Podcasts about jafnr

  • 17PODCASTS
  • 102EPISODES
  • 1h 12mAVG DURATION
  • 1EPISODE EVERY OTHER WEEK
  • Apr 7, 2024LATEST

POPULARITY

20172018201920202021202220232024


Best podcasts about jafnr

Latest podcast episodes about jafnr

Karlmennskan
S2:Þ1 „Bókin seldist vel og konur voru þakklátar og líka fullt af körlum“ - Hulda Tölgyes og Haukur Bragason

Karlmennskan

Play Episode Listen Later Apr 7, 2024 65:39


Þriðja vaktin – Jafnréttishandbók heimilisins kom út í lok nóvember í fyrra. Bókina skrifaði ég ásamt Huldu Tölgyes sálfræðingi og í nánu og góðu samstarfi við ritstjórann okkar, Hauk Bragason. Haukur hélt að hann þyrfti mest að passa að tóna okkur niður, passa að við værum ekki of róttæk, reið og stuðandi, en var í raun farinn að þurfa að tóna okkur upp.  Í þessum þætti gefum við innsýn í ferlið á skrifunum, segjum frá því hvernig bókin þróaðist, segjum frá upplifun okkar af ofsafenginni en innihaldslausri gagnrýni og hvernig taugakerfi Huldu hrundi eftir að skrifunum lauk.  Þátturinn er aðgengilegur öllum og án auglýsinga vegna bakhjarla Karlmennskunnar sem styrkja mánaðarlega í gegnum thridja.is/styrkja.    Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson / Þriðja.is Viðmælendur: Hulda Tölgyes og Haukur Bragason Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)

Samfélagið
Skemmtiferðaskipin koma, háskólamál - fleiri með gráðu en færri af þeim sem byrja útskrifast, nemendur GRÓ-skólanna hittast í Kampala í Úganda

Samfélagið

Play Episode Listen Later Mar 21, 2024 59:11


Fyrsta skemmtiferðaskip þessa árs lagðist að bryggju við Skarfabakka í Reykjavík í morgun. Og það eru um 90 önnur á leiðinni í hátt í 260 ferðum. Þeim fylgja hundruð þúsunda farþega. Sigurður Jökull Ólafsson markaðsstjóri Faxaflóahafna ætlar að ræða við okkur á eftir um komur skemmtiferðaskipa til Reykjavíkur og segja okkur frá nýrri farþegamiðstöð sem brátt mun rísa á Skarfabakka. Hagstofa Íslands birti á dögunum tölur sem sýna að brautskráningar meistaranema náðu nýjum hæðum á árunum 2021 - 2022. Fleiri geta veifað háskólagráðu en á sama tíma fjölgar í hópi þeirra sem hefja háskólanám en hafa - að tíu árum liðnum ekki útskrifast - eru lengi á leiðinni að markinu eða ná því aldrei. Við ætlum að ræða brautskráningar, lokaritgerðir, reiknilíkön og fleira við Jón Atla Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. Við förum svo til Úganda en í áratugi hefur sérfræðingum frá þróunarlöndum verið boðið að koma til Íslands til að læra og nema innan GRÓ skólanna svokölluðu. Það eru Jarðhitaskólinn, Sjávarútvegsskólinn, Landgræðsluskólinn og Jafnréttisskólinn. Nýverið komu nemendur skólanna í Úganda saman í Kampala til að tengjast betur svo sérfræðiþekking þeirra nýtist enn betur til framþróunar og uppbyggingar innanlands. Fulltrúi Samfélagsins, Þórhildur Ólafsdóttir, leit við á fundinum og ræddi við Þór Heiðar Ásgeirsson, forstöðumann Sjávarútvegsskólans.

Hjjj
60. Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé, meðstofnandi og framkvæmdastjóri Öldu

Hjjj

Play Episode Listen Later Feb 21, 2024 87:50


Viðmælandi þáttarins er Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé, stofnandi og framkvæmdastjóri Öldu. Alda er hugbúnaðarfyrirtæki sem hjálpar fyrirtækjum að meta og auka fjölbreytileika og inngildingu með örfræðslu, inngildingarkönnun, aðgerðaráætlun og mælaborði. Alda hugbúnaðurinn fór í loftið haustið 2023 og var í lok þess árs valinn á lista ráðgjafafyrirtækisins Gartner yfir leiðandi tæknilausnir sem bjóða upp á mælikvarða og markmiðasetningu í fjölbreytileika og inngildingu . Þórey var áður meðeigandi hjá ráðgjafafyrirtækinu Capacent og vann m.a. við ráðgjöf í stjórnun og stefnumótun en þar leiddi hún mörg helstu fyrirtæki og stofnanir á Íslandi í gegnum verkefnið Jafnréttisvísi. Hún hefur einnig starfað sem aðstoðarmaður innanríkisráðherra,  framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins og framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar. Hún hefur tekið þátt í margs konar félagsstörfum og stofnaði m.a. V-daginn, sat í stjórn UN Women, íslenskri landsnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna, í varastjórn Jafnréttissjóðs og í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar. Hún stofnaði einnig umboðsskrifstofuna Eskimo Models og Ólöfu ríku, fyrirtæki sem framleiddi hönnunarleikföng og barnabækur. Þessi þáttur er í boði Krónunnar, Arion og Icelandair.

Skoðanabræður
#300 Svona verðurðu ríkur

Skoðanabræður

Play Episode Listen Later Feb 9, 2024 20:36


Hlustaðu í fullri lengd inni á www.patreon.com/skodanabraedur Þrjúhundraðasti þátturinn, „I keep it 300, like the Romans“ sagði skáldið. Við byrjum á því að fara yfir Jafnréttisstofu (FUERA!) og nýju herferð hennar sem snýst um það að segja fólki hvernig það eigi að hugsa? Spurning. Síðan tölum við um Peter Thiel og nýju ólympíuleikana hans þar sem leyfilegt er að dópa. Mikilvægi testósteróns rætt. Að lokum, og þetta er mikilvægur kafli, er farið yfir þýðingu Bergþórs á lokakafla bókarinnar The Science of Getting Rich. Hlustið á þetta kæra bræðralag og verðið rík, þetta er svona einfalt. Guð blessi ykkur!

Samfélagið
Nýtt bann við aldursmismunun, framgangur Vaxa technologies og umhverfispistill

Samfélagið

Play Episode Listen Later Feb 1, 2024 57:58


Um verslunarmannahelgina í fyrra mátti fólk undir 23 ára aldri ekki tjalda á tjaldsvæðinu á Flúðum, stundum eru haldin böll þar sem engum undir þrítugu er hleypt inn og fyrir nokkrum árum var fjallað um það í fréttum að Icelandair væri hætt að ráða flugfreyjur og flugþjóna yfir 35 ára aldri. Við höldum áfram að ræða aldurstakmarkanir hvers konar í Samfélaginu í dag, meðal annars þær sem fyrirtæki setja en það eru breytingar í farvatninu, í sumar taka gildi lög sem banna mismunun á grundvelli aldurs á öllum sviðum, en slík mismunun er þegar bönnuð á vinnumarkaði. Við ræðum þetta við Jón Fannar Kolbeinsson, lögfræðing hjá Jafnréttisstofu. Íslenska hátæknifyrirtækið VAXA Technologies hefur gert tímamótasamning við matvælarisann Oterra um nýtingu á hráefnum úr smáþörungarækt fyrirtækisins á Hellisheiði. Við ætlum að kynnast þessu fyrirtæki, Vaxa technologies, og starfsemi þess og fáum framkvæmdastjórann, Kristinn Hafliðason, og markaðsstjórann, Hörð Ágústsson, í spjall. Við heyrum svo umhverfispistil frá ungum umhverfissinnum, endurfluttan frá því í fyrra, en þar gerir Finnur Ricart Andrason upp loftslagsráðstefnuna, COP 28. Tónlist: Una Torfadóttir - Stundum. Guðmundur Pétursson Tónlistarm. - Samfélagið Millistef (úr laginu Tegund).

Morgunvaktin
Jafnrétti, EES-samningurinn og íslenskt táknmál

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Jan 8, 2024 130:00


Mögulegt er að ná jafnrétti á Íslandi fyrir árið 2030, sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í áramótaávarpi sínu fyrir viku síðan. Við ætlum að velta því fyrir okkur hver staðan í jafnréttismálum er og hvað þyrfti til að ná þessu markmiði forsætisráðherra. Þorgerður Jennýardóttir Einarsdóttir, prófessor í kynjafræði, ræddi þessi mál. Um áramótin varð samningurinn um evrópska efnahagssvæðið - EES - 30 ára. Samningurinn er einhver sá viðamesti sem Ísland hefur undirgengist, og breytti miklu, þó hann sé ekki óumdeildur. Björn Malmquist, fréttamaður í Brussel, var með okkur og ræddi meðal annars um samninginn við sendiherra Íslands gagnvart Evrópusambandinu, Kristján Andra Stefánsson. Valgerður Stefánsdóttir var svo síðasti viðmælandi þáttarins, en rétt fyrir jól varði hún doktorsritgerð sína um uppruna og þróun íslensks táknmáls. Rannsókn hennar er fyrsta heildstæða yfirlitið á íslensku táknmáli og hún komst að ýmsu athyglisverðu. Við ræddum líka við Valgerði um þingsályktunartillögu um nýja málstefnu íslensks táknmáls og aðgerðaáætlun í þeim efnum, en hún var í 30 ár yfir samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra. Umsjón: Þórunn Elísabet Bogadóttir Tónlist: Presley, Elvis - Always on my mind. Katrín Halldóra Sigurðardóttir - Presley. Silva Þórðardóttir - The Thrill is Gone. Zaz - Si jamais j'oublie (bonus track mp3).

Morgunvaktin
Hundrað ár frá fæðingu Margrétar Indriðadóttur

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Oct 27, 2023


Jafnréttismál voru til umfjöllunar í kjölfar kvennaverkfallsins á þriðjudaginn. Gestir voru Dagbjört Hákonardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, og Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. Í ferðaspjalli fjallaði Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista, m.a. um afkomu Play á þriðja fjórðungi ársins. Þetta er í fyrsta sinn í rúmlega tveggja ára sögu félagsins sem hagnaður er af rekstrinum. Á morgun, 28. október, eru hundrað ár frá fæðingu Margrétar Indriðadóttur. Margrét hóf störf á fréttastofu Útvarps 1949 og varð fréttastjóri 1968. Hún var fyrst kvenna á Norðurlöndum til að gegna starfi fréttastjóra á ríkisfjölmiðli. Leiknir voru hlutar úr viðtali sem Eva María Jónsdóttir átti við Margréti í sjónvarpsþætti 1999 og brot úr erindi sem Margrét flutti á málþingi henni til heiðurs 2014. Kristjana Arngrímsdóttir - Útþrá. Karlakórinn Heimir - Logn og blíða. Elín Eyþórsdóttir Söebech - Why won't you love me. Tom Waits - Rosie. Concha Buika - Las simples cosas. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson & Eyrún Magnúsdóttir.

Morgunvaktin
Hundrað ár frá fæðingu Margrétar Indriðadóttur

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Oct 27, 2023 130:00


Jafnréttismál voru til umfjöllunar í kjölfar kvennaverkfallsins á þriðjudaginn. Gestir voru Dagbjört Hákonardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, og Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. Í ferðaspjalli fjallaði Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista, m.a. um afkomu Play á þriðja fjórðungi ársins. Þetta er í fyrsta sinn í rúmlega tveggja ára sögu félagsins sem hagnaður er af rekstrinum. Á morgun, 28. október, eru hundrað ár frá fæðingu Margrétar Indriðadóttur. Margrét hóf störf á fréttastofu Útvarps 1949 og varð fréttastjóri 1968. Hún var fyrst kvenna á Norðurlöndum til að gegna starfi fréttastjóra á ríkisfjölmiðli. Leiknir voru hlutar úr viðtali sem Eva María Jónsdóttir átti við Margréti í sjónvarpsþætti 1999 og brot úr erindi sem Margrét flutti á málþingi henni til heiðurs 2014. Kristjana Arngrímsdóttir - Útþrá. Karlakórinn Heimir - Logn og blíða. Elín Eyþórsdóttir Söebech - Why won't you love me. Tom Waits - Rosie. Concha Buika - Las simples cosas. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson & Eyrún Magnúsdóttir.

Skoðanabræður
#269 Frelsi, (jafnrétti), bræðralag

Skoðanabræður

Play Episode Listen Later Jun 30, 2023 6:46


SKOÐANABRÆÐUR Í FULLRI LENGD Á PATREON:  Hvað hefði Travis Scott gert ef hann hefði rekist á Snorra Másson á Íslandi? Margt rætt. Bræðurnir fara yfir þá endurskrifun sögunnar sem nú á sér stað. En það er allt í lagi, það er auðvitað ekki hægt að skrifa sögu, heldur aðeins endurskrifa. Lúsmý nefnt – hvernig leggst sú bölvun fyrst á okkur nú eftir þúsund ára Íslandsbyggð? Snorrabúð stekkur. Á þeim nótum: Kallað eftir endurreisn Alþingis á Þingvöllum. Þjóðernisofsi eina leiðin fram á við, segja menn. Eflaust umdeilt. Hvaða hlutverki gegna „rappararnir“? 

Óli Björn - Alltaf til hægri
Ríkið gerir flóruna fátækari

Óli Björn - Alltaf til hægri

Play Episode Listen Later Apr 16, 2023 13:41


Umsvif ríkisins á innlendum fjölmiðlamarkaði gerir sjálfstæðum fjölmiðlum erfitt fyrir – kippir rekstrargrunni undan sumum miðlum og veikir möguleika annarra. Strandhögg erlenda samfélagsmiðla inn á íslenskan auglýsingamarkað gerir stöðuna enn erfiðari. Ég hef leyft mér að kalla Ríkisútvarpið fílinn í stofunni og það hefur farið fyrir brjóstið á velunnurum ríkisrekstrarins. Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri miðla hjá Símanum, hefur líkt samkeppnisrekstri ríkisins á auglýsingamarkaði við engilsprettufaraldur. Varnir einkarekinna fjölmiðla eru litlar sem engar. Svo það sé sagt enn og aftur: Jafnræði og sanngirni eru ekki til á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Lögvernduð forréttindi ríkisins hafa leitt til þess að sjálfstæðir fjölmiðlar eru flestir veikburða, margir berjast í bökkum og því miður hafa margir siglt í strand. Það er þrekvirki að halda úti einkareknum fjölmiðlum á Íslandi.

Morgunvaktin
Kjarasamningar, Psoriasis og Vottar jehóva

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Oct 26, 2022


Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði losna senn. Einhverjar viðræður eru hafnar, en flestir eru sammála um að mikið beri í milli. Katrín Ólafsdóttir dósent í hagfræði við Háskólann í Reykjavík hefur ýmsar hugmyndir að mögulegum áhersluatriðum við kjarasamningsgerð - sem lúta að öðru heldur en beinum launahækkunum. Hún sagði okkur frá þessum hugmyndum. Í rúm 80 ár hefur Erna Arngrímsdóttir lifað með psoriasis-sjúkdómnum. Þegar hún var lítil stelpa vestur á fjörðum var lítið vitað um sjúkdóminn og auk þess að þjást af hans völdum mátti hún þola allskonar glósur og ónot frá fólki vegna hans. Hún einsetti sér að fræðast eins og hægt var um psoriasis og miðla þekkingu sinni svo annað fólk þyrfti ekki að ganga í gegnum það sama og hún. Við ræddum við Ernu Arngrímsdóttur. Vottum Jehóva er í nöp við samkynhneigð - svo það sé orðað pent. Á dögunum vakti athygli myndband sem trúfélagið notar í boðun sinni; inntak þess er að í hjónabandi geti aðeins verið einn karlmaður og ein kona. Jafnréttisstofa hefur brugðist við þessum boðskap og kynnt forsvarsmönnum Vottanna íslensk hjúskaparlög sem ekki gera greinarmun á gagn- eða samkynja hjónaböndum. Jón Fannar Kolbeinsson lögfræðingur Jafnréttisstofu ræddi við Ólöfu Rún Erlendsdóttur fréttamann á Akureyri. Umsjónarmenn Morgunvaktarinnar eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir. Tónlist: Only you - The Platters The Nearness of you - Ella Fitzgerald og Louis Armstrong The Windmills of your mind - Barbara Streisand

Morgunvaktin
Kjarasamningar, Psoriasis og Vottar jehóva

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Oct 26, 2022 130:00


Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði losna senn. Einhverjar viðræður eru hafnar, en flestir eru sammála um að mikið beri í milli. Katrín Ólafsdóttir dósent í hagfræði við Háskólann í Reykjavík hefur ýmsar hugmyndir að mögulegum áhersluatriðum við kjarasamningsgerð - sem lúta að öðru heldur en beinum launahækkunum. Hún sagði okkur frá þessum hugmyndum. Í rúm 80 ár hefur Erna Arngrímsdóttir lifað með psoriasis-sjúkdómnum. Þegar hún var lítil stelpa vestur á fjörðum var lítið vitað um sjúkdóminn og auk þess að þjást af hans völdum mátti hún þola allskonar glósur og ónot frá fólki vegna hans. Hún einsetti sér að fræðast eins og hægt var um psoriasis og miðla þekkingu sinni svo annað fólk þyrfti ekki að ganga í gegnum það sama og hún. Við ræddum við Ernu Arngrímsdóttur. Vottum Jehóva er í nöp við samkynhneigð - svo það sé orðað pent. Á dögunum vakti athygli myndband sem trúfélagið notar í boðun sinni; inntak þess er að í hjónabandi geti aðeins verið einn karlmaður og ein kona. Jafnréttisstofa hefur brugðist við þessum boðskap og kynnt forsvarsmönnum Vottanna íslensk hjúskaparlög sem ekki gera greinarmun á gagn- eða samkynja hjónaböndum. Jón Fannar Kolbeinsson lögfræðingur Jafnréttisstofu ræddi við Ólöfu Rún Erlendsdóttur fréttamann á Akureyri. Umsjónarmenn Morgunvaktarinnar eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir. Tónlist: Only you - The Platters The Nearness of you - Ella Fitzgerald og Louis Armstrong The Windmills of your mind - Barbara Streisand

Spegillinn
Staða Covid 19, staða erlendra kvenna á Íslandi og óöld á Haítí.

Spegillinn

Play Episode Listen Later Oct 26, 2022 30:00


Spegillinn 26. 10. 2022 Formaður Fræðsluráðs Hafnarfjarðarbæjar segist ekki vilja gera lítið úr viðbrögðum í alvarlegu eineltismáli sem upp hefur komið í bænum en alltaf megi gera betur. Ráðið samþykkti á fundi í dag að láta yfirfara verkferla í eineltismálum. Móðir drengs sem gekk í Hraunavallaskóla í Hafnarfirði flúði með son sinn norður í land vegna eineltis. Flugumferð stöðvaðist á Keflavíkurflugvelli í dag vegna sprengjuhótunar. Hún reyndist tilhæfulaus. Fagráð Sjúkrahússins á Akureyri óttast að fjárskortur verði til þess að grunnþjónusta og þekking glatist á spítalanum. Óöld ríkir á Haítí vegna herskárra glæpagengja sem halda þjóðinni í heljargreipum. Kólera hefur blossað upp í landinu á ný. Lengri umfjöllun: Þó svo að í hugum margra sé covid 19 faraldurinn minningin ein þá er enn glímt við hann víða um heiminn, og einnig hér á landi. Í morgun tilkynntu heilbrigðisyfirvöld um kaup á lyfinu Paxlovid til að meðhöndla á sjúklingum sem eiga á hættu að veikjast alvarlega af Covid 19. Enn liggur fólk inni á Landspítala vegna covid 19, enginn er þó alvarlega veikur. Bjarni Rúnarsson ræddi við Guðrúnu Aspelund sóttvarnalækni. Staða erlendra kvenna á vinnumarkaði er viðkvæmari en íslenskra kvenna. Meiri líkur er á að konur af erlendu bergi brotnar lendi í atvinnuleysi og veljist í störf sem ekki þarfnast sérþekkingar eða menntunar. Jafnréttisþing fór fram í morgun og meðal þeirra sem flutti erindi þar var Berglind Hólm Ragnarsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri. Hún kynnti þar niðurstöður nýlegrar rannsóknar um stöðu og líðan kvenna. Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvernig ólíkir þættir sem tengjast atvinnuþátttöku og fjölskylduábyrgð hafa áhrif á líkamlega og andlega líðan kvenna á Íslandi og hvernig það samband birtist eftir stéttarstöðu þeirra, uppruna og búsetu. Hafdís Helga Helgadóttir ræddi við Berglindi. Íbúar Haítí í austanverðu Karíbahafi eru vanir að glíma við erfiðleika af öllu tagi. Upp á síðkastið hafa þeir þó verið meiri og þyngri en oftast áður. Glæpagengi vaða uppi án þess að yfirvöld fái neitt við ráðið. Skortur er á matvælum, eldsneyti og raunar flestu öðru. Þá hefur kólera stungið sér niður að undanförnu, fáeinum árum eftir að síðasti faraldur var kveðinn niður. Umsjón: Bjarni Rúnarsson. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn fréttaútsendingar: Júlía Margrét Ingimarsdóttir.

Spegillinn
Staða Covid 19, staða erlendra kvenna á Íslandi og óöld á Haítí.

Spegillinn

Play Episode Listen Later Oct 26, 2022


Spegillinn 26. 10. 2022 Formaður Fræðsluráðs Hafnarfjarðarbæjar segist ekki vilja gera lítið úr viðbrögðum í alvarlegu eineltismáli sem upp hefur komið í bænum en alltaf megi gera betur. Ráðið samþykkti á fundi í dag að láta yfirfara verkferla í eineltismálum. Móðir drengs sem gekk í Hraunavallaskóla í Hafnarfirði flúði með son sinn norður í land vegna eineltis. Flugumferð stöðvaðist á Keflavíkurflugvelli í dag vegna sprengjuhótunar. Hún reyndist tilhæfulaus. Fagráð Sjúkrahússins á Akureyri óttast að fjárskortur verði til þess að grunnþjónusta og þekking glatist á spítalanum. Óöld ríkir á Haítí vegna herskárra glæpagengja sem halda þjóðinni í heljargreipum. Kólera hefur blossað upp í landinu á ný. Lengri umfjöllun: Þó svo að í hugum margra sé covid 19 faraldurinn minningin ein þá er enn glímt við hann víða um heiminn, og einnig hér á landi. Í morgun tilkynntu heilbrigðisyfirvöld um kaup á lyfinu Paxlovid til að meðhöndla á sjúklingum sem eiga á hættu að veikjast alvarlega af Covid 19. Enn liggur fólk inni á Landspítala vegna covid 19, enginn er þó alvarlega veikur. Bjarni Rúnarsson ræddi við Guðrúnu Aspelund sóttvarnalækni. Staða erlendra kvenna á vinnumarkaði er viðkvæmari en íslenskra kvenna. Meiri líkur er á að konur af erlendu bergi brotnar lendi í atvinnuleysi og veljist í störf sem ekki þarfnast sérþekkingar eða menntunar. Jafnréttisþing fór fram í morgun og meðal þeirra sem flutti erindi þar var Berglind Hólm Ragnarsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri. Hún kynnti þar niðurstöður nýlegrar rannsóknar um stöðu og líðan kvenna. Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvernig ólíkir þættir sem tengjast atvinnuþátttöku og fjölskylduábyrgð hafa áhrif á líkamlega og andlega líðan kvenna á Íslandi og hvernig það samband birtist eftir stéttarstöðu þeirra, uppruna og búsetu. Hafdís Helga Helgadóttir ræddi við Berglindi. Íbúar Haítí í austanverðu Karíbahafi eru vanir að glíma við erfiðleika af öllu tagi. Upp á síðkastið hafa þeir þó verið meiri og þyngri en oftast áður. Glæpagengi vaða uppi án þess að yfirvöld fái neitt við ráðið. Skortur er á matvælum, eldsneyti og raunar flestu öðru. Þá hefur kólera stungið sér niður að undanförnu, fáeinum árum eftir að síðasti faraldur var kveðinn niður. Umsjón: Bjarni Rúnarsson. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn fréttaútsendingar: Júlía Margrét Ingimarsdóttir.

Óli Björn - Alltaf til hægri
Gildir jafnræði bara þegar hentar?

Óli Björn - Alltaf til hægri

Play Episode Listen Later Aug 20, 2022 8:38


Allir, óháð því hvar þeir eru í litrófi stjórnmálanna, vilja a.m.k. í orði tryggja jafnræði einstaklinga og fyrirtækja. Það gengur hins vegar misjafnlega að uppfylla fyrirheit um jafna stöðu allra. Raunar hefur löggjafinn gengið þvert á hugmyndir um jafnræði með því að byggja undir forskot og sérréttindi með lögum og reglum.

Mannlegi þátturinn
Föstudagsgesturinn Þórey Vilhjálmsd og matarvefur

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later May 20, 2022


Föstudagsgesturinn okkar að þessu sinni var Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé eigandi EMPOWER en verkefnið Jafnréttisvísir hefur þar verið í forgrunni en það er stefnumótun og vitundarvakning í jafnréttismálum. Við spurðum hana nánar út í það,nýlega fjármögnun og útrás og ýmislegt annað. Nýr vefur hefur litið dagsins ljós, matland.is þar sem matur er í fyrirrúmi og allt sem tengist mat og hægt að kaupa beint af bónda eða beint af býli eins og bjúgu frá Bakkakoti og lambagúllas frá Langholti. Tjörvi Bjarnason sér um matland og kom til okkar hér á eftir.

Mannlegi þátturinn
Föstudagsgesturinn Þórey Vilhjálmsd og matarvefur

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later May 20, 2022


Föstudagsgesturinn okkar að þessu sinni var Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé eigandi EMPOWER en verkefnið Jafnréttisvísir hefur þar verið í forgrunni en það er stefnumótun og vitundarvakning í jafnréttismálum. Við spurðum hana nánar út í það,nýlega fjármögnun og útrás og ýmislegt annað. Nýr vefur hefur litið dagsins ljós, matland.is þar sem matur er í fyrirrúmi og allt sem tengist mat og hægt að kaupa beint af bónda eða beint af býli eins og bjúgu frá Bakkakoti og lambagúllas frá Langholti. Tjörvi Bjarnason sér um matland og kom til okkar hér á eftir.

Mannlegi þátturinn
Föstudagsgesturinn Þórey Vilhjálmsd og matarvefur

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later May 20, 2022


Föstudagsgesturinn okkar að þessu sinni var Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé eigandi EMPOWER en verkefnið Jafnréttisvísir hefur þar verið í forgrunni en það er stefnumótun og vitundarvakning í jafnréttismálum. Við spurðum hana nánar út í það,nýlega fjármögnun og útrás og ýmislegt annað. Nýr vefur hefur litið dagsins ljós, matland.is þar sem matur er í fyrirrúmi og allt sem tengist mat og hægt að kaupa beint af bónda eða beint af býli eins og bjúgu frá Bakkakoti og lambagúllas frá Langholti. Tjörvi Bjarnason sér um matland og kom til okkar hér á eftir.

Mannlegi þátturinn
Föstudagsgesturinn Þórey Vilhjálmsd og matarvefur

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later May 20, 2022 50:00


Föstudagsgesturinn okkar að þessu sinni var Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé eigandi EMPOWER en verkefnið Jafnréttisvísir hefur þar verið í forgrunni en það er stefnumótun og vitundarvakning í jafnréttismálum. Við spurðum hana nánar út í það,nýlega fjármögnun og útrás og ýmislegt annað. Nýr vefur hefur litið dagsins ljós, matland.is þar sem matur er í fyrirrúmi og allt sem tengist mat og hægt að kaupa beint af bónda eða beint af býli eins og bjúgu frá Bakkakoti og lambagúllas frá Langholti. Tjörvi Bjarnason sér um matland og kom til okkar hér á eftir.

Mannlegi þátturinn
Samkaup verðlaunuð, Haraldur Erlendss. og Kolbrún lesandinn

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later May 2, 2022


Samkaup hlutu í vikunni menntaverðlaun atvinnulífsins 2022, en verðlaunin voru afhent á Menntadegi atvinnulífsins í Hörpu. Samkaup fóru af stað í jafnréttisátak síðasta haust, Jafnrétti fyrir alla ? Samkaup alla leið, í samvinnu við Samtökin ?78, Þroskahjálp og Mirru, rannsókna- og fræðslusetur fyrir erlent starfsfólk, um margvíslega fræðslu fyrir starfsfólk. Fyrir átakið hlutu Samkaup í lok síðasta árs tvenn hvatningarverðlaun jafnréttis sem Samtök atvinnulífsins og Háskóli Íslands standa að, annars vegar í flokki fjölmenningar og hins vegar í flokki fötlunar. Þá hafa Samkaup verið tilnefnd til Blaze Inclusion Awards, sem eru norræn jafnréttisverðlaun veitt af norsku samtökunum Diversify. Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa, kom í þáttinn og sagði frá. Hér á landi hefur starfað félag áhugafólks um dulspeki í meira en 100 ár. Það hét áður Guðspekifélagið, en skipti um nafn 2018 og kallast nú Lífspekifélagið. Íslandsdeild félagsins var formlega stofnuð í ágúst 1921 en fyrir þann tíma voru starfandi nokkrar stúkur á landinu. Haraldur Erlendsson geðlæknir hefur komið víða við og meðal annars verið viðriðinn þetta félag lengi, en langömmur hans tvær voru meðal stofnenda. Þór Fjalar Hallgrímsson, starfsnemi hér á Rás 1, tók á honum hús og fékk hann til að segja aðeins frá sjálfum sér og félaginu. Svo var það lesandi vikunnar. Í þetta sinn var það Kolbrún Anna Björnsdóttir. Hún er ein þriggja höfunda sjónvarpsþáttanna Vitjanir, sem eru sýndir á sunnudagskvöldum hér á RÚV, auk þess að leika hlutverk Hönnu í þáttunum. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Mannlegi þátturinn
Samkaup verðlaunuð, Haraldur Erlendss. og Kolbrún lesandinn

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later May 2, 2022 50:00


Samkaup hlutu í vikunni menntaverðlaun atvinnulífsins 2022, en verðlaunin voru afhent á Menntadegi atvinnulífsins í Hörpu. Samkaup fóru af stað í jafnréttisátak síðasta haust, Jafnrétti fyrir alla ? Samkaup alla leið, í samvinnu við Samtökin ?78, Þroskahjálp og Mirru, rannsókna- og fræðslusetur fyrir erlent starfsfólk, um margvíslega fræðslu fyrir starfsfólk. Fyrir átakið hlutu Samkaup í lok síðasta árs tvenn hvatningarverðlaun jafnréttis sem Samtök atvinnulífsins og Háskóli Íslands standa að, annars vegar í flokki fjölmenningar og hins vegar í flokki fötlunar. Þá hafa Samkaup verið tilnefnd til Blaze Inclusion Awards, sem eru norræn jafnréttisverðlaun veitt af norsku samtökunum Diversify. Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa, kom í þáttinn og sagði frá. Hér á landi hefur starfað félag áhugafólks um dulspeki í meira en 100 ár. Það hét áður Guðspekifélagið, en skipti um nafn 2018 og kallast nú Lífspekifélagið. Íslandsdeild félagsins var formlega stofnuð í ágúst 1921 en fyrir þann tíma voru starfandi nokkrar stúkur á landinu. Haraldur Erlendsson geðlæknir hefur komið víða við og meðal annars verið viðriðinn þetta félag lengi, en langömmur hans tvær voru meðal stofnenda. Þór Fjalar Hallgrímsson, starfsnemi hér á Rás 1, tók á honum hús og fékk hann til að segja aðeins frá sjálfum sér og félaginu. Svo var það lesandi vikunnar. Í þetta sinn var það Kolbrún Anna Björnsdóttir. Hún er ein þriggja höfunda sjónvarpsþáttanna Vitjanir, sem eru sýndir á sunnudagskvöldum hér á RÚV, auk þess að leika hlutverk Hönnu í þáttunum. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Mannlegi þátturinn
Samkaup verðlaunuð, Haraldur Erlendss. og Kolbrún lesandinn

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later May 2, 2022


Samkaup hlutu í vikunni menntaverðlaun atvinnulífsins 2022, en verðlaunin voru afhent á Menntadegi atvinnulífsins í Hörpu. Samkaup fóru af stað í jafnréttisátak síðasta haust, Jafnrétti fyrir alla ? Samkaup alla leið, í samvinnu við Samtökin ?78, Þroskahjálp og Mirru, rannsókna- og fræðslusetur fyrir erlent starfsfólk, um margvíslega fræðslu fyrir starfsfólk. Fyrir átakið hlutu Samkaup í lok síðasta árs tvenn hvatningarverðlaun jafnréttis sem Samtök atvinnulífsins og Háskóli Íslands standa að, annars vegar í flokki fjölmenningar og hins vegar í flokki fötlunar. Þá hafa Samkaup verið tilnefnd til Blaze Inclusion Awards, sem eru norræn jafnréttisverðlaun veitt af norsku samtökunum Diversify. Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa, kom í þáttinn og sagði frá. Hér á landi hefur starfað félag áhugafólks um dulspeki í meira en 100 ár. Það hét áður Guðspekifélagið, en skipti um nafn 2018 og kallast nú Lífspekifélagið. Íslandsdeild félagsins var formlega stofnuð í ágúst 1921 en fyrir þann tíma voru starfandi nokkrar stúkur á landinu. Haraldur Erlendsson geðlæknir hefur komið víða við og meðal annars verið viðriðinn þetta félag lengi, en langömmur hans tvær voru meðal stofnenda. Þór Fjalar Hallgrímsson, starfsnemi hér á Rás 1, tók á honum hús og fékk hann til að segja aðeins frá sjálfum sér og félaginu. Svo var það lesandi vikunnar. Í þetta sinn var það Kolbrún Anna Björnsdóttir. Hún er ein þriggja höfunda sjónvarpsþáttanna Vitjanir, sem eru sýndir á sunnudagskvöldum hér á RÚV, auk þess að leika hlutverk Hönnu í þáttunum. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Samfélagið
Jafnlaunavottun, Vistorka, málfar og vísindaspjall

Samfélagið

Play Episode Listen Later Apr 13, 2022 55:00


Við setjumst niður með framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu og tökum stöðuna á jafnlaunavottun - mál sem hefur verið lengi í framkvæmd - en hvað - klárast þetta verkefni aldrei? Katrín Björg Ríkharðsdóttir. Við ætlum svo að rölta um Akureyri með framkvæmdastjóra Vistorku. Guðmundur Haukur Sigurðarson. Málfarsmínútan. Guðrún Línberg Guðjónsdóttir. Vísindaspjall. Edda Olgudóttir.

Hlaðvarp Kjarnans
Raddir margbreytileikans – Mannfræði og kynjafræði: Tvískipt gleraugu

Hlaðvarp Kjarnans

Play Episode Listen Later Apr 13, 2022 62:09


Gestur vikunnar er Hjálmar Gunnar Sigmarsson. Hjálmar er fæddur 1970 í Reykjavík en ólst upp að miklu leyti í Hong Kong og Lúxemborg en hefur auk þess búið í San Fransisco, Miami, Sarajevó, Utrecht, stundað nám í Budapest og Granada og unnið fyrir UNIFEM í Bosníu. Hjálmar lauk BA gráðu í heimspeki við Háskóla Íslands áður en hann fór í meistaranám í mannfræði við sama skóla. Í mannfræðinámi sínu skrifaði hann um vinnusemi Íslendinga undir leiðsögn dr. Unnar Dísar Skaptadóttur. Seinna kláraði hann aðra meistaragráðu en þá í kynjafræði við CEU í Búdapest og University of Granada. Í seinni tíð hefur hann blandað saman mannfræði og kynjafræði í rannsóknum sínum og störfum, meðal annars á Jafnréttisstofu og í UNIFEM. Við ræddum við Hjálmar um æsku hans í Hong Kong, hvernig hann rataði inn í mannfræðina og hvernig mannfræði, aktívismi og femínismi koma saman í vinnu hans, en Hjálmar vinnur nú við ráðgjöf og fræðslu í Stígamót.

Samfélagið
Jafnlaunavottun, Vistorka, málfar og vísindaspjall

Samfélagið

Play Episode Listen Later Apr 13, 2022


Við setjumst niður með framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu og tökum stöðuna á jafnlaunavottun - mál sem hefur verið lengi í framkvæmd - en hvað - klárast þetta verkefni aldrei? Katrín Björg Ríkharðsdóttir. Við ætlum svo að rölta um Akureyri með framkvæmdastjóra Vistorku. Guðmundur Haukur Sigurðarson. Málfarsmínútan. Guðrún Línberg Guðjónsdóttir. Vísindaspjall. Edda Olgudóttir.

Samfélagið
Jafnlaunavottun, Vistorka, málfar og vísindaspjall

Samfélagið

Play Episode Listen Later Apr 13, 2022


Við setjumst niður með framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu og tökum stöðuna á jafnlaunavottun - mál sem hefur verið lengi í framkvæmd - en hvað - klárast þetta verkefni aldrei? Katrín Björg Ríkharðsdóttir. Við ætlum svo að rölta um Akureyri með framkvæmdastjóra Vistorku. Guðmundur Haukur Sigurðarson. Málfarsmínútan. Guðrún Línberg Guðjónsdóttir. Vísindaspjall. Edda Olgudóttir.

Mannlegi þátturinn
Hatur gegn hinsegin, andleg einkaþjálfun og Krakkaveldi

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Apr 5, 2022 50:00


Eyrún Eyþórsdóttir, doktor í mannfræði og lektor í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri, heldur á fimmtudaginn fyrirlestur sem nefnist Hatur gegn hinsegin. En hún hefur verið að vinna rannsókn frá árinu 2019 þar sem hún tekur viðtöl við einstaklinga sem hafa upplifað hatursglæpi á eigin skinni. Hluti viðmælenda hennar eru hinsegin, þ.e.a.s. samkynhneigðir eða transfólk. Eyrún kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá þessari rannsókn og fyrirlestrinum, sem er hluti hádegisfyrirlestrarraðarinnar Hinsegin Ísland í alþjóðlegu samhengi og er haldinn í samstarfi við RIKK, Rannsóknarstofnunar í jafnréttisfræðum og Jafnréttisskólans. Rakel Sigurðardóttir er andlegur einkaþjálfari og segir að þegar hún fór sjálf í gegnum andlega einkaþjálfun, opnaðist nýr heimur fyrir henni sem hjálpaði henni að ná tökum á andlegu heilsunni. Rakel segir að andleg einkaþjálfun hjálpi fólki sem upplifi kvíða, óöryggi, hræðslu, lítið sjálfstraust, að vita ekki hvað það vill, er hrætt við álit annarra, þorir ekki að fara sína eigin leið í lífinu eða á erfitt með að standa með sjálfu sér. Rakel sagði okkur meira frá andlegri einkaþjálfun í þættinum í dag. Krakkaveldi er heiti á verkefni sem þær Hrefna Lind Lárusdóttir og Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir komu með í Grunnskóla Drangsness. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti þær stöllur og fékk þær til að segja frá verkefninu og svo fáum við að heyra nemendur segja frá útkomunni. Nemendurnir sem rætt var við heita Kári, Friðgeir Logi, Kristjana Kría og Katrín. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Mannlegi þátturinn
Hatur gegn hinsegin, andleg einkaþjálfun og Krakkaveldi

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Apr 5, 2022


Eyrún Eyþórsdóttir, doktor í mannfræði og lektor í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri, heldur á fimmtudaginn fyrirlestur sem nefnist Hatur gegn hinsegin. En hún hefur verið að vinna rannsókn frá árinu 2019 þar sem hún tekur viðtöl við einstaklinga sem hafa upplifað hatursglæpi á eigin skinni. Hluti viðmælenda hennar eru hinsegin, þ.e.a.s. samkynhneigðir eða transfólk. Eyrún kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá þessari rannsókn og fyrirlestrinum, sem er hluti hádegisfyrirlestrarraðarinnar Hinsegin Ísland í alþjóðlegu samhengi og er haldinn í samstarfi við RIKK, Rannsóknarstofnunar í jafnréttisfræðum og Jafnréttisskólans. Rakel Sigurðardóttir er andlegur einkaþjálfari og segir að þegar hún fór sjálf í gegnum andlega einkaþjálfun, opnaðist nýr heimur fyrir henni sem hjálpaði henni að ná tökum á andlegu heilsunni. Rakel segir að andleg einkaþjálfun hjálpi fólki sem upplifi kvíða, óöryggi, hræðslu, lítið sjálfstraust, að vita ekki hvað það vill, er hrætt við álit annarra, þorir ekki að fara sína eigin leið í lífinu eða á erfitt með að standa með sjálfu sér. Rakel sagði okkur meira frá andlegri einkaþjálfun í þættinum í dag. Krakkaveldi er heiti á verkefni sem þær Hrefna Lind Lárusdóttir og Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir komu með í Grunnskóla Drangsness. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti þær stöllur og fékk þær til að segja frá verkefninu og svo fáum við að heyra nemendur segja frá útkomunni. Nemendurnir sem rætt var við heita Kári, Friðgeir Logi, Kristjana Kría og Katrín. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Mannlegi þátturinn
Hatur gegn hinsegin, andleg einkaþjálfun og Krakkaveldi

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Apr 5, 2022


Eyrún Eyþórsdóttir, doktor í mannfræði og lektor í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri, heldur á fimmtudaginn fyrirlestur sem nefnist Hatur gegn hinsegin. En hún hefur verið að vinna rannsókn frá árinu 2019 þar sem hún tekur viðtöl við einstaklinga sem hafa upplifað hatursglæpi á eigin skinni. Hluti viðmælenda hennar eru hinsegin, þ.e.a.s. samkynhneigðir eða transfólk. Eyrún kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá þessari rannsókn og fyrirlestrinum, sem er hluti hádegisfyrirlestrarraðarinnar Hinsegin Ísland í alþjóðlegu samhengi og er haldinn í samstarfi við RIKK, Rannsóknarstofnunar í jafnréttisfræðum og Jafnréttisskólans. Rakel Sigurðardóttir er andlegur einkaþjálfari og segir að þegar hún fór sjálf í gegnum andlega einkaþjálfun, opnaðist nýr heimur fyrir henni sem hjálpaði henni að ná tökum á andlegu heilsunni. Rakel segir að andleg einkaþjálfun hjálpi fólki sem upplifi kvíða, óöryggi, hræðslu, lítið sjálfstraust, að vita ekki hvað það vill, er hrætt við álit annarra, þorir ekki að fara sína eigin leið í lífinu eða á erfitt með að standa með sjálfu sér. Rakel sagði okkur meira frá andlegri einkaþjálfun í þættinum í dag. Krakkaveldi er heiti á verkefni sem þær Hrefna Lind Lárusdóttir og Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir komu með í Grunnskóla Drangsness. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti þær stöllur og fékk þær til að segja frá verkefninu og svo fáum við að heyra nemendur segja frá útkomunni. Nemendurnir sem rætt var við heita Kári, Friðgeir Logi, Kristjana Kría og Katrín. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Morgunvaktin
Úkraína og kvennaframboð

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Mar 11, 2022 130:00


Hilmar Þór Hilmarsson prófessor við Háskólann á Akureyri, ræddi mögulega inngöngu Úkraínu en stjórnvöld í Úkraínu sóttu um aðild að Evrópusambandinu aðeins nokkrum dögum eftir að Rússar hófu innrás í landið. Í kjölfarið lýsti Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar því yfir að Úkraína eigi heima í ESB. En það er meira en að segja það að fá inngöngu inn í sambandið og ekkert ríki hefur gengið inn frá árinu 2013 er Króatía fékk aðild eftir margra ára inngönguferli. Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista, hefur kynnt sér stöðu ferðaþjónustunnar í Úkraínu en áður en Covid faraldurinn skall á flugu tvö evrópsk lággjaldaflugfélög þangað. Eftirspurnin var hins vegar lítil og flestir farþeganna voru Úkraínubúar sem störfuðu í öðrum ríkjum, til að mynda við ferðaþjónustu. Kristín Jónsdóttir sagnfræðingur og Kristín Ástgeirsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, voru virkar í starfi Kvennalistans. Nú í vor eru liðin 40 ár frá því að boðnir voru fram kvennalistar til borgarstjórnar í Reykjavík og bæjarstjórnar á Akureyri. Kvennaframboðin mörkuðu tímamót í baráttu kvenna fyrir jafnrétti. Þær rifjuðu upp sögu Kvennalistans og stöðuna sem var þegar ákveðið var að bjóða fram í sveitarstjórnarkosningum og síðar til Alþingis. Tónlist: Thank you - Tina Dickow Milli stríða - Tómas R. Einarsson, kontrabassi ; Eyþór Gunnarsson, píanó Girl from the north country - Bob Dylan og Johnny Cash Enjoy the silence - Carla Bruni Líttu sérhvert sólarlag - Sigríður Thorlacius og Valdimar Guðmundsson Felicitá - Sophia Loren Áfram stelpur (í augsýn er nú frelsi). Umsjónarmenn Morgunvaktarinnar eru Sigríður Halldórsdóttir og Guðrún Hálfdánardóttir.

Morgunvaktin
Úkraína og kvennaframboð

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Mar 11, 2022


Hilmar Þór Hilmarsson prófessor við Háskólann á Akureyri, ræddi mögulega inngöngu Úkraínu en stjórnvöld í Úkraínu sóttu um aðild að Evrópusambandinu aðeins nokkrum dögum eftir að Rússar hófu innrás í landið. Í kjölfarið lýsti Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar því yfir að Úkraína eigi heima í ESB. En það er meira en að segja það að fá inngöngu inn í sambandið og ekkert ríki hefur gengið inn frá árinu 2013 er Króatía fékk aðild eftir margra ára inngönguferli. Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista, hefur kynnt sér stöðu ferðaþjónustunnar í Úkraínu en áður en Covid faraldurinn skall á flugu tvö evrópsk lággjaldaflugfélög þangað. Eftirspurnin var hins vegar lítil og flestir farþeganna voru Úkraínubúar sem störfuðu í öðrum ríkjum, til að mynda við ferðaþjónustu. Kristín Jónsdóttir sagnfræðingur og Kristín Ástgeirsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, voru virkar í starfi Kvennalistans. Nú í vor eru liðin 40 ár frá því að boðnir voru fram kvennalistar til borgarstjórnar í Reykjavík og bæjarstjórnar á Akureyri. Kvennaframboðin mörkuðu tímamót í baráttu kvenna fyrir jafnrétti. Þær rifjuðu upp sögu Kvennalistans og stöðuna sem var þegar ákveðið var að bjóða fram í sveitarstjórnarkosningum og síðar til Alþingis. Tónlist: Thank you - Tina Dickow Milli stríða - Tómas R. Einarsson, kontrabassi ; Eyþór Gunnarsson, píanó Girl from the north country - Bob Dylan og Johnny Cash Enjoy the silence - Carla Bruni Líttu sérhvert sólarlag - Sigríður Thorlacius og Valdimar Guðmundsson Felicitá - Sophia Loren Áfram stelpur (í augsýn er nú frelsi). Umsjónarmenn Morgunvaktarinnar eru Sigríður Halldórsdóttir og Guðrún Hálfdánardóttir.

Morgunútvarpið
28. feb - Úkraína, Skagafjörður, jafnréttislög, íþróttir

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Feb 28, 2022


Byggðaráð Skagafjarðar hefur biðlað til Alþingis að færa fjóra virkjanakosti í jökulám úr verndarflokki og í biðflokk í næstu samþykkt rammaáætlunar. Þórarinn Magnússon bóndi á bænum Frostastöðum í Skagafirði er einn þeirra sem vill ekki sjá að árnar verði virkjaðar og hefur beitt sér gegn þessum hugmyndum um margra ára skeið. Hann verður á línunni hjá okkur nú í morgunsárið Fimmti dagur innrásar er nú að renna upp í Úkraínu. Sprengjudrunur kváðu við snemma í morgun í Kænugarði, Kharkiv og öðrum borgum landsins. Volodomyr Zelensky Úkraínuforseti segir að næsti sólarhringur geti reynst ögurstund í baráttunni við innrásarher Rússa. Við ætlum að heyra í Ingólfi Bjarna Sigfússyni, fréttamanni RÚV, sem var í gær staddur við landamæri Úkraínu og Póllands. Ásmundur Einar Daðason, mennta-og barnamálaráðherra, hefur ákveðið að hætta frekari málarekstri í tengslum við brot Lilju Alfreðsdóttur, forvera hans í starfi, á jafnréttislögum og greiða Hafdís Helgu Ólafsdóttur miskabætur. Þessu máli er nú loks að ljúka með ákvörðun Ásmundar og við ætlum að heyra í Hafdísi sem segir málarekstur Lilju gegn sér hafa verið íþyngjandi. Hlutirnir hafa gerst hratt um helgina varðandi viðbrögð Evrópusambandsins og fleiri þjóða gegn Rússum. En það er þó ekki svo að Rússar sé algjörlega einangraðir á alþjóðavísu. Guðbjörg Rikey Thoroddsen Hauksdóttir doktorsnemi rannsakar um þessar mundir samband Rússlands og Kína á norðurslóðum. Við ræddum við Óskar Hallgrímsson, ljósmyndara, sem er búsettur í Kyiv um stöðuna núna í morgunsárið. Og við renndum yfir íþróttafréttir helgarinnar með Helgu Margréti Höskuldsdóttur í lok þáttar. Tónlist: Stutt skref - Moses Hightower Baby Blue - Sigrún Stella Baltimore - Nina Simone Let it Be - Beatles Supertime - Berndsen Bona Fide - Krummi Vortex - Nick Cave and the Bad Seeds Please don't hate me - Lay Low Smokin' Out the Window - Silk Sonic

Morgunútvarpið
28. feb - Úkraína, Skagafjörður, jafnréttislög, íþróttir

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Feb 28, 2022


Byggðaráð Skagafjarðar hefur biðlað til Alþingis að færa fjóra virkjanakosti í jökulám úr verndarflokki og í biðflokk í næstu samþykkt rammaáætlunar. Þórarinn Magnússon bóndi á bænum Frostastöðum í Skagafirði er einn þeirra sem vill ekki sjá að árnar verði virkjaðar og hefur beitt sér gegn þessum hugmyndum um margra ára skeið. Hann verður á línunni hjá okkur nú í morgunsárið Fimmti dagur innrásar er nú að renna upp í Úkraínu. Sprengjudrunur kváðu við snemma í morgun í Kænugarði, Kharkiv og öðrum borgum landsins. Volodomyr Zelensky Úkraínuforseti segir að næsti sólarhringur geti reynst ögurstund í baráttunni við innrásarher Rússa. Við ætlum að heyra í Ingólfi Bjarna Sigfússyni, fréttamanni RÚV, sem var í gær staddur við landamæri Úkraínu og Póllands. Ásmundur Einar Daðason, mennta-og barnamálaráðherra, hefur ákveðið að hætta frekari málarekstri í tengslum við brot Lilju Alfreðsdóttur, forvera hans í starfi, á jafnréttislögum og greiða Hafdís Helgu Ólafsdóttur miskabætur. Þessu máli er nú loks að ljúka með ákvörðun Ásmundar og við ætlum að heyra í Hafdísi sem segir málarekstur Lilju gegn sér hafa verið íþyngjandi. Hlutirnir hafa gerst hratt um helgina varðandi viðbrögð Evrópusambandsins og fleiri þjóða gegn Rússum. En það er þó ekki svo að Rússar sé algjörlega einangraðir á alþjóðavísu. Guðbjörg Rikey Thoroddsen Hauksdóttir doktorsnemi rannsakar um þessar mundir samband Rússlands og Kína á norðurslóðum. Við ræddum við Óskar Hallgrímsson, ljósmyndara, sem er búsettur í Kyiv um stöðuna núna í morgunsárið. Og við renndum yfir íþróttafréttir helgarinnar með Helgu Margréti Höskuldsdóttur í lok þáttar. Tónlist: Stutt skref - Moses Hightower Baby Blue - Sigrún Stella Baltimore - Nina Simone Let it Be - Beatles Supertime - Berndsen Bona Fide - Krummi Vortex - Nick Cave and the Bad Seeds Please don't hate me - Lay Low Smokin' Out the Window - Silk Sonic

Morgunútvarpið
28. feb - Úkraína, Skagafjörður, jafnréttislög, íþróttir

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Feb 28, 2022 130:00


Byggðaráð Skagafjarðar hefur biðlað til Alþingis að færa fjóra virkjanakosti í jökulám úr verndarflokki og í biðflokk í næstu samþykkt rammaáætlunar. Þórarinn Magnússon bóndi á bænum Frostastöðum í Skagafirði er einn þeirra sem vill ekki sjá að árnar verði virkjaðar og hefur beitt sér gegn þessum hugmyndum um margra ára skeið. Hann verður á línunni hjá okkur nú í morgunsárið Fimmti dagur innrásar er nú að renna upp í Úkraínu. Sprengjudrunur kváðu við snemma í morgun í Kænugarði, Kharkiv og öðrum borgum landsins. Volodomyr Zelensky Úkraínuforseti segir að næsti sólarhringur geti reynst ögurstund í baráttunni við innrásarher Rússa. Við ætlum að heyra í Ingólfi Bjarna Sigfússyni, fréttamanni RÚV, sem var í gær staddur við landamæri Úkraínu og Póllands. Ásmundur Einar Daðason, mennta-og barnamálaráðherra, hefur ákveðið að hætta frekari málarekstri í tengslum við brot Lilju Alfreðsdóttur, forvera hans í starfi, á jafnréttislögum og greiða Hafdís Helgu Ólafsdóttur miskabætur. Þessu máli er nú loks að ljúka með ákvörðun Ásmundar og við ætlum að heyra í Hafdísi sem segir málarekstur Lilju gegn sér hafa verið íþyngjandi. Hlutirnir hafa gerst hratt um helgina varðandi viðbrögð Evrópusambandsins og fleiri þjóða gegn Rússum. En það er þó ekki svo að Rússar sé algjörlega einangraðir á alþjóðavísu. Guðbjörg Rikey Thoroddsen Hauksdóttir doktorsnemi rannsakar um þessar mundir samband Rússlands og Kína á norðurslóðum. Við ræddum við Óskar Hallgrímsson, ljósmyndara, sem er búsettur í Kyiv um stöðuna núna í morgunsárið. Og við renndum yfir íþróttafréttir helgarinnar með Helgu Margréti Höskuldsdóttur í lok þáttar. Tónlist: Stutt skref - Moses Hightower Baby Blue - Sigrún Stella Baltimore - Nina Simone Let it Be - Beatles Supertime - Berndsen Bona Fide - Krummi Vortex - Nick Cave and the Bad Seeds Please don't hate me - Lay Low Smokin' Out the Window - Silk Sonic

Morgunútvarpið
9. feb. - Ljósalist, jafnlaunavottun, flugslys, vextir, rýming, Óskar

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Feb 9, 2022


Hátíðin List í ljósi á Seyðisfirði hefur fest sig í sessi undanfarin ár og færir Seyðfirðingum og gestum þeirra ljós og lit í skammdeginu. Hátíðin fer fram síðar í vikunni og við slógum á þráðinn til Sesselju Jónasardóttur sem er ein þeirra sem hátíðinni stýra og fengum fréttir af því sem framundan er. Það reynist sumum fyrirtækjum erfitt að hefja ferli til jafnlaunavottunar sem mörgum þykir flókið og stórt verkefni. Frá og með síðustu áramótum eiga öll fyrirtæki með 90 starfsmenn eða fleiri að vera komin með jafnlaunavottun í gagnið og minni fyrirtæki fyrir lok þessa árs. Jafnréttisstofa hefur þó enn ekki beitt dagsektum en hvetur fyrirtæki til að klára þessa vinnu sem fyrst. Hildur Björk Pálsdóttir sérfræðingur hjá Origo kom til okkar og sagði okkur hvað þarf til og hvernig hugbúnaður getur flýtt fyrir og aðstoðað við þetta ferli. Flugslysið við Þingvallavatn á fimmtudag hefur vakið upp spurningar um neyðarbúnað í litlum flugvélum, hvernig hægt sé að tryggja að hann virki sem skildi og neyðarsendar gefi frá sér boð ef eitthvað fer úrskeiðis. Ragnar Guðmundsson, yfirmaður rannsóknarinnar á flugslysinu hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa, var á línunni hjá okkur, ræddi þessi mál og hvernig rannsókn á flugslysi sem þessu fer fram. Seðlabankinn hyggst tilkynna ákvörðun sína um stýrivexti í dag en búist er við því að þeir hækki verulega. Margir eru uggandi yfir stöðu efnahagsmála og þá sérstaklega hvernig stýrivaxtahækkanir, verðbólga og húsnæðisverðið helst í hendur þegar kemur að buddum landsmanna. Hingað komu, til að ræða þessi mál, þingmennirnir Sigmar Guðmundsson frá Viðreisn og Guðrún Hafsteinsdóttir frá Sjálfsæðisflokknum en Guðrún er formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Átta hús á Patreksfirði voru rýmd í gær vegna snjóflóðahættu. Fólkið sem í þeim býr er orðið ansi vant rýmingum á svæðinu en þessu fylgir þó alltaf mikið rask fyrir fjölskyldur, og sérstaklega kannski barnafjölskyldur. Á línunni hjá okkur var Inga Hlín Valdimarsdóttir, safnstjóri í Minjasafninu á Hnjóti en hún er ein þeirra sem rýma þurfti heimili sitt í gær vegna óvissuástandsins. Í lok þáttar glugguðum við svo í tilnefningar til Óskarsverðlauna með Júlíu Margréti Einarsdóttur, menningarrýni og spáðum í spilin fyrir hátíðina sem fram fer 27. mars nk. Tónlist: Ásgeir Trausti - Nýfallið regn. Flott og Unnsteinn - Ef þú hugsar eins og ég. Ceasetone, Rakel og JóiPé - Ég var að spá. U2 - Stay (faraway so close). Sycamore tree - La famme. Krummi og Soffía Björg - Bona fide. Bríet - Cold feet. Silk City - Electricity (ft. Dua Lipa).

Morgunútvarpið
9. feb. - Ljósalist, jafnlaunavottun, flugslys, vextir, rýming, Óskar

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Feb 9, 2022 130:00


Hátíðin List í ljósi á Seyðisfirði hefur fest sig í sessi undanfarin ár og færir Seyðfirðingum og gestum þeirra ljós og lit í skammdeginu. Hátíðin fer fram síðar í vikunni og við slógum á þráðinn til Sesselju Jónasardóttur sem er ein þeirra sem hátíðinni stýra og fengum fréttir af því sem framundan er. Það reynist sumum fyrirtækjum erfitt að hefja ferli til jafnlaunavottunar sem mörgum þykir flókið og stórt verkefni. Frá og með síðustu áramótum eiga öll fyrirtæki með 90 starfsmenn eða fleiri að vera komin með jafnlaunavottun í gagnið og minni fyrirtæki fyrir lok þessa árs. Jafnréttisstofa hefur þó enn ekki beitt dagsektum en hvetur fyrirtæki til að klára þessa vinnu sem fyrst. Hildur Björk Pálsdóttir sérfræðingur hjá Origo kom til okkar og sagði okkur hvað þarf til og hvernig hugbúnaður getur flýtt fyrir og aðstoðað við þetta ferli. Flugslysið við Þingvallavatn á fimmtudag hefur vakið upp spurningar um neyðarbúnað í litlum flugvélum, hvernig hægt sé að tryggja að hann virki sem skildi og neyðarsendar gefi frá sér boð ef eitthvað fer úrskeiðis. Ragnar Guðmundsson, yfirmaður rannsóknarinnar á flugslysinu hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa, var á línunni hjá okkur, ræddi þessi mál og hvernig rannsókn á flugslysi sem þessu fer fram. Seðlabankinn hyggst tilkynna ákvörðun sína um stýrivexti í dag en búist er við því að þeir hækki verulega. Margir eru uggandi yfir stöðu efnahagsmála og þá sérstaklega hvernig stýrivaxtahækkanir, verðbólga og húsnæðisverðið helst í hendur þegar kemur að buddum landsmanna. Hingað komu, til að ræða þessi mál, þingmennirnir Sigmar Guðmundsson frá Viðreisn og Guðrún Hafsteinsdóttir frá Sjálfsæðisflokknum en Guðrún er formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Átta hús á Patreksfirði voru rýmd í gær vegna snjóflóðahættu. Fólkið sem í þeim býr er orðið ansi vant rýmingum á svæðinu en þessu fylgir þó alltaf mikið rask fyrir fjölskyldur, og sérstaklega kannski barnafjölskyldur. Á línunni hjá okkur var Inga Hlín Valdimarsdóttir, safnstjóri í Minjasafninu á Hnjóti en hún er ein þeirra sem rýma þurfti heimili sitt í gær vegna óvissuástandsins. Í lok þáttar glugguðum við svo í tilnefningar til Óskarsverðlauna með Júlíu Margréti Einarsdóttur, menningarrýni og spáðum í spilin fyrir hátíðina sem fram fer 27. mars nk. Tónlist: Ásgeir Trausti - Nýfallið regn. Flott og Unnsteinn - Ef þú hugsar eins og ég. Ceasetone, Rakel og JóiPé - Ég var að spá. U2 - Stay (faraway so close). Sycamore tree - La famme. Krummi og Soffía Björg - Bona fide. Bríet - Cold feet. Silk City - Electricity (ft. Dua Lipa).

Morgunútvarpið
9. feb. - Ljósalist, jafnlaunavottun, flugslys, vextir, rýming, Óskar

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Feb 9, 2022


Hátíðin List í ljósi á Seyðisfirði hefur fest sig í sessi undanfarin ár og færir Seyðfirðingum og gestum þeirra ljós og lit í skammdeginu. Hátíðin fer fram síðar í vikunni og við slógum á þráðinn til Sesselju Jónasardóttur sem er ein þeirra sem hátíðinni stýra og fengum fréttir af því sem framundan er. Það reynist sumum fyrirtækjum erfitt að hefja ferli til jafnlaunavottunar sem mörgum þykir flókið og stórt verkefni. Frá og með síðustu áramótum eiga öll fyrirtæki með 90 starfsmenn eða fleiri að vera komin með jafnlaunavottun í gagnið og minni fyrirtæki fyrir lok þessa árs. Jafnréttisstofa hefur þó enn ekki beitt dagsektum en hvetur fyrirtæki til að klára þessa vinnu sem fyrst. Hildur Björk Pálsdóttir sérfræðingur hjá Origo kom til okkar og sagði okkur hvað þarf til og hvernig hugbúnaður getur flýtt fyrir og aðstoðað við þetta ferli. Flugslysið við Þingvallavatn á fimmtudag hefur vakið upp spurningar um neyðarbúnað í litlum flugvélum, hvernig hægt sé að tryggja að hann virki sem skildi og neyðarsendar gefi frá sér boð ef eitthvað fer úrskeiðis. Ragnar Guðmundsson, yfirmaður rannsóknarinnar á flugslysinu hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa, var á línunni hjá okkur, ræddi þessi mál og hvernig rannsókn á flugslysi sem þessu fer fram. Seðlabankinn hyggst tilkynna ákvörðun sína um stýrivexti í dag en búist er við því að þeir hækki verulega. Margir eru uggandi yfir stöðu efnahagsmála og þá sérstaklega hvernig stýrivaxtahækkanir, verðbólga og húsnæðisverðið helst í hendur þegar kemur að buddum landsmanna. Hingað komu, til að ræða þessi mál, þingmennirnir Sigmar Guðmundsson frá Viðreisn og Guðrún Hafsteinsdóttir frá Sjálfsæðisflokknum en Guðrún er formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Átta hús á Patreksfirði voru rýmd í gær vegna snjóflóðahættu. Fólkið sem í þeim býr er orðið ansi vant rýmingum á svæðinu en þessu fylgir þó alltaf mikið rask fyrir fjölskyldur, og sérstaklega kannski barnafjölskyldur. Á línunni hjá okkur var Inga Hlín Valdimarsdóttir, safnstjóri í Minjasafninu á Hnjóti en hún er ein þeirra sem rýma þurfti heimili sitt í gær vegna óvissuástandsins. Í lok þáttar glugguðum við svo í tilnefningar til Óskarsverðlauna með Júlíu Margréti Einarsdóttur, menningarrýni og spáðum í spilin fyrir hátíðina sem fram fer 27. mars nk. Tónlist: Ásgeir Trausti - Nýfallið regn. Flott og Unnsteinn - Ef þú hugsar eins og ég. Ceasetone, Rakel og JóiPé - Ég var að spá. U2 - Stay (faraway so close). Sycamore tree - La famme. Krummi og Soffía Björg - Bona fide. Bríet - Cold feet. Silk City - Electricity (ft. Dua Lipa).

Morgunútvarpið
31. jan. - Fjallkonur, ofbeldismál, Játak, fasteignir, bólusetning ofl

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Jan 31, 2022


Fjallkonur eru af ýmsum gerðum, við þekkjum þær prúðbúnu á þjóðhátíðardaginn, en svo eru líka til fjallkonur sem fara á fjöll. Við feum tvær slíkar í heimsókn, en þær Valgerður Húnbogadóttir og Salóme Hallfreðsdóttir leiða fjallaverkefni kvenna í vetur þar sem hápunkturinn verður ferð á Hvannadalshnjúk. Við heyrðum af krefjandi fjallgöngum og af hverju boðið er upp á slíkt eingöngu fyrir konur. Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, þingkona, mælti á dögunum fyrir þingsályktunartillögu um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál, en tilkynningum um ofbeldi hefur fjölgað mjög á tímum heimsfaraldursins. Hafdís Hrönn kom til okkar og fór yfir þetta með okkur. Játak er nýtt átak sem hvetur öll framboð til borgar-, bæjar- og sveitarstjórna til að huga að fjölbreytni, standa vörð um jafnan rétt allra kynja og stilla upp listum sem spanna vel fjölbreytt litróf mannlífsins. Katrín Björg Ríkarðsdóttir framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu var á línunni frá Akureyri og sagði okkur frá átakinu og tilgangi þess. Hætt er við að raunhækkun fasteignaverðs geti orðið á bilinu 11 til 12 prósent aukist framboð ekki næstu þrjú ár. Þetta kemur fram í nýrri fasteignaskýrslu Jakobsson Capital, sem ber yfirskriftina Tryllingur á fasteignamarkaði. Við ræddum við Snorra Jakobsson, höfund skýrslunnar, um stöðuna á fasteignamarkaði. Seinni bólusetning barna hefst í Laugardalshöll í dag. Við ræddum við Önnu Bryndísi Blöndal hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar samþykkti í síðasta mánuði tillögu þess efnis að skólasund verði gert að valfagi á unglingastigi, sé ákveðnum hæfniviðmiðum náð. Í byrjun síðustu viku skrifuðu síðan 25 sundkennarar og íþróttafræðingar grein þar sem þeir sögðu það engan veginn vera faglega nálgun að allir útskrifist úr sundi í áttunda bekk og að ákvörðunin hafi ekki verið tekin í neinu samráði við þá kennara sem stunda kennslu í kennslugreininni. Við ræddum við Emblu Maríu Möller sem situr í Reykjavíkurráði ungmenna. Helga Margrét Höskuldsdóttir íþróttafréttamaður leit svo við hjá okkur og við spjölluðum aðeins um íþróttir helgarinnar og stóra viðburði framundan eins og t.d. Vetrarólympíuleikana. Tónlist: Erla og Gréta - Ég á heiminn með þér. Laufey Lín - Like the movies. Arlo Parks - Caroline. Emilíana Torrini - Sunnyroad. Michael Kiwanuka - Beautiful life. Elton John og Dua Lipa - Cold heart. R.E.M. - Man on the moon. Hafdís Huld - Synchronised swimmers. Albatross - Mér þykir það leitt. Gayle - abcde.

Morgunútvarpið
31. jan. - Fjallkonur, ofbeldismál, Játak, fasteignir, bólusetning ofl

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Jan 31, 2022 130:00


Fjallkonur eru af ýmsum gerðum, við þekkjum þær prúðbúnu á þjóðhátíðardaginn, en svo eru líka til fjallkonur sem fara á fjöll. Við feum tvær slíkar í heimsókn, en þær Valgerður Húnbogadóttir og Salóme Hallfreðsdóttir leiða fjallaverkefni kvenna í vetur þar sem hápunkturinn verður ferð á Hvannadalshnjúk. Við heyrðum af krefjandi fjallgöngum og af hverju boðið er upp á slíkt eingöngu fyrir konur. Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, þingkona, mælti á dögunum fyrir þingsályktunartillögu um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál, en tilkynningum um ofbeldi hefur fjölgað mjög á tímum heimsfaraldursins. Hafdís Hrönn kom til okkar og fór yfir þetta með okkur. Játak er nýtt átak sem hvetur öll framboð til borgar-, bæjar- og sveitarstjórna til að huga að fjölbreytni, standa vörð um jafnan rétt allra kynja og stilla upp listum sem spanna vel fjölbreytt litróf mannlífsins. Katrín Björg Ríkarðsdóttir framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu var á línunni frá Akureyri og sagði okkur frá átakinu og tilgangi þess. Hætt er við að raunhækkun fasteignaverðs geti orðið á bilinu 11 til 12 prósent aukist framboð ekki næstu þrjú ár. Þetta kemur fram í nýrri fasteignaskýrslu Jakobsson Capital, sem ber yfirskriftina Tryllingur á fasteignamarkaði. Við ræddum við Snorra Jakobsson, höfund skýrslunnar, um stöðuna á fasteignamarkaði. Seinni bólusetning barna hefst í Laugardalshöll í dag. Við ræddum við Önnu Bryndísi Blöndal hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar samþykkti í síðasta mánuði tillögu þess efnis að skólasund verði gert að valfagi á unglingastigi, sé ákveðnum hæfniviðmiðum náð. Í byrjun síðustu viku skrifuðu síðan 25 sundkennarar og íþróttafræðingar grein þar sem þeir sögðu það engan veginn vera faglega nálgun að allir útskrifist úr sundi í áttunda bekk og að ákvörðunin hafi ekki verið tekin í neinu samráði við þá kennara sem stunda kennslu í kennslugreininni. Við ræddum við Emblu Maríu Möller sem situr í Reykjavíkurráði ungmenna. Helga Margrét Höskuldsdóttir íþróttafréttamaður leit svo við hjá okkur og við spjölluðum aðeins um íþróttir helgarinnar og stóra viðburði framundan eins og t.d. Vetrarólympíuleikana. Tónlist: Erla og Gréta - Ég á heiminn með þér. Laufey Lín - Like the movies. Arlo Parks - Caroline. Emilíana Torrini - Sunnyroad. Michael Kiwanuka - Beautiful life. Elton John og Dua Lipa - Cold heart. R.E.M. - Man on the moon. Hafdís Huld - Synchronised swimmers. Albatross - Mér þykir það leitt. Gayle - abcde.

Stundin
Flækjusagan #26: Skýjasagan um samstöðuna, jafnréttið og annað gott sem aldrei var til

Stundin

Play Episode Listen Later Jan 18, 2022


Illugi Jökulsson verður stundum soldið ergilegur þegar ráðamenn þjóðarinnar afbaka Íslandssöguna í hátíðarræðum og komast svo upp með að yppta bara öxlum og endurtaka sama fleiprið í næstu tölu.

Morgunvaktin
Jafnrétti, Kasakstan og lögreglan

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Jan 12, 2022 130:00


Ingólfur V. Gíslason prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir alvarlegasta vandamálið í samskiptum og stöðu karla og kvenna á Íslandi vera ofbeldi sem konur hafa þurft að sæta af hálfu karla. Hann fór yfir þróun jafnréttismála á Íslandi undanfarna áratugi og segir að ýmislegt hafi breyst til batnaðar en hægar gangi að laga annað. Svo sem ofbeldi gagnvart konum til að mynda á samfélagsmiðlum. Hann kallar eftir fleiri röddum karla sem bæði hafa orðið fyrir ofbeldi og þeirra sem gagnrýna ofbeldi. Vera Illugadóttir sagði sögu Mið-Asíuríkisins Kasakstan en ríkið hefur verið áberandi í fjölmiðlum í byrjun árs vegna blóðugra mótmæla. Almenningur hefur mótmælt bágum kjörum, háu verðlagi og spillingu, sem lengi hefur einkennt kasaskt samfélag. Einn maður, fyrrverandi forsetinn Nursultan Nasarbajev, hefur drottnað yfir landinu undanfarna þrjá áratugi en nú virðist tími hans vera á enda. Guðmundur Ævar Oddsson, dósent við Háskólann á Akureyri, ræddi um starfsskilyrði lögreglunnar á landsbyggðinni við Ágúst Ólafsson fréttamann RÚV á Akureyri. Meðal annars ræddu þeir um rannsókn sem var birt í fyrra þar sem aðaláherslan er lögð á upplifun og reynslu lögreglumanna sem bæði hafa starfað í dreifbýli og þéttbýli. Viðtalsrannsókn þar sem tekin voru viðtöl við 23 lögreglumenn. Tónlist: Komdu kisa mín - Þambara vambara - Björgvin Halldórsson Dansi, dansi dúkkan mín - Björgvin Halldórsson Ég á lítinn skrítinn skugga - Björgvin Halldórsson Gekk ég upp á hólinn - Björgvin Halldórsson Ne Oyladin - Asemhan You don't own me - Lesley Gore Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir.

Morgunvaktin
Jafnrétti, Kasakstan og lögreglan

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Jan 12, 2022


Ingólfur V. Gíslason prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir alvarlegasta vandamálið í samskiptum og stöðu karla og kvenna á Íslandi vera ofbeldi sem konur hafa þurft að sæta af hálfu karla. Hann fór yfir þróun jafnréttismála á Íslandi undanfarna áratugi og segir að ýmislegt hafi breyst til batnaðar en hægar gangi að laga annað. Svo sem ofbeldi gagnvart konum til að mynda á samfélagsmiðlum. Hann kallar eftir fleiri röddum karla sem bæði hafa orðið fyrir ofbeldi og þeirra sem gagnrýna ofbeldi. Vera Illugadóttir sagði sögu Mið-Asíuríkisins Kasakstan en ríkið hefur verið áberandi í fjölmiðlum í byrjun árs vegna blóðugra mótmæla. Almenningur hefur mótmælt bágum kjörum, háu verðlagi og spillingu, sem lengi hefur einkennt kasaskt samfélag. Einn maður, fyrrverandi forsetinn Nursultan Nasarbajev, hefur drottnað yfir landinu undanfarna þrjá áratugi en nú virðist tími hans vera á enda. Guðmundur Ævar Oddsson, dósent við Háskólann á Akureyri, ræddi um starfsskilyrði lögreglunnar á landsbyggðinni við Ágúst Ólafsson fréttamann RÚV á Akureyri. Meðal annars ræddu þeir um rannsókn sem var birt í fyrra þar sem aðaláherslan er lögð á upplifun og reynslu lögreglumanna sem bæði hafa starfað í dreifbýli og þéttbýli. Viðtalsrannsókn þar sem tekin voru viðtöl við 23 lögreglumenn. Tónlist: Komdu kisa mín - Þambara vambara - Björgvin Halldórsson Dansi, dansi dúkkan mín - Björgvin Halldórsson Ég á lítinn skrítinn skugga - Björgvin Halldórsson Gekk ég upp á hólinn - Björgvin Halldórsson Ne Oyladin - Asemhan You don't own me - Lesley Gore Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir.

Karlmennskan
#65 „Hvað er meira sexý en jafnrétti inni á heimilinu?“ - Alma Dóra Ríkarðsdóttir og Hulda Tölgyes

Karlmennskan

Play Episode Listen Later Dec 7, 2021


Þriðja vaktin, hugræn byrði eða mental load kallast sú ólaunaða ábyrgð, yfirumsjón og verkstýring sem er órjúfanlegur hluti af heimilis- og fjölskylduhaldi. Ósýnileg verkefni sem eru vanmetin og jafnvel álitið sjálfsagt að konur sinni frekar en karlar. Enda fellur þriðja vaktin, þessi hugræna byrði, margfalt þyngra á konur þótt þær séu í sambandi (með körlum) eða í fullri vinnu. Konur standa þriðju vaktina og hugræna byrðin fellur á þær sem hindrar atvinnuþátttöku þeirra, framgang í starfi, veldur streitu, álagi og stuðlar að kulnun og er eitt helsta ágreiningsefni í gagnkynja parasamböndum. Hulda Tölgyes sálfræðingur og Alma Dóra Ríkarðsdóttir sérfræðingur í jafnréttismálum fara ofan í saumana á átakinu „Þriðja vaktin“ á vegum VR. Þær útskýra hugtökin fyrsta, önnur og þriðja vaktin og hvers vegna og hvernig einstaklingar í gagnkynja parasamböndum geta jafnað verkaskiptingu inni á eigin heimili. Tónlist: Mr. Silla - Naruto (instrumental) Dominos, Veganbúðin, The Body Shop og bakhjarlar Karlmennskunnar bjóða upp á hlaðvarpið Karlmennskan en þessi þáttur var auk þess unninn í samstarfi við VR.

Karlmennskan
#65 „Hvað er meira sexý en jafnrétti inni á heimilinu?“ - Alma Dóra Ríkarðsdóttir og Hulda Tölgyes

Karlmennskan

Play Episode Listen Later Dec 7, 2021


Þriðja vaktin, hugræn byrði eða mental load kallast sú ólaunaða ábyrgð, yfirumsjón og verkstýring sem er órjúfanlegur hluti af heimilis- og fjölskylduhaldi. Ósýnileg verkefni sem eru vanmetin og jafnvel álitið sjálfsagt að konur sinni frekar en karlar. Enda fellur þriðja vaktin, þessi hugræna byrði, margfalt þyngra á konur þótt þær séu í sambandi (með körlum) eða í fullri vinnu. Konur standa þriðju vaktina og hugræna byrðin fellur á þær sem hindrar atvinnuþátttöku þeirra, framgang í starfi, veldur streitu, álagi og stuðlar að kulnun og er eitt helsta ágreiningsefni í gagnkynja parasamböndum. Hulda Tölgyes sálfræðingur og Alma Dóra Ríkarðsdóttir sérfræðingur í jafnréttismálum fara ofan í saumana á átakinu „Þriðja vaktin“ á vegum VR. Þær útskýra hugtökin fyrsta, önnur og þriðja vaktin og hvers vegna og hvernig einstaklingar í gagnkynja parasamböndum geta jafnað verkaskiptingu inni á eigin heimili. Tónlist: Mr. Silla - Naruto (instrumental) Dominos, Veganbúðin, The Body Shop og bakhjarlar Karlmennskunnar bjóða upp á hlaðvarpið Karlmennskan en þessi þáttur var auk þess unninn í samstarfi við VR.

Samfélagið
Talningafólk, jafnrétti, kosningaskjálfti og fyrsti jarðfræðingurinn

Samfélagið

Play Episode Listen Later Sep 28, 2021 55:00


Flest allir landsmenn eru með hugann við talningar, það er að segja atkvæðatalningar, sem hafa verið aðalatriði frétta síðustu daga. Eitt sem við hér í samfélaginu höfum komist að er að það er kúnst að telja. Þess vegna reyna kosningastjórnir að fá til þess verks sérhæft fólk, sem kann á pappír, er með næma fingurgóma og góðan heila. Við fræðumst hér á eftir um besta talningafólkið. Þórir Haraldsson er formaður yfirkjörstjórnar í suðurkjördæmi. Við ætlum svo að tala við Tatiönu Latinovic, formann Kvenréttindafélags Íslands en það góða félag sendi frá sér ályktun í gær vegna endurtalningar á atkvæðum í Alþingiskosningunum, sem leiddi til þess að konum fækkaði um þrjár frá fyrri talningu og konur voru ekki lengur meirihluti þingmanna. Vonbrigði, segir Kvenréttindafélagið og ítrekar kröfu um að flokkarnir tryggi jöfn kynjahlutföll. Við sáum fréttir af því í gær að verð á hlutabréfum hefði hækkað verulega í Kauphöllinni eftir að hafa lækkað nokkuð dagana á undan. Kosningaskjálfti er hugtakið sem notað var til að skýra þessar sveiflur. Björn Berg Gunnarsson deildarstjóri greiningar og fræðslu Íslandsbanka ræðir þetta við okkur. Merkasti jarð- og náttúrufræðingur sem Íslendingar hafa átt lést fyrir 100 árum síðan. Þetta var Þorvaldur Thoroddsen, sem ferðaðist um land allt rannsakaði það og skrifaði um uppgötvanir sínar - í lok þáttar fáum við Snæbjörn Guðmundsson jarðfræðing á Náttúruminjasafninu til okkar.

bj gu sn tati fyrsti flest eitt haraldsson thoroddsen vonbrig jafnr kvenr berg gunnarsson kauph
Karlmennskan
#32 Kerfisbundið ofbeldi gegn konum og útlendingum í „jafnréttisparadís”? - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Sara Mansour

Karlmennskan

Play Episode Listen Later May 26, 2021


Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Sara Mansour laganemi og aktívisti ræddu nýja bylgju metoo á Íslandi, lagarammann og réttarkerfið sem virðist ekki ná nógu vel utan um kynferðisbrot og ofbeldi í nánum samböndum og hvernig byltingar og hávær umræða hefur áhrif á löggjafann sem þó mætti hreyfa sig hraðar. Meginþungi 32. þáttar var þó á málefni fólks á flótta og frumvarp sem Áslaug Arna ber ábyrgð á, sem mannréttindasinnar eins og Sara Mansour hafa gagnrýnt hástöfum. Sara upplifir orð en ekki gjörðir og finnst vegið að réttindum alls flóttafólks með því að þrengja að heimild og skyldu stjórnvalda til að meta aðstæður fólks. Sara Mansour kallar eftir meiri umræðu um frumvarpið og réttindi fólks sem flýr aðstæður sínar og vonast til þess að löggjafinn taki betur utan um þarfir hælisleitenda og flóttafólks. Áslaug Arna stóð fyrir svörum, sagðist vilja gera vel, vilja bregðast við athugasemdum mannréttindasinna en færði rök fyrir því kerfi sem Ísland gengst undir í málefnum fólks á flótta. Sara og Áslaug Arna voru ekki sammála um margt en þó eitthvað.

arna sigurbj jafnr sara mansour
Karlmennskan
#32 Kerfisbundið ofbeldi gegn konum og útlendingum í „jafnréttisparadís”? - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Sara Mansour

Karlmennskan

Play Episode Listen Later May 26, 2021


Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Sara Mansour laganemi og aktívisti ræddu nýja bylgju metoo á Íslandi, lagarammann og réttarkerfið sem virðist ekki ná nógu vel utan um kynferðisbrot og ofbeldi í nánum samböndum og hvernig byltingar og hávær umræða hefur áhrif á löggjafann sem þó mætti hreyfa sig hraðar. Meginþungi 32. þáttar var þó á málefni fólks á flótta og frumvarp sem Áslaug Arna ber ábyrgð á, sem mannréttindasinnar eins og Sara Mansour hafa gagnrýnt hástöfum. Sara upplifir orð en ekki gjörðir og finnst vegið að réttindum alls flóttafólks með því að þrengja að heimild og skyldu stjórnvalda til að meta aðstæður fólks. Sara Mansour kallar eftir meiri umræðu um frumvarpið og réttindi fólks sem flýr aðstæður sínar og vonast til þess að löggjafinn taki betur utan um þarfir hælisleitenda og flóttafólks. Áslaug Arna stóð fyrir svörum, sagðist vilja gera vel, vilja bregðast við athugasemdum mannréttindasinna en færði rök fyrir því kerfi sem Ísland gengst undir í málefnum fólks á flótta. Sara og Áslaug Arna voru ekki sammála um margt en þó eitthvað.

arna sigurbj jafnr sara mansour
Morgunútvarpið
30. mars - Þórólfur, Karlmennskan, hjúkrun, Grindavík og tækni

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Mar 30, 2021 130:00


Greint var frá því í gær að tvö kórónuveiru smit hafi komið upp hjá börnum á leikskólaaldri, en sóttvarnaryfirvöld lögðu ekki til lokun á leiksskólum líkt og gert var á öðrum skólastigum. Ýmsir hafa orðið til að gagnrýna þetta og við spurðum Þórólf Guðnason sóttvarnarlækni út í málið og fengum hann í leiðinni til að ræða hópamyndun við gosstöðvarnar og leggja línurnar fyrir komandi páskahelgi. Þórólfur var á línunni hjá okkur. Í þrjú ár hefur Þorsteinn V. Einarsson haldið úti síðunni Karlmennskan á Instagram. Þar má sjá hinar ýmsu staðreyndir sem styðja við hugmyndir um jákvæða karlmennsku. Þá tekur Þorsteinn þátt í samnefndu átaksverkefni sem er fjármagnað er af Jafnréttisjóði Íslands. Þorsteinn var í símanum og sagði okkur meira. Mikið hefur mætt á hjúkrunarfræðingum í heimsfaraldrinum sem við glímum enn við og með hverri bylgju eykst álagið. Hjúkrunarfræðingar hvetja landsmenn til að standa saman og gera allt sem hægt er til að stöðva útbreiðslu faraldursins. Við heyrðum aðeins hljóðið í Guðbjörgu Pálsdóttur formanni Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og fengum að vita hver staðan er á hennar fólki. Eftir átta fréttir tókum við púlsinn á bæjarstjóranum í Grindavík en yfir 5.600 manns fóru um gosstöðvarnar á sunnudaginn. Talið er að um 16.000 manns hafi farið til að skoða gosið frá því það hófst. Sveitarfélagið hefur fengið 10 milljóna króna framlag til uppbyggingar innviða á svæðinu, en dugir það til? Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík var á línunni og sagði okkur hvernig Grindvíkingum gengur að takast á við þessa miklu umferð um bæinn og gosstöðvarnar, en mikið álag hefur verið á björgunarsveit svæðisins og fleirum. Guðmundur Jóhannsson mætti til okkar í tæknihornið með sitthvað forvitnilegt í farteskinu. Tónlist: Ellen Kristjáns og John Grant - Veldu stjörnu. Noel Gallaghers High Flying Birds - The dying of the light. Daði og Gagnamagnið - 10 years. The Beatles - Drive my car. Stefán Hilmarsson - Heimur allur hlær. Júníus Meyvant - Hailslide. Kim Larsen - De smukke unge mennesker. Vök - Lost in the weekend.

Karlmennskan
#3 Feður og jafnrétti

Karlmennskan

Play Episode Listen Later Oct 16, 2020


Ísland mælist með mesta jafnrétti í heiminum, samkvæmt alþjóðlegum samanburði World Economic Forum, þrátt fyrir að hér ríki íhaldssöm viðhorf, meðal annars gagnvart foreldrahlutverkinu, sem hindra jafnrétti. Í þessum þætti er leitast svara við því hvernig foreldrahlutverkið er fyrirstaða jafnréttis og hver ábyrgð karla er í því samhengi? Viðmælendur eru Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir kynjafræðingur og doktorsnemi við menntavísindasvið Háskóla Íslands, Sunna Símonardóttir aðjúnkt og nýdoktor í félagsfræði við Háskóla Íslands og Magnús Már Guðmundsson framkvæmdastjóri BSRB.

Karlmennskan
#3 Feður og jafnrétti

Karlmennskan

Play Episode Listen Later Oct 16, 2020


Ísland mælist með mesta jafnrétti í heiminum, samkvæmt alþjóðlegum samanburði World Economic Forum, þrátt fyrir að hér ríki íhaldssöm viðhorf, meðal annars gagnvart foreldrahlutverkinu, sem hindra jafnrétti. Í þessum þætti er leitast svara við því hvernig foreldrahlutverkið er fyrirstaða jafnréttis og hver ábyrgð karla er í því samhengi? Viðmælendur eru Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir kynjafræðingur og doktorsnemi við menntavísindasvið Háskóla Íslands, Sunna Símonardóttir aðjúnkt og nýdoktor í félagsfræði við Háskóla Íslands og Magnús Már Guðmundsson framkvæmdastjóri BSRB.