POPULARITY
Nú um hegina kom út sex þátta röð frá einu þekktasta og virtasta hlaðvarpsfyrirtæki heims Serial, sem er hluti af New York Times fjölmiðlasamsteypunni. The Good whale sem fjallar um háhyrninginn Keikó. Hlaðvarpsþættirnir rekja sögu Keikós sem varð að alþjóðlegu tákni um illa meðferð á háhyrningum og hvölum almennt þegar hann lék í Hollywood-kvikmyndinni Free Willy árið 1993. Þá bjó hann i skemmtigarði í Mexíkó þar sem hann naut mikilla vinsælda en bjó við þröngan kost og slæma heilsu. Sú brjálæðislega hugmynd kviknaði að láta lífið líkja eftir listinni og reyna að koma dýrinu aftur út í náttúruna, gera húsdýrið villt aftur. Framkvæmdin var gríðarlega flókin, rándýr og umdeild. Keikó var fyrst fluttur til Oregon í Bandaríkjunum í hálfgerða endurhæfingu, og svo til Vestmannaeyja í september árið 1998. Í Lestinni í dag ætlum við að ræða við einn helsta þjálfara og umönnunaraðila Keikós á síðustu æviárum hans, Þorbjörgu Valdísi Kristjánsdóttur.
Gunnar Birgisson mætti sjóblautur í Domino's stúdíóið eftir svaðilför til Vestmannaeyja, við kynntumst Finnska tónlistar undrinu Jaakko Eino Kalevi, völdum steik dagsins og fórum óvænt djúpt í yngri flokka þjálfun.
Mörgum brá þegar ríkið gerði tilkall til Vestmannaeyja, Hvítserks og flestallra eyjanna á Breiðafirði á grundvelli þjóðlendulaga, ekki síst þeim landeigendum sem töldu sig eiga eyjarnar. Nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokks hafa lagt til að eyjar og sker verði undanskildar meðferð Óbyggðanefndar en lögfræðingar segja eitt þurfa yfir alla að ganga. Sigurvegari þingkosninganna í Portúgal í gær Mið-hægriflokkurinn Lýðræðisbandalagið AD undir forystu Luís Montenegro á fá möguleika á að mynda stjórn. Portúgalir gætu þurft að kjósa fljótlega aftur. Nýja kílómetragjaldið sem kemur í stað veggjalda hefur vakið athygli á erlendri grundu. Ísland er fyrst landa til að taka kílómetragjaldið upp. Nánar af því á eftir.
Edda Andrésdóttir fjölmiðlakona og rithöfundur var föstudagsgesturinn okkar að þessu sinni. Fjölmiðlaferill Eddu hófst þegar hún varð blaðamaður á Vísi 1972. Eftir það ritstýrði hún meðal annars tímaritinu Hús og híbýli, vann í útvarpi og við dagskrárgerð á RÚV þar sem hún starfaði einnig sem fréttamaður og fréttalesari. Árið 1990 hóf hún störf á Stöð 2 og var í fjölbreyttum verkefnum, gert viðtals- og skemmtiþætti og verið gestgjafi Kryddsíldarinnar en fyrst og fremst var hún á skjáum landsmanna á kvöldmatartíma að segja þeim fréttir. Við áttum skemmtilegt spjall við Eddu til dæmis um hennar reynslu af því að fara til Vestmannaeyja beint í kjölfar þess að gosið hófst, þegar hún var að stíga sín fyrstu skref í blaðamennsku. Besti vinur bragðlaukanna Sigurlaug Margrét er stödd á Spáni í sérstakri rannsóknarferð þar sem hún kynnir sér það helsta í mat og drykk og það er árstími púrrulauks og vorlauksins, Sigurlaug sagði okkur frá því hvernig er gott að matreiða þá á á grillinu. Tónlist í þættinum (föstudag) Ég veit þú kemur / Ellý Vilhjálms (Oddgeir Kristjánsson og Ási í Bæ) Eyjan mín í bláum sæ / Árni Johnsen (Árni Johnsen) Time is on my side / Rolling Stones (Rolling Stones) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Íslensk Erfðagreining tilkynnti rétt fyrir útsendingu Mannlega þáttarins að vísindamenn á þeirra vegum, hér á landi, í Danmörku og Bandaríkjunum hafi fundið erfðabreytileika sem hefur áhrif á endurröðun erfðaefnis og eykur líkur á fósturláti. Í erfðarannsókninni tóku þátt yfir 114 þúsund konur sem misst hafa fóstur. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar Erfðagreiningar og Valgerður Steinþórsdóttir, vísindamaður og verkefnastjóri hjá ÍE, komu í þáttinn og útskýrðu betur fyrir okkur þessa rannsókn og niðurstöður hennar. Við fengum svo vinkil í dag frá Guðjóni Helga Ólafssyni, en þetta var 70. Vinkillinn sem við fáum frá honum. Í dag lagði hann vinkilinn að því sem hann kallar þjóðfræðinördisma, snjó á trjágreinum, Finnland og fræga Finna, auk þess sem finnska þjóðkvæðið Kalevala og uppruni þess fær töluverða athygli. Svo var það lesandi vikunnar, í þetta sinn var það Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir. Hún var að hætta störfum á Bókasafni Vestmannaeyja og eins og hún segir sjálf þá er hún að nota í fyrsta skipti titilinn eftirlaunaþegi. Við spurðum hana út í hennar störf á bókasafninu og fengum svo auðvitað að vita hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og svo hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Sigrún Inga talaði um eftirfarandi bækur: Banvænn fundur e. Anders de la Motte og Måns Nilsson Morð á opnu húsi e. Anders de la Motte og Måns Nilsson Sjö systur e. Lucindu Riley Vakandi hugur, vökult hjarta e. Thomas Keating Bókin um fyrirgefninguna e. Desmond Tutu Pollýanna e. Eleanor H. Porter Svo talaði Sigrún um höfundana Agöthu Christie, Ragnar Jónasson og Yrsu Sigurðardóttur, Arnald Indriðason og Sólveigu Pálsdóttur Tónlist í þætti dagsins: Þorparinn / Pálmi Gunnarsson (Magnús Eiríksson) Bird on a Wire / Leonard Cohen (Leonard Cohen) Baba oni taxi / J.O. Oyesiku and his Rainbow Quintette UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Þórarinn ræðir við Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra Vestmannaeyja, um orkumál, stöðu Vestmannaeyja en einna helst um skólamál og þær áherslubreytingar sem gerðar hafa verið með góðum árangri.Til að styrkja þetta hlaðvarp: www.pardus.is/einpaeling
Við fræddumst í dag um verkefnið Gefum íslensku séns, íslenskuvænt samfélag sem er á vegum Háskólaseturs Vestfjarða, Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða, Ísafjarðabæjar og Súðavíkurhrepps. Þetta verkefni hlaut viðurkenninguna Evrópumerkið núna í ár en verkefnið gengur út á að gera fólk meðvitað um hvernig innflytjendur læra íslensku og fá samfélagið í heild til að aðstoða fólk að tileinka sér tungumálið. Við heyrðum í dag í Sædísi Maríu Jónatansdóttir, forstöðumanni Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða og Peter Weiss, forstöðumanni Háskólaseturs Vestfjarða og fengum þau til að segja okkur betur frá þessu. Guðmundur G Þórarinsson verkfræðingur var 34 ára gamall árið 1973 þegar hann stóð með risastórt verkefni í höndum. Það þurfti að setja upp um 550 viðlagasjóðshús fyrir heimilislausa Vestmannaeyinga og það þurfti að gerast hratt. Í ljósi þeirra stöðu sem komin er upp í Grindavík nú og þá húsnæðisneyð sem íbúar þess eru í, fengum við Guðmund til að lýsa því hvernig Vestmanneyjaverkefnið gekk fyrir sig árið 1973. Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Eins og heyrst hefur í fréttum þá skemmdist vatnsleiðslan til Vestmannaeyja síðastliðið föstudagskvöld og á henni eru nú tvö göt. Magnús segir í kortinu frá ótta eyjamanna við vatnsleysið, en sagt er að þeir hafi óttast það meira en allar aðrar ógnir. Í seinni hluta póstkortsins segir hann frá grein um öldrun þar sem spáð er hækkandi lífaldri jarðarbúa en líkurnar eru mestar hjá hinum efnameiri því öldrunarlyfin og meðferðin verður dýr og verður líklegast ekki á færi hinna efnaminni. Tónlist í þættinum í dag: Dönsum í hríðinni / Fríða Hansen (Fríða Hansen) Cecilia / Simon & Garfunkel (Paul Simon) Þar sem fyrrum / Sextett Ólafs Gauks (Oddgeir Kristjánsson og Ási í Bæ) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Við fræddumst í dag um verkefnið Gefum íslensku séns, íslenskuvænt samfélag sem er á vegum Háskólaseturs Vestfjarða, Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða, Ísafjarðabæjar og Súðavíkurhrepps. Þetta verkefni hlaut viðurkenninguna Evrópumerkið núna í ár en verkefnið gengur út á að gera fólk meðvitað um hvernig innflytjendur læra íslensku og fá samfélagið í heild til að aðstoða fólk að tileinka sér tungumálið. Við heyrðum í dag í Sædísi Maríu Jónatansdóttir, forstöðumanni Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða og Peter Weiss, forstöðumanni Háskólaseturs Vestfjarða og fengum þau til að segja okkur betur frá þessu. Guðmundur G Þórarinsson verkfræðingur var 34 ára gamall árið 1973 þegar hann stóð með risastórt verkefni í höndum. Það þurfti að setja upp um 550 viðlagasjóðshús fyrir heimilislausa Vestmannaeyinga og það þurfti að gerast hratt. Í ljósi þeirra stöðu sem komin er upp í Grindavík nú og þá húsnæðisneyð sem íbúar þess eru í, fengum við Guðmund til að lýsa því hvernig Vestmanneyjaverkefnið gekk fyrir sig árið 1973. Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Eins og heyrst hefur í fréttum þá skemmdist vatnsleiðslan til Vestmannaeyja síðastliðið föstudagskvöld og á henni eru nú tvö göt. Magnús segir í kortinu frá ótta eyjamanna við vatnsleysið, en sagt er að þeir hafi óttast það meira en allar aðrar ógnir. Í seinni hluta póstkortsins segir hann frá grein um öldrun þar sem spáð er hækkandi lífaldri jarðarbúa en líkurnar eru mestar hjá hinum efnameiri því öldrunarlyfin og meðferðin verður dýr og verður líklegast ekki á færi hinna efnaminni. Tónlist í þættinum í dag: Dönsum í hríðinni / Fríða Hansen (Fríða Hansen) Cecilia / Simon & Garfunkel (Paul Simon) Þar sem fyrrum / Sextett Ólafs Gauks (Oddgeir Kristjánsson og Ási í Bæ) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Innan við tvær vikur eru í það að Besta deild karla rúlli af stað og upphitun okkar er komin á fullt. ÍBV er spáð áttunda sæti deildarinnar. Til þess að ræða ÍBV þá mætti Páll Magnússon, fyrrum alþingismaður og fyrrum útvarpsstjóri, á skrifstofu Fótbolta.net. Páll er mikill stuðningsmaður ÍBV og hefur verið það alla tíð. Hann reynir að mæta á alla leiki og styðja sitt lið. Hann er bjartsýnn fyrir tímabilinu. Þá hringdi Sæbjörn Þór Steinke til Vestmannaeyja og spjallaði við Eið Aron Sigurbjörnsson, fyrirliða liðsins.
Við ætlum að forvitnast um jarðgangagerð í tilefni af því að innviðaráðherra ætlar að skipa starfshóp sem á að kanna möguleikana á gerð jarðganga til Vestmannaeyja. Freyr Pálsson sérfræðingur Vegagerðarinnar í jarðgangagerð ætlar að spjalla við okkur um jarðgöng á eftir. Við ræðum líka við Láru Jóhannsdóttur prófessor í umhverfis og auðlindafræði við viðskiptafræðideild háskóla Íslands um rannsókn sem hún og fleiri gerðu á áhrifum covid 19 faraldursins á vestfjörðum. Covid geysaði þar eins og annars staðar, óvenjulega skæð veira á því svæði um tíma, en þessi fámennu samfélög sem þar eru tóku áskorunum og erfiðleikunum á eftirtektarverðan hátt leiddi rannsóknin í ljós, seigla og aðgangur að náttúru urðu að lykilatriðum til að koma sér yfir þennan erfiða hjalla - fræðumst meira um það hér á eftir Svo er umhverfispistill, og það er Inga Huld Ármann hjá ungum umhverfissinnum sem flytur okkur hann.
Við ætlum að forvitnast um jarðgangagerð í tilefni af því að innviðaráðherra ætlar að skipa starfshóp sem á að kanna möguleikana á gerð jarðganga til Vestmannaeyja. Freyr Pálsson sérfræðingur Vegagerðarinnar í jarðgangagerð ætlar að spjalla við okkur um jarðgöng á eftir. Við ræðum líka við Láru Jóhannsdóttur prófessor í umhverfis og auðlindafræði við viðskiptafræðideild háskóla Íslands um rannsókn sem hún og fleiri gerðu á áhrifum covid 19 faraldursins á vestfjörðum. Covid geysaði þar eins og annars staðar, óvenjulega skæð veira á því svæði um tíma, en þessi fámennu samfélög sem þar eru tóku áskorunum og erfiðleikunum á eftirtektarverðan hátt leiddi rannsóknin í ljós, seigla og aðgangur að náttúru urðu að lykilatriðum til að koma sér yfir þennan erfiða hjalla - fræðumst meira um það hér á eftir Svo er umhverfispistill, og það er Inga Huld Ármann hjá ungum umhverfissinnum sem flytur okkur hann.
Við fræddumst í dag um Kambey hlýjuhof í Ölfusi. Parið Andrea Eyland og Þorleifur Kamban standa á bak við Kambey, sem þau kalla andrými fyrir foreldra. Þau eiga hrúgu af börnum, eins og þau orða það sjálf, og hafa gert bók, sjónvarpsþætti og hlaðvarp um barneignir frá flestum hliðum, en eins og þau segja þá er það markmið þeirra að gera heiminn örlítið betri fyrir foreldra og börn. Ólöf Þóra Sverrisdóttir kom í þáttinn ásamt Andreu Eyland og þær sögðu okkur betur frá Kambey. Hvað er Svæðisgarður? Hvaða tilgangi þjónar hann og hvert er markmiðið? Svæðisgarðurinn Snæfellsnes var stofnaður 2014 að evrópskri fyrirmynd og er sá eini sinnar tegundar á Íslandi. Framkvæmdastjóri Svæðisgarðsins er Ragnhildur Sigurðardóttir og hún sagði okkur í dag frá leyndardómum garðsins og Snæfellsness og fræðslukvöldi Vitafélagsins í kvöld í Sjóminjasafninu Grandagarði, þar sem Ragnhildur mun segja frá Svæðisgarðinum. Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag og í korti dagsins sagði hann frá Alicante og nokkrum dögum þar og svo heimferðinni til Vestmannaeyja. Magnús er einn af sófaspesíalistum sem pæla í samgöngum milli Eyja og lands og setur fram hugleiðingar sínar í þeim efnum. Þar á eftir segir hann frá minnkandi fiskneyslu landsmanna sömuleiðis tilraunum til að draga úr kjötneyslu í Evrópusambandinu, en hún er þar tvöföld á við heimsmeðaltal. Tónlist í þættinum í dag: Verðbólgan / Brimkló (Björgvin Halldórsson og Kjartan Heiðberg) Bewitched, bothered and bewildered / Cher og Rod Stewart (Hart & Rodgers) New Blue Moon / Traveling Wilburys Paris In the Spring / Jo Basile og félagar (Revel & Kern) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Við fræddumst í dag um Kambey hlýjuhof í Ölfusi. Parið Andrea Eyland og Þorleifur Kamban standa á bak við Kambey, sem þau kalla andrými fyrir foreldra. Þau eiga hrúgu af börnum, eins og þau orða það sjálf, og hafa gert bók, sjónvarpsþætti og hlaðvarp um barneignir frá flestum hliðum, en eins og þau segja þá er það markmið þeirra að gera heiminn örlítið betri fyrir foreldra og börn. Ólöf Þóra Sverrisdóttir kom í þáttinn ásamt Andreu Eyland og þær sögðu okkur betur frá Kambey. Hvað er Svæðisgarður? Hvaða tilgangi þjónar hann og hvert er markmiðið? Svæðisgarðurinn Snæfellsnes var stofnaður 2014 að evrópskri fyrirmynd og er sá eini sinnar tegundar á Íslandi. Framkvæmdastjóri Svæðisgarðsins er Ragnhildur Sigurðardóttir og hún sagði okkur í dag frá leyndardómum garðsins og Snæfellsness og fræðslukvöldi Vitafélagsins í kvöld í Sjóminjasafninu Grandagarði, þar sem Ragnhildur mun segja frá Svæðisgarðinum. Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag og í korti dagsins sagði hann frá Alicante og nokkrum dögum þar og svo heimferðinni til Vestmannaeyja. Magnús er einn af sófaspesíalistum sem pæla í samgöngum milli Eyja og lands og setur fram hugleiðingar sínar í þeim efnum. Þar á eftir segir hann frá minnkandi fiskneyslu landsmanna sömuleiðis tilraunum til að draga úr kjötneyslu í Evrópusambandinu, en hún er þar tvöföld á við heimsmeðaltal. Tónlist í þættinum í dag: Verðbólgan / Brimkló (Björgvin Halldórsson og Kjartan Heiðberg) Bewitched, bothered and bewildered / Cher og Rod Stewart (Hart & Rodgers) New Blue Moon / Traveling Wilburys Paris In the Spring / Jo Basile og félagar (Revel & Kern) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Dóra Svavarsdóttir er matreiðslumeistari og eigandi Culina, sem stendur fyrir ýmis konar námskeiðum og fræðslu sem tengist matreiðslu. Dóra hefur meðal annars staðið fyrir matargöngutúrum með túrista, útbúið jóladagatal með vörum frá smáframleiðendum og haldið utan um námskeið í samstarfi við Vakanda, Landvernd og Kvenfélagasamband Íslands sem hún kallar Eldað úr öllu. Í þessum mánuði heldur hún utan um svipað námskeið í Hússtjórnarskólanum, sem hún kallar Matur og loftlagsbreytingar. Markmið námskeiðanna er að kenna fólki leiðir til þess minnka matarsóun og velja hráefni sem bera ekki með sér þung kolefnisspor. Við ræddum við Dóru í þættinum og fengum hana til þess að gefa okkur einhver ráð í þessum málum. Á mánudaginn næsta, 23. janúar, eru fimmtíu ár liðin frá gosinu í Heimaey þegar íbúar Vestmannaeyja voru vaktir um miðja nótt og þurftu að yfirgefa heimili sín í snarhasti. Gosið hófst um klukkan 2 um nótt en útsending Ríkisútvarpsins hófst tveimur tímum síðar þegar starfsmenn voru ræstir til vinnu í útvarpshúsinu við Skúlagötu. Í þættinum Það gýs í Eyjum eru fyrstu klukkustundirnar í útsendingu Ríkisútvarpsins teknar saman og þannig dregin upp sú brotakennda mynd sem hlustendum útvarpsins var miðlað á fyrstu klukkustundum atburðanna. Við fengum Guðna Tómasson, sem hefur umsjón með þættinum, til að segja okkur betur frá honum. Og síðasta mánudag, 16.jan. sögðum við frá því í upphafi þáttarins þegar við vorum að rifja upp sögu dagsins að þann dag, 16 janúar árið 1947 hafi verið opnað talsímasamband milli Íslands og Bandaríkjanna í fyrsta sinn. Sigurður Harðarson rafeindavirki heyrði þetta og sendi okkur hljóðupptöku af þessu fyrsta talsímtali vestur um haf auk kafla úr bókinni Rafeindatækni í 150 ár, þar sem þessum viðburði er lýst. Við höfðum samband við Sigurð og fengum hann til að koma í þáttinn til að segja okkur betur frá þessu og við heyrðum brot af þessari merku upptöku frá árinu 1947. Tónlist í þættinum í dag: Drullukalt / Langi Seli og skuggarnir (Axel Hallkell Jóhannesson, Jón Þorleifur Steindórsson (Jón Skuggi)) Heimaey / Brynjólfsbúð (Árni Sigfússon) Grænmetisvísur / Úr sýningu Þjóðleikhússins (Thorbjörn Egner og Kristján frá Djúpalæk) Í síma / KK (Ólafur Haukur Símonarson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG MELKORKA ÓLAFSDÓTTIR
Dóra Svavarsdóttir er matreiðslumeistari og eigandi Culina, sem stendur fyrir ýmis konar námskeiðum og fræðslu sem tengist matreiðslu. Dóra hefur meðal annars staðið fyrir matargöngutúrum með túrista, útbúið jóladagatal með vörum frá smáframleiðendum og haldið utan um námskeið í samstarfi við Vakanda, Landvernd og Kvenfélagasamband Íslands sem hún kallar Eldað úr öllu. Í þessum mánuði heldur hún utan um svipað námskeið í Hússtjórnarskólanum, sem hún kallar Matur og loftlagsbreytingar. Markmið námskeiðanna er að kenna fólki leiðir til þess minnka matarsóun og velja hráefni sem bera ekki með sér þung kolefnisspor. Við ræddum við Dóru í þættinum og fengum hana til þess að gefa okkur einhver ráð í þessum málum. Á mánudaginn næsta, 23. janúar, eru fimmtíu ár liðin frá gosinu í Heimaey þegar íbúar Vestmannaeyja voru vaktir um miðja nótt og þurftu að yfirgefa heimili sín í snarhasti. Gosið hófst um klukkan 2 um nótt en útsending Ríkisútvarpsins hófst tveimur tímum síðar þegar starfsmenn voru ræstir til vinnu í útvarpshúsinu við Skúlagötu. Í þættinum Það gýs í Eyjum eru fyrstu klukkustundirnar í útsendingu Ríkisútvarpsins teknar saman og þannig dregin upp sú brotakennda mynd sem hlustendum útvarpsins var miðlað á fyrstu klukkustundum atburðanna. Við fengum Guðna Tómasson, sem hefur umsjón með þættinum, til að segja okkur betur frá honum. Og síðasta mánudag, 16.jan. sögðum við frá því í upphafi þáttarins þegar við vorum að rifja upp sögu dagsins að þann dag, 16 janúar árið 1947 hafi verið opnað talsímasamband milli Íslands og Bandaríkjanna í fyrsta sinn. Sigurður Harðarson rafeindavirki heyrði þetta og sendi okkur hljóðupptöku af þessu fyrsta talsímtali vestur um haf auk kafla úr bókinni Rafeindatækni í 150 ár, þar sem þessum viðburði er lýst. Við höfðum samband við Sigurð og fengum hann til að koma í þáttinn til að segja okkur betur frá þessu og við heyrðum brot af þessari merku upptöku frá árinu 1947. Tónlist í þættinum í dag: Drullukalt / Langi Seli og skuggarnir (Axel Hallkell Jóhannesson, Jón Þorleifur Steindórsson (Jón Skuggi)) Heimaey / Brynjólfsbúð (Árni Sigfússon) Grænmetisvísur / Úr sýningu Þjóðleikhússins (Thorbjörn Egner og Kristján frá Djúpalæk) Í síma / KK (Ólafur Haukur Símonarson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG MELKORKA ÓLAFSDÓTTIR
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja samþykkti á dögunum að heimila lundaveiðar í Vestmannaeyjum dagana 1. til 15. ágúst - en undanfarin ár hefur verið leyft að veiða í eina viku. Við ræddum við Erp Snæ Hansen, forstöðumann Náttúrustofu Suðurlands. RÚV hefur nú sett aukinn kraft í verkefni sem ber heitið Auðskilið mál en í því felst að skrifa nokkrar helstu fréttir dagsins á íslensku sem flestir ættu að skilja. Þroskahjálp fagnaði þessu framlagi fyrr í vikunni og sagði meðal annars að um mikilvægt mannréttindamál væri að ræða því öll eigum við rétt á að fá upplýsingar á máli sem við skiljum. Atli Sigþórsson hefur það verkefni fyrir höndum að skrifa þessar fréttir og kom til okkar til að segja frá því. Það vakti talsverða athygli í gær þegar Heimkaup tilkynnti að fyrirtækið hefði hafið sölu og heimsendingu á áfengi. Við ræddum við Pálma Jónsson, forstjóra Heimkaupa, sem hafnar því að þessi viðskipti séu á gráu svæði. Eitt vinsælasta hlaðvarp landsins, Hismið - sem hefur boðið upp á vikulega umfjöllun um málefni líðandi stundar, er að koma til lendingar eftir níu ár í loftinu. Umsjónarmenn hlaðvarpsins, Grétar Theodórsson og Árni Helgason, komu til okkar og gerðu upp síðustu níu ár í hlaðvarpsgerð og íslensku samfélagi. Tyrkland stendur ekki í vegi fyrir því lengur að Svíar og Finnar gangi inn í NATO en landið fékk flestum, ef ekki öllum, sínum skilyrðum uppfyllt í samningaviðræðum landanna. Við fórum yfir það hvaða skilmála Tyrkland setti og hvaða þýðingu það hafi að gengið hafi verið að þeim við Semu Erlu Serdar, Evrópufræðing, sem á ættir að rekja til Tyrklands. Í gær var gefin út vísitala neysluverðs og þar kom í ljós að verðbólga standi í 8,8%. Húsnæði og eldsneyti þykir vega þar þyngst inn en nú þegar eru komin teikn á loft um að húsnæðisverðið sé eitthvað að gefa eftir. Við ræddum við Hannes Steindórsson formann félags fasteignasala. Tónlist: Laufey Lín - Everything I know about love Purple Disco Machine - In the Dark Boy Meets Girl - Waiting for a star to fall The Weeknd - Sacrifice Bill Wethers - Lovely Day Dúkkulísurnar - Svarthvíta hetjan mín Roxy Music - Love is the Music Jet - Are you gonna be my girl
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja samþykkti á dögunum að heimila lundaveiðar í Vestmannaeyjum dagana 1. til 15. ágúst - en undanfarin ár hefur verið leyft að veiða í eina viku. Við ræddum við Erp Snæ Hansen, forstöðumann Náttúrustofu Suðurlands. RÚV hefur nú sett aukinn kraft í verkefni sem ber heitið Auðskilið mál en í því felst að skrifa nokkrar helstu fréttir dagsins á íslensku sem flestir ættu að skilja. Þroskahjálp fagnaði þessu framlagi fyrr í vikunni og sagði meðal annars að um mikilvægt mannréttindamál væri að ræða því öll eigum við rétt á að fá upplýsingar á máli sem við skiljum. Atli Sigþórsson hefur það verkefni fyrir höndum að skrifa þessar fréttir og kom til okkar til að segja frá því. Það vakti talsverða athygli í gær þegar Heimkaup tilkynnti að fyrirtækið hefði hafið sölu og heimsendingu á áfengi. Við ræddum við Pálma Jónsson, forstjóra Heimkaupa, sem hafnar því að þessi viðskipti séu á gráu svæði. Eitt vinsælasta hlaðvarp landsins, Hismið - sem hefur boðið upp á vikulega umfjöllun um málefni líðandi stundar, er að koma til lendingar eftir níu ár í loftinu. Umsjónarmenn hlaðvarpsins, Grétar Theodórsson og Árni Helgason, komu til okkar og gerðu upp síðustu níu ár í hlaðvarpsgerð og íslensku samfélagi. Tyrkland stendur ekki í vegi fyrir því lengur að Svíar og Finnar gangi inn í NATO en landið fékk flestum, ef ekki öllum, sínum skilyrðum uppfyllt í samningaviðræðum landanna. Við fórum yfir það hvaða skilmála Tyrkland setti og hvaða þýðingu það hafi að gengið hafi verið að þeim við Semu Erlu Serdar, Evrópufræðing, sem á ættir að rekja til Tyrklands. Í gær var gefin út vísitala neysluverðs og þar kom í ljós að verðbólga standi í 8,8%. Húsnæði og eldsneyti þykir vega þar þyngst inn en nú þegar eru komin teikn á loft um að húsnæðisverðið sé eitthvað að gefa eftir. Við ræddum við Hannes Steindórsson formann félags fasteignasala. Tónlist: Laufey Lín - Everything I know about love Purple Disco Machine - In the Dark Boy Meets Girl - Waiting for a star to fall The Weeknd - Sacrifice Bill Wethers - Lovely Day Dúkkulísurnar - Svarthvíta hetjan mín Roxy Music - Love is the Music Jet - Are you gonna be my girl
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja samþykkti á dögunum að heimila lundaveiðar í Vestmannaeyjum dagana 1. til 15. ágúst - en undanfarin ár hefur verið leyft að veiða í eina viku. Við ræddum við Erp Snæ Hansen, forstöðumann Náttúrustofu Suðurlands. RÚV hefur nú sett aukinn kraft í verkefni sem ber heitið Auðskilið mál en í því felst að skrifa nokkrar helstu fréttir dagsins á íslensku sem flestir ættu að skilja. Þroskahjálp fagnaði þessu framlagi fyrr í vikunni og sagði meðal annars að um mikilvægt mannréttindamál væri að ræða því öll eigum við rétt á að fá upplýsingar á máli sem við skiljum. Atli Sigþórsson hefur það verkefni fyrir höndum að skrifa þessar fréttir og kom til okkar til að segja frá því. Það vakti talsverða athygli í gær þegar Heimkaup tilkynnti að fyrirtækið hefði hafið sölu og heimsendingu á áfengi. Við ræddum við Pálma Jónsson, forstjóra Heimkaupa, sem hafnar því að þessi viðskipti séu á gráu svæði. Eitt vinsælasta hlaðvarp landsins, Hismið - sem hefur boðið upp á vikulega umfjöllun um málefni líðandi stundar, er að koma til lendingar eftir níu ár í loftinu. Umsjónarmenn hlaðvarpsins, Grétar Theodórsson og Árni Helgason, komu til okkar og gerðu upp síðustu níu ár í hlaðvarpsgerð og íslensku samfélagi. Tyrkland stendur ekki í vegi fyrir því lengur að Svíar og Finnar gangi inn í NATO en landið fékk flestum, ef ekki öllum, sínum skilyrðum uppfyllt í samningaviðræðum landanna. Við fórum yfir það hvaða skilmála Tyrkland setti og hvaða þýðingu það hafi að gengið hafi verið að þeim við Semu Erlu Serdar, Evrópufræðing, sem á ættir að rekja til Tyrklands. Í gær var gefin út vísitala neysluverðs og þar kom í ljós að verðbólga standi í 8,8%. Húsnæði og eldsneyti þykir vega þar þyngst inn en nú þegar eru komin teikn á loft um að húsnæðisverðið sé eitthvað að gefa eftir. Við ræddum við Hannes Steindórsson formann félags fasteignasala. Tónlist: Laufey Lín - Everything I know about love Purple Disco Machine - In the Dark Boy Meets Girl - Waiting for a star to fall The Weeknd - Sacrifice Bill Wethers - Lovely Day Dúkkulísurnar - Svarthvíta hetjan mín Roxy Music - Love is the Music Jet - Are you gonna be my girl
Minjavernd samþykkti á dögunum að innilaug Sundhallarinnar í Reykjavík verði brotin niður og steypt upp að nýju. Nokkrar breytingar verða gerðar á lauginni en svæðið þar sem stökkbrettin eru verður til að mynda endurnýjað og þar verður sérstök dýfingarlaug fyrir stökkbrettin. Við ræddum við Drífu Magnúsdóttur, forstöðumann Sundhallarinnar. Á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar Vestmannaeyja í síðustu viku var samþykkt að taka upp samtal við stjórnvöld um að kanna fýsileika á gerð jarðgangna milli lands og Eyja. Við ræddum þær hugmyndir við Njál Ragnarsson, bæjarfulltrúa E listans, sem lagði fram tillöguna. Í nýjasta tölublaði The Economist segja sérfræðingar að fellibyljatímabilið á vestanverðu Atlantshafi verði óvenju slæmt - þrátt fyrir að engir stærri fellibyljir hafi komið á land það sem af er tímabilinu, sem hefst um mánaðarmótin maí/júní og lýkur í lok nóvember. Við spjölluðum við Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðing, um fellibylji og mögulegar afleiðingar þeirra á næstu mánuðum. Í lok síðustu viku afgreiddi fjárlaganefnd tillögur fjármálaráðherra til að sporna við þenslu og verðbólgu en þar kennir ýmissa grasa; afsláttur á áfengisgjaldi í fríhöfninni verður lækkaður og sérstakt gjald lagt á ferðamenn svo fátt eitt sé nefnt. Við fengum til okkar tvö úr fjárlaganefnd til að ræða þessar aðgerðir, þau Kristrúnu Frostadóttur þingkonu Samfylkingar og Vilhjálm Árnason þingmann Sjálfstæðisflokksins. Já og umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis samþykkti frá sér þriðja áfanga rammaáætlunar á föstudag. Samþykktin sætir tíðindum en reynt hefur verið að klára þetta mál síðan 2015. Til okkar kom Auður Önnu-Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. Svo förum við auðvitað yfir íþróttir helgarinnar eins og venja er á mánudögum. Að þessu sinni settist hjá okkur Edda Sif Pálsdóttir íþróttafréttakona. Tónlist: Í skýjunum - Stjórnin Dreadlock Holiday - 10cc Tryllt - Todmobile Enjoy the Silence - Depeche Mode A Driver Saved my life - Sigrid Manstu - Hjálmar Baby Blue - Sigrún Stella Face - Jói P X Pally Sign of Times - Harry Styles
Minjavernd samþykkti á dögunum að innilaug Sundhallarinnar í Reykjavík verði brotin niður og steypt upp að nýju. Nokkrar breytingar verða gerðar á lauginni en svæðið þar sem stökkbrettin eru verður til að mynda endurnýjað og þar verður sérstök dýfingarlaug fyrir stökkbrettin. Við ræddum við Drífu Magnúsdóttur, forstöðumann Sundhallarinnar. Á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar Vestmannaeyja í síðustu viku var samþykkt að taka upp samtal við stjórnvöld um að kanna fýsileika á gerð jarðgangna milli lands og Eyja. Við ræddum þær hugmyndir við Njál Ragnarsson, bæjarfulltrúa E listans, sem lagði fram tillöguna. Í nýjasta tölublaði The Economist segja sérfræðingar að fellibyljatímabilið á vestanverðu Atlantshafi verði óvenju slæmt - þrátt fyrir að engir stærri fellibyljir hafi komið á land það sem af er tímabilinu, sem hefst um mánaðarmótin maí/júní og lýkur í lok nóvember. Við spjölluðum við Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðing, um fellibylji og mögulegar afleiðingar þeirra á næstu mánuðum. Í lok síðustu viku afgreiddi fjárlaganefnd tillögur fjármálaráðherra til að sporna við þenslu og verðbólgu en þar kennir ýmissa grasa; afsláttur á áfengisgjaldi í fríhöfninni verður lækkaður og sérstakt gjald lagt á ferðamenn svo fátt eitt sé nefnt. Við fengum til okkar tvö úr fjárlaganefnd til að ræða þessar aðgerðir, þau Kristrúnu Frostadóttur þingkonu Samfylkingar og Vilhjálm Árnason þingmann Sjálfstæðisflokksins. Já og umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis samþykkti frá sér þriðja áfanga rammaáætlunar á föstudag. Samþykktin sætir tíðindum en reynt hefur verið að klára þetta mál síðan 2015. Til okkar kom Auður Önnu-Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. Svo förum við auðvitað yfir íþróttir helgarinnar eins og venja er á mánudögum. Að þessu sinni settist hjá okkur Edda Sif Pálsdóttir íþróttafréttakona. Tónlist: Í skýjunum - Stjórnin Dreadlock Holiday - 10cc Tryllt - Todmobile Enjoy the Silence - Depeche Mode A Driver Saved my life - Sigrid Manstu - Hjálmar Baby Blue - Sigrún Stella Face - Jói P X Pally Sign of Times - Harry Styles
Minjavernd samþykkti á dögunum að innilaug Sundhallarinnar í Reykjavík verði brotin niður og steypt upp að nýju. Nokkrar breytingar verða gerðar á lauginni en svæðið þar sem stökkbrettin eru verður til að mynda endurnýjað og þar verður sérstök dýfingarlaug fyrir stökkbrettin. Við ræddum við Drífu Magnúsdóttur, forstöðumann Sundhallarinnar. Á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar Vestmannaeyja í síðustu viku var samþykkt að taka upp samtal við stjórnvöld um að kanna fýsileika á gerð jarðgangna milli lands og Eyja. Við ræddum þær hugmyndir við Njál Ragnarsson, bæjarfulltrúa E listans, sem lagði fram tillöguna. Í nýjasta tölublaði The Economist segja sérfræðingar að fellibyljatímabilið á vestanverðu Atlantshafi verði óvenju slæmt - þrátt fyrir að engir stærri fellibyljir hafi komið á land það sem af er tímabilinu, sem hefst um mánaðarmótin maí/júní og lýkur í lok nóvember. Við spjölluðum við Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðing, um fellibylji og mögulegar afleiðingar þeirra á næstu mánuðum. Í lok síðustu viku afgreiddi fjárlaganefnd tillögur fjármálaráðherra til að sporna við þenslu og verðbólgu en þar kennir ýmissa grasa; afsláttur á áfengisgjaldi í fríhöfninni verður lækkaður og sérstakt gjald lagt á ferðamenn svo fátt eitt sé nefnt. Við fengum til okkar tvö úr fjárlaganefnd til að ræða þessar aðgerðir, þau Kristrúnu Frostadóttur þingkonu Samfylkingar og Vilhjálm Árnason þingmann Sjálfstæðisflokksins. Já og umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis samþykkti frá sér þriðja áfanga rammaáætlunar á föstudag. Samþykktin sætir tíðindum en reynt hefur verið að klára þetta mál síðan 2015. Til okkar kom Auður Önnu-Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. Svo förum við auðvitað yfir íþróttir helgarinnar eins og venja er á mánudögum. Að þessu sinni settist hjá okkur Edda Sif Pálsdóttir íþróttafréttakona. Tónlist: Í skýjunum - Stjórnin Dreadlock Holiday - 10cc Tryllt - Todmobile Enjoy the Silence - Depeche Mode A Driver Saved my life - Sigrid Manstu - Hjálmar Baby Blue - Sigrún Stella Face - Jói P X Pally Sign of Times - Harry Styles
Bjartmar Guðlaugsson verður sjötugur á morgun og af því tilefni heldur hann afmælistónleika núna næsta laugardagskvöld, 18. Júní, með hljómsveitinni sinni Bergrisunum sem er mikið rokkband. Bjartmar fæddist 13. júní 1952 á Fáskrúðsfirði en þegar hann var 7 ára flutti fjölskyldan til Vestmannaeyja og bjó hann þar til tvítugs en þá flutti hann til Reykjavíkur. Bjartmar hóf feril sinn sem laga- og textahöfundur árið 1977, ætlaði alltaf að verða myndlistarmaður en svo bara gerðist eitt og annað og tónlistin tók yfir, og Bjartmar er miklu þekktari sem tónlistarmaður en myndlistarmaður. Bjartmar er gestur Rokklands í dag.
Bjartmar Guðlaugsson verður sjötugur á morgun og af því tilefni heldur hann afmælistónleika núna næsta laugardagskvöld, 18. Júní, með hljómsveitinni sinni Bergrisunum sem er mikið rokkband. Bjartmar fæddist 13. júní 1952 á Fáskrúðsfirði en þegar hann var 7 ára flutti fjölskyldan til Vestmannaeyja og bjó hann þar til tvítugs en þá flutti hann til Reykjavíkur. Bjartmar hóf feril sinn sem laga- og textahöfundur árið 1977, ætlaði alltaf að verða myndlistarmaður en svo bara gerðist eitt og annað og tónlistin tók yfir, og Bjartmar er miklu þekktari sem tónlistarmaður en myndlistarmaður. Bjartmar er gestur Rokklands í dag.
Það er mikið talað um ástandið á húsnæðismarkaðinum og svona í ljósi þess kynntum við okkur Húsnæðissamvinnufélagið Búseta sem var stofnað árið 1983 með norrænar fyrirmyndir að leiðarljósi. Hvernig gengur að reka slíkt félag meðan húsnæðisverð er í hæstu hæðum? Búseti á rætur að rekja til þeirra sem voru í forsvari fyrir Leigjendasamtökin sem stofnuð voru 1978. Það eru einstaklingar sem áttu það sameiginlegt að hafa búið í Svíþjóð og höfðu kynnst sænska húsnæðiskerfinu og samtökum leigjenda. Við ræddum við framkvæmdastjóra félagsins, Bjarna Þór Þórólfsson í þættinum. Síðustu mánuði hafa komið fréttir um dauða villta fugla víðs vegar um landið, einmitt þegar Covid var í rénun. Við sáum frétt á vef Skessuhorns.is þar sem fólki var ráðlagt hvað það ætti að gera ef það rekst á dauðan fugl, sem sagt leiðbeiningar frá MAST. Við könnuðum hver staðan er núna og fengum Brigitte Brugger, dýralækni hjá Matvælastofnun og sérfræðing í sjúkdómum alifugla, til þess að segja okkur frá stöðunni og einmitt hvað er best að gera í slíkum tilfellum. En það er sem sagt að tilkynna til MAST um slíkt: https://www.mast.is/is/abendingar-fyrirspurnir Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Það er liggur núna stríður straumur ferðamanna til Vestmannaeyja og von á fleiri tugum skemmtiferðaskipa með erlenda túrista plús svo alla þá sem koma með Herjólfi. Magnús segir í póstkorti dagsins frá því þegar hann var munstraður til að fara með eina rútu af bandarískum eldri borgurum um Heimaey vegna skorts á leiðsögumönnum. Hann segir líka frá þjakandi skorti á þjónustufólki við Spánarstrendur þrátt fyrir mikið atvinnuleysi í landinu. _________________________________________ Tónlist í þættinum: Stína Ó Stína / Öskubuskur (Árni Ísleifsson -Aðalsteinn Aðalsteinsson) Hagi (Þorgrímur Jónsson höfundur og flytjandi) Þar sem allt grær úr Litlu Hryllingsbúðinni, söngur Edda Heiðrún Backman. (Howard Ashman, Alan Mencken og Magnús Þór Jónsson). Í huga mér / Brimkló. Erlent lag, textahöfundur Jón Sigurðsson. UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Það er mikið talað um ástandið á húsnæðismarkaðinum og svona í ljósi þess kynntum við okkur Húsnæðissamvinnufélagið Búseta sem var stofnað árið 1983 með norrænar fyrirmyndir að leiðarljósi. Hvernig gengur að reka slíkt félag meðan húsnæðisverð er í hæstu hæðum? Búseti á rætur að rekja til þeirra sem voru í forsvari fyrir Leigjendasamtökin sem stofnuð voru 1978. Það eru einstaklingar sem áttu það sameiginlegt að hafa búið í Svíþjóð og höfðu kynnst sænska húsnæðiskerfinu og samtökum leigjenda. Við ræddum við framkvæmdastjóra félagsins, Bjarna Þór Þórólfsson í þættinum. Síðustu mánuði hafa komið fréttir um dauða villta fugla víðs vegar um landið, einmitt þegar Covid var í rénun. Við sáum frétt á vef Skessuhorns.is þar sem fólki var ráðlagt hvað það ætti að gera ef það rekst á dauðan fugl, sem sagt leiðbeiningar frá MAST. Við könnuðum hver staðan er núna og fengum Brigitte Brugger, dýralækni hjá Matvælastofnun og sérfræðing í sjúkdómum alifugla, til þess að segja okkur frá stöðunni og einmitt hvað er best að gera í slíkum tilfellum. En það er sem sagt að tilkynna til MAST um slíkt: https://www.mast.is/is/abendingar-fyrirspurnir Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Það er liggur núna stríður straumur ferðamanna til Vestmannaeyja og von á fleiri tugum skemmtiferðaskipa með erlenda túrista plús svo alla þá sem koma með Herjólfi. Magnús segir í póstkorti dagsins frá því þegar hann var munstraður til að fara með eina rútu af bandarískum eldri borgurum um Heimaey vegna skorts á leiðsögumönnum. Hann segir líka frá þjakandi skorti á þjónustufólki við Spánarstrendur þrátt fyrir mikið atvinnuleysi í landinu. _________________________________________ Tónlist í þættinum: Stína Ó Stína / Öskubuskur (Árni Ísleifsson -Aðalsteinn Aðalsteinsson) Hagi (Þorgrímur Jónsson höfundur og flytjandi) Þar sem allt grær úr Litlu Hryllingsbúðinni, söngur Edda Heiðrún Backman. (Howard Ashman, Alan Mencken og Magnús Þór Jónsson). Í huga mér / Brimkló. Erlent lag, textahöfundur Jón Sigurðsson. UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Það er mikið talað um ástandið á húsnæðismarkaðinum og svona í ljósi þess kynntum við okkur Húsnæðissamvinnufélagið Búseta sem var stofnað árið 1983 með norrænar fyrirmyndir að leiðarljósi. Hvernig gengur að reka slíkt félag meðan húsnæðisverð er í hæstu hæðum? Búseti á rætur að rekja til þeirra sem voru í forsvari fyrir Leigjendasamtökin sem stofnuð voru 1978. Það eru einstaklingar sem áttu það sameiginlegt að hafa búið í Svíþjóð og höfðu kynnst sænska húsnæðiskerfinu og samtökum leigjenda. Við ræddum við framkvæmdastjóra félagsins, Bjarna Þór Þórólfsson í þættinum. Síðustu mánuði hafa komið fréttir um dauða villta fugla víðs vegar um landið, einmitt þegar Covid var í rénun. Við sáum frétt á vef Skessuhorns.is þar sem fólki var ráðlagt hvað það ætti að gera ef það rekst á dauðan fugl, sem sagt leiðbeiningar frá MAST. Við könnuðum hver staðan er núna og fengum Brigitte Brugger, dýralækni hjá Matvælastofnun og sérfræðing í sjúkdómum alifugla, til þess að segja okkur frá stöðunni og einmitt hvað er best að gera í slíkum tilfellum. En það er sem sagt að tilkynna til MAST um slíkt: https://www.mast.is/is/abendingar-fyrirspurnir Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Það er liggur núna stríður straumur ferðamanna til Vestmannaeyja og von á fleiri tugum skemmtiferðaskipa með erlenda túrista plús svo alla þá sem koma með Herjólfi. Magnús segir í póstkorti dagsins frá því þegar hann var munstraður til að fara með eina rútu af bandarískum eldri borgurum um Heimaey vegna skorts á leiðsögumönnum. Hann segir líka frá þjakandi skorti á þjónustufólki við Spánarstrendur þrátt fyrir mikið atvinnuleysi í landinu. _________________________________________ Tónlist í þættinum: Stína Ó Stína / Öskubuskur (Árni Ísleifsson -Aðalsteinn Aðalsteinsson) Hagi (Þorgrímur Jónsson höfundur og flytjandi) Þar sem allt grær úr Litlu Hryllingsbúðinni, söngur Edda Heiðrún Backman. (Howard Ashman, Alan Mencken og Magnús Þór Jónsson). Í huga mér / Brimkló. Erlent lag, textahöfundur Jón Sigurðsson. UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar fréttahluta: Valgerður Þorsteinsdóttir Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra styður endurskoðun og endurmat á fyrirkomulagi innheimtu fasteignagjalda og að við þá vinnu sé litið til þróunar í öðrum löndum. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir talaði við hann. Hægt hefur verulega á landrisi við Þorbjörn síðustu daga en lagt er til að garðar verði gerðir fyrir ofan Grindavík og Svartsengi til að verja byggð og mannvirki fyrir hraunflæði. Ari Guðmundsson hjá Verkís segir að skoða þurfi stærra svæði á Reykjanesskaga en einungis Þorbjörn og Grindavík. Vinstri græn hafa misst rúmlega þriðjung af fylgi sínu frá síðustu kosningum að því fram kemur í nýjasta þjóðarpúlsi Gallups og hefur fylgi flokksins ekki mælst minna frá árinu 2013. Alma Ómarsdóttir sagði frá. Flugfélagið Ernir fór á mánudag í síðasta áætlunarflug sitt til Vestmannaeyja. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri segir nauðsynlegt að ríkið styrki flug til Eyja, annað sé ekki boðlegt. Arnar Björnsson talaði við hana. Leikonan Amber Heard, sem tapaði meiðyrðamáli sem fyrrverandi eiginmaður hennar Johnny Depp höfðaði gegn henni, ætlar að áfrýja niðurstöðunni. Kári Hólmar Ragnarsson, lektor í lögfræði segir mikilvægt að draga ekki of miklar ályktanir af einu máli. --------------------- Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur hafa hvor um sig tapað ríflega fjórum prósentustigum frá síðustu alþingiskosningum, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallups, Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Evu H. Önnudóttur, prófessor um fylgi flokkanna og flæði þess. Fyrsta skóflustungan að nýjum Landspítala við Hringbraut var tekin haustið 2018 og var þá áætlað að meðferðarkjarninn yrði tekinn í notkun árið 2024. Síðan þá hafa komið upp ýmis ágreiningsmál um framkvæmdina og fyrirhugaða útkomu. Hafdís Helga Helgadóttir ræddi við Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóra Nýs Landspítala um stöðu mála.
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar fréttahluta: Valgerður Þorsteinsdóttir Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra styður endurskoðun og endurmat á fyrirkomulagi innheimtu fasteignagjalda og að við þá vinnu sé litið til þróunar í öðrum löndum. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir talaði við hann. Hægt hefur verulega á landrisi við Þorbjörn síðustu daga en lagt er til að garðar verði gerðir fyrir ofan Grindavík og Svartsengi til að verja byggð og mannvirki fyrir hraunflæði. Ari Guðmundsson hjá Verkís segir að skoða þurfi stærra svæði á Reykjanesskaga en einungis Þorbjörn og Grindavík. Vinstri græn hafa misst rúmlega þriðjung af fylgi sínu frá síðustu kosningum að því fram kemur í nýjasta þjóðarpúlsi Gallups og hefur fylgi flokksins ekki mælst minna frá árinu 2013. Alma Ómarsdóttir sagði frá. Flugfélagið Ernir fór á mánudag í síðasta áætlunarflug sitt til Vestmannaeyja. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri segir nauðsynlegt að ríkið styrki flug til Eyja, annað sé ekki boðlegt. Arnar Björnsson talaði við hana. Leikonan Amber Heard, sem tapaði meiðyrðamáli sem fyrrverandi eiginmaður hennar Johnny Depp höfðaði gegn henni, ætlar að áfrýja niðurstöðunni. Kári Hólmar Ragnarsson, lektor í lögfræði segir mikilvægt að draga ekki of miklar ályktanir af einu máli. --------------------- Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur hafa hvor um sig tapað ríflega fjórum prósentustigum frá síðustu alþingiskosningum, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallups, Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Evu H. Önnudóttur, prófessor um fylgi flokkanna og flæði þess. Fyrsta skóflustungan að nýjum Landspítala við Hringbraut var tekin haustið 2018 og var þá áætlað að meðferðarkjarninn yrði tekinn í notkun árið 2024. Síðan þá hafa komið upp ýmis ágreiningsmál um framkvæmdina og fyrirhugaða útkomu. Hafdís Helga Helgadóttir ræddi við Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóra Nýs Landspítala um stöðu mála.
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar fréttahluta: Valgerður Þorsteinsdóttir Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra styður endurskoðun og endurmat á fyrirkomulagi innheimtu fasteignagjalda og að við þá vinnu sé litið til þróunar í öðrum löndum. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir talaði við hann. Hægt hefur verulega á landrisi við Þorbjörn síðustu daga en lagt er til að garðar verði gerðir fyrir ofan Grindavík og Svartsengi til að verja byggð og mannvirki fyrir hraunflæði. Ari Guðmundsson hjá Verkís segir að skoða þurfi stærra svæði á Reykjanesskaga en einungis Þorbjörn og Grindavík. Vinstri græn hafa misst rúmlega þriðjung af fylgi sínu frá síðustu kosningum að því fram kemur í nýjasta þjóðarpúlsi Gallups og hefur fylgi flokksins ekki mælst minna frá árinu 2013. Alma Ómarsdóttir sagði frá. Flugfélagið Ernir fór á mánudag í síðasta áætlunarflug sitt til Vestmannaeyja. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri segir nauðsynlegt að ríkið styrki flug til Eyja, annað sé ekki boðlegt. Arnar Björnsson talaði við hana. Leikonan Amber Heard, sem tapaði meiðyrðamáli sem fyrrverandi eiginmaður hennar Johnny Depp höfðaði gegn henni, ætlar að áfrýja niðurstöðunni. Kári Hólmar Ragnarsson, lektor í lögfræði segir mikilvægt að draga ekki of miklar ályktanir af einu máli. --------------------- Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur hafa hvor um sig tapað ríflega fjórum prósentustigum frá síðustu alþingiskosningum, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallups, Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Evu H. Önnudóttur, prófessor um fylgi flokkanna og flæði þess. Fyrsta skóflustungan að nýjum Landspítala við Hringbraut var tekin haustið 2018 og var þá áætlað að meðferðarkjarninn yrði tekinn í notkun árið 2024. Síðan þá hafa komið upp ýmis ágreiningsmál um framkvæmdina og fyrirhugaða útkomu. Hafdís Helga Helgadóttir ræddi við Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóra Nýs Landspítala um stöðu mála.
Kristján Gíslason söngvari var föstudagsgesturinn okkar að þessu sinni. Kristján fæddist og ólst upp í Skagafirði, fluttist svo til Vestmannaeyja, lenti í gosinu, njósnaði um Frímúrara og lék sér í húsarústum og flutti svo aftur á Sauðárkrók 12 ára þar sem hann flutti milli tvítugs og þrítugs í Kópavoginn. Hann varð fyrst þekktur á seinni hluta níunda áratugarins þegar hann var söngvari hljómsveitarinnar Herramenn sem sló t.d. í gegn með lagið Í útvarpi. Einnig var hann söngvari hljómsveitarinnar Spútnik og hefur tekið ótal sinnum þátt í Söngvakeppninni og í Eurovision en hann tók fyrst þátt árið 1991. Þessa dagana syngur hann í söngdagskrá Gunnars Þórðarsonar á Hótel Grímsborgum. Hans aðalstarf er grafískur hönnuður á markaðsdeild VÍS. Sigurlaug Margrét fór í rannsóknarleiðangur til Kóngsins Köbenhavn og í matarspjalli dagsins fengum við að vita hvað hún sá og smakkaði á þar, það voru danskar pylsur, purusteik og krembollur, svo eitthvað sé nefnt. UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Kristján Gíslason söngvari var föstudagsgesturinn okkar að þessu sinni. Kristján fæddist og ólst upp í Skagafirði, fluttist svo til Vestmannaeyja, lenti í gosinu, njósnaði um Frímúrara og lék sér í húsarústum og flutti svo aftur á Sauðárkrók 12 ára þar sem hann flutti milli tvítugs og þrítugs í Kópavoginn. Hann varð fyrst þekktur á seinni hluta níunda áratugarins þegar hann var söngvari hljómsveitarinnar Herramenn sem sló t.d. í gegn með lagið Í útvarpi. Einnig var hann söngvari hljómsveitarinnar Spútnik og hefur tekið ótal sinnum þátt í Söngvakeppninni og í Eurovision en hann tók fyrst þátt árið 1991. Þessa dagana syngur hann í söngdagskrá Gunnars Þórðarsonar á Hótel Grímsborgum. Hans aðalstarf er grafískur hönnuður á markaðsdeild VÍS. Sigurlaug Margrét fór í rannsóknarleiðangur til Kóngsins Köbenhavn og í matarspjalli dagsins fengum við að vita hvað hún sá og smakkaði á þar, það voru danskar pylsur, purusteik og krembollur, svo eitthvað sé nefnt. UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Kristján Gíslason söngvari var föstudagsgesturinn okkar að þessu sinni. Kristján fæddist og ólst upp í Skagafirði, fluttist svo til Vestmannaeyja, lenti í gosinu, njósnaði um Frímúrara og lék sér í húsarústum og flutti svo aftur á Sauðárkrók 12 ára þar sem hann flutti milli tvítugs og þrítugs í Kópavoginn. Hann varð fyrst þekktur á seinni hluta níunda áratugarins þegar hann var söngvari hljómsveitarinnar Herramenn sem sló t.d. í gegn með lagið Í útvarpi. Einnig var hann söngvari hljómsveitarinnar Spútnik og hefur tekið ótal sinnum þátt í Söngvakeppninni og í Eurovision en hann tók fyrst þátt árið 1991. Þessa dagana syngur hann í söngdagskrá Gunnars Þórðarsonar á Hótel Grímsborgum. Hans aðalstarf er grafískur hönnuður á markaðsdeild VÍS. Sigurlaug Margrét fór í rannsóknarleiðangur til Kóngsins Köbenhavn og í matarspjalli dagsins fengum við að vita hvað hún sá og smakkaði á þar, það voru danskar pylsur, purusteik og krembollur, svo eitthvað sé nefnt. UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Hópstjóri náttúruvár á Veðurstofunni segir að ekki ætti að koma á óvart að aftur gysi á Reykjanesskaga á næstu árum. Mikil skjálftavirkni hefur verið þar síðustu daga. Arnar Björnsson talaði við Kristínu Jónsdóttur. Tilraunaverkefni um sjúkraþyrlu á Suðurlandi, sem ríkisstjórnin samþykkti fyrir rúmum tveimur árum, hefur ekki orðið að veruleika. Um 350 kílómetrar eru á milli starfhæfra sjúkraflugvalla á svæðinu. Alma Ómarsdóttir sagði frá. Í samgönguáætlun fyrir næsta einn og hálfa áratuginn eru aðeins tvö verkefni í nýframkvæmdum á Norðurlandi vestra. Tæplega fimmtíu prósent af vegakerfi í landshlutanum eru malarvegir. Ágúst Ólafsson talaði við Unni Valborgu Hilmarsdóttur. Samgöngumálin brenna á íbúum Vestmannaeyja í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga á laugardag enda tengist velferð þeirra samgöngum með einum eða öðrum hætti og niðurgreiða þarf flugið. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir ræddi við Einar Björn Árnason.
Hópstjóri náttúruvár á Veðurstofunni segir að ekki ætti að koma á óvart að aftur gysi á Reykjanesskaga á næstu árum. Mikil skjálftavirkni hefur verið þar síðustu daga. Arnar Björnsson talaði við Kristínu Jónsdóttur. Tilraunaverkefni um sjúkraþyrlu á Suðurlandi, sem ríkisstjórnin samþykkti fyrir rúmum tveimur árum, hefur ekki orðið að veruleika. Um 350 kílómetrar eru á milli starfhæfra sjúkraflugvalla á svæðinu. Alma Ómarsdóttir sagði frá. Í samgönguáætlun fyrir næsta einn og hálfa áratuginn eru aðeins tvö verkefni í nýframkvæmdum á Norðurlandi vestra. Tæplega fimmtíu prósent af vegakerfi í landshlutanum eru malarvegir. Ágúst Ólafsson talaði við Unni Valborgu Hilmarsdóttur. Samgöngumálin brenna á íbúum Vestmannaeyja í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga á laugardag enda tengist velferð þeirra samgöngum með einum eða öðrum hætti og niðurgreiða þarf flugið. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir ræddi við Einar Björn Árnason.
Hópstjóri náttúruvár á Veðurstofunni segir að ekki ætti að koma á óvart að aftur gysi á Reykjanesskaga á næstu árum. Mikil skjálftavirkni hefur verið þar síðustu daga. Arnar Björnsson talaði við Kristínu Jónsdóttur. Tilraunaverkefni um sjúkraþyrlu á Suðurlandi, sem ríkisstjórnin samþykkti fyrir rúmum tveimur árum, hefur ekki orðið að veruleika. Um 350 kílómetrar eru á milli starfhæfra sjúkraflugvalla á svæðinu. Alma Ómarsdóttir sagði frá. Í samgönguáætlun fyrir næsta einn og hálfa áratuginn eru aðeins tvö verkefni í nýframkvæmdum á Norðurlandi vestra. Tæplega fimmtíu prósent af vegakerfi í landshlutanum eru malarvegir. Ágúst Ólafsson talaði við Unni Valborgu Hilmarsdóttur. Samgöngumálin brenna á íbúum Vestmannaeyja í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga á laugardag enda tengist velferð þeirra samgöngum með einum eða öðrum hætti og niðurgreiða þarf flugið. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir ræddi við Einar Björn Árnason.
Það er óhætt að segja að Hermann Hreiðarsson sé sannkölluð fótbolta goðsögn en hann spilaði með íslenska karlalandsliðinu í fótbolta í 15 ár frá árunum 1996- 2011 og hefur hann spilað flesta leiki í ensku úrvalsdeildinni af öllum Íslendingum þar sem hann gerði garðinn frægann meðal annars í Crystal Palace, Charlton og Portsmouth. Undanfarin ár hefur hann snúið sér að þjálfun og er hann um þessar mundir að undirbúa flutninga til Vestmannaeyja ásamt fjölskyldu sinni þar sem hann hefur tekið við liði ÍBV. Hermann kynntist sínum betri helmingi, Alexöndru Fanneyju Jóhannsdóttur snemma árs 2017 en hún var þá flugfreyja hjá Icelandair. Þetta var virkilega skemmtilegt spjall og er greinilegt að þeirra samband hefur verið fullt af ævintýrum, ferðalögum og skemmtilegum uppákomum eins og heyra má í viðtalinu og eiga þau í dag saman tvo stráka en fyrir átti Alexandra einn son og Hermann tvær dætur. Í þættinum fórum við um víðan völl og ræddum meðal annars upphaf þeirra sambands og að Alexandra hafi í raun haldið að það væri verið að gera símaat í sér þegar Hermann hringdi í hana í fyrsta skipti til þess að bjóða henni út, matarástina og keppnisskap þeirra beggja, atvinnumennskuna og tímann í ensku úrvalsdeildinni, mómentið þegar Hermann hélt að Alexöndru hefði verið rænt, matareitrun á bifvélaverkstæði í Queens, flutningana til Vestmannaeyja og margt fleira en þátturinn er stútfullur af geggjuðum sögum úr þeirra sambandstíð. Njótið vel!Aha.is - https://aha.isBlush.is - https://blush.is/Bagel 'n' Co - https://https://www.bagelnco.is/Ajax
Finnur Sigurbjörnsson gerðist útgerðarmaður 18 ára. Í fyrstu reyndist þrautin þyngri að fá menn til að selja honum bát vegna ungs aldurs. Leitin að bátnum leiddi hann og viðskiptafélaga hans til Vestmannaeyja þar sem þeir skelltu sér óvænt á Þjóðhátíð. Þar sem þeir höfðu ekkert tjald með sér röltu þeir úr Herjólfsdal um nóttina, höfðu uppi á bátnum sem þeir vildu kaupa og sváfu þar.
Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Jón Þór Helgason Eitthvað er ekki í lagi í fótboltaafrekskúltúrnum, segir prófessor í félagsfræði. Það sjáist meðal annars á því að nokkrir leikmenn úr sama liði á sama tímabili séu sakaðir um að beita ofbeldi. Stjórn KSÍ situr enn á fundi í höfuðstöðvum KSÍ en stjórnarmenn eru undir miklum þrýstingi að segja af sér. Nokkrir helstu styrktaraðila KSÍ hafa krafist skýringa og aðgerða af hálfu sambandsins. Börn í þrjátíu frístundaheimilum, grunn- og leikskólum um nær allt land hafa greinst með Covid-19 síðustu þrjá daga. Átta fyrstubekkingar í grunnskólanum á Ísafirði hafa greinst með veiruna. Sósíalistaflokkurinn fær rúmlega átta prósetna fylgi í nýljum þjóðarpúlsi Gallups og eykur fylgi sitt um þrjú prósentustig frá síðustu könnun. Fylgi flokka breytist að öðru leyti lítið á milli kannanna. Landsréttur felldi í dag úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir hjúkrunarfræðingi á sjötugsaldri. Hún er því laus úr haldi. Henni er gefið að sök að hafa orðið sjúklingi á geðdeild Landspítalans við Hringbraut að bana um miðjan mánuðinn. Covid-19 smit hafa greinst í skólum í flestum landshlutum síðustu þrjá daga, í alls þrjátíu grunn- eða leikskólum eða frístundaheimilum Í dag tóku gildi nýjar hraðatakmarkanir á götum Parísar. Aðgerðunum er ætlað að fækka bílum í borginni og draga úr slysum og hljóð- og loftmengun. Samgönguráðherra telur ekki ásættanlegt að samgöngur til Vestmannaeyja verði einungis sjóleiðina. Hann segir lítið úthald Icelandair, sem hættir reglulegu flugi til Eyja nú um mánaðamótin, vonbrigði. Lengri umfjöllun: Berglót Baldursdóttir talar við Viðar Halldórsson prófessor í félagsfræði um þann storm sem skekur knattspyrnuhreyfinguna á Íslandi, ofbeldi og kynferðisáreitni. Tæpar fjórar vikur eru nú þar til kjósendur ganga að kjörborði og kjósa til Alþings. Flestir stjórnmálaflokkar hafa haldið flokksráðs eða landsfundi að undanförnu og kynnt stefnumál sín og kosningabaráttan er að fara á fullt. KRistján Sigurjónsson ræðir við Ólaf Þ Harðarson stjórnmálafræðprófessor um nýjan þjóðarpúls Gallups og kosningabaráttuna framundan
Við byrjuðum daginn á listinni, nánar tiltekið kirkjulist, en um helgina opnaði sýning í Seltjarnarneskirkju á verkum Sigrúnar Jónsdóttur, í tilefni af því að 100 ár voru liðin frá fæðingu hennar 19. ágúst sl. Segja má að Sigrún hafi verið fyrsta kirkjulistakona Íslands og fjölbreytt verk hennar prýða kirkjur bæði innanlands- og utan. Pétur Markan samskiptastjóri Biskupsstofu leit við hjá okkur og sagði okkur meira af þessari áhugaverðu sýningu og listakonunni að baki henni, auk þess að fara aðeins yfir Kirkjuþing sem fram fór sl. föstudag. Nú þegar Seðlabankinn hefur í annað sinn á þessu ári hækkað vexti velta margir lántakendur eflaust fyrir sér hvort rétt sé að skipta úr breytilegum óverðtryggðum vöxtum yfir í fasta vexti, þ.e.a.s. þau sem eru með slík lán. Við fengum til okkar Jónas R. Stefánsson sérfræðing hjá Landsbankanum til að fara aðeins yfir vaxtamálin. Um helgina bárust fréttir af því að Icelandair hyggist hætta áætlunarflugi til Vestmannaeyja um mánaðamótin, en félagið hóf flug til Eyja með milligöngu samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins eftir að flug flugfélagsins Ernis hafði lagst af á síðasta ári. Við heyrðum í Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra um þetta mál og áhrif þess á samfélagið í Eyjum. Við buðum upp á sannkallað drottningarviðtal að loknum áttafréttum en þá komu til okkar þau Gunnar Helgason og Rán Flygenring sem nýverið gáfu út bókina Drottningin sem kann allt... nema. Við ræddum lífið og listina við þessa öfluga skapandi fólk sem er sinnir ótal áhugaverðum verkefnum, auk bókaútgáfunnar. Þá heyrðum við í Kristjönu Arnarsdóttur íþróttafréttakonu sem er stödd á Ólympíuleikum fatlaðra í Tókýó. Íslensku keppendurnir hafa keppt hver á fætur öðrum undanfarna daga og við tókum aðeins stöðuna með Kristjönu. Tónlist: Sálin hans Jóns míns - Getur verið. Ellen og Þorsteinn - Hluthafi í heiminum. Bob Seger and the Silver Bullet band - Against the wind. Michael Kiwanuka - Hero. Stuðmenn - Allt eins og áður var. Lára Rúnar - Andblær. Moses Hightower - Lífsgleði. Vök - No coffee at the funeral. Queen - Spread your wings.
Landlæknir segir nokkra þætti hafa valdið því að kórónuveirusmit breiddist hratt út á Landakoti í haust, meðal annars hólfaskipting, húsnæði og ekki næg fræðsla og þekking starfsmanna á smitvörnum. Sjávarútvegsráðherra segir niðurstöðu veiðiráðgjafar Hafrannsóknastofnunar vonbrigði og högg fyrir íslenskan sjávarútveg. Lagt er til að 13 prósent minna verði veitt af þorski á næsta fiskveiðiári. Gríðarlegar öryggisráðstafanir eru í Genf í Sviss þar sem forsetar Rússlands og Bandaríkjanna hittast á morgun. Fjögur þúsund hermenn, lögreglumenn og öryggissveitarmenn eiga að tryggja öryggi leiðtoganna. Almannavarnir hafa ekki sótt um framkvæmdaleyfi til Grindavíkurbæjar fyrir byggingu varnargarða og leiðigarða við gosstöðvarnar. Prófessor í umhverfisrétti segir að samkvæmt lögum þurfi framkvæmdaleyfi að liggja fyrir. ----------------------------------------------------------------------------------- Fjarðabeit gæti orðið ný tegund fiskeldis á Íslandi. Hún er fólgin í því að nota ljós í neðansjávarbúrum til að laða að ljósátu sem fæðir þorskinn í búrunum. Rannsóknir standa yfir í Steingrímsfirði. Sjávarlíffræðingur segir að árangurinn lofi góðu og hann hafi komið þægilega á óvart. Þá eru hugmyndir um að nota sömu tækni til að tæla þorskseiði inn í búr og ala þau þar. Fyrirtækið Ocean EcoFarm ehf. stendur að þessum rannsóknum. Stærstu hluthafar eru norska fyrirtækið Brage inovition og Ísfélag Vestmannaeyja. Arnar Páll Hauksson talaði við Jón Örn Pálsson. Skömmu eftir morðið á einkaspæjaranum Daniel Morgan 1987 fór fjölskylda hans að hafa áhyggjur af morðrannsókninni. Málið er enn óupplýst. Eftir átta ára rannsókn óháðrar rannsóknarnefndar var birt skýrsla um málið í dag. Niðurstaðan er að kerfislæg spilling í lögreglunni hafi hindrað framgang réttvísinnar og meðal annars birst í tengslum lögreglunnar við fjölmiðlaveldi Rupert Murdochs. Eitt eru allir sammála um: áratuga barátta bróður Morgans hefur haldið málinu vakandi. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.
Margir sem hafa aðgang að Eurosport liggja nú yfir heimsmeistaramótinu í snóker sem fram fer í Sheffield á Englandi, en Íslandsmótið í snóker fer fram í byrjun maí. Að þessu sinni er mótið opið þ.e.a.s. ekki var hægt að hafa úrslitakeppni vegna samkomutakmarkanna en keppt verður á tveimur stöðum í borginni. Til að fara yfir þetta með okkur kom Pálmi Einarsson formaður Billiardsambands Íslands til okkar. Vorráðstefna Greiningar- og ráðgjafarstöðvar er stærsti faglegi vettvangur þeirra sem tengjast börnum með þroskafrávik, en ráðstefnan í ár fer fram á morgun og hinn. Solveig Sigurðardóttir og Ingólfur Einarsson, sem bæði eru barnalæknar á Greiningar- og ráðgjafarstöð komu til okkar og sögðu okkur meira af ráðstefnunni og þeim málefnum sem þar verða til umfjöllunar. Landssöfnun Barnaheilla til stuðnings forvörnum gegn kynferðisofbeldi á börnum hófst á sumardaginn fyrsta og stendur út næstu helgi. Söfnunin í ár ber heitið Staldraðu við. Með þinni hjálp getum við verndað börn. Guðrún Helga Bjarnadóttir verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum kíkti til okkar og sagði okkur betur frá. Í gær kynntu stjórnvöld áætlun sína um afléttingar og talaði er um fjórar vörður á leið til afléttingar á samkomutakmörkunum. Gert er ráð fyrir að öllum takmörkunum verði aflétt í lok júní. Standist þessar áætlanir má vænta þess að landinn geti um frjálst höfuð strokið í sumar. Við hringdum af þessu tilefni til Vestmannaeyja og heyrðum í Herði Orra Grettissyni en hann er formaður Þjóðhátíðarnefndar ÍBV. Þar hefur undirbúningur verið í gangi fyrir Þjóðhátíð í ár enda Eyjamenn bjartsýnt fólk. Hið vikulega Spánarspjall var á sínum stað þegar við heyrðum í Jóhanni Hlíðar Harðarsyni sem færði okkur tíðindi utan úr heimi, m.a. af skipulögðum glæpasamtökum, forræðisdeilu yfir hundi og kosningum. Tónlist: Hreimur - Gegnum tárin. Belle and Sebastian - Another sunny day. Sálin hans Jóns míns - Sól ég hef sögu að segja þér. Japanese breakfast - Be sweet. Jón Jónsson - When youre around. Sverrir Bergmann, Friðrik Dór og Albatross - Ástin á sér stað. Wham - The edge of heaven. Retro Stefson - Glow. Martha and the Vandellas - Nowhere to run. Emmsjé Gauti og Helgi Sæmundur - Heim. E.L.O. - Dont bring me down.
Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Má Jónsson prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands um Reisubók Ólafs Egilssonar. Séra Ólafur var hertekinn í Tyrkjaráninu í Vestmannaeyjum árið 1627 og fluttur ásamt konu og tveimur börnum til Algeirsborgar. Ólafur lýsir í einstakri frásögn sinni þessum mjög svo sérstæða sögulega atburði og segir ferðasögu sína en Ólafur fór víða veturinn 1627-1628, meðal annars til Þýskalands, Ítalíu, Frakklands, Hollands og Danmerkur. Reisubókin kemur nú út í nýrri glæsilegri útgáfu Sæmundar og Sögusetursins í Vestmannaeyjum. Úgáfuna önnuðust þeir Kári Bjarnason, forstöðumaður Safnahúss Vestmannaeyja og áðurnefndur Már Jónsson, en bókin hefur einnig að geyma aðra texta um Tyrkjaránið. Arnljótur Sigurðsson fjallar í tónlistarpistli sínum undir yfirskriftinni Heyrandi nær um valsinn, en undir léttúð vínarvalsanna má að hans mati í hliðarsporunum finna drunga og sorg, því stundum eru valsarnir heldur svartir. Og Ólöf Gerður Sigfúsdóttir horfir í dag til baka og skoðar hvaða viðfangsefni hafa verið efst á baugi hjá myndlistarmönnum þetta árið. Einnig veltir hún fyrir sér hvaða áhrif faraldurinn muni hafa á starfsemi safna og sýningarstaða, sem og hegðun menningarnjótenda. Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson.
Í Sögum af landi segir sagnfræðingurinn Jón Hjaltason frá nýútkominni bók sinni um kímniskáldið Káinn. Bókin heitir Fæddur til að fækka tárum: Káinn ævi og ljóð. Í þættinum er einnig hringt til Vestmannaeyja og rætt við Katrínu Laufeyju Rúnarsdóttur, sem er annar tveggja eigenda fréttamiðilsins Tíguls, sem er vefur og blað sem er dreift vikulega í öll hús í Eyjum. Að lokum verður farið í heimsókn til Snorra Guðvarðssonar og spjallað við hann um áhuga hans á viskí og starfsemi Maltviskífélags Norðurlands. Efni í þáttinn unnu Gígja Hólmgeirsdóttir og Ágúst Ólafsson. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir
Flugfélagið Ernir ætlar að hætta áætlunarflugi til Vestmannaeyja. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri segir það grafalvarlegt. Ríkið á að bæta rúmlega milljarði á ári í stofnanasamninga til að bæta kjör hjúkrunarfræðinga. Þetta er úrskurður Gerðardóms. Guðbjörg Pálsdóttir ,formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir að nú taki við viðræður um hvernig fjármunirnir nýtist sem best. Allmargir námsmenn voru handteknir í Minsk í dag þegar þeir mótmæltu kosningaúrslitum í Hvíta-Rússlandi í síðasta mánuði og kröfðust afsagnar Lúkasjenkós forseta. Bogi Ágústsson sagði frá. Skipulag í Vogabyggð hefur gert hagstæðustu leiðina við gerð Sundabrautar ómögulega segir Eyþór Laxdal Arnalds oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að nú sé verið að bera saman tvo kosti, lágbrú og göng, og málið sé í traustum farvegi. Sundabraut var efni óundirbúnar fyrirspurnar á borgarstjórnarfundi í dag þegar þær voru leyfðar fyrsta sinni. Íslenskir fjallaleiðsögumenn er eitt þeirra fyrirtækja sem hefur þurft að segja upp öllum starfsmönnum sínum eftir að kórónufaraldurinn tók að geisa. Nú í ágúst er velta fyrirtækisins innan við 10% af veltunni á sama tíma í fyrra. Valgerður Árnadóttir talaði við Arnar Bjarnason forstjóra Íslenskra fjallaleiðsögumanna ----- Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir mikilvægt í efnahagslægð að bregðast við bæði til skemmri og lengri tíma, Rannsóknasjóður, tækniþróunarsjóður og innviðasjóður verða efldir í sérstöku þiggja ára átaksverkefni. Framlög á næsta ári verða aukin um 50%. Kórónu-óþol er ekki sjúkdómur heldur merki um þreytu í samfélögunum vegna tilrauna yfirvalda til að takmarka útbreiðslu kórónu-veirunnar. Óánægja fólks kemur oftar og oftar fram - en er oft á tíðum ekki bundin við skipuleg mótmæli. Fólk finnur upp á allskonar vitleysu þegar allt er bannað. Gísli Kristjánsson hefur dæmi um þetta frá Noregi. Í dag var starfsemi Landspítalans færð af hættustigi, sem hún hefur verið á frá því í vor vegna kórónuveirufaraldursins, niður á óvissustig. Dagleg stjórnun færist í hefðbundið form og takmarkanir á heimsóknum eru rýmkaðar svo nokkuð sé nefnt. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra spítalans, telur þó að starfsemi hans færist líklega ekki alveg í sama horf og var fyrir farsótt, ýmislegt af því sem tekið hafi verið upp vegna hennar skili árangri í baráttu við annað en kórónuveiru. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson. Stjórn útsendingar. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir.
Morgunútvarpið var sent út frá Vestmannaeyjum í dag, en Hulda var stödd þar. Eyjamenn fagna Þjóðhátíð hver með sínu nefi að þessu sinni þar sem ekki verður um nein stórhátíðahöld að ræða. Margir hafa brugðið á það ráð að tjalda hinum hefðbundnu hvítu þjóðhátíðartjöldum úti í garði hjá sér og skapa þar álíka stemmingu og í dalnum, en bara með sínum nánustu. Hulda kíkti í tjaldið hjá Helgu Jónsdóttur og Arnóri Hermannssyni í gærkvöldi og heyrði í þeim hljóðið. Bjargveiði og sauðfjárbúskapur er stundaður í úteyjum Vestmannaeyja. Í eyjunum er gjarna að finna veiðhús og veiðifélög og þar ríkir skemmtileg stemming og sérstök menning. Þau Kristín Bernharðsdóttir, sem er fyrsta konan til að fá inngöngu í veiðifélag, og Svavar Steingrímsson, sem m.a. gengur á Heimaklett nánast á hverjum degi, kíktu í morgunkaffi í Eldheimum. Vignir Skæringsson er einn þeirra sem sjá um mjaldrasysturnar Litlu grá og Litlu hvít sem dvelja í góðu yfirlæti í húsnæði Sea Life Trust í Eyjum, en flytja fljótlega út í Klettsvík. Vignir segir mjaldraþjálfun skemmtilegasta starf sem hann hefur sinnt, en Hulda heimsótti Vigni, og þær systur, í gær. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, komu til okkar og ræddu áhrif niðurfellingar Þjóðhátíðar á bæjarfélagið og íþróttastarfið, stemminguna í bænum og hvernig Eyjamönnum hefur gengið að takast á við ástandið, en fjöldi þeirra smitaðist af kórónuveirunni fyrr í vetur. Eyjamenn eru ekki óvanir því að takast á við stórar áskoranir og við heyrðum hvað þau Íris og Jónas sögðu um framhaldið. Svo heyrðum við líka í ungu Eyjafólki og spurðum hvað ætlar unga fólkið í Eyjum að gera þegar engin er Þjóðhátíðin? Þau Rakel Ýr Leifsdóttir og Patrick M. Rittmuller kíktu í spjall og sögðu okkur frá hvernig unga fólkið tekst á við stöðuna. Tónlist: Logar - Minning um mann. Greifarnir - Sumarnótt. Fjallabræður og Sverrir Bergmann - Þar sem hjartað slær. Erna Gunnarsdóttir og Björgvin Halldórsson - Síðasti dansinn. Skítamórall - Þú veist hvað ég meina mær. Jóhannes Ágúst - Nú meikarðu það Gústi. Hreimur, Magni og Beggi - Lífið er yndislegt. Ingó veðurguð - Takk fyrir mig.
Efnisveitan Ísflix opnar eftir mánuð en um er að ræða fyrstu efnisveituna á Íslandi sem er einungis ólínuleg. Markmið eigenda Ísflix eru að vera opinn vettvangur frjórrar lýðræðislegrar umræðu um íslensk þjóðfélags og menningarmál segir í tilkynningu frá aðstandendum og við heyrðum í einum þeirra, Jóni Kristni Snæhólm, sem var á línunni frá Bretlandi. Svæðisgarðurinn Snæfellsnes er fyrsti og eini svæðisgarðurinn á Íslandi, stofnaður árið 2014. En hvað er svæðisgarður og hvað fer þar fram? Ragnhildur Sigurðardóttir er framkvæmdastjóri garðsins og við hringdum í hana og fengum nánari upplýsingar. Heimildamyndahátíðin Skjaldborg á Patreksfirði hefur löngu fest sig í sessi en þar eru sýndar heimildamyndir af ýmsum gerðum. Vanalega fer hátíðin fram um hvítasunnuhelgina en sökum aðstæðna frestaðist hún í ár og verður hátíðin opnuð á föstudaginn kemur, þann 31. júlí nk. Kristín Arna Sigurðardóttir, Karna, sagði okkur meira af þessari skemmtilegu hátíð. Verslunarmannahelgin er framundan og hefðbundið útihátíðahald verður ekki í boði enda fjöldatakmarkanir í gildi. Einhverjir óttast þó að stórar hópar geti komið saman og svokallaðar sms hátíðir orðið til. Við heyrðum í Oddi Árnasyni yfirlögregluþjóni hjá Lögreglunni á Suðurlandi um viðbúnað vegna þessa. Við slógum í lokin á þráðinn til Vestmannaeyja og heyrðum af forvitnilegu hlaupi sem þar fer fram um helgina, svokölluðu Freyðivíns- og sumarkjólahlaupi. Tinna Tómasdóttir vissi allt um það mál og sagði okkur meira. Tónlist: Valdimar - Hverjum degi nægir sín þjáning. Amy Winehouse - Love is losing game. Leon Bridges - Bad Bad news. Friðrik Ómar og Jógvan - Sveitalíf. Aldís Fjóla - Wake up. Stjórnin - Sumarlag. The Police - Wrapped around your fingers. SSSól - Glugginn. The Cardigans - Youre the storm. Ingó veðurguð - Takk fyrir mig. Moses Hightower - Stundum. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir og Rúnar Róbertsson.
Friðrik Karlsson er einn af yngstu vélstjórum á landinu og er yfirvélstjóri á Harðbaki EA 3. Hann mætti í Sunnudagssögur og sagði frá uppvextinum í Eyjafjarðarsveit og hvernig hann áttaði sig snemma á því að hann vildi vinna í kringum vélar. Hann sagði frá vélstjórnarnáminu og fyrirmyndum sem hann hefur átt í gegnum lífið. Friðrik sagði einnig frá meðfæddum hjartagalla hans og hvernig það hefur mótað sýn hans á lífið. Hann sagði einnig frá lífinu á sjó og hvernig hann ákvað að nýta vélstjórnarmenntun sína til að vinna í sjávarútvegi. Rætt var við Friðrik Karlsson í fyrri hluta þáttarins. Í seinni hluta þáttarins var hringt í sjómenn. Fyrst heyrðum við í Steinunni Káradóttur háseta á á Borgarfirði Eystri. Hún sagði frá uppvexti hennar í kringum sjóinn og rifjaði upp eftirminnileg atvik á ferli hennar sem sjómaður. Síðan var hringt til Vestmannaeyja og rætt þar við Ríkharð Jón Stefansson. Ríkharður er kokkur á Bergey og sagði okkur frá eftirminnilegu atviki þegar hann fékk slæmt hjartaáfall í einum túrnum. Hann sagði okkur einnig frá málverkasýningu sem hann opnaði fyrir stuttu. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir.
Anna Hildur Hildibrandsdóttir aðjúnkt við Háskólann á Bifröst hefur, ásamt Magnúsi Skjöld deildarforseta félagsvísindadeildar og Nirði Sigurjónsyni prófessor, hannað nýtt diplómanám í skapandi greinum við skólann. Náminu er ekki síst beint að þeim sem enn eru leitandi að loknum framhaldsskóla eða hafa flosnað upp úr námi. Skapandi greinar eru vaxandi atvinnuvegur sem kallar á nýja nálgun í skólakerfinu segir hún og bendir á að árangur íslensk hugvits- og listafólks á heimsvísu opni sífellt fleiri tækifæri fyrir þá sem vilja finna störf í fjölbreytileika skapandi greina. Við slógum á þráðinn til Lundúna og heyrðum í Önnu Hildi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fomaður Viðreisnar, kom til okkar en hún spurði stjórnvöld á þingi í gær hvernig þau hygðust opna landið. Við spurðum Þorgerði hvernig hún sér framhaldið fyrir sér og um stöðu Íslands á þessari stundu. Íslendingar ætla að ferðast innanlands í sumar og margt forvitnilegt er í boði víða um land, en það eru þó kannski ekki margir sem bjóða upp á göngutúra með geitur í bandi. Það gera þau Sigríður Ævarsdóttir og Benedikt Líndal á Gufuá í Borgarfirði hins vegar, auk ýmis konar annarrar þjónustu undir heitinu Harmony eða Samspil. Við heyrðum í Sígríði og spurðum nánar út í þetta allt saman. Páley Borgþórsdóttir, aðgerðarstjóri og lögreglustjóri Vestmannaeyja, var á línunni hjá okkur en aðgerðarstjórn vegna Covid lauk störfum í Eyjum í gær, eftir mikið starf og daglega fundi frá 15. mars. Páley sagði okkur frá því hvernig þetta hefur gengið en alls greindust 105 manns með veiruna í Eyjum. Við spurðum líka út í komandi sumar og hvernig skipulagi viðburða verður háttað. Sævar Helgi Bragason mætti með fróðleik úr heimi vísindanna og fjallaði m.a. um lífplast og geimskot á morgun. Vilhjálmur Vilhjálmsson - Tölum saman. Eagles - Take it to the limit. Skítamórall - Aldrei ein. Suzanne Vega - Left of center. Hjálmar - Taktu þessa trommu. Housemartins - Happy hour. Jón Jónsson - Dýrka mest. Elton John - Rocketman. Coney Island Babies - Swirl.
Spegillinn 15. apríl 2020 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Jón Þór Helgason Aðeins sjö COVID-19 smit greindust síðasta sólarhring. Forstjóri íslenskrar erfðagreiningar er vongóður um að bóluefni finnist innan árs. Sóttvarnalæknir segir enga ástæðu til að ætla að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hafi gert einhver mistök í viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum. Trump Bandaríkjaforseti gagnrýnir stofnunina og hefur skrúfað fyrir fjárframlag Bandaríkjanna til hennar. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar segir að það hafi ekki átt að koma stjórnmálamönnum á óvart að sjö útgerðir væru með mál í gangi gegn stjórnvöldum vegna makríls, sem endaði með að Hæstiréttur dæmdi að ríkið væri bótaskylt. Þær hafa krafist rúmlega tíu milljarða króna í skaðabætur Eigandi lítils fyrirtækis í ferðaþjónustu segist ekki gera ráð fyrir neinum viðskiptum að ráði fyrr en eftir eitt ár. Allt sé stopp og engar bókanir berist. Þjóðverjar ætla að slaka lítillega á samkomubanninu í næsta mánuði, hefja skólahald að nýju og heimila með skilyrðum að verslanir upp að ákveðinni stærð verði opnaðar. Íslensk stjórnvöld og Carlsbergsjóðurinn, sem er danskur styrktarsjóður, gefa Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta, og Margréti Þórhildi Danadrottningu sameiginlega afmælisgjöf. Vigdís er níræð í dag en Margrét verður áttræð á morgun. Ný frétt: Fimm sjávarútvegsfyrirtæki, Eskja, Gjögur, Ísfélag Vestmannaeyja, Loðnuvinnslan og Skinney-Þinganes, hafa ákveðið að falla frá kröfum á hendur íslenska ríkinu vegna ágreinings um úthlutun aflaheimilda í makríl. Alls höfðu sjö fyrirtæki stefnt ríkinu og kröfðust rúmlega tíu milljarða króna í skaðabætur en nú hafa fimm fallið frá málssókn, að því er kemur fram í fréttatilkynningu frá þeim. Vinnslustöðin og Huginn hafa ekki tilkynnt um að þau falli frá málssókn. (Frétt sem barst í miðjum Spegli) Lengri umfjallanir Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands er níræð í dag. Vígdís gegndi embætti forseta í fjögur kjörtímabil, frá 1980 til 1996. Hún var fyrsta konan í heiminum sem kosin var þjóðarleiðtogi í frjálsum lýðræðislegum kosningum. Páll Valsson rithöfundur skrifaði ævisögu Vigdísar - Vigdís - kona verður forseti - fyrir rúmum tíu árum. Kristján Sigurjónsson talar við Pál og flutt er brot úr fyrsta nýársávarpi Vigdísar Finnbogadóttur frá 1. janúar 1981. Það tók lögregluna nokkra daga að læra á Covid, en nú hafa störfin verið aðlöguð að farsóttinni. Þetta segir aðstoðaryfirlögregluþjónn í Kópavogi. Lögreglustjórinn á Akureyri missti á tímabili fi
Gestir í Vikulokin voru þau: Frosti Sigurjónson rekstrarhagfræðingur, Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og Sigríður Dögg Auðunsdóttir fréttamaður. Rætt um þriðja orkupakkann, tillögur um úrbætur í húsnæðismálum, mjaldraflutning til Vestmannaeyja og afstöðu fólks og breytni vegna loftslagsmála. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred.