POPULARITY
Magnús Skjöld, dósent í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, var gestur Heimsgluggans að þessu sinni. Hann er meðal fyrirlesara á ráðstefnu í Norræna húsinu: Ísland og norðurslóðir í nýjum heimi. Þar verður fjallað um ógnir, öryggi, áskoranir og tækifæri í breyttum heimi. Þeir Bogi Ágústsson ræddu ráðstefnuna og alþjóðamálin. Bogi og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu svo meðal annars niðurskurð til þróunaraðstoðar og hjálpar við fátæk ríki. Bandaríkjastjórn hefur skorið niður fjárveitingar til helstu þróunarsamvinnustofnunar Bandaríkjanna, USAID, um meira en 80 prósent. USAID hefur styrkt aðrar stofnanir víða um heim og þær finna áþreifanlega fyrir samdrættinum. Þannig hefur Dansk Flygtningehjælp tilkynnt að 650 störf verði lögð niður til viðbótar 1300 störfum sem hafa verið lögð niður frá því í febrúar. Þetta hefur bein áhrif á líf hálfrar milljónar manna. Þá hafa Bretar og Frakkar tilkynnt niðurskurð til þróunarmála og aukin útgjöld til varnarmála.
Áform um þjóðaratkvæðagreiðslu hér á landi um framhald aðildarviðræðna Íslands hafa þegar vakið upp umræðu um kosti þess og galla fyrir okkur að verða hluti af þessu bandalagi. En hvernig er staðan á stækkunarmálum hjá Evrópusambandinu almennt? Nú eru að verða tólf ár síðan nýtt ríki bættist í hópinn og það eru meira en tveir áratugir síðan stóra stækkunin átti sér stað, þegar tíu ríki, flest þeirra í austurhluta Evrópu, fengu inngöngu. Það fækkaði svo auðvitað um eitt, þegar breskir kjósendur samþykktu útgöngu í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2016. Það voru einmitt fimm ár í gær frá því að Bretar gengu endanlega úr Evrópusambandinu. En hvernig standa þessi mál núna og við hverju mætti búast á næstu misserum, fari svo að við ákveðum að halda áfram með viðræður? Björn Malmquist fjallar um málið. Í síðari hluta þáttarins fjöllum við um aldarafmæli tímaritsins The New Yorker. fögnum aldarafmæli tímaritsins The New Yorker. Tímaritið er eitt það mest lesna í heiminum og þykir bæði veita innsýn inn í hugarheim New York-borga og Bandaríkjamanna um leið. Blaðið er frjálslynt í efnisvali sínu, en hampar á sama tíma því sem stendur tímans tönn og margt í blaðinu hefur lítið breyst þau 100 ár sem það hefur verið gefið út. Oddur Þórðarson flettir með okkur í gegnum 100 ára sögu New Yorker og ræðir við Halldór Baldursson, teiknara, sem á risastóra bók með öllum þeim mörgþúsund skrýtlum sem birst hafa í blaðinu.
Í þættinum í dag ræða Andri og Ólafur sögulegan aðdraganda stofnun Ísraelsríkis árið 1948, en stofnun þess ríkis átti heldur betur eftir að draga dilk á eftir sér og gerir enn.Síonisminn (eða Zíonisminn) er þjóðernishyggja Gyðinga, sem byggir á þeirri hugmynd að Gyðingar, sem öldum saman bjuggu innan um annað fólk í Evrópu, Asíu og í Afríku, ættu sér sögulegt heimaland í Palestínu og ættu að stofna þar til þjóðríkis. Í þessum síðari hluta ræðum við atburðina frá endalokum fyrri heimsstyrjaldar þegar Bretar fengu umboð til að stjórna Palestínu og þangað til Ísraelsríki var stofnað í kjölfar þess að Sameinuðu þjóðirnar samþykktu ályktun um skiptingu landsins árið 1947. Hlaðvarpið Söguskoðun má nálgast hér:Soguskodun.com | soguskodun@gmail.comEinnig á Facebook og Youtube. Hægt er að styrkja hlaðvarpið með því að bjóða okkur upp á kaffibolla.
Kosningarnar í Georgíu á morgun gætu orðið þær afdrifaríkustu síðan þetta fyrrum Sovétlýðveldi lýsti yfir sjálfstæði fyrir meira en þrjátíu árum. Framtíð landsins er í húfi, segir Salome Zourabichvili forseti Georgíu. Bretar státa sig gjarnan af því að eiginlegt þrælahald hafi aldrei tíðkast á Bretlandi. Þeir tala minna um það, að þegar mest lét voru þeir allra þjóða umsvifamestir í þrælakaupmennsku, í skjóli yfirburðastöðu sinnar á heimshöfunum. Og í þættinum verður rætt við tvo unga frambjóðendur í komandi þingkosningum.
Þátturinn byrjar á 53. mínútu.Söguskoðunarmenn snúa aftur eftir sumarið til að taka gott spjall um nýlendur Englendinga og Frakka í Norður-Ameríku á síðari hluta 18. aldar. Englendingar komu á fót nýlendum sínum þrettán meðfram austurströnd Norður-Ameríku á 17. öld. Frakkar settu á stofn gríðarstóra nýlendu meðfram Mississippifljóti frá Louisiana í suðri, og í norðri á því svæði sem í dag er Quebec.Árin 1754-1763 var háð mikið nýlendustríð á milli Frakka og Englendinga, sem varð til þess að Frakkar misstu nær allt sitt land í Norður-Ameríku. Bretar réðu nú yfir nær hálfu meginlandi Norður-Ameríku, öllu austan við Missisippi frá Flórída til Kanada. Rúmum áratug síðar risu nýlendurnar þrettán upp gegn Bretum og urðu að Bandaríkjum Norður-Ameríku.Hlaðvarpið Söguskoðun má nálgast hér:Soguskodun.com | soguskodun@gmail.comEinnig á Facebook og Youtube. Hægt er að styrkja hlaðvarpið með því að bjóða okkur upp á kaffibolla.
Guðrún Hálfdánardóttir og Vera Illugadóttir ræddu við Boga Ágústsson um bresku þingkosningarnar sem eru í dag. Við heyrðum í sir John Curtice, helsta kosningaskýranda BBC. Ólöf Ragnarsdóttir fréttamaður ræddi við hann um stöðuna í breskum stjórnmálum. Þá var Ólöf með, beint frá Lundúnum, og sagði frá andrúmsloftinu í höfuðborg Bretlands þar sem allir búast við stórsigri Verkamannaflokksins.
Dræm þátttaka eldra fólks í covid- og flensubólusetningum er áhyggjuefni. Hún jókst í faraldrinum en hefur fallið aftur og er komin undir 50%. Barnabólusetningar, til dæmis við mislingum, eru líka nokkuð undir viðmiðum sóttvarnalæknis. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Kamillu Sigríði Jósefsdóttur, yfirlækni á sóttvarnasviði landlæknis. Sinn er siður í landi hverju, segir máltækið, og það á líka við um kosningar, þar á meðal um það, á hvaða vikudegi þær eru haldnar. Bretar kjósa jafnan á fimmtudögum - Ævar Örn Jósepsson rýnir í mögulegar ástæður þeirrar hefðar.
Í þessum þætti segir frá fyrstu tilraunum manna til klífa hæsta tind jarðar, Mount Everest í Himalaja-fjöllum. Fyrst er vikið að fjallinu sjálfu og heiti þess en síðan beinist athyglin að leiðangri sem Bretar skipulögðu upp á fjallið árið 1924 en frægasti þátttakandinn þá var George Mallory, helsti fjallagarpur Englendinga, en hann týndist á fjallinu ásamt ungum og efnilegum klifurmanni sem hét Andrew Irvine. Aldrei hefur orðið ljóst hvort þeir komust á efsta tindinn áður en fjallið varð þeim að bana. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Íbúar á Gaza nærast aðallega á vatni og brauði, segir Gréta Gunnarsdóttir yfirmaður sendiskrifstofu Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna - UNWRA í New York. Horfur eru á UNWRA geti héðan í frá aðeins dreift einum lítra af vatni til hvers flóttamanns á Gaza. 80 prósent íbúanna eru á vergangi. Í úttekt Ríkisendurskoðunar um Fangelsismálastofnun voru gerðar alvarlegar athugasemdir við illa farinn og heilsuspillandi húsakost á Litla-Hrauni, ónóga mönnun til að tryggja öryggi fanga og fangavarða og fulla nýtingu afplánunarrýma, sem meðal annars hefur leitt til þess að refsingar hátt í þrjú hundruð dæmdra brotamanna féllu niður. Alvarlegustu athugasemdirnar lúta flestar að málum á könnu dómsmálaráðuneytisins. Björn Malmquist fréttamaður ræddi við Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra. Bretar hafa enn ekki gefist upp á að losa sig við hælisleitendur með því að senda þá til Rúanda, þrátt fyrir að hæstiréttur landsins hafi komist að þeirri niðurstöðu að lögum samkvæmt megi ekki senda þá þangað. Á föstudaginn var Repúblikaninn George Santos rekinn af Bandaríkjaþingi í skugga fjölda ásakana um lygar, fjármálamisferli og fleira. Hann gæti átt yfir höfði sér fangelsisdóm. Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius. Hljóðmaður var Kári Guðmundsson.
Íbúar á Gaza nærast aðallega á vatni og brauði, segir Gréta Gunnarsdóttir yfirmaður sendiskrifstofu Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna - UNWRA í New York. Horfur eru á UNWRA geti héðan í frá aðeins dreift einum lítra af vatni til hvers flóttamanns á Gaza. 80 prósent íbúanna eru á vergangi. Í úttekt Ríkisendurskoðunar um Fangelsismálastofnun voru gerðar alvarlegar athugasemdir við illa farinn og heilsuspillandi húsakost á Litla-Hrauni, ónóga mönnun til að tryggja öryggi fanga og fangavarða og fulla nýtingu afplánunarrýma, sem meðal annars hefur leitt til þess að refsingar hátt í þrjú hundruð dæmdra brotamanna féllu niður. Alvarlegustu athugasemdirnar lúta flestar að málum á könnu dómsmálaráðuneytisins. Björn Malmquist fréttamaður ræddi við Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra. Bretar hafa enn ekki gefist upp á að losa sig við hælisleitendur með því að senda þá til Rúanda, þrátt fyrir að hæstiréttur landsins hafi komist að þeirri niðurstöðu að lögum samkvæmt megi ekki senda þá þangað. Á föstudaginn var Repúblikaninn George Santos rekinn af Bandaríkjaþingi í skugga fjölda ásakana um lygar, fjármálamisferli og fleira. Hann gæti átt yfir höfði sér fangelsisdóm. Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius. Hljóðmaður var Kári Guðmundsson.
Það líður að aðventu; hana nota margir til að undirbúa jólahaldið; sækja aðföng, baka smákökur og þar fram eftir götum. Einar Skúlason er ekki í þeim hópi. Hann ætlar á aðventunni að ganga frá Seyðisfirði til Akureyri. Einar sagði okkur frá þessum fyrirhugaða 280 kílómetra göngutúr. Ásgeir Brynjar Torfason ræddi alþjóðleg efnahagsmál, meðal annars viðskiptaþvinganir, umfangsmikil batterísframleiðsla í Svíþjóð og svolítið um Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem hefst í Dúbæ á morgun. Tvö þúsund og fimm hundruð ára gamlar marmarastyttur eru orðnar að hitamáli í alþjóðapólitík - og reyndar ekki í fyrsta sinn. Forsætisráðherra Bretlands afboðaði í gær fyrirhugaðan fund með grískum starfsbróður sínum, vegna ósættis um eignarhald yfir svokölluðum Elgin-styttum. Þær áttu eitt sinn heima á Akrópólis-hæð í Aþenu en hafa verið á British Museum í Lundúnum undanfarnar tvær aldir. Grikkir hafa um árabil þrýst á Breta að skila verkunum heim - en Bretar þverneita. Vera Illugadóttir fór yfir þetta. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir Tónlist: King, Carole - Bitter with the sweet. Paul, Les, Ford, Mary - Vaya con dios. Tígulkvartettinn, Moravek, Jan - Ég bið að heilsa. Lira Tropical - Combinación de Tonadas, (punto fijo).
Það líður að aðventu; hana nota margir til að undirbúa jólahaldið; sækja aðföng, baka smákökur og þar fram eftir götum. Einar Skúlason er ekki í þeim hópi. Hann ætlar á aðventunni að ganga frá Seyðisfirði til Akureyri. Einar sagði okkur frá þessum fyrirhugaða 280 kílómetra göngutúr. Ásgeir Brynjar Torfason ræddi alþjóðleg efnahagsmál, meðal annars viðskiptaþvinganir, umfangsmikil batterísframleiðsla í Svíþjóð og svolítið um Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem hefst í Dúbæ á morgun. Tvö þúsund og fimm hundruð ára gamlar marmarastyttur eru orðnar að hitamáli í alþjóðapólitík - og reyndar ekki í fyrsta sinn. Forsætisráðherra Bretlands afboðaði í gær fyrirhugaðan fund með grískum starfsbróður sínum, vegna ósættis um eignarhald yfir svokölluðum Elgin-styttum. Þær áttu eitt sinn heima á Akrópólis-hæð í Aþenu en hafa verið á British Museum í Lundúnum undanfarnar tvær aldir. Grikkir hafa um árabil þrýst á Breta að skila verkunum heim - en Bretar þverneita. Vera Illugadóttir fór yfir þetta. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir Tónlist: King, Carole - Bitter with the sweet. Paul, Les, Ford, Mary - Vaya con dios. Tígulkvartettinn, Moravek, Jan - Ég bið að heilsa. Lira Tropical - Combinación de Tonadas, (punto fijo).
Leiðtogar og utanríkisráðherrar NATO-ríkjanna hafa kallað eftir að hlé á átökum á Gaza verði framlengt og fleiri gíslar leystir úr haldi. Fundur utanríkisráðherra NATO hófst í Brussel í morgun og óþreyja er meðal marga vegna aðildarumsóknar Svía. Rætt er við Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra. Eftirspurn eftir raforku er meiri en framboðið og lagabreytinga er þörf til að tryggja að almenningur fái rafmagn, það er að segja standi jafnfætis stórnotendum. Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri segir að eins og er sé hætt við því að almenningur verði undir í samkeppni um rafmagn; staðan í kerfinu sé ákaflega þröng. Í dag var dreift á Alþingi frumvarpi atvinnuveganefndar um breytingar á raforkulögum, og bætt við ákvæði sem gildir út 2025 og flutt að beiðni umhverfisráðherra. Nýju ákvæði er ætlað að tryggja aðgang almennings og smærri fyrirtækja að forgangsorku. Eitt af fyrstu verkefnum nýrrar ríkisstjórnar á Nýja Sjálandi var að afnema tæplega tveggja ára gömul lög um tóbaksvarnir. Þeim var ætlað að uppræta tóbaksreykingar í landinu á næstu árum. Bretar ætla að beita sömu aðferðum gegn reykingum.
Leiðtogar og utanríkisráðherrar NATO-ríkjanna hafa kallað eftir að hlé á átökum á Gaza verði framlengt og fleiri gíslar leystir úr haldi. Fundur utanríkisráðherra NATO hófst í Brussel í morgun og óþreyja er meðal marga vegna aðildarumsóknar Svía. Rætt er við Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra. Eftirspurn eftir raforku er meiri en framboðið og lagabreytinga er þörf til að tryggja að almenningur fái rafmagn, það er að segja standi jafnfætis stórnotendum. Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri segir að eins og er sé hætt við því að almenningur verði undir í samkeppni um rafmagn; staðan í kerfinu sé ákaflega þröng. Í dag var dreift á Alþingi frumvarpi atvinnuveganefndar um breytingar á raforkulögum, og bætt við ákvæði sem gildir út 2025 og flutt að beiðni umhverfisráðherra. Nýju ákvæði er ætlað að tryggja aðgang almennings og smærri fyrirtækja að forgangsorku. Eitt af fyrstu verkefnum nýrrar ríkisstjórnar á Nýja Sjálandi var að afnema tæplega tveggja ára gömul lög um tóbaksvarnir. Þeim var ætlað að uppræta tóbaksreykingar í landinu á næstu árum. Bretar ætla að beita sömu aðferðum gegn reykingum.
Spegillinn 13. nóvember 2023 Landsmenn - og þá sérstaklega Grindvíkingar auðvitað - hafa fylgst náið með atburðarásinni suður með sjó, þar sem allt hefur leikið á reiðiskjálfi undanfarnar vikur og sjaldan eða aldrei meira en allra síðustu daga, þótt dagurinn í dag hafi verið með rólegria móti.Gos hefur verið talið yfirvofandi á hverri stundu síðan föstudagskvöld og enn eru taldar meiri líkur en minni á gosi í nágrenni Grindavíkur eða jafnvel í Grindavík. Erfitt reynist að segja fyrir um það með nokkurri vissu, hvort og þá hvenær eða hvar mun gjósa. Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur á Norræna eldfjallasetrinu, sem heyrir undir Jarðvísindastofnun Háskólans, kom í Spegilinn og ræddi stöðuna og horfurnar við Ævar Örn Jósepsson. David Cameron, leiðtogi Íhaldsflokksins í Bretlandi í ellefu ár og forsætisráðherra í sex, er enn á ný kominn í eldlínuna eftir að hafa haldið sig til hlés síðastliðin sjö ár, eftir að Bretar ákváðu í þjóðaratkvæðagreiðslu að segja sig úr Evrópusambandinu. Hann féllst á mánudag á að gerast utanríkisráðherra í stjórn Rishis Sunaks. 'Asgeir Tómasson segir frá. Veiðar á íslensku sumargotssíldinni hafa gengið afar vel síðustu vikur, en veiðar hófust í síðari hluta október. Aðal veiðisvæðið er djúpt vestur af landinu líkt og mörg undanfarin ár. Eftir talsverða niðursveiflu hafa komið fram vísbendingar um að stofninn sé að styrkjast á ný og nú verður til dæmis ekki vart sýkingar sem lengi herjaði á Íslandssíldina. Ísfélagið er eitt þeirra fyrirtækja sem einbeitir sér að síldveiðum og -vinnslu. Ágút Ólafsson ræddi við Björn Brimar Hákonarson, framleiðslustjóra félagsins í Vestmannaeyjum.
Spegillinn 13. nóvember 2023 Landsmenn - og þá sérstaklega Grindvíkingar auðvitað - hafa fylgst náið með atburðarásinni suður með sjó, þar sem allt hefur leikið á reiðiskjálfi undanfarnar vikur og sjaldan eða aldrei meira en allra síðustu daga, þótt dagurinn í dag hafi verið með rólegria móti.Gos hefur verið talið yfirvofandi á hverri stundu síðan föstudagskvöld og enn eru taldar meiri líkur en minni á gosi í nágrenni Grindavíkur eða jafnvel í Grindavík. Erfitt reynist að segja fyrir um það með nokkurri vissu, hvort og þá hvenær eða hvar mun gjósa. Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur á Norræna eldfjallasetrinu, sem heyrir undir Jarðvísindastofnun Háskólans, kom í Spegilinn og ræddi stöðuna og horfurnar við Ævar Örn Jósepsson. David Cameron, leiðtogi Íhaldsflokksins í Bretlandi í ellefu ár og forsætisráðherra í sex, er enn á ný kominn í eldlínuna eftir að hafa haldið sig til hlés síðastliðin sjö ár, eftir að Bretar ákváðu í þjóðaratkvæðagreiðslu að segja sig úr Evrópusambandinu. Hann féllst á mánudag á að gerast utanríkisráðherra í stjórn Rishis Sunaks. 'Asgeir Tómasson segir frá. Veiðar á íslensku sumargotssíldinni hafa gengið afar vel síðustu vikur, en veiðar hófust í síðari hluta október. Aðal veiðisvæðið er djúpt vestur af landinu líkt og mörg undanfarin ár. Eftir talsverða niðursveiflu hafa komið fram vísbendingar um að stofninn sé að styrkjast á ný og nú verður til dæmis ekki vart sýkingar sem lengi herjaði á Íslandssíldina. Ísfélagið er eitt þeirra fyrirtækja sem einbeitir sér að síldveiðum og -vinnslu. Ágút Ólafsson ræddi við Björn Brimar Hákonarson, framleiðslustjóra félagsins í Vestmannaeyjum.
Bretar hafa haft fimm forsætisráðherra frá því að þeir kusu að ganga út úr Evrópusambandinu fyrir sjö árum. Ný þriggja þátta sería Breska ríkisútvarpsins um þetta tímabil fer á bak við tjöldin og birtir viðtöl og frásagnir fjölda fólks sem aldrei hefur tjáð sig áður. Bresk stjórnmál voru á dagskránni þegar Bogi Ágústsson settist við Heimsgluggann. Haustið var viðfangsefnið í ráðlögðum dagskammti vikunnar. Anna Sigríður Ólafsdóttir prófessor í næringarfræði ræddi um haustmataræði, uppskeru og d-vítamín. Í vor var komið á laggirnar Rannsóknarsetri skapandi greina. Það á að efla rannsóknir á atvinnulífi menningar og skapandi greina á Íslandi. Í vikunni var tilkynnt að Erla Rún Guðmundsdóttir kemur til með að leiða þetta rannsóknarsetur, eftir að hafa í nokkurn tíma unnið við það sem kallað er menningartölfræði. Erla Rún var gestur í síðasta hluta þáttarins. Umsjón hafði Þórunn Elísabet Bogadóttir. Tónlist: Árný Margrét - They only talk about the weather. King, Ben E. - Stand by me. Árný Margrét - Cold aired breeze. Laufey - Lovesick.
Bretar hafa haft fimm forsætisráðherra frá því að þeir kusu að ganga út úr Evrópusambandinu fyrir sjö árum. Ný þriggja þátta sería Breska ríkisútvarpsins um þetta tímabil fer á bak við tjöldin og birtir viðtöl og frásagnir fjölda fólks sem aldrei hefur tjáð sig áður. Bresk stjórnmál voru á dagskránni þegar Bogi Ágústsson settist við Heimsgluggann. Haustið var viðfangsefnið í ráðlögðum dagskammti vikunnar. Anna Sigríður Ólafsdóttir prófessor í næringarfræði ræddi um haustmataræði, uppskeru og d-vítamín. Í vor var komið á laggirnar Rannsóknarsetri skapandi greina. Það á að efla rannsóknir á atvinnulífi menningar og skapandi greina á Íslandi. Í vikunni var tilkynnt að Erla Rún Guðmundsdóttir kemur til með að leiða þetta rannsóknarsetur, eftir að hafa í nokkurn tíma unnið við það sem kallað er menningartölfræði. Erla Rún var gestur í síðasta hluta þáttarins. Umsjón hafði Þórunn Elísabet Bogadóttir. Tónlist: Árný Margrét - They only talk about the weather. King, Ben E. - Stand by me. Árný Margrét - Cold aired breeze. Laufey - Lovesick.
Hægari sala fasteigna hefur valdið því að skuldir byggingageirans við bankana hafa aukist um 68 milljarða króna síðustu tólf mánuði. Það er ekki áhyggjuefni enn sem komið er, segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Volodymyr Zelenskí forseti Úkraínu vill að Rússar verði sviptir neitunarvaldi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Þeir hafi gert ráðið gagnslaust með beitingu neitunarvaldsins. Barnahús metur öll tilvik sem barnaverndarnefndir senda til hennar vegna mögulegra kynferðisbrota barna, segir Ólöf Ásta Farestveit, forstjóri Barna- og fjölskyldustofu. Sum mál eigi ekki heima í Barnahúsi. Matvælastofnun boðar afléttingu á tímabundnu banni við hvalveiðum Hvals 8, að uppfylltum skilyrðum. Það er allt uppávið í uppsjávarfiski og gósentíð segir Hjörvar Ólafsson, skipstjóri á Berki, sem landaði 1.700 tonnum af síld í Neskaupstað í fyrrinótt eftir rúmlega sólarhrings veiðiferð. NIðurrif Íslandsbankahússins á Kirkjusandi verður boðið út á næstu vikum. Margt þarf að gera til að tryggja að myglugró berist ekki víða, það þarf að huga að vindátt og mögulega væta húsið segir Kjartan Smári Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandssjóða. -------------- Forsætisráðherra Bretlands segist ætla að milda aðgerðir til að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 og fylgja raunsærri nálgun en hingað til. Ákvörðun hans mælist misjafnlega fyrir. Þar á meðal er forseti neðri málstofu þingsins sagður ævareiður. Krakkar og klám, unglingar og kynlíf, þetta eru óþægileg umræðuefni og vandræðaleg. Við viljum eðlilega leyfa börnum að vera börn sem lengst og hlífa þeim. En við viljum kannski líka hlífa okkur við tilhugsuninni og samtalinu. Kristín Blöndal Ragnarsdóttir veitir forstöðu verkefni Hafnarfjarðarbæjar um kynja- og kynfræðslu og kennir í Lækjaskóla. Spegillinn hitti Kristínu og spurði hana hvað krakkar, bæði börn og unglingar sæju á netinu. Mikill styr hefur staðið um sameiningaráform Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra um framhaldsskólana á Akureyri. Karli Frímannssyni, skólameistara MA líst fremur illa á sameining en Sigríður Huld Jónsdóttir skólameistari í VMA telur að einn og öflgur skóli væri til bóta. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir tók saman. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Jón Þór Helgason. Stjórn útsendingar fréttahluta: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir
Hægari sala fasteigna hefur valdið því að skuldir byggingageirans við bankana hafa aukist um 68 milljarða króna síðustu tólf mánuði. Það er ekki áhyggjuefni enn sem komið er, segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Volodymyr Zelenskí forseti Úkraínu vill að Rússar verði sviptir neitunarvaldi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Þeir hafi gert ráðið gagnslaust með beitingu neitunarvaldsins. Barnahús metur öll tilvik sem barnaverndarnefndir senda til hennar vegna mögulegra kynferðisbrota barna, segir Ólöf Ásta Farestveit, forstjóri Barna- og fjölskyldustofu. Sum mál eigi ekki heima í Barnahúsi. Matvælastofnun boðar afléttingu á tímabundnu banni við hvalveiðum Hvals 8, að uppfylltum skilyrðum. Það er allt uppávið í uppsjávarfiski og gósentíð segir Hjörvar Ólafsson, skipstjóri á Berki, sem landaði 1.700 tonnum af síld í Neskaupstað í fyrrinótt eftir rúmlega sólarhrings veiðiferð. NIðurrif Íslandsbankahússins á Kirkjusandi verður boðið út á næstu vikum. Margt þarf að gera til að tryggja að myglugró berist ekki víða, það þarf að huga að vindátt og mögulega væta húsið segir Kjartan Smári Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandssjóða. -------------- Forsætisráðherra Bretlands segist ætla að milda aðgerðir til að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 og fylgja raunsærri nálgun en hingað til. Ákvörðun hans mælist misjafnlega fyrir. Þar á meðal er forseti neðri málstofu þingsins sagður ævareiður. Krakkar og klám, unglingar og kynlíf, þetta eru óþægileg umræðuefni og vandræðaleg. Við viljum eðlilega leyfa börnum að vera börn sem lengst og hlífa þeim. En við viljum kannski líka hlífa okkur við tilhugsuninni og samtalinu. Kristín Blöndal Ragnarsdóttir veitir forstöðu verkefni Hafnarfjarðarbæjar um kynja- og kynfræðslu og kennir í Lækjaskóla. Spegillinn hitti Kristínu og spurði hana hvað krakkar, bæði börn og unglingar sæju á netinu. Mikill styr hefur staðið um sameiningaráform Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra um framhaldsskólana á Akureyri. Karli Frímannssyni, skólameistara MA líst fremur illa á sameining en Sigríður Huld Jónsdóttir skólameistari í VMA telur að einn og öflgur skóli væri til bóta. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir tók saman. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Jón Þór Helgason. Stjórn útsendingar fréttahluta: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir
Á 20. öld átti Ísland í hatrammri deilu um fiskveiðilögsögu við margar þjóðir. Hörðust var deilan við Bretland sem sendi sjálfan flotann í þrígang á Íslandsmið til að skakka leikinn. Bretar göntuðust með að ekki væri nóg að það væri "Cold War", heldur væri nú komið "Cod War", eða þorskastríð. Nafnið hefur fest sig í sessi þrátt fyrir að þetta hafi á engan hátt verið stríð, í fullri merkingu þess orðs. Þessi deila er merkileg að mörgu leyti. Nú gátu stórveldi ekki lengur vaðið yfir þau smáu í krafti herstyrks. Ísland og Bretland voru saman í hernaðarbandalagi og vera Íslands þar var afar mikilvæg hvað öryggi Bretlands varðaði. Breytingar og umbætur á hafréttarlögum spiluðu einnig stórt hlutverk og nýttu Íslendingar sér það óspart, með góðum árangri. Deilan varð þó svo hörð að ýmsir óttuðust að Ísland myndi jafnvel senda bandaríska herinn úr landi. Ekkert varnarmálaráðuneyti á Vesturlöndum vildi sjá það gerast. Deilan er því ansi áhugaverð hvað alþjóðasamskipti og sögu kalda stríðsins varðar. Allir fjórir þættir septembermánaðar verða um þorskastríðin. Við mælum með því að rifja upp kynni við þátt númer 79 sem heitir "Togaraskelfirinn" og fjallar um landhelgisgæslu Dana við Ísland í upphafi 20. aldar. Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vonast eftir skýrri og afgerandi niðurstöðu fundar Evrópuráðsins - sem hefst í Reykjavík á morgun. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir ræddi við Katrínu. Langflestir leiðtogar aðildarríkjanna mæta. Vopnaðir lögreglumenn í tugatali eru í Hörpu. Búið er að girða af svæði við Hörpu og þangað kemst enginn inn nema eiga erindi. Nær allir lögreglumenn landsins eru að störfum á fundinum og liðsauki hefur borist erlendis frá. Bretar sinna loftrýmisgæslu í dag og næstu daga vegna fundarins. Það verður leitað að vopnum á farþegum í innanlandsflugi í fyrsta sinni næstu daga. Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri innanlandsflugs hjá Isavia, segir þetta vera í fyrsta sinn sem öryggisleit er í innanlandsflugi hér á landi. Ólöf Rún Erlendsdóttir ræddi við Sigrúnu. Fjórir leikskólar í Mosfellsbæ og Garðabæ voru lokaðir í dag í fyrstu verkfallsaðgerðum BSRB í kjaradeilu við Samband íslenskra sveitarfélaga. Á morgun verður kosið um allsherjarverkfall félagsmanna BSRB í Kópavogi. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir talaði við Sonju Ýr Þorbergsdóttur og Ellen Svövu Rúnarsdóttur. Lifandi en slöpp leðurblaka fannst í Kópavogi í síðustu viku. Þeim fjölgar, óvæntum heimsóknum leðurblaka til landsins, að sögn Vilhjálms Svanssonar, dýralæknis og veirufræðings að Keldum. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir tók saman. Allt er á suðupuntki á Sauðárkróki. Tindastóll getur orðið Íslandsmeistari karla í körfubolta í fyrsta sinn í kvöld, ef þeir leggja Reykjavíkurliðið Val. Sumir atvinnurekendur í bænum lokuðu snemma til að fólk kæmist fyrr á völlinn. Rætt var við Gunnar Birgisson íþróttafréttamann. Ýmiskonar fundahöld eru til hliðar við leiðtogafundinn á morgun. Einn þeirra var í Veröld í dag - Lýðræði fyrir framtíðna var yfirskrift hans. Einn margra framsögumanna var Tiny Kox forseti Evópuráðsþingsins, sem brýndi fyrir ungu fólki að taka þátt í að viðhalda lýðræði. Annar framsögumaður var Jón Ólafsson prófessor. Ragnhildur Thorlacius ræddi við Jón. Hitinn og sólin á Spáni geta haft skuggahliðar með vatnsþurrð, uppskerubresti og ýmsum erfiðleikum öðrum. Sumir Spánverjar láta reiði sína og angist vegna erfiðleikanna bitna á veðurfræðingum. Þeir eru kallaðir morðingjar, glæpamenn og þeim er hótað með ýmsu móti á samfélagsmiðlum, í símtölum og með tölvupóstsendingum. Í pistlinum koma fyrir Samuel Reyes, forstjóri Veitustofnunarinnar í Katalóníu og Luz Cepeda veðurfréttakona. Ásgeir Tómasson sagði frá.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vonast eftir skýrri og afgerandi niðurstöðu fundar Evrópuráðsins - sem hefst í Reykjavík á morgun. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir ræddi við Katrínu. Langflestir leiðtogar aðildarríkjanna mæta. Vopnaðir lögreglumenn í tugatali eru í Hörpu. Búið er að girða af svæði við Hörpu og þangað kemst enginn inn nema eiga erindi. Nær allir lögreglumenn landsins eru að störfum á fundinum og liðsauki hefur borist erlendis frá. Bretar sinna loftrýmisgæslu í dag og næstu daga vegna fundarins. Það verður leitað að vopnum á farþegum í innanlandsflugi í fyrsta sinni næstu daga. Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri innanlandsflugs hjá Isavia, segir þetta vera í fyrsta sinn sem öryggisleit er í innanlandsflugi hér á landi. Ólöf Rún Erlendsdóttir ræddi við Sigrúnu. Fjórir leikskólar í Mosfellsbæ og Garðabæ voru lokaðir í dag í fyrstu verkfallsaðgerðum BSRB í kjaradeilu við Samband íslenskra sveitarfélaga. Á morgun verður kosið um allsherjarverkfall félagsmanna BSRB í Kópavogi. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir talaði við Sonju Ýr Þorbergsdóttur og Ellen Svövu Rúnarsdóttur. Lifandi en slöpp leðurblaka fannst í Kópavogi í síðustu viku. Þeim fjölgar, óvæntum heimsóknum leðurblaka til landsins, að sögn Vilhjálms Svanssonar, dýralæknis og veirufræðings að Keldum. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir tók saman. Allt er á suðupuntki á Sauðárkróki. Tindastóll getur orðið Íslandsmeistari karla í körfubolta í fyrsta sinn í kvöld, ef þeir leggja Reykjavíkurliðið Val. Sumir atvinnurekendur í bænum lokuðu snemma til að fólk kæmist fyrr á völlinn. Rætt var við Gunnar Birgisson íþróttafréttamann. Ýmiskonar fundahöld eru til hliðar við leiðtogafundinn á morgun. Einn þeirra var í Veröld í dag - Lýðræði fyrir framtíðna var yfirskrift hans. Einn margra framsögumanna var Tiny Kox forseti Evópuráðsþingsins, sem brýndi fyrir ungu fólki að taka þátt í að viðhalda lýðræði. Annar framsögumaður var Jón Ólafsson prófessor. Ragnhildur Thorlacius ræddi við Jón. Hitinn og sólin á Spáni geta haft skuggahliðar með vatnsþurrð, uppskerubresti og ýmsum erfiðleikum öðrum. Sumir Spánverjar láta reiði sína og angist vegna erfiðleikanna bitna á veðurfræðingum. Þeir eru kallaðir morðingjar, glæpamenn og þeim er hótað með ýmsu móti á samfélagsmiðlum, í símtölum og með tölvupóstsendingum. Í pistlinum koma fyrir Samuel Reyes, forstjóri Veitustofnunarinnar í Katalóníu og Luz Cepeda veðurfréttakona. Ásgeir Tómasson sagði frá.
Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Mikið af gögnum liggja fyrir varðandi handtökuskipun alþjóðasakamáladómstólsins gegn Vladimír Pútín. Mikil samstaða er meðal aðildarríkja dómstólsins að sögn Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Róbert Jóhannsson tók saman. Forstjóri Landsvirkjunar segir að svo virðist sem sjálfstæður vilji stofnana geti komið í veg fyrir nauðsynlegar virkjanaframkvæmdir og málsmeðferartími sé of langur. Benedikt Sigurðsson tók saman og talaði við Hörð Arnarson. Rafiðnaðarsambandið og félag vélstjóra- og málmtæknimanna skrifuðu í dag undir kjarasamning. Enn á eftir að semja við nokkur orkufyrirtæki en lögmaður Samtaka atvinnulífsins er vongóður um að samningar verði undirritaðir á næstu vikum. Arnar Björnsson talaði við Guðmund Heiðar Guðmundsson og Kristján Þórð Snæbjarnarson. Vestmannaeyjabær skrifaði í dag undir samning um móttöku þrjátíu flóttamanna. Níu sveitarfélög hafa skuldbundið sig til að taka á móti samtals um þrjú þúsund flóttamönnum í samstarfi við stjórnvöld. Sunna Karen Sigurþórsdóttir talaði við Írisi Róbertsdóttur. Forstjóri Lyfjastofnunar segir stofnunina og yfirvöld vinna hörðum höndum að því að koma í veg fyrir að alvarlegur lyfjaskortur á við þann í vetur endurtaki sig. Viðvarandi og alvarlegur skortur hefur verið á sýklalyfjum um allan heim undanfarið og er Ísland þar ekki undanskilið. Kjörlyfið gegn streptókokkum var til að mynda ófáanlegt nær allan febrúar þrátt fyrir skæðar sýkingar. Hafdís Helga Helgadóttir talði við Rúnu Hauksdóttur Hvannberg, forstjóra Lyfjastofnunar Í dag eru tuttugu ár liðin frá því að Bandaríkjamenn og Bretar réðust inn í Írak. Þrjátíu ríki, þar á meðal Ísland, studdu innrásina. Markmiðið var að koma Saddam Hussein frá völdum í Írak. Hann og ríki hans byggju yfir gereyðingarvopnum og af þeim stafaði hætta. Forsendur innrásarinnar hafa alla tíð verið umdeildar og jafnvel taldar uppspuni. Eftir því sem tíminn líður verður ákvörðunin umdeildari. Bjarni Rúnarsson fór yfir málið og talaði við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur.
Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Mikið af gögnum liggja fyrir varðandi handtökuskipun alþjóðasakamáladómstólsins gegn Vladimír Pútín. Mikil samstaða er meðal aðildarríkja dómstólsins að sögn Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Róbert Jóhannsson tók saman. Forstjóri Landsvirkjunar segir að svo virðist sem sjálfstæður vilji stofnana geti komið í veg fyrir nauðsynlegar virkjanaframkvæmdir og málsmeðferartími sé of langur. Benedikt Sigurðsson tók saman og talaði við Hörð Arnarson. Rafiðnaðarsambandið og félag vélstjóra- og málmtæknimanna skrifuðu í dag undir kjarasamning. Enn á eftir að semja við nokkur orkufyrirtæki en lögmaður Samtaka atvinnulífsins er vongóður um að samningar verði undirritaðir á næstu vikum. Arnar Björnsson talaði við Guðmund Heiðar Guðmundsson og Kristján Þórð Snæbjarnarson. Vestmannaeyjabær skrifaði í dag undir samning um móttöku þrjátíu flóttamanna. Níu sveitarfélög hafa skuldbundið sig til að taka á móti samtals um þrjú þúsund flóttamönnum í samstarfi við stjórnvöld. Sunna Karen Sigurþórsdóttir talaði við Írisi Róbertsdóttur. Forstjóri Lyfjastofnunar segir stofnunina og yfirvöld vinna hörðum höndum að því að koma í veg fyrir að alvarlegur lyfjaskortur á við þann í vetur endurtaki sig. Viðvarandi og alvarlegur skortur hefur verið á sýklalyfjum um allan heim undanfarið og er Ísland þar ekki undanskilið. Kjörlyfið gegn streptókokkum var til að mynda ófáanlegt nær allan febrúar þrátt fyrir skæðar sýkingar. Hafdís Helga Helgadóttir talði við Rúnu Hauksdóttur Hvannberg, forstjóra Lyfjastofnunar Í dag eru tuttugu ár liðin frá því að Bandaríkjamenn og Bretar réðust inn í Írak. Þrjátíu ríki, þar á meðal Ísland, studdu innrásina. Markmiðið var að koma Saddam Hussein frá völdum í Írak. Hann og ríki hans byggju yfir gereyðingarvopnum og af þeim stafaði hætta. Forsendur innrásarinnar hafa alla tíð verið umdeildar og jafnvel taldar uppspuni. Eftir því sem tíminn líður verður ákvörðunin umdeildari. Bjarni Rúnarsson fór yfir málið og talaði við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur.
"20 Bretar ætluðu í okkur!" -#356Hjálmar, Helgi og Ágústa tala um kynlíf og fleira. Hjálmar þurfti að hringja í Ljósbrá og viðurkenna smá slys. Lítill Mexikani með el sobrelo lék Hjálmar grátt. Helgi er sterkur í daðrinu.Þættina má finna inni í áskrift á pardus.is!IG: helgijean & hjalmarorn110 Takk fyrir að hlusta - og munið að subscribe'a!
Fréttaskýrendur telja margir að ákveðin skil hafi orðið í stuðningi vestrænna ríkja við Úkraínu þegar ákveðið var að Úkraínumenn fengju fullkomna nútímaskriðdreka. Bretar riðu á vaðið er þeir tilkynntu að Úkraínumenn fengju Challenger 2-skriðdreka og svo ætla Bandaríkjamenn og Þjóðverjar að láta Úkraínu í té Abrams- og Leopard 2-skriðdreka. Úkraínumenn hafa beðið um 300 skriðdreka en óvíst er hversu marga þeir fá. Í síðari hluta Heimsgluggans var fjallað um bresk stjórnmál. Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, lýsti því yfir þegar hann tók við völdum að spilling yrði ekki liðin og að í stjórnartíð hans skyldi ríkja heiðarleiki og gagnsæi. Hann gaf í skyn að sú óstjórn og rugl sem einkenndi síðustu mánuði Borisar Johnsons í embætti og allan stjórnartíma Liz Truss væri liðin tíð. Á undanförnum vikum hafa hins vegar komið upp mál sem hafa valdið honum og stjórn hans verulegum vandræðum. Ekki að breska stjórnin hafi ekki nóg á sinni könnu fyrir, þar sem hún tekst á við dýrtíð og versnandi efnahag og krísu í heilbrigðismálum.
Fréttaskýrendur telja margir að ákveðin skil hafi orðið í stuðningi vestrænna ríkja við Úkraínu þegar ákveðið var að Úkraínumenn fengju fullkomna nútímaskriðdreka. Bretar riðu á vaðið er þeir tilkynntu að Úkraínumenn fengju Challenger 2-skriðdreka og svo ætla Bandaríkjamenn og Þjóðverjar að láta Úkraínu í té Abrams- og Leopard 2-skriðdreka. Úkraínumenn hafa beðið um 300 skriðdreka en óvíst er hversu marga þeir fá. Í síðari hluta Heimsgluggans var fjallað um bresk stjórnmál. Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, lýsti því yfir þegar hann tók við völdum að spilling yrði ekki liðin og að í stjórnartíð hans skyldi ríkja heiðarleiki og gagnsæi. Hann gaf í skyn að sú óstjórn og rugl sem einkenndi síðustu mánuði Borisar Johnsons í embætti og allan stjórnartíma Liz Truss væri liðin tíð. Á undanförnum vikum hafa hins vegar komið upp mál sem hafa valdið honum og stjórn hans verulegum vandræðum. Ekki að breska stjórnin hafi ekki nóg á sinni könnu fyrir, þar sem hún tekst á við dýrtíð og versnandi efnahag og krísu í heilbrigðismálum.
Spegillinn 20. janúar 2023 Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir Samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins til fundar á þriðjudag. Töluvert ber í milli að sögn Aðalsteins Leifssonar ríkissáttasemjara og deilan er stál í stál. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir talaði við hann. Tuttugu manns sátu fastir í lyftu í Hlíðarfjalli í rúmar tvær klukkustundir í dag eftir að lyfta bilaði. Lyftan, sem nefnist Fjarkinn, stöðvaðist eftir að vír fór út af sporinu í vindhviðu. Alexander Kristjánsson sagði frá. Talað var við Brynjar Helga Ásgeirsson forstöðumann Hlíðarfjalls og Andrew Davis, sem sat fastur í lyftunni ásamt fleira skíðafólki Íslensk stjórnvöld hyggjast veita jafnvirði 360 milljóna króna í sérstakan stuðningssjóð fyrir Úkraínu, sem Bretar komu á laggirnar í fyrra. Björn Malmquist sagði frá og talaði við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra. Bandarískir tæknirisar hafa tilkynnt um uppsagnir tugþúsunda starfsmanna á síðustu vikum. Alexander Kristjánsson sagði frá. Ungt keppnisíþróttafólk er í meiri hættu á skyndidauða en önnur ungmenni. Þó svo að íþróttir séu af hinu góða getur mikið stress og langvarandi álag sem fylgir afreksíþróttum ýtt undir hjartasjúkdóma. Bjarni Rúnarsson sagði frá og talaði við Berglindi Aðalsteinsdóttur hjartalækni. Áfengisvandi er enn að aukast. Þetta má lesa úr nýjum gögnum SÁÁ. Innlögnum hefur fjölgað eftir heimsfaraldurinn og fjöldinn núna er svipaður og fyrir tveimur árum. Arnar Björnsson sagði frá og ræddi við Önnu Hildi Guðmundsdóttur, formann SÁÁ Norsk yfirvöld ætla að láta rannsaka hvort og hvernig það megi vera að ættleidd börn hafi komið ólöglega til landsins. Talað er um rán á börnum, kaup og sölu og falsaða pappíra. Þetta á einkum að hafa gerst á níunda áratug síðustu aldar. Yfirvöld eru gagnrýnd fyrir að taka mildilega á grun um svik og að hafa ekki fylgt klögumálum eftir. Gísli Kristjánsson sagði frá. Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir Svíum á þeirra eigin heimavelli í milliriðli HM í Gautaborg eftir hálfa aðra klukkustund. Sjónvarpsfréttir hefjast klukkan hálf sjö. Bandaríski tónlistarmaðurinn David Crosby lést í gærkvöld. Ásgeir Tómasson fór yfir feril hans frá 1964 og til þessa dags.
Spegillinn 20. janúar 2023 Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir Samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins til fundar á þriðjudag. Töluvert ber í milli að sögn Aðalsteins Leifssonar ríkissáttasemjara og deilan er stál í stál. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir talaði við hann. Tuttugu manns sátu fastir í lyftu í Hlíðarfjalli í rúmar tvær klukkustundir í dag eftir að lyfta bilaði. Lyftan, sem nefnist Fjarkinn, stöðvaðist eftir að vír fór út af sporinu í vindhviðu. Alexander Kristjánsson sagði frá. Talað var við Brynjar Helga Ásgeirsson forstöðumann Hlíðarfjalls og Andrew Davis, sem sat fastur í lyftunni ásamt fleira skíðafólki Íslensk stjórnvöld hyggjast veita jafnvirði 360 milljóna króna í sérstakan stuðningssjóð fyrir Úkraínu, sem Bretar komu á laggirnar í fyrra. Björn Malmquist sagði frá og talaði við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra. Bandarískir tæknirisar hafa tilkynnt um uppsagnir tugþúsunda starfsmanna á síðustu vikum. Alexander Kristjánsson sagði frá. Ungt keppnisíþróttafólk er í meiri hættu á skyndidauða en önnur ungmenni. Þó svo að íþróttir séu af hinu góða getur mikið stress og langvarandi álag sem fylgir afreksíþróttum ýtt undir hjartasjúkdóma. Bjarni Rúnarsson sagði frá og talaði við Berglindi Aðalsteinsdóttur hjartalækni. Áfengisvandi er enn að aukast. Þetta má lesa úr nýjum gögnum SÁÁ. Innlögnum hefur fjölgað eftir heimsfaraldurinn og fjöldinn núna er svipaður og fyrir tveimur árum. Arnar Björnsson sagði frá og ræddi við Önnu Hildi Guðmundsdóttur, formann SÁÁ Norsk yfirvöld ætla að láta rannsaka hvort og hvernig það megi vera að ættleidd börn hafi komið ólöglega til landsins. Talað er um rán á börnum, kaup og sölu og falsaða pappíra. Þetta á einkum að hafa gerst á níunda áratug síðustu aldar. Yfirvöld eru gagnrýnd fyrir að taka mildilega á grun um svik og að hafa ekki fylgt klögumálum eftir. Gísli Kristjánsson sagði frá. Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir Svíum á þeirra eigin heimavelli í milliriðli HM í Gautaborg eftir hálfa aðra klukkustund. Sjónvarpsfréttir hefjast klukkan hálf sjö. Bandaríski tónlistarmaðurinn David Crosby lést í gærkvöld. Ásgeir Tómasson fór yfir feril hans frá 1964 og til þessa dags.
Spegillinn 24.11.2022 Fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar og samtaka atvinnulífsins sitja enn á fundi Ríkissáttasemjara. Kjarasamningur með stuttan gildistíma er sagður til skoðunar. Sterkur grunur er um að skjöl barna sem voru ættleidd til Íslands frá Sri Lanka hafi verið fölsuð. Ólöglegar ættleiðingar eru sagðar hafa verið stundaðar í stórum stíl í landinu. Ályktun Íslands og Þýskalands var samþykkt á fundi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna síðdegis. Ráðið fordæmir framgöngu íranskra stjórnvalda gegn mótmælendum. Skriðuhætta er enn á Seyðisfirði eftir úrkomu þar í dag. Ekkert lát er á vætutíð þar eystra næstu daga. Fasteignum á sölu hefur fjölgað að undanförnu en eftirspurn hefur minnkað. Portúgalinn Christiano Ronaldo varð í dag fyrstur til að skora á fimm heimsmeistaramótum, þegar Portúgalar lögðu Ganverja á HM í Katar. ----- Stýrivaxtahækkun Seðlabankans hleypti illu blóði í yfirstandandi kjaraviðræður. Forystumenn verkalýðsfélaganna lýstu því yfir í gær að hækkunin hefði breytt öllum forsendum viðræðnanna og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gagnrýndi einnig tímasetningu hækkunarinnar. Í morgun boðaði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fylkingarnar á sinn fund í Stjórnarráðið við Lækjargötu í Reykjavík. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins ræddi við fréttamenn fyrir fundinn. Hann segir að Seðlabankinn hefði átt að bíða með stýrivaxtahækkun gærdagsins. Bjarni Rúnarsson fór yfir málið. Þoka grúfði yfir Kænugarði, höfuðborg Úkraínu í dag. Það rigndi og hitinn var rétt yfir frostmarki. Útlit er fyrir að hann hangi nálægt núllinu í nótt. Borgarbúum er kalt, enda eru sjö tíundu hlutar borgarinnar án rafmagns eftir árásir rússneska innrásarliðsins á lífæðar samfélagsins undanfarnar vikur, þar á meðal raforkuver og vatnsveitur.Hans Kluge, svæðisstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í Evrópu, kom í heimsókn til Kænugarðs fyrr í vikunni. Þá var hitinn við frostmark. Flaggskip breska flotans kom óvænt til Óslóar í Noregi áður en lengra er haldið norður á bóginn. Þetta er talið dæmi um að einnig Bretar beini nú sjónum sínum í norður til að mæta vaxandi ógn frá Rússum. Gísli Kristjánsson, fréttaritari í Osló, leit á skipið og spáir hér í hvað Bretum gangi til með heimsókn sinni. Stytting stúdentsbrauta í framhaldsskólum landsins úr fjórum árum í þrjú hefur leitt til þess að sumar námsgreinar hafa ýmist verið gerðar að valgreinum, eða dottið alveg út. Margt bendir til þess að nemendur komi verr undirbúnir í háskólanám í sumum greinum eftir breytingarn
Spegillinn 24.11.2022 Fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar og samtaka atvinnulífsins sitja enn á fundi Ríkissáttasemjara. Kjarasamningur með stuttan gildistíma er sagður til skoðunar. Sterkur grunur er um að skjöl barna sem voru ættleidd til Íslands frá Sri Lanka hafi verið fölsuð. Ólöglegar ættleiðingar eru sagðar hafa verið stundaðar í stórum stíl í landinu. Ályktun Íslands og Þýskalands var samþykkt á fundi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna síðdegis. Ráðið fordæmir framgöngu íranskra stjórnvalda gegn mótmælendum. Skriðuhætta er enn á Seyðisfirði eftir úrkomu þar í dag. Ekkert lát er á vætutíð þar eystra næstu daga. Fasteignum á sölu hefur fjölgað að undanförnu en eftirspurn hefur minnkað. Portúgalinn Christiano Ronaldo varð í dag fyrstur til að skora á fimm heimsmeistaramótum, þegar Portúgalar lögðu Ganverja á HM í Katar. ----- Stýrivaxtahækkun Seðlabankans hleypti illu blóði í yfirstandandi kjaraviðræður. Forystumenn verkalýðsfélaganna lýstu því yfir í gær að hækkunin hefði breytt öllum forsendum viðræðnanna og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gagnrýndi einnig tímasetningu hækkunarinnar. Í morgun boðaði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fylkingarnar á sinn fund í Stjórnarráðið við Lækjargötu í Reykjavík. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins ræddi við fréttamenn fyrir fundinn. Hann segir að Seðlabankinn hefði átt að bíða með stýrivaxtahækkun gærdagsins. Bjarni Rúnarsson fór yfir málið. Þoka grúfði yfir Kænugarði, höfuðborg Úkraínu í dag. Það rigndi og hitinn var rétt yfir frostmarki. Útlit er fyrir að hann hangi nálægt núllinu í nótt. Borgarbúum er kalt, enda eru sjö tíundu hlutar borgarinnar án rafmagns eftir árásir rússneska innrásarliðsins á lífæðar samfélagsins undanfarnar vikur, þar á meðal raforkuver og vatnsveitur.Hans Kluge, svæðisstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í Evrópu, kom í heimsókn til Kænugarðs fyrr í vikunni. Þá var hitinn við frostmark. Flaggskip breska flotans kom óvænt til Óslóar í Noregi áður en lengra er haldið norður á bóginn. Þetta er talið dæmi um að einnig Bretar beini nú sjónum sínum í norður til að mæta vaxandi ógn frá Rússum. Gísli Kristjánsson, fréttaritari í Osló, leit á skipið og spáir hér í hvað Bretum gangi til með heimsókn sinni. Stytting stúdentsbrauta í framhaldsskólum landsins úr fjórum árum í þrjú hefur leitt til þess að sumar námsgreinar hafa ýmist verið gerðar að valgreinum, eða dottið alveg út. Margt bendir til þess að nemendur komi verr undirbúnir í háskólanám í sumum greinum eftir breytingarn
Spegillinn 3. okt. 2022 Umsjón: Kristján Sigurjónnson Tæknimaður: Þorbjörn Gísla Kolbrúnarson Lögreglan á Norðurlandi eystra ætlar að fara fram á gæsluvarðhald yfir þremur vegna manndráps í Ólafsfirði í nótt. Staða svissneska bankans Credit Suisse veldur áhyggjum. Hlutabréfaverð í bankanum hefur hríðlækkað og þykir atburðarásin minna á bankahrunið 2008. Framsókn tapar fylgi í nýjum þjóðarpúlsi Gallups, en Sjálfstæðisflokkur, Samfyllking, Viðreisn og Miðflokkur bæta við sig. Þriðjungi fleiri íbúðir eru í byggingu nú en á sama tíma í fyrra. Framkvæmdir eru hafnar við ríflega 8.100 íbúðir á landinu öllu, samanborið við 6.000 í september í fyrra. Skoðanakannanir í Brasilíu vanmátu fylgi Jairs [Sja-írs] Bolsonaros forseta í kosningunum í gær. Mótframbjóðandi hans fékk fleiri atkvæði, en ekki hreinan meirihluta eins og sumar kannanir gáfu til kynna. Hundaeigendur verða að vera meðvitaðir um ábyrgð sína, segir bóndi á Vesturlandi sem segir að fé hans sé í hættu vegna lausagöngu hunda. Lengri umfjöllun: Rúmlega 8.100 íbúðir eru nú í byggingu á landinu öllu, samkvæmt nýrri talningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og Samtaka iðnaðarins. Það er rúmlega tvö þúsund íbúðum meira en í sams konar talningu í september í fyrra. Munurinn, eða aukningin, er 35 prósent, rúm. Höfuðborgarsvæðið er með ríflega 70 prósent allra íbúða í byggingu, eða um 5.700. Í Reykjavík eru íbúðir í byggingu rúmlega 2.400 en í nágrannabæjunum tæplega 3.300. Það er byggt um allt land, en hvað þýða þessar tölur? Dugar þessi aukning til þess að sinna íbúðaþörf landsmanna? Nýlega var skrifað undir samkomulag ríkis og sveitarfélaga um uppbyggingu 35.000 nýrra íbúða á næstu 10 árum. Elmar Þór Erlendsson er teymisstjóri hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og fór yfr þessar nýju tölur á kynningarfundi stofnunarinnar og Samtaka iðnaðarins í dag. Kristján Sigurjónsson ræðir við hann. Skoðanakannanir í Brasilíu vanmátu fylgi Jairs Bolsonaros forseta í kosningunum í gær. Mótframbjóðandi hans, Luiz Inácios Lula da Silva, fyrrverandi forseta fékk fleiri atkvæði, en ekki hreinan meirihluta eins og sumar kannanir gáfu til kynna. Áageir Tómasson segir frá. Ofstækisfullur nasisti, breskir hermenn og áhugasamir menn í íslenska stjórnarráðinu eru meðal þeirra sem lögðu óafvitandi grunninn að samkomu í Safnahúsinu í dag. Rúmum átta áratugum eftir að Bretar lögðu hald á gögn þýska ræðismannsins við hernám Íslands eru skjölin á leið heim.Fáir erlendir erindrekar hafa orðið frægari, jafnvel alræmdari, í Íslandssögunni en Werner Gerlach. Hann varð aðalræðismaður
Spegillinn 3. okt. 2022 Umsjón: Kristján Sigurjónnson Tæknimaður: Þorbjörn Gísla Kolbrúnarson Lögreglan á Norðurlandi eystra ætlar að fara fram á gæsluvarðhald yfir þremur vegna manndráps í Ólafsfirði í nótt. Staða svissneska bankans Credit Suisse veldur áhyggjum. Hlutabréfaverð í bankanum hefur hríðlækkað og þykir atburðarásin minna á bankahrunið 2008. Framsókn tapar fylgi í nýjum þjóðarpúlsi Gallups, en Sjálfstæðisflokkur, Samfyllking, Viðreisn og Miðflokkur bæta við sig. Þriðjungi fleiri íbúðir eru í byggingu nú en á sama tíma í fyrra. Framkvæmdir eru hafnar við ríflega 8.100 íbúðir á landinu öllu, samanborið við 6.000 í september í fyrra. Skoðanakannanir í Brasilíu vanmátu fylgi Jairs [Sja-írs] Bolsonaros forseta í kosningunum í gær. Mótframbjóðandi hans fékk fleiri atkvæði, en ekki hreinan meirihluta eins og sumar kannanir gáfu til kynna. Hundaeigendur verða að vera meðvitaðir um ábyrgð sína, segir bóndi á Vesturlandi sem segir að fé hans sé í hættu vegna lausagöngu hunda. Lengri umfjöllun: Rúmlega 8.100 íbúðir eru nú í byggingu á landinu öllu, samkvæmt nýrri talningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og Samtaka iðnaðarins. Það er rúmlega tvö þúsund íbúðum meira en í sams konar talningu í september í fyrra. Munurinn, eða aukningin, er 35 prósent, rúm. Höfuðborgarsvæðið er með ríflega 70 prósent allra íbúða í byggingu, eða um 5.700. Í Reykjavík eru íbúðir í byggingu rúmlega 2.400 en í nágrannabæjunum tæplega 3.300. Það er byggt um allt land, en hvað þýða þessar tölur? Dugar þessi aukning til þess að sinna íbúðaþörf landsmanna? Nýlega var skrifað undir samkomulag ríkis og sveitarfélaga um uppbyggingu 35.000 nýrra íbúða á næstu 10 árum. Elmar Þór Erlendsson er teymisstjóri hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og fór yfr þessar nýju tölur á kynningarfundi stofnunarinnar og Samtaka iðnaðarins í dag. Kristján Sigurjónsson ræðir við hann. Skoðanakannanir í Brasilíu vanmátu fylgi Jairs Bolsonaros forseta í kosningunum í gær. Mótframbjóðandi hans, Luiz Inácios Lula da Silva, fyrrverandi forseta fékk fleiri atkvæði, en ekki hreinan meirihluta eins og sumar kannanir gáfu til kynna. Áageir Tómasson segir frá. Ofstækisfullur nasisti, breskir hermenn og áhugasamir menn í íslenska stjórnarráðinu eru meðal þeirra sem lögðu óafvitandi grunninn að samkomu í Safnahúsinu í dag. Rúmum átta áratugum eftir að Bretar lögðu hald á gögn þýska ræðismannsins við hernám Íslands eru skjölin á leið heim.Fáir erlendir erindrekar hafa orðið frægari, jafnvel alræmdari, í Íslandssögunni en Werner Gerlach. Hann varð aðalræðismaður
Spegillinn 3. okt. 2022 Umsjón: Kristján Sigurjónnson Tæknimaður: Þorbjörn Gísla Kolbrúnarson Lögreglan á Norðurlandi eystra ætlar að fara fram á gæsluvarðhald yfir þremur vegna manndráps í Ólafsfirði í nótt. Staða svissneska bankans Credit Suisse veldur áhyggjum. Hlutabréfaverð í bankanum hefur hríðlækkað og þykir atburðarásin minna á bankahrunið 2008. Framsókn tapar fylgi í nýjum þjóðarpúlsi Gallups, en Sjálfstæðisflokkur, Samfyllking, Viðreisn og Miðflokkur bæta við sig. Þriðjungi fleiri íbúðir eru í byggingu nú en á sama tíma í fyrra. Framkvæmdir eru hafnar við ríflega 8.100 íbúðir á landinu öllu, samanborið við 6.000 í september í fyrra. Skoðanakannanir í Brasilíu vanmátu fylgi Jairs [Sja-írs] Bolsonaros forseta í kosningunum í gær. Mótframbjóðandi hans fékk fleiri atkvæði, en ekki hreinan meirihluta eins og sumar kannanir gáfu til kynna. Hundaeigendur verða að vera meðvitaðir um ábyrgð sína, segir bóndi á Vesturlandi sem segir að fé hans sé í hættu vegna lausagöngu hunda. Lengri umfjöllun: Rúmlega 8.100 íbúðir eru nú í byggingu á landinu öllu, samkvæmt nýrri talningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og Samtaka iðnaðarins. Það er rúmlega tvö þúsund íbúðum meira en í sams konar talningu í september í fyrra. Munurinn, eða aukningin, er 35 prósent, rúm. Höfuðborgarsvæðið er með ríflega 70 prósent allra íbúða í byggingu, eða um 5.700. Í Reykjavík eru íbúðir í byggingu rúmlega 2.400 en í nágrannabæjunum tæplega 3.300. Það er byggt um allt land, en hvað þýða þessar tölur? Dugar þessi aukning til þess að sinna íbúðaþörf landsmanna? Nýlega var skrifað undir samkomulag ríkis og sveitarfélaga um uppbyggingu 35.000 nýrra íbúða á næstu 10 árum. Elmar Þór Erlendsson er teymisstjóri hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og fór yfr þessar nýju tölur á kynningarfundi stofnunarinnar og Samtaka iðnaðarins í dag. Kristján Sigurjónsson ræðir við hann. Skoðanakannanir í Brasilíu vanmátu fylgi Jairs Bolsonaros forseta í kosningunum í gær. Mótframbjóðandi hans, Luiz Inácios Lula da Silva, fyrrverandi forseta fékk fleiri atkvæði, en ekki hreinan meirihluta eins og sumar kannanir gáfu til kynna. Áageir Tómasson segir frá. Ofstækisfullur nasisti, breskir hermenn og áhugasamir menn í íslenska stjórnarráðinu eru meðal þeirra sem lögðu óafvitandi grunninn að samkomu í Safnahúsinu í dag. Rúmum átta áratugum eftir að Bretar lögðu hald á gögn þýska ræðismannsins við hernám Íslands eru skjölin á leið heim.Fáir erlendir erindrekar hafa orðið frægari, jafnvel alræmdari, í Íslandssögunni en Werner Gerlach. Hann varð aðalræðismaður
Jair Bolsonaro og Luiz Inacio Lula da Silva, alltaf kallaður Lula, takast á um forsetaembættið í Brasilíu. Fyrri umferð forestakosninganna þar verður í byrjun næsta mánaðar. Frambjóðendurnir eru afar ólíkir, kannski má líkja þeim við Donald Trump og Bernie Sanders í bandarískum stjórnmálum. Bolsonaro heitir hvorki meira né minna en Messias að millinafni en Lula er með meira fylgi samkvæmt könnunum núna. Það er hnífjafnt á milli fylkinga hægri og vinstri flokka í Svíþjóð en þar eru tíu dagar til kosninga. Langmest hefur verið rætt um gengjastríð og skotárásir og málefni innflytjenda og það hefur gagnast Svíþjóðardemókrötum sem spáð er mestu fylgi hægriflokka. Björn Þór Sigbjörnsson ræddi við Boga Ágústsson um þessi mál í Heimsglugganum á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun. Þeir ræddu einnig í upphafi um Mikhail Gorbatsjov, síðasta forseta Sovétríkjanna, sem lést í vikunni. Einnig um vindorkuver. Samkomulag var undirritað í vikunni um nýtt vindorkuver í hafinu við Borgundarhólm. Sjöfalda á vindorkuframleiðsluna á þessu svæði og rafmagnið á að duga fyrir 20 milljónir heimila. Þá hafa Bretar tekið í notkun stærsta hafvindorkuver í heiminum í Norðursjó, 40 sjómílur undan strönd Jórvíkurskíris. Þarna eru 165 risastórar vindmyllur, hver þeirra er meira en tvisvar sinnum hærri en Hallgrímskirkja. Stjórnstöðin er í Grimsby og finnst mörgum tímanna tákn að gamli útgerðarbærinn skuli vera að breytast í miðstöð grænnar orku.
Jair Bolsonaro og Luiz Inacio Lula da Silva, alltaf kallaður Lula, takast á um forsetaembættið í Brasilíu. Fyrri umferð forestakosninganna þar verður í byrjun næsta mánaðar. Frambjóðendurnir eru afar ólíkir, kannski má líkja þeim við Donald Trump og Bernie Sanders í bandarískum stjórnmálum. Bolsonaro heitir hvorki meira né minna en Messias að millinafni en Lula er með meira fylgi samkvæmt könnunum núna. Það er hnífjafnt á milli fylkinga hægri og vinstri flokka í Svíþjóð en þar eru tíu dagar til kosninga. Langmest hefur verið rætt um gengjastríð og skotárásir og málefni innflytjenda og það hefur gagnast Svíþjóðardemókrötum sem spáð er mestu fylgi hægriflokka. Björn Þór Sigbjörnsson ræddi við Boga Ágústsson um þessi mál í Heimsglugganum á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun. Þeir ræddu einnig í upphafi um Mikhail Gorbatsjov, síðasta forseta Sovétríkjanna, sem lést í vikunni. Einnig um vindorkuver. Samkomulag var undirritað í vikunni um nýtt vindorkuver í hafinu við Borgundarhólm. Sjöfalda á vindorkuframleiðsluna á þessu svæði og rafmagnið á að duga fyrir 20 milljónir heimila. Þá hafa Bretar tekið í notkun stærsta hafvindorkuver í heiminum í Norðursjó, 40 sjómílur undan strönd Jórvíkurskíris. Þarna eru 165 risastórar vindmyllur, hver þeirra er meira en tvisvar sinnum hærri en Hallgrímskirkja. Stjórnstöðin er í Grimsby og finnst mörgum tímanna tákn að gamli útgerðarbærinn skuli vera að breytast í miðstöð grænnar orku.
Jair Bolsonaro og Luiz Inacio Lula da Silva, alltaf kallaður Lula, takast á um forsetaembættið í Brasilíu. Fyrri umferð forestakosninganna þar verður í byrjun næsta mánaðar. Frambjóðendurnir eru afar ólíkir, kannski má líkja þeim við Donald Trump og Bernie Sanders í bandarískum stjórnmálum. Bolsonaro heitir hvorki meira né minna en Messias að millinafni en Lula er með meira fylgi samkvæmt könnunum núna. Það er hnífjafnt á milli fylkinga hægri og vinstri flokka í Svíþjóð en þar eru tíu dagar til kosninga. Langmest hefur verið rætt um gengjastríð og skotárásir og málefni innflytjenda og það hefur gagnast Svíþjóðardemókrötum sem spáð er mestu fylgi hægriflokka. Björn Þór Sigbjörnsson ræddi við Boga Ágústsson um þessi mál í Heimsglugganum á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun. Þeir ræddu einnig í upphafi um Mikhail Gorbatsjov, síðasta forseta Sovétríkjanna, sem lést í vikunni. Einnig um vindorkuver. Samkomulag var undirritað í vikunni um nýtt vindorkuver í hafinu við Borgundarhólm. Sjöfalda á vindorkuframleiðsluna á þessu svæði og rafmagnið á að duga fyrir 20 milljónir heimila. Þá hafa Bretar tekið í notkun stærsta hafvindorkuver í heiminum í Norðursjó, 40 sjómílur undan strönd Jórvíkurskíris. Þarna eru 165 risastórar vindmyllur, hver þeirra er meira en tvisvar sinnum hærri en Hallgrímskirkja. Stjórnstöðin er í Grimsby og finnst mörgum tímanna tákn að gamli útgerðarbærinn skuli vera að breytast í miðstöð grænnar orku.
Stríðið í Úkraínu hefur öllu breytt segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Það má sjá á því að forsætisráðherrar Norðurlanda hafa varið megninu af fundi sínum í Ósló í öryggis- og varnarmál. Gísli Kristjánsson, fréttaritari Ríkisútvarpsins í Ósló, ræddi við hana. Dæmi eru um að úkraínsk börn á flótta komist ekki að í grunnskólum hér á landi vegna þess að foreldrar þeirra eiga ekki rafræn skilríki. Um 1.500 flóttamenn hafa komið hingað til lands frá Úkraínu síðan stríðið hófst. Útlit er fyrir að þeir verði orðnir 4.000 fyrir árslok. Oddur Þórðarson tók saman og ræddi við Svein Rúnar Sigurðsson. Landskjörstjórn í Keníu hefur lýst William Ruto sigurvegara forsetakosninga, sem fram fóru í landinu síðasta þriðjudag. Þórgnýr Einar Albertsson sagði frá. Átakinu ?Allir vinna? lýkur um mánaðamótin. Það hefur tryggt fulla endurgreiðslu af vinnu við byggingarframkvæmdir. Björg Ásta Þórðardóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs hjá Samtökum iðnaðarins, segir tíðarfar í sumar hafa hentað illa til viðhaldsvinnu og þar að auki verði afgangur af þeim fjármunum sem ætlaðir hafi verið í endurgreiðslu hjá ríkinu. Þórdís Arnljótsdóttir talaði við hana. Nýtt bóluefni, sem er hannað til þess að vinna gegn tveimur afbrigðum kórónuveirunnar, var samþykkt af Lyfjastofnun Bretlands í dag. Leyfið gildir fyrir átján ára og eldri, en Bretar eru þeir fyrstu sem heimila notkun þessa nýja bóluefnis. Framkvæmdastjóra Fiskistofu Noregs og eiginkonu hans hefur borist fjöldi morðhótana eftir að Fiskistofan ákvað að aflífa rostunginn Freyu í gær. Þórgnýr Einar Albertsson sagði frá. ------------- Hafdís Helga Helgadóttir talaði við Eyrúnu Eyþórsdóttur, doktor í mannfræði og lektor í lögreglufræðum við háskólann á Akureyri um ofbeldis- og hatursglæpi, meðal annars í garð hinsegin fólks og hinsegin samfélagsins. Alvarlegt ástand blasir við hjá bændum á Pó-sléttunni á Ítalíu vegna þurrka. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í nokkrum héruðum í norðurhluta landsins. Ásgeir Tómasson tók saman. Umsjónarmaður: Ásgeir Tómasson. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir.
Stríðið í Úkraínu hefur öllu breytt segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Það má sjá á því að forsætisráðherrar Norðurlanda hafa varið megninu af fundi sínum í Ósló í öryggis- og varnarmál. Gísli Kristjánsson, fréttaritari Ríkisútvarpsins í Ósló, ræddi við hana. Dæmi eru um að úkraínsk börn á flótta komist ekki að í grunnskólum hér á landi vegna þess að foreldrar þeirra eiga ekki rafræn skilríki. Um 1.500 flóttamenn hafa komið hingað til lands frá Úkraínu síðan stríðið hófst. Útlit er fyrir að þeir verði orðnir 4.000 fyrir árslok. Oddur Þórðarson tók saman og ræddi við Svein Rúnar Sigurðsson. Landskjörstjórn í Keníu hefur lýst William Ruto sigurvegara forsetakosninga, sem fram fóru í landinu síðasta þriðjudag. Þórgnýr Einar Albertsson sagði frá. Átakinu ?Allir vinna? lýkur um mánaðamótin. Það hefur tryggt fulla endurgreiðslu af vinnu við byggingarframkvæmdir. Björg Ásta Þórðardóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs hjá Samtökum iðnaðarins, segir tíðarfar í sumar hafa hentað illa til viðhaldsvinnu og þar að auki verði afgangur af þeim fjármunum sem ætlaðir hafi verið í endurgreiðslu hjá ríkinu. Þórdís Arnljótsdóttir talaði við hana. Nýtt bóluefni, sem er hannað til þess að vinna gegn tveimur afbrigðum kórónuveirunnar, var samþykkt af Lyfjastofnun Bretlands í dag. Leyfið gildir fyrir átján ára og eldri, en Bretar eru þeir fyrstu sem heimila notkun þessa nýja bóluefnis. Framkvæmdastjóra Fiskistofu Noregs og eiginkonu hans hefur borist fjöldi morðhótana eftir að Fiskistofan ákvað að aflífa rostunginn Freyu í gær. Þórgnýr Einar Albertsson sagði frá. ------------- Hafdís Helga Helgadóttir talaði við Eyrúnu Eyþórsdóttur, doktor í mannfræði og lektor í lögreglufræðum við háskólann á Akureyri um ofbeldis- og hatursglæpi, meðal annars í garð hinsegin fólks og hinsegin samfélagsins. Alvarlegt ástand blasir við hjá bændum á Pó-sléttunni á Ítalíu vegna þurrka. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í nokkrum héruðum í norðurhluta landsins. Ásgeir Tómasson tók saman. Umsjónarmaður: Ásgeir Tómasson. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir.
Stríðið í Úkraínu hefur öllu breytt segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Það má sjá á því að forsætisráðherrar Norðurlanda hafa varið megninu af fundi sínum í Ósló í öryggis- og varnarmál. Gísli Kristjánsson, fréttaritari Ríkisútvarpsins í Ósló, ræddi við hana. Dæmi eru um að úkraínsk börn á flótta komist ekki að í grunnskólum hér á landi vegna þess að foreldrar þeirra eiga ekki rafræn skilríki. Um 1.500 flóttamenn hafa komið hingað til lands frá Úkraínu síðan stríðið hófst. Útlit er fyrir að þeir verði orðnir 4.000 fyrir árslok. Oddur Þórðarson tók saman og ræddi við Svein Rúnar Sigurðsson. Landskjörstjórn í Keníu hefur lýst William Ruto sigurvegara forsetakosninga, sem fram fóru í landinu síðasta þriðjudag. Þórgnýr Einar Albertsson sagði frá. Átakinu ?Allir vinna? lýkur um mánaðamótin. Það hefur tryggt fulla endurgreiðslu af vinnu við byggingarframkvæmdir. Björg Ásta Þórðardóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs hjá Samtökum iðnaðarins, segir tíðarfar í sumar hafa hentað illa til viðhaldsvinnu og þar að auki verði afgangur af þeim fjármunum sem ætlaðir hafi verið í endurgreiðslu hjá ríkinu. Þórdís Arnljótsdóttir talaði við hana. Nýtt bóluefni, sem er hannað til þess að vinna gegn tveimur afbrigðum kórónuveirunnar, var samþykkt af Lyfjastofnun Bretlands í dag. Leyfið gildir fyrir átján ára og eldri, en Bretar eru þeir fyrstu sem heimila notkun þessa nýja bóluefnis. Framkvæmdastjóra Fiskistofu Noregs og eiginkonu hans hefur borist fjöldi morðhótana eftir að Fiskistofan ákvað að aflífa rostunginn Freyu í gær. Þórgnýr Einar Albertsson sagði frá. ------------- Hafdís Helga Helgadóttir talaði við Eyrúnu Eyþórsdóttur, doktor í mannfræði og lektor í lögreglufræðum við háskólann á Akureyri um ofbeldis- og hatursglæpi, meðal annars í garð hinsegin fólks og hinsegin samfélagsins. Alvarlegt ástand blasir við hjá bændum á Pó-sléttunni á Ítalíu vegna þurrka. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í nokkrum héruðum í norðurhluta landsins. Ásgeir Tómasson tók saman. Umsjónarmaður: Ásgeir Tómasson. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir.
Hið árlega Sæunnarsund er framundan þar sem sjósundfólk stingur sér í klauffar kýrinnar Sæunnar sem varð fræg fyrir að bjarga sér frá slátrun með því að steypa sér í sjóinn og leggjast til sunds. Bryndís Sigurðardóttir er manneskjan sem alltaf veit allt um þennan skemmtilega viðburð og við heyrðum í henni. Nú eru bara örfáir dagar í Reykjavíkurmaraþon og mikil stemming í kringum það. Við fengum Silju Úlfarsdóttur hjá ÍBR, sem jafnframt er sjálf hlaupaþjálfari og hlaupari, til að heimsækja okkur og fara yfir það sem framundan er og hvernig er best að haga undirbúningi þessa síðustu daga fyrir hlaup. Bretar hafa áhyggjur af því að orkuverð hækki enn frekar í vetur, um 100.000 manns hafa lýst stuðningi við áform um að hætta að borga reikninga í byrjun október, þegar næsta verðhækkun tekur gildi, og Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, ætlar í dag að leggja til að orkuverð verði fryst í haust. Við ræddum þetta og fleira sem tengist efnahagslífinu í Evrópu og Bandaríkjunum við Hafstein Hauksson, hagfræðing hjá Kviku banka í Lundúnum. Frá og með deginum í dag eru tíðavörur aðgengilegar öllum endurgjaldslaust í Skotlandi. Skotland er fyrsta landið í heiminum sem fer þessa leið, en í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að sveitarstjórnum, heilbrigðis- og menntastofnunum á öllum skólastigum sé nú skylt að gera tíðavörur aðgengilegar, ókeypis öllum þeim sem þær þurfa. Við ræddum þessa nálgun skoskra stjórnvalda, hvort fari eigi sömu leið hér á landi og bleika skattinn við Finnborgu Salome Steinþórsdóttur, doktor í kynjafræði og sérfræðing í kynjuðum fjármálum, en hún situr einnig í stjórn Femínískra fjármála. Hugmyndasmiðir er heiti á verkefni sem er ætlað að efla sköpunargleði og frumkvöðlakraft barna á skemmtilegan hátt. Umræða um nýsköpun og frumkvöðla er aldeilis ekki ný af nálinni hér á landi, en sjaldnast tengjum við hana við börn, frekar viðskiptalífið. Svava Björk Ólafsdóttir, sérfræðingur í nýsköpun er ein þeirra sem standa að baki Hugmyndasmiðum og hún kom til okkar og sagði okkur af þessu forvitnilega verkefni. Svo hringdum við í Þorkel Gunnar Sigurbjörnsson íþróttafréttamann í Róm og heyrðum af Evrópumeistaramótum í ýmsum greinum íþrótta. Tónlist: Una Torfadóttir - En. Eagles - Best of my love. Phil Collins - Against all odds. Friðrik Dór - Bleikur og blár. Aldous Harding - The barrel. Ásgeir - Snowblind. Junior Senior - Move your feet. Grafík - Presley. U2 - Beautiful day. Stebbi og Eyfi - Helga. Lenny Kravitz - Stillness of heart.
Hið árlega Sæunnarsund er framundan þar sem sjósundfólk stingur sér í klauffar kýrinnar Sæunnar sem varð fræg fyrir að bjarga sér frá slátrun með því að steypa sér í sjóinn og leggjast til sunds. Bryndís Sigurðardóttir er manneskjan sem alltaf veit allt um þennan skemmtilega viðburð og við heyrðum í henni. Nú eru bara örfáir dagar í Reykjavíkurmaraþon og mikil stemming í kringum það. Við fengum Silju Úlfarsdóttur hjá ÍBR, sem jafnframt er sjálf hlaupaþjálfari og hlaupari, til að heimsækja okkur og fara yfir það sem framundan er og hvernig er best að haga undirbúningi þessa síðustu daga fyrir hlaup. Bretar hafa áhyggjur af því að orkuverð hækki enn frekar í vetur, um 100.000 manns hafa lýst stuðningi við áform um að hætta að borga reikninga í byrjun október, þegar næsta verðhækkun tekur gildi, og Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, ætlar í dag að leggja til að orkuverð verði fryst í haust. Við ræddum þetta og fleira sem tengist efnahagslífinu í Evrópu og Bandaríkjunum við Hafstein Hauksson, hagfræðing hjá Kviku banka í Lundúnum. Frá og með deginum í dag eru tíðavörur aðgengilegar öllum endurgjaldslaust í Skotlandi. Skotland er fyrsta landið í heiminum sem fer þessa leið, en í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að sveitarstjórnum, heilbrigðis- og menntastofnunum á öllum skólastigum sé nú skylt að gera tíðavörur aðgengilegar, ókeypis öllum þeim sem þær þurfa. Við ræddum þessa nálgun skoskra stjórnvalda, hvort fari eigi sömu leið hér á landi og bleika skattinn við Finnborgu Salome Steinþórsdóttur, doktor í kynjafræði og sérfræðing í kynjuðum fjármálum, en hún situr einnig í stjórn Femínískra fjármála. Hugmyndasmiðir er heiti á verkefni sem er ætlað að efla sköpunargleði og frumkvöðlakraft barna á skemmtilegan hátt. Umræða um nýsköpun og frumkvöðla er aldeilis ekki ný af nálinni hér á landi, en sjaldnast tengjum við hana við börn, frekar viðskiptalífið. Svava Björk Ólafsdóttir, sérfræðingur í nýsköpun er ein þeirra sem standa að baki Hugmyndasmiðum og hún kom til okkar og sagði okkur af þessu forvitnilega verkefni. Svo hringdum við í Þorkel Gunnar Sigurbjörnsson íþróttafréttamann í Róm og heyrðum af Evrópumeistaramótum í ýmsum greinum íþrótta. Tónlist: Una Torfadóttir - En. Eagles - Best of my love. Phil Collins - Against all odds. Friðrik Dór - Bleikur og blár. Aldous Harding - The barrel. Ásgeir - Snowblind. Junior Senior - Move your feet. Grafík - Presley. U2 - Beautiful day. Stebbi og Eyfi - Helga. Lenny Kravitz - Stillness of heart.
„Ástandsárin“ hefur tíminn verið kallaður í sögubókunum okkar þegar Bretar hernámu Ísland í seinni heimsstyrjöldinni. Færri kannast þó kannski við að íslensk stjórvöld ofsóttu ungar konur, sviptu þær sjálfræði með því að hækka sjálfræðisaldur úr 16 ár í 20 ár til þess að geta dæmt þær í fangelsi fyrir að eiga í samskiptum við hermenn. Landlæknir, forsætisráðherra, Alþingi, lögreglan, fjölmiðlar og almenningur tóku þátt í einum mestu persónunjósnum sem fram hafa farið á Íslandi til þess að ná tökum á þeim „saurlifnaði“ að íslenskar konur sýndu breskum hermönnum áhuga. Tímabil sem aldrei hefur verið gert upp af íslenskum stjórnvöldum. Alma Ómarsdóttir gerði heimildamyndina Stúlkurnar að Kleppjárnsreykjum um þennan tíma, sem vægast sagt er smánarblettur í sögu Íslands. Alma fer yfir hverskonar aðfarir áttu sér stað, hvernig njósnað var um íslenskar stúlkur, þær sendar í fangelsi eða upptökuheimili, smánaðar, útskúfaðar og lokaðar í gluggalausum rýmum svo dögum skipti. Allt með samþykki yfirvalda og stutt af almenningi og fjölmiðlum. Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs) Veganbúðin, The Body Shop, Dominos og bakhjarlar Karlmennskunnar bjóða upp á þennan þátt.
„Ástandsárin“ hefur tíminn verið kallaður í sögubókunum okkar þegar Bretar hernámu Ísland í seinni heimsstyrjöldinni. Færri kannast þó kannski við að íslensk stjórvöld ofsóttu ungar konur, sviptu þær sjálfræði með því að hækka sjálfræðisaldur úr 16 ár í 20 ár til þess að geta dæmt þær í fangelsi fyrir að eiga í samskiptum við hermenn. Landlæknir, forsætisráðherra, Alþingi, lögreglan, fjölmiðlar og almenningur tóku þátt í einum mestu persónunjósnum sem fram hafa farið á Íslandi til þess að ná tökum á þeim „saurlifnaði“ að íslenskar konur sýndu breskum hermönnum áhuga. Tímabil sem aldrei hefur verið gert upp af íslenskum stjórnvöldum. Alma Ómarsdóttir gerði heimildamyndina Stúlkurnar að Kleppjárnsreykjum um þennan tíma, sem vægast sagt er smánarblettur í sögu Íslands. Alma fer yfir hverskonar aðfarir áttu sér stað, hvernig njósnað var um íslenskar stúlkur, þær sendar í fangelsi eða upptökuheimili, smánaðar, útskúfaðar og lokaðar í gluggalausum rýmum svo dögum skipti. Allt með samþykki yfirvalda og stutt af almenningi og fjölmiðlum. Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs) Veganbúðin, The Body Shop, Dominos og bakhjarlar Karlmennskunnar bjóða upp á þennan þátt.
Þriðju vikuna í röð var innrás Rússa í Úkraínu aðalumræðuefnið í Heimsglugganum. Guðrún Hálfdánardóttir og Sigríður Halldórsdóttir ræddu við Boga Ágústsson um stöðuna í styrjöldinni í Úkraínu, fólskulega árás Rússa á barnasjúkrahús í borginni Mariupol og önnur óhæfuverk innrásarliðsins. Á þriðju milljón Úkraínumanna hefur flúið land og öll lönd Evrópusambandsins hafa opnað landamæri sín. Hlutfallslega eru flestir flóttamenn frá Úkraínu í Moldóvu, sem er eitt fátækasta ríki Evrópu. Bretar skera sig úr hópi Vestur-Evrópu ríkja því þeir krefjast vegabréfsáritunar. Það hefur verið harðlega gagnrýnt af stjórnarandstöðu sem og mörgum þingmönnum Íhaldsflokksins. Samstaða vestrænna ríkja gegn Rússum er mikil og eru þeir beittir afar hörðum efnahagslegum refsiaðgerðum.
Þriðju vikuna í röð var innrás Rússa í Úkraínu aðalumræðuefnið í Heimsglugganum. Guðrún Hálfdánardóttir og Sigríður Halldórsdóttir ræddu við Boga Ágústsson um stöðuna í styrjöldinni í Úkraínu, fólskulega árás Rússa á barnasjúkrahús í borginni Mariupol og önnur óhæfuverk innrásarliðsins. Á þriðju milljón Úkraínumanna hefur flúið land og öll lönd Evrópusambandsins hafa opnað landamæri sín. Hlutfallslega eru flestir flóttamenn frá Úkraínu í Moldóvu, sem er eitt fátækasta ríki Evrópu. Bretar skera sig úr hópi Vestur-Evrópu ríkja því þeir krefjast vegabréfsáritunar. Það hefur verið harðlega gagnrýnt af stjórnarandstöðu sem og mörgum þingmönnum Íhaldsflokksins. Samstaða vestrænna ríkja gegn Rússum er mikil og eru þeir beittir afar hörðum efnahagslegum refsiaðgerðum.
Þriðju vikuna í röð var innrás Rússa í Úkraínu aðalumræðuefnið í Heimsglugganum. Guðrún Hálfdánardóttir og Sigríður Halldórsdóttir ræddu við Boga Ágústsson um stöðuna í styrjöldinni í Úkraínu, fólskulega árás Rússa á barnasjúkrahús í borginni Mariupol og önnur óhæfuverk innrásarliðsins. Á þriðju milljón Úkraínumanna hefur flúið land og öll lönd Evrópusambandsins hafa opnað landamæri sín. Hlutfallslega eru flestir flóttamenn frá Úkraínu í Moldóvu, sem er eitt fátækasta ríki Evrópu. Bretar skera sig úr hópi Vestur-Evrópu ríkja því þeir krefjast vegabréfsáritunar. Það hefur verið harðlega gagnrýnt af stjórnarandstöðu sem og mörgum þingmönnum Íhaldsflokksins. Samstaða vestrænna ríkja gegn Rússum er mikil og eru þeir beittir afar hörðum efnahagslegum refsiaðgerðum.
Eftir æsilega siglingu orrustuskipsins Duke of York inn í Eyjafjörð rétt fyrir jólin 1943, stigu nokkrir skipsmenn á land á Akureyri. Þar á meðal var Edward Eastway Thomas, sem hafði verið við mælingar á Íslandi 1941. Hann leigði herbergi hjá Bjarna Halldórssyni og Margréti konu hans um tíma. Edward Thomas var breskur hermaður og hafði gert uppdrætti af fjörðum, víkum og vogum á Vestfjörðum. Bretar komu upp ratsjárstöðvum á Vestfjörðum til að fylgjast með ferðum þýskra kafbáta. Meðal skipverja á Duke of York sem stigu á land fyrir jólin 1973 var Edward Thomas. Umsjón: Illugi Jökusson.
Eftir æsilega siglingu orrustuskipsins Duke of York inn í Eyjafjörð rétt fyrir jólin 1943, stigu nokkrir skipsmenn á land á Akureyri. Þar á meðal var Edward Eastway Thomas, sem hafði verið við mælingar á Íslandi 1941. Hann leigði herbergi hjá Bjarna Halldórssyni og Margréti konu hans um tíma. Edward Thomas var breskur hermaður og hafði gert uppdrætti af fjörðum, víkum og vogum á Vestfjörðum. Bretar komu upp ratsjárstöðvum á Vestfjörðum til að fylgjast með ferðum þýskra kafbáta. Meðal skipverja á Duke of York sem stigu á land fyrir jólin 1973 var Edward Thomas. Umsjón: Illugi Jökusson.