POPULARITY
Siggi Gunnars stýrði Popplandi dagsins í góðu geimi. Tónlist frá útsendingarlogg 2025-02-25 Daniil, Frumburður - Bráðna. CHAKA KHAN - Ain't nobody. BOB MARLEY AND THE WAILERS - Get Up Stand Up. Cooke, Sam - A change is gonna come. EDWIN STARR - War. Salka Sól Eyfeld - Tímaglas. EDDIE VEDDER - Society. Hjálmar - Vor. Mumford and Sons - Rushmere. Bjarni Arason - Aðeins lengur. Björgvin Halldórsson, Edda Borg - Í tangó. MODEL - Lífið er lag. PET SHOP BOYS - Love etc.. SISTER SLEDGE - He's the greatest dancer. Fender, Sam - People Watching. Katla Yamagata - Ókunnuga ástin mín. Young, Lola - Messy. RED HOT CHILI PEPPERS - Breaking the girl. SIGURÐUR GUÐMUNDSSON & MEMFISMAFÍAN - Síðasti móhítóinn. Wallen, Morgan - Love Somebody. PALMI GUNNARSSON - Íslenska Konan. STEVIE WONDER - Sir Duke. HARRY STYLES - Watermelon Sugar. John, Elton - Who Believes In Angels?. Una Torfadóttir, Leikhópur úr sýningunni Stormur - Málum miðbæinn rauðan. David, Damiano - Born With A Broken Heart. STEELY DAN - Reelin' in the Years. Kári Egilsson - In The Morning. Paramore - Ain't it fun. Stóru börnin, Andrea Gylfadóttir - Ég heyri svo vel. Carpenter, Sabrina - Bed Chem. VÆB - Róa. Rednex, Ericson, J. - Cotton eyed Joe. Áhöfnin á Halastjörnunni - Stolt Siglir fleyið mitt. pale moon - I confess. Sigríður Beinteinsdóttir, Celebs - Þokan. HUMAN LEAGUE - Love Action. Michael, George - Flawless - Go to the city. Thee Sacred Souls - Live for You. Nýdönsk - Raunheimar. MANNAKORN - Sölvi Helgason. Isadóra Bjarkardóttir Barney, Örn Gauti Jóhannsson, Matthews, Tom Hannay, Vilberg Andri Pálsson - Stærra. Supersport! - Gráta smá. Júlí Heiðar Halldórsson, Þórdís Björk Þorfinnsdóttir - Eldur. Snorri Helgason - Borgartún.
Samtökin '78, Félag íslenskra teiknara og Miðstöð hönnunar og arkitektúrs standa nú fyrir samkeppni um tákn fyrir kynhlutlaus rými, svo sem salerni, búningsklefa, sturtuaðstöðu o.fl. Fimm ár eru liðin frá því að lög um kynrænt sjálfræði voru samþykkt og Ísland er fremst í flokki hvað varðar lög sem þessi. Hins vegar er vandað og skýrt tákn fyrir kynhlutlaus rými enn ekki til. Samtökin '78 fá margar fyrirspurnir frá fyrirtækjum og stofnunum varðandi táknnotkun, bæði hérlendis og erlendis frá. Anton Jónas Illugason, formaður Félags íslenskra teiknara og Magnús Bjarni Gröndal rekstrarstjóri samtakanna 78 komu í þáttinn í dag. Georg Lúðvíksson, sérfræðingur í heimilisfjármálum, var hjá okkur í dag eins og undanfarna mánudaga með það sem við köllum Fjármálin á mannamáli. Í þetta sinn ætlar hann að velta fyrir sér fjárhagslegu uppeldi og koma með einhver góð ráð í þeim málum. Lesandi vikunnar í þetta sinn var svo Birta Björnsdóttir fréttakona, hún setti sér markmið fyrir nokkrum árum að lesa visst margar bækur á ári, en þurfti svo aðeins að endurskoða þau markmið. Við heyrðum betur af því og svo sagði hún okkur auðvitað frá því hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Birta talaði um eftirfarandi bækur og höfunda: Líkami okkar, þeirra vígvöllur e. Christinu Lamb Sjö fermetrar með lás e. Jussi Adler Olsen Bókasafn föður míns e. Ragnar Helga Ólafsson Isabel Allende, og Hús andanna Einar Kárason, Óvinafögnuður, Killiansfólkið, Djöflaeyjan og Gulleyjan. Tónlist í þættinum í dag: Stúlkan / Todmobile (Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson og Andrea Gylfadóttir) Svarthvíta hetjan mín / Dúkkulísur (Gréta Jóna Sigurjónsdóttir) Hún ógnar mér / Flott (Ragnhildur Veigarsdóttir og Vigdís Hafliðadóttir) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Við fjölluðum um efnahag landsins; reyndum að átta okkur á stöðunni með Katrínu Ólafsdóttur, dósent í hagfræði við Háskólann í Reykjavík. Enn er hér talsverð verðbólga og háir vextir, og snurða hlaupin á þráðinn í kjaraviðræðunum. Þá blasa við mikil útgjöld vegna Grindavíkur. Björn Malmquist, fréttamaður í Brussel, færði okkur tíðindi úr stjórnmálunum í Evrópu. Pólland, Úkraína og Þýskaland komu meðal annars við sögu. Og frá Brussel ferðuðumst við rúma 300 kílómetra í suðvestur; til Parísar. Hálft ár er í að Ólympíuleikarnir hefjist þar í borg. Þar munu meira en tíu þúsund íþróttamenn reyna með sér í fjölda greina og von er á nokkrum milljónum gesta að fylgjast með. Undirbúningur hefur staðið lengi enda ætla Frakkarnir sér að gera þetta vel. Við forvitnuðumst um framkvæmdir og annað tengt leikunum; Kristín Jónsdóttir, kennari og leiðsögumaður í París - Parísardaman, eins og hún er stundum kölluð talaði við okkur. Tónlist Borgardætur, Andrea Gylfadóttir - Ég ann þér allt of heitt. Webster, Ben, Mulligan, Gerry, Rowles, Jimmy, Lewis, Mel, Vinnegar, Leroy - In a mellotone. Júníus Meyvant - Rise up. Fugain, Michel - Une belle histoire.
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR Þátturinn var í beinni útsendingu frá Ljósinu á Langholtsveginum en Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess. Í Ljósinu er lögð áhersla á að umhverfið sé styðjandi, að það sé heimilislegt, notalegt og að fólk finni að sé velkomið og allir eru jafn mikilvægir. Starfsemin byggir á hugmyndafræði iðjuþjálfunar, á þeirri sýn að það að hafa eitthvað fyrir stafni sé jafn nauðsynlegt heilsu fólks og að draga andann. Við ræddum við fólkið á staðnum, starfsfólk og þjónustuþega: Fyrst sagði Áslaug Helga Aðalsteinsdóttir, sjúkraþjálfari okkur frá starfsseminni í heild og sínu starfi. Svo töluðum við við Stefán Örn Þórisson, þjónustuþega sem sagði okkur líka frá því hvað er í boði fyrir karlmenn í Ljósinu og hvernig Ljósið hefur gagnast honum. Guðrún Friðriksdóttir, iðjuþjálfi í Ljósinu, settist svo hjá okkur í spjall, en hún vinnur í móttöku Ljóssins. Hún sagði okkur líka frá þjónustu við fólk af erlendum uppruna í Ljósinu Þá var það Sara Pétursdóttir og hún sagði okkur sína reynslusögu og sína upplifun af þjónustunni, en hún leitaði til ljóssins strax daginn eftir að hún greindist með brjóstakrabbamein. Að lokum deildi Sólveig Ása Tryggvadóttir sinni reynslu af endurhæfingunni í Ljósinu. Tónlist í þættinum í dag: Jólaljósin / Borgardætur (erl. Lag, texti Andrea Gylfadóttir) Jólarómantík / Stefán Hilmars og Ragga Gröndal (erl. lag, texti Kristján Hreinsson) Hin fyrstu jól / Hljómeyki (lag Ingibjörg Þorbergs, texti Kristján frá Djúpalæk) The Christmas Waltz / Ronnie Aldrich and his two pianos (Styne & Cahn)
Þátturinn var í beinni útsendingu frá Ljósinu á Langholtsveginum en Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess. Í Ljósinu er lögð áhersla á að umhverfið sé styðjandi, að það sé heimilislegt, notalegt og að fólk finni að sé velkomið og allir eru jafn mikilvægir. Starfsemin byggir á hugmyndafræði iðjuþjálfunar, á þeirri sýn að það að hafa eitthvað fyrir stafni sé jafn nauðsynlegt heilsu fólks og að draga andann. Við ræddum við fólkið á staðnum, starfsfólk og þjónustuþega: Fyrst sagði Áslaug Helga Aðalsteinsdóttir, sjúkraþjálfari okkur frá starfsseminni í heild og sínu starfi. Svo töluðum við við Stefán Örn Þórisson, þjónustuþega sem sagði okkur líka frá því hvað er í boði fyrir karlmenn í Ljósinu og hvernig Ljósið hefur gagnast honum. Guðrún Friðriksdóttir, iðjuþjálfi í Ljósinu, settist svo hjá okkur í spjall, en hún vinnur í móttöku Ljóssins. Hún sagði okkur líka frá þjónustu við fólk af erlendum uppruna í Ljósinu Þá var það Sara Pétursdóttir og hún sagði okkur sína reynslusögu og sína upplifun af þjónustunni, en hún leitaði til ljóssins strax daginn eftir að hún greindist með brjóstakrabbamein. Að lokum deildi Sólveig Ása Tryggvadóttir sinni reynslu af endurhæfingunni í Ljósinu. Tónlist í þættinum í dag: Jólaljósin / Borgardætur (erl. Lag, texti Andrea Gylfadóttir) Jólarómantík / Stefán Hilmars og Ragga Gröndal (erl. lag, texti Kristján Hreinsson) Hin fyrstu jól / Hljómeyki (lag Ingibjörg Þorbergs, texti Kristján frá Djúpalæk) The Christmas Waltz / Ronnie Aldrich and his two pianos (Styne & Cahn) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Ríkisfjármálin voru til umfjöllunar þegar Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Heimildarinnar, kom í vikulegt spjall. Fjárlagafrumvarpið hefur breyst töluvert frá því það var lagt fram og enn eru útgjöld þessa árs aukin, eins og sjá má í frumvarpi til fjáraukalaga. Við ræddum líka um gengi frumkvöðla í viðskiptalífinu vestan hafs, sem er fallvalt, eins og við komumst að. Olaf Scholz er óvinsælasti kanslari Þýskalands frá upphafi mælinga. Arthúr Björgvin Bollason sagði okkur hvernig á því stendur í Berlínarspjalli. Pisa-könnunin var einnig á dagskrá en það er engu minni óánægja með niðurstöður hennar í Þýskalandi en hér. Afskaplega kalt hefur verið í Skagafirðinum undanfarið, svo að þurft hefur að biðja íbúa að spara heita vatnið og láta ekki renna í heita potta. En það er ýmislegt fleira á seyði þar, eins og Sólborg S. Borgarsdóttir, forseti sveitarstjórnar í Skagafirði, ræddi við okkur. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir. Tónlist: It's a blue world - Ray Eberle River - Joni Mitchell Angstfrei - Herbert Grönemeyer Veðrið er herfilegt - Sigurður Guðmundsson og Memfismafían, Andrea Gylfadóttir.
Ríkisfjármálin voru til umfjöllunar þegar Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Heimildarinnar, kom í vikulegt spjall. Fjárlagafrumvarpið hefur breyst töluvert frá því það var lagt fram og enn eru útgjöld þessa árs aukin, eins og sjá má í frumvarpi til fjáraukalaga. Við ræddum líka um gengi frumkvöðla í viðskiptalífinu vestan hafs, sem er fallvalt, eins og við komumst að. Olaf Scholz er óvinsælasti kanslari Þýskalands frá upphafi mælinga. Arthúr Björgvin Bollason sagði okkur hvernig á því stendur í Berlínarspjalli. Pisa-könnunin var einnig á dagskrá en það er engu minni óánægja með niðurstöður hennar í Þýskalandi en hér. Afskaplega kalt hefur verið í Skagafirðinum undanfarið, svo að þurft hefur að biðja íbúa að spara heita vatnið og láta ekki renna í heita potta. En það er ýmislegt fleira á seyði þar, eins og Sólborg S. Borgarsdóttir, forseti sveitarstjórnar í Skagafirði, ræddi við okkur. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir. Tónlist: It's a blue world - Ray Eberle River - Joni Mitchell Angstfrei - Herbert Grönemeyer Veðrið er herfilegt - Sigurður Guðmundsson og Memfismafían, Andrea Gylfadóttir.
Staðan í og við Grindavík var rædd í þættinum í dag. Jóhann Friðrik Friðriksson þingmaður Framsóknarflokksins og Ásthildur Lóa Þórsdóttir þingmaður Flokks fólksins, sitja bæði á þingi fyrir Suðurkjördæmi og komu til okkar. Dagný Kristjánsdóttir, prófessor emeritus, kom líka til okkar og ræddi um Stellu Hauksdóttur, baráttukonu og alþýðuhetju. Hún hefði orðið sjötug í dag, en lést árið 2015. Umsjón: Eyrún Magnúsdóttir og Þórunn Elísabet Bogadóttir. Tónlist: Tónlist frá útsendingarlogg 2023-11-17 Butterfield, Billy, Guarnieri, Johnny, D'Amico, Hank, Taylor, Billy, Cole, Cozy, Young, Lester - These foolish things. Granda, Chabuca - Landó. Elín Eyþórsdóttir Söebech - Why won't you love me. Hljómsveit, Elín Eyþórsdóttir Söebech - Vegbúinn. Stella Hauksdóttir - Hugljómun. Andrea Gylfadóttir, Hafþór Ólafsson - Von.
Staðan í og við Grindavík var rædd í þættinum í dag. Jóhann Friðrik Friðriksson þingmaður Framsóknarflokksins og Ásthildur Lóa Þórsdóttir þingmaður Flokks fólksins, sitja bæði á þingi fyrir Suðurkjördæmi og komu til okkar. Dagný Kristjánsdóttir, prófessor emeritus, kom líka til okkar og ræddi um Stellu Hauksdóttur, baráttukonu og alþýðuhetju. Hún hefði orðið sjötug í dag, en lést árið 2015. Umsjón: Eyrún Magnúsdóttir og Þórunn Elísabet Bogadóttir. Tónlist: Tónlist frá útsendingarlogg 2023-11-17 Butterfield, Billy, Guarnieri, Johnny, D'Amico, Hank, Taylor, Billy, Cole, Cozy, Young, Lester - These foolish things. Granda, Chabuca - Landó. Elín Eyþórsdóttir Söebech - Why won't you love me. Hljómsveit, Elín Eyþórsdóttir Söebech - Vegbúinn. Stella Hauksdóttir - Hugljómun. Andrea Gylfadóttir, Hafþór Ólafsson - Von.
Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var tónlistarmaðurinn Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Hann hefur verið í fjölmörgum hljómsveitum í gegnum tíðina, Exodus, Pax Vobis, Geira Sæm og Hungangstunglinu, Tweety og svo auðvitað Todmobile. Hann hefur samið tónlist fyrir söngleiki, þrisvar samið lög sem hafa keppt fyrir Íslands hönd í Eurovision og er nú tónlistarstjóri hjá Menningarfélagi Akureyrar og framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Norðulands. Við fórum með Þorvaldi í dag aftur í tímann, könnuðum upphafið í Árbænum og brunuðum svo á handahlaupum í gegnum lífið til dagsins í dag. Framundan eru 35 ára afmælistónleikar Todmobile þar sem þrjár af stærstu stjörnum níunda áratugarins stíga á stokk með hljómsveitinni í Hörpu og svo sagði Þorvaldur okkur einnig frá 30 ára afmælisdagskrá Sinfóníuhljómsveitarinnar. Sigurlaug Margrét mætti svo til okkar í matarspjall dagsins og enn vorum við að tala um Campbells súpur. Sigurður Þorri Gunnarsson, sem kom öllu þessu súputali af stað hjá okkur fyrir tveimur vikum, var aftur með okkur ogið skoðum uppskriftir sem við höfum fengið sendar frá hlustendum og fleira. Tónlist í þættinum Stelpurokk / Todmobile (Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson og Andrea Gylfadóttir) Brúðkaupsvísur / Þursaflokkurinn (Egill Ólafsson og Vigfús frá Leirulæk) The Riddle / Nik Kershaw & Todmobile (Nik Kershaw) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON
Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var tónlistarmaðurinn Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Hann hefur verið í fjölmörgum hljómsveitum í gegnum tíðina, Exodus, Pax Vobis, Geira Sæm og Hungangstunglinu, Tweety og svo auðvitað Todmobile. Hann hefur samið tónlist fyrir söngleiki, þrisvar samið lög sem hafa keppt fyrir Íslands hönd í Eurovision og er nú tónlistarstjóri hjá Menningarfélagi Akureyrar og framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Norðulands. Við fórum með Þorvaldi í dag aftur í tímann, könnuðum upphafið í Árbænum og brunuðum svo á handahlaupum í gegnum lífið til dagsins í dag. Framundan eru 35 ára afmælistónleikar Todmobile þar sem þrjár af stærstu stjörnum níunda áratugarins stíga á stokk með hljómsveitinni í Hörpu og svo sagði Þorvaldur okkur einnig frá 30 ára afmælisdagskrá Sinfóníuhljómsveitarinnar. Sigurlaug Margrét mætti svo til okkar í matarspjall dagsins og enn vorum við að tala um Campbells súpur. Sigurður Þorri Gunnarsson, sem kom öllu þessu súputali af stað hjá okkur fyrir tveimur vikum, var aftur með okkur ogið skoðum uppskriftir sem við höfum fengið sendar frá hlustendum og fleira. Tónlist í þættinum Stelpurokk / Todmobile (Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson og Andrea Gylfadóttir) Brúðkaupsvísur / Þursaflokkurinn (Egill Ólafsson og Vigfús frá Leirulæk) The Riddle / Nik Kershaw & Todmobile (Nik Kershaw) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON
Þórir Guðmundsson hefur í eitt og hálft ár starfað á vegum utanríkisráðuneytisins hjá Atlantshafsbandalaginu í Eistlandi. Hann sagði frá störfum sínum, hernaðaruppbyggingu Eista og lífinu og tilverunni í landinu. Ásgeir Brynjar Torfason fór yfir stöðu efnahagsmála í Rússlandi, Úkraínu og Eystrasaltsríkjunum. Staðan í Rússlandi er betra en ætla mætti en úkraínskur efnahagur hefur farið aftur um fimmtán ár frá því Rússar réðust inn í landið. Almennt talað eru efnahagshorfur í Eystrasaltsríkjunum ágætar. Kaupsýslumaðurinn Mohamed Al Fayed lést á dögunum í hárri elli. Hann var aðsópsmikill og litríkur og sett svip sinn á brekst þjóðlíf um árabil. Hann átti um skeið Harrods-verslunina og knattspyrnuliðið Fulham og var faðir Dodis, unnusta Díönu prinsessu. Vera Illugadóttir sagði frá Al Fayed og skrautlegu lífshlaupi hans. Tónlist: Aldrei flýgur hún aftur - Andrea Gylfadóttir, While my guitar gently weeps - Bítlarnir, Suveteed - Artur Rinne, Streets of London - Roger Whittaker. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson.
Þórir Guðmundsson hefur í eitt og hálft ár starfað á vegum utanríkisráðuneytisins hjá Atlantshafsbandalaginu í Eistlandi. Hann sagði frá störfum sínum, hernaðaruppbyggingu Eista og lífinu og tilverunni í landinu. Ásgeir Brynjar Torfason fór yfir stöðu efnahagsmála í Rússlandi, Úkraínu og Eystrasaltsríkjunum. Staðan í Rússlandi er betra en ætla mætti en úkraínskur efnahagur hefur farið aftur um fimmtán ár frá því Rússar réðust inn í landið. Almennt talað eru efnahagshorfur í Eystrasaltsríkjunum ágætar. Kaupsýslumaðurinn Mohamed Al Fayed lést á dögunum í hárri elli. Hann var aðsópsmikill og litríkur og sett svip sinn á brekst þjóðlíf um árabil. Hann átti um skeið Harrods-verslunina og knattspyrnuliðið Fulham og var faðir Dodis, unnusta Díönu prinsessu. Vera Illugadóttir sagði frá Al Fayed og skrautlegu lífshlaupi hans. Tónlist: Aldrei flýgur hún aftur - Andrea Gylfadóttir, While my guitar gently weeps - Bítlarnir, Suveteed - Artur Rinne, Streets of London - Roger Whittaker. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson.
Aldrei hafa fleiri verið á flótta í heiminum en í lok síðasta árs, samkvæmt skýrslu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna sem kom út í gær. Innrásin í Úkraínu er auðvitað einn stærsti þátturinn í því, en líka fjöldi annarra stríðsátaka og annars konar erfiðleika. Eva Bjarnadóttir sviðsstjóri hjá UNICEF var gestur Morgunvaktarinnar. Í Heimsglugga vikunnar fór Bogi Ágústsson yfir ákærur á hendur Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta vegna leyniskjala sem hann geymdi á setri sínu, vandamál Boris Johnsons og Nicolu Sturgeon í Bretland og minntist annars góðkunningja þáttarins, Silvio Berlusconi. Við fórum líka í heimsókn í Stykkishólmskirkju en á dögunum valdi alþjóðlega byggingarlistartímaritið Architectural Digest kirkjuna sem eina af 10 fegurstu kirkjum heims. Guðni Tómasson fór og hitti sóknarprestinn í Stykkishólmi séra Gunnar Eirík Hauksson. Tónlist: All Things Are Quite Silent - Steeleye Span Vér göngum svo léttir í lundu - Andrea Gylfadóttir & Tríó Bjössa Thor Umsjón: Vera Illugadóttir og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Aldrei hafa fleiri verið á flótta í heiminum en í lok síðasta árs, samkvæmt skýrslu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna sem kom út í gær. Innrásin í Úkraínu er auðvitað einn stærsti þátturinn í því, en líka fjöldi annarra stríðsátaka og annars konar erfiðleika. Eva Bjarnadóttir sviðsstjóri hjá UNICEF var gestur Morgunvaktarinnar. Í Heimsglugga vikunnar fór Bogi Ágústsson yfir ákærur á hendur Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta vegna leyniskjala sem hann geymdi á setri sínu, vandamál Boris Johnsons og Nicolu Sturgeon í Bretland og minntist annars góðkunningja þáttarins, Silvio Berlusconi. Við fórum líka í heimsókn í Stykkishólmskirkju en á dögunum valdi alþjóðlega byggingarlistartímaritið Architectural Digest kirkjuna sem eina af 10 fegurstu kirkjum heims. Guðni Tómasson fór og hitti sóknarprestinn í Stykkishólmi séra Gunnar Eirík Hauksson. Tónlist: All Things Are Quite Silent - Steeleye Span Vér göngum svo léttir í lundu - Andrea Gylfadóttir & Tríó Bjössa Thor Umsjón: Vera Illugadóttir og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Heimildarinnar, fór yfir það helsta í efnahag og samfélagi þjóðarinnar. Svo sem fjármál sveitarfélaganna og ákvörðun bandaríska lyfjaeftirlitsins sem hefur sett rautt strik í reikning Alvotech. Arthúr Björgvin Bollason fjallaði um lokun kjarnorkuvera í Þýskalandi og hugmyndir um lögleiðingu kannabisefna í Berlínarspjalli. Ástríður Birna Árnadóttir og Stefanía Helga Pálmarsdóttir aðalhönnuðir útsýnispalls á fjalli Seyðfirðinga, Bjólfi, sögðu frá útsýnispallinum sem hefur hlotið heitið Baugur Bjólfs en framkvæmdin hefur fengið styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamála. Tónlist: Vorvindar glaðir - Andrea Gylfadóttir, Vaki, vaki vinur minn - Erla Þorsteinsdóttir, That Ole Devil Called Love - Tríó Sigurðar Flosasonar, With your eyes closed - Fabúla (Margrét Kristín Sigurðardóttir). Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir.
Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Heimildarinnar, fór yfir það helsta í efnahag og samfélagi þjóðarinnar. Svo sem fjármál sveitarfélaganna og ákvörðun bandaríska lyfjaeftirlitsins sem hefur sett rautt strik í reikning Alvotech. Arthúr Björgvin Bollason fjallaði um lokun kjarnorkuvera í Þýskalandi og hugmyndir um lögleiðingu kannabisefna í Berlínarspjalli. Ástríður Birna Árnadóttir og Stefanía Helga Pálmarsdóttir aðalhönnuðir útsýnispalls á fjalli Seyðfirðinga, Bjólfi, sögðu frá útsýnispallinum sem hefur hlotið heitið Baugur Bjólfs en framkvæmdin hefur fengið styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamála. Tónlist: Vorvindar glaðir - Andrea Gylfadóttir, Vaki, vaki vinur minn - Erla Þorsteinsdóttir, That Ole Devil Called Love - Tríó Sigurðar Flosasonar, With your eyes closed - Fabúla (Margrét Kristín Sigurðardóttir). Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir.
Leikin er tónlist sem á uppruna sinn í þýskumælandi löndum og einnig dönsk og norsk tónlist, sem sungin er á íslensku og líka á upprunamálunum. Flytjendur eru Magnús Pétursson, Aðalsteinn Ísfjörð, Helena Eyjólfsdóttir, Valdemar Davids, Lolita, Egill Ólafsson og Ragnhildur Gísladóttir, Jóhann Möller, Alfreð Clausen og Tónasystur, Kristbjörn Bjarnason og Andrea Gylfadóttir og Tríó Björns Thoroddsen. Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Leikin er tónlist sem á uppruna sinn í þýskumælandi löndum og einnig dönsk og norsk tónlist, sem sungin er á íslensku og líka á upprunamálunum. Flytjendur eru Magnús Pétursson, Aðalsteinn Ísfjörð, Helena Eyjólfsdóttir, Valdemar Davids, Lolita, Egill Ólafsson og Ragnhildur Gísladóttir, Jóhann Möller, Alfreð Clausen og Tónasystur, Kristbjörn Bjarnason og Andrea Gylfadóttir og Tríó Björns Thoroddsen. Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Hefnigjarnir kirkjusmiðir, undarleg lest, hættuleg herbergi og margt fleira kemur fyrir í þættinum.
Í gær voru rétt 40 ár frá því Kvennaathvarfið í Reykjavík var opnað af Samtökum um kvennaathvarf. Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, kom í þáttinn í dag og við fengum hana til að fræða okkur um sögu athvarfsins, hvernig þróunin hefur verið á þessum 40 árum og hver staðan er í dag. Það stendur meðal annars yfir söfnun fyrir nýju athvarfi sem á að byggja og þjónustan er sífellt að aukast. Lionsklúbburinn Ægir fór fyrst að Sólheimum árið 1957 með jólagjafir fyrir þau börn sem þar bjuggu. Allar götur síðan, eða í 65 ár, hefur klúbburinn farið á aðventunni og staðið fyrir aðventuskemmtun. Það var ákveðið fyrir tveimur árum að fanga stemninguna og gefa út geisladisk og með sölu hans er verið að safna fyrir Hljóðfærasjóði Sólheima. Næstu helgi er Sólheimamarkaður í Kringlunni þar sem fólkið á Sólheimum kemur í bæinn og selur vörur sem unnar eru á vinnustofum Sólheima. Við töluðum við Magneu Tómasdóttur tónlistar- og söngkonu, sem hefur haldið utan um verkefnið. Við fengum svo að lokum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni og í korti dagsins hélt Magnús áfram að fjalla um fólkið og ástandið á Kúbu, en ferðin hefur greinilega haft mikil og djúp áhrif á hann. Hann hefur ekki trú á að stjórnarfarið geti enst mikið lengur áfram, byltingin er að éta börnin sín og unga fólkið, nýju kynslóðirnar vilja breytingar, enda geta stjórnvöld ekki lengur einokað upplýsingaflæðið nú þegar internetið hefur opnað sýn í aðra og betri veröld en þá sem fólk býr við á Kúbu, en þar ríkir vaxandi fátækt, skortur og kúgun. Tónlist í þættinum í dag: Jólaljósin / Borgardætur (Leveen, Breen, Sampson og Andrea Gylfadóttir) Er líða fer að jólum / Sigurður Guðmundsson og Sigríður Thorlacius (Gunnar Þórðarson og Ómar Ragnarsson) Ó grýla / Björgvin Franz og Sólheimakórinn (D. Barbour og Ómar Ragnarsson) Gleði og friðarjól / Pálmi Gunnarsson (Magnús Eiríksson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Í gær voru rétt 40 ár frá því Kvennaathvarfið í Reykjavík var opnað af Samtökum um kvennaathvarf. Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, kom í þáttinn í dag og við fengum hana til að fræða okkur um sögu athvarfsins, hvernig þróunin hefur verið á þessum 40 árum og hver staðan er í dag. Það stendur meðal annars yfir söfnun fyrir nýju athvarfi sem á að byggja og þjónustan er sífellt að aukast. Lionsklúbburinn Ægir fór fyrst að Sólheimum árið 1957 með jólagjafir fyrir þau börn sem þar bjuggu. Allar götur síðan, eða í 65 ár, hefur klúbburinn farið á aðventunni og staðið fyrir aðventuskemmtun. Það var ákveðið fyrir tveimur árum að fanga stemninguna og gefa út geisladisk og með sölu hans er verið að safna fyrir Hljóðfærasjóði Sólheima. Næstu helgi er Sólheimamarkaður í Kringlunni þar sem fólkið á Sólheimum kemur í bæinn og selur vörur sem unnar eru á vinnustofum Sólheima. Við töluðum við Magneu Tómasdóttur tónlistar- og söngkonu, sem hefur haldið utan um verkefnið. Við fengum svo að lokum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni og í korti dagsins hélt Magnús áfram að fjalla um fólkið og ástandið á Kúbu, en ferðin hefur greinilega haft mikil og djúp áhrif á hann. Hann hefur ekki trú á að stjórnarfarið geti enst mikið lengur áfram, byltingin er að éta börnin sín og unga fólkið, nýju kynslóðirnar vilja breytingar, enda geta stjórnvöld ekki lengur einokað upplýsingaflæðið nú þegar internetið hefur opnað sýn í aðra og betri veröld en þá sem fólk býr við á Kúbu, en þar ríkir vaxandi fátækt, skortur og kúgun. Tónlist í þættinum í dag: Jólaljósin / Borgardætur (Leveen, Breen, Sampson og Andrea Gylfadóttir) Er líða fer að jólum / Sigurður Guðmundsson og Sigríður Thorlacius (Gunnar Þórðarson og Ómar Ragnarsson) Ó grýla / Björgvin Franz og Sólheimakórinn (D. Barbour og Ómar Ragnarsson) Gleði og friðarjól / Pálmi Gunnarsson (Magnús Eiríksson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Leikin eru lög eftir bandarísku lagasmiðina Jerry Leiber og Mike Stoller, sem íslenskt tónlistarfólk flytur. Flytjendur eru Berti Möller og Hljómsveit Svavars Gests, Stefán Jónsson og Lúdó sextett, SAS tríóið, Andrea Gylfadóttir og Blúsmenn, Björgvin Halldórsson í hlutverki Bödda Billó, Lónlí blú bojs, Laddi, Friðrik Óma, Roof Tops og Hundur í óskilum. Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Leikin eru lög eftir bandarísku lagasmiðina Jerry Leiber og Mike Stoller, sem íslenskt tónlistarfólk flytur. Flytjendur eru Berti Möller og Hljómsveit Svavars Gests, Stefán Jónsson og Lúdó sextett, SAS tríóið, Andrea Gylfadóttir og Blúsmenn, Björgvin Halldórsson í hlutverki Bödda Billó, Lónlí blú bojs, Laddi, Friðrik Óma, Roof Tops og Hundur í óskilum. Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Jónas Hallgrímsson var ekki bara skáld gott og fræðimaður, hann var líka ötull nýyrðasmiður. Leðurblaka, lambasteik og ljóshraði eru meðal orða úr hans smiðju. Á sporbaug, nýyrði Jónasar Hallgrímssonar er heiti bókar eftir Önnu Sigríði Þráinsdóttur málfræðing og Elínu Elísabetu Einarsdóttur teiknara. Þær komu í þáttinn og spjölluðu um Jónas og nýyrðin hans. Kosið var í Danmörku í gær. Haraldur Bjarnason, fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu, spjallaði um úrslitin og stöðuna í pólitíkinni og ýmislegt fleira danskt en hann er búsettur þar ytra. Misjafnlega vel er tekið á móti börnum af erlendum uppruna í íslenskum grunnskólum. Hermína Gunnþórsdóttir, prófessor við Háskólann á Akureyri, sagði frá niðurstöðum rannsókna á efninu í spjalli við Ólöfu Rún Erlendsdóttur fréttamann. Tónlist: Mattissong - Michael Bundessen, Forarssdag - Anne Linnet, Vísur Íslendinga (Hvað er svo glatt) - Andrea Gylfadóttir og Tríó Björns Thoroddsen. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson.
Jónas Hallgrímsson var ekki bara skáld gott og fræðimaður, hann var líka ötull nýyrðasmiður. Leðurblaka, lambasteik og ljóshraði eru meðal orða úr hans smiðju. Á sporbaug, nýyrði Jónasar Hallgrímssonar er heiti bókar eftir Önnu Sigríði Þráinsdóttur málfræðing og Elínu Elísabetu Einarsdóttur teiknara. Þær komu í þáttinn og spjölluðu um Jónas og nýyrðin hans. Kosið var í Danmörku í gær. Haraldur Bjarnason, fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu, spjallaði um úrslitin og stöðuna í pólitíkinni og ýmislegt fleira danskt en hann er búsettur þar ytra. Misjafnlega vel er tekið á móti börnum af erlendum uppruna í íslenskum grunnskólum. Hermína Gunnþórsdóttir, prófessor við Háskólann á Akureyri, sagði frá niðurstöðum rannsókna á efninu í spjalli við Ólöfu Rún Erlendsdóttur fréttamann. Tónlist: Mattissong - Michael Bundessen, Forarssdag - Anne Linnet, Vísur Íslendinga (Hvað er svo glatt) - Andrea Gylfadóttir og Tríó Björns Thoroddsen. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson.
Fjallað var um atvinnuleysið í landinu en það hefur aldrei verið jafn mikið og nú. 21 þúsund eru án vinnu nú í byrjun árs og fimm þúsund á hlutabótaleið. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að framhaldið muni ráðast af ganginum í bólusetningum í heiminum. Verst er ástandið á Suðurnesjum þar sem næstum fjórðungur íbúa er án vinnu. Útbreiðsla kórónuveirunnar í Bretlandi er svo að segja stjórnlaus. Aðgerðir stjórnvalda, svo sem útgöngubann, hafa ekki virkað sem skildi. Sigrún Davíðsdóttir fór yfir gang mála í Lundúnaspjalli. Kosið verður til þings í Ísrael í mars. Kosningarnar verða þær fjórðu í landinu á innan við tveimur árum. Vera Illugadóttir ræddi um stjórnmálaástandið í Ísrael, meint spillingarmál Netanyahus forsætisráðherra og bólusetningu við covid-19 en þegar hefur um fimmtungur ísraelsku þjóðarinnar verið bólusettur. Tónlist: Horse with no name - America, A hundred dreams ago - Duke Ellington, Braggablús - Andrea Gylfadóttir, Krummi svaf í klettagjá - Tríó Björns Thoroddsen.
Fjallað var um atvinnuleysið í landinu en það hefur aldrei verið jafn mikið og nú. 21 þúsund eru án vinnu nú í byrjun árs og fimm þúsund á hlutabótaleið. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að framhaldið muni ráðast af ganginum í bólusetningum í heiminum. Verst er ástandið á Suðurnesjum þar sem næstum fjórðungur íbúa er án vinnu. Útbreiðsla kórónuveirunnar í Bretlandi er svo að segja stjórnlaus. Aðgerðir stjórnvalda, svo sem útgöngubann, hafa ekki virkað sem skildi. Sigrún Davíðsdóttir fór yfir gang mála í Lundúnaspjalli. Kosið verður til þings í Ísrael í mars. Kosningarnar verða þær fjórðu í landinu á innan við tveimur árum. Vera Illugadóttir ræddi um stjórnmálaástandið í Ísrael, meint spillingarmál Netanyahus forsætisráðherra og bólusetningu við covid-19 en þegar hefur um fimmtungur ísraelsku þjóðarinnar verið bólusettur. Tónlist: Horse with no name - America, A hundred dreams ago - Duke Ellington, Braggablús - Andrea Gylfadóttir, Krummi svaf í klettagjá - Tríó Björns Thoroddsen.
Tuttugu ár eru liðin frá því að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna undirritaði ályktun um konur, frið og öryggi. Hverju hefur þetta breytt? Og hvaða áhrif hefur aðkoma kvenna að friðar- og öryggismálum? Helen María Ólafsdóttir er sérfræðingur um öryggismál og uppbyggingu öryggis fyrir Sameinuðu þjóðirnar í Sómalíu og hún ræddi við okkur um þessi mál og stöðu mála í Sómalíu. Ljóst er að áherslur Bandaríkjamanna í utanríkismálum breytast með nýjum manni í Hvíta húsinu. Biden leggur meira upp úr samstarfi þjóðanna en Trump og líklegt að áhrifa þess muni gæta í Evrópu. Bogi Ágústsson fór yfir málið í Heimsglugganum eftir Morgunfréttirnar en sökum írsks uppruna forsetans verðandi hefur hann sérstakan áhuga á áhrifum Brexit; Írar og Bretar eiga jú sameiginleg landamæri á eyjunni grænu. Það er hvasst víða á landinu og enn hvessir í dag. Hvernig viðrar á Hólmavík? Við spyrjum að því á níunda tímanum þegar við slógum á þráðinn til Þorgeirs Pálssonar, sveitarstjóra Strandabyggðar, og spjölluðum við hann um daginn og veginn. Tónlist: Ömmubæn - Andrea Gylfadóttir Reunion - The Chieftains
Tuttugu ár eru liðin frá því að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna undirritaði ályktun um konur, frið og öryggi. Hverju hefur þetta breytt? Og hvaða áhrif hefur aðkoma kvenna að friðar- og öryggismálum? Helen María Ólafsdóttir er sérfræðingur um öryggismál og uppbyggingu öryggis fyrir Sameinuðu þjóðirnar í Sómalíu og hún ræddi við okkur um þessi mál og stöðu mála í Sómalíu. Ljóst er að áherslur Bandaríkjamanna í utanríkismálum breytast með nýjum manni í Hvíta húsinu. Biden leggur meira upp úr samstarfi þjóðanna en Trump og líklegt að áhrifa þess muni gæta í Evrópu. Bogi Ágústsson fór yfir málið í Heimsglugganum eftir Morgunfréttirnar en sökum írsks uppruna forsetans verðandi hefur hann sérstakan áhuga á áhrifum Brexit; Írar og Bretar eiga jú sameiginleg landamæri á eyjunni grænu. Það er hvasst víða á landinu og enn hvessir í dag. Hvernig viðrar á Hólmavík? Við spyrjum að því á níunda tímanum þegar við slógum á þráðinn til Þorgeirs Pálssonar, sveitarstjóra Strandabyggðar, og spjölluðum við hann um daginn og veginn. Tónlist: Ömmubæn - Andrea Gylfadóttir Reunion - The Chieftains
Dönsk yfirvöld lokuðu landamærunum og gripu til strangra ráðstafana nokkuð snemma í kórónuveirufaraldrinum. Sigrún Huld Jónasdóttir, háskólakennari við Danska Tækniháskólann, sagði frá stöðunni í Danmörku nú þegar tveir mánuðir eru liðnir í samkomubanni og lokunum þar. Grunnskólar fara að opna á nýjan leik, en stóra málið er það hvenær landamærin verða opnuð á ný. Danir eru hvattir til ferðalaga innanlands líkt og Íslendingar. Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista, talaði um stöðu flugfélaga í heiminum, en óhætt er að segja að þau berjist nánast öll í bökkum. Sums staðar hefur verið veitt ríkisaðstoð, nokkur stór flugfélög hafa farið á hausinn og annars staðar hefur aðstoð verið með öðrum hætti. Guðrún Kristjánsdóttir, kaupmaður í Systrasamlaginu, ræddi um sálarástand þjóðarinnar eftir margra vikna samkomubann. Hún sagði fjölmarga ætla sér að gera breytingar á lífi sínu í kjölfar ástandsins, hvað svo sem verði. Tónlist: Á fætur - Andrea Gylfadóttir, Albatross - Tríó Björns Thoroddsen, Svantes lykkelige dag - Povl Dissing.
Dönsk yfirvöld lokuðu landamærunum og gripu til strangra ráðstafana nokkuð snemma í kórónuveirufaraldrinum. Sigrún Huld Jónasdóttir, háskólakennari við Danska Tækniháskólann, sagði frá stöðunni í Danmörku nú þegar tveir mánuðir eru liðnir í samkomubanni og lokunum þar. Grunnskólar fara að opna á nýjan leik, en stóra málið er það hvenær landamærin verða opnuð á ný. Danir eru hvattir til ferðalaga innanlands líkt og Íslendingar. Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista, talaði um stöðu flugfélaga í heiminum, en óhætt er að segja að þau berjist nánast öll í bökkum. Sums staðar hefur verið veitt ríkisaðstoð, nokkur stór flugfélög hafa farið á hausinn og annars staðar hefur aðstoð verið með öðrum hætti. Guðrún Kristjánsdóttir, kaupmaður í Systrasamlaginu, ræddi um sálarástand þjóðarinnar eftir margra vikna samkomubann. Hún sagði fjölmarga ætla sér að gera breytingar á lífi sínu í kjölfar ástandsins, hvað svo sem verði. Tónlist: Á fætur - Andrea Gylfadóttir, Albatross - Tríó Björns Thoroddsen, Svantes lykkelige dag - Povl Dissing.
Meðal tónlistarflytjenda í þættinum eru Ziggy Marley & Melody Makers, Ngatu, Between Mountains, Billy Joel, Frummenn og Andrea Gylfadóttir.
Meðal tónlistarflytjenda í þættinum eru Ziggy Marley & Melody Makers, Ngatu, Between Mountains, Billy Joel, Frummenn og Andrea Gylfadóttir.
Meðal tónlistarflytjenda í þættinum eru Ziggy Marley & Melody Makers, Ngatu, Between Mountains, Billy Joel, Frummenn og Andrea Gylfadóttir.
Tveir ráðherrar kynntu í byrjun vikunnar aðgerðir til þess að einfalda regluverkið í íslensku samfélagi. Á meðal aðgerðanna eru breytingar á samkeppnislögum. Þær hafa mætt gagnrýni sérfræðinga í samkeppnislögum sem segja breytingarnar veikja samkeppniseftirlit og að þetta sé gert í þágu hinna stóru fyrirtækja og ýti jafnvel undir fákeppni. Verði frumvarpið að lögum verður Samkeppniseftirlitinu í framtíðinni óheimilt að skjóta úrskurum áfrýjunarnefndar samkeppnismála til dómstóla. Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði og fyrrverandi stjórnarformaður Samkeppniseftirlitsins og fyrrverandi ráðherra samkeppnismála er gagnrýninn á fyrirhugaðar breytingar. Hann segir þær draga úr möguleikum til þess að standa vörð um réttindi neytenda. Gylfi var gestur Morgunvaktarinnar. Benjamin Netanyahu hefur gefist upp á að reyna að mynda stjórn og því er útlit fyrir að valdatíð hans í Ísrael sé á enda. Mikil óánægja almennings með stjórnvöld hefur brotist út víða í Suður-Ameríku á síðustu dögum og vikum. Og Bandaríkjamenn sýna Grænlandi áfram mikinn áhuga þrátt fyrir að hafa kannski látið af hugmyndum sínum um að kaupa landið. Bogi Ágústsson fór um víðan völl í Heimsglugga Morgunvaktarinnar. Um síðustu helgi opnaði Arctic Fish seiðaeldisstöð í Tálknafirði. Þetta mun vera ein tæknivæddasta landeldisstöð í heimi sem meðal annars endurnýtir 96 prósent vatns í eldinu. Þessi seiðaeldisstöð hefur verið í undirbúningi í um það bil 7 ár. Umsvif Arctic Fish á Vestfjörðum eru nú orðin umtalsverð en fyrirtækið er með, auk þessarar landeldisstöðvar, sjóeldi í Tálknafirði, Patreksfirði og Dýrafirði. Við heyrðum í Sigurði Péturssyni, stofnanda Arctic Fish og einum af framkvæmdastjórum fyrirtækisins. Tónlist: You Belong To Me - Jo Stafford Hlini Kóngsson - Andrea Gylfadóttir, Rafn Jónsson, Helgi Björnsson & Rúnar Þórisson.
Tveir ráðherrar kynntu í byrjun vikunnar aðgerðir til þess að einfalda regluverkið í íslensku samfélagi. Á meðal aðgerðanna eru breytingar á samkeppnislögum. Þær hafa mætt gagnrýni sérfræðinga í samkeppnislögum sem segja breytingarnar veikja samkeppniseftirlit og að þetta sé gert í þágu hinna stóru fyrirtækja og ýti jafnvel undir fákeppni. Verði frumvarpið að lögum verður Samkeppniseftirlitinu í framtíðinni óheimilt að skjóta úrskurum áfrýjunarnefndar samkeppnismála til dómstóla. Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði og fyrrverandi stjórnarformaður Samkeppniseftirlitsins og fyrrverandi ráðherra samkeppnismála er gagnrýninn á fyrirhugaðar breytingar. Hann segir þær draga úr möguleikum til þess að standa vörð um réttindi neytenda. Gylfi var gestur Morgunvaktarinnar. Benjamin Netanyahu hefur gefist upp á að reyna að mynda stjórn og því er útlit fyrir að valdatíð hans í Ísrael sé á enda. Mikil óánægja almennings með stjórnvöld hefur brotist út víða í Suður-Ameríku á síðustu dögum og vikum. Og Bandaríkjamenn sýna Grænlandi áfram mikinn áhuga þrátt fyrir að hafa kannski látið af hugmyndum sínum um að kaupa landið. Bogi Ágústsson fór um víðan völl í Heimsglugga Morgunvaktarinnar. Um síðustu helgi opnaði Arctic Fish seiðaeldisstöð í Tálknafirði. Þetta mun vera ein tæknivæddasta landeldisstöð í heimi sem meðal annars endurnýtir 96 prósent vatns í eldinu. Þessi seiðaeldisstöð hefur verið í undirbúningi í um það bil 7 ár. Umsvif Arctic Fish á Vestfjörðum eru nú orðin umtalsverð en fyrirtækið er með, auk þessarar landeldisstöðvar, sjóeldi í Tálknafirði, Patreksfirði og Dýrafirði. Við heyrðum í Sigurði Péturssyni, stofnanda Arctic Fish og einum af framkvæmdastjórum fyrirtækisins. Tónlist: You Belong To Me - Jo Stafford Hlini Kóngsson - Andrea Gylfadóttir, Rafn Jónsson, Helgi Björnsson & Rúnar Þórisson.
Dögg Hjaltalín kom í viðtal og sagði m.a. frá morgunhlaupum, hænsnabúskap, bókaútgáfu og Egyptalandi. Meðal tónlistarflytjenda í þættinum voru Ylja, Leo Sayer, Beirut, Andrea Gylfadóttir, Kalli Tomm og Elton John.
Dögg Hjaltalín kom í viðtal og sagði m.a. frá morgunhlaupum, hænsnabúskap, bókaútgáfu og Egyptalandi. Meðal tónlistarflytjenda í þættinum voru Ylja, Leo Sayer, Beirut, Andrea Gylfadóttir, Kalli Tomm og Elton John.
Umsjón: Karitas Harpa Davíðsdóttir og Andrea Jónsdóttir Fimmtudagur, dagurinn eftir annan í jólum, við erum að jafna okkur á ofáti og gerum okkur tilbúin fyrir áframhaldandi ofát um helgina. Gott að taka sér eins og tveggja daga pásu í hefðbundna vinnudaga með hefðbundnu Popplandi þar sem við tröppum okkur niður af jólatónlistinni Lagalisti: Hafdís Huld - Jólin mín Ásgeir Trausti - Lifandi Vatnið Ragga og Eivör - One little Christmas tree John Lennon - Happy Christmas (War is over) Svavar Knútur - Haustvindar Herra Hnetusmjör - Keyra ft. Þormóður St. Paul & The Broken Bones - Apollo Hjálmar - Fyrir þig Mark Ronson - Nothing breaks like a heart ft. Miley Cyrus Band Aid - Do they know it's Christmas Bob Dylan - Here comes Santa Claus Heimilistónar - Ég verð að fá mér jólasvein Hvanndalsbræður og Andrea Gylfadóttir - Jólafrekjan Baggalútur - Sex ft. Svala C + C Music Factory - Gonna Make you sweat Svava Arnarsdóttir - Ég hlakka svo til Sugarcubes (Sykurmolarnir) - Deus Bogomil Font ásamt Stórsveit Reykjavíkur - Majones Jól Richard Ashcroft - Surpriced by the joy Sálgæslan - Áramót Steve Curtis Chapman - Happy New Year Kid Rock - Happy New Year Taylor Swift - New Year's Day Night House - New year's prayer FM Belfast - New year (live) A great big world - This is the new year Eyþór Ingi Gunnlaugsson - Áramótasöngur Vonda Shepard - What are you doing new years eve Elvis Presley - Blue Christmas Jungle - Smile Emilíana Torrini - Jungle Drum Friðrik Dór - Hata að hafa þig ekki hér ft. Bríet Eric Clapton - White Christmas The Ventures - Sleigh Ride Björgvin Halldórsson - Ég verð heima um jólin ft. Ágústa Eva Mega & Senuþjófarnir - Lengi skal manninn reyna Ian Brown - First world problems Stone Roses - I wanna be adored Stjórnin - Enn ein jól Weezer - Can't knock the hustle Weezer - Buddy Holly Alvin Stardust - I feel like Buddy Holly Buddy Holly - Words of love Buddy Holly - Not fade away Rolling stones - As tears go by Beatles - Eleanor Rigby Hozier - Nina cried power ft. Mavis Staples The Staple sisters - The Weight
Poppland sendi út frá Efstaleiti og Groningen að þessu sinni. Hulda í Reykjavík og Óli Palli og Matti á Eurosonic í Hollandi. Þeir félagar spjölluðu við Högna Egilsson og Úlf Úlf í Hollandi og í Efstaleitið mættu Andrea og Arnar Eggert til að fjalla um plötu vikunnar með Tappa tíkarrassi. Þá var bein útsending úr stúdíó 12 að venju og að þessu sinni mættu þar öflugar söngkonur, Andrea Gylfasdóttir, Bryndís Ásmundsdóttir, Salka Sól og Stefanía Svavars og heiðruðu Janis Joplin í tilefni af því að hún hefði orðið 75 ára í dag hefði hún lifað. Lagalisti: 10:00-11:00: Valdimar - Yfir borgina. Sigrid - Strangers. Robert Plant & Alison Krauss - Gone, gone, gone. Högni Egilsson - Moon pitcher (live á Eurosonic 2018). HÖGNI Í VIÐTALI FRÁ HOLLANDI PLATA VIKUNNAR - ANDREA JÓNS OG ARNAR EGGERT Tappi tíkarrass - Spak. -Tappi tíkarrass - Þá sá ég dýr. -Tappi tíkarrass - Bitið fast í vitið. Tappi tíkarrass - Tiltekinn. Alice Merton - No roots. 11:03-12:20: Ari Árelíus - Won't ever stop. Duffy - Mercy. Úlfur úlfur - Bróðir. ÚLFUR ÚLFUR Í SPJALLI FRÁ EUROSONIC 2018. Úlfur Úlfur - Brennum allt. Maroon 5 - What lovers do (ft. Sza). BEIN ÚTSENDING ÚR STÚDÍÓ 12 Lay Low, Salka Sól, Andrea Gylfa, Stefanía Svavars og Byndís Ásmunds ásamt hljómsveit undir stjórn Inga B. Ingasonar, heiðruðu Janis Joplin. -Me and Bobby McGee (Lay Low og Salka Sól). - Little girl blue (Andrea Gylfadóttir). -Piece of my heart (Stefanía Svavars og Bryndís Ásmunds). Justin Timberlake - Filthy. Hjálmar - Glugginn. Charlotte Gainsburg - Deadly Valentine.