POPULARITY
Aukin harka er komin í samskipti barna í öllum árgöngum grunnskóla en þó sérstaklega á miðstigi og unglingastigi. Strákar þurfa að vera harðir og óhræddir og mega ekki klaga. Húmorinn er grimmur og stelpa eiga það til að lenda undir og láta lítið fyrir sér fara, en þar á bæ skiptir útlitið hvað mestu máli. Þetta segir Gunnlaugur Víðir Guðmundsson félagsmálafræðingur sem starfað hefur með ungu fólki í tvo áratugi bæði á Akureyri og í Reykjavík og er nú forstöðumaður Gleðibankans, félagsmiðstöðvar Hlíðaskóla. Við ræddum þetta við Gunnlaug í dag og leituðum skýringa og ræddum hvaða þættir hafa áhrif á þessa hegðun barna og hvernig við getum brugðist við henni. Við fengum vinkil í dag frá Guðjóni Helga Ólafssyni. Vinkillinn var að þessu sinni borinn að höfðum okkar, nánar til tekið að húfum og höfuðfötum. Guðjón velti því fyrir sér hvernig húfan sem slík verður til í mannkynssögunni, hvers vegna og hvað það er sem gerist í mannslíkamanum við of mikinn kulda og of mikinn hita. Að lokum skoðaði hann örlítið hvers vegna sum okkar virðast alltaf þurfa að vera með húfu á meðan önnur setja þær helst ekki upp. Og svo var það lesandi vikunnar sem í þetta sinn var Tanja Rasmussen frásagnafræðingur og bóksali. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Tanja talaði um eftirfarandi bækur og höfunda: Limits to Growth e. Donellu Meadows o.fl. Mikilvægt rusl e. Halldór Armand Moldin heit e. Birgittu Björgu Guðmarsdóttur Eldri konur e. Evu Rún Snorradóttur Jólabókarleitin e. Jenny Colgan Twilight serían e. Stephenie Meyer Sjálfstætt fólk e. Halldór Laxness Tónlist í þættinum: Litli tónlistarmaðurinn / Vilhjálmur Vilhjálmsson og Ellý Vilhjálms (Freymóður Jóhannsson) Ást / Ragnheiður Gröndal (Magnús Þór Sigmundsson, texti Sigurður Nordal) Lapis Lazuli / Helgi Björnsson (Helgi Björnsson og Guðmundur Óskar Guðmundsson) UMSJÓN HELGA ARNARDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Við fræddumst um átak hjá Ljósinu endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess. Átakið snýst um að safna nýjum Ljósavinum og að virkja hóp aðstandenda sem standa að einstaklingi með krabbamein gerist Ljósavinur. Þegar einhver úr hópnum greinist með krabbamein er Ljósið til staðar til að grípa og veita stuðning sem hópurinn hefur mögulega ekki ráð eða burði til. Ólöf Erla Einarsdóttir greindist með krabbamein á Covid tíma fyrir nokkrum árum og við heyrðum hennar sögu og hvernig hún upplifði stuðning vinkvenna og Ljóssins. Átakið í ár kallast „Hópar landsins láta ljósið skína“. Við ræddum svo um freka kallinn, seka kallinn, lúxuskallinn, staka kallinn og spaka kallinn, en Bjarni Karlsson prestur og siðfræðingur er að fara í gang með röð erinda sem fjalla um eðli og forsendur friðar undir heitinu Kallaspjall með Bjarna Karls - Fimm fyndnar hugmyndir sem valda ófriði. Vaka - Þjóðlistahátíð fer fram í Reykjavík um helgina og meðal viðburða eru tónleikar, matarveisla, dans, þjóðlagasamspil. Einnig verða vinnustofur í íslenskum rímnasöng, langspilsleik og evrópskum þjóðdönsum. Við heyrðum í Bjarna Karlssyni þrítugum Akureyringi sem heldur utan um dagskrána. Tónlist í þættinum: Heimþrá / Erla Þorsteinsdóttir (Freymóður Jóhannsson (Tólfti september, dulnefni) Litli tónlistarmaðurinn / Vilhjálmur Vilhjálmsson og Ellý Vilhjálms (Freymóður Jóhannsson (Tólfti september, dulnefni)) Vikivaki / Valgeir Guðjónsson og Joel Christopher Durksen á píanó (Valgeir Guðjónsson-Jóhannes úr Kötlum) Brúðkaupsvísur / Hinn íslenski Þursaflokkur (Egill Ólafsson, texti Vigfús frá Leirulæk) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Öll erum við einstök á okkar fallega hátt. Þættir hættu í framleiðslu (í bili) des 2023.
Við fræddumst í dag um heimildarmyndina Tölum um ENDÓ, þar sem rætt er við konur á ýmsum aldri um einkenni og áhrif sjúkdómsins endómetríósu á þeirra líf og störf. Sjúkdómurinn var áður kallaður legslímuflakk, en nú er talað um endó í daglegu tali. Þóra Karítas Árnadóttir, leikstjóri og framleiðandi myndarinnar kom í þáttinn og sagði okkur frá myndinni, með henni kom Karen Ösp Friðriksdóttir, en hún deilir sinni reynslu af endómetríósu í myndinni, auk þess að vera gjaldkeri Endósamtakanna. Mörg hlaðvörpin hafa litið dagsins ljós undanfarin ár og fjalla þau um nánast allt milli himins og jarðar. Litli mallakúturinn heitir eitt þeirra og þar má finna viðtöl við fólk sem á það sameiginlegt að hafa gengist undir aðgerð á maga vegna offitu. Sá sem stjórnar og stýrir því heitir Gunnar Ásgeirsson, kerfisstjóri, og við ræddum við hann í dag. Einar Sveinbjörnsson kom svo til okkar í dag í veðurspjall. Hann talaði við okkur í dag um hafís og áhrif hans á vorveðráttuna, en hafísinn er í meiri útbreiðslu nú en undanfarin ár. Hann rifjaði svo upp þegar ís fyllti firði og flóa vorið 1979. Svo að lokum skoðaði hann með okkur veðurspána framundan, þar sem hitinn fer loksins hækkandi, að minnsta kosti í bili. Tónlist í þættinum Bolur inn við bein / Brimkló (erlent lag, texti Jónas Friðrik og Björgvin Halldórsson) Lítið ljóð/ Rebekka Blöndal (Rebekka Blöndal og Ásgeir Ásgeirsson, texti Rebekka Blöndal og Stefán Örn Gunnlaugsson) Betri tíð/ Hildur Vala (Valgeir Guðjónsson og Þórður Árnason) Þín hvíta mynd / Kristjana Stefánsdóttir og Svavar Knútur (Sigfús Halldórsson og Tómas Guðmundsson) UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Hvert er sambandið milli tekna og velferðar? Eða peninga og hamingju? Hvað miklar tekjur telja einstaklingar sig þurfa og hversu næmt er fólk fyrir breytingum í tekjum? Hvað þarf fólk mikið af peningum til að vera hamingjusamt og hversu mikið breytist hamingja fólks við það að fá hærri tekjur og meiri pening? Við fræddumst í dag um grein sem er fyrsti hluti af doktorsverkefnis Guðrúnar Svavarsdóttur, doktorsnema við Hagfræðideild Háskóla Íslands og rannsakanda hjá ConCIV rannsóknarhópnum. Guðrún kom í þáttinn og sagði okkur meira frá þessu, til dæmis um hið flókna samband tekna og velferðar, því þar hafa margar breytur áhrif, til dæmis ytri aðstæður, menntun, búseta og kyn. Mikil aukning hefur verið á ofbeldi nemenda og alvarlegum birtingarmyndum þess, samhliða ákveðnu úrræðaleysi og starfsfólk skóla getur upplifað sig óöruggt og vonlítið í krefjandi aðstæðum með nemendum. Við endurfluttum í dag viðtal við Soffíu Ámundadóttur, grunnskólakennara og leikskólakennara, sem var áður í þættinum 1.feb. s.l., en hún hefur haldið námskeið hjá Endurmenntun Háskóla Íslands sem ber yfirskriftina Ofbeldi nemenda og hegðunarvandi. Soffía hefur starfað í Brúarskóla, sem er sérskóli fyrir nemendur með tilfinninga- og hegðunarvanda. Áfengi, rautt kjöt og unnar kjötvörur er komið á lista með skaðvöldum á borð við reykingar og aðra krabbameinsvaldandi þætti. Nú er mælt með því að draga verulega úr neyslu áfengis og þessara matvara til að minnka líkur á krabbameini í meltingarkerfinu eða annars staðar. Þetta var umfjöllunarefni Helgu Arnardóttur í Heilsuvaktinni sem nú hóf aftur göngu sína í Mannlega þættinum. Þar ræddi hún við Huldu Maríu Einarsdóttur ristil- og endaþarmsskurðlækni hjá Landspítalanum. Hún hefur verið grænmetisæta í fjöldamörg ár og starfað í Bandaríkjunum í á annan áratug en hún segist merkja mikla neikvæða breytingu í meltingarvegi yngra fólks sem allt má rekja til lífsstíls. Tónlist í þættinum: Litli tónlistarmaðurinn / Ellý Vilhjálms og Vilhjálmur Vilhjálmsson (Freymóður Jóhannsson) Sixpence Only / Spilverk þjóðanna (Spilverk þjóðanna) Í sól og sumaryl / Hljómsveit Ingimars Eydal (Gylfi Ægisson) UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Bogi Ágústsson settist við Heimsgluggann og ræddi við Jón Óskar Sólnes sem býr í Washington í Bandaríkjunum og fylgist vel með gangi mála, ekki síst nú fyrir kosningarnar í haust. Bogi ræddi einnig um nýafstaðnar kosningar bæði í Indónesíu og Pakistan. Við heyrum af því reglulega að ein stærsta áskorun þjóðarinnar í heilbrigðismálum er hækkandi aldur og aukin sjúkdómsbyrði elstu hópa samfélagsins. Sífellt er að bætast í þekkingu á heilsusamlegri öldrun, og vöðvavernd er þar mikilvægur þáttur, eins og Anna Björg Jónsdóttir yfirlæknir öldrunarlækninga á Landspítalanum ræddi við okkur. Í síðasta hluta þáttarins ræddum við um málmsuðu - það er kúnst að sjóða saman vatnsleiðslur eins og gert vart á mettíma í Svartsengi um síðustu helgi. Að ekki sé talað um í kulda og myrkri og í kappi við tímann. Þeir sem unnu verkið eru hetjur. Við spjöllum um þetta fag við Víglund Laxdal Sverrisson, skólastjóra véltækniskóla Tækniskólans. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir. Tónlist: Elly Vilhjálms, Vilhjálmur Vilhjálmsson - Litli tónlistarmaðurinn. Stína Ágústsdóttir - Vorið og tómið. Gerry and The Pacemakers - Ferry cross the Mersey. Páll Rósinkranz - Suður um höfin.
LENGJAN - THULE - SESSION CRAFT BAR - DOMINO'S - PRÓTÍN.IS - R3 RÁÐGJÖF OG BÓKHALD Benjamin, the Dove kom út og veitingamaður í miðbæ Reykjavíkur barðist í bökkum við að fullnægja kúnnum sínum á þá vegu sem þeir ætluðu. Á sama tíma hafa skin og skúrir aldrei komið og farið jafn oft hjá einum manni og Ásgeiri Elíassyni þrátt fyrir metfjölda af tengiliðum í bakvörðum og Þorgeir Ástvaldsson með myndavélina í andlitinu á honum allan leikinn fyrir hönd VISAsport. Við krufðum það hvernig POX kom til landsins og viljum fá að vita meira um skemmtistaðina Síbería og Ingólfskaffi. Ásgeir lét undan þrýstingi og setti lyfjafræðing í vörnina eftir nákvæmar skallaæfingar. Under the Solna Sun þar sem Ravelli blindaðist. Svona var Ísland 94'96. Dæliði í Thule leiðréttingahornið, takk!
Spegillinn 7. febrúar 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknmaður: Jón Þór Helgason. Stjórn útsendingar fréttahluta: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir Staðfest er að á sjöunda þúsund fórst í jarðskjálftum í Tyrklandi og Sýrlandi í gær, en óttast er að þau séu miklu fleiri. Íslenskt björgunarlið flýgur til Tyrklands í kvöld. Oddur Þórðarson sagði frá. Ríkissáttasemjari segir Eflingu bera lagalega skyldu til að afhenda félagatal sitt. Hann sendi aðfararbeiðni til sýslumanns í morgun til þess að fá það í hendurnar. Róbert Jóhannsson tók saman og ræddi við Aðalstein Leifsson, ríkissáttasemjara, einnig rætt við Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann Eflingar. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra sakaði Pírata á Alþingi í dag um að beita grímulausu málþófi í umræðu um útlendingafrumvarpið. Örfáir þingmenn hafi tekið þingið í gíslingu. Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata mælti fyrir tillögu við upphaf þingfundar í dag um að taka frumvarpið af dagskrá. Höskuldur Kári Schram tók saman. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi síðdegis hjónum í vil í máli þeirra gegn Landsbankanum um lögmæti skilmála um breytilega vexti á lánum. Hjónin nutu fulltingis Neytendasamtakanna við rekstur málsins og Breki Karlsson, formaður þeirra, telur að dómurinn geti haft fordæmisgildi fyrir þúsundir annarra lána hjá íslenskum bönkum. Benedikt Sigurðsson ræddi við Breka. THC. virka efnið í kannabis fannst í hampolíu frá íslensku vörumerki. Olían hefur verið innkölluð. Amanda Guðrún Bjarnadóttir sagði frá og talaði við Óskar Ísfeld Sigurðsson, hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Illviðrin sem gengið hafa yfir landið undanfarnar vikur hafa ekki aðeins áhrif á ferðir fólks, heldur líka fugla við landið. Litli sjófuglinn haftyrðill hefur fundist langt inni á landi eftir óveðurslægðir og Náttúrufræðistofnun biður þá sem rekast á haftyrðla í vanda, að koma þeim aftur á haf út. Ólöf Erlendsdóttir talaði við Borgnýju Katrínardóttur. ------- Efling hefur krafist þess að Aðalsteinn Leifsson víki sem ríkissáttasemjari og ætlar ekki að sinna beiðni hans um að afhenda félagatal strax þrátt fyrir niðurstöðu um það í Héraðsdómi Reykjavíkur. Deila Eflingar og Samtaka atvinnulífsins virðist í síharðnandi hnút. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Kristján Þórð Snæbjarnarson forseta Alþýðusambands Íslands um stöðu ríkissáttasemjara. Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, segir að þungavopnasendingar vestrænna ríkja til Úkraínu dragi Atlantshafsbandalagið NATÓ inn í átökin í Úkraínu með beinum hætti. Þetta geti leitt til þess að þau harðni enn frekar með óf
Spegillinn 7. febrúar 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknmaður: Jón Þór Helgason. Stjórn útsendingar fréttahluta: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir Staðfest er að á sjöunda þúsund fórst í jarðskjálftum í Tyrklandi og Sýrlandi í gær, en óttast er að þau séu miklu fleiri. Íslenskt björgunarlið flýgur til Tyrklands í kvöld. Oddur Þórðarson sagði frá. Ríkissáttasemjari segir Eflingu bera lagalega skyldu til að afhenda félagatal sitt. Hann sendi aðfararbeiðni til sýslumanns í morgun til þess að fá það í hendurnar. Róbert Jóhannsson tók saman og ræddi við Aðalstein Leifsson, ríkissáttasemjara, einnig rætt við Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann Eflingar. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra sakaði Pírata á Alþingi í dag um að beita grímulausu málþófi í umræðu um útlendingafrumvarpið. Örfáir þingmenn hafi tekið þingið í gíslingu. Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata mælti fyrir tillögu við upphaf þingfundar í dag um að taka frumvarpið af dagskrá. Höskuldur Kári Schram tók saman. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi síðdegis hjónum í vil í máli þeirra gegn Landsbankanum um lögmæti skilmála um breytilega vexti á lánum. Hjónin nutu fulltingis Neytendasamtakanna við rekstur málsins og Breki Karlsson, formaður þeirra, telur að dómurinn geti haft fordæmisgildi fyrir þúsundir annarra lána hjá íslenskum bönkum. Benedikt Sigurðsson ræddi við Breka. THC. virka efnið í kannabis fannst í hampolíu frá íslensku vörumerki. Olían hefur verið innkölluð. Amanda Guðrún Bjarnadóttir sagði frá og talaði við Óskar Ísfeld Sigurðsson, hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Illviðrin sem gengið hafa yfir landið undanfarnar vikur hafa ekki aðeins áhrif á ferðir fólks, heldur líka fugla við landið. Litli sjófuglinn haftyrðill hefur fundist langt inni á landi eftir óveðurslægðir og Náttúrufræðistofnun biður þá sem rekast á haftyrðla í vanda, að koma þeim aftur á haf út. Ólöf Erlendsdóttir talaði við Borgnýju Katrínardóttur. ------- Efling hefur krafist þess að Aðalsteinn Leifsson víki sem ríkissáttasemjari og ætlar ekki að sinna beiðni hans um að afhenda félagatal strax þrátt fyrir niðurstöðu um það í Héraðsdómi Reykjavíkur. Deila Eflingar og Samtaka atvinnulífsins virðist í síharðnandi hnút. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Kristján Þórð Snæbjarnarson forseta Alþýðusambands Íslands um stöðu ríkissáttasemjara. Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, segir að þungavopnasendingar vestrænna ríkja til Úkraínu dragi Atlantshafsbandalagið NATÓ inn í átökin í Úkraínu með beinum hætti. Þetta geti leitt til þess að þau harðni enn frekar með óf
Líklegt er að meginvextir Seðlabankans verði hækkaðir enn eina ferðina á vaxtaákvörðunardegi á morgun. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Heimildarinnar, fór yfir stöðuna í efnahagsmálum og spár greiningardeilda. Hann spjallaði líka um fyrirhugaðar samrunaviðræður Kviku og Íslandsbanka og afkomu Icelandair sem tapaði rúmum 800 milljónum á síðasta ári en það er mun betri afkoma en undanfarin ár. Grímuskyldu í almenningassamgöngum í Þýskalandi var aflétt á dögunum við mikinn fögnuð flestra Þjóðverja. Arthúr Björgvin Bollason sagði frá því í Berlínarspjalli. Hann sagði líka frá kosningum til fylkisstjórnar Berlínar á sunnudaginn en þær þarf að endurteka vegna klúðurs þegar kosið var 2021. Dægurlagasöngvarinn Udo Lindenberg og rapparinn Apache 207 komu líka við sögu en þeir eiga vinsælasta lagið í Þýskalandi þessa dagana. Leikið var brot úr viðtalsþætti Jökuls Jakobssonar, Gatan mín, frá 1971. Hann gekk um götur Keflavíkur með Gunnari Eyjólfssyni leikara. Tónlist: Bel Ami - Helena Eyjólfsdóttir, Just like that - Bonnie Raitt, Ágústín - Sigrún Jónsdóttir, Komet - Udo Lindenberg og Apache 207, Litli vin - Anna Kristín Arngrímsdóttir, Hún var með dimmblá augu - Hilmir Snær Guðnason. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson.
Líklegt er að meginvextir Seðlabankans verði hækkaðir enn eina ferðina á vaxtaákvörðunardegi á morgun. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Heimildarinnar, fór yfir stöðuna í efnahagsmálum og spár greiningardeilda. Hann spjallaði líka um fyrirhugaðar samrunaviðræður Kviku og Íslandsbanka og afkomu Icelandair sem tapaði rúmum 800 milljónum á síðasta ári en það er mun betri afkoma en undanfarin ár. Grímuskyldu í almenningassamgöngum í Þýskalandi var aflétt á dögunum við mikinn fögnuð flestra Þjóðverja. Arthúr Björgvin Bollason sagði frá því í Berlínarspjalli. Hann sagði líka frá kosningum til fylkisstjórnar Berlínar á sunnudaginn en þær þarf að endurteka vegna klúðurs þegar kosið var 2021. Dægurlagasöngvarinn Udo Lindenberg og rapparinn Apache 207 komu líka við sögu en þeir eiga vinsælasta lagið í Þýskalandi þessa dagana. Leikið var brot úr viðtalsþætti Jökuls Jakobssonar, Gatan mín, frá 1971. Hann gekk um götur Keflavíkur með Gunnari Eyjólfssyni leikara. Tónlist: Bel Ami - Helena Eyjólfsdóttir, Just like that - Bonnie Raitt, Ágústín - Sigrún Jónsdóttir, Komet - Udo Lindenberg og Apache 207, Litli vin - Anna Kristín Arngrímsdóttir, Hún var með dimmblá augu - Hilmir Snær Guðnason. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson.
Umsjón: Siggi Gunnars & Lovísa Rut Siggi Gunnars og Lovísa Rut voru landamæraverðir Popplands þennan fimmtudaginn og það var nóg um að vera. Tvíeykið Bjöggi og Sigga Beinteins heiðruð, Eurosonic fréttir, fórum aðeins aftur í timann og svo komu Arnar Eggert og Andrea Jónsdóttir og gerðu upp plötu vikunnar, fyrstu plötu hljómsveitarinnar Kvikindi, Ungfrú Ísland. JOHNY TRIUMPH & SYKURMOLARNIR - Luftgítar. THE KINKS - Waterloo Sunset. AMY WINEHOUSE - Love is a losing game. SAM COOK - A Change Is Gonna Come. Alex G - Runner. OFFBÍT & STEINGRÍMUR TEAGUE - Allt á hvolf. BIIG PIIG - This Is What They Meant. MASSIVE ATTACK - Teardrop. THE HEAVY HEAVY - Go Down River. FLEETWOOD MAC - Big Love. TAYLOR SWIFT & LANA DEL REY - Snow On The Beach. Friðrik Ómar - Ég elska þig mest á morgnana. Kvikindi - Ungfrú Ísland. Kvikindi - Okei. Kvikindi - Efst á Messenger. Kvikindi - Rekinn. KVIKINDI - Enginn kann að lifa. The Smiths - Stop Me If You Think You've Heard This One Before. KRUMMI - Bona fide (ft. Soffía Björg). Fran Vasilic - A lovesong for whoever. eee gee - More than a Woman. Eyjaa - I was gonna marry him. BEACH WEATHER - Sex, Drugs, Etc.. GAZ COOMBES - Don't Say It's Over. ELTON JOHN - Daniel. DAVID BOWIE - The Jean Genie. HANNES FT. WATERBABY - Stockholmsvy. HLH & SIGRÍÐUR BEINTEINSDÓTTIR - Vertu Ekki Að Plata Mig. Sléttuúlfarnir - Litli kall. Björgvin Halldórsson, Sigríður Beinteinsdóttir - Ólafía og Óliver. Lizzo - JUICE. DEATH CAB FOR CUTIE - Pepper. SYCAMORE TREE - How does it feel?. QUEEN - Somebody To Love. EMILÍANA TORRINI & THE COLORIST ORCHESTRA - Mikos. Biggi Maus - Má ég snúza meir?. RÖYKSOPP - What Else Is There. Lights On The Highway - Ólgusjór. LEAVES - Parade. Brek - Hálftómt glas. SIGRÚN STELLA - Circles. Miley Cyrus - Flowers. Kristín Sesselja - I'm still me. Arlo Parks - Weightless. PAUL SIMON - Mother And Child Reunion.
Umsjón: Siggi Gunnars & Lovísa Rut Siggi Gunnars og Lovísa Rut voru landamæraverðir Popplands þennan fimmtudaginn og það var nóg um að vera. Tvíeykið Bjöggi og Sigga Beinteins heiðruð, Eurosonic fréttir, fórum aðeins aftur í timann og svo komu Arnar Eggert og Andrea Jónsdóttir og gerðu upp plötu vikunnar, fyrstu plötu hljómsveitarinnar Kvikindi, Ungfrú Ísland. JOHNY TRIUMPH & SYKURMOLARNIR - Luftgítar. THE KINKS - Waterloo Sunset. AMY WINEHOUSE - Love is a losing game. SAM COOK - A Change Is Gonna Come. Alex G - Runner. OFFBÍT & STEINGRÍMUR TEAGUE - Allt á hvolf. BIIG PIIG - This Is What They Meant. MASSIVE ATTACK - Teardrop. THE HEAVY HEAVY - Go Down River. FLEETWOOD MAC - Big Love. TAYLOR SWIFT & LANA DEL REY - Snow On The Beach. Friðrik Ómar - Ég elska þig mest á morgnana. Kvikindi - Ungfrú Ísland. Kvikindi - Okei. Kvikindi - Efst á Messenger. Kvikindi - Rekinn. KVIKINDI - Enginn kann að lifa. The Smiths - Stop Me If You Think You've Heard This One Before. KRUMMI - Bona fide (ft. Soffía Björg). Fran Vasilic - A lovesong for whoever. eee gee - More than a Woman. Eyjaa - I was gonna marry him. BEACH WEATHER - Sex, Drugs, Etc.. GAZ COOMBES - Don't Say It's Over. ELTON JOHN - Daniel. DAVID BOWIE - The Jean Genie. HANNES FT. WATERBABY - Stockholmsvy. HLH & SIGRÍÐUR BEINTEINSDÓTTIR - Vertu Ekki Að Plata Mig. Sléttuúlfarnir - Litli kall. Björgvin Halldórsson, Sigríður Beinteinsdóttir - Ólafía og Óliver. Lizzo - JUICE. DEATH CAB FOR CUTIE - Pepper. SYCAMORE TREE - How does it feel?. QUEEN - Somebody To Love. EMILÍANA TORRINI & THE COLORIST ORCHESTRA - Mikos. Biggi Maus - Má ég snúza meir?. RÖYKSOPP - What Else Is There. Lights On The Highway - Ólgusjór. LEAVES - Parade. Brek - Hálftómt glas. SIGRÚN STELLA - Circles. Miley Cyrus - Flowers. Kristín Sesselja - I'm still me. Arlo Parks - Weightless. PAUL SIMON - Mother And Child Reunion.
Föstudagsgestur, eða í rauninni fimmtudagsgestur, Mannlega þáttarins í þetta sinn var söngkonan og Grammy verðlaunahafinn Dísella Lárusdóttir. Við fengum hana til að segja okkur frá uppvaxtarárunum í Mosfellssveitinni, trompetferlinum, tónlistarfjölskyldunni, söngnáminu og svo söngferlinum. Dísella hefur sungið mikið í Bandaríkjunum, til dæmis við Metropolitan óperuna í New York og svo hlaut hún Grammy verðlaun nú fyrir skemmstu fyrir hlutverk sitt í óperu eftir Philip Glass. Og auðvitað komumst við ekki hjá því að ræða líka aðeins við hana um jólin og jólamat. Matarspjallið í þetta sinn snerist að mestu um hefðir og venjur í jólamat. Mörg vilja halda fast í jólahefðir og vilja helst engu breyta í jólamatnum, á meðan öðrum finnst gaman að gera tilraunir og prófa nýjungar. Allt frá apsassúpu til forréttar sem skýrður er í höfuðið á Shrek. Tónlist í þættinum í dag: Litli tónlistarmaðurinn / Dísella Lárusdóttir (Freymóður Jóhannsson) What Are You Doing the Rest of Your Life? / Dísella Lárusdóttir (Alan Bergman, Marylin Bergman og Michel Legrand) You Make My Dreams (Come True) / Hall & Oates (Daryl Hall, John Oates og Sara Allen) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Föstudagsgestur, eða í rauninni fimmtudagsgestur, Mannlega þáttarins í þetta sinn var söngkonan og Grammy verðlaunahafinn Dísella Lárusdóttir. Við fengum hana til að segja okkur frá uppvaxtarárunum í Mosfellssveitinni, trompetferlinum, tónlistarfjölskyldunni, söngnáminu og svo söngferlinum. Dísella hefur sungið mikið í Bandaríkjunum, til dæmis við Metropolitan óperuna í New York og svo hlaut hún Grammy verðlaun nú fyrir skemmstu fyrir hlutverk sitt í óperu eftir Philip Glass. Og auðvitað komumst við ekki hjá því að ræða líka aðeins við hana um jólin og jólamat. Matarspjallið í þetta sinn snerist að mestu um hefðir og venjur í jólamat. Mörg vilja halda fast í jólahefðir og vilja helst engu breyta í jólamatnum, á meðan öðrum finnst gaman að gera tilraunir og prófa nýjungar. Allt frá apsassúpu til forréttar sem skýrður er í höfuðið á Shrek. Tónlist í þættinum í dag: Litli tónlistarmaðurinn / Dísella Lárusdóttir (Freymóður Jóhannsson) What Are You Doing the Rest of Your Life? / Dísella Lárusdóttir (Alan Bergman, Marylin Bergman og Michel Legrand) You Make My Dreams (Come True) / Hall & Oates (Daryl Hall, John Oates og Sara Allen) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Íbúðalánasjóður lánaði um árabil landsmönnum peninga til fasteignakaupa en lét af lánveitingum fyrir nokkrum árum þegar bankar og lífeyrissjóðir tóku að veita slíka þjónustu. En sjóðurinn er ekki þar með úr sögunni - aldeilis ekki ? hann er orðinn býsna stórt fjárhagslegt vandamál í samfélaginu eins og fram hefur komið í fréttum. Þórður Snær Júlíusson útskýrði málið. Arthúr Björgvin Bollason fjallaði meðal annars um áhuga Kínverja á að komast til áhrifa í þýsku viðskiptalífi. Þjóðverjum líst misvel á enda í stórkostlegum vandræðum eftir að hafa stólað á Rússa í orkukaupum. Charlotte Knobloch og Richard Wagner komu einnig við sögu í Berlínarspjalli. Fyrir hundrað árum kusu Íslendingar fyrstu konuna á þing, Ingibjörgu H. Bjarnason. Hún sat á þingi fyrir þrjá flokka á sjö árum, hélt ýmsum málefnum kvenna á lofti en var líka umdeild. Á þingi var ýmist hæðst að henni sökum útlits og barnleysis, eða hreinlega látið eins og hún væri ekki þarna. Kristín Ástgeirsdóttir sagnfræðingur og fyrrverandi þingkona hefur rannsakað stjórnmálakonuna Ingibjörgu, og hún sagði hlustendum frá. Umsjónarmenn Morgunvaktarinnar eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir. Tónlist: Litli skósmiðurinn - Ingibjörg Þorbergs og Marz bræður Sigling - Þuríður Pálsdóttir Pílagrímakórinn - Voces Masculorum Ástarsæla - Kvennakórinn Norðurljós
Íbúðalánasjóður lánaði um árabil landsmönnum peninga til fasteignakaupa en lét af lánveitingum fyrir nokkrum árum þegar bankar og lífeyrissjóðir tóku að veita slíka þjónustu. En sjóðurinn er ekki þar með úr sögunni - aldeilis ekki ? hann er orðinn býsna stórt fjárhagslegt vandamál í samfélaginu eins og fram hefur komið í fréttum. Þórður Snær Júlíusson útskýrði málið. Arthúr Björgvin Bollason fjallaði meðal annars um áhuga Kínverja á að komast til áhrifa í þýsku viðskiptalífi. Þjóðverjum líst misvel á enda í stórkostlegum vandræðum eftir að hafa stólað á Rússa í orkukaupum. Charlotte Knobloch og Richard Wagner komu einnig við sögu í Berlínarspjalli. Fyrir hundrað árum kusu Íslendingar fyrstu konuna á þing, Ingibjörgu H. Bjarnason. Hún sat á þingi fyrir þrjá flokka á sjö árum, hélt ýmsum málefnum kvenna á lofti en var líka umdeild. Á þingi var ýmist hæðst að henni sökum útlits og barnleysis, eða hreinlega látið eins og hún væri ekki þarna. Kristín Ástgeirsdóttir sagnfræðingur og fyrrverandi þingkona hefur rannsakað stjórnmálakonuna Ingibjörgu, og hún sagði hlustendum frá. Umsjónarmenn Morgunvaktarinnar eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir. Tónlist: Litli skósmiðurinn - Ingibjörg Þorbergs og Marz bræður Sigling - Þuríður Pálsdóttir Pílagrímakórinn - Voces Masculorum Ástarsæla - Kvennakórinn Norðurljós
Í byrjun þáttar var fjallað stuttlega um kvikmyndina 79 af stöðinni en sextíu ár eru í dag síðan hún var frumsýnd. Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur var gestur klukkan hálf átta. Hann hefur um árabil rannsakað urriðann í Þingvallavatni. Urriðadansinn svokallaði verður á laugardaginn, þá segir Jóhannes gestum frá ævi og athæfi urriðans en hrygningatímabilið stendur nú. Sacheen Littlefeather lést í byrjun mánaðar. Hún var ötul baráttukona fyrir réttindum frumbyggja í Bandaríkjunum og var fræg þegar hún kom fram við Óskarsverðlaunahátíðina 1973 og afþakkaði verðlaunin fyrir hönd Marlon Brandos. Vera sagði frá Litlu fjöður. Karen Birna Þorvaldsdóttir varði gær doktorsritgerð við Háskólann á Akureyri og varð fyrst allra til að gera það. Skólinn hlaut réttindi til að útskrifa doktora fyrir fimm árum. Ritgerð hennar ber heitið "Að skilja og mæla hindranir þess að leita sér hjálpar eftir áfall." Karen Birna var gestur Ágústs Ólafssonar fréttamanns á Akureyri. Tónlist: If I had a hammer - Peter, Paul and Mary, Vegir liggja til allra átta - Elly Vilhjálms, Litli fugl - Elly Vilhjálms, Með þér - Ragnheiður Gröndal, If not you - Dr. Hook. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson.
Í byrjun þáttar var fjallað stuttlega um kvikmyndina 79 af stöðinni en sextíu ár eru í dag síðan hún var frumsýnd. Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur var gestur klukkan hálf átta. Hann hefur um árabil rannsakað urriðann í Þingvallavatni. Urriðadansinn svokallaði verður á laugardaginn, þá segir Jóhannes gestum frá ævi og athæfi urriðans en hrygningatímabilið stendur nú. Sacheen Littlefeather lést í byrjun mánaðar. Hún var ötul baráttukona fyrir réttindum frumbyggja í Bandaríkjunum og var fræg þegar hún kom fram við Óskarsverðlaunahátíðina 1973 og afþakkaði verðlaunin fyrir hönd Marlon Brandos. Vera sagði frá Litlu fjöður. Karen Birna Þorvaldsdóttir varði gær doktorsritgerð við Háskólann á Akureyri og varð fyrst allra til að gera það. Skólinn hlaut réttindi til að útskrifa doktora fyrir fimm árum. Ritgerð hennar ber heitið "Að skilja og mæla hindranir þess að leita sér hjálpar eftir áfall." Karen Birna var gestur Ágústs Ólafssonar fréttamanns á Akureyri. Tónlist: If I had a hammer - Peter, Paul and Mary, Vegir liggja til allra átta - Elly Vilhjálms, Litli fugl - Elly Vilhjálms, Með þér - Ragnheiður Gröndal, If not you - Dr. Hook. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson.
Í byrjun þáttar var fjallað stuttlega um kvikmyndina 79 af stöðinni en sextíu ár eru í dag síðan hún var frumsýnd. Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur var gestur klukkan hálf átta. Hann hefur um árabil rannsakað urriðann í Þingvallavatni. Urriðadansinn svokallaði verður á laugardaginn, þá segir Jóhannes gestum frá ævi og athæfi urriðans en hrygningatímabilið stendur nú. Sacheen Littlefeather lést í byrjun mánaðar. Hún var ötul baráttukona fyrir réttindum frumbyggja í Bandaríkjunum og var fræg þegar hún kom fram við Óskarsverðlaunahátíðina 1973 og afþakkaði verðlaunin fyrir hönd Marlon Brandos. Vera sagði frá Litlu fjöður. Karen Birna Þorvaldsdóttir varði gær doktorsritgerð við Háskólann á Akureyri og varð fyrst allra til að gera það. Skólinn hlaut réttindi til að útskrifa doktora fyrir fimm árum. Ritgerð hennar ber heitið "Að skilja og mæla hindranir þess að leita sér hjálpar eftir áfall." Karen Birna var gestur Ágústs Ólafssonar fréttamanns á Akureyri. Tónlist: If I had a hammer - Peter, Paul and Mary, Vegir liggja til allra átta - Elly Vilhjálms, Litli fugl - Elly Vilhjálms, Með þér - Ragnheiður Gröndal, If not you - Dr. Hook. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson.
Ástand efnahagsmála í heiminum hefur ekki verið jafnt slæmt og nú um langt skeið. Verðbólga er víða mikil og orkuskortur fyrirsjáanlegur. Ásgeir Brynjar Torfason, sérfræðingur í fjármálum, fór yfir ástand og horfur. 75 ára sjálfstæði Indlands er fagnað í dag. Landið losnaði undan yfirráðum Breta 15. ágúst 1947 og Indverjar fengu loks að ráða sér sjálfir. Er þar ekki síst að þakka þrotlausri áratuga friðsamri baráttu Mahatma Gandhi, sem var myrtur tæpu hálfu ári eftir að sjálfstæði fékkst. Indverska þjóðin er sú næst fjölmennasta í heimi en allt bendir til að strax á næsta ári verði hún sú fjölmennasta; að Indverjar taki fram úr Kínverjum hvað það varðar. Við ætlum að spjalla um Indland í þættinum í dag, María Helga Guðmundsdóttir þekkir land og þjóð og ræddi við okkur. Flóaáveita er merkilegt fyrirbæri sem þótti - og þykir enn - verkfræðilegt afrek. Skurðir voru grafnir um Flóann þveran og endilangan, og vatni úr Hvítá veitt eftir þeim um engjar til að auka og bæta heyfeng bænda. Öld er síðan framkvæmdir hófust og 95 ár frá því áveitan var tekin í gagnið. Við rifjuðum upp sögu Flóaáveitu með Lýð Pálssyni, sagnfræðingi og safnstjóra Byggðasafns Árnesinga. Umsjónarmenn Morgunvaktarinnar eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir. Tónlist: Litli tónlistarmaðurinn - Erla Þorsteinsdóttir Gamla gatan - Helena Eyjólfsdóttir Na Jane Kyon Hota Hai ? Lata Mangeshkar Við ána - Ólafur Þórarinsson
Ástand efnahagsmála í heiminum hefur ekki verið jafnt slæmt og nú um langt skeið. Verðbólga er víða mikil og orkuskortur fyrirsjáanlegur. Ásgeir Brynjar Torfason, sérfræðingur í fjármálum, fór yfir ástand og horfur. 75 ára sjálfstæði Indlands er fagnað í dag. Landið losnaði undan yfirráðum Breta 15. ágúst 1947 og Indverjar fengu loks að ráða sér sjálfir. Er þar ekki síst að þakka þrotlausri áratuga friðsamri baráttu Mahatma Gandhi, sem var myrtur tæpu hálfu ári eftir að sjálfstæði fékkst. Indverska þjóðin er sú næst fjölmennasta í heimi en allt bendir til að strax á næsta ári verði hún sú fjölmennasta; að Indverjar taki fram úr Kínverjum hvað það varðar. Við ætlum að spjalla um Indland í þættinum í dag, María Helga Guðmundsdóttir þekkir land og þjóð og ræddi við okkur. Flóaáveita er merkilegt fyrirbæri sem þótti - og þykir enn - verkfræðilegt afrek. Skurðir voru grafnir um Flóann þveran og endilangan, og vatni úr Hvítá veitt eftir þeim um engjar til að auka og bæta heyfeng bænda. Öld er síðan framkvæmdir hófust og 95 ár frá því áveitan var tekin í gagnið. Við rifjuðum upp sögu Flóaáveitu með Lýð Pálssyni, sagnfræðingi og safnstjóra Byggðasafns Árnesinga. Umsjónarmenn Morgunvaktarinnar eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir. Tónlist: Litli tónlistarmaðurinn - Erla Þorsteinsdóttir Gamla gatan - Helena Eyjólfsdóttir Na Jane Kyon Hota Hai ? Lata Mangeshkar Við ána - Ólafur Þórarinsson
Ástand efnahagsmála í heiminum hefur ekki verið jafnt slæmt og nú um langt skeið. Verðbólga er víða mikil og orkuskortur fyrirsjáanlegur. Ásgeir Brynjar Torfason, sérfræðingur í fjármálum, fór yfir ástand og horfur. 75 ára sjálfstæði Indlands er fagnað í dag. Landið losnaði undan yfirráðum Breta 15. ágúst 1947 og Indverjar fengu loks að ráða sér sjálfir. Er þar ekki síst að þakka þrotlausri áratuga friðsamri baráttu Mahatma Gandhi, sem var myrtur tæpu hálfu ári eftir að sjálfstæði fékkst. Indverska þjóðin er sú næst fjölmennasta í heimi en allt bendir til að strax á næsta ári verði hún sú fjölmennasta; að Indverjar taki fram úr Kínverjum hvað það varðar. Við ætlum að spjalla um Indland í þættinum í dag, María Helga Guðmundsdóttir þekkir land og þjóð og ræddi við okkur. Flóaáveita er merkilegt fyrirbæri sem þótti - og þykir enn - verkfræðilegt afrek. Skurðir voru grafnir um Flóann þveran og endilangan, og vatni úr Hvítá veitt eftir þeim um engjar til að auka og bæta heyfeng bænda. Öld er síðan framkvæmdir hófust og 95 ár frá því áveitan var tekin í gagnið. Við rifjuðum upp sögu Flóaáveitu með Lýð Pálssyni, sagnfræðingi og safnstjóra Byggðasafns Árnesinga. Umsjónarmenn Morgunvaktarinnar eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir. Tónlist: Litli tónlistarmaðurinn - Erla Þorsteinsdóttir Gamla gatan - Helena Eyjólfsdóttir Na Jane Kyon Hota Hai ? Lata Mangeshkar Við ána - Ólafur Þórarinsson
Ásgeir Brynjar Torfason, sérfræðingur í fjármálum, fór yfir stöðu efnahagsmála í Evrópu, svo sem Ítalíu, og vaxtahækkun Seðlabanka Evrópu í síðustu viku. Eins kom hann inn á ferðaþjónustu í Færeyjum og færeysku krónuna. Borgþór Arngrímsson sagði frá danska hjólreiðamanninum Jonasi Vingegaard sem er þjóðhetja Dana eftir sigur í Frakklandshjólreiðunum. Jafnframt fór Borgþór yfir sögu keppninnar og hátíðarhöldum í Kaupmannahöfn í dag þegar þjóðhetjan kemur heim. Boðið verður upp á Ráðhússpönnukökur í tilefni dagsins. Ída Irene Oddsdóttir og Anna Sóley Cabrera voru gestir Amöndu Guðrúnar Bjarnadóttur í hljóðstofu RÚV á Akureyri en þær koma að hátíðarhöldum þar í bæ um verslunarmannahelgina. Tónlist: That?s how I got to Memphis - Tom T. Hall, Taking a chance on love - Monica Zetterlund, Min Cykel - Povl Kjöller, Litli vin - Álftagerðisbræður, Singin' in the rain - Gene Kelly. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir
Ásgeir Brynjar Torfason, sérfræðingur í fjármálum, fór yfir stöðu efnahagsmála í Evrópu, svo sem Ítalíu, og vaxtahækkun Seðlabanka Evrópu í síðustu viku. Eins kom hann inn á ferðaþjónustu í Færeyjum og færeysku krónuna. Borgþór Arngrímsson sagði frá danska hjólreiðamanninum Jonasi Vingegaard sem er þjóðhetja Dana eftir sigur í Frakklandshjólreiðunum. Jafnframt fór Borgþór yfir sögu keppninnar og hátíðarhöldum í Kaupmannahöfn í dag þegar þjóðhetjan kemur heim. Boðið verður upp á Ráðhússpönnukökur í tilefni dagsins. Ída Irene Oddsdóttir og Anna Sóley Cabrera voru gestir Amöndu Guðrúnar Bjarnadóttur í hljóðstofu RÚV á Akureyri en þær koma að hátíðarhöldum þar í bæ um verslunarmannahelgina. Tónlist: That?s how I got to Memphis - Tom T. Hall, Taking a chance on love - Monica Zetterlund, Min Cykel - Povl Kjöller, Litli vin - Álftagerðisbræður, Singin' in the rain - Gene Kelly. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir
Ásgeir Brynjar Torfason, sérfræðingur í fjármálum, fór yfir stöðu efnahagsmála í Evrópu, svo sem Ítalíu, og vaxtahækkun Seðlabanka Evrópu í síðustu viku. Eins kom hann inn á ferðaþjónustu í Færeyjum og færeysku krónuna. Borgþór Arngrímsson sagði frá danska hjólreiðamanninum Jonasi Vingegaard sem er þjóðhetja Dana eftir sigur í Frakklandshjólreiðunum. Jafnframt fór Borgþór yfir sögu keppninnar og hátíðarhöldum í Kaupmannahöfn í dag þegar þjóðhetjan kemur heim. Boðið verður upp á Ráðhússpönnukökur í tilefni dagsins. Ída Irene Oddsdóttir og Anna Sóley Cabrera voru gestir Amöndu Guðrúnar Bjarnadóttur í hljóðstofu RÚV á Akureyri en þær koma að hátíðarhöldum þar í bæ um verslunarmannahelgina. Tónlist: That?s how I got to Memphis - Tom T. Hall, Taking a chance on love - Monica Zetterlund, Min Cykel - Povl Kjöller, Litli vin - Álftagerðisbræður, Singin' in the rain - Gene Kelly. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir
Í þessum þætti lesum við saman söguna um Litla Gula Drekann, hlustum á skemmtilega brandara og auðvitað gerum við æfinguna okkar góðu! Þessi þáttur er í áskrift. Þú getur hlustað á hann í heild sinni með því að skrá þig HÉR Áskriftin kostar 550,-kr á mánuði og veitir þér einnig aðgang af öllum eldri Ingu&Draugsa þáttunum.
Í þessum þætti verður fjallað um eina frægustu (og siðlausu) rannsókn sem gerð hefur verið innan sálfræðinnar. Albert litli var 11 mánaða gamall þegar atferlisfræðingurinn John B. Watson ákvað að gera tilraun á því hvort hægt væri að styðjast við kenningu rússans Ivan Palvov um klassíska skilyrðingu til að framkalla hræðsluviðbrögð eða fælni hjá barni. Hver var hugmyndin bak við tilraunina? Hvað var Watson að spá? Hvað varð um Albert litla?Hægt er að styrkja Poppsálina með því að gerast áskrifandi á Patreon fyrir 5 evrur á mánuði https://www.patreon.com/PoppsalinTakk fyrir að hlusta elskurnar!
Strax í barnæsku var ljóst að Richard Flaherty yrði dvergvaxinn. Hann mátti þola mikla stríðni og erfiðleika vegna vaxtarlagsins. En Richard sneri vörn í sókn, hóf að æfa bardagalistir af miklum móð og ákvað að gerast hermaður. Hann fékk undanþágu til að komast í herinn en þá var Richard aðeins 144 sentimetrar. Þetta stöðvaði ekki Richard sem rakaði til sín heiðurspeningum fyrir frækilega framgöngu. Auk þess að vera sérsveitarmaður í bandaríska hernum, vann Richard einnig fyrir CIA og ATF. Lífshlaup hans var einfaldlega alveg magnað. Draugar fortíðar eru í boði Borg Brugghús og Bríó.
Rithöfundur ráfar inn á ritstjórnarskrifstofu. Hvað eru mörg R í því? Það er komið að síðu 49, athugavandur-atómþungi. Hver er höfundurinn? Það er hann Hagalín sem heldur þrumuræðu um hættuna sem stafar af atómkveðskap. Orðabúrarnir ræða einnig um hárdúk í millifóður, blússuföt í skólann og ekki má gleyma Jacquard-vefnaðinum. Atlantíska bandalagið kemur einnig við sögu og fleiri þróaðir pabbabrandarar eru sagðir. Tónlistin í þættinum er eftir Kevin McLeod.
Sjálfstæðisstríð Íra stóð sem hæst fyrir réttri öld.
Vinnie Vincent leysti Ace af í KISS árið 1982 og gerði stórkostlega hluti með bandinu sem flestir ef ekki allir aðdáendur kunna verulega vel að meta. Sumir segja að hann hafi bjargað KISS á þessum erfiðu tímum sem þeir voru að ganga inn í á þessum árum á meðan aðrir segja það algjöra vitleysu. En hvað sem fólki finnst um það þá liggur það ljóst fyrir að Vinnie Vincent er fantagóður gítarleikari sem og lagasmiður. Í þessum þætti kíkjum við betur á Vincent John Cusano eða The Ankh Warrior, sem fyrir skömmu fagnaði einmitt sínu 69. aldursári. See acast.com/privacy for privacy and opt-out information.
„Ég er meira naut verandi eldri svo ég fæ meira svona „urrrr,“ segir Sigurður Guðmundsson um þau skipti sem hann og yngri bróðir hans, vinur og samstarfsfélagi Guðmundur Óskar verða ósáttir. Litli bróðir er fljótur að lúffa en oftast eru þeir mestu mátar. Þeir skipa hljómsveitina GÓSS ásamt Sigríði Thorlacius. Bræðurnir Sigurður og Guðmundur Óskar Guðmundssynir eru tónelskir og nánir. Sigurður er einn stofnenda reggísveitarinnar Hjálma og Guðmundur Óskar hefur verið í hljómsveitinni Hjaltalín frá upphafi en það var einmitt í þeirri sveit sem samstarf hans og Sigríðar Thorlacius hófst. Bræðurnir eru svipaðir á margan hátt og deila tónlistaráhuga sínum en eru til dæmis með ólíkan fatastíl. „Guðmundur er töluvert svartari en ég,“ segir Sigurður sem gjarnan klæðist litríkum fötum. „Það er meiri gleði í litunum af nauðsyn þar sem gleðin er ekki mikil innvortis,“ segir hann glettinn í Gestaboði hjá Sigurlaugu Margréti Jónasdóttur á Rás 1. „Nei, ég segi svona. Jú, ég hef gaman að því að prýða mig skrautfjöðrum.“
Úrslit kosninga til Evrópuþingsins voru að miklu leyti í samræmi við spár og kannanir. Flokkar miðjumanna, íhaldsmanna og jafnaðarmanna töpuðu fylgi en þjóðernissinnar og græningjar unnu góða sigra. Flokkur Nigel Farage vann góðan sigur í Bretlandi, en þar í landi eru menn ekki síður með hugann við hver verði eftirmaður Theresu May, fráfarandi forsætisráðherra. Þetta og margt fleira kom fram í Lundúnaspjalli Sigrúnar Davíðsdóttur. Evrópuþingskosningarnar voru ekki einu kosningarnar í álfunni í gær. Hagfræðingurinn Gitanas Nauseda var kjörinn nýr forseti Lithaéns í seinni umferð forsetakosninga þar. Nauseda fékk mikinn meirihluta atkvæða en hann og andstæðingur hans, fyrrverandi fjármálaráðherra Ingrida Simonyté, þóttu þó furðu líkir frambjóðendur. Vera Illugadóttir sagði frá forsetakosningunum í Litháen. Líknardeild Landspítalans í Kópavogi hóf starfsemi sína fyrir sléttum 20 árum, vorið 1999. Líknardeildin sinnir mikilvægu, fallegu og afskaplega vandasömu starfi innan heilbrigðiskerfisins. Þarna, eins og nafnið gefur til kynna, er fólki með ólæknandi sjúkdóma veitt líkn og leitast við draga úr þjáningum þess, þegar dregur að lífslokum. Valgerður Sigurðardóttir, yfirlæknir á Líknardeildinni, kemur á Morgunvaktina og sagði hlustendum frá sögu og starfsemi líknardeildarinnar. Tónlist: Ingibjörg Þorbergs, Marz-bræður og hljómsveit Jan Morávek - Litli skósmiðurinn Ray Charles - Hit the Road Jack The Who - Pinball Wizard Beach Boys - God Only Knows
Leikin nokkur lög með Terem kvartettinum frá Pétursborg í Rússlandi. Meðal laga sem þeir flytja eru Tilbrigði við Svanavatnið, Amarcord, Chardash, Fantasy, Eine kleine nachtmusik, Für Elise, Flea Waltz og Nikuliana. Auk þess syngur Sigrún Hjálmtýsdóttir útfærslu þeirra á lögunum Litli tónlistarmaðurinn, Dagný og Frostrósir.
Leikin nokkur lög með Terem kvartettinum frá Pétursborg í Rússlandi. Meðal laga sem þeir flytja eru Tilbrigði við Svanavatnið, Amarcord, Chardash, Fantasy, Eine kleine nachtmusik, Für Elise, Flea Waltz og Nikuliana. Auk þess syngur Sigrún Hjálmtýsdóttir útfærslu þeirra á lögunum Litli tónlistarmaðurinn, Dagný og Frostrósir.
Jólasöngvarnir eru í fyrirrúmi í Sveifludönsum. Tríó Ray Brown og ýmsir söngvarar flytja lögin White Christmas, Away In A Manger, It Came Upon A Midnight Clear, The Christmas Song, Jingle Bells, Rudolph The Red Nosed Reindeer og O Tannenbaum. Kvintett George Shearing leikur lögin God Rest Ye Merry Gentlemen, Winter Wonderland, Ding Dong! Merrily, Let It Snow! Let It Snow! Let It Snow!, The Christmas Waltz og Donkey Carol. Jólakettir flytja lögin Jólasveinar ganga um gólf, Það á að gefa börnum brauð, Litli trommuleikarinn og Nóttin var sú ágæt ein. Hljómsveit Jack Jezzro flytur lögin I'll Be Home For Christmas, Here We Come A-Caoling, Happy Hollidya, You're A Mean One Mr. Grinch, Have Yourself A Merry Little Christmas og It's Beginning To Look A Lot Like Christmas.
Íslensk framsækin tónlist frá fyrri tíð. Hljómar: Regn óréttlætisins. Óðmenn: Spilltur heimur og Bróðir. Jónas R. Jónsson: Bón um frið: Jónas og Einar: Gypsy Queen, When I Look At All Those Things, How Can We Know God Is Real og See The Sun. Mánar: Leikur að vonum, Litli fugl og Líf þitt.
Hópur fólks var fengin til að velja tónlist frá níunda áratug síðustu aldar. Lögin þurftu að hafa ná einhverjum vinsældum en náðu kannski aldrei til Íslands og/eða eru að mestu gleymd í dag. Þórður Helgi Þórðarson og Ólafur Örn Ólafsson rifja upp nokkra gleymda smelli.
Hópur fólks var fengin til að velja tónlist frá níunda áratug síðustu aldar. Lögin þurftu að hafa ná einhverjum vinsældum en náðu kannski aldrei til Íslands og/eða eru að mestu gleymd í dag. Þórður Helgi Þórðarson og Kristjana Stefánsdóttir söngkona rifja upp nokkra gleymda smelli.
Hópur fólks var fengin til að velja tónlist frá níunda áratug síðustu aldar. Lögin þurftu að hafa ná einhverjum vinsældum en náðu kannski aldrei til Íslands og/eða eru að mestu gleymd í dag. Þórður Helgi Þórðarson og Snorri Már Skúlason rifja upp nokkra gleymda smelli. Snorri Már var einn af fyrstu starfsmönnum Rásar 2, þá aðeins 18 ára gamall. Big Country - In a big country The the - This is the Day Big Audio Dynamite - E=MC2 Go Betweens - Quiet Heart The Alarm - 68 Guns Aztec Camera - Oblivious Fine Young Cannibals - Blue Echo and the Bunnymen - The Cutter U2 - Wire Utangarðsmenn - Tango
Gestur: Þórður Helgi þórðarson. Doddi setti saman lista af lögum sem honum fannst vanta á lista viðmælenda sinna í þáttaröðinni. Giorgio Moroder - Pauls Theme The Mission - Tower of strength Asia - Only time will tell Depeche Mode - A Question of Lust Jan Bang - Frozen Feelings Scritti Politti - The word girl A Flock Of Seagulls - The more you live, the more you love Adam Ant - Puss n boots Gary Numan - she´s got claws Japan - Live in Tokyo Red Box - Heart of the sun Joe Ericson - Take your time Viðtal við Neil Arthur söngvara Blacmange Blacmange - Don´t tell me Astaire - Shame Mike Mareen - Dancing in the dark C.O.D. - In the bottle Max Mix 5 Then Jerico - The Motive Talk Talk - I Belive in you Simple Minds - Up on the catwalk Carmel - Give me more Sister Sledge - Thinking of you Grandmaster Millie Mel - White Lines Run DMC - Sucker mc´s Public Enemy - Rebel without a pause N.W.A. - Straight Outta Compton Eric B Rakim - I Know You Got Soul Godley and Creme - Under your thump Yello - The Rhythm Divine (feat. Shirley Bassey) The Adventures - Broken Land The Sundays - Can´t be sure This mortal Coil - Kangaroo Cowboy Junkies - Sweet Jane House of love - Christine Faith no More - From out of nowhere Kissing the Pink - The Last Film Art of noise - Moments in love Jean Michel Jarre - Ethnicolor
Hópur fólks var fengin til að velja tónlist frá níunda áratug síðustu aldar. Lögin þurftu að hafa ná einhverjum vinsældum en náðu kannski aldrei til Íslands og/eða eru að mestu gleymd í dag. Þórður Helgi Þórðarson og Bragi Guðmundsson af Bylgjunn rifja upp nokkra gleymda smelli. Alphavillle - A Victory of Love A-ha - Manhattan Skyline Depeche Mode - Stripped The Cure - Fascination Street Indochine - A L'Est de Java Madness - The Sun and the Rain Big Country - Sailor
Hópur fólks var fengin til að velja tónlist frá níunda áratug síðustu aldar. Lögin þurftu að hafa ná einhverjum vinsældum en náði kannski aldrei til Íslands og/eða eru að mestu gleymd í dag. Þórður Helgi Þórðarson og Ari Eldjárn uppistandari rifja upp nokkra gleymda smelli. Ari Eldjárn Ornamental - Mo pain Kiss - Tears are falling Falco - Der Kommissar Tahnee Cain The Tryanglz - Burnin In The Third Degree Dolly Deluxe - Queen of the Night/Satisfaction Jackson Browne - Somebodys Baby Blue Oyster Cult - Burnin For You Frida - I Know theres something going on Grýlurnar - Í trjánum Pat Benatar - You Better Run
Hópur fólks var fengin til að velja tónlist frá níunda áratug síðustu aldar. Lögin þurftu að hafa ná einhverjum vinsældum en náðu kannski aldrei til Íslands og/eða eru að mestu gleymd í dag. Þórður Helgi Þórðarson og Þorsteinn Hreggviðsson, betur þekktur sem Þossi, rifja upp nokkra gleymda smelli. Þorsteinn Hreggviðsson Ma Quale Idea - Pino D Angelo Straight to Hell - The Clash Just Like Honey - Jesus and the Mary Chain Love Cant Turn Around - Farley Jackmaster Funk ft. Darryl Pandy The Mercy Seat - Nick Cave and the Bad Seeds B Boy Boullabaisse - Beastie Boys Pacific State - 808 State
Hópur fólks var fengin til að velja tónlist frá níunda áratug síðustu aldar. Lögin þurftu að hafa ná einhverjum vinsældum en náðu kannski aldrei til Íslands og/eða eru að mestu gleymd í dag. Þórður Helgi Þórðarson og Sigurður Helgi Hlöðversson, betur þekktur sem Siggi Hlö, rifja upp nokkra gleymda smelli. Cry boy cry - Blue Zoo ´82 Never again - Classix Nouveaux ´81 Heya Heya - Blaze ´83 What are you doing tonight - Tomas Ledin ´83 Free Nelson Mandela - The Specials ´84 Runaway - Bon Jovi ´82 Where is my man - Eartha Kitt ´83
Hópur fólks var fengin til að velja tónlist frá níunda áratug síðustu aldar. Lögin þurftu að hafa ná einhverjum vinsældum en náði kannski aldrei til Íslands og/eða eru að mestu gleymd í dag. Þórður Helgi Þórðarson og Árni Sveinsson kvikmyndagerðarmaður rifja upp nokkra gleymda smelli. Liquit Liquit - Cavern Chemise - She can't love you Newcleus - Jam on it Mr. Faggio - Take a chance Cybotron - Clear Frakie Knuckles - Your love De la Soul - Say no dope
Lögin í þættinum: Vegir liggja til allra átta með Kristjönu Arngrímsdóttur, Litli tónlistarmaðurinn með Sölku Sól Eyfeld, Við gengum tvö með Ingibjörgu Smith, Björt mey og hrein með Hallbjörgu Bjarnadóttur, Kata rokkar með Erlu Þorsteinsdóttur, Lítill fugl með Þórunni Lárusdóttur, Fyrir handan með Sigrúnu Hjálmtýsdóttur, Tilfinning með Kristjönu Stefánsdóttur og Horfið með Lay Low.