POPULARITY
Þrjú ár eru í dag frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Þótt ógerlegt sé að fá áreiðanlegar upplýsingar um mannfall í þessu stríði er ljóst að tugir og að líkindum hundruð þúsunda rússneskra og úkraínskra hermanna hafa fallið á þessum þremur árum og enn fleiri særst, auk þess sem á annan tug þúsunda almennra borgara hið minnsta hafa verið drepin í árásum Rússa á borgaraleg skotmörk í Úkraínu. Eyðileggingin er gríðarleg, átta milljónir karla kvenna og barna eru á hrakningi í eigin landi og jafn mörg hafa flúið land. Ævar Örn Jósepsson ræðir við Dagnýju Huldu Erlendsdóttur fréttakonu, sem er í Kænugarði á þessum tímamótum. Þrátt fyrir sögulega lélega kosningu gömlu þýsku valdaflokkanna tveggja, Kristilegra demókrata og Sósíaldemókrata, og mikla sókn flokka á hægri og vinstri jöðrum pólitíska litrófsins stefnir allt í meirihlutastjórn einmitt þeirra - undir forystu nýs kanslara, Friedrich Merz, leiðtoga Kristilegra demókrata, í stað Jafnaðarmannsins Olafs Scholz, fráfarandi kanslara. Ævar Örn Jósepsson fer yfir úrslitin og helstu verkefnin framundan í þýskum stjórnmálum með Birni Malmquist, fréttamanni, sem fylgdist grannt með kosningunum ytra. Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Mark Eldred
Í síðustu viku var sérstök umræða á þingi um alvarlega stöðu í orkumálum, flestir tóku undir að staðan væri það sannarlega og viku líka að rammaáætlun og viðruðu um hana efasemdir. Mikilvægt væri að sameinast um næstu skref en þau yrðu ekki tekin á grundvelli rammaáætlunar sagði málshefjandinn. Orkumálaráðherra sagði að núverandi stjórn ætlaði að rjúfa kyrrstöðu sem ríkt hefði. Rammaáætlun hefur oft verið þrætuepli og átök um virkjanir hverfast gjarnan um hana - en í raun er ekki hægt að búast við að rammaáætlun geri meira en að leggja grunn fyrir upplýsta umræðu og ákvörðun Alþings um virkjanakosti að dómi Jóns Geirs Péturssonar formanns verkefnisstjórnarinnar. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við hann. Aukin notkun á gervigreind, styrkir til að kaupa reiðhjól en fyrst og fremst sameining stofnana og einfaldara stjórnkerfi eru meðal þeirra hugmynda sem ráðuneytin leggja til um hagræðingu í ríkisrekstri. Starfshópur forsætisráðherra er kominn með drög og ætlar að skila fullgerðum tillögum á tilsettum tíma. Freyr Gígja Gunnarsson tók saman og ræddi við Björn Inga Victorsson, forstjóra Steypustöðvarinnar, löggiltan endurskoðanda og formann starfsfhóps forsætisráðherra. Þjóðverjar ganga til kosninga sunnudaginn 23. febrúar, hálfu ári fyrr en ætlað var, þar sem stjórn Jafnaðarmanna, Frjálslyndra demókrata og Græningja liðaðist í sundur. Ævar Örn Jósepsson fer yfir stöðu flokkanna eins og hún er í skoðanakönnunum nokkrum dögum fyrir kosningar og líkleg stjórnarmynstur. Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Mark Eldred
Norski Verkamannaflokkurinn er í miklum öldudal um þessar mundir eins og stjórnarflokkar víðar á Norðurlöndum. Framfaraflokkurinn nýtur mests fylgis og þykir tíðindum sæta að hann skuli njóta meiri stuðnings en Høyre sem hefur haft afgerandi forystu á hægri væng norskra stjórnmála. Sænska kosningarannsóknin við háskólann í Gautaborg hefur birt lista yfir mat kjósenda á stjórnmálaleiðtogum frá 1979. Fredrik Reinfeldt, fyrrverandi forsætisráðherra og leiðtogi Moderaterna, fær hæstu einkunn, Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókrata, er á botninum. Aðeins einn núverandi leiðtogi kemst á topp 10 listann, Magdalena Anderson, formaður Jafnaðarmanna. Þórunn Elísabet Bogadóttir og Björn Þór Sigbjörnsson ræddu einnig við Boga Ágústsson um annan sænskættaðan Anderson. Bandaríska tónskáldið Leroy Anderson sem samdi eitt vinsælasta jólalag allra tíma, Sleigh Ride. Bogi upplýsti að Leroy Anderson hefði starfað á fréttastofu Útvarpsins í síðari heimsstyrjöldinni. Hann var mikill tungumálamaður og hafði meðal annars lagt stund á forn-íslenskunám í Harvard-háskóla. Þegar hann var kallaður til herþjónustu 1942 var hann settur í gagnnjósnadeild hersins vegna tungumálaþekkingar sinnar. Hann var sendur til Íslands og hafði það hlutverk að sjá til þess að íslenskir fjölmiðlar birtu ekki fréttir sem gætu orðið Þjóðverjum til gagns. Það er orðin hefð í síðasta Heimsglugga fyrir jól að leika Fairytale of New York með írsku sveitinni Pogues. Við heyrðum brot af flutningi sveitarinnar við útför Shane MacGowans, söngvara Pogues, í desember í fyrra. Svo var upphafleg útgáfa lagsins leikin í heild.
Stjórnvöld í Úkraínu hafa skráð tuttugu þúsund börn sem talið er að Rússar hafi numið á brott og send til Rússlands. Samtök og úkraínska ríkið vinna að því að fá börnin til baka. Sum börnin ættleiða rússneskar fjölskyldur - þau sem eldri eru fá herþjálfun og eru látin berjast með Rússlandsher á víglínunni í Úkraínu. Börnin eru látin hafa ný rússnesk fæðingarvottorð og Úkraínuforseti segir þetta hluta af þjóðarmorði Rússa, verið sé að ræna þau því að vera úkraínsk. Þau séu gerð rússnesk. Talsmaður samtakanna Sava Ukraine, sem vinna að því að fá börnin til baka, segir að þetta vera mesta harmleik hennar kynslóðar. Olof Scholz, kanslari Þýskalands, sleit stjórninni í byrjun nóvember eftir miklar innri deilur og boðaði til kosninga. Staða hans er erfið og Jafnaðarmannaflokksins sem hann leiðir líka en það verður ekki kosið fyrr en í lok febrúar og því getur ýmislegt gerst. Hann verður kanslaraefni flokksins en samkvæmt könnunum er ekki líklegt að hann nái að halda áfram. Það er óvenjulegt að þýsk stjórn nái ekki að klára kjörtímabilið. Síðustu fimm forverar hans sátu lengur lengur en eitt kjörtímabil og sumir gott betur en það, en bæði Angela Merkel og Helmut Kohl gegndu þessu embætti í sextán ár.
Þórunn Elísabet Bogadóttir og Guðrún Hálfdánardóttir ræddu við Boga Ágústsson um fall þýsku stjórnarinnar. Þar sauð upp úr eftir deilur um ríkisútgjöld á milli stjórnarflokkanna. Frjálsir demókratar vildu draga úr útgjöldum til félagsmála og grænna verkefna til að loka gati í ríkisbúskapnum. Jafnaðarmenn og Græningjar gátu ekki sætt sig við þau áform og Olaf Scholz kanslari rak Christian Lindner, fjármálaráðherra og leiðtoga Frjálsra demókrata, úr embætti. Stjórnin situr áfram sem minnihlutastjórn en búist er við kosningum á nýju ári. Ýmsir fréttaskýrendur telja fall þýsku stjórnarinnar koma á afar óheppilegum tíma því Evrópusambandið þurfi á öflugri forystu að halda þegar viðbúið sé að Donald Trump dragi úr stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu og leggi minni áherslu á samstarf NATO-ríkja og hyggist setja verndartolla á innflutning til Bandaríkjanna.
Óttast er að minni hafnir í Evrópu verði í meira mæli notaðar til að smygla stórum sendingum af fíkniefnum í vöruflutningagámum. Á Íslandi er aðeins brotabrot af öllum þeim þúsundum gáma sem hingað eru fluttir gegnumlýstir í rúmlega sextán ára gömlum skanna. Jafnaðarmannaflokkur Olafs Scholz kanslara Þýskalands, SPD, slapp kannski með skrekkinn í kosningum í Brandenburg um helgina en Scholz ekki, að dómi stjórnmálaskýranda. Rúmlega 200.000 fílar lifia á verndarsvæði sem teygir sig til fimm landa í sunnanverðri Afríku; Angóla, Namibíu, Botsvana, Sambíu og Simbabve. Í síðastnefnda landinu er talið að fílarnir séu um 84.000 talsins – og þar hyggjast stjórnvöld fella um 200 dýr á næstunni þetta á að gera til að grisja stofninn lítillega og metta fólk sem sveltur á þurrkasvæði með kjötinu.
Bogi Ágústsson ræddi við Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunni Elísabetu Bogadóttur um kosningar á Salómons-eyjum, við heyrðum falsaða yfirlýsingu Mette Frederiksen um frídaga í Danmörku, tillögu Magdalenu Anderson, leiðtoga sænskra Jafnaðarmanna, um refsingar gegn ESB-ríkjum sem brjóta lýðræðisreglur sambandsins. Aðalefnið var þó vandræði Skoska þjóðarflokksins, SNP, sem þarf að velja nýjan leiðtoga eftir að Humza Yousaf hrökklaðist frá í byrjun vikunnar. Þar á undan var rætt um bæjar- og sveitarstjórnakosningar í Englandi. Þar er spáð að Íhaldsflokkurinn tapi mörgum fulltrúum.
Biggi, Kalli, Valsi og Matti mættu í Nóa Síríus stúdíóið hjá Podcaststöðinni á nýja árinu til að fara yfir leikviku 17 og spá fyrir leikviku 18. Rýnt vel í playoffs myndina og hvernig hvert og eitt lið sem á séns kemur sér í post seasonið! BOLI - Tuddi! Léttöl! Kansas - Pítan og Saffran. Jafna út jóla sukkið! Arena Gaming! Nú er tilefni til að heyra í félögunum og hóa í gott spil eða gott NFL og meððí á Arena! LENGJAN LENGJAN LUKKUSPRENGJA! Jafna út jólareikninginn með smá tippi!
Spegillinn 28. júní 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Kormákur Marðarson. Stjórn útsendingar: Annalísa Hermannsdóttir. Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríksins ítrekar þá skoðun sína að útboðið á hlut ríkisins í Íslandsbanka í fyrra hafi verið eitt farsælasta hlutafjárútboð Íslandssögunnar. Hvorki skýrsla Fjármálaeftirlitsins né Ríkisendurskoðunar breyti því. Pétur Magnússon ræddi við hann . Orkuveita Reykjavíkur vill kanna kosti þess að reisa allt að 400 megavatta vindorkuver á þremur stöðum við Hellisheiði. Hera Grímsdóttir, framkvæmdastýra rannsókna og nýsköpunar hjá Orkuveitunni, segir að myllurnar gætu orðið 20, hver og ein um 200 metra há. Öllum níu starfsmönnum Flugakademíunnar í Reykjanesbæ hefur verið sagt upp. Jón Björgvin Stefánsson stjórnarformaður Keilis segir óvíst um rekstur akademíunnar til framtíðar. Matur og drykkur hefur hækkað um tólf prósent á tólf mánuðum og ekki tímabært að fagna að mati Katrínar Ólafsdóttur hagfræðings þó að verðbólga mælist undir 9 prósentum í fyrsta skipti í 12 mánuði. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir talaði við hana. Fyrr í dag var tilkynnt að skrifstofu Réttindagæslumanns fatlaðs fólks hefði verið lokað vegna manneklu en það var síðar dregið til baka. Steinar Örn Steinarsson, formaður Félags háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins segir álagið á starfsfók embættisins óbærilegt. Ásta Hlín Magnúsdóttir tók saman. Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur kært E. Jean Carroll fyrir ærumeiðingar. Rúmur mánuður er síðan kviðdómur komst að þeirri niðurstöðu að Trump hefði brotið kynferðislega gegn henni. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir sagði frá. Heyrist í E. Jean Carroll. Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara telur að tryggja skuldurum réttarvernd og að ekki sé hægt að selja eignir á nauðungaruppboði fyrir brot af markaðsvirði. Frétt um að einbýlishús ungs manns í Reykjanesbæ hafi verið selt ofan af honum fyrir þrjár milljónir króna á nauðungaruppboði hjá sýslumanni hefur vakið hörð viðbrögð. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hana. Veðurviðvaranir eru í gildi í fjórtán ríkjum í sunnanverðum Bandaríkjunum vegna hitabylgju. Yfir 75 milljónir íbúa verða fyrir barðinu á hitasvækjunni. Ásgeir Tómasson tók saman. Heyrist í Mareya Villarreal fréttamanni og konu á götu í Chicago. Sigur Þýska þjóðernisflokksins í héraðskosningum í Thüringen um síðustu helgi þykir marka tímamót í sögu þessa öfga-hægriflokks sem verið hefur áberandi í þýskum stjórmmálum undanfarin ár. Flokkurinn mælist stærri en Jafnaðarmannaflokkur Olofs Sch
Spegillinn 28. júní 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Kormákur Marðarson. Stjórn útsendingar: Annalísa Hermannsdóttir. Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríksins ítrekar þá skoðun sína að útboðið á hlut ríkisins í Íslandsbanka í fyrra hafi verið eitt farsælasta hlutafjárútboð Íslandssögunnar. Hvorki skýrsla Fjármálaeftirlitsins né Ríkisendurskoðunar breyti því. Pétur Magnússon ræddi við hann . Orkuveita Reykjavíkur vill kanna kosti þess að reisa allt að 400 megavatta vindorkuver á þremur stöðum við Hellisheiði. Hera Grímsdóttir, framkvæmdastýra rannsókna og nýsköpunar hjá Orkuveitunni, segir að myllurnar gætu orðið 20, hver og ein um 200 metra há. Öllum níu starfsmönnum Flugakademíunnar í Reykjanesbæ hefur verið sagt upp. Jón Björgvin Stefánsson stjórnarformaður Keilis segir óvíst um rekstur akademíunnar til framtíðar. Matur og drykkur hefur hækkað um tólf prósent á tólf mánuðum og ekki tímabært að fagna að mati Katrínar Ólafsdóttur hagfræðings þó að verðbólga mælist undir 9 prósentum í fyrsta skipti í 12 mánuði. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir talaði við hana. Fyrr í dag var tilkynnt að skrifstofu Réttindagæslumanns fatlaðs fólks hefði verið lokað vegna manneklu en það var síðar dregið til baka. Steinar Örn Steinarsson, formaður Félags háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins segir álagið á starfsfók embættisins óbærilegt. Ásta Hlín Magnúsdóttir tók saman. Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur kært E. Jean Carroll fyrir ærumeiðingar. Rúmur mánuður er síðan kviðdómur komst að þeirri niðurstöðu að Trump hefði brotið kynferðislega gegn henni. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir sagði frá. Heyrist í E. Jean Carroll. Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara telur að tryggja skuldurum réttarvernd og að ekki sé hægt að selja eignir á nauðungaruppboði fyrir brot af markaðsvirði. Frétt um að einbýlishús ungs manns í Reykjanesbæ hafi verið selt ofan af honum fyrir þrjár milljónir króna á nauðungaruppboði hjá sýslumanni hefur vakið hörð viðbrögð. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hana. Veðurviðvaranir eru í gildi í fjórtán ríkjum í sunnanverðum Bandaríkjunum vegna hitabylgju. Yfir 75 milljónir íbúa verða fyrir barðinu á hitasvækjunni. Ásgeir Tómasson tók saman. Heyrist í Mareya Villarreal fréttamanni og konu á götu í Chicago. Sigur Þýska þjóðernisflokksins í héraðskosningum í Thüringen um síðustu helgi þykir marka tímamót í sögu þessa öfga-hægriflokks sem verið hefur áberandi í þýskum stjórmmálum undanfarin ár. Flokkurinn mælist stærri en Jafnaðarmannaflokkur Olofs Sch
Í spjalli um efnahag og samfélag fjallaði Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Heimildarinnar, um nýkynnta fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Henni er ætlað að sporna gegn verðbólgu og vaxtahækkunum með aðhaldi í útgjöldum, tekjuöflun og frestun framkvæmda. Meirihluti nýkjörinnar borgarstjórnar Berlínar er að komast á koppinn, sjö vikum eftir kosningar. Arthúr Björgvin Bollason sagði frá en Kristilegir demókratar og Jafnaðarmenn hafa náð saman. Hann sagði líka frá Þýskalandsheimsókn Karls Bretakonungs og ákvörðun Þýskalandsforseta að sæma Angelu Merkel fyrrverandi kanslara æðstu heiðursorðu Þýskalands. 55 ár eru í dag síðan Marin Luther King var myrtur. Lilja Hjartardóttir stjórnmálafræðingur sagði frá ævi og baráttu hans. Tónlist: Söngur Fríðu - Anna Pálína Árnadóttir, If I can dream - Elvis Presley, A change is conna come - Sam Cooke. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson.
Í spjalli um efnahag og samfélag fjallaði Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Heimildarinnar, um nýkynnta fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Henni er ætlað að sporna gegn verðbólgu og vaxtahækkunum með aðhaldi í útgjöldum, tekjuöflun og frestun framkvæmda. Meirihluti nýkjörinnar borgarstjórnar Berlínar er að komast á koppinn, sjö vikum eftir kosningar. Arthúr Björgvin Bollason sagði frá en Kristilegir demókratar og Jafnaðarmenn hafa náð saman. Hann sagði líka frá Þýskalandsheimsókn Karls Bretakonungs og ákvörðun Þýskalandsforseta að sæma Angelu Merkel fyrrverandi kanslara æðstu heiðursorðu Þýskalands. 55 ár eru í dag síðan Marin Luther King var myrtur. Lilja Hjartardóttir stjórnmálafræðingur sagði frá ævi og baráttu hans. Tónlist: Söngur Fríðu - Anna Pálína Árnadóttir, If I can dream - Elvis Presley, A change is conna come - Sam Cooke. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson.
Spegillinn 12. desember 2022. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar fréttahluta: Valgerður Þorsteinsdóttir Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra var sett á dagskrá Alþingis í dag þrátt fyrir mótmæli stjórnarandstöðuþingmanna sem vilja fresta umræðunni fram á næsta ár. Þeir óttast að þetta tefji afgreiðslu annarra mála fyrir jól eins og til dæmis eingreiðslu til öryrkja. Höskuldur Kári Schram tók saman og talaði við Bryndísi Haraldsdóttur (D). Samninganefndir hafa setið við lengi dags hjá ríkissáttasemjara og lending ekki enn í sjónmáli hjá Samtökum atvinnulífsins og samfloti iðnaðar og verslunarmanna. Mönnunum tveimur sem setið hafa í gæsluvarðhaldi frá því í september hefur verið kynnt ákæra í hryðjuverkamálinu. Sveini Andra Sveinssyni, lögmanni annars þeirra finnst ákæran sérkennileg og óljós. Sunna Karen Sigurþórsdóttir talaði við hann. Rússlandsforseti segir að stríðinu í Úkraínu ljúki ekki nema með samkomulagi en traustið milli Rússa og Úkraínumanna sé ekkert. Bjarni Pétur Jónsson tók saman. Hámarkshraði verður víða lækkaður á götum hollensku borgarinnar Amsterdam um áramótin. Aðeins verður leyfilegt að aka á 30 kílómetra hraða víðast hvar í borginni, eða á 80% gatna. Oddur Þórðarson sagði frá. Brasilíumenn eru úr leik á HM karla í fótbolta eftir tap gegn Króötum í vítaspyrnukeppni. Það ræðst í síðari leik dagsins klukkan sjö hvort Króatar mæta Argentínu eða Hollandi í undanúrslitunum. ----------- Sakborningar í hryðjuverkamálinu hafa setið í gæsluvarðhaldi frá því í september og var kynnt ákæra í dag. Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir ákæra fyrir brot á hryðjuverkaákvæði hegningarlaga marka þáttaskil. Hún segir lengd gæsluvarðhaldsins vekja athygli en grundvöllur ákærunnar á eftir að skýrast. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hana. Fulltrúar þriggja stjórnmálaflokka í Danmörku, Jafnaðarmanna, Venstre og Moderaterne, miðflokks Lars Løkke Rasmussens, fyrrverandi forsætisráðherra hafa í dag setið á rökstólum og rætt stjórnarmyndun. Ásgeir Tómasson sagði frá. Heyrist í René Christensen varaformanni Danska þjóðarflokksins, Francisku Rosenkilde, pólitískum leiðtoga Valkostsins eða Alternativet og Lars Løkke Rasmussen, formanni Moderaterne, fyrrverandi forsætisráðherra fyrir Venstre. Spjallmennið ChatGPT hefur vakið athygli fyrir gervigreind á heimsmælikvarða. Það svarar prófspurningum, veitir sambandsráðgjöf, greinir heimsmálin og yrkir ljóð. Þessu töfratóli fylgja fyrirsjáanlegar vangaveltur um framtíð mannsins á ýmsum sviðum. Alexan
Spegillinn 12. desember 2022. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar fréttahluta: Valgerður Þorsteinsdóttir Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra var sett á dagskrá Alþingis í dag þrátt fyrir mótmæli stjórnarandstöðuþingmanna sem vilja fresta umræðunni fram á næsta ár. Þeir óttast að þetta tefji afgreiðslu annarra mála fyrir jól eins og til dæmis eingreiðslu til öryrkja. Höskuldur Kári Schram tók saman og talaði við Bryndísi Haraldsdóttur (D). Samninganefndir hafa setið við lengi dags hjá ríkissáttasemjara og lending ekki enn í sjónmáli hjá Samtökum atvinnulífsins og samfloti iðnaðar og verslunarmanna. Mönnunum tveimur sem setið hafa í gæsluvarðhaldi frá því í september hefur verið kynnt ákæra í hryðjuverkamálinu. Sveini Andra Sveinssyni, lögmanni annars þeirra finnst ákæran sérkennileg og óljós. Sunna Karen Sigurþórsdóttir talaði við hann. Rússlandsforseti segir að stríðinu í Úkraínu ljúki ekki nema með samkomulagi en traustið milli Rússa og Úkraínumanna sé ekkert. Bjarni Pétur Jónsson tók saman. Hámarkshraði verður víða lækkaður á götum hollensku borgarinnar Amsterdam um áramótin. Aðeins verður leyfilegt að aka á 30 kílómetra hraða víðast hvar í borginni, eða á 80% gatna. Oddur Þórðarson sagði frá. Brasilíumenn eru úr leik á HM karla í fótbolta eftir tap gegn Króötum í vítaspyrnukeppni. Það ræðst í síðari leik dagsins klukkan sjö hvort Króatar mæta Argentínu eða Hollandi í undanúrslitunum. ----------- Sakborningar í hryðjuverkamálinu hafa setið í gæsluvarðhaldi frá því í september og var kynnt ákæra í dag. Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir ákæra fyrir brot á hryðjuverkaákvæði hegningarlaga marka þáttaskil. Hún segir lengd gæsluvarðhaldsins vekja athygli en grundvöllur ákærunnar á eftir að skýrast. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hana. Fulltrúar þriggja stjórnmálaflokka í Danmörku, Jafnaðarmanna, Venstre og Moderaterne, miðflokks Lars Løkke Rasmussens, fyrrverandi forsætisráðherra hafa í dag setið á rökstólum og rætt stjórnarmyndun. Ásgeir Tómasson sagði frá. Heyrist í René Christensen varaformanni Danska þjóðarflokksins, Francisku Rosenkilde, pólitískum leiðtoga Valkostsins eða Alternativet og Lars Løkke Rasmussen, formanni Moderaterne, fyrrverandi forsætisráðherra fyrir Venstre. Spjallmennið ChatGPT hefur vakið athygli fyrir gervigreind á heimsmælikvarða. Það svarar prófspurningum, veitir sambandsráðgjöf, greinir heimsmálin og yrkir ljóð. Þessu töfratóli fylgja fyrirsjáanlegar vangaveltur um framtíð mannsins á ýmsum sviðum. Alexan
Stýrivaxtahækkun Seðlabankans hefur sett kjaraviðræður í uppnám. Forseti Alþýðusambands Íslands segir hækkunina vonbrigði. Hún leggist þungt á fólk og geri kjaraviðræður enn erfiðari. Formaður VR segir allt stefna í að viðræðum verði slitið og gripið verði til aðgerða. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna skriðuhættu á Austfjörðum. Mikið hefur rignt þar að undanförnu. Lunginn af starfsfólki lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu hafði aðgang að myndskeiðum sem sýna hnífaárás á Bankastræti Club og fóru í dreifingu í gær. Yfirlögregluþjónn óttast að dreifingin rýri traust almennings til lögreglunnar. Tölvukerfi Evrópuþingsins liggur niðri eftir netárás. Rússneskir hakkarar hafa lýst yfir ábyrgð. Fleira flóttafólk hefur komið hingað til lands en spáð var. Verkefnisstjóri móttöku flóttafólks segir ganga vonum framar að útvega húsnæði fyrir fólkið. ----- Kristján Þórður Snæbjarnarson forseti Alþýðusambands Íslands segir hækkun stýrivaxta í morgun mikil vonbrigði. Hækkunin leggist þyngst á þá sem síst megi við því. Hún geri kjaraviðræður erfiðari, en þar geti launafólk sótt rétt sinn. Margir eru uggandi eftir stórfellda hnífaárás á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur seinasta fimmtudag. Árásin hefur haft eftirmála þar sem sprengjum var til að mynda kastað að heimilum aðstandenda sakborninga í Reykjavík í nótt. Hnífaárásir hafa færst í aukana samkvæmt lögreglu sem hefur verið með aukinn viðbúnað eftir árásina og ætlar að gera það áfram um helgina. Bandaríska sendiráðið í Reykjavík hvetur landa sína til að vera á varðbergi í miðborg Reykjavíkur næstu helgi, forðast mannmergð og fylgjast vel með íslenskum fjölmiðlum áður en haldið er í bæinn. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef sendiráðsins, sem jafnframt er birt á Facebook-síðu þess. Tilefni varnaðarorðanna er orðrómur um yfirvofandi hefndarárás í miðborg Reykjavíkur næstu helgi, sem svar við hnífaárás í Bankastræti í síðustu viku. Vísað er í fullyrðingar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um að aukinn viðbúnaður verði í miðbænum vegna árásarinnar og að orðrómurinn sé til skoðunar. Eigendur skemmtistaða í Reykjavík segja það tilviljun að árásin hafi orðið á þessum stað, hún hefði getað orðið hvar og hvenær sem er. Þórir Jóhannsson eigandi skemmtistaðanna Sólon og Kiki queer bar segist hafa áhyggjur af að hnífaárásir séu orðnar hluti af daglegum veruleika í samfélaginu. Mette Frederiksen, starfandi forsætisráðherra í Danmörku og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, vonast til þess að geta myndað nýja ríkisstjórn á næstu vikum. Á fréttamannafundi sem hún
Stýrivaxtahækkun Seðlabankans hefur sett kjaraviðræður í uppnám. Forseti Alþýðusambands Íslands segir hækkunina vonbrigði. Hún leggist þungt á fólk og geri kjaraviðræður enn erfiðari. Formaður VR segir allt stefna í að viðræðum verði slitið og gripið verði til aðgerða. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna skriðuhættu á Austfjörðum. Mikið hefur rignt þar að undanförnu. Lunginn af starfsfólki lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu hafði aðgang að myndskeiðum sem sýna hnífaárás á Bankastræti Club og fóru í dreifingu í gær. Yfirlögregluþjónn óttast að dreifingin rýri traust almennings til lögreglunnar. Tölvukerfi Evrópuþingsins liggur niðri eftir netárás. Rússneskir hakkarar hafa lýst yfir ábyrgð. Fleira flóttafólk hefur komið hingað til lands en spáð var. Verkefnisstjóri móttöku flóttafólks segir ganga vonum framar að útvega húsnæði fyrir fólkið. ----- Kristján Þórður Snæbjarnarson forseti Alþýðusambands Íslands segir hækkun stýrivaxta í morgun mikil vonbrigði. Hækkunin leggist þyngst á þá sem síst megi við því. Hún geri kjaraviðræður erfiðari, en þar geti launafólk sótt rétt sinn. Margir eru uggandi eftir stórfellda hnífaárás á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur seinasta fimmtudag. Árásin hefur haft eftirmála þar sem sprengjum var til að mynda kastað að heimilum aðstandenda sakborninga í Reykjavík í nótt. Hnífaárásir hafa færst í aukana samkvæmt lögreglu sem hefur verið með aukinn viðbúnað eftir árásina og ætlar að gera það áfram um helgina. Bandaríska sendiráðið í Reykjavík hvetur landa sína til að vera á varðbergi í miðborg Reykjavíkur næstu helgi, forðast mannmergð og fylgjast vel með íslenskum fjölmiðlum áður en haldið er í bæinn. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef sendiráðsins, sem jafnframt er birt á Facebook-síðu þess. Tilefni varnaðarorðanna er orðrómur um yfirvofandi hefndarárás í miðborg Reykjavíkur næstu helgi, sem svar við hnífaárás í Bankastræti í síðustu viku. Vísað er í fullyrðingar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um að aukinn viðbúnaður verði í miðbænum vegna árásarinnar og að orðrómurinn sé til skoðunar. Eigendur skemmtistaða í Reykjavík segja það tilviljun að árásin hafi orðið á þessum stað, hún hefði getað orðið hvar og hvenær sem er. Þórir Jóhannsson eigandi skemmtistaðanna Sólon og Kiki queer bar segist hafa áhyggjur af að hnífaárásir séu orðnar hluti af daglegum veruleika í samfélaginu. Mette Frederiksen, starfandi forsætisráðherra í Danmörku og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, vonast til þess að geta myndað nýja ríkisstjórn á næstu vikum. Á fréttamannafundi sem hún
Nýtt fólk hefur tekið við stjórn í Bretlandi og Svíþjóð, Rishi Sunak kom í stað Liz Truss sem forsætisráðherra Bretlands, í Svíþjóð hefur hægri stjórn tekið við af ríkisstjórn Jafnaðarmanna. Nýir leiðtogar voru í eldlínunni í þingumræðum. Í Bretlandi þótti Sunak standa sig vel í fyrsta fyrirspurnatíma forsætisráðherra. Þingmenn Íhaldsflokksins studdu vel við bakið á honum. Í sænska þinginu var meiri ró yfir umræðum. Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson ræddu þessi mál í Heimsglugganum, minntust einnig á kosningar í Brasilíu á sunnudag og í Danmörku næsta þriðjudag þar sem margt bendir til þess að gamli pólitíski refurinn Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra, geti verið í lykilstöðu og ráðið hvort hægri- eða vinstristjórn taki við.
Nýtt fólk hefur tekið við stjórn í Bretlandi og Svíþjóð, Rishi Sunak kom í stað Liz Truss sem forsætisráðherra Bretlands, í Svíþjóð hefur hægri stjórn tekið við af ríkisstjórn Jafnaðarmanna. Nýir leiðtogar voru í eldlínunni í þingumræðum. Í Bretlandi þótti Sunak standa sig vel í fyrsta fyrirspurnatíma forsætisráðherra. Þingmenn Íhaldsflokksins studdu vel við bakið á honum. Í sænska þinginu var meiri ró yfir umræðum. Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson ræddu þessi mál í Heimsglugganum, minntust einnig á kosningar í Brasilíu á sunnudag og í Danmörku næsta þriðjudag þar sem margt bendir til þess að gamli pólitíski refurinn Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra, geti verið í lykilstöðu og ráðið hvort hægri- eða vinstristjórn taki við.
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Grunur leikur á að stórfelldur launaþjófnaður hafi verið framinn á tveimur veitingastöðum í Reykjavík. Þrír starfsmenn þáðu boð um aðstoð og fóru af vaktinni. Dagný Hulda Erlendsdóttir tók saman og talaði við Benóný Harðarson, forstöðumann Kjaradeildar Fagfélaganna Raflínur við kjarnorkuverið í Zaporizhzhia voru skemmdar í dag og þurfti að aftengja verið frá rafveitukerfi Úkraínu í fyrsta sinn í fjörutíu ár. Ólöf Rún Erlendsdóttir sagði frá. Orkuveita Reykjavíkur ætlar að stofna hlutafélag um rekstur tæknifyrirtækisins Carbfix, og selja fjárfestum. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar segir nauðsyn að fá áhættufjáfesta til að leggja fé í fyrirtækið. Alma Ómarsdóttir talaði við hann. Áttatíu ár eru frá því að bandaríski orrustuflugmaðurinn John G. Kassos lést þegar vél hans brotlenti á Melgerðismelum í Eyjafjarðarsveit. Minningarathöfn um Kassos var haldin þar. Amanda Guðrún Bjarnadóttir tók saman og talaði við Brynjar Karl Óttarsson sögukennara sem er einn Varðveislumanna minjanna og hefur rannsakað svæðið þar sem vélin kom niður. Gervigreindarrappari missti plötusamning við stórt útgáfufyrirtæki vegna rasisma. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir tók saman. --------------- Fyrir þrjátíu og einu ári urðu íslensk stjórnvöld fyrst til að viðurkenna endurreist sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna. Forsetar ríkjanna eru í opinberri heimsókn af því tilefni. Hafdís Helga Helgsdóttir ræðir við Hilmar Þór Hilmarsson prófessor við Háskólann á Akureyri um stöðu ríkjanna; tengsl þeirra til vesturs og austurs og ógnina sem að þeim steðjar. Anthony Fauci, aðalráðgjafi Bandaríkjaforseta í heilbrigðismálum og yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, ætlar að láta af embætti í desember þá 82 ára gamall. Ásgeir Tómasson fer yfir feril Faucis. Ilija Batljan, fyrrverandi stjórnmálamaður Jafnaðarmannaflokksins sænska, hefur á síðustu árum byggt upp gríðarstórt fasteignafélag með því að byggja eða kaupa opinberar byggingar og leigja þær því opinbera aftur til áratuga. Kári Gylfason segir frá.
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Grunur leikur á að stórfelldur launaþjófnaður hafi verið framinn á tveimur veitingastöðum í Reykjavík. Þrír starfsmenn þáðu boð um aðstoð og fóru af vaktinni. Dagný Hulda Erlendsdóttir tók saman og talaði við Benóný Harðarson, forstöðumann Kjaradeildar Fagfélaganna Raflínur við kjarnorkuverið í Zaporizhzhia voru skemmdar í dag og þurfti að aftengja verið frá rafveitukerfi Úkraínu í fyrsta sinn í fjörutíu ár. Ólöf Rún Erlendsdóttir sagði frá. Orkuveita Reykjavíkur ætlar að stofna hlutafélag um rekstur tæknifyrirtækisins Carbfix, og selja fjárfestum. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar segir nauðsyn að fá áhættufjáfesta til að leggja fé í fyrirtækið. Alma Ómarsdóttir talaði við hann. Áttatíu ár eru frá því að bandaríski orrustuflugmaðurinn John G. Kassos lést þegar vél hans brotlenti á Melgerðismelum í Eyjafjarðarsveit. Minningarathöfn um Kassos var haldin þar. Amanda Guðrún Bjarnadóttir tók saman og talaði við Brynjar Karl Óttarsson sögukennara sem er einn Varðveislumanna minjanna og hefur rannsakað svæðið þar sem vélin kom niður. Gervigreindarrappari missti plötusamning við stórt útgáfufyrirtæki vegna rasisma. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir tók saman. --------------- Fyrir þrjátíu og einu ári urðu íslensk stjórnvöld fyrst til að viðurkenna endurreist sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna. Forsetar ríkjanna eru í opinberri heimsókn af því tilefni. Hafdís Helga Helgsdóttir ræðir við Hilmar Þór Hilmarsson prófessor við Háskólann á Akureyri um stöðu ríkjanna; tengsl þeirra til vesturs og austurs og ógnina sem að þeim steðjar. Anthony Fauci, aðalráðgjafi Bandaríkjaforseta í heilbrigðismálum og yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, ætlar að láta af embætti í desember þá 82 ára gamall. Ásgeir Tómasson fer yfir feril Faucis. Ilija Batljan, fyrrverandi stjórnmálamaður Jafnaðarmannaflokksins sænska, hefur á síðustu árum byggt upp gríðarstórt fasteignafélag með því að byggja eða kaupa opinberar byggingar og leigja þær því opinbera aftur til áratuga. Kári Gylfason segir frá.
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Grunur leikur á að stórfelldur launaþjófnaður hafi verið framinn á tveimur veitingastöðum í Reykjavík. Þrír starfsmenn þáðu boð um aðstoð og fóru af vaktinni. Dagný Hulda Erlendsdóttir tók saman og talaði við Benóný Harðarson, forstöðumann Kjaradeildar Fagfélaganna Raflínur við kjarnorkuverið í Zaporizhzhia voru skemmdar í dag og þurfti að aftengja verið frá rafveitukerfi Úkraínu í fyrsta sinn í fjörutíu ár. Ólöf Rún Erlendsdóttir sagði frá. Orkuveita Reykjavíkur ætlar að stofna hlutafélag um rekstur tæknifyrirtækisins Carbfix, og selja fjárfestum. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar segir nauðsyn að fá áhættufjáfesta til að leggja fé í fyrirtækið. Alma Ómarsdóttir talaði við hann. Áttatíu ár eru frá því að bandaríski orrustuflugmaðurinn John G. Kassos lést þegar vél hans brotlenti á Melgerðismelum í Eyjafjarðarsveit. Minningarathöfn um Kassos var haldin þar. Amanda Guðrún Bjarnadóttir tók saman og talaði við Brynjar Karl Óttarsson sögukennara sem er einn Varðveislumanna minjanna og hefur rannsakað svæðið þar sem vélin kom niður. Gervigreindarrappari missti plötusamning við stórt útgáfufyrirtæki vegna rasisma. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir tók saman. --------------- Fyrir þrjátíu og einu ári urðu íslensk stjórnvöld fyrst til að viðurkenna endurreist sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna. Forsetar ríkjanna eru í opinberri heimsókn af því tilefni. Hafdís Helga Helgsdóttir ræðir við Hilmar Þór Hilmarsson prófessor við Háskólann á Akureyri um stöðu ríkjanna; tengsl þeirra til vesturs og austurs og ógnina sem að þeim steðjar. Anthony Fauci, aðalráðgjafi Bandaríkjaforseta í heilbrigðismálum og yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, ætlar að láta af embætti í desember þá 82 ára gamall. Ásgeir Tómasson fer yfir feril Faucis. Ilija Batljan, fyrrverandi stjórnmálamaður Jafnaðarmannaflokksins sænska, hefur á síðustu árum byggt upp gríðarstórt fasteignafélag með því að byggja eða kaupa opinberar byggingar og leigja þær því opinbera aftur til áratuga. Kári Gylfason segir frá.
Fimmtán ára drengur hefur verið handtekinn vegna skotárásar í verslunarmiðstöð í Malmö í Svíþjóð í dag. Tveir særðust illa í árásinni. Alexander Kristjánsson sagði frá. Jafnaðarmenn þurfa að leita aftur í kjarnastefnu sína og leggja áherslu á kjör venjulegs fólks. Þetta segir Kristrún Frostadóttir sem tilkynnti framboð sitt til formanns samfylkingarinnar í dag. Þórdís Arnljótsdóttir talaði við hana. Útskrifuðum leikskólakennurum hefur fjölgað síðustu ár. Háskólaráðherra segir að huga þurfi að nýsköpun í leikskólakerfinu. Unnið er að breytingum á námsmöguleikum starfandi leikskólakennara. Rætta var við Ingibjörgu Ósk Sigurðardóttur. Pétur Magnússon tók saman. Almannavarnir leggja til að dagleg viðvera lögreglu og annarra viðbragðsaðila verði tryggð á gosstöðvunum í Meradölum. Þjófnaður og eignaspjöll á styttunni af Guðríði Þorbjarnardóttur hefur verið sent til héraðssaksóknara. Kannað er hvort brotið hafi verið gegn lagaákvæði um að fjarlægja eða skemma opinber minnismerki. Refsing við því er allt að þriggja ára fangelsi. Kristín Sigurðardóttir sagði frá. Heilbrigðiskerfi úkraínu er að miklu leiti haldið gangandi af sjálfboðaliðum sem leggja líf sitt í hættu við störfin. Hundrað tuttugu og þrjú sjúkrahús þar eru óstarfhæf. Ólöf Rún Erlendsdóttir tók saman. ---------------------------------------------------------- Greining Íslandsbanka spáir því að verðbólga rjúfi 10% múrinn í ágúst. Gangi spáin eftir hefur verðbólga ekki mælst meiri í 13 ár eða frá því í september 2009. Bergþóra Baldursdóttir hagfræðingur í Greiningu Íslandsbanka kemur í Spegilinn til að ræða stöðuna og mögulega þróun mála. Forsetar Frakklands og Rússlands eru sammála um að Alþjóðakjarnorkumálastofnunin verði að senda sérfræðinga til Úkraínu til að kanna ástand mála við Zaporizhzhia kjarnorkuverið. Zelensky, forseti Úkraínu, fór fram á það í gær að Sameinuðu þjóðirnar beiti sér fyrir því að eftirlitsmenn verði sendir til að kanna ástandið. Ásgeir Tómasson tók saman. Fjölmiðlar fjalla eðlilega mest um það sem hefur verið mest í sviðsljósinu. Andlát Oliviu Newton John vakti til dæmis heimsathygli. Öllu minna var minnst á Lamont Dozier sem lést sama dag og hún, 8. ágúst. Hann samdi þó tugi laga sem nutu vinsælda á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar, mörg hver í samvinnu við bræðurna Brian og Eddie Holland. Af þeim rötuðu 25 í efsta sæti bandaríska vinsældalistans meðan þremenningarnir unnu fyrir Motown hljómplötuútgáfuna í Detroit. Flest lögin fluttu Diana Ross og The Supremes og söngkvartettinn Four Tops. Ásgeir Tómasson tók saman.
Fimmtán ára drengur hefur verið handtekinn vegna skotárásar í verslunarmiðstöð í Malmö í Svíþjóð í dag. Tveir særðust illa í árásinni. Alexander Kristjánsson sagði frá. Jafnaðarmenn þurfa að leita aftur í kjarnastefnu sína og leggja áherslu á kjör venjulegs fólks. Þetta segir Kristrún Frostadóttir sem tilkynnti framboð sitt til formanns samfylkingarinnar í dag. Þórdís Arnljótsdóttir talaði við hana. Útskrifuðum leikskólakennurum hefur fjölgað síðustu ár. Háskólaráðherra segir að huga þurfi að nýsköpun í leikskólakerfinu. Unnið er að breytingum á námsmöguleikum starfandi leikskólakennara. Rætta var við Ingibjörgu Ósk Sigurðardóttur. Pétur Magnússon tók saman. Almannavarnir leggja til að dagleg viðvera lögreglu og annarra viðbragðsaðila verði tryggð á gosstöðvunum í Meradölum. Þjófnaður og eignaspjöll á styttunni af Guðríði Þorbjarnardóttur hefur verið sent til héraðssaksóknara. Kannað er hvort brotið hafi verið gegn lagaákvæði um að fjarlægja eða skemma opinber minnismerki. Refsing við því er allt að þriggja ára fangelsi. Kristín Sigurðardóttir sagði frá. Heilbrigðiskerfi úkraínu er að miklu leiti haldið gangandi af sjálfboðaliðum sem leggja líf sitt í hættu við störfin. Hundrað tuttugu og þrjú sjúkrahús þar eru óstarfhæf. Ólöf Rún Erlendsdóttir tók saman. ---------------------------------------------------------- Greining Íslandsbanka spáir því að verðbólga rjúfi 10% múrinn í ágúst. Gangi spáin eftir hefur verðbólga ekki mælst meiri í 13 ár eða frá því í september 2009. Bergþóra Baldursdóttir hagfræðingur í Greiningu Íslandsbanka kemur í Spegilinn til að ræða stöðuna og mögulega þróun mála. Forsetar Frakklands og Rússlands eru sammála um að Alþjóðakjarnorkumálastofnunin verði að senda sérfræðinga til Úkraínu til að kanna ástand mála við Zaporizhzhia kjarnorkuverið. Zelensky, forseti Úkraínu, fór fram á það í gær að Sameinuðu þjóðirnar beiti sér fyrir því að eftirlitsmenn verði sendir til að kanna ástandið. Ásgeir Tómasson tók saman. Fjölmiðlar fjalla eðlilega mest um það sem hefur verið mest í sviðsljósinu. Andlát Oliviu Newton John vakti til dæmis heimsathygli. Öllu minna var minnst á Lamont Dozier sem lést sama dag og hún, 8. ágúst. Hann samdi þó tugi laga sem nutu vinsælda á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar, mörg hver í samvinnu við bræðurna Brian og Eddie Holland. Af þeim rötuðu 25 í efsta sæti bandaríska vinsældalistans meðan þremenningarnir unnu fyrir Motown hljómplötuútgáfuna í Detroit. Flest lögin fluttu Diana Ross og The Supremes og söngkvartettinn Four Tops. Ásgeir Tómasson tók saman.
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Björgunarsveitir af suðvesturhorninu voru kallaðar út síðdegis vegna göngufólks við gosstöðvarnar á Reykjanesskaga. Fólkið hunsaði tilmæli og fór af stað þrátt fyrir að gönguleiðir í Meradali hafi verið lokaðar vegna veðurs. Það fannst á sjötta tímanum. Haukur Holm ræddi við Ásdísi Lúðvíksdóttur, úr björgunarsveitinni Björgu á Eyrarbakka og Sofiu, ítalskan ferðalang. Aukafundur verður í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í kvöld vegna átaka á Gaza. Vopnahlé Ísraelsmanna og Palestínumanna hefur haldið frá því gær. Þórgnýr Einar Albertsson sagði frá. Einstök glerperla, hvít rauð og blá fannst við fornleifauppgröft á Seyðisfirði. Hún er talin vera um þúsund ára gömul. Markús Þórhallsson ræddi við Ragnheiði Traustadóttur, fornleifafræðing. Heimastjórn Fljótsdalshéraðs leggur til að sveitarstjórn Múlaþings hefji viðræður við innviðaráðuneyti um frekari uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar í ljósi jarðhræringa á Reykjanesskaga, Óðinn Svan Óðinsson talaði við Vilhjálm Jónsson, formann heimastjórnarinnar. Gerhard Schröder, fyrrverandi kanslara Þýskalands, verður ekki vikið úr þýska Jafnaðarmannaflokknum þrátt fyrir náin tengsl við Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Alexander Kristjánsson tók saman. -------------- Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir að bíða þurfi eftir niðurstöðum rannsókna áður en Hvassahrauni sé ýtt út af borðinu sem mögulegu flugvallarstæði. LJóst sé að styðja verði við uppbyggingu bæði á Akureyrar- Egilsstaða- og Reykjavíkurflugvelli í ljósi jarðhræringa á Reykjanesi sem gætu haft áhrif á millilandaflug. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við Sigurð Inga. Hátt orkuerð í Noregi veldur þar pólitískum skjálftum, Gísli Kristjánsson sagði frá, heyrist í Jonasi Gahr Störe, forsætisráðherra Noregs. Með auknum fjölda gervihnatta og mannaðra og ómannaðra geimferða eykst geimruslið og þó mest af því sem fellur til jarðar endi í sjó aukast stöðugt líkur á að eitthvað lendi á landi. Ásgeir Tómasson segir frá þriggja metra bút úr SpaceX eldflaug sem ástralskur bóndi fann í haga nýlega. Brot úr viðtali við Brad Tucker stjarneðlisfræðing.
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Björgunarsveitir af suðvesturhorninu voru kallaðar út síðdegis vegna göngufólks við gosstöðvarnar á Reykjanesskaga. Fólkið hunsaði tilmæli og fór af stað þrátt fyrir að gönguleiðir í Meradali hafi verið lokaðar vegna veðurs. Það fannst á sjötta tímanum. Haukur Holm ræddi við Ásdísi Lúðvíksdóttur, úr björgunarsveitinni Björgu á Eyrarbakka og Sofiu, ítalskan ferðalang. Aukafundur verður í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í kvöld vegna átaka á Gaza. Vopnahlé Ísraelsmanna og Palestínumanna hefur haldið frá því gær. Þórgnýr Einar Albertsson sagði frá. Einstök glerperla, hvít rauð og blá fannst við fornleifauppgröft á Seyðisfirði. Hún er talin vera um þúsund ára gömul. Markús Þórhallsson ræddi við Ragnheiði Traustadóttur, fornleifafræðing. Heimastjórn Fljótsdalshéraðs leggur til að sveitarstjórn Múlaþings hefji viðræður við innviðaráðuneyti um frekari uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar í ljósi jarðhræringa á Reykjanesskaga, Óðinn Svan Óðinsson talaði við Vilhjálm Jónsson, formann heimastjórnarinnar. Gerhard Schröder, fyrrverandi kanslara Þýskalands, verður ekki vikið úr þýska Jafnaðarmannaflokknum þrátt fyrir náin tengsl við Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Alexander Kristjánsson tók saman. -------------- Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir að bíða þurfi eftir niðurstöðum rannsókna áður en Hvassahrauni sé ýtt út af borðinu sem mögulegu flugvallarstæði. LJóst sé að styðja verði við uppbyggingu bæði á Akureyrar- Egilsstaða- og Reykjavíkurflugvelli í ljósi jarðhræringa á Reykjanesi sem gætu haft áhrif á millilandaflug. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við Sigurð Inga. Hátt orkuerð í Noregi veldur þar pólitískum skjálftum, Gísli Kristjánsson sagði frá, heyrist í Jonasi Gahr Störe, forsætisráðherra Noregs. Með auknum fjölda gervihnatta og mannaðra og ómannaðra geimferða eykst geimruslið og þó mest af því sem fellur til jarðar endi í sjó aukast stöðugt líkur á að eitthvað lendi á landi. Ásgeir Tómasson segir frá þriggja metra bút úr SpaceX eldflaug sem ástralskur bóndi fann í haga nýlega. Brot úr viðtali við Brad Tucker stjarneðlisfræðing.
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Björgunarsveitir af suðvesturhorninu voru kallaðar út síðdegis vegna göngufólks við gosstöðvarnar á Reykjanesskaga. Fólkið hunsaði tilmæli og fór af stað þrátt fyrir að gönguleiðir í Meradali hafi verið lokaðar vegna veðurs. Það fannst á sjötta tímanum. Haukur Holm ræddi við Ásdísi Lúðvíksdóttur, úr björgunarsveitinni Björgu á Eyrarbakka og Sofiu, ítalskan ferðalang. Aukafundur verður í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í kvöld vegna átaka á Gaza. Vopnahlé Ísraelsmanna og Palestínumanna hefur haldið frá því gær. Þórgnýr Einar Albertsson sagði frá. Einstök glerperla, hvít rauð og blá fannst við fornleifauppgröft á Seyðisfirði. Hún er talin vera um þúsund ára gömul. Markús Þórhallsson ræddi við Ragnheiði Traustadóttur, fornleifafræðing. Heimastjórn Fljótsdalshéraðs leggur til að sveitarstjórn Múlaþings hefji viðræður við innviðaráðuneyti um frekari uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar í ljósi jarðhræringa á Reykjanesskaga, Óðinn Svan Óðinsson talaði við Vilhjálm Jónsson, formann heimastjórnarinnar. Gerhard Schröder, fyrrverandi kanslara Þýskalands, verður ekki vikið úr þýska Jafnaðarmannaflokknum þrátt fyrir náin tengsl við Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Alexander Kristjánsson tók saman. -------------- Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir að bíða þurfi eftir niðurstöðum rannsókna áður en Hvassahrauni sé ýtt út af borðinu sem mögulegu flugvallarstæði. LJóst sé að styðja verði við uppbyggingu bæði á Akureyrar- Egilsstaða- og Reykjavíkurflugvelli í ljósi jarðhræringa á Reykjanesi sem gætu haft áhrif á millilandaflug. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við Sigurð Inga. Hátt orkuerð í Noregi veldur þar pólitískum skjálftum, Gísli Kristjánsson sagði frá, heyrist í Jonasi Gahr Störe, forsætisráðherra Noregs. Með auknum fjölda gervihnatta og mannaðra og ómannaðra geimferða eykst geimruslið og þó mest af því sem fellur til jarðar endi í sjó aukast stöðugt líkur á að eitthvað lendi á landi. Ásgeir Tómasson segir frá þriggja metra bút úr SpaceX eldflaug sem ástralskur bóndi fann í haga nýlega. Brot úr viðtali við Brad Tucker stjarneðlisfræðing.
Í spjalli um efnahag og samfélag ræddi Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, m.a. um baráttuna gegn verðbólgunni, verðhrun rafmynta og kortaveltu. Jafnaðarmenn í Norður-Rín Vestfalíu, fjölmennasta fylki Þýskalands, fengu á baukinn í fylkiskosningum um helgina. Græningjum gekk best og er talið að hreinskilni fyrstumanna þeirra í umfjöllun um áhrif af innrás Rússa í Úkraínu ráði þar mestu. Arthúr Björgvin Bollason sagði frá. Svokölluð heilaþoka er algengur fylgifiskur covid. Hún birtist m.a. í skorti á einbeitingu, minnistruflunum og athyglisbresti. Enn er frekar lítið vitað um fyrirbærið en læknar og vísindamenn um allan heim eru að hefja á því rannsóknir. Hilma Hólm læknir sem stýrir rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar á eftirköstum covid ræddi vítt og breitt um heilaþoku sem hún segir vera alvarlegt ástand sem taka þurfi mjög alvarlega. Tónlist: Jörgen hattemaker - Alf Pröysen, Den skammlöse gamle damen - Birgitte Grimstad, Regnet er en ven - Lillebjorn Nilsen. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson
Í spjalli um efnahag og samfélag ræddi Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, m.a. um baráttuna gegn verðbólgunni, verðhrun rafmynta og kortaveltu. Jafnaðarmenn í Norður-Rín Vestfalíu, fjölmennasta fylki Þýskalands, fengu á baukinn í fylkiskosningum um helgina. Græningjum gekk best og er talið að hreinskilni fyrstumanna þeirra í umfjöllun um áhrif af innrás Rússa í Úkraínu ráði þar mestu. Arthúr Björgvin Bollason sagði frá. Svokölluð heilaþoka er algengur fylgifiskur covid. Hún birtist m.a. í skorti á einbeitingu, minnistruflunum og athyglisbresti. Enn er frekar lítið vitað um fyrirbærið en læknar og vísindamenn um allan heim eru að hefja á því rannsóknir. Hilma Hólm læknir sem stýrir rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar á eftirköstum covid ræddi vítt og breitt um heilaþoku sem hún segir vera alvarlegt ástand sem taka þurfi mjög alvarlega. Tónlist: Jörgen hattemaker - Alf Pröysen, Den skammlöse gamle damen - Birgitte Grimstad, Regnet er en ven - Lillebjorn Nilsen. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson
Í spjalli um efnahag og samfélag ræddi Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, m.a. um baráttuna gegn verðbólgunni, verðhrun rafmynta og kortaveltu. Jafnaðarmenn í Norður-Rín Vestfalíu, fjölmennasta fylki Þýskalands, fengu á baukinn í fylkiskosningum um helgina. Græningjum gekk best og er talið að hreinskilni fyrstumanna þeirra í umfjöllun um áhrif af innrás Rússa í Úkraínu ráði þar mestu. Arthúr Björgvin Bollason sagði frá. Svokölluð heilaþoka er algengur fylgifiskur covid. Hún birtist m.a. í skorti á einbeitingu, minnistruflunum og athyglisbresti. Enn er frekar lítið vitað um fyrirbærið en læknar og vísindamenn um allan heim eru að hefja á því rannsóknir. Hilma Hólm læknir sem stýrir rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar á eftirköstum covid ræddi vítt og breitt um heilaþoku sem hún segir vera alvarlegt ástand sem taka þurfi mjög alvarlega. Tónlist: Jörgen hattemaker - Alf Pröysen, Den skammlöse gamle damen - Birgitte Grimstad, Regnet er en ven - Lillebjorn Nilsen. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson
Viðskiptabankarnir þrír högnuðust samanlagt um rúma 14 milljarða króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Arðsemi Landsbankans var lökust en vaxtamunur hans er minni en hinna bankanna. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, fór yfir árshlutauppgjörin í spjalli um efnahag og samfélag. Í Berlínarspjalli sagði Arthúr Björgvin Bollason meðal annars frá heimsóknum þýskra ráðamanna til Kænugarðs og úrslitum fylkiskosninganna í Slésvík-Holtsetalandi; þar hlutu Kristilegir demókratar mjög góða kosningu en Jafnaðarmenn fengu á baukinn. Frambjóðendur til sveitarstjórna í kosningunum á laugardaginn setja ekki málefni fatlaðra á oddinn. Það segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins. Sveitarfélögin hafa annast málaflokkinn í rúman áratug og standa sig misvel að hennar sögn. Tónlist: You belong to me - Carla Bruni, Með hækkandi sól - Systur, Línudans - Ellen Kristjánsdóttir, Ich hab noch einen Koffer in Berlin - Marlene Dietrich.
Viðskiptabankarnir þrír högnuðust samanlagt um rúma 14 milljarða króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Arðsemi Landsbankans var lökust en vaxtamunur hans er minni en hinna bankanna. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, fór yfir árshlutauppgjörin í spjalli um efnahag og samfélag. Í Berlínarspjalli sagði Arthúr Björgvin Bollason meðal annars frá heimsóknum þýskra ráðamanna til Kænugarðs og úrslitum fylkiskosninganna í Slésvík-Holtsetalandi; þar hlutu Kristilegir demókratar mjög góða kosningu en Jafnaðarmenn fengu á baukinn. Frambjóðendur til sveitarstjórna í kosningunum á laugardaginn setja ekki málefni fatlaðra á oddinn. Það segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins. Sveitarfélögin hafa annast málaflokkinn í rúman áratug og standa sig misvel að hennar sögn. Tónlist: You belong to me - Carla Bruni, Með hækkandi sól - Systur, Línudans - Ellen Kristjánsdóttir, Ich hab noch einen Koffer in Berlin - Marlene Dietrich.
Danir eru meðal þeirra NATO-þjóða sem hafa ákveðið að auka mjög útgjöld til varnarmála og boða til þjóðaratkvæðagreiðslu þann 1. júní um hvort Danir verði áfram utan sameiginlegrar stefnu Evrópusambandsins í varnarmálum. Sú undanþága felur í sér meðal annars að Danir taka ekki þátt í sameiginlegum hernaðaraðgerðum eða varnaráætlunum sambandsins á nokkurn hátt - en að standa utan þýðir líka að þeir eru ekki með í ákvarðanatöku og hafa engin áhrif. Framlög til varnarmála verða aukin um 18 milljarða danskra króna og eiga að verða orðin tvö prósent af vergri landsframleiðslu árið 2033. Stærstu flokkar Danmerkur náðu samkomulagi um þetta í síðustu viku; Jafnaðarmenn, Venstre, Radikale Venstre, Íhaldsflokkurinn og Sósíalíski þjóðarflokkinn. Þetta gekk svo hratt fyrir sig að ekki virðist sem tími hafi verið til að ráðgast við hin löndin í danska ríkissambandinu, Færeyjar og Grænland. Aukinn varnarviðbúnaður verður þó án nokkurs efa að miklu leyti á Norður-Atlantshafinu. Þetta vakti gremju, ekki síst á Grænlandi. Þetta var meginumræðuefni Heimsgluggans þar sem Guðrún Hálfdánardóttir og Sigríður Halldórsdóttir ræddu erlend málefni við Boga Ágústsson. Þau ræddu líka kosningar sem verða í Ungverjalandi og Serbíu 3. apríl en þar er útlit fyrir að engar breytingar verði, Viktor Orbán og Aleksandar Vucic verði áfram leiðtogar Ungverjalands og Serbíu.
Danir eru meðal þeirra NATO-þjóða sem hafa ákveðið að auka mjög útgjöld til varnarmála og boða til þjóðaratkvæðagreiðslu þann 1. júní um hvort Danir verði áfram utan sameiginlegrar stefnu Evrópusambandsins í varnarmálum. Sú undanþága felur í sér meðal annars að Danir taka ekki þátt í sameiginlegum hernaðaraðgerðum eða varnaráætlunum sambandsins á nokkurn hátt - en að standa utan þýðir líka að þeir eru ekki með í ákvarðanatöku og hafa engin áhrif. Framlög til varnarmála verða aukin um 18 milljarða danskra króna og eiga að verða orðin tvö prósent af vergri landsframleiðslu árið 2033. Stærstu flokkar Danmerkur náðu samkomulagi um þetta í síðustu viku; Jafnaðarmenn, Venstre, Radikale Venstre, Íhaldsflokkurinn og Sósíalíski þjóðarflokkinn. Þetta gekk svo hratt fyrir sig að ekki virðist sem tími hafi verið til að ráðgast við hin löndin í danska ríkissambandinu, Færeyjar og Grænland. Aukinn varnarviðbúnaður verður þó án nokkurs efa að miklu leyti á Norður-Atlantshafinu. Þetta vakti gremju, ekki síst á Grænlandi. Þetta var meginumræðuefni Heimsgluggans þar sem Guðrún Hálfdánardóttir og Sigríður Halldórsdóttir ræddu erlend málefni við Boga Ágústsson. Þau ræddu líka kosningar sem verða í Ungverjalandi og Serbíu 3. apríl en þar er útlit fyrir að engar breytingar verði, Viktor Orbán og Aleksandar Vucic verði áfram leiðtogar Ungverjalands og Serbíu.
Danir eru meðal þeirra NATO-þjóða sem hafa ákveðið að auka mjög útgjöld til varnarmála og boða til þjóðaratkvæðagreiðslu þann 1. júní um hvort Danir verði áfram utan sameiginlegrar stefnu Evrópusambandsins í varnarmálum. Sú undanþága felur í sér meðal annars að Danir taka ekki þátt í sameiginlegum hernaðaraðgerðum eða varnaráætlunum sambandsins á nokkurn hátt - en að standa utan þýðir líka að þeir eru ekki með í ákvarðanatöku og hafa engin áhrif. Framlög til varnarmála verða aukin um 18 milljarða danskra króna og eiga að verða orðin tvö prósent af vergri landsframleiðslu árið 2033. Stærstu flokkar Danmerkur náðu samkomulagi um þetta í síðustu viku; Jafnaðarmenn, Venstre, Radikale Venstre, Íhaldsflokkurinn og Sósíalíski þjóðarflokkinn. Þetta gekk svo hratt fyrir sig að ekki virðist sem tími hafi verið til að ráðgast við hin löndin í danska ríkissambandinu, Færeyjar og Grænland. Aukinn varnarviðbúnaður verður þó án nokkurs efa að miklu leyti á Norður-Atlantshafinu. Þetta vakti gremju, ekki síst á Grænlandi. Þetta var meginumræðuefni Heimsgluggans þar sem Guðrún Hálfdánardóttir og Sigríður Halldórsdóttir ræddu erlend málefni við Boga Ágústsson. Þau ræddu líka kosningar sem verða í Ungverjalandi og Serbíu 3. apríl en þar er útlit fyrir að engar breytingar verði, Viktor Orbán og Aleksandar Vucic verði áfram leiðtogar Ungverjalands og Serbíu.
Það verða forsetakosningar í Frakklandi í apríl, Emmanuel Macron ætlar að leita endurkjörs. Hann var kjörinn forseti 2017 og hafði þá betur í síðari umferðinni gegn Marine Le Pen, sem var þá lengst til hægri í frönskum stjórnmálum. Macron fékk 66% atkvæða og hún 34% svo þetta var stórsigur. En Macron er ekki nærri eins vinsæll núna og Le Pen hefur mátt sjá annan stjórnmálamann taka yfir hlutverkið sem mesti hægrimaðurinn í franskri pólitík. Það er Eric Zemmour, 63 ára blaðamaður sem var á Le Figaro þangað til í fyrra og jafnhliða með útvarpsþætti á RTL og fleiri stöðvum. Zemmour er þekktur fyrir mjög eindregnar hægriskoðanir sínar. Flokkur hans nefnist Reconquête sem mætti þýða sem ?endurheimt? og það vísar til þess að Frakkar eigi að endurheimta landið úr höndum múslima. Það vekur nokkra athygli að Eric Zemmour hefur látið í ljós mikla hrifningu á ýmsu í Danaveldi og sagt að Frakkar ættu að taka Dani sér til fyrirmyndar í stefnu í innflytjendamálum. Jafnaðarmenn í Danmörku eru sennilega lítt hrifnir af því að últrahægrimaður í Frakklandi sé mikill aðdáandi þeirra. Boris Johnson varð fyrir þungum áföllum og átti í vök að verjast í fyrirspurnatíma forsætisráðherra í breska þinginu í hádeginu í gær. Þingmaður yfirgaf Íhaldsflokkinn og David Davis, fyrrverandi Brexit-ráðherra og einn af þungavigtarmönnum flokksins, sagði að nú væri tími kominn fyrir Johnson að hætta. ?You have sat here too long for any good you have done. In the name of God, go!? Í guðs nafni hypjaðu þig! Davis var þarna að vitna í Leo Amery, sem var meðal forystumanna Íhaldsflokksins. Hann sagði þetta í neðri málstofunni í maí 1940 í umræðu um ófarir breska hersins í Noregi. Þessi umræða var til þess að Chamberlain hrökklaðist frá völdum og Winston Churchill tók við sem forsætisráðherra.
Það verða forsetakosningar í Frakklandi í apríl, Emmanuel Macron ætlar að leita endurkjörs. Hann var kjörinn forseti 2017 og hafði þá betur í síðari umferðinni gegn Marine Le Pen, sem var þá lengst til hægri í frönskum stjórnmálum. Macron fékk 66% atkvæða og hún 34% svo þetta var stórsigur. En Macron er ekki nærri eins vinsæll núna og Le Pen hefur mátt sjá annan stjórnmálamann taka yfir hlutverkið sem mesti hægrimaðurinn í franskri pólitík. Það er Eric Zemmour, 63 ára blaðamaður sem var á Le Figaro þangað til í fyrra og jafnhliða með útvarpsþætti á RTL og fleiri stöðvum. Zemmour er þekktur fyrir mjög eindregnar hægriskoðanir sínar. Flokkur hans nefnist Reconquête sem mætti þýða sem ?endurheimt? og það vísar til þess að Frakkar eigi að endurheimta landið úr höndum múslima. Það vekur nokkra athygli að Eric Zemmour hefur látið í ljós mikla hrifningu á ýmsu í Danaveldi og sagt að Frakkar ættu að taka Dani sér til fyrirmyndar í stefnu í innflytjendamálum. Jafnaðarmenn í Danmörku eru sennilega lítt hrifnir af því að últrahægrimaður í Frakklandi sé mikill aðdáandi þeirra. Boris Johnson varð fyrir þungum áföllum og átti í vök að verjast í fyrirspurnatíma forsætisráðherra í breska þinginu í hádeginu í gær. Þingmaður yfirgaf Íhaldsflokkinn og David Davis, fyrrverandi Brexit-ráðherra og einn af þungavigtarmönnum flokksins, sagði að nú væri tími kominn fyrir Johnson að hætta. ?You have sat here too long for any good you have done. In the name of God, go!? Í guðs nafni hypjaðu þig! Davis var þarna að vitna í Leo Amery, sem var meðal forystumanna Íhaldsflokksins. Hann sagði þetta í neðri málstofunni í maí 1940 í umræðu um ófarir breska hersins í Noregi. Þessi umræða var til þess að Chamberlain hrökklaðist frá völdum og Winston Churchill tók við sem forsætisráðherra.
Eftir áratugi úti í kuldanum, virðist stjórnmálaflokkurinn Svíþjóðardemókratarnir nú smám saman vera að komast inn í hlýjuna í sænskum stjórnmálum. Flokkurinn, sem lengst af hafði nær ekkert mælanlegt fylgi, mælist nú ýmist annar eða þriðji stærsti flokkur landisins. Aðrir flokkar hunsuðu Svíþjóðardemókratana lengi, þar sem flokksmenn voru sakaðir um útlendingaandúð, jafnvel rasisma og hægriöfgastefnu. Það breyttist þó á kjörtímabilinu sem nú stendur yfir, þegar aðrir flokkar hófu samstarf við Svíþjóðardemókratana. Hvernig stendur á þessari breytingu og hvernig varð hún? Og hvað þýðir hún fyrir Jafnaðarmannaflokkinn sem undanfarin hundrað ár hefur verið langstærsti og áhrifamesti flokkur Svíþjóðar? Kári Gylfason í Gautaborg ætlar að segja okkur frá því. Í vikunni var hvít-rússneski stjórnarandstæðingurinn Serghei Tsikanousky dæmdur í átján ára fangelsi í Hvíta-Rússlandi. Tsikanousky, sem er þekktur bloggari, andófsmaður og ötull gagnrýnandi Alexanders Lúkasjenka forseta landsins, var handtekinn í aðdraganda forsetakosninganna þar í landi vorið 2020. Tsikanousky hafið þá boðað forsetaframboð, þar sem hugðist steypa Lukasjenka af stóli, en sá síðarnefndi hefur setið þar síðan árið 1994 og er þaulsetnasti kjörni þjóðarleitogi Evrópu. Þann áttunda desember tók Olof Scholz, sextíu og þriggja ára lögfræðingur frá Hamborg við embætti Þýskalandskanslara, sá fjórði frá sameingu austur- og vestur Þýskalands, ef með er talinn Helmut Kohl sem sat á kanslarastóli í Vestur-Þýskalandi frá 1982 og fram yfir sameiningu, eða til 1998. Helmut Kohl var þaulsetnasti kanslari Þýskalands, en í heil sextán ár og 26 daga. En fyrirrennari Olof Scholz skorti aðeins 10 daga í viðbót á kanslarastóli til að slá það met. Það er Angela Merkel, sem kveður nú hið pólitíska sjónarsvið. En hver er þessi kona, sem stundum hefur verið kölluð valdamesta kona í heimi? Og hvernig verður hennar stjórnartíðar minnst? Guðmundur Björn kynnti sér Angelu Merkel og ræddi við Jóhönnu Ýr Bjarnadóttur, doktorsnema við Humboldt háskóla í Berlína. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
Eftir áratugi úti í kuldanum, virðist stjórnmálaflokkurinn Svíþjóðardemókratarnir nú smám saman vera að komast inn í hlýjuna í sænskum stjórnmálum. Flokkurinn, sem lengst af hafði nær ekkert mælanlegt fylgi, mælist nú ýmist annar eða þriðji stærsti flokkur landisins. Aðrir flokkar hunsuðu Svíþjóðardemókratana lengi, þar sem flokksmenn voru sakaðir um útlendingaandúð, jafnvel rasisma og hægriöfgastefnu. Það breyttist þó á kjörtímabilinu sem nú stendur yfir, þegar aðrir flokkar hófu samstarf við Svíþjóðardemókratana. Hvernig stendur á þessari breytingu og hvernig varð hún? Og hvað þýðir hún fyrir Jafnaðarmannaflokkinn sem undanfarin hundrað ár hefur verið langstærsti og áhrifamesti flokkur Svíþjóðar? Kári Gylfason í Gautaborg ætlar að segja okkur frá því. Í vikunni var hvít-rússneski stjórnarandstæðingurinn Serghei Tsikanousky dæmdur í átján ára fangelsi í Hvíta-Rússlandi. Tsikanousky, sem er þekktur bloggari, andófsmaður og ötull gagnrýnandi Alexanders Lúkasjenka forseta landsins, var handtekinn í aðdraganda forsetakosninganna þar í landi vorið 2020. Tsikanousky hafið þá boðað forsetaframboð, þar sem hugðist steypa Lukasjenka af stóli, en sá síðarnefndi hefur setið þar síðan árið 1994 og er þaulsetnasti kjörni þjóðarleitogi Evrópu. Þann áttunda desember tók Olof Scholz, sextíu og þriggja ára lögfræðingur frá Hamborg við embætti Þýskalandskanslara, sá fjórði frá sameingu austur- og vestur Þýskalands, ef með er talinn Helmut Kohl sem sat á kanslarastóli í Vestur-Þýskalandi frá 1982 og fram yfir sameiningu, eða til 1998. Helmut Kohl var þaulsetnasti kanslari Þýskalands, en í heil sextán ár og 26 daga. En fyrirrennari Olof Scholz skorti aðeins 10 daga í viðbót á kanslarastóli til að slá það met. Það er Angela Merkel, sem kveður nú hið pólitíska sjónarsvið. En hver er þessi kona, sem stundum hefur verið kölluð valdamesta kona í heimi? Og hvernig verður hennar stjórnartíðar minnst? Guðmundur Björn kynnti sér Angelu Merkel og ræddi við Jóhönnu Ýr Bjarnadóttur, doktorsnema við Humboldt háskóla í Berlína. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
Sænska þingið staðfestir í dag að öllum likindum aftur tilnefningu Magdalenu Anderson í embætti forsætisráherra landsins. Hún þurfti að biðjast lausnar í gær aðeins rúmum sjö klukkustundum etir að hún tók við sem forsætisráðherra. Í Þýskalandi var tilkynnt að Jafnaðarmenn, Græningjar og Frjálsir demókratar hefðu náð samkomulagi um stjórnarmyndun. Jafnaðarmaðurinn Olaf Scholz verður kanslari í stað Angelu Merkel. Christian Lindner, leiðtogi Frjálsra demókrata, verður fjármálaráðherra og Annalena Baerbock, annar leiðtogi Græningja, verður líklega utanríkisráðherra. Þetta ræddu Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir við Boga Ágústsson í Heimsglugga vikunnar. Í seinni hluti Heimsgluggans ræddi Bogi við Ragnar Bjart Guðmundsson, stjórnmálafræðing og rekstrarhagfræðing, sem hefur fylgst náið með tölum um smit og andlát vegna kórónuveirunnar. Þeir spjölluðu um ástandið sem er núna aftur verst í Evrópu. Í mörgum Evrópuríkjum hefur á ný verið gripið til lokana og annarra ráðstafana til að reyna að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar.
Sænska þingið staðfestir í dag að öllum likindum aftur tilnefningu Magdalenu Anderson í embætti forsætisráherra landsins. Hún þurfti að biðjast lausnar í gær aðeins rúmum sjö klukkustundum etir að hún tók við sem forsætisráðherra. Í Þýskalandi var tilkynnt að Jafnaðarmenn, Græningjar og Frjálsir demókratar hefðu náð samkomulagi um stjórnarmyndun. Jafnaðarmaðurinn Olaf Scholz verður kanslari í stað Angelu Merkel. Christian Lindner, leiðtogi Frjálsra demókrata, verður fjármálaráðherra og Annalena Baerbock, annar leiðtogi Græningja, verður líklega utanríkisráðherra. Þetta ræddu Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir við Boga Ágústsson í Heimsglugga vikunnar. Í seinni hluti Heimsgluggans ræddi Bogi við Ragnar Bjart Guðmundsson, stjórnmálafræðing og rekstrarhagfræðing, sem hefur fylgst náið með tölum um smit og andlát vegna kórónuveirunnar. Þeir spjölluðu um ástandið sem er núna aftur verst í Evrópu. Í mörgum Evrópuríkjum hefur á ný verið gripið til lokana og annarra ráðstafana til að reyna að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir óvissu í kringum niðurstöðu alþingiskosninga óviðunandi. Leiðtogar stjórnarflokkanna þriggja gefa sér nokkra daga til að ræða grundvöll fyrir áframhaldandi stjórnarsamstarfi. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra telur þau taka sér vikuna til þess. Ólöf Rún Skúladóttir ræddi við þau. Atkvæði í Suðurkjördæmi verða talin aftur í kvöld og hægt að fylgjast með talningunni í beinni útssendingu á vefnum. Mjög mjótt var á munum milli Miðflokksmanns sem var kjördæmakjörinn og frambjóðenda VG. Þórdís Arnljótsdóttir fréttamaður er á Selfossi og ræddi við Valgeir Bjarnason, formann kjördæmisráðs VG í Suðurkjördæmi. Óvissustigi almannavarna vegna vondra veðurhorfa hefur verið lýst yfir á morgun á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Vesturlandi og á Vestfjörðum. Jafnaðarmenn í Þýskalandi segjast hafa umboð til að mynda stjórn en Kristilegir demókratar segja að enginn hafi umboð til þess. Hallgrímur Indriðason fréttamaður segir frá frá Berlín. Skoðanakannanir fyrir kosningar sýndu að talsverð hreyfing var á fylgi flokkanna fram á síðustu stundu segir Eva H. Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ. Erfitt sé að segja til um, út frá könnunum, hvaða þingmenn ná kjöri líkt og kom í ljós í gær, segir Þóra Ásgeirsdóttir framkvæmdastjóri Maskínu. Arnar Björnsson tók saman. ----- Fyrrverandi þingmenn Jón Þór Ólafsson og Silja Dögg Gunnarsdóttir segja bæði óþolandi að ekki sé full ljóst hver var niðurstaða kosninganna á laugardaginn og hverjir voru kosnir á þing. Rætt var við þau um endurtalningar, utankjörfundaratkvæði, kosingalög og horfur á að ríkisstjórnarsamstarf haldi. Umsjónarmenn: Anna Kristín Jónsdóttir og Arnar Páll Hauksson. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar fréttahluta: Björg Guðlaugsdóttir
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, stendur í stórræðum þessa dagana. Hæstiréttur landsins hefur fyrirskipað rannsókn vegna órökstuddra fullyrðinga um kosningasvindl. Forsetinn ítrekaði þessar yfirlýsingar á fjöldafundum með stuðningsmönnum sínum á þjóðhátíðardegi Brasilíu. Kannanir benda til þess að Bolsonaro tapi í forsetakosningum á næsta ári fyrir Lula da Silva, fyrrverandi forseta. Þetta var meðal þess sem Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir ræddu um við Boga Ágústsson í Heimsglugganum í Morgunavaktinni á Rás 1. Hæstiréttur Mexíkó hefur úrskurðað einróma að lög sem banna þungunarrof stangist á við stjórnarskrá ríkisins. Hingað til hefur þungunarrof fyrstu tólf vikur meðgöngu verið löglegt í Mexíkóborg og þremur öðrum fylkjum landsins. Annars staðar í Mexíkó hefur þungunarrof aðeins verið leyfilegt ef konunni var nauðgað. Kosningabarátta í Noregi og Þýskalandi Norðmenn kjósa til Stórþingsins á mánudag og kannanir benda til þess að vinstriflokkar fái meirihluta og Erna Solberg láti af völdum eftir að hafa verið forsætisráðherra í átta ár. Í Þýskalandi benda kannanir enn til þess að Jafnaðarmannaflokkurinn verði stærsti flokkurinn á þingi eftir kosningarnar 26. september.
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, stendur í stórræðum þessa dagana. Hæstiréttur landsins hefur fyrirskipað rannsókn vegna órökstuddra fullyrðinga um kosningasvindl. Forsetinn ítrekaði þessar yfirlýsingar á fjöldafundum með stuðningsmönnum sínum á þjóðhátíðardegi Brasilíu. Kannanir benda til þess að Bolsonaro tapi í forsetakosningum á næsta ári fyrir Lula da Silva, fyrrverandi forseta. Þetta var meðal þess sem Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir ræddu um við Boga Ágústsson í Heimsglugganum í Morgunavaktinni á Rás 1. Hæstiréttur Mexíkó hefur úrskurðað einróma að lög sem banna þungunarrof stangist á við stjórnarskrá ríkisins. Hingað til hefur þungunarrof fyrstu tólf vikur meðgöngu verið löglegt í Mexíkóborg og þremur öðrum fylkjum landsins. Annars staðar í Mexíkó hefur þungunarrof aðeins verið leyfilegt ef konunni var nauðgað. Kosningabarátta í Noregi og Þýskalandi Norðmenn kjósa til Stórþingsins á mánudag og kannanir benda til þess að vinstriflokkar fái meirihluta og Erna Solberg láti af völdum eftir að hafa verið forsætisráðherra í átta ár. Í Þýskalandi benda kannanir enn til þess að Jafnaðarmannaflokkurinn verði stærsti flokkurinn á þingi eftir kosningarnar 26. september.
Það virðist flest benda til mjög spennandi þingkosninga í Þýskalandi og lítill munur á milli tveggja stærstu flokkanna, Kristilegra og Jafnaðarmanna. Raunar voru Jafnaðarmenn mældir með meira fylgi í könnun fyrr í vikunni en Kristilegir. Það er í fyrsta sinn í 15 ár, en munurinn er lítill og innan skekkjumarka. Kristilegir undir forystu Angelu Merkel hafa unnið fjórar kosningar í röð svo kannski breytist meira en að Merkel hætti sem kanslari. Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, kynnti óvænt fyrr í vikunni að hann ætlaði að hætta stjórnmálaþátttöku. Við heyrum í Heimsglugganum í tveimur norrænum fréttaskýrendum sem leggja mat á Löfven og af hverju hann hættir núna.
Það virðist flest benda til mjög spennandi þingkosninga í Þýskalandi og lítill munur á milli tveggja stærstu flokkanna, Kristilegra og Jafnaðarmanna. Raunar voru Jafnaðarmenn mældir með meira fylgi í könnun fyrr í vikunni en Kristilegir. Það er í fyrsta sinn í 15 ár, en munurinn er lítill og innan skekkjumarka. Kristilegir undir forystu Angelu Merkel hafa unnið fjórar kosningar í röð svo kannski breytist meira en að Merkel hætti sem kanslari. Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, kynnti óvænt fyrr í vikunni að hann ætlaði að hætta stjórnmálaþátttöku. Við heyrum í Heimsglugganum í tveimur norrænum fréttaskýrendum sem leggja mat á Löfven og af hverju hann hættir núna.
Hinn Heilagi mættur til Tottenham. Vignir með 3 sem geta ekki klikkað í boði Netgíró. Jafna peninginn til Tindastóls segir Vignir. Ofurdeildin tekur upp í Nóa Síríus stúdíó-i Podcaststöðvarinnar.
Spegillinn 15.mars 2021 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson J arðskorpan á Reykjanesskaga hefur gliðnað um tuttugu sentimetra á tæpri viku. Líklegasti uppkomustaður kviku er enn sunnan Fagradalsfjalls við Nátthaga. Kvikugangurinn hefur færst nær yfirborði seinustu vikur. Þýskaland, Frakkland og Ítalía bættust í dag í hóp ríkja sem hafa hætt tímabundið að bólusetja fólk við COVID-19 með bóluefni frá AstraZeneca. Lyfjastofnun Evrópu hefur það til frekari rannsóknar vegna hugsanlegra aukaverkana. Forstjóri Lyfjastofnunar býst við að niðurstöður um mögulegar aukaverkanir bóluefnis AstraZeneca liggi fyrir á fimmtudaginn. Tillögur um launahækkanir til stjórnarmanna í Arion banka og útvíkkað kaupaukakerfi bera merki um óhóf innan bankans, segir stjórnarformaður Gildis, sem er stærsti hluthafi í bankanum Ágreiningur er á milli Veitna og verkfræðistofunnar Mannvits um hvort fyrirtækið sé ábyrgt fyrir tjóni sem varð í vatnsleka í Háskóla Íslands í janúar. Já-fólkið, teiknimynd Gísla Darra Halldórssonar, er tilnefnd til Óskarsverðlauna í ár. Lengri umfjöllun: Samkvæmt samantekt fjármálaráðuneytisins hafa kjör eldri borgara batnað verulega á síðustu árum. Heildartekjur ellilífeyrisþega, sem fá greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins, hafa aukist um helming frá 2015, kaupmáttur hefur aukist og hlutfallslega mest hjá þeim tekjulægstu. Þorbjörn Guðmundsson, stjórnarmaður í Landssambandi eldri borgara, segist ekki vilja fara í talnaleik við ráðuneytið. Tölurnar sýni að helmingur, eða 16 þúsund eftirlaunaþegar sem fá greiðslur úr lífeyrissjóðum og bætur frá ríkinu, séu með tekjur undir 400 þúsund krónum á mánuði. Spurningin sé hvort það teljist vera góð kjör. Arnar Páll Hauksson fer yfir samantekt ráðuneytisins og ræðir síðan við Þorbjörn um viðbrögð Landssambands eldri borgara. Kosið var í tveimur sambandsríkjum í suðuvestur hluta Þýskalands, Baden-Württemberg og Rheinland-Pfalz í gær . Kristilegir demókratar hafa notið mikils fylgis í báðum, en í gær töpu þeir fylgi í báðum ríkjunum, . Flokkur græningja fékk flest atkvæði í Banden-Württemberg og bættu töluvert við sig og Jafnaðarmenn héldu sínu í Rheinland-Pfalz og fengu flest atkvæði þar. Úrslitin eru talin gefa vísbendingar um niðurstöðuna í kosningum til sambandsþingsins í haust. Í síðustu sambandsþingkosningum varð hægri öfgaflokkurinn AFD Valkostur fyrir Þýskaland nokkuð óvænt þriðji stærsti flokkur landsins og úrslitunum fylgdi stjórnarkreppa í nokkra mánuði þar til höfuðandstæðingarnir í þýskum stjórnmálum Kristilegir demókrata og ja
Alls hafa um 1300 jarðskjálftar mælst á Reykjanesskaga síðan stóri skjálftinn varð í gær Lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu mega ekki bera merki sem ekki tengjast lögreglunni á búningi sínum og var það áréttað í dag. Ásgeir Þór Ásgeirsson segir mynd sem birtist í dag af lögreglukonu með merki á vestinu sem tengd eru öfgaskoðunum og kynþáttahatri. Samherji Holding, sem er félag tengt Samherja hf., hefur eignast ríflega 30% hlut í Eimskipafélagi Íslands og hyggst gera öðrum hluthöfum tilboð í þeirra hluti, eins og lög kveða á um. Haukur Holm segir frá. Áhöfn togarans Júlíusar Geirmundssonar fékk að fara frá borði í dag. 22 úr henni hafa smitast af COVID-19. Þar af eru þrettán þeirra með virkt smit og þurfa því að sæta einangrun. Þetta segja niðurstöður sýnatöku sem fór fram um borð í gær. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir sagði frá og talaði við Gylfa Ólafsson, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Sóttvarnaaðgerðir verða hertar enn frekar í Tékklandi vegna kórónuveirufaraldursins. Ásgeir Tómasson sagði frá. Kórónuveirusmit eru komin yfir eina milljón á Spáni. Keppni í efstu deildum í fótbolta hefst aftur 8. nóvember og á vera lokið þann þrítugsta. ---- Þing ASÍ krefst þess að atvinnuleysisbætur verðu hækkaðar þegar í stað og að bótatímabilið verði lengt um 6 mánuði. Formaður VR var kjörinn þriðji varaforseti ASÍ á þinginu í dag. Arnar Páll Hauksson sagði frá og talaði við Drífu Snædal. Veikburða eldra fólki var kerfisbundið neitað um sjúkrahússvist í Stokkhólmi og nágrenni, á fyrstu mánuðum Covid-faraldursins. Oft var líknandi meðferð fyrirskipuð án þess að læknir hitti sjúklinginn. Hávær gagnrýni er nú uppi á framgöngu yfirvalda og margir spyrja hvort lög hafi verið brotin. Greina má breytingar á viðhorfum dansks almennings og ekki síst ungra kvenna sem hafa drifið áfram umræður um kynferðislega áreitni og stjórnmál undanfarnar vikur og hefur orðið til þess að tveir leiðtogar Jafnaðarmannaflokksins og Radikale venstre hafa sagt af sér. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við Rósu Guðrúnu Erlingsdóttur stjórnmálafræðing og Thomas Brorsen Smidt verkefnisstjóra hjá Alþjóðlega jafnréttisskólanum. Heyrist líka í Ritt Bjerregaard. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir Tæknimaður: Gísli Kjaran Kristjánsson
Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson ræddu stjórnmál og efnahagsmál á Norðurlöndunum. Þeir hófu spjallið á umræðu um morðið á Olof Palme, sem var veginn á götu í Stokkhólmi 28. febrúar 1986. Á föstudag verða því 34 ár frá morðinu. Glæpurinn er enn óupplýstur en nú þykist sérstakur saksóknari vita hver hleypti af skotunum sem urðu Palme að bana. Svíþjóðardemókratar mælast nú stærsti flokkur Svíþjóðar, könnun Novus í febrúar mældi fylgi þeirra 23,9% en fylgi Jafnaðarmanna 23,2%. Í Noregi hefur það valdið norsku stjórninni vandræðum að upplýst var að sjávarútvegsráðherrann Geir Inge Sivertsen væri frímúrari. Fréttin olli uppnámi í Noregi, mörgum fannst ekki passa að ráðherra væri í samtökum sem alger leynd hvílir yfir. Erna Solberg forsætisráðherra tók af skarið og nú hefur Sivertsen, samflokkmaður hennar í Hægri-flokknum, sagt sig úr frímúrarareglunni. Í Danmörku varð Mette Frederiksen að biðjast auðmjúklega afsökunar á tölvupósti þar sem lagðar voru línur fyrir árásir á Venstre, helsta stjórnarandstöðuflokkinn, á sama tíma og samningaviðræður um fjármál sveitarfélaga áttu að vera við Venstre. Þetta átti að vera til innanflokksbrúks en svo óhönduglega vildi til að afrit fór til blaðmanns á Jyllandsposten. Þá hótar Radikale Venstre því að hætta stuðningi við stjórnina af því að Frederiksen vill ekki ráðgast við Radikale um stefnumótun í umhverfismálum. Radikale Venstre vill samkomulag um aðgerðaáætlun fyrir 5. júní þegar ár verður frá síðustu kosningum. Þá bætti Venstre raunar við sig fylgi en Danski þjóðarflokkurinn, stuðningsflokkur ríkisstjórnar Lars Løkkes Rasmussens, tapaði miklu fylgi svo stjórn Lars Løkkes féll og hann svo sjálfur síðar. Nú er Jakob Elleman-Jensen formaður Venstre. Á Grænlandi er mikill uppgangur í efnhagsmálum vegna byggingar flugvalla og skortur á vinnuafli.
Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson ræddu stjórnmál og efnahagsmál á Norðurlöndunum. Þeir hófu spjallið á umræðu um morðið á Olof Palme, sem var veginn á götu í Stokkhólmi 28. febrúar 1986. Á föstudag verða því 34 ár frá morðinu. Glæpurinn er enn óupplýstur en nú þykist sérstakur saksóknari vita hver hleypti af skotunum sem urðu Palme að bana. Svíþjóðardemókratar mælast nú stærsti flokkur Svíþjóðar, könnun Novus í febrúar mældi fylgi þeirra 23,9% en fylgi Jafnaðarmanna 23,2%. Í Noregi hefur það valdið norsku stjórninni vandræðum að upplýst var að sjávarútvegsráðherrann Geir Inge Sivertsen væri frímúrari. Fréttin olli uppnámi í Noregi, mörgum fannst ekki passa að ráðherra væri í samtökum sem alger leynd hvílir yfir. Erna Solberg forsætisráðherra tók af skarið og nú hefur Sivertsen, samflokkmaður hennar í Hægri-flokknum, sagt sig úr frímúrarareglunni. Í Danmörku varð Mette Frederiksen að biðjast auðmjúklega afsökunar á tölvupósti þar sem lagðar voru línur fyrir árásir á Venstre, helsta stjórnarandstöðuflokkinn, á sama tíma og samningaviðræður um fjármál sveitarfélaga áttu að vera við Venstre. Þetta átti að vera til innanflokksbrúks en svo óhönduglega vildi til að afrit fór til blaðmanns á Jyllandsposten. Þá hótar Radikale Venstre því að hætta stuðningi við stjórnina af því að Frederiksen vill ekki ráðgast við Radikale um stefnumótun í umhverfismálum. Radikale Venstre vill samkomulag um aðgerðaáætlun fyrir 5. júní þegar ár verður frá síðustu kosningum. Þá bætti Venstre raunar við sig fylgi en Danski þjóðarflokkurinn, stuðningsflokkur ríkisstjórnar Lars Løkkes Rasmussens, tapaði miklu fylgi svo stjórn Lars Løkkes féll og hann svo sjálfur síðar. Nú er Jakob Elleman-Jensen formaður Venstre. Á Grænlandi er mikill uppgangur í efnhagsmálum vegna byggingar flugvalla og skortur á vinnuafli.