POPULARITY
Myndlistarmaðurinn Sigurður Guðjónsson er þekktur fyrir tímatengd verk, þar sem hann beinir sjónum að hinu innra í stækkaðri mynd og rannsakar efnisheiminn með hljóðum, ljósum, litum og hreyfingu. Verk hans hafa oftar en ekki verið unnin í hrá rými með skýrum tengingum við ýmis vélræn fyrirbæri, en innsetning hans í Hnitbjörgum Listasafns Einars Jónssonar krafðist annars konar nálgunar, enda salurinn þétt skipaður höggmyndum hins symbólíska höggmyndasmiðar á háum stöllum. Sigurður segir okkur af yfirstandandi sýningu, Innrými, í þætti dagsins. Kolbrún Vaka Helgadóttir ræðir líka við þær Guðfinnu Mjöll Magnúsdóttur og Brynhildi Pálsdóttur um hönnunarfyrirtækið Vík prjónsdóttur og Gauti Kristmannsson rýnir í skálsögu Olgu Tokarczuk, Hús dags, hús nætur, í þýðingu Árna Óskarssonar.
Haustið 2023 var ljóðskáldið Mosab Abu Toha tekinn höndum þegar hann reyndi að flýja Gaza og PEN samtökin og fleiri kölluðu eftir upplýsingum um afdrif hans. Þá var liðið ár frá því að Abu Toha gaf út sína fyrstu ljóðabók, Things You May Find Hidden in My Ear, sem farið hefur sigurför um heiminn. Móheiður Hlíf Geirmundsdóttir, skáld og bóksali, þýddi bókina á íslensku og lítur við í hljóðstofu. Gauti Kristmannsson, bókmenntarýnir, grípur í sígilda bókmennt eftir Hermann Hesse, Siddhartha sem segja má að hafi orðið til þess að mörg ungmenni hippakynslóðarinnar lögðu leið sína til Indlands. Þá grípum við niður í fyrsta þætti Kristlínar Dísar Ingilínardóttir, Var afa mínum slaufað, þar sem Ármann Jakobsson prófessor í íslenskum bókmenntum leggur orð í belg, og rifjum upp innslag um huldutónlistarmanninn G. Weller.
Við kynnum okkur Brím, nýja íslenska óperu sem verður frumsýnd í Tjarnarbíói á fimmtudagskvöldið. Höfundur tónlistarinnar, Friðrik Margrétar Guðmundsson og höfundur texta og leikstjóri verksins, Adolf Smári Unnarsson, segjast vilja takast á við samtímann og stóru spurningarnar í verkinu, en ódauðleg list, auðvald og nepótismi eru meðal viðfangsefna þess. Við ræðum einnig við Maó Alheimsdóttur og Hönnu Rós Sigurðardóttur um ferðalag þeirra til Grænlands og Gauti Kristmannsson fjallar um Skartgripaskrínið mitt eftir Ursulu Andkjær Olsen í þýðingu Brynju Hjálmsdóttur.
Við komum við í Kling og bang úti á Granda og hittum þar listamanninn Sólbjörtu Veru Ómarsdóttir og ræðum við hana um sína fyrstu einkasýningu sem opnuð var þar í rýminu um síðustu helgi og nefnist Misskilningur í skipulagsmálum. En í verkunum skoðar hún hversdagslega hluti sem til eru innan veggja flestra heimila út frá tengslum okkar við þá en leitast einnig við að mæta hlutunum á þeirra eigin forsendum. Gauti Kristmannsson rýnir í Hjálparsagnir hjartans eftir Pjéter Ezterházy í þýðingu Jónu Dóru Óskarsdóttur, og Egill Arnarsson segir frá sínu uppáhaldstónverki.
Í yfirgefnu bílaverkstæði við Skeljanes í Reykjavík hefur hópur sviðslistafólks komið sér fyrir með starfsemi undir yfirskriftinni Tóma rýmið. Þar hafa þau æfingaaðstöðu og rými til þess að prófa áfram og sýna verk á mismunandi stigum í undirbúningsferlinu. Hluti af starfsemi Tóma rýmisins felst í mánaðarlegum tilraunakvöldum, þar sem meðlimir hópsins bera á borð verk í vinnslu eða gera tilraunir í samtali við áhorfendur. Tilraunakvöld janúarmánaðar fer fram í Tóma rýminu í kvöld. Þar verður áhorfendum meðal annars boðið upp á brot úr leikverkinu Skeljar, eftir Magnús Thorlacius, og lifandi tónlistarmyndband úr smiðju systkinana Snæfríðar Sólar og Kormáks Jarls, en gestum býðst líka að skella sér í sánu við sjóinn eftir viðburðinn. Við hittum þau Snæfríði og Magnús og heyrum nánar af starfsemi Tóma rýmisins. Við ætlum líka að kynna okkur tónlistarkonuna Molly Drake sem var algjörlega óþekkt sem listakona á meðan hún lifði. Molly var bresk millistéttarhúsmóðir í litlu sveitaþorpi nálægt Birmingham þegar hún samdi nær alla sína tónlist. Hún skrifaði ljóð og lagatexta og samdi melódíur á heimilispíanóið, fyrst og fremst fyrir sjálfa sig. Molly datt aldrei í hug að gefa tónlistina sína út en þökk sé eiginmanni hennar eru til upptökur sem hann tók upp á heimili þeirra. Þessar upptökur voru gefnar út löngu eftir dauða Mollyar, þegar sonur hennar, Nick Drake, var orðinn heimsfrægur tónlistarmaður. Gauti Kristmannsson verður líka með okkur í dag og fjallar að þessu sinni um Vesturlönd í gíslingu - eða harmleik um Mið-Evrópu, tvær ritgerðir tékkneska rithöfundarins Milan Kundera, í þýðingu Friðriks Rafnssonar. Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
Við höfum aðeins spilað og rætt um jólalög og jólatónlist, sem er sérstaklega til þess fallin að koma okkur í jólaskapið á aðventunni. Og við höfum vissulega rætt um bækur og hið svokallaða jólabókaflóð, þó þar séu fáar bækur sem beinlínis teljast jólasögur. En það leynist samt amk ein slík í flóðinu, norska skáldsagan Stargate, eftir Ingvild Rishøi. Sagan minnir um margt á eina þekktustu jólasögu hins norræna heims, Litlu stúlkuna með eldspýturnar eftir HC Andersen, en Stargate er sögð frá sjónarhorni 10 ára stúlku sem býr í fjölmenningarhverfinu Tøyen í Osló. Við hringjum í Kari Ósk Grétudóttur, íslenskan þýðanda Stargate. Gluggagalleríið STÉTT er nýtt sýningarrými í Reykjavík, staðsett í glugga í Bolholti 6 í Reykjavík. Umsjón með þessu nýja rými eru listamennirnir Steinunn Gunnlaugsdóttir og Snorri Páll Jónsson. Glugginn er í sama húsi og Sósíalistaflokkurinn en galleríið er ekki flokkpólitískt, umsjónarmenn segjast vera einhverskonar stjórnleysingjar í glugga stjórnmálaflokks. Fyrsta sýning Stéttar var samsýning nokkurra listamanna sem opnaði í mars, en héðan í frá verða þar einkasýningar þar sem listamönnum býðst að taka gluggann yfir og umbreyta honum. Nú sýnir listeindin sadbois þar listaverkleysuna Málvernd. Sadbois koma ekki fram undir nafni, en segjast vera „ómannlegur andlitslaus skjöldur almennra borgara sem leggja stund á neikvæða starfsemi fjármagnaða með opinberum styrkjum“. Gauti Kristmannsson verður einnig með okkur í þætti dagsins. Að þessu sinni fjallar hann um eitt af höfuðverkum þýskra bókmennta á tuttugustu öld, Leiðin í hundana eftir Erich Kästner. Kästner var einn þeirra höfunda sem lentu í ónáð nasista, Hann var viðstaddur þegar hans eigin bækur voru brenndar á báli í Berlín árið 1933 og sat um tíma í fangelsi fyrir skoðanir sínar. Leiðin í hundana kom nýverið út í þýðingu Elísu Bjargar Þorsteinsdóttur. Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
Á laugardaginn opnar samsýningin Veður fyrir veður í húsnæði Veðurstofu Íslands og í undirgöngunum þar sunnan við. Sýningarstjórn er í höndum þeirra Söru Riel og Eddu Ýrar Garðarsdóttur en markmið sýningarinnar er, að sögn Söru, að gefa sálarfæði inn í hversdaginn, fyrir starfsfólk Veðurstofunnar. Sýningin samanstendur af úrvali verka íslenskra listamanna, sem eiga það sameiginlegt að hverfast um veðrið. Hún fær að standa í sex mánuði fyrir starfsfólk Veðurstofunnar, en verður opin almenningi þessa einu helgi. Hluti sýningarinnar er þó kominn til að vera, útilistaverk Söru Riel, í undirgöngunum undir Bústaðaveginn. Raunar spratt hugmyndin að samsýningunni út frá útilistaverkinu, sem varð að nokkurs konar samfélagsverkefni síðasta sumar, þegar íbúar Suðurhlíðar tóku þátt í að mála sólskinið inn í göngin. Við könnum veðrabrigðin í göngunum milli lífs og dauða í síðari hluta þáttar. Gauti Kristmannsson verður einnig með okkur í dag. Að þessu sinni rýnir hann í fyrsta og annað bindi af Rúmmálsreikningi Solvej Balle, í þýðingu Steinunnar Stefánsdóttur. En við hefjum þáttinn á því að fara í Eddu þar sem fyrsta handritasýning hússins opnar um helgina. Það var stór stund í vikunni þegar fyrstu handritin voru flutt úr Árnagarði og yfir í nýtt öryggisrými í Eddu. Handritin hafa verið geymd í í Árnagarði síðan í byrjun áttunda áratugarins en 20 ár eru síðan hætt var að sýna handritin þar, vegna lélegrar aðstöðu og ótryggs sýningarrýmis. Handritasýning Árnastofnunar var í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu á árunum 2002 til 2013 en var einnig lokað vegna öryggismála. Sýningin Heimur í orðum verður opnuð í Eddu á degi íslenskrar tungu, laugardaginn 16. nóvember, og þá gefst í fyrsta sinn í langan tíma kostur á að sjá þennan ómetanlega menningararf, en meðal handrita á sýningunni eru frægustu íslensku miðaldahandritin, Konungsbók eddukvæða og Flateyjarbók. Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
Sporðdrekar birtast á ýmsum stöðum í nýútkominni skáldsögu Dags Hjartarssonar með sama titil. Þeir eru eins og lím, endurtekið tema, tákn sem gæti verið tilviljun, eða vitnisburður um eitthvað óumflýjanlegt. Skáldsagan er umfangsmesta verk höfundar til þessa, og að baki útgáfunni er 7 ára meðganga. Ljóðrænn stíll Dags er skammt undan en Sporðdrekar er saga þrungin spennu, pælingum um dauðann og drauma, áföll, afskiptaleysi, vináttu og ytri og innri öfl sem móta manneskjuna. Sagan hverfist um örlagaríkan sólarhring, þann 28. október, og gerist að hluta til í miðborg Reykjavíkur. Við mæltum okkur mót við Dag á Prikinu í morgun. Pétur Thomsen hefur verið heillaður af landslagi og áhrifum mannsins á landslag frá því að hann útskrifaðist úr framhaldsnámi í ljósmyndun í Frakklandi árið 2004. Hann hefur beint linsunni að landslagi borga, sveita og hálendis og skrásett þannig samband manns og náttúru. Síðustu ár hefur hann einbeitt sér að sínu nánasta umhverfi í Grímsnesinu og myndað þar námur, tún, skurði, víði, birki og móabörð og afraksturinn verður til sýnis á sýningunni Landám sem opnar á morgun, 8.nóvember, í Hafnarborg. Ljósmyndirnar eru teknar að næturlægi en ljósmyndarinn lýsir landið upp með flassi til að afmarka sviðið. Við það fá myndirnar á sig vissan eftir-heimsendablæ, þar sem svartur himininn gefur til kynna yfirvofandi vá. Pétur segist vonast til að verkin á sýningunni fái fólk til að velta þessum málum fyrir sér, en ekki síður vonist hann til að áhorfendur fái fagurfræðilega upplifun. Nýverið kom út skáldsagan Tokýó-Montana hraðlestin eftir Richard Brautigan í þýðingur Þórðar Sævars Jónssonar. Þetta er safn hundrað og þrjátíu örsagna sem tengjast persónulegri reynslu höfundar þegar hann dvaldi í Japan og Montana-ríki í Bandaríkjunum. Gauti Kristmannsson rýnir í verkið í þætti dagsins. Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
Hvað væri lífið án listar, spyr Elín Sigríður María Ólafsdóttir, í samtali við Víðsjá í Hafnarborg. Elín er listamaður Listar án landamær í ár og við hittum hana á sýningu hennar Við sjáum það sem við viljum sjá. Einleikurinn Orð gegn orði hefur verið á fjölunum í tæpt ár og komið að leiðarlokum. Við hittum þær Þóru Karítas Árnadóttur leikstjóra og Ebbu Katrínu Finnsdóttur leikkonu og forvitnumst um ferlið og hvernig áhrif sýning hefur haft á þær. Katla Ársælsdóttir rýnir í verkið Tóma hamingju sem frumsýnt var í Borgarleikhúsinu um helgina og Gauti Kristmannsson rýnir í bókina Þessir djöfulsins karlar eftir Andrev Walden, í þýðingu Þórdísar Gísladóttur.
Við kynnum okkur viðamikið verkefni, Ummælagreiningu, sem gefur almenningi tækifæri til að móta færni íslenskrar gervigreindar og stuðla að því að gagnasöfn íslenskra gervigreindarforrita endurspegli íslenskt gildismat og menningu. Verkefnið felst í því að skoða ummæli af internetinu og meta ýmsa þætti eins og tilfinningalegt innihald, kurteisi og það hvað telst óviðeigandi eða særandi orðræða. Þau Lilja Dögg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Almannaróms, og Hafsteinn Einarsson, dósent við verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands, segja okkur frá verkefninu. Gauti Kristmannsson fjallar um skáldsögu James Baldwin, Herbergi Giovannis. Bók Baldwin vakti mikla athygli og braut blað í bókmenntasögunni með sterkum og einlægum lýsingum á ást tveggja karlmanna. Herbergi Giovannis kom nýverið út í þýðingu Þorvalds Kirstinssonar. En við hefjum þáttinn í Listasal Mosfellsbæjar, þar sem myndlistarkonan Magga Eddudóttir sýnir ný verk. Sýninguna kallar hún Please revolt, eða Vinsamlegast gerðu uppreisn. Verkin eru unnin í ólíka miðla; textíl, vatnsliti, kermik og frauðplast. Magga hefur í sinni myndlist unnið mikið með mannslíkamann og tilfinningar sem tengjast frelsi, og hafa mjúkar línur og pastel litapalleta verið einkennandi í verkum hennar, en þau hafa breyst töluvert síðastliðið ár. Undanfarið hefur málstaður Palestínu átt hug hennar allan og segist hún hafa átt erfitt með að bregðast ekki við þjóðarmorðinu í Palestínu í myndlistinni. Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
Við hittum Friðrik Stein Friðriksson hönnuð og smíðakennara, en hann mun leiða smiðju í Hönnunarsafninu þar sem gestum tækifæri til að búa til sinn eigin stól. Stólarnir eru unnir að fyrirmynd Enzo Mari sem taldi að allir gætu gert sinn eigin stól. Gauti Kristmannsson rýnir í skáldsöguna Sjáumst í ágúst eftir Gabriel Garcia Marqués, sem kom nýverið út í þýðingu Jóns Halls Stefánssonar, 10 árum eftir andlát höfundarins. Einnig heyrum við Eyrnakonfekt, en að þessu sinni er það Freyja Gunnlaugsdóttir, klarinettuleikari og skólameistari Menntaskóla í tónlist, sem segir frá sínu uppáhaldsverki. Og Grétar Þór Sigurðsson flytur pistil frá Feneyjatvíæringnum.
Fimmtudagurinn 26. september Rauða borðið: Umboðsmaður Alþingis, píratar, lýðræðið, samgöngur og þýðingar Í dag er síðasti dagurinn sem Skúli Magnússon umboðsmaður Alþingis getur talað frjálst. Við ræðum við Skúla um meðal annars Yazan-málið. Björn Leví Gunnarsson þingmaður pírata kemur og ræðir stemmninguna á Alþingi, fortíð og framtíð flokksins. Kristín Vala Ragnarsdóttir, prófessor emerita, Sölvi Halldórsson rithöfundur og kynningarfulltrúi RIFF, Valur Gunnarsson, sagnfræðingur og rithöfundur og Þórhildur Þorleifsdóttir, leikstjóri horfðu á franska heimildarmynd um búsáhaldarbyltinguna og lýðræðistilraun sem ekki er lokið. Þau ræða máli við Oddnýju Eir Ævarsdóttur. Gauti Kristmannsson, prófessor í þýðingafræði við Háskóla Íslands, fræðir okkur um störf þýðandans í tilefni af degi þýðenda. Og við endum á umræðu um samgöngur. Unnar Erlingsson, íbúi á Austurlandi ræðir reiði margra flugfarþega í innanlandsfluginu. Una Margrét Jónsdóttir dagskrárgerðarkona á Rúv og strætófarþegi slær svo botninn í þáttinn með því að lýsa veröld þeirra sem nota almenningssamgöngur á hverjum degi.
Um næstu helgi opnar á Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ sýning sem beinir kastljósinu að sambandi manna og örvera. Þrátt fyrir að þetta samband sé okkur alla jafna dulið þá er það í meira lagi margslungið, á sér til að mynda stað innan og utan líkamans, innan og utan heimilis, og innan og utan á matnum okkar. Örverur á heimilinu er ein af afurðum þverfaglega rannsóknarverkefnisins Samlífi manna og örvera í daglega lífinu undir stjórn dr. Valdimars Tr. Hafstein. Ragnheiður Maísól Sturludóttir, tók þátt í rannsókninni og er jafnframst sýningarstýra sýningarinnar. Við hittum hana og nokkrar örverur í þætti dagsins. Rithöfundurinn Atef Abu Saif hefur starfað sem menningarmálaráðherra palestínskra stjórnvalda og skrifað skáldsögur, smásögur og bók um stjórnmál. Þegar sprengjum tók að rigna yfir Gaza síðastliðið haust ákvað hann og sonur hans að halda kyrru fyrir, í stað þess að flýja, og Abu Saif tók að skrásetja lífið á Gaza. Brot úr Dagbók frá Gaza birtust reglulega í vestrænum fjölmiðlum frá upphafi árása Ísraelshers og eru meðal mikilvægustu vitnisburða sem þaðan hafa borist. Síðastliðið vor voru skrif hans frá fyrstu fjórum mánuðum árásanna gefin út á bók í 11 löndum og hér á landi kom hún út hjá Angústúru, í þýðingu Bjarna Jónssonar. Gauti Kristmannsson rýnir í Dagbók frá Gaza í þætti dagsins. En við hefjum þáttinn á innliti frá einum virkasta kammerhóp landsins, Cauda Collective. Hópurinn tekur á sig ýmsar myndir, er breytilegur að stærð og tekst á við verkefni sem tilheyra hinum ýmsu stílum og tegundum tónlistar. Listrænir stjórnendur Cauda Collective eru þær Sigrún Harðardóttir, Björk Níelsdóttir, Þórdís Gerður Jónsdóttir og Þóra Margrét Sveinsdóttir og þær Sigrún og Björk litu við í Efstaleiti til þess að segja okkur aðeins af verkefnum vetrarins. Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
Við tölum um hönnun og samspil hönnunar og mannréttinda. Anna María Bogadóttir arkitekt ætlar að ræða þau mál í tengslum við Hönnunarmars sem hefst síðar í mánuðinum og þar sem hún heldur fyrirlestur á mannréttindamorgnum í Mannréttindahúsinu. Við tökum á móti Önnu Maríu hér á eftir og pælum meðal annars í hugtakinu algild hönnun. Mannætubókmenntir: um næringarfræði þýðinga - svona hljóðar yfirskrift erindis sem Gauti Kristmannsson, prófessor í þýðingarfræði við Háskóla Íslands, flytur í dag á fyrirlestri á vegum félags íslenskra fræða. Við ætlum að ræða við Gauta um listina að þýða texta úr einu tungumáli eða menningarheimi yfir í annan, velta fyrir okkur stöðu þýðinga og að hvaða leyti þýðingar geti talist mannát. Svo heyrum við pistil frá Páli Líndal umhverfissálfræðingi í lok þáttar.
Ljóðverkið Tunglóður er óðs manns óður segir í kynningartexta um nýja ljóðabók, fyrstu ljóðabók Karls Ólafs Hallbjörnssonar. Karl Ólafur er heimspekimenntaður og innblásinn af skáldskap fornaldar, íslenskri náttúru og reynir gjarnan að hafa brag á ljóðunum án þess að hafa hátt eins og hann kemst sjálfur að orði. Þetta er óður til hverfulla tunglhvarfa tilfinninganna og óður til hversdagslegu fegurðarinnar sem dvelur í náttúrunni og tungumálinu. Við ræðum allt þetta betur við Karl Ólaf Hallbjörnsson í þættinum. Við erum öll með tengingu, segir listakonan Hildigunnur Birgisdóttir um fjórmenningana sem hafa undanfarin ár rekið gallerí Open við Grandagarð og listakonuna sem þar sýnir um þessar mundir; Ingibjörgu Sigurjónsdóttur. Sýning Ingibjargar, Athugasemdir, mun vera sú allra síðasta sem þetta smáa en knáa rými gefur af sér en það hefur verið starfrækt í fimm gjöful ár. Við lítum inn í Open í þætti dagsins og ræðum við þær Hildigunni og Ingibjörgu, um augnablik sem gerast, geymslurými listamanna, auðmeltanlega eilífð, listafimleika og hina örfinu línu milli listaverks og rusls. Og við fáum bókarýni í þætti dagsins. Nýverið gaf Una útgáfuhús út skáldsöguna Jerusalém eftir Gonçalo M. Tavares í þýðingu Pedro Gunnlaugs García. Gauti Kristmannsson rýnir í Jerúsalem hér um miðbik þáttar.
Ljóðverkið Tunglóður er óðs manns óður segir í kynningartexta um nýja ljóðabók, fyrstu ljóðabók Karls Ólafs Hallbjörnssonar. Karl Ólafur er heimspekimenntaður og innblásinn af skáldskap fornaldar, íslenskri náttúru og reynir gjarnan að hafa brag á ljóðunum án þess að hafa hátt eins og hann kemst sjálfur að orði. Þetta er óður til hverfulla tunglhvarfa tilfinninganna og óður til hversdagslegu fegurðarinnar sem dvelur í náttúrunni og tungumálinu. Við ræðum allt þetta betur við Karl Ólaf Hallbjörnsson í þættinum. Við erum öll með tengingu, segir listakonan Hildigunnur Birgisdóttir um fjórmenningana sem hafa undanfarin ár rekið gallerí Open við Grandagarð og listakonuna sem þar sýnir um þessar mundir; Ingibjörgu Sigurjónsdóttur. Sýning Ingibjargar, Athugasemdir, mun vera sú allra síðasta sem þetta smáa en knáa rými gefur af sér en það hefur verið starfrækt í fimm gjöful ár. Við lítum inn í Open í þætti dagsins og ræðum við þær Hildigunni og Ingibjörgu, um augnablik sem gerast, geymslurými listamanna, auðmeltanlega eilífð, listafimleika og hina örfinu línu milli listaverks og rusls. Og við fáum bókarýni í þætti dagsins. Nýverið gaf Una útgáfuhús út skáldsöguna Jerusalém eftir Gonçalo M. Tavares í þýðingu Pedro Gunnlaugs García. Gauti Kristmannsson rýnir í Jerúsalem hér um miðbik þáttar.
Listasafn Reykjavikur heldur áfram að kynna ný verk starfandi listamanna í Ásmundarsafni, þar sem þau kallast á við myndheim Ásmundar Sveinssonar. Nú er það myndlistarkonan Sigga Björg sem á í samtali við Ásmund, og áherslan í þetta sinn er á þjóðsögur, ævintýri og ímyndunarafl. Á sýningunni Andardráttur á glugga sýnir Sigga BJörg teikningar, veggverk og vidjóverk. Meira um það hér undir lok þáttar, þegar við hittum Siggu Björg í Ásmundarsafni. Gauti Kristmannsson heldur áfram að fjalla um nýútkomnar bækur, og að þessu sinni er það þýðing á litháískri bók: Litháarnir við Laptevhaf, eftir Daliu Grinkevitjúte, í þýðingu Geirs Sigurðssonar og Vilmu Kinderyté. En við hefjum þáttinn á heimsókn í eitt af ráðuneytum borgarinnar. Fram eru komin á hinu háa alþingi íslendinga tvö mál er varða umhverfi tónlistarsköpunar í Íslandi: frumvarp til tónlistarlaga og þingsályktunartillaga um tónlistarstefnu fyrir árin 2023 til 2030. Og eitt að því sem ráðgert í þessum plöggum er stofnun nýrrar tónlistarmiðstöðvar. Við ræðum við Bryndísi Jónatansdóttur um framtíðarsýn þegar kemur að umgjörð um íslenska tónlist. Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir
Listasafn Reykjavikur heldur áfram að kynna ný verk starfandi listamanna í Ásmundarsafni, þar sem þau kallast á við myndheim Ásmundar Sveinssonar. Nú er það myndlistarkonan Sigga Björg sem á í samtali við Ásmund, og áherslan í þetta sinn er á þjóðsögur, ævintýri og ímyndunarafl. Á sýningunni Andardráttur á glugga sýnir Sigga BJörg teikningar, veggverk og vidjóverk. Meira um það hér undir lok þáttar, þegar við hittum Siggu Björg í Ásmundarsafni. Gauti Kristmannsson heldur áfram að fjalla um nýútkomnar bækur, og að þessu sinni er það þýðing á litháískri bók: Litháarnir við Laptevhaf, eftir Daliu Grinkevitjúte, í þýðingu Geirs Sigurðssonar og Vilmu Kinderyté. En við hefjum þáttinn á heimsókn í eitt af ráðuneytum borgarinnar. Fram eru komin á hinu háa alþingi íslendinga tvö mál er varða umhverfi tónlistarsköpunar í Íslandi: frumvarp til tónlistarlaga og þingsályktunartillaga um tónlistarstefnu fyrir árin 2023 til 2030. Og eitt að því sem ráðgert í þessum plöggum er stofnun nýrrar tónlistarmiðstöðvar. Við ræðum við Bryndísi Jónatansdóttur um framtíðarsýn þegar kemur að umgjörð um íslenska tónlist. Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir
Kvæðakver Jóhannesar úr Kötlum, Jólin koma, er komið út í fyrsta sinn á pólsku í þýðingu Ninu Smieszek en 90 ár eru nú liðin frá fyrstu útgáfu bókarinnar. Útgáfa þessarar litlu bókar markaði tímamót í íslensku jólahaldi þar sem jólasveinarnir höfðu fram að því verið álitnir tröll en teikningar Tryggva minna meira á íslenska kotbændur. Með ljóðum sínum festi Jóhannes úr Kötlum einnig í sessi í hvaða röð jólasveinarnir koma til byggða og skipaði þrettán bræður í aðalhlutverkin. Við ræðum við þýðandann, Ninu Smieszek í þætti dagsins. Og við fáum að heyra samtal tveggja glæpasagnahöfunda. Yrsa Sigurðardóttir gefur út þessi jólin bókina Gættu þinna handa og Ragnar Jónasson gefur út ásamt Katrínu Jakobsdóttur, bók sem kallast Reykjavík - glæpasaga. Bækur þeirra beggja njóta mikilla vinsælda, bæði hér á landi og utan landssteinanna, Yrsa hefur gefið út 18 glæpasögur en Ragnar 14. Þau settust niður í hljóðstofu Víðsjár í morgun, og ræddu bækur hvers annars og sitthvað annað, svo sem pressu frá umboðsmönnum, verðandi leikhúsverk og glæpasögu í geimnum. Einnig heyrum við fyrsta pistil af þremur frá Victoriu Bakshina, sem veltir fyrir sér listsköpun á stríðstímum, og áhrifum innrásar Rússa í Úkraínu á listsköpun í löndunum tveimur. En við hefjum þátt dagsins á bókarýni, að þessu sinni fjallar Gauti Kristmannsson um skáldsögu Braga Ólafssonar, Gegn gangi leiksins.
Kvæðakver Jóhannesar úr Kötlum, Jólin koma, er komið út í fyrsta sinn á pólsku í þýðingu Ninu Smieszek en 90 ár eru nú liðin frá fyrstu útgáfu bókarinnar. Útgáfa þessarar litlu bókar markaði tímamót í íslensku jólahaldi þar sem jólasveinarnir höfðu fram að því verið álitnir tröll en teikningar Tryggva minna meira á íslenska kotbændur. Með ljóðum sínum festi Jóhannes úr Kötlum einnig í sessi í hvaða röð jólasveinarnir koma til byggða og skipaði þrettán bræður í aðalhlutverkin. Við ræðum við þýðandann, Ninu Smieszek í þætti dagsins. Og við fáum að heyra samtal tveggja glæpasagnahöfunda. Yrsa Sigurðardóttir gefur út þessi jólin bókina Gættu þinna handa og Ragnar Jónasson gefur út ásamt Katrínu Jakobsdóttur, bók sem kallast Reykjavík - glæpasaga. Bækur þeirra beggja njóta mikilla vinsælda, bæði hér á landi og utan landssteinanna, Yrsa hefur gefið út 18 glæpasögur en Ragnar 14. Þau settust niður í hljóðstofu Víðsjár í morgun, og ræddu bækur hvers annars og sitthvað annað, svo sem pressu frá umboðsmönnum, verðandi leikhúsverk og glæpasögu í geimnum. Einnig heyrum við fyrsta pistil af þremur frá Victoriu Bakshina, sem veltir fyrir sér listsköpun á stríðstímum, og áhrifum innrásar Rússa í Úkraínu á listsköpun í löndunum tveimur. En við hefjum þátt dagsins á bókarýni, að þessu sinni fjallar Gauti Kristmannsson um skáldsögu Braga Ólafssonar, Gegn gangi leiksins.
Guðjón R. Sigurðsson fæddist árið 1903 í Austur Skaftafellssýslu, en fluttist vestur um haf rúmlega tvítugur að aldri. Guðjón festi aldrei rætur heldur ferðast vítt og breitt um landið og stundaði fjölbreytt farandstörf. Þegar litla vinnu var að fá hafðist Guðjón við í óbyggðum Kanada og veiddi í sig og á. Hann kynntist ótal eftirminnilegum einstaklingum og lenti oft í lífsháska. En römm er taugin heim, og eftir ævintýralegt lífshlaup í Kanada ákvað Guðjón að flytja aftur til Íslands, og stuttu síðar hóf hann að skrifa endurminningar sínar. Þórður Sævar Jónsson tók þær saman og við heyrum í honum í þætti dagsins. Í kvöld fara fram í Hörpu tónleikar í tónleikaröð undir yfirskriftinni Feima. Nafnið Feima er samheiti orðsins kona og tilvísun í stefnu kammerklúbbsins að rétta af hlutföll kynja sem oft sjást á efnisskrám og annars staðar í tónlistarlífinu. Feima sprettur upp úr starfi kammersveitarinnar Elju og á tónleikum FEIMU slást ýmsar tónlistarkonur í hóp með klassískum hljóðfæraleikurum Elju. Á tónleikunum í kvöld leikur tónlistarkonan RAKEL eigin tónlist í útsetningum fyrir kammerhóp, ásamt því að fulltrúar úr Elju flytja verk eftir Veronique Vöku, Fanny Mendelssohn og Kaju Saariaho. Þær Rakel Sigurðardóttir og Björg Brjánsdóttir verða gestir í hljóðstofu hér á eftir og segja okkur nánar af starfi Feimu og tónleikum kvöldsins. Játningarnar eru eitt af lykilverkum heimsbókmenntanna, hreinskilin og opinská sjálfsævisaga eins helsta hugsuðar átjándu aldar, Jeans-Jacques Rousseau. Í tólf bókum rekur Rousseau ítarlega ævintýralegan feril sinn og opinberar bresti sína og tilfinningar. Pétur Gunnarsson rithöfundur hefur nú þýtt þetta gríðarmikla verk úr frönsku og Gauti Kristmannsson hefur nýlokið lestri. Heyrum meira af því í þætti dagsins. En við byrjum á því að forvitnast um íslenska myndlistarkonu í Þýskalandi. Nýlega var tilkynnt um handhafa Albert-Weisgerber heiðursverðlaunanna, sem veitt eru fyrir ævistarf myndlistarmanns sem skapað hefur sér sérstöðu, virðingu og unnið ötullega að list sinni heima og að heiman. Myndlistarkonan Sigrún Ólafsdóttir hlýtur verðlaunin að þessu sinni, en þeim fylgir yfirlitssýning á verkum hennar og bókaútgáfa um listferil hennar. Víðsjá sló á þráðinn til Þýskalands af þessu tilefni. Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
Guðjón R. Sigurðsson fæddist árið 1903 í Austur Skaftafellssýslu, en fluttist vestur um haf rúmlega tvítugur að aldri. Guðjón festi aldrei rætur heldur ferðast vítt og breitt um landið og stundaði fjölbreytt farandstörf. Þegar litla vinnu var að fá hafðist Guðjón við í óbyggðum Kanada og veiddi í sig og á. Hann kynntist ótal eftirminnilegum einstaklingum og lenti oft í lífsháska. En römm er taugin heim, og eftir ævintýralegt lífshlaup í Kanada ákvað Guðjón að flytja aftur til Íslands, og stuttu síðar hóf hann að skrifa endurminningar sínar. Þórður Sævar Jónsson tók þær saman og við heyrum í honum í þætti dagsins. Í kvöld fara fram í Hörpu tónleikar í tónleikaröð undir yfirskriftinni Feima. Nafnið Feima er samheiti orðsins kona og tilvísun í stefnu kammerklúbbsins að rétta af hlutföll kynja sem oft sjást á efnisskrám og annars staðar í tónlistarlífinu. Feima sprettur upp úr starfi kammersveitarinnar Elju og á tónleikum FEIMU slást ýmsar tónlistarkonur í hóp með klassískum hljóðfæraleikurum Elju. Á tónleikunum í kvöld leikur tónlistarkonan RAKEL eigin tónlist í útsetningum fyrir kammerhóp, ásamt því að fulltrúar úr Elju flytja verk eftir Veronique Vöku, Fanny Mendelssohn og Kaju Saariaho. Þær Rakel Sigurðardóttir og Björg Brjánsdóttir verða gestir í hljóðstofu hér á eftir og segja okkur nánar af starfi Feimu og tónleikum kvöldsins. Játningarnar eru eitt af lykilverkum heimsbókmenntanna, hreinskilin og opinská sjálfsævisaga eins helsta hugsuðar átjándu aldar, Jeans-Jacques Rousseau. Í tólf bókum rekur Rousseau ítarlega ævintýralegan feril sinn og opinberar bresti sína og tilfinningar. Pétur Gunnarsson rithöfundur hefur nú þýtt þetta gríðarmikla verk úr frönsku og Gauti Kristmannsson hefur nýlokið lestri. Heyrum meira af því í þætti dagsins. En við byrjum á því að forvitnast um íslenska myndlistarkonu í Þýskalandi. Nýlega var tilkynnt um handhafa Albert-Weisgerber heiðursverðlaunanna, sem veitt eru fyrir ævistarf myndlistarmanns sem skapað hefur sér sérstöðu, virðingu og unnið ötullega að list sinni heima og að heiman. Myndlistarkonan Sigrún Ólafsdóttir hlýtur verðlaunin að þessu sinni, en þeim fylgir yfirlitssýning á verkum hennar og bókaútgáfa um listferil hennar. Víðsjá sló á þráðinn til Þýskalands af þessu tilefni. Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
Leikverkið Á eigin vegum var frumsýnt í Borgarleikhúsinu síðastliðið laugardagskvöld. Leikgerðin byggir á skáldsögu metsöluhöfundarins Kristínar Steinsdóttur sem kom út árið 2006, en bókin var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og hlaut Fjöruverðlaunin árið 2007. Eva Halldóra Guðmundsdóttir rýnir í verkið. Hallsteinn Sigurðsson myndhöggvari á að baki langan feril prýddan fjölbreyttum verkum. Frá því hann kom úr námi í byrjun sjöunda áratugarins hefur hann unnið þvívíð verk, fyrst og fremst í steypu, stál, járn og ál. Mörg útiverka hans eru kunnugir félagar í borgarlandslaginu, en þekktust eru sennilega álverkin 16 sem standa í Gufunesi. Listamaðurinn hafði sjálfur frumkvæði að þeim garði og gaf borginni síðar öll verkin. Víðsjá heimsótti Café Pysju í Grafarvogi þar sem nú stendur yfir sýning sem kallast Í Hallsteins nafni. Einn fremsti rithöfundur Spánar, Javier Marías, féll frá í síðustu viku, sjötugur að aldri. Marías, sem lengi hefur verið orðaður við bókmenntaverðlaun Nóbels, gaf út sextán skáldsögur og hafa verk eftir hann verið þýdd á 46 tungumál. Marías var einnig afkastamikill þýðandi, auk þess að vera fastur penni í spænska dagblaðinu El País. Gauti Kristmannsson fjallar um Javier Marias í þætti dagsins. Síðustu átt ár hefur Elvar Örn Kjartansson, ljósmyndari, unnið að umfangsmiklu ljósmyndaverkefni þar sem hann hefur heimsótt fyrirtæki og stofnanir á Íslandi og myndað þar ýmis rými. Um er að ræða sto?rt og flo?kið kerfi sem samanstendur af mannvirkjum, stofnunum og þjónustufyrirtækjum og o?teljandi pörtum sem eru innviðir þess. Hvert og eitt þeirra þjo?nar sínum sérstaka tilgangi og sér til þess að þjo?ðfe?lagið nær að ganga sinn vanagang frá degi til dags og við lifum og hrærumst i? því nánast óafvitandi. Víðsjá heimsótti ljósmyndasýninguna Kerfið og við heyrum af því í lok þáttar. Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
Leikverkið Á eigin vegum var frumsýnt í Borgarleikhúsinu síðastliðið laugardagskvöld. Leikgerðin byggir á skáldsögu metsöluhöfundarins Kristínar Steinsdóttur sem kom út árið 2006, en bókin var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og hlaut Fjöruverðlaunin árið 2007. Eva Halldóra Guðmundsdóttir rýnir í verkið. Hallsteinn Sigurðsson myndhöggvari á að baki langan feril prýddan fjölbreyttum verkum. Frá því hann kom úr námi í byrjun sjöunda áratugarins hefur hann unnið þvívíð verk, fyrst og fremst í steypu, stál, járn og ál. Mörg útiverka hans eru kunnugir félagar í borgarlandslaginu, en þekktust eru sennilega álverkin 16 sem standa í Gufunesi. Listamaðurinn hafði sjálfur frumkvæði að þeim garði og gaf borginni síðar öll verkin. Víðsjá heimsótti Café Pysju í Grafarvogi þar sem nú stendur yfir sýning sem kallast Í Hallsteins nafni. Einn fremsti rithöfundur Spánar, Javier Marías, féll frá í síðustu viku, sjötugur að aldri. Marías, sem lengi hefur verið orðaður við bókmenntaverðlaun Nóbels, gaf út sextán skáldsögur og hafa verk eftir hann verið þýdd á 46 tungumál. Marías var einnig afkastamikill þýðandi, auk þess að vera fastur penni í spænska dagblaðinu El País. Gauti Kristmannsson fjallar um Javier Marias í þætti dagsins. Síðustu átt ár hefur Elvar Örn Kjartansson, ljósmyndari, unnið að umfangsmiklu ljósmyndaverkefni þar sem hann hefur heimsótt fyrirtæki og stofnanir á Íslandi og myndað þar ýmis rými. Um er að ræða sto?rt og flo?kið kerfi sem samanstendur af mannvirkjum, stofnunum og þjónustufyrirtækjum og o?teljandi pörtum sem eru innviðir þess. Hvert og eitt þeirra þjo?nar sínum sérstaka tilgangi og sér til þess að þjo?ðfe?lagið nær að ganga sinn vanagang frá degi til dags og við lifum og hrærumst i? því nánast óafvitandi. Víðsjá heimsótti ljósmyndasýninguna Kerfið og við heyrum af því í lok þáttar. Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
Leikverkið Á eigin vegum var frumsýnt í Borgarleikhúsinu síðastliðið laugardagskvöld. Leikgerðin byggir á skáldsögu metsöluhöfundarins Kristínar Steinsdóttur sem kom út árið 2006, en bókin var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og hlaut Fjöruverðlaunin árið 2007. Eva Halldóra Guðmundsdóttir rýnir í verkið. Hallsteinn Sigurðsson myndhöggvari á að baki langan feril prýddan fjölbreyttum verkum. Frá því hann kom úr námi í byrjun sjöunda áratugarins hefur hann unnið þvívíð verk, fyrst og fremst í steypu, stál, járn og ál. Mörg útiverka hans eru kunnugir félagar í borgarlandslaginu, en þekktust eru sennilega álverkin 16 sem standa í Gufunesi. Listamaðurinn hafði sjálfur frumkvæði að þeim garði og gaf borginni síðar öll verkin. Víðsjá heimsótti Café Pysju í Grafarvogi þar sem nú stendur yfir sýning sem kallast Í Hallsteins nafni. Einn fremsti rithöfundur Spánar, Javier Marías, féll frá í síðustu viku, sjötugur að aldri. Marías, sem lengi hefur verið orðaður við bókmenntaverðlaun Nóbels, gaf út sextán skáldsögur og hafa verk eftir hann verið þýdd á 46 tungumál. Marías var einnig afkastamikill þýðandi, auk þess að vera fastur penni í spænska dagblaðinu El País. Gauti Kristmannsson fjallar um Javier Marias í þætti dagsins. Síðustu átt ár hefur Elvar Örn Kjartansson, ljósmyndari, unnið að umfangsmiklu ljósmyndaverkefni þar sem hann hefur heimsótt fyrirtæki og stofnanir á Íslandi og myndað þar ýmis rými. Um er að ræða sto?rt og flo?kið kerfi sem samanstendur af mannvirkjum, stofnunum og þjónustufyrirtækjum og o?teljandi pörtum sem eru innviðir þess. Hvert og eitt þeirra þjo?nar sínum sérstaka tilgangi og sér til þess að þjo?ðfe?lagið nær að ganga sinn vanagang frá degi til dags og við lifum og hrærumst i? því nánast óafvitandi. Víðsjá heimsótti ljósmyndasýninguna Kerfið og við heyrum af því í lok þáttar. Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
Á fimmtudaginn síðasta fór fram tvöfalt útgáfuhóf hjónanna Sigrúnar Ölbu Sigurðardóttur, menningarfræðings og Björns Þorsteinssonar, heimspekings. Bók Sigrúnar Ölbu, Snjóflyksur á næturhimni, er í senn persónuleg og heimspekileg umfjöllun um samspil ljósmynda, minninga og veruleika, en í bókinni rýnir höfundur í eigið líf og annarra í gegnum ljósmyndir og fjallar um ljósmyndina sem listmiðil. Verufræði Björns Þorsteinssonar er afrakstur áratuga fræðivinnu, en Björn starfar sem prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands. Í henni tekst höfundurinn á við krefjandi spurningar á sviði verufræði, eins og eðli tilvistarinnar og tengsl skynjunar og skynsemi. Þau Björn og Sigrún Alba eru gestir Víðsjár í þætti dagsins. Í Ásmundarsafni hefur verið í gangi í þónokkurn tíma sýningarröð þar sem fram fer samtal ólíkra listamanna við Ásmund Sveinsson. Að þessu sinni er það Unndór Egill Jónsson sem hefur kafað í veröld Ásmundar og lætur verkin tala á sýningu sem opnaði dyr sínar um helgina. Sýningin kallast Eftir stórhríðina, en titillinn er fengin úr bréfi sem Ásmundur skrifaði móður sinni frá Kaupmannahöfn 1920. Víðsjá heimsótti safnið fyrir helgi og náði að draga Unndór frá undirbúningi í spjall um Ásmund sem innblástur. Nýtt land utan við gluggann minn eftir Theodor Kallifatides kom út í íslenskri þýðingu Halls Páls Jónssonar í vor. Kallifatides yfirgaf Grikkland árið 1964 og fluttist til Svíþjóðar, þá 26 ára gamall. Hann náði fljótt tökum á tungumálinu og örfáum árum síðar gaf hann út sína fyrstu bók og er nú í hópi þekktustu rithöfunda Svía. Í bókinni fjallar hann um uppruna sinn og stöðu eftir áratuga búsetu í nýja landinu. ?Ég hef ekki orðið sænskur, jafnvel þótt ég sé ekki lengur sá Grikki sem ég hélt að ég væri. Ég er ekki einu sinni hundrað prósent útlendingur.? Gauti Kristmannsson fjallar um Nýtt land utan við gluggann minn í þætti dagsins.
Á fimmtudaginn síðasta fór fram tvöfalt útgáfuhóf hjónanna Sigrúnar Ölbu Sigurðardóttur, menningarfræðings og Björns Þorsteinssonar, heimspekings. Bók Sigrúnar Ölbu, Snjóflyksur á næturhimni, er í senn persónuleg og heimspekileg umfjöllun um samspil ljósmynda, minninga og veruleika, en í bókinni rýnir höfundur í eigið líf og annarra í gegnum ljósmyndir og fjallar um ljósmyndina sem listmiðil. Verufræði Björns Þorsteinssonar er afrakstur áratuga fræðivinnu, en Björn starfar sem prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands. Í henni tekst höfundurinn á við krefjandi spurningar á sviði verufræði, eins og eðli tilvistarinnar og tengsl skynjunar og skynsemi. Þau Björn og Sigrún Alba eru gestir Víðsjár í þætti dagsins. Í Ásmundarsafni hefur verið í gangi í þónokkurn tíma sýningarröð þar sem fram fer samtal ólíkra listamanna við Ásmund Sveinsson. Að þessu sinni er það Unndór Egill Jónsson sem hefur kafað í veröld Ásmundar og lætur verkin tala á sýningu sem opnaði dyr sínar um helgina. Sýningin kallast Eftir stórhríðina, en titillinn er fengin úr bréfi sem Ásmundur skrifaði móður sinni frá Kaupmannahöfn 1920. Víðsjá heimsótti safnið fyrir helgi og náði að draga Unndór frá undirbúningi í spjall um Ásmund sem innblástur. Nýtt land utan við gluggann minn eftir Theodor Kallifatides kom út í íslenskri þýðingu Halls Páls Jónssonar í vor. Kallifatides yfirgaf Grikkland árið 1964 og fluttist til Svíþjóðar, þá 26 ára gamall. Hann náði fljótt tökum á tungumálinu og örfáum árum síðar gaf hann út sína fyrstu bók og er nú í hópi þekktustu rithöfunda Svía. Í bókinni fjallar hann um uppruna sinn og stöðu eftir áratuga búsetu í nýja landinu. ?Ég hef ekki orðið sænskur, jafnvel þótt ég sé ekki lengur sá Grikki sem ég hélt að ég væri. Ég er ekki einu sinni hundrað prósent útlendingur.? Gauti Kristmannsson fjallar um Nýtt land utan við gluggann minn í þætti dagsins.
Á fimmtudaginn síðasta fór fram tvöfalt útgáfuhóf hjónanna Sigrúnar Ölbu Sigurðardóttur, menningarfræðings og Björns Þorsteinssonar, heimspekings. Bók Sigrúnar Ölbu, Snjóflyksur á næturhimni, er í senn persónuleg og heimspekileg umfjöllun um samspil ljósmynda, minninga og veruleika, en í bókinni rýnir höfundur í eigið líf og annarra í gegnum ljósmyndir og fjallar um ljósmyndina sem listmiðil. Verufræði Björns Þorsteinssonar er afrakstur áratuga fræðivinnu, en Björn starfar sem prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands. Í henni tekst höfundurinn á við krefjandi spurningar á sviði verufræði, eins og eðli tilvistarinnar og tengsl skynjunar og skynsemi. Þau Björn og Sigrún Alba eru gestir Víðsjár í þætti dagsins. Í Ásmundarsafni hefur verið í gangi í þónokkurn tíma sýningarröð þar sem fram fer samtal ólíkra listamanna við Ásmund Sveinsson. Að þessu sinni er það Unndór Egill Jónsson sem hefur kafað í veröld Ásmundar og lætur verkin tala á sýningu sem opnaði dyr sínar um helgina. Sýningin kallast Eftir stórhríðina, en titillinn er fengin úr bréfi sem Ásmundur skrifaði móður sinni frá Kaupmannahöfn 1920. Víðsjá heimsótti safnið fyrir helgi og náði að draga Unndór frá undirbúningi í spjall um Ásmund sem innblástur. Nýtt land utan við gluggann minn eftir Theodor Kallifatides kom út í íslenskri þýðingu Halls Páls Jónssonar í vor. Kallifatides yfirgaf Grikkland árið 1964 og fluttist til Svíþjóðar, þá 26 ára gamall. Hann náði fljótt tökum á tungumálinu og örfáum árum síðar gaf hann út sína fyrstu bók og er nú í hópi þekktustu rithöfunda Svía. Í bókinni fjallar hann um uppruna sinn og stöðu eftir áratuga búsetu í nýja landinu. ?Ég hef ekki orðið sænskur, jafnvel þótt ég sé ekki lengur sá Grikki sem ég hélt að ég væri. Ég er ekki einu sinni hundrað prósent útlendingur.? Gauti Kristmannsson fjallar um Nýtt land utan við gluggann minn í þætti dagsins.
Í Víðsjá í dag verður kíkt inn á jólabasar Listvals í Hörpu og þar rætt við þær Elísabetu Ölmu Svendsen og Helgu Björg Kjerúlf. Gripið er niður í dagskrá Rásar 1 og hlustendur heyra af Sonju de Zorrila og Guðmundi Páli Ólafssyni í þættinum. Gauti Kristmannsson bókarýnir segir hlustendum skoðun sína á Kóperníku, nýrri skáldsögu Sölva Björns Sigurðssonar. Og hlustendur heyra pistil frá Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur. Hún hefur verið með hugann við líkamleika ýmiskonar hér í Víðsjá undanfarnar vikur og mánuði en í dag fjallar hún um magann, sem verður að teljast við hæfi núna rétt fyrir jól.
Árið 1946 kom út ferðabókin Fjallamenn eftir GUðmund frá Miðdal. Í bókinni er að finna ferðalýsingar úr byggðum og óbyggðum Íslands og annara landa. Bókin hefur verið ófáanleg í áratugi, en nú hefur Salka endurútgefið hana. VIð setjumst niður með syni Guðmundar, Ara Trausta, í þætti dagsins, en hann ritar formálann í nýju útgáfuna. Við fáum einnig að heyra af tveimur nýjum sýningum í Þjóðleikhúsinu. Lára og ljónsi er jólaævintýri eftir Birgittu Haukdal og Góa, hugsað fyrir yngstu áhorfendurna í aðdraganda jólanna. Rauða kápan eftir Sólveigu Eir Stewart er svo sýnd í hádegisleikhúsinu, sem tók til starfa í leikhúskjallaranum í haust. Snæbjörn Brynjarsson segir frá sýningunum í þætti dagsins. Gauti Kristmannsson fjallar um nýja skáldsögu Hildar Knútsdóttur, Myrkrið milli stjarnanna. Við förum líka í aðalútibú Landsbanka Íslands í Austurstræti og ræðum þar við Aðalstein Ingólfsson listfræðing um nýja sýningu á abstraktverkum úr safneign bankans.
Á dögunum kom út skáldsagan Glæstar vonir, eða Great Expectations, eftir breskan 19. aldar rithöfundinn Charles Dickens. Þessa frægu bók sem Dickens skrifaði á árinu 1860 og 61 hefur Jón St. Kristjánsson þýtt en Mál og menning gefur út. Að því tilefni verður Árni Matthíasson blaðamaður á Morgunblaðinu gestur þáttarins en Árni hefur lengi dáðst að verkum Dickens, lesið allar bækur höfundarins og kann vel að meta nýju þýðinguna. Þjóðsögur geta sagt okkur margt um þau samfélög sem þær tilheyra og endurspegla á vissan hátt þann hugmyndaheim sem þær spretta úr. Í þeim má til dæmis sjá að staða konunnar var inn á heimilinu, hún var móðir, upphafin og hrein, táknmynd hins góða. Þetta átti þó einungis við um giftar konur, ógiftar konur áttu ekki að eignast börn. Dagrún Ósk Jónsdóttir, þjóðfræðingur, sagði frá því hvernig þessar hugmyndir birtast í íslenskum þjóðsögum í erindi á nýliðnum Þjóðarspegli. Dagrún Ósk verður gestur Víðsjár undir lok þáttarins hér á eftir. Auður Jónsdóttir gaf nýverið út skáldsöguna Allir fuglar fljúga í ljósið. Gauti Kristmannsson hefur lokið við lesturinn og segir sína skoðun í þætti dagsins.
Dans- og pönkverkið Neind Thing var frumsýnt á fimmtudaginn var í Tjarnarbíó. Verkið er eftir Ingu Huld Hákonardóttur, framið af 3 sviðslistakonum og einum trommara. Snæbjörn Brynjarsson fór á frumsýningu og deilir upplifun sinni með okkur hér á eftir. María Huld Markan Sigfúsdóttir tónskáld verður gestur Víðsjár í dag og segir hlustendum frá viðburðinum Are we ok? sem verður í Hörpu á fimmtudagskvöld en þar er í boði ferðalag um arkítektúr Hörpu í splunkunýju verki Maríu Huldar og bandaríska danshöfundarins Daniels Roberts. Og nú streyma auðvitað bækur til okkar hingað í Víðsjá. Ein þeirra er ljóðabókin Álfheimar eftir Brynjar Jóhannesson. Á bókakápu er ljósmyndaf götuskiltinu úr Álfheimum en inn í kápunni segir að höfundur sé skáld úr Laugardalnum. Duglegasti letingi sinnar kynslóðar sem skilur vel dyggðina að brosa vingjarnlega, gera sitt besta og leggja ekki of mikið á sig. Við tökum Brynjar tali í þætti dagsins. Og við heyrum hvað Gauti Kristmannsson hefur að segja um Merkingu, nýja skáldsögu Fríðu Ísberg.
Á Íslandi og í Grikkland starfa kröftugar myndlistarsenur sem að miklu leiti eru drifnar áfram af listamannareknum rýmum. Samstarfsverkefni Kling & Bang í Reykjavík og A - DASH í Aþenu leitast við að búa til nýjar tengingar, möguleika og sambönd landanna á milli. Í næsta mánuði heldur fjöldi íslenskra myndlistarmanna til Aþenu til að sýna ásamt grískum kollegum sínum í 11 listamannareknum rýmum víðsvegar um Aþenu. Við förum í Marshall húsið og hittum þau Elísabetu Brynhildardóttur og Erling Klingenberg tali um verkefnið HEAD 2 HEAD. Einnig verður hugað að málþingi sem fer fram í Safnahúsinu á Ísafirði á laugardag og heitir Lesið í sköpunarkraft Vestfjarða. En þar verður fjallað um bókmennta og menningarsögu Vestfjarða. Birna Bjarnadóttir, annar tveggja verkefnisstjóra málþingsins, verður gestur Víðsjár. Dagur Hjartarson rithöfundur heldur áfram að fjalla um listþörfina og ímyndunaraflið í pistil sínum og loks segir Gauti Kristmannsson hlustendum skoðun sína á leiksögunni Systu megin eftir Steinunni Sigurðardóttur.
Í Víðsjá dagsins verður rætt við Ernu Ómarsdóttur og Höllu Ólafsdóttur, höfunda og listræna stjórnendur uppsetningar Íslenska dansflokksins á Rómeó og Júlíu. Sýningin var fyrst sett upp í Þýskalandi 2018 þar sem hún var meðal annars tilnefnd til hinna virtu Faust verðlauna. Næstsíðasta sýningin hér á landi fer fram í Borgarleikhúsinu í kvöld, og þangað héldum við í morgun. Snæbjörn Brynjarsson, leiklistargagnrýnandi Víðsjár, segir hlustendum skoðun sína á sketsasýningunni Kanarí sem nú er til sýninga í kjallara Þjóðleikhússins. Og nú stendur yfir bókmenntaverðlaunatímabil mikið, nóbelsverðlaunin í bókmenntum verða til að mynda afhent á morgun og búið er að birta stutta listann fyrir Booker verðlaunin. Kristján B. Jónasson bókaútgefandi verður tekinn tali um þýsku bókmenntaverðlaunin sem afhent verða um miðjan nóvember í tengslum við bókamessuna í Frankfurt en Kristján hefur legið í bókunum sem tilnefndar eru undanfarna daga og vikur. Að endingu segir Gauti Kristmannsson, bókmenntarýnir Víðsjár, skoðun sína á skáldsögunni Dauðinn er barningur eftir sýrlenska höfundinn Khaled Khalifa en bókaútgáfan Angústúra gaf bókina nýverið út í þýðingu Elísu Bjargar Þorsteinsdóttur. Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir.
Í Víðsjá verður hugað að endur-frumsýningu á kvikmyndinni Sögu borgarættarinnar eftir samnefndri skáldsögu Gunnars Gunnarssonar sem tekin var upp á Íslandi árið 1919 og frumsýnd í Kaupmannahöfn ári eftir. Nú stendur til að frumsýna myndina að nýju með nýrri tónlist Þórðar Magnússonar tónskálds en frumsýningin fer samtímis fram í Reykjavík, á Akureyri og Seyðisfirði og er sýningin hluti af dagskrá kvikmyndahátíðarinnar RIFF sem hefst á morgun. Skúli Björn Gunnarsson, forstöðumaður Skriðuklausturs, verður tekinn tali um þetta forvitnilega verkefni. Listahátíðin Sequences fer fram í tíunda sinn dagana 15-24. október næstkomandi. Hátíðin er sjónlistatvíæringur sem hefur verið haldin frá árinu 2006 með sérstaka áherslu á rauntímalistaverk. Yfirskrift sýningarinnar í ár er: Kominn tími til, og í brennidepli verða samtöl listamanna við umhverfi sitt, sögu eða við aðra listamenn. Samtöl sem fléttast meðvitað og o?meðvitað inn i? ti?ðaranda og ri?kjandi hugmyndir i? samfe?laginu. Við heyrum í sýningarstjórum Sequences í þætti dagsins þeim Þórönnu Dögg Björnsdóttur og Þráni Hjálmarssyni. Snæbjörn Brynjarsson, leiklistargagnrýnandi þáttarins, verður með okkur í dag. Hann skellti sér á sýninguna Þétting Hryggðar eftir uppistandarann, rithöfundinn, víninnflytjandann og áhugaboxarann Halldór Laxness Halldórsson einnig þekktur sem Dóri DNA. Gauti Kristmannsson bókmenntagagnrýnandi Víðsjár segir frá bókinni Stóra bókin um sjálfsvorkunn eftir Ingólf Eiríksson sem kom út nú á dögunum hjá Forlaginu og segir frá Hallgrími sem hrökklast heim úr leiklistarnámi í erlendri stórborg til að fara á geðdeild. Umsjón: Guðni Tómasson og Tómas Ævar Ólafsson
Í Víðsjá dagsins verður hugað að Miðgarðskirkju í Grímsey sem brann í nótt og fanga leitað í safni Ríkisútvarpsins um lífið í eyjunni fyrr á tíð. Rætt verður við Hjörleif Sveinbjörnsson þýðanda um bókina Meðal hvítra skýja en hún hefur að geyma vísur frá Tang-tímanum í Kína á árunum 618-907. Hjörleifur hefur þýtt þessar fornu og heillandi vísur en á þessu tímabili náði kínversk ljóðlist áður óþekktum hæðum og teljast ljóðin til bókmenntagersema heimsins. Og einnig verður spurt í Víðsjá: Getur verið að við búum í sýndarveruleika? Það er stór spurning sem fræðingar og heimspekingar hafa velt fyrir sér í þónokkurn tíma en sú hugmynd hefur heldur betur fengið byr undir báða vængi á síðastliðnum árum í tengslum við ofurtölvur og skammtafræðilegar tölvur. Þessi tilteknu fræði verða til umræðu uppi í Háskóla nú á fimmtudaginn. Það verður heimspekingurinn Benjamin B. Olshin heldur fyrirlesturinn Heimspeki veruleikans: Vandinn við hermialheima - við tökum hann tali í þætti um veruleikann dagsins. Og loks fjallar Gauti Kristmannsson um nýja ljóðabók Eydísar Blöndal Ég brotna hundarð prósent niður. Umsjón: Guðni Tómasson og Tómas Ævar Ólafsson
Á Gljúfrasteini, húsi nóbelsskáldsins Halldórs Laxness í Mosfellssveit, stendur nú yfir sýning um næstsíðustu skáldsögu Halldórs, Innansveitarkroniku. Sýningin opnaði í fyrra en sökum heimsfaraldurs og samkomubanns reyndist það ekki beint ár safnaheimsókna og kemur hún því til með að standa áfram um nokkra hríð. Víðsjá hugar í dag að þessari sýningu og ræðir við Guðnýju Dóru Gestsdóttur og Hlíf Unu Bárudóttur. Í dag eru einnig liðin fimmtíu ár frá því að platan Blue, úr smiðju kanadísku tónlistarkonunnar Joni Mitchell kom út og af því tilefni verður þessi ágæta plata rifjuð upp í Víðsjá dagsins. Ný bókaverslun bókaútgáfunnar Sölku verður einnig heimsótt og þar rætt við húsráðendur, Dögg Hjaltalín og Önnu Leu Friðriksdóttur. Gauti Kristmannsson bókmenntagagnrýnandi Víðsjár fjallar einnig um nýbakaða verðlaunaljóðabók Höllu Þórlaugar Óskarsdóttur, Þagnarbindindi. Umsjón með Víðsjá í dag hafa Guðni Tómasson og Jóhannes Ólafsson.
Í Víðsjá í dag verður rætt við skáldið og myndlistarmanninn Evu Schram um sýninguna Orta III í Galleríinu Ramskram á Njálsgötu. Hugað verður að verkum Guðmundu Andrésdóttur listmálara en sýning á verkum hennar, Hrynjandi, var opnuð í Hafnarborg um síðustu helgi. Gauti Kristmannsson, bókmenntagagnrýnandi Víðsjár, segir hlustendum frá bókinni Wake, Siren: Ovid Resung eftir Ninu MacLaughlin en þar er á ferðinni feminísk enduryrking á Ummyndunum rómverska skáldsins Ovids og Ólöf Gerður Sigfúsdóttir rýnir í sjónrýnipistli sínum í yfirlitssýningu á verkum hönnuðarins Kristínar Þorkelsdóttur, sem nú stendur yfir í Hönnunarsafni Íslands Umsjón: Guðni Tómasson og Tómas Ævar Ólafsson.
Víðsjá 8. júní 2021 Í Víðsjá dagsins verður fjallað um bókina Uppskriftabók fyrir Draumkafanir eftir Stefaníu Pálsdóttir, rithöfund. Bókinni, sem kom út í síðustu viku, er ætlað að kenna lesendum aðferðir til þess að vakna eða að verða meðvitaðir í draumi. Rætt verður við Stefaníu Pálsdóttir um Draumkafanir í Víðsjá dagsins. Gauti Kristmannsson, bókmenntagagnrýnandi Víðsjár, segir frá upplifun sinni af lestri sögulegu novellunnar Dagbókin eftir Önnu Stínu Gunnarsdóttur. Hlustendur heyra einnig af bókverkasafninu Bibliotec Nordica sem nú er til sýnis í Þjóðarbókhlöðunni og rætt verður við tvær af meðlimum bókverkakvennahópsins Arkanna, þær Svanborgu Matthíasdóttur og Helgu Pálínu Brynjólfsdóttur, um þáttöku í því verkefni. Víðsjá býður einnig upp á tónlist af nýútkomnu plötunni Black to the Future með bresku hljómsveitinni Sons of Kemet en þar er tónlistarstíllinn fjörleg en pólitísk samsuða jazz tónlistar, kalipsó og rapps. Umsjón: Guðni Tómasson og Tóma Ævar Ólafsson.
Víðsjá ræðir í dag við Ástu Fanneyju Sigurðardóttur um nýjustu bók hennar sem heitir Sería forma og kom út á dögunum hjá útgáfunni Þrjár hendur. Sýningarsalur Íslenskrar grafíkur í Hafnarhúsinu verður heimsóttur og rætt við Valgerði Hauksdóttur sem þar sýnir verk sín á sýningu sem hún kallar Síbreytileika. Hugað verður að forvitnilegu tónleikahaldi Kammersveitar Reykjavíkur í Hörpu í kvöld þar sem verk eftir Nino Rota og Thierry Escaich verða í forgrunni og loks segir Gauti Kristmannsson, bókmenntagagnrýnandi Víðsjár, hlustendum frá upplifun sinni af lestri skáldsögunnar Að telja upp í milljón eftir Önnu Hafþórsdóttur. Umsjón: Guðni Tómasson og Tómas Ævar Ólafsson
Í Víðsjá í dag verður meðal annars fræðst um sirkuslistahópinn Hringleik sem vinnur að því að byggja upp og styrkja sirkusmenningu á Íslandi með uppsetningu fjölbreyttra sirkussýninga, námskeiðshaldi og sirkusiðkun fyrir sirkusfólk. Hópurinn frumsýndi í Tjarnarbíói fyrir helgina nýsirkussýninguna Allra veðra von en sýningin er unnin í samstarfi við leikhópinn Miðnætti sem sér um leikstjórn, tónlist, búninga og leikmynd. Karna Sigurðardóttir og Eyrún Ævarsdóttir segja frá sýningunni og starfsemi Hringleiks í Víðsjá í dag. Ásmundarsafn í Laugardalnum verður heimsótt og þar rætt við myndlistarkonuna Sirru Sigrúnu Sigurðardóttur en á nýrri sýningu sem heitir Ef lýsa ætti myrkri á hún í samtali við verk Ásmundar Sveinssonar og bygginguna sjálfa. Gauti Kristmannsson bókmenntagagnrýnandi Víðsjár fjallar um splúnkunýja íslenska skáldsögu, Merki, eftir Sólveigu Johnsen. Og Snæbjörn Brynjarsson leiklistargagnrýnandi þáttarins fjallar í dag um leikritið Veislu sem frumsýnt var í Borgarleikhúsinu fyrir helgi.
Í Víðsjá í dag verður meðal annars hugað að sýningunni Fallandi trjám liggur margt á hjarta í Kling og Bang galleríi og rætt við sýningarstjórann Helenu Aðalsteinsdóttur og tvo listamenn sem eiga verk á sýningunni, Þóreyju Björk Halldórsdóttur og Elínu Margot. Gauti Kristmannsson bókmenntagagnrýnandi Víðsjár fjallar í dag um skáldsöguna Nickel-strákarnir eftir bandaríska rithöfundinn Colson Whitehead, en sagan kom nýlega út í íslenskri þýðingu Árna Óskarssonar. Og Víðsjá hittir líka hagmæltan tónlistarmann, Þórarinn Má Baldursson víóluleikara, og ræðir við hann um nýja bók sem kemur út í dag og heitir einfaldlega Vísur og kvæði.
Í Víðsjá í dag verður hugað að sýningunni Haukur og Lilja, tveggja manna leikverki eftir Elísabetu Jökulsdóttur sem frumsýnt verður á fimmtudagskvöld í Ásmundarsal við Freyjugötu. Gauti Kristmannsson bókmenntagagnrýnandi Víðsjár fjallar í dag um skáldsöguna Dyrnar eftir ungverska rithöfundinn Mögdu Szabó sem kom út í íslenskri þýðingu Guðrúnar Hannesdóttur á síðasta ári. Guðrún hlaut íslensku þýðingaverðlaunin fyrir verkið fyrr á þessu ári. Einnig verður í Víðsjá í dag fjallað um skáldsöguna Nickel-strákarnir eftir bandaríska rithöfundinn Colson Whitehead en hún kemur út á næstu dögum í íslenskri þýðingu Árna Óskarssonar. Whitehead fékk Pulitzer-verðlaunin á síðasta ári fyrir þetta verk sem byggt er á sögu raunverulegs skóla sem var starfræktur í Florida í rúma öld og mótaði líf þúsunda barna. Og í sjónrýni-pistli dagsins fer Ólöf Gerður Sigfúsdóttir á sýningu spænsk-íslenska listamannatvíeykisins Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar ?Töfrafundur ? áratug síðar?, sem nú stendur yfir í Hafnarborg, menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar. Sýningin fjallar um stjórnarskrármálið svokallaða, og hreyfir við áhorfandanum á afar áhrifaríkan hátt með því að færa flókin pólitísk álitamál yfir á hið listræna svið og út til almennings.
Í Viðsjá í dag verður meðal annars hugað að sýningunni Eilíf endurkoma sem nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum þar sem verk samtímalistamanna eru sett í samhengi við verk Kjarvals. Einnig verður í Víðsjá í dag rætt við Árna Óskarsson um nýja þýðingu hans á skáldsögunni hið stutta bréf og hin langa kveðja eftir austuríska Nóbelsverðlaunahöfundinn Peter Handke en bókin kom á dögunum út hjá bókaforlaginu Uglu. Gauti Kristmannsson bókmenntagagnrýnandi Víðsjár fjallar í dag um skáldsöguna Ef við værum á venjulegum stað eftir mexíkóska rithöfundinn Juan Pablo Villalobos sem komin er út í íslenskri þýðingu Jóns Halls Stefánssonar. Og í tónlistarhorni Víðsjár, Heyrandi nær, fer Arnljótur Sigurðsson með hlutstendur í ferðalag til Mongólíu og Marokkó og fjallar um netforritið radio.garden.
Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við rithöfundinn Sjón um verk skosku myndlistarkonunnar Katie Paterson en verk hennar eru nú á sýningu í Nýlistasafninu í Marshall húsinu við Grandagarð. Gauti Kristmannsson bókmenntagagnrýnandi Víðsjár fjallar í dag um skáldsöguna Uppruna eftir Bosníumanninn og Þjóðverjann Sa?a Stani?ic sem komin er út í íslenskri þýðingu Elísu Bjargar Þorsteinsdóttur. Eldgos koma við sögu að gefnu tilefni í þættinum í dag. Og tónlistarhornið Heyrandi nær verður á sínum stað í Víðsjá á mánudegi, í dag fjallar Arnljótur Sigurðsson um afmælisbarn dagsins, bandaríska trompetskáldið Jon Hassell, og hugar að fyrirmyndum hans og þeim sem sótt hafa til hans innblástur.
Í Víðsjá í dag verður meðal annars farið í heimsókn í hús númer 18 við Laugaveg í miðborg Reykjavíkur þar sem bókabúð Máls og menningar var lengi starfrækt. Ný bókabúð verður opnuð þar í apríl ef allt gengur að óskum en Ari Gísli Bragason, gjarnan kenndur við fornbókabúðina Bókina við Klapparstíg, er nú í óða önn ásamt sínu fólki að koma sér fyrir í húsinu með mikinn bókakost og raunar margt fleira, rætt verður við Ara Gísla í Víðsjá í dag. María Elísabet Bragadóttir rithöfundur færir hlustendum Sannleikskorn eins og hún hefur gert í Víðsjá undanfarna fimmtudaga. Í dag fjallar María um hugrekki, um yfirborðið undir yfirborðinu, og það að sitja föst í stórum tebolla. Gauti Kristmannsson bókmenntagagnrýnandi Víðsjár fjallar í dag um ljóðabókina Handbók um ómerktar undankomuleiðir eftir Anton Helga Jónsson. Og loks koma við sögu í Víðsjá dagsins skóari stjarnanna og verðmætustu frímerki veraldar.
Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Halldór Baldursson teiknara um teiknarann Halldór Pétursson en nú stendur yfir í Myndasal Þjóðminjasafnsins sýning á verkum hans undir yfirskriftinni Teiknað fyrir þjóðina ? myndheimur Halldórs Péturssonar. Halldór Baldursson stendur fyrir teiknismiðju í tengslum við sýninguna í Þjóðminjasafninu um helgina. Einnig verður rætt við Eddu Jónsdóttur myndlistarkonu sem nú heldur sína fyrstu einkasýningu á Mokka og í Ásmundarsal síðan 1994 en þá snéri hún sér að rekstri Gallerís i8. Gauti Kristmannsson bókmenntagagnrýnandi Víðsjár fjallar í dag um skáldsöguna Shuggie Bain eftir skosk/bandaríska rithöfundinn Douglas Stuart en höfundurinn fékk Booker-verðlaunin virtu fyrir verkið í fyrra. Og sviðsmyndir koma við sögu í Víðsjá í dag að gefnu tilefni.
Í Víðsjá dag verður meðal annars hugað áfram að sýningunni Dýpsta sæla og sorgin þunga í Kling og bang galleríi en þar segja þær Una Björg Magnúsdóttir og Anne Carson frá verkunum á sýningunni. Elísabet Kristín Jökulsdóttir tók við íslensku bókmenntaverðlaununum, í flokki skáldverka, á Bessastöðum í gær fyrir skáldsöguna Aprílsólarkulda: Frásögn um ást og geðveiki og huggun. Hlustendur heyra í Elísabetu í þættinum í dag auk þess sem Gauti Kristmannsson bókmenntagagnrýnandi Víðsjár fjallar um verkið. Og bók vikunnar hér á Rás 1 að þessu sinni er skáldsagan Truflunin eftir Steinar Braga sem kom út fyrir síðustu jól. Rætt verður við Steinar í Víðsjá í dag.
Í Víðsjá í dag verður meðal annars hugað að málþingi sem Listfræðafélag Íslands og Þjóðminjasafn Íslands standa fyrir á laugardag til heiðurs Þóru Kristjánssdóttur, listfræðingi, en hún var valin fyrsti heiðursfélagi Listfræðafélags Íslands árið 2020. Málþingið verður öllum aðgengilegt á netinu. Margrét Elísabet Ólafsdóttir, formaður Listfræðafélagsins, verður tekin tali um Þóru og verk hennar. Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur hugsar um árið 2021 í Víðsjá á fimmtudögum í janúar, spáir í strauma og stefnur á hinum ýmsu sviðum mannlífsins. Í dag fjallar Kristrún um afhelgun alls og spyr: Hvert er stefnt með því? Gauti Kristmannsson bókmenntagagnrýnandi Víðsjár fjallar í dag um skáldsöguna Brostnar væntingar eftir franska rithöfundinn Honoré de Balzac en þetta mikla verk kom út í íslenskri þýðingu Sigurjóns Björnssonar fyrir jólin. Og kvöldsagan á Rás 1 um þessar mundir er Egils saga, Víðsjá fylgist með lestrinum og skoðar söguna frá ýmsum sjónarhornum, í dag ræðir Torfi Tulinius um ráðgátuna Egil Skallagrímsson, persónueinkenni hans, skáldskap, og fleira.
Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Ingibjörgu Sigurðardóttur um bók hennar Sjálf í sviðsljósi sem fjallar um lífshlaup ömmu hennar og nöfnu, Ingibjargar Steinsdóttur leikkonu. Einnig verður spurt í þætti dagsins: Afhverju föllum við í stafi frammi fyrir ægifegurð náttúrunnar? Afhverju fyllumst við löngun til að deila myndum af glitskýjum? Í nýjasta riti Háskólaútgáfunnar, Vá, Ritgerðir um fagurfræði náttúrunnar, leitast fagurfræðingurinn Guðbjörg R. Jóhannesdóttir, við að svara þessum spurningum. Hvað er fegurð og hvað er landslag og hversvegna skiptir það máli að tala um reynslu okkar af jöklum, fossum og fegurð. Afhverju er mikilvægt að taka fegurð og tilfinningar til greina við ákvarðanatöku um landslag? Halla Harðardóttir ræðir við Guðbjörgu R. Jóhannesdóttur í Víðsjá í dag. Gauti Kristmannsson bókmenntagagnrýnandi Víðsjár rýnir í dag í skáldsöguna Victor Hugo var að deyja eftir franska rithöfundinn og blaðamanninn Judith Perrignon en bókin kom nýlega út hjá bókaforlaginu Uglu í íslenskri þýðingu Rutar Ingólfsdóttur. Þetta er heimildaskáldsaga sem fjallar eins og titillinn gefur til kynna um andlát franska rithöfundarins Victors Hugo sem andaðist í París í maímánuði árið 1885. Áður hafa komið út á íslensku eftir Judith Perrignon verkin Augu Lýru, sem hún skrifaði í samvinnu við Evu Joly, og kom út í íslenskri þýðingu Friðriks Rafnssonar árið 2012, og árið 2018 kom út í íslenskri þýðingu Rutar Ingólfsdóttur skáldsagan Þetta var bróðir minn sem fjallar um bræðurna Théo og Vincent van Gogh. Einnig verður í Víðsjá í dag hugað að listaverkum sem eru að færast í opin aðgang nú um áramót í lagaumhverfi Bandaríkjanna. Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson.