendur sína og blönduðu við þá geði auk þess að koma fram órafmagnaðir (unplugged) þar sem fjölmargir smellir voru fluttir og tekið var við óskalögum úr sal. Það var á einum slíkum tónleikum á þessum túr sem að Peter Criss kom fram með sínum gömlu félögum í fyrsta skiptið í langan tíma og í raun af tilviljun. Þessu fengu forsvarsmenn MTV sjónvarpsstöðvarinnar veður af og fór það svo að þeir hófu að kynna sér málið betur. Þetta skilaði sér með tónleika upptöku á vegum MTV sem hluti af Unplugged tónleikaröð þeirra sem orðin var gríðarlega vinsæl. KISS MTV Unplugged fóru því fram þann 9.ágúst 1995 sem lokatónleikar Convention túrsins. MTV sendi þá út skömmu síðar og fengu þeir frábæra dóma. Þá voru þeir gefnir út á DVD og loks á plötu þann 12.mars 1996. Allt þetta má að miklu leyti þakka mikilli þrautseigju starfsmanns MTV að nafni Alex Colletti. Og eins og þetta sé ekki nóg þá var það einnig þarna sem þeir Peter Criss og Ace Frehley komu fram með KISS, allir saman í fyrsta skiptið á sviði síðan 1979. Gene og Paul fengu blóðbragð í munninn við viðtökurnar sem bandið fékk með þá Peter og Ace innanborðs en á meðan má ætla að sennilegast hafi þeir Eric Singer og Bruce Kulick fengið óbragð í sinn munn við þetta sama tilefni. Enda var þetta eiginlega skrifað í skýin og the rest is.........KISSTORY! Í þættinum að þessu sinni förum við yfir KISS MTV Unplugged og rýnum hressilega í þessa mögnuðu plötu. See acast.com/privacy for privacy and opt-out information.
Hvað er KISS ARMY? Hvaðan er KISS ARMY? Hver stofnaði KISS ARMY og hvers vegna? Við fáum svör við þessu öllu ásamt fleiru í þættinum í dag. Þegar Bill Starkey var 17 ára gamall uppgötvaði hann KISS sem um leið varð hans uppáhalds hljómsveit. Útvarpsstöðin heima í Terre Haute í Indiana, Bandaríkjunum hafði þó ekki sama áhuga á KISS og hinn ungi Bill. Hann tók þá til sinna ráða og ásamt vini sínum Jay Evans stofnuðu þeir eitthvað sem þeir nefndu The KISS ARMY árið 1975. Um var að ræða aðdáendaklúbb sem hafði það hlutverk að þrýsta á útvarpsstöðvar til þess að spila KISS sem og að greiða aðrar götur bandsins eftir fremsta megni. Áður en Bill Starkey vissi af var hann kominn í innsta hring hljómsveitarinnar sem hann hélt svo mikið upp á. KISS flugu honum út um öll Bandaríkin þar sem hann var viðstaddur tónleika þeirra sem og hina ýmsu viðburði á vegum bandsins. Mætti í veislur þeirra, borðaði með þeim, gisti á hótelum með þeim og var ávallt með góðan og gildan baksviðspassa. Þetta var rússíbanareið sem loks tók þó enda eins og allir rússíbanar gera. Það var svo ekki fyrr en á tíunda áratug síðustu aldar sem KISS ARMY lifnaði við á ný fyrir alvöru og það með góðri aðstoð frá sjálfum Tommy Thayer af öllum. Bill Starkey óraði aldrei fyrir því að litli klúbburinn hans sem hann stofnaði þarna fyrir þessum 47 árum myndi verða að því alheims fyrirbæri sem það er. KISS ARMY er viðurkenndur aðdáendaklúbbur KISS og er í dag starfræktur í tugum landa út um allan heim og meðlimir eru mörg þúsund. Þó að Bill Starkey sé stofnandi klúbbsins (og sé þannig forseti forsetanna) þá er hann ekki við stjórnvölin í dag. Þau völd missti hann ungur að árum þarna þegar rússíbaninn stöðvaðist. Við hringdum til Indianapolis og áttum einstakt spjall við herra Bill Starkey þar sem hann fór yfir þetta allt með okkur og svaraði nokkrum vel völdum spurningum. Afar ánægjulegur þáttur. See acast.com/privacy for privacy and opt-out information.
Í þættinum bjóðum við upp á opnar pallborðsumræður þar sem hin og þessi mál ber á góma. Má þar nefna Bítlana, Aerosmith, Eddie Van Halen, KISS Army, hina alræmdu Frægðarhöll Rokksins, 20 ára starfsafmæli nokkuð, hinn ýmsa KISS varning, hljóðvegginn góða, stórmyndina KISS Meets The Phantom Of The Park og síðast en ekki síst Mini-KISS. Sannkallaður „lífsstílsþáttur“ í þetta skiptið. See acast.com/privacy for privacy and opt-out information.
Á sama tíma og KISS voru að klára upptökur á sinni áttundu hljóðversplötu árið 1980 var Peter Criss mættur í hljóðverið sjálfur ásamt Stan sínum Penridge til að taka upp sína aðra sólóplötu. Okkar menn gáfu svo út Unmasked þann 20.maí 1980 og þrátt fyrir að Peter bregði fyrir á framhlið plötunnar var það Anton Fig sem hana trommaði, en það var gert opinbert tveimur dögum fyrir útgáfu hennar að Peter hefði yfirgefið bandið. KISS fundu Eric Carr „The Fox“ til að leysa „Catmanninn“ af og the rest is history. Það sem er ekki eins mikið history hins vegar er þessi fyrrnefnda önnur sólóplata Peters okkar sem kom svo út í byrjun september þetta sama ár, 1980. Sú plata var gefin út af Casablanca rétt eins og Unmasked og ber hún heitið Out of control. Nú ætlaði Peterinn halda sína eigin leið og sýna þar með öðrum meðlimum KISS að hann væri sko maðurinn. Enda var hann jú maðurinn sem söng og "samdi" MEGA hittarann „Beth“ þarna 4 árum fyrr. Ikke? Við kíkjum nánar bæði á plötuna Out of control í þættinum sem og skoðum stórfurðulegt atvik í lífi Peters nokkrum árum síðar......ásamt svo auðvitað fleiru til. See acast.com/privacy for privacy and opt-out information.
Við fögnuðum 1 árs afmæli þáttarins frammi fyrir fullum sal af áhorfendum í Slippbíó á Icelandair Hotel Marina laugardagskvöldið 12.febrúar 2022 þar sem upptökur fóru fram. Málefnið var hreint ekki af verri endanum, frumburður okkar manna sem ber einfaldlega heitið KISS. Sú plata á einmitt 48 ára afmæli þann 18.febrúar. Þetta var mikið stuð og áhorfendur tóku virkan þátt í umræðum. Því er sennilegast hér um okkar lengsta þátt að ræða. Takk fyrir hlustunina góða fólk. Áfram gakk. See acast.com/privacy for privacy and opt-out information.
Sumarið 1983 fóru KISS í hljóðverið til að taka upp sína 11. hljóðversplötu, plötu sem átti að fylgja þeirri sem á undan kom (Creatures of the night) fast á eftir. Aftur var Michael James Jackson við stjórnvölinn en hann skilaði af sér flottu starfi á fyrrnefndri plötu og náði hreint út sagt mögnuðum tilþrifum úr okkar mönnum og þessum þunga hljómi. Vinnie Vincent var orðinn fullgildur meðlimur hljómsveitarinnar og fékk hann meira að segja að prýða framhlið þessarar næstu plötu ásamt auðvitað Gene, Paul og Eric. Platan Lick it Up er afurðin og kom hún út þann 23. september 1983. Hún vakti mun meiri athygli en Creatures og það kannski af einni aðalástæðu. KISS tóku þarna loksins af sér málninguna sem er eitthvað sem þeir höfðu rætt að gera lengi. Vinnie Vincent samdi í 8 af 10 lögum á þessari plötu auk nokkurra á Creatures of the Night og var því egóið hans farið að fljúga hærra en góðu hófi gegnir þegar hér er komið sögu. Sumir halda því fram munið þið að Vinnie hafi bjargað KISS, en hvað sem því líður þá fannst honum sjálfum hið minnsta hann bera fulla ábyrgð á að endurvekja risann af léttum blundi. Lick it up náði allavega í gegn, hún seldist mjög vel og fór skömmu síðar í platinum sölu. Reyndar hafði engin KISS plata selst þetta vel síðan Dynasty kom út árið 1979. KISS voru því mættir aftur og nú með plötu sem fór í 24. sætið á Billboard vinsældarlistanum í Bandaríkjunum og alla leið í upp 5. sætið hér á Íslandi. Titillag plötunnar varð algjör hittari og er fyrir löngu orðið fastur liður á setlista KISS. Það má segja að hér sé um hreinan vendipunkt að ræða í KISSTORY. Í þættinum ræðum við þessa mögnuðu plötu sem Lick it up er, þar sem þáttastjórnendur voru furðu sammála en samt alls ekki. Hlustun er lygasögu ríkari. See acast.com/privacy for privacy and opt-out information.
Eftir að hafa eytt síðustu 8 til 9 árum ævi sinnar í mikið ævintýri og rússíbanareið sem sólógítarleikari hinnar heimsfrægu hljómsveitar KISS þar sem hann upplifði bæði hæstu hæðir en einnig hina dimmu dali stóð Ace Frehley eftir sem atvinnulaus gítarhetja árið 1982 og það á besta aldri. Gera má ráð fyrir að Ace hafi nýtt fyrstu árin eftir KISS til að slaka svolítið á og djamma pínu. Pínu mikið jafnvel, áður en hann hóf að spila á ný fyrir alvöru. Hann setti svo saman bandið Frehley´s Comet árið 1984 en það nafn átti í raun í fyrstu aðeins að vera nafn á hans annari sólóplötu. En Frehley´s comet starfaði allt til ársins 1988 og var slatti um mannabreytingar í bandinu á þeim tíma eða alls 7 mismunandi útgáfur, þ.e uppstillingar þess. Erfiðlega gekk þó að fá plötusamning en loks var hann í húsi og fyrsta platan þeirra kom út árið 1987. Tvær plötur fylgdu í kjölfarið, EP platan LIVE+1 auk Second Sighting áður en bandið var allt. En okkar maður hélt ótrauður áfram og gerir það enn í dag. Í þættinum kíkjum við nánar á þessar þrjár Frehley´s Comet plötur og skoðum örlítið á bakvið tjöldin. See acast.com/privacy for privacy and opt-out information.
Stanley Bert Eisen (síðar þekktur sem Paul Stanley) er fæddur í borginni New York í Bandaríkjunum þann 20.janúar árið 1952 og er hann því nýorðin sjötugur þegar þessi þáttur kemur út enda fóru upptökur fram á sjálfan afmælisdaginn. Foreldrar hans kynntust í New York þar sem þau voru bæði hluti af gyðingasamfélaginu þar í borg en þau flúðu sveitir Nasista sem börn ásamt fjölskyldum sínum í síðari heimsstyrjöldinni, og það alla leið til Bandaríkjanna frá Póllandi annars vegar og Þýskalandi hins vegar. Paul uppgötvaði tónlistina frekar ungur og á unglingsárunum var hann meðlimur í nokkrum hljómsveitum. Má þar nefna bönd eins og „Uncle Joe“ „Furthermore“ og „Post War Baby Boom“. En til að gera nokkuð langa sögu stuttu þá var það svo sannarlega hans gæfa þegar hann var svo kynntur fyrir Gene Simmons einn daginn því síðan hafa þeir verið hinir mestu mátar. Saman stofnuðu þeir ásamt fleirum hljómsveitina Rainbow árið 1970 en breyttu nafni bandsins í Wicked Lester ári síðar. Það var svo í janúar 1973 að hljómsveitin KISS varð til og the rest is Kissstory. Við kíkjum aðeins á Paul í þessum þætti og notum til þess nokkuð áhugaverðan vinkil. See acast.com/privacy for privacy and opt-out information.
Okkar menn rifjuðu upp gömul kynni við Bob Ezrin árið 1991 þegar Argent lagið „God Gave Rock n´ Roll To You II“ var tekið upp fyrir kvikmyndina Bill and Ted´s Bogus Journey. Hér voru KISS í raun að athuga stöðuna á Bobbaranum með það í huga að fá hann til að taka upp heila plötu með þeim á ný. Hann hafði þarna að mati Paul og Gene bæði gert eina af þeirra bestu plötum (Destroyer) en einnig eina af þeirra verstu (Music from The Elder). Samstarfið við þessar upptökur gekk vonum framar og útkoman varð stórgóð og kærkominn hittari fyrir KISS mætti á svæðið. Bob var því ráðinn í næsta verk sem kom svo út árið 1992 og ber heitið REVENGE. Stórgóð plata sem margir telja bestu plötu KISS á non-makeup tímabili sínu. En þó svo að platan sé fín og upptökuferlið hafi gengið vel þá var allt verkið unnið í skugga veikinda hjá Eric Carr sem síðan leiddi hann til dauða í nóvember 1991. KISS kynntu því hér inn nýjan meðlim, sjálfan Eric Singer. Við förum hér yfir plötuna REVENGE í spikfeitum þætti þar sem hitnaði nokkuð í kolunum hjá þáttastjórnendum. See acast.com/privacy for privacy and opt-out information.