POPULARITY
Þriðjudagur 8. apríl Trump, Woke, varnarsamningur, vindmyllur, Gaza, ríkisborgararéttur og Geðbrigði Hagfræðingarnir Þorsteinn Þorgeirsson og Gylfi Magnússon ræða um um tolla og efnahagsstefnu Trump. Og eru ekki á sama máli í samtali við Gunnar Smára. Þorsteinn segir þá leiða til góðs en Gylfi til ills. Brynjar Karl Sigurðsson körfuboltaþjálfari og Valgerður Þ. Pálmadóttir, kennari í Háskóla Íslands í kynjafræði og hugmyndasögu koma í spjall við Rauða borðið og fara yfir í líflegri samræðu við Oddnýju Eir og Björn Þorláks yfir átökin um kynjafræðina, wókið, umræðuna, ofbeldið, rétttrúnaðinn og samræðuna. Guttormur Þorsteinsson formaður Samtaka hernaðarandstæðinga og Elvar Ástráðsson skjalavörður samtakanna ræða um leyni-varnarsamning íslenskra stjórnvalda við Bandaríkin þar sem bandaríski herinn hefur allan rétt að leggja undir sig land og innviði. Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd og Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur í stjórn Landverndar ræða um yfirgengileg áform um vindmyllugarða á Íslandi og fórnarkostnaðinn. Hjálmtýr Heiðdal formaður félagsins Ísland Palestína segir fréttir af þjóðarmorði ásamt Maríu Lilju.Natan HK, Íslendingur í Kaleforníu, gagnasérfræðingur og forritari segir frá umsókn sinni um íslenskan ríkisborgararétt og frá ljónunum í veginum. Agnes Ósk Ægisdóttir og Ásthildur Emma Ingileifardóttir meðlimir hljómsveitarinnar Geðbrigði, sigurvegarar Músíktilrauna mæta til Maríu Lilju ásamt Esther Bíbí bassaleikara Kolrössu sem jafnframt eru fyrrum sigurvegarar keppninnar.
Kristján Kristjánsson stýrir kröftugri umræðu um þjóðmálin. Í þessum þætti: Sanna Magdalena Mörtudóttir og Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúar um stjórnmál. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra um alþjóðamál. Magnús Þór Jónsson formaður KÍ um verkalýðsmál. Björg Eva Erlendsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar og Guðmundur Ari Sigurjónsson alþingismaður um orkumál.
Mánudagur 27. janúar Styrkir til flokka, fjölmiðlar, fasismi, hið ritaða og talaða orð Björg Eva Erlendsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar og Atli Þór Fanndal verkefnisstjóri hjá Háskólanum á Bifröst um lög um stjórnmálasamtök of hvort Flokkur fólksins eigi að skila sínum styrkjum. Freyja Steingrímsdóttir framkvæmdastjóri Blaðamannafélagsins og Jón Trausti Reynisson framkvæmdastjóri Heimildarinnar ræða stöðu blaðamennsku hér á landi, sem sumpart er óviðunandi. Skortur á samstöðu blaðamanna er eitt fjölmargra meina. Eiríkur Bergmann prófessor fjallar um fasisma og Donald Trump, erum við komin á nýtt tímabil stjórnmála í okkar heimshluta. Hallgrímur Helgason ræðir sýningu sína Sextíu kíló og Halldóra Jónsdóttir og Þórdís Úlfarsdóttir ritstjórar orðabóka hjá Árnastofnun segja okkur frá orðabókarstörfum og sýn á framtíð tungumálsins.
Miðvikudagur 15. janúar Vopnahlé, reynsluboltar, Carbfix, handbolti og hótanir Í tilefni nýrra frétta um að vopnahlé verði jafnvel tilkynnt í Quatar í kvöld ræðir María Lilja við Dr. Kristján Þór Sigurðsson, mannfræðing og kennara í HÍ um þýðingu vopnahlés á Gaza. Þau ræða síðan um pólitík, kjör eldri borgara, lífið eftir vinnu og fleira við Sigurjón Magnús Egilsson, þau Kristín Ástgeirsdóttir fyrrum þingkona, Steingerður Steinarsdóttir ritstjóri, Þorsteinn Sæmundsson varaþingmaður og Þröstur Ólafsson hagfræðingur og miðla af langri reynslu og innsýn. Íbúar í Hafnarfirði hafa margir sameinast í andstöðu við stórfellda iðnaðar-uppbyggingu nálægt íbúahverfum. Áformin hafa tekið stökkbreytingum og fjarlægast æ meir vilja almennings. Við fengum tvo íbúa til að koma og lýsa sínu sjónarhorni og segja okkur frá því sem hefur verið kallað Carbfix-klúðrið, þau Björg Helga Geirsdóttir, leikskólastjóri og Davíð Arnar Stefánsson, sjálfbærnifulltrúi Lands og skógar útskýra hvernig hagsmunir íbúa hafa ítrekað verið hundsaðir.Það hefur ekki farið framhjá mörgum Íslendingnum að HM í handbolta hefst á morgun. Einar Jónsson handboltaþjálfari fer yfir stöðuna og spáir í gengi strákanna okkar í spjalli við Björn Þorláksson sem er mikill áhugamaður um handbolta. Þorgerður María Þorbjarnardóttir formaður Landverndar ræðir ýmis umhverfismál og þar á meðal að tugir skemmtiferðaskipa hóta að hætta við komu til landsins vegna innviðagjalds.
Kristján Kristjánsson stýrir kröftugri umræðu um þjóðmálin. Í þessum þætti: Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra um stjórnmál. Björg Eva Erlendsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar og Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins um orkumál. Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi og Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi um borgarmál og skipulagsmál. Eiríkur Bergmann prófessor um stjórnmál og stjórnarmyndunarviðræður.
Síðustu vikur höfuð við fengið regluleg innslög frá Þorgerði Maríu Þorbjarnardóttur, formanni Landverndar. Hún er nýkomin frá Aserbaísjan, þar sem hún tók þátt í COP 29 loftslagsráðstefnunni og fylgdist með því sem fram fór á henni. Þar á undan var hún á COP-ráðstefnu um lífræðilegan fjölbreytileika í Kólumbíu. Þorgerður María ætlar að setjast hjá okkur í byrjun þáttar og gera upp þessar ráðstefnur. „Ein af megin áskorunum í geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi er skortur á samfelldri, samþættri og heildrænni geðheilbrigðisþjónustu og vísbendingar eru um að einhverfir fái ekki geðheilbrigðisþjónustu sem mætir þörfum þeirra með árangursríkum hætti.“ Þetta stendur í nýrri skýrslu verkefnahóps á vegum heilbrigðisráðuneytisins sem greindi stöðu mála og hefur nú skilað til ráðherra tillögum til úrbóta í þessum málaflokki. Helga Sif Friðjónsdóttir, staðgengill skrifstofustjóra í heilbrigðisráðuneyti, leiddi verkefnahópinn og hún ætlar að kíkja við og segja okkur frá þessu verkefni. Svo fáum við pistil frá Páli Líndal, umhverfissálfræðingi, í lok þáttar. Tónlist úr þættinum: SUPERSPORT! - Upp í sófa (ásamt K. Óla). Big Red Machine - I Won't Run From It. LÚPÍNA - Ástarbréf.
Mánudagurinn 25. nóvember Kosningar, umhverfi, ungir kjósendur, sósíalismi, strandeldi og sirkus Esther Bíbí Ásgeirsdóttir bassaleikari, Hrönn Sveinsdóttir bíóstjóri, Kristjana Guðbrandsdóttir fjölmiðlakona og Borgar Magnússon tónskáld fara yfir stöðuna í pólitíkinni, nú þegar kosningabaráttan er komin á yfirsnúning. Fjórir nemendur úr MR sem eru að fara að kjósa í fyrsta sinn, þau Uni Níls Gunnlaugsson, Freyja Rúnarsdóttir, Björn Diljan Hálfdánarson og Herdís Sigurðardóttir Busson, ræða um misheppnaðar tilraunir stjórnmálaflokkanna til að ná til unga fólksins. Þorgerður María Þorbjarnardóttir formaður Landverndar og Árni Finnsson formaður stjórnar Náttúruverndarsamtaka Íslands segja okkur fréttir frá nýjustu alþjóðaráðstefnum á sviði umhverfis- og loftslagsmála. Þorsteinn Bergsson oddviti Sósíalista í Norðaustri segir frá sér og sósíalismanum. Ísadóra Ísfeld Finnsdóttir og Ida Karólína Harris eru ungir umhverfissinnar sem hyggjast beita verkfallsaðgerðum og ganga úr tíma á föstudaginn til að mótmæla laxeldi í sjó. Birta Benónýsdóttir sirkuskona segir okkur frá sirkuslífinu.
Í gær var haldin minningarstund í húsnæði Samtakanna 78. Tilefnið var minningardagur trans fólks sem haldinn er árlega, þann 20. nóvember, þar sem þess trans fólks sem hefur verið myrt eða tekið eigið líf er minnst. Við fórum í heimsókn síðdegis í gær til að fylgjast með undirbúningi athafnarinnar og ræða við skipuleggjendur. Gestabækur geta veitt innsýn inn í skoðanir, viðhorf og tilfinningar þeirra sem í þær skrifa og gildi þeirra sem sagnfræðileg heimild hefur aukist á síðustu árum. Sigurjón Baldur Hafsteinsson, prófessor í sagnafræði, hefur rannsakað gestabækur Hins íslenska reðasafns og hann kíkir í heimsókn og segir okkur frá ýmsu gáfulegu sem birtist í bókunum. Og síðan heyrum við tólfta innslag Þorgerðar Maríu Þorbjarnardóttur, formanns Landverndar, sem er á COP29-ráðstefnunni í Aserbaídjan.
COP29, loftslagsráðstefna Sameinuðuþjóðanna, fer nú fram í Bakú í Aserbaísjan. Meðal yfirlýstra markmiða ráðstefnunnar er að marka stefnu til að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis á heimsvísu. Gestgjafaþjóð ráðstefnunnar, Aserbaísjan, er hins vegar mikil jarðefnaeldsneytisþjóð, og erfitt gæti orðið að sannfæra stjórnvöld þar í landi, og víðar, að breyta út af venjunni. Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, er á ráðstefnunni. Hún hefur verið með regluleg innslög í Samfélaginu undanfarið og í dag segir hún okkur aðeins nánar frá jarðefnaeldsneytisþjóðinni Aserbaísjan. Og við höldum okkur við loftslagsmálin, vindum okkur í loftslagsspjallið að þessu sinni við Mikael Allan Mikaelsson, sérfræðing í loftslagsmálum og stefnumótun. Hann starfaði í tæpan áratug fyrir bresku utanríkis-, orku- og iðnaðarráðuneytin, hlaut MBE-orðu bresku krúnunnar - kannski einhvers konar hliðstæðu íslensku fálkaorðunnar, starfar nú hjá Stocholm Environment Institute og er einn af helstu höfundum nýja evrópska loftslagsáhættumatsins - en við ætlum ekki bara að ræða feril hans og afrek heldur fyrst og fremst heyra hvað honum finnst um stöðuna í loftslagsmálum, vænlegar aðgerðir og áherslur til framtíðar. Anna Sigríður Þráinsdóttir, málfarsráðunautur, mætir í málfarsspjall og ræðir meðal annars orðið stórforeldri. Tónlist: Mars Volta - Aegis.
Fálkafell er gamall skátaskáli ofan Akureyrar. Skátaflokkurinn Fálkar reisti skálann árið 1932 og hann er alla jafna læstur nema skátarnir séu eitthvað að brasa þar - en vinsældir hans hafa stóraukist á árinu, allavega vinsældir gönguleiðarinnar þangað. Á hverjum degi gengur fjöldi fólks frá bílastæði við Súluveg upp nokkuð brattan vegslóða sem liggur að skálanum. Svo virðist sem auknar vinsældir leiðarinnar megi rekja til þeirra Heiðrúnar Jóhannsdóttur og Halldóru Magnúsdóttur sem í byrjun árs ákváðu að fara fimmtíu ferðir á fellið en stefna nú á hundrað - og halda utan um Fálkafells-samfélagið á Facebook-síðunni: 100 ferðir á Fálkafell. Hversu mikið fjármagn eiga þróuð ríki að veita þróunarríkjum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og vinna gegn skaðlegum afleiðingum hamfarahlýnunar. Þetta er meðal þess sem er rætt á COP-loftslagsráðstefnunni í Bakú í Aserbaídjan þessa dagana og Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, er þar að fylgjast með. Þorgerður María hefur verið með regluleg innslög í þáttinn síðustu vikur og í dag heyrum við tíunda innslag Þorgerðar í Samfélagið. Og við rifjum síðan upp kosningaumfjöllun frá því um miðbik tuttugustu aldar, ásamt Helgu Láru Þorsteinsdóttur, safnstjóra RÚV, og heyrum hvað hefur breyst í íslenskum stjórnmálum síðan, og hvað hefur haldist óbreytt. Tónlist og stef í þættinum: MITSKI - Bug Like an Angel. Guðmundur Pétursson Tónlistarm. - Samfélagið Millistef (úr laginu Tegund). JAMES BLAKE - The Wilhelm Scream (spilar á Sónar 2013). Guðmundur Pétursson Tónlistarm. - Samfélagið Millistef (úr laginu Tegund). Davis, Miles - Honky Tonk.
Síðustu daga og vikur hefur talsvert verið fjallað um lyfjatengd andlát. Landlæknir birti nýlega tölur sem sýndu að árið 2023 urðu 56 andlát á Íslandi sem rekja mátti til eitrunar vegna ávana- og fíkniefna. Ein manneskja sem lést af völdum lyfjaeitrunar í hverri einustu viku, allt árið 2023, og rúmlega það. Þessi andlát eru birtingamyndir vandamála í heilbrigðiskerfinu, félagslega kerfinu, velferðarkerfinu, og víðar, og í dag fjöllum við um þessi vandamál. Við ræðum við Kristínu I. Pálsdóttur, framkvæmdarstjóra Rótarinnar og formann starfshóps um endurskoðun á stefnu um áfengis og vímuvarnir, og Grím Atlason, framkvæmdarstjóra Geðhjálpar. Við könnum líka hinar ýmsu hliðar COP-loftslagsráðstefnunnar í Baku í Aserbaídjan, í gegnum tvo pistla – annars vegar frá Þorgerði Maríu Þorbjarnardóttur, formanni Landverndar sem er á ráðstefnunni, og hins vegar Stefáni Gíslasyni, umhverfisstjórnunarfræðingi og föstum pistlahöfundi Samfélagsins. Tónlist úr þættinum: Marcin Wasilewski - Roxana's song. Marcin Wasilewski - Hyperballad.
Í dag ætlum við að pæla aðeins í örnefnum. Hvað þýða þau? Hvað er á bak við þau? Hvað segja þau okkur um samfélagið okkar? Við heimsækjum Emily Lethbridge, rannsóknardósent á Árnastofnun, og ræðum örnefni. Þessa dagana stendur yfir norræn, fámenn en góðmenn ráðstefna um hjúkrunarkennslu í Háskólanum á Akureyri. Þar er meðal annars verið að fjalla um hermikennslu með fjarstýrðum hátæknidúkkum og tækni sem nýtist hjúkrunarfræðingum, nemum og kennurum í hjúkrunarfræði. Þórhalla Sigurðardóttir, aðjúnkt við hjúkrunarfræðideild Háskólans á Akureyri, og Helena Sigurðardóttir, kennsluráðgjafi hjá kennslu- og upplýsingatæknimiðstöð skólans, segja okkur frá ráðstefnunni. Síðan fáum við pistla frá Páli Líndal umhverfissálfræðingi og Þorgerði Maríu Þorbjarnardóttur formanni Landverndar. Báðir fjalla þeir um umhverfismál, en á mjög ólíkan hátt. Páll veltir fyrir sér umhverfinu sem við lifum í og áhrifum þess á heilsu okkar. Þorgerður er í Baku í Aserbaídjan á stóru COP-loftslagsráðstefnunni þar sem gestir reyna að halda í vonina um að niðurstöður ráðstefnunnar verði meira en bara orðin tóm. Tónlist úr þættinum Young, Lola - Flicker of Light. O.N.E., - Ute. Teitur Magnússon - Kamelgult.
Heimsfaraldurinn kollvarpaði tímabundið starfi framhaldsskóla, í mars 2020, þegar samkomubann var sett á var farið að kenna allt í fjarkennslu, um haustið var hert og slakað á víxl og skólastarfið var sífellt að aðlaga sig. Hvaða áhrif hafði þetta á kennara? Nokkrir fræðimenn við Menntavísindasvið Háskóla Íslands hafa undanfarið rannsakað þetta í þaula og safnað fjölbreyttum gögnum. En stærsta ein stærsta niðurstaðan kom eins og blaut tuska í andlitið á þeim. Súsanna Margrét Gestsdóttir, kennari, sagnfræðingur,lektor við Menntavísindasvið HÍ og ein rannsakendanna kemur til okkar núna rétt á eftir og greinir meðal annars frá ólíkum áhrifum ráðstafananna sem gerðar voru vegna faraldursins á konur og karla í kennarastétt. Síðustu daga og vikur höfum við fengið að heyra innslög frá Þorgerði Maríu Þorbjarnardóttur, formanni Landverndar, þar sem hún hefur sagt frá dvöl sinni í Cali í Kólumbíu. Hún sótti þangað ráðstefnu aðildarríkja að rammasamningi Sameinuðu þjóðanna um líffræðilegan fjölbreytileika. Þetta er risastór viðburður þar sem fulltrúar ríkjanna koma saman og setja sér alls konar markmið og gera alls konar áætlanir. En hvernig er það að vera á svona ráðstefnu. Næst einhver raunverulegur árangur? Gera þessar ráðstefnur eitthvað gagn? Við fáum Þorgerði Maríu til okkar í spjall um þetta og margt fleira. Spennan vex vestanhafs. Róbert Jóhannsson, fréttamaður á erlendu deildinni ræðir við okkur um kosningarnar í Bandaríkjunum. Anna Sigríður Þráinsdóttir, málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins, spjallar við okkur um tökuorð. Tónlist í þættinum: BEAR THE ANT - Hey!. Höst, Lene, Airana, Miriam - Sanfona Sentida. BSÍ - Lily (hot dog).
Í dag fjöllum við um kynferðislega áreitni og ofbeldi í íþróttum. Á Þjóðarspeglinum síðasta föstudag kynnti Anna Soffía Víkingsdóttir, doktor í félagsfræði, rannsóknir sem byggja á viðtölum við íþróttamenn sem lýsa sinni reynslu af kynferðislegri áreitni og ofbeldi. Við ræddum við Önnu Soffíu á Þjóðarspeglinum um þessar rannsóknir og um þá menningu sem viðgengst í íþróttum á Íslandi. Við heyrum næstsíðasta pistil Þorgerðar Maríu Þorbjarnardóttur, formanns Landverndar, frá ráðstefnu aðildarríkja að samningi Sameinuðu þjóðanna um líffræðilegan fjölbreytileika - í Kalí í Kólumbíu. Hún beinir í dag sjónum sínum að stóru málunum á bak við litlu orðin í samningsdrögunum, sem endalaust er rifist um, og fjallar meðal annars um sýn frumbyggja. Ákveðin lykt togar Guðrúnu Öldu Harðardóttur, doktor í leikskólafræðum, marga áratugi aftur í tímann. Í erindi sem hún flutti á Þjóðarspeglinum, ráðstefnu félagsvísindanna í Háskóla Íslands, talaði hún um matartíma barna í leikskólum - og hvernig venjur og hefðir í stofnanaumhverfi fyrri tíma móta hvernig matartíminn fer fram í dag. Vinnumálastofnun vinnur að því að breyta viðhorfum og menningu þannig að fólk með skerta starfsgetu eigi greiðari leið að hlutastörfum á vinnumarkaði. Nú er í burðarliðnum stórt verkefni sem heitir Unndís - Sara Dögg Svanhildardóttir, sérfræðingur í atvinnumálum fatlaðs fólks, leiðir verkefnið hjá Vinnumálastofnun og spjallar við okkur um það. Tónlist: Hjálmar - Yfir hafið. PRINS PÓLÓ - Underwear. THE WHITE STRIPES - Seven Nation Army (live).
Fimmtudagurinn 31. október Kosningar, samkeppni, verkfall, Bandaríkin og klassíkin Spennan í íslenskum stjórnmálum vex. Héðinn Unnsteinsson stefnumótunarfræðingur, Jakob Frímann Magnússon, tónlistarmaður og þingmaður, Erna Bjarnadóttir hagfræðingur og Björg Eva Erlendsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar taka stöðuna. Við ræðum samkeppnismál í aðdraganda kosninga: Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna, Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins og Gísli Tryggvason lögmaður og fyrrum talsmaður neytenda ræða hvað stjórnvöld þurfa að gera til efla samkeppni og styrkja hag neytenda. Guðjón Hreinn Hauksson formaður Félags framhaldsskólakennara, Haraldur F. Gíslason formaður Félags leikskólakennara, Sigrún Grendal Jóhannesdóttir formaður Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum og Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambandsins koma á verkfallsvakt kennara. Jón Ólafsson prófessor og Friðjón R. Friðjónsson borgarfulltrúi ræða forsetakosningarnar í Bandaríkjunum og Magnús Lyngdal Magnússon sagnfræðingur segir okkur frá bók sinni um Klassíska tónlist.
Við fjöllum um hlutskipti barna á Gaza, nú þegar ísraelska þingið Knesset hefur sett lög sem gera Palestínu-flóttamannahjálpinni, stofnun á vegum Sameinuðu þjóðarinnar, ógerlegt að halda áfram mannúðaraðstoð sinni á svæðinu. Birna Þórarinsdóttir Framkvæmdastjóri Unicef á Íslandi kemur til okkar hér rétt á eftir. Í gærkvöldi var fjallað um dánaraðstoð í fréttaskýringaþættinum Kveik. Þar heyrðum við sögu Jóns Grímssonar, íslendings sem var búsettur í Washington-ríki í Bandaríkjunum og sótti um dánaraðstoð eftir að hafa greinst með illvígt lungnakrabbamein. Dánaraðstoð er lögleg í Washington-ríki og á nokkrum öðrum stöðum í Bandaríkjunum og Evrópu – og nú kalla sumir eftir að dánaraðstoð verði gerð lögleg hér á landi. Við ræðum við Gunnhildi Kjerúlf Birgisdóttur, fréttamann Kveiks sem greindi frá sögu Jóns í gærkvöldi – og Katrínu Eddu Snjólaugsdóttur, sérfræðing í líknandi hjúkrun. Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, heldur áfram að segja okkur frá ferðum sínum í Kólumbíu, þar sem hún er á mikilvægri ráðstefnu um lífræðilegan fjölbreytileika. Síðan kemur Edda Olgudóttir, vísindamiðlari, til okkar í lok þáttar og ræðir sykursýkislyf og heilahrörnunarsjúkdóma. Tónlist: COLDPLAY - Don't Panic. BAGGALÚTUR - Sólskinið í Dakota.
Komið þið sæl. Samfélagið heilsar. Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon eru umsjónarmenn. Við fjöllum um vopnaburð lögreglu almennt og sérstaklega um rafvarnarvopn og verkefni ríkislögreglustjóra í kringum Norðurlandaráðsþingið og heimsókn Volodimírs Zelenskís, forseta Úkraínu. Ólafur Örn Bragason, forstöðumaður mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar, og Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, ræða þetta frá ýmsum hliðum. Fæðumst við annað hvort ólseig eða án allrar getu til að sýna seiglu? Páll Líndal, umhverfissálfræðingur og pistlahöfundur Samfélagsins, fjallar um mikilvægi seiglu í pistli dagsins. Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, er enn í Cali í Kólumbíu á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP, um líffræðilegan fjölbreytileika. Í pistli dagsins fjallar hún um genamengi náttúrunnar - sem er bæði dýrmætt og eftirsótt til hagnýtingar. Tónlist í þættinum: HJÁLMAR - Taktu Þessa Trommu. ALVA NOTO & RYUICHI SAKAMOTO - Microon II. MUGISON & GDRN - Heim (Hljómskálinn 2020). BOB DYLAN - Like A Rolling Stone.
Forsvarsmenn samfélagsmiðla á borð við Facebook, Instagram og TikTok vita að það eru kosningar framundan á Íslandi og eru því sérlega vakandi fyrir því að koma í veg fyrir að misvísandi upplýsingar, matreiddar af gervigreind, komist í umferð. Við byrjum þáttinn á Vélvitinu; Eyrún Magnúsdóttir ræðir við Elfu Ýr Gylfadóttur framkvæmdastjóra Fjölmiðlanefndar um gervigreind og upplýsingaóreiðu í tengslum við kosningar. Og við fjöllum meira um kosningar, eða réttara sagt fjöllum við um umfjöllun um kosningar. Aðdragandinn að alþingiskosningunum 30 nóvember næstkomandi verður smá óvenjulegur, ekki síst vegna þess að kosningarnar voru boðaðar óvænt og undirbúningstíminn er naumur. Stígur Helgason, kosningaritstjóri RÚV, kíkir í heimsókn hér á eftir og segir okkur aðeins frá kosningaumfjöllun ríkisútvarpsins næstu vikur. En á dögunum vann Björg Árnadóttir, rithöfundur, ritlistarkennari og eigandi Stílvopnsins, til alþjóðlegra nýsköpunarverðlauna fyrir samfélagslega nýsköpun. Hún hlaut þessi verðlaun fyrir að hafa þróað skapandi, valdeflandi og inngildandi kennsluaðferðir í fullorðinsfræðslu, einkum með aðferðum ritlistar. Við heyrum í Björgu um miðbik þáttar. Og svo er það Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, sem er á smá ráðstefnuflakki og verður með regluleg innslög í Samfélaginu næstu vikur. Í dag segir hún okkur frá dvölinni í Cali í Kólumbíu, þar sem ráðstefna um líffræðilegan fjölbreytileika er haldin. Tónlist úr þættinum: BONNIE RAITT - Nick Of Time. LYLE LOVETT - Election Day. MUGISON - Tipzy king.
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum viðraði í gær áhyggjur af því að það vantaði upplýsingaskilti sem vöruðu ferðamenn við hugsanlegum hættum í og við Grindavík. Ferðamenn í útivistarfatnaði rölta nú um götur Grindavíkur, virða fyrir sér illa farin hús, skoða ljósmyndasýningu í Menningarhúsinu Kvikunni og fá sér í svanginn. Sumir eru á eigin vegum - aðrir í skipulögðum rútuferðum. Við ræðum ferðaþjónustuna í Grindavík í þætti dagsins, spjöllum við ferðamenn og gistihúsaeiganda sem þessa dagana er að dytta að gistiheimili sem hefur engan hýst í tæpt ár. En umræður um aðgengi að svæðum í grennd við gosstöðvar eru ekki nýjar af nálinni. Fyrir um tíu árum gaus í Holuhrauni, norðan Vatnajökuls, og var svæðinu þar í kring lokað, mörgum til nokkurrar óánægju. Samfélagið fjallaði um þessar lokanir á sínum tíma og við heyrum brot úr þeirri umfjöllun í dag. Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, er þessa dagana stödd í Cali, þriðju stærstu borg Kólumbíu. Þar fer fram sextánda ráðstefna þeirra ríkja sem eiga aðild að samningi Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni. Ráðstefnan var formlega sett í gær og ríkjanna bíður það verkefni að ná samkomulagi um aðgerðir til þess að vernda líffræðilegan fjölbreytileika jarðarinnar - sem á víða undir högg að sækja - og þar með lífið sjálft. Þorgerður María er ein af 15 þúsund gestum sem eru viðstaddir ráðstefnuna og ætlar að segja okkur frá því sem hún verður vitni að þar næstu daga. Í dag heyrum við af ferðalaginu og setningunni. Tónlist: Una Torfadóttir - Það sýnir sig (Studio RUV). Dina Ögon - Jag vill ha allt. BSÍ - Vesturbæjar beach.
Þriðjudagurinn 24. september Freki karlinn, aðgerðarleysi í loftlagsmálum, Brasilía, innanlandsflug, Sýslumaður dauðans og ull Við hefjum þáttinn á umræðu um karla með Bjarna Karlssyni; Bergsteinn Sigurðsson blaðamaður, Atli Þór Fanndal starfsmaður Pírata og Páll Baldvin Baldvinsson leikstjóri ræða karlmennsku og einkum freka karlinn. Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands., Auður Önnu Magnúsdóttir fyrrum framkvæmdastjóri Landverndar, Guðmundur Steingrímsson doktorsnemi í umhverfis- og auðlindafræði og Þorbjörg María Þorbjarnardóttir formaður Landverndar gagnrýna aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftlagsmálum. Luciano Dutra segir okkur frá pólitíkinni í Brasilíu og Ólína Freysteinsdóttir íbúi á Akureyri frá hækkun á innanlandsflugi. Við ræðum leikritið Sýslumaður dauðans við höfundinn Birni Jón Sigurðsson, leikstjórann Stefán Jónsson, aðalleikarann Harald Ara Stefánsson og leikhússtjórann Brynhildi Guðjónsdóttur. Og í lokin segir Hulda Brynjólfsdóttir bóndi og eigandi Uppspuna okkur frá ullarvikunni.
Kristján Kristjánsson stýrir kröftugri umræðu um þjóðmálin. Í þessum þætti: Vilhjálmur Árnason alþingismaður og Björg Eva Erlendsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar um vindorku. Konráð Guðjónsson efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR um efnahagsmál. Þorsteinn Siglaugsson ráðgjafi um gervigreind. Haraldur Þór Jónsson sveitarstjóri um orkumál og stöðu sveitarfélaga.
Föstudagurinn 16. ágúst Vikuskammtur: Vika 33 Í Vikuskammt við Rauða borðið koma í dag þau Almar Blær Sigurjónsson leikari, Esther Bíbí Ásgeirsdóttir bassaleikari og safnvörður, Þorbjörn Rúnarsson tenór og kennari og Þorgerður María Þorbjarnardóttir formaður Landverndar og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af því að sumarleyfin eru að klárast og daglegt líf að finna venjubundnari takt og átökin um grundvallarmál samfélagsins að brjótast fram.
Kristján Kristjánsson stýrir kröftugri umræðu um þjóðmálin: Í þessum þætti: Björg Eva Erlendsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar um umhverfismál. Sigurður Kári Kristjánsson lögmaður og Þorkell Máni Pétursson útvarpsmaður um veðmálastarfsemi og fjárhættuspil. Ragnar Þór Reynisson stofnandi mótmælasíðu og Geir Guðmundsson verkfræðingur um Carbfix verkefnið í Hafnarfirði. Alexandra Briem borgarfulltrúi og Njáll Trausti Friðbertsson alþingismaður um Reykjarvíkurflugvöll.
Fyrir helgi var Netaprent, fyrirtæki í eigu fjögurra Verslunarskólanema, valið fyrirtæki ársins í fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla – JA Iceland. Þetta fyrirtæki, Netaprent, framleiðir þrívíddarprentefni úr notuðum fiskinetum og var eitt þeirra 30 fyrirtækja frá 15 framhaldsskólum sem komust í úrslit og mun taka þátt í Evrópukeppni Ungra frumkvöðla sem fer fram á Sikiley í sumar. Við forvitnumst um Unga frumkvöðla og Netaprent hér á eftir - tölum við Petru Bragadóttur,framkvæmdastjóra Ungra frumkvöðla, og tvo úr hópnum sem stendur að baki fyrirtækis ársins, þá Andra Clausen og Erik Gerritsen. Við mælum okkur mót við Þorgerði Maríu Þorbjarnardóttur, formann Landverndar, samtökin standa í flutningum og enginn veit hvað átt hefur fyrr en flutt hefur. Saga félagsins spannar rúma hálfa öld og starfsfólk fann við undirbúning flutninganna fjölda kassa með áhugaverðum skjölum - við kíkjum í einn slíkan og ræðum við Þorgerði um áherslur umhverfisverndarhreyfingarinnar fyrr og nú. Við heyrum málfarsmínútu í umsjón Önnu Sigríðar Þráinsdóttur málfarsráðunautar og í lok þáttar heimsækjum við Þjóðskjalasafn Íslands og fræðumst um rafræna skjalavörslu, þar tekur Haukur Kristófer Bragason á móti okkur. Tónlist: ELVIS COSTELLO & THE ATTRACTIONS - Good Year For The Roses.
Mánudagurinn 29. apríl Strandeldi, auðlindir, Breiðholt og árshátíð Samstöðvarinnar Þorgerður María Þorbjarnardóttir formaður Landverndar kemur til okkar og ræðir lagareldi og önnur auðlinda- og umhverfismál. Síðan kemur kemur Óskar Dýrmundur Ólafsson framkvæmdastjóri hverfismiðstöðvar Reykjavíkurborgar í Breiðholti og ræðir um stöðuna í hverfinu, áskoranir og aðgerðir. Síðan breytist Rauða borðið í eldhúspartí á árshátíð Samstöðvarinnar sem er í kvöld, við heyrum í fólkinu sem býr til þætti stöðvarinnar og ræðum fjölmiðla, samfélag og hlutverk Samstöðvarinnar.
Við ætlum að tala um gervigreind og þá sérstaklega Chat GPT. Þessi tækni sem á íslensku hefur verið kölluð spunagreind, er á fleygiferð og er nú aðgengileg öllum sem vilja. En hvernig getur almenningur nýtt sér þetta tól sem best í daglegum störfum? Er það þegar að gerast hér á landi og ættu t.d. vinnustaðir að tileinka sér chatGPT nú þegar og þjálfa starfsfólk sitt í að nota þessa tækni? Og hversu víða nýtist þessi tækni? Við kennslu í grunnskólum? Við almenn skrifstofustörf? Hjá ríkisstofnunum? Fjölmiðlum? Í heilbrigðiskerfinu? Sverrir Heiðar Davíðsson hugbúnaðarverkfræðingur og sérfræðingur í gervigreind hefur kennt námskeið hjá Endurmenntun um hagnýtar gervigreindarlausnir og starfar sem leiðtogi í hagnýtingu gervigreindar hjá Orkuveitunni. Hann ætlar að ræða við okkur. Mikil snjóþyngsli, snjóflóðahætta og rýmingar hafa undanfarnar vikur haft áhrif á líf fólks á Norður- og Austurlandi. Við ræðum við Hildi Þórisdóttur, oddvita Austurlistans í Múlaþingi, hún býr á Seyðisfirði og óttast að bærinn breytist hreinlega í sumarhúsabyggð verði ekki ráðist í að grafa göng undir Fjarðarheiði á næstu árum. Marsmánuður var mildur á höfuðborgarsvæðinu en Katrín Agla Tómasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, telur að veturinn sé enn ekki búinn fyrir norðan og austan. Á morgun kemur út handbók loftslagsaktivistans, Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, ræðir hana við okkur, hverjar eru birtingarmyndir loftslagsaðgerða hér og hvernig verður fólk að (betri) loftslagsaktivistum. Tónlist: GEORGE MICHAEL & ELTON JOHN - Don't Let The Sun Go Down On Me. FRANK SINATRA - I've Got You Under My Skin. KÁRI - Into The Blue. BUDDY HOLLY - That'll Be The Day.
Heilbrigðisráðherra segir góðar ábendingar í nýrri úttekt ríkisendurskoðunar um ópíóíðavandann sem beri að taka alvarlega. Stjórnvöld verði að gera betur í þessum málaflokki í heild og ráðuneytið gangist við því að vera í forystuhlutverki í baráttunni við fíknivandann. Pétur Magnússon ræðir við Willum Þór Þórsson um úttektina og hvað stjórnvöld eru að gera. Vinna er hafin við fimmta áfanga - eða fjórðu endurskoðun - verndar- og orkunýtingaráætlunar, sem í daglegu tali kallast rammaáætlun. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, hefur skipað þriggja manna starfshóp til að skoða og gera tillögur þar að lútandi, og er hópnum uppálagt að leggja sérstaka áherslu á að auka skilvirkni í kerfinu í heild og einföldun regluverks. Blásið var til málstofu um framtíð rammaáætlunar af þessu tilefni. Á meðal frummælenda þar var Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. Af máli hennar að dæma, er hún ekki beint upprifin yfir þessari boðuðu allsherjarendurskoðun. Ævar Örn Jósepsson ræðir við hana.
Hörður Ægisson og Stefán Einar Stefánsson ræða um hjaðnandi verðbólgu og útlitið framundan, hvort að von sá á vaxtalækkun, kjaraviðræður sem nú eru í frosti, ummæli Vilhjálms Birgissonar í nýlegu viðtali í Spursmálum, hvort að rétt sé að stofna þjóðarsjóð eða ekki, andstöðu Landverndar við framförum, um stöðu Alvotech og Marel og margt fleira.
Hörður Ægisson og Stefán Einar Stefánsson ræða um heitustu mál dagsins. Svandís Svavarsdóttir er í vanda og hlutabréfin eru græn. Það er ekki endilega orsakasamhengi þarna á milli en það er farið nánar yfir það í þættinum. Rætt er um stöðu matvælaráðherrans og ríkisstjórnarinnar, um þróun mála í kjaraviðræðum, dulda varasjóði ríkisins, stöðuna í orkumálum og afturhaldsáróður Landverndar, mögulegan smásölurisa sem kann að vera í smíðum og margt fleira. Svona byrjum við vikuna í hlaðvarpi þjóðarinnar.
Kristján Kristjánsson stýrir kröftugri umræðu um þjóðmálin. Í þessum þætti: Ólafur Þ. Harðarson prófessor emeritus við HÍ um forsetaembættið. Hildur Sverrisdóttir formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins og Orri Páll Jóhannsson formaður þingflokks VG um stjórnmál. Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins og Þorgerður María Þorbjarnardóttir formaður Landverndar um orkumál. Halla Helgadóttir íbúi í Vesturbæ um skipulagsmál í tengslum við hugsanlega víggirðingu við sendiráð Bandaríkjanna.
Gestir Vikulokanna eru Björg Eva Erlendsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar, Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, og Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Þau ræddu loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, loftslagsbreytingar, raforkumál og umhverfisvernd. Umsjón: Höskuldur Kári Schram Tæknimaður: Kári Guðmundsson
Gestir Vikulokanna eru Björg Eva Erlendsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar, Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, og Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Þau ræddu loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, loftslagsbreytingar, raforkumál og umhverfisvernd. Umsjón: Höskuldur Kári Schram Tæknimaður: Kári Guðmundsson
Gestir Vikulokanna eru Auður Jónsdóttir rithöfundur, Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar og fyrrverandi framkvæmdastjóri VG, og Pétur Markan, biskupsritari og fyrrverandi formaður Fjórðungssambands Vestfjarða. Þau ræddu stríðið í Palestínu og Ísrael og ákvörðun Íslands um að greiða ekki atkvæði með ályktun um vopnahlé, virkjanaframkvæmdir og pólaríseraða umræðu um orkuþörf, brot Friðriks Friðrikssonar prests og hvernig hægt sé að bregðast við slíku, meðal annars hvort það eigi að fjarlægja styttuna af honum. Umsjónarmaður er Sunna Valgerðardóttir og Davíð Berndsen stjórnar útsendingu.
Gestir Vikulokanna eru Auður Jónsdóttir rithöfundur, Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar og fyrrverandi framkvæmdastjóri VG, og Pétur Markan, biskupsritari og fyrrverandi formaður Fjórðungssambands Vestfjarða. Þau ræddu stríðið í Palestínu og Ísrael og ákvörðun Íslands um að greiða ekki atkvæði með ályktun um vopnahlé, virkjanaframkvæmdir og pólaríseraða umræðu um orkuþörf, brot Friðriks Friðrikssonar prests og hvernig hægt sé að bregðast við slíku, meðal annars hvort það eigi að fjarlægja styttuna af honum. Umsjónarmaður er Sunna Valgerðardóttir og Davíð Berndsen stjórnar útsendingu.
Alþjóðleg friðarráðstefna Höfða friðarseturs stendur í Reykjavík í dag og á morgun. Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar HÍ og Guðmundur Hálfdánarson stjórnarformaður ræddu um ráðstefnuna, setrið og ástandið í heimininum. Guðmundur ræddi sérstaklega um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Heimildarinnar, fjallaði um efnahag og samfélag. Hann ræddi m.a. um hríðlækkandi virði Marels, áform Kviku um að selja TM, góðan hagnað í sjávarútvegi. Í Berlínarspjalli sagði Arthúr Björgvin Bollason frá úrslitum fylkiskosninga í Hessen og Bæjaralandi en stjórnarflokkarnir fengu skell. Hann sagði líka frá miklum umræðum í Þýskalandi um innflytjendamál en vaxandi óánægja er með fjölda innflytenda í landinu og stefnu ríkisstjórnarinnar í málaflokknum. Hálendishátíð Landverndar fer fram í Iðnó í Reykjavík annað kvöld. Auður Önnu Magnúsdóttir, fráfarandi framkvæmdastjóri samtakanna, spjallaði um hálendið. Hún vill koma á fót miðhálendisþjóðgarði svo hálendinu verði forðað frá uppbyggingu fyrir ferðaþjónustu og frekari virkjunum. Hún ræddi líka um árin sex í starfi, loftlagsmál og fleira. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson.
Alþjóðleg friðarráðstefna Höfða friðarseturs stendur í Reykjavík í dag og á morgun. Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar HÍ og Guðmundur Hálfdánarson stjórnarformaður ræddu um ráðstefnuna, setrið og ástandið í heimininum. Guðmundur ræddi sérstaklega um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Heimildarinnar, fjallaði um efnahag og samfélag. Hann ræddi m.a. um hríðlækkandi virði Marels, áform Kviku um að selja TM, góðan hagnað í sjávarútvegi. Í Berlínarspjalli sagði Arthúr Björgvin Bollason frá úrslitum fylkiskosninga í Hessen og Bæjaralandi en stjórnarflokkarnir fengu skell. Hann sagði líka frá miklum umræðum í Þýskalandi um innflytjendamál en vaxandi óánægja er með fjölda innflytenda í landinu og stefnu ríkisstjórnarinnar í málaflokknum. Hálendishátíð Landverndar fer fram í Iðnó í Reykjavík annað kvöld. Auður Önnu Magnúsdóttir, fráfarandi framkvæmdastjóri samtakanna, spjallaði um hálendið. Hún vill koma á fót miðhálendisþjóðgarði svo hálendinu verði forðað frá uppbyggingu fyrir ferðaþjónustu og frekari virkjunum. Hún ræddi líka um árin sex í starfi, loftlagsmál og fleira. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson.
Spegillinn 17. ágúst 2023 Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Kormákur Marðarson Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir Reykjavíkurborg vísar réttindalausum hælisleitendum frá neyðarskýlum borgarinnar, þar sem sveitarfélögin telja sér óheimilt að veita þeim aðstoð. Valur Grettisson ræðir við Einar Þorsteinsson. Fyrrverandi fulltrúi í peningastefnunefnd Seðlabankans segir ólíklegt að bankinn sé hættur að hækka vexti. Ýmislegt hafi þróast í rétta átt, en það dugi ekki til því enn sé mikil spenna í hagkerfinu. Benedikt Sigurðsson ræðir við Katrínu Ólafsdóttur. Leiðtogar ECOWAS bandalagsins funda nú í Gana vegna ástandsins í Níger. Her landsins framdi valdarán í lok júlí og heldur forseta landsins í stofufangelsi. Sameinuðu þjóðirnar hafa áhyggjur af stöðunni. Ástrós Signýjardóttir segir frá. Yfirmaður Sorphirðudeildar Reykjavíkur veltir því fyrir sér hvað teljist eðlilegt heimilissorp og hversu miklar kröfur sé hægt að gera til sorphirðu sveitarfélaga. Hnökrar hafa verið á innleiðingu nýs sorphirðukerfis. Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Atla Ómarsson. Isavia vill að um þrjú þúsund tré í Öskjuhlíð verði tafarlaust felld. Aðflug sé of krappt og trén ógni flugöryggi. Formaður borgarráðs segir að tekið verði á málinu formlega. Rætt við Einar Þorsteinsson og Sigrúnu Björk Jakobsdóttur. Ari Páll Karlsson tók saman. ------ Mannekla og mikil starfsmannavelta á leikskólum og hjá mörgum umönnunarstéttum endurspeglar það að rangt var gefið í upphafi að mati formanns BSRB. Ekki gangi að velferðarkerfið grundvallist á vinnu kvenna á afsláttarkjörum. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Sonju Ýr Þorbergsdóttur. Talsfólk umhverfisverndarsamtaka segja litlar sem engar líkur á að loftslagsmarkmið stjórnvalda náist úr þessu. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir ræðir við Árna Finnsson, formann Náttúruverndarsamtaka Íslands, og Ævar Örn ræðir við Ágústu Þóru Jónsdóttur, varaformann Landverndar. Forsetaframbjóðendum í Simbabve hefur fækkað mjög frá síðustu kosningum árið 2018. Þá gáfu 23 kost á sér en þeir eru nú aðeins 10. Forseta- og þingkosningar fara fram í landinu 24. ágúst.
Spegillinn 17. ágúst 2023 Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Kormákur Marðarson Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir Reykjavíkurborg vísar réttindalausum hælisleitendum frá neyðarskýlum borgarinnar, þar sem sveitarfélögin telja sér óheimilt að veita þeim aðstoð. Valur Grettisson ræðir við Einar Þorsteinsson. Fyrrverandi fulltrúi í peningastefnunefnd Seðlabankans segir ólíklegt að bankinn sé hættur að hækka vexti. Ýmislegt hafi þróast í rétta átt, en það dugi ekki til því enn sé mikil spenna í hagkerfinu. Benedikt Sigurðsson ræðir við Katrínu Ólafsdóttur. Leiðtogar ECOWAS bandalagsins funda nú í Gana vegna ástandsins í Níger. Her landsins framdi valdarán í lok júlí og heldur forseta landsins í stofufangelsi. Sameinuðu þjóðirnar hafa áhyggjur af stöðunni. Ástrós Signýjardóttir segir frá. Yfirmaður Sorphirðudeildar Reykjavíkur veltir því fyrir sér hvað teljist eðlilegt heimilissorp og hversu miklar kröfur sé hægt að gera til sorphirðu sveitarfélaga. Hnökrar hafa verið á innleiðingu nýs sorphirðukerfis. Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Atla Ómarsson. Isavia vill að um þrjú þúsund tré í Öskjuhlíð verði tafarlaust felld. Aðflug sé of krappt og trén ógni flugöryggi. Formaður borgarráðs segir að tekið verði á málinu formlega. Rætt við Einar Þorsteinsson og Sigrúnu Björk Jakobsdóttur. Ari Páll Karlsson tók saman. ------ Mannekla og mikil starfsmannavelta á leikskólum og hjá mörgum umönnunarstéttum endurspeglar það að rangt var gefið í upphafi að mati formanns BSRB. Ekki gangi að velferðarkerfið grundvallist á vinnu kvenna á afsláttarkjörum. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Sonju Ýr Þorbergsdóttur. Talsfólk umhverfisverndarsamtaka segja litlar sem engar líkur á að loftslagsmarkmið stjórnvalda náist úr þessu. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir ræðir við Árna Finnsson, formann Náttúruverndarsamtaka Íslands, og Ævar Örn ræðir við Ágústu Þóru Jónsdóttur, varaformann Landverndar. Forsetaframbjóðendum í Simbabve hefur fækkað mjög frá síðustu kosningum árið 2018. Þá gáfu 23 kost á sér en þeir eru nú aðeins 10. Forseta- og þingkosningar fara fram í landinu 24. ágúst.
Spegillinn 8. júní 2023 Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Hermannsdóttir Um fimm þúsund og sex hundruð Íslendingar eru með samning við vátryggingafélagið NOVIS í Slóvakíu. Farið verður fram á það fyrir slóvenskum dómstólum að félaginu verði skipuð slitastjórn. Benedikt Sigurðsson segir frá. Kunnugleg staða er komin upp í strandveiðum og útlit fyrir að leyfilegur heildarafli dugi ekki til að ljúka tímabilinu. Ágúst Ólafsson ræddi við Örn Pálsson, talsmann smábátaeigenda. Reyna á til þrautar að ná samkomulagi um samræmda stefnu Evrópusambandsins í málefnum hælisleitenda, á fundi dómsmála- og innanríkisráðherra sambandsins. Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ segir af og frá að verkalýðshreyfingin sé ábyrg fyrir mikilli verðbólgu og vísar gagnrýni seðlabankastjóra til föðurhúsanna. Börn í Brúarásskóla sem töpuðu næstum 700 þúsund króna ferðasjóði þegar Niceair hætti starfsemi fengu óvænta styrki og skaðann bættan að mestu. Rúnar Snær Reynisson ræðir við Ásgrím Inga Arngrímsson skólasatjóra. --- Reynt er til þrautar að ná samkomulagi um samræmda stefnu Evrópusambandsins í málefnum hælisleitenda, á fundi dómsmála- og innanríkisráðherra aðildaríkja ESB í Luxemborg. Tillögurnar sem lagðar hafa verið fram ganga út á að öll ESB ríkin séu skyldug til að leggja sitt af mörkum, en að einstök ríki geti keypt sig frá því að taka á móti flóttafólki. Svíar, sem nú fara með formennsku í ráðherraráði ESB, hafa lagt mikla áherslu á að komast að niðurstöðu í dag, en málið er umdeild og samningum um það var ekki lokið þegar ráðherrafundurinn hófst í morgun. Ævar Örn Jósepsson ræðir við Björn Malmquist, fréttaritara RÚV í Brussel. Hjalti Már Björnsson, bráðalæknir og formaður Félags lækna gegn umhverfisvá, segir yfirstandandi hlýnun Jarðar af mannavöldum - það sé vísindaleg staðreynd sem ekki þurfi að ræða frekar. Þess í stað þurfi að grípa til tafarlausra aðgerða, ef forða eigi mannkyninu frá mestu hörmungum sem yfir það hafa dunið. Í grein sinni á vef Landverndar segir hann það álit margra lækna að ef lífríki Jarðar væri sjúklingur yrði hann metinn í bráðri lífshættu, myndi þurfa róttækar aðgerðir með innlögn á gjörgæslu í afeitrun og kröftuga meðferð. En í hverju ætti sú meðferð að felast? Viðvörun vegna loftmengunar er í gildi í tuttugu ríkjum í Bandaríkjunum, allt frá Missouri í vestri til Massachusetts í austri og Virginíu í suðri. Hún hefur í dag verið einna svæsnust í Fíladelfíu í Pennsylvaníu. Menguninni valda hundruð gróður- og skógarelda í Kanada,
Spegillinn 8. júní 2023 Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Hermannsdóttir Um fimm þúsund og sex hundruð Íslendingar eru með samning við vátryggingafélagið NOVIS í Slóvakíu. Farið verður fram á það fyrir slóvenskum dómstólum að félaginu verði skipuð slitastjórn. Benedikt Sigurðsson segir frá. Kunnugleg staða er komin upp í strandveiðum og útlit fyrir að leyfilegur heildarafli dugi ekki til að ljúka tímabilinu. Ágúst Ólafsson ræddi við Örn Pálsson, talsmann smábátaeigenda. Reyna á til þrautar að ná samkomulagi um samræmda stefnu Evrópusambandsins í málefnum hælisleitenda, á fundi dómsmála- og innanríkisráðherra sambandsins. Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ segir af og frá að verkalýðshreyfingin sé ábyrg fyrir mikilli verðbólgu og vísar gagnrýni seðlabankastjóra til föðurhúsanna. Börn í Brúarásskóla sem töpuðu næstum 700 þúsund króna ferðasjóði þegar Niceair hætti starfsemi fengu óvænta styrki og skaðann bættan að mestu. Rúnar Snær Reynisson ræðir við Ásgrím Inga Arngrímsson skólasatjóra. --- Reynt er til þrautar að ná samkomulagi um samræmda stefnu Evrópusambandsins í málefnum hælisleitenda, á fundi dómsmála- og innanríkisráðherra aðildaríkja ESB í Luxemborg. Tillögurnar sem lagðar hafa verið fram ganga út á að öll ESB ríkin séu skyldug til að leggja sitt af mörkum, en að einstök ríki geti keypt sig frá því að taka á móti flóttafólki. Svíar, sem nú fara með formennsku í ráðherraráði ESB, hafa lagt mikla áherslu á að komast að niðurstöðu í dag, en málið er umdeild og samningum um það var ekki lokið þegar ráðherrafundurinn hófst í morgun. Ævar Örn Jósepsson ræðir við Björn Malmquist, fréttaritara RÚV í Brussel. Hjalti Már Björnsson, bráðalæknir og formaður Félags lækna gegn umhverfisvá, segir yfirstandandi hlýnun Jarðar af mannavöldum - það sé vísindaleg staðreynd sem ekki þurfi að ræða frekar. Þess í stað þurfi að grípa til tafarlausra aðgerða, ef forða eigi mannkyninu frá mestu hörmungum sem yfir það hafa dunið. Í grein sinni á vef Landverndar segir hann það álit margra lækna að ef lífríki Jarðar væri sjúklingur yrði hann metinn í bráðri lífshættu, myndi þurfa róttækar aðgerðir með innlögn á gjörgæslu í afeitrun og kröftuga meðferð. En í hverju ætti sú meðferð að felast? Viðvörun vegna loftmengunar er í gildi í tuttugu ríkjum í Bandaríkjunum, allt frá Missouri í vestri til Massachusetts í austri og Virginíu í suðri. Hún hefur í dag verið einna svæsnust í Fíladelfíu í Pennsylvaníu. Menguninni valda hundruð gróður- og skógarelda í Kanada,
Höskuldur Kári Schram ræðir við Finn Beck framkvæmdastjóra Samorku, Þorgerði M. Þorbjarnardóttur formann Landverndar og Andra Snæ Magnason rithöfund um umhverfis- og orkumál og gervigreindarforrit. Tæknimaður þáttarins er Kári Guðmundsson
Höskuldur Kári Schram ræðir við Finn Beck framkvæmdastjóra Samorku, Þorgerði M. Þorbjarnardóttur formann Landverndar og Andra Snæ Magnason rithöfund um umhverfis- og orkumál og gervigreindarforrit. Tæknimaður þáttarins er Kári Guðmundsson
Kristján Kristjánsson stýrir skeleggri umræðu um þjóðmálin. Í þessum þætti: Viðar Halldórsson prófessor við HÍ um tæknina og samfélagið. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi um fjármál Reykjavíkurborgar. Arnar Þór Jónsson varaþingmaður Sjálfstæðisflokks og Helga Vala Helgadóttir alþingismaður um fullveldi, sjálfstæði og Evrópusambandið. Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar fjármál Reykjavíkurborgar.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var á Alþingi í dag sökuð um að láta almenning bera allan kostnað vegna aukinnar verðbólgu. Stjórnarandstaðan krefst þess að ríkisstjórnin taki ábyrgð. Ísland verður eins og villta vestrið ef vindorka fellur utan rammaáætlunar, segir verkefnisstjóri Landverndar. Hann sakar hagsmunasamtök orkufyrirtækja um að afvegaleiða umræðu um þessi mál. Formaður lögmannafélagsins segir að dómstólar beiti einangrun í gæsluvarðhaldsúrskurðum úr hófi fram. Breyta þurfi verklagi, lögum og kröfum um rökstuðning fyrir að beita henni. Blaðamannafélag Íslands tilkynnti í dag úrsögn sína úr Alþjóðasambandi blaðamanna. Formaður félagsins segir þetta eiga sér langan aðdraganda. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur efnahagshorfur í heiminum betri en spá sem birt var í haust gerði ráð fyrir. Þó er útlit fyrir samdrátt í Bretlandi á árinu. ----- Einangrunarvist í fangelsum landsins er beitt úr hófi fram, að mati mannréttindasamtakanna Amnesty International. Í nýrri skýrslu þeirra kemur fram að á tíu ára tímabili frá 2012 til 2021 hafi 825 sætt einangrunarvist, þar af tíu börn á aldrinum 15 til 17 ára. Amnesty segir að slíkt sé brot gegn banni við pyntingum. Lagt er að íslenskum stjórnvöldum að standa við skuldbindingar sínar á sviði mannréttinda og meðal annars setja í forgang að bannað verði að börn sæti einangrun í gæsluvarðhaldi. Eins verði tekið fyrir einangrunarvist fólks með geðraskanir, andlegar eða líkamlegar fatlanir. Regluverk skorti til verndar þessum hópum. Amnesty krefst umbóta enda afar skaðlegt hversu óhóflega einangrunarvist er beitt hérlendis og hvetur til að slíkt verði látið heyra til algerra undantekninga og vari stutt. Annað sé brot á alþjóðasamningum. Á tímabilinu 2012 til 2021 segir Amnesty að 99 manns hafi sætt einangrun lengur en í 15 daga. Slíkt sé brot gegn banni við pyntingum. Nánast undantekningalaust verða dómstólar við þeirri beiðni lögreglunnar að sakborningar skuli sæta einangrun. Amnesty beinir umbótatillögum sínum að ýmsum stofnunum og samtökum íslenskum, þar á meðal dómsmálaráðuneytinu, fangelsismálayfirvöldum, dómurum, lögreglu og lögmönnum. Sigurður Örn Hilmarsson er formaður Lögmannafélags Íslands. da við skuldbindingar sínar á sviði mannréttinda og meðal annars setja í forgang að bannað verði að börn sæti einangrun í gæsluvarðhaldi. Eins verði tekið fyrir einangrunarvist fólks með geðraskanir, andlegar eða líkamlegar fatlanir. Regluverk skorti til verndar þessum hópum. Amnesty krefst umbóta enda afar skaðlegt hversu óhóflega einangrunarvist er beitt hérlendis
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var á Alþingi í dag sökuð um að láta almenning bera allan kostnað vegna aukinnar verðbólgu. Stjórnarandstaðan krefst þess að ríkisstjórnin taki ábyrgð. Ísland verður eins og villta vestrið ef vindorka fellur utan rammaáætlunar, segir verkefnisstjóri Landverndar. Hann sakar hagsmunasamtök orkufyrirtækja um að afvegaleiða umræðu um þessi mál. Formaður lögmannafélagsins segir að dómstólar beiti einangrun í gæsluvarðhaldsúrskurðum úr hófi fram. Breyta þurfi verklagi, lögum og kröfum um rökstuðning fyrir að beita henni. Blaðamannafélag Íslands tilkynnti í dag úrsögn sína úr Alþjóðasambandi blaðamanna. Formaður félagsins segir þetta eiga sér langan aðdraganda. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur efnahagshorfur í heiminum betri en spá sem birt var í haust gerði ráð fyrir. Þó er útlit fyrir samdrátt í Bretlandi á árinu. ----- Einangrunarvist í fangelsum landsins er beitt úr hófi fram, að mati mannréttindasamtakanna Amnesty International. Í nýrri skýrslu þeirra kemur fram að á tíu ára tímabili frá 2012 til 2021 hafi 825 sætt einangrunarvist, þar af tíu börn á aldrinum 15 til 17 ára. Amnesty segir að slíkt sé brot gegn banni við pyntingum. Lagt er að íslenskum stjórnvöldum að standa við skuldbindingar sínar á sviði mannréttinda og meðal annars setja í forgang að bannað verði að börn sæti einangrun í gæsluvarðhaldi. Eins verði tekið fyrir einangrunarvist fólks með geðraskanir, andlegar eða líkamlegar fatlanir. Regluverk skorti til verndar þessum hópum. Amnesty krefst umbóta enda afar skaðlegt hversu óhóflega einangrunarvist er beitt hérlendis og hvetur til að slíkt verði látið heyra til algerra undantekninga og vari stutt. Annað sé brot á alþjóðasamningum. Á tímabilinu 2012 til 2021 segir Amnesty að 99 manns hafi sætt einangrun lengur en í 15 daga. Slíkt sé brot gegn banni við pyntingum. Nánast undantekningalaust verða dómstólar við þeirri beiðni lögreglunnar að sakborningar skuli sæta einangrun. Amnesty beinir umbótatillögum sínum að ýmsum stofnunum og samtökum íslenskum, þar á meðal dómsmálaráðuneytinu, fangelsismálayfirvöldum, dómurum, lögreglu og lögmönnum. Sigurður Örn Hilmarsson er formaður Lögmannafélags Íslands. da við skuldbindingar sínar á sviði mannréttinda og meðal annars setja í forgang að bannað verði að börn sæti einangrun í gæsluvarðhaldi. Eins verði tekið fyrir einangrunarvist fólks með geðraskanir, andlegar eða líkamlegar fatlanir. Regluverk skorti til verndar þessum hópum. Amnesty krefst umbóta enda afar skaðlegt hversu óhóflega einangrunarvist er beitt hérlendis
Heiðar Guðjónsson fjárfestir ræðir um hvaða áhrif – og afleiðingar – það hefur þegar ríkisvaldið verður of stórt og ósjálfbært, hvort að Ísland sé að stefna í þá átt, hvernig hagkerfi heimsins koma til með að breytast á næstu áratugum í samanburði við liðin ár, hvernig stjórnmálamenn tala ítrekað um sjálfbærni en reka ósjálfbæran ríkissjóð, fortíðarþrá vinstri manna og hringrásarhagkerfi vondra hugmynda. Þá er rætt um yfirvofandi orkukreppu, ónýtt tækifæri Íslands í notkun orkuauðlinda og þann efnahagslega skaða sem sjónarmið Landverndar hafa verði þau ofan á í umræðunni. Loks ræðir hann um það hvað gerist þegar stjórnmál og viðskipti rugla reitum og fyrirtæki huga meira að pólitískum rétttrúnaði frekar en því að skapa verðmæti. Það er því komið víða við í innihaldríkum þætti.
Andrés Magnússon og Stefán Einar Stefánsson fara, í hundraðasta þættinum í hlaðvarpi Þjóðmála, yfir það helsta sem er að eiga sér stað þessa dagana. Þar má nefna kjaraviðræður og óstöðuga leiðtoga verkalýðshreyfingarinnar, hvort að þjóðin sé að hlusta á varnarorð seðlabankastjóra, hvort og hvenær velmegun leiðir okkur út í skurð og hverjir það eru sem skapa raunveruleg verðmæti. Þá er rætt um atburði sem eru að eiga sér stað í Kína og Íran þar sem ungt fólk er að rísa upp gegn stjórnlyndi.
Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Mark Eldred Ríkissaksóknari hefur áminnt Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara vegna ósæmilegrar háttsemi sem þótti ósamrýmanleg starfi hans. Hún tengdist orðum hans á samfélagsmiðlum um hinsegin fólk og hælisleitendur. Alþýðusamband Íslands hefur sent þrjár tilkynningar til mansalsteymis lögreglunnar það sem af er þessum mánuði. Málum þar sem grunur er um brot á kjarasamningi hefur fjölgað eftir COVID. Þetta kom fram í viðtali Elsu Maríu Guðlaugs Drífudóttur við Sögu Kjartansdóttur, verkefnastjória vinnustaðaeftirlits hjá ASÍ Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna opinberaði skjal í dag um ástæður þess að alríkislögreglan fór í húsleit á heimili Donalds Trumps í Flórída. Ógn sem stafar af Rússum var ofarlega á baugi í opinberri heimsókn forseta Eystrasaltsríkjanna hingað til lands. Gitanas Nausèda, forseti Litáens, segir stöðu Eystrasaltsríkjanna mjög viðkvæma, því það sé ljóst í hans huga að innrás Rússa í Úkraínu sé aðeins hluti af áformum stjórnvalda í Kreml um landvinninga á næstu árum. Stjórnmálasamband Íslands og Eystrasaltsríkjanna var formlega framlengt í dag. Starlink-gervihnattaneti SpaceX, fyrirtækis auðkýfingsins Elons Musk, er ætlað að tryggja símasamband jafnvel á afskekktustu svæðum heimsins, að því er kemur fram í pistli Markúsar Þórhallssonar. Í nýrri aðgerðaáætlun sem sameinar landgræðslu og skógrækt í fyrsta sinn, er heimatilbúnum vísindum hafnað. Þetta segir Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar sem bindur vonir við að sameinuð stefna minnki sundrung sem hefur verið á milli stofnananna svo hægt verði að vinna betur að sameiginlegu markmiði þeirra, náttúruvernd. Hafdís Helga Helgadóttir ræddi við Auði. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir í viðtali við Önnu Kristínu Jónsdóttur að langflestir félagsmenn í BSRB séu ánægðir með styttingu vinnutímans sem samið var um í síðustu samningum. Í könnun sem gerð var í vor kom fram að sjö að hverjum tíu eru ánægðir með styttinguna. Hún segir að þátttaka starfsmanna við útfærsluna ráði úrslitum um hvernig tekist hefur til. En ekki síst á vinnustöðum þar sem gengnar eru vaktir hafi verið talað um að styttingin hafi komið hart niður til dæmis í heilbrigðiskerfinu. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Pakistan vegna flóða af völdum monsúnrigninga og bráðnunar jökla. Þau hafa orðið yfir níu hundruð manns að bana. Á þriðja hundrað þúsund íbúðarhús eru ónýt. Yfir níu hundruð eru látnir
Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Mark Eldred Ríkissaksóknari hefur áminnt Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara vegna ósæmilegrar háttsemi sem þótti ósamrýmanleg starfi hans. Hún tengdist orðum hans á samfélagsmiðlum um hinsegin fólk og hælisleitendur. Alþýðusamband Íslands hefur sent þrjár tilkynningar til mansalsteymis lögreglunnar það sem af er þessum mánuði. Málum þar sem grunur er um brot á kjarasamningi hefur fjölgað eftir COVID. Þetta kom fram í viðtali Elsu Maríu Guðlaugs Drífudóttur við Sögu Kjartansdóttur, verkefnastjória vinnustaðaeftirlits hjá ASÍ Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna opinberaði skjal í dag um ástæður þess að alríkislögreglan fór í húsleit á heimili Donalds Trumps í Flórída. Ógn sem stafar af Rússum var ofarlega á baugi í opinberri heimsókn forseta Eystrasaltsríkjanna hingað til lands. Gitanas Nausèda, forseti Litáens, segir stöðu Eystrasaltsríkjanna mjög viðkvæma, því það sé ljóst í hans huga að innrás Rússa í Úkraínu sé aðeins hluti af áformum stjórnvalda í Kreml um landvinninga á næstu árum. Stjórnmálasamband Íslands og Eystrasaltsríkjanna var formlega framlengt í dag. Starlink-gervihnattaneti SpaceX, fyrirtækis auðkýfingsins Elons Musk, er ætlað að tryggja símasamband jafnvel á afskekktustu svæðum heimsins, að því er kemur fram í pistli Markúsar Þórhallssonar. Í nýrri aðgerðaáætlun sem sameinar landgræðslu og skógrækt í fyrsta sinn, er heimatilbúnum vísindum hafnað. Þetta segir Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar sem bindur vonir við að sameinuð stefna minnki sundrung sem hefur verið á milli stofnananna svo hægt verði að vinna betur að sameiginlegu markmiði þeirra, náttúruvernd. Hafdís Helga Helgadóttir ræddi við Auði. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir í viðtali við Önnu Kristínu Jónsdóttur að langflestir félagsmenn í BSRB séu ánægðir með styttingu vinnutímans sem samið var um í síðustu samningum. Í könnun sem gerð var í vor kom fram að sjö að hverjum tíu eru ánægðir með styttinguna. Hún segir að þátttaka starfsmanna við útfærsluna ráði úrslitum um hvernig tekist hefur til. En ekki síst á vinnustöðum þar sem gengnar eru vaktir hafi verið talað um að styttingin hafi komið hart niður til dæmis í heilbrigðiskerfinu. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Pakistan vegna flóða af völdum monsúnrigninga og bráðnunar jökla. Þau hafa orðið yfir níu hundruð manns að bana. Á þriðja hundrað þúsund íbúðarhús eru ónýt. Yfir níu hundruð eru látnir
Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Mark Eldred Ríkissaksóknari hefur áminnt Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara vegna ósæmilegrar háttsemi sem þótti ósamrýmanleg starfi hans. Hún tengdist orðum hans á samfélagsmiðlum um hinsegin fólk og hælisleitendur. Alþýðusamband Íslands hefur sent þrjár tilkynningar til mansalsteymis lögreglunnar það sem af er þessum mánuði. Málum þar sem grunur er um brot á kjarasamningi hefur fjölgað eftir COVID. Þetta kom fram í viðtali Elsu Maríu Guðlaugs Drífudóttur við Sögu Kjartansdóttur, verkefnastjória vinnustaðaeftirlits hjá ASÍ Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna opinberaði skjal í dag um ástæður þess að alríkislögreglan fór í húsleit á heimili Donalds Trumps í Flórída. Ógn sem stafar af Rússum var ofarlega á baugi í opinberri heimsókn forseta Eystrasaltsríkjanna hingað til lands. Gitanas Nausèda, forseti Litáens, segir stöðu Eystrasaltsríkjanna mjög viðkvæma, því það sé ljóst í hans huga að innrás Rússa í Úkraínu sé aðeins hluti af áformum stjórnvalda í Kreml um landvinninga á næstu árum. Stjórnmálasamband Íslands og Eystrasaltsríkjanna var formlega framlengt í dag. Starlink-gervihnattaneti SpaceX, fyrirtækis auðkýfingsins Elons Musk, er ætlað að tryggja símasamband jafnvel á afskekktustu svæðum heimsins, að því er kemur fram í pistli Markúsar Þórhallssonar. Í nýrri aðgerðaáætlun sem sameinar landgræðslu og skógrækt í fyrsta sinn, er heimatilbúnum vísindum hafnað. Þetta segir Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar sem bindur vonir við að sameinuð stefna minnki sundrung sem hefur verið á milli stofnananna svo hægt verði að vinna betur að sameiginlegu markmiði þeirra, náttúruvernd. Hafdís Helga Helgadóttir ræddi við Auði. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir í viðtali við Önnu Kristínu Jónsdóttur að langflestir félagsmenn í BSRB séu ánægðir með styttingu vinnutímans sem samið var um í síðustu samningum. Í könnun sem gerð var í vor kom fram að sjö að hverjum tíu eru ánægðir með styttinguna. Hún segir að þátttaka starfsmanna við útfærsluna ráði úrslitum um hvernig tekist hefur til. En ekki síst á vinnustöðum þar sem gengnar eru vaktir hafi verið talað um að styttingin hafi komið hart niður til dæmis í heilbrigðiskerfinu. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Pakistan vegna flóða af völdum monsúnrigninga og bráðnunar jökla. Þau hafa orðið yfir níu hundruð manns að bana. Á þriðja hundrað þúsund íbúðarhús eru ónýt. Yfir níu hundruð eru látnir