POPULARITY
Fáir Íslendingar þekkja jafn vel til Afríku og Stefán Jón Hafstein sem hefur um áratugaskeið starfað að þróunaraðstoð. Stefán Jón var gestur Boga Ágústssonar í Heimsglugganum á Morgunvakt Rásar 1.
Við höfum fjallað talsvert um fjármál og heimilisbókhald undanfarið í Mannlega þættinum, t.d. með Fjármálunum á mannamáli á mánudögum. Þá kemur gjarnan upp hugtakið fjármálalæsi og hvort það sé til dæmis lögð nógu mikil áhersla á að kenna fjármálalæsi í skólum landsins. Kristín Lúðvíksdóttir, sem vinnur í fræðslu- og menntamálum hjá Samtökum fyrirtækja í fjármálaþjónustu, kom í þáttinn í dag og sagði okkur til dæmis frá Fjármálaleikunum, keppni grunnskólanna í fjármálalæsi, sem haldin hefur verið í nokkur ár á vegum Fjármálavits, sem er fræðsluvettvangur um fjármálalæsi ungmenna. Svo var það Katrín mikla, hún var þýsk en varð óvænt keisaraynja Rússlands 1762. Hún varð einvaldur í einu mesta feðraveldi Evrópu og gerði Rússland að stórveldi, reyndi að bæta hag almennings, en sýndi líka mikla hörku þegar svo bar undir. Illugi Jökulsson kom til okkar og sagði frá Katrínu miklu og áhrifum hennar allt til dagsins í dag, sem hann mun kenna á námskeiði hjá Endurmenntun HÍ. Eftir rúmar tvær vikur verður frumflutt ný íslensk ópera í Gamla bíói. Þetta er óperan Hliðarspor eftir Þórunni Guðmundsdóttur. Sýningin er hluti af svokölluðum Figaró-þríleik, en fyrri hlutar hans, Rakarinn í Sevilla og Brúðkaup Figarós, verða í sýningu á svipuðum tíma í flutningi Sviðslistahópsins Óðs og Kammeróperunnar. Allar þessar óperur byggja á leikritum franska leikskáldsins og athafnamannsins Pierre Beaumarchais. Síðasta leikritið er minnst þekkt, en Hliðarspor er byggt á því. Óperan gerist ca. 20 árum eftir að Brúðkaupi Figarós lýkur. Í helstu hlutverkum eru átta einsöngvarar og níu manna kammersveit sér um meðleikinn. Við töluðum við Þórunni höfund verksins og Hafstein Þórólfsson sem syngur eitt aðalhlutverkið og heyrðum áhugavert brot úr sýningunni. Tónlist í þættinum: Daglega fer mér fram / Mannakorn (Magnús Eiríksson) Ég fer í nótt / Vilhjálmur Vilhjálmsson (J. Allison, texti Ómar Ragnarsson) Vesturgata / Björgvin Halldórsson (Gunnar Þórðarson og Ólafur Haukur Símonarson) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Fimmtudagur 23. janúar Yfirdráttur, klassík, kjötneysla dýravernd, bómenntir og BNA Við hefjum leik á Samstöðinni í kvöld með Stefáni Jóni Hafstein sem færir okkur sláandi upplýsingar um umhverfismál. Á morgun, 24. janúar, fer Ísland á ,,yfirdrátt” gagnvart vistkerfunum, það er að segja ef önnur lönd væru með eins stórt vistspor. Við göngum allra ríkja mest á auðlindir. Og rætt verður endurkjör Trump og áhrif þess á umhverfið. Tónlistarnemarnir Sóley Smáradóttir og Sól Björnsdóttir taka því næst á móti Daníel Bjarnasyni tónskáldi og hljómsveitarstjóra og Ingibjörgu Ýr Skarphéðinsdóttur tónskáldi í Klassíkin rokkar. Jóhanna Eyrún Torfadóttir lektor í næringarfræði og Thor Aspelund prófessor í tölfræði koma og ræða um kjötneyslu. Framkvæmdastjóri Dýraverndarsambands Íslands og Katrín Oddsdóttir, mann- og dýraréttindalögfræðingur segja margt bíða nýrrar ríkisstjórnar með tilliti til dýravelferðar sem hafi setið á hakanum vegna vanmáttugs kerfis. Tími sé kominn á að færa Ísland aftur til náttúrunnar en ekki í hendur auðvaldsins og stórfyrirtækja. Vigdís Grímsdóttir og Oddný Eir ræða við skáldkonuna Ásdísi Óladóttur um ljóðabók hennar Rifsberjadalurinn, ljóðlistina, 30 grömmin, geðveikina og sköpunarkraftinn. Við ljúkum þætti kvöldsins með zoom-viðtali við Rósu Guðmunds sem er búsett í L.A. Hún segir okkur frá eldunum sem þar hafa geisað og embættistöku nýs forseta.
Þriðjudaginn 5. nóvember Kosningar, forsetakjör í USA, samgöngumál, Færeyjar, rokkstjörnur og gamalt sakamál. Við hefjum leik með hópumræðu þar sem spurt verður hvað við ættum helst að vera að ræða fyrir Alþingiskosningarnar 30. nóvember næstkomandi. Frosti Logason, Hjálmar Gíslason, Dóra Björt Guðjónsdóttir og Kristín Erna Arnardóttir ræða málin. Nú þá verða samgöngumál sem kosningamál rædd frá ýmsum hliðum. Stefán Jón Hafstein, Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri Vísbendingar, Ólafur Arnarson blaðamaður og Hjalti Jóhannesson landfræðingur á Akureyri spjalla við Björn Þorláks. María Lilja Þrastardóttir Kemp ræðir við almenning um forsetakjörið í Bandaríkjunum. Hún spyr einnig hvað rokkstjörnur kjósi. Hljómsveitin Spacestation kemur beint úr hljóðprufu að Rauða borðinu en bandið tekur eins dags forskot á Airwaves vertíðina sem hefst á morgun með grasrótartónleikum í Hörpu í kvöld. Oddný Eir Ævarsdóttir flytur okkur fréttir frá Færeyjum í gegnum viðmælandann Carl Jóhan Jensen. Skorað verður á frambjóðendur að taka afstöðu til aukins samstarfs Íslendinga og Færeyinga. Við ljúkum svo þætti kvöldsins með umræðu um nýja bók. Magnús Ólafsson fyrrverandi bóndi á Sveinsstöðum segir okkur frá riti sem fjallar um síðustu aftökuna á Íslandi og varpar ljósi á réttvísi og ranglæti.
Þriðjudagurinn 1. október Þriðja heimstyrjöldin, vistkrísa, borgarlína, Elskuleg og karlar Tjörvi Schiöth doktorsnemi segir okkur frá innrás Ísraelshers í Líbanon og veikri vígstöðu Úkraínuhers, sem hvort tveggja getur leitt til þriðju heimstyrjöldinni. Heldri eldhugar og fulltrúar eldri aðgerðarsinna Aldins, þeir Stefán Jón Hafstein og Árni Bragason koma að Rauða borðinu og varða veg úr vistkrísunni með alvöru aðgerðaráætlun í raunhæfri bjartsýni. Þórarinn Hjaltason samgönguverkfræðingur er í hópi skeptískra er kemur að Borgarlínu. Hann segir að Borgarlínan hafi þegar kostað höfuðborgarbúa mikið. Vera Wonder Sölvadóttir leikstjóri, Anna Svava Knútsdóttir leikkona, Vilborg Halldórsdóttir leikkona og Helga Rakel Rafnsdóttir leikstjóri ræða Elskuleg, mynd Lilju Ingólfsdóttir, sem fjallar um konur og skilnaði. Annar kafli í karlaspjallinu fjallar um seka karlinn. Bjarni Karlsson prestur og siðfræðingur leiðir samtal um karlmennsku. Rúnar Helgi Vignisson rithöfundur, Reinhold Richter eftirlaunamaður og Freyr Eyjólfsson öskukarl svara og segja frá.
Um næstu helgi opnar á Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ sýning sem beinir kastljósinu að sambandi manna og örvera. Þrátt fyrir að þetta samband sé okkur alla jafna dulið þá er það í meira lagi margslungið, á sér til að mynda stað innan og utan líkamans, innan og utan heimilis, og innan og utan á matnum okkar. Örverur á heimilinu er ein af afurðum þverfaglega rannsóknarverkefnisins Samlífi manna og örvera í daglega lífinu undir stjórn dr. Valdimars Tr. Hafstein. Ragnheiður Maísól Sturludóttir, tók þátt í rannsókninni og er jafnframst sýningarstýra sýningarinnar. Við hittum hana og nokkrar örverur í þætti dagsins. Rithöfundurinn Atef Abu Saif hefur starfað sem menningarmálaráðherra palestínskra stjórnvalda og skrifað skáldsögur, smásögur og bók um stjórnmál. Þegar sprengjum tók að rigna yfir Gaza síðastliðið haust ákvað hann og sonur hans að halda kyrru fyrir, í stað þess að flýja, og Abu Saif tók að skrásetja lífið á Gaza. Brot úr Dagbók frá Gaza birtust reglulega í vestrænum fjölmiðlum frá upphafi árása Ísraelshers og eru meðal mikilvægustu vitnisburða sem þaðan hafa borist. Síðastliðið vor voru skrif hans frá fyrstu fjórum mánuðum árásanna gefin út á bók í 11 löndum og hér á landi kom hún út hjá Angústúru, í þýðingu Bjarna Jónssonar. Gauti Kristmannsson rýnir í Dagbók frá Gaza í þætti dagsins. En við hefjum þáttinn á innliti frá einum virkasta kammerhóp landsins, Cauda Collective. Hópurinn tekur á sig ýmsar myndir, er breytilegur að stærð og tekst á við verkefni sem tilheyra hinum ýmsu stílum og tegundum tónlistar. Listrænir stjórnendur Cauda Collective eru þær Sigrún Harðardóttir, Björk Níelsdóttir, Þórdís Gerður Jónsdóttir og Þóra Margrét Sveinsdóttir og þær Sigrún og Björk litu við í Efstaleiti til þess að segja okkur aðeins af verkefnum vetrarins. Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
Við Svalbarðseyri í Eyjafirði stendur eitt af forvitnilegri söfnum landsins, Safnasafnið. Þetta höfuðsafn myndlistar sjálflærðra listamanna, myndlistar sem oft er kölluð alþýðulist eða utangarðslist, var stofnað árið 1995 af hjónunum Níelsi Hafstein myndlistarmanni og Magnhildi Sigurðardóttur geðhjúkrunarfræðingi. Víðsjá heimsækir þau Magnhildi og Níels í Safnasafnið í þætti dagsins.
In this episode of Icelandic Art Center's Out there podcast we speak with artists Gunnhildur Hauksdóttir and Unnar Örn, who are board members at Safnasafnið, The Icelandic Folk and Outsider Art Museum. The Icelandic Folk and Outsider Art Museum was founded in 1995 by Níels Hafstein and Magnhildur Sigurðardóttir in Svalbardseyri, in north Iceland. For 30 years the founders and board of the museum have focused their attention on collecting work, and often extensive bodies of works, by artists whose contributions to art have existed outside the cultural mainstream and collections, and have been considered folk, naïve or outsider artworks. We discuss the role of the museum, some of the language around categorizing art and artists, and the summer exhibitions, including; Dark Deeds and the Light of Hope and Aesthetics of Senses and Delights curated by Níels Hafstein, Source by Nína Óskarsdóttir and Who Came Through by Jasa Baka curated by Gunnhildur Hauksdóttir, Sale by Arnar Herbertsson curated by Unnar Örn, Domestic Spirit by Svava Skúladóttir curated by Gunnhildur Hauksdóttir, Deities by Bimala Dutta curated by Gunnhildur Hauksdóttir and Assortments by Örn Karlsson curated by Níels Hafstein. There are over 13 exhibitions and hangs on display now so to read more about the variety visit the museum's website. The Icelandic Folk and Outsider Art Museum was founded in 1995 by Níels Hafstein and Magnhildur Sigurðardóttir. For over 30 years the museum's founders have been passionately committed to collecting artworks by artists who have hitherto been seen as outside the cultural mainstream, often also called naïve or outsider artists who have a real and direct connection to an original creative spirit; true, unspoiled and free. The museum is unique in Iceland, initially collecting artworks by all major contemporary folk artists and autodidacts in Iceland, forming the core of the collection, while also gradually acquiring an excellent collection of art by professional artists, whose works cohere with exhibition and collection policies. It is of importance that all the artworks presented are on an equal footing, in exhibitions as well as the collections. The core collection consists today of thousands of artworks and sketches by over 300 artists, dating from the mid19th century to the present. https://safnasafnid.is/exhibitions-2024/ @gunnitune @unnar.orn at @safnasafnid @ninaoskarsdottir @jasa.baka // Created and produced by the Icelandic Art Center, Out There brings co-hosts Becky Forsythe @beforsythe and Þórhildur Tinna Sigurðardóttir @tindilfaetta in conversation with artists, curators and art professionals at Borgarbókasafn. #OutTherePodcast #IcelandicArtCenter #IcelandicArt #IcelandicArtist #Iceland #VisualArt #ContemporaryArt #InspiredByIceland #IcelandicArt
Starfshópur um aðgerðir til að bregðast við auknu sýklalyfjaónæmi hefur lokið störfum og skilað tillögum sínum. Þær eru viðamiklar og taka til áranna 2025-2029. Þórólfur Guðnason fyrrverandi sóttvarnalæknir var formaður starfshópsins. Hann fer yfir tillögurnar með okkur á eftir. Við ætlum að fara hundrað ár aftur í tímann og rifja upp fyrsta hnattflugið, stórmerkilegan leiðangur sem hafði viðkomu á Íslandi og hreyfði aldeilis við þjóðinni. Ræðum þetta og sögu flugsins við Leif Reynisson, sagnfræðing. Í dag, 26. febrúar eru 35 ár síðan íslenska karlalandsliðið bar sigur úr býtum í B heimsmeistarakeppninni í handbolta í Frakklandi. Ísland vann Pólland í leiknum um gullið, 29-26. Alfreð Gíslason varð markahæstur Íslendinga í leiknum með 7 mörk og Kristján Arason skoraði 6. Við rifjum upp umfjöllun frá því rétt fyrir úrslitaleikinn í Dægurmálaútvarpinu. Stefán Jón Hafstein var í París þar sem leikurinn fór fram og tók stuðningsmenn tali. Tónlist: THE BEATLES - I'll Follow The Sun.
Tímamót í Grindavík með opnun bæjarins, viðbrögð við breyttri innflytjendastefnu ríkisstjórnarinnar, umhverfismál, Víkingur Heiðar konsertpíanisti og fleira verður á dagskrá við Rauða borðið á Samstöðinni í kvöld. Við hefjum leik í Grindavík þar sem bærinn er ekki lengur rammlæstur. Við ræðum við íbúa. Annar válegur veruleiki sem margir eru að tala um þessa dagana eru loftslagsmálin. Stærstu hita- og kuldamet falla nú um víða um völl svo nemur jafnvel fráviki upp á 6-7 gráður. Stefán Jón Hafstein, höfundur bókar um umhverfismál, kemur og ræðir andvaraleysið í heiminum gagnvart ógninni sem nú er smám saman að fá á sig andlit og rödd. Það verður einnig fjallað um menningu við Rauða borðið. Undrið Víkingur Heiðar Ólafsson píanisti er á margra vörum þessa dagana, jafnt innan sem utan landsteinanna. Við fáum einn þekktasta tónlistarkrítíker landsins, Arndísi Björk Ásgeirsdóttur í heimsókn, hún ætlar að segja okkur söguna alla á bak við Víking. Síðast í þættinum kemur svo Hjálmtýr Heiðdal fyrir hönd Ísland-Palestínu, hann ætlar að greina nýjustu vendingar í stríðinu á Gaza og segja okkur frá mikilli fjögun félagsmanna undanfarið. Við fáum líka viðbrögð hans við einu stærsta fréttamáli dagsins sem er breytt stefna ríkisstjórnarinnar í innflytjendamálum.
Brot úr Morgunvaktinni er viðtal frá fimmtudeginum 8. febrúar við Ragnheiði Jónu Jónsdóttur, stofnanda Hannesarholts.
Fylgst var með eldgosinu sem hófst á Reykjanesskaga rétt upp úr klukkan sex í morgun og greint frá nýjustu upplýsingum. Ítarlega var fjallað um gosið í fréttatímum. Í Heimsglugganum fjallaði Bogi Ágústsson m.a. um loftrýmiseftirlit Norðmanna við Ísland þessar vikurnar. Stjórnmál á Norður-Írlandi voru einnig til umfjöllunar. Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, sagði frá breytingum á starfsemi félagsins og Ragnheiður Jóna Jónsdóttir, stofnandi Hannesarholt talaði um Hannes Hafstein. Tónlist: Liebestraum - Igor Levit, Spettur - Karlakór Eyjafjarðar, Kvæðið um litlu hjónin - Tríó Guðmundar Steingrímssonar.
Í þessum 50. þætti Ungstirnanna fara þeir Arnar Laufdal og Bjarni Þór Hafstein yfir víðan völl. Ibrahim Diarra (2006) ein skærasta stjarna Afríku. Hann skoraði 5 mörk og gerði 4 stoðsendingar á HM U-17 ára þegar að lið Malí lenti í 3.sæti og segir sagan að hann sé þegar búinn að skrifa undir samning hjá Barcelona. Lucas Bergvall (2006) er efnilegasti leikmaður Svíþjóðar um þessar mundir og einn sá efnilegasti í allri Evrópu. Lið eins og Manchester United, Barcelona, Inter Milan og RB Leipzig eru að fylgjast með kappanum. Endrick er búinn að sýna heiminum afhverju hann var keyptur til Real Madrid á 60 milljónir evra. Við erum að fá að kynnast svo mörgum stjörnum að verða til á HM U-17 ára eins og t.d. Ibrahim Diarra, Agustin Ruberto, Claudio Echeverri og Paris Brunner. Hvaða stórlið ætlar að kaupa Marcos Leonardo frá Santos eftir að þeir féllu úr brasilísku úrvalsdeildinni í fyrsta skipti í sögu félagsins?
Nýjasti þátturinn af Ungstirnunum er kominn út; þátturinn sem kynnir fyrir þjóðinni næstu stórstjörnur fótboltans. Þáttastjórnendur eru þeir Arnar Laufdal og Bjarni Þór Hafstein. Í þessum þætti kynna þeir til leiks Carlos Forbs (2004) sem seldur var til Ajax í sumar frá Man City eftir ótrúleg ár í akademíu þeirra bláklæddu. Fjallað er um Desire Doue (2005) en hann er næsta stórstjarna Rennes í frönsku úrvalsdeildinni líkt og Eduardo Camavinga var á sínum tíma. Viktor Djukanovic, Íslandsvinur (2004) er einnig kynntur til leiks en hann spilaði gegn Breiðabliki árið 2022 með Buducnost frá Svartfjallalandi, Óskar Hrafn þjálfari Blika minntist einmitt á að hann væri besti leikmaður liðsins fyrir einvígið en Djukanovic er að gera ótrúlega hluti fyrir Hammarby í Svíþjóð þessa dagana í sænsku úrvalsdeildinni. Mikið var um að ræða í Skandinavíuhorninu góða, ungir Framarar að gera geggjaða hluti, Benóný Breki með hnífana á lofti, Hákon Arnar mun fá tíma til að láta ljós sitt skína hjá Lille og hversu nettur er Bjarki Steinn í Venezia? Og svo margt margt fleira.
Nýjasti þátturinn af Ungstirnunum er kominn út; þátturinn sem kynnir fyrir þjóðinni næstu stórstjörnur fótboltans. Þáttastjórnendur eru þeir Arnar Laufdal og Bjarni Þór Hafstein. Í þessum þætti kynna þeir til leiks Keito Nakamura (2000) en þetta er japanskur landsliðsmaður sem er mikið líkt við samlanda sinn Kaoru Mitoma en þeir eru báðir teknískir kantmenn . Fjallað er um Yankuba Minteh (2004) en hann var keyptur í sumar til Newcastle og lánaður til Feyenoord, virkilega spennandi kantmaður sem er fæddur í Gambíu. Bilal El Khannous (2004) er einnig kynntur til leiks en hann var einn yngsti leikmaðurinn sem spilaði á HM í Katar en þessi efnilegi miðjumaður byrjaði þriðja sætis leikinn gegn Króatíu en hann hefur verið að gera frábæra hluti með Genk í belgísku úrvalsdeildinni. Hringt er til Belgíu þar sem að Stefán Ingi Sigurðarson er á línunni en Stefán var auðvitað seldur frá Breiðabliki í sumar og leikur í belgísku B-deildinni. Farið var um víðan völl í þessu símtali, allt frá Breiðabliki, háskólaboltanum í Bandaríkjunum og svo margt margt fleira.
Nýjasti þátturinn af Ungstirnunum er kominn út; þátturinn sem kynnir fyrir þjóðinni næstu stórstjörnur fótboltans. Þáttastjórnendur eru þeir Arnar Laufdal og Bjarni Þór Hafstein. Í þessum þætti kynna þeir til leiks Benja Cremaschi (2005) en þessi 18 ára miðjumaður hefur verið að gera frábæra hluti með Lionel Messi og félögum í Inter Miami. Fjallað er um Oscar Gloukh (2004) en hann var keyptur í janúar til Salzburg og er haldið að það sé ástæðan af hverju Hákon Haraldsson fór ekki til Slazburg í janúar. Dujuan Richards (2005) er einnig kynntur til leiks en þetta er leikmaðurinn sem Heimir Hallgrímsson sat undir gagnrýni fyrir að velja í A-landslið Jamaíka, en þessi leikmaður hefur nú skrifað undir samning hjá Chelsea. Í þættinum er farið yfir hvað gerðist í þessum leiðinlega landsleikjaglugga, frammistaða helgarinnar, hvað var að frétta hjá yngri landsliðunum okkar, Stjarnan lang bestir í 2. flokki, Lamine Yamal að gera allt vitlaust með spænska landsliðinu, farið var aðeins yfir NBA og NFL og svo margt margt fleira.
Þáttur númer 43 af Ungstirnunum er kominn út; þátturinn sem kynnir fyrir þjóðinni næstu stórstjörnur fótboltans. Þáttarstjórnendur eru þeir Arnar Laufdal og Bjarni Þór Hafstein. Í þessum þætti kynna þeir til leiks Bradley Barcola (2002) sem var nýlega keyptur frá Lyon til PSG á 45 milljónir evra. Einnig er kynntur til leiks Gift Orban (2002) en hann leikur fyrir Gent í Belgíu - sem Blikar munu mæta í Sambandsdeildinni - en Orban er búinn að vera gjörsamlega á eldi í Belgíu. Simone Pafundi (2006) er einnig kynntur til leiks en hann er yngsti A-landsliðsmaður Ítala í yfir 100 ár og leikur hann fyrir Udinese og minnir mikið á Lionel Messi oft á tíðum. Í þættinum er farið yfir uppáhalds félagsskipti Ungstirna sem áttu sér stað í sumar, 15 uppáhalds Ungstirni utan efstu 5 deilda Evrópu, Skandinavíuhornið góða, Kristian Hlynsson að gera góða hluti með Ajax og svo margt margt fleira.
Hlaðvarpsþátturinn vinsæli Ungstirnin er snúinn aftur eftir árs langt hlé. Þátturinn sem kynnir fyrir þjóðinni næstu stórstjörnur fótboltans. Umsjón: Arnar Laufdal og Bjarni Þór Hafstein.Í þessum þætti kynna þeir Johan Bakayoko (2003) sem er belgískur landsliðsmaður og einn efnilegasti leikmaðurinn í hollensku úrvalsdeildinni. Luka Vuskovic (2007) einn mest spennandi ungi leikmaður heims um þessar mundir en hann leikur fyrir Hadjuk Split í Króatíu og er mikið orðaður við Manchester City og PSG. Einnig er fjallað um Marcos Leonardo (2003) sem er brasilískur framherji í Santos í heimalandinu sem hefur verið orðaður við Manchester United. Uppáhalds lið þáttarins FC Nordsjælland er á toppnum í Danmörku, Ásgeir Helgi framtíðar club legend í Smáranum? , Óskar Borgþórsson og Kolbeinn Þórðarson byrja með látum fyrir nýju liðin sín. Gengur misjafnlega hjá ungu leikmönnunum okkar vestan hafs, 16 ára töframaður í Katalóníu og svo miklu meira til umræðu.
Hlaðvarpsþátturinn vinsæli Ungstirnin er snúinn aftur eftir árs langt hlé. Þátturinn sem kynnir fyrir þjóðinni næstu stórstjörnur fótboltans. Nýr leikmaður er genginn til liðs við hlaðvarpið en það er Bjarni Þór Hafstein leikmaður Fjölnis í Lengjudeildinni en Arnar Laufdal og Bjarni ólust saman upp í Breiðabliki. Í þessum þætti kynna þeir Elye Wahi (2003) sem um helgina var keyptur til Lens í Frakklandi á 35 milljónir evra, Matheus Franca (2004) sem er nýjasti leikmaður Crystal Palace frá Brasilíu og Arthur Vermeeren (2005) sem er djúpur miðjumaður í lykilhlutverki hjá belgísku meisturunum Royal Antwerp. Hringt er til Gautaborgar þar sem Kolbeinn Þórðarson er nýgenginn til liðs við sænska stórveldið og farið yfir fyrstu dagana þar og margt annað.
Það er alltaf ánægjuefni þegar Safnasafnið á Svalbarðsströnd opnar dyr sínar í sumarbyrjun. Í blíðskaparveðri um liðna helgi tóku stofnendur safnsins, Níels Hafstein og Magnhildur Sigurðardóttir, ásamt stjórn safnins, á móti fjölda fólks þegar sýningar þessa árs voru opnaðar með pompi og prakt. Í þessu höfuðsafni íslenskrar alþýðulistar er nú enn eitt sumarið hægt að sjá fjölbreyttar sýningar ólíkra listamanna í ævintýralegu umhverfi. Við sláum á þráðinn norður í þætti dagsins og fáum Níels til að segja okkur frá sýningum ársins. Einnig heyrum við í einum þeirra listamanna sem sýna þetta árið í safninu. Jenný Karlsdóttur. Jenný er annáluð handverskona sem hefur auk þess að skapa sín eigin listaverk safnað að sér stóru textílverkasafni í gegnum tíðina. Hún ánafnaði Safnasafninu nýverið allt safnið og mun þessi gjöf hennar verða kynnt á næstu árum með röð sýninga og fyrirlestrum. Fyrsta sýningin opnaði um liðna helgi, en hún samanstendur af faldbúningi efitr Jenný úr jurstlituðu garni, og puntuhandklæðum, en það er gripur sem húsfreyjur saumuðu út til heimilisprýði og hengdu upp í eldhúsi til að hylja óhrein viskustykki. Í dag er tilkynnt um það hver bar sigur úr bítum í handritakeppni Forlagsins, Nýjar raddir, þetta árið. ?Hér er ekkert sem sýnist,? segir aftan á kápu bókarinnar sem kemur út í dag. ?Undir hversdagslegu yfirborði leynist eitthvað annað; fólk er í áskrift að öðru lífi, á sér skyndilega tvífara og draumar rætast eða verða að engu. Andrúmsloftið er dularfullt og mörkin á milli veruleika og ímyndunar oft óljós.? Þetta er dularfullt smásagnasafn sem við ætlum að afhjúpa nánar hér síðar í þættinum og ræða við höfundinn. Þar bera á góma áhrif frá Stephen King, Franz Kafka, andvökunætur og undarlegar martraðir.
Það er alltaf ánægjuefni þegar Safnasafnið á Svalbarðsströnd opnar dyr sínar í sumarbyrjun. Í blíðskaparveðri um liðna helgi tóku stofnendur safnsins, Níels Hafstein og Magnhildur Sigurðardóttir, ásamt stjórn safnins, á móti fjölda fólks þegar sýningar þessa árs voru opnaðar með pompi og prakt. Í þessu höfuðsafni íslenskrar alþýðulistar er nú enn eitt sumarið hægt að sjá fjölbreyttar sýningar ólíkra listamanna í ævintýralegu umhverfi. Við sláum á þráðinn norður í þætti dagsins og fáum Níels til að segja okkur frá sýningum ársins. Einnig heyrum við í einum þeirra listamanna sem sýna þetta árið í safninu. Jenný Karlsdóttur. Jenný er annáluð handverskona sem hefur auk þess að skapa sín eigin listaverk safnað að sér stóru textílverkasafni í gegnum tíðina. Hún ánafnaði Safnasafninu nýverið allt safnið og mun þessi gjöf hennar verða kynnt á næstu árum með röð sýninga og fyrirlestrum. Fyrsta sýningin opnaði um liðna helgi, en hún samanstendur af faldbúningi efitr Jenný úr jurstlituðu garni, og puntuhandklæðum, en það er gripur sem húsfreyjur saumuðu út til heimilisprýði og hengdu upp í eldhúsi til að hylja óhrein viskustykki. Í dag er tilkynnt um það hver bar sigur úr bítum í handritakeppni Forlagsins, Nýjar raddir, þetta árið. ?Hér er ekkert sem sýnist,? segir aftan á kápu bókarinnar sem kemur út í dag. ?Undir hversdagslegu yfirborði leynist eitthvað annað; fólk er í áskrift að öðru lífi, á sér skyndilega tvífara og draumar rætast eða verða að engu. Andrúmsloftið er dularfullt og mörkin á milli veruleika og ímyndunar oft óljós.? Þetta er dularfullt smásagnasafn sem við ætlum að afhjúpa nánar hér síðar í þættinum og ræða við höfundinn. Þar bera á góma áhrif frá Stephen King, Franz Kafka, andvökunætur og undarlegar martraðir.
Kvikmyndasérfræðingurinn Óli Bjarki Austfjörð er einn af fastagestum Bíóblaðurs en Óli hefur líklegast eytt mestum tíma í stúdíóinu fyrir utan Hafstein. Óli kíkti aftur til Hafsteins og í þetta skipti vildi Óli ræða kvikmyndir sem snerta hann persónulega. Í þættinum ræða þeir meðal annars myndirnar Highlander, Toy Story, The Sixth Sense, Heat, Logan, The Princess Bride og að sjálfsögðu Unbreakable. Þátturinn er í boði Sambíóanna, Subway og Popp Smells frá Nóa Síríus.
Villi og Fjölnir snúa aftur eftir margra mánaða fjarveru með tiltölulega léttan þátt! Hannes Hafstein var fyrsti ráðherra Íslands, ekki bara það, heldur var hann líka fyrsti Inspector Scholae MR. Við tölum aðeins, pinku pons, um Hannes Hafstein og síðan tölum við um alþingisferðina alræmdu.
Stefán Jón Hafstein er gestur þáttarins að þessu sinni og velur 8 lög sem passa í Füzz. Start - Lífið og tilveran U2 - I threw a brick through a window Jethro Tull - Living in the past (plata þáttarins) STEFÁN JÓN - Þeyr - Rúdolf Ramones - I remember you STEFÁN JÓN - Purrkur Pillnikk - Óvænt (Rokk í Reykjavík) STEFÁN JÓN - Sykurmolarnir - Ammmæli ZZ Top - Its only love Whitesnake - Young blood Green Day - Revolution radio Jethro Tull - A song for Jeffrey (plata þáttarins) STEFÁN JÓN - Bubbi - Ísbjarnarblús TEFÁN JÓN - Megas - Mannúðarmálfræði David Bowie - Anywahy, anyhow, anywhere Sigur Rós - Brennisteinn STEFÁN JÓN - The Beatles - Tomorrow never knows STEFÁN JÓN - Rolling Stones - Gimme shelter Jethro Tull - Locomotive breath (plata þáttarins) STEFÁN JÓN - Euritmics - I saved the world today Neil Young - Walk with me (Earth ringtone)
27. loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna er yfirstandandi en henni lýkur í lok næstu viku. Og þar fer eins og venjulega mikið fyrir háleitum markmiðum um að draga úr losun og aðgerðir kynntar til að svo verði en þetta skilar sér ekki. Losun er enn að aukast og hefur aukist frá því Parísarsamkomulagið var samþykkt 2015. En er fólk að missa trú á þessi markmið náist? Bjarni Pétur Jónsson ræddi við Höllu Hrund Logadóttur orkumálastjóra sem er á ráðstefnunni og Stefán Jón Hafstein sem skrifaði í ár bók um þessi risastóru mál og þau voru eiginlega bæði á því að þetta næðist ekki. Enda er aðaláherslan núna hjá Egyptum sem fara með formennskuna ekki á að stöðva það sem ekki verður umflúið, heldur að reyna að gera sem mest og fá alla að borðinu til að reyna að bregðast við og aðlagast þessum breytingum. Í síðari hluta þáttarins fjallar Björn Malmquist um niðurstöður nýafstaðinna þingkosninga í Bandaríkjunum. Það er að segja þær niðurstöður sem þegar liggja fyrir. Spár um rauða bylgju Repúblikanaflokksins gengu ekki eftir og það verður kosið aftur í Georgíuríki. Björn ræðir við Magnús Þorkel Bernhardsson, prófessor við Williams College í Massachussets og Birnu Önnu Björnsdóttir, rithöfund og blaðamann sem býr í New York um kosningarnar. Í Heimskviðum er fjallað um það sem gerist ekki á Íslandi. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.
27. loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna er yfirstandandi en henni lýkur í lok næstu viku. Og þar fer eins og venjulega mikið fyrir háleitum markmiðum um að draga úr losun og aðgerðir kynntar til að svo verði en þetta skilar sér ekki. Losun er enn að aukast og hefur aukist frá því Parísarsamkomulagið var samþykkt 2015. En er fólk að missa trú á þessi markmið náist? Bjarni Pétur Jónsson ræddi við Höllu Hrund Logadóttur orkumálastjóra sem er á ráðstefnunni og Stefán Jón Hafstein sem skrifaði í ár bók um þessi risastóru mál og þau voru eiginlega bæði á því að þetta næðist ekki. Enda er aðaláherslan núna hjá Egyptum sem fara með formennskuna ekki á að stöðva það sem ekki verður umflúið, heldur að reyna að gera sem mest og fá alla að borðinu til að reyna að bregðast við og aðlagast þessum breytingum. Í síðari hluta þáttarins fjallar Björn Malmquist um niðurstöður nýafstaðinna þingkosninga í Bandaríkjunum. Það er að segja þær niðurstöður sem þegar liggja fyrir. Spár um rauða bylgju Repúblikanaflokksins gengu ekki eftir og það verður kosið aftur í Georgíuríki. Björn ræðir við Magnús Þorkel Bernhardsson, prófessor við Williams College í Massachussets og Birnu Önnu Björnsdóttir, rithöfund og blaðamann sem býr í New York um kosningarnar. Í Heimskviðum er fjallað um það sem gerist ekki á Íslandi. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.
27. loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna er yfirstandandi en henni lýkur í lok næstu viku. Og þar fer eins og venjulega mikið fyrir háleitum markmiðum um að draga úr losun og aðgerðir kynntar til að svo verði en þetta skilar sér ekki. Losun er enn að aukast og hefur aukist frá því Parísarsamkomulagið var samþykkt 2015. En er fólk að missa trú á þessi markmið náist? Bjarni Pétur Jónsson ræddi við Höllu Hrund Logadóttur orkumálastjóra sem er á ráðstefnunni og Stefán Jón Hafstein sem skrifaði í ár bók um þessi risastóru mál og þau voru eiginlega bæði á því að þetta næðist ekki. Enda er aðaláherslan núna hjá Egyptum sem fara með formennskuna ekki á að stöðva það sem ekki verður umflúið, heldur að reyna að gera sem mest og fá alla að borðinu til að reyna að bregðast við og aðlagast þessum breytingum. Í síðari hluta þáttarins fjallar Björn Malmquist um niðurstöður nýafstaðinna þingkosninga í Bandaríkjunum. Það er að segja þær niðurstöður sem þegar liggja fyrir. Spár um rauða bylgju Repúblikanaflokksins gengu ekki eftir og það verður kosið aftur í Georgíuríki. Björn ræðir við Magnús Þorkel Bernhardsson, prófessor við Williams College í Massachussets og Birnu Önnu Björnsdóttir, rithöfund og blaðamann sem býr í New York um kosningarnar. Í Heimskviðum er fjallað um það sem gerist ekki á Íslandi. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.
Íhlutun með aðstoð dýra hefur á síðastliðnum áratugum fest sig í sessi víða um heim enda hafa rannsóknir sýnt fram á gagnsemi hennar. Margar starfstéttir nýta sér þessa nálgun og má þar helst nefna iðjuþjálfa, sjúkraþjálfara, kennara, talmeinafræðinga, tannlækna, þroskaþjálfa, hjúkrunarfræðinga, sálfræðinga og félagsráðgjafa. Nærvera dýrsins og þátttaka hefur sýnt hafa jákvæð áhrif á líðan og þátttöku barna. Við fræddumst um sjúkraþjálfun á hestbaki og iðjuþjálfun með hundi í dag þegar þær Guðbjörg Eggertsdóttir sjúkraþjálfari og Gunnhildur Jakobsdóttir iðjuþjálfi komu í þáttinn. Fram undan er ráðstefnan Að styðjast við dýr í starfi með fólki á sunnudaginn í Reykjadal, nánari upplýsingar á heimasíðu æfingastöðvarinnar. Við fengum í dag nýjan pistil, eða öllu heldur vinkil, frá Guðjóni Helga Ólafssyni, skúffuskáldi og þjóðfræðiáhugamanni úr Flóanum. Í dag bar hann vinkilinn að dagbókum og dagbókarskrifum. Og lesandi vikunnar í þetta sinn var Stefán Jón Hafstein. Hann á auðvitað langan feril að baki í fjölmiðlum, vann við útgáfu, var borgarfulltrúi og hefur unnið hjá Þróunarsamvinnustofnun Íslands og fyrir utanríkisráðuneytið svo eitthvað sé nefnt. Og nýlega kom út bók eftir hann, Heimurinn eins og hann er, heimildasaga. Við fengum að vita hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Bækur sem Stefán talaði um í dag: Opið haf e. Einar Kárason Tíminn á leiðinni e. Steinunni Sigurðardóttur Laws & Human Nature e. Robert Greene Náttúran og framtíð okkar e. Ellert Ólafsson Shakespeare á meðal vor e. John Kott Gúlag-eyjaklasinn e. Solzhenítsyn Sjálfstætt fólk e. Halldór Laxness TÓNLIST Í ÞÆTTINUM Áfram stelpur / Anna Kristín Arngrímsdóttir, Bríet Héðinsdóttir, Guðrún Alfreðsdóttir, Kristín Á. Ólafsdóttir, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Sigrún Björnsdóttir, Steinunn Jóhannesdóttir og fleiri (Edander, Kristján Jónsson og Dagný Kristjánsdóttir) Chan Chan / Buena Vista Social Club (Francisco Repilado) Hey little One / Glen Campell (Burnette og de Vorzon) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Íhlutun með aðstoð dýra hefur á síðastliðnum áratugum fest sig í sessi víða um heim enda hafa rannsóknir sýnt fram á gagnsemi hennar. Margar starfstéttir nýta sér þessa nálgun og má þar helst nefna iðjuþjálfa, sjúkraþjálfara, kennara, talmeinafræðinga, tannlækna, þroskaþjálfa, hjúkrunarfræðinga, sálfræðinga og félagsráðgjafa. Nærvera dýrsins og þátttaka hefur sýnt hafa jákvæð áhrif á líðan og þátttöku barna. Við fræddumst um sjúkraþjálfun á hestbaki og iðjuþjálfun með hundi í dag þegar þær Guðbjörg Eggertsdóttir sjúkraþjálfari og Gunnhildur Jakobsdóttir iðjuþjálfi komu í þáttinn. Fram undan er ráðstefnan Að styðjast við dýr í starfi með fólki á sunnudaginn í Reykjadal, nánari upplýsingar á heimasíðu æfingastöðvarinnar. Við fengum í dag nýjan pistil, eða öllu heldur vinkil, frá Guðjóni Helga Ólafssyni, skúffuskáldi og þjóðfræðiáhugamanni úr Flóanum. Í dag bar hann vinkilinn að dagbókum og dagbókarskrifum. Og lesandi vikunnar í þetta sinn var Stefán Jón Hafstein. Hann á auðvitað langan feril að baki í fjölmiðlum, vann við útgáfu, var borgarfulltrúi og hefur unnið hjá Þróunarsamvinnustofnun Íslands og fyrir utanríkisráðuneytið svo eitthvað sé nefnt. Og nýlega kom út bók eftir hann, Heimurinn eins og hann er, heimildasaga. Við fengum að vita hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Bækur sem Stefán talaði um í dag: Opið haf e. Einar Kárason Tíminn á leiðinni e. Steinunni Sigurðardóttur Laws & Human Nature e. Robert Greene Náttúran og framtíð okkar e. Ellert Ólafsson Shakespeare á meðal vor e. John Kott Gúlag-eyjaklasinn e. Solzhenítsyn Sjálfstætt fólk e. Halldór Laxness TÓNLIST Í ÞÆTTINUM Áfram stelpur / Anna Kristín Arngrímsdóttir, Bríet Héðinsdóttir, Guðrún Alfreðsdóttir, Kristín Á. Ólafsdóttir, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Sigrún Björnsdóttir, Steinunn Jóhannesdóttir og fleiri (Edander, Kristján Jónsson og Dagný Kristjánsdóttir) Chan Chan / Buena Vista Social Club (Francisco Repilado) Hey little One / Glen Campell (Burnette og de Vorzon) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Stefán Jón Hafstein var að gefa út bók um veröldina en líka sjálfan sig, um háskann sem heimurinn stendur frammi fyrir en líka um dauðann sem sækir að okkur hverju og einu. Það er því allt undir í helgispjalli við Stefán Jón. Samstöðin á vefnum: https://samstodin.is Samstöðin á YouTube: https://www.youtube.com/c/Samstöðin Samstöðin á Facebook: https://www.facebook.com/samstodin Samstöðinni er haldið úti með stuðningi almennings. Með því að ganga í Alþýðufélagið og greiða mánaðarleg félagsgjöld styrkir þú dagskrá Samstöðvarinnar, fjölgar þáttum og breikkar umfjöllunina. Ef Samstöðin skiptir þig máli ættir þú að ganga í Alþýðufélagið hér: https://samstodin.is/skraning/
Stefán Jón Hafstein var að gefa út bók um veröldina en líka sjálfan sig, um háskann sem heimurinn stendur frammi fyrir en líka um dauðann sem sækir að okkur hverju og einu. Það er því allt undir í helgispjalli við Stefán Jón.Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn
Fjallað var um málefni innflytjenda og vinnumarkaðinn. Þetta var lokakafli umfjöllunar Guðrúnar Hálfdánardóttur um móttöku flóttamanna og lögin sem um þau mál gilda. Viðmælendur voru Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, og Guðrún Margrét Gunnarsdóttir sem annast málefni innflytjenda á vinnumarkaði hjá ASÍ. Finnska flugfélagið Finnair glímir við rekstrarerfiðleika, m.a. þar sem flugleiðin frá Finnlandi til Asíuríkja hefur lengst mjög eftir að flugumferð um Rússneska lofthelgi var bönnuð. Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista, sagði frá. Heimurinn eins og hann er heitir ný bók Stefáns Jóns Hafstein um ástand mála á Jörðinni. Hann fjallar um nýtingu auðlinda, matvælaframleiðslu og -skort, vatnsbúskap, mengun og margt fleira er varðar lifnaðarhætti og vistkerfi. Stefán Jón ræddi málin yfir kaffibolla. Tónlist: The wah watushi - The Orlons, Það þarf fólk eins og þig - Rúnar Júlíusson, Haustið (úr Árstíðunum fjórum e. Vivaldi - Florin Paul & Emil Klein, Turn turn turn - The Byrds. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Fjallað var um málefni innflytjenda og vinnumarkaðinn. Þetta var lokakafli umfjöllunar Guðrúnar Hálfdánardóttur um móttöku flóttamanna og lögin sem um þau mál gilda. Viðmælendur voru Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, og Guðrún Margrét Gunnarsdóttir sem annast málefni innflytjenda á vinnumarkaði hjá ASÍ. Finnska flugfélagið Finnair glímir við rekstrarerfiðleika, m.a. þar sem flugleiðin frá Finnlandi til Asíuríkja hefur lengst mjög eftir að flugumferð um Rússneska lofthelgi var bönnuð. Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista, sagði frá. Heimurinn eins og hann er heitir ný bók Stefáns Jóns Hafstein um ástand mála á Jörðinni. Hann fjallar um nýtingu auðlinda, matvælaframleiðslu og -skort, vatnsbúskap, mengun og margt fleira er varðar lifnaðarhætti og vistkerfi. Stefán Jón ræddi málin yfir kaffibolla. Tónlist: The wah watushi - The Orlons, Það þarf fólk eins og þig - Rúnar Júlíusson, Haustið (úr Árstíðunum fjórum e. Vivaldi - Florin Paul & Emil Klein, Turn turn turn - The Byrds. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Fjallað var um málefni innflytjenda og vinnumarkaðinn. Þetta var lokakafli umfjöllunar Guðrúnar Hálfdánardóttur um móttöku flóttamanna og lögin sem um þau mál gilda. Viðmælendur voru Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, og Guðrún Margrét Gunnarsdóttir sem annast málefni innflytjenda á vinnumarkaði hjá ASÍ. Finnska flugfélagið Finnair glímir við rekstrarerfiðleika, m.a. þar sem flugleiðin frá Finnlandi til Asíuríkja hefur lengst mjög eftir að flugumferð um Rússneska lofthelgi var bönnuð. Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista, sagði frá. Heimurinn eins og hann er heitir ný bók Stefáns Jóns Hafstein um ástand mála á Jörðinni. Hann fjallar um nýtingu auðlinda, matvælaframleiðslu og -skort, vatnsbúskap, mengun og margt fleira er varðar lifnaðarhætti og vistkerfi. Stefán Jón ræddi málin yfir kaffibolla. Tónlist: The wah watushi - The Orlons, Það þarf fólk eins og þig - Rúnar Júlíusson, Haustið (úr Árstíðunum fjórum e. Vivaldi - Florin Paul & Emil Klein, Turn turn turn - The Byrds. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Kristján Kristjánsson stýrir skeleggri umræðu um þjóðmálin. Í þessum þætti: Árni Snorrason veðurstofustjóri um freðhvolfið. Stefán Jón Hafstein rithöfundur um heiminn, matinn og misskiptinguna. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar um verkalýðsmál. Björn Leví Gunnarsson og Njáll Trausti Friðbertsson alþingismenn um flugvallarmál.
Leifur Hauksson, útvarpsmaður, sem hafði umsjón með samfélaginu í áraraðir verður í dag borinn til grafar. Hann lést 22. apríl. Síðari hluti þáttarins er helgaður minningu hans. Rætt við Hrafnhildi Halldórsdóttur, Magnús R. Einarsson, Stefán Jón Hafstein, Þóru Arnórsdóttur, Þórhildi Ólafsdóttur, Lísu Pálsdóttur, Veru Illugadóttur og Björn Þór Sigbjörnsson. Við heyrum eina málfarsmínútu í umsjón Guðrúnar Línberg Guðjónsdóttur. Ruslarabb - Eiríkur Örn Þorsteinsson hjá Sorpu. Við heimsækjum seglskútu í Gautaborg í Svíþjóð , en um borð í henni á heima íslenskur verkfræðinemi, Karl Birkir Flosason. Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir ræðir við hann.
Leifur Hauksson, útvarpsmaður, sem hafði umsjón með samfélaginu í áraraðir verður í dag borinn til grafar. Hann lést 22. apríl. Síðari hluti þáttarins er helgaður minningu hans. Rætt við Hrafnhildi Halldórsdóttur, Magnús R. Einarsson, Stefán Jón Hafstein, Þóru Arnórsdóttur, Þórhildi Ólafsdóttur, Lísu Pálsdóttur, Veru Illugadóttur og Björn Þór Sigbjörnsson. Við heyrum eina málfarsmínútu í umsjón Guðrúnar Línberg Guðjónsdóttur. Ruslarabb - Eiríkur Örn Þorsteinsson hjá Sorpu. Við heimsækjum seglskútu í Gautaborg í Svíþjóð , en um borð í henni á heima íslenskur verkfræðinemi, Karl Birkir Flosason. Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir ræðir við hann.
Leifur Hauksson, útvarpsmaður, sem hafði umsjón með samfélaginu í áraraðir verður í dag borinn til grafar. Hann lést 22. apríl. Síðari hluti þáttarins er helgaður minningu hans. Rætt við Hrafnhildi Halldórsdóttur, Magnús R. Einarsson, Stefán Jón Hafstein, Þóru Arnórsdóttur, Þórhildi Ólafsdóttur, Lísu Pálsdóttur, Veru Illugadóttur og Björn Þór Sigbjörnsson. Við heyrum eina málfarsmínútu í umsjón Guðrúnar Línberg Guðjónsdóttur. Ruslarabb - Eiríkur Örn Þorsteinsson hjá Sorpu. Við heimsækjum seglskútu í Gautaborg í Svíþjóð , en um borð í henni á heima íslenskur verkfræðinemi, Karl Birkir Flosason. Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir ræðir við hann.
Í febrúar opnaði sýningin Sund í Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ. Sýningarstjórar eru þau Brynhildur Pálsdóttir hönnuður og Valdimar Tr. Hafstein prófessor í þjóðfræði. Í þættinum ræðir Vilhelmína við Valdimar um sýninguna og þær umfangsmiklu rannsóknir þjóðfræðinga og fleiri sérfræðinga sem búa að baki sýningunni. Í sundlaugum landsins eru engir viðskiptavinir, aðeins sundlaugargestir. Þar kemur saman fólk á öllum aldri, með fjölbreyttan bakgrunn og alls konar líkama á sundfötum. Valdimar segir frá upphafi sundvakningar og sundmenningar á Íslandi og hvernig hún hefur þróast í gegnum 20. öldina. Valdimar rekur upphaf sundkennslu á Íslandi og hvernig laugarnar þróast í að verða samkomustaður og athyglisverð almannarými. Á allra síðustu árum hafa hin svokölluðu baðlón aukið enn við sundmenningu landsins með aukinni áherslu á nautn og vellíðan sem fylgir svamli í heitu vatni. Í lokin er þeirri spurningu velt upp hvort að sundlaugamenning á Íslandi sé menningararfur sem eigi mögulega heima á skrá UNESCO yfir óáþreifanlegan menningararf mannkyns. Þjóðhættir er hlaðvarp sem fjallar um nýjar rannsóknir og fjölbreytta miðlun í þjóðfræði. Umsjón hafa Dagrún Ósk Jónsdóttir og Vilhelmína Jónsdóttir doktorsnemar í þjóðfræði.
Eru okkar mikilvægustu almannagæði falin í heita vatninu? er spurt á sýningunni SUND sem opnuð var í Hönnunarsafni Íslands í byrjun febrúar. Sýningarstjórar eru Brynhildur Pálsdóttir hönnuður og Valdimar Tr. Hafstein prófessor í þjóðfræði. Víðsjá leit inn á sýninguna á opnunardaginn og ræddi þar við Brynhildi um það sem snýr að hönnun sundlauga en við þar sem Valdimar var í einangrun ákváðum við að hittast síðar og ræða þá hlið sýningarinnar sem snýr að þjóðfræðirannsókninni, en sýningin er unnin í samstarfi þjóðfræðideild Háskóla Íslands. Við Valdimar hittumst í laugardalslauginni í morgun og ræddum þróun baðmenningar á Íslandi, hugmyndir okkar um hreina líkama, rasisma, félagslegar mælistikur og fleira og fleira. En svo er það meiri samtímatónlist, sem við vorum að tala um hér í Víðsjá í gær vegna Myrkra músíkdaga sem nú eru hafnir. En það er meira á seyði í samtímatónlistinni. Í kvöld eru forvitnilegir tónleikar hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands þar sem Daníel Bjarnason stjórnar flutningi á þremur verkum, eitt þeirra er eftir Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur en annað eftir John Adams og það þriðja er glænýr píanókonsert Daníels sjálfs sem tileinkaður er einleikaranum Víkingi Heiðari Ólafssyni. Um er að ræða pöntun frá SÍ og LA Phil og frumflutt í Disney salnum glæsta í Los Angeles á dögunum. Við rifjum upp hvað gagnrýnadi LA Times hafði um verkið að segja og heyrum brot úr verkinu af aðaæfingu fyrr í dag. Það er áskorun fyrir kynslóðina mína að horfast í augu við brostin loforð um þægilega framtíð, líkt og það er erfitt fyrir eldri kynslóðir að horfast í augu við að gildi vestrænna þjóðfélaga, gildi okkar, sköpuðu veruleika sem er að valda hruni vistkerfa heimsins. Auðveldara er að ríghalda í gömlu gildin og gömlu draumana? svo segir Birnir Jón Sigurðsson í sínum þriðja pistli um loftslagsmál. Að þessu sinni skoðar Birnir Jón Sigurðsson afstöðu okkar gagnvart loftslagsaðgerðum. Til umfjöllunar er línulegt hagkerfi, velsældarmælikvarðar, veruleiki kulnunarkynslóðarinnar og Monty Python.
Eru okkar mikilvægustu almannagæði falin í heita vatninu? er spurt á sýningunni SUND sem opnuð var í Hönnunarsafni Íslands í byrjun febrúar. Sýningarstjórar eru Brynhildur Pálsdóttir hönnuður og Valdimar Tr. Hafstein prófessor í þjóðfræði. Víðsjá leit inn á sýninguna á opnunardaginn og ræddi þar við Brynhildi um það sem snýr að hönnun sundlauga en við þar sem Valdimar var í einangrun ákváðum við að hittast síðar og ræða þá hlið sýningarinnar sem snýr að þjóðfræðirannsókninni, en sýningin er unnin í samstarfi þjóðfræðideild Háskóla Íslands. Við Valdimar hittumst í laugardalslauginni í morgun og ræddum þróun baðmenningar á Íslandi, hugmyndir okkar um hreina líkama, rasisma, félagslegar mælistikur og fleira og fleira. En svo er það meiri samtímatónlist, sem við vorum að tala um hér í Víðsjá í gær vegna Myrkra músíkdaga sem nú eru hafnir. En það er meira á seyði í samtímatónlistinni. Í kvöld eru forvitnilegir tónleikar hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands þar sem Daníel Bjarnason stjórnar flutningi á þremur verkum, eitt þeirra er eftir Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur en annað eftir John Adams og það þriðja er glænýr píanókonsert Daníels sjálfs sem tileinkaður er einleikaranum Víkingi Heiðari Ólafssyni. Um er að ræða pöntun frá SÍ og LA Phil og frumflutt í Disney salnum glæsta í Los Angeles á dögunum. Við rifjum upp hvað gagnrýnadi LA Times hafði um verkið að segja og heyrum brot úr verkinu af aðaæfingu fyrr í dag. Það er áskorun fyrir kynslóðina mína að horfast í augu við brostin loforð um þægilega framtíð, líkt og það er erfitt fyrir eldri kynslóðir að horfast í augu við að gildi vestrænna þjóðfélaga, gildi okkar, sköpuðu veruleika sem er að valda hruni vistkerfa heimsins. Auðveldara er að ríghalda í gömlu gildin og gömlu draumana? svo segir Birnir Jón Sigurðsson í sínum þriðja pistli um loftslagsmál. Að þessu sinni skoðar Birnir Jón Sigurðsson afstöðu okkar gagnvart loftslagsaðgerðum. Til umfjöllunar er línulegt hagkerfi, velsældarmælikvarðar, veruleiki kulnunarkynslóðarinnar og Monty Python.
Eru okkar mikilvægustu almannagæði falin í heita vatninu? er spurt á sýningunni SUND sem opnuð var í Hönnunarsafni Íslands í byrjun febrúar. Sýningarstjórar eru Brynhildur Pálsdóttir hönnuður og Valdimar Tr. Hafstein prófessor í þjóðfræði. Víðsjá leit inn á sýninguna á opnunardaginn og ræddi þar við Brynhildi um það sem snýr að hönnun sundlauga en við þar sem Valdimar var í einangrun ákváðum við að hittast síðar og ræða þá hlið sýningarinnar sem snýr að þjóðfræðirannsókninni, en sýningin er unnin í samstarfi þjóðfræðideild Háskóla Íslands. Við Valdimar hittumst í laugardalslauginni í morgun og ræddum þróun baðmenningar á Íslandi, hugmyndir okkar um hreina líkama, rasisma, félagslegar mælistikur og fleira og fleira. En svo er það meiri samtímatónlist, sem við vorum að tala um hér í Víðsjá í gær vegna Myrkra músíkdaga sem nú eru hafnir. En það er meira á seyði í samtímatónlistinni. Í kvöld eru forvitnilegir tónleikar hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands þar sem Daníel Bjarnason stjórnar flutningi á þremur verkum, eitt þeirra er eftir Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur en annað eftir John Adams og það þriðja er glænýr píanókonsert Daníels sjálfs sem tileinkaður er einleikaranum Víkingi Heiðari Ólafssyni. Um er að ræða pöntun frá SÍ og LA Phil og frumflutt í Disney salnum glæsta í Los Angeles á dögunum. Við rifjum upp hvað gagnrýnadi LA Times hafði um verkið að segja og heyrum brot úr verkinu af aðaæfingu fyrr í dag. Það er áskorun fyrir kynslóðina mína að horfast í augu við brostin loforð um þægilega framtíð, líkt og það er erfitt fyrir eldri kynslóðir að horfast í augu við að gildi vestrænna þjóðfélaga, gildi okkar, sköpuðu veruleika sem er að valda hruni vistkerfa heimsins. Auðveldara er að ríghalda í gömlu gildin og gömlu draumana? svo segir Birnir Jón Sigurðsson í sínum þriðja pistli um loftslagsmál. Að þessu sinni skoðar Birnir Jón Sigurðsson afstöðu okkar gagnvart loftslagsaðgerðum. Til umfjöllunar er línulegt hagkerfi, velsældarmælikvarðar, veruleiki kulnunarkynslóðarinnar og Monty Python.
Við höldum í Marshall húsið vestur á Granda en þar hafa nokkrar breytingar orðið. Við heimsækjum sýningarsal i8 og ræðum við Börk Arnarson eiganda i8, en í þessu sýningarrými er nú komin upp sýning á verkum pólsku listakonunnar Aliciu Kwade, sem i8 á orðið langt og gott samstarf við. Dalrún Kaldakvísl sagnfræðingur heldur áfram að fjalla um konur og náttúruvernd. Í dag segir Dalrún okkur frá frelsi kvenna á heiðum og öræfum fyrr á tíð, út frá svipmyndum úr lífi tveggja kvenna sem bjuggu þar stóran hluta ævi sinnar. Í dag opnar sýningin SUND í Hönnunarsafni Íslands. Það má með sanni segja að sundlaugarmenning okkar sé einstök og að henni koma mörg svið hönnunar. Arkitektúr, grafísk hönnun, vöruhönnun, fatahönnun og upplifunarhönnun eru brot af þeirri menningu sem skapar sundið en laugarnar eru ekki síst ein stór samfélagshönnun. Á bak við sýninguna standa Brynhildur Pálsdóttir hönnuður og Valdimar Tr. Hafstein prófessor í þjóðfræði en við uppsetningu sýningarinnar er stuðst við rannsóknir hóps þjóðfræðinga við HÍ sem varpa skýru og skemmtilegu ljósi á sundmenningu okkar. Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir
Við höldum í Marshall húsið vestur á Granda en þar hafa nokkrar breytingar orðið. Við heimsækjum sýningarsal i8 og ræðum við Börk Arnarson eiganda i8, en í þessu sýningarrými er nú komin upp sýning á verkum pólsku listakonunnar Aliciu Kwade, sem i8 á orðið langt og gott samstarf við. Dalrún Kaldakvísl sagnfræðingur heldur áfram að fjalla um konur og náttúruvernd. Í dag segir Dalrún okkur frá frelsi kvenna á heiðum og öræfum fyrr á tíð, út frá svipmyndum úr lífi tveggja kvenna sem bjuggu þar stóran hluta ævi sinnar. Í dag opnar sýningin SUND í Hönnunarsafni Íslands. Það má með sanni segja að sundlaugarmenning okkar sé einstök og að henni koma mörg svið hönnunar. Arkitektúr, grafísk hönnun, vöruhönnun, fatahönnun og upplifunarhönnun eru brot af þeirri menningu sem skapar sundið en laugarnar eru ekki síst ein stór samfélagshönnun. Á bak við sýninguna standa Brynhildur Pálsdóttir hönnuður og Valdimar Tr. Hafstein prófessor í þjóðfræði en við uppsetningu sýningarinnar er stuðst við rannsóknir hóps þjóðfræðinga við HÍ sem varpa skýru og skemmtilegu ljósi á sundmenningu okkar. Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir
Við höldum í Marshall húsið vestur á Granda en þar hafa nokkrar breytingar orðið. Við heimsækjum sýningarsal i8 og ræðum við Börk Arnarson eiganda i8, en í þessu sýningarrými er nú komin upp sýning á verkum pólsku listakonunnar Aliciu Kwade, sem i8 á orðið langt og gott samstarf við. Dalrún Kaldakvísl sagnfræðingur heldur áfram að fjalla um konur og náttúruvernd. Í dag segir Dalrún okkur frá frelsi kvenna á heiðum og öræfum fyrr á tíð, út frá svipmyndum úr lífi tveggja kvenna sem bjuggu þar stóran hluta ævi sinnar. Í dag opnar sýningin SUND í Hönnunarsafni Íslands. Það má með sanni segja að sundlaugarmenning okkar sé einstök og að henni koma mörg svið hönnunar. Arkitektúr, grafísk hönnun, vöruhönnun, fatahönnun og upplifunarhönnun eru brot af þeirri menningu sem skapar sundið en laugarnar eru ekki síst ein stór samfélagshönnun. Á bak við sýninguna standa Brynhildur Pálsdóttir hönnuður og Valdimar Tr. Hafstein prófessor í þjóðfræði en við uppsetningu sýningarinnar er stuðst við rannsóknir hóps þjóðfræðinga við HÍ sem varpa skýru og skemmtilegu ljósi á sundmenningu okkar. Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir
Það er nóg um að vera í Popplandi þennan miðvikudaginn. Við heyrum lag af plötu vikunnar, Egotopia eftir tónlistarmanninn Hafstein Þráinsson eða CeaseTone, og fáum heimsókn frá reykvísku pönksveitinni Sucks to be you, Nigel, sem var að gefa út sína fyrstu breiðskífu síðasta föstudag. Umsjón: Bjarni Daníel Þorvaldsson Lagalisti Milkhouse - Dagdraumar Vol. 7 Lorde - Solar Power Emilíana Torrini - To Be Free Karen Ósk, Friðrik Dór - Haustið Haustið ?97 FLOTT - Þegar ég verð 36 Birnir - Baugar Coldplay, BTS - My Universe Charli XCX, Caroline Polachek, Christine and the Queens - New Shapes Swedish House Mafia, The Weeknd - Moth To A Flame Dua Lipa - Love Again Kim Petras - Future Starts Now ZÖE - Blood in the Water Valdimar - Yfir borgina Ceasetone - Proletariat Portishead - Sour Times Alice Phoebe Lou - Glow The Smiths - Heaven Knows I?m Miserable Now Lizzo - Good As Hell Kanye West - Remote Control Tears for Fears - Everybody Wants To Rule The World Angel Olsen - Eyes Without A Face Sucks To Be You Nigel - Tína Blóm Sucks to be you, Nigel - Ófreskja vond Borko - Haustpeysan Jón Jónsson - Fyrirfram Sugababes - Overload Beabadoobee - Last Day On Earth The La?s - There She Goes Snail Mail - Ben Franklin U2 - Your Song Saved My Life Júlí Heiðar - Ástin heldur vöku London Grammar - How Does It Feel Írafár - Fingur Bríet - Sólblóm Lykke Li - I Follow Rivers (The Magician Remix) PinkPantheress - i must apologise Inspector Spacetime - Hitta mig Timbaland - The Way I Are Tiwa Savage, Hamzaa - Pakalamisi Silk Sonic - Smokin Out The Window Tkay Maidza, UMI - Onto Me Real Thing - You To Me Are Everything Stuðmenn - Slá í gegn Dynomatic - Miracle Tiffany - I Think We?re Alone Now Máni Orrason - Change The World
Það er nóg um að vera í Popplandi þennan miðvikudaginn. Við heyrum lag af plötu vikunnar, Egotopia eftir tónlistarmanninn Hafstein Þráinsson eða CeaseTone, og fáum heimsókn frá reykvísku pönksveitinni Sucks to be you, Nigel, sem var að gefa út sína fyrstu breiðskífu síðasta föstudag. Umsjón: Bjarni Daníel Þorvaldsson Lagalisti Milkhouse - Dagdraumar Vol. 7 Lorde - Solar Power Emilíana Torrini - To Be Free Karen Ósk, Friðrik Dór - Haustið Haustið ?97 FLOTT - Þegar ég verð 36 Birnir - Baugar Coldplay, BTS - My Universe Charli XCX, Caroline Polachek, Christine and the Queens - New Shapes Swedish House Mafia, The Weeknd - Moth To A Flame Dua Lipa - Love Again Kim Petras - Future Starts Now ZÖE - Blood in the Water Valdimar - Yfir borgina Ceasetone - Proletariat Portishead - Sour Times Alice Phoebe Lou - Glow The Smiths - Heaven Knows I?m Miserable Now Lizzo - Good As Hell Kanye West - Remote Control Tears for Fears - Everybody Wants To Rule The World Angel Olsen - Eyes Without A Face Sucks To Be You Nigel - Tína Blóm Sucks to be you, Nigel - Ófreskja vond Borko - Haustpeysan Jón Jónsson - Fyrirfram Sugababes - Overload Beabadoobee - Last Day On Earth The La?s - There She Goes Snail Mail - Ben Franklin U2 - Your Song Saved My Life Júlí Heiðar - Ástin heldur vöku London Grammar - How Does It Feel Írafár - Fingur Bríet - Sólblóm Lykke Li - I Follow Rivers (The Magician Remix) PinkPantheress - i must apologise Inspector Spacetime - Hitta mig Timbaland - The Way I Are Tiwa Savage, Hamzaa - Pakalamisi Silk Sonic - Smokin Out The Window Tkay Maidza, UMI - Onto Me Real Thing - You To Me Are Everything Stuðmenn - Slá í gegn Dynomatic - Miracle Tiffany - I Think We?re Alone Now Máni Orrason - Change The World
Hvað er þetta, blöndungs þáttur? Heldur betur, í þætti vikunnar fá strákarnir til sín góðan gest, Hafsteinn Sæmundsson stjórnanda Bíóblaðurs! Glöggir hlustendur muna þegar við kíktum til hans í heimsókn og skemmtum okkur konunglega. Núna snúast borðin heldur betur. Arnór Steinn og Gunnar ræða margt og mikið við Haffa. Við förum yfir hvernig það var að byrja með hlaðvarp (hann byrjaði í sömu viku og við!), tölvuleikjaæskan, DVD safnið og margt, margt fleira. Spilar Haffi leiki þar sem hann fær ekki að drepa eitt né neinn? Það kemur í ljós hér! Tjékkið á Bíóblaðri á Spotify og YouTube og fylgið honum á Instagram og TikTok! Þátturinn er í boði Elko Gaming.
Tónskáldið og kvikmyndagerðarmaðurinn Jóhann Jóhannsson lést langt fyrir aldur fram árið 2018. Indí, diskó, rafrænar hljóðtilraunir og kvikmyndatónlist, allt þetta og meira tók hann þessi fjölhæfi listamður sér fyrir hendur á meira en þriggja áratugalöndum tónlistarferli. The creative space of Jóhann Jóhannsson er umfangsmikið verkefni þar sem sköpunaraðferðum og listferli Jóhanns verða gerð skil í heimildarmynd, veglegu bókverki og gagnasafni. Orri Jónsson kemur og segir frá verkefninu og ástæðum þess að farið var af stað. Við rennum úr höfuðborginni norður á bóginn, inn á Safnasafnið á Svalbarðsströnd þar sem við fáum leiðsögn um nokkrar af sýningum ársins og ræðum við safnstjórann Níels Hafstein um íslenska alþýðulist. Og Melkorka Gunborg Briansdóttir segir okkur sérkennilega sögu bresku tvíburanna Fridu og Gretu Chaplin sem lifðu algjörlega samhæfðu lífi, klæddu sig eins og töluðu samtímis.
Tónskáldið og kvikmyndagerðarmaðurinn Jóhann Jóhannsson lést langt fyrir aldur fram árið 2018. Indí, diskó, rafrænar hljóðtilraunir og kvikmyndatónlist, allt þetta og meira tók hann þessi fjölhæfi listamður sér fyrir hendur á meira en þriggja áratugalöndum tónlistarferli. The creative space of Jóhann Jóhannsson er umfangsmikið verkefni þar sem sköpunaraðferðum og listferli Jóhanns verða gerð skil í heimildarmynd, veglegu bókverki og gagnasafni. Orri Jónsson kemur og segir frá verkefninu og ástæðum þess að farið var af stað. Við rennum úr höfuðborginni norður á bóginn, inn á Safnasafnið á Svalbarðsströnd þar sem við fáum leiðsögn um nokkrar af sýningum ársins og ræðum við safnstjórann Níels Hafstein um íslenska alþýðulist. Og Melkorka Gunborg Briansdóttir segir okkur sérkennilega sögu bresku tvíburanna Fridu og Gretu Chaplin sem lifðu algjörlega samhæfðu lífi, klæddu sig eins og töluðu samtímis.
Allt frá stofnun Sjálfstæðisflokksins árið 1929 hefur það verið styrkur flokksins að hafa á að skipa öflugum hugsjónamönnum, sem höfðu hæfileika og getu til að meitla hugsjónir og þróa stefnuna í takt við nýjar áskoranir. Þessir hugsjónamenn ýttu undir frjóa hugsun og rökræður – gerðu sér grein fyrir að einstaklingarnir eru mismunandi, með ólíkar þarfir, þrár og hæfileika. Jóhann Hafstein, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var einn þessara hugsjónamanna. Birgir Kjaran, þingmaður, hagfræðingur, rithöfundur og útgefandi, var annar. Báðir börðust þeir, ásamt örðum Sjálfstæðismönnum, fyrir jöfnum lífsmöguleikum allra og afnámi hvers konar sérréttinda.
Að þessu sinni fengu stelpurnar Bíóblaðurs snillinginn Hafstein í svítuna. Hvað finnst Haffa um Bachelor? Hvaða bíómyndir eru bestar? og getur maður fundið ástina á Tinder?
Við fögnuðum afmæli Ríkisútvarpsins í dag. Ríkisútvarpið hóf formlega útsendingar 21. desember 1930, en fyrir þann tíma höfðu verið starfræktar einkareknar útvarpsstöðvar í Reykjavík og á Akureyri, sú fyrsta var H.f. Útvarp. Fyrstu ár útvarpsins var bara sent út á einni rás og í nokkra klukkutíma á kvöldi. Það hefur ýmislegt verið rifjað upp hér á Rás 1 í morgun og við héldum því áfram í Mannlega þættinum og fengum til okkar góða gestir til að rifja upp gamla tíma. Gerður G Bjarklind þulur kom fyrst til okkar. Hún sá um hinn vinsæla þátt lög unga fólksins frá árinu 1963-1971 og man hvernig hlutirnir gengu fyrir sig á þeim tíma og síðar varð hún ein af ástkærum þulum þjóðarinnar og sá svo um hinn feykivinsæla þátt Óskastundina sem er enn á dagskrá Rásar 1, en nú í umsjón Svanhildar Jakobs. Saga Ríkisútvarpsins er líka saga tækni og tækja. Sigurður Harðarson rafeindavirki fór með okkur í gegnum sögu ýmissa tækja og tæknibúnaðar tengdum sögu Ríkisútvarpsins, eins og til dæmis útvarpsviðtækjum sem voru framleidd á Íslandi sérstaklega til að taka á móti útsendingu Ríkisútvarpsins og það sem meira er þá voru sérstök tæki fyrir landsfjórðungana. Sigurður er í forsvari fyrir Hollvinafélag um sögu útvarpstækni á Íslandi, sem vinnur að því að vernda útsendingarbúnað og ýmis tæki frá upphafstíma útvarpsins. Stefán Jón Hafstein byrjaði ungur sem fréttaritari í Lundúnum áður en hann steig fyrst fæti inní stofnunina sem þá var staðsett á Skúlagötunni. Hann sá um að leika tónlist fyrir hlustendur á fyrstu næturvaktinni í íslensku útvarpi og setti mark sitt á morgunþáttinn Gull í mund, hann var með nýjar hugmyndir sem voru ekki alltaf vel þegnar af yfirmönnunum. Stefán kom í þáttinn í dag. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Við fögnuðum afmæli Ríkisútvarpsins í dag. Ríkisútvarpið hóf formlega útsendingar 21. desember 1930, en fyrir þann tíma höfðu verið starfræktar einkareknar útvarpsstöðvar í Reykjavík og á Akureyri, sú fyrsta var H.f. Útvarp. Fyrstu ár útvarpsins var bara sent út á einni rás og í nokkra klukkutíma á kvöldi. Það hefur ýmislegt verið rifjað upp hér á Rás 1 í morgun og við héldum því áfram í Mannlega þættinum og fengum til okkar góða gestir til að rifja upp gamla tíma. Gerður G Bjarklind þulur kom fyrst til okkar. Hún sá um hinn vinsæla þátt lög unga fólksins frá árinu 1963-1971 og man hvernig hlutirnir gengu fyrir sig á þeim tíma og síðar varð hún ein af ástkærum þulum þjóðarinnar og sá svo um hinn feykivinsæla þátt Óskastundina sem er enn á dagskrá Rásar 1, en nú í umsjón Svanhildar Jakobs. Saga Ríkisútvarpsins er líka saga tækni og tækja. Sigurður Harðarson rafeindavirki fór með okkur í gegnum sögu ýmissa tækja og tæknibúnaðar tengdum sögu Ríkisútvarpsins, eins og til dæmis útvarpsviðtækjum sem voru framleidd á Íslandi sérstaklega til að taka á móti útsendingu Ríkisútvarpsins og það sem meira er þá voru sérstök tæki fyrir landsfjórðungana. Sigurður er í forsvari fyrir Hollvinafélag um sögu útvarpstækni á Íslandi, sem vinnur að því að vernda útsendingarbúnað og ýmis tæki frá upphafstíma útvarpsins. Stefán Jón Hafstein byrjaði ungur sem fréttaritari í Lundúnum áður en hann steig fyrst fæti inní stofnunina sem þá var staðsett á Skúlagötunni. Hann sá um að leika tónlist fyrir hlustendur á fyrstu næturvaktinni í íslensku útvarpi og setti mark sitt á morgunþáttinn Gull í mund, hann var með nýjar hugmyndir sem voru ekki alltaf vel þegnar af yfirmönnunum. Stefán kom í þáttinn í dag. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Lýst hefur verið yfir neyðarstigi á Seyðisfirði og unnið að rýmingu bæjarins. Stór aurskriða féll á þriðja tímanum í dag. Að minnsta kosti 10 hús eru skemmd. Grípa þurfti til víðtækari rýmingar í bænum og koma þurfti fleira fólki á fjöldahjálparstöð. Eitt hús gjöreyðilagðist þegar skriðan féll í dag. Allar björgunarsveitir á Austurlandi hafa verið boðaðar á staðinn og lögreglumenn frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, Sérsveit ríkislögreglustjóra og frá lögreglunni á Norðurlandi eystra hafa einnig verið sendar á staðinn. Fyrrverandi forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðar segir að bærinn sé rústir einar eftir hamfarirnar síðustu klukkustundir. Hún segir íbúana í losti yfir eyðileggingunni. Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi og Veðurstofu Íslands lýst yfir hættustigi á Eskifirði vegna skriðuhættu. Þetta er gert vegna þess að sprungur í gamla Oddskarðsveginum, ofan Eskifjarðar, hafa stækkað í dag. Í Speglinum heyrðum við brotabrot og dæmi af fréttum og fréttaskýringum fréttastofu RÚV síðastliðin 90 ár. Kristján Sigurjónsson tók saman. Heyrist í Sigrúnu Ögmundsdóttur lesa fyrsta fréttatímann fyrir 90 árum. Einnig í nokkrum fréttamönnm: Jóni Múla Árnasyni, Stefáni Jónssyni, Jóni Magnússyni, Sigurði Sigurðssyni, Nönnu Úlfsdóttur, Þóru Kristínu Jónsdóttur, Stefáni Jóni Hafstein, Helga H. Jónssyni, Sigrúnu Stefánsdóttur, Sigríði Árnadóttur og Brodda Broddasyni
Lýst hefur verið yfir neyðarstigi á Seyðisfirði og unnið að rýmingu bæjarins. Stór aurskriða féll á þriðja tímanum í dag. Að minnsta kosti 10 hús eru skemmd. Grípa þurfti til víðtækari rýmingar í bænum og koma þurfti fleira fólki á fjöldahjálparstöð. Eitt hús gjöreyðilagðist þegar skriðan féll í dag. Allar björgunarsveitir á Austurlandi hafa verið boðaðar á staðinn og lögreglumenn frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, Sérsveit ríkislögreglustjóra og frá lögreglunni á Norðurlandi eystra hafa einnig verið sendar á staðinn. Fyrrverandi forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðar segir að bærinn sé rústir einar eftir hamfarirnar síðustu klukkustundir. Hún segir íbúana í losti yfir eyðileggingunni. Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi og Veðurstofu Íslands lýst yfir hættustigi á Eskifirði vegna skriðuhættu. Þetta er gert vegna þess að sprungur í gamla Oddskarðsveginum, ofan Eskifjarðar, hafa stækkað í dag. Í Speglinum heyrðum við brotabrot og dæmi af fréttum og fréttaskýringum fréttastofu RÚV síðastliðin 90 ár. Kristján Sigurjónsson tók saman. Heyrist í Sigrúnu Ögmundsdóttur lesa fyrsta fréttatímann fyrir 90 árum. Einnig í nokkrum fréttamönnm: Jóni Múla Árnasyni, Stefáni Jónssyni, Jóni Magnússyni, Sigurði Sigurðssyni, Nönnu Úlfsdóttur, Þóru Kristínu Jónsdóttur, Stefáni Jóni Hafstein, Helga H. Jónssyni, Sigrúnu Stefánsdóttur, Sigríði Árnadóttur og Brodda Broddasyni
Hægt er að rekja 36 smit beint til líkamsræktarstöðva, sjö sinnum fleiri en til sundlauga. Eigendur líkamsræktarstöðva gagnrýna nýjar sóttvarnaráðstafanir og telja að stjórnvöld hafi gerst sek um mismunun. Þýskalandskanslari vill herða sóttvarnareglur þar sem baráttan gegn COVID-19 farsóttinni skilar ekki tilætluðum árangri. Hátt í sex hundruð létust í landinu síðastliðinn sólarhring. Bóksala gengur mun betur fyrir þessi jól en á sama tíma í fyrra. Þetta segir formaður Félags íslenskra bókaútgefenda. Foreldrar sem eru vön að bjóða börnum og afkomendum sínum í jólaboð gætu þurft að gera upp á milli barna sinna vegna þess að miðað er við ekki séu fleiri en 10 fullorðnir í boðinu. Par sem heldur boð getur t.d. ekki fengið nema 8 gesti. Börn sem eru fædd 2005 og eftir það teljast ekki með. Arnar Páll Hauksson segir frá og talar við Rögnvald Ólafsson. Rætt við fólk á Laugaveginum um sóttvarnir og jólahalda. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við Sigrúnu Skaftadóttur, Söru Dögg Magnúsdóttur, Gróu Sigríði Einarsdóttur, Elmer Elmers, Ernu Hauksdóttur, Júlíus Hafstein, Guðmund Jónsson og Kristínu Árnadóttur. Óbyggðirnar kalla syngja þeir Magnús Eiríksson og KK og það er óhætt að segja að hálendið hafi kallað á þingmenn í gær þegar fyrsta umræða um Hálendisþjóðgarðsfrumvarpið fór fram á Alþingi. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra mælti fyrir frumvarpinu, sem er stjórnarfrumvarp. Umræðan stóð í tæpa níu klukkutíma og lauk um miðnætti. Óhætt er að segja að skoðanir séu skiptar um málið og tæplega hægt að halda því fram að eining sé um frumvarpið innan stjórnarliðsins. Kristján Sigurjónsson segir frá og það heyrist í Guðmundi Inga Guðbrandssyni og Jóni Gunnarssyni.
Hægt er að rekja 36 smit beint til líkamsræktarstöðva, sjö sinnum fleiri en til sundlauga. Eigendur líkamsræktarstöðva gagnrýna nýjar sóttvarnaráðstafanir og telja að stjórnvöld hafi gerst sek um mismunun. Þýskalandskanslari vill herða sóttvarnareglur þar sem baráttan gegn COVID-19 farsóttinni skilar ekki tilætluðum árangri. Hátt í sex hundruð létust í landinu síðastliðinn sólarhring. Bóksala gengur mun betur fyrir þessi jól en á sama tíma í fyrra. Þetta segir formaður Félags íslenskra bókaútgefenda. Foreldrar sem eru vön að bjóða börnum og afkomendum sínum í jólaboð gætu þurft að gera upp á milli barna sinna vegna þess að miðað er við ekki séu fleiri en 10 fullorðnir í boðinu. Par sem heldur boð getur t.d. ekki fengið nema 8 gesti. Börn sem eru fædd 2005 og eftir það teljast ekki með. Arnar Páll Hauksson segir frá og talar við Rögnvald Ólafsson. Rætt við fólk á Laugaveginum um sóttvarnir og jólahalda. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við Sigrúnu Skaftadóttur, Söru Dögg Magnúsdóttur, Gróu Sigríði Einarsdóttur, Elmer Elmers, Ernu Hauksdóttur, Júlíus Hafstein, Guðmund Jónsson og Kristínu Árnadóttur. Óbyggðirnar kalla syngja þeir Magnús Eiríksson og KK og það er óhætt að segja að hálendið hafi kallað á þingmenn í gær þegar fyrsta umræða um Hálendisþjóðgarðsfrumvarpið fór fram á Alþingi. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra mælti fyrir frumvarpinu, sem er stjórnarfrumvarp. Umræðan stóð í tæpa níu klukkutíma og lauk um miðnætti. Óhætt er að segja að skoðanir séu skiptar um málið og tæplega hægt að halda því fram að eining sé um frumvarpið innan stjórnarliðsins. Kristján Sigurjónsson segir frá og það heyrist í Guðmundi Inga Guðbrandssyni og Jóni Gunnarssyni.
Kórónuveiran hefur heldur betur valdið usla í samfélaginu með tilheyrandi aðlögun og breytingum á hversdagslífi fólks. Faðmlögum og handabandi hefur nú verið skipt út fyrir sprittbrúsa og andlitsgrímur og óvíst hvort og hvaða breytingar eru komnar til að vera. En hvað getur hversdagsleg menning sagt okkur um samfélagið? Í þættinum ræða Dagrún og Vilhelmína við Valdimar Tr. Hafstein prófessor í þjóðfræði við Háskóla Íslands um hversdagslíf á tímum heimsfaraldurs og sjónarhorn þjóðfræðinnar á þessar samfélagsbreytingar í sögulegu ljósi. Samtalið fer frá hrákadöllum og kossaflensi karlmanna að handabandinu, súrdeigsbakstri og samlífi manna og örvera. Þjóðhættir er hlaðvarp sem fjallar um rannsóknir og miðlun í þjóðfræði. Sjónunum er beint að fólki og hvaða merkingu það leggur í siði og venjur, hluti og umhverfi. Umsjónarkonur eru Dagrún Ósk Jónsdóttir og Vilhelmína Jónsdóttir doktorsnemar í þjóðfræði.
Í Víðsjá í dag verður rætt við Lindu Vilhjálmsdóttur ljóðskáld sem sendir nú frá sér nýja ljóðabók sem hún kallar Kyrralífsmyndir og er ort undir sterkum áhrifum af nýliðnum vetri. Farið verður í heimsókn á Safnasafnið á Svalbarðseyri við Eyjafjörð en í ár stendur safnið á tímamótum. Safnið var stofnað árið 1995 af Níelsi Hafstein og Magnhildi Sigurðardóttur og fagnar því 25 ára afmæli á þessu ári. Í þættinum verður rætt við Níels Hafstein. Páll Haukur Björnsson, stjórnarmeðlimur Myndstefs, kemur einnig í heimsókn í Víðsjá og ræðir um réttarstöðu myndlistarmanns gagnvart verki sínu eftir að það hefur verið selt. Umsjón: Halla Þórlaug Óskarsdóttir og Guðni Tómasson
Í Víðsjá í dag verður rætt við Lindu Vilhjálmsdóttur ljóðskáld sem sendir nú frá sér nýja ljóðabók sem hún kallar Kyrralífsmyndir og er ort undir sterkum áhrifum af nýliðnum vetri. Farið verður í heimsókn á Safnasafnið á Svalbarðseyri við Eyjafjörð en í ár stendur safnið á tímamótum. Safnið var stofnað árið 1995 af Níelsi Hafstein og Magnhildi Sigurðardóttur og fagnar því 25 ára afmæli á þessu ári. Í þættinum verður rætt við Níels Hafstein. Páll Haukur Björnsson, stjórnarmeðlimur Myndstefs, kemur einnig í heimsókn í Víðsjá og ræðir um réttarstöðu myndlistarmanns gagnvart verki sínu eftir að það hefur verið selt. Umsjón: Halla Þórlaug Óskarsdóttir og Guðni Tómasson
Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Stefán Jón Hafstein. Hann á feril sem stjórnmálamaður, fjölmiðlamaður og rithöfundur. Stefán Jón kom að stofnun Dægurmálaútvarps Rásar 2 og stjórnaði útvarpsþáttunum Meinhorninu og Þjóðarsálinni, þar sem hlustendum gafst færi á að hringja inn og tjá sig um ýmis málefni. Hann var starfsmaður Þróunarsamvinnustofnunar þar sem hann var verkefnastjóri í Namibíu, umdæmisstjóri í Malaví og Úganda, var í Róm og nú er hann kominn aftur til Íslands í bili vegna COVID-19 ástandsins, en hann mun halda aftur til Rómar þegar allt kemst í eðlilegt horf. Við forvitnuðumst um æsku hans og uppvöxt og ferðalag hans í gegnum lífsins til dagsins í dag. Í matarspjalli dagsins fengum við Þórhildi Ólafsdóttur, kollega okkar hér á Rás 1 úr Samfélaginu. Hún sagði okkur reynslusögu frá því þegar hún bjó til Sesarsalat fyrir fjölskylduna, með eiginmanninn andandi ofan í hálsmálið á henni. Sem sagt salat í matarspjalli dagsins. UMSJÓN SIGURLAUG MARGRÉT JÓNASDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Stefán Jón Hafstein. Hann á feril sem stjórnmálamaður, fjölmiðlamaður og rithöfundur. Stefán Jón kom að stofnun Dægurmálaútvarps Rásar 2 og stjórnaði útvarpsþáttunum Meinhorninu og Þjóðarsálinni, þar sem hlustendum gafst færi á að hringja inn og tjá sig um ýmis málefni. Hann var starfsmaður Þróunarsamvinnustofnunar þar sem hann var verkefnastjóri í Namibíu, umdæmisstjóri í Malaví og Úganda, var í Róm og nú er hann kominn aftur til Íslands í bili vegna COVID-19 ástandsins, en hann mun halda aftur til Rómar þegar allt kemst í eðlilegt horf. Við forvitnuðumst um æsku hans og uppvöxt og ferðalag hans í gegnum lífsins til dagsins í dag. Í matarspjalli dagsins fengum við Þórhildi Ólafsdóttur, kollega okkar hér á Rás 1 úr Samfélaginu. Hún sagði okkur reynslusögu frá því þegar hún bjó til Sesarsalat fyrir fjölskylduna, með eiginmanninn andandi ofan í hálsmálið á henni. Sem sagt salat í matarspjalli dagsins. UMSJÓN SIGURLAUG MARGRÉT JÓNASDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Í þættinum var byrjað á að hringja suður til Ítalíu og ræða við Stefán Jón Hafstein, Fastafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í Róm, en Ítalía er það land sem enn sem komið hefur orðið lang verst úti í faraldrinum. Í hljóðver í anddyri Efstaleitis koma svo þau Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, og Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur og deildarforseti íþróttafræðideildar Háskólans í Reykjavík og ræddu Covid-faraldurinn. Í lok þáttar var rætt við Drífu Snædal, forseta ASÍ, um aðgerðir stjórnvalda til að tryggja greiðslur til fólks í skertu hlutfalli hjá fyrirtækjum í rekstrarvanda.
Í þættinum var byrjað á að hringja suður til Ítalíu og ræða við Stefán Jón Hafstein, Fastafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í Róm, en Ítalía er það land sem enn sem komið hefur orðið lang verst úti í faraldrinum. Í hljóðver í anddyri Efstaleitis koma svo þau Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, og Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur og deildarforseti íþróttafræðideildar Háskólans í Reykjavík og ræddu Covid-faraldurinn. Í lok þáttar var rætt við Drífu Snædal, forseta ASÍ, um aðgerðir stjórnvalda til að tryggja greiðslur til fólks í skertu hlutfalli hjá fyrirtækjum í rekstrarvanda.
Í þættinum var byrjað á að hringja suður til Ítalíu og ræða við Stefán Jón Hafstein, Fastafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í Róm, en Ítalía er það land sem enn sem komið hefur orðið lang verst úti í faraldrinum. Í hljóðver í anddyri Efstaleitis koma svo þau Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, og Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur og deildarforseti íþróttafræðideildar Háskólans í Reykjavík og ræddu Covid-faraldurinn. Í lok þáttar var rætt við Drífu Snædal, forseta ASÍ, um aðgerðir stjórnvalda til að tryggja greiðslur til fólks í skertu hlutfalli hjá fyrirtækjum í rekstrarvanda.
Gestastjórnandi þáttarins í fjarveru Bjargar Magnúsdóttur var Hafdís Helga Helgadóttir. Jólalög og stemning. Viðtal við Stefán Jón Hafstein.
Gestastjórnandi þáttarins í fjarveru Bjargar Magnúsdóttur var Hafdís Helga Helgadóttir. Jólalög og stemning. Viðtal við Stefán Jón Hafstein.
Spegillinn 23. apríl 2019 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson Forsætisráðherra Sri Lanka varaði við því í dag að hryðjuverkamenn væru enn á á ferli eftir hryðjuverkárásirnar í landinu á páskadag. Bæjarráð Vestmannaeyja hefur haft samband við dýpkunarverktaka erlendis og athugað hvort hann geti hjálpað til við dýpkun Landeyjahafnar. Ráðið segir óboðlegt að núverandi verktaki hafi hvorki tækjakost né metnað til að sinna verkinu. Dómari veitti Isavia í dag vikufrest til að svara kröfu bandaríska flugvélagaleigusalans ALC, sem vill fá kyrrsetta flugvél sína afhenta og sakar Isavia um stjórnarskrárbrot. Gróðureldar loga víða í Suður-Svíþjóð. Slökkviliðsmenn og sjálfboðaliðar fá ekki við neitt ráðið. Sænska veðurstofan varar við mikilli eldhættu næstu daga. Lögregla hefur fengið öll gögn sem benda til misferlis hjá bílaleigum, segir forstjóri Samgöngustofu. Enn sé möguleiki á að fyrirtæki, sem hafi orðið uppvís að því að eiga við ökumæla, verði svipt starfsleyfi. Nær allur íslenski uppsjávarflotinn veiðir nú kolmunna í færeysku landhelginni. Lengri umfjallanir: Sviðstjóri hjá verkfræðistofunni Eflu segir að ákvörðun hafi verið tekin um að engin mengandi starfsemi verið í Finnafjarðarhöfn. Hins vegar sé stefnt að uppbyggingu fiskeldis og vetnisframleiðslu á hafnarsvæðinu. Áform séu um að flyja bæði út fisk og vetni. Bæði Landvernd og Umhverfisstofnun gagnrýndu áform um hafnarframkvæmdir í Finnafirði sem gert var ráð fyrir þegar aðalskipulagi Langanesbyggðar var breytt 2012. Gagnrýnin beindist einkum að hafnarsvæðið yrði að hluta í Gunnólfsvík í Finnafirði. Víkin og líka Gunnólfsvíkurfjall eru á náttúruminjaskrá og bæði Landvernd og Umhverfisstofnun lögðust gegn því að iðnaðarsvæði myndi raska náttúrunni þar. Eftir því sem næst verður komist eru sjaldgæfar plöntur að finna þarna eins og til dæmis fjallakræfill sem er á válista, skógfjóla og lyngjafni. Um daginn var stofnað þróunarfélag um þróun og uppbyggingu svæðisins. Bremenports á 66% hlut, verkfræðistofan Efla 26% og Vopnafjörður og Langanesbyggð 8%. En hverju svara eigendur félagsins gagnrýni Landverndar og Umhverfisstofnunar? Hafstein Helgason, sviðsstjóri viðskiptaþróunar hjá Eflu, segir að samkvæmt aðalskipulaginu hafi staðið til að byggja upp hafnarsvæði í Gunnólfsvík og líka sunnan til í firðinum. Hann segir að svæðið hafi verið rannsakað og ekki hafi fundist, hvorki norðan né sunnan megin, sjaldgæfar plöntur. Nú séu ekki áform um að hafnarsvæðið nái til Gúnnólfsvíkur. Arnar Páll Hauksson talar við Hafstein. Morðið á b
Þáttaröð um frásagnir í mannlífinu, frá sjónarhorni heimspeki, bókmenntafræði, stjórnmálafræði, sálarfræði, sálgreiningar, náms- og starfsráðgjafar, sagnfræði, auglýsingafræða, kvikmynda. Eftir því sem við vitum best, einkennir það mannkynið um fram aðrar dýrategundir að geta sagt sögur. Það er töluvert andlegt afrek að geta raðað atburðum í tímaröð, þar sem hvert atvik leiðir til hins næsta og úr verður rökleg frásögn. Allir sem ekki búa við vitsmunalega skerðingu af einhverju tagi hafa þessa hæfni. Frásögnin gerir manneskjunni kleift að setja sjálfa sig á svið í tímanum, gera áætlanir, ímynda sér framvindu óorðinna atburða, o.m.fl. Að mörgu leyti er hún forsenda skilnings, ekki síst á fyrirbærum sem þróast og breytast með tímanum. Manneskjan er umvafin sögum frá vöggu til grafar, allt frá ævintýrunum sem barninu eru sögð fyrir svefninn, til morðgátna sem leystar eru í sjónvarpsþáttum á hverju kvöldi. Stjórnmálamenn segja sögur, sem stundum eru fjarri raunveruleikanum en hafa mikinn sefjunarmátt. Tekist er á um hvernig eigi að segja sögu tiltekinna atburða og ráða pólítískar skoðanir eða hagsmundir oft ferðinni í því sambandi. Þjóðir, þjóðflokkar, ættbálkar og hópar af ýmsu tagi, að ógleymdu mannkyninu öllu, eiga sér sögu, sem er hluti af sögu reikistjörnunnar og lífsins á henni. Það er hlutverk vísinda og fræða að segja þessa sögu, en við skiljum heiminn betur ef við getum sett hann í sögulegt samhengi. Hver einstaklingur á sér líka sína sögu sem er einmitt einstök. Þótt hann lifi í núinu, getur fortíðin sótt á og framtíðin vakið kvíða. Það getur verið mikilvægt fyrir hann að henda reiður á eigin sögu til að ná betri tökum á tilveru sinni. Eins er það upplýsandi að þekkja sögu sem flestra annarra, því mannlegt hlutskipti er margs konar. Skilningur á stöðu sem flestra, ekki síst þeirra sem eru hvað ólíkastir manni, víkkar því út vitundina um heiminn og tilveruna. Markmið þáttaraðarinnar er að ræða um frásagnir frá sjónarmiði margvíslegra fræða og í ólíku samhengi. Meðal annars verður rætt við bókmenntafræðinga, guðfræðinga, sálfræðinga, rithöfunda, kvikmyndagerðarmenn, námsráðgjafa, stjórnmálafræðinga og sagnfræðinga. Í þessum þætti er rætt við Stefán Jón Hafstein.
Nú hriktir í stjórnarsamstarfi kristilegra og jafnaðarmanna. Ástæðan er umdeilt viðbragð yfirmanns Öryggisstofnunar Þýskalands við óeirðunum í Chemnitz á dögunum. Hann sagðist telja að myndband sem sýndi hóp svartstakka veitast að útlendingum á götu væri falsað. Jafnaðarmenn brugðust ókvæða við og vilja manninn ur embætti. - Þá átti Martin Schultz, fyrrum kanslarefni jafnaðarmanna, merkilega endurkomu í stjórnmálavafstrið þegar hann flutti þrumuræðu á þinginu og úthúðaði félögum í AfD sem fasistum. Arthúr Björgvin Bollason sagði frá þessu. Hann sagði líka frá kvíkmynd sem fjallar um Berthold Brecht kvikmyndun Túskildingsóperunnar. - Hungur fer aftur vaxandi í heiminum og eru loftslagsbreytingar ein helsta orsök þess að matvæli skortir. Í nýrri stöðuskýrslu stofnana Sameinu þjóðanna segir að 821 milljón manna svelti og 150 milljónir barna vaxi ekki eðilega vegna vannæringar. Stefán Jón Hafstein, fastafulltrúi Íslands í Róm, ræddi þessa stöðu sem níunda hver manneskja á jörðinni býr við og versnandi horfur. - Norðurlandaþjóðirnar vildu í upphafi heimsstyrjaldarinnar síðari halda sig utan við ófriðinn en allar þjóðirnar drógust inn í hann, að frátöldum Svíum. Yfir 91 þúsund Norðurlandabúar létu lífið vegna ófriðarins. Valur Gunnarsson, sagnfræðingur og bókmenntafræðingur, talað um stöðu Norðurlandaþjóðanna á árum síðari heimsstyrjaldar. - Loks fræddumst við um vetrarstarf Íslensku óperunnar. Steinunn Birna Ragnarsdóttir, óperustjóri, sagði frá uppfærslum vetrarins og framtíðarsýn sinni. - Tónlist: Maríus Sverrisson - Mackie Messer; Charlie Parker - Autumn in New York; Placido Domingo og Cheryl Studer - Brindisi: Libiamo, ne´lieti calici úr La Traviata eftir Verdi.
Gleymdar perlur níunnar Umsjón: Þórður Helgi Þórðarson Gestur Andrés Jónsson, almannatengill Andrés sagði frá ótrúlegri ást sinni á útvarpinu, Jackson eða Jordan voru ekki hans stjörnur heldur Stefán Jón Hafstein dagskrástjóri Dægurmálaútvarpsins og stjórnandi Þjóðarsálarinnar á Rás 2. Andrés stofnaði útvarpsstöðina Mono sem bjó til meðal annars tvíeikið, Simma og Jóa. Hjal, tónlist og tal úr níunni, gott í bæði eyru.
Gleymdar perlur níunnar Umsjón: Þórður Helgi Þórðarson Gestur Andrés Jónsson, almannatengill Andrés sagði frá ótrúlegri ást sinni á útvarpinu, Jackson eða Jordan voru ekki hans stjörnur heldur Stefán Jón Hafstein dagskrástjóri Dægurmálaútvarpsins og stjórnandi Þjóðarsálarinnar á Rás 2. Andrés stofnaði útvarpsstöðina Mono sem bjó til meðal annars tvíeikið, Simma og Jóa. Hjal, tónlist og tal úr níunni, gott í bæði eyru.
um alþjóðamál. Ævar Kjartansson fær Jón Orm Halldórsson, stjórnmálafræðing til liðs við sig í júlí og ágúst til þess að eiga samtal við ýmsa fræðimenn um alþjóðamál. Ýmsar blikur eru á lofti um þessar mundir í alþjóðamálum. Ýmislegt óvænt kemur frá helstu ráðamönnum heimsins og mikið reynir á helstu samninga og sáttmála um mannréttindi og lýðræði. Rætt verður við ýmsa sérfróða um einstök svæði heimsins og eins þá sem starfa við alþjóðastofnanir og þróunarmál. Gestur þáttarins er Stefán Jón Hafstein.
Svartmálmur er ný ljósmyndabók eftir Hafstein Viðar Ársælsson, en þar skrásetur hann hina öflugu íslensku svartmálmssenu með öllum sínum drunga og djöfulgangi. Sýning með myndum úr bókinni opnar á morgun í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Lestin renndi við á safninu og ræddi við Hafstein. Karl Ólafur Hallbjörnsson veltir fyrir sér pólitískri sannfæringu rökræðulýðræði í pistli sínum í dag. Tónlistarkonan og plötusnúðurinn Coucou Chloé hefur vakið mikla athygli undanfarið fyrir sína tilraunakenndu klúbbatónlist en meðal aðdáenda eru Rihanna og Björk Guðmundsdóttir. Við náðum tali af Chloé í Lundúnum en hún er nýkominn úr tónleikaferðalagi um Asíu. Í síðustu viku opnaði Google Arts and Culture, rafrænt listasafn tæknirisans, sína stærstu vefsýningu til þessa. Tæknirisinn Google opnaði í síðustu viku stafræna yfirlitssýningu á lífi og verkum mexíkósku listakonunnar Fridu Kahlo. Þar geta vefgestir skyggnst inn í heimili listakonunnar og virt fyrir sér verk hennar í návígi. Við skoðum sýninguna, og Khalo, nánar í þætti dagsins. Rifjum einnig upp brot úr viðtali við listakonuna Jóní Jónsdóttur.
Bíðið þið jafn spennt eftir Bókatíðindum og við? Merkið þið við bækurnar sem þið viljið helst finna í pökkunum undir trénu? Eða eruð þið að velta því fyrir ykkur hvaða bók þið ættuð að gefa krökkunum í kringum ykkur?Í Jólabarnabókaspjallinu heyrum við beint frá lestrarhestum á aldrinum 8-11 ára sem hafa tekið að sér að lesa jólabækurnar fyrir Borgarbókasafnið, sem og barnabókavörðum safnsins.Í þættinum koma fram:Axel Daðason, 5. bekk í AusturbæjarskólaHannes Þórður Hafstein, 3. bekk í AusturbæjarskólaSunna Dís MásdóttirÓlöf SverrisdóttirIngibjörg Ösp ÓttarsdóttirSpjallað er um eftirfarandi bækur:Getur Doktor Proktor bjargað jólunum? eftir Jo Nesbø Henri hittir í mark eftir Þorgrím ÞráinssonAmma óþekka - Klandur á Klambratúni eftir Jenný Kolsöe, Bergrún Íris Sævarsdóttir myndskreytir Vertu ósýnilegur - Flóttasaga Ishmaels eftir Kristínu Helgu GunnarsdótturMuggur, saga af strák eftir Elfar Loga Hannesson og Marsibil G. KristjánsdótturFjölskyldan mín eftir Ástu Rún Valgerðardóttur og Láru GarðarsdótturGulbrandur Snati og nammisjúku njósnararnir eftir Brynhildi Þórarinsdóttur, Bergrún Íris Sævarsdóttir myndskreytirÁfram Sigurfljóð eftir Sigrúnu Eldjárn.Hljóðmaður: Ingi Þórisson
Gestur þáttarins er Stefán Jón Hafstein fyrrum fréttamaður og dagskrárstjóri Rásar 2 með meiru. Þátturinn Samtal um framtíð fjölmiðla er helgaður hlutverki, stöðu og framtíð fjölmiðla á Íslandi. Ugglaust mun fortíð fjölmiðlanna koma við sögu, samanburður við önnur lönd og ekki síður ýmsar áleitnar spurningar um mörk fjölmiðlunar og annarra boðskipta á okkar dögum. Ævar Kjartansson hefur fengið Þorbjörn Broddason til liðs við sig og fá þeir einn sérfróðan gest til tæplega klukkustundar spjalls hverju sinni. Innan ramma meginþemans ráðast umræðuefni þáttanna af áhugamálum og reynslu gestsins hverju sinni. Viðmælendum er öllum sameiginlegt að gegna eða hafa gegnt ábyrgðarstörfum, sem snerta fjölmiðla með einhverjum hætti.