POPULARITY
Bjarni Benediktsson kveður stjórnmálasviðið um helgina þegar hann hættir sem formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins í Laugardalshöll. Hver verður næsti formaður og hvað ætlar Bjarni að gera? Þá til Þýskalands, þar sem viðræður um myndun nýrrar ríkisstjórnar hófust í dag með fundi fulltrúa frá Kristilegum Demókrötum og Sósíaldemókrötum. Friedrich Merz, leiðtogi Kristilegra demókrata vill ljúka þessum viðræðum fyrir páska; það liggur á, segir hann, að styrk stjórn taki við völdum, ekki síst á viðsjárverðum tímum í Evrópu og annars staðar í heiminum.
Þrjú ár eru í dag frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Þótt ógerlegt sé að fá áreiðanlegar upplýsingar um mannfall í þessu stríði er ljóst að tugir og að líkindum hundruð þúsunda rússneskra og úkraínskra hermanna hafa fallið á þessum þremur árum og enn fleiri særst, auk þess sem á annan tug þúsunda almennra borgara hið minnsta hafa verið drepin í árásum Rússa á borgaraleg skotmörk í Úkraínu. Eyðileggingin er gríðarleg, átta milljónir karla kvenna og barna eru á hrakningi í eigin landi og jafn mörg hafa flúið land. Ævar Örn Jósepsson ræðir við Dagnýju Huldu Erlendsdóttur fréttakonu, sem er í Kænugarði á þessum tímamótum. Þrátt fyrir sögulega lélega kosningu gömlu þýsku valdaflokkanna tveggja, Kristilegra demókrata og Sósíaldemókrata, og mikla sókn flokka á hægri og vinstri jöðrum pólitíska litrófsins stefnir allt í meirihlutastjórn einmitt þeirra - undir forystu nýs kanslara, Friedrich Merz, leiðtoga Kristilegra demókrata, í stað Jafnaðarmannsins Olafs Scholz, fráfarandi kanslara. Ævar Örn Jósepsson fer yfir úrslitin og helstu verkefnin framundan í þýskum stjórnmálum með Birni Malmquist, fréttamanni, sem fylgdist grannt með kosningunum ytra. Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Mark Eldred
19. febrúar 2024 Lögreglustjórinn á Suðurnesjum tilkynnti í dag að Grindvíkingar mættu frá og með morgundeginum dvelja og starfa í bænum allan sólarhringinn. En þó að aðgangur hafi verið rýmkaður er varla hægt að segja að lögreglustjórinn telji fýsilegt að dvelja í bænum; segir reyndar í tilkynningu að aðstæður sé ekki boðlegar fyrir búsetu í húsum, hann býst ekki við að margir kjósi að dvelja þar næturlangt þó að það sé heimilt. Íbúar og starfsmenn fari inn í bæinn á eigin ábyrgð. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Ásrúnu Helgu Kristinsdóttur, forseta bæjarstjórnar Grindavíkur. Tveir nemendur og tveir starfsmenn Hraunavallaskóla í Hafnarfirði greindust með hettusótt á dögunum. Nemendurnir voru bólusettir en starfsmennirnir ekki.* Grunur er um fleiri smit, sem öll tengjast þessum skóla og þeim einstaklingi sem fyrst greindist. Um 200 nemendur og flestir starfsmenn skólans hafa nú verið bólusett og verið er að bólusetja starfsfólk og nemendur í öðrum skólum Hafnarfjarðar. Ævar Örn Jósepsson ræðir farsóttir og bólusetningar við Kamillu Sigríði Jósefsdóttur, yfirlækni bólusetninga við Landlæknisembættið. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins síðastliðin fimm ár, tilkynnti að hún hefði að vandlega athuguðu máli ákveðið að sækjast eftir að fá að gegna embættinu fimm ár til viðbótar. Hún hefur þegar tryggt sér stuðning flokks síns, Kristilegra demókrata og vonast til að Evrópski þjóðarflokkurinn, EPP, bandalag evrópskra mið- og hægriflokka, fallist einnig á að tefla henni fram. Ásgeir Tómasson segir frá. *Í upprunalegri færslu stóð að öll fjögur sem smituðust hafi verið óbólusett. Hið rétta er að aðeins starfsmennirnir voru óbólusettir, en börnin voru bólusett.
Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, fór yfir væntanlega sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka en Bankasýsla ríkisins hefur sent fjármálaráðherra tillögu um sölumeðferð á eignarhlutnum í bankanum. Þórður Snær ræddi einnig raforkusölu til heimila og fyrirtækja og nýlega könnun Vörðu á högum launafólks á Íslandi. Arthúr Björgvin Bollason, fjallaði um nýjan formann Kristilegra demókrata, Friedrich Merz, og að það eru áttatíu ár frá sögulegum fundi sem haldinn var við Wannsee-vatn af hálfu forystusveitar nasista. Fundargestir tóku þar ákvörðun um hvernig standa ætti að útrýmingu gyðinga í Evrópu. Þingkonurnar Bryndís Haraldsdóttir og Oddný Harðardóttir ræddu sóttvarnalög og reglur en Bryndís er fyrsti flutningsmaður frumvarps til laga um breytingu á sóttvarnalögum. Að bætt verði inn í lögin að heilbrigðisráðherra kynni ákvörðun um setningu reglna í velferðarnefnd Alþingis áður en þær taka gildi eða svo fljótt sem verða má verði því ekki komið við. Tónlist: Vetrarnótt - Nútímabörn Solitary man - Neil Dimond After the gold rush - Neil Young Un homme et une femme - Francis Lai. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir.
Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, fór yfir væntanlega sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka en Bankasýsla ríkisins hefur sent fjármálaráðherra tillögu um sölumeðferð á eignarhlutnum í bankanum. Þórður Snær ræddi einnig raforkusölu til heimila og fyrirtækja og nýlega könnun Vörðu á högum launafólks á Íslandi. Arthúr Björgvin Bollason, fjallaði um nýjan formann Kristilegra demókrata, Friedrich Merz, og að það eru áttatíu ár frá sögulegum fundi sem haldinn var við Wannsee-vatn af hálfu forystusveitar nasista. Fundargestir tóku þar ákvörðun um hvernig standa ætti að útrýmingu gyðinga í Evrópu. Þingkonurnar Bryndís Haraldsdóttir og Oddný Harðardóttir ræddu sóttvarnalög og reglur en Bryndís er fyrsti flutningsmaður frumvarps til laga um breytingu á sóttvarnalögum. Að bætt verði inn í lögin að heilbrigðisráðherra kynni ákvörðun um setningu reglna í velferðarnefnd Alþingis áður en þær taka gildi eða svo fljótt sem verða má verði því ekki komið við. Tónlist: Vetrarnótt - Nútímabörn Solitary man - Neil Dimond After the gold rush - Neil Young Un homme et une femme - Francis Lai. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir.
Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, fór yfir fjármál stjórnmálaflokkanna en staða þeirra hefur batnað mjög frá því ný lög voru sett undir lok árs 2017. Þórður Snær fjallaði einnig um þróunina í símakortun en á árinu sem er að ljúka fjölgaði virkum 5G-símakortum hér á landi verulega. Búast má við því að virkum 5G-kortum fjölgi hratt í nánustu framtíð og að virkum 4G kortum fækki samhliða þegar notendur uppfæra sig í hraðari tengingu. Arthúr Björgvin Bollason kom inn á þýskar jólahefðir í Berlínarspjalli dagsins. Eins var rætt um nýjan formann Kristilegra demókrata, Friedrich Merz, og nýja sætaskipan í þýska þinginu þar sem þingmenn Kristilegra demókrata hafa sætaskipti við Frjálsa demókrata. Lítil ánægja er með ákvörðunina af hálfu þingmanna Kristilegra demókrata. Gunnlaugur Björnsson, rannsóknarprófessor í stjarneðlisfræði við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands, sagði frá vetrarsólstöðum sem eru í dag og hvaða fyrirbæri það er. Hann sagði einnig frá nýjum geimsjónauka sem kenndur er við James Webb, fyrrverandi forstjóra bandarísku geimferðastofnunarinnar, NASA, og tekur við af Hubble-geimsjónaukanum, sem hefur verið á sporbraut um jörðu síðustu þrjá áratugi. Nýja sjónaukanum verður skotið á loft klukkan 12.20 að íslenskum tíma á aðfangadag. Gunnlaugur er einn þriggja þýðenda bókarinnar Framtíð mannkyns eftir bandaríska vísindamanninn Michiu Kaku. Gunnlaugur segir Kaku færa sterk rök fyrir tilfærslu mannkyns út í geim og er þar einkum horft til Mars var sem vatn hefur fundist í talsverðu magni þar. Tónlist: Notalegt - Sigurður Guðmundsson og Sigríður Thorlacius, Winter Wonderland ? Bing Crosby, Stille nacht ? Peter Alexander. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir.
Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, fór yfir fjármál stjórnmálaflokkanna en staða þeirra hefur batnað mjög frá því ný lög voru sett undir lok árs 2017. Þórður Snær fjallaði einnig um þróunina í símakortun en á árinu sem er að ljúka fjölgaði virkum 5G-símakortum hér á landi verulega. Búast má við því að virkum 5G-kortum fjölgi hratt í nánustu framtíð og að virkum 4G kortum fækki samhliða þegar notendur uppfæra sig í hraðari tengingu. Arthúr Björgvin Bollason kom inn á þýskar jólahefðir í Berlínarspjalli dagsins. Eins var rætt um nýjan formann Kristilegra demókrata, Friedrich Merz, og nýja sætaskipan í þýska þinginu þar sem þingmenn Kristilegra demókrata hafa sætaskipti við Frjálsa demókrata. Lítil ánægja er með ákvörðunina af hálfu þingmanna Kristilegra demókrata. Gunnlaugur Björnsson, rannsóknarprófessor í stjarneðlisfræði við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands, sagði frá vetrarsólstöðum sem eru í dag og hvaða fyrirbæri það er. Hann sagði einnig frá nýjum geimsjónauka sem kenndur er við James Webb, fyrrverandi forstjóra bandarísku geimferðastofnunarinnar, NASA, og tekur við af Hubble-geimsjónaukanum, sem hefur verið á sporbraut um jörðu síðustu þrjá áratugi. Nýja sjónaukanum verður skotið á loft klukkan 12.20 að íslenskum tíma á aðfangadag. Gunnlaugur er einn þriggja þýðenda bókarinnar Framtíð mannkyns eftir bandaríska vísindamanninn Michiu Kaku. Gunnlaugur segir Kaku færa sterk rök fyrir tilfærslu mannkyns út í geim og er þar einkum horft til Mars var sem vatn hefur fundist í talsverðu magni þar. Tónlist: Notalegt - Sigurður Guðmundsson og Sigríður Thorlacius, Winter Wonderland ? Bing Crosby, Stille nacht ? Peter Alexander. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir.
Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, fór yfir stöðu Facebook eftir að Frances Haugen, fyrrverandi starfsmaður Facebook, bar vitni fyrir þingnefnd bandaríska þingsins nýverið. Þar sagði hún samfélagsmiðilinn ala á sundrungu, skaða börn, veikja lýðræðið og að mikilvægt væri að setja reglur yfir hann. Daginn áður hafði tæknilegt vandamál valdið því að samskiptamiðillinn var lokaður í tæpar sjö klukkustundir og eins aðrir miðlar í eigu Facebook, það er Instagram og Whatspp. Hlutabréf Facebook lækkuðu töluvert í verði á Wall Street í kjölfarið en verð þeirra hafði hækkað mikið undanfarna mánuði. Þórður Snær fjallaði einnig um áhrif kórónuveirunnar á fjármál sveitarfélaga í landinu og hversu lítið ríkið hefði komið þar að ólíkt því sem var annarsstaðar á Norðurlöndunum. Undir lok spjallsins um efnahag og samfélag var farið yfir nýleg kaup Sádí-Araba á enska knattspyrnufélaginu Newcastle. Arthúr Björgvin Bollason fjallaði um stjórnarmyndun í Þýskalandi og erfiðleika Kristilega demókrata. Armin Laschet hefur tilkynnt um að hann ætli að láta af störfum sem forystumaður flokksins. Þess í stað ætlar hann að leggja af stað í ferðalag um landið og hlera hvað grasrót Kristilegra demókrata hafi til málana að leggja. Öldungaráð sem kemur saman alla morgna á kaffihúsi sem Arthúr Björgvin sækir í Rínarlöndum hefur sínar skoðanir á öllum mögulegum og ómögulegum málefnum í þýsku samfélagi, ekki síst stjórnmálum. Sigrún Helgadóttir líffræðingur hefur skrifað bók um ævi og störf Sigurðar Þórarinssonar jarðfræðings. Bókin er í tveimur bindum og heitir Mynd af manni. Sigrún sagði frá Sigurði; störfum hans og meðal annars barst talið að textagerð og dagbókarskrifum vísindamannsins. Tónlist: Vestast í Vesturbænum með Nútímabörnum og Spánarljóð með Jónasi Jónassyni ásamt Hljómsveit Svavars Gests. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir.
Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, fór yfir stöðu Facebook eftir að Frances Haugen, fyrrverandi starfsmaður Facebook, bar vitni fyrir þingnefnd bandaríska þingsins nýverið. Þar sagði hún samfélagsmiðilinn ala á sundrungu, skaða börn, veikja lýðræðið og að mikilvægt væri að setja reglur yfir hann. Daginn áður hafði tæknilegt vandamál valdið því að samskiptamiðillinn var lokaður í tæpar sjö klukkustundir og eins aðrir miðlar í eigu Facebook, það er Instagram og Whatspp. Hlutabréf Facebook lækkuðu töluvert í verði á Wall Street í kjölfarið en verð þeirra hafði hækkað mikið undanfarna mánuði. Þórður Snær fjallaði einnig um áhrif kórónuveirunnar á fjármál sveitarfélaga í landinu og hversu lítið ríkið hefði komið þar að ólíkt því sem var annarsstaðar á Norðurlöndunum. Undir lok spjallsins um efnahag og samfélag var farið yfir nýleg kaup Sádí-Araba á enska knattspyrnufélaginu Newcastle. Arthúr Björgvin Bollason fjallaði um stjórnarmyndun í Þýskalandi og erfiðleika Kristilega demókrata. Armin Laschet hefur tilkynnt um að hann ætli að láta af störfum sem forystumaður flokksins. Þess í stað ætlar hann að leggja af stað í ferðalag um landið og hlera hvað grasrót Kristilegra demókrata hafi til málana að leggja. Öldungaráð sem kemur saman alla morgna á kaffihúsi sem Arthúr Björgvin sækir í Rínarlöndum hefur sínar skoðanir á öllum mögulegum og ómögulegum málefnum í þýsku samfélagi, ekki síst stjórnmálum. Sigrún Helgadóttir líffræðingur hefur skrifað bók um ævi og störf Sigurðar Þórarinssonar jarðfræðings. Bókin er í tveimur bindum og heitir Mynd af manni. Sigrún sagði frá Sigurði; störfum hans og meðal annars barst talið að textagerð og dagbókarskrifum vísindamannsins. Tónlist: Vestast í Vesturbænum með Nútímabörnum og Spánarljóð með Jónasi Jónassyni ásamt Hljómsveit Svavars Gests. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir.
Spegillinn 11.október 2021 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Mark Eldred Rýmingu hefur verið aflétt að hluta vegna skriðuhættu á Seyðisfirði. Hættustig er þó enn í gildi og íbúar fimm húsa mega ekki snúa aftur heim. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir hafa komið sér á óvart að Birgir Þórarinsson sem kosinn var á þing fyrir Miðflokkinn hafi boðið þingflokki sjálfstæðismanna krafta sína. Skipt verður um forystusveit Kristilegra demókrata í Þýskalandi á næstu vikum. Flaggað er í hálfa stöng í Borgartúni í Reykjavík í dag til að vekja athygli á að miklu fleiri karlar en konur stýra fyrirtækjum. Um 320 þúsund manns hafa nú gengið að gosstöðvunum frá því að gos hófst 19. mars. Kvikmyndin Dýrið er orðin tekjuhæsta íslenska myndin sem sýnd hefur verið í bandarískum kvikmyndahúsum. Tekjur af miðasölu í Bandaríkjunum um helgina námu yfir milljón Bandaríkjadala. Ekki er lengur talin þörf á að takmarka æskulýðs-, íþrótta- og félagsstarf barna og unglinga á grunnskólaaldri á Akureyri. Erfitt hefur reynst undanfarið að halda hita á sundlaug, heitum pottum, gufubaði og sturtum í sundlaug Hvergerðinga í Laugaskarði. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Liechtenstein á Laugardalsvelli í kvöld í undankeppni heimsmeistaramótsins Lengri umfjöllun: Um 320 þúsund manns hafa nú gengið að gosstöðvunum á Reykjanesskaga frá því að teljarar voru settir upp við gönguleiðir skömmu eftir að gos hófst 19. mars. Heimamenn settu sig þá strax í stellingar. Þuríði Aradóttur forstöðukona Markaðsskrifstofu Reykjaness var í viðtali í Speglinum á fjórða degi í gosi og lýsti sinni sýn á hvernig bregðast skyldi við væntanlegum áhuga íslendinga og erlendra ferðamanna á gosinu. Nú eru tæpir sjö mánuðir frá því gosið hófst. Hvernig hefur til tekist? Kristján Sigurjónsson ræðir við Þuríði. Þegar Bretar gengu úr Evrópusambandinu í ársbyrjun í fyrra var gerð sérstök bókun um Norður-Írland til að tryggja opin landamæri milli Írlands og Norður-Írlands í anda friðarsamningsins frá 1998. En blekið var varla þornað á gjörningnum þegar breska stjórnin fór að kvarta yfir að það væri ekki hægt að framfylgja bókuninni. Brexit er því ekki búið og nú er að hefjast ein atrennan til að leysa Norður-Írlandsvandann. Sigrún Davíðsdóttir segir frá. Gríðarlegt úrhelli sem veldur flóðum, hækkandi sjávarmál og hverskyns veðuröfgar. Þessara afleiðinga loftslagsbreytinga er þegar farið að gæta víða um heim. Í Svíþjóð ber sveitarfélögum skylda til að undirbúa varnir gagnvart komandi hamförum. En það er afar misjafnt hve vel það gengur. Kári Gy
Spegillinn 11.október 2021 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Mark Eldred Rýmingu hefur verið aflétt að hluta vegna skriðuhættu á Seyðisfirði. Hættustig er þó enn í gildi og íbúar fimm húsa mega ekki snúa aftur heim. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir hafa komið sér á óvart að Birgir Þórarinsson sem kosinn var á þing fyrir Miðflokkinn hafi boðið þingflokki sjálfstæðismanna krafta sína. Skipt verður um forystusveit Kristilegra demókrata í Þýskalandi á næstu vikum. Flaggað er í hálfa stöng í Borgartúni í Reykjavík í dag til að vekja athygli á að miklu fleiri karlar en konur stýra fyrirtækjum. Um 320 þúsund manns hafa nú gengið að gosstöðvunum frá því að gos hófst 19. mars. Kvikmyndin Dýrið er orðin tekjuhæsta íslenska myndin sem sýnd hefur verið í bandarískum kvikmyndahúsum. Tekjur af miðasölu í Bandaríkjunum um helgina námu yfir milljón Bandaríkjadala. Ekki er lengur talin þörf á að takmarka æskulýðs-, íþrótta- og félagsstarf barna og unglinga á grunnskólaaldri á Akureyri. Erfitt hefur reynst undanfarið að halda hita á sundlaug, heitum pottum, gufubaði og sturtum í sundlaug Hvergerðinga í Laugaskarði. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Liechtenstein á Laugardalsvelli í kvöld í undankeppni heimsmeistaramótsins Lengri umfjöllun: Um 320 þúsund manns hafa nú gengið að gosstöðvunum á Reykjanesskaga frá því að teljarar voru settir upp við gönguleiðir skömmu eftir að gos hófst 19. mars. Heimamenn settu sig þá strax í stellingar. Þuríði Aradóttur forstöðukona Markaðsskrifstofu Reykjaness var í viðtali í Speglinum á fjórða degi í gosi og lýsti sinni sýn á hvernig bregðast skyldi við væntanlegum áhuga íslendinga og erlendra ferðamanna á gosinu. Nú eru tæpir sjö mánuðir frá því gosið hófst. Hvernig hefur til tekist? Kristján Sigurjónsson ræðir við Þuríði. Þegar Bretar gengu úr Evrópusambandinu í ársbyrjun í fyrra var gerð sérstök bókun um Norður-Írland til að tryggja opin landamæri milli Írlands og Norður-Írlands í anda friðarsamningsins frá 1998. En blekið var varla þornað á gjörningnum þegar breska stjórnin fór að kvarta yfir að það væri ekki hægt að framfylgja bókuninni. Brexit er því ekki búið og nú er að hefjast ein atrennan til að leysa Norður-Írlandsvandann. Sigrún Davíðsdóttir segir frá. Gríðarlegt úrhelli sem veldur flóðum, hækkandi sjávarmál og hverskyns veðuröfgar. Þessara afleiðinga loftslagsbreytinga er þegar farið að gæta víða um heim. Í Svíþjóð ber sveitarfélögum skylda til að undirbúa varnir gagnvart komandi hamförum. En það er afar misjafnt hve vel það gengur. Kári Gy
Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, fjallaði um aðgerðir Seðlabanka Íslands til að draga úr þenslu á húsnæðismarkaði. Verðbólga mælist nú 4,4% og ráðstöfunartekjur heimilanna dragast saman í fyrsta skipti frá árinu 2019. Seðlabankinn hefur einnig ákveðið að endurvekja sveiflujöfnunaraukann. Með því er Seðlabankinn að draga úr útlánagetu viðskiptabankanna en hlutabréf hafa hækkað mikið í verði hér á landi. Fjármál stjórnmálaflokkanna bar einnig á góma því allir stjórnmálaflokkar sem fá 2,5% atkvæða eða meira eiga rétt á framlagi úr ríkissjóði. Arthúr Björgvin Bollason fór yfir stjórnarmyndunarviðræður í Þýskalandi og litlar vinsældir Armin Laschet, kansalaraefni Kristilegra demókrata, en æ fleiri flokksbræður hans og systur gera hann nú ábyrgan fyrir því að flokkurinn hlaut verstu útreið sem hann hefur fengið í kosningum frá upphafi vega. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, ávarpaði þjóðina á sunnudag, á sameigingardeginum svonefnda. Þykir hún hafa verið persónulegri í tali en oftast áður. Meðal þess sem hún talaði um voru uppvaxtarárin í Austur-Þýskalandi og áhrif andlýðræðislegra afla á samfélagsmiðlum. Kaþólska kirkjan á í vanda í Þýskalandi líkt og víðar í heiminum. Einkum vegna kynferðisglæpa kirkjunnar þjóna og stöðu kvenna innan kirkjunnar. Ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna á Íslandi hefur áhyggjur af stöðu geðheilbrigðismála barna og ungmenna og það vill að þessi málaflokkur rati inn í stjórnarsáttmála komandi ríkisstsjórnar. Þær Ingibjörg Ekla Þrastardóttir, sem situr í ungmennaráðinu og Eva Bjarnadóttir teymisstjóri innanlandsteymi Unicef á Íslandi, fóru yfir geðheilbrigðismál barna og ungmenna á Íslandi. Tónlist: Lag: Over the rainbow og Misty með Gunnari Gunnarssyni og Air með Ellen Andrea Wangþ Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir
Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, fjallaði um aðgerðir Seðlabanka Íslands til að draga úr þenslu á húsnæðismarkaði. Verðbólga mælist nú 4,4% og ráðstöfunartekjur heimilanna dragast saman í fyrsta skipti frá árinu 2019. Seðlabankinn hefur einnig ákveðið að endurvekja sveiflujöfnunaraukann. Með því er Seðlabankinn að draga úr útlánagetu viðskiptabankanna en hlutabréf hafa hækkað mikið í verði hér á landi. Fjármál stjórnmálaflokkanna bar einnig á góma því allir stjórnmálaflokkar sem fá 2,5% atkvæða eða meira eiga rétt á framlagi úr ríkissjóði. Arthúr Björgvin Bollason fór yfir stjórnarmyndunarviðræður í Þýskalandi og litlar vinsældir Armin Laschet, kansalaraefni Kristilegra demókrata, en æ fleiri flokksbræður hans og systur gera hann nú ábyrgan fyrir því að flokkurinn hlaut verstu útreið sem hann hefur fengið í kosningum frá upphafi vega. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, ávarpaði þjóðina á sunnudag, á sameigingardeginum svonefnda. Þykir hún hafa verið persónulegri í tali en oftast áður. Meðal þess sem hún talaði um voru uppvaxtarárin í Austur-Þýskalandi og áhrif andlýðræðislegra afla á samfélagsmiðlum. Kaþólska kirkjan á í vanda í Þýskalandi líkt og víðar í heiminum. Einkum vegna kynferðisglæpa kirkjunnar þjóna og stöðu kvenna innan kirkjunnar. Ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna á Íslandi hefur áhyggjur af stöðu geðheilbrigðismála barna og ungmenna og það vill að þessi málaflokkur rati inn í stjórnarsáttmála komandi ríkisstsjórnar. Þær Ingibjörg Ekla Þrastardóttir, sem situr í ungmennaráðinu og Eva Bjarnadóttir teymisstjóri innanlandsteymi Unicef á Íslandi, fóru yfir geðheilbrigðismál barna og ungmenna á Íslandi. Tónlist: Lag: Over the rainbow og Misty með Gunnari Gunnarssyni og Air með Ellen Andrea Wangþ Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir
Það virðist flest benda til mjög spennandi þingkosninga í Þýskalandi og lítill munur á milli tveggja stærstu flokkanna, Kristilegra og Jafnaðarmanna. Raunar voru Jafnaðarmenn mældir með meira fylgi í könnun fyrr í vikunni en Kristilegir. Það er í fyrsta sinn í 15 ár, en munurinn er lítill og innan skekkjumarka. Kristilegir undir forystu Angelu Merkel hafa unnið fjórar kosningar í röð svo kannski breytist meira en að Merkel hætti sem kanslari. Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, kynnti óvænt fyrr í vikunni að hann ætlaði að hætta stjórnmálaþátttöku. Við heyrum í Heimsglugganum í tveimur norrænum fréttaskýrendum sem leggja mat á Löfven og af hverju hann hættir núna.
Það virðist flest benda til mjög spennandi þingkosninga í Þýskalandi og lítill munur á milli tveggja stærstu flokkanna, Kristilegra og Jafnaðarmanna. Raunar voru Jafnaðarmenn mældir með meira fylgi í könnun fyrr í vikunni en Kristilegir. Það er í fyrsta sinn í 15 ár, en munurinn er lítill og innan skekkjumarka. Kristilegir undir forystu Angelu Merkel hafa unnið fjórar kosningar í röð svo kannski breytist meira en að Merkel hætti sem kanslari. Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, kynnti óvænt fyrr í vikunni að hann ætlaði að hætta stjórnmálaþátttöku. Við heyrum í Heimsglugganum í tveimur norrænum fréttaskýrendum sem leggja mat á Löfven og af hverju hann hættir núna.
Það virðist flest benda til mjög spennandi þingkosninga í Þýskalandi og lítill munur á milli tveggja stærstu flokkanna, Kristilegra og Jafnaðarmanna. Raunar voru Jafnaðarmenn mældir með meira fylgi í könnun fyrr í vikunni en Kristilegir. Það er í fyrsta sinn í 15 ár, en munurinn er lítill og innan skekkjumarka. Kristilegir undir forystu Angelu Merkel hafa unnið fjórar kosningar í röð svo kannski breytist meira en að Merkel hætti sem kanslari. Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, kynnti óvænt fyrr í vikunni að hann ætlaði að hætta stjórnmálaþátttöku. Við heyrum í Heimsglugganum í tveimur norrænum fréttaskýrendum sem leggja mat á Löfven og af hverju hann hættir núna.
Einkavæðing Íslandsbanka hófst í gær þegar opnað var fyrir áskrift að kaupum á hlutabréfum í bankanum. Í framhaldinu verðu bankinn svo skráður í Kauphöll Íslands og þar getur fólk átt viðskipti með bréfin. Þriðjungur alls hlutafjár er til sölu í þessu kastinu. Þórður Snær Júlíusson spjallað við okkur um Íslandsbanka. Arthúr Björgvin Bollason sagði frá því sem helst er á seyði í þýskum þjóðmálum. Þar ber hæst góð kosning Kristilegra demókrata - flokks Merkel kanslara - í fylkiskosningum í Saschsen-Anhalt á sunnudag og kreppa kaþólsku kirkjunnar vegna kynferðisglæpa og fleiri mála. Og undir lok þáttar spjölluðum við um menningu og mannlíf vestur á fjörðum. Við hringdum í Skúla Gautason, menningarfulltrúa Vestfjarða, og heyrðum af áhugaverðum verkefnum og uppákomum í vestfirskum fjörðum, dölum, víkum og eyrum í sumar. Umsjónarmenn Morgunvaktarinnar eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir. Tónlist: Kletturinn - Mugison 18 yellow roses - Bobby Darin 18 rauðar rósir - Lúdó og Stefán
Einkavæðing Íslandsbanka hófst í gær þegar opnað var fyrir áskrift að kaupum á hlutabréfum í bankanum. Í framhaldinu verðu bankinn svo skráður í Kauphöll Íslands og þar getur fólk átt viðskipti með bréfin. Þriðjungur alls hlutafjár er til sölu í þessu kastinu. Þórður Snær Júlíusson spjallað við okkur um Íslandsbanka. Arthúr Björgvin Bollason sagði frá því sem helst er á seyði í þýskum þjóðmálum. Þar ber hæst góð kosning Kristilegra demókrata - flokks Merkel kanslara - í fylkiskosningum í Saschsen-Anhalt á sunnudag og kreppa kaþólsku kirkjunnar vegna kynferðisglæpa og fleiri mála. Og undir lok þáttar spjölluðum við um menningu og mannlíf vestur á fjörðum. Við hringdum í Skúla Gautason, menningarfulltrúa Vestfjarða, og heyrðum af áhugaverðum verkefnum og uppákomum í vestfirskum fjörðum, dölum, víkum og eyrum í sumar. Umsjónarmenn Morgunvaktarinnar eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir. Tónlist: Kletturinn - Mugison 18 yellow roses - Bobby Darin 18 rauðar rósir - Lúdó og Stefán
Í tuttugasta og fjórða þætti Heimskviðna er fjallað um upplausnarástand í þýskum stjórnmálum, eftir að flokkur þjóðernissinna, AfD, studdi nýjan forsætisráðherra í sambandsríkinu Thuringen. Kristilegir demókratar og frjálslyndir og taldir hafa gengið á bak þeirra orða sinna um að vinna aldrei með flokkum þjóðernissinna. Þá hefur formaður Kristilegra demókrata sagt af sér formennsku. Það kom mörgum á óvart því hún var af mörgum talinn ótvíræður arftaki Angelu Merkel sem næsti kanslari. Guðmundur Björn ræðir við Jóhönnu Vigdísi Hjaltadóttur, fréttamann, og Vanessu Moniku Isenmann, doktorsnema við Háskóla Íslands. Flóttamenn frá Venesúela streyma í þúsundatali yfir til Kólumbíu á hverjum einasta degi. Þar er þeim tekið opnum örmum enda eru þetta bræðraþjóðir frá fornu fari og voru í raun á fyrrihluta 19. aldar ein og sama þjóðin. En það gæti breyst á næstu misserum, nú eru efnahagsþrengingar í Kólumbíu og þá eru flóttamenn frá Venesúela ekki jafn vel séðir og áður. Jóhann Hlíðar Harðarson segir frá. Þá fjallar Ólöf Ragnarsdóttir um stöðu flóttafólks í heiminum. Á einni viku núna í febrúar neyddust yfir hundrað þúsund manns til þess að flýja heimili sín í Idlib-héraði í Sýrlandi. Það sem af er þessu ári hafa nærri tveir á dag drukknað á Miðjarðarhafinu á leið sinni til Evrópu. Frá því Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna tók til starfa fyrir sjötíu árum, hafa aldrei verið fleiri á flótta. Hvaðan er fólk að flýja og hvert flýr það? Hver er munurinn á flóttamanni og hælisleitanda? Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
Í tuttugasta og fjórða þætti Heimskviðna er fjallað um upplausnarástand í þýskum stjórnmálum, eftir að flokkur þjóðernissinna, AfD, studdi nýjan forsætisráðherra í sambandsríkinu Thuringen. Kristilegir demókratar og frjálslyndir og taldir hafa gengið á bak þeirra orða sinna um að vinna aldrei með flokkum þjóðernissinna. Þá hefur formaður Kristilegra demókrata sagt af sér formennsku. Það kom mörgum á óvart því hún var af mörgum talinn ótvíræður arftaki Angelu Merkel sem næsti kanslari. Guðmundur Björn ræðir við Jóhönnu Vigdísi Hjaltadóttur, fréttamann, og Vanessu Moniku Isenmann, doktorsnema við Háskóla Íslands. Flóttamenn frá Venesúela streyma í þúsundatali yfir til Kólumbíu á hverjum einasta degi. Þar er þeim tekið opnum örmum enda eru þetta bræðraþjóðir frá fornu fari og voru í raun á fyrrihluta 19. aldar ein og sama þjóðin. En það gæti breyst á næstu misserum, nú eru efnahagsþrengingar í Kólumbíu og þá eru flóttamenn frá Venesúela ekki jafn vel séðir og áður. Jóhann Hlíðar Harðarson segir frá. Þá fjallar Ólöf Ragnarsdóttir um stöðu flóttafólks í heiminum. Á einni viku núna í febrúar neyddust yfir hundrað þúsund manns til þess að flýja heimili sín í Idlib-héraði í Sýrlandi. Það sem af er þessu ári hafa nærri tveir á dag drukknað á Miðjarðarhafinu á leið sinni til Evrópu. Frá því Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna tók til starfa fyrir sjötíu árum, hafa aldrei verið fleiri á flótta. Hvaðan er fólk að flýja og hvert flýr það? Hver er munurinn á flóttamanni og hælisleitanda? Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
Í tuttugasta og fjórða þætti Heimskviðna er fjallað um upplausnarástand í þýskum stjórnmálum, eftir að flokkur þjóðernissinna, AfD, studdi nýjan forsætisráðherra í sambandsríkinu Thuringen. Kristilegir demókratar og frjálslyndir og taldir hafa gengið á bak þeirra orða sinna um að vinna aldrei með flokkum þjóðernissinna. Þá hefur formaður Kristilegra demókrata sagt af sér formennsku. Það kom mörgum á óvart því hún var af mörgum talinn ótvíræður arftaki Angelu Merkel sem næsti kanslari. Guðmundur Björn ræðir við Jóhönnu Vigdísi Hjaltadóttur, fréttamann, og Vanessu Moniku Isenmann, doktorsnema við Háskóla Íslands. Flóttamenn frá Venesúela streyma í þúsundatali yfir til Kólumbíu á hverjum einasta degi. Þar er þeim tekið opnum örmum enda eru þetta bræðraþjóðir frá fornu fari og voru í raun á fyrrihluta 19. aldar ein og sama þjóðin. En það gæti breyst á næstu misserum, nú eru efnahagsþrengingar í Kólumbíu og þá eru flóttamenn frá Venesúela ekki jafn vel séðir og áður. Jóhann Hlíðar Harðarson segir frá. Þá fjallar Ólöf Ragnarsdóttir um stöðu flóttafólks í heiminum. Á einni viku núna í febrúar neyddust yfir hundrað þúsund manns til þess að flýja heimili sín í Idlib-héraði í Sýrlandi. Það sem af er þessu ári hafa nærri tveir á dag drukknað á Miðjarðarhafinu á leið sinni til Evrópu. Frá því Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna tók til starfa fyrir sjötíu árum, hafa aldrei verið fleiri á flótta. Hvaðan er fólk að flýja og hvert flýr það? Hver er munurinn á flóttamanni og hælisleitanda? Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
Í tuttugasta og fjórða þætti Heimskviðna er fjallað um upplausnarástand í þýskum stjórnmálum, eftir að flokkur þjóðernissinna, AfD, studdi nýjan forsætisráðherra í sambandsríkinu Thuringen. Kristilegir demókratar og frjálslyndir og taldir hafa gengið á bak þeirra orða sinna um að vinna aldrei með flokkum þjóðernissinna. Þá hefur formaður Kristilegra demókrata sagt af sér formennsku. Það kom mörgum á óvart því hún var af mörgum talinn ótvíræður arftaki Angelu Merkel sem næsti kanslari. Guðmundur Björn ræðir við Jóhönnu Vigdísi Hjaltadóttur, fréttamann, og Vanessu Moniku Isenmann, doktorsnema við Háskóla Íslands. Flóttamenn frá Venesúela streyma í þúsundatali yfir til Kólumbíu á hverjum einasta degi. Þar er þeim tekið opnum örmum enda eru þetta bræðraþjóðir frá fornu fari og voru í raun á fyrrihluta 19. aldar ein og sama þjóðin. En það gæti breyst á næstu misserum, nú eru efnahagsþrengingar í Kólumbíu og þá eru flóttamenn frá Venesúela ekki jafn vel séðir og áður. Jóhann Hlíðar Harðarson segir frá. Þá fjallar Ólöf Ragnarsdóttir um stöðu flóttafólks í heiminum. Á einni viku núna í febrúar neyddust yfir hundrað þúsund manns til þess að flýja heimili sín í Idlib-héraði í Sýrlandi. Það sem af er þessu ári hafa nærri tveir á dag drukknað á Miðjarðarhafinu á leið sinni til Evrópu. Frá því Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna tók til starfa fyrir sjötíu árum, hafa aldrei verið fleiri á flótta. Hvaðan er fólk að flýja og hvert flýr það? Hver er munurinn á flóttamanni og hælisleitanda? Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
Ríkisstjórnin áformar að selja 25 prósent hlut eða svo í Íslandsbanka en sem kunnugt er eru Íslandsbanki og Landsbanki í ríkiseigu. Fyrir fjórðungshlut í Íslandsbanka er talið að fá megi upp undir 40 milljarða króna en bókfært virði hans er um 170 milljarðar. Fjallað var um þessi máli í vikulegu spjalli um efnahag og samfélag með Þórði Snæ Júlíussyni, ritstjóra Kjarnans. Afkoma Landsbankans á síðasta ári var einnig til umfjöllunar og nýju höfuðstöðvarnar sem nú er verið að reisa við höfnina komu líka við sögu; þær munu víst kosta tólf milljarða en ekki tíu eins og áður var reiknað með. Traust Íslendinga til stjórnvalda og opinberra aðila hrapaði í kjölfar hrunsins árið 2008. Mikið hefur verið rætt um þetta en minna farið fyrir greiningu á því hverjar rætur pólitísks trausts í íslensku samfélagi eru. Hvað fær okkur til þess að treysta stjórnvöldum? Sjöfn Vilhelmsdóttir varði á föstudaginn doktorsritgerð sína um helstu áhrifaþætti og þróun í pólitísku trausti hér á landi frá 1983 til 2018, og hún sagði frá niðurstöðum sínum. Úlfakreppa er í þýskum stjórnmálum eftir forsætisráðherrakjör í Þýringalandi. Sú staðreynd að þingmenn ögfaflokksins AfD studdu nýjan forsætisráðherra hleypti öllu í bál og brand og hefur meðal annars leitt til þess að formaður og kanslaraefni Kristilegra demókrata hefur sagt af sér. Arthúr Björgvin Bollason fór yfir málið í Berlínarspjalli eftir átta-fréttirnar. Tónlist: Raindrops keep fallin?on my head - B.J. Thomas, Regndropar falla við hvert fet - Engilbert Jensen
Ríkisstjórnin áformar að selja 25 prósent hlut eða svo í Íslandsbanka en sem kunnugt er eru Íslandsbanki og Landsbanki í ríkiseigu. Fyrir fjórðungshlut í Íslandsbanka er talið að fá megi upp undir 40 milljarða króna en bókfært virði hans er um 170 milljarðar. Fjallað var um þessi máli í vikulegu spjalli um efnahag og samfélag með Þórði Snæ Júlíussyni, ritstjóra Kjarnans. Afkoma Landsbankans á síðasta ári var einnig til umfjöllunar og nýju höfuðstöðvarnar sem nú er verið að reisa við höfnina komu líka við sögu; þær munu víst kosta tólf milljarða en ekki tíu eins og áður var reiknað með. Traust Íslendinga til stjórnvalda og opinberra aðila hrapaði í kjölfar hrunsins árið 2008. Mikið hefur verið rætt um þetta en minna farið fyrir greiningu á því hverjar rætur pólitísks trausts í íslensku samfélagi eru. Hvað fær okkur til þess að treysta stjórnvöldum? Sjöfn Vilhelmsdóttir varði á föstudaginn doktorsritgerð sína um helstu áhrifaþætti og þróun í pólitísku trausti hér á landi frá 1983 til 2018, og hún sagði frá niðurstöðum sínum. Úlfakreppa er í þýskum stjórnmálum eftir forsætisráðherrakjör í Þýringalandi. Sú staðreynd að þingmenn ögfaflokksins AfD studdu nýjan forsætisráðherra hleypti öllu í bál og brand og hefur meðal annars leitt til þess að formaður og kanslaraefni Kristilegra demókrata hefur sagt af sér. Arthúr Björgvin Bollason fór yfir málið í Berlínarspjalli eftir átta-fréttirnar. Tónlist: Raindrops keep fallin?on my head - B.J. Thomas, Regndropar falla við hvert fet - Engilbert Jensen
Það ríkir víða órói í heimi stjórnmálanna. Meðal annars í Þýskalandi, en kurr er í mörgum félögum Kristilegra demókrata vegna óánægju með stjórnunaraðferðir hins nýja formanns, Annegret Kramp-Karrenbauer. Sambúð stjórnarflokkanna tveggja, kristilegra og jafnaðarmanna gengur einnig stirðlega og afskiptaleysi Angelu Merkel kanslara af málefnum flokksins hefur ennfremur vakið gremju margra. Hinir svartsýnustu telja jafnvel að stjórnarsamstarfið bresti áður en árið er á enda. Við rýndum í þýsk stjórnmál með Arthúri Björgvin Bollasyni og rifjuðum líka upp að um þessar mundir eru 30 ár liðin frá falli Berlínarmúrsins. Heldur hefur dregið úr vexti í hagkerfinu að undanförnu eftir fáheyrt vaxtaskeið. Þá hefur verðbólga látið á sér kræla á ný en verðhjöðnun var hér í fjögur ár. Við athugum hvort áhrifa þessa gæti í afkomu fyrirtækjanna fyrstu níu mánuði ársins en uppgjör hafa verið kynnt síðustu daga. Svo horfum við til næstu framtíðar en þjóðhagsspá Hagstofunnar var kunngjörð á föstudag. Já og Seðlabankinn kynnir vaxtaákvörðun í fyrramálið. Ætli vextir lækki enn? Þórður Snær Júlísson, ritstjóri Kjarnans, fjallaði um efnahag og samfélag á Morgunvaktinni. Íslenskar bókmenntir eru lesnar víða um heim, þökk sé þýðendum, útgefendum og Miðstöð íslenskra bókmennta. Þetta er mikilvægt og skemmtilegt - vitaskuld fyrir þá höfunda sem í hlut eiga, en einnig fyrir land og þjóð. Nýjustu fréttir af útgáfu íslenskra bókmennta í útlöndum eru þær að hátt í fjörutíu bækur eru ýmist nýútkomnar eða rétt óútkomnar á ensku í Bretlandi og Bandaríkjunum. Allskonar bækur eftir ólíka höfunda. Hrefna Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri Miðstöðvar íslenskra bókmennta, sagði hlustendum frá útgáfu íslenskra bóka í útlöndum. Tónlist: Sånt är livet - Anita Lindblom Up Where We Belong - Buffy Sainte-Marie
Það ríkir víða órói í heimi stjórnmálanna. Meðal annars í Þýskalandi, en kurr er í mörgum félögum Kristilegra demókrata vegna óánægju með stjórnunaraðferðir hins nýja formanns, Annegret Kramp-Karrenbauer. Sambúð stjórnarflokkanna tveggja, kristilegra og jafnaðarmanna gengur einnig stirðlega og afskiptaleysi Angelu Merkel kanslara af málefnum flokksins hefur ennfremur vakið gremju margra. Hinir svartsýnustu telja jafnvel að stjórnarsamstarfið bresti áður en árið er á enda. Við rýndum í þýsk stjórnmál með Arthúri Björgvin Bollasyni og rifjuðum líka upp að um þessar mundir eru 30 ár liðin frá falli Berlínarmúrsins. Heldur hefur dregið úr vexti í hagkerfinu að undanförnu eftir fáheyrt vaxtaskeið. Þá hefur verðbólga látið á sér kræla á ný en verðhjöðnun var hér í fjögur ár. Við athugum hvort áhrifa þessa gæti í afkomu fyrirtækjanna fyrstu níu mánuði ársins en uppgjör hafa verið kynnt síðustu daga. Svo horfum við til næstu framtíðar en þjóðhagsspá Hagstofunnar var kunngjörð á föstudag. Já og Seðlabankinn kynnir vaxtaákvörðun í fyrramálið. Ætli vextir lækki enn? Þórður Snær Júlísson, ritstjóri Kjarnans, fjallaði um efnahag og samfélag á Morgunvaktinni. Íslenskar bókmenntir eru lesnar víða um heim, þökk sé þýðendum, útgefendum og Miðstöð íslenskra bókmennta. Þetta er mikilvægt og skemmtilegt - vitaskuld fyrir þá höfunda sem í hlut eiga, en einnig fyrir land og þjóð. Nýjustu fréttir af útgáfu íslenskra bókmennta í útlöndum eru þær að hátt í fjörutíu bækur eru ýmist nýútkomnar eða rétt óútkomnar á ensku í Bretlandi og Bandaríkjunum. Allskonar bækur eftir ólíka höfunda. Hrefna Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri Miðstöðvar íslenskra bókmennta, sagði hlustendum frá útgáfu íslenskra bóka í útlöndum. Tónlist: Sånt är livet - Anita Lindblom Up Where We Belong - Buffy Sainte-Marie
Talið er að hér á landi séu um hálf milljón örnefna. Það er ótrúlegur fjöldi í landi sem er rétt rúmlega 100 þúsund ferkílómetrar. Það sem meira er, einungis 120 þúsund af þessum örnefnum hbafa verið skráð, og því eru um 380 þúsund örnefni enn óskrár. Landmælingar Íslands eru í kappi við tímann að skrá niður og staðsetja þau áður en vitneskjan um þau glatast. Eydís Líndal Finnbogadóttir, nýr forstjóri Landmælinga Íslands kom á Morgunvaktina og sagði hlustendum frá örnefnum og öðrum verkefnum Landmælinga Íslands. Það vakti athygli þegar þjóðarleiðtogar Evrópusambandsríkjanna lögðu til að Ursula von der Leyen, varnarmálaráðherra Þýskalands, yrði nýr oddviti Evrópusambandsins. Tilnefning þessarar flokkssystur Angelu Merkel féll þó í grýtta jörð hjá forystumönnum þýska jafnaðarmannaflokksins, samstarfsflokki Kristilegra demókrata í ríkisstjórn Þýskalands. Arthur Björgvin Bollason fór yfir þessa misklíð í Berlínarspjalli sínu og hann fjallaði einnig um þýska þjóðhetju, Carolu Rackete, skipsstjóra björgunarskips á Miðjarðarhafi sem bauð ítölskum stjórnvöldum birginn sem og nýja bók eftir síðasta leiðtoga Austur-Þýskalands, Egon Krenz, þar sem ýmislegt forvitnilegt ku koma fram. Yngsta land heims fagnar þjóðhátíðardegi sínum í dag. Það eru átta ár síðan Suður-Súdan lýsti yfir sjálfstæði frá Súdan, 9. júlí 2011. En þar hefur verið nær stöðug styrjöld síðan og margir landsmenn eiga um sárt að binda. Ragnheiður Kolsöe hefur dvalið langdvölum í Suður-Súdan og sagði hlustendum af landi og þjóð. Tónlist: Summer Wine - Lee Hazlewood & Nancy Sinatra Vor í Vaglaskógi - Hljómsveit Ingimars Eydals Don´t You Forget About Me - Simple Minds Nyaruach - Chaap
Peningaþvætti er útbreidd starfsemi um heiminn. Það fer m.a. fram í gegnum banka sem lögum samkvæmt eiga að gaumgæfa uppruna peninga sem um þá fara. Brotalamir virðast á slíku eftirliti og hafa yfirvöld gert athugasemdir, m.a. í framhaldi af athugasemdum frá alþjóðlegri stofnun sem vinnur gegn peningaþvætti. Von er á nýrri úttekt fyrir Ísland síðar í mánuðinum. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, fór yfir málið í spjalli um efnahag og samfélag. Staða þýska Jafnaðarmannaflokksins er veik eftir nýliðnar Evrópuþingskosningar og fylkiskosningar í Brimum. Andrea Nahles hefur sagt af sér formennsku og eftirmaður ekki í augnsýn. Stjórnarsamstarfið er að sama skapi veikt og þar kemur líka til óeining milli Merkel kanslara og Kramp-Karrenbauer formanns Kristilegra demókrata. Arthúr Björgvin Bollason fór yfir þetta og fleira í Þýskalandsspjalli dagsins. Kosið er til danska þingsins á morgun og af því tilefni var fjallað um Danmörku, Dani og dönskuna. Brynja Stefánsdóttir, dönskukennari í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og formaður Félags dönskukennara, sagði frá en hún bjó í tvígang í Danmörku, fyrst sem stelpa og unglingur og seinna sem námsmaður við Kaupmannahafnarháskóla. Hún sagði Dani almennt slakari en Íslendinga, þeir færu sér hægar en við í lífsgæðakapphlaupinu. Tónlist: A string of pearls - Glenn Miller Kiss me, honey honey, kiss me - Shirley Bassey De förste kæreseter pa manen - TV-2
Staða efnahagsmála á Íslandi er í öllum meginatriðum góð. Hér er hagvöxtur, lítið atvinnuleysi, afgangur af rekstri ríkissjóðs, ríkisskuldir fara minnkandi, skuldir heimilanna eru minni en oftast áður og svo mætti áfram telja. En blikur eru á lofti. Kjarasamningar eru í hnút, flugfélögin í vanda og engin er loðnan í ár. Peningastefnunefnd Seðlabankans kynnir á morgun vaxtaákvörðun. Hvað er líklegt að nefndin ákveði? Við veltum vöngum með Þórði Snæ Júlíussyni í spjalli um samfélagið og efnahaginn. Líklega verða vextir ekki lækkaðir - eða hækkaðir. Hann talaði líka um hvernig Íslendingar hefðu vanrækt að setja upp varnir gegn peningaþvætti. Beðið er úrbóta á því sviði. - Ár er liðið frá því núverandi ríkisstjórn Kristilegra og Jafnaðarmanna í Þýskalandi tók til starfa. Arthúr Björgvin Bollason fjallaði um þýsk stjórnmál og sagði líka þeim hugmyndum sem nú eru uppi um að sameina tvær öflugustu fjármálastofnanir Þýskalands, Deutsche Bank og Commerzbank. - Sjávarútvegsskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna sérfræðinga á Íslandi hefur byggt upp færni og þekkingu sérfræðinga í sjávarútvegi og fiskeldi í þróunarlöndum víða um heim í rúma tvo áratugi. Við fræddumst um þetta merkilega starf, þýðingu þess og framtíðarhorfur. Tumi Tómasson, forstöðumaður Sjávarútvegsskólans, sagði frá yfirvofandi breytingum, en samstarfi skólans við Háskóla Sameinuðu þjóðanna lýkur í árslok. - Tónlist: Sextett Charlie Parker - How deep is the ocean.
Spegillinn 7. desember 2018 Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir Bára Halldórsdóttir sem tók upp samtal sex þingmanna á Klausturbar segir að sér hafi ofboðið orðbragðið og því sent upptökurnar til fjölmiðla. Hún sé þó ýmsu vön því hún er fötluð kona og hinsegin. Lögfræðingar segja að Bára hafi gefið færi á lögsókn gegn sér. Málið er til skoðunar hjá Persónuvernd. Seðlabankastjóri segist ekki hafa áhyggjur af því að aflandskrónueigendur fari með fé sitt úr landi í stórum stíl, ef frumvarp fjármálaráðherra um losun hafta á þeim verður samþykkt. Haukur Hólm ræddi við Má Guðmundsson, seðlabankastjóra. Forstjóri Vinnumálastofnunar telur að grípa þurfi til aðgerða gegn kennitöluflakki hér á landi. Sjöhundruð og fimmtíu fyrirtæki urðu gjaldþrota hér fyrstu níu mánuði ársins. Ágúst Ólafsson ræddi við Gissur Pétursson. Annegret Kramp-Karrenbauer var í dag kjörin leiðtogi Kristilegra demókrata, stærsta stjórnmálaflokksins í Þýskalandi. Hún tekur við af Angelu Merkel sem hefur stýrt flokknum síðastliðin átján ár. Ásgeir Tómasson sagði frá Lengra efni: Donald Trump Bandaríkjaforseti tilnefndi í dag William Barr í embætti dómsmálaráðherra og yfir Rússarannsókn Roberts Muellers. Trump hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum í dag og reynt að draga úr trúverðugleika þeirra sem stýra rannsókninni. Bjarni Pétur Jónsson, sagði frá Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra ætlar að tala um aðgerðaáætlun Íslendinga og mikilvægi þess að þjóðir heims geri betur í loftslagsmálum á loftslagsráðstefnunni í Póllandi. Hann fer á ráðstefnuna á morgun og tekur til máls á fundi ráðherra á miðvikudaginn. Tugir barnungra hælisleitenda í Svíþjóð selja nú fíkniefni fyrir opnum tjöldum í miðbæjum sænskra borga. Þeir hafa verið þvingaðir í afbrot af sænskum glæpagengjum. Kári Gylfason tók saman
Vinnandi fólki stendur ógn af vaxandi ójöfnuði og óskammfeilnum fjármálaöflum. Misskipting fer vaxandi og atvinnuöryggi fólks hefur minnkað, sagði João Antonio Felicio, forseti Alþjóðasambands verkalýðsfélaga, í setningarræðu þings þess í Kaupmannahöfn. Hann bar vinnumarkaðinn saman við vettvang skylmingarþræla fornaldar, hver væri sjálfum sér næstur. Nýjan sáttmála þyrfti í heiminum til að styrkja félagslega innviði, og þar sem einkavæðingu og misrétti væri hafnað. Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, sækir þingið og sagði frá. - Hvað er siðlegt og boðlegt í pólitík? Eiga að vera skýrari reglur um það hvað kjörnir fulltrúar okkar geta leyft sér? Framferði sex þingmanna á vinnutíma og svívirðileg ummæli þeirra um starfsfélaga, konur, fatlaða og hinsegin fólk verður skoðað af hálfu Alþingis sem hugsanleg brot á siðreglum. Verður siðanefnd virkjuð í þeim tilgangi. Steingrímur J Sigfússon, forseti Alþingis, bað þjóðina afsökunar í gær. Hann ræddi á Morgunvaktinni áhrif þessa máls á stöðu Alþingis og þær kröfur sem gera verður til þingmanna. - Keppni um formannssætið í flokki Kristilegra demókrata í Þýskalandi er að að ljúka. Á föstudag kemur í ljós hvort Annegret Kramp-Karrenbauer eða Friedrich Merz verður arftaki Angelu Merkel í því embætti - og líklegur framtíðarleiðtogi Þýskalands. Arthúr Björgvin Bollason í Berlín fór yfir þetta í þættinum. Við ræddum líka bókalandið þýska. ALDI-keðjan, sem rekur fjölda vörumarkaða um þvert og endilangt Þýskaland, er nú farin að selja bækur. Það hefur vakið ýmsar spurningar um ástand bókarinnar. Þá var þess minnst að jólasálmurinn Stille nacht, heilige nacht, eða, Heims um ból, er 200 ára um þessar mundir. - Ísraelska lögreglan hefur mælst til þess að Benjamín Netanyahu forsætisráðherra Ísraels, verði ákærður fyrir mútuþægni. Hann er sakaður um að hafa veitt ísraelsku fjarskiptafyrirtæki ýmsa greiða í skiptum fyrir jákvæða umfjöllun í fjölmiðlum fyrirtækisins. Þetta er í þriðja sinn sem lögregla mælir með að Netanyahu verði ákærður fyrir spillingu, en þetta mál er talið það alvarlegasta af öllum ásökunum á hendur honum. Vera Illugadóttir sagði frá eftir fréttayfirlitið hálfníu. - Tónlist: Nokkrir tónar úr Stille nacht, heilige nacht í flutningi Regensburger Domspatzen; Noel Coward - Dearest Love.
Íslensk stjórnvöld stefna að því vegna aðildar að EES-samningnum að innleiða þriðju raforkutilskipun Evrópusambandsins, að því er varðar sjálfstæði raforkueftirlits Orkustofnunar. Um það hafa farið fram miklar umræður og eru margir ósáttir - telja að skapaður verði jarðvegur fyrir því að Ísland tengist evrópskum raforkumarkaði og missi þar með ákvörðunarrétt til verðlagningar á raforku. Við þessu á að bregðast með breytingum á raforkulögum: Tenging við raforkukerfi annarra landa verði háð samþykki Alþingis. Við ætlum að ræða um evrópska raforkumarkaðinn, viðskipti með raforku og stöðu Íslands. Stefanía G. Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Landsvirkjun, var gestur þáttarins. - Mikil umræða er í Þýskalandi um hver verði eftirmaður Angelu Merkel sem formaður Kristilegra demókrata. Sá flokkur, CDU, er oft kallaður Íhaldsflokkur. Arthúr Björgvin Bollason sagði okkur nýjustu tíðindi af stjórnmálum í Þýskalandi og veltir fyrir sér merkingu hugtaksins „íhald“. Hvað er það sem gerir flokk að „íhaldsflokki“? Er hægt að tala um að CDU sé „dæmigerður“ íhaldsflokkur? Og hvað með Græningja? Eru þeir kannski á góðri leið með að verða eins konar „íhaldsflokkur“, flokkur sem vill halda í ákveðin gildi og verðmæti, sem kalla mætti íhaldssöm? - Iceland Airwaves-tónlistarhátíðin hefst á morgun og mörgum fagnaðarefni. Innlendir og erlendir gestir streyma á tónleika víða um miðborgina og njóta þess sem listamenn hafa fram að færa. En það eru ekki allir sáttir. Íbúar í miðborginni eru margir ósáttir við hávaðamengun frá hátíðinni, sem bætist ofan á mikið ónæði frá öðru skemmtanahaldi og vaxandi umferð ferðafólks. Íbúarnir hafa kvartað en segja lítið á þá hlustað. Sverrir Guðjónsson, tónlistarmaður og íbúi í Grjótaþorpi, sagði frá hávaðamengun í miðborginni og glímunni við borgaryfirvöld. - Tónlist: Jacky Terrasson - Bye, bye blackbird.
Í Veraldarvarpinu er farið yfir liðna viku í erlendum fréttum. Í þætti vikunnar er rýnt í bandarísku þingkosningarnar. Miklar líkur eru á að Demókratar hrifsi til sín völdin í fulltrúadeildinni en það myndi hafa umtalsverð áhrif á næstu tvö ár hjá Bandaríkjaforseta. Farið er yfir stöðuna í þinginu, helstu baráttumál og mögulegar afleiðingar hatursglæpa undanfarinna vikna á niðurstöður kosninganna. Einnig er litið á stöðu mála í Brasilíu en öfgamaðurinn Bolsonaro var kjörinn forseti landsins í vikunni. Þá hefur Merkel, Þýskalandskanslari, staðfest að hún ætlar ekki að gefa kost á sér áfram sem formaður Kristilegra demókrata. Hún mun sitja áfram sem kanslari út kjörtímabilið sem lýkur árið 2021. Tilkynning Merkel er gerð að umfjöllunarefni. Kjarninn í samstarfi við Storytel bíður þér að hlusta frítt á þúsundir hljóðbóka í símanum þínum í 30 daga. Það eina sem þú þarft að gera er að skrá þig á www.storytel.is/kjarninn og byrja að njóta. Storytel.is, þúsundir hljóðbóka í símanum þínum.
Við byrjuðum í Þýskalandi. Jafnaðarmenn eru í sárum eftir hörmulegu útreið í fylkiskosningunum í Bæjaralandi. Þeir eru svo aumir að félagar í flokki Kristilegra demókrata, samstarfsflokknum í ríkisstjórn, vilja að Jafnaðarmönnum sé sýndur skilningur og samúð. Kristilegir óttast nefnilega að Jafnaðarmenn slíti stjórnarsamstarfinu, ef þeir verða fyrir meira mótlæti. Og nú horfa allir til fylkisins Hessen, þar sem kosið verður um næstu helgi. Arthúr Björgvin Bollason sagði frá. Hann fjallaði líka um skrif þekktasta nútímaheimspekings Þjóðverja, Richard David Precht, sem er mjög gagnrýninn á hefðbundna stjórnmálaflokka og ofmat á mannlega skynsemi. - Fyrr á árinu fylgdumst við með árangurslausri tilraun Önnu Björnsdóttur, taugalæknis, til að fá samning við Sjúkratryggingar Íslands en slíkur samningur er forsenda þess að sjúklingar fái þjónustu sérgreinalækna niðurgreidda. Anna flutti til Íslands eftir nám í Bandaríkjunum og opnaði stofu í haust. Mál hennar vakti sérstaka athygli fyrir þær sakir að skortur er á taugalæknum í landinu - ekki síst læknum með hennar sérsvið sem er Parkinson-sjúkdómurinn. En þetta breyttist; dómur sem féll í máli annars læknis varð til þess að yfirvöldum var ekki stætt á að neita Önnu um samning. Anna Björnsdóttir var gestur Morgunvaktarinnar. Hún lýsti framförum í meðferð Parkinson-sjúkdómsins og leitinni að lækningu. - Verðgildi krónunnar hefur lækkað talsvert að undanförnu með tilheyrandi áhrifum. En er gengisbreytingin óeðlileg? Er krónan fjarri eða nærri því sem kalla má eðlilegan styrk? Ef hann er þá til. Er líklegt að hún veikist frekar? Við veltum þessu fyrir okkur með Má Wolfgang Mixa, sérfræðingi í fjármálum við Háskólann í Reykjavík. Hann segir óþarft að hafa ábyggjur af veikingu krónunnar, sem enn sé sterk. - Loks töluðum við um flugvélar, þessi tæki sem tryggja að við eyjarskeggjar getum farið til annarra landa með lítilli fyrirhöfn og eru undirstaða ferðamannastraumsins sem kom okkur á lappir eftir bankahrunið. Leifur Magnússon er örugglega meðal fróðustu Íslendinga um flugvélar og rekstur þeirra: verkfræðingur, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Flugmálastjórn, Flugleiðum og Icelandair, fyrrverandi formaður Flugráðs og auðvitað svifflugmaður og vélflugmaður. Leifur talaði um þróun flugvéla og íslenska flotann. - Tónlist: Nina Simone - My baby just cares for me; Elvis Presley - Love me.
Hræringar eru í þýskum stjórnmálum: Stóru flokkarnir tapa fylgi en öfgaflokkar og flokkar sem hafa ekki notið mikils fylgis dafna. Einn forystumanna Kristilegra demókrata segist vel getað hugsað sér samstarf við Vinstriflokkinn og Græningjar sækja mjög í sig veðrið. Arthúr Björgvin Bollason í Berlín sagði frá óeirðum og ofbeldisverkum nýnasista í Chemnitz og ræddi stjórnmálaástandið í Þýskalandi. Hann sagði líka frá merkilegri listsýningu tilenkaðri gönguferðum í náttúrunni og velgengni Víkings Heiðars Ólafssonar, píanóleikara. - Það virtist koma einhverjum á óvart í síðustu viku þegar sagt var frá niðurstöðum rannsókna sem sögðu að áfengi stytti líf fólks, jafnvel þó það væri drukkið í hófi. Niðurstöðurnar voru birtar í vísindatímaritinu Lancet og fengu hugsanlega einhverja til að hugsa sinn gang. Ræða má um líkindareikning hvort fólk telji áfengisneysluna áhættunnar virði, o.s.frv. Löngu er vitað að fólki tekst misjafnlega vel að umgangast áfengi og víst er að sumir ættu að láta það vera að drekka. Við ræddum áfengisneyslu, ekki síst meðal eldra fólks, við Pál Bjarnason, dagskrárstjóra hjá SÁÁ. - Starfið í sveitarstjórnum um allt land er að komast á fullt eftir kosningarnar í vor. Það er snúið að sitja í sveitarstjórn enda verkefnin umfangsmikil og oft flókin. Til að búa fólk sem best undir störf sín efna samtök sveitarfélaga til námskeiðs. Svanfríður Jónasdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri á Dalvík, fer nú um landið ásamt fleirum og kennir nýkjörnum stjórnmálamönnum að sinna störfum sínum sem best. Hún sagði frá. - UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna sendi í síðustu viku út alþjóðlegt neyðarkall vegna barna Róhingja sem flúðu til Bangladess á síðasta ári. Erna Kristín Blöndal, stjórnarformaður UNICEF á Íslandi, sagði frá þessari hröktu þjóð, dökkum framtíðarhorfum yngstu kynslóðar þeirra og viðleitni alþjóðasamfélagsins til hjálpar. - Tónlist: The Beatles - Ticket to ride.
Það ræðst í dag hvort Ísland kemst áfram á HM. Arthúr Björgvin Bollason sagði frá upplifun Þjóðverja og væntingum til liðs síns, heimsmeistaranna. Hann sagði líka frá núningi vegna stuðnings Tyrkja í landinu við Erdogan í forsetakosningum og spennunni í samstarfi Kristilegra demókrata og systurflokksins í Bæjaralandi. - 31 ár er liðið síðan Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli var tekin í notkun. Hún þótti býsna stór þá, enda miklu stærri og glæsilegri en sú sem Bandaríkjamenn reistu undir miðja síðustu öld og þjónaði flugfarþegum í tæp 40 ár. En margt hefur breyst á þessu 31 ári og í takt við fjölgun farþega hefur flugstöðin stækkað. Og enn stendur til að stækka. Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri tækni- og eignasviðs Keflavíkurflugvallar, sagði frá áformum um stækkun Flugstöðvarinnar. - The Rolling Stones fluttu Slipping away. - Já, í dag einn sinn mikilvægasta leik til þessa. Sigur þarf gegn Króötum á HM í Rússlandi svo liðið eigi möguleika á að komast í sextán liða úrslit. Grímur Jón Sigurðsson talaði um andrúmsloftið í Rostov þar sem leikurinn fer fram. - Í tilefni af leiknum gegn Króötum fjallaði Vera Illugadóttir um Króatíu, landið og þjóðina sem það byggir. - Þættinum lauk á því að Luka Nizetic flutti lagið Radim sto zelim.
Við sögðum frá nýrri ríkisstjórn Þýskalands, endurnýjaðri samsteypustjórn Jafnaðarmanna og Kristilegra. Nýr stjórnarsáttmáli flokkanna var undirritaður í gær og í dag tekur stjórnin svo formlega við völdum. Arthúr Björgvin Bollason í Berlín ræddi þá fullyrðingu að miðað við einungis tæplega 20 % fylgi í síðustu þingkosningum hafi jafnaðarmönnum tekist að setja mark sitt á 70% nýja stjórnarsáttmálans. Hann sagði frá nokkrum ráðherraefnum nýju stjórnarinnar. Hópur fólks, ekki síst ungs fólk, hefur steypt sér í skuldir og mikil vandræði vegna smálána. Smálán hljómar sakleysislega en er í raun stórmál. Umboðsmaður skuldara, Ásta S. Helgadóttir, lýsti því hvernig margir hefja fullorðinsárin á vanskilaskrá. Síðan var fjallað um vegina á Íslandi, ástand þeirra og öryggi. Vegfarendum hefur fjölgað gríðarlega: rútur og bílaleigubílar eru miklu fleiri en fyrir nokkrum árum. Óskar J. Stefánsson, formaður bifreiðastjórafélagsins Sleipnis, ræddi öryggi vegfarenda og mikilægi viðhalds og nýframkvæmda í vegakerfinu. Eitt markmiða með styttingu framhaldsskólans var að hraða því að ungmenni færu út á vinnumarkaðinn. En erum við að búa unga fólkið nógu vel út í lífið? Margrét Jónsdóttir Njarðvík rekur ferðaskrifstofuna Mundo og sumarbúðir fyrir ungt fólk. Hún talaði um mikilvægi þess að ungt fólk færi í málanám og kynntist annarri menningu. Þættinum luku The Rolling Stones með laginu She´s a rainbow.
Að loknu spjalli um veður og ófærð var rætt við Arthúr Björgvin Bollason um stjórnmál í Þýskalandi, sérstaklega vandræðin í Jafnaðarmannaflokknum, og kjötkveðjuhátíðina. Sigmar Gabriel, utanríkisráðherra, varð mjög ósáttur þegar Martin Schultz hugðist taka af honum utanríkisráðherraembættið í væntanlegri samsteypustjórn Kristilegra og Jafnaðarmanna. Schultz ákvað í kjölfarið að hætta við að verða ráðherra. Áður hafði hann látið af formennsku í flokknum. Andrea Nahles, þingflokksformaður, er á leiðinni í formannsstól jafnaðarmanna. Hvort flokkurinn samþykkir hana sem leiðtoga er hins vegar óvíst á þessari stundu. Ekki eru þingfundir þessa dagana, það er kjördæmavika í þinginu og þá gefst þingmönnum færi á að fara um kjördæmið og hitta sitt fólk. Karl Gauti Hjaltason kom nýr inn í stjórnmálin í kosningunum í haust. Hann er þingmaður Flokks fólksins í Suðurkjördæmi. Rætt var við Karl Gauta. Það er snjóþungt í Snæfellsbæ en veturinn hefur annars verið alveg þokkalegur. Í það minnsta í Ólafsvík en það segir nú ekki alla söguna því Snæfellsbær nær í reynd yfir nokkur veðrakerfi. Rætt var við Kristjönu Hermannsdóttur, formann bæjarráðs Snæfellsbæjar, eftir átta fréttirnar. Louis og Ella fluttu A Foggy Day. Ef marka má mælingar og skýrslur, þá hafa Íslendingar dregist aftur úr þeim þjóðum sem við berum okkur saman við í menntamálum. Við erum á lægra menntunarstigi en aðrar norrænar þjóðir, samkvæmt skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar. Ragnar Þór Ingólfsson, væntanlegur formaður Kennarasambands Íslands, lýsti því hvernig málskilningur hefur minnkað og hvað gera þarf til að bæta úr.
Við byrjuðum í Þýskalandi. Arthúr Björgvin Bollason sagði frá því að talsmenn jafnaðarmanna eru ósáttir við drög að stjórnarsáttmála sem forystumenn þeirra og Kristilegra demókrata komu sér saman um. Óvíst er að flokksþing Jafnaðarmanna um næstu helgi samþykki áframhaldandi stjórnarsamstarf við Kristilega. Þá sagði hann frá væntingum í Frankfurt vegna Brexit. Búist er við að fjöldi bankamanna flytjist til Frankfurt frá Lundúnum. Landhelgisgæslan er í snúinni stöðu. Hún hefur ríkar skyldur lögum samkvæmt en er ekki gert kleift að uppfylla þær sem skyldi þar sem Alþingi veitir henni ekki nægt fé. Fyrir vikið hefur Gæslan þurft að leigja til dæmis skip til útlanda og er í þröngri stöðu þegar viðhald og viðgerðir standa yfir. Rætt var við Georg Lárusson, forstjóra Landhelgisgæslunnar, um verkefnin, skyldurnar og stöðuna. Tindastóll frá Sauðárkróki vann frækinn sigur í bikarkeppni karla í körfubolta á laugardag. Þetta var fyrsti sigur Tindastóls í keppninni og fyrsti stóri titill félagsins. Spjallað var af þessu tilefni við Ástu Björgu Pálmadóttur, sveitarstjóra. Sly and The Family Stone fluttu Dance to the music frá árinu 1968. Því er spáð að miklar breytingar verði á atvinnu fólks á komandi árum, störf sem við höfum þekkt fækki eða hverfi vegna aukinnar sjálfvirkni og notkunar gervigreindar. Ný störf verða auðvitað til. Fjórða iðnbyltingin er framundan. Stefanía Halldórsdóttir, nýsköpunarráðgjafi, ræddi þessar breytingar og hvernig við búum okkur undir þær. Í lokin var Dolores O´Riordan, forsprakka The Cranberries, minnst og leikið eitt þekktasta lag sveitarinnar, Zombie.